Greinar laugardaginn 3. febrúar 1996

Forsíða

3. febrúar 1996 | Forsíða | 189 orð

Ekkert lát á verkföllum

FULLTRÚAR kolanámumanna og iðnjöfra í Rússlandi áttu í gær fund með Vladímír Kadanníkov aðstoðarforsætisráðherra sem fer með efnahagsmál, en fátt benti til þess að mikill árangur hefði orðið af viðræðunum. Sagði þingmaðurinn Vladímír Katalníkov, sem er í sambandi kolanámumanna, að verkföllum yrði haldið áfram. Vinna lá niðri í 124 námum í gær, að sögn Interfax-fréttastofunnar. Meira
3. febrúar 1996 | Forsíða | 125 orð

Fjarskiptahömlur upprættar

BANDARÍKJAÞING hefur samþykkt sögulegt frumvarp um breytingar á fjarskiptalögum sem rífur upp með rótum 62 ára gamlar samkeppnishömlur. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagðist myndu staðfesta frumvarpið með mikilli ánægju þar sem það skipti sköpum við að leggja upplýsingahraðbrautina sem vísa myndi allri bandarísku þjóðinni veginn mót aukinni velmegun. Meira
3. febrúar 1996 | Forsíða | 62 orð

Hættuleg litarefni

ÞJÓFUR í Esbjerg var óheppinn er hann braust inn hjá slátrara að næturlagi. Hann rann til og datt í ámu með rauðu litarefni. Efnið er notað til að lita pylsur, sagt vera mjög traust og lítil hætta á að það máist af á næstunni. Að sögn Ritzau- fréttastofunnar telur lögreglan í Esbjerg góðar horfur á að maðurinn náist fljótlega. Meira
3. febrúar 1996 | Forsíða | 299 orð

Múslimar frá Srebrenica mótmæla

KONUR úr röðum múslimskra flóttamanna frá Srebrenica grýttu bíla, hindruðu umferð og brutu rúður í stjórnsýsluskrifstofum Tuzla- borgar í gær. Þær kröfðust þess að haft yrði uppi á týndum eiginmönnum þeirra. Um 8.000 menn hurfu í Srebrenica er herir Bosníu- Serba tóku borgina í fyrra, hún hafði áður verið lýst verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna. Meira
3. febrúar 1996 | Forsíða | 161 orð

Nýtt lyf þykir vænlegt

NÝTT alnæmislyf, ritonavir, sem gerðar hafa verið tilraunir með í sjö mánuði, þykir lofa góðu, að sögn The New York Times í gær. Dánartíðni meðal sjúklinga sem tóku lyfið hefur minnkað um nær helming og sama er að segja um ýmsar alvarlegar aukaverkanir sjúkdómsins. Meira
3. febrúar 1996 | Forsíða | 53 orð

Taminn til veiða

Reuter Taminn til veiða VEIÐIMAÐUR í Kazakstan stendur uppi á klettadrangi í grennd við höfuðborgina Almaty og sleppir tömdum veiðierni sínum. Fuglinn færir húsbónda sínum ýmis smádýr. Gömul hefð er fyrir veiðiskap af þessu tagi í landinu er minnir á fálkaveiðar evrópskra aðalsmanna fyrr á öldum. Meira

Fréttir

3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 641 orð

4,2 tonn af zínki í frárennsli í Reykjavík

SIGURÐUR Hallsson verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirlitinu segir enga gerlamengun í vatninu og það sé því ekki skaðlegt, en hins vegar geti járn farið yfir þau mörk sem miðað er við. Hann segir tæringuna stafa af hönnunargöllum í pípulögnum og röngu efnisvali, auk þess sem vatnið sé nú basískara en áður. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 191 orð

70 komið við sögu í fíkniefnaeftirliti

LÖGREGLAN stöðvaði för manns á bíl skammt frá Mjölnisholti skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. Við leit fannst lítilræði af fíkniefnum á manninum, en hann er einn af um 70, sem komið hafa beint við sögu lögreglunnar undanfarnar tvær vikur vegna fíkniefnamála. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 395 orð

Aflaverðmæti togaraflotans 24 milljarðar í fyrra

HEILDARAFLAVERÐMÆTI ísfisktogara í fyrra reyndist vera 10,2 milljarðar króna sem er um 4% minnkun frá fyrra ári. Heildaraflaverðmæti frystitogara var tæpir 13,7 milljarðar króna sem er aftur á móti tæplega 5,5% aukning frá fyrra ári. Meðalafli á úthaldsdag hjá ísfisktogurum var um 9,1 tonn eða 0,3% minni en árið 1994. Meira
3. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 153 orð

Alnetið lúti alþjóðlegum reglum

FRÖNSK stjórnvöld segjast ætla að beita sér fyrir því að Evrópusambandið (ESB) setji reglur um tölvusamskiptanet eins og alnetið. Slíkar hugmyndir hafa sætt gagnrýni alnetsnotenda, sem segja að samskiptanetið hafi þróast eins hratt og raun ber vitni vegna þess að það hafi ekki verið háð reglum stjórnvalda. Þeir segja stjórnleysið einn af meginkostum alnetsins. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 488 orð

Brot á reglugerðinni geta varðað við hegningarlög

EMBÆTTI ríkislögmanns hefur sent frá sér lögfræðiálit, þar sem komizt er að þeirri niðurstöðu að reglugerð sjávarútvegsráðherra um skyldu íslenzkra útgerða, sem veiða rækju á Flæmingjagrunni, til að hafa eftirlitsmann um borð í skipum sínum, sé sett á grundvelli gildandi laga og brjóti ekki í bága við stjórnskipulega jafnræðisreglu. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

Dagskrárstjóri sjónvarps segir upp

SVEINBJÖRN I. Baldvinsson, dagskrárstjóri sjónvarps, hefur sagt starfi sínu lausu frá 1. mars næstkomandi, en uppsagnafrestur er 3 mánuðir. Sveinbjörn sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki tekið þessaákvörðun í neinniskyndingu, Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 545 orð

Dónaskapur að útiloka framboð

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist telja það dónaskap gagnvart embætti forseta Íslands ef hann útilokar hugsanlegt framboð sitt til embættisins. Hann segir ekki marga hafa hvatt sig til framboðs, mun fleiri hafi hvatt sig til að leita ekki eftir því að verða forseti. Þetta kemur fram í viðtali við Davíð í Alþýðublaðinu í gær. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 382 orð

Efast um að gengið verði gegn vilja biskups

SÓKNARNEFND Langholtskirkju samþykkti í gær að fela þriggja manna framkvæmdanefnd að ákveða hvort boðað yrði til opins safnaðarfundar vegna deilnanna í kirkjunni. Sjötíu manns úr söfnuðinum höfðu skorað á sóknarnefndina að boða til fundarins. Biskup og vígslubiskup leggjast gegn því að hann verði haldinn. Guðmundur E. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 443 orð

Egg út um alla móa

"MAÐUR öfundar gæsirnar af fjörugu ástarlífi í kringum húsið. Eggin hafa verið hérna út um alla móa í góðvirðinu. Hrafnarnir hafa kæst og verið kámugir um munninn eins og eftir ommelettuát," segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður og ábúandi í Laugarnesinu. Gæsirnar tóku upp á því að verpa í hlýindunum að undanförnu. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Englaspil í ÆvintýraKringlunni

HELGA Arnalds kemur í heimsókn í dag, laugardaginn 3. febrúar, kl. 14.30, með brúðuleikhúsið sitt Tíu fingur. Hún flytur brúðuleiksýninguna Englaspil en Helga hefur sjálf samið þáttinn og hannað brúðurnar. Leikstjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir. Meira
3. febrúar 1996 | Óflokkað efni | 22 orð

Félagið Svölurnar.

Félagið Svölurnar. Félagsfundur verður haldinn þriðjudagskvöldið 6. febrúar kl. 20 að Síðumúla 25. (Ath. breyttan fundartíma). Gestur fundarins er María Sigurðardóttir miðill. Stjórnin. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

Fimm sviptir teknir

LÖGREGLAN í Kópavogi hafði hendur í hári þriggja ökumanna í gær sem sviptir höfðu verið ökuleyfi en voru engu að síður akandi í umferðinni. Að sögn lögreglunnar er talsvert um það að menn haldi áfram akstri eftir að þeir hafa verið sviptir ökuleyfi. Grannt er fylgst með því hvort sviptir ökumenn eru í umferðinni og þeir samstundis stöðvaðir ef til þeirra sést. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 321 orð

Forvarnir hafa mikla þýðingu

ALLSHERJARNEFND Alþingis hélt sérstakan fund í gærmorgun um vímuefnavandamálið og fékk á sinn fund fulltrúa þeirra opinberu stofnana sem koma að því máli. Sólveig Pétursdóttir formaður allsherjarnefndar sagði að nefndarmenn hefðu talið rétt að halda þennan fund til að fá upplýsingar um stöðu mála eftir þá miklu umræðu sem undanfarið hefði orðið um vímuefni. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 715 orð

Framtíðin er á sameiginlegri ábyrgð íbúanna

BÆNDASAMTÖK Íslands, Ungmennafélag Íslands og Bændaskólinn á Hvanneyri hafa ákveðið að taka upp samstarf um almenna fullorðinsfræðslu í dreifbýli. Tilgangurinn er að efla þekkingu og sjálfstraust fólks og auðvelda því að takast á við viðfangsefni sín og skapa sér starfsgrundvöll til framtíðar í breyttu starfsumhverfi. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 132 orð

Fræðslunámskeið um stöðu konunnar

FÉLAG íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag Íslands standa fyrir fræðslunámskeiði um stöðu konunnar í þjóðfélaginu fyrr á öldum og verður fyrsta erindið í röð þriggja erinda flutt mánudagskvöldið 5. febrúar. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Fundur um alþjóðastjórnmál

STJÓRNMÁL á laugardegi halda síðdegisfund um samspil alþjóðastjórnmála og mannréttinda. Fjallað verður um nýlega afstaðin átök um aðild Rússa að Evrópuráðinu þar sem þrír fulltrúar Íslands sýndu enga samstöðu. Misjöfn afstaða til aðildar Rússanna byggðist á ólíku mati Íslendinganna á því hvernig mannréttindi yrðu helst vernduð og aukin í Rússlandi. Meira
3. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Fundur um vímuefni

OPINN fundur um áfengis- og vímuefnavandann verður haldinn í Borgarbíói á Akureyri á morgun, sunnudaginn 4. febrúar, kl. 14. Í hópi framsögumanna eru fulltrúar frá lögreglu, heilsugæslustöð, Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri. Umræður verða að loknum framsöguerindum. Það er Stórstúka Íslands sem gengst fyrir fundinum. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 618 orð

Fylgi við veiðileyfagjald vex með aldri

STUÐNINGUR við veiðileyfagjald er meiri meðal eldra fólks en yngra. Þó er meirihluti allra aldurshópa fylgjandi veiðileyfagjaldi nema í yngsta aldurshópnum, 15-24 ára, þar sem rúm 44% eru fylgjandi veiðileyfagjaldi sem renni í ríkissjóð. Meira
3. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 141 orð

Gamlir togarar geymdir við bryggju

Reyðarfirði-Á haustdögum gaf hafnarnefnd Reyðarfjarðar út auglýsingabækling þar sem kostir hafnarinnar og fjölþættir möguleikar voru tíundaðir. Nú skyldi höfnin geta sem best þjónustað umferð jafnt fiskiskipa sem flutningaskipa. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 411 orð

Gefa út síldarkvóta og skiptast á veiðiheimildum

ÍSLENZK stjórnvöld hafa náð samningum við færeysku landstjórnina um að gefa út sameiginlegan kvóta fyrir veiðar íslenzkra og færeyskra skipa úr norsk-íslenzka síldarstofninum. Jafnframt hefur verið samið um að Færeyingar fái að veiða loðnu í íslenzkri fiskveiðilögsögu, en Íslendingar fá á móti síldar- og makrílkvóta í lögsögu Færeyja. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

GUNNAR R.PÁLSSON

GUNNAR R. Pálsson, söngvari, lést í Flórída á þriðjudag, á 94. aldursári. Gunnar var búsettur í Bandaríkjunum í áratugi, en hann var m.a. kunnur hér á landi fyrir flutning sinn á laginu "Sjá dagar koma". Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Hárhús Kötlu í ný húsakynni

Hárhús Kötlu í ný húsakynni Akranesi. Morgunblaðið. Hárhús Kötlu á Akranesi hefur flutt sig um set í bænum og opnað nýja hársnyrtistofu í Stillholti 14. Katla Hallsdóttir er eigandi stofunnar og hefur hún starfrækt hárgreiðslustofu á Akranesi í tæp tíu ár. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Heimildir til óbeinnar fjárfestingar rýmkaðar

Þorsteinn segir að frumvarpið feli í sér rýmkaðar heimildir til óbeinnar fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi til samræmis við frumvarp sem viðskiptaráðherra hefur lagt fram um breytingar á lögum um fjárfestingar útlendinga á Íslandi. "Það er þó nokkuð síðan ríkisstjórnin tók ákvörðun um að rýmka heimildir til fjárfestinga. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Hugvitsmenn stofna landssamtök

STOFNFUNDUR landssambands hugvitsmanna verður haldinn laugardaginn 3. febrúar í fyrirlestrarsal Hins hússins við Aðalstræti í Reykjavík (gamla Geysishúsinu á horni Aðalstrætis og Hafnarstrætis) og hefst fundurinn kl. 14. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 277 orð

Hún hefur alltaf mjólkað vel

"HÚN hefur alltaf mjólkað vel," sagði Kristján Pétursson, bóndi á Ytri-Reistará í Arnarneshreppi um Huppu, en hún skilaði mestum afurðum allra íslenskra kúa á síðasta ári 10.103 kílóum. Kristján sagði að Huppa væri af kyni sem hann hefði ræktað í mörg ár. Hún væri meðal sinna allra bestu kúa. Meira
3. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 412 orð

