Greinar laugardaginn 10. febrúar 1996

Forsíða

10. febrúar 1996 | Forsíða | 216 orð

Byggingin lék á reiðiskjálfi

"MÉR fannst fyrst eins og þetta væri jarðskjálfti en áttaði mig fljótt á að það gat ekki verið. Höggbylgjan var mikil, ég fékk hellu fyrir eyrun og byggingin lék á reiðiskjálfi," sagði Elvar Guðmundsson kerfisfræðingur sem varð vitni að tilræðinu í London í gær. Auk Elvarsvarð SigurðurArngrímssonverðbréfasalivitni að sprengjutilræðinu. Meira
10. febrúar 1996 | Forsíða | 186 orð

Færeyingar leggja kvótakerfinu

SAMKOMULAG hefur tekist í Færeyjum um að hverfa frá kvótakerfi við fiskveiðar og taka í staðinn upp sóknarstýringu, sem byggist á ákveðnum fjölda veiðidaga og friðun veiðisvæða. Landsstjórnin á formlega eftir að taka afstöðu og lögþingið verður að breyta lögum en ekki er búist við neinni fyrirstöðu á þessum vettvangi. Meira
10. febrúar 1996 | Forsíða | 85 orð

Íhaldsflokkur dregur á

BRESKIR íhaldsmenn og stjórn Johns Majors forsætisráðherra fengu mikla uppörvun í gær, er skoðanakönnun leiddi í ljós, að bilið milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins hafði minnkað um 13% á einum mánuði. Meira
10. febrúar 1996 | Forsíða | 360 orð

Rúmlega 100 slasast í sprengingu

GÍFURLEGA öflug sprengja sprakk í Isle of Dogs hverfinu í austurhluta London á áttunda tímanum í gærkvöldi og var talið að írski lýðveldisherinn (IRA) eða klofningshópur úr honum, írski þjóðfrelsisherinn (INLA), hefði verið þar að verki. Að sögn lögreglu slösuðust á annað hundrað manns, þar af sex lífshættulega. Meira
10. febrúar 1996 | Forsíða | 114 orð

Verðbólgan svipt ál og gúrkum

ÍTALSKIR matmenn geta nú gætt sér á ál með góðri lyst og án þess að hafa það á samviskunni, að þeir séu um leið að fóðra verðbólguna. Ástæðan er sú, að ítalska hagstofan, Istat, hefur gjörbreytt körfunni, sem framfærsluvísitalan er miðuð við. Meira

Fréttir

10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 292 orð

40 ferkílómetra lón hannað við Hágöngur

UNNIÐ er að gerð verkhönnunar fyrir vatnsmiðlun í Köldukvísl við Hágöngur, svonefnda Hágöngumiðlun. Skýrsla liggur fyrir um forathugun miðlunarinnar. Stærð lónsins við yfirfallshæð verður um 40 ferkílómetrar en um 10 ferkílómetrar við lægsta vatnsborð. Meira
10. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 87 orð

Afmælisins minnst með peningagjöf

ÁTTATÍU ár voru liðin 5. febrúar sl. frá stofnun sjómannafélags á Ísafirði. Á fundi sem haldinn var stuttu fyrir afmælið var ákveðið að halda ekki upp á afmælisdaginn með öðrum hætti en þeim að minnast látinna ísfirskra sjómanna og voru Ísafjarðarkirkju af því tilefni færðar 500 þúsund krónur að gjöf. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 410 orð

Aldrei fleiri án atvinnu í borginni

ALDREI hafa fleiri verið án vinnu í Reykjavík en í lok síðasta mánaðar, en þá voru 3.670 skráðir á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar. Þegar mest var í fyrra voru 3.600 á atvinnuleysisskrá í Reykjavík. Atvinnuleysi jókst um allt land milli desember og janúar en er á flestum stöðum minna í janúar nú en á sama tíma í fyrra. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 340 orð

Athugasemd vegna frystitogara á Kanaríeyjum

MORGUNBLAÐINU hefur borizt til birtingar eftirfarandi athugasemd frá Þorsteini Guðnasyni hjá skipasölunni UNS: "Vegna ummæla Pálma Stefánssonar hjá Básafelli í Morgunblaðinu þann 8. febrúar sl. um frystitogara á Kanaríeyjum sem boðnir hafa verið til sölu og skipasala í því sambandi vill undirritaður koma eftirgreindu á framfæri. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 337 orð

Aukinn kostnaður sveitarfélaga nálgast 9 milljarða

STARFSHÓPUR sem er að leggja mat á kostnað við tilfærslu grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga telur að á næstu árum muni bætast kostnaður upp á tvo til þrjá milljarða kr. við þá fjárhæð sem áætlað er í fjárlögum þessa árs að reksturinn kosti. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 230 orð

Á annað hundrað manns á biðlista

Á ANNAÐ hundrað manns bíður eftir að komast í nýja segulómsjá Læknisfræðilegrar myndgreiningar hf. í Domus Medica. Þorkell Bjarnason, læknir hjá LM, segir að rannsóknir í segulómsjánni hafi hafist í byrjun janúar. "Aðsóknin hefur verið mjög mikil enda hafa langir biðlistar verið eftir því að komast í tækið á Landspítalanum frá upphafi. Hér bíða á annað hundrað eftir að komast að. Meira
10. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 411 orð

Áhyggjur af hormónum draga úr neyslu

NEYSLA á nautakjöti í Evrópu hefur farið stöðugt minnkandi á síðustu árum, ekki síst vegna ótta neytenda við hormónanotkun við nautgriparækt. Mestur hefur samdrátturinn orðið í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu. Sem dæmi um neyslusamdráttinn má nefna að árið 1985 borðaði meðalbelginn 26 kíló af nautakjöti en einungis 16 kíló á síðasta ári. Í Evrópusambandinu í heild er samdrátturinn ögn minni. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 461 orð

Ástæðulaust að efast í barnsfaðernismálum

UNNIÐ er að því að setja evrópska staðla yfir DNA-rannsóknir og segir dr. Gunnlaugur Geirsson, prófessor og forstöðumaður rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði, að íslenskar rannsóknarstofur muni halda að sér höndum með endurnýjun á búnaði, þar til þeir staðlar liggi fyrir. Meira
10. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 448 orð

Bilun í þotunni eða mannleg mistök

HECTOR Roman Torres, flugmálastjóri Dóminíkanska lýðveldisins, segir að engin merki sprengingar hafi fundist á braki úr Boeing-757 þotunni sem fórst undan ströndum landsins aðfaranótt miðvikudags. Hann sagði að líklega væri skýringarinnar annað hvort að leita í bilun í þotunni eða mannlegum mistökum flugmannanna. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 240 orð

Borgarnes horfið úr Símaskránni

BORGNESINGAR eru ósáttir við yfirskrift í símaskránni yfir símanúmerum í bæjarfélaginu, þar sem Borgarnes er ekki nefnt. Fram kemur í Borgfirðingi að bæjarstjórinn í Borgarbyggð og framkvæmdastjóri Markaðssviðs Borgarness hafi sent Pósti og síma athugasemd við að stjórnsýsluheitið Borgarbyggð skuli vera notað í símaskránni. Farið er fram á að Borgarnes verði aftur notað sem yfirskrift. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Braggi hrundi vegna snjóþyngsla

HLUTI gamals bragga við Sævarhöfða hrundi síðdegis í gær vegna snjóþunga og ryðs, að því að talið er. Bragginn, sem var í eigu Steypustöðvarinnar, var með steyptum veggjum, um 430 fermetrar að stærð, og stóð til að rífa hann. Meira
10. febrúar 1996 | Miðopna | 1442 orð

Búist við erfiðum viðræðum um olíusölu

HAFNAR eru viðræður fulltrúa Íraka og Sameinuðu þjóðanna um samþykkt sem Öryggisráðið gerði fyrir næstum ári, þar sem Írökum er leyft að selja olíu fyrir um 2 milljaða dollara, um 130 milljarða króna, tvisvar á ári. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 23 orð

Drottning Norðursjávarins

Drottning Norðursjávarins TEXTINN með mynd Sigmund í gær brenglaðist í vinnslu blaðsins svo Norðursjórinn varð neðansjávar. Morgunblaðið biðst afsökunar á þesum mistökum . Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 722 orð

Ekki verið færðar sönnur á sparnaðinn

GUNNLAUGUR Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, segir það dæmi um óvönduð vinnubrögð Ríkisútvarpsins þegar því er haldið fram að sparnaður í rekstri stofnunarinnar verði 80­85 milljónir króna á ári við flutning Sjónvarpsins af Laugavegi í Efstaleiti. Hann segir að ekki hafi verið færðar sönnur á að sparnaður hljótist af flutningnum. Meira
10. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Elías Gíslason ráðinn hótelstjóri KEA

ELÍAS Bj. Gíslason hefur verið ráðinn hótelstjóri á Hótel KEA í stað Gunnars Karlssonar sem lét af störfum um síðustu mánaðamót en hann hefur tekið við starfi skattstjóra á Norðurlandi eystra. Elías hefur starfað undanfarin tvö ár sem atvinnu- og ferðamálafulltrúi Vestmannaeyjabæjar, en hafði áður m.a. gegnt starfi hótelstjóra á Edduhótelunum á Húnavöllum og að Laugum í Dalasýslu. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Englaspil í Ævintýra- Kringlunni

HELGA Arnalds kemur í dag, laugardag, í heimsókn með brúðuleikhúsið sitt Tíu fingur og flytur brúðuleiksýninguna Englaspil. Leikritið er ætlað 2 til 8 ára börnum og eru þau látin taka virkan þátt í sýningunni. Ævintýra-Kringlan er listasmiðja fyrir börn á 3. hæð Kringlunnar þar sem þau geta hlustað á sögur, sungið, málað og fleira á meðan foreldrarnir versla. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Febrúarmessa Kvennakirkjunnar

FEBRÚARMESSA Kvennakirkjunnar verður haldin í Árbæjarkirkju sunnudaginn 11. febrúar kl. 20.30. Umfjöllunarefni messunnar verður fyrirgefningin og þakklætið. María Bergmann predikar og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir leiðir konur í íhugun um það hvernig þær geta fyrirgefið sjálfum sér. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 726 orð

Fékk neitun læknis um bætur hnekkt í Tryggingaráði

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins til skoðunar hvort ástæða sé til að kæra til landlæknis lækna sem skrifuðu læknisvottorð sem fjórir menn, sem verið hafa í haldi vegna meintra tryggingasvika við sviðsetningu umferðarslysa, nýttu til að svíkja 1.100 þúsund krónur í sjúkradagpeninga út úr Tryggingastofnun. Jón K. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 167 orð

Félagsleg verkefni færist til

RANNVEIG Guðmundsdóttir þingmaður Alþýðuflokks vill að skipaður verði starfshópur sem skilgreini hvaða stofnanir og verkefni heilbrigðisráðuneytis séu í raun félagsleg verkefni sem eðlilegra væri að heyrðu undir félagsmálaráðuneytið. Í kjölfarið verði unnin áætlun um að flytja þau verkefni milli ráðuneyta. Meira
10. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 297 orð

Félagsmálaráðuneytið óskar eftir skýringum

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sent hreppsnefnd Skútustaðahrepps bréf, þar sem óskað er eftir skýringum á þeim skilyrðum sem sett eru í nýgerðri samþykkt hreppsnefndar. Beiðni ráðuneytisins er send í framhaldi af fyrirspurn Hjörleifs Sigurðarsonar á Grænavatni, þar sem óskað er eftir áliti ráðuneytisins á því hvort þau skilyrði, Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Framtalsfrestur til mánudags

ÞAR SEM lokaskilafrest skattframtals ber upp á frídag eða laugardaginn 10. febrúar lengist fresturinn fram til miðnættis mánudaginn 12. febrúar. Skattstofur verða opnar milli kl. 13 og 16 í dag. Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, sagði að stjórnsýslulög segðu til um að ef frestur rynni út á frídegi framlengdist hann til næsta virks dags á eftir. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 165 orð

Frumvarp gegn barnaklámi

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að leggja fram frumvarp sem gerir það refsivert að hafa í vörslum sínum barnaklámefni. Frumvarpið felur í sér að bætt verði málsgrein við 210. grein almennra hegningarlaga þar sem gert verði refsivert og varðar sektum að hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilegt klámefni sem varðar börn. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Fulltrúaráðið yfirtekur starf Varðar

AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík var haldinn laugardaginn 27. janúar sl. í Súlnasal Hótels Sögu. Á fundinum voru m.a. samþykktar breytingar á reglugerð Fulltrúaráðsins sem leiða af þeirri skipulagsbreytingu að Fulltrúaráðið hefur yfirtekið starfsemi Landsmálafélagsins Varðar. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Fyrirlestrar um vísindin

ER VIT í vísindum? nefnist fyrirlestraröð um vísindahyggju og vísindatrú, sem Anima, félag sálfræðinema, stendur fyrir. Einn fyrirlestur verður haldinn á hverjum laugardegi frá 10. febrúar til 16. marz í sal 3 í Háskólabíói. Hver fyrirlestur hefst kl. 14 og stendur í um 45 mín. Eftir hlé verða almennar fyrirspurnir og umræður. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 273 orð

Greiði fyrir útvarpstónlist í matvörubúð

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt kaupmann í Reykjavík til að greiða STEF, samtökum tónskálda og eigenda flutningsréttar, og SFH, Sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðenda, rúmlega 20 þúsund krónur auk vaxta. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Handbolti gegn eiturlyfjum

LEIKIÐ verður til úrslita í bikarkeppni Handknattleikssambands Íslands í dag í Laugardalshöll. Fram og Stjarnan mætast í kvennaflokki en KA og Víkingur í karlaflokki. Leikirnir eru tileinkaðir baráttunni gegn eiturlyfjum og í gær voru leikmenn karlaliðanna í Kringlunni þar sem þeir dreifðu upplýsingum um hættuna sem eiturlyfjanotkun fylgir. Meira
10. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 85 orð

