Greinar miðvikudaginn 17. janúar 1996

Forsíða

17. janúar 1996 | Forsíða | 94 orð

Biskupinn af Alnetinu

FRANSKI biskupinn Jacques Gaillot, sem Páfagarður refsaði fyrir róttækni og vinstristefnu í fyrra og setti að nafninu til yfir fornt umdæmi í Afríku, hefur nú svarað fyrir sig. Hann prédikar á Alnetinu. Meira
17. janúar 1996 | Forsíða | 499 orð

Hóta að sprengja skipið í loft upp

NOKKRIR vopnaðir menn, sennilega Tsjetsjenar, lögðu í gær undir sig farþegaskipið Evrasíju í tyrknesku hafnarborginni Trabzon við Svartahaf. Þeir sigldu á haf út og hótuðu að sprengja skipið í loft upp ef Rússar létu ekki af umsátri sínu um tsjetsjenska uppreisnarmenn í Dagestan. Um 255 manns eru í skipinu, flestir rússneskir. Evrasíja mun hafa átt að fara til Sotsíj í Suður-Rússlandi. Meira
17. janúar 1996 | Forsíða | 87 orð

Írakar minnast Persaflóastríðs

ÍRÖSK stjórnvöld skýrðu í gær frá umfangsmiklum hátíðarhöldum í tilefni þess að í dag eru fimm ár frá því Persaflóastríðið hófst með loftárásum bandamanna á Bagdad og fleiri skotmörk. Átökunum lauk nokkrum vikum síðar með ósigri Íraka. Meira
17. janúar 1996 | Forsíða | 266 orð

Skorður við fréttum af efnahagsmálum

STJÓRNVÖLD í Kína hafa takmarkað fréttaflutning af kínverskum efnahagsmálum og snúið þar með af þeirri braut, sem Deng Xiaoping markaði með efnahagsumbótunum 1979. Óttast er, að þetta geti gert út af við þann vísi að fjármálamarkaði, sem hefur verið að myndast í landinu. Meira

Fréttir

17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

4 á slysadeild

FJÓRIR voru fluttir á slysadeild eftir að tveir fólksbílar skullu saman á mótum Jaðarsels og Kambasels um kl. 19.15 í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík hlutu þrír af þeim minniháttar meiðsl. Sá fjórði þurfti hins vegar að fara í rannsókn. Draga þurfti bílana af slysstað með kranabíl. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

Aðalskipulag Hveravalla kært

STJÓRN Ferðafélags Íslands hefur beint stjórnsýslukæru til umhverfisráðuneytisins á hendur hreppsnefnd Svínavatnshrepps í Austur-Húnavatnssýslu vegna þess þáttar staðfests aðalskipulags Svínavatnshrepps sem lýtur að Hveravallasvæðinu. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 268 orð

Afhenti Shevardnadze trúnaðarbréf

GUNNAR Gunnarsson sendiherra afhenti Eduard Shevardnadze, forseta Georgíu, trúnaðarbréf í Tbilisi 9. janúar. Gunnar sagði í gær að þetta væri í fyrsta sinn, sem sendiherra Íslands, afhendir trúnaðarbréf í Georgíu frá því að landið fékk sjálfstæði. Meira
17. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 304 orð

Andófsmaður áfrýjar

SAUDI-arabískur andófsmaður, Mohammed Masari, sem stjórnvöld í Bretlandi vísuðu brott af ótta við að verða af vopnasölusamningi við Saudi- Arabíustjórn, hefur áfrýjað brottvísuninni. Verður úrskurðað í málinu eftir tvær vikur en Masari var rekinn til Karíbahafseyjarinnar Dominica. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 236 orð

Áfengissala jókst ­ tóbakssala minnkaði

HEILDARSALA áfengis og tóbaks ÁTVR á síðasta ári nam 12.523 milljónum króna. Áfengissalan nam 7.940 milljónum króna og tóbakssalan 4.583 milljónum króna. Alls seldi ÁTVR um 10,4 milljónir lítra af áfengi á síðasta ári sem er 8,45% aukning á milli ára. Í alkóhóllítrum talið er aukningin 3,37% milli ára. Þessar tölur eru þó ekki samanburðarhæfar því 1. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 253 orð

Áhöfnin rumskaði ekki við strandið

STAFNES KE, 200 rúmlesta stálbátur frá Sandgerði, strandaði á leirbotni í höfninni í Sandgerði í fyrrinótt. Átti hann þá skammt ófarið í grjótgarðinn. Oddur Sæmundsson skipstjóri segir að landfestar bátsins hefðu slitnað eins og tvinni í miklum sjógangi, en að öðru leyti var stillt veður, um tvö vindstig að vestan þegar þetta gerðist. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 217 orð

Ákvörðunartöku og eftirliti í mörgu áfátt

AÐ mati Ríkisendurskoðunar er óheppilegt að ráðherrar hafi bein afskipti af ráðningu sérfræðinga sem ráðnir eru til ráðuneytanna vegna ýmis konar sérfræðiþjónustu. Dæmi eru um að einstakir ráðherrar hafi haft bein afskipti af ráðningum sérfræðinga og sagt fyrir um hvaða kjör slíkum aðilum væru boðin, Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

Árshátíð fyrrverandi starfsfólks Hafskips

FYRRVERANDI starfsmenn skipafélagsins Hafskips hafa allt frá árinu 1986 eða í 10 ár komið saman í upphafi hvers árs. Samkomurnar hafa jafnan verið vel sóttar og hafa góð tengsl haldist á milli fyrrum starfsfólks allt frá því að skipafélagið hætti starfsemi í lok árs 1985. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 232 orð

ÁSGEIR JAKOBSSON

ÁSGEIR Jakobsson rithöfundur lést á heimili sínu í gær, á sjötugasta og sjöunda aldursári. Ásgeir fæddist 3. júlí 1919 í Bolungavík í Hólshreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu, sonur Jakobs Elíasar Bárðarsonar formanns og útvegsbónda þar og Dórótheu Helgu Jónasdóttur. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Átak í vímuefnafræðslu

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að óska eftir því við samstarfshóp um vímuefnavarnir að hann móti hið fyrsta tillögur um hvernig standa skuli að fræðsluátaki í efri bekkjum grunnskólans. Meira
17. janúar 1996 | Landsbyggðin | 69 orð

Batnandi atvinnuástand á Húsavík

Húsavík-Á umráðasvæði Vinnumiðlunar Húsavíkur, sem er Hálshreppur til Tjörness ásamt Húsavík, var atvinnuleysi á síðastliðnu ári minna en árið áður. Á árinu 1995 voru greiddar 45.875 kr. í 29.149 daga en árið áður, 1994, 47.687 kr. í 30.111 daga. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 216 orð

Bítlaklúbburinn stofnaður

AÐDÁENDAKLÚBBUR Bítlanna (The Beatles) verður stofnaður hér á landi en víða um lönd eru starfræktir Bítlaklúbbar. Hér á landi eru aðdáendur Bítlanna margir og ákveðið hefur verið að stofna íslenskan Bítlaklúbb sem mun vera í tengslum og samstarfi við Bítlaklúbba í öðrum löndum. Stofnfundurinn verður haldinn á Hard Rock Café fimmtudagskvöldið 18. janúar kl. 21. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Blómlegt barnakórastarf við Grensáskirkju

STARFSÖNN Barnakórs Grensáskirkju hófst nú í vikunni í 14. sinn og hefur kórinn þrefaldast frá því hann var stofnaður. Kórarnir eru nú þrír og er aldursskiptingin 6­9 ára, 10­13 ára og loks kammerkór ungs fólks 14­16 ára. Eftir þann aldur býðst unga fólkinu að syngja með Kirkjukór Grensáskirkju. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 265 orð

Bæjarráð kært vegna hlutabréfasölu

BJARNI Sveinsson hefur sent félagsmálaráðuneytinu stjórnsýslukæru á hendur bæjarráði Akraness vegna sölu á hlutabréfum Akraneskaupstaðar í skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. Skömmu fyrir áramót ákvað bæjarráð Akraness að selja fyrirtækinu IÁ Hönnun ehf. hlutabréf Akraneskaupstaðar í Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf., að nafnverði 7,7 milljónir króna. Meira
17. janúar 1996 | Miðopna | 451 orð

Dagur mikilla tilfinninga Dagurinn í gær var dagur mikilla tilfinninga hjá Súðvíkingum. Ár var liðið frá því snjóflóð féllu á

DAGURINN er manni afskaplega þungbær," sagði fullorðinn Súðvíkingur, Garðar Sigurgeirsson, fyrir athöfnina í gær og var ekki einn um þessar tilfinningar. Fánar í hálfa stöng voru merki sorgarinnar víða um þorpið. Vinna var lögð niður á meðan gangan og athöfnin fóru fram. Meira
17. janúar 1996 | Miðopna | 783 orð

Eins og að gista hjá ókunnugum

ÞAÐ fer vel um okkur nema okkur leiðist nýjalyktin en hún fer smátt og smátt," segir Garðar Sigurgeirsson fyrrverandi sjómaður sem hefur flutt hús sitt frá Aðalstræti 40 að Víkurgötu 11. Garðar og Ragnheiður Gísladóttir fluttu inn fyrir jól og eru fyrstu íbúarnir í varanlegu húsi í nýrri Súðavík. Andlit Súðavíkur Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

ELÍSABET JÓHANNSDÓTTIR

ELÍSABET Jóhannsdóttir frá Ísafirði, sem gekkst undir hjarta- og lungnaaðgerð á Salgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð í apríl á síðasta ári, lést í Salgrenska sjúkrahúsinu síðdegis á mánudag. Meira
17. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 588 orð

Er efnahagurinn of bágur fyrir EMU?

