Greinar miðvikudaginn 10. apríl 1996

Forsíða

10. apríl 1996 | Forsíða | 147 orð

Aukið neitunarvald

VALD forseta Bandaríkjanna var aukið verulega í gær er lög um rétt hans til að stöðva hluta lagasetningar um aukin útgjöld og loka skattasmugum fyrir afmarkaða hagsmunahópa voru staðfest með undirritun Bills Clintons forseta. Meira
10. apríl 1996 | Forsíða | 316 orð

Dúdajev tekur boði um friðarviðræður

TALSMENN rússneska hersins sögðu í gær að tekist hefði að ná bænum Vedeno, sem er öflugt fjallavígi uppreisnarmanna í Tsjetsjníju, úr höndum þeirra. Jafnframt var fullyrt að farið væri að fyrirmælum Borís Jeltsíns forseta frá því fyrir páska um að efna ekki til raunverulegra hernaðaraðgerða gegn uppreisnarmönnum. Meira
10. apríl 1996 | Forsíða | 242 orð

Hvetja lögreglumenn PLO til uppreisnar

HAMAS, samtök palestínskra strangtrúarmanna, hvöttu í gær lögreglu á sjálfsstjórnarsvæðum Frelsisfylkingar Palestínumanna (PLO) til að sniðganga fyrirmæli yfirmanna sinna um að bæla niður starfsemi samtakanna. Að tilstuðlan Ísraela hefur lögreglan handtekið hundruð meintra liðsmanna Hamas í kjölfar sprengjutilræða sem urðu 58 manns að bana í Ísrael í febrúar. Meira
10. apríl 1996 | Forsíða | 76 orð

Spenna á Kóreuskaga

NORÐUR-kóreski hermaðurinn fjær á myndinni stendur rétt við línuna, sem skilur kóresku ríkin, og horfist í augu við "landa" sinn, sem býr sunnan hennar. Síðustu daga hafa Norður-Kóreumenn verið með ýmsar ögranir, sent herflokka inn á hlutlausa beltið milli ríkjanna og lýst yfir, að styrjöld sé yfirvofandi milli þeirra. Meira
10. apríl 1996 | Forsíða | 147 orð

Þúsundir hermanna þjarma að Kúrdum

STJÓRNVÖLD í Tyrklandi sögðu í gær að þúsundir tyrkneskra hermanna væru að þrengja að um 300 kúrdískum skæruliðum sem þeir hafa umkringt í fjallaskarði í austurhluta landsins. 130 manns hafa fallið í bardögunum frá því þeir hófust á föstudagskvöld. Meira

Fréttir

10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 353 orð

10% afsláttur veittur af greiðsluhluta sjúklings

APÓTEK Keflavíkur hefur ákveðið að bjóða tímabundið 10% afslátt af hluta sjúklings í verði lyfseðilsskyldra lyfja. Benedikt Sigurðsson, apótekari, segir að með gildistöku nýrra lyfjalaga um miðjan síðasta mánuð falli niður afsláttur sem skylt var að veita Tryggingastofnun ríkisins og hann hafi ákveðið að láta viðskiptavini apóteksins njóta þess í lægra verði. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

117 milljónir í aukafjárveitingu

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um 117 milljóna króna aukafjárveitingu vegna sumarvinnu skólafólks sumarið 1996. Í bókun borgarráðsmanna Sjálfstæðisflokks er vakin athygli á að árið 1995 hafi 2.267 unglingar fengið sumarvinnu með samtals 513 milljóna króna framlagi. Í bókun Reykjavíkurlista er minnt á að á síðasta ári hafi þrjár aukafjárveitingar verið veittar. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 547 orð

24 bílar í árekstrum á stuttum tíma

LÖGREGLAN í Kópavogi og Reykjavík og björgunarsveitarmenn tóku höndum saman, þegar mikið óveður gerði ökumönnum lífið leitt í Svínahrauni ofan við Litlu kaffistofuna um hádegi á skírdag. Fjölmargir árekstrar urðu, oft lentu 3 eða 4 bílar saman og skemmdust alls 24 bílar á skammri stund. Lítil eða engin meiðsli urðu á fólki í þessum óhöppum. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

4 slösuðust í árekstri risanna

HARÐUR árekstur varð á mótum Flatahrauns og Álfaskeiðs í Hafnarfirði á skírdag, þegar strætisvagn og flutningabíll skullu saman. Ökumaður strætisvagnsins náði ekki að stöðva við biðskyldu, heldur rann vagninn áfram í hálkunni og í veg fyrir flutningabílinn. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

Afar snjólétt um allt land

ÁKAFLEGA snjólétt hefur verið um allt land í vetur. Á fjárlögum fyrir 1996 voru veittar 650 milljónir króna til snjómoksturs á þessu ári en aðeins hefur þurft að nota 175 milljónir kr. þrjá snjóþyngstu mánuði ársins. Meira
10. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 434 orð

Áberandi hvað dregið hefur úr spennu í Monróvíu

"ÞAÐ hefur verið mikil spenna hér í borginni en þó áberandi hvað mikið spennufall hefur orðið í dag. Það er mun fleira fólk á ferðinni en frá því á laugardag, minna er um skothvelli og það er léttara yfir öllu. Við erum að vona að þetta sé yfirstaðið," sagði Ingvar Ásgeirsson, starfsmaður Alþjóða Rauða krossins, í Monróvíu í Líberíu í samtali við Morgunblaðið. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 224 orð

Áheyrnaraðild samþykkt

RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær að þiggja boð um áheyrnaraðild að Schengen-vegabréfasamkomulagi Evrópusambandsríkja og að halda áfram viðræðum við Schengen-ríkin um gerð samstarfssamnings. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar stöðu könnunarviðræðna við Schengen-ríkin, Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 54 orð

Árekstur og ekið á mann

EKIÐ var á mann á Vesturlandsvegi, skammt frá Hvammsvík í Kjós, á páskadagskvöld. Tveir bílar lentu saman í hálku, en þegar ökumaður annars þeirra var að gæta að skemmdum kom þriðji bíllinn aðvífandi. Ökumaður hans náði ekki að stöðva og rann bíllinn á manninn. Hann var fluttur á slysadeild. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 226 orð

Boney M heldur tónleika hér

EIN þekktasta diskóhljómsveit allra tíma, Boney M, heldur tónleika á Hótel Íslandi 24. apríl n.k., síðasta vetrardag. Daginn eftir verða fjölskyldutónleikar í KA-íþróttahöllinni á Akureyri kl. 17 og einnig er möguleiki á að þriðju tónleikunum verði bætt við á Hótel Íslandi sama dag kl. 22. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 102 orð

Borgaraleg ferming í Ráðhúsi Reykjavíkur

ÁTTUNDA borgaralega fermingin fór fram sunnudaginn 31. mars í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tuttugu og sjö ungmenni og foreldrar þeirra tóku þátt í athöfninni. Fermingarbörnin fluttu ávörp, lásu ljóð og spiluðu á hljóðfæri. Illugi Jökulsson og Ingibjörg Hjartardóttir, rithöfundar, voru ræðumenn. Einar Jónsson lék á trompet og Hinrik Bjarnason lék á gítar. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

Borgarísjaki inn á Bolungarvík

BORGARÍSJAKA rak inn á Bolungarvík aðfaranótt annars í páskum. Ísjakinn varð landfastur á um 20 faðma dýpi 4­5 hundruð metra frá svokallaðri Ófæru og rétt innan við mílu frá hafnarmynninu. Borgarísjakinn stendur um 10 metra upp úr sjó og er 30­40 metra langur og um 20 metra breiður en eins og kunnugt er stendur einungis hluti hans upp úr sjó. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 203 orð

Byrjaði á símkerfinu

FYRSTI dagur Sólveigar Þorvaldsdóttur í starfi framkvæmdastjóra Almannavarna var í gær. "Mér líst bara mjög vel á þetta en það tekur mig auðvitað nokkurn tíma að komast inn í starfið. Ég þekki þessi mál náttúrlega frá sjónarhóli björgunarmannsins og vísindamannsins sem "stúderar" náttúruhamfarir og mun væntanlega njóta góðs af, Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 400 orð

Davíð Oddsson ekki í forsetaframboð

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra tilkynnti á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi að hann yrði ekki meðal frambjóðenda í forsetakosningum í sumar. "Ég hafði áður sagt að það væri harla ólíklegt að af því yrði en hafði áskilið mér rétt til að hugsa málið fram yfir páska og vildi ekki draga menn á svari umfram það sem ég hafði áður sagt. Meira
10. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 656 orð

Einsetumaður grunaður um Unabomber-tilræðin

BANDARÍSK yfirvöld segjast fullviss um að Theodore Kaczynski, 53 ára fyrrverandi aðstoðarprófessor í stærðfræði, sé launmorðinginn, svonefndur Unabomber, sem varð þremur mönnum að bana og særði 23 í 16 bréfsprengjutilræðum á 17 árum frá 1978. Kaczynski var handtekinn á miðvikudag í afskekktum kofa í Montana, þar sem hann bjó í tæp 25 ár. Meira
10. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 315 orð

Ekki endanlegar undanþágur frá EMU-aðild

ÞRÁTT fyrir að einstök ríki hafi fyrirvara varðandi aðild sína að myntbandalagi Evrópuríkja (EMU) telur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki koma til greina að veita endanlega undanþágu frá EMU-aðild. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 343 orð

Ekki gripið til aðgerða

ÍSLENSK stjórnvöld ákváðu fyrir páska að grípa ekki til aðgerða gegn rússneska togaranum Dimitríj Pokramovítsj sem staðinn var að ólöglegum veiðum 2,4 sjómílur innan íslensku efnahagslögsögunnar út af Reykjanesi. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 255 orð

Ekki útilokað að smituð sýni hafi sloppið í gegn

ÁKVEÐIÐ hefur verið að endurtaka mótefnamælingar gegn alnæmisveiru hjá á sjötta hundrað blóðgjöfum á Akureyri en komið hefur í ljós í öðrum löndum að sérstakt próf sem notað hefur verið til mótefnamælinga á rannsóknarstofu Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar frá í haust er ekki í öllum tilvikum áreiðanlegt. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 458 orð

Eldri kona gaf Árnastofnun skinnhandrit

ÁRNASTOFNUN eignaðist fyrir nokkrum dögum skinnhandrit, sem talið er að hafi verið skrifað um aldamótin 1400. Handritið hefur verið í eigu konu í Reykjavík í nokkra áratugi, en hún fann það í gömlu dóti sem til stóð að henda. Handritið er úr gömlum saltara, þ.e. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Eldur í íbúð og bílskúr

ELDUR kom upp í bílskúr húss við Bjarnastaðavör í Bessastaðahreppi um kl. 20.40 á mánudagskvöld. Talsverðar skemmdir urðu á bílskúrnum. Þá komst bæði reykur og vatn í íbúðarhúsið. Eldur kom einnig upp í íbúð á annarri hæð fjölbýlishúss við Suðurvang í Hafnarfirði föstudaginn langa. Þar hafði kviknað í gluggatjöldum og skáp út frá logandi kerti. Engan sakaði í þessum brunum. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fannst látinn

HJALTI Guðjónsson, sem leitað hafði verið að frá því á þriðjudag í síðustu viku, fannst látinn í Reykjavíkurhöfn síðdegis á föstudaginn langa. Lögreglan í Reykjavík lýsti eftir Hjalta á þriðjudag, en hann hafði síðast sést í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Tugir björgunarsveitarmanna leituðu hans á opnum svæðum innan borgarmarkanna og kafarar leituðu í Reykjavíkurhöfn. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Fegurðarsamkeppni á Stöð 3

ÍSLENSKA sjónvarpið hf., Stöð 3, og Ólafur Laufdal hafa gengið frá samningi um einkarétt Stöðvar 3 á beinni sjónvarpsútsendingu frá úrslitakvöldi Fegurðarsamkeppni Íslands 1996, föstudagskvöldið 24. maí nk. á Hótel Íslandi. Ráðgert er að útsending verði um 90 mínútna löng og hefjist um kl. 22.30. Meira
10. apríl 1996 | Landsbyggðin | 331 orð

Fékk hugmyndina þegar ég var að veiða

Selfossi-"Ég fékk hugmyndina að peysunni þegar ég var að veiða. Þess vegna ná ermarnar fram á fingurna og það er gat fyrir þumalinn. Ég hafði hana svona því ég er sjálf handköld. Meira
10. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 343 orð

Finna flak í Síberíu FLAK flutningavélar er

Finna flak í Síberíu FLAK flutningavélar er fórst sl. föstudag skömmu fyrir lendingu í Petropavlosk-Kamsjatskí á Kamtsjaka-skaga í Síberíu fannst á mánudag í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá borginni, neðarlega í hlíðum eldfjallsins Vachazhech. Tuttugu og einn voru um borð í vélinni og fórust allir. Meira
10. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 163 orð

Finna stóra fjöldagröf

RÁÐAMENN Bosníu-Serba sögðu á mánudag að tugir manna hefðu verið grafnir upp úr fjöldagröf á landsvæði, sem áður var á valdi Bosníu-Króata, og benti allt til þess að þeir hefðu verið sviptir lífi með grimmilegum hætti. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 215 orð

Flóa- og Skeiðamenn buðu lægst

RÆKTUNARSAMBAND Flóa og Skeiða hf. átti langlægsta tilboð í hækkun Blöndustíflu. Sjö tilboð bárust í verkið og voru þau öll undir kostnaðaráætlun en tilboð Ræktunarsambandsins hljóðaði upp á rúmlega 81 millj. kr. sem er um 51% af 159 millj. kr. kostnaðaráætlun Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., ráðgjafa Landsvirkjunar. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 432 orð

Fólk selflutt um bæinn á snjóbíl

ÞAÐ reyndi hressilega á björgunarsveitarmenn á Selfossi þegar óveðrið gekk yfir á skírdag og föstudaginn langa og allar götur á Selfossi urðu ófærar. Veðrið var með því allra versta sem gert hefur þar um slóðir í mörg ár, að því er lögreglan segir. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 758 orð

Framfarir en betur má ef duga skal

GUÐJÓN Ingi Sigurðsson er formaður björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði, en sveitinni hefur verið falið að sjá um framkvæmdahlið öryggisátaks sem nú stendur yfir á vegum Slysavarnafélagsins. Í átakinu er hugað að öryggismálum sjómanna og umgengni almennings við hafnir landsins. Átakið ber yfirskriftina "Komum heil af hafi". Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 183 orð

Frumvarpið ekki dregið til baka

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA og þingmenn Austurlandskjördæmis höfnuðu kröfu útvegsmanna um að draga til baka frumvarp um stjórnun veiða smábáta. Voru málin rædd á fjölmennum fundi á Reyðarfirði í gær. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði að samkomulagið við smábátasjómenn færði þeim enga viðbót, heldur aðeins sama hlut í væntanlegri aukningu þorskkvótans og þeir hefðu nú. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fuglaskoðun og gönguferð

