Greinar föstudaginn 1. mars 1996

Forsíða

1. mars 1996 | Forsíða | 217 orð

Hyggjast stöðva tollabandalag

COSTAS Simitis, forsætisráðherra Grikklands, sagði í gær að Grikkir myndu koma í veg fyrir að tollabandalag Evrópusambandsins og Tyrklands tæki gildi á meðan "árásarstefna Tyrkja væri enn við lýði". Meira
1. mars 1996 | Forsíða | 263 orð

IRA tekur dræmt í áskorun um vopnahlé

LEIÐTOGAR þjóðernissinna á Norður-Írlandi funduðu í gær á laun með forystu Írska lýðveldishersins (IRA) til að ræða nýtt vopnahlé, en tókst ekki að knýja fram neinar skuldbindingar. Þessar viðræður voru ákveðnar eftir að John Major, forsætisráðherra Bretlands, og John Bruton, forsætisráðherra Írlands, greindu á miðvikudag frá því að allsherjarfriðarviðræður ættu að hefjast 10. Meira
1. mars 1996 | Forsíða | 111 orð

Lítið fylgi Dinis

FLOKKABANDALAG Silvios Berlusconis nýtur mests fylgis meðal ítalskra kjósenda samkvæmt skoðanakönnun Abacus-stofnunarinnar, sem birt var í gær. Frelsisfylking Berlusconis fær 43,6% fylgi samkvæmt könnuninni, en það er þremur prósentustigum minna fylgi en í síðustu könnun. Meira
1. mars 1996 | Forsíða | 200 orð

Njósnaskip send að strönd Noregs

TVÖ rússnesk njósnaskip hafa verið send að strönd Norður-Noregs til að fylgjast með heræfingum sem eru fyrirhugaðar þar í næstu viku með þátttöku 15.000 hermanna frá átta aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins. Talsmaður Borís Jeltsíns Rússlandsforseta hefur mótmælt heræfingunum. Meira
1. mars 1996 | Forsíða | 93 orð

Skrautlegar skyrtur

HELMUT Kohl kanslari Þýskalands á spjalli við Li Peng forsætisráðherra Kína við upphaf hátíðarkvöldverðar í Bangkok í Tælandi í tilefni af leiðtogafundi Evrópusambands- og Asíuríkja. Leiðtogarnir mættu allir til veislunnar íklæddir litríkum tælenskum silkiskyrtum sem Banharn Silpa-acha, forsætisráðherra Tælands, gaf þeim. Li kættist lítt yfir sinni því hún reyndist eldrauð. Meira
1. mars 1996 | Forsíða | 206 orð

Vilja hætta hryðjuverkjum

HAMAS, samtök heittrúaðra Palestínumanna, sögðust í gær reiðubúin að hætta hryðjuverkum gegn Ísraelum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Samtökin segjast vera reiðubúin að hætta "öllum hernaðaraðgerðum gegn óbreyttum gyðingum" ef Ísraelsstjórn hætti að sama skapi "skipulögðum hryðjuverkjum" gegn Hamas og Qassam, hernaðararmi samtakanna, Meira

Fréttir

1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð

25 konur í 610 manna lögreglu

AF 610 manna lögregluliði á öllu landinu eru 25 konur. Engin kona er í 38 manna hópi yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna en ein er lögreglufulltrúi, tvær varðstjórar, fjórar í sérhæfðum störfum og þrjár eru rannsóknarlögreglumenn. Meira
1. mars 1996 | Erlendar fréttir | 66 orð

29 manns farast í rútuslysi

29 MANNS fórust og 18 slösuðust þegar rúta lenti í árekstri við bifreið á þjóðvegi nálægt Bailen í suðurhluta Spánar í fyrrakvöld. Sprenging varð í rútunni eftir áreksturinn. 58 farþegar voru í rútunni, flestir þeirra vottar Jehova á leið til Snæfjalla. Myndin var tekin af líkkistum fórnarlambanna meðan beðið var eftir því að skyldmenni kæmu til að bera kennsl á þau. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 186 orð

30 ára rannsókn á tímamótum

KOSTNAÐUR við hverja hjartaaðgerð er ekki undir einni milljón króna en um þriðji hver karlmaður og fjórða hver kona deyr úr hjartasjúkdómum hér á landi. 30 ára rannsókn Hjartaverndar hefur átt mikinn þátt í því að frá 1975 hefur dánartíðni úr kransæðasjúkdómum farið lækkandi. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 391 orð

59 starfsmenn fengu uppsagnarbréf í gær

59 AF 110 starfsmönnum Hafnar- Þríhyrnings hf. var sagt upp störfum í gær og er það liður í endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur. Flestar eru uppsagnirnar í kjötvinnslu og verslun fyrirtækisins á Selfossi, en að sögn Gests Hjaltasonar, framkvæmdastjóra Hafnar-Þríhyrnings, er vonast til þess að hægt verði að endurráða sem flest starfsfólkið aftur. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 264 orð

8 milljónir í bætur

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 22 ára konu, Málfríði Þorleifsdóttur, 8 milljónir króna í bætur auk vaxta vegna slyss, sem hún varð fyrir í júlí 1987, þegar hún var 13 ára. Hún missti handlegg og höfuðleður þegar föt hennar festust í drifskafti dráttarvélar og hún dróst að því. Varanleg örorka hennar er metin 80%. Meira
1. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 150 orð

Aðalsteinn Svanur sýnir í Karólínu

SÝNING á verkum Aðalsteins Svans Sigfússonar listmálara verður opnuð á Café Karólínu á morgun, laugardaginn 2. mars. Þetta er 10. einkasýning Aðalsteins á Akureyri, auk þess sem hann hefur sýnt verk sín í Reykjavík og víðar. Síðast sýndi hann í Listasafninu á Akureyri haustið 1995. Meira
1. mars 1996 | Landsbyggðin | 130 orð

Afmælistónleikar Kirkjukórs Selfoss

Selfossi-Kirkjukór Selfoss heldur tónleika í Selfosskirkju á morgun, laugardag 2. mars, í tilefni af 50 ára afmæli kórsins. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Kórinn var formlega stofnaður 19. mars 1946 og voru stofnfélagar 26 talsins. Það var fyrst og fremst verk frú Önnu Eiríksdóttur heitinnar í Fagurgerði að þessi kór varð að veruleika. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 352 orð

Áhersla lögð á byggðir austan Elliðaáa

NÝTT leiðakerfi tekur gildi 1. ágúst í sumar. Helstu breytingar felast í aukinni ferðatíðni, aðallega milli skiptistöðva og áhersla verður lögð á byggðina austan Elliðaáa. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, segir að breytingarnar hafi verið kynntar á fundum með íbúum mismunandi hverfa borgarinnar undanfarið og hafi þær mælst mjög vel fyrir. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 303 orð

Breyta þarf íslenzkum ferjum

GERA þarf breytingar á íslenzkum bílferjum til þess að þær uppfylli nýjar öryggiskröfur, sem samþykktar voru á ráðstefnu evrópskra siglingamálayfirvalda í Stokkhólmi á miðvikudag. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður fyrir íslenzk ferjufyrirtæki. Nýju öryggisreglurnar voru samþykktar á ráðstefnu 18 Evrópuríkja, Ísland þeirra á meðal. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Búnaðarbankinn selur hlut sinn í Kaupþingi

SPARISJÓÐIRNIR hafa keypt helmings eignarhlut Búnaðarbankans í Kaupþingi hf. fyrir 185 milljónir króna og eiga nú allt fyrirtækið. Bankinn hyggst í staðinn einbeita sér að því að efla þá þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta sem þegar er í boði innan bankans. Bjarni Ármannsson hefur verið ráðinn forstjóri fyrirtækisins. Meira
1. mars 1996 | Erlendar fréttir | 113 orð

Ciller segir veigamikil mál óleyst

TANSU Ciller, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Tyrklands, sagði í gær að enn væri ekki kominn stjórnarsáttmáli milli hægri flokka landsins þótt gert hefði verið samkomulag í grundvallaratriðum um myndun stjórnar til að koma í veg fyrir að sigurvegarar þingkosninganna í desember, Íslamski velferðarflokkurinn, kæmist til valda. Meira
1. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 348 orð

Dekurdagar að hefjast á Akureyri

DEKURDAGAR verða haldnir á Akureyri 1. til 10. mars næstkomandi og verður fjölbreytt dagskrá í boði víða um bæinn sem og í Hlíðarfjalli. Guðmundur Birgir Heiðarsson, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Eyjafirði, sagði að um væri að ræða samstarfsverkefni breiðs hóps, hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, verslun og ýmissa fyrirtækja. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 170 orð

Evrópsk iðnhönnun í Kringlunni

SÝNING fyrirtækja sem urðu hlutskörpust í hönnunarsamkeppni lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan Evrópusambandsins 1994 stendur nú yfir þessa dagana í Kringlunni. Verðlaun hlutu fyrirtækin: Luceplan, ítalskt fyrirtæki stofnað 1978 og hannar, framleiðir og dreifir ljósabúnaði fyrir heimili og stofnanir, Kompan, danskt fyrirtæki sem framleiðir útileikföng fyrir skóla, Meira
1. mars 1996 | Erlendar fréttir | 253 orð

Evró-verjan í verzlanir

SENN verður hægt að kaupa "Evró-verjur" í verzlunum í öllum Evrópusambandsríkjunum, í Sviss og í EFTA-ríkjunum, Íslandi þar með töldu. Evró-verjan er hönnuð samkvæmt staðli, sem á að tryggja kaupandanum lágmarksstyrk, -stærð og -gæði þessarar algengu getnaðar- og kynsjúkdómavarnar. Staðlanefnd Evrópu (CEN) kynnti nýja verjustaðalinn fyrr í vikunni. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 266 orð

Fannst í bílflaki í Þverárhlíð

GRÆNLENDINGURINN, sem hefur verið leitað að frá því kl. 1 aðfaranótt sl. miðvikudags, fannst í gærmorgun. Hafði hann komið sér fyrir í bílflaki í um 20 km fjarlægð frá Sauðárkróki. Ekkert amaði að honum og ekki er vitað hvað honum gekk til með útivistinni. Meira
1. mars 1996 | Landsbyggðin | 152 orð

Fegurðarsamkeppni Austurlands

Egilsstöðum- Undirbúningur fyrir fegurðarsamkeppni Austurlands er í fullum gangi, en keppnin fer fram á Hótel Valskjálf laugardaginn 2. mars. Alls eru það sjö stúlkur víða af Austurlandi sem keppa um titilinn Fegursta stúlka Austurlands. Sú sem þann titil hreppir mun taka þátt í Fegurðarsamkeppni Íslands. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Ferðir FÍ um helgina

HELGARFERÐ (góuferð) verður farin til Þórsmerkur 1.­3. mars. Brottför er kl. 20 föstudag. Gist verður tvær nætur í Skagfjörðsskála/Langadal. Gönguferðir/skíðagönguferðir um Mörkina. Komið verður til baka kl. 18 sunnudag. Létt og þægileg ferð fyrir þá sem vilja upplifa veturinn í óbyggðum. Meira
1. mars 1996 | Erlendar fréttir | -1 orð

Formannskjör í augsýn hjá sænskum jafnaðarmönnum

ÍLANDI þar sem stærsti flokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, hefur að jafnaði haft 40-50 prósent atkvæða er ljóst að vandi flokksins er jafnframt vandi þjóðarinnar. Þær eru ekki litlar hræringarnar, sem skekja sænska Jafnaðarmannaflokkinn nú, þegar aukaflokksþing hans stendur fyrir dyrum 15. mars. Meira
1. mars 1996 | Miðopna | 1833 orð

Frá forsjárhyggju til samráðs Frumvarp til laga um réttindi sjúklinga hefur verið kynnt í ríkisstjórn. Frumvarpið felur í sér

FRUMVARP til laga um réttindi sjúklinga staðfestir áherslubreytingu í samskiptum heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga. Með öðrum orðum er vikið frá svokallaðri forsjárhyggju heilbrigðisstarfsmannanna til samráðs þeirra og sjúklings. Heilbrigðisstarfsmaðurinn er ekki jafn leiðandi í meðferðinni og hann var áður. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 560 orð

Frumvarpið lagt fram á Alþingi á þriðjudaginn

ÞINGFLOKKAR ríkisstjórnarinnar hafa samþykkt að leggja frumvarp til laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna fram á Alþingi. Því verður dreift á þingfundi nk. þriðjudag. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á því í samræmi við athugasemdir samtaka opinberra starfsmanna. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fundur um fæðingarorlof

FÆÐINGARORLOFSMÁL eru í brennidepli sem stendur því beðið er eftir niðurstöðum nefndar sem er að endurskoða fæðingarorlofsgjöfina. Sú vinna á að skila sér í frumvarpi til nýrra laga og m.a. fjármálaráðherra hefur staðfest að ætlunin sé að styrkja rétt feðra til töku fæðingarorlofs. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 167 orð

