Greinar laugardaginn 9. mars 1996

Forsíða

9. mars 1996 | Forsíða | 94 orð

Dúfum stolið á Trafalgartorgi

BRESKA lögreglan fylgist nú grannt með Trafalgartorgi í London til að koma í veg fyrir hættulega fækkun í dúfnahópnum sem glatt hefur ferðalanga þar í áratugi. Komist hefur upp um útsmoginn þjóf sem stundað hefur það undanfarna daga að lokka dúfur í kassagildru. Vitni segja hann hafa tekið 40 dúfur hverju sinni og haft með sér á brott. Meira
9. mars 1996 | Forsíða | 159 orð

Hafna Bítlunum

RÁS eitt, tónlistarstöð breska ríkisútvarpsins, BBC, hefur neitað að leika nýjasta Bítlalagið, Real Love, en það var gefið út sl. mánudag og er nú þegar komið í fjórða sæti á sölulistanum. John heitinn Lennon er höfundur lagsins en eftir að hann var myrtur í New York 1980 kom ekkja hans, Yoko Ono, snældu með því og öðrum óbirtum lögum í hendur Pauls McCartneys. Meira
9. mars 1996 | Forsíða | 200 orð

Kínverjar hóta hörmungum

KÍNVERJAR skutu þremur eldflaugum í hafið undan ströndum Tævans í gær og sögðu að "raunverulegar hörmungar" myndu dynja yfir ef stjórnvöld á eyjunni lýstu yfir sjálfstæði. Yfirlýsing Kínverja var fordæmd um heim allan og á Tævan var slík eftirspurn eftir Bandaríkjadollurum þegar almenningur reyndi að tryggja sparifé sitt að bankar urðu uppiskroppa. Meira
9. mars 1996 | Forsíða | 324 orð

Reynt að bjarga friðarsamningum

FORSETAR Bandaríkjanna og Egyptalands boðuðu í gær leiðtoga um 30 ríkja til fundar til að ræða leiðir til að binda enda á hryðjuverkin í Miðausturlöndum sem hafa stefnt friðarsamningum Ísraela og araba í hættu. Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu þetta síðasta tækifæri leiðtoganna til að afstýra því að hermdarverk yrðu friðarsamningunum að falli. Meira
9. mars 1996 | Forsíða | 142 orð

Vala varð Evrópumeistari

VALA Flosadóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, sigraði í stangarstökki á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss í Stokkhólmi í gærkvöldi. Setti hún nýtt Íslandsmet í leiðinni og heimsmet unglinga en Vala er aðeins 18 ára. Sigur Völu kom nokkuð á óvart þar sem fjórir keppinautar hennar höfðu stokkið hærra í vetur. Meira

Fréttir

9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

Afmælishátíð Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni gengst fyrir Viku eldri borgara þar sem boðið er upp á margvíslega dagskrá. Dagskráin í dag er eftirfarandi: Laugardagur 9.3. kl. 9.30. Göngu-Hrólfar hefja vikuna og leggja af stað frá Risinu, Hverfisgötu 105, og hitta Hana-Nú hópinn úr Kópavogi við Hlíðarfót við Öskjuhlíð. Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglarnir koma. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 252 orð

Afrakstur ljósmyndamaraþons á opnun menningarviku BÍSN

MENNINGARVIKA Bandalags íslenskra námsmanna (BÍSN), sem er samtök 15 sérskóla, stendur yfir 9.-16. mars. Er þetta í sjötta sinn sem slík menningarvika er haldin og er allur undirbúningur unnin í sjálfboðavinnu af nemendum skólanna og framkvæmdastjórn BÍSN. Opnunarhátíðin verður laugardaginn 9. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 537 orð

Alvarleg og þögul þegar móðir lýsti sonarmissinum

"ÞAÐ var áhrifaríkast að hlusta á mömmuna, sem missti son sinn vegna eiturlyfjaneyslu. Svoleiðis viðtöl koma við mann. Hann var líka góður, strákurinn frá Dalvík sem sagði sína sögu. Maður trúði honum alveg. Annars vita unglingar alveg hvað fíkniefni eru hættuleg og svona þáttur er kannski frekar svo foreldrar átti sig á stöðunni. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 593 orð

Athugasemd frá Neytendasamtökunum

MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Neytendasamtökunum, undirrituð af Jóhannesi Gunnarssyni formanni: FORMAÐUR Augnlæknafélags Íslands, Eiríkur Þorgeirsson, fer mikinn á blaðsíðum Morgunblaðsins þessa dagana. Á miðvikudag var fjallað í frétt í blaðinu um þá kröfu sem Neytendasamtökin hafa sett fram um að fleiri en augnlæknar fái að mæla sjón hjá neytendum, þ.e. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Atkvöld Taflfélagsins Hellis

TAFLFÉLAGIÐ Hellir stendur fyrir atkvöldi sunnudaginn 11. mars. Teflt verður í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi kl.20:00 og er mótið öllum opið. Þáttökugjald er 200 kr. fyrir félagsmenn, en 300 kr. fyrir aðra þáttakendur. Meira
9. mars 1996 | Miðopna | 1404 orð

Aukin krafa um lægri fjárframlög ríkisins

GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra áformar að setja á stofn nefnd sem á m.a. að koma með tillögur um breytingar á skipulagi leiðbeiningarþjónustu í landbúnaði. Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Árshátíð Heimdallar

ÁRSHÁTÍÐ Heimdallar er í Leikhúskjallaranum í kvöld, laugardagskvöldið 9. mars. Heiðursgestir eru frú Rut Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. Veislustjóri er Viktor B. Kjartansson, varaþingmaður. Einar Örn Einarsson syngur einsöng og Árni Johnsen stýrir fjöldasöng við undirleik Carls Möllers. Árshátíðin hefst með móttöku og fordrykk kl. 19. Meira
9. mars 1996 | Landsbyggðin | 326 orð

Batnandi hagur Stykkishólmsbæjar

Stykkishólmi-Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólms 26. febrúar sl. var fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til seinni umræðu og afgreiðslu. Þar kemur fram að hagur sveitarfélaganna hefur batnað mikið. Mikil uppbygging var í Stykkishólmi á síðasta áratug, m.a. Meira
9. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 28 orð

Benjamín dúfa í Borgarbíói

Benjamín dúfa í Borgarbíói BENJAMÍN dúfa, kvikmynd Gísla Snæs Erlingssonar eftir samnefndri verðlaunabók Friðriks Erlingssonar verður sýnd í Borgarbíói á Akureyri á morgun, sunnudaginn 10. mars kl. 15. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 698 orð

Best varðveitt með því að gera það að þjóðgarði

BESTA leiðin til að vernda hálendið er að gera það að þjóðgarði að mati Harðar Erlingssonar framkvæmdastjóra sem var einn frummælenda á ráðstefnu um skipulag og nýtingu hálendis Íslands í gær. Hann vitnaði í nýlega bók Gunnars G. Schram lagaprófessors um umhverfisrétt máli sínu til stuðnings og að í náttúruverndarlögum sé að finna heimild sem auðveldi framkvæmd þessarar hugmyndar. Meira
9. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Bíll heimahjúkrunar á söluskrá

HEILSUGÆSLUSTÖÐIN á Akureyri hefur sett eina af fólksbifreiðum heimahjúkrunar á söluskrá. Til stendur að selja þrjár af sjö bifreiðum heimahjúkrunar vegna sparnaðar. Ekki er þó gert ráð fyrir að sala þriggja elstu bílanna komi til með að breyta miklu í rekstrinum, því aðeins er reiknað með að um 100 þúsund krónur fáist fyrir hvern bíl. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Bónus í Grafarvog?

JÓHANNES Jónsson forstjóri Bónuss, hefur sótt um lóð fyrir verslunarhúsnæði í Grafarvogi. Borgarráð vísaði erindinu til Skipulagsnefndar. Í erindi Jóhannesar til borgarráðs kemur fram að lóðarumsóknin er til komin vegna fjölda áskorana um að fyrirtækið opni verslun í þessu fjölmenna hverfi. Óskað er eftir lóð undir 600 fermetra hús á einni hæð ásamt 100 bílastæðum. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

Brúðubíllinn í Mosfellsbæ

BRÚÐUBÍLLINN sýnir í Bæjarleikhúsinu við Þverholt í Mosfellsbæ sunnudaginn 10. mars kl. 15. Sýnd verða tvö leikrit. Hið fyrra heitir Af hverju og er um dýrin í Afríku. Þar koma fram apar og strútar, Flóðhesturinn og Kóló-kólófuglinn, Gíraffinn og Fíllinn að ógleymdum Krókódílnum. Lilli er auðvitað er líka með í ferðinni. Seinna leikritið er Trúðar og Töframenn. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Brúður og tónlist í Ævintýra- Kringlunni

ÞÝSKI brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik kemur í Ævintýrakringluna í dag kl. 14.30 og sýnir brúður, tónlist og hið óvænta. Bernd Ogrodnik starfar í New York og hefur vakið mikla athygli fyrir brúðuleikhús sitt. Í brúðuleikhúsinu tvinnar hann saman tónlist, myndlist og handverk og skapar þannig heillandi heim með leikbrúðum og tónlist, segir í kynningu. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 409 orð

David Bowie á Listahátíð

SAMNINGAR hafa tekist um að breski tónlistarmaðurinn David Bowie komi til landsins og haldi tónleika í Laugardalshöll hinn 20. júní. Til upphitunar á þeim verða íslenskir tónlistamenn, en ekki hefur verið ákveðið hverjir það verða. Fyrirtækið Tin heldur tónleikana í samráði við Listahátíð í Reykjavík. Ingvar H. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 165 orð

Deilt um frídaga og yfirvinnu

BLAÐAMANNAFÉLAG Íslands hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi fyrir hönd félagsmanna sinna, sem starfa á fréttastofu Stöðvar 2. Starfsmenn eru ósáttir við breytt fyrirkomulag á greiðslum vegna vinnu á stórhátíðum. Meira
9. mars 1996 | Erlendar fréttir | 390 orð

Deilur endurspegla skoðanamun um eðli Evrópusambandsins

FRAKKLAND og Bretland standa í vegi fyrir því að Evrópuþingið, sem er eina stofnun Evrópusambandsins, sem sækir beint lýðræðislegt umboð til kjósenda í aðildarríkjunum, eigi fulltrúa við samningaborðið á ríkjaráðstefnunni, sem hefst síðar í mánuðinum. Þýzkaland er hins vegar hlynnt því að þingið fái áheyrnarfulltrúa á samningafundum. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Eimskip gerir tilboð í hlutabréfin

STJÓRN Tollvörugeymslunnar hefur samþykkt samhljóða að leggja til við aðalfund fyrirtækisins hinn 17. apríl að Tollvörugeymslan og Skipaafgreiðsla Jes Zimsen hf. sameinist undir nafninu Tollvörugeymslan-Zimsen hf. Stjórn Zimsen hefur einnig samþykkt sameininguna. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 198 orð

Ekkert samkomulag en aukafundur boðaður

EKKI náðist samkomulag um stjórnun veiða á úthafskarfa á Reykjaneshrygg á fundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) sem lauk í London í gær. Engu að síður var boðað til formlegs aukaársfundar NEAFC í London 19.-21. marz, þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi. Meira
9. mars 1996 | Erlendar fréttir | 294 orð

Ellefti sigur Doles í röð

BOB Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandríkjaþings, bar sigur úr býtum í forkosningunum í New York-ríki á fimmtudag og skoraði í gær á andstæðinga sína að draga sig í hlé svo repúblikanar gætu snúið bökum saman og stutt sig til forsetaframboðs. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

Ferðir Orlofsnefndar húsmæðra kynntar

KYNNINGARFUNDUR verður á vegum Orlofsnefndar húsmæðra í Reykjavík á Hótel Loftleiðum, Víkingasal, þriðjudaginn 12. mars nk. og hefst hann kl. 20. Kynntar verða ferðir á vegum Orlofsnefndar í sumar. Meira
9. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 171 orð

Fimmtán athugasemdir bárust

FIMMTÁN athugasemdir bárust við aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 1994-2014 en frestur til að gera athugasemdir rann út í vikunni. Að sögn Péturs Þórs Jónassonar, sveitarstjóra voru flestar athugasemdirnar við reiðvegi á svæðinu og komu þær bæði frá landeigendum og hestamannafélögum. Meira
9. mars 1996 | Smáfréttir | 41 orð

FORELDRAFÉLÖG leikskólabarna í Grafarvogi hafa sent Íslenska sjónvarp

FORELDRAFÉLÖG leikskólabarna í Grafarvogi hafa sent Íslenska sjónvarpsfélaginu, Íslenska útvarpsfélaginu, Ríkisútvarpinu og Umboðsmanni barna bréf þar sem beint er eindregnum tilmælum til sjónvarpsstöðvanna að draga úr ofbeldisfullum auglýsingum á þeim tíma sem gera má ráð fyrir að ung börn gætu verið áhorfendur. Meira
9. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Fyrirlestur um Halldóru Bjarnadóttur

GUÐRÚN Helgadóttir kennslufræðingur við Myndlista- og handíðaskóla Íslands heldur fyrirlestur um störf Halldóru Bjarnadóttur að skólamálum á Íslandi þriðjudagskvöldið 12. mars næstkomandi kl. 20.30 í húsnæði Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti. Fyrirlesturinn er á vegum kennaradeildar og endurmenntunarnefndar háskólans. Meira
9. mars 1996 | Erlendar fréttir | 54 orð

Goya-málverk finnst

MENN, sem voru að vinna að endurnýjun í stjórnarbyggingu í Madrid, fundu málverk eftir spænska málarann Francisco de Goya í herbergi, sem ekkert hefur verið notað í 100 ár. Segjast sérfræðingar Prado-listasafnsins vera næstum alveg vissir um, að hann sé höfundurinn en málverkið sýnir heilaga þrenningu, Maríu mey og sálir hinna fordæmdu. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð

Grennslast fyrir um 9 göngumenn

TVEIR flokkar leitarmanna frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og Slysavarnardeildinni Dagrenningu á Hvolsvelli fóru í Þórsmörk og Emstrur í gærkvöldi til að grennslast fyrir um 9 Belga sem ætluðu á skíðum frá Sigöldu að Skógum. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 457 orð

Gætu fækkað hryggbrotum um helming

TVÖ ný lyf til að draga úr beinþynningu hjá konum eftir tíðahvörf voru skráð nýlega hér á landi. Beinþynning er vaxandi vandamál víða um heim, samkvæmt nóvemberhefti New England Journal of Medicine og er haft eftir í nýjasta hefti Lyfjatíðinda að reikna megi með að kostnaður vegna einna saman mjaðmarbrota, sem rekja megi til beinþynningar, Meira
9. mars 1996 | Erlendar fréttir | 102 orð

Hagnast á Svíum

SVÍAR greiddu verulegar upphæðir til Evrópusambandsins á fyrsta aðildarári sínu umfram þær greiðslur er þeir fengu til baka í ýmsu formi. Samtals greiddu Svíar um hundrað milljarða íslenskra króna umfram það sem þeir fengu greitt frá Evrópusambandinu í formi framlaga og styrkja. Kemur þetta fram í nýjum tölum frá ríkisendurskoðun Svíþjóðar. Meira
9. mars 1996 | Erlendar fréttir | 250 orð

Hamas-liðar handteknir

PALESTÍNSKA lögreglan handtók í gær einn af leiðtogum Hamas-hreyfingarinnar, Mahmoud al-Zahhar, og leitaði tveggja annarra á heimilum þeirra en án árangurs. Alls hefur palestínska lögreglan handtekið 500 manns, sem grunaðir eru um að vera félagar í Hamas en fyrr í vikunni skoraði Zahhar á hernaðararm Hamas, Qaasam, að hætta hryðjuverkum í Ísrael. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 388 orð

Hefur starfað í 50 ár við fyrirtækið

LEÐURIÐJAN-Atson Hverfisgötu 52 í Reykjavík verður 60 ára á þessu ári en fyrirtækið var stofnað af Atla R. Ólafssyni leðursmið árið 1936 og var það þá til húsa við Vatnsstíg. Atli féll frá árið 1985 og hefur Margrét Bjarnadóttir ekkja hans verið stjórnarformaður fyrirtækisins síðan. Þann 1. Meira
9. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Heimur Guðríðar í Akureyrarkirkju

KIRKJUVIKU lýkur í Akureyrarkirkju næstkomandi mánudagskvöld með sýningu á leikriti Steinunnar Jóhannesdóttur, Heimur Guðríðar, síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms. Sýningin hefst kl. 20.30. Steinunn er bæði höfundur verksins og leikstjóri, leikmynd og búninga gerði Elín Edda Árnadóttir. Meira
9. mars 1996 | Landsbyggðin | 717 orð

Hrædd þegar hvessir

GRÉTA Sturludóttir, myndlistarkennari við Grunnskólann á Flateyri, var út í garðinum við hús sitt á Hjallavegi 2 að raka saman glerbrotum og öðru drasli þegar fréttaritara bar að garði. Í þíðunni að undanförnu hefur margt komið undan klakanum og tækifæri gefist til að hreinsa garðinn. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 198 orð

Íslandsmeistarakeppni í dansi

DANSRÁÐ Íslands stendur fyrir Íslandsmeistarakeppni í 10 dönsum með frjálsri aðferð í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði laugardaginn 10. mars nk. Þessi keppni hefur nú verið haldin um nokkurra ára skeið og ein mesta danshátíð sem haldin er á Íslandi í dag. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 40 orð

Kaffisala í Óháða söfnuðinum

KAFFISALA kvenfélags Óháða safnaðarins verður að lokinni fjölskyldumessu sunnudaginn 10. mars kl. 14. Kaffisalan er til styrktar Bjargarsjóði, sem er líknar- og mannúðarsjóður innan safnaðarins. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

Karlmaður dæmdur fyrir kynferðisbrot

KARLMAÐUR á fimmtugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 30 daga fangelsi skilorðsbundið í tvö ár og til að greiða ungum pilti 70 þúsund krónur í miskabætur fyrir kynferðisbrot. Til viðbótar var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa með lostugu athæfi sært blygðunarsemi piltsins og sýnt honum kynferðislega áreitni. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 162 orð

Kjörgangan kynnt

UNDANFARIÐ hefur þróast hjá Hafnargönguhópnum nýtt fyrirkomulag í gönguferðum, kjörgangan. Með kjörgöngufyrirkomulaginu býr fólk til sína eigin gönguferð í hópi með öðrum. Það velur sér vegalengd og gönguhraða. Meira
9. mars 1996 | Miðopna | 687 orð

Kostnaður vegna Schengen og umferðaraukningar 400 milljónir

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra kynnti í gær fyrir ríkisstjórninni skýrslu Framkvæmdasýslu ríkisins um breytingar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna aukinnar flugumferðar og hugsanlegrar aðildar Íslands að Schengen-vegabréfasamkomulaginu. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 216 orð

Krefst afsökunar af lögmanni biskups

STJÓRN Blaðamannafélags Íslands samþykkti í gær ályktun þar sem farið er fram á að Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður biskups Íslands, biðjist velvirðingar á ummælum sínum um fréttaflutning fjölmiðla af málum biskups Íslands. Meira
9. mars 1996 | Erlendar fréttir | 72 orð

Leitað í rústunum

ÓTTAST er, að milli 20 og 30 manns hafi látist þegar fimm hæða íbúðablokk hrundi til grunna í Bombay á Indlandi í fyrradag. Um miðjan dag í gær hafði fundist 21 lík í rústunum og átta manna var enn saknað. Á tveimur neðstu hæðum byggingarinnar hafði flutningafyrirtæki aðstöðu og stóð það í ýmsum breytingum á húsnæðinu án samráðs við byggingaryfirvöld. Meira
9. mars 1996 | Óflokkað efni | 69 orð

LÍTIL, svört hliðartaska týndist 15. febrúar sl. annað hvort í Tæknigarði eða í rú

LÍTIL, svört hliðartaska týndist 15. febrúar sl. annað hvort í Tæknigarði eða í rútu á leið að Skíðaskálanum í Hveragerði. Í töskunni var ökuskírteini merkt Ingunni Jónsdóttur, einhverjar snyrtivörur og svört lítil budda með peningi og tveimur lyklum. Finnandi vinsamlega hringi í Hrefnu í síma 561-2271. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

Ljúfir tónar í Gerðubergi

LJÚFIR tónar bárust til eyrna bókmenntaunnenda á bókasafni menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs þegar Kór aldraðra í Gerðubergi hélt þar stutta tónleika í gær. Dagskráin var úr ýmsum áttum, m.a. þjóðlög, og leikið var undir á harmónikku. Meira
9. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 171 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Hádegistónleikar kl. 12 í dag, laugardag. Wolfgang Trezsch tónlistarkennari í Mývatnssveit leikur á orgelið. Létt máltíð í safnaðarheimili eftir tónleikana. Sunnudagaskóli á morgun kl. 11. Hátíðarmessa í lok kirkjuviku kl. 14. Sr. Guðmundur Guðmundsson hérðasprestur prédikar. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 293 orð

Mesta hópsýking í 34 ár

TÍU einstaklingar greindust í gær með sýkingu af völdum salmonella enteritidis og er þá fjöldi sýktra kominn upp í níutíu manns. Karl G. Kristinsson, sérfræðingur í sýklafræði á Landspítala, segir ljóst að um sé að ræða mestu hópsýkingu sem orðið hefur hérlendis síðan 1962, eða í 34 ár. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 326 orð

Mín dilla að vilja halda áfram að læra

"SUMIR eru með dillu fyrir hestum og vilja helst alltaf vera að stússast í þeim. Aðrir eru með dillu fyrir bílum eða öðrum farartækjum og enn aðrir eru með dillu fyrir einhverju öðru. Mín dilla er sú að vilja sífellt halda áfram að læra meira," segir Guðrún Jónsdóttir frá Prestbakka. Meira
9. mars 1996 | Óflokkað efni | 243 orð

Nám og framtíð

NÁMSKYNNING skólanna verður haldin sunnudaginn 10. mars frá kl. 13-18. Nú sem fyrr er stefnt að fjölbreyttri kynningu á flestu því námi sem tekur við eftir eða um miðjan framhaldsskóla. Lögð verður áhersla á aukið samstarf við framhaldsskólana m.t.t. skipulagningar, en námskynning sem þessi verður markvissari ef nemendur koma undirbúnir á kynninguna. Meira
9. mars 1996 | Smáfréttir | 40 orð

NÁMSKEIÐ í líföndun verður haldið helgina 15.­17. mars nk. Kennari er

NÁMSKEIÐ í líföndun verður haldið helgina 15.­17. mars nk. Kennari er Shanti Miles, sem er hjúkrunarfræðingur og hefur stundað líföndun í 15 ár. Síðasta ár hefur hún þjálfað 5 einstaklinga sem leiðbeinendur í líföndun og munu þeir aðstoða hana á námskeiðinu. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Námskeið um meginatriði verkefnafjármögnunar

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskólans mun í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið standa fyrir námskeiði um meginatriði verkefnafjármögnunar (Principles of Project Finance) miðvikudaginn 13. mars kl. 13­17. Meira
9. mars 1996 | Erlendar fréttir | 292 orð

Netanyahu með ívið meira fylgi en Peres

TVÆR skoðanakannanir, sem birtar hafa verið í Ísrael, benda til þess að Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likud-flokksins, njóti nú ívið meiri stuðnings en Shimon Peres forsætisráðherra, sem var mun vinsælli fyrir sprengjutilræði palestínskra hermdarverkamanna síðustu vikur. Munurinn á fylgi leiðtoganna er þó innan skekkjumarka. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 720 orð

Nýtt mál hvern virkan dag

Á ÁRINU 1995 leituðu 472 einstaklingar til Stígamóta. Af þeim voru 283 að leita sér aðstoðar í fyrsta sinn. Rúmlega eitt nýtt mál barst því að jafnaði alla virka daga ársins. Frá stofnun Stígamóta fyrir sex árum hafa samtals 1.949 einstaklingar leitað eftir aðstoð samtakanna. Árið 1995 er ein kona skráð sem nauðgari, en hún gerði tilraun til að nauðga kynsystur sinni. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Opinberir starfsmenn mótmæla

MÓTMÆLI við frumvörpum ríkisstjórnarinnar um réttindi, skyldur og lífeyrissjóð opinberra starfsmanna og um samskipti á vinnumarkaðinum halda áfram að berast. Til viðbótar þeim, sem getið hefur verið um í Morgunblaðinu, hafa eftirtalin félög mótmælt frumvörpunum: Stjórn stéttarfélags sjúkraþjálfara, Starfsmannafélag ríkisstofnana, Félag opinberra starfsmanna í Skagafirði, Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 245 orð

Óbreytt skipting kvótans

ÞÝSK yfirvöld hafa ákveðið að úthafsveiðikvóta þýskra útgerðarfyrirtækja verði skipt með sama hætti og á síðasta ári. Günter Drexelius, yfirmaður kvótamála í Þýskalandi, staðfesti í gær að þessi ákvörðun hefði verið tekin. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Próf alfarið mál HÍ

"ÞAÐ er alfarið mál Háskóla Íslands hvernig próf innan hans eru samin," sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra, er hann var inntur álits á miklu falli í almennri lögfræði í lagadeild Háskóla Íslands. Meira
9. mars 1996 | Landsbyggðin | 117 orð

Rannsóknir á beitarsvæðum hreindýra

Neskaupstað­Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Neskaupsstaðar, afhenti 263.000 krónur til Náttúrustofu Austurlands fyrir skömmu til rannsókna á þeim svæðum í landi staðarins sem hreindýr ganga helst á. Þessi fjárhæð er ágóði af veiðum þeirra hreindýra sem sveitarfélaginu var úthlutað til veiða á síðasta ári. Rannsókn Náttúrustofunnar felst m.a. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 151 orð

Ráðstefna um útvarp og sjónvarp

ALÞÝÐUBANDALAGIÐ efnir laugardaginn 9. mars til ráðstefnu undir yfirskriftinni Útvarp og sjónvarp á samkeppnismarkaði - Hlutverk, skyldur og framtíðarhorfur á tímum niðurskurðar og aukins fjölmiðlaframboðs. Ráðstefnan verður í Átthagasal Hótel Sögu og hefst kl. 10. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 726 orð

Reynt að kortleggja gang sjúkdómsins

UNDANFARIN ár hafa staðið yfir rannsóknir á arfgengum heilablæðingum vegna mýlildisútfellinga í heilaæðum. Nokkrar íslenskar fjölskyldur bera þennan sjúkdóm, en hann erfist ókynbundið og ríkjandi sem táknar að sé annað hvort foreldri með erfðagallann í sér þá eru fimmtíu prósent líkur á að afkvæmi þeirra fæðist með hann. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Rit um markmið og leiðir í jafnréttismálum

ÚT ER komið á vegum fjármálaráðuneytisins ritið Jafnréttismál ­ Ábendingar um leiðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. Í ritinu eru upplýsingar um þau lög og reglur sem gilda um jafnréttismál á vinnustöðum og stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þá er nokkrum algengum fullyrðingum um ástæður launamisréttis svarað. Meira
9. mars 1996 | Landsbyggðin | 852 orð

Rústirnar vekja slæmar minningar Verið er að hannamiklil varnarvirki gegn snjóflóðum fyrir ofan byggðina á Flateyri til þess að

FYRIR snjóflóð var Unnarstígur fallegasta gatan á Flateyri. Nú er hálf ömurlegt að ganga eftir götunni og sjá verksummerki flóðsins þar sem öllu ægir saman, rústum húsa og persónulegum munum. Þegar komið er inn í húsið við Unnarstíg 8 til Matthíasar A. Matthíassonar, verkstjóra hjá Kambi hf. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 443 orð