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í gönguferð miðvikudagskvöldið 10. apríl kl. 20 frá Hafnarhúsinu út í Örfirisey og síðan í ljósaskiptunum um Vesturbæinn. Á leiðinni mun Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur kynna þær fuglategundir sem fyrir augu ber. Komið verður til baka að Hafnarhúsinu um kl. 21.30. Allir velkomnir. Meira
10. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 240 orð

Fullviss um að það var kveikt í jakkanum

"ÉG ER þess fullviss að það var kveikt í jakkanum," sagði Erna Melsted, starfsmaður Securitas á Akureyri, sem varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu á skemmtistaðnum Oddvitanum aðfaranótt laugardags. Litlu munaði að illa færi er eldur komst í bakstykkið á ullarjakka hennar, þar sem hún stóð ásamt manni sínum og var að spjalla við nokkra gesti staðarins. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 174 orð

Fundur á vegum málfræðifélagsins

VIVIAN Lin heldur fyrirlestur á vegum Íslenska málfræðifélagsins í Skólabæ, Suðurgötu 26, fimmtudaginn 11. apríl nk. kl. 20.30. Erindi hennar nefnist "Morpho-phonology in Government Phonology: A look at rendaku in Japanese compounds" sem kannski mætti útleggjast (þó ekki orðrétt): Samspil orðmyndunar og hljóðkerfisfræði í fræðilegu ljósi; röddun í samsettum orðum í japönsku, Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 193 orð

Fyrirlestur og ráðgjöf í ayurveda

ÍRSKI læknirinn Donn Brennan, sem sérhæfður er í náttúrulækningahefðinni ayurveda, ævafornri heilsufræði Indverja, heldur kynningarfyrirlestur um fræðin á vegum Íslenska íhugunarfélagsins föstudaginn 12. apríl. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20 og er haldinn í húsnæði íhugunarfélagsins við Suðurlandsbraut 48 (fyrir ofan Tékkkristal) og þar er einnig hægt að skrá sig í einkatíma. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fyrirlestur um missi ástvina

FYRIRLESTUR verður fluttur fimmtudaginn 11. apríl kl. 20 á vegum Nýrrar dögunar í Gerðubergi. Fyrirlesturinn fjallar um missi fleiri en eins ástvinar. Lárus Blöndal sálfræðingur flytur fyrirlesturinn en auk hans munu tveir félagar úr Nýrri dögun segja frá reynslu sinni. Annar frá missi barns og maka en hinn frá missi tveggja barna. Næsta opna hús verður fimmtudaginn 18. apríl kl. Meira
10. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Goðmögnun Stephans G.

GOÐMÖGNUN Stephans G. er heiti fyrirlesturs Haraldar Bessasonar sem hann flytur í Deiglunni annað kvöld, fimmtudagskvöldið 11. apríl kl. 20.30. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri. Í október síðastliðnum var haldin fjölmenn ráðstefna um Klettafjallaskáldið á heimaslóðum þess í Markerville í Albertafylki í Kanada. Meira
10. apríl 1996 | Landsbyggðin | 146 orð

Halla Svansdóttir fegurðardrottning Vesturlands 1996

Ólafsvík-Fegurðarsamkeppni Vesturlands var haldin í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík 3. apríl sl. en alls tóku 13 stúlkur þátt í keppninni. Fegurðardrottning Vesturlands varð Halla Sveinsdóttir, 19 ára, frá Akranesi, en hún hlaut einnig titilinn vinsælasta stúlkan. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Helgarskákmót í Taflfélagi Reykjavíkur

TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmóti um næstu helgi 12.­14. apríl og er teflt í félagsheimilinu að Faxafeni 12. Keppnisfyrirkomulag er þannig að tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrstu þrjár umferðirnar verða með 30 mín. umhugsunartíma en fjórar síðustu með 1klst. á 30 leiki og síðan 30 mín. til viðbótar til að ljúka skákinni. Meira
10. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 281 orð

Hert á viðbúnaði í Suður-Kóreu

YFIRMAÐUR hersins í Suður- Kóreu skipaði í gær svo fyrir, að færu norður-kóreskir hermenn yfir landamærin skyldi brugðist til varnar eins og um styrjöld væri að ræða. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sagt upp vopnahléssamningnum milli ríkjanna og sent nokkrum sinnum hermenn inn á hlutlausa beltið, sem þau segjast ekki virða lengur. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 46 orð

Hlaðnir verðlaunum

UNGLINGALANDSLIÐIÐ í knattspyrnu kom til landsins í gærkvöldi eftir að hafa sigrað á móti 16 landsliða á Ítalíu. Á myndinni eru hlaðnir verðlaunum þeir Þorbjörn Atli Sveinsson, markakóngur, Valur Fannar Gíslason, fyrirliði, og Ólafur Gunnarsson, sem valinn var besti leikmaður mótsins. Piltarnir/B12 Meira
10. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Hlutavelta í Hrísey

ÞESSIR fjórir krakkar í Hrísey efndu til hlutaveltu á dögunum, þau gengu í hús og báðu fólk að gefa sér vinninga. Alls söfnuðu þau 900 krónum sem fara til styrktar A.B.C. hjálparstarfinu. Frá vinstri eru Andrés Óskarsson, 6 ára, Narfi Freyr Narfason, 7 ára, Mikael Andri Magnússon, 5 ára, og Ninja Rut Þorgeirsdóttir, 5 ára. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 316 orð

Hnúfubakur í þorskanet

TVEIR bátsverjar á sex tonna plastbáti frá Akureyri, Sveini EA, komust í hann krappan er þeir voru nærri hálfnaðir að draga netatrossu á ellefta tímanum á þriðjudag fyrir páska. Í fyrstu héldu þeir að hrefna hefði flækst í netinu, en þegar betur var að gáð kom í ljós að hér var á ferðinni 10-12 metra langur hnúfubakur, sem verið getur um fimmtán tonn á þyngd, Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 548 orð

Hver af öðrum kom skríðandi út heill á húfi

"ÞAÐ var með ólíkindum að enginn skyldi slasast alvarlega, því þak rútunnar kýldist niður og við köstuðumst þrjú út úr henni. Fólkið hafði það líka á orði, að Guð hefði greinilega litið til með okkur á þessum degi," sagði Friðrik Þorvaldsson, kennari á Eskifirði. Hann var í níu manna hópi, sem slapp með skrámur þegar rúta valt í svokölluðum Blóðbrekkum ofan við Neskaupsstað á skírdag. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 315 orð

Íslandsvinurinn frá Georgíu er látinn

GRIGOL Matsjavariani, Íslandsvinurinn frá Georgíu, er látinn 33 ára að aldri. Hann lenti í bílslysi í Tbílísí höfuðborg Georgíu 21. mars sl. og lést af sárum sínum 1. apríl. Grigol lærði íslensku af lestri íslenskra bóka. Hann kom hingað til lands árið 1992 og dvaldi hér í nokkra mánuði. Eftirlifandi kona Grigols er Irma Odevoladze. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 154 orð

Íslenskir sigrar

ÍSLENSKIR dansarar hafa unnið sigra í tveimur flokkum í Danskeppninni í Blackpool, óopinberri heimsmeistarakeppni barna og unglinga í samkvæmisdönsum. Í gærkvöldi lentu íslenskir dansarar í 1., 2. og 4. sæti í sömbu í flokki 12 ára og eldri. Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir sigruðu í flokki 11 ára og yngri í cha-cha-cha á mánudag. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Jörð skalf í Þrengslum

ÞRÍR jarðskjálftar urðu syðst á Hengilssvæðinu við Þrengslaveginn nálægt Krossfjalli að morgni skírdags og mældust þeir á bilinu 3,3 til 3,5 á Richter-kvarða. Talið er að þessari hrinu sé lokið í bili. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 508 orð

"Kennir manni að sýna ávallt fyllstu varkárni"

LÍTIÐ snjóflóð féll úr gilinu svonefnda, innan við skíðasvæði Ísafirðinga í Seljalandsdal á laugardag og hreif með sér einn skíðamann sem þar var á ferð. Skíðamaðurinn, Tryggvi Guðmundsson lögmaður á Ísafirði, fór með flóðinu um 200 metra niður fjallshlíðina en varð ekki meint af. Meira
10. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

Klakkur kveður Hermann

ÞORSTEINN Pétursson foringi skátafélagsins Klakks á Akureyri færði Hermanni Sigtryggssyni sem lét af störfum sem íþrótta- og tómstundafulltrúi um síðustu mánaðamóti peysu skátafélagsins. "Hermann hefur ávallt stutt vel við skátastarfið á Akureyri þannig að okkur þótti við hæfi að færa honum peysu félagsins að gjöf," sagði Þorsteinn. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 216 orð

Leiðbeinendanámskeið um slysavarnir barna

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélag Íslands stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði um slysavarnir barna í Hafnarfirði laugardaginn 13. apríl. Námskeiðið hefst kl. 9 og stendur til kl. 17 og verður haldið í Slysavarnahúsinu á Hjallahrauni 9, Hafnarfirði. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Lífsvog ræðir réttindi sjúklinga

AÐALFUNDUR Samtakanna Lífsvog verður haldinn 17. apríl nk. í sal Kvennadeildar Slysavarnarfélagsins Sigtúni 9 og hefst kl. 20 með venjulegum aðalfundarstörfum og kosningu stjórnar. Um kl. 20.30 er fyrirhugað að kynna og ræða um framkomið frumvarp um réttindi sjúklinga og munu samtökin bjóða þingmönnum að taka þátt í þeirri umræðu. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 48 orð

Maríhúana í bíl

LÖGREGLAN í Kópavogi lagði hald á 10 grömm af maríhúana, þegar bíll var stöðvaður í almennu eftirliti á páskadag. Bíll með þremur mönnum var stöðvaður og fannst efnið bæði á þeim og í bílnum. Tveir þeirra voru í vörslu lögreglu fram á annan dag páska. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 263 orð

Mesta Skeiðarárhlaupi í 20 ár lokið

SKEIÐARÁRHLAUP náði hámarki laugardaginn fyrir páska. Þá mældist rennsli árinnar nálægt 2.800 rúmmetrum á sekúndu, sem er það mesta sem mælst hefur síðan árið 1976, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings hjá Orkustofnun. Dauð seiði Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Morgunblaðið/Björn Blöndal

Morgunblaðið/Björn Blöndal Með Tristar-breiðþotu til Mallorca TRISTAR-breiðþota Atlanta, sem í sumar mun sinna flugi fyrir Samvinnuferðir-Landsýn til Spánar, fór fyrir páska í fyrstu ferð sína til Mallorca. Vélin verður í daglegu flugi til og frá Íslandi í allt sumar því hún verður einnig notuð til flugs til Þýskalands. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Námskeið um Matteusarguðspjall

BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg gengst fyrir námskeiði um Matteusarguðspjall mánudaginn 15. og 22. apríl kl. 18­22. Á námskeiðinu verður Matteusarguðspjall sérstaklega kynnt, höfundur, uppbygging og helstu einkenni. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Nýtt útlit mjólkurumbúða

UNNIÐ er að því að samræma útlit mjólkurumbúða um allt land. Undirbúningsvinna hófst í desember síðastliðnum. Leitað var til valinna aðila um að skila tillögum að skreytingum á mjólkurumbúðir sem væntanlega verða notaðar hjá hinum ýmsu mjólkurbúum á landinu. Meira
10. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Oddeyri hf. kaupir Albert GK

ODDEYRI hf. dótturfyrirtæki Samherja hf. á Akureyri hefur keypt nótaskipið Albert GK úr Grindavík. Oddeyri hf. seldi nýlega togarann Oddeyrina EA til Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi. Albert GK fylgir loðnu-, síldar- og rækjukvóti. Á síðustu vertíð var Albert með um 20.000 tonna loðnukvóta, 2.700 tonna síldarkvóta og um 70 tonna rækjukvóta. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 1135 orð

Óhöpp í vonskuveðri og afbrot að vanda

Á SKÍRDAG gerði vonskuveður með snjókomu og fjúki. Margir, sem höfðu ákveðið að nota helgina til ferðalaga, létu þó veðrið ekki stöðva sig, héldu af stað, en komust skammt. Ófært varð um Suðurlandsveg og vestur, en fært um Reykjanes. Fjölmörg umferðaróhöpp urðu á þessum leiðum sem og annars staðar á starfssvæðinu. Sum ökutækjanna voru alls ekki útbúin til vetraraksturs. Meira
10. apríl 1996 | Miðopna | 1604 orð

Ráðherra og trillukarlar verjast Skoðanir um frumvarp um stjórn á veiðum smábáta voru skiptar milli útvegsmanna og trillukarla á

Fundur austfirskra útvegsmanna um smábátafrumvarpið Ráðherra og trillukarlar verjast Skoðanir um frumvarp um stjórn á veiðum smábáta voru skiptar milli útvegsmanna og trillukarla á fjölmennum fundi Útvegsmannafélags Austfjarða með sjávarútvegsráðherra og þingmönnum kjördæmisins í Félagslundi á Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 258 orð

Sat með kransakökuna í fanginu í átta tíma

VÍÐA UM Suðurland fóru fermingar úr skorðum vegna óveðursins á skírdag og var jafnvel sums staðar frestað, t.d. í Skálholti. Í Oddakirkju á Rangárvöllum var fermt bæði fyrir og eftir hádegi á skírdag og lentu fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra í miklum hremmingum þar sem heilu ættirnar sátu ýmist fastar í sköflum uppá heiði eða veðurtepptar hér og þar. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Setið um söngvara

LÖGREGLAN var kölluð að Hótel Sögu aðfaranótt sunnudags, en þar var ónæði af unglingsstúlkum, sem freistuðu þess að hitta heimsþekktan poppara. Damon Albarn, söngvari bresku hljómsveitarinnar Blur, hefur dvalið á Hótel Sögu síðustu daga, en fréttir af dvöl hans breiddust hratt út meðal aðdáenda. Lögreglan vísaði unglingsstúlkunum frá og fóru þær til síns heima. Meira
10. apríl 1996 | Landsbyggðin | 210 orð

Skipslíkön sýnd í Sandgerði

Sandgerði-Á Fræðasetrinu í Sandgerði stendur nú yfir sýning á skipslíkönum. Níu áhugamenn um módelsmíði sýna þar verk sín og kennir þar margra grasa. Sumir þeirra hafa smíðað skipin alveg frá grunni og hafa þá ýmist notað raunveruleg skip sem fyrirmyndir eða látið hugarflugið ráða, aðrir hafa sett saman pakkamódel sem einnig er gífuleg þolinmæðisvinna. Meira
10. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 183 orð

Smíðar tromlur til söfnunar á rækjuhrati

VÉLA- og stálsmiðjan hefur smíðað sex tromlur til söfnunar á rækjuhrati og hefur sjötta tromlan verið afhent Fiskimjölsverksmiðjunni á Hvammstanga. Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri Krossaness hf., fékk fyrirtækið til að smíða fyrstu tromlurnar, sem settar voru upp hjá Söltunarfélagi Dalvíkur hf., Strýtu hf. og Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Meira
10. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 358 orð

