Greinar föstudaginn 12. apríl 1996

Forsíða

12. apríl 1996 | Forsíða | 108 orð

16 farast í Düsseldorf

SEXTÁN manns a.m.k. biðu bana og um 150 manns slösuðust í eldsvoða í flugstöðinni á flugvellinum í Düsseldorf í Þýskalandi í gær, tæpur helmingur þeirra lífshættulega. Talið er að kviknað hafi í vegna neistaflugs frá verkfærum í blómabúð í byggingunni. Tók það mjög fjölmennt slökkvilið rúmar fimm stundir að ná tökum á bálinu. Eldurinn kviknaði í komusalnum í A-álmu. Meira
12. apríl 1996 | Forsíða | 271 orð

Feigðarflug ungrar flugkonu

SJÖ ára stúlka, Jessica Dubroff, fórst ásamt föður sínum og flugkennara í gær er hún freistaði þess að verða yngst bandarískra flugmanna til þess að fljúga milli stranda í Bandaríkjunum. Nokkrum mínútum eftir flugtak frá flugvellinum í Cheyenne í Wyoming steyptist Cessna Cardinal-vélin á nefið niður á húsagötu í íbúðahverfi. Sjónarvottur sagði flugvélina hafa spunnið í jörðina. Meira
12. apríl 1996 | Forsíða | 34 orð

Lestarslys í Belgíu

BJÖRGUNARMENN bera slasaðan mann úr flaki járnbrautarlestar sem fór út af teinunum í borginni Roulers í Belgíu í gær með þeim afleiðingum að tveir menn biðu bana og tugir slösuðust. Meira
12. apríl 1996 | Forsíða | 124 orð

Peres vill ræða pólitíska lausn

SHIMON Peres forsætisráðherra Ísraels sagðist í gær opinn fyrir pólitískri lausn átakanna í Líbanon síðustu daga og kvaðst vona að hizbollah-skæruliðar drægju réttan lærdóm af hefndaraðgerðum Ísraela í gær. Meira
12. apríl 1996 | Forsíða | 73 orð

Stjórn S- Kóreu féll

STJÓRNARFLOKKUR Suður-Kóreu tapaði þingmeirihluta í kosningum, sem fram fóru í landinu í gær, að sögn kóreska ríkissjónvarpsins. Lengi dags bentu svonefndar útgöngukannanir þriggja sjónvarpsstöðva til þess að stjórnin héldi velli og rúmlega það. Er á talningu atkvæða leið kom í ljós að þær spár áttu ekki við rök að styðjast. Meira
12. apríl 1996 | Forsíða | 232 orð

Vopnasmiðjurnar styðja Jeltsín

RÚSSNESKIR hergagnaframleiðendur hétu Borís Jeltsín stuðningi í forsetakosningunum í júní að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem forsetinn ákvað samstundis að verða við. Í tilkynningu hergagnaframleiðenda sagði, að "ígrunduð athugun" sérfræðinga tæknivæddustu iðnaðarstarfsemi Rússlands hefði leitt til þeirrar niðurstöðu, að valdaskipti væru ekki aðeins óskynsamleg heldur beinlínis hættuleg. Meira

Fréttir

12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

14 ára ökumaður valdur að slysi

FJÓRTÁN ára piltur á nýlegum VW-Golf olli hörðum árekstri á Gullinbrú í Grafarvogi á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld. Pilturinn ók aftan á bíl og slasaðist ökumaður hans og varð að leita á slysadeild. Að sögn lögreglu gerði tjónvaldurinn sig líklegan til að stinga af frá slysstaðnum en nærstaddir komu í veg fyrir það og héldu honum uns lögregla kom. Meira
12. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 170 orð

Alvarlegur matvælaskortur í Monrovíu

ÁTÖKIN, sem blossað hafa upp í Líberíu, hafa valdið alvarlegum matvælaskorti í höfuðborginni, Monrovíu, og óttast er að ekki verði hægt að dreifa matvælum til annarra svæða í landinu. Talsmaður Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), sem er með höfuðstöðvar í Róm, sagði að neyðarástand gæti skapast ef bardagarnir héldu áfram og kæmu í veg fyrir dreifingu hjálpargagna. Meira
12. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 116 orð

Aufúsugestur í Brussel

PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, átti fyrr í vikunni fund með Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnarinnar í Brussel. Lipponen er aufúsugestur í Brussel. Finnskur almenningur hefur sýnt mun meiri stuðning við ESB-aðild en t.d. kjósendur í Danmörku og Svíþjóð. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 775 orð

Áhersla lögð á að virkja fyrirtæki til þátttöku

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur í gangi sérstakt verkefni sem ber yfirskriftina "Fair Flow" og er ætlað að miðla upplýsingum á handhægan hátt um niðurstöður rannsókna sem fjármagnaðar eru af sambandinu. Fimmta rammaáætlun sambandsins er nú í undirbúningi og eiga Íslendingar fulla aðild að þeirri áætlun. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 370 orð

Á leið til Fílabeinsstrandarinnar í dag

INGVAR Ásgeirsson sendifulltrúi Rauða krossins í Líberíu er kominn heilu og höldnu frá Monróvíu til Freetown í Sierra Leone og segir ferðina hafa "gengið eins og í sögu". Átök brutust út í borginni á laugardag vegna deilna stuðningsmanna stríðsherrans Roosevelts Johnsons og ríkisráðsins, sem farið hefur með bráðabirgðavöld í landinu frá því borgarastyrjöld lauk í ágúst sl. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 195 orð

BJÖRN PÁLSSON

BJÖRN Pálsson, fyrrverandi alþingismaður og bóndi á Ytri-Löngumýri, lést í gær, 91 árs. Björn fæddist 25. febrúar 1905 á Snæringsstöðum í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Páll Hannesson bóndi og Guðrún Björnsdóttir. Björn varð búfræðingur frá Hólum árið 1923. Meira
12. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 347 orð

Bæjarfulltrúi telur óvissuna skaðlega

BÆJARRÁÐ frestaði á fundi sínum í gær að afgreiða málefni varðandi sölu á meirihluta hlutabréfa sinni í Útgerðarfélagi Akureyringa. Stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hefur óskað eftir viðræðum við Akureyrarbæ um kaup á hlutabréfum bæjarins í félaginu sem svarar til að minnsta kosti 10% af heildarhlutafé félagsins. Afgreiðslu þess erindis var frestað á fundinum. Meira
12. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 189 orð

Chirac ræðir mannréttindi við Li

LI Peng, forsætisráðherra Kína, og franskir ráðamenn héldu áfram viðræðum sínum í gær eins og ekkert hefði í skorist eftir að deila hafði blossað upp milli þeirra um mannréttindamál. Jacques Chirac, forseti Frakklands, vakti þó máls á mannréttindum þegar hann ræddi við Li í Élyssée-höll í gær. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 322 orð

Ekki gengið inn á starfssvið slökkviliðsmanna

AÐ MATI Landssambands slökkviliðsmanna rýrir samkomulag Neyðarlínunnar hf. og Reykjavíkurborgar með engu þann rétt er LSS hefur talið slökkviðliðsmenn eiga til þess þáttar starfa þeirra er tekið hefur til neyðarsímsvörunar. Meira
12. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 144 orð

Ekki hækkað frá 1993

SVANBJÖRN Sigurðsson, rafveitustjóri Rafveitu Akureyrar, segir að ragmagnsverð á Akureyri hafi ekki hækkað frá 1. ágúst 1993 en frá þeim tíma hefur Landsvirkjun tvívegis hækkað útsöluverðið um 3% í hvort skipti, nú síðast 1. apríl sl. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 203 orð

Elísabet og Sigursteinn sigruðu

ELÍSABET Sif Haraldsdóttir og Sigursteinn Stefánsson sigruðu í suðuramerískum dönsum á hinni óopinberu heimsmeistarakeppni barna og unglinga, 12-16 ára, í Blackpool í gær. Þrjú íslensk pör komust í úrslit. Fyrir utan sigurvegarana voru það Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir, sem lentu í 3. sæti og Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir, sem höfnuðu í 5. sæti. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Engin sátt um þinghaldið

SVAVAR Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, lýsti því yfir í upphafi þingfundar í gær fyrir hönd formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar að ekkert samkomulag væri við stjórnarandstöðuna um þingstörfin og hefði forseta Alþingis verið gerð grein fyrir þessari afstöðu stjórnarandstöðunnar kvöldið áður. Ólafur G. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 736 orð

Erfiðast að bíða eftir því að einhver yrði okkar var

MANNBJÖRG varð er 20 tonna rækjubátur, Kolbrún ÍS-74 frá Ísafirði, steytti á skeri við Hrútey á Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi á ellefta tímanum í gærmorgun. Tveir menn, bræðurnir Arnar og Hannes Kristjánssynir, voru á Kolbrúnu, og var þeim bjargað um borð í björgunarbátinn Daníel Sigmundsson um tveimur klukkustundum síðar. Það var flutningabílstjóri frá Ísafjarðarleið hf. Meira
12. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 147 orð

Estoniu breytt í grafreit

FRAMKVÆMDIR við að breyta flakinu af farþegaskipinu Estoniu í grafreit hófust í gær. Fyrst þarf að dæla 400 tonnum af eldsneyti úr flakinu sem hvílir á botni Eystrasalts suður af suðvesturhorni Finnlands. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 133 orð

Fegursta stúlka Reykjavíkur valin í kvöld

FEGURÐARSAMKEPPNI Reykjavíkur verður haldin á Hótel Íslandi í kvöld, 12. apríl, en 15 stúlkur taka þátt að þessu sinni. Reynt er eftir fremsta megni að hafa keppnina með nýstárlegum hætti og annast Helena Jónsdóttir sviðsetningu hennar. Boðið verður upp á fjölda skemmtiatriða, meðal annars söng, dans og tískusýningar. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 327 orð

Fleiri apótek bjóða 20% verðlækkun

INGOLF Petersen formaður Apótekarafélag Íslands segir lyfsala ekki hafa afráðið að breyta afgreiðslutíma apóteka á höfuðborgarsvæðinu. Nýtt vaktafyrirkomulag hafi verið tekið upp fyrir skömmu og í kjölfar þess séu tvær lyfjaverslanir að jafnaði opnar til tíu á kvöldin. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 269 orð

Framsal aflaheimilda verði afnumið

TVEIR þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að afnema að mestu heimildir til framsals aflaheimilda sem nú eru í lögum um stjórn fiskveiða. Guðmundur Hallvarðsson og Guðjón Guðmundsson leggja frumvarpið fram en þar er m.a. gert ráð fyrir að veiðiheimildum, sem ekki nýtast á fiskveiðiárinu, verði skilað til Fiskistofu. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Fyrirlestur um barnabókmenntir

DR. JEAN Webb heldur fyrirlestur í boði félagsvísindadeildar Háskóla Íslands kl. 14 á laugardag, 13. apríl í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnir hún "Text, Culture and Children's Literature A Comparative Perspective". Fyrirlestur hennar verður fléttaður inn í málstofu um börn og bækur sem félagsvísindadeild HÍ og Barnabókaráðið standa fyrir. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 151 orð

Fyrirlestur um hvernig hjálpa má börnum alkóhólista

BARNAVERNDARSTOFA í samvinnu við félagasamtökin Barnaheill boða til opins fræðslufundar með Claudiu Black laugardaginn 13. apríl nk. kl. 15 í Norræna húsinu. Claudia Black mun flytja erindið "How Can We Help Children and Adolescents in Alcoholic Families" og að því loknu svara fyrirspurnum gesta. Erindið og umræður verða á ensku. Meira
12. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 313 orð

Fyrstu viðræðurnar um öryggis- og varnarmál

FYRSTU viðræður embættismanna Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál fóru fram í Washington á miðvikudag. Meðal umræðuefnanna voru tilraunir Evrópusambandsins til að axla aukna ábyrgð í varnarmálum. Meira
12. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 170 orð

Færeyskur togari keyptur og seldur

ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Framherji hf. í Færeyjum hefur fest kaup á um 2.000 tonna togara frá Færeyjum. Samherji hf. á Akureyri á 40% hlut í Framherja á móti færeyskum aðilum og fyrir gerir fyrirtækið út togarann Akraberg. Þetta nýja skip heitir Ester, er tæplega 90 metra langt og var smíðað í Þýskalandi árið 1965. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 40 orð

Gjöfin afhent

Valur Valsson, bankastjóri Íslandsbanka, afhendir Jóni Ísberg, formanni stjórnar Héraðsskjalasafns A-Húnavatnsssýslu, peningagjöf til minningar um Pétur Sæmundssen bankastjóra. Peningarnir, 250 þúsund krónur, verða notaðir til að kaupa sértaka bókaskápa, eins og sagði frá í frétt Morgunblaðsins í gær. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 204 orð