Húsið hvarf og öll gatan rústir einar

FJÖLBÝLISHÚS gjöreyddist og hverfið í kring er í rústum eftir gífurlega dínamítsprengingu í borginni Shaoyang í Hunan-héraði í Kína á miðvikudagskvöld. Óttast er, að allt að 100 manns hafi týnt lífi í sprengingunni og mörg hundruð slösuðust en kínverskir embættismenn segja, að dínamítið hafi verið geymt í kjallara fjölbýlishússins. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð

Innsetning prófasts Borgfirðinga

BISKUP Íslands, herra Ólafur Skúlason, setur nýjan prófast í Borgarfjarðarumdæmi, sr. Björn Jónsson, inn í embætti sitt næstkomandi sunnudag. Athöfnin verður í Akraneskirkju og hefst kl. fjögur síðdegis. Innsetningin verður í upphafi guðsþjónustunnar og tekur sr. Ragnar Fjalar Lárusson prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra þátt í athöfninni. Sr. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 325 orð

Í 15 mánaða fangelsi fyrir tryggingasvik

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur féllst síðdegis í gær á kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins um viku framlengingu á gæsluvarðhaldi manns, sem á hlut að tryggingasvikum og er jafnframt grunaður um aðild að bankaráni í útibúi Búnaðarbanka Íslands við Vesturgötu í desember. Meira
3. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 147 orð

Íþróttamaður Borgarbyggðar 1995

Borgarnesi-Íþróttamaður Borgarbyggðar 1995 var valin Hanna Lind Ólafsdóttir 18 ára frjálsíþróttakona. Hún varð Íslandsmeistari 1995 í kringlukasti í flokki fullorðinna. Hanna sigraði á öllum þeim mótum sem hún tók þátt í innanlands 1995. Meira
3. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 244 orð

Japan sér ekki neyð í N-Kóreu

JAPANIR segja enga hungursneyð yfirvofandi í Norður- Kóreu og ætla ekki að senda þangað fjárhagslega aðstoð eða matvæli, að sögn talsmanns utanríkisráðuneytisins í Tókíó. Hann sagði að fulltrúar Bandaríkjanna, Suður- Kóreu og Japans hefðu komist að þeirri niðurstöðu á fundi í Hawaii í síðasta mánuði, að ástandið í Norður-Kóreu væri alvarlegt en hungursneyð væri ekki hægt að kalla það. Meira
3. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 156 orð

Japanskar tréristur og íslensk handrit

GLEÐI og hamingja er yfirskrift myndlistarsýningar sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 3. febrúar, en hún er sótt í ummæli Van Gogh um japanskar tréristur í bréfi til bróður síns. Í austur- og miðsal safnsins verða sýndar japanskar tréristur frá byrjun 19. aldar fram á hina 20. auk sýnishorna af kímanóum, óbis (mittislindum) og rullum. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 717 orð

Kröfur á þingi um breytt kosningalög Bréf frá AlþingiAlþingi hófst á þriðjudag eftir jólaleyfi. Guðmundur Sv. Hermannsson

Fyrsta þingvika ársins einkenndist af umræðu um fiskveiðistjórnun þótt hún hafi ekki verið formlega á dagskránni. Þingmenn tóku smá kvótasnerru um frumvarp um umgengni við auðlindir sjávar og síðan aðra um frumvarp um samningsveð, þótt í því sé raunar ekki minnst á aflakvóta. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 21 orð

Kökubasar LAUF

Kökubasar LAUF LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, heldur kökubasar í dag, laugardaginn 3. febrúar, fyrir framan Hagkaup í Kringlunni til styrktar félaginu. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð

Könnun á pappírsverksmiðju

AFLVAKI hf. og Reykjavíkurborg hafa undanfarnar vikur haft til skoðunar erindi nokkurra bandarískra fjárfesta í pappírsiðnaði um möguleika á að reisa pappírsverksmiðju hér á landi. Málið er á frumstigi en ef af verður er um að ræða 30-40 milljarða króna stofnfjárfestingu og framleiðslu á yfir 200 þúsund tonnum af gæðapappír á ári. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 100 orð

Landnámsleiðin um víkur og voga

ÚTIVIST heldur áfram raðgöngu sinni eftir áætlaðri landnámsleið sunnudaginn 4. febrúar. Farið verður með rútu frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 og komið að Bókasafni Reykjanesbæjar kl. 11.15. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 177 orð

Langur vinnutími foreldra áhyggjuefni

NEFND Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna segir í lokaathugasemdum sínum um réttindi barna á Íslandi að langur vinnutími foreldra kunni að ganga gegn þeim meginhagsmunum barna að dveljast meðal fjölskyldna sinna. Nægilegar ráðstafanir hafi ekki verið gerðar af hálfu íslenskra stjórnvalda til að koma í veg fyrir að börn séu ein heima meðan foreldrar þeirra eru að vinna. Meira
3. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 193 orð

MESSUR

AKUREYRARPRESTAKALL: Messa kl. 14 á morgun, Kór Akureyrarkirkju syngur. Vöfflukaffi selt í safnaðarheimili eftir messu á vegum Kvenfélags Akureyrarkirkju. Öldruðum er boðinn akstur að og frá kirkjunni, rúta fer frá Víðilundi kl. 13.40 og kemur við í Hlíð á leiðinni. Lagt af stað frá kirkjunni aftur kl. 16 þannig að fólki gefst kostur á að drekka messukaffi. Æskulýðsfundur í kapellunni kl. Meira
3. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 305 orð

Mesta atvinnuskapandi lagasetning síðari tíma

BÁÐAR deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt sögulegt frumvarp um breytingar á fjarskiptalögum sem rífur upp með rótum 62 ára gamlar samkeppnishömlur. Það er samdóma álit sérfræðinga að lagabreytingin eigi eftir að leiða til þess að milljónir nýrra starfa skapast í fjarskipaiðnaði á næstu 10 árum eða svo. Meira
3. febrúar 1996 | Miðopna | 468 orð

Miðstöð áfallahjálpar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra efndi til blaðamannafundar til að kynna tillögur nefndar um heildarskipulag áfallahjálpar á landinu. Hún byrjaði á því að þakka nefndarmönnum fyrir sérstaklega vandaðar tillögur. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 302 orð

Olíustöð Skeljungs í Öfirisey 25 ára

TUTTUGU og fimm ár eru liðin í dag, laugardag, frá því olíustöð Skeljungs hf. í Örfirisey var tekin í notkun. Það var 3. febrúar 1971 sem olíu var í fyrsta skipti landað á fyrri geyminn af tveimur sem félagið lét reisa í eynni. Landað var gasolíu úr sovétskipinu Petr Alekseev sem lestaði í Tuapse við Svartahaf. Móttöku olíunnar önnuðust Stefán L. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Pharmaco gefur 5 millj.

PHARMACO afhenti í gær barna- og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut 5 milljónir króna að gjöf. Gjöfin er afhent í tilefni 40 ára afmælis fyrirtækisins. Þetta fjárframlag leiðir til þess að deildin getur haldið úti mun meiri þjónustu í sumar en annars hefði orðið. Valgerður Baldursdóttir yfirlæknir á barna- og unglingageðdeildinni segir þetta framlag mikilsverðan stuðning. Meira
3. febrúar 1996 | Smáfréttir | 99 orð

PIZZA 67 bregður á leik með hressum krökkum á aldrinum 4 til 10 ára s

PIZZA 67 bregður á leik með hressum krökkum á aldrinum 4 til 10 ára sunnudaginn 4. febrúar. Lína Langsokkur ætlar að vera veislustjóri frá kl. 15 til 16 og bjóða upp á pitsur, kók og blöðrur eins og í alvöru afmæli. Skilafrestur litaspjalda rennur út 10. mars og verða veitt verðlaun fyrir bestu myndirnar og þær síðan birtar í Sjónvarpspésanum þann 28. febrúar. Meira
3. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Prentlistaverk í Deiglunni

SÝNING á prentlistaverkum eftir danska málarann, myndhöggvarann og grafíklistamanninn Svend Wiig Hansen verður opnuð í Deiglunni í Kaupvangsstræti laugardaginn 3. febrúar kl. 15.00. Sven Wiig Hansen vakti fyrst á sér athygli í dönsku listalífi snemma á sjötta áratugnum og hefur síðan verið í hópi fremstu listamanna Dana. Sýningunni lýkur 18. febrúar næstkomandi. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 174 orð

Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna

SAMKOMULAG um starfrækslu Ráðgjafarstofu heimilanna var undirritaður í gær, en um tilraunaverkefni er að ræða, sem 16 aðilar standa að. Ráðgjafarstofan mun starfa sjálfstætt að alhliða ráðgjöf í samstarfi við aðila að tilraunaverkefninu, en viðfangsefni hennar er fyrst og fremst fólk sem á í verulegum greiðsluerfiðleikum og komið er í þrot með fjármál sín. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Ráðstefna um sjálfboðavinnu

OPNUÐ verður sýning 5. febrúar nk. á Snorrabraut 27 sem ber yfirskriftina: Ungt fólk og sjálfboðavinna. Tilgangur sýningarinnar er að kynna þann heim sem ungu fólki opnast í sambandi við sjálfboðastarf erlendis og er sett upp í sambandi við ráðstefnu sem haldin er á vegum samtakanna Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS). Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 102 orð

Reglur rýmkaðar um starfsemi á helgidögum

DÓMS- OG kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, hefur kynnt frumvarp um helgidaga þjóðkirkjunnar í ríkisstjórn. Þorsteinn segir að frumvarpið feli fyrst og fremst í sér rýmkaðar heimildir til þess að hafa með höndum ýmsa starfsemi á helgidögum. Það miði að því að hægt verði að veita eðlilega þjónustu og öll almenn starfsemi, til að mynda menningarstarfsemi ýmiss konar, geti farið fram. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 204 orð

Samkomulag um flutning réttinda

SAMKOMULAG hefur tekist milli ríkisins, kennarafélaganna og Sambands íslenskra sveitarfélaga um flutning réttinda kennara þegar grunnskólinn verður fluttur frá ríki til sveitarfélaga. Björn Bjarnason menntamálaráðherra kynnti drög að frumvarpi um þennan flutning í ríkisstjórninni í gær. Frumvarpið gerir ráð fyrir að réttindi kennara færist með þeim til sveitarfélaganna. Meira
3. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 166 orð

Schiffer í Evró- baráttuna

MIKIL óvissa hefur ríkt undanfarna daga um áform Evrópusambandsríkjanna um sameiginlega mynt, Evró, er til stendur að byrja að taka upp árið 1999. Evró-áformin hafa fallið í mismunandi jarðveg meðal íbúa Evrópu og til dæmis í Þýskalandi sýna kannanir að mikill meirihluti er þeim andvígur. Meira
3. febrúar 1996 | Miðopna | 2408 orð

Sjö verkefni eru tilnefnd

NÝSKÖPUNARVERÐLAUN forseta Íslands, sem nýlega var stofnað til að frumkvæði Stúdentaráðs HÍ, verða afhent í fyrsta sinn í dag. Frú Vigdís Finnbogadóttir afhendir verðlaunin og fer afhendingin fram við upphaf Háskólahátíðar, vetrarbrautskráningar kandídata frá Háskóla Íslands, í Háskólabíói. Meira
3. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 460 orð

Skráðum vinnuslysum fækkar milli ára

VINNUEFTIRLITI ríkisins á Norðurlandi eystra bárust tilkynningar um 50 vinnuslys í umdæminu á síðasta ári. Í 20 tilfellum voru slysin þess eðlis að þau voru rannsökuð sérstaklega af Vinnueftirlitinu og rannsóknarlögreglunni. Á árið 1994 bárust 55 tilkynningar um vinnuslys í umdæminu. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 201 orð

"Skuggastjórn" í Dagsbrún

AÐSTANDENDUR B-listans sem varð undir í kosningu til stjórnar Dagsbrúnar á dögunum hafa ákveðið að setja á laggirnar svokallaða "skuggastjórn" til að veita nýkjörinni stjórn Dagsbrúnar aðhald. Kristján Árnason, formannsefni B-listans, Meira
3. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 262 orð

Sovétríkin endurreist og staða Rússlands styrkt

KOMIST kommúnistar til valda í Rússlandi munu þeir leitast við að endurreisa Sovétríkin með friðsamlegum hætti og treysta stöðu landsins sem stórveldis. Kemur þetta fram í grein eftir Gennadíj Zjúganov, leiðtoga rússneska kommúnistaflokksins, í bandaríska dagblaðinu New York Times í fyrradag. Meira
3. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Sólbakur tók niðri í Njarðvíkurhöfn

SÓLBAKUR EA, togari Útgerðarfélags Akureyringa hf. tók niðri í Njarðvíkurhöfn sl. miðvikudagskvöld. Stýrisbúnaður og skrúfublöð skemmdust og var farið með togarinn til Hafnarfjarðar, þar sem unnið er að viðgerð í flotkvínni. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 411 orð

Stofnuð verði nefnd um karfann með Grænlandi

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra útvegsmanna, segir í grein í Útveginum, fréttabréfi LÍÚ, að skoða eigi þann kost að Ísland yfirgefi Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndina (NEAFC) og stofni sameiginlega stjórnunarnefnd með Grænlandi til að stjórna karfastofninum á Reykjaneshrygg, auk þess sem öðrum ríkjum verði boðin aðild. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Stúdentum boðinn aðgangur að gagnasafni Morgunblaðsins

STÚDENTUM við Háskóla Íslands býðst nú aðgangur að gagnasafni Morgunblaðsins í gegnum alnetið. Í gagnasafninu eru yfir 360 þúsund greinar og fréttir sem birst hafa í Morgunblaðinu frá 1987. Aðgangur þessi er boðinn í samvinnu við verk- og kerfisfræðistofuna Streng hf. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Toppur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