Staða Clintons styrkist

FORSKOT Bills Clintons Bandaríkjaforseta á Bob Dole, frambjóðanda Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember, eykst samkvæmt skoðanakönnun Harris-stofnunarinnar. Samkvæmt nýjustu Harris-könnuninni nýtur Clinton 58% stuðnings fólks á kosningaaldri en Dole 39%. Þegar aðeins er tekið tillit til svara þeirra sem skráð hafa sig á kjörskrá er fylgi Clintons 56% en fylgi Dole 40%. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 173 orð

SVEINN BJÖRNSSON

SVEINN Björnsson stórkaupmaður lést að morgni páskadags 78 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 9. júlí 1917, sonur hjónanna Ólafíu Bjarnadóttur og Björns Sveinssonar kaupmanns og síðar bókara. Eftir próf frá Verslunarskóla Íslands árið 1936 vann Sveinn við skrifstofustörf, m.a. hjá Alliance í Reykjavík, þar til hann stofnaði heildverslunina Sveinn Björnsson & Co. Meira
10. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 434 orð

Sýndi hvers bjartsýnin var megnug

RONALD H. Brown, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, sem fórst í flugslysi í Króatíu 3. apríl, verður jarðsunginn í Arlington-kirkjugarðinum hjá Washington í dag. Vélin var í aðflugi til Dubrovnik þegar þegar hún fórst með öllum um borð. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 219 orð

Tekjur HÍ aukast

TEKJUR Háskóla Íslands aukast nokkuð vegna fjölgunar þeirra sem sagt hafa sig úr þjóðkirkjunni á seinustu mánuðum. Háskólinn fær í sinn hlut sóknargjöld þeirra sem skrá sig utan trúfélaga. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar voru fleiri skráðir úr þjóðkirkjunni á fyrsta fjórðungi ársins en allt seinasta ár. Meira
10. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 240 orð

Toppdagar vetrarins

UM EITT þúsund manns voru á skíðum í Hlíðarfjalli við Akureyri þegar mest var á föstudaginn langa og svo aftur svipaður fjöldi á laugardag fyrir páska. "Þetta voru toppdagarnir í vetur, en þessir dagar er þó aðeins hálfdrættingar á við aðsóknina í fyrra og árið þar á undan," sagði Ívar Sigmundsson, forstöðumaður Skíðastaða. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Tugir eftirlitsmanna fara á Flæmska hattinn

NÚ ÞEGAR eru 23 íslensk skip á leið til rækjuveiða á Flæmska hattinum eða hafa þegar hafið þar veiðar. Eftirlitsmenn á vegum Fiskistofu eru um borð í öllum skipunum og hefur gengið vel að ráða eftirlitsmenn til starfa að sögn Guðmundar Karlssonar, forstöðumanns veiðaeftirlits Fiskistofu. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 391 orð

Tuttugu ára samfellt átak gegn reykingum

AÐALFUNDUR Krabbameinsfélags Reykjavíkur var haldinn 25. mars. Þess var minnst á fundinum að 20 ár eru í vetur liðin frá því að félagið hóf mikið átak gegn reykingum í samvinnu við grunnskóla landsins. Þetta átak hefur staðið óslitið síðan og verið allt þetta tímabil veigamesta verkefni félagsins í fræðslu og forvörnum. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 194 orð

Tvístefna SVR á Hverfisgötu

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu umferðardeildar um að verða við ósk stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur um að akstur vestur Hverfisgötu verði eingöngu leyfður strætisvögnunum til reynslu í eitt ár. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 162 orð

Varaforseti kínverska þingsins í heimsókn

TIAN Jiyun, fyrsti varaforseti kínverska þingsins, kom hingað til lands í opinbera heimsókn ásamt föruneyti í gærdag. Það er Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, sem býður varaforsetanum og er það gert til að endurgjalda heimsókn sendinefndar Alþingis til Kína í janúar 1995, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 345 orð

Var farin að gleypa sjó

ÞRJÚ ungmenni frá Hornafirði, Sigrún Björnsdóttir 16 ára, Björn Brynjólfson 17 ára, og Pálmi Sigurðssson 17 ára, sluppu ómeidd, þegar bíll, sem þau voru í, hafnaði á hvolfi í höfninni á Hornafirði. Rétt fyrir miðnætti á páskadagskvöld lenti bíll ungmennanna á hvolfi í höfninni við svokallaða bræðslubryggju í Óslandi. Meira
10. apríl 1996 | Miðopna | 775 orð

Varnarstöðin mikilvæg til langs tíma litið

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og Walter B. Slocombe, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undirrituðu í gærmorgun með formlegum hætti bókun við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Meira
10. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Þing Íþróttabandalags Akureyrar í Höllinni

ÁRSÞING Íþróttabandalags Akureyrar, hið 51. í röðinni, fer fram í Íþróttahöllinni fimmtudaginn 11. apríl. Um 60 fulltrúar frá öllum aðildarfélögum ÍBA sitja þingið. Þröstur Guðjónsson, sem setið hefur sem formaður ÍBA sl. tvö ár gefur kost á sér til endurkjörs. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Þjónustubíll

NÝJA sendibílastöðin hf. hefur tekið í sína þjónustu nýja stærð af bifreið sem fengið hefur heitið þjónustubíll til aðgreiningar frá greiðabílum og eru fleiri bílar væntanlegir. Í fréttatilkynningu segir m.a. að þessum bílum sé ætlað það hlutverk að vera í samkeppni við leigubíla með bréfa- og smápakkaflutninga ásamt útkeyrslu á gjöfum, blómaskreytingum o.fl. Meira
10. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 273 orð

Æfingasvæði varnarliðsflugvéla stækkað

ÆFINGASVÆÐI orrustuþotna varnarliðsins á miðhálendinu hefur verið stækkað og er það liður í viðleitni íslenzkra stjórnvalda til að bæta aðstöðu flugsveitarinnar á Keflavíkurflugvelli til æfinga, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Æfingar fara einungis fram á virkum dögum yfir vetrarmánuðina. Meira

Ritstjórnargreinar

10. apríl 1996 | Leiðarar | 662 orð

leiðari EFTIRLAUN OG ATVINNULEYSI PPLÝST hefur verið, að po

leiðari EFTIRLAUN OG ATVINNULEYSI PPLÝST hefur verið, að pottur er alvarlega brotinn í því atvinnuleysistryggingakerfi, sem við búum við. Fullyrt hefur verið, m.a. af formanni stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, að stórir hópar fólks, sem ekki ætti að eiga rétt á bótum, fái greiðslur úr sjóðnum. Meira
10. apríl 1996 | Staksteinar | 305 orð

»Nýtt járntjald? TÍMINN, leiðari 2. apríl sl.: "Rússar leggjast gegn fullri

TÍMINN, leiðari 2. apríl sl.: "Rússar leggjast gegn fullri aðild nágrannaþjóðanna að NATO, og telja það ógnun við sig að ný lína verði dregin austar í Evrópu... Þessi lína má ekki undir neinum kringumstæðum verða nýtt járntjald." Hlutur Íslands Meira

Menning

10. apríl 1996 | Menningarlíf | 86 orð

Að finna sér stað

1.BIDDU maka þinn eða vin að lána þér bók sem hann eða hún er að lesa. 2.Taktu bókamerkið og flyttu það á annan stað í bókinni. Ef ekki er bókamerki í bókinni skaltu setja inn í hana þitt eigið bókamerki. 3.Láttu bókina í bókahillu og hafðu hana þar í tíu ár. 4.Skilaðu bókinni til makans eða vinarins. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Af kænum konum og vondum vísindamönnum

NÝ BÓK eftir danskan rithöfund, sem áður hefur skrifað bók er selst hefur í 2,3 milljónum eintaka víða um heim er fréttamatur heima og heiman. Peter Høeg höfundur bókarinnar um Smillu, Lesið í snjóinn sendi síðast frá sér bókina De måske egnede, en hún fjallar um dvöl stráksins Peter í drungalegum og ströngum skóla. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 130 orð

Allur Solstad

DAG Solstad er nú allur fáanlegur á geisladiski. 24 bækur, samtals 5000 blaðsíður, rúmast á lítilli CD-Rom plötu. Dag Solstad sem er einn kunnasti rithöfundur Norðmanna fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1989 fyrir bók sína Skáldsaga 1987. Geisladiskurinn er gefinn út undir heitinu En dannet mann fra Norge. Samlede verker 1965-1995. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 80 orð

Aukasýning á Sápunni

FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 29. mars var auglýst síðasta sýning á þriðju Sápu Kaffileikhússins. Örtröð myndaðist við dyrnar og þurftu margir frá að hverfa. "Vegna þessarar miklu aðsóknar hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningum á Sápunni og verður sú fyrsta laugardaginn 13. apríl kl. 23.30. Húsið er opnað kl. 22. Meira
10. apríl 1996 | Tónlist | 619 orð

Á gömlum grunni

2 apríl. Stjórnandi Pavel Smid. MARGAR sögulegar stundirnar mun Fríkirkjan í Reykjavík hafa hýst. Undirritaður kann því miður ekki að rekja þá sögu, hefur þó heyrt um orgeltónleika Páls Ísólfssonar á ennverandi orgel kirkjunnar, hljóðfæri sem Páll sjálfur valdi kirkjunni á sínum tíma til að kynna, fyrstur orgelleikara á Íslandi, Meira
10. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 59 orð

Á hnjánum

LEIKRITIÐ "Standing On My Knees" eftir John Olive var flutt í Loftkastalanum fyrir skömmu. Að sýningunni stóð The Noname Theathre frá New York, en einn leikaranna var Bjarni Haukur Þórsson. Með önnur aðalhlutverk fóru Ellora Patnaik, Debra Whitfield og Margaret O'Sullivan. Leikstjóri var Tracy Trevett. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 63 orð

Blásið á Akranesi

NÚ ER að ljúka fertugasta starfsári Tónlistarfélags Akraness og af því tilefni verða síðustu áskriftartónleikar félagsins haldnir miðvikudaginn 10. apríl nk. í safnaðarheimilinu Vinaminni og hefjast þeir kl. 20.30. Á tónleikunum koma fram Blásarakvintett Reykjavíkur og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. Efnisskrá: Fornir ungverskir dansar, Ferens Farkas. Píanókvintett, W.A. Mozart. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 259 orð

Bókaklúbbur breytir um stefnu

MIKLAR breytingar hafa átt sér stað í stærsta bókaklúbbi Bandaríkjanna, Book-of-the-Month Club, undanfarið og segja gagnrýnendur að áhersla á bókmenntir hafi vikið fyrir gróðasjónarmiðinu og markaðsfræðingunum. Sú var tíðin að sérstök nefnd á vegum klúbbsins kom saman til að skera úr um það hvort Ernest Hemingway, J.D. Meira
10. apríl 1996 | Myndlist | 365 orð

Daufir sveipir

Kristbergur Ó. Pétursson. Opið alla daga til 14. apríl. Aðgangur ókeypis ÍSLENDINGAR hafa löngum notið góðs af því mikla samstarfi, sem á sér stað milli Norðurlandanna í menningarmálum. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 536 orð

Draugaleg gamanmynd

DÓMUR eftir Stephen Holden um kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Á köldum klaka sem birtist í New York Times 5. apríl er lofsamlegur. Hann er birtur hér á eftir: "Ef þú ert ekki í þykkum vetrarfrakka á hinni frábæru, en draugalegu gamanmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka, taktu að minnsta kosti með þér hlýjan trefil. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 88 orð

Dröfn sýnir í Listhúsi 39

NÚ stendur yfir sýning Drafnar Guðmundsdóttur í Listhúsi 39 í Hafnarfirði. Þetta er önnur einkasýning Drafnar, en áður sýndi hún í Stöðlakoti 1994. Hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 122 orð

Einsöngvarapróf í Norræna húsinu

TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Norræna húsinu á morgun fimmtudag kl. 20.30. Tónleikarnir eru síðari hluti einsöngvaraprófs Margrétar Sigurlaugar Stefánsdóttur sóprans frá skólanum. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 149 orð

Exem og tónlistarkonan Ósk

TÓNLEIKAR verða í Rósenbergkjallaranum fimmtudaginn 11. apríl. Fram koma hljómsveitirnar Exem, Ósk og GG. Gunn. Trúbadorinn GG. Gunn hefur numið á Indlandi og í Kaliforníu og gaf síðast út hljómdiskinn "Letter to Lasha". Tónlistarkonan Ósk er húsmóðir í Breiðholtinu og mun hún leika og syngja eigin tónsmíðar auk laga eftir GG. Gunn. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 281 orð

Fimmtíu ára afmæli fyrstu íslensku djasstónleikanna

ÞANN 11. apríl næstkomandi eru fimmtíu ár síðan fyrstu íslensku djasstónleikarnir voru haldnir í tónleikahúsi Gamla bíói. Það var píanistinn Jóhannes G.V. Þorsteinsson, sem stóð fyrir þeim tónleikum, en hann er betur þekktur undir nafninu Jonni í Hamborg. Jonni dó aðeins þremur mánuðum seinna ­ 22ja ára gamall. Með honum spiluðu Baldur Kristjánsson, Björn R. Meira
10. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 78 orð

Fögnuður hjá MK- ingum

ÁRSHÁTÍÐ Menntaskólans í Kópavogi var haldin í Borgarkjallaranum á fimmtudagskvöld. SSSól spilaði fyrir villtan fjöldann sem ætlaði aldrei að hætta að dansa. Ljósmyndari Morgunblaðsins brá sér í kuldaúlpuna og náði nokkrum myndum. Morgunblaðið/Hilmar Þór HALLDÓRA og Ásta, vinkonurnar góðu, skemmtu sér vel. Meira
10. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 84 orð

Gere gerir það gott

EFTIR að hafa verið á toppnum í fjórar vikur varð Fuglabúrið loks að láta undan um síðustu helgi. Myndin "Primal Fear" með Richard Gere náði toppsætinu og í öðru sæti lenti myndin "A Thin Line Between Love and Hate", en gamanleikarinn Martin Lawrence leikur aðalhlutverk hennar og leikstýrir. Meira
10. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 39 orð

Greer Garson látin

LEIKKONAN Greer Garson, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni "Mrs. Miniver" árið 1942, er látin. Hún lést sl. laugardag, 92 ára að aldri. Hér sést hún ásamt meðleikara sínum í myndinni, Walter Pidgeon. Meira
10. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 60 orð

Hátíð hjá Víkingum

UPPSKERUHÁTÍÐ borðtennisdeildar Víkings var haldin á LA Café eftir Íslandsmeistaramótið í borðtennis sunnudaginn 24. mars. Veislustjóri var Bergur Konráðsson og ræðumaður kvöldsins Ellert B. Schram forseti ÍSÍ. Íslandsmeistarar Víkings í borðtennis voru heiðraðir, en Guðmundur E. Stephensen og Lilja Rós Hannesdóttir voru kosin borðtennisfólk Víkings 1996. Meira
10. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 105 orð

Herra Hafnarfjörður valinn KEPPNIN um titilinn Herra Hafnarfjörður fór fram í Hafnarfirði (hvar annars staðar) fyrir skemmstu.

