RÚSSNESKT stórskotalið og flugvélar héldu áfram að ráðast á stöðvar Tsjetsjena í gær, að sögn talsmanns uppreisnarmanna. Borís Jeltsín Rússlandsforseti skipaði á sunnudag hernum að hætta öllum aðgerðum í héraðinu og áttu fyrirmælin að taka gildi þá um kvöldið.
Meira
JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hóf tveggja daga fund ráðherra atvinnu- og efnahagsmála sjö helstu iðnríkja heims (G7) í gær með áskorun um að finna þriðju leiðina milli hins sveigjanlega vinnumarkaðar Bandaríkjamanna og Breta og verndaðs vinnumarkaðar meginlands Evrópu.
Meira
KRÓATÍSKI hershöfðinginn Tihomir Blaskic, sem hefur verið ákærður fyrir fjöldamorð í Bosníu, kom til Amsterdam í gær og gaf sig á vald stríðsglæpadómstólnum í Haag. Blaskic hefur verið ákærður fyrir fjöldamorð á múslimum í Lasva-dal í miðhluta landsins frá maí 1992 til maí 1993 þegar hann var yfirmaður króatískra hersveita á svæðinu. Hann hefur m.a.
Meira
LÆÐA brenndist illa er hún hætti lífi sínu til að bjarga fimm mánaðargömlum kettlingum sínum, einum í einu, út úr logandi húsi í New York. Meira en þúsund manns hafa boðist til að taka hana og kettlingana að sér.
Meira
BRETAR buðust í gær til þess að slátra fjórum milljónum nautgripa á næstu fimm til sex árum og farga hræjunum, annars vegar í þeim tilgangi að uppræta kúariðu og hins vegar til þess að fá Evrópusambandið (ESB) til að létta útflutningsbanni af bresku nautakjöti.
Meira
Í TILEFNI af 100 ára afmæli ullariðnaðar í Mosfellsbæ stóð Ístex fyrir hönnunarsamkeppni um handprjón. Þátttaka í samkeppninni var mun meiri en búist hafði verið við, því 377 handprjónaðar peysur frá 258 þátttakendum voru sendar inn.
Meira
ALMANNATENGSL eru með yngstu ráðgjafargreinum í heiminum í dag sem sést kannski best á því að Hill & Knowlton, eitt elsta almannatengslafyrirtæki heims, er aðeins 60 ára gamalt. Anthony E. Snow segir að útlitið í þessum geira sé nokkuð bjart um þessar mundir en undanfarin ár hafi hins vegar verið mjög erfið.
Meira
ATVINNULEYSI hefur undanfarið verið hvað efst á baugi þegar leiðtogar Evrópusambandsins koma saman til fundar. Leiðtogafundurinn í Torino, sem markaði upphaf ríkjaráðstefnunnar, var þar engin undantekning.
Meira
STÚDENTALEIKHÚSIÐ hefur sökum mikillar aðsóknar ákveðið að hafa aukasýningu í kvöld á verðlaunaverkum úr leikritasamkeppni SL, Hausverki skaparans og Elektru. Leikþættirnir eru eftir Gauta Sigþórsson og Stefán Vilbergsson, en leikstjóri er Björn Ingi Hilmarsson og nefnist sýningin Sjá það birtir til.
Meira
ÍTALIR greindu ríkisstjórnum ríkja í Austur-Evrópu, sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu, frá því um helgina að sambandið hygðist standa við tímaáætlun aðildarviðræður að ríkjaráðstefnunni lokinni.
Meira
FYRIR nokkru komst upp að unglingar í Neskaupstað hefðu andað að sér kveikjaragasi til þess að komast í vímu. Af þessu tilefni vill lögreglan koma á framfæri að lög eru í gildi um takmörkun á sölu á kveikjaragasi. Samkvæmt lögunum er bannað að selja í almennum verslunum lofttegundirnar bútan, þar með taldar isobútan og propan, í ílátum sem eru sérstaklega ætluð til áfyllingar á eldfæri.
Meira
Siðanefnd Prestafélagsins hefur úrskurðað í fjórum kærumálum Biskup og sr. Flóki gengu gegn siðareglum presta Siðanefnd Prestafélags Íslands telur að herra Ólafur Skúlason og séra Flóki Kristinsson hafi brotið siðareglur félagsins.
Meira
SKEMMA á bænum Fljótsbakka í Eiðaþinghá skemmdist mikið í eldi á föstudagskvöld. Í skemmunni voru 750 baggar af heyi, ásamt nýlegum jeppa, vélum og tækjum er þar voru geymd. Naumlega tókst að bjarga vélum og tækjum út en heyið, 280 hestburðir, eyðilagðist allt.
Meira
ELÍSABET Bretadrottning opnaði sína eigin heimasíðu á alnetinu, rússneski herinn er farinn að framleiða handsprengjur úttroðnar gimsteinum fyrir nýríka glæpamenn og í Belgíu var fólki sagt, að sumartíminn hefði verið afturkallaður og því yrðu allir að færa klukkuna aftur um eina stund.
Meira
AÐ SÖGN Páls Péturssonar félagsmálaráðherra kemur umdeilt frumvarp um Atvinnuleysistryggingasjóð ekki fram á þessu þingi en nefnd sem vann að tillögum um endurskoðun atvinnuleysistrygginga klofnaði og skiluðu fulltrúar launþega séráliti sínu.
Meira
LANDSBRÉF hf. telja að hlutabréf Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa séu verðmeiri seld sem ein heild fremur en ef þau yrðu seld í hlutum. Þá telur fyrirtækið æskilegt að ekki verði takmarkað með neinum hætti hverjir geti boðið í hlutabréfin, því þá sé líklegra að hæsta verð fáist fyrir hlutabréfin.
Meira
Dagbók lögreglunnarDrykkjulæti og slys, en friðsamur sunnudagur UM HELGINA var tilkynnt um 12 innbrot eða helmingi færri en um síðastliðna helgi. Þá var tilkynnt um 13 þjófnaði, 6 líkamsmeiðingar og 22 eignarspjöll. Í þjófnaðartilvikunum var oftast um að ræða hnupl í verslunum.
Meira
ÚTSENDING Sjónvarpsins á þætti Spaugstofunnar, Enn ein stöðin, tafðist um einar áttatíu mínútur á laugardagskvöld sökum seinkunar á eftirvinnslu þáttarins, að sögn Sveinbjörns I. Baldvinssonar dagskrárstjóra innlendrar dagskrárdeildar stofnunarinnar.
Meira
UNGUR piltur slasaðist töluvert þegar á hann var ekið í Skipagötu á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Tildrög slyssins eru þau að ökumaður bíls stöðvaði til að ræða við annann ökumann. Pilturinn lagðist í götuna framan við bílinn án þess að ökumaður tæki eftir honum og ók því yfir hann.
Meira
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ sendi leiðbeinandi reglur með þremur umsóknum um lyfsöluleyfi til umsagnar borgaryfirvalda. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri telur að ef vilji sé fyrir því að hafa stýringu á lyfsölunni sé eðlilegra að ráðuneytið gefi út reglugerð vegna heilbrigðissjónarmiða. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir að ekki sé reglugerðarheimild í nýju lyfjalögunum.
Meira
FALSAÐUR fimm þúsund króna seðill fannst í sjóðsvél Kaffibarsins í Reykjavík eftir helgina. Ingvar Þórðarson, eigandi veitingastaðarins, hefur kært málið til Rannsóknarlögreglunnar. Ingvar segir að seðillinn sé vel falsaður. Þó vanti í hann vatnsmerki og hann er örlítið minni en gjaldgengur fimm þúsund króna seðill.
Meira
SIGURÐUR Gylfason vélsleðameistari og akstursíþróttamaður ársins leggur ýmislegt á sig til að vera í fremstu röð. Hér svífur hann í átt til himins á æfingu á Hellisheiði. Markmið æfingarinnar var að finna takmörk ökumanns og nýs vélsleða fyrir komandi keppnistímabil, sem er nýhafið.
Meira
FUNDARHÖLDUM verkalýðsfélaga í Alþýðusambandi Íslands vegna frumvarps félagsmálaráðherra um breytingar á lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er nú lokið. Að sögn Ara Skúlasonar voru haldnir tíu fundir vítt og breitt um landið og voru þeir fjölsóttir að hans sögn.
Meira
FRIÐJÓN Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og borgarfógeti, er látinn, 86 ára að aldri. Friðjón fæddist á Oddsstöðum í Miðdölum þann 15. apríl árið 1909. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1930, lögfræðiprófi frá HÍ 1935 og stundaði síðan framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1937-38. Hann varð bæjarstjóri í Hafnarfirði vorið 1938 og gegndi því til 1.
