Greinar miðvikudaginn 31. janúar 1996

Forsíða

31. janúar 1996 | Forsíða | 388 orð

Herskip í viðbragðsstöðu

UM átján her- og varðskip frá Tyrklandi og Grikklandi voru í gær í viðbragðsstöðu við óbyggða og hrjóstruga smáeyju í Eyjahafi og fleiri herskip voru á leiðinni þangað. Bæði ríkin gera tilkall til eyjunnar og ekkert benti til þess að annaðhvort þeirra myndi gefa eftir. Meira
31. janúar 1996 | Forsíða | 254 orð

Líf hugsanlegt á Mars

VÍSINDAMENN, sem undirbúa ráðstefnu í London síðar í vikunni, telja líklegt að líf hafi áður dafnað á Mars og kunni enn að þrífast djúpt undir yfirborði plánetunnar. Vísindamenn hafa talið að líf geti ekki þrifist á yfirborði Mars. Meira
31. janúar 1996 | Forsíða | 65 orð

Óperuhús verður endurbyggt

ÓPERUHÚSIÐ Fenice, eða Fönix, í Feneyjum brann til kaldra kola í fyrrinótt. Myndin var tekin í brunarústunum í gær. Húsið var byggt á grunni byggingar sem brann á áttunda áratug 18. aldarinnar og var Napoléon keisari meðal fastagesta á fyrstu árum óperunnar. Meira
31. janúar 1996 | Forsíða | 79 orð

Stjórnin sökuð um hroka

DAGBLADET í Noregi gagnrýndi í gær stjórn landsins í forystugrein vegna deilna hennar við nágrannaríki um fiskveiðar og viðskiptamál. Í greininni er fjallað um afstöðu stjórnarinnar í deilunum við Íslendinga og Færeyinga um síld- og þorskveiðar og viðræðum við Evrópusambandið um tollamál. Meira
31. janúar 1996 | Forsíða | 277 orð

"Vítamínsprauta" fyrir efnahagslífið

STJÓRN Þýskalands samþykkti í gær áætlun sem miðar að því að fjölga atvinnutækifærum og ýta undir hagvöxt. Günther Rexrodt efnahagsmálaráðherra lýsti áætluninni sem "vítamínsprautu" fyrir efnahagslífið án þess að útgjöld ríkisins væru aukin eða velferðarkerfið rifið niður. Meira

Fréttir

31. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 353 orð

140 milljónir hlusta á BBC

RÚMLEGA 140 milljónir manna í 100 löndum allt frá Kúbu til Kína stilla útvarpsviðtæki sín á BBC World Service í viku hverri að því er breska ríkisútvarpið greindi frá á mánudag. Hér er um að ræða 5% aukningu frá síðasta ári þegar 133 milljónir manna hlustuðu vikulega. Í tilkynningu frá BBC sagði að hlustendum hefði fjölgað í öllum heimshornum. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 708 orð

600 milljóna króna skattalækkun og 700 milljóna sparnaður

BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins kynntu á fundi borgarráðs í gær tillögur sem sjálfstæðismenn ætla að leggja fram við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar á morgun. Tillögurnar gera ráð fyrir tæplega 600 milljóna króna skattalækkun á þessu ári og 700 milljóna króna sparnaði í rekstri borgarinnar miðað við þá fjárhagsáætlun sem R-listinn hefur lagt fram fyrir árið 1996. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Afsökunarbeiðni

Afsökunarbeiðni Á MYND með fréttinni "Brotist inn í fyrirtæki" á bls. 2 í gær mátti sjá bifreið með einkennisstöfunum JP-591. Af texta myndarinnar mátti skilja að bifreiðin tilheyrði manni, sem handtekinn hafði verið vegna gruns um þjófnað í verslun við Vesturberg og þýfi hefði fundist í bifreiðinni. Meira
31. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 388 orð

Aldur Dole notaður gegn honum

BOB Dole, sem talinn hefur verið líklegastur til að verða forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum í haust, varð fyrir áfalli í gær er hann varð þriðji í óformlegri kosningu í Alaska. Á mánudag varð Dole annar í skoðanakönnun meðal repúblikana og fólks sem hlynnt er flokknum í New Hampshire; auðkýfingurinn Steve Forbes varð efstur. Aldur Dole, sem er 72 ára, er m.a. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

Annar fundur um karfa í febrúar

EKKI náðist samkomulag um skiptingu úthafskarfastofnsins á Reykjaneshrygg á fundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í London í gær. Hins vegar miðaði viðræðum svo vel, að ástæða þykir til að funda að nýju 19. febrúar næstkomandi, að sögn Guðmundar Eiríkssonar, formanns íslenzku viðræðunefndarinnar. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 139 orð

Athugasemd við línurit

Morgunblaðinu hefur borizt athugasemd frá Bergi Felixsyni, forstöðumanni Dagvistar barna í Reykjavík, við línurit, sem birtist í blaðinu 25. janúar síðastliðinn. Þar bendir hann á að í töflu, sem Morgunblaðið hafi fengið úr ráðhúsi, sé villa hvað varðar 5 stunda vistun hjá forgangshópum, en það gjald var notað við gerð línuritsins. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Auglýsingamastur

Morgunblaðið/Ásdís Auglýsingamastur PÓSTUR og sími hefur ákveðið að nýta um sinn mastur sitt, sem áður tryggði endurvarp í handvirka farsímakerfinu, fyrir auglýsingar á GSM- og NMT-símum. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 318 orð

Áhugi í Peking á Björk

TALSVERÐUR áhugi er í Peking á tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur þar í borg 13. febrúar nk. að sögn Hjálmars W. Hannessonar sendiherra Íslands í Kína. Meðal annars hafa plötur hennar, Debut og sérstaklega Post, verið spilaðar í útvarpssstöðum í borginni, einkum í Tónlistarútvarpi Pekingborgar, sem mun vera í miklu eftirlæti á meðal ungmenna þar. Meira
31. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Áhyggjur vegna yfirgangs HÍ

Á FUNDI stjórnar Eyþings í gær var samþykkt ályktun, þar sem lýst er áhyggjum yfir þeim yfirgangi sem birtist í baráttu Háskóla Íslands gegn uppbyggingu og þróun Háskólans á Akureyri, þvert á yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 283 orð

Ákvæði um veðsetningu veiðiheimilda fellt út

Í FRUMVARPI um samningsveð, sem Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi, er ekki að finna ákvæði um veðsetningu veiðiheimilda. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafnaði þingflokkur Framsóknarflokksins þessu ákvæði frumvarpsins. Meira
31. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 605 orð

Ákvörðun um að hætta tilraunum fagnað

ÁKVÖRÐUN Frakka að hætta kjarnorkutilraunum var fagnað víða um heim í gær. Ríki í Asíu og Kyrrahafi gagnrýndu þó áfram Frakka fyrir að hafa framkvæmt sex kjarnorkutilraunir en síðasta og jafnframt öflugasta sprengjan var sprengd um helgina. Í óvenju harðorðri yfirlýsingu frá japönsku stjórninni segir að Frakkar hafi neyðst til að hætta frekari tilraunum vegna alþjóðlegrar gagnrýni. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 437 orð

Á sjötta tug manna skráðir

ÞRÍR aðilar bjóða um þessar mundir upp á nám í kínversku og hafa ekki fleiri haft þetta nám á boðstólum. Á sjötta tug manna hafa skráð sig hjá þessum aðilum. Guðrún Ingvarsdóttir hjá Endurmenntunarstofnun HÍ segir að námskeið hennar hafi vakið mikla athygli og verði það að líkindum eitt best sótta tungumálanámskeið stofunarinnar. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 485 orð

"Ástæða til að vara við skrifum hans"

HVASSYRT gagnrýni á skrif og störf Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar fornleifafræðings birtist í nýútkominni Árbók Hins íslenska fornleifafélags. Karl Grönvold jarðfræðingur ritar greinina og segir ástæðu til að "vara opinberlega við þessum skrifum Vilhjálms". Meira
31. janúar 1996 | Smáfréttir | 26 orð

BARNADEILD Sjúkrahúss Reykjavíkur fékk nýlega að gjöf frá Tho

BARNADEILD Sjúkrahúss Reykjavíkur fékk nýlega að gjöf frá Thorvaldsensfélaginu fullkominn gjörgæslubúnað (móðurstöð og "monitora") til að fylgjast með lífsmörkum veikra barna. Stjórn Thorvaldsensfélagsins afhenti starfsfólki barnadeildarinnar tækin. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Bílvelta í hálkunni

ÖKUMAÐUR og farþegi Toyota Hilux-jeppa sluppu að mestu leyti við meiðsli eftir að ökumaðurinn missti vald á honum í glerhálku á Þykkvabæjarvegi sl. mánudagskvöld. Ökumaðurinn var kominn langleiðina á Hellu þegar bílinn snarsnerist á veginum, sporðreistist, skall á rafmagnsstaur og valt út fyrir veginn. Bílinn er mjög mikið skemmdur og óökufær. Meira
31. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Björgun úr sjó

Morgunblaðið/Jón Davíð Georgsson Björgun úr sjó ÁHÖFNIN á Blika EA 70 frá Dalvík sótti nýlega námskeið hjá Björgunarskóla sjómanna, en einn liður í því var að æfa björgun úr sjó. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Líf kom í því skyni norður, en félagarnir á Blika hafa án efa verið reynslunni ríkari eftir námskeiðið. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Borgarráð skipar nefnd

BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að skipa Guðrúnu Ágústsdóttur og Ingu Jónu Þórðardóttur í starfsnefnd til að gera tillögur um hvernig starfi skuli háttað vegna undirbúnings þess að Reykjavík verði ein menningarborga Evrópu árið 2000. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 233 orð

Brautskráning frá Tækniskóla Íslands

72 NEMENDUR frá Tækniskóla Íslands brautskráðust 20. janúar sl. Í þetta sinn útskrifuðust fimmtíu og tveir iðnrekstrarfræðingar, fjórir byggingatæknifræðingar með BS-gráðu, átta iðnfræðingar og sjö með raungreinadeildarpróf. Nemendur í skólanum hafa aldrei verið fleiri en á þessari önn. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð

Bæklingur til að undirbúa börn fyrir sjúkrahúsvist

ÚT ER komin bæklingur sem ber heitið Krakkar á barnadeild. Útgefandi er Umhyggja, félag til stuðnings sjúkum börnum, en umsjón með gerð bæklingsins höfðu Alda Halldórsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur, Sigurbjörg A. Guttormsdóttir, leikskólakennari og Elín Jóhannsdóttir, kennari, ásamt Halldóri K. Valdimarssyni. Meira
31. janúar 1996 | Landsbyggðin | 166 orð