KEPPNIN um titilinn Herra Hafnarfjörður fór fram í Hafnarfirði (hvar annars staðar) fyrir skemmstu. Atli Þór Alfreðsson hrósaði sigri og var kjörinn fegurðarkóngur Hafnarfjarðar 1996. Kynnir var Rósa Ingólfsdóttir og kitlaði hún hláturtaugar viðstaddra. Meira
10. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 164 orð

Lagfæringar á húsi SVFÍ

HÚS Slysavarnafélags Íslands var vígt árið 1960 og hefur staðist tímans tönn síðan. Ekki hafa neinar meiriháttar endurbætur né lagfæringar átt sér stað síðan húsið var vígt. Fyrir rúmu ári kviknaði í gamla bátaskýlinu en ekki varð af mikið tjón, en sökum brunans var ákveðið að ráðast í endurbætur á bátaskýlinu og var því breytt í tvær hæðir. Meira
10. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 79 orð

Ljóð og saga í 35 ár

KVÖLDVÖKUFÉLAGIÐ Ljóð og saga varð 35 ára fyrir skemmstu. Í tilefni af því héldu meðlimir þess hátíðarkvöldverð í Skaftfellingabúð. Kór félagsins söng nokkur lög, meðal annars frumflutti hann tvö lög eftir Jóhannes Benjamínsson (Ástarljóð) og Ólöfu Jónsdóttur (Draumaprinsinn). Veislustjóri var Sigurður Axelsson og Hjálmar Jónsson fór með gamanmál og -vísur. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 72 orð

Menningarhandbókin Tvö blöð í stað eins

Menningarhandbókin hefur nú komið út í hálft ár og hefur verið dreift inn á hvert heimili í Reykjavík. Eftirleiðis munu koma út tvö blöð undir nafni Menningarhandbókarinnar Efst á baugi. Þá kemur út ný útfærsla á Menningarhandbókinni í dagblaðsformi og verður það blað borið inn á hvert heimili mánaðarlega. Meira
10. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 81 orð

Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson 59 ára aldursmunur AÐALSTEIN

AÐALSTEINN Jónsson útgerðarmaður á Eskifirði kom með sveit sína í úrslit Íslandsmótsins í brids sem fram fór um bænadagana. Aðalsteinn er 74 ára gamall og hefir lengi verið í eldlínunni í bridsíþróttinni. Á myndinni með honum er Ingvar Jónsson, 15 ára unglingur frá Siglufirði, sem mætti til leiks ásamt foreldrum sínum, Jóni Sigurbjörnssyni og Björk Jónsdóttur. Meira
10. apríl 1996 | Tónlist | 623 orð

Músíkölsk yfirbót

Kór Langholtskirkju og einsöngvararnir Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Garðar Cortes, Loftur Erlingsson, ásamt Hrefnu Unni Eggertsdóttur píanóleikara og Gustaf Jóhannessyni orgelleikara, fluttu undir stjórn Jóns Stefánssonar, Litla hátíðarmessu, eftir Gioacchino Rossini. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 124 orð

Nýjar bækur

"HVER er Jesús? ­ Nútíma hugmyndir um Jesú frá Nasaret er eftir dr. Sigurjón Árna Eyjólfsson Í kynningu segir: "Við persónu Jesú er bundinn sannleikur sem margir aðhyllast og vilja eigna sér. Menn hafa séð í honum upphafsmann ýmissa stefna og strauma í gegnum tíðina. Því er hægt að segja að kirkjan hafi ekki einkaleyfi á boðskap Jesú. Meira
10. apríl 1996 | Myndlist | -1 orð

Rýmisvíddir

Sólrún Friðriksdóttir. Opið alla daga frá 14-18 lokað mánudaga. Til 14 apríl. Aðgangur ókeypis. FRÁ því Sólrún Friðriksdóttir lauk námi frá textíldeild MHÍ 1981, hefur verið hljótt um hana, eða allt þar til hún settist í meistarabekk skapandi textíla við listaháskólann í Graz 1991, og nam þar í einn vetur. Meira
10. apríl 1996 | Tónlist | 417 orð

Sigurmars kölska

Flutt var Saga hermannsins eftir Igor Stravinsky Flytjendur voru Caput hópurinn. Stjórnandi var Bernharð Wilkinson og lesari Felix Bergsson. Þriðjudagurinn 2. apríl, 1996. SAGA hermannsins var samin rétt við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og ástæðan var sú, að á þeim tíma var ómögulegt að skipuleggja flutning stærri tónverka, því allt var hneppt í dróma stríðsleikjanna, Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 113 orð

Sólskin Inga Steinars

KOMIN er út ljóðabók eftir Inga Steinar Gunnlaugsson skólastjóra. Í kynningu segir: "Þótt hér sé um að ræða fyrstu ljóðabók höfundar er hann enginn nýbgræðingur á skáldabekk. Hann hefur um árabil fengist við ljóðagerð og hverskonar kveðskap, enda bregst honum ekki braglistin. Ingi Steinar hefur líka á valdi sínu margrætt líkingamál módernista. Meira
10. apríl 1996 | Bókmenntir | 306 orð

Stöðvum unglingadrykkju

102 atriði til umhugsunar fyrir foreldra. Höfundur: Sæmundur Hafsteinsson í samvinnu við Jóhann Inga Gunnarsson. Útgefandi: Átakið Stöðvum unglingadrykkju (stofnað 1994). Prentuð í Odda 1995. Dreifingu annaðist menntamálaráðuneytið (til grunnskólabarna f. 1982 og síðar). Meira
10. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 237 orð

Sögusagnir eru sannar

LEIKARINN Matthew Modine hefur hingað til ekki náð að slá rækilega í gegn og náð að verða einn af hjartaknúsurum Hollywood, eins og til að mynda Brad Pitt og Tom Cruise. Hann hefur verið þrettán ár í bransanum. Meira
10. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 129 orð

Söngur, glens og gaman á Borgarfirði eystra

SAMKÓR Norðurhéraðs og söngsextettinn Hjá Geira héldu tónleika á Borgarfirði eystra um síðustu helgi. Kórinn söng þrettán lög eftir ýmsa höfunda, en á söngskrá sextettsins voru tólf lög. Gerðu Borgfirðingar góðan róm að flutningi þessum og þurftu bæði kórinn og sextettinn að syngja mörg aukalög. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 244 orð

Tenórarnir þrír í tónleikaferð

TENÓRARNIR þrír José Carreras, Plácido Domingo og Luciano Pavarotti geta ekki hætt að koma fram saman. Í sumar hyggjast þeir halda í tónleikaferð um heiminn. Í upphafi áttu þeir að koma fram á fimm stöðum, en nú eru þeir orðnir níu og munu þeir líkast til koma fram á nýárstónleikum og sérstökum tónleikum þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin í Frakklandi árið 1998. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 111 orð

"Tveir fiskar og fimm brauð"

GRAFARVOGSKIRKJA sýnir röð níu olíumynda á tré eftir Arnar Herbertsson. Verkin eru unnin á árunum 1989 til 1992 og sýna tilbrigði við frásögn úr Jóhannesarguðspjalli þar sem segir frá því er Jesú mettaði þúsundir manna með tveim fiskum og fimm brauðum. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 147 orð

Þrestir með vortónleika

KARLAKÓRINN Þrestir heldur 3. vortónleika sína fimmtudaginn 11. apríl kl. 20.30 í Digraneskirkju í Kópavogi. Stjórnandi kórsins að þessu sinni er Sólveig S. Einarsdóttir og undirleikari Miklós Dalmay. Efnisskráin er uppbyggð á nokkuð hefðbundinn hátt samsett af bæði íslenskum og erlendum lögum. Meira
10. apríl 1996 | Menningarlíf | 158 orð

Ævintýrakvöld í myndum og tónum

Á LISTAHÁTÍÐ í júní næstkomandi efnir Kammersveit Reykjavíkur til ævintýrakvölds, þar sem flutt verða tvö verk. Fyrra verkið nefnist Brúðuleikhús meistara Péturs og er tónlistin eftir Manuel de Falla við atriði úr sögunni um Don Kikóta. Tónlistin verður leikin og sungin með brúðuleik og mun Katrín Þorvaldsdóttir sjá um þann þátt. Þetta verk hefur ekki verið flutt áður á Íslandi. Meira

Umræðan

10. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 1209 orð

Áhyggjur vegna geistlegs valds

ÉG ER ókirkjurækinn og sjaldan talið mig hafa erindi í kirkju síðan séra Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey, fermdi mig í Staðarhólskirkju á Skollhóli vorið 1959. Næstu tvo vetur eftir fermingu var ég undir farsælli skólastjórn Sigurðar Elíassonar í unglingaskóla á Reykhólum. Meira
10. apríl 1996 | Aðsent efni | 572 orð

Er skortur á alfræðiefni á íslenskum bókamarkaði?

ENCYCLOPÆDÍUR - alfræðibækur - ítarefni - uppflettibækur eru nauðsynlegar og þörf rit og mjög nauðsynleg við kennslu í ýmsum greinum. Rit þessi eru auðfengin og aðgengileg fyrir alla aldursflokka á ýmsum erlendum málum, ekki síst á ensku og þýsku. En svo er málum háttað samkvæmt rannsóknum á lesskilningi íslenskra og hollenskra háskólanema sem fjallað er um í leiðara Morgunblaðsins 21. mars. sl. Meira
10. apríl 1996 | Aðsent efni | 589 orð

Framtíðarsýn fyrir Reykjavík

NÝLEGA kynntum við sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur niðurstöður úr ítarlegri úttekt á því hvert stefnir í fjármálum borgarinnar undir stjórn R-listans. Margt bendir til að skuldir borgarinnar muni hækka um nær 5 milljarða króna á kjörtímabili R-listans. Þetta þýðir að skatta- og skuldaaukning meðalfjölskyldunnar verður 217 þúsund krónur á þessum fjórum árum. Meira
10. apríl 1996 | Aðsent efni | 776 orð

Færri fasteignir í ríkiseigu

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi lagafrumvarp sem miðar að því að fækka íbúðum í eigu ríkisins. Fagna ber frumkvæði fjármálaráðherra á síðustu árum í þá veru að koma á markvissari umsýslu með eignir ríkissjóðs. Margt forvitnilegt kemur í ljós þegar nýútgefin Fasteignaskrá ríkisins er skoðuð. Í ritinu koma m.a. Meira
10. apríl 1996 | Aðsent efni | 879 orð

Greiðsla almannatrygginga á nýrri lyfjameðferð við MS

Í MORGUNBLAÐINU þann 4. apríl sl. birtist grein eftir Gyðu J. Ólafsdóttur, formann MS-félags Íslands, undir fyrirsögninni "Hver er réttur MS sjúklinga?" Í greininni er fjallað um nýja lyfjameðferð við sjúkdómnum MS og hvernig formaður félagsins telur að staðið hafi verið að henni hér á landi. Meira
10. apríl 1996 | Aðsent efni | 725 orð

Hver er merking orðanna? Til þessa hefur lífeyrir, segir Ingibe

UNDANFARIÐ hefur fólkið í landinu, opinberir starfsmenn sem aðrir, mátt hlýða á útskýringar ráðherra og liðsmanna þeirra á fyrirætlunum ríkisins varaðandi starfskjör húskarla sinna. Venjulegir kjósendur, sem ekki eru innvígðir í tungumál stjórnmálamanna virðast skilja mál þessara heiðursmanna eins og ætlast er til og raunar ekki við öðru að búast. Meira
10. apríl 1996 | Aðsent efni | 693 orð

Hverfjall ­ ekki Hverfell

Kristján Þórhallsson í Björk í Mývatnssveit hefur beðið mig að leiðrétta þann misskilning, að fjall það, sem hér birtist mynd af, heiti Hverfell. Það heitir Hverfjall. Sigfús Illugason frá Bjargi við Reykjahlíð hefur nú í nokkur ár reynt að fá fjallsnafninu breytt, en í Tímanum 20. mars sl. rekur vinur minn frá Vogum í Mývatnssveit, Þorlákur Jónasson, þetta rækilega ofan í Sigfús. Meira
10. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 212 orð

Til umhugsunar

NÝLEGA kynnti landlæknir niðurstöður rannsókna á áhrifum langtíma einangrunar á fólk (langa). Þar kom m.a. fram að skv. norskum, bandrískum og dönskum rannsóknum getur löng einangrunarvist orsakað "svefnleysi, skerta hæfni til einbeitingar, kvíða, höfuðverk, verk í brjósti, óþægindi frá maga, truflanir á skynjun og alvarlegt þunglyndi", svo eitthvað sé nefnt. (Mbl. 14. mars sl. Meira
10. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 470 orð

Um hjólreiðar

HRÖNN Gunnarsdóttir skrifar í bréfi til blaðsins þriðjudaginn 2. apríl og kvartar yfir því að hjólreiðamenn þekki ekki reglur um hjólreiðar. Starfsfólki Umferðarráðs berast alltaf öðru hvoru kvartanir frá hjólreiðamönnum um tillitsleysi ökumanna við þá, Meira
10. apríl 1996 | Aðsent efni | 1017 orð

Vegagerð og búskapur í Borgarfirði

GÓÐIR, öruggir vegir í þéttbýli sem dreifbýli eru grundvallarskilyrði búsetu í landinu. Sívaxandi umferðarþungi og hraði gerir kröfur til fyrsta flokks vega og til þess að fundin séu beinustu hugsanlegu vegstæði til að auka hagræðingu og tryggja að menn og flutningur komist á sem stystum tíma í áfangastað ­ jafnvel gegnum fjöll og undir hafsbotn, ef því er að skipta. Meira

Minningargreinar

10. apríl 1996 | Minningargreinar | 1256 orð

Guðrún Gunnarsdóttir

Sterk tengsl myndast jafnan milli kynslóða á Íslandi, einkum þegar þau eru grundvölluð á mannlegri hlýju og umhyggju. Það var ætíð eftirsóknarvert að leita af mölinni fyrir sunnan til ömmu sinnar í útgerðar- og ræktunarbæinn Akranes þar sem fjaran, kálgarðarnir og ömmusögurnar áttu drjúgan þátt í að toga af öllum kröftum til sín ungan dreng fyrir sunnan. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 94 orð

GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Guðrún Gunnarsdóttir fæddist 27. júní 1904 á Leirá, Borgarfjarðarsýslu. Guðrún lést 1. apríl síðastliðinn á Sjúkrahúsinu á Akranesi á 92. aldursári. Foreldrar hennar voru Gunnar Bjarnason, ættaður úr Þönglabakkasókn í Þingeyjarsýslu, og Þórdís Halldórsdóttir frá Reyni undir sunnanverðu Akrafjalli. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 103 orð

Halldóra Víglundsdóttir

Elsku amma Dóra, okkur langar að kveðja þig með örfáum orðum. Þú hefðir orðið sjötug 8. apríl, hefðir þú lifað. Vonandi hefur þú átt glaðan dag á góðum stað með ættingjum og ástvinum sem eru þar. Þú hefur þurft að líða miklar þjáningar í erfiðum veikindum. Við getum glaðst yfir að þær eru nú yfirstaðnar. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 157 orð