STÓÐHESTURINN Toppur frá Eyjólfsstöðum er um þessar mundir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Á laugardag og sunnudag mun annar eigandi Topps, Snorri R. Snorrason, kynna hest sinn og svara spurningum gesta kl. 14­17.30. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð

Tröllamynd í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNING fyrir börn verður í Norræna húsinu sunnudag kl. 15. Sýnd verður kvikmyndini "Trollsteinen". Í fréttatilkynningu frá Norræna húsinu segir: "Í þessar mynd lifna tröllin við og viti menn, þau eru kannski allt öðruvísi en við héldum. Við förum í ferðalag með lítilli stelpu og pabba hennar inn í ævintýraveröld þar sem margt vekur furðu þeirra. Meira
3. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 95 orð

Uppreisnarlið flýr

UPPREISNARSVEIT í Tadsjikistan hörfaði í gær undan stjórnarhermönnum eftir að hafa sótt fram í átt að höfuðborginni, Dushanbe, til að krefjast þess að stjórn sovétlýðveldisins fyrrverandi færi frá. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 516 orð

Úthlutað var úr Kvikmyndasjóði Íslands í gær

ÁGÚST Guðmundsson fékk vilyrði fyrir hæstu upphæð til framleiðslu bíómyndar fyrir mynd sína "Það á að dansa" þegar úthlutað var úr Kvikmyndasjóði Íslands í gær. Í hans hlut komu 24 milljónir króna auk einnar milljónar í undirbúningsstyrk. Upphæðin nemur 25% að heildarkostnaðaráætlun myndarinnar. Meira
3. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 197 orð

Verðbréfafulltrúi í Íslandsbanka

NÝ ÞJÓNUSTA verður boðin í útibúi Íslandsbanka á Akureyri næstkomandi þriðjudag, en framvegis mun verðbréfafulltrúi veita einstaklingum ráðgjöf og þjónustu við kaup og sölu á verðbréfum. Edda Vilhelmsdóttir er verðbréfafulltrúi í Íslandsbanka á Akureyri og mun hún annast alla almenna ráðgjöf, kaup og sölu verðbréfa. Meira
3. febrúar 1996 | Smáfréttir | 43 orð

VETTVANGSFRÆÐSLA á fuglum verður við Olíustöð Skeljungs, Sker

VETTVANGSFRÆÐSLA á fuglum verður við Olíustöð Skeljungs, Skerjafirði, sunnudaginn 4. febrúar. Kl. 13.30­16 verða þar reyndir fuglaskoðarar með fjarsjár (teleskóp) og annað það sem til þarf að auðvelda mönnum að greina ýmsar tegundir fugla. Mikill fjöldi fugla er á þessum slóðum um þessar mundir. Meira
3. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 162 orð

Vill ákvæði gegn atvinnuleysi inn í sáttmálann

MONIKA Wulf-Mathies, annar fulltrúi Þýskalands í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hvetur í viðtali við Süddeutsche Zeitung í gær til að Maastricht-samkomulaginu verði breytt í því skyni að þrýst verði frekar á aðildarríkin að berjast gegn atvinnuleysi. Meira
3. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Vinur ÍS sigldi á ísspöng

LEKI kom að Vini ÍS seint í gærkvöldi eftir að báturinn sigldi á ísspöng þar sem það var að veiðum á Halamiðum, um 55 mílur útaf Vestfjörðum. Lensidælur höfðu undan og taldi skipstjóri því ekki þörf á aðstoð úr landi. Von var á bátnum til Ísafjarðar í morgunsárið. Fimmtán menn eru um borð í Vini, sem er í eigu Bakka í Hnífsdal, en gerður út frá Bolungarvík. Meira
3. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 119 orð

Völsungar verða í Puma búningum

Húsavík-Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík undirritaði um síðustu helgi fjögurra ára búningasamning við Kaupfélag Þingeyinga og heildverslun Ágústar Ármanns, umboðsmanns Puma á Íslandi, og munu allar deildir félagsins fá sérhannaða búninga og keppa undir merki Puma næstu fjögur árin. Meira
3. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 174 orð

Þjóðaratkvæði um aðildarumsóknir?

FRÁ því er greint í Evrópufréttum, sem Samtök iðnaðarins og Vinnuveitendasambandið gefa út, að sá orðrómur sé á kreiki í Brussel að ráðamenn innan ESB telji að í ríkjum, sem sækjast eftir aðild að sambandinu, eigi að greiða þjóðaratkvæði um aðildarumsóknina áður en hún er tekin fyrir. Meira
3. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 282 orð

Öruggur sigur þrátt fyrir andbyr

BRESKI Verkamannaflokkurinn vann öruggan sigur í aukakosningum í kjördæminu Hemsworth í Norður-Englandi á fimmtudag. Kjördæmið hefur verið öruggt vígi flokksins um langt skeið en frammámenn hans höfðu þrátt fyrir það áhyggjur af útkomunni þar sem flokkurinn hefur átt undir högg að sækja í umræðunni síðustu vikur, ekki síst vegna deilna um stefnuna í menntamálum. Meira

Ritstjórnargreinar

3. febrúar 1996 | Staksteinar | 298 orð

»Átak framhaldsskólanema ÁTAK framhaldsskólanema gegn fíkniefnaneyzlu verður

ÁTAK framhaldsskólanema gegn fíkniefnaneyzlu verður Alþýðublaðinu að leiðaraefni sl. fimmtudag. Aukin fíkniefnanotkun er vandamál samfélagsins alls, stendur þar, og "af því læra börnin sem fyrir þeim er haft". Samfélagsvandi Meira
3. febrúar 1996 | Leiðarar | 612 orð

leidari VIÐSKIPTI VIÐ ERLEND FISKISKIP MIKILVÆG

leidari VIÐSKIPTI VIÐ ERLEND FISKISKIP MIKILVÆG ORIÐ 1992 felldi Alþingi úr gildi lögin frá 1922 um bann við löndunum erlendra fiskiskipa í íslenzkum höfnum. Þau voru löngu úrelt orðin, m.a. vegna útfærslu landhelginnar og breyttrar veiði- og siglingatækni. Meira

Menning

3. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 180 orð

Arnold og Brian í jólamynd

BRIAN Levant hefur samið um að leikstýra jólamyndinni "Jingle All the Way". Hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt myndunum "The Flintstones" og "Beethoven". Þóknun hans fyrir "Jingle All the Way" verður 168 milljónir króna, eða þreföld á við það sem hann fékk fyrir að leikstýra "The Flintstones" á sínum tíma. Meira
3. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 113 orð

Dýrt frímerki

GALLAÐ frímerki, með mynd af Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta, seldist á 1.117 þúsund krónur á uppboði Christie's- fyrirtækisins á fimmtudaginn. Frímerkið er eitt af 200 slíkum, en það er gallað að því leyti að nafn Nixons er á hvolfi og myndin af honum tvískipt. Meira
3. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 66 orð

Hamingjusöm fjölskylda

ÞESSI mynd er sú eina sem ljósmyndarar hafa náð af allri fjölskyldu Nicole Kidman og Tom Cruise saman. Venjulega sér annað þeirra um börnin á meðan hitt stundar vinnu sína, en þau fóru saman til Ástralíu, þar sem þau sóttu brúðkaup systur Nicole. Þessi mynd var tekin við það tækifæri. Börn þeirra heita Isabella, sem er þriggja ára, og Connor, sem er eins árs. Meira
3. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Hvílík hamingja

MELANIE Griffith segist aldrei hafa verið jafnhamingjusöm og nú. Hún er ófrísk eftir unnusta sinn, Antonio Banderas. Hið sama má segja um Jennifer Flavin, en hún er ólétt eftir unnusta sinn Sly Stallone. Þessi hamingjusömu pör fóru saman út að borða á Planet Hollywood-veitingastað fyrir stuttu og þar var þessi mynd tekin. Meira
3. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 77 orð

Kvikmyndastjarna í Laxnesi

UGGLAUST kannast margir við hestinn Batman. Hann leikur reiðskjóta Baltasars Kormáks í myndinni Agnes, sem enn er verið að sýna í einu kvikmyndahúsa borgarinnar. Þórarinn Jónasson í Laxnesi er eigandi Batmans og segir hann að frægðin hafi að vissu leyti haft áhrif á Batman. "Það hefur verið svolítið erfitt að tala við hann upp á síðkastið. Meira
3. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 100 orð

Madonna lofar Bowie

MADONNA, sem nú er stödd í Argentínu við tökur á söngvamyndinni Evítu, sótti innvígsluathöfn Rokkhallar frægðarinnar í New York stuttu áður. Meðal listamanna sem innvígðir voru var David Bowie. Hann gat ekki mætt til athafnarinnar, þar sem hann var að spila á tónleikum í Helsinki. Madonna hélt hins vegar ræðu fyrir hans hönd og notaði tækifærið til að lofa hann í hástert. Meira
3. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 194 orð

Nýjar áherslu á Café Óperu

SIGÞÓR Sigurjónsson, sem rekið hefur Kringlukrána um árabil, festi ásamt fjölskyldi sinni kaup á Café Óperu fyrir skömmu og hefur hann ásamt rekstrarstjóranum Inga Þór Jónssyni unnið að því undanfarnar vikur að þróa fram nýjar áherslur í rekstri staðarins. Meira
3. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 91 orð

Púttaðstaða fyrir eldri borgara

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur sett upp púttaðstöðu fyrir eldri borgara í Stórhöfða 15 í samvinnu við Golfklúbb Reykjavíkur. Sigurður Hafsteinsson er forstöðumaður húsnæðisins. "Þetta er íþrótt sem á sívaxandi vinsældum að fagna meðal eldri borgara. Ég vil hvetja fólk til að mæta og spreyta sig á þessari skemmtilegu íþrótt. Meira
3. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 91 orð

Redford í Skyttunni

ROBERT Redford hefur tekið að sér að leika í spennumyndinni "Shooter", eða Skyttan. Tökur munu hefjast eftir að hann hefur leikstýrt myndinni "The Horse Whisperer", en tökur á henni hefjast í júní og þeim lýkur væntanlega í haust. Skyttan er byggð á skáldsögu Stephens Hunters, "Point of Impact". Meira
3. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 292 orð

Sambíóin forsýna myndina "Heat"

SAMBÍÓIN forsýnir um helgina kvikmyndina "Heat", lögreglu- og glæpasögu sem gerist í Los Angeles. Aðalhlutverkin eru í höndum Robert De Niro og Al Pacino. Þeir hafa aðeins einu sinni leikið saman í kvikmynd áður. Árið 1974 í Guðförðurnum II en þá sáust þeir aldrei saman á hvíta tjaldinu. Það ár fekk Robert De Niro Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Meira
3. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 93 orð

Sly rekur knöttinn

SYLVESTER Stallone, sem hefur samið um að leika í fjórum myndum fyrir 20 milljónir dollara, eða 1.300 milljónir króna, er líklega á góðri leið með að bæta þeirri fimmtu við. Hún heitir "A Man With a Football" eða Maður með knött og telst vera svokallaður spennutryllir. Meira
3. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Tilvonandi brúðhjón

ÞESSI mynd af Kiefer Sutherland og unnustu hans, Kelly Winn, var tekin á frumsýningu kvikmyndar í Kaliforníu fyrir skemmstu. Kiefer og Kelly tilkynntu um trúlofun sína í ágúst í fyrra og ráðgera að ganga í það heilaga í sumar. Kelly er 32 ára og ættuð frá Kanada. Meira
3. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 135 orð

Þorrinn á Kanaríeyjum

FLUGLEIÐIR á Kanaríeyjum héldu árlegt þorrablót sitt 26. janúar. Margt var um manninn og þótti gestum andrúmsloftið skemmtilegt, þar sem þorrinn var blótaður að íslenskum sið í framandi umhverfi. Farið var upp í hella í Guaydeque, þar sem innfæddir hafa búið frá upphafi byggðar á eynni. Meira

Umræðan

3. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 378 orð

Athugasemd við grein fræðslustjóra þjóðkirkjunnar

ÉG HNAUT um einkennilegar fullyrðingar fræðslustjóra þjóðkirkjunnar í Morgunblaðinu 27. janúar sl. Í greininni segir Örn Bárður Jónsson orðrétt: "Kirkjan er seld undir sömu örlög og önnur jarðnesk fyrirbrigði. (Róm. 8:20)." Þetta er auðvitað hárrétt en svo heldur fræðslustjórinn áfram: "En von kirkjunnar og trú er sú að kirkjan sé ekki alfarið af þessum heimi. Meira
3. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 403 orð

Athugasemd við sparnaðartillögur

MEÐ TILVÍSUN í skrif Morgunblaðsins frá 24. jan. sl. þar sem reifaðar eru sparnaðartillögur stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Sá hópur, sem hér lætur frá sér heyra, og telur þetta "Sparnaðarmál" sig miklu varða, er hópur hreyfihamlaðra og blindra, sem hefir undanfarin mörg ár átt því láni að fagna að njóta æfinga og samveru í Grensáslauginni, en hún er nú einmitt einn sá "blóraböggull", Meira
3. febrúar 1996 | Aðsent efni | 1394 orð

Fræðileg umræða á villigötum

SÍÐASTLIÐINN miðvikudag birtist í Morgunblaðinu frétt með fyrirsögninni "Ástæða til að vara við skrifum hans". Þar er sagt frá grein er birtist í Árbók hins íslenzka fornleifafélags fyrir tveimur mánuðum. Greinin er eftir Karl Grönvold jarðfræðing og fjallar hún um fræðimennsku mína á afar persónulegan hátt. Meira
3. febrúar 1996 | Aðsent efni | 487 orð

Gullkistan Þórisvatn

NÚ HILLIR undir að lokið verði við síðasta áfanga Kvíslaveitu og framkvæmdin þá loks að komast í arðsemi, með innkomu hluta Þjórsár í Þórisvatn og virkjun fallsins úr jöfnunarþró niður í Sigöldulón, 85 m, mun gefa ca 100 - 120 mw (um pípu frá stíflu fram á brún, svipar til Þingvallav.miðlunar, sbr. Steingrímsstöð). Þá fara menn að tala um uppblástur og landeyðingu, (úlfur, úlfur). Meira
3. febrúar 1996 | Aðsent efni | 596 orð

Hreyfum okkur

Aukin hreyfing í daglegu lífi minnkar líkurnar á að fá ýmsa langvinna sjúkdóma, segja Jóhanna M. Konráðsdóttir og Sólrún Jónsdóttir úr faghóp um hjartaendurhæfingu, sem fjalla hér um nauðsyn daglegrar hreyfingar. Meira
3. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 399 orð

Hægt að spara 347 milljónir í leikskólarekstri hjá Reykjavíkurborg

MEÐ því að bjóða út rekstur leikskóla Reykjavíkurborgar eða taka upp samningsstjórnun væri hægt að spara 347 milljónir króna á ári. Samkvæmt árbók sveitarfélaga fyrir rekstrarárið 1994 er heildar rekstrarkostnaður vegna hvers heilsdagspláss hjá Reykjavíkurborg að meðaltali 252 þúsund krónur sem er 17.000 krónur hærra en landsmeðaltal. Meira
3. febrúar 1996 | Aðsent efni | 893 orð

Lenti skýrsla ríkisendurskoðunar í ruslakörfunni?

