Greinar þriðjudaginn 20. febrúar 1996

Forsíða

20. febrúar 1996 | Forsíða | 164 orð

Hart barist í New Hampshire

ÓGERNINGUR er að spá um úrslit forkosninganna, sem haldnar verða um frambjóðendur Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs í New Hampshire í dag. Litlu munaði milli þriggja frambjóðenda samkvæmt skoðanakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Meira
20. febrúar 1996 | Forsíða | 253 orð

Hrósar umbótum Jeltsíns

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að hann myndi ekki víkja frá umbótastefnu sinni og fagnaði Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sem er í opinberri heimsókn í Moskvu, orðum hans. "Það er ekki hlutverk mitt að fjalla um forsetakosningarnar í Rússlandi, Meira
20. febrúar 1996 | Forsíða | 114 orð

"Lagskona tímans" á geisladiski

JEANNE Calment, elsta manneskja í heimi, kynnti í gær geisladisk, sem gefinn verður út á morgun, á 121. afmælisdegi hennar. Á diskinum, sem heitir "Lagskona tímans", segir Calment frá sjálfri sér en undirleikurinn er rapptónlist. Ágóðann af sölunni á að nota til að kaupa litla rútu eða fólksflutningabifreið fyrir elliheimilið þar sem hún dvelst. Meira
20. febrúar 1996 | Forsíða | 379 orð

Serbar hunsa enn fund með NATO

EMBÆTTISMENN Atlantshafsbandalagsins (NATO) og yfirmenn herja Bosníustjórnar og Bosníu- Króata komu saman um borð í bandaríska flugvélamóðurskipinu George Washington á Adríahafi í gær. Zravko Tolimir, undirhershöfðingi í her Bosníu-Serba, átti að sitja fundinn en mætti ekki. Meira
20. febrúar 1996 | Forsíða | 111 orð

Velferðarútgjöld takmörkuð

BÁÐAR deildir franska þingsins komu saman í Versölum í gær til að samþykkja stjórnarskrárbreytingu sem veitir þinginu rétt til að setja skorður við útgjöldum til velferðarmála. Tillagan var samþykkt með 681 atkvæði gegn 188. Markmiðið með breytingunni er m.a. að tryggja að Frakkar nái að uppfylla skilyrði Maastricht-samningsins um hámark fjárlagahalla. Meira

Fréttir

20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 432 orð

40­60% lægri tekjur hér en í Danmörku

RÁÐSTÖFUNARTEKJUR íslensks verkafólks eru 40­60% lægri en ráðstöfunartekjur dansks verkafólks að því er fram kom á kjaramálaráðstefnu Alþýðubandalagsins á laugardag. Kjaramálaráðstefnan var haldin í tengslum við fyrsta miðstjórnarfund nýrrar miðstjórnar Alþýðubandalagsins í Þinghóli í Kópavogi. Meira
20. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 122 orð

70 manns drukkna

UM 70 manns drukknuðu þegar ferja sökk við Filippseyjar í stórsjó á sunnudag. Að minnsta kosti 141 maður bjargaðist með því að synda í land eða halda um fljótandi brak úr ferjunni, sem var á siglingu til borgarinnar Cadiz. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

91% fall í lagadeild háskólans

AF 133 laganemum á fyrsta ári, sem þreyttu próf í almennri lögfræði í janúar, féll 121 eða 91%. Alls voru 167 manns skráðir í prófið í almennri lögfræði, en 34 mættu ekki til prófs. Fall hefur verið mikið í almennri lögfræði undanfarin ár, en mun þó ekki hafa komizt yfir 90% áður. Fall í greininni hefur yfirleitt í för með sér að laganemar verða að sitja á 1. Meira
20. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 637 orð

Alexander kemst á skrið á réttum tíma

LAMAR Alexander, fyrrverandi ríkisstjóra Tennessee, hefur nú loksins tekist að vekja á sér verulega athygli í prófkjörsbaráttu repúblikana fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Hann fékk góðan byr á besta tíma, náði þriðja sæti á kjörfundinum í Iowa á mánudag fyrir viku, og þykir nú líklegur til að velgja Bob Dole undir uggum. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Alþingismenn heimsækja Fljótsdalshérað

MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Björn Bjarnason, og alþingismennirnir Egill Jónsson og Arnbjörg Sveinsdóttir efna til fundar á Egilsstöðum miðvikudaginn 21. febrúar kl. 20.30. Á fundinum, sem verður haldinn í félagsheimilinu Valaskjálf, verður einkum fjallað um menntamál. Á fimmtudaginn verða skólar á Egilsstöðum og í nágrenni heimsóttir eftir því sem tími leyfir. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 369 orð

Andstaða við sölu ríkisbankanna

ALLS töldu 54% í skoðanakönnun Talnakönnunar að einkaaðilar væru hæfari til atvinnurekstrar en ríkið. Annað var hins vegar uppi á teningnum þegar spurt var hvort viðkomandi væri sammála því að ríkið seldi Búnaðarbankann og Landsbankann einkaaðilum. Nú töldu 43% að ríkið ætti ekki að selja bankana einkaaðilum. Meira
20. febrúar 1996 | Smáfréttir | 25 orð

Á KRINGLUKRÁNNI leikur hljómsveitin So What en hana sk

leikur hljómsveitin So What en hana skipa Friðborg Jónsdóttir, söngur, Pétur Valgarð Pétursson, gítar, Sigfús Höskuldsson, trommur, Jón Þorsteinsson, bassi, og Þorsteinn Pétursson, tenórsax. Meira
20. febrúar 1996 | Smáfréttir | 25 orð

ÁRSHÁTÍÐ Kvenfélagsins Hringsins verður haldin í Víkingasal H

ÁRSHÁTÍÐ Kvenfélagsins Hringsins verður haldin í Víkingasal Hótels Loftleiða fimmtudaginn 22. febrúar nk. kl. 18.30. Miðasala og borðapantanir á sama stað þriðjudag 20. febrúar kl. 16­18. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 249 orð

Ástæða til aðgæslu

ÚTLIT er fyrir óvenju háa sjávarstöðu í Faxaflóa- og Reykjaneshöfnum á morgunflóði í fyrramálið og jafnvel einnig við norðanvert Snæfellsnes, vegna mjög hvassrar suðvestan- og vestanáttar. Um þessar mundir er óvenju stórstreymt og þykir rík ástæða til fyllstu aðgæslu vegna mikillar ölduhæðar og veðurhæðar í fyrramálið, Meira
20. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 35 orð

Barnagæsla í messum

Barnagæsla í messum FRAM að páskum verður boðið upp á barnagæslu í Glerárkirkju meðan á messum og guðsþjónustum stendur. Hún verður í safnaðarsal, þar sem verður sungið, börnunum sagðar sögur og beðið er með þeim. Meira
20. febrúar 1996 | Smáfréttir | 81 orð

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélag Íslands

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélag Íslands ásamt Ferðafélagi Íslands standa fyrir opnum fræðslufundi um ferðabúnað í Reykjavík miðvikudaginn 21. febrúar kl. 20.30. Fundurinn fer fram í húsi Ferðafélagsins, Mörkinni 6, Reykjavík. Fyrirlesari verður Helgi Eiríksson. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Björk vann aftur

BJÖRK Guðmundsdóttir vann í gærkvöldi bresku Brit-verðlaunin en hún var tilnefnd í hópi bestu alþjóðlegu einsöngvara úr röðum kvenna. Auk Bjarkar, sem fyrirfram var spáð sigri, voru tilnefndar þær Mariah Carey, Celine Dion, kd lang og Alanis Morissette. Björk hlaut þessi verðlaun fyrir tveim árum. Meira
20. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 124 orð

Blótað í skólanum

Þórshöfn-ÞAÐ ERU fleiri en fullorðna fólkið sem nýta Þorrann til skemmtanahalds en yngstu börnin í grunnskólanum hér á Þórshöfn héldu þar sitt þorrablót fyrir skömmu. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 176 orð

Bókasöfn á sjúkrahúsunum

BÓKAHRINGRÁS Máls og menningar hefst á öskudaginn og rennur ágóðinn af henni allur til bókasafna Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands að þessu sinni. Öskudagurinn er hefðbundinn fjáröflunardagur deilda Rauða kross Íslands. Kvennadeildin verður þrítug á árinu en sjálfboðaliðar hennar hafa nánast frá upphafi annast bókaútlán á sjúkrahúsum í Reykjavík. Meira
20. febrúar 1996 | Miðopna | 1726 orð

Deilt um hvort bæjarábyrgð var veitt Héraðsdómur Reykjaness hefur nú tekið til dóms mál þar sem deilt er um hvort

Mál Vinnuveitendasambandsins gegn Hafnarfjarðarbæ vegna skuldabréfakaupa Deilt um hvort bæjarábyrgð var veitt Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 439 orð

Ekki er gengið á réttindi kennaranna

MENNTAMÁLARÁÐHERRA segir rangt að gefa í skyn að flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna 1. ágúst næstkomandi tefjist vegna þeirra deilna við kennara sem upp hafi komið. Ekki væri með nokkru móti gengið á réttindi kennara við flutning grunnskólans og deilurnar sem upp hefðu komið snerust um önnur mál. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 218 orð

Engin fyrirmæli voru gefin um vaxtalækkun

BANKASTJÓRAR Búnaðarbankans áttu í gær fund með Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra til að skýra hækkanir á vöxtum bankans að undanförnu. Hins vegar hafa stjórnendur Landsbankans ekki fengið boð um slíkan fund. Meira
20. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 78 orð

ESB fjármagnar stærsta snjóhús í heimi

ESB fjármagnar stærsta snjóhús í heimi FINNSKT ungabarn var skírt síðastliðinn laugardag í kapellu stærsta snjóhúss í heimi, feiknastórs snjókastala í Kemi í Norður- Finnlandi, rétt við heimskautsbaug. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 897 orð

Fíkniefni tekin á nokkrum stöðum

ÞRÁTT fyrir ágæta færð var tilmliskynnt um 36 umferðaróhöpp til lögreglunnar um helgina. Fólk slasaðist í tveimur tilvikum. Á föstudag varð gangandi vegfarandi fyrir manni á reiðhjóli í Kirkjustræti. Sá fyrrnefndi fékk höfuðhögg og var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Þá þurfti maður að leita á slysadeild vegna áreksturs þriggja bifreiða á Miklubraut við Stakkahlíð á laugardag. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 135 orð

Fjórir með hundruð gramma af fíkniefnum

FÍKNIEFNAEFTIRLIT tollgæzlunnar á Keflavíkurflugvelli gerði á sunnudag upptækt verulegt magn af fíkniefnum og mun þessi fundur vera eitt stærsta mál sinnar tegundar, sem upp hefur komið. Efnin fundust í fórum þriggja farþega, sem voru að koma til landsins frá Amsterdam og var fólkið handtekið ásamt fjórða manni, sem var að taka á móti einum farþeganum. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 233 orð

Formaður KÍ mætti ekki

EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasambandsins, mætti ekki á fund verkefnisstjórnar um flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga í gær. Eiríkur segir að með þessu séu kennarafélögin að undirstrika að þau séu hætt samstarfi við stjórnvöld um þetta mál. Búist er við að ágreiningur kennara og stjórnvalda um flutning grunnskólans verði ræddur á ríkisstjórnarfundi í dag. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Frumvarpsdrögum mótmælt

"TRÚNAÐARMANNARÁÐ Starfsmannafélags ríkisstofnana mótmælir harðlega framkomnum drögum að frumvarpi fjármálaráðherra um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru við samningu þeirra," segir í ályktun sem Morgunblaðinu hefur borist. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Fyrirlestur um fæðardeilur og galdramál

HELGI Þorláksson, prófessor í sagnfræði, heldur jómfrúarfyrirlestur í Háskóla Íslands í dag, þriðjudaginn 20. febrúar, kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Nefnist fyrirlesturinn Galdur og fæð, brennur og blóðhefnd. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 44 orð

Gengið með ströndinni á stórstreymi

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð frá Bakkavör, húsi Slysavarnafélagsins Alberts, Seltjarnarnesi, þriðjudagskvöldið 20. febrúar. Ströndinni verður fylgt á einu mesta stórstreymi ársins. Gangan er við allra hæfi og þeir sem vilja vera viðstaddir sjálft háflæðið mæti kl. 19.30. Allir velkomnir. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 592 orð

Gleði og bjartsýni ríkti hjá íbúum Bolungarvíkur

ÞAÐ RÍKTI gleði og bjartsýni meðal íbúa Bolungarvíkur er hraðfrystihús Ósvarar var formlega tekið í notkun sl. laugardag eftir umtalsverðar breytingar og endurbætur. Eftir þessar breytingar er frystihúsið í Bolungarvík meðal fullkomnustu frystihúsa landsins. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Góð byrjun Íslendinga

