Greinar fimmtudaginn 21. mars 1996

Forsíða

21. mars 1996 | Forsíða | 256 orð

Pavarotti skilur við eiginkonuna

TENÓR-söngvarinn Luciano Pavarotti, sem hefur játað að hafa verið í þingum við unga konu, hefur samið við eiginkonu sína um skilnað að borði og sæng eftir 35 ára hjónaband. Hjónin tilkynntu þetta í stuttri yfirlýsingu sem lögmaður eiginkonunnar gaf út. Meira
21. mars 1996 | Forsíða | 228 orð

Rússar vilja fullvinna fisk í Noregi

RÚSSNESK fiskvinnslufyrirtæki í Múrmansk, Arkangelsk og í Moskvu eru á höttunum eftir gjaldþrota fiskvinnslufyrirtækjum í Finnmörk í Noregi. Þar vilja þau hefja fullvinnslu á rússneskum og norskum fiski og selja síðan afurðirnar í Noregi og annars staðar í Evrópu. Meira
21. mars 1996 | Forsíða | 307 orð

Telja sig fullfæra um að hertaka Tævan

KÍNVERJAR sögðu í gær að heræfingar þeirra á Tævansundi hefðu gengið mjög vel og þær sýndu að að kínverski herinn væri fullfær um að ná Tævan á sitt vald. Haft var eftir yfirmönnum hersins að Kínverjar gætu flutt innrásarlið til Tævans á fimm eða sex klukkustundum en vestrænir sérfræðingar sögðu þá ýkja hernaðarmátt sinn til að hræða Tævani. Meira

Fréttir

21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 243 orð

1/3 félaga þarf til að fella miðlunartillögu

Í KYNNINGU félagsmálaráðuneytisins á frumvarpi um um stéttarfélög og vinnudeilur, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, er villa í útskýringum á afgreiðslu miðlunartillögu sáttasemjara. Þar segir að tillaga sé felld ef mótatkvæði eru að lágmarki 17%. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

30 ökuþórar í Kópavogi

FJÖLDI ökumanna steig of fast á bensíngjöfina í umdæmi Kópavogslögreglunnar í gær. Að sögn lögreglu voru 30 manns teknir fyrir hraðakstur og sýndu sumir ökumenn vítavert gáleysi að hennar mati. Taldi lögreglan að góðviðri og vorstemmningu væri um að kenna og var enn að stöðva ökuþóra seint í gærkvöldi. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 645 orð

575 sóttu um listamannalaun

ÚTHLUTUNARNEFNDIR listamannalauna hafa lokið störfum, en 575 umsóknir bárust um starfslaun listamanna 1996. Árið 1995 bárust 563 umsóknir. Skipting umsókna milli sjóða 1996 var eftirfarandi: Listasjóður 146 umsóknir. Launasjóður myndlistarmanna 219 umsóknir. Launasjóður rithöfunda 190 umsóknir. Tónskáldasjóður 20 umsóknir. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 189 orð

8 þúsund veiðiskýrslur borist

VEIÐISTJÓRAEMBÆTTINU hafa borist 8.156 veiðiskýrslur af alls um 11.236 veiðiskýrslum sem sendar voru til þeirra sem höfðu aflað sér veiðikorts á árinu 1995. Þetta er um 73% af útsendum skýrslum og er búið að vinna úr þeim gögnum. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

Aðalfundur og Alexander Nevskí í MÍR

AÐALFUNDUR félagsins MÍR verður haldinn í félagsheimilinu Vatnsstíg 10 laugardaginn 23. mars kl. 15, en daginn eftir, sunnudaginn 24. mars kl. 16, verður hin fræga kvikmynd Sergeis Eisensteins Alexander Nevskí sýnd í bíósalnum. Meira
21. mars 1996 | Erlendar fréttir | 325 orð

Aðeins leyfi fyrir 50 gesti

DISKÓTEKIÐ í Manila á Filippseyjum, sem brann með þeim afleiðingum, að 151 maður létu lífið, hafði aðeins leyfi fyrir 50 gesti. Þeir voru hins vegar á fjórða hundrað þegar eldurinn kom upp aðfaranótt sl. þriðjudags. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 44 orð

Benjamín dúfa á hátíð í Malmö

ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð barna- og unglingamynda, sem haldin er í þrettánda sinn í Malmö í Svíþjóð, hefst í þessari viku. Aðstandendur hátíðarinnar fóru fram á að fá að sýna mynd Gísla Snæs Erlingssonar, Benjamín dúfasem opnunarmynd hátíðarinnar í dag. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Biðstofa fyrir börnin

ENDURBÆTT röntgenstofa með biðstofu fyrir börn var opnuð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Markmiðið er að gera börnum heimsóknir á röntgendeildina léttbærari. Leitað var til Sjóvá- Almennra eftir stuðningi og gaf fyrirtækið tvo rafbíla sem Jón Ellert Jónsson smíðaði. Fá börnin að aka bílunum þegar deildin er heimsótt. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Einkanúmer kosti 25 þúsund

GJALD fyrir einkabílnúmer verður 25 þúsund krónur, samkvæmt tillögu allsherjarnefndar Alþingis. Fyrir Alþingi liggur frumvarp dómsmálaráðherra um að bíleigendur geti fengið sérstök skráningarmerki á bíla sína og raðað á þau bókstöfum og/eða tölustöfum að vild. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 715 orð

Ekki allir á eitt sáttir um ágæti tillagnanna

TILLÖGUR nefndar um samvinnu og verkaskiptingu sjúkrahúsanna í Reykjavík og á Reykjanesi mælast misvel fyrir meðal forráðmanna sjúkrahúsanna. Hrafnkell Óskarsson, yfirlæknir Sjúkrahúss Suðurnesja, gerir athugasemd við að leggja eigi skurðstofu sjúkrahússins niður og Árni Sverrisson, framkvæmdastjóri St. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 207 orð

Engar nýjar tillögur á NEAFC- fundi

ENGINN árangur varð af viðræðum fiskveiðiríkja við norðaustanvert Atlantshaf á aukaársfundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í London í gær. Engar nýjar tillögur komu fram um veiðistjórnun á úthafskarfa á Reykjaneshrygg, en ársfundurinn var boðaður til að gera lokatilraun til að ná samkomulagi um úthafskarfaveiðarnar. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Erindi um náttúrufriðun og friðlönd

SIGRÚN Helgadóttir, líffræðingur, heldur erindi fimmtudaginn 21. mars í stofu 101 í Lögbergi og hefst það kl. 20.30. Í erindinu mun hún fjalla um náttúrufriðun og friðlönd. Sigrún er með mastersgráðu í "þjóðgarðafræðum" frá Edinborgarháskóla. Hún hefur starfað sem landvörður og starfar nú hjá Náttúruverndarráði. Meira
21. mars 1996 | Erlendar fréttir | 383 orð

ESB og Kanada deila á Bandaríkjastjórn

EVRÓPUSAMBANDIÐ og Kanada hafa gagnrýnt Bandaríkjastjórn harðlega á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Genf vegna ákvörðunar Bandaríkjaþings um að herða refsiaðgerðir gegn Kúbu. Er það mat ESB og Kanada að með þessu séu Bandaríkjamenn að reyna að skipa öðrum ríkjum fyrir um hvaða ríki sé leyfilegt að eiga viðskipti við. Meira
21. mars 1996 | Landsbyggðin | 457 orð

Félag um jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar

Siglufirði-Á aðalfundi Samgangs, félags áhugafólks um bættar samgöngur á Tröllaskaga, var samþykkt að óska eftir því við Byggðastofnun á Akureyri og Sauðárkróki að gerð verði félagsfræðileg úttekt á áhrifum vegtengingar milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með jarðgöngum um Héðinsfjörð. Meira
21. mars 1996 | Erlendar fréttir | 336 orð

Fjárkröfum Winnie vísað frá

KRÖFU Winnie Mandela um að fá helming eigna mannsins síns fyrrverandi, Nelsons Mandela, forseta Suður-Afríku, var vísað frá fyrir rétti í Jóhannesarborg í gær. Mætti hún ekki þegar málið var tekið fyrir og sendi engan fyrir sig. Mandela segist hins vegar fús til að semja við hana um eðlilegan fjárstyrk. Meira
21. mars 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Flateyringum sýndur góðhugur með gjafafé frá Kiwanis

Flateyri-Í síðastliðinni viku komu félagar í Kiwanisklúbbnum Þorfinni á Flateyri saman. Tilefni fundarins var sú ákvörðun Kiwanisklúbba bæði hérlendis og erlendis að styðja við bakið á Flateyringum með gjafafé. Til að afhenda gjafaféð voru mættir Stefán R. Jónsson umdæmisstjóri Kiwanisumdæmis Íslands og Færeyja og Örnólfur Þorleifsson kjörumdæmisstjóri. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 240 orð

Friði sagt í sundur á Alþingi

FRUMVARP félagsmálaráðherra um stéttarfélög og vinnudeilur hefur sagt í sundur friðinn á Alþingi að mati Svavars Gestssonar, þingmanns Alþýðubandalagsins. Svavar sagðist óttast að ríkisstjórnin hefði einnig sagt í sundur friðinn í landinu með því að leggja frumvarpið fram. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Frumsýning til styrktar SÁÁ

SÁÁ hefur verið boðið að njóta tekna af miðasölu á frumsýningu kvikmyndarinnar "Leaving Las Vegas" í Regnboganum næstkomandi föstudag kl. 21. ""Leaving Las Vegas" fjallar um mann sem ákveður að drekka sig í hel í Las Vegas. Þar kynnist hann vændiskonu og úr verður ein sérstæðasta ástarsaga kvikmyndanna. Meira
21. mars 1996 | Erlendar fréttir | 230 orð

Furðusteinn frá Marokkó

STEINVALA sem fannst í Marokkó fyrir 15 árum er gerð úr algerlega nýju efni sem ekki hefur fundist fyrr á jörðunni, að sögn breskra vísindamanna. Hún er á stærð við hnefa, skærblá að lit en skiptir litum, getur orðið rjómagul. Talið er að ryk úr efninu geti verið eitrað eins og asbestryk. Meira
21. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Grásleppunetin gerð klár

GYLFI Gunnarsson í Grímsey var ásamt félögum sínum að gera grásleppunetin klár á þriðjudag, en vertíðin hófst í gær. Fjórir bátar í Grímsey eru á grásleppu, þrír lögðu netin strax á fyrsta degi og verður vitjað um þau í dag. Meira
21. mars 1996 | Smáfréttir | 69 orð

GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas heldur árshátíð sína föstudagskvöldið 22

GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas heldur árshátíð sína föstudagskvöldið 22. mars í gömlu Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, efstu hæð. Þar verður á boðstólum hlaðborð með grískum réttum. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 46 orð

Hagnaður Búnaðarbanka 201 milljón

BÚNAÐARBANKINN hagnaðist um alls 343 milljónir króna fyrir skatta á síðasta ári en 201 milljón að teknu tilliti til tekju- og eignarskatta. Framlög á afskriftarreikning námu um 509 milljónum króna og er um að ræða fjórðungs lækkun frá árinu 1994. Meira
21. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Harmonikkur og lúðrablástur

TÓNLEIKAR verða haldnir í Glerárkirkju næstkomandi laugardag, 23. mars kl. 17. Flytjendur eru hljómsveit og sextett Félags harmonikkuunnenda við Eyjafjörð, Lúðrasveit Akureyrar og léttsveit Lúðrasveitar Akureyrar auk einsöngvaranna Bjargar Þórhallsdóttur og Óskars Péturssonar. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 251 orð

Hefur verið alveg dásamlegur vetur

ÞETTA hefur verið alveg dásamlegur vetur og ég sakna ekki snjómokstursins," segir María Steingrímsdóttir, íbúi við Ásveg 12 á Dalvík. Í gær var hún að sópa stéttina við húsið en um svipað leyti í fyrra birtist mynd af Maríu, þar sem hún stóð uppi á snjóskafli við húsið og náði skaflinn upp fyrir þakskeggið. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 243 orð

Hundruð fugla verða svartolíu að bráð

Á ANNAÐ hundrað olíublautra fugla fannst í fjörunni milli Skaftárósa og ósa Eldvatna síðastliðinn mánudag og er um svartolíumengun að ræða, að sögn Eyjólfs Magnússonar, deildarstjóra hjá Hollustuvernd ríkisins. Flestir fuglanna, aðallega langvía og fýll, reyndust dauðir að Eyjólfs sögn. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 42 orð

Hvatarskemmtun í kvöld

SKEMMTIFUNDUR Hvatar verður haldinn að Háaleitisbraut 1 í kvöld, fimmtudagskvöldið 21. mars, og hefst kl. 20.30. Fundarstjóri er Rósa Ingólfsdóttir. Gestur fundarins verður Hjálmar Jónsson, alþingismaður. Kvennakórinn syngur, kynntar verða snyrtivörur úr ávaxtasýrum, þá verður fjöldasöngur, og léttar veitingar. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 276 orð

Innviðir fari við útlit

HÚSAFRIÐUNARNEFND ríkisins hefur samþykkt að undirbúa friðun innra skipulags Miðbæjarskóla. Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri Húsafriðunarnefndar, tekur fram að innra skipulag og ytra útlit spili saman og ytra útlit hússins sé friðað. Hafið sé samráð við Húsafriðunarnefnd í tengslum við fyrirhugaðan flutning Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur í húsið. Meira
21. mars 1996 | Landsbyggðin | 116 orð

