EVRÓPURÁÐIÐ samþykkti í gær með 164 atkvæðum gegn 35 að veita Rússlandi aðild að ráðinu. 15 fulltrúar sátu hjá en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að aðildin hlyti samþykki. Ákvörðun í málinu var frestað í fyrra vegna Tsjetsjníjustríðsins og í umræðum í gær gagnrýndu margir fulltrúar harðlega ýmis mannréttindabrot rússneskra stjórnvalda og stríð þeirra í Kákasushéraðinu.
Meira
STJÓRNVÖLD í Sómalilandi vilja að ríki heims láti kanna hvort tvær öflugar sprengingar yfir suð-austurhluta landsins í desember hafi átt rætur að rekja til svonefndra "Fljúgandi furðuhluta". Fullyrt er í opinberri skýrslu að sprengingarnar hafi valdið ýmsum sjúkdómum hjá fólki, sumir hafi hóstað mikið, fengið niðurgang, öndunarerfiðleika og höfuðverk.
Meira
FLÓTTAMENN frá Norður-Kóreu sögðu í gær, að hungursneyðin í landinu væri svo alvarleg, að margir hermenn vonuðu, að stríð brytist út og teldu það betra en að veslast upp vegna matarskorts. Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn ætla að skora á aðildarfélögin að koma N-Kóreu til hjálpar.
Meira
STARFSMENN þinghússins í Höfðaborg í Suður-Afríku fjarlægðu í gær brjóstmynd af Hendrik Verwoerd, fyrrverandi forsætisráðherra, úr þingsalnum. Verwoerd var forsætisráðherra snemma á sjöunda áratugnum en var myrtur. Hann var talinn helsti höfundur aðskilnaðarstefnunnar, apartheid, sem var mótuð skömmu eftir seinni heimsstyrjöld.
Meira
VLADÍMÍR Kadanníkov, einn af helstu iðnjöfrum Rússlands, var í gær tilnefndur eftirmaður Anatolíjs Tsjúbaís sem aðstoðarforsætisráðherra og fer með efnahagsmál innan stjórnarinnar. Kadanníkov er 54 ára og hefur verið forstjóri stærsta bílafyrirtækis Rússlands, AvtoVAZ, frá árinu 1988 en það framleiðir Lada-bíla. Tilnefning hans vakti litla hrifningu meðal fréttaskýrenda.
Meira
12 SPORA meðferðarkerfið svokallaða byggir á aðferðum AA-samtakanna og er beitt í meðferð gegn vímuefnavanda. Eins og nafnið gefur til kynna byggir kerfið á 12 sporum, sem vímuefnaneytandinn verður að stíga, til að takast á við vanda sinn.
Meira
Ísafirði-Alþýðuflokksmenn á Vestfjörðum hafa sent fulltrúum nokkurra flokka bréf þar sem hvatt er til viðræðna um sameiginlegt framboð fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum sem fram eiga að fara í vor.
Meira
LEIÐARI Morgunblaðsins í gær, 25. janúar, um orkuverð og virkjunarkosti er þess eðlis að ekki verður hjá því komist að gera við hann athugasemdir. Leiðari þessi stingur í stúf við vandaða umfjöllun blaðsins um orkumál að undanförnu.
Meira
RÁÐ eignarhaldsfélags starfsmanna fyrirtækisins Columbia Aluminum hefur ákveðið að leita til dómstóla á þeirri forsendu að stjórn fyrirtækisins hafi verið með undanbrögð og reynt að koma í veg fyrir að það fengi neytt réttar síns til að kaupa hlut stjórnanda fyrirtækisins, Kenneths Petersons.
Meira
SÝNING á 120 bestu blaðaljósmyndunum frá sl. ári verður opnuð formlega í Gerðarsafninu í Kópavogi laugardaginn 27. júní nk. Við opnunina verða afhent verðlaun fyrir bestu myndirnar í einstökum efnisflokkum og jafnframt útnefnd besta blaðaljósmynd ársins 1995.
Meira
SKEMMTIDAGSKRÁIN Borgardætur Bitte nú! með Borgardætrum í Súlnasal hefst laugardaginn 27. janúar. Borgardætur skipa söngkonurnar Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir. Borgardætur munu skemmta áhorfendum með vinsælum lögum og verða einnig með alls kyns glens og grín.
Meira
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær Reykjavíkurborg af kröfu 29 ára gamals manns sem krafðist 431 þúsund króna bóta vegna meiðsla og miska sem hann hafi orðið fyrir við það að hjóla á skarpa brún á vegi þar sem malbik hafði verið fræst af.
Meira
HÁSKÓLI Íslands og Reykjavíkurborg hafa á undanförnum vikum kannað kosti þess að setja á stofn "matvæla- og sjávarútvegsgarð" í þeim tilgangi að efla rannsóknir, kennslu, þróunarstarf og þjónustu í þágu matvælaiðnaðar og sjávarútvegs. Skýrsla sem inniheldur athugun á þörf og kostum slíkrar stofnunar var kynnt í gær.
Meira
VALGERÐUR Valgarðsdóttir, hjúkrunarfræðingur og djákni, segir frá starfi sínu á fræðslufundi Félags aðstandenda Alzheimer-sjúklinga á Akureyri og nágrenni sem haldinn verður í dvalarheimilinu Hlíð á morgun, laugardaginn 27. janúar, en hann hefst kl. 13. Tónleikum frestað
Meira
HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI tóku mikinn kipp í gær og hækkaði gengi bréfa verulega í fjölmörgum hlutafélögum sem skráð eru á Verðbréfaþingi Íslands. Heildarviðskipti dagsins námu röskum 47 milljónum króna og hækkaði þingvísitala hlutabréfa um 38,8 stig, eða sem nemur 2,71%.
Meira
pUnglingar með einkenni alkóhólistapForeldrar taka virkan þátt í meðferðinni pÁfengið veldur líka þunglyndipUpplifa vímuna sem einhvers konar hjálp Dæmi um amfetamínneyslu frá 13 ára aldri
Meira
"VIÐ fórum yfir stöðu mála og gerðum bæjarráði grein fyrir því hvar efndir stæðu," sagði Jón Ingvarsson, formaður stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem ásamt Friðrik Pálssyni forstjóra sat fund með fulltrúum í bæjarráði Akureyrar í gær.
Meira
FJÁRHAGSÁÆTLUN Ólafsfjarðarbæjar var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Ólafsfjarðar í vikunni. Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri fylgdi áætluninni úr hlaði og kom fram í máli hans að hér er um aðhaldsáætlun að ræða sem miðar að því að ná fram þeim markmiðum bæjarstjórnarinnar að lækka skuldir bæjarfélagsins um 50 milljónir króna á kjörtímabilinu.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra átti í gær fundi í Brussel með þremur framkvæmdastjórnarmönnum Evrópusambandsins. Utanríkisráðherra ræddi við Hans van den Broek, sem fer með utanríkissamskipti, Sir Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskipti, og Emmu Bonino, sem meðal annars fer með sjávarútvegsmál.
Meira
HIN árlega fagstefna Ljósmyndarafélags Íslands verður á Hótel Loftleiðum, Scandic Hótel, um næstu helgi og hefst á laugardag kl. 11 og með sýningu fyrir atvinnuljósmyndara. Allir helstu innflytjendur ljósmyndavara sýna og segja frá nýjungum á markaðnum og hvers sé að vænta. Á sunnudag verður sýningin opin almenningi frá kl.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík fór í tvö hús í fyrrinótt vegna gruns um neyslu fíkniefna. Um hálfeittleytið var farið í hús í Skógunum. Þar fannst lítið eitt af hassi og áhöld til fíkniefnaneyslu. Húsráðandi hefur áður komið við sögu svipaðra mála. Þá handtóku lögreglumenn fjóra menn í húsi við Bergþórugötu vegna gruns um neyslu fíkniefna. Þeir voru færðir í fangageymslur.
Meira
MÁLFLUTNINGUR í máli 23 ára gamals Breta, sem dæmdur var í Héraðsdómi í desember til 12 mánaða fangelsisvistar fyrir að nauðgað konu um borð í skipi í Reykjavíkurhöfn í október sl., hófst í Hæstarétti í gær. Málið var flutt fyrir luktum dyrum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur bandarísku alríkislögreglunni, FBI, verið falið að rannsaka sýni vegna málsins.
Meira
SAMSTARFSSAMNINGUR bæjarstjórnar Dalvíkur og fjögurra félaga á sviði íþrótta- og æskulýðsmála var undirritaður í gær, en um er að ræða Ungmennafélag Svarfdæla, Golfklúbbinn Hamar, Hestamannafélagið Hringur og Skíðafélag Dalvíkur. Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil uppbygging íþróttamannvirkja á Dalvík samhliða öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi frjálsra félaga.
Meira
SR. Flóki Kristinsson, sóknarprestur í Langholtskirkju, og Jón Stefánsson, organisti kirkjunnar, hafa fengið frest fram í næstu viku til að skila athugasemdum við niðurstöðu Eiríks Tómassonar, hæstaréttarlögmanns og lagaprófessors, um deilurnar í Langholtskirkju.
Meira
"ÞAÐ komu upp nokkur tilvik í haust, þar sem millilandavélarnar voru mishlaðnar eða ofhlaðnar. Öryggiskröfur eru svo miklar, að frávik valda ekki bráðri hættu, en við höfum tekið á þessu máli í samráði við fyrirtækin, sem sjá um hleðslu vélanna, bæði hér heima og erlendis," sagði Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, í samtali við Morgunblaðið í gær.
Meira
FÉLAGARNIR Árni Þorbergsson í Brúnahlíð, Sæþór Gunnsteinsson í Presthvammi og Ómar Sigtryggsson á Litlu-Reykjum fundu tvö lömb þar sem þeir voru í skemmtiferð á Þeystareykjum í gærdag. Þeir sögðust alls ekki hafa átt von á að finna fé á þessum slóðum þegar þeir lögðu af stað í ferðina.
Meira
BÖRNIN á leikskólanum Hlíðarskjóli á Ísafirði gátu, eins og aðrir bæjarbúar, glaðzt yfir því að í gær sást í fyrsta sinn til sólar á árinu. Fyrsta sólarglætan gægðist yfir fjöllin á Snæfjallaströndinni og birti yfir bænum. Í tilefni þessa halda Ísfirðingar svokallað sólarkaffi í kvöld, bæði vestra og í Reykjavík, þar sem brottfluttir Ísfirðingar koma saman.
Meira
Morgunblaðið/Þorkell Færðin á Hellisheiði VEGAGERÐIN hefur sett upp skilti skammt frá Geithálsi þar sem ökumenn fá upplýsingar um færð og veður á Hellisheiði áður en lagt er á heiðina. Ökumenn verða þar með betur færir um að meta það hvort ráðlegt sé að aka yfir heiðina eða fresta för sinni.
Meira
TVEIR menn, sem í vikunni voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að bankaráni í útibúi Búnaðarbankans við Vesturgötu í desember sl., hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðina til Hæstaréttar.
Meira
ÞESSI halli ríkissjóðs er nokkurn veginn sá sami og spáð var þegar fjárlagafrumvarp ársins 1996 var lagt fram í haust. Tekjur ríkissjóðs í fyrra urðu þó 2,3 milljörðum króna hærri en reiknað var með, en útgjöldin urðu 3,9 milljörðum króna meiri en fjárlögin gerðu ráð fyrir og má það fyrst og fremst rekja til aukinna útgjalda og skattalækkunar í tengslum við gerð kjarasamninga.