Sameining ríkisbanka sparaði milljarð á ári

SAMEINING Landsbanka og Búnaðarbanka gæti skilað allt að eins milljarðs króna lækkun á rekstrarkostnaði á ári, miðað við núverandi rekstrarkostnað beggja bankanna, sagði Björgvin Vilmundarson, bankastjóri, á ársfundi Landsbanka Íslands í gær. Hann taldi að með sameiningu bankanna mætti loka einum 18 útibúum og afgreiðslustöðum án þess að þjónusta yrði skert. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Samið við sérfræðinga

SAMNINGANEFNDIR hafa náð samkomulagi um samning sérfræðinga og Tryggingastofnunar ríkisins. Samningurinn verður borinn undir atkvæði á sunnudag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerir samningurinn ráð fyrir fjölgun eininga, eða læknisverka, í hlutfalli við mannfjölgun. Ekki er gert ráð fyrir greiðslum vegna rannsókna í segulómsjá Læknisfræðilegrar myndgreiningar hf. í Domus Medica. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Samkomulag um kostnað við flutning grunnskóla

DRÖG að samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um tilflutning tekna og kostnaðar vegna flutnings grunnskólans voru kynnt á fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í Borgarnesi í gær. Í drögunum segir m.a. að til að mæta kostnaði sveitarfélaganna við framkvæmd grunnskólalaga sé gert ráð fyrir að heimilað verði 11,9% hámarksútsvar þann 1. janúar 1997 og 11,95% þann 1. janúar 1998. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Sjóprófum lokið vegna ásiglingar

SJÓPRÓF voru haldin í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag vegna þess að Reykjaborg RE 25 sigldi á Einar KE 52 í Sundinu utan við Sandgerðishöfn á þriðjudagskvöld. Skúli Magnússon, fulltrúi við héraðsdóm, sagði að gögn málsins yrðu send ríkissaksóknara, Siglingamálastofnun og rannsóknarnefnd sjóslysa. Meira
9. mars 1996 | Landsbyggðin | 223 orð

Sorpurðun á Austurlandi samþykkt

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða sorpurðun á jörðunum Berunesi og Þernunesi við Reyðarfjörð og er úrskurðurinn byggður á frummati sem unnið var fyrir Sorpsamlag Mið-Austurlands og umsögnum um staðarvalið. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 670 orð

Sparnaðaraðgerðir skili alls um 150 milljónum

STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um 41 milljón króna sparnað á sjúkrahúsinu á árinu til viðbótar við áður ákveðinn 110 milljóna króna sparnað á sama tímabili. Mestur sparnaður, um 20 milljónir, felst í því að sameina tvær deildir í eina deild á Landakoti. Með sameiningu deildanna fækkar stöðugildum um 15. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

Starfsfólk rétt ókomið til vinnu

ENGIN slys urðu á fólki og litlar á eignum þegar öflug sprenging varð í frystihúsi Goðaborgar hf. á Fáskrúðsfirði í gærmorgun. Ammoníakstankur sprakk og lak efnið um húsið án þess að komast í frystiklefa eða hráefnisgeymslu. Tankurinn var fullur og lokað fyrir en talið er ammoníak sem sett var í hann kalt hafi þanist við hita og að lokum sprent tankinn. Enginn öryggisloki var á tankinum. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 486 orð

Starfshópur fjallar um stjórnsýslumörk miðhálendisins

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp lögfræðinga úr umhverfisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti, sem starfa á með samvinnunefnd sem gera á tillögu um skipulag miðhálendis Íslands, í þeim tilgangi að unnt verði að gera tillögur um stjórnsýslumörk miðhálendisins. Meira
9. mars 1996 | Erlendar fréttir | 221 orð

Sækja á en eiga langt í land

KONUR eru smám saman að komast til aukinna valda í stofnanakerfi Evrópusambandsins en eiga þó ennþá langt í land með að standa jafnfætis karlaveldinu. Einungis 16% þeirra starfa innan ESB, þar sem krafist er háskólamenntunar, eru skipuð konum. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

Talar um uppeldi til árangurs

ÁRNI Sigfússon, borgarfulltrúi, verður gestur á fundi hjónaklúbbs Neskirkju sunnudagskvöldið 10. mars og ræðir um efnið uppeldi til árangurs. Hann skrifaði bók um þetta efni fyrir nokkrum árum og ætlar að reifa hugmyndir sem þar komu fram, ennfremur hvernig það er að samræma fjölskyldulíf og erilsöm störf. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

Tréskurðarmenn heimsækja Þjóðminjasafnið

NÝSTOFNAÐ félag áhugafólks um tréskurð stendur fyrir heimsókn á Þjóðminjasafnið laugardaginn 9. mars kl. 13. Þar mun þjóðminjavörður, Þór Magnússon, ræða um tréskurð og sýna sérstaklega skorna muni í eigu safnsins. Stofnfundur félags áhugafólks um tréskurð var haldinn 2. mars sl. Meira
9. mars 1996 | Landsbyggðin | 241 orð

Unglingar læra skyndihjálp

Þórshöfn-Námskeið í skyndihjálp var haldið fyrir skömmu fyrir ungmenni í 10. bekk grunnskólans hér á Þórshöfn. Leiðbeinandi var Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, en hún er jafnframt leiðbeinandi hjá Rauða krossi Íslands. Meira
9. mars 1996 | Erlendar fréttir | 680 orð

Úrsögn úr FIDE ekki útilokuð

GUÐMUNDUR G. Þórarinsson, forseti Skáksambands Íslands, segir ákvörðun Kirsans Ilúmjinovs, forseta Alþjóðaskáksambandsins (FIDE), að halda næsta heimsmeistaraeinvígi í skák í Bagdad, höfuðborg Írak, fráleita. Til greina komi að Ísland segi sig úr FIDE vegna þessa. Meira
9. mars 1996 | Erlendar fréttir | 246 orð

Varað við bandarískum áróðri

ÍRANIR gengu til þingkosninga í gær og Akbar Hashemi Rafsanjani forseti hvatti þjóðina til að vera á varðbergi gagnvart áróðursstríði sem Bandaríkjamenn og Ísraelar hefðu háð gegn stjórn landsins. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 347 orð

Vaxandi viðskipti með fisk og ferðafólk

SENDIHERRA Íslands í Bandaríkjunum Einar Benediktsson átti viðræður við ráðamenn Flórída fyrir skömmu og í spjalli við fréttaritara Morgunblaðsins sagði hann, að rauður þráður í þessum viðræðum verið tengsl Íslands og Flórída, en viðskiptin fara vaxandi. Sendiherrann sagði tengslin mest áberandi í fluginu og flutning Flugleiða á ferðamönnum þangað í tugþúsundatali frá V-Evrópu og Íslandi. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Vilja friða Hvítá og Jökulsá á Fjöllum

FJÓRIR þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um friðlýsingu Hvítár og Ölfusár og Jökulsár á Fjöllum. Þingmennirnir Kristín Halldórsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Svavar Gestsson og Össur Skarphéðinsson segja í greinargerð að Hvítá/Ölfusá og Jökulsá á Fjöllum séu án efa merkilegustu stórár sem enn fái að renna ótruflaðar um land okkar. Meira
9. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Vindhraðinn fór í 90 hnúta í Hlíðarfjalli

MJÖG hvasst var á Akureyri í gær og sagði Ívar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli að þar hafi vindhraðinn farið í 90 hnúta í einni hviðunni í gærmorgun. Ívar sem starfað hefur lengi í fjallinu, sagði að aðeins tvisvar áður í sinni starfstíð hefði vindhraðinn farið yfir 90 hnúta og í bæði skiptin að nóttu til. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Yfir 20 þúsund íslenskir ríkisborgarar í útlöndum

ÍSLENSKUM ríkisborgurum í útlöndum fjölgaði um nær tvö þúsund á síðasta ári, samkvæmt yfirliti sem Hagstofa Íslands hefur sent frá sér. Þar af fjölgaði íslenskum ríkisborgurum í Danmörku um 1.131 í fyrra. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 203 orð

Yfirlýsing frá Samsölubakaríinu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Erlendi Magnússyni, framkvæmdastjóra Samsölubakarís. "Salmonellusýking í rjómabollum hefur verið rakin til Samsölubakarís hf. en ekki liggur fyrir hvernig mengunin hefur borist í fyrirtækið. Þau alvarlegu veikindi sem hópur fólks hefur nú orðið fyrir vegna þessa máls eru stjórnendum og starfsfólki bakarísins mikið áfall. Meira
9. mars 1996 | Innlendar fréttir | 526 orð

Þátttaka í hluta fjáraukningu en ekki sala bréfa

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Íslandsbanka af öllum kröfum Fjölmiðlunar hf. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt bankann til að greiða eigendum Fjölmiðlunar 23 milljónir króna auk vaxta. Forsaga málsins er sú að í lok ársins 1989 leituðu þrír aðaleigendur Íslenska sjónvarpsfélagsins, upphaflegs eiganda Stöðvar 2, Meira

Ritstjórnargreinar

9. mars 1996 | Leiðarar | 535 orð

FUNDATÆKNI Í STAÐ FERÐALAGA ÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna

FUNDATÆKNI Í STAÐ FERÐALAGA ÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur tekið sjónvarps- og símatæknina í þjónustu sína í rekstri fyrirtækisins. Símakerfi þess er þannig uppbyggt, að nýja skrifstofan á Akureyri er tengd innanhússsímakerfinu í Reykjavík og þannig má segja að skrifstofurnar tvær séu ein heild fyrir viðskiptavininn. Meira
9. mars 1996 | Staksteinar | 296 orð

Íbúðir fyrir aldraða

VETURINN 1994 til 1995 fór fram könnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins, 55 ára og eldri, á viðhorfum þeirra til íbúða fyrir aldraða. Sveitarstjórnarmál fjalla um niðurstöðurnar. 99% aldraðra í hjúskap bjuggu í eigin húsnæði. Niðurstöður Meira

Menning

9. mars 1996 | Fjölmiðlar | 341 orð

Á vefvaktinni MED ODD DE PRESNO

GAGNABANKINN The Eletric Library http://www.elibrary. com er safn greina frá yfir 1000 útgáfum. Notendur geta slegið inn á ensku einfalda spurningu til að leita í öllum texta yfir 900 tímarit, yfir 150 dagblaða, í texta yfir 2000 bókmenntaverka, um 18. Meira
9. mars 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð

Brad Pitt spókar sig í New York

BRAD Pitt er um þessar mundir staddur á Manhattan-eyju í New York við tökur á spennumyndinni "Devil's Own". Hún fjallar um IRA-hryðjuverkamann sem flyst til New York. Brad notaði tækifærið þegar hlé gafst á kvikmyndatökum til að versla með kærustunni, leikkonunni Gwyneth Paltrow, og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Meira
9. mars 1996 | Fólk í fréttum | 248 orð

Dagur í lífi MR-inga

LEIKFÉLAG Menntaskólans í Reykjavík frumsýndi leikritið Sjálfsmorðingjann á Herranótt síðastliðið fimmtudagskvöld. Höfundur leikritsins er Nikolaj Erdman en þýðandi Árni Bergmann. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson og er þetta fyrsta leikstjórn hans eftir að hann kom heim úr námi erlendis. Fjöldi nemenda lagði hönd á plóginn og leikarar voru 24 talsins. Meira
9. mars 1996 | Fjölmiðlar | 287 orð

Fox býður forsetaefnum tíma í sjónvarpi

RUPERT Murdoch, hinn kunni fjölmiðlajöfur, hefur sagt að Fox sjónvarpsnetið muni bjóða helztu forsetaframbjóðendunum í Bandaríkjunum í haust að koma fram ókeypis á bezta útsendingartíma á lokadögum kosningabaráttunnar. Meira
9. mars 1996 | Fólk í fréttum | 178 orð

Góufagnaður Reykdælinga

REYKDÆLIR fögnuðu góu um helgina í samkomuhúsinu að Breiðumýri S-Þing. fyrir fullu húsi. Áður hafði orðið að fresta þorrablóti vegna veðurs og ófærðar og því varð úr að veisluhöld færðust til á almanakinu. Margt var til gamans gert og voru söngur og grín einkennandi fyrir skemmtiatriðin. Meira
9. mars 1996 | Fjölmiðlar | 269 orð

Granada eykur hlut sinn í öðru sjónvarpi

GRANADA keypti og yfirtók í síðasta mánuði hlutabréf í öðru sjónvarpsfyrirtæki ITV á Norður-Englandi, Yorkshire-Tyne Tees. Granada, sem auk þess rekur London Weekend Television, mun hafa boðið 10 pund á hlutabréf í Yorkshire. Granada, sem komst yfir hótelfyrirtækið Forte í síðasta mánuði fyrir 3.9 milljarða punda, átti fyrir um 14% í Yorkshire og með því að kaupa 2. Meira
9. mars 1996 | Fólk í fréttum | 205 orð

Grímuball Unglingareglu Stórstúku Íslands

BARNASTÚKAN Æskan nr. 1 í Reykjavík hélt grímuball laugardaginn 17. febrúar. Lilja Harðardóttir, stórgæslumaður unglingastarfs segir að boðið hafi verið með félögum úr Nýársstjörnunni í Keflavík ásamt hópi af Álftanesi, en þar er verið að undirbúa stofnun barnastúku. Meira
9. mars 1996 | Fólk í fréttum | 42 orð

Hamingjusöm leikkona

LEIKKONAN Michelle Pfeiffer er gift framleiðandanum David E. Kelly. Hér sjást þau saman á frumsýningu myndarinnar "Up Close and Personal" í Los Angeles nýlega. Þau eru að sögn afar ástfangin hvort af öðru, eins og kannski má sjá á myndinni. Meira
9. mars 1996 | Fjölmiðlar | 277 orð

Newsweek og auðugur Rússi gefa út tímarit

BANDARÍSKA vikuritið Newsweekog rússneska fyrirtækjasamsteypan Most hafa skýrt frá samvinnu um útgáfu á tímariti, sem vonað er að nái yfirburðum á rússneskum blaðamarkaði. Richard Smith, stjórnarformaður Newswek-fyrirtækisins, sagði á blaðamannafundi að það hefði alla burði til að tryggja nýja tímaritinu bjarta framtíð. Meira
9. mars 1996 | Fjölmiðlar | 120 orð

