Greinar fimmtudaginn 22. febrúar 1996

Forsíða

22. febrúar 1996 | Forsíða | 124 orð

Dagfari út af Reykjanesi

LOÐNUSKIPIÐ Dagfari GK 70 fékk á sig brotsjó í gærmorgun með fullfermi af loðnu í haugasjó og tólf vindstigum grunnt út af Reykjanesi. Gluggar brotnuðu í brú og siglingatæki skipsins urðu óvirk. Fjórtán manns eru í áhöfn Dagfara og slasaðist einn þeirra lítillega þegar brotið reið yfir. Meira
22. febrúar 1996 | Forsíða | 122 orð

Mikil spenna í hverfum Serba

MIKIL spenna var í fimm hverfum Serba í Sarajevo í gær en á morgun, föstudag, falla þau undir yfirráð sambandsríkis múslima og Króata í Bosníu í samræmi við ákvæði Dayton-samkomulagsins. Annan daginn í röð varð enginn við hjálparbeiðni fjölda íbúa sem vildu komast burt úr Vogosca-hverfinu en þeir óttast hefndaraðgerðir þegar lögregla sambandsríkisins tekur við vörslu á morgun. Meira
22. febrúar 1996 | Forsíða | 72 orð

Olíuskipið af skerinu

TALSMENN bresku strandgæslunnar sögðu í gærkvöld, að tekist hefði að draga olíuskipið Sea Empress af skerinu við strönd Wales þar sem það strandaði fyrir sjö dögum. Talið er, að 65.000 tonn af olíu, um helmingur af farmi skipsins, hafi farið í sjóinn og óttast margir, að mengunin muni valda gífurlegu tjóni á dýralífi. Ætlunin er að draga það í var og dæla olíunni yfir í önnur skip. Meira
22. febrúar 1996 | Forsíða | 349 orð

Sigur Pat Buchanans vekur ugg í Evrópu

SIGUR Buchanans í forkosningum repúblikana í New Hampshire á þriðjudag hefur vakið ugg í Evrópu og ítalska vinstra dagblaðið La Repubblica gekk svo langt að líkja stefnu Buchanans við málflutning nasista í Þýskalandi. Bandarískur fréttaskýrandi sagði í gær, að það væri of vægt til orða tekið að segja, að "skelfing" ríkti meðal andstæðinga Buchanans í Repúblikanaflokknum. Meira
22. febrúar 1996 | Forsíða | 117 orð

Talnaglöggir apar

APAR eru betri en ungbörn í samlagningu og frádrætti, samkvæmt nýrri rannsókn hóps vísindamanna við Harvard- og Radcliffeháskóla í Boston. Vísindamennirnir hafa fylgst með öpum í Puerto Rico og komist að því að aparnir hafa betra vald á einföldustu stærðfræði en ung mannabörn. Aðferðir þeirra voru svipaðar og notaðar við ungbörn. Meira

Fréttir

22. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 226 orð

135 öskudagslið sungu fyrir starfsmenn Blikkrásar

ALLS tóku 135 öskudagslið þátt í söngvarakeppni sem Blikkrás efndi til fimmta öskudaginn í röð en í þessum liðum voru 620 börn. Að venju var mikið um að vera hjá akureyrskum börnum á öskudeginum, en þau fara á fætur árla morguns, heimsækja fyrirtæki, syngja nokkur lög fyrir starfsmenn og þiggja að launum sælgæti eða einhvern smávarning. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

201.000 tonn bætast við loðnukvótann

RÚMLEGA 201.000 tonn af loðnu bætast við loðnukvóta íslenzkra skipa á yfirstandandi vertíð. Samkvæmt samningi Íslands, Grænlands og Noregs um nýtingu loðnustofnsins, fellur sá hluti loðnukvóta síðarnefndu landanna tveggja, sem óveiddur er 15. febrúar ár hvert, í hlut Íslands. Meira
22. febrúar 1996 | Miðopna | 217 orð

60 til 100 sm djúpur sjór í kjallaranum

Á BILINU 60 til 100 sm djúpur sjór var í kjallara Litlubæjarvarar 15 á Álftanesi þegar mest var í flóðinu, að því er Gunnar Ægir Guðmundsson í sjóflokki Fiskakletts í Hafnarfirði segir. Gunnar Ægir sagði að björgunarsveitarmenn hefðu verið í viðbragðsstöðu frá því kl. 5.45 um morguninn. Fyrstu fjórir björgunarsveitarmennirnir hefðu verið komnir að húsinu um níuleytið. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Aðalfundur Félags um heilsuhagfræði

AÐALFUNDUR Félags um heilsuhagfræði verður í kvöld, fimmtudag, kl. 16.30 í salnum Litlu- Brekku á veitingastaðnum Lækjarbrekku. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum flytur Skúli Thoroddsen, lögfræðingur, erindi sem hann nefnir Stjórnun heilbrigðisþjónustu. Fyrirlesari hefur um árabil veitt einkaheilbrigðisþjónustu forstöðu bæði hér og í Svíþjóð. Meira
22. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 417 orð

Aðildarviðræður myndu fjalla um yfirráð yfir fiskimiðum

FRANÇOIS Thiollier, sendifulltrúi Evrópusambandsins í Noregi og á Íslandi, segist telja að kysi Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu, yrðu vandamálin í aðildarviðræðum ekki pólitísk, heldur yrðu þau einkum efnahagslegs eðlis og myndu snúa að því hvernig unnt yrði að tryggja Íslendingum sem mest yfirráð yfir fiskimiðunum. Meira
22. febrúar 1996 | Miðopna | 116 orð

Áfallalaust í Sandgerðishöfn

ÞRÁTT fyrir háa stöðu sjávar í Sandgerði í gærmorgun gekk allt slysalaust fyrir sig meðan flóðið var sem mest upp úr kl. átta. Bátar voru vel bundnir og tryggilega gengið frá öllum hlutum. Menn kváðust hafa séð það svartara áður í höfninni, ekki síst áður en Suðurgarðurinn var reistur upp úr miðjum áttunda áratugnum, en þá var höfnin opin fyrir úthafinu. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Ánægja með ákvörðun Samkeppnisráðs

INGOLF J. Petersen formaður Apótekarafélags Íslands, segir félagið ánægt með ákvörðun Samkeppnisráðs um að fjárhagur sjúkrahússapóteka verði aðskilinn frá öðrum rekstri sjúkrahúsanna. Í ákvörðun Samkeppnisráðs segir að aðskilnaðurinn skuli fara fram fyrir 1. júlí næstkomandi. "Við erum ánægðir með þessa niðurstöðu. Hún staðfestir það sem við höfum alltaf sagt," sagði Ingolf. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

Björk baðst afsökunar og sendi blómvönd

BJÖRK Guðmundsdóttir er nú á ferð um Asíu og lék á tónleikum í Bangkok í Tælandi í gærkvöld. Í dag heldur hún til Singapore og heldur þar tvenna tónleika, á föstudag og laugardag. Að þeim loknum er ferð hennar heitið til Ástralíu og þaðan til Nýja-Sjálands. Aðgangshörðblaðakona Meira
22. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 304 orð

Breytingar á franska hernum JACQUES Chirac, forseti Frakkla

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hyggst í dag kynna áform um róttækar breytingar á franska hernum og er m.a. gert ráð fyrir því að skylda til að gegna herþjónustu verði afnumin, hugsanlega að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Ennfremur er líklegt að hermönnum í landhernum verði fækkað úr 240.000 í 140.000 og í flughernum úr 93.000 í 68.000 á næstu fimm til sex árum. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Búnaðarbankinn sigraði í skákkeppni fyrirtækja

KEPPNI í A-riðli skákkeppni stofnana og fyrirtækja lauk á þriðjudag í félagsheimili T.R. Lokastaða efstu sveita: 1. Búnaðarbanki Íslands a-sveit 25 vinningar af 36, 2. Visa Ísland 24 v. og í 3. sæti var Íslandsbanki a-sveit 22 vinningar. Sveit Búnaðarbankans var þannig skipuð: Margeir Pétursson, Karl Þorsteins, Arnar E. Gunnarsson. Varamaður Bragi Þorfinnsson. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 156 orð

Bændasamtökin skoði lagagrunn

"FUNDUR stjórnar Félags eggjaframleiðenda ákvað að beina því til Bændasamtakanna að þau hlutist til um það við stjórnvöld að fá skýrar línur um það hvenær búvörulög gilda og hvar samkeppnislög taka við. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 54 orð

Cardigans á Íslandi

SÆNSKA hljómsveitin Cardigans kom til landsins í gær, en hún heldur tónleika í kvöld á Hótel Íslandi og á föstudagskvöld á Akureyri. Í gærkvöldi hélt sænski sendiherrann hljómsveitinni hóf og þar voru þau öll, Magnus Sveningson, bassaleikari, Bengt Lagerberg, trommuleikari, Lars-Olof Johanson, hljómborðsleikari, Peter Svensson, gítarleikari og Nina Person söngkona. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Dagur símenntunar í Húsi iðnaðarins

NÝSTOFNUÐ Félags- og fræðslumiðstöð iðnaðarins verður með opið hús á Degi símenntunar laugardaginn 24. febrúar kl. 13­17 í nýjum húsakynnum í Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg 1. Kynnt verða: Lifandi módel, klædd, greidd og snyrt, nýjungar í ljósmyndatækni, Internetið, FreeHand, Photoshop og QuarkXPress, gull, silfur og eðalsteinar, úr og klukkur, rör í rör, tennur, brýr og gómar, Meira
22. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 183 orð

Deilt um tengsl við Vesturlönd

SNURÐA virtist í gær hafa hlaupið á þráðinn í stjórnarmyndunarviðræðum Velferðarflokksins í Tyrklandi, flokks heittrúaðra múslima, og Föðurlandsflokks Mesuts Yilmaz. Varaformaður Velferðarflokksins, Riza Ulucak, gagnrýndi ummæli Mesuts Yilmaz, sem er hægrimaður, í viðtali við tyrkneska dagblaðið Hurriyet. Meira
22. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 267 orð

Dómnefnd skipuð vegna hugmyndasamkeppni

SKIPUÐ hefur verið dómnefnd vegna fyrirhugaðrar hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Naustahverfis. Svæðið er á milli Verkmenntaskólans og Kjarnaskógar, vestan kirkjugarða og er næsti áfangi fyrir byggingalóðir eftir að Giljahverfi er fullbyggt. Í dómnefndinni eiga sæti þrír fulltrúar frá Akureyrarbæ og tveir arkitektar frá Arkitektafélagi Íslands. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 307 orð

Einleikararnir voru röng ímynd

MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Félagi íslenskra tónlistarmanna: "Nýhafin tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur nokkuð verið til umræðu að undanförnu bæði hvað varðar val verkefna og einleikara. Óánægju hefur gætt að ekki skuli flutt fleiri íslensk tónverk og að ekki skuli teflt fram okkar ágæta tónlistarfólki sem einleikurum í þessari tónleikaferð. Meira
22. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 303 orð

Ég vil auðga mitt land flutt á Laugarvatni

Laugarvatni-Nemendur Menntaskólans á Laugarvatni æfa nú af kappi leikritið Ég vil auðga mitt land undir leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. Leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1974 og þá einnig undir stjórn Brynju. Höfundur verksins eru Davíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þórarinn Eldjárn og sömdu þeir verkið undir dulnefninu Þórður Breiðfjörð. Meira
22. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 227 orð

Fallist á vegarlagningu í Mývatnssveit

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða lagningu Hringvegar um Kálfastrandarvog og Markhraun í Mývatnssveit en áður verður gerð frumrannsókn á hlöðnum gömlum vegi sunnan Höfða. Þá vill skipulagsstjóri að samráð verði haft við eftirlitsmann Náttúrverndarráðs á Norðurlandi eystra um efnistöku og frágang námusvæði og vegkanta og að staðsetning og framkvæmd við girðingar verði ákveðin í Meira
22. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 158 orð

Farfuglarnir eiga skjól hjá Evrópuþinginu

EVRÓPUÞINGIÐ hefur lagzt eindregið gegn kröfum franskra stjórnvalda, sem vilja að lok veiðitímans geti verið mismunandi eftir aðildarríkjum þegar um veiðar á farfuglum er að ræða. Þingið samþykkti með miklum meirihluta í síðustu viku að viðhalda núverandi reglum, en þær banna allar veiðar á farfuglum í öllum ríkjum Evrópusambandsins eftir 31. janúar. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

Fundir um breytingar á leiðakerfi SVR

BREYTINGAR á leiðakerfi SVR taka gildi 1. ágúst nk. Til að kynna breytingarnar hefur stjórn SVR ákveðið að efna til þriggja kynningarfunda. Fyrsti fundurinn, sem ætlaður er íbúum vestan Elliðaáa, verður haldinn í Ráðhúsinu miðvikudaginn 21. febrúar kl. 20.30. Íbúum Breiðholtshverfa er boðið á kynningarfund í Gerðubergi mánudagskvöldið 26. febrúar kl. 20.30. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 44 orð

Fundur um fjármagnstekjuskatt

FUNDUR verður haldinn á vegum Sambands ungra sjálfstæðismanna um niðurstöður nefndar um fjármagnstekjuskatt í Valhöll, Háaleitisbraut 1, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 17. Frummælendur verða Pétur Blöndal, alþingismaður, Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, og Árni Oddur Þórðarson, forstöðumaður hjá Skandia. Fundarstjóri verður Áslaug Magnúsdóttir. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fundur um konuna og nútímann

SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Hvöt heldur almennan félagsfund kl. 20.30 í dag þar sem fjallað verður um konuna og nútímann. Mikil umræða hefur verið í Sjálfstæðisflokknum um stöðu kvenna innan flokksins þar sem óánægja kvenna hefur birst og er þessi fundur innlegg í þau mál. Frummælendur verða Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi, og Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 350 orð

Greiðsla til Ístaks 15% undir kostnaðaráætlun

EITT verkefni, fjármagnað af Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins, hefur verið boðið út hér á landi frá því einkaréttur Íslenzkra aðalverktaka og Keflavíkurverktaka á varnarframkvæmdum var afnuminn að hluta til. Um er að ræða endurbætur á þjónustuhúsnæði í ratsjárstöðinni við Stokksnes og var kostnaður við verkið um 15% undir kostnaðaráætlun. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 132 orð

Grunnskólahátíð í Hafnarfirði

GRUNNSKÓLAHÁTÍÐIN í Hafnarfirði verður haldin í Bæjarbíói og íþróttahúsi Víðistaðaskóla fimmtudaginn 22. febrúar. Það er Æskulýðsráð Hafnarfjarðar og nemendur á unglingastigi í grunnskólum Hafnarfjarðar sem standa að hátíðinni. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 147 orð

Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti í tvennt?

