Greinar fimmtudaginn 7. mars 1996

Forsíða

7. mars 1996 | Forsíða | 109 orð

Krytur í Hadzici

FRANSKUR hermaður úr friðargæsluliði Atlantshafsbandalagsins (NATO) á verði í Hadzici, einu úthverfa Sarajevo, í gær. Beðið var komu lögregluliðs á vegum sambandsríkis múslima og Króata í Bosníu en hverfið féll undir yfirráð þeirra í gær. Serbneskir íbúar þess höfðu sig flestir á brott. Meira
7. mars 1996 | Forsíða | 124 orð

Mesta atvinnu leysi eftir stríð

ATVINNULEYSIÐ í Þýskalandi jókst í febrúar og hefur aldrei verið meira frá stríðslokum. Þá voru rétt tæpar fjórar milljónir manna án vinnu, rúmlega 100.000 fleiri en í janúar. Stafar aukningin að miklu leyti af óvenjulegum vetrarhörkum er valda byggingariðnaði vanda. Meira
7. mars 1996 | Forsíða | 310 orð

Palestínulögregla til atlögu gegn Hamas

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hefur skipað fyrir um harðar aðgerðir gegn Hamas-hreyfingunni, sem ber meginábyrgðina á hermdarverkunum í Ísrael að undanförnu. Ísraelskar og palestínskar her- og lögreglusveitir handtóku hundruð liðsmanna hreyfingarinnar í gær og ísraelskur ráðherra sagði, að ætlunin væri að ná til allra leiðtoga hennar. Meira
7. mars 1996 | Forsíða | 367 orð

Tsjetsjenar hertaka hluta Grosní

HARÐIR bardagar geisuðu í gær í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju, eftir að tsjetsjenskir uppreisnarmenn réðust inn í borgina úr þremur áttum. Þeir komu rússnesku herliði og ráðamönnum í opna skjöldu og náðu hluta borgarinnar á sitt vald. Heimildarmenn sögðu að 10 manns, rússneskir hermenn og óbreyttir borgarar, hefðu fallið í gær en óljóst var um manntjón uppreisnarliðsins. Meira
7. mars 1996 | Forsíða | 121 orð

Tveir heltast úr lestinni

LAMAR Alexander, fyrrverandi ríkisstjóri í Tennessee, og Richard Lugar, öldungadeildarþingmaður frá Indiana, sögðu í gær að kosningaherferð þeirra fyrir tilnefningu til forsetaframboðs fyrir Repúblikanaflokkinn væri á enda. Báðir guldu afhroð í forkosningum í átta ríkjum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Meira

Fréttir

7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 245 orð

40% félagsmanna fengu bætur

SJÚKRASJÓÐUR Verslunarmannafélags Reykjavíkur greiddi 40% félagsmanna bætur á seinasta ári og hefur bótaþegum fjölgað um 32% frá 1994. Aukningin er 14,2 milljónir í krónum talið, eða 22% Meðal skýringa er að tryggingarvernd sjóðsins er stöðugt að vaxa, en í fyrra var tekjutenging dagpeninga hækkuð úr 20% í 60% af launum. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

90% af unglingataxta Dagsbrúnar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að tillögu stjórnar Vinnuskóla Reykjavíkur, að laun 14 og 15 ára unglinga hjá Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 1996 verði 90% af unglingatöxtum Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 243 orð

Aðeins uppbót á lífeyri lækkaði

MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Tryggingastofnun ríkisins: "Á síðu 2 í Morgunblaðinu miðvikudag er frétt með yfirskriftinni "Hörð gagnrýni á lækkun umönnunarbóta". Þar er ruglað saman fjórum bótaflokkum en í raun lækkaði aðeins uppbót á lífeyri þann 1. mars. Hvorki umönnunarbætur, heimilisuppbót né sérstök heimilisuppbót hafa hins vegar lækkað. Meira
7. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 237 orð

Akureyrarbær braut gegn jafnréttislögum

SIGFRÍÐUR Þorsteinsdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar harmar mjög niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála þess efnis að bæjarstjórn Akureyrar hafi með ráðningu karlmanns í stöðu starfsmanns reynslusveitarfélagaverkefnis brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Alþjóðlegur kvennadagur

ALÞJÓÐLEGUR kvennadagur Sameinuðu þjóðanna verður 8. mars og af því tilefni verður haldinn fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykavíkur kl. 17. Fundarstjóri verður Guðrún Helgadóttir varaþingmaður. Tinna Þorvaldsdóttir leikur á fiðlu. Ávörp flytja Kristín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Sigríður Kristinsdóttir, formaður SFR, Martha Á. Meira
7. mars 1996 | Landsbyggðin | 351 orð

Alþýðuflokksmenn draga sig til baka

Ísafirði - Alþýðuflokksmenn í væntanlegu sameinuðu sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum ákváðu á fundi sínum á sunnudag að hætta frekari viðræðum um sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, og hefur stefnan verið tekin á sérframboð flokksins. Þeir sem eftir eru í viðræðunum, þ.e. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 1211 orð

Atvinnurógur að segja að við stundum óeðlilega samkeppni

KRISTINN Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að það séu alvarlegar aðdróttanir og atvinnurógur hjá Vinnuveitendasambandi Íslands sem haldi því fram að svínabændur og kjúklingabændur stundi óeðlilega samkeppni á markaði og líki framleiðslu búgreinanna við iðnaðarframleiðslu. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 251 orð

Ályktun ekki gegn biskupi

SR. GEIR Waage, formaður Prestafélags Íslands, segir það fráleitt að drög að ályktun sem hann lagði fram á síðasta fundi Prestafélags Íslands hafi beinst gegn biskupi, eins og Ragnar Aðalsteinsson lögmaður biskups hefur sagt. "Biskup er hvergi nefndur í þessu áliti," sagði sr. Geir. "Í álitsgerðinni var ég að reyna að nálgast þann siðferðilega vanda sem snýr að okkur prestum. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 147 orð

Bakkagerðiskirkja ónýt?

Borgarfirði eystra - Útlið er fyrir að Bakkagerðiskirkja á Borgarfirði eystra sé ónýt vegna fúa. Kirkjan er friðuð samkvæmt húsfriðunarlögum og er ráðgert að fulltrúi frá húsfriðunarsjóði fari austur til skrafs og ráðagerða. Bakkagerðiskirkja er frá því um síðustu aldamót, vígð 1901. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 284 orð

Biskup víkur sæti í Langholtsdeilu

HERRA Ólafur Skúlason biskup ritaði í gær sr. Flóka Kristinssyni, Jóni Stefánssyni organista og sóknarnefnd Langholtskirkju og tilkynnti að hann hefði ákveðið að víkja sæti í Langholtsdeilu. Einnig ritaði biskup kirkjumálaráðherra og fór þess á leit að hann skipaði löghæfan aðila til að úrskurða í deilunni. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð

Byggja þarf allt að 537 skólastofur

BYGGJA þarf 376 til 537 almennar kennslustofur í skólum landsins til að fullnægja ákvæðum grunnskólalaga um samfelldan skóladag og einsetinn skóla. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Ragnars Arnalds. Nú eru 128 grunnskólar einsetnir eða tæplega 65% skóla og er áætlað að 376 bekkjardeildir séu eftir hádegi í tvísetnum skólum. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 211 orð

Bæjarverkstjórinn slapp með naumindum

BETUR fór en á horfðist þegar um 40 kg plastlok af vatnstanki ofan við Eskifjörð þeyttist upp í loftið og lenti farþegamegin á bíl bæjarverkstjórans í 60 til 80 m fjarlægð um kl. 14 á þriðjudag. Kristján Ragnarsson, bæjarverkstjóri, sat bílstjóramegin og slapp ómeiddur. Hins veger urðu töluverðar skemmdir á bílnum. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 896 orð

Drög að ályktun formanns prestafélagsins

Á FUNDI stjórnar Prestafélags Íslands 6. mars lagði séra Geir Waage, formaður félagsins, fram drög að ályktun vegna þeirra ásakana sem bornar hafa verið á hendur þjónandi presti innan þjóðkirkjunnar. Ályktunin var ekki samþykkt, en hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Vegna þessarar umfjöllunar vill séra Geir taka eftirfarandi fram. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 820 orð

Einkaréttur á sjónmælingum verði afnuminn

NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent heilbrigðisráðherra og heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis erindi þar sem óskað er eftir því að einkaréttur lækna á sjónmælingum verði afnuminn. Eiríkur Þorgeirsson, formaður Augnlæknafélags Íslands, segir að samtökin hafi hlaupið á sig, ekki kynnt sér allar hliðar málsins og snúist á sveif með verslunareigendum. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 195 orð

Ekki miklar breytingar

UNDIRBÚNINGUR fyrir endurskoðun búvörusamnings um mjólkurframleiðslu er nú að hefjast og hafa landbúnaðarráðuneytinu borist vinnuplögg með fyrstu hugmyndum Landssambands kúabænda þar sem fram koma áherslur þeirra um starfsumhverfi greinarinnar. Í máli Guðmundar Bjarnasonar við setningu Búnaðarþings kom fram að hvað varðar stuðning og framleiðslustýringu eru ekki lagðar til miklar breytingar. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 865 orð

Ekki rök fyrir því að Flóki tengist málinu

SIÐANEFND Prestafélagsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að þau orð herra Ólafs Skúlasonar, biskups Íslands, að Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem sakað hefur biskup um nauðgunartilraun, hafi verið í viðtölum hjá séra Flóka Kristinssyni í allan vetur eigi ekki við rök að styðjast. Starfsfólk Langholtskirkju staðfestir að séra Flóki og Sigrún Pálína hafi átt fund í Langholtskirkju 8. janúar 1996. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 322 orð

Ekki útlit fyrir opnun Fæðingarheimilisins á ný

AÐ MATI Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra, er ekki útlit fyrir að Fæðingarheimilið við Þorfinnsgötu verði opnað að nýju. Í samræmi við samþykkt borgarráðs virðist því einboðið að leigusamningi við ríkið verði sagt upp með sex mánaða fyrirvara. Sá tími yrði nýttur til að kanna hvort forsendur eru fyrir að aðrir en ríkisspítalar taki að sér rekstur fæðingarþjónustu á Fæðingarheimilinu. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 31 orð

Erfitt og blautt færi

Erfitt og blautt færi ERFITT og blautt færi var í Bláfjöllum í gær en skólakrakkar í skíðaferð létu það ekki á sig fá. Þeirra á meðal voru krakkar frá Grindavík. Meira
7. mars 1996 | Erlendar fréttir | 299 orð

Fallast á "utanríkisfulltrúa" ESB

BRESKA ríkisstjórnin féllst á þriðjudag á að skipaður verði háttsettur stjórnarerindreki sem verður fulltrúi Evrópusambansins gagnvart öðrum ríkjum og að settur verði á laggirnar vinnuhópur til að móta áform um sameiginlega utanríkisstefnu. Meira
7. mars 1996 | Erlendar fréttir | 156 orð

Finnar vísa gagnrýni Rússa á bug

FINNSKA utanríkisráðuneytið vísar eindregið á bug gagnrýni Rússa varðandi nýafstaðnar heræfingar skammt frá landamærum ríkjanna. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir, að umfangsmiklar æfingar á borð Kymi 96, sem haldin var í febrúar, séu undirbúnar með fimm ára fyrirvara. Því eigi ekki að líta á þær sem ögrun við núverandi stjórnvöld í Rússlandi. Meira
7. mars 1996 | Landsbyggðin | 111 orð

Fiskar á þurru landi á Kirkjubæjarklaustri

LEIKDEILD U.M.F. Ármanns á Kirkjubæjarklaustri frumsýnir föstudaginn 8. mars leikritið Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli. Verkið var frumflutt á Alþjóðlegri listahátíð í Hafnarfirði 1993. Leikendur eru aðeins fjórir og er leikstjóri Þröstur Guðbjartsson. Alls taka um 16 manns þátt í þessari uppfærslu. Leikritið er "spaugilegur ólíkindagamanleikur". Meira
7. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 228 orð

Framkvæmdir við gatnagerð og fráveitu fyrir 118 millj.