HÆGARI efnahagsbati í Evrópu en stjórnvöld margra Evrópusambands- ríkja vonuðust eftir, veldur því að æ fleiri draga nú í efa að áformin um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) geti orðið að veruleika í ársbyrjun 1999. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 300 orð

Flutningur í Miðbæjarskóla illa ígrundaður

BORGARRÁÐSFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins lögðu fram greinargerð á fundi borgarráðs vegna tillagna verkefnisstjórnar um yfirfærslu grunnskólans. Þar kemur fram að tillögur um flutning nýrrar stofnunar, Fræðslumiðstöðvar, í Miðbæjarskólann séu illa ígrundaðar. Skólinn sé elsta skólabygging borgarinnar og misráðið að breyta honum í skrifstofuhúsnæði. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 353 orð

Forval hefur verið auglýst vegna tíu verkefna

FORVAL hefur verið auglýst vegna tíu verkefna eftir að ákveðið var að bjóða út kaup á vöru og þjónustu fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins vill ekki gefa upp nöfn þeirra fyrirtækja, sem hafa tekið þátt í forvali, upphæð tilboða eða kostnaðaráætlun vegna einstakra verkefna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er þó, a.m.k. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Fyrirlestur um mat á snjóflóðahættu fyrir ferðamenn

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags Íslands stendur fyrir fræðslufundi fyrir almenning um mat á snjóflóðahættu fyrir ferðamenn fimmtudaginn 18. janúar kl. 20. Fyrirlesari verður Leifur Örn Svavarsson jarðfræðingur. Meira
17. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 237 orð

Góma hættulegan kókaínfursta

JUAN Garcia Abrego, höfuðpaur fíkniefnahringsins Flóasamsteypan, var handtekinn nálægt borginni Monterrey í Mexíkó á sunnudag og framseldur á mánudag til Bandaríkjanna þar sem hans bíða réttarhöld. Hann er einn umsvifamesti forsprakki fíkniefnasmyglara, sem gómaður er í Mexíkó. Meira
17. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 281 orð

Grískir sósíalistar leita að nýjum leiðtoga

COSTAS Simitis, fyrrverandi iðnaðarráðherra Grikklands, greindi frá því í gær að hann gæfi kost á sér sem eftirmaður Andreas Papandreous, fráfarandi forsætisráðherra. Papandreou hefur legið alvarlega veikur á sjúkrahúsi undanfarnar átta vikur og greindi á mánudag frá því að hann hygðist láta af embætti, sem flokksformaður og forsætisráðherra. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 518 orð

Grunntaxtarnir eru allt of lágir

B-LISTINN gefur sig út fyrir að vera stjórnarandstöðuframboð í kosningunum um forystu í Verkamannafélaginu Dagsbrún og það fór ekki á milli mála á vinnustaðafundi, sem haldinn var í Granda í hádeginu í gær. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 177 orð

Handtökubeiðni gefin út

HANDTÖKUBEIÐNI hefur verið gefin út á hendur Þórhalli Ölveri Gunnlaugssyni, sem Hæstiréttur dæmdi í tveggja ára fangelsi í nóvember sl. Þórhallur mætti ekki til afplánunar og hefur lögregla verið beðin um að hafa uppi á honum og handtaka hann. Grunur leikur á að Þórhallur hafi farið úr landi. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 196 orð

Hlíf vill stækkun Hafnarfjarðarhafnar

FUNDUR haldinn í stjórn Verkamannafélagsins Hlífar fimmtudaginn 11. janúar 1996 ályktar eftirfarandi: "Hafnarfjarðarhöfn er orðin of lítil og þar vantar bæði viðlegupláss og athafnasvæði. Þrengsli eru farin að hafa mjög neikvæð áhrif á möguleika til aukinnar umferðar um höfnina og vaxandi hætta á að vísa þurfi skipum frá vegna plássleysis. Meira
17. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 173 orð

Hlutabréf seld á síðasta ári

ATVINNUÞRÓUNARSJÓÐUR Dalvíkurbæjar seldi töluvert af hlutabréfum í eigu bæjarins á síðasta ári. Hlutabréfaeign bæjarins í Söltunarfélagi Dalvíkur að upphæð 50 milljónir króna var seld Samherja hf. á Akureyri. Þá seldi bærinn hlutabréf sín í Hamri hf. fyrir 7 milljónir. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Í haldi vegna innbrota

TVEIR gæsluvarðhaldsúrskurðir voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku vegna ítrekaðra innbrota í hús og bíla. 18 ára piltur var á þriðjudag úrskurðaður í gæsluvarðhald fram í miðjan febrúar. Hann er talinn forsprakki nokkurra 17-19 ára pilta, sem stundað hafa innbrot í hús og bíla. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 239 orð

Járnblendið kaupir kurl af Skógræktinni

SKÓGRÆKT ríkisins hefur samið við Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga um að selja henni um 200 tonn af flís eða kurli til starfsemi sinnar. Járnblendiverksmiðjan notar kurlið til brennslu í vinnsluofni og duga 200 tonnin aðeins til nokkurra daga, en annars flytur verksmiðjan efnið inn. Upphæð samningsins er um 800 þús. kr. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Kjörganga kynnt

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer frá Hafnarhúsinu kl. 20 í miðvikudagskvöldgöngu sinni og gengur út í Örfirisey og áfram út með ströndinni. Komið er til baka um kl. 21.30 og verður þá val um að fara í stutta heimsókn á áhugaverðan stað. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Kuran-Swing á Kringlukránni

KURAN-SWING kvartettinn leikur á Kringlukránni miðvikudagskvöldið 17. janúar. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Efnisskráin er blanda af sígaunalögum, blúsum og djassnúmerum, þekktir standardar og lög eftir þá félaga. Kuran-Swing hefur gefið út eina hljómplötu og er kvartettinn nú að undirbúa gerð annarrar plötu sinnar. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 247 orð

Leiðtogafundar verður minnst

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að undirbúa í samvinnu við borgarstjórn Reykjavíkur hátíðarhöld til að minnast þess að tíu ár eru síðan leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs var haldinn hér á landi og borgarráð samþykkti samhljóða tillögu um samvinnu við ríkisstjórnina. Meira
17. janúar 1996 | Miðopna | 718 orð

Líður illa í vondum veðrum

Byggja heimili í nýrri Súðavík ári eftir að þau voru grafin úr snjónum Líður illa í vondum veðrum VIÐ höfum það gott og höfum náð okkur að mestu. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að banaslysi því sem varð á Miklubrautinni aðfaranótt sunnudagsins 7. janúar sl. þar sem tveir bílar, sem báðum var ekið í vesturátt, lentu saman. Lögreglan biður þá, sem urðu vitni að slysinu, að gefa sig fram. Sérstaklega er bílstjóri dökkgræns Mercedes Benz skutbíls og farþegar, ef einhverjir hafa verið, beðnir að gefa sig fram við lögreglu. Meira
17. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 183 orð

Markaðssetning hafnarinnar að skila sér

AKUREYRARHÖFN hafa borist tilkynningar um 36 komur skemmtiferðaskipa næsta sumar en sl. sumar voru skipakomurnar 38. Á bak við skipakomurnar standa 18 skemmtiferðaskip. Fyrsta skipið kemur 30. maí og er það óvenju snemma á ferðinni. Síðasta skipið sem hefur boðað komu sína til Akureyrar kemur 15. september og er það einnig óvenju seint á ferðinni. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Milt um miðjan veturinn

ÞAÐ er ekki bara mannfólkið sem nýtur góðs af því að veður hefur verið með ólíkindum milt nú þegar níu dagar eru í miðjan vetur og upphaf þorra. Þessi hestur þarf a.m.k. ekki að krafsa snjóinn af jörðinni áður en hann fær sér dálitla tuggu. Og þegar hitastigið er nær alltaf yfir frostmarki ætti kafloðinn vetrarfeldurinn að halda góðum hita á þeim sem tölta um túnin. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Minningarljós í Súðavík

ÞESS var minnzt í gær, að ár var liðið frá snjóflóðunum sem féllu á Súðavík og í Reykhólassveit með þeim afleiðingum að fimmtán manns fórust. Aðstandendur minntust ástvina við leiði þeirra og sérstök athöfn var í Dómkirkjunni í Reykjavík í gærkvöldi. Á Súðavík var farin blysför, minningarljós tendruð og haldin bænastund og í gærkvöldi var helgistund í kirkjunni. Meira
17. janúar 1996 | Miðopna | 96 orð

Morgunblaðið/Árni Sæberg Lýs milda ljós

Fjölmennt var við minningarathöfn um þá sem létust í snjóflóðunum í Súðavík og Reykhólasveit í Dómkirkjunni í gærkvöldi. Dagskránni var valin yfirskriftin Lýs milda ljós og viðstaddir athöfnina voru ástvinir hinna látnu, forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Skúlason biskup, Davíð Oddsson forsætisráðherra og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Myndakvöld Ferðafélagsins

Í FJÖRÐUM, Flateyjardalur og Austfirðir nefnist fyrsta myndakvöld Ferðafélags Íslands á árinu og fer það fram að Mörkinni 6 (stóra sal) í kvöld, miðvikudagskvöldið 17. janúar, og hefst kl. 20.30. Þetta verður fjölbreytt myndasýning úr sumarleyfisferðum Ferðafélagsins, m.a. um eyðibyggðir norðanlands og austan. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Níu tilboð í stálgrind kerskála

NÍU tilboð, þar af tvö íslensk, bárust í stálgrind nýs kerskála vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Tilboðin voru opnuð í Z¨urich í Sviss í vikunni. Farið verður yfir þau á næstu tveimur vikum og þau borin saman áður en afstaða verður tekin, að sögn Rannveigar Rist, upplýsingafulltrúa ÍSAL. Hún sagði að átján aðilum hefði verið boðið að bjóða í verkið. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 591 orð

Ný launastefna og beinar hækkanir

EFSTU menn A-listans þræddu vinnustaði í gær til að kynna málstað sinn félagsmönnum Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, en tveir dagar eru til stjórnarkosninga í félaginu. Það var tekið að dimma þegar Halldór Björnsson, formannsefni A-listans, og Sigríður Ólafsdóttir varaformannsefni settust á rökstóla með Dagsbrúnarmönnum í Hitaveitu Reykjavíkur síðdegis í gær. Meira
17. janúar 1996 | Landsbyggðin | 106 orð

Nýtt orgel vígt í Ísafjarðarkirkju

Ísafirði Haldnir verða sérstakir orgeltónleikar í hinni nýju Ísafjarðarkirkju miðvikudaginn 17. janúar kl. 20.30 í tilefni af því að verið er að taka þar í notkun nýtt og stórt pípuorgel. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Opinn fundur sjálfstæðiskvenna í Njarðvík

LANDSSAMBAND sjálfstæðiskvenna og sjálfstæðisvkennafélagið Sókn í Keflavík halda opinn fund laugardaginn 20. janúar nk. kl. 13.30 í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík. Á fundinum verður fjallað um jafnréttismál frá ýmsum hliðum. Meira
17. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 179 orð

Opnað fyrir samkeppni í farsímakerfum

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) samþykkti í gær reglur sem skylda ríkisstjórnir aðildarríkjanna til að koma á samkeppni í farsíma- og símakerfum sínum. Samkomulag náðist um reglurnar í desembermánuði en ekki var hægt að samþykkja þær formlega fyrr en nú þar sem eftir átti að þýða þær yfir á öll opinber tungumál sambandsins. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 54 orð

Orkubúið kaupir Hitaveitu Reykhóla

UNDIRRITAÐUR hefur verið kaupsamningur milli Orkubús Vestfjarða og hreppsnefndar Reykhólahrepps um kaup búsins á hitaveitu hreppsins. Að sögn Kristjáns Haraldssonar orkubústjóra er samningurinn undirritaður með fyrirvara um samþykki hreppsnefndar, sem koma mun saman til fundar í vikunni. Sagði hann að innihald samningsins yrði ekki upplýst fyrr en að fundinum loknum. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 452 orð

Óskar eftir að Jóni verði sagt upp

FLÓKI Kristinsson, sóknarprestur í Langholtskirkju, hefur óskað eftir því bréfleiðis að sóknarnefnd kirkjunnar segi Jóni Stefánssyni organista upp störfum. Hann segist í öðru bréfi til Jóns ekki undir neinum kringumstæðum þiggja þjónustu hans við helgihald framvegis. Guðmundur E. Pálsson, formaður sóknarnefndar, segir ekki í höndum sóknarprests að segja upp starfsfólki. Meira
17. janúar 1996 | Landsbyggðin | 361 orð

Rangárvallaafréttur illa farinn af uppblæstri

Hellu-Á fjölmennum borgarafundi sem haldinn var á Hellu fyrir stuttu flutti Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur RALA, erindi um ástand Rangárvallaafrétts. Kom fram í máli hans að afrétturinn flokkast með fimm verst förnu afréttum á landinu en 41,5 prósent hans eru mjög illa farin af rofi og önnur stór svæði í mikilli hættu verði ekkert að gert. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 431 orð

