Greinar laugardaginn 17. febrúar 1996

Forsíða

17. febrúar 1996 | Forsíða | 185 orð

Bjartsýni í röðum flokks múslima

NECMETTIN Erbakan, leiðtogi íslamska Velferðarflokksins í Tyrklandi, kvaðst í gær vongóður um að geta myndað stjórn með Föðurlandsflokknum og tryggt heittrúuðum múslimum meiri völd en nokkru sinni fyrr í nútímasögu landsins. Meira
17. febrúar 1996 | Forsíða | 107 orð

Gómuðu spellvirkja

HERSVEITIR Atlantshafsbandalagsins (NATO) fundu í gær meintar þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn á vegum Bosníustjórnar í afskekktum dal í miðhluta Bosníu. Búðirnar voru í skíðaskála upp til fjalla vestur af Sarajevo. Þar fundust vopn og áætlanir um mannrán. Fulltrúar stjórnarinnar í Sarajevo sögðu að um væri að ræða njósnaskóla. Meira
17. febrúar 1996 | Forsíða | 55 orð

Sjöundi himinn sjónvarpsáhugamannsins

Reuter ÍMYNDA mætti sér að þannig gæti heimur áhugamanna um sjónvarp, sem vilja ekki missa af neinu og verða sér úti um áskrift að öllum mögulegum stöðvum, litið út. Maðurinn á myndinni situr fyrir framan 500 sjónvarpsviðtæki. Myndin hlaut fyrstu verðlaun í vísinda- og tækniflokki í árlegri samkeppni blaðaljósmyndara um ljósmynd ársins. Meira
17. febrúar 1996 | Forsíða | 57 orð

Skosk byrjun

ÚRSLIT lágu ekki fyrir í fimmtu einvígisskák Garríj Kasparovs og Djúpblár, öflugustu skáktölvu heims, í gærkvöldi. Leiknir höfðu verið 12 leikir þegar blaðið fór í prentun. Upp kom skosk byrjun. Tölvan hafði hvítt en Kasparov svart. Fyrir skákina var staðan jöfn, tveir vinningar gegn tveimur. Sjötta og síðasta skákin verður tefld í dag. Meira
17. febrúar 1996 | Forsíða | 71 orð

Stjórnarandstöðu vex fylgi

ÞÝSKI jafnaðarmannaflokkurinn og flokkur græningja njóta nú meiri vinsælda meðal kjósenda en stjórnarflokkarnir, samkvæmt skoðanakönnun sem þýska sjónvarpsstöðin ZDF birti í gærkvöldi. Jafnaðarmannaflokkurinn nýtur 33% fylgis, græningjar 12% en Kristilegir demókratar og Kristilega sósíalsambandið, systurflokkurinn í Bæjaralandi, njóta fylgis 43%. Meira
17. febrúar 1996 | Forsíða | 382 orð

Varar þjóðina við nýrri byltingu kommúnista

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti heitir því að bjarga þjóðinni frá nýrri bolsévikabyltingu og binda enda á stríðið í Tsjetsjníu. Forsetinn býður sig fram til endurkjörs í júní og segist hafa verið í nokkrum vafa áður en hann lét slag standa. Meira
17. febrúar 1996 | Forsíða | 33 orð

Vigtin upplýst

Reuter AFGREISÐLUSTÚLKUR í matvöruverslun í bænum Tsjerkassí í Úkraínu lesa af vigtinni með vasaljósi. Þar í borg og víðar í Úkraínu hafa menn orðið fyrir barðinu á rafmagnsskömmtun vegna viðvarandi orkukreppu. Meira
17. febrúar 1996 | Forsíða | 87 orð

Þing rofið á Ítalíu

OSCAR Luigi Scalfaro forseti Ítalíu rauf í gær þing og boðaði til þingkosninga 21. apríl nk., þremur árum fyrr en lög gera ráð fyrir. Scalfaro greip til þingrofs þegar ljóst varð að ítölsku stjórnmálaflokkarnir kæmu sér aldrei saman um stjórnlagabreytingar. Meira

Fréttir

17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 710 orð

13 norrænar stofnanir lagðar niður ­ 3 nýjar verða til

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, kynnti í gær fyrir ríkisstjórninni og Íslandsdeild Norðurlandaráðs tillögur P¨ars Stenb¨acks, framkvæmdastjóra norrænu ráðherranefndarinnar, um gagngera uppstokkun á norrænum samstarfsstofnunum. Meira
17. febrúar 1996 | Smáfréttir | 41 orð

AÐALFUNDUR Hins íslenska náttúrufræðifélags 1996 (fyrir árið 1995) ve

AÐALFUNDUR Hins íslenska náttúrufræðifélags 1996 (fyrir árið 1995) verður haldinn í dag laugardaginn 17. febrúar nk. í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi háskólans, og hefst kl. 14. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður veitt viðurkenning stjórnar HÍN fyrir sérstakt framlag til kynningar á náttúrufræði. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Allt að 158% verðmunur

ALLT að 158% verðmunur reyndist á lausfrystum ýsuflökum þegar Samkeppnisstofnun gerði verðkönnun á fiski fyrr í febrúar. Minnstur var munur á hæsta og lægsta á verði á hausaðri og slægðri heilli ýsu eða 19%. Könnunin var gerð í 20 fiskbúðum og 17 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg könnun fór fram í febrúar 1995. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 551 orð

Alvarleg skerðing réttinda starfsfólks

Á STJÓRNARFUNDUM Hins íslenska kennarafélags og Kennarasambands Íslands í gær var ákveðið að kennarafélögin drægju sig út úr öllu samstarfi um flutning grunnskólans til sveitarfélaga og lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Atvinnuleysi minna nú en í janúar í fyrra

TÆPLEGA 7.700 manns voru á atvinnuleysisskrá í janúarmánuði síðastliðnum og voru konur rúmlega 200 fleiri en karlar. Þetta atvinnuleysi jafngildir 6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuleysið er 5% hjá körlum en 7,5% hjá konum. Þetta kemur fram í frétt vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins um atvinnuástandið í janúar. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Aukin fjárveiting til þýðinga á finnsku og íslenzku

SAMSTARFSRÁÐHERRAR Norðurlanda samþykktu á fundi sínum í Helsinki fyrr í vikunni að auka fjárveitingu til túlkunar og þýðinga á vegum ráðherranefndarinnar um sex milljónir íslenzkra króna. Að sögn Snjólaugar Ólafsdóttur, skrifstofustjóra Norðurlandaskrifstofu forsætisráðuneytisins, er hér um að ræða þátt í þeirri viðleitni Finnlands, Meira
17. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 493 orð

Bob Dole í vörn sem fulltrúi kerfisins

BOB Dole átti heldur í vök að verjast í sjónvarpsumræðum í fyrrakvöld milli þeirra átta manna, sem gefa kost á sér í forkosningum bandarískra repúblikana í New Hampshire á þriðjudag. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur hann nauma forystu á keppinauta sína en það virðist vinna gegn honum, Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Bolla, bolla

AUKAKÍLÓUM Íslendinga fækkar tæplega þessa helgina því bolludagurinn er á mánudag. Framundan er því háannatími í bakaríum um land allt og Jón Rúnar Árelíusson og félagar hans í stétt bakara hafa haft nóg að gera undanfarna daga við að búa til rjómabollur sem renna eiga ljúflega niður í landslýð næstu daga. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Bridshátíð hafin

BRIDSHÁTÍÐ var sett í gærkvöldi á Hótel Loftleiðum. Helgi Jóhannsson, fyrrverandi forseti Bridssambandsins, ávarpaði gesti en á áttunda tug erlendra gesta taka þátt í mótinu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra setti síðan mótið og sagði fyrstu sögnina fyrir Íslandsvininn Zia Mahmood. Zia spilar við Danann Lars Blakset en andstæðingar þeirra í fyrstu umferðinni voru Guðmundur Sv. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 285 orð

Bæjarstjórn vill víkja verkalýðs fulltrúum úr húsnæðisnefnd

VERKALÝÐSFÉLöG í Hafnarfirði hyggjast leita fulltingis félagsmálaráðherra til að fá hnekkt samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að víkja þremur fulltrúum verkalýðsfélaganna úr 7 manna húsnæðisnefnd bæjarins. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Bænastundir á föstu

SÉRSTAKAR bænastundir verða í Grensáskirkju á mánudögum kl. 18. Stundirnar fela í sér ritningalestur, íhugun, bænir og samverustund. Björn Sveinn Björnsson, guðfræðinemi, mun verða við þessar stundir ásamt sóknarpresti. Meira
17. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 200 orð

Dýr ást

REGLUR Evrópusambandsins um innri landamæri valda fólki í Tornedalen, sem er á landamærum Svíþjóðar og Finnlands í norðri, miklum áhyggjum. Aldalöng hefð er fyrir því að efnt sé til ástarsambanda yfir landamærin en jafnframt er algengt að hin ástföngnu pör kjósi að búa hvort í sínu lagi sín megin landamæranna. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Dönsk unglingamynd í Norræna húsinu

DANSKA barna- og unglingamyndin Ballerup Boulevard verður sýnd sunnudaginn 18. febrúar kl. 14 í Norræna húsinu. Þetta er mynd sem fjallar um Pinky, 14 ára, vinkonur hennar og hljómsveitina þeirra Ballerup Boulevard. Myndin er með dönsku tali, 80 mínútna löng. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 173 orð

Ein milljón til lækninga á sjö ára bosnískum dreng

RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að veita einni milljón króna til lækninga á 7 ára gömlum dreng frá Bosníu. Drengurinn missti aðra höndina við úlnið í sprengingu fyrir 3 árum. Frændfólk drengsins kom hingað til lands fyrir liðlega tveimur árum. Þau óskuðu eftir því við heilbrigðisráðherra að athugað yrði hvort hægt væri að veita drengnum lækningu hér á landi. Meira
17. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 216 orð

ESB er enn úti í miðri Maas

SILVIO Fagiolo, hinn reyndi ítalski diplómat sem hefur verið fenginn til að stýra ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins fyrstu þrjá mánuðina, segir að öll aðildarríkin muni þurfa að gera meiri eða minni málamiðlanir á ráðstefnunni vegna þess að þau eigi engan annan kost. Þetta eigi líka við um Breta, þótt þeir séu ekki hrifnir af málamiðlunum í Evrópumálum. Meira
17. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 40 orð

Fann efnivið í snjókarl

ANDRI Már Jónsson var úti í góða veðrinu í gær og þrátt fyrir að ekki sé mikill snjór á Akureyri náði hann í nægan efnivið til að búa sér til vænan snjókarl upp við Víðilund. Morgunblaðið/Kristján Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Fiskur lækkar að meðaltali

NÝ ýsuflök hafa að meðaltali lækkað um 3% frá febrúar á síðasta ári. Þetta kom fram í verðkönnun sem gerð var á vegum Samkeppnisstofnunar fyrr í þessum mánuði en sambærileg könnun var gerð á vegum stofnunarinnar í febrúar á síðastliðnu ári. Þá kom fram mikill verðmunur á fisktegundum milli verslana. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 236 orð

Flugleyfi TAESA endurnýjað

SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ endurnýjaði flugleyfi mexíkóska flugfélagsins TAESA hingað í gær að tillögu loftferðaeftirlitsins, eftir að félagið skilaði greinargerð um leigu sína á tyrkneskri þotu, sem fórst út af ströndum Dóminíkanska lýðveldisins í síðustu viku. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 835 orð