Halldóra Víglundsdóttir

Ég vil minnast hennar ömmu Dóru með nokkrum fátæklegum orðum. Ég geng eftir trjástígnum heim til ömmu. Fíngerðar greinar trjánna minna mig á ömmu mína. Líkami hennar var svo grannur og viðkvæmur. Það rignir og droparnir falla af greinum trjánna. Amma felldi ekki tár eins og greinar trjánna, sem missa dropana niður í gljúpa jörðina. Selta táranna breytir engu um veikindi og erfiðleika. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 370 orð

Halldóra Víglundsdóttir

Traust, tryggð og glæsileiki eru mér efst í huga og lýsa best tengdamóður minni, Halldóru Víglundsdóttur, nú þegar ég kveð hana eftir 24 ára samfylgd. Fyrir mér var hún ekki hefðbundin tengdamóðir, heldur traust kona sem var mér ákaflega kær og sýndi mér mikla umhyggju, ávallt til staðar, tilbúin ef á þurfti að halda, Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 176 orð

HALLDÓRA VÍGLUNDSDÓTTIR

HALLDÓRA VÍGLUNDSDÓTTIR Halldóra Víglundsdóttir fæddist í Björgvin á Eyrarbakka þann 8. apríl 1926 og lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti þann 30. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Guðmundsdóttur, f. 12.5. 1894, og Víglundar Þorsteins Jónssonar, f. 25.6. 1892. Halldóra átti einn bróður Stefán, f. 25.2. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 338 orð

Hjörtur E. Þórarinsson

Þessar ljóðlínur Björns Halldórssonar koma mér í huga við andlát Hjartar Þórarinssonar á Tjörn í Svarfaðardal. Þar er genginn aldinn höfðingi sem ávaxtað hefur herrans pund ríkulega fyrir land og lýð. Hjörtur fæddist og ólst upp á heimili sem var nokkuð á undan sinni samtíð varðandi menntun og lífsviðhorf. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 628 orð

Hjörtur E. Þórarinsson

Leiðir okkar Hjartar lágu saman á nokkrum vígstöðvum á árunum upp úr 1970 og á öllum sviðum vorum við samherjar og með okkur tókst góð vinátta og samstarf. Ég sá hann sem frammámann í félagsmálum eyfirskra bænda, ég kynntist honum sem virkum náttúruverndarmanni og einnig var hann mikill áhugamaður og frumkvöðull í gönguferðum um dali og fjöll á Tröllaskaganum. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 1049 orð

Hjörtur E. Þórarinsson

Við fráfall Hjartar á Tjörn er margs að minnast og mikið að þakka. Við samferðamenn hans, sem unnum með honum, eigum honum margt að þakka jafnt frá starfinu sem og fyrir óvenju gefandi og ánægjulegar samverustundir utan þess hvort sem var á skemmri stundum á milli stríða á skemmri sem lengri ferðalögum eða hátíðastundum við ýmis tilefni og þegar glaðst var með glöðum. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 430 orð

Hjörtur E. Þórarinsson

Elskulegur móðurbróðir er farinn. Skarð hefur verið höggvið sem aldrei verður fyllt. Það kemur enginn annar Hjörtur bóndi á Tjörn. ­ Þegar ég var ung stelpa í sumardvöl á Tjörn í Svarfaðardal voru hjónin Sigríður og Hjörtur alltaf hulin nokkurs konar ævintýrablæ í mínum huga. Þau voru svo falleg saman. Þau voru sjálfstæð og þau fóru alltaf sínar eigin leiðir, hvað sem samferðarfólkinu fannst. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 213 orð

HJÖRTUR E. ÞÓRARINSSON

HJÖRTUR E. ÞÓRARINSSON Hjörtur E. Þórarinsson fæddist á Tjörn í Svarfaðardal 24. febrúar 1920. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúinu á Akureyri 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar Hjartar voru Þórarinn Kr. Eldjárn, bóndi og barnakennari, og kona hans Sigrún Sigurhjartardóttir. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 289 orð

Jónmundur Jensson

Í dag verður til moldar borinn frá Neskirkju Jónmundur Jensson bifreiðastjóri. Mig langar að minnast í nokkrum orðum vinar míns sem nú er svo skyndilega fallinn frá. Skjótt skipast veður í lofti, og ég hitti hann á fimmtudegi hressan og glaðan í bragði, en á laugardegi er hann skyndilega fluttur á sjúkrahús og tveimur dögum síðar er hann látinn. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 205 orð

Jónmundur Jensson

Jónmundur var einn af þessum karakterum sem setja svip á mannlífið. Einhvern veginn finnst manni ótrúlegt að hann eigi ekki eftir að mæta galvaskur á hverjum morgni, heilsa með handabandi og óska manni góðs gengis að viðskilnaði. Jónmundur var einlægur og tryggur og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var mjög vel inni í ýmsum málum og þekkti marga. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 28 orð

JÓNMUNDUR JENSSON Jónmundur Jensson fæddist 15. febrúar 1934. Hann lést í Reykjavík 1. apríl síðastliðinn. Útför hans fer fram

JÓNMUNDUR JENSSON Jónmundur Jensson fæddist 15. febrúar 1934. Hann lést í Reykjavík 1. apríl síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 558 orð

Kjartan Benjamínsson

Allt lífið verðum við mennirnir stöðugt vitni að upphafi og endi. Sérhvert sumar endar að hausti, dagur að kveldi og þegar við fæðumst í þennan heim vitum við það fyrir víst að héðan verðum við að hverfa aftur, þannig endar lífið með dauða. Við erum alltaf jafnilla undir það búin að mæta dauðanum og dauðinn er alltaf sama ráðgátan. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 308 orð

Kjartan Benjamínsson

Elsku afi minn, nú er kveðjustundin stóra runnin upp, stund sem ég var mikið búin að hugsa um og kvíða fyrir en vissi að að lokum yrði hún óumflýjanleg og erfið. Fimmtudaginn 28. mars var okkar síðasta kveðjustund í þessum heimi, en samt vitjaðir þú mín á laugardagskvöld. Ég átti svo erfitt þá en vissi að þú værir hvíldinni feginn. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 416 orð

Kjartan Benjamínsson

Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns sem lést á heimili sínu á pálmasunnudag. Þegar ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna sem unglingstelpa og Kjartan tók á móti mér brosandi var fyrsta hugsun mín, mikið er þetta fallegur eldri maður. En hann var ekki bara fallegur heldur sýndi hann mér mikla hlýju og var einstaklega skapgóður. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 224 orð

KJARTAN BENJAMÍNSSON

KJARTAN BENJAMÍNSSON Kjartan Benjamínsson fæddist í Reykjavík 2. september 1920. Hann lést á heimili sínu 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Sveinbjörnsdóttir, f. 10. ágúst 1886, d. 25. janúar 1942, og Benjamín Jón Gíslason, f. 6. júlí 1889, d. 26. október 1934. Fyrri eiginkona Kjartans var Helga Stefánsdóttir, f. 26. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 89 orð

Kjartan Benjamínsson Það er alltaf sárt að missa einhvern, en hann afi átti hvíldina skilið hann hafði lengi þraukað og alltaf

Það er alltaf sárt að missa einhvern, en hann afi átti hvíldina skilið hann hafði lengi þraukað og alltaf harkað af sér. Hann var blíður og góður og hjálpsamur í öllu. Hann lagaði hluti sem enginn gat lagað, ferðaðist mikið og skemmti sér í þeim ferðum. Hann dundaði sér mikið og brallaði, var alltaf glaður og bjartsýnn og hugsaði blítt til allra. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 140 orð

Kristín Björgvinsdóttir

Elsku Kristín, hvíldin hefur verið þér kærkomin eftir áralöng erfið veikindi. Þótt þú gætir ekki alltaf tjáð þig með orðum eftir að þú veiktist þá skildir þú allt sem sagt var og þú fylgdist líka með eftir bestu getu. Ég minnist þess að hafa séð þig brosa mjög oft, enda varstu einstaklega skapgóð kona. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 32 orð

KRISTÍN BJÖRGVINSDÓTTIR

KRISTÍN BJÖRGVINSDÓTTIR Kristín Björgvinsdóttir fæddist á Eskifirði 1. apríl 1920. Hún lést 30. mars síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Seli. Útför Kristínar fer fram frá Akureyrarkirkju 10. þessa mánaðar og hefst athöfnin kl. 13.30. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 768 orð

Kristjana Jónsdóttir

Þú ert horfin hjartans elskan mín til himins stigin þar sem ljósið skín. Þú ljómar skært í innri sálar sýn og sérhvert spor þitt þerrar tárin mín. Svo orti móðir okkar er hún missti dóttur sína, Jóhönnu Jónsdóttur, 21 árs að aldri, árið 1943. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 198 orð

KRISTJANA JÓNSDÓTTIR

KRISTJANA JÓNSDÓTTIR Kristjana Jónsdóttir fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 24. ágúst 1923. Hún lést 29. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Hildar Magnúsdóttur, f. 24. mars 1900, og Jóns Péturssonar, f. 25 mars 1897, d. 10. maí 1973. Börn Hildar og Jóns auk Kristjönu: Jóhanna f. 6. febrúar 1922, d. 25. júlí 1943, og Ingvar, f. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 370 orð

Stefán Halldórsson

Þegar ég kveð Stefán Halldórsson, kæran vin og náinn samstarfsmann um árabil, lyftir birta morgunsólarinnar drunga söknuðar; björt minning um hann og þakklæti verður efst í huga. Erindið úr Sólsetursljóði Jónasar Hallgrímssonar hér að ofan lýsir tilfinningu minni og er sett fram í þeirri von að hjálpa megi og tendra ljós í döprum hjörtum syrgjenda. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 818 orð

Stefán Halldórsson

Kær vinur er horfinn. Nú er ég kveð kæran vin minn, lærimeistara og tengdaföður langar mig að minnast hans nokkrum orðum. Ég kynntist Stefáni þegar ég var 15 ára gamall og ári síðar fór ég að læra múrverk hjá honum. Á þeim tímum var mikill uppgangur hér í byggingarvinnu og var hann þá byggingarmeistari hjá KEA. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 469 orð

Stefán Halldórsson

Elsku afi. Okkur langar til að þakka þér með nokkrum orðum fyrir allt sem þú hefur fyrir okkur gert. Þú varst orðinn mjög fullorðin þegar við fæddumst en þrátt fyrir þinn háa aldur varst þú alltaf mjög ungur í anda og fylgdist vel með okkur öllum. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 626 orð

STEFÁN HALLDÓRSSON

STEFÁN HALLDÓRSSON Stefán Halldórsson fæddist í Garði í Mývatnssveit 21. apríl 1905, sem var föstudagurinn langi svo og fyrsti föstudagur í sumri. Stefán lést á heimili sínu á Eyrarvegi 20 laugardaginn 30. mars sl. Foreldrar: Ingibjörg Lýðsdóttir, f. 18.7. 1874, d. 23.8. 1948, frá Skriðnesenni í Strandasýslu, og Halldór Stefánsson, f. 2.5. 1872, d. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 580 orð

Þórir Kárason

Frændi okkar Þórir er látinn á 86. aldursári. Svo lengi sem við munum eftir okkur hefur hann verið hluti af tilveru okkar. Við kölluðum hann alltaf "frænda". Við komum inn á heimilið ungar að árum, hvor í sínu lagi, hvor á sínum tíma enda er 14 ára aldursmunur á okkur frænkum sem skrifum þessa grein. Engu að síður vorum við mjög samrýndar. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 301 orð

ÞÓRIR KÁRASON

ÞÓRIR KÁRASON Þórir Kárason fæddist 16. september 1910 að Víðivöllum ytri á Fljótsdalshéraði. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. mars síðastliðinn eftir skamma sjúkdómslegu. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaug M. Einarsdóttir, f. 19. jan. 1883, d. 20. apríl 1966, og Guðmundur Kári Guðmundsson, f. 30. júlí, 1875, d. 8. febrúar 1965. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 365 orð

Þórunn Þórðardóttir

Nú eru rúm 3 ár frá því Þórunn kom fyrst á heimili okkar með Degi syni okkar. Við vorum kynnt fyrir fallegri, ungri stúlku sem var í senn hlý og hlédræg í fasi. Unga fólkið hafði fellt hugi saman og framtíðin blasti við með fyrirheitum og tilhlökkun. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 142 orð

Þórunn Þórðardóttir

Kæra frænka. Nú ert þú horfin úr okkar heimi aðeins tvítug að aldri. Ég man þig best sem litla glaðlynda hnátu, þegar ég stundaði nám við framhaldsskóla Vesturlands. Þá óraði mig ekki fyrir því að þú færir svona fljótt, en maður fær víst engu um það ráðið þegar svona erfiður sjúkdómur herjar á. Þú barðist hetjulega en beiðst lægri hlut. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 256 orð

Þórunn Þórðardóttir

Lífshlaup 20 ára stúlku er ekki langt. Hennar þrautargöngu er lokið og því miður lauk henni ekki með sigri eins og við báðum og vonuðum. Þórunn var glæsileg stúlka og ljúfmenni mikið. Það fengum við svo sannarlega að sjá og finna þegar hún þurfti að koma til Reykjavíkur undir læknishendur og dvelja þar annað slagið og gistu þær mæðgur nokkrum sinnum hjá okkur. Meira
10. apríl 1996 | Minningargreinar | 92 orð

ÞÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR Þórunn Þórðardóttir var fædd 9. mars 1976 á Akranesi. Hún dó sunnudaginn 31. mars á heimili sínu að

ÞÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR Þórunn Þórðardóttir var fædd 9. mars 1976 á Akranesi. Hún dó sunnudaginn 31. mars á heimili sínu að Skagabraut 2, Akranesi. Foreldrar Þórunnar voru Katrín Guðmundsdóttir fiskverkakona, fædd 10.11. 1953 á Akranesi og Þórður Jósefsson vélamaður, fæddur 06.11. 1951 á Ísafirði. Þau búa á Vesturgötu 92, Akranesi. Meira

Viðskipti

10. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 119 orð

25 milljóna hagnaður

Egilsstaðir. Morgunblaðið. HITAVEITA Egilsstaða og Fella skilaði 25,4 milljóna króna hagnaði á árinu 1995 miðað við 11,7 milljónir 1994. Heildarvatnssala nam kr 55,8 milljónum en var 53,4 á árinu 1994. Meira
10. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 198 orð

300 innbrotstilraunir á viku

RÚMLEGA 300 tilraunir hafa verið gerðar til að brjótast inn á tölvunet Tákns hf. á einni viku, eftir að framkvæmdastjóri fyrirtækisins hét verðlaunum ef innbrotstilraun heppnaðist. Enginn hefur þó enn haft erindi sem erfiði. Meira
10. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 189 orð

AEG og Fokker valda mettapi hjá Daimler

DAIMLER BENZ AG hefur skýrt frá því að sérstök útgjöld vegna Fokker NV og AEG AG hafi valdið 5.7 milljarða marka halla 1995, mesta tapi sem um getur í Þýzkalandi. Þó kveðst fyrirtækið vongott um að skila aftur hagnaði á þessu ári. Meira
10. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Eignarhaldsfélag Kringlunnar stofnað

FÉLAGSMENN í Húsfélagi Kringlunnar hafa verið boðaðir á stofnfund Eignarhaldsfélags Kringlunnar, sem haldinn verður 16. apríl n.k. Í bréfi stjórnar Húsfélags Kringlunnar og Framtíðarnefndar Kringlunnar er lagt til að stofnað verði sérstakt eignarhaldsfélag, undirbúningsfélag, sem síðar yrði gert að almenningshlutafélagi. Meira
10. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 172 orð

Fjármagnskostnaður lækkaði um 82 millj.