"Samkvæmt landslögum" vantaði á hjónavígsluvottorð

TYRKNESKUR hæstiréttur úrskurðaði ekki í forræðismáli Sophiu Hansen því ekki kom fram í hjónavígsluvottorði að Sophia og Halim Al, fyrrum eiginmaður hennar, væru gefin saman samkvæmt landslögum. Fjórir af fimm dómurum dæmdu úrskurð undirréttar ógildan. Einn skilaði sératkvæði og taldi augljóst að dæma ætti eftir íslenskum lögum. Niðurstaðan hefur verið þýdd á íslensku. Meira
17. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Samningur við fjögur félög

DALVÍKURBÆR hefur gert rammasamning við fjögur félagasamtök á sviði íþrótta- og æskulýðsstarfs og eru þeir til næstu þriggja ára. Um er að ræða framkvæmdastyrki til félaganna samtala að upphæð 7,1 milljón króna. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

SEnn ber á Bakka

Blönduósi. Morgunblaðið. ÆRIN Grákolla frá Bakka í Vatnsdal bar einu lambi um miðjan dag á mánudag. Þetta fyrsta lamb ársins var hvít gimbur og kemur í heiminn um svipað leyti og ný reglugerð um sauðfjárframleiðslu næsta verðlagsárs. Þetta er ekki í fyrsta sinn að ær frá Bakka í Vatnsdal ber um þetta leyti árs. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

SKB fer fram á fjárstuðning almennings

STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra barna, SKB, hefur náð samkomulagi við útgefanda Gulu bókarinnar, Líf og sögu ehf., um að fá að nýta dreifingu hennar 1996, sem nú fer í hönd, til að koma á framfæri ósk um fjárstuðning til íslensku þjóðarinnar. Meira
17. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 170 orð

Skíðatíðin fer rólega af stað

TÍÐ skíðamanna í Hlíðarfjalli fór rólega af stað, en skíðasvæðið var opnað um liðna helgi. Þokkaleg aðsókn var á laugardag en færri voru á ferðinni á sunnudag. Ívar Sigmundsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, sagði að mikil hálka hefði verið á veginum upp í fjallið og einhverjir þurft frá að hverfa af þeim sökum. Meira
17. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 614 orð

Skýr fylgni efnahagsfrelsis og hagvaxtar

ELLEFU efnahagsstofnanir víða um heim hafa gefið út bók um rannsókn á efnahagsfrelsi í 102 ríkjum síðustu tvo áratugina. Breska vikuritið The Economist telur rannsóknina markverðustu tilraunina til þessa til að skilgreina og mæla þetta frelsi og segir niðurstöðuna benda til þess að skýr fylgni sé á milli efnahagsfrelsis og hagvaxtar. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 179 orð

Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins

ÍSFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík gengst fyrir árvissri sólrisuhátíð, Sólarkaffinu, föstudagskvöldið 26. janúar nk. á Hótel Íslandi. Í fréttatilkynningu segir að dagskrá kvöldsins, sem hefst kl. 20.30 með kaffi og rjómapönnukökum, verði að nokkru helguð minningu tónskáldsins Jóni Jónssyni frá Hvanná og lögum hans. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 213 orð

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 70 ára

SJÖTÍU ár eru liðin 17. janúar frá stofnun Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Af því tilefni efnir Starfsmannafélagið til afmælisfangaðar fyrir félagsmenn í Borgarleikhúsinu milli kl. 17 og 19 miðvikudaginn 17. janúar nk. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 596 orð

Stefnan í orkunýtingu þarfnast endurskoðunar

VALGARÐUR Stefánsson, deildarstjóri forðafræðideildar Orkustofnunar, er þeirrar hyggju að Íslendingar verði að endurskoða stefnuna í orkunýtingu frá grunni og gera sér grein fyrir því að vatnsorka þarf ekki alltaf að vera hagkvæmasti virkjunarkosturinn. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 329 orð

Stofnuð verði fræðslumiðstöð í Miðbæjarskólanum

TILLÖGUR verkefnisstjórnar um breytingar á skipulagi Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar þegar sveitarfélög taka yfir grunnskólana hafa verið lagðar fram í borgarráði. Í tillögunum er gert ráð fyrir að öllu starfsfólki skrifstofunnar verði sagt upp og að stofnuð verði Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar með aðsetur í Miðbæjarskólanum. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Synjun útflutningsleyfis könnuð

UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU hefur borist erindi frá landbúnaðarráðuneytinu vegna Sláturfélags Suðurlands en félaginu hefur verið synjað um útflutningsleyfi á ESB­ markað. Að sögn Björgvins Guðmundssonar sendifulltrúa, er verið að skoða erindið, sem síðan verður lagt fyrir utanríkisráðherra og væntanlega muni ráðuneytin taka við síðar og ræða málið sín á milli. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Tekinn á 123 km hraða

LÖGREGLAN í Reykjavík mældi ökumann á 123 km hraða á Vesturlandsvegi við Grafarholt skömmu fyrir hádegi í gær. Leyfilegur hámarkshraði er 70 km á þessum stað. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Í fyrrakvöld var kveikt í póstkössum í stigagangi fjölbýlishúss við Vesturberg. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 732 orð

Tíundi hver hefur skerta heyrn

Félagið Heyrnarhjálp hefur ákveðið að velja þann fjölmiðlamann sem hefur skýrasta framsögn og veita honum viðurkenningu. Er almenningur beðinn um að koma skriflegum ábendingum til félagsins á Snorrabraut 29. Tilkynnt verður um niðurstöðuna 1. mars nk. Meira
17. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 200 orð

Um 1.500 nýjar stjörnuþokur

VÍSINDAMENN sem vinna með myndir úr Hubble-sjónaukanum segjast hafa uppgötvað hundruð nýrra stjörnuþoka. Segja vísindamenn hjá NASA, bandarísku geimferðastofnunninni í Maryland, að minnsta kosti 1.500 stjörnuþokur á hinum ýmsu myndunarstigum hafi komið í ljós á þeim hundruð ljósmynda sem teknar voru með sjónaukanum í desember. Meira
17. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 148 orð

Um 22 þúsund farþegar í áætlunarflugi '95

FLUGFÉLAG Norðurlands flutti um 22 þúsund farþega í áætlunarflugi innanlands á liðnu ári. Sigurður Aðalsteinsson framkvæmdastjóri félagsins sagði að fjöldi farþega hefði verið svipaður og á undanförnum árum. Nokkuð dró úr fragtflutningum, en alls var 181 tonn af fragt flutt í áætlunarflugi á síðasta ári. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Varðhald framlengt

GÆSLUVARÐHALD yfir þremur mönnum, sem handteknir voru ásamt tveimur öðrum um síðustu helgi vegna innbrots í Shell-skálann í Bolungarvík, var framlengt síðdegis í gær, fram til kl. 17 á föstudag. Brotist var inn í Shell-skálann aðfaranótt síðastliðins föstudags og þaðan stolið peningaskáp og vindlingum auk þess sem peningar úr sjóðsvélum voru teknir. Meira
17. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 518 orð

Verður Tsjetsjníja Jeltsín að falli?

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og stuðningsmenn hans lýsa aðferðum sínum við að frelsa gísla tsjetsjensku skæruliðanna í Pervomaískoje sem illri nauðsyn, sem gripið hafi verið til þegar öll önnur ráð voru þrotin. Hann gæti líka sagt sem svo, að stjórnmálamenn á borð við hann sjálfan yrðu stundum að taka erfiðar ákvarðanir, sem venjulegir borgarar veigruðu sér við. Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 135 orð

Viðskipti verði rannsökuð

HELGA Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi hefur ákveðið að fara fram á rannsókn á viðskiptum bæjarsjóðs og Gunnars Birgissonar vegna framkvæmda í Kópavogshöfn en Gunnar er formaður bæjarráðs. Þá segir Helga að skuldastaða bæjarsjóðs sé alvarleg. Heildarskuldir séu um fimm milljarðar en tekjur aðeins tæpir tveir. Breytt um stefnu Meira
17. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 227 orð

Vilja semja við skóla um þjónustu

BORGARRÁÐSFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um að þjónustusamningar verði gerðir á grundvelli samningsstjórnunar við allt að fimm grunnskóla borgarinnar. Miðað verði við að samningurinn tekur gildi um leið og Reykjavíkurborg taki við rekstri skólanna. Borgarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar. Meira
17. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 263 orð

Æskilegt að sveitarfélög vestan fjarðar verði með

DRÖG að stofnsamningi hafnasamlags hafnanna á Akureyri, Grenivík og Svalbarðseyri voru kynnt á fundi bæjarráðs Akureyrar í síðustu viku. Ráðið fól hafnarstjórn að kanna málið, en telur að ef til stofnunar hafnasamlags kæmi væri æskilegt að sveitarfélög vestan fjarðar, Glæsibæjarhreppur og Arnarneshreppur, yrðu þátttakendur í stofnun þess. Meira

Ritstjórnargreinar

17. janúar 1996 | Leiðarar | 530 orð

leiðariSÚÐAVÍK ÁRI EFTIR FLÓÐ ITT ÁR var í gær liðið frá

leiðariSÚÐAVÍK ÁRI EFTIR FLÓÐ ITT ÁR var í gær liðið frá því snjóflóð féll á Súðavík með þeim afleiðingum að fjórtán manns biðu bana. Í kjölfar flóðsins fór fram endurmat á snjóflóðahættu á þessum slóðum og varð niðurstaðan sú að mörg hús voru talin á hættusvæði og því nauðsynlegt að færa stóran hluta byggðarinnar á nýtt bæjarstæði. Meira
17. janúar 1996 | Staksteinar | 368 orð

»Varðveisla tungunnar HLUTVERK blaðanna í viðhaldi tungunnar er stórt og ska

HLUTVERK blaðanna í viðhaldi tungunnar er stórt og skapa þau í raun mótvægi við enskuskotinn sjónvarpsheim. Þetta segir í leiðara DV. Hætta Í leiðara DV segir m.a.: "Margvísleg hætta steðjar að íslenskunni og ný tækni, svo góð sem hún er, eykur þá hættu. Hættan er einkum fólgin í enskunni sem smátt og smátt síast inn. Meira

Menning

17. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 144 orð

Anne er ekki í myndinni

ENSKA leikkonan Emma Thompson skrifaði handritið að myndinni "Sense and Sensibility" sem er byggð á samnefndri 19. aldar skáldsögu Jane Austin. "Sagan fjallar um ást, svikráð og örvæntingu, en engu að síður er kímnin allsráðandi," segir Thompson, sem leikur í myndinni og gerði "að minnsta kosti 14 uppköst að handritinu". Meira
17. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 161 orð

Bíóborgin frumsýnir "The Usual Suspects"

BÍÓBORGIN hefur hafið sýningar á kvikmyndinni "The Usual Suspects". Með aðalhlutverk fara Gabriel Byrne, Kevin Spacey, Stephen Baldwin, Benecio Del Toro og Kevin Pollack. Leikstjóri er Bryan Singer. Meira
17. janúar 1996 | Menningarlíf | 154 orð

Einsöngstónleikar Sigríðar Aðalsteinsdóttur

SIGRÍÐUR Aðalsteinsdóttir mezzo- sópran og Iwona Jagla píanóleikari halda einsöngstónleika í Listasafni Sigurjóns, Laugarnestanga, annað kvöld, 18. janúar, kl. 20.30. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Meira
17. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 147 orð