Fyrirlestur um íslenskar myndasögur

BJARNI Hinriksson heldur fyrirlestur um íslenskar myndasögur miðvikudaginn 6. mars og tengsl þeirra við umheiminn. Fjallað verður um Gisp!-hópinn íslenska og skoðaðir þeir þræðir sem liggja ó- og meðvitað yfir hafið til líkra hópa, sérstaklega í Frakklandi. Meira
1. mars 1996 | Erlendar fréttir | 643 orð

Fæðing laundóttur ekkert sérstakt áfall

DANIELLE, ekkja Francois Mitterrand, fyrrum Frakklandsforseta, segir í endurminningum sínum að eiginmaðurinn hafi verið gjörsamlega gagntekinn af stjórnmálaáhuga, svo mjög raunar að hann átti bókaðan fund á sjálfan brúðkaupsdaginn. Fram kemur og að Mitterrand leyndi það fyrir konu sinni í næstum áratug að hann væri sjúkur af krabbameini. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 384 orð

Gert ráð fyrir aukinni framleiðslu á laxi og silungi

MIKIL minnkun er fyrirséð í sleppingum á hafbeitarseiðum á þessu ári miðað við síðasta ár en hins vegar aukning í seiðasleppingum til fiskiræktar. Þá er gert ráð fyrir um 480 tonna aukningu framleiðslu á laxi og silungi á þessu ári miðað við framleiðsluna í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar um framleiðslu í íslensku fiskeldi árið 1995. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

Gjöf Grænlendinga afhent

JÓNATHAN Motzfeld fulltrúi á grænlenska Landsþinginu afhenti í gær Samhug í verki 3,5 milljóna króna gjöf Grænlendinga vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri í október síðastliðnum. Kom hann þeirri ósk gefenda á framfæri að féð yrði með einhverjum hætti notað í þágu barna á Flateyri. Safnað var meðal almennings á Grænlandi í kjölfar flóðanna og er söfnun nýlokið. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 147 orð

Hámarksuppbót lækkar

HÁMARKSUPPBÓT á lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins lækkar frá og með 1. mars samkvæmt reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Lækkunin nær til rúmlega 1.800 lífeyrisþega og er gert ráð fyrir að sparnaður ríkissjóðs verði um tvær milljónir króna á mánuði. Meira
1. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Heimsóknar þjónusta kirkjunnar

AÐ GLÆÐA von er heiti á fyrirlestri sem Sigrún Gísladóttir framkvæmdastjóri ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæmis flytur á fræðslufundi í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 2. mars, frá kl. 13.30 til 15.30. Fundurinn er á vegum Eyjafjarðarprófastsdæmis, en samstarfshópur prófastsdæmisins um málefni aldraðra annast undirbúning og framkvæmd. Meira
1. mars 1996 | Erlendar fréttir | 315 orð

Jeltsín skipar stjórninni að bæta kjörin

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hefur skipað ríkisstjórninni að vinna harðar að því að bæta kjör þeirra, sem höllustum fæti standa, og vonast augljóslega til, að það geti aukið líkur hans á endurkjöri í forsetakosningunum í júní. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

KK í Hinuhúsinu

TÓNLISTARMAÐURINN KK verður með síðdegistónleika kl. 17 í Hinu húsinu föstudaginn 1. mars í tengslum við umferðarþemamánuð Bifreiðatryggingarfélaganna og Hins hússins. Í tengslum við tónleikana verður rætt við sjúkraflutningamenn um störf þeirra. Sýna þeir m.a. hvernig fólki er bjargað úr bílflaki og munu þeir klippa bíl í sundur. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 291 orð

Kröfur til málflutningsréttar hertar

ÁKÆRUVALDI verður dreift, skylduaðild að Lögmannafélagi Íslands fellur niður og kröfur sem lögmenn þurfa að uppfylla til að öðlast málflutningsrétt fyrir héraðsdómi og Hæstarétti verða hertar ef frumvörp, sem dómsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn á þriðjudag, verða að lögum. Meira
1. mars 1996 | Óflokkað efni | 25 orð

Kvengullúr tapaðist föstudaginn 16. febrúar á mótum Frakkastígs og Laugavegs eða

Kvengullúr tapaðist föstudaginn 16. febrúar á mótum Frakkastígs og Laugavegs eða við Hagabúðina/ísbúðina við Hjarðarhaga. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 552-4382 á kvöldin eða um helgar. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

Kynning á Vélskóla Íslands

Í SJÓMINJASAFNI Íslands, Hafnarfirði, verður kynning á Vélskóla Íslands laugardaginn og sunnudaginn 2.­3. mars í tilefni af árlegri kynningarvöku skólans og skrúfudegi. Til sýnis verða ýmsir smíðisgripir nemenda, kennslutæki og vélar auk myndbands um starfsemi skólans sem sýnt verður á efstu hæð safnsins. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 100 orð

Langur laugardagur á Laugavegi

LANGUR laugardagur er á Laugavegi og í nágrenni á morgun, 2. mars. Nú eru þær verslanir þar sem útsölur standa enn yfir búnar að lækka verð enn frekar og um helgina lýkur útsölum hjá flestum þessara verslana. Meira
1. mars 1996 | Landsbyggðin | 468 orð

Láta af verslunarrekstri eftir tæp 40 ár

Bolungarvík-Um síðustu áramót voru tímamót hjá þeim hjónum Benedikt Bjarnasyni og Hildi Einarsdóttur er þau létu af verslunarrekstri. Þau hjónin hafa rekið af miklum myndarskap Verslun Bjarna Eiríkssonar hér í Bolungarvík í tæp 40 ár, eða frá því að Bjarni Eiríksson, faðir Benedikts, lést árið 1958. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 426 orð

LR segir upp 5-6 leikurum í haust

VIÐAR Eggertsson, nýráðinn leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, dró til baka tillögur sínar um starfslokasamninga við þrjá leikara á fundi leikhúsráðs LR í gærmorgun, en tillögur hans um samsetningu leikhóps að öðru leyti voru samþykktar, þar á meðal um uppsagnir og ráðningar. Engar tillögur voru bornar fram um uppsögn þeirra sem var boðinn starfslokasamningur. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð

Markaðsvirði OZ komið í 1,6 milljarða

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ OZ hefur ákveðið að bjóða út nýtt hlutafé hér innanlands að andvirði 40 milljónir króna sem jafngildir um 600 þúsund Bandaríkjadollurum. Þetta samsvarar um 2,34% af heildarhlutafénu. Miðað við núverandi gengi hlutabréfanna í Bandaríkjunum og Japan er markaðsvirði fyrirtækisins 25 milljónir dollara eða rösklega 1,6 milljarðar króna, að sögn Skúla Mogensen, framkvæmdastjóra OZ. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 261 orð

Mál biskups rædd áfram

SÉRA Geir Waage, formaður Prestafélags Íslands, sagði í gær að stjórnarfundur, sem haldinn var í fyrrakvöld hefði verið gagnlegur. Þá hittust stjórn Prestafélagsins og siðanefnd félagsins og ræddu þau mál sem hafa verið til umfjöllunar í siðanefnd. Geir vildi að öðru leyti ekki tjá sig um fundinn. Meira
1. mars 1996 | Smáfréttir | 43 orð

MÁLFUNDAFÉLAG alþjóðasinna stendur að kynningu á bókinni "Episodes of

MÁLFUNDAFÉLAG alþjóðasinna stendur að kynningu á bókinni "Episodes of the Cuban Revolutionary War", dagbókum og bréfum Ernesto Che Guevara, laugardaginn 2. mars kl. 13 að Klapparstíg 26, 2. hæð. Frummælandi er Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir sem heimsótti Kúbu í febrúar vegna alþjóðlegrar bókasýningar í Havana. Meira
1. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Messur

LAUFÁPRESTAKALL: Kirkjuskóli verður næstkomandi laugardag 2. mars kl. 11 í Svalbarðskirkju og kl. 13.30 í Grenivíkurkirkju. fermingarfræðsla í Svalbarðskirkju á sunnudag kl. 11. Æskulýðs- og fjölskylduguðsþjónusta í Svalbarðskirkju á sunnudag á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar kl. 14. B örn úr kirkjuskólanum syngja í messunni ásamt kirkjukórnum og unglingar lesa. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 144 orð

Morgunblaðið/Ásdís

MÁLFRÍÐUR Guðný Kolbeinsdóttir hélt upp á fjögurra ára afmælið sitt í gær í fyrsta skipti á réttum degi því hún er fædd 29. febrúar sem reyndar var afmælisdagur langafa hennar. Kolbeinn Finnsson, faðir afmælisbarnsins, sagði í gær þegar afmælisveislan stóð sem hæst að Málfríður Guðný væri búin að vera mjög spennt og hefði skemmt sér vel með milli 30 og 40 gestum. Meira
1. mars 1996 | Landsbyggðin | 73 orð

Myndlistarsýning grunnskólanemenda

Flateyri-NEMENDUR Grunnskólans á Flateyri luku upp dyrum skólans 17. febrúar sl. og sýndu bæði foreldrum og öðrum áhugasömum afrakstur sinn á sviði listagyðjunnar. Sýningin var fjölsótt og leist mönnum vel á það sem fyrir augu bar. Um var að ræða námskeið í listsköpun á vegum Guðrúnar Guðmundsdóttur myndmenntakennara og nutu leiðsagnar hennar 1.-7. Meira
1. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 211 orð

Náttúra Íslands og málverk

TVÆR myndlistarsýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 2. mars, kl. 14. Í austur- og miðsal sýnir ljósmyndarinn og bókagerðarmaðurinn Guðmundur P. Ólafsson ljósmyndir en sýningin nefnist "Í náttúru Íslands - ljósmyndir og bækur". Bækurnar eru meðal annrra Fuglar í náttúru Íslands, Perlur í náttúru Íslands og Ströndin í náttúru Íslands. Meira
1. mars 1996 | Erlendar fréttir | 332 orð

Neitunarvald verði afnumið

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögur sínar fyrir ríkjaráðstefnu sambandsins, sem hefst í næsta mánuði. Á meðal tillagna framkvæmdastjórnarinnar er að neitunarvald einstakra aðildarríkja í ráðherraráði ESB verði endanlega afnumið nema í allra viðkvæmustu málum og að stóru ríkin fimm (Bretland, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn), Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Nokkur lönd komast ekki í lokakeppnina

RÍKISSJÓNVARPIÐ mun velja eitt lag og flytjanda til þess að taka þátt í forkeppni í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Sveinbjörn Baldvinsson dagskrárstjóri sjónvarpsins segir að fljótlega verði tilkynnt um hver verði fulltrúi Íslands í keppninni. Sveinbjörn segir að leitað hafi verið til nokkurra aðila og sumir hafa afþakkað boðið. "Við erum að vinna úr þeim svörum sem við höfum fengið. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 275 orð

Ný flugstöð undirbúin í Reykjavík

GERT er ráð fyrir að á næsta ári verði byrjað að undirbúa byggingu flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli, samkvæmt þingsályktunartillögu samgönguráðherra um flugmálaáætlun áranna 1996-1999 sem lögð var fram á Alþingi í gær. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 183 orð

Nýir rekstraraðilar á Café Óperu

SIGÞÓR Sigurjónsson, eigandi Kringlukrárinnar í Borgarkringlunni, hefur selt hlutafélaginu Café Ópera hf. rekstur veitingahússins Café Óperu í Lækjargötu 2. Að baki Café Óperu hf. standa Ingi Björn Albertsson, Svanþór Þorbjörnsson og Ingvi Rafnsson. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 294 orð

Ráðstefna um málefni barna og unglinga með sérþarfir

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ heldur ráðstefnu í Borgartúni 6 í Reykjavík, laugardaginn 2. mars, um ýmis málefni barna og unglinga með sérþarfir. Ráðstefnan er haldin í samráði við Félag íslenskra leikskólakennara, Kennarasamband Íslands, Hið íslenska kennarafélag, Samband íslenskra sveitarfélaga, Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Refsing gæti numið allt að 6 ára fangelsi

TVÍTUG íslensk stúlka var handtekin á Kastrup-flugvelli við Kaupmannahöfn sl. föstudag og fundust 2 kíló af kókaíni í fórum hennar. Í kjölfarið handtók danska lögreglan tvo Nígeríumenn, sem grunaðir um að hafa átt þátt í smyglinu, að sögn Eriks Björns yfirmanns hjá fíkniefnalögreglunni í Kaupmannahöfn. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð

Salmonellusýking á sjö deildum

SJÖ einstaklingar hafa greinst með sýkingu af völdum salmonellu enteritidis á jafnmörgum deildum Landspítalans. Fjórir einstaklinganna eru sjúklingar og þrír starfsmenn á Ríkisspítölunum. Þeir veiktust allir í síðustu viku. Margir aðrir á spítalanum hafa verið með niðurgang en óvíst er hve margir þeirra eru með salmonellusýkingu. Karl G. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 102 orð

Sektir fyrir innflutning á lyfjum

TVEIR menn voru í Hæstarétti í gær dæmdir til að greiða 120 þúsund krónur hvor, vegna innflutnings á lyfjum, sem þeir kváðust ætla að nota til að létta sér erfiðið við að æfa lyftingar. Þeir viðurkenndu þó báðir að til greina hefði komið að selja hluta lyfjanna. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 500 orð