Herferð gegn höfundarréttarbrotum

HÁTT settur embættismaður frá Bandaríkjunum fór til Peking í gær til að kanna hvort Kínverjar hefðu staðið við samning ríkjanna um að stemma stigu við því að verk Bandaríkjamanna væru seld í Kína í heimildarleysi og í trássi við lög um höfundarrétt. Skömmu áður buðu kínversk yfirvöld erlendum blaðamönnum að fylgjast með eyðileggingu 50. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 416 orð

Kostnaður dreifist á marga aðila

ÁÆTLAÐUR kostnaður við rekstur og staðsetningu Bell-þyrlu á Patreksfirði, sem stefnt er að að verði þar næstu þrjá mánuði, nemur um 3 milljónum króna samkvæmt heimildum Morgunblaðsins en sá kostnaður dreifist á ýmsa aðila. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 48 orð

Kvöld- guðsþjónusta í Laugarneskirkju

KVÖLDGUÐSÞJÓNUSTA verður í Laugarneskirkju á sunnudagskvöld kl. 20.30. Guðsþjónustuformið verður einfaldara en í hefðbundinni guðsþjónustu og tónlistin lífleg. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn organistans Gunnars Gunnarssonar, en einnig verður leikið á gítar, bassa og trommur. Þorvaldur Halldórsson verður sérstakur gestur og syngur tvö lög. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 374 orð

Laun hjúkrunarfræðinga og heilsugæslulækna

Vegna fréttar í Morgunblaðinu 7. febrúar sl. þar sem borin voru saman föst laun hjúkrunarfræðinga og heilsugæslulækna vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga taka eftirfarandi fram: Samanburður á föstum launum hjúkrunarfræðinga og heilsugæslulækna Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Laus úr haldi

Manni sem verið hefur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að ráninu í útibúi Búnaðarbankans við Vesturgötu var sleppt í gær. Maðurinn var einn þriggja sem setið hafa í haldi vegna rannsóknar málsins og er síðastur þeirra til að losna úr gæsluvarðhaldi. Við rannsókn málsins fundust hjá mönnunum gögn sem þóttu bera með sér að þeir hefðu skipulagt bankarán. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 123 orð

Lenti undir skurðgröfuskóflu

VINNUSLYS varð á vélaverkstæði í Njarðvík um hálftíuleytið í gærmorgun. Skurðgröfuskófla, á annað tonn að þyngd, féll niður þegar festing gaf sig og lenti ofan á manni, sem var að sjóða í hana. Skóflan hafði verið hífð upp en maðurinn var að logsjóða neðan í hana. Suða á keng, sem skóflunni var haldið uppi á, gaf sig og skóflan féll niður. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Loðnufrysting hafin í Eyjum

FRYSTING loðnu hófst í gær hjá Vinnslustöðinni og Ísfélagi Vestmannaeyja, þar sem myndin er tekin, þegar Kap og Gígja lönduðu förmum sínum. Loðnuna fengu bátarnir við Hvalbak og var um 20 tíma sigling til Eyja. Að sögn Jóns Ólafs Svanssonar, framleiðslustjóra Ísfélagsins, var loðnan frekar slöpp til frystingar enda langt stím af miðunum. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Lýst eftir vitnum

LÝST er eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Hafnarfjarðarvegi í landi Smárahvamms um kl. átta fimmtudagsmorguninn 8. febrúar. Tvær fólksbifreiðar voru á leið norður Hafnarfjarðarveg og ætluðu að fara afrein til Kópavogs þegar önnur bifreiðin fór utan í vegrið. Þeir sem urðu vitni að þessu óhappi eru beðnir um að snúa sér til lögreglunnar í Kópavogi. Meira
10. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 150 orð

MESSUR

AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í kirkjunni á morgun kl. 11 í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir, munið kirkjubílana. Messað verður í Akureyrarkirkju á morgun kl. 14. Fundur verður í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju kl. 15.30. Bræðrafélag Akureyrarkirkju heldur fund í safnaðarheimilinu á sunnudag eftir messu. Biblíulestur á mánudagskvöld kl. 20.30. Meira
10. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Mesta aflaverðmæti Svalbaks

SVALBAKUR EA-2, togari Útgerðarfélags Akureyringa hf. kom til Akureyrar í vikunni með rúm 300 tonn af frysti rækju, eftir tæplega mánaðar túr. Aflaverðmætið er um 60 milljónir króna og er þetta mesta aflaverðmæti sem Svalbakur hefur komið með að landi, frá því togarinn kom til ÚA í apríl 1994. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 402 orð

Mjólkursamlögum mismunað með rekstrarstyrkjum

FORRÁÐAMENN Mjólkursamlags Norðfirðinga telja að jafnræðisregla hafi verið brotin á þeim með úthlutun rekstrarstyrkja úr verðmiðlunarsjóði mjólkur til annarra samlaga, meðal annars mjólkursamlagsins á Egilsstöðum. Þeir segjast ekki hafa átt þess kost að sækja um styrk og ekki fengið nein rök fyrir því af hverju aðrir fái hann frekar. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 24 orð

Munið eftir smáfuglunum

Munið eftir smáfuglunum Sólskríkjusjóðurinn hefur beðið Morgunblaðið að minna fólk á að gefa smáfuglunum á þeim svæðum þar sem snjór þekur jörð. Meira
10. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 32 orð

Nafnleynd ekki viðurkennd

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt reglur um aðgang að upplýsingum um umsækjendur að stöðum hjá Akureyrarbæ. Í reglunum felst m.a. að Akureyrarbær mun framvegis ekki viðurkenna nafnleynd umsækjenda um stöðu. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Nýr mótssöngur skáta

LANDSMÓT skáta verður haldið í ár dagana 21.­28. júlí nk. að Úlfljótsvatni í Grafningi. Rammi mótsins hefur verið valinn Á víkingaslóð. Sérstakur mótssöngur hefur verið saminn fyrir Landsmót skáta 1996. Höfundur lagsins er skáti frá Ísafirði, Hjálmar H. Ragnars, tónskáld, en texta gerði annar skáti, Halldór Gunnarsson, textagerðar- og tónlistarmaður. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 34 orð

Opið hús hjá Fiskakletti

Í TILEFNI 30 ára afmælis björgunarsveitarinnar Fiskakletts verður opið hús á morgun, sunnudag, að Hjallahrauni 9 og Fornubúðum 12, kl. 13-17. Félagar í sveitinni kynna starfsemi hennar. Allir eru velkomnir. Meira
10. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 309 orð

Oregon-ríki óskar eftir neyðaraðstoð

RÍKISSTJÓRI Oregon, John Kitzhaber, hvatti í gær Bill Clinton Bandaríkjaforseta til að lýsa yfir neyðarástandi í ríkinu vegna mestu flóða þar í rúma þrjá áratugi. Stór svæði í borgum í Oregon voru í hættu og þúsundir manna urðu að flýja heimili sín. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 830 orð

Rannsóknirnar mikilvægar eftir sem áður

DR. ÁSTRÍÐUR Pálsdóttir, sameindaerfðafræðingur á Keldum, hélt erindi á hádegisverðarfundi Lögmannafélagsins og útskýrði hvernig DNA-rannsóknir færu fram. Hún sagði að engu máli skipti hvers konar lífsýni væru rannsökuð, Meira
10. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 50 orð

Reuter Kosningar nálgast í Ástralíu

ÁSTRALIR ganga að kjörborði eftir þrjár vikur. Verkamannaflokkurinn hefur verið við völd í landinu í 13 ár en ef marka má skoðanakannanir hefur hann nú níu prósentustiga minna fylgi en bandalag Frjálslynda flokksins og Þjóðarflokksins. Á myndinni áritar leiðtogi Verkamannaflokksins, Paul Keating forsætisráðherra, kosningaspjöld í Brisbane. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 369 orð

RLR hættir og embætti Ríkislögreglustjóra sett á stofn

RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins verður lögð niður, embætti Ríkislögreglustjóra verður stofnað og sérstakar rannsóknardeildir stofnaðar við tíu lögregluembætti í landinu verði frumvarp til lögreglulaga, sem ríkisstjórnin samþykkti í gær að leggja fyrir Alþingi, að lögum. Meira
10. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 164 orð

Rúm 40 kíló af þorramat til Mílanó

ÞORRAMATUR fyrir 70 manns var í vikunni sendur til Mílanó á Ítalíu, en það var Íslendingafélagið í borginni sem pantaði matinn frá Nýja-Bautabúrinu á Akureyri. Íslendingar sem búsettir eru á svæðinu blóta þorra í kvöld. Meira
10. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 320 orð

Rússar selja Kínverjum herþotur HÁTT settur embættismaður í

HÁTT settur embættismaður í rússneska varnarmálaráðuneytinu, Edward F. Neimark, staðfesti í gær að Rússar hefðu samþykkt að selja Kínverjum orrustuþotur af gerðinni Sukhoi Su-27. Hann sagði að samið hefði verið um söluna fyrir síðustu áramót en kvaðst ekki geta upplýst um fjölda þotnanna. Sukhoi Su-27 þotur gegna því hlutverki að ráðast á árásarvélar. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 821 orð

Rætt um að breyta launakerfi lækna

HEILSUGÆSLULÆKNAR eru eina starfsstétt opinberra starfsmanna, sem ekki hefur gert kjarasamning við ríkið, að sögn Birgis Guðjónssonar, formanns samninganefndar ríkisins. Innan læknastéttarinnar hefur átt sér stað umræða um hvort rétt sé að breyta launakerfi lækna í þá veru að hækka grunnlaun þeirra og fella niður greiðslur fyrir unnin læknisverk. Meira
10. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 136 orð

Santer svartsýnn

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir í viðtali við dagblaðið Tages-Anzeiger að verði áformum Evrópusambandsins um efnahagslegan og peningalegan samruna Evrópuríkja (EMU) frestað fram yfir 1999 þýði það í raun að verið sé gefa áforminn upp á bátinn. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Skoðunarferð í Byggðasafn Gerðahrepps

Í ÞRIÐJU vettvangsferð Náttúruverndarfélags Suðvesturlands laugardaginn 10. febrúar verður nýopnað Byggðasafn Gerðahrepps skoðað undir leiðsögn Ásgeir Hjálmarssonar. Að því loknu verður farið niður í Garðhúsavík og litið á fjörulífið. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 435 orð

Starfsmenn ytra að kikna undan álagi

TVEIR læknar og hjúkrunarfræðingur frá Landspítala fóru í gær til Kulusuk á Grænlandi til að sækja tvö sveinbörn sem talin eru veik af svo kallaðri RSV-sýkingu. Þetta var þriðja sjúkraflugið af þessum toga í vikunni. Óveður hamlaði flugi á fimmtudag og í gær var hvasst í Kulusuk og lítilsháttar skafrenningur, en skyggni gott. Meira
10. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Styrkir til Norðurstrandar og Hreins

ATVINNUMÁLANEFND Dalvíkurbæjar hefur mælt með því að Norðurströnd hf. á Dalvík verði veittur styrkur úr Atvinnuþróunarsjóði að upphæð 1,8 milljónir króna vegna uppbyggingar ígulkeravinnslu í bænum. Þá hefur nefndin einnig mælt með því að Hreinn hf. fái styrk úr Atvinnuþróunarsjóði, samtals að upphæð 1,3 milljónir króna. Meira
10. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 379 orð

Sveitarfélögin undirriti samninginn fyrir mánaðamót

STJÓRN Eyþings samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að senda aðildarsveitarfélögum sínum samning um skólaþjónustu á vegum Eyþings til undirritunar. Samningurinn byggist á lokaskýrslu starfshóps Eyþings um málið og lögð var fram í desember sl. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að skólaþjónusta Eyþings verði með lögheimili á Akureyri og útstöð á Húsavík. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 361 orð

Tillaga um aðgerðir til að bæta stöðu skuldara

JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmaður Þjóðvaka, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um aðgerðir til að bæta stöðu skuldara. Er markmiðið að draga úr gjaldtöku og skattlagningu á skuldir og vanskil einstaklinga, og tryggja betur réttarstöðu fólks við fjárnám, uppboðsaðgerðir og gjaldþrotameðferð. Meira
10. febrúar 1996 | Miðopna | 1495 orð

Til umræðu að flokka notendur eftir áhættu

HUGMYNDIR um hagræðingu í rekstri sem nú eru í skoðun hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur gætu skilað að minnsta kosti 35­40 milljóna króna sparnaði á ári, hljóti þær samþykki stjórnar veitustofnana. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Trén klippt í febrúar

Á MÖRGUM stöðum í Reykjavík hafa tré verið gróðursett til prýði og skjóls. Um þau þarf að hugsa til að þau þjóni tilgangi sínum, hlú að þeim og klippa. Þessi starfsmaður Reykjavíkurborgar klippti tré við Lokinhamra í Grafarvogi í vikunni. Snjóléttur og mildur veturinn hefur á margan hátt ruglað náttúruna og ýmsar blómategundir og laukar tóku forskot á sæluna í síðasta mánuði. Meira
10. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 150 orð

United News og MAI sameinast

BRESKA útgáfufyrirtækið United News and Media, sem gefur m.a. út Daily Express og Sunday Expresshyggst sameinast sjónvarps- og fjármálafyrirtækinu MAI, sem rekur m.a. stöðvarnar Meridian og Anglia. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 222 orð

Varað við ólöglegum prófskírteinum

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ á Ítalíu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við starfsemi einkaskóla þar í landi og útgáfu hans á prófskírteinum. Er skólinn nú kallaður "Centro Universitario Europeo" en áður "Accademia degli studi a distanza" og er í Torre Beretti í Pavia. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 1506 orð