Goðaborg fékk frest á frest ofan

MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Íslandsbanka: "Vegna yfirlýsinga fyrrum forráðamanna Goðaborgar hf. þess efnis að Íslandsbanki hf. hafi gengið fram af hörku í innheimtu gagnvart félaginu vill bankinn taka eftirfarandi fram: Allt frá því í haust hefur bankinn átt samvinnu við félagið og sýnt fullan vilja til þess að leita lausna á fjárhagsvanda þess. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 182 orð

Greiðir meira til skólans

SKILMANNAHREPPUR í Borgarfjarðarsýslu hefur tekið að sér að greiða stærri hlut í rekstri Heiðarskóla í Leirársveit en honum ber samkvæmt reglum um byggðarsamlög. Ástæðan er sú að hreppurinn hefur mun meiri tekjur en aðrir hreppar sem standa að skólanum. Tekjur sveitarfélagsins jukust þegar lögum um tekjustofna sveitarfélaga var breytt á árinu 1994 og sett var ákvæði um lágmarksútsvar. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

Gæti þurft að loka LSR

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að ef einstakir hagsmunahópar komi í veg fyrir eðlilegar breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins geti komið til þess að loka verði sjóðnum. Meira
12. apríl 1996 | Miðopna | -1 orð

Gögnin geymd uppi á borði en ekki ofan í skúffu

Ný rýmingaráætlun kynnt Flateyringum Gögnin geymd uppi á borði en ekki ofan í skúffu FLATEYRINGUM hafa verið kynntar nýjar rýmingaráætlanir. Egill Egilsson sat borgarafundinn, en þar kom fram í máli Tómasar Jónssonar að það væri samdóma álit allra þeirra sem komu að málinu, þ.e. Meira
12. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Göngubrú yfir andarifið

STARFSMENN Véla- og stálsmiðjunnar eru þessa dagana að byggja göngubrú yfir andarifið svokallaða við Strandgötu og stendur hún á grjótgarði sem þar var byggður. Brúarbitar og handrið eru úr stáli en gólfið úr timbri. Stefnt er að því að taka brúna í notkun um næstu mánaðamót. Á myndinni eru þeir Hilmar Ingólfsson og Jóhann Ólafsson að bolta brúarbitanna niður. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Halldór í Tékklandi

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, er í opinberri heimsókn í tékkneska lýðveldinu. Í gær átti utanríkisráðherra viðræður við Vaclav Havel, forseta, Milo Uhde, þingforseta svo og vararáðherra iðnaðar-, viðskipta- og fjármála. Á viðræðufundunum var rætt um samskipti landanna og öryggis- og varnarmálaþróun í Evrópu. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Handverksfólk á Garðatorgi

VERSLUNAREIGENDUR við Garðatorg í Garðabæ ætla að brydda upp á nýjung um helgina, en þeir auglýstu nýlega eftir lista- og handverksfólki til að sýna og selja muni á yfirbyggðu torginu. Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa og er torgið nú þegar fullskipað handverksfólki, sem verður með muni úr timbri, gleri, postulíni og trölladeigi svo eitthvað sé nefnt. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 139 orð

Hollvinasamtök HÍ opna skrifstofu

HOLLVINASAMTÖK Háskóla Íslands hafa opnað skrifstofu og ráðið sér framkvæmdastjóra. Sigríður Stefánsdóttir réttarfélagsfræðingur er framkvæmdastjóri. Skrifstofan er á annarri hæð í Stúdentaheimilinu við Hringbraut og verður framvegis opin mánudaga og þriðjudaga kl. 8­14, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14­19. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

Hugsaði bara um að komast á vettvang

"ÉG ÞREYTTIST dálítið, en maður hugsaði einungis um að komast sem fyrst á vettvang. Ég gerði mér enga grein fyrir hversu lengi ég var að róa. Það eina sem komst að hjá mér var að komast sem fyrst út til mannanna enda vissi ég ekkert um aðstæður á strandstað," sagði Jón Sigmundsson, 16 ára, sem í gær reri að skipbrotsmönnum í Mjóafirði með einni ár hátt í kílómetra leið. Meira
12. apríl 1996 | Landsbyggðin | 222 orð

Hundraðasti aðalfundurinn

Kaupfélag Húnvetninga (KH) hefur haldið sinn hundraðasta aðalfund. Rekstur KH gekk vel á aldarafmælinu og skilaði félagið 1,7 milljónum króna í hagnað. Heildarvelta KH var 523,2 milljónir króna sem er um 11% aukning frá fyrra ári. Meira
12. apríl 1996 | Landsbyggðin | 147 orð

Húnvetningar spila lomber

Hvammstanga-Mikill áhugi er fyrir spilinu lomber í Húnavatnssýslum og eru tveir spilaklúbbar í héraðinu. Í austursýslunni er Spaddan, sem heitir eftir hæsta trompspilinu, spaðaásnum. Félagar í Spöddunni eru úr allri sýslunni en þó einkum úr Vatnsdal og spila þeir að jöfnu í Flóðvangi. Meira
12. apríl 1996 | Smáfréttir | 80 orð

ITC III. ráð heldur laugardaginn 13. apríl sinn 44. og 45. ráðsfund.

ITC III. ráð heldur laugardaginn 13. apríl sinn 44. og 45. ráðsfund. Verður hann haldinn á Hvoli, Hvolsvelli, og hefst kl. 10. Stef fundarins er: Bjarsýnum manni skjátlast eins oft og bölsýnum en honum líður ólíkt betur. Gestgjafadeildin er ITC Stjanan í Rangárþingi. Meðal dagskráratriða verður ræðukeppni milli deilda. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð

Íslandsmeistaramót í Svarta Pétri

ÍSLANDSMEISTARAMÓT í Svarta Pétri fer fram laugardaginn 13. apríl á Sólheimum í Grímsnesi. Keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn "Svarti Pétur 1996". Mótið hefst kl. 15 og því lýkur kl. 18. Stjórnandi mótsins er Bryndís Schram. Keppt er um veglegan farandbikar og eignarbikar auk þess sem allir fá aukaverðlaun. Meira
12. apríl 1996 | Landsbyggðin | 181 orð

Málverk afhjúpað á Akranesi

Akranesi-Málverk af Ólafi B. Björnssyni fyrsta forseta bæjarstjórnar Akraness hefur verið afhjúpað með viðhöfn í bæjarþingsalnum. Ólafur B. Björnsson gegndi á afkastamikilli starfsævi sinni fjöldamörgum trúnaðarstörfum fyrir Akraneskaupstað og fyrir ýmis félög og fyrirtæki auk þess sem hann lét til sín taka á sviði menningarmála. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 42 orð

Meistarar í Grindavík

FYRSTI Íslandsmeistaratitill Grindvíkinga í körfuknattleik er í höfn eftir 96:73 sigur liðsins á Keflvíkingum í gær. Grindvíkingar sigruðu þar með í fjórða leiknum, en Keflvíkingar náðu tvisvar sigri. Guðmundur Bragason, fyrirliði, var stoltur þegar hann hampaði bikarnum eftirsótta. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 509 orð

Miklir möguleikar á frekara samstarfi

TIAN Jiyun, fyrsti varaforseti kínverska þingsins, sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri mjög ánægður með opinbera heimsókn sína til Íslands og að áfram yrði unnið að því að stuðla að aukinni vináttu og samstarfi ríkjanna. Meira
12. apríl 1996 | Óflokkað efni | 171 orð

Morsað í skýin Á síðastliðnu ári var margt ritað um málefni Flugmálastjórnar og þær villigötur s

Morsað í skýin Á síðastliðnu ári var margt ritað um málefni Flugmálastjórnar og þær villigötur sem stofnunin er á. Þar voru verðandi skólafélagar mínir á ferðinni og sögðu farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við stofnunina. Það átti eftir að henda mig líka og kosta alla okkur gríðarleg fjárútlát og margra mánaða vinnutap. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Necessity fær nýtt nafn

VERSLUNARKEÐJAN Necessity hefur fengið nýtt nafn, Cha*Cha. Helsta markmið breytingarinnar er að tengja nafn verslunarinnar við Cha*Cha, sem er eitt helsta vörumerki verslananna. Í tilefni nafnabreytingarinnar heldur Cha*Cha á Íslandi sérstaka Cha*Cha-daga 11.­17. apríl þar sem viðskiptavinum eru boðin góð kjör. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 485 orð

Neikvætt félagafrelsi aðeins tryggt með lögum

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að ef stjórnvöldum sé það alvörumál að tryggja neikvætt félagafrelsi, rétt til atvinnu óháð í hvaða félögum menn kjósa að vera, þá verði það ekki gert nema með því að setja um það lög. Meira
12. apríl 1996 | Miðopna | 731 orð

Nýjungar í frumvarpi félagsmálaráðherra

23. gr. Atvinnurekendur eða samtök þeirra og stéttarfélög skulu gera áætlun um skipulag viðræðna um endurnýjun kjarasamnings. Samningsaðilum er heimilt að veita landssamböndum eða heildarsamtökum sérstakt umboð til að gera viðræðuáætlun fyrir sína hönd ef slíkt umboð leiðir ekki af lögmætum samþykktum sambanda eða samtaka samningsaðila. Meira
12. apríl 1996 | Landsbyggðin | 291 orð

Nýtt leikskólahús tekið í notkun á Sauðárkróki

Sauðárkróki-VIÐBYGGING við leikskólann Glaðheima var tekin formlega í notkun fyrir skömmu að viðstöddum foreldrum, börnum og starfsfólki skólans ásamt gestum. Formaður félagsmálaráðs, Björn Björnsson, bauð gesti velkomna en síðan rakti Steinunn Hjartardóttir, fyrrverandi formaður ráðsins, byggingarsögu hússins. Meira
12. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 325 orð

Olíuverð á uppleið í bili

OLÍUVERÐ hefur verið að hækka að undanförnu og búist er við, að sú þróun haldi eitthvað áfram meðan kaupendur á Vesturlöndum eru að birgja sig upp eftir harðan vetur. Eru olíubirgðir óvenjulega litlar víða en flestir telja, að verðið muni lækka aftur þegar kemur fram á sumarið. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Opið hús á 40 ára afmæli Lionsklúbbs Hafnarfjarðar

LIONSKLÚBBUR Hafnarfjarðar verður 40 ára 14. apríl nk. Aðalhvatamenn að stofnun hans voru Albert Guðmundsson, Lionsklúbbnum Þór í Reykjavík og Axel Kristjánsson, fyrrum forstjóri Rafha. Stofnfélagar voru 15 og af þeim stafa enn tveir. Opið hús verður í Lionsheimilinu að Sóltúni 20 laugardaginn 13. apríl frá kl. 15­17 þar sem klúbbfélagar taka á móti gestum og bjóða léttar veitingar. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 144 orð

ÓLAFUR E. ÓLAFSSON

ÓLAFUR E. Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri Kaupfélags Króksfjarðar, er látinn 78 ára að aldri. Ólafur fæddist 30. janúar 1918 að Valshamri í Geiradalshreppi, í Austur-Barðastrandasýslu. Foreldrar hans voru Ólafur E. Þórðarson og Bjarney S. Ólafsdóttir. Ólafur gekk í unglingaskóla séra Helga Konráðssonar og stundaði nám í Samvinnuskólanum á árunum 1934-36. Meira
12. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 276 orð

Réttarhöld hefjast yfir Andreotti vegna morðs

RÉTTARHÖLD hófust í gær í máli Giulios Andreottis, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Claudio Vitalone, fyrrverandi utanríkisviðskiptaráðherra, og tveimur dæmdum mafíumönnum, Gaetano Badalamenti og Pippo Calo, sem gefið er að sök að hafa fyrirskipað morð á blaðamanninum Mino Pecorelli árið 1979. Meira
12. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 613 orð

Ringulreið og upplausn hlutskipti Vestur-Afríku?