ÁÆTLUN um framkvæmdir í gatnagerð og við fráveitumál var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Alls er gert ráð fyrir að nota 68 milljónir króna til gatnagerðar, 45 milljónir til fráveituframkvæmda og bifreiðastæðasjóður kostar framkvæmdir upp á 5 milljónir króna. Í sumar verður því unnið fyrir 118 milljónir króna. Til að endurbyggja götur verður varið 17,9 milljónum króna, m.a. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 36 orð

Fundur um Rússland og Evrópuráðið

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna gengst fyrir fundi um aðild Rússlands að Evrópuráðinu í Valhöll í kvöld, kl. 20. Ræðumenn verða Lára Margrét Ragnarsdóttir og Tómas Ingi Olrich, fulltrúar Íslands á þingi Evrópuráðsins. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar

FYLGI Sjálfstæðisflokksins minnkar um 5% frá því 18. janúar, samkvæmt skoðanakönnun sem DV gerði 2. mars og birt var í blaðinu í gær. Fylgi annarra flokka eykst. Í skoðanakönnun DV fær Sjálfstæðisflokkur 40,8% fylgi. Í könnunum blaðsins í janúar og lok nóvember mældist það um 46%. Fylgi flokksins er enn töluvert meira en í síðustu alþingiskosningum. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 33 orð

Gestakennari hjá Jóga Stúdíói

Gestakennari hjá Jóga Stúdíói TODD Norian, kennari hjá Kripalujógastöðinni í Bandaríkjunum, heldur námskeið fimmtudaginn 7. mars kl. 20 í Jóga Stúdíó, Hátúni 6A, þar sem hann mun kynna Kripalujóga og væntanleg námskeið sín. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 161 orð

Hagnaður Flugleiða um 656 milljónir

HEILDARHAGNAÐUR Flugleiða hf. á síðasta ári nam alls 656 milljónum króna samanborið við um 624 milljónir árið 1994. Þar af var söluhagnaður í fyrra um 359 milljónir en var 320 milljónir árið 1994. Á aðalfundi félagsins á fimmtudag þann 14. mars mun stjórn þess leggja til að greiddur verði 7% arður og að hlutafé verði aukið um 250 milljónir að nafnvirði. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Heiðurskonsúll í Berlín hættir störfum

FYRIR skömmu lét heiðurskonsúll Íslands í Berlín, Andreas Howaldt, af störfum fyrir aldurs sakir. Í kveðjuskyni bauð dr. Bernd Fischer, siðameistari Berlínar og Brandenborgar, til veislu honum til heiðurs í Rauða ráðhúsinu í Berlín. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Heimilt að taka gjald fyrir einangrun dýra

HEIMILT verður að innheimta gjald af vegna einangrunar dýra í sóttvarnarstöð, samkvæmt lagafrumvarpi sem landbúnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Gert er ráð fyrir því að gjaldskrá miðist við það að tekjur sóttvarnastöðvar standi undir útgjöldum hennar. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 269 orð

Hugmyndasamkeppni um Ísland framtíðarinnar

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ og Skipulag ríkisins efna til hugmyndasamkeppni undir yfirskriftinni Ísland árið 2018 til að vekja athygli á hraðri þróun skipulags- og umhverfismála. Tilefnið er að 75 ár eru liðin frá setningu skipulagslaga. Í haust verður jafnframt haldið skipulagsþing þar sem fjallað verður um framtíðarsýn byggðar, búsetu í landinu og fleiri viðfangsefni. Meira
7. mars 1996 | Erlendar fréttir | 171 orð

Höfuðpaur eiturlyfjasala veginn

JOSÉ Santacruz Londono, einn af höfuðpaurum kólumbíska eiturlyfjasmyglhringsins sem kenndur er við borgina Cali, var skotinn til bana í bardaga við lögreglu seint í fyrrakvöld. Santacruz slapp úr fangelsi í Bogotá í janúar. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Innbrot í Heilsugæslustöðina

BROTIST var inn í Heilsugæslustöðina á Fáskrúðsfirði aðfaranótt miðvikudagsins og þaðan inn í apótek staðarins. Þaðan var stolið nokkuð af svefnlyfjum ásamt fleiri lyfum að verðmæti 50 þús. krónur. Nokkrar skemmdir voru unnar á húsnæðinu við innbrotið en ekki er búið að meta tjónið. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 239 orð

Kjörinn staður til að byggja varnargarð

Flateyri-Hópur sérfræðinga á vegum Ofanflóðasjóðs skoðaði í gær aðstæður á Flateyri vegna undirbúnings fyrirhugaðra varnarvirkja snjóflóða. Karsten Lie frá norsku jarðtæknistofnuninni (NGI) segir að svæðið ofan við byggðina sé hentugt til gerð snjóflóðavarnagarða og jarðefnin nýtanleg. Meira
7. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 205 orð

Kvartað undan of mörgum áhorfendum

SLÖKKVILIÐSSTJÓRANUM á Akureyri barst nýlega athugasemd frá áhorfanda á handboltaleik í KA-heimilinu en hann taldi að allt of margir áhorfendur hafi verið á leik KA og Vals í síðustu viku. Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri, sagðist hafa fengið slíkar ábendingar nokkrum sinnum áður og þá jafnan bent á að þetta væri mál lögreglunnar. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Kvennalistinn með opinn fund

Í TILEFNI af alþjóðlegum baráttudegi kvenna standa Samtök um kvennalista fyrir fundi um alþjóðasamstarf og kvennabaráttu. Fundurinn ber yfirskriftina Veröldin og við. Fundurinn verður haldinn á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti laugardaginn 9. mars kl. 14 og eru allir velkomnir. Meira
7. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 139 orð

Kærunefnd með málið til umfjöllunar

ÁSKELL Örn Kárason sálfræðingur hefur lagt fram kæru til kærunefndar jafnréttismála á hendur Akureyrarbæ vegna ráðningar í stöðu sviðsstjóra félags- og fræðslumála. Staðan var auglýst í október síðastliðnum og voru umsækjendur 10 talsins. Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur var ráðin í stöðuna. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 729 orð

Listir, menning og fræðsla

MENNINGAR- og félagsmiðstöðin í Gerðubergi er þrettán ára um þessar mundir en starfsemin þar hefur sjaldan verið blómlegri en einmitt nú. Elísabet Þórisdóttir, sem verið hefur forstöðumaður Gerðubergs frá opnun, segir að aðsókn að húsinu hafi aukist jafnt og þétt á þessum þrettán árum. "Núna koma hingað á milli sex og sjö hundruð manns á dag. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

Meðferðarheimilið verður rekið áfram

MEÐFERÐARHEIMILI barna við Kleifarveg í Reykjavík verður rekið áfram þrátt fyrir að Sjúkrahús Reykjavíkur muni hætta rekstri heimilisins 1. júní. Þetta sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær, í umræðu utan dagskrár um málefni heimilisins. Meira
7. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Mótmæla aðför að starfsöryggi

FUNDUR trúnaðarmanna kennarafélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu sem haldinn var fyrir helgi, mótmælir harðlega aðför að starfsöryggi og lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna, sem felst í ákvæðum í frumvarpsdrögum að lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, lögum um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins og lögum um samskipti á vinnumarkaði. Meira
7. mars 1996 | Erlendar fréttir | 23 orð

Mótmæla tilraunum Kínverja

Reuter STUÐNINGSMENN Grænaflokksins á Tævan mótmæltuí gær fyrirhuguðum eldflaugatilraunum Kínverja áhafsvæði við eyna. Mótmælinfóru fram við byggingu varnarmálaráðuneytisins í Tæpei. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 292 orð

Mæling á ofnæmisvaka stendur yfir í íþróttahúsinu

ÓLAFUR Briem bæjarritari í Kópavogi segir að bæjarstjórn hafi ekki talið rök fyrir því að hafna beiðni um hundasýningu í íþróttahúsi Digranesskóla um síðustu helgi því ekki hafi verið sýnt fram á skaðsemi hennar. Foreldri drengs í Hjallaskóla, sem er í leikfimi í húsinu, mótmælti ákvörðun bæjaryfirvalda því drengurinn er með ofnæmi fyrir hundum. Meira
7. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 145 orð

Möguleikar á þjónustu við dönsku strandgæsluna kannaðir

VERIÐ er að kanna möguleika Akureyrarhafnar á að þjónusta dönsku strandgæsluna við Grænland og á þjónustu við flutningastarfsemi Dana á austurströnd Grænlands. Sendiherra Dana á Íslandi hefur svarað bréfi frá hafnarstjóra og umhverfisstjóra á Akureyri þar sem spurst var fyrir um möguleika á að veita dönsku strandgæslunni við Grænland þjónustu á Akureyri og hefur hann vísað þeim á þá aðila í Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 319 orð

NEAFC-fundur í London í dag

FUNDUR Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) um skiptingu úthafskarfastofnsins á Reykjaneshrygg hefst í London í dag. Rætt hefur verið um að boða formlegan aukaársfund NEAFC um miðjan mánuðinn, náist samkomulag um kvótaskiptingu áður, til þess að ákveða kvóta áður en karfavertíðin hefst. Skammur tími er því til stefnu fyrir aðildarríki NEAFC að ná samkomulagi. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Norðmenn í efstu sætum

NORÐMENNIRNIR Simen Agdestein og Jonathan Tisdall eru efstir og jafnir með 4vinning á Reykjavíkurskákmótinu. Hannes Hlífar Stefánsson stöðvaði sigurgöngu Agdesteins í gær og varð jafntefli í skák þeirra. Hannes Hlífar, Helgi Áss Grétarsson og Predrag Nikolic eru með 4 vinninga, en Helgi Áss sigraði enska stórmeistarann Conquest í 5. umferð. Meira
7. mars 1996 | Erlendar fréttir | 226 orð

Nunn tekur við þjóðleikhúsi

TREVOR Nunn var í gær ráðinn þjóðleikhússtjóri í Bretlandi. Hann tekur þó ekki við starfi fyrr en á næsta ári er Richard Eyre dregur sig í hlé eftir níu ára starf. Nunn varð milljónamæringur á að setja upp ýmsa söngleiki, m.a. Cats og Les Miserables, eða Vesalingana. Hann var um tíma stjórnandi konunglega Shakespeare-leikhússins. Nunn er 56 ára og er ráðinn að þjóðleikhúsinu til fimm ára. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 261 orð

Opinberir starfsmenn krefjast samráðs

SAMEIGINLEGUR fundur stjórna BHMR, BSRB og KÍ og formanna aðildarfélaga þeirra var haldinn í gær. Þar voru til umræðu aðgerðir vegna þriggja frumvarpa ríkisstjórnarinnar sem snerta réttindi og kjör ríkisins. Á fundinum kom fram að aðgerðanefnd samtakanna hefur haldið nær 100 fundi í félögum og á vinnustöðum opinberra starfsmanna frá 23. Meira
7. mars 1996 | Erlendar fréttir | 624 orð

Ógnar eldsneytis sparnaður flugörygginu?