FIMM íslenskir skákmenn tefla á geysisterku opnu skákmóti sem hófst á laugardaginn í Dunqkerque í Frakklandi. Keppendur á mótinu eru 520 talsins, þar af 60 stórmeistarar og 100 alþjóðlegir meistarar. Ein umferð var tefld á laugardag og sunnudag en í gær voru tefldar tvær umferðir. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Guðmundur Gíslason sigraði í helgarmóti TR

TAFLFÉLAG Reykjavíkur gekkst fyrir helgarhraðskákmóti um síðustu helgi og mættu 34 keppendur til leiks. Guðmundur Gíslason vann öruggan sigur, hlaut sex vinninga af sjö mögulegum. Hann vann fimm fyrstu skákirnar en gerði síðan tvö jafntefli. Í öðru til þriðja sæti urðu þeir Sævar Bjarnason, alþjóðegur meistari, og Hrannar Baldursson. Þeir hlutu fimm og hálfan vinning. Meira
20. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 224 orð

Hagnaður um 30 milljónir

HAGNAÐUR af rekstri Flugfélags Norðurlands var 30 milljónir króna á síðasta ári. Velta félagsins nam um 300 milljónum þannig að hagnaður er 10% af veltu. Eigið fé félagsins í árslok var 111 milljónir króna. Aðalfundur félagsins var haldinn nýlega. Flugfélag Norðurlands stundar áætlunarflug til 9 staða innanlands og til Kulusuk á Grænlandi. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð

Handtekinn fyrir tilraun til manndráps

ÍSLENDINGUR, sem búsettur er í Vanlöse í Danmörku, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, en hann hellti sjóðandi ávaxtasafa yfir konu, fótbraut hana og ógnaði með hnífi og hótaði að skera hana á háls. Dagblaðið Jyllands-Postenskýrir frá þessu í gær. Meira
20. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 420 orð

Hefja að nýju viðræður

FORSETAR Bosníu, Króatíu og Serbíu samþykktu á tveggja daga skyndifundi í Róm um helgina að reyna að bjarga Dayton-samningunum um frið í Bosníu. Samþykkt forsetanna felur í sér að viðræður múslima, Króata og Serba um framkvæmd friðarsamninganna verða hafnar að nýju, gerðar verða ráðstafanir til að aflétta refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gegn Bosníu- Serbum, Meira
20. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 371 orð

Heimsókn frá Murmansk undirbúin

SENDIHERRA Rússlands á Íslandi, Júrí A. Resetov, kom í heimsókn til Akureyrar í gær, þar sem hann átti m.a. fund með Jakobi Björnssyni bæjarstjóra. Á fundinum með bæjarstjóra var m.a. farið yfir dagskrá vegna fyrirhugaðrar vinabæjarheimsóknar frá Murmansk í sumar. Með Resetov í för voru Nikolai Piatkov sendifulltrúi og Sergei Guschin ritari. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 777 orð

Hæg en örugg uppsveifla

Kópar er elsta skátafélagið í Kópavogi að sögn Þorvaldar, stofnað 1946. Félagið hefur verið á hrakhólum með húsnæði lengst af, eða þar til árið 1970, að það festi kaup á húsnæði við Kársnesbraut 7. Þorvaldur er fyrst spurður hvað gert verði til hátíðabrigða í tilefni afmælisins og hvenær það sé, nákvæmlega? "Dagurinn sjálfur er 22. Meira
20. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 508 orð

IRA hótar frekari aðgerðum í breskum borgum

EINN maður lést og átta særðust er sprengja sprakk í strætisvagni í miðborg London á sunnudagskvöld. Lögreglan handtók í gær tvo menn sem grunaðir eru um aðild að verknaðinum. Írski lýðveldisherinn (IRA) hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjutilræðinu en breska lögreglan útilokar ekki að sprengjan hafi sprungið fyrr en ætlað var, í fangi manns er var að færa hana á áfangastað. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 290 orð

Íbúð mikið skemmd og allt innbú ónýtt eftir bruna

ELDUR kom upp í kjallaraíbúð húss númer 10 við Bjarnhólastíg í Kópavogi um sjöleytið á laugardagskvöld. Tvennt var í íbúðinni, maður og kona, og mátti, að sögn lögreglu, vart tæpara standa að konan slyppi út. Meira
20. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 336 orð

Ísrael væntir mikils af viðskiptasamningi við ESB

ÍSRAEL væntir mikils af hinum nýja viðskipta- og samstarfssamningi við Evrópusambandið, sem tók gildi fyrir skömmu, að sögn Efraims Halevy, nýs sendiherra landsins í Brussel. "Samningurinn er okkur afar mikilvægur vegna þess að til viðbótar við hinn pólitíska þátt hans er kjarninn efnahagslegur," sagði Halevy á blaðamannafundi. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Ítalir unnu tvöfalt

ÍTALSKA sveitin sigraði í sveitakeppninni sem lauk í gærkvöldi á Hótel Loftleiðum. Íalir fengu 217 stig, 10 stigum meira en sveit VÍB sem leiddi nær allt mótið og tapaði einungis síðasta leiknum og þá með minnsta mun. Allar bestu sveitir landsins röðuðu sér í efstu sætin en Kanadamenn og sveit Zia Mahmood urðu að láta sér nægja 9. og 11. sætið. Meira
20. febrúar 1996 | Miðopna | 1253 orð

Kalla siðgæðiskröfur á hærri laun? Krafa um aukið siðgæði í breskum stjórnmálum hefur skert tekjumöguleika þingmanna og

BRESKIR þingmenn eru stétt sem er hvorki rík né elskuð. Umræða um spillingu í Westminster hefur skaðað ímynd þeirra og á tímum samdráttar eru kaupkröfur ráðamanna ekki vinsælar. Sameiningarkrafturinn getur hins vegar rutt úr vegi ýmsum hindrunum og nýverið stóðu 290 þingmenn úr öllum flokkum á breska þinginu að frumvarpi þar sem farið var fram á að kjör þeirra verði endurskoðuð. Meira
20. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Kaupþing vill kaupa bréf

KAUPÞING Norðurlands hefur gert tilboð í hlutabréf Framkvæmdasjóðs Akureyrar í félaginu, en nafnverð þeirra er rúm 1,5 milljónir króna. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær að heimila bæjarstjóra að semja um sölu bréfanna. Meira
20. febrúar 1996 | Smáfréttir | 51 orð

KOLAPORTIÐ hefur stofnað sérstakan kompuklúbb og er

KOLAPORTIÐ hefur stofnað sérstakan kompuklúbb og er öllum boðin ókeypis þátttaka. Tilgangurinn með kompuklúbbnum er að benda áhugasömum aðilum á margvísleg ráð til að ná hámarksárangi í sölu á kompudóti í Kolaportinu og er það gert með útgáfu fréttabréfs og námskeiðahaldi en auk þess bjóðast klúbbfélögum öðru hverju sérstök tilboð á básaverði. Meira
20. febrúar 1996 | Smáfréttir | 29 orð

LANDSSAMBÖND lögreglu- og slökkviliðsmanna standa fyrir fundi á

LANDSSAMBÖND lögreglu- og slökkviliðsmanna standa fyrir fundi á Scandic Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 20. febrúar kl. 16.30. Fundarefnið er: "Er Neyðarlínan hf. skref til einkavæðingar öryggisþjónustu landsmanna?" Fundurinn er öllum opinn. Meira
20. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Loðnufrysting hjá SÚA gengur mjög vel

LOÐNUFRYSTING er í fullum gangi hjá fyrirtækinu SÚA hf. á Seyðisfirði og eru um 20 starfsmenn Útgerðarfélags Akureyringa hf. að vinna þar ásamt um 10 heimamönnum. SÚA hf. er í eigu ÚA og hlutafélagsins Samleiðar. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 394 orð

Meint aðgerðaleysi Rlista og "svört vinna"

BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu borgarfulltrúa R-listans á borgarstjórnarfundi á fimmtudagkvöld fyrir að hafa horft aðgerðarlausir á atvinnuleysi aukast hröðum skrefum í borginni. Borgarfulltrúi R-listans benti annars vegar á skráð atvinnuleysi og hins vegar fjölda veitingahúsa og talaði um "svarta vinnu" í veitingahúsum. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 36 orð

Morgunblaðið/RAXSaltið eimað

ÍSLENSK sjóefni hf. á Reykjanesi framleiðir baðsalt fyrir Bláa lónið, og var Þorsteinn Einarsson önnum kafinn við að eima baðsalt úr sjó sem tekinn er úr lóninu þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá í gær. Meira
20. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 331 orð

Nálgast myndun stjórnar í Tyrklandi

NOKKUÐ miðaði í gær í stjórnarmyndunarviðræðum Föðurlandsflokksins og flokks múslima í Tyrklandi. Á morgun, miðvikudag, sest nefnd flokkanna niður og freistar þess að ná samkomulagi um skiptingu ráðuneyta. Því á að vera lokið á föstudag en þá er ráðgert að viðræður um stjórnarsáttmála hefjist. Meira
20. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 78 orð

Nýtt ómskoðunartæki á sjúkrahúsinu

Neskaupstað-Nú á dögunum var formlega tekið í notkun nýtt ómskoðunartæki á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Kvenfélög á Reyðarfirði, Breiðdalsvík, Egilsstöðum og í Neskaupstað ásamt Krabbameinsfélagi Austfjarða gáfu um 1 milljón til kaupa á tækinu sem kostaði á fjórðu milljón. Meira
20. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 353 orð

Reynt að koma Sea Empress á réttan kjöl

TUTTUGU manna björgunarlið var látið síga úr lofti niður á olíuskipið Sea Empress, sem strandaði undan ströndum Suður-Wales á fimmtudag, til að tryggja að skipið sé kirfilega skorðað áður en hafist verður handa við að dæla 130 þúsund tonna hráolíufarmi úr því. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 558 orð

Réttindastaða starfsmanna er afar óljós

RAGNHILDUR Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra símamanna, segir að starfsmenn Pósts og síma geri miklar athugasemdir við margar greinar frumvarps samgönguráðherra um að Pósti og síma verði breytt í hlutafélag. Staða starfsmanna hjá nýju fyrirtæki verði mjög óljós. Hún segir að látið verði reyna á biðlaunarétt starfsmanna fyrir dómstólum verði hann vefengdur. Meira
20. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 430 orð

Ræktunarsambandið fagnar 50 árum

Selfossi-Ræktunarsamband Flóa og Skeiða gerði sér dagamun á dögunum í tilefni 50 ára afmælis fyrirtækisins. Það var stofnað 22. janúar 1946 af búnaðarfélögunum í Flóa og á Skeiðum í kjölfar tækni- og atvinnubyltingarinnar sem hófst eftir stríð, um það leyti sem þjóðin lagði frá sér haka og skóflu. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 37 orð

Saltkjöt og baunir

Morgunblaðið/Ásdís Saltkjöt og baunir Í DAG er sprengidagur og þá seðja menn sig gjarnan á saltkjöti og baunum. Töluvert amstur var í kjötbúðum í gær og má segja að saltkjötið í Nóatúnsversluninni í Austurveri hafi verið býsna lystugt. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Samningar felldir á Flateyri

EFNT VAR til allsherjaratkvæðagreiðslu á skrifstofu Verkalýsðfélagsins Skjaldar sl. fimmtudag vegna sjómannasamningana frá sl. ári, þ.e. frá 9. janúar 1995. Samningarnir voru felldir með yfirburðum eða 63% atkvæða. Þegar fréttaritari leit inn voru 20 manns búnir að kjósa af 40 skráðum línusjómönnum á Flateyri. Margir hverjir voru óánægðir með að skiptaprósentan hefði verið skert um 2,5%, þ.e. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Síbrotamaður í gæslu

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði mann í 45 daga gæsluvarðhald um helgina, grunaðan um innbrot í Stykkishólmi í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum Rannsóknarlögreglu ríkisins var maðurinn handtekinn í haust og dæmdur í héraði fyrir fjölda innbrota. Maðurinn áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar, var þá látinn laus og hefur gengið laus þar til nú að hann er handtekinn, grunaður um innbrot. Meira
20. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Síðasta sýning á Sporvagninum Girnd

SÍÐASTA sýning Leikfélags Akureyrar á Sporvagninum Girnd eftir bandaríska leikskáldið Tennessee Williams verður næstkomandi laugardag, 24. febrúar. Verkið var frumsýnt milli jóla og nýjárs og er síðasta sýningin sú 16. í röðinni. Aðsókn á leikritið hefur verið góð. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson, Svein Lund-Roland gerði leikmynd, Karl O. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Sjómenn aðstoðaðir við að leita réttar síns

SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að samtökin muni veita þeim sjómönnum sem hafa verið látnir taka þátt í kvótakaupum eða leigu aðstoð við að ná rétti sínum fyrir dómstólum. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 398 orð