Danskir atvinnuráðgjafar starfa fyrir Egilsstaðabæ

Egilsstöðum-Danskur atvinnuráðgjafi, Ebbe Nielsen frá ráðgjafafyrirtækinu Probenius Consulting, hefur dvalið á Egilsstöðum í nokkra daga og kannað aðstæður atvinnulífsins með hliðsjón af verkefni sem fyrirtæki hans er að vinna fyrir Egilsstaðabæ. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 768 orð

Eigum að geta komið fjárhagnum í lag á fáum árum

GUÐMUNDUR H. Ingólfsson úr Hnífsdal hefur verið ráðinn sveitarstjóri Reykhólahrepps. Hann er þrautreyndur sveitarstjórnarmaður úr Hnífsdal og síðar bæjarstjórn Ísafjarðar. Hann hefur það erfiða verkefni með höndum að leysa úr miklum fjárhagsvanda Reykhólahrepps. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 655 orð

"Einangruð verðdæmi segja ekki neitt"

PÉTUR J. Eiríksson framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða segir fullyrðingar Samvinnuferða-Landsýnar um mikla verðlækkun á sólarlandaferðum vera leik að tölum, sem ómögulegt sé að sanna eða hrekja fyrr en fyrirtækið leggi fram verðlista sinn. "Einangruð verðdæmi segja ekki neitt og þannig munu SL væntanlega bjóða einhver sæti á 7.900 krónur þegar þeir auglýsa verðbæklinginn sinn. Meira
31. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 357 orð

Ernesto Samper fær ekki traustsyfirlýsingu

ENN syrti í álinn fyrir Ernesto Samper forseta Kólumbíu í gær, er honum mistókst að fá stuðningsyfirlýsingu Frjálslynda flokksins, sem situr við stjórnvölinn í landinu. Hart hefur verið vegið að Samper að undanförnu og hann ásakaður um að hafa fjármagnað kosningabaráttu sína 1994 með framlögum fíkniefnasala. Meira
31. janúar 1996 | Landsbyggðin | 245 orð

Flateyrarprestur predikar í Þórshöfn

FÆREYINGAR söfnuðu rúmum 55 milljónum króna til styrktar Súðvíkingum og Flateyringum vegna snjóflóðanna í janúar og október á síðasta ári eins og fram hefur komið í fréttum. Vegna söfnunarinnar til Flateyringa var sóknarprestinum þar boðið að koma til Færeyja að predika í dómkirkjunni í Þórshöfn sunnudaginn 14. janúar. Meira
31. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 275 orð

Frakkar og Bretar útiloka þingið frá ríkjaráðstefnu

UTANRÍKISRÁÐHERRAR Frakklands og Bretlands komu í veg fyrir það á fundi ráðherraráðs Evrópusambandsins á mánudag að Evrópuþingið fengi fulltrúa á ríkjaráðstefnu sambandsins, sem hefst í marz næstkomandi. Bæði ríkin eru andvíg því að auka völd þingsins er stofnsáttmáli ESB verður endurskoðaður á ráðstefnunni. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Fyrirlestur fyrir útlendinga um bankaþjónustu

FÉLAG nýrra Íslendinga heldur félagsfund fimmtudagskvöldið 1. febrúar kl. 20.30 í Faxafeni 12 á 2. hæð í Miðstöð nýbúa. FNÍ er félagsskapur fyrir útlendinga og velunnarar. Aðalmarkmið félagsins er að efla skilning milli fólks af öllum þjóðernum sem býr á Íslandi með auknum menningarlegum og félagslegum samskiptum. Fundir félagsins fara fram á ensku og eru öllum opnir. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Garðyrkjufélög stofnuð

ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna hagsmunafélög blóma- og grænmetisframleiðenda sem yrðu landsfélög með aðild að Sambandi garðyrkjubænda. Tilgangur félaganna er m.a. að stuðla að hverskonar fræðslustarfsemi, koma á samræmdum flokkunarreglum og gæðamati með hagsmuni framleiðenda og neytenda í huga. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Glitský við sjónarrönd

Morgunblaðið/Halldór B. NelletGlitský við sjónarrönd ÆGIFÖGUR glitský bar fyrir augu liðsmanna Landhelgisgæslunnar á dögunum er þeir voru í eftirlitsflugi á TF-Sýn um 200 sjómílur norðaustur af Langanesi. Þessar skýjamyndanir bar við sjónarrönd á suðvesturhimni. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 205 orð

Háskólamál rædd frá ýmsum sjónarhornum

FYRIRLESTRAR í tengslum við ráðstefnu Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um rannsóknir og nýsköpun sem hófst sl. mánudag, verður fram haldið í hádeginu alla daga vikunnar. Á laugardag verða Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands afhent á háskólahátíð. Verða verðlaunin veitt í fyrsta sinn. Meira
31. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 352 orð

Heita fé til endurbyggingar

HIÐ sögufræga óperuhús Feneyja varð eldi að bráð í fyrrinótt en ítalska ríkisstjórnin hefur heitið fjárframlagi til endurreisnar hússins, sem hóf starfsemi árið 1792. Þar sem viðgerðin er talin munu kosta um 310 milljónir dollara, jafnvirði 20 milljarða króna, þykir ljóst að leita verði eftir alþjóðlegri aðstoð við að greiða kostnaðinn. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 568 orð

Horft inn í næstu öld

HÓPAR grunn- og framhaldsskólanemar sem vinna í vetur samnorrænt verkefni, Borg unga fólksins, og sýnt verður næsta haust í Kaupmannahöfn, kynntu verkefni sín hver fyrir öðrum síðasta sunnudag. Einnig báru nemendur saman bækur sínar. Meira
31. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 75 orð

InnkaupastjóriSamlands Gísli Gíslason rá

InnkaupastjóriSamlands Gísli Gíslason ráðinn GÍSLI Gíslason hefur verið ráðinn innkaupastjóri Samlands í stað Ingva Guðmundssonar sem ráðinn hefur verið innkaupamaður hjá Búr ehf. Gísli hefur síðustu 19 ár verið framkvæmdastjóri fyrir J. S. Helgason heildverslun í Reykjavík sem m.a. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 48 orð

Jass á Kringlukránni

ÓLAFUR Stephensen píanóleikari og félagar leika á Kringlukránni miðvikudaginn 31. janúar. Á efnisskrá þeirra félagar eru sígild jasslög í bland við þjóðlegan jass. Með Ólafi leika þeir Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Guðmundur R. Einarsson á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er aðgangur ókeypis. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Játning 18 ára stúlku liggur fyrir

LÖGREGLAN hefur lokið rannsókn á árás sem 16 ára stúlka frá Akranesi varð fyrir 20. janúar sl. Að sögn Kristrúnar Kristinsdóttur, fulltrúa sýslumannsins á Akranesi, hefur 18 ára stúlka, sem er í gæsluvarðhaldi, játað að hafa sparkað til stúlkunnar. Hún segir að sjónarvottar hafi lýst sparkinu sem mjög þungu. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 265 orð

Kaupmáttur tímakaups jókst um 4% að meðaltali

KAUPMÁTTUR greidds tímakaups landverkafólks innan Alþýðusambands Íslands í dagvinnu jókst um 4% frá 3. ársfjórðungi ársins 1994 til jafnlengdar árið eftir. Greitt tímakaup á þessu tímabili hækkaði um 5,9% að meðaltali, samkvæmt útreikningum Kjararannsóknanefndar, en vísitala neysluverðs hækkaði um 1,8% á sama tíma. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Kynning á kripalujóga

KYNNING kripalujóga verður laugardaginn 3. febrúar kl. 13 í Jógastöðinni Heimsljósi, Ármúla 15, 2. hæð. Kripalujóga tvinnar saman hathajóga (líkamsæfingar) og rajajóga (hugleiðslu og hugstjórnaræfingar) og áherslan hvílir á sameiningu líkama, hugar og sálar. Kripalujóga hentar fólki á öllum aldri sem vill næra sig líkamlega og andlega. Meira
31. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 157 orð

Li varar Tævana við sjálfstæði

LI Peng, forsætisráðherra Kína, varaði stjórnmálaleiðtoga á Tævan við öllum sjálfstæðishugmyndum í gær og sagði Kínverja ekki geta heitið því að beita ekki hervaldi til að hindra slíka þróun. Kínverjar líta á Tævan sem uppreisnarhérað. Fyrstu beinu forsetakosningar á Tævan verða 23. mars. Meira
31. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 357 orð

Málið komið í erfiða stöðu

ÉG TEL að málið sé komið í svolítið erfiða stöðu vegna þeirra efnislegu fyrirvara og athugasemda sem fyrir liggja. Það er ekki alveg ljóst til hvers menn ætlast af Eyþingi í þessu máli," segir Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík og formaður stjórnar Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Meira
31. janúar 1996 | Landsbyggðin | 347 orð

Minnismerki um Þorgerði brák

Borgarnesi-Menningarsjóður Borgarbyggðar efndi síðastliðið haust til verðlaunasamkeppni um minnismerki um ambáttina Þorgerði brák. Nýverið var haldin sýning á flestum þeim tillögum sem bárust og höfundum þriggja bestu hugmyndanna veitt verðlaun. Verkið sem hlaut fyrstu verðlaun heitir Brákin og er eftir listamanninn Bjarna Þór Bjarnason frá Akranesi. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Nefnd samræmi störf ráðuneyta

RÍKISSTJÓRNIN fjallaði í gær um samræmingu aðgerða vegna átaks í ávana- og fíkniefnavörnum að frumkvæði dómsmálaráðherra. Að sögn Þorsteins Geirssonar, ráðuneytisstjóra, samþykkti ríkisstjórnin að stofna sérstaka nefnd til að samræma störf þeirra fjögurra ráðuneyta sem fara með fíkniefnamál, þ.e. dómsmála-, menntamála-, félagsmála og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyta. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð

Niðurskurði framlaga til grunnskóla mótmælt

KENNARAFUNDUR Ölduselsskóla haldinn 17. janúar 1996 mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til rekstrar grunnskóla í Reykajvík, segir í fréttatilkynningu frá Ölduselsskóla. "Hugmyndir borgaryfirvalda virðast ekki taka mið af þeim veruleika sem skólastarf byggir á. Á sama tíma og ætlast er til að skólinn mæti vaxandi kröfum samfélagsins t.d. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 161 orð