Eldur í Stowe

MADELEINE Stowe hefur fengið afar góða dóma fyrir leik sinn í myndinni 12 apar, sem vermir nú toppsætið í Bandaríkjunum. Henni gengur ekki síður vel í einkalífinu. Madeleine, sem er 37 ára, á von á fyrsta barni sínu með eiginmanninum, leikaranum Brian Benben. "Ég á von á dóttur í júní," segir Stowe. Meira
17. janúar 1996 | Menningarlíf | 242 orð

Fallegur og fágaður söngur

Már Magnússon (tenór), Gerrit Schuil (píanó). Hljóðritað á tónleikum í Listasafni Akureyrar 7. ágúst 1995. Framleiðandi: List-Mynd Akureyri. Hljóðritun: Kristján Edelstein. Útgefandi: Már Magnússon MM 01 1995. Meira
17. janúar 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Iðandi líf og vel sóttir listviðburðir

KAUPMANNAHAFNARBÚAR og gestir þeirra tóku vel við sér um helgina, sem var sú fyrsta á komandi menningarári. 150 þúsund dagskrár fyrir janúarmánuð hafa runnið út og einnig er mikil eftirspurn eftir dagskrá vorsins, sem spannar fyrstu fjóra mánuði ársins. Meira
17. janúar 1996 | Menningarlíf | 447 orð

Íslenskt sjávarloft og sveitailmur í sýningarsal í Miami

SÝNING á 46 verkum Louisu Matthíasdóttur, hinnar 78 ára gömlu og vel þekktu íslenzku listakonu í Bandaríkjunum, var opnuð í The Kendall Campus í Miami-Dade Community-háskólanum föstudaginn 5. janúar og verður opin þar til 26. janúar. Öll eru verkin máluð með olíu á striga. Elsta myndin er frá árinu 1937 en sú yngsta er gerð 1993. Meira
17. janúar 1996 | Menningarlíf | 81 orð

Kennslustund og Sápa

SÝNINGAR á Kennslustundinni eftir Eugene Ionesco og Sápu þrjú og hálft eftir Eddu Björgvinsdóttur eru að hefjast að nýju eftir jólafrí. Fyrsta sýning á Kennslustundinni verður sunnudaginn 21. janúar kl. 21 og á Sápu þrjú og hálft föstudaginn 19. janúar kl. 21. Meira
17. janúar 1996 | Myndlist | 585 orð

Kjarval: Landið sjálft og fólkið

Jóhannes S. Kjarval. Opið kl. 10-18 alla daga til maíloka. Aðgangur kr. 300 (gildir á allar sýningar). ÞAÐ hefur oft komið fram í myndlistarumræðunni hin síðari ár að við sýningarhald og kynningu á myndlist væri það ekki aðeins listafólkið sem skipti máli, heldur væri sýningarstjórinn ekki síður mikilvægur. Einkum hefur sú skoðun verið áberandi að ef þeir kæmu utanað, þ.e. Meira
17. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð

Konunglegir feðgar á skíðum

KARL Bretaprins fór með syni sína tvo, Vilhjálm og Harry, til Klosters í Sviss nýlega. Þar iðkuðu þeir skíðaíþróttina af kappi og þóttu taka sig vel út í skíðabúningunum. Á meðan baðaði Díana prinsessa sig í volgu Karíbahafinu og íhugaði hvort hún ætti að fallast á að skilja við eiginmann sinn. Meira
17. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 116 orð

Leiðinlegar Sýningarstúlkur

KVIKMYNDIN Sýningarstúlkur, eða "Showgirls" er meðal leiðinlegustu mynda síðasta árs, að mati Leiðindastofnunarinnar (Boring Institute) í Bandaríkjunum. Stofnunin veitir verðlaun fyrir leiðinlegustu myndir ársins og er þetta í ellefta sinn sem þau eru veitt. Meira
17. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð

Leigjandinn frumsýndur

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi síðastliðið laugardagskvöld leikritið Leigjandann eftir Simon Burke. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Frumsýningargestir gerðu góðan róm að verkinu og voru brosmildir, eins og meðfylgjandi myndir gefa til kynna. Morgunblaðið/Halldór ELSA Guðmundsdóttir, Sólveig Pétursdóttir og Ríta Kristjánsdóttir. Meira
17. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 35 orð

Leikur Cher

BANDARÍSKA söng- og leikkonan Cher sést hér leika borðtennis á "heimili fyrir heimilislausa" í London. Hún var þar stödd í þeim tilgangi að afhjúpa veggmálverk sem tók vistmenn þrjú ár að fullgera. Meira
17. janúar 1996 | Menningarlíf | 97 orð

Mikil þátttaka í ljóðasamkeppni

MIKIL þátttaka var í Ljóðasamkeppni Listahátíðar, en skilafrestur rann út um áramótin. Alls bárust 525 ljóð í keppnina frá um 200 skáldum. Dómnefndin velur þrjú verðlaunaljóð ásamt fleiri ljóðum til útgáfu, en fyrirhugað er að gefa út ljóðabók á hátíðinni með úrvali ljóðanna. Úrslit verða kunngjörð við setningu hátíðarinnar 31. maí. Þrenn verðlaun verða veitt, 1. verðlaun kr. Meira
17. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 101 orð

Pacino hrifinn af Gump

FRAMMISTAÐA Mykeltis Williamsons í hlutverki Bubba, vinar Forrests Gumps, vakti aðdáun stórleikarans Als Pacinos. "Al hefur mikið dálæti á "Forrest Gump"," segir Williamson, sem leikur félaga Pacinos í myndinni "Heat". "Michael Mann [leikstjóri "Heat"] hringdi í mig og sagði: "Al vill hitta þig." Ég trúði því ekki, en fór engu að síður. Meira
17. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 186 orð

Stjörnubíó frumsýnir myndina Sannir vinir

STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á myndinni Sönnum vinum eða "Circle of Friends" eftir írska leikstjórann Pat O'Connor. Hér er um að ræða rómantíska gamanmynd sem fjallar um þrjár ungar, hressar og fallegar stelpur sem ákveða að yfirgefa heimabæ sinn, Knockglen. Ferðinni er heitið til Dyflinnar þar sem vinkonurnar þrjár ætla að stunda nám. Meira
17. janúar 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Tíminn soðinn niður

1996 plasthylkjum með innihaldi sem gefa á til kynna lífið um þessar mundir verður safnað saman á næstu mánuðum. Hugmyndin er komin frá Bandaríkjamanninum Thornwell Jacobs, sem kom upp safni tímahylkja um miðja öldina. Dönsku tímahylkin verða hluti af bandaríska safninu og verða opnuð með hylkjum þess árið 8113. Það er því um framtíðarverkefni að ræða í orðsins fyllstu merkingu. Meira
17. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 222 orð

Verður Jennifer tilnefnd?

LEIKKONAN Jennifer Jason Leigh heitir réttu nafni Jennifer Leigh Morrow. Hún fæddist árið 1962 og tveimur árum seinna skildu foreldrar hennar. Hún flutti þá, ásamt systur sinni, Carrie Morrow, til móður sinnar og faðir þeirra hvarf þeim sjónum. Þegar Jennifer var tíu ára uppgötvaði hún leiklistina. Meira
17. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 188 orð

Æft fyrir skemmtikvöldin Gullárin

SÖNGHÓPURINN Ellismellir (The Old smells) er byrjaður að æfa fyrir skemmtikvöldin "Golden Years", eða Gullárin, en stefnt er að frumsýningu í Sæluhúsinu á Dalvík föstudagskvöldið 2. febrúar næstkomandi. Um 20 manns taka þátt í sýningunum, þar af 9 söngvarar, en sönghópurinn hefur staðið fyrir slíkum skemmtikvöldum síðustu þrjú ár. Meira
17. janúar 1996 | Menningarlíf | 309 orð

(fyrirsögn vantar)

SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU BÓKA FYRIR JÓLIN 1995. 1. NÓVEMBER­24. DESEMBER 1995. Meira

Umræðan

17. janúar 1996 | Aðsent efni | 1553 orð

Aðild ASÍ að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins

SKÖMMU fyrir áramót var talsverð umfjöllun í fjölmiðlum um aðild starfsmanna ASÍ og fleiri félagasamtaka að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Tilefnið var fyrirspurn Sighvatar Björgvinssonar alþingismanns um iðgjaldagreiðslur aðila vinnumarkaðarins til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og skuldbindingar þeirra vegna og svar fjármálaráðherra við þeirri fyrirspurn. Meira
17. janúar 1996 | Aðsent efni | 757 orð

Deildaskipting Dagsbrúnar og ófullnægð athyglisþörf

HUGMYNDIR B-listamanna um deildaskiptingu Dagsbrúnar hljóða upp á tvenns konar deildaskiptingu; annars vegar eftir vinnustöðum og hins vegar eftir starfsgreinum. Hvergi örlar á neinni skilgreiningu um þau vandamál sem þessu eru samferða né hvernig á að skipta mönnum í deildir þar sem forsendurnar ganga þvert hvor á aðra. Meira
17. janúar 1996 | Aðsent efni | 316 orð

Er eitthvað að fela?

ILLA gengur að fá talsmenn Sambands íslenskra tryggingafélaga til að veita upplýsingar um meginforsendur í könnun þeirri sem þeir sendu allsherjarnefnd Alþingis í desember sl. Könnun þessari var ætlað að styðja fullyrðingar þeirra um þörf fyrir 30% hækkun iðgjalda í bílatryggingum ef tillögur Gunnlaugs Claessen og Gests Jónssonar um breytingar á skaðabótalögum verða lögfestar. Meira
17. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 926 orð

Fjölmiðlaslys?