VIÐ ÞURFUM LÍKA AÐ LIFA

VIÐ ÞURFUM LÍKA AÐ LIFA Norðfirðingar neita að leggja niður mjólkursamlagið sitt sem er það minnsta í landinu og hafa storkað landbúnaðarkerfinu með því að hefja framleiðslu á súrmjólk undir merkjum Bónuss. Meira
10. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 376 orð

Vilja greiðslur fyrir vopnabúnað

BANDARÍSK stjórnvöld vilja segja um samningi við Noreg um vopnaaðstoð, sem tryggði Norðmönnum mikið magn af vopnabúnaði frá árinu 1950 til ársins 1967. Bandaríkjamenn vilja greiðslur fyrir farartæki, þungavopn og skotfæri, sem enn eru í eigu Bandaríkjahers. Meira
10. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 146 orð

Vilja stöðva vopnasölu til Tævan

KÍNVERJAR kröfðust þess í fyrradag að Bandaríkjastjórn tæki fyrir alla sölu á háþróuðum vopnum til Tævan. Það væri forsenda þess að hægt væri að binda enda á deilu Kína og Tævan. Shen Guofang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Meira
10. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 248 orð

Vill þjóðnýta banka

ANATOLÍJ Kúlíkov, innanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær, að hann væri hlynntur þjóðnýtingu sumra viðskiptabankanna og breytingum á útflutningsgjöldum á olíu til að afla meiri fjár fyrir herinn og ráðuneyti sitt. Efnahagsráðherra Rússland sagði í gær, að samþykkt þingsins um hækkun lágmarkslauna væri marklaus. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 441 orð

Víða horfur á allgóðu laxveiðisumri

HORFUR virðast vera allgóðar fyrir komandi laxveiðivertíð miðað við niðurstöður athugana sem fiskifræðingar Veiðimálastofnunar hafa staðið að frá síðasta sumri. Skilyrði í hafi voru góð fyrir Vesturlandi og batnandi fyrir Norður- og Austurlandi og alls staðar virtust sterkir hópar gönguseiða vera á leið til sjávar. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Þorrablót í París

ÁRLEGT þorrablót Félags Íslendinga í París verður laugardaginn 17. febrúar í salnum L'Orée du Bois, nærri Porte Maillot. Aggi Slæ og Tamlasveitin með Egil Ólafsson í broddi fylkingar leika fyrir dansi en Pétur kemur með þorramatinn og pottrétt að auki úr Kjötbúri sínu. Meira
10. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 722 orð

Þóknun breytist með kostnaði

STEINDÓR Guðmundsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, hefur staðið fyrir nýjum viðskiptaháttum vegna hönnunarkostnaðar við byggingar. Nýja Hæstaréttarhúsið er dæmi um það. Markmiðið er meðal annars að koma í veg fyrir að kostnaður fari úr böndunum. Meira

Ritstjórnargreinar

10. febrúar 1996 | Staksteinar | 356 orð

»Forsetaefnum hótað ÞAÐ ER fráleitt að forsetaefni fari að flækja sig í einh

ÞAÐ ER fráleitt að forsetaefni fari að flækja sig í einhverskonar kosningaloforðum. Þetta segir í leiðara Tímans. Hótanir Í LEIÐARA Tímans er fjallað um útvarpsfrétt, þar sem haft er eftir Svavari Gestssyni, að hann muni krefja alla forsetaframbjóðendur svara um, hvort þeir muni skrifa undir lög um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Tíminn segir m.a. Meira
10. febrúar 1996 | Leiðarar | 478 orð

leiðari NORÐMENNÍ VANDA EILA Íslendinga og Norðmanna

leiðari NORÐMENNÍ VANDA EILA Íslendinga og Norðmanna um fiskveiðar í Barentshafi og síldarkvóta hefur valdið streitu í samskiptum þessara tveggja vinaþjóða. Afstaða Norðmanna hefur einkennst af stífni og þvergirðingshætti og fátt bendir til að ágreiningurinn verði leystur í bráð. Þessi fiskveiðideila er hins vegar ekki einangrað fyrirbæri. Meira

Menning

10. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 108 orð

Árný sigraði í söngkeppni MR

SÖNGKEPPNI MR var haldin síðastliðið fimmtudagskvöld í Loftkastalanum. Þar öttu 20 nemendur skólans kappi, en dómarar voru Bergþór Pálsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir og Daníel Ágúst Haraldsson. Árný Ingvarsdóttir varð hlutskörpust með lag úr West Side Story. Auk þess að þýða textann, útsetti hún lagið fyrir píanó og lék sjálf undir. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarlíf | 151 orð

Baltasar Samper sýnir

SÝNING á verkum Baltasars Samper verður opnuð í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis við Álfabakka á sunnudag kl. 14. Baltasar er katalónskur málari, grafíklistamaður, myndhöggvari og freskumálari og er fyrir löngu þjóðkunnur listamaður á Íslandi, þar sem hann hefur búið og starfað frá 1963. Hann fæddist í Barcelóna á Spáni 9. janúar 1938. Meira
10. febrúar 1996 | Tónlist | 896 orð

Dulúð og duttlungar

W.A. Mozart: Haydn-kvartettarnir (K387, 421, 428, 458, 464 & 465). Esterhazy stengjakvartettinn: Jaap Schröder, Alda Stuurop, Linda Ashworth & Wouter Möller. L'Oiseau-lyre 433 048-2. Upptaka: ADD, 1982. Lengd (3 diskar): 180:22. Verð: 3.490 kr. Meira
10. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 82 orð

Ellen kynnir á afhendingu Grammy- verðlauna

NÚ HEFUR verið gert opinbert hverjar nokkrar af þeim hljómsveitum sem troða upp á afhendingu Grammy-verðlaunanna verða. Það eru Coolio, Hootie & the Blowfish, TLC og Alanis Morissette. Á meðal þeirra sem afhenda verðlaun verða Tim Allen, Gloria Estefan, Lisa Kudrow, Chris Isaak og Tupac Shakur. Kynnir kvöldsins verður Ellen DeGeneres. Meira
10. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 85 orð

Fullsaddir á ofbeldi og kynlífi

FRAKKAR eru búnir að fá nóg af kynlífi og ofbeldi á sjónvarpsskjánum, en fæstir gætu þó hugsað sér líf án sjónvarps um langa hríð, samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í vikunni. Í könnuninni kom fram að 88 prósent áhorfenda töldu að of mikið væri um ofbeldi í sjónvarpinu og 53 prósentum fannst of mikið um kynlíf. Meira
10. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 159 orð

Fyllibyttu og svíni spáð óskarnum

ÝMSIR eru farnir að spá í spilin og velta því fyrir sér hvaða leikarar verði tilnefndir til óskarsverðluna næstkomandi þriðjudag. Kvikmyndin "Leaving Las Vegas" þykir líkleg til stórræða. Einnig hefur myndin "Babe" frá Ástralíu verið nefnd til sögunnar. Meira
10. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 135 orð

Háskólabíó frumsýnir Sabrina

HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á rómantísku gamanmyndina Sabrina. Með aðalhlutverkin fara Harrison Ford, Julia Ormond og Greg Kinnear sem þekktastur er fyrir spjallþátt sinn á NBC "Later with Greg Kinnear". Meira
10. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 334 orð

Kann Collins að skammast sín?

LEIKKONAN Joan Collins var leidd í vitnastúkuna sl. fimmtudag, en hún stendur í málaferlum við útgáfurisann Random House. Þar varð hún að þola stranga yfirheyrslu og var hreint ekki ánægð þegar hún ræddi við fréttamenn fyrir utan réttarsalinn á eftir. "Ég var í miklu ójafnvægi vegna þess að ég er ekki vön móðgunum af þessu tagi," sagði hún. Meira
10. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 182 orð

Keflavíkurnætur

KEFLVÍKINGAR hafa löngum státað af forskoti sínu í íslenskri dægurtónlist enda hafa þaðan komið margir þekktustu dægurtónlistarmenn þjóðarinnar. Í kvöld, laugardag, verður frumsýnt verkið Keflavíkurnætur á skemmtistaðnum Strikinu í Keflavík og þar koma fram margir af þekktustu söngvurum og tónlistarmönnum Suðurnesja. Meira
10. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 128 orð

Rænt af Tarantino

JULIETTE Lewis hefur ekki farið troðnar slóðir í Hollywood síðan hún sló í gegn í mynd Scorses Ógnarhöfða eða "Cape Fear". Er skemmst að minnast hlutverks hennar í mynd Olivers Stone Fæddir Morðingjar eða "Natural Born Killers". Nú síðast lék hún í myndinni "From Dusk Till Dawn" sem gerð er eftir handriti Quentins Tarantinos. Meira
10. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 126 orð

Sígild tónlist við þögla mynd

ÓVENJULEG uppákoma var í Háskólabíói á fimmtudaginn var. Þá lék Sinfóníuhljómsveit Íslands undir þöglu myndinni "Sýning doktors Caligari". Myndin var gerð árið 1919 í Þýskalandi og er ein af allra frægustu þýsku expressjónísku kvikmyndum frá tímabilinu kringum fyrri heimsstyrjöld. Meira
10. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 218 orð

Sjöunda innsigli Bergmans í Háskólabíói

HÁSKÓLABÍÓ, Hreyfimyndafélagið og Sænska sendiráðið standa um helgina fyrir sýningum á meistaraverki Ingmar Bergman, Sjöunda innsiglinu. Þetta er ein frægasta mynd Bergmans, gerð árið 1956 með Max Von Sydow og Bibi Anderson í aðalhlutverkum. Meira
10. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 110 orð

Stuttmynd um sjálfvirkja

NÝLEGA lauk tökum á stuttmyndinni Sjálfvirkjanum. Hún fjallar um nútíma fjölskyldu sem á í miklum samskiptaörðugleikum. "Hjónin kunna ekki að tala saman og vindur það vandamál upp á sig þar til í óefni er komið," segir Börkur Gunnarsson, handritshöfundur myndarinnar. "Vandamálið leysir síðan dóttirin, sem er listamaður, á mjög fallegan en sársaukafullan hátt. Meira
10. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 48 orð

Verðlaun og trúlofun

LEIKKONAN Cybill Shepherd trúlofaðist tónlistarmanninum Robert Martin nýverið, en þau hafa búið saman um nokkra hríð. Byrjunin á árinu lofar góðu fyrir Shepherd því skömmu áður fékk hún Golden Globe-verðlaunin sem besta leikkona í gamanþáttum í sjónvarpi. SHEPHERD og Martin eigaenn eftir að ákveða brúðkaupsdaginn. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarlíf | 241 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞREMUR listaverkum að andvirði 15 milljarða dollara (um 990 milljóna íslenskra króna) var rænt á John F. Kennedy-flugvellinum í New York fyrr í þessari viku. Um vær að ræða málverk, sem nefnist "Sitjandi kona með höfuðkúpu í hendi", frá 1927 og teikningu af konu tileinkaða Jacqueline frá 1956 eftir spænska listamanninn Pablo Picasso og málverk, sem nefnist "Gata í París", Meira

Umræðan

10. febrúar 1996 | Aðsent efni | 513 orð

Ferðaskýrsla ­ FAO-ráðstefna

Á DÖGUNUM sat ég fyrir Íslands hönd ráðstefnu FAO, sem er Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, og haldin var í Hollandi. Tilefni fundarins var staða dreifbýlis í Evrópu og var einkum stuðst við úttektir frá fimm Austur-Evrópulöndum, en einnig upplýsingar frá fulltrúum landa þrettán annarra Norður- og Mið-Evrópuríkja á ráðstefnunni. Meira
10. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 407 orð

Gandhi skorar á Íslendinga að leiða heiminn til friðar

YOGESH K. Gandhi, sem eins og nafnið bendir til er í ætt hins fræga indverska leiðtoga og friðarsinna, skorar á Íslendinga að láta til sín taka í friðarmálum. Gandhi, sem vill setja upp friðargarð í Reykjavík til að marka upphaf alþjóðlegs friðarstarfs frá Íslandi, mun ávarpa gesti á opnum fundi Friðar 2000 í Ráðhúsi Reykjavíkur 11. febrúar kl. 15. Meira
10. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 518 orð

Hveravallamálið ­ Hverjir eiga hálendið?

AÐ UNDANFÖRNU hafa miklar umræður orðið í sambandi við deiliskipulag á Hveravöllum. Hveravellir eru hluti hálendis Íslands. Í huga flestra landsmanna er hálendið sameign þjóðarinnar. Nú hafa mál þróast á þann veg að fámennur hreppur í Húnavatnssýslu, Svínavatnshreppur með 118 íbúa, hefur slegið eign sinni á þetta hálendissvæði í krafti eldgamalla og úreltra laga um yfirráð hreppa í afréttum. Meira
10. febrúar 1996 | Aðsent efni | 799 orð

Loðdýrabændur eiga um sárt að binda

Loðdýrabændur eiga um sárt að binda Ég legg áherslu á, segir Halldór Blöndal, að á málum ábúenda á Hvoli I og Kvistum hefur verið haldið eins og lög standa til. AÐ UNDANFÖRNU hefur verið fjallað mikið um ábúðarslit tveggja bænda á jörðunum Kvistum og Hvoli I í Ölfusi. Meira
10. febrúar 1996 | Aðsent efni | 783 orð

Markaðssetjum Ísland - hvalinn heim

NÚ NÝLEGA var hinn 16 ára íslenski hvalur Keiko mikið í fréttum um heim allan. Á fréttarásum alþjóðlegu sjónvarpsstöðvanna mátti fylgjast með því þegar verið var að flytja hvalinn frá Mexíkó til Newport í Kanada. Þar hefur verið byggð fyrir hann einkasundlaug þar sem venja á hann við lifnaðarhætti sem líkastar eru hans náttúrulegu aðstæðum. Meira
10. febrúar 1996 | Aðsent efni | 687 orð

Má bjóða þér eitthvað styrkjandi?