Nýtt blað gegn eiturfíkn

Á NÆSTUNNI kemur út blaðið Vansæla, en að því standa ungir framhaldsskólanemar á höfuðborgarsvæðinu. Markmið þess er að berjast gegn eiturlyfjaneyslu ungs fólks. Ritstjóri er Viggó Örn Jónsson. Hann segir að ungt fólk hafi ýmislegt að segja um eiturlyfjaneyslu og gagnrýnir umræðuna hingað til. "Einhvern veginn hefur umræðan gert neysluna meira spennandi. Meira
31. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 334 orð

Næstu ár gætu skipt sköpum

AFDRIF hins efnahagslega og peningalega samruna Evrópusambandsríkjanna voru helsta umræðuefni utanríkisráðherra ESB-ríkjanna á fundi í Brussel á mánudag. Hvöttu ráðherrarnir til að staðið yrði við þau áform að koma á sameiginlegri mynt fyrir aldamót en sumir vöruðu þó við of mikilli bjartsýni. Meira
31. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 335 orð

Okkur er stillt upp við vegg

Formaður rekstrarfélagseinkaskólans í Mývatnssveit Okkur er stillt upp við vegg EYÞÓR Pétursson formaður stjórnar rekstrarfélags um einkarekin grunnskóla að Skútustöðum í Mývatnssveit segir að í bókun meirihluta sveitarstjórnar Skútustaðahrepps þar sem fallist er á að veita skólanum rekstrarstyrk og sækja í því s Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 310 orð

Óþolandi aðför að elli- og örorkulífeyrisþegum

FULLTRÚI Þjóðvaka í heilbrigðisnefnd Alþingis gagnrýnir harðlega reglugerðir sem heilbrigðisráðherra hefur sett og miða að sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður segir að reglugerðirnar séu enn ein aðförin að elli- og örorkulífeyrisþegum og það sé óþolandi að þessir hópar skuli sífellt verða fyrir barðinu á sparnaðaraðgerðum ríkisins. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 173 orð

Ráðgjöf um fjármál heimila

BORGARRÁÐ samþykkti í gær að Reykjavíkurborg myndi taka þátt í tilraunaverkefni til tveggja ára sem kallast Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna, en stofan á að starfa á ábyrgð og undir forystu félagsmálaráðuneytisins. Auk ráðuneytisins standa að Ráðgjafarstofunni bankar, sveitarfélög, lífeyrissjóðir, stéttarfélög og fleiri og er markmiðið m.a. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 373 orð

Ráðstefna um fíknsjúkdóma haldin á Íslandi

EVRÓPSK ráðstefna um fíknsjúkdóma, EuroCAD/96, verður haldin á Hótel Sögu 10.-13. apríl nk. Ráðstefnan er nú haldin í þriðja sinn en hún hefur áður verið haldin í Edinborg og Lundúnum. Yfirskrift ráðstefnunnar, sem fram fer á ensku, verður Fíkn ­ mál allrar fjölskyldunnar. Meira
31. janúar 1996 | Miðopna | 930 orð

Reynir á úthafsveiðireglur SÞ í NEAFC

NORÐAUSTUR-Atlantshafsfiskveiðinefndin, NEAFC, hefur um árabil verið líflaus stofnun. Takist hins vegar að ná samkomulagi á vettvangi nefndarinnar um veiðistjórnun á úthafskarfa á Reykjaneshrygg gæti NEAFC gengið í endurnýjun lífdaga. Meira
31. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

Rætt um rannsóknir í sjávarútvegi

WILLIAM Brugge yfirmaður sjávarútvegsrannsókna Evrópusambandsins hélt erindi á umræðufundi sem Háskólinn á Akureyri efndi til í gær. Rætt var um stöðu rannsókna í sjávarútvegi og samstarf háskóla og atvinnulífs á því sviði, en einnig ræddi Brugge um vísindalega undirstöðu sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

SADC áfram forgangsmál

ÞRÓUNARAÐSTOÐ við SADC-ríkin svokölluðu, samtök 12 ríkja í suðurhluta Afríku, verður áfram forgangsmál hjá Norðurlöndunum. Þetta var niðurstaða fundar þróunarmálaráðherra Norðurlanda í Helsinki í seinustu viku. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 273 orð

Safna lerkifræjum fyrir 10-15 ára notkun

Á VEGUM Héraðsskóga er verið að tína köngla af lerkitrjám í Hallormsstaðarskógi og nágrenni. Hagstætt veðurfar undanfarin tvö ár gerir að verkum að trén hafa myndað fræ en það gerðist síðast fyrir átján árum og þá í litlum mæli. Fyrirhugað er að safna fræjum til notkunar innanlands næstu 10-15 ár og gæti innflutningsverðmæti fræsins orðið 30-40 milljónir kr. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 198 orð

Samið um sölu á 20 þús. tonnum

GENGIÐ hefur verið frá einhverjum stærsta sölusamningi á frystri loðnu í sögu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Samningaviðræðum við japanska kaupendur lauk nýlega og hafa þeir skuldbundið sig til þess að kaupa allt að 20 þúsund tonn af loðnu á komandi vertíð. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Skattalækkun og sparnaður

SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjórn Reykjavíkur hafa kynnt tillögur sem fela í sér nær 600 milljóna króna skattalækkun og 700 milljóna króna sparnað í rekstri borgarinnar miðað við þá fjárhagsáætlun sem R-listinn hefur lagt fram fyrir 1996. Einnig gera tillögur sjálfstæðismanna ráð fyrir 130 milljóna króna lækkun skulda borgarinnar. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 387 orð

Skipting kvótans verður ákveðin af yfirvöldum

FRESTUR til að leggja fram tillögur um skiptingu úthafsveiðikvóta Þjóðverja rennur út í dag og sagði Günter Drexelius, forseti þýsku landbúnaðar- og matvælastofnunarinnar og yfirmaður kvótamála, í gær að fátt benti til þess að samkomulag tækist milli þeirra fjögurra útgerða, sem kvótinn hefur skipst á milli undanfarin ár, en þar eiga hagsmuna að gæta tvö fyrirtæki, Meira
31. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 78 orð

Stærsta gámaskip í heimi

A.P. Møller-útgerðin í Danmörku kynnti í liðinni viku stærsta gámaskip sem smíðað hefur verið fram til þessa. Það heitir Regina Mærsk, er 318 metra langt eða á lengd við Eiffelturninn í París og getur tekið um 6.000 tuttugu feta langa gáma. Meðalsiglingahraði verður um 25 sjómílur á klukkustund. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 359 orð

Takmarkað framboð til Evrópu

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta kemur til með að fljúga beint leiguflug einu sinni í viku fyrir sólarlandaferðir Samvinnuferða-Landsýnar í sumar, en alls hefur SL aðgang að breiðþotu félagsins þrjá daga í viku, að sögn Harðar Friðjónssonar fjármálastjóra Atlanta. Aðra daga vikunnar mun breiðþotan fljúga fyrir erlendar ferðaskrifstofur. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 615 orð

Tilraunir með þorskskiljur í botnvörpu

FYRIR dyrum standa tilraunir með smáfiskaskiljur við botnvörpuveiðar og ennfremur tilraunir með botnvörpu sem ætti að sleppa þorski að miklu leyti. Þetta kom fram hjá Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra, þegar hann mælti fyrir frumvarpi um umgengni um auðlindir sjávar á Alþingi í gær. Þorsteinn sagði þar að ýmislegt hefði verið gert til að bæta kjörhæfni veiðarfæra. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 237 orð

Tími kominn á íslenskan stórvinning

FYRSTI vinningur í Víkingalottóinu er þrefaldur og áætla má að hann verði um 200 milljónir króna. Tæpt eitt ár er síðan fyrsti vinningur var síðast þrefaldur en þá skiptu tveir heppnir þátttakendur í Víkingalottói með sér 216 milljónum króna. Íslendingar hafa þrisvar sinnum fengið fyrsta vinning en aldrei óskiptan. Fyrsti vinningur í Lottó 5/38 er fjórfaldur nk. laugardag. Meira
31. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Um 15 millj. afskrifaðar

Að tillögu bæjargjaldkera og innheimtulögmanns bæjarins hefur bæjarráð Akureyrar fallist á að afskrifa gamlar skuldir útsvara og aðstöðugjalda að upphæð um 15,4 milljónir króna auk áfallina dráttarvaxta. Meginhluti upphæðarinnar hefur tapast vegna gjaldþrota. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Undirverktaka launafólks bönnuð

VEGAGERÐIN og Reykjavíkurborg hafa sett í útboðslýsingar ákvæði um að verktökum og undirverktökum á vegum vegagerðarinnar sé óheimilt að semja við einstaka starfsmenn um undirverktöku. Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri, Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Vel viðrar til útiverka

VEL hefur viðrað til allra útiverka í vetur, enda tíð verið með eindæmum góð. Menn hafa notað tækifærið óspart til að dytta að ýmsu sem ástæða hefur verið til að lagfæra. Hér er unnið við að lagfæra löndunarbúnað úti á Granda og ekki er útlit fyrir annað en að menn geti áfram haldið sig við útivinnuna, því spáð er áframhaldandi góðviðri næstu daga. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð

Verðmæti Vestdalsmjöls endurmetið

HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur skipað tvo matsmenn til að meta eignir loðnuverksmiðju Vestdalsmjöls á Seyðisfirði, en snjóflóð féll á hana 19. mars á síðasta ári. Ágreiningur hefur verið milli eigenda og Viðlagatryggingar Íslands um verðmæti verksmiðjunnar. Meira
31. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Veröldin á hvolfi

Morgunblaðið/Kristján Veröldin á hvolfi KRAKKARNIR á leikskólanum Kiðagili tóku því fegins hendi að leika sér úti í góða veðrinu í gærdag. Þó að væri pínulítið kalt í veðri skein sólin glatt og þessari litlu hnátu í klifurgrindinni þótti líklega vissara að kanna hvernig veröldin liti út á hvolfi. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 33 orð

Þorrablót í Garðinum

Þorrablót í Garðinum ÁRLEGT þorrablót Kiwanisklúbbsins Hofs verður haldið í samkomuhúsinu nk. laugardag. Kiwanismenn héldu einnig blót í fyrra og fjölmenntu þá brottfluttir Garðmenn og skapaðist góð stemmning í húsinu. Miðaverðið er 3000 krónur. Meira
31. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 385 orð