SKIPTA á heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í tvö ráðuneyti, sagði Sturla Böðvarsson alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær. Sturla telur að með því að skipta ráðuneytinu upp með þessum hætti verði betur tryggt að tveir aðilar, kaupandi og seljandi, geti náð fram kröfum um hagkvæmni og verðlag. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hópslysavinna safnaða þjóðkirkjunnar

Þann 24. febrúar n.k. verður haldin ráðstefna á vegum Kjalarnessprófastsdæmis og Reykjavíkurprófastsdæma í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ. Fjallað verður um hópslysavinnu innan þjóðkirkjunnar. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 311 orð

Hreindýr veidd til að sýna ferðafólki

HJÓNIN Aðalsteinn I. Jónsson og Ólavía Sigmarsdóttir, bændur í Klausturseli, hafa fangað tvö hreindýr til að halda á jörð sinni, og hafa til sýnis fyrir ferðamenn. Forsaga málsins er að í júlí í sumar sótti Ferðamálafélagið Forskot á Fljótsdalshéraði um leyfi til umhverfisráðuneytisins til að fanga fjögur hreindýr til að ala svo ferðamenn gætu skoðað þau. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 453 orð

Hrossið aldrei beitt harðræði

BJÖRN Jónsson tamningamaður í Fagranesi í Skarðshreppi, sem sást eiga við fjögurra vetra fola í danskri mynd sem sýnd var í sjónvarpi í Svíþjóð um áramótin, segir að umrætt hross hafi aldrei verið beitt harðræði af sinni hálfu. Hann segir að skrif sem birtust um atvikið í sænska blaðinu Ridsport nýlega og greint var frá í Morgunblaðinu s.l. Meira
22. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 360 orð

Jeltsín rekur háttsetta embættismenn

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti lét í gær reka fimm embættismenn og héraðaleiðtoga vegna þess að launa- og eftirlaunagreiðslur fjölmargra Rússa hafa um langt skeið ekki borist á réttum tíma. Aðrir embættismenn fengu viðvaranir. Alexander Lívsíts, efnahagsmálaráðgjafi forsetans, sagði að Jeltsín hefði gert "það sem fólk hefur lengi vænst af honum". Meira
22. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 193 orð

Jórdanir fegnir

JÓRDANSKIR embættismenn sögðust í gær vera fegnir því að Hussein Kamel Hassan, landflótta tengdasonur Saddams Husseins, leiðtoga Íraks, skyldi hafa snúið aftur til heimalandsins. "Hussein var að verða skaðvænlegur, hann var andvígur öflugri tilraunum Jórdana til að koma á breytingum í Írak. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 732 orð

Karlmenn fái sérstakan rétt á fæðingarorlofi

ÓHÆTT er að slá því föstu að nefnd sem fjallar um fæðingarorlof á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins muni leggja til að karlmenn fái þar sérstakan rétt, að sögn Friðriks Sophussonar, fjármálaráðherra. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 159 orð

Keppt í 14 greinum og um tískuskartgrip ársins

TÍSKAN 1996 er heiti keppni og sýningar sem verður á Hótel Íslandi sunnudaginn 3. mars næstkomandi. Þar verður keppt í þremur greinum hárgreiðslu, tveimur greinum í snyrtifræði, þremur greinum í förðun, tveimur greinum í nöglum, fjórum greinum í tísku og fatagerð og í ár verður í fyrsta sinn keppt um tískuskartgrip ársins. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 162 orð

Krakkar í furðufötum

Í TILEFNI öskudagsins brugðu þær María Björk Gunnarsdóttir og Anna Sigríður Bragadóttir, sér í hlutverk blaðamanns og ljósmyndara og fóru fyrir blaðið í Kringluna. Þær eru nemendur í 10. Meira
22. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 992 orð

Kveðst geta myndað breiðfylkingu til að sigra Clinton

PAT Buchanan sjónvarpsfréttaskýrandi bar sigur úr býtum í forkosningum repúblikana í ríkinu New Hampshire á þriðjudag með 27% atkvæða og sagði að ynni hann einn sigur til viðbótar gæti ekkert stöðvað sig. Bob Dole, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, var í öðru sæti með 26% og Lamar Alexander, fyrrverandi ríkisstjóri í Tennessee, hafnaði í þriðja með 23%. Meira
22. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 316 orð

Leikstýrir verkinu öðru sinni

Laugarvatni-Brynja Benediktsdóttir leikstýrir nú verkinu Ég vil auðga mitt land í annað sinn og nú með nemendum Menntaskólans á Laugarvatni. Síðast þegar verkið var sett upp var Brynja einnig leikstjóri en það var í Þjóðleikhúsinu 1973­74. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð

Logaði í risi Rússanna

ELDUR kom upp í risi húss rússneska sendiráðsins við Garðastræti síðdegis í gær. Starfsmenn sendiráðsins voru í húsinu og urðu eldsins varir, en að sögn slökkviliðsins voru þeir aldrei í hættu. Eldurinn var fljótslökktur, en skemmdir urðu töluverðar í risinu. Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn kl. 17.51. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 205 orð

Lögregla beitti táragasi

LÖGREGLUMENN fóru í fyrrinótt á veitingastað í Skeifunni og bundu enda á skemmtanahald sem þar fór fram án leyfis. Þegar lögreglumenn komu á staðinn rétt fyrir kl. fjögur voru þar 40-50 manns og skemmtanahald í gangi. Tilraun var gerð til að meina lögreglumönnum inngöngu. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 224 orð

Minningargreinar og aðrar greinar

FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minningargreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. Í janúar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaðapappír um allan heim á undanförnum misserum. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 136 orð

Morgunblaðið/Ásdís Foktjón við álverið

"VIÐ VORUM nýbúnir að koma grindunum upp. Núna hafa allar nema ein kastast til í óveðrinu og skemmst. Þessi eina fauk ekki því veðrið rauf gat á plastið og blés í gegn," sagði Ragnar Einarsson, smiður hjá Álftárós, við álverið í Straumsvík í gærmorgun. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 167 orð

Morgunverðarfundur um jafnréttisfræðslu

Morgunverðarfundur um jafnréttisfræðslu KVENRÉTTINDAFÉLAG gengst fyrir fundi um jafnréttisfræðslu á Kornhlöðuloftinu föstudaginn 23. febrúar kl. 8. Meira
22. febrúar 1996 | Smáfréttir | 88 orð

NÁMSKEIÐIÐ Inngangur að skjalastjórnun verður haldið 26. og 27

NÁMSKEIÐIÐ Inngangur að skjalastjórnun verður haldið 26. og 27. febrúar kl. 9­12.30 á Öldugötu 23, Reykjavík (gamli Stýrimannaskólinn fyrir aftan Landakotsspítala). Námskeiðið Inngangur að skjalastjórnun er ætlað öllum þeim er áhuga hafa á skjalastjórnun og vilja auka þekkingu sína á þessu sviði. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 562 orð

Óvirk siglingatæki í haugasjó

DAGFARI GK 70, um 300 tonna loðnuskip sem gert er út frá Sandgerði, fékk á sig brot um kl. 8 í gærmorgun í haugasjó og tólf vindstigum út af Stafnesi. Gluggar í brú brotnuðu og siglingatæki urðu óvirk en báturinn gekk fyrir eigin vélarafli. Einn skipverji slasaðist lítillega, fékk hnykk á háls og bak þegar brotið reið yfir. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð

Ráðstefna um fjármál aldraðra

ÖLDRUNARRÁÐ Íslands gengst fyrir ráðstefnu föstudaginn 23. febrúar kl. 13.15 í Borgartúni 6, Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er Fjármál aldraðra. Ráðstefnustjóri verður Ásgeir Jóhannesson. Dagskrá ráðstefnunnar hefst með því að Fanney Úlfljótsdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins flytur erindi sem hún nefnir Fjármál aldraðra og lífeyristryggingar, Jónas Bjarnason, verkfræðingur, Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Ráðstefna um fjölskylduna og íþróttir

SAMTÖKIN Íþróttir fyrir alla halda ráðstefnu um Fjölskylduna og frístundir í dag, 22. febrúar, kl. 14­16 á Scandic Hótel Loftleiðum, Bíósal. Ráðstefnustjóri er Lovísa Einarsdóttir. Dr. Sigrún Stefánsdóttir, formaður ÍFA, setur ráðstefnuna. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 272 orð

Rekstur Víkingalottós hugsanlega skattlagður

TIL þess getur komið að rekstur Víkingalottós verði skattlagður hér á landi, að sögn Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra. Friðrik sagði á Alþingi í gær, að hann hefði á sínum tíma rætt við þá sem stæðu að Víkingalottóinu og þeim væri ljóst, að það gæti brugðið til þess hvenær sem væri, að skattur yrði tekinn af því. Engar ákvarðanir hefðu þó verið teknar í því sambandi. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 464 orð

Reynt að kæfa umræðu um afleiðingar niðurskurðar

FJÁRMÁLARÁÐHERRA var á Alþingi í gær sakaður um að reyna að kæfa eðlilega umræðu um niðurskurð á fjárframlögum til tollgæslu og þar með minni möguleika tollyfirvalda á að koma í veg fyrir smygl á fíkniefnum til landsins. Meira
22. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 188 orð

Roman í forsetaframboð

GERT er ráð fyrir að frambjóðendur í forsetakosningunum í Rúmeníu verði um 30 en rúmlega hálft ár er í kosningarnar. Ion Iliescu forseti hefur ekki enn skýrt frá því hvort hann gefi kost á sér á ný en flestir gera ráð fyrir því. Meira
22. febrúar 1996 | Miðopna | 746 orð

Sjór gekk á land og olli víða tjóni

ÁGANGUR sjávar varð ekki eins mikill í gærmorgun og óttast hafði verið vegna þess að veðurhæð náði ekki hámarki á sama tíma og háflæði var, heldur nokkru síðar. Tjón varð þó á nokkrum stöðum, bæði þar sem sjór gekk á land og vegna veðurs. Meira
22. febrúar 1996 | Miðopna | 463 orð

Sjórinn kom upp um gólfið

"ÉG HEFÐI ekki trúað því að óreyndu að sjórinn gæti komið svona upp um gólfið í fimm ára gömlu húsi. Byggingafulltrúar ættu hins vegar að vita betur og koma í veg fyrir að byggt sé á svona lóðum," sagði Elín Jóhannsdóttir, íbúi í Litlubæjarvör 15 á Álftanesi, eftir að sjór hafði flætt inn í kjallara hússins á flóði í gærmorgun. Meira
22. febrúar 1996 | Miðopna | 242 orð

Sjóvarnargarð- ur við skolpdælustöð brotnaði

EINA umtalsverða tjónið sem vitað er til að orðið hafi í óveðrinu í Reykjavík í gærmorgun var þegar sjóvarnargarður við skolphreinsistöðina við Mýrargötu brotnaði niður að hluta, en hreinsistöðin var þó ekki í neinni hættu af þeim sökum. Lögregla, slökkvilið, borgarstarfsmenn og björgunarsveitarmenn í Reykjavík voru í viðbragðsstöðu í gærmorgun þegar háflæði var um kl. Meira
22. febrúar 1996 | Miðopna | 80 orð

Skemmdir á Ólafsvíkurvegi

SJÓR gekk yfir Fróðárveg rétt austan við Ólafsvík og urðu nokkrar skemmdir á veginum. Einnig gekk sjór yfir veginn vestan við Ólafsvík en þar urðu ekki skemmdir. Varnargarður við Fróðárveg skemmdist nokkuð þegar flóðahæðin var hæst í gærmorgun. Sjór, sandur og þari gekk yfir veginn og var hann óökufær um tíma. Malbik eyðilagðist á um 20 metra kafla. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Sleppt til að fanga þau aftur

LÖGREGLAN á Egilsstöðum hefur sleppt tveimur hreindýrum úr útihúsi við bæinn Klaustursel á Fljótsdalshéraði. Dýrin höfðu verið fönguð til að sýna þau ferðamönnum. Að sögn lögreglu var dýrunum sleppt vegna þess að ekki höfðu fengizt öll leyfi til að fanga þau og halda í atvinnuskyni. Meira
22. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 54 orð