New York Times á vefnum

NEW YORK Times hóf fyrir nokkur daglega útgáfu á veraldarvefnum, þar sem lesendunum er boðið upp á aðgang að mestum hluta efnis daglega blaðsins um leið og það er til orðið auk raðauglýsinga og nokkurra frétta um upplýsingaiðnaðinn sem ekki birtist í prentuðu útgáfunni. Arthur Sulzberger Jr. Meira
9. mars 1996 | Fjölmiðlar | 115 orð

Óttast ægivald Capital Radio

BREZKIR útvarpsauglýsendur og auglýsingastofur þeirra telja sig hafa komizt að raun um að öldur ljósvakans séu í vaxandi mæli á valdi eins fjölmiðlafyrirtækis og því hafa ýmsir hvatt til þess að eftirlitsstofnanir skerist í leikinn til að tryggja heiðarlega samkeppni að sögn kunnugra. Meira
9. mars 1996 | Fjölmiðlar | 121 orð

Rússneskur ljósmyndari myrtur í Moskvu

RÚSSNESKUR ljósmyndari hefur verið myrtur í miðri Moskvu að sögn rússneska innanríkisráðuneytisins. Ljósmyndarinn, Felix Solovjov, lézt af sárum eftir árás ókunnra launmorðingja. Lögregla fann tvær skammbyssur á staðnum, en ókunnugt er um ástæður verknaðarins. Meira
9. mars 1996 | Fjölmiðlar | 70 orð

Skozka sjónvarpið sækir sig

SKOZKA sjónvarpið, Scottish Television Plc, segir að hagnaður þess fyrir skatta 1995 hefði aukizt í 20.2 milljónir punda úr tveimur milljónum 1994. Tilkynnt var að gerður hefði verið samningur upp á 10 milljónir punda við Hallmark Entertainment um gerð sex 90 mínútna fjölskyldukvikmynda, sem teknar yrðu í Skotlandi á þessu ári. Meira
9. mars 1996 | Fjölmiðlar | 93 orð

Sparað hjá BBC World Service

BREZKA ríkishljóðvarpið BBC hefur tilkynnt að fyrirhugað sé að minnka rekstrarkostnað heimsútvarpsins BBC World Service um 10 af hundraði. BBC World Service útvarpar á 42 tungumálum og hlustendur útvarpsins eru 140 milljónir. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort hætt verður að útvarpa á einhverjum tungumálum að sögn Sam Youngers, forstjóra útvarpsarms BBC. Meira
9. mars 1996 | Fólk í fréttum | 258 orð

Sterkur á hljómborðinu

SEM KUNNUGT er mun leikritið "Stone Free" eftir Jim Cartwright verða frumsýnt í Borgarleikhúsinu í sumar. Reyndar er um heimsfrumsýningu að ræða, að sögn Jóns Ólafssonar, sem sér um tónlist í sýningunni. "Mér líst feikivel á verkefnið, ekki síst í ljósi þess hve verkum Cartwrights hefur verið vel tekið hér á landi hingað til," segir hann. Meira
9. mars 1996 | Fólk í fréttum | 111 orð

Teiknimyndir vinsælar

MYNDBANDIÐ um indjánastúlkuna Pocahontas frá Walt Disney hefur selst í yfir níu milljónum eintaka á einni viku. Þar með hefur "Pocahontas" slegið út sölumet á Öskubusku sem var söluhæsta myndband Walt Disney-útgáfunnar í fyrra. Öskubuska var hins vegar tvær vikur að seljast í sjö milljón eintökum. "Pocahontas" kom út 27. febrúar sl. Meira

Umræðan

9. mars 1996 | Aðsent efni | 620 orð

Að kasta steinum úr glerhúsi

Að undanförnu hefur verið mikið rætt, - að vísu aðallega á síðum Morgunblaðsins, um úreldingu Mjólkursamlagsins í Borgarnesi. Þar hefur Morgunblaðið tekið mjög einarða afstöðu gegn framkvæmd úreldingarinnar. Allt sem þar hefur verið gert hefur verið vitlaust framkvæmt og rangt að staðið, að áliti greinarhöfunda. Meira
9. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 477 orð

Eiga ekki þingmenn að standa við gefin loforð?

ÉG HEF árum saman fylgst með pólitísku flokkunum hér á landi og oft framanaf kosið Framsóknarflokkinn, vegna stefnu hans í landsmálunum. Og get ég fullyrt það að oftast völdust til forystu í flokknum menn, sem vissu hvað þeir vildu og unnu samkvæmt samvisku sinni og gefnum fyrirheitum. En tímarnir breytast og mennirnir með. Ég man nú ekki betur en framsóknarmenn hefðu stefnu hér áður fyrr. Meira
9. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 737 orð

Ekta tungl og gervimenning

ÞEGAR ég sá fullt tungl rísa í sinni fullkomnu dýrð yfir Esjuna fimmta febrúar síðastliðinn varð ég svo snortin að ég þakkaði örlögunum fyrir það að ég skyldi ekki vera nógu efnuð til þess að fá mér gervitungl. Meira
9. mars 1996 | Aðsent efni | 884 orð

Flugskóli Íslands gerður að hlutafélagi

ÞAÐ er fagnaðarefni að vita til þess að nú skuli gera Flugskóla Íslands að hlutafélagi og aðskilja hann frá Flugmálastjórn. Skólinn hefur verið hálfgert utanlegsfóstur samgönguráðuneytisins og rekstur hans Flugmálastjórn Íslands til skammar. Meira
9. mars 1996 | Aðsent efni | 1263 orð

Fylgir hugur máli?

DAGANA 17. til 20. febrúar var ég í Berlín ­ á hinni árlegu alþjóðlegu kvikmyndahátíð. Þar var ég viðstödd sýningu á kvikmyndinni "Benjamín dúfu", en hún hafði verið valin til keppni á kvikmyndahátíð barna. Salurinn var fullur af þýzkum börnum og unglingum, áreiðanlega um 300, sem fylgdust dolfallin með örlögum Baldurs og Benjamíns og allra þeirra félaga. Meira
9. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 257 orð

Gamalt ævintýri og nýtt

VORIÐ í nánd. Páskar eftir örfáar vikur. Áin liðast um Reykjadalinn, fellur að flúðum. Eftir klukkustundar göngu inn Reykjadal var snúið til baka í átt að vininni, öðru nafni Hveragerði, Hamarinn kunnuglegi á hægri hönd. Gengið niður slakkann á vinstri hönd. Fast á fljótsbakkanum er slotið hans Knuts Bruuns sem vann glæsilegan sigur í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Meira
9. mars 1996 | Aðsent efni | 1154 orð

Gúrkuleikurinn

STUNDUM segja menn sögur af einhverjum gúrkuleik og hlæja mikið. Gúrkuleikur tveggja ræningja í Bretlandi 21. febrúar sl. var ekki eins hlægilegur, en þeir tálguðu gúrku til líkis skammbyssu og náðu með því að ræna um 68.000 krónum úr verslun í skjóli gúrkunnar. Meira
9. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 320 orð

Listamenn

MIKIÐ þótti mér vænt um að sjá bréfið frá Grími Gíslasyni á síðum blaðsins í gær, ég verð að viðurkenna að mig hefur oft langað til að taka undir orð Guðmundar Guðmundssonar þegar hann hefur tekið upp hanskann fyrir hefðbundinn kveðskap. Ég læt það eftir mér núna. Ég vil byrja á því að þakka þeim báðum, Grími og Guðmundi, fyrir ómakið því vorrar þjóðararfleifð á ekki annað skilið. Meira
9. mars 1996 | Aðsent efni | 654 orð

Lífeyrisþegar eru reiðir

ÞVÍ FER fjarri að lífeyrisþegar hafi sætt sig við þá meðferð sem mál þeirra fengu við afgreiðslu fjárlaga fyrir jólin í vetur. Afgreiðsla fjármálaráðherra og Alþingis á 15% frádráttarheimildinni sem heimiluð var fyrir einu ári, sem bætur fyrir margra ára tvísköttun á greiðslur lífeyrissjóðanna, var gróf og niðurlægjandi aðgerð gagnvart lífeyrisþegum, sem þeir geta ekki sætt sig við. Meira
9. mars 1996 | Aðsent efni | 631 orð

Lærðu að lifa með gigtinni

FRÆÐSLA skiptir miklu þegar um er að ræða langvinnan sjúkdóm eins og gigtina. Mikilvægt er að fræðast sem mest um sjúkdóminn og afleiðingar hans. Þó að lyf séu mikilvægur þáttur í meðferðinni skiptir ekki síður máli hvernig hver og einn tekst á við sjúkdóminn. Hver þarf að læra hvað hann getur gert sjálfur til að hafa áhrif á líðanina í daglegu lífi. Meira
9. mars 1996 | Aðsent efni | 650 orð

Shophia og varnarlausu börnin

ÞAÐ ER víðar en á Íslandi sem réttarfarinu er ábótavant. Tyrkland býr við afskræmi á því sviði og er það rakið að mestu til áhrifa múslimskra ofstækismanna sem með morðum og öðru ofbeldi hefur tekist að láta lítinn minnihluta drottna og kúga þar sem honum þóknast. Hér heima ræða menn um hvort varasamt sé að leyfa lituðu fólki búsetu. Ísland fyrir Íslendinga segja þeir. Meira
9. mars 1996 | Aðsent efni | 653 orð

Sól hf. og mjólkuriðnaðurinn

Í VIÐSKIPTABLAÐI Morgunblaðsins fimmtudaginn 22. febrúar fjallar Þorsteinn Víglundsson blaðamaður um úreldingu mjólkursamlagsins í Borgarnesi undir fyrirsögninni: Hart deilt á mjólkuriðnaðinn. Áfram er fjallað um málið á fréttasíðum föstudagsblaðsins. Meira
9. mars 1996 | Aðsent efni | 729 orð

Staðreyndir um Hvalfjarðargöng Umferð um Hvalfjarða

Á DÖGUNUM urðu tímamót í íslenskri samgöngusögu þegar skrifað var undir samninga um framkvæmdir við veggöng undir Hvalfjörð. Fjöldi innlendra og erlendra verkfræðinga og fjármálasérfræðinga höfðu um árabil vegið og metið kosti og galla hugsanlegra Hvalfjarðarganga og niðurstaða þeirra var einróma sú að skynsamlegt og hagkvæmt væri að ráðast í verkið. Meira
9. mars 1996 | Aðsent efni | 530 orð

"Svo lengi má brýna deigt járn að bíti"

FORUSTUMENN þjóðarinnar, sem stjórna þjóðarskútunni, hafa loks komist að þeirri niðurstöðu að mikils sparnaðar í rekstri sé þörf. Í smíðum eru drög að lagafrumvörpum, ákveðnar hafa verið breytingar á reglugerðum og allt stefnir það í þá átt að spara. Sparnaður í ríkisrekstri er mottó dagsins í dag. Meira
9. mars 1996 | Aðsent efni | 1157 orð

Til móts við Drottin

ÍSLENSKA þjóðkirkjan hefur verið í sviðsljósinu um skeið og tilefnið safnaðarátök í einni sókn höfuðborgarinnar. Umræðan sem í kjölfarið hefur fylgt hefur leitt í ljós að fólk lætur sig málefni þjóðkirkjunnar varða og víða hefur þau borið á góma með einum eða öðrum hætti. Meira
9. mars 1996 | Aðsent efni | 978 orð

Togstreita ólíkra landa

VÍGBÚNAÐUR 150.000 kínverskra hermanna á austurströnd Kína hefur sett her Tævans í viðbragðsstöðu. Litið er á komandi heræfingar Kínverja sem einn margra leikja til að skelfa kjósendur á Tævan og tilraun til að hafa áhrif á fyrstu lýðræðislegu forsetakosningarnar þar í landi sem fram fara 23. mars nk. Meira
9. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 228 orð

Tvöfeldni séra Geirs Waage

FYRIR Geir Waage, formanni Prestafélagsins, virðast vera til tvær tegundir af prestum. Önnur tegundin er prestar á borð við Flóka Kristinsson, sóknarprest í Langholtskirkju, og hin tegundin er prestar á borð við Ólaf Skúlason biskup. Fyrir Geir Waage er reginmunur á því hvaða réttindi og skyldur þessar tvær tegundir presta hafa. Meira
9. mars 1996 | Aðsent efni | 1101 orð

Umboðsmaður aldraðra

"ÞEIR, sem lifa lengi, verða gamlir," sagði granni minn einn, er ég hitti að máli. Og nú lifa margir lengi, þökk sé bættri heilsugæslu og betri lífskjörum en áður var um að ræða yfirleitt. Aðstaða aldraðra snertir því ekki þá eina, sem orðnir eru gamlir, heldur einnig hina ungu. Fari allt að sköpum, eiga þeir fyrir sér að lifa lengi. Meira
9. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 182 orð

Virkjum íslenskt hugvit

NÝLEGA voru sýndar í Ríkissjónvarpinu tvær heimildarmyndir um íslenska hugvitsmenn, þá Hjört Þórðarson og Eggert Briem. Þessir ágætu menn höfðu ungir að árum flust til Ameríku, þar sem þessir íslensku sveitapiltar urðu þátttakendur í ævintýralegum atburðum og atvinnuuppbyggingu, m.a. spanað upp milljón volta spennu, sem aldrei hafði áður verið gert. Meira
9. mars 1996 | Aðsent efni | 527 orð

Vímuefnavandinn ­ forvarnarstarf Lions

MEGINKJARNINN í Lions- Quest námskeiðinu sem á íslensku er nefnt "Að ná tökum á tilverunni" er eftirfarandi: 1.Að hjálpa ungu fólki til að þroska með sér eiginleika eins og sjálfsaga, ábyrgðartilfinningu, góða dómgreind og hæfni til samskipta við aðra. 2. Meira