Íbúðarhúsnæði eykst í Gaulverjabæjarhreppi

Gaulverjabæ-Nokkuð líflegt hefur verið í byggingu íbúðarhúsnæðis í Gaulverjabæjarhreppi á mælikvarða fámenns sveitarfélags. Fjögur íbúðarhús hafa risið hér undanfarna mánuði í sveitinni. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 200 orð

Ísland friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum

ÁTTA þingmenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa lagt fram frumvarp um að Ísland verði friðlýst fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja verði bönnuð á íslensku yfirráðasvæði. Meira
21. mars 1996 | Landsbyggðin | 52 orð

Íþróttahúsið til sýnis

Flateyri ÍBÚUM Flateyrarhrepps hefur verið boðið að kynna sér nýja íþróttahúsið, en þess er skammt að bíða að húsið verði tekið í notkun. Það var mikið líf og fjör í nýja íþróttasalnum þegar háir sem lágir annaðhvort léku badminton, tróðu í körfur, eða svifu sem verðandi fimleikastjörnur. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í söngför syðra

KARLAKÓR Bólstaðarhlíðarhrepps heldur í söngferðalag suður á bóginn nk. föstudag og verður með tónleika sama dag í Logalandi í Borgarfirði kl. 16 og Vinaminni á Akranesi um kvöldið. Daginn eftir, laugardaginn 23. mars, syngur kórin ásamt Húnakórnum, kór Húnvetningafélagsins í Reykjavík, í Seljakirkju kl. 14 og söngferðalaginu lýkur svo í Félagsheimilinu Árnesi í Gnúpverjahreppi um kvöldið. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Kúttmagakvöld Lionsklúbbs Grindavíkur

LIONSKLÚBBUR Grindavíkur heldur sitt árlega sjávarréttakvöld eða kúttmagakvöld eins og það er kallað laugardaginn 23. mars nk. Skemmtunin verður haldin í félagsheimilinu Festi. Boðið eru upp á 40 mismunandi sjávarrétti matreidda af Bjarna Ólasyni. Þá verða a.m.k. 4 aðilar með sýningarbása á staðnum. Þannig verður skemmtunin vörusýning um leið. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 426 orð

Leiga verði 2 - 3% af fasteignamatinu

STJÓRN Prestssetrasjóðs ætlar að ráða lögfræðing til að vinna að gerð fyrstu skriflegu leigusamninganna fyrir prestssetur á landinu. Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, segir að farið verði eftir starfsreglum stjórnar Prestssetrasjóðs við gerð leigusamninganna. Meira
21. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 161 orð

Listhlaup á skautum

AKUREYRARMÓT í listhlaupi var haldið á skautasvellinu á Akureyri í vikunni og var keppt í tveimur flokkum, eldri og yngri. Inga Fanney Gunnarsdóttir fór með sigur af hólmi í yngri flokknum, í öðru sæti varð Halla Dögg Jónsdóttir og Jódís Eva Eiríksdóttir varð í þriðja sæti. Meira
21. mars 1996 | Erlendar fréttir | 218 orð

Major vill takmarka völd dómstólsins

JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í þingræðu á þriðjudag að stjórn hans myndi beita sér fyrir því á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins að völd Evrópudómstólsins í Lúxemborg yrðu takmörkuð. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 596 orð

Málið er allt komið í uppnám

BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, og Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, gagnrýna harðlega málatilbúnað félagsmálaráðherra og efni frumvarps ráðherrans um breytingar á vinnulöggjöfinni. Meira
21. mars 1996 | Erlendar fréttir | 269 orð

Menn gætu smitast

BRESKA ríkisstjórnin lýsti yfir því fyrsta sinni í gær að menn gætu smitast af riðu í nautgripum. Stephen Dorrell heilbrigðisráðherra sagði á þingi að ráðgjafarnefnd vísindamanna hefðu komið auga á ákveðið mynstur sjúkdómsins, sem áður hefði ekki verið vitað um, í tíu manns, sem voru með Creutzfeldt- Jakob-veiki. Hún er einnig banvæn. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 484 orð

Miðstjórn ASÍ sakar ríkisstjórnina um griðrof

FRUMVARP félagsmálaráðherra um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sem lagt var fram á Alþingi í fyrrakvöld sætir harðri gagnrýni forystu ASÍ og stjórnarandstæðinga á Alþingi. Miðstjórn ASÍ kom saman í gær og í ályktun fundarins eru málsmeðferð ráðherra og efni frumvarpsins sögð árás á verkalýðshreyfinguna og ríkisstjórnin sökuð um griðrof. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 247 orð

Mikið tjón í Viðey

MIKLAR skemmdir urðu í Viðey þegar sjór gekk á land í flóðinu mikla sem varð seinasta öskudag. Mestar urðu skemmdirnar á Eiðinu sem tengir saman Vesturey og Heimaey. Sjór gekk þar yfir, braut land og eyðilagði akveginn um Eiðið, göngustíga og fleira. Meira
21. mars 1996 | Erlendar fréttir | 186 orð

Mikill niðurskurður á næsta ári

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, sagði á þriðjudag að "mikill" niðurskurður í ríkisútgjöldum væri óhjákvæmilegur á næsta ári ef koma ætti í veg fyrir, að fjárlagahallinn færi úr böndunum. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 34 orð

Morgunblaðið/Kristinn

FORYSTA Alþýðusambandsins bregst hart við frumvarpi félagsmálaráðherraum breytingar á vinnulöggjöfinni. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, Ragna Bergmann formaður Framsóknar og BjörnGrétar Sveinsson, formaður VMSÍ, við upphaf miðstjórnarfundar ASÍ í gær. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 345 orð

Mælt með efri leið

UM 60% kosningabærra manna í Reykholtsdalshreppi skrifuðu nafn sitt á undirskriftalista þar sem mælst er til þess að valin verði svokölluð neðri leið við lagningu Borgarfjarðarbrautar. Gunnar Bjarnason, oddviti hreppsnefndarinnar, segir að fjöldi manns hafi haft samband við sig og lýst því yfir að þeir sjái eftir því að hafa skrifað sig á listann. Meira
21. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Námskeið um líknarmeðferð, samskipti og siðferði

NÁMSKEIÐ um samskipti á vegum Endurmenntunarnefndar Háskólans á Akureyri í samvinnu við Heimahlynningu á Akureyri verður haldið dagana 29. og 30. mars næstkomandi. Þar munu heimspekingar ræða m.a. um hvað sé líknardráp og hvort beint líknardráp sé alltaf siðferðilega rangt. Rætt verður um dauðann út frá heimspekilegu sjónarmiði í tengslum við hjartadauða og heiladauða. Meira
21. mars 1996 | Landsbyggðin | 108 orð

Nýráðinn bæjarverkfræðingur á Húsavík

Húsavík-Hreinn Hjartarson, verkfræðingur, hefur nú tekið við starfi bæjarverkfræðings á Húsavík en um síðustu áramót voru gerðar miklar breytingar á skipulagi bæjarfyrirtækja til hagræðis að talið er. Meira
21. mars 1996 | Erlendar fréttir | 244 orð

Ótti við fleiri stóra skjálfta

ÖFLUGUR jarðskjálfti varð í Norðvestur-Kína á þriðjudag og er vitað til, að 24 hafi farist, aðallega börn, og 78 manns slasast. Mikið hefur verið um eftirskjálfta og margir óttast fleiri stóra skjálfta. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 378 orð

Púttvöllur í vinnslusalnum

Vestmannaeyjum. Morgunblaðið-Gamli vinnslusalurinn í Ísfélagi Vestmannaeyja hefur nú fengið nýtt hlutverk, því búið er að breyta honum í 18 holu púttvöll. Púttvöllurinn, sem er ætlaður fyrir eldri borgara í Eyjum, var tekinn í notkun fyrir skömmu að viðstöddu fjölmenni. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 135 orð

Ragnar Guðleifsson

RAGNAR Guðleifsson, kennari og fyrrverandi formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, er látinn á 91. aldursári. Ragnar var fæddur í Keflavík 27. október 1905. Hann lauk kennaraprófi 1933 og starfaði sem kennari í Keflavík 1933-36 og aftur 1954-75. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Ráðstefna í Bodø

JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, og Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu Sjávarútvegs- og tækniháskólans í Bodø í Noregi á morgun, föstudag. Umfjöllunarefnið er fiskveiðideilur Íslands og Noregs. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Ráðstefna um húsnæðiskerfið

HÚSNÆÐISKERFIÐ. Miklir peningar ­ lítill árangur? er heiti húsnæðisráðstefnu sem Samband ungra sjálfstæðismanna gengst fyrir í dag, fimmtudag, í Kornhlöðunni við Lækjarbrekku kl. 16.30. Eftirtalin erindi verða flutt: Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur: Er sjálfseignarstefnan liðin? ­ Úttekt SUS á húsnæðiskerfinu. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 168 orð

Reykleysið verðlaunað

TÓBAKSVARNANEFND og Krabbameinsfélagið söfnuðu öskubökkum í samvinnu við Apótekarafélagið og Íslenska útvarpsfélagið á reyklausum degi í gær. Öskubökkunum var safnað í apótekum, sem jafnframt buðu afslátt af nikótínvörum og bárust bakkar frá á þriðja hundrað einstaklinga, að sögn Hrundar Sigurbjörnsdóttur hjá Krabbameinsfélaginu. Skiluðu sumir fleiri en einum. Meira
21. mars 1996 | Miðopna | 987 orð

Reynir á styrk kjörinna fulltrúa

VIÐ NÁUM ekki tökum á fjármálum sveitarfélaganna nema með því að gera fjárhagsáætlanir til fjögurra ára eða lengri tíma og að kjörnir fulltrúar og embættismenn virði þær sem stjórntæki," segir Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

Risna ráðuneyta 78 millj. 1995

RISNUKOSTNAÐUR ráðuneyta var samtals 78,2 milljónir króna á síðasta ári og hækkaði um 8,5 milljónir frá fyrra ári. Mestur risnukostnaður var hjá utanríkisráðuneyti, 21,7 milljónir en var 16,9 milljónir árið 1994. Lægstur var kostnaðurinn hjá Hagstofu Íslands, 401 þúsund krónur. Meira
21. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 383 orð

Salan að aukast og dreifingaraðilum að fjölga

REKSTUR vatnsútflutningsfyrirtækisins AKVA USA, dótturfyrirtækis KEA, hefur verið þungur og á síðasta ári var enn mikið tap á rekstrinum þótt það hafi minnkað frá árinu áður. Á síðasta ári var rætt um innan KEA að árið 1995 yrði úrslitaár fyrir framtíð AKVA. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 380 orð

Samkomulag um krókabáta lagt fram á þingi fyrir helgi

SAMKOMULAG sjávarútvegsráðuneytisins og Landssambands smábátaeigenda um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir krókabáta var lagt fyrir þingflokka ríkisstjórnarinnar í gær eftir að ríkisstjórnin hafði samþykkt málið á þriðjudag. Þingflokkarnir féllust á samkomulagið og er stefnt að því að leggja það fram á þinginu fyrir helgi, að sögn Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 114 orð

Sex styrkir úr Þjóðhátíðargjöf Norðmanna

ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum þessa árs úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna. Norska Stórþingið samþykkti í tilefni af ellefu alda afmæli Íslandsbyggðar 1974 að færa Íslendingum eina milljón norskra króna að gjöf í ferðasjóð. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins skal ráðstöfunarfénu, vaxtatekjum af höfuðstólnum, sem varðveittur er í Noregi, varið til að styrkja hópferðir Íslendinga til Noregs. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Sextán vilja stöðuna

SEXTÁN sóttu um stöðu deildarstjóra innlendrar dagskrárdeildar Ríkissjónvarpsins, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út í síðustu viku. Búist er við að Útvarpsráð veiti umsögn sína um umsækjendur á næsta fundi ráðsins á miðvikudaginn í næstu viku og útvarpsstjóri gangi frá ráðningu dagskrárstjóra í kjölfarið. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 369 orð

Síðasta málið í Hæstarétti

BALDVIN Jónsson hæstaréttarlögmaður flutti sitt síðasta mál fyrir Hæstarétti í gær en hann er orðinn 85 ára gamall. Baldvin er þó ekki sestur í helgan stein því hann starfar enn á sinni eigin lögmannastofu en segist ætla að fara að draga úr vinnu. "Ég hefði óskað þess að ég hefði verið að flytja fyrsta málið mitt fremur en það síðasta en því fæ ég ekki breytt," segir Baldvin. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 328 orð

Skerða þarf opinber lífeyrisréttindi

EINN þingmanna Alþýðubandalagsins lýsti þeirri skoðun á Alþingi á þriðjudag að vilji alþingismenn ekki afla tekna til að standa undir lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna verði að skerða réttindin. Meira
21. mars 1996 | Landsbyggðin | 100 orð

Skólaheimsókn í Byggðasafnið að Skógum

Kirkjubæjarklaustri-Á dögunum fóru nemendur úr elstu bekkjum Kirkjubæjarskóla í heimsókn í Byggðasafnið í Skógum. Þar tók á móti þeim Þórður Tómasson, safnvörður, sem fræddi nemendur um hina ýmsu hluti safnsins og fléttaði um leið inn í atvinnusögu héraðsins, landbúnaði og sjósókn, og benti á handverk, húsagerð, smíði skipa o.fl. Meira
21. mars 1996 | Erlendar fréttir | 108 orð

Solana í Moskvu

JAVIER Solana (t.h.), framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, sést hér með Pavel Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, í Moskvu í gær. Á vegg ráðuneytis Gratjsovs er, eins og sjá má, enn sovéskur fáni og mynd af Lenín. Solana er í tveggja daga heimsókn í Rússlandi og ræðir við Borís Jeltsín forseta í dag. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Sparisjóðirnir styrkja Jafningjafræðsluna

