Greinar miðvikudaginn 6. mars 1996

Forsíða

6. mars 1996 | Forsíða | 165 orð

Amast við innflytjendunum

TILLÖGUR jafnaðarmanna í Þýskalandi um að takmarka straum fólks af þýskum ættum til landsins hafa valdið miklum deilum. Eru þeir sakaðir um að reyna að bera víurnar í hægriöfgamenn vegna kosninga í þremur fylkjum. Meira
6. mars 1996 | Forsíða | 159 orð

Aznar fær litlar undirtektir

JOSE Maria Aznar, leiðtogi Þjóðarflokksins á Spáni, leitaði í gær óbeint eftir stuðningi Katalóníuflokksins við myndun nýrrar stjórnar en hann er nú í oddaaðstöðu í spænskum stjórnmálum. Talsmenn hans tóku þó tilmælum Aznars heldur fálega og einn frammámanna Þjóðarflokksins kvaðst óttast, að næsta þing einkenndist af samningaþófi og hrossakaupum frá degi til dags. Meira
6. mars 1996 | Forsíða | 89 orð

Dole sigraði

BOB Dole bar sigur úr býtum í forskosningum repúblikana í Vermont og Georgiu og þótti líklegt, að hann hefði sigrað í öllum ríkjunum átta, sem voru með forskosningar í gær. Útgöngukannanir bentu alls staðar til þess, að Dole hefði sigrað og reynist það rétt hefur hann tekið afgerandi forystu í baráttunni fyrir að hljóta útnefningu sem forsetaefni repúblikana. Meira
6. mars 1996 | Forsíða | 425 orð

Ísraelsstjórn segir tilboðið marklaust

HERNAÐARARMUR Hamas-samtaka Palestínumanna kvaðst í gær ætla að gera hlé á sjálfsmorðsárásunum í Ísrael, sem hafa kostað 57 manns lífið á tíu dögum, ef stjórn landsins féllist á að ráðast ekki á liðsmenn samtakanna. Meira
6. mars 1996 | Forsíða | 96 orð

Spenna á Tævan

LEIÐTOGAR repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hvöttu til þess í gær, að Bandaríkin snerust Tævan til varnar ef Kínverjar réðust á landið. Gagnrýndu þeir jafnframt það, sem þeir kölluðu "tvískinnung" í stefnu Clinton-stjórnarinnar gagnvart Tævan. Í fyrradag boðuðu Kínverjar til eldflaugaæfinga rétt undan Tævanströndum frá 8. til 15. Meira
6. mars 1996 | Forsíða | -1 orð

Vilja ekki samvinnu við Ísland

ÞRÁTT fyrir að Norðmenn og Íslendingar eigi ýmissa sameiginlegra hagsmuna að gæta varðandi tengslin við ESB og séu saman í EES er enginn áhugi meðal Norðmanna á nánari samvinnu þjóðanna eins og stendur. Meira

Fréttir

6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 295 orð

130 tonna viðbót til Suðureyrar

SMÁBÁTAR sem gerðir eru út frá Suðureyri fá mesta viðbót við þorskaflahámark sitt, eða 131 tonn sem skiptist á 14 báta, samkvæmt ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar frá því í gær. Lauk þá úthlutun þess þorskaflahámarks sem Byggðastofnun var falið að úthluta til báta á stöðum sem háðastir eru útgerð smábáta. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 226 orð

Aðstaða í kerskála verði rannsökuð

Í bréfi stjórnar Hlífar til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins segir að mikil mengun og óeðlilega hæg loftskipti séu í kerskálanum og við ákveðin veðurskilyrði sé vinnuaðstaða í skálanum mjög slæm og heilsuspillandi að mati margra starfsmanna sem þar vinni. Þess er óskað að í rannsóknum Vinnueftirlitsins verði lögð áhersla á að kanna sem best andrúmsloft í skálanum við breytilegar veðuraðstæður. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Agdestein efstur með 4 vinninga

SIMEN Agdestein er efstur á Reykjavíkurskákmótinu, með 4 vinninga eftir 4 umferðir. Agdestein sigraði Nicolic í gær. Í 2.-4. sæti með 3 vinning eru Hannes Hlífar Stefánsson, Jonathan Tisdall og Rune Djurhus. Meira
6. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 334 orð

Allir hópar samþykktu nema málmiðnaðarmenn

KJARASAMNINGUR Slippstöðvarinnar Odda hf. og starfsmanna fyrirtækisins, sem undirritaður var sl. föstudag, var felldur í atkvæðagreiðslu starfsmanna í gærmorgun. Aðeins félagsmenn í Félagi málmiðnaðarmanna felldu samninginn en það þýðir að hann mun ekki taka gildi. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Atvinnustefna ESB er prófraun á hvort ESB lifir af

NÝTT samfélagskerfi, sem tekur tillit til atvinnusköpunar og umhverfis, er það sem Evrópa þarf. Andlegur skyldleiki Jacques Delors, fyrrum formanns framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og norrænna jafnaðarmanna leyndi sér ekki, þegar formaðurinn fyrrverandi lýsti því yfir að framtíð ESB væri undir því komin að því tækist að ná tökum á atvinnuleysi átján milljóna Evrópubúa. Meira
6. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Auglýst laust til umsóknar

EMBÆTTI sýslumannsins á Akureyri hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 18. mars nk. Elías I. Elíasson, núverandi sýslumaður lætur af störfum innan tíðar vegna aldurs. Hann verður sjötugur þann 10. apríl nk. og samkvæmt reglum þarf hann að láta af embætti í kringum þau tímamót. Elías hefur starfað við embættið á Akureyri frá 15. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 261 orð

Áhersla á þátttöku barna og ungmenna

FORVARNARNEFND og forvarnarhópur um málefni barna og ungmenna í Mosfellsbæ efna til málþings um velferð barna í Mosfellsbæ í Hlégarði milli kl. 13 og 16 laugardaginn 9. mars. Við skipulagningu dagskrár hefur verið lögð áhersla á þátttöku barna og ungmenna. Auk þess verða pallborðsumræður þar sem meginþema verður "Hvert er hlutverk mitt og hvað get ég lagt að mörkum?". Málþingið er öllum opið. Meira
6. mars 1996 | Smáfréttir | 53 orð

Á KRINGLUKRÁNNI í kvöld, miðvikudaginn 6. mars, leikur

Á KRINGLUKRÁNNI í kvöld, miðvikudaginn 6. mars, leikur Jass- kvintett Ragnheiðar Ólafsdóttur blöndu af þekktum standördum, norrænum og íslenskum jasslögum. Jass-kvintett Ragnheiðar Ólafs skipa Gunnar Gunnarsson píanó, Gunnar Ringsted gítar, Jón Rafnsson kontrabassi, Matthías M.D. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 123 orð

Ásigling utan við Sandgerði

MANNBJÖRG varð þegar Reykjaborg RE 25 sigldi á Einar KE 52 í Sundinu utan við Sandgerðishöfn kl. 19.35 í gærkvöldi. Einn maður var á Einari KE og var honum bjargað um borð í Reykjaborgina. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein sótti síðan Einar KE þar sem hann maraði í hálfu kafi á Sundinu og dró hann til hafnar. Meira
6. mars 1996 | Erlendar fréttir | 332 orð

Bardagar í Grosní TSJETSJENS

Bardagar í Grosní TSJETSJENSKIR uppreisnarmenn skutu þrjá rússneska hermenn til bana í Grosní í gær, að sögn Itar-Tass-fréttastofunnar. Tveir félagar mannanna voru handsamaðir og fluttir á brott upp í fjallahéruð á valdi Tsjetsjena. Meira
6. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 277 orð

Bíður spenntur eftir að byrja

"MÉR líst mjög vel á mig hérna og bíð spenntur eftir að hefja störf," sagði Eiríkur Bj. Björgvinsson nýráðinn íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á Akureyri en hann kom og ræddi við Hermann Sigtryggsson forvera sinn í starfi í vikunni og skoðaði þá jafnframt nýja skrifstofu fulltrúans við Glerárgötu 26. Eiríkur er fæddur í Reykjavík 6. Meira
6. mars 1996 | Erlendar fréttir | 146 orð

Dole sagður hagnast á stuðningi Gingrich

TALIÐ var, að stuðningsyfirlýsing Newts Gingrich, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, við prófkjörsbaráttu Bobs Dole, leiðtoga þingmeirihlutans í deildinni, gæti ráið miklu um niðurstöðu prófkjörs repúblikana, sem fram fór í átta ríkjum í gær. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 365 orð

Ein kvennanna dregur mál gegn biskupi til baka

EIN þeirra kvenna, sem opinberlega hafa ásakað biskup Íslands fyrir kynferðislega áreitni, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hún dregur mál sitt gegn herra Ólafi Skúlasyni, biskupi Íslands, til baka. Þá hefur siðanefnd Prestafélags Íslands borist bréf frá systur annarrar konu, sem einnig hefur ásakað biskup um áreitni, þar sem hún segist enga endurminningu hafa um þetta atvik. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 792 orð

Ekkert svigrúm, skammir og einelti

GUÐJÓN Petersen bæjarstjóri í Snæfellsbæ og fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins segist ekki hafa haft svigrúm til þess að sinna starfi sínu og þess vegna sagt því lausu. Þetta kemur fram í viðtali Þorsteins Erlingssonar við Guðjón í tímaritinu Mannlífi sem kom út í gær. Meira
6. mars 1996 | Erlendar fréttir | 360 orð

Eldflaugatilraunir sagðar "óþolandi ögrun"

STJÓRNVÖLD á Tævan mótmæltu í gær kröftuglega fyrirhugðum eldflaugaskotum Kínverja á hafsvæði í grennd við eyríkið dagana 8. til 15. mars. Ljóst þykir að eldflaugatilraununum sé ætlað að hræða Tævanbúa sem kjósa sér forseta 23. mars. Stjórnarandstæðingar á Tævan saka Lee Teng-hui forseta um að eiga sök á deilunum með stefnu sinni en röksemdirnar fyrir þeim ásökunum eru ólíkar. Meira
6. mars 1996 | Erlendar fréttir | 298 orð

EMU-ummæli Clarkes vekja reiði

KENNETH Clarke, fjármálaráðherra Bretlands, olli miklu uppnámi á Bretlandi á mánudag er hann lýsti því yfir stuðningi við áform Evrópusambandsins um efnahagslegan og peningalegan samruna Evrópuríkja, EMU. Er mikil andstæða við EMU innan Íhaldsflokksins. Meira
6. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 274 orð

Endurbætur á göngugötu en umferð ekki leyfð

SKIPULAGSDEILD Akureyrarbæjar leggur til að göngugatan í Hafnarstræti verði áfram göngugata en gerðar verði á henni nokkrar endurbætur. Verslunareigendur og hagsmunaaðilar í miðbænum fóru fram á það síðasta sumar að akstur yrði leyfður um götuna í tilraunaskyni. Starfsmannaráð Heilsugæslustöðvarinnar mótmælti eindregið þeirri hugmynd. Meira
6. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 194 orð

Engin þjónusta á kvöldin

ENGIN kvöldþjónusta hefur verið veitt á vegum heimahjúkrunar Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og einungis bráðnauðsynleg þjónusta er í boði fyrri hluta dags um helgar. Konný K. Kristjánsdóttir hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri sagði að barist væri fyrir hverri krónu og á meðan stöðinni væri sífellt gert að spara frá ári til árs væri fyrirsjáanlegt að ekki yrði hægt að Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð

Erindi um hljóðkerfisfræði og stafsetningu

FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Guðvarði Má Gunnlaugssyni í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. mars, kl. 20.30. Guðvarður Már Gunnlaugsson er málfræðingur og starfar sem sérfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar. Hann nefnir erindi sitt Villir stafsetningin um fyrir okkur? Vangaveltur um framgómmælt og uppgómmælt lokhljóð í íslensku. Í erindinu verður m.a. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Evrópuráðstefna tækifæri til að kynna sjónarmið

EVRÓPURÁÐSTEFNA Norðurlandaráðs um ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins 1996 er fyrsta samkoma ráðsins eftir að breyttir starfshættir voru teknir upp og kemur í stað Norðurlandaráðsþings, sem venjulega var haldið um þetta leyti. Meira
6. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Félagsmálanefnd Alþingis í kynnisferð

