Greinar sunnudaginn 24. mars 1996

Forsíða

24. mars 1996 | Forsíða | 244 orð

Lee vinnur stórsigur í kosningum á Tævan

LEE Teng-hui, forseti Tævan, vann í gær yfirburðasigur í fyrstu beinu forsetakosningunum, sem haldnar hafa verið á Tævan og Kínverjar brugðust við með því að segja að hann væri að steypa íbúum eyjarinnar í "hyldýpisgjá eymdar". Meira
24. mars 1996 | Forsíða | 236 orð

Rússar og Hvítrússar boða ríkjasamband

ALEXANDER Lúkasjenko, forseti Hvíta Rússlands, sagði í gær að ráðgert væri að undirrita sáttmála Rússa og Hvítrússa um ríkjasamband 2. apríl. Samkvæmt sáttmálanum myndi hvort ríki halda fullveldi sínu. Meira

Fréttir

24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Barnatilskipun ESB lögfest í vor

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra ætlar að flytja frumvarp á Alþingi um lögfestingu svokallaðrar barnatilskipunar Evrópusambandsins sem leggur bann við vinnu barna í löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Meira
24. mars 1996 | Landsbyggðin | 276 orð

Björgunarsveitin á Þórshöfn eignast Hummer björgunarbíl

Þórshöfn- Mikið var um dýrðir hjá björgunarsveitinni Hafliða og slysavarnardeild kvenna á Þórshöfn um síðustu helgi því þá renndi hinn langþráði Hummer björgunarbíll í hlaðið á Hafliðabúð, undir öruggri stjórn Konráðs Jóhannssonar. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 396 orð

Breskir kúabændur riða til falls

HVERT ríkið á fætur öðru bannaði sölu bresks nautakjöts eftir að Stephen Dorrell, heilbrigðisráðherra Bretlands, lýsti yfir því að kúariða gæti borist í menn og valdið Creutzfeldt- Jakob-heilahrörnun. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

Bruggað í Garðabæ

LÖGREGLAN í Hafnarfirði og fíkniefnalögreglan lögðu í fyrrinótt hald á 315 lítra gambra og 37 lítra af fullunnum landa í einbýlishúsi í Garðabæ. Að auki fannst á staðnum tæki sem eimað getur 70 lítra af landa. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 481 orð

Bunkað í netunum

"ÉG reyni að hafa netin uppá til þess að fá minna en það er samt bunkað í dýpstu netunum. Eins og aflinn er núna væri auðvelt að gera 1.000 tonna vertíð ef maður mætti veiða eins og maður getur," sagði Bergvin Oddsson, skipstjóri á Glófaxa frá Vestmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 400 orð

Dagbók Háskóla Íslands

Þriðjudagur 26. mars: Á vegum málstofu í guðfræði flytur forseti alkirkjulegra samtaka djákna, díakonissa Inga Bengtzon, frá Uppsölum í Svíþjóð, erindi sem nefnist "Hvað er díakonía og hvert er hlutverk djáknans í kirkjunni?" Skólabær, Suðurgötu 26, kl. 16:00. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Miðvikudagur 27. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

Ellefu prestar svara biskupi

ÓLAFI Skúlasyni, biskupi Íslands, hefur borist bréf frá ellefu prestum þar sem þeir ráðleggja honum að víkja úr embætti meðan rannsókn stendur yfir á þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Bréfin eru eins konar svarbréf við bréfi sem biskup sendi prestum þar sem hann baðst fyrirgefningar á trúnaðarbroti. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 295 orð

Fjórar umsóknir um rekstur GSM-kerfis

SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur ekki afgreitt frá sér þær umsóknir sem liggja fyrir um rekstur einkaaðila á GSM-farsímakerfi hér á landi. Að sögn Sigurgeirs Sigurgeirssonar, deildarstjóra í samgönguráðuneytinu, er nú unnið að því að móta vinnureglur við afgreiðslu slíkra umsókna og þær kröfur sem gerðar verða til umsókna. Gerir hann ráð fyrir því að þeirri vinnu verði lokið eftir u.þ.b. mánuð. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fundur um ríki og kirkju

SAMTÖK um aðskilnað ríkis og kirkju gangast fyrir opnum fundi um samband ríkis og kirkju þriðjudaginn 26. mars nk. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst hann kl. 16.30. Fundurinn ber yfirskriftina: Kirkjan og ríkið. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Fyrirlestur í Félagsvísindadeild HÍ

DR. MOSHE Rubinstein heldur fyrirlestur í boði Félagsvísindadeildar þriðjudaginn 26. mars kl. 17 í stofu 201 í Odda. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Dr. Rubinstein er prófessor við verkfræðideild Kaliforníuháskóla í Los Angeles. Meira
24. mars 1996 | Landsbyggðin | 132 orð

Gjöf til björgunarsveitar

Hofsósi-Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi fékk á dögunum góða gjöf frá félögum í Lionsklúbbnum Höfða. Þar er um að ræða vandaðan búnað til björgunar í sjó, þrjá flotbúninga og sex björgunarvesti. Gjöfin er mikill fengur fyrir björgunarsveitina sem hefur skort búnað af þessu tagi. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 419 orð

Guðrún Agnarsdóttir í kjöri til forsetaembættis

GUÐRÚN Agnarsdóttir læknir tilkynnti í gærdag að hún myndi bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum í júní næstkomandi. "Eftir mjög vandlega íhugun og í samráði við fjölskyldu mína hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis forseta í komandi forsetakosningum," sagði Guðrún á blaðamannafundi á Kornhlöðuloftinu í gær. Fyrirmyndarþjóðfélag Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 172 orð

Gæludýrafóður bannað?

BRYNJÓLFUR Sandholt yfirdýralæknir segir vel koma til greina að setja tímabundið innflutningsbann á gæludýrafóður og matvæli sem innihalda nautakjöt frá Bretlandi. Hann muni kanna þennan innflutning eftir helgi. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 369 orð

Halastjarna Hyakutake næst jörðu eftir helgina

HALASTJARNA Hyakutake verður næst jörðu á mánudag eða þriðjudag, að sögn Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings. Japanskur prentsmiður og áhugamaður um himingeiminn uppgötvaði hana í janúar og segir Þorsteinn að sá hinn sami hafi verið svo lánsamur að finna halastjörnu í desember líka. Meira
24. mars 1996 | Smáfréttir | 70 orð

Í SUMAR eru 150 ár liðin frá því að farið var að versla á Þór

Í SUMAR eru 150 ár liðin frá því að farið var að versla á Þórshöfn við Þistilfjörð. Af því tilefni er fyrirhugað að halda veglega afmælishátíð dagana 19., 20. og 21. júlí. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 189 orð

Laxveiði í sjó aldrei meiri

LAXVEIÐI í sjó við Ísland sumarið 1995 var sú mesta sem skráð hefur verið, eða alls 6.468 laxar sem vógu samanlagt 19,6 tonn. Guðni Guðbergsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun segir þessa veiðiaukningu "eftirtektarverða, einkum vegna þess að Ísland hefur þá sérstöðu að almennt eru sjávarveiðar óheimilar, ef frá eru taldar fimm jarðir við Vesturland, Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Morgunblaðið/Árni Sæberg Hinzta hvíldin

SANDEY, sanddæluskip Björgunar hf. hefur verið dregið á land við Skarfaklett í Sundahöfn. Að sögn Sigurðar Helgasonar framkvæmdastjóra, er þetta hinzta hvíldin en skipið hefur verið selt til Skipbrots ehf., og er ætlunin að hluta það niður í brotajárn. "Þetta er fyrsta skipið sem þeir ætlað að hluta í sundur," sagði Sigurður, en nú er bannað að losa sig við skip með öðrum hætti. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Námskeið í notkun áttavita og landakorta

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélag Íslands og Ferðafélag Íslands standa fyrir öðru námskeiði fyrir almenning um notkun áttavita og landakorta. Námskeiðið fer fram dagana 26. og 28. mars og hefst kl. 19.30 báða dagana. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 209 orð

Norðurskautsráð stofnað

RÁÐHERRAFUNDUR átta ríkja sem liggja að norðurheimskautssvæðinu, Norðurlandanna fimm, Bandaríkjanna, Rússlands og Kanada, samþykkti í vikunni að stefna að stofnun Norðurheimskautsráðsins eins fljótt og verða mætti. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 600 orð