Forsendur fyrir lækkun vaxta á langtíma- og skammtímamarkaði

FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra segir að það hafi verið sameiginleg niðurstaða af fundi ráðherra ríkisstjórnarinnar með bankastjórum Seðlabankans í gær um vaxtamál að nú væru þær aðstæður til staðar að forsendur væru fyrir vaxtalækkun. Meira
17. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 212 orð

Fundur um vímuvarnir

Stykkishólmi-Í Stykkishólmi hefur verið mikil umræða um vímuefni og vímuvarnir eins og víða annars staðar á landinu. Fólk hefur áhyggjur af þessum vágesti sem oft á tíðum er lítt sjáanlegur. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 191 orð

Gera á úttekt á kostum og göllum auðlindagjalds

VERSLUNARRÁÐ Íslands samþykkti á aðalfundi sínum á fimmtudag, að fram fari á vegum ráðsins fagleg úttekt á kostum og göllum álagningar auðlindagjalds og bornar verði saman mismunandi leiðir við útfærslu þess. Meira
17. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 324 orð

Greiðslubyrði Framkvæmdasjóðs verði reiknuð út

SIGURÐUR J. Sigurðsson bæjarfulltrúi hefur óskað eftir því að gerðir verði útreikningar á greiðslubyrði Framkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar sem miðist við stöðu sjóðsins eftir að öll seljanleg hlutabréf önnur en hlutabréf sjóðsins í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. verði seld. Við útreikning á greiðslubyrði verði miðað við að sjóðurinn fái tekjur sem svari til 10% arðs af hlutabréfaeign í ÚA. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

Gæsluvarðhald lengt

ÞRÍTUGUR maður, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar fyrir að leggja til sofandi manns með hnífi að morgni nýársdags, hefur verið ákærður vegna málsins. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag. Sama dag framlengdi héraðsdómur gæsluvarðhald yfir manninum til 1. apríl. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 521 orð

Heimilt að líta til efnahags skattþegns

UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur heimilt að vissu marki að líta til efnahags skattþegns við beitingu ákvæðis um að heimilt sé að lækka eignarskattsstofn hans, hafi gjaldþol hans skerst. Hann segir brýnt, að samræmis og jafnræðis sé gætt við beitingu slíks ákvæðis og afgreiðslutími erinda um ívilnanir eigi að vera sem stystur. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Heimsókn í Klettinn

WYNNE Goss, forstöðumaður Vine Christian Centre í Bridgend, Wales, heimsækir Klettinn, kristið samfélag, nú um helgina. Wynne Gross predikar á samkomum laugardagskvöld kl. 20.30 og sunnudag kl. 16.30 auk þess að kenna á biblíulestrinum nk. miðvikudagskvöld kl. 20.30. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Hlinur Kóngsson í Ævintýra- Kringlunni

FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir leiksýninguna Hlin Kóngsson í dag, laugardaginn 17. febrúar. Leikritið er unnið upp úr mörgum útgáfum af sama þjóðsöguævintýrinu. Það fjallar um Hlin Kóngsson sem týnist í þokunni og finnst hvergi fyrr en Signý bóndadóttir finnur hann í tröllahelli. Miðaverð er 500 kr. Ævintýra- Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opið frakl. 14 til 18. Meira
17. febrúar 1996 | Smáfréttir | 25 orð

HLJÓMSVEITIN BYLTING leikur á Góða Dátanum á Akureyri

leikur á Góða Dátanum á Akureyri laugardagskvöld. DANSHÚSIÐ GLÆSIBÆR Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Upplyfting. Húsið verður opnað kl. 22 og er aðgangseyrir 500 kr. Meira
17. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 311 orð

Innbrot og skemmdir í bakaríi

HÚN VAR ekki skemmtileg aðkoman hjá starfsfólki Hérastubbs, bakarísins í Grindavík, þegar það var kallað til vinnu í fyrrinótt. Brotist hafði verið inn í bakaríið og búið að brjóta stóra rúðu, hurð og síðan afgreiðsluborðið, sem var með þykku gleri, molað. Þjófurinn lét ekki staðar numið og réðst að posa fyrir greiðslukort og annað sem fyrir varð. Meira
17. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 138 orð

Innbú hf. flytur í nýtt og stærra húsnæði

Keflavík-Nýlega flutti Innbú hf. starfsemi sína af Vatnsnesvegi í nýtt og stærra húsnæði að Smiðjuvöllum 6 í Keflavík. Gunnlaugur Hilmarsson húsgagnabólstrarameistari rekur fyrirtækið sem hefur verið í miklum vexti að undanförnu. Gunnlaugur flytur inn allar vörur sjálfur, svo sem efni til að klæða með, húsgangagrindur og síðast en ekki sýst svamp. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 327 orð

Íhuga að flytja úr landi vegna skatta

HÁTT í 30 flugmenn Atlanta-flugfélagsins íhuga nú að flytjast úr landi vegna þess sem þeir kalla ofsóknir skattayfirvalda á hendur sér. Flugmennirnir höfðu fengið greidd laun frá erlendri áhafnaleigu en talið fram hér á landi til skatts. Skattrannsóknarstjóri kannar nú launagreiðslur til þessara flugmanna allt að fimm ár aftur í tímann. Meira
17. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 639 orð

Kannið með hvaða flugfélagi er flogið

FLUGSLYSIÐ í Karíbahafi í síðustu viku hefur hleypt af stað umræðu um mismunandi öryggiskröfur hjá flugfélögum og hefur athyglin einkum beinst að leiguflugfélögum. Í umfjöllun blaðsins Dagbladet í Noregi um þessi mál heldur Sigurd Løkholm, framkvæmdastjóri félags norskra atvinnuflugmanna, því fram, Meira
17. febrúar 1996 | Miðopna | 337 orð

Kaupið er of lágt

"ÉG HELD að allir Bolvíkingar vilji róa með Aðalbirni. Það gengur vel hjá honum að fá hráefni og selja afurðirnar og honum virðist líka ganga vel að fá fjárfesta til liðs við sig," segir Daði Guðmundsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. Hann segir að stefna verði að því að það fólk sem komi til vinnu hjá Ósvör setjist að í Bolungarvík. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Kennsla í skíðagöngu í Haukadal

SKÍÐASAMBAND Íslands og Íþróttadeild Umf. Bisk. standa fyrir kennslu í skíðagöngu laugardaginn 17. febrúar í Haukadal, verði nægur snjór. Skíðasambandið verður með allan útbúnað fyrir allt að 40 manns. Meira
17. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 327 orð

Krefjast afsagnar tveggja ráðherra

BRESKU stjórnarandstöðuflokkarnir, Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir demókratar, kröfðust þess í gær að tveir háttsettir ráðherrar segðu af sér embætti vegna skýrslu um vopnasölu Breta til Íraks á síðasta áratug. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

Landnámsleið Útivistar

ÚTIVIST heldur áfram að ganga Landnámsleiðina, raðgögnu Útivistar, sunnudaginn 18. febrúar. Farið verður í þriðja áfanga og fylgt elstu sjáanlegu fornleið sem hefur legið milli Stóru-Voga og Vatnsleysuvíkur í fylgd áhugafólks um sögu, örnefdi og fornleiðir svæðisins. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 387 orð

Lánað til einstaklinga án þátttöku sveitarfélaga

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segir að meðal þeirra leiða til úrbóta á félagslega húsnæðiskerfinu, sem félagsmálaráðuneytið sé að skoða, sé að lána einstaklingum beint til félagslegs húsnæðis án milligöngu sveitarfélaga. Jafnframt verði dregið úr ábyrgð sveitarfélaga á lánveitingunum gegn því að þau losni undan kaupskyldu á íbúðunum. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 442 orð

Leyfa á staðfesta samvist fólks af sama kyni

TVEIR einstaklingar af sama kyni geta stofnað til staðfestrar samvistar, samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þetta er nýtt hugtak um sambúðarform hér á landi. Í staðfestri sambúð felast, samkvæmt frumvarpinu, sömu réttindi og skyldur og í hjúskap, Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Loðdýrabændur sýna á Sögu

ÍSLENSKIR loðdýrabændur efna til sýningar í dag, laugardag, í Súlnasal Hótels Sögu, en á sýningunni verða m.a. minka- og refaskinn af öllu landinu, tískusýning frá versluninni Pelsinum og afhending verðlauna. Sýningin hefst kl. 13 og lýkur kl. 16. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð

Loðnan hreinsuð úr höfninni

Loðnan hreinsuð úr höfninni Þórshöfn. Morgunblaðið. HREINSUNARSTARFI er nú lokið í höfninni hér á Þórshöfn eftir að óhapp varð við loðnulöndun úr Júpíter og rúm 100 tonn af loðnu lentu í sjónum. Meira
17. febrúar 1996 | Miðopna | 1810 orð

Matvælavinnsla framtíðarinnar

MARKMIÐ okkar er að byggja upp öflugt sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum. Það ætlum við að gera með því að styrkja útgerðina og koma upp góðri og arðsamri fiskverkun, bæði rækju- og bolfiskvinnslu, Meira
17. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 191 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, fjölskylduguðsþjónusta kl. 14, fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að mæta, ungmenni aðstoða við messugjörð og Barnakór Akureyrarkirkju syngur. Guðsþjónusta í Hlíð kl. 16, Barnakór Akureyrarkirkju syngur. Guðsþjónusta í Seli kl. 17. Biblíulestur í safnaðarheimili kl. 20.30. á mánudagskvöld. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins

MIÐSTJÓRN Alþýðubandalagsins kemur saman til fundar í Þinghóli, Hamraborg 11 í Kópavogi, 17. og 18. febrúar. Í tengslum við fundinn er efnt til sérstakrar kjararáðstefnu. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, setur ráðstefnuna kl. 13 á laugardag. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, og Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, flytja ávörp. Þá verða flutt erindi um m.a. Meira
17. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Nemendur kynnist atvinnulífinu

HÅKON Landråk verkefnisstjóri kynnti grunnhugmyndir að baki norska verkefninu "Distraktsaktiv skole" í Háskólanum á Akureyri í gær, en menntamálaráðuneytið stóð að fundinum í samstarfi við háskólann. Samstarfsverkefni skóla og atvinnulífs hófst í Rogalandi í Suður-Noregi árið 1985 sem hafði að markmiði að efla þekkingu nemenda á uppbyggingu atvinnulífsins í heimahéraðinu. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 222 orð

Nýr síldarfundur í Ósló

VIÐRÆÐUFUNDUR Íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja um stjórnun norsk-íslenzka síldarstofnsins hefur verið boðaður í Ósló dagana 28. og 29. febrúar næstkomandi. Hinn 1. marz munu fulltrúar Evrópusambandsins síðan koma til viðræðna við löndin fjögur vegna krafna ESB um hlut í síldveiðunum. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 168 orð

Ný Vestfjarðagöng

ÞRÍVÍDDARMYNDIR með innblæstri af Vestfjarðagöngum eru málaðar á enda ganganna í frystihúsi Ósvarar hf. í Bolungarvík og setja sérstakan svip á húsnæðið. Frystihúsið verður tekið í notkun í dag eftir gagngerar endurbætur á allri aðstöðu. Stjórnendur Ósvarar fengu Guðrúnu Stefánsdóttur arkitekt til að hanna útlit salarkynnanna. Afar langir gangar eru meðfram vinnslusölunum. Meira
17. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 122 orð