Meira
"LÖGUM samkvæmt eru atvinnuleysisbætur fyrir fólk sem er að leita sér að vinnu og menn geta ekki neitað nema með rökum að taka vinnu ef hún býðst," segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra en talið er að ýmsar starfsstéttir, sem gert er að fara á eftirlaun fyrir sjötugsaldur, þiggi atvinnuleysisbætur samhliða fullum eftirlaunum.
Meira
FORMAÐUR stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, Jóhannes Sigvaldason var felldur í kosningu til stjórnar félagsins en í hans stað var kjörinn Tryggvi Þór Haraldsson. Jóhannes Geir Sigurgeirsson hefur tekið við formennsku í stjórn KEA í stað Jóhannesar Sigvaldasonar. Aðalfundur félagsins var haldinn um helgina.
Meira
Reuter Grjótkast TUGIR palestínskra stúdenta kasta grjóti á ísraelskar bifreiðar við veg til Bir Zeit á Vesturbakkanum í kjölfar mótmælafundar í gær þar sem fjöldahandtökum á stúdentum í síðustu viku var mótmælt.
Meira
HAGNAÐUR af rekstri Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. var tæpar 7,8 milljónir króna á síðasta ári. Heildareignir félagsins í árslok námu samtals 258,4 milljónum króna. Þar af voru 108,9 milljónir bundnar í hlutabréfum, 95,8 milljónir í skuldabréfum og bankainnstæður og skammtímakröfur námu samtals 53,6 milljónum króna.
Meira
STERKAR líkur eru á að Skeiðarárhlaup nái hámarki á páskadag, að sögn Odds Sigurðssonar, jarðfræðings á Orkustofnun. Nýjar mælingar verða gerðar á rennsli í ánni í dag. Oddur segir að áin fari vaxandi með reglulegum hætti og einu tilbrigði er að talsvert mikið vatn sé komið í kvíslar á Skeiðarársandi vestanverðum, þ.e.
Meira
VIÐRÆÐUR standa yfir milli stjórnenda sex sjávarútvegsfyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum um sameiningu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Það eru ísfirsku fyrirtækin Norðurtangi hf., Ritur hf., Íshúsfélag Ísfirðinga, Togaraútgerð Ísafjarðar og Básafell. Einnig er Kambur hf. á Flateyri með í viðræðunum.
Meira
HJÖRTUR Eldjárn Þórarinsson bóndi á Tjörn í Svarfaðardal lést aðfaranótt síðastliðins mánudags, 76 ára að aldri. Hjörtur fæddist 24. febrúar árið 1920, sonur Þórarins Kr. Eldjárns bónda og barnakennara og Sigrúnar Sigurhjartardóttur. Hjörtur var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1940 og búfræðikandidat frá Edinborgarháskóla árið 1944.
Meira
EYJARSKEGGJAR í Grímsey veittu því athygli um helgina að hrafn sem þar hefur verið einn hefur náð sér í maka. Á laugardag kom frétt í Morgunblaðinu um hrafninn í Grímsey þar sem sagt var frá makaleysi hans sem varað hefur í allan vetur. Sama dag veittu eyjarskeggjar því athygli að hrafninn var ekki lengur einn og viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Meira
VEGAGERÐIN hefur óskað eftir tilboðum í gerð hringtorgs og endurbyggingu aðliggjandi tenginga á gatnamótum Hringvegar, Þorlákshafnarvegar og Breiðumarkar við Hveragerði. Verkinu á að vera að fullu lokið 25. júní næstkomandi.
Meira
LANDHELGISGÆSLAN kannaði hafís við landið í gær úr flugvél og kom í ljós að ísspöng liggur inn á Húnaflóa og nær hún suður undir Selsker. Þaðan liggja ísflákar vestur undir Kögur en þar virtist ísinn vera landfastur. Skyggni var slæmt og erfitt að greina ísinn í radar, að sögn Halldórs Nellet skipherra. Siglingaleið er ekki talin fær nema í björtu.
Meira
FRANCOIS Leotard, fyrrverandi varnarmálaráðherra Frakklands, var kjörinn leiðtogi Lýðræðissambandsins, UDF, næst stærsta stjórnmálaaflsins í landinu, á sunnudag. Leotard fór með sigur af hólmi þótt stofnandi og fráfarandi leiðtogi sambandsins, Valery Giscard d'Estaing, fyrrverandi forseti, hefði lagst gegn honum í leiðtogakjörinu.
Meira
ÍSLENSK stjórnvöld eru að kanna málefni litháísku togaranna tveggja. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að fyrst í stað hefði athyglin beinst að því að tryggja öryggi íslensku skipverjanna um borð í Vydunas. Eftir rúma viku verður fundur Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Vilnius.
Meira
MARTHA Á. Hjálmarsdóttir meinatæknir var um helgina kosin formaður Bandalags háskólamanna. Hún er fyrst kvenna til að vera kosin formaður í heildarsamtökum launamanna. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að stærstu verkefnin framundan væru að fylgja eftir samþykktum aðalfundar BHM um að verjast réttindaskerðingum sem felast í frumvörpum ríkisstjórnarinnar.
Meira
TIL ryskinga kom á Hafnarkránni í miðbæ Reykjavíkur um miðjan dag á sunnudag eftir að maður hafði sveiflað í kringum sig rýtingi inni á veitingastaðnum og ógnað gestum. Tveir gestir krárinnar komu manninum út af veitingastaðnum og þar otaði maðurinn hnífnum að öðrum þeirra og hótaði að beita honum.
Meira
LITLU munaði að illa færi er eldur kom upp í útvegg sumarhúss skammt sunnan við Illugastaði í Fnjóskadal í S-Þingeyjarsýslu sl. sunnudagsmorgun. Ungt par, frá Akureyri, Stefán Þórsson og Heiða Rós Eyjólfsdóttir, var sofandi í húsinu er eldurinn kom upp og vaknaði upp við mikinn reyk í svefnherbergi sínu milli k 7 og 7.30.
Meira
ÁLYKTANIR verkalýðsfélaga gegn frumvarpi félagsmálaráðherra um breytingar á vinnulöggjöfinni halda áfram að berast: Auk þeirra, sem Morgunblaðið hefur skýrt frá, hafa eftirtalin félög mótmælt efni frumvarpsins: Verkalýðsfélögin í Suður-Þingeyjarsýslu, Norðurlandi vestra, Suðurlandi, Sjómannafélag Reykjavíkur, Vélstjórafélag Íslands, Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa,
Meira
SKÝRT hefur verið frá því að fólk innan kaþólska safnaðarins á Íslandi hafi áhuga á að komið verði upp munkaklaustri á Íslandi. Kaþólski biskupinn á Íslandi, sem er nýkominn frá Róm og ræddi þar við forsvarsmenn ýmissa munkareglna um möguleika á að munkar flyttust hingað,
Meira
NEYÐARNÓTIN Hjálp heitir nýtt íslenskt björgunartæki sem er að koma á markað. Nótin er ætluð til að bjarga mönnum úr sjó og vötnum og kemur að gagni þótt sá sem bjarga á sé meðvitundarlaus.
Meira
STJÓRN Prestafélags Íslands fjallaði í gær um niðurstöðu siðanefndar Prestafélagsins í máli Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur gegn herra Ólafi Skúlasyni, biskupi Íslands. Málið varðar upplýsingar sem biskup gaf fjölmiðlum um fund hennar með sóknarpresti Langholtskirkju. Stjórnin samþykkti að senda biskupi bréf, en efni þess verður ekki gert opinbert fyrr en eftir páska.
Meira
FLUGLEIÐIR hófu í gær flug til Boston í Massachusets í Bandaríkjunum. Flogið verður þrisvar í viku til að byrja með og í júní verður tíðni aukin í fjórar ferðir í viku. Félagið gerir ráð fyrir að flytja um 30 þúsund farþega á ári á þessari leið.
Meira
Siglufirði-Nýir eigendur, Júlíus H. Kristjánsson og Svava Fr. Guðmunsdóttir, hafa tekið við rekstri Aðalbúðarinnar á Siglufirði. Eigendurnir hyggjast reka verslunina með svipuðu sniði og verið hefur en víkka út starfsemina og bjóða upp á ljósritunarþjónustu og filmuframköllun. Á myndinni eru Svava Fr. Guðmunsdóttir og Júlíus H. Kristjánsson.
Meira
SÚ niðurstaða að gera ekki ráð fyrir greiðslum vegna rannsókna í segulómsjá Læknisfræðilegrar Myndgreiningar hf. í Domus Medica í nýgerðum samningi sérfræðinga og Tryggingastofnunar hefur valdið því að aðsókn í segulómsjána hefur dottið niður úr fullri nýtingu í innan við 10% nýtingu.