Minningargreinar

9. mars 1996 | Minningargreinar | 386 orð

Ágúst H. Pétursson

Látinn er Ágúst H. Pétursson, fyrrum oddviti á Patreksfirði. Á kveðjustund kemur margt í huga, þegar kvaddur er einn af fremstu félagsmálaleiðtogum Alþýðuflokksins fyrr og síðar. Hygg ég sem þessar línur rita að leitun sé að manni, sem var jafnfórnfús til að leggja hinum óskyldustu félögum og málefnum lið til eflingar byggðarlagsins, öllum til gleði og hagsbóta. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 32 orð

ÁGÚST H. PÉTURSSON

ÁGÚST H. PÉTURSSON Ágúst H. Pétursson, fyrrv. sveitarstjóri á Patreksfirði, fæddist í Bolungarvík 14. september 1916. Hann andaðist í Reykjavík 1. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 8. mars. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 392 orð

Guðjón Sigurjónsson

GÓÐUR vinur er öllum mikils virði. Vinur sem glaðst er með á góðri stund og styður í erfiðleikum, hann er gott að heimsækja. Þannig vinur var Guðjón mágur og svili okkar. Lengst af var vík á milli vina, hann og Steinunn bjuggu á Suðurlandi en við fyrir vestan. Margar voru ferðirnar suður og alltaf vorum við boðin til þeirra. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 223 orð

GUÐJÓN SIGURJÓNSSON

GUÐJÓN SIGURJÓNSSON Guðjón Sigurjónsson fæddist 25. september 1915 í Reykjavík. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 4. febrúar síðastliðinn.. Guðjón var sonur Sigurjóns Jónssonar skipstjóra, Jónssonar hafnsögumanns á Eyrarbakka, Sigurðssonar, og konu hans Ingibjargar Magnúsdóttur frá Kolholtshelli í Flóa, Þorsteinssonar. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 583 orð

Guðmundur Sigurðsson

Kveðjustundin er runnin upp og einn helsti forsvarsmaður bormanna Íslands hefur stigið um borð í knörr ferjumannsins mikla og tekið sér far heim, yfir móðuna miklu. Hans er nú sárt saknað meðal starfsfélaga, en minningin um góðan dreng lifir. Það er ekki á neinn hallað þótt Guðmundur Sigurðsson sé talinn forvígismaður meðal brautryðjenda í jarðborunum á Íslandi. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 31 orð

GUÐMUNDUR SIGURÐSSON

GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Guðmundur Sigurðsson fæddist á Geirseyri við Patreksfjörð 29. janúar 1926. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 28. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 8. mars. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 229 orð

Guðrún Jónsdóttir

Við kveðjum þig, Guðrún mín, í dag með kæru þakklæti fyrir þá miklu ástúð sem þú gafst og sýndir okkur nágrönnum þínum á Bergi frá fyrstu stundu. Þinn hlýi faðmur var ætíð opinn, kossar þínir innilegir, móttökur og kveðjur svo fagrar í endurminningunni. Jákvæð og fróm kona var Guðrún og mátti mikið af henni læra. Hún bætti allt og alla, lyfti dægurþrasi ofar og gerði stundina mikilvæga. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 159 orð

Guðrún Jónsdóttir

Að lifa er að skynja nýjan tíma. Tíðin liðna er jörðin. Að deyja er að lifa nýjum tíma. Tíðin framundan er himinninn opinn nýrri stund. (Þorgeir Sveinbjarnarson) Látin er á 83. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 226 orð

Guðrún Jónsdóttir

Nú er elsku Gunna frænka horfin okkur sjónum að eilífu. Við sáum hana síðast í október, þegar við komum í stutta heimsókn til Íslands. Ekki datt okkur í hug þá að við fengjum ekki að sjá hana aftur. Við væntum skemmtilegra endurfunda næsta sumar. Af því verður ekki. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 350 orð

Guðrún Jónsdóttir

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér (Ingibj. Sig.) Það er svo erfitt að kveðja þig, elsku Gunna mín. Ég sakna þín meira en nokkur orð fá lýst. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 289 orð

Guðrún Jónsdóttir

Mig langar í nokkrum orðum að kveðja Gunnu frænku er lést eftir stutta legu á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Gunna hafði síðustu árin átt við veikindi að stríða en alltaf tekið veikindum sínum með mikilli ró, sem var einkennandi fyrir hana. Í þessum veikindum naut hún einstakrar umhyggju Óla, sem alltaf var sem klettur við hlið hennar. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 166 orð

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Guðrún Jónsdóttir fæddist í Sandvík á Eyrarbakka 8. október 1913 og bjó þar alla sína tíð. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Guðmundsdóttir (f. 24. september 1880, d. 15. júní 1961) og Jón Guðbrandsson (f. 21.júlí 1866, d. 25. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 323 orð

Ingunn Magnúsdóttir Tessnow

Elskuleg móðursystir mín er látin. Hún lést á áttræðisafmæli eiginmanns síns 7. febrúar síðastliðinn. Með fráfalli Ingu er farin einhver elskulegasta og hjartahlýjasta manneskja, sem ég hef fyrir hitt á lífsleiðini nema þá væri móðir hennar, móðuramma mín, Ingibjörg Magnúsdóttir, sem bjó í Feitsdal við Arnarfjörð. Þær voru um margt líkar. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 29 orð

INGUNN MAGNÚSDÓTTIR TESSNOW

INGUNN MAGNÚSDÓTTIR TESSNOW Ragnheiður Ingunn Magnúsdóttir Tessnow fæddist í Arnarfirði 26. október 1913. Hún lést á Borgarspítalanum 7. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 19. febrúar. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 238 orð

Jóhanna Guðbjörg Albertsdóttir

Elsku amma. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar þú ert ekki lengur á meðal okkar. Ég man þegar þú dvaldir hjá okkur á Akranesi til að hjálpa foreldrum mínum þegar tvíburarnir, bræður mínir, voru nýfæddir. Ég held að mér sjö ára guttanum hafi þótt það ansi gott að hafa þig til að hugsa um okkur eldri systkinin og veita okkur athygli þegar móðir mín hafði nóg að gera. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 636 orð

Jóhanna Guðbjörg Albertsdóttir

Nú hefur hún Jóhanna móðursystir mín lagt upp í þá ferð er okkar allra bíður. Lífið var ekki orðið henni til neinnar gleði og lausunin því langþráð. Eitt sinn sagði hún við mig að hún óskaði sér ekki að lifa langa ellidaga. Þó varð það hennar hlutskipti því hún hefði orðið 99 ára eftir fáa daga. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 262 orð

JÓHANNA GUðBJöRG ALBERTSDÓTTIR

JÓHANNA GUðBJöRG ALBERTSDÓTTIR Jóhanna Guðbjörg Albertsdóttir fæddist á Vindheimum í Skagafirði 11. mars 1897. Hún andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir og Gottskálk Albert Björnsson, bæði ættuð úr Skagafirði. Systkini Jóhönnu voru: Sveinbjörn, d. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 538 orð

Karl Thorarensen

Sumir dagar eru öðrum dögum eftirminnilegri í lífi hvers manns. 18. júní 1974 er einn af þeim dögum sem fastast hafa grópast í minni mitt. Þetta var fyrsti vinnudagur minn á Eskifirði. Ég hafði flutt á Eskifjörð tveimur dögum fyrr með fjölskyldu og komið mér fyrir og nú var komið að því að mæta til vinnu. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 283 orð

Karl Thorarensen

Nú hefur elskulegur tengdafaðir minn kvatt þetta líf. Mér verður hugsað til orða Kahlil Gibran um dauðann: "Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?" Hugur minn reikar aftur um mörg ár, þegar ég 17 ára kynntist honum fyrst á Gjögri, í húsinu, sem hann teiknaði og smíðaði sjálfur. Á æskuslóðum sínum var Kalli í essinu sínu. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 458 orð

Karl Thorarensen

"Nú er langafi okkar orðinn engill," sögðu Bjarni og Andri, og þannig minnumst við þín, sem bjartsýns og réttláts manns. Þú varst einstakt snyrtimenni, það báru verkstæðin þín merki um. Svo ekki sé minnst á bílinn þinn sem er orðinn antik í dag. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 490 orð

Karl Thorarensen

"Jæja svona fór það." Þetta sagði minn frændi og vinur, Karl F. Thorarensen járnsmíðameistari, oft. Er hann sagði þessa setningu hafði eitthvað mikið komið fyrir, svo sem að missa eða skemma eitt stykki bát eða því um líkt. Öðru máli gegndi, og þá gat hann orðið ansi hvass ef um vísvitandi ónákvæmni var að ræða, svo sem að setja hamarinn ekki alveg rétt á steðja eða eitthvað því um líkt. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 600 orð

Karl Thorarensen

Nú er fallinn í valinn minn kæri móðurbróðir Karl Thorarensen. Er þá horfinn yfir móðuna miklu síðasta greinin af stórum systkinahópi og langar mig að minnast hans með fáeinum fátæklegum línum. Hann var orðinn mikið veikur síðustu vikurnar sem hann lifði og hefur verið hvíldinni feginn. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 331 orð

Karl Thorarensen

Nú er hann Kalli okkar horfinn frá okkur, og er þar mikið skarð fyrir skildi. Það eru nokkrir áratugir síðan við kynntumst, og hefur okkur ætíð síðan verið vel til vina. Regínu konu Kalla þekkti ég nokkru fyrr ­ og sá ég brátt hvílíkan öðling hún átti fyrir eiginmann. Í hrjúfu en heillandi landslaginu á Ströndum undu þessi sómahjón sér eins og hluti af landinu sjálfu. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 378 orð

KARL THORARENSEN

KARL THORARENSEN Karl Ferdinand Thorarensen fæddist á Gjögri í Árneshreppi hinn 8. október 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands hinn 28. febrúar síðastliðinn. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 200 orð

Magnea Hjálmarsdóttir

Magnea Hjálmarsdóttir var kennari við Skildinganesskólann í Skerjafirði þegar hann tók til starfa sem sjálfstæð stofnun árið 1936. Hún kenndi við þann skóla þar til haustið 1946 að Melaskóli tók við af Skildinganesskólanum. Við Melaskólann kenndi Magnea síðan þar til hún lét af kennslustörfum. Magnea bjó sig vel undir kennsluna. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 29 orð

MAGNEA HJÁLMARSDÓTTIR

MAGNEA HJÁLMARSDÓTTIR Magnea Hjálmarsdóttir kennari fæddist í Syðra-Seli í Hrunamannahreppi 29. desember 1908. Hún lést á Droplaugarstöðum 25. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 6. mars. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 138 orð

Sigurður Ásgeirsson

Mig langar í nokkrum orðum að minnast ömmubróður míns Sigurðar Ásgeirssonar eða Sigga eins og hann var alltaf kallaður. Siggi var mjög söngelskur eins og öll systkinin frá Eiði. Sem ungur maður var hann mikið fyrir að setja saman vísur og einnig las hann mikið þó að skólaganga hans væri ekki löng. Við frændfólkið, sem kynntumst þér, minnumst þín þegar við heyrum sungið. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 262 orð

SIGURÐUR ÁSGEIRSSON

SIGURÐUR ÁSGEIRSSON Sigurður Ásgeirsson fæddist á Eiði í Hestfirði 28. október 1915. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 17. febrúar síðastliðinn. Móðir hans var Sigríður Kristín, f. 1. ág. 1875, d. 4. apríl 1932, Jónsdóttir á Sandeyri, f. 13. maí 1852, Guðmundssonar. Móðir Sigríðar Kristínar var Guðrún, f. 27. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 155 orð

Svava Jónsdóttir

Elsku amma. Okkur systkinin langar til að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Það var alltaf svo gaman á vorin þegar þið afi komuð frá Reykjavík til að dvelja hjá okkur heima í Snartartungu yfir sumartímann, og biðum við oft með óþreyju eftir að rauði Willis-jeppinn rynni í hlaðið, og eins gat það verið svo tómlegt þegar þið fóruð aftur á haustin. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 30 orð

SVAVA JÓNSDÓTTIR

SVAVA JÓNSDÓTTIR Svava Jónsdóttir fæddist á Vatnshömrum í Borgarfirði 1. júlí 1908. Hún lést í Sunnuhlíð í Kópavogi 16. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Óspakseyrarkirkju 2. mars. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 563 orð

Teitur Eggertsson

10. júní 1957 lagði tíu ára strákur frá Akranesi af stað til sumardvalar í sveit. Ferðalagið var langt fyrir þann, sem var að fara í fyrsta sinn að heiman. Víðidalur var í huganum í órafjarlægð frá Akranesi og auk þess var ferðinni heitið til fólks, sem var mér og mínum bláókunnugt. Líklega hef ég aldrei farið í "lengra" ferðalag á lífsleiðinni. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 845 orð

Teitur Eggertsson

Góður bóndi er fallinn frá. Hann ætlaði ásamt konu sinni að hægja á ferðinni við bústörfin, þar sem einkasonurinn og tengdadóttirin voru að taka við jörð og búi. Þau hjónin voru búin að skila miklu og góðu dagsverki og nú síðast að koma sér upp fallegu og þægilegu húsi við túngarðinn í Víðidalstungu II, þar sem þau ætluðu að búa við hlið ungu hjónanna og veita þeim aðstoð eftir getu. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 402 orð

Teitur Eggertsson

Mig langar til að minnast tengdaföður míns, Teits Eggertssonar, með fáeinum orðum. Kynni okkar hófust vorið 1994 þegar ég, borgarbarnið, fór að heimsækja unnusta minn í fyrsta sinn í Víðidalstungu II. Á þessum tíma var sauðburður í fullum gangi og húsin vöktuð hverja stund. Ég veit ekki hvernig Teiti mínum leist á þetta fyrst, þ.e. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 197 orð