Olíuleki ógnar dýralífi í Wales

FLOTGIRÐINGAR voru í gær lagðar umhverfis olíuskipið Sea Empress sem hafði strandað undan strönd hafnarbæjarins Milford Haven í suðvesturhluta Wales með þeim afleiðingum að 4.000 tonn af hráolíu láku í sjóinn. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Orkugjald hitaveitu lækkar í Borgarnesi

NOTENDUR hitaveitu í Borgarnesi fengu nýlega fyrsta reikninginn frá Hitaveitu Borgarness eftir verulegar skipulagsbreytingar á Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB) um síðastliðin áramót. Fram kemur að vatnsgjald hefur lækkað úr 94,49 kr. pr. rúmmetra í 70,80 kr. pr. rúmmetra eða um 25% og fastagjald hefur lækkað um 10%. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 652 orð

Óttast klofning í sókninni

SÓKNARNEFND Langholtskirkju hefur mestar áhyggjur af klofningi innan sóknarinnar á meðan deilumál innan hennar hafa ekki verið leyst, að því er fram kemur í greinargerð til biskups. Í henni segir að allstór hópur hafi alvarlega rætt um að segja sig úr söfnuðinum verði sr. Flóki Kristinsson áfram sóknarprestur. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 268 orð

Réttindi stórlega skert eða afnumin

STJÓRN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hafnar og Trúnaðarmannaráð Starfsmannafélags ríkisstofnana mótmælir harðlega þeim drögum að frumvörpum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem lögð hafa verið fram til kynningar. Vinnubrögðin við frumvarpsdrögin eru fordæmd, en ekkert samráð hafi verið haft við þá er málið varðaði. Meira
17. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | -1 orð

Ríkjaráðstefna fyrir opnum dyrum

Í ÞETTA skiptið verður ekki hægt að endurtaka leikinn frá því Maastricht-sáttmálinn var gerður og undirbúa niðurstöður ríkjaráðstefnunnar fyrir luktum dyrum. Þær verður á einhvern hátt að undirbúa svo að almenningur í Evrópu geti fylgst með þeim hugmyndum, sem ræddar eru, svo niðurstaðan verði ekki í andstöðu við þorra almennings. Meira
17. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 153 orð

Ræðukeppni ITC-Flugu

Laxamýri-Árleg ræðukeppni ITC- Flugu var haldin í Hótel Reynihlíð í vikunni og var Guðrún Sigurðardóttir, kennari við Hafralækjarskóla, sigurvegari að þessu sinni. Ræður þar sem haldnar voru voru ýmis hugarflugs- eða skemmtiræður uak þess sem ein könnunarræða var haldin. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

Röng mynd

Í frétt um formannskjör í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar í gær urðu þau leiðu mistök að röng mynd birtist af Grétari Jóni Magnússyni einum af þremur frambjóðendum í kjörinu. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Meira
17. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

SA og SR mætast í dag

EINN leikur fer fram í dag á Íslandsmótinu í íshokkí. Skautafélag Reykjavíkur sækir lið Skautafélags Akureyrar heim og fer leikurinn fram á skautasvellinu á Akureyri og hefst kl. 16.00. Í síðasta leik liðanna sem fram fór í Reykjavík fyrir skömmu, unnu SR-menn nokkuð auðveldan sigur, 8:1. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 347 orð

Segir talsmenn bankanna fara með rangt mál

HANNES G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands, segir að talsmenn Landsbanka og Búnaðarbanka Íslands fari með rangt mál þegar þeir haldi því fram að vaxtamunur hafi ekki aukist við þær vaxtahækkanir sem bankar og sparisjóðir hafa tilkynnt að undanförnu. Tölurnar tali skýru máli og talsmenn bankanna hafi ekkert að skýla sér á bak við í þeim efnum. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Seinkun vegna gangtruflana

SEX tíma seinkun varð á að vél Flugleiða frá Kaupmannahöfn hæfi sig til flugs á fimmtudag. Orsökin var gangtruflanir í hreyfli. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum kom í ljós þegar hreyflarnir voru ræstir, að einn þeirra hegðaði sér einkennilega og var þá ákveðið að fresta flugtaki. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 756 orð

Sjálfboðavinna í öðrum löndum til að þroskast

Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS) eru Íslandsdeild alþjóðlegra samtaka, International Christian Youth Exchange (ICYE). Markmið samtakanna er að stuðla að friði og skilningi milli einstaklinga og þjóða, byggja brýr milli manna og brjóta niður veggi hleypidóma. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 653 orð

Sjálfstæði og ábyrgð forstöðumanna aukin

Í DRÖGUM að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er gert ráð fyrir að ábyrgð og sjálfstæði forstöðumanna ríkisstofnana verði aukið frá því sem nú er. Forstöðumönnum verður heimilt að greiða einstökum ríkisstarfsmönnum laun til viðbótar þeim grunnlaunum sem samið er um í kjarasamningum. Jafnframt er æviráðning afnumin og biðlaunaréttur takmarkaður. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 155 orð

Skemmtikraftar á öskudegi

Á ÖSKUDAG er viðtekin venja að börn og unglingar klæðist furðufötum og máli sig í framan. Á þessum degi hafa þau komið niður á Lækjartorg til að sýna sig og sjá aðra um leið og öskupoki er hengdur aftan í náungann en öskupokaframleiðslan er talin séríslenskur siður sem skemmtilegt er að viðhalda, segir í frétt frá ÍTR. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Skoðunarferð í Grófina

Í VETTVANGSFERÐ NVSV laugardaginn 17. febrúar verður mætt á gamla Grófarstæðið í Reykjavík og gengið þar um. Að því loknu verður farið á útivistarsvæðið á Miðbakka og þar verður fjallað um botnlífverur, fiska, seli og fugla Hafnarinnar við sælífskerin. Meira
17. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 102 orð

"Sósíalískir svikarar" fordæmdir

KIM Jong-il, leiðtogi kommúnistastjórnarinnar í Norður-Kóreu, hefur látið birta auglýsingu á forsíðu dagblaðs í Macau, sem er undir stjórn Portugala, þar sem hann gagnrýnir kommúnista í öðrum löndum og segir þá hafa brugðist kommúnismanum. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 176 orð

Stórsýning í Perlunni á Íslenskum dögum

ÍSLENSKIR dagar Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefjast nú um helgina með stórsýningu í Perlunni þar sem fjölmörg fyrirtæki kynna vörur og þjónustu. Gestum og gangandi er boðið að skoða það sem efst er á baugi hjá innlendum aðilum, reyna framleiðsluna og gæða sér á ýmsu góðgæti. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

Tennishöllinni veitt bæjarábyrgð

BÆJARSTJÓRN Kópavogs samþykkti í gær að veita Tennishöllinni hf. einfalda bæjarábyrgð á 70 milljóna króna láni vegna endurfjármögnunar Tennishallarinnar. Til tryggingar ábyrgðinni er annar verðréttur eignarinnar Dalsmára 9-11. Söluverðmæti eignarinnar er metið 150 milljónir. Samþykkt bæjarstjórnar gerir ráð fyrir að á fyrsta veðrétti megi hvíla allt að 60 milljónir. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 289 orð

Vaktakerfi SVR margsamþykkt

SJÖFN Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, segir að það vaktafyrirkomulag sem strætisvagnastjórar hjá SVR starfi eftir hafi verið samþykkt af þeim ítrekað í gegnum tíðina. Unnur Eggertsdóttir, trúnaðarmaður vagnstjóra, segir í Morgunblaðinu í gær að sérkjarasamningur vagnstjóra sé mun lakari en aðalkjarasamningur Starfsmannfélagsins. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Vala setti Norðurlandamet

VALA Flosadóttir frjálsíþróttakona úr ÍR setti Norðurlandamet í stangarstökki á sænska innanhússmeistaramótinu í gærkvöldi í Borlänge í gærkvöldi. Vala stökk 4,11 metra en gamla metið var 4,00 og átti hún það sjálf. Jafngildir árangurinn fjórða sæti á heimsafrekaskrá síðasta árs, en þá var Vala í 19. sæti með 3,81 metra og framfarir hennar því miklar. Meira
17. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 339 orð

Varað við rýmri heimildum til símahlerana

RAGNAR Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir mjög varasamt að rýmka lagaheimildir um hleranir hér á landi. Lögreglustjórinn í Reykjavík vill að slíkar lagabreytingar verði skoðaðar. Ragnar segist sannfærður um að verði það gert verði hleranir misnotaðar og vísar þar til reynslu í öðrum löndum. Meira
17. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 186 orð

Vilja fá lögreglu í skólana

KÖNNUN, sem gerð var fyrir franska dagblaðið Le Figaro og sjónvarpsstöðina France 2, bendir til þess, að meirihluti Frakka sé því hlynntur, að lögregluvörður verði hafður í skólum vegna vaxandi ofbeldis. Samkvæmt könnun IPSOS- stofnunarinnar eru 63% Frakka hlynnt því að lögregla taki sér stöðu í skólum landsins en 36% andvíg. Meira
17. febrúar 1996 | Miðopna | 701 orð

Vilja fjölskyldufólk í bæinn

ÁGÚST Oddsson, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, telur að bjartari tíð sé framundan á staðnum eftir erfiðleika í atvinnumálum og fólksfækkun á síðustu árum. Nú vanti fólk til starfa hjá Ósvör og segir hann fyrirhugað að kynna bæinn og þá þjónustu sem þar er í boði til þess að fá fólk til að flytjast þangað. Meira
17. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Vill leigja Eimskip og FMN lóðir á vöruhafnarsvæðinu

HAFNARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt að ganga til samninga við Eimskip og Flutningamiðstöð Norðurlands um leigu beggja fyrirtækjanna á lóðum á vöruhafnarsvæðinu undir starfsemi sína. Núverandi athafnasvæði Eimskips er á rúmum 14.000 fermetrum á vöruhafnarsvæðinu en hafnarstjórn hefur samþykkt að ganga til samninga við fyrirtækið um leigu um 7.000 fermetra lóðarstækkun til norðurs. Meira
17. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 208 orð

Öndvegistíð í Skaftárhreppi

Hnausum í Meðallandi-Ennþá fer veturinn ákaflega vel með okkur hér í Skaftárhreppi. Ef frá er talinn 10 daga frostakafli um jólin hefur verið öndvegistíð það sem af er vetri. Minna hefur þurft að gefa sauðfé en venjulega sem hefur komið sér vel vegna mikils kals í túnum á sl. sumri. Meira
17. febrúar 1996 | Smáfréttir | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

17. febrúar 1996 | Staksteinar | 352 orð

Auðlindin og útlendingar

EF auðlindin er skilgreind sem þjóðareign stórminnkar öryggisleysið sem fylgir erlendri eignaraðild að sjávarútvegsfyrirtækjum, segir í leiðara DV. Skorður Í LEIÐARA DV sl. miðvikudag segir m.a.: "Vegna aðgangs sjávarútvegsins að auðlind hafsins vilja flestir fara varlega í að heimila erlendum aðilum að eiga í innlendum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Meira
17. febrúar 1996 | Leiðarar | 642 orð