Meira
SÉRFRÆÐINGAR beggja vegna Atlantsála deila nú hart um það hversu mikinn svefn við þurfum. Hópur bandarískra vísindamanna heldur því fram að almenningur fái að jafnaði ekki nægan svefn og að menn tækju betur eftir og væru atorkusamari, svæfu þeir lengur. Þá segja þeir að slysum myndi fækka.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík var á miðvikudagsmorgun beðin um að aðstoða mann í Vesturbænum. Hann stóð utan dyra, nakinn, að öðru leyti en því að hann hafði handklæði um sig miðjan. Maðurinn hafði verið í íbúð í nálægu húsi ásamt "félögum" sínum. Þeir höfðu skyndilega veist að honum, rifið utan af honum fötin og hent honum út á götu.
Meira
ALEKSANDER Kwasniewski forseti Póllands sagðist í gær virða afstöðu Jozefs Oleksys sem sagði í fyrrakvöld af sér starfi forsætisráðherra vegna ásakana um að hann hefði njósnað fyrir sovésku leyniþjónustuna, KGB og síðan þá rússnesku. Sagði Kwazniewski að þrír menn kæmu til álita sem arftakar Oleksys.
Meira
VIÐRÆÐUM Íslands, Noregs, Færeyja og Rússlands um skiptingu afla úr norsk-íslenzka síldarstofninum var slitið í Moskvu í gær án þess að samkomulag hefði náðst. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar, formanns íslenzku viðræðunefndarinnar í Moskvu, gerðu Rússar tvær tillögur að samkomulagi. Annars vegar að öll ríkin lýstu kvótakröfum sínum og heildarkvótinn miðaðist við þær.
Meira
ÞING Evrópuráðsins samþykkti í Strassborg í gær að veita Rússum aðild að ráðinu, og var meginröksemdin fyrir þeirri niðurstöðu að hún yrði lýðræðisöflum og umbótum í Rússlandi til framdráttar. Atkvæði sendinefndar Alþingis skiptist í þrennt og sat formaður nefndarinnar, Lára Margrét Ragnarsdóttir, hjá við atkvæðagreiðsluna,
Meira
KICKIN-útgáfan efnir til hátíðar á Íslandi í samvinnu við Hljómalind dagana 25.28. janúar þar sem plötusnúðarnir Tony Sapiano og Warlock mæta til leiks en Kickin- útgáfan er ein fremsta dansútgáfan í heiminum í dag, segir í fréttatilkynningu.
Meira
LIONSKLÚBBURINN Ýr í Kópavogi verður með opinn kynningarfund um námsefnið Lionquest í Lionsheimilinu Lundi, Auðbrekku 25, sunnudaginn 28. janúar kl. 14. Magnús J. Magnússon, kennari á Höfn í Hornafirði flytur erindi, svarar spurningum og miðlar af reynslu sinni sem kennari þessa námsefnis. Milli erindis og fyrirspurna verður kaffihlé.
Meira
NÁTTÚRUVERNDARFÉLAG Suðvesturlands, NVSV, stendur fyrir vettvangsferðum á laugardögum líkt og félagið gerði fyrir nokkrum árum. Fyrsta vettvangsferðin verður farin laugardaginn 27. janúar í Fræðasetrið í Sandgerði til kynningar á starfsemi þess. Mæting kl. 14 við Fræðasetrið á horni Hafnargötu og Garðvegar.
Meira
OSKAR Lafontaine, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna, varaði við því á miðvikudag að efnahagsástandið í Þýskalandi væri farið að nálgast ástandið í Weimar-lýðveldinu í lok þriðja áratugarins. Lafontaine var með ummælum sínum fyrst og fremst að vísa til hins mikla atvinnuleysis í landinu, er mældist 9,9% í síðasta mánuði.
Meira
FRIÐRIK Halldórsson er formaður Ferðaklúbbsins 4×4, en í honum eru um 1.000 áhugamenn um ferðalög innanlands á bifreiðum, yfirleitt jeppum, sem hafa drif á öllum hjólum. Þeir hafa sérstakt dálæti á því að ferðast um miðhálendi Íslands og því vilja þeir leggja orð í belg þegar hálendið er skipulagt til framtíðar.
Meira
Lokapredikanir í guðfræðideild GUÐFRÆÐINEMARNIR Jón Ármann Gíslason og Sigurður Grétar Helgason flytja lokapredikanir sínar í kapellu Háskóla Íslands laugardaginn 27. janúar kl. 13.30. Allir eru velkomnir.
Meira
Ísafirði-Sala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á Ísafirði nam tæpum 320,4 milljónum króna á síðasta ári á móti tæpum 320,9 milljónum kr. árið áður. Af einstökum áfengistegundum seldust mest af vodka og viskí en Egils Gull og Becks voru vinsælustu bjórtegundirnar. Sala á tóbaki minnkaði um 3,4 milljónir kr.
Meira
UM ÁRAMÓT voru útlán Byggðastofnunar til fyrirtækja á Norðurlandi eystra um 1,1 milljarður króna og voru um 48 milljónir króna í vanskilum, eða um 4%. Byggðastofnun lánar til fjölda fyrirtækja, m.a. í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og ýmis konar smáiðnaði.
Meira
BÆJARRÁÐ Akureyrar lagði til í gær að Olíuverslun Íslands verði veitt lóð undir bensínstöð við gatnamót Hlíðarbrautar og Borgarbrautar á Akureyri. Félagið sótti um lóðina í ágúst árið 1994, en tafir hafa orðið á úthlutun m.a. vegna skaðabótamáls sem íbúar í námunda við umrædd gatnamót höfðuðu.
Meira
Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Ýktir sem skipuð er þeim Hafsteini Hafsteinssyni, Rúnari Þór Guðmundssyni og Birgi Jóhanni Birgissyni. CAFÉ ÓPERA Á föstudagskvöld syngur Berglind Björk til kl. 3 og á laugardagskvöld leikur Richard Scobie ásamt Birgi Tryggasyni til kl.
Meira
AFGREIÐSLUSTÚLKU verslunarinnar Nóatúns við Rofabæ var síðdegis í gær ógnað með hnífi af manni sem hafði verið staðinn að því að hnupla matvöru. Samkvæmt upplýsingum lögreglu brást maðurinn við með þessum hætti þegar honum varð ljóst að starfsfólk verslunarinnar var að gera lögreglu viðvart um að hann væri að stela og einn starfsmaður reyndi að koma í veg fyrir að hann kæmist út.
Meira
Í KJÖLFAR þess að auglýsingar hafa að undanförnu birst í fjölmiðlum frá seljendum svokallaðra söfnunarlíftrygginga hefur Vátryggingaeftirlitið vakið athygli á nýlegri reglugerð um leyfilega hámarksvexti í slíkum tryggingasamningum. Sala trygginga af þessu tagi hefur aukist að undanförnu með tilkomu vátryggingafélaga inn á íslenska markaðinn.
Meira
SAMKVÆMT bráðabirgðauppgjöri Ríkisútvarpsins, sem lagt var fram á fundi framkvæmdastjórnar RÚV í gær, var hallinn á rekstri stofnunarinnar rúmlega 44 milljónir króna á síðasta ári eða 2% af veltu, sem í fyrra var tæplega 2,2 milljarðar.
Meira
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þá niðurstöðu héraðsdóms að íslenska ríkinu beri að greiða útgerðarfyrirtækinu Nirði, eiganda Þórs Péturssonar ÞH 50, 5 milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin varð fyrir í febrúar 1992 þegar veiðarfæri skipsins festust í sæstreng.
Meira
NÚ stendur yfir samkirkjuleg bænavika og eru samkomur fjögur kvöld í þessari viku. Í kvöld verður samkoma í Aðventkirkjunni kl. 20.30. Ræðumaður verður sr. Örn Bárður Jónsson, fræðslufulltrúi Þjóðkirkjunnar.
Meira
ERNESTO Samper, forseti Kólumbíu, hvatti í gær til þess að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að hann ætti að sitja áfram í embætti. Þær raddir verða nú æ háværari sem krefjast afsagnar hans, en fyrrverandi innanríkisráðherra hans upplýsti fyrr í vikunni að Samper hefði vitað af því að eiturlyfjabarónar hefðu lagt fram fé í kosningasjóði hans árið 1994.
Meira
TVEIR togarar Seaflower Whitefish Corporation frá Namibíu, sem Íslenskar sjávarafurðir hf. eiga um fimmtung í, björguðu í gær þrettán manna áhöfn lítils namibísks togara sem sökk um 75-80 sjómílur vestur af strönd landsins.
Meira
Í TILEFNI frétta um góð aflabrögð undanfarið og einstakrar veðurblíðu hefur útgerð skemmtiferðaskipsins Árness ákveðið að gefa almenningi kost á fjögurra tíma sjóstangaveiðiferð nk. laugardag og sunnudag.
Meira
SLÖKKVISTARFI í togaranum Mainz, sem er í eigu DFFU í Cuxhaven, lauk ekki fyrr en um hádegisbilið í gær, en eldur kviknaði í togaranum klukkan 8 sl. þriðjudagskvöld. Enn hefur ekki fengist yfirsýn yfir það tjón sem orðið hefur, en að sögn Finnboga Baldvinssonar, framkvæmdastjóra DFFU, er ljóst að tjónið er gríðarlega mikið. Togarinn var að fullu tryggður og kvótalaus.
Meira
FORELDRAR vímuefnaneytenda þurfa að takast á við vandann, sem blasir við fjölskyldunni. Ef tekið er dæmi af Tindum, dagdeild sem vinnur að meðferðarmálum, þá taka foreldrarnir virkan þátt í meðferð og þeir feta tólf spor í meðferðinni, líkt og unglingarnir. Þar er miðað við svokallað tólf spora kerfi AA-samtakanna.
Meira
ÞRÍR hermenn úr eftirlitssveitum Atlantshafsbandalagsins fórust í sprengingu í Sarajevo á þriðjudagskvöld. Portúgalskur hermaður hafði hirt sprengjubrot og farið með á herbergi sitt, þar sem það sprakk. Hermaðurinn, landi hans og Ítali létu lífið og sex hermenn særðust en þetta var fyrsti mannskaðinn í liði NATO í Bosníu.
Meira
Í FYRSTA sjónvarpsviðtalinu, sem haft er við O.J. Simpson eftir að hann var sýknaður af ákæru um að hafa myrt eiginkonu sína og kunningja hennar, fór hann hörðum orðum um fjölskyldur þeirra og sagði, að sjálfur væri hann að reyna að finna morðingjann.
Meira
INNAN tölvunefndar eru komnar upp efasemdir um réttmæti þess að nota sýni úr látnu fólki í öðrum tilgangi, en tekið var. Tilefnið er að DNA-rannsókn var beitt til að skera úr um það hvort kona, sem nú er látin, sé dóttir látins athafnamanns frá Höfn í Hornafirði í máli, sem höfðað hefur verið til að ógilda erfðaskrá mannsins.
