KIRSAN Ilúmjinov, forseti Alþjóðaskáksambandsins (FIDE), sagði í gær að næsta heimsmeistaraeinvígi í skák yrði haldið í Bagdad, höfuðborg Íraks, þrátt fyrir að Írakar væru í ónáð víðast hvar í heiminum.
Meira
STJÓRNVÖLD á Tævan sögðu í gærkvöldi að Kínverjar hefðu í gær hafið tilraunir með flugskeyti skammt frá Tævan. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Tævans sagði að skotið hefði verið tveimur skeytum, sem féllu hvort á sitt hafsvæðið, annað 30 og hitt 20 sjómílur frá Tævan. Bandaríkjamenn fordæmdu í gærkvöldi tilraunaskotin.
Meira
RÚSSNESKIR hermenn og tsjetsjenskir uppreisnarmenn börðust í návígi í miðborg Grosníj í gær og stóðu mestu átökin um sjónvarpsstöðina í borginni. Á sama tíma tilkynnti Borís Jeltsín, forseti Rússlands, að hann og nánustu ráðgjafar hans, hefðu samþykkt áætlun um að binda enda á stríðið í Tsjetsjníju.
Meira
PALESTÍNSKA lögreglan hélt í gær áfram að ráðast inn í hús og íslamskar stofnanir á Vesturbakkanum og Gaza í leit að liðsmönnum Hamas-samtakanna og Ísraelar juku enn öryggisviðbúnaðinn við mörk sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði á þriðjudag rúmlega 100 bíla í borginni til að kanna réttindi ökumanna. Ökumenn þriggja reyndust hafa verið sviptir ökuréttindum vegna ölvunar- eða ofsaaksturs. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu og þaðan verða mál þeirra send til dómsmeðferðar.
Meira
NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG Reykjavíkur heldur aðalfund laugardaginn 9. mars í húsnæði félagsins að Laguavegi 20b. Gunnlaugur K. Jónsson, forseti NLFÍ, flytur framsöguerindi um framtíð og stefnu NLFÍ og aðildarfélaga þess. Kaffiveitingar verða í boði.
Meira
LÖGLEIÐING reglna Evrópska efnahagssvæðisins gengur of hægt fyrir sig hér á landi, að sögn Björns Friðfinnssonar, eftirlitsfulltrúa hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Um 91,6% allra gerða EES-samningsins hafa verið færð inn í íslenzka löggjöf, en þar af hafa ekki nema 85,6% verið lögleidd án galla eða villna.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá formanni Augnlæknafélags Íslands, Eiríki Þorgeirssyni, við frétt í Morgunblaðinu fimmtudaginn 7. mars um sjónmælingar á Íslandi. 1. Þau áróðursrök sjóntækjafræðinga, að gleraugnaverð á Íslandi geti lækkað ef þeir mæli sjálfir fyrir þeim, eru augljóslega röng.
Meira
DREGIÐ hefur mjög úr sameiginlegum málflutningi Norðurlandanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eftir að Finnland og Svíþjóð gengu í Evrópusambandið í byrjun seinasta árs. Málum, þar sem Norðurlöndin fluttu mál sitt sameiginlega, fækkaði úr 43 í sex á milli ára og er jafnvel rætt um hrun í samstarfinu.
Meira
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær Íslandsbanka af öllum kröfum Fjölmiðlunar hf. og sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafði dæmt bankann til að greiða eigendum Fjölmiðlunar 23 milljónir króna auk vaxta fyrir að hafa ekki aflað nægra upplýsinga um stöðu Stöðvar 2 og ekki gefið fulltrúum Fjölmiðlunar rétta mynd af stöðu fyrirtækisins þegar eigendur Fjölmiðlunar hf.
Meira
pAðalfundur Eimskips var haldinn í gær pÁrið 1995 var ár umtalsverðrar hagræðingar og undirbúningur hófst að miklum breytingum Eimskip hefur notið virkrar samkeppni
Meira
JÓN H. Snorrason, deildarlögfræðingur hjá RLR, sækjandi málsins gegn starfsmönnum sjávarútvegsfyrirtækja vegna viðskipta við þýska fisksölufyrirtækið L¨ubbert, segir það byggt á misskilningi hjá lögmanni fyrrverandi framkvæmdastjóra Ósvarar í Bolungarvík að við upphaf rannsóknar málsins hafi farið fram húsleit án dómsúrskurðar eða samþykkis húsráðanda.
Meira
LIÐLEGA 100 manna hópur safnaðist saman við ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála í hádeginu í gær til að mótmæla niðurskurði heimildaruppbóta í almannatryggingakerfinu. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og landssamband fatlaðra, stóðu fyrir mótmælastöðunni og báru félagsmenn kröfuspjöld málstað sínum til stuðnings.
Meira
SJÖ tilboð bárust í rekstur ms. Sæfara næstu þrjú ár en tilboðin voru opnuð hjá Vegagerð ríkisins í vikunni. Um er að ræða fólks- og vöruflutninga til og frá Grímsey og vöruflutninga frá Hrísey. Eysteinn Yngvason úr Reykjavík, núverandi rekstraraðili Sæfara, átti lægsta tilboðið miðað við tilhögun 1 en Flutningamiðstöð Norðurlands á Akureyri miðað við tilhögun 2.
Meira
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur tekizt að fá danska mjólkuriðnaðinn upp á móti sér. Framkvæmdastjórnin hefur komizt að þeirri niðurstöðu að ekki megi framleiða ost undir nafninu feta nema í Grikklandi og þá verður hann að vera framleiddur úr geitamjólk.
Meira
ÚTLIT er fyrir mikla fólksfækkun í Grímsey á næstu mánuðum en a.m.k. fjórar fjölskyldur, alls um 17 manns, hafa tekið ákvörðun um að flytja upp á fasta landið. 1. desember voru 117 íbúar í Grímsey og hafði fækkað um tvo frá árinu áður. Ef að líkum lætur á íbúafjöldinn því eftir að fara niður í um 100 áður en langt um líður.
Meira
FJÓRTÁN sækja um starf yfirmanns Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar en umsóknarfrestur rann út 26. febrúar sl. Umsækjendur eru: Arnar Sverrisson sálfræðingur, Benedikt Sigurðsson skólastjóri, Gerður G. Óskarsdóttir æfinga- og kennslustjóri, Gunnlaugur Ástgeirsson kennari, Hugó Þórisson sálfræðingur, Margrét S. Björnsdóttir endurmenntunarstjóri, Már V. Másson sálfræðingur, Ólafur H.
Meira
FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni gengst í næstu viku fyrir Viku eldri borgara þar sem boðið er upp á margvíslega dagskrá með leik og skemmtun af ýmsu tagi. Ótal aðilar hafa komið fram og boðið félaginu starfskrafta sína svo að vel geti tekist til. Er félagsstjórn þakklát öllum þeim sem styðja þannig málefni félagsins, segir í fréttatilkynningu.
Meira
LÍKUR benda til þess að Boeing-757 þota tyrkneska flugfélagsins Birgenair, sem hrapaði í hafið undan strönd Dómíníska lýðveldisins fyrir mánuði, hafi farist vegna mistaka flugmanns og bilunar í hraðamæli. Þetta kom fram í máli talsmanns þýska samgönguráðuneytisins í gær.
Meira
FRANSKA þjóðin er klofin í afstöðu sinni til sameiginlegs evrópsks gjaldmiðils, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, en tæpur meirihluti kjósenda sem tók afstöðu er þó fylgjandi áformum Evrópusambandsins.
Meira
FRÆÐSLUHELGI Landakirkju á þessu vormisseri snýst um forvarnir gegn vímuefnum. Á laugardaginn kl. 16 mun Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur, halda erindi í safnaðarheimilinu um samskipti foreldra og unglinga.
Meira
FÓLKSFÆKKUN er fyrirsjáanleg í Grímsey, en fjórar fjölskyldur, alls 17 manns, hafa ákveðið að flytja upp á fastalandið. Íbúar í Grímsey voru 117 1. desember síðastliðinn og hafði þá fækkað um 2 frá árinu áður. Íbúafjöldinn á því eftir að fara niður í 100 áður en langt um líður. Ýmsar ástæður
Meira
Húsavík-Taflfélag Garðabæjar heimsótti Taflfélag Húsavíkur um síðustu helgi og tefldu félagarnir mikið við skákfélagana á Húsavík á föstudag, laugardag og sunnudag. Alls voru gestirnir átta úr öllum aldursflokkum, svo að mikil barátta fór fram á átta borðum. Ekki var um beina bæjarkeppni að ræða heldur kynningar- og æfingamót.
Meira
ÞESS var krafist að ríkisstjórnin drægi þegar til baka frumvörp um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og sáttastörf í vinnudeilum á sameiginlegum fundum opinberra starfsmanna BSRB, BHMR og Kennarasambands Íslands á Landspítalanum og í Háskólabíói í gær.
Meira
AFKOMA Eimskips var góð á árinu 1995 sem skapar félaginu skilyrði til fjárfestinga og aukinnar þjónustu. Unnið hefur verið að mörgum nýjum verkefnum og munu sjást umtalsverðar breytingar í starfsemi Eimskips á næstu misserum þar sem þjónustan verður aukin og nýir þjónustuþættir í flutningatengdri starfsemi bætast við.
Meira
STARFSMENN RARIK, þeir Ásbjörn Gíslason og Sigurjón Sveinbjörnsson, voru nokkuð hátt uppi í góða veðrinu í gær, en þeir voru að vinna við nýja háspennulínu fyrir Svalbarðseyri. Þeir félagar hafa oft þurft að vinna við erfiðari aðstæður á þessum árstíma, á svipuðum tíma í fyrra voru þeir að mæla upp í háspennulínur en þá var gífurlega mikill snjór á Norðurlandi.
Meira
FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings samþykkti á miðvikudag með 336 atkvæðum gegn 86 að efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Kúbu yrðu hertar og verða lögin nú send Bill Clinton forseta til staðfestingar. Erlend fyrirtæki verða beitt refsingum fyrir að eiga viðskipti við Kúbu og hafa Kanada og fleiri ríki harðlega mótmælt lögunum.
Meira
AÐALFUNDUR Prófastafélags Íslands samþykkti í gær ályktun þar sem lýst er hryggð og áhyggjum vegna þeirrar aðfarar sem gerð hefur verið að biskupi Íslands eins og komist er að orði. Eðlilegt sé að fela málið dómbærum aðilum og er það fullvissa fundarins að þá muni sakleysi biskupsins sannast.
Meira
HEIMILT verður að nota eignarfall eiginnafns foreldris sem millinafn barns samkvæmt breytingartillögu allsherjarnefndar Alþingis við lagafrumvarp um mannanöfn. Samkvæmt því eru heimil nöfn eins og Pétur Guðrúnar Jónsson eða Guðrún Steinunnar Briem, að því er kemur fram í áliti nefndarinnar.