Leiðari EINKAVÆÐING OG SAMKEPPNI INAR Sveinsson, fráfarandi

Leiðari EINKAVÆÐING OG SAMKEPPNI INAR Sveinsson, fráfarandi formaður Verzlunarráðs, hvatti í ræðu sinni á aðalfundi ráðsins í fyrradag til þess að gert yrði átak í einkavæðingu á mörgum sviðum atvinnulífsins, þar sem ríkisvaldið er nú umsvifamikið. Meira

Menning

17. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 612 orð

Fimmti Bítillinn heldur goðsögninni á lofti

FLESTIR kannast við Bítlana, hljómsveitina sem sigraði heiminn á sjöunda áratugnum með endalausum straumi sígildra popplaga. Færri kannast þó eflaust við fimmta Bítilinn, enda voru liðsmenn sveitarinnar aðeins fjórir, John Lennon, Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr. Meira
17. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Ford tekur föðurhlutverkið alvarlega

LEIKARINN Harrison Ford leggur mikla áherslu á að vera börnum sínum góður faðir. Hann fór nýlega með son sinn Malcolm, sem er átta ára, á körfuboltaleik milli New York Nicks og Minnesota Timberwolves. Harrison, sem er 53 ára, er sem kunnugt er kvæntur handritshöfundinum Melissu Mathison. Meira
17. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 36 orð

Kát leikkona

BRESKA leikkonan Emma Thompson var kampakát þegar hún lenti á Heathrow-flugvelli í London nýlega. Hún hafði dvalið vestanhafs, í Bandaríkjunum, þar sem hún tók á móti Golden Globe-verðlaunum, þeim sem hún er með á myndinni. Meira
17. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 47 orð

Með rúllur í hárinu

HEATHER Locklear gerði nýlega undantekningu á þeirri reglu að láta ekki sjá sig á almannafæri með rúllur í hárinu. Það helgaðist af nauðsyn, þar sem hún var á leiðinni á tökustað nýjustu kvikmyndar sinnar, "First Wives Club" og rúllurnar eru hluti af búningi hennar. Meira
17. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 184 orð

Stjörnubíó sýnir myndina Baja

STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Baja. Með aðalhlutverk fara Molly Ringwald, Donald Logue og Corbin Bernsen. Myndin greinir frá skötuhjúunum Bebe (Ringwald) og Alex (Louge) sem eru á fótta undan réttvísinni eftir misheppnuð fíkniefnakaup sem hafði morð í för með sér. Meira
17. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 43 orð

Stórsveitin spilar

STÓRSVEIT Reykjavíkur hélt tónleika í Borgarleikhúsinu á þriðjudaginn. Henni til aðstoðar voru söngkonurnar Edda Borg, Ellen Kristjánsdóttir, Andrea Gylfadóttir og Berglind Björk. Gestir voru fjölmargir og mæltust tónleikarnir vel fyrir. Meira
17. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 132 orð

Stútungaveisla Flateyringa

FLATEYRINGAR héldu upp á Stútung í 62. sinn þann 10. febrúar sl. Menn brugðu ekki út af venjunni frekar en fyrri daginn og neyttu góðs þorramatar og sungu mikið á milli þess sem þeir hlýddu á heimatilbúin skemmtiatriði. Að þessu sinni var Stútungur sá langfjölmennasti í manna minnum eða um 205 manns. Meira

Umræðan

17. febrúar 1996 | Aðsent efni | 563 orð

Byrgjum brunninn Gigtsjúkdómar sem rekja má til álags og spennu á stoðkerfi fara vaxandi með komandi kynslóð ef ekkert er að

SJÓNVARP, myndbönd, tölvuleikir og alnet eru heillandi afþreying fyrir börn og unglinga og hefur hjá mörgum komið í staðinn fyrir leiki og útiveru. Þessi afþreying er komin til að vera og ætti því alls ekki að banna, heldur takmarka við ákveðinn tíma á dag. Á móti verður líka að koma hvatning til leikja, íþrótta og útiveru. Meira
17. febrúar 1996 | Aðsent efni | 484 orð

Eflum starfsmannafélagið okkar STRV

KOSNINGAR fara fram í starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar 19. og 20. febrúar n.k.. Þessar kosningar munu að mestu leyti snúast um það hvort haldið verður áfram á sömu braut og verið hefur, eins og núverandi formaður hefur marg- lýst yfir að verði, ef hún nær kjöri, eða hvort tekin verða upp breytt og beittari vinnubrögð eins og undirritaður hefur boðað. Meira
17. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 380 orð

Frelsi

HVER sem tilgangur lífsins er, hvar sem eitthvað byrjar er ljóst að eitt af því fyrsta sem menn kynnast er misréttið. Við fæðingu hefst úthlutun kosta og galla. Saklaust barnið geldur strax duttlungarfullrar úthlutunar æðri máttar á andlegu og líkamlegu atgervi. Máttar sem dylur tilganginn. Upphaf og endir lífs, segir ekki sögu manns. Það er allt þar í milli. Meira
17. febrúar 1996 | Aðsent efni | 437 orð

Heill heimur fyrir stúdenta

RÚSSAR, Kínverjar, Danir og Þjóðverjar. Það er ekki hægt að segja annað en að Háskóli Íslands hafi gerst alþjóðlegri með ári hverju. Röskva hefur á seinustu árum unnið ötullega að því að efla samgang erlendra stúdenta við íslenska háskólanema en jafnframt gert stúdentum auðveldara að fara erlendis í nám. Meira
17. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 407 orð

Marías sem formann ­ Já, takk

TILEFNI þessa bréfs er óánægja mín með afgreiðslu þá er ég fékk hjá Sjöfn Ingólfsdóttur, formanni stjórnar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Ég leitaði til hennar með vandamál er kom upp á mínum vinnustað þar sem ég tel mig vinna við óbærilegar aðstæður og órétti beittan. Meira
17. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 1148 orð

Sáttaviljinn?

NÚ HEFUR það gerst með stuttu millibili, að í Morgunblaðinu hafa birst tvær greinar þar sem snúið er út úr orðum mínum af lítilli fyrirhyggju, takmarkaðri háttvísi og engri sanngirni. Greinar þessar eru um margt ólíkar, en eiga það sammerkt að eiga að sýna fram á fádæma hroka minn og þröngsýni. Þarna á ég við skrif þeirra frú Jóhönnu Sveinsdóttur og Guðmundar Ágústssonar hdl. Meira
17. febrúar 1996 | Aðsent efni | 534 orð

Stúdentaráð fyrir stúdenta!

STÚDENTARÁÐ hélt á liðnu ári upp á 75 ára afmæli sitt. Því var fagnað að þetta aldna félag stúdenta væri enn í fullu fjöri. Á afmælisárinu urðu einnig tímamót í öðrum skilningi. Grundvöllur þeirrar skylduaðildar sem verið hefur að Stúdentaráði undanfarin ár hrundi með nýjum mannréttindakafla í stjórnarskránni, áliti umboðsmanns Alþingis og úrskurði menntamálaráðuneytisins. Meira
17. febrúar 1996 | Aðsent efni | 1030 orð

Það er vitlaust gefið

ÝMIS teikn eru nú á lofti um betri tíma í málm- og skipaiðnaði. Vélar og tæki seljast út um allan heim fyrir hundruð milljóna króna í harðri samkeppni við erlenda aðila, verkefni í skipaiðnaði hafa aukist að mun og framundan eru viðamikil viðfangsefni í tengslum við stóriðju. Við þessar aðstæður hefur mönnum í greininni aukist bjartsýni enda ekki vanþörf á eftir gríðarlega erfiðleika síðustu ára. Meira

Minningargreinar

17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 108 orð

Anton Eiðsson

Við samhryggjumst og viljum biðja Guðs friðar, blessunar og huggunar eftirlifandi eiginkonu, Elínu Hansdóttur frá Færeyjum, börnum og barnabörnum. Viljum við kveðja frænda og mág með orðum Hallgríms Péturssonar: Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 32 orð

ANTON EIÐSSON Anton Eiðsson fæddist í Flateyjardal við Skjálfanda 23. mars 1922. Hann lést í Hrísey 7. febrúar síðastliðinn.

ANTON EIÐSSON Anton Eiðsson fæddist í Flateyjardal við Skjálfanda 23. mars 1922. Hann lést í Hrísey 7. febrúar síðastliðinn. Útför Antons fer fram frá Hríseyjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 276 orð

ÁSTVALDUR LEIFUR EIRÍKSSON

ÁSTVALDUR LEIFUR EIRÍKSSON Ástvaldur Leifur Eiríksson var fæddur í Borgarkoti í Skeiðahreppi 16. október 1934. Hann andaðist í Landspítalanum 5. febrúar sl. Foreldrar hans voru Eiríkur Eiríksson, f. á Votamýri í Skeiðahreppi 8. mars 1898, d. 24. nóvember 1964, og Ingibjörg Erlendina Kristinsdóttir, f. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 761 orð

Guðrún Hallgrímsdóttir

Guðrún Hallgrímsdóttir Móðursystir mín, Guðrún Hallgrímsdóttir, er látin. Hvíld er fengin eftir erfið og mikil veikindi. Það er eðli okkar mannanna að vilja halda sem lengst í þá sem eru okkur kærir, neita að beygja okkur undir þann vilja sem er okkur máttugri. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 662 orð

Guðrún Hallgrímsdóttir

Guðrún Hallgrímsdóttir Fregnin af andláti Guðrúnar kom ekki á óvart því ljóst var að hverju stefndi. Þegar við hittumst síðast á liðnu sumri var hún að vanda kát og hress og bjartsýn á bata þó að greinilega væri hún sárþjáð. Guðrún hélt heimili með Hallgrími föður sínum eftir að hann varð ekkjumaður, ásamt Grími syni sínum. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 140 orð

GUÐRÚN HALLGRÍMSDÓTTIR

GUÐRÚN HALLGRÍMSDÓTTIR Guðrún Hallgrímsdóttir fæddist í Mó við Dalvík 11. ágúst 1926. Hún lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði 11. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Friðrik Guðjónsson, skipstjóri frá Sauðanesi við Dalvík, fæddur 2. ágúst 1898, dáinn 7. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 294 orð

Jóhanna K. Magnúsdóttir

Góð kona er gengin. Tengdamóðir mín, Jóhanna K. Magnúsdóttir, er horfin yfir móðuna miklu. Hún lést á dvalarheimili aldraðra á Eskifirði 8. febrúar síðastliðinn. Hugurinn reikar nú tæp fjörutíu ár aftur í tímann. Þá kom ég öllum ókunnugur í fyrsta skipti á heimili hennar á Eskifirði, heitbundinn Báru, yngstu dóttur hennar. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 253 orð

Jóhanna K. Magnúsdóttir

Jóhanna K. Magnúsdóttir Okkur systur langar með nokkrum orðum að minnast elskulegrar ömmu okkar, Jóhönnu Kristínar Magnúsdóttur. Við viljum þakka allar góðu stundirnar sem við áttum með henni á Bjargi og síðan á dvalarheimili aldraðra á Eskifirði. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 1865 orð

Jóhanna K. Magnúsdóttir

Jóhanna K. Magnúsdóttir Vorið sem ég fæddist réðst til foreldra minna vinnukona 17 ára stúlka sunnan af Fáskrúðsfirði: Jóhanna Magnúsdóttir, alltaf kölluð Jóa meðal vina og vandamanna. Hún og pabbi voru systkinabörn: María móðir hennar alsystir Jóhanns Sigurðssonar föður afa míns. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 114 orð