Teitur Eggertsson

Teitur Eggertsson er látinn, móðurbróðir okkar sem var í hugum okkar frændi með stórum staf enda vissum við frameftir öllum aldri varla nafn hans, fyrir okkur var hann bara Frændi. Við áttum því láni að fagna að fá í bernsku að dvelja á heimili þeirra Maju og Frænda í Tungu, tíma og tíma, einnig voru heimsóknir til þeirra eða heimsóknir þeirra til okkar stóru stundirnar á ári hverju um jól, Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 279 orð

TEITUR EGGERTSSON

TEITUR EGGERTSSON Teitur Eggertsson, bóndi í Víðidalstungu II, fæddist í Stórhól í Víðidal í V-Húnavatnssýslu 20. júlí 1923. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eggert Þórarinn Teitsson, f. 10. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 198 orð

Þórarinn Sigmundsson

Það er mér erfitt að skrifa grein um hann afa minn án þess að hafa hana styttri en tíu blaðsíður, því ég vil bara með þessum fátæklegu orðum þakka fyrir að hafa fengið að þekkja hann og fá að eiga minninguna um hann í hjartanu. Hann er maður sem hefur verið til staðar fyrir mig alla mína ævi og alltaf verið mér mjög mikið. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 381 orð

Þórarinn Sigmundsson

Þórarni Sigmundssyni kynntist ég sumarið 1974. Hann kom á hverjum degi í verslunina Höfn á Selfossi, þar sem ég starfaði. Alltaf var erindið það sama, að kaupa Morgunblaðið. Hann lét einhverja skemmtilega athugasemd fylgja þegar ég rétti honum blaðið og hálf afsakaði sig. Lét í það skína að þetta væru óþarfa kaup, en samt alveg ómissandi. Mér fannst maðurinn strax mjög sérstakur. Meira
9. mars 1996 | Minningargreinar | 25 orð

ÞÓRARINN SIGMUNDSSON

ÞÓRARINN SIGMUNDSSON Þórarinn Sigmundsson mjólkurfræðingur fæddist í Reykjavík 27. júlí 1917. Hann lést 25. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 5. mars. Meira

Viðskipti

9. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 320 orð

Engin hlutafélög undanþegin birtingarskyldu

MEÐ gildistöku nýrrar reglugerðar um skil og birtingu ársreikninga munu fjölmörg fyrirtæki, sem hingað til hafa ekki birt ársreikninga sína, vera skuldbundin til að birta þá. Hér má nefna fyrirtæki á borð við Íslenska aðalverktaka, Mjólkursamsöluna, Hagkaup, og fleiri. Meira
9. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 560 orð

Hraða þarf hlutafélagsbreytingu

KJARTAN Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði á ársfundi bankans í gær að komast þyrfti sem fyrst að niðurstöðu um með hvaða hætti staðið yrði að því að breyta bankanum í hlutafélag. Þeirri niðurstöðu yrði síðan hrint í framkvæmd sem allra fyrst. Meira
9. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 403 orð

Landsbankinn með tæplega 177 milljóna hagnað

HAGNAÐUR Landsbanka Íslands nam alls um 176,9 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 21,6 milljónir árið áður. Rekstur bankans á árinu einkenndist af því að tekjur drógust nokkuð saman en mun minni framlög í afskriftarreikning gerðu gott betur en vega þar á móti. Meira
9. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 880 orð

Sameina á ríkisviðskiptabankana í einn banka

Björgvin Vilmundarson, formaður bankastjórnar Landsbankans, á ársfundi bankans Sameina á ríkisviðskiptabankana í einn banka Ekki er fjarri lagi að með slíkri sameiningu næðist að lækka rekstrarkostnað um kringum 1 milljarð á ári, m.a. Meira
9. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 568 orð

Skeljungur skilar 145 milljóna króna hagnaði

HAGNAÐUR Skeljungs hf. á síðasta ári nam 145 milljónum króna og jókst um 20 milljónir á milli ára. Rekstrartekjur fyrirtækisins hækkuðu um tæp 8% á milli ára og námu tæpum 6,5 milljörðum króna árið 1995. Rekstrargjöld jukust lítillega minna og námu rösklega 6,2 milljörðum. Að sögn Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, er þetta ein besta afkoma fyrirtækisins um langt árabil. Meira

Daglegt líf

9. mars 1996 | Neytendur | 103 orð

Hákarl í glerkrukkum hjá Svalbarða

HJÁ versluninni Svalbarða á Framnesveginum er nú farið að selja hákarl í glerkrukkum til að hann verði ekki ólystugur og geymsluþol aukist. Með þessum hætti geymist hákarlinn að minnsta kosti í mánuð og lengur ef krukkan er geymd í kæli. Hákarlinn er seldur í 200 og 300 gramma glerkrukkum. Hvítur hákarl er kallaður skyrhákarl og dökkur glerhákarl. Meira

Fastir þættir

9. mars 1996 | Fastir þættir | 140 orð

28 af 30 seldu unglingi tóbak

14 ÁRA unglingur fékk keypt tóbak í 28 af 30 sölustöðum, sem athugun starfsmanna Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar föstudag fyrir viku náði til. Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar gerði svipaða könnun í janúar sl. og segir í fréttatilkynningu ráðsins að niðurstaðan nú sé mikil vonbrgði. Meira
9. mars 1996 | Fastir þættir | 658 orð

Agdestein féll á eigin bragði

Næstsíðasta umferð hefst kl. 17 í dag, síðasta umferðin á morgun, sunnudag, kl. 13. Aðgangur ókeypis fyrir áhorfendur. NORÐMAÐURINN Jonathan Tisdall vann landa sinn Simen Agdestein nokkuð óvænt í sjöttu umferð Reykjavíkurskákmótsins. Agdestein gat sjálfum sér um kennt, í staðinn fyrir að taka jafntefli með því að þráleika, lék hann af sér manni. Meira
9. mars 1996 | Dagbók | 2680 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 8.-14. mars, að báðum dögum meðtöldum, er í Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16. Auk þess er Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14. Meira
9. mars 1996 | Í dag | 120 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 10.

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 10. mars, verður sjötug Lilja Guðmundsdóttir, Garðabraut 24, Akranesi. Hún tekur ásamt börnum sínum á móti gestum í Miðgarði, Innri-Akraneshrepp, frá kl. 16 á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Mánudaginn 11. mars nk. Meira
9. mars 1996 | Fastir þættir | 94 orð

Bridsfélag Akureyrar Þriðjudaginn 5. mars var spiluð 1. umfer

Þriðjudaginn 5. mars var spiluð 1. umferð Akureyrarmótsins í einmenningi og mættu 44 spilarar til leiks. Staðan í mótinu er þessi: 1. Pétur Guðjónsson1222. Stefán Sveinbjörnsson1143. Meira
9. mars 1996 | Fastir þættir | 142 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfir

Fimmtudaginn 29. febrúar hófst hraðsveitakeppni félagsins sem tekur alls 3 kvöld. Ellefu sveitir taka þátt í þessari keppni og hæsta skorinu á fyrsta spilakvöldinu náðu eftirtaldar sveitir (meðalskor 540): Sveinn S. Meira
9. mars 1996 | Fastir þættir | 46 orð

BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson Butler Breiðhyltin

Hafinn er þriggja kvölda butler tvímenningur og er staða efstu para að loknum fimm lotum þessi: Staðan eftir 5 umferðir: María Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson74Helgi Skúlason - Loftur Pétursson68Una Árnad. - Kristján Jónasson53Alfreð Þ. Meira
9. mars 1996 | Fastir þættir | 430 orð

BRIDS Umsjón Arnór Ragnarsson Silfurstigasveitakeppn

Laugardaginn 2. mars var haldin silfurstigasveitakeppni til styrktar yngri spilurum. Spilaðar voru 7 umferðir með 10 spila leikjum. Sigurvegari var sveit Héðins Schindlers hf., en þeir fengu alls 143 vinningsstig. Spilarar í sveitinni voru Hjálmar S. Pálsson, Sveinn R. Þorvaldsson, Kjartan Jóhannsson og Helgi Hermannsson. Úrslit urðu annars þessi: Héðinn Schindler hf. Meira
9. mars 1996 | Fastir þættir | 276 orð

BRIDS Umsjón Arnór Ragnrsson Undankeppni fyrir Íslan

Um síðustu helgi fór fram á Hótel Húsavík bridsmót í tvímenningi fyrir Norðurland eystra 1996, en sigur í því móti gefur rétt til keppni til úrslita á Íslandsmótinu í tvímenningi. Spilaður var svonefndur barometer tvímenningur, 25 umferðir og öll spil tölvugefin. Úrslit: Stefán Sveinbjörnsson - Jón A. Jónsson93Hróðmar Sigurbjörnss. - Stefán G. Meira
9. mars 1996 | Fastir þættir | 206 orð

Draumur sem varð að veruleika

HANN VAR litríkur hópurinn sem hélt á vit ævintýranna til Kalmar í Svíþjóð klukkan sex að morgni 29. júlí '95. Kalmarbær er alveg yndislegur bær og aðstaðan þar til ráðstefnuhalds er mjög góð. Strax á laugardaginn vorum við komin í stuttbuxurnar og úr þeim fórum við ekki nema aðeins til að fara í sundfötin. Meira
9. mars 1996 | Fastir þættir | 960 orð

Er ég haldinn streitu?

Spurning: Undanfarna mánuði hef ég fundið í sívaxandi mæli fyrir spennu og eirðarleysi. Ég á erfitt með að sofna á kvöldin og vakna fyrir allar aldir og finnst ég vera síþreyttur. Ég er í skemmtilegu starfi sem blaðamaður, en álagið er stundum dálítið mikið. Meira
9. mars 1996 | Fastir þættir | 1704 orð

Fullkomið frelsi í ræktun íslenskra hesta" Þýski hestamaðurinn Andreas Trappe fékk inngöngu í hestamannafélagið Hörð fyrir

ÞÝSKI hestamaðurinn Andreas Trappe hefur komið allnokkuð við sögu í umræðum hestamanna síðustu vikurnar eftir að hann sótti um inngöngu í hestamannafélagið Hörð í Kjósarsýslu. Hefur hann nú fengið inngöngu og nýlega veitti hann hinum nýju félögum úr visku- og kunnáttubrunni sínum á reiðnámskeiði sem haldið var í Hestamiðstöðinni Hindisvík og félagssvæði Harðar. Meira
9. mars 1996 | Fastir þættir | 994 orð

Guðspjall dagsins: Jesús rak út illan anda. (Lúk. 11.)

Guðspjall dagsins: Jesús rak út illan anda. (Lúk. 11.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á Hrafnistu kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. KIRKJA HEYRNARLAUSRA:Guðsþjónusta í Áskirkju kl. 14. Hildur Margrét Einarsdóttir, nemi í guðfræði og táknmálsfræði, prédikar. Sr. Miyako Þórðarson. Meira
9. mars 1996 | Fastir þættir | 977 orð

Námið er vinna

SAFARÍK Sirloin-steikin bráðnar í munni eins og smér á brauði sem legið hefur úti í garði á sólríkum sumardegi. Ekki sakar að hún er glóðarsteikt og pensluð með sérlagaðri barbekjú-sósu að hætti hússins. Glaðbeitt gengilbeinan þjónar til borðs eins og henni er einni lagið, enda er hún vön því að fá gesti. Við erum á veitingastaðnum Astró og klukkan er að verða átta. Meira
9. mars 1996 | Fastir þættir | 451 orð

Ótrúleg gleði

"ÉG sá mikið af frægu fólki þarna og man til dæmis eftir Sophiu Loren," segir Ólafur Laufdal veitingamaður sem margoft sótti Stúdíó 54 á sínum tíma. Ólafur opnaði diskótekið Hollywood 1978 og fór utan 5-6 sinnum á ári til þess að kynna sér helstu nýjungar í slíkum rekstri. Meira
9. mars 1996 | Dagbók | 420 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Stapafell

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Stapafell ogArina Artica sem fóru samdægurs. Þá komu einnig Viðey og Írafoss. Sóley og Rita Mærsk fóru út. Í dag fer Víðir EA út og danska eftirlitsskipiðBeskytteren kemur. Meira
9. mars 1996 | Fastir þættir | 135 orð

Sjeikspírurnar leggja land undir fót

LEIKLISTARHÓPURINN Sjeikspírurnar hefur starfað af fullum krafti í nokkur ár. Í honum eru 14 krakkar á aldrinum 14-18 ára, flestir af höfuðborgarsvæðinu. Þeir koma saman einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum, í Kramhúsinu. Þar fer fram kennsla í leiklist og líkamsbeitingu undir leiðsögn Hörpu Arnardóttur. Meira
9. mars 1996 | Fastir þættir | 1920 orð

Skemmtigarður hinna fullorðnu

HINN 14. desember 1978 réðust 30 starfsmenn bandarískra skattyfirvalda til inngöngu í næturklúbbinn Stúdíó 54, og tóku annan eigendanna fastan. Jafnframt fjarlægðu þeir fjölda ruslapoka sem úttroðnir voru af peningaseðlum úr kjallaranum, kvittanir sem faldar voru í loftplötum og hundruð gramma af kókaíni. Talið var að um 70. Meira
9. mars 1996 | Dagbók | 290 orð

SPURT ER ...»Frægur rit

»Frægur rithöfundur, sem klerkastjórnin í Íran vill að verði tekinn af lífi, gaf á síðasta ári út bókina "Síðasta andvarp márans". Hvað heitir hann? »Hvað merkir orðtækið að fara í föt einhvers? »Sósíalistar á Spáni töpuðu þingkosningum fyrir viku eftir að hafa setið 13 ár við völd. Meira
9. mars 1996 | Í dag | 384 orð

Tapað/fundið Gleraugu fundust GLERAUGU fundust í

GLERAUGU fundust í Elliðaárdalnum 4. mars sl. Gleraugun eru frekar stór með silfraðri umgjörð, orðin dulítið lúin. Uppl. í síma 553-5142. Taska tapaðist RAUÐMUNSTRUÐ tautaska með axlarólum tapaðist í bílageymslunni í Borgarkringlunni sl. þriðjudag. Í töskunni voru m.a. filofax og tónfræðiverkefni. Upplýsingar í síma 551-6998. Meira
9. mars 1996 | Í dag | 356 orð