EINS og komið hefur fram í fyrri greinum er hreyfing mikilvægur þáttur í forvörnum gegn hjartasjúkdómum. En hreyfing er einnig stór þáttur í endurhæfingu hjartasjúklinga. Af hverju er hreyfing mikilvæg fyrir hjartasjúklinga? Meira
10. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 324 orð

Njálssaga og Sturla Þórðarson

Í HELGISPJALLI Morgunblaðsins víkur höfundur, sem ekki lætur nafns sín getið, að því að Sturla Þórðarson muni vera höfundur Njálssögu og engin rök hafi komið fram sem hafi hrakið þá skoðun. Hér skulu nú færð fram nokkur atriði sem sýna, að hann er vart hugsanlegur sem höfundur sögunnar. Og undir tilgátu höfundar standa engar rannsóknir eða fræðilegur grunnur. Meira
10. febrúar 1996 | Aðsent efni | -1 orð

Skattsvik á færibandi

AÐ UNDANFÖRNU hafa gengið dómar vegna sviksamlegrar háttsemi manna við að fá virðisaukaskatt ranglega greiddan úr ríkissjóði. Hér er um nýja tegund skattsvika að ræða og hætta á misferli er veruleg. Uppbygging skattsins er þannig að innskattur getur orðið hærri en útskattur t.d. hjá útflutningsfyrirtækjum. Meira
10. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 299 orð

Tilskipanir eða tillögur

MENNTAMÁLARÁÐHERRA gerir athugasemd við grein mína í síðasta Kennarablaði um verkaskiptingu milli framhaldsskóla. Athugasemd hans birtist í Morgunblaðinu 30. janúar sl. Inntakið í grein minni í Kennarablaðinu var að vekja athygli á tilskipanastíl verkaskiptareglnanna og því að ekki er haft samráð við alla sem málið varðar. Meira
10. febrúar 1996 | Aðsent efni | 1084 orð

Um köllun presta til embættis

ENN á ný er komin upp umræða um "ráðningarform" til prestsembættanna, að þessu sinni undir eindregnum áhrifum af deilum í söfnuði í kirkjunni í Reykjavík. Vekur nokkra furðu, hversu lítinn keim umræðan ber af kirkjulegum sjónarmiðum. Því leyfi ég mjer að fara fáeinum orðum um þann hátt, sem hafður hefur verið á í þessu efni og vona, að einhverjir geti haft gagn af því. Meira
10. febrúar 1996 | Aðsent efni | 577 orð

Vaka ­ til sigurs 1996

FIMMTUDAGINN 22. febrúar nk. verður kosið til Stúdentaráðs Háskóla Íslands og til Háskólaráðs. Það er mikilvægt að stúdentar taki afstöðu í kosningunum og kjósi. Hér er ekki verið að kjósa um einskis verða hluti. Stúdentum kann að finnast svo vegna þess að þeir verða ekki áþreifanlega varir við Stúdentaráð. Meira

Minningargreinar

10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 519 orð

Anna Erna Bjarnadóttir

Hún Erna, móðir Kristínar, er látin. Þrátt fyrir erfið veikindi blundaði vonin hjá öllum um að hetjuskapur hennar myndi að lokum vinna á sjúkdómnum. Og eflaust gerðist það með sínum hætti, þó erfitt sé að sjá á bak konu í blóma lífsins. Það þarf kjark til að mæta dauða sínum þegar svo margt er að lifa fyrir. Ég hef verið samferða Kristínu dóttur Ernu í rösklega tuttugu ár. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 533 orð

Anna Erna Bjarnadóttir

Bíð róleg eftir Guði, sála mín, frá honum kemur hjálpræði mitt. Hann er klettur minn og hjálpræði, háborg mín ­ eg verð eigi valtur á fótum. (62. Davíðssálmur.) Guð gefur og Guð tekur. Þetta á við um okkur öll og það eru örlög okkar allra að ganga veginn langa á vit forfeðra okkar. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 511 orð

Anna Erna Bjarnadóttir

Erna frænka er dáin. Mínar fyrstu minningar um Ernu voru, þegar ég fékk að passa hana Kristínu Björk dóttur Ernu og Magga. Þvílíkur heiður að fá að passa hana frænku. Mér fannst hún fallegasta barn í heimi, svo lítil og með krullur. Hún mamma mín og Erna voru svo góðar vinkonur og frænkur. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 28 orð

ANNA ERNA BJARNADÓTTIR

ANNA ERNA BJARNADÓTTIR Anna Erna Bjarnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 16. apríl 1943. Hún lést í Reykjavík 3. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 9. febrúar. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 567 orð

Anna Erna Bjarnadóttir - viðbót

Sú harmafregn barst mér á leið norðan úr landi að góður starfsmaður og vinkona úr Vestmannaeyjum, Erna Bjarnadóttir, væri látin. Þessi tíðindi komu ekki svo mjög á óvart því Erna hefur háð harða baráttu við miskunnarlausan sjúkdóm í tvö ár. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 367 orð

Ásmundur Hálfdán Magnússon

Elsku afi okkar er látinn. Þrátt fyrir mikil veikindi síðustu vikurnar var hann alltaf jafn hress. Við viljum þakka þær ánægjulegu stundir sem við áttum með honum afa okkar. Fyrstu minningar okkar um afa voru af góðlegum manni sem vildi allt fyrir alla gera og hafði hann ávallt einhvern tíma handa okkur afabörnunum þegar við komum í heimsókn á Reyðarfjörð. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 218 orð

Ásmundur Hálfdán Magnússon

Hann afi okkar er dáinn, hann er farinn til guðs, því guð vildi taka hann til sín, svo honum batnaði. Afi var mikið veikur og þurfti að fara á spítala, til að vita hvort honum batnaði ekki. Við fórum á Neskaupstað og kvöddum afa og báðum guð að láta honum batna svo hann gæti komið heim aftur. Þá ætluðum við að fara í bíltúr út í fjöruna okkar eða inn í Grænafell. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 865 orð

Ásmundur Hálfdán Magnússon

Ásmundur Magnússon ólst upp á Hnífsdal og starfaði þar sem vélstjóri á fiskiskipum eftir að hann hafði lokið meira mótorvélstjóraprófi frá Fiskifélagi Íslands. Árin eftir heimsstyrjöldina síðari, nýisköpunarárin, voru miklir uppgangstímar í íslensku atvinnulífi og mikill framkvæmdahugur í mönnum. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 352 orð

Ásmundur Hálfdán Magnússon

Mig langar í nokkrum orðum að kveðja afa minn, Ásmund Magnússon, eða Ása afa eins og við systkinin kölluðum hann alltaf. Þegar ég hugsa um Ása afa sé ég fyrir mér hvar hann gengur frá Eyrarstígnum niður að verksmiðju, þar sem hann var verksmiðjustjóri. Ég á svo margar góðar minningar með afa, hvort sem það er niðri í verksmiðju, í veiðitúrum eða hjá kindunum. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 185 orð

Ásmundur Hálfdán Magnússon

Elsku afi, ég ætla að minnast þín í örfáum orðum. Þann 2. febrúar var hringt í okkur um morguninn og sagt að þú værir látinn. Fyrsti trúir maður þessu ekki því þú hefur alltaf verið okkur til halds og trausts. Þrátt fyrir veikindi þín hélt ég í vonina um að þú kæmir heim aftur. Gamlar minningar rifjast upp. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 436 orð

Ásmundur Hálfdán Magnússon

Minn einkavinur og samstarfsmaður um 20 ára skeið á Skagaströnd, Ásmundur Hálfdán Magnússon, er látinn. Andlát hans kom nokkuð á óvart þó vitað væri að sjúkdómur sá er hann glímdi við, með mikilli þrautseigju, gerir ekki boð á undan sér. Þegar leiðir skiljast er margs að minnast. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 170 orð

ÁSMUNDUR HÁLFDÁN MAGNÚSSON

ÁSMUNDUR HÁLFDÁN MAGNÚSSON Ásmundur Hálfdán Magnússon, fyrrverandi verksmiðjustjóri, fæddist 4. ágúst 1918 í Hnífsdal. Hann lést í Reykjavík 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Ásmundar voru Magnús Hálfdánarson og Halldóra Þorsteinsdóttir. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 312 orð

Ásmundur Hálfdán Sigmundsson

Mig langar til þess að skrifa nokkrar línur til að minnast pabba míns, sem lést 2. febrúar síðastliðinn. Hann hét fullu nafni Ásmundur Hálfdán Magnússon. Hann var fimmti í röð sjö systkina, sem öll eru látin nema tvö þau yngstu. Foreldrar hans voru Halldóra Þorsteinsdóttir og Magnús Hálfdánarson frá Hnífsdal. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 987 orð

Hallgrímur Þorláksson

Hallgrímur Þorláksson Það mun hafa verið í júníbyrjun árið 1926 að Magnús bóndi í Skógsnesi var á ferð í Reykjavík. Erindið hefur sjálfsagt verið margþætt að þeirra tíma vísu, en meðal annars hugðist hann ráða til sín kaupafólk því eftir kannski mánuð yrði heyskapur hafinn að fullu. En hér hefst sagan þar sem Magnús er staddur í verslun einni. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 1306 orð

Hallgrímur Þorláksson

Hallgrímur Þorláksson Bernskan er hverjum manni skýr í huga hvað sem hann verður gamall, svo lengi sem hann heldur andlegri heilsu. Ég minnist bernskunnar þegar skynjunin fór að taka eftir bæjum í nágrenninu og ég fór að spyrja þá eldri um nöfn þeirra. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 343 orð

Hallgrímur Þorláksson

Þegar afi er farinn er eins og ljúki kafla í lífi okkar. Hann var einn af þeim sem settu svo sterkan svip á bernsku okkar í sveitinni. Afi í Dalbæ, hann bar mikla persónu, var glettinn og skemmtilegur og gat líka verið stríðinn á stundum. Hann var raunar svolítill prakkari. Við fengum stundum að kenna á prakkaraskap hans og ekki síst kaupamenn og -konur í Dalbæ. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 244 orð

HALLGRÍMUR ÞORLÁKSSON

HALLGRÍMUR ÞORLÁKSSON Hallgrímur Pétursson Þorláksson var fæddur í Vestmannaeyjum 18. júní 1913. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 2. febrúar sl. Foreldrar hans voru Gunnþórunn Halldóra Valgerður Gunnlaugsdóttir, fædd 17. ágúst 1878 á Skeggjastöðum í N-Múlasýslu, látin 30. apríl 1920, og Þorlákur Guðmundsson, fæddur 28. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 467 orð

Helga Rósa Ingvarsdóttir

Þegar maður er barn veit maður næstum því bara það sem manni hefur verið sagt. Ef maður heyrir eitthvað sem maður hefur aldrei heyrt áður vill maður vita allt um það. Orð eins og dauði er eitt af þeim orðum sem svo erfitt er að útskýra fyrir barni. Fátt er um svör við spurningum eins og af hverju dó amma? Því fullorðin manneskja veit lítið betur en börn um dauðann. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 350 orð

Helga Rósa Ingvarsdóttir

Þú varst eina amma okkar systkinanna. Flest þau skipti sem við stungum inn nefinu, varstu heima. "Eruð þetta þið?" Ekki leið á löngu þar til þú hafðir fulldekkað borð, margar sortir af brauði, heitu kaffi og kalda mjólk. "Fáið ykkur nú brauð og sætabrauð á eftir." Á meðan veitingarnar yljuðu ræddum við lífsins gagn og nauðsynjar. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 263 orð

Helga Rósa Ingvarsdóttir

Mig langar til að minnast frænku minnar, Helgu Rósu Ingvarsdóttur frá Ólafsvík, sem lést 3. febrúar í sjúkrahúsi Stykkishólms á 81. aldursári. Við vorum systradætur. Okkar kynni urðu fyrst fyrir rúmum 60 árum þegar hún kom á heimili foreldra minna á Freyjugötu 10a. Þar dvaldist hún ein tvö ár við nám og störf. Á sumrin passaði hún okkur elstu systurnar. Þá vann hún meðal annars í Iðnó. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 223 orð

Helga Rósa Ingvarsdóttir

Í dag er komið að erfiðri kveðjustund, þegar mamma, tengdamamma og amma, Helga Rósa Ingvarsdóttir, eða Helga amma eins og hún var ævinlega kölluð á okkar heimili, verður kvödd í hinsta sinn frá Ólafsvíkurkirkju. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka Helgu ömmu fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og allt sem hún var okkur. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 499 orð

Helga Rósa Ingvarsdóttir

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vörn ínótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Það er aftur orðið bjart og dagleg störf morgunsins að hefjast í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 332 orð

Helga Rósa Ingvarsdóttir

Að morgni laugardaginss 3. febrúar sl. andaðist móðursystir mín, Helga Rósa Ingvarsdóttir, í Sjúkrahúsi Stykkishólms umvafin ástúð og umhyggju eiginmanns og fjölskyldu. Þrátt fyrir að síðustu daga hafi mátt búast við andláti hennar erum við ekki tilbúin þegar að því kemur. Hjartað nístir, kökkurinn í hálsinum ætlar aldrei að hverfa og tárin streyma niður kinnarnar óháð tíma eða stað. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 745 orð

Helga Rósa Ingvarsdóttir

Í dag er borin til hinstu hvílu Helga Rósa Ingvarsdótir, elskuleg móðursystir mín. Andlát hennar hafði nokkurn aðdraganda, svo að fréttin kom manni ekki að óvörum. Þegar kallið kom var hún umvafin sínum nánustu, sem viku ekki frá henni síðustu dagana. Var mikill friður yfir henni og fékk hún fallegt andlát. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 168 orð