ÁSTÆÐA þess að ég sest nú niður og rita þessar fáu línur er að eg misti föður minn og sambýliskonu hans í umferðarslysi laugardaginn 14. október á síðastliðnu ári. Að vísu er það ekki slysið sjálft sem er ástæðan, heldur fréttaflutningur sjónvarpstöðvanna af slysinu, tímasetning myndbirtinga og niðurstaða siðanefndar Blaðamannafélags Íslands, sem ég las í Morgunblaðinu 29. desember sl. Meira
17. janúar 1996 | Aðsent efni | 906 orð

Fram þjáðir menn

SÁ GÓÐI rithöfundur Agatha Christie samdi einu sinni leikrit sem heitir Músagildran. Leikrit þetta hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í sama leikhúsinu í meira en 50 ár. Sumir áhorfendur hafa séð það oft og mörgum sinnum, enda textinn vel skrifaður og áhrifamikill. Meira
17. janúar 1996 | Aðsent efni | 1536 orð

Háskólasjúkrahúsin í Reykjavík

HELSTA markmið heilbrigðisþjónustu er að veita landsmönnum bestu læknismeðferð, hjúkrun og aðra aðstoð sem völ er á hverju sinni. Mestur hluti hátækniþjónustu fer fram á sjúkrahúsum, er nú alfarið kostaður af opinberu fé og tekur til sín veigamikinn hluta útgjalda ríkisins. Meira
17. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 470 orð

Lionsklúbburinn Fjörgyn og Barnaspítali Hringsins

Á SÍÐASTLIÐINNI jólaföstu hélt Lionsklúbburinn Fjörgyn skemmtun fyrir Barnaspítala Hringsins. Oft er einmanalegt að dvelja fjarri heimili sínu þegar undirbúningur stendur sem hæst fyrir jólahátíðina. Lionsklúbburinn Fjörgyn naut liðsinnis hins landsþekkta jólasveins Askasleikis foringja jólasveinanna. Meira
17. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 393 orð

Ljóð eða lausavísur eftir Leif Haraldsson frá Háeyri

LEIFUR Haraldsson var fæddur í Reykjavík 6. júní 1912 en ólst upp á Eyrarbakka. Hann andaðist í Reykjavík 2. ágúst 1971 aðeins 59 ára að aldri. Leifur var landskunnur hagyrðingur og auk þess lét hann eftir sig nokkurt safn af ágætum ljóðum. Það var háttur Leifs að kasta fram vísum við ýmis tækifæri, í hópi vina og kunningja á góðri stund án þess að festa þær á blað. Meira
17. janúar 1996 | Aðsent efni | 1007 orð

...sem eiga góðan vilja En hvort sem nú er um að ræða velþóknun eða góðvild, þá er svo að sjá, segir Njörður P. Njarðvík, að

OKKUR er kennt að jól séu hátíð friðar og fagnaðar. Engill birtist fjárhirðum og tilkynnir fæðingu frelsarans. Og með honum birtast himneskir herskarar er syngja Drottni lof og boða frið "á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á". Ekki veit ég hvort það táknar ófrið með þeim sem hann hefur ekki velþóknun á. Þýðingin er ónákvæm, en er svipuð á dönsku og frönsku. Meira
17. janúar 1996 | Aðsent efni | 383 orð

Sérhver Dagsbrúnarfélagi sé virkur í kjarabaráttunni

HVAÐ ætlar þú sem trúnaðarmaður að gera til að bæta minn hag? - Ég vil biðja þig sem trúnaðarmann að ganga í það að fá launahækkun fyrir mig, betri bónus, hærra óþrifaálag og hærri ábata. - Hvað ætlar stjórn Dagsbrúnar að gera til að gera okkur lífið léttara, berja í gegn hærra kaup, o.s. Meira

Minningargreinar

17. janúar 1996 | Minningargreinar | 424 orð

Alan Boucher

Þegar gamla árið kveður og nýtt gengur í garð leitar hugurinn gjarnan til baka. Á þessum tímamótum blandast saman söknuður og eftirvænting og ég fyllist þakklæti fyrir öll árin sem eru að baki og hlakka til að takast á við nýtt ár sem framundan er. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 330 orð

Alan Boucher

Alan Boucher var það sem heitir á ensku "sannur enskur heiðursmaður". Hann var af góðu bergi brotinn og vel menntaður. Alla þá tíð, sem við vorum samferða, heyrði ég hann aldrei státa af einu eða neinu og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Báða bar okkur hingað til Íslands í stríðinu, en þá komum við hingað með breska setuliðinu. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 235 orð

Alan Boucher

Frá stofnun heimspekideildar árið 1911 - þegar Háskóli Íslands leit dagsins ljós - hafa margir fræðimenn og kennarar lagt gjörva hönd á plóg. Hlutverk deildarinnar er að dýpka skilning okkar á menningarfyrirbærum og miðla þeim skilningi til annarra. Alan Boucher var einn ötulasti kennari deildarinnar í því að rækja þetta hlutverk. Deildin naut krafta hans um árabil. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 281 orð

Alan Boucher

Við kennarar í enskuskor heimspekideildar munum sakna Alans mikið. Hann hjálpaði okkur öllum til að koma okkur fyrir þegar við byrjuðum undir hans stjórn hér á Aragötu 14. Robert Cook, eftirmaður hans, var samkennari hans á árinu 1968­69; við Júlían D'Arcy, Pétur Knútsson og Terry Lacy hófum störf við enskukennslu í Háskóla Íslands stuttu eftir að Alan varð prófessor, en samkennarar okkar, Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 575 orð

Alan Boucher

Ég hitti Alan Boucher fyrst fyrir fjórtán árum. Framkoma hans var fáguð og ljúfmannleg og ég kunni strax vel við hann. Eftir því sem ég kynntist honum betur óx virðing mín fyrir honum. Ég tók t.d. fljótt eftir því hversu vel hann var að sér um marga hluti og víðlesinn. Hann, Englendingurinn sjálfur, kunni t.d. betur íslensk fræði en margur Íslendingurinn. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 1256 orð

Alan Boucher

"Manners Makyth Man". Þessi vísu einkunnarorð valdi William of Wykeham, biskup í Winchester og ríkiskanslari tveggja Englandskonunga þeim tveim menntastofnunum sem hann kom á fót til hagsbóta fyrir fátæka skólasveina og stúdenta og varði til mestum hluta eigna sinna, þ.e. New College í Oxford (1379) og Winchester College (1382). Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 193 orð

Alan Boucher

Elsku afi. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Það var tómlegt á aðfangadagskvöld án þín. Það vantaði afa í sætið þar sem þú varst vanur að sitja. Það var gaman að heimsækja þig og ömmu þegar þið voruð í Englandi, en þar dvölduð þig alltaf á sumrin. Þar fórum við í ferðalög og var mjög gaman þegar við fórum í ferðalög um England. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 467 orð

ALAN BOUCHER

ALAN BOUCHER Alan Estcourt Boucher fæddist í Frolesworth í Leicester-skíri á Englandi 3. janúar 1918. Hann lést á Borgarspítalanum 10. janúar síðastliðinn. Faðir hans var Robin Estcourt Boucher, deildarstjóri í breska flotamálaráðuneytinu í London, sonur Charles Estcourt Bouchers, sóknarprests í Frolesworth. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 348 orð

Alan E. Boucher

Í dag fer fram útför Alans E. Bouchers, eiginmanns föðursystur minnar, Áslaugar Þórarinsdóttur. Ég kynntist Alan þegar ég var unglingur. Móðir mín og Áslaug voru mjög góðar vinkonur og töluverður samgangur þeirra á milli. Einnig tók ég nokkrum sinnum að mér að gæta frændsystkina minna, þeirra Robins og Stínu. Á þessum árum var Alan frekar framandi fyrir mér. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 382 orð

Baldur Jónsson

Félagar í Framsóknarfélagi Garðabæjar og Bessastaðahrepps kveðja nú formann sinn Baldur T. Jónsson. Undanfarin tvö ár hafði Baldur gegnt þessu starfi í félagsskap okkar af einstakri trúmennsku og áhuga þrátt fyrir veikindi sín. Á þessum tíma urðu allmiklar breytingar á högum Framsóknarfélagsins, veruleg endurnýjun átti sér stað og keypt var húsnæði undir starfsemina. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 480 orð

Baldur Jónsson

Baldur Tr. Jónsson fyrrv. framkvæmdastj. varð bráðkvaddur á heimili sínu á þrettánda dag jóla, 6. janúar sl. Baldur fæddist í Þverdal í Aðalvík og ólst upp hjá foreldrum sínum á nýbýli þeirra Borg úr landi Garða Sæbólsmegin í Aðalvík. Baldur ólst upp við öll venjuleg störf landbúskapar og sjóróðra. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 641 orð

Baldur Jónsson

Vinir berast burt með tímans straumi. Sjálfsagt er margt til í þessum orðum skáldsins en hitt veit ég líka að til eru slíkir vinir að þó að þeir hverfi yfir móðuna miklu verða þeir ávallt hjá manni. Einn slíkan vin átti ég í Baldri Jónssyni, eða Bía eins og hann var kallaður af nánustu ættmönnum. Leiðir okkar Baldurs lágu fyrst saman á Urðarveginum á Ísafirði. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 821 orð

Baldur Jónsson

Frændi minn og vinur Baldur Trausti Jónsson frá Borg í Aðalvík er látinn. Andlát hans þurfti ekki að koma okkur, sem þekktum hann, á óvart, því hann hafði verið hjartaveill um árabil og hlífði sér hvergi. Hugur hans stóð þó ávallt til stórra verka í framhaldi af glæsilegum starfsferli, ekki síst á Ísafjarðarárunum þar sem hann lét mest til sín taka. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 34 orð

BALDUR TRAUSTI JÓNSSON

BALDUR TRAUSTI JÓNSSON Baldur Trausti Jónsson fæddist í Þverdal í Aðalvík 14. júní 1932. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Garðabæ 6. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju 16. janúar. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 351 orð

Bára Alla Júlíusdóttir

Mig langar að minnast Báru vinkonu minnar og starfsfélaga með nokkrum fátæklegum orðum, en hún lést í Borgarspítalanum 22. desember eftir erfið veikindi. Það er mikil eftirsjá að Báru því hún var afar góður starfsfélagi og vinur, en mest er eftirsjáin hjá eiginmanni hennar og elsku börnunum sem voru augasteinar hennar, foreldrum og systkinum. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 25 orð

BÁRA ALLA JÚLÍUSDÓTTIR Bára Alla Júlíusdóttir fæddist 23. júlí 1946 í Hafnarfirði. Hún lést 22. desember síðastliðinn og fór

BÁRA ALLA JÚLÍUSDÓTTIR Bára Alla Júlíusdóttir fæddist 23. júlí 1946 í Hafnarfirði. Hún lést 22. desember síðastliðinn og fór útförin fram frá Víðistaðakirkju 29. desember. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 1096 orð

Bjarnveig Helgadóttir

Hinn 8. janúar sl. lést Bjarnveig Helgadóttir, þremur dögum fyrir 86. afmælisdag sinn. Bjarnveig hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða, sem oft vill verða fylginautur hárrar elli. Sjónin dapraðist, svo og heyrnin og hjartað ekki sterkt, en hugsun öll vel skýr og minni ótrúlegt. Bjarnveig lést í svefni á Landspítalanum, án efa vel undirbúin og þakklát hvíldinni. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 593 orð

Bjarnveig Helgadóttir

... En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson, Ferð). Amma mín, Bjarnveig Helgadóttir, var sannkölluð kjarnakona. Hún var jákvæð, full lífsorku og kærleika. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | -1 orð

Bjarnveig Helgadóttir

Bjarnveig Helgadóttir verður jarðsungin í dag frá Áskirkju. Hún lést 8. janúar, þremur dögum fyrir 86 ára afmæli sitt. Bjarnveig eða Veiga, eins og við kölluðum hana oftast, var gift Vilhjálmi Björnssyni, framkvæmdastjóra H.Ben. hf., er lést 31. október 1992, en þeim hjónum tengdust við sterkum og ljúfum vináttuböndum fyrir um fimmtíu árum. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 138 orð

BJARNVEIG HELGADÓTTIR

BJARNVEIG HELGADÓTTIR Bjarnveig Helgadóttir fæddist í Reykjavík 11. janúar 1910. Hún lést í Landspítalanum 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Árnason safnahúsvörður í Reykjavík, frá Mundakoti á Eyrarbakka, og Þuríður Bjarnadóttir frá Garði á Suðurnesjum. Systkini Bjarnveigar voru: Jóhannes, f. 1905, Margrét, f. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 296 orð

Jón Ágúst Jónsson

Er ég lít nú um farinn veg er margt sem kemur upp í hugann og allt af því góða, því Ágúst eða Gústi, eins og hann var yfirleitt kallaður, var mannkosta maður, rólegur, hæglátur, nægjusamur og með afbrigðum barngóður. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 61 orð