Meira
Húsavík-Húsvíkingar fögnuðu hinum grænlenskættaða togara Júlíusi Havsteen ÞH 1 þegar hann kom í fyrsta skipti til heimahafnar í hinu fegursta veðri sl. föstudag. Við heimkomuna blessaði sóknarpresturinn sr. Sighvatur Karlsson skipið og skipshöfnina sem söng sálm ásamt öðrum viðstöddum. Vinnsludekkið útbúiðfullkomnustu tækjum
Meira
SAMNINGAR á milli Fisco hf. í Reykjavík og Skúlahorns ehf. á Blönduósi um uppbyggingu og rekstur á 540 m fiskverkunarhúsi taka gildi í dag. Við tilkomu þessarar starfsemi munu skapast 24 ársverk á félagssvæði verkalýðsfélags A-Hún. Að sögn Valdimars Guðmannssonar, formanns verkalýðsfélags A-Hún., hefur undirbúningur þessa verkefnis tekið um sjö mánuði.
Meira
TVEIR harðir árekstrar urðu í Reykjavík í gærmorgun. Tveir bílar lentu saman á gatnamótum Sogavegar og Tunguvegar kl. 8. Ökumaður annars var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Báðir bílarnir voru fjarlægðir með krana. Skömmu síðar lentu tveir bílar saman á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Borgartúns.
Meira
Syðra-Langholti-Nokkrir bændur héðan úr Hrunamannahreppi fóru á jeppum í Kerlingarfjöll á mánudaginn og sóttu þangað á með tveimur lömbum. Kindurnar voru við hús skíðaskólans í Ásgarði.
Meira
ANDSTÆÐINGAR dauðarefsinga í Bandaríkjunum reyndu í gær að koma í veg fyrir aftöku Johns Alberts Taylors, 36 ára fanga í Utah, sem var dæmdur til dauða fyrir morð og nauðgun á 11 ára gamalli stúlku árið 1989. Fimm manna aftökusveit átti að taka hann af lífi í dag.
Meira
ÚTFÖR Ásgeirs Jakobssonar rithöfundar var gerð frá Hallgrímskirkju í gær, að viðstöddu fjölmenni. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson jarðsöng. Kistu hins látna báru úr kirkju, f.v., Styrmir Gunnarsson, Gísli Sigurðsson, Þór Whitehead, Björn Arnórsson, Matthías Johannessen, Már Elísson, Guðmundur Hallvarðsson og Jón Oddsson.
Meira
FRÉTT í bandaríska dagblaðinu New York Times, þess efnis að Kínverjar hefðu uppi áform um eldflaugaárásir, ollu miklu uppnámi á Tævan í gær. Þrátt fyrir yfirlýsingar Lien Chan forsætisráðherra um að Tævanir væru fyllilega í stakk búnir til að verjast innrás greip um sig mikill ótti í þjóðfélaginu og hlutabréfavísitala lækkaði um 73,65 stig.
Meira
VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dagsbrún verður 90 ára í dag. Hátíðardagskrá verður í Borgarleikhúsinu á morgun þar sem Guðmundur J. Guðmundsson, formaður félagsins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri flytja ávörp. Verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað í Reykjavík 26. janúar 1906.
Meira
GUNNAR Marel Eggertsson skipasmíðameistari hefur nú lokið smíði langskips að fyrirmynd þeirra skipa, sem landnámsmenn sigldu á til Íslands, og í gær var haldinn fundur til að finna skipinu nafn.
Meira
Ferðafélag Íslands gagnrýnir harðlega fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á Hveravöllum Vilja bíða heildarskipulagningar hálendisins Fyrirhugað skipulag á Hveravöllum var harðlega gagnrýnt á félagsfundi Ferðafélags Íslands í fyrrakvöld.
Meira
LANGÞRÁÐUR snjór féll í Bláfjöll í gær. Starfsmenn tróðu hann jafnóðum með stórvirkum troðurum svo hann fjúki ekki ef frystir og hvessir. Þorsteinn Hjaltason fólksvangsvörður segir að ekki hafi fyrr verið svo lengi snjólétt í Bláfjöllum frá því að menn hófu að iðka skíðaíþróttir þar.
Meira
VEITINGAHÚSIÐ Ártún verður opnað á ný eftir langt hlé. laugardagskvöldið 27. janúar nk. Opnunin hefst með almennu þorrablóti kl. 20.30 og er miðaverði stillt mjög í hóf fyrir mat og dansleik. Kynnir á þorrablótinu verður Heiðar Jónsson snyrtir.
Meira
SEX drengir, 13 og 14 ára, hafa játað fyrir foreldrum og lögreglu í Hafnarfirði að hafa neytt hass. Einn 13 ára drengjanna hefur einnig viðurkennt að hafa neytt amfetamíns. Lögreglan í Hafnarfirði hefur undanfarna daga unnið með skólayfirvöldum, kennurum og foreldrum að því að kanna hvað hæft væri í orðrómi um vímuefnaneyslu unglinga.
Meira
ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar kannaði fyrir skömmu hvort verslanir þar í bæ, sem selja tóbak, virtu bann tóbaksvarnalaga við sölu á tóbaki til barna undir 16 ára aldri. Af 29 sölustöðum voru aðeins þrír, sem neituðu að selja 14 ára unglingi tóbak.
Meira
Á NÆSTU mánuðum munu tvö stór eggjaframleiðslufyrirtæki, Vallá og Nesbú, hefja framleiðslu eggja með nýjum hænsnastofni sem heitir Loman og er upprunninn frá Þýskalandi en er fluttur hingað frá Noregi. Að sögn Sigurðar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Nesbús, eru Loman-hænurnar betri framleiðsludýr en þær sem hafa verið notaðar til framleiðslunnar hingað til.
Meira
HLUTSKIPTI stjórnarandstöðuflokkanna, fjögurra talsins, er aumt, segir Alþýðublaðið í forystugrein sl. þriðjudag, að skipta með sér 30 prósentum í skoðanakönnun DV. Heimatilbúinn
Meira
leiðari VINSTRIVIÐRÆÐUR LÞÝÐUFLOKKURINN var stofnaður sama dag og Alþýðusamband Íslands, 12. marz 1916, og var framan af pólitískur armur sambandsins með starfsvettvang í sveitarstjórnar- og þjóðmálum.
Meira
FÉ, sem varið var til auglýsinga í heiminum á prenti, í sjónvarpi, útvarpi, kvikmyndum og á auglýsingaspjöldum, er talið hafa aukist í 261.1 milljarð dollara 1995, sem er 3.8% aukning síðan 1994 á óbreyttu verði, en 7,3% á núvirði, samkvæmt könnun, sem frá hefur verið skýrt í London.
Meira
Ásgerður á Café Mílanó ÁSGERÐUR Kristjánsdóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum á Café Mílanó, Faxafeni 11, í dag, laugardag. Þetta er sjöunda einkasýning hennar. Sýningin stendur til 24. febrúar.
Meira
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ býður nú upp á leiksýningu síðdegis á sunnudögum í Leikhúskjallaranum. Sýnt verður leikritið Ástarbréf og njóta leikhúsgestir kaffiveitinga meðan horft er á sýninguna. Leikendur í Ástarbréfum eru Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Fyrsta sunnudagssýningin er 28. janúar, næstkomandi sunnudag, og hefst hún kl. 15.00.
Meira
CELTIC VISION, sjónvarpsstöð í Boston ætluð 40 milljónum írskættaðra Bandaríkjamanna, á í viðræðum við Richard Branson, hinn kunna framkvæmdamann, og Virgin-fyrirtæki hans í Bretlandi um viðbótarfjármagn.
Meira
RÚSSNESKI danshópurinn kom á miðvikudag fram í glæsilegri sýningu í Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu í tilefni níræðisafmælis Ígors Mojseíjev en hann er ein skærasta stjarna þjóðdansanna á þessari öld. Spannar ferill hann yfir sex áratugi.
Meira
Sýning á íkonum frá Norður-Rússlandi verður opnuð í Listasafni Íslands í kvöld. Koma verkin, sem eru frá 16.-19. öld, frá einu stærsta listasafni landsins, ríkislistasafninu í Arkangelsk. Orri Páll Ormarsson kom að máli við tvo sérfræðinga frá safninu sem hingað eru komnir til að vera viðstaddir opnun sýningarinnar og skyggnast í fórur íslenskra íkonaeigenda.
Meira
HÉR Í landi eru gefin út fleiri dagblöð, vikublöð og mánaðarrit en nokkur fær tölu á kastað. Ég hef spurst fyrir um hversu mörg dagblöð komi hér út en fæ ólík svör. En svo mikið er víst að þau skipta sjálfsagt þúsundum. Þau stærstu eru gefin út hér í Kairó og flestum einnig dreift til annarra staða í landinu. En þar eru einnig gefin út staðbundin blöð sem mörg hafa mikla útbreiðslu.
Meira
RUPERT MURDOCH, hinn kunni fjölmiðlajöfur, telur að veikleiki á bandarískum sjónvarpsmarkaði muni eiga þátt í að draga úr hálfsárshagnaði News Corps, en spáir bættri heilsársafkomu. Murdoch sagði að svo væri að sjá að annar fjórðungur fjárhagsárs helztu fjölmiðlafyrirtækja Bandaríkjanna mundi reynast þeim erfiður, einkum þar sem dregið hefði úr auglýsingatekjum.
Meira
TVÆR efstu deildirnar í bandarískum hafnabolta gerðu ekki alls fyrir löngu nýja sjónvarpssamninga til fimm ára við Fox Network, NBC, ESPN og nokkra fleiri aðila upp á 1.7 milljarða dollara. Samkvæmt samningunum munu Fox og NBC skiptast á um að sjónvarpa frá meistarakeppninni og All-Star leikunum. Fox, sem er í eigu News Corp.
Meira
ÚTGÁFA Axels Springers hermir að rekstrarhagnaður hennar fyrstu 10 mánuði síðasta árs hafi aukizt um 26 milljónir marka í 272 milljónir marka. Tölur liggja enn ekki fyrir um árið í heild. Sala á þessum tíma jókst um 3,7% í 3.472 milljarða marka. Pappírskostnaður minnkaði hagnað fyrirtækisins um 110 milljónir marka. Auglýsingatekjur jukust um 4,8% í 1.504 milljarða marka.
Meira
SÖNGLEIKURINN Hárið, í uppsetningu Flugfélagsins Lofts og spænska fyrirtækisins ONLY Productions, var frumsýndur í Barcelona á Spáni fyrir skömmu. Spánverjar virtust yfir sig hrifnir af sýningunni og í lok hennar hylltu áhorfendur aðstandendurna með blístri og lófaklappi.
Meira
Eftir J. R. R. Tolkien í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensen. Sagan er 384 blaðsíður ásamt viðaukum og nafnaskrá. Fjölvaútgáfan 1995. Verð 3.860 krónur. SKILNINGUR á menningarlegu gildi þýðinga virðist fara ört vaxandi hér á landi og fjöldi vandaðra og sígildra erlendra skáldverka er gefinn út á ári hverju í íslenskri þýðingu.
Meira
KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn og unglinga eru hafnar að nýju í Norræna húsinu. Sýndar verða Norrænar barna- og unglingamyndir alla sunnudaga kl. 14 fram í byrjun maí. Á sunnudaginn kemur kl. 14 verður sýnd danska myndin "Karlsvognen". Irma, mamma Tiasar 15 ára og Lindu 10 ára, erfir hús í Svíþjóð eftir gamla frænku sína. Fjölskyldan flytur þangað og byrjar nýtt líf.