Stjórnarandstæðingar gengu úr þingsal

FYRSTU umræðu á Alþingi um frumvarp félagsmálaráðherra um stéttarfélög og vinnudeilur lauk ekki fyrr en á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags en hún hafði þá staðið nær óslitið frá kl. hálfellefu um morguninn. Varð að gera hlé á þingfundi áður en atkvæðagreiðsla gæti farið fram þar sem fáir stjórnarþingmenn og enginn ráðherra, að undanskildum félagsmálaráðherra, voru á staðnum. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 593 orð

Stuðningur við lýðræði í A-Evrópu fyrir öllu

SVÍINN Daniel Tarschys, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, er þeirrar hyggju að mikilvægasta verkefni ráðsins sé aðstoð við uppbyggingu lýðræðis í Austur-Evrópu. Hann kemur á morgun til Íslands og var í Sarajevo í liðinni viku, en gafst tími til viðtals á heimili sínu í Strassborg. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 114 orð

Sveitarfélögin jákvæð

SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur svarað bréfi kennarafélaganna og fallist á þau skilyrði sem þau setja fyrir því að fulltrúar kennara komi aftur til starfa í nefndum sem vinna að flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki enn svarað bréfi kennarafélaganna. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 362 orð

Um 6.400 manns án atvinnu

TÆPLEGA 6.400 manns voru að meðaltali á atvinnuleysisskrá í febrúar sem er 1.301 færri en í síðasta mánuði og 856 færri en á sama tíma í fyrra. Konur á atvinnuleysisskrá eru 254 fleiri en karlar. Tölurnar jafngilda 5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, eða 4,1% hjá körlum og 6,3% hjá konum. Síðasta virka dag febrúarmánaðar var 7. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 729 orð

Vorboðar koma til landsins

VORBOÐINN ljúfi, lóan, kom til landsins fyrir skömmu, en lóan er þó ekki fyrsti vorboðinn. Það er sílamávurinn, að sögn Ævars Petersens fuglafræðings. Sá fugl fer að sjást hér í febrúar og svo var einnig í ár," sagði Ævar. En hvernig hefur fuglalífið verið í vetur? "Um farfuglana er mest lítið að segja. Meira
24. mars 1996 | Innlendar fréttir | 492 orð

(fyrirsögn vantar)

HÖRÐUM umræðum á Alþingi um frumvarp til breytinga á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur lauk aðfaranótt laugardags með því að stjórnarandstaðan að Ögmundi Jónassyni undansskildum gekk úr þingsal. Afgreiddu stjórnarliðar málið til nefndar gegn atkvæði Ögmundar. Meira

Ritstjórnargreinar

24. mars 1996 | Leiðarar | 403 orð

LeiðariGÓÐUR ÁRANGUR Í NEAFC Ú ÁKVÖRÐUN, sem Norð

LeiðariGÓÐUR ÁRANGUR Í NEAFC Ú ÁKVÖRÐUN, sem Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndin, NEAFC, tók á fundi sínum í London á fimmtudag, er mikilvægur áfangi í viðleitni fiskveiðiþjóða við Norður-Atlantshafið að setja niður deilur sínar. Meira
24. mars 1996 | Leiðarar | 1695 orð

Reykjavíkurbréf SÆNSKI JAFNAÐARmannaflokkurinn h

SÆNSKI JAFNAÐARmannaflokkurinn hefur verið í mikilli kreppu á síðustu árum. Hugmyndafræðileg undirstaða hans er að bresta vegna vanda velferðarkerfisins, sem hann mótaði á áratugunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Sænska velferðarkerfið, sem lengi vel var fyrirmynd stjórnmálamanna um allan heim, er nú orðið að helsta tákni þeirrar meinsemdar er þjakar evrópskt efnahagslíf. Meira

Menning

24. mars 1996 | Fólk í fréttum | 39 orð

Ánægðir leikarar

SPENNUMYNDIN "Diabolique" var frumsýnd í Los Angeles fyrir skömmu. Hér sjáum við aðalleikara myndarinnar, Sharon Stone, Chazz Palminteri og Isabelle Adjani, við það tækifæri. Ef dæma má af svip þeirra eru þau stolt af unnu verki. Meira
24. mars 1996 | Fólk í fréttum | 74 orð

Árshátíð Ingólfs

ÁRSHÁTÍÐ Slysavarnadeildarinnar Ingólfs var haldin að Skipholti 70 fyrir skemmstu. Margt var um skemmtiatriði og skemmtu fjölmargir gestir sér vel, eins og sést á meðfylgjandi myndum sem ljósmyndari Morgunblaðsins var svo heppinn að ná. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÖRN Gunnarsson, HelgiPétursson og Guðný Jökulsdóttir. Meira
24. mars 1996 | Fólk í fréttum | 81 orð

Barþjónar keppa

ÍSLANDSKEPPNI barþjóna í blöndun á þurrum drykkjum fór fram á Hótel Sögu fyrir skömmu. Þátttaka var mikil, en alls voru þátttakendur 26 talsins. Sigurvegari varð Margrét Sigurðardóttir og fer hún á heimsmeistarakeppnina, sem haldin verður í Tókýó í vor. Meira
24. mars 1996 | Fólk í fréttum | 141 orð

Close fetar Paradísarveginn

GLENN Close leikur Cruellu De Vil í kvikmyndinni "101 Dalmatians", sem frumsýnd verður ytra seinna á árinu. Myndin byggir á samnefndri, sígildri Disney-teiknimynd frá árinu 1961. Áður en Glenn lék í myndinni lék hún Normu Desmond í söngleik Andrews Lloyds Webbers, "Sunset Boulevard", sem sýndur var í London. Meira
24. mars 1996 | Menningarlíf | 67 orð

Diddú og Jónas í Gerðarsafni

TÓNLEIKAR verða í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, á þriðjudagskvöldið. Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja fjölþætta efnisskrá íslenskra einsöngslaga. Diddú og Jónas fluttu svipaða efnisskrá síðastliðið sumar í Listasafni Íslands áður en þau fóru í kynnisferð til Bandaríkjanna þar sem íslensku lögin vöktu athygli. Meira
24. mars 1996 | Tónlist | 515 orð

Englarapp

Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tónabæjar, þriðja tilraunakvöld af fjórum. Þátt tóku Cookie Crumbs, Gutl, Star Bitch, Naut, Stjörnukisi og Klamidía. Áhorfendur voru á þriðja hundrað í Tónabæ sl. föstudagskvöld. Meira
24. mars 1996 | Fólk í fréttum | 43 orð

Hamingjusöm hjón

MICHAEL J. Fox, leikarinn smái en knái, sést hér ásamt eiginkonu sinni Tracy Pollan í hófi til heiðurs leikstjóranum Rob Reiner. Michael og Tracy eignuðust tvíburana Aquinnah og Schuyler fyrir rúmu ári og áttu fyrir soninn Sam, sem er sex ára. Meira
24. mars 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð

Hjónasvipur

LISTAMAÐURINN sem ennþá er þekktur undir nafninu Prince kvæntist nýlega dansmeyjunni Mayte, eins og greint var frá í blaðinu fyrir skemmstu. Þau virðast hamingjusöm sem aldrei fyrr og fóru saman á körfuknattleik stórliðanna New York Knicks og Chicago Bulls í Madison Square-garðinum. Eins og sjá má á myndinni er hjónasvipur með þeim. Meira
24. mars 1996 | Menningarlíf | 727 orð

Horfst í augu við lífið

NÝJASTA leikrit bandaríska leikskáldsins Edwards ALbees, Þrjár konur stórar (e. Three Tall Women), verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld, sunnudagskvöld, en Albee er höfundur hins kunna leiks, Hver er hræddur við Virginiu Woolf (e. Meira
24. mars 1996 | Fólk í fréttum | 71 orð

Hvar eru svartir?