ÁTÖKIN sem blossað hafa upp á ný í Líberíu eru enn eitt dæmið um þá dapurlegu þróun sem einkennt hefur Vestur- Afríku. Algjört stjórnleysi einkennir í sívaxandi mæli þennan hluta álfunnar og telja ýmsir sérfróðir að sjálft þjóðríkið kunni að vera á fallanda fæti þar. Meira
12. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Rúna sýnir í Galleríi Allrahanda

RÚNA Gísladóttir opnar sýningu í Galleríi Allrahanda í Grófargili á morgun, laugardaginn 13. apríl, kl. 15. Þetta er í fyrsta skipti sem Rúna sýnir í Eyjafirði. Hún er ættuð úr Svarfaðardal en hefur alla tíð búið sunnan heiða, síðastliðin 20 ár á Seltjarnarnesi þar sem hún starfar sem myndlistarmaður og kennari. Meira
12. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Samar sýna í Deiglunni

SÝNING á verkum tveggja samískra myndlistamanna auk ljósmynda frá Grænlandi verða opnaðar í Deiglunni á morgun, laugardaginn 13. apríl. Listamennirnir eru Andreas Alariesto og Nils Nilsson Skum og þykja báðir miðla hvor á sinn hátt sérstakri sýn Sama á sögu sína og menningu. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 260 orð

Sex millj. úthlutað úr veiðikortasjóði

GUÐMUNDUR Bjarnason, umhverfisráðherra, hefur úthlutað tæpum 6 milljónum króna úr Veiðikortasjóði til fjögurra rannsóknarverkefna. Um er að ræða rjúpnarannsóknir á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands (4.500.000 kr.), anda- og gæsarannsóknir sömu stofnunar (850.000 kr.), refarannsóknir á vegum Háskóla Íslands (250.833 kr.) og rannsóknir Karls Skírnissonar á sníkjudýrum í rjúpu (250.000 kr.). Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 362 orð

Sinntu ekki tilkynningaskyldu

BJÖRGUNARDEILD SVFÍ sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í gær:. Björgunarmiðstöð SVFÍ/Tilkynningaskyldunni tóku að berast skeyti frá gervihnetti sem miðað hafði út neyðarsendi á 121,5 Mhz bylgjulengd um kl. 11.00. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 258 orð

Síðumúlafangelsi verði lokað

DÓMSMÁLARÁÐHERRA leggur væntanlega fram á ríkisstjórnarfundi í dag tillögu um að Síðumúlafangelsi verði lokað. Frá og með 15. maí verði gæsluvarðhaldsfangar hýstir á Litla-Hrauni. Gert er ráð fyrir að lokunin verði ákveðin til þriggja mánaða fyrst um sinn. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Síldarviðræður í hnút í Mosvku

VIÐRÆÐUR um skiptingu aflaheimilda úr norsk-íslenzka síldarstofninum á þessu ári virðast enn vera í sama hnútnum. Ekkert gekk í samkomulagsátt á fundi aðildarþjóðanna í Moskvu í gær og ekkert bendir til þess að breyting verði þar á í framhaldi fundarins í dag. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Sjónvarpsvísir hættir

ÍSLENSKA útvarpsfélagið hefur ákveðið að hætta útgáfu dagskrártímaritsins Sjónvarpsvísis í núverandi mynd, en það hefur verið sent til áskrifenda Stöðvar tvö sl. 9 ár. Í seinasta Sjónvarpsvísi segir að ástæður þessa séu margvíslegar, en þyngst vegi þáttur annarra miðla sem sinni þjónustu á sama sviði og aukið framboð sjónvarpsefnis. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Skákþing Norðlendings á Siglufirði

SKÁKÞING Norðlendinga verður á Hótel Læk, Siglufirði, 25.­28. apríl. Keppni hefst í opnum flokki kl. 16, 25. apríl. Keppni í öðrum flokkum, þ.e. unglinga 13­16 ára, barna 12 ára og yngri og kvennaflokki, hefst laugardaginn 28. apríl kl. 13. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Steingrímur Hermannsson ekki ráðherra 1975

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Steingrími Hermannssyni, seðlabankastjóra: "Í sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg miðvikudaginn 10. apríl sl. birtist grein eftir Garðar Björgvinsson þar sem hann fullyrðir, að í apríl 1975 hafi hann gengið á fund "Steingríms Hermannssonar, sem þá var sjávarútvegsráðherra". Þarna er augljóslega um misskilning að ræða. Meira
12. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 190 orð

Sýna Fríðu og dýrið í Samkomuhúsinu

LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri sýnir um þessar mundir leikritið Fríða og dýrið eftir David Gregan í þýðingu Finns Friðrikssonar. Tónlist er eftir Brian Protheroe. Leikstjóri er Rósa Guðný Þórsdóttir og tónlistarstjórn er í höndum Arnar Viðars Erlendssonar. Fríða og dýrið er fjölskylduleikrit, sem ekki síst höfðar til yngstu kynslóðarinnar. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 44 orð

Tónleikar hjá Frelsinu

ULF Christianssoner hingað kominn íboði Frelsisins,kristilegrar miðstöðvar, til að haldatónleika og verðaþeir haldnir annaðkvöld, laugardagskvöld, kl. 21, í húsnæði Frelsisins,Hverfisgötu 105,1. hæð, en samfaraþeim vígir Frelsið nýjan samkomusal. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 203 orð

Tveir "íslenskir" háhyrningar drepast í Sea World

TVEIR háhyrningar af "íslenskum ættum" hafa drepist í sjávardýragarðinum Sea World í Orlando með stuttu millibili á þessu ári. 25. febrúar drapst 5 tonna háhyrningur, sem bar nafnið Gudrun, stuttu eftir að hafa alið andvana kálf. Fyrra sunnudag drapst tveggja ára háhyrningur, afsprengi Gudrunar. Sá kálfur var fæddur í Sea World 31. desember 1993 og var gefið nafnið Nyar. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð

Tvö frum vörp um hærri sjálf ræðisaldur

TVÖ nær samhljóða frumvörp um að hækka sjálfræðisaldur í 18 ár hafa verið lögð fram á Alþingi af þingmönnum úr öllum flokkum stjórnarandstöðunnar. Sjálfræðisaldur er nú 16 ár. Annað frumvarpið er lagt fram af þingmönnum Kvennalistans en hitt af Jóhönnu Sigurðardóttur, Þjóðvaka, Guðmundi Árna Stefánssyni, Alþýðuflokki, og Margréti Frímannsdóttur, Alþýðubandalagi. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 187 orð

Um 60 fuglar í safni í Grímsey

"BRÓARNIR" svonefndu í Sólbrekku í Grímsey, þeir Svavar og Bjarni Gylfasynir eiga allmerkilegt safn uppstoppaðra fugla. Þeir voru ellefu ára þegar þeir fundu dauðan kjóa í grásleppuneti á bryggjunni, fengu þeir hann stoppaðan upp og var það byrjunin á því safni sem þeir eiga nú en í því eru um 60 fuglar. Meira
12. apríl 1996 | Miðopna | 525 orð

Umdeildar breytingar á hlutverki sáttasemjara

Ágreiningur hefur verið á milli forystu verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og ráðherra og talsmanna VSÍ hins vegar um hvort frumvarp félagsmálaráðherra um stéttarfélög og vinnudeilur færi sáttasemjara stóraukin völd eða þrengi í raun valdsvið hans frá því sem verið hefur. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 59 orð

Valt með fiskinn

TENGIVAGN fullur af fiski valt við Vatnsfjarðarós neðan við prestssetrið í Vatnsfirði sl. miðvikudagskvöld. Vagninn er mikið skemmdur og hluti fisksins sömuleiðis. Óhappið vildi þannig til að fiskflutningabíll, sem var að flytja ufsa frá Grindavík til Ísafjarðar, missti tengivagninn út í vegkant og lét hann undan sem leiddi til þess að vagninn valt. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 190 orð

Varðhaldsrefsing fyrir sterasmygl

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 23 ára gamlan mann til fjögurra mánaða varðhaldsvistar, þar af eru 2 mánuðir skilorðsbundnir, fyrir að hafa smyglað til landsins í september sl. miklu af sterum, b-vítamíni og ætluðu asmalyfi. Gerðar voru upptækar 9.156 töflur og 388 glerlykjur af sterum, 115 glerlykjur og 4774 töflur af bövítamíni og 4. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 509 orð

Veiðistofn kominn í 700 þúsund tonn

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í gærkvöldi að í ljósi niðurstöðu togararalls Hafrannsóknastofnunar virtist óhætt að auka þorskveiðikvóta á þessu fiskveiðiári. Mælingar á stofnstærð þorsks gefa til kynna að veiðistofninn sé nú um 700.000 tonn, en fyrir ári mældist hann um 560.000 tonn. Meira
12. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 297 orð

Verða allt að 78 í framboði?

TILRAUNIR lítt þekkts fjármálamanns í Moskvu til að verða skráður frambjóðandi í forsetakosningunum í Rússlandi 16. júní hafa valdið deilu milli kjörstjórnarinnar og hæstaréttar landsins. Verði afstaða hæstaréttar í deilunni ofan á gæti það orðið til þess að allir umsækjendurnir 78 yrðu í framboði. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 421 orð

Verða verktakar sem sinna útköllum

Í SAMKOMULAGI Reykjavíkurborgar og Neyðarlínunnar um störf Slökkviliðs Reykjavíkur við neyðarsímsvörun, er gert ráð fyrir að tveir slökkviliðsmenn verði að meðaltali á vakt í verktöku hjá Neyðarlínunni. Þeir muni heyra undir stjórnendur Neyðarlínunnar á meðan en eru annars starfsmenn Slökkviliðsins og sinna útköllum með eðlilegum hætti. Meira
12. apríl 1996 | Landsbyggðin | 204 orð

Verði leiðandi fyrirtæki í landvinnslu

STJÓRN Borgeyjar hf. á Höfn í Hornafirði samþykkti yfirlýsingu um framtíðarsýn félagsins á fundi sem haldinn var í gær í tilefni þess að þá voru liðin 50 ár frá stofnun hlutafélagsins. Ýmislegt annað var gert til að minnast afmælisins. Í framtíðarsýninni er lýsing á Borgey hf. eins og yfirstjórn félagsins vill sjá félagið eftir sjö ár. Meira
12. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 67 orð

Vilja kvóta í Smugunni SAMTÖK norskra togaraútgerða hafa

SAMTÖK norskra togaraútgerða hafa krafist þorskkvóta í Smugunni og halda því fram, að verði orðið við óskum þeirra megi draga úr þeim stjórnlausu veiðum, sem þar eru stundaðar nú. Er þetta í þriðja sinn á jafn mörgum árum, sem samtökin bera upp þessa kröfu. Sagði talsmaður togaramanna, að þeir óttuðust, að Smugan og veiðarnar þar myndu falla alveg í skuggann af deilunni um síldina. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

Yfirlýsing frá Páli Skúlasyni

MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Páli Skúlasyni: "Vegna undangenginnar umræðu um hugsanlegt forsetaframboð mitt vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Að vandlega athuguðu máli tel ég ekki rétt að sækjast eftir embætti forseta Íslands. Ég er afar sáttur við núverandi starfsvettvang minn og á þar ólokið ýmsum verkum sem eru mér hugleikin. Meira
12. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 154 orð

Þrestir verpa í Fossvogi

SKÓGARÞRÖSTURINN er byrjaður að verpa og hefur að minnsta kosti eitt par verpt í Fossvogskirkjugarði. Þrösturinn byrjar fremur snemma, getur orpið fjórum sinnum á hverri eggtíð og venjulega hefst varpið um mánaðamót apríl og maí. Meira

Ritstjórnargreinar

12. apríl 1996 | Staksteinar | 388 orð

»Breytingar í Kína KÍNA hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu vegna

KÍNA hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu vegna gagnrýni mannréttindasamtaka á stefnu þarlendra stjórnvalda og heræfinga Kínahers á Tævansundi. Í forystugrein í nýjasta hefti sínu veltir breska tímaritið Economist fyrir sér stefnu Vesturlanda í Kínamálum. Ekki stefnubreytingu Meira
12. apríl 1996 | Leiðarar | 693 orð

leiðariLÖGGJAFINN OG FÉLAGAFRELSI ÉRFRÆÐINGANEFND Evrópurá

leiðariLÖGGJAFINN OG FÉLAGAFRELSI ÉRFRÆÐINGANEFND Evrópuráðsins hefur gert athugasemdir við íslenzka vinnumálalöggjöf, þar sem nokkur ákvæði hennar brjóti í bága við félagsmálasáttmála Evrópu, sem Ísland hefur fullgilt. Nefndin gagnrýnir meðal annars að í íslenzkum lögum sé réttur launþega til að standa utan stéttarfélaga ekki tryggður. Meira

Menning

12. apríl 1996 | Menningarlíf | 505 orð

Aflabrögð á djúpmiðum

Opið frá 11­23 alla daga til 21. apríl. Aðgangur ókeypis. ÞÓTT sýning Sigríðar Gísladóttur í Horninu geti ekki talist frumraun um einkasýningu, telst hún ótvírætt veigamesta framlag hennar á opinberum vettvangi til þessa. Sigríður útskrifaðist frá málunardeild MHÍ 1993, og var gestanemi við listakademíuna í Ósló 1994. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 1212 orð

ALLT ER ELLIÆRUM FÆRT

Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í kvöld Kvásarvalsinn eftir Jónas Árnason á stóra sviði Borgarleikhússins. Gerist leikurinn á elliheimili, þar sem ekki er allt sem sýnist, eins og Orri Páll Ormarsson komst að þegar hann leit inn á æfingu. Meira
12. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 100 orð