Meira
REYKJAVÍKURHÖFN er um þessar mundir að taka í notkun nýtt upplýsingakerfi fyrir veður og sjólag. Kerfið byggist á fjórum sjálfvirkum veðurstöðvum sem mæla veður, flóðhæð og öldu. Árið 1994 var sett upp sjálfvirk mælistöð við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn fyrir langtímamælingar á flóðhæð, en þær upplýsingar eru m.a.
Meira
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, undirritaði í gærmorgun tilskipun þar sem er að finna áætlun hans um hvernig binda skuli enda á átökin blóðugu í Tsjetsjníju. Þótt í þessum drögum sé að finna tilslakanir af hálfu stjórnvalda í Rússlandi má telja ólíklegt að þetta frumkvæði Jeltsíns dugi til að sannfæra sjálfstæðissinna í Tsjetsjníju um ágæti þess að friðmælast við Rússa.
Meira
ÓLAFUR Ragnar Grímsson nýtur fylgis 40% þeirra sem afstöðu taka fyrir forsetakosningarnar í sumar skv. skoðanakönnun Gallups sem sagt var frá í Ríkisútvarpinu. Guðrún Pétursdóttir hefur fylgi 23%, Guðrún Agnarsdóttir 13% og Davíð Oddsson og Pálmi Matthíasson mældust með 4% fylgi hvor. Rúmlega helmingur aðspurðra í könnuninni hafði ekki gert upp hug sinn.
Meira
ÍBÚAR í Hong Kong hafa beðið þúsundum saman eftir að fá breska vegabréfsáritun en frestur til þess er um það bil að renna út. Hong Kong fer aftur undir kínversk yfirráð á miðju næsta ári og eru margir farnir að óttast, að Pekingstjórnin hafi alls ekki í huga að standa við fyrirheitin um mikla sjálfstjórn krúnunýlendunnar.
Meira
ÓVENJUMIKIÐ er um sprungur í jöklum landsins um þessar mundir og vill Slysavarnafélag Íslands minna þá ferðalanga, sem hyggja á jöklaferðir yfir páskahátíðina, að jöklarnir geta verið varhugaverðir. Félagið hvetur jöklafara til að sýna fyllstu aðgát, en jökulsprungur geta verið allt frá 15-35 metra djúpar og þær eru sumar hverjar það breiðar að þær gleypa auðveldlega vélsleða eða bíl.
Meira
RÁÐSTEFNA um hryggjarskurðlækningar á vegum prófessors Sven Olerud frá Uppsala í Svíþjóð og dr. Halldórs Jónssonar jr., yfirlæknis á bæklunarskurðdeild Landspítalans, var haldin á Hótel Loftleiðum dagana 28.-30. mars sl.
Meira
LEIÐTOGAR múslima og Króata í Bosníu tilkynntu á sunnudag að þeir hefðu náð samkomulagi um að efla sambandsríki þeirra og koma í veg fyrir að það leystist upp. Sérfræðingar á vegum stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag héldu til Bosníu í gær til að rannsaka ásakanir um að Serbar hefðu myrt þúsundir múslima í grennd við Srebrenica í austurhluta landsins í fyrra.
Meira
Selfossi-Sveitarfélög á Suðurlandi og Byggðastofnun hafa undirritað samning sín á milli um atvinnuþróun á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Samningurinn tekur til næstu þriggja ára og felur í sér 8,6 milljóna framlag frá Byggðastofnun til Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, sem er í eigu sveitarfélaganna nema Vestmannaeyja.
Meira
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands lýkur þessu starfsári með tvennum tónleikum þar sem flutt verður Sálumessa eftir Mozart. Fyrri tónleikarnir verða í Blönduóskirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 2. apríl kl. 21 og þeir síðari í Glerárkirkju annað kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Kór Glerárkirkju undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar.
Meira
GÓÐ VEIÐI var í Varmá við Hveragerði í gærmorgun, en þá hófst stangaveiðivertíðin formlega með sjóbirtingsveiðum í nokkrum ám á Suðurlandi. Fréttist einnig af einhverjum aflabrögðum í Geirlandsá og Vatnamótum Skaftár, Fossála og Geirlandsár. Þá var dálítill veiðiskapur á neðsta svæði Ytri Rangár sem liður í merkingarverkefni Veiðimálastofnunar og veiðiréttareigenda.
Meira
Vogum-Starfsfólki hjá Vatnsleysustrandarhreppi hefur verið að fjölga að undanförnu. Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri, segir fjölgunina vera á skrifstofu, við gangavörslu í grunnskólanum og nýtt starf æskulýðs- og íþróttafulltrúa. Starfsfólk sveitarfélagsins er alls um þrjátíu en flestir eru í hlutastarfi.
Meira
Félagsdómur hefur sýknað Íslenska útvarpsfélagið af kröfum fréttamanna á fréttastofu Stöðvar 2, sem töldu sig eiga rétt á að krefjast samkvæmt vinnusamningi 8 yfirvinnutíma greiðslu félli frídagur samkvæmt vaxtatöflu þeirra á stórhátíðardag. Fréttamennirnir töldu fyrirtækinu óheimilt að ákveða að frídagar kæmu í stað greiðslu.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur sýknað Pál Magnússon, fyrrum ritstjóra Helgarpóstsins, af ómerkingar- og bótakröfum í meiðyrðamáli sem Úlfar Nathanaelsson og fyrirtæki hans S. Ída hf. höfðuðu.
Meira
HROSS frá nokkrum hrossabúum í Árnessýslu verða sýnd á miðvikudag í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Á ferðinni verða hross frá Torfastöðum í Biskupstungum, Geldingaholti í Gnúpverjahreppi, Bjarnastöðum og Minni-Borg í Grímsnesi og Þúfu í Ölfusi.
Meira
BORGARSKIPULAG Reykjavíkur, borgarverkfræðingur og SVR bjóða íbúum, kaupmönnum og fasteignaeigendum við Hverfisgötu og nágrenni til opins fundar um tvístefnuakstur á Hverfisgötu. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 2. apríl kl. 16.30.
Meira
FULLTRÚUM bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hefur enn ekki tekist að semja við um 25 vopnaða menn sem halda til á búgarði í austurhluta Montana-ríkis og helt umsátur lögreglunnar því áfram í gær. Foringi samtakanna, sem kallast Frjálsir menn, gaf sig fram á heimili sínu á laugardag og hafa þá þrír leiðtogar samtakanna verið handteknir.
Meira
LIÐ Menntaskólans í Reykjavík vann sigur í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur fjórða árið í röð á sunnudagskvöld, en úrslitin réðust í beinni útsendingu í Sjónvarpinu frá útvarpshúsinu í Efstaleiti. Liðið fékk 34 stig á móti 17 stigum mótherjans, liði Flensborgarskóla í Hafnarfirði.
Meira
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að veiðar á úthafskarfa og norsk-íslenzku síldinni verði frjálsar í ár. Skip sem hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni geta sótt um veiðileyfi og verður afla ekki skipt á skip miðað við fyrri reynslu þeirra.
Meira
DENIS Thatcher, eiginmaður Margaret Thatcher, var fyrstur til að hvetja konu sína til að segja af sér þegar farið var að sækja að henni í embætti forsætisráðherra og forystu breska Íhaldsflokksins, en þeirri valdabaráttu lauk með afsögn "járnfrúarinnar" eftir ellefu ár við völd.
Meira
ÞRJÁR bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um helgina. Engin slys urðu á fólki en bílar eru mikið skemmdir. Bíll valt við Syðra-Gil á Eyjafjarðarbraut vestri snemma á laugardagsmorgun. Ökumaður var einn í bílnum og reyndist mikið ölvaður samkvæmt upplýsingum lögreglu. Hann slapp ómeiddur en bíllinn skemmdist mikið.
Meira
Leiðari STAÐARFELL LESTAR fjölskyldur þekkja til vímuefnavandans, annaðhvort af eigin raun eða afspurn. Þessi vágestur hefur farið eins og lok yfir akur Vesturlanda og brotið niður einstaklinga og fjölskyldur. Vandamálið skarast við vaxandi afbrot og ofbeldi. Og það telst víða um heim meðal alvarlegri heibrigðisvandamála.
Meira
"ÞAÐ hriktir hressilega í stoðum elztu stofnunar þjóðfélagsins, kirkjunnar, og um hana leika naprir vindar, reyndar svo naprir að þónokkrir sem skírðust til kristinnar trúar, og staðfestu skírnarheitið síðar með fermingunni, hafa séð ástæðu til að segja skilið við kirkjuna." Svo segir í forystugrein Dags á Akureyri 26. marz sl. Fræðilegur ágreiningur?