OF litlu eldsneyti er dælt á tanka í þotum og því ekki tryggt að þær komist örugglega í heila höfn, samkvæmt trúnaðarskýrslum sem flugmenn hafa sent fluglæknisfræðistofnun breska hersins. Í sparnaðarskyni neyða flugfélög flugmenn til þess að setja aðeins lágmarkseldsneyti á þoturnar. Er það liður í hagræðingaraðgerðum sem einkenna flugstarfsemina. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 603 orð

Pólitískur vilji til samráðs við Ísland og Noreg

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að greinilegur pólitískur vilji sé hjá þremur norrænum aðildarríkjum Evrópusambandsins að hafa samráð um málefni ríkjaráðstefnu sambandsins við Ísland og Noreg, sem standa utan ESB. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Rannsókn á upptökum elds

RANNSÓKN á ástæðum elds sem upp kom í íbúðarhúsi á Patreksfirði fyrir mánuði er ekki lokið hjá lögreglunni á Patreksfirði. Aðfaranótt sunnudagsins 4. febrúar kviknaði eldur í eldhúsi íbúðarhúss á Patreksfirði. Eldurinn kom upp í sæng sem var ofan á eldavélarhellu. Mikill reykur fór um íbúðina þar sem þrír menn sváfu. Einn þeirra vaknaði og varð eldsins var þannig að mennirnir komust út. Meira
7. mars 1996 | Erlendar fréttir | 216 orð

Reglur um framsal í sjónmáli

VONAZT er til að ríki Evrópusambandsins nái saman um nýjar reglur um framsal afbrotamanna, eftir að aðildarríki Schengen-samkomulagsins þrýstu á um slíkt. Vandinn er sá, að sum ESB-ríki telja að ekki sé skylt að framselja fólk, sem grunað er um "pólitíska glæpi". Slík skilgreining olli því að grunaðir hryðjuverkamenn frá Spáni voru látnir lausir í Belgíu. Meira
7. mars 1996 | Erlendar fréttir | 75 orð

Reyna að fá Papon fyrir rétt

Reuter NASISTAVEIÐARINN Serge Klarsfeld (t.h.) og sonur hans Arno, sem er lögmaður, mæta til dómhússins í Bordeaux í Frakklandi í gær þar sem vitnaleiðslur hófust sem ætlað er að skera úr um hvort fyrrverandi ráðherra, Maurice Papon, skuli sóttur til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. Papon, sem er 85 ára, er sagður hafa látið flytja 1690 Gyðinga, þ. Meira
7. mars 1996 | Erlendar fréttir | 259 orð

Ríki skaðabótaskyld brjóti þau ESB-lög

EVRÓPUDÓMSTÓLLINN í Lúxemborg hefur komizt að þeirri niðurstöðu að valdi aðildarríki Evrópusambandsins einstaklingum og fyrirtækjum tjóni með því að fara ekki að lögum ESB, séu þau skaðabótaskyld. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Rúmar 31,5 millj. vegna nýbyggingar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka rúmlega 31,5 milljóna króna tilboði lægstbjóðanda í nýbyggingu fyrir Neyðarlínuna hf., við Slökkvistöðina í Skógarhlíð 14. Sjö aðilum var gefinn kostur á að bjóða í verkið og skiluðu allir inn gildum tilboðum. Lægsta boð áttu Ásmundur og Hallur hf. og var tilboð þeirra 98,04% af kostnaðaráætlun. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 102 orð

Rúmfatalagerinn opnaður í Kanada

JÁKUB Jacobsen, eigandi Rúmfatalagersins, opnaði verslun í Vancouver í Kanada 10. febrúar undir heitinu Jysk Linenen Furniture. Verslunin er um 1.700 fermetrar að flatarmáli. Þar eru á boðstólum sambærilegar vörur og hér á landi. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 174 orð

Sá guli kemur í kjölfar loðnunnar

"VIÐ vorum á svokallaðri Strumpaslóð og vorum með gamla síld sem við lögðum á steinbítsmið en árangurinn var ekkert sérstakur að þessu sinni," sagði Gunnar Þór Grétarsson á Skarfakletti GK 3 þegar hann var að landa í Sandgerði í gær. Ágætur afli hefur verið hjá Sandgerðisbátum að undanförnu og á það við um öll veiðarfæri. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Sektar- lausir dag- ar í Borgarbókasafninu

Í TILEFNI af 10 ára afmælis safnsins í Gerðubergi geta borgarbúar skilað bókum og öðru efni í allar deildir þess til 10. mars án þess að greiða sektir, segir í fréttatilkynningu frá Borgarbókasafninu. Meira
7. mars 1996 | Erlendar fréttir | 249 orð

Sextugum fjölgar um 50% á 30 árum

MEÐALALDUR íbúa í ríkjum Evrópusambandsins (ESB) fer hækkandi, samkvæmt skýrslu um lýðfræðilega þróun í Evrópu. Framkvæmdastjórn sambandsins telur að fram til ársins 2025 muni fólki, sem er eldra en sextugt, fjölga um 50%. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 166 orð

Sintra fjölnotabíll frá Opel

SINTRA er nafnið á nýjum 7 manna bíl frá Opel með framdrifi sem kemur á markað með haustinu. Er þetta fyrsti Opel- bíllinn sem framleiddur er í Bandaríkjunum. Hann verður fáanlegur með 2,2 lítra og 141 hestafla vél eða 3 lítra 201 hestafla vél - hinni sömu og er í Omega. Bíllinn er sýndur á bílasýningunni í Genf. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 285 orð

Sjálfsbjörg með mótmælastöðu

SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, og Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, efna til mótmælastöðu við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið fimmtudaginn 7. mars kl. 12.30. Í fréttatilkynningu þessara aðila segir m.a: "Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, og Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, mótmæla harðlega enn einni aðförinni að öryrkjum. Meira
7. mars 1996 | Smáfréttir | 29 orð

SÓLSTÖÐUHÓPURINN heldur árshátíð sína föstudaginn 8. mars að

SÓLSTÖÐUHÓPURINN heldur árshátíð sína föstudaginn 8. mars að Engjateigi 11 og hefst hún kl. 19. Miðinn kostar 2500 kr. og fæst hjá Ingu og Jóhanni Thoroddsen. Kjörorð árshátíðarinnar er Hreyfing. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 317 orð

Starfsmenn bakarísins rannsakaðir

SJÖTÍU og þrír hafa nú greinst með sýkingu af völdum salmonella enteritidis á sýklafræðideild Landspítala, þar af fimm sem sýktust utan Ríkisspítala og voru með talsvert alvarlega sýkingu. Þrír þeirra sem sýktust utan Ríkisspítala voru lagðir inn á sjúkrahús. Um 45 þeirra sem sýkst hafa voru sjúklingar spítalans og starfsmenn. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 347 orð

Stjórnin dragi frumvörp til baka

FRAMKOMNUM frumvörpum ríkisstjórnarinnar um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og sáttastörf í vinnudeilum er harðlega mótmælt í tilkynningum, sem Morgunblaðinu hafa borizt. Skorað er á ríkisstjórnina að draga frumvörpin til baka og vinna í þeirra stað að breytingum í samráði við stéttarfélög opinberra starfsmanna og í tengslum við kjaraamninga þeirra. Meira
7. mars 1996 | Erlendar fréttir | 153 orð

Styðja aðild Litháa að NATO

ALEXANDER Kwasniewski, forseti Póllands, segir Pólverja styðja Litháa í baráttu þeirra fyrir aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Evrópusambandinu (ESB. Kwasniewski, sem forðum var félagi í pólska kommúnistaflokknum, sagði þetta í Vilnius á þriðjudag eftir að hafa undirritað yfirlýsingu um nánari samvinnu þjóðanna. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Styrkir til rannsókna á mannréttindamálum

RAUÐI kross Íslands auglýsir um þessar mundir í fyrsta sinn eftir umsóknum um styrki úr Minningarsjóði Sveins Björnssonar. Umsóknarfrestur er til 25. mars 1996. Til úthlutunar er ein milljón króna og fer úthlutun fram á alþjóðadegi Rauða krossins 8. maí. Meira
7. mars 1996 | Erlendar fréttir | 495 orð

"Tilnefning Doles virðist óhjákvæmileg"

BOB Dole, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, fór langt með að tryggja sér tilnefningu flokks síns sem forsetaefni hans þegar hann sigraði í forkosningum í átta ríkjum á þriðjudag og sagði hægri sinnaði sjónvarpsmaðurinn Pat Buchanan að sigur Doles virtist "óhjákvæmilegur". Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

Tíu nýir róðrarbátar

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð borgarinnar er að láta smíða tíu kappróðrarbáta í Nauthólsvík til þess að auka veg róðraríþróttarinnar. Bátarnir eru úr plasti, steyptir með þýskum aðferðum og hráefnum, 14 kíló og átta metra langir, segir Stefán Þórðarson bátasmiður. Stefnt er að því að smíða tíu báta og verður verkinu að ljúka fyrir apríllok að Stefáns sögn. Meira
7. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Tvö skip með fullfermi af loðnu

TVÖ loðnuskip komu með fullfermi til löndunar í Krossanesi í vikunni, eða samtals um 2000 tonn. Faxi RE landaði um 630 tonnum og Sigurður VE um 1400 tonnum. Loðnan fer öll í bræðlu en um fjóra sólarhringa tekur að bræða þennan afla. Stefnt er að því að hrognataka hefjist í verksmiðjunni um helgina. Myndin var tekin er Faxi RE renndi sér að bryggju í Krossanesi. Meira
7. mars 1996 | Miðopna | 1316 orð

Um 100 tilfelli salmonellusýkinga greind á ári

Um 100 tilfelli salmonellusýkinga greind á ári Um 100 tilfelli af salmonellasýkingu greinast árlega hérlendis að jafnaði og eru yfir 80% þeirra rakin til orsaka erlendis frá, að sögn Franklíns Georgssonar, forstöðumanns rannsóknarstofu Hollustuverndar ríkisins. Meira
7. mars 1996 | Erlendar fréttir | 176 orð

Varað við ebólu-faraldri

UM 150 læknar, vísindamenn og aðrir sérfræðingar freista þess nú á þriggja daga fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Kinshasa, höfuðborg Zimbabwe, að finna leiðir til þess að auka möguleika Afríkuríkja á að kljást við hugsanlegan ebólu-faraldur og kveða hann niður í byrjun. Meira
7. mars 1996 | Landsbyggðin | 206 orð

Vatnsleikfimi fyrir alla

Flateyri-Fyrir skemmstu hafði fréttaritari spurnir af því að í sundlaug Flateyrarhrepps færu fram hinar undarlegustu athafnir í formi æfinga sem í rauninni minntu á leikfimi í fljótandi formi. Þetta reyndist rétt þegar betur var að gáð, hér var um að ræða vatnsleikfimi undir dyggri stjórn og handleiðslu Sigrúnar Gerðu Gísladóttur hjúkrunarfræðings. Meira
7. mars 1996 | Erlendar fréttir | 254 orð

Vilja takmarka innflytjendastraum

TILLÖGUR jafnaðarmanna í Þýskalandi um að takmarka straum fólks af þýskum ættum til landsins hafa valdið miklum deilum. Eru þeir sakaðir um að reyna að bera víurnar í hægriöfgamenn vegna kosninga í þremur sambandslöndum en samkvæmt skoðanakönnunum er þó mikill meirihluti Þjóðverja hlynntur auknum takmörkunum. Meira
7. mars 1996 | Erlendar fréttir | 320 orð

Vísindamenn að einrækta sauðfé

BRESKIR vísindamenn greindu frá því í gær að þeim hefði með byltingarkenndri tækni tekist að einrækta sauðfé í fyrsta skipti. Segja þeir að þessi uppgötvun geti haft gífurleg áhrif á griparækt. Með aðferð vísindamannanna er hægt að framleiða einstaklinga sem eru eins að öllu leyti sem sagt er geta komið að góðum notum við kjöt- og mjólkurframleiðslu. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 486 orð

Vörugjaldskerfið einfaldað og magntollar teknir upp

SAMKVÆMT tillögum sem unnar hafa verið í fjármálaráðuneytinu um breytingar á vörugjöldum vegna kæru Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) er gert ráð fyrir að vörugjaldskerfið verði einfaldað og leggist á verð vöru kominnar hingað til lands, en hætt verði að áætla 25% heildsöluálagningu í tolli eins og hingað til hefur verið. Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 352 orð