Þýðir 110 millj. sparnað

STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur samþykkti í gær 11 tillögur sem hafa munu í för með sér 110 milljóna króna sparnað í rekstri sjúkrahússins á þessu ári, en í tillögunum er ekki gert ráð fyrir neinum uppsögnum starfsfólks. Meira

Ritstjórnargreinar

31. janúar 1996 | Leiðarar | 527 orð

leiðari SJÁLFSTÆÐ FLUG- MÁLASTJÓRN MRÆÐAN um einkavæðingu h

leiðari SJÁLFSTÆÐ FLUG- MÁLASTJÓRN MRÆÐAN um einkavæðingu hér á landi hefur fyrst og fremst snúizt um opinber fyrirtæki en ekki stjórnsýslustofnanir. Nú hefur Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, beint sjónum manna að stjórnsýslunni með tillögum um sjálfstæði Flugmálastjórnar. Meira
31. janúar 1996 | Staksteinar | 358 orð

SÍ stjórn á næstu öld Í LEIÐARA Dags segir að "með sama áframhaldi þurfi vin

Í LEIÐARA Dags segir að "með sama áframhaldi þurfi vinstri hreyfing í landinu ekki að gera sér vonir um að sitja við ríkisstjórnarborð fyrr en á næstu öld." Ný Jóhanna ÚR forystugrein Dags: "Í síðustu viku setti Jón Baldvin fram hugmyndir sínar um að Alþýðuflokkurinn og Þjóðvaki sameini krafta sína á Alþingi. Meira

Menning

31. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 297 orð

Brooks hneykslar landa sína

GARTH Brooks, sveitasöngvarinn vinsæli, kom áhorfendum á Bandarísku tónlistarverðlaununum svo sannarlega í opna skjöldu með því að neita að taka við þeim sem besti tónlistarmaður Bandaríkjanna 1995. Fyrr um kvöldið hafði hann flutt lag sitt, "The Change" á hjartnæman hátt með myndir af fórnarlömbum sprengingarinnar í Oklahoma í bakgrunninum. Meira
31. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 641 orð

Erfðir og umhverfi

ÁRIÐ 1979 las Thomas Bouchard, vísindamaður við Háskólann í Minnesota, grein um Jim Lewis og Jim Springer, eineggja tvíbura sem höfðu verið aðskildir við fæðingu og hist 39 árum seinna. Eðlilega vakti greinin athygli Thomasar, þar sem aðeins 19 slík tilfelli voru kunn á þeim tíma í Bandaríkjunum og í flestum þeirra hafði annar tvíburanna verið ættleiddur af ættingjum sínum. Meira
31. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 145 orð

Félagsheimili vígt á Suðurnesjum

HESTAMENN og bridsspilarar vígðu nýtt félagsheimili um helgina. Ágæt mæting var úr öllum félögunum auk fyrirmenna byggðarlaganna og annarra gesta. Má þar m.a. nefna fyrrum og núverandi framkvæmdastjóra Bridssambandsins og bridssveit Landsbréfa, sem sýndi félögunum mikinn heiður með mætingunni. Veizlustjóri var Logi Þormóðsson og lék hann á als oddi. Meira
31. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 45 orð

Goldie heldur sér heitri

GOLDIE Hawn er nú að vinna að myndinni "The First Wives Club". Þessi mynd var tekin af henni á tökustað nýverið og eins og sjá má á skóm hennar var hún ákveðin í að láta sér ekki verða kalt á fótunum. Meira
31. janúar 1996 | Menningarlíf | 99 orð

Handverkshreyfingin í máli og myndum

GUÐRÚN Hannele Henttinen verkefnisstjóri Handverks reynsluverkefnis kynnir handverkshreyfinguna hér á landi í máli og myndum í dag, miðvikudag. Kynningin fer fram í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Skipholti 1, 4. h. (Barmahlíð) kl. 16.30. Meira
31. janúar 1996 | Kvikmyndir | 498 orð

Hver er hann þessi Keyser?

Leikstjóri Bryan Singer. Handritshöfundur Christopher Mcquarrie. Kvikmyndatökustjóri Newton Thomas Sigel. Tónlist og klipping John Ottman. Aðalleikendur Gabriel Byrne, Kevin Spacey, Stephen Baldwin, Suzy Amis, Paul Bartel, Benicio Del Toro, Chezz Palminteri, Kevin Pollak, Dan Hedeya, Pete Postlethwaite, Giancarlo Esposito. Bandarísk. 1995. Meira
31. janúar 1996 | Menningarlíf | 314 orð

Í Japan eru ljóð birt á forsíðu

LJÓÐAGERÐ á vaxandi vinsældum að fagna í Japan og þess finnast dæmi að ljóðskáld verði fyrir slíkum ágangi á götum úti að halda mætti að rokkstjörnur eða leikarar væru á ferð. Madoka Mayuzumi er eitt þeirra japönsku skálda, sem hafa náð frægð og frama. Hún er aðeins þrítug og fyrrverandi skrifstofustúlka. Nú hefur hún þátt bæði í sjónvarpi og útvarpi. Meira
31. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 106 orð

Íslandsmót í kökuskreytingum

ÍSLANDSKEPPNIN í kökuskreytingum var haldin í Perlunni um síðustu helgi. Alls tóku 11 fagmenn þátt í keppninni, sem þótti takast mjög vel. Dómarar voru frá Danmörku, Noregi og Íslandi ásamt listfræðingi og fulltrúa neytenda. Dæmt var m.a. með tilliti til hönnunar, hugmyndaflugs, frumleika samræmingar milli skreytinga og efnisvals, bragðs kökunnar og faglegra vinnubragða. Meira
31. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 81 orð

Konur skelfa

ALHEIMSLEIKHÚSIÐ frumsýndi leikritið Konur skelfa á litla sviði Borgarleikhússins á laugardaginn. Höfundur þess og leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir og leikarar eru María Ellingsen, Ásta Arnardóttir, Anna E. Borg, Kjartan Guðjónsson, Steinunn Ólafsdóttir og Valgerður Dan. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru frumsýningargestir ánægðir með sýninguna. Meira
31. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 78 orð

Ljúfir hljómar 3toone

HLJÓMSVEITIN 3toone hélt tónleika á Gauk á Stöng fyrir skemmstu. Tilefnið var að tveir nýir hljóðfæraleikarar höfðu gengið til liðs við sveitina, auk þess sem hún hafði verið stödd á Laugarvatni við upptökur á nýrri breiðskífu. Nýju liðsmennirnir heita Gunnlaugur Briem og Jóhann Ásmundsson, en fyrir voru Egill Ólafsson, Sigurður Gröndal og Ingólfur Guðjónsson. Meira
31. janúar 1996 | Menningarlíf | 872 orð

Nokkrir safngripir þeirra á meðal FÆRRI komust að en vildu þegar sérfræðingar frá Rússlandi buðust til að skoða og ákvarða aldur

ALLS komust rúmlega 20 einstaklingar að og voru margir hverjir með fleiri en eitt íkon. Bera Nordal forstöðumaður Listasafnsins sagði að þar sem aðsókn hefði verið svo mikil, sem komið hefði sér verulega á óvart, væri nú afráðið að bjóða þessa þjónustu aftur um miðjan mars, þegar listfræðingarnir, Tatjana Koltsova og Maja Mitkevitsj, Meira
31. janúar 1996 | Menningarlíf | 302 orð

Óumdeilanlegur meistari margræðrar umræðu

NORÐMAÐURINN Øystein Lønn hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1996 fyrir smásagnasafn sitt Hva skal vi gjøre i dag og andre noveller, eða Hvað eigum við að gera í dag og aðrar skáldsögur. Var þetta tilkynnt í Ósló í gær. Meira
31. janúar 1996 | Menningarlíf | 171 orð

Portrettsýning í Listasafni Sigurjóns

UNDANFARIÐ hafa verið til sýnis í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar valdar andlitsmyndir eftir Sigurjón. Breytingar hafa verið gerðar á sýningunni þar eð bætt hafa verið við verkum, bæði þrívíðum andlitsmyndum, skúlptúrum eftir Sigurjón og málverkum af þjóðkunnum Íslendingum. Meira
31. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 80 orð

Sjálfstæðismenn blóta þorrann

ÞORRABLÓT Sjálfstæðisflokksins fór fram í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll á laugardaginn var. Blótsstjóri var Guðmundur Hallvarðsson, en minni karla flutti Glúmur Jón Björnsson og minni kvenna Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Ómar Ragnarsson fór með gamanmál og um píanóleik sá Árni Elvar. Hljómsveitin Ásar með Gretti Björns og Örnu Þorsteinsdóttur í fararbroddi lék fyrir dansi fram á nótt. Meira
31. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 147 orð

Sýningarstúlka og boxari

GINA Gershon leikur sýningarstúlku í myndinni "Showgirls", sem hlotið hefur vægast sagt slæma dóma víðs vegar um heim, en þó sérstaklega í Bandaríkjunum. Henni finnst Bandaríkjamenn gera of mikið úr nektinni og hneykslast of mikið á henni. "Ég fór í mörg viðtöl í Bandaríkjunum í sumar og blaðamennirnir voru allir helteknir af nektinni í myndinni. Meira
31. janúar 1996 | Menningarlíf | 397 orð

Teiknað með pappa og pappír

LISTAKONAN Lesley Foxcroft sýnir verk sín á Gallerí Annarri hæð á Laugavegi 37. Lesley er ensk og býr í London. Verk hennar eru öll unnin í pappír og brúnan bylgjupappa. Hún notar efnið eins og það kemur fyrir, engri málningu eða aukaefnum er bætt við heldur raðar hún pappírsblöðum saman á vegg og notar þá bæði framhlið og bakhlið þannig að úr verður köflótt munstur. Meira
31. janúar 1996 | Menningarlíf | 267 orð

Tekjur norskra listamanna fara lækkandi

NORSKIR listamenn hafa undanfarið dregist aftur úr öðrum stéttum í tekjum. Samkvæmt nýrri könnun, sem tók til áranna 1979 til 1993, er ímyndin af hinum "fátæka listamanni" í fullu gildi og launahlutfallið af sölu listaverka lækkar jafnt og þétt. Meira
31. janúar 1996 | Menningarlíf | 85 orð

Tónleikaferð Einars

EINAR Kristján Einarsson gítarleikari heldur tónleika víða um land á næstunni. Hann leikur í Safnahúsinu á Húsavík á morgun, fimmtudag, og sunnudaginn 4. febrúar verður hann í Listasafninu á Akureyri. Hinn 7. febrúar verður Einar með tónleika í Borgarneskirkju og laugardaginn 10. febrúar í Seltjarnarneskirkju. Meira
31. janúar 1996 | Leiklist | 696 orð