Meira
KNIGHT-RIDDER, hin kunna bandaríska blaðaútgáfa, hyggst selja deildina Knight-Ridder Financial og draga sig út úr harðri samkeppni um öflun nýjustu frétta úr fjármálaheiminum. Knight-Ridder hefur fengið Goldman Sachs til að gera úttekt á þeim möguleikum, sem umrædd fjármálaþjónusta hefur um að velja.
Meira
SAMBÍÓIN, Álfabakka og Stjörnubíó hafa tekið til sýninga nýjasta leikstjórnarverkefni Josephs Rubens, "Money Train" eða Peningalestina. Það eru Wesley Snipes og Woody Harrelson sem leiða saman hesta sína og það ekki í fyrsta skiptið. Þekkt er samstarf þeirra í kvikmyndinni "White Man Can't Jump".
Meira
FRÉTTIR hafa borist um að argentínsk yfirvöld og aðstandendur myndarinnar Evítu hafi hert öryggisvörslu í kringum gerð myndarinnar vegna hótana Peronista þar í landi. "Lögreglan hefur augun opin, en við höfum ekki meiri upplýsingar," segir innanríkisráðherra Argentínu, Carlos Corach og bætir við að Madonna hafi ekki óskað eftir aukinni öryggisvörslu "í bili".
Meira
LEIKKONAN Marlee Matlin, sem vann til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni "Children of a Lesser God", er orðin móðir. Hún eignaðist 16 marka dóttur á föstudaginn og var henni gefið nafnið Sarah Rose. Matlin, sem er þrítug, er gift Kevin Grandalski, lögreglumanni. Matlin leikur um þessar mundir í þáttunum "Picket Fences" sem sýndir eru í bandarísku sjónvarpi.
Meira
SPÆNSKI hönnuðurinn Paco Rabanne er þekktur fyrir hugmyndaríka og djarfa hönnun, sem engar venjulegar konur klæðast. Sýningarstúlkurnar láta sig hins vegar hafa það, enda er þeim borgað vel fyrir. Hérna sjáum við Paco kyssa eina slíka íklædda brúðarkjól og á hinum myndunum má sjá "mannlega nálapúðann" og "harmoníkuna".
Meira
ORELTÓNLEIKAR verða í Hallgrímskirkju sunnudaginn 28. janúar kl. 17. Þar mun Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju leika íslenska orgeltónlist eftir tónskáldin Jón Leifs, Jón Nordal og Jónas Tómasson. Aðalviðfangsefni tónleikanna er nýtt verk eftir Jónas Tómasson tónskáld á Ísafirði er nefnist "Dýrð Krists" og var frumflutt í tilefni af vígslu nýs orgels Ísafjarðarkirkju 18.
Meira
REGNBOGINN forsýnir helgina 26.28. janúar kvikmyndina "Waiting to Exhale" með Whitney Houston og Angela Bassett í aðalhlutverkum. Önnur hlutverk eru í höndum Lorettu Devine, Lelu Rochon, Gregory Hines, Dennis Haysbert og Mikelty Williamson. Leikstjóri er Forest Whitaker en þetta er frumraun hans sem leikstjóri.
Meira
AGNES stendur í þéttskipaðri lestinni á leið heim til Búdapest í Ungverjalandi. Hún virðist ekkert taka eftir því sem gerist í kringum hana, því hún er svo niðursokkin í ástarsöguna sem hún er að lesa. Hundruð þúsunda kvenna fylla sama hóp og Agnes, eru nánast háðar lestri ástarsagna.
Meira
"FRESTURINN rennur út í dögun" nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR á sunnudag kl. 16. Mynd þessi er byggð á skáldsögu eftir bandarískan höfund. Í kynningu segir: "Ung stúlka kemur til stórborgarinnar utan af landi og dreymir um frama á sviði leiklistar. Þegar henni tekst ekki að fá hlutverk í leikhúsi tekur hún að sér starf dansfélaga á skemmtistað.
Meira
SAMBÍÓIN Álfabakka hafa tekið til sýninga aðra myndina um hvalinn Willy og vin hans Jessy. Fyrsta myndin "Free Willy" varð mjög vinsæl er hún kom út árið 1993. Þrátt fyrir að Willy væri sjö þúsund punda spendýr og Jessy 48 kílóa stráklingur urðu þeir bestu vinir. Báðir voru þeir einangraðir, reiðir og ósáttir við tilveruna.
Meira
SOSSA opnar málverkasýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi laugardaginn 27. janúar kl. 14. Þar sýnir hún nýunnin olíumálverk. Sossa (Margrét Soffía Björnsdóttir) er fædd árið 1954 á Kirkjuhvoli á Akranesi.
Meira
SÝNINGUM Guðmundar Thoroddsen, Jóns Sigurpálssonar, Ástu Ólafsdóttur og Nínu Ivanova í Nýlistasafninu lýkur á sunnudag. Guðmundur og Jón sýna veggmyndir í neðri sölum safnsins og Ásta sýnir þrívíð verk og málverk í efri sölunum. Nina Ivanova sýnir gestabækur í setustofu safnsins. Sýningarnar eru opnar frá kl. 14-18.
Meira
HALALEIKHÓPURINN, leikhópur fatlaðra og ófatlaðra, verður nú um helgina með síðustu sýningar á Túskildingsóperunni eftir Bertolt Brecht í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar undir leikstjórn Þorsteins Guðmundssonar. Bertold Brecht skrifaði Túskildingsóperuna 1928.
Meira
PIERCE Brosnan, sem lífgaði James Bond við með frammistöðu sinni í myndinni "Goldeneye", eða Gullauga, hefur tekið að sér hlutverk í mynd Tims Burtons, "Mars Attacks!". Hann leikur léttgeggjaðan vísindamann sem varar við yfirvofandi dómsdegi. Brosnan hefur einnig leikið í myndinni "Mrs. Doubtfire" og nýjustu mynd Börbru Streisand, Tveimur andlitum spegilsins, eða "The Mirror Has Two Faces".
Meira
SKÖMMU fyrir þinglok í desember sl. var lagt fram til kynningar frumvarp til laga um umgengni um auðlindir sjávar. Mörgum finnst að í þessu frumvarpi sé dulin nokkur leiðrétting á því sem vantar inn í lög um stjórnun fiskveiða. Öðrum finnst að hér sé um að ræða frumvarp um lögregluaðgerðir gegn þeim sem hafa á einhvern hátt umgengist auðlindina á subbulegan máta.
Meira
STJÓRNENDUM stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík hefur verið falið að spara ákveðnar fjárhæðir í rekstrinum árið 1996. Í Morgunblaðinu 24. janúar er frétt um sparnaðartillögur stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Í þessum tillögum er m.a. lagt til að endurhæfingarstarfsemi á Grensásdeild verði hætt með öllu.
Meira
HVENÆR er mælirinn fullur? Er það þegar maður drepur mann? Er hægt að komast upp með hvað sem er ef lögregla á hlut að máli? Það er góð lausn að ansa ekki ákærum eða beiðni um rannsókn. Það væri hægt að halda að kjördæmi dómsmálaráðherra fríaði menn sem fremja afbrot: það er búningurinn sem hylur hismið sem undir býr. Fólk er gert ómerkt orða sinna þegar reynt er að segja sannleikann.
Meira
ÉG GET ekki lengur orða bundist í umræðunni um Langholtskirkju, þegar ég les dag eftir dag fjasið í kórfélögum kirkjunnar um athafnir sóknarprestsins. Ég verð líka að segja, að síst af öllu hefði ég, lærisveinn dr. Róberts Abrahams Ottóssonar í helgisiðafræðum og helgisöng, átt von á því að heyra aðra eins dómadagsvitleysu úr kór Jóns Stefánssonar.
Meira
STUNDUM berst frétt, sem veldur slíku óþoli, að maður getur ekki orða bundizt. Ástæðan fyrir því að ég skrifa lesendabréf í Morgunblaðið er sú frétt, sem barst í gær (þann 23.1.), að ákveðið hefði verið að loka vistheimili geðfatlaðra að Bjargi, sem Hjálpræðisherinn hefur rekið á Seltjarnarnesi í 28 ár.
Meira
VEGNA snjóþyngsla höfum við verið innilokuð í fimm daga. Okkar stutta blindgata bíður á meðan stærri götur eru hreinsaðar. Þetta hefur sína kosti, t.d. vilja nágrannar ólmir hjálpa hver öðrum og inni er notalegt og nógur tími til að lesa og hlusta á tónlist.
Meira
FYRRI umræðu um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1996 er nýlokið. Frumvarpið, sem og útkoma borgarsjóðs árið 1995, bera það glöggt með sér að veruleg umskipti hafa orðið í fjármálastjórn borgarinnar frá því Reykjavíkurlistinn var kjörinn til forystu.
Meira
GUÐRÍÐUR Friðriksdóttir forstöðumaður Húsnæðisskrifstofu Akureyrar skrifar grein í Morgunblaðið 11. janúar sl., þar sem hún sakar greinarhöfunda um að vera með "málflutning sem ekki er heiðarlegur og sanngjarn" og vænir okkur um að fara með staðlausa stafi um félagslega húsnæðiskerfið. Guðríður segir m.a.
Meira
ÞAÐ eru stór orð og alvarlegar aðdróttanir sem felast í bréfi Jóns Sigurðssonar framkvæmdastjóra Íslenska járnblendifélagsins og birtist í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Það mætti svo sem hafa mörg orð um það bréf og mengun á Grundartanga en nokkrar skýringar verða látnar nægja. Reiði Jóns er augljós, ástæðan ekki.
Meira
GÓÐAR fréttir hafa borist af íslenskum skipasmíðastöðvum að undanförnu; mikil verkefni, fjölgun starfsmanna, góð afkoma og bjartsýni á framtíðina. Þetta er mikil og góð breyting frá ástandi sl. 10 ára þegar nær allar fréttir af þessum vettvangi hafa verið um verkefnaskort, fækkun starfsmanna, mikla erfiðleika í rekstri og jafnvel lokanir fyrirtækja.
Meira
Ég ætla í fáum orðum að minnast Guðmundar Jónssonar, Guðmundar frænda, eins og ég kallaði hann alla tíð. Borinn og barnfæddur Reykvíkingur, nánar tiltekið á Bræðraborgarstígnum. Eins langt og aldur minn nær minnist ég hans, enda móðurbróðir minn sem var mjög annt um lítinn frænda sinn. Ungur missti hann föður sinn, en þá voru á heimilinu móðir hans og yngri systir.
Meira
Stundum koma dagar þar sem þeir virðast hverfa einn af öðrum gamlir, góðir félagar, sem við höfum lengi átt samleið með, í flokknum og verkalýðshreyfingunni. Þannig er það þessa dagana. Þeir voru sannarlega ólíkir menn Runólfur Björnsson, Haraldur Sigurðsson, Þorsteinn Þorgeirsson og Guðmundur Jónsson.
Meira
GUÐMUNDUR JÓNSSON Guðmundur Jónsson var fæddur í Reykjavík 7. desember 1914. Hann andaðist á Landspítalanum 17. janúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Fossvogskirkju 24. janúar.
Meira
Minningar um liðna daga leita á hugann. Minningar um uppvaxtarárin í Gunnarssundinu þar sem við systkinin ólumst upp hjá kærleiksríkum foreldrum. Minningar frá þeim tímum er við yfirgáfum eitt af öðru öryggi bernskuheimilisins og stofnuðum okkar eigið heimili, eignuðumst maka og börn og seinna barnabörn. Minningar um þig, elsku Rúna mín, sem alltaf varst svo blíð og góð við allt og alla.