Snjóavetur á Spáni

EKKERT lát er á kuldatíðinni í Evrópu og víst er, að þessi vetur verður mörgum minnisstæður. Er snjórinn mestur um norðanverða álfuna en erfiðleikarnir ekki minni sunnar, til dæmis í Frakklandi og á Spáni, þar sem fólk á ekki að venjast neinum vetrarhörkum. Myndin er frá hafnarborginni San Sebastian á Spáni. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð

Sprengja úr flugeldum í Leifsstöð

SPRENGJA fannst á salerni í biðsal í flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærmorgun. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kvaddir til en sprengjan reyndist heimagerð og hráefnið var úr flugeldum. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 102 orð

Stofnfundur Félags um verndun Varmár

Hveragerði. Morgunblaðið- FÉLAG um verndun Varmár í Ölfusi hefur verið stofnað. Félaginu hefur verið gefið nafnið Varmárfélagið og er markmið þess að draga úr og stöðva mengun Varmár og koma í veg fyrir breytingar á náttúrulegu umhverfi hennar. Þessu markmiði hyggst félagið ná m.a. með því að fá dregið úr og stöðvað rennsli hvers konar mengandi efna í Varmá. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 479 orð

Stórháskalegt og óskiljanlegt athæfi

SKÚLI Jón Sigurðarson, yfirmaður flugslysarannsóknadeildar Flugmálastjórnar, segir að það athæfi að láta hjól landflugvélar snerta vatnsflöt sé stórháskalegt og það sé óskiljanlegt að nokkur maður skuli láta sér detta slíka ósvinnu í hug. Meira
22. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 324 orð

Stærsta verkefnið að snúa þeirri þróun við

ÍBÚUM á Grenivík og í Grýtubakkahreppi hefur fækkað töluvert mikið á síðustu árum. Árið 1993 voru um 420 íbúar á svæðinu en um síðustu áramót voru þeir 368 og fækkaði um 7 á síðasta ári, að sögn Guðnýjar Sverrisdóttur, sveitarstjóra. Guðnýju líst að vonum illa á þessum þróun og hún segir að stærsta verkefnið framundan sé að snúa þróuninni við. Meira
22. febrúar 1996 | Smáfréttir | 70 orð

SUNNUDAGSSÝNING MÍR í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, fellur niður sunnudag

SUNNUDAGSSÝNING MÍR í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, fellur niður sunnudaginn 25. febrúar vegna maraþonsýningarinnar á stórmyndinni Stríð og friður daginn áður, en sýningin á þeirri mynd, sem byggð er á samnefndri sögu Tolstojs, hefst kl. 10 að morgni laugardags og stendur með matarhléi og tveimur kaffihléum til kl. 18.30. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 122 orð

Sýning á Ís landskortum

BANKAR og greiðslukortafyrirtæki færðu 1. desember 1995 Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni verðmætt kortasafn úr eigu Kjartans Gunnarssonar lyfsala. Fyrr á árinu hafði bókasafnið þegið hluta af kortasafninu að gjöf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 313 orð

Sölu á blýblönduðu bensíni hætt

SÖLU á blýblönduðu 98 oktana bensíni og 92 oktana bensíni verður hætt upp úr miðjum mars en þess í stað kemur á markaðinn blýlaust 98 oktana bensín. 92 oktana bensín hefur þurft að sérblanda fyrir Íslendinga. Sú hagkvæmni sem leiðir af þessari breytingu fyrir olíufélögin gerir þeim kleift að lækka verð á 95 oktana bensíni en verð á 98 oktana bensíni helst óbreytt. Meira
22. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 183 orð

Tekjur áætlaðar 247 milljónir króna

Á FUNDI hreppsnefndar Ölfushrepps þann 15. febrúar sl. var samþykkt samhljóða fjárhagsáætlun Ölfushrepps og stofnana hans fyrir árið 1996. Samanlagðar tekjur eru áætlaðar 246,6 milljónir en gjöld 180,8 milljónir eða 73% af tekjum. Til framkvæmda er varið 145,9 milljónum og ber þar hæst hafnargerð fyrir um 100 milljónir. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 270 orð

Tjónið varð minna en óttast hafði verið

ÞRÁTT fyrir að sjór hafi víða gengið á land í stormi sem gekk yfir landið í gærmorgun, varð tjón þó minna en búist hafði verið við. Ástæða þess er sú, að veðurhæð náði ekki hámarki fyrr en nokkru eftir háflæði. Þá hafði veður gengið svo mikið niður á flóði í gærkvöldi að ekki hlaust frekara tjón af sjógangi. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 250 orð

Umhverfisráðherrar funda

UMHVERFISRÁÐHERRAR ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) birtu í gær að loknum fundi sínum yfirlýsingu, þar sem m.a. er hvatt til þess að ríkisstjórnir OECD-landanna gangi á undan með góðu fordæmi í umhverfismálum, m.a. í innkaupastefnu sinni og með því að taka tillit til umhverfissjónarmiða í ákvarðanatöku stjórnsýslunnar. Meira
22. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð

Umræður um ástina

SÓLSTÖÐUHÓPURINN gengst fyrir sínum fyrsta fyrirlestri á árinu í Norræna húsinu laugardaginn 24. febrúar kl. 13. Aðgangseyrir er 500 kr. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: Að verða ástfanginn og lifa það af. Fyrirlesarar verða fjórir að þessu sinni og mun hver og einn flytja stutt erindi um ástina. Meira
22. febrúar 1996 | Miðopna | 114 orð

Þakplötur fuku á Hellissandi

ÞAKPLÖTUR losnuðu af þaki fiskvinnsluhúss Jökuls hf. á Hellissandi í gær. Björgunarsveitarmönnum tókst við illan leik að negla lausar plötur og koma þannig í veg fyrir að verulegt tjón hlytist. Plötur losnuðu einnig af þaki tveggja gamalla íbúðarhúsa á staðnum, en björgunarsveitarmönnum tókst að varna tjóni. Mjög hvasst var á Hellissandi í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

22. febrúar 1996 | Staksteinar | 354 orð

»Karp og heildarsýn PÓLITÍSK umræða er oftast mjög einhæf og langtímum saman

PÓLITÍSK umræða er oftast mjög einhæf og langtímum saman sýnst hún um sama efnið án þess að nokkur breyting verði á afstöðu flokka eða manna, segir í leiðara Tímans. Stöðnun "KARPIÐ skyggir á heildarsýn" var fyrirsögnin á leiðaranum. Þar segir m.a. Meira
22. febrúar 1996 | Leiðarar | 638 orð

leiðariNAUÐSYNLEGAR BREYTINGAR REYTINGAR þær, sem kveðið er

leiðariNAUÐSYNLEGAR BREYTINGAR REYTINGAR þær, sem kveðið er á um í tveimur frumvörpum um starfsmannamál ríkisins, sem fjármálaráðherra hyggst leggja fram á Alþingi, eru skynsamlegar og nauðsynlegar til þess að ná fram nauðsynlegri hagkvæmni og skilvirkni í rekstri hins opinbera. Meira

Menning

22. febrúar 1996 | Tónlist | 429 orð

Ást og ástleysi

Arnar Jónsson, Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson fluttu söguna um Magelónu fögru, eftir Ludwig Tieck, í styttri útgáfu, sem tekin var saman og þýdd af Reyni Axelssyni. Inn í söguna voru fléttaðir söngvar eftir Brahms. Þriðjudagurinn 20. febrúar, 1996. Meira
22. febrúar 1996 | Menningarlíf | 1815 orð

Bréfberinn og fleiri gullmolar Gullmolar er heitið á fyrstu kvikmyndahátíð Sambíóanna sem hefst nú á fimmtudaginn. Björn Ingi

GULLMOLAR er heitið á fyrstu kvikmyndahátíð Sambíóanna sem hefst í dag, fimmtudag. Á hátíðinni verða sýndar margar nýjar og nýlegar myndir, sem allar eiga það sameiginlegt að hafa vakið athygli og umtal þar sem þær hafa verið sýndar. Meira
22. febrúar 1996 | Menningarlíf | 67 orð

Dagur tónlistarskólanna

FÖSTUDAGURINN 24. febrúar er dagur tónlistarskólanna á Íslandi. Á tólfta þúsund Íslendinga á öllum aldri stundar nú nám í tónlistarskólum. Í tilefni af degi tónlistarskólanna verður opið hús í Tónlistarskóla Seyðisfjarðar föstudaginn 24. febrúar kl. 15-19. Heitt verður á könnunni og er gestum boðið að skoða hljóðfæri skólans og fræðast um starfsemi hans. Meira
22. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 363 orð

Eftirminnilegur dagur

ÁRSHÁTÍÐIR framhaldsskólanna eru jafnan miklir viðburðir og meira liggur að baki en virðist í fyrstu. Gjarnan eru haldnar sýningar á árshátíðardaginn, farið út að borða, hóf haldin og böll. Ljósmyndari Morgunblaðsins fylgdist með starfi stjórnar nemendafélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti á þriðjudaginn, daginn sem árshátíð skólans var haldin. Meira
22. febrúar 1996 | Menningarlíf | 201 orð

Fjórtán Langbrækur

Í DAG verður opnuð sýning í Gallerí Úmbru á Bernhöftstorfu. Það eru 14 Langbrækur sem þar munu sýna verk sín en húsnæði Úmbru er einmitt það sama og hýsti Gallerí Langbrók lengst af. Margir myna eftir Gallerí Langbrók. Langbrækurnar voru hópur listakvenna sem áttu sinn þátt í menningarlífi borgarinnar árum saman. Í hópnum voru upphaflega 12 konur en hann tók síðan breytingum. Meira
22. febrúar 1996 | Menningarlíf | 125 orð

Fyrirlestur um "skáld skáldanna"

FORSTJÓRI Norræna hússins Torben Rasmussen flytur fyrirlesturinn "Per Højholt - digternes digter" í Norræna húsinu á sunnudag kl. 16. Danski rithöfundurinn Per Højholt, f. 1928, hefur frá því að hann sendi frá sér fyrstu bók sína í lok fimmta áratugarins skipað stóran sess í bókmenntalífinu í Danmörku. Meira
22. febrúar 1996 | Menningarlíf | 316 orð

Gömlu gullin

Leikstjóri og handritshöfundur: Guðmundur R. Kristjánsson. Tónlistarstjóri: Valgeir Guðjónsson. Danshöfundar: Kolbrún Jónsdóttir og Guðný Guðjónsdóttir. Leikendur: Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Frumsýning í Íslensku óperunni 20. febrúar. Meira
22. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 298 orð

Háskólabíó frumsýnir myndina Casino

HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Casino eftir Martin Scorsese. Í Casino starfar hann með gömlum félögum, Robert De Niro og Joe Pesci, en að auki skartar myndin Sharon Stone sem hér fær mun bitastæðara hlutverk en oft áður og hefur hún hlotið mikið lof fyrir leik sinn, Meira
22. febrúar 1996 | Menningarlíf | 194 orð

Karlakórinn Jökull hlutskarpastur

Hornafirði-Menningarmálanefnd Austur-Skaftafellssýslu hefur lokið störfum sínum fyrir veitingu Menningarverðlauna 1995. Veitingin fór fram við hátíðlega athöfn að Hótel Höfn 15. feb. sl. Zophonías Torfason, formaður nefndarinnar, tjáði í ræðu sinni að til umfjöllunar hjá þeim hafi verið fjórir aðilar. Meira
22. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 200 orð

Kvikmyndin Óþellósýnd í Háskólabíói

HÁSKÓLABÍÓ í samvinnu við Hreyfimyndafélagið hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Óþelló eftir Orson Welles en hún þykir einhver magnaðasta og skemmtilegasta kvikmyndauppfærsla á verki eftir Shakespeare. Meira
22. febrúar 1996 | Menningarlíf | 52 orð

Nomus styrkir "Rhodymenia Palmata"

Norræna tónlistarnefndin, Nomus, ákvað á fundi sínum í Mariehamn 15. og 16 febrúar sl. að styrkja fjölmörg samnorræn tónlistarverkefni. Meðal þeirra sem hljóta styrk er Norræna húsið í Reykjavík vegna ferðar til Noregs og Danmerkur með óperuna "Rhodymenia Palmata" eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Styrkurinn nemur 25.000 sænskum krónum. Meira
22. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 164 orð

Regnboginn sýnir Forboðna ást

REGNBOGINN hefur hafið sýningar á rómantísku kvikmyndinni Forboðin ást eða "A Walk in the Clouds". Með aðalhlutverk fara Keanu Reeves, Anthony Quinn og Aitana Sanchez-Gijon. Leikstjóri er Mexíkóinn Alfonso Arau sem leikstýrði myndinni Kryddlegin hjörtu. Meira
22. febrúar 1996 | Menningarlíf | 933 orð

Sjálfsvíg er röng ákvörðun!