Meira
ÚRSLITAUMFERÐIN í hinni árlegu Unglingamódelkeppni Módel 79 fór fram í Tunglinu á fimmtudagskvöld síðastliðið. Alls komust 26 stúlkur og 10 drengir í úrslit, en sigurvegarar urðu Guðrún Edda Einarsdóttir og Brynjar Örn Þorleifsson. Kynnir kvöldsins var Jóhann G. Jóhannsson leikari, en fram komu Emilíana Torrini ásamt Jóni Ólafssyni og dj Margeir.
Meira
KVENFÉLAGSHÚSIÐ í Grindavík hefur gengið í endurnýjun lífdaga með upplyftingu sem hefur verið unnið að undanfarið ár og fram á þetta ár. Þar voru á árum áður leiksýningar og aðrar uppákomur í Grindavík og þótti stór og mikill staður.
Meira
EKKERT lát virðist ætla að verða á velgengni Fuglabúrsins, nýjustu myndar Robins Williams og leikhúsmannsins Nathans Lane. Myndin er á toppnum fjórðu vikuna í röð og á þessum fjórum vikum hefur hún halað inn hvorki meira né minna en 74,6 milljónir dollara, eða tæpa fimm milljarða íslenskra króna.
Meira
SEX aðilar standa að galleríinu sem er hugsað bæði sem verkstæði og sýningarstaður fyrir verk þeirra. Verk aðstandenda eru jafn ólík og þau eru mörg, en unnið er með tré, roð, leir og bein, svo eitthvað sé nefnt. Sexmenningarnir þekktust öll lítillega áður. Þrjú þeirra kenna saman í heimilisiðnaðarskólanum og karlmennirnir tveir í hópnum eru bræður. Húsnæðið er hvítmálað og hlýlegt.
Meira
JEFF Daniels er ekki sérstaklega gefinn fyrir hjólreiðar, en starfsins vegna steig hann á reiðhjól við tökur á Disney- myndinni "101 Dalmatians" í London fyrir skemmstu. Myndin er byggð á samnefndri teiknimynd frá Disney og verður hún frumsýnd í nóvember ytra. Mótleikkona Jeffs er Glenn Close, sem gerir sitt besta til að hræða áhorfendur í hlutverki Cruellu De Vil.
Meira
ELITE-fyrirsætukeppnin fer fram á Hótel Íslandi annað kvöld og núna síðustu dagana fyrir keppni hafa stúlkurnar haft í nógu að snúast. Hluti undirbúningsins fer fram í líkamsræktarsölum borgarinnar og um síðustu helgi fylgdi ljósmyndari Morgunblaðsins hinum fögru fljóðum eftir, þar sem þau lærðu undirstöðuatriðin í sjálfsvörn, sem allar fyrirsætur þurfa að kunna.
Meira
NÚ VELTA menn vöngum yfir því hvað stjarnan Mel Gibson geti gert næst eftir vasklega framgöngu á Óskarsverðlaunahátíðinni þar sem "Braveheart" sópaði að sér fimm verðlaunum. Heyrst hefur að hann hafi hafnað að gera þriðju "Leathal Weapon" myndina þrátt fyrir að 30 milljónir dollara hafi verið í boði, og að hann ætli að leggja á önnur mið.
Meira
MÖTE med Island. Ett hem i Nordatlanten (Carlsson Bokförlag Stockholm) nefnist Íslandsbók eftir Svíann Rune Ruhnbro. Eins og í fleiri bókum um Ísland er lögð áhersla á sögu landsins og náttúru og líka skyggnst um í samtímanum. Bókin er skrifuð í léttum dúr og ríkulega myndskreytt. Meðal þeirra sem höfundur ræðir við eru Vigdís Finnbogadóttir forseti og Njörður P. Njarðvík prófessor.
Meira
Nútímaleg uppfærsla Hans Neuenfels á Il Trovatore eftir Giuseppe Verdi í Deutsche Oper Berlín hefur nú þegar vakið mikla athygli hér í Berlín sem og á landsvísu. Þar er helst að nefna almennt mikla hrifningu leikhúsgagnrýnenda sem og hörð mótmæli kaþólsku kirkjunnar í Þýskalandi. Rósa Guðrún Erlingsdóttir gluggaði í þýsku blöðin.
Meira
Gömul og ný íslenzk karlakórslög; amerískir negrasálmar og söngleikjalög. Karlakórinn Fóstbræður ásamt Láru Rafnsdóttur, píanó, u. stj. Árna Harðarsonar. Langholtskirkju þriðjudaginn 26. marz kl. 20:30.
Meira
Fyrirmæli dagsins Leiðbeiningar EFTIR ANDREAS SLOMINSKI STILLTU hnakkinn á hjólinu þínu þannig að hnakknefið snúi upp og pressaðu svo á því sítrónur.
Meira
STARFSEMI Jónshúss er fjölbreytt eins og gestum gafst kostur á að sjá nýlega á félagskynningu hússins, sem haldin var í kaffistofu þess. Hin ýmsu félög Íslendinga voru kynnt á óvæntan hátt af Elvari og Róbert, tveimur ungum mönnum, sem eru að læra það sem á ensku heitir stand-up comedian" og Böðvar Guðmundsson rithöfundur las smásögu.
Meira
ÚT er komin bókin "Rannsóknir við Háskóla Íslands 1991-1993". Í bókinni eru birtar lýsingar á rannsóknaverkefnum kennara og sérfræðinga Háskólans, ásamt titlum þeirra ritverka sem rannsóknir hafa leitt af sér. Í bókinni má finna lýsingar á um 1.000 rannsóknarverkefnum, ásamt stuttum samantektum á starfsemi einstakra rannsóknastofnana.
Meira
KÓR Fríkirkjunnar í Reykjavík undirbýr páskahátíðina með tónleikum í kirkjunni í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni verða m.a. kór og aríur úr Stabat Mater eftir Dvorák og verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Bach, Händel og Mendhelssohn.
Meira
SÓLVEIG Eggerz Pétursdóttir opnar páskasýningu í Þrastarlundi á skírdag, 4. apríl. Á sýningunni verða 22 vatnslitamyndir, flestar málaðar á undanförnum mánuðum. EITT verka Sólveigar.
Meira
ÞRÍR skólakórar, Gradualekór Langholtskirkju, Kór Öldutúnsskóla og Skólakór Kársness stilltu saman strengi sína á þriðjudaginn og héldu tónleika í Borgarleikhúsinu. Tónleikarnir voru liður í tónleikaröð Leikfélags Reykjavíkur og mæltust vel fyrir hjá fjölmörgum áheyrendum. Morgunblaðið/Þorkell Karl Kristinsson, Kristinn Ó.
Meira
STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á Óskarsverðlaunamyndinni Vonir og væntingar eða "Sense & Sensibility" en Emma Thompson hlaut Óskarinn fyrir handrit sitt að myndinni. Með helstu aðalhlutverk í myndinni fara Óskarsverðlaunahafinn Emma Thompson, Kate Winslet, Hugh Grant og Alan Rickman. Myndin er í leikstjórn Ang Lee. Kvikmyndin er byggð á skáldsögu Jane Austen.
Meira
CAMILLA ehf. mun halda sýningu á hluta af brúðum sínum í Ráðhúskaffi Ráðhúsinu við Tjörnina dagana 2.14. apríl. Fyrirtækið Camilla ehf. var stofnað í september síðastliðnum. Eigendur Camillu ehf. eru Anna Ragna Alexandersdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Alda Steingrímsdóttir og Bergljót Sigfúsdóttir.
Meira
VEGNA góðrar aðsóknar hefur verið ákveðið að framlengja sýningu Ívars Török og Magdalenu M. Hermanns í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15 til miðvikudagsins 3. apríl. Galleríið er opið alla daga, einnig mánudaga, frá kl. 11 til 23.30. Laugardaginn 6. apríl kl. 17 opnar Sigríður Gísladóttir sýningu á málverkum.
Meira
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu miðvikudaginn 3. apríl flytja Gunnar Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari verk eftir Maria Theresia von Paradis, Franz Schubert, Jules Massenet, Sergei Rachmaninoff og Gabriel Fauré.
Meira
VÖTN þín og vængur nefnist ný ljóðabók eftir Matthías Johannessen. þetta er sautjánda ljóðabók Matthíasar, en sú fyrsta Borgin hló, kom út 1958. Eftir Matthías hefur komið út fjöldi annarra bóka: smásögur, leikrit, ritgerðir, samtalsbækur og ævisögur. Í fyrra kom út eftir hann smásagnasafnið Hvíldarlaus ferð inní drauminn og bækurnar Spunnið um Stalín og Fjötrar okkar og takmörk.