Ástrali á uppleið

KIMBERLEY Davies er ástralskari en Mel Gibson, ástmögur áströlsku þjóðarinnar, enda er hann Bandaríkjamaður. Hún varð fræg í heimalandi sínu þegar hún fékk hlutverk í sápuóperunni Grannar, eða "Neighbours" fyrir fáeinum árum. Þar leikur hún Annalise, sem lendir í ýmsum ævintýrum. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 216 orð

Bið kynslóðanna

EINAR Már Guðvarðarson opnar í dag, föstudag, kl. 16 sýningu á sex höggmyndum í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9. Sýningin sem nefnist Bið stendur til 1. maí og er opin á verslunartíma. Tilvistarbiðin er viðfangsefni Einars Más í þessum höggmyndum sem allar eru unnar í svartan marquinia-marmara frá Baskalandi. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 125 orð

Burtfararpróf í söng

ÞÓRUNN Stefánsdóttir mezzosópran heldur tónleika í Kirkjuhvoli í Garðabæ laugardaginn 13. apríl kl. 17. Tónleikarnir eru liður í burtfararprófi Þórunnar frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Meðleikari á píanó er Kolbrún Ósk Óskarsdóttir. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 154 orð

Frumsýnir revíuna Sameinaðir stöndum vér

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir í kvöld revíuna "Sameinaðir stöndum vér", eftir Ómar Jóhannsson. Hann hefur áður samið revíur sem fluttar hafa verið af leikfélaginu sem slógu öll aðsóknarmet. Revían fjallar um mannlífið á Suðurnesjum í gegnum misserin þar sem víða er komið við, en þó má nefna sameiningar- og nafnamálið. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 175 orð

Goðafræði og norræn örnefni

FÖSTUDAGINN 12. apríl kl. 16.30 heldur dr. Lennart Elmevik prófessor fyrirlestur í Norræna húsinu. Nefnist hann Hednisk gudalära och nordiska ortnamn. Í fyrirlestrinum verða gefin dæmi um örnefni sem hægt er að segja með fullri vissu að vitni um heiðinn sið og örnefni sem örugglega tengjast trúarathöfnum, en eru rangtúlkuð að mati fyrirlesarans. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 24 orð

Grafíksýningu Önnu G. að ljúka

Grafíksýningu Önnu G. að ljúka GRAFÍKSÝNINGU Önnu G. Torfadóttur, Krossferillinn, lýkur sunnudaginn 14. apríl. Sýningin stendur í Stöðlakoti og er opin frá kl. 14-18. Meira
12. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 250 orð

Hagur Pull mans vænkast

-HEYRST hefur að Bill Pullman muni hækka stórlega í launum á næstunni. Talið er að hann hafi fengið 2,5 milljón dollara fyrir leik sinn í "Independence Day", en Fox 2000 hefur boðið honum aðalhlutverkið í myndinni "Volcano" auk annarrar myndar sem ekki hefur verið ákveðin enn. Meira
12. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 97 orð

Hressileg snyrti- og hárgreiðslusýning

HÚSFYLLIR var á Hótel Selfossi þegar hárgreiðslu- og snyrtistofan Mensý hélt þar mikla sýningu. Sýndar voru greiðslur sem notaðar eru við hin ýmsu tækifæri ásamt því að hárgreiðslu- og snyrtidömurnar höfðu látið hendur standa fram úr ermum og fantasíurnar voru mjög hressilegar og vöktu mikla hrifningu. Verulega eftirtekt vakti brúðhjónasýning þar sem tvenn brúðhjón komu fram í fullum skrúða. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 879 orð

Íslenska kórlagið

Hamrahlíðarkórinn, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, flutti íslenska tónlist eftir 10 íslensk tónskáld og voru fjögur verkanna frumflutningur. Þriðjudagurinn 9. apríl, 1996. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 208 orð

"Kálgarður tilverunnar"

Í ÁSMUNDARSAFNI við Sigtún verður formlega opnuð á laugardag kl. 13 samsýning á verkum eftir Finnu Birnu Steinsson og Ásmund Sveinsson. Sýningin ber yfirskriftina "Kálgarður tilverunnar". Sýningarstjóri er Finna Birna Steinsson. Meira
12. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 90 orð

Kúttmagakvöld hjá Grindvíkingum

LIONSKLÚBBUR Grindavíkur hélt kúttmagakvöld fyrir skemmstu. Að venju var margt um góða gesti og skemmtu menn sér vel. Hér sjáum við svipmyndir frá kvöldinu, sem að sjálfsögðu er Lionsmönnum í Grindavík ómissandi viðburður. Morgunblaðið/Frímann ÓlafssonEINN ræðumanna á kúttmagakvöldi Lionsklúbbs Grindavíkur, Steingrímur J. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 87 orð

Kvikmyndasýning fyrir börn

Í NORRÆNA húsinu sunnudaginn 14. apríl kl. 14 verður sýnd norska kvikmyndin "For Tors skyld". Í kynningu segir: "Myndin fjallar um Tor, 14 ára, sem á erfitt. Pabbi hans drekkur helst til mikið og á endanum yfirgefur mamma hans heimilið. Tor stingur af út í skóg, en hann kemst að því að hann stendur ekki einn, vinirnir leita hann uppi og hjálpa honum. Mynd um unglinga og sterka vináttu. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 50 orð

Listamaður mánaðarins í Gallerí List

KYNNING á verkum leirlistakonunnar Rannveigar Tryggvadóttur verður opnuð í Gallerí List, laugardaginn 13. apríl. Rannveig útskrifaðist úr Listaháskóla Gautaborgar 1988 og hefur starfað sem leirlistamaður síðan 1991. Gallerí List er opin alla virka daga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl. 11-14. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 84 orð

Ljósmyndafélagið R.G.A.T.M.

LJÓSMYNDASÝNING ljósmyndafélagsins R.G.A.T.M. verður opnuð laugardaginn 30. mars kl. 16 í Galleríi Geysi í Hinu húsinu við Ingólfstorg. Ljósmyndafélagið R.G.A.T.M. er áhugamannahópur þar sem flestir stunda nám í ljósmyndun, en aðrir eru viðriðnir félagsskapinn með einhverjum hætti. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 98 orð

Lúðramaraþon

LÚÐRASVEITIN Svanur mun halda maraþontónleika laugardaginn 13. apríl í Ráðhúsi Reykjavíkur. Áætlað er að tónleikarnir standi frá kl. 12-19. Fólki gefst kostur á að koma og hlýða á góða lúðrasveitartónlist stutta stund í einu á milli þess sem það getur notið fegurðar í kringum Tjörnina. Meira
12. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 208 orð

"Læknirinn" leikstýrir

ERIQ LaSalle sem leikur hinn dökka, brúnaþunga lækni í Bráðavaktinni hefur undirritað samning um að leikstýra kvikmyndinni "Angel of Harlem" fyrir HBO-myndir. Tökur munu hefjast í maí. LaSalle er ekki alveg ókunnur kvikmyndagerð því hann skrifaði, framleiddi, leikstýrði og lék í stuttmyndinni "Psalms From the Underground". Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 320 orð

Margnotuð uppskrift

Leikstjóri: John Woo. Aðalhlutverk: John Travolta, Christian Slater, Samantha Mathis, Kurtwood Smith. 20th Century Fox. 1996. UPPSKRIFTIN sem notuð hefur verið í hasarmyndirnar frá Hollywood undanfarin misseri er mjög tekin að gamlast en hún er einhvern veginn svona: 1 geðbilaður hryðjuverkamaður. 6­8 samverkamenn. 1 fullhugi. 1­2 kjarnorkuvopn eða risastór peningasending. Meira
12. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 99 orð

Nemendaskipti í tíu ár

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra tók á dögunum á móti hópi franskra ungmenna frá skólanum Lycée Notre Dame d'Ésperance á Bretagne-skaga í Frakklandi. Tilefnið var að tíu ár eru liðin frá því að nemendaskipti hófust milli Íslands og Frakklands. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 99 orð

"Óróleg æska" í bíósal MÍR

KVIKMYND frá árinu 1957, "Óróleg æska", verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, næstkomandi sunnudag kl. 16. Þetta var fyrsta kvikmyndin sem leikstjórarnir Alexander Alov og Vladimir Naumov sendu frá sér, en þeir unnu náið saman að kvikmyndagerð í Sovétríkjunum fyrrverandi alla starfsævi sína og voru jafnan báðir titlaðir leikstjórar þeirra verka sem þeir luku við. Meira
12. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 286 orð

Rokkið togar í Bacon

KEVIN Bacon var sallarólegur á erfiðum augnablikum í myndinni "Apollo 13", þar sem hann lék geimfarann Jack Swigert. En þegar hann kom fyrst fram ásamt hljómsveit sinni, Bacon- bræðrunum, í New York árið 1994? "Ég skalf og svitnaði þessum illa lyktandi svita sem kemur þegar maður er hræddur," segir leikarinn kunni. Meira
12. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 138 orð

Sambíóin frumsýna myndina "Before and After"

SAMBÍÓIN við Snorrabraut hafa tekið til sýninga kvikmyndina "Before and After". Það eru Meryl Streep og Liam Neeson sem leika aðalhlutverkin í myndinni. Myndin fjallar um Carolyn og Ben Ryan (Streep og Neeson), hjón sem lenda milli steins og sleggju þegar sonur þeirra hverfur eftir að unnusta hans finnst myrt á hrottafenginn hátt. Meira
12. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 66 orð

Spurning um orðalag

LEIKRITIÐ Spurning um orðalag eftir Braga Ólafsson var sýnt í Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur fyrir skemmstu. Leikritið fjallar um auglýsingagerð og vináttu, en með aðalhlutverk fara Ari Matthíasson, Árni Pétur Guðjónsson, Ásta Arnardóttir, Bryndís Petra Bragadóttir og Eggert Þorleifsson. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 172 orð

Tréleikföng í Hornstofu

DAGANA 13. og 14. apríl verður sýning á tréleikföngum í Hornstofu Heimilisiðnaðarfélags Íslands, Laufásvegi 2. Þar munu sýna og vinna við verk sín þau Lára Gunnarsdóttir frá Stykkishólmi og George Hollanders frá Kristnesi. Einnig verða til sýnis í Hornstofunni ýmis leikföng frá Ásgarði, handverkstæði í Reykjavík, sem er vinnustaður fatlaðra. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 228 orð

Tveir menn í einu tjaldi

FINNSKA leikhúsið "Theater Kennedy" frá Helsinki heimsækir Reykjavík um þessar mundir með sýningu sína "Tveir menn í einu tjaldi". Sýningar verða í Möguleikhúsinu við Hlemm í dag föstudaginn 12. apríl og á morgun laugardaginn 13. apríl kl. 20. "Tveir menn í einu tjaldi" er eftir Anders Larsson og einu meðlimir leikhússins leika, þ.e. Meira
12. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 97 orð

Úrslit í Músíktilraunum

SEM KUNNUGT er fór fram úrslitakeppni í Músíktilraunum Tónabæjar föstudagskvöld eitt fyrir skömmu. Yfir fimm hundruð manns mættu til að hlýða á efnilegustu hljómsveitir landsins, en sigurvegari varð hljómsveitin Stjörnukisi. Útsendarar frá erlendum plötufyrirtækjum voru á staðnum til að fylgjast með Unun, sem var gestahljómsveit kvöldsins. Meira
12. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 460 orð

Útsending utan úr geimnum

Temperature of Blood, geisladiskur dúettsins Reptilicusar. Reptilicus skipa Guðmundur Ingi Markússon og Jóhann Eiríksson, en þeim til aðstoðar á Temperature of Blood voru Árni Hannes Kristinsson, sem lék meðal annars á hljómborð, Laura Valentino og Paul Lydon, sem léku meðal annars á gítara, og Pétur Magnússon, sem leggur til raddir og slagverk. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 109 orð

Vortónleikar Söngsmiðjunnar

VORTÓNLEIKAR Söngsmiðjunnar verða á laugardag kl. 14 í Íslensku óperunni. 400 hundruð nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur í ýmsum deildum. Að þessu sinni munu um það bil 200 nemendur taka þátt í vortónleikum Smiðjunnar og sýna afrakstur vinnu sinnar. Meira
12. apríl 1996 | Menningarlíf | 75 orð

"Þér standa allar dyr opnar"

HÓPURINN Sjálfstæðar konur stendur fyrir sýningu í Kringlunni undir heitinu "Þér standa allar dyr opnar" dagana 11. til 14. apríl. Í kynningu segir: "Tilgangur sýningarinnar er að minna á þá staðreynd að konum eru allir vegir færir. Það verður gert á myndrænan hátt þar sem einstaklingsframtakið verður í fyrrirúmi. Meira
12. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 71 orð

Þorrinn blótaður í Chicago

ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Chicago hélt þorrablót fyrir skemmstu. Eins og tíðkast á þorrablótum voru ræður haldnar og skemmti fólk sér hið besta. Gleðigjafarnir, André Bachmann og Carl Möller, stjórnuðu fjöldasöng og léku fyrir dansi, en gestir voru á annað hundrað. FORMAÐUR Íslendingafélagsins íChicago er Stella Solis. Meira