Þátttaka í Neyðarlínunni tryggir fjárhagslega hagkvæmni

BORGARYFIRVÖLD ákváðu að taka þátt í uppbyggingu sem horfði til frekara öryggis fyrir landið í heild þegar ákvörðun var tekin um að taka þátt í stofnun Neyðarlínunnar hf. Jafnframt að bregðast við lögum um samræmda neyðarsímsvörun á þann hátt að tryggja sem best fjárhagslega hagkvæmni af hálfu borgarinnar, segir í niðurstöðu umsagnar borgarritara og starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar, Meira
7. mars 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Þingveisla kostaði 1.200 þús. krónur

Þingveisla kostaði 1.200 þús. krónur KOSTNAÐUR vegna þingveislu, sem haldin var nýlega, var um 1.200 þúsund krónur, að sögn Karls M. Kristjánssonar, fjármálastjóra Alþingis. Allur kostnaður greiðist af rekstrarfjárveitingu Alþingis. Meira

Ritstjórnargreinar

7. mars 1996 | Staksteinar | 273 orð

Kaupmáttur og verðbólga

ÞAÐ væri mikið ógæfuspor, ef menn hyrfu nú af braut verðstöðugleika og lágra en raunhæfra launahækkana, þegar stefnan er loks farin að skila árangri. Þetta segir í Vísbendingu. Verðbólgan Meira
7. mars 1996 | Leiðarar | 517 orð

leiðari SPARNAÐUR Í TRYGGINGAKERFI M SÍÐUSTU mánaðamót kom

leiðari SPARNAÐUR Í TRYGGINGAKERFI M SÍÐUSTU mánaðamót kom til framkvæmda hjá Tryggingastofnun ríkisins skerðing á ákveðinni uppbót á lífeyri. Þessa skerðingu hefur tryggingaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, ákveðið til að spara ríkissjóði útgjöld. En sparnaðurinn er óverulegur, eða 24 milljónir króna á ári, en hins vegar kemur hann hart niður á 1. Meira

Menning

7. mars 1996 | Fólk í fréttum | 29 orð

Barnakóramót

BARNAKÓRAMÓT Kjalarnesprófastsdæmis var haldið í Vídalínskirkju laugardaginn 2. mars. Þátttakendur voru um 150 og mótinu lauk með fjölsóttum tónleikum í kirkjunni. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta barnanna. Meira
7. mars 1996 | Fólk í fréttum | 126 orð

Bítlarnir hafna milljónaboði

Bítlarnir hafa afþakkað 225 milljóna dollara boð um að fara í hljómleikaferð um heiminn. Hópur bandarískra og þýskra viðskiptajöfra hafði boðið Paul, Ringo og George þessa háu peningaupphæð fyrir 22 tónleika í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum. En Paul segir þá ekki tilbúna til að koma fram án Johns Lennons, sem var myrtur í New York 1980. Meira
7. mars 1996 | Menningarlíf | 341 orð

Feigðarflan fyrirsætunnar

Leikstjóri: Andrew Sipes. Framleiðandi: Joel Silver. Aðalhlutverk: Cindy Crawford, William Baldwin, Steven Berkoff. Warner Bros. 1995. Fyrsta bíómyndin sem ofurfyrirsætan Sindí Crawford leikur í sannar a.m.k. einn hlut. Sindí er ekki leikkona. Hún er ekki einu sinni efni í leikkonu. Meira
7. mars 1996 | Menningarlíf | 234 orð

Fermingabarnamótið í Aratungu

LEIKDEILD Ungmennafélags Biskupstungna frumsýnir leikritið Fermingabarnamótið í Aratungu föstudagskvöldið 8. mars kl. 21. Leikritið er eftir þau Ármann Guðmundsson, Árna Hjartarson, Hjördísi Hjartardóttur, Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur, Sævar Sigurgeirsson sog Þorgeir Tryggvason, Meira
7. mars 1996 | Menningarlíf | 116 orð

Fiskar á þurru landi

LEIKDEILD UMF Ármanns á Kirkjubæjarklaustri frumsýnir í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli leikritið Fiskar á þurru landi, eftir Árna Ibsen á föstudaginn. Verkið var frumflutt á Alþjóðlegri listahátíð í Hafnarfirði árið 1993. Leikendur eru aðeins fjórir og leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Alls eru það um 16 manns sem taka í þessari uppfærslu. Meira
7. mars 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Fjórtán sinnum fjórtán

14 Langbrækur. Opið frá 13-18 alla daga. 14-18 sunnudaga. Lokað mánudaga til 13.3. Aðgangur ókeypis. TÍU árum eftir að "Gallerí Langbrók" í Bernhöftstorfu var lögð niður, halda stöllurnar fjórtán sem að því stóðu smámyndasýningu, sem afmarkast af myndverkum, sem eru 14x14 sm. að ummáli. Meira
7. mars 1996 | Fólk í fréttum | 33 orð

Fjölhæf söngkona

SHERYL Crow, söngkonan og gítarleikkonan fræga, sýndi fjölhæfni sína þegar hún spilaði á harmoníku með hljómsveit leikarans Bruce Willis nýlega. Af svip hennar að dæma naut hún þess til hins ítrasta. Meira
7. mars 1996 | Tónlist | 605 orð

Í aldanna eldi reynslunnar

Hanna Dóra Sturludóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, og Sigurður Skagfjörð Steingrímsson sungu aríur og samsöngsatriði úr óperum eftir Mozart, Beethoven, Massenet, Bizet, Gounod, Donizetti, Puccini, Tsjaikovskij og Verdi.Samleikari var Jónas Ingimundarson og kynnir Kristinn Hallson. Þriðjudagurinn 5. mars, 1996. Meira
7. mars 1996 | Menningarlíf | 70 orð

Málmskúlptúr í Stöðlakoti

Í STÖÐLAKOTI við Bókhlöðustíg verður opnuð sýning á málmskúlptúr eftir Einar Marinó Magnússon, sem hann nefnir "Hugleiðingar um orkuna", laugardaginn 9. mars kl. 14. Einar er menntaður málmsmiður og hefur lengst af starfað við þá atvinnugrein. Þetta er fyrsta einkasýning Einars, en hann tók þátt í samsýningu í Listasafni ASÍ árið 1980. Sýningin er opin daglega frá kl. Meira
7. mars 1996 | Menningarlíf | 161 orð

Málverkauppboð á Hótel Sögu

GALLERÍ Borg heldur málverkauppboð á Hótel Sögu sunnudaginn 10. mars kl. 20.30. Boðin verða um 80 verk, nær öll eftir gömlu meistarana. Má þar nefna tíu verk eftir J.S. Kjarval, þrjú eftir Jón Stefánsson, tvö málverk eftir Ásgrím Jónsson, stórt málverk eftir Jóhann Briem, lítið olíuverk frá 1901 eftir Þórarin B. Meira
7. mars 1996 | Menningarlíf | 245 orð

Sjálfsmorðinginn á Herranótt

Í DAG frumsýnir Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, Á Herranótt, gamanleikinn Sjálfsmorðingjann í Tjarnarbíói. Verkið er eftir Rússann Nikolaj Erdman og var þýtt af Árna Bergmann fyrir "Á Herranótt '96." "Í tilefni af 150 ára afmæli Menntaskólans er sýningin í ár með glæsilegasta móti og miklu hefur verið kostað til að gera hana sem best úr garði enda eru þátttakendur komnir á 7. Meira
7. mars 1996 | Fólk í fréttum | 754 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

FÓGETINN Á fimmtudagskvöld mun hljómsveitin Spur leika en hún var stofnuð í júní á síðasta ári. Hljómsveitin er skipuð ungu og efnilegu tónlistarfólki en þau eru Telma sem sér um söng, Helgi trommur, Gunnar, Meira
7. mars 1996 | Menningarlíf | 610 orð

Stendur bestu hljómsveitum heims á sporði

Bandaríkjaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands á enda Stendur bestu hljómsveitum heims á sporði UM HELMINGUR Sinfóníuhljómsveitar Íslands kom heim í gærmorgun eftir rösklega tveggja vikna tónleikaferðalag um Bandaríkin. Meira
7. mars 1996 | Menningarlíf | 39 orð

Sýning Evu og Ernu framlengd

ÁÐUR auglýst málverkasýning Evu G. Sigurðardóttur og Ernu G. Sigurðardóttur í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, er framlengd um eina viku og lýkur henni laugardaginn 16. mars. Sýningin er opin á almennum verslunartíma, lokuð á sunnudögum. Meira
7. mars 1996 | Menningarlíf | 260 orð

Um fjarveru viðfangsefnisins

KRISTINN E. Hrafnsson opnar sýningu á skúlptúrum og lágmyndum í Galleríi Ingólfsstræti 8 í dag. Kristinn sagði í samtali við Morgunblaðið að á sýningunni væru einungis ný verk sem hann hefði verið að vinna að undanfarið. "Þessi verk eru hvort tveggja í senn róttæk breyting og beint framhald af því sem ég hef verið að gera undanfarin ár. Meira
7. mars 1996 | Menningarlíf | 165 orð

Við minnumst þeirra í Jónshúsi í Kaupmannahöfn

LJÓSMYNDASÝNINGIN "Við minnumst þeirra" sem sett var upp á Kaffihúsinu Mokka í marsmánuði og ferðaðist því næst til Vopnafjarðar, Ísafjarðar og Akureyrar fer nú til Kaupmannahafnar. Sýningin var upphaf á átakinu Ísland gegn alnæmi, sem er sjóður sem settur var á laggirnar og mun beita sér fyrir fjársöfnun til að efla forvarnarstarf og stuðning við smitaða einstaklinga. Meira
7. mars 1996 | Fólk í fréttum | 258 orð

Víti lítur dagsins ljós

KVENNASKÓLINN í Reykjavík sýnir spunaleikritið Víti í Loftkastalanum á árshátíð sinni í dag. Sögusvið hennar er sjálft helvíti. "Okkur langaði að breyta svolítið til og setja upp fantasíu," segir Karólína Stefánsdóttir, formaður árshátíðarnefndar Kvennaskólans. "Undirbúningurinn hefur verið langur og strangur, en við fengum hugmyndina í haust. Meira
7. mars 1996 | Fólk í fréttum | 339 orð

Þorraorðan '96

EINU sinni Íslendingur, ávallt Íslendingur gæti verið kjörorð margra Íslendinga sem búsettir eru erlendis eins og oft kemur í ljós þegar séríslenskir atburðir eiga sér stað. Þetta sannaðist svo um munaði nú fyrir skömmu þegar á annað hundrað Íslendingar, námsmenn og aðrir, söfnuðust saman í Mílanó á Ítalíu og blótuðu þorrann. Meira
7. mars 1996 | Menningarlíf | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

7. mars 1996 | Aðsent efni | 323 orð

Bessastaðir höfuðból Álftaness eða hvað?

ÞAÐ er stolt okkar Álftnesinga að hafa höfuðbólið Bessastaði í okkar sveit. Þar býr þjóðhöfðinginn og um þessar mundir er staðurinn mörgum hugleikinn. Bessastaðir hafa fleiri og eldri hlutverk en það að hýsa þjóðhöfðingja vorn. Þessi staður hefur verið kirkjustaður og höfuðból Álftnesinga sl. 900 ár. Eins og á öðrum höfuðbólum hefur kirkjunni fylgt kirkjugarður. Meira
7. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 185 orð

Er fiski hent í sjóinn?