VERNIG stendur á því að sumir fjölmiðlar tönnlast stöðugt á því

VERNIG stendur á því að sumir fjölmiðlar tönnlast stöðugt á því þessa dagana að maður, sem telur dóm í sakamáli á hendur sér ranglátan, ætli að skjóta málinu til Evrópudómstólsins? Það mætti halda að þeir hinir sömu fjölmiðlar héldu að Ísland væri gengið í Evrópusambandið, því að Evrópudómstóllinn, sem hefur aðsetur í Lúxemborg, Meira
9. mars 1996 | Fastir þættir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

ER pastað bara naglinn í súpunni? Það er ekki svo fjarri lagi. Pasta er búið til úr hveiti og vatni, og er því engin hollustufæða svona eitt og sér. Ég hefi lengi reynt að segja nemendum mínum það með litlum árangri. Þau horfa á mig stórum augum og hugsa með sér: "Sú er vitlaus, íþróttamenn borða pasta til að fá orku fyrir keppni. Meira

Íþróttir

9. mars 1996 | Íþróttir | 257 orð

1. deild karla: Snæfell - Þór Þorláksh.82:83

Leikir í fyrrinótt: Charlotte - Dallas 119:105 Cleveland - Atlanta 72:83 Chicago - Detroit 102:81 Denver - Phoenix 103:92 Golden State - Hiuston 95:86 Sacramento - LA Lakers 89:102 Michael Jordan fór á kostum með Chicago - skorði 53 stig og rauf 50 stiga múrinn í 28. Meira
9. mars 1996 | Íþróttir | 52 orð

EM-titillinn innsiglaður

EM-titillinn innsiglaður VALA Flosadóttir er hér aðhefja sig til "flugs" í metstökkinu, 4,16 metrar, í Globenhöllinni í gærkvöldi ogum leiða að tryggja sér Evrópmeistaratitilinn í stangarstökki fyrst kvenna. Þá settihún Íslands-, Norðurlandamet og heimsmet unglinga. Meira
9. mars 1996 | Íþróttir | 39 orð

Frjálsíþróttir

Evrópumeistarmótið innanhúss Stangarstökk kvenna: 1.VALA FLOSADÓTTIR4,16 2.Christine Adams,(Þýskal.) 4,05 3.Gabriela Mihalcea,(Rúmeníu) 4,05 4.Daniela Kopernick,(Þýskal.) 3,95 5.Andrea Mueller,(Þýskal.) 3,95 6. Meira
9. mars 1996 | Íþróttir | 129 orð

KEVIN Keegan,

KEVIN Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, tilkynnti Faustino Asprilla að hann mætti skjótast til Parma í nokkra daga frí, þar sem næsti leikur Newcastle er ekki fyrr en 18. mars. MAN. Utd. Meira
9. mars 1996 | Íþróttir | 157 orð

Með Herjólfi til Eyja

TVEIR landsleikir í kvennahandknattleik verða í Vestmannaeyjum um helgina. Þá eigast við í undankeppni Evrópmeistaramótsins Íslendingar og Svíar, en samkomulag náðist við Svía um að leika báða leikina hér á landi. Fyrri leikurinn er í dag klukkan 13.30. Ófært var flugleiðina til Eyja í gær og þurfti íslenska liðið að fara með Herjólfi um hádegisbilið í gær í leiðindaveðri. Meira
9. mars 1996 | Íþróttir | 348 orð

Meistarabarátta

ÍSLANDSMEISTARAR Vals hefja meistaravörn sína með því að leika gegn Gróttumönnum, sem eiga ekki að vera nein hindrun fyrir meistarana. Valur hefur fagnað meistaratitli þrjú ár í röð, eða í öll skiptin sem Valsliðið hefur leikið í úrslitakeppninni með því fyrirkomulagi sem er í dag. Þegar það fyrirkomulag var tekið upp 1992 komust Valsmenn ekki í úrslitakeppnina. Meira
9. mars 1996 | Íþróttir | -1 orð

Mikil Varnarbarátta í Grindavík

GRINDVÍKINGAR lögðu baráttuglaða Borgnesinga að velli í leik hinna sterku varna í Grindavík í gærkvöldi, 78:63. Leikurinn einkenndist af sterkum varnarleik og baráttu beggja liða sem kom niður á áferð körfuboltans. Ég þekki Borgarnesliðið mjög vel og vissi að þetta er stemmningslið, úrslitalið, og það kom mér ekkert á óvart að þeir væru yfir í byrjun. Meira
9. mars 1996 | Íþróttir | 274 orð

Naumt hjá Keflvíkingum

Við lékum herfilega illa síðustu mínúturnar og gáfum þeim um leið tækifæri á að komast inn í leikinn, en sigur er sigur og þetta var ákaflega þýðingarmikið skref hjá okkur. Nú er bara að standa sig á sunnudaginn og þá ætlum við að klára dæmið," sagði Jón Kr. Meira
9. mars 1996 | Íþróttir | 266 orð

Rúmur milljarður kr. í aðgangseyri

Uppselt er á leik AC Milan og Inter á San Siro-leikvellinum í Mílanó, þar sem 80 þús. áhorfendur verða saman komnir á sunnudagskvöld. Áhorfendurnir greiða 1,222 milljarða ísl.kr. í aðgangseyri. AC Milan, sem er nú á toppnum, hefur ekki náð að fagna sigri á Inter í tvö ár. Eftir leikinn gegn Inter mætir liðið Parma, Lazió, Napoli, Torino og Fiorentina í meistarabaráttunni. Meira
9. mars 1996 | Íþróttir | 97 orð

Sex Íslendingar hafa unnið verðlaun á EM

VALA Flosadóttir ÍR er sjötti Íslendingurinn sem vinnur verðlaun á Evrópumeistaramóti í frjálsíþróttum - fékk gull í gærkvöldi. Gunnar Huseby KR varð Evrópumeistari utanhúss í kúluvarpi 1946 í Ósló og aftur í Brussel fjórum árum síðar. Torfi Bryngeirsson KR varð meistari í stangarstökki í Brussel 1950. Meira
9. mars 1996 | Íþróttir | 304 orð

Skráði nafn sitt á spjöld sögunnar

ÁTJÁN ára íslensk stúlka kom heldur betur við sögu á Evrópumeistaramótinu innanhúss í hinni glæsilegu Globen-höll í Stokkhólmi í gærkvöldi, þar sem hún fagnaði sigri í stangarstökki. Vala setti Íslands- og Norðurlandamet er hún stökk 4,16 m. Vala reyndi við Evrópumet innanhúss með því að stökkva 4,23 m, en felldi naumlega. Meira
9. mars 1996 | Íþróttir | 289 orð

UMFG - UMFS78:63

Íþróttahúsið í Grindavík, úrslitakeppnin í körfuknattleik, fyrsti leikur, föstudaginn 8. mars 1996. Gangur leiksins: 2:0, 6:10, 10:14, 21:14, 23:20, 28:24, 33:26, 33:31, 38:39, 44:43, 53:43, 61:45, 67:58, 77:59, 78:63. Meira
9. mars 1996 | Íþróttir | 183 orð

UM HELGINAHandknattleikur 1. dei

Handknattleikur 1. deild karla: Sunnudagur: Strandgata:Haukar - FH20.30 KA-heimilið:KA - Stjarnan20 Mánudagur: Valsheimilið:Valur- Grótta20 Ásgarður:Stjarnan - UMFA20 2. Meira
9. mars 1996 | Íþróttir | -1 orð

Vala felldi naumlega í tilraun við Evrópumet

"ÞETTA er alveg stórkostlegt og ég er ekki búin að átta mig á þessu ennþá," var það fyrsta sem Vala Flosadóttir, nýkrýndur Evrópumeistari í stangarstökki, sagði þegar hún hafði lokið keppni á EM í frjálsíþróttum innanhúss í Globen-höllinni í Stokkhólmi í gærkvöldi. Vala stökk 4,16 metra og bætti eigin árangur, sem jafnframt er Norðurlandamet og heimsmet unglinga, um fimm sentimetra. Meira
9. mars 1996 | Íþróttir | 43 orð

Vala kynnt með sérstökum hætti

ÞULURINN á Evrópumeistaramótinu í Globen-höllinni í Stokkhólmi kynnti Völu Flosadóttur með allsérstæðum hætti. Sagði hana frá Íslandi, Lundi í Svíþjóð. Aðrir keppendur voru kynntir aðeins frá sínu heimalandi þannig að greinilegt var að Svíar vilja eiga eitthvað í Völu. Meira
9. mars 1996 | Íþróttir | 170 orð

Verður Johan Petterson "frystur"?

MIKIL leiðindi hafa blossað upp hjá sænska handknattleiksliðinu S¨avehof vegna landsliðsmannsins Johan Petterson, sem leikur í hægra horninu. Það getur svo farið að hann verði "frystur" og leiki ekki meira með liðinu í vetur. Meira

Úr verinu

9. mars 1996 | Úr verinu | 153 orð

Námskeið í kvörðun á vogum og hitamælum

RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnaðarins áformar að halda námskeið í kvörðun voga og hitamæla og eftirliti 15. mars nk. Námskeiðið er einkum ætlað rannsóknarfólki en mun einnig nýtast þeim sem starfa við framleiðslu ýmiss konar. Með kvörðun er átt við aðgerð sem lögð er til grundvallar hvort mælibúnaður telst starfa á viðunandi hátt eða ekki. Meira
9. mars 1996 | Úr verinu | 418 orð

SR-Mjöl hf. tekið á móti 130.000 tonnum af loðnu

"LOÐNUVERTÍÐIN hefur gengið vel fram að þessu," segir Þórður Jónsson, framleiðslustjóri SR-Mjöls. "Það hefur þó verið bræla síðustu sólarhringa og veiðin verið minni." Hann segir að flotinn sé allur að færa sig vestur fyrir land, sem sé óhagstætt fyrir SR-Mjöl vegna þess að þá falli verksmiðjurnar á Austfjörðum út úr myndinni. Meira

Lesbók

9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Af hverju eru sinfóníuhljómsveitir allar eins? Stórar hljómsveitir þykja hver annarri líkari og tónlistarmenn leita að sama

AÐAL góðra hljómsveita þótti eitt sinn fólgið í sérkennum þeirra. Franskar hljómsveitir bjuggu yfir sterkum hljómi léttleika, sem rekja mátti til horna og básúna, í Mið-Evrópu réð íburður Habsborgaranna áferð strengjanna, Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1208 orð

Á þröm þrekvirkja Í New York hefur leikhúsið löngum verið leitt til öndvegis. Leikrit, söngleikir, gamanleikir og sjónarspil af

Í New York hefur leikhúsið löngum verið leitt til öndvegis. Leikrit, söngleikir, gamanleikir og sjónarspil af öðrum toga - allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi, eins og Orri Páll Ormarsson ályktaði er hann var staddur í stórborginni á dögunum. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 151 orð

Blindu mennirnir Erlingur E. Halldórsson þýddi

Gæt að, mín sála; víst eru þeir viðurstyggð! viðlíka og gínur; og margur að þeim skríkir Þar sem þeir skrefa, skaðvænir, svefngenglum líkir, og skjóta burt augnkólfi, myrkum af hryggð. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 396 orð

Cold Fever um öll Bandaríkin

KVIKMYND Friðriks Þórs Friðrikssonar, Cold Fever (Á köldum klaka), hefur hlotið góða dreifingu í Bandaríkjunum en hún verður sýnd í um 50 kvikmyndahúsum vítt og breitt um landið á næstu mánuðum. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 163 orð

efni 9. marz

Matur er mannsins megin- en hverju hefur nýtt og breytt mataræði skilað okkur, spyr Úlfur Ragnarsson læknir í grein sem hefst á forsíðu. hann ræðir hræðsluáróðurinn gegn matvörum eins og eggjum og smjöri, sem eiga að vera skaðleg kransæðum hjartans. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð

Eins og bæjarlækurinn

Ég kem af fjallinu inn í föla birtu rökkursins af fjallinu úr hvítri kyrrð þagnarinnar úr bjarma sólarinnar inn í blátt ljósið við bæjarlækinn sem hjalar og hjalar. Hjalaðu við mig hljótt eins og bæjarlækurinn. Leggðu svala hönd þína á heitt enni mitt meðan ég hverf inn í mjúkan svartan faðm svefnsins. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 198 orð

Erfiðir tónleikar Pavarottis

ÁHORFENDUR gerðu stórsöngvaranum Luciano Pavarotti lífið leitt þegar hann kom fram á tónleikum í Montevideo í Urugvæ fyrr í vikunni og þurfti forseti landsins, Julio Sanguinetti, að skerast í leikinn til þess að söngvarinn lyki tónleikunum. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 131 orð

ég er...

ég er maður af mold meistaraverk. hugur minn haf hjartað þess brim. andi minn allt alvaldsins glóð. ég lofsyng þig líf lithvörf þín ber. ég var fangi þinn frost fann varla til. reiði mín rík ég var rjúkandi flak. hvert spor mitt var spurn er sprengdi af sér ok. ég er brynvarið barn sem biður um yl. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Ég trúi á spriklið í tilverunni" Einn góðra gesta á dönskum bókmenntadögum Norræna hússins er danska ljóðskáldið Benny Andersen.