FYRRVERANDI forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, Jesse Jackson, hyggst standa fyrir mótmælum á Óskarsverðlaunaafhendingunni vegna þess hve fáir eru tilnefndir til verðlauna af svarta kynþættinum. Hann segir mótmælin vera lið í stærri baráttu gegn kvikmyndafyrirtækjum sem markvisst ganga fram hjá svörtum og öðrum minnihlutahópum. Meira
24. mars 1996 | Fólk í fréttum | 103 orð

Írsk gleði

ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR Íra, dagur heilags Patreks, var síðastliðinn sunnudag. Af því tilefni var mikið um dýrðir á írsku kránni The Dubliner og komu fram ýmsir írskir skemmtikraftar, svo sem hljómsveitin The Butterfly Band og The Booleyhouse Set Dancers. Einnig var flutt írsk skemmtidagskrá á Ingólfstorgi. Ljósmyndari blaðsins náði að festa írska stemmningu á filmu. Meira
24. mars 1996 | Kvikmyndir | 450 orð

Múlatti á bláum kjól

Leikstjóri Carl Franklin. Handritshöfundur Carl Franklin, byggt á sögu Walters Mosley. Kvikmyndatökustjóri Tak Fujimoto. Tónlist Elmer Bernstein. Aðalleikendur Denzel Washington, Tom Sizemore, Jennifer Beals, Don Cheadle, Maury Chaykin. Bandarísk. TriStar 1995. Meira
24. mars 1996 | Menningarlíf | 18 orð

MYNDLIST

MYNDLISTÍ Gallerí Ingólfsstræti 8 stendur nú yfir sýning á höggmyndum Kristins E. Hrafnssonar og er þetta næstsíðasta sýningarhelgi. Meira
24. mars 1996 | Menningarlíf | 2111 orð

Nýtt leikhús á gömlum grunni

Verkefnaskráin sem Viðar Eggertsson lagði fyrir leikhúsráð Leikfélags Reykjavíkur áður en honum var sagt upp störfum hefur verið nokkuð til umræðu undanfarið. Í samtali við Orra Pál Ormarsson leggur Viðar spilin á borðið og staðfestir meðal annars að hafa farið þess á leit við Björk Guðmundsdóttur að hún legði afmælissýningunni, Meira
24. mars 1996 | Menningarlíf | 164 orð

Skagfirðingar skemmta Þingeyingum

RÖKKURKÓRINN, blandaður kór úr Skagafirði, hélt tvær söngskemmtanir um síðustu helgi á Húsavík og að Breiðumýri. Einnig var með í för gestasöngvarinn Jóhann Már Jóhannsson, sem bæði söng með kórnum og flutti nokkur einsöngslög, þá kórinn hvíldi sig, en þessi söngvahátíð stóð á Húsavík í tæpa tvo tíma. Meira
24. mars 1996 | Menningarlíf | 60 orð

Tilkynning frá Styrktarfélagi Íslensku óperunnar

TÓNLEIKUM píanóleikaranna Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur og Þorsteins Gauta Sigurðssonar sem vera áttu í Íslensku óerunni 26. mars verður frestað til þriðjudagsins 16. apríl vegna veikinda. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og verður nánar greint frá þeim síðar. Tónleikar Þóru Einarsdóttur sópran og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara verða eins og áður var auglýst laugardaginn 27. Meira
24. mars 1996 | Kvikmyndir | 630 orð

Tilnefningar 1996

Apolló 13. (Apollo 13) Bréfberinn (Il Postino) Vaski grísinn Baddi (Babe) Vonir og væntingar (Sense and Sensibility) Braveheart Besta erlenda mynd ársins Meira

Umræðan

24. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 546 orð

Átak gegn yfirgangi og siðleysi

UNDANFARNAR vikur höfum við, þrjár menntaskólastúlkur með kosningarétt, hist reglulega til að ræða þróun mála í samskiptum ungs fólks og yfirvalda. Umræða síðustu missera í sambandi við hegðunarmynstur ungs fólks, óheilbrigt líferni og stjórnleysi um nætur er frjáls túlkun á raunveruleikanum. Meira
24. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 365 orð

Um athugasemd landlæknis

ÉG VIL eigi láta hjá líða að þakka Ólafi Ólafssyni, landlækni, athugasemd þá, sem hann gerir í Mbl. 15.3. 1996, við grein mína, er birtist í sama blaði 9. mars, þar sem m.a. var vikið að krufningum. Það er vissulega mikils virði, í þessu samhengi, að hafa opinbera yfirlýsingu landlæknis, þess efnis, að embætti hans túlki lög um dánarvottorð þannig, Meira
24. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 509 orð

Þakkir til Vigdísar

NÚ ÞEGAR óðum styttist í að þjóðin gangi til forsetakjörs, verður mér litið yfir þann tíma sem frú Vigdís Finnbogadóttir hefur setið í embætti. Vigdís hefur ákveðið að gefa ekki oftar kost á sér í þessa miklu virðingar- og ábyrgðarstöðu, sem hún hefur gegnt af svo stakri prýði. Víst er að hennar mun sárt verða saknað. Meira

Minningargreinar

24. mars 1996 | Minningargreinar | 307 orð

Guðmunda Lilja Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Elskuleg móðir mín er látin. Hún fékk lausn frá þessu lífi og langvinnu heilsuleysi síðla dags 12. mars sl. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 121 orð

GUÐMUNDA LILJA INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR

GUÐMUNDA LILJA INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR Guðmunda Lilja Ingibjörg Þorsteinsdóttir fæddist í Hafnarfirði 18. mars 1939. Hún lést í Reykjavík 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðfinna Helga Guðmundsdóttir og Þorsteinn Þorgeirsson, Guðfinna lést 1981. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 83 orð

Guðmunda Lilja Ingibjörg Þorsteinsdóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 152 orð

Guðmundur Finnbogason

Föðurbróðir okkar, Guðmundur Finnbogason pípulagningameistari lést í Reykjavík að morgni 15. mars. Samgangur við fjölskyldur okkar var mikill fyrr á árum, einkum vegna sameiginlegra byggingaframkvæmda hans og föður okkar og var hann því tíður gestur á heimili okkar, enda höfðu þeir bræður um margt að spjalla. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 270 orð

GUÐMUNDUR FINNBOGASON

GUÐMUNDUR FINNBOGASON Guðmundur Finnbogason fæddist 21. mars 1910 á Búðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Finnbogi G. Lárusson, f. 2.12. 1866 á Mánaskál á Skagaströnd, d. 18.7. 1945 í Ólafsvík og Björg Bjarnadóttir, f. í Reykjavík 19.10. 1875, d. 9.7. 1915. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 351 orð

Guðmundur Finnbogason Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er

Sólin glitrar á sundum. Fuglar hópa sig saman á lygnum haffletinum og vorlaukarnir stinga blöðum upp úr moldinni, vorið er í nánd. En einmitt þá þegar allt tekur á sig mynd lífsins, þá er maðurinn með ljáinn líka á ferðinni. Ég vissi svo vel að vinur minn Guðmundur Finnbogason var mikið veikur og lengi séð að hverju stefndi, en vonaði samt að ég fengi að sjá hann hressan með vorinu. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 1396 orð

Haraldur Björnsson

Haraldur Björnsson Þegar ég kom til kirkju, hinn 9. mars sl., til þess að fylgja frænda mínum Haraldi Björnssyni til grafar, hljómuðu um kirkjuna saknaðarfullir tónar frá samleik þeirra Sigurðar Hallmarssonar og Ingimundar Jónssonar, sem léku á harmonikku og gítar sum af lögunum, Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 111 orð

HARALDUR BJÖRNSSON

HARALDUR BJÖRNSSON Haraldur Björnsson fæddist á Húsavík 22. ágúst 1910. Hann lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Guðný Jóhannsdóttir frá Ísólfsstöðum á Tjörnesi og Björn Steindór Björnsson, snikkari, ættaður úr Fljótum. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 538 orð

Kristjana Steinunn Guðjónsdóttir

Við bræðurnir viljum hér í fáeinum línum minnast elskulegrar ömmu okkar, Kristjönu Steinunnar Guðjónsdóttur, sem lést fyrir stuttu eftir mjög erfið veikindi. Það var síðastliðið haust að við fengum að vita að amma okkar gengi með banvænan sjúkdóm og því höfum við í vetur reynt innst inni að búa okkur undir hið óhjákvæmilega. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 188 orð

Kristjana Steinunn Guðjónsdóttir

Hann var bjartur og fagur dagurinn sem hún amma okkar kvaddi þennan heim. Hún var kærkomin hvíldin, því amma hafði þjáðst mikið síðustu dagana. Það var í haust sem hún fékk að vita að hún væri með illkynja sjúkdóm. Hún tók þessum tíðindum með miklu jafnaðargeði, bjartsýn og dugleg til hinstu stundar. Ef hún var með áhyggjur, var það aðallega út af minniháttar vandamálum annarra í fjölskyldunni. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 676 orð