"Sérfræðingar geta ekki samþykkt"

STJÓRN Félags ungra lækna samþykkti í gær harðorð mótmæli við fyrirhuguðum samningi Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar ríkisins um sérfræðilæknishjálp, miðað við það sem fram hefur komið um samninginn í fjölmiðlum. Meira
1. mars 1996 | Erlendar fréttir | 522 orð

Sitt sýnist hverjum um hlutskipti Díönu

BRESK blöð fjölluðu mikið og ítarlega í gær um þá ákvörðun Díönu prinsessu af Wales að fallast á skilnað að lögum við Karl Bretaprins eftir 15 ára hjónaband. Veltu þau því fyrir sér hvert yrði hlutskipti Díönu og sýndist sitt hverjum um það. Lögmenn hófu í gær samninga um ákvæði skilnaðarsamkomulags. Meira
1. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Sjö tilboð í tölvur

SJÖ tilboð og þrjú frávikstilboð bárust í tölvur og tölvuvörur fyrir Akureyrarbæ og Ólafsfjarðarbæ og voru tilboðin kynnt á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarráð samþykkti að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Akurstjörnuna, en tilboðsupphæð nam tæpum 4,9 milljónum króna. Hlutur Ólafsfjarðarbæjar er um 530 þúsund krónur. Meira
1. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 295 orð

Sparnaður á móti lægri flutningskostnaði

ÞÓRARINN E. Sveinsson samlagsstjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Eyfirðinga segir að með lækkun á flutningskostnaði mjólkur um 10 aura á hvern lítra þurfi samlagið að ná um 2 milljóna króna sparnaði í rekstri á móti. Að jafnaði eru fluttir um 20 milljón lítrar af mjólk á ári á Eyjafjarðarsvæðinu og er kostnaður vegna flutninganna um 40 milljónir króna. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 287 orð

Stjórn Mótvægis virti lagaákvæði að vettugi

ÞAR SEM ekki fékkst áskrift að þeirri hlutafjáraukningu, sem hluthafafundur Mótvægis hf. hafði ákveðið í apríl 1993, voru hlutafjárloforð þeirra, sem þegar höfðu tekið þátt í aukningunni, niður fallin og bar stjórn félagsins að gera ráðstafanir í samræmi við það. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 412 orð

Stórkostleg frumraun í Carnegie Hall

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands og stjórnandi hennar Osmo V¨ansk¨a fá lofsamlega umsögn í dómi tónlistargagnrýnanda bandaríska dagblaðsins The New York Times sem hlýddi á leik hljómsveitarinnar í Carnegie Hall á þriðjudagskvöld. Höfundinum, Alex Ross, verður tíðrætt um tónlist Jóns Leifs og segir flutning hljómsveitarinnar á annarri sinfóníu Sibeliusar með því besta sem hann hafi heyrt. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 892 orð

Sækjandi tengir viðskiptin við innbyrðis deilur Bolvíkinga

MÁLFLUTNINGUR er hafinn í máli því sem Ríkissaksóknari hefur höfðað gegn fimm mönnum, tengdum útgerð, fiskvinnslu og sölu fiskafurða, vegna meintra lögbrota í tengslum við kvótaviðskipti, sem ákæruvaldið heldur fram að hafi fært þýska fisksölufyrirtækinu L¨ubbert í Bremerhaven yfirráð yfir um það bil 1.000 tonnum af karfakvóta á Íslandsmiðum. Í málflutningi Jóns H. Meira
1. mars 1996 | Miðopna | -1 orð

Tengir saman aðila sem annars hittast ekki Norðurlandaráð gengst í næstu viku fyrir ráðstefnu um Evrópumál í Kaupmannahöfn.

NORÐURLANDARÁÐ gengst í byrjun næstu viku fyrir Evrópuráðstefnu í Kaupmannahöfn. Ráðstefnan kemur í stað Norðurlandaráðsþings, sem hingað til hefur verið haldið um þetta leyti. Með nýskipan ráðsins eru teknir upp nýir starfshættir og í samtali við Morgunblaðið sagði Knud Enggaard forseti Norðurlandaráðs að með nýjum háttum væri Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 742 orð

Treysti mér til að standa þeim yngri á sporði

BJARNI Friðriksson júdómaður hætti æfingum árið 1993 eftir að hafa verið besti júdómaður landsins í sautján ár. Alls varð hann fjörutíu sinnum Íslandsmeistari, bæði sem einstaklingur og í sveitakeppni. Bjarni hefur tekið þátt í fernum Ólympíuleikum, fyrst í Moskvu árið 1980. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Tvær milljónir tonna af áli

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra heimsótti Íslenska álfélagið hf. í gær í tilefni af því að í lok febrúar náði heildarálframleiðsla ÍSAL frá upphafi tveimur milljónum tonna. Ráðherra skoðaði fyrirtækið og stækkunarframkvæmdir og snæddi síðan hádegisverð með starfsmönnum. Kvintettinn Þeyr úr Hafnarfirði skemmti starfsmönnum. Meira
1. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 208 orð

Tvær umsóknir bárust

TVÆR umsóknir bárust um stöðu prófessors í vinnslutækni sjávarafurða við Háskólann á Akureyri, en umsóknarfrestur rann út í byrjun vikunnar. Umsækjendur eru Hjörleifur Einarsson, en hann er sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í Reykjavík og auk þess í hálfri stöðu lektors við Háskólann á Akureyri og Sigþór Pétursson, lektor í efnafræði við Háskólann á Akureyri. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Umboðsmaður fyrir aldraða

LÖGÐ hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi um stofnun embættis umboðsmanns aldraðra sem sinni gæslu hagsmuna og réttinda aldraðra. Það er Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem leggur tillöguna fram og rökstyður hana með því að þar sem Íslendingar verði elstir allra þjóða, að 26. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Upplýsingalagafrumvarp lagt fram á þingi

FRUMVARP til upplýsingalaga var lagt fram á Alþingi í gær en þetta frumvarp hefur verið kynnt almenningi að undanförnu. Meginmarkmið frumvarpsins er að almenningur eigi þess kost að fylgjast með því sem stjórnvöld hafast að, ýmist beint eða fyrir milligöngu fjölmiðla. Er frumvarpinu þannig ætlað að stuðla að auknu réttaröryggi í stjórnsýslunni. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 338 orð

Útgerðarmenn á Rifi kaupa hlut í Bakka

NAFNI útgerðarfélagsins Ósvarar hf. í Bolungarvík var breytt á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. Fyrirtækið heitir nú Bakki Bolungarvík hf. Á aðlfundinum kom fram að útgerðarfélagið Kristján Guðmundsson hf. á Rifi hefur keypt 25 milljóna króna hlutafé í félaginu og kosin var ný stjórn. 38 milljóna kr. tap varð á síðasta rekstrarári. Aðalfundurinn var haldinn vegna reikningsársins 1. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Útskurðarfólk stofnar með sér samtök

STOFNFUNDUR félags áhugafólks um tréútskurð verður haldinn laugardaginn 2. mars í Víkingasal Hótels Loftleiða kl. 14. Markmið félagsins er að efla skurðlist á Íslandi með fræðslu, sýningum og útgáfu fréttabréfs. Félagið verður opið einstaklingum og hópum sem hafa áhuga á útskurði og framgangi skurðlistar. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Verð á gúrkum lækkar

VERÐ á íslenskum gúrkum lækkar í dag úr 400 krónum kílóið út úr búð í 290-300 krónur, og verður það þá svipað og verð á innfluttum gúrkum. Íslensku gúrkurnar eru ræktaðar við ljós og hefur framboð á þeim aukist upp á síðkastið að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, en hefðbundin framleiðsla er ekki væntanleg á markaðinn fyrr en í lok marsmánaðar. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 354 orð

Vinnueftirlitið hefur ekki kostað ríkissjóð fjármuni

MORGUNBLAÐINU barst í gær athugasemd frá Eyjólfi Guðmundssyni, forstjóra Vinnueftirlits ríkisins: "Vegna fréttar í blaðinu á þriðjudag vill Vinnueftirlitið koma á framfæri athugasemdum vegna þess að umfjöllun um stofnunina í skýrslu fjármálaráðuneytisins um ríkisfjármál 1995 gefur ekki rétta mynd af rekstrinum. Meira
1. mars 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Vitni vantar

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð um klukkan 14.45 mánudaginn 19. febrúar á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar. Þar rákust saman Volkswagen fólksbifreið, G-22210, sem ekið var austur Holtaveg, og Audi fólksbifreið, JO-611, sem ekið var suður Sæbraut. Umferðarljós eru á gatnamótunum og greinir ökumennina á um stöðu þeirra þegar áreksturinn varð. Meira

Ritstjórnargreinar

1. mars 1996 | Staksteinar | 339 orð

»Buchanan verður aldrei forseti DANSKA dagblaðið Berlingske Tidende fjallar í lei

DANSKA dagblaðið Berlingske Tidende fjallar í leiðara um sigur Pats Buchanan í forkosningum repúblikana í New Hampshire. Farið að falla á ameríska drauminn "SIGURVEGARINN [í forkosningunum í New Hampshire], hinn erkiíhaldssami sjónvarpsmaður Pat Buchanan, klæðir hvorki Bandaríkin né Repúblikanaflokkinn," skrifar leiðarahöfundur Berlingske Tidende. Meira
1. mars 1996 | Leiðarar | 649 orð

Leidari FRÁLEITUR STUÐNINGUR ÍKISSJÓÐUR greiðir 400-5

Leidari FRÁLEITUR STUÐNINGUR ÍKISSJÓÐUR greiðir 400-500 milljónir króna á ári vegna leiðbeiningarþjónustu landbúnaðarins. Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, fjallaði um þetta á ráðunautafundi fyrir skömmu. Telur hann, að leiðbeiningarþjónustan eigi fremur að vera í höndum bænda sjálfra en á vegum ríkisins. Meira

Menning

1. mars 1996 | Menningarlíf | 1069 orð

Að kannast við krist

SRÚÐBÚNIR feðgar eru á gangi um Skólavörðuholtið; þeir eru niðursokknir í spjall um það hvort drengurinn, sem er á tólfta ári, eigi að fá sér vinnu þetta sumarið. Hann vill helst fá að vera heima og leika sér með vinum sínum en móðir hans hefur alveg tekið Meira
1. mars 1996 | Menningarlíf | 165 orð

Ástarsaga úr fjöllunum

LEIKRITIÐ "Ástarsaga úr fjöllunum" verður sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm á laugardag. Leikritið er byggt á samnefndri sögu Guðrúnar Helgadóttur og hefur á undanförnum misserum verið sýnt á leikskólum og víðar við góðar undirtektir. Eru sýningar nú orðnar um 90 talsins. Meira
1. mars 1996 | Menningarlíf | 84 orð

Bútasaumsteppi í Hornstofu

Í HORNSTOFU Heimilisiðnaðarfélags Íslands, Laufásvegi 2, verða sýnd bútasaumsteppi, dúkar o.fl. helgina 2.-3. mars næstkomandi. Hlutirnir eru unnir af Ingibjörgu Guðjónsdóttur og Þórdísi Björnsdóttur frá Akranesi. Munu þær vera á staðnum báða dagana og vinna við gerð bútasaumsteppa. Meira
1. mars 1996 | Menningarlíf | 63 orð

Diddú og Anna Guðný í Logalandi

SIGRÚN Hjálmtýsdóttir, Diddú söngkona, og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í Logalandi í Borgarfirði á morgun, laugardag, kl. 21. Fyrri hluti tónleikanna í Logalandi samanstendur af íslenskum lögum eingöngu, meðal annars eftir Sigvalda Kaldalóns, Atla Heimi Sveinsson, Pál Ísólfsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Meira
1. mars 1996 | Menningarlíf | 726 orð

Draumur rætist

MARGAR kærar minningar, flestar um það bil 50 ára gamlar, leituðu á hugann þegar ég kom á æfingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Carnegie Hall í gærmorgun. Þar hafði ég, á síðustu árum heimsstyrjaldarinnar síðari og á næstu árum þar á eftir, hlýtt á margar ágætustu hljómsveitir þess tíma með hinum frægustu stjórnendum: Fílharmoníuhljómsveit New York-borgar sem Artúr Rodzinski stjórnaði þá, Meira
1. mars 1996 | Menningarlíf | 88 orð

Eins árs afmæli Hamarsins

SÝNINGARSALURINN við Hamarinn, Strandgötu 50, Hafnarfirði, var formlega tekinn í notkun í byrjun mars á síðastliðnu ári. "Reglulegt sýningarhald í salnum hefur sett svip sinn á menningarlífið eins og margir sýningargestir geta vitnað um. Fjölbreytileiki sýninga hefur verið mikill, allt frá einkasýningum til viðamikilla samsýninga erlendra sýningargesta," segir í kynningu. Meira
1. mars 1996 | Myndlist | 445 orð