Lenti skýrsla ríkisendurskoðunar í ruslakörfunni? Það eru ekki eðlilegir stjórnarhættir, segir Eyjólfur Eysteinsson, að fjármunir fari ekki á þá staði þar sem þeir gefa mest af sér. Meira
3. febrúar 1996 | Aðsent efni | 571 orð

Lyfjasala í samkeppni við "báknið"

Í KJÖLFAR athugasemda Ríkisendurskoðunar hefur einkavæðing ríkisfyrirtækja verið nokkuð til umræðu og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra aðgerða. Eitt virðast menn þó sammála um og það er að söluverð þeirra hafi verið stórlega vanmetið, hvort sem almenningur eða "einkavinir" hafa fengið að njóta. Meira
3. febrúar 1996 | Aðsent efni | 785 orð

Samstarf Evrópuþjóða í málefnum fatlaðra

ÞANN 7. febrúar nk. verður haldinn í Reykjavík fræðsludagur um samstarf Evrópuþjóða í málefnum fatlaðra, Helios II. Af því tilefni koma til landsins tveir embættismenn, þeir Bernhard Wehrens og Philippe Lamoral sem fara með yfirstjórn þessara mála fyrir hönd framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. EFTA ríkin fengu fulla aðild að samstarfsáætlun Helios II þann 1. janúar sl. Meira
3. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 254 orð

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Hátt ég tróni og heyri ei neitt, heiti Sjöfn og er í vanda. Ómaklega að mér sneitt. Er eitthvað til í þessum fjanda? Það er einkar fróðlegt að heyra Sjöfn Ingólfsdóttur segja frá því í fjölmiðlum að hún hafi ekki heyrt um neina óánægju í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Meira
3. febrúar 1996 | Aðsent efni | 1048 orð

Verður orkurannsóknum hætt?

Í SEPTEMBER sl. skipaði iðnaðarráðherra, Finnur Ingólfsson, nefnd til þess að endurskoða þann kafla orkulaga, er fjallar um Orkustofnun og Iðntæknistofnun. Nefndin skyldi gera tillögur um heppilega leið til þess að greina ráðgjöf og stjórnsýslustörf Orkustofnunar frá rannsóknum og þjónustu stofnunarinnar. Meira
3. febrúar 1996 | Aðsent efni | 925 orð

Það hálfa væri nóg

ÁGÆTU Íslendingar. Fyrir síðustu alþingiskosningar lagði Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, nokkrar spurningar fyrir þá stjórnmálaflokka sem í framboði voru. Þessar spurningar voru byggðar á skilmælum Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðra (The Standard rules on the Equalization of Opportunities for Persons with Disabilities). Meira

Minningargreinar

3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 532 orð

Álfheiður Margrét Jóhannsdóttir

Álfheiður Jóhannsdóttir á Friðarstöðum lést 24. janúar sl. og langar mig að kveðja þessa sómakonu með nokkrum línum og þakka henni samfylgdina. Hún var gift Sæmundi Jónssyni föðurbróður mínum sem lést á síðasta ári. Þau eignuðust tvö börn, Jónínu og Diðrik. Ég var heimagangur á heimili hennar frá barnsaldri enda vorum við Jónína dóttir hennar miklar frænkur og vinkonur. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 311 orð

Álfheiður Margrét Jóhannsdóttir

Margar af mínum björtustu bernskuminningum eru þær sem tengjast Friðarstöðum. Þar var hún amma mín yndisleg, frændsystkinin og leikfélagarnir Jonna og Diddi, Sæmundur með sinn glaða hlátur og hlýja faðm og síðast en ekki síst hún Álfheiður, fallega og góða móðursystir mín. Það var fastur liður í tilverunni öll mín bernskuár að dvelja á hverju sumri í lengri eða skemmri tíma hjá þessu heiðursfólki. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 137 orð

ÁLFHEIÐUR MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR

ÁLFHEIÐUR MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR Álfheiður Margrét Jóhannsdóttir fæddist á Kirkjubóli við Fáskrúðsfjörð 31. janúar 1926. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 24. janúar síðastliðinn eftir erfið veikindi. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Árnason búfræðingur og Jónína Benediktsdóttir húsmóðir. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 184 orð

Bóel Jónheiður Guðmundsdóttir

Ég hitti Bóel síðast fyrir um hálfum mánuði, en hún hafði þá átt í veikindum sínum í rúmt ár. Það var mikið áfall fyrir hana og fjölskylduna er hún veiktist, en þrátt fyrir allt virtist hún taka fréttunum af meiri ró en aðrir. En þjáningum Bóelar er nú lokið og það verður tómlegt að koma heim að Raufarfelli í framtíðinni, nú þegar hennar nýtur ekki lengur við. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 717 orð

Bóel Jónheiður Guðmundsdóttir

Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir. Þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Í dag er kvödd frá Eyvindarhólakirkju systir okkar Bóel Jónheiður eða Lilla, eins og við systkinin og fleiri kölluðum hana, eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm sem greindist fyrir rúmu ári. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 194 orð

Bóel Jónheiður Guðmundsdóttir

Hún amma er dáin. Þetta hljómar undarlega og ótrúlegt að við skulum ekki geta oftar sest í fang hennar né tekið utan um háls hennar. Það var alltaf gaman að koma til ömmu því hún var alltaf tilbúin að gera allt sem hún gat til að láta okkur líða vel. Við vitum að amma verður hjá okkur áfram og gætir okkar eins og hún var vön að gera þegar við vorum hjá henni. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 364 orð

BÓEL JÓNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

BÓEL JÓNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Bóel Jónheiður Guðmundsdóttir á Raufarfelli í Austur-Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu fæddist að Vorsabæ, Austur-Landeyjum, Rangárvallasýslu, 20. nóvember 1942. Hún lést á Landspítalanum að morgni 27. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Júlíus Jónsson, f. 6. janúar 1904, d. 16. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 282 orð

Elín Ólöf Þórarinsdóttir

Þegar nóttin kemur taktu henni fegins hugar. Hún mun loka hurðinni að baki deginum og lyfta byrði hans af herðum þínum. Hún, sem geymir fortíðina og safnar óskunum, mun vita hvert skal leiða þig og vídd hennar er önnur. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 364 orð

ELÍN ÓLÖF ÞÓRARINSDÓTTIR

ELÍN ÓLÖF ÞÓRARINSDÓTTIR Elín Ólöf Þórarinsdóttir fæddist 13. júní 1904 á Látrum í Mjóafirði. Hún lést 27. janúar síðastliðinn á Ísafirði. Foreldrar Elínar voru Þórarinn Einar Einarsson, f. 25. nóv. 1876 í Gjörfudal, d. 8. apríl 1968, og kona hans Guðrún Ásgeirsdóttir, f. 11. des. 1879 á Látrum, d. 8. maí 1961. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 759 orð

Elísabet Jóhannsdóttir

Elísabet, eða Lísa eins og hún var alltaf kölluð, kynntist því frá blautu barnsbeini að ganga ekki heil til skógar. Hún fæddist með hjartagalla sem læknavísindin kunnu ekki ráð við í þá daga. En allt var reynt svo hún fengi bata. Þegar hún var 16 ára hafði hún tvívegis leitað sér lækninga í Danmörku og ennfremur haldið vestur um haf til Bandaríkjanna. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 424 orð

Elísabet Jóhannsdóttir

Einu getum við gengið út frá, við fæðumst og við deyjum. Hvað tíminn þar á milli verður langur eða hvað hendir okkur á lífsleiðinni vitum við ekki. Ég velti því stundum fyrir mér hvort lífið sé röð tilviljana eða hvort allt sé ákveðið fyrirfram. Einhverra hluta vegna vil ég trúa því síðarnefnda. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 88 orð

ELÍSABET JÓHANNSDÓTTIR Elísabet Jóhannsdóttir fæddist að Bálkastöðum við Hrútafjörð 18. desember 1949. Hún lést á Sahlgrenska

ELÍSABET JÓHANNSDÓTTIR Elísabet Jóhannsdóttir fæddist að Bálkastöðum við Hrútafjörð 18. desember 1949. Hún lést á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg 15. janúar síðastliðinn. Eftirlifandi foreldrar hennar eru Jóhann M. Jóhannsson og Guðrún Magnúsdóttir. Elísabet ólst upp að Bálkastöðum til 14 ára aldurs í hópi átta systkina. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 410 orð

Ester Skúladóttir

Langri og fagurri ævi er lokið. Andstreymi lífsins mætti Ester mjög ungri, því að tveggja ára gömul missti hún föður sinn og tvö eldri systkin. Móðir hennar hætti þá búskap á jörðinni Reykjum í Hrútafirði og réð sig til starfa á ýmsum bæjum. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 116 orð

Ester Skúladóttir Ó, hvar ert þú, ljós, sem að lifðir í gær? Þú lifir víst enn, þó að bærist þú fjær, því birtan þín hverfur ei

Ó, hvar ert þú, ljós, sem að lifðir í gær? Þú lifir víst enn, þó að bærist þú fjær, því birtan þín hverfur ei bjarta frá mjer, nje blíðan og varminn sem streymdi frá þjer. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 367 orð

Evert Þorkelsson

Ég veit ekki hvenær eða hvar ég sá Evert Þorkelsson fyrst. Ég veit það hins vegar að svo langt aftur sem ég man, voru Evert, Rúna frænka og krakkarnir þeirra hluti af tilverunni. Einhvern veginn fór það svo, að þó ég ætti margt frændfólk á Króknum og manni væri alls staðar vel tekið, lenti ég langoftast heima hjá Evert og Rúnu þegar komið var á Krókinn. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 175 orð

Evert Þorkelsson

Elsku afi. Minningarnar sem við eigum um þig geymum við ávallt í hjarta okkar. Það var alltaf gaman að fara norður á Krók til þín og ömmu því að við vissum að þar yrði okkur tekið opnum örmum og vel um okkur hugsað. Nú þegar við kveðjum þig í hinsta sinn er það með miklum söknuði og eftirsjá. En um leið erum við þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum svo góðar með þér. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 113 orð

EVERT ÞORKELSSON

EVERT ÞORKELSSON Evert Skagfjörð Þorkelsson fæddist á Siglufirði 23. júlí 1918. Hann lést á Landspítalanum 27. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorkell Friðriksson og kona hans, Jóhanna Evertsdóttir. Evert kvæntist 19.12. 1942 Sigrúnu Ólöfu Snorradóttur, f. 11.3. 1913. Börn þeirra eru: 1) Guðlaugur Jens Björn, f. 16.2. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 394 orð

Friðgeir Jónsson

Mánudagurinn 29. janúar er einn þeirra daga sem festast okkur í minni. Friðgeir frændi er dáinn og þó kom andlát hans engum á óvart úr því sem komið var. Minningarnar frá bernsku okkar heima í sveitinni brjótast fram. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 449 orð

Friðgeir Jónsson

Á hverju sumri fram á unglingsár fórum við systkinin með foreldrum okkar norður í Yztafell. Þessar ferðir höfðu mikil áhrif á okkur. Í þeim sköpuðust ekki bara tengsl við afa, ömmu og ættingjana heldur líka við landið og náttúruna. Fyrir norðan er náttúra landsins fegurst, er skoðun sem þá tók bólfestu í hugum okkar. Í minningu okkar var og verður Geiri frændi hluti af þessari náttúru. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 617 orð

Friðgeir Jónsson

Ég vil með þessum línum minnast frænda míns, Friðgeirs Jónssonar frá Ystafelli. Ég kynntist honum sem ungur drengur þegar afi minn og amma, foreldrar Geira stóðu fyrir búi í Ystafelli. Smám saman varð breyting á ­ þeir móðurbræður mínir Friðgeir og Sigurður tóku að mestu við búinu, eins og eðlilegt var. Þeir skiptu að nokkru með sér búskapnum bræður og var féð meira á höndum Geira. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 626 orð

Friðgeir Jónsson

Hann Geiri frændi er dáinn, fréttin kom ekki á óvart, við vissum að hverju dró, þó aðdragandinn væri ekki langur. Þegar leiðir skiljast er margs að minnast. Geiri var alltaf fastur punktur í lífi okkar systkinanna. Ég held að ég muni fyrst eftir honum sitjandi á dráttarvélinni "Grána gamla" eins og við kölluðum hana, ég fékk að dingla með, Geiri var með pípuna í munninum og söng hástöfun. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 178 orð