FÉLAGSMÁLANEFND Alþingis var í kynnisferð á Akureyri í vikunni og kynntu nefndarmenn sér starfsemi bæjarins á sviði félagsmála. Einnig áttu nefndarmenn fund með bæjarfulltrúum, þar sem var rætt um reynslusveitarfélagsverkefnið og fleira. Listasafn Akureyrar var heimsótt, svo og vinnustofur handverkafólks og listamanna. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 47 orð

Forsætisráðherra vottar Ísraelum samúð

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra vottaði í gær ísraelsku þjóðinni og fjölskyldum þeirra, sem fallið hafa í hryðjuverkum undanfarna daga, samúð sína í bréfi til Shimon Peres forsætisráðherra Ísraelsríkis. Í erindi sínu ítrekaði hann einnig stuðning ríkisstjórnarinnar við áframhald friðarumleitana fyrir botni Miðjarðarhafs. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 261 orð

Framkvæmdir í Seyðishólum kynntar

HELSTU áhrif fyrirhugaðrar efnistöku í austanverðum Seyðishólum í Grímsnesi eru af völdum umferðaraukningar og útlitsbreytingar samkvæmt frummati á umhverfisáhrifum sem gert hefur verið vegna gjallnáms þar. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Fundur um gróðurhúsaáhrif

FÉLAG umhverfisfræðinga frá Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi boðar til opins fundar í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, fimmtudaginn 7. mars nk. kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Hvernig eiga Íslendingar að standa við sáttmálann um losun gróðurhúsalofttegunda? Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fyrirlestur hjá Nýrri Dögun

SR. BRAGI Skúlason, sjúkrahúsprestur við Ríkisspítala, flytur fyrirlestur á morgun, fimmtudaginn 7. mars, á vegum Nýrrar dögunar. Fyrirlesturinn verður í Gerðubergi og hefst kl. 20. Fjallar fyrirlesturinn um missi við andvana fæðingu og missi nýbura. Meira
6. mars 1996 | Landsbyggðin | 431 orð

Garðyrkju verði tryggð bætt rekstrarskilyrði

Hveragerði-Starfsskilyrðanefnd um garðyrkju kynnti lokaskýrslu um störf sín á fundi sem haldinn var í Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi síðastliðinn fimmtudag. Meira
6. mars 1996 | Erlendar fréttir | 315 orð

Geðveiki sögð stafa af sárasótt

BANDARÍSKI auðkýfingurinn Howard Hughes var í raun bandbrjálaður og rætur geðveiki hans má að öllu líkindum rekja til sárasóttar er aldrei tókst að lækna og réðst að lokum á heila og miðtaugakerfi. Kemur þetta fram í grein í tímaritinu Vanity Fair á mánudag. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Gulrótaruppskera á góu

ÞAÐ MÁ segja að óvenjulegt sé að menn taki upp gulrætur á miðri góu, en það gerði þó Stefán Gunnarsson, bóndi á Dyrhólum. Um er að ræða lífrækt ræktaðar gulrætur og hefur Stefán þegar fengið vottun vottunarstöðvarinnar Tún fyrir gæði uppskerunnar. Gulræturnar eru ræktaðar undir plastdúk. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 651 orð

Hefur mikla þýðingu fyrir fornleifarannsóknir á Íslandi

RANNSÓKN á fornri norrænni bæjarrúst, sem grafin hefur verið fram innst í Ameralikfirði (Lýsufirði) á vesturströnd Grænlands, þykir hafa mikla þýðingu fyrir Íslendinga þar sem margt sem í rústunum hefur fundist er hægt að nota til að túlka fornleifar hér á landi sem nú eru horfnar. Bærinn sem um ræðir er talinn hafa verið í byggð á tímabilinu frá árinu 1000 fram á 14. Meira
6. mars 1996 | Erlendar fréttir | 302 orð

Hermenn Bosníustjórnar þjálfaðir í Íran

RÍKISSTJÓRN Bosníu hefur sent fjölda hermanna til þjálfunar í Íran til að efla her sinn, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins The New York Times. Blaðið hefur eftir tveimur ónafngreindum embættismönnum Bosníustjórnar að bosnískir hermenn séu í þjálfun í Íran en þeir neituðu að greina frá því hversu margir hefðu verið sendir þangað og hvenær. Meira
6. mars 1996 | Erlendar fréttir | 354 orð

Hver verða áhrif spænsku kosninganna?

ÚRSLIT kosninganna á Spáni þýða að mati margra að enn einn baráttumaðurinn fyrir auknum Evrópusamruna sé horfinn af sjónarsviðinu. Felipe Gonzalez, sem verið hefur forsætisráðherra Spánar frá árinu 1982, beið ósigur fyrir Þjóðarflokki José Maria Aznars í kosningum á sunnudag. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 383 orð

Hægt að ná sparnaði með betra skipulagi

Ríkisendurskoðun skoðar rekstur sjö sjúkrahúsa Hægt að ná sparnaði með betra skipulagi ÚTTEKT Ríkisendurskoðunar á rekstri sjö sjúkrahúsa á landsbyggðinni sýnir að talsverður mismunur er á kostnaði við rekstur þeirra. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 521 orð

Hörð gagnrýni á lækkun umönnunarbóta

RÍKISSTJÓRNIN var í gær gagnrýnd harðlega á Alþingi af stjórnarandstæðingum fyrir að lækka umönnunarbætur og heimilisuppbót lífeyrisþega um síðustu mánaðamót. Var lækkunin sögð siðlaus og stjórnvöld veruleikafirrt. Meira
6. mars 1996 | Miðopna | 893 orð

Íslensk áhersla á samstarf Evrópu og Bandaríkjanna

ÞAÐ kom í hlut Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra að flytja íslenska ávarpið, þegar norrænu forsætisráðherrarnir ávörpuðu Evrópuráðstefnu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í gær, þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra var fjarverandi vegna veikinda. Meira
6. mars 1996 | Erlendar fréttir | 455 orð

Klofningur innan Hamas

HERNAÐARARMUR Hamas, Izz el-Deen al-Qassam, sem hefur staðið fyrir mannskæðum sprengjutilræðum í Ísrael, er aðeins lítill hluti af múslimsku samtökunum sem hafa fest rætur á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Kristniboðið kynnir starf sitt á Akranesi

KYNNINGARDAGAR kristniboðsins á Akranesi hefjast með föstuguðsþjónustu í Akraneskirkju að kvöldi miðvikudagsins 6. mars. Sr. Kjartan Jónsson kristniboði predikar og þjónar fyrir altari. Síðan verða almennar samkomur næstu þrjú kvöld kl. 20.30 í húsi KFUM og KFUK við Garðabraut. Öll kvöldin verða fluttir þættir um kristniboð í Afríku og Kína svo og hugleiðing. Meira
6. mars 1996 | Erlendar fréttir | 446 orð

Loka húsum tilræðismanna og vegum

ÍSRAELSKIR hermenn lokuðu í gær húsum palestínskra tilræðismanna með logsuðutækjum og settu upp tálma á helstu vegi á Vesturbakkanum. Þetta er liður í nýrri herferð Ísraelsstjórnar gegn múslimskum heittrúarmönnum eftir fjögur sprengjutilræði á tíu dögum sem kostuðu 57 manns lífið. Meira
6. mars 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Námskeið í gerð steindra glugga í Brynjubæ

Flateyri-Dagana 21.-24. febrúar var haldið námskeið í hönnun og gerð steindra glugga á vegum Sigríðar Ásgeirsdóttur myndlistarmanns. Námskeiðið var haldið í Brynjubæ, handverksmiðstöð Flateyringa. Þegar fréttaritari leit inn voru bæði menn og konur á fullu við að koma hugmyndum sínum í mótanlegt form undir leiðsögn Sigríðar. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Norræn samvinna gagnleg svo langt sem hún nær

NORÐMENN hafa ekki á tilfinningunni að þeir hafi mikil áhrif á gang mála innan Evrópusambandsins að sögn Torbjørns Jaglands formanns norska Verkamannaflokksins. Aðaláhugamál varðandi ríkjaráðstefnuna er hver verði þróun Vestur-Evrópusambandsins, sem Norðmenn eru aukaaðilar að eins og Íslendingar. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 249 orð

Nýjar gerð ir bíla á sýningu í Genf

MEÐAL nýjunga á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf, sem opnuð verður á fimmtudag, eru Saxo, sem er nýr smábíll frá Citro¨en, ný gerð af Honda Legend, nýr Hyundai Coupe, fjölnotabíll frá Mercedes Benz, V-línan, nýjar langbaksútgáfur í C- og E-línunni frá Benz, Opel Sintra átta manna fjölnotabíll og ný langbaksútgáfa af Suzuki Baleno með aldrifi. Alls eru sýndir bílar og tæki frá 1. Meira
6. mars 1996 | Landsbyggðin | 74 orð

Ný verslun á Reykhólum

Miðhúsum-Nýir eigendur opnuðu nýja sælgætis- og alhliða verslun á Reykhólum sl. sunnudag. Eigendur eru hjónin Bergljót Bjarnadóttir, Jónas Samúelsson, Steingerður Hilmarsdóttir og Bjarni P. Magnússon. Meira
6. mars 1996 | Landsbyggðin | 548 orð

Opið hús hjá Tónlistarskóla Seyðisfjarðar

Seyðisfirði-Dagur Tónlistarskólanna var haldinn laugardaginn 24. febrúar. Á Seyðisfirði var ákveðið að hafa opið hús í Tónlistarskólanum þennan dag. Straumur af fólki hélt út og inn um dyr Tónlistarskólans með hléum allan daginn, en aldrei stórir hópar í einu svo varla voru hljómleikar eða hvað? Margir skólar voru með tónleika. Hvers vegna ekki hér? Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 428 orð

Ósammála um skiptingu 70 milljóna kr.

Í BÓKUN borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði vegna mótmæla við breytingum á Miðbæjarskólanum í Fræðslumiðstöð kemur fram að áætlaður kostnaður við breytingarnar sé 70 milljónir króna. Í svari Reykjavíkurlistans segir að það sé ekki rétt. Kostnaður vegna breytinga sé áætlaður 30 milljónir króna en annar kostnaður við breytingar á skólanum sé 40 milljónir króna. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Óverulegur niðurskurður

Á FUNDI samstarfsráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn í fyrradag var ákveðið að norrænu fjárlögin fyrir næsta ár næmu 687,4 milljónum danskra króna, eða um sjö milljörðum íslenskra króna. Svíar höfðu farið fram á niðurskurð sem næmi 50 milljónum danskra króna, en niðurstaðan varð að fjárlögin lækka um 20 milljónir eða rúm tvö prósent. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

Raðsamkomur hjá Orði lífsins

PREDIKARINN Rani Sebastan frá Svíþjóð heimsækir fríkirkjuna Orð lífsins og verður með raðsamkomur frá föstudegi til sunnudags helgina 8.-10. mars nk. . Rani Sebastian er frá Malasíu en hefur búið nokkur ár í Uppsölum og kennir nú í biblíuskólanum Livets Ord Bibelcenter, sem margir Íslendingar hafa sótt nám í. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Rauðrar Lödu leitað

Rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík óskar eftir að ná tali af ökumanni rauðrar Lödu-station bifreiðar sem varð vitni að aftanákeyrslu á mótum Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka um klukkan 13 síðastliðinn föstudag. Meira
6. mars 1996 | Erlendar fréttir | 107 orð

Ritsafn Gaddafis á útsölu

EGYPTAR eiga nú kost á að kaupa allt ritsafn Muammars Gaddafis, leiðtoga Líbýu, fyrir jafnvirði 18 króna. Í kaupbæti fá þeir veggspjald með áritun leiðtogans. Meira en 100.000 eintök af ritum Gaddafis hafa verið send á bókastefnuna í Kaíró og bækurnar rennu út eins og heitar lummur, að sögn egypskra embættismanna. Meira
6. mars 1996 | Miðopna | 1512 orð