SJÁLFSVÍG ungmenna hafa verið nokkuð til umræðu á Íslandi hin síðari misseri. Nýjasta innleggið í þá umræðu er leikritið Ekki svona! eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Pétur Eggerz. Sýningin er samvinnuverkefni Möguleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur, auk þess sem hún nýtur stuðnings Menntamálaráðuneytisins og Landlæknisembættisins. Meira
22. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 555 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

NÆTURGALINN Um helgina mætir hljómsveitin KOS að nýju á Næturgalann með þá Sigurð Dagbjartsson og Kristján Óskarsson innanborðs. Á laugardaginn fá þeir félagar góðan liðsstyrk en þá bætist söngkonan Eva Ásrún í hópinn. Meira
22. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 91 orð

Snoop Doggy Dogg sýknaður

KVIÐDÓMUR sýknaði rapparann Snoop Doggy Dogg af morðákæru á þriðjudaginn. Hins vegar náðist ekki niðurstaða umhvort sakfella ættiSnoop og félagahans fyrir manndráp. "Ég vil þakkaeinstaklingum umvíða veröld sembáðu fyrir okkur,"sagði Snoop, sigurreifur, eftir uppkvaðningu dómsins. Meira
22. febrúar 1996 | Menningarlíf | 163 orð

"Stríð og friður" frá morgni til kvölds

STÓRMYNDIN "Stríð og friður", byggð á samnefndri skáldsögu Lévs Tolstoj verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 24. febrúar næstkomandi. Kvikmyndin verður sýnd í heild sinni þennan dag, þ.e. allir 4 hlutarnir: 1) Andrei Bolkonsky, 2) Natasha Rostova, 3) 1812 og 4) Pierre Bezakhov. Meira
22. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 33 orð

Vinsælir Svíar

SÆNSKA blöðrupoppsveitin Ace of Base er meðal vinsælustu hljómsveita í heimi. Hérna sjáum við liðsmenn hennar, stuttu eftir að þeir komu fram á Vina del Mar-hátíðinni í samnefndri borg í Chile. Meira

Umræðan

22. febrúar 1996 | Aðsent efni | 445 orð

Er Kennarasambandið orðið okkur of dýrt?

HVAÐ verður um þann pening sem tekinn er af okkur, kennurum, um hver mánaðamót? Jú, hluti fer í ríkisbáknið og fer síðan aftur í laun til okkar og er það vel. En við borgum 0,8% af launum okkar í verkfallssjóð sem við ætlum síðan að nota ef við þurfum að fara í verkfall, sem við og gerðum síðastliðið ár. Meira
22. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 185 orð

Fleiri hafa áhuga á tónlist en fullorðið fólk

ÞAÐ vakti athygli okkar að á verðlaunaafhendingu íslensku tónlistarverðlaunanna var aldurstakmark 18 ár. Okkur finnst það mjög skrýtið vegna þess að fyrr í þessum mánuði lágu fyrir atkvæðaseðlar í blöðum og var öllum heimilt að greiða atkvæði, sem við gerðum. Okkur fannst mjög furðulegt að okkur væri ekki heimilaður aðgangur að þessari afhendingu. Meira
22. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 237 orð

Hver getur svarað?

FARSKÓLI Þingeyinga, sem er góð stofnun og heldur árlega eftirtektarverð og mjög gagnleg námskeið, auglýsti í nýútkomnu fréttabréfi sínu námskeið sem vakti hjá mér spurningar. Tilkynning þessa námskeiðs hljóðar svo orðrétt: "Inntak: Undirstöðuatriði í vöðva- og slökunarnuddi. Markmið að þátttakendur öðlist næga grunnþekkingu til að nudda heilt nudd af öryggi... Lengd: 18 kest. Verð 8. Meira
22. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 364 orð

Hverjir eiga bankana?

UNDANFARIÐ hafa umræður í fjölmiðlum snúist nokkuð um bankamál, ekki síst um vexti. Má skilja á yfirmönnum bankanna, að lækka beri vexti hið snarasta, og vaxtahækkun sú, sem viðskiptabankarnir ákváðu nýlega, verði afturkölluð. Sem sagt: Frelsi banka til að ákveða vexti verði takmarkað. Þessu vilja bankarnir hins vegar ekki una. Vextir banka ná, eins og kunnugt er, til innlána og útlána. Meira
22. febrúar 1996 | Aðsent efni | 274 orð

Kjósum um málefni!

Í DAG göngum við stúdentar í Háskóla Íslands að kjörborðinu og veljum fulltrúa okkar í Stúdentaráð og Háskólaráð. Allir innritaðir stúdentar í Háskólanum hafa kosningarétt og líkt og gerist í lýðræðissamfélögum er mikilvægt að sem flestir nýti sér þennan rétt og taki afstöðu. Einungis þannig getum við haft áhrif á gang mála. Meira
22. febrúar 1996 | Aðsent efni | 514 orð

Málefnin skipta mestu

Í DAG verður gengið til kosninga í Háskóla Íslands. Frambjóðendur hafa notað síðastliðnar tvær vikur til kynningar á sér og málefnum sínum en hafa nú ekkert annað að gera en að bíða og vona, því í dag hefur kjósandinn orðið. Vaka gengur til þessa kosninga vígreif og full bjartsýni. Við höfum verið dugleg í þessari baráttu, höfum á að skipa sterkum lista og málefnin eru okkar megin. Meira
22. febrúar 1996 | Aðsent efni | 465 orð

Miðbæjarskóli ­ skóli eða skrifstofur

NÚ NÝLEGA kom sú frétt í dagblöðunum að til stæði að breyta Miðbæjarskólanum í Reykjavík í fræðslu- og skólaskrifstofu fyrir borgina. Tillagan kom frá nefnd sem vann undir forystu Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfulltrúa R- listans. Við fyrstu athugun lætur þessi tillaga ekki mikið yfir sér og gæti jafnvel talist skynsamleg ef engin starfsemi væri nú í Miðbæjarskólanum. Meira
22. febrúar 1996 | Aðsent efni | 623 orð

Miskunnsami Samverjinn

Í PISTLI sínum um heilbrigðismál í Morgunblaðinu hinn 20. l2. s.l. ræðir séra Hjálmar Jónsson alþingismaður um heilbrigðismál og m.a. forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu. Þar stendur: "M.a. er fjallað um það (þ.e. í heilbrigðisumræðunni), hvort hægt sé að krefjast þess af samfélaginu, að sá, sem sem gerir allt til að eyðileggja heilsu sína, fái fullkomnustu heilbrigðisþjónustu". Meira
22. febrúar 1996 | Aðsent efni | 877 orð

Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna

MIKIL tímamót verða þann 23. febrúar nk. þegar Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna tekur til starfa. Ráðgjafarstofan er tilraunaverkefni til tveggja ára með þátttöku 16 aðila undir forystu félagsmálaráðuneytisins. Ráðgjafarstofunni er ekki ætlað að leysa af hólmi það mikilvæga ráðgjafarstarf sem lánastofnanir og aðrir inna af hendi með ágætum. Meira
22. febrúar 1996 | Aðsent efni | 361 orð

Sátt um sanngjarnan lánasjóð

LÁNASJÓÐUR íslenskra námsmanna, eins og hann birtist okkur í dag, byggir á lögum sem tóku gildi árið 1992. Þá var endurgreiðslubyrðin hækkuð gífurlega og teknar upp eftirágreiðslur í stað mánaðarlegra útborgana námslána. Síðan þá hafa stúdentar með Röskvu í farabroddi staðið í linnulausri baráttu um bættan og breyttan lánasjóð. Stúdentar geta vel við unað því loks virðist lausn vera í sjónmáli. Meira
22. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 676 orð

Tilvistarkreppa Tævans

NÚ NÝLEGA hefur kommúnistastjórnin í Peking orðið æ háværari í kröfu sinni um sameiningu kínversku ríkjanna. Þar sem Hong Kong verður aftur hluti af Kínverska alþýðulýðveldinu strax á næsta ári gæti þetta verið fyrsta skref Pekingstjórnarinnar í áframhaldandi útþenslustefnu. Meira
22. febrúar 1996 | Aðsent efni | 1064 orð

Þögnin um esperanto

Í ALLMÖRG ár hefur lítið farið fyrir umræðunni um esperanto hérlendis, en fyrr á árum átti það atkvæðamikla formælendur, svo sem Þórberg Þórðarson rithöfund (meistara Þórberg), Ólaf Þ. Kristjánsson skólastjóra o.fl. Þess verður stundum vart að fólk, sem lítt þekkir til þessa einstæða tungumáls, haldi að útbreiðsla þess sé að dragast saman eða að það sé jafnvel úr sögunni. Meira

Minningargreinar

22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 900 orð

Björg Jóhannesdóttir

Björg Jóhannesdóttir var fædd á Holtsstöðum í Langadal 6. ágúst 1899. Hún átti 8 systkini. Foreldrar hennar voru Elísabet Þorleifsdóttir og Jóhannes Halldórsson. Halldór, afi hennar á Móbergi, tók sonardóttur sína í fóstur. Hann var þá ekkill en bústýra hans, Þorbjörg Magnúsdóttir, gekk litlu stúlkunni í móðurstað. Afi Bjargar lést er hún var 8 ára, en þær Þorbjörg fylgdust að meðan báðar lifðu. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 30 orð

BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR Björg Sigurrós Jóhannesdóttir fæddist á Holtastöðum í Langadal, Austur-Húnavatnssýslu, 6. ágúst 1899. Hún

BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR Björg Sigurrós Jóhannesdóttir fæddist á Holtastöðum í Langadal, Austur-Húnavatnssýslu, 6. ágúst 1899. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 28. desember síðastliðinn og fór útförin fram frá Áskirkju 4. janúar. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 949 orð

Gísli Ágúst Gunnlaugson

Fertugum þykir okkur ekki tímabært að kveðja jafnaldra og skólafélaga. Fólk, sem fyrir andartaki, að því er virðist, lék af æskufjöri í okkar hópi og stóð kostum búið á þröskuldi bjartrar og vonarríkrar framtíðar. Hafði allt til að bera. Átti allt og gat allt. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 267 orð

Gísli Ágúst Gunnlaugsson

Gísli Ágúst Gunnlaugsson var heiðursmaður og góður drengur í hvívetna. Það var eitt sinn þegar starfið kallaði mig á fund í Norðurlandaverkefni að Ársæll, minn góði mágur, laumaði að mér að ég ætti að líta inn hjá Gísla og Berglindi. Það átti eftir að verða góð hugmynd. Sjálfur fyrrverandi Svíþjóðarbúi hafði ég alltaf gaman af að koma "heim". Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 304 orð

Gísli Ágúst Gunnlaugsson

Bekkjar- og skólafélagi minn til margra ára, hann Gísli Ágúst Gunnlaugsson, er horfinn yfir móðuna miklu langt um aldur fram. Við Gísli nutum kennslu Ragnheiðar Vigfúsdóttur í Lækjarskólanum í Hafnarfirði. Þá var mikið og vel lært og að sjálfsögðu voru gleði- og skemmtistundirnar margar. Handbolti, brennó, hjólatúrar, fyrstu danssporin útí Gúttó hjá Heiðari Ástvalds og margt margt fleira. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 421 orð

Gísli Ágúst Gunnlaugsson

Við sögufélagsfólk eigum í dag á bak að sjá ágætum félaga og vini, sem ávallt bauð af sér góð kynni og var reiðubúinn að vinna félaginu allt sem hann gat. Þessi kynni eiga sér orðið þó nokkra sögu, en þau hófust um 1980, þegar Gísli Ágúst óskaði eftir því, að Sögufélag gæfi út rit hans um fátækramál Reykjavíkur, 1786-1907. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 34 orð

GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON Gísli Ágúst Gunnlaugsson fæddist í Reykjavík 6. júní 1953. Hann lést á heimili sínu, Ölduslóð 43 í

GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON Gísli Ágúst Gunnlaugsson fæddist í Reykjavík 6. júní 1953. Hann lést á heimili sínu, Ölduslóð 43 í Hafnarfirði, 3. febrúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 12. febrúar. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 141 orð

Gísli Ágúst Gunnlaugsson Kveðja frá Fróða, félagi sagnfræðinema við Háskóla Íslands

Gísli Ágúst var vinsæll meðal nemenda sinna og kom þeim alltaf fyrir sjónir sem dugmikill og áhugasamur kennari. Félagssaga var honum hugleiknust þó að hann hafi einnig gefið sig að öðrum sviðum sagnfræðinnar. Í félagssögunni liggja eftir hann merkar rannsóknir og þar vann hann brautryðjendastarf sem kemur að ómældu gagni fyrir sagnfræðinga og aðra áhugamenn um söguleg efni. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 373 orð

Gísli Ágúst Gunnlaugsson Vinarkveðja

Kæri vinur. Nú þegar þú ert allur, þá er svo margt sem flýgur gegnum hugann. Aragrúi minninga allt frá barnæsku þegar við lékum okkur saman fyrst. Síðan tóku við unglingsárin og allar okkar stundir saman þá, bæði í skóla, íþróttum og vinnu. Og ég held Gísli minn að það hafi alltaf verið sólskin þá, að minnsta kosti eru minningarnar um þig allar umvafðar sólskini, birtu og hlýju. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 405 orð

Ingibjörg Jónsdóttir

Ingibjörg Jónsdóttir var fædd 25. desember 1895 og var því sannkallað jólabarn. Hún hélt upp á hundruðustu jól sín á síðasta ári. Hún lézt 9. febrúar sl. Ingibjörg ólst upp hjá föður sínum til níu ára aldurs en þá var hún send í vist. Allt frá þeim tíma var hún vistráðin á ýmsum heldrimanna heimilum í Húnavatnssýslu og víðar, þar á meðal hjá Huldu Á. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 456 orð