Meira
Okkur vinkonurnar langar til að minnast þess þegar við í æsku vorum að koma á Vesturgötuna til að spyrja eftir Rannveigu dóttur þinni og þá var bankað og kallað upp í stiga: Rúna, er Rannveig heima? Þá var svarað: Komið upp, stelpur. Okkur var boðið upp í eldhús hvort sem Rannveig var heima eða eki. Þá vildir þú bara spjalla og spyrja og hlæja með okkur eins og við værum stelpurnar þínar.
Meira
Þegar ég sest niður til að skrifa orð um tengdamóður mína, hana Rúnu, þá er svo mikið sem ég vil segja að ég verð hálforðlaus. Rúna, eins og hún var alltaf kölluð, giftist Oddi Ingvarssyni og saman hófu þau baráttu lífsins sem oft var hörð á þeim tíma. Saman eignuðust þau fjögur börn en eitt átti hún fyrir hjónaband.
Meira
GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR Guðrún Guðjónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 15. júní 1924. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði aðfaranótt 20. janúar síðastliðins. Rúna, eins og hún var alltaf kölluð, var fimmta barn foreldra sinna, Guðjóns Benediktssonar og Elínborgar Jónsdóttur. Hin systkinin eru Ásgrímur, d.
Meira
Í dag kveðjum við skólasystur okkar, Ingu Ólöfu. Við kynntumst henni haustið 1963 þegar við hófum nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún var í fasi sínu róleg en undir niðri kraumaði mikil glettni. Eftir að skóla lauk 1967 lágu leiðir okkar í ýmsar áttir og var langt á milli þess sem við hittumst. Núna undanfarin ár kynntumst við betur þegar við fórum að hittast reglulega.
Meira
INGA ÓLÖF INGIMUNDARDÓTTIR Inga Ólöf Ingimundardóttir fæddist á Akureyri 31. október 1950. Hún lést í Borgarspítalanum 12. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Digraneskirkju 19. janúar.
Meira
Mig langar með örfáum orðum að minnast hennar Ingu Ólafar. Ég kynntist henni fyrir rúmum tveimur árum þegar ég kom til hennar í fyrsta sinn ásamt Sævari manninun mínum. Það vakti undrun mína hve lífsglöð og jákvæð hún var þrátt fyrir sinn erfiða sjúkdóm. Inga var einstök kona og er ég þakklát fyrir að hafa kynnst henni.
Meira
Í dag verður borin til grafar í Mosfellsbæjarkirkju Inga Wium Hansdóttir. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar langar mig að minnast Ingu með nokkrum fátæklegum orðum. Kynni mín af Ingu hófust á þann hátt, að á árinu 1973 kynntist ég eiginkonu minni, Kristínu Bjarnadóttur (Stínu), en Bjarni faðir hennar var eiginmaður Ingu.
Meira
Á þeim árum þegar verkefnið í vinnunni var öðrum þræði að kynnast starfsfélögum og tína þá úr sem urðu meistarar nýliðans, þau ár er erfið útköll urðu lærdómur en fóru ekki til umræðu fólks er hvergi kom nærri, þessi tími aðlögunar er náði yfir langan tíma og endaði inni á heimilum sumra félaganna og kynni tókust milli fjölskyldna.
Meira
Í minningum um Ingu bregður fyrir konu sem hlúði að og naut þess sem henni þótti vænt um og fagurt í lífinu. Mér er það t.d. minnisstætt hve tónlist Vilhjálms og Ellýjar Vilhjálms var mikið uppáhald Ingu og hvernig hún lifði sig inn í ljóðin. Það atvikaðist ánægjulega um síðustu jól að þegar Inga settist inn í bílinn hjá mér á leið í Brekkuland þá hljómaði söngur Vilhjálms í útvarpinu.
Meira
Mamma ætlar að sofna mamma er svo þreytt. Og sumir eiga sorgir sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrár sem aðeins í draumheimum uppfyllast ná. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Mamma ætlar að sofna systir mín góð. (Davíð Stefánsson.
Meira
Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.
Meira
INGA WIUM HANSDÓTTIR Inga Wium Hansdóttir fæddist 24. maí 1933 að Asknesi í Mjóafirði. Hún lést á heimili sínu aðfaranótt 20. janúar síðastliðins. Hún var dóttir hjónanna Hans Guðmundssonar og Önnu Jónsdóttur. Þau bjuggu fyrst í Asknesi en fluttust síðar að Reykjum í Mjóafirði. Við þá jörð kenndi Inga sig jafnan.
Meira
Að missa barnið sitt. Djúpt sár hefur myndast í hjarta aðstandenda, sár sem á eftir að fylgja um ókomna tíð. Nú syrgir hann Benni vinur minn barnið sitt og Hjalti systursonur minn bróður sinn. Mjög kært var á milli þeirra bræðra enda Hjalti sú fyrirmynd stóra bróður sem allir óska sér að eiga. Margar stundir áttu þeir saman í uppvextinum þessir ljóshærðu hnokkar, báðir nokkuð líkir föður sínum.
Meira
Elsku nafni minn. Þessi kveðja er dálítið síðbúin en fyrir því eru vissar ástæður. Ég var erlendis þegar þú kvaddir þennan heim skyndilega og óvænt. Síðan hef ég hugsað til þín öllum stundum og velt því fyrir mér hversu vegir okkar manna eru órannsakanlegir og hve líf okkar er fallvalt.
Meira
Hann Kristján er dáinn. Það er erfitt að sætta sig við að tæplega 17 ára drengur fari frá okkur svona skjótt. Maður verður að trúa því að honum sé ætlað stærra hlutverk á æðra tilverustigi. Þegar ég kynntist Kristjáni var hann á fjórtánda ári, frísklegur og stæltur unglingur. Faðir hans bjó þá í Grafarvoginum, og var ég þá mikið þar. Ég tók eftir hversu oft Kristján kom til föður síns.
Meira
Þann 28. desember síðastliðinn lést á sviplegan hátt frændi okkar Kristján Benediktsson. Þær hugsanir sem brjótast um í huga manns við slík tíðindi eru margar. Minningar um liðna tíma hlaðast upp á augabragði og leitar hugurinn aftur til þess tíma er ekkert gat raskað ró okkar, til þess tíma er við vorum börn.
Meira
Kæri bróðir. Orð fá ekki lýst þeim söknuði sem fyllir hjarta mitt við lát þitt. Skammdegið þyrmir yfir og fátt nema minningar um þig "glókollinn", geta lýst smá týru í huga minn. Minnist ég allra þeirra stunda er við vorum hjá pabba okkar sem börn. Við fórum þá yfirleitt í sund. Þar var leikið svo tímunum skipti sem endaði yfirleitt á því að við réðumst til atlögu við pabba.
Meira
KRISTJÁN BENEDIKTSSON Kristján Benediktsson fæddist í Reykjavík 29. janúar 1979. Hann lést 28. desember síðastliðinn og fór útförin fram frá Fossvogskirkju 5. janúar.
Meira
Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinumegin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir mér. (Sig. Kr. Pétursson) Elsku Kristján.
Meira
Með Unu er fallin frá ein af hinum hljóðlátu hversdagshetjum. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum. Snemma missti hún föður sinn. Hún átti 11 systkini, sex þeirra dóu í blóma lífsins. Nú eru aðeins eftir tveir bræður af þeim stóra hópi. Ung, nýtrúlofuð Pétri syni hennar, kom ég á björtum sólskinsdegi í fyrsta sinn á Gaul.
Meira
Í dag er til grafar borin frá Akraneskirkju amma okkar Una, Jóhannesdóttir frá Gaul í Staðarsveit. Amma á Gaul, eins og við systkinin kölluðum hana alltaf, hefði orðið 88 ára í september. Hún var hress eftir aldri og hugsaði um heimili fyrir Guðmund son sinn til dauðadags. Afi á Gaul dó 1968 en amma bjó þar áfram til ársins 1985 ásamt Guðmundi, en þá fluttu þau á Akranes.
Meira
UNA JÓHANNESDÓTTIR Una Jóhannesdóttir fæddist á Slitvindastöðum, Staðarsveit, Snæfellsnesi, 12. september 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilborg Kjartansdóttir og Jóhannes Guðmundsson, bændur á Slitvindastöðum. Maður Unu var Guðjón Pétursson, bóndi, Gaul, Staðarsveit, f. 6.5. 1894, d. 7.
Meira
Elsku amma mín. Mig langar til að segja nokkur orð um þig. Sex ár er ekki langur tími en þú varst svo góð við mig, og það verður svo erfitt að sætta sig við að hitta þig ekki meir hér á jörð. Ég man þegar við fórum saman á róló; þegar ég kom til þín í gamla staðinn þegar þú og afi bjugguð í Breiðagerði og við lékum okkur saman.
Meira
Nú þegar hún ástkær amma mín er horfin á braut í átt til ljóssins vil ég fá að minnast hennar og kveðja hana í hinsta sinn með þessum orðum. Elsku amma. Ég á aldrei eftir að geta þakkað þér nógu mikið fyrir alla ástina og hlýjuna sem þú hefur veitt mér í gegnum allt lífið eða allar stóru stundirnar sem við áttum saman þegar ég var lítill eða bara síðast þegar við hittumst.
Meira
Elskuleg frænka mín, Valgerður Jónsdóttir, er látin, farin að heilsu og kröftum. Hún fæddist á Þorláksmessu árið 1917, þegar fyrri heimsstyrjöldin stóð yfir og hófst þar með lífshlaup sem einkenndist af skini og skúrum. Fyrstu æviárin reyndust henni erfið.
Meira
Hún Valla er farin í ferðina miklu. Í mínum eyrum var heiðurskonan Valgerður Lilja Jónsdóttir vart þekkt undir öðru nafni en Valla og því við hæfi að minnast hennar undir því nafni. Ég var ekki hár í loftinu þegar haldið var á vit ævintýranna í stórborgina Reykjavík, með foreldrum mínum og gist var hjá Völlu og Einari.
Meira
VALGERÐUR LILJA JÓNSDÓTTIR Valgerður Lilja Jónsdóttir var fædd í Reykjavík 23. desember 1917. Hún lést á Borgarspítalanum að morgni 20. janúar síðastliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Valgerður Sigurlína Bjarnadóttir, d. 1930, og Jón Jónsson frá Keldunúpi á Síðu, d. 1980.
Meira
Í dag verður til moldar borinn Þorvarður Ragnar Jónsson tengdafaðir minn, en hann lést á heimili sínu í Reykjavík að kveldi 18. janúar sl. Þorvarður var sonur hjónanna Steinunnar Þorvarðardóttur og Jóns Þorsteinssonar skósmiðs. Móður sína missti Þorvarður þegar hann var á öðru ári, en móðir hans lést í kjölfar uppskurðar aðeins 22 ára gömul.
Meira
Elsku pabbi minn. Mamma hringdi í mig í nótt til þess að segja mér að þú værir dáinn. Þú hafðir sofnað í stólnum þínum, með krosslagða fætur og ekki vaknað aftur. Og það eru ekki nema tvær vikur síðan við gengum saman meðfram síkjunum í Amsterdam, drukkum cappucino og dáðumst að blómunum á blómamarkaðnum. Þú varst svo ánægður með nýju göngustafina þína.