Röðin er komin að hægrimönnum

KOSNINGABANDALAG hægri flokkanna vann stórsigur í kosningunum í Ástralíu á laugardag og sagði eitt ástralskt dagblað að hér væri um "söguleg úrslit" að ræða. Verkamannaflokkurinn hefur verið hrakinn frá eftir 13 ára setu við völd og má búast við að hann verði minnst sex ár í stjórnarandstöðu. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð

Safnkirkjan í Skógum

Holti-Safnkirkjan við Byggðasafnið í Skógum hefur tekið á sig mynd timburkirkju 19. aldar í umhverfi fagurra fjalla og gömlu húsanna í Skógum. Þórður Tómasson, safnvörður, fagnar því að fyrsta byggingaráfanga er lokið með því að kirkjan er fullfrágengin að utan. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 517 orð

Salmonellan líklega úr rjómabollum

RJÓMABOLLUR þykja líklegastar til að hafa borið salmonellusmit sem sýkt hefur a.m.k. 69 einstaklinga, þar af 65 sem tengjast Ríkisspítölum. Við samanburð á listum yfir matvæli, sem hinir sýktu höfðu borðað, kom í ljós að allir höfðu gætt sér á rjómabollum frá Samsölubakaríi á bolludag. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 199 orð

Samtök iðnaðarins ætla í prófmál

SAMTÖK iðnaðarins ætla að láta reyna á innheimtu Stefgjalda hjá hárgreiðslustofu fyrir dómi með því að taka til varna. Ólafur Helgi Árnason, lögmaður Samtaka iðnaðarins, segir að nokkrar hárgreiðslustofur hafi fengið innheimtubréf vegna Stefgjalda og verði ein þeirra tekin út úr og málið rekið sem nokkurs konar prófmál. Meira
6. mars 1996 | Smáfréttir | 54 orð

SAMTÖKIN Vímulausar konur hafa verið stofnuð. Samtökin eru systrasamt

SAMTÖKIN Vímulausar konur hafa verið stofnuð. Samtökin eru systrasamtök WFS í Bandaríkjunum. Samtökin eru sjálfshjálparsamtök fyrir konur sem eru fylgjandi lífi án áfengis eða vímuefna. Samtökin eru fyrir allar konur sem vilja lifa lífi sínu án áfengis eða vímuefna. Fundir verða haldnir vikulega á fimmtudagskvöldum frá kl. 20­21 í Langholtskirkju. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Séð og heyrt tvisvar í mánuði

SÉÐ og heyrt heitir nýtt tímarit, sem Fróði gefur út. Í fréttatilkynningu segir að tímaritið muni koma út tvisvar í mánuði og verði á mannlegu nótunum. "Texti í Séð og heyrt er yfirleitt stuttur og notkun myndefnis mikil og markviss. Og þótt blaðið fjalli um þjóðmálin frá hinum ýmsu hliðum er markmiðið það að lífga upp á lífið og tilveruna," segir útgefandi í fréttatilkynningu. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 570 orð

"Stefnumót 2002"

REYKJAVÍKURBORG hefur hleypt af stokkunum vinnu við stefnumótun í ferðaþjónustu í borginni. Stefnt er að því að 14 vinnuhópar í tengslum við ákveðið framlag til ferðaþjónustu skili niðurstöðum til verkefnisstjórnar í lok ársins. Með því móti hafi verkefnisstjórnin fengið nægileg gögn í hendurnar til að vinna úr og skila af sér niðurstöðu haustið 1997. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 673 orð

Sýknaður af ákæru um fiskveiðibrot

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur sýknað skipstjóra og útgerðarmann tveggja vélbáta á Raufarhöfn af ákæru ríkissaksóknara um fiskveiðibrot. Maðurinn var sakaður um að hafa á um hálfs mánaðar tímabili sumarið 1993, sem skipstjóri vélbátanna Brimrúnar ÞH og Sigrúnar ÞH við netaveiðar frá Raufarhöfn, lagt með sömu þriggja manna áhöfn samtals 120 net í sjó eða 66 net umfram leyfilegan netafjölda. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Tekinn við línuveiðar á kapalsvæði

VARÐSKIPIÐ Týr stóð í gærmorgun línubátinn Lilju VE 7 að meintum ólöglegum veiðum á svokölluðu kapalsvæði milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru. Varðskipið færði bátinn, sem hafði aflað um 600 kíló, aðallega af steinbít til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem skýrslur voru teknar. Meira
6. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Tikk takk í Deiglunni

NÚ stendur yfir í Deiglunni sýning á einum hlut og þremur myndröðum eftir Jón Laxdal Halldórsson. Sýningin ber yfirskriftina "Tikk takk" og er eins konar tilraun um tíma. Deiglan er opin daglega milli kl. 14 og 18. Sýningunni lýkur fimmtudaginn 14. mars næstkomandi. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 136 orð

Umsvif hjá Ístaki í Ísrael

ÍSTAK hf. í samvinnu við danska fyrirtækið Phil & Søn og ísraelska aðila hóf í ársbyrjun byggingu hafnar fyrir 600 seglbáta í hafnarbænum Ashdod í Ísrael. Að sögn Ólafs Gíslasonar, verkfræðings hjá Ístaki, sem hefur yfirumsjón með framkvæmdunum, er kostnaður við verkið um 900 milljónir króna, en áætlað er að því ljúki vorið 1997. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Utanríkisráðherra fordæmir hryðjuverkin í Ísrael

UTANRÍKISRÁÐHERRA fordæmir harðlega hryðjuverkin í Ísrael undanfarna daga sem orðið hafa fjölda manns að bana. Ekki er með nokkru móti hægt að réttlæta hryðjuverk, hverjir sem þau fremja og hver sem yfirlýst markmið þeirra kunna að vera. Ljóst er að hryðjuverkunum í Ísrael er stefnt gegn friðarferlinu í Mið-Austurlöndum sem farið er að bera árangur til blessunar fyrir alla aðila. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Úrslit í eðlisfræðikeppni um næstu helgi

ÚRSLITAKEPPNI í árlegri Landskeppni í eðlisfræði, hinni 13. í röðinni, fer fram um næstu helgi. Keppnin fer fram í húsum verkfræði- og raunvísindadeildar Háskólans við Hjarðarhaga og eru boðaðir til hennar 12 hlutskörpustu framhaldsskólanemendurnir úr forkeppninni sem fram fór 13. febrúar sl. Dagskrá úrslitakeppninnar er sem hér segir: Laugardaginn 9. mars kl. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 556 orð

Vantar skýrari reglur um ábyrgð og kostnað

GUÐMUNDUR Sigvaldason, framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, segir að heilbrigðisráðuneytið þurfi að setja skýrari reglur um skiptingu fjárhagslegar og faglegrar ábyrgðar vegna krabbameinsleitar um landið. Búið er að segja upp þremur starfsmönnum hjá heilsugæslustöðinni, sem annast slíka leit, til að spara 1,2 milljónir árlega og er miðað við að þær taki gildi 1. júlí. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Vesturbæjarhátíðin 60% fram úr áætlun

BEINN kostnaður Reykjavíkurborgar vegna Vesturbæjarhátíðarinnar fer 60% fram úr áætlun samkvæmt upplýsingum til borgarráðs. Í bókun borgarráðsfulltrúa sjálfstæðismanna segir að kostnaðurinn hafi verið 4 milljónir í stað 2,5 milljóna, sem áætlað hafi verið. Þá segir að viðamikil aðstoð hafi verið veitt vegna verksins frá öðrum borgarstofnunum án þess að reikningar væru gerðir. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Víkingaskipið skoðað í gönguferð

HAFNARGÖNGUHÓPURINN ætlar umhverfis Seltjarnarnes hið forna í miðvikudagsgöngu sinni 6. mars. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 vestur í Ánanaust og litið inn hjá Gunnari víkingaskipasmið þar sem hann er að leggja síðustu hönd á smíði víkingaskipsins og fræðst um siglingar á landnámsöld. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Vorverk í mars

VEL viðrar til útiverka og geta borgarstarfsmenn stundað vorverkin þessa dagana. Starfsmenn Vatnsveitu Reykjavíkur voru í gær að vinna við eina af elstu vatnsleiðslum bæjarins, í skurði í Vesturgötu. Lítið var um krana á lögnunum hér áður fyrr og er smám saman verið að bæta úr því. Veðurstofan spáir stinningskalda og rigningu í dag á höfuðborgarsvæðinu í dag. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 239 orð

Þáttur í valdabaráttu innan þjóðkirkjunnar

RAGNAR Aðalsteinsson, lögmaður biskups Íslands, segir að drög að ályktun, sem Geir Waage, formaður Prestafélags Íslands, lagði fram á stjórnarfundi í fyrradag hafi haft þann eina tilgang að vega að biskupnum. Þetta sé liður í valdabaráttu innan kirkjunnar. Óánægja er innan stjórnar Prestafélagsins með drögin og vinnubrögð Geirs Waage. Meira
6. mars 1996 | Erlendar fréttir | 50 orð

Þingmenn í verkfalli

ÞINGMENN Shinshinto, helsta stjórnarandstöðuflokksins í Japan, hafa verið í setuverkfalli í þinghúsinu í tvo daga til að mótmæla umdeildu stjórnarfrumvarpi. Samkvæmt því mun ríkið eða skattgreiðendur í landinu koma illa stöddum lánastofnunum til hjálpar með gífurlegu fjárframlagi. Í gær var reynt að finna einhverja málamiðlun í deilunni. Meira
6. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Öll laus sumarstörf auglýst

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að auglýsa öll laus sumarstörf fyrir 17 ára og eldri hjá deildum og stofnunum bæjarins og munu ráðningar fara fram í samráði við starfsmannadeild. Jafnframt ákvað bæjarráð að 16 ára unglingum, fæddum 1980, verði gefinn kostur á 6 vikna vinnu í sumar, 7 tíma á dag eða samtals 210 vinnustundir. Meira
6. mars 1996 | Innlendar fréttir | 752 orð

Örnefni, saga og bókmenntir

Ávegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands heldur Þórhallur Vilmundarson prófessor, forstöðumaður Örnefnastofnunar Þjóðminjasafns, námskeið um örnefni, sögu og bókmenntir fjögur mánudagskvöld frá 11. marz - 1. apríl. Meira

Ritstjórnargreinar

6. mars 1996 | Staksteinar | 289 orð

Sparnaðurog verðmæti

ÞAÐ þarf að vera innbyggt í skattastefnu stjórnvalda að "fólk sjái sér hag í því að leggja fyrir, spara og eignast verðmæti," segir DV í forystugrein. Eignarskattar DV segir í forystugrein sl. mánudag: "Vinnuveitendasamband Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna fjármagnstekjuskatts og eignarskatts. Meira
6. mars 1996 | Leiðarar | 672 orð

VARASAMT DAÐUR VIÐ OFSATRÚ

Leiðari VARASAMT DAÐUR VIÐ OFSATRÚ RAMKVÆMD Dayton-samkomulagsins um frið í fyrrverandi Júgóslavíu gengur að mörgu leyti vonum framar. Blóðsúthellingunum hefur linnt, Sarajevo er ekki lengur umsetin borg og líf stríðshrjáðra íbúa í Bosníu er hægt og hægt að færast í eðlilegri skorður samhliða því sem enduruppbygging landsins er að hefjast. Meira

Menning

6. mars 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Brandarakarlar í Blackpool

Leikstjóri: Peter Chelsom. Aðalhlutverk: Oliver Platt, Lee Evans, Jerry Lewis, Leslie Caron, Ian McNeice, Richard Griffiths og Oliver Reed. Buena Vista. 1995. EIN kyndugasta og um leið skemmtilegasta myndin á kvikmyndahátíðinni í Sambíóunum er Háðfuglarnir eftir Peter Chelsom (Hear My Song"). Meira
6. mars 1996 | Menningarlíf | 1075 orð

Eftirþankar um tónleikana í Carnegie Hall Það afrek sem þar var unnið er með vissum hætti árangur af starfi margra manna og

ÞAÐ fór ekki milli mála að Sinfóníuhljómsveitin "kom, sá og sigraði" á tónleikunum í Carnegie Hall þriðjudagskvöldið 27. febrúar 1996, og raunar má segja að Bandaríkjaferðin öll hafi verið sigurför, eins og vikið var að í ritstjórnargrein í Morgunblaðinu 2. þ.m. En í Carnegie Hall náði hljómsveitin hátindi ferils síns til þessa, og það með miklum glæsibrag. Meira
6. mars 1996 | Menningarlíf | 104 orð