FRIÐGEIR JÓNSSON

FRIÐGEIR JÓNSSON Friðgeir Jónsson var fæddur í Yztafelli í Suður-Þingeyjarsýslu 28. janúar 1927. Hann lést á sjúkrahúsinu á Húsavík hinn 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helga Friðgeirsdóttir frá Finnsstöðum og Jón Sigurðsson bóndi og rithöfundur í Yztafelli. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 629 orð

Fryolf Nielsen

Þegar sest er niður til að setja nokkur orð á blað til að kveðja og þakka, koma fram í hugann ótal minningar um góðan vin og samstarfsfélaga. Fryolf Nielsen kom ungur til Eyrarbakka frá Færeyjum, ekki kann ég að rekja ættir hans og læt það öðrum eftir. Á Eyrarbakka kynntist hann konu sinni, Eydísi Vilhjálmsdóttur, byggðu þau sér hús á hlaðinu hjá æskuheimili hennar og nefndu Sæból. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 156 orð

FRYOLF NIELSEN

FRYOLF NIELSEN Fryolf Nielsen fæddist 13. apríl 1933 í Lotra í Færeyjum. Hann lést 24. janúar síðastliðinn. Foreldrar Fryolfs voru Jóhannes Nielsen og Júlíanna María Nielsen. Fryolf var einn af fimmtán systkinum. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigurbjörg Eydís Vilhjálmsdóttir, f. 5.5. 1937 á Eyrarbakka. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 691 orð

Guðmundur Bjarni Jón Jónsson

Sú harmafregn barst á mánudaginn að hann Guðmundur Bjarni Jón mágur minn hefði látist þá um nóttina þar sem hann var staddur á Heilsuhæli náttúrulækningafélagsins í Hveragerði ásamt konu sinni. Gummi Bjarni, eins og hann venjulega var kallaður, átti við vanheilsu að stríða vegna hjartasjúkdóms, sem hrjáð hafði hann í nærri tvo áratugi. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 401 orð

GUÐMUNDUR BJARNI JÓN JÓNSSON

GUÐMUNDUR BJARNI JÓN JÓNSSON Guðmundur Bjarni Jón Jónsson fæddist 2. nóvember 1926 í Bolungavík. Hann lést á heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði 28. janúar sl. Foreldrar hans voru Elísabet Bjarnadóttir húsmóðir f. 9.5. 1895, d. 26.8. 1980 og Jón Guðni Jónsson sjómaður, bóndi og verkstjóri í Bolungavík. f. 20.1. 1899, d. 5.1. 1958. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 547 orð

Guðmundur B. Jónsson

Ekki hafði mér dottið það í hug að rúnturinn laugardagskvöldið tuttugasta janúar um Hafnarfjarðarhöfn og hesthúsahverfið í Kópavogi yrði sá síðasti sem við nafnarnir ættum eftir að fara saman. Ég hef verið að þvælast um með honum frá því að ég man eftir mér niður í Smiðju, í Djúpið og síðast en ekki síst á rúntinum. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 562 orð

Guðmundur B. Jónsson

Þegar ég sest niður til að rita nokkur kveðjuorð um tengdaföður minn, Guðmund B. Jónsson, sé ég fyrir mér glaðan og kvikan mann, sem kom með kæti með sér hvar sem hann fór. Fyrst þegar ég veit af honum rekur hann hér Vélsmiðju Bolungarvíkur af miklum myndarskap með marga menn í vinnu. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 809 orð

Guðmundur B. Jónsson

Tengdafaðir minn, Guðmundur B. Jónsson, varð bráðkvaddur 28. janúar. Margs er að minnast frá rúmlega aldarfjórðungs kynnum. En allt frá því ég steig fyrst fæti inn í húsið að Sólbergi í Bolungarvík var mér tekið af þeirri ljúfmennsku og alúð sem einkenndi húsráðendur þar og gerði það að verkum að maður var alltaf svo óskaplega velkominn. Á þessi löngu kynni ber engan skugga. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 823 orð

Guðmundur B. Jónsson

Síðsumars 1977 kom ég öðru sinni til Bolungarvíkur. Hafði komið þangað með vini mínum að vori til þremur árum áður og fundist mikið til staðarins koma, þarna virtist drjúpa smjör af hverju strái og bar allur bærinn þess merki. Allavega fékk ég þá tilfinningu þessa björtu vordaga. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 460 orð

Guðrún Sigurbjörg Sigurðardóttir

Elsku amma, þú hefur fengið hvíldina. Minningarnar um þig munum við geyma í hjarta okkar, því þú varst okkur svo kær. En nú þegar við kveðjum þig er efst í huga þakklæti fyrir það góða veganesti sem þú gafst okkur án þess að vita af því beint. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 117 orð

GUÐRÚN SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR

GUÐRÚN SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Guðrún Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Bóndastöðum, Seyðisfirði, síðast Smáratúni 13, Selfossi, fæddist 3. maí 1920 í Miðhúsaseli, Fellum á Fljótsdalshéraði. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar Guðrúnar voru Sigþrúður Gísladóttir og Sigurður Jóhannsson. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 111 orð

Guðrún Sigurbjörg Sigurðardóttir Elsku langamma, þar sem þú kvaddir svo snöggt og við getum ekki fylgt þér til hinstu hvílu

Elsku langamma, þar sem þú kvaddir svo snöggt og við getum ekki fylgt þér til hinstu hvílu hugsum við því meira til þín. Við geymum vel minninguna um þig. Elsku ömmu, Reyni, Erni og fjölskyldum þeirra ásamt öðrum aðstandendum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk á þessari stund. Ég vil ganga til náða nú, nú bið ég, Guð, mig geymir þú. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 213 orð

Guðrún Sveinsdóttir

Hjartans móðir, minningar vaka mér í hug þá litið er til baka. Þú ert dáin, þrekið mikla bilað, þínu góða dagsverki er skilað. Með Guð í hjarta gekkstu þínar slóðir, göfuglynda hjartans elsku móðir. Nú sefur þú í sælum draumafriði og sólin bjarta hnigin er að viði. (Ók. höf.) Elsku amma mín. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 263 orð

Guðrún Sveinsdóttir

Elskulega mamma mín, má ég örstutt ljóð þér færa, lítt þótt mýki meinin þín, mæðraprýðin góða, kæra. Meiri sól og sældarkjör sjálf þú öðrum létir valin heldur en þinni fylgdu för fram í gegnum kalda dalinn. Nyrðra, út við ægi blá, æskudagar skjótir liðu. Ei skal herma hörmum frá. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 180 orð

GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR

GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR Petrína Guðrún Sveinsdóttir fæddist á Hjallabakka í Húnavatnssýslu 27. desember 1909. Hún lést á öldrunardeild Landakotsspítala 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lilja Lárusdóttir og Sveinn Benjamínsson. Systkini hennar voru átta að tölu og var hún næstelst. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 339 orð

Ingimundur Jónsson

Núna er Mundi farinn á vit forfeðra sinna. Mundi hefur hann alltaf verið kallaður frá því ég man eftir mér. Það var sko engin lognmolla þegar Mundi var að heimsækja systur sína Siggu, móður mína, á Réttarholtsveginn. Maður var varla búinn að sleppa orðinu, mamma Mundi er kominn, þegar maður var hafinn á loft og dansað með mann, galsinn og krafturinn var slíkur að það var aldrei slegið af. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 135 orð

INGIMUNDUR JÓNSSON

INGIMUNDUR JÓNSSON Ingimundur Jónsson var fæddur á Klúku í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu 29. nóvember 1926. Hann lést á sjúkrahúsi Suðurnesja 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jórunn Agata Bjarnadóttir og Jón Sigurðsson bóndi á Bjarnarnesi í Strandasýslu. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 531 orð

Jófríður Stefánsdóttir

Elskuleg vinkona mín er látin, rúmlega 95 ára að aldri, andlega hress fram á síðustu stundu, en líkaminn farinn að gefa sig. Hefur hún að mestu verið rúmföst hin síðari ár en lengst af getað verið heima í Stafni. Þar hefur hún notið umsjár dóttur sinnar Ólafar og hennar fólks. Hinar dæturnar voru lengra undan en fóru marga ferðina heim til að létta undir. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 1210 orð

Jófríður Stefánsdóttir

Mig setti hljóðan og ég fann til þegar mér var tilkynnt um lát ömmu minnar, Jófríðar Stefánsdóttur frá Stafni í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Amma, sem þó er ekki amma mín heldur afasystir mín, var gift Helga Sigurgeirssyni bónda og söðlasmið. Bjuggu þau lengst af að Stafni, þar sem afi Helgi var borinn og barnfæddur, en sama ættin hefur búið þar frá byrjun nítjándu aldar. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 135 orð

JÓFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR

JÓFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR Jófríður Stefánsdóttir fæddist á Galtará í Gufudalssveit í A-Barð. 17. september 1900. Hún lést á heimili sínu í Stafni í Reykjadal í S- Þing. 24. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin María Jóhannsdóttir og Stefán Gíslason í Gufudalssveit. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 347 orð

Rósa Ólafsdóttir

Með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast frænku minnar Rósu Ólafsdóttur. Upp í hugann kemur þakklæti og virðing. Þakka ég þann tíma sem ég átti með Rósu. Hún var mjög dugleg kona og snyrtimennska einkenndi heimili hennar. Gott var að koma á Hrísateiginn. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 115 orð

RÓSA ÓLAFSDÓTTIR

RÓSA ÓLAFSDÓTTIR Rósa Ólafsdóttir var fædd í Vík í Mýrdal 3. október 1910. Hún lést í Sjúkrahúsi Neskaupstaðar 27. janúar síðastliðinn. Rósa var dóttir hjónanna Ólafs Ólafssonar og Ragnhildar Gunnarsdóttur, hún var næst yngst sjö systkina: Óskar Jónsson var elstur, þá Gunnar Ólafsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 528 orð

Sigríður Halldórsdóttir

Sigga á Kjörseyri, eða Sigga "úti í Húsi" eins og við kölluðum hana alltaf, á stóran sess í æskuminningum okkar. Sem börn og unglingar var hún hluti af okkar daglega lífi. Við vorum heimagangar úti í húsi hjá henni og systrunum Jónu og Höllu sem þar bjuggu með henni en eru látnar fyrir nokkru. Við fórum bara út í hús þegar okkur sýndist, eitt, fleiri eða bara öll. Meira
3. febrúar 1996 | Minningargreinar | 172 orð

SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR

SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Sigríður Halldórsdóttir fæddist á Kollsá í Hrútafirði 4. ágúst 1905. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Jónsson, hreppstjóri, oddviti og bóndi á Kjörseyri, d. 1948 og kona hans Jófríður Gróa Brandsdóttir, d. 1915. Meira

Viðskipti

3. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 95 orð

Aukinn hagnaður Alusuisse

HREINAR tekjur svissneska ál-, efna- og umbúðafyrirtækisins Alusuisse-Lonza jukust um yfir 80% á síðasta ári. Búist er við að þær verði meira en 380 milljónir svissneskra franka, eða um 21 milljarður íslenskra króna. Hreinn hagnaður fyrirtækisins árið 1995 var 115 milljónir svissneskra franka, eða um 6,4 milljarðar íslenskra króna. Meira
3. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Gull á hæsta verði í sex ár

VERÐ á gulli hefur ekki verið hærra í sex ár og fjárfestar hugleiða þann möguleika að verðið haldi áfram að hækka. Meiriháttar hækkanir á verði gulls kunna að vera í uppsiglingu," sagði sérfræðingur. Meira
3. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 194 orð

Gull- og farkorthafar fá aðild að Fríðindaklúbbnum

VISA Ísland - Greiðslumiðlun hf. hefur samið við Fríðindaklúbbinn um að allir handhafar Gull- og Farkorta Visa fái Fríðindakort fjölskyldunnar til afnota en það veitir afslátt og önnur fríðindi hjá um 340 verslunum og þjónustufyrirtækjum um allt land. Fríðindaklúbburinn hefur verið rekinn á vegum bókaútgáfunnar Vöku-Helgafells undanfarin ár. Meira
3. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 422 orð

Hagnaður um 64 milljónir króna á liðnu ári

KREDITKORT hf., útgefandi Eurocard greiðslukorta, skilaði alls um 105 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á síðasta ári, en 64 milljóna hagnaði eftir skatta. Rekstrartekjur félagsins námu alls um 409 milljónum og jukust um 18% frá árinu áður. Eurocard tókst að auka sína markaðshlutdeild á liðnu ári úr 25,6% í 26%, en hún hefur farið smátt og smátt vaxandi frá árinu 1992. Meira
3. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 275 orð

Kaupir 8% hlut í Skagstrendingi

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. keypti í gær um 8% hlutafjár í Skagstrendingi hf. á Skagaströnd eða sem nemur um 14,3 milljónum króna að nafnvirði. Þar með er ÚA orðið næststærsti hluthafinn í Skagstrendingi með um 20% hlut á eftir Hólahreppi sem á 25% bréfanna. Þriðji stærsti hluthafinn er síðan Burðarás hf., fjárfestingarfyrirtæki Eimskips, með tæplega 12% hlut. Meira
3. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Opel kallar inn 48.220 Frontera bíla

ÞÝZKI bílaframleiðandinn Adam Opel AG og brezka systurfyrirtækið Vauxhall hafa ákveðið að kalla inn 48.220 Frontera fjórdrifa bíla vegna hugsanlegra tæknigalla. Um er að ræða bíla framleidda fyrir febrúar 1995, þar á meðal 32.000 selda í Bretlandi. Sameignarfyrirtæki Isuzu í Japan og Bedford deildar Vauxhall í Luton norður af London framleiðir alla Frontera bíla. Meira