SPARISJÓÐIRNIR hafa styrkt Jafningjafræðslu framhaldsskólanema við gerð kynningarþáttar um fíkniefnavandann. Þátturinn hefur þegar verið sýndur á þremur sjónvarpsrásum, m.a. fyrir framhaldsskólanema sl. föstudag. Þættinum verður dreift á myndbandi til allra framhaldsskóla og í 10. bekk grunnskóla. Styrkur Sparisjóðanna samsvarar heildarkostnaði við gerð þáttarins eða um einni milljón króna. Meira
21. mars 1996 | Fréttaskýringar | 472 orð

Stelpur og strákar

MÚSÍKTILRAUNIR hófust fyrir viku, en þá kepptu fyrstu sjö hljómsveitirnar af þrjátíu og í kvöld keppa aðrar sjö um sæti í úrslitum. Óvenju margar stúlkur stíga á svið í kvöld, sem er vel því þær hafa of fáar tekið þátt í tilraununum til þessa. Meira
21. mars 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Sumarlestur barna á Selfossi

Námskeiðið miðast við 9­11 ára börn, en bæði yngri og eldri börn eru velkomin að vera með. Sumarlesturinn stendur yfir fram til 28. júní. Hver þátttakandi fær sérstakt bókasafnsskírteini og bók til að færa inn lesnar bækur svo og dagatal þar sem merktar verða inn uppákomur í tengslum við sumarlesturinn. Meira
21. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Takmörkuð umferð um göngugötu

TILLÖGU Guðmundar Stefánssonar, Framsóknarflokki, um að leyfa takmarkaða umferð um göngugötuna í Hafnarstræti var vísað til skoðunar í skipulagsnefnd. Þrír fulltrúar Framsóknarflokksins voru samþykkir tillögunni, þeir Þórarinn E. Sveinsson og Jakob Björnsson bæjarstjóri auk flutningsmanns. Meira
21. mars 1996 | Erlendar fréttir | 370 orð

Útnefning Dole tryggð

BOB Dole, öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, vann yfirburðasigur í forkosningum repúblikana í fjórum sambandsríkjum, Ohio, Michigan, Illinois og Wisconsin, á þriðjudag. Telja fréttaskýrendur að hann hafi nú fengið nægilega marga fulltrúa til að verða kjörinn forsetaframbjóðandi á landsfundi í San Diego í ágúst. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

Ver doktorsritgerð við Óslóarháskóla

CAND. paed. Högni Egilsson ver doktorsritgerð sína við háskólann í Osló laugardaginn 23. mars. Verkefni hans ber titilinn: "Mennesket: Et funksjonelt-rasjonelt system i faresonen. En teoretisk studie". (Maðurinn: starfrænt og rökrænt kerfi á hættumörkum. Fræðileg rannsókn). Meira
21. mars 1996 | Landsbyggðin | 188 orð

Vélstjóranám í Stykkishólmi í samvinnu við Háskóla Íslands

Stykkishólmi-Eins og áður hefur komið fram er boðið upp á vélstjóranám í Stykkishólmi á vegum Fjölbrautaskóla Vesturlands. Kennd er eðlisfræði, rafmagnsfræði, rennismíði, kælitækni og áframhaldandi vélgæsla og vélstjórn. Kennt er þrjú kvöld í viku og á laugardögum. Meira
21. mars 1996 | Erlendar fréttir | 270 orð

Vilja endurskoða ákvörðun FIDE

HOLLENSKA skáksambandið hefur farið fram á það að haldinn verði sérstakur fundur innan Evrópudeildar Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) um þá ákvörðun að halda heimsmeistaraeinvígi Anatólís Karpovs heimsmeistara og Gatas Kamskís áskoranda í Bagdad í júní. Guðmundur G. Meira
21. mars 1996 | Innlendar fréttir | 877 orð

Vonandi hvatn- ing fyrir stelpur

GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir handknattleikskona og þjálfari Fram hefur leikið 485 leiki með meistaraflokksliði félagsins og verið einn aðal burðarás þess síðastliðin tuttugu ár. Þá á hún að baki 84 landsleiki í handknattleik auk þess að vera markvörður kvennalandsliðsins í knattspyrnu í sjö fyrstu landsleikjum þess. Meira
21. mars 1996 | Miðopna | -1 orð

"Væntingarnar hafa brugðist"

SAGA Rússlands hefur löngum einkennst af togstreitu milli fylkinga, er leita eftir eða hafna sambandi við Vesturlönd. Þessa gætir enn eins og síðast mátti sjá þegar Andrei Kozyrev, fyrrverandi utanríkisráðherra, sætti harðri gagnrýni fyrir að ganga um of erinda Vesturlanda. Meira
21. mars 1996 | Landsbyggðin | 119 orð

Þrír ættliðir pípulagningamanna

Vestmannaeyjum-Miðstöðin, pípulagnaþjónusta og verslun, flutti starfsemi sína fyrir skömmu af Faxastíg, þar sem hún hefur verið til húsa í áraraðir, að Strandvegi 65. Miðstöðin var stofnuð af Marinó Jónssyni, föður Sigursteins, sem í dag rekur Miðstöðina ásamt syni sínum, Marinó. Meira
21. mars 1996 | Erlendar fréttir | 195 orð

Þúsundir flýja frá Samashkí

BLAÐAFULLTRÚI stjórnarinnar í Grosní, Rúslan Martagov, fullyrti á þriðjudag að rússneskar hersveitir hefðu náð smábænum Samashkí í Tsjetsjníju á sitt vald eftir fjögurra daga bardaga við sveitir uppreisnarmanna. Meira

Ritstjórnargreinar

21. mars 1996 | Staksteinar | 336 orð

»Jafn stígandi LAUNAHÆKKANIRNAR, sem urðu um sl. áramót, hafa ekki skilað sé

LAUNAHÆKKANIRNAR, sem urðu um sl. áramót, hafa ekki skilað sér út í verðlagið. Mjög skýr og heilbrigður uppgangur er í efnahagslífinu um þessar mundir. Þetta segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í viðtali í Tímanum. Meiri framleiðni Meira
21. mars 1996 | Leiðarar | 632 orð

LESSKILNINGI ÁBÓTAVANT

leiðariLESSKILNINGI ÁBÓTAVANT ULL ástæða er til þess að taka niðurstöður samanburðarrannsóknar um lesskilning íslenskra og hollenskra nema í ensku við upphaf háskólanáms alvarlega. Meira

Menning

21. mars 1996 | Menningarlíf | 52 orð

130 ára afmælistónleikar

TRÍÓ Ólafs Stephensen kemur fram á 130 ára afmælistónleikum í kvöld í Norræna húsinu kl. 20.30. Tilefnið er sjötugsafmæli Guðmundar R. Einarssonar, sem einnig fagnar fimmtíu ára starfsafmæli sem tónlistarmaður og sextugsafmæli Ólafs Stephensen. Svo á Tómas R. Einarsson bara venjulegt afmæli á mánudaginn kemur! TRÍÓ Ólafs Stephensen. Meira
21. mars 1996 | Kvikmyndir | 396 orð

Að tengjast tilfinningaböndum

Leikstjóri: Charles Shyer. Handrit: Shyer og Nancy Meyers. Aðalhlutverk: Steve Martin, Diane Keaton, Martin Short, Kimberley Williams, George Newbern. Touchstone Pictures. 1995. AMERÍSKAR bíómyndir hafa undanfarið verið að hækka hjá sér væmnistuðulinn. Kannski er forsetatíð Clintons um að kenna en ódýr tilfinningasemi drýpur af hvíta tjaldinu eins og sýróp. Meira
21. mars 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Afmælistónleikar

TÓNLISTARSAMBAND alþýðu, Tónal, hélt 20 ára afmælistónleika í Háskólabíói síðastliðinn laugardag. Á tónleikunum fluttu kórar og lúðrasveit sambandsins fjölbreytta efnisskrá, ýmist einir sér eða í sameiningu. Alls komu fram þrettán kórar og ein lúðrasveit. Lagið Vetrarmávur eftir Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð eftir Jón úr Vör var frumflutt og auk þess kom Sigrún Hjálmtýsdóttir fram. Meira
21. mars 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

Ánægðar mæðgur

DÓTTIR Gloriu Estefan heitir Emily Marie Estefan og er tveggja ára. Hún er ekki eins vön því að sitja fyrir og móðirin, en engu að síður tekur hún sig vel út á mynd, eins og sést hér. Gloria lenti í alvarlegu slysi árið 1990 og óttast var að hún myndi aldrei geta eignast barn, en sem betur fór varð svo ekki. Meira
21. mars 1996 | Fólk í fréttum | 126 orð

Baldwin ber vitni

LEIKARINN Alec Baldwin bar vitni á þriðjudag í máli ljósmyndarans Alan Zanger gegn honum. Hann segist óvart hafa brotið nef Zangers þegar hann reyndi að slá myndavél úr höndum hans. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 124 orð

Barokk á Ísafirði

TÓNLEIKAR á vegum Tónlistarskóla Ísafjarðar verða haldnir í Ísafjarðarkirkju á sunnudag kl. 17. Efnisskrá tónleikanna er helguð tónlist fyrri tíma, nánar tiltekið barokktónlist, en svo er tónlistin frá tímabilinu 1600-1750 oft kölluð. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 123 orð

Bétveir snýr aftur

FURÐULEIKHÚSIÐ hefur ákveðið að vera með eina sýningu á barnaleikritinu "Bétveir". Sýningin verður sunnudaginn 24. mars kl. 15 í Möguleikhúsinu. Leikritið um B2 var sýnt í Tjarnarbíói og á Akureyri síðastliðið haust og var vel tekið. Meira
21. mars 1996 | Fólk í fréttum | 169 orð

Bítlaæðið í rénun

FYRSTI hluti safns sjaldgæfra laga með Bítlunum, "Anthology I", hefur nú selst í 3,2 milljónum eintaka í Bandaríkjunum einum. Gífurlega mikið var lagt í auglýsingar þegar hann kom út, en "Anthology II", annar hluti safnsins, hefur ekki hlotið nærri því jafn mikla umfjöllun. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 61 orð

Blásarar og strengjasveit Tónmenntaskólans

HLJÓMSVEITARTÓNLEIKAR á vegum Tónmenntaskóla Reykjavíkur verða haldnir á laugardag kl. 14. Þetta eru hinir árvissu tónleikar hinna ýmsu hljómsveita skólans. Fram koma yngri og eldri strengjasveit og yngri og eldri blásarasveit ásamt léttsveit skólans. Meira
21. mars 1996 | Fólk í fréttum | 84 orð

Collins kynnir nýja bók

JOAN COLLINS, leikkonan unglega, sést hér í sjónvarpsþættinum "Live with Regis and Kathie Lee" ásamt stjórnanda þáttarins, Regis Philbin og gamanleikaranum Don Rickles. Joan er nú stödd í New York, þar sem hún kynnir nýjustu bók sína, "Infamous". Nýlega átti hún í málaferlum við útgáfufyrirtæki nokkurt, en hún hafði gert samning við það um að skila handritum að tveimur bókum. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Efnisleg spor

Ósk Vilhjálmsdóttir. Opið á tíma Mokka og Ráðhússins til 16. apríl. Aðgangur ókeypis. MENN hafa vafalítið tekið eftir því að ljósmyndir á borðum og veggjum eiga það til að gulna og dofna í römmunum. Ástæðan getur legið í því að filmuvinnu hefur verið ábótavant, en einnig vegna þess að sólarljósið hefur upplitað myndina. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 177 orð

Farandsýningin "Á norrænni slóð"

FARANDSÝNINGIN "Á norrænni slóð" verður opnuð samtímis alls staðar á Norðurlöndunum laugardaginn 23. mars á norrænum degi. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra opnar sýninguna hér á landi kl. 14 í Héraðsbókasafni Kjósarsýslu, Þverholti 2, Mosfellsbæ. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 277 orð

Finnski rithöfundurinn Paavo Haavikko hlaut leikskáldaverðlaunin

STJÓRN Leiklistarsambands Norðurlanda hefur ákveðið að finnski rithöfundurinn Paavo Haavikko muni hljóta Leikskáldaverðlaun Norðurlanda árið 1996 fyrir leikrit sitt Anastasia og ég. Paavo Haavikko er fæddur 1931 og hefur um árabil verið meðal fremstu rithöfunda Finnlands. Hann hóf feril sinn 1951 með útgáfu ljóðasafns. Meira
21. mars 1996 | Fólk í fréttum | 43 orð

Fyrirsætudúkkur

FYRIRSÆTURNAR Naomi Campbell, Claudia Schiffer og Karen Mulder sjást hér með sjálfar sig í dúkkulíki. Þessar dúkkur eru nú að fara á markað víðs vegar um heim og munu 40 krónur af andvirði hverrar seldrar dúkku renna til Rauða krossins. Meira
21. mars 1996 | Fólk í fréttum | 139 orð

Garcia leikur lögreglumann

SAMNINGAVIÐRÆÐUR við Andy Garcia um að leika í myndinni "Desperate Measures" eru nú á lokastigi. Myndin fjallar um lögreglumann og eltingarleik hans við glæpamann sem hefur líf sonar þess fyrrnefnda í hendi sér. Sonurinn þjáist af hvítblæði. Leikstjóri myndarinnar er Barbet Schroeder, en handritshöfundar David Klass og Neal Jimenez. Meira
21. mars 1996 | Tónlist | 814 orð