HVERNIG er umgengnin um auðlindina okkar? Er allt í lagi? Ég held ekki. Við skulum fyrst tala um togarana sem frysta og vinna allan afla um borð. Þarna kemur fyrsta flokks fiskur (flök) frá vinnslunni. Þegar búið er að flaka fiskinn, er lítill áhugi fyrir lifur, hrognum, hausum og beinum, þessu er hent, þetta er um 65­70% af fiskinum. Þetta eru mikil auðæfi sem hægt er að nýta. Meira
7. mars 1996 | Aðsent efni | 444 orð

Framadagar 1996

ÞESSA spurningu þekkja allir en margir hafa svarið ekki á reiðum höndum. Jafnvel þótt svarið sé ákveðið þarf að fylgja því eftir til að það verði að veruleika. Nám í Háskóla Íslands er oft á tíðum ekki í nægum tengslum við atvinnulífið og eru nemendur því sumir hverjir óöruggir og týndir þegar kemur að því að stíga fyrstu skrefin í hinum harða heimi atvinnulífsins. Meira
7. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 197 orð

Grunnskóli verði áfram í Miðbæjarskólanum

Í MIÐBÆJARSKÓLANUM hefur verið starfræktur grunnskóli fyrir 9 ára börn og eldri síðustu fjögur ár. Í þessum skóla, Miðskólanum, á ég börn sem hafa áður verið í hverfisskóla. Ég get ekki hugsað mér að missa af þeirri þjónustu sem börnin mín fá núna. Ég veit að kennarar í öðrum skólum eru víða að vinna góða hluti. Meira
7. mars 1996 | Aðsent efni | 619 orð

Langholt ­ Reykholt ­ Skálholt

BISKUPINN yfir Íslandi, herra Ólafur Skúlason, hefur búið við all sérstæðar aðstæður að undanförnu. Deila á milli sóknarprests Langholtssóknar og organistans neyddi hann stöðu sinnar vegna til afskipta af þeirri deilu. Formaður Prestafélags Íslands virtist telja það sjálfgefið að hann ætti að fylgjast með hverri hreyfingu biskups í málinu og ausa athugasemdum af þekkingarbrunni sínum. Meira
7. mars 1996 | Aðsent efni | 847 orð

Líföndun ­ Hvað er það?

FLESTIR kannast við að hafa haldið niðri í sér andanum við einhverja vanlíðan; ótta, spennu eða aðrar sterkar tilfinningar, jafnvel gleði. Það er tákn um að við getum ekki tekið á móti því sem er að gerast. Líföndun er mjög einföld sjálfshjálparaðferð þar sem fer saman meðvituð öndun og hugartækni og við lærum að upplifa andartakið eins og það er. Meira
7. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 1010 orð

Opið bréf til Guðbrands Gíslasonar

TILEFNI þessa bréfs er grein sem birtist hér á síðum blaðsins fimmtudaginn 22. febrúar þar sem sýning Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Sumar á Sýrlandi, var til umfjöllunar. En það er eindregin skoðun mín að þar hafi verið tekið á hlutunum á mjög svo ósmekklegan og ófagmannlegan hátt. Meira
7. mars 1996 | Aðsent efni | 778 orð

"Svikamylla"

SVIKAMYLLA er þráleikur í myllu. Sá sem í henni lendir á engrar undankomu auðið; eina ráðið er að sjá við andstæðingnum og fella á eigin bragði. En svikamylla þýðir líka óheiðarleg brögð í viðskiptum. Að leika myllu við ríkisvaldið er vondur kostur Meira
7. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 292 orð

Tónlistarkvöld í New York

HINN 1. febrúar sl. var haldið tónlistarkvöld í New York. Tilgangurinn með því var tvíþættur. Þar kom fram íslenskt tónlistarfólk og einnig var þetta kveðjusamsæti fyrir aðalræðismanninn í New York, Kornelíus Sigmundsson og konu hans Ingu Hersteinsdóttir. Meira
7. mars 1996 | Aðsent efni | 870 orð

Vin í Vatnsmýrinni

Í ÞESSARI stuttu grein vil ég, sem forstjóri Norræna hússins í Reykjavík, sinna lýðræðislegri skyldu minni og gera íslenskum skattgreiðendum, og þar með gestgjöfum stofnunarinnar, grein fyrir því í hvað fjármunir þeirra fara. Ég mun því greina nokkuð frá starfsemi Norræna hússins og framtíðarsýn þess. Meira
7. mars 1996 | Aðsent efni | 566 orð

Þarfir velferðarkerfisins og freudísk mismæli þingmanna Velferð á Ísla

ÞEGAR maður segir það sem hann hugsar í stað þess sem hann ætlaði að segja upphátt er talað um freudísk mismæli. Þetta getur oft verið ansi vandræðalegt fyrir viðkomandi en afar upplýsandi fyrir þá sem til heyra. Í utandagskrárumræðum á Alþingi 8. febrúar sl. er ég hrædd um að Kristínu Ástgeirsdóttur, þingmanni Kvennalista, hafi orðið á slík mismæli. Meira

Minningargreinar

7. mars 1996 | Minningargreinar | 132 orð

Ámundi Ámundason

Nú líður óðum álokaþáttinn.Mér er örðugt og þungtum andardráttinn.Hið ytra virðistí engu breytt,en hjartaðog sál mín þreytt.(Stefán frá Hvítadal.) Hve sárt var að heyra um andlát þitt, kæri vinur. Meira
7. mars 1996 | Minningargreinar | 155 orð

Ámundi Ámundason

Með ótímabæru fráfalli Ámunda Ámundasonar hefur Félag blikksmiðjueigenda misst einn sinn besta félaga. Undir hans stjórn var Blikksmiðja Austurbæjar hf. ein virtasta smiðja í faginu og eru fjölmörg verk til vitnis um það. En Ámundi var ekki einasta ágætur fagmaður heldur góður félagsmaður, sem hrósaði því sem vel var gert og benti hiklaust á það sem betur mátti fara. Meira
7. mars 1996 | Minningargreinar | 417 orð

Ámundi Ámundason

Mig langar að minnast míns kæra bróður Adda, eins og hann var ávallt kallaður, með nokkrum orðum. Reiðarslagið mikla kom að morgni 27. febrúar síðastliðinn, þegar hjálparhella Adda úti í Svíþjóð, séra Jón Dalbú, hringdi til þess að tilkynna að bróðir minn væri allur. Meira
7. mars 1996 | Minningargreinar | 79 orð

Ámundi Ámundason

Elsku afi. Við vitum að þú ert hjá guði núna og að þér líður vel. Þegar við biðjum bænirnar okkar á kvöldin þá biðjum við guð að passa þig og þá finnst okkur þú vera hjá okkur. Ein af kvöldbænunum okkar er "Guð er mín stoð og styrkur, ég stari beint í myrkur, ef mér lýsir ei ljósið þitt." Sofðu rótt, elsku afi, og takk fyrir þær stundir sem við áttum með þér. Meira
7. mars 1996 | Minningargreinar | 248 orð

Ámundi Ámundason

Okkur langar með nokkrum orðum að minnast afa okkar, Adda afa, sem er látinn eftir hetjulega baráttu. Við vissum alla tíð að Addi afi hafði á sínum tíma átt við erfið veikindi að stríða sem að nokkru leyti fylgdu honum gegnum lífið. Ekki höfðum við vitneskju um þetta frá honum sjálfum því aldrei hafði hann orð á öðru en hann væri stálsleginn og tilbúinn í hvað sem var. Meira
7. mars 1996 | Minningargreinar | 422 orð

Ámundi Ámundason

Við hjónin kynntumst þeim Ámunda og Herdísi 1973 þegar þau keyptu fokhelt raðhúsið sitt í Rjúpufellinu, sem var áfast okkar. Með tíð og tíma myndaðist milli okkar fjögurra góð vinátta, sem staðið hefur síðan. Börnin okkar voru á svipuðu reki og er margs að minnast frá samskiptum okkar við þessa góðu vini. Meira
7. mars 1996 | Minningargreinar | 223 orð

Ámundi Ámundason

Allir menn eru félagsverur. Þess vegna er þörfin á að koma á skipulögðum félagsskap þar sem menn koma saman til ánægju eða athafna meðfædd og samofin tilveru okkar. Vegna þessarar þarfar varð Kiwanishreyfingin til. Hver félagi í klúbbi setur mark sitt á klúbbinn og hefur áhrif á hvernig hann mótast og þróast. Nú stöndum við Vífilsfélagar yfir moldum félaga okkar og minningarnar hrannast upp. Meira
7. mars 1996 | Minningargreinar | 517 orð

Ámundi Ámundason

Látinn er frændi minn og vinur Ámundi Ámundason. Við Addi, eins og hann var venjulega kallaður, vorum systkinabörn, og því myndaðist snemma með okkur náinn vinskapur, sem aldrei bar skugga á. Á æskuheimili hans hjá Rúnu föðursystur minni og manni hennar Þórði Oddssyni lækni ríkti ávallt mikil samheldni og afburðaskemmtilegt heimilislíf. Meira
7. mars 1996 | Minningargreinar | 569 orð

Ámundi Ámundason

Einu sinni enn er lotið í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn. Of snemma tapaðist stríðið. Þrátt fyrir baráttuvilja og lífsþrá er vinur minn og nágranni Ámundi Ámundason fallinn að velli á fimmtugasta og níunda aldursári. Kunningskapur okkar og vinátta spannar orðið yfir meira en fjörutíu ár og því nokkur tímabil í lífi okkar beggja. Meira
7. mars 1996 | Minningargreinar | 495 orð

ÁMUNDI ÁMUNDASON

ÁMUNDI ÁMUNDASON Ámundi Ámundason var fæddur í Reykjavík 9. júní 1937. Hann lést á Salgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg hinn 27. febrúar síðastliðinn, en í Svíþjóð hafði hann beðið í 14 mánuði eftir hjartaígræðslu. Móðir hans var Sigrún A. Kærnested, hattasaumameistari, f. 2. nóvember 1910, d. 1. Meira
7. mars 1996 | Minningargreinar | 129 orð

Ámundi Ámundason Elsku besti pabbi minn. Það er erfitt á svona stundu að sjá ljósið, harmurinn er svo mikill. Ég vil þakka

Elsku besti pabbi minn. Það er erfitt á svona stundu að sjá ljósið, harmurinn er svo mikill. Ég vil þakka þér fyrir þau 23 ár sem ég fékk að eiga með þér. Allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman í blíðu og stríðu. Þú varst einn af mínum traustustu vinum. Sá sem átti þig að sem vin átti góðan vin. Meira
7. mars 1996 | Minningargreinar | 185 orð

Guðmundur Sigurðsson

Nú er hann afi okkar búinn að fá hvíldina sína. Eftir sitjum við með söknuð í hjarta og þakklæti fyrir allt það góða sem hann gaf okkur. Á kveðjustund koma minningarnar upp í hugann. Um sunnudagabíltúranna á Selfoss, afi og amma með aftursætið fullt af grislingum sem með lotningu hlustuðu á afa sinn segja frá öllu sem fyrir augu bar. Meira
7. mars 1996 | Minningargreinar | 270 orð

Guðmundur Sigurðsson

Þegar ég í dag kveð ástkæran tengdaföður minn langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Strax við fyrstu kynni hófst með okkur góð vinátta sem stóð ætíð síðan. Alltaf var jafn gott að leita til hans eftir ráðum eða smíði á einhverjum hlut, en tengdafaðir minn var listasmiður. Meira
7. mars 1996 | Minningargreinar | 217 orð

GUÐMUNDUR SIGURÐSSON

GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Guðmundur Sigurðsson var fæddur á Eyrarbakka 25. september 1907. Hann lést á heimili sínu 27. febrúar síðastliðinn. Guðmundur var sonur hjónanna Sigurðar Guðmundssonar, f. 26.11. 1878, d. 22.5. 1976, kaupmanns og síðar bankastarfsmanns, og konu hans, Sigríðar Ólafsdóttur, húsmóður, f. 5.3. 1886, d. 12.8. Meira

Daglegt líf

7. mars 1996 | Neytendur | 448 orð

80% tekna Neytendasamtakanna eru félagsgjöld

"ÞAÐ ER fyrst og fremst virk þátttaka neytenda sem ræður úrslitum um hvort hægt er að halda uppi öflugu neytendastarfi því rúmlega 80% tekna Neytendasamtakanna eru félagsgjöld. Á hinum Norðurlöndunum er þessu öfugt farið, þar eru það ríki og stofnanir sem fjármagna starfsemi neytendasamtaka að stórum hluta eða allt að 70% tekna koma þaðan, Meira
7. mars 1996 | Neytendur | 38 orð