Helga Rósa Ingvarsdóttir

Nú er amma dáin og mér finnst skrítið að núna á ég enga ömmu. Ég vona að Guð taki vel á móti henni uppi í himnaríki og að henni líði vel. Ég á margar góðar minningar um ömmu mína og mér þykir vænt um allt sem hún hefur sagt mér frá og allt sem hún hefur sýnt og kennt mér. Hún kenndi mér t.d. að prjóna. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 238 orð

HELGA RÓSA INGVARSDÓTTIR

HELGA RÓSA INGVARSDÓTTIR Helga Rósa Ingvarsdóttir var fædd í Ólafsvík 2. júní 1915. Hún lést í Sjúkrahúsi Stykkishólms 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lára Helgadóttir, f. 3.7. 1894, frá Ólafsvík, d. 13.6. 1958, og Ingvar Þorsteinsson, f. 26.5. 1882, frá Reykjum á Skeiðum, d. 26.11. 1918. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 411 orð

Jóna Sigríður Ólafsdóttir

Á leiðinni heim úr síðustu heimsókn minni til vinkonu minnar og frænku, Jónu Ólafsdóttur, kom ég við í ónefndri verslun í Hveragerði. Í þar til gerðum standi fengust kort með mannanöfnum og merkingum þeirra. Þar sem hugur minn var bundinn við Jónu leitaði ég að spjaldi sem segði til um merkingu nafns hennar. En það er þekkt hugmynd úr fornöld að nafn manns gefi persónu hans til kynna. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 456 orð

Jóna Sigríður Ólafsdóttir

Þar sem jökulinn ber við loft, hættir landið að vera jarðneskt og jörðin fær hlutdeild í himninum. Þar búa ekki framar neinar sorgir, og þessvegna er gleðin ekki nayðsynleg. Þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu. (H.K. Laxness. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 154 orð

Jóna Sigríður Ólafsdóttir

Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, skuluð þér og þeim gjöra. Þegar dauðinn kveður dyra verðum við svo fátæk og okkur skortir orð. Þegar söknuðurinn og sorgin taka hugann er eins og allt sé tilgangslaust. En þá kviknar ljós í myrkrinu. Allar góðu minningarnar koma upp í hugann og við notum þær til þess að horfa fram á við. Elsku góða systir mín. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 253 orð

Jóna Sigríður Ólafsdóttir

Ég ætlaði ekki að trúa því að Jóna væri dáin þegar ég heyrði það fyrst þó ég vissi um veikindi hennar. Þessi kona sem var alltaf á fullu, sauma, ryksuga eða bara hvað sem var. Hún gat gert allt, mjólkaði kýrnar best af öllum og saumaði allt milli himins og jarðar. Ég kynntist Jónu fyrir 10 árum eða þegar ég var sex ára gömul. Ég var nýflutt í sveitina með pabba. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 433 orð

Jóna Sigríður Ólafsdóttir

Það var haustið 1965 sem við komum saman að Laugarvatni, ungar stúlkur hvaðanæva af landinu. Ætlunin var að hefja nám í Húsmæðraskóla Suðurlands. Þarna tóku þær á móti okkur Jensína Gerður og Margrét og eftirvæntingin var mikil. Þennan vetur bundumst við vináttuböndum sem ekki hafa rofnað. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 154 orð

JÓNA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR

JÓNA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Jóna Sigríður Ólafsdóttir var fædd í Miðhjáleigu, Austur-Landeyjum, 7. janúar árið 1947. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 1. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Bóel Kristjánsdóttir og Ólafur Guðjónsson. Jóna átti sjö systkini. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 101 orð

Jóna Sigríður Ólafsdóttir Elsku Jóna, við viljum þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar. Þú verður ætíð í huga okkar

Elsku Jóna, við viljum þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar. Þú verður ætíð í huga okkar bræðra, ekki aðeins sem mjög góð frænka heldur einnig sem góð vinkona sem gott var að leita til. Við áttum margar góðar stundir með þér og fjölskyldu þinni á Þúfu, en þar vorum við báðir í sveit í nokkur sumur. Þar leið okkur alltaf mjög vel, enda var alltaf nóg um að vera. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 340 orð

Kristín Bjarnadóttir

Okkur langar að minnast elskulegrar vinkonu og nágranna Kristínar Bjarnadóttur örfáum orðum. Stína Bjarna eins og hún var kölluð var okkur sá nágranni að annar slíkur er vandfundinn. Kynni okkar hófust fyrir um þrjátíu árum þegar við fluttum í næsta hús við Stínu og Baldur, sem látinn er fyrir fáum árum. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 517 orð

Kristín Bjarnadóttir

Hún bar sig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði og fyrigaf þér. Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf. (Ó.R.) Þessar ljóðlínur voru með því fyrsta, sem komu í huga mér, er ég frétti andlát tengdamóður minnar, hennar Stínu. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 1203 orð

Kristín Bjarnadóttir

Látin er á Akureyri langt fyrir aldur fram Kristín Bjarnadóttir, Húnvetningur í allar ættir, aðeins sextíu og þriggja ára gömul. Kristín bjó ekki bara alla sína ævi á Blönduósi heldur bjuggu báðir foreldrar hennar þar líka og áar þeirra langan veg aftur í aldir í sveitunum þar í kring. Svo Kristín heitin gat með sanni kallað sig alvöru Húnvetning. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 340 orð

Kristín Bjarnadóttir

Dauðinn knýr oft dyra þegar síst skyldi, en þegar við fengum hringingu og okkur sagt að amma væri í aðgerð, sem farið gæti á báða vegu, þá hvarflaði ekki að okkur að það færi öðruvísi en vel, því ömmu hafði varla orðið misdægurt og alltaf hress. Sex tímum síðar var hún látin, hún amma, með alla sína gleði og hamingju. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 147 orð

KRISTÍN BJARNADÓTTIR

KRISTÍN BJARNADÓTTIR Kristín Bjarnadóttir var fædd á Blönduósu 18. maí 1932. Hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Þorfinnsdóttir og Bjarni Bjarnason sem bjuggu á Blönduósi. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 416 orð

Leó Jónsson

Þegar ég frétti af andláti afa 31. janúar síðastliðinn kom mér það ekki verulega á óvart, þar sem hann hafði verið mjög veikur undanfarið, hugurinn og líkamlegur styrkur hafði yfirgefið hann fyrir nokkrum árum. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 283 orð

Leó Jónsson

Þegar ég frétti að Leó afi hefði lærbrotnað í desember síðastliðnum datt mér í hug að það yrði þá kannski ekki langt í endalokin. Hann var búinn að vera í sjúkrahúsinu á Siglufirði í nokkur ár, síðustu 2­3 árin var minnið orðið svo lélegt að hann þekkti okkur ekki og heilsan smám saman að versna. Fyrstu minningar mínar um afa eru frá því að ég lærði að skrifa en við skrifuðumst reglulega á. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 292 orð

Leó Jónsson

Í dag verður borin til hinstu hvílu minn elskulegi afi, Leó Jónsson, er lést 31. janúar í sjúkrahúsinu á Siglufirði. Elsku afi, nú ertu kominn til ömmu Sóleyjar og til hans pabba, ég veit að nú eru fagnaðarfundir hjá ykkur, ég hugsa til ykkar með hlýhug og alveg sátt við lífið, þar sem þið eruð nú öll saman og gleðjist. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 217 orð

LEÓ JÓNSSON

LEÓ JÓNSSON Leó Jónsson, trésmiður, fæddist 9. september 1909 á Höfða á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Hann lést í sjúkrahúsi Siglufjarðar 31. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Arnórsson, bóndi og hreppstjóri í Grunnavíkurhreppi, og Kristín Jensdóttir. Alsystkini hans voru þau Valgeir, f. 3.4. 1899, Kristín, f. 20.6. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 308 orð

Margrét Höskuldsdóttir

Elsku amma mjallhvít. Það er skrítið til þess að hugsa að nú sért þú ekki lengur hér á meðal okkar. Auðvitað vissi ég að einhvern tímann myndir þú deyja, en samt áttaði ég mig ekki alveg á því. Það var einhvern veginn fast í mér að þú myndir alltaf búa á Krossi með honum Högna. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 31 orð

MARGRÉT HÖSKULDSDÓTTIR

MARGRÉT HÖSKULDSDÓTTIR Margrét Höskuldsdóttir fæddist að Löndum í Stöðvarfirði 11. september 1906. Hún andaðist 3. febrúar sl. Útförin fer fram frá Beruneskirkju á Berufjarðarströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 561 orð

Marteinn Helgason Guðlaug Guðmundsdóttir

Eitt mesta vandaverk hverrar kynslóðar er að skila af sér til þeirrar næstu ­ koma henni til þess þroska er gagnist í síbreytilegum og oft viðsjárverðum heimi. Það skiptir jafnan meginmáli, hvernig menn standa að þessu uppeldishlutverki. Marteinn frændi minn var alla sína starfsömu ævi að skila sér til síðari kynslóða með kærleikann í stafni og kunnáttuna í skut. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 95 orð

MARTEINN HELGASON GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR Marteinn Helgason, skipstjóri, Keflavík, fæddist 26. janúar 1909. Hann lést 30. janúar

MARTEINN HELGASON GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR Marteinn Helgason, skipstjóri, Keflavík, fæddist 26. janúar 1909. Hann lést 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar Marteins voru Sigríður Guðnadóttir, ættuð frá Langagerði í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu, og Helgi Jensson sem ættaður var frá Stóra-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 240 orð

Marteinn Helgason og Guðlaug Guðmundsdóttir

Það liggur í hlutarins eðli að vistmenn á stað sem öldrunarheimilinu í Víðihlíð tengjast starfsfólkinu mismikið. Það er eins og annars staðar í lífinu að við höfum mismikið að gefa. Sumir eru stöðugir gefendur aðrir þiggjendur. Þeirra sem ætíð hafa gefið verður sárt saknað er þeir hverfa yfir móðuna miklu. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 31 orð

Minningargreinar bíða birtingar

Minningargreinar bíða birtingar Mikill fjöldi minningargreina hefir borizt blaðinu undanfarna daga til birtingar. Þeir aðilar, sem eiga óbirtar greinar eru beðnir að sína biðlund en þær verða birtar við fyrsta tækifæri. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 471 orð

Ólafur Vigfússon

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 187 orð

ÓLAFUR VIGFÚSSON

ÓLAFUR VIGFÚSSON Ólafur Þorvarður Vigfússon fæddist á Fossi á Síðu 5. febrúar 1917. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Vigfús Ólafsson, f. 13.4. 1878, d. 31.3. 1945, og Kristín Gísladóttir, f. 18.5. 1882, d. 10.12. 1983. Ólafur átti einn bróður, Sólmund, f. 6.6. 1919, d. 26.7. 1938. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 474 orð

Pétur Tryggvi Pétursson

Á Grænagarði var eins konar tvíbýli. Í efra húsinu uppi við veginn bjó Pétur Pétursson og fjölskylda hans og í húsinu niður við sjóinn bjuggum við. Faðir minn hét líka Pétur og rak lengst af stórt netaverkstæði. Pétur Pétursson var hægri hönd hans og verkstjóri. Milli húsanna var dálítil brekka og lækur með göngubrú. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 1143 orð

Pétur Tryggvi Pétursson

Þegar mér barst andlátsfregn Péturs Péturssonar urðu viðbrögð mín blendin. Mér kom í sjálfu sér ekki á óvart þótt maður á nítugasta og þriðja aldursári væri burt kallaður, um Pétur á Grænagarði gegndi öðru máli. Ég gladdist þó í hjarta mínu yfir að þessi aldni vinur minn hafði sofnað hægt og kvöl bægt frá. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 624 orð

Pétur Tryggvi Pétursson

Það var sólbjartur sumardagur fyrir meira en hálfri öld að ég hitti Pétur á Grænagarði í fyrsta sinni. Þau Pétur og Berta kona hans ásamt ungri dóttur sinni komu til Siglufjarðar og hugðist hann sinna þjóðarbúinu með netaviðgerðum í þágu vestfirstu síldarbátanna. Þetta var á góðu og gömlu síldarárunum. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 299 orð

PÉTUR TRYGGVI PÉTURSSON

PÉTUR TRYGGVI PÉTURSSON Pétur Tryggvi Pétursson var fæddur 28. júlí 1903 í Rekavík bak Höfn í Sléttuhreppi, Norður-Ísafjarðarsýslu. Hann lést laugardaginn 3. febrúar sl. í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Foreldrar hans voru Pétur Jóhannsson og Petolína Elíasdóttir. Systkin hans voru Hólmfríður, Bjargey Halldóra, Stefán Sölvi og Bjarni Kristján. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 96 orð

Pétur Tryggvi Pétursson Elsku afi. Markvisst, í rólegheitum fórstu það sem þú ætlaðir þér. Engar voru þær hindranir, sem þú

Elsku afi. Markvisst, í rólegheitum fórstu það sem þú ætlaðir þér. Engar voru þær hindranir, sem þú gerðir að óvinum þínum. Þú kenndir mér lífið. Nú, þegar þínum jarðnesku leifum er komið fyrir er ég ekki til staðar. Ég hef ekki slæma samvisku, ég veit að það fer fram með sóma og við eigum svo sannarlega eftir að hittast. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 676 orð

Sigrún Guðjónsdóttir

Elsku kæra amma mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Mínar fyrstu minningar frá barnæsku eru tengdar ömmu í Vatnsnesi, eins og ég nefndi Sigrúnu ömmu mína ávallt. Amma var mér ávallt mjög náin og markast það eflaust af því að hún aðstoðaði við fæðingu mína í Vatnsnesi á sínum tíma. Amma gætti mín í nokkurn tíma þegar yngri bróðir minn fæddist en þá var ég á þriðja ári. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 225 orð

SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR

SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR Sigrún Guðjónsdóttir fæddist að Laugarbökkum í Ölfusi 26. júní árið 1900. Hún lést á Dvalarheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri, 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Magnússon, bóndi á Laugarbökkum, og kona hans Guðríður Sigurðardóttir frá Tannastöðum í Ölfusi. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 342 orð