Sjö stöðvar fá viðurkenningu

SJÖ smurstöðvar fengu í fyrradag viðurkenningar vegna gæðaátaks, sem Bílgreinasambandið, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Olís, Esso og Skeljungur standa að. Vonir eru bundnar við að framhald geti orðið á verkefninu svo að fleiri stöðvar bætist í hópinn, en í máli Hallgríms Gunnarssonar, formanns Bílgreinasambandsins, Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 197 orð

Sjöviknafastan hefst á morgun

LÖNGUM hafa verið haldnar sérstakar föstumessur í kirkjum landsins á miðvikudögum föstunnar. Er þá lesið úr Píslasögu Jesú Krists og sungnir Passíusálmar. Þeim sið er viðhaldið í Hallgrímskirkju. Föstumessur verða alla miðvikudaga fram til pálmasunnudags kl. 20.30. Passíusálmarnir verða lesnir daglega frá öskudegi og til páska. Verða daglegar kyrrðarstundir í hádeginu kl. 12. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 747 orð

Slegist á árshátíð

SLAGSMÁL brutust út í Nesbúð á Nesjavöllum aðfaranótt laugardags en þá stóðu þar um 30 manna þorrablót einnar vaktar lögreglunnar í Reykjavík annars vegar og tæplega 50 manna árshátíð Hjálparsveitar skáta í Garðabæ hins vegar. Nokkrir menn hlutu áverka og þurftu að leita á slysadeild. Lögreglan á Selfossi var kölluð á staðinn en kom ekki fyrr en átök voru yfirstaðin. Meira
20. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 120 orð

Stjarnan tekur til starfa

Reyðarfirði-Nýtt fyrirtæki, heildverslunin Stjarnan ehf., hóf starfsemi á Reyðarfirði nú í byrjun febrúar. Fyrirtækið, sem keypti AM heildverslun og Heild- og umboðsverslunina G. Bjarnason, mun þjónusta Austfirðinga allt frá Höfn í suðri og norður til Vopnafjarðar. Meira
20. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Stjórnmálafundir á Norð-Austurlandi

HÓPUR forustumanna Alþýðubandalagsins og óháðra verður á ferðinni á Norð-Austurlandi næstu daga. Heimsækir hann fyrirtæki og stofnanir og haldnir verða almennir stjórnmálafundir. Meðal þátttakenda verða Árni Steinar Jóhannnsson, Sigríður Stefánsdóttir, Ögmundur Jónasson, Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon. Fyrsti fundurinn verður á Húsavík á fimmtudagskvöld, 22. febrúar kl. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

Stofnað Félag Þjóðvakamanna í Reykjavík

FÉLAG Þjóðvakamanna í Reykjavík var stofnað miðvikudaginn 14. febrúar á fundi í Litlu-Brekku. Á fundinum voru félaginu samþykkt lög og kosin fimm manna stjórn. Jóhanna Sigurðardóttir talaði um stjónmálaástandið og samrunaþróunina í hreyfingu jafnaðamanna. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Sveinn kjörinn sóknarprestur

SVEINN Valgeirsson guðfræðingur var einróma kjörinn sóknarprestur á Tálknafirði um síðustu helgi. Voru 17 kjörmenn á kjörfundi og greiddu þeir allir Sveini, sem var eini umsækjandinn um brauðið, atkvæði sitt. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 207 orð

Treysta RÚV best

SAMKVÆMT könnun Hagvangs hf. á meðal 1.200 Íslendinga fyrir Ríkisútvarpið treysta 37,5% þeirra sem svöruðu fréttastofu Ríkisútvarpsins, Rás 1 og 2, best varðandi fréttir af málefnum líðandi stundar. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Tundurdufl í trollið

TOGARINN Hoffell frá Fáskrúðsfirði fékk tundurdufl í trollið út af svokölluðum Fæti á Austfjarðamiðum á sunnudag. Á þeim slóðum mun vera talsvert um tundurdufl. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar koma til Fáskrúðsfjarðar í dag til að granda duflinu, en togarinn er væntanlegur þangað um hádegi. Meira
20. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 193 orð

Tveir harðir árekstrar um helgina

MJÖG harður árekstur varð á gatnamótum Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar skömmu eftir hádegi á sunnudag. Þar lentu saman tveir bílar með þeim afleiðingum að annar þeirra kastaðist á þann þriðja sem beið á gatnamótunum og einnig á umferðarmerki. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 583 orð

Tæknilið náðist saman á einum degi

STÖÐ 3 hefur gengið frá samningum við Kór Langholtskirkju um að sýna upptöku af Jóhannesarpassíu eftir Johann Sebastian Bach sem gerð var í kirkjunni um síðustu páska. Upptakan er um tveggja klukkustunda löng og verður væntanlega sýnd á föstudaginn langa. Sjónvarpsstöðin greiðir fyrir rétt til að sýna passíuna þrisvar sinnum. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Undirstöður gáfu eftir

UNDIRSTÖÐUR undir teinum í dráttarbraut Stálsmiðjunnar hf. gáfu sig þegar verið var að draga togarann Otto Wathne upp í slippinn til viðgerðar, en til stendur að selja skipið. Að sögn Karls Lúðvíkssonar, verkfræðings hjá Stálsmiðjunni, rann skipið til hliðar á dráttarsleðanum. Tjón á sleðanum er verulegt, en ekki er vitað um skemmdir á skipinu enn sem komið er. Meira
20. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Úti að tína blóm

"VIÐ viljum fara niður á strönd að tína blóm," sögðu vinkonurnar Helga Sif, Aldís Dagmar og Arney sem allar eru á Hlíðarbóli þegar þær voru spurðar hvað þeir helst vildu gera en til stóð að fara út og viðra sig dálítið með fóstrunni Höllu Pálsdóttur. Hópurinn fór niður í Sandgerðisbót og þar var hægt að finna svolítið af fölnuðum vallhumli og stráum. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 422 orð

Varað við íslenskum tamningum

Í NÝÚTKOMNU eintaki af sænska blaðinu Ridsport sem fjallar um hestamennsku í Svíþjóð og víðar er lesendabréf þar sem Áhugasamur" skrifar um danska mynd sem sýnd var í sjónvarpi í Svíþjóð um áramótin. Lýsir hann þar tamningu á Íslandi á fjögurra vetra hesti sem sýnd var í myndinni. Meira
20. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 222 orð

Vélstjóranám í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Farskóli Vesturlands, sem er hluti Fjölbrautaskóla Vesturlands, hefur staðið fyrir námi til 2. stigs vélstjórnar í Stykkishólmi í vetur. Í fyrra var boðið upp á vélavarðarnám og luku allmargir því námi. Kom ósk frá hópnum um að fá áframhaldandi nám í þessum fræðum. Hægt var að verða við því og er verið að kenna í vetur námsefni sem er að hluta til 2. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Þórhallur framseldur

ÞÓRHALLUR Ölver Gunnlaugsson, kenndur við Vatnsberann, var í gær framseldur til Íslands frá Danmörku. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn frá 26. janúar sl. Handtökubeiðni var gefin út á hendur Þórhalli í janúar sl. eftir að hann mætti ekki til afplánunar á 2 árs fangelsisdómi sem hann var dæmdur í af Hæstarétti í nóvember sl. Meira
20. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 306 orð

(fyrirsögn vantar)

LIONSKLÚBBURINN Kaldá og Æskulýðsráð Hafnarfjarðar verða með öskudagsball í íþróttahúsinu í Kaplakrika miðvikudaginn 21. febrúar frá kl. 13­15. Kl. 13 verður kötturinn sleginn úr tunnunni og verða þrjár tunnur, ein fyrir 5 ára og yngri, ein fyrir 6­9 ára og ein fyrir 10 ára og eldri. Króna og Króna koma í heimsókn og hljómsveit André Bach- mann spilar og verður með uppákomur. Meira

Ritstjórnargreinar

20. febrúar 1996 | Leiðarar | 627 orð

RÍKISREKSTUR Í LJÓSI SAMKEPPNI ÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt

RÍKISREKSTUR Í LJÓSI SAMKEPPNI ÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt stefnu um nýskipan í ríkisrekstrinum, sem miðar að uppstokkun hans í þeim tilgangi að auka hagkvæmni og skilvirkni. Opinber þjónusta á að batna í kjölfarið. Meta á hvaða þjónustu ríkið á að sinna og hvaða starfsemi sé bezt komin í höndum einkaaðila. Meira
20. febrúar 1996 | Staksteinar | 341 orð

»Verkefni NATO EKKI er verjandi að dyrum NATO verði lokað fyrir stækkun í au

EKKI er verjandi að dyrum NATO verði lokað fyrir stækkun í austur. Þetta segir í Tímanum. Örlagatímar Í LEIÐARA Tímans í kjölfar heimsóknar framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins til Reykjavíkur segir m.a.: "Javier Solana, fyrrverandi utanríkisráðherra Spánar, tók við stjórnartaumunum í Nato á miklum örlagatímum í sögu bandalagsins. Meira

Menning

20. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 208 orð

42 ár í eldlínunni

ROBERT De Niro er fimmtíu og tveggja ára. Hann fæddist þann 17. ágúst árið 1943 í Greenwich Village í New York. Foreldrar hans skildu þegar hann var tveggja ára. Faðir hans, Robert De Niro eldri, var málari og voru þeir feðgar mjög nánir. En það var móðir De Niros, Virginia, írskur listamaður, sem ól hann upp. Bæði voru þau syni sínum stoð og stytta á leikferlinum. Meira
20. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 75 orð

70 ára afmælishátíð

70 ára afmælishátíð KARLAKÓR Reykjavíkur hélt sönghátíð í Háskólabíói um helgina í tilefni af 70 ára afmæli sínu. Fjölmargir einsöngvarar komu fram, svo sem Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ásgeir Eiríksson, Sigurður Björnsson, Sieglinde Kahmann, Signý Sæmundsdóttir og Björk Jónsdóttir. Meira
20. febrúar 1996 | Menningarlíf | 400 orð

Benjamín dúfa sigurstrangleg

TVÆR íslenskar kvikmyndir voru frumsýndar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín um helgina. Benjamín dúfa keppir þar í barnamyndaflokki en Agnes er sýnd í Panorama, flokki útvalsmynda. Töluvert hefur verið fjallað um myndirnar í þýskum fjölmiðlum en það þykir mikil viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð, Meira
20. febrúar 1996 | Tónlist | 553 orð

Blásið í sönglúðra

Verk fyrir lúðrakvintett eftir Jón Ásgeirsson, Pál P. Pálsson, Einar Jónsson, Oliver Kentish og Ríkarð Ö. Pálsson. PIP kvintettinn, Laugarneskirkju, laugardaginn 17. febrúar kl. 17. Meira
20. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 61 orð

Borgardætur á Sögu

Borgardætur á Sögu BORGARDÆTUR frumfluttu dagskrána Bitte nú í Súlnasal Hótels Sögu um síðustu helgi. Ásamt þeim komu fram Ragnar Bjarnason og stórhljómsveit undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar. Margmenni mætti til að hlýða á, en eftir sýninguna lék hljómsveitin Saga Klass fyrir dansi. Meira
20. febrúar 1996 | Menningarlíf | 113 orð

Dansað við dauðann

ALNÆMI er efniviður nýs ballets, sem konunglegi breski ballettinn sýnir í London í febrúar og mars. Ballettinn nefnist "Dansað við dauðann", en er kallaður "alnæmisballettinn" í daglegu tali. Höfundur ballettsins er Matthew Hart og fjallar hann um þrjá menn, sem þjást af sjúkdómnum. Meira
20. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 50 orð

Fegurðin blómstrar í Reykjavík

Fegurðin blómstrar í Reykjavík FEGURSTA sprund Reykjavíkur verður valið við hátíðlega athöfn í aprílmánuði. Undirbúningur er nú að hefjast af fullum krafti og í tilefni af því var keppendum boðið til kvöldverðar á Caruso á fimmtudaginn. Hérna sjáum við myndir af þessum fallegu fljóðum. Meira
20. febrúar 1996 | Skólar/Menntun | 809 orð

Frásagnargleði í fyrirrúmi

Á að leggja minni áherslu á að læra ljóð utanað en gert hefur verið í grunnskólum landsins og í staðinn að lesa ljóð fyrir börnin og leyfa þeim að glíma við að semja? Hildur Friðriksdóttir fylgdist með lokatíma á nýstárlegu bókmenntanámskeiði fyrir kennara. Meira
20. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 46 orð

Gabriel í góðum félagsskap

ÍRSKI leikarinn Gabriel Byrne, sem margir þekkja úr myndinni "The Usual Suspects", mætti til frumsýningar myndarinnar "Broken Arrow" í fylgd fyrirsætunnar Elle Macpherson fyrir skemmstu. Elle hætti nýlega með kærasta sínum Tim Jefferies, en þau höfðu verið saman í þó nokkurn tíma. Meira
20. febrúar 1996 | Menningarlíf | 125 orð