Ingibjörg Jónsdóttir

Lítið bréf að leiðarlokum til elskulegrar 100 ára vinkonu minnar, Ingibjargar Jónsdóttur, sem nú hefur kvatt þennan heim. Við Ingibjörg höfum verið vinkonur svo til frá því ég fæddist. Þá var hún til heimilis að Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu, en þar bjuggu foreldrar mínir á þeim tíma. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 187 orð

INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR

INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Ingibjörg Jónsdóttir fæddist í Ljótshólum, Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu 25. desember 1895. Hún lést á Droplaugarstöðum við Snorrabraut 9. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Helgadóttir og Jón Þórarinn Bjarnason, þau slitu samvistir. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 496 orð

Ingibjörg Magnúsdóttir

Það er svo skrýtið þegar einn úr vinahópnum deyr, það er eins og tíminn stoppi um stund og það verður allt svo dimmt. Mín elskulega vinkona er dáin; ég heyri ekki lengur hláturinn í þér, þú kemur ekki aftur í heimsókn og við gerum ekki neitt skemmtilegt framar. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 1003 orð

Ingibjörg Magnúsdóttir

Leikritið hefur sinn gang. Frá upphafi rís verkið á sviðinu þar til dregur að niðurstöðu. Líf persónanna er dregið fram ­ oft án miskunnar. Gleði þess og sorgir, tilfinningar og tár. Öllu komið fyrir innan ramma leikgerðarinnar. Á endanum verður niðurstaðan óumflýjanleg. Höfundurinn býr persónum sínum örlög því að lokum er verkið á enda. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 32 orð

INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR

INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR Magnea Ingibjörg Magnúsdóttir fæddist á Húsavík hinn 21. október árið 1950. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 30. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Húsavíkurkirkju 6. febrúar. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 597 orð

Kristján Agnar Ólafsson

Eftir stuttan bardaga við illvígan sjúkdóm er afi minn, Agnar, fallinn í valinn. Hljóðlega hvarf hann á braut heima í rúminu sínu á Eiríksgötunni mánudaginn í fyrri viku. Deginum áður sagði hann við mig, að hann hræddist ekki dauðann, væri feginn tilvist hans. Líf hans var um margt undarlegt, ef ekki afbrigðilegt að hluta til. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 301 orð

Kristján Agnar Ólafsson

Agnar Ólafsson lést á heimili sínu við Eiríksgötuna. Hjá Sigríði eiginkonu sinni og þannig hefur hann áreiðanlega viljað hafa það. Hann og Sigríður voru varla nefnd í fjölskyldu okkar öðruvísi en saman ­ þau Agnar og Sigga eða Sigga og Agnar. Hvorugt þeirra var skylt okkur en alla tíð eins og bestu frændi og frænka. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 233 orð

Kristján Agnar Ólafsson

Agnar Ólafsson er látinn. Fyrstu kynni okkar af Agnari Ólafssyni urðu þegar hann giftist Sigríði E. Pétursdóttur, en Sigríður var ekkja eftir Guðmund Kristjánsson prentsmiðjustjóra, föðurbróður okkar. Sigríður missti Guðmund eftir fimm ára sambúð, hinn 26. desember 1946, frá tveim börnum, þá ungum, Sigurði og Sigríði Birnu. Agnar Ólafsson og Sigríður E. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 364 orð

Kristján Agnar Ólafsson

Agnar minn. Það eru víst síðustu forvöð að skrifa ­ aldrei að vita hvernig póstsamgöngum er háttað þar sem þú dvelur nú. Eigi má sköpum renna, víst er um það og stríð eru ævinlega dæmd til að tapast. Í upphafi stríðsins, sem nú er lokið, mættirðu svo sannarlega vígreifur til leiks, ákveðinn í sigri eins og gömlum hermanni sæmdi. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 221 orð

Kristján Agnar Ólafsson

Látinn er í Reykjavík vinnufélagi okkar og góður vinur Kristján Agnar Ólafsson. Agnar, eins og hann var ávallt kallaður, starfaði víða um dagana. Eftir að hafa verið erlendis um nokkurt skeið sem ungur maður hóf hann ýmis störf hér heima. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 261 orð

KRISTJÁN AGNAR ÓLAFSSON

KRISTJÁN AGNAR ÓLAFSSON Kristján Agnar Ólafsson fæddist í Reykjavík á aðfangadag jóla, 24. desember 1922. Hann lézt á heimili sínu í Reykjavík 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Sveinsson, vélsetjari, íþróttafrömuður og ritari Ólympíunefndar um árabil m.m., f. á Hvanneyri í Andakíl 1. nóvember 1890, d. 19. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 274 orð

Kristján Skagfjörð Jónsson

Okkur langar að minnast Didda frænda nokkrum orðum. Við bjuggum í sama húsi í yfir 30 ár svo kynnin urðu náin. Diddi var þeirrar gerðar að allir sem kynntust honum bera til hans hlýjan hug. Honum var hógværð og tillitssemi í blóð borin og hans mesta ánægja var að gleðja aðra, sérstaklega börnin en hann var einstaklega barngóður. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 280 orð

Kristján Skagfjörð Jónsson

Nú hefur hann kvatt, afi minn, leikfélagi og vinur. Um leið og hann dregur síðustu andardrættina í þessu lífi, rifjast svo ótal margt upp, gamlar og góðar minningar. Þó svo að ég hafi ekki fengið ýkja mörg ár með þessum einstaka manni koma margar góðar minningar upp í hugann. Hann vildi allt fyrir mig gera og hafði svo mörgu að miðla. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 184 orð

KRISTJÁN SKAGFJÖRÐ JÓNSSON

KRISTJÁN SKAGFJÖRÐ JÓNSSON Kristján var fæddur 18. júlí 1921 á Sauðárkróki. Hann lést laugardaginn 17. febrúar sl. Kristján var yngsta barn hjónanna Áslaugar Sigvaldínu Egilsdóttur, f. 31.3. 1891 að Þrastastöðum í Hofshreppi, d. 17.11. 1950 og Jóns Ingvars Guðmundssonar, f. 8.11. 1883 að Vöglum í Vatnsdal, d. um 1934. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 63 orð

Kristján Skagfjörð Jónsson Jesús sagði: "Hver, sem gjörir vilja föður míns, sem er á himnum, sá er bróðir minn, systir og

Jesús sagði: "Hver, sem gjörir vilja föður míns, sem er á himnum, sá er bróðir minn, systir og móðir." (Matt. 12:50.) Þetta á við um Didda frænda. Stutt saknaðarkveðja frá systkinunum sem muna mildi þína, æðruleysi, fallegt bros, glettin augu og fullt af nammi. Far þú í Guðs friði, kæri frændi og takk fyrir allt og allt. Gunnar Sigvaldi og Ósk. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 65 orð

Kristján Skagfjörð Jónsson Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og

Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Vald. Briem) Við kveðjum þig að sinni elsku Diddi. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 68 orð

Kristján Skagfjörð Jónsson Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit

Kristján Skagfjörð Jónsson Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 477 orð

Þórunn Jóna Þórðardóttir

Þórunn Jóna Þórðardóttir "Hann vissi bæði það sem var og það sem verða mundi og það sem áður hafði verið." Þessi orð Hómers koma upp í hugann þegar við minnumst elskulegrar frænku okkar. Hún kunni skil á svo mörgu, var víðlesin og stálminnug. Meira
22. febrúar 1996 | Minningargreinar | 28 orð

ÞÓRUNN JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR Þórunn Jóna Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 13. júní 1911. Hún lést á Borgarspítalanum 8. janúar

ÞÓRUNN JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR Þórunn Jóna Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 13. júní 1911. Hún lést á Borgarspítalanum 8. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 15. janúar. Meira

Daglegt líf

22. febrúar 1996 | Neytendur | 109 orð

79 tegundir af þvottavélum á markaðnum

79 tegundir af þvottavélum á markaðnum NEYTENDUR geta valið milli 79 tegunda þvottavéla, 52 tegunda tauþurrkara og 14 tegunda þvottavéla með sambyggðum þurrkara. Þetta kemur fram í fyrsta tölublaði Neytendablaðsins á þessu ári en starfsmenn þess gerðu markaðskönnun á þvottavélum núna í febrúar. Meira
22. febrúar 1996 | Neytendur | 35 orð

Heimaís frá Kjörís

Heimaís frá Kjörís HEIMAÍS er ný tegund af ís sem Kjörís ehf. er þessa dagana að kynna. Ísinn er fáanlegur með vanillu- og súkkulaðibragði og fæst í eins lítra umbúðum. Á umbúðunum eru uppskriftir að ísréttum. Meira
22. febrúar 1996 | Neytendur | 100 orð

Kaktus- fíkjan er rík af kalki

Kaktusfíkjur (prickly pear) fást oft hérlendis. Þær vaxa eins og ber á sérstökum eyðimerkurkaktusum og eru ríkar af kalki og magnesíum. Ávöxturinn er egglaga með litlum nöbbum sem á að fjarlægja áður en hann er borðaður. Þegar kaktusfíkjan er vel þroskuð getur liturinn verið mismunandi, appelsínugulur, rauður eða vínrauður. Lyktin minnir suma á vatnsmelónu. Meira
22. febrúar 1996 | Neytendur | 99 orð

Nýkominn pöntunarlisti frá H&M Rowells

Nýkominn pöntunarlisti frá H&M Rowells VOR- og sumartískan fyrir alla fjölskylduna frá H&M Rowells birtist á 300 blaðsíðum í nýjum pöntunarlista, sem fæst í samnefndri verslun í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, en þar fást einnig allmargar vörutegundirnar. Meira
22. febrúar 1996 | Neytendur | 40 orð

Nýtt sælgæti frá Mónu

SÆLGÆTISGERÐIN Móna hefur hafið framleiðslu á nýju sælgæti, sem er súkkulaðihúðaðar jarðhnetur með sykurskel í mismunandi litum, samkvæmt kröfum íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Sælgætið heitir Mambó sælkerahnetur og er selt í gulum pokum og mun fást í flestum verslunum. Meira
22. febrúar 1996 | Neytendur | 345 orð

Pasta hvorki hollt né óhollt?

Pasta hvorki hollt né óhollt? "PASTA er unnið úr hveiti og vatni og er því svipað franskbrauði hvað næringargildi varðar. Hingað til hefur franskbrauð almennt ekki talist sérstök heilsufæða og í ljósi þess er hollustuorðspor pasta einkar athyglisvert", Meira
22. febrúar 1996 | Neytendur | 590 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
22. febrúar 1996 | Neytendur | 249 orð

Súrir vökvar og tanneyðing

Í NÝRRI rannsókn sem Sigfús Þór Elíasson, prófessor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands hefur gert, kemur í ljós að eyðing tanna í börnum og unglingum er orðin að umtalsverðu vandamáli á Íslandi og að ástæðuna megi rekja til óhóflegrar neyslu þeirra á gosdrykkjum og öðrum súrum drykkjum. Meira

Fastir þættir

22. febrúar 1996 | Dagbók | 2618 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 16.-22. febrúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Borgar Apóteki, Álftamýri 1-5. Auk þess er Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-5 opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14. Meira
22. febrúar 1996 | Í dag | 57 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 23. fe

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 23. febrúar, verður áttræður Jón Ólafsson, fyrrverandi útibússtjóri, Fagurgerði 5, Selfossi.Eiginkona hans er Ólöf E. Árnadóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á afmælisdaginn frá kl. 18 til 21 í Hótel Selfoss. ÁRA afmæli. Meira
22. febrúar 1996 | Fastir þættir | 72 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri b

Fimmtudaginn 15. febrúar 1996 spiluðu 20 pör í tveim riðlum. A-riðill Þórarinn Árnason - Bergur Þorvaldsson137Þorleifur Þórarinsson - Oliver Kristófersson128Sigurleifur Guðjónss. Meira
22. febrúar 1996 | Fastir þættir | 72 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslandsmót kv

ÍSLANDSMÓT kvenna og yngri spilara verður haldið í Þönglabakka 1 helgina 23.-25. febrúar nk. Mótið byrjar á föstudagskvöldi og stefnt er að því að spila einfalda umferð allir við alla og fer spilafjöldi milli sveita eftir þátttökufjölda. Spilamennska hefst á föstudagskvöld og kl. 11 á laugardag og sunnudag. Spilafjöldi verður á bilinu 110­130 spil. Spilað er um gullstig í hverjum leik. Meira
22. febrúar 1996 | Fastir þættir | 107 orð

BRIDS UMSJÓN Arnór G. Ragnarsson Opna afmælismót Lárusar

Eitt af fáum opnum silfurstigamótum vetrarins á höfuðborgarsvæðinu, er afmælismót Lárusar Hermannssonar, sem spilað verður sunnudaginn 3. mars nk. Skráning stendur yfir þessa dagana hjá Ólafi Lárussyni í síma 551­6538. Mótið er hið þriðja sem haldið er, en hið fyrsta var 1994. Þá sigruðu þau Guðlaug Jónsdóttir og Aðalsteinn Jörgensen. Meira
22. febrúar 1996 | Í dag | 219 orð

Kattavinafélagið fær gjöf NÝLEGA voru Kattavinafélagi Íslan

NÝLEGA voru Kattavinafélagi Íslands færðar fimmtíu þúsund krónur að gjöf frá Flóamarkaði Dýravina, Hafnarstræti 17. Gjöfin er viðurkenningarvottur fyrir fórnfúst starf Kattavinafélags Íslands til bættrar meðferðar á köttum hér á landi. Meira
22. febrúar 1996 | Í dag | 423 orð