SKAGSTRENDINGUR hf. naut óvenju lítils fjármagnskostnaðar á sl. ári þar sem hann nam einungis 11 milljónum króna samanborið við 93 milljónir árið áður. Átti þetta stóran þátt í þeim bata sem varð í rekstri félagsins á sl. ári þegar hagnaður nam um 71 milljón samanborið við 82 milljóna tap árið 1994. Meira
10. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 119 orð

Fjármagnskostnaður lækkar um 700 m.kr.

AFKOMA tuttugu fyrirtækja á hlutabréfamarkaði batnaði um liðlega 700 milljónir króna á síðasta ári frá árinu á undan, að því er segir í upplýsingariti Landsbréfa um hlutabréfamarkaðinn. Þessi bati skýrist að stærstum hluta af lægri fjármagnskostnaði en hann lækkar um u.þ.b. Meira
10. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 90 orð

Innréttingasmíðin ekki í nauðasamningum

Í frétt í viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag var sagt frá því að Brúnás á Egilsstöðum hefði gengið frá nauðasamningum. Vegna misgánings var í fréttinni rætt um innréttingafyrirtækið Brúnás en innréttingasmíði þess var hins vegar seld fyrirtækinu Miðási fyrir 6 árum síðan, og hefur Miðás framleitt og selt innréttingarnar undir vörumerki Brúnáss síðan. Rekur fyrirtækið m.a. Meira
10. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Íslensk endurtrygging með 75 millj. hagnað

HAGNAÐUR Íslenskrar endurtryggingar hf. nam rúmum 97 milljónum kr. fyrir skatta en reiknaðir tekju- og eignarskattar námu 22 milljónum kr. og hagnaður eftir skatta 75 milljónum kr. Afkoma ársins 1995 var ívið lakari en á árinu 1994, að því er segir í frétt. Meira
10. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 364 orð

Umsvifin hafa fjórfaldast sl. fimm ár

STARFSEMI Norræna verkefnaútflutningssjóðsins í Helsinki (Nopef) hefur fjórfaldast að umfangi undanfarin fimm ár. Sjóðurinn hefur orðið æ þýðingarmeiri í aðstoð við lítil og meðalstór fyrirtæki á Norðurlöndum í verkefnaþróun í nágrannalöndum í Mið- og Austur- Evrópu, að því er segir í frétt frá sjóðnum. Meira

Fastir þættir

10. apríl 1996 | Dagbók | 2732 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 5.-11. apríl, að báðum dögum meðtöldum er í Borgar Apóteki, Álftamýri 1-5. Auk þess er Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-5 opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
10. apríl 1996 | Í dag | 278 orð

Ábending AÐKOMA að bifreiðastæðum fatlaðra við sundlaugina

AÐKOMA að bifreiðastæðum fatlaðra við sundlaugina í Laugardal er alltof þröng. Á merktum bílastæðum fyrir fatlaða eru oftast bílar sem ekki eru merktir fötluðum og bílum er lagt svo þétt allt í kring að erfitt er að bakka út frá merktum stæðum eða snúa við til að komast út í umferðina. Margir fatlaðir eiga erfitt með að snúa sér mikið í ökusæti til að sjá aftur fyrir sig. Meira
10. apríl 1996 | Í dag | 49 orð

Árnað heillaÞESSIR duglegu strákar héldu nýlega hlutaveltu

ÞESSIR duglegu strákar héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Hjálparsjóði Rauða kross Íslands og varð ágóðinn 980 krónur. Þeir heita Jón Gunnar Ragnarsson, Hannes Guðmundsson og Vilhjálmur Þór Gunnarsson. ÞESSAR duglegu stúlkur, þær Herdís og Bylgja, héldu tombólu nýlega og færðu Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra ágóðann sem varð 4.371 króna. Meira
10. apríl 1996 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaBRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. febrúar sl. í Kristskirkju í LandakotiLucrecia Dugay og Gísli Jónas Ingólfsson. Heimili þeirra er á Kleppsvegi 36, Reykjavík. Meira
10. apríl 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. mars sl. í Lágafellskirkju af sr. Svavari Stefánssyni Olga Hrund Sverrisdóttir og Haukur Þór Ólafsson. Heimili þeirra er í Víkurási 8, Reykjavík. Meira
10. apríl 1996 | Í dag | 62 orð

HlutaveltaMorgunblaðið/Jónas Erlendsson ÞESSAR d

Morgunblaðið/Jónas Erlendsson ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar sundlaugarbyggingu í Vík í Mýrdal og söfnuðu þær 10.860 kr. Mýrdalshreppur hefur lofað að láta af hendi rakna sömu upphæð og safnaðist með hlutaveltunni og leggst því tvöföld söfnunarupphæðin inn á sundlaugarbókina í Vík, og geri aðrir betur. Stúlkurnar heita t.f.v. Meira
10. apríl 1996 | Í dag | 423 orð

ÍKVERJI var ekki ánægður með frammistöðu Ríkissjónvar

ÍKVERJI var ekki ánægður með frammistöðu Ríkissjónvarps laugardagskvöld fyrir skömmu. Hann er forfallinn aðdáandi Simpsons og leggur mikið undir til þess að komast hjá því að missa af þeim þætti þegar hann er á dagskrá á laugardagskvöldum á eftir "fréttaþættinum" Enn ein stöðin. Meira
10. apríl 1996 | Í dag | 26 orð

LEIÐRÉTT Vanhæfni Beðist er velvirðingar á

LEIÐRÉTT Vanhæfni Beðist er velvirðingar á því að vegna mistaka við prófarkalestur var orðið dysfunction (vanhæfni) misritað í viðtali við Claudiu Black í Morgunblaðinu á skírdag. Meira
10. apríl 1996 | Fastir þættir | 845 orð

Magnús Örn sigraði í áskorendaflokki

30. mars til 8. apríl MAGNÚS Örn Úlfarsson sigraði örugglega í áskorendaflokki á Skákþingi Íslands. Þeir Sævar Bjarnason og Arnar E. Gunnarsson urðu jafnir í öðru sæti og verða að tefla til úrslita um hitt sætið í landsliðsflokki. Í opna flokknum sigraði Hjalti Rúnar Ómarsson, 13 ára. Meira
10. apríl 1996 | Dagbók | 603 orð

Mæðrastyrksnefnd.

Mæðrastyrksnefnd. Fataúthlutun og fatamóttaka fer fram að Sólvallagötu 48, miðvikudaga kl. 16 og 18. Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík.Bókun stendur yfir í ferðir sumarsins og eru nokkur sæti laus í eftirtaldar ferðir: Vatnajökull 31.5.-2.6. og 7.6.-9.6. Akureyri 19.-22.5 og Portúgal 18.9-10.10. og 25.9.- 9.10. Meira
10. apríl 1996 | Fastir þættir | 881 orð

Sveit Samvinnuferða-Landsýnar Íslandsmeistari

3.-6. apríl ­ 10 sveitir ­ Aðgangur ókeypis SVEIT Samvinnuferða/Landsýnar sigraði í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn í sveitakeppni í brids sem fram fór um bænadagana. Sveitin háði hörkukeppni við sveit Antons Haraldssonar frá Akureyri sem leiddi mótið fyrri hlutann nokkuð óvænt. Meira

Íþróttir

10. apríl 1996 | Íþróttir | 356 orð

AC Milan að gefa eftir á Ítalíu?

GIANLUCA Vialli skoraði sitt fyrsta mark fyrir Juventus í þrjá mánuði í ítölsku deildarkeppninni, þegar liðið vann í nágrannaslagnum við Tórínó, 2:1. Meistarar Juventus eiga enn von að halda meistaratitlinum, eru sex stigum á eftir AC Milan, sem varð að sætta sig við jafntefli, 0:0, gegn Lazíó. Sex umferðir eru eftir á Ítalíu. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 297 orð

Ánægjulegir páskar hjá Grindvíkingum

GRINDVÍKINGAR hafa örugglega átt ánægjulega páska eftir að þeir lögðu Keflvíkinga 86:70 í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik á laugardaginn fyrir páska, í Keflvík. Staðan var þar með orðin 3:1 fyrir Grindvíkinga og Keflvíkingar hafa trúlega notað páskana til að hugsað um hvernig þeir gætu stöðvað Grindvíkinga. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 223 orð

Barcelona nálgast Atletico Madrid

BARCELONA nálgast Atletico Madrid óðfluga og hefur minnkað forskot liðsins úr ellefu stigum niður í þrjú á fáeinum vikum. Barcelona fagnaði sigri gegn Real Sociedad, 1:0, Atletico varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, í Oviedo. Liðin mætast á Nou Camp í Barcelona eftir átta daga - forsmekkinn að þeirri baráttu fá menn í kvöld, þau leika úrslitaleikinn í bikarkeppninni. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 77 orð

Besti leikur Eyjólfs með Hertha

EYJÓLFUR Sverrisson fékk 2 í einkunn og var besti maður Hertha í 1:0 sigri gegn Duisburg um helgina. Eyjólfur lék í vörninni og sá til þess að gestirnir, sem eru í öðru sæti 2. deildar, skoruðu ekki en þetta var besti leikur hans síðan hann gekk til liðs við Berlínarliðið síðsumars. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 51 orð

Bikarinn til Metz

METZ tryggði sér sigur í frönsku deildarbikarkeppninni, með því að vinna Lyon í vítaspyrnukeppni, eftir að leikur liðanna hafði endað 1:1 eftir framlengingu. Cyrille Pouget skoraði úr síðustu vítaspyrnu Metz, 5:4, eftir að Jacques Songo, markvörður liðsins, hafði varið spyrnu frá Brasilíumanninum Marcelo. Bæði liðin misnotuðu fyrstu vítaspyrnu sína. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 607 orð

Cantona

MANCHESTER United hefur náð sex stiga forskoti á Newcastle í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn - United á eftir fjóra leiki, Newcastle fimm. Kóngurinn á Old Trafford, Eric Cantona, sem verður að öllum líkindum útnefndur knattspyrnumaður ársins á Englandi, tryggði United sigur gegn Coventry, 1:0, á mánudaginn og Newcastle mátti þola tap, 2:1, fyrir Blackburn. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 270 orð

Damon Hill óstöðvandi í upphafi móts

Damon Hill frá Bretlandi fer heldur betur vel af stað í Formula 1 kappakstrinum á þessu tímabili. Í Grand Prix kappakstrinum í Argentínu á sunnudag sigraði hann í þriðja sinn í röð. Hann hefur nú yfirburðastöðu eftir þrjú fyrstu mótin og er 18 stigum á undan Kanadamanninum Jacques Villeneuve sem kemur næstur. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 258 orð

Dominique Wilkins sýndi gamla takta

Barcelona frá Spáni og gríska liðið Panathinaikos leika til úrslita í Evrópukeppni félagsliða í körfuknatteik. Barcelona vann Real Madrid 76:66 í undanúrslitum í París í gær og Panathinaikos vann CSKA Moskva 81:71 í hinum undanúrslitaleiknum á sama stað. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 380 orð

Dortmund upp fyrir Bayern á markatölu

Meistarar Dortmund gerðu markalaust jafntefli í Köln í gærkvöldi og skutust í efsta sæti þýsku deildarinnar á kostnað Bayern M¨unchen sem er með jafn mörg stig en lakari markatölu. Dortmund gerði 1:1-jafntefli við Werder Bremen sl. laugardag og mátti þakka fyrir það en talið er að framhaldið verði erfitt fyrir meistarana vegna meiðsla lykilmanna. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 193 orð

Enginn íslenskur keppandi á ÓL

AÐ öllum líkindum verður ekkert af þátttöku íslenskra badmintonmanna í Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar því úrtökumótum fyrir leikana lauk um síðustu mánaðamót og samkvæmt upplýsingum alþjóðabadmintonsambandsins hafa íslenskir keppendur ekki unnið þátttökurétt. Elsa Nielsen er þó í 7. sæti á varamannalista í einliðaleik kvenna. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 1221 orð

England

Leikir á laugardag: Middlesbrough - Sheff. Wed3:1 (Fjortoft 54., 67.,Frestone 71.) - (Pembridge 55.). 28.751. Arsenal - Leeds2:1 (Wright 44., 90.) - (Deane 53.). 37.619. Chelsea - Aston Villa1:2 (Spencer 6.) - (Milosevic 39., Yorke 59.). 23.530. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 729 orð

Enn er von hjá Keflvíkingum

KEFLVÍKINGAR hafa greinilega lagst undir feld eftir útreiðina sem þeir fengu hjá Grindvíkingum á heimavelli sínum í Keflavík á laugardaginn. Þjálfaranum hafði sýnilega tekist að koma því inní kollinn á leikmönnum að til að verða Íslandsmeistari í körfuknattleik þarf að leika körfuknattleik, nokkuð sem Keflvíkingar gerðu tæplega á laugardaginn. En í gær var allt annað að sjá til liðsins. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 129 orð

Formula 1 Buenos Aires, Argentínu: (Vegalengd 206,438 km eða

Buenos Aires, Argentínu: (Vegalengd 206,438 km eða 72 hringir).Klst. 1. Damon Hill (Bretl.) Williams1:54:55.322 Meðalhraði 160,013 km á klst. 2. Jacques Villeneuve (Kanada) Williams12.167 sek. á eftir 3. Jean Alesi (Frakkl.) Benetton 14.754 4. Rubens Barrichello (Brasilíu) Jordan55.131 5. Eddie Irvine (Bretl. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 79 orð

Fram meistari í 2. deild FRAMAR

FRAMARAR sigruðu í 2. deild karla í handknattleik. Lokaumferðin í úrslitakeppni 2. deildar var um helgina og sigraði Fram þá ÍH 33:17. HK, sem varð í öðru sæti með 20 stig eins og Fram, sigraði Fylki 33:27. Fram varð deildarmeistari á betri markatölu en HK. Fylkir hlaut 10 stig, Þór 7, ÍH 6 og Breiðablik 4 stig. Fram og HK flytjast því upp í 1. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 323 orð