Fyrirlestur um leirlist

KRISTIN McKirdy heldur fyrirlestur með litskyggnum í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Skipholti 1, 4. hæð, í dag, miðvikudag, kl. 16.30. Kristin er gestakennari í leirlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er þetta í fjórða sinn sem hún kemur hingað sem kennari við skólann. Meira
6. mars 1996 | Fólk í fréttum | 253 orð

Hepburn lögð inn á sjúkrahús

LEIKKONAN fræga, Katherine Hepburn, var lögð inn á sjúkrahús í New York í síðustu viku. Fram kom í dagblaðinu New York Daily News að hún hefði þjáðst af alvarlegri lungnabólgu og um tíma hefði henni vart verið hugað líf. Ættingjar leikkonunnar segja fréttina ranga og hyggjast gefa út yfirlýsingu á næstu dögum. Meira
6. mars 1996 | Menningarlíf | 707 orð

Hetjukeppni á tónleikum sem hófust tvisvar Það voru ekkert venjulegir tónleikar sem Þórunn Þórsdóttir sótti í Frakklandi um

Hetjukeppni á tónleikum sem hófust tvisvar Það voru ekkert venjulegir tónleikar sem Þórunn Þórsdóttir sótti í Frakklandi um síðustu helgi. Óperan Fidelio eftir Ludwig van Beethoven var flutt á tónleikum í Lyon af úrvals söngvurum, sem hafa kannski sumir raskað ró meistarans. Meira
6. mars 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

Illu er best aflokið

"VEISTU hvað? Það er gott að þessu skuli vera lokið. Þau voru hvort sem er ekki hamingjusöm. Ég veit að ég á að boða fjölskylduást og samheldni, en í þessu tilfelli..." segir móðir Teresa um skilnað Díönu og Karls Bretaprins í nýjasta tölublaði Ladies' Home Journal. Hún segir einnig í sama viðtali að Díana sé "mér eins og dóttir". Meira
6. mars 1996 | Fólk í fréttum | 210 orð

Laugarásbíó frumsýnir myndina Vinkonur

LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Vinkonur eða "Now and Then". Með aðalhlutverk fara Demi Moore og Gaby Hoffman sem leika hina fróðleikþyrstu Samönthu, Melanie Griffith og Thora Birch sem leika hina nákvæmu Teeny, Rosie O'Donnell og Christina Ricci sem leika hina ærslafullu Robertu og Rita Wilson og Asleigh Aston Moore sem leika hina teprulegu Chrissy. Meira
6. mars 1996 | Menningarlíf | 530 orð

Listþjófnaður hreyfir við hlutum og eigendum Lögregluaðgerðir á nútímalistasafninu í Marseille voru vatn á myllu franskra

Stolin samtímalist gerð upptæk í Marseille Listþjófnaður hreyfir við hlutum og eigendum Lögregluaðgerðir á nútímalistasafninu í Marseille voru vatn á myllu franskra fjölmiðla í liðinni viku. Meira
6. mars 1996 | Menningarlíf | 466 orð

Löngun en lítil geta

Leikstjóri Dominique Deruddere. Handritshöfundur Charles Higson, Lise Meyer. Kvikmyndatökustjóri Jean-Francois Robin. Tónlist Walter Hus. Aðalleikendur Pete Postlethwait, Antonie Kamerling, Geraldine Pailhas. Belgísk/bresk. 1995. Meira
6. mars 1996 | Fólk í fréttum | 91 orð

Poppmessa í Vídalínskirkju

POPPMESSA var haldin í Vídalínskirkju á sunnudagskvöld. Hljómsveitin Prélátar frá Vestmannaeyjum sá um tónlist og söng, en yfir 300 manns á öllum aldri troðfylltu kirkjuna. Séra Bjarni Karlsson prestur Vestmannaeyinga predikaði og Bjarni Þór Bjarnason héraðsprestur þjónaði fyrir altari. Fermingarbörn tóku virkan þátt í athöfninni og lásu meðal annars bænir. Meira
6. mars 1996 | Fólk í fréttum | 165 orð

Sambíóin sýna Júlíveisluna

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga kvikmyndina Júlíveislan eða "Feast of July" í tilefni Gullmola, kvikmyndahátíðar Sambíóanna. Myndin er byggð á sígildri skáldsögu H.E. Bates í leikstjórn Christopher Menaul. Meira
6. mars 1996 | Fólk í fréttum | 145 orð

Sambíóin sýna myndina Gæfuspil

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga kvikmyndina Gæfuspil eða "Destiny Turns On The Radio" en myndin er fyrsta verkefni leikstjórans unga Jacks Barans, sem best er þekktur sem framleiðandi í Hollywood. Meira
6. mars 1996 | Fólk í fréttum | 175 orð

Sambíóin sýna myndina Stjörnuskin

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga kvikmyndina Stjörnuskin eða "The Star Fell on Henrietta" með Robert Duvall í aðalhlutverki. Myndin er í leikstjórn James Keach, handriti eftir Philip Railback og í öðrum stærri hlutverkum eru m.a. Brian Dennehy, Aidan Quinn og Frances Fisher. Meira
6. mars 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð

Samfésball

SAMFÉS, félagsmiðstöðvar unglinga á landinu, hélt ball í íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag. Fjöldi hljómsveita lék fyrir dansi og hélt uppi fjörinu fram undir miðnætti. Vel yfir þúsund manns var samankomið í húsinu. Morgunblaðið/Hilmar Þór Ásdís, Ester, Guðbjörg og Elísa skemmtu sér vel. Meira
6. mars 1996 | Menningarlíf | 526 orð

Sápan sopin

Asna- og viskustykki í þremur þáttum eftir Þórð Breiðfjörð (Davíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson, Þórarin Eldjárn). Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Leikstjórn og leikmynd: Brynja Benediktsdóttir. Tónlistarstjórn: Hilmar Örn Agnarsson. Hljómlistarstjórn: Hjörtur B. Hjartarson. Leikendur og aðrir smiðir sýningarinnar: Fjölmargir nemendur Menntaskólans að Laugarvatni. Sýnt í Loftkastalanum, Reykjavík, Meira
6. mars 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Talnaljóð og litir

Kristján Guðmundsson. Opið rúmhelga daga á verzlunartíma. Til 13. marz. Aðgangur ókeypis. KRISTJÁN Guðmundsson heldur áfram að vinna í verkum, sem telja má hámark hugmyndafræði í einfaldleika sínum. Meira
6. mars 1996 | Menningarlíf | 292 orð

Tímarit

TÍMARIT Máls og menningar, 1. hefti 1996, er komið út. Efni þess er að mestu skáldskapur, sögur, leikrit og ljóð eftir íslenska og erlenda höfunda sem langflestir eiga það sameiginlegt að vera eyjaskeggjar: frá Íslandi, Írlandi, úr gríska eyjahafinu eða frá eynni Martinique í Karíbahafi. Meira
6. mars 1996 | Fólk í fréttum | 78 orð

Tískan 96

TÍMARITIÐ Hár og fegurð stóð fyrir alþjóðlegri frístæl-, tískulínu-, förðunar- tískuhönnunar- og fatagerðarkeppni á Hótel Íslandi á sunnudaginn. Þema keppninnar þetta árið var endurvinnsla. Keppnin stóð allan daginn og alls voru veitt um þrjátíu verðlaun. Ljósmyndari Morgunblaðsins lét flass sitt flæða um salinn. Meira
6. mars 1996 | Menningarlíf | 342 orð

Vaka- Helgafell stofnar tónlistarklúbb

ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Vaka- Helgafell, sem undanfarin ár hefur rekið klúbba, er boðið hafa félögum bækur og tímarit, hyggst nú hasla sér völl á nýju sviði með stofnun tónlistarklúbbs. Þar verður í fyrstu boðið safn geisladiska sem hlotið hefur heitið "Meistarar sígildrar tónlistar". Meira
6. mars 1996 | Fólk í fréttum | 206 orð

Vígabrjóst í valnum

LIÐSMENN vinsælustu popphljómsveitar Brasiliíu, The Mamonas Assassinas, Vígabrjósta, létust í flugslysi á sunnudag. Þeir hétu Alecsander "Dinho" Alves, Samuel og Sergio Reoli, Julio Rasec og Bento Hinoto og voru á aldrinum 22 til 28 ára. Jarðarför þeirra fór fram í kirkjugarði í Sao Paulo, nálægt úthverfinu Guarulhos, þar sem tónlistarferill þeirra hófst. Meira
6. mars 1996 | Menningarlíf | 906 orð

Það sem eitt sinn var

Alda Sigurðardóttir/Steinunn Helga Sigurðardóttir/Örn Karlsson/Hlynur Hallsson Nýlistasafnið: Opið alla daga kl. 14-18 til 10. mars. Mokka: Opið alla daga til 9. mars. Aðgangur ókeypis Meira

Umræðan

6. mars 1996 | Aðsent efni | 872 orð

Eðlileg undirverktaka og óeðlileg gerviverktaka

UNDANFARIÐ hefur nokkur umræða átt sér stað um undirverktöku í byggingariðnaði. Þar hefur á stundum verið vikið frá staðreyndum og jafnframt hefur gætt hugtakaruglings. Hér verður leitast við að skýra hvað felst í undirverktöku og hvers vegna hún er stunduð. Hvenær á undirverktaka við? Atvinnugreinar hér á landi búa við mjög ólíkar aðstæður. Meira
6. mars 1996 | Aðsent efni | 1133 orð

Ekki Hvalfjarðargöng!

Á MEÐAN allt var á frumstigi hér á landi sáu íslenskir hugsjónamenn hve mikil nauðsyn var á bættum samgöngum á láði og legi. Hvalfjörðurinn var farartálmi og illur yfirferðar. Til marks um það segir ungur piltur að norðan: "...að þar séu hrösullegir vegir, eða nánast engir vegir, en þegar best lætur fjárgötur og troðningar." Varanleg vegagerð var því nauðsynleg. Meira
6. mars 1996 | Aðsent efni | 565 orð

Fjórða valdið?

Á UNDANFÖRNUM vikum hefur allmikil umræða átt sér stað um það réttarfar sem við búum við hér á landi. Mikið hefur verið rætt um svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál og stöndum við nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort saklaust fólk hafi virkilega verið dæmt og látið sitja í fangelsum svo árum skipti. Meira
6. mars 1996 | Aðsent efni | 710 orð

Framtíð náms í sjávarútvegsfræðum?