KRIFARA barst nýlega bréf frá Vilhjálmi Eyjólfssyni, fr

KRIFARA barst nýlega bréf frá Vilhjálmi Eyjólfssyni, fréttaritara blaðsins að Hnausum í Meðallandi. Í bréfi sínu víkur Vilhjálmur að svonefndum Valtínusardegi og segir meðal annars: "Þegar ég er að skrifa þetta er verið að ræða við Árna Björnsson um nýinnfluttan dag elskenda og að nota mætti eldri daga í það hlutverk. Meira
22. febrúar 1996 | Í dag | 104 orð

Leiðrétting Kort með grein MYND þessi átti að fylgja g

MYND þessi átti að fylgja grein Gunnlaugs Þórðarsonar í blaðinu í fyrradag. Á henni sést hvernig Vegagerðin hafði í upphafi hugsað sér styttingu vegarins um Hvalfjörð. Með vegarkafla úr Kattarhöfða um Þyrilsey í Helguhól í stað þess að fara fyrir voginn, styttir veginn um rúma 6 km. Megnið af veginum yrði uppfylling og stutt brú. Meira
22. febrúar 1996 | Dagbók | 621 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom Sléttanesið

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom Sléttanesið og Málmey kom til löndunar. Víðir EAog Bakkafoss voru væntanlegir í gær ogBrúarfoss fór út í gærkvöldi. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrrinótt komu Sólbakur og Óskar Halldórsson. Hofsjökull fór út. Meira
22. febrúar 1996 | Dagbók | 308 orð

Yfirlit: Á G

Yfirlit: Á Grænlandssundi er skarpt en minnkandi lægðardrag. Skammt vestur af suðurodda Grænlands er vaxandi 998 mb lægð sem hreyfist austnorðaustur í áttina til landsins. Spá: Veðurhorfur á morgun, fimmtudag: Snýst í suðaustan og sunnanátt, víða verður stinningskaldi. Meira
22. febrúar 1996 | Í dag | 84 orð

ÞÝSKUR 36 ára karlmaður með mikinn áhuga á Íslandi:

ÞÝSKUR 36 ára karlmaður með mikinn áhuga á Íslandi: Norbert Eckhardt, Ährenfeld 10, 34246 Vellmar, Germany. TUTTUGU og tveggja ára Ghanastúlka með áhuga á tónlist og borðtennis: Ricg Dogbaa, c/o Mr. Meira
22. febrúar 1996 | Fastir þættir | 154 orð

(fyrirsögn vantar)

Á síðasta spilakvöldi Bridsfélags Reyðarfjarðar og Eskifjarðar afhenti Aðalsteinn Jónsson útgerðarmaður og stórspilari Kristjáni Kristjánssyni, forseta Bridssambands Íslands, höfðinglegt stofnframlag í Landsliðssjóð BSÍ. Gjöfin, sem nemur 100.000 kr er fyrsta framlag í nýstofnaðan sjóð til stuðnings landsliðum Íslands í brids. Stjórn BSÍ samþykkti stofnun sjóðsins á fundi sínum sl. Meira

Íþróttir

22. febrúar 1996 | Íþróttir | 194 orð

1. deild 22 9

1. deild 22 920 24-8 Milan 55112-7 4922 830 23-10 Fiorentina 43412-10 4222 921 21-7 Parma 26212-12 4122 Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA VALUR 19 16 2 1 514 416 34KA 17 16 0 1 486 429 32HAUKAR 19 11 3 5 492 449 25STJARNAN 18 9 3 6 468 443 21FH 19 8 4 7 499 475 20UMFA 18 9 2 7 4 Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA

1. DEILD KVENNA STJARNAN 17 14 3 0 418 272 31FRAM 16 12 2 2 384 296 26HAUKAR 17 11 1 5 400 302 23ÍBV 16 8 3 5 382 342 19VÍKINGUR 16 7 3 6 376 305 17FYLKIR 16 8 0 Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 78 orð

AC Milan á réttu róli

ÞAÐ er greinilegt að fátt getur stöðvað að AC Milan nái að endurheimta meistaratitil sinn, sem Juventus náði sl. keppnistímabil. Liðið hefur náð sjö stiga forskoti á Fiorentína, sem gerði aðeins jafntefli, 0:0, gegn botnliðinu Cremonese um sl. helgi. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 180 orð

ANDERS Dahl-Nielsen,

ANDERS Dahl-Nielsen, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Flensburg-Handewitt hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við liðið. Nielsen, sem er 45 ára og hefur verið þjálfari liðsins síðan 1993, verður þjálfari þess út keppnistímabilið 1998. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 253 orð

Austfirsk æska í æfingabúðum í Hlíðarfjalli

Um tuttugu ungmenni á aldrinum 13-16 ára frá Eskifirði og Neskaupstað komu til Akureyrar nýlega í æfinga- og keppnisferð á skíðum. Ástæða þess að ungmenin komu til æfinga í Hlíðarfjall var m.a. vegna snjóleysis á heimaslóðum en einnig tóku nokkur þeirra þátt í bikarmóti Skíðasambands Íslands, í svigi og stórsvigi í flokki 13-14 ára. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 135 orð

Áttu fótum fjör að launa

LEIKMENN Real Madrid áttu fótum fjör að launa, þegar 3.500 skólabörn ruddust inn á æfingasvæði liðsins á þriðjudaginn. Leikmenn lögðu á flótta og náðu að læsa sig inni í búningsklefum, þegar skólabörnin ruddust að hetjunum sínum. Fimmtíu manna lögreglulið kom á staðinn til að skerast í leikinn. Skemmdir voru unnar á bifreiðum margra leikmanna, þar sem þær voru á bifreiðastæðum. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 252 orð

Beckenbauer boðar breytingar

FRANZ "Keisari" Beckenbauer, stjórnarformaður Bayern M¨unchen, var allt annað en ánægður með framgöngu sinna manna á Ólympíuleikvanginum í M¨unchen um sl. helgi, þar sem liðið tapaði 1:4 fyrir Karlsruhe. "Draumaliðið" varð fyrir háðuglegri útreið fyrir framan 35.000 áhorfendur - og er að missa meistara Dortmund frá sér. Dortmund er með þriggja stiga forskot og á einn leik til góða. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 722 orð

Bikarinn til Hauka þriðja árið í röð

ÚRSLITALEIKIR bikarkeppni HSÍ fóru fram í Laugardalshöll og í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Var þar um jafna og skemmtilega leiki að ræða. ÍR sigraði í 4. flokki kvenna og FH í sama aldursflokki drengja. Í 3. flokki kvenna náðu KR- stúlkur að verja titil sinn en liðsmenn Víkings sigruðu hjá drengjunum. Haukar hömpuðu bikarnum þriðja árið í röð í 2. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 188 orð

Birkir hetja ÍBV

Birkir hetja ÍBV "ÞAÐ var kominn tími á titil hjá okkur. Fyrir tveimur árum féllum við úr leik fyrir þeim eftir að hafa haft níu marka forskot. Sigurinn er því sætur," sagði Arnar Pétursson, fyrirliði ÍBV, en Eyjamenn lögðu Val í úrslitaleik í 2. flokki karla 16:14. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 82 orð

Bonetti og

Bonetti og Laws sættust BRIAN Laws, knattspyrnustjóri Grimsby, bauðst til að segja af sér eftir að hafa slegið framherjann Ivano Bonetti á dögunum með þeim afleiðingum að Ítalinn var fluttur á sjúkrahús með brákað kinnbein - Bonetti var einnig tilbúinn að fara. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 107 orð

Borgarstjórinn hjálpar Spartak Moskvu

BORGARSTJÓRINN í Moskvu, Yuri Luzhkov, ákvað í gær að hlaupa undir bagga með knattspyrnuliði Spartak Moskvu sem hefur verið í miklum fjárhagskröggum. Borgarstjórinn ákvað að héðan í frá þyrfti Spartak ekki að greiða gjald í borgarsjóð þegar félagið kaupir leikmenn sem ekki eru búsettir í Moskvu en gjaldið nam tæpum níu milljónum íslenskra króna. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 68 orð

Bulls og Magic beint á Stöð 2

STÖÐ 2 mun sýna leik Chicago Bulls og Orlando Magic í NBA deildinni í körfuknattleik beint á sunnudaginn og hefst útsendingin kl. 18. Búast má við miklum hörkuleik því liðunum hefur gengið mjög vel í vetur og eru talin einna líklegust til sigurs í deildinni. Þarna munu tveir af bestu leikmönnum deildarinnar mætast, Michael Jordan hjá Bulls og Shaquille O'Neal hjá Magic. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 422 orð

Carli vikið úr UMFA

CARLI J. Eiríkssyni, skotmanni, hefur verið vikið úr Aftureldingu, en þar hefur hann verið félagi síðan haustið 1991. Valdimar Friðriksson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, vildi hvorki játa þessu né neita þegar Morgunblaðið ræddi við hann en Jón S. Ólason, formaður Skotsambands Íslands (STÍ), staðfesti þetta hins vegar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 356 orð

Enn ein skrautfjöður í hatt Girardellis

MARC Girardelli frá Lúxemborg fagnaði í gær heimsmeistaratitlinum í alpatvíkeppni í þriðja sinn á heimsmeistaramótinu í Sierra Nevada á Spáni. Hann hefur nú unnið 13 gullverðlaun á stórmótum, ÓL eða HM, á 17 ára keppnisferli og er sigursælasti skíðamaður allra tíma. Hann hefur auk þess unnið heimsbikartitilinn fimm sinnum og það hefur engum öðrum tekist. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 509 orð

Handknattleikur Úrlsitaleikirnir í bikarkeppni HSÍ í yngri flokkunum fórum fram um helgina og urðu úrslit sem hér segir: 4.

4. flokkur kvenna ÍR - Grótta15:10 Mörk ÍR: Guðrún Drífa Hólmgerisdóttir 5, Guðný B. Atladóttir 3, Drífa Skúladóttir 3, Dagný Skúladóttir 2, Þórdís Brynjólfsdóttir 1, Margrét Ragnarsdóttir 1. Mörk Gróttu: Þóra Þorsteinsdóttir 6, Eva Þórðardóttir 3, Guðrún Guðmundsdóttir 1. 4. flokkur karla Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 280 orð

Haukar lengi í gang

Haukar lengi í gang KR-ingar sprungu í seinni hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á KR í gærkvöldi. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku heimamenn öll völd og sigruðu með 12 marka mun, 30:18. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 64 orð

Haukar - Valur25:14

Íþróttahúsið við Strandgötu, 1. deild kvenna í handknattleik, miðvikudaginn 21. febrúar 1996. Mörk Hauka: Hulda Bjarnadóttir 8, Heiðrún Karlsdóttir 3, Auður Hermannsdóttir 3, Thelma Björk Árnadóttir 3, Erna Árnadóttir 2, Ragheiður Guðmundsdóttir 2, Harpa Melsted 2, Judit Esztergal 1, Kristín Konráðsdóttir 1. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 502 orð

Hefur misst atvinnuleyfi sitt í Englandi

Ilie Dumitrescu frá Rúmeníu er milli steins og sleggju eftir að bresk yfirvöld neituðu honum um nýtt atvinnuleyfi þegar hann hugðist skipta úr Tottenham í West Ham og hefur hann því ákveðið að leita réttar síns hjá Evrópudómstólnum. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 463 orð

Innanhússmeistaramót Reykjavíkur Haldið í Sundhöll Reykjavíkur

Haldið í Sundhöll Reykjavíkur 11. febrúar. 400 m skriðsund karla Richard Kristinsson, Ægi4.16,03 Hörður Guðmundsson, Ægi4.26,29 Kristján H. Flosason, KR4.30,20 400 m skriðsund pilta Tómas Sturlaugsson, Ægi4.27,17 Marteinn Friðriksson, Árm.4.29,71 Jóhannes P. Gunnarsson, Árm.4. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 34 orð

Í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Akranes:ÍA - UMFG20 Borgarnes:UMFS - Valur20 Akureyri:Þór - KR20 Njarðvík:UMFN -

Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Akranes:ÍA - UMFG20 Borgarnes:UMFS - Valur20 Akureyri:Þór - KR20 Njarðvík:UMFN - Keflavík20 Seljaskóli:ÍR - Haukar20 Handknattleikur Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 76 orð

Jacquet jafnaði met Platinis FRAKKAR

FRAKKAR sigruðu Grikki 3:1 í vináttuleik í knattspyrnu í Nimes í Frakklandi í gærkvöldi. Franska liðið hefur ekki tapað 19 leikjum í röð eða síðan Aime Jacquet tók við liðinu eftir HM 1994. Í gær jafnaði Jacquet met Michel Platinis sem stjórnaði liðinu í 19 leikjum án þess að tapa, frá apríl 1988 til nóvember 1991. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 93 orð

Knattspyrna England Bikarkeppnin, 5. umferð: Leeds - Port Vale0:0 Grimsby - Chelsea0:0 Deildarbikarkeppnin: Aston Villa -

England Bikarkeppnin, 5. umferð: Leeds - Port Vale0:0 Grimsby - Chelsea0:0 Deildarbikarkeppnin: Aston Villa - Arsenal0:0 Aston Villa áfram, gerði 2:2 jafntefli á Highbury í fyrri leiknum. Úrvalsdeildin: West Ham - Newcastle2:0 (Williamson 7., Cottee 82.) 23.843 Man. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 217 orð