Ef eitthvert danskt skáld á skilið heitið þjóðskáld, þá er það Benny Andersen. Það vita líklega nokkurn veginn allir Danir hver Benny Andersen er og geta sungið um Svante hans og Nínu. Danir koma vart svo saman á góðri stund að þeir kyrji ekki vísuna um Svante, sem hugleiðir að hamingjan sé ekki það versta sem til sé, meðan hann borðar brauðið sitt með ostinum, Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 409 orð

Fáein orð um frægar vísur

Algengt er, að deilt sé um höfundarrétt vel kveðinna vísna, sem margir vildu kveðið hafa. Vafasamt er að slá fram fullyrðingum um eignarrétt þeirra, eins og gert er í Lesbók Morgunblaðsins 17. febrúar sl., 4.-5. bls. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1324 orð

Fékk kjól og kall Prestur í Vík í Mýrdal

Átti borgarbarn erindi í Mýrdalinn? Fyrsta prestakallið, er ég sótti um, var Háteigsprestakall, en ég náði ekki kosningu, þótt tiltölulega litlu hafi munað. Kjörin var síra Jón Þorvarðarson, prófastur í Vík. Þriðji umsækjandinn var síra Björn O. Björnsson, en hann hlaut aðeins fá atkvæði. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 781 orð

Fjármagn vantar Í framhaldi af opinberri umræðu um stöðu RÚV og ekki síst stöðu innlendrar dagskrárgerðar hjá Sjónvarpinu á

Á FUNDINUM fóru fram líflegar umræður meðal annars um fjármál, skipulag og húsnæðismál RÚV. Gestur fundarins var Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður útvarpsráðs, en ásamt honum tóku þátt í umræðunum, Sveinbjörn I. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 123 orð

Framtíðarbíó á listasafni

ÞEGAR kvikmyndin "Blade Runner" eftir Ridley Scott var frumsýnd árið 1982 rökkuðu kvikmyndagagnrýnendur hana niður hver um annan þveran. Tímaritið The New Yorker varði þremur blaðsíðum í að draga myndina í svaðið. Hún þótti illa gerð og yfirborðskennd. Kvikmyndin "E.T. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 146 orð

Heimsókn

Þú situr við borðið. Í bakgrunni er hvítur veggur. Birta að utan. Úr katlinum tekur að rjúka. Og þú talar um vin þinn og hugsi við hlustir leggur er hrósa ég bók sem í gærkvöldi ég var að ljúka. Þú ert glaðlynd og öðru hverju fæ ég að heyra hlátur þinn. Gegnum ljósbrúnt hárið þú strýkur. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 948 orð

Heldur þann versta en þann næstbesta Hið ljósa man er táknmynd þess sem okkar beygða þjóð á að vera; fögur, greind og umfram

"ÍSLANDSKLUKKAN er svo auðug bók að það væri hægt að gera úr henni margar og gerólíkar leikgerðir. Maður verður þó alltaf að takmarka sig á einhvern hátt, þrengja sjóndeildarhringinn og við höfum valið að segja hina margbrotnu örlagasögu Snæfríðar Íslandssólar", Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 74 orð

Hið ljósa man frumsýnt

LEIKGERÐ Bríetar Héðinsdóttur af Íslandsklukku Halldórs Laxness, Hið ljósa man, og verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sigrún Edda Björnsdóttir fer með hlutverk Snæfríðar Íslandssólar og er á sviðinu allan leiktímann. Í samtali við Morgunblaðið segir hún það forréttindi og heiður fyrir sig að takast á við þetta verk. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Hverju hefur nýtt og breyttmataræði skilað okkur?

AÐ ÞVÍ er látið liggja, að kostnaður af heilbrigðisþjónustu hækki svo mjög að í óefni stefni. Fjárveitingar eru skertar æ meir og sú áhætta tekin að á rétt sjúkra, örkumla og aldraðra er svo freklega gengið, að venjulegt fólk fer að halda að eitthvað hljóti að vera að siðferðiskennd og greindarstigi þeirra, sem við kusum yfir okkur sjálf lýðræðislega. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 200 orð

Í leikhúsi í New York

MEÐAL verka sem hægt er að sjá á Broadway um þessar mundir má af verkum alvarlegs eðlis nefna Master Class, sem segir frá listakonunni og manneskjunni Mariu Callas á efri árum, og lagatryllinn Inherit the Wind með gamla brýninu George C. Scott. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

Kór Kvennaskólans í Njarðvíkurkirkju

KÓR Kvennaskólans í Reykjavík og nemendur úr söngdeildum Tónlistarskólans á Akranesi og Tónlistarskólans í Keflavík halda söngtónleika í Njarðvíkurkirkju í dag, laugardaginn 9. mars kl. 15. Stjórnendur eru Árni Sighvatsson og Sigurður Bragason. Píanóleikarar eru Ragnheiður Skúladóttir, Tim Knappett og Jón Sigurðsson. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 54 orð

Listamenn frá New York

EFTIRFARANDI listamenn frá New York sýna litskyggnur og fjalla um verk sín í Nýlistasafninu í kvöld kl. 20.30; James Carl, Kevin Kelly, Gian Calaci, Michael Crawford, Paul Andrade, Jill Reynolds og Ryan Menlow, Linda Cummings, Bruce Conkle, Nic Maffei og Daniel Spitser. Fyrirlesturinn er á ensku og eru allir velkomnir. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1247 orð

Meistaralegur leikur ljóss og skugga

Angels of the Universe (Englar alheimsins) eftir Einar Má Guðmundsson. Ensk þýðing Bernards Scudders. Útgefandi Shad Thames. 1995. HVER getur haldið fullum sönsum í vitskertum heimi er spurt í "Englum alheimsins" og svarið er þetta: Þeir geðveiku, sem hafa flúið inn í sjálfa sig, og börnin, sem heimurinn hefur ekki enn náð að spilla. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 112 orð

Nútímafólk

Úr iðrum jarðar stigu þau upp, gárungar hafsins. Íklædd gráum jakkafötum, skjöldum sálarinnar. Hver voru þau sem gátu grætt sig þurrum tárum og litið til heimsins með teygðar hendur? Með skjalatöskur í stíl við fötin sem geymdu hin óupplýstu leyndarmál grámans. Saltvatn Í hringiðu sjávar komstu til mín með vöknuð augu. Það var engin ástæða. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1127 orð

Ósýnilegt álfatippi Íslands

RABB Ósýnilegt álfatippi Íslands Það er búið að sýna íslenskt álfatippi í sænskum sjónvarpsþætti svo það er mál að rabba um það, svo útlendingar viti ekki meira um þetta undur en við sjálf. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 81 orð

Samsýningu norrænna barna að ljúka

SÝNINGUNNI 920 millibör, sem er samsýning á verkum íslenskra, færeyskra og grænlenskra listamanna og staðið hefur yfir í sýningarsölum Norræna hússins frá 17. febrúar, lýkur nú á sunnudag. Anna Eyjólfsdóttir, Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Skáld fárra orða en margra lesenda Skáldið Inger Christensen er þekkt langt fyrir utan landsteinana og á sér tryggan lesendahóp

Hún er skáld fárra orða en margra lesenda. Bækur hennar hafa selst í tuttugu og þrjátíu þúsunda eintaka upplögum, en ljóðabækurnar eru hvorki digrar né margar. Sú síðasta kom út 1991, Fiðrildadalurinn. Sálumessa og hlaut mikið lof gagnrýnenda heima og heiman. Inger Christensen er einna þekktust danskra ljóðskálda erlendis og þá ekki síst á þýska markaðnum. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 93 orð

Stjörnustund

RÚSSNESKA ballerínan Maja Plísetskaja dansaði í vikunni í ballettinum "Isadora Duncan" í Kænugarði. Plísetskaja er sjötug að aldri, en hún var helsti dansari Bolsjoi-ballettsins í Moskvu um árabil. Ballettinn er tileinkaður bandaríska ballettdansaranum Isadoru Duncan, sem þykir hafa verið einna fyrst til að gera tjáningardans að skapandi listgrein. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 173 orð

Sven Havsteen - Mikkelsen í anddyri Norræna hússins

SÝNING á svartkrítarmyndum eftir danska listamanninn Sven Havsteen-Mikkelsen hefur verið opnuð í anddyri Norræna hússins. Á sýningunni eru m.a. krítarteikningar, sem Sven Havsteen- Mikkelsen gerði 1965, þegar hann ferðaðist um Ísland ásamt danska rithöfundinum Martin A. Hansen. Afrakstur ferðarinnar var ferðasagan Rejse paa Island, sem Sven Havsteen-Mikkelsen myndskreytti. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 71 orð

Söknuður

Þú hvarfst á braut í haust eins og lauf trjánna hvert fórstu, hvar ertu. Þjáning mín leitar eftir svari út í rökkur harmsins en fær ekkert svar. Og niður rósrauða vanga hinnar hnígandi sólar drýpur þögnin og í horni þjáninga minna þornar hún og verður að dusti sem fýkur fyrir lífinu eilífa hringrás en kemur þó aldrei aftur. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1054 orð

Tertukonur og ragnarök Sjónþing í Gerðubergi á sunnudaginn um Ragnheiði Jónsdóttur og sýningar í tengslum við það mun beina

SJÓNÞING um verk Ragnheiðar Jónsdóttur og hana sjálfa verður í Gerðubergi á sunnudaginn. Stjórnandi er Hannes Sigurðsson listfræðingur, spyrlar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og Svala Sigurleifsdóttir myndlistarmaður. Sama dag verður opnuð yfirlitssýning á verkum Ragnheiðar í Gerðubergi. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3018 orð

Tilvistarvandi fjölskyldunnar í nútíma samfélagi

ÍGREIN þessari verður fjallað um ólíkar forsendur fjölskyldulífs og félagstengsla mismunandi félagsgerða og tilvistarvanda fjölskyldunnar í nútíma samfélagi. Hér er átt við íslenska samfélagið og þróun þess frá nálægri fortíð til nútíðar. Sjónarhornið er sérstakt, víðtækt og ef til vill nokkuð óvenjulegt. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 69 orð

Trio Nordica í Bústaðakirkju

KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN heldur sína fimmtu og síðustu tónleika á starfsárinu í Bústaðakirkju á morgun sunnudag kl. 20.30. Flytjandi á tónleikunum er Trio Nordica; Mona Sandström píanóleikari, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir knéfiðluleikari. Á efnisskránni er Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu nr. 1 í d-moll, op. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1105 orð

Trú eða trúarbrögð Trúarhugtakið í kenningum James W. Fowlers

Hvert einstakt hugtak getur táknað marga og ólíka hluti í hugum manna. Umgengni okkar við málið mynda hugmyndirnar að baki því og sömu orð öðlast þannig mismikla dýpt eftir atvikum. Orð sem vísa til huglægrar upplifunar manna eru öðrum fremur erfitt að henda reiður á þannig að allir geti verið á eitt sáttir. Trú er eitt þessara hugtaka. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 187 orð

Um vor

Úr glugganum mínum ég horfi á húsin í bænum, hvít eru sum, önnur rauð eða blá. Angan af þangi í lofti líður frá sænum, leiður brimbrjótur teygist til vesturs ­ á ská. Einn og einn maður fetar sig framhjá pollum í fiskleifum mávurinn argar suður á bót. Á túnkringlu bleikri er slangur af raunsæjum rollum rennur hjá bifreið, á pallinum timbur og dót. Meira
9. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 953 orð

Vítt til veggja

Louis Spohr: Nonetta í F-dúr Op. 31; Oktett í E-dúr Op. 32. The Gaudier Ensemble. Hyperion CDA66699. Upptaka: DDD, 15­17.11. 1993. Lengd: 61:09. Verð: 1.499 kr. TÍMINN á til að leika sköpun manna grátt ­ og oft er það verðskuldað. Meira

Ýmis aukablöð

9. mars 1996 | Dagskrárblað | 133 orð

17.00Taumlaus tónlist 19.30

17.00Taumlaus tónlist 19.30Þjálfarinn (Coach)Nýr bandarískur gamanmyndaflokkur um fótboltaþjálfarann Hayden Fox. Hayden þjálfar skólalið Minnisota-háskólans og leikmennirnir eru honum eins og synir. Við kynnumst spaugilegum persónum úr nemandahópnum, ástarmálum Haydens og samskiptum við dóttur hans sem ætlar að hefja nám í skólanum. Meira
9. mars 1996 | Dagskrárblað | 162 orð

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Myndasafnið Filip mús, Forvitni Frikki, Dæmisögur og Brúðubáturinn. Sögur bjórapabba. Karólína og vinir hennar Á skíðum. Ungviði úr dýraríkinu Sænálar. Tómas og Tim Fljúgandi diskar. Meira
9. mars 1996 | Dagskrárblað | 682 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn. Snemma á laugardagsmorgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07Snemma á laugardagsmorgni heldur áfram. 8.50Ljóð dagsins. 9.03Út um græna grundu. Meira
9. mars 1996 | Dagskrárblað | 757 orð

Laugardagur 9.3. CARTOON NETWORK 5.00

Laugardagur 9.3. CARTOON NETWORK 5.00 The Fruitties 5.30 Sharky and George 6.00 Spartakus 6.30 The Fruitties 7.00 Galtar 7.30 The Centurions 8.00 Challenge of the Gobots 8.30 Little Dracula 9. Meira
9. mars 1996 | Dagskrárblað | 81 orð

Með hjartað á röngum stað

STÖÐ 320.25Kvikmynd Bob Hoskins leikur Jack Moddy sem er hjartaveill lögreglumaður. Hann grunar lögfræðinginn Stone, sem leikinn er af Denzel Washington, um græsku og fylgist því mjög grannt með honum. En á sama tíma og Stone ferst í bílslysi, lendir Jack undir hnífnum og verður að taka við hjarta Stones til að bjarga eigin lífi. Meira
9. mars 1996 | Dagskrárblað | 180 orð

ö09.00Með Afa 10.00Eðlukrílin 10.15Hrói höttur

10.00Eðlukrílin 10.15Hrói höttur 10.40Í Sælulandi 11.00Sögur úr Andabæ 11.25Borgin mín 11.35Ævintýrabækur Enid Blyton 12.00NBA -molar 12.30Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Skíðafrí í Aspen(Aspen Exstreme ) Vinirnir T.J. Meira
9. mars 1996 | Dagskrárblað | 167 orð

ö9.00Magga og vinir hennar Leikbrúðumynd með íslensku tali.

11.00Bjallan hringir (Saved by the Bell) 11.30Fótbolti um víða veröld (Futbol Mundial)Helstu fréttir úr fótboltanum. 12.00Suður-ameríska knattspyrnan (Futbol Americas) 12.55Háskólakarfan (College Basketball) Stanford gegn California. 14. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.