EFTIR að hafa lesið Morgunblaðið 26. janúar get ég vart orða bundist lengur. Nú stefnir Háskóli Íslands að því að fá Reykjavíkurborg til liðs við sig í hefndarskyni við ákvörðun ráðherra um stofnun matvælasviðs við Háskólann á Akureyri. Nú skal stöðvuð þessi óheillaþróun sem á sér stað norðan heiða. Meira
6. mars 1996 | Aðsent efni | 613 orð

Heildarsýn í heilbrigðisþjónustu

SÉRKENNILEG grein um heilbrigðisþjónustu birtist í Morgunblaðinu 20. janúar eftir fyrrverandi heilsugæslulækni. Sá heitir Guðmundur Helgi Þórðarson. Greinin átti að vera svar við greinarkorni er ég ritaði í blaðið 20. desember. Ekki skildi Guðmundur merkinguna í mínu máli. Ennþá síður vottaði fyrir skilningi í grein sem hann ritaði 22. Meira
6. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 268 orð

Kennaradeild Háskólans á Akureyri

ÁSTÆÐAN fyrir því að ég sest niður og skrifa þessar línur er sú að morguninn 29. febrúar sl. hlustaði ég á Rás 2, þar sem útvarpsmaðurinn talaði við skólastjórann í Grunnskóla Patreksfjarðar. Í þessi viðtali kom fram hjá skólastjóranum (sem ég náði ekki nafninu á) að 124 kennaranemar væru að útskrifast frá Kennaraskóla Íslands (KHÍ) í vor og hann ætlaði sér að kynna skólann fyrir þessum Meira
6. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 494 orð

Neyðarsímsvörun

Í ÞESSU orði felst margt. Fyrst og fremst þó það að í neyðarsímann 112 hringir fólk í neyð. Að vera í neyð og hjálpar þurfi er eitthvað sem enginn vill lenda í. Þó kemur það fyrir hjá öllum einhvern daginn að standa frammi fyrir neyð af einhverju tagi. Það gæti verið þú sjálfur, einhver þér nákominn eða einhver samferðamaður, þ.e. hver sem er. Meira
6. mars 1996 | Aðsent efni | 587 orð

Óhollusta mjólkur vegna vinnslu á henni

ÖLL sú vinnsla, sem er gerð á mjólkurvörum, eyðileggur næringargildi hennar. Þetta má sjá í fjölmörgum rannsóknum, einnig má horfa á þá staðreynd að þeir hrörnunarsjúkdómar í beinunum, sem mjólkin á að hafa góð áhrif á, verða alltaf útbreiddari í þjóðfélögum, bæði í austri og vestri. Meira
6. mars 1996 | Aðsent efni | 1372 orð

Samstaða skiptir máli

ÞAÐ ER mat fróðra manna að sumar þjóðir eigi ekki lengur val þegar ofbeldi, afbrot og vímuefnaneysla er annars vegar. Við Íslendingar eigum aftur á móti enn góða möguleika. En það verður ekki síst undir okkur ­ fólkinu í landinu ­ komið hvort áhrifin verða neikvæð eða jákvæð hér á landi á næstu árum. Meira
6. mars 1996 | Aðsent efni | 792 orð

Skattskylda og skattfrelsi

AÐ undanförnu hafa landsmenn yfirfarið tekjur sínar og gjöld á liðnu ári og skilað skýrslu sinni um útkomu og árangur til skattyfirvalda. Að mörgu er að hyggja og til þess að gera þegnunum þessi störf léttari sendir ríkisskattstjóri öllum skattþegnum leiðbeiningar og dæmi. Þetta er mjög þakkarvert framtak, því án þess kynnum við ýmsu að gleyma. Meira
6. mars 1996 | Aðsent efni | 922 orð

STYTTUR BÆJARINS Meðal annarra orða

MYNDASTYTTUR eru oftast reistar sem minnisvarðar eftir látna merkismenn til að sýna þeim virðingu. En í raun geta þær jafnframt því gegnt öðru hlutverki. Að vera okkur, sem fram hjá þeim ganga, eins konar áminning. Að standa fyrir framan slíka styttu getur verið líkt og að horfast í augu við fortíðina. Meira
6. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 701 orð

Þér gátuð þá ekki vakað með mér eina stund?

Ísland, minn draumur, mín þjáning, mín þrá, mitt þróttleysi og viðnám í senn. segir Steinn Steinarr í frægu kvæði sínu "Landsýn". Þessi þjáning Steins og þrá ­ þessar andstæður takast einatt á í Íslendingum og kannski er marglyndið eitt helzta einkenni okkar. Oft og einatt verða grimmileg átök andstæðra afla í sálarlífi manna ­ þróttleysi og viðnám í senn. Meira

Minningargreinar

6. mars 1996 | Minningargreinar | 251 orð

Ari Agnarsson

Ari Agnarsson kom inn í líf okkar bræðra 1978, en þá höfðu þau kynnst, skömmu áður, hann og móðir okkar, Guðbjörg Ingimundardóttir. Hann var ekkill, hún ekkja. Það var ánægjulegt að kynnast þessum mikla sómamanni. Frá fyrsta augnabliki varð okkur ljóst að í Ara Agnarssyni höfðum við eignast náinn og traustan vin. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 446 orð

Ari Agnarsson

Ég mun vera einn síðasti ættinginn sem hitti föðurbróðir minn, Ara Agnarsson, áður en hann missti ráð og rænu, var hann þá að moka snjó frá dyrum sínum og nágranna síns í Skipholtinu hress og kátur að vanda. Þremur tímum síðar var mér tilkynnt að hann væri kominn rænulaus á sjúkrahús og viku síðar, 27. febrúar sl., var hann allur. Já, hún er einkennileg þessi tilvera. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 216 orð

Ari Agnarsson

ÞAÐ er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn burt úr þessu lífi. Þó veit ég og hugga mig við að vita að loks hittir þú Rögnu ömmu og son þinn, Sverri, sem þú hefur lengi saknað. Þegar ég hugsa um allar okkar samverustundir er mér efst í huga hve hlýr og góður þú varst alltaf og hve mikið þér þótti vænt um dætur mínar tvær. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 137 orð

ARI AGNARSSON

ARI AGNARSSON Ari Agnarsson, Skipholti 26, Reykjavík, fæddist 12. nóvember 1916 á Fremsta Gili í Langadal, Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést 27. febrúar síðastliðinn. Faðir hans var Agnar Bragi Guðmundsson bóndi. Móðir hans var Guðrún Sigurðardóttir. Ari var félagi í Þrótti frá 1942. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 434 orð

Björn Bjarnarson

Björn Bjarnarson lést á hjúkrunarheimilinu Eir 25. febrúar eftir langvarandi veikindi. Mig langar að minnast þessa mæta manns og vinar með nokkrum orðum. Fyrstu kynni okkar urðu í fæðingarsveit okkar Miðdölum í Dalasýslu, sem nú heitir Dalabyggð. Þar lékum við okkur stundum saman sem ungir drengir að Hamraendum hjá ömmu hans og afa. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 388 orð

Björn Bjarnarson

Okkur langar með nokkrum orðum að þakka afa fyrir samverustundirnar sem við áttum með honum þegar við vorum yngri. Því miður fækkaði þeim stundum eftir því sem við urðum eldri vegna veikinda afa, en kannski gerðum við okkur ekki grein fyrir því hve erfitt hann átti með að tjá sig og aldrei kvartaði hann. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 498 orð

Björn Bjarnarson

Björn Bjarnarson landsráðunautur hóf feril sinn hjá Búnaðarfélagi Íslands 17 ára gamall, sem aðstoðarmaður við landmælingar fjögur sumur árin 1935-38. Hann var gagnfræðingur og búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Björn vildi afla sér frekari menntunar í búvísindum og hélt til Danmerkur, þangað sem Íslendingar leituðu á þeim tíma til háskólanáms í búvísindum. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 31 orð

BJÖRN BJARNARSON Björn Bjarnarson fæddist á Sauðafelli í Dölum 14. maí 1918. Hann lést í Hjúkrunarheimilinu Eir 25. febrúar

BJÖRN BJARNARSON Björn Bjarnarson fæddist á Sauðafelli í Dölum 14. maí 1918. Hann lést í Hjúkrunarheimilinu Eir 25. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 5. mars. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 191 orð

Hulda Doris Miller

Mig langar til að minnast frænku minnar er lést 16. febrúar síðastliðinn. Það eru ljúfar minningar sem fara í gegnum hugann þegar sest er niður og hugsað til Huldu. Huldu stóru eins og dóttir mín kallaði hana. Það var alltaf gaman að koma til Huldu og Ella því hún var oftast í góðu skapi og ég gat alltaf talað við hana. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 325 orð

Hulda Doris Miller

Enginn ræður örlögum sínum og oft tekur lífið aðra stefnu en ætlað er og þannig var með lífsskeið Huldu. Segja má að það sem einkenndi Huldu sem persónu hafi verið hógværð og feimni. Samt bjó í henni mikil glettni, sem kom ekki síst í ljós ef einhver fjörkippur var í kringum hana. Það var alltaf stutt í hláturinn. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 87 orð

HULDA DORIS MILLER Hulda Doris Miller var fædd í Reykjavík 30. desember 1941. Hún lést á heimili sínu hinn 16. febrúar

HULDA DORIS MILLER Hulda Doris Miller var fædd í Reykjavík 30. desember 1941. Hún lést á heimili sínu hinn 16. febrúar síðastliðinn. Móðir hennar var Sigríður Svanhvít Sigurðardóttir og faðir hennar var Charles Miller, breskættaður. Hulda var næstyngst 6 systkina. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 76 orð

Hulda Doris Miller Nú er hún Hulda stóra dáin. Það er skrítið að sjá Ella einan því það vantar eitthvað. Hún Hulda var alltaf

Nú er hún Hulda stóra dáin. Það er skrítið að sjá Ella einan því það vantar eitthvað. Hún Hulda var alltaf með, það verða ekki fleiri heimsóknir í Kassagerðina, eins og það var gaman, eða fleiri sumarbústaðaferðir í Svignaskarð. Ég vil þakka Huldu stóru þau fáu ár sem hún gaf mér, þau voru góð. Nú er Hulda stóra farin til himna til mömmu sinnar, hennar ömmu á Skúló. Megi Guð gæta hennar. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 230 orð

Kristinn Fiðþjófsson

Hann afi er dáinn. Við vissum að hann var veikur en samt hvarflaði það ekki að okkur að við ættum ekki eftir að njóta hans lengur en raun bar vitni. Hann afi veiktist seint á síðasta ári og var þá tvísýnt um líf hans, en hann náði sér á strik og kom þá og heimsótti okkur og mömmu og pabba til Finnlands. Hjá okkur var afi í sex dásamlegar vikur. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 280 orð

Kristinn Fiðþjófsson

Okkur langar að skrifa örfá kveðjuorð um Kristin bróður okkar. Hann sem var svo stór og sterkur, að sú hugsun var víðsfjarri að brátt væri hans tími kominn að leggja í sína hinstu för. Í minningunni leiftrar mynd hans, hann er glaður í bragði, hress og sístarfandi, að gera við bíl, heimilisvél eða gamlan grip, lagfæra og prýða. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 119 orð

Kristinn Fiðþjófsson

Afi okkar, Kristinn Friðþjófson, hefur nú kvatt þennan heim eftir stutta banalegu. Okkur afabörnin langar til að minnast hans hér með fáeinum orðum, því að hann skipaði ávallt háan sess í huga okkar. Hann var ákaflega dugnaðarsamur og verklaginn við alla hluti, hvort heldur var við eldavélar, ísskápa eða bíla og sneri ekki frá fyrr en hann hafði komið þeim í fullnaðarlag. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 127 orð

Kristinn Fiðþjófsson

Elsku pabbi minn. Það eru ótal minningar sem hrannast upp þegar ég hugsa til þín. Þær sterkustu sem ég fæ tengjast þó músík og þínum húmor sem þú hafðir við hinar ótrúlegustu stundir. Mér verður hugsað til allra strausssvalsanna, þýsku slagaranna og hversu fær þú varst á píanóið þegar þú settist niður við það. Þá virtust lögin sem þú spilaðir renna fyrirhafnarlaust frá þínum fingrum. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 210 orð

KRISTINN FIÐþJÓFSSON

KRISTINN FIÐþJÓFSSON Kristinn Friðþjófsson fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 24. október 1933. Hann lést í Landspítalanum 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hansvoru hjónin Jóhanna C. Jóhannesson, fædd Svensson, frá Flensburg í Þýskalandi og Friðþjófur Ó. Jóhannesson, framkvæmdastjóri á Vatneyri. Systur Kristins eru Unnur, gift Eyjólfi K. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 340 orð

Magnea Hjálmarsdóttir

Lítil hnáta var í pössun hjá Magneu og þeim samdi vel. Stúlkan spurði hvort ekki væri hægt að komast að samkomulagi við hana, hún ætti engin börn og ömmubörn og sjálf ætti hún enga ömmu sem væri á lífi. "Getur þú ekki bara verið amma mín?" spurði telpan. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 515 orð

Magnea Hjálmarsdóttir

Magnea Hjálmarsdóttir var augasteinn foreldra sinn, en dreng höfðu þau misst ungan. Magnea missti foreldra sína sjö ára gömul og ólst hún upp hjá vandalausum þar til hún fór í Kennaraskólann. Magnea varð fyrir þeirri hugraun að missa einkadóttur sína, Hellenu, í hörmulegu slysi. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 313 orð