Fagur fiskur úr sjó

Árdís Olgeirsdóttir. Opið kl. 14­18 alla daga til 3. mars. Aðgangur ókeypis. STUNDUM hafa áhyggjufullir góðborgarar rætt í fullri alvöru um það vandamál sem þeir töldu sýnilegt í fjölgun listamanna; úr listaskólum útskrifaðist slíkur fjöldi, að engin von væri til að allur hópurinn gæti lifað af listinni. Slíkar vangaveltur eru óþarfar. Meira
1. mars 1996 | Myndlist | -1 orð

Gráar myndir og bláar

Jón Bergmann Kjartansson. Opið alla daga frá 14­18. Lokað mánudaga. Til 10 marz. Aðgangur ókeypis. HIN sérstaka þróun meðal yngri kynslóða, að líta á sjálfar sig sem landkönnuði og myndflötinn sem landnám, virðist fara stigmagnandi. Slíkir sjá næsta lítinn mun á hlutlægri list og óhlutbundinni, telja hið myndræna innihald aðalatriði. Meira
1. mars 1996 | Fólk í fréttum | 168 orð

Gustar af Gallagher

LIÐSMENN Oasis, einnar vinsælustu rokksveitar heims, vilja fá nafn sveitarinnar á keppnistreyjur knattspyrnuliðsins Manchester City. Þeir eru allir harðir aðdáendur liðsins og vilja gerast stuðningsaðilar þess. Leiðtogi sveitarinnar, Noel Gallagher, átti fund með formanni félagsins, Francis Lee, í síðustu viku. Meira
1. mars 1996 | Menningarlíf | 76 orð

Helga sýnir í Smíðar & skart

Í GALLERÍ Smíðar & skart, Skólavörðustíg 16a, stendur nú yfir sýning á verkum Helgu Jóhannesdóttur leirlistakonu. Á sýningunni eru einungis nytjamunir úr keramiki unnir á tímabilinu 1995-1996. Helga lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985 og hefur haldið nokkrar einkasýningar ásamt því að taka þátt í mörgum samsýningum. Meira
1. mars 1996 | Kvikmyndir | 522 orð

Jean Valjean í seinna stríði

Leikstjóri, handritshöfundur (byggt á skáldsögu Victors Hugo) og kvikmyndatökustjóri Claude Lelouch. Tónlist Francis Lai. Aðalleikendur Jean-Paul Belmondo, Michel Boujenah, Alessandra Martines, Clementine Celarie, Annie Girardot, Philippe Leotard, Philippe Khorsand, Robert Hossein, Jean Marais. Frakkland 1995. Meira
1. mars 1996 | Menningarlíf | 40 orð

Kristbergur sýnir í Hafnarfirði

Í HÚSNÆÐI Hafnarfjarðarleikhússins við Vesturgötu í Hafnarfirði eru nú til sýnis málverk eftir Kristberg Ó. Pétursson, myndir gerðar á árunum 1989-95. Verkin eru til sýnis alla daga kl. 16-19 á meðan sýningar leikhússins standa yfir. Meira
1. mars 1996 | Fólk í fréttum | 46 orð

Lágvaxin, feit og ljót?

LEIKKONAN Patsy Kensit er að eigin sögn ekki vön því að sýna nýjustu tísku. Hún sagði að sér hefði fundist hún vera "lágvaxin, feit og ljót", þegar hún sýndi hönnun breska hönnuðarins John Rocha. Lesendur Morgunblaðsins geta nú dæmt fyrir sig. Meira
1. mars 1996 | Fólk í fréttum | 289 orð

Lítið um óvænt tíðindi

FÁTT kom á óvart við afhendingu Grammy-verðlaunanna í fyrrinótt. Einna helst má nefna að sveitasöngkonan Joan Osborne, sem hlotið hafði tilnefningar í fimm flokkum, sigraði ekki í neinum þeirra. Einnig þótti koma á óvart að Annie Lennox skyldi sigra í flokknum besta frammistaða söngkonu fyrir lagið "No More I Love You's". Meira
1. mars 1996 | Menningarlíf | 84 orð

Lúðrahljómur í Ráðhúsinu

LÚÐRASVEITARTÓNLEIKAR verða í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 2. mars kl. 16. Þar munu Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit verkalýðsins og Skólahljómsveit Kópavogs hittast og spila fyrir gesti og gangandi. Meira
1. mars 1996 | Myndlist | 500 orð

Persónulegar minningar

Sigurjón Jóhannsson. Opið mánud.- laugard. 10-18 og sunnud. 14-18 til 10. mars. Aðgangur ókeypis ÞAÐ þarf ekki að hafa lifað langan aldur til að æskan fái á sig sérstakan ljóma endurminninganna, þegar allt var fallegt og fínt, alltaf gott veður og aldrei neinar misfellur á mannlífinu. Meira
1. mars 1996 | Kvikmyndir | 454 orð

Rauðlituð refskák

Gullmolar, kvikmyndahátíð Sambíóanna. Leikstjóri Patrice Chereau. Handritshöfundur Patrice Chereau og Daniele Thompson, byggt á sögu Alexandre Dumas. Kvikmyndatökustjóri Philippe Rousselot. Tónlist Goran Bregovic. Búningar Moidele Bickel. Aðalleikendur Isabelle Adjani, Daniel Auteuil, Jean-Hugues Anglade, Vincent Perez, Virna Lisi, Pascal Greggory. Frönsk/þýsk/ítölsk. 1994. Meira
1. mars 1996 | Leiklist | 426 orð

Sá, sem af allri sálu sinni...

eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikstjóri Stefán Sturla Sigurjónsson. Aðalleikarar Þorbjörn Emil Kjærbo, Elísabet Ýr Sigurðardóttir, Sigurgeir Gíslason, Laufey Elíasdóttir. Frumsýnt þriðjudaginn 27. febrúar í Bæjarbíói. Meira
1. mars 1996 | Menningarlíf | 34 orð

Síðasta sýningarhelgi Árdísar

SÝNINGU Árdísar Olgeirsdóttir í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg lýkur nú á sunnudag, 3. mars. Árdís sýnir verk úr steinleir með silkiþrykki og verk úr svartbrenndum leir. Galleríið er opið daglega kl. 14-18. Meira
1. mars 1996 | Menningarlíf | 19 orð

Sjónþing Braga að ljúka

Sjónþing Braga að ljúka NÚ um helgina er síðasta sýningarhelgi á Sjónþingi, myndlistarsýningum Braga Ásgeirssonar, í Sjónarhóli og Gerðubergi. Meira
1. mars 1996 | Kvikmyndir | 559 orð

Spilaborgin hrynur

Leikstjóri Martin Scorsese. Handritshöfundur Scorsese og Nicholas Pileggi, e. bók Pileggi, Love and Honor in Las Vegas. Kvikmyndatökustjóri Robert Richardson. Aðalleikendur Robert DeNiro, Sharon Stone, Joe Pesci, James Woods, Don Rickles, Alan King, L.Q. Jones, Kevin Pollak, Dick Smothers. Bandarísk. Universal 1995. Meira
1. mars 1996 | Kvikmyndir | 398 orð

Spilavítið

Leikstjóri: Joe Johnston. Handrit: Jonathan Hensleigh, Greg Taylor og Jim Strain eftir sögu Chris Van Allsburg. Aðalhlutverk: Robin Williams, Bonnie Hunt, David Alan Grier, Kirsten Dunst. Columbia. 1995. Meira
1. mars 1996 | Menningarlíf | 138 orð

Strætið frumsýnt

Hornafirði-Leikfélag Hornafjarðar frumsýnir í kvöld Strætið eftir Jim Cartwright í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Sýningin er all viðamikil, en um 40 manns taka þátt í henni. Meira
1. mars 1996 | Fólk í fréttum | 260 orð

Syndir í svítu 16 sýnd í Háskólabíói

LEIKSTJÓRINN Dominique Deruddere vakti mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir kvikmyndina "Crazy Love" byggðri á sögu eftir Charles Bukowski sem sýnd var hér á landi á Kvikmyndahátíð Listahátíðar fyrir nokkrum árum. Meira
1. mars 1996 | Menningarlíf | 27 orð

Sýningu Hrafnkels að ljúka

Sýningu Hrafnkels að ljúka NÚ LÍÐUR að síðustu sýningarhelgi á verkum Hrafnkels Sigurðssonar í Ingólfsstræti 8. Þessi sýning samanstendur af 42 vínilhúðuðum stuðlabergssteinum. Sýningunni lýkur 3. mars. Meira
1. mars 1996 | Menningarlíf | 62 orð

Sænsk teiknimynd

SÆNSKA teiknimyndin Agaton Sax og Byköpings Gästebud verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudag kl. 14. Myndin segir frá þjófum sem flýja frá fangelsi og eru með Scotland Yard á hælunum. Málin flækjast þegar það kemur í ljós að þjófarnir eiga tvífara. Myndin er með sænsku tali og er 75 mín. að lengd. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Meira
1. mars 1996 | Menningarlíf | 143 orð

Uppgerðarasi með dugnaðarfasi

FJÓRÐA sýning í Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur verður laugardaginn 2. mars í Borgarleikhúsinu. Sýnt verður verkið Uppgerðarasi með dugnaðarfasi, en það eru þrjú hreyfiljóð eftir Svölu Arnardóttur. Meira
1. mars 1996 | Menningarlíf | 149 orð

Þrívíddarverk í Ráðhúskaffi

KRISTÍN Reynisdóttir opnar sýningu í Ráðhúskaffi laugardaginn 2. mars kl. 12. Framvegis mun listamönnum vera boðið upp á að sýna í húsakynnum Ráðhúskaffis, sem staðsett er í suðaustur hluta Ráðhússins og mun hver listamaður sýna mánuð í senn. Gefur þetta rými mikla möguleika fyrir þá sem geta nýtt sér mikla og skemmtilega birtu. Sýningin er unnin með þetta rými í huga. Meira

Umræðan

1. mars 1996 | Aðsent efni | 756 orð

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

"SÁLARLÍF mannsins felur í sér alla þá þætti sem varða merkingarbært líf, svo sem "hugsun, skynjun, minni, ímyndun, skilning, tilfinningar, geðshræringar, ætlun og hvatir." (Vilhjálmur Árnason, Líkn og dauði bls. 170). Sálarlíf mannsins er margbreytilegt eins og kemur fram í skilgreiningu Vilhjálms Árnasonar. Meira
1. mars 1996 | Aðsent efni | 553 orð

Aldamót, áfengi og sjálfstæði

ALDAMÓTAKYNSLÓÐ 20. aldarinnar var rismikil og í henni bjó mikill kraftur og orka sem nýtt voru til hins ýtrasta í baráttunni fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og eflingu atvinnulífs. Þessi kynslóð skildi það að til þess að koma í framkvæmd sínum háleitu hugsjónum þurfti hin fámenna þjóð á öllum kröftum hvers þjóðfélagsþegns að halda og þar mátti enginn liggja á liði sínu. Meira
1. mars 1996 | Aðsent efni | 682 orð

Forvarnir ­ fræðsla ­ fordæmi

NEYSLA vímuefna hefur verið meira í umræðunum nú um stund en oftast áður. Orsök þess er augljós. Sú vá, sem neysla þeirra veldur, dylst engum. Og nú hefur sú neysla færst svo í aukana meðal ungu kynslóðarinnar að jafnvel þeir, sem ekkert vildu af hinum aðsteðjandi vágesti vita, Meira
1. mars 1996 | Aðsent efni | 492 orð

Föstusöfnun Caritas ­ hungursneyð og betri heilsa

Á ÞESSARI föstu minnir Jóhannes Páll páfi II á þann vanda sem tekist er á við í veröldinni þar sem milljónir saklausra manna búa við hungur og örvæntingu, sem í flestum tilfellum má rekja til valdníðslu og styrjaldarátaka. Tugmilljónir manna búa við hungurmörk og viðvarandi ótta um hag og líf sinna nánustu. Meira
1. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 210 orð

"Gjafir eru yður gefnar"...

Í laugardagsblaði Dags, 24. febrúar síðastliðinn, birtist tveggja síðna myndskreytt viðtal við háttvirtan menntamálaráðherra, Björn Bjarnason. Aðspurður um fjarkennslu ­ væntanlega á Íslenska menntanetinu, þótt ekki sé það tekið fram ­ segir hæstvirtur ráðherra: "Ég er sannfærður um að fjarkennslan og upplýsingatæknin almennt mun breyta miklu. Sumir segja að skólastofan sé í raun úrelt. Meira
1. mars 1996 | Aðsent efni | 1619 orð

HAGRÆÐING Í MJÓLKURIÐNAÐI Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi greinargerð frá Guðmundi Bjarnasyni, landbúnaðarráðherra,

Í REYKJAVÍKURBRÉFI Morgunblaðsins frá 24. febr. sl. eru alvarlegar ásakanir á hendur undirritðuðum vegna úreldingar á Mjólkursamlagi Borgfirðinga og framkvæmdin gagnrýnd í heild sinni á kostnað undirritaðs. Er hún talin "ótrúlegt dæmi um framferði opinberra aðila" við það að gæta sérhagsmuna t.d. í landbúnaði í stað almannahagsmuna. Meira
1. mars 1996 | Aðsent efni | 631 orð

Hjartavernd ­ fortíð og framtíð

LIÐLEGA þrjátíu ár eru nú liðin fra stofnun Hjartaverndar, landssamtaka hjarta- og æðaverndarfélaga. Á sjötta og sjöunda áratugnum óx dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma mjög hratt og herjaði á fólk á besta aldri og lagði að velli einstaklinga í blóma lífsins. Upphafið að stofnun samtakanna má rekja til þess að laugardaginn 25. Meira
1. mars 1996 | Aðsent efni | 863 orð

Hvað eru forvarnir í áfengismálum?