Grobbelaar lék á ný

BRUCE Grobbelaar markvörður lék á ný í markinu hjá Southampton, þegar liðið lagði Blackburn að velli 1:0 á laugardaginn. Grobbelaar, sem hafði ekki leikið síðan í tapleik gegn Liverpool, 1:3, í apríl 1995, tók stöðu Dave Beasant, sem hafði staðið í markinu í sex tapleikjum á stuttum tíma. Grobbelaar, sem er 38 ára, fékk síðan á sig þrjú mörk í leik gegn Aston Villa á mánudaginn. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 400 orð

Gull »Árangur piltalands-liðsins í knattspyrnuávísun á framtíðina

Árangur íslenska piltalandsliðsins í knattspyrnu á liðnum tveimur vikum lofar góðu um framhaldið. Strákarnir hafa tekið þátt í markvissu starfi Knattspyrnusambands Íslands undanfarin ár, verið með á mörgum alþjóðamótum og öðlast dýrmæta reynslu sem er þegar farin að bera ríkulegan ávöxt. Þeir létu verkin tala undanfarna daga og gull á Ítalíu segir meira en mörg orð. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 208 orð

Gunnar þjálfar FH-inga GUNNAR B

GUNNAR Beinteinsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur verið ráðinn næsti þjálfari FH. Gunnar hefur þjálfað yngri flokka hjá félaginu, en hann hefur leikið með FH síðan hann hóf að leika handknattleik. "Ég er nú hálfblautur á bak við eyrun í sambandi við þjálfun, en auðvitað hefur maður sínar hugmyndir um hvernig á að gera þetta," sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 846 orð

Hornets stöðvaði Bulls

ÞAÐ var mikið leikið í NBA-deildinni um páskahátíðina og þar bar helst til tíðinda að Orlando tapaði tvívegis á heimavelli, fyrst fyrir Boston og síðan fyrir Chicago. Það telst einnig til tíðinda að Chicago tapaði á heimavelli fyrir Hornets, en liðið hafði leikið 44 leiki þar án þess að tapa. Jordan og félagar verða því ekki fyrst félaga til að komast í gegnum eitt tímabil án þess að tapa leik. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 610 orð

Hvað segirÞORBJÖRN ATLI SVEINSSONum markakóngsbikarinn frá Ítalíu? Stærri en strákarnir

FRAMHERJINN Þorbjörn Atli Sveinsson úr Fram varð markakóngur á 16 liða móti sem lauk á Ítalíu á annan í páskum. Þar kepptu landslið skipuð leikmönnum 18 ára og yngri og gerðu íslensku strákarnir sér lítið fyrir og sigruðu, lögðu Slóvakíu 4:3 í vítaspyrnukeppni. Þorbjörn Atli gerði fimm mörk í leikjunum fimm og varð markakóngur. Þorbjörn Atli er 18 ára gamall, fæddur 30. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 11 orð

Í kvöld

Í kvöld Knattspyrna Reykjavíkurmótið Gervigras:KR - Framkl. 20.30 Leiknisv.:Léttir - Ármannkl. 20. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 317 orð

Íslandsmeistarar krýndir á á Akureyri helgina

Stjórn Skíðasambands Íslands ákvað á fundi sínum á mánudagskvöld, eftir að Skíðamóti Íslands hafði verið aflýst, að keppt yrði um Íslandsmeistara samhliða alþjóðamótinu, Icelandair Cup, sem fram fer í Hlíðarfjalli við Akureyri um næstu helgi. Einnig verður göngukeppni þar sem Íslandsmeistarar verða krýndir. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 390 orð

Íslenska kvennalandsliðið varð í neðsta sæti

ÍSLENSKA kvennalandsliðið hafnaði í neðsta sæti í sínum riðli í Evrópukeppni landsliða í handknattleik. Liðið tapaði tvívegs fyrir Hollendingum í Arnheim um páskana og hafði áður tapað stórt fyrir Svíum og Rússum sem eru í sama riðli. "Ég neita því ekki að árangurinn olli mér vonbrigðum. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 525 orð

Jón byrjar vel

VALSMENN fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum fjórða árið í röð og í sjöunda skipti frá 1988 þegar þeir unnu auðveldan sigur, 25:17, á KA í fjórða leik liðanna í Laugardalshöllinni, sem var þéttsetin ­ uppselt löngu fyrir leik. Jón Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur verið meistari með Val í öll sjö skiptin, hann gekk til liðs við Val frá KA 1987. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 283 orð

Keegan er ekki búinn að gefa upp alla von

Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, neitar að gefa upp alla von um að lið hans verði enskur meistari. Hann hefur þurft að horfa upp á félagið tapa fimm af síðustu átta leikjum og missa niður sigurleik gegn Blackburn á síðustu fjórum mínútunum á mánudagskvöld. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 92 orð

Keflavík - UMFG70:86

Íþróttahúsið í Keflavík, 4. leikur í úrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, laugardaginn 6. apríl 1996. Gangur leiksins: 0:6, 1:8, 3:11, 11:11, 11:19, 18:28, 23:34, 27:42, 31:42, 33:48, 37:54, 39:59, 52:66, 52:75, 66:86, 70:86. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 91 orð

Kiel meistari þriðja árið í röð

KIEL vann D¨usseldorf 21:20 á útivelli í þýsku deildinni í handknattleik um helgina og tryggði sér þar með meistaratitilinn þriðja árið í röð. Flensburg vann Bad Schwartau 19:12 á útivelli og er öruggt með 2. sætið. Lærisveinar Kristjáns Arasonar í Dormagen unnu Minden 27:19 á heimavelli og eru um miðja deild eins og Essen sem gerði 29:29 jafntefli við Niederw¨urzbach á útivelli. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 47 orð

MAN. UTD. NEWCASTLE

Leikir sem eftir eru í meistarabaráttunni 13. apríl: Southampton (Ú) 17. apríl: Leeds (H) 27. apríl: Nott. Forest (H) 5. maí: Middlesbrough (Ú) 14. apríl: Aston Villa (H) 17. apríl: Southampton (H) 27. apríl: Leeds (Ú) 2. maí: Nott. Forest (Ú) 5. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 273 orð

Markvörður S-Kóreu til liðs við FH-inga

Lii Suk-hyung, landsliðsmarkvörður Suður-Kóreu í handknattleik, gekk í gærkvöldi frá rammasamningi til tveggja ára við FH. Lii, sem vakti mikla athygli í Heimsmeistarakeppninni á Íslandi í fyrra, var kjörinn handknattleiksmaður ársins í heimalandi sínu fyrir skömmu en hann er nú með landsliðinu í alþjóða keppninni í Japan þar sem íslenska landsliðið er einnig. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 60 orð

Meistarar fagna

VALSMENN fögnuðu meistaratitlinum fjórða árið í röð. Þeir jöfnuðu þar með met Víkings, sem varð meistari fjögur ár í röð 1980-1983. Eftri röð frá vinstri: Ari Allansson, Ólafur Stefánsson, Jón Kristjánsson, þjálfari, Júlíus Gunnarsson, Sigfús Sigurðsson, Eyþór Guðjónsson, Ingi Rafn Jónsson. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 256 orð

NBA-deildin

Leikið aðfararnótt fimmtudags: Cleveland - LA Lakers105:89 Detroit - Charlotte98:83 New Jersey - LA Clippers100:94 Philadelphia - Indiana87:102 New York - Orlando85:98 San Antonio - Sacramento117:96 Seattle - Houston118:103 Vancouver - Minnesota105:103 Leikið aðfararnótt föstudags: Toronto - Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 171 orð

NHL-deildin

Leikð aðfararnótt laugardags: NY Rangers - Philadelphia3:1 Ottawa - Ny Islanders4:2 Tampa Bay - Buffalo3:4 Dallas - Chicago3:3 Anaheim - Detroit2:2 Leikið aðfararnótt sunnudags: Hartford - New Jersey3:6 Colorado - San Jose5:1 NY Islanders - Buffalo3:0 Montreal - Florida2:1 Pittsburgh - Tampa Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 823 orð

Nýtt Valslið fullmótað eftir tvö ár

Mikið uppbyggingarstarf að Hlíðarenda Nýtt Valslið fullmótað eftir tvö ár ÁRANGUR Valsmanna hefur verið hreint ótrúlegur undanfarin níu ár ­ sjö sinnum hefur Íslandsmeistaratitillinn hafnað á Hlíðarenda, þar sem mikið uppbyggingarstarf hefur farið fram. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 74 orð

Opna breska mótið UNDANÚRSLITKarlar: Ro

UNDANÚRSLITKarlar: Rodney Eyles - Brett Martin3:1 (13-15, 15-12, 15-3, 15-9)Jansher Khan - Julien Bonetat3:1 (12-15, 15-9, 15-9, 15-6)Konur: Michelle Martin - Jane Martin3:0 (9-4, 9-7, 9-4)Sarah Fitz-Gerald - Fiona Geaves3:0 (9-7, 9-2, Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 721 orð

Piltarnir meistarar á Ítalíu

ÍSLENSKA unglingalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, sigraði á 16 landa móti á Ítalíu um páskana. Íslenska liðið lagði Slóvakíu í úrslitaleik, 4:3 í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik og framlengingu. Markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson úr ÍR var kjörinn besti leikmaður mótsins og Þorbjörn Atli Sveinsson úr Fram var markakóngur þess með fimm mörk. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 121 orð

Rangers lagði Celtic

GLASGOW Rangers tryggði sér rétt til að leika til úrslita í skosku bikarkeppninni með því að leggja Celtic að velli, 2:1. Liðið á góða möguleika að vinna tvöfalt í Skotlandi, bæði deild og bikar. Mótherji Rangers á Hampden Park 18. maí verður Hearts, sem lék síðast bikarúrslitaleik fyrir tíu árum. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 46 orð

Reykjavíkurmótið A-deild: ÍR - Fylkir1:4 Kristján Brooks - Andri Marteinsson 2, Ólafur Stígsson, Þórhallur Dan Jóhannsson Valur

A-deild: ÍR - Fylkir1:4 Kristján Brooks - Andri Marteinsson 2, Ólafur Stígsson, Þórhallur Dan Jóhannsson Valur - Þróttur2:2 Jónas Helgason, Sigþór Júlíusson - Gunnar Gunnarsson, Árni S. Pálsson. B-deild Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 478 orð

SIGRÍÐUR Þorláksdóttir

SIGRÍÐUR Þorláksdóttir, skíðakona frá Ísafirði, hafði langbesta tímann í fyrri umferð svigsins á Skíðamóti Íslands í Bláfjöllum á laugardaginn. Það dugði þó skammt því landsmótinu var aflýst eftir fyrri umferðina. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 184 orð

Sigurður 15. besti í Svíþjóð

SIGURÐUR Jónsson knattspyrnumaður með Örebro í Svíþjóð er fimmtándi besti leikmaður sænsku fyrstu deildarinnar að mati tímaritsins Fotball extra. Í nýjasta tölublaði sínu birtir blaðið lista yfir 200 bestu knattspyrnumenn sem leika á sænskri grund. Listinn er settur saman af blaðamönnum þess. Arnór Guðjohnsen er í 37. sæti, Rúnar Kristinsson í 40. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 105 orð

Sigurður í viðræðum við Hauka

SIGURÐUR Gunnarsson, sem þjálfaði Bodö í Noregi sl. vetur, er nú að skoða tilboð um að gerast þjálfari 1. deildarliðs Hauka í Hafnarfirði næsta vetur. Hann var einnig í viðræðum við Stjörnuna í Garðabæ en upp úr þeim slitnaði um helgina. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að meiri líkur væru á því að hann kæmi heim til að þjálfa en flytja sig til í Noregi. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 51 orð

Sigurjón enn á pari

SIGURJÓN Arnarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, tók þátt í eins dags móti í Tommy Armour mótaröðinni í Bandaríkjunum um páskana. Leikið var á Heathrow-vellinum en hann er par 72 og erfiðleikastuðull hans er 74. Sigurjón lék á pari, 72 höggum, og varð í 16. sæti af 70 keppendum. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 356 orð

Skíðamót Íslands fauk út í veður og vind

EKKI tókst að keppa á Skíðamóti Íslands í Bláfjöllum um páskana vegna veðurs og má segja að mótið hafi fokið út í veður og vind. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1959 sem landsmóti er aflýst. Fyrst var keppt á Skíðamóti Íslands árið 1937 og var þá eingöngu keppt í norrænum greinum. Árið eftir var síðan tekin upp keppni í alpagreinum. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 156 orð

TENNISBandaríkin úr leik

Bandaríkjamenn urðu fyrir miklu áfalli um páskana þegar landslið þeirra í tennis tapaði fyrir Tékkum í átta liða úrslitum Davis keppninnar. Bandaríkjamenn eru núverandi meistarar og gerðu menn sér vonir um að halda þeim titli, en Tékkar sáu um að svo verður ekki. Leikur þjóðanna var jafn og það var ekki fyrr en í síðasta einliðaleiknum sem úrslitin réðust. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 175 orð

Tíu marka sigur á Ástralíu

Íslenska landsliðið í handknattleik karla sigraði Ástralíu 29:19 í fyrsta leiknum á átta landa móti í Kumamoto í Japan í gær. Þetta var jafnframt fyrsti leikur þjóðanna í handknattleik. Staðan í hálfleik var 14:9 fyrir Ísland. Valdimar Grímsson lék 200. landsleik sinn og hélt upp á það með því að gera þrjú mörk. Ein breyting var gerð á íslenska liðinu áður en það hélt til Japans. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 95 orð

UMFG - Keflavík72:82

Íþróttahúsið í Grindavík, fimmti úrslitaleikurinn í körfuknattleik, þriðjudaginn 9. apríl 1996. Gangur leiksins: 0:2, 3:2, 8:11, 11:20, 20:30, 26:30, 32:36, 32:45, 36:45, 38:53, 45:53, 50:60, 60:64, 65:67, 67:69, 69:75, 72:76, 72:82. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | -1 orð

Unnum okkur inn 40 mínútur til viðbótar

Það voru einhverjir að tala um að við værum gamlir og þreyttir en það á ekki við það Keflavíkurlið sem var að spila hér í kvöld. Við spiluðum betri vörn en við höfum verið að gera og það er það sem skiptir máli í körfunni, að nenna að spila vörn. Þá fór sóknarleikurinn að ganga og boltinn rúllaði vel fyrir okkur í kvöld. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 226 orð

Valur - KA25:17

Laugardalshöll, Íslandsmótið í handknattleik, úrslitaleikur í úrslitakeppni ­ fjórði leikur, föstudaginn 5. apríl 1996. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 3:2, 4:4, 6:4, 8:5, 9:7, 11:7, 11:8, 12:8, 13:8, 15:9, 15:11, 16:12, 18:12, 19:13, 19:15, 21:16, 25:16, 25:17. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 154 orð

Wynalda skoraði fyrsta markið

Það fór vel á því að Eric Wynalda, markahæsti leikmaður bandaríska landsliðsins frá upphafi, skoraði fyrsta markið í hinni nýstofnuðu atvinnumannadeild í Bandaríkjunum. Opnunarleikur deildarinnar milli San Jose og Washington D.C. fór fram á laugardaginn. Wynalda skoraði eina markið í leiknum fyrir San Jose fjórum mínútum fyrir leikslok. Markið var sérlega glæsilegt. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 43 orð