Meira
SJÁLFSEIGN húsnæðis á Íslandi er í seinni tíð að ganga í gegnum þróun sem á eftir að gerbreyta inntaki hennar. Fyrir ekki lengri tíma en 10 árum bjuggu rúm 80% Íslendinga í eigin íbúð á frjálsum markaði, sem flestir áttu að mestu skuldlausar.
Meira
ÁGÚST Ásgeirsson varamaður í stjórn Ólympíunefndar reynir á frekar ógeðfelldan hátt að gera undirrituðum upp gjörðir í grein í Morgunblaðinu 14. febrúar til að verja fyrrverandi formann Ólympíunefndar, Gísla Halldórsson.
Meira
MAGNÚS L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, ritar grein í Morgunblaðið sl. laugardag um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 80 frá 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Þar sem mér þykir kenna nokkurs misskilnings í grein Magnúsar tel ég rétt að setja nokkur orð á blað. Hvers vegna endurskoða vinnulöggjöfina?
Meira
NÚ ER loks kominn úrskurður biskups í Langholtskirkjudeilum. Ekki er hann fullkominn fremur en önnur mannanna verk en verður þó að teljast áfangi. Sem kristinn maður hef ég eins og aðrir hér á landi fylgst með umræðum sem um deilur þessar hafa verið og öðru þeim tengdu með vaxandi áhyggjum. Mörg þung orð hafa fallið á báða bóga eins og gengur í hatrömmum deilum sem þessum.
Meira
NOKKRAR Sjálfstæðar konur rituðu grein í þetta blað nýverið, þar sem þær tíunda árangur ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. Höfundar koma víða við. Af niðurlagsorðum greinarinnar má skilja að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu meira og minna runnar undan rifjum þeirra sjálfra, að þær hafi boðað viðhorfsbreytingu sem nú sé hafin. Betur ef satt væri.
Meira
NÝLEGA bárust mér nokkur Morgunblöð frá því í nóvember eða desember. Í einu þeirra var grein, sem særði bæði málkennd mína og sannleiksást. Grein þessi, sem var undir fyrirsögninni "Milljónir Bandaríkjamanna styðja hvalveiðar Íslendinga", fjallaði um heimsókn fulltrúa bandarískra samtaka, sem kalla sig "Alliance for America". Tökum fyrst fyrir málkenndina.
Meira
SAMRÆMT neyðarnúmer 112 tók til starfa 1. janúar sl. og urðu með því þáttaskil í neyðarsímsvörun á Íslandi. Með samræmdri neyðarsímsvörun og einu neyðarnúmeri gefst tækifæri til að taka upp nýjar aðferðir og bæta neyðarþjónustu í landinu. Sérstaklega á þetta við á landsbyggðinni.
Meira
NÚ FER vorið að ganga í garð og hjólreiðamönnum fjölgar á götum borgarinnar. Þá byrja hinir sífelldu árekstrar milli þeirra og annarra vegfarenda eins og alltaf. Hjólreiðamenn álíta að reiðhjól flokkist undir ökutæki og þeir hafi því einhvern rétt til að hjóla á götunum, ökumönnum finnst þeir hins vegar eiga að vera á gangstéttunum en það vilja gangandi vegfarendur ekki.
Meira
AÐ GEFNU tilefni, vegna blaðagreinar biskups, herra Ólafs Skúlasonar, í Morgunblaðinu 26. sl., vil ég geta þess að það var reynt að koma í veg fyrir það að ég spilaði í Langholtskirkju um síðustu jól sem organisti við hátíðarmessur.
Meira
Félagi okkar er fallinn. Þessi frétt kom okkur mjög á óvart. Síst áttum við von á að hann sem hafði staðið vaktina af trúmennsku og unnið langan vinnudag nyti ekki friðsæls ævikvölds. Baldur Björnsson byrjaði ungur að vinna mikið og þannig þekktum við hann. Þegar hann kom til starfa hjá lögreglunni í Reykjavík í janúar 1957 þá 26 ára gamall, hafði hann kynnst erfiði sveitavinnunnar.
Meira
Hann Baldur húsvörður er látinn!. Íbúa húsanna í Hæðargarði 33 og 35 setti hljóða er þessi harmafregn barst manna á milli sunnudagsmorguninn 24. þ.m. Er þjónustuíbúðirnar fyrir eldri borgara í þessum tveim samtengdu húsum voru að verða tilbúnar seinni part árs 1991, var auglýst eftir húsverði og bárust 40 umsóknir. Var Baldur Björnsson einn af þeim.
Meira
BALDUR BJÖRNSSON Baldur Björnsson fæddist í Múla í Álftafirði í Suður- Múlasýslu 17. október 1930. Hann lést 23. mars síðastliðinn. Baldur var sonur hjónanna Jónínu Vilborgar Jónsdóttur, f. í Gílsárteigi í Eiðasókn 30.8. 1889, d. 31.10. 1961, og Björns Jónssonar, f. í Kambsseli í Hofssókn í Álftafirði 26.9. 1889, d. 16.9. 1978.
Meira
Guðlaugur Þorvaldsson var gleðimaður í þess orðs bestu merkingu. Hann gekk glaður að verki, uppfullur af áhuga, skýr í hugsun og skjótur að setja sig inn í hin margbreytilegustu málefni. Hann átti auðvelt með að ræða við fólk og kynna sér viðfangsefni þess og viðhorf. Hann var vörpulegur og vingjarnlegur, þeirrar gerðar að mönnum leið vel í návist hans.
Meira
Oft hefur mér reynst örðugt að koma hugsunum mínum og tilfinningum í þann búning orða sem ég helst kysi. En aldrei hefur mér reynst það eins sorglega erfitt og nú. Núna, þegar kærasti frændi minn og perluvinur um allt okkar líf fellur frá, einmitt í þann mund er hann hafði hlakkað til þess að njóta efri áranna eftir annríkan og erilsaman starfsdag.
Meira
Elsku afi. Með þessum línum viljum við minnast þín, en mann á borð við þig er erfitt að skrifa um í fáum orðum. Þegar við frændsystkinin sitjum hér saman streyma minningarnar fram. Þessar minningar koma hver úr sinni áttinni, en samt lýsa þær þér allar, elsku afi, hlýjum, mildum og lífsglöðum. Minningabrotin eru svo ótal mörg.
Meira
Sólskinsbjartur vormorgunn ljómaði fyrir utan gluggann þar sem ég sat, nýlega ráðinn skrifstofumaður, og naut þess að vera ungur. Þetta var fyrir réttum fimmtíu árum. Það hafði verið auglýst eftir sumarvinnustarfsmanni, og fyrr en varir stendur kornungur maður innandyra, kominn þeirra erinda.
Meira
Lát Guðlaugs Þorvaldssonar bar brátt að þó svo hann hefði átt við erfið veikindi að stríða um nokkurt skeið. Ekki var nema rúm vika síðan við ræddum saman um hin margvíslegustu málefni sem efst eru á baugi og var hann þá sem endranær fullur áhuga.
Meira
Nú, þegar Guðlaugur Þorvaldsson, skólabróðir og vinur, er allur, bregður fyrir ótal minningum liðins tíma, allt frá því að fundum okkar bar fyrst saman í Flensborg í Hafnarfirði haustið 1939, þá 15 ára að aldri. Það að koma til náms í þann ágæta skóla og kynnast fjölda jafnaldra sinna og hinum ágætustu kennurum var fyrir unglinga, sem þá fyrst voru að hleypa heimdraganum, einstakt ævintýri.
Meira
Það kvöldar, klukkur slá, allt klæðist rökkurhjúp. (A. Tennyson lávarður. Þýð. Yngvi Jóhannesson.) Klukkan mikla hefur glumið vini mínum Guðlaugi Þorvaldssyni eftir löng og erfið veikindi. Hann var hamingjumaður af kostum sínum. Í skóla reyndist hann námsmaður eins og þeir gerast bestir.
Meira
Norræna húsið í Reykjavík er merkileg stofnun. Það var byggt fyrir rúmum aldarfjórðungi af Norðurlöndunum fimm til þess að styrkja tengsl Íslands við önnur Norðurlönd, kynna menningu þeirra á Íslandi og stuðla að aukinni þekkingu á Íslendingum meðal bræðraþjóðanna, til þess að efla samstarf og vináttu milli norrænna manna.
Meira
"Að heilsast og kveðja er lífsins saga," stendur einhvers staðar. Að þurfa að kveðja Guðlaug Þorvaldsson, finnst okkur afskaplega ótímabært. Við þökkum fyrir allar stundirnar sem hann gaf okkur af lífi sínu. Guðlaugur var gjafmildur og glaður persónuleiki sem okkur öllum þótti vænt um. Hlýja hans og velvild til allra var hans aðalsmerki.