Fermingarstúlkur fá sokkabuxur

FYRIRTÆKIÐ Íslensk-austurlenska hyggst í tilefni 10 ára afmælis fyrirtækisins gefa öllum stúlkum sem fermast eiga á þessu ári Oroblu- sokkabuxur. Í fréttatilkynningu frá Íslensk-austurlenska segir að sokkabuxurnar verði sendar til stúlknanna þegar nær dregur fermingum. Meira
7. mars 1996 | Neytendur | 51 orð

Ítalskur fatnaður hjá B. Magnússyni

FYRIR skömmu hélt B. Magnússon hf í Hafnarfirði upp á opnun nýrrar deildar með ítalskan fatnað sem kemur beint frá verksmiðjunum á Ítalíu. Á Myndinni eru eigendur B. Magnússon, þau Aðalbjörg Reynisdóttir og Björn Magnússon ásamt Lorenzo frá ítalska fyrirtækinu og Önnu Gunnarsdóttur lita- og Meira
7. mars 1996 | Neytendur | 622 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
7. mars 1996 | Neytendur | 166 orð

Straumur rofnar þó slökkt sé með fjarstýringu

NÝTT tæki sem komið er á markaðinn gerir eigendum sjónvarpstækja mögulegt að slökkva á viðtækjum sínum með fjarstýringu og rjúfa þá í leiðinni allan straum. Tækið er tengt við straumsnúruna á sjónvarpinu og fjarstýringin slekkur einnig sjálfkrafa á sjónvarpinu eftir tvo og hálfan tíma ef það hefur ekkert verið skipt um stöð eða fiktað við fjarstýringuna þann tíma. Meira
7. mars 1996 | Neytendur | 158 orð

Þvottakort sem sparar þvottaefni

HEIMSVERSLUN ehf. flytur inn svokölluð 3C þvottakort en þessi framleiðsluvara byggir á rafsegulsviðstækni. Með henni segja innflytjendur að megi spara 70-90% af því þvottaefni sem fólk notar venjulega í þvottavélar og uppþvottavélar. Meira

Fastir þættir

7. mars 1996 | Í dag | 412 orð

Af hverju núna? ÉG GET ekki varist þeirri hugsun að verið sé

ÉG GET ekki varist þeirri hugsun að verið sé að krossfesta herra Ólaf Skúlason, biskup, saklausan. Sú hugsun verður æ áleitnari. Hvaða hvatir liggja að baki þessari ásókn í hans garð einmitt núna, svona löngu seinna, er spurning út af fyrir sig. Meira
7. mars 1996 | Dagbók | 2645 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 1.-7. mars, að báðum dögum meðtöldum, er í Garðs Apóteki, Sogavegi 108. Auk þess er Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14. Meira
7. mars 1996 | Í dag | 38 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 8. mar

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 8. mars, verður sextugur Jónas Magnússon, Engjavegi 16, Selfossi. Eiginkona hans er Aðalbjörg K. Haraldsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Frímúrarahúsinu, Hrísmýri 1, Selfossi, milli kl. 18 og 20 á afmælisdaginn. Meira
7. mars 1996 | Fastir þættir | 137 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag byrjenda

Sl. mánudag var spilaður tvímenningur að venju. Óvenju fá pör mættu eða sex. Næsta mánudag verða vonandi fleiri, en spilamennska byrjar kl. 7.30. Úrslit urðu þannig síðast: Bragi Ragnarsson - Einar D. Meira
7. mars 1996 | Fastir þættir | 92 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Jóhannes leiðir á Suðurnesju

Sparisjóðsmótið, sem er aðalsveitakeppni Bridsfélags Suðurnesja, er nú tæplega hálfnað og er sveit Jóhannesar Sigurðssonar með 134 stig eftir 6 leiki. Sveit Guðfinns KE fylgir þeim sem skugginn með 132 stig, en þessar sveitir hafa unnið alla leiki sína til þessa. Næstu sveitir: Gunnar Guðbjörnsson116Svala K. Pálsdóttir 113Vélar og skip sf. Meira
7. mars 1996 | Fastir þættir | 48 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Paraklúbburinn úr dvala

PARAKLÚBBURINN er að hefja starfsemi á ný. Fyrirhugað er að spila sunnudaginn 10. marz í Bridshöllinni í Þönglabakka og byrjar spilamennskan kl. 19. stundvíslega. Spilaður verður eins kvölds Mitchell og eru nýir félagar hvattir til að huga að þessum vettvangi bridsíþróttarinnar. Meira
7. mars 1996 | Fastir þættir | 1043 orð

Danskeppni Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar

Danskeppni Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi sunnudaginn 3. mars, klukkan 12. SÍÐASTLIÐINN sunnudag stóð Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar fyrir danskeppni í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Skólakeppni, sem þessi, hefur verið að færast í vöxt síðustu tvö árin og er þetta þriðja slíka keppnin sem haldin er í vetur. Meira
7. mars 1996 | Í dag | 107 orð

Ekki íslenzkar bílferjur SIGLINGAMÁLASTOFNUN hefur sent frá sér f

SIGLINGAMÁLASTOFNUN hefur sent frá sér fréttatilkynningu um samning þann um nýjar öryggisreglur um ekju-farþegaskip, sem samþykktur var á ráðstefnu í Stokkhólmi í lok febrúar. Fram kemur að ekju-farþegaskip í innanlandssiglingum falli ekki undir samninginn og hann gildi því ekki um íslenzku bílferjurnar, sem séu í siglingum innanlands. Meira
7. mars 1996 | Dagbók | 621 orð

Reykjavíkurhöfn:

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Swalan, Engey, Bakkafoss, Polaris, Rita Mærsk ogBrúarfoss fór út í gærkvöld. Viðey og Skagfirðingur eru væntanleg til hafnar fyrir hádegi í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Í gærmorgun fór White Manta og Remöj kom. Meira

Íþróttir

7. mars 1996 | Íþróttir | 194 orð

1. deild 24 10

1. deild 24 1020 28-8 Milan 56113-8 5324 940 28-12 Fiorentina 43412-10 4624 931 22-8 Parma 27212-12 4324 Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA KA 22 18 2 2 612 552 38VALUR 22 16 3 3 582 486 35STJARNAN 22 12 4 6 568 522 28HAUKAR 22 12 3 7 564 520 27FH 22 10 4 8 571 546 24UMFA 22 10 3 9 Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 42 orð

2. deild karla úrslitakeppnin Fram - Breiðablik35:16 HK - Í

Fram - Breiðablik35:16 HK - ÍH32:14 Þór - Fylkir16:14 Staðan: Fram 110035:166 HK 110032:144 Þór 110016:143 Fylkir Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 429 orð

Afturelding braut ísinn

ÞAR til í gærkvöldi hafði Afturelding aldrei sigrað Selfoss frá því Mosfellingar unnu sér sæti í fyrstu deild fyrir þremur árum, skiptir þá engu máli hvort liðin hafa mæst í deildarkeppni eða bikarkeppni. Drengjunum frá Selfossi hefur ætíð tekist að krækja í annað stigið eða bæði. En í gærkvöldi náðu Mosfellingar að brjóta ísinn og draga sigur upp úr vökinni er félögin mættust að Varmá. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 536 orð

Ánægjan í fyrirrúmi hjá Evans

LIVERPOOL er í fremstu röð í ensku knattspyrnunni og að margra mati á Roy Evans, knattspyrnustjóri, stóran hlut að máli. Framkoma hans minnir í mörgu á Bill Shankley, Bob Paisley og Joe Fagan og yfirbragðið og andrúmsloftið á Anfield er eins og það var þegar þeir voru við stjórn en á stundum þótti það frekar þvingað þegar Kenny Daglish og Graeme Souness réðu ferðinni. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 237 orð

Eyjamenn héldu sætinu með því að leggja KA

Ég er mjög ánægður með að okkur tókst að halda okkur í deildinni. Við vissum að veturinn yrði erfiður enda var okkur spáð 12. sætinu. Við höfum verið óheppnir með meiðsli í vetur, en þetta tókst allt og við mætum sterkari næsta vetur - reynslunni ríkari, sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari Eyjamanna, eftir 28:26 sigru ÍBV á deildar- og bikarmeisturum KA. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 265 orð

FH-ingum varð að ósk sinni; mæta Haukum

Stjarnan sigraði FH ótrúlega auðveldlega, 29:22, í síðustu umferðinni og tryggði sér þar með þriðja sætið í deildinni. Það má í raun segja að FH-ingum hafi orðið að ósk sinni. Þeir töpuðu og fá Hauka í úrslitakeppninni. "Ég er mjög ánægður með leikinn og vel sáttur við þriðja sætið," sagði Viggó Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 75 orð

Fjör á Bangsamóti Ármanns UM

UM síðustu helgi hélt skíðadeild Ármanns hið árlega Bangsamót í Bláfjöllum. Mótið er ætlað yngstu skíðakrökkunum, 8 ára og yngri. Allir þátttakendur í mótinu fengu verðlaunapening enda mótið meira til gamans gert. Myndin er tekin meðan börnin biðu eftir að fara niður leikjabrautina. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 172 orð

"Frábært á Nou Camp" EIÐUR Smári

EIÐUR Smári Guðjohnsen lék síðustu tvær mínúturnar með PSV Eindhoven sem gerði 2:2 jafntefli við Barcelona á Nou Camp leikvanginum í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í fyrrakvöld, eins og fram kom í blaðinu í gær. Hann var síðast á Nou Camp fyrir liðlega tveimur árum en þá æfði hann í níu daga hjá Barcelona í boði félagsins. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 553 orð

Gleði og sorg í Víkinni

HANDKNATTLEIKURGleði og sorg í Víkinni Rúnar skoraði sigurmark Víkings úr aukakasti. Það dugði ekki ­ Víkingar í 2. deild í fyrsta sinn síðan 1969 Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 746 orð

Glíma

Landsflokkaglíman Hnátur 10-11 ára: Berglind KristinsdóttirGarpi Hugrún GeirsdóttirSamhygð Harpa S. MagnúsdóttirGarpi Telpur 11-12 ára: Inga G. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 130 orð

Gunnar úr leik

GUNNAR Andrésson leikmaður Aftureldingar er handleggsbrotinn og leikur ekki meira með félaginu á þessu keppnistímabili. Gunnar mun hafa handleggsbrotnað í leik gegn FH fyrir hálfum mánuði, en einhverra hluta vegna uppgötvaðist brotið ekki fyrr en að lokinni myndatöku hjá lækni síðastliðinn mánudag. Gunnar lék handleggsbrotinn þrjá leiki, gegn Gróttu, ÍR og Val síðastliðinn sunnudag. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 291 orð

Haukar náðu fjórða sæti

Haukar tryggðu sér fjórða sætið í deildinni með öruggum sigri gegn ÍR, 26:20. Þar með er það ljóst að Hafnarfjarðarliðin, FH og Haukar mætast í átta liða úrslitum í fyrsta skipti frá því að úrslitakeppni var komið á laggirnar. ÍR situr hinsvegar eftir með sárt ennið í níunda sæti. Breiðholtsliðið hóf leikinn vel, skoraði tvö fyrstu mörkin. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 55 orð

Herrakvöld ÍA

HIÐ árlega herrakvöld ÍA verður haldið í nýju félagsaðstöðu Skagamanna að Jaðarsbökkum á Akranesi annaðkvöld, föstudaginn 8. mars. Hátíðin hefst kl. 20 en þátttakendum frá höfuðborgarsvæðinu er bent á ferð Akraborgar kl. 15.30 og síðan býður ÍA upp á ókeypis rútuferð til Reykjavíkur að skemmtun lokinni. Miðapantanir hjá framkvæmdastjóra ÍA í síma 431 3311. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 107 orð