Geislandi listfengi

Sigríður Ella Magnúsdóttir og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir Mozart, Beethoven, Schubert, Wolf, Thomas og þjóðlagaraddsetningar eftir Britten og Obrador. Sunnudagurinn 17. mars, 1996. ÞAÐ er nokkuð langt síðan Sigríður Ella söng hér síðast, að minnsta kosti er það vel munað, að hún hefur ekki nýlega haldið tónleika hér heima. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 95 orð

"Gildi hlutanna"

ÞÝSKI myndlistarmaðurinn Nana Petzet heldur fyrirlestur í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, fimmtudaginn 21. mars kl. 20.30. Fyrirlesturinn kallar hún "Gildi hlutanna/Vom Wert der Dinge". Viðfangsefni hennar eru vangaveltur um gildi hlutanna, hvernig venjulegir brúkshlutir hafa gildi, öðlast gildi, ógildast og verða ónýtir og í sumum tilfellum fá aftur varanlegra gildi en fyrr. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 146 orð

Gull og íslenskar gersemar

FÉLAG íslenskra gullsmiða og Handverk ­ reynsluverkefni, standa fyrir sýningu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík. Sýningin verður opnuð í dag kl. 19 og stendur til laugardagsins 6. apríl. Opið er daglega kl. 13-18. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 81 orð

"Hugrenningar um mannslíkamann"

KRISTÍN Reynisdóttir sýnir verk í þrívídd, unnin í gips, málm og orð á glugga í Ráðhúskaffi. Sýningin er opin kl. 11-18 virka daga og kl. 12-18 um helgar og stendur til 30. marz. Kristín sýnir einnig á matstofunni Á næstu grösum, þar sýnir hún þrívíð verk unnin í gips og koparþynnur. Meira
21. mars 1996 | Fólk í fréttum | 492 orð

Hún er gjafmild

DIVINE Brown hefur heldur betur haft nóg að gera síðan hún komst í heimsfréttirnar fyrir örstutt ástarævintýri með breska leikaranum Hugh Grant síðasta sumar. Fljótlega eftir það seldi hún sorpblaðinu News of the World sögu sína á 4,6 milljónir króna. Þá lá leið hennar til Brasilíu, þar sem hún þáði 1,3 milljónir króna fyrir að koma fram í undirfataauglýsingu. Meira
21. mars 1996 | Kvikmyndir | 343 orð

Í skólanum, í skólanum ...

Leikstjóri: Martin Schmidt. Handrit: Dennis Jurgensen. Framleiðandi: Regner Grasten. Aðalhlutverk: Lene Laub Oksen, Tomas Villum Jensen, Rikke Louise Andersson, Karl Bille, Laura Drasbæk. RFG. 1995. Meira
21. mars 1996 | Fólk í fréttum | 48 orð

Julia í nýjum félagsskap

JULIA Roberts hefur verið orðuð við ýmsa kappa síðan hún skildi við söngvarann ástsæla Lyle Lovett. Hér sést hún ásamt þeim nýjasta, Francesco Palazzo. Myndin er tekin í Róm, þar sem kynning á myndinni "Mary Reilly", sem Julia leikur í, stóð yfir fyrir skemmstu. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 70 orð

Kóramót

UM NÆSTU helgi koma saman tíu framhaldsskólakórar, samtals um 360 ungmenni víðsvegar að af landinu, og stilla saman raddir sínar á kóramóti á Laugarvatni. Kórarnir syngja hvort tveggja saman og hver í sínu lagi á tónleikum sem haldnir verða í íþróttahúsinu á Laugarvatni laugardaginn 23. mars kl. 17. Einnig munu kórarnir syngja saman við messu í Skálholtskirkju sunnudaginn 24. mars kl. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 61 orð

Kristbergur sýnir á Sóloni

SÝNING á málverkum eftir Kristberg Pétursson hefst á Sóloni Íslandus í Bankastræti laugardaginn 23. mars. Verkin á sýningunni eru frá dvöl listamannsins á Norrænu listamiðstöðinni í Sveaborg í Finnlandi á síðasta ári. Meira
21. mars 1996 | Fólk í fréttum | 46 orð

Lætur bíða eftir sér

OFURFYRIRSÆTAN Naomi Campbell lét tískuheiminn bíða eftir sér í tuttugu mínútur á fimmtudaginn var. Tískusýningunni í París var frestað þar til stúlkan var tilbúin með farða og flíkur og seinkaði sýningunni um heila klukkustund. Engin afsökun eða ástæða var gefin fyrir seinkuninni. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 90 orð

Maraþontónleikar

LÉTTSVEIT Tónlistarskólans í Keflavík heldur maraþontónleika á sal Tónlistarskólans við Austurgötu 13 á laugardag frá kl. 14­20. Léttsveit Tónlistarskólans í Keflavík er 20 manna sveit undir stjórn Karenar Sturlaugsson. "Hljómsveitin spilar tónlist frá fimmta áratugnum, "Big Band Swing" og önnur vinsæl lög líðandi stundar," segir í kynningu. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 70 orð

Oklahoma í Íslensku óperunni

NEMENDAÓPERA Söngskólans í Reykjavík frumsýndi síðastliðið föstudagskvöld í Íslensku óperunni söngleikinn Oklahoma eftir Rodgers og Hammerstein í þýðingu Óskars Ingimarssonar og Guðmundar Jónssonar. Meira
21. mars 1996 | Fólk í fréttum | 23 orð

Óskarsins beðið

QUINCY Jones, tónlistarmaðurinn virti, sér um sjónvarpsútsendingu Óskarsverðlaunaafhendingarinnar þetta árið. Whoopi Goldberg er kynnir afhendingarinnar, sem fer fram á mánudagskvöldið. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 62 orð

Ragnheiður í Leigjandann

RAGNHEIÐUR Steindórsdóttir hefur nú tekið við hlutverki Chris í leikritinu Leigjandanum sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir á Smíðaverkstæðinu. Það var Anna Kristín Arngrímsdóttir sem áður lék Chris en Ragnheiður tók við hlutverkinu fyrir nokkru. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 189 orð

Sex persónur í leit að höfundi

LEIKFÉLAG Menntaskólans á Egilsstöðum sýnir um þessar mundir leikritið Sex persónur í leit að höfundi eftir Luigi Pirandello. Leikstjóri er Margret Guttormsdóttir og er hún jafnframt þýðandi verksins. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 39 orð

Símbréfalist

SÝNING á list í formi símbréfa og símsvaraskilaboða verður opnuð á laugardag kl. 16 í Sýningarsalnum við Hamarinn, Strandgötu 50 í Hafnarfirði. Sýningin stendur til miðvikudagsins 3. apríl og er opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Meira
21. mars 1996 | Fólk í fréttum | 875 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

HÓTEL KEA AKUREYRI Hljómsveitin Gömlu Brýnin skemmtir laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa: Halldór Olgeirsson, trommur og söngur, Kristinn Svavarsson, saxófónn og flauta, Páll E. Meira
21. mars 1996 | Leiklist | 340 orð

Skötuselurinn er kvenkyns

eftir Árna Ibsen Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson. Ljósamaður: Lárus Bjarnason. Förðun: Jóna Sigurbjartsdóttir. Búningar: Sigfríð Kristinsdóttir. Sviðsmynd: Páll Ragnarsson, Ólafur Magnússon, Kolbjörn Akelie og Þröstur Guðbjartsson. Leikendur: Gunnar Jónsson, María Guðmundsdóttir, Hlöðver Gunnarsson, Erna Margrét Jóhannsdóttir. Sýnt í Bæjarbíói, Hafnarfirði, 17. mars. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 346 orð

Strætið í fokheldu Selfossbíói

FYRSTA leiksýningin í leikhúss- og bíósalnum á Selfossi fer fram 21. mars klukkan 20.00 þegar nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands sýna verkið Strætið eftir Jim Cartwright undir leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 97 orð

Strætið í Mánagarði

Hornafirði-Leikfélag Hornafjarðar hefur sýnt Strætið í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar við góða aðsókn undanfarnar vikur. Sýningin vekur ekki bara athygli fyrir góðan leik þeirra 30 leikara sem fara með hlutverk heldur líka fyrir vandaða og sérstæða leikmynd. Meira
21. mars 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Sýning á íslenskum varningi

AÐILAR Í ferðaþjónustu heimsóttu um síðustu helgi nokkur fyrirtæki sem héldu sýningu á varningi tengdum þeirri atvinnugrein. Listamaðurinn Haukur Halldórsson fræddi gesti um sögu eigin muna tengdra víkingatímanum og vakti það áhuga íslenskra og erlendra gesta. Hérna sjáum við Stefán B. Stefánsson og Ásgeir Reynisson virða fyrir sér sýningargripi. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 58 orð

Sýningunni "Tónlist í grátónum" að ljúka

SÝNINGU Einars Óla Einarssonar í Ljósmyndastöðinni Myndási, Laugarásvegi 1, lýkur föstudaginn 22. mars. Myndirnar eru af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, þekktum og minna þekktum listamönnum. Einar Óli stundaði nám í ljósmyndun við Bournemouth and Poole College of Art and Design og útskrifaðist þaðan sumarið 1995. Sýningin er opin virka daga kl. 10­18. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 66 orð

Tónleikar og ljóðalestur

TÓNLEIKAR og ljóðalestur verða haldnir í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni í kvöld, fimmtudagskvöld. Flytjendur eru Camilla Söderberg á blokkflautu, Snorri Örn Snorrason á lútu og Arnar Jónsson leikari les ljóð. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 50 orð

Tréskurðarsýning

NEMENDUR Hannesar Flosasonar sýna tréskurðarverk í Íspan húsinu við Smiðjuveg í Kópavogi næstkomandi laugardag og sunnudag kl. 14-18 báða dagana. Þetta er áttunda sýning skurðlistarskóla Hannesar frá byrjun 1972. Þar er nú í boði námsbraut í 7 stigum með allt að 250 verkefnum, sem hæfa öllu áhugafólki um tréskurðarlist. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 148 orð

Vel heppnaðir tónleikar Sinfóníunnar á Selfossi

NEMENDUR leikskóla, grunn- og framhaldsskóla á Selfossi og í Árnessýslu, alls um 2.600 talsins, sóttu tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í íþróttahúsinu á Selfossi á mánudag og kunnu vel að meta flutning hennar og kynningu á tónlistinni. Hljómsveitin hélt tvenna skólatónleika og síðan almenna tónleika um kvöldið undir stjórn Lan Shui. Meira
21. mars 1996 | Tónlist | -1 orð

VÍÓLA OG PÍANÓ

Tónleikar á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn 9. mars kl. 17.00. Flytjendur Guðrún Þórarinsdóttir víóluleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni voru verk eftir J.S. Bach, R. Schumann og J. Brahms. Meira
21. mars 1996 | Menningarlíf | 213 orð

Vortónleikar Fóstbræðra

SENN líður að 80. árlegu vortónleikum Fóstbræðra fyrir styrktarfélaga og aðra tónlistarunnendur. Þeir verða haldnir eins og undanfarin ár í Langholtskirkju dagana 26., 27. og 28. mars kl. 20:30 og laugardaginn 30. mars kl. 15:30. Söngstjóri Fóstbræðra er Árni Harðarson. Á þessum tónleikum er lagavalið fjölbreytt. Það einkennist fyrst og fremst af íslensku efni. Meira

Umræðan

21. mars 1996 | Aðsent efni | 226 orð

Að drekka sig í hel

ER MÖGULEGT að drekka sig í hel? Hvernig er líf ofdrykkjufólks? Þetta viðfangsefni er tekið fyrir í kvikmyndinni "Leaving Las Vegas" sem verður frumsýnd nú á föstudag í Regnboganum. Umfjöllun þessarar kvikmyndar er nátengd daglegu viðfangsefni SÁÁ, sem er að hjálpa fólki til að komast út úr vítahring ofdrykkjunnar. Meira
21. mars 1996 | Aðsent efni | 515 orð

Afmæli Alþýðuflokks ­ Vilmundur Gylfason

RAUÐA torgið má finna víðar en í Moskvu. Á Húsavík í Suður- Þingeyjarsýslu er að finna hið íslenska "Rauða torg" í bæjarhluta þeim sem afmarkast af Búðará, Reykjaheiði, Hólnum og í gamla daga af kotinu er nefnt var Róm. Á hinu húsvíska "Rauða torgi" bjuggu og búa vonandi enn kommúnistar í einu húsi og kratar í öðru og gneistar gjarnan á milli á kosningaárum. Meira
21. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 391 orð

Augnablik, heilbrigðisráðherra!

SAMTÖKIN Lífsvog eru stofnuð af brýnni nauðsyn og beita sér fyrir því að aðstoða fólk sem telur sig hafa orðið fyrir læknamistökum hjá "besta heilbrigðiskerfi í heimi" (ef vitnað er í ummæli heilbrigðisráðherra í sjónvarpinu mánudagskvöldið 11. mars sl.) Á aðeins einu ári hafa leitað til félagsins yfir tvö hundruð manns sem telja að á sér hafi verið réttur brotinn á einn eða annan hátt. Meira
21. mars 1996 | Aðsent efni | 825 orð

Einkavinavædd öryggisþjónusta

ÞAÐ er engin tilviljun að í flestum siðuðum ríkjum ríkir sátt um það að opinberum aðilum beri að sjá um og hafa ábyrgð á lögbundinni löggæslu og gæta öryggis þegnanna. Þetta viðhorf byggir á gömlum merg. Enski heimspekingurinn John Locke (1632-1704) er einn af frumkvöðlum þessarar hugmyndafræði. Meira
21. mars 1996 | Aðsent efni | 858 orð

Einkavæðum félagslega húsnæðiskerfið

ÞAÐ virðist standa fyrir dyrum enn ein breytingin á félagslega húsnæðiskerfinu. Félagsmálaráðherra hefur sagt að kerfið hafi þjónað fyrst og fremst byggingariðnaðinum og því sé nauðsynlegt að breyta því. Það var því undarlegt að heyra þær hugmyndir að breytingum sem komnar eru fram. Meira
21. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 495 orð

Hvað gerir Alþingi?