ÞAÐ ER að koma í veg fyrir, að einstaklingur verði áfengissjúklingur. Talið er öruggt, að einn af hverjum tíu, sem nota áfengi, verði áfengissjúklingur. Í framhaldi af því er það skoðun margra á Norðurlöndum, einkum Svía og Norðmanna, að það sé árangursríkari áfengisvörn að efla forvarnir, eins og til dæmis bindindisfélög, en að ausa ógrynni fjár í meðferðarstofnanir, Meira
1. mars 1996 | Aðsent efni | 638 orð

Hvalfjarðargöng

FYRIR rúmri viku var endanlega gengið frá verksamningum um Hvalfjarðargöng. Sú framkvæmd markar þáttaskil í sögu samgangna hér á landi. Nú er í fyrsta skipti farið út í það að fela sérstöku hlutafélagi ábyrgðina af undirbúningi og framkvæmd mikils samgöngumannvirkis og reka það síðan uns kostnaðurinn hefur fengist endurgreiddur með veggjaldi. Meira
1. mars 1996 | Aðsent efni | 869 orð

Jákvæðari sókn

Bændasamtök Íslands halda sinn árlega aðalfund, búnaðarþing, nú í byrjun mars. Umræða um landbúnað er gömul og ný enda um að ræða eina af undirstöðuatvinnugreinum í atvinnulífi okkar Íslendinga. Engu er líkara en að ákveðin öfl hafi mótað kerfisbundna aðför að íslenskum landbúnaði. Aðför þessi hefur verið við lýði um nokkuð langt skeið. Meira
1. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 234 orð

Krossfarar nútímans

"FLEIRI gerast nú vígmenn en ég ætlaði" varð Njáli að orði forðum, þá Bergþóra vélaði Þórð fóstra sona sinna til vopna. Slæm svörun í spili angrar marga. Líklega er slík uppákoma kveikjan að fjölmiðlagleði þeirri hinni miklu sem nú um skeið hefur herjað landsbyggð vora. Meira
1. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 434 orð

Lof dansins ­ viðauki

SUNNUDAGINN 18. febrúar sl. birtist í Mbl. grein eftir Svein Einarsson um sögu listdansins hér á landi svo og Íslenska dansflokksins. Þar er stiklað á stóru, en þó eru t.d. flest þau ballettverk sem íslensk geta talist, nefnd á nafn og starf flokksins að nokkru tíundað, utan á einu tímabili, ­ fyrstu árum hans. Meira
1. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 467 orð

Miðbæjarskólinn

FYRIR þrem árum flutti ég ásamt fjölskyldu minni heim til Íslands eftir að hafa búið nokkur ár í Bandaríkjunum. Það sem kom mér mest á óvart við heimkomuna var grunnskólinn. Umskiptin fyrir son minn, sem hafði gengið í heilsdagsskóla í Bandaríkjunum, voru hrikaleg. Grunnskólinn býður einungis upp á hálfsdagsskóla, þar sem engu virðist vera komið í verk. Meira
1. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 430 orð

Miðbæjarskólinn og framtíð hans

ÞEGAR ég flutti til Reykjavíkur árið 1931 var nýbúið að byggja Austurbæjarskólann sem þá var talinn einhver fullkomnasti barnaskóli í Evrópu. Það var ekki bara byggingin sem var glæsileg heldur var allur aðbúnaður skólans rómaður. Fram að þeim tíma hafði verið einn barnaskóli í Reykjavík, Barnaskóli Reykjavíkur. Meira
1. mars 1996 | Aðsent efni | 1032 orð

Póstur og sími hf.

PÓSTMANNAFÉLAG Íslands varar alvarlega við þeim áformum sem koma fram í frumvarpi samgönguráðherra um að breyta Pósti og síma í hlutafélag. Aðalrökstuðningur fyrir nauðsyn þess að breyta Pósti og síma í hlutafélag virðist vera sá, að losa fyrirtækið undan valdi Alþingis og ráðherra. Meira
1. mars 1996 | Aðsent efni | 735 orð

Ætla alþingismenn að láta stjórnast af hagsmunaþrýstingi vátryggingafélaga?

ÞAÐ VAR 10. nóvember sl. sem Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður og Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari skiluðu allsherjarnefnd Alþingis skýrslu sinni um nauðsynlegar breytingar á skaðabótalögunum frá 1993. Þar er lagt til að af lögunum veðri sniðnir alvarlegir annmarkar, sem hafa valdið því að skaðabætur fyrir líkamstjón hafa verið ákveðnar allt of lágar. Meira

Minningargreinar

1. mars 1996 | Minningargreinar | 499 orð

Baldvin Jónsson

Baldvin útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands árið 1940 og hafði sem barn og unglingur verið við góða heilsu. Hins vegar veiktist hann fyrri hluta árs 1941, þá vinnandi á skrifstofu og var ástæðan greind eitlabólga við lungu af berklatoga. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 361 orð

Baldvin Jónsson

Kveðja frá Þorgeirsbræðrum Í dag kveðjum við bræður í Oddfellow-stúkunni Þorgeiri nr. 11 góðan vin og stúkubróður, Baldvin Jónsson, fyrrv. framkvæmdastjóra, hinstu kveðju. Baldvin útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands árið 1940, og vann við skrifstofustörf hjá viðskiptafyrirtækjum næstu tíu árin, en eftir það starfað hann alfarið hjá samtökum, Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 26 orð

BALDVIN JÓNSSON

BALDVIN JÓNSSON Baldvin Jónsson fæddist í Reykjavík 25. október 1922. Hann lést á Landspítalanum 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 29. febrúar. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 151 orð

Ingvar Svavarsson

Ingvar Svavarsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 189 orð

INGVAR SVAVARSSON

INGVAR SVAVARSSON Ingvar Svavarsson fæddist á Akureyri 6. október 1953. Hann lést á Landspítalanum 22. febrúar sl. Foreldrar hans eru Guðbjörg Tómasdóttir, f. í Skagafirði (Tómas Jónsson og Sigríður Jónsdóttir) og Svavar Jóhannesson, f. á Akureyri (Jóhannes Guðjónsson og Snjólaug Jóhanna Jóhannsdóttir). Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 306 orð

Jakob Loftur Guðmundsson

Tengdafaðir okkar, Jakob Loftur Guðmundsson, er látinn. Hann ólst upp við þau erfiðu kjör sem víðast hvar voru á þessum tímum. Seinna fór hann að vinna og fór á sjóinn strax og hann gat. Ungur að árum kynntist hann konu sinni, Þórunni Jónasdóttur, og hófu þau búskap hjá foreldrum hans í Hnífsdal og bjuggu þar fyrstu árin. Þau Þórunn eignuðust fimm börn. Árið 1946 fluttu þau suður. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 146 orð

JAKOB LOFTUR GUÐMUNDSSON

JAKOB LOFTUR GUÐMUNDSSON Jakob Loftur Guðmundsson fæddist á Höfðaströnd í Grunnavíkurhreppi. Hann lést í Landspítalanum 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vagnborg Einarsdóttir frá Dynjanda í Jökulfjörðum og Guðmundur Jónsson frá Seli á Ströndum. Jakob og Þórunn eignuðust fimm börn. Elstur er Gunnar, f. 28.7. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 150 orð

Margrét Kristjánsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að kveðja móður mína. það er svo margs að minnast og margt að þakka að orð verða lítils megnug. Þú fékkst þína langþráðu hvíld eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm sem best verður lýst í eftirfarandi ljóði: Þú hvarfst þér sjálfri og okkur. Hvarfst inn í höfuð þitt. Dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 686 orð

Margrét Kristjánsdóttir

Ég gleðst af því ég guðsson á, nú grandað fær ei dauðinn mér, því brodd hans hefur brotið sá sem bróðir minn og vinur er. Svo kvað Helgi Hálfdánarson. Elskuleg Magga okkar er flutt frá okkur. Hún hefur fengið flutning inn í land dýrðarinnar þar sem enga þjáningu er að finna, enga sorg, ekki heldur grát. Tómarúmið er mikið. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 265 orð

Margrét Kristjánsdóttir

Ég man þetta svo vel áður en amma varð veik. Hún var mér alltaf svo góð, og passaði mig eins og ég væri dóttir hennar og hún móðir mín. Ég man eftir því þegar hún gerði alltaf pönnukökur eða gaf mér rúgbrauð á sunnudögum, þegar ég kom til hennar til að horfa á barnatímann á Stöð 2. Þegar ég var í leikskóla sótti hún mig alltaf þegar hann var búinn, og gaf mér stundum pening fyrir video-spólu. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 423 orð

Margrét Kristjánsdóttir

Nú er ei annað eftir en inna þakkar-mál og hinstri kveðju kveðja þig, kæra, hreina sál. Þín ástarorðin góðu og ástarverkin þín í hlýjum hjörtum geymast þótt hverfi vorri sýn. (E.H. Kvaran.) Elsku systir! Þessar ljóðlínur fela í sér það sem ég hefði viljað segja við þig áður en þú hverfur til moldarinnar. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 216 orð

Margrét Kristjánsdóttir

Ég heyrði Jesú himneskt orð: "Kom, hvíld ég veiti þér þitt hjart' er mætt og höfuð þreytt, því halla' að brjósti mér." (Stefán Thor.) Elsku Magga mín, mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum og þakka þér fyrir allar velgjörðir mér veittar í erfiðleikum mínum áður fyrr. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 93 orð

MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR

MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR Margrét Kristjánsdóttir fæddist 3. febrúar 1923 á Vöðlum í Önundarfirði. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir, f. 11.9. 1898, d. 1.3. 1953, og Kristján Hagalínsson, f. 23.2. 1888, d. 26.10. 1973. Hinn 30. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 803 orð

Ragnheiður Jóhannesdóttir

Elskuleg amma mín, Ragnheiður Jóhannesdóttir, lést á Reykjalundi að morgni 22. febrúar sl. eftir aðeins sólahrings veikindi. Það má með sanni segja að amma hafi verið gæfumanneskja, hún giftist afa mínum, Oddi Ólafssyni, lækni, árið 1938 og áttu þau miklu barnaláni að fagna. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 771 orð

Ragnheiður Jóhannesdóttir

Um það leyti sem SÍBS var stofnað fyrir rúmum 57 árum gengu í hjónaband Ragnheiður Jóhannesdóttir sem hér er kvödd, hárgreiðslukona í Reykjavík, og Oddur Ólafsson læknir sem þá var aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum. Oddur lést þ. 18. janúar 1990. Trúlega hefur hvorugt þeirra hjóna rennt grun í á þeim tíma að lífshlaup þeirra yrði til enda svo samofið sögu SÍBS og stofnana þess sem raunin varð. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 317 orð

Ragnheiður Jóhannesdóttir

Hún Ragnheiður hans Odds er dáin. Fyrir okkur rifjast upp áratuga samskipti við hana, oftast í gegnum síma, þegar við hringdum og vorum að leita að honum Oddi. Það hefur nú oft verið álag á símanum hjá henni Ragnheiði og svo þegar við bættust þessar tvær kvinnur hjá Öryrkjabandalaginu, sem svo oft þurftu að ná tali af manninum hennar gæti maður haldið að bikarinn hafi verið fullur. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 248 orð

Ragnheiður Jóhannesdóttir

Góð kona er gengin. Ragnheiður Jóhannesdóttir, ekkja Odds Ólafssonar, hins mikla baráttumanns fyrir bættum lífskjörum fatlaðs fólks, lést 23. þ.m. Það vill stundum gleymast þegar rætt er um ofurhuga og baráttumenn, sem stöðugt eru í sviðsljósinu vegna afreka sinna að það stendur eiginkona og fjölskylda að baki honum. Eiginkonan á ekki síst þátt í því að starf manns verður eins og það er. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 540 orð

Ragnheiður Jóhannesdóttir

Elsku amma mín. Ég sit hérna við skrifborðið mitt í Englandi og skrifa mitt seinasta bréf til þín. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki bréf eða kort með fallegu íslensku landslagi til baka frá þér nokkrum dögum seinna eins og þú varst vön að gera. Sama þó þú værir axlarbrotin og sæir stafina orðið mjög illa, þá gast þú alltaf skrifað nokkrar línur sem yljuðu mér um hjartarætur. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 732 orð