Heyns setti heimsmet PENNY Heyns frá S

PENNY Heyns frá Suður- Afríku setti heimsmet í 100 metra bringusundi á meistaramótinu í Durban þegar hún synti á 1.07,46 mín. í undanrásum. Samantha Riley frá Ástralíu átti fyrra metið, 1.07,69, en það setti hún á heimsmeistaramótinu í Róm 1994. Heyns, sem er frá Amanzimtoti rétt sunnan við Durban, æfir í Bandaríkjunum en hún er í námi við Nebraskaháskóla. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 266 orð

Héldum að þetta kæmi af sjálfu sér

Þetta var hörmung, sagði Sigtryggur Albertsson fyrirliði og markvörður Gróttu eftir 24:22 tap fyrir KR á Seltjarnarnesinu í gærkvöldi. "Við byrjuðum með látum en svo var eins og við héldum að þetta kæmi af sjálfu sér. Það býr meira í KR-liðinu en það hefur sýnt. Nú fáum við Valsmenn í úrslitakeppninni en þeir hafa verið á niðurleið og vonandi að við hittum á rétt augnablik. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 21 orð

Í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild Átta liða úrslitakeppni Njarðvík: UMFN - Tindastóll20Strandgata: Haukar - ÍR20

Körfuknattleikur Úrvalsdeild Átta liða úrslitakeppni Njarðvík: UMFN - Tindastóll20Strandgata: Haukar - ÍR20Blak Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 40 orð

Íshokkí

NHL-deildin Pittsburgh - Winnipeg9:4NY Islanders - Boston5:3Tampa Bay - Chicago2:0St. Louis - Florida2:0Wayne Gretzky lék í fyrsta sinn með St. Louis á heimavelli og var vel fagnað en hann hvorki skoraði né átti stoðsendingu. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 563 orð

Jóhanna og Hafþór Íslandsmeistarar

UNGLINGAMEISTARAMÓT Íslands í þolfimi var haldið síðasta sunnudag í Laugardalshöll. Jóhanna Jakobsdóttir sigraði í stúlknaflokki, Hafþór Óskar Gestsson varði titil sinn í piltaflokki. Ása Ninna Pétursdóttir og Bjarnheiður Böðvarsdóttir frá Selfossi komu, sáu og sigruðu í tvenndarkeppni en í hópakeppni mætti aðeins einn hópur og innbyrti auðveldan sigur. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 327 orð

Knattspyrna

Meistardeild Evrópu Fyrri leikir í átta liða úrslitum: Nantes, Frakklandi: Nantes - Spartak (Rússl.)2:0Japhet N'Doram (28.), Nicolas Ouedec (65.). 35.000. Nantes: Dominique Casagrande, Serge Le Dizet (Jean-Marc Chanelet 68. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 646 orð

Krakkar farnir að glíma í frímínútum

"GLÍMAN er þjóðararfur eins og tungumálið okkar og þess vegna ber að hlúa að henni og kynna hana fyrir börnum og unglingum," sagði Ólafur Haukur Ólafsson, margfaldur glímukóngur, í samtali við Morgunblaðið. Ólafur hefur í vetur ásamt félögum í glímudeild KR staðið fyrir athyglisverðum námskeiðum í Hagaskóla. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 42 orð

Körfuknattleikur

NBA-deildin Toronto - Detroit84:105 Cleveland - Seattle101:107 Eftir tvíframlengdan leik. Mimai - Minnesota113:72 LA Clippers - New York 105:88 Charlotte - Orlando97:123 Chicago - Milwaukee123:97 Dallas - New Jersey127:117 Phoenix - Indiana108:95 Portland - Houston93:100 Golden State - Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 485 orð

Leikmenn Dallas gerðu átján þriggja stiga körfur

Dallas Mavericks var í miklu stuði á heimavelli sínum og sigraði New Jersey Nets, 127:117. George McCloud gerði 30 stig fyrir heimamenn og þar af sjö þriggja stiga körfur. Jim Jackson kom næstur með 28 stig, Jason Kidd var með 26 stig og níu stoðsendingar, en alls gerði liðið 18 þriggja stiga körfur í leiknum og jafnaði þar með eigið met frá því fyrir fimm dögum. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 880 orð

Liðin úr B-riðli munu eiga erfiðara uppdráttar

ÚRSLITAKEPPNI úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik hefst í kvöld með tveimur leikjum. Íslandsmeistararnir úr Njarðvík fá Tindastól í heimsókn og bikarmeistarar Hauka leika gegn ÍR í Hafnarfirði. Báðir leikirnir hefjast kl. 20. Annað kvöld leika síðan Grindavík og Skallagrímur í Grindavík og Keflavík og KR í Keflavík. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í undanúrslit. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 112 orð

Márus hættur með ÍR-ingum MÁRUS Arnar

MÁRUS Arnarson, leikmaður úrvalsdeildarliðs ÍR í körfuknattleik, er hættur að leika með félaginu, a.m.k. það sem eftir er keppnistímabilsins. John Rhodes, þjálfari ÍR, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að Márus hætti af persónulegum ástæðum. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 825 orð

Meistarar Ajax héldu uppteknum hætti

Evrópumeistarar Ajax eiga góða möguleika á sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir að hafa unnið Dortmund 2:0 í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum í Þýskalandi í gærkvöldi. Þetta var 18. Evrópuleikur hollenska liðsins í röð án taps, sem er félagsmet. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 224 orð

Selfyssingar sigruðu í Þorlákshöfn

Þeir sýndu hressilega takta, góðan samleik og sérlega góða framkomu á vellinum, strákarnir sem tóku þátt í knattspyrnumóti HSK innanhúss í 5. flokki. Mótið fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn nýlega. Átta lið tóku þátt, Selfoss með þrjú lið, Hamar í Hveragerði með tvö lið, Stokkseyri með eitt lið og gestgjafarnir, Ægir í Þorlákshöfn, með tvö lið. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 98 orð

Skíði Lillehammer, Noregi: Brun kvenna:

Lillehammer, Noregi: Brun kvenna: 1. Heidi Z¨urbriggen, Sviss1:10,25 Isolde Kostner, Ítalíu1:10,24 Katja Seizinger, Þýskalandi1:10,34 Lokastaðan í bruninu: 1. Street640 2. Seizinger485 3. Z¨urbriggen449 4. Kostner449 5. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 46 orð

Staðan: Newcastle 28194

Staðan: Newcastle 28194552:2661 Man. United 29186556:2960 Liverpool 28167556:2455 Aston Villa Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 51 orð

Staðan: Swindon 31199

Staðan: Swindon 31199353:2266 Crewe 32187759:3661 Blackpool 331710651:3061 Notts County Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 281 orð

Staða Sheffield og QPR slæm

Staða QPR og Sheffield Wednesday er ekki góð í ensku úrvalsdeildinni og ekki batnaði hún eftir tapleiki gærkvöldsins. Tony Yeboah gerði bæði mörk Leeds sem vann QPR 2:1. Ghanamaðurinn skoraði fyrst á 10. mínútu og bætti öðru marki við stundarfjórðungi síðar, 19. mark hans á tímabilinu. Kevin Gallen minnkaði muninn eftir hálftíma leik en tókst ekki að skora úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 159 orð

Steinar hefur engu gleymt STEI

STEINAR Birgisson, fyrrum landsliðsmaður úr Víkingi, sem er á 41. aldursári, tók létt dansspor í Víkinni í gærkvöldi er hann lék með félagi sínu gegn Val. Árni Indriðason kallaði á þennan gamla ref til að veita hinum ungu leikmönnum Víkings styrk á örlagastundu. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 276 orð

Tíu ára bið á enda hjá Z¨urbriggen

HEIDI Z¨urbriggen sigraði í bruni heimsbikarsins í Lillehammer í gær. Þetta var fyrsti heimsbikarsigur hennar á tíu ára keppnisferli. Katja Seizinger hafnaði í þriðja sæti og tryggði sér þar með heimsbikartitilinn. Norðmaðurinn Lasse Kjus fagnaði sigri í bruni karla á sama stað og færðist einu skrefi nær heimsbikartitlinum. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 232 orð

Úrvalsdeild 28 13

Úrvalsdeild 28 1301 30-7 Newcastle 64422-19 6129 1040 27-9 Man. Utd. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 128 orð

Varð af hálfum milljarði ÍTALSK

ÍTALSKUR giskari var einn með alla 13 leikina rétta á ítalska getraunaseðlinum um helgina en hann missti af vinningnum, um hálfum milljarði króna, vegna þess að áhorfendur ruku inn á völlinn þegar mínúta var eftir af leik Foggia og Salernitana og dómarinn flautaði leikinn þegar af. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 409 orð

Vel heppnuð glímuveisla hjá yngstu kynslóðinni

SANNKÖLLUÐ glímuveisla var hjá yngri kynslóðinni í íþróttahúsi Fjölni í Grafarvogi um síðustu helgi. Á laugardaginn fór þar fram Grunnskólamót Glímusambandsins og daginn eftir meistaramót Íslands, Landsflokkaglíman 1996. Keppendur á Grunnskólamótinu voru 128 frá 25 skólum viðsvegar af á landinu. Í unglingaflokkum á Landsflokkamótinu voru þátttakendur rétt rúmlega eitt hundrað. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 704 orð

Víkingur - Valur24:23 Víkin, 1. deild karla í handknattlei

Víkin, 1. deild karla í handknattleik, lokaumferð, miðvikudaginn 6. mars 1996. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 2:3, 5:7, 10:7, 10:9, 11:9, 11:11, 12:11, 12:12. 15:12, 15:14, 16:14, 16:16, 20:20, 22:20, 22:22, 23:22, 23:23, 24:23. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 83 orð

Þau mætast ÚRSLITAKEPPNIN í 1

ÚRSLITAKEPPNIN í 1.deild karla í handknattleikhefst á laugardag með leikHauka og FH í 8-liða úrslitunum. Á sunnudag tekur KA á móti Selfyssingum og á mánudaginnmætast Valur og Gróttaannars vegar og hins vegar Stjarnan og Afturelding. Liðin munu leika tvoeða þrjá leiki. Á þriðjudag leika Selfoss og KA á Selfossi ogFH og Haukar í Kaplakrika. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 66 orð

Þrjú í undan-úrslit á NMí badminton

ÞRÍR íslenskir keppendur komust í undanúrslit á Norðurlandameistaramóti átján ára í badminton í Askim í Svíþjóð um helgina. Brynja Pétursdóttir og Erla B. Hafsteinsdóttir léku gegn Christina Sörensen og Brittu Andersen frá Danmörku en töpuðu 2/15 og 9/15. Dönsku stúlkurnar urðu síðan Norðurlandameistarar. Sveinn Sölvason tapaði fyrir Dananum Henrik Hansen 5/15 og 5/15. Meira
7. mars 1996 | Íþróttir | 31 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuter STUÐNINGSMAÐUR Real Madrid fagnar á SantiagoBernabeu-leikvellinum í Madrid - 1:0 sigri á Juventus, þar semhundruð annarra stuðningsmanna héldu á pappabikurum. Ekkert annað lið hefur unnið Evrópubikarinn eins oft og Real. Meira

Úr verinu

7. mars 1996 | Úr verinu | 118 orð

Danskt loðnuskip á Þórshöfn

DANSKA loðnuskipið Ruth landaði 1100 tonnum af loðnu hér á Þórshöfn s.l. sunnudag og er það í þriðja skiptið sem skipið leggur upp hér. Það sem af er þessari vertíð hefur loðnuverksmiðjan tekið á móti 16.000 tonnum af loðnu sem er um 7.000 tonnum meira en um svipað leyti í fyrra. Meira
7. mars 1996 | Úr verinu | 500 orð

Mokveiði er á loðnunni rétt við Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjum - Loðnubátar mokuðu loðnunni upp rétt vestan við Eyjar í byrjun vikunnar. Kap VE var einn bátanna sem var þar að veiðum og sagði Ólafur Einarsson, skipstjóri, að þeir hefðu fyllt sig 2 til 3 mílur norð vestur af Smáeyjum. Meira