Um jöfnuð

eftir George Orwell. Leikgerð Peter Hall. Tónlist Richard Peaslee. Söngtextar Adrian Mitchell. Íslensk þýðing Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Þýðing söngtexta og bundins máls Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjóri Andrés Sigurvinsson. Hreyfingahönnuður Lára Stefánsdóttir. Tónlistarstjórnandi Gústav Sigurðsson. Höfundur leikmyndar og búninga Stígur Steinþórsson. Ljósahönnuður Sigurður Kaiser. Meira
31. janúar 1996 | Menningarlíf | 762 orð

Verðum að miðla tónlist af kunnáttu og sveigjanleika

IÐKUN tónlistar tekur sífelldum breytingum eftir aldarfarinu og tónlistarmenn mega ekki einangrast í fílabeinsturni ­ þeir verða að leggja sig alla fram og flytja tónlist þannig að hún hafi áhrif. Meira
31. janúar 1996 | Kvikmyndir | 322 orð

Villi og vinir hans

Leikstjóri: Dwight Little. Aðalhlutverk: Jason James Richter, Jayne Atkinson og Michael Madsen. Warner Bros. 1995. STUTT er síðan hvalavinamyndin Frelsum Willy varð óvænt einn af sumarsmellunum vestra. Meira
31. janúar 1996 | Menningarlíf | 320 orð

(fyrirsögn vantar)

SÖNGLEIKURINN Cats komst í heimsmetabækurnar á mánudag þegar hann var sýndur í London í 6138. skipti. Enginn söngleikur hefur verið sýndur oftar. Verkið er eftir Andrew Lloyd Webber og er byggt á kveðskap T.S. Eliots. Cats var frumsýnt í New London Theatre árið 1981 og hefur verið sýnt þar síðan. Meira

Umræðan

31. janúar 1996 | Aðsent efni | 1544 orð

Bergmálsmælingar á þorski á Vestfjarðamiðum

ÍNÓVEMBER og desember á síðasta ári bárust fregnir af mikilli þorskgengd og góðum aflabrögðum á Vestfjarðamiðum. Voru lýsingar sjómanna á þann veg að miklar þorsklóðningar sæjust uppi í sjó á dýptarmæla. Það var álit margra að þarna væri um verulegt magn að ræða, jafnvel svo mikið að það gæti haft áhrif á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar varðandi þorskveiðarnar. Meira
31. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 378 orð

Fíkniefnavandinn ­ hvað er til ráða?

Í ALLRI þessari umræðu um fíkniefnavanda unglinga spyr maður sjálfan sig: Hvað er til ráða? Erum við að berjast á réttum stöðum? Eru unglingarnir hafðir nógu mikið með í umræðunni? Hafa þau sjálf einhverjar lausnir? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör, en þá hvarflar að mér ein og ein hugmynd sem ég tel að kannski mætti athuga örlítið betur. Meira
31. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 507 orð

Hvað hétu dætur Njáls og Bergþóru?

SVO spyr Rósa B. Blöndals, rithöfundur, kynnt sem prestsekkja í Lesbók Mbl. 27. jan. sl. Og hún gefur eftirfarandi yfirlýsingu: "Þeir sem hafa skrifað um Njálu, minntust aldrei nema á tvær af dætrum Njáls, Þorgerði sem gift var Katli Sigfússyni í Mörk og Helgu, sem giftist Kára Sölmundarsyni. Þriðja dóttirin er hvergi nefnd í þeirra skrifum...". Og þykir mér þá skörin taka að færast upp á bekkinn. Meira
31. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 743 orð

Kirkjan og þjóðin

AÐ UNDANFÖRNU hefur farið fram gífurleg umræða í fjölmiðlunum um spillingu og sundrung innan kirkjunnar og fylgjandi henni hefur enn einu sinni sprottið fram sú krafa að skilja að ríki og kirkju. Umræðan hefur, eins og margur hefur eflaust tekið eftir, aðallega snúist um peningamál kirkjunnar og það óréttlæti að ríkið skuli styrkja aðeins eitt trúfélag, Meira
31. janúar 1996 | Aðsent efni | 947 orð

Komum í veg fyrir undirverktöku launamanna

Á SÍÐUSTU árum hefur það færst í vöxt að fyrirtæki í byggingariðnaði hafi gert starfsmenn sína að "undirverktökum", þ.e. "launamannaundirverktökum" svo kölluðum. Tilgangurinn með því hefur verið að komast undan þeim skyldum sem kjarasamningar og lög leggja á atvinnureksturinn. Og miðað að því að lækka launakostnað fyrirtækjanna á kostnað launafólks. Meira
31. janúar 1996 | Aðsent efni | 1222 orð

Niðurskurður heilbrigðisþjónustu ­ árvisst fyrirbrigði!

NIÐURSKURÐARHRINURNAR í heilbrigðiskerfinu eru orðnar árvissar í byrjun hvers árs, en í þetta sinn er sjúkrahúsunum í Reykjavík ætlað að skera þjónustu sína niður sem svarar u.þ.b. 700 milljónum króna. Ljóst er að slíkur niðurskurður hlýtur að valda stórfelldri skerðingu á þjónustu. Meira
31. janúar 1996 | Aðsent efni | 1280 orð

Skipulag Hveravalla

Í FRAMHALDI af þeirri umræðu, er verið hefur undanfarið í fjölmiðlum um aðalskipulag Hveravalla og þau drög að deiliskipulagi og umhverfismati, sem nú hafa verið auglýst til almennrar umsagnar, vil ég leyfa mér að benda lesendum Morgunblaðsins á eftirfarandi: Þær hugmyndir, sem forsvarsmenn Svínavatnshrepps gera sér um arðsemi af fyrirhugaðri ferðamannaþjónustu sinni á Hveravöllum, Meira
31. janúar 1996 | Aðsent efni | 831 orð

Vönduð vinnubrögð á líftryggingamarkaði

SÉRSTÖK ástæða er til að þakka Bjarna Þórðarsyni tryggingastærðfræðingi fyrir gagnlegar ábendingar til erlendra líftryggingafélaga á Íslandi, sem birtust hér í blaðinu á fimmtudaginn. Þar með er hafin fagleg umræða um söfnunartryggingar, sem nú fást aftur hérlendis eftir alllangt hlé. Þær eru hins vegar drjúgur þáttur í tryggingavernd einstaklinga og heimila meðal grannþjóða. Meira

Minningargreinar

31. janúar 1996 | Minningargreinar | 544 orð

Auður H. Ísfeld

Í dag verður tengdamóðir mín, Auður H. Ísfeld, jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hún lést í Hrafnistu í Hafnarfirði 21. janúar sl. eftir löng og erfið veikindi. Á sjúkradeild Hrafnistu dvaldist hún síðustu æviár sín við einstaka hlýju og alúð starfsfólksins þar. Það var okkur mikill styrkur að vita hana í svo kærleiksríkum höndum. Skulu hér færðar innilegar þakkir fyrir þá frábæru umönnun. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 535 orð

Auður H. Ísfeld

Við munum. Dyrnar ljúkast upp. Fyrir innan stendur afi. "Eruð þið komnir að heimsækja okkur elsku kallarnir?" Hann faðmar okkur að sér og kyssir okkur létt. Við göngum inn. Þar stendur hún, konan sem á skilið eins mikla ást og væntumþykju og við getum gefið henni og í raun miklu meiri en við getum nokkurn tímann veitt henni. Hún stendur þar með afþurrkunarklút í hendinni. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 238 orð

AUÐUR H. ÍSFELD

AUÐUR H. ÍSFELD Auður H. Ísfeld fæddist 2. maí 1917 á Tungu í Fáskrúðsfirði. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 21. janúar sl. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Björnsdóttir, f. 1884, d. 1988, og Halldór Pálsson, bóndi og kennari, f. 1887, d. 1967. Þau bjuggu lengst af í Nesi í Loðmundarfirði og ólst Auður þar upp. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 261 orð

Kristín Snæhólm

Með örfáum orðum langar mig til að minnast Kristínar Snæhólm sem lengi starfaði sem yfirflugfreyja hjá Flugfélaginu og síðar Flugleiðum. Atvikin höguðu því þannig að ég starfaði sem flugfreyja hjá Loftleiðum í upphafi farþegaflugs hér á landi. Leiðir okkar Kristínar lágu því oft saman, við hittumst bæði erlendis og hér heima og bárum saman bækur okkar. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 375 orð

Kristín Snæhólm

Kristín Snæhólm kom inn í líf mitt og fjölskyldu minnar fyrir u.þ.b. 11 árum þegar pabbi kynnti hana fyrir okkur. Hann hafði heimsótt mig nokkru áður til að segja mér að hann hefði kynnst konu. "Hm? Og hver er hún og hvað er hún gömul?", spurði ég, en hann var þá 75 ára. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 199 orð

Kristín Snæhólm

Góð vinkona okkar er látin. Hún dó langt um aldur fram þótt árunum væri farið að fjölga. Kristín Snæhólm naut þeirrar náðar guðanna að vera ætíð ung. Kristín var að upplagi höfðingi og átti ekki til þau einkenni sem gera fólk að smáum sálum. Mikil rödd hennar, snöfurmannlegt fas, stolt yfirbragð og ákveðnar skoðanir ­ allt bar að sama brunni; það var engin meðalmanneskja þar sem Kristín fór. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 102 orð

Kristín Snæhólm Hún elskulega Stína okkar er látin fyrir aldur fram. Það held ég að við, sem þekktum hana og elskuðum, getum

Hún elskulega Stína okkar er látin fyrir aldur fram. Það held ég að við, sem þekktum hana og elskuðum, getum öll verið sammála um. Eljan og krafturinn, sem hún bjó yfir og einkenndu fas hennar, fannst mér hljóta að vera eilíf. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 133 orð

Kristín Snæhólm Kveðja frá Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur

Okkar ágæta systir, Kristín Snæhólm Hansen, lést á Grensásdeild Borgarspítalans 25. janúar sl. eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Kristín hefur starfað í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur síðan 1974. Það voru því margar góðar og glaðar stundir, sem við klúbbsystur áttum með henni í starfi og leik á þessum árum. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn, var m.a. formaður árin 1981­1983. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 219 orð