Ragnheiður Jóhannesdóttir

"Þetta er nú gangur lífsins" er oft sagt þegar fullorðið fólk fellur frá, en það er ekkert hversdagslegt við það að kveðja í hinsta sinn einhvern sem manni þykir undur vænt um. Góðu stundirnar saman verða ekki fleiri, en þær liðnu verða þeim mun dýrmætari í minningunni. Amma mín var engri lík, og ég held að flestir sem kynntust henni séu sammála mér um það. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 249 orð

RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR

RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR Ragnheiður Jóhannesdóttir fæddist 6. september 1911 á Kvennabrekku í Dölum. Hún lést á Reykjalundi 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Ragnheiðar voru Guðríður Helgadóttir, f. 9.11. 1873, d. 21.2. 1958, og Jóhannes Lárus Lynge Jóhannsson prestur, f. 14.11. 1859, d. 6.3. 1929. Séra Jóhannes var tvíkvæntur. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 103 orð

Ragnheiður Jóhannesdóttir Það var alltaf gaman að koma í Hamraborgina til langömmu. Við amma hjálpuðumst oft að við að tína

Það var alltaf gaman að koma í Hamraborgina til langömmu. Við amma hjálpuðumst oft að við að tína kartöflur úr kartöflugarðinum og að vökva blómin og trén. Ég minnist sérstaklega jólaboðanna hjá henni. Í þeim var ofsalega gaman og amma kom alltaf með nýja og nýja brandara. Amma lumaði alltaf á kók og prins póló handa okkur krökkunum, þegar við komum í heimsókn. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 823 orð

Sigríður Bjarnadóttir

Þegar þrjátíu ára góð og gefandi vinátta skal þökkuð verða flest orð fátækleg. Kynni okkar Sigríðar hófust í sumarbyrjun 1965, þegar ég réðst í kaupavinnu til hennar í Lambadal sumarlangt. Tilgangurinn var aðallega sá, að sonur minn, fimm ára gamall, fengi að kynnast vestfirsku sumri milli fjalls og fjöru og sveitalífinu almennt, manna, fugla og dýra. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 27 orð

SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Alviðru í Dýrafirði 15. september 1907. Hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á

SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Alviðru í Dýrafirði 15. september 1907. Hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 23. janúar síðastliðinn og fór útförin fram 29. janúar. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 138 orð

Sigurður Gunnar Wopnford

Sigurður Gunnar fluttist til Arborg í Manitoba í Kanada árið 1912. Þar gekk hann í skóla og þar hóf hann starfsævi sína. Hann stundaði fiskveiðar framan af en síðan búskap í grennd við Arborg, allt til 1964. Þá seldi hann jörð sína og fluttist á mölina. Þar lagði hann fyrir sig tryggingasölu og fékkst við hana um árabil. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 114 orð

SIGURÐUR GUNNAR WOPNFORD

SIGURÐUR GUNNAR WOPNFORD Sigurður Gunnar Wopnford fæddist í bænum Minneota í Minnesotafylki í Bandaríkjunum 11. febrúar 1904. Hann lést á hjúkrunarheimilinu í Oakview Place í Winnipeg í Kanada 20. desember síðastliðinn. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 260 orð

Svava Jónsdóttir

Elsku besta amma, nú hefur þú kvatt þetta líf eftir langa ævi og hitt hann afa sem þú saknaðir svo sárt. Við viljum þakka fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Amma og afi áttu heima norður í Snartartungu en fluttust til Reykjavíkur árið 1967. Á sumrin eyddu þau miklum tíma í sveitinni og þangað fengum við systurnar oft að koma. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 255 orð

Svava Jónsdóttir

Okkur langar í nokkrum orðum að þakka henni ömmu okkar fyrir allar góðu samverustundirnar sem við áttum með henni. Hugur okkar er fullur af þakklæti fyrir allt það sem hún hefur fyrir okkur gert. Það var svo margt sem hún kenndi og miðlaði til okkar með sínu góða og yfirvegaða fasi. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 239 orð

SVAVA JÓNSDÓTTIR

SVAVA JÓNSDÓTTIR Svava Jónsdóttir var fædd á Vatnshömrum í Borgarfirði 1. júlí 1908. Hún lést í Sunnuhlíð í Kópavogi 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Þorsteinsdóttir, ljósmóðir frá Sigmundarstöðum í Hálsasveit, og Jón Guðmundsson frá Auðsstöðum úr sömu sveit. Börn þeirra voru Áslaug, f. 5.7. 1900, Ellert, f. 18.5. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 247 orð

Tryggvi Eiríksson

Tryggvi Eiríksson fæddist á Útverkum á Skeiðum 26. september 1921. Hann lést í Vífilsstaðaspítala að kvöldi 21. febrúar síðastliðins. Foreldrar hans voru Eiríkur Ágúst Þorgilsson, f. 19.8. 1894, d. 11.9. 1967, bóndi í Langholti í Hraungerðishreppi í Árnessýslu, og Lilja Bjarnadóttir, f. 11.1. 1896, d. 23.5. 1988. Systkini Tryggva eru: Karl, f. 9.6. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 151 orð

Tryggvi Eiríksson

Hann Tryggvi afi er dáinn. Ég á eftir að sakna hans sárt og allra okkar skemmtilegu samtala. Afi vissi svo margt enda las hann mikið. Það var gaman að hlusta á hann segja frá. Sérstaklega er hann talaði um hvernig allt var í gamla daga. Í fyrravetur skrifaði ég ritgerð fyrir skólann, byggða á minningum afa. Ég mun ekki gleyma þeim degi er afi kom og við unnum þessa ritgerð. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 104 orð

Tryggvi Eiríksson Elskulegur tengdafaðir minn er látinn. Mig langar með nokkrum orðum að minnast hans. Er ég lít til baka er

Elskulegur tengdafaðir minn er látinn. Mig langar með nokkrum orðum að minnast hans. Er ég lít til baka er margs að minnast, ofarlega í huga mér er árið sem Tryggvi bauð okkur hjónum að dvelja hjá sér meðan við biðum eftir húsnæði sem við höfðum fest kaup á. Þá eyddum við þrjú oft kvöldunum saman í spjall um hin ólíkustu mál og voru þá gamanmálin aldrei langt undan. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 681 orð

Þóra Þórðardóttir

Í dag verður til moldar borin móðursystir okkar, Þóra Þórðardóttir. Þegar náinn ástvinur er kvaddur setur mann hljóðan og verður orðfár, en okkur langar til að minnast Þóru frænku, eins og hún var alltaf kölluð af okkur systkinabörnunum, með örfáum orðum. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 551 orð

Þóra Þórðardóttir

"Hvað segirðu? Hvernig hefur þú það? En fjölskyldan? Hvað er að frétta af mömmu? Svona var Þóra frænka. Sívakandi yfir öllum, skyldmennum, vinum og vandalausum. Hvik, snaggaraleg og brosti undursamlega viðfelldnu brosi. Þóra ólst upp með foreldrum sínum í Björk í Grímsnesi, Tryggvaskála og á Einarsstöðum við Grímsstaðaholt. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 499 orð

Þóra Þórðardóttir

Elskuleg föðursystir mín Þóra Þórðardóttir er látin eftir erfið veikindi. Þrátt fyrir að ég hafi vitað að hverju dró, kom andlátsfregnin mér á óvart. Ég er eflaust ekkert öðruvísi en margir sem telja sig hafa nægan tíma og koma þar af leiðandi ýmsu ekki í verk sem ætti að hafa algjöran forgang. Því sakna ég nú mjög Þóru frænku minnar sem ég hefði átt að heimsækja miklu oftar. Meira
1. mars 1996 | Minningargreinar | 129 orð

ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR

ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR Þóra Þórðardóttir fæddist í Björk í Grímsnesi 21. apríl 1914. Hún lést á Landspítalanum 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson, bóndi á Krókatúni á Landi, en hann rak síðar greiðasölu í Tryggvaskála við Ölfusá, f. 12. apríl 1882 í Fellsmúla, d. 20. Meira

Viðskipti

1. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 162 orð

Búnaðarbankinn lækkar vexti

BÚNAÐARBANKINN lækkar í dag vexti af verðtryggðum inn- og útlánum. Kjörvextir almennra skuldabréfalána lækka um 0,10% og verða því 6,10%, en vextir Stjörnubóka lækka um 0,05%. Vextir Stjörnubókar 30 verða því 5,20% og Stjörnubókar 12 3,35%. Meira
1. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 116 orð

CBS sigrar í tóbaksmáli

CBS-sjónvarpið hefur unnið umtalsverðan dómsigur, þar sem dómari hefur ógilt vitnastefnur tóbaksfyrirtækisins Brown & Williamson, sem vill upplýsingar frá blaðamönnum fréttaþáttarins 60 Minutes" um fyrrverandi rannsóknarstjóra B&W, sem skýrði þeim frá trúnaðarmálum fyrirtækisins. Meira
1. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 268 orð

Einkaréttur VÞÍ til starfrækslu verðbréfaþings verði afnuminn

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur í tillögum sínum um framtíðarskipulag Verðbréfaþings Íslands lagt til að einkaréttur þess til reksturs verðbréfaþings verði lagður niður frá og með árslokum 1997. Meira
1. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 539 orð

Frumvarpið væntanlegt

SAMRÁÐSNEFND iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Seðlabanka hefur að mestu lokið við gerð frumvarps um breytingu ríkisbankanna í hlutafélög. Reyndar eru frumvörpin þrjú og felst munurinn í mismunandi aðferðafræði við þessar breytingar, að því er fram kom í máli Gunnlaugs M. Sigmundssonar, formanns nefndarinnar á morgunverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í gær. Meira
1. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 300 orð

Hagnaður Eimskips um 602 milljónir kr.

EIMSKIP skilaði alls um 602 milljóna króna hagnaði á síðasta ári eða sem nam um 6% af veltu félagsins samanborið við 557 milljóna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins voru alls 9.526 milljónir og stóðu nánast í stað frá árinu áður. Meira
1. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 253 orð

Kaupverð bréfanna um 185 milljónir kr.

SPARISJÓÐIRNIR hafa keypt helmingseignarhlut Búnaðarbankans í Kaupþingi hf. fyrir 185 milljónir króna og eiga nú allt fyrirtækið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa viðræður milli eignaraðilanna staðið skamma hríð og vildu báðir kaupa hinn út. Búnaðarbankinn ákvað að selja og hyggst nú einbeita sér að því að efla þá þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta sem þegar er í boði innan bankans. Meira
1. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 133 orð

Nýr forstjóri Kaupþings

STJÓRN Kaupþings hf. hefur ráðið Bjarna Ármannsson í starf forstjóra Kaupþings og Sigurð Einarsson í starf aðstoðarforstjóra. Bjarni tekur við af Guðmundi Haukssyni sem ráðinn hefur verið sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis frá og með 1. ágúst nk. Meira

Fastir þættir

1. mars 1996 | Í dag | 559 orð

AÐ eru breyttir tímar, varð Víkverja að orði þegar hann

AÐ eru breyttir tímar, varð Víkverja að orði þegar hann fékk inn um lúguna bréf frá Bifreiðaskoðun Íslands. Þar var Víkverja góðfúslega bent á að skoðunarmánuður bifreiðar hans væri núna í febrúar og til hagræðis hefði verið tekinn frá tími í skoðunarstöð fyrirtækisins. Og með fylgdi 500 króna afsláttarmiði. Meira
1. mars 1996 | Dagbók | 2631 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 1.-7. mars, að báðum dögum meðtöldum, er í Garðs Apóteki, Sogavegi 108. Auk þess er Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14. Meira
1. mars 1996 | Í dag | 84 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 1. mars,

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 1. mars, er sjötíu og fimm ára Halldór Ágúst Gunnarsson, fyrrverandi húsvörður í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, Reykjavík, til heimilis að Lindargötu 61, Reykjavík. Eiginkona hans var Bryndís Helgadóttir, frá Akureyri, en hún lést 5. september 1980. Meira
1. mars 1996 | Fastir þættir | 116 orð

BRIDS Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

STAÐAN eftir 3 kvöldi af 4 í "board a match"-hraðsveitakeppni félagsins er eftirfarandi: Sveit: Sigurðar Ólafssonar180Óskars Sigurðssonar170Birgis Kjartanssonar164Rúnars Gunnarssonar159Sigurleifs Guðjónssonar135 Þessari keppni lýkur mánudaginn 4. mars. Spilað er í Hreyfilshúsinu á mánudögum og hefst spilamennska kl. 19.30. Meira
1. mars 1996 | Fastir þættir | 157 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Þegar ein umferð er eftir í aðalsveitakeppni deildarinnar er röð efstu sveita eftirfarandi: Halldór Þorvaldsson241Þórir Leifsson222Eddi214Þórarinn Árnason201Ragnar Björnsson202Bridsfélag Akureyrar Þorramóti félagsins, sem var tveggja kvölda Barómeter tvímenningur, lauk þriðjudaginn 27. Meira
1. mars 1996 | Fastir þættir | 330 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hú