Kristjana Steinunn Guðjónsdóttir

Kristjana tengdamóðir mín lést 16. mars sl. í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Lauk þar með veikindum hennar sem stóðu nú yfir í tæpt ár, en krabbamein var hennar banamein. Eg vil sérstaklega þakka starfsfólki á St. Jósefsspítala fyrir þá umönnun sem Kristjana fékk þar síðan í haust, en hún var lögð þar inn nokkrum sinnum. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 208 orð

KRISTJANA STEINUNN GUÐJÓNSDÓTTIR

KRISTJANA STEINUNN GUÐJÓNSDÓTTIR Kristjana Steinunn Guðjónsdóttir var fædd á Hellissandi 21. september 1923. Hún lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 16. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Dagbjört Ólafía Þorsteinsdóttir, f. 23. september 1898, d. 26. febrúar 1982, og Guðjón Jónsson, f. 2. október 1888, d. 15. janúar 1924. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 902 orð

Ragnhildur Ólafsdóttir

Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í faðma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 36 orð

RAGNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR Ragnhildur Ólafsdóttir var fædd í Tálknafirði 11. apríl 1918. Hún lést á Herlev-sjúkrahúsinu í

RAGNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR Ragnhildur Ólafsdóttir var fædd í Tálknafirði 11. apríl 1918. Hún lést á Herlev-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn 12. mars sl. Útförin var gerð frá sóknarkirkju hennar í Søborg við Kaupmannahöfn 16. mars að viðstöddum fjöldamörgum Hafnar-Íslendingum. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 525 orð

Ragnhildur Óskarsdóttir

Hún birtist öðru hverju eins og frá annarri plánetu. Áköf og með storkandi bros á sínum breiðu vörum. Full af lífskrafti. Alltaf með hirð í kringum sig en hún sjálf var miðpunkturinn. Þegar hún kom var einsog allt gæti gerst. Það fylgdu henni alls kyns græjur og furðufyrirbæri. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 72 orð

Ragnhildur Óskarsdóttir Kveðja frá Félagi íslenskra myndlistarmanna Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, andaðist í Reykjavík 13.

Kveðja frá Félagi íslenskra myndlistarmanna Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, andaðist í Reykjavík 13. mars sl. Framlag hennar til íslenskrar myndlistar er mikilvægt og sérstætt. Róska starfaði að list bæði á Íslandi og Ítalíu en þar var hún búsett um langt skeið ásamt ítölskum eiginmanni sínum, Manrico. Við fráfall hennar verður listaflóran litlausari. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 37 orð

Ragnhildur Óskarsdóttir Kveðja frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna Róska (Ragnhildur Óskarsdóttir) er látin. Með henni sjáum

Kveðja frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna Róska (Ragnhildur Óskarsdóttir) er látin. Með henni sjáum við á eftir litríkum persónuleika úr íslensku listalífi. Stjórn SÍM sendir Borghildi Óskarsdóttur myndlistarkonu, fjölskyldu hennar og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Stjórn SÍM. Meira
24. mars 1996 | Minningargreinar | 33 orð

RAGNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR, RÓSKA Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, fæddist í Reykjavík 31. október 1940 og ólst þar upp. Hún lést í

RAGNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR, RÓSKA Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, fæddist í Reykjavík 31. október 1940 og ólst þar upp. Hún lést í Reykjavík 13. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 22. mars. Meira

Daglegt líf

24. mars 1996 | Ferðalög | 111 orð

Breytt og betri aðstaða í Selinu

Hvammstangi Breytt og betri aðstaða í Selinu NÝIR eigendur tóku við veitinga- og gistihúsinu Selinu á Hvammstanga um síðustu áramót. Meira
24. mars 1996 | Ferðalög | 158 orð

Einn dagur í Kulusuk

SAMVINNUFERÐIR-Landssýn bjóða upp á kynningarferð til Kulusuk á Grænlandi 28. júní nk. Um er að ræða dagsferð á sérstöku kynningarverði, 12.500 krónur á mann, og eru 30 sæti laus. Farið verður frá Reykjavíkurflugvelli kl. 10 og flogið til Kulusuk við Ammassalikfjörð. Meira
24. mars 1996 | Ferðalög | 149 orð

FERÐIRÍ VIKUNNIFerðafélag Íslands

SUNNUDAGINN 24. mars verður farið í skíðagöngu í Fremstadal (Hengilssvæðið). Lagt verður af stað kl. 10.30, ekið austur Hellisheiði, farið úr bílnum austan Hveradala og gengið milli hrauns og hlíða í Fremstadal. Um er að ræða þægilega gönguleið og þar er nægur snjór. Kl. 13 á sunnudag verður lagt af stað í vorgöngu á Skálafell (sunnan Hellisheiðar). Fjallið er 574 m á hæð og auðvelt uppgöngu. Meira
24. mars 1996 | Ferðalög | 524 orð

Fólk vill komast upp í óbyggðir og lenda í ævintýrum

GUÐMUNDUR Viðarsson bóndi í Skálakoti undir Eyjafjöllum er að byggja upp ferðaþjónustu sem hann hyggst meðal annars nýta í tengslum við hrossabúskap þann sem hann er með á jörðinni. Í félagi við nágrannabændur hefur hann borað eftir heitu vatni og mun nota það til að styrkja ferðaþjónustuna. Guðmundur er með hrossarækt og tamningar og rekur hestaleigu í Skálakoti. Meira
24. mars 1996 | Ferðalög | 717 orð

Franskur glæsileiki í hjarta Berlínar

MANNÞRÖNGIN við Friedrichstrasse í Berlín var gífurleg þegar verslanahöll Lafayette var opnuð þar fyrir skömmu. Þegar múrinn féll haustið 1989 þustu íbúar austurhlutans vestur yfir til þess að skoða dýrðina, meðal annars glæsta verslanakjarna sem þeir höfðu ekki kynnst í heimahögum. Meira
24. mars 1996 | Ferðalög | 24 orð

Golf í útlöndum

Golf í útlöndum Sérstakar golfferðir til útlanda eiga sífellt meiri vinsældum að fagna meðal Íslendinga og úrval ferða hefur að sama skapi aukist. Meira
24. mars 1996 | Ferðalög | 401 orð

Heimamenn himinlifandien landinn vill meiri sól

VEÐURFARIÐ á Kanaríeyjum er "öðruvísi" í ár segja farþegar, sem þar hafa verið tíðir gestir undanfarin ár. Óvenju mikið hefur rignt og hitastigið hefur verið lægra en venjulega á þessum árstíma. Íslendingur, sem kom heim sl. Meira
24. mars 1996 | Ferðalög | 216 orð

H.F Djúpbátar með skíðaferðir um Hornstrandir um páskana

H.F Djúpbátar með skíðaferðir um Hornstrandir um páskana SKÍÐAFERÐ á Hornströndum er á dagskrá hjá H.F. Djúpbátnum á Ísafirði um páskana. Laugardaginn fyrir páska, 6. apríl, fer ms. Fagranes inn í Hestfjörð í Jökulfjörðum þar sem skíðagöngufólkið er sett á land á Stekkeyri, rétt fyrir utan verksmiðjuhúsin á Hesteyri. Meira
24. mars 1996 | Bílar | 91 orð

Impreza aldrifsbíll

INGVAR Helgason hf. kynnir nýjan Subaru Impreza aldrifsbíl um helgina. Impreza er heldur minni en Legacy en með sömu vélum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Impreza aldrifsbíll kemur hingað til lands en hann er nú boðinn á lægra verði en áður. Verðið er frá 1.690.000 kr. Boðið er upp á tvær gerðir af bílnum. Fernra dyra bíllinn, stallbakurinn, kostar frá 1.696.000 en skutbíllinn 1.749.000 kr. Meira
24. mars 1996 | Ferðalög | 160 orð

Leiðsögunemar fá bækur

Í VIKUNNI gáfu Ferðamálafélög Þingeyinga öllum nemendum Leiðsöguskóla Íslands bókina Þingeyjarsýslur eftir Björn Hróarsson. Bókin er ein tólf bóka, sem út eru komnar eða væntanlegar, í ferðabókaflokknum Á ferð um landið. Birna G. Bjarnleifsdóttir, umsjónarmaður leiðsögunáms, veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd nemenda. Meira
24. mars 1996 | Bílar | 706 orð

New Yorker í Reykjavík

JÖFUR hf., umboðsaðili Chrysler, Peugeot og Skoda, verður með Chrysler sýningu um helgina. Á sýningunni gefur m.a. að líta Ram pallbílana, Chrysler Neon og Vision ásamt sportbílinn Stealth. Þar verður einnig flaggskipið í fólksbílalínu Chrysler, New Yorker. Bílnum var ekið í kynningarakstri á dögunum. Meira
24. mars 1996 | Bílar | 329 orð