Meira
ÞORVARÐUR R. JÓNSSON Þorvarður Ragnar Jónsson fæddist í Reykjavík 12. júlí árið 1915. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 18. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Þorsteinsson skósmiður og Steinunn Ágústa Þorvarðardóttir. Móður sína missti Þorvarður aðeins tveggja ára gamall.
Meira
MICHAEL Spindler, forstjóri Apple, hefur sagt að fyrirtækið sé ekki til sölu eftir miklar bollaleggingar um samruna þess og Sun Microsystems Inc. Vonir manna um hugsanlegan bjargvætt Apple brustu vegna ummæla Spindlers á blaðamannafundi eftir stormasaman ársfund fyrirtækisins. Spindler og stjórnarformaður Apple, A.C.
Meira
BANKARNIR Wells Fargo & Co. í San Francisco og First Interstate Bancorp í Los Angeles hafa náð samkomulagi um 11.6 milljarða dollara samruna -- víðtækustu sameiningu banka sem um getur í Bandaríkjunum.
Meira
EURO DISNEY minnkaði tap sitt um næstum því helming á fyrsta fjórðungi fjárhagsársins 1995/1996 vegna aukinnar aðsóknar að skemmtigarðinum Disneyland hjá París að sögn fyrirtækisins. Euro Disney sagði að hreint tap hefði numið 57 milljónum franka eða 11.27 milljónum dollara á þremur mánuðum til desemberloka samanborið við 109 milljóna franka tap ári áður.
Meira
apótekanna í Reykjavík dagana 26. janúar til 1. febrúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Apóteki Austurbæjar, Háteigsvegi 1. Auk þess er Breiðholts Apótek, Mjóddinni, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14.
Meira
Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 27. janúar, verður fimmtugur Guðmundur Guðfinnsson, Vitastíg 21, Bolungarvík. Hann tekur á móti gestum í kvöld, föstudagskvöld í Slysavarnafélagshúsinu,eftir kl. 20. ÁRA afmæli. Sunnudaginn 28. janúar nk.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júlí sl. í Innri-Njarðvíkurkirkju af sr. Sigfúsi Ingvasyni Guðlaug M. Pálsdóttir og Gunnar Stefánsson. Þau eru til heimilis í Heiðarhvammi 5, Keflavík.
Meira
DEGI á Akureyri las skrifari nýlega fréttaspjall við Þórarin Egil Sveinsson, mjólkursamlagsstjóra KEA á Akureyri. Haft er eftir Þórarni að verkalýðshreyfingin sé alveg svakalega yfirbyggð og félögin séu allt of lítil. Hann nefnir m.a. að um 80 starfsmenn Mjólkursamlags KEA séu í 10 stéttarfélögum.
Meira
Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrrakvöld kom Stapafellið og í dag fer rússneski togarinn Yunaya Smena. Mannamót Félag eldri borgara í Rvík. og nágrenni. Félagsvist í Risinu kl. 14 í dag. Guðmundur stjórnar. Göngu-Hrólfar fara frá Risinu kl. 10 í fyrramálið. Danskennsla Sigvalda í Risinu á morgun kl. 13 fyrir byrjendur og kl.
Meira
ÉG hljóp fyrir bíl á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar sl. föstudag þegar ég var að missa af strætó. Ég lenti á bílnum og datt í götuna, en stóð upp og veifaði bílstjóranum, hljóp áfram og náði strætisvagninum.
Meira
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningarnar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir helgar. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 eða á netfangið gustaÞmbl.is.
Meira
EINHVERN tíma hefði það líklega þótt saga til næsta bæjar að bjóða gestum til veislu og bera á veisluborðið pottinn sem maturinn var eldaður í. En þá var maturinn eldaður á kolaeldavél og pottarnir voru sótugir og alls ekki til þess gerðir að bera matinn fram í þeim.
Meira
Það var þetta með manninn sem tapaði skónum sínum á fyrsta spilakvöldi Bridsfélags Suðurnesja sl. mánudagskvöld. Til gamans sögðum við frá þessu í miðvikudagsblaðinu. Skórnir eru komnir í leitirnar. Það gerðist þannig að eitt paranna, sem spilað hafði á mánudaginn, var að krunka sig saman til spilamennsku á miðvikudag.
Meira
Yfirlit: Yfir vestanverðu landinu er grunnt lægðardrag á leið austur en 1050 mb hæð er yfir Skandinavíu. Spá: Á morgun verður hæg breytileg átt og lítilsháttar rigning austanlands fram eftir morgni en léttir síðan til. Um landið vestanvert verður þurrt og bjart veður.
Meira
BIRMINGHAM tryggði sér sigur, 2:1, gegn Norwich í 8 liða úrslitum deildarbikarkeppninnar og tryggðu sér rétt til að leika í undanúrslitum í fyrsta skipti í 29 ár, eða síðan 1967. Þess má einnig geta að liðið hefur ekki leikið í undanúrslitum í bikarkeppninni í 21 ár. Það var fyrirliðinn Liam Daish sem skoraði sigurmarkið með skalla þegar 90 sek.
Meira
KÓLUMBÍUMAÐURINN Faustino Asprilla er kominn til Englands - kom þangað í gærkvöldi. Asprilla mun ræða við forráðamenn Newcastle, sem borga Parma 6,7 millj. pund fyrir hann. Kappinn sjálfur mun fá þrjár millj. ísl. kr. í vikulaun. "Það verður spennandi verkefni að leika í Englandi," sagði Asprilla þegar hann hélt frá flugvellinum í Mílanó.
Meira
ÞAÐ er skammt stórra högga á milli hjá Real Madrid um sl. helgi tapaði liðið heima, 1:2, fyrir botnliðinu Rayo Vallecano, sem varð til þess að þjálfarinn Jorge Valdano var rekinn. Á miðvikudagskvöldið lék liðið á útivelli gegn Athletico Bilbao undir stjórn nýja þjálfarans Arsenio Iglesias og vann stórsigur, 0:5. Leikmenn Real Madrid hefðu hæglega getað skorað tíu mörk.
Meira
ÍÞRÓTTADEILD RÚV hlaut fjölmiðlabikar Íþróttanefndar ríkisins fyrir árið 1995. "Telur Íþróttanefndin að styrkur Íþróttadeildar RÚV felist fyrst og fremst í samtengdum rásum útvarps og sjónvarps, langri reynslu og fjölbreyttu innlendu efni," sagði Ingi Björn Albertsson, formaður Íþróttanefndar ríkisins, á blaðamannfundi á Hótel Borg í gær.
Meira
FRAKKAR sluppu fyrir horn á Parc des Princes í París á miðvikudagskvöldið, þar sem þeir tryggðu sér sigur á Portúgölum, 3:2, með tveimur mörkum á síðustu fimmtán mín. vináttuleiks þjóðanna. Frakkar, sem hafa ekki tapað síðustu átján landsleikjum sínum, unnu sinn fyrsta sigur á vellinum í þrjú ár, eða síðan í apríl 1993.
Meira
DANIELA Bartova frá Tékklandi setti á miðvukudaginn heimsmet í stangarstökki kvenna innanhúss á móti í heimalandinu. Hún stökk 4,20 metra og bætti met Sun Caiyun frá Kína, sem var 4,15 metrar og var sett í febrúar á síðasta ári.
Meira
ÍRAR, mótherjar Íslendinga í undankeppni HM, eru enn að leita eftirmanns Jack Charltons sem landsliðsþjálfara. Þrír menn hafa nú verið nefndir til sögu, sem hafa ekki verið nefndir áður það eru fyrrum leikmenn Írlands, Liam Brady, David O'Leary og Ronnie Whelan. Rætt var við Brady á miðvikudaginn, O'Leary og Whelan í gær.
Meira
Framstúlkur eru nú einar í öðru sæti fyrstu deildar kvenna eftir 16:15 sigur á Haukum í spennandi og skemmtilegum leik, leik þar sem liðin gerðu sig raunar sek um helling af mistökum, en góðu punktarnir voru þó fleiri.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að þekkjast boð Japana um að taka þátt í fjögurra landa handknattleiksmóti þar í landi í apríl. Örn Magnússon, framkvæmdastjóri Handknattleikssambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri búið að ákveða hvernig landsliðið yrði skipað.
Meira
SÁ ORÐRÓMUR hefur verið á kreiki í Englandi, að möguleiki sé á að Manchester United og AC Milan skipti á leikmönnum eftir þetta keppnistímabil. United fái til sín Paolo Maldini, fyrirliða ítalska landsliðsins, og franska landsliðsmanninn Marcel Desailly, en í þeirra stað fær AC Milan Ryan Giggs og markvörðinn Peter Shmeichel.
Meira
MARK Hughes, framherji Chelsea, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja keppnisbann - tveggja leikja bann fyrir að vera búinn að fá 33 refsistig og þá fékk hann þriggja leikja bann fyrir að vera rekinn af leikvelli í leik gegn Everton á dögunum. Hughes byrjar að taka út leikbann sitt um helgina og leikur því ekki með Chelsea bikarleikinn gegn QPR.
Meira
Terry Miller tryggði Detroit Pistons 85:84 sigur á San Antonio Spurs í fyrrinótt með þriggja stiga körfu er rúmar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. "Þetta var kærkomin karfa því ég hafði leikið fremur illa og þessi karfa bjargaði leiknum," sagði Miller eftir sigurinn, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gerir sigurkörfu á síðustu sekúndum leiks.
Meira
FIMMTÁN meðlimir í stuðningsmannaklúbbi enska knattspyrnuliðsins Stoke á Norðurlöndum mæta á Victoria Ground í Stoke-on-Trent, til að sjá leik Stoke gegn Birmingham 17. febrúar. Meðlimirnir mæta sérstaklega á leikinn til að fylgjast með og sjá framfarir Lárusar Orra Sigurðssonar, sem ber auglýsingu frá klúbbnum á keppnistreyju sinni.
Meira
FORRÁÐAMENN Atletico Madrid hafa ráð undir hverju rifi þegar ljóst var að völlur liðsins var rennandi blautur vegna rigninga á miðvikudagsmorgun, fyrir leik gegn Racing Santander, fengu þeir þyrlur til að þurrka hann upp. Þyrlurnar sveimuðu yfir grasinu á Vicente Calderon- vellinum um daginn og þegar leikurinn hófst, var völlurinn vel þurr.
Meira
AFTURELDING er úr leik í borgarkeppni Evrópu í handknattleik en norska liðið Drammen er komið í undanúrslit. Afturelding sigraði 25:20 í síðari leik liðanna að Varmá í gær, en það var skammgóður vermir því liðið tapaði fyrri leiknum 14:22 í Noregi og þurfti því að sigra með níu marka mun.
Meira
RÚNAR Alexandersson, eistneski fimleikamaðurinn sem fékk nýlega íslenskt ríkisfang, keppir á heimsmeistaramótinu á einstökum áhöldum í Puerto Rico um miðjan apríl. Þar keppir hann á bogahesti og jafnvel fleiri áhöldum.
Meira
Það munaði ekki miklu að Monica Seles tapaði í gær sínum fyrsta leik á Opna ástralska mótinu, en þá sigraði hún Chanda Rubin 67, 61 og 75 í leik sem tók tæpar tvær klukkustundir. Seles tapaði fyrstu lotunni í mótinu í ár, en hún hefur verið mjög sigursæl á þessu móti og vann það þrjú ár í röð áður en hún var stungin með hnífi.