AÐALSVEITAKEPPNI Bridsfélags Húsavíkur sem spiluð var á sex kvöldum, er nú nýlokið, og í henni tóku þátt sjö sveitir. Úrslit: Sv. Óla Kristinssonar144 Sv. Sveins Aðalgeirssonar128 Sv. Friðriks Jónassonar121 Sv. Halldórs Gunnarssonar117 Sv. Meira
1. mars 1996 | Fastir þættir | 794 orð

Lokaæfing fyrir Reykjavíkurskákmótið

Fimm Íslendingar kepptu á fjölmennu og sterku opnu móti í Cappelle la Grande í Frakklandi sem lauk á sunnudaginn. ÍSLENDINGARNIR náðu ekki verðlaunasætum að þessu sinni, en alls voru u.þ.b. 70 stórmeistarar með, flestir frá Austur-Evrópu. Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, hlaut 6 vinninga af 9 mögulegum. Meira
1. mars 1996 | Dagbók | 624 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom Dettifoss. Akureyrin

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom Dettifoss. Akureyrin var væntanleg í gær. Skagfirðingur kom í fyrradag. Anakan var væntanlegt í gær. Auriga fór í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær kom White Manta að lesta loðnu. Meira
1. mars 1996 | Í dag | 394 orð

Þekkir einhver drenginn? ÞESSI mynd er af

ÞESSI mynd er af filmu sem er ósótt í Austurveri frá því í október sl. Einhver mistök hafa orðið við skráningu á filmunni því sá sem skráður var fyrir henni kannast ekki við þessar myndir. Ef einhver kannast við drenginn á myndinni er hægt er að hafa samband í síma 553-6161 til að fá upplýsingar. Meira

Íþróttir

1. mars 1996 | Íþróttir | 37 orð

»

» Leiðrétting Ummæli höfð eftir Ólafi Stefánssyni eftir leik KA og Vals í 1. deild handboltans í blaðinu í gær, voru ekki hans heldur var rætt við Dag Sigurðsson, fyrirliða Vals. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 273 orð

17. sigur Njarð- víkinga í röð

17. sigur Njarð- víkinga í röð NJARÐVÍKINGAR sigruðu í sínum 17. leik í röð þegar þeir tóku á móti ÍR-ingum í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 235 orð

Barátta á Sauðárkróki

Barátta á Sauðárkróki Haukar þurftu verulega að hafa fyrir 66:60 sigri sínum á Tindastóli á Sauðárkróki í gærkvöldi. Heimamenn léku án Torrey Johns, sem er meiddur, gáfu ekkert eftir og fylgdu Haukum eftir sem skuggi. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 266 orð

Blikar luku vetrinum með baráttuleik

Þeir voru að ljúka tímabili sínu og gáfu sig alla í leikinn á meðan spenna var í okkar mönnum og leikurinn hefði þess vegna getað farið á hinn veginn. Það er líka nýtt að við höfum betur í lokakafla sem gefur góðar vonir fyrir úrslitakeppnina," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður Keflvíkinga, eftir 77:74 sigur á Breiðabliki í Smáranum í gærkvöldi. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 641 orð

Breiðabl. - Keflav.74:77

Smárinn, úrvalsdeildin í körfuknattleik, 32. umferð, fimmtudaginn 29. febrúar 1996. Gangur leiksins: 0:2, 5:7, 7:11, 13:11, 24:17, 35:27, 40:31, 40:39, 43:42, 43:49, 54:58, 60:58, 70:70, 70:76, 74:76, 74:77. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 229 orð

Danirnir sterkari í Kópavogi

TENNISSAMBAND Íslands gekkst fyrir móti um síðustu helgi í Tennishöllinni í Kópavogi. Mótið var liður í undirbúningi fyrir Federation Cup og Davis Cup, sem Íslendingar taka nú þátt í í fyrsta sinn. Danska Tennissambandið sendi hingað 2 spilara, Mikkel Jakobsen, 22 ára, sem er nr. 14 í Danmörku og Kicki Demand, 19 ára, sem er nr. 40 á styrkleikalistanum. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 78 orð

David Batty farinn frá Blackburn til

ENSKI landsliðsmaðurinn David Batty skrifaði loks undir samning við Newcastle í gær, tekur út bann á mánudag og er síðan löglegur með efsta liði úrvalsdeildarinnar. Newcastle greiddi Blackburn fjórar milljónir punda fyrir miðjumanninn sem var í tveggja leikja banni og tók út fyrri leikinn í fyrrakvöld. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 358 orð

Fjölmargir erlendir keppendur

Sterkasta mót sem fram hefur farið hér á landi í skvassi hefst í Veggsporti í dag og lýkur um helgina. Þetta er hið svokallaða Norðurljósamót sem nú er haldið öðru sinni. Mótið er nokkuð sérstakt fyrir þær sakir að það er liður í keppninni um Norðurlandameistaratitilinn í skvassi, en stigahæsti einstaklingurinn úr fjórum mótum hlýtur titilinn. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 102 orð

Gísli Sigurðsson aðalþjálfari FRÍ í Atlanta

GÍSLI Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars Magnússonar, tugþrautarmanns og Íþróttamanns ársins 1995, hefur verið ráðinn aðalþjálfari Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir Ólympíuleikana í Atlanta í Bandaríkjunum í sumar. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 153 orð

Grindavík í 3. sæti Valur sigraði í seinni

Grindavík í 3. sæti Valur sigraði í seinni hálfleik með 12 stiga mun en það var því miður ekki nóg fyrir heimamenn þar sem Grindavík vann þann fyrri með 26 stigum. Lokatölur leiksins urðu 88:74 og Grindavík var þar með í þriðja sæti í deildinni. Valsmenn byrjuðu fyrri hálfleikinn betur, komust fjórum stigum yfir, 12:8. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 175 orð

Heimamenn á hælunum í

Heimamenn á hælunum í Þetta voru vonbrigði," sagði Tómas Holton, þjálfari og leikmaður Skallagríms. "Byrjunin var góð en við náðum ekki að fylgja henni eftir og vorum á hælunum. Eftir að KR-ingar komust yfir, spiluðu þeir mjög vel og erfitt var fyrir okkur að ná þeim aftur. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 32 orð

Í kvöld Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Akranes:ÍA - ÍRkl. 20 Hagaskóli:KR - ÍSkl. 20 Sauðárkr.:Tindast. - UMFNkl. 20

Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Akranes:ÍA - ÍRkl. 20 Hagaskóli:KR - ÍSkl. 20 Sauðárkr.:Tindast. - UMFNkl. 20 Skvass Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 20 orð

Íshokkí

NHL-deildin Hartford - Edmonton4:4Ottawa - Buffalo2:3NY Rangers - Boston1:3Dallas - Philadelphia4:4Winnipeg - Toronto4:3Los Angeles - Tampa Bay1:5Anaheim - Montreal5:2Eftir framlengingu. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 87 orð

Kjartan og félagar halda í vonina

BORÐTENNISLIÐ Bronshoj, sem teflir m.a. fram Kjartani Briem, vann sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeildinni í Danmörku. Liðið sigraði Olstykke 6-4 og er nú í þriðja sæti með þrjú stig þegar tvær umferðir eru eftir. Olstykke er í fjórða sæti með 2 stig. "Ef við höldum okkur fyrir ofan Olstykke spilum við aukaleik við liðið sem verður í 2. sæti í 1. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 115 orð

Knattspyrna Spánn Undanúrslit bikarkeppninnar Atletico Madrid - Valencia1:2(Milinko Pantic, vsp. 45.) - (Viola 20., Fernando

Spánn Undanúrslit bikarkeppninnar Atletico Madrid - Valencia1:2(Milinko Pantic, vsp. 45.) - (Viola 20., Fernando Gomez 55.). 26.000. Atletico vann 6:5 samanlagt og mætir Barcelona í úrslitum. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 31 orð

NBA-deildin Leikir aðfararnótt fimmtudags: Atlanta -

Leikir aðfararnótt fimmtudags: Atlanta - Portland90:88 Boston - Charlotte121:116 Eftir framlengingu. Orlando - Miami116:112 Minnesota - Phoenix93:117 Seattle - Detroit94:80 Utah - Washington115:93 Vancouver - LA Lakers80:99 Sacramento - New Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 561 orð

Orlando Magic enn taplaust á heimavelli

ORLANDO Magic hélt áfram sigurgöngu sinni á heimavelli í fyrrinótt er liðið lagði Miami Heat, 116:112. Þetta var 29. sigur liðsins í röð í Orlando í vetur. Það er nú aðeins tveimur sigrum frá því að slá met Boston Celtics frá keppnistímabilunum 1985-1986 og 1986- 1987, en liðið vann þá 38 heimaleiki í röð yfir tvö keppnistímabil. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 105 orð

Skíði

Heimsbikarinn Narvík, Noregi: Brun kvenna: (Brautin var 1.263 metrar og fallhæð 453 metrar. Farnar voru tvær umferðir) 1. Picabo Street (Bandar.)1:38.38 (fyrri ferð 49.32/seinni ferð 49.06)2. Varvara Zelenskaya (Rússl.)1:38.68 (49.24/49.44)3. Heidi Z¨urbriggen (Sviss)1:39. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 268 orð

Street nær örugg með bruntitilinn

Brundrottningin Picabo Street frá Bandaríkjunum, sem nýlega fagnaði heimsmeistaratitlinum í Sierra Nevada, hélt áfram sigurgöngu sinni í bruni í gær, en þá var keppt í bruni heimsbikarsins í Narvík í Noregi. Þetta var þriðji sigur hennar í sjö brunmótum í vetur, auk þess sem hún hefur tvívegis hafnað í öðru sæti og einu sinni í þriðja. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 391 orð

Sund

Sunddeild Ármanns stóð fyrir sundmóti um síðustu helgi og voru úrslit sem hér segir: 1500 m skriðsund: Örn Arnarson, SH16.56,09 Tómas Sturlaugsson, Ægi17.14,16 Arnar Már Jónsson, Keflavík17.25,83 800 m skriðsund kvenna: Hildur Einarsdóttir, Ægi9.35,22 Eva Björk Björnsdóttir, UMFA10. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 434 orð

Sundsambandi Íslands ber að sjá um framkvæmdina

Dinos Michaelidis frá Kýpur, sem hefur verið í tækninefnd Smáþjóðaleikanna frá upphafi, sagði við Morgunblaðið í gær að Sundsamband Íslands væri á villigötum þegar það segðist hvorki ætla að vera með á leikunum á Íslandi 1997 né, sjá um framkvæmdina, og koma þannig í veg fyrir að keppt yrði í sundi á leikunum. "Sund er skyldugrein á Smáþjóðaleikum samkvæmt lögum Smáþjóðaleikanna. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 128 orð

Úrslitakeppnin hefst 7. mars

ÁTTA liða úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar hefst 7. mars en þá taka deildarmeistarar Njarðvíkinga á móti Tindastólsmönnum og Haukar fá ÍR í heimsókn. Sömu lið mætast aftur laugardaginn 9. mars og þriðja viðureignin verður 11. mars ef á þarf að halda. Keflvíkingar eiga heimaleik gegn KR-ingum föstudaginn 8. mars og á sama tíma Grindavík og Skallagrímur í Grindavík. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | -1 orð

Þórsarar tryggðu sætið en Skagamenn í aukaleiki

Þórsarar áttu ekki í erfiðleikum með að sigra ÍA á heimavelli í gær og tryggja sér þannig sæti í Úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Skagamenn verða hins vegar að kljást við lið úr 1. deild um laust sæti á meðal þeirra bestu. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 253 orð

Æfingaáætlun fyrir almenning

Rólegar æfingar eru mjög mikilvægar, segir Ólafur Björnsson um úthaldsíþróttir. Við höldum áfram þar sem frá var horfið með æfingaáætlunina sem tekur mið af 3 æfingum/skíðaferðum í viku. Ég hef áður minnst á að rólegar æfingar eru mjög mikilvægar fyrir úthaldsíþróttir eins og skíðagöngu og munu því rólegar æfingar ráða ríkjum í þessari vikuáætlun. Meira
1. mars 1996 | Íþróttir | 58 orð

(fyrirsögn vantar)

KÖRFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Ásdís KEFLAVÍK vann Breiðablik 77:74 í Kópavogi í gærkvöldi, hafnaði í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik og mætir KR í átta liða úrslitum. Meira

Fasteignablað

1. mars 1996 | Fasteignablað | 36 orð

Birtan er dýrmæt

STUNDUM getur verið erfitt að innrétta húsnæði svo að allir krókar og kimar njóti birtu. Hér hafa verið smíðar rennihurðir með gluggum til þess að innra herbergið njóti birtu frá glugga í fremri hlutanum. Meira
1. mars 1996 | Fasteignablað | 277 orð

Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði að aukast

HJÁ fasteignasölunni Hóli er nú til sölu iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði að Krókhálsi 5B. Þetta er húsnæði á tveimur hæðum, 354 ferm. hvor hæð," sagði Guðlaugur Örn Þorsteinsson hjá Hóli. Á neðri hæðinni eru tvær óvenjulega stórar innkeyrsludyr, hvor um sig 4x6 metrar að stærð." Meira
1. mars 1996 | Fasteignablað | 297 orð