HINN 6. mars sl. var kynnt og rætt á Alþingi lagafrumvarp er kveður á um að tveim samkynhneigðum einstaklingum verði heimilt að giftast. Frumvarpið sem ber heitið: Frumvarp til laga um staðfesta samvist, felur í sér sömu réttindi og skyldur og í hjúskap ­ með vissum undantekningum þó. Meira
21. mars 1996 | Aðsent efni | 886 orð

Miðbæjarskólinn 100 ára 1998

VIÐ Tjörnina í Reykjavík stendur Miðbæjarskólinn sem í upphafi var kallaður Barnaskóli Reykjavíkur. Skólahúsið sjálft hefur markað tímamót í fræðslumálum Íslendinga. Glæsilegar bjartar skólastofur, sem enn þann dag í dag standast samanburð við það besta sem þekkist í skólum, smíða- og teiknistofur og sérstakur samkomusalur svo eitthvað sé nefnt. Meira
21. mars 1996 | Aðsent efni | 872 orð

Nokkur orð um Blönduvirkjunarsamninginn

ÁRIÐ 1982 gera Rafmagnsveitur ríkisins hinn svokallaða "Heiðarsamning" við eigendur Eyvindarstaðaheiðar og Auðkúluheiðar, við misjafna hrifningu hjá íbúum svæðisins, þótt ekki sé meira sagt. Grein 5 í áðurnefndum samningi er eingöngu um uppgræðslu, sem í ljósi íslenskra laga hefði ekki þurft að semja um, þar sem sá sem eyðir gróðri á að skila honum aftur með uppgræðslu. Meira
21. mars 1996 | Aðsent efni | 650 orð

Nú er það franska aðferðin sem gildir

OPINBERIR starfsmenn og launþegar yfirleitt hafa margt mátt þola undanfarna mánuði, en nú er mælirinn yfirfullur. Hvað ætlar launþeginn lengi að láta siðlausa þingmenn og þá sérstaklega stjórnarþingmenn vaða yfir sig? Fyrir nokkrum mánuðum hækkuðu þingmenn laun sín um tugi prósenta á meðan hinn almenni launþegi fékk örfá prósent. Meira
21. mars 1996 | Aðsent efni | 1008 orð

Ofríki einkabílismans

FÁTT reynir jafn mikið á langlundargeð sómakærs fólks í Reykjavík hversdagslífsins og tillitsleysi einkabílista gagnvart vegfarendum. Þetta tillitsleysi birtist einkum og sér í lagi í því að einkabílistunum nægja ekki göturnar í borginni heldur þurfa þeir að leggja undir sig gangstéttirnar sem ætlaðar eru gangandi vegfarendum. Meira
21. mars 1996 | Aðsent efni | 1201 orð

Óupplýst úthlutunarnefnd

ÞANN 13. desember 1993 þurfti ég, undirritaður, að leita til umboðsmanns Alþingis með mál sem varðaði úthlutunarnefnd Iðju, félags verksmiðjufólks, og stjórn Atvinnuleysistryggingarsjóðs. Ástæðan var sú að þann 20. janúar sama ár var réttur minn til atvinnnuleysisbóta felldur niður hjá Iðju, auk þess var stjórnsýsluréttur um andmælarétt brotinn á mér. Meira
21. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 985 orð

Samskiptareglur á vinnumarkaði

Í GREINARKORNI sem Þórarinn V. Þórarinsson skrifar í febrúarhefti Vinnuveitendasambandsins, "Af vettvangi", viðrar hann áhyggjur sínar af verkalýðshreyfingunni í landinu. Þjóðin hefur að vísu orðið áþreyfanlega vör við þessa föðurlegu umhyggju hans fyrir hinni vinnandi alþýðu á undanförnum árum, einkanlega við gerð kjarasamninga. Meira
21. mars 1996 | Aðsent efni | 572 orð

Skyldur og ábyrgð bílasala

Í GREIN Vignis Arnarsonar, löggilts bifreiðasala, í Morgunblaðinu 21. desember sl. er eftirfarandi tilvitnun í lög nr 69/1994: "Bifreiðasali skal afla upplýsinga sem staðfestar skulu skriflega af seljanda, um akstur og ástand ökutækis. Meira
21. mars 1996 | Aðsent efni | 186 orð

ö17.00Læknamiðstöðin 17.45Krakkarnir í götunni(Liberty S

17.45Krakkarnir í götunni(Liberty Street) Leikinn myndaflokkur fyrir börn og unglinga. (17:26) 18.15Barnastund Úlfar, nornir og þursar - Hirðfíflið - Gríman 19.00Skuggi (Phantom)Spennandi teiknimynd um Skugga sem trúirá sigur réttlætisins. 19.30Simpsonfjölskyldan 19. Meira
21. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 268 orð

Örstutt athugasemd til Þórs Sigfússonar ráðgjafa

RÁÐGJAFI fjármálaráðherra gerir athugasemd við skrif mín í Mbl 12. mars sl. Athugasemdir hans eru eingöngu bundnar við frumvarpið um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna enda á þessari stundu ljóst að forsætisráðherra hefur sópað frumvarpinu um lífeyrissjóðsréttindin út af borðinu (eins og hann gerði varðandi skatt á blaðsölubörn). Meira

Minningargreinar

21. mars 1996 | Minningargreinar | 450 orð

Anna Árnadóttir

Þar sem Norðurmýrin var svakki og svað svona rétt fyrir þá stórstyrjöld, sem við munum eftir og stendur okkur í ljósu loga minni, þar komu feður okkar niður og reistu sér hús. Þar voru hús svokallaðra millistétta, bjargálna fólks, sem gat komið yfir sig þaki, iðnaðarmenn og iðnaðarfólk, skipstjórar og stýrimenn, háskólamenn og haldnir höfðingjar, kennarar og kristnir menn að öðru jöfnu. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 29 orð

ANNA ÁRNADÓTTIR Anna Árnadóttir var fædd á Ytri-Rauðamel í Hnappadalssýslu 26. júlí 1901. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29.

ANNA ÁRNADÓTTIR Anna Árnadóttir var fædd á Ytri-Rauðamel í Hnappadalssýslu 26. júlí 1901. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. febrúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Fossvogskirkju 8. mars. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 617 orð

Björg Guðnadóttir

Björg Guðnadóttir var af góðu bergi brotin. Tónelskt fólk stóð að henni í báðar ættir enda hóf hún sjálf snemma nám í píanóleik og söng og var fyrsti söngkennari hennar Sigurður Birkis. Hún var ekki orðin tvítug þegar hún fór til Kaupmannahafnar og stundaði þar nám við Frk. Zalhe skole sem var þekktur húsmæðraskóli. Hún lærði einnig hárgreiðslu og hélt áfram söngnáminu. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 535 orð

Björg Guðnadóttir

Elsku amma mín. Það er á stundum sem þessari, sem maður efast um að það sé þess virði að láta ævintýramennsku og útþrá ráða förinni. Ef ég hefði ekki flust af landi brott, hefðu samverustundirnar getað orðið fleiri, elsku amma. Við hefðum getað spjallað klukkustundum saman um lífið og tilveruna. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 178 orð

BJÖRG GUÐNADÓTTIR

BJÖRG GUÐNADÓTTIR Björg Guðnadóttir fæddist að Ferjubakka í Axarfirði 17. apríl 1903. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði að kvöldi 4. mars síðastliðins. Foreldrar hennar voru: Sigurveig Vigfúsdóttir Hjörleifssonar, prests að Tjörn og Völlum í Svarfaðardal og á Skinnastað í Axarfirði. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 279 orð

Fanney Magnúsdóttir

Hún Fanney er dáin. Mig setti hljóða við þá frétt, þótt ég vissi um þann erfiða sjúkdóm sem hún átti við að stríða. Rúmri viku áður en hún dó áttum við saman indælt samtal í síma. Hún var svo bjartsýn, vinan, og margt hugðumst við gera á komandi sumri þegar hún kæmi í heimsókn norður til dótturinnar og fjölskyldu hennar. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 32 orð

FANNEY MAGNÚSDÓTTIR Fanney Magnúsdóttir, Fossheiði 48, Selfossi, fæddist að Miðkoti í Þykkvabæ, Rang., 24. september 1930. Hún

FANNEY MAGNÚSDÓTTIR Fanney Magnúsdóttir, Fossheiði 48, Selfossi, fæddist að Miðkoti í Þykkvabæ, Rang., 24. september 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 10. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Selfosskirkju 15. mars. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐRÍÐUR GÍSLADÓTTIR Guðríður Gísladóttir fæddist á Torfastöðum í Grafningi 20. nóvember 1926. Hún lést í Landspítalanum 4. mars

GUÐRÍÐUR GÍSLADÓTTIR Guðríður Gísladóttir fæddist á Torfastöðum í Grafningi 20. nóvember 1926. Hún lést í Landspítalanum 4. mars síðastliðinn. Útför Guðríðar fór fram í kyrrþey að hennar eigin ósk. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 109 orð

Guðríður Gísladóttir Nú er hún Gauja frænka mín blessunin dáin. Söknuður minn er mikill en ljúfar minningar ylja hjarta mínu.

Nú er hún Gauja frænka mín blessunin dáin. Söknuður minn er mikill en ljúfar minningar ylja hjarta mínu. Þegar ég lít til baka og rifja upp minningar um Gauju er mér efst í huga hversu elskuleg kona hún var. Hún hafði ávallt yndi af að vera úti í náttúrunni og að yrkja ljóð. Við áttum ótal margar ljúfar samverustundir þar sem við ýmist spjölluðum eða sungum saman og lásum ljóð. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 244 orð

Hrefna Sigurlaug Magnúsdóttir Kjærnested

Margar eru minningarnar sem koma upp í hugann þegar frétt um andlát berst. Þó að maður vissi að hverju stefndi, er alltaf erfitt að horfast í augu við dauðann. Ebba föðursystir, eins og við systkinin kölluðum hana, var yndisleg og falleg kona. Hún skilur eftir sig margar og dýrmætar minningar, frá því að við vorum börn og líka þegar við urðum eldri. Hún bjó alltaf í sömu götu og pabbi. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 305 orð

Hrefna S. Magnúsdóttir Kjernested

Kvæðið Skógarhind er ein fegursta perlan í seinni tíma skáldskap Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Mér verður hugsað til þessarar perlu er ég minnist mágkonu minnar, Hrefnu Sigurlaugar Magnúsdóttur Kjærnested - Ebbu - sem andaðist 15. þ.m. "Svo fjarar lífið út..." Margar myndir og minningar koma upp í hugann. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 257 orð

Hrefna S. Magnúsdóttir Kjærnested

Vorið er skammt undan, maður finnur ilminn af nývakinni jörðinni og bíður þess og hlakkar til að fyrstu farfuglarnir snúi heim. Á þessum síðustu dögum vetrar kveðjum við elskulega ömmu okkar Ebbu. Hún bjó yfir meðfæddum þokka, svo falleg og kvenleg sem hún var ­ þó hún væri orðin mikið veik hvarf hann henni ekki. Við vorum alltaf svolítið montnar af því að eiga svona fallega ömmu. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 574 orð

Hrefna S. Magnúsdóttir Kjærnested

Þitt haust var komið, en þá von vér ólum, Að enn þín nytum fleiri lífsins ár; Það brást - og stöðvun stunda þinna hjólum Vann stríðust hel og beisk oss vekur tár. Þú gjörðir löngum bjart á vegum vorum, Þú varst í kvennahópnum prýði sönn; Sem liljur greri' hið góða í þínum sporum Af göfgi, tign og þýðri kærleiks önn. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 312 orð

Hrefna S. Magnúsdóttir Kjærnested

Elskuleg föðursystir mín, Hrefna S. Magnúsdóttir, er látin. Mikil eftirsjá og söknuður fyllir huga minn er ég hugsa aftur til bernskuáranna á Hraunteignum. Stutt var á milli heimila foreldra minna og frænku og mörg voru sporin okkar systkina til Ebbu, eins og hún var kölluð, og Guðmundar á Hraunteig 11. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 165 orð

Hrefna S. Magnúsdóttir Kjærnested

Ég var bara sex ára þegar Ebba frænka bauð mér í fyrsta skipti með sér á kaffihús, en það átti hún eftir að gera oftar er ég stækkaði. Það sem einkenndi þessar ferðir á Lækjarbrekkuna, og líka þegar ég heimsótti hana á Hraunteiginn, var höfðingsskapur og rausn og hinn einstaki eiginleiki hennar að koma alltaf fram við mig eins og ég væri fullorðin. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 157 orð

HREFNA S. MAGNÚSDÓTTIR KJÆRNESTED

HREFNA S. MAGNÚSDÓTTIR KJÆRNESTED Hrefna S. Magnúsdóttir Kjærnested fæddist 28. mars 1926 í Hafnarfirði. Hún lést á öldrunarlækningadeild Landspítalans 15. mars síðastliðinn. Foreldrar Hrefnu voru Emelía Lárusdóttir, f. 7. júlí 1894, d. 17. júní 1957, og Magnús Kjærnested, skipstjóri, f. 4. júní 1890, d. 8. apríl 1944. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 309 orð