Sigurður Viðar Sigmundsson

Sigurður Viðar Sigmundsson Kveðja fráLandsbjargarfélögum Félagi okkar, Sigurður Viðar Sigmundsson, kennari og áfangastjóri við Framhaldsskólann að Laugum í Reykjadal, er látinn. Með honum er genginn góður drengur með fjölbreytt áhuga- og hæfileikasvið. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 901 orð

Sigurður Viðar Sigmundsson

Sigurður Viðar Sigmundsson Það hefur sannarlega vantað mikið á að Framhaldsskólinn á Laugum hafi verið samur þennan veturinn án Sigurðar Viðars. Hann var í leyfi frá starfi sínu sem kennari frá því í haust vegna veikinda - en við skólann hafði hann kennt alla sína starfsævi. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 560 orð

Sigurður Viðar Sigmundsson

Sigurður Viðar Sigmundsson Okkur langar með nokkrum orðum að minnast góðs vinar sem fallinn er frá langt um aldur fram. Það eru dýrmætar og bjartar minningar sem koma upp í hugann þegar við hugsum til baka. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 894 orð

Sigurður Viðar Sigmundsson

Sigurður Viðar Sigmundsson Síðla sumars árið 1942 kom drengur á öðru aldursári inn í fjölskyldu okkar á Brautarhóli í Svarfaðardal. Hann var barn einstæðrar móður, sem varð að vinna fyrir sér og syninum. Þá var ekki hægt að leita til dagmæðra eins og nú er gert. Því varð að hafa önnur ráð. Móðirin var systurdóttir móður minnar. Meira
10. febrúar 1996 | Minningargreinar | 121 orð

SIGURÐUR VIÐAR SIGMUNDSSON

SIGURÐUR VIÐAR SIGMUNDSSON Sigurður Viðar Sigmundsson var fæddur 12. nóvember 1940 á Leirhöfn á Melrakkasléttu. Hann lést 3. febrúar síðastliðinn á Akureyri. Foreldrar: Sigmundur Símonarson, f. 19. júlí 1897, d. 25. nóvember 1971, og Sigurjóna Friðriksdóttir, f. 25. mars 1905, d. 8. október 1973. Gagnfræðingur frá Héraðsskólanum á Laugum 1960. Meira

Viðskipti

10. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 191 orð

Apple býst jafnvel við meira tapi

APPLE tölvufyrirtækið hefur sagt að það eigi í engum viðræðum um sameiningu við önnur fyrirtæki og að rekstrarhalli á fyrsta fjórðungi þessa árs verði meiri en 69 milljóna dollara halli sá sem varð á rekstrinum á síðasta fjórðungi síðasta árs. Meira
10. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Aukinn hagnaður hjá Steinullarverksmiðjunni

HAGNAÐUR af rekstri Steinullarverksmiðjunnar hf. á Sauðarkróki nam 35 milljónum króna á síðasta ári, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Þetta er umtalsverð hagnaðaraukning frá árinu 1994, er hagnaður af rekstri fyrirtækisins nam 6,6 milljónum króna. Framleiðsla Steinullarverksmiðjunnar var rúm 7. Meira
10. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 373 orð

Bifreiðastöð Hafnarfjarðar hreppir ríkisaksturinn

BIFREIÐASTÖÐ Hafnarfjarðar (BSH) hefur samið við Ríkiskaup um leigubílaakstur fyrir ríkisstofnanir á höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn hljóðar upp á 21% afslátt af gjaldmæli. Samningurinn mun taka gildi í áföngum. Meira
10. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 163 orð

Ekkert lát á hækkunum í Marel

GENGI hlutabréfa í Marel hélt áfram að hækka á Verðbréfaþingi í gær. Ein viðskipti með hlutabréfin áttu sér stað, að nafnvirði 2 milljónir króna, á genginu 7,5. Söluvirði bréfanna var því 15 milljónir króna. Þetta er um 5,6% hækkun frá síðustu viðskiptum og hefur gengi bréfanna nú hækkað um 33% frá ársbyrjun. Frá 1. desember hefur gengið hins vegar hækkað um 63%. Meira
10. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 100 orð

Ericsson eykur hagnað um 27%

LM ERICSSON í Svíþjóð hefur tilkynnt að nettóhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi aukizt um 27% vegna mikillar eftirspurnar eftir farsímakerfum og talsímum. Vöxtur fyrirtækisins var þó minni en búizt hafði verið við og hlutabréf þess lækkuðu um 3 sænskar krónur í 142,50 í Stokkhólmi. Nettóhagnaður á fjórðungnum jókst í 2.12 milljarða sænskra króna úr 1. Meira
10. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Kerkorian semur frið við Chrysler

AUÐKÝFINGURINN Kirk Kerkorian hefur samið frið við Chrysler bifreiðafyrirtækið með samningi til fimm ára gegn því að fá sæti í stjórn fyrirtækisins. Um leið hefur Chrysler samþykkt að kaupa aftur fleiri hlutabréf frá hluthöfum. Kerkorian hefur verið einn stærsti hluthafi Chryslers og reyndi að ná yfirráðum yfir fyrirtækinu í apríl í fyrra, en hætti við þá tilraun 31. Meira
10. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Meiri flutningar en reiknað var með

BEINAR siglingar Eimskips frá landsbyggðinni til Evrópu byrja vel. Karl Gunnarsson, þjónustustjóri Eimskips á Austurlandi, segir að skipin hafi fengið meiri flutning af Austurlandi en hann reiknaði með. Með fyrstu ferð Reykjafoss frá Eskifirði fóru 1000 tonn af vörum, með öðru skipinu fóru 1200 tonn og síðastliðinn fimmtudag var skipið fyllt. Meira
10. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 375 orð

Tekist á um viðskiptahugbúnaðinn Fjölni

TÆKNIVAL hefur ásamt Landsteinum og nokkrum fyrrum starfsmönnum Strengs hf. stofnað nýtt fyrirtæki hér á landi sem hyggst selja og þjónusta viðskiptahugbúnaðinn Fjölni og Navision financials, danska hugbúnaðinn sem Fjölnir byggir á. Fyrirtækið hefur hlotið nafnið Navís, og á Tæknival 50% hlutafjár á móti 24% Landsteina og 26% hluts starfsmanna. Meira

Daglegt líf

10. febrúar 1996 | Neytendur | 420 orð

Lystaukandi listaverk

ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í kökuskreytingum var haldin í Perlunni helgina 27. og 28 janúar síðastliðinn. Þetta er í annað sinn sem slík keppni er haldin á vegum Landssambands bakarameistara, Klúbbs bakarameistara og á vegum Bakarasveinafélags Íslands. Meira
10. febrúar 1996 | Neytendur | 474 orð

Metangas brennt næsta haust á urðunarstað

NÆSTA haust verður byrjað að brenna metangas á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi í Kjalarneshreppi. Það er liður í umhverfisvernd fyrirtækisins. Ástæðan fyrir þessari nýjung hjá Sorpu er, að sögn Magnúsar Stephensen deildarstjóra, meint gróðurhússáhrif metangass. Þetta er talin sjálfsögð aðgerð í ýmsum löndum, en er ekki skylda hér á landi. Meira
10. febrúar 1996 | Neytendur | 296 orð

Óviðunandi ástand á verðmerkingum í búðargluggum

Í KÖNNUN sem starfsfólk Samkeppnisstofnunar gerði á verðmerkingum í búðargluggum í desember síðastliðnum kom á daginn að erfitt er að fá kaupmenn til að framfylgja þeirri skyldu að verðmerkja þær vörur sem þeir stilla fram í sýningargluggum. Meira
10. febrúar 1996 | Neytendur | 63 orð

Top Chop kryddið fáanlegt að nýju

TOP CHOP kryddið frá McCormick er fáanlegt að nýju í verslunum hér á landi. Vegna mikilla fyrirspurna eftir kryddinu ákvað fyrirtækið að framleiða það sérstaklega fyrir íslenskan markað. Top Chop þykir gott krydd á lambakjöt en einnig á svínakjöt og nautakjöt. Kryddið er selt í innsigluðum og loftþéttum krukkum. Umboðsaðili McCormick á Íslandi er Sláturfélag Surðurlands svf. Meira

Fastir þættir

10. febrúar 1996 | Í dag | 459 orð

AÐ verður aldrei of oft brýnt fyrir fólki hversu mikilv

AÐ verður aldrei of oft brýnt fyrir fólki hversu mikilvægt er að nota endurskinsmerki að ekki sé minnst á ljósabúnað í skammdeginu. Nær daglega sér Víkverji dæmi þar sem þessum lífsnauðsynlegu öryggisreglum er ekki sinnt sem skyldi. Meira
10. febrúar 1996 | Dagbók | 2617 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 9.-15. febrúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Laugarnesapóteki, Kirkjuteigi 21. Auk þess er Árbæjarapótek tek, Hraunbæ 102B, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14. Meira
10. febrúar 1996 | Í dag | 172 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 12. febrúar nk

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 12. febrúar nk. verður sjötugurSkúli Jónasson, byggingameistari, starfsmaður Búnaðarbanka Íslands, Háaleitisbraut 20, Reykjavík.Kona hans er Guðrún Jónsdóttir. Þau taka á móti gestum í Akoges-salnum, Sigtúni 3, á morgun sunnudaginn 11. febrúar kl. 15-18. Meira
10. febrúar 1996 | Fastir þættir | 83 orð

BRIDSArnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar

Sveit Antons Haraldssonar hefur nú þegar tryggt sér Akureyrarmeistaratitilinn í Sveitakeppni þótt tveimur umferðum sé ólokið, en þeir hafa 65 stiga forskot á næstu sveit, og staðan er nú þessi: Sv. Antons Haraldssonar261Sv. Ævars Ármannssonar196Sv. Ormars Snæbjörnssonar193Sv. Meira
10. febrúar 1996 | Fastir þættir | 70 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Svala K. leiðir á Suðurnesju

Sveit Svölu K. Pálsdóttur hefir unnið alla sína leiki með yfirburðum í Sparisjóðsmótinu og hefir hlotið 73 stig af 75 mögulegum eftir 3 umferðir af 13. Næstu sveitir: Jóhannes Sigurðsson66Guðfinnur KE61Grethe Íversen52Gunnar Guðbjörnsson52 Næstu tvær umferðir verða spilaðar í nýja húsinu kl. 19.45 nk. Meira
10. febrúar 1996 | Fastir þættir | 960 orð

Guðspjall dagsins: Ferns konar sáðgjörð. (Lúk. 8.)

Guðspjall dagsins: Ferns konar sáðgjörð. (Lúk. 8.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á Hrafnistu kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Kirkja heyrnarlausra: Guðsþjónusta í Áskirkju kl. 14. Miyako Þórðarson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Meira
10. febrúar 1996 | Fastir þættir | 892 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 835. þáttur

835. þáttur Umsjónarmanni hefur borist frá Jóhanni Gunnarssyni á Seltjarnarnesi bréf sem hér fer á eftir. Það er svo fróðlegt og í alla staði gott, að það birtist hér nær allt, þótt efnismikið sé: "Ágæti Gísli! Lengi hef ég lesið þættina þína og haft bæði skemmtun og auðgan andans af. Þátturinn í gær, númer 831, gefur mér tilefni til að þakka allt þetta. Meira
10. febrúar 1996 | Dagbók | 477 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Vigri

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Vigri á veiðar og Eldborgin kom af veiðum. Í dag er Stapafell væntanlegur til hafnar og olíuskipiðRita Mærsk. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrradag fóru Ránin og norski togarinn Staltorá veiðar. Í gær fór Sólbakur á veiðar. Meira
10. febrúar 1996 | Í dag | 57 orð

Skuggi til fyrirmyndar Myndin sem birtist með frétt í

Myndin sem birtist með frétt í Morgunblaðinu í gær um kattarspóluorma var af kettinum Skugga, sem er að sögn eiganda hreint ekki dæmi um óhreinsaðan Reykjavíkurkött, sem gerir stykki sín í sandkassa. Skuggi er síamsblendingur og hefur komið fram á kattasýningum, reglulega hreinsaður og til fyrirmyndar öðrum köttum. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Meira
10. febrúar 1996 | Dagbók | 227 orð

SPURT ER ...»Eftir hvern eru eftirfarandi ljóðlí

»Eftir hvern eru eftirfarandi ljóðlínur: "Hvar er þín fornaldarfrægð frelsið og manndáðin best?"? »Stundum er sagt að enginn verði óbarinn biskup. Hvað er átt við með þessum málshætti? »Borgin er við Dóná og var um aldir höfuðborg keisaraveldis sem hrundi árið 1918. Hún er m.a. fræg fyrir tónlist og kökugerð. Meira
10. febrúar 1996 | Í dag | 129 orð

Tapað/fundið Armband tapaðist Breið gullarm

Breið gullarmbandskeðja tapaðist líklega fimmtudaginn 1. eða föstudaginn 2. febrúar sl., sennilega í Mætti í Skipholti, í Hagkaupum á Seltjarnarnesi eða í Nóatúni vestur í bæ. Finnandi vinsamlega hringi í síma 562-5790 eða 561-9435. Fundarlaun. Skíðasleði tapaðist SVARTUR Stiga-stýrissleði hvarf frá Háaleitisbraut 41 sl. þriðjudag, þar sem hann stóð fyrir utan húsið. Meira
10. febrúar 1996 | Dagbók | 219 orð

Yfirlit: Ska

Yfirlit: Skammt norðvestur af Írlandi er 965 mb djúp lægð sem þokast austnorð austur. Minnkandi smálægð er á Grænlandshafi. Spá: Austanátt, stinningskaldi og rigning eða slydda með suðaustur-ströndinni en gola eða kaldi og að mestu þurrt annars staðar. Meira
10. febrúar 1996 | Dagbók | 71 orð