Umræðan

12. apríl 1996 | Aðsent efni | 1009 orð

Almannaréttur og almannaferðir á miðhálendinu

MEÐ allri þeirri umferð ferðamanna af ýmsu þjóðerni um land okkar, er við nú búum við, hljóta óhjákvæmilega að vakna spurningar um rétt þessa fólks til óheftrar umferðar um óbyggð landsvæði, sem hafa aðdráttarafl fyrir gangandi menn jafnt sem ríðandi, akandi eða jafnvel hjólandi: Hvernig verða menn að haga ferð sinni um landið, Meira
12. apríl 1996 | Aðsent efni | 711 orð

Búnaðarbankinn í Mosfellsbæ 25 ára

UNDANFARI bankastofnunar í Mosfellssveit er ekki neinn einn atburður. Miklu fremur röð ýmissa atvika og þó nokkur fundarhöld. Um stofnun sparisjóðs heyrði ég fyrst talað árið 1928 eða 1929 á fundi á heimili foreldra minna. Því má skjóta hér inn að fleiri mál voru þar á dagskrá; m.a. stofnun sjúkrasamlags og lagning bílvegar úr Reykjahverfi um Skammadal norður í Mosfellsdal. Meira
12. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 549 orð

Einkaréttur lækna til að mæla sjón verði afnuminn

AÐ UNDANFÖRNU hafa spunnist umræður um einkarétt lækna til þess að mæla sjón fólks. Félag íslenskra sjóntækjafræðinga (F.Í.S.) telur að núverandi kerfi sé gengið sér til húðar og styður þá breytingu á landslögum að sjóntækjafræðingar, sem hafa til þess viðurkennda menntun, fái að mæla sjón. Að okkar mati er rétt að miða við kröfur sem Nordisk Optisk Rad gerir til sjónmælinga. F.Í.S. Meira
12. apríl 1996 | Aðsent efni | 581 orð

Ekki aðeins á Íslandi

Ekki aðeins á Íslandi Það er ekki aðeins hér á landi, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem umræða um jafnréttismál er að færast til hægri. HÉR Á landi hefur orðið mikil breyting í umræðu um jafnréttismál á undanförnum misserum. Meira
12. apríl 1996 | Aðsent efni | 551 orð

Fjármálaráðherra skilur ekki dómsmálaráðherra og því síður lögregluna

ÞAÐ er auðvitað fjármálaráðherra, sem skammtar dómsmálaráðherra alltaf svo litla peninga handa lögreglunni og tollvörðum, þannig að ekki er hægt að halda úti almennilegri löggæslu né tollgæslu, svo ég tali nú ekki um fíkniefnadeildina. Það vantar kraft, dug og skilning á vandamálunum fíkniefna. Til þeirra á ekki spara. Þetta er upp á líf og dauða. Þetta ættu þessir ráðamenn að vita. Meira
12. apríl 1996 | Aðsent efni | 776 orð

Gamli skólinn á afmæli

ATVIK höguðu því þannig, að fyrir nokkrum dögum gekk ég um gamla menntaskólann við Lækjargötu, Hinn lærða skóla, Menntaskólann í Reykjavík. Ég gekk hæð af hæð, úr stofu í stofu og heilsaði upp á þilin og skólaborðin, myndirnar á veggjunum, bjölluna. Meira
12. apríl 1996 | Aðsent efni | 1002 orð

Hvers vegna forsetaframboð?

Frá Guðmundi Rafni Geirdal: EINS og mörgum ykkar er eflaust kunnugt þá hef ég tilkynnt ákvörðun mína um að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands, og var það birt í flestum helstu fjölmiðlum landsins. Meira
12. apríl 1996 | Aðsent efni | 653 orð

Íþróttir og hvatning

ALGENGT er að foreldrar "setja" ung börn sín í einhverjar íþróttir, annaðhvort í ákveðna íþróttagrein eða í íþróttaskóla sem eru orðnir vinsælir nú síðustu ár. Í þeim er ekki lögð áhersla á neina ákveðna grein íþrótta, heldur eru börnin í frjálsum leik og í hópleikjum þar sem þau læra að fylgja ákveðnum reglum og fyrirmælum. Meira
12. apríl 1996 | Aðsent efni | 1014 orð

Karlar, nú er lag

Karlar, nú er lag Tími er til kominn, segirJóhanna Vilhjálmsdóttir,að jafnréttisbaráttan sé háð í samstarfi kynjanna. Meira
12. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 56 orð

Kristileg lausn Langholtsdeilu Úlfi Ragnarssyni: "Þetta lagast ekki enn" ­ að mér hvíslar sálin. "Þarna eru þjáðir menn að

"Þetta lagast ekki enn" ­ að mér hvíslar sálin. "Þarna eru þjáðir menn að þykjast leysa málin." "Gullið færi gefst þeim nú að gleyma heimsins táli ganga svo í sannri trú að sama deilumáli." Síðast birtist samantekt sem víst enginn hrekur: Lífið er svo unaðslegt. Meira
12. apríl 1996 | Aðsent efni | 815 orð

Löðum að erlent fjármagn

Í MORGUNBLAÐINU þann 30. mars sl. svarar hæstvirtur menntamálaráðherra grein minni frá því tveim dögum áður með yfirskriftinni "Mikilvægi kvikmyndaiðnaðar". Í svarinu kemur fram að höfundi finnst sem ég hafi lagt út frá orðum hans í kvikmyndaritinu Screen á vafasaman máta, Meira
12. apríl 1996 | Aðsent efni | 919 orð

Raunhæfar leikreglur atvinnulífsins

ÉG HEF í fyrri greinum mínum fjallað um slæma stjórnarhætti heilbrigðismála, enda er ég sjálfur læknir. Alvarlegustu misbrestir varða þó önnur málefni, einkum atvinnumál. Lög og reglur þurfa að vera skynsamlegar og hugsanlegar afleiðingar lagasetningar þarf að meta í nefndavinnu alþingis, áður en endanlegt lagafrumvarp er sett fram. Meira
12. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 601 orð

Vetrarhjólreiðar - ofstæki og tillitsleysi?

KARL Þ. Löve skrifaði bréf í Morgunblaðið þriðjudaginn 19. mars sl., sem bar yfirskriftina "Palli var einn í heiminum". Þar fjallar hann um hjólreiðar að vetrarlagi og líkir þeim við sjálfsmorðsárásir Japana í síðari heimstyrjöldinni. Ég hef hjólað á veturna til margra ára með misjöfnum árangri en þó aldrei eins góðum og sl. Meira

Minningargreinar

12. apríl 1996 | Minningargreinar | 313 orð

ÁSA SIGURBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR OG ÓLAFUR ÞÓRIR JÓNSSON

Þegar börnin okkar komast á þann aldur að velja sér maka, er það val sjaldan bundið við stakan einstakling af gagnstæðu kyni. Oftast á þessi einstaklingur bæði foreldra og systkini og fleiri náin skyldmenni. Þessir aðilar verða svo að tengdafólki, sem þarf að kynnast og umgangast, a.m.k. á hátíðum og tyllidögum fjölskyldnanna, og fer þá eftir mörgu hvernig þau samskipti ganga. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 725 orð

Einar Ásgeirsson

Fallinn er til foldar mætur maður, Einar Ásgeirsson mágur minn, er lengst af bjó í Eskihlíð 12, Reykjavík. Hann var á nítugasta og fjórða aldursári. Einar var fæddur 16. október 1902 að Ásgarði á Stokkseyri. Hann var tekinn í fóstur af móðurbróður sínum Birni Guðmundssyni, bónda í Vesturkoti á Skeiðum, og konu hans Ingibjörgu Ásmundsdóttur. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 187 orð

EINAR ÁSGEIRSSON

EINAR ÁSGEIRSSON Einar Ásgeirsson var fæddur í Ásgarði á Stokkseyri 16. ágúst 1902. Hann lést 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásgeir Jónasson, sjómaður og síðar kafari frá Rútsstaða-Norðurkoti og kona hans, Þorbjörg Guðmundsdóttir, fædd í Súluholti. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 371 orð

Jakob Sigmarsson

Hinn 5. október 1959 bættist ungur maður frá Hofsósi í lið lögreglunnar í Hafnarfirði, sem var fáliðað eins og oftast, fyrr og síðar, þessi maður var Jakob Sigmarsson, sem nú er kvaddur hinstu kveðju, en hann hafði verið starfsmaður Vegagerðar ríkisins og héraðslögregluþjónn á Hofsósi. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 318 orð

Jakob Sigmarsson

Fyrrverandi tengdafaðir minn, Jakob Sigmarsson, er látinn aðeins 68 ára að aldri. Svo óvænt, svo snöggt að varla hefur verið tími til að átta sig á þessari sorglegu staðreynd. Það hafði mikil áhrif á mig þegar hann veiktist skyndilega og var allur sex dögum síðar. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 249 orð

Jakob Sigmarsson

Það er páskadagur. Hinn fagri páskasálmur "Sigurhátíð sæl og blíð, ljómar nú og gleði gefur" hljómar, en gleðin er tregablandin því fréttin um andlát vinar berst um Sólvang. Jakob sem í svo mörg ár færði gleði og birtu inn í líf okkar með hógværð sinni og lítillæti. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 65 orð

JAKOB SIGMARSSON Jakob Sigmarsson fæddist á Þverá, Fellshreppi í Skagafirði, 25. febrúar 1928. Hann lést í Reykjavík 7. apríl

JAKOB SIGMARSSON Jakob Sigmarsson fæddist á Þverá, Fellshreppi í Skagafirði, 25. febrúar 1928. Hann lést í Reykjavík 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar Jakobs voru Sigmar Þorleifsson og Kristjana Guðmundsdóttir. Synir þeirra eru Guðmundur, látinn, Ingólfur, látinn, Finnbogi, Hjálmar, Sigurbjörn, Vilhelm og Valgarð. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 43 orð

Jóna Guðmundsdóttir

Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Guð blessi fagra minningu. Steinunn Eir og Alfa Karítas í Danmörku. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 375 orð

Jóna Guðmundsdóttir

Það var á laugardagsmorguninn að hann Jón Gestur bróðir minn hringdi til að tilkynna mér að hún amma Jóna væri sofnuð svefninum langa. Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 548 orð

Jóna Guðmundsdóttir

Nú er hún amma Jóna dáin, rétt tæpu ári eftir andlát afa. Ótal minningar leita á hugann og af nógu er að taka, því margar voru stundirnar sem maður átti hjá ömmu og afa í gegnum tíðina. Maður sótti hreinlega í að vera hjá þeim, þetta var einhvers konar frísvæði þar sem allt var leyfilegt, næstum hversu vitlaust sem það var. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 159 orð

JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR

JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR Jóna Guðmundsdóttir fæddist 2. ágúst 1915 að Sjólyst, Gerðum í Garði. Hún andaðist á Sólvangi laugardaginn 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, kenndur við deild, Akranesi, og Guðrún Þorkelsdóttir af Vatnsleysuströnd. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 153 orð

Júlíus Haraldsson

Elsku stóri bróðir minn Júlíus Haraldsson er látinn. Hann kom til mín daginn fyrir andlát sitt og kvaddi mig, tók utan um mig, kyssti mig og sagði mér að sér þætti svo vænt um mig og bað mig að hugsa vel um dóttur mína, en hverjum hefði dottið í hug að svona myndi fara. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 71 orð

Júlíus Haraldsson

Elsku Júlli minn! Það er erfitt og sárt að þú skulir vera farinn frá okkur en við eigum góðar minningar um þig sem við geymum og varðveitum í hjörtum okkar. Góður Guð styrki fjölskyldu þína og alla ástvini. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 39 orð

JÚLÍUS HARALDSSON

JÚLÍUS HARALDSSON Júlíus Haraldsson fæddist 28. apríl 1970. Hann lést 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Júlíusson og Halldóra Eiríksdóttir. Systkini Júlíusar voru Eiríkur Haraldsson, tvíburabróðir hans, og Hrafnhildur Haraldsdóttir. Júlíus var jarðsettur frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 3. apríl. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 386 orð

Kamilla Þorsteinsdóttir

Elsku amma! Í dag verður þú borin til grafar og við samgleðjumst þér innilega, samgleðjumst þér þar sem þú hefur nú fengið langþráð frelsi. En söknuður okkar er sár og tárin virðast engan endi hafa. Skrýtið þetta með lífið og dauðann, þú kemur grátandi í heiminn á meðan aðrir gleðjast yfir komu þinni og þú hverfur héðan í gleði á meðan aðrir gráta yfir för þinni. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 181 orð