Renault Mégane kominn

RENAULT Mégane, arftaki 19, er kominn til landsins, en bíllinn var fyrst kynntur á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt í október á síðasta ári. Bíllinn er framleiddur í fimm útfærslum, þ.e. fimm dyra hlaðbakur, þriggja dyra hlaðbakur, lítill fjölnotabíll, fernra dyra stallbakur og blæjubíll. Í fyrstu atrennu býður Bifreiðar og landbúnaðarvélar bílinn í fyrst nefndu útfærslunni, þ.e. Meira
24. mars 1996 | Ferðalög | 170 orð

SAFNARÚTA FYRIRHUGAÐ er að svoka

FYRIRHUGAÐ er að svokallaðri safnarútu verði ekið milli helstu safna og menningarstofnana í Reykjavík í sumar. Rútan mun væntanlega ganga á klukkustundar fresti milli staðanna og er ætluð erlendu ferðafólki jafnt sem Íslendingum. Þá er starfrækt á 2. Meira
24. mars 1996 | Ferðalög | 295 orð

Sífellt vinsælla að leika golf erlendis

HUNDRUÐ Íslendinga leggja í skipulagðar golfferðir á vegum íslenskra ferðaskrifstofa á ári hverju. Sérstakar ferðir til útlanda hafa orðið æ vinsælli á síðustu árum. Flestir ferðalangarnir fara á vorin og haustin og nota svo sumarið til að leika golf á Íslandi. Meira
24. mars 1996 | Bílar | 273 orð

SNý Bjalla" væntanleg fyrir aldamót NÝJA Bjallan" frá Volksw

NÝJA Bjallan" frá Volkswagen verksmiðjunum þýsku þróast nú hratt frá þeim hugmyndabíl sem síðast var sýndur í Tókýó á liðnu hausti en á bílasýningunni í Genf var sýnd nýjasta útgáfan. Hún er með gamla bjöllu- laginu, þ.e. megin línurnar eru sóttar í þennan vinsæla gamla bíl sem sumir geyma sem dýrgrip en í hana er nú komið allt sem máli skiptir í nútímabílnum. Meira
24. mars 1996 | Bílar | 238 orð

SNýir möguleikar í fyndnum Skoda Felicia FELICIA Fun heitir ný útgáfa

FELICIA Fun heitir ný útgáfa frá Skoda sem kynnt var í Genf í byrjun mánaðarins en hér er um að ræða tveggja manna pallbíl sem breyta má með einu handtaki í fjögurra manna bíl. Sitja þá aftursætisfarþegarnir í eins konar blæjubíl en afturveggurinn sem snýr að pallinum er sem sé hreyfanlegur og þannig býður þessi fyndni bíll uppá ýmsa möguleika. Meira
24. mars 1996 | Bílar | 501 orð

Sterklegur og hrár Isuzu

ISUZU Crew Cab er fimm manna pallbíll sem fjallað hefur verið um á þessum síðum. Nýlega fengu Bílheimar, umboðsaðili Isuzu, bensínútfærslu af þessum traustlega bíl og var hann reyndur á dögunum. Bíllinn sem var prófaður er grunngerð með lágmarksbúnaði og öflugri 2,3 lítra bensínvél. Mælaborðið er afar einfalt í sniðum og gólf gúmmíklætt. Meira
24. mars 1996 | Ferðalög | 966 orð

Stjarna Afríku skín aftur Flestir minnast Uganda vegna hins illræmda harðstjóra Idi Amin sem réð þar ríkjum um árabil. Færri

Þetta fallega land er lítið á afrískan mælikvarða, eða liðlega tvisvar sinnum stærra en Ísland. Það liggur innan við Viktoríuvatn í hjarta A- Afríku og búa þar um 16 milljónir manns. Þegar Winston Churchill heimsótti landið á nýlendutíma Breta varð hann heillaður af fegurð þess, menningu og stórkostlegu dýralífi. Meira
24. mars 1996 | Ferðalög | 44 orð

UGANDA

Flestir minnast Uganda vegna harðstjórans illræmda, Idi Amin, sem réð þar ríkjum um árabil. Færri vita að nú er Uganda opið land með gestrisnum íbúum sem skemmtilegt er að heimsækja. Bananar setja svip sinn á umhverfið, enda ein aðaluppistaðan í fæðu Ugandabúa. 2 Meira

Fastir þættir

24. mars 1996 | Í dag | 2684 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 22.-28. mars, að báðum dögum meðtöldum, er í Ingólfs Apóteki, Kringlunni. Auk þess er Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
24. mars 1996 | Í dag | 134 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 25

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 25. mars, verður níræðJóhanna Friðfinnsdóttir, Hjarðarhaga 64, Reykjavík. ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 25. mars, er sjötugBjörg Jóhannsdóttir, húsvörður, Fannborg 1, Kópavogi. Hún er stödd á Kanaríeyjum á afmælisdaginn. Meira
24. mars 1996 | Fastir þættir | 119 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfir

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfirðinga Fimmtudaginn 21. mars var spilaður einskvölds Mitchell tvímenningur. 16 pör spiluðu 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Veitt voru sérstök verðlaun fyrir efsta sætið í hvora átt. Meira
24. mars 1996 | Í dag | 237 orð

Frábær þjónusta VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "F

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Fyrir hálfu ári fór ég með Suzuki-bíl í skoðun. Fundið var að einu atriði. Varahlutur til að bæta þar úr kostaði nær 8 þús. kr. Á miðvikudaginn var fór bíllinn aftur í skoðun og enn var fundið að sama atriði, nýi varahluturinn var bilaður. Meira
24. mars 1996 | Í dag | 492 orð

ÍÐUSTU vikur marzmánaðar boða, þegar grannt er gáð, s

ÍÐUSTU vikur marzmánaðar boða, þegar grannt er gáð, stór tíðindi. Miðvikudagurinn, næstliðinn, færði okkur hvorki meira né minna en vorjafndægur. Allir vita hvað þau boða. Við færumst hægt og sígandi inn í vorið, birtuna og gróandann. Á morgun, 25. marz, er síðasti dagur Góu, Góuþrællinn. Meira
24. mars 1996 | Í dag | 50 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, b

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningarnar þurfa að berst með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir helgar. Fólk getur hringt í síma 569­1100,sent í bréfsíma 569­1329sent á netfangið: gustaþmbl. Meira
24. mars 1996 | Dagbók | 585 orð

Reykjavíkurhöfn: Í dag koma til hafnarFjordnes

Reykjavíkurhöfn: Í dag koma til hafnarFjordnes og Laxfoss. Altona er væntanlegur á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag fer Hofsjökull út og lettneski togarinnMikhel Baku kemur og Venus er væntanlegur. Meira

Íþróttir

24. mars 1996 | Íþróttir | 192 orð

HANDBOLTIÍBA stúlkur óhressar

FH gaf á föstudag leik gegn ÍBA í 1. deild kvenna í handbolta sem settur hafði verið á í gær á Akureyri og eru norðanstúlkur mjög óánægðar með að við hann skyldi hætt með svo skömmum fyrirvara. Leikurinn átti upphaflega að fara fram 24. febrúar en var þá frestað vegna veðurs. Meira
24. mars 1996 | Íþróttir | 613 orð

Hefur titla að verja og einnig að sækja

TITILVÖRN vélsleðameistarans Sigurðar Gylfasonar hefst í Bláfjöllum í lok mánaðarins. Hann hefur skrifað undir samning við Ski-Doo vélsleðaumboðið og ekur nýjum MZX sleða í mótum ársins. Þrjú mót gilda til Íslandsmeistara og verða þau í Bláfjöllum 30.­31. mars, á Akureyri 13.­14. apríl og 26.­27. apríl á Ísafirði. Keppt verður í fjórum greinum, í spyrnu, brautarkeppni, snjókrossi og fjallaralli. Meira
24. mars 1996 | Íþróttir | 71 orð

KNATTSPYRNAWeah í uppskurð

GEORGE Weah, knattpsyrnumaður ársins í Evrópu, Afríku og heiminum í fyrra, leikmaður AC Milan fór í uppskurð á föstudaginn vegna handleggsbrots sem hann hlaut í Evrópuleik gegn Bordeaux á þriðjudag. Verður hann þess vegna úr leik næstu fjórar vikurnar. Meira
24. mars 1996 | Íþróttir | 242 orð