Magnea Hjálmarsdóttir

Kær vinkona er kvödd eftir rúmrar hálfrar aldar kynni og vináttu sem aldrei hefur skugga á borið. Minningarnar hrannast upp. Enga mannesku hef ég þekkt sem var greiðugri og hjálpfúsari en Magnea. Hún mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að bæta þar úr. Hún var fyrirmyndar húsmóðir, tiguleg í framgöngu og stórvel gefin til munns og handa. Hún var mikil trúkona og bænheit. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 240 orð

Magnea Hjálmarsdóttir

Ég kynntist Magneu Hjálmarsdóttur fyrst þegar ég kom til hennar í ellefu og tólf ára bekk í Melaskóla. Magnea var kennari af köllun og Guðs náð. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd sinna nemenda og kenndi þeim af alúð og krafti allar hinar almennu námsgreinar. En hún kenndi líka svo miklu meira en þær. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 159 orð

Magnea Hjálmarsdóttir

Mér er ljúft að minnast Magneu Hjálmarsdóttur, kennara míns, með fáeinum orðum. Hún kenndi börnum í Melaskólanum í Reykjavík um 42 ára skeið, frá 1936 til 1978. Ég naut þeirrar gæfu ásamt bekkjarsystkinum mínum að vera nemandi Magneu öll barnaskólaárin, sex vetur samfleytt, frá 1957 til 1963. Samfelld leiðsögn hennar öll þessi ár var okkur mikils virði. Ég minnist þess alls með þakkarhug. Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 607 orð

Magnea Hjálmarsdóttir

Þegar árin færast yfir finnst manni tíminn líða óðfluga. Hann þeysist áfram veginn svo enginn fær rönd við reist en við fylgjumst með og fyrr en varir erum við orðin gömul. Á lífsvegi hvers og eins eru bæði vegamót og vörður sem eru okkur kærar og minnisstæðar, það eru merkisatburðir í einkalífi bæði sárir og gleðilegir og ýmsir samferðamenn sem hafa á vissan hátt kryddað tilveruna, Meira
6. mars 1996 | Minningargreinar | 176 orð

MAGNEA HJÁLMARSDÓTTIR

MAGNEA HJÁLMARSDÓTTIR Magnea Hjálmarsdóttir kennari var fædd í Syðra- Seli í Hrunamannahreppi 29.desember 1908. Hún lést á Droplaugarstöðum 25.febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðjónsdóttir frá Reykjanesi í Grímsnesi, f. 5.júlí 1883, d. 9.september 1916, og Hjálmar Jónsson bóndi í Syðra- Seli, f. 25. Meira

Viðskipti

6. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 220 orð

Bætt afkoma vegna lægri fjármagnskostnaðar

REKSTRARHAGNAÐUR Granda hf. áður en tekið hefur verið tillit til fjármagnsliða varð um 123 milljónum króna minni á síðasta ári en árið á undan. Þar á móti kom hins vegar um 180 milljóna lækkun á fjármagnskostnaði sem skilaði sér í því að endanlegur hagnaður varð 223 milljónir eða 70 milljónum hærri en árið á undan. Þetta sést nánar í meðfylgjandi töflu. Meira
6. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Cunard skipafélagið til sölu

CUNARD skipafélagið, eigandi Queen Elizabeth II og fleiri glæsilegra skemmtiferðaskipa, er til sölu, þar sem móðurfyrirtækið Trafalgar House hefur samþykkt að norski verkfræðirisinn Kvaerner taki við rekstri þess. Meira
6. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 390 orð

Gengur gegn samkeppnislögum

FÉLAGSMÖNNUM Félags löggiltra fasteignasala er óheimilt að nota auðkennið "Félag löggiltra fasteignasala" í atvinnustarfsemi sinni. Þetta er niðurstaða Samkeppnisráðs samkvæmt ákvörðunarorði þess, sem kveðið var upp fyrir skömmu. Merki félaganna voru hins vegar talin svo ólík, að ekki yrði séð, að þau gæti valdið misskilningi. Meira
6. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Hagnaður um 167 milljónir

HAGNAÐUR Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf. nam um 167 milljónum króna á síðasta ári sem er um 14 milljónum minni hagnaður en árið 1994, skv. frétt frá félaginu. Þessi afkoma skýrist að verulegu leyti af þeirri hækkun sem orðið hefur á gengi hlutabréfa í eigu félagsins á árinu 1995. Meira
6. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 206 orð

Kaiser féll frá tilboði í Alumax

KAISER Aluminium er hætt við tilraun sína til að komast yfir Alumaxálfyrirtækið og hefur dregið til baka 2.2 milljarða dollara tilboð, sem Alumax hafnaði í febrúar. Í staðinn mun Kaiser reyna að afla eigna og stofna til fyrirtækjasamvinnu annars staðar að sögn George Haymakers forstjóra, Meira
6. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 295 orð

Lýsing hagnaðist um 37 milljónir

EIGNARLEIGUFYRIRTÆKIÐ Lýsing hf. skilaði alls tæplega 37 milljóna króna hagnaði á síðasta árið borið saman við 33 milljóna hagnað árið áður. Umsvif félagsins jukust verulega á árinu þar sem fjárhæð nýrra samninga nam um 1.758 milljónum en var 1.340 milljónir árið áður. Dreifðust þeir nokkuð jafnt á einstaka vöruflokka og atvinnugreinar, en fyrirtækið skiptir eingöngu við atvinnulífið í landi. Meira
6. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Morgunverðarfundur um SH

FÉLAG viðskipta- og hagfræðinga efnir til morgunverðarfundar í dag kl. 8-9.30 um markaðsstarfsemi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Fundurinn verður haldinn samtímis á Hótel Sögu og í SH-húsinu á Akureyri og verða fundarstaðirnir tengdir gegnum ljósleiðara. Meira

Fastir þættir

6. mars 1996 | Dagbók | 2645 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 1.-7. mars, að báðum dögum meðtöldum, er í Garðs Apóteki, Sogavegi 108. Auk þess er Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14. Meira
6. mars 1996 | Í dag | 133 orð

Árnað heillaÁRA HJÚSKAPARAFMÆLI.Í gær, þriðjudagi

Árnað heillaÁRA HJÚSKAPARAFMÆLI.Í gær, þriðjudaginn 5. mars, áttu sextíu og fimm ára hjúskaparafmæli hjónin Guðrún Jónsdóttir ogTryggvi Jóhannesson, Ytri-Laugalandi, Eyjafjarðarsveit. ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 7. Meira
6. mars 1996 | Fastir þættir | 663 orð

Enginn Íslendingur "þjófstartaði"

Teflt frá kl. 17 daglega. Aðgangur í dag ókeypis fyrir áhorfendur í boði Flugleiða innanlands. NORÐMENNIRNIR Agdestein og Tisdall og Predrag Nikolic frá Bosníu unnu þrjár fyrstu skákir sínar á Reykjavíkurskákmótinu. Enginn Íslendinganna "þjófstartaði" með þrennu, en fjórir þeirra eru þó í hópi níu efstu manna. Mest á óvart í þriðju umferðinni kom Sævar Bjarnason. Meira
6. mars 1996 | Í dag | 375 orð

Íslandsmótið í knattspyrnu 1912 ÁRIÐ 1912 var háð fyrsta Ís

ÁRIÐ 1912 var háð fyrsta Íslandsmót í knattspyrnu. Aðeins tvö lið kepptu, KR og lið Vestmannaeyinga. Frímann Helgason íþróttafréttaritari Þjóðviljans til margra ára, hafði eitt sinn viðtal við Ársæl Sveinsson útgerðarmann í Vestmannaeyjum um Íslandsmótið 1912. Getur nokkur upplýst mig um, í hvaða tölublaði Þjóðviljans þetta var. Leifur Sveinsson,sími 5513224Tjarnargötu 36, Rvík. Meira
6. mars 1996 | Í dag | 385 orð

NÆGJULEGT er að fylgjast með velgengni íslenskra kvikm

NÆGJULEGT er að fylgjast með velgengni íslenskra kvikmynda á erlendri grund um þessar mundir. Fyrir skömmu völdu áhorfendur á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Tár úr steini bestu kvikmynd hátíðarinnar. Meira
6. mars 1996 | Dagbók | 713 orð

Reykjavíkurhöfn:

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag komu Víðir EA, Már, Júpíter, Sigurvon Ýr og Kyndill og Keflvíkingur sem fóru samdægurs. Þá fóru Reykjafoss, Ottó N. Þorláksson og Örfirisey. Í gær komu Rut TH og Múlafoss. Márfór í siglingu. Meira
6. mars 1996 | Í dag | 96 orð

Síðustu orð féllu niður Í grein Þorvalds Óskarssonar skólastjóra

Í grein Þorvalds Óskarssonar skólastjóra í Breiðholtsskóla í Morgunblaðinu í gær, "Pólitísk sjálfsvíg", féllu niður síðustu orðin í síðustu málsgreininni. Hún átti að hljóða svo: "Hvernig væri nú að Ólafur G. Einarsson styddi í leiðinni réttindabaráttu okkar hinna. Meira

Íþróttir

6. mars 1996 | Íþróttir | 158 orð

Carl áfram í UMFA CARL J. Eiríksson, sk

CARL J. Eiríksson, skotmaður, sem var rekinn úr Ungmennafélaginu Aftureldingu í Mosfellsbæ í síðasta mánuði, er enn fullgildur félagi í Aftureldingu og verður það út þetta keppnistímabil. "Brottvísun hans úr félaginu í síðasta mánuði stóðst ekki samkvæmt lögum félagsins. Carl J. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 49 orð

Eiður Smári lék gegn Barcelona

EIÐUR Smári Guðjohnsen lék gegn Barcelona fyrir framan nær 100 þús. áhorfendur á Nou Camp í Barcelona - þar sem Eindhover náði jöfnu, 2:2. Eiður Smári kom inná sem varamaður í sínum fyrsta Evrópuleik á síðustu mín. - fyrir Nilis, sem skoraði bæði mörk Eindhoven. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 656 orð

Erfið titilvörn Ajax

Fyrri leikir í átta liða úrslitum meistaradeildar Evrópu verða í kvöld. Meistarar Ajax sækja Dortmund heim, Legia tekur á móti gríska liðinu Panathinaikos í Varsjá, Nantes og Spartak Moskva leika í Frakklandi og Real Madrid tekur á móti Juventus. Real Madrid oftast meistari Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 29 orð

FÉLAGSLÍFKvennakvöld hjá Gróttu

FÉLAGSLÍFKvennakvöld hjá Gróttu Kvennakvöld Gróttu verður haldið föstudaginn 15. mars í Félagsheimili Seltjarnarness. Húsið verður opnað kl. 19.30. Miðar eru til sölu í Litabæ þar sem síminn er 561 2344. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 380 orð

Forest náði ekki að endurtaka leikinn frá 1979

FRANK Clarke, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, sem varð Evrópumeistari með liðinu síðast þegar það lék á Ólympíuleikvanginum í M¨unchen 1979 ­ þegar Forest vann Malmö FF 1:0, var ekki ánægður með ósigur, 2:1, fyrir Bayern M¨unchen þar í gærkvöldi ­ í fyrri leik liðanna í UEFA-keppninni. Það var miðvallarleikmaður Bayern, Mehmet Scholl, sem skoraði sigurmarkið fjórum sek. fyrir leikhlé. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 359 orð

Frjálsíþróttir

Meistaramót öldunga Fl. Stangarstökk (k) F. M35 Sigurður t. Sigurðsson FH 4,3040 Torfi Rúnar Kristjánss. ÍR 3,50Fl. 50 m (konur) F. Sek.40 Árný Heiðarsdóttir Óðinn 7,1 Íslandsmet Hólmfríður Erlingsd. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 145 orð

Halldór vann bronsverðlaun

HALLDÓR Svavarsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, varð í þriðja sæti í ÷65 kg flokki á Opna skandinavíska meistaramótinu í karate sem fram fór í Svíþjóð um helgina. Þetta er eitt sterkasta mót sem haldið er í Evrópu og segir það mikið um árangur Halldórs. Þetta er besti árangur hans síðan 1989 er hann varð Norðurlandameistari. Sigurvegarinn er frá Júgóslavíu. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 150 orð