Galdra-Loftur í Flensborg

LEIKFÉLAG Flensborgar, eitt elsta leikfélag á landinu, frumsýnir í kvöld leikritið Galdra- Loft eftir Jóhann Sigurjónsson í Bæjarbíói. "Leikritið Galdra-Loftur var fyrst gefið út árið 1915 og hefur síðan verið eitt af okkar ástsælustu leikritum. Það fjallar um þá eilífu ósk mannsins að ná að beisla hið illa vald. Meira
20. febrúar 1996 | Kvikmyndir | 275 orð

Gamalt menntaskólagrín

Leikstjóri: Kelly Maikin. Handrit: Roger Kumble og I. Marlene King. Aðalhlutverk: Matt Frewer, Valerie Makaffey og Tommy Chong. New Line Cinema. 1995. BANDARÍSKU menntaskólamyndirnar hljóta að vera búnar að syngja sitt síðasta með þessari ófyndnu endaleysu sem heitir Skólaferðalag. Meira
20. febrúar 1996 | Tónlist | 601 orð

Glæsilegir afmælistónleikar

Karlakór Reykjavíkur hélt upp á 70 ára starfsafmæli og Karlakórinn Fóstbræður, Kvennakór Reykjavíkur, Drengjakór Laugarneskirkju, einsöngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sieglinde Kahmann, Signý Sæmundsdóttir, Björk Jónsdóttir, Sigurður Björnsson og Ásgeir Eiríksson samfögnuðu þeim. Undirleikarar voru Anna Guðný Guðmundsdóttir og Svana Víkingsdóttir en stjórnendur Margrét Pálmadóttir, Friðrik S. Meira
20. febrúar 1996 | Menningarlíf | 161 orð

Guðdómlegur gimsteinn

"Á KÖLDUM klaka", kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, fær hæstu einkun í belgíska vikublaðinu Humo. Myndin fær þrjár stjörnur af fjórum mögulegum hjá Alex Stockman, sem skrifar að hér sé á ferð "guðdómlegur gimsteinn". Meira
20. febrúar 1996 | Menningarlíf | 93 orð

Guðjón sýnir í Haugesund

GUÐJÓN Bjarnason myndlistarmaður sýnir um þessar mundir í Haugesund Kunstforening í Noregi. Þetta er þriðja sýning Guðjóns á skömmum tíma í Noregi. Hann sýndi í Stavanger Kunstforening 1993 og Drammen Kunstforening 1995. Á sýningunni í Haugeseund eru rúmlega 20 málverk unnin á sl. ári og ein höggmynd. Meira
20. febrúar 1996 | Menningarlíf | 143 orð

Íslenskur leikur í Noregi

EINLEIKURINN "Þá mun enginn skuggi vera til" sem fjallar um sifjaspell og afleiðingar þess, hefur nú verið sýndur 75 sinnum víða um land, og hefur aðstandendum leikþáttarins verið boðið að sýna hann á ráðstefnu sem haldin verður dagana 20.­21. feb. í bænum Förde í Sogn og Fjordana í Noregi. Meira
20. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 94 orð

Keflavíkurnætur

SÖNG- og skemmtidagskráin Keflavíkurnætur var frumflutt á Strikinu í Keflavík um síðustu helgi. Landsþekktir Suðurnesjamenn komu fram, meðal annarra Einar Júlíusson, Anna Vilhjálms, Rúnar Júlíusson, Rut Reginalds, Jóhann Helgason, Magnús Kjartansson og Magnús Þór Sigmundsson. Kynnir og sögumaður var Valgeir Guðjónsson. Meira
20. febrúar 1996 | Tónlist | 341 orð

Kórsöngur með kaffinu

Vörðukórinn, Benedikt Árnason, Ásta Bjarnadóttir og Haukur Haraldsson, undir stjórn Margrétar Bóasdóttur og við undirleik Agnesar Löve, fluttu söngverk við kvæði eftir Halldór Laxness og Davíð Stefánsson. Sunnudagurinn 18. febrúar, 1996. Meira
20. febrúar 1996 | Skólar/Menntun | 186 orð

Krafa um námsráðgjafa í grunnskóla

FUNDUR reykvískra skólastjórnenda hefur sent Sigrúnu Magnúsdóttur formanni Skólamálaráðs ályktun, þar sem því er beint til Skólamálaráðs Reykjavíkur að við samningagerð um yfirtöku grunnskólans verði gerð sú skýlausa krafa á hendur ríkinu að námsráðgjafar verði ætlaðir til formlegra starfa við grunnskólana. Í ályktuninni segir m.a. Meira
20. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 66 orð

McLean Stevenson látinn

LEIKARINN McLean Stevenson, sem margir kannast við úr sjónvarpsþáttunum MASH, er látinn, 66 ára að aldri. Hann lék í þáttunum á árunum 1972-1975. McLean lést þann 15 febrúar á sjúkrahúsi í Los Angeles. Reuter MCLEAN, lengst til hægri, ásamt meðleikurum í þáttunumMASH. Meira
20. febrúar 1996 | Menningarlíf | 175 orð

Nýjar bækur

KOMIN er út bókin Konur og vígamenn. Staða kynjanna á Íslandi á 12. og 13. öld eftir Agnesi S. Arnórsdóttur. Þar er kannað hvaða áhrif konur höfðu á gang mála á Íslandi á síðustu öldum íslenska þjóðveldisins og hver staða kvenna var í ætt, hjónabandi, frillusambandi, stjórnmálaátökum og ófriði. Meira
20. febrúar 1996 | Menningarlíf | 103 orð

Nýjar bækur

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK vatnasvæða Blöndu og Héraðsvatna hafa gefið út bókina Lýðræði í viðjum valds, sem skráð er af Helga Baldurssyni. Bókin fjallar um Blöndudeiluna svokölluðu. Hart var deilt, í héraði, á Alþingi og víðar, ekki síst um staðsetningu á stíflumannvirkjum. Meira
20. febrúar 1996 | Skólar/Menntun | 90 orð

Nýjar námsbækur

ÚT ER komið frá Námsgagnastofnun nýtt námsefni í móðurmáli. Skinna eftir Gísla Ásgeirssonog Þórð Helgason með myndum eftir Halldór Baldursson, Freydísi Kristjánsdóttur o.fl. er grunnnámsefni í móðurmáli, ætlað 9-10 ára. Meira
20. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 42 orð

Ómur skálda

MEGAS OG dúettinn Súkkat héldu tónleika á Hafnarkránni á fimmtudagskvöld. Leikur tónlistarmannanna mæltist vel fyrir hjá fjölmörgum gestum, sem hurfu síðan ánægðir út í vetrarnóttina. Morgunblaðið/Halldór HALLGRÍMUR Helgason og Hrafn Jökulsson skemmtu sér vel. Meira
20. febrúar 1996 | Menningarlíf | 76 orð

Skítt með'a eftir Valgeir Skagfjörð

LEIKFÉLAG Fjölbrautaskólans í Garðabæ frumsýnir í dag, þriðjudag, kl. 16 leikritið Skítt með'a eftir Valgeir Skagfjörð sem jafnframt samdi tónlistina. Leikritið fjallar um vinahóp unglinga og kemur inná þá erfiðleika sem krakkar þurfa að horfast í augu við á þessum árum, t.d. vímuefni, ástir, samkynhneigð og foreldraerjur. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Meira
20. febrúar 1996 | Leiklist | 474 orð

Skyld'ann hanga þurr?

Veðrið klukkan átján eftir Henning Nielsen og Háttatími eftir Philip Johnson. Leikstjórn Sigrún Valbergsdóttir. Lýsing Kári Gíslason. Leikmynd og búningar hópurinn. Sýnt í Risinu, Hverfisgötu 105. Laugardagur 17. febrúar. Meira
20. febrúar 1996 | Menningarlíf | 194 orð

Spurningar um efnahagsmál

Í kynningu segir: "Höfundur bókarinnar fjallar skýrt og skorinort um efnahagsógöngur Íslendinga undanfarin ár og setur þær í samhengi við ýmsar veilur í innviðum efnahagslífsins, hagstjórn og hagstjórnarfari heima fyrir Meira
20. febrúar 1996 | Menningarlíf | 133 orð

Tímamót ljóðatímarits

BANDARÍSKA ljóðatímaritið Visions International, 50. tölublað, er nýkomið út. Í ritstjórnargrein minnist ritstjórinn tímamóta sem verða í sögu tímaritsins með útkomu þessa heftis. Hann bendir á fjölbreytni ritsins og að það birti skáldskap frá öllum heimshornum. Meðal kunnra skálda sem eiga ljóð í heftinu eru Pulitzer-verðlaunahafinn Louis Simpson. Meira
20. febrúar 1996 | Menningarlíf | 71 orð

Tímarit

SAMFÉLAGSTÍÐINDI, tímarit stúdenta þjóðfélagsfræða við Háskóla Íslands, 14.- 15. árgangur, er komið út. Þema tímaritsins að þessu sinni er aukin fíkniefnaneysla sem mjög hefur verið til umræðu síðustu vikur. Annars eru allar greinar í tímaritinu á sviði félagsfræði, mannfræði og stjórnmálafræði. Meira
20. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 101 orð

Travolta enn á toppnum

FJÓRAR nýjar myndir komust inn á listann yfir tíu aðsóknarmestu kvikmyndirnar vestanhafs í síðustu viku. Engin þeirra náði þó að velta toppmyndinni frá vikunni þar áður, "Broken Arrow", úr sessi, en velgengni þeirra kom í veg fyrir að aðsókn yrði mjög mikil að myndunum sem nýlega hlutu tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. Meira
20. febrúar 1996 | Skólar/Menntun | 259 orð

Tugir skóla á landinu bjóða upp á 20 mínútna kennslu

TÆPLEGA fimmtíu skólar á landinu öllu munu bjóða gestum og gangandi að kynna sér skólastarf og endurmenntun laugardaginn 24. febrúar, sem hefur verið ákveðinn Dagur símenntunar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er Evrópskt ár símenntunar 1996. Ennfremur munu flestir skólanna bjóða upp á 20 mínútna kennslustund sem hefst á hverjum heilum og hálfum tíma frá kl. 13 til 16.30. Meira
20. febrúar 1996 | Myndlist | 805 orð

Ungir arkitektar

Arnór Skúlason, Ásdís Ingþórsdóttir, Ásmundur Hrafn Skúlason, Gunnar Stefánsson, Gunnlaugur Ó. Johnson, Hólmfríður Jónsdóttir, Hrefna Björg Þorsteinsdóttir og Jóhann Stefánsson. Sýningu lýkur 25. febrúar. Meira
20. febrúar 1996 | Skólar/Menntun | 508 orð

Uppflettirit nemenda eru að mestu erlend

FLEST það ítarefni sem eldri nemendur grunnskóla þurfa að fletta upp í er á erlendum tungumálum eða ætlað fullorðnum, enda er geysilegur skortur á fræðibókum á íslensku fyrir þennan aldursflokk, að sögn Margrétar Björnsdóttur forstöðumanns Skólasafnamiðstöðvar. Engin frumsamin fræðibók fyrir börn eða unglinga kom út hér landi á síðasta ári og aðeins örfáar þýddar fræðibækur. Meira
20. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 123 orð

Útlendingur heldur þorrablót

NÚ ERU þorrablót haldin vítt og breitt um landið og þykja góð skemmtan. Vanalega standa Íslendingar að þeim og þótti því mjög sérstakt þegar Þjóðverjinn dr. Dieter Kolb hélt eitt slíkt á Laugarvatni nýlega. Hann er mikill Íslandsvinur og komst í fréttir árið 1994 fyrir að fara á hestvagni kringum landið áður en hann mætti á landsmótið á Hellu. Meira
20. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 39 orð

Veifað til aðdáenda

MICHAEL Jackson er staddur í London, þar sem hann kom fram á Brit-verðlaunaafhendingunni í gær. Hann var að venju með klút fyrir andlitinu þegar hann leyfði ljósmyndurum að mynda sig fyrir utan Lanesborough-hótelið á laugardaginn. Meira
20. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 177 orð

Þorrablót Reykhverfinga

HIÐ ÁRLEGA þorrablót Reykhverfinga var haldið í Heiðarbæ, S-Þingeyjarsýslu, að viðstöddu fjölmenni fyrir skömmu. Voru það einkum hreppsbúar og gestir þeirra úr nágrenninu sem fylltu húsið, en margir burtfluttir íbúar mættu á staðinn, nokkrir alla leið frá Reykjavík. Meira