Meira
REITASKIPT kort og rýmingaráætlanir fyrir átta þéttbýlisstaði á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi verða kynntar heimamönnum í lok næstu viku. Veðurstofan hefur á undanförnum vikum unnið að gerð svokallaðra rýmingarkorta vegna snjóflóða og skriðufalla í samvinnu við almannavarnanefndir og íbúa á Patreksfirði, Ísafirði, Bolungarvík, Flateyri, Súðavík, Siglufirði,
Meira
ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) greindi frá því í gær að hann hefði ekki í hyggju að lýsa yfir vopnahléi á ný en það er forsenda þess að hinn pólitíski armur samtakanna, Sinn Fein, fái aðild að friðarviðræðunum.
Meira
PETRONA-skýjaklúfarnir í Kuala Lumpur í Malaysíu eru óðum að taka á sig endanlega mynd en stefnt er að því að þeir verði fullbúnir fyrir árslok. Arkitekt bygginganna er Cesar Pelli. Þegar er búið að koma fyrir stálsúlu á öðrum skýjaklúfnum og hefur hann því náð endanlegri hæð, 451,9 metrum.
Meira
KARLAKÓR Bólstaðarhlíðarhrepps og Gamlir Geysisfélagar efna til tónleika í Glerárkirkju annað kvöld, laugardaginn 9. mars, kl. 20.30. Þá efnir kórinn til tónleika í Ólafsfirði kl. 16 sama dag. Kórinn átti 70 ára afmæli á síðasta ári, stofnendur voru 8 en nú eru í kórnum nálægt 30 félagar. Söngskráin er fjölbreytt.
Meira
ÞJÓÐKIRKJAN var gagnrýnd á Alþingi á þriðjudag fyrir að mæla gegn því að veita lagaheimild til kirkjulegrar vígslu samkynhneigðra. Verið var að ræða frumvarp dómsmálaráðherra um staðfesta samvist, en samkvæmt því geta tveir einstaklingar af sama kyni fengið samvist staðfesta af borgaralegum yfirvöldum og njóta eftir það svipaðra réttinda og eftir stofnun hjúskapar,
Meira
UNNUR Guðjónsdóttir kynnir næstu Kínaferð Kínaklúbbs Unnar laugardaginn 9. mars að Reykjahlíð 12 kl. 14. Þetta verður 22 daga hringferð um Kína sem hefst 7. maí en þetta verður eina ferðin til Kína sem Unnur skipuleggur á þessu ári.
Meira
HANS van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir að Kýpur geti orðið aðildarríki ESB þótt tyrkneskumælandi minnihlutinn hafi sagt sig úr lögum við stjórnina í Nikósíu og landið sé í raun klofið. Van den Broek segir ekki hægt að líta framhjá því að meirihluti íbúa landsins vilji ESB-aðild.
Meira
BOÐIÐ verður upp á námskeið í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ laugardagana 9., 16., 23. og 30. mars. Fjallað verður um hefðbundna túlkun og viðhorf kvenna í sögum Biblíunnar. Námskeiði er frá klukkan 1314 Kennari er dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, guðfræðingur, og eru allir sem hafa áhuga velkomnir.
Meira
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur falið Vinnueftirliti ríkisins og Skrifstofu jafnréttismála að gera könnun á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Þetta kemur fram í febrúarhefti BSRB tíðinda. Könnunin er hluti af framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna, en áætlunin var samþykkt á Alþingi vorið 1993.
Meira
BORGARRÁÐ hefur samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans að byggja fjögurra deilda leikskóla við Hæðargarð. Jafnframt var embætti borgarverkfræðings falið að kanna möguleika á úrbótum í umferðarmálum í nágrenni leikskólans.
Meira
TVEIMUR lögreglumönnum á eftirlitsferð um miðbæ Akureyrar var meinaður aðgangur að skemmtistaðnum 1929. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri sagði að lögreglumenn, sem sinntu eftirliti í miðbænum um helgar, kæmu oft við á skemmtistöðum bæjarins, m.a. til að kanna aldur gesta staðarins og fylgjast með störfum dyravarða.
Meira
NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, veifar til blaðamanna er hann yfirgefur ásamt lífverði sínum sjúkrahús í Jóhannesarborg. Eftir tveggja daga rannsóknir á heilsu forsetans komust læknar að þeirri niðurstöðu að hann væri við hestaheilsu. Orðrómur hafði verið á kreiki um að Mandela væri heilsuveill og haft áhrif á peningamarkaði.
Meira
MÁLÞING um velferð barna og ungmenna verður haldið í Hlégarði laugardaginn 9. mars kl. 1316.30. Í fréttatilkynningu frá félagsmálastjóra Mosfellsbæjar segir að málþinginu sé ætlað að vekja fólk til umhugsunar um velferð barna og ungmenna á grunnskólaaldri og samstilla krafta þeirra sem vinna með börnum og ungmennum.
Meira
FÍKNIEFNALÖGREGLAN í Reykjavík handtók mann á Reykjavíkurflugvelli á miðvikudag, en hann var að koma austan af fjörðum. Maðurinn var grunaður um að hafa brotist inn í apótekið á Fáskrúðsfirði og lyf, sem fundust á honum við komuna til Reykjavíkur, renndu stoðum undir þær tilgátur.
Meira
LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli verður á morgun, laugardag 9. mars, kl. 11 í Svalbarðskirkju og kl. 13.30 í Grenivíkurkirkju. Kyrrðar- og bænastund í Grenivíkurkirkju sunnudagskvöld 10. mars kl. 21.
Meira
"ÞAÐ er ekki hægt að segja til um það nú hvort kirkjan verður endurbyggð í núverandi mynd, hvort ný verður reist eða yfirleitt til hvaða ráða er hægt að grípa. Það er mikið áfall fyrir söfnuðinn ef kirkjan reynist ónýt, því Borgfirðingum þykir vænt um hana.
Meira
Þetta er fyrsta diplómatíska staða mín og vissulega mikil breyting frá fyrra starfi," segir Stephen P. Gawe, sendiherra Suður-Afríku í Ósló. Hann afhenti í síðustu viku trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Suður-Afríku á Íslandi. "Nú er ég fulltrúi allrar þjóðarinnar en ekki eins flokks einvörðungu.
Meira
LIÐLEGA 100 manna hópur safnaðist saman við ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála í hádeginu í gær til að mótmæla niðurskurði heimildaruppbóta í almannatryggingakerfinu. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og landssamband fatlaðra, stóðu fyrir mótmælastöðunni og báru félagsmenn kröfuspjöld málstað sínum til stuðnings.
Meira
NÝ BRÚ yfir Flókadalsá í Borgarfirði verður væntanlega gerð á þessu ári. Núverandi vegur um Reykholtsdal verður líklega lagfærður á næsta ári. Unnið er að svæðisskipulagi og ákvarðanir um frekari vegalagningu verða ekki teknar fyrr en það liggur fyrir. "Mér finnst þetta tímamótaákvörðun," sagði Jón Kjartansson á Stóra- Kroppi í gær.
Meira
HÁDEGISVERÐARFUNDUR verður haldinn í dag, föstudag, um nýskipan náttúruverndarmála í Skála (tengibyggingu) á 2. hæð á Hótel Sögu kl. 1213.30. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra og Aðalheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, flytja erindi á fundinum en að þeim loknum svara þau spurningum. Fundarstjóri er Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður.
Meira
Egilsstöðum-Kaupfélag Héraðsbúa efndi til samkeppni um nýtt merki fyrir félagið. Alls tóku 96 aðilar þátt í keppninni og sendu inn um 300 tillögur. Veitt voru þrenn verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar að upphæð 150.000 kr., 30.000 kr. og 20.000 kr.
Meira
LEE Teng-hui, forseti Tævan, hvatti í gær íbúa eyjunnar til að sýna stillingu en mikill ótti hefur gripið um sig vegna fyrirhugaðra eldflaugatilrauna Kínverja. Benti hann á að ekki verða sprengjuoddar á flaugunum. Tilraunirnar hófust í gær og hyggjast Kínverjar á næstu dögum skjóta flaugum á tvö hafsvæði skammt frá mikilvægum hafnarborgum á Tævan.
Meira
HUGSANLEGT er, að upptök ebólasýkingarinnar megi rekja til þess, að jafnvægi náttúrunnar í skógum Afríku hafi verið raskað. Kom þetta fram hjá kunnum veirufræðingi í Zaire á alþjóðlegri ráðstefnu um sjúkdóminn í höfuðborg landsins, Kinshasa.
Meira
UMHVERFISRÁÐHERRA hefur gefið út reglugerð um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og eru þar meðal annars settar reglur um þátttöku Ofanflóðasjóðs í gerð varnarvirkja og uppkaup og flutning á húseignum í sveitarfélögum sem búa við snjóflóðahættu.
Meira
FÆRIST rekstur grunnskóla á hendur sveitarfélaga með þeim hætti sem áætlað er eiga breytingar, sem hugsanlega verða gerðar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, ekki við um grunnskólakennara. Því verða réttindi þeirra önnur en kennara hjá ríkinu, þótt þeir séu í sama stéttarfélagi.
Meira
TVEIR stærstu stjórnmálaflokkarnir í Austurríki, Jafnaðarmannaflokkurinn og Þjóðarflokkurinn, náðu loks samkomulagi um nýjan stjórnarsáttmála í gær en þetta verður 14. samstarfsstjórn þeirra frá stríðslokum.
Meira
MJÖG hefur dregið úr sameiginlegum málflutningi Norðurlandanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eftir að Finnland og Svíþjóð gengu í Evrópusambandið í upphafi síðasta árs. Samkvæmt upplýsingum frá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York fækkaði ræðum, sem fluttar voru fyrir hönd Norðurlandanna sameiginlega á allsherjarþinginu og í nefndum þess úr 43 á 49.
Meira
SIGURÐUR J. Grétarsson, dósent í sálfræði, flytur fyrirlesturinn Sálfræði í samfélagi vísinda í Háskólabíói, sal 2, laugardaginn 9. mars kl. 14. Fyrirlesturinn er liður í fyrirlestraröðinni Er vit í vísindum?
Meira
JEVGENÍJ Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í viðtali, sem dagblaðið Ízvestía birti á þriðjudag, að Rússar hefðu gengið of langt í að vingast við gamla óvini á Vesturlöndum eftir hrun Sovétríkjanna.
Meira
ÞORSTEINN Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur sett séra Bolla Gústavsson, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, til að fara með biskupsvald við úrlausn á ágreiningi þeim sem uppi er í Langholtssókn í Reykjavík.