JÓN ÁGÚST JÓNSSON Jón Ágúst Jónsson fæddist að Hrauni í Öxnadal 6. nóvember árið 1900. Hann lést 20. desember síðastliðinn á

JÓN ÁGÚST JÓNSSON Jón Ágúst Jónsson fæddist að Hrauni í Öxnadal 6. nóvember árið 1900. Hann lést 20. desember síðastliðinn á öldrunardeild Borgarspítalans eftir stutta en erfiða legu. Eftirlifandi eiginkona hans er Hallfríður Stefanía Axelsdóttir, fædd 26. júlí 1913. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 463 orð

Sigurlaug Kristinsdóttir

Ég kynntist henni Sigurlaugu er ég var 12 ára. Það var á frídegi verslunarmanna. Hún skaut yfir fjölskyldu mína skjólshúsi og sýndi okkur mikla gestrisni. Á heimili hennar stóð hljóðfæri og einn settist við það og hóf að leika "Heims um ból" af því að hann hafði nýlega lært það lag. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 444 orð

Sigurlaug Kristinsdóttir

Elskuleg vinkona mín, Sigurlaug Kristinsdóttir, er látin eftir erfiða sjúkdómsbaráttu. Það var gott að hún gat verið heima síðustu vikurnar, umvafin kærleika og umhyggju ástvina sinna. Það var lán að Auður systir hennar gat annast heimilið þennan tíma og Ásgrímur eiginmaður Sigurlaugar var aldrei langt undan. Meira
17. janúar 1996 | Minningargreinar | 37 orð

SIGURLAUG KRISTINSDÓTTIR

SIGURLAUG KRISTINSDÓTTIR Sigurlaug Kristinsdóttir fæddist í Garðaholti í Hólahreppi í Skagafirði 22. júlí 1921. Hún lést á heimili sínu á Akureyri 3. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvítasunnukirkjunni við Skarðshlíð á Akureyri 12. janúar. Meira

Viðskipti

17. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Ferðamönnum fjölgaði um 5,9%

ALLS komu tæplega 190 þúsund erlendir ferðamenn hingað til lands á sl. ári, sem er um 5,9% fjölgun frá árinu áður, skv. talningu Útlendingaeftirlitsins. Hefur fjöldi erlendra ferðamanna því nær tvöfaldast á sl. tíu árum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Mjög mismunandi þróun varð á fjölda ferðamanna frá einstökum löndum. Meira
17. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Fokker nær sér eftir gabb

VERÐ hlutabréfa í hollenzku flugvélaverksmiðjunum Fokker NV lækkaði um einn þriðja í fyrradag vegna falsaðs símbréfs um meira tap á fyrirtækinu en talið hefur verið, en verðið hækkaði aftur þegar á daginn leið. Meira
17. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 238 orð

Granada nælir sér í 9,2% í Forte

GRANADA-sjónvarpið hefur nælt sér í 9,2% hlutabréfa í Forte-hótelfyrirtækinu, sem það reynir að komast yfir fyrir 3.88 milljarða punda. Forte sagði kaupin bera vott um örvæntingu og kveðst öruggt um að geta haldið sjálfstæði sínu. Meira
17. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 133 orð

Sunnlensk flutningafyrirtæki sameinast

FLUTNINGAMIÐSTÖÐ Suðurlands (FMS) hefur verið sameinuð Vöruflutningum Sigurðar Ástráðssonar. Markmið sameiningarinnar er að veita viðskiptavinum aðgang að öflugu og sveigjanlegu flutningakerfi og þjóna Sunnlendingum á sem bestan hátt, að því er fram kemur í frétt. Meira
17. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Valinn verkfræðingur ársins hjá Rockwell

SVERRIR Ólafsson, rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Rockwell á Íslandi, hefur verið valinn verkfræðingur ársins hjá fyrirtækinu. Sverrirsegir aðnokkrumverkfræðingum hjá fyrirtækinuáskotnistþessi heiður áhverju ári ogþví sé hannekki einn íþessum hóp.Hann segir þetta hins vegar vera mikinn heiður fyrir sig, enda starfi um 100. Meira
17. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Velta Viðskiptanetsins þrefaldast

VELTA Viðskiptanetsins hf. þrefaldaðist á árinu 1995 miðað við árið þar á undan. Veltan á netinu nam um 242 milljónum króna á síðasta ári, en árið 1994 var veltan á netinu um 80 milljónir króna. Jafnframt hefur fjöldi fyrirtækja sem eiga viðskipti á netinu vaxið nokkuð og eru þau rúmlega 430 í dag en voru rétt tæplega 240 í árslok 1994. Meira
17. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 199 orð

Viðræðum Boeing og McD Douglas hætt

BOEING Co og McDonnell Douglas Corp hafa lokið könnunarviðræðum um samruna, aðallega vegna þess að samkomulag hefur ekki náðst um verð McDonnells og val á framkvæmdastjórum sameiginlegs fyrirtækis, að sögn Wall Street Journal Europe. Meira
17. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Ört vaxandi notkun debetkorta

NOTKUN debetkorta hefur vaxið mjög ört frá því þau voru fyrst innleidd í byrjun ársins 1994. Þannig urðu færslur með debetkortum alls um 1,5 milljónir talsins í desember sl. sem er rösklega tvöföldun frá því í desember árið 1994. Notkun tékka virðist hins vegar vera komin í jafnvægi eftir mikinn samdrátt á árinu 1994 og framan af árinu 1995. Meira

Fastir þættir

17. janúar 1996 | Dagbók | 2815 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 12. janúar til 18. janúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Reykjavíkur Apóteki, Austurstræti 16. Auk þess er Garðs Apótek, Sogavegi 108, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
17. janúar 1996 | Í dag | 77 orð

ÁRA afmæi. Í dag, miðvikudaginn 17. janúar, er sjötíu og fimm ára

ÁRA afmæi. Í dag, miðvikudaginn 17. janúar, er sjötíu og fimm ára María Elín Guðbrandsdóttir, húsmóðir, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi. Eiginmaður hennar erGarðar Sigurðsson. Þau hjónin taka á móti gestum í sal Sunnuhlíðar, Kópavogsbraut 1A, kl. 20 á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Meira
17. janúar 1996 | Í dag | 126 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Úrslit í úrtökumóti

Úrtökumót Bridssambands Austurlands fyrir undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni var haldið á Hótel Höfn, Hornafirði, 12. og 13. janúar sl. Til leiks mættu 15 sveitir víðs vegar að af Austurlandi. Meira
17. janúar 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. nóvember sl. í United Christian Church, Livermore, Californiu,Rebecca Cosby og Guðmundur Már Engilbertsson. Heimilisfang þeirra er 15912 Camrian Dr. San Leandro, CA 94578, USA. Meira
17. janúar 1996 | Fastir þættir | 848 orð

Góð þátttaka á Skákþingi Reykjavíkur

Teflt sunnudaga kl. 14, miðvikudaga og föstudaga kl. 19.30. Aðgangur ókeypis. ÞÁTTTAKENDUR í aðalkeppninni á Skákþingi Reykjavíkur eru 92 talsins, sem er vel yfir meðallagi. Skáklistin hefur haft góðan meðbyr í vetur, þátttaka hefur aukist hjá öllum félögum á höfuðborgarsvæðinu. Ungir skákmenn virðast ætla að verða sigursælir á Skákþinginu. Meira
17. janúar 1996 | Dagbók | 691 orð

Hafnarfjarðarhöfn: Í gær fór Hofsjökull

Hafnarfjarðarhöfn: Í gær fór Hofsjökull til útlanda og Arctic Princess kom. Í dag er japanska frystiskipið Sara Mati væntanlegt. Mannamót Félag eldri borgara í Rvík. og nágrenni.Danskennslan sem verið hefur á laugardögum færist yfir á miðvikudaga kl. 19 fyrir byrjendur og kl. 20. Meira
17. janúar 1996 | Í dag | 263 orð

Heiðarlegur finnandi á Leifsstöð ÉG KOM úr ferðalagi vestan

ÉG KOM úr ferðalagi vestan um haf hinn 29. desember sl. Lent var á Keflavíkurflugvelli, verslað í Fríhöfninni og tekið við farangri í afgreiðslu áður en haldið var til Reykjavíkur. Á áfangastað kom í ljós að fríhafnarpokann vantaði. Hringt var til óskilamunadeildar á flugvellinum, en þangað hafði enginn poki borist og var ég satt að segja ekki bjartsýn á að endurheimta tollvarninginn. Meira
17. janúar 1996 | Í dag | 38 orð

Hlutavelta 8. bekkur í Æfingaskóla KHÍ lagði sitt af mörkum fyri

8. bekkur í Æfingaskóla KHÍ lagði sitt af mörkum fyrir jólin í söfnunina "Samhugur í verki". Bekkurinn safnaði alls kr. 20.350 með áheitum í tengslum við íþróttamaraþon og auglýsingum í auglýsingablað sem bekkurinn sá síðan um að dreifa. Meira
17. janúar 1996 | Í dag | 116 orð

Leiðrétt

Í greininni "Hálendið skipulagt" í Morgunblaðinu síðast liðinn sunnudag var texti inni á korti sem gat boðið upp á misskilning og því rétt að skýra málið betur. Í fyrsta lagi var í feitletri inni á kortinu talað um afmörkun miðhálendisins vegna svæðaskipulags. Meira
17. janúar 1996 | Fastir þættir | 44 orð

Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson FRÁ KEPPNI hjá bridsfélaginu Munin í S

Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson FRÁ KEPPNI hjá bridsfélaginu Munin í Sandgerði. ÞorvaldurFinnsson og Sigurður Davíðsson spila gegn Pétri Steinþórssyniog Þresti Þorlákssyni. Talið frá vinstri: Þorvaldur, Pétur, Sigurður og Þröstur. Meira
17. janúar 1996 | Í dag | 567 orð

TÚLKA sem kynnti matvörur í einum stórmarkaðanna fyrir

TÚLKA sem kynnti matvörur í einum stórmarkaðanna fyrir jólin náði eyrum Víkverja með bráðsmellinni setningu: "Verðið hjá okkur er svo lágt í dag, að það heyrist varla. Meira
17. janúar 1996 | Dagbók | 254 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir austurströnd Grænlands, vestur af Vestfjörðum er 978 mb lægð sem hreyfist norður. Um 700 km suð-suðaustur af Hvarfi er vaxandi 993 mb lægð sem hreyfist norð- norðaustur. Meira
17. janúar 1996 | Í dag | 37 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞRETTÁN ára indversk stúlka búsett í Qatar með áhuga á söng, dansi og teikningu: Monali Ray, c/o Mr. S.K. Ray, Doha, Qatar. FIMMTÁN ára Ghanapiltur með áhuga á bókalestri, ferðalögum o.fl.: Gerald Essuman, P.O. Box 108, Oguaa, Ghana. Meira

Íþróttir

17. janúar 1996 | Íþróttir | 159 orð

1. deild kvenna UMFG - Keflavík68:71 Íþróttahú

1. deild kvenna UMFG - Keflavík68:71 Íþróttahúsið í Grindavík: Stig UMFG: Penny Peppas 31, Stefanía Ásmundsdóttir 11, Stefanía Jónsdóttir 10, Júlía Jörgensen 6, Svanhildur Káradóttir 4, Aníta Sveinsdóttir 4, Hafdís Hafberg 2. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 142 orð