Ingvi Guðmundsson

Ingvi Guðmundsson, Gídeonfélagi í 50 ár, er látinn 82 ára að aldri. Ingvi Guðmundsson var áhugamaður um útbreiðslu Biblíunnar og var einn þeirra er sóttu kynningarfundi sem Vestur-Íslendingurinn Kristinn Guðnason hélt hér í ágústmánuði 1945. Erindið var kynning á félagi, sem nefnt var Gídeon, sem hafði það að markmiði sínu að útbreiða Guðs heilaga orð og ávinna menn fyrir Krist. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 138 orð

Ingvi Guðmundsson

Ingvi Guðmundsson, afi minn og alnafni, er nú lagstur til hinstu hvílu, sem mér þykir mjög sorglegt. Mínar fyrstu minningar um afa voru þegar við fluttum frá Svíþjóð. Þá fluttum við heim til afa og ömmu í Álftamýrinni, fyrsta hálfa árið eða svo. Afi og amma voru mjög svo trúrækin og minnist ég þess að við fórum ávallt með bænir saman bæði kvölds og morgna og gleymdist það aldrei. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 348 orð

Ingvi Guðmundsson

Hvernig á maður að lýsa svo sérstakri persónu eins og þú varst, elsku pabbi. Með þennan styrk og glettni, sem þú hélst alveg til endaloka, þrátt fyrir erfið veikindi. Þú kvartaðir ekki, þú varst ánægður með lífið og tilveruna og sagðir oft: "Maður má vera þakklátur fyrir þetta langt líf, gamalmenni eins og ég." En fyrir mér og öðrum sem þekktu þig varstu ætíð ungur í anda. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 294 orð

Ingvi Guðmundsson

Ástkær afi minn, Ingvi Guðmundsson, lést hinn 12. mars síðastliðinn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Elsku afi minn, nú ert þú farinn frá okkur yfir móðuna miklu. Þú kvaddir okkur án nokkurrar hræðslu við það sem verða vildi. Þú varst í raun búinn að bíða eftir þeirri stund að veikindum þínum myndi linna. Nú hefur sá dagur loks runnið upp. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 254 orð

INGVI GUÐMUNDSSON

INGVI GUÐMUNDSSON Ingvi Guðmundsson fæddist á Drangsnesi við Steingrímsfjörð 9. nóvember 1913. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson og Ragnheiður Halldórsdóttir frá Bæ í Steingrímsfirði. Ingvi var 10. í röð 13 systkina og eru tveir af bræðrunum enn á lífi. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 124 orð

Jónatan Lárus Jakobsson

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Í dag kveðjum við afa okkar Jónatan í hinsta sinn. Við viljum þakka honum fyrir allar samverustundirnar. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 331 orð

JÓNATAN LÁRUS JAKOBSSON

JÓNATAN LÁRUS JAKOBSSON Jónatan Lárus Jakobsson var fæddur að Torfustaðarhúsum í Miðfirði 22. september 1907. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jakob Þórðarson bóndi þar og víðar í Miðfirði, f. 3. nóv. 1860, d. 16. apríl 1924, og Helga Guðmundsdóttir, f. 13. des. 1877, d. 6. mars 1958. Meira
21. mars 1996 | Minningargreinar | 286 orð

Jónatan L. Jakobsson

Nú þegar afi okkar, Jónatan L. Jakobsson, er fallinn frá langar okkur að minnast hans í fáeinum orðum. Þegar við munum fyrst eftir afa var hann kominn á efri ár og heilsan farin að gefa sig, sérstaklega minnið síðustu árin. Þrátt fyrir það fylgdist hann með okkur. Afi hafði mikinn áhuga á því hvernig okkur gengi í skólanum og spurði mikið út í námið, enda var hann kennari. Meira

Daglegt líf

21. mars 1996 | Neytendur | 106 orð

Einn botn, ekki tveir

Í fylgiblaði Morgunblaðsins um fermingar, sem kom út um síðustu helgi, var uppskrift að sælgætistertu. Kornflögubotnar kökunnar eru sagðir eiga að vera tveir en miðað við magn hráefnis í uppskrift er um EINN botn að ræða. Þegar kökunni er raðað saman kemur því kókosbotninn neðst, þá rjóminn með súkkulaði, döðlum og möndlum næst en hlutfallið þar fer eftir smekk þeirra sem eru að baka. Meira
21. mars 1996 | Neytendur | 209 orð

Fatasaumskeppni Burda og Eymundsson

Í júní í fyrra var í fyrstasinn haldin fatasaumskeppni Burda og Eymundsson sem er undankeppni keppninnarum Aenne Burda-verðlaunin, en sú er haldiní Baden Baden í Þýskalandi í október næstkomandi og mun þá fulltrúi Íslands verða þátttakandi öðru sinni. Á síðasta ári varðBergþóra Guðnadóttir íþriðja sæti í keppninnisem haldin var í Triesteá Ítalíu. Meira
21. mars 1996 | Neytendur | 407 orð

Leggja á borð, umhella víni, eldsteikja og blanda kokteila

ÞESSA dagana eru þau Heiðbrá Þóreyjardóttir og Hendrik Hermannsson önnum kafin við að undirbúa sig fyrir Norðurlandakeppni framreiðslunema sem að þessu sinni verður haldin hér á landi í apríl á sýningunni Matur 96. Þau tóku þátt í forkeppni í janúar s.l. og voru síðan valin til að keppa fyrir hönd Íslands í apríl. Bæði útskrifast þau sem framreiðslusveinar í vor. Meira
21. mars 1996 | Neytendur | 166 orð

Senda öllum fermingarstúlkum sokkabuxum

ALLAR fermingarstúlkur á landinu, um 2 þúsund talsins, fá sendar Oroblu sokkabuxur frá fyrirtækinu í sérstakri gjafaöskju. Ari Singh, forstjóri Íslensk-austurlensku heildsölunnar, segir að þetta séu að vísu ekki sokkabuxur af nýjustu gerð. Passi þær ekki er hægt að skipta þeim í öllum verslunum sem selja Oroblu. Meira
21. mars 1996 | Neytendur | 121 orð

Vörulistarnir Ellos og JCPenney í nýtt húsnæði

HBD Pöntunarfélag hefur flutt sig um set og er nú til húsa í Völundarhúsinu á horni Klapparstígs og Skúlagötu. Félagið er með umboð og sérpöntunarþjónustu fyrir Ellos sem er eitt stærsta póstverslunarfyrirtæki á Norðurlöndum með höfuðstöðvar í Svíþjóð. Þann 1. september s.l. tók félagið við einkaumboði fyrir JCPenney sem er jafnframt eitt stærsta póstverslunarfyrirtæki Bandaríkjanna. Meira

Fastir þættir

21. mars 1996 | Dagbók | 2708 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 15.-21. mars, að báðum dögum meðtöldum, er í Apóteki Austurbæjar, Háteigsvegi 1. Auk þess er Breiðholts Apótek, Álfabakka 23, Mjódd, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
21. mars 1996 | Í dag | 59 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 21. mars

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 21. mars, er sextugurHermann Helgi Hoffmann Pétursson, póstvarðstjóri, Njálsgötu 87, Reykjavík. Hann er staddur í Flórída í USA, á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 21. mars, er sextugÁsdís G. Konráðs. Meira
21. mars 1996 | Í dag | 391 orð

Er verið að meiða pabba? "Í MYNDINNI Agnesi er

"Í MYNDINNI Agnesi er hún látin eiga barn, sem er rifið úr höndum hennar þegar hún er send til aftöku. Mikið er gert úr því í myndinni, en sannleikurinn er annar. Agnes átti ekkert barn, en Natan átti aftur á móti tvö eða þrjú börn með Skáld-Rósu og hafði hann litla dóttur sína um fimm ára aldur á Illugastöðum. Hann var sem sagt einstæður faðir. Meira
21. mars 1996 | Í dag | 435 orð

KJÖLFAR morðanna hrottalegu í Dunblane í Skotl

KJÖLFAR morðanna hrottalegu í Dunblane í Skotlandi í síðustu viku er Thomas Hamilton réðst með alvæpni inn í barnaskóla í þorpinu hafa orðið talsverðar umræður í Bretlandi um skotvopn í eigu einstaklinga. Meira
21. mars 1996 | Í dag | 83 orð

LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnaf

Rangt var farið með föðurnafn eins hluthafa Flugleiða í frétt á viðskiptasíðu í gær. Þar kom fram að Guðlaugur Erlendsson hefði borið fram fyrirspurn um um markaðsverð flugvéla félagsins á aðalfundi í síðustu viku, en hið rétta er að fyrirspurnin kom frá Guðlaugi Ellertsssyni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Misritað föðurnafn Í 11. tbl. Meira
21. mars 1996 | Dagbók | 789 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Brúarfoss

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Brúarfoss ogQueenland Saga. Þá kom Sléttanesið. Henrik Kosan var væntanlegur í gær og Bakkafoss í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrrakvöld kom Lagarfoss til Straumsvíkur. Meira

Íþróttir

21. mars 1996 | Íþróttir | 194 orð

1. deild 25 102

1. deild 25 1021 28-9 Milan 56113-8 5325 940 28-12 Fiorentina 44413-11 4725 931 28-10 Juventus 43517-15 4525 Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 135 orð

Bikarmót SKÍ Um síðustu helgi var bikarmót SKÍ haldið í umsjón B

Bikarmót SKÍ Um síðustu helgi var bikarmót SKÍ haldið í umsjón Breiðabliks í Bláfjöllum. Keppt var bæði í svigi og stórsvigi. Keppendur voru 144 og undu glaðir við sitt í góðu veðri og frábæru færi. Úrslit urðu sem hér segir: Stórsvig drengja: mín. Helgi Steinar Andrésson, Sigluf.1.26,78 Kristinn Magnússon, Akureyri1. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 92 orð

BLAKÞróttur

ÞRÓTTUR sigraði í fyrsta úrslitaleiknum í karlaflokki á Íslandsmótinu í blaki í gærkvöldi. Þróttarar fengu þá Stjörnumenn úr Garðabæ í heimsókn í íþróttahúsið við Austurberg í Breiðholti og sigruðu 3:2. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 298 orð

Bróðurleg skipting

VERÐLAUNUM var bróðurlega skipt á pollamóti Skautafélags Reykjavíkur í íshokkí á skautasvellinu í Laugardal um síðastliðna helgi. Þau þrjú félög sem æfa íshokkí hér á landi sendu lið sín til leiks í 2., 3. og 4. flokki drengja og varð úr hörkukeppni. Björninn sigraði í öðrum flokki, Skautafélag Akureyrar í þriðja flokki og Skautafélag Reykjavíkur í þeim fjórða. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 285 orð

Duranona með 500. markið JULIAN Duran

JULIAN Duranona skoraði í gærkvöldi 500. mark KA í úrslitakeppninni frá 1992, þegar úrslitakeppnin hófst með því fyrirkomulagi sem leikið er í dag. Markið var afar glæsilegt - Duranona fiskaði knöttinn glæsilega, brunaði upp völlinn og sendi hann í netið þegar hann var á punktalínu. Kom liði sínu þá í 19:15. Guðmundur varði 300. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 285 orð

Eiður Smári lék síðari hálfleik gegn Barcelona

EIÐUR Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður og lék allan síðari hálfleikinn með PSV Eindhoven gegn Barcelona í UEFA-keppninni í fyrrakvöld. Leiknum lauk með sigri Barcelona, 3:2, sem vann því samanlagt 5:4 og kemst áfram en PSV er úr leik. "Ég vissi ekki að ég ætti að fara inn á fyrr en við komum út úr búningsklefanum í leikhléi. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 135 orð

FÉLAGSLÍFHerrakvöldStjörnunnar

Árlegt herrakvöld Stjörnunnar verður föstudaginn 22. mars á Garðaholti og verður húsið opnað kl. 19. Svavar Gestsson verður ræðumaður kvöldsins og Jóhannes Kristá morgun, föstudagsjánsson eftirherma skemmtir gestum. Miðasala er í Stjörnuheimilinu. Ostakvöld hjáGR-konum GR-konur halda árlegt ostakvöld í Golfskálanum í Grafarholti nk. föstudagskvöld kl. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 290 orð

Fimleikar

Meistaramót í skrúfustiganum 1. þrep stúlkna:stigÞórunn Haraldsdóttir, Ármanni27,050 Elín Þórólfsdóttir, KR26,700 Kolbrún Þórólfsdóttir, Ármanni26,600 2. þrep stúlkna: Magna J. Oddsdóttir, FRA36,800 Valgerður H. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 115 orð

Fjölmenni á skrúfumóti FSÍ

Skrúfumót Fimleikasambandsins fór fram í íþróttahúsinu í Kaplakrika um síðastliðna helgi. Alls voru keppendur 142. Er þetta með allra stærstu fimleikamótum sem haldin eru ár hvert. Keppt var í almennum fimleikum eftir reglum "skrúfustiga" FSÍ. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 115 orð

Gígja Hrönn komin í unglinga hóp SSÍ GÍGJ

GÍGJA Hrönn Árnadóttir sundkona úr UMFA hefur náð lágmarki í 100 metra bringusundi fyrir alþjóðlegt unglingamót í sundi sem haldið verður í Luxemborg 12. til 14. apríl nk. Þar með hefur Gígja komist í unglingahóp Sundsambandsins en fyrir voru í honum þau Lára Hrund Bjargardóttir, Ægi, Halldóra Þorgeirsdóttir, Ægi og Ómar Friðriksson úr SH. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 481 orð

Glæsimark Cantonas réði úrslitum á Old Trafford

LIVERPOOL og Chelsea komust í gær í undanúrslit ensku bikarkeppnina og mætir Liverpool Aston Villa og Chelsea leikur við Manchester United. Í úrvalsdeildinni sigraði Manchester United Arsenal með glæsimarki frá Cantona og er United með 64 stig eins og Newcastle. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 156 orð