Meira
TVÆR nýjar tillögur komu fram á fundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) um stjórn úthafskarfaveiða á Reykjaneshrygg, sem hófst í London í gær. Guðmundur Eiríksson, formaður íslenzku viðræðunefndarinnar, segir að nú séu síðustu forvöð að ná samningum, eigi að vera hægt að halda formlegan aukaársfund NEAFC til að ákveða kvóta áður en karfavertíðin hefst.
Meira
ÞRÍR bandarískir hermenn voru dæmdir í gær fyrir að hafa rænt og nauðgað ungri stúlku á Okinawa í Japan en málið hefur valdið spennu í samskiptum Japans og Bandaríkjanna og óvissu um framtíð bandarískra herstöðva í landinu.
Meira
SAMTALS hafa nú 80 manns verið greindir með sýkingu af völdum salmonella enteritidis, en líklegt er talið að sýkingin hafi verið í rjómabollum sem neytt var á bolludag. Hollustuvernd ríkisins hefur nú greint sýkilinn í sýnum sem Heilbrigðiseftirlit ríkisins tók hjá Samsölubakaríi, framleiðanda vörunnar, en um er að ræða svo kölluð skafsýni,
Meira
GUÐMUNDUR Stefánsson fulltrúi í bæjarráði Akureyrar lagði á fundi ráðsins í gær fram tillögu um að bæjarstjórn Akureyrar samþykki í tilraunaskyni takmarkaða umferð bifreiða um göngugötuna í Hafnarstræti og á Ráðhústorgi. "Bæjarstjórn telur að við framkvæmd tilraunarinnar eigi að vera sveigjanleiki þannig að unnt sé að loka götunni fyrirvaralaust fyrir umferð bifreiða ef þurfa þykir, t.
Meira
FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Sambands íslenskra sveitarfélaga hefst á Hótel Borgarnesi kl. 13.30 í dag. Aðalefni fundarins verður umfjöllun og afgreiðsla á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um kostnaðar- og tekjutilfærslu vegna flutnings grunnskólans til sveitarfélaga.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórn Tollvarðafélags Íslands: "Stjórn Tollvarðafélags Íslands mótmælir harðlega ræðu fjármálaráðherra á Alþingi 21. febrúar sl. þar sem hann átelur tollverði fyrir að nota sér fíkniefnamál sjálfum sér til framdráttar í kjarabaráttu sinni. Það hefur aldrei verið gert og mun aldrei verða gert.
Meira
ÚT ER kominn bæklingur undir heitinu Fíkniefni, þú og barnið þitt, en þar er að finna leiðbeiningar fyrir foreldra varðandi þær hættur sem fíkniefnum eru samfara. Í bæklingnum er fjallað um hvernig forða eigi börnum frá því að ánetjast fíkniefnum og ráðleggingar um það hvernig foreldrar geti hjálpað börnum sínum til að varast hætturnar,
Meira
REFSIVERT verður að hafa í vörslu sinni efni með grófu barnaklámi samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra mælti fyrir á Alþingi á miðvikudag. Frumvarpið er um breytingar á almennum hegningarlögum og samkvæmt því varðar það sektum að hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn í holdlegu samræði eða öðrum kynferðismökum.
Meira
KAPPAKSTURSKLÚBBUR Akureyrar í samvinnu við vélsleðamenn í Ólafsfirði efnir til "snow cross"- móts í Syðri-Árdal í Ólafsfirði á morgun, laugardag. Keppnin hefst kl. 14. Þekktustu keppnissleðamenn landsins sýna áhættuatriði í hléi.
Meira
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sent 23.000 ríkisstarfsmönnum upplýsingabréf um frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í upplýsingabréfinu eru nýmæli frumvarpsins kynnt og ýmsum spurningum svarað. Þór Sigfússon, ráðgjafi fjármálaráðherra, sagði að þegar væri byrjað á kynna frumvarpið á vinnustöðum. Hægt væri að óska eftir kynningum í ráðuneytinu.
Meira
Flateyri-Í Grunnskólanum á Flateyri var haldið forvitnilegt námskeið á vegum Ungmennafélags Íslands í samvinnu við Íþróttafélagið Gretti. Starfsmaður UMFÍ, Halldóra Gunnarsdóttir, fjallaði um foreldrastarf, þátttöku foreldra í íþróttastarfi með börnum sínum frá öllum hliðum.
Meira
leiðariÍSLAND OG RÍKJA-RÁÐSTEFNA ESB EVRÓPURÁÐSTEFNU Norðurlandaráðs, sem haldin var í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni, kom fram vilji af hálfu norrænna aðildarríkja Evrópusambandsins að hafa samráð við Ísland og Noreg um málefni ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins, sem hefst síðar í mánuðinum, og taka tillit til hagsmuna þeirra.
Meira
LENE Aspersen, talsmaður danskra íhaldsmanna í sjávarútvegsmálum, ritaði fyrir skömmu grein í norska blaðið Stavanger Aftenblad þar sem hún gagnrýnir framferði Norðmanna í sjávarútvegsmálum.
Meira
ALYSSA Milano er ef til vill þekktust fyrir hlutverk sitt sem dóttir Tony Danza í sjónvarpsþáttunum "Who's the Boss?". Hún er nú orðin fullorðin, löngu hætt að leika í þáttunum og er að reyna að slá í gegn sem kvikmyndaleikkona. Hún hefur mikinn áhuga á hokkí og þakkar það meðleikara sínum í "Who's the Boss", Tony Danza.
Meira
AUKASÝNING verður á leikritinu Bar pari eftir Jim Cartwright, sem sýnt er á Leynibarnum í Borgarleikhúsinu, laugardaginn 16. mars kl. 23.30. Sýnt hefur verið fyrir fulli húsi síðan í október og eru sýningar að nálgast 40 talsins. Miðnætursýningar hafa verið vinsælar og er athygli vakin á því að aukasýningin hefst kl. 23.30 en ekki kl.
Meira
SÉRFRÆÐINGAR segja að ný vefsíða verði til fjórðu hverja sekúndu. Aldrei hefur verið skemmtilegra að spranga um alnetið. Hér eru nokkur vefsetur sem Odd de Presno hefur heimsótt þennan mánuðinn Út í geim
Meira
BÆJARINS besta sem er héraðsfréttablað á Ísafirði hefur sett blaðið á alnetið. Hægt er að skoða síðurnar í heilu lagi eins og frá þeim er gengið í prentaðri útgáfu blaðsins, með myndum og auglýsingum, og í lit þar sem það á við. BB er væntanlega fyrsta íslenska blaðið sem fer á alnetið í þessu formi.
Meira
DÖNSKU hljómlistarmennirnir Benny Andersen og Povl Dissing halda tónleika í Þjóðleikhúsinu ásamt Jens Jefsen, þriðjudaginn 12. mars næstkomandi. Aðeins verða þessir einu tónleikar í Reykjavík en þeir félagar spila einnig á Akureyri og í Vestmannaeyjum.
Meira
PRENTFRELSI hefur fengið mikilvægan stuðning frá áfrýjunardómstóli í Ohio, sem hefur úrskurðað að óæðri dómara hafi skjátlazt þegar hann neyddi tímaritið Business Week til að birta ekki grein, þar sem hún byggðist á innsigluðu dómsskjali.
Meira
DANSKAR bókmenntir verða á dagskrá í Norræna húsinu á bókakynningu sem danski sendikennarinn Siri Agnes Karlsen hefur umsjón með í samvinnu við bókasafn Norræna hússins á morgun kl. 16. Erik Skyum-Nielsen bókmennafræðingur mun ásamt Siri fjalla um bækur gefnar út í Danmörku 1995, en gestur á bókakynningunni verður ljóðskáldið Inger Christensen.
Meira
MOHAMED Al Fayed, egypzkættaður eigandi Harrods verzlunarinnar í London, hefur skýrt frá fyrir ætlunum um að hefja aftur útgáfu á Punch, hinu kunna gamansama tímariti sem hætti að koma út 1992 eftir rúmlega 150 ára feril.
Meira
TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Íslensku óperunni sunnudaginn 10. mars kl. 14.30. Tónleikarnir eru síðari hluti einleikaraprófs Ásu Briem, píanóleikara, frá skólanum.
Meira
GUÐRÚN Birgisdóttir flautuleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari halda tónleika í Njarðvíkurkirkju á morgun, laugardaginn 9. mars, kl. 17.30. Á efnisskrá er Rómansa op. 37 eftir Camille Saint-Saens, Inngangur og tilbrigði um lag úr Malarastúlkunni fögru eftir Franz Schubert, Fantasía eftir Gabriel Fauré, Sonatína eftir Henri Dutillieux og Sónata: Allegro malinconico,
Meira
SEX myndlistarmenn frá New York halda fyrirlestur í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b laugardaginn 9. mars kl. 20.30. Listamennirnir James Carl, Kevin Kelly, Michael Crawford, Jill Reynolds og Ryan Mellon fjalla um eigin verk og sýna litskyggnur. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og eru allir velkomnir.
Meira
Anna María Sigurjónsdóttir. Opið á tíma veitingahússins til 17. mars. Aðgangur ókeypis. SÝNINGARSALURINN á efri hæðinni á Sólon Íslandus er nakinn, opinn og hrár, en þó virðast mjög fáir sem sýna þar leitast við að bæta þar úr og skapa myndverkum sínum meiri nálgun.
Meira
Söngvarinn Bono er hér í góðum félagsskap fyrirsætunnar Evu Herzigovu í París þar sem tónlistarverðlaun MTV voru afhent. Þar var hljómsveit hans, U2, tilnefnd sem besta hljómsveitin. Nýverið hefur hljómsveitin verið í hljóðveri að taka upp plötu með "góðri og gamaldags rokktónlist", að sögn Bono.
Meira
DANSKA myndin "Det skaldede spøgelse" frá árinu 1993 verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudag kl. 14. Í kynningu segir: "Þetta er ævintýraleg mynd um drenginn Jasper, 11 ára, sem missir gamlan vin sinn Aron. Eftir Aron erfir Jasper gamalt fress og skáp sem er læstur og enginn girnist. En það sem enginn veit er að í skápnum býr sköllóttur draugur, furðulíkur Aroni nýlátna vini hans.
Meira
KRISTJÁN Kristjánsson - KK mun leika og syngja blús og ballöður í Listaklúbbi Leikhúskjallaransmánudagskvöldið 11.mars kl.20.30. KK gaf út geisladisk fyrir jólin en rétt um það bil sem kynningar á lögunum áttu að hefjast lenti hann í bílslysi og fótbrotnaði og lá því allt tónleikahald í tengslum við útgáfuna niðri.
Meira
LOÐDÝRABÆNDUR héldu sýningu á loðskinnum á Hótel Sögu fyrir skömmu og veittu verðlaun fyrir bestan árangur í ræktun. Þegar henni var lokið sýndu þátttakendur í fegurðarsamkeppni Suðurlands pelsa frá Pelsinum. Ljósmyndari Morgunblaðsins var að sjálfsögðu á staðnum og náði nokkrum myndum.