Meira
Þegar við hófum störf sem forstjórahjón í Norræna húsinu veturinn 1989, komumst við að raun um að þar var einn maður sem allir töluðu um af mikilli hlýju. Það var Guðlaugur Þorvaldsson. Það tók okkur ekki langan tíma að taka undir í þeim kór. Þau Kristín veittu okkur svo ógleymanlegar móttökur að við óskum þess, að allir þeir sem flytja á milli landa, fái sams konar viðtökur.
Meira
Mikill heiðursmaður er fallinn frá. Meðal fjölda trúnaðarstarfa sem Guðlaugur Þorvaldsson gegndi um ævina var formennska í Norræna félaginu í Reykjavík og einnig átti hann sæti í stjórn Norræna félagsins á Íslandi. Norrænt samstarf var honum einkar hugleikið og hann vildi efla það og styrkja.
Meira
Við andlát félaga okkar og samverkamanna reynum við fyrst að meta störf þeirra og framlag til okkar sem eftir lifum. Guðlaugur Þorvaldsson er einn þeirra manna sem koma vel frá slíkum dómi sögunnar. Hann gegndi um árabil einu vandasamasta starfi vinnumála, þ.e. embætti ríkissáttasemjara þar sem mjög reyndi á samstarf við Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög okkar.
Meira
Fallinn er frá Guðlaugur Þorvaldsson, einn traustasti félagi Lionsklúbbsins Freys í Reykjavík. Guðlaugur var einn af stofnfélögum Freys 29. febrúar 1968 og starfaði óslitið til hinsta dags eða í rúm 28 ár. Þrátt fyrir gífurlegt vinnuálag sinnti hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn og var m.a. formaður stafsárið 1970-1971.
Meira
"Ertu virkilega að vinna með honum Guðlaugi?" spurði systir mín, þegar ég hóf sumarstörf á Hagstofunni, fyrir meira en 30 árum. Hann hafði kennt henni í Verzlunarskólanum, en var nú skrifstofustjóri Hagstofunnar. Hafði m.a. umsjón með launakönnun fyrir Kjaradóm, sem ég hafði fengið vinnu við og ljómi stóð af honum í fjölskyldunni.
Meira
Um árabil var Guðlaugur Þorvaldsson í forustusveit Norræna félagsins á Íslandi. Hann var formaður Norræna félagsins í Reykjavík og í aðalstjórn Norræna félagsins. Var hann að makleikum sæmdur gullmerki Norræna félagsins árið 1994 fyrir mikil og farsæl störf í þágu þess. Guðlaugur Þorvaldsson var glæsilegur mannkostamaður sem lærdómsríkt var að vinna með.
Meira
Guðlaugur Þorvaldsson fyrrverandi ríkissáttasemjari er allur. Guðlaugur átti langan og afar glæsilegan starfsferil í opinberri þjónustu. Þann feril hóf hann á Hagstofu Íslands árið 1950. Síðan varð hann ráðuneytisstjóri, prófessor við Háskóla Íslands, rektor Háskóla Íslands og að lokum ríkissáttasemjari.
Meira
GUÐLAUGUR ÞORVALDSSON Guðlaugur Þorvaldsson fæddist 13. október 1924 að Járngerðarstöðum í Grindavík. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvaldur Klemensson útvegsbóndi og trésmiður á Járngerðarstöðum í Grindavík og Stefanía Margrét Tómasdóttir.
Meira
Guðlaugur Þorvaldsson gerðist félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík- Austurbær 1981. Hann var forseti klúbbsins 19891990. Þessi ár sem við nutum félagsskapar hans gegndi hann mjög erilsömu starfi sem ríkissáttasemjari, en það hindraði hann ekki í að mæta á fundum í klúbbnum enda sýndi hann starfsemi klúbbsins ætíð mikinn áhuga og tók virkan þátt i hinum ýmsu nefndum, sem hann var skipaður í.
Meira
Víðar en í siklings sölum svanna fas er prýði glæst; mörg í vorum djúpu dölum drottning hefir bónda fæðst. (M. Joch.) Þegar við kveðjum Helgu föðursystur kemur þessi vísa upp í hugann, því í okkar augum var Helga frænka sem drottning.
Meira
HELGA TRYGGVADÓTTIR Helga Tryggvadóttir var fædd að Víðikeri í Bárðardal 18. október árið 1900. Hún lést í Reykjavík 24. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Tryggva Guðnasonar, bónda í Víðikeri, f. 9.11. 1876, d. 29.11. 1937, og konu hans, Sigrúnar Ágústu Þorvaldsdóttur, f. 2.10. 1878, d. 18.11 1959.
Meira
Í dag er heilt ár liðið frá því að tengdadóttir mín Joan Gaardbo dó aðeins 23 ára gömul. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Ég var nýkomin heim úr vinnu þegar hringt var í mig og mér sögð þessi tíðindi.
Meira
JOAN GAARDBO Joan Gaardbo fæddist í Færeyjum 2. maí 1972. Hún lést á Flateyri 2. apríl 1995. Foreldrar hennar eru Haldor og Marion Gaardbo. Útför Joan Gaardbo var gerð frá Toftarkirkju í Færeyjum 9. apríl 1995.
Meira
Kæri bróðir, mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Þú varst alltaf svo góður við litlu systur, þú varst bara svo sjaldan heima, þú varst á sjónum á sumrin og í skóla á vetrum, samt gleymi ég aldrei þeim stundum þegar þú varst heima, þá var alltaf svo gaman.
Meira
Samt er í samfylgd sumra manna, andblær friðar án yfirlætis, áhrif góðvildar inntak hamingju þeim er njóta fær. (Guðmundur Böðvarsson) Andlát manna ber að með ýmsum hætti.
Meira
Jóhann var traustur og ráðvandur maður, yfirvegaður og tillögugóður. Hann tók aldrei flausturslegar ákvarðanir, hann stóð þess vegna við skoðanir sínar. Hann virti skoðanir annara. Hann var vinur vina sinna og samstarfsmanna. Við Jóhann vorum systkinasynir og vorum bara tveir eftir af þeim meiði á Akranesi.
Meira
JÓHANN ÖRN BOGASON Jóhann Örn Bogason fæddist í Reykjavík 17. maí 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigrún Jónsdóttir og Bogi Theódór Björnsson. Þau byrjuðu búskap í Reykjavík, en fluttu árið 1930 til Skagastrandar. Þau eignuðust fimm börn; Birnu Sólveigu, f. 8. ágúst 1926, d. 15.
Meira
Elsku afi okkar er látinn. Það er skrítið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá hann oftar. Hann var svo góður vinur okkar og alltaf tilbúinn að aðstoða okkur á allan hátt. Við minnumst með gleði þess sem við gerðum með honum, t.d. ferðalagsins til Vestmannaeyja í fyrrasumar og ættarmótsins á Skagaströnd, þar áttum við öll góða og skemmtilega daga saman.
Meira
Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar ömmu minnar eða Siggu ömmu eins og ég kallaði hana alltaf. Okkar fyrstu kynni hófust þegar ég flutti í Einholtið, níu mánaða gömul. Amma Sigga og afi Leifi bjuggu á neðri hæðinni en ég og mamma á efri. Í raun og veru voru þau ekki alvöru afi og amma, en þar sem mig vantaði afa og ömmu, spurði ég þau hvort ég mætti kalla þau afa og ömmu.
Meira
SIGRÍÐUR BENJAMÍNSDÓTTIR Sigríður Guðrún Benjamínsdóttir fæddist á Ísafirði 21. maí 1911. Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði 26. mars sl. Foreldrar hennar voru Benjamín V. Jónsson, f. 16. 6. 1884 á Folafæti í Seyðisfirði vestra, d. 30.7. 1994, og Guðrún S. V. Bjarnadóttir, f. 3.9. 1890 á Ísafirði, d. 8.12. 1913.
Meira
HAGNAÐUR SR-mjöls hf. nam alls um um 75 milljónum króna á sl. ári samanborið við 136 milljónir árið áður. Versnaði því afkoman um 61 milljón á milli ára Lakari afkoma á síðasta ári stafar fyrst og fremst af hækkun hráefniskostnaðar, að sögn Hlyns Jónssonar Arndals, framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Nam hráefniskostnaður 55% af cif-verði afurða á árinu samanborið við 48% á árinu á undan.
Meira
JAPANSKUR banki varð gjaldþrota um helgina og er það annað bankagjaldþrotið í Japan frá stríðslokum. Gjaldþrotið vekur minni ugg en ella vegna þess að um lítinn banka er að ræða og að efnahagur Japana virðist á batavegi. Um er að ræða svæðisbanka í Tókýó, Taiheiyobanka, sem fjármálaráðuneytið tilkynnti 29. marz að lagður yrði niður.