Daglegt líf

3. febrúar 1996 | Neytendur | 1021 orð

Andlitsfarði til verndar húðinni

ÞAÐ er margs að gæta þegar kaupa á andlitsfarða enda úrvalið mikið. María Hrönn Gunnarsdóttir kynnti sér hvernig farðar hafa þróast undanfarin ár og hvers beri að gæta við notkun þeirra. Meira
3. febrúar 1996 | Neytendur | 244 orð

Einungis rétthafi síma getur sótt um þjónustu

ÝMSA þjónustu er hægt að sækja um hjá Pósti og síma eins og t.d. sundurliðun reikninga. Nýlega ákvað kona ein að nýta sér þessa þjónustu og rölti á næsta pósthús í þeim erindagjörðum að biðja um sundurliðun reikninga fyrir sitt símanúmer. Sérstakt eyðublað þarf að fylla út og þegar konan afhenti það var hún spurð hvort hún væri rétthafi símans. Meira
3. febrúar 1996 | Neytendur | 46 orð

Ekki henda afgangskartöflum

Í lok máltíðar vilja margir henda afgangskartöflum í ruslið. Það er hinsvegar alveg ástæðulaust því auðvelt er að nýta þær í matargerðina. Bætið þeim í vöffludeigið, í kjöthakkið, brauðdeigið eða skerið í teninga og setjið í súpu með allskonar öðru grænmeti og súpukrafti. Meira
3. febrúar 1996 | Neytendur | 55 orð

Leggið ryðguð áhöld í edik

NÝLEGA rákumst við á húsráð í dönsku tímariti. Lesendum var ráðlagt að leggja leggja ryðguð áhöld í bleyti í edik yfir nótt. Að morgni eru áhöldin tekin upp og þá á að vera hægt að ná ryðblettum af. Smyrjið verkfærin síðan með olíu og áhöldin eiga að vera sem ný. Meira
3. febrúar 1996 | Neytendur | 59 orð

Silfrið pússað með álpappír og matarsóda

ÞEIR sem ekki eiga sérstakan silfurfægilög geta prófað gamalt húsráð. Leggið álpappír í botninn á potti og þar ofan á nokkrar skeiðar af matarsóda. Setjið hnífapörin eða það sem þrífa á í pottinn og látið vatn fljóta yfir. Sjóðið í nokkrar mínútur. Skolið með köldu vatni og nuddið með þurrum og mjúkum klút. Meira
3. febrúar 1996 | Neytendur | 26 orð

Útsala á kjúklingum hjá KÁ

Útsala á kjúklingum hjá KÁ ÞESSA dagana stendur yfir útsala á kjúklingum hjá verslunum KÁ. Kílóið kostar 398 krónur og útsalan stendur á meðan birgðir endast. Meira

Fastir þættir

3. febrúar 1996 | Dagbók | 2617 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 2. febrúar til 8. febrúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Ingólfs Apóteki, Kringlunni 8-12. Auk þess er Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14. Meira
3. febrúar 1996 | Í dag | 38 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 3. febrú

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 3. febrúar, er sjötug Ingibjörg Jónasdóttir frá Súgandafirði,til heimilis í Hátúni 10, Reykjavík.Eiginmaður hennar er Guðmundur A. Elíasson, fyrrverandi kaupmaður. Þau hjónin taka á móti gestum í safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkl. Meira
3. febrúar 1996 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Nýmynd Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. ágúst sl. í Grindavíkurkirkju af sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir og Haukur Guðberg Einarsson. Heimili þeirra er á Höskuldarvöllum 17, Grindavík. Meira
3. febrúar 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Nýmynd Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Innri-Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Einhildur Steinþóra Þórisdóttir og Sigurður Árni Geirsson. Þau eru búsett í Noregi. Meira
3. febrúar 1996 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Nýmynd Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí sl. í Keflavíkurkirkju af sr. Ólafi Oddi Jónssyni Katrín Ósk Þorgeirsdóttir og Guðmundur Gestur Þórisson. Heimili þeirra er á Fjarðavegi 25, Þórshöfn. Meira
3. febrúar 1996 | Í dag | 53 orð

ELLEFU ára bandaríska stúlku sem býr á Kyrrahafseynni Gua

ELLEFU ára bandaríska stúlku sem býr á Kyrrahafseynni Guam, langar að fá sendar myndir og upplýsingar um Íslands vegna verkefnis í skólanum hennar. Vill eignast pennavini: She Yun Hong, P.O. Box 4280, Agana, Guam 96910, U.S.A. Meira
3. febrúar 1996 | Fastir þættir | 649 orð

Fyrirsætur framtíðarinnar?

ÞÆR eru sammála um að það hafi ekki endilega verið draumurinn um fyrirsætustörf sem fékk þær til að fara á námskeiðið. "Það sem vakti áhuga minn var að námskeiðið býður upp á ýmislegt til að styrkja sjálfstraustið. Meira
3. febrúar 1996 | Fastir þættir | 346 orð

Gerry í söngleik

"ÉG var stundum spurður hvort mér væri sama þótt stelpurnar rifu utan af mér fötin," segir Gerry Marsden, höfuðpaur hljómsveitarinnar Gerry and the Pacemakers, sem naut mikilla vinsælda víða um heim á sjöunda áratugnum. "Ég svaraði þessu auðvitað játandi því það voru þær sem borguðu fötin og gátu því gert við þau það sem þeim sýndist. Meira
3. febrúar 1996 | Fastir þættir | 1075 orð

Guðspjall dagsins: Verkamenn í víngarði. (Matt. 20.)

Guðspjall dagsins: Verkamenn í víngarði. (Matt. 20.)»ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Meira
3. febrúar 1996 | Fastir þættir | 1275 orð

Gullnir strengir...

"GETUR verið að gítarinn sem Sessa frænka keypti í Bandaríkjunum í kringum 1950 hafi eitthvert söfnunargildi og sé því verðmætur?" Vera kann að ýmsir hafi ástæðu til að spyrja viðlíka spurninga. Réttnefndir safnaragripir ganga kaupum og sölum fyrir stórfé úti í hinum stóra heimi. Meira
3. febrúar 1996 | Fastir þættir | 330 orð

Hugmyndaflug ungra hönnuða

"Ég bjóst alls ekki við að vinna. Ég reiknaði með að einhver hinna keppendanna færi heim með sigurlaunin, þar sem mikið var af frumlegum búningum í keppninni." sagði Ingibjörg Grétarsdóttir, tvítug Reykjavíkurmær, sem sigraði í Facette-fatahönnunarkeppnin sem fram fór í Tunglinu nýverið. Hún hannaði kjól úr gagnsæu efni með máluðum áltölum. Meira
3. febrúar 1996 | Fastir þættir | 577 orð

Hver er lækningarmáttur sólarljóssins?

Spurning: Hver er lækningamáttur sólarljóssins? Mig minnir að hafa heyrt að Niels Finsen hafi stundað rannsóknir á þessu sviði. Er ef til vill skynsamlegt fyrir okkur Íslendinga að stunda ljósaböð í hæfilegum mæli yfir vetrartímann? Svar: Niels R. Finsen var danskur læknir af íslenskum ættum, sem varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1882. Meira
3. febrúar 1996 | Í dag | 450 orð

ÍKVERJA hefur borizt athugasemd frá Hrefnu Ingólfsdóttur,

ÍKVERJA hefur borizt athugasemd frá Hrefnu Ingólfsdóttur, blaðafulltrúa Pósts og síma, vegna skrifa hans síðastliðinn laugardag: "Víkverji gamli er enn við sama heygarðshornið og sendir Pósti og síma tóninn í pistli sínum laugardaginn 27. janúar. Meira
3. febrúar 1996 | Fastir þættir | 748 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 834. þáttur

834. þáttur ÞEIR félagar, Bjarki Elíasson og Eiríkur Þormóðsson, hafa enn sent mér gott bréf, og mun ég fleyta af því rjómann um hríð: I.Þeir vilja síður "að gantast sé mikið með orðtök. Nógur er ruglingurinn samt." Umsjónarmaður veit ekki alltaf hvenær menn rugla saman orðtökum viljandi, en oft er það víst af vankunnáttu. Meira
3. febrúar 1996 | Í dag | 116 orð

LEIÐRÉTTINGAR

Mynd af tönnum á baksíðu Morgunblaðsins í gær birtist á haus. Beðizt er velvirðingar á þessum mistökum. Eitt barnið vantaði á mynd Á blaðsíðu 12 í Morgunblaðinu í gær er mynd úr 100 ára afmæli Úlfars Karlssonar, þar sem hann er umkringdur börnum sínum. Á myndina vantaði eitt barna hans Steindór Úlfarsson. Meira
3. febrúar 1996 | Dagbók | 462 orð

Reykjavíkurhöfn:Í gær fóru Dísarfell, Víðir, Mælifell

Reykjavíkurhöfn:Í gær fóru Dísarfell, Víðir, Mælifell og Skógarfoss. Andrei Ivanov fór í gærkvöldi. Engey kom í gærkvöld. Örfirisey og Ásbjörn fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Svanur fór til útlanda í fyrrakvöld. Hrímbakur kom í gær. Meira
3. febrúar 1996 | Dagbók | 222 orð

SPURT ER ...»Ef treysta má þjóðsögunum reistu Ba

»Ef treysta má þjóðsögunum reistu Bakkabræður sér gluggalaust hús og fannst of dimmt innandyra. Hvernig reyndu þeir að ráða bót á því? »Norðmaðurinn Thor Heyerdahl hefur reynt að færa rök fyrir kenningum sínum um tengsl milli menningarheima fyrr á öldum með því að sigla á frumstæðum farkostum yfir úthöfin. Meira
3. febrúar 1996 | Fastir þættir | 323 orð

Steini í Kiwanis

"ÉG man vel eftir Gerry and the Pacemakers. Við tókum nokkur lög með þeim, eins og til dæmis I like it og How do you do, og einhver fleiri ef ég man rétt," sagði Sigursteinn Hákonarson á Akranesi, sem þekktur var hér á árum áður sem "Steini í Dumbó". Meira
3. febrúar 1996 | Í dag | 291 orð

Til hamingju Verslingar MIG langar að vekja athygli á frábæ

MIG langar að vekja athygli á frábærri sýningu Verslunarskólanema á söngleiknum "Cats". Þar er vel að verki staðið og öllum sem að standa til mikils sóma. Ég hvet fólk til þess að fara og njóta skemmtunarinnar. Einnig langar mig að nefna sérlega glæsilegt skólablað sem er nýkomið út og er þess virði að því sé gaumur gefinn, bæði að efni og útliti. Steinunn. Meira
3. febrúar 1996 | Fastir þættir | 204 orð

Úr dagbók nemanda

1-2 tími Dagskrá: Stundvísi, ganga, framsögn, líkamlegar stöður, mataræði, dans. Hvað lærði ég af tímanum?: Ég lærði margt í sambandi við mat og núna er ég meira meðvituð um það hvað ég læt ofan í mig. Ég lærði rétta líkamsbeitingu og hvernig á að ganga fyrirsætuspor. Meira
3. febrúar 1996 | Dagbók | 199 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir sunnanverðu Grænlandshafi er vaxandi lægð, sem hreyfist norðaustur. 1025 mb. hæð við Færeyjar þokast suðaustur. Spá: Suðaustan hvassviðri og rigning vestantil á landinu en hægari austantil og súld á Suðausturlandi. Hlýnandi veður. Meira

Íþróttir

3. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA REYNIR S. -SNÆF

1. DEILD KARLA REYNIR S. -SNÆFELL 98:113 SNÆFELL 14 12 0 2 345 054 24KFÍ 13 11 0 2 136 975 22ÍS 12 10 0 2 919 860 20ÞÓR Þ. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA ÍH -BÍ 29:

2. DEILD KARLA ÍH -BÍ 29: 21 HK 12 11 0 1 402 234 22FRAM 12 11 0 1 353 241 22ÞÓR 13 9 0 4 325 311 18ÍH 14 8 0 6 311 310 16FYLKIR 12 7 0 5 321 279 1 Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

A-RIÐILL

A-RIÐILL UMFN 25 21 0 4 2266 1976 42HAUKAR 25 21 0 4 2210 1924 42KEFLAVÍK 25 17 0 8 2310 2074 34TINDASTÓLL 25 13 0 12 1924 1953 26ÍR 25 11 0 14 2007 2042 22BREIÐABLIK Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

B-RIÐILL

B-RIÐILL UMFG 25 17 0 8 2316 2036 34KR 25 13 0 12 2108 2110 26SKALLAGR. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 290 orð

Búist við spennandi keppni í öllum greinum

Allt besta badmintonfólk landsins verður meðal keppanda á Meistaramóti Íslands, sem fram fer um helgina í húsi TBR við Gnoðarvog, og búist er við mjög spennandi keppni í öllum greinum. Í einliðaleik kvenna hefur Elsa Nielsen unnið flest mót vetrarins. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 200 orð

Danir unnu Júgóslava DANI

Danir unnu Júgóslava DANIR komu á óvart og unnu Júgóslava 30:24 í Lottókeppninni í handknattleik í Haugasundi í gærkvöldi. Danir byrjuðu með miklum látum, léku gríðarlega sterka vörn og uppskáru hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 595 orð

EBU greiðir 94 milljarða fyrir Ólympíuréttinn

ALÞJÓÐA Ólympíunefndin (IOC) tilkynnti í vikunni að samið hefði verið við Evrópusamband útvarpsstöðva (EBU) um einkarétt á sjónvarpssendingum í Evrópu frá ólympíuleikum 2000 til 2008 og greiðir EBU rúmlega 1,4 milljarða dollara ­ andvirði um 94 milljarða króna. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 364 orð

Erfiðir leikir framundan

Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari var ánægður með sigurinn og ýmsa þætti í leik íslenska liðsins en óánægður með fyrri hálfleik. "Ég er ánægðastur með að við náðum að snúa leiknum okkur í hag í seinni hálfleik eftir ömurlegan fyrri hálfleik. Við spiluðum agaðra en áður, spilið gekk betur, við náðum að splundra vörn mótherjanna með hraða og réttum ógnunum. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