Meira
HÉR eru níu egypskar sjónvarpsrásir og þær eru allar undir opinberri stjórn. Mér skilst að einkastöð væri óhugsandi. Margir hafa tök á að ná öllum mögulegum alþjóðlegum stöðvum með tilheyrandi útbúnaði og kostnaði og CNN er mjög vinsælt hjá þeim sem ná því. Allur þorri manna lætur egypsku rásirnar níu duga og þær sjónvarpa flestar frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld.
Meira
CHUCK Norris, sem þekktastur er fyrir leik sinn sem karatesnillingurinn í "Walker, Texas Ranger", ætlar að opna spilavíti í nágrenni Rauða torgsins í Moskvu á nýárskvöld. "Spilavítið kemur til með að kosta vel á annan milljarð króna og mun það státa af 33 spilaborðum, auk fjölda spilakassa," segir Mike Emery lögmaður og talsmaður Norris. Norris er stærsti hluthafi fyrirtækisins.
Meira
Í LISTASETRINU Kirkjuhvoli á Akranesi, hefst farandsýning á grafíkverkum eftir norræna listamenn, laugardaginn 9. mars kl. 15. Sýningin er frá listlánadeild Norræna hússins. Á sýningunni eru verk eftir; Lisa Andrén Svíþjóð, Aka Hoegh Grænlandi, Janus Kamba Færeyjum, Pentti Kaskipuro Finnlandi, Anne-Lise Knoff Noregi, Palle Nielsen Danmörk og Tryggva Ólafsson Íslandi.
Meira
Gjörningar. Opið frá 12-18 alla daga. Lokað mánudaga. Til 17 marz. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ sést á öllu að þjóðir líta með eftirvæntingu til hinna miklu aldahvarfa sem framundan eru, og einnig að menn eru sér þess meðvitandi að jarðtengja þarf hinar miklu tækniframfarir er við blasa.
Meira
ÍSLENSKI dansflokkurinn frumsýnir í kvöld þrjú dansverk undir samheitinu Þrenning í Íslensku óperunni. Sýnd verða tvö ný verk, Tilbrigði eftir David Hanratty Greenall og Hjartsláttur eftir Láru Stefánsdóttur, og eitt eldra, Af mönnum, sem Hlíf Svavarsdóttir samdi fyrir flokkinn 1988. David Hanratty Greenall segir að verk sitt, Tilbrigði, skiptist í níu hluta.
Meira
ÓSKAR Guðnason opnar myndlistarsýningu í Menningarstofnun Bandaríkjanna, Laugavegi 26, á laugardag kl. 16. Myndirnar eru olíumálverk af þekktum blústónlistarmönnum og lærisveinum þeirra. Óskar er fæddur á Höfn í Hornafirði og er kennari að mennt. Hann hefur starfað að tónlist síðastliðin sex ár og við myndlist síðastliðin tvö ár.
Meira
Á AÐALFUNDI Blóðgjafafélags Íslands nýlega var dr. Ólafur Jensson gerður að heiðursfélaga fyrir heillarík störf að málefnum Blóðbankans og blóðgjafa. Ólafur var ráðinn forstöðumaður Blóðbankans 1. mars 1972 og starfaði þar óslitið til enda ársins 1994 og var einnig formaður Blóðgjafafélags Íslands frá stofnun þess til 1993.
Meira
HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Ópus herra Hollands (Mr. Holland's Opus) og segir í fréttatilkynningu að myndin hafi notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum undanfarið og setið í efstu sætum yfir vinsælustu myndir vikum saman.
Meira
REGNBOGINN hefur hafið sýningar á kvikmyndinni "Scarlet Letter" eða Fordæmd eins og hún heitir á íslensku. Í aðalhlutverkum eru Demi Moore, Gary Oldman og Robert Duvall. Leikstjóri er Roland Joffé.
Meira
SAMBÍÓIN, Bíóhöllin og Bíóborgin, hafa tekið til sýninga kvikmyndina "Babe", en hún hefur verið útnefnd til sjö Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og fyrir bestu leikstjórn. Um er að ræða leikna mynd þar sem lifandi dýr fara með helstu hlutverkin.
Meira
NÚ um helgina lýkur þrem myndlistarsýningum Hlyns Hallssonar. Í nýju sýningarrými á Akureyri sem hlotið hefur nafnið Gallerí + sýnir hann innsetningu, sjóndeildarhring, hljóðverkið útvörp og bókverk. Gallerí + er opið laugardag og sunnudag frá kl. 14-18.
Meira
Síðasta sýningarhelgi SÝNINGU Öldu Sigurðardóttur, Hlyns Hallssonar, Steinunnar Helgu Sigurðardóttur og Arnars Karlssonar lýkur í Nýlistasafninu á sunnudag. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18.
Meira
TVÆR heimildarkvikmyndir verða sýndar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, næstkomandi sunnudag kl. 16. Fyrri myndin var sýnd á síðasta ári í tilefni hálfrar aldar afmælis stríðsloka í Evrópu, en er nú sýnd vegna áskorana. Hún er "Grenada, Grenada mín", mynd Romans Karmens um borgarastyrjöldina á Spáni.
Meira
HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á dönsku spennumyndinni Lokastundin og er hún fyrsta mynd ungs leikstjóra, Martin Schmidt. Sjö framhaldsskólanemar eru boðaðir á fund á föstudegi að loknum skóladegi en hafa ekki hugmynd um hvers vegna. Þau koma að skólastofunni mannlausri en ákveða samt að bíða. Fljótlega verður þeim ljóst að ekki er allt með felldu og þau hafa verið læst inni.
Meira
Egilsstöðum-Tónlistarskólinn á Egilsstöðum hélt nýverið tónleika í hátíðarsal Menntaskólans á Egilsstöðum. Tónleikarnir voru fjölbreyttir og voru það bæði nemendur og kennarar sem spiluðu.
Meira
Erna G. Sigurðardóttir & Eva G. Sigurðardóttir. Opið alla daga til 16. mars. Aðgangur ókeypis ÞAÐ hlýtur að vera óvenjulegt að tvíburar hasli sér völl á sama vettvangi listanna, og kjósi auk þess að sýna saman til að allir geti séð hvað er líkt og ólíkt með því sem gert er. Þetta hafa þær Erna og Eva Sigurðardætur kosið að gera.
Meira
SÝNINGU Jóns Bergmanns Kjartanssonar í Galleríi Greip lýkur á sunnudag. Jón hefur dvalið árabil í Hollandi þar sem hann stundaði myndlistarnám. Þetta er hans fyrsta einkasýning hér á landi, en hann hefur áður haldið einkasýningar í Hollandi og tekið þátt í samsýningum í Hollandi, Englandi og á Íslandi.
Meira
SÝNINGU á vatnslitamyndum Sigurjóns Jóhannssonar í Gallerí Fold við Rauðarárstíg lýkur nú á sunnudag. Myndefnið er frá síldarárunum á Siglufirði. Í kynningarhorni gallerísins eru olíumyndir eftir Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur. Galleríið er opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga frá kl. 14-17.
Meira
TÓNLEIKAR Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar verða haldnir í íþróttahúsinu á Kjalarnesi laugardaginn 9. mars kl. 16 og í íþróttahúsinu að Varmá sunnudaginn 10. mars kl. 18. Stjórnendur og kennarar eru; Birgir D. Sveinsson, Lárus Sveinsson, Sveinn Birgisson, Knútur Birgisson, Þorkell Jóelsson, Karen Jóhannsdóttir og Hjörleifur Jónsson.
Meira
Leikarinn Noah Wyle, sem leikur hinn viðkunnanlega lækni John Carter í Bráðavaktinni, hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum í baráttu gegn húðkrabbameini. Wyle hefur leyft Húðkrabbastofnuninni að nota nafn sitt í auglýsingaskyni og mun koma fram fyrir þeirra hönd á fyrsta af mörgum umræðufundum þeirra í Beverly Hills.
Meira
ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Osló hélt fjölmennasta þorrablót sitt til þessa fyrir skemmstu. Veislustjóri var Þórhallur Pálsson, en Gísli Kærnested mælti fyrir minni kvenna og Sigrún Óskarsdóttir fyrir minni karla. Jóhannes Kristjánsson fór með gamanmál og að borðhaldi loknu spiluðu Birkir Guðmundsson og Lasse fyrir dansi.
Meira
Í DÁLKI sínum, þann 5. mars, sl, fjallar Víkverji um uppsagnir heilsugæslulækna í vanþekkingar- og stríðsfréttastíl. Hann gefur þar lesendum persónulega lýsingu á hinu meinta stríði og leggur síðan eigið mat á eðli vandans. Að því loknu segir Víkverji: "Það er tími til kominn að fólk átti sig á út af hverju þessar stöðugu erjur eru á milli mismunandi hópa lækna og heilbrigðisyfirvalda.
Meira
ÉG ER á móti þessum skatti eins og hann er hugsaður, það er að greiða, eins og heyrst hefur, sjö hundruð milljónir á ári. Hvert fara þeir peningar? Þetta mundi ekki bæta ástandið. Það gætu komið sterkar raddir um gengisfellingu, þó það mundi ekki bjarga útgerðinni og þeim sem skulda mikið.
Meira
UM ÞESSAR mundir stendur Anima, félag sálfræðinema, fyrir röð fyrirlestra sem ber yfirskriftina "Er vit í vísindum?". Vísindahyggja og vísindatrú eru áberandi í nútímasamfélagi. Vísindaleg aðferð er viðurkennd leið til að afla þekkingar.
Meira
FIMMTUDAGURINN 29. febrúar sýndu nemendur Grunnskólans í Þorlákshöfn söngleikinn Gúmmí- Gretti eftir Egil Ólafsson, Ólaf Hauk Símonarson og Þórarinn Eldjárn. Þessi söngleikur býður upp á margt frumlegt og skemmtilegt í útfærslu og leikstjórn og gerir um leið miklar kröfur til leikendanna. Mikill söngur er í verkinu, bæði einsöngur og kórsöngur við undirleik lítillar hljómsveitar.
Meira
ÞEGAR Ferðafélag Íslands reisti sæluhús á Hveravöllum árið 1938 var þar fyrir leitarmannakofi. Eðli máls samkvæmt fluttu fjallmenn sig í sæluhúsið og smám saman lenti kofinn í vanhirðu. Fyrir nokkrum árum kom ég á Hveravelli í byrjun ágúst. Veggir kofans voru þá skrýddir blóðbergi sem komið hafði sér fyrir í hleðslunni. Auk blómanna vöktu veggir hússins athygli mína.