Jóhanna K. Magnúsdóttir

Elsku langamma okkar á Elló er dáin og nú er hún komin til guðs. Nú vitum við að henni líður vel og verður ekki meira lasin. Við vitum líka að langafi hefur tekið á móti henni og nú eru þau saman. Elsku langamma, við söknum þín mjög mikið. Nú getum við aldrei komið til þín í heimsókn í Hulduhlíð, en einhvern tímann munum við hitta þig aftur. Minning þín lifir í huga okkar. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 344 orð

JÓHANNA K. MAGNÚSDÓTTIR

JÓHANNA K. MAGNÚSDÓTTIR Jóhanna Magnúsdóttir fæddist á Stöðvarfirði 15. mars 1904. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði 8. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin María Sigurðardóttir frá Djúpavogi (f. 19.11.18 76, d. 1.1. 1954) og Magnús Guðmundsson bóndi í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð (f. 16.9. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 342 orð

Kristján Jónsson

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 532 orð

Kristján Jónsson

Kristján Jónsson Í dag kveðjum við með söknuði vin okkar Kristján Jónsson frá Teigarhorni. Við minnumst þess þegar við renndum fyrst í hlað á Teigarhorni, sumarið 1957, eftir tveggja daga akstur frá Reykjavík. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 136 orð

KRISTJÁN JÓNSSON

KRISTJÁN JÓNSSON Kristján Jónsson bóndi og veðurathugunarmaður á Teigarhorni fæddist 1. nóvember 1926. Hann lést á Skjólgarði, dvalarheimili aldraðra á Höfn í Hornafirði, 10. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hansína R. Björnsdóttir, f. 6. júní 1884, d. 1973, og Jón K. Lúðvigsson, f. 20. nóvember 1883, d. 1957. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 486 orð

Leifur Eiríksson

Látinn er langt fyrir aldur fram Leifur bóndi á Hlemmiskeiði. Hann háði harða baráttu síðustu árin við erfiðan sjúkdóm, sem enginn mannlegur máttur réð við að stöðva. Það er þyngra en orð fá lýst að horfa upp á sjúkdóma, sem lamar smátt og smátt þrek hinna vöskustu manna. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 779 orð

Leifur Eiríksson

Í dag er kvaddur frá Ólafsvallakirkju vinur minn og sveitungi, Leifur Eiríksson frá Hlemmiskeiði. Hér í sveit lifði hann og starfaði og átti mikinn frændgarð. Eiríkur, faðir hans, var frá Votamýri, af hinni kunnu Reykjaætt, sem flestir Skeiðamenn eru út af, og lengi bjuggu þeir Votamýrarbræður fjórir hér í sveitinni. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 447 orð

Leifur Eiríksson

Kæri mágur! Nokkur kveðjuorð til þín. Í þessi rúm þrjátíu ár sem við höfum verið tengd hefur aldrei fallið skuggi á. Þú varst maður samninga og friðar. Þegar voru erfið ár hjá mér fann ég frá þér vináttuna og hlýjuna. Margir voru þeir matarbitarnir sem þið Sibba réttuð mér. Þá var heimasaltaða hrossakjötið ekki síst. En þú varst sérlega laginn við að salta niður í tunnu. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 311 orð

Leifur Eiríksson

Við systkinin viljum minnast föðurbróður okkar sem lést 5. febrúar síðastliðinn. Leifur frændi einsog við kölluðum hann gjarnan, átti við einhverskonar hrörnunarsjúkdóm að stríða síðustu ár. Þetta tímabil var honum og aðstandendum hans mikil áreynsla einsog gefur að skilja. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 578 orð

Leifur Eiríksson

Andlát manna ber að með ýmsum hætti. Oft er ungt fólk hrifið burt skyndilega að því að virðist án tilefnis, í annan tíma hefur dauðinn lengri aðdraganda og þá telur maður dauðann jafnvel líkn fyrir þann sem kveður, eftir áralanga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Samt er það ævinlega svo þegar kallið kemur, að það koma upp í huga okkar, sem eftir stöndum, ósögð orð og söknuður. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 502 orð

Leifur Eiríksson

Hver bær á sína sögu. Sömuleiðis hver sveit, hvert hérað á landi okkar. Þegar við ökum þjóðvegi blasa við stafnar og þil, grónar lendur og búsmali í högum. Fegurð lofts og láðs gleður augað. Hvarvetna má sjá verk kynslóða. Hugur og hönd hafa mótað og markað. Samfélag manna í aldanna rás verður hluti af sköpunarverki. Á Suðurlandi falla tvær stórár til sjávar. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 402 orð

Leifur Eiríksson

Það er alltaf jafnerfitt að sætta sig við að vinir hverfi á braut og þó dauðinn sé líkn í þraut hugsar maður af hverju hann. Það var árið 1987 sem fyrst fór að bera á veikindum þeim sem nú hafa lagt Leif að velli. Í fyrstu lítið, en ágerðist svo að fyrir fjórum árum varð hann að bregða búi og seldi hann búið í hendur Vilhjálmi bróður sínum. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 478 orð

Leifur Eiríksson

Nokkur orð frá mágkonu sem langar til að þakka þér fyrir svo ótal margt. Elsku Leifur minn, það er svo margs að minnast þegar komið er að kveðjustund. Til dæmis allra sumranna sem ég var hjá ykkur Sibbu allt sumarfríið mitt með drengina mína litla. Aldrei heyrði ég annað en við værum velkomin þótt nóg væri að gera í sveitinni á þessum árstíma og lítil hjálp í mér. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 387 orð

Óskar Markússon

Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 667 orð

Óskar Markússon

Í gær barst mér sú sorgarfrétt að hann afi minn væri dáinn. Ég er elsta barnabarn þeirra afa og ömmu á Patró og ber nafn þeirra beggja. Nú er ég búsett erlendis og kem því ekki við að fylgja afa. Því langar mig að senda nokkur kveðjuorð en vil jafnframt minnast ömmu minnar. Leiðir afa og ömmu lágu saman fyrir um hálfum fimmta áratug. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 216 orð

ÓSKAR MARKÚSSON

ÓSKAR MARKÚSSON Óskar Markússon var fæddur á Patreksfirði 12. ágúst 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 12. febrúar síðastliðinn. Óskar var sonur Ágústínu Rósmundsdóttur, f. 22.8. 1887, d. 18.2. 1972, og Markúsar Jósepssonar, d. 30.3. 1934. Bræður Óskars voru Agnar, f. 2.8. 1922, d. 5.1. 1990, og Rósmar, sem lést í æsku. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 2267 orð

Pétur Sigurðsson

Vert er að minnast heiðursmanns, þegar hann á hundrað ára afmæli. Af ævi merkra manna má draga ýmsa lærdóma til eftirbreytni, virða samtímann fyrir sér í ljósi fortíðar og þar með skilja betur sjálfan sig og heiminn. Pétur Sigurðsson háskólaritari lét af störfum sem forstöðumaður stjórnsýslu Háskólans um þær mundir, sem ég varð prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda haustið 1963. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 80 orð

PÉTUR SIGURÐSSON

PÉTUR SIGURÐSSON Pétur Sigurðsson, fv. háskólaritari, fæddist á Ánabrekku í Borgarhreppi á Mýrum 17. febrúar 1896. Hann lést í Reykjavík 15. október 1971. Foreldrar hans voru Sigurður Pétursson fangavörður og fyrri kona hans, Guðríður Gilsdóttir, og var Pétur næstelstur af sjö börnum þeirra. Hinn 27. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 996 orð

Skúli Þórðarson

Skúli Þórðarson Sól hækkar stöðugt á lofti, vorið nálgast, enn er febrúar og sú tilfinning ótrúlega sterk, eftir mildan vetur frá því hann minnti á ægivald sitt síðast, að sumarið sé á næsta leiti. Afi minn, Skúli Þórðarson, sagði í haust að hann ætlaði að lifa einn veturinn enn. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 796 orð

Skúli Þórðarson

Skúli Þórðarson Þegar við horfum til fortíðar, þá sjáum við, að þessi öld sem senn er liðin, sýnir okkur allt búskapar- og atvinnulíf þjóðar okkar frá söguöld til tæknialdar nútíðar. Þetta tímabil lifði Skúli Þórðarson sem við kveðjum í dag. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 542 orð

Skúli Þórðarson

Skúli Þórðarson Skúli Þórðarson, skipasmiður á Ísafirði, er látinn, 93 ára gamall. Engin kynslóð hér á landi hefur lifað jafn miklar þjóðfélags- og atvinnubreytingar og kynslóð hans. Skúli var greindur maður, margfróður, vel hagmæltur og sterk réttlætiskennd bjó í brjósti hans. Meira
17. febrúar 1996 | Minningargreinar | 540 orð

SKÚLI ÞÓRÐARSON

SKÚLI ÞÓRÐARSON Skúli Þórðarson fæddist á Krossnesi í Árneshreppi í Strandasýslu 2. október 1902. Hann lést á sjúkrahúsi Ísafjarðar 8. febrúar síðastliðinn. Móðir hans var Sólveig, f. 27.1. 1874 á Krossnesi, d. 10.3. á Ísafirði, dóttir Jóns Gíslasonar bónda í Munaðarnesi og konu hans Elísabetar Guðmundsdóttur. Meira

Viðskipti

17. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 94 orð

Ávöxtun ríkisvíxla lækkar lítillega

ÁVÖXTUN ríkisvíxla lækkaði lítillega í útboði Lánasýslu ríkisins í gær þegar tekið var tilboðum að fjárhæð 3,2 milljarðar króna. Þannig var meðalávöxtun samþykktra tilboða í víxla til 3ja mánaða 7,57% eða tveimur punktum lægri en í síðasta útboði. Ávöxtun víxla til sex mánaða var 7,66% og lækkaði um þrjá punkta. Þá var ávöxtun tólf mánaða víxla 7,96% og einnig þremur punktum lægri. Meira
17. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 114 orð

DnB leggur niður 500 störf

DEN Norske Bank, stærsti banki Noregs, hyggst fækka störfum um 500, eða 8%, þar sem hreinn hagnaður minnkaði um 0,8% 1995 í 1.66 milljarða norskra króna 1995. Finn A. Hvistendahl aðalbankastjóri sagði að þótt afkoma DnB 1995 hefði verið óvenjugóð" væri fækkun starfsfólks nauðsynleg, þar sem aukin samkeppni og hærri skattar mundu halda hagnaði niðri 1996 og á næstu árum. Meira
17. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 43 orð

Enn enginn kaupandi að Fokker

FOKKER-flugvélaverksmiðjurnar sögðu á föstudag að ekkert alvarlegt tilboð" hefði enn borizt í fyrirtækið, en tvær vikur væru til stefnu. Áður hafði hollenzka fréttastofan ANP hermt að Bombardier fyrirtækið í Kanada mundi bjóða í verksmiðjurnar um helgina. Meira
17. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Metvelta hjá Computer 2000

VELTA Computer 2000 AG samsteypunnar jókst um 25% á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi reikningsárs og nam hún röskum 72 milljörðum króna. Þetta er mesta velta samsteypunnar á einum ársfjórðungi frá stofnun þess fyrir 13 árum. Velta síðasta árs nam röskum 226 milljörðum króna, sem gerði fyrirtækið að þriðja stærsta dreifingaraðila tölvubúnaðar í heimi, að því er fram kemur í frétt. Meira
17. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 471 orð