Umræðan

20. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 762 orð

Að hengja skattborgarann fyrir guðleysingjann

UNDANFARIÐ hefur varla verið hægt að opna dagblöð hér á landi eða hlusta á ljósvakamiðlana án endalausrar en að sama skapi innihaldslausrar umræðu um vímuefnavandann. Sveinn Björnsson listmálari og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður skrifar hraðsoðna andakt um sínar lausnir á þessu vandamáli hér í Mogga þriðjudaginn 30. janúar sl. Meira
20. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 71 orð

Afsökunarbeiðni Sveinbirni Jónssyni: UNDIRRITAÐUR harmar þau mismæli sem honum urðu á í sjónvarpsviðtali á ríkissjónvarpinu

UNDIRRITAÐUR harmar þau mismæli sem honum urðu á í sjónvarpsviðtali á ríkissjónvarpinu nýverið og vörðuðu ummæli starfsmanns ráðuneytisins frá fyrra ári. Það var ekki með vilja gert að eigna ráðuneytisstjóranum umrædd ummæli og er mér því bæði ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þessum bagalegu mismælum mínum. Meira
20. febrúar 1996 | Aðsent efni | 1222 orð

Erlend fjárfesting ­ nýir möguleikar

ÍSLENSK sjávarútvegsfyrirtæki hafa sýnt mikinn nýsköpunarkraft undanfarin misseri og verið ótrúlega útsjónarsöm við að brjótast út úr því hafti sem niðurskurður veiðiheimilda hefur sett þau í. Þau hafa stefnt skipum sínum á úthafsmið og bætt sér þannig upp að hluta minni veiðiheimildir innan lögsögunnar. Meira
20. febrúar 1996 | Aðsent efni | 454 orð

Ég sting upp á Páli Skúlasyni

MÉR skilst að þindarlaus leit standi nú yfir að verðugum arftaka þeirra Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur á forsetastóli að Bessastöðum, manni sem beri með sér reisn Kristjáns og þokka Vigdísar en hafi þó af slíkum sérkostum að státa að hann verði meir en bláber tvígengill annars hvors þeirra. Meira
20. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 495 orð

Forsetaefni á heimsmælikvarða

Í DAG er mikið fjallað um hver skuli taka við af núverandi forseta, ýmsir eru nefndir til sögunnar og sitt sýnist hverjum, en nokkrir eiginleikar forsetaframbjóðenda er mikill meirihluti þjóðarinnar sammála um að eigi að vera til staðar svo að reisn og sómi forsetaembættisins verði sem mestur. Meira
20. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 569 orð

Fæðingarorlof, breytinga er þörf

Í DAG eiga börn almennt möguleika á samvistum við mæður sínar í um 6 mánuði eftir fæðingu. Möguleikinn á samvistum við föður er hinsvegar takmarkaður, því almennt taka feður sér ekki fæðingarorlof. Samkvæmt núverandi reglum eiga feður erfiðara með að taka fæðingarorlof en mæður. Réttur föður er afleiddur af rétti móður. Meira
20. febrúar 1996 | Aðsent efni | 625 orð

Ný baráttutækni samstöðu og hörku Lan

ENGINN annar flokkur en Alþýðubandalagið hefði getað haldið fund eins og þann sem Alþýðubandalag Reykjavíkur hélt í Listhúsinu í Laugardal á þriðjudaginn í þessari viku. Þar sátu fyrir svörum fimm forystumenn í stærstu samtökum launafólks hér á landi. Rætt var um kjaramálin í upphafi árs 1996 þegar fyrirsjáanlegt er að samningar losna um næstu áramót. Meira
20. febrúar 1996 | Aðsent efni | 599 orð

Oft var þörf en nú er nauðsyn

MEÐ grunnskólalögum 1974 varð heimilisfræði skyldunámsgrein fyrir alla nemendur grunnskólans. Fram að því höfðu aðallega stúlkur notið þessarar kennslu. Fyrst var greinin einungis kennd í efstu bekkjunum en síðar bættust yngri bekkirnir við. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá á að kenna heimilisfræði í fyrsta til níunda bekk en auk þess er boðið upp á hana sem valgrein í tíunda bekk. Meira
20. febrúar 1996 | Aðsent efni | 364 orð

Sjöfn til sigurs

ÉG HEF verið félagi í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar í mörg ár og er staðráðin í að styðja Sjöfn Ingólfsdóttur til áframhaldandi formennsku í félaginu. Mér finnst í sjálfu sér ágætt að fram skuli fara kosningar í þessu félagi eins og svo mörgum öðrum verkalýðsfélögum þessa dagana. Meira
20. febrúar 1996 | Aðsent efni | 601 orð

Vaka setur menntamál á oddinn

VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskólann, mætir til kosninga með skýra stefnu. Við leggjum megináherslu á menntamál. Hagsmunabarátta stúdenta á fyrst og fremst að snúast um að sú menntun sem við stúdentar hljótum í Háskólanum sé eins góð og kostur er. Meira
20. febrúar 1996 | Aðsent efni | 555 orð

Þitt er valið

UNDANFARNA daga hafa Grétar Magnússon og Marías Sveinsson, tveir frambjóðendur til formanns í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og þeirra stuðningsmenn farið á vinnustaði og ritað í dagblöð. Málflutningur þeirra hefur fyrst og fremst einkennst af fagurgala um eigið ágæti og ótrúlegri málefnafátækt. Þá hafa þeir lýst fulltrúaráð og stjórn félagsins óhæf til forystu í félaginu. Meira
20. febrúar 1996 | Aðsent efni | 720 orð

Þjóðardoði

STUNDUM er eins og íslenska þjóðin sé dofin fyrir ýmiss konar uppátækjum forsvarsmanna sinna og þeir fái óáreittir að stefna þjóðarhag í tvísýnu. Dæmi um þetta er ginnungagapið Hvalfjarðargöngin. Mér hefur fundist þessi jarðgangnahugmynd svo fráleit að ekki tæki því einu sinni að lesa greinar um efnið, því engum gæti í alvöru dottið í hug að farið yrði að framkvæma jafn tvísýnt verk. Meira

Minningargreinar

20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 376 orð

Ásmundur Pálsson

Elsku afi, okkur langar að minnast þín með fáeinum orðum. Við eigum eftir að sakna þín sárt, en huggum okkur við að nú líður þér vel. Afi og amma bjuggu mest allan sinn búskap á Laugarnesvegi 48, þar sem afi rak bifreiðaverkstæði við hliðina og ófáar voru heimsóknir okkar þangað, annaðhvort til ömmu í eldhúsið þar sem alltaf var góðgæti að fá, eða þá til þín afi á verkstæðið, Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 632 orð

Ásmundur Pálsson

"Glaður og reifur skyldi gumi hver, uns sinn bíður bana." Þessi orð Hávamála koma mér í hug er ég minnist vinar míns Ásmundar Pálssonar, enda er sem þau spegli framkomu hans og viðhorf til lífsins. Ég minnist allra glöðu stundanna og gestrisninnar er ég naut á heimili þeirra hjóna. Og ég minnist ekki síður allra greiðanna sem ég naut hjá Ásmundi. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 260 orð

ÁSMUNDUR PÁLSSON

ÁSMUNDUR PÁLSSON Ásmundur Pálsson bílamálarameistari fæddist 20. febrúar 1915 að Syðri-Steinsmýri í Meðallandi í Vestur- Skaftafellssýslu. Hann lést á Landspítalanum 10. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Ásmundar voru Páll Jónsson, bóndi á Syðri-Steinsmýri, f. 1874, d. 1963, og kona hans, Ragnhildur Ásmundsdóttir, f. 1888, d. 1954. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 324 orð

Ásta María Markúsdóttir

Þegar við setjumst niður til að skrifa um Ástu föðursystur okkar skjóta minningarbrotin upp kollinum. Við minnumst þess hve falleg og fíngerð hún var og sjáum hana fyrir okkur í stofunni sinni í Meðalholti 19 þar sem hún bjó mestan sinn búskap ásamt eiginmanni sínum, Ólafi B. Kristjánssyni. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 32 orð

ÁSTA MARÍA MARKÚSDÓTTIR

ÁSTA MARÍA MARKÚSDÓTTIR Ásta María Markúsdóttir fæddist á Ölviskrossi í Hnappadal 16. júlí 1912. Hún lést á Hvítabandinu við Skólavörðustíg 30. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 8. febrúar. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 346 orð

Bjarni Sveinbjörnsson

Þó að fundum fækki, er fortíð ekki gleymd. Í mínum muna og hjarta þín minning verður geymd. Bjarni í Útilíf er dáinn. Bara þannig. Því er erfitt að kyngja. Bjarni sem ætíð var sprellfjörugur og frískur, útilífsmaður, hreystin holdi klædd. Hann var á skíðum í sólinni og langþráðum snjónum með Maríu sinni, þegar hann hné niður og var allur. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 389 orð

Bjarni Sveinbjörnsson

"Bjarni frændi þinn er látinn," var sagt í símann að kvöldi eins fegursta dags vetrarins fyrir rúmri viku síðan. Harmafregn sem erfitt er að kyngja. Hugurinn leitar til baka og minningar um óteljandi samverustundir fjölskyldna okkar streyma fram. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 438 orð

Bjarni Sveinbjörnsson

Að Bjarni skyldi hverfa svo fljótt úr þessu jarðlífi, svo fullur af þrótti og æskuljóma. Mann setur hljóðan. Í mínum augum var Bjarni sá sem ég hefði helst trúað að spakmælið góða: "Að lifa ungur í hárri elli," ætti hvað best við. En tími hans var greinilega kominn, komið að kveðjustund hjá þessum glæsilega manni. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 167 orð

Bjarni Sveinbjörnsson

Kveðja frá skíðadeild Ármanns Öllum sem starfa að íþróttamálum er vel kunnugt um hve erfitt er að halda úti öflugri íþróttastarfsemi, þegar miklar kröfur eru gerðar til íþróttamanna og félaga. Íþróttafélög eiga mikið undir þeim einstaklingum og fyrirtækjum komið sem styðja við bak þeirra. Einn þessara manna var Bjarni í Útilífi, eins og hann var alltaf kallaður. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 313 orð

Bjarni Sveinbjörnsson

Trúlega var öllum brugðið að heyra af ótímabæru andláti Bjarna Sveinbjörnssonar, en þannig var því einmitt farið með mig þegar ég heyrði þessa voðafregn mánudaginn 12. febrúar sl. Við Bjarni höfðum þekkst síðan seint á sjöunda áratugnum þegar við báðir vorum enn keppendur á skíðum. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 415 orð

Bjarni Sveinbjörnsson

Við skyndilegt og ótímabært fráfall góðs félaga og vinar í blóma lífsins hugleiðir hver og einn hin dýpstu rök og tilgang og órjúfanlega birtast í huga minningar frá liðnum árum. Fyrir rúmum þrjátíu árum settist á skólabekk á Bifröst föngulegur hópur æskufólks, að okkar mati þá og enn, sem horfði björtum augum til skólavistarinnar og þess náms og starfs sem framundan var næstu tvo vetur. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 206 orð

Bjarni Sveinbjörnsson

Það tekur ekki lengri tíma að sjá góðu hliðarnar á lífinu en þær slæmu. Ástin og lífið sitja ekki kyrr og bíða eftir mér, það verður stöðugt að hlúa að þeim, breyta þeim og bæta. Þannig finnst mér Bjarni vinur minn alltaf hafa hugsað. Bjarni var einstakur persónuleiki sem við öll munum aldrei gleyma. Hann hafði einstaka þjónustulund og vildi sem minnst vita af því að aðrir þjónuðu honum. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 296 orð

Bjarni Sveinbjörnsson

Vináttan er yndislegasti eðliskostur mannkynsins. Eins og eitt orð getur dimmu í dagsljós breytt, svo getur öllu breytt að hitta vin sinn. Bara vitundin um tilvist hans getur létt lífið. Glaðlegt viðmót, hlustar þolinmóður meðan allt er tínt til, sem hvílir á sálinni. Þannig var Bjarni í Útilífi. Bjarni hafði sérstaka hæfileika til að leysa allra vanda. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 209 orð

Bjarni Sveinbjörnsson

Ég var að búa mig undir að fara í vinnuna á mánudagsmorgni, þegar hringt var í mig og mér tilkynnt að Bjarni væri dáinn. Því var ekki hægt að trúa að jafnhraustur maður og Bjarni var, væri ekki meðal okkar lengur. Upp í hugann komu margar minningar, allt frá því að ég var fjórtán ára gömul byrjaði að starfa í Útilífi, þar sem ég hef unnið öll mín skólaár. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 445 orð

Bjarni Sveinbjörnsson

Það er eitthvað svo undarlega óraunverulegt að hann Bjarni skuli vera horfinn sjónum okkar. En á einu augabragði er hann allur, en samt finnst okkur eins og að hann hafi aðeins rétt skroppið frá. Við hjónin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Bjarna og Maríu fyrir u.þ.b. áratug, er við stofnuðum okkar fyrirtæki og hófum að eiga viðskipti við Útilíf. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 329 orð