Meira
STAN Collymore, miðherji Liverpool, fær ekki hluta af söluverðinu sem Nottingham Forest fékk fyrir hann, þegar Collymore var seldur á 8,5 millj. pund. Hann hafði farið fram á að fá 425 þús. pund af söluverðinu í eigin vasa.
Meira
"VIÐ höfðum stjórn á leiknum og ég hafði engar áhyggjur þó aðeins hallaði undan færi er leið á síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög mikilvægur og ég er mjög ánægður með hann. Okkur tókst að standa undir pressunni og misstum þá aldrei langt framúr okkur," sagði Kent Anderson, þjálfari Drammen.
Meira
Ítalski skíðakappinn Alberto Tomba segir í viðtali við þýska tímaritið Sports að nauðsynlegt sé að breyta heimsbikarkeppninni á skíðum og stingur uppá að í stað þess að keppa í smábæjum verði keppt í nágrenni stórborga. "Það þarf að gera keppnina í heimsbikarnum meira spennandi og það þarf að fá fleiri áhorfendur. Besta leiðin til þess er að færa hana nær stórborgum.
Meira
Það er nú ljóst hvaða lið leika í 8-liða úrslitum í Afríkukeppninni, sem fer fram í Suður-Afríku. Heimamenn mæta Alsír, Zambía leikur gegn Egyptalandi, Gabon leikur gegn Fílabeinsströndinni og Zaire mætir Ghana. Það er mál manna að háttvísi hafi verið aðalsmerki keppninnar, þar sem leikir hafa verið prúðmannlega leiknir.
Meira
Valsmenn halda þorrablót sitt að Hlíðarenda á laugardaginn og opnar húsið kl. 19. Ellert B. Schram er ræðumaður kvöldsins. Þorrablót KR KR-ingar halda þorrablót sitt í félagsheimili KR á laugardaginn. Húsið verður opnað kl. 19. Hannes Hólmsteinn Gissurarson verður ræðumaður kvöldsins, veislustjóri Haukur Hólm.
Meira
ÞAÐ ER ekki svo ýkja langt síðan að öll baðker voru úr steypujárni, þungir og traustvekjandi gripir. Síðan komu léttu baðkerin úr plötustáli og þau hafa verið nær allsráðandi hérlendis á síðustu tímum, en það örlar á því að steypujárnskerin sjáist oftar undanfarið, einkum eru það ker sem ætlað er að standa frítt á gólfi, oft á skrautlegum fótum.
Meira
FRAMBOÐ á atvinnuhúsnæði til leigu er enn all mikið en fer heldur minnkandi. Kom þetta fram í viðtali við Guðlaug Örn Þorsteinsson hjá Leigulistanum. Það atvinnuhúsnæði sem helst er í boði er skrifstofuhúsnæði, en eftir því er vaxandi eftirspurn," sagði Guðlaugur. Það er líka töluverð eftirspurn eftir húsnæði á bilinu 100-200 ferm. á jarðhæð til verslunar eða iðnaðarreksturs.
Meira
SALA á stórum og dýrum íbúðum hefur verið treg undanfarin ár. Svo virðist hins vegar sem nokkuð sé að rætast þar úr. Það á þó að mestu eingöngu við um höfuðborgarsvæðið. Af upplýsingum frá fasteignasölum að dæma hefur eftirspurn eftir stórum íbúðum aukist að undanförnu,
Meira
FIFTH Avenue í New York var dýrasta gata heims" í fyrra, annað árið í röð, samkvæmt áttundu árlegu könnuninni á vegum fyrirtækisins Hirschfeld Group, sem annast fasteignaráðgjöf. Ársleiga er 500 dollara á ferfet á Fifth Avenue frá 49. stræti til 57. strætis, þar sem byggingar á við Tiffany og Trump Tower er að finna.
Meira
SÚ viðleitni á sér mikinn hljómgrunn í þjóðfélaginu að endurnýja gömul og góð hús og gefa þeim nýtt og þýðingarmikið hlutverk. Húsin eru mun fallegri á eftir og til prýði fyrir umhverfi sitt. Kostnaðurinn við slíka framkvæmd er samt töluverður og oft litlu minni en við að byggja ný hús. Það þarf líka að greiða sitt fyrir staðinn, þegar um hús á góðum stöðum er að ræða.
Meira
ÞAÐ er ekki oft, sem íbúðarhús á Arnarnesi koma í sölu. Hjá fasteignasölunum Hátúni og Borgum er nú til sölu húseignin Súlunes 24. Hér er um að ræða afar glæsilegt einbýlishús á bezta stað. Húsið er steinhús og um 313 ferm. með tvöföldum bílskúr. Það er byggt 1990. Ásett verð er 38 millj. kr., en á húsinu hvílir 7 millj. kr. langtímalán.
Meira
Hús þarfnast stöðugrar aðgæzlu og viðhalds, segir Bjarni Ólafsson. Ef ekki er gert við, þar sem bilun á sér stað, hættir húsið með tímanum að vera gott hús. Íframhaldi af efni síðustu smiðjugreinar skulum við skoða nokkra þætti nánar, sem þar voru nefndir.
Meira
BYGGINGANEFND Vatnsleysustrandarhrepps tók nýverið fyrir umsókn um uppsetningu sex þrjátíu ára gamalla einingahúsa í Vogum. Húsin eru á tveimur hæðum og tvær íbúðir í hverju. Þau standa á Keflavíkurflugvelli.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Arkitektafélagi Íslands: "Stjórn AÍ hefur með bréfi þann 29. nóvember sl. til Íslenska álfélagsins lýst áhyggjum sínum yfir þeim áformum Álfélagsins að ganga fram hjá starfsþekkingu arkitekta við stækkun álversins í Straumsvík og þeim skorti á faglegum metnaði sem virðist ríkja við byggingu eins stærsta húss á Íslandi.
Meira
HJÁ fasteignasölunum Garði og Kjöreign er nú til sölu iðnaðar- og verksmiðjuhús að Skeiðarási 3 í Garðabæ. Að sögn Kára Fanndal hjá Garði er annars vegar um að ræða steinsteypt iðnaðarhús, sem er 1160 fermetrar að stærð, byggt árið 1971 og hins vegar skrifstofuhúsnæði, 70 fermetra stórt, úr timbri, byggt 1965. Þetta hús er þekkt sem húsnæði Vélsmiðju Sigurðar Sveinbjörnssonar.
Meira
EININGAHÚS úr timbri, innflutt frá Kanada, eiga eftir að setja svip á nýju byggðina í Súðavík. Í grein eftir Helga Bjarnason er fjallað um þessi hús, en greinilegt er, að Súðvíkingum þykir þau góður byggingarkostur.
Meira
FJÖGUR timbureiningahús, sem í daglegu tali eru nefnd kanadísku húsin, standa hlið við hlið við Holtagötu í nýrri Súðavík. Húsin eru á mismunandi byggingastigi en búið er að flytja inn í eitt þeirra og er það fyrsta nýbyggingin sem tekin hefur verið í notkun í nýja Súðavíkurþorpinu sem verið er að byggja upp frá grunni á Eyrardalssvæðinu, nokkru innan við núverandi byggð.
Meira
BÖRN eiga oft í erfiðleikum með að ná upp í vaska. Hér hefur verið fundin góð lausn, trappa sett undir innréttinguna sem hægt er að draga út ef einhver stuttfættur þarf að þvo sér um hendurnar.
Meira
ÞAÐ ER stórt skref í lífi hvers einstaklings að kaupa eða selja íbúð. Við slíkar fjárfestingar er að mörgu að hyggja. Með þetta að leiðarljósi gengst Junior Chamber Breiðholtfyrir námstefnu, sem ber yfirskriftina Kaup og sala íbúðar" og fer hún fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 30. janúar nk.
Meira
GÖMUL og glæsileg hús setja sinn svip á gamla bæinn í Reykjavík. Mörg af þessum húsum eru komin til ára sinna og þarfnast ekki einungis viðhalds heldur gagngerrar endurnýjunar til þess að fullnægja nútímakröfum. Sigurður Kjartansson byggingafræðingur hefur nú látið endurnýja frá grunni stórt hús að Garðastræti 45, sem byggt var í áföngum fyrr á þessari öld.
Meira
Óvenjulegir fætur FÆTURNIR á borðinu og stólnum eru í óvenjulegri kantinum. Það er ekki mikill vandi hér á landi að komast yfir kræklótta trérunna,
Meira
SAMDRÁTTUR einkenndi sementssöluna hjá Sementsverksmiðju ríkisins á síðasta ári, en sementssalan var þá rúml. 76.000 tonn og sú minnsta síðan 1961. Árið 1994 var salan 83.000 tonn. Þennan samdrátt milli ára má að nokkru skýra með því, að það ár var veruleg sementsala til Vestfjarðagangnanna, en hún var aftur á móti lítil í fyrra.
Meira
STÖRFUM í breskum byggingariðnaði kann að fækka enn um 20.000 manns 1996 að sögn samtaka vinnuveitenda í breskum byggingariðnaði, BEC (Building Employers Confederation). Að sögn hagfræðings BEC, Gary Roebucks, hefur störfum í breskum byggingariðnaði fækkað um tæplega eina milljón síðan 1990 og þótt atvinna ykist í heild í fyrra stefnir þróunin niður á við,
Meira
HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu húseignin Hverafold 146 í Grafarvogi í Reykjavík. Að sögn Gylfa Þórissonar hjá Fold er neðri hæð þessa húss steinsteypt en efri hæðin úr timbri. Flatarmál þess er 214 fermetrar með innbyggðum bílskúr. Húsið stendur í grónu hverfi, innst í botnlangagötu, fyrir ofan götuna og útsýni frá því er stórkostlegt," sagði Gylfi.
Meira
VIÐHALD og viðgerðir á húsum eru viðfangsefni Bjarna Ólafssonar í þættinum Smiðjan. Þar fjallar hann m. a. um sprungur í útveggjum, leka við glugga og þakleka og bendir á, að hús þarfnist stöðugrar aðgæzlu, til þess að þau haldi sér sem góð hús.
Meira
HJÁ fasteignasölunni Valhúsum eru til sölu húseignirnar Brekkuhlíð 8 og 10 í Hafnarfirði. Að sögn Sveins Sigurjónssonar hjá Valhúsum eru þetta parhús, hvort um sig 176 fermetrar að stærð með innbyggðum bílskúr. Brekkuhlíðin er í nýju íbúðarhverfi, mjög vel staðsettu, í Hafnarfirði. Hér áður var þetta svæði kallað Öldur," sagði Sveinn. Tilbúin til afhendingar
Meira
Þegar plássið er lítið ÞEGAR plássið er lítið reynir á útsjónarsemina. Hér hefur skot undir súð verið vel nýtt og harmonikkuhurð á hjólum skýlir svo stólunum.
Meira
GUÐBJÖRG ÍS kom inn til Akureyrar á þriðjudag með um 320 tonn af rækju eftir 19 daga túr. Aflaverðmæti var um 58 milljónir króna. Ásgeir Guðbjartsson, einn eigenda skipsins og fyrrum skipstjóri á því, segir að þetta sé ágætis veiði, enda hafi aflinn náðst á tiltölulega skömmum tíma. Guðbjörgin hefur áður fiskað annað eins í túr, en á lengri tíma.