KNATTSPYRNAÍsland upp um fimm sæti

Brasilíumenn eru enn í efsta sæti heimslistans í knattspyrnu en FIFA gaf út nýjan lista í gær. Heimsmeistararnir eru með 69,08 stig og eru talsvert fyrir ofan Ítali sem skutust upp fyrir Þjóðverja í annað sætið. Ísland hefur hækkað um fimm sæti, er komið í 45. sætið. Hér á eftir eru tíunduð 50 efstu löndin og er staða þeirra um áramótin í sviga: 1. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 18 orð

Körfuknattleikur

Körfuknattleikur NBA-deildin New York - Milwaukee87:92Orlando - Philadelphia123:104Chicago - Cleveland102:76Utah - Boston112:98Portland - San Antonio105:108LA Lakers - LA C Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 303 orð

Lánlausir Mosfellingar

Leikmenn UMFA geta nagað sig í handarbökin fyrir klaufaskap á lokamínútunum og að missa vænlega stöðu niður í jafntefli, 23:23, gegn FH á heimavelli. Tvisvar í leiknum höfðu þeir náð fimm marka forystu, en í bæði skiptin hvarf forskotið jafnharðan. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 41 orð

LEIÐRÉTTINGLúðvík ekki ákveðinn að skipta

Lúðvík Jónasson hefur ekki ákveðið að skipta úr Stjörnunni í ÍBV eins og kom fram í blaðinu í gær. Hann hefur æft með Eyjamönnum að undanförnu en ekki tekið ákvörðun um félagaskipti. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 219 orð

Línurnar farnar að skýrast hjá yngri handknattleiksmönnunum

ÞEGAR ein umferð er eftir á Íslandsmóti yngri flokkanna í handknattleik standa Haukar best að vígi í 2. flokki karla, eru með 34 stig. ÍBV kemur næst í röðinni, hefur hlotið 32 stig og í þriðja sæti er Valur með 24 stig. Valsstúlkur eru efstar í 2. flokki kvenna, hafa önglað sér í 36 stig, Víkingur er með 30 stig og FH 24 stig. Í keppni 3. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 260 orð

Lægð að Hlíðarenda

Illviðri var á landinu í gær en eftir að veðrið hafði gengið niður í Reykjavík var lægðin allsráðandi að Hlíðarenda í gærkvöldi. Valsmenn þurftu ekki að beita sér að ráði og gátu leyft sér aragrúa mistaka því gestirnir frá Selfossi voru enn mistækari. Svo fór að Íslandsmeistararnir unnu 32:22 eftir að munurinn hafði verið fjögur mörk í hléi, 14:10. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 211 orð

Möller með tvö gegn Portúgal

Andreas Möller, leikmaður Borussia Dortmund, gerði bæði mörk Þýskalands í 2:1 sigri gegn Portúgal í vináttulandsleik þjóðanna í Oporto í gær. Möller kom Þjóðverjum yfir á 13. mínútu með skoti af löngu færi eftir sendingu frá Thomasi H¨assler. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 150 orð

Nær þrjátíu unglingar í þolfimi

Á ÞRIÐJA tug unglinga hefur skráð sig til keppni á Íslandsmótinu í þolfimi sem Fimleikasambandið stendur fyrir í Laugardalshöll um aðra helgi. Meðal þeirra eru meistarar síðasta árs, þau Hafþór Óskar Gestsson og María Björk Hermannsdóttir sem eiga titil að verja í einstaklingskeppninni, og Linda Björk Unnarsdóttir og Steinunn Jónsdóttir, Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 129 orð

Riley slapp með áminningu ÁSTRALSKA s

ÁSTRALSKA sundkonan Samantha Riley slapp með alvarlega áminningu eftir að hafa fallið á lyfjaprófi en Scott Volkers, þjálfari hennar, var settur í tveggja ára bann. Riley féll á lyfjaprófi á heimsmeistaramóti í 25 metra laug í Rio de Janeiro 1. desember sl. en Alþjóða sundsambandið, FINA, sagði að efnið sem fannst og er á bannlista hefði ekki haft áhrif á árangur hennar. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 151 orð

Sigurður til Svíþjóðar í dag

SIGURÐUR Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu frá Akranesi, heldur til Svíþjóðar í dag og mun mæta á fyrstu æfingu sína hjá Örebro á morgun. "Ég ætlaði að vera mættur til Örebro mun fyrr, en vildi klára að skíra dóttur okkar áður en ég færi. Það var drifið í því um síðustu helgi og því frestaðist för mín til Svíþjóðar í smátíma," sagði Sigurður. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 59 orð

Skíði

HM í alpagreinum Alpatvíkeppni karla: 1. Marc Girardelli (Luxemborg)3:31.95 (1:38.99 í svigi/1:52.96 í brunni)2. Lasse Kjus (Noregi) 3:32.20 (1:40.38/1:51.82)3. G¨unther Mader (Austurr.) 3:32.93 (1:40.55/1:52.38)4. Mario Reiter (Austurr.) 3:32.99 (1:36. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 85 orð

Skotinn af færi með appelsínu

ESPANYOL á Spáni hefur verið dæmt í eins leiks heimaleikbann - þarf að leika næsta heimaleik á hlutlausum velli. Ástæðan fyrir þessu er að dómari sem dæmdi leik liðsins gegn Atletico Madrid um sl. helgi, var skotinn af færi með appelsínu - ávöxturinn hafnaði á viðkvæmum stað á milli læra hans. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 106 orð

Stofnandi og forseti Spartak látinn

NIKOLAI Starostin, einn stofnanda og forseti íþróttafélagsins Spartak í Moskvu, lést um helgina, 93 ára að aldri. Nikolai lék fjölda landsleikja fyrir Sovétríkin ásamt bræðrum sínum Alexander, Andrej og Pyotr á millistríðsárunum, þegar landslið þjóðarinnar kom fram sem stórveldi á knattspyrnusviðinu. Nikolai var einn stofnenda Spartak á fjórða áratugnum. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 385 orð

Syrtir í álinn hjá Víkingi

ÍR-ingar sóttu tvö stig í Víkina í gærkvöldi í spennandi baráttuleik. Þeir náðu að knýja fram sigur á síðustu mínútunni eftir mikinn darraðardans, leikslok 20:21. "Þetta var lélegt en það var samt mjög gott að sigra því það var erfitt að ná sér niður eftir leik eins og á móti Val," sagði Eyjólfur Bragason þjálfari ÍR eftir leikinn. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 52 orð

Telpnamet hjá UMFA

TELPNASVEIT Aftureldingar í sundi setti á dögunum Íslandsmet í sínum aldursflokki 13-14 ára í 4×100 metra bringusundi á innanfélagsmóti í Varmárlaug í Mosfellsbæ, synti á 5.52,86 mínútum. Sveitina skipuðu þær Arndís Sverrisdóttir, Gígja Hrönn Árnadóttir, Katla Jörundardóttir og Ragnheiður Sigurðardóttir. Þetta er annað metið sem telpnasveit félagsins bætir í vetur. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 252 orð

United saxaði á forskot Newcastle

Manchester United náði að saxa forskot Newcastle niður í sex stig með því að vinna Everton 2:0 í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Á sama tíma tapaði Newcastle fyrir West Ham á útivelli 2:0. Aston Villa er komið í úrslit í deildarbikarkeppninni. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 232 orð

Úrvalsdeild 25 13

Úrvalsdeild 25 1300 30-6 Newcastle 63319-14 6026 940 25-9 Man. Utd. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 432 orð

Valur - Selfoss32:22

Hlíðarendi, Íslandsmótið í handknattleik, 19. umferð í 1. deild karla, miðvikudaginn 21. febrúar 1996. Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 5:3, 8:3, 11:6, 11:9, 12:10, 14:10, 15:10, 15:12, 20:15, 22:16, 26:18, 28:19, 32:32. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 38 orð

(fyrirsögn vantar)

» Bikarmeistarar ÍR í 4. fl. kvennaAFTARI röð f.v.: Edda Garðarsdóttir, Drífa Skúladóttir, Katrín Guðmundsdóttir, Margrét Ragnarsdóttir, Monika Hjálmtýsdóttir, Dagný Skúladóttir, Hulda Björgúlfsdóttir. Fremriröð f.v.: Þórdís Brynjólfsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Nancy LynKristinsson, Guðrún Hólmgeirsdóttir, Guðný B. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 38 orð

(fyrirsögn vantar)

» Bikarmeistarar KR í 3. fl. kvennaAFTARI röð f.v.: Kristín Þ. Jóhannesdóttir, Edda H. Kristinsdóttir, Helga S. Ormsdóttir, Ólöf Indriðadóttir, Sigríður B.jónsdóttir, Björn Eiríksson, þjálfari. Fremri röð f.v.: ElisabetÁrnadóttir, Valdís Fjölnisdóttir, Sæunn Sverrisdóttir, AldaB. Guðmundsdóttir, Harpa M. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 57 orð

(fyrirsögn vantar)

SKÍÐI/HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Í ALPAGREINUM Reuter Girardelli fagnaði HM-sigri í fjórða sinnMARC Girardelli frá Lúxemborg, sigraði í alpatvíkeppni karla á heimsmeistaramótinu í Sierra Nevada á Spánií gær. Þetta var í 13. sinn sem hann kemst á verðlaunapall á stórmóti, þ.e.a.s. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 46 orð

(fyrirsögn vantar)

» Morgunblaðið/Ívar Bikarmeistarar Hauka í 2. fl. kvennaAFTARI röð f.v.: Tinna Magnúsdóttir, Ragnheiður Berg, Ásbjörg Gestsdóttir, Unnur MaríaGuðmundsdóttir, Hildigunnur Guðfinnsdóttir, Kristjana Ósk Jónsdóttir, Aron Kristjánsson,þjálfari. Fremri röð f.v.: Marínella R. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 48 orð

(fyrirsögn vantar)

» Bikarmeistarar Víkings í 3. fl. karlaAFTARI röð f.v.: Pétur Bjarnason, þjálfari, Magnús V. Skúlason, Elmar F. Vernharðsson, Hjalti Gylfason, Benedikt Á.Jónsson, Arnar F. Reynisson, Bergþór Morthens, HallurHallsson, formaður Víkings. Fremri röð f.v.: Haukur T. Hafsteinsson, Jóhann Lange, Karl M. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 72 orð

(fyrirsögn vantar)

» Bikarmeistarar FH í 4. fl. karlaAFTARI röð f.v.: Jón A. Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH og í fangi hans dótturinÞorgerður Edda, Lárus Long, Eyvindur Guðmundsson, Kjartan Jónsson, Pálmi Hlöðversson,Sigursteinn Arndal, Ásgeir G. Ásgerisson, Óskar H. Auðunsson, Benedikts E. Árnason, Ásgeir M. Meira
22. febrúar 1996 | Íþróttir | 596 orð

(fyrirsögn vantar)

John Stockton hefur náð boltanum af mótherja oftar en nokkur annar í NBA-deildinni í körfubolta og Orlando Magic hefur sigrað í fleiri heimaleikjum í röð frá byrjun tímabils en nokkurt annað félag í deildinni. Stockton þurfti að "stela" boltanum tvisvar í leik Utah og Boston til að slá met Maurice Cheeks, sem "stal" boltanum 2.310 sinnum á 15 ára ferli. Meira

Úr verinu

22. febrúar 1996 | Úr verinu | 164 orð

Afköstin aukin

GRANDI hf. hefur tekið í notkun vélasamstæðu til pökkunar á lausfrystum flökum og flakabitum í poka fyrir smásöluverslanir. "Þetta hefur aukin afköst í för með sér," segir Svavar Svavarsson, framleiðslustjóri. Meira
22. febrúar 1996 | Úr verinu | 161 orð

Lífið snýst um loðnu

LÍFIÐ á Fáskrúðsfirði hefur að mest snúizt um loðnu í febrúar. Búið er að landa langleiðina í 20.000 tonnum, en fyrsta löndun var 25. janúar. Af þessum loðnuafla hafa um 2.400 tonn farið til frystingar. Loðnan er fryst í þremur landstöðvum, sem höfðu fyrirpart vikunnar fryst um 1.300 tonn, auk þess sem tveir frystitogarar hafa legið hér við bryggju. Meira
22. febrúar 1996 | Úr verinu | 270 orð

Olíugufuskynjarar geta komið í veg fyrir bruna

OLÍUGUFUSKYNJARAR frá QMI sem skynja m.a. olíuleka í vélarrúmum skipa geta komið í veg fyrir bruna að sögn David Butt, hjá DEB þjónustunni á Akranesi sem hefur umboð fyrir slíkan búnað. David segir að rekja megi marga skipsbruna til þess að olía hafi lekið á heitan útblástur í vélrrúmum skipa. Meira

Viðskiptablað

22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 229 orð

Aðaltölva RB nær fullnýtt

ÁLAG á aðaltölvu Reiknistofu bankanna hefur aukist til muna frá því hún var endurnýjuð fyrir tveimur árum og er afkastageta vélarinnar nú nær fullnýtt. Hefur stjórn fyrirtækisins því ákveðið að ráðast í kaup á nýrri aðaltölvu frá IBM sem er um 20% hraðvirkari en núverandi vél. Almennt verð á slíkri vél er um 160 milljónir króna en ekki liggur fyrir hver kostnaður Reiknistofunnar verður. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 1084 orð