(fyrirsögn vantar)

10. FEB. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira
10. febrúar 1996 | Fastir þættir | 144 orð

(fyrirsögn vantar)

Mánudaginn 5. febrúar var spilað 3. kvöldið af 4 í Kauphallartvímenningi félagsins. 20 pör hafa spilað 14 umferðir af 19 og bestum árangri 3. kvöldið (umferðir 10­14) náðu eftirfarandi pör: Dröfn Guðmundsdóttir ­ Ásgeir Ásbjörnsson430Hulda Hjálmarsdóttir ­ Erla Sigurjónsdóttir386Halldór Einarsson ­ Gunnlaugur Óskarsson271Ólafur Gíslason ­ Kristján Meira

Íþróttir

10. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA VALUR 16 13 2 1 438 359 28KA 15 14 0 1 431 377 28HAUKAR 16 9 3 4 416 385 21STJARNAN 16 9 2 5 417 391 20FH 16 7 3 6 431 400 17UMFA 15 7 1 7 3 Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 336 orð

Allt of ódýr mörk

Það var allt annað að sjá til liðsins gegn Rússum en Slóvenum. Leikmennirnir gáfu allt sem þeir áttu og áttu svo sannarlega skilið betri úrslit, við fengum þrjú of ódýr mörk á okkur, en náðum ekki að nýta fjögur góð tækifæri sjálfir," sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

A-RIÐILL

A-RIÐILL UMFN 27 23 0 4 2463 2139 46HAUKAR 27 23 0 4 2390 2083 46KEFLAVÍK 27 19 0 8 2537 2268 38TINDASTÓLL 27 13 0 14 2094 2140 26ÍR 27 12 0 15 2176 2214 24BREIÐABLIK Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 24 orð

Árshátíð Breiðabliks

FÉLAGSLÍFÁrshátíð Breiðabliks Breiðablik heldur árshátíð sína í Smáranum í kvöld og er miðasala í íþróttahúsinu. Heiðursgestir verða Sigurður Geirdal bæjarstjóri og Gunnar Birgisson formaður bæjarráðs. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 247 orð

Barkley yfir 20.000 stig

Charles Barkley, leikmaður með Phoenix Suns, varð í fyrrinótt 22. leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora meira en 20.000 stig. Ekki skemmdi það fyrir að Phoenix vann, lagði New Jersey Nets, 107:102, og var Barkley með 30 stig. Barkley hefur nú gert 20.014 stig í deildinni og vantar aðeins ellefu til viðbótar til að komast upp fyrir Tom Chambers í 21. sæti. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 229 orð

Becker og Stich ekki með þýskum

ÞJÓÐVERJAR eru með hálfgert varalið gegn Svisslendingum í Davisbikarnum um helgina. Boris Becker, sem sigraði á dögunum á Opna ástralska meistaramótinu, verður ekki með vegna smávægilegra meiðsla á kálfa og annar þekktur tennisleikari, Michael Stich, treystir sér ekki til að leika nema í tvíliðaleiknum. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

B-RIÐILL

B-RIÐILL UMFG 27 18 0 9 2479 2204 36KR 27 14 0 13 2315 2317 28SKALLAGR. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 72 orð

Eydís setti met í 100 m flugsundi EYD

EYDÍS Konráðsdóttir setti í gærkvöldi Íslandsmet í 100 metra baksundi á móti í Sindelfingen í Þýskalandi. Eydís synti á 1.03,76 en hún átti gamla metið sjálf, 1.03,87. Eydís náði þessum tíma á fyrsta spretti í 400 metra fjórsundi enda var hún að reyna við Ólympíulágmarkið og fær annað tækifæri í dag til að ná því og síðan á sunnudag takist það ekki í dag. Lágmarkið 1.03,15. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 111 orð

Í 11. sinn

SJÓMENN eru ekki vanir því að biðja um að túrarnir hjá þeim séu lengri en áætlað er, en skipverjarnir á Akureynni vildu endilega sjá úrslitaleik KA og Víkings og báðu um að fá að vera lengur úti. Þannig var að togarinn átti að koma inn um síðustu helgi og þá hefði áhöfnin ekki náð leiknum. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 229 orð

ÍBV - Selfoss20:21 Íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, Ísla

Íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla, frestaður leikur úr 14. umferð. Gangur leiksins: 2:2, 5:5, 8:8, 12:12, 12:13, 13:16, 16:19, 19:20, 20:20, 20:21. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 139 orð

Ísland - Rússland0:3

Vináttulandsleikur í knattspyrnu, Ta'Qali leikvangurinn á Mötlu, föstudaginn 9. febrúar 1996. Aðstæður: Völlurinn blautur eftir miklar rigningar, stinningsgola eða fjögur vindstig. Mörk Rússa: Kanchelskis (12.), Karpine (62., 64.). Gult spjald: Eyjólfur Sverrisson (30.), Arnór Guðjohnsen (41.), Mostovoi (28.), Karpine (35. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 281 orð

Leikið gegn eiturlyfjum

ÚRSLITALEIKIRNIR eru að þessu sinni tileinkaðir baráttunni gegn eiturlyfjum og nefnast Forvarnarleikir af því tilefni. Handbolti gegn eiturlyfjum er átak sem er ekki einskorðað við úrslitaleikina heldur hafa fleiri íþróttafélög komið í kjölfarið með vinnuhópa sem ætla að fylgja þessu málefni úr hlaði. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 406 orð

Mun betra gegn Rússum

LOGI Ólafsson var ánægður með sína menn eftir leikinn gegn Rússum, þrátt fyrir tap 0:3. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins ­ það var óþekkjanlegt frá leiknum gegn Slóveníu á miðvikudaginn. Mörkin þrjú sem Rússar skoruðu voru frá "ódýra markaðnum". Íslendingar mættu ákveðnir til leiks, ákveðnir að gefa ekki tommu eftir. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 152 orð

Selfyssingar höfðu það í Eyjum

Selfyssingar sigruðu Eyjamenn í gærkvöldi 21:20. Leikurinn var nánast jafn á öllum tölum í fyrri hálfleik og var það góður leikur Einars Gunnars Sigurðssonar sem hélt gestunum við efnið. Gestirnir komu mjög grimmir til leiks í síðari hálfleik og náðu þriggja marka forskoti áður en ÍBV svaraði fyrir sig eftir níu mínútur. Annað mark ÍBV kom ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 601 orð

Sigrar Fram í tólfta sinn?

Í DAG klukkan 13.30 mætast Fram og Stjarnan í úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik. Þetta eru sömu lið og áttust við í úrslitum í fyrra og þá sigraði Fram í tvíframlengdum leik, 22:21. Um margt þykja aðstæður liðanna vera svipaðar og þá. Á þeim tíma leiddi Stjarnan deildarkeppnina og voru eina taplausa liðið. Fram var þá í öðru sæti og svo er einnig nú. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 212 orð

Sigursteinn tæklaði línuvörðinn

SIGURSTEINN Gíslason tæklaði annan línuvörðinn strax á 14. mínútu með þeim afleiðingum að stöðva þurfti leikinn. Sigursteinn kom á fleygiferð út að hornfánanum þar sem hann náði að spyrna knettinum út af en sólinn lenti síðan í línuverðinum. Læknir rússneska liðsins kom honum til hjálpar. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 199 orð

Skagamenn engin hindrun

Þeir voru einfaldlega betri en við á öllum sviðum og sigur þeirra var sanngjarn. Við sýndum góða baráttu allan leikinn og vorum ekki að leika illa, en við höfðum ekkert í Njarðvíkingana að gera að þessu sinni," sagði Hreinn Þorkelsson þjálfari Skagamanna eftir að lið hans hafi tapað með 21 stigs mun í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 309 orð

Stjarnan verður í bláu

DRAGA þurfti um hvort liðið fengi að leika í bláum búningum í úrslitaleiknum, en sem kunnugt er leika bæði Fram og Stjarnan í bláum treyjum. Dregið var úr spilastokki og Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Fram, dró tígultvist en Októ Einarsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar dró laufafimmu. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 70 orð

Sýnd bveiði en ekki gefin MALTA og Sló

MALTA og Slóvenía gerðu markalaust jafntefli í síðari leik gærdagsins. Saso Udovic, sá er gerði fimm mörk gegn Íslendingum á miðvikudaginn, lék ekki með Slóveníu. Logi Ólafsson og Kristinn Björnsson, aðstoðarmaður hans, sáu leikinn og sögðu að Möltumenn væru sýnd veiði en ekki gefin. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 136 orð

UM HELGINAHandknattleikur LAUGARDAGUR

Handknattleikur LAUGARDAGURBikarkúrslit kvenna: Höllin:Fram - Stjarnan13.30 Bikarúrslit karla: Höllin:KA - Víkingur17 SUNNUDAGUR2. deild karla: Ísafjörður:BÍ - Fylkir13.30 Körfuknattleikur Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 228 orð

Víkingar hafa leikið flesta í röð án taps

VÍKINGAR hafa leikið flesta bikarleiki í röð án taps. Á árunum 1983 til 1987 léku þeir 19 án þess að tapa og urðu þá fjórum sinnum bikarmeistarar í röð - 1983, 84, 85 og 86. Gamla metið átti FH, sem lék 16 bikarleiki í röð án þess að tapa á árunum 1975-78, en vorið 1978 töpuðu FH-ingar einmitt bikarúrslitaleik gegn Víkingum, 25:26, sem þá urðu bikarmeistarar í fyrsta skipti. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 72 orð

Víkingar hafa oftast orðið bikarmeistarar VÍKINGA

VÍKINGAR hafa oftast orðið bikarmeistarar, sex sinnum, FH-ingar fimm sinnum og Valsmenn fjórum sinnum. Lið Stjörnunnar hefur tvisvar orðið bikarmeistari og KR-ingar, Haukar, Þróttarar, Vestmannaeyingar og KA-menn einu sinni. Í dag verður leikið í 23. skipti til úrslita um bikarinn. Einu sinni hefur þurft tvo úrslitaleiki. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 441 orð

Víkingur gæti haldið í við KA framan af

KA-LIÐIÐ á að komast nokkuð létt í gegnum þennan leik gegn Víkingi. Spurningin er helst sú hvort Víkningsliðið geti haldið í við KA í upphafi og sloppið þannig þokkalega frá leiknum," sagði Jón Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Íslandsmeistara Vals, er hann var beðinn að spá í bikarúrslitaleik KA og Víkings og meta möguleika liðanna. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 421 orð

"Þarf að spila leikina til að fá úrslit"

ÚRSLITALEIKIR bikarkeppni Handknattleikssambandsins verða í Laugardalshöll í dag. Leikur Fram og Stjörnunnar í kvennaflokki hefst kl. 13.30 og karlaleikurinn hefst kl. 17 og þar mætast KA og Víkingur. Flestir eru á því að miðað við stöðu liðanna eigi þetta að vera leikir kattarins að músinni, en benda jafnframt á að í bikarleikjum, sérstaklega bikarúrslitaleikjum, Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 224 orð

(fyrirsögn vantar)

BRYNJA Þorsteinsdóttir frá Akureyri bætti sig um 23% í svigi þegar hún lenti í 7. sæti á móti í Geilo í Noregi á þriðjudag. Hún fékk 52,50 punkta fyrir mótið, en hún átti áður best 77,13 punkta. Sigurvegari í sviginu var Kristine Heggelund frá Noregi. Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

Konungsmótið Bangkok: Rúmenía - Danmörk2:2 Ion Vladoiu (20. vsp.), Daniel Prodan (45.) - Jacob Laursen (36.), Erik Bo Andersen (74.). Meira
10. febrúar 1996 | Íþróttir | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

NBA-deildin Atlanta - Washington98:92 Charlotte - Sacramento115:105 Dallas - Utah136:133 Tvíframlengt. Denver - LA Lakers115:95 Phoenix - New J Meira

Úr verinu

10. febrúar 1996 | Úr verinu | 473 orð

Ammassat verður að hætta veiðum næsta fimmtudag

ÚTGERÐ grænlenzka loðnuskipsins Ammassat, East Greenland Codfish A/S, hefur verið synjað um undanþágu frá reglum um loðnuveiðar. Samkvæmt því verður Ammassat óheimilt að stunda loðnuveiðar við Íslands eftir 15. febrúar næstkomandi. Ammassat er eina grænlenzka skipið, sem gert er út á loðnu, en meira en 100.000 tonn eru óveidd af kvóta Grænlendinga. Meira
10. febrúar 1996 | Úr verinu | 120 orð

Fundað um þorskinn

FISKIFÉLAG Ísland boðar til fundar um stöðu þorskstofnsins við Ísland á Hótel Sögu klukkan 20.00 næstkomandi mánudagskvöld. Til fundarins er boðað í kjölfar umræðna um mikla fiskigegngd hér við land og sérstaks leiðangurs Hafrannsóknastofnunar á fiskimiðin á Halanum í janúar. Meira
10. febrúar 1996 | Úr verinu | 69 orð

ÍS semur um loðnu

ÍSLENSKAR sjávarafurðir hafa gert samninga um sölu á frystri loðnu við hefðbundna kaupendur í Japan að sögn Víkings Gunnarssonar, framleiðslustjóra ástíðabundinna afurða hjá ÍS. Víkingur segir að samningar hafi náðst um mjög ásættanlegt verð og menn séu ánægðir með þá. Meira
10. febrúar 1996 | Úr verinu | 64 orð

Lítið eftir í línutvöföldunarpottinum

SAMKVÆMT upplýsingum Fiskistofu frá því á miðvikudag eru rúm 3.500 tonn eftir í línutvöföldunarpottinum. Þá höfðu veiðst 26.130 lestir af þorski og 4.200 lestir af ýsu. Heimilt er að veiða 34.000 tonn samtals. Í þessar tölur vantar það sem var um borð í veiðiskipunum á þessum tíma og einnig þann afla sem Fiskistofa hafði ekki fengið upplýsingar um löndunarhöfnum. Meira