RÍKHARÐ ÓTTAR ÞÓRARINSSON

RÍKHARÐ ÓTTAR ÞÓRARINSSON Ríkharð Óttar Þórarinsson, starfsmaður í Breska sendiráðinu, var fæddur í Keflavík 26. júlí 1944. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 23. janúar sl. Foreldrar hans voru hjónin Þórarinn Guðmundsson leiksviðsmaður, fæddur 2.5. 1904, dáinn 11.8. 1991, og Fanney Guðmundsdóttir húsmóðir, fædd 15.11. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 268 orð

Ríkharð Ó. Þórarinsson

Þetta ljóð skáldsins hefur leitað á huga okkar síðustu daga, eftir að okkur bárust þær sorgarfregnir að tengdasonur okkar hafði fengið hjartaáfall sem hann lést af fjórum dögum síðar. Þegar við horfum til baka þá minnumst við allra góðu stundanna sem við áttum saman, því hann var mjög hugsunarsamur við okkur og sér eldri. Hann var einstakur við sína foreldra og ekki síst þegar þau misstu heilsuna. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 284 orð

Ríkharð Ó. Þórarinsson

Það er ekki létt verk fyrir okkur systkinin að kveðja hann Rikka, eins og við kölluðum hann, sem okkur þótti svo vænt um. Því minningarnar eru margar á mörgum árum og allar eru þær á einn veg. Það er sárt að horfast í augu við að dauðinn hefur höggvið skarð í þann garð ættingja og vina sem okkur þykir vænst um. Öll vorum við harmi slegin þegar við fengum þessar fréttir. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 245 orð

Ríkharð Ó. Þórarinsson

Ævi manns er sem örstutt stund, þegar litið er til baka, þó er hún mislöng, svo fór fyrir Ríkharði Þórarinssyni sem var burtkallaður úr þessum heimi þriðjudaginn 23. þ.m. Ríkharð Þórarinsson hefur verið í sóknarnefnd Breiðholtssafnaðar óslitið frá 1983. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 343 orð

Ríkharð Ó. Þórarinsson

Í dag verður til moldar borinn Ríkharð Þórarinsson, vinur okkar og nágranni í rúm 20 ár. Rikki, eins og við kölluðum hann okkar á milli, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 23. janúar aðeins 51 árs að aldri. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því að Rikki sé dáinn því það er svo stutt síðan við vorum að skemmta okkur saman heima hjá Siggu og Stjána. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 217 orð

Ríkharð Ó. Þórarinsson

Hann tengdafaðir minn er látinn. Í gegnum tíðina hef ég oft skrifað honum nokkrar línur. Eins ætla ég að gera nú. Hugurinn kallar fram ótal minningar. Tíminn mun milda þær og gera ljúfar, en í dag eru þær svo sárar. Betri tengdaföður gat enginn óskað sér. Hann var vakinn og sofinn yfir velferð minni frá fyrsta degi, sem og annarra í fjölskyldunni. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 300 orð

Ríkharð Ó. Þórarinsson

Þegar mér barst fregnin um að besti vinur minn, Ríkharð, hefði fengið hjartaáfall að kvöldi 18. janúar, laust miður þungum harmi í brjósti mér. Ríkharð lést síðan að morgni 23. janúar. Ég kynntist Ríkharð fyrir tæpum sjö árum þegar ég byrjaði að starfa hjá breska sendiráðinu. Við Rikki, eins og hann var alltaf kallaður af sínum vinnufélögum í sendiráðinu, urðum strax miklir vinir. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 406 orð

Ríkharð Ó. Þórarinsson

Andlát Ríkharðs Óttars Þórarinssonar hinn 23. þessa mánaðar var óvænt og bar brátt að. Hann veiktist skyndilega á heimili sínu að kvöldi þess 18. og komst ekki til meðvitundar eftir það. Hann varð ekki nema 51 árs gamall, hann Rikki, eins og við kölluðum hann, frændfólkið hennar Kiddýjar, frá því hann kom í fjölskylduna fyrir rúmum þrjátíu árum. Meira
31. janúar 1996 | Minningargreinar | 316 orð

Ríkharð Ó. Þórarinsson

Hvað er unnt að segja þegar maður hefur misst bezta vin sinn fyrir fullt og allt? Þessi örfáu orð eru í minningu Ríkharðs Þórarinssonar, hins sannkristna manns sem lifði og starfaði samkvæmt þeirri kenningu sem prédikuð er, og okkur hinum lægri mennsku mönnum er ætlað að lifa og starfa eftir. Meira

Viðskipti

31. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 70 orð

Electrolux eykur hagnað um 11%

HAGNAÐUR sænska heimilistækjaframleiðandans Electrolux jókst um 11% 1995, þrátt fyrir aukinn kostnað efnis, sem bitnaði mest á bandaríska dótturfyrirtækinu Frigidaire. Hagnaðurinn 1995 nam 4.00 milljörðum sænskra króna samanborið við 3.60 milljarða 1994. Selt var fyrir 116.0 milljarða sænskra króna samanborið við 108.0 milljarða árið á undan og er aukningin 5%. Meira
31. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 50 orð

Fundað um viðskipti við Bandaríkin

AMERÍSK-íslenska verslunarráðið efnir til hádegiverðarfundar í Kornhlöðunni í Bankastræti í dag kl. 12.00. Þar verður fjallað um stöðuna í viðskiptum Íslands og Bandaríkjanna. Frummælendur verða Herbert Guðmundsson, framkvæmdastjóri, David Wager, efnahags- og viðskiptafulltrúi í sendiráði Bandaríkjanna og Júlíus Vífill Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni hf. Meira

Fastir þættir

31. janúar 1996 | Í dag | 460 orð

Að taka pokann sinn Í FRÉTTUM nýlega var greint frá því að

Í FRÉTTUM nýlega var greint frá því að heilbrigðisyfirvöld ætluð að loka Bjargi, þar sem fjöldi fólks á sitt heimili. Þetta fólk er talið liggja afar vel við höggi og því sagt að taka pokann sinn, svo spara megi nokkra tugi milljóna. Í sama fréttatíma var þess getið að á 4-5 sl. árum hefði útlánatap banka og sjóða á Íslandi numið 50 milljörðum króna. Meira
31. janúar 1996 | Í dag | 52 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 31. jan

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 31. janúar, er níræðHelga Markúsdóttir, Hraunbrún 44, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum í safnaðarheimili Víðistaðakirkju kl. 18-21 í dag, afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 31. Meira
31. janúar 1996 | Í dag | 412 orð

ÁTT fer jafn mikið í taugarnar á Víkverja um þessar mund

ÁTT fer jafn mikið í taugarnar á Víkverja um þessar mundir og það hvernig ungmenni landsins haga ávörðunum sínum, hvort sem um heilsu eða kveðju er að ræða. Til undantekninga heyrir að hitta barn eða ungmenni á aldrinum 2 til 22 sem ekki heilsar með ávarpinu "hæ"! í besta tilfelli "halló"!. Meira
31. janúar 1996 | Dagbók | 575 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Laxfoss, Skógarfoss, Svanur

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Laxfoss, Skógarfoss, Svanur ogStapafellið sem fór aftur í nótt. Þá fór Múlafoss á ströndina. Í dag eru væntanlegir Dettifoss, Mælifell, grænlenski togarinn Nuuk, Altona, Baldvin Þorsteinsson og færeyingur sem heitir Palli hjá Maríönnu kemur af Flæmingjagrunni. Meira
31. janúar 1996 | Í dag | 28 orð

SÆNSKUR karlmaður, 24 ára, með margvísleg áh

SÆNSKUR karlmaður, 24 ára, með margvísleg áhugamál: Magnus Larsson, c/o Hagberg, Abbekåsgatan 11, 21440 Malmö, Sweden. ÞÝSKUR símkortasafnari vill skiptast á kortum: Marek Jaskulski, Toni-Pfülfstr. 16, 80995 München, Germany. Meira
31. janúar 1996 | Dagbók | 201 orð

Yfirlit: Á G

Yfirlit: Á Grænlandssundi er víðáttumikil 1040 mb hæð og frá henni hæðarhryggur austur um sunnanverða Skandinavíu. Spá: Hæg suðaustanátt um sunnanvert landið en hægari annars staðar. Smáskúrir eða slydduél við suður- og suðausturströndina en sums staðar bjartviðri annars staðar. Meira
31. janúar 1996 | Fastir þættir | 618 orð

Þar sem enginn þorri er ...

HVER hefði trúað því fyrir nokkrum árum að á þorra svignuðu búðarhillur af ferskum ávöxtum og berjum, ekki bara þeim hefðbundnu sem allir þekkja heldur líka svokölluðum framandi aldinum sem koma langt að og fáir vissu að væru til, enda eru nöfnin framandi. Ég hefi gaman af að reyna að íslenska þau. Í þessum þætti ræði ég um þrjár tegundir framandi aldina eða berja. Meira
31. janúar 1996 | Í dag | 202 orð

(fyrirsögn vantar)

Þau mistök voru gerð í grein um fjárhagáætlun Garðabæjar fyrir árið 1996 að fram kom að skuldir myndu hækka um rúmar 26 milljónir. Rétt er hins vegar að skuldir eiga að lækka um sömu fjárhæð árinu. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Meira

Íþróttir

31. janúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA UMFG -UMFN

1. DEILD KVENNA UMFG -UMFN 71: 64ÍR -BREIÐABLIK 64: 87KEFLAVÍK -TINDASTÓLL 93: 44 BREIÐABLIK 13 12 0 1 1005 716 24KEFLAVÍK 13 11 0 2 1088 682 22KR 13 10 0 3 911 703 20UMFG Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 73 orð

Badminton

Opið mót hjá KR KR-INGAR héldu Opna meistaramót sitt í badminton í síðustu viku og þar léku Tryggvi Nielsen og Guðmundur Adolfsson úr TBR til úrslita í einliðaleik. Tryggvi hafði betur 15:7 og 15:9 en máðir lentu í þriggja hrynu leik í undanúrslitum, Tryggvi gegn Þorsteini Hængssyni, TBR, og Guðmundur gegn Jónasi Huang úr TBR. Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 48 orð

Bára setti tvö heimsmet

BÁRA Bergmann Erlingsdóttir, sundkona úr Ösp, setti tvö heimsmet í flokki þroskaheftra í 100 og 200 m flugsundi á sundmóti SH í Hafnarfirði um síðustu helgi. Bára synti 100 metrana á 1.26,17 mín. á laugardeginum og daginn eftir fór hún 200 metrana á 3.08,77 mínútum. Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 415 orð