Lukic vonar hið gagnstæða

John Lukic, hinn gamalkunni markvörður Leeds, sem hefur bæði kynnst því hvernig er að fagna sigri á Wembley og að yfirgefa völlinn eftir tap, vonast eftir óvæntri uppákomu þar í dag. Leeds mætir þá Aston Villa í úrslitaleik deildarbikarkeppninnar. Veðbankar veðja á Aston Villa, sem hefur aðeins tapað þremur af þrettán leikjum sínum frá jólum. Meira
24. mars 1996 | Íþróttir | 124 orð

SNÓKERAtvinnumannamót á Íslandi

DAGANA 6.-13. október verður haldið á Hótel Loftleiðum sterkasta snókermót sem haldið hefur verið á Íslandi - Icelandair Masters, sem er haldið af alþjóðasnókersambandinu. 12 atvinnumenn víða að úr heiminum mætur á vegum sambandsins, sem gefur auk þess verðlaun sem nema 1,5 milljónum króna. Meira

Sunnudagsblað

24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 112 orð

»14.000 höfðu séð Jumanji" ALLS höfðu u

ALLS höfðu um 14.000 manns séð ævintýramyndina "Jumanji" í Stjörnubíói og Sambíóunum eftir síðustu helgi. Þá höfðu um 18.000 manns séð Tár úr steini í Stjörnubíói. Næstu myndir bíósins eru Vonir og væntingar eftir Ang Lee með Emmu Thompson í aðalhlutverki en hún skrifar einnig handritið. Myndin verður frumsýnd þann 4. apríl. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 399 orð

Að drekka sig í hel

SÖGUÞRÁÐURINN í Leaving Las Vegas er ekki sérlega margrotinn. Myndin fjallar um Ben Sanderson (Nicolas Cage), handritshöfund í Hollywood; langt leiddan alkóhólista, sem segir skilið við leifarnar af lífi sínu og flyst til Las Vegas til þess að drekka sig þar í hel. Í Las Vegas kynnist hann gleðikonu og þau verða ástfangin og án skilyrða rugla þau saman reitum á jaðri mannlífsins. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 192 orð

Bjartasta vonin

POPPPRESSAN vill oft láta sem svo að hljómsveitir spretti alskapaðar fram, slái í gegn með fyrstu tónunum og verði heimsfrægar nánast áður en þær ná að senda frá sér plötu. Reyndin er aftur á móti sú að fyrir hverja Oasis sem slær í gegn nokkurra mánaða gömul er grúi sveita eins og Bluetones, bjartasta von breska poppsins um þessar mundir. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 286 orð

Dagrétt rokk

DEAD Sea Apple hefur haft hægt um sig undanfarið; verið að móta tónlist sína, dagrétta hana, og hyggst koma fram með nýja hljóma þegar líður á sumarið. Í vikunni fer sveitin í hljóðver að taka upp þar breiðskífu sem hún hyggst gefa út í sumar og fylgja vel eftir með tónleikum hér á landi og erlendis. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 114 orð

Dáirðu Kermit?

MAÐUR nokkur réðst inn í útvarpsstöð í borginni Wanganui á Nýja Sjálandi á föstudag, tók framkvæmdastjórann í gíslingu og krafðist þess að fá að heyra lagið "Rainbow Connection" með froskinum Kermit. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 695 orð

Evrópuráðið ­ þýðingarmikill vettvangur

AÐALFRAMKVÆMDASTJÓRI Evrópuráðsins, Daniel Tarschys, er væntanlegur til Íslands á morgun í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, til þess að ræða við íslensk stjórnvöld um starfsemi og framtíðarverkefni Evrópuráðsins. Daniel Tarschys tók við embætti aðalframkvæmdastjóra fyrir tæplega tveimur árum. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

"ÉG GET GRÁTIÐ OG HLEGIÐ" "Hér hefur þú allan aflann," sagði Simon Olsen frumkvöðull rækjuveiða á Íslandi þegar hann afhenti

"ÉG GET GRÁTIÐ OG HLEGIÐ" "Hér hefur þú allan aflann," sagði Simon Olsen frumkvöðull rækjuveiða á Íslandi þegar hann afhenti Magnúsínu eiginkonu sinni fyrsta rækjufarminn í litlum kassa sumarið 1935. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 182 orð

»Fólk Nýjasta mynd Meryl Streep

Nýjasta mynd Meryl Streep heitir Fyrir og eftir eða Before and After". Í henni leikur hún á móti Liam Neeson en þau eru hjón sem komast að því að sonur þeirra er morðingi. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 687 orð

Fram nú sækir fólskulið

Á Vísnatorgi er komið við í Skagafirði, í Hvalfjarðargöngum og norður á Langanesi. Þá er fjallað um matarvenjur lögreglunnar. Pétur Blöndal er umsjónarmaður. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 218 orð

Frönsk velferð í tölum Frakkl

Frakkland er hið fimmta í röð Evrópuríkja í framlögum á mann til velferðarmála, reiknað með kaupmáttarjafnvægi (PPP). Á undan koma Svíþjóð, Lúxemborg, Þýskaland og Holland, samkvæmt nýútkomnu hefti hagtölurits EB, Eurostat,sem gefið er út í Lúxemborg. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 586 orð

"Fæðing"

"Og María sagði: Önd mín lofar Drottinn, og minn andi gleðst í Guði, frelsara mínum. Því að hann hefur litið til ambáttar sinnar í smæð hennar, héðan af munu allar kynslóðir mig sæla segja. Því að mikla hluti hefur hin voldugi við mig gjört, og heilagt er nafn hans." (Lúk. 1:46­49). Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 742 orð

Fölsuð og gölluð lyf

Á ÞRIGGJA ára tímabili, sem hófst 1990, voru 339 börn lögð inn á sjúkrahús í Bangladesh vegna bráðrar nýrnabilunar. Um 70% þessara barna dóu á sjúkrahúsinu. Í ljós kom að flest þessara barna höfðu nýlega fengið hitalækkandi mixtúru. Á markaðnum voru 28 tegundir af slíkum mixtúrum og við rannsókn kom í ljós að sjö þeirra innihéldu etýlenglýkól sem er bráðeitrað fyrir nýrun. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 2024 orð

GESTIRNIR BESTA FJÁRFESTINGIN

BJARNI Ingvar Árnason er fæddur í Reykjavík 1942. Hann stofnaði fyrirtækið Brauðbæ-Óðinsvé árið 1964 ásamt öðrum, en hefur frá árinu 1967 rekið það einn. Starfsemin við Óðinstorg hefur tekið miklum breytingum þessi rúmlega 30 ár, frá smurbrauðsstofu í veitingarekstur og síðan hótelrekstur frá 1984. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 1081 orð

Glæpasögur Leonards Sakamálahöfundurinn Elmore Leonard skrifaði tugi vestra áður en hann snéri sér að glæpaveröldinni og hefur

BANDARÍSKI glæpasagnahöfundurinn Elmore Leonard er ekki að blekkja neinn og síst sjálfan sig. Ég skrifa glæpasögur vegna þess að það er stór markaður fyrir þær," sagði hann nýlega í samtali við danska blaðið Berlingske Tidende. Ég er söluhöfundur. Ég skrifa ekki af því ég hef gaman af því. Það er nú reyndar ekki alveg rétt, mér finnst það sérstaklega afslappandi. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 507 orð

Háleit markmið

Formaður Foreldra- og styrktarfélags Greiningarstöðvarinnar er Guðrún Þórðardóttir. Hún á lítinn dreng sem hefur notið þjónustu Greiningarstöðvarinnar. "Foreldrafélagið var upphaflega stofnað árið 1989, í kjölfar námskeiðs sem Greiningarstöðin hélt fyrir foreldra, einnig gengu styrktarfélagar í félagið við stofnun þess. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 417 orð

»Hvað er að gerast í þessu bakaríi?ðBakaratryllir LEIKSTJÓRINN Óskar Jóna

LEIKSTJÓRINN Óskar Jónasson mun að líkindum hefja tökur á nýrri bíómynd sinni, Perlum og svínum, næstkomandi haust. Hún er gamanmynd sem gerist í bakaríi og hann kallar hana "bakaraþriller". Óskar er ekki frá því að hún sverji sig í ætt við Sódómu Reykjavík en tengist öllu löglegri viðskiptaháttum. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

HVAÐ UM LITLU SJÚKRAHÚSIN?