Þannig vörðu þeir:

Guðmundur Hrafnkelsson, Val, 21/2 (Þaraf fjögur skot, sem knötturinn fór aftur tilmótherja). 10 (2) langskot , 6 (1) úr horni, 2(1)úr hraðaupphlaupi, 2 vítaköst, 1 af línu. Guðmundur A. Jónsson, KA, 9/1 (2) 7 (2)langskot , 1 úr horni, 1 vítakast. Meira
10. apríl 1996 | Íþróttir | 73 orð

Öruggt hjá Þórði og samherjum í Bochum

ÞÓRÐUR Guðjónsson og samherjar í Bochum eru nánast öruggir með að endurheimta sætið í 1. deild þýsku knattspyrnunnar. Liðið sótti Meppen heim um helgina, vann 3:2 eftir að hafa verið 2:0 undir í hálfleik og er með 51 stig. Duisburg er í öðru sæti með 44 stig og Bielefeld í því þriðja með 42 stig. Þórður kom inn á sem varamaður um miðjan seinni hálfleik gegn Meppen. Meira

Úr verinu

10. apríl 1996 | Úr verinu | 208 orð

Fiskiskipum fer fækkandi

Á ÞEIM rúma áratug, sem er síðan kvótakerfið var tekið upp við fiskiveiðistjórnun hérlendis, hefur fjöldi fiskiskipa (þilfarsskipa), opnir bátar eru ekki taldir með, sveiflazt mikið. Í upphafi árs 1984 voru þessi skip um 830. Þeim fækkaði lítillega fyrstu ár kvótakerfisins, eða til 1986. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 127 orð

Frumvarpi mótmælt

FFSÍ hefur sent ályktun til sjávarútvegsráðherra vegna nýlegs samkomulags milli hans og Landssambands smábátaeigenda um tilfærslur á veiðirétti. Þar segir meðal annars svo: "Fundur sambandsstjórnar Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, haldinn 1. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 1103 orð

"Getum ekki tapað á viðskiptunum"

ÞEIR Birgir Kristinsson og Einar Sveinsson, sem eiga og reka Fisk ehf. í Sandgerði ásamt eiginkonum sínum, eru nú fyrst að uppskera sjö ára uppbyggingarstarf í ferskfiskútflutningi. Eftir mikla vinnu við að skapa sér nafn á Evrópumarkaði, hafa ýmis stór fisksölufyrirtæki ytra verið að bera í þá víurnar, Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 692 orð

Grikkir hafa forystuna í fiskeldi við Miðjarðarhaf

FISKELDIÐ í Miðjarðarhafsríkjum er næstum eingöngu byggt á tveimur tegundum, vartara og borra, og svarar eldi fyrrnefndu tegundarinnar til 48% og hinnar til 50%. Skipta tíu fisktegundir á milli sín þeim 2%, sem eftir eru. Við Miðjarðarhafið er nú 461 fiskeldisstöð og um 60 klakstöðvar að auki. Hefur framleiðsla á vartara og borra um það bil fimmfaldast á fimm árum og var 28.000 tonn 1994. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 165 orð

Hagnaður hjá Dalmor

PÓLSKA sjávarútvegfyrirtækið Dalmor í Gdynia skilaði nokkrum hagnaði á síðasta ári, þrátt fyrir að möguleikar skipa fyrirtækisins til veiða víða um heim hafi verið skertir jafnt og þétt. Fyrirtækið fagnar um þessar mundir hálfrar aldar afmæli, en á því tímabili hefur aflinn alls orðið um 6 milljónir tonna. Á síðasta ári var heildarafli skipa Dalmor um 124.000 tonn. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 600 orð

Hefja ritun heildarsögu útvegs við N-Atlantshaf

ÁHUGAMENN um fiskveiðisögu frá nokkrum löndum við N-Atlantshaf tóku sig sama um að halda málþing árið 1994. Í framhaldi af henni var ákveðið að ráðast í stórfellda útgáfu, m.a. á heildarsögu sjávarútvegs við N-Atlantshaf. Í kringum útgáfuna voru stofnuð samtökin "North Atlantic Fisheries History Association", sem eru skammstöfuð NAFA, og var Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, kosinn forseti þeirra. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 230 orð

Hrár saltfiskur með tómötum, lauk og ólífum

SALTFISKUR er vinsæll víða í Suður-Evrópu um páskana, en líklega hefur hann ekki notið sömu vinsælda hérlendis. Fyrir skömmu varu haldnir saltfiskdagar á Hótel Sögu, þar sem kynntar voru fjölmargar leiðir til að elda saltfiskinn undir umsjón Sigurðar L. Hall. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 202 orð

Hættir eftir tæp 50 ár hjá Rf

JÚLÍUS Guðmundsson, efnafræðingur, hætti störfum á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins um síðustu áramót eftir farsælt starf þar í hátt í 47 ár. Hann er 73 ára og man tímana tvenna í starfsemi Rf. Júlíus hóf störf á rannsóknastofu Fiskifélags Íslands, forvera Rf, árið 1948. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 411 orð

Ísland ákjósanleg þjónustumiðstöð fyrir erlend skip

ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands hefur ráðist í það verkefni í samstarfi við hóp fyrirtækja að kynna Ísland sem þjónustumiðstöð fiskiskipa. Meðal annars verður gefið út kynningarrit sem verður dreift víða um heim. Upphaf málsins má rekja til þess að lög um heimildir erlendra fiskiskipa til að landa hérlendis voru rýmkuð verulega árið 1992. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 346 orð

Margir á hattinum

SJÓSÓKN var sæmileg um tíuleytið í gær, en samkvæmt tilkynningaskyldunni voru um 450 skip á sjó. Yfir páskana var sjósókn mjög lítil enda var krókabann og páskafrí hjá sjómönnum. 23 skip voru komin eða á leiðinni á Flæmska hattinn í gær. Á úthafsveiðum á Reykjaneshrygg voru tíu skip. Páskafrí og rólegheit Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 224 orð

MEÐ FULLFERMI AF KARFA Á LÍNUNA

NORSKA skipið Førde Junior kom með fullfermi í Hafnarfjarðarhöfn rétt fyrir páska eftir að hafa verið á tilraunaveiðum með línu á Reykjaneshrygg. Hafsteinn Aðalsteinsson, skipstjóri af Kristrúnu RE, var skipstjóri á norska línuskipinu og segir að veiðarnar hafi gengið ágætlega. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 161 orð

Mikil aukning krókabáta

FRUMVARP til laga um veiðistjórnun krókabáta hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Það er því ekki úr vegi að líta á hvernig þorskafli þessara báta hefur verið undanfarin ár. Árið 1989 var aflinn um 8.000 tonn og jókst hratt næstu árin í samræmi við mikla fjölgun bátanna. Aflinn náði hámarki á síðasta fiskveiðiári í um 38.000 tonnum, en lækkar síðan niður í 21. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 106 orð

Saltsíldin rannsökuð

RANNSÓKNIR á verkun saltsíldar var lokaverkefni Guðnýjar Guðmundsdóttur í meistaranámi við efnafræði- og matvælaskorir Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru dr. Guðmundur Stefánsson, matvælafræðingur og dr. Kristberg Kristbergsson, dósent. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 93 orð

Sólveig til Rf vestra

SÓLVEIG Sigurðardóttirhóf störf sem rannsóknarmaður hjá útibúi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins á Ísafirði fyrr á þessu ári. Hún er Ísfirðingur í húð og hár. Áður en hún gekk til liðs við Rf var hún heimavinnandi og þar áður starfsmaður verzlunarinnar Bókhlöðunnar. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 75 orð

TVEIR Á SKAKI VIÐ EYJAR

Vestmannaeyjum - FJÓRAR trillur frá Eyjum voru á skaki í Ólafsholu, austur af Suðurey, þegar Verið leit þar við. Skipverjarnir á Hlýra VE 172, Kristbergur og hundurinn hans Skotti, voru meðal þeirra sem voru að skaka í Ólafsholunni. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 250 orð

Veiða karfa á línuna

NORSKA skipið Førde Junior kom með fullfermi í Hafnarfjarðarhöfn rétt fyrir páska eftir að hafa verið á tilraunaveiðum með línu á Reykjaneshrygg. Hafsteinn Aðalsteinsson, skipstjóri af Kristrúnu RE, var skipstjóri á norska línuskipinu og segir að veiðarnar hafi gengið ágætlega. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 383 orð

Verður eftirlit Fiskistofu með frystiskipum minnkað?

SAMKVÆMT drögum að nýju frumvarpi til breytinga á lögum um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum, sem nú liggja fyrir í sjávarútvegsráðuneytinu, er meðal annars gert skylt að vigta allan afla og hráefni til vinnslu um borð. Ennfremur er gert ráð fyrir því að allar afurðir verði vigtaðar sérstaklega. Þá er gert ráð fyrir umfangsminna eftirliti af hálfu Fiskistofu, en nú er. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 1144 orð

"Við höldum sjó með Rússafiski"

RÉTT við Njarðvíkurhöfn er starfandi frystihús, sem byggir afkomu sína að langstærstum hluta á Barentshafsbolfiski, veiddum af rússneskum togurum. Frystihúsið er til húsa í gamla Sjöstjörnuhúsinu, en starfsemi þar hafði legið niðri um árabil þar til að Vogar hf. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 856 orð

Væri öðruvísi umhorfs hefði Steingrímur hlustað

ÞAÐ VAR í apríl 1975 að ég þoldi ekki lengur að horfa uppá rányrkjuna sem ég varð vitni að dags daglega á Þistilfirði og því ákvað ég að fara á fund Steingríms Hermannssonar sem þá var sjávarútvegsráðherra og biðja hann að stöðva ófremdarástandið í firðinum. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 3 orð

ÞEIM GULA HAMPAÐ

10. apríl 1996 | Úr verinu | 375 orð

"Þorskstofninn er vart undir 900.000 tonnum"

STÆRÐ þorskstofnsins er vart undir 900 þúsund tonnum, að mati Kristins Péturssonar, framkvæmdastjóra Gunnólfs ehf. Hann segir að þorskstofninn virðist hafa stækkað mun hraðar en áætlanir Hafrannsóknastofnunarinnar gerðu ráð fyrir. Svipað hafi gerst á árunum 1975 til 1980. Meira
10. apríl 1996 | Úr verinu | 186 orð

(fyrirsögn vantar)

Vestmannaeyjum-Náttúrugripasafninu í Eyjum barst fyrir skömmu hvít grálúða, albínói, sem togarinn Skafti frá Sauðarkrói fékk í trollið á 370 faðma dýpi út af Berufjarðarál austur af landinu. Grálúðan náðist ekki lifandi en verður stoppuð upp í Náttúrugripasafninu. Meira

Barnablað

10. apríl 1996 | Barnablað | 79 orð

Á skólalóðinni

ANDREA Elsa Ágústsdóttir, Blöndubakka 5, 109 Reykjavík, sendi okkur fallega mynd úr skólalífinu. Stelpan sippar og sippar og sippubandið flækist ekki neitt fyrir fótunum hennar. Kannski er hún búin að sippa 150 sinnum! Strákarnir eru í fótbolta og að öllum líkindum er rosa þrusa á leiðinni í markið. Meira
10. apríl 1996 | Barnablað | 101 orð

Draumurinn minn

EINU sinni var hús inni í miðjum skóginum. Og þar inni í húsinu voru fjórir prakkarar. Og prakkararnir voru alltaf að stríða öðrum börnum. Einn daginn kom galdranorn og breytti þeim í froska. Og hún fór með þá í pottinn sinn. Og hún ætlaði að borða þá. En svo komu foreldrar þeirra og björguðu þeim. Meira
10. apríl 1996 | Barnablað | 703 orð

Hundalíf

LÍFIÐ er ekkert hundalíf, það er bara teiknimyndin um dalmatíuhundana, sem heitir Hundalíf. Það vitið þið greinilega, krakkar, því að þátttakan var með ólíkindum í litaleiknum um Hundalíf. Myndasögur Moggans og Sam- myndbönd þakka ykkur öllum fyrir þátttökuna og á næstu dögum munu Sam-myndbönd póstsenda verðlaunin til ykkar, sem þau hlutuð. Verði ykkur að góðu. Meira
10. apríl 1996 | Barnablað | 30 orð

Hvaða dýr?

Hvaða dýr? DRAGIÐ strik frá örvunum við tölustafina 1, 2, 3, 4 og 5 og fylgið viðkomandi línu alla leið til enda neðst í auða hringnum. Þá mun ykkur birtast dýr. Meira
10. apríl 1996 | Barnablað | 124 orð

Pennavinir

Kæru myndasögur Moggans! Mig langar að eignast pennavini á aldrinum 8-10 ára, sjálf er ég 9 ára. Áhugamál: Skíði, skautar, sund og margt fleira. (Athugið: strákar mega líka skrifa.) Nanna Kristín Tryggvadóttir Vesturhúsum 22 112 Reykjavík Kæru Myndasögur Moggans! Ég heiti Sigríður og óska eftir pennavinum á aldrinum 10-12 ára, ég er sjálf 10 ára. Meira
10. apríl 1996 | Barnablað | 28 orð

Prinsessan hennar Sonju

Prinsessan hennar Sonju HÚN Sonja er 5 ára. Þetta er prinsessa og við hliðina á henni er Línu Langsokkshús (með fléttur!). Sonja á heima í Jörundarholti 204, 300 Akranes. Meira
10. apríl 1996 | Barnablað | 43 orð

Sumarmynd frá Selfossi

JÓHANNA Runólfsdóttir, 4 ára, Birkivöllum 18, 800 Selfoss, sendi Myndasögunum þessa mynd af stelpu, skjaldböku, blómi og himni. Öruggt má telja að stelpa, blóm og himinn séu á Selfossi, en ekki er eins víst að skjaldbaka þrífist þar, nema þá innandyra. Meira
10. apríl 1996 | Barnablað | 21 orð

Vatnslausa járnbrautarlestin

Vatnslausa járnbrautarlestin EIMREIÐIN er að verða vatnslaus og þarf nauðsynlega að komast að vatnstankinum. Vinsamlegast hjálpið henni að finna rétta sporið. Meira
10. apríl 1996 | Barnablað | 42 orð

Vinir úti í náttúrunni

EDDA Unnsteinsdóttir, 12 ára, Skarðsá, 371 Dalabyggð, sýnir okkur hest og hund í leik á sólríkum sumardegi. Sólin og bólstraskýin segja okkur að hafa ekki áhyggjur af veðrinu. Við skulum vona að svona dagar verði nokkuð margir í sumar. Meira
10. apríl 1996 | Barnablað | 35 orð

Vormynd af húsi í Keflavík

STÚLKA í Keflavík að nafni Aðalheiður Óskarsdóttir, 6 ára, gerði þessa litfögru vormynd af húsinu sínu. Rigningin skolar snjó og óhreinindum burt og vorvindarnir gleyma ekki Suðurnesjabúum, svo mikið er víst. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.