Duranona til fyrirmyndar

VALDIMAR Grímsson, leikmaður og þjálfari handknattleiksliðs Selfoss, segist sjá mikið eftir ummælum sínum í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann sagði, eftir leik KA og Selfoss í bikarkeppninni á laugardaginn, að hann væri svekktur "að svartur maður skuli koma hingað til lands og blekkja dómarana hvað eftir annað". Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 311 orð

Eindhoven vildi halda Eiði

FRANK Arnesen, fyrrum landsliðsmaður Danmerkur og þjálfari Eindhoven í Hollandi, hafði samband við Loga Ólafsson, landsliðsþjálfara, og óskaði eftir því að hann myndi ekki velja Eið Guðjohnsen til að leika með landsliðinu á Möltu. Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 642 orð

Einvígi Magnúsar og Hjalta hápunkturinn

SYSTKININ Magnús og Eydís Konráðsbörn náðu bestum árangri á sundmóti sem SH stóð fyrir um sl. helgi í Sundhöll Hafnarfjarðar. Magnús hlaut 815 stig fyrir að synda 100 m bringusund á 1.05,61 mínútu og Eydís fékk 853 stig er hún synti 50 m flugsund á 28,78 sek. Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 475 orð

Götuboltinn kom sér vel fyrir Anderson í lokin

Kenny Anderson gerði sigurkörfu Charlotte Hornets gegn Cleveland Cavaliers í fyrrinótt þegar nokkur sekúndubrot voru til leiksloka. Hornets sigraði 88:86 og náði þar með merkum áfanga því liðið er nú með 50% vinningshlutfall og sigurinn var mikilvægur fyrir þær sakir að Hornets og Cleveland eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni. "Ég var mjög æstur. Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 123 orð

Hill fékk fleiri stig en Jordan BAKVÖRÐ

BAKVÖRÐURINN snjalli hjá Detroit Pistons, Grant Hill, hlaut flest atkvæði þegar áhugasamir körfuknattleiksunnendur um allan heim greiddu atkvæði um byrjunarliðin í Stjörnuleik NBA sem fram fer um aðra helgi, en flestir höfðu búist við að Michael Jordan hjá Chicago Bulls fengi flest atkvæði. Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 206 orð

Hlynur fékk silfur

Norðurlandamótið í Takewondo fór fram í Laugardalshöllinni um helgina. Sex íslenskir keppendur voru á meðal tæplega 80 þátttakenda en það var aðeins Hlynur Örn Gissurarson sem vann viðureignir og náði silfri í -76 kílóa flokki. Hlynur Örn vann tvær viðureignir áður en hann tapaði úrslitaglímu við Nico Davis frá Danmörku. "Ég er ánægður með árangurinn. Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 21 orð

Í kvöld Handknattleikur

Handknattleikur 1. deild karla: Víkin:Víkingur - Grótta20 2. deild karla: Smárinn:Breiðab. - Fjölnir20 Blak Bikarkeppni, Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 94 orð

Íslenski landsliðshópurinn

Landsliðshópurinn í knattspyrnu var valinn í gær. Liðiðtekur þátt í móti á Möltu ínæstu viku ásamt landsliðiMöltu, Rússlands og Slóveníu.Liðið sem fer til Möltu erþannig skipað: Markverðir: Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 52 orð

Knattspyrna England 1. deild: Sunderland - Tranmere0:0 Frakkland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Guingamp - Marseille0:1 Cannes -

England 1. deild: Sunderland - Tranmere0:0 Frakkland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Guingamp - Marseille0:1 Cannes - Le Havre1:0 Lyon - Mónakó1:0 Niort - Metz0:2 Skotland Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 20 orð

Körfuknattleikur

Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Charlotte - Cleveland88:86 New York - Miami94:85 Philadelphia - Vancouver103:92 Utah - Detroit106:97 Portland - S Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 158 orð

Létt hjá Þrótti gegn ÍS

Þróttur R. vann Stúdenta í þremur hrinum gegn einni í íþróttahúsi Hagaskólans um helgina. Stúdentar byrjuðu þó leikinn betur og unnu fyrstu hrinuna, 15:12 eftir 30 mínútna leik en síðan ekki söguna meir. Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 367 orð

Sex til Þýskalands

Sex sundmenn fara til Sindelfingen í Þýskalandi í næstu viku til þátttöku þar á sterku sundmóti. Það eru þau Magnús og Eydís Konráðsbörn úr Keflavík, Elín Sigurðardóttir og Hjalti Guðmundsson, SH, Sigurgeir Þór Hreggviðsson, Ægi, og Ólafur Örn Eiríksson, ÍF. Að Ólafi undanskildum er það stefna þeirra að reyna að ná lágmörkum fyrir ólympíuleikana á komandi sumri. Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 66 orð

Sievinen með annað heimsmet

FINNINN Jani Sievinen setti heimsmet í 100 metra fjórsundi á heimsmbikarmóti í 25 metra laug sem fram fer í Malmö í Svíþjóð. Hann synti á 53,10 sekúndum, en eldra metið var 53,78 sekúndur og setti hann það í nóvember 1992. Hann setti annað met fyrir tíu dögum, þá í 400 metra fjórsundi. second off his previous record of 53.78 set in November 1992. Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 53 orð

Snóker

Fjórða stigamótið Billiardsambandsins í snóker fór fram um sl. helgi. Í undanúrslitum vann Arnar Richardson Björgvin Hallgrímsson 3:1 og Jóhannes R. Jóhannesson vann Sigfús Helgason 3:1. Jóhannes R. vann Arnar í úrslitaleiknum 3:2 og fagnaði sigri á sínu öðru stigamóti í röð. Jóhannes R. og Kristján Helgason hafa unnið sitt hvor tvö stigamótin. Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 212 orð

Stórsigur Geirs og félaga GEIR Sveinss

GEIR Sveinsson og félagar í Montpellier sigruðu botnliðið Gagny 33:19 í frönsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Montpellier fór fremur hægt af stað en um miðjan fyrri hálfleikinn small liðið saman og gerði átta mörk í röð. Geir gerði fjögur mörk í leiknum og átti góðan leik. Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

Tækifæri ungu strákanna

ÍSLENDINGAR og Norðmenn mætast í Lottó-keppninni í handknattleik í kvöld og verður leikið í íþróttahöllinni í Stange, sen er skammt frá Hamar. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði við Morgunblaðið eftir æfingu í glæsilegri höllinni í gær að vegna lítillar samæfingar tiltölulega ungs liðs væri rennt blint í sjóinn. Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 444 orð

Valdi bæði gamla refi og unga leikmenn

"ÉG tók þá ákvörðun að kalla á leikmenn sem hafa ekki verið í landsliðshópnum undanfarin ár, til að þeir fái tækifæri til að sýna hvað í þeim býr," sagði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, sem hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn - leikmenn sem taka þátt í fjögurra landa móti á Möltu í næstu viku, ásamt landsliðum Möltu, Rússlands og Slóveníu. Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

Þurfum að búa til okkar leikstíl

Dagur Sigurðsson verður fyrirliði landsliðsins í Lottó- keppninni og er þetta í fyrsta sinn sem hann er fyrirliði liðsins í móti, en hann gegndi þessu hlutverki í tveimur æfingaleikjum í Grænlandi undir lok liðins árs. Meira
31. janúar 1996 | Íþróttir | 215 orð

(fyrirsögn vantar)

EINN leikmanna Selfossliðsins í handknattleik sagði í blaðinu í gær að í þrjú ár hefði liðið ekki sigrað í leik sem Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson hefðu dæmt. Vegna þessa sendu dómararnir Morgunblaðinu yfirlit yfir þá leiki sem þeir hafa dæmt hjá Selfyssingum síðan 16. september 1992, eða í rúm þrjú ár. Meira

Úr verinu

31. janúar 1996 | Úr verinu | 761 orð

Bjartar horfur á markaði fyrir niðurlagðan fisk

FISKNEYSLA í Bretlandi hefur aukist um 8% á síðustu fimm árum og er aukningin mest í niðurlögðum eða niðursoðnum fiski. Svarar sala í honum til 26% af heildarfisksölunni í landinu. Á sama tíma eða frá 1990 hefur sala í rauðu kjöti dregist saman um 9% og er það talið styrkja enn vinsældir fisksins á næstu árum. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 87 orð

BYLGJA VE FÆR VIÐURKENNINGU

ÁHÖFN frystiskipsins Bylgju VE hefur fengið viðurkenningu frá Íslenskum sjávarafurðum fyrir góða framleiðslu á fiski sem seldur er í Bandaríkjunum. Umboðsmenn ÍS erlendis ákveða hverjir hljóta viðurkenningar hverju sinni og var Bylgja VE eitt þriggja skipa sem fékk viðurkenningu frá ÍS nú. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 204 orð

Eldisrækjan var 700.000 tonn 1995

ÁÆTLAÐ er, að heimsframleiðsla á eldisrækju hafi verið nokkuð umfram 700.000 tonn á síðasta ári þrátt fyrir nokkur skakkaföll af völdum sjúkdóma. Er framleiðslan langmest í Asíu eða 78%, sem er þó 5% minna en 1994. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 368 orð

Fiskimjölsverksmiðjan Ósland stækkar við sig

Hornafirði-Ósland hf. er vaxandi fyrirtæki sem reist var úr rústum bræðsluhluta Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar, sem varð gjaldþrota, en bræðsla og síldarsöltun voru rekstrarþættir þess fyrirtækis. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 240 orð

Framleiðir fiskrétti í Bremerhaven

UM ÁRAMÓTIN festi Samúel Hreinsson kaup á fiskréttavinnslunni Fimex í Bremerhaven, sem sérhæfir sig í þjónustu við veitingahús. Samúel rekur einnig Ísey sem er umboðs- og fisksölufyrirtæki í Bremerhaven. Að hans sögn verður lögð áhersla á að fá fisk frá Íslandi og víðar að í fiskréttavinnsluna. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 195 orð

Grillaður skötuselur með hvítlaukspasta og basil

SKÖTUSELUR eða kjaftagelgja þykir sumum vera herramannsmatur. Þótt hann láti ekki mikið yfir sér þegar hann er kominn á diskinn er hann engin smásmíði. Hann getur orðið allt að 200 sm langur og 40 kg að þyngd. Hafsteinn Stefánsson er samt hvergi banginn og lætur lesendum Versins í té uppskrift að grilluðum skötusel með hvítlaukspasta og basil. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 400 orð

Ísey í Bremerhaven festir kaup á fiskréttaverksmiðju

UM ÁRAMÓTIN festi Samúel Hreinsson kaup á fiskréttavinnslunni Fimex í Bremerhaven, sem sérhæfir sig í þjónustu við veitingahús. Samúel rekur einnig Ísey sem er umboðs- og fisksölufyrirtæki í Bremerhaven. Að hans sögn verður lögð áhersla á að fá fisk frá Íslandi og víðar að í fiskréttavinnsluna. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 131 orð