Alnetið öflugasta markaðstækið

PÉTUR Jens Lockton er nýútskrifaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og fjallaði lokaritgerð hans um markaðssetningu á veraldarvefnum. Hann segir að fyrirtæki geti nýtt sér veraldarvefinn með ýmsum hætti. Flest líti þó einkum til þeirra möguleika að kynna sig, vörur sínar og þjónustu á veraldarvefi alnetsins. Lítill kostnaður Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 166 orð

Aukin notkun Asksins

NOTKUN upplýsingastandsins Asks á síðasta ári var nærri því þrefalt meiri en árið 1994. Fjöldi fyrirspurna það ár var um 900 þúsund en á síðasta ári hafði fyrirspurnum fjölgað í 2,5 milljónir, að sögn Þorsteins Garðarssonar, framkvæmdastjóra hugbúnaðar- og markaðssviðs Skýrr hf. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 351 orð

Betri útkoma en reiknað var með

VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR við útlönd var hagstæður um 3,9 milljarða króna á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatölum Seðlabanka Íslands. Þetta er talsvert minni afgangur en varð á viðskiptajöfnuði árið 1994 er hann var hagstæður um 9,1 milljarð króna. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 279 orð

Dagur símenntunar

ÁKVEÐIÐ hefur verið að tileinka laugardaginn 24. febrúar nk. símenntun. Þennan dag hafa um fjörutíu skólar og fræðslustofnanir um land allt opið hús fyrir almenning á milli kl. 13­17. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 121 orð

Ferill sendingar rakinn á alnetinu

ZIMSEN-flutningsmiðlun, umboðsaðili United Parcel Service (UPS), býður nú viðskiptavinum sínum upp á þá nýjung að geta rakið feril sendingar á alnetinu í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Með þessum hætti getur viðskiptavinurinn fengið upplýsingar um hvenær sending fór af stað, hvar hún hefur komið við á leiðinni, hvar hún er stödd hverju sinni og hvort hún hefur verið móttekin, Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 105 orð

Gæðastjóri ráðinn til RARIK

STEINUNN Huld Atladóttir hefur verið ráðin gæðastjóri hjá RARIK. Steinunn lauk BA-prófi í ensku frá Háskóla Íslands árið 1990 og MA-prófi í nútímabókmenntum frá University of East Anglia árið 1991. Að námi loknu hóf Steinunn störf hjá Eimskipi og vann þar að gæðamálum uns hún réðst til RARIK nú í janúar. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 2314 orð

Hart deilt á mjólkuriðnaðinn

SÉRSTAÐA Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og annarra mjólkurbúa landsmanna gagnvart öðrum atvinnugreinum sem og samkeppni þessara fyrirtækja við einkafyrirtæki í matvælaiðnaði hefur lengi verið íslenskum iðnrekendum þyrnir í augum. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 129 orð

Hlutabréfasjóðir keyptu helming

HLUTABRÉFASJÓÐIR keyptu rúman helming af þeim 3% hlut í Íslandsbanka hf. sem seldur var í einu lagi á hlutabréfamarkaði þann 26. janúar sl. Seljandi bréfanna, sem voru samtals að nafnvirði 115 milljónir, var Valfells-fjölskyldan en hún átti fyrir alls um 5,9% hlutafjár í bankanum eða tæplega 230 milljónir að nafnvirði, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 238 orð

Innkaupastofnun Reykjavíkur velur Ópusallt

INNKAUPASTOFNUN Reykjavíkurborgar hefur fest kaup á Ópusallt viðskiptahugbúnaði af Íslenskri forritaþróun. Um er að ræða heildarupplýsingakerfi vegna öflunar og meðferðar tilboða í vöru og þjónustu fyrir stofnanir og fyrirtæki borgarinnar auk sérstaks Ópusallt innkaupakerfis, segir í frétt. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 186 orð

Kringlan

Rösklega fjórar milljónir manna komu í Kringluna á síðasta ári og er það 1,7% aukning frá árinu 1994. Er þá stuðst við tölur frá sérstökum talningarbúnaði við bílastæði hússins að vestanverðu. Aðeins vantar 2000 manns upp á að aðsóknin jafngildi metaðsókn ársins 1992. Í janúar sl. komu 326 þúsund manns í húsið sem er 5,3% aukning frá sama mánuði í fyrra. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 136 orð

Launavísitala hækkar um 3,5%

HAGSTOFAN hefur reiknað launavísitölu janúarmánaðar miðað við meðallaun. Vísitalan mældist 146,7 stig og hefur þá hækkað um 3,5% frá því í desember. Þessi hækkun stafar af umsömdum hækkunum hjá opinberum starfsmönnum og starfsmönnum á almennum vinnumarkaði. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 324 orð

Leigubifreiðastjórar knýja á um lækkun vörugjalda

KAUPVERÐ leigubifreiða lækkar verulega ef álagning vörugjalda á þær verður samræmd gjöldum á aðrar atvinnubifreiðar. Sigfús Bjarnason, formaður Frama, félags leigubifreiðastjóra, segir að brýnt sé að slík lækkun verði að veruleika. Endurnýjun leigubílaflotans gangi hægt og keyptir séu minni og óhentugri bifreiðar en ella vegna hárra vörugjalda. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 284 orð

Lítil aukning álframleiðslu í Evrópu

ÁLFRAMLEIÐSLA í Evrópu jókst lítið á síðasta ári. Eftirspurn eftir hrááli dróst saman fyrstu þrjá mánuði ársins en jókst síðan að meðaltali um 4%. Álverin voru vannýtt eða rekin með minna en 95% afköstum. Samtók evrópskra álframleiðenda búast við að álnotkun aukist um 2,5% í Evrópu á þessu ári. Horfurnar eru betri í Ameríku. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 703 orð

Miklir möguleikar á vefnum

ÞÓRARINN Stefánsson, er markaðsfræðingur hjá Útflutningsráði. Hann vinnur nú að skýrslu um notagildi alnetsins í alþjóðaviðskiptum frá sjónarhóli Íslendinga. Hann hefur einnig sótt sýningar og ráðstefnur erlendis um viðskipti á veraldarvefnum. Íslensk fyrirtæki á vefnum Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 1424 orð

Ný kynslóð greiðslukorta Ný tegund greiðslukorta með innbyggðu minnisspjaldi mun koma á markaðinn innan fárra ára. Nýjum

SAGAN segir að hugmyndin að útgáfu greiðslukorta hafi kviknað á sjötta áratugnum í Bandaríkjunum þegar kaupsýslumaður nokkur bauð viðskiptavinum til málsverðar á veitingahúsi. Hann uppgötvaði í lok máltíðarinnar að hann hafði ekkert handbært fé á sér. Brá hann því á það ráð að skrifa skuldaviðurkenningu aftan á nafnspjaldið sitt og rétti þjóninum. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 59 orð

Nýr markaðsstjóri Stöðvar 3

BOGI Þór Siguroddsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Stöðvar 3. Bogi er rekstrarhagfræðingur með MBA-próf frá Rutgers, Graduate School of Management í New Jersey í Bandaríkjunum. Bogi er höfundur markaðsfræðibókarinnar "Sigur í samkeppni" og hann hefur einnig verið formaður ÍMARK frá 1994. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 152 orð

Nýr þjónustuaðili fyrir Reuter

REUTER fréttastofan gerði nýlega þjónustusamning við Tölvuvaka ehf. Samningurinn felur í sér uppsetningu og viðhald á öllum tölvu- og fjarskiptabúnaði í eigu Reuter á Íslandi, og viðskiptavinir Reuter nota, en þeir eru fjármálafyrirtæki, fréttastofur og fjölmiðlar, segir í frétt. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 341 orð

Nýtt tæki mælir hreinlæti

FTC á Íslandi, sem sérhæfir sig í efnum og búnaði til hraðvirkra mæliaðferða, hefur hafið sölu á nýju tæki, ChecMate, til mælinga á hreinlæti, segir í frétt frá fyrirtækinu. Tækið er framleitt af Lumac sem er frumkvöðull í þróun ATP mælitækja fyrir hreinlæti og gerlafjölda í matvælum. ATP er efni sem er til staðar í öllum lifandi verum, bæði gerlum og öðrum lífrænum efnum. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 209 orð

Samstarf vildarklúbbs Flugleiða og SAS EuroBonus

VILDARKLÚBBUR Flugleiða og SAS EuroBonus hafa tekið upp samvinnu með þeim hætti að handhafar Vildarkorta Flugleiða ávinna sér punkta á völdum flugleiðum SAS og EuroBonus félagar SAS ávinna sér punkta með sama hætti í flugi með Flugleiðum. Korthafar geta svo tekið út vildarferðir á sömu flugleiðum, að því er segir í frétt frá félögunum. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 175 orð

Sir Freddie Laker snýr aftur

SIR Freddie Laker, hinn kunni frumkvöðull lágra flugfargjalda, hefur tryggt sér leyfi til að reka leiguflugfélag, sem mun hefja flug yfir Atlantshaf í marz. Félagið, Laker Airways Inc, fær leyfi bandaríska samgönguráðuneytisins bæði til að halda uppi leiguflugi frá Bandaríkjunum og áætlunarflugi innanlands. Flug frá Florida til Bretlands á að hefjast 27. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 395 orð

Staðan verður endurmetin reglulega

ENGAR breytingar urðu á vöxtum Landsbankans í gær sem var vaxtabreytingadagur. Hyggst bankinn endurmeta stöðuna reglulega með það að markmiði að vera samkeppnishæfur í vöxtum án þess að það komi niður á afkomu bankans, að því er fram kemur í greinargerð bankastjórnar um vaxtamál frá því á þriðjudag. Þar segir jafnframt að vextir muni breytast 1. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 277 orð

Sölu Globushússins nær lokið

GLOBUS hf. hefur nú tekist að selja stærstan hluta af húsnæði sínu við Lágmúla. Þannig hafa verið seldar þrjár hæðir í Lágmúla 5 og þreifingar eru í gangi um sölu á bakhúsi. Hins vegar hefur Globus-vélaver hf. haft á leigu bakhús að Lágmúla 7. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 652 orð

Til hvers er alnetið? Fyrsta rafræna verslunarmiðstöðin hérlendis, Heimakringlan, var opnuð í vikunni. Árni Matthíasson kynnti

ALNETIÐ er til margra hluta nytsamlegt, ekki síst þess að afla upplýsinga, en ekki síst hentar það til verslunar ýmiskonar, sérstaklega í dreifbýlu landi og stóru eins og Íslandi. Nokkuð er síðan Netkaup, http://www.saga. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 605 orð

TorgiðEr öld verkfalla á enda? »Á

TorgiðEr öld verkfalla á enda? »ÁRIÐ 1995 var eitt mesta verkfallsár Íslendinga um langa hríð. Á því ári töpuðust alls 250 þúsund dagar í verkföllum á íslenskum vinnumarkaði, að sögn Þórarins V. Þórarinssonar framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 181 orð

TWA nær sér eftir tap

TRANS WORLD flugfélagið hefur lýst því yfir að það hafi náð fullum bata eftir gjaldþrot og skýrt frá fyrsta rekstrarhagnaði miðað við eitt ár síðan 1989 vegna minni kostnaðar. TWA stendur aftur traustum fótum," sagði Jeffrey H. Erickson forstjóri á 50 ára afmæli fyrsta flugs félagsins yfir Atlantshaf. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 980 orð

Umsvifamikill unglingur Lars Windhorst byrjaði að lesa þýsku fjármálatíðindin í barnaskóla, 14 ára hóf hann sinn eigin rekstur

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, fór í ferð um Asíulönd á síðasta hausti til að greiða fyrir viðskiptum þýskra fyrirtækja og hafði þá með sér í för ýmsa frammámenn í atvinnulífinu, Ferdinand von Piech frá Volkswagen og Mark Wössner frá Bertelsmann svo einhverjir séu nefndir. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | -1 orð

Unir ekki þýskum ríkisstyrkjum

Meðan danskar skipasmíðastöðvar berjast í bökkum blómstra keppinautarnir fyrir sunnan þær. Stöðvarnar í fyrrum Austur-Þýskalandi eru nú sem óðast að takast á við nýja tíma og ný verkefni í krafti öflugra ríkisstyrkja. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 674 orð

Upplýsingabyltingin Sjónarhorn

AÐ UNDANFÖRNU hafa fjölmörg íslensk fyrirtæki endurnýjað sín upplýsingakerfi. Áhugavert er að staldra aðeins við og skoða hvaða séreinkenni eru varðandi þessar breytingar, sem nú eiga sér stað. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 68 orð

Verslun með vinnufatnað

NÝLEGA var opnuð ný verslun með vinnufatnað og hnífa á Grensásvegi 16. Verslunin heitir Stál og hnífur og eru eigendur hennar þau Jens Jensson, Ólafur Guðmundsson, Hrafnhildur Skúladóttir, Kristín Birgisdóttir, Guðmundur S. Guðmundsson og Hanne Jeppesen. Í versluninni verður hægt að kaupa vinnufatnað af ýmsu tagi ásamt hnífum, bæði til atvinnu- og heimilisnota. Meira
22. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 67 orð

(fyrirsögn vantar)

Veraldarvefurinn veitir fyrirtækjum ódýran aðgang að markaði, sem er í örum vexti. Um 100 íslensk fyrirtæki hafa nú opnað heimasíðu á veraldarvefnum og fjölmörg önnur hafa hugsað sér til hreyfings. Kjartan Magnússon ræðir hér við Pétur J. Lockton, viðskiptafræðing, og Þórarin Stefánsson, markaðsfræðing, um markaðssetningu á veraldarvefnum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.