Meira
HUNDRUÐ banka í Bandaríkjunum hafa sameinazt til að auka hagkvæmni í rekstri og fjárfesta í nýrri tækni og nú hefur dregið til mestu tíðindanna á þessum vettvangi. Á sunnudag sameinuðust Chase Manhattan Corp. og Chemical Banking Corp. í stærsta banka Bandaríkjanna miðað við eignir og í gær átti að ljúka samruna bankanna Wells Fargo & Co. og First Interstate Bancorp í Kaliforníu.
Meira
BJARNI Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Íslenska útvarpsfélagsins hf. hefur sagt upp störfum hjá félaginu eftir fimm ára starf. Bjarni hefur lengst af starfað sem fjármálastjóri en tók sæti í fjögurra manna framkvæmdastjórn um sl. áramót þegar Jafet Ólafsson, fyrrum útvarpsstjóri, sagði starfi sínu lausu.
Meira
EFTIR samfelldar hækkanir undangenginna vikna virðist hlutabréfamarkaðurinn loks hafa tekið sér hlé til að anda. Hlutabréfavísitala náði hámarki á mánudag í síðustu viku og hafði hún þá hækkað um rúmlega 26% frá áramótum. Síðan hefur vísitalan verið að síga niður á við og hefur hún nú lækkað um tæp 2% síðastliðna viku.
Meira
HLUTAFJÁRÚTBOÐI Þormóðs ramma er lokið og seldust öll bréfin í forkaupsrétti. Alls var um að ræða 100 milljónir króna að nafnvirði og voru þær seldar á genginu 3,75. Núverandi hlutahafar voru tilbúnir til þess að kaupa um 20% meira en í boði var, eða 119 milljónir króna.
Meira
GENGI dollars gegn jeni hafði ekki verið hærra í 26 mánuði í gær vegna uggs um veikleika í bankakerfinu í Japan eftir gjaldþrot Taiheiyo banka. Dollarinn komst í 107,70 jen, en lækkaði síðan í 107,57. Vikan byrjaði vel í kauphöllum í Evrópu og hefur gengi frankans ekki verið hærra í 19 mánuði.
Meira
LANDFLUTNINGAR hf. og Samskip hf. opnuðu sameiginlega vöruafgreiðslu í Skútuvogi 8 í Reykjavík í gær, þann 1. apríl. Þessi þjónusta fyrirtækjanna verður rekin undir nafninu LandflutningarSamskip. Þar verður tekið á móti vörum til dreifingar á landi og sjó um allt land.
Meira
apótekanna í Reykjavík dagana 29. mars til 4. apríl, að báðum dögum meðtöldum, er í Laugarnes Apóteki, Kirkjuteigi 21. Auk þess er Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102B, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14.
Meira
Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 2. apríl, er sjötug Hera Guðjónsdóttir, Hringbraut 74, Hafnarfirði. Hún og eiginmaður hennar Helgi S. Guðmundsson taka á móti ættingjum og vinum í Íþróttahúsinu v/Strandgötu (Álfafelli) Hafnarfirði eftir kl. 20 á afmælisdaginn.
Meira
Vegna mistaka í vinnslu blaðsins féllu eftirtalin fermingarbörn niður og biðst Morgunblaðið velvirðingar á því. Þessi börn voru fermd í Keflavíkurkirkju kl. 10.30: Agnes Rut Árnadóttir, Hátúni 10. Anita Margrét Durham, Vesturgötu 2. Arnar Dór Hannesson, Hamragarði 3. Ásmundur Steinþórsson, Ásgarði 8.
Meira
íkverji hefur hingað til staðið í þeirri trú að vörur í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli væru nokkuð ódýrari en í verslunum í Reykjavík. Þetta er líklega reynsla flestra Íslendinga sem átt hafa viðskipti við Fríhöfnina gegnum tíðina. Munurinn virðist hins vegar einnig geta verið á hinn veginn, þ.e.a.
Meira
Þau hrapallegu mistök urðu í prentun síðustu Lesbókar, að í grein Helga Hálfdanarsonar brengluðust myndatextar undir ljósmyndum af Maríu-líkneskjum síra Hjalta í Vatnsfirði, þannig að "María önnur" var kölluð "Maria rustica" og öfugt. Greinin var samanburður þessara tveggja mynda og mat á þeim, svo brenglið kom sér afar illa. Hér birtast þær með réttum nöfnum.
Meira
Í tilkynningu um fermingarbörn í Garðaprestakalli sl. laugardag var rangt farið með nafn Ómars Freys Sigurbjörnssonar, Suðurgötu 28, Akranesi og biðst blaðið velvirðingar á því. Rangt föðurnafn Í frétt um íslenska bræðslu í Mexíkó var ranglega farið með nafn Magnúsar Sigurðssonar, stjórnarformanns Mex-Ice og er beðist velvirðingar á því.
Meira
Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru út Reykjafoss, Stefnir ÍS og Ottó N. Þorláksson. Kyndillkom í gærkvöldi ogMúlafoss er væntanlegur fyrir hádegi. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrradag kom Kyndillog fór samdægurs. Rússinn Mikhael Verbetskiy kom í gær og togarinn Sigurbjörg.
Meira
KRISTINN Björnsson hringdi og vildi athuga hvort einhver kannaðist við texta við danslag, vals, sem talsvert er leikinn í útvarpi um þessar mundir. Lagið kannast hann við frá því fyrir 40 árum er hann var í Noregi. Textinn hefst á þessum orðum: Lengst útí fjarska við fjöllin mín blá.
Meira
A-lið TBR varð um helgina deildarmeistari BSÍ í badminton. Liðið vann alla sína leiki, 8:0, og tapaði ekki lotu nema í úrslitaleiknum á móti ÍA, sem varð í öðru sæti. HSK í þriðja, Víkingur í fjórða, TBA í fimmta og UMSB í sjötta sæti.
Meira
NÍNA Björg Magnúsdóttir Íslandsmeistari í fimleikum undirstrikaði í keppninni í fjölþraut á laugardaginn að hún er besta fimleikakona landsins um þessar mundir. Hún varð í fjórða sæti í fjölþraut og náði í úrslit á sunnudeginum í öllum fjórum greinum fyrst íslenskra kvenna.
Meira
Bayern M¨unchen skaust upp í efsta sæti þýsku deildarinnar með 1:0-sigri á Dortmund um helgina. Það var þýski landsliðsmaðurinn Mehmet Scholl sem gerði sigurmarkið á 38. mínútu og var það einkar glsæislegt - skot utan vítateigs hægra megin af 20 metra færi og boltinn sveif í fjærhornið. "Þetta átti að vera fyrirgjöf," sagði Scholl um markið.
Meira
Enska bikarkeppnin, undanúrslit: Chelsea - Man. United1:2 (Ruud Gullit 35.) - (Andy Cole 55., David Beckham 58.). 38.420. Aston Villa - Liverpool0:3 - (Robbie Fowler 16., 86., Jason McAteer 90.). Manchester United og Liverpool leika til úrslita á Wembley 11. maí.
Meira
Mótið fór fram í Öskjuhlíðinni á laugardag. mín. 1. Kristinn Morthens15,30 2. Jens Kristjánsson15,59 3. Alfreð Harðarson16,15 4. Pétur Kolbeinsson16,17 5. Jón Örn Bergsson17,52 6.
Meira
DRAUMUR flestra unnenda ensku knattspyrnunnar rættist á sunnudag er Manchester United og Liverpool komust í úrslit bikarkeppninnar. Þetta eru tvö af bestu liðum landsins og ljóst að um sannkallaðan stórslag verður að ræða á Wembley 11. maí þegar úrslitaleikurinn fer fram.
Meira
Afreksmannasjóður Íþróttasambands Íslands ákvað á fundi sínum í gær að veita þremur sérsamböndum styrk, alls 1.325.000 krónur. Afreksmannasjóður hefur því veitt sérsamböndunum og afreksfólki innan þeirra vébanda tæpar sjö milljónir í styrki fyrstu þrjá mánuði þessa árs.
Meira
GARRY Flitcroft, sem Blackburn keypti frá Man. City á 3,2 millj. punda í sl. viku, var rekinn af leikvelli í sínum fyrsta leik - eftir aðeins þrjár mín. gegn Everton fyrir ofsafengna hegðun.
Meira
Fór fram á laugardag. Helstu úrslit: 6,7 km - karlar 39 ára og yngri Finnur Friðriksson22,58 Halldór B. Ívarsson23,06 Hákón Sigurðsson23,27 Jón Jóhannesson23,35 Torfi Helgi Leifsson24,19 Karlar 40 ára og eldri: Sveinn Val Sigvaldason27,34 Ísleifur Ólafsson27,37 Karl G.