Bjarni Sveinbjörnsson

Það var fallegur dagur sunnudagurinn 11. febrúar sl. Sól skein í heiði á nýfallinn snjóinn. Allir sem áttu þess kost nutu útivistar og skíðaunnendur brugðu sér á skíði. Meðal þeirra var mágur minn Bjarni ásamt eiginkonu sinni Maríu Tómasdóttur. Ekki var sól sest, er okkur barst sú harmafregn, að Bjarni væri dáinn. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 941 orð

Bjarni Sveinbjörnsson

Fyrstu bernskuminningar mínar eru tengdar Bjarna frænda. Fyrstu æviárin mín bjó ég í sama húsi og Bjarni, í Drápuhlíð 15 - 17, húsinu sem afi minn Sveinbjörn (faðir Bjarna) byggði, svo til einsamall. Við bjuggum í kjallaranum á 17 en amma og afi með Bjarna sinn á efri hæðinni á númer 15. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 387 orð

Bjarni Sveinbjörnsson

Bjartasti og fegursti dagur vetrarins, sunnudagurinn 11. febrúar, breyttist skyndilega í dimmasta dag ársins, þegar sú sorgarfregn barst, að ljúflingurinn Bjarni Sveinbjörnsson hefði orðið bráðkvaddur á skíðum þá um daginn. Allra síst hefði það hvarflað að þeim sem þekktu þennan léttvaxna og lipra mann, að hjartaáfall yrði honum að aldurtila á besta aldri. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 150 orð

BJARNI SVEINBJöRNSSON

BJARNI SVEINBJöRNSSON Bjarni Sveinbjörnsson fæddist í Reykjavík 14. mars 1941. Hann varð bráðkvaddur 11. febrúar síðastliðinn, 54 ára að aldri. Foreldrar Bjarna eru Sveinbjörn Jónsson og Elínborg Ólafsdóttir og var hann yngstur fjögurra barna þeirra. Hin eru Haukur, Sigríður og Erna. Hinn 14. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 112 orð

Gísli Ágúst Gunnlaugsson

Háskóli Íslands leigði húsnæði á Neshaga 16 fyrir fimm árum. Inn á ganginn á annarri hæð fluttu sjö lektorar í mismunandi greinum. Gísli Ágúst var einn af okkur í þessu litla útibúi, örlátur, glaðlyndur og elskaður. Við fylgdumst orðvana með fyrstu einkennum sjúkdóms hans og kvöddum hann með sorg þegar hann varð að flytja í aðra byggingu með hentugra aðgengi. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 549 orð

Gísli Ágúst Gunnlaugsson

Þegar vinur er kvaddur í hinsta sinn leita óhjákvæmilega á hugann ósamstæð minningarbrot honum tengd, eða myndir af augnablikum sem eru á einhvern hátt einkennandi fyrir skapgerð hans og eiginleika. Þegar ég hugsa til baka um samskipti okkar Gísla Ágústs er margs að minnast, Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 603 orð

Gísli Ágúst Gunnlaugsson

Hann kenndi okkur öllum mönnum betur að meta lífið sjálft, lífsandann í brjósti okkar. Umbúðirnar voru orðnar lítilfjörlegar í augum þeirra sem ekki þekktu manninn, en okkur sem höfðum þekkt hann öll fullorðinsárin reyndist það auðvelt að skynja hann og skilja og gleðjast með honum af öllu því sem gladdi hann, vakti áhuga hans, lét hann gleyma líkamanum og fötluninni. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 34 orð

GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON Gísli Ágúst Gunnlaugsson fæddist í Reykjavík 6. júní 1953. Hann lést á heimili sínu, Ölduslóð 43 í

GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON Gísli Ágúst Gunnlaugsson fæddist í Reykjavík 6. júní 1953. Hann lést á heimili sínu, Ölduslóð 43 í Hafnarfirði, 3. febrúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 12. febrúar. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 619 orð

Ingunn Magnúsdóttir Tessnow

Elsku besta amma mín er dáin. Ég veit að hún er hvíldinni fegin. Síðustu vikurnar og mánuðirnir voru henni mjög erfið. Eftir uppskurð í ágúst vissi hún hvert stefndi. Aldrei æðraðist hún. Henni fannst verst að við skyldum hafa svona mikið fyrir sér að heimsækja hana heima og á spítalann þegar hún lá þar. Verst fannst mér að heyra af og sjá hvað hún kvaldist. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 355 orð

Ingunn Magnúsdóttir Tessnow

Ég ætla í örfáum orðum að minnast hennar Ingu frænku, systur hans pabba, þau voru svo óendanlega lík í öllu skapferli, svo blíð og skilningsrík og vildu ávallt gera gott úr öllu, hvað sem á gekk. Það var svo gott að geta leitað til hennar Ingu, þegar eitthvað bjátaði á, hún hafði þann fágæta eiginleika að geta hlustað, og manni leið alltaf betur eftir að hafa talað við hana. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 512 orð

Ingunn Magnúsdóttir Tessnow

Hún elsku hjartans Inga okkar er dáin. Þessi öðlingsmanneskja sem öllum vildi gera gott og öllum þótti vænt um. Hún var eins og ein af tengdamæðrum mínum eins og móðir mín sagði. Þegar ég kom inn í fjölskylduna tóku á móti mér þrjár systur tengdamóður minnar. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 31 orð

INGUNN MAGNÚSDÓTTIR TESSNOW

INGUNN MAGNÚSDÓTTIR TESSNOW Ragnheiður Ingunn Magnúsdóttir Tessnow fæddist í Feigsdal í Arnarfirði 26. október 1913. Hún lést á Borgarspítalanum 7. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 19. febrúar. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 157 orð

Kristbergur Guðjónsson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku afi, við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Sérstaklega þá allar skíðaferðirnar, hvort sem það vorum við öll eða bara við og þið amma. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 233 orð

Kristbergur Guðjónsson

Í dag kveðjum við góðan félaga og vin, Kristberg Guðjónsson. Árið 1966 gerðist hann Lionsfélagi. Það kom fljótt í ljós að hann var ákaflega starfsfús, reiðubúinn að fylgja eftir öllum góðum málum hvort sem hann starfaði í stjórn, nefndum eða hann ynni að fjáröflun. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 607 orð

Kristbergur Guðjónsson

Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegs mágs míns og vinar sem nú hefur lokið göngu sinni hér á jörð eftir erfið veikindi. Efst í huga er þakklæti fyrir samfylgdina og fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig í æsku. Kristbergur eða Kris eins og hann var jafnan nefndur í minni fjölskyldu var heimsmaðurinn í minni bernsku. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 434 orð

KRISTBERGUR GUÐJÓNSSON

KRISTBERGUR GUÐJÓNSSON Kristbergur Guðjónsson, flugumsjónarmaður, fæddist á Laugavegi 99a (síðar Snorrabraut 33) í Reykjavík 6. janúar 1925. Hann lést á sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði 9. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Ólafur Jónsson f. 19.12. 1890, trésmiður í Reykjavík, d. 22.8. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 584 orð

Kristín Snæhólm

Fimmtudaginn 25. janúar sl. tilkynnti Njörður bróðir minn mér að Stína frænka væri dáin. Þessi fregn kom mér ekki á óvart þar sem ég vissi að hún var haldin sjúkdómi sem engin lækning er við. Það er erfitt að horfa upp á þá, sem eru manni kærir og hafa alltaf verið í fullu fjöri, þurfa að láta undan erfiðum sjúkdómi, og á svo stuttum tíma. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 32 orð

KRISTÍN SNÆHÓLM Kristín Ingibjörg Snæhólm fæddist á Sneis, Laxárdal í Engihlíðarhreppi í A-Húnavatnssýslu, 23. apríl árið 1921.

KRISTÍN SNÆHÓLM Kristín Ingibjörg Snæhólm fæddist á Sneis, Laxárdal í Engihlíðarhreppi í A-Húnavatnssýslu, 23. apríl árið 1921. Hún lést í Reykjavík 25. janúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Dómkirkjunni 31. janúar. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 299 orð

SIGURJÓN INGVARSSON

SIGURJÓN INGVARSSON Sigurjón Ingvarsson skipstjóri var fæddur á Ekru í Norðfirði 30. nóvember 1909. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 13. febrúar sl. Foreldar hans voru Ingvar Pálmarsson útvegsbóndi og alþingismaður og kona hans Margrét Finnsdóttir á Ekru. Eignuðust þau níu börn og eru nú þrjú þeirra á lífi. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 105 orð

Sigurjón Ingvarsson Elsku afi minn, nú hefur þú kvatt þetta líf eftir langa ævi og hitt ömmu, sem þú saknaðir svo sárt. Ég

Elsku afi minn, nú hefur þú kvatt þetta líf eftir langa ævi og hitt ömmu, sem þú saknaðir svo sárt. Ég minnist þeirra stunda þegar ég kom til þín, þar sem þú sast við eldhúsborðið með spilastokkinn og lagðir kapalinn þinn. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn og hlusta á þig fara með vísur, hverja á fætur annarri. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 66 orð

Sigurjón Ingvarsson Seglin blunda björt við rána, blessuð aldan sefur rótt, ganga á sjónum geislar mána. Guð minn, þetta er

Seglin blunda björt við rána, blessuð aldan sefur rótt, ganga á sjónum geislar mána. Guð minn, þetta er fögur nótt. Aldan ruggar Ránar-dýri, raunum mínum gleymi ég, glaður vík frá stjórn og stýri, strengi hjartans boga dreg. Stjörnurnar á himnum heiða hafa skæran vonarlit. Kveð ég burtu kvíða og leiða, kveð þig til mín, þar ég sit. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 362 orð

Unnur Guðný Albertsdóttir

Elsku besta amma mín. Ég kveð þig nú í síðasta sinn, þó að ég viti að þú átt alltaf eftir að vera hjá mér í minningunni svo tignarleg, brosmild, gáfuð og góð. Ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Þeir eru svo ótal margir hlutirnir sem þú kenndir mér og hafa verið mér ómetanlegt veganesti. Það er dýrmætt að eiga sér svo góðan vin sem þú varst mér. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 282 orð

Unnur Guðný Albertsdóttir

Ég ætla að skrifa nokkur kveðjuorð um hana ömmu mína, Unni Albertsdóttur. En hún lést þann 10. febrúar á öldrunardeild Landspítalans í Hátúni, 78 ára að aldri. Amma missti mann sinn, Þórð Geirsson, 3. júlí 1961 frá 4 börnum á aldrinum 5­16 ára. Eftir 20 ára hjónaband stóð hún því ein uppi með 4 börn og lífsbaráttan var enginn hægðarleikur. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 406 orð

Unnur Guðný Albertsdóttir

Í dag þegar við kveðjum í hinsta sinn elskulega tengdamóður mína, Unni, er mér efst í huga þakklæti fyrir alla þá ást og umhyggju sem hún sýndi okkur hjónunum og sonum okkar. Hún var alltaf til staðar, boðin og búin til hjálpar og halds og trausts ef á þurfti að halda. Það var eins og ég hefði alltaf þekkt hana þegar við kynntumst fyrst fyrir 30 árum og hún sýndi mér hlýju og vináttu alla tíð. Meira
20. febrúar 1996 | Minningargreinar | 193 orð

UNNUR GUÐNÝ ALBERTSDÓTTIR

UNNUR GUÐNÝ ALBERTSDÓTTIR Unnur Guðný Elínborg Albertsdóttir, Selbrekku 40, Kópavogi, fæddist 6. ágúst 1917 í Reykjavík. Hún lést 10. febrúar síðastliðinn á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10.Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Jónsdóttir, f. 14. október 1890, d. 9. febrúar 1972, og Albert Sigurðsson, f. 1878, d. Meira

Viðskipti

20. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 475 orð

Ámælisverð brot á samkeppnislögum

SAMKEPPNISRÁÐ telur sannað að Félag eggjaframleiðenda hafi á árunum 1994 og 1995 gerst brotlegt við samkeppnislög. Félagið hafi í senn hvatt til samráðs um verð og afslætti á eggjum, haft forgöngu um skiptingu markaða eftir svæðum eða viðskiptavinum og reynt að takmarka aðgang nýrra aðila að markaðnum. Ætla megi að aðgerðir félagsins hafi leitt til hærra eggjaverðs en ella hér á landi. Meira
20. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Bandvídd alnetsins tvöfölduð

STJÓRN Internets á Íslandi hf.(INTIS) ákvað á fundi í vikunni að tvöfalda flutningsgetu tengingar fyrirtækisins við útlönd sem þýðir að flutningsgetan eykst í 2Mb, eða sem svarar 248 þúsund stöfum á sekúndu. Að sögn Sigurðar Jónssonar, markaðsstjóra hjá INITS, hefur bandvíddin í tengingunni til útlanda þá rúmlega 15- faldast á einu ári. Meira
20. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Borgey á OTM