Meira
Í FRAMHALDI af miklum umræðum í vetur um lífeyrismál aldraðra og allar þær mörgu ráðstafanir, sem fram fóru í sambandi við afgreiðslu fjárlaga, var fróðlegt að hlusta á umræður sem fóru fram í þætti Stefán Jóns Hafstein í sjónvarpinu.
Meira
AÐ undanförnu hafa menn rætt, hvort biskupnum beri að segja af sér embætti vegna þeirra ásakana sem hann hefur verið borinn. Sumir þeirra sem vilja afsögn hafa talið, að reglan um að hver maður skuli teljast vera saklaus þar til sekt hans sé sönnuð, sé lagaregla sem ekki eigi við í máli biskupsins. Þar sé fjallað um siðferðisreglur en ekki lagareglur.
Meira
FYRIR nokkru var háskólamaður, sem aldrei hefur pissað í saltan sjó, að reyna að niðurlægja sjómenn vegna skattfríðinda þeirra. Það er eins og hann viti ekki um útivistir þeirra frá konum og börnum og heimili sínu. Hann virðist heldur ekki vita að sjómenn okkar eru atorkumenn, skapa mestar gjaldeyristekjur og að um borð í þessum togurum okkar eru eingöngu menn sem nenna að vinna.
Meira
ÞJÓNANDI prestur í þjóðkirkjunni hefur verið borinn mjög alvarlegum sökum um trúnaðarbrest í starfi. Þar stendur orð gegn orði. Kirkjan á engin þau úrræði, sem duga til rannsóknar eða úrskurðar í málinu. Hið fjelagslega úrræði prestastéttarinnar til að heyra menn um ágreiningsmál, leita sátta og tryggja fólki áheyrn með kvartanir þess í garð fjelagsmanna P.Í.
Meira
Í TILLÖGUM um stefnumótun ferðamannaverslunar á Íslandi, sem unnar hafa verið á síðustu vikum af Kaupmannasamtökum Íslands í samvinnu við Bílgreinasambandið og Félag íslenskra stórkaupmanna kemur fram, að ferðamannaverslun á Íslandi getur ef vel er á málum haldið orðið ný "Smuga" fyrir þjóðarbúið.
Meira
Anna Árnadóttir frá Stóra- Hrauni er fallin frá í hárri elli, án undangenginna veikinda eða harmkvæla. Hennar endadægur var einfaldlega runnið upp, svo hún gerði sér þess fulla grein en enga rellu, fremur en um vistaskipti milli húsa eða bæjarhverfa væri að ræða.
Meira
Í dag kveðjum við hinstu kveðju ömmu okkar Önnu. Á þessum tímamótum finnum við bæði til gleði og eftirsjár. Hvað er til dásamlegra en fá að lifa í nær 95 ár og halda andlegu atgervi sínu og það að geta hugsað um sig sjálfur? Amma fékk æðstu ósk sína uppfyllta að verða ekki ósjálfbjarga og öðrum háð.
Meira
Nú er föðursystir mín Anna Árnadóttir öll, á nítugasta og fimmta aldursári, södd lífdaga. Ekki brá mér við þá andlátsfregn, enda við öllu að búast á þeim aldri. Södd lífdaga segi ég því þegar ég sótti hana í saltaðan sel hjá foreldrum mínum í fyrra, neitaði hún að spenna á sig öryggisbeltið - sagðist vera alveg sama þótt hún dæi.
Meira
Anna Árnadóttir, föðursystir mín, er látin á 95. aldursári. Þrátt fyrir háan aldur var minni hennar óskert og sótti maður til hennar fróðleik um hvað sem var, bæði gamalt og nýtt. Hún var stórbrotin og litrík persóna, sem alls staðar var tekið eftir.
Meira
ANNA ÁRNADÓTTIR Anna Árnadóttir var fædd á Ytri-Rauðamel í Hnappadalssýsslu 26. júlí 1901 og lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. febrúar 1996. Hún fluttist með foreldrum sínum að Stóra- Hrauni 6 ára gömul. Foreldrar hennar voru hjónin sr. Árni Þórarinsson prófastur f. 20. jan. 1860, d. 3. feb.
Meira
Elsku frændi, með örfáum orðum langar mig til að kveðja þig í hinsta sinn. Sá tími sem þú gafst mér allt frá barnæsku til dagsins í dag verður alltaf í minningu minni og erfitt verður að átta sig á að Gústi frændi sé dáinn.
Meira
Einn af mínum bestu og tryggustu vinum er látinn. Ágúst H. Pétursson var stoð og stytta afa míns og ömmu vestur á Patreksfirði þegar þau voru orðin gömul og slitin. Greiðasemi hans og konu hans Ingveldar við gömlu hjónin, hlýtt hjartalag hans, vinfesta og trygglyndi verða aldrei þökkuð til fulls og munu mér aldrei gleymast.
Meira
Elskulegur afi minn og nafni er dáinn. Þegar ég heimsótti hann tveimur dögum fyrir andlátið átti maður ekki von á að svo skammt væri eftir, þrátt fyrir að hann hefði átt við veikindi að stríða undanfarið. Hann afi minn var mér sérstaklega kær.
Meira
ÁGÚST H. PÉTURSSON Ágúst H. Pétursson, fyrrv. sveitarstjóri á Patreksfirði, fæddist í Bolungarvík 14. september 1916. Hann andaðist 1. mars 1996. Foreldrar hans voru Pétur Sigurðsson sjómaður og Kristjana Þórunn Einarsdóttir húsmóðir. Systkini Ágústs eru: 1) Sigurður, útgerðarmaður, f. 6.3. 1912, d. 8.6. 1972. 2) Anna, f. 20.7.
Meira
Sumarið 1959 komst ég í sumarvinnu sem námsmaður hjá Jarðhitadeild raforkumálastjóra. Við fórum víða um land í leit að jarðhita en lengst var dvalið á Tungnáröræfum við könnun á berggrunni á þeim slóðum þar sem nú eru komnar vatnsaflsstöðvar við Sigöldu og Hrauneyjafoss. Flokkar manna stunduðu vatnamælingar, landmælingar og rannsóknarboranir.
Meira
Andlát Guðmundar Sigurðssonar bar brátt að, en ekki óvænt. Samstarfs- og vinahópur á Orkustofnun saknar góðs félaga sem ávallt lífgaði umhverfið í amstri daganna. Jafnan var hann glaður og reifur, fullur áhuga á framgangi þeirra verkefna sem efst voru á baugi hverju sinni. Starfsferill Guðmundar við boranir hófst í bernsku jarðborana hér á landi og náði yfir 50 ár.
Meira
"Hinn ófullkomni fullkomnast, hinn borni réttist, hinn tómi fyllist, hinn slitni endurnýjast. Sá, sem hefur fáar óskir mun fá þær uppfylltar. Sá, sem girnist margt, missir af því. Þess vegna ástundar hinn vitri einfeldni og verður fyrirmynd allra." Lao Tse. "Ég á eftir að gróðursetja svo margar plöntur. Ég má ekki vera að því að fara.
Meira
Mig langar til að minnast móðurbróður míns Guðmundar Sigurðssonar með nokkrum kveðjuorðum. Við bræðurnir kölluðum hann Gumma frænda okkar á milli enda var hann mikill frændi okkar og bar mikla umhyggju fyrir okkur. Mín fyrstu kynni af frænda mínum voru þegar við Gylfi bróðir minn dvöldum á heimili hans og Huldu eiginkonu hans fyrstu mánuðina okkar í borginni.
Meira
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Guðmundur Sigurðsson var fæddur á Geirseyri við Patreksfjörð 29. janúar 1926. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Andrés Guðmundsson, f. 29.11. 1886, d. 23.12. 1948, og Svandís Árnadóttir, f. 9.9. 1893, d. 1.3. 1968.
Meira
Það er jafn eðlilegt að gleðjast yfir fæðingu lítils barns og að syrgja látinn ástvin. Að fæðast og að deyja er hlutskipti sérhvers manns. Stundum kemur dauðinn okkur að óvörum og þess vegna óttumst við hann. Allt of oft er hann óvinur og ótímabær. Hann spyr ekki um stað né stund og þess vegna er hann handan við hornið og við getum ekki forðast hann.
Meira
Í dag verður borin til hinstu hvíldar amma okkar Marsibil Bernharðsdóttir á 84. aldursári. Amma var merkileg kona, eins og konur af þessari kynslóð, hún var mjög glæsileg kona og dugnaðarforkur, komin á fætur kl. 6 á morgnana og farin að vinna verkin. Hún ól upp 11 börn og átti hún sjálf sjö þeirra en afi átti fjögur börn frá fyrra hjónabandi.
Meira
Elsku amma mín er dáin. Með þessum erindum vil ég minnast hennar: Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en guð þau telur; því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur.
Meira
MARSIBIL BERNHARÐSDÓTTIR Marsibil Bernharðsdóttir, fyrrum kaupkona, var fædd á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði 24. júní 1912. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bernharður Guðmundsson, stýrimaður og bóndi á Kirkjubóli, f. 8.9. 1881, d. 2.2.
Meira
Svo snöggt fór vinur okkar. Við hjónin hittum hann á göngu fyrir stuttu síðan og var ekki annað að sjá eða heyra en heilsan væri góð og hann í sínu starfi hjá Sjónvarpinu. Við þekktum hann og foreldra hans alltaf frá því þau áttu heima á Langholtsveginum.
Meira
ÓSKAR INGIMARSSON Óskar Ingimarsson fæddist á Akureyri 2. nóvember 1928. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 12. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 19. febrúar.
Meira
Mig setti hljóða og ég grét þegar ég frétti af andláti þínu í gegnum símann í öðru landi. Ég kveið þessum degi löngu áður en ég fór utan að ég fengi fréttir af láti einhvers heima og ég gæti ekki verið þar og tekist á við harmafregnirnar með ástvinum mínum. Nú er sú stund komin og það ert þú sem ég þarf að kveðja hér í ókunnu landi og það er svo erfitt.
Meira
Mig langar að minnast í fáum orðum móðurbróður míns, Reynis Valdemars Bergmann Þórhallssonar, sem er látinn. Reynir minn. Þú sagðir ekki margt og það fór ekki mikið fyrir þér um dagana, en samt skilur þú eftir fleiri fallegar minningar úr bernsku minni en margur annar. Þú varst samviskusamur við vinnu og þekktir ekki illsku og óhreinlyndi, enda löðuðust að þér bæði börn og dýr.
Meira
Sumir menn lifa í þögn, hún er ekki lærð og enginn getur numið hana á skólabekk, hún er inní fólki og víkur aldrei fyrir nokkrum hávaða, engri mússík, engu tónfalli. Þetta er þögn sem fáir þekkja og ekki nútíminn. En það er gott að vera með henni, það er gott að heyra hana hljóma á næsta bæ við sig.