HK-stúlkur deildarmeistarar í fyrsta sinn

HK-stúlkur tryggðu sér sinn fyrsta deildarmeistaratitill í Digranesi í gærkvöldi. Það var þó enginn glæsileikur sem HK-stúlkur sýndu en liðið tapaði í þremur hrinum gegn einni og liðið verpti eggi í lokahrinunni sem stúdínur unnu 15:0!. Úrslitin í einstökum hrinum voru sem hér segir, 13:15, 15:4 og 15:13. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 45 orð

Í kvöld

Handknattleikur 1. deild karla: Ásgarður:Stjarnan - FHkl. 20 Seltjarnarnes:Grótta - KRkl. 20 Strandgata:Haukar - ÍRkl. 20 Varmá:UMFA - Selfosskl. 20 Vestmannaeyjar:ÍBV - KAkl. 20 Víkin:Víkingur - Valurkl. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 149 orð

ÍS leikur á Ísafirði

Úrslitakeppni 1. deildar karla í körfuknattleik hefst á föstudagskvöld. Í úrslitakeppninni leika fjögur efstu liðin; Snæfell-Þór, Þorlákshöfn, og KFÍ-ÍS. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslit 1. deildar. Sigurvegarinn úr úrslitaleikjunum fer síðan í úrvalsdeildina en tapliðið mætir næstneðsta liðinu í úrvalsdeild, Skagamönnum, um þátttökurétt í úrvalsdeildinni að ári. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 43 orð

Jason gerði 11 JASON Ólafsson gerði el

JASON Ólafsson gerði ellefu mörk fyrir Brixen í 1. deildarkeppninni í handknattleik á Ítalíu um helgina. Leikmenn Brixen náðu að jafna 21:21 á síðustu sekúndum leiksins gegn Rubiera og nú er Jason annar markahæsti leikmaður deildarinnar, á eftir Rússanum Valeri Gobin. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 99 orð

Jón Arnar efstur á Evrópulistanum JÓN

JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarmaður frá Sauðárkróki, er efstur á lista yfir evrópska sjöþrautarmenn, en listinn var gefinn út 26. febrúar. Jón Arnar hefur fengið 6.110 stig í sjöþraut á þessu ári, á sænska meistaramótinu í byrjun febrúar. Jón Arnar keppir í sjöþraut á Evrópumeistaramótinu innanhúss um helgina, en mótið fer fram í Stokkhólmi. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 157 orð

Knattspyrna UEFA-keppnin 8-liða úrslit, fyrri leikir. M¨unchen, Þýskalandi: Bayern M¨unchen - Nott. Forest2:1 J¨urgen Klinsmann

UEFA-keppnin 8-liða úrslit, fyrri leikir. M¨unchen, Þýskalandi: Bayern M¨unchen - Nott. Forest2:1 J¨urgen Klinsmann (16.), Mehmet Scholl (45.) - Steve Chettle (18.). 35.000. Prag, Tékklandi: Slavia - Roma2:0 Karel Poborsky (11.), Robert Vagner (51.). 14.377. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 95 orð

Kvennalandsliðið til Portúgals

Kristinn Björnsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í alþjóðlegu móti í Portúgal 11. - 17. mars. Leikið verður gegn Finnum (11. mars), Dönum (13. mars) og Svíum (15. mars). Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Birna Björnsdóttir, Val og Sigfríður Sophusdóttir, Breiðabliki. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 13 orð

Körfuknattleikur

Körfuknattleikur NBA-deildin Boston - Milwaukee105:98Detroit - Atlanta99:93Philadelphia - Orlando97:100Denver - San Antonio90:101Vancouver - W Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 180 orð

KÖRFUKNATTLEIKURMilton Bell skoraði

MILTON Bell, sem leikur með Skagamönnum, varð stigahæstur leikmanna úrvalsdeildarinnar í vetur, gerði 983 stig í 32 leikjum eða 30,7 stig að meðaltali í leik. Annars eru erlendir leikmenn í fimm fyrstu sætunum yfir stigahæstu menn. Ronald Bayless hjá Val er í fjórða sæti þrátt fyrir að hafa aðeins leikið 22 leiki. Hann gerði 750 stig eða 34,1 að meðaltali í leik. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 161 orð

Leó Örn Þorleifsson meiddur

LEÓ Örn Þorleifsson, línumaður KA-manna, meiddist í leiknum gegn Víkingum sl. sunnudag. Hann fékk högg á annað hnéð í leiknum og það bólgnaði mjög. Eftir leikinn fór hann í sjúkrahús og þar var tappað af hnénu um 100 millilítrum af blóði. Ekki er enn vitað hversu hnémeiðsli hans eru alvarleg en það verður metið af lækni eftir viku þegar mesta bólgan er farin úr. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 82 orð

Sigurjón lék einn hring á fjórum undir pari

SIGURJÓN Arnarsson, kylfingur úr GR, tók þátt í þriggja daga móti á Stonecrest-vellinum í Flórída um helgina. Sigurjón lék frábærlega fyrsta daginn og kom þá inn á 68 höggum, sem er fjórum höggum undir pari vallarins. Síðan fór að blása og rigna og honum tókst ekki að fylgja þessu eftir, lék á 76 og 73 höggum og lauk því leik á einu höggi yfir pari, 217 höggum sem dugði í 43. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 228 orð

Skíði Bikarmót SKÍ

Bikarmót SKÍ Haldið á Seljalandsdal við Ísafjörð um helgina. Keppt var tvívegis í stórsvigi. Úrslitin úr fyrra mótinu voru birt í gær en hér koma úrslitin úr síðara mótinu: Stórsvig karla: Pálmar Pétursson, Árm1.17,79 Ingvi Geir Ómarsson, Árm1.18,40 Fjalar Úlfarsson, Ak1.19,36 Jóhann B. Gunnarsson, Ísaf.1. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 181 orð

STEVE Chettle

STEVE Chettle skoraði fyrir Nott. Forest gegn Bayern í M¨unchen. Þetta var fyrsta mark hans fyrir Forest í tvö ár, eða síðan hann skoraði gegn Bolton 19. mars 1994. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 333 orð

Tekst Víkingum að bjarga sér?

Lokaumferð 1. deildar karla í handknattleik fer fram í kvöld. Þegar er ljóst að KA er deildarmeistari og Valur í öðru sæti, en ennþá er óráðið hvaða lið fellur með KR, en aðeins Víkingur og ÍBV koma til greina. Eyjamenn, sem hafa tveggja stiga forskot á Víking, fá KA í heimsókn og Víkingar fá Val í Víkina. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 217 orð

UEFA viðurkennir reglur Evrópusambandsins

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, staðfesti í tveimur bréfum til Evrópusambandsins að reglur um félagaskipti ósamningsbundinna leikmanna og takmarkanir á fjölda erlendra leikmanna í liði innan Evrópska efnahagssvæðisins stönguðust á við úrskurð Bosmans-málsins svonefnda og giltu ekki lengur. Þar með geta félög innan fyrrnefnds svæðis, m.a. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 321 orð

Varamenn Boston í aðalhlutverki

ORLANDO átti ekki í erfiðleikum gegn Philadelphia í NBA- deildinni í fyrrinótt og vann 110:97. Dennis Scott var með 26 stig fyrir gestina og þar af 12 stig í öðrum leikhluta sem Magic vann 37:17. "Við byrjuðum með látum í þeirri von að tryggja okkur góða stöðu," sagði Shaquille O'Neal sem skoraði 22 stig fyrir Orlando. Meira
6. mars 1996 | Íþróttir | 350 orð

(fyrirsögn vantar)

Eindhoven gerði góðaferð til Barcelona Leikmenn Eindhoven sýndu í gærkvöldi á Nou Camp í Barcelona að það eru fleiri lið í Hollandi en Ajax - Barcelona varð að sætta sig við jafntefli, 2:2.Eindhoven fékk óskabyrjun þegar Luc Nilis skoraði mark beint úr aukaspyrnu eftir aðeins þrjár mín., þannig að Carlos Busquets átti ekki möguleika á að verja. Meira

Úr verinu

6. mars 1996 | Úr verinu | 171 orð

500 milljónir króna í kynningu á laxi

NORSKA útflutningsráðið fyrir fiskafurðir ætlar að verja næstum 500 milljónum ísl. kr. á þessu ári til að markaðssetja lax og urriða en það er rúmlega 42 millj. kr. aukning frá síðasta ári. Verður mest áhersla lögð á Frakkland en mikil kynning verður einnig í Þýskalandi, Spáni og Japan. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 143 orð

Athugasemd

VERINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands til birtingar: "Þann 28. febrúar birtist í Verinu ­ sjávarútvegsblaði Morgunblaðsins frétt af útskrift nemenda úr námi Endurmenntunarstofnunar í sjávarútvegsfræðum. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 488 orð

Á skelfiskveiðum með Æsunni frá Flateyri

VEIÐIFERÐIN hefst á sunnudagsmorgni kl. 11.30. Jón Páll stýrimaður og Áskell vélavörður eru mættir og búnir að gera bátinn klárann. Stuttu seinna mætir Rúnar skipstjóri og Konni kokkur. Rúnar verður hvumsa við að sjá mig en eftir að hafa útskýrt tilgang minn með þessari ferð linast andlitsvöðvarnir. Landfestar eru leystar og Æsa siglir út með firðinum. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 191 orð

Bretar kaupa minna af þorski

BRETAR hafa dregið nokkuð úr innflutningi á þorski á síðustu misserum og er þar bæði um að ræða ferskan og frystan þorsk. Til loka september á síðasta ári höfðu þeir flutt inn rúmlega 69.000 tonn, en 82.000 tonn á sama tíma árið áður. Samdráttur varð á innflutningi héðan, frá Danmörku, Rússlandi og Noregi, en Færeyingar juku hlut sinn. Nú seldum við Bretum um 14.000 tonn, en 17. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 28 orð

EFNI Hafrannsóknir 3 Ástand humarstofnsins við Ísland Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6

Ástand humarstofnsins við Ísland Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Kóngakrabbi úr Kyrrahafi að breiðast út við Noreg Greinar 7 Valdimar Samúelsson útgerðarmaður Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 138 orð

Fiskmarkaður Þorlákshafnar í nýtt húsnæði

FISKMARKAÐUR Þorlákshafnar er fluttur í nýtt og betra húsnæði, sem stenst allar gæðakröfur sem gerðar eru til fiskvinnsluhúsa. Ástæðan fyrir flutningunum er sú að eldra húsnæðið stóðst ekki þessar kröfur og krafðist Fiskistofa lokunar á því. Markaðurinn hafði verið á undanþágu í tvö ár vegna þess að flutningarnir voru á döfinni. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 150 orð

Freyr sölustjóri í Chile

FREYR Sigurðsson hefur verið ráðinn sölustjóri til Intertec í Chile, en Icecon á hlut í því ásamt Hampiðjunni, Efli og Sæplasti. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 37 orð

GOLÞORSKUNUM HAMPAÐ

THEODÓR Erlingsson á Íslandsbersa HF hampar hér tveimur vænum golþorskum. Hann rær á bátnum ásamt Þórólfi Kristjánssyni. Þeir eru á netum og hafa verið að mokfiska, voru til dæmis með 9 tonn í fyrradag. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 386 orð

Gott hjá krókabátum

SJÓSÓKN var með skárra móti um ellefuleytið í gær, samkvæmt tilkynningaskyldunni. Þá voru um 500 bátar og skip á sjó. Á Flæmska hattinum voru sex skip á veiðum og tvö á leiðinni á miðin. Krókabátar eru nú byrjaðir róðra og ganga veiðarnar mjög vel. Bátarnir hafa verið að mokfiska, bæði á línu og í net. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 46 orð

"HANN FER VEL MEÐ MIG"

GAUI frá Gerði rær um þessar mundir með syni sínum á bátnum Gauja gamla frá Eyjum. Gaui er orðinn 88 ára, en telur ekki eftir sér sð stunda sjóinn þrátt fyrir það. "Hann fer vel með mig strákurinn," segir Gaui. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 738 orð

Kóngakrabbi úr Kyrrahafi er að breiðast út við Noreg

Á ÁRUNUM 1961-'69 slepptu rússneskir fiskifræðingar bæði lirfum og fullvöxnum kóngakröbbum í mynni Múrmanskfjarðar og var tilgangurinn sá, að krabbinn næði þar fótfestu og yrði sú auðlind, sem hann er og hefur verið í Beringshafi og Kyrrahafi. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 1111 orð