Héraðsmót HSK

Mótið var haldið á vegum Héraðssambandsins Skarphéðins sl. laugardag. Helstu úrslit: Stangarstökk, karlar Freyr Ólafsson, Umf. Dagsbrún4,32Ólafur Guðmundsson, Umf. Selfoss4,10Auðunn Guðjónsson, Umf. Skeiðam.3,70Hástökk, karlar Guðmann Óskar Magnússon, UBH1,85Örvar Ólafsson, Umf. Dagsbrún1,80Þórir S. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 37 orð

Í kvöld Handknattleikur Undanúrslit karla, 2. leikur: Varmá:UMFA - Valurkl. 20 Körfuknattleikur Undanúrslit karla, 4. leikur:

Körfuknattleikur Undanúrslit karla, 4. leikur: Grindavík:UMFG - Haukarkl. 20 Úrslit 1. deildar karla, oddaleikur: Ísafjörður:KFÍ - Þór Þ.kl. 20 Íshokkí Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 36 orð

Íshokkí

Leikir aðfararnótt mánudags: Ottawa - Tampa Bay5:0 Toronto - Vancouver4:2 Washington - Dallas2:1 Chicago - NY Islanders5:1 Detroit - Calgary4:2 Florida - New Jersey3:0 Philadelphia - San Jose8:2 Anaheim - St Louis5:1 Colorado - Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 157 orð

Ísland sigraði á móti í Dublin

Íslenska kvennalandsliðið í fimleikum sigraði á móti í Dublin á Írlandi um síðustu helgi. Íslensku stúlkurnar hlutu samtals 137,809 stig. Í liði Íslands voru: Nína Björg Magnúsdóttir, Elva Rut Jónsdóttir, Þórey Edda Elíasdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Jóhanna Sigmundsdóttir og Elín Gunnlaugsdóttir. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 416 orð

Jón Axel vann tvenn verðlaun

Fyrsta Íslandsmeistaramót unglinga í tennis innanhúss fór fram í Tennishöllinni í Kópavogi um síðastliðna helgi. Yfir eitt hundrað keppendur mættu til leiks í átta aldursflokkum, en eingöngu var leikinn einliðaleikur. Keppni var bráðfjörug og spennandi í flestum þeirra tvö hundruð leikja sem fram fóru. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 477 orð

Juve áfram á kostnað Real

ÍTÖLSKU meistararnir Juventus slógu Real Madrid úr leik í Evrópukeppni meistaraliða, Meistaradeildinni, með 2:0 sigri á heimavelli í gærkvöldi. Á sama tíma lögðu Evrópumeistarar Ajax frá Amsterdam þýsku meistarana Borussia Dortmund með einu marki gegn engu. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 86 orð

Júdó Íslandsmót unglinga 15-17 ára Íslandsmeistaramót unglinga í júdó fór fram í íþróttahúsi Fjölbrautarskólans við Austurberg í

Íslandsmót unglinga 15-17 ára Íslandsmeistaramót unglinga í júdó fór fram í íþróttahúsi Fjölbrautarskólans við Austurberg í Breiðholti síðasta laugardag. Hart var tekist á í flestum flokkum og keppendur komu víða að. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 127 orð

KA - FH

KA-húsið Akureyri, undanúrslit Íslandsmóts karla - fyrsti leikur, miðvikudaginn 20. mars 1996. Gangur leiksins: 3:0, 3:1, 4:2, 6:3, 8:6, 8:8, 9:9, 9:10, 10:10, 13:10, 13:11, 15:11. 15:12, 17:13, 17:15, 21:15, 23:16, 27:18, 29:20, 32:22, 33:25, 34:26. Mörk KA: Julian Duranona 8/5, Patrekur Jóhannesson 7/1, Jóhann G. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 30 orð

Körfuknattleikur

Charlotte - Indiana102:94 New Jersey - Vancouver82:77 Orlando - Detroit113:91 Houston - Golden State102:105 Eftir framlengingu. Chicago - Sacramento89:67 Dallas - Cleveland72:81 Portland - Minnesota106:71 LA Lakers - Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 285 orð

Lékum mjög vel

HANDKNATTLEIKURAlfreð Gíslason þjálfari KA eftir stóran sigur á FH-ingum á AkureyriLékum mjög vel Við lékum mjög vel í þessum leik og ég er mjög ánægður með strákana," sagði Alfreð Gíslason, Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 242 orð

Lýsir áhyggjum vegna aukinnar hörku í leikjum

TALSVERT hefur borið á grófum leik í 1. deild karla í handknattleik í vetur, sérstaklega þykir hafa færst í vöxt að slegið sé í háls og andlit leikmanna. Einn þeirra sem hafa miklar áhyggjur af þessari þróun er Gils Stefánsson, fyrrum leikmaður FH, sem þótti einmitt mikill varnarjaxl meðan hann var í eldlínunni. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 177 orð

Meistaradeild Evrópu

Átta liða úrslit Moskvu, Rússlandi: Spartak - Nantes (Frakkl.)2:2 Júrí Nikiforov 2 (33., 38.) ­ Nicolas Ouedec 2 (63., 85.) Áhorfendur: 30.000 Nantes vann 4:2 samanlagt. Amsterdam, Hollandi: Ajax - Borussia Dortmund1:0 Kiki Musampa (74.) Áhorfendur: 42.000 Ajax sigraði 3:0 samanlagt. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 170 orð

Meistaramót þeirra yngstu um helgina MEISTARA

MEISTARAMÓT Íslands í frjálsíþróttum í aldursflokknum 12 til 14 ára verður haldið í Laugardalshöll um næstu helgi. Skráðir keppendur eru 440 frá 22 félögum víðs vegar að af landinu. Að þessu sinni verður mótið allt haldið í Laugardalshöll en undanfarin ár hefur það verið haldið jöfnum höndum í Höllinni og í Baldurshaga. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 60 orð

Mörkin verða ekki stækkuð KNATTSPYRNUMÖRKI

KNATTSPYRNUMÖRKIN verða ekki stækkuð, eins og hugmyndir voru um. Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hefur tilkynnt þetta, en eins og hefur komið fram þá kom upp hugmynd um að hækka markið um 25 sm, sem nemur einni boltabreidd, og lengja það um 50 sm. FIFA hefur einnit ákveðið að heimila sjö varamenn í stað fimm eins og verið hefur. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 103 orð

Par hjá Sigurjóni

SIGURJÓN Arnarsson, kylfingur úr GR, heldur áfram keppni í Tommy Armour mótaröðinni í Bandaríkjunum og á mánudaginn lék í eins dags móti og hafnaði í 9. sæti af 66 keppendum. Keppt var á Horbor Hill vellinum sem er par 72 og lék Sigurjón á parinu. Hvasst var og háði það keppendum talsvert, enda voru aðeins þrír kylfingar sem léku undir 70 höggum. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 1299 orð

Pílagrímsför á San Siro

Knattspyrna skipar stóran sess í huga margra Ítala. Þorri þarlendra er sagður hafa brennandi áhuga á þessari íþrótt íþróttanna, sem margir kalla svo, og eftir að hafa komið til Mílanó ­ höfuðborgar knattspyrnunnar á Ítalíu síðustu árin ­ velkist undirritaður ekki í vafa um að það er rétt. Tvö af bestu liðum landsins gera út frá borginni. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 96 orð

Punktamót í skvassi

Sjóva-Almennra mótið í skvassi, sem gaf punkta til Íslandsmóts, fór fram í Veggsporti um helgina. 50 keppendur tóku þátt í mótinu. Helstu úrslit: Meistaraflokkur karla: Kim Magnús Nielsen3­0Heimir Helgason3­2Arnar Arinbjarnar3­2Hilmar Gunnarsson Opinn flokkur Hrafnhildur Hreinsdóttir3­1Trausti Eysteinsson Sigurður Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 328 orð

Réttlætanlegt að hluti verðlaunafjár renni til okkar

Björgvin Hólm Jóhannesson, formaður Snókersambandsins, segir réttlætanlegt að landsliðsmennirnir borgi helming af verðlaunafénu til sambandsins, ef til þess kemur, því fjárhagur þess sé mjög bágur og kostnaður við landsliðið mikill. "Við viljum tryggja að Snókersambandið komi ekki út með tapi frá þessu því kostnaðurinn er mikill. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 378 orð

Sá stigahæsti var ekki valinn í landsliðið

Jóhannes R. Jóhannesson, sem um helgina sigraði í síðasta stigamóti snókermanna og varð um leið stigahæstur eftir veturinn, fór ekki utan með landsliðinu er það hélt til Belgíu í gærmorgun á undankeppni Heimsbikarkeppni landsliða, sem fram fer í Tælandi í október. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 229 orð

Skíðamót hjá Fram Skíðadeild Fram hélt um síðustu helgi mót í El

Skíðamót hjá Fram Skíðadeild Fram hélt um síðustu helgi mót í Eldborgargili í frábæru veðri. Keppendur voru 131. Veitt voru verðlaun fyrir sex efstu sæti. Úrslit voru sem hér segir: Svig 9 ára drengja: sek. Björn Þór Ingason, Breiðabl.34,10 Hlynur Valsson, Ármanni34,74 Fannar Smári Vilhjálmsson, Fram35,35 Ólafur Halldórsson, Breiðabl. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 78 orð

Skíði Punktamót á Akureyri 16 ára og yngri, 2 × 2,5 km:mín.Sveit frá Akureyri18,20 mín. (Geir Egilsson og Rögnvaldur Björnsson)

Punktamót á Akureyri 16 ára og yngri, 2 × 2,5 km:mín.Sveit frá Akureyri18,20 mín. (Geir Egilsson og Rögnvaldur Björnsson) Sveit frá Ólafsfirði19,18 mín. (Steinþór Þorsteinsson, Hanna Marinósd.) Sveit frá Akureyri23,20 mín. (Einar Egilsson og Grétar Kristinsson) Bikarmót SKÍ Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 43 orð

Snóker

Stigahæstu menn að loknum stigamótum vetrarins: 1.Jóhannes R. Jóhannesson182,5 2.Kristján Helgason167,0 3.Jóhannes B. Jóhannesson132,5 4.Arnar Richardsson114,0 5.Sumarliði Gústafsson75,8 6. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 577 orð

Sterkur norðan KA-vindur á leið suður heiðar

EKKI kæmi neinum á óvart að leikmenn FH, Aftureldingar og Vals fengju hroll þegar þeir hugsa norður til Akureyrar - á leiðinni suður heiðar er sterkur norðan KA-vindur, sem blæs frá KA-heimilinu, þar sem kuldabolinn Alfreð Gíslason ræður ríkjum. Sunnan andvari hefur ekkert að segja ef vindinn á eftir að herða, því fengu leikmenn FH að kynnast í gærkvöldi - þegar þeir voru "frystir" 34:26. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 386 orð

Sögulegir sigrar

ORLANDO og Chicago unnu bæði 40. heimaleikinn í röð í fyrrakvöld og bættu þar með NBA-metið. Dennis Scott, leikmaður Orlando, setti NBA-met í fjölda þriggja stiga karfa á einu og sama tímabilinu. Dennis Scott gerði tvær þriggja stiga körfur fyrir Orlando gegn Detroit í 113:91 sigri. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 105 orð

Tennis

Íslandsmót unglinga Drengir: Arnar Sigurðsson, TFK Davíð Halldórsson, TFK Jón Axel Jónsson, UMFB Snæbjörn Gunnsteinsson, BH Snáðar: Þórir Hannesson, Fjölni Kári Pálsson, Víkingi Margeir Ásgeirsson, BH Snorri Freyr Snorrason, Fjölni Hnokkar: Freyr Pálsson, Víkingi Andri Jónsson, Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 232 orð

Úrvalsdeild 29 14

Úrvalsdeild 29 1401 33-7 Newcastle 64422-19 6430 1040 27-9 Man. Utd. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 18 orð

Vormót Skotfélags Reykjavíkur

Vormót Skotfélags Reykjavíkur Mótið var haldið í Baldurshaga 18. mars. Stöðluð skammbyssa: Hans Christensen534 Hlynur Hendriksson510 Guðmundur Kr. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 40 orð

Þannig vörðuþeir Hvað oft knötturinn fór

Hvað oft knötturinn fór afturtil mótherja, er innan sviga: Guðmundur A. Jónsson, KA8 (1). 6(1) langskot, 1 eftirgegnumbrot, 1 úr horni. Björn Björnsson, KA 3. 3langskot. Magnús Árnason, FH 3. 2langskot, 1 eftir gegnumbrot. Jónas Stefánsson 2. 2 langskot. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 123 orð

Þór Íslandsmeistari Þórsarar u

Þórsarar urðu Íslandsmeistarar í 3. aldursflokki pilta í innanhússknattspyrnu en úrslitakeppnin fór fram á Akranesi nýlega. Þór vann alla leiki sína í úrslitakeppninni og lagði ÍBK að velli 2:1 í úrslitaleik mótsins. Í riðlakeppninni vann Þór Fram 4:2, Bolungarvík 6:2 og ÍA 5:4. Í undanúrslitum vann Þór Þrótt frá Neskaupstað 10:0. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 342 orð

Þrefalt hjá KA KA piltar í 5. flokki

KA piltar í 5. flokki karla sigruðu þrefalt á Íslandsmóti 5. flokks karla, en úrslitakeppni þessa aldursflokks fór fram á Akureyri um síðastliðna helgi. Í keppni A-liða sigruðu KA- drengir liðsmenn ÍR, Fram og Vals í riðlakeppninni og mættu Haukum í undanúrslitum og sigruðu þá 13:9. Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði Fram Fjölni 13:11. Meira
21. mars 1996 | Íþróttir | 433 orð