Meira
REYNIR B. ÞÓRHALLSSON Reynir B. Þórhallsson var fæddur í Reykjavík 14. júní 1918. Hann lést á Landspítalanum 27. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Magnúsdóttir Bergmann og Þórhallur Valdemar Einarsson, trésmiður. Þórhallur var ættaður úr Eyjafirði en Jóhanna frá Fuglavík, Miðnesi.
Meira
HAGNAÐUR af rekstri Verðbréfamarkaðar Íslandsbanka á síðasta ári nam tæpum 23 milljónum króna og hefur hann aukist umtalsvert frá árinu 1994 er hagnaður verðbréfafyrirtækisins nam röskum 13 milljónum. Að sögn Sigurðar B. Stefánssonar, framkvæmdastjóra VÍB, stafar aukinn hagnaður fyrst og fremst af auknum umsvifum fyrirtækisins og góðrar ávöxtunar á verðbréfamarkaði.
Meira
ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson hf. hefur sett á markað Carlsberg Elephant-bjór sem er 7,2% að styrkleika. Fyrst um sinn verður bjórinn eingöngu fáanlegur á vínveitingastöðum en vonast er til að fljótlega verði hægt að bjóða einstaklingum að panta hann gegnum sérpöntunarkerfi ÁTVR.
Meira
TVEIR fulltrúar enska tryggingafélagsins Sun Life, þeir Philip Morse og David Brickley, munu kynna starfsemi félagsins á fundi á Hótel Esju kl. 10 í dag. Rætt verður um starfsemi Sun Life, hvað það hafi að bjóða Íslendingum og hvernig horfurnar séu á mörkuðum í Bretlandi, Evrópu, Japan og Bandaríkjunum o.fl. í ár. Boðið verður upp á léttan hádegisverð á milli erinda.
Meira
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út reglugerð um skil og birtingu ársreikninga þar sem kveðið er á um skilaskildu fyrirtækja á ársreikningum sínum. Samkvæmt reglugerðinni mun embætti Ríkisskattstjóra gegna hlutverki Hlutafélagaskrár fram til ársloka 1997 hvað varðar móttöku, geymslu og birtingu ársreikninga. Samkvæmt reglugerðinni ber öllum fyrirtækjum, sem lög nr.
Meira
HAGNAÐUR af rekstri Glitnis hf. á síðasta ári var tæpar 105 milljónir króna og jókst um 60% á milli ára en hagnaður ársins 1994 nam röskum 66 milljónum króna. Þrátt fyrir aukinn hagnað drógust vaxtatekjur og aðrar rekstrartekjur saman á milli ára.
Meira
HLUTHAFAR í Marel samþykktu á aðalfundi félagsins á miðvikudag að auka hlutafé í fyrirtækinu samtals um 47 milljónir króna að nafnvirði, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Annars vegar var ákveðið að auka hlutaféð um 20%, eða sem samsvarar 22 milljónum, með útgáfu jöfnunarhlutabréfa,
Meira
Á AÐALFUNDI Þormóðs Ramma á Siglufirði sl. miðvikudag var samþykkt að veita stjórn fyrirtækisins heimild til þess að auka hlutafé fyrirtækisins um allt að 100 milljónir króna. Jafnframt var samþykkt að auka hlutafé fyrirtækisins um 20% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Þá var ennfremur samþykkt á aðalfundinum að greiða 10% arð á nafnvirði hlutafjár vegna afkomu ársins 1995.
Meira
FÉLAG íslenskra stórkaupmanna hefur skorað á stjórnvöld að afnema nú þegar öll vörugjöld og koma þannig til móts við kröfur félagsins og aðvaranir Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær.
Meira
STEFNT er að því að hið nýja apótek Lyfja hf. verði opnað 22. mars nk. í Lágmúla 5 eða rúmri viku eftir að ný lagaákvæði um opnun lyfjabúða hafa tekið gildi. Eigendur Lyfju, Róbert Melax og Ingi Guðjónsson lyfjafræðingar, hugðust sem kunnugt er opna apótekið síðastliðið haust á grundvelli nýju laganna, en gildistöku þeirra var þá frestað til 15. mars.
Meira
apótekanna í Reykjavík dagana 8.-14. mars, að báðum dögum meðtöldum, er í Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16. Auk þess er Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14.
Meira
Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 8. mars, er fimmtugur Jón Erlendur Hjartarson, Austurbergi 18, Reykjavík. Hann tekur á móti fjölskyldu og vinum á heimili sínu í kvöld milli kl. 20 og 22.
Meira
ETURINN hefur verið fádæmamildur það sem af er. Það var nánast barnaleikur að þreyja þorrann og góuna þetta árið. Þá er eftir að sjá hvern veg einmánuður leikur okkur.
Meira
Teflt frá kl. 17 daglega. Aðgangur ókeypis fyrir áhorfendur. NORÐMENN vaða uppi í íslenskri skáklögsögu. Hannes Hlífar varð að vísu fyrstur til að ná jafntefli við Simen Agdestein, en það dugði skammt því Jonathan Tisdall vann landa sinn Rune Djurhuus og eru því tveir Norðmenn jafnir og efstir.
Meira
Í miðvikudagsblaði Morgunblaðsins var sagt að hjónin Guðrún Jónsdóttir og Tryggvi Jóhannesson, Ytra-Laugalandi, Eyjafjarðarsveit hefðu átt sextíu og fimm ára hjúskaparafmæli þann 5. mars sl. Hið rétta er að brúðkaupsafmæli þetta verður 5. mars á næsta ári, en Morgunblaðinu bárust rangar upplýsingar í hendur.
Meira
Hleypti öllu í brand og bál bölvað lygaþvaður. Flókið er þetta "Flókamál", Flóki er góður maður. Gömul kona úr Skagafirði Gæludýr Kettlingur ÞRIGGJA mánaða svart- og brúnbröndóttur kettlingur með hvítar loppur og bringu fæst gefins á gott heimili.
Meira
Pennavinur ÞRETTÁN ára sænsk stúlka sem býr á Skáni í syðsta hluta landsins. Hefur margvíslega áhugamál: Josefin Levander, Herrestadsg. 12, 260 80 Munka Ljungby, Sweden.
Meira
Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag kom Engey. Þá komu Polaris og Amasat sem fóru út í gær. Í gær komu Júlli Dan, Skagfirðingur, fold, Arina Artica ogÚranus. Þá fóru Núpur GA, Frosti og Kristrún. Viðey er væntanleg fyrir hádegi.
Meira
BRUCE Rioch, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur að undanförnu verið á ferðinni í Frakklandi og víðar, til að fylgjast með leikmönnum. Tvö ensk blöð sögðu frá því í gær að Brasilíumaðurinn Ronaldo, sem leikur með PSV Eindhoven í Hollandi, sé efstur á óskalistanum hjá Rioch. Inter Mílanó hefur einnig sýnt hinum 19 ára leikmanni áhuga.
Meira
FRANSKA liðið St. Etienne var í gær sett í eins leiks heimaleikjabann. Ástaðan fyrir því er að stuðningsmenn liðsins köstuðu ýmsum hlutum að markverði Lyon, Pascal Olmeta, í leik liðanna í sl. mánuði. Stöðva varð leikinn tvisvar. St. Etienne verður að leika gegn Cannes 16. mars á hlutlausum velli.
Meira
KÚBUMAÐURINN Julian Duranona, leikmaður KA-liðsins, náði ekki að slá út markamet Valdimars Grímssonar í 1. deild og þar með að rjúfa tvöhundruð marka múrinn. Duranona, sem varð markahæstur fyrstur útlendinga, skoraði 194 mörk - met Valdimars er 198 mörk, sem hann setti 1994. Þá náði KA ekki markameti FH, skoraði 612 mörk í deildinni. FH skoraði 614 mörk 1992. Markahæstu leikmenn 1.
Meira
Þróttur R. lagði HK í þremur hrinum gegn einni í íþróttahúsi Hagaskólans í gærkvöldi en viðureignin tók aðeins 69 mínútur. Það var nánast endurtekið efni frá því í bikarleiknum á laugardaginn nema að nú náði lið HK að vinna hrinu. Þjálfarar liðanna eru greinilega að bíða eftir úrslitakeppninni þar sem varamennirnir í báðum liðum fengu að spreyta sig.
Meira
RÚMENSKI landsliðsmaðurinn Ilie Dumitrescu og Svisslendingurinn Marc Hottiger hafa fengið atvinnuleyfi á ný í Englandi og mega því leika með liðunum sem þeir gengu til liðs við fyrir stuttu. West Ham keypti Dumitrescu frá Tottenham á 1,5 milljónir punda og Everton keypti Hottiger frá Newcastle á 700 þús. pund.
Meira
HAUKAR úr Hafnarfirði sluppu svo sannarlega fyrir horn í gærkvöldi er þeir tóku á móti ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrvalsdeildarinnar í köfuknattleik. Pétur Ingvarsson tryggði Haukum sigur þegar fimm sekúndur voru til leiksloka en Breiðhyltingar höfðu undirtökin nær allan tímann.
Meira
Nú eru 100 ár liðin frá því fyrstu nútímaólympíuleikarnir voru haldnir, en þeir voru haldnir í Grikklandi árið 1896. Grikkir sóttu um að halda leikana í ár en Atlanta varð fyrir valinu. Grikkir voru ekki sáttir við það, en hafa nú sæst við alþjóða ólympíunefndina og ætla í samráði við hana að hafa mikla hátíð í Aþenu til að minnast 100 ára afmælis leikanna.
Meira
ROY Hodgson, þjálfari Inter Mílanó, má ekki stjórna liði sínum í nágrannabaráttunni gegn AC Milan á sunnudaginn á San Siro-leikvellinum í Mílanó. Hodgson var dæmdur í eins leiks bann og til að greiða 117 þús. ísl. kr. í sekt fyrir þras í dómara í leik Inter gegn Lazíó á Ólympíuleikvanginum í Róm um sl. helgi. Inter hefur unnið fjóra síðustu leiki sína.
Meira
Þótt lítill snjór sé fyrir hendi heldur Ólafur Björnsson áfram að leiðbeina fólki sem vill stunda skíðagöngu. HÉR er næsta vikuáætlun fyrir skíðagöngufólk. Snjóleysið er að verða ansi leiðinlegt en munið bara að hvað varðar skíðagöngu er hægt að notfæra sér hvern lítinn snjóskafl til æfinga þótt skemmtilegra væri auðvitað að hafa troðnar göngubrautir.
Meira
FLESTIR fremstu frjálsíþróttamenn Evrópu láta hjá líða að mæta á Evrópumeistaramótið innanhúss í Stokkhólmi um helgina, en mótið hefst í dag. Þeir bestu eru allir að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana og hætta ekki á að meiðast á innanhússmótinu og verða því ekki með.