Salan fór fram úr björtustu vonum

ÁRIÐ 1995 varð Hampiðjunni hf. mjög hagstætt samkvæmt ársskýrslu félagsins sem lögð var fram í gær. Þannig varð um 156 milljóna króna hagnaður fyrir skatta en var 107 milljónir árið áður. Hins vegar lögðust skattar nú þyngra á fyrirtækið en áður þannig að hreinn hagnaður ársins varð 106 milljónir en var 90 milljónir árið 1994. Meira
17. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 99 orð

SE Banken snýr við blaðinu

SKANDINAVISKA Enskilda Banken AB hefur skýrt frá því að bankinn hafi skilað hagnaði á ný 1995 eftir tap vegna fasteignatengdra vandamála 1994. SE-bankinn, sem er angi af Wallenberg-iðnaðarstórveldinu, skilaði hagnaði upp á 2.63 milljarða sænskra króna í stað taps upp á 701 milljón króna. Tapið 1994 stafaði af afskriftum að fjárhæð 4. Meira

Daglegt líf

17. febrúar 1996 | Neytendur | 624 orð

3 tegundir af bolludagsbollum

BOLLUDAGUR er á mánudaginn og eins gott að fara að huga að uppskriftum. Hún Ingibjörg Þórarinsdóttir skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík segist vera með þrjár uppskriftir í gangi fyrir bolludaginn. Uppskriftirnar eru allar úr bók sem hún notaði við kennslu til fjölda ára. Bókin heitir Nýja matreiðslubókin og er eftir Halldóru Eggertsdóttur og Sólveigu Benediktsdóttur. Meira
17. febrúar 1996 | Neytendur | 436 orð

Peysur á 300 kall og teikniblokkir á tíkall

"ÞAÐ kostar sitt að fata upp þrjár stelpur og ég myndi til dæmis ekki kaupa þunnan bómullarbol á 1.795 krónur því þá yrðu þær allar að fá eins og upphæðin komin yfir fimm þúsund. En þegar bolirnir eru komnir í 300 krónur stykkið kaupi ég þá fyrir 900 kall án þess að hugsa mig um," sagði kona sem var á götumarkaðnum í Kringlunni. Meira

Fastir þættir

17. febrúar 1996 | Í dag | 380 orð

AÐ KOM Víkverja nokkuð á óvart að sjá Ólaf Ragnar Grím

AÐ KOM Víkverja nokkuð á óvart að sjá Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi formann Alþýðubandalagsins, sitja við hlið Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs með Jamie Shea, talsmanni Atlantshafsbandalagsins, síðastliðinn fimmtudag. Meira
17. febrúar 1996 | Dagbók | 2618 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 16.-22. febrúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Borgar Apóteki, Álftamýri 1-5. Auk þess er Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-5 opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14. Meira
17. febrúar 1996 | Í dag | 153 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 19. feb

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 19. febrúar, verður áttræð Guðrún D. Björnsdóttir, Hæðargarði 33, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Valdimar Leonhardsson, bifvélavirki, sem lést í febrúar 1979. Guðrún tekur á móti gestum á heimili sonar síns í Jakaseli 12, í dag, sunnudaginn 18. Meira
17. febrúar 1996 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndari Brynjólfur Jónsson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Sólveig Birna Jósefsdóttir og Sigurður Einarsson. Heimili þeirra er í Sólbergi 2, Hafnarfirði. Meira
17. febrúar 1996 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí sl. í Bow Lodge, Bow, WashingtonWendy Schaffer og Pétur Sim.Blómastúlka var Heiður Loftsdóttirog hringaberi Bjarki Jóhannsson. Meira
17. febrúar 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. janúar sl. í Hallgrímskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Helena R. Sigmarsdóttir og Stefán H. Jóhannesson. Þau eru búsett í Danmörku. Meira
17. febrúar 1996 | Fastir þættir | 728 orð

Enginn dansar ófullur...

"ÉG sé að þetta hafa verið fjallmyndarlegir ungir menn," segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, og horfir með velþóknun á gömlu bekkjarmyndina af 4. bekk R, úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1966. "Þetta var strákabekkur enda bekkir kynskiptir í MR á þessum árum. Meira
17. febrúar 1996 | Í dag | 52 orð

ENSKUKENNARI við ítalskan skóla þar sem nemendur eru

ENSKUKENNARI við ítalskan skóla þar sem nemendur eru 14-18/19 ára skrifar og segir marga nemendur sína vilja eignast íslenska pennavini. Í skólanum er áhersla lögð á tungumálanám. Hægt er að skrifa eða senda símbréf í skólann: David C. Meira
17. febrúar 1996 | Fastir þættir | 691 orð

Ég er Frank Black

Tónlistarmaðurinn Frank Black sendi nýlega frá sér plötuna The Cult of Ray og fór í kjölfar þess í tónleikaferðalag um Bretland. Henni lauk með tónleikum í London föstudaginn 9. febrúar. Ívar Páll Jónsson var staddur á þeim og hitti Frank. Meira
17. febrúar 1996 | Fastir þættir | 112 orð

FJÓRÐI BEKKUR R

Efsta röð frá vinstri: 1.Ragnar Kvaran, flugstjóri hjá Cargolux 2.Aðalsteinn Ásgeirsson, læknir (látinn) 3.Stefán Halldórsson, rekstrarhagfræðingur 4.Ingólfur Margeirsson, rithöfundur 5.Dr. Jón Bragi Bjarnason, prófessor 6. Meira
17. febrúar 1996 | Fastir þættir | 1034 orð

Guðspjall dagsins: Skírn Krists. (Matt. 3.) »Á

Guðspjall dagsins: Skírn Krists. (Matt. 3.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjubíllinn ekur. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Meira
17. febrúar 1996 | Fastir þættir | 576 orð

Hvað orsakar sjúkdóminn "ristil"?

Spurning: Hvað orsakar sjúkdóminn "ristil"? Hvað læknar hann eða dregur úr einkennum hans? Svar: Ristill (á erlendum málum heitir hann herpes zoster eða bara zoster) orsakast af sömu veiru og veldur hlaupabólu. Meira
17. febrúar 1996 | Fastir þættir | 889 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 836. þáttur

836. þáttur JÓN Aðalsteinn Jónsson, lesendum þessa blaðs að góðu kunnur, sendir mér bréf sem ég birti hér með þökkum: "Góði Gísli Jónsson. Í 832. þætti þínum, Íslenzkt mál, 20. janúar sl. birtir þú ágætt bréf og þarft frá Jóni Þórarinssyni tónskáldi. Þar kemur fram eitt atriði, sem ég held, að sé að einhverju leyti reist á misskilningi hjá nafna mínum. Meira
17. febrúar 1996 | Fastir þættir | 1605 orð

Íþrótt sérvitringana

Stangaveiðimenn eru að margra dómi kynlegur hópur. Þeir sem ánetjast og fá hina svokölluðu veiðidellu umhverfast venjulega fljótt í meiri eða minni sérvitringa. Ekki endilega í daglegu lífi og amstri, heldur hvað viðvíkur sportinu sem um ræðir. Meira
17. febrúar 1996 | Dagbók | 381 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu til löndunar togararnir Stakfell

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu til löndunar togararnir Stakfell ogAndey SF 222 og Dísarfell kom frá útlöndum. Kornskipið Blackbird fór í gærmorgun.Stapafellið og Goðafoss fóru út í gærkvöldi. Fjordshjell og Dettifoss fara út í dag. Meira
17. febrúar 1996 | Dagbók | 258 orð

SPURT ER ... 1. Auk umferðarmerkja þar

1. Auk umferðarmerkja þarf að kunna deili á svonefndum þjónustumerkjum. Hvað táknar bókstafurinn i á hvítum, ferhyrndum grunni sem umlukinn er bláum ramma? 2. Leikarinn Mel Gibson hefur verið nefndur til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn á kvikmynd sinni er fjallar um skoska frelsishetju. Meira
17. febrúar 1996 | Í dag | 303 orð

Telpa/piltur Eru fjölmiðlar að fella orðin telpa og piltur

Eru fjölmiðlar að fella orðin telpa og piltur úr íslensku máli? Á forsíðu Morgunblaðsins í dag, 15. febrúar, er lítil telpa, u.þ.b. fimm ára, kölluð ung stúlkaÞetta er eitt dæmi af mörgum. Gott væri að málfræðingar tækju þetta til umfjöllunar. Meira
17. febrúar 1996 | Fastir þættir | 1201 orð

Tilbrigði við þögn

"Það eru ekki til gúrkur," segir þjónninn. "Skrýtið," svarar Ólafía Hrönn, "ég hef lent í þessu nokkrum sinnum, að ekki séu til gúrkur þar sem maður hefði einmitt búist við að þær væri að finna." Kannski má bjóða henni eitthvað annað út í Campari-glasið? "Ó," segir þjónninn, Meira
17. febrúar 1996 | Dagbók | 282 orð

Yfirlit: Mil

Yfirlit: Milli Íslands og Noregs er 985 mb lægð sem hreyfist austsuðaustur. Yfir Norðaustur- Grænlandi er 1027 mb hæð og skammt suðvestur að Hvarfi er 1000 mb lægð sem mun fara austur með suðurströndinni á morgun. Meira
17. febrúar 1996 | Dagbók | 73 orð

(fyrirsögn vantar)

17. FEB. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Íþróttir

17. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA VALUR 17 14 2 1 463 376 30KA 16 15 0 1 458 403 30HAUKAR 18 10 3 5 462 431 23STJARNAN 17 9 2 6 443 418 20FH 17 7 3 7 448 425 17UMFA 16 8 1 7 3 Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 142 orð

"Draumalið" erlendra leikmanna gegn landsliðinu

STJÖRNULEIKURINN í körfuknattleik verður í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi á morgun og hefst kl. 16.00. Í þessum leik mætir íslenska landsliðið úrvalsliði erlendra leikmanna sem hér leika. Í hálfleik keppa þriggja stiga skyttur landsins í þriggja stiga skotkeppni og bestu "troðarar" sýna listir sínar í troðslukeppni. Jón Kr. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 253 orð

Enn er von hjá Val

Valur vann mikilvægan sigur á Þór í botnbaráttu úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í gærkvöldi. Leikurinn var hnífjafn nær allan tímann en Valsmenn höfðu meiri kraft í lokin og unnu verðskuldaðan sigur, 82:79. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 294 orð

Essen og Dormagen vilja fá Patrek

Fulltrúar þýska handknattleiksliðsins TUSEM Essen verða á Akureyri um helgina í þeim tilgangi að fylgjast með landsliðsmanninum Patreki Jóhannessyni í leik KA gegn Selfossi með það fyrir augum að fá hann til félagsins fyrir næsta vetur. Fleiri þýsk lið hafa einnig sýnt áhuga á að semja við Patrek og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hann númer eitt á óskalistanum hjá Bayer Dormagen. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 122 orð

Handknattleikur

ÍBV - Haukar14:21 Vestmannaeyjar, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla, 17. umferð, föstudaginn 16. febrúar 1995. Gangur leiksins: 0:1, 3:2, 2:5, 6:8, 6:10, 6:13, 9:17, 10:18, 13:20, 14:21. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 149 orð

Hvað sagði Logi þegar hann tók við landsliðinu?