Krókabátar á vísindaveiðar

MÉR finnst alltaf spaugilegt þegar talað er um vísindaveiðar á hvölum en það getur vel verið að það hafi verið nauðsynlegt að veiða hvali í vísindayfirskini en eðlilegra hefði ég talið að koma á raunhæfri talningu á hvölum og það ár frá ári og nota til þess hraðskreiða og langdræga báta með nokkurra daga úthald en ódýra í rekstri. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 160 orð

Meiriháttar í loðnunni

VINNSLAN, fréttabréf Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, kynnir í nýjasta tölublaði sínu þrjár hressar konur, sem vinna við loðnufrystinguna: Elsa Einarsdóttir byrjaði í Vinnslustöðinni árið 1978. Segir hún að loðnuvertíðin sé alltaf skemmtilegasti tími ársins í vinnunni. "Það er alltaf mjög gaman að vinna í loðnunni og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri hér. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 457 orð

Mikið framboð af frystum ýsuflökum á lágu verði

VERÐ á frystum ýsuflökum í stórmörkuðum er nú með lægsta móti eða allt niður í 299 krónur kílóið. Verð á ferskum flökum er hins vegar mun hærra eða vel yfir 500 krónur kílóið. Lágt verð á frystum ýsuflökum endurspeglar lágt afurðaverð og erfileika við sölu á erlendum mörkuðum vegna vaxandi framboðs. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 242 orð

Minna rakatap með nýjum hraðfrystum

KÆLITÆKNI hf. er með umboð fyrir nýja tegund hraðfrysta sem eru framleiddir undir vörumerkinu "Super Contact" af Food Systems Europa. Frystarnir eru útbúnir þannig að þunn plastfilma dregur fiskflakið yfir lágrétta frystiplötuna sem er ÷ 40C ÷ 52C köld, þannig fæst mjög hröð frysting sem tryggir gæði vörunnar. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 1422 orð

Nokkrar vísbendingar um batnandi aflabrögð

HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur lagt til við sjávarútvegsráðuneytið, að humarkvóti á næstu vertíð, sem hefst í vor, verði 1.500 tonn. Það er sami kvóti og ákveðinn var til bráðabirgða á síðasta sumri, en vertíðin þá var ein sú lélegasta í sögunni. Kvóti var þá 2.200 tonn aðeins rúmlega 1.000 tonn veiddust. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 167 orð

Notkun fiskmjöls minnkar

LÍTIÐ framboð af fiskmjöli hefur valdið því, að það hefur hækkað verulega í verði frá því á síðasta hausti. Afleiðingin er líka sú, að mjölkaupendur um allan heim hafa farið úr fiskmjölinu yfir í sojabaunamjöl og annað fóður. Þetta á þó ekki við um fiskeldið. Heimsnotkunin á fiskmjöli hefur minnkað mikið á einu ári. 1994 var hún sjö milljónir tonna en 6,37 millj. tonna 1995. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 160 orð

Rússar spá meiri afla

BÚIST er við, að afli rússneskra skipa á fyrstu þremur mánuðum ársins verði 1,6 milljón lestir eða 12% meiri en á sama tíma í fyrra. Ástandið í rússneskum sjávarútvegi er því farið að einkennast af meiri stöðugleika og horfum á hægri en öruggri aukningu. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 247 orð

Smjörsteikt loðna með hvítlaukssósu

ÞAÐ hefur varla farið framhjá mörgum að loðnuveiðar hafa gengið vel í vetur. Nú er unnið af kappi að vinnslu loðnunnar í frystihúsum. Þá er sjálfsagt að benda á að loðnan er herramannsmatur. Til að leggja áherslu á það var Stefán Úlfarsson, matreiðslumeistari á Þremur frökkum, fenginn til þess leggja að mörkum loðnuuppskrift, sem er forréttur fyrir fjóra. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 70 orð

Sýning í Björgvin

FRÁ 8. til 10. maí næstkomandi verður sjávarafurðasýningin "Northern Seafood Conference and Exhibition" haldin öðru sinni í Björgvin í Noregi. Að þessu sinni verður aðalumfjöllunarefnið viðskipti með sjávarafurðir við ríkin í Austur- Evrópu. Búist er við, að þátttakendur í sýningunni verði um 400 alls staðar að úr Evrópu. Jan Henry T. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 410 orð

Troll frá Hampiðjunni með flugi til Kamtsjatka

HAMPIÐJAN hefur nú sent eitt fullbúið gloriu-troll austur til Kamtsjatka í Rússlandi. Trollið var sent með flugi til Pusan í Kóreu og fer þaðan með birgðaskipi út á miðin og um borð í rússneskt veiðiskip. Þetta er fyrsta trollið frá Hampiðjunni, sem fer þangað austur, en 4 til 5 togarar frá Murmansk tóku troll frá Hamiðjunni í fyrra. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 256 orð

Troll með flugi til Kamtsjatka

HAMPIÐJAN hefur nú sent eitt fullbúið gloriu-troll austur til Kamtsjatka í Rússlandi. Trollið var sent með flugi til Pusan í Kóreu og fer þaðan með birgðaskipi út á miðin og um borð í rússneskt veiðiskip. Þetta er fyrsta trollið frá Hampiðjunni, sem fer þangað austur, en 4 til 5 togarar frá Murmansk tóku troll frá Hamiðjunni í fyrra. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 81 orð

Vaxandi rækjueldi

FRAMLEIÐSLA á eldisrækju í Mexíkó var 20.000 tonn á síðasta ári og eru Mexíkómenn nú í öðru sæti í þessari grein í Rómönsku Ameríku. Jókst framleiðslan um 20% frá 1994 þegar hún var rúmlega 16.000 tonn. Nokkuð hefur orðið vart við sjúkdóma í rækjueldinu í Mexíkó en hingað til hefur tekist að halda þeim í skefjum. Eru eldisbændur bjartsýnir á, að eldið verði komið í 100. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 186 orð

Verð á laxi hærra en í fyrra

VERÐ á norskum eldislaxi hefur verið nokkuð stöðugt síðustu vikur, eftir töluverða lægt um áramótin. Verðið er þó nokkru hærra nú en á sama tíma í fyrra og munar það allt að 60 krónum á hvert kíló. Það sem af er þessu ári hafa Norðmenn flutt út um 24.000 tonn af laxi og er megnið af því ferskur fiskur. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 532 orð

Vill útflutningsráð fyrir markaðssetningu á fiski

PÉTUR Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, segir að nauðsynlegt sé að auka áherzlu á almenna markaðssetningu íslenzkra sjávarafurða. "Annaðhvort á að stofna sérstaka deild innan Útflutningsráðs Íslands eða stofna sérstakt útflutningsráð fyrir fisk eins og Norðmenn hafa gert. Meira
6. mars 1996 | Úr verinu | 136 orð

Þorskflökin hækka í verði í Bretlandi

UNDANFARIN þrjú ár hefur verð á þorskflökum verið stöðugt á Bandaríkjamarkaði, að sögn Sæmundar Guðmundssonar, aðstoðarforstjóra Íslenskra sjávarafurða. Á Bretlandsmarkaði hafa hinsvegar orðið verðbreytingar á sjófrystum fiski þegar stuðst er við janúartölur síðustu þriggja ára og kemur í ljós að um 3,4% lækkun var að ræða frá árinu 1994 til 1995, Meira

Barnablað

6. mars 1996 | Barnablað | 40 orð

100 milljarðar

FJÖLDI þeirra stjarna, sem eru það nálægt sólkerfinu okkar, að ljósið frá þeim nær til jarðarinnar á 100.000 (eitthundrað þúsund) árum, eru um 100.000.000.000 (eitthundrað milljarðar). Ef við reyndum að telja þær, dygði okkur ekki ævin til þess. Meira
6. mars 1996 | Barnablað | 45 orð

Arnar á Þórshöfn

ÉG heiti Arnar og verð fimm ára á sumardaginn fyrsta. Þá koma sólin og sumarið. Þá ætla ég að heimsækja ömmu og afa á Þórshöfn og fara að veiða fisk með afa mínum. Sendandi: Arnar Gunnarsson, 4 ára, Lyngmóum 5, 210 Garðabær. Meira
6. mars 1996 | Barnablað | 327 orð

Brandarabanki Myndasagnanna!

HÆSTU mögulegir vextir: Gleði og bros svo að skín í endajaxlana ef þeir eru þá komnir í ljós - Ef þið akið ykkur í spiki, Meira
6. mars 1996 | Barnablað | 41 orð

Fjallaplánetan rannsökuð

HANN Arnmundur Ernst Björnsson, 6 ára, sem á heima á Framnesvegi 66, 101 Reykjavík, var í heimsókn hjá ömmu sinni á Dalvík og þá teiknaði hann þessa mynd handa ykkur. Í geimskipinu eru menn sem eru að rannsaka fjallaplánetuna. Meira
6. mars 1996 | Barnablað | 25 orð

Hver er ég?

Hver er ég? ÞAÐ er alveg sama í hvaða átt þið lítið, þið hafið mig alltaf fyrir augunum. Hver er ég? Lausnir eru með svarið. Meira
6. mars 1996 | Barnablað | 16 orð

Hænu-skrímsli

Hænu-skrímsli SVERRIR Már Bjarnason, 8 ára, Hraunbæ 78, 110 Reykjavík, er höfundur myndararinnar af (hænu)skrímslinu litríka. Meira
6. mars 1996 | Barnablað | 42 orð

LAUSNIR

Karlinn á verkstæðinu heitir Markús. oOo Skúli skjaldbaka er þrjátíu ára og sonur hans er 10 ára. oOo Hver er ég? Tja, það er nú það - hvað er það sem alltaf er í sjónmáli, Meira
6. mars 1996 | Barnablað | 558 orð

Pennavinir

HÆ, HÆ, Myndasögur! Mig langar að eignast pennavini á aldrinum 8-12 ára. Ég er sjálf að verða 10 ára. Áhugamál: Hestar, tennis, leikir og margt fleira. Emilía Valdimarsdóttir Arnarsmára 26 200 Kópavogur Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 7-10 ára, sjálf er ég að verða 9 ára. Meira
6. mars 1996 | Barnablað | 34 orð

Skúli skjaldbaka og Skjöldur

SKÚLI skjaldbökupabbi er þrisvar sinnum eldri en sonurinn Skjöldur, en eftir tíu ár verður Skúli aðeins tvisvar sinnum eldri en strákurinn. Hversu gamlir eru þeir feðgar í dag? Sjá Lausnir. Meira
6. mars 1996 | Barnablað | 32 orð

STRÖNDIN

Ljóð STRÖNDIN Við göngum niður á ströndina, ekkert heyrist nema í öldunum miklu, miklu, sem fæddust í hafinu, en deyja á ströndinni. Meira
6. mars 1996 | Barnablað | 147 orð

Sönglausa kartan

KÁRI var karta. Mjög söngelsk karta. En þegar henn reyndi að syngja gerðist ekkert. Hann hafði reynt allt. En það mistókst alltaf. Hann fór nú til Köru körtu. - Kara, hefur þú einhver ráð? - Já það gæti verið. En þá þarf ég líka nokkrar fágætar jurtir, sagði Kara. - Ég geri hvað sem er, sagði Kári. - Farðu þá yfir vatnið og sæktu spergilrót. Meira
6. mars 1996 | Barnablað | 53 orð

(fyrirsögn vantar)

LEITIÐ að hlutunum sex sem eru í reitunum til hægri á myndinni. Á stóru myndinni eru þessir sömu hlutir faldir og við hvern þeirra er bókstafur. Þegar þið eruð búin að finna alla hlutina og bókstafina eigið þið að raða stöfunum þannig að úr verði mannsnafn. Lausnir hafa svarið annars staðar á síðunni. Meira
6. mars 1996 | Barnablað | 33 orð

(fyrirsögn vantar)

SIGRÍÐUR Bára Steinþórsdóttir, Hala, Suðursveit, 781 Höfn, sendi þessa flottu og náttúrlega skemmtilegu mynd (!). Myndasögur Moggans þakka henni fyrir, og það er greinilegt að hún er enginn aukvisi þegar kemur að teikningunni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.