Meira
Evrópukeppni bikarhafa Fyrri leikir í 8-liða úrslitum. Moskva, Rússlandi: Dynamo Moskva - Rapid Vín0:1 -Christian Stumpf (34.). 3.000. D¨ussledorf, Þýskalandi: Gladbach - Feyenoord2:2 Peter Wynhoff (8.), Thomas Kastenmaier (43. - vítasp.) - Jean-Paul van Gastel (35.), Ronald Koeman (45. - vítasp.).
Meira
ÚRSLITAKEPPNIN í úrvalsdeildinni í körfuknattleik hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Njarðvíkingar lögðu Tindastólsmenn fremur auðveldlega en Haukarnir lentu í miklu basli gegn sprækum ÍR- ingum. Mikil spenna var í Hafnarfirðinum og réðust úrslitin ekki fyrr en alveg undir lokin þegar Pétur Ingvarsson skoraði sigurkörfu Hauka.
Meira
Í frásögn af leik UMFA og Selfoss í 1. deild karla í blaðinu gær var sagt að leikurinn hefði endað 28:26 fyrir UMFA. Það er ekki rétt. Hið rétta er að Mosfellingar sigruðu 28:27. Þá skoraði Valdimar Grímsson 10 mörk fyrir Selfoss en ekki níu. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Meira
LOGI Jes Kristjánsson, sundmaður úr Eyjum, bætti sig í 200 stiku baksundi á háskólamóti í S-Kaliforníu um sl. helgi. Hann synti á 1.48,98 mín. og bætti árangur sinn um 63 hundruðustu úr sek. Þá synti hann 100 stiku sund á 50,61 sek., sem er einn tíunda úr sek. frá hans besta árangri.
Meira
MÁRUS Arnarson, fyrrum leikmaður ÍR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, hafði samband við blaðið í gær og sagði það ekki rétt að hann hefði hætt með ÍR af persónulegum ástæðum eins og haft er eftir John Rhodes þjálfara liðsins í gær. "Ástæðan fyrir því að ég er hættur er einföld; John Rhodes.
Meira
Opið Meistaramót Reykjavíkur í badminton verður í TBR-húsunum um helgina. Keppt verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í meistaraflokki, A-flokki og B- flokki. Þátttöku verður að tilkynna til TBR í síðasta lagi á hádegi í dag.
Meira
NBA-deildin Toronto - New York82:89 Boston - LA Clippers110:97 Philadelphia - Minnesota90:103 Washington - Seattle99:88 San Antonio - Denver100:90 Utah - Indiana101:94 Evrópukeppni meistaraliða
Meira
"ÞETTA gekk vel á meðan við lékum eins og við ætluðum okkur og það var að stjórna hraðanum. Síðan komu kaflar þar sem menn reyndu að leika á sama hraða og Njarðvíkingar og þá var okkur refsað um leið. Nú verðum við að standa okkur fyrir norðan og þar munum við ekkert gefa eftir," sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari Tindastóls frá Sauðárkróki eftir að lið hans hafði tapað með 22 stiga mun, 102:80,
Meira
Þrátt fyrir að David Robinson meiddist skömmu fyrir hlé í leik San Antonio Spurs og Denver tókst Spurs að sigra og fóru Vinny Del Negro og Will Perdue fyrir heimamönnum, Negro gerði 29 stig og Perdue tók 10 fráköst auk þess sem hann gerði 14 stig. Robinson meiddist á fingri skömmu fyrir leikhlé og er óvíst hvort hann getur verið með á næstunni.
Meira
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik mætir sænska landsliðinu í tvígang í Vestmannaeyjum um helgina. Báðir leikirnir eru liður í undankeppni Evrópumeistaramótsins. Fyrri leikurinn verður á laugardaginn og hefst klukkan 13.30. Hinn síðari verður daginn eftir á sama tíma. Forsala verður í Tvistinum í Vestmannaeyjum.
Meira
GEYSILEGUR áhugi er fyrir Evrópukeppni landsliða, sem verður í Englandi í sumar - hefst 8. júní með leik Englands og Sviss á Wembley. Nú þegar er búið að selja milljón aðgöngumiða á leikina í EM og er uppselt á sjö þeirra. Knattspyrnusérfræðingar segja að EM verði ein mesta knattspyrnukeppni sem hefur farið fram og rætt er um að meiri spenna verði heldur en í HM.
Meira
Vala Flosadóttir hefur verið að stökkva vel í stangarstökki að undanförnu og í dag keppir hún á Evrópumeistaramótinu innanhúss, en mótið verður sett í Globen í Stokkhólmi í dag. Vala, sem býr og æfir í Svíþjóð, sagðist í samtali við Morgunblaðið aldrei hafa komið í hina glæsilegu íþróttahöll í Stokkhólmi þannig að hún væri alls ekki á heimavelli þó svo keppt væri í Svíþjóð.
Meira
David Fernandez, sem kom inná sem varamaður, tryggði Deportivo La Coruna sigur, 1:0, gegn Real Zaragoza í "Spánarbaráttunni" í La Coruna. Fernandez, sem kom inná fyrir landsliðsmanninn Javier Manjarin, var ekki búinn að vera inná nema í tíu mín.
Meira
LORENZO Sanz, forseti Real Madrid, hefur afskrifað að Fabio Capello, þjálfari AC Milan, sem hefur sagt að hann hafi hug á að breyta til eftir þetta keppnistímabil, komi til Spánar. "Capello kemur ekki til Real Madrid, þar sem hann væri búinn að skrifa undir samning við Parma," sagði Sanz í viðtali við sjónvarpsstöð á Ítalíu eftir leik Real Madrid og Juventus á miðvikudaginn.
Meira
RONALD Koeman skoraði afar þýðingarmikið mark fyrir Feyenoord í D¨usseldorf, þar sem hann jafnaði, 2:2, fyrir hollenska liðið úr vítaspyrnu gegn Borussia Mönchengladbach, aðeins tveimur mín. eftir að Thomas Kastenmaier hafði skorað, 2:1, fyrir "Gladbach".
Meira
»Morgunblaðið/Sverrir TEITUR Örlygsson var besti maður vallarins er Njarðvíkingar unnu Tindastól í gærkvöldi í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum. Hér er hann tilbúinn að skjóta en Pétur Guðmundsson, sem átti ágætan leik, er til varnar.
Meira
VANCOUVER er fræg fyrir fallegt útsýni til Kyrrahafs í vestri og fjallanna í austri. Fyrir 25 árum hefði mátt kaupa hús með slíku útsýni fyrir 50.000 Kanadadollara. Slíkt hús hefði líklega verið um 160 fermetrar með þremur svefnherbergjum, stórum kjallara og stórum garði, að sögn Heiners Blums, starfsmanns fasteignasölu í Vancouver.
Meira
ÞEGAR gerðar eru áætlanir um íbúðakaup eða húsbyggingar, eru helstu erfiðleikar þeirra áætlana, hversu vel unnt er að treysta þeim forsendum sem gengið er út frá. Margt getur breyst eftir að ákvörðun um kaup eða byggingu hefur verið tekin, eins og dæmin sanna.
Meira
ÞAÐ er seinlegt að gera við gamla muni, sem bilað hafa. Fólki finnst hreint og beint að sé verið að okra á því þegar kemur að því að greiða fyrir viðgerð á gömlum húsgögnum. Það er sama hvort um er að ræða stól, borð, kommóðu eða hvað annað. Okkur langar til að fá þetta gert upp. Gamlir hlutir grípa líka augað.
Meira
GETUR þetta gengið upp að það sé kalt í húsinu en hitareikningarnir þó háir? Því miður er þetta ótrúlega algengt á höfuðborgarsvæðinu, vatnseyðslan mikil en hitinn lélegur. Þannig getur ástandið verið ár eftir ár en þrátt fyrir það situr fólk heima í stofu við ónógan hita og borgar hitareikningana með ólund.
Meira
ÞAÐ er kominn tími til að endurskilgreina hlutverk ríkisins í öldrunarþjónustunni, áður en allt er komið í hnút, segir Gyða Jóhannsdóttir. Hún er í forystu fyrir hópi aldraðra, sem hyggjast sjálfir byggja einkarekið hjúkrunarheimili í Reykjavík.
Meira
HAFINN er undirbúningur að byggingu einkarekins hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Reykjavík og hefur hópur aldraðra starfað að þessu máli um nokkra hríð. Ljóst þykir að ríki og sveitarfélög standa vart undir þeim auknu kröfum sem gerðar verða á öldrunarþjónustu á næstu árum en fjöldi eldra fólks á framfæri hins opinbera fer sífellt vaxandi.
Meira
LAGNAFÉLAG Íslands hélt umræðufund í Hafnarfirði sl. laugardag um "Rör-í-rör kerfi og utanáliggjandi lagnir". Húsfyllir var á fundinum og urðu sumir frá að hverfa. Í fréttatilkynningu frá Lagnafélaginu segir, að þessi mikla þátttaka sýni vaxandi áhuga á nýjum lausnum í lagnamálum.
Meira
VIÐ Jörundarholt 1c á Akranesi er verið að byggja einbýlishús úr einingum framleiddum af sænska fyrirtækinu LB-Hus AB og er þetta fyrsta húsið frá því fyrirtæki, sem byggt er hér á landi. Athygli hefur vakið hve uppsetning hússins gekk hratt fyrir sig. Húsið var reist á tveimur dögum, fullbúið að utan, að þakklæðningu undanskilinni og grunnmálað.
Meira
Áundanförnum árum hefur framboð af sérhæfðu íbúðarhúsnæði fyrir eldra fólk vaxið mjög mikið og er nú svo komið að í nánast öllum íbúðahverfum á höfuðborgarsvæðinu er að finna einn eða fleiri valmöguleika að þessu leyti.
Meira
Lokrekkja í gömlum stíl Á ÞESSARI mynd má sjá gamla og útskorna lokrekkju. Fyrir þá sem hagir eru í höndum er svona smíð verðugt viðfangsefni á köldum og dimmum vetrarkvöldum.
Meira
UM síðustu helgi voru auglýstar til úthlutunar nokkrar raðhúsalóðir hjá Kópavogsbæ. Að sögn Birgis Sigurðssonar, skipulagsstjóra hjá Kópavogsbæ, eru þessar lóðir í Blikahjalla, neðst í Digraneshlíðum og í jaðri útivistarsvæðisins í Kópavogsdal.
Meira
PARÍS hefur alltaf vakið áhuga erlendra fasteignakaupenda, en þar hefur fasteignaverð samt lækkað síðan 1992 að sögn heimsblaðsins International Herald Tribune. Á sama tíma hefur franski frankinn verið sterkur og flæði fjárfestinga frá Bandaríkjunum hefur stöðvast.
Meira
RÚLLUGARDÍNUR eru stundum góð lausn, einkum ef fólk vill láta lítið fara fyrir gluggatjöldunum. Ef fólk vill bæta um betur getur það málað á rúllugardínurnar sínar þær myndir sem hugmyndaflugið ljær máls á.