KAMILLA ÞORSTEINSDÓTTIR Kamilla Þorsteinsdóttir var fædd í Reykjaví

KAMILLA ÞORSTEINSDÓTTIR Kamilla Þorsteinsdóttir var fædd í Reykjavík 19. janúar 1911. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónasína Guðlaugsdóttir og Þorsteinn Ásbjörnsson, húsasmíðameistari, en þau voru bæði ættuð úr Árnessýslu. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 433 orð

Kamillu Þorsteinsdóttur - viðbót

Kær vinkona mín Kamilla Þorsteinsdóttir hefur kvatt þetta tilverustig og er stigin inn í veröld ljóss og friðar. Þar sem ég á þess ekki kost að fylgja henni síðasta spölinn, langar mig að minnast hennar fáum orðum. Kamillu kynntist ég fyrst veturinn '55-'56 þegar ég var í skóla með dóttur hennar. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 1022 orð

Kamillu Þorsteinsdóttur - viðbót

Í eilífðinni er tíminn ekki til. Og þar situr hún amma mín á gulum kollstól. Korkur undir fæti og kaffibolli í hönd. Þetta er sterkt kaffi, því kaffið í eilífðinni er auðvitað almennilegt kaffi. Áslaug frænka situr hjá ömmu og fussar yfir flugunum. Óskaplega er mikið af flugum hérna í eldhúsinu hjá þér, Kamilla, segir hún. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 150 orð

Kamillu Þorsteinsdóttur - viðbót Mig langar til að kveðja hana langömmu mína, sem er núna komin til Guðs. Ég hef oft komið og

Mig langar til að kveðja hana langömmu mína, sem er núna komin til Guðs. Ég hef oft komið og gist hjá langömmu og það var alltaf jafn gaman og gott að vera hjá henni. Einu sinni þegar ég var lítill fór langamma að kenna mér að boxa og ég hló svo mikið að ég ætlaði alveg að rifna. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 214 orð

Lovísa Árnadóttir

Undanfarna daga hafði mér orðið hugsað til Lovísu frænku á Akureyri. Hvernig skyldi henni og Daníel líða á Dvalarheimilinu eftir öll árin í Norðurgötunni? Kannski voru það hinir óvanalega fögru marsdagar sem leiddu hugann norður til þessarar kæru frænku minnar. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 85 orð

LOVÍSA ÁRNADÓTTIR Lovísa Árnadóttir fæddist á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði 19. nóvember 1908. Hún lést á Akureyri 2. apríl. Lovísa

LOVÍSA ÁRNADÓTTIR Lovísa Árnadóttir fæddist á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði 19. nóvember 1908. Hún lést á Akureyri 2. apríl. Lovísa flutti ásamt foreldrum sínum að Þverá í Svarfaðardal árið 1910 og ólst þar upp við venjuleg sveitastörf. Hún fluttist til Akureyrar vorið 1930 og hefur búið þar síðan. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 402 orð

ÓLAFUR ÞÓRIR JÓNSSON ÁSA SIGURBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR

ÓLAFUR ÞÓRIR JÓNSSON ÁSA SIGURBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR Ólafur Þórir Jónsson var fæddur á Grettisgötu 35b í Reykjavík þann 28. október árið 1914. Hann lést í Landspítalanum 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson rafvirkjameistari og Jóhanna Jónsdóttir húsmóðir. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 308 orð

Ólafur Þórir og Ása Sigurbjörg

Ég hef hugsað stöðugt um mömmu og pabba. Gegnum árin hef ég ekki hitt þau eins oft og ég hefði óskað en þær stundir sem við áttum saman eru mér ævarandi fjársjóður. Ég mun aldrei gleyma mildu hjartalagi pabba, hrífandi skopskyni hans og ákveðnum skoðunum (sem ég alltaf virti), hve yndislegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi hann var, Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 226 orð

Ólafur Þórir og Ása Sigurbjörg

Eitt af því sem við vitum með vissu, það er að allir munu einhvern tíma deyja. Samt er það sá hlutur sem kemur okkur oftast í opna skjöldu. Og nú hvað mest þegar ástkær afi okkar og amma hafa verið kvödd yfir í annan heim. Við minnumst afa og ömmu með gleði í hjarta og erum þeim þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 346 orð

Ólafur Þórir og Ása Sigurbjörg

Stórt skarð var höggvið í fjölskylduna þegar tengdaforeldrar mínir kvöddu þennan heim með aðeins fjögurra daga millibili, fyrst Ólafur Þórir þann 30. mars og svo Ása Sigurbjörg þann 3. apríl. Þau voru nánast jafnaldrar, á áttugasta og þriðja aldursári, höfðu verið gift í yfir sextíu og tvö ár og staðið saman í blíðu og stríðu og í gleði og sorg. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 475 orð

Ólafur Þórir og Ása Sigurbjörg

"Hann afi á Grettó er farinn upp í himininn. Englarnir komu um nóttina og sóttu hann af því að þeir geta látið honum batna. En við hittum hann aftur seinna þegar þeir eru búnir að lækna hann." Þetta sagði Guðrún Gígja, langömmubarnið hans afa Óla og ömmu Ásu. Svona er gott að geta litið á það þegar einhver deyr sem okkur þykir mjög vænt um. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 310 orð

Ólafur Þórir og Ása Sigurbjörg

Okkur er það bæði ljúft og skylt að minnast frænda okkar Ólafs Þóris Jónssonar, sem lést 30. mars sl. Ólafur Þórir fæddist í húsi ömmu sinnar og afa á Grettisgötu 35b, Reykjavík, sonur hjónanna Jóhönnu Jónsdóttur og Jóns Ólafssonar, rafvirkjameistara. Móðir hans var ættuð af Álftanesi, en faðir hans úr Rangárvallasýslu. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 396 orð

Ólafur Þórir og Ása Sigurbjörg

Tilviljun ein réð því vafalaust að fundum okkar Þóris Jónssonar bar saman fyrir hartnær fjórum áratugum. Á blíðum vordögum hófumst við handa um húsbyggingar hlið við hlið, raunar voru húsin samföst. Frá þeim tíma eignaðist ég vin, sem ég mat meira en flesta menn aðra. Þórir var einstaklega skemmtilegur maður og allar stundir í návist hans hreinn unaður. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 267 orð

Ólafur Þórir og Ása Sigurbjörg

Í huga mér sé ég gömul hjón. Falleg gömul hjón sem eru sem eitt. Alltaf saman, aldrei hvort í sínu lagi. Heima á Grettisgötunni. Í heimsókn hjá afa og ömmu í Hafnarfirðinum. Á spítalanum hjá afa þegar hann lá þar í veikindum sínum. Alltaf saman. Hún lítil og nett. Falleg kona með kómískt bros og stelpulegt fas. Áberandi hugguleg og vel til fara. Geislandi af manngæsku og góðvild. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 382 orð

Ólafur Þórir og Ása Sigurbjörg

Jæja afi og amma, nú skilja leiðir að sinni. Á þessum tímamótum hrannast upp minningar og er kveðjustundin tregafull. En með þá sannfæringu að við munum hittast aftur þá er sorgin bærilegri. Ég gæti fyllt margar síður af frásögnum um yndislega hluti sem við gerðum saman, litla fjölskyldan mín og þið tvö, hvort heldur á Íslandi eða í Ameríku. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 95 orð

Ólafur Þórir og Ása Sigurbjörg Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 362 orð

Signhild Konráðsson

Í dag kveðjum við kæra kvenfélagskonu og heiðursfélaga, frú Signhild Konráðsson, Hagaflöt 5 í Garðabæ. Það var 8. mars 1953 að 45 konur í Garðahreppi gengust fyrir stofnun Kvenfélags Garðahrepps og var Signhild Konráðsson ein þeirra og var kjörin fyrsti varaformaður félagsins og formaður árið 1959 og gegndi hún því starfi til ársins 1963. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 553 orð

Signhild Konráðsson

Eitt sinn heimsótti ég vinkonu mína á sjúkrahús. Skammt frá okkur sat gamall maður og ung stúlka sat hjá honum og reyndi að mata hann. Hann var ekki á því að borða þessa stundina, en með lagni og fortölum tókst henni að láta gamla manninn ljúka úr skálinni. Ég spurði ungu stúlkuna hvað hún héti og hún kvaðst heita Signhildur og vera hjúkrunarnemi. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 283 orð

Signhild Konráðsson

Elsku amma er horfin sjónum um stund. Líkami hennar var ferðbúinn en andinn eiginlega ekki. Hún var þeim eiginleika gædd að horfa alltaf fram á veginn og hennar einkunnarorð voru: Aldrei að gefast upp. Söknuður og minningabrot frá æskuárum koma upp í hugann, samverustundir heima og að heiman, ferðir okkar saman til Danmerkur og Færeyja. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 265 orð

SIGNHILD KONRÁÐSSON

SIGNHILD KONRÁÐSSON Signhild Soffie Konráðsson fæddist 7. júlí 1907 á Borg, Argjum, við Þórshöfn í Færeyjum. Hún lést á Vífilsstaðaspítala að kvöldi 3. apríl sl. Foreldrar hennar voru Hans Jacob Joensen skipstjóri og Elspa Joensen og var hún ein átta barna þeirra. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 354 orð

Sveinn Björnsson

Hinn 7. apríl sl. lést Sveinn Björnsson fyrrverandi stórkaupmaður og góður fjölskylduvinur okkar. Það eru tæp 18 ár frá því að við kynntumst Sveini fyrst þegar móðir okkar, Rannveig, og Sveinn kynntust. Síðan hefur hann verið hluti af okkar daglega lífi. Sveinn virkaði svolítið formfastur og ráðsettur við fyrstu kynni. Enda var það e.t.v. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 232 orð

Sveinn Björnsson

Kveðja frá Oddfellowreglunni Með nokkrum orðum skal hér minnst félaga okkar, Sveins Björnssonar, sem varð bráðkvaddur 7. þessa mánaðar. Sveinn gekk mjög ungur að árum í Oddfellowregluna, árið 1941, og hafði því starfað í henni um 55 ára skeið er hann lézt. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum og var yfirmaður Reglunnar um 8 ára skeið frá 1973 til 1981. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 204 orð

Sveinn Björnsson

Elsku afi Sveinn. Okkur systkinin langar til að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Við dáðumst að þér fyrir allt sem þú fékkst áorkað í störfum þínum og félagslífi. Það sópaði að þér í mannfagnaði, grannvaxinn, myndarlegur og ætíð glæsilegastur allra í framkomu og klæðaburði. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 272 orð

SVEINN BJÖRNSSON

SVEINN BJÖRNSSON Sveinn Björnsson stórkaupmaður og ræðismaður fæddist í Reykjavík 9. júlí 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar Sveins voru Björn Sveinsson, f. 20.8. 1882, kaupmaður og bókhaldari, og Ólafía Bjarnadóttir, f. 23.12. 1888, húsfreyja. Þau bjuggu í Reykjavík. Bræður Sveins eru: Bjarni, f. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 544 orð

Torfi Lýður Torfason

Við vorum ekki háar í loftinu við systurnar er við fórum fyrst með foreldrum okkar í ævintýrasiglingu með Akraborginni. Ferðinni var heitið upp á Skaga þar sem Halla amma og Torfi afi bjuggu. Ein slík ferð stendur öðrum framar í minningunni. Eins og venjulega var afi mættur á bryggjunni, skælbrosandi og veifandi, er lagt var að. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 32 orð

TORFI LÝÐUR TORFASON Torfi Lýður Torfason var fæddur á Bakka í Hnífsdal 20. nóvember 1907. Hann lést í sjúkrahúsinu á Akranesi

TORFI LÝÐUR TORFASON Torfi Lýður Torfason var fæddur á Bakka í Hnífsdal 20. nóvember 1907. Hann lést í sjúkrahúsinu á Akranesi 31. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Akraneskirkju 10. apríl. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 220 orð

Þórarinn Alexandersson

Elsku Þóri frændi er dáinn. Allt frá því að við vorum litlar, hefur það verið spennandi að fara í heimsókn til hans. Öll jól frá því að við munum eftir okkur, höfum við farið í heimsókn til Þóra, Sirrýjar og Hönnu eftir að hafa verið í kvöldmat hjá ömmu og afa, sem bjuggu í næstu blokk við þau. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 745 orð

Þórarinn Alexandersson

Þórarinn ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu æviárin en átti jafnframt hlýtt athvarf hjá föðurömmu sinni, Þorbjörgu Jónsdóttur, og Stefáni Davíðssyni, sem létu sér afar annt um hann og varð þeim Stefáni einkar vel til vina. Þegar á níunda ári varð Þórarinn smali á búi móðursystur sinnar og manns hennar á Breiðabólsstað á Fellsströnd. Þar með var lífsbaráttan hafin. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 233 orð