Þróttarar ætla að krækja í þrjá titla

REYKJAVÍKUR Þróttur skellti Stjörnunni í Austurbergi í gærkvöldi í fyrsta úrslitaleiknum í karlaflokki í blaki, en fimm hrinur þurfti til að gera út um leikinn. Kvennalið HK og Þróttar í Neskaupstað mætast í úrslitum og er þetta í fyrsta sinn sem lið Þróttar kemst svo langt í deildinni. Meira

Úr verinu

21. mars 1996 | Úr verinu | 188 orð

"Glettilega góður hálfur mánuður"

"ÞETTA er búinn að vera glettilega góður hálfur mánuður," segir Jósafat Hinriksson, eigandi J. Hinrikssonar hf. "Þessar tvær vikur eru með þeim stærstu. Ég held að við höfum þó einhvern tíma komist í 80 tonn áður í einum mánuði." Hann segist ekki vilja útvarpa verðmætunum: "Ég tala bara í tonnum." Á tímabilinu 1. mars til 15. Meira
21. mars 1996 | Úr verinu | 188 orð

Rólegt yfir loðnuveiðunum

ÞAÐ var mjög rólegt yfir loðnuveiðunum í gær. "Þetta er að verða búið," sagði Guðmundur H. Guðmundsson, skipstjóri á Hugin. "Bátarnir eru hér sunnan og vestan við Snæfellsjökul og það er sáralítið að finna. Menn eru á því að þetta séu allra síðustu dagarnir." Hann sagði að engin veiði hefði verið hjá bátunum í gærmorgun. Meira
21. mars 1996 | Úr verinu | 438 orð

Suðurkóreumenn kaupa beitukóng úr Hólminum

ÍSHÁKARL hf. hefur stundað ígulkeravinnslu í Stykkishólmi undanfarin 3 ár. Vinnslan hefur tekið mjög miklum breytingum á þessum stutta tíma. Í byrjun var allt handunnið og þurfti mikinn mannafla miðað við magnið sem unnið var. Nú er fyrirtækið komið í sitt eigið húsnæði og hefur þróað vinnsluna og vélvætt stóran hluta hennar. Meira

Viðskiptablað

21. mars 1996 | Viðskiptablað | 452 orð

30-50% framleiðsluaukning

SÆPLAST hf. á Dalvík hyggst reisa 1.200 fermetra framleiðsluhúsnæði og 400 fermetra húsnæði fyrir skrifstofur og starfsmannaaðstöðu í sumar. Áformað er að taka framleiðsluhúsnæðið í notkun í haust og verður framleiðsla fyrirtækisins aukin um 30-50% á sama tíma. Byggingin verður hrein viðbót við núverandi framleiðsluhúsnæði, sem er um 1.600 fermetrar. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 498 orð

AT&T hristir upp í alnetsiðnaðinum

Í MEIRA en ár var bandaríska símafyrirtækið AT&T eins og ljónið, sem öskrar í fjarska, en í alnetsiðnaðinum létu flestir sem þeir heyrðu það ekki. Þó vissu allir, að risinn var að búa sig undir að stökkva en fáa grunaði með hvaða hætti það yrði. Raunar hafði fyrirtækinu mistekist tilraunin með beinlínuþjónustuna, sem það keypti á 50 millj. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 278 orð

Breytingar á framkvæmdastjórn Kringlu

HÚSFÉLAGIÐ Kringlan og Kringlan 4-6 hf., eigandi að 1. og 2. hæð Borgarkringlunnar, hafa sett á laggirnar sérstaka verkefnisstjórn vegna sameiningar á rekstri Kringlunnar og Borgarkringlunnar. Henni er ætlað að útfæra og sjá um breytingar á 1. og 2. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 2337 orð

Engin lognmolla á lyfjamarkaði Tvö ný apótek munu hefja rekstur fljótlega í kjölfar þess að losað hefur verið um hömlur á fjölda

Engin lognmolla á lyfjamarkaði Tvö ný apótek munu hefja rekstur fljótlega í kjölfar þess að losað hefur verið um hömlur á fjölda þeirra. Almennt er talið að þjónusta apótekanna muni aukast með harðnandi samkeppni. Meiri óvissa ríkir hins vegar um verðþróun enda eru þar enn ýmsir lausir endar. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 858 orð

Gagnvirkar kvikmyndir Tölvuleikir verða æ fullkomnari og svo er komið að kalla má suma þeirra gagnvirkar kvikmyndir. Árni

TÖLVULEIKIR verða sífellt kröfuharðari á vélbúnað og sumir hafa haldið því fram að það séu í raun leikjaframleiðendur sem ráði því hve endurnýjun sé ör í einkatölvuheiminum. Víst eru flestar einkatölvur sem selst hafa hér á landi notaðar undir afþreyingu, en um leið eru þeir sem tölvuna nýta þann veg líka að öðlast færni í tölvunotkun. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 380 orð

Hagnaður um 201 milljón á síðasta ári

HAGNAÐUR Búnaðarbankans fyrir skatta á síðasta ári nam alls 343 milljónum, en 201 milljón að teknu tilliti til tekju- og eignarskatta. Framlög á afskriftarreikning námu alls um 509 milljónum sem er tæplega fjórðungs minnkun frá árinu 1994. Stóð afskriftarreikningurinn í 1.143 milljónum í árslok eða sem nemur um 3,1% af útlánum og veittum ábyrgðum. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 124 orð

Handbók um öryggi í innflutningi

ZIMSEN flutningsmiðlun hefur gefið út handbók um hagkvæmni og öryggi í innflutningi. Í bókinni er fjallað um hina ýmsu flutningsmáta sem standa innflytjendum til boða, kosti þeirra og galla. Auk þess sem fjallað er um flutningatengd atriði eins og tollafgreiðslu, bankaþjónustu, flutningstryggingar o.fl., segir í frétt. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 195 orð

Hlutafjárútboð hjá Þormóði Ramma

HLUTABRÉFAÚTBOÐ Þormóðs Ramma hf. á Siglufirði er hafið. Alls er um að ræða hlutafjáraukningu að nafnvirði 100 milljónir króna og hófst útboðið 18. mars sl. Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt á bréfunum og er gert ráð fyrir því að forkaupsréttartímabil standi fram til 29. þessa mánaðar en að því loknu verði þau bréf sem óseld verða, seld á opnum markaði. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 126 orð

Íslandsbanki með nýja sparnaðarleið

ÍSLANDSBANKI hefur hleypt af stokkunum nýjum innlánsreikningi sem ber heitið Uppleið. Fram kemur í frétt frá bankanum að reynslan hafi sýnt að fólk er hikandi við að binda varasjóðinn sinn of langt fram í tímann, en vill fá sem besta ávöxtun og þetta tvennt hafi ekki farið saman. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 671 orð

Íslenskt tölvufyrirtæki með varnarbúnað

INNBROT í tölvukerfi fyrirtækja og þjófnaður á verðmætum upplýsingum hafa færst í vöxt og þeim tilvikum fer fjölgandi að tölvuvírusar komast í hugbúnað fyrirtækja og valda tjóni. Einnig er nokkuð um það að brotist er inn í tölvukerfi í þeim tilgangi einum að fremja skemmdarverk. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 979 orð

Margar stoðir undir rekstrinum Mjög hefur rofað til í rekstri Heklu hf. í kjölfar hagræðingar á árinu 1994 og söluaukningar í

MIKIL umskipti urðu í rekstri Heklu hf. á síðasta ári þegar fyrirtækið skilaði alls um 60 milljóna króna hagnaði fyrir skatta samanborið við 98 milljóna tap árið 1994. Þennan árangur má að hluta til rekja til mikillar hagræðingar og skipulagsbreytinga sem ráðist var í á miðju ári 1994. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 173 orð

Menntakröfur nýrrar aldar

FÉLAG viðskipta- og hagræðinga heldur ráðstefnu á ári símenntunar um menntakröfur atvinnulífsins á nýrri öld. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Loftleiðumföstudaginn 22. mars kl. 14­17 og er ráðstefnugjald kr. 2.000. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 66 orð

Ný lögmannsstofa

ÞÓRÐUR H. Sveinsson héraðsdómslögmaður setti nýlega á fót nýja lögmannsstofu, Lögheima ehf., sem staðsett er að Háaleitisbraut 58-60. Þórður lauk prófi frá lagadeild Háskóla Íslands í júní árið 1988 og öðlaðist leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi hinn 1. júlí 1991. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 253 orð

Ný stefnumótun hjá Olís

STJÓRN Olís hefur samþykkt nýja stefnumótun fyrir félagið sem ætlað er að vera leiðarljós fyrir stjórnendur og aðra starfsmenn til næstu ára. Hlutverk félagsins er þar skilgreint og mótuð framtíðarsýn, þar sem megináhersla er lögð á markmaðsstarf og arðbæran rekstur. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 187 orð

Nýtt bókhaldsfyrirtæki í Síðumúla

NÝTT fyrirtæki, BókNet, hefur opnað skrifstofu að Síðumúla 2. BókNet mun sérhæfa sig í bókhaldsþjónustu fyrir fyrirtæki, húsfélög, einstaklinga og félagastarfsemi. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 90 orð

Ráðinn til bandaríska sendiráðsins

MAGNÚS Ívar Guðfinnssonhefur verið ráðinn viðskiptafulltrúi hjá Sendiráði Bandaríkjanna. Magnús stundaði nám við University of Alabama og útskrifaðist með BA-próf í alþjóðaviðskiptum árið 1994. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 191 orð

Sett til höfuðs BTtölvum

NÝHERJI hf. opnar í dag nýja tölvuverslun, Tölvukjör, í Faxafeni og er henni ætlað að keppa við BT-tölvur, sem eru í eigu Tæknivals. Verslunin verður þó rekin sem sjálfstæð eining og verða engin formleg tengsl á milli fyrirtækjanna tveggja. Til dæmis mun hún sinna viðgerðarþjónustu við viðskiptavini sína. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 146 orð

Skyggnir og TölvuMyndir sameinast

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIN Skyggnir hf. og TölvuMyndir hf. hafa verið sameinuð og nefnist hið nýja fyrirtæki Skyggnir-TölvuMyndir hf. Ráðgert er að starfsemi þess hefjist 1. apríl nk. Skyggnir hf. er að jöfnu í eigu Burðaráss hf. og Strengs hf. og starfa 14 manns þar. Aðaleigandi og framkvæmdastjóri TölvuMynda hf. er hins vegar Friðrik Sigurðsson og starfa 12 manns hjá fyrirtækinu. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 224 orð

Stóraukin umsvif en lakari afkoma

LANDSBRÉF hf. skiluðu alls um 10 milljóna króna hagnaði á sl. ári samanborið við 30 milljóna hagnað árið 1994 og 25 milljóna hagnað árið 1993. Í ársskýrslu Landsbankans fyrir sl. ár kemur fram að mikill vöxtur hafi orðið í starfsemi Landsbréfa á árinu 1995 þrátt fyrir að rekstrarumhverfi hafi verið erfitt, einkum á fyrri hluta ársins, Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 329 orð

Stóraukin velta en minni hagnaður

HAGNAÐUR Tæknivals á síðasta ári nam tæpum 37 milljónum króna samanborið við rúmar 40 milljónir árið 1994. Velta fyrirtækisins jókst hins vegar um 50% á milli ára og nam rúmum 1.500 milljónum í fyrra. Þar með er Tæknival orðið stærsta fyrirtækið á tölvumarkaðnum hér á landi en fyrirtækið rekur verslun með tölvur og ýmsar skrifstofuvörur ásamt verkstæði í Reykjavík. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 343 orð

Telja greiðslukortasamninga andstæða samkeppnisreglum

SAMNINGAR banka og greiðslukortafyrirtækja í Evrópu við smásölufyrirtæki varðandi greiðslukortaviðskipti stangast á við samkeppnisreglur Evrópusambandsins, að mati heildarsamtaka verslunar í Evrópu, Eurocommerce. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 523 orð

Torgið Ísland í plús

Torgið Ísland í plús »LÍKLEGA hafa fæstir landsmenn gert sér grein fyrir mikilvægi þeirrar tilkynningar sem Seðlabankinn sendi frá sér á föstudag um að lánshæfismat Íslands fyrir löng lán hafi verið hækkað úr A í A+ hjá bandaríska matsfyrirtækinu Standard & Poor's. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 290 orð

Tóbaksiðnaðurinn í vanda

BANDARÍSKUR tóbaksiðnaður hefur orðið fyrir nýju áfalli vegna þess að bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið FDA hefur birt uppljóstranir um að Philip Morris hafi stjórn á nikótínmagni í vindlingum sínum. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 354 orð

Útlán jukust um 60%

GÓÐUR HAGNAÐUR varð af starfsemi Norræna fjárfestingabankans (NIB) á árinu 1995. Alls nam hagnaður fyrirtækisins 8,8 milljörðum króna samanborið við 8,4 milljarða árið áður. Hreinar vaxtatekjur árið 1995 námu 10,2 milljörðum samanborið við 9,8 milljarða árið 1994, að því er fram kemur í frétt frá bankanum. Meira
21. mars 1996 | Viðskiptablað | 133 orð

Vísitölur

Vísitala byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan mars hækkaði um 0,4% frá því í febrúar. Hefur vísitalan þá hækkað um 2% sl. þrjá mánuði en það samsvarar 8,4% verðbólgu á ári. Undanfarna 12 mánuði hefur vísitalan hins vegar hækka um 3,3%. Launavísitala hækkaði hins vegar um 0,1% í febrúar og hefur hún þá hækkað um 9% síðustu 12 mánuði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.