Afreksmannasjóður úthlutaði 12,5 millj. á liðnu ári

AFREKSMANNASJÓÐUR Íþróttasambands Íslands úthlutaði samtals 12.620.000 kr. til sérsambanda vegna ákveðinna verkefna og íþróttamanna á liðnu ári. Handknattleikssambandið fékk 6.560.000 kr. Frjálsíþróttasambandið fékk 960.000 kr. vegna Péturs Guðmundssonar, 960.000 kr. vegna Vésteins Hafsteinssonar, 760.000 kr. vegna Jóns Arnars Magnússonar, 480.000 kr. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 233 orð

ARNAR Freyr Ólafsson

ARNAR Freyr Ólafsson náði ágætis árangri á háskólamóti í sundi í Bandaríkjunum, þar sem hann keppti fyrir Alabama-háskóla. Arnar Freyr keppti í þremur greinum; fór 200 stiku skriðsund á 1.41,80 og sigraði. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 71 orð

Bresk skíðakona lét lífið

BRESK skíðakona, Kirsten McGibbon, lést síðdegis í gær eftir að hafa dottið mjög illa á brunæfingu í Altenmarkt, sem er um 50 km frá Salzburg, fyrr um daginn. Hún var að æfa sig í bruni er hún féll og var strax flutt með þyrlu á Schwarzach-sjúkrahúsið þar sem hún var úrskurðuð látin skömmu síðar. Læknir sjúkrahússins sagði að McGibbon hefði slasast illa bæði á höfði og innvortis. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 693 orð

Draumur Maders loks að veruleika

G¨UNTHER Mader frá Austurríki hefur tekið þátt í heimsbikarkeppninni í þráttán ár og alltaf hefur draumurinn verið að sigra í bruni. Þessi draumur rættist á laugardaginn í erfiðustu braut heimsbikarsins, Hanenkamm-bruninu, í Kitzb¨uhel. Ekki nóg með það heldur sló hann þriggja ára gamalt brautarmet Franz Heinzers. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 169 orð

Elín og Alois enn meistarar

Elín Óskarsdóttir og Alois Raschhofer urðu um helgina Íslandsmeistarar í parakeppni í keilu. Þetta var í sjötta sinn á átta árum sem þau sigra á þessum vettvangi; fyrst fimm ár í röð frá 1989 til 1993 og nú aftur 1996. Fjórtán pör tóku þátt í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Keppt var í öllum þremur keilusölunum, Keilubæ í Keflavík, Keilu í Mjódd og Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 264 orð

Enn tapar New York heima

Johnny Newman, fyrrum leikmaður New York Knicks, skoraði átta af 19 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar leikmenn Milwaukee Bucks skoruðu 17 stig gegn fjórum og lögðu grunninn að sigri sínum, 98:92, í New York. Stjarna Bucks var Vin Baker, sem skoraði 30 stig og tók þrettán fráköst. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 25 orð

Í kvöld

Handknattleikur 1. deild karla: Hlíðarendi:Valur - ÍBVkl. 20 Strandgata:Haukar - KAkl. 20 Varmá:UMFA - Stjarnankl. 20 Selfoss:Selfoss - KRkl. 20 Seljaskóli:ÍR - FHkl. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 178 orð

ÍÞRÓTTIR FATLAÐRAÓlafur setti þrjú h

ÓLAFUR Eiríksson, sundmaður úr SH, náði mjög góðum árangri á opna hollenska sundmótinu fyrir fatlaða í 25 metra laug í Deventer um helgina. Ólafur, sem syndir í flokki S9, sigraði í öllum fimm greinunum sem hann tók þátt í. Hann setti heimsmet í 25 m laug í þremur greinum og Evrópumet í einni. Heimsmet Ólafs um helgina voru eftirfarandi: hann fór 100 m flugsund á 1.05,55 mín. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 268 orð

Knattspyrna

England Enska bikarkeppnin, 3. umferð: Blackburn - Ipswich0:1 - (Mason 115.). 19.606. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma Oxford - Millwall1:0 (Massey 55.). 8.035. Port Vale - Crystal Palace4:3 (Walker 18., Porter 28. - vsp., Foyle 60., Mills 111.) - (Taylor 30., Cox 76. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 180 orð

Kristján hættir hjá Dormagen í vor

KRISTJÁN Arason, sem hefur þjálfað þýska handknattleiksliðið Bayer Dormagen síðustu tvö keppnistímabil, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins í vor þrátt fyrir að félagið hafi boðið honum áframhaldandi samning. "Ég tók þessa ákvörðun vegna þess að ég er ekki ánægður með gengi liðsins og eins stjórn félagsins. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 47 orð

Körfuknattleikur

Leikir á mánudagskvöld og í fyrrinótt: Atlanta - Detroit 96:88 New York - Milwaukee 92:98 Washington - Chicago 109:116 Minnesota - Sacramento 103:94 LA Lakers - Miami 96:88 Golden State - Seattle 95:104 New Jersey - Toronto 108:83 Dallas - Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 108 orð

Leikmenn Trinidad rændir

LEIKMENN landsliðs Trinidad og Tobago urðu fyrir óskemmtilegri reynslu eftir leik sinn gegn Bandaríkjunum, sem þeir töpuðu 2:3, í gullbikarkeppninni í Bandaríkjunum sl. laugardag. Langferðabifreiðin sem átti að sækja leikmennina til Anaheim, 50 km fyrir sunnan Los Angeles, kom ekki á svæðið. Eftir nokkurt stapp fengu leikmennirnir far með áhorfendum í einkabifreiðum. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

Myers úr leik

HERMAN Myers, sem spilað hefur með úrvalsdeildarliði Grindvíkinga í körfuknattleik, leikur ekki meira með liðinu í vetur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Keflavík fyrir rúmri viku. Komið hefur í ljós að meiðsli hans voru alvarlegri en talið var í fyrstu því sin slitnaði í fingri og hann fór í aðgerð fyrir helgi. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 555 orð

Ólympíunefndin styrkir Einar Vilhjálmsson

Ólympíunefnd Íslands hefur samþykkt að veita Frjálsíþróttasambandi Íslands 650.000 kr. í styrk vegna undirbúnings Einars Vilhjálmssonar, spjótkastara, fyrir Ólympíuleikana í Atlanta í Bandaríkjunum í sumar. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 109 orð

Skíði Adelboden, Sviss: Stórsvig karla:

Adelboden, Sviss: Stórsvig karla: 1. Michael Von Gr¨unigen (Sviss) 2:29.96 (1:16.60/1:13.36)2. Urs Kaelin (Sviss) 2:31.79 (1:16.98/1:14.81)3. Tom Stiansen (Noregi) 2:32.70 (1:17.50/1:15.20)4. Fredrik Nyberg (Svíþjóð) 2:32.75 (1:18.41/1:14. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 158 orð

Sveinn hættur sem formaður STÍ SVE

SVEINN Sæmundsson hætti sem formaður Skotsambands Íslands sl. laugardag en þá hafði hann gegnt formennskunni í eitt ár. Sveinn sagði við Morgunblaðið að hann hefði gefið sér eitt ár til að koma lagi á hlutina hjá sambandinu og það hefði tekist. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 1216 orð

Sýnt verður reglulega frá íslenskri torfæru á Eurosport

SÝNT verður reglulega frá keppni í torfæru hérlendis á Eurosport sjónvarpsstöðinni á þessu ári, þökk sé samkomulagi sem Landsamband íslenskra akstursíþróttafélaga hefur náð við stöðina alþjóðlegu með aðstoð danska ríkissjónvarpsins. Eurosport nær til 165 milljóna áhorfenda og verður fyrsti torfæruþátturinn sem stöðin sýnir hinn 22. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 242 orð

Vala komin á ÓL-styrk JÚL

JÚLÍUS Hafstein, formaður Ólympíunefndar Íslands, staðfesti í gær að Vala Flosadóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, væri komin á styrk hjá Ólympíusamhjálpinni. Í Morgunblaðinu í gær kom fram hjá Völu, að henni hefði verið sagt að hún væri komin á umræddan styrk, "en meira veit ég ekki. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 259 orð

Viggó Sigurðsson í viðræðum við Lemgo

Viggó Sigurðsson, handknattleiksþjálfari Stjörnunnar, hefur verið í viðræðum við þýska félagið Lemgo um að gerast þjálfari liðsins næsta keppnistímabil. Ungverski þjálfarinn Lajos Mocsai, sem hefur þjálfað liðið undanfarin sex ár, hyggst hætta eftir þetta keppnistímabil. "Þeir hafa rætt við mig og þetta er í raun allt opið og spurning hvernig þetta þróast. Meira
17. janúar 1996 | Íþróttir | 704 orð

Vinnubrögðin eru með eindæmum

Helgi S. Haraldsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, er óánægður með samskipti Ólympíunefndar við Frjálsíþróttasambandið og sagði við Morgunblaðið í gær að styrkveitingar Ólympíunefndar sem samþykktar voru í síðustu viku væru aðeins hluti málsins. Meira

Úr verinu

17. janúar 1996 | Úr verinu | 165 orð

46% minna af þorski utan

ÚTFLUTNINGUR á óunnum þorski á fiskmarkaðina í Bretlandi heldur áfram að falla milli ára og verð hefur jafnframt lækkað. Í fyrra fóru 1.726 tonn af óunnum þorski héðan á þessa markaði, en 3.196 árið 1994. Samdrátturinn milli ára er 46%. Athygli vekur að jafnframt hefur verðið lækkað um 7% í íslenzkum krónum talið og var það 131 króna að meðaltali í fyrra. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 280 orð

Borgarplast selur 3.000 smábátaker vestur til Kanada

SAMNINGUR hefur verið gerður milli Mótunar Ltd., Kanada og Borgarplasts hf. um sölu á allt að 3.000 smábátakerum til nota í Mótunarbáta í Kanada, Karabíska hafinu, Afríku og víðar. Kerin afgreiðast á árunum 1996 og 1997. Verðmæti samningsins er um 30 millj. kr. Fyrsta sendingin fer í 3ju viku. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 888 orð

Botnlaus vinna frá morgni til kvölds

HJÓNIN Ólafur Arnberg Þórðarson og Helga Þórarinsdóttir hafa rekið saltfiskvinnsluna Eldhamar í Grindavík frá árinu 1990. Auk vinnslunnar gera þau út bátinn Eldhamar GK og leigja tvo aðra til hráefnisöflunar fyrir vinnsluna. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 293 orð

Eyjamenn á námskeiði

Vestmannaeyjum-Slysavarnaskóli sjómanna hefur verið í Vestmannaeyjum undanfarna daga þar sem sjómenn hafa fengið leiðsögn leiðbeinenda skólans um öryggismál og forvarnir í þeim efnum. Að sögn Hilmars Snorrasonar skólastjóra er það árvisst að Slysavarnaskólinn kemur til Eyja á þessum árstíma og heldur öryggisfræðslunámskeið fyrir sjómenn en einnig sækja nemendur 1. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 291 orð

Flæðivogir frá Marel fyrir síld loðnu og mjöl

MAREL hf. hefur að undanförnu sett upp flæðivogir til innvigtunar á síld, loðnu og fiskimjöli. Einnig er hægt að nota flæðivogir í skel- og rækjuvinnslu svo dæmi séu nefnd. Með flæðivog af þessu tagi er hægt að koma við nákvæmari vigtun án þess að heft vinnsluflæðið á nokkurn hátt. Vogin vigtar samfellt flæði og er ekki um neina uppsöfun í kör eða trog að ræða. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 77 orð