Kína kaupir meira af fiski

INNFLUTNINGUR á sjávarafurðum til Kína fer stöðugt vaxandi, en vöxturinn hefur orðið í tveimur mjög stórum stökkum. Innflutningur um þessar mundir nemur um hálfri milljón tonna, en 1988 fluttu Kínverjar nánast ekkert inn. Markaðurinn er hins vegar stór, enda telur þjóðin um 1,2 milljarða manna. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 213 orð

Kælitækni kynnir Flo-Ice

FYRIRTÆKIÐ Kælitækni er nú að kynna svokallaðar Flo-Ice ísvélar fyrir fiskiðnað og fiskiskip. Vélarnar eru hannaðar og framleiddar af aðilum í Þýzkalandi og Hollandi og eru fáanlegar í mörgum stærðum. Nýlega var sett upp vél með allt upp í 60 tonna afkastagetu á sólarhring. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 382 orð

Lifnar yfir loðnuvertíð

ÞEGAR loðnan fer að veiðast í nót lifnar yfir vertíðinni. Sú er raunin með Seyðisfjörð sem aðra staði á landsbyggðinni sem taka á móti loðnu. Á laugardaginn var landaði Örn KE um 700 tonnum af loðnu hjá SR-Mjöli hf. á Seyðisfirði. Þetta er jafnframt fyrsti farmur af loðnu úr nót sem landað er á Seyðisfirði á þessu ári. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 97 orð

Meira af laxi frá Chile

ELDISLAX frá Chile kemur nú í vaxandi mæli inn á evrópska markaðinn. Fyrst og fremst er um að ræða fryst flök, sem eru 10 til 15% ódýrari en eldislax frá Noregi. Verðið er um 220 krónur á kíló út úr frystigámi, komið til kaupenda. Norðmenn hafa nokkrar áhyggjur af þessari samkeppni í Evrópu, en Chilemenn hafa verið þeim erfiðir keppinautar bæði í Bandaríkjunum og Asíu. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 399 orð

Minni kvóta mætt með sókn út fyrir landhelgi

Í FYRRA veiddust samtals 31.665 tonn hjá Granda hf. Það er heldur minna en árið þar áður þegar veiddust rúm 38 þúsund tonn. Heildarfobverðmæti voru 2,282 milljarðar í fyrra, en í hittifyrra var heildarverðmæti 2,469 milljarðar. 14.700 tonnum var landað til vinnslu hjá Granda á þessu ári, siglt var með 4.500 tonn til Bremerhaven í Þýskalandi og 12.400 tonn voru sjófryst. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 160 orð

Norðmenn afkastamiklir

RÚSSAR og Norðmenn voru afkastamestir í þorskveiðum við Norður-Atlantshaf árið 1994. Hvor þjóð aflaði þá um 316.000 tonna samkvæmt opinberum tölum. Allar Evrópusambandsþjóðinar öfluðu samtals 220.000 tonn og við Íslendingar vorum með 214.100. Alls varð þorskaflinn þetta ár tæplega 1,3 milljónir tonna, þannig að Rússar og Norðmenn voru með helming alls þorskaflans. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 256 orð

Norðmenn með ný og betri varðskip

NORSKA strandgæslan tekur í notkun tvö ný skip á þessu ári, Ålesund og Tromsö, en hvað það fyrrnefnda varðar er um að ræða kaupleigusamning við útgerðarfyrirtækið Remøy Shipping í Herøy á Sunnmæri, sem lét smíða það. Er samningurinn til 10 ára en eftir fimm ár getur strandgæslan keypt skipið. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 373 orð

Nýir starfsmenn ÍS

FRÉTTABRÉF Íslenskra sjávarafurða kynnir fjölda starfsfólks í nýjasta fréttabréfi sínu. Hér er á eftir kynning á fimm þeirra: Ingibjörg Þórisdóttir hóf störf sem ritari forstjóra 1. desember 1995. Ingibjörg er fædd 22. desember 1952. Hún lauk verslunarprófi árið 1970. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 301 orð

Nýr aflanemi frá R. Sigmundssyni

NÝR AFLANEMI er kominn á markaðinn frá fyrirtækinu R. Sigmundssyni, en að hönnun hans stóðu einnig Haftækni hf. og Ocean Systems. Að sögn Óskars Axelssonar, sölustjóra R. Sigmundssonar, er verðið allt að 25% lægra en á sambærilegum aflanemum sem fyrir eru á markaðinum. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 270 orð

Reynt að tífalda vöxtinn

SKOSKIR vísindamenn hafa sprautað 10.000 laxahrogn með erfðaefni úr annarri fisktegund og búast þeir við, að við það muni vöxtur laxins aukast, jafnvel tífaldast. Hafa Norðmenn miklar áhyggjur af þessum tilraunum og óttast, að takist þær vel, muni það verða til að eyðileggja laxeldið í núverandi mynd. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 406 orð

SH semur um 20.000 tonn af loðnu til Japan

GENGIÐ hefur verið frá einhverjum stærsta sölusamningi á frystri loðnu í sögu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Samningaviðræðum við japanska kaupendur lauk nýlega og hafa þeir skuldbundið sig til þess að kaupa allt að 20 þúsund tonn af loðnu á komandi vertíð. SH er stærsti útflytjandi á loðnu frá Íslandi og er stærsti söluseljandinn á loðnu í Japan. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 156 orð

Skrá Bretar skipin sín í Frakklandi?

MIKIÐ hefur verið um skráningar spænskra og hollenzkra fiskiskipa í Bretlandi undan farin ár. Með því hafa þessar þjóðir öðlast veiðileyfi við Bretland og hafa síðan landað aflanum í heimahöfnum á Spáni og í Hollandi. Brezkir útgerðarmenn íhuga nú að gera slíkt hið sama, það er skrá báta sína í öðrum löndum, þar sem þeir telja betur búið að útgerðinni en heima fyrir. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 261 orð

Útflutningsráð telur óráðlegt að fjárfesta í útvegi í Suður-Afríku

ÚTFLUTNINGSRÁÐ telur ekki ráðlegt fyrir íslenzk fyrirtæki að fjárfesta í fyrirtækjum í sjávarútvegi í Suður-Afríku. Í skýrslu Þorgeirs Pálssonar, deildarstjóra sjávarútvegssviðs Útflutningsráðs um sjávarútveg í Suður-Afríku og Namibíu, segir að mikil spenna og óvissa sé í sjávarútvegi Suður-Afríku vegna stefnu stjórnvalda í kvótamálum og fleiri þátta. Meira
31. janúar 1996 | Úr verinu | 64 orð

(fyrirsögn vantar)

BÁTAR frá Rifi hafa verið að rótfiska á línuna að undanförnu. Jóhann Adrésson var að landa úr Esjari SH, þegar ljósmyndar Versins bar að garði. Esjar var alls með 3,5 tonn á 25 bala og hafa þeir á Esjari löngum verið fengsælir. Línubátar sækja sjóinn stíft um þessar mundir meðan línutvöldun stendur yfir og bjargar margir kvótalitlir bátar miklu með því. Meira

Viðskiptablað

31. janúar 1996 | Viðskiptablað | 147 orð

Farþegum Flugleiða fjölgaði um 6,7%

FARÞEGUM sem ferðuðust með Flugleiðum á síðasta ári fjölgaði um 6,7% á milli ára og voru þeir liðlega 1,1 milljón á árinu 1995, að því er fram kemur í frétt félagsins. Í millilandaflugi nam farþegafjöldinn liðlega 830 þúsundum, sem er um 3,2% aukning frá því 1994. Farþegar í innanlandsflugi voru tæplega 267 þúsund á liðnu ári og er það um 3,8% aukning. Meira
31. janúar 1996 | Viðskiptablað | 189 orð

Kaupir meirihlutann í Frón

EGGERT Magnússon, stjórnarformaður Kexverksmiðjunnar Fróns hf. og eiginkona hans, Guðlaug N. Ólafsdóttir, hafa keypt 55% hlutafjár í fyrirtækinu. Seljendur bréfanna eru foreldrar Eggerts, þau Magnús Ingimundarson og Kristjana Eggertsdóttir, en þau munu eiga áfram um 45% hlutafjárins. Kristjana er dóttir Eggerts Kristjánssonar sem var stærsti hluthafinn um áratuga skeið. Meira
31. janúar 1996 | Viðskiptablað | 194 orð

Mesta eldsneytissala í sögu Olís

OLÍUVERSLUN Íslands hf., Olís, seldi á síðasta ári um 197 þúsund tonn af eldsneyti sem er metsala í 68 ára sögu fyrirtækisins. Jókst salan um 20 þúsund tonn, eða 11,4% frá árinu á undan, en á sama tíma jókst heildarsalan á markaðnum um 4%, eða 25 þúsund tonn. Meira
31. janúar 1996 | Viðskiptablað | 141 orð

Sun sýnir alnetstölvu á Demo '96

SUN Microsystems hyggst sýna frumgerð einfaldaðrar einkatölvu, sem er sérhönnuð í því skyni að fá aðgang að alnetinu. Talsmaður Sun segir að slík tölva, sem kallast NP Zero Internet útstöð, verði sýnd á kaupstefnunni Demo '96 í Palm Springs í Kaliforníu. Meira
31. janúar 1996 | Viðskiptablað | 67 orð

Svíar lækka vexti

SÆNSKI seðlabankinn lækkaði á mánudag vexti af skuldabréfum í endursölu í 8,45% úr 8,66%. Vextirnir gilda við sölu á skuldabréfum með samkomulagi um endurkaup eftir 14 daga að sögn bankans. Staða sænsku krónunnar styrktist strax eftir breytinguna og búizt er við að hún haldi áfram að eflast gagnvart mark. Meira
31. janúar 1996 | Viðskiptablað | 380 orð

Viðræður Apple og Sun fóru út um þúfur

VIÐRÆÐUR um samruna Apple tölvufyrirtækisins og Sun Microsystems eru farnar út um þúfur vegna ósamkomulags um verð að sögn kunnugra. Upp úr viðræðunum slitnaði í sama mund og skuldum Apple var skipað í áhættuflokk og könnun leiddi í ljós að Apple skipar ekki lengur annað sæti á einkatölvumarkaði í heiminum og Compac og IBM hafa meiri markaðshlutdeild. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.