Fjögur norsk lið í undanúrslitum

NORÐMENN eiga fjögur lið í undanúrslitum Evrópukeppninnar í handknattleik, þrjú kvennalið og eitt karlalið. Drammen leikur við sænska liðið Skøvde í borgarkeppninni og Hameln frá Þýskalandi og ungverska liðið Pick Szeged mætast í hinum leiknum. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 332 orð

Guðríður með landsliðinu eftir sjö ára hlé

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik leikur tvo leiki við Rússa í riðlakeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik um helgina. Fyrri leikurinn fer fram í Víkinni í dag kl. 16.30 og sá síðari á sama tíma á morgun. Auk þessara þjóða eru Holland og Svíþjóð í sama riðli. Þau mættust reyndar í fyrrakvöld, í fyrsta leik riðilsins, og sigruðu sænsku stúlkurnar örugglega - 26:16. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 150 orð

Handbolti bolti gegn eiturlyfjum

ÚRSLITALEIKIR í bikarkeppni karla og kvenna í handknattleik fara fram um næstu helgi, laugardaginn 10. febrúar. Forráðamenn handknattleikssambands Íslands og félaganna tveggja sem leika til úrslita í karlaflokki, KA og Víkings, hafa í hyggju að leggja lið baráttunni gegn eiturlyfjanotkun og kalla verkefnið Handbolti gegn eiturlyfjum. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 101 orð

Handknattleikur ÍBV - Víkingur20:17

Vestmannaeyjar, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla, föstudaginn 2. febrúar 1996. Gangur leiksins: 2:1, 3:2, 5:4, 7:5, 9:7, 10:10, 11:13, 13:14, 15:16, 17:17, 20:17. Mörk ÍBV: Gunanr Berg Viktorsson 8/3, Arnar Pétursson 6/1, Davíð Þór Hallgrímsson 4, Svavar Vignisson 1, Ingólfur Jóhannesson 1. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 258 orð

Handknattleikur Laugardagur: Evrópukeppni kvenna: Víkin:Ísland - Rússl.kl. 16.30 Sunnudagur: Evrópukeppni kvenna: Víkin:Ísland -

Handknattleikur Laugardagur: Evrópukeppni kvenna: Víkin:Ísland - Rússl.kl. 16.30 Sunnudagur: Evrópukeppni kvenna: Víkin:Ísland - Rússl.kl. 16.30 Körfuknattleikur Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 88 orð

Heimsmeistarií þolfimi á Ís-

SPÆNSKA stúlkan Carmen Valderas kemur framá Íslandsmótinu í þolfimi sem haldið verður í Laugardalshöll þann 3. mars næstkomandi. Carmen erþrefaldur Íslandsmeistari í þolfimi, vann kepni IAFí Japan, FIG í París og ICAF í Bandaríkjunum 1995. Í lok keppninnar í Laugardalshöll mun Carmensýna æfingarnar sem færðu henni sigur á umræddum mótum. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 142 orð

Ísland - Rúmenía24:23

Haugasund, Lottó-keppnin í handknattleik, föstudaginn 2. febrúar 1996. Gangur leiksins: 2:0, 3:4, 5:4, 6:6, 7:8, 7:11, 8:11, 8:12, 9:13, 13:13, 15:14, 18:16,20:18, 20:21, 21:21, 22:23, 24:23. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 281 orð

Körfuknattleikur NBA deildin Sacramento - Chicago85:105 Charlotte - Houston111:116 Detroit - Indiana87:70 Miami -

NBA deildin Sacramento - Chicago85:105 Charlotte - Houston111:116 Detroit - Indiana87:70 Miami - Philadelhpia124:104 New York - Orlando110:102 Dallas - Seattle103:100 Milwaukee - Denver108:102 Íshokkí NHL-deildin Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 139 orð

"Magic" langar að spila á ÓLí Atlanta

EARVIN "Magic" Johnson, sem hóf að leika með Los Angeles Lakers á ný í NBA- deildinni í vikunni, hefur áhuga á að leika með landsliðinu Bandaríkjamanna á ólympíuleikunum í Atlanta í sumar. Johnson sagði í samtali við blaðið Daily News í heimaborg sinni: "Ég vil mjög gjarna leika en það er enginn þrýstingur á það af minni hálfu. Ég vil ekki að menn haldi það. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 192 orð

Mikilvægur sigur ÍBV á Víkingum

Eyjamenn sigruðu Víkinga 20:17 í miklum botnbaráttuleik í 1. deild karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. ÍBV færðist því upp úr fallsætinu og hafði sætaskipti við Víkinga. Leikurinn var jafn allan tímann. Eyjamenn fóru betur af stað og höfðu frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik, án þess að ná teljandi forskoti. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 359 orð

Mistök gætu kostað okkur ólympíusæti

Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson badmintonmenn eru óánægðir með þátttöku sína í Opna austurríska meistaramótinu um síðustu helgi. Þeir komust í 8-liða úrslit og töpuðu þar fyrir dönsku pari sem síðan sigraði. Þar með er ekki öll sagan sögð því þegar þeir komu á fararstjórafund fyrir keppnina kom í ljós að nöfn þeirra voru ekki í keppnislistanum. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 109 orð

Njarðvík - KR86:82

Íþróttahúsið í Njarðvík. Úrvalsdeildin í körfuknattleik, föstudaginn 2. febrúar 1995. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 12:2, 25:8, 27:23, 43:30, 45:35, 51:37, 57:51, 67:63, 77:76, 81:80, 87:82. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 124 orð

Sabonis besti evrópski körfuboltamaðurinn

LITHÁINN Arvydas Sabonis, leikmaður Portland Trailblazers í bandarísku NBA-deildinni, er besti körfuknattleiksmaður Evrópu. Sú var niðurstaðan í árlegu kjöri ítalska tímaritsins SuperBasket sem gefið er út í Bologna, en það eru þjálfarar, leikmenn, dómarar, blaðamann og forráðamenn félaga í Evrópu sem kjósa og að þessu sinni bárust tímaritinu atkvæði frá 14 löndum. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 140 orð

SKÍÐI/HEIMSBIKARKEPPNIN

KATJA Seizinger frá Þýskalandi sigraði í risasvigi kvenna sem fram fór í Val d'Isere í Frakklandi í gær og er hún nú aðeins fjórum stigum á eftir Anitu Wachter í stigakeppninni. Þetta var fjórði heimsbikarsigur þýsku stúlkunnar á keppnistímabilinu. Renate Götschl, Austurríki, varð önnur, 0,26 sekúndum á eftir, og þýska stúlkan Hilda Gerg nældi í bronsið. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

Strákarnir stóðu við stóru orðin

HANDKNATTLEIKURStrákarnir stóðu við stóru orðin Íslenska liðið átti ekki að tapa fyrir Norðmönnum í fyrsta leik Lottó-keppninnar í Hamar í fyrrakvöld, en þeir lærðu af mistökunum, sögðust ætla að sigra Rúmena og gerðu það í Haugasundi í gærkvöldi. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 287 orð

Tíundi sigur Njarðvíkinga í röð

NJARÐVÍKINGAR unnu sinn 10. sigur í röð þegar þeir mættu vesturbæjarliði KR 86:82 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í "Ljónagryfjunni" í Njarðvík í gærkvöldi. Nokkur spenna var undir lok leiksins þegar KR-ingum tókst með góðri baráttu að ógna sigri heimamanna, en Njarðvíkingar sýndu mikla yfirvegun og léku eins og sá er valdið hefur og sigur þeirra var fyllilega verðskuldaður. Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

VALUR

VALUR 16 13 2 1 438 359 28KA 15 14 0 1 431 377 28HAUKAR 16 9 3 4 416 385 21STJARNAN 16 9 2 5 417 391 20FH 16 7 3 6 431 400 17UMFA 15 7 1 7 363 357 1 Meira
3. febrúar 1996 | Íþróttir | 229 orð

Þriðji sigur Luc Alphands

Frakkinn Luc Alphand sigraði í þriðja sinn í vetur í bruni heimsbikarsins er keppt var í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi í gær. Kandahar brunbrautin er ein sú erfiðasta í heimsbikarnum og var þetta fyrsta keppnin sem fram fer í brautinni síðan austurríska stúlkan Ulrike Maier lét lífið þar fyrir tveimur árum. Meira

Úr verinu

3. febrúar 1996 | Úr verinu | 123 orð

Hátt verð á olíu

ERLEND fiskiskip, sem landa afla sínum hér á landi taka ekki nema lágmarksbirgðir af olíu hér. Ástæðan er að verðið er fjórðungi til þriðjungi hærra hér en hjá keppinautum okkar í Noregi og á Nýfundnalandi. Meira
3. febrúar 1996 | Úr verinu | 157 orð

Loðna til Reyðarfjarðar

LOÐNUVERKSMIÐJA SR- Mjöls á Reyðarfirði tók á móti sínum fyrsta loðnufarmi í byrjun vikunnar þegar loðnuskipið Guðmundur ólafur frá Ólafsfirði kom með 600 tonn til löndunar. Það er orðið langt síðan verksmiðjan hefur tekið við hráefni til vinnslu enda dræm loðnuveiði undanfarið. Meira
3. febrúar 1996 | Úr verinu | 131 orð

Opið hús á sunnudag

VITA- og hafnamálastofnun hafa opið hús á morgun, sunnudag, milli klukkan 13.00 og 17.00. Gefst fólki þar kostur á að kynna sér starfsemi stofnunarinnar og þyggja veitingar. Í fullkomnum tilraunasal stofnunarinnar er nú líkan af Grindavíkurhöfn. Þar standa yfir prófanir á nýjum sjóvarnargörðum og mannvirkjum til að draga úr öldugangi í höfninni í Grindavík. Meira
3. febrúar 1996 | Úr verinu | 148 orð

Þreifingar eru í gangi

"OKKUR leist ágætlega á togarana svo langt sem það náði," segir Arnar Kristinsson, framkvæmdastjóri Básafells. Hann fór til Kanaríeyja í síðustu viku ásamt fulltrúum nokkurra annarra útgerðarfyrirtækja til að skoða 12 togara sem boðnir höfðu verið til sölu. "Það vantar mikið upp á að þeir henti okkar aðstæðum, en ef við fáum togara á lágu verði á það að ganga upp," segir hann. Meira

Lesbók

3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 298 orð

Barnastjarna og aðrar stjörnur

UM helgina munu Skífan hf. og bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox efna til kvikmyndahátíðar í Regnboganum í tilefni þess að í árslok 1995 voru 100 ár liðin frá fyrstu kvikmyndasýningum fyrir almenning. "Skífan hf og 20th Century Fox bjóða nú til kvikmyndahátíðar sem fyrst og fremst er ætlað að heiðra hinn almenna bíógest s.l. áratuga. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 454 orð

Byr undir báða vængi

KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari sagði í samtali við Morgunblaðið að með frammistöðu sinni í óperuhúsinu í Hamborg hefði honum tekist að hnekkja þeim ummælum sínum að Þjóðverjar væru þungir á bárunni og erfitt væri að "skaka við sálartetrinu í þeim". "Það voru fagnaðarlæti í 5-6 mínútur eftir tvær aðalaríurnar, "Ah! si ben mio" og "Di quella pira". Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 305 orð

Corretto

"VIÐ byrjuðum að vinna saman haustið 1994 og það hefur tekið tímann síðan þá að spila okkur saman," sögðu Sigurður S. Þorbergsson básúnuleikari og Emil Friðfinnsson hornleikari, meðlimir í Corretto-málmblásarakvintettinum, sem heldur sína fyrstu opinberu tónleika í dag kl. 17 í sal FÍH við Rauðagerði. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 888 orð

"Dýrð Krists" í Hallgrímskirkju

Tónleikar á vegum listvinafélags Hallgrímskirkju. Hörður Áskelsson organisti flutti verk eftir Jón Leifs, Jón Nordal og Jónas Tómasson. Sunnudagskvöld 28. janúar. TÓNLEIKAR á vegum listvinafélags Hallgrímskirkju voru haldnir á sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju Hér var um að ræða stórviðburð þar sem efnisskrá þessara tónleika samanstóð eingöngu af íslenskum nútímaverkum fyrir orgel, Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 324 orð

DÝRSLEGT

Söng- og dansleikur eftir Andrew Lloyd Webber Eftir ljóðum T.S. Eliot Magnea Matthíasdóttir þýddi Leikstjóri: Ari Matthíasson Tónlistarstjóri: Þorvaldur B. Þorvaldsson Danshöfundar: Birna og Selma Björnsdætur Aðalleikendur: Kjartan Sigurðsson, Valgerður Guðnadóttir, Þórunn Egilsdóttir Sigríður Kristjánsdóttir, Jóna Valdimarsdóttir, Íris Stefánsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Rún Ingvarsdóttir, Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 651 orð

Efnilegur flautuleikari

Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjóri En Shao. Einleikari Hallfríður Ólafsdóttir. Fimmtudagur 1. febrúar. RÚN eftir Áskel Másson var fyrsta viðfangsefni kvöldsins og jafnframt frumflutningur, en verið er samið 1993 og 4, segir í efnisskrá. Rún er samin fyrir stóra hljómsveit og tekur 10 mín. í flutningi. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 398 orð

Eldheitur rómanskur elskhugi

ÞÝSKA dagblaðið Die Weltsegir Kristján Jóhannsson óperusöngvara hafa náð stórkostlegum árangri í hlutverki sínu í óperunni Il Trovatore eftir Verdi í ríkisóperunni í Hamborg í grein, sem birtist 27. janúar. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Febrúardagskrá menningarársins í Kaupmannahöfn Framú