Englaborg, hús Jóns Engilberts listmálara til sölu

SÉRSTÆTT hús að Flókagötu 17 í Reykjavík er nú til sölu hjá fasteignasölunni Ásbyrgi. Þetta hús byggði Jón Engilberts listmálari árið 1942 og nefndi Englaborg. Það var hannað af Gunnari Halldórssyni arkitekt og sérhannað með tilliti til starfa Jóns Engilberts sem listmálara. Meira
1. mars 1996 | Fasteignablað | 26 orð

Englapúðar

Englapúðar Fyrir þá sem eru í þörf fyrir sálarró virðast englamyndir ákjósanlegt skraut á púðaver. Það er eitthvað við þær, annað er ekki hægt að segja. Meira
1. mars 1996 | Fasteignablað | 191 orð

Gott timburhús á góðum stað

HJÁ fasteignasölunni Ási er nú til sölu húseignin Norðurbraut 1 í Hafnarfirði. Þetta er timburhús, byggt árið 1929 og 144 ferm. að stærð," sagði Kári Halldórsson hjá Ási. Lóðin er yfir 400 fermetrar. Norðurbraut er í vesturbæ Hafnarfjarðar og á þessu svæði er mikið af gömlum sögufrægum húsum." Meira
1. mars 1996 | Fasteignablað | 34 orð

Himinsæng fyrir vandláta

ÞESSA himinsæng settu listamannshjónin Tilla og Otto Valstad saman úr gömlum einingum og mynskreyttu síðan sjálf að mestu. Á höfðagaflinum eru Adam og Eva í aðalhlutverkum. Þetta er augljóslega rúm fyrir vandláta. Meira
1. mars 1996 | Fasteignablað | 288 orð

Hús Finns Jónssonar listmálara til sölu

HJÁ fasteignamiðluninni Skeifunni er nú til sölu húseignin Kvisthagi 6 í Reykjavík. Finnur Jónsson listmálari lét reisa þetta hús fyrir sig 1953 og hafði þar vinnustofu sína á efstu hæð hússins. Nú er nú verið að endurnýja húsið í hólf og gólf af tveimur smiðum, þeim Sigurði Hermannssyni og Konráð Eyjólfssyni, sem nýlega festu kaup á húsinu. Meira
1. mars 1996 | Fasteignablað | 167 orð

Hús við Dofraberg í Hafnarfirði

HJÁ fasteignasölunni Fróni er til sölu einbýlishúsið Dofraberg 17 í Hafnarfirði. Núna eru tvær íbúðir í þessu húsi, en samanlagt eru þær 239 fermetrar. Á neðri hæð er sér íbúð, 63,8 fermetrar að stærð og sérlega vel innréttuð," sagði Finnbogi Kristjánsson hjá Frón. Meira
1. mars 1996 | Fasteignablað | 541 orð

Kostnaður við íbúðarkaup MarkaðurinnTöluverður kostnaður er því samfara að kaupa eða byggja, segir Grétar J. Guðmundsson,

ÞEGAR talað er um kostnað við íbúðakaup og húsbyggingar er oftast fjallað um þá greiðslubyrði sem er af þeim lánum sem kaupendur eða byggjendur þurfa að taka. Þetta er eðlilegt. Greiðslubyrði lána, sem hlutfall af launum, hefur beint að gera með möguleika viðkomandi á að standa undir kaupum eða byggingum, þegar til lengri tíma er litið. Meira
1. mars 1996 | Fasteignablað | 2022 orð

Permaformíbúðirnar hafa sannað gildi sitt bæði hér og í Þýzkalandi Íslenzk byggingafyrirtæki eru farin að hasla sér völl

BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ Ger hf. hóf starfsemi sína í grennd við Stuttgart fyrir rúmum tveimur árum. Það byggði fyrst fjórar Permaformíbúðir, sem seldust strax og hóf síðan smíði á tuttugu slíkum íbúðum á sömu slóðum. Margir íslenzkir iðnaðarmenn hafa starfað við þessar byggingaframkvæmdir, en Ger hf. er í eigu Ármannsfells að 1/5 hluta en Íslenzkra aðalverktaka að 4/5 hlutum. Meira
1. mars 1996 | Fasteignablað | 505 orð

Varminn í flugstöðina kemur frá jarðvatni

Það má nýta jarðvatnið á margan hátt, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Í Ósló verður grunnvatnið notað til þess að hita upp byggingar við nýjan flugvöll á veturna og kæla þær á sumrin. Meira
1. mars 1996 | Fasteignablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

1. mars 1996 | Úr verinu | 157 orð

Frosti kaupir Andey

BÚIÐ er að ganga frá viljayfirlýsingu beggja aðila um kaup Frosta hf. á togaranum Andey frá Hornafirði. "Við erum búnir að ná samkomulagi um öll atriði," segir Ingimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Frosta. Kaupverð fékkst ekki uppgefið, en um 500 tonna kvóti af ýmsum tegundum fylgir skipinu. Meira
1. mars 1996 | Úr verinu | 378 orð

Laxeldi í 950.000 tonn um aldamót?

TALIÐ er, að framboð á laxi á síðasta ári hafi verið um 1,4 milljónir tonna en 1994 var það 1,2 millj. tonn. Stafar aukningin af meiri veiði Japana og við Alaska auk þess sem eldið eykst stöðugt. Búist er við, að framboðið aukist enn á þessu ári þótt aldrei sé hægt að segja nákvæmlega fyrir um veiðarnar. Meira
1. mars 1996 | Úr verinu | 83 orð

Undanþága frá seiðaskilju

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið með reglugerð sem gefin var út 6.febrúar að heimilt sé að stunda rækjuveiðar án seiðaskilju í Grænlandssundi djúpt út af Norðvesturlandi. Þessi ákvörðun er tekin að beðni Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar en samkvæmt reynslu skipstjórnarmanna eru nánast engin seiði á þessari veiðislóð. Meira
1. mars 1996 | Úr verinu | 327 orð

Ýsan sem veiðist hefur smækkað á síðustu árum

Í FEBRÚARHEFTI Ægis fjallar Einar Jónsson um vöxt ýsu við Ísland. Í grein hans kemur fram að miklar breytingar hafa orðið á vexti og kynþroska ýsu hér við land en meðallengd ýsu hefur farið nær stöðugt fallandi síðustu 7-8 árin. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

1. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1932 orð

AF TÓLFTA HEIMSÞINGIKYNLÍFSFRÆÐINGA Í JAPANMun meira líf í svefnherbergjum afa og ömmu en margt yngra fólk heldur Sænsk rannsókn

AF TÓLFTA HEIMSÞINGIKYNLÍFSFRÆÐINGA Í JAPANMun meira líf í svefnherbergjum afa og ömmu en margt yngra fólk heldur Sænsk rannsókn á kynlífi sænskra karla 50-80 ára og rannsókn japansks prófessors í þvagfæralækningum á kynlífi aldraðra í Japan eru samhljóða um að aldraðir lifi fjörugra kynlífi en margur h Meira
1. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 144 orð

AF ÝMSUM SKRINGILEGHEITUM

MARGIR fyrirlestrarnir komu óhörðnuðum Íslendingnum spánskt fyrir sjónir. Þarna var m.a. norsk kona sem starfrækir "skóla" í Ameríku þar sem hún kennir fólki ýmiss konar kynlífsæfingar ætlaðar þeim sem áhuga hafa á því að leika þræla og húsbændur í kynlífsleikjum sínum. Meira
1. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1024 orð

Fjölmiðlun námsbraut í uppsveiflu og nemendur læra vinnubrögðin

FJÖLMIÐLABRAUTIR hafa undanfarin ár staðið eldri nemendum í nokkrum framhaldsskólum til boða. Línan er tveggja ára nám sem leggst ofan á jafnlangt grunnnám og lýkur með stúdentsprófi. Námið er bæði verklegt og bóklegt og markmiðið að nemendur öðlist annars vegar nokkra færi í vinnubrögðunum; skrifa blaðagreinar, vinna sjónvarpsfrétt og taka ljósmyndir. Meira
1. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 444 orð

Fyrsta viðtalið sem birtist í dagblaði

FYRSTU innlendu fréttamyndirnar birtust í Morgunblaðinu árið 1913, en þær voru skornar í dúk af dönskum sýningarmanni í kvikmyndahúsi sem hét Bang. Önnur sýnir húsið Vesturgötu 13 og hin herbergi voðaverks eða morðs á Eyjólfi Jónssyni, frömdu af systur hans Júníönnu og vini hennar Jóni Jónssyni. Greinin sem fylgir er líka einstök. Meira
1. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 553 orð

"Gamaldags" gleraugnaumgjarðir markaðssettar sem tískuvara

ÞEGAR gömlu skólasysturnar Gai Gherardi og Barbara McReynolds opnuðu gleraugnaverslun sína L.A. Eyework við Melrose Avenue í Los Angeles árið 1979, lögðu þær áherslu á fjölbreytilegt úrval umgjarða frá sjötta og sjöunda áratugnum auk þess að hafa á boðstólum það allra nýjasta á markaðnum, þ.ám. umgjarðir þekktra hönnuða. Meira
1. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 432 orð

Grace Kelly, Audrey Hepburn og Jackie Kennedy

ANDI þriggja látinna kvenna sveif yfir vötnum á vor- og sumartískusýningum í Mílanó, París og New York þetta árið ef marka má umsagnir í ýmsum erlendum tískutímaritum. Kvikmyndastjörnurnar Grace Kelly og Audrey Hepburn höfðu ómæld áhrif á kventískuna á sjötta áratugnum og áratug síðar varð Jackie, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, jafnframt fyrirmynd kvenna víða um heim. Meira
1. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 343 orð

Hvað erheilabilun?

HEILABILUN er hugtak, notað um það ástand aldraðs einstaklings þar sem truflun er á heilastarfseminni. Þessi einkenni orsakast af ýmsum sjúkdómum í miðtaugakerfinu, en af þeim er hinn svokallaði Alzheimerssjúkdómur algengastur og talinn orsaka um 50-60% af öllum heilabilunum. Meira
1. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 176 orð

Hvað er margmiðlun?

NEMENDUR á annarri önn í fjölmiðlun hafa nýlokið skoðanakönnun innan Fjölbrautaskólans í Breiðholti um aðgang að tölvum. Í könnuninni voru 296 nemendur sem skiptust í 119 karla og 177 konur. Í niðurstöðum kemur meðal annars fram að 203 nemendur hafa aðgang að tölvu á heimili sínu, eða 69% aðspurða. Þá hafa 65 nemendur eða 22% aðgang að alnetinu. Meira
1. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 825 orð

Sjö konur með heilabilun búa saman á notalegu heimili

ÖFLUGUR söngurinn berst alla leið út á götu þegar ég renni í hlað hjá rauðu múrsteinshúsi sem stendur á einni sjávarlóðinni í Grafarvoginum. "Það er draumur að vera með dáta" syngja gestir og heimilisfólk og harmonikkuleikarinn lætur sitt ekki eftir liggja. Heimilisfólkið hefur boðið vinum og vandamönnum í þorrablót og reyndar kór aldraðra úr Gerðubergi líka. Meira
1. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 195 orð

Skartgripir óvenju litskrúðugir, fjölbreytilegir og áberandi

HANDSMÍÐAÐIR skartgripir eftir átta gullsmiði í Félagi íslenskra gullsmiða keppa um útnefninguna Tískuskartgripur ársins í keppninni Tískan 1996, á Hótel Íslandi sunnudaginn 3. mars. Tímaritið Hár & fegurð stendur fyrir keppninni, þar sem keppt verður í fimm iðngreinum, sem lúta að tísku, snyrtingu og útliti. Meira
1. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 172 orð

Undir fjölunum í fimmtíu ár

SLÉTT og strokið, hvítt og frítt, var Morgunblaðið borið til húsráðenda að Grundarstíg 9 í Reykjavík 21. júní árið 1946. Núna, næstum hálfri öld síðar, fundu núverandi húsráðendur blaðið undir gólffjölunum í svefnherberginu á efri hæð hússins. Meira
1. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 159 orð

Varaliturinn kemur upp um persónuleikann

VARALITUR er ekki bara litur til að næra varir kvenna og fegra. Varaliturinn kemur nefnilega upp um persónulega eiginleika þeirrar konu sem á hann, að því er segir í nýlegu hefti af tískuritinu Cosmopolitan. Spurningin er þá hvort konur ættu kannski að mála á sér varirnar í einrúmi svo þær komi ekki of auðveldlega upp um sinn innri mann. Meira
1. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1202 orð

Þroski heilans og næmiskeið barna til að læra

VIÐHORF til barna hafa breyst í gegnum aldirnar. Einu sinni var jafnvel talið að börn fæddust með illan anda sem hyrfi á braut við hreinsun skírnarinnar. Einnig var vinnuharkan mikil og börn send í vist átta ára gömul. Ekki var mikið pælt í viðkvæmni barna eða hvernig heili þeirra þroskaðist eða að þau væru sérlega næm á tilteknum aldri fyrir ákveðnu námi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.