ÞEGAR ljóst var að Ísland myndi taka þátt í fjögurra liða móti á Möltu ­ og það yrði fyrsta verkefni Loga Ólafssonar, þegar hann tók formlega við landsliðsþjálfarastarfinu af Ásgeiri Elíassyni í nóvember, sagði Logi í viðtali við Morgunblaðið, þegar hann var spurður um það hvort ferðin til Möltu væri spennandi verkefni: "Óneitanlega er það spennandi verlefni. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 21 orð

Knattspyrna Þýskaland Deildarkeppnin Frankfurt - Uerdingen1:0 (Rauffmann 45.). 12.600.

Þýskaland Deildarkeppnin Frankfurt - Uerdingen1:0 (Rauffmann 45.). 12.600. Frakkland Deildarkeppnin Lens - Nantes2:1 (Sikora 61., Vairelles 87.) - (Chanelet 83.). 28.000. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 85 orð

Kristinn leikur ekki framar fyrir Þór

KRISTINN Friðriksson, körfuknattleiksmaður, leikur ekki fleiri leiki með Þór í úrvalsdeildinni. "Það var gert samkomulag milli stjórnar körfuknattleiksdeildarinnar og Kristins, að við leystum hann undan samningi og hann hætti að leika með liðinu," sagði Guðjón Andri Gylfason, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Morgunblaðið. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 109 orð

Körfuknattleikur Valur - Þór82:79

Valur - Þór82:79 Hlíðarendi, úrvalsdeildin í körfuknattleik, 29. umferð, föstudaginn 16. febrúar 1996. Gangur leiksins: 0:3, 11:5, 16:17, 26:27, 36:40, 43:43 56:52, 69:70, 78:73, 82:79. Stig Vals: Ronald Bayless 36, Ragnar Þór Jónsson 19, Ívar Webster 8, Gunnar Zöega 7, Guðni Hafsteinsson 7, Bjarki Gústafsson 5. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 2514 orð

Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, er afar óhress

Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, er afar óhress með aðstöðuleysi knattspyrnumanna yfir vetrarmánuði Ekki lengur hægt að bjóða upp á hestaskemmur LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari, er ekki ánægður með þá lélegu aðstöðu sem knattspyrnumenn búa við á Íslandi. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 233 orð

Mætti með tvo nýliða sér við hlið ÞAÐ var

ÞAÐ var ljóst í ferð landsliðsins að Logi Ólafsson hafði kallað til liðs við sig tvo nýja starfsmenn, sem höfðu ekki starfað hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Annar þeirra er að vísu gamall landsliðsmarkvörður ­ Diðrik Ólafsson úr Víkingi. Við spurðum Loga um þessa nýju menn: "Þegar ég þjálfaði Víking á sínum tíma var Diðrik Ólafsson minn aðstoðarmaður. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 103 orð

Skíði

HM í alpagreinum Sierra Nevada, Spáni: Brun í alpatvíkeppni kvenna Fyrri greinin í alpatvíkeppni kvenna, brun, fór fram í gær en síðari hlutinn, svigið, fer fram á þriðjudag. 1. Picabo Street (Bandar.) 1:41.95 2. Isolde Kostner (Ítalíu) 1:42.15 3. Katja Seizinger (Þýskal.) 1:42.16 4. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 175 orð

Stefnir í met hjá Jóni Arnari

JÓN Arnar Magnússon, íþróttamaður ársins frá Sauðárkróki sem keppir fyrir UMSS, hefur forystu eftir fyrri keppnisdag á Meistaramóti Íslands í fjölþraut innanhúss. Hann er með 3.314 stig eftir fjórar greinar af sjö. Hann hljóp 50 metra á 5,8 sek., stökk 7,36 metra í langstökki, fór yfir 1,91 metra í hástökki og varpaði kúlunni 15,74 metra. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 76 orð

Stöð 3 sýnir Man. Utd. - Man City beint

LEIKUR nágrannaliðanna Manchester United og Manchester City í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu verður í beinni útsendingu á Stöð 3 á morgun. Leikurinn hefst kl. 16 á Old Trafford. Hér er um að ræða breytingu frá áður auglýstri dagskrá stöðvarinnar. Stöð 2 verður með beina útsendingu frá leik Napolí og Juventus í ítölsku 1. deildinni á morgun kl. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 371 orð

Um helgina

Handknattleikur Laugardagur 1. deild kvenna: Ásgarður:Stjarnan - ÍBVkl. 14 Þar sem ÍBA hefur gefið leik sinngegn Stjörnunni sem átti að farafram 27. febrúar getur Stjarnantryggt sér deildarmeistaratitilinnmeð sigri á ÍBV í dag. Fylkishús:Fylkir - KRkl. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 356 orð

Vala hélt upp á 18 ára afmælið með meti: 4,11

Vala Flosadóttir frjálsíþróttakona úr ÍR hélt upp á 18 ára afmælisdag sinn í gær með miklum glæsibrag; sigraði með yfirburðum í stangarstökki á sænska meistaramótinu í Borl¨ange og stórbætti Norðurlandamet sitt með því að stökkva 4,11 metra. Hefði sá árangur gefið henni fjórða sæti á heimslistanum í fyrra en þá var hún í 19. sæti með 3,81 metra. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 116 orð

Víkingur fær 25% af greiðslunni fyrir Helga

KNATTSPYRNUDEILD Víkings fær 25% af greiðslunni sem samið var um að þýska knattspyrnufélagið Stuttgart greiddi fyrir landsliðsmanninn Helga Sigurðsson. Framarar fá 75% og allt leigugjaldið sem var lítið brot af heildarupphæðinni. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 151 orð

Öruggur Haukasigur

Haukar áttu ekki í vandræðum með að sigra dapra Eyjamenn í Vestmannaeyjum, 21:14, í 17. umferð 1. deildar karla í handknattleik í gærkvöldi. Haukar höfðu forystu í leiknum frá fyrstu mínútu og var staðan í leikhléi 10:6. Sóknarleikur heimamanna gekk afskaplega illa því Bjarni Frostason varði mjög vel í Haukamarkinu og m.a. fjögur skot í sömu sókninni. Meira
17. febrúar 1996 | Íþróttir | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

Toronto - Cleveland76:95 Detroit - Chicago109:112Eftir framlengingu. Miami - Denver97:91Houston - San Antonio112:108Utah - Dallas106:103Milwaukee - Washington109:98Portland - Meira

Úr verinu

17. febrúar 1996 | Úr verinu | 449 orð

"Meiriháttar sigur"

AÐ SÖGN Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ, hefur það ekkert fordæmisgildi að Hæstiréttur dæmdi útgerðarmann Guðfinns KE 19 til að endurgreiða fyrrverandi háseta á bátnum 292 þúsund krónur. Þær höfðu verið dregnar af launum hans vegna leigu á kvóta fyrir bátinn frá mars til maí 1992. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, kallar dóminn aftur á móti meiriháttar sigur. Meira
17. febrúar 1996 | Úr verinu | 541 orð

Mikill áhugi á íslenzku sjávarútvegssýningunni

MIKILL áhugi er á þátttöku í Íslenzku sjávarútvegssýningunni, sem haldin verður hér á landi í Laugardalshöllinni í september í haust. Segja má að allt pláss sé upppantað, þó er ætlað heldur meira rými undir sýninguna en í síðasta skipti. John Legate, framkvæmdastjóri Nexus Media Ltd. Meira

Lesbók

17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3236 orð

Að kveða dýrt á rússnesku

Rússneskir bókmenntamenn hafa glímt við rímþrautir í kvæðum Hallgríms Péturssonar og reynt að skapa dróttkvæðan hátt á rússnesku. Bæði til að sanna að hægt sé að þýða hvað sem vera skal á móðurmál þeirra og til þess að sýna hollustu sína við þá rómanísku trú eða von, Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 78 orð

Að liðnum degi

Ég græt yfir árunum sem eru liðin Ég græt af gleði yfir árunum sem eiga eftir að líða Ég græt yfir deginum nú í dag, sem er liðinn. Hvítt, og aftur þögn Hér eru allir daga eins: Hvítir veggir og þögn. Ég banka hnúum í gólfið svo kemur þögn og veggirnir verða hvítir aftur: Hvítt, og aftur þögn. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1959 orð

Aukning matarsjúkdóma í heiminum

Matarsjúkdómum af völdum gerla, veira og sníkjudýra fjölgar stöðugt í nær öllum þeim löndum sem halda skrá um þá. Í Englandi og Wales hefur orðið nærri fimmföld fjölgun síðastliðin tíu ár eða úr 30 tilfellum upp í 140 tilfelli á ári miðað við 100.000 manns. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 749 orð

Ár rottunnar í Kína

Nýárið er mikilvægasta hátíð Kínverja, en þeir kalla það vorhátíð og varir hún í marga daga. Nýársdagurinn er ekki sá sami og hjá okkur, þar að auki er hann hreyfanlegur; hann er einhvers staðar á tímabilinu frá síðustu viku janúar til síðustu viku febrúar, skv. okkar tímatali. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1592 orð

Á valdi vínguðsins

AA, - EÐA HÉR UM BIL FYLLIRAFTAR OG NEYTENDUR Nú eru sérfræðingar búnir að leggja undir sig þetta ágæta orð fíkn, - og "neyslu nota þeir um það sem í mínu ungdæmi var kallað drykkjuskapur. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð

Blönduð tækni og handgerðir matseðlar

ÖRN Karlsson sýnir verk, unnin með blandaðri tækni, á veitingahúsinu Við Tjörnina. Sýningin stendur frá sunnudeginum 18. febrúar til sunnudagsins 3. mars og er opin á venjulegum opnunartíma veitingahússins. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 133 orð

efni 17. febrúar

Aukning matarsjúkdóma í heiminum er efni greinar þar sem fram kemur að lífshættulegum gerlum í matvælum hefur fjölgað geigvænlega. Í skýrslu WHO kemur fram að þreföld aukning hefur orðið á matarsjúkdómum í Evrópu á síðasta áratugi. Hjarta Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1498 orð

Endurreisn í Eistlandi Eftir að Eistland öðlaðist sjálfstæði á ný árið 1991 hefur meðal annars verið lögð áhersla á að gera við

EISTAR EIGA það sameiginlegt með Íslendingum að vera mjög meðvitaðir um sögu sína. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að efla söguvitund Eista síðan landið öðlaðist sjálfstæði árið 1991 eftir hálfrar aldar hernám Rússa. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 78 orð

Fiskarnir í sjónum

ÁRDÍS Olgeirsdóttir leirlistakona opnar sýningu á verkum sínum í Stöðlakoti í dag, laugardag. Árdís sýnir verk úr steinleir með silkiþrykki og verk úr svartbrenndum leir, myndmálið er sótt til fiskanna í sjónum, hreyfingar þeirra og útlit. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 166 orð

Goðaferðin

ÞÝSKI myndlistarmaðurinn Thomas Huber opnar sýningu í Gerðarsafni laugardaginn 17. febrúar. "Thomas Huber telst ekki til þekktari myndlistarmanna í heimalandi sínu, en hér á landi hefur hans verið getið í fréttum fjölmiðla. Það var þó ekki vegna málverka hans heldur vegna leitar sem tvívegis var gerð að honum á hálendi Íslands. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 200 orð