Meira
ERLA Reynisdóttir er ein af máttarstólpum Íslands-, bikar- og deildarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik kvenna. Hún lék mjög vel í fjórða úrslitaleik Keflavíkur og KR í Hagaskóla á sunnudagskvöldið en í þeim leik tryggði Keflavíkurliðið sér meistaratitilinn. Erla er sautján ára gömul, stundar nám við félags- og viðskiptabraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefur æft körfuknattleik í sjö ár.
Meira
Mótið fór fram í Bláfjöllum um helgina og er liður Íslandsmótinu. Keppendur voru 40 talsins og var keppt í fjórum greinum; fjallaralli, samhliðabraut, snjókrossi og spyrnukeppni. Helstu úrslit: Snjókross 0-1.
Meira
KA-MENN gerðu níu mörk í fyrri hálfleik gegn Val og skoruðu Patrekur Jóhannesson og Julian Duranona öll mörkin, Patrekur 4 og Duranona 5, þar af fjögur úr vítaköstum. Þeir gerðu samtals 19 af 23 mörkum liðsins í leiknum.
Meira
KEFLAVÍK nældi sér í Íslandsmeistaratitil með litlum erfiðleikum þegar stelpurnar sóttu KR heim í Hagaskóla á sunnudagskvöldið. Ef körfuboltamenn í Keflavík hafa verið niðurlútir eftir ósigur karlaliðsins á sunnudaginn komu stelpurnar í veg fyrir að það yrði langvarandi.
Meira
Körfuboltastelpurnar frá Keflavík urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna á sunnudaginn og þykir það vart fréttnæmt lengur. Lið Keflavíkur hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið hér á landi undanfarin ár og hefur liðið orðið sjö sinnum Íslandsmeistari síðustu níu árin, og bikarmeistaratitlarnir eru einnig sjö á níu árum.
Meira
KEFLVÍKINGAR hafa ekki oft tapað með eins miklum mun í körfuknattleik og gegn Grindvíkingum á sunnudaginn. Þriðjudaginn 2. apríl 1991 tapaði lið þeirra þó með 37 stiga mun fyrir Njarðvík í fyrsta úrslitaleik liðanna, en leikinn var í Njarðvík. Heimamenn höfðu 39:37 yfir í leikhléi og sigruðu síðan 96:59.
Meira
Grindvíkingar jöfnuðu metin í einvíginu við Keflvíkinga um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik á sunnudaginn og heldur betur. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli gerðu Grindvíkingar sér lítið fyrir og burstuðu Keflvíkinga í Keflavík. Lokatölur urðu 54:86 eftir að heimamenn höfðu lagað stöðuna örlítið undir lok leiksins.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði annað mark sitt í hollensku deildarkeppninni á laugardaginn þegar hann innsiglaði sigur PSV á Willem II Tilburg. "Eftir að ég hafði sent boltann utan af kantinum og inn á miðjan vallarhelming þeirra fékk ég knöttinn aftur inn í teignum og lagði hann framhjá markverðinum," sagði Eiður Smári, en hann var nú í þriðja sinn í röð í byrjunarliði PSV.
Meira
Ég hef verið meiddur í ristinni síðan um áramót og ekki getað æft sem skyldi þess vegna. Ég versnaði um síðustu helgi og þegar ég kem heim eftir helgina fer ég í ítarlega rannsókn hjá læknum. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt," sagði Flemming Solberg 22 ára fimleikakappi frá Noregi, en árangur hans var langt frá því að vera eins góður og vonast hafði verið eftir.
Meira
Leikir aðfararnótt laugardags: Toronto - Orlando86:126 Atlanta - La Lakers89:102 Miami - Washington112:93 New York - New Jersey94:78 Philadelphia - Boston95:101 Dallas - San Antonio 104:119 Minnesota - Indiana93:91 Phoenix - Milwaukee108:85 Utah - Vancouver105:91 Sacramento -
Meira
Fyrsta opna golfmót ársins fór fram hjá Golfklúbbi Suðurnesja um helgina. Fyrirkomulagið var punktakeppni 7/8 forgjöf, mest 18. punktar 1. Guðmundur Ragnarsson39 2. Jens Kr. Guðmundsson38 3. Hannes Guðnason38 4. Halldór Kristjánsson38 5.
Meira
RÚNAR Alexandersson sigraði í æfingum á bogahesti og Elva Rut Jónsdóttir og Íslandsmeistarinn í fimleikum, Nína Björg Magnúsdóttir, unnu báðar silfurverðlaun á jafnvægisslá á Norðurlandameistaramótinu í fimleikum sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Nína Björg varð fjórða í fjölþraut á laugardeginum og vann sér rétt til keppni á öllum fjórum áhöldum á sunnudag.
Meira
SIGURÐUR Gylfason á Ski-Doo sleða var sigursælastur á fyrsta mótinu af þremur til Íslandsmeistara í vélsleðaakstri, sem fór fram í Bláfjöllum um helgina. Hann vann fimm gullverðlaun, en Norðlendingurinn Vilhelm Vilhelmsson á Polaris tvenn.
Meira
"VÖRNIN gekk mjög vel hjá okkur og við náðum að slá þær útaf laginu. Við tókum smá áhættu og skiptum um varnarleik, og það gekk allt upp. Við náðum 19 fyrstu stigunum og þær höfðu ekki skorað eftir rúmar tíu mínútur. Sóknin brást í seinasta leik en núna gekk hún upp. Stelpurnar tóku skynsamleg skot og hittu vel.
Meira
Leikmenn AC Milan heldur sínu striki á toppi ítölsku deildarinnar. Á sunnudaginn lögðu þeir Piacenza að velli, 2:1. Leikurinn markaði tímamót á ferli fyrirliða AC Milan, Franco Baresi. Hann lék þarna sinn 500. deildarleik með félaginu sem hann hefur verið hjá allan sinn feril. Það var lítill meistarabragur á leikmönnum Juventus er þeir mættu Parma.
Meira
VALSMENN eru komnir með aðra höndina á Íslandsbikarinn eftir öruggan sigur á KA 26:23 í öðrum leik liðanna í úrslitum um meistaratitilinn að Hlíðarenda á laugardaginn. Valsmenn þurfa aðeins einn sigur svo þeir geti fagnað meistaratitlinum fjórða árið í röð.
Meira
Guðmundur Hrafnkelsson, Val17/1 (9): 7(2) langskot, 4(3) eftirhraðaupphlaup, 3(3) eftir gegnumbrot, 1(1) af línu, 1 úr horni og 1vítakast. Guðmundur A. Jónsson, KA 16(7): 8(3) langskot, 4(1) eftir hraðaupphlaup, 3(2) úr horni og 1 af línu. Björn Björnsson, KA 2/2: 2 vítaköst.
Meira
ÞORBJÖRN Atli Sveinsson, Fram, hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum unglingalandsliðsins í knattspyrnu á alþjóðlegu móti á Ítalíu hann skoraði tvö mörk í gær gegn Tyrklandi, 4:1. Valur Fannar Gíslason, Fram, og Haukur Ingi Guðnason, Keflavík, skoruðu sitt hvort markið. Þorbjörn Atli skoraði gegn Sviss í fyrsta leiknum, sem Svisslendingar unnu 2:1.
Meira
"VÖRNIN var mjög góð fyrir framan mig og ég fann mig vel. Við vorum ákveðnir í að nýta okkur sigurinn á Akureyri til að ná yfirburðastöðu. Við ætlum okkur að klára dæmið í KA-húsinu á þriðjudaginn [í kvöld] svo við fáum gott páskafrí," sagði Guðmundur Hrafnkelsson markvörður Vals. Dagur Sigurðsson átti einn besta leik sinn á tímabilinu.
Meira
VALSMENN eru með vænlega stöðu í úrslitarimmunni gegn KA um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik, hafa sigrað í tveimur fyrstu leikjunum. Liðin mætast þriðja sinni í kvöld á Akureyri og sigri Valur verður liðið Íslandsmeistari fjórða árið í röð, en sigri KA þarf að minnsta kosti einn leik til viðbótar og verður hann að Hlíðarenda á fimmtudaginn.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun vegan frumvarps um veiðar smábáta til birtingar: "STJÓRN Útvegsmannafélags Norðurlands átelur stjórnvöld harðlega fyrir undanlátssemi við útgerðarmenn smábáta.
Meira
VIÐRÆÐUR hafa átt sér stað að undanförnu á milli stjórnenda sex sjávarútvegsfyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum um hugsanlega sameiningu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Um er að ræða Norðurtanga hf. á Ísafirði, Íshúsfélag Ísfirðinga hf., Rit hf. á Ísafirði, Togaraútgerð Ísafjarðar, Básafell hf. á Ísafirði og Kamb hf. á Flateyri.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.