HLUTABRÉF í Borgey hf. á Höfn í Hornafirði voru skráð formlega á Opna tilboðsmarkaðnum síðastliðinn föstudag og áttu fyrstu viðskipti með bréf í fyrirtækinu sér stað sama dag á genginu 1,22, að því er fram kemur í frétt. Meira
20. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 203 orð

Flugleiðir vinsælasta fyrirtækið

FLUGLEIÐIR hf. eru vinsælasta fyrirtæki landsins, samkvæmt könnun tímaritsins Frjálsrar verslunar sem er að koma út. Bónus lendir í öðru sæti, Eimskip í því þriðja og Hagkaup í fjórða sæti. Öll fjögur fyrirtækin mælast einnig sem þau óvinsælustu og lenda Flugleiðir þar efst á listanum, en síðan Eimskip, Hagkaup og Bónus. Meira
20. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 344 orð

Osta- og smjörsalan veiti magnafslátt í viðskiptum

SAMKEPPNISRÁÐ hefur mælt fyrir um að Osta- og smjörsalan sf. bjóði viðskiptavinum sínum viðskiptakjör sem samræmist því hagræði sem magn viðskiptanna gefi tilefni til, en fyrirtækið hefur fram til þessa synjað viðskiptavinum sínum um magnafslátt. Meira
20. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 295 orð

Vaxtahækkun bankans gengur til baka

ÍSLANDSBANKI hf. hefur ákveðið að lækka vexti á morgun, miðvikudag. Verður mest lækkun á vöxtum óverðtryggðra útlána eða 0,5% og gengur þá að langmestu leyti til baka vaxtahækkun bankans sem varð 11. febrúar. Þannig lækka t.d. Meira

Fastir þættir

20. febrúar 1996 | Í dag | 507 orð

AÐ hefur áreiðanlega komið mörgum á óvart, að svo mörg

AÐ hefur áreiðanlega komið mörgum á óvart, að svo mörg dæmi séu um símahleranir hér á landi, eins og fram kom í svari á Alþingi við fyrirspurn frá Svavari Gestssyni. En jafnframt er ljóst, að heimild til símahlerunar hefur einungis verið gefin í fíkniefnamálum. Meira
20. febrúar 1996 | Dagbók | 2618 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 16.-22. febrúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Borgar Apóteki, Álftamýri 1-5. Auk þess er Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-5 opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14. Meira
20. febrúar 1996 | Í dag | 39 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 20. febr

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 20. febrúar, er sjötugurViggó M. Sigurðsson. Eiginkona hans er Kolbrún Guðmundsdóttir.Þau verða að heiman. ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 20. Meira
20. febrúar 1996 | Fastir þættir | 619 orð

Heimsmeistarinn sterkur á lokasprettinum

SKÁKEINVÍGI Kasparovs og IBM- ofurtölvunnar, Deep blue, sem á íslensku hefur hlotið nafnið Dimmblá, lauk í Fíladelfíu í Bandaríkjunum s.l. laugardag með sigri heimsmeistarans, 4-2. Kasparov gekk ekki vel framan af einvíginu, en vann tvær síðustu skákirnar og tryggði sér þar með væna verðlaunafjárhæð, er nam jafnvirði 25 milljóna íslenskra króna. Meira
20. febrúar 1996 | Í dag | 247 orð

NORSK stúlka sem getur ekki aldurs en er líklega táningur, með Ísl

NORSK stúlka sem getur ekki aldurs en er líklega táningur, með Íslandsáhuga: Astrid R. Storum, Skanselien 33, 5018 Bergen, Norway. NÍTJÁN ára danskur piltur með áhuga á fótbolta, hjólaferðum úti í náttúrunni, bréfskriftum og tónlist. Meira
20. febrúar 1996 | Dagbók | 571 orð

Reykjavíkurhöfn: Á sunnudag kom Jón Baldvinsson

Reykjavíkurhöfn: Á sunnudag kom Jón Baldvinsson af veiðum og landaði. Þá fór Baldvin Þorsteinsson á veiðar og Kyndill ogÁsbjörn fóru. Í fyrrinótt kom Brúarfoss ogStapafellið kom í gærmorgun og fór samdægurs. Meira
20. febrúar 1996 | Í dag | 71 orð

Tapað/fundið Úr fannst SVART tölvuúr fannst á Ha

SVART tölvuúr fannst á Hagaskólalóðinni fyrir u.þ.b. viku. Upplýsingar í síma 562-3358. Gönguskíði tapaðist EITT gönguskíði tapaðist sunnudaginn 11. febrúar sl. af bíl á leiðinni frá Rauðavatni. Ekin var Breiðholtsbraut, Jaðarsel, að Hæðarseli. Finnandi vinsamlega hringi í síma 557-4997 eða 567-0647. Meira
20. febrúar 1996 | Fastir þættir | 921 orð

Tvöfaldur ítalskur sigur í tvímenningnum

Tvímenningskeppni Bridshátíðar og Flugleiðamótið í sveitakeppni dagana 16.-19. febrúar ÍTALIRNIR Massimo Lanzarotti og Andrea Buratti sönnuðu það á Bridshátíð að fáir taka þeim fram í tvímenningi, þegar þeim tókst að komast upp fyrir félaga sína Lorenzo Lauria og Alfredo Versace í næstsíðustu umferð tvímenningskeppninnar. Sigurjón Tryggvason og Friðjón Þórhallsson náðu 3. Meira
20. febrúar 1996 | Dagbók | 230 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir landinu er hæðarhryggur á austurleið, en dálítið lægðardrag á sunnanverðu Grænlandshafi og hreyfist það í norðausturátt. Spá: Á morgun verður allhvöss suðvestanátt og rigning um sunnan- og vestanvert landið er líður á daginn. Hiti á bilinu 2 til 9 stig. Meira

Íþróttir

20. febrúar 1996 | Íþróttir | 27 orð

1. deild kvenna

1. deild kvenna FH - Fram19:26 Björg Ægisdóttir 8, Hrafnhildur Sumarliðadóttir 5, Díana Guðjónsdóttir 3 - Arna Steinsen 6, Guðríður Hjaltadóttir 5, Hekla Daðadóttir 4, Hafdís Guðjónsdóttir 4. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 310 orð

1. deild kvenna FH - Fram Stjarnan - ÍBV24:24

FH - Fram Stjarnan - ÍBV24:24 Íþróttahúsið Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, laugardaginn 17. febrúar 1996. Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 4:4, 6:7, 11:7, 11:10, 13:11, 14:11, 15:12, 15:14, 17:14, 20:18, 20:20, 22:21, 23:23, 24:23, 24:24. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 141 orð

Atletico á góðri leið

ATLETICO Madrid er áfram með átta stiga forystu á Barcelona í spænsku deildinni. Um helgina vann liðið Espanyol 2:0 en Espanyol hafði ekki tapað á heimavelli í 16 mánuði. Kiko Narvaez kom Atletico á sporið skömmu fyrir hlé. Eftir hornspyrnu skallaði hann boltann að marki en Branko Brnovic bjargaði á ótrúlegan hátt á línu. Boltinn fór í stöng og Juanma Lopez kom honum yfir línuna. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 137 orð

Bayern fékk skell

BAYERN M¨unchen mátti sætta sig við að tapa 4:1 á heimavelli gegn Karlsruhe í þýsku deildinni um helgina. Þetta var fimmta tap liðsins á tímabilinu og sagði Otto Rehhagel, þjálfari Bayern, að fyrsti stundarfjórðungurinn hefði orðið liðinu að falli en þá skoraði Sean Dundee frá Suður-Afríku fyrir gestina. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 32 orð

Bikardráttur Liðin sem mætast í 8-liða úr

Liðin sem mætast í 8-liða úrslitum eru: Man. Utd. - Southampton eða Swindon Port Vale eða Leeds - Liverpool Nott. Forest eða Tottenham - Aston Villa Grimsby eða Chelsea - Wimbledon Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 188 orð

Bikarglíma Íslands

Glíman fór fram að Laugum í S-Þingeyjarsýslu á laugardag. Keppt var í sjö flokkum og voru úrslit sem hér segir: Karlaflokkur: 1. Orri Björnsson, KR 2. Arngeir Friðriksson, HSÞ 3. Jón Birgir Valsson, KR 4. Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK 16-19 ára: 1. Lárus Kjartansson, HSK 2. Ólafur Kristjánsson, HSÞ 3. Atli Jónsson, HSK 4. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 352 orð

Bikarkeppni FSÍ A - lið stúlkna - frjálsar 1. Björk135,91 Þórey Elísdóttir, Elva Rut Jónsdóttir, Nína Björk Magnúsdóttir, Hildur

A - lið stúlkna - frjálsar 1. Björk135,91 Þórey Elísdóttir, Elva Rut Jónsdóttir, Nína Björk Magnúsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Hlín Benediktsdóttir. 2. Gerpla 128,542 Sólveig Jónsdóttir, Helena Kristinsdóttir, Lilja Erlendsdóttir, Saskja Freyja Schalk, Erla Guðmundsdóttir. 3. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 672 orð

England Enska bikarkeppnin, 5. umferð: Man. United

Enska bikarkeppnin, 5. umferð: Man. United - Man City2:1 (Cantona 38. - vsp., Sharpe 77.) - (Rosler 11.). 42.692. Liverpool - Shrewsbury4:0 (Collymore, Fowler, McAteer, Dave Walton - sjálfsm.). Huddersfield - Wimbledon2:2 (Rowe 7., Cowan 48.) - (Ekoku 65. og 90.). 17.307. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 572 orð

FH - Víkingur28:27

Kaplakriki, Íslandsmótið í handknattleik, 18.umferð sunnudaginn 18.febrúar 1996. Gangur leiksins: 0:2, 2:6, 4:8, 9:9, 12:15, 15:15, 18:20, 21:21, 22:24, 25:24, 27:25, 27:27, 28:27. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 115 orð

Fredericks braut 20 sekúndna múrinn FRA

FRANKIE Fredericks varð fyrstur manna til að hlaupa 200 metra innanhúss undir 20 sekúndum en Namibíumaðurinn fór á 19,92 sek. á móti í Lievin í Frakklandi um helgina. Bretinn Linford Christie átti fyrra metið, sem var 20,25 og sett á sama velli fyrir ári en þá varð Fredericks í öðru sæti. Nú varð Norðmaðurinn Geir Moen annar á 20,56. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 237 orð

Fyrsta gull Svía

Pernilla Wiberg sigraði í alpatvíkeppni kvenna í gær og vann þar með fyrstu gullverðlaun Svía á heimsmeistaramótinu í Sierra Nevada á Spáni. Sænska skíðadrottningin hafði mikla yfirburði, enda hefur svig verið sérgrein hennar. Hún var meira en tveimur sekúndum á undan Anitu Wachter frá Austurríki, sem varð önnur. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 80 orð

GLÍMASkarphéðinn Orri tvöfaldur meistari

SKARPHÉÐINN Orri Björnsson, glímukappi úr KR, sigraði í þriðju bikarglímu Íslands sem fram fór að Laugum í S-Þingeyjasýslu á laugardaginn. Arngeir Friðriksson, HSÞ, varð annar og Jón Birgir Valsson, KR, þriðji. Orri hefur hlotið 16 stig af 18 mögulegum í Bikarglímunni og miðað við dreifingu stiga eiga hinir ekki möguleika á að ná honum í fjórða og síðasta mótinu. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 93 orð

Handknattleikur

A-riðill: ABC Braga - THW Kiel22:26 Fotex Veszprem - Bidasoa28:29 Bidasoa - ABC Braga27:15 Bidasoa - THW Kiel30:27 THW Kiel - Fotex Veszprem28:25 ABC Braga - Fotex Veszprem18:27 Fotex Veszprem - THW Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 270 orð

Heimsmeistaramótið Sierra Nevada, Spáni: Br

Sierra Nevada, Spáni: Brun karla: 1. Patrick Ortlieb (Austurr.) 2:0.17 2. Kristian Ghedina (Ítalíu) 2:00.44 3. Luc Alphand (Frakkl.) 2:00.45 4. Lasse Kjus (Noregi) 2:00.64 5. Brian Stemmle (Kanada) 2:00.92 6. Guenther Mader (Austurr.) 2:01.28 7. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 402 orð

HELGI Sigurðsson

HELGI Sigurðsson var í leikmannahópi Stuttgart gegn 1860 M¨unchen í þýsku deildinni á laugardaginn og var þetta í fyrsta sinn í vetur sem hann er í hópnum í deildarleik. Hann sat á varamannabekknum allan leikinn, en Stuttgart, sem er í fimmta sæti deildarinnar, tapaði óvænt 2:3. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 573 orð