Gísli Gísla í rækjuna

GÍSLI Gíslason hóf nýlega störf hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sem tæknimaður í rækju. Hann er fæddur 1964 og lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla, en að því loknu var hann eitt ár við verknám í fiskeldi. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 373 orð

Góðar horfur eru á sölu loðnu inn á Japansmarkað

"MARKAÐURINN fyrir heilfrysta loðnu í Japan er í jafnvægi, en innflutningur þangað hefur verið 18.000 til 19.000 tonn undanfarin tvö ár. Að auki er nokkur markaður fyrir loðnu í Hong Kong og Tævan. Sala á frystri loðnu í gekk vel í Japan í fyrra, neyzla hefur aukizt og útlitið er gott. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 224 orð

Góður afli í desember

AFLABRÖGÐ í desember síðastliðnum voru mjög mismunandi eftir fiskitegundum. Rækjuafli varð 6.362 tonn í desember, sem er mesti rækjuafli í þeim mánuði frá upphafi. Aukning miðað við desember 1994 er 52%. Þorskafli varð nú 5% meiri en í desember 1994, en síldveiðin var mjög dræm. Nú bárust aðeins 6.742 tonn af síld á land, en 18.510 tonn í fyrra. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 135 orð

Grandi býður út þrif í vinnslunni

Samið hefur verið við Ræstitækni ehf. um þrif hjá Granda hf. í fiskvinnslusölum fyrirtækisins í Norðurgarði. Þrifin voru boðin út í byrjun desember á síðasta ári og er þetta talið vera í fyrsta sinn sem fiskvinnslufyrirtæki býður út þrif í vinnslusölum með þessum hætti. Sex aðilar buðu í verkið og reyndist tilboð Ræstitækni hagstæðast. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 453 orð

Heimsmet í síldarsöltun hjá SVN í Neskaupstað?

BÚIÐ er að salta í 40 þúsund tunnur og frysta 1.100 tonn af flökum hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað á yfirstandandi síldarvertíð. Þórshamar og Börkur hafa landað um 14 þúsund tonnum í Neskaupstað og eru enn að. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 45 orð

HJÓNIN Í ELDHAMRI

FORSTJÓRARNIR í Eldhamri, hjónin Ólafur Arnberg Þórðarson og Helga Þórarinsdóttir hafa rekið saltfiskverkunina Eldhamar frá árinu 1990 og gera út samnefndan bát. Þau segja verkunina botnlausa vinnu, en þrátt fyrir hátt verð á kvóta var reksturinn taplaus á síðasta ári. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 131 orð

Hörður selur fisk í Grimsby

HÖRÐUR Bragason hefur tekið við stjórnartaumunum í fyrirtækinu Anglo-Iceland Seafood Ltd. í Grimsby í Englandi. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í 5 ár undir stjórn Breta og unnið að sölu fiskafurða fyrir G. Ingason á Bretlandseyjum. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 160 orð

Icedan með umboð Viking á Íslandi

ICEDAN hf., sem verslar með útgerðarvörur í Hafnarfirði, tók við söluumboði fyrir Viking-björgunarútbúnað á Íslandi frá og með 1. janúar á þessu ári. Fyrirtækið Viking var stofnað árið 1960 og hóf fljótlega upp úr því sölu á björgunarbátum til Íslands. Það hefur náð góðri markaðshlutdeild á Íslandi með björgunarbáta eða um 70%. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 252 orð

Landvinnslan tekin til endurskoðunar

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefur samið við danska ráðgjafarfyrirtækið MATCON um að yfirfara alla þætti í landvinnslu félagsins og skila tillögum um með hvaða hætti megi auka hagkvæmni hennar. Jafnframt hefur hátæknifyrirtækinu Marel hf. verið falið að skila hliðstæðum tillögum, sem taki mið af þeim tæknilegu lausnum sem það hefur upp á að bjóða. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 61 orð

Meiri afli

BOTNFISKAFLI Þetta fiskveiðiár er nánast sá sami og á sama tíma í fyrra. Frá byrjun september til áramóta hafa aflazt 137.687 tonn af botnfiski, er er örlítið meira en árið áður. Þorskafli er þó nokkru meiri, eða 55.325 tonn nú á móti 51.064 fiskveiðiárið í fyrra. Heildarafli er einni meiri nú og munar þar mest um meiri loðnuveiði nú. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 265 orð

Mikið fryst í Eyjum

Vinnslustöðin í Eyjum hefur fryst rúmlega 4.000 tonn á síldarvertíðinni sem nú fer að ljúka. Er þetta mesta magn af síld sem Vinnslustöðin hefur fryst á síldarvertíð og að sögn forsvarsmanna Vinnslustöðvarinnar er þarna trúlega um Íslandsmet að ræða. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 185 orð

Minna af karfa á fiskmarkaðina

ÚTFLUTNINGUR á óunnum karfa héðan til Þýzkalands féll um fimmtung á síðasta ári miðað við árið 1994. Alls fóru 15.807 tonn utan í fyrra, en 20.003 árið 1994. Skýringar á þessum samdrætti eru meðal annars niðurskurður á karfakvótanum hér við land, en sókn í gullkarfa og djúphafa hefur verið skert verulega, bæði með minni kvóta og lokun veiðisvæða. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 304 orð

Nýir menn til SÍF

JÓHANN Sigurðsson hóf störf hjá SÍF í október í haust sem eftirlitsmaður og mun hann fyrst í stað sjá um svæðið frá Sauðárkróki austur að Vopnafirði. Jóhann er ættaður frá Grenivík en fluttist til Hríseyjar árið 1959. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 235 orð

Rúm 4.000 tonn hafa verið fryst á vertíðinni

Vestmannaeyjum- Vinnslustöðin í Eyjum hefur fryst rúmlega 4.000 tonn á síldarvertíðinni sem nú fer að ljúka. Er þetta mesta magn af síld sem Vinnslustöðin hefur fryst á síldarvertíð og að sögn forsvarsmanna Vinnslustöðvarinnar er þarna trúlega um Íslandsmet að ræða. Í tilefni þess að 4. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 421 orð

Sjósóknin afar dræm

SJÓSÓKN var lítil enn sem komið var um tíuleytið í gærmorgun. Samkvæmt Tilkynningaskyldunni voru 210 skip á sjó um um það leyti, en það þykir vera alveg í lágmarki. Skýringu á því getur meðal annars að verið finna í slæmri sjó og veltusjó suðvestanlands í gærmorgun. Á Flæmingjagrunni voru sex skip á sjó. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 226 orð

Steiktur karfi með gráðosti vínberjum og valhnetum

ÞAÐ eru væntanlega margir, sem taka uppskriftum að fiskréttum fegins hendi eftir kjötneyzluna yfir jól og áramót. Hafsteinn Sigurðsson, yfirmatreiðslumaður á Glóðinni í Keflavík kynnir lesendum hér gómsætan karfarétt. Karfinn hefur lengst af notið fremur takmarkaðra vinsælda sem matfiskur hér á landi en er eftirsóttur víða um heim. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 634 orð

Söluskrifstofa SH í Þýskalandi velti um 5,5 milljörðum í fyrra

SALA IFPG, söluskrifstofu SH í Þýskalandi, var 21.800 tonn í fyrra að verðmæti 122,5 milljóna þýskra marka eða um 5,5 milljarðar íslenskra króna. Árið 1994 var salan aftur á móti 27.400 tonn að verðmæti 132 milljónir marka. Meira
17. janúar 1996 | Úr verinu | 1713 orð

Velta í fyrra nam um 8,5 milljörðum

MIÐAÐ við heildarverðmæti íslensks sjávarfangs var hlutdeild fiskmarkaða fyrstu átta mánuði ársins 17% og allt virtist stefna í að hún yrði 20% í lok árs. Þegar litið er til þess að fiskmarkaðirnir selja svo til enga rækju og hvorki loðnu né síld má sjá að þetta er mikið, enda fer um þriðjungur alls botnfiskaflans um fiskmarkaðina. Meira

Barnablað

17. janúar 1996 | Barnablað | 97 orð

Höfuðföt

ÖLLU má nú ofgera! Hvað er maðurinn að meina, að eiga svona marga hatta og húfur? Honum væri nær að fjárfesta í eins og einu bindi eða svo. Það held ég nú. Já, svei barasta! Hvaða tuð og suð er þetta eiginlega? Okkur kemur ekki hætis hót við þótt manninn langi að eiga margt höfuðfatið. Sýnum umburðarlyndi og skilning. Meira
17. janúar 1996 | Barnablað | 27 orð

Pocahontas

Sigríður Mjöll Björnsdóttir, 7 ára, Litlubæjarvör 9, 220 Bessastaðahreppur, sendi okkur þessa flottu mynd af indíánastúlkunni Pocahontas fyrir mörgum mánuðum. Kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Meira
17. janúar 1996 | Barnablað | 56 orð

Pocahontas mynd

INGIBJÖRG Elsa Turchi, 7 ára, Miðstræti 4, 101 Reykjavík, nemandi í 2. bekk Landakotsskóla, hefur ekki farið varhluta af Pocahontas áhuga ungra landa sinna og barna víða annars staðar í veröldinni. Að fara ekki varhluta af einhverju þýðir að fá hlutdeild í, deila einhverju með einhverjum, vera ekki afskiptur. Þakkir fyrir myndina, Ingibjörg Elsa. Meira
17. janúar 1996 | Barnablað | 27 orð

Sólarkonan

Sólarkonan ÞESSI kona er alltaf í mikilli sól. Það fóru öll skýin nema tvö. Þá var konan skrýtin í huga. Frá Bryndísi Oddsdóttur, 6 ára, Stöðulfelli, Gnúpverjahreppi. Meira
17. janúar 1996 | Barnablað | 50 orð

Tölustafakaka

HVAÐA tölustaf vantar á óskreyttu kökusneiðina? Það er farið eftir ákveðnu kerfi, sem þið eigið að finna hvert er, þá er eftirleikurinn auðveldur. Hvort Lausnir hafa svarið eða hvort Lausnir hafa ekki svarið, verður ekki haft í flimtingum hér og ekki heldur fjölyrt um að sinni að minnsta kosti. Meira

Ýmis aukablöð

17. janúar 1996 | Dagskrárblað | 132 orð

Ástfangin hjón í gamla daga

RAKEL Jónsdóttir, 7 ára, Boðagranda 2, 107 Reykjavík, er flink að teikna og sendi okkur myndina sem hér fylgir af hjónakornunum. Ástin var eins í gamla daga og hún er nú, það sem breytist eru viðhorf til ástarinnar og annarra hluta og siðir sem fylgja hverjum tíma, en ástin er stór þáttur í okkur mannfólkinu og ekkert getur breytt eðli okkar. Meira
17. janúar 1996 | Dagskrárblað | 62 orð

Leiðin í sniglasúpuna

ÞEIR sniglast, sniglarnir! Ofboðslega fyndið, hah! Málið er að þið komist að, á hvaða hátt sem er, hver sniglanna A, B og C er búinn að fara lengstu leið í átt að eldhúsinu þar sem sniglasúpan fyrir sniglaveisluna verður matreidd. Það er óþarfi og verður ekki gert, að segja ykkur að Lausnir hafa svar á reiðum (mjög reiðum) höndum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.