UM ÖLL Norðurlönd hefur umræða síðari ára um hagkvæmni og framtíð heilbrigðisþjónustunnar mótast mjög af bollaleggingum um hvaða þjónustu einstök sjúkrahús og stofnanir geti veitt og hvað þjónustu þeim beri að sinna, og á hvern hátt eigi að skipuleggja starfsemi sjúkrahúsa. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 1736 orð

Hversdagsleikinn mætir raunveruleikanum

VINNUAÐSTAÐA Ásdísar Thoroddsen handritshöfundar og leikstjóra hjá kvikmyndagerðinni Gjólu hf. við Mýrargötu er alls ekki óáþekk því sem blaðamaður bjóst við. Eftir að hafa gengið upp hvítmálaðan, fremur hráslagalegan stigagang blasti við opin hurð með prentuðum miða á, sem benti til að rambað hefði verið á réttan stað. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 346 orð

Höfundurinn

JOHN O'Brien var 34 ára gamall þegar hann stytti sér aldur þann 10. apríl árið 1994. Hann kvaddi engan af sínum nánustu og skildi ekki eftir sig neitt bréf til að útskýra ástæður verknaðarins. Faðir hans segir að þess hafi ekki þurft. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 120 orð

»Í bíó EFTIRFARANDI íslenskar bíómyndir eru í framle

EFTIRFARANDI íslenskar bíómyndir eru í framleiðslu eða á undirbúningsstigi samkvæmt lista í blaði Félags kvikmyndagerðarmanna, Landi og sonum: María eftir Einar Heimisson, um þýska stúlku sem kemur til Íslands í stríðinu. Perlur og svín eftir Óskar Jónasson, kómedía um bakara í Þingholtunum (sjá annarstaðar á síðunni). Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 3103 orð

JÓHANNESAR-BORGEnn eitt gistihúsið er nú risið á Höfðabrekku í Mýrdal og verður tekið í notkun fyrir sumarið. Á síðustu árum

JÓHANNESAR-BORGEnn eitt gistihúsið er nú risið á Höfðabrekku í Mýrdal og verður tekið í notkun fyrir sumarið. Á síðustu árum hafa Jóhannes Kristjánsson, Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 375 orð

Lengi er Guð að skapa menn

Það er líkt og ylur í ómi sumra braga; mér hefur hlýnað mest á því marga kalda daga. Ég vel þessa vísu eftir Þorstein Erlingsson vegna þess að mér finnst hún lýsa vel minni tilfinningu til ljóða," segir Málmfríður Sigurðardóttir, sem er gestkomandi á Vísnatorgi að þessu sinni. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 867 orð

Líkaminn segiralltaf satt

TÁKNMÁL er tjáningarform sem býr yfir þeim eiginleika að geta tjáð hugsanir og tilfinningar á fullkominn hátt. Nútímadans byggir á svipuðum grundvelli. Hann er táknmál líkamans og kemur til skila þeim hugsunum og tilfinningum sem danshöfundur vill koma á framfæri. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 155 orð

Meistaraverk "hreinsað" burt?

FRANSKUR listfræðingur heldur því fram, að ítalskir forverðir hafi eyðilagt "Síðustu kvöldmáltíðina" eftir Leonardo da Vinci. Hafi þeir "hreinsað" hana svo rækilega, að hún sé ekki lengur nema svipur hjá sjón og líkust einhverju nútímamálverki. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 718 orð

Morgunstund gefur gull í mund

»MATARLISTð/Kaffiskvetta eða morgungull? Morgunstund gefur gull í mund MORGUNVERÐUR getur verið allt frá einum kaffibolla eða mjólkursopa til notalegs og afslappaðs málsverðar, blaðið innan seilingar og morgunútvarpið dillandi í bakgrunni. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 157 orð

»Ormond leikur Smillu TÖKUR eru þessa dagana að hefjast á

TÖKUR eru þessa dagana að hefjast á dönsku spennumyndinni Lesið í snjóinn sem byggð er á metsölubókinni Frøken Smillas fornemmelse for sne". Leikstjóri er Bille August en með hlutverk Smillu fer breska leikkonan Julia Ormond. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 1861 orð

Perlur og svín Þrátt fyrir vonir og væntingar erþað óvissan sem einkennir 68. afhendinguÓskarsverðlauna

ÞAÐ er komið að afhendingu Óskarsverðlaunanna eina ferðina enn. Aðfaranótt þriðjudagsins stendur einn sigurvegari uppi í hverjum flokki, fyrir hverja fjóra sem verða að lúffa. Að venju verður mikið um dýrðir í kvikmyndaborginni og íbúar hennar munu skarta sínu fegursta. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 875 orð

PÉTUR Jakobsson fasteignasali og alþýðuskáld var svo líkur

PÉTUR Jakobsson fasteignasali og alþýðuskáld var svo líkur Sartre að helzt virtist sem þeir væru eineggja tvíburar. Ég býst við að Sartre hefði hrokkið við ef hann hefði hitt Pétur. Og hann var hugmyndaríkur einsog Sartre. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 152 orð

»Sluizer gerir nýja glæpamynd HOLLENSKI leikstjórinn Georg

HOLLENSKI leikstjórinn George Sluizer vakti heimsathygli með hinni óhugnanlegu spennumynd Hvarfinu, sem hann sjálfur síðar endurgerði með ágætum árangri vestur í Hollywood. Sluizer vinnur nú að nýrri glæpamynd sem heitir Crimetime" og er með Stephen Baldwin og Pete Postlethwaite í aðalhlutverkum. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 130 orð

Uppdregið útvarpstæki

SIR John Weston, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, kynnti í fyrradag nýtt útvarpsviðtæki, sem er trekkt upp og þarf því hvorki rafmagn annars staðar í frá né rafhlöður. Weston kynnti tækið fyrir öryggisráðinu og fréttamönnum og sagði, að útvarpið væri mikilvægasti upplýsingamiðillinn nú á dögum. Oft bönnuðu samt kostnaðurinn og aðrar aðstæður fátæku fólki frá að nota það. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 692 orð

Úr skugga frænda

NICOLAS Cage, sem margir spá að hreppi óskarsverðlaunin aðra nótt fyrir stórbrotinn leik sinn í myndinni Leaving Las Vegas, segist frekar hafa goldið þess en notið að vera bróðursonur Francis Ford Coppola, eins af stórmennum bandarísks kvikmyndaiðnaðar. Samt hefur hann fengið hlutverk í a.m.k. þremur mynda föðurbróður síns. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

Útbreidd sýking eða einangruð tilfelli?

ÓTTI við að bresku nautakjöti fylgi hætta á að menn fái ólæknandi heilasjúkdóm hefur gripið um sig um heimsbyggðina. Stephen Dorrell, heilbrigðisráðherra Bretlands, sagði á miðvikudag að verið gæti að kúariða bærist í menn og leiddi til Creutzfeldt- Jakob-heilahrörnunar. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 770 orð

Var potað í prufu og hreppti hlutverkið

SILJA Hauksdóttir var á leið til Danmerkur í fjögurra mánaða nám í lýðháskóla þegar Ásdís Thoroddsen bað hana um að koma í töku vegna aðalhlutverksins í kvikmyndinni Draumadísum, sem frumsýnd var nú í vikunni. Þetta var í byrjun mars 1995 og Silja hafði ákveðið að taka sér einnar annar hlé á námi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 2749 orð

Velferðarkerfi hljóðlítið úr ham Frakkar segja heilbrigðiskerfi heimalandsins það besta í Evrópu ef ekki í heimi. En nú er það

ÓVÍST er hvort franskir hæstráðendur hafi heyrt Eurovision-lagið Hægt og hljótt, en hitt ljóst að þeir standa þessa dagana að hljóðlátum breytingum á alltof dýru velferðarkerfi lands síns. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 509 orð

Verulegar breytingar á áratug

Verulegar breytingar á áratug SVO virðist sem fyrstu skrefin í þá átt að endurheimta eitthvað af horfnu votlendinu verði stigin í sumar og haust. Þegar votlendi er ræst fram verður gagnger breyting á öllu lífríkinu. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 1423 orð

Vöknar land á ný? Landið er alltaf að breytast. Náttúran byggir upp og rífur niður sleitulaust. Lögmálin eru hennar. Maðurinn