Lesbók

10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 146 orð

30 sýningar fyrir fullu húsi

LEIKRITIÐ Bar par eftir Jim Cartwright var frumsýnt þann 21. október síðastliðinn og hefur verið sýnt fyrir fullu húsi síðan. Höfundurinn er Íslendingum að góðu kunnur en hann skrifaði meðal annars leikritin Stræti og Taktu lagið Lóða, sem sýnd voru í Þjóðleikhúsinu. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3524 orð

Á milli tveggja heima

Á milli tveggja heima Eistneska þjóðin hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar síðan hún öðlaðist sjálfstæði á ný við hrun Sovétríkjanna árið 1991. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 101 orð

Ástin

Hún er eldurinn, krafturinn og ljósið. Hún er þjáningin, sorgin og gráturinn. Hún er brosið, glettnin og gleðin. Hún er gáskinn, léttleikinn og jafnvel Guð. Hún er fullnægingin, hjartslátturinn og þú. Hún er allt og stundum ekkert. Hún kemur þegar hún vill en fer aldrei alveg þótt flestum finnist það. Hún er glampinn af lífsins eldi. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2054 orð

Bragi "allur" á Sjónþingi og á Sjónarhól

BRAGI Ásgeirsson myndlistarmaður, gagnrýnandi og kennari verður í sviðsljósinu á Sjónþingi Gerðubergs sem hefst á morgun kl. 15 sem ber yfirskriftina "Bragi allur". Hann fjalla um feril sinn í máli og myndum fyrir opnu húsi. Honum til halds og trausts verða Jón Proppé heimspekingur, Einar Hákonarson listmálari og Sigurður A. Magnússon rithöfundur. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 445 orð

Eins og af blaðinu

MEISTARAR 20. aldar er yfirskrift tónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafni Íslands næstkomandi mánudagskvöld kl. 20:30 en verkin sem flutt verða eru öll samin á öldinni sem er að líða. "Þetta er okkar tónlist - tónlist sem endurspeglar okkar samtíma. Við ættum því að finna fyrir samsvöruninni. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 174 orð

"Endurómun í þögn"

PRÓFESSOR Juhani Pallasmaa, forstöðumaður arkitektadeildar Tækniháskólans í Helsinki, mun flytja fyrirlesturinn "Endurómun í þögn" í Norræna húsinu mánudaginn 12. febrúar kl. 20. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Mun hann fjalla um verk sín m.a. á sviði byggingarlistar og grafískrar hönnunar. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1041 orð

Göfug hryssa og hugdjarfur knapi

SKIP frá enska Austur-Indlandsfélaginu hafði strandað á rifi, eða sandbakka, alllangt frá strönd Góðrarvonarhöfða. Brotsjóirnir komu æðandi eftir þilfarinu og liðuðu það smám saman í sundur. Björgunarbátarnir höfðu allir brotnað í spón undan átökum sjávarins, líkt og þeir væru úr eggjaskurni, og farþegarnir æptu á hjálp í ofviðrinu. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

Hátíðartónleikum Sinfóníunnar frestað

HÁTÍÐARTÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram áttu að fara í Háskólabíói kl. 17 í dag hefur verið frestað fram í næstu viku vegna veikinda. Uppselt var á tónleikana, sem eru fjáröflunartónleikar vegna fyrirhugaðrar tónleikaferðar hljómsveitarinnar til Bandaríkjanna. Síðar verður tilkynnt um nýja dagsetningu tónleikanna. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 43 orð

Hefð ­ hönnun ­ handverk

HEFÐ ­ hönnun ­ handverk er yfirskrift fyrirlestrar Guðnýjar Magnúsdótturmyndlistarkonu, íNorræna húsinulaugardaginn 10.febrúar kl. 14, ávegum Heimilisiðnaðarskólans. Guðný mun í fyrirlestri sínum fjalla um leirlist og vangaveltur sínar um hvenær "skál er skúlptúr og skúlptúr skál". Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2164 orð

Hernámið íKaldaðarnesi

Hernámið íKaldaðarnesiEftir ÁSDÍSI GUÐMUNDSDÓTTUR Til þess að komast á engjarnar þurfti fólkið í Kálfhaga að fara í gegnum hersvæðið. Því var gripið til þess ráðs að gefa út passa fyrir hvern og einn og þurfti ávallt að hafa hann meðferðis. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 143 orð

Íslensk heimspeki og listasaga 18. og 19. aldar

Á VEGUM Endurmenntunarstofnunar Háskólans hefjast í næstu viku tvö kvöldnámskeið ætluð almenningi. Hið fyrra stendur átta miðvikudagskvöld og fjallar um íslenska heimspeki, sögu hennar og helstu viðfangsefni. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 140 orð

Laxness á metið í Nóbelnum

HALLDÓR Laxness hefur verið handhafi Nóbelsverðlauna í bókmenntum lengst allra, eða í 40 ár og tvo mánuði. Sá sem hefur verið handhafi þeirra næst lengst er belgíska skáldið, Maurice Maeterlinck (1862-1949), eða í 37 ár, 4 mánuði og 27 daga. Maeterlinck, sem hlaut verðlaunin árið 1911, var einkum kunnur fyrir leikrit sín og ljóð. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 482 orð

MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Kjarvalsstaðir Olivier Debré, Komar og Melamid og Ingólfur Arnarsson til 18. febr. og Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn Íslands Ný aðföng III til 25. febr. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á vatnslitamyndum Ásgríms út mars. Norræna húsið Grafíksýning í anddyrinu. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3363 orð

Mikil bók lítillar þjóðar

Það vekur ævinlega athygli meðal íslenzkra bókmenntaunnenda þegar einhver málsmetandi maður úti í hinum stóra heimi vekur athygli á og lýsir aðdáun sinni á íslenzkum bókmenntum, hvort heldur það eru Íslendingasögur eða verk nútímahöfunda. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 179 orð

Morgunn í Reykjavík

Grár morguninn pískar kinnina á mér. Köldum höndum klýf ég vind og regn, finn stundarskjól í rauðu biðskýlinu. Þakið á gulum strætisvagninum rís upp úr sjóndeildarhringnum. Kámugir peningarnir glampa á blautri hendinni, hárið hangir í mjóum reklum niður á hálsinn. Kuldinn smýgur inn um kragann og sest á hnakkann. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 136 orð

Númer eitt

Sársaukinn er hvítglóandi með aðsetur í maganum Hann tengist þér. Sársaukinn er blár og býr í hjartanu Hann tengist þér Sársaukinn er eldrauður og á heima í reiðinni Sársaukinn er hugmynd að mannsmorði það tengist þér. Löngunin til að fá þig til að þagna gerir sársaukann óbærilegan. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 90 orð

Nýr markaðsstjóri Leikfélags Reykjavíkur

ÁLFRÚN G. Guðrúnardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Álfrún er fædd á Egilsstöðum 1968 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1987, fjórða stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík 1991 og BA prófi í íslenskum fræðum í febrúar 1994. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1076 orð

Næmi ljóðs og drama óperunnar

ÞAKKA þér fyrir, þú söngst yndislega. Þetta var upplifun, óviðjafnanlegt. Þú hefur rödd sem nýtur sín jafnt á tónleikum og í fíngerðustu tækjum, hér er nafnspjaldið mitt, ég er hljómsveitarstjóri. Má ég segja takk fyrir þessa fallegu túlkun. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 138 orð

Sara í Háteigskirkju

UNDANFARIN ár hefur Hið íslenska Biblíufélag boðið almenningi upp á dagskrá á Biblíudegi, sem með einum eða öðrum hætti tengist Biblíunni og efni hennar. Að þessu sinni tók Biblíufélagið höndum saman við Listvinafélag Hallgrímskirkju. Frásagnarleikurinn Sara eftir danska rithöfundinn Knud Seibæk verður fluttur í Háteigskirkju sunnudaginn 11. nóvember kl. 17.30. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 82 orð

Síðasta sýningarhelgi

SÝNINGU Blaðaljósmyndarafélagsins á bestu myndum ársins 1995 lýkur í Gerðarsafni Kópavogi á sunnudag. Á sýningunni eru 120 ljósmyndir sem skipt er niður í ýmsa flokka. Í myndunum birtast fréttnæmir atburðir heima sem erlendis, fólk í erli hversdagsins og einnig gefur að líta portrett, myndir með spaugilegum undirtóni, íþróttamyndir og myndaraðir. Gerðarsafn er opið frá kl. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 680 orð

Skuggi fortíðar yfir söngstjörnu

ELISABETH Schwarzkopf var á sínum tíma ein fremsta söngkona veraldar og þekktust fyrir að syngja þýsk ljóð. Í nýrri ævisögu um Schwarzkopf eftir Alan Jefferson eru samskipti hennar við þýska nasistaflokkinn dregin fram í dagsljósið. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 422 orð

Stórir bitar

"ÞETTA er endahnykkurinn á starfslaunatímabili mínu en ég fékk sex mánaða styrk úr Listasjóði við síðustu úthlutun. Það hefur verið kærkomið að njóta þess að æfa sig og fyrir vikið ákvað ég að setja saman metnaðarfulla efnisskrá," segir Einar Kristján Einarsson gítarleikari sem kemur fram á tónleikum í Seltjarnarneskirkju í dag klukkan 16. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1044 orð

Sælir eru hógværir

Sá sem hefur valið sér það lífsstarf að kenna unglingum þarf oft að þræða einstigi. Hann á að uppfræða en ekki innræta. Skoðanir mínar á mönnum og málefnum, stjórnmálum, mataræði, íþróttum og eilífðarmálum koma nemendum mínum ekkert við og ég tel mig alls ekki hafa umboð til að predika þær yfir þeim í bland við setningafræði og hugmyndaheim Íslendingasagna. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 211 orð

Sönglög í safnaðarheimilinu

ÞÓRUNN Guðmundsdóttir söngkona og Guðrún Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í nýja safnaðarheimilinu við Hafnarfjarðarkirkju, sunnudaginn 11. febrúar kl. 17. Þetta eru tónleikar í tónleikaröð sem Tónlistarskóli Hafnarfjarðar gengst fyrir þar sem fram koma kennarar skólans sem margir eru vel þekktir úr tónlistarlífinu. Á efnisskránni verða sönglög eftir Harry T. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 189 orð

Söngtónleikar á Ísafirði

2. ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR Tónlistarfélags Ísafjarðar á þessu starfsári verða haldnir í Frímúrarasalnum á Ísafirði sunnudaginn 11. febrúar kl. 20.30. Þá flytja Anna Sigríður Helgadóttri mezzósópran og Gerrit Schuil píanóleikari fjölbreytta efnisskrá sönglaga frá þessari og síðustu öld. Flutt verða verk eftir Britten, Dvorák, Gunnar Reyni Sveinsson og bandaríska sönglagahöfunda. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

Söngvaka í Listaklúbbnum

ÞÓRARINN Hjartarson og Ragnheiður Ólafsdóttir gefa sögulegt yfirlit yfir íslensk alþýðulög í tali og tónum, allt frá dróttkvæðum og fram á okkar daga í Listaklúbbi Leikhúskjallarans á mánudagskvöld kl. 20.30. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2421 orð

Söngvarnirfrá Benediktsbæ

Bæjaraland er syðsta hérað Þýskalands í dag, en var áður sjálfstætt ríki. Þá var München höfuðborg landsins með konungsgarði og tilheyrandi skrautbyggingum, sem ferðamenn hafa enn yndi af að skoða. Allra syðstu sveitir Bæjaralands ná nokkuð upp í Alpafjöllin, en landamærin við Austurríki liggja víða um hátinda og fjallseggjar. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 159 orð

Úr kennslustofu

Á tjaldi liðins tíma birtist oss eitt tákn, eitt orð um betra líf á jörð: Menn þyrpast saman, reyna að feta fram, og ferill hefst í átt til þessa tákns. Sótt er gegn broddum blárra sverða og spjóta, barizt og varizt. Hopað. Aftur sótt gegn ýgum her. Og ennþá fossar blóð, enn drekkur moldin benjaregnið heitt og valkestir á tímans tjaldi hlaðast. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 63 orð

"Við Slaghörpuna"

TÓNLEIKARÖÐIN "Við Slaghörpuna" verður haldin í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni, mánudaginn 12. febrúar kl. 20.30. Gestur Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara við slaghörpuna verður Gunnar Kvaran sellóleikari. Þeir félagar munu flytja fjölþætta efnisskrá ólíkrar tónlistar frá ýmsum tímum. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 535 orð

Vilja styðja við rannsóknir á íslenskri byggingarlist

STJÓRN Rannsóknarsjóðs íslenskra arkitekta hefur gert samkomulag við byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum um varðveislu á bókasafni Arkitektafélags Íslands. Fór afhendingin fram við athöfn á Kjarvalsstöðum á fimmtudag. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 89 orð

Vitfirrt ást

Ef þú kæmir til mín mundi ég ráðast á þig og rífa utan af þér fötin Strjúka síða dökka hárið þitt og fela andlit mitt í því leggja höfuðið að brjósti þínu og heyra hjartað slá. Svo mundi ég stilla þér upp á borðstofuborðið og kyssa á þér stórutána. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 5234 orð

(fyrirsögn vantar)

Íslensk ljóð.AAðalheiður Sigurbjörnsdóttir: Brotin blöð, Kaldhæðnisbjúgverpill 41. tbl. bls. 10. Andri Snær Magnússon: Haust. 43. tbl. bls. 11. Anna S. Björnsdóttir: Í upphafi. 6. tbl. bls. 7 Anna Karin Júlíussen: Byltingarávarpið. 38. tbl. bls. 8. Meira
10. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Skuggi fortíðar yfir söngstjörnu/2 Á milli tveggja heima/4 Bragi "allur" á Sjónþingi og á Sjónarhól/8 Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.