Greniskóginn manstu Hjörtur Pálsson þýddi

Greniskóginn manstu polla og býflugnabú þú stökkst og skimaðir í kringum þig sól á himni gras á jörðu og vissir ekki að veturinn 1940 hafði sprengt hjartað í eplatrénu að 1944 kemur þýskur lautínant með eldsverð hver garður er dapurleg sjón hver garður er glötuð paradís þú varst paradísarfugl í búri í brenndum bænum spruttu rósir malurt Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð

Heimspekin eftir daga Sókratesar

...og Stóru Börnin dreyptu á nýjum vitundarveigum. Í algleymi sínu dönsuðu þau frá Kjarnanum í hringrás hártogana innan takmarka mannlegs gufuhvolfs. Kerfis- sköpun kærleikans Sagt er, að þjáningin sé forritið sem ber okkur á leiðara til Ljóssins. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3261 orð

Hinn fullkomni listræni glæpur

Ýmsir kunna að furða sig á hvað "eftirsóttustu málverk" þjóðanna eftir Komar og Melamid eru keimlík. Næstum alveg eins! Hvað gengur þeim eiginlega til? Hvernig voga þeir sér að slá því föstu að Úkraínumenn og Keníubúar hafi sama smekk og við, að þeir sjái fegurðina með sömu augum, hvort heldur sem þau eru svört eða blá? Við erum ekki eins og allir hinir. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 135 orð

Í minningu Zappa

HLJÓMSVEITINN Ensemble Modern frá Frankfurt er að hefja tónleikaferð í minningu bandaríska tónlistarmannsins Frank Zappa. Hljómsveitin kemur fyrst fram í Royal Albert Hall í London og mun í þessum mánuði einnig halda tónleika í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð

Íslenska mafían og Djöflaeyjan á bók

LEIKFÉLAG Reykjavíkur og Mál og menning hafa gefið út bók sem inniheldur leikritin Djöflaeyjan og Íslenska mafían. "Djöflaeyjan er eitt vinsælasta leikrit í íslenskri leikhússögu og Íslenska mafían er nú sýnd við góðar undirtektir í Borgarleikhúsinu. Leikritin eiga það sameiginlegt að vera afrakstur samstarfs Einars Kárasonar og Kjartans Ragnarssonar", segir í kynningu. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2032 orð

Íslenskar myndir í tísku

EINS og áður hefur komið fram lauk Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg á sunnudaginn var, 11. febrúar, og hafði þá staðið yfir í tíu daga samfleytt í tíu kvikmyndahúsum við Járntorgið og nágrenni þess, í göngufæri eða stundarfjórðungsfjarlægð, að "Kvöldstjörnunni" undanskildri því beinasta leiðin til hennar liggurí brúarlausri línu yfir Gautafljótið. Föstudaginn 2. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 204 orð

Listasafn ASÍ hyggst festa kaup á Ásmundarsal

MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Íslands hefur samþykkt að ganga til samninga við Reykjavíkurborg um kaup Listasafns ASÍ á Ásmundarsal á grundvelli samþykktra draga um kaupin af hálfu Reykjavíkurborgar. Safnið mun leggja sérstaka áherslu á að gera listkynningar í hinum nýju húsakynnum aðgengilegar fyrir börn. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1216 orð

Lystigarður ljóðsins

Ástarsaga Magelónu hinnar fögru og Péturs greifa af Próvinsíu heitir saga eftir þýska rithöfundinn Ludwig Tieck. Er hún kveikjan að lagaflokki Johannesar Brahms, Magelónu hinni fögru. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 284 orð

Menn með lokuð augu

STEINUNN Þórarinsdóttir myndhöggvari opnar sýningu á verkum sínum í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, í dag kl. 16. Þetta er níunda einkasýning Steinunnar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga auk þess sem hún hefur hannað leikmyndir og unnið útilistaverk. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 150 orð

Mótorhjólið mikla

Þau sveigðu út á sandinn í haustsins hvítu birtu. Þegar vetrarins var von. Á mótorhjólinu mikla. Merkt Harley Davidson. Á mannsins meistara verki, þau runnu hinn svarta sand, uns vængjuð steig hver von. Á mótorhjólinu mikla. Merkt Harley Davidson. Í glampa frá krómi og krafti er kona og maður sem eitt, í dauða, ást og von. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 34 orð

Myndlistarsýning á Kaffi Óliver

Á KAFFI Óliver við Ingólfsstræti stendur nú yfir sýning á myndum eftir Kristberg Ó. Pétursson. Það eru meðal annars málverk, grafíkmyndir og teikningar, alls 13 verk gerð á árunum 1987-1994. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 332 orð

Mögnuð endurreisn

Í MARSHEFTI breska tónlistarblaðsins Gramophone er fjallað um úgáfu BIS úgáfunnar sænsku á fyrstu sinfóníu Jóns Leifs, Sögusinfóníunni, sem kom út seint á síðasta ári. Gagnrýnandinn, Guy S. Rickards, lýkur lofsorði á útgáfuna, aukinheldur sem hann fer nokkrum orðum um tónskáldið. Greinin fer hér á eftir lauslega þýdd: "Jón Leifs (1899­1968) sló því eitt sinn fram að "Wagner. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð

P.I.P. á tónleikum

MÁLMBLÁSARAKVINTETTINN P.I.P. heldur tónleika í Laugarneskirkju, í dag, laugardag, kl. 17. Á efnisskránni eru eingöngu íslensk verk skrifuð sérstaklega fyrir málmblásarahóp. Höfundar þeirra eru þeir Jón Ásgeirsson, Ríkarður Örn Pálsson, Oliver Kentish, Einar Jónsson og Páll Pampichler Pálsson. Þrjú þeirra eru nú flutt í fyrsta sinn opinberlega. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 290 orð

Pýramídar brenndir í jörðu

SÝNING á leirlistaverkum Ólafar Erlu Bjarnadóttur verður opnuð í dag kl. 16 í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Hún gerir listgripi úr leir. Sumir eru nytjahlutir en aðrir ekki. "Það má alveg láta eitthvað í þetta en það er ekki beinlínis gert til þess. Ég kalla þetta helgiskrín," segir Ólöf Helga um pýramídalaga leirlistaverk sem taka má toppinn af og stinga hlutum inn í. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Rattle hættir í Birmingham

SIMON Rattle hefur tilkynnt að hann hyggist hætta að stjórna Sinfóníuhljómsveit Birmingham 1998. Rattle hefur aukið veg og virðingu hljómsveitarinnar frá því hann tók við árið 1980 og telst hún nú vera í sérflokki í heiminum. Orðstír hans hefur að sama skapi vaxið og er hann nú talinn í fremstu röð stjórnenda. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Salarkynnin tvöfölduð

SALARKYNNI Nýlistasafnsins í New York (Museum of Modern Art) voru nýlega tvöfölduð. Safnið keypti eftir tveggja ára samningaviðræður Dorset hótelið, sem er við hliðina, og tvær næstu byggingar. Þrengsli hafa háð safninu og hefur aðeins verið hægt að sína um einn tíunda hluta listaverka í eigu þess. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 648 orð

Sá ríkasti ræður

ÞETTA gengur út á að gefa almenningi kost á að móta listaverk og velja myndefnið, liti og form, en það er eins og með annnað í þessum heimi að það er sá ríkasti sem ræður og sá sem borgar 100 krónur fyrir mynd gæti þurft að horfa upp á hana breytast eða hverfa næsta dag ef einhver borgar betur, Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 108 orð

Síðustu sýningar á Don Juan

NÚ ERU aðeins tvær sýningar eftir í Þjóðleikhúsinu á gamanleikritinu Don Juan eftir Moliere. Þessi uppfærsla litháíska leikstjórans Rimas Tuminas hefur vakið athygli, sýningin er að margra áliti einstakur listviðburður, þar sem listform leikhússins er nýtt á meistaralegan hátt, segir í kynningu. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 67 orð

Skræpótti bíllinn

ENSKI málarinn David Hockney sýnir nú verk í listasafni í Los Angeles og á fundi með blaðamönnum stillti hann sér upp við hlið bifreiðar af gerðinni BMW, sem hann málaði. Hockney hefur einnig teiknað, unnið með þrykk, tekið ljósmyndir og hannað sviðsmyndir. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 421 orð

Stuðlaberg með dýfu

Hrafnkell Sigurðsson. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 14-18 til 3. mars. Aðgangur ókeypis. NÁTTÚRAN verður listamönnum eilíf kveikja hugmynda um á hvern hátt tilveran kemur þeim fyrir sjónir. Landslagsmálverkið er ekki endilega sá mælikvarði hennar í listinni, sem allir geta sætt sig við, þó það sé umfangsmesti miðillinn á þessu sviði. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

Söknuður

Ég finn tár renna niður gluggana sem eru á andlitinu Ég finn fyrir söknuði sem lætur kinnar mínar bólgna út Mig langar að hverfa, hverfa frá því leiðinlega lífi sem brennur inni í mér Hverfa frá því öllu sem kemur mér við Ég fæ hausverk því ég hugsa of stíft um framtíðina. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 784 orð

Til varnar verslunarferðum

Þjóðmálaþankar Til varnar verslunarferðum Verslunarferðir til Glasgow, Edinborgar og Dublin hafa orðið vinsælar. Ég er einn af þeim sem hef ánægju af því að fara í svona ferðir. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1132 orð

Tjáning á lífi semsífellt breytist

Tungan er það tæki sem flytur með sér reynslu einnar kynslóðar til þeirrar næstu. Það gildir enn að svo mæla börnin sem fyrir þeim er haft. Börnin mæla hinsvegar ekki lengur eins og góðum foreldrum þætti æskilegst, því uppalendurnir eru orðnir margir. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 864 orð

Upphefð í Vesturheimi

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur vestur um haf á mánudag í fyrstu tónleikaferðina um Bandaríkin. Verða níu nafntoguð tónleikahús sótt heim, þeirra frægast Carnegie Hall í New York. Orri Páll Ormarsson tók púlsinn á Runólfi Birgi Leifssyni framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar og Helgu Hauksdóttur tónleikastjóra í annríki undirbúningsins. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 219 orð

Verndun íslenskrar náttúru

UMHVERFISRÉTTUR - Verndun náttúru Íslands eftir Gunnar G. Schram er komin út. Í þessu nýja riti er að finna heildaryfirlit um öll lög og reglur sem hér á landi gilda um náttúruvernd og verndun landsins og lífríkis þess gegn mengun og öðrum umhverfisspjöllum. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 469 orð

yrkja, format 95,7

yrkja, format 95,7 Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 668 orð

Það sem býr undir yfirborðinu

ÍTILEFNI þess að norski ritöfundurinn Øystein Lønn hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár hefur verið bent á að smásagnagerð standi með blóma um þessar mundir. Lønn fékk verðlaunin fyrir smásagnasafnið Hva skal vi gjøre i dag? og andre noveller. Annað smásagnasafn sem einnig var tilnefnt til verðlauna vakti líka athygli: Charlie Boy eftir Finnann Johan Bargum. Meira
17. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 89 orð

Þremur sýningum að ljúka

NÚ fer senn að ljúka þremur sýningum sem staðið hafa á Kjarvalsstöðum undanfarnar vikur. Komar og Melamid sýna verk sem unnin eru út frá skoðanakönnun varðandi listrænt mat og þekkingu íslenskur þjóðarinnar, Olivier Debré sýnir yfirlit yfir listsköpun sína sl. 50 ár og Ingólfur Arnarsson hefur sett upp innsetningu í miðrými safnsins með teikningum og vatnslitamyndum á steinsteypu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.