Þórarinn Alexandersson

"Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið bezt af sléttunni." (Kahlil Gibran). Hann Þórarinn frændi, sá sem fylgdist svo vel með okkur alla tíð, er látinn, 88 ára. Meira
12. apríl 1996 | Minningargreinar | 104 orð

ÞÓRARINN ALEXANDERSSON Þórarinn Alexandersson fæddist 8. ágúst 1907 í Sælingsdalstungu í Hvammssveit, Dalasýslu. Hann lést í

ÞÓRARINN ALEXANDERSSON Þórarinn Alexandersson fæddist 8. ágúst 1907 í Sælingsdalstungu í Hvammssveit, Dalasýslu. Hann lést í Reykjavík 30. mars síðastliðinn. Foreldrar Þórarins voru Ólöf Bæringsdóttir, f. 22. ágúst 1888, d. 4. apríl 1964, og Alexander Guðjónsson, f. 27. júlí 1886, d. 2. Meira

Viðskipti

12. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Afkoma Skipavíkur í járnum

REKSTUR Skipasmíðastöðvarinnar Skipavíkur hf. í Stykkishólmi á sl. ári var með líku sniði og undanfarin ár og voru verkefni einkum á sviði viðhalds skipa og smíði á tækjum auk verslunarreksturs. Afkoma félagsins var í járnum, en hagnaður nam liðlega 2 milljónum króna sem er betri niðurstaða en árið áður. Meira
12. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 139 orð

Bandarískur ráðgjafi með námskeið

JOSÉ Stevens, doktor í sálfræði, ráðgjafi og fyrirlesari, dvelur á Íslandi dagana 16.-21. apríl nk. Hann mun bjóða fólki í íslensku viðskiptalífi upp á eins dags námskeið fimmtudaginn 18. apríl á Hótel Sögu. Stevens hefur kennt við háskóla í Bandaríkjunum, haldið fyrirlestra og skrifað sjö bækur. Meira
12. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 344 orð

Hægt að taka út fé á bensínsstöðvum

LANDSBANKINN hefur gengið frá samningum við Olís og Olíufélagið hf. þess efnis að handhöfum debetkorta frá Landsbankanum verði heimilt að taka út reiðufé á bensínstöðvum félaganna. Við þetta munu bætast við um 110 staðir þar sem handhafar debetkorta geta tekið út reiðufé. Áður hafði þessi þjónusta verið tekin upp til reynslu í Neskaupsstað og gefið góða raun. Meira
12. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 503 orð

Iðnlánasjóður með 159 milljóna hagnað

HAGNAÐUR Iðnlánasjóðs eftir skatta var 159 milljónir króna árið 1995 samanborið við 146 milljónir árið áður. Þennan bata má rekja til minnkandi framlaga í afskriftareikning útlána. Þannig voru færðar 232 milljónir á reikninginn á sl. ári samanborið við 292 milljónir árið áður. Meira
12. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 159 orð

Lækkanir í kauphöllum í Evrópu

UGGUR um aukna verðbólgu í Bandaríkjunum vegna hækkandi hrávöruverðs olli lækkunum á verði hlutabréfa í Wall Street og Evrópu í gær. Frönsk hlutabréf lækkuðu um 1,02% þótt Frakklandsbanki lækkaði viðmiðunarvexti nokkuð í 3,70%. Þýzka DAX vísitalan lækkaði um 0,8% og FTSE-100 í London lækkaði um 0,62%. Meira
12. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 436 orð

Sætaframboðið eykst um 20%

HORFUR eru á um 20% aukningu í sætaframboði í leiguflugi frá Íslandi nú í sumar. Heildarframboð sæta í leiguflugi stefnir þannig í að verða rúm 60 þúsund samanborið við um 50 þúsund sæti í fyrra. Að sögn Péturs J. Eiríkssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða, mun þessi aukning að öllum líkindum hafa einhver áhrif á sætaframboð eða verðlagningu hjá Flugleiðum. Meira
12. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 297 orð

Tapið rúmlega 92 milljónir

RÚMLEGA 92 milljón króna tap varð af rekstri Orkubús Vestfjarða á sl. ári. Þetta er heldur lakari afkoma en árið 1994 þegar tapið nam 84,8 milljónum króna. Miklar sveiflur hafa verið í rekstri fyrirtækisins undanfarin ár sem sést best á því að árið 1993 varð um 6 milljóna hagnaður. Meira

Fastir þættir

12. apríl 1996 | Dagbók | 2732 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 12.-18. apríl, að báðum dögum meðtöldum er í Háaleitis Apóteki, Háaleitisbraut 68. Auk þess er Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22 opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
12. apríl 1996 | Í dag | 441 orð

ÍKVERJI tók eftir því í einkamáladálkum DV, að fólk v/k ka

ÍKVERJI tók eftir því í einkamáladálkum DV, að fólk v/k karlmanni eða kvenmanni. Víkverji velti fyrir sér, hvað þetta "v/k" þýddi og var þá sagt að þetta þýddi "vill kynnast". Hvers vegna er ekki unnt að skrifa þetta orðasamband fullum fetum? Það ætti ekki að þurfa að stytta þessi tvö orð, fyrirferð þeirra er ekki svo mikil. Meira
12. apríl 1996 | Í dag | 65 orð

LEIÐRÉTT Ásmundur Sveinsson Í FRÉTT á blaðsíðu

Í FRÉTT á blaðsíðu 2 í blaðinu í gær um breytingar á garðinum við Ásmundarsafn, urðu þau leiðu mistök að listamaðurinn var rangfeðraður. Ásmundur myndhöggvari var Sveinsson, en ekki Jónsson, eins og sagði í fréttinni. Meira
12. apríl 1996 | Dagbók | 615 orð

Reykjavíkurhöfn.

Reykjavíkurhöfn. Í gær kom portúgalski togarinn Cidade Armante, Goðafoss kom og Freri og Skagfirðingur sem fóru samdægurs. Þá fóru út í gærkvöldi Kyndill, Gissur ÁR, Dísarfell, Mælifell og Dettifoss. Fyrir hádegi eru væntanlegir C.S. Sovereign og þýska rannsóknarskipið Frithjof. Meira
12. apríl 1996 | Í dag | 92 orð

Tapað/fundið Gleraugu töpuðust GYLLT kvengleraug

GYLLT kvengleraugu í svörtu hulstri töpuðust í Árbæjarhverfi eða Kópavogi sl. þriðjudag. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 567-3357. Úr fannst KARLMANNSÚR fannst á gangstéttinni fyrir framan Vesturgötu 52 kl. 14.30 sl. miðvikudag. Upplýsingar í síma 551-4926. Úr fannst KARLMANNSÚR fannst við Engihjalla 17. Meira
12. apríl 1996 | Í dag | 93 orð

ÞRETTÁN ára stúlka í Sameinuðu arabísku furstadæmunum við Persafló

ÞRETTÁN ára stúlka í Sameinuðu arabísku furstadæmunum við Persaflóa, með áhuga á sundi, hjólreiðum, krikket, badminton, tónlist, kvikmyndum og bréfaskriftum: Laila Zafar, P.O. Box 1047, Dubai, U.A.E. Meira

Íþróttir

12. apríl 1996 | Íþróttir | 92 orð

65 ára afmælishátíð Hauka

Í dag eru 65 ár liðin frá stofnun Knattspyrnufélagsins Hauka í Hafnarfirði. Í tilefni afmælisins verður haldin afmælishátíð í Haukahúsinu við Flatahraun undir yfirskriftinni; "Öflugt íþróttastarf - vörn gegn vímuefnum - Haukar fyrir heilbrigt líf." Hátíðahöldin hefjast kl. 16 með skemmtidagskrá fyrir yngstu félagana en kl. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 236 orð

Bjarni kemst ekki til Atlanta

BJARNI Friðriksson, júdókappi úr Ármanni, verður að öllum líkindum ekki meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar eins og hann hafði stefnt að. Hann tók þátt í síðasta A- móti ársins í Hollandi um síðustu helgi en tapaði í fyrstu glímu og einnig í uppreisnarglímu. "Þetta var búið eftir að ég tapaði fyrstu glímunni fyrir tékkneskum júdómanni. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 260 orð

Elsa örugg með Ólympíusæti

ELSA Nielsen er örugg um að komast á Ólympíuleikana í Atlanta í sumar. Staðfesting þess efnis barst frá Alþjóða badmintonsambandinu til Badmintonsambands Íslands í gær. "Þetta eru góðar fréttir og við erum mjög ánægð. Við vorum reyndar nokkuð viss um að Elsa kæmist á leikana," sagði Sigríðar M. Jónsdóttur, framkvæmdastjóri BSÍ. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 538 orð

"Frábærir strákar"

Rodney Dobard hefur leikið mjög vel með Grindvíkingum, en hann gekk til liðs við þá í lok janúar. Hann var að vonum kampakátur eftir sigurinn, enda full ástæða til. Hann var stigahæstur og yljaði áhorfendum með stórkostlegum troðslum þar sem hann stökk upp langt úti á velli og tróð yfir mann og annan ­ sumir sögðu að þetta væri eins og þegar Michael Jordan er að troða. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 216 orð

Frábær tilfinning

Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitillinn minn í meistaraflokki á ferlinum og tilfinningin er alveg frábær - ég hef ekki áttað mig á þessari staðreynd ennþá," sagði brosmildur fyrirliði Grindavíkur, Guðmundur Bragason, rétt eftir að flautað hafði verið til leiksloka í Keflavík í gærkvöldi. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 156 orð

Golf

Masters Augusta, Gerorgiu: Efstu menn eftir fyrsta keppnisdag: 63 Greg Norman (Ástralíu) 65 Phil Mickelson (Bandar.) 67 Bob Tway (Bandar.), Scott Hoch (Bandar.) 68 Lee Janzen (Bandar.) 69 David Gilford (Bretl.), Brad Faxon (Bandar. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 432 orð

Grikkir náðu markmiðinu

Gríska liðið Panathinaikos tapaði tvisvar fyrir spænska liðinu Barcelona í riðlakeppni Evrópumóts meistaraliða í körfuknattleik en braut blað í sögunni í París í gærkvöldi þegar það vann 67:66 í úrslitaleik liðanna og varð þar með Evrópumeistari fyrst grískra félaga. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 667 orð

Grindvíkingar eru bestir

GRINDVÍKINGAR eru Íslandsmeistarar í körfuknattleik karla. Þeir gerðu sér lítið fyrir, brugðu sér til Keflavíkur í gærkvöldi og sigruðu heimamenn þriðja sinni á þeirra heimavelli, nú 73:96. Grindvíkingar eru vel að titlinum komnir. Þeir hafa leikið vel í úrslitakeppninni og sýndu í gær að þeir eru með reynt lið sem þoldi álagið þrátt fyrir ungan aldur. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 113 orð

HappadagurFriðriks Inga

ELLEFTI apríl virðist vera happadagur FriðriksInga Rúnarssonar, þjálfara Grindavíkurliðsins semvarð Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skiptií gær ­ a.m.k. þegar hann ber upp á fimmtudag. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 222 orð

Haukastúlkur afgreiddar

STJÖRNUSTÚLKUR úr Garðabæ áttu ekki í vandræðum með að afgreiða Hauka úr Hafnarfirði þegar liðin mættust í fyrsta úrslitaleik 1. deildar kvenna í handknattleik í gærkvöldi og unnu 26:16. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki stendur uppi sem sigurvegari en ef næstu leikir verða í svipuðum dúr er ljóst hvert stefnir. Haukar stóðu upp í hárinu á Garðbæingum fyrstu tuttugu mínúturnar. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 69 orð

Í dag Skíði Í dag verður keppt í stórsvigikarla og kvenna í Hlíðarfjallivið Akureyri. Mótin eru bæðialþjóðleg, eða svokölluð

Skíði Í dag verður keppt í stórsvigikarla og kvenna í Hlíðarfjallivið Akureyri. Mótin eru bæðialþjóðleg, eða svokölluð FIS-mót. Íslandsmótið í gönguverður einnig í Hlíðarfjalli ídag. Keppt verður í 5 kmgöngu kvenna, 10 km göngupilta og 15 km göngu karla. Skvass Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 221 orð

Ísland - Japan28:17

Kumamoto í Japan, átta þjóða keppni í handknattleik, fimmtudaginn 11. apríl 1996. Mörk Íslands: Róbert Sighvatsson 5, Patrekur Jóhannesson 4, Davíð Ólafsson 4, Björgvin Björgvinsson 3, Júlíus Jónasson 3, Valdimar Grímsson 2, Sigurður Bjarnason 2, Gunnar Viktorsson 2, Dagur Sigurðsson 1, Ólafur Stefánsson 1, Sigfús Sigurðsson 1. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 261 orð