Viðskiptablað

7. mars 1996 | Viðskiptablað | 92 orð

Allir stjórnarmenn í kjöri

BÚIST er við að allir stjórnarmenn Eimskips muni gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í dag. Á aðalfundi Eimskips á síðasta ári var stjórnarkjörinu hagað þannig í fyrsta sinn að kosið var um alla stjórnarmennina til eins árs. Áður var kosið um fjögur eða fimm sæti á hverjum aðalfundi til tveggja ára. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 1128 orð

Alnetið og ýmis óværa

Alnetsaðgangur hefur yfirleitt byggst á því að þjónustuaðilar bjóða þeim sem vilja að hringja til fyrirtækisins og tengjast í gegnum tölvur þess inn á alnetið. Sá markaður hefur verið blómlegur, enda alnetið æ vinsælla fyrir þá sem leita sér að skemmtun eða fróðleik. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 150 orð

AT&T haslar sér völl í Rússlandi

AT&T, hinn kunni bandaríski fjarskiptarisi, og rússneska fjarskiptakerfið Rosnet hafa komið á fót sameignarfyrirtæki, sem verður væntanlega helzta gagnafjarskiptaþjónusta Rússlands. Sameignarfyrirtæki AT&T/Rosnet nefnist Rosnet International og rússneska sambandslýðveldið hefur ákveðið að skipta aðallega við það svo að fyrirtækið fær verulega samkeppnisyfirburði. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 261 orð

Dagbók Framadagar í Háskólanum

FRAMADAGAR, atvinnulífsdagar Háskóla Íslands, verða haldnir frá 5 til 8. mars í Þjóðarbókhlöðunni. Að þessu sinni mun AIESEC, alþjóðlegt félag viðskipta- og hagfræðinema á Íslandi, annast framkvæmdina. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 734 orð

Ekki aðeins fróðleikur heldur einnig góð landkynning

STJÓRNUNARFÉLAG Íslands hefur á undanförnum misserum verið að snúa aftur til uppruna síns með aukinni áherslu á námskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja. Félagið hefur staðið fyrir ýmsum námstefnum í tengslum við þessa áherslubreytingu og fengið hingað til lands fjölda þekktra erlendra fyrirlesara. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 424 orð

Eykur lánamöguleikana

ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf. fékk mjög hagstæð kjör á 2,4 milljarða króna lánsfjármögnun gegnum Chase Investment Bank, að sögn Jóns Ólafssonar, stjórnarformanns félagsins. Bandaríski bankinn hefur nú samið um endurfjármögnun á láninu við fimm aðra banka, þ.ám. Sparisjóðabankann og Búnaðarbankann, eins og auglýst var í viðskiptablaði í síðustu viku. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 189 orð

FAO spáir hagstæðri uppskeru

FAO, Mavæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað að minni kornuppskera í fyrra ógni matvælaöryggi í heiminum, en spáir yfirleitt hagstæðri uppskeru á þessu ári. Þetta kemur fram í skjali, sem fjallað er um á fimm daga fundi matvælaöryggisnefndar FAO í aðalstöðvum stofnunarinnar í Róm. Uppskeruhorfur í Bandaríkjunum eru góðar eða sæmilegar að sögn FAO. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 200 orð

Goldman Sachs í efsta sæti í Evrópu

GOLDMAN SACHS, hinn kunni bandaríski banki, er efstur á lista um fjármálastofnanir, sem voru til ráðuneytis í milliríkjaviðskiptum í Evrópu 1995, að sögn ritsins Acquisitions Monthly. Bandaríski bankinn var í öðru sæti í sama flokki 1994. Í fyrra var hann til ráðuneytis við gerð 26 samninga upp á 10.1 milljarð dollara. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 128 orð

Góð sala Mercedes vestra spáir góðu 1996

GÓÐ sala í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári á þátt í því að horfur eru á auknum hagnaði Mercedes-Benz AG 1996 að sögn Helmuts Werners stjórnarformanns. Werner ítrekaði í samtali á bílasýningunni í Genf að hann gerði ráð fyrir að fyrirtækið mundi skila meiri hagnaði en 1995, þegar hagnaðurinn nam tveimur milljörðum marka. Mercedes skilaði hagnaði upp á 1.85 milljarða marka 1994. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 130 orð

Gullið nú á niðurleið

RINGULREIÐ og taugaóstyrkur ríktu á gullmarkaði á þriðjudag þegar spákaupmenn hirtu gróða af hækkuninni frá áramótum með þeim afleiðingum að verðið lækkaði talsvert niður fyrir 400 dollara únsan. Gullið seldist á 393,35 dollara únsan við lokun í London, lægsta verði síðan 2. janúar, og í London er sagt að þess sé ekki að vænta að verðið fari aftur í yfir 400 dollara að sinni. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 144 orð

Hlutabréf

Hlutabréf héldu áfram að hækka í verði á hlutabréfamarkaði í gær. Mest varð hækkunin á hlutabréfum í Tollvörugeymslunni, rúm 9% en einnig hækkuðu hlutabréf talsvert í Íslenskum sjávarafurðum, Hampiðjunni, Olís og SR-mjöli. Þingvísitala hlutabréfa hækkaði um tæp 0,8% í gær og hefur hún þá hækkað um tæp 18% frá upphafi árs. Seðlabanki Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 693 orð

Hlutabréfamarkaður enn ekki slitið barnsskónum

Hlutabréfamarkaður enn ekki slitið barnsskónum ÍSLENSKUR hlutabréfamarkaður hefur tekið stakkaskiptum frá því fyrstu verðbréfin voru skráð þar árið 1985. Viðskipti með hlutabréf hafa stóraukist og það er löngu liðin tíð að það eitt að viðskipti hafi átt sér stað teljist fréttnæmt. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 369 orð

Kaup Kvaerner á Trafalgar í höfn

Ósló, London. Reuter. NORSKA skipasmíða- og verkfræðifyrirtækið Kvaerner hefur nú leitt til lykta viðræður við stjórn brezka fjölgreinafyrirtækið Trafalgar House Plc - örfáum mánuðum eftir að það reyndi að komast yfir brezka byggingar- og verkfræðifyrirtækið Amec Plc. og skömmu eftir að það keypti orkudeild finnska verkfræðifyrirtækisins Tampella Oy fyrir 26.2 milljónir dollara. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 1726 orð

Mikill uppgangur hjá Rammanum

SIGLUFJÖRÐUR varð fyrir þungu áfalli er síldarstofninn hrundi á 7. áratugnum. Á undanförnum árum hefur hins vegar kraftur verið að færast í atvinnulíf bæjarins á nýjan leik og á velgengni Þormóðs Ramma hf. eflaust drjúgan þátt í þeirri þróun. Þetta fyrirtæki er án efa orðið eitt af blómlegri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 1465 orð

Mikil óvissa um skattalega stöðu fjármagnsmarkaðar Skattareglum varðandi fjármagnsmarkaðinn er á ýmsan hátt mjög áfátt þar sem

VERULEGA skortir á að til séu skýrar skattareglur sem taka á skattalegri meðferð fjármálafyrirtækja svo sem verðbréfasjóða og eignarleigufyrirtækja. Þá eru skattareglur um hagnað og tap af sölu hlutabréfa úreltar og taka ekki á gjörbreyttum viðskiptaháttum og auknum viðskiptum með hlutabréf frá því núgildandi lög voru sett. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 975 orð

Möguleiki á lánum til íslenskra banka

Stjórnarformaður Evrópska fjárfestingabankans undirritar 2,7 milljarða lán til ríkissjóðs Möguleiki á lánum til íslenskra banka Í síðustu viku gengu íslensk stjórnvöld frá samningum um tæplega 3 milljarða lán hjá Evrópska fjárfestingabankanum. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 99 orð

Penninn í Hafnarfjörð

PENNINN mun opna nýja verslun við Strandgötu í Hafnarfirði í næstu viku. Verslunin verður í sama húsnæði og bókabúð Olivers Steins en starfsemi hennar var hætt fyrir skömmu. Í nýju versluninni verða sem fyrr seldar bækur en aukin áhersla verður nú lögð á skrifstofu- og tölvuvörur að sögn Gunnars Dungals, forstjóra Pennans. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 248 orð

Rúmfatalagerinn opnar verslun í Kanada

JÁKUB Jacobsen, eigandi Rúmfatalagersins, opnaði verslun í Vancouver í Kanada 10. febrúar undir heitinu Jysk Linenen Furniture. Verslunin er um 1.700 fermetrar að flatarmáli eða um þrefalt stærri en sú sem fyrirtækið rekur í Holtagörðum. Þar eru á boðstólum sambærilegar vörur og hér á landi. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 123 orð

Tengt við útlönd

PÓSTUR og sími hefur opnað fyrir gagnasendingar til útlanda um Samnetið en það hefur verið í notkun hér innanlands frá því um miðjan febrúar. Tengingin við útlönd gefur kost á mjög hraðvirku upphringisambandi fyrir tölvunotendur sem hafa til þess gerðan búnað. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 423 orð

Tillaga um 250 milljóna hlutafjáraukningu

HEILDARHAGNAÐUR Flugleiða hf. á síðasta ári nam alls 656 milljónum króna samanborið við um 624 milljónir árið 1994. Þar af var söluhagnaður í fyrra um 359 milljónir en var 320 milljónir árið 1994. Á aðalfundi félagsins nk. fimmtudag þann 14. mars mun stjórn þess leggja til að greiddur verði 7% arður og að hlutafé verði aukið um 250 milljónir að nafnvirði. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 194 orð

Tryggir sér fjölda umboða

Danól hf. hefur keypt hlutafélagið Lind ehf. af Birgi Hrafnssyni framkvæmdastjóra. Lind hefur umboð fyrir fjölda áfengistegunda og með kaupunum er Danól því að hasla sér völl á vínmarkaði. Danól hf. er í sjötta sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu heildverslanir landsins. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 249 orð

Tugur íslenskra fyrirtækja styrktur í fyrra

KYNNINGARMIÐSTÖÐ Evrópurannsókna efnir til kynningarfundar um þá möguleika sem íslenskum fyrirtækjum stendur til boða í Iðnaðar- og efnistækniáætlun Evrópusambandsins þriðjudaginn 12. mars kl. 13 í húsi Iðntæknistofnunar. Tilgangur fundarins, að því er fram kemur í frétt, er að gefa hagnýt ráð og leiðbeiningar um hvernig staðið er að þátttöku í áætluninni, sem er sú næst stærsta innan 4. Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 609 orð

Upplýsingabyltingin ­ netlæg bylting

ÞANN 22. febrúar skrifaði Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri Opinna kerfa hf., grein í Viðskiptablað Morgunblaðsins sem hann kallar "Upplýsingabyltingin". Þarna er á ferðinni ágætt sögulegt yfirlit yfir tímabil sem almennt er talið að hafi byrjað með grein eftir Michael Hammer sem birtist í Harvard Business Review (júlí-ágúst, nr, Meira
7. mars 1996 | Viðskiptablað | 779 orð

Útnefningar á athyglisverðustu auglýsingu ársins

SAMKEPPNIN um athyglisverðustu auglýsingu ársins er nú haldin í tíunda sinn og verða verðlaun afhent við hátíðlega athöfn föstudaginn 15. mars nk. í Borgarleikhúsinu. Óvenjumikil þátttaka var í samkeppninni að þessu sinni þar sem alls bárust 378 tillögur um auglýsingar og annað kynningarefni. Meira

Ýmis aukablöð

7. mars 1996 | Dagskrárblað | 128 orð

Ævi Elísabetar Taylor Framhaldsmynd í tveimur hlutum um ævi

Ævi Elísabetar Taylor Framhaldsmynd í tveimur hlutum um ævi stórstjörnunnar Elísabetar Taylor er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld kl. 20.55 og á mánudagskvöld kl. 21.55. Fjallað er um viðburðaríka og stundum stormasama ævi leikkonunnar. Leikferillinn hefur verið glæsilegur en í einkalífinu hafa skipst á skin og skúrir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.