Meira
TOGARINN Guðbjartur ÍS 16, sem verið hefur í eigu Hraðfrystihússins Norðurtanga hf. á Ísafirði, hefur verið seldur til Noregs. Togarinn hefur verið í eigu Norðurtangans frá 21. marz 1973. Skipið hélt frá Ísafirði á þriðjudag áleiðis til Hafnarfjarðar, þar sem það var tekið í slipp til skoðunar.
Meira
TÆKNISKÓLI Íslands brautskráði sl. laugardag þann 20. janúar alls 73 nemendur við hátíðlega athöfn í samkomusal skólans. Þar af luku rúmlega fimmtíu nemendur prófi í iðnrekstrarfræðum prófi frá skólanum. Við athöfnina veitti Iðntæknistofnun í fyrsta sinn sérstaka viðurkenningu fyrir lokaverkefni í iðnrekstrarfræði, en fyrirhugað er að hún verði hér eftir veitt árlega.
Meira
HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI tóku mikinn kipp í gær og hækkaði gengi bréfa verulega í fjölmörgum hlutafélögum sem skráð eru á Verðbréfaþingi Íslands. Heildarviðskipti dagsins námu röskum 47 milljónum króna og var megnið af þeim á Verðbréfaþinginu. Þingvísitala hlutabréfa hækkaði um 38,8 stig, eða sem samsvarar 2,71% í gær og hefur hún hækkað um 6,34% frá áramótum.
Meira
PAN AMERICAN flugfélagið, sem varð gjaldþrota 1991, kann að taka til starfa á ný og halda uppi ferðum á bandarískum innanlandsleiðum í samvinnu við alþjóðleg flugfélög að því er blaðið Miami Herald hefur eftir áreiðanlegum heimildum.
Meira
LHTÆKNI, dótturfyrirtæki verkfræðistofunnar Línuhönnunar hf., hefur náð samningum við danska fyrirtækið Administrationskontoret um sölu á rekstrarhugbúnaði sem fyrirtækið hefur hannað og nefnir Byggingastjóra.
Meira
"MEÐ hækkandi sól verður vart þverfótað fyrir bandarískum körlum á Íslandi," fullyrðir Greg Donaldson, prófessor í ensku við New York háskóla, blaðamaður í lausamennsku, rithöfundur og síðast en ekki síst, að eigin sögn, sérfræðingur í kvenlegri fegurð.
Meira
BERINGSHAF, nyrsti hluti Kyrrahafs milli Beringssunds og Aljútaeyja, er kennt við danska landkönnuðinn Vitus Bering, sem er af sama meiði og íslenska Bieringættin. Nú vill svo til að um 40 Íslendingar starfa í borginni Petropavlovsk á Kamtsjatkaskaga, en í henni er Vitus Bering í hávegum hafður.
Meira
LEIÐ Ástríðar Jónsdóttur, heimavinnandi viðskiptafræðings, og eiginmanns hennar lá til Marokkó í nóvember sl. Þau fóru á vegum franskrar ferðaskrifstofu og fararstjórinn var Marokkóbúi, búsettur í borginni Marrakech, sem er nokkru sunnar en sú fræga borg Casablanca. "Við flugum til borgar sem heitir Ouarzazate, en hún er í suðurhluta Marokkó.
Meira
Laxamýri- Á FERÐAÞJÓNUSTUBÆNUM Narfastöðum í Reykjadal er nú verið að breyta fjárhúshlöðunni í gistirými fyrir ferðamenn. Búið er að steypa gólf milli hæða og byrjað að einangra veggi og loft. Ætlunin er að bæta fjórtán herbergjum við þau sem fyrir eru og verða nýju herbergin öll með baði og snyrtingu.
Meira
Nú er verið að undirbúa opnun Hilton hótelsins í Beirút sem byggt var fyrir 22 árum. Nokkrum dögum áður en fyrstu gestirnir voru væntanlegir eftir að byggingin var tilbúin árið 1974, neyddist hótelið til að loka, áður en það í raun opnaði, og hefur verið lokað síðan. Nú er sem sagt verið að undirbúa opnun með pompi og prakt í júní 1998, 24 árum eftir áætlun.
Meira
EF skoðaðar eru opinberar áætlanir og stefnumótanir hinna ýmsu landa í ferðaþjónustu má greinilega merkja að verndun umhverfis hlýtur sífellt mikilvægari sess. Hugtökin græn ferðaþjónusta, sjálfbær ferðaþjónusta, vistvæn ferðaþjónusta, mjúk ferðaþjónusta og ábyrg ferðaþjónusta eru hugtök sem sett eru til grundvallar áætlanna. Hér á Íslandi er umræðan einnig að komast á skrið.
Meira
FATATÍSKA drengja í grunnskólum er að breytast. "Skoppara"-tískan er á undanhaldi, en jakkaföt teljast nú það flottasta. Í Seljaskóla í Breiðholti og fleiri skólum hefur borið á að strákar mæti í glæsilegum jakkafötum í skólann. Þeir eru vel til hafðir, jafnvel í vesti og skyrtu með bindi, einfaldlega vegna þess að þeim líður best að vera vel klæddir herramenn.
Meira
ÉG HAFÐI að þessu sinni vit á að skrá mig inn símleiðis kvöldið fyrir brottför og var því lítil bið á vellinum. Mér var afhent þar plagg þar sem var greint frá því að flug þennan dag til Amsterdam og London hefði verið sameinað og var það sagt vegna veðurvonsku í Bandaríkjunum, hvernig sem það kom nú heim og saman. Þetta þýddi að brottför var kl. 9 að morgni í stað hálfníu.
Meira
FYRSTA Legolandið utan Danmerkur á að opna í Windsor í Bretlandi 29. mars nk. og eru breskar ferðaskrifstofur að undirbúa sérstakar pakkaferðir í tengslum við skemmtigarðinn. Bæklingar með upplýsingum um hið breska Legoland, hafa verið sendir víða og að sögn markaðsfulltrúa garðsins hafa viðtökur með miklum ágætum.
Meira
VÍSINDAMENN hafa fundið gen, sem ákvarðar hvort menn verða leiðindapúkar eða ekki. Tveir hópar erfðafræðinga og geðlækna, sem unnu hvor í sínu lagi að rannsóknunum við Herzog Memorial sjúkrahúsið í Ísrael og bandarísku heilsustofnunina,
Meira
BAHAMAEYJAR, framandi og fjarlægar. Þangað hefur risafugl borið fjölda Íslendinga. Hvað voru þeir að vilja þangað? Kólumbus kom þar við á leið sinni til vesturheims. En flestir Íslendinganna staðnæmast á New Providence-eyjunni og dvelja rétt utan við höfuðborgina Nassau. Á Cable Beach eru hótel í röðum meðfram hvítri sandströndinni.
Meira
HVORT sem þeim var ljúft eða leitt þurftu vinkonurnar og eldri systur Bjargar Cortes, Þorgerðar Gylfadóttur og Soffíu Egilsdóttur, að passa þær yngri. Hver með sína litlu systur og hvert sem þær fóru urðu stóru stelpurnar að dröslast með þær litlu í barnavögnum, í kerrum og síðan í eftirdragi.
Meira
DANSKA bílaleigan ICR, International Car Rental ApS, sem m.a. er með umboðsmann hér á landi, hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða ferðafólki til leigu bíl og hjólhýsi og sumarbústaði auk bílanna. ICR sérhæfir sig í þjónustu við útlendinga, það er aðra en þá sem búa í Danmörku.
Meira
KARL INGÓLFSSON hefur verið ráðinn ferðamálafulltrúi fyrir Ferðamálafélagið Forskot sem starfar fyrir sveitarfélög á Héraði og Borgarfjörð eystra. Karl er þrítugurAkureyringur oger menntaður jarðfræðingur frá Háskóla Íslands.Hann hefur undanfarin ár starfaðsem leiðsögumaður.
Meira
Í DAG er fyrsti dagur þorra, sem heimildir herma að húsfreyjan hafi fyrr á öldum tileinkað húsbóndanum. Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, segir að bóndadagsheitið hafi þó ekki verið þekkt fyrr en í þjóðsögum Jóns Árnasonar frá miðbiki 19. aldar. Þar er minnst á hlaup bónda kringum bæ sinn, en óvíst hversu almennur sá siður var eða hvaðan hann er upprunninn.
Meira
SAS hefur látið innrétta fimmtíu flugvélar sínar með sérstökum símtækjum sem sett eru í farþegasætin. Símana geta farþegar notað í Evrópuflugi félagsins, frá Tromsö í norðri til Korsíku í suðri og frá Írlandi í vestri til Pétursborgar í austri skv. frétt Scandinavian Boarding.
Meira
BÚIÐ er að bóka yfir tvö þúsund sæti í ferðir á vegum Úrvals-Útsýnar, en ferðaskrifstofan gaf út tvo nýja ferðabæklinga síðastliðinn sunnudag. "Ég er búin að vera í ferðaþjónustunni í um tuttugu ár og ég hef aldrei séð aðrar eins viðtökur," segir Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá Úrval-Útsýn.
Meira
SVOKALLAÐUR Kínaklúbbur Unnar verður á ferð 7.-28. maí nk. Fjögur ár eru síðan Unnur Guðjónsdóttir fór fyrst með hóp ferðamann til Kína. Ferðin í maí nk. verður sú níunda. Flogið verður til Peking í gegnum Kaupmannahöfn og meðan dvalið er í borginni verður gist á Hótel Gloria Plaza á Torgi hins himneska friðar.
Meira
ANNRÍKI, ágreiningur, samkeppni, misskilningur og öfund eða afbrýðisemi auk alls konar mannlegra breyskleika eiga trúlega stóran þátt í að rjúfa mörg vináttutengslin. Þótt kunningjar og skammtímavinir séu á hverju strái á lífsleiðinni er taugin til æskuvinanna oft sú rammasta; taugin sem ekki brestur þótt ýmislegt bjáti á. Æskuvinirnir eru oft andlegir vinir.
Meira
FJÖLSKYLDAN hans Gísla Galdurs Þorgeirssonar hefur undanfarin tvö ár fengið frá honum sérstaka jólagjöf. Hann hefur samið ljóð, búið um þau í bók og gefið sínum nánustu. Gísli, sem er þrettán ára, segir að sér finnist gaman að semja ljóð sem ríma ekki og hann ákvað að gefa ættingjunum svoleiðis ljóðabók í jólagjöf.
Meira
ANNA Rós Bergsdóttir, kennari, og Þórey Bjarnadóttir, sölustjóri, hafa verið vinkonur í hartnær þrjátíu ár, eða frá því þær voru fimm og sex ára. Á þeim árum var Hrauntungan í Kópavogi morandi af krökkum á öllum aldri. Stelpurnar voru fjölmennari og smám saman löðuðust Anna Rós og Þórey hvor að annarri.
Meira
BÓNDINN Oddný Gunnarsdóttir á Ytri-Löngumýri í Húnavatnssýslu og borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ólust upp við svipaðar aðstæður í Vogahverfi á sjötta og sjöunda áratugnum. Odda og Solla voru þær kallaðar og léku sér frá þriggja ára aldri með nýfluttum krakkaskaranum í brennó, fallinni spýtu og öðrum útileikjum þeirra tíma.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.