Meira
FASTEIGNAMARKAÐURINN í Hafnarfirði er að mörgu leyti frábrugðinn því, sem gerist annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Bærinn er sjálfstætt markaðssvæði, á meðan eignir í Garðabæ og Kópavogi fylgja meira markaðnum í Reykjavík. Í heild er verð á íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði samt mjög sambærilegt við það, sem gerist í Reykjavík og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
ÞAÐ er lítið um nýjar íbúðir í grónum hverfum í Hafnarfirði. Við Suðurbraut, sunnanvert í útjaðri gamla bæjarins, eru samt risin tvö ný fjölbýlishús með 26 íbúðum, sem eru ýmist tveggja eða þriggja herbergja. Húsin eru steypt upp á hefðbundinn hátt, en klædd að utan með svokölluðu steni, sem er varanlegt efni. Byggingafyrirtækið Sigurður og Júlíus hf.
Meira
Ný sumarhúsabyggð í Reykjahverfi Laxamýri. Morgunblaðið. NÝTT sumarbústaðaland, Stekkjarhvammur, hefur verið skipulagt í landi Þverár í Reykjahverfi. Við hvern bústað er tæplega hektari lands auk sameiginlegra svæða.
Meira
TVÖ parhús í Mosahlíðinni í Hafnarfirði eru nú til sölu hjá fasteignasölunni Hraunhamri og standa þau við Brekkuhlíð 810. "Þetta eru mjög sérstök og glæsileg hús enda teiknuð af Vífli Magnússyni arkitekt," sagði Helgi Jón Harðarson hjá Hraunhamri.
Meira
HJÁ fasteignasölunni Hátún er ur nú til sölu húseignin Safamýri 18. Þetta er einbýlishús, byggt árið 1967 og er tvær hæðir og kjallari. Að sögn Brynjars Franssonar hjá Hátúni er húsið 290,7 fermetrar að stærð. Það er teiknað af Gunnari Hanssyni arkitekt.
Meira
VIÐ getum sparað okkur peninga, ef við treystum okkur til að gera við bilaðan hlut, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan, þar sem hann fjallar um viðgerð á gömlum stól. En það getur verið vandaverk.
Meira
ÞÚSUND ára ættarsetur á Englandi hefur verið sett á markað til að greiða skuldir vegna taps á rekstri skemmtigarðs á landareigninni. Hefur eigandinn, Sir Charles Wolseley, gert árangurslausar tilraunir til að halda jörðinni, sem er 1162 ekrur og nálægt bænum Rugeley í Staffordshire.
Meira
AUKIN eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði stafar ekki einöngu af bættum efnahag eða íbúafjölgun. Aðrir þættir koma þar einnig til eins og hækkandi aldursdreifing, en reynslan sýnir, að þá þarf fleiri íbúðir hlutfallslega miðað við íbúafjölda en áður. Einnig þarf að taka tillit til úreldingar íbúðarhúsnæðis.
Meira
ÁRIÐ 1995 reyndist Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna gott að því er fram kom í máli Friðriks Pálssonar, forstjóra SH, á morgunverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í gær. Fundur þessi var haldinn samtímis á Akureyri og í Reykjavík með aðstoð ljósleiðara og mun þetta vera í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn hér á landi.
Meira
RÚSSAR eru nú að reyna að koma stjórn á framleiðslu og útflutning á styrjukavíar. Veiðar á styrju hafa fallið úr 16.800 tonnum í 2.000 frá árinu 1983 og útflutningurinn er nánast í rúst. Rússar hafa tapað verulegri hlutdeild á heimsmarkaðnum vegna ólöglegrar framleiðslu.
Meira
Á FERTUGSALDRI lítur húðin enn ágætlega út og ef réttum ráðum er fylgt helst hún þannig enn um sinn. Húðlitur á andliti, hálsi og bringu kann að vera svolítið ójafn vegna þess að starfsemi litarfrumanna er hægari en áður. Hjá sóldýrkendum hefur sólin trúlega minnkað teygjanleika húðarinnar og valdið einhverjum hrukkum. 1.
Meira
ÞEGAR hér er komið sögu hefur húðin trúlega tapað teygjanleik sínum að einhverju leyti, broshrukkur hafa dýpkað, fíngerðu línurnar umhverfis augun eru orðnar afmarkaðri og stundum hafa svokallaðir aldursblettir myndast á húðinni. Allt þetta á rætur að rekja til þess að fitupúðarnir undir húðinni hafa minnkað, en slíkt veldur einnig öðrum breytingum á andlitinu, t.d.
Meira
MAX Mara í Reykjavík er nú orðin eins og aðrar Max Mara verslanir hvar sem er í heiminum. Um síðustu helgi fluttu eigendur verslunarinnar sig um set á Hverfisgötunni, fóru úr 70 fm verslunarplássi að Hverfisgötu 52, þar sem verslunin hefur verið frá upphafi, í 120 fm að Hverfisgötu 6. Og flutningunum fylgja ýmsar aðrar breytingar.
Meira
PAR hefur regluleg kynmök án getnaðarvarna í heilan mánuð. Hversu líklegt er að konan verði þunguð? Raunin er sú að líkurnar eru mun minni en flestir halda. Rannsóknir benda til þess að að jafnaði séu einungis sex frjóir dagar í mánuði en suma þessa sex daga séu líkurnar ekki mjög góðar.
Meira
FITUSNAUÐAR mjólkurafurðir, fitulaust kjöt, skinnlaus kjúklingur, heilhveiti- og hrökkbrauð, ávextir, grænmeti (kartöflur en ekki avókadó), grænmetissafi, soja, tófú og fiskur er allt ljómandi fæða sem enginn fitnar af, ef borðað er í hófi. Maður þarf að gæta sín á mjólk og mjólkurostum, laxi, franskbrauði, kartöflumús, ólífum, smjöri, sultu, hunangi, kaffi og svörtu te.
Meira
SPURNINGUNNI "er vit í vísindum?" veltu þrír ungir menn fyrir sér síðasta sumar. Þeim fannst fólk ýmist í ökla eða eyra; þjást af blindri trú á þau eða hafna niðurstöðum þeirra algerlega. Þá langaði til að biðja fræðimenn að leiða saman hesta sína og halda aðgengilega lestra fyrir almenning um vísindatrú og vísindahyggju.
Meira
Í HESTHÚSI Einars Öders Magnússonar og Svanhvítar Kristjánsdóttur á Selfossi eru tíu stóðhestar sem mynda litla stóðhestastöð. Þar eru einnig góðhryssur og auk þess hafa þau hluta af hesthúsi vina sinna til afnota. Þá eru þau með unghross í uppeldi á Þjótanda við Þjórsárbrú og á Grjóteyri við Meðalfellsvatn í Kjós.
Meira
ÞEIR sem búa í litlu og þröngu húsnæði eiga oft í stökustu vandræðum með að koma húsgögnum heimilisins fyrir á "réttan" hátt, að ekki sé talað um að breyta einhverju og endurraða. Það er hægara sagt en gert að flytja til þung húsgögn í þröngu rými. Þetta getur verið leiðigjarnt, enda hressandi fyrir sálartetrið að fá útrás fyrir sköpunargleðina með svona breytingum.
Meira
ÞAÐ var líf og fjör í Íþróttahúsi Digranesskóla um síðustu helgi. Keppni í fullum gangi, en keppendur frábrugnir þeim sem venjulega spreyta sig þar í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það var nefnilega sýning hjá Hundaræktarfélagi Íslands og hundarnir sem tóku þátt í sýningunni voru hvorki fleiri né færri en 248 af af 36 tegundum.
Meira
HÚÐSNYRTIVÖRUM er ætlað að hægja á Elli kerlingu, sem flestum finnst geisast áfram á full miklum hraða. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, því best þykir að hefja fyrirbyggjandi aðgerðir strax á unglingsárum. Auk þess að nota viðeigandi húðsnyrtivörur eru ýmsir þættir sem viðhalda unglegri húð lengur en ella.
Meira
SEXTÍU og fimm kíló. Það er hámarkið. Ég get sætt mig við 65,8 en 66, 67, 68, svo ekki sé talað um 69 kíló - þá er ég hlaupin í spik. Yfirleitt nægir að draga úr narti á milli mála og skera niður súkkulaðiát og kílóin hverfa smám saman. Ég hef litla trú á megrunarkúrum. Þeir bera skammvinnan árangur og eru oft svo flóknir að ég nenni ekki að fylgja þeim.
Meira
ÞÓTT fátækt og menntunarleysi sé áhættuþáttur Alzheimersjúkdómsins hefur komið í ljós að sjúkdómurinn er fjórum sinnum algengari meðal svertingja í Indíana í Bandaríkjunum en meðal fólks af sama uppruna, sem býr í Ibadan í Nígeríu.
Meira
ÞORSTEINN Vilhjálmsson prófessor í vísindasögu og eðlisfræði flutti lestur í fyrirlestraröðinni "Er vit í vísindum" sem hét "Vísindin, sagan og sannleikurinn". Þorsteinn velti meðal annars fyrir sér hvort rétt væri að kalla vísindalegar kenningar sannar eða ósannar. Jarðmiðjukenningin var til að mynda eðlileg áður en kíkir og smásjá komu til sögunnar.
Meira
Undrasúpan 3 stórir laukar 1 stór dós tómatar 1 lítið grænkál 2 paprikur 1 búnt sellerístangir 4 gulrætur 2 pakkar lauksúpa Skerið grænmetið smátt út í stóran pott. Blandið lauksúpunni saman við og hellið vatni yfir svo að fljóti yfir grænmetið. Látið sjóða í klukkustund. Það má bragðbæta súpuna með sojasósu ef þörf krefur.
Meira
VAL á húðsnyrtivörum getur verið býsna flókið ef afgreiðslukonan í snyrtivörubúðinni slær mikið um sig með framandi erlendum orðum, efnafræðiheitum, slangri og slettum um varninginn, innihald hans og áhrif.
Meira
FRÁ árinu 1988 hafa um 80% kvenna á aldrinum 20-69 ára mætt á þriggja ára fresti í leghálskrabbameinsskoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands og heilsugæslustöðvum utan Reykjvíkur. Þótt mæting hafi aukist frá því að vera um 50% til ársins 1981 segir Kristján Sigurðsson, yfirlæknir LKÍ,
Meira
Á ÞRÍTUGSALDRI er húðin yfirleitt teygjanleg, fljót að endurnýjast og nánast hrukkulaus. 1. Til að viðhalda æskublómanum er ráðlagt að forðast útfjólubláu geisla sólarinnar eins og framast er kostur og hvers kyns mengun í umhverfinu. Hússérfræðingar fullyrða að sól og mengun séu mestu skaðvaldar húðarinnar.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.