Vöknar land á ný? Landið er alltaf að breytast. Náttúran byggir upp og rífur niður sleitulaust. Lögmálin eru hennar. Maðurinn kemur þó einnig við sögu og ber ábyrgð á miklum og skjótum breytingum á borð við uppblástur lands og eyðingu votlendis. Hvoru tveggja er afsprengi landbúnaðarstefnu sem er ekki lengur svipur hjá sjón. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 484 orð

»Þéttofið hugmyndanet ÞAÐ ER besta merki um hvert stefnir í tónlistar

ÞAÐ ER besta merki um hvert stefnir í tónlistarþroska þegar menn hætta að geta fylgst með, þegar þeim finnst allt sem komið hefur út frá þeirra gelgjuskeiði leiðinlegt torf. Ungmenni sem sátu undir ákúrum foreldra sinna um hve rokkið væri heimskulegt og innantómt grípa til gömlu frasanna þegar lýsa á því sem ungt fólk hlustar á í dag; jungle, techno, rapp, Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 439 orð

Þríþætt greining

STEFÁN Hreiðarsson er forstöðumaður Greiningar- og rágjafarstöðvar ríkisins. Hann sérmenntaði sig í Bandaríkjunum í fötlunum barna og hóf hlutastarf árið 1982 hjá forvera Greiningarstöðvar í Kjarvalshúsi og hefur starfað hjá Greiningarstöðinni síðan hún tók til starfa fyrir tíu árum. Við greiningu er lögð áhersla á þrjá meginþætti," segir Stefán. Meira
24. mars 1996 | Sunnudagsblað | 71 orð

Ölvaðir hermenn selja skriðdreka

RÚSSNESKIR hermenn í Tsjetsjníju seldu tsjetsjenskum uppreisnarmönnum skriðdreka og brynvarða bifreið þegar þeir sátu að sumbli með þeim nýlega, að sögn fréttastofunnar Interfax. Hermennirnir tilheyra rússneskri herdeild í Shali-héraði í austurhluta Tsjetsjníju. Meira

Fasteignablað

24. mars 1996 | Fasteignablað | 591 orð

Dælur og danskt hugvit

ÍMAÍ 1945 lauk seinni heimsstyrjöldinni að mestu, þeim hrikalega hildarleik, og vopnin þögnuðu í Evrópu og á Atlantshafi. Meðal þeirra þjóða sem þá losnuðu undan fjötrum nasismans voru Danir, fyrrum herraþjóð okkar. Það virðist því ótrúlegt að jafnvel áður en hersetu Þjóðverja lauk stofnaði ungur maður fyrirtæki sem rúmri hálfri öld síðar er leiðandi í sinni grein á heimsvísu. Meira
24. mars 1996 | Fasteignablað | 666 orð

Fyrstu íbúðarkaup

ÞAÐ ER mismunandi hvað fólk festir kaup á mörgum íbúðum á lífsleiðinni. Flestir gera það oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar. Fyrstu íbúðarkaupin eru alla jafna erfiðust. Takist þau þannig að eignarhluti myndist í íbúð, þá ættu næstu kaup að verða auðveldari. Á því hafa þó verið margar undantekningar á undanförnum árum. Meira
24. mars 1996 | Fasteignablað | 33 orð

Hjólagrind úr timbri

Hjólagrind úr timbri Þegar lóðin er gerð, er óvitlaust að hafa hjólagrind innan seilingar. Nú fer vorið að nálgast hægt og sígandi og bráðum fara börnin að hjóla. Þá er svona hjólagrind góður kostur. Meira
24. mars 1996 | Fasteignablað | 1006 orð

Hollustuhús

ORÐIÐ grænt hefur fengið nýja merkingu. Ég get talað um grænt hús og lesandi minn skilur líklega strax að ég á ekki við grænmálað hús heldur hús sem er gott og hollt að búa í. Hús eru afar misjöfn að þessu leyti og það kann að hljóma einkennilega er ég segi að nýbyggð hús geti verið óhollari en gömul hús, til íbúðar. Meira
24. mars 1996 | Fasteignablað | 207 orð

Húsnæði í turni Borgarkringlunnar

TIL sölu eru hjá Fasteignamarkaðnum og Eignamiðluninni tvær efstu hæðirnar í Borgarkringlunni í Reykjavík. Á efri hæð er mikil lofthæð og því möguleiki á millilofti. Að sögn Guðmundar Th. Jónssonar hjá Fasteignamarkaðinum er hér annars vegar um að ræða áttundu hæðina, sem er 245 ferm. Meira
24. mars 1996 | Fasteignablað | 148 orð

Í Selásnum á tilboðsverði

TIL sölu er hjá fasteignasölunni Gimli raðhús að Suðurási 18 í Seláshverfi. Um er að ræða 176 ferm. hús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsið er tilbúið til afhendingar nú, fullbúið að utan og málað en fokhelt að innan. Meira
24. mars 1996 | Fasteignablað | 270 orð

Nýtt garðhús til fjölbreyttra nota

Gluggar og garðhús í Kópavogi hafa um ellefu ára skeið sérhæft sig í framleiðslu sólstofa og garðhúsa. Að sögn Magnúsar Víkings, eiganda fyrirtækisins, hefur það einkum smíðað úr P.V.C. efnum, sem hann segir vera þýska hágæðaframleiðslu. Meira
24. mars 1996 | Fasteignablað | 282 orð

Parhús í Mosfellsbæ

TIL sölu er hjá fasteignamiðluninni Bergi nýbyggt parhús að Hjarðarlandi 4A í Mosfellsbæ. Þetta er steinhús á tveimur hæðum, 190 ferm. stærð og með 26 ferm. bílskúr. Að sögn Sæbergs Þórðarsonar, fasteignasala hjá Bergi, er húsið með fjórum svefnbergjum og stórri stofu og borðstofu. Stórar suðursvalir eru yfir bílskúrnum. Mikið útsýni er frá þessu húsi út á flóann og yfir að Esjunni. Meira
24. mars 1996 | Fasteignablað | 1815 orð

Sérbýlið einkennir nýjar íbúðir Bygg við Starengi Á þessu ári mun byggingafyrirtækið Bygg ljúka við áttahundruðustu íbúð sína.

BYGGINGARFÉLAG Gylfa og Gunnars, Bygg ehf., hefur verið mjög atkvæðamikið á undanförnum árum og byggt bæði íbúðir og atvinnuhúsnæði. Eigendurnir, þeir Gylfi Ómar Héðinsson og Gunnar Þorláksson, hyggjast ekki láta staðar numið, heldur byggja áfram af krafti og hafa nú byrjað framkvæmdir við 25 nýjar íbúðir í Engjahverfi í Grafarvogi. Meira
24. mars 1996 | Fasteignablað | 25 orð

Tilkomumiklar gardínur

Tilkomumiklar gardínur Gardínur má gera tilkomumeiri með því að taka þær saman á þann hátt sem gert er hér. Þetta setur óneitanlega glæsilegan svip á gardínurnar. Meira
24. mars 1996 | Fasteignablað | 504 orð

Val sjálfvirkra ofnhitastilla

Báðar tegundir sjálfvirkra ofnloka eru góðar til síns brúks, segir Árni Brynjólfsson rafvirki. Hvorug er þó algóð. Í GREIN í fylgiriti Morgunblaðsins, "Heimili fasteignir", dags. 8. mars sl., er ágæt grein eftir Sigurð Grétar Guðmundsson er hann nefnir "Háir hitareikningar en kalt í húsinu". Meira
24. mars 1996 | Fasteignablað | 266 orð

Verzlunarhús við aðalgötu Hveragerðis

LÍTIÐ framboð hefur verið á góðu verzlunar- og þjónustuhúsnæði í Hveragerði. Hjá fasteignasölunni Húsinu er nú til sölu hús, sem er að rísa við aðalgötu Hveragerðis. Um er að ræða 200 ferm. neðri hæð fyrir verzlun eða skrifstofur og rúml. 200 ferm. efri hæð, sem má innrétta sem skrifstofur eða tvær rúml. 100 ferm. íbúðir með sérinngangi. Meira
24. mars 1996 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

Lesbók

24. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Varúð, hættulegar teikningar

JULIAN Beever málar á gangstéttir og býr yfir miklum blekkingamætti. Beever hófst handa við leikbrúðusýningar á götum úti eftir að hann lauk listnámi í Leeds, en götumálarar vöktu ætíð athygli hans og dag einn ákvað hann að athuga hvort hann gæti ekki gert betur. Nú ferðast hann um Evrópu á sumrin og málar á gangstéttir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.