Leikhúsdagskrá febrúarmánaðar á menningarári Kaupmannahafnar einkennist af framúrstefnuverkum, hráum nútímaverkum og svo sígildum Ibsen. Auk þess er nýhafin sýning á verki eftir bandaríska leikhúsmanninn Gerald Thomas hjá Dr. Dantes Aveny leikhúsinu í leikhúshverfinu gamla á Friðriksbergi. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1694 orð

Frekar heimsborgin en hafið

LÓFATAKIÐ var langt og mikið og söngvarar í aðalhlutverkum hneigðu sig djúpt, lögðu hönd að hjartastað, sendu fingurkossa. Einn þeirra, hávaxinn og reffilegur maður með mikla rödd, klappaði fyrir hljómsveitinni, brosti breitt og veifaði til áhorfenda í kveðjuskyni. Þetta var Kristinn Sigmundsson, sem söng í síðasta sinn í La Boheme í Bastillu- óperunni í París seint í janúar. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 132 orð

Gegnum regnbogann Thor Vilhjálmsson þýddi

Upp í mót sniglumst við þrátt, gegnum ljós og skugga, lengra æ upp í skarðið, lokað á vetrum, nýrutt nú gegnum sex m. snjó og síðan niður. Framundan, langt fyrir neðan regnbogi: Hér, í fyrsta sinn á ævi minni, séður að ofan, þess vegna ekki hálfur bogi, nei, heill, fullgerður hringur af ljósi, skugginn af bílnum í honum miðjum: Í rúmgóðri svartri nöf. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2141 orð

"Hamarinn við Friðmundará"

INN AF Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu gengur afdalur sem nefnist Forsæludalur, en hann er vettvangur mikilla og furðulegra atburða í fornsögunum. Hann liggur í nokkuð beinu framhaldi af Vatnsdalnum til landsuðurs, og eftir honum rennur Vatnsdalsáin. Innsti bærinn er samnefndur dalnum, en þar innar þrengist dalurinn og áin rennur í gljúfrum. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 37 orð

Horft á Helnwein

RÚSSNESKUR lögregluþjónn virðir fyrir sér mynd eftir þýska myndlistarmanninn Gotfried Helnwein. Þetta er eina myndin á sýningu, sem var opnuð á fimmtudag í Rússneska safninu í St. Pétursborg. Listamaðurinn gaf safninu myndina. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 499 orð

Hræðilegir atburðir í Lönguhlíð 13

Að kvöldi fimmtudagsins 11. janúar síðast liðinn voru framin morð í húsinu við Lönguhlíð 13 í Reykjavík. Fyrst var ungur drengur kyrktur í greip ómennis er hann flýði djöfulinn. Ómennið skar úr honum hjartað og augun. Húsráðandi dröslaði illa útlítandi líkinu inn í litla geymslu undir súð. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3316 orð

Hverjir eiga Hveravelli? Fær svipmót öræfanna að ríkja þar áfram?

Ásíðustu vikum hefur orðið allnokkur titringur eftir að kynnt var nýtt deiliskipulag Svínavatnshrepps í A-Húnavatnssýslu fyrir Hveravelli á Kili. Samkvæmt skipulagslögum nr. 19/1964, eru hreppar landsins skipulagsskyldir, en í vitund almennings eru hrepparnir eitt og afréttir á hálendinu annað. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1893 orð

Í Haukadal við Dýrafjörð

VIÐ sunnanverðan Dýrafjörð skerast dalir inn í rismikið hálendið. Allir eiga þeir áþekka jarðsögu en sinn hverja um byggð og mannlíf. Einn þeirra komst snemma inn í þjóðarsöguna og hlaut þar töluvert rými; varð aðalvettvangur einnar þekktustu fornsögunnar ­ Gísla sögu Súrssonar. Færri þekkja seinni tíma sögu þessa dals. Hún er líka forvitnileg. Dalurinn heitir Haukadalur. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 182 orð

Í leit að listinni á alnetinu

Louvre-safnið: http: //www.paris.org:80/Musees/Louvre Hér er að finna nokkrar myndir úr hverri deild, teikningar af hæðum og sögu safnsins. Metropolitan Museum of Art: http://www.metmuseum.org Miklar upplýsingar og fjöldi mynda, en þungt í vöfum. Whitney Museum of American Art: http://www.echonyc.com/~whitney Sýndarsafn á öld sýndarveruleika. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1175 orð

Lagleg frammistaða

EITT af því sem sækir nú á þá sem lifa og hrærast í óperuheiminum, er sú spurning hvort söngvarar sem hafa útlitið með sér, séu að ýta góðum en ófríðum söngvurum út í horn? "Óperuhús eiga nú fullt í fangi með glæsilega söngvara sem geta ekki sungið og síður glæsilega söngvara sem syngja vel," segir bandaríski gagnrýnandinn og fræðimaðurinn J. A. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 305 orð

Listir á leið inn á alnetið

HINN lokaði heimur listaverkasalanna mun brátt heyra fortíðinni til. Stöðugt meiri upplýsingar um listir er nú að finna á alnetinu og þeir, sem vilja kaupa listaverk, geta nú borið saman gallerí með því að notfæra sér heimasíður og tölvubanka og jafnvel athugað hvað fengist hefur fyrir verk ákveðinna listamanna á uppboðum til samanburðar. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 454 orð

Litríkur og glettinn leikur

Hafsteinn og Guðríður St. Sigurðardóttir fluttu verk eftir Vivaldi, Bozza, Hindemith, André Bloch, Ibert, Oubradous og Weber. Samleikarar í verki Bozza, Brjánn Ingason og Rúnar Vilbergsson. Þriðjudagurinn 30. janúar 1996. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð

Ljósmyndir frá Afríku

LJÓSMYNDASÝNING Páls Guðjónssonar mun verða opnuð í Ljósmyndamiðstöðinni Myndás, Laugarásvegi 1, í dag, laugardaginn 3. febrúar kl. 14. Þar mun Páll sýna ljósmyndir frá Afríku en þar ferðaðist hann í 8 mánuði árið 1992 og heimsótti þar 17 þjóðlönd. Myndirnar eru svipmyndir af litríku mannlífi og villtu dýralífi, m.a. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 969 orð

Máldauði á vorum dögum Eftir HELGA HARALDSSON Heimurinn minnkar hröðum skrefum. Samskipta- og samgöngutækni fleygir ört fram.

Fyrir mörgum áratugum hélt Baldur Bjarnason magister erindi í útvarpið sem hann nefndi "Hinn deyjandi Galli" eftir samnefndu listaverki sem sýnir helsærðan Galla hníga í valinn. Baldri fannst nafnið táknrænt fyrir örlög Galla og keltneskra þjóða yfirleitt. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 71 orð

Málverkauppboð á Hótel Sögu

GALLERÍ Borg heldur málverkauppboð á Hótel Sögu á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Boðin verða 80 verk, flest eftir gömlu meistarana og má þar nefna Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Finn Jónsson, Jón Stefánsson, Jón Engilberts, Þorvald Skúlason, Mugg, Þórarinn B. Þorláksson, Jón Þorleifsson og Kristínu Jónsdóttur. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 104 orð

Menningarferð enskuskorar Háskóla Íslands

NEMENDUR enskudeildar HÍ hyggja nú á menningarferð til Oxford og London. Lagt verður af stað 5. febrúar og komið heim 11. febrúar. Fyrst er ferðinni heitið til Oxford þar sem nemendur munu sjá og kynnast háskólalífi þar. Megintilgangur ferðarinnar er að koma af stað viðræðum um samstarf milli enskudeildar HÍ og málvísindadeildar við Christ Churc College í Oxford. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 93 orð

Menningarverðlaun VÍS afhent

VERÐLAUN úr Menningarsjóði VÍS verða afhent næstkomandi mánudag, 5. febrúar, kl. 17. Forseti Íslands frú Vigdís Finnbogadóttir afhendir verðlaunin við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands. Menningarsjóður VÍS var stofnsettur í tilefni af 5 ára afmæli félagsins á síðasta ári og er þetta í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 477 orð

MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Kjarvalsstaðir Olivier Debré, Komar og Melamid og Ingólfur Arnarsson til 18. febr. og Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn Íslands Ný aðföng III til 25. febr. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á vatnslitamyndum Ásgríms út mars. Listasafn Kópavogs Blaðaljósmyndir til 11. febr. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Ný aðföng III

Opið alla daga frá 12-18. Lokað mánudaga. Til 25. febrúar. Aðgangur ókeypis. INNKAUP safnráðs á myndverkum íslenzkra listamanna er nokkuð sem kemur mörgum við, ekki einungis þeim sem eru í fyrirsvari eða listamönnunum sjálfum, meður því að það er þjóðin öll sem á safnið. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 881 orð

Nýársþankar um óljóða-farsóttina

Þarf ekki þjóðin að staldra við og ræða málin í alvöru, þegar enginn kann eitt einasta ljóð eftir svokölluðu ljóðskáld, sem hæst er hossað! Þau eru að sjálfsögðu á ljóðskáldastyrk en samkvæmt viðtali við útgefanda er algengast að ljóðabækur seljist í 60­250 eintökum. Algjör undantekning ef salan er hærri. Það er af sem áður var t.d. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð

Nýir tímar

Er þér alveg sama þó hjarta mitt hrökkvi einn góðan veðurdag í sundur með miklum brothljóðum þín vegna. Þú hugsar ef til vill hún fær sér þá bara gervihjarta sem kann ekki að elska og þá getur hún hætt að ásaka mig. Höfundurinn er rithöfundur í Reykjavík. Ljóðið er úr nýrri ljóðabók hennar, sem heitir "Ljóðaleikir". Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1369 orð

Rómantísk píanóverk

RÓMANTÍSKI tíminn í tónlistarsögunni var draumatími píanóáhugamanna því þá urðu mörg helstu píanóverk tónbókmenntanna til og tónskáld kepptust við að nýta sér möguleika hljóðfærisins sem þá hafði náð hápunkti í hljómstyrk og tónfegurð. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 205 orð

Samstarf um fjöllista- verk

FJÖLLISTAVERKIÐ "Sagan af dátanum" eftir Igor Stravinsky er sýnt í Lindarbæ. Sýningin er samstarfsverkefni nemenda í Leiklistarskóla Íslands, Listdansskóla Íslands og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Frumkvæðið að samstarfinu kom frá Tónlistarskólanum síðastliðið haust en samæfingar allra skólanna hófust í síðasta mánuði. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 71 orð

Síðasta sýningarhelgi

"TÓM herbergi eru í sjálfu sér áhugaverð, hlutföll, gólf og loft, skuggspil og litbrigði - andblær þeirra, auk tengsla við hinn ytri heim. Áhugi minn beinist að því að vinna með þessa eiginleika, að metta rýmið án þess að vinna gegn því," segir Ingólfur Arnarsson myndlistarmaður en sýningu hans í Ingólfsstræti 8 lýkur nú á sunnudag. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2715 orð

Strákurinn og strætið

Íhuga stráksins er eiginlega ekki til nema ein verslun og það er Geirabúð, sem hann Geiri á, og það er ljóst að Geiri er vinur barna og katta, hann hefur svo oft sagt það sjálfur. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1092 orð

Svart gler og samvizka

Vinkona mín sagði mér frá því að þegar þau hjónin voru að láta skipta um gler í gluggunum á íbúðinni sinni, þá hafi glerísetningarmaðurinn sagzt geta látið hana hafa svart gler. Henni fannst þetta furðulegt tilboð og svaraði því til að hún kærði sig lítið um það. Hún vildi hafa venjulegt gler sem sæist vel út um og ekkert vesen. Þá lét maðurinn hana hafa nótu. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 601 orð

"Sýning doktors Caligari"

"HÁPUNKTUR kvikmyndahátíðarinnar í tilefni aldarafmælis kvikmyndanna er sýning á þöglu myndinni "Sýning Doktors Caligari" (Das Kabinet des Doktor Caligari) við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói 7. febrúar. Hljómsveitarstjórinn er Þjóðverjinn Mark A. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

Vatnslitamyndir í safni Ásgríms

SÝNING á vatnslitamyndum Ásgríms Jónssonar verður opnuð í dag, laugardag, í safni hans á Bergstaðarstræti 74 í Reykjavík. Sýndar verða um 25 myndir frá um fimmtíu ára tímabili á ferli listamannsins, sú elsta frá 1904 og sú yngsta frá 1952, og sýna þær breiddina í túlkun og tækni þessa mikla vatnslitamálara. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1865 orð

Verndun deyjandi tungumála í Rússlandi

Það er alkunna að í Rússlandi, þ.ám. í Leningradhéraði, á fjöldi tungumála á hættu að deyja út. Hér er skjótra aðgerða þörf. Eftir 10 til 20 ár verður víða ekkert eftir til að bjarga þótt menn verði allir af vilja gerðir. Þá vaknar sú spurning hvort það sé ómaksins vert að bjarga þessum málum? Spurningin er ekki út í bláinn. Meira
3. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 5234 orð

(fyrirsögn vantar)

Íslensk ljóð.AAðalheiður Sigurbjörnsdóttir: Brotin blöð, Kaldhæðnisbjúgverpill 41. tbl. bls. 10. Andri Snær Magnússon: Haust. 43. tbl. bls. 11. Anna S. Björnsdóttir: Í upphafi. 6. tbl. bls. 7 Anna Karin Júlíussen: Byltingarávarpið. 38. tbl. bls. 8. Meira

Ýmis aukablöð

3. febrúar 1996 | Dagskrárblað | 79 orð

Gerð Peningalestarinnar

STÖÐ 319.55Kvikmyndagerð Á dagskrá Stöðvar 3 í kvöld er þáttur um gerð kvikmyndarinnar "Money Train" eða Peningalestin með þeim Wesley Snipes og Woody Harrelson. Skyggnst verður bakvið tjöldin á tökustöðum en myndin var að miklu leyi tekin upp í New York. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.