Hver er glímukappinnSKARPHÉÐINN ORRI BJÖRNSSONsem er nær ósigrandi? Ég er fæddur KR-ingur

SKARPHÉÐINN Orri Björnsson, glímukappi úr KR, hefur verið besti glímumaður landsins í vetur. Um helgina tryggði hann sér bikarmeistaratitilinn og eins er hann búinn að tryggja sér titilinn Landsglímumeistari Íslands, þó svo að enn sé eitt mót eftir af fjórum. Helsta markmið hans er að verða Glímukóngur Íslands á þessu ári. Skarphéðinn Orri er 25 ára og býr í Hafnarfirði. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 96 orð

Íshokkí Íslandsmótið SA - SR7:3 Rúnar Rúnarsson 2, Ágúst Ásgrímsson 1, Sigurgeir Haraldsson 1, Héðinn Björnsson 1, Sigurður

Íslandsmótið SA - SR7:3 Rúnar Rúnarsson 2, Ágúst Ásgrímsson 1, Sigurgeir Haraldsson 1, Héðinn Björnsson 1, Sigurður Sigurðsson 1 og Sveinn Björnsson 1 - Arnar Stefánsson 3. NHL-deildin Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 199 orð

Íslandsmótið

1. deild karla: KA - ÍS0:3 (13:15, 11:15, 10:15)Stjarnan - HK3:1 (7:15, 15:8, 16:14, 15:4) Leikmenn Stjörnunnar úr Garðabænum virkuðu frekar þungir þegar þeir gengu til leiks gegn nágrönnunum úr Kópavoginum í Ásgarði á laugardaginn. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 100 orð

Ísland - Útlend.103:116

Smárinn, Stjörnuleikurinn í körfuknattleik, sunnudaginn 18. febrúar 1996. Gangur leiksins: 0:2, 12:6, 22:15, 29:25, 31:33, 39:41, 53:48, 58:63, 63:64, 65:71, 69:72, 69:90, 78:100, 83:112, 91:116, 103:116. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 467 orð

Manchester United efst hjá veðbönkum

Veðbankar í Englandi telja mesta möguleika á því að Manchester United verði bikarmeistari í vor (9/4) en Liverpool er næst líklegast til að fagna sigri að mati spekinganna (3/1). United, sem varð bikarmeistari 1994 en tapaði fyrir Everton í úrslitum í fyrra, átti í erfiðleikum gegn nágrönnunum í Manchester City í 5. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 341 orð

Meistaraheppni

Íslandsmeistarar Vals verða að teljast heppnir að hafa náð báðum stigunum í viðureigninni við baráttuglaða ÍR-inga í Breiðholtinu á sunnudagskvöldið. Eftir að hafa átt undir högg að sækja í síðari hálfleik tókst þeim að rétta stöðuna í lokin og skora sigurmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 81 orð

Meistaramótið í fjölþraut innanhúss

Seinni dagur: Konur 50 metra grindahlaup Helga Halldórsdóttir, FH,7,3Sunna Gestsdóttir, USAH,7,3Rakel Tryggvadóttir, FH,7,7800 metra hlaup Helga Halldórsdóttir2.33,3Sunna Gestsdóttir2.44,7Kristín Gunnarsdóttir, HSK,2.45,5LokastaðanstigSunna Gestsdóttir4. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 75 orð

Met hjá Sunnu í sexþraut

SUNNA Gestsdóttir, USAH, setti Íslandsmet í sexþraut er hún náði 4.128 stigum á meistaramóti Íslands í fjölþrautum um helgina. Sunna hljóp 50 m á 6,5 sek., stökk 5,73 m í langstökki, kastaði kúlunni 9,54 m, stökk 1,53 m í hástökki, hljóp 50 m grindahlaup á 7,3 sek. og 800 m á 2.44,7 mín. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 415 orð

Ortlieb náði "þrennunni"

PATRICK Ortlieb frá Austurríki náði "þrennunni" með því að sigra í bruni karla á heimsmeistaramótinu í Sierra Nevada á Spáni á laugardag. Hann er Ólympíumeistari í greininni frá því í Albertville 1992, hefur sigrað í brunbrautinni í Kitzb¨uhel, nú er heimsmeistaratitillinn í höfn og á hann þá aðeins eftir að vinna bruntitil heimsbikarsins. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 179 orð

PÉTUR Bjarnason

PÉTUR Bjarnason, sem hefur leikið handknattleik með KA í fjölmörg ár, fékk afhentan blómvönd fyrir leik KA og Selfoss. Tilefnið var 300 meistaraflokksleikir með KA en margir þeirra síðustu hafa reyndar verið leiknir þar sem Péturhefur aðeins verið á skýrslu. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 171 orð

Sá mikilvægasti

Ólafur Lárusson þjálfari Stjörnunnar má vera sáttur við árangur liðs síns; bikarinn og deildarkeppnin þegar í höfn auk þess sem staða liðsins - ósigrað með 150 fleiri mörk skoruð en fengin á sig - segir sitt. "Það var ekkert frekar takmarkið að vinna þrefalt heldur taka sem mest af titlum. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 288 orð

Sögulegur sigur Street

PICABO Street varð á sunnudag fyrst bandarískra kvenna til að verða heimsmeistari í bruni. Það var bandarískur dagur í bruninu því þrjár af fystu fimm eru frá Bandaríkjunum og er þetta besti árangur sem bandarískar skíðakonur hafa náð á stórmóti. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 271 orð

Trúi á kraftaverk

Bolton án Guðna Bergssonar sem er meiddur, kom á óvart í ensku úrvalsdeildinni með því að sigra Middlesbrough en fyrsti sigur liðsins á útivelli á tímabilinu var sannfærandi. Middlesbrough tapaði áttunda leiknum í röð, 4:1 að þessu sinni, og sá aldrei til sólar. Nathan Blake kom gestunum á bragðið en síðan skoruðu Simon Coleman, Fabian De Freitas og David Lee. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 273 orð

UEFA varð að gefa eftir

Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) dró í gær til baka fyrri ákvörðun um að aðeins mætti nota þrjá erlenda leikmenn í hverju liði í Evrópukeppninni. UEFA bað forráðamenn félaga hins vegar að virða reglur UEFA það sem eftir er af keppnistímabilinu um að nota aðeins þrjá útlendinga að viðbættum þeim sem búið hafa í viðkomandi landi í fimm ár eða lengur, Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 451 orð

VERÐLAUN »Annaðhvort á að verð-launa alla kepp-endur í liði eða engan

ALMENNT er viðurkennt að iðkun íþrótta er mikilvægur liður í uppeldinu en sitt sýnist hverjum um íþróttakeppni barna. Rannsóknir benda til þess að sé keppni barna skipulögð og framkvæmd á þann hátt að gleði og ánægja keppenda sé í fyrirrúmi með áherslu á að þátttaka skipti öllu burtséð frá úrslitum eru minni lýkur á brottfalli iðkenda en ef ekkert kemst að nema þeir bestu og sigur. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 272 orð

Vernharð upp fyrir Bjarna

VERNHARÐ Þorleifsson úr KA komst upp fyrir Ármenninginn Bjarna Friðriksson á Evrópulistanum í 95 kg flokki í júdó eftir stórmót sem þeir kepptu á í Austurríki um helgina. Vernharð sigraði í einni glímu og varð í 16. sæti en Bjarni tapaði tveimur. Þetta var fjórða svokallaðra A-móta af tíu, sem gefa punkta í keppninni um sæti á Ólympíuleikunum í sumar. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 350 orð

Weah tryggði Milan sigur

George Weah skoraði með skalla tveimur mínútum fyrir leikslok og tryggði AC Milan 3:2 sigur gegn Bari í ítölsku deildinni um helgina en lenti í samstuði við markvörðinn Alberto Fontana og var studdur af velli. Talið var að hann hefði meiðst en í ljós kom að hann missti aðeins andann um stund. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 122 orð

Þriðja tap PSG í röð

EKKERT gengur hjá París St Germain í frönsku deildinni þessa dagana. Fyrir rúmri viku tapaði liðið 3:2 fyrir Montpellier á heimavelli og var þá boðað til fundar með leikmönnum og stjórnarmönnum en liðið hélt samt uppteknum hætti, sýndi engar framfarir frá tapleikjunum gegn Mónakó og Montpellier og tapaði 1:0 gegn Strasbourg um helgina. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 563 orð

Önnur skrautfjöður hjá Stjörnunni

NÝKRÝNDIR bikarmeistarar, Stjörnustúlkur, bættu skrautfjöður í hatt sinn á laugardaginn þegar þær tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna með 24:24 jafntefli gegn Eyjastúlkum. Garðbæingar léku ekki sinn besta leik en sluppu fyrir horn gegn sprækum Eyjadömunum, sem hafa einar í deildinni ekki tapað stigi gegn þeim í vetur. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 118 orð

(fyrirsögn vantar)

Laugardagur: New York - Philadelpiha116:84 Washington - Indiana94:95 Orlando - Milwaukee121:91 Charlotte - Dever107:100 Minnesota - Chicago100:103 San Antonio - Golden State113:95 LA Lakers - Dallas119:114 Sacramento - Boston102:130 Seattle - Phoenix117:99 Vancouver - Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 284 orð

(fyrirsögn vantar)

Sigur til siðs hjá KA KA-menn þurftu ekki að sýna neinn stjörnuleik til að sigra Selfoss á heimavelli sl. sunnudagskvöld og það er nánast orðið til siðs að KA sigri í skrautlegum leikjum sem þessum. Selfyssingar reyndu ýmsar fléttur og héldu manntaflinu í jafnvægi án þess þó að eiga mátleik í fórum sínum. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 151 orð

(fyrirsögn vantar)

Evrópukeppni meistaraliða A-riðill Aþenu, Grikklandi: Olympiakos - Leverkusen73:69Panayotis Fasoulas 21, David Rivers 20, Dragan Tarlac 9 - Michael Koch 18, Hans Gnad 13, Sasa Hupman 11. Malaga, Spáni: Unicaja - Ulkerspor82:73Eftir framlengingu. 63:63 að venjulegum leiktíma loknum. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 187 orð

(fyrirsögn vantar)

KR-ingar fallnir KR-ingar tóku á móti Aftureldingu í Höllinni á sunnudag og töpuðu 25:27 í frekar slöppum leik. Þar fór síðasti möguleiki KR á að halda sér í fyrstu deild. KR byrjaði leikinn betur og var ekki á því að láta 1. deildar sæti baráttulaust. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 244 orð

(fyrirsögn vantar)

Stjörnuleikur Sigtryggs Grótta og Stjarnan skildu jöfn, 25:25, í fjörugum leik á Seltjarnarnesi á sunnudagskvöld. Heimamenn voru komnir með góða forustu um miðjan síðari hálfleik en með kröftugum leik náði Stjarnan að jafna og var aðeins fimm sekúndum frá sigri. Leikurinn var hraður og líflegur frá upphafi og góð skemmtun fyrir áhorfendur. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 401 orð

(fyrirsögn vantar)

FH heppið gegn lán-lausum Víkingum FH getur þakkað sínum sæla að hafa borið sigurorð af Víkingum, 28:27. Víkingar höfðu knöttinn þegar 50 sekúndur voru eftir. Meira
20. febrúar 1996 | Íþróttir | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Bjarni Deildarmeistaratitli fagnaðSTJARNAN tryggði sér um helgina deildarmeistaratitlinn í 1. deild kvenna í handknattleik erliðið gerði jafntefli við Eyjastúlkur. Hér fagnar Guðný Gunnsteinsdóttir áfanganum.»Önnur skrautfjöður... Meira

Úr verinu

20. febrúar 1996 | Úr verinu | 351 orð

Hábergið með fullfermi á þremur klukkutímum

"VEIÐARNAR ganga mjög vel þegar veður leyfir," sagði Sveinn Ísaksson, skipstjóri á Hábergi GK 299, í samtali við Morgunblaðið í gær. "Það var sólarhringsbræla í fyrrinótt, en annars er mokveiði allan sólarhringinn." Þegar náðist tal af honum var hann að landa fullfermi eða 650 tonnum í Grindavík. Aflinn fór allur í vinnslu og á Japan, en hrognafyllingin er komin yfir 16%. Meira
20. febrúar 1996 | Úr verinu | 666 orð

"Óánægjan með FFSÍ einskorðast ekki við Sindra"

SKIPSTJÓRA- og stýrimannafélagið Sindri á Austfjörðum íhugar nú úrsögn úr Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands. "Þetta er vegna megnrar óánægju með frammistöðu forystumanna FFSÍ, sérstaklega í kjara- og réttindamálum fyrir sjómenn," segir Sturlaugur Stefánsson, formaður Sindra. "Í sambandi við réttindamálin finnst okkur við standa ansi aftarlega hvað varðar enduráunnin veikindaréttindi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.