Japanir voru teknir í kennslustund

Íslendingar urðu í fyrsta sæti í sínum riðli á átta þjóða Japansmótinu í handknattleik en riðlakeppninni lauk í gær. Íslendingar tóku heimamenn í kennslustund og unnu þá 28:17, eftir að staðan hafði verið 14:8 í hálfleik, en þeir mæta Suður-Kóreumönnum í undanúrslitum á morgun. Bandaríkjamenn og Norðmenn leika í hinum undanúrslitaleiknum en leikið verður um verðlaunasæti á sunnudag. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 108 orð

Keflavík - UMFG73:96

Íþróttahúsið í Keflavík, 6. úrslitaleikurinn í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, fimmtudaginn 11. apríl 1996. Gangur leiksins: 2:0, 2:6, 6:6, 8:15, 11:22, 15:33, 22:41, 35:46, 37:50, 42:50, 48:52, 48:61, 53:66, 53:76, 58:78, 64:78, 64:89, 68:96, 73:96. Stig Keflavíkur: Guðjón Skúlason 20, Sigurður Ingimundarson 19, Jón Kr. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 206 orð

KEFLVÍKINGAR

KEFLVÍKINGAR reyndu allt til að sigra í gærkvöldi. Breyting var gerð á kynningu leikmanna og engin ljósasýning var að þessu sinni. Heiðursgestur var á leiknum í boði heimamanna, Kolbeinn Kristinsson forstjóri Myllunnar. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 55 orð

Knattspyrna Deildarbikarkeppnin Stjarnan - Akranes4:4Baldur Bjarnason, Guðmundur Steinsson, Rúnar Sigmundsson, Goran Micic -

Deildarbikarkeppnin Stjarnan - Akranes4:4Baldur Bjarnason, Guðmundur Steinsson, Rúnar Sigmundsson, Goran Micic - Stefán Þórðarson 2, Jóhannes Harðarson, Mihajlo Bibercic. Æfingalandsleikur Króatía - Ungverjaland4:1Brajkovic (6.), Suker (23.), Pamic (65.), Stanic (75.) - Nagy (39.). Holland Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 85 orð

Körfuknattleikur Evrópukeppni félagsliða: Úrslitaleikur: Panathinaikos - Barcelona67:66 Stigahæstir: Panathinaikos - Fragiskos

Evrópukeppni félagsliða: Úrslitaleikur: Panathinaikos - Barcelona67:66 Stigahæstir: Panathinaikos - Fragiskos Alvertis 17, Dominique Wilkins 16, Nikos Ekonomou 10. Barcelona - Arturas Karnishovas 23, Xavier Fernandez 15, Jose Luis Galilea 10. 12.500. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 20 orð

Morgunblaðið/Einar Falur Svona skal troðið!

Morgunblaðið/Einar Falur Svona skal troðið!DOBARD tróð nokkrum sinnum með miklum tilþrifum og hérsést hann hamra knöttinn í körfuna yfir Davíð Grissom. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 49 orð

Mót Úrvals-Útsýnar Mótið var haldið á Spáni 2. apríl 1996. 40 ky

Mót Úrvals-Útsýnar Mótið var haldið á Spáni 2. apríl 1996. 40 kylfingar tóku þátt í mótinu. Karlar, með forgjöf: Bergþór Jónsson, GR66 Kristinn Guðjónsson, GR70 Hrafnkell Óskarsson, GS70 Karlar, án forgjafar: Sveinbjörn Jóhannesson88 Konur, með forgjöf: Kristín Pálsdóttir, Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 176 orð

Norman með forystu og setti met GREG N

GREG Norman frá Ástralíu lék best allra á fyrsta degi Masters mótsins sem hófst í Augusta í Georgíu í gær. Hann lék á 63 höggum, níu höggum undir pari, sem er lægsta skor í sögu mótsins og jafnaði um leið vallarmet Nick Price. Norman, sem er efstur á heimslistanum, fór níu holur á fugli. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 113 orð

Patrekur í uppskurð eftir helgi

PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður í handknattleik, getur ekki dregið lengur að fara í uppskurð vegna meiðsla í hné og verður það fyrsta mál á dagskrá hjá honum þegar han kemur heim með landsliðinu frá Japan eftir helgi. Bólga í sin fyrir neðan hnéskelina hefur verið að angra hann í allan vetur og var hann aumur eftir bikarúrslitaleikinn. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 102 orð

PSV á von PSV Eindhoven vann De Graafs

PSV Eindhoven vann De Graafschap Doetinchem 2:1 í hollensku deildinni í gærkvöldi og er með 71 stig í öðru sæti, tveimur stigum minna en Ajax sem á leik til góða. Belgíski landsliðsmaðurinn Luc Nilis og hollenski landsliðsmaðurinn Rene Eijkelkamp, sem venjulega eru miðherjar PSV, Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 115 orð

Rúnar til Vals og Jón áfram

Rúnar Sigtryggsson, handknattleiksmaður sem lék um tíma með Víkingum sl. vetur, hefur ákveðið að leika með Íslandsmeisturum Vals næsta vetur. Þá hefur stjórn handknattleiksdeildar Vals endurráðið Jón Kristjánsson sem þjálfara meistaraflokks fram yfir næsta keppnistímabil. Jón, sem einnig lék með liðinu sl. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 78 orð

Sex sigrar á útivelli! GRINDVÍKINGA

GRINDVÍKINGAR náðu þeim einstaka árangri að sigra í öllum sex leikjum sínum sem þeir léku á útivelli í úrslitakeppninni. Þeir léku við Skallagrím í fyrstu umferðinni, unnu þá heima og að heiman. Í næstu umferð mættu þeir Haukum, unnu þá tvívegis í Hafnarfirði og einu sinni heima og Keflvíkinga unnu þeir þrívegis á útivelli og einu sinni á heimavelli. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 38 orð

Yngvi Karl er fyrirlið Þróttar í 4. flokki

YNGVI Karl Sigurjónsson er fyrirliði Íslandsmeistara 4. flokks Þróttar í blaki og birtist mynd af honum með bikarinn í gær. Nafnabrengl var í myndatexta og er beðist velvirðingar á mistökunum. Meira
12. apríl 1996 | Íþróttir | 325 orð

Þetta er frábær stund

Ég reyndi mitt til þess að hjálpa til að þessi eftirsótti titill kæmi til Grindavíkur og ég vona svo sannarlega að ég hafi átt einhvern þátt í því," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, en í gærkvöldi varð hann Íslandsmeistari í annað sinn sem þjálfari í meistaraflokki karla. Meira

Fasteignablað

12. apríl 1996 | Fasteignablað | 805 orð

Aðstoð við íbúðarkaupendur

ÞRÓUNIN í ýmsum þáttum velferðarkerfisins á undanförnum árum hefur verið í þá átt, að tekjutengja aðstoð hins opinbera við þegnana á sem flestum sviðum. Þetta á jafnt við um heilbrigðis- og húsnæðismál sem og ýmsa aðra þætti. Þessi þróun er í samræmi við það sem gerst hefur í hinum vestræna heimi á undanförnum árum, jafnt á Norðurlöndum sem Bretlandi svo dæmi séu tekin. Meira
12. apríl 1996 | Fasteignablað | 690 orð

Eigum við hreinasta land og vatn í heimi?

FULLYRÐINGAR þar um hafa glumið í eyrum okkar undanfarið, það er verið að auglýsa íslenskar landbúnaðarafurðir. Fullyrðingar þessar má þó mjög draga í efa, vissulega er vatnið víða hreint, tært og heilnæmt, landið er enn víða óskaddað og meira að segja hafa landgæði sums staðar verið bætt með landgræðslu og skógrækt. Meira
12. apríl 1996 | Fasteignablað | 153 orð

Endurnýjað timburhús við Grettisgötu

TIL sölu er hjá fasteignasölunni Borgum einbýlishús við Grettisgötu 22 í Reykjavík. Að sögn Karls Gunnarssonar hjá Borgum er þetta bárujárnsklætt timburhús, sem er kjallari, hæð og ris. Húsið er byggt árið 1908 og er um 135 fermetrar að stærð. Meira
12. apríl 1996 | Fasteignablað | 340 orð

Fasteign sem hægt er að flytja

TRÉSMIÐJAN Mógil sf. á Svalbarðsströnd hefur hafið framleiðslu einbýlishúsa úr timbri. Fyrsta húsið er risið og er það hæð og ris samtals 100 fm. Hér er um nýjung að ræða í húsbyggingum en húsið er sérstaklega styrkt, þar sem það er byggt á stálbitum og því auðvelt að flytja það á milli staða. Meira
12. apríl 1996 | Fasteignablað | 216 orð

Gott hús á góðum stað í Kópavogi

TIL sölu er hjá fasteignasölunni Valhöll húseignin Víghólastígur 12 í Kópavogi. Þetta er einbýlishús, hæð og ris og 180 ferm. að stærð," sagði Báður Tryggvason hjá Valhöll. Húsinu fylgir bílskúr sem er annars vegar 25 ferm. nýstandsett einstaklingsíbúð og hins vegar hinn hluti skúrsins, sem nýttur er sem bílskúr og er einnig 25 ferm. að stærð. Meira
12. apríl 1996 | Fasteignablað | 717 orð

Ný byggingarmiðstöð í Sánkti Pétursborg

Dagana 28. febrúar til 1. mars s.l. héldu byggingarþjónusturnar á Norðurlöndunum og forráðamenn Byggingarþjónustunnar í St. Pétursborg sameiginlega ráðstefnu (Russian-Nordic Seminar), þar sem samskipti þessara aðila voru rædd og þau mál sem efst eru á baugi í hverju landi fyrir sig. Meira
12. apríl 1996 | Fasteignablað | 686 orð

Selur húsið til að byggja listaskála í Hveragerði

HJÁ Eignamiðluninni er nú til sölu stórt hús að Vogaseli 1 í Reykjavík. Þetta er einbýlishús, 328 ferm. að stærð, en auk þess er í húsinu um 30 ferm. lagerrými. Eigandi er Einar Hákonarson listmálari. Meira
12. apríl 1996 | Fasteignablað | 1491 orð

Sérhannað iðnaðar- hverfi rís við Dalveg í Kópavogi

FRAMBOÐ á atvinnuhúsnæði, bæði til kaups og til leigu, hefur verið meira á undanförnum árum en eftirspurn. Samdráttur í atvinnulífinu hefur þar haft sitt að segja, en fleira kemur einnig til. Mörg fyrirtæki hafa endurskipulagt rekstur sinn og þurfa því ekki eins mikið húsnæði og áður. Tæknibreytingar eins og tölvuvæðingin hafa einnig haft mikil áhrif á húsakost atvinnufyrirtækjanna. Meira
12. apríl 1996 | Fasteignablað | 222 orð

Sérstök efri sérhæð í Grafarvogi

TIL sölu er hjá fasteignasölunni Skeifunni nær fullbúin efri sérhæð að Berjarima 53 í Grafarvogi. Flatarmál hæðarinnar er 208 fermetrar, en hún er með innbyggðum bílskúr. "Þarna er um að ræða sérlega glæsilega eign, sérhannaða og með sérsmíðuðum innréttingum," sagði Elvar Ólason hjá Skeifunni. Arkitekt er Guðmundur Gunnlaugsson. Meira
12. apríl 1996 | Fasteignablað | 883 orð

Skefur inn?

VETURINN hefur verið óvenju mildur víkðast hvar um landið okkar. Við vitum þó að kaldir vindar geta átt eftir að strjúka landið oft áður en sumarið gengur í garð. Þar sem skafrenningur sækir á er nauðsynlegt að fylgjast vel með húsunum. Meira
12. apríl 1996 | Fasteignablað | 463 orð

Tékkar spá uppsveiflu í byggingu íbúða

NÝBYGGÐUM íbúðum í Tékklandi fækkaði úr 55.100 árið 1989 í 13.200 í fyrra, en þó ríkir enginn uppgjafarandi í tékkneskum byggingaiðnaði að sögn danska viðskiptablaðsins Børsen. Allt bendir til þess að uppsveifa sé á næsta leiti og getur hún jafnvel orðið veruleg. Meira
12. apríl 1996 | Fasteignablað | 578 orð

Yfir 20 ára reynsla í byggingu timburhúsa

Egilsstöðum ­ Trésmiðja Fljótsdalshéraðs í Fellabæ var stofnuð árið 1973 og tilgangurinn með stofnuninni var að smíða einingahús úr timbri. Síðan eru liðin 23 ár og hefur Trésmiðjan hingað til staðið af sér samdrátt og erfiðleika sem ríkt hafa í íslenskum iðnaði nú um árabil. Meira

Úr verinu

12. apríl 1996 | Úr verinu | 739 orð

Veiðistofn þorsksins er er ótvírætt á uppleið

NIÐURSTÖÐUR togararallsins svokallaða benda ótvírætt til þess, að veiðistofn þorsksins sé á uppleið. Veiðistofninn er talinn um 700.000 tonn og samkvæmt þeirri reglu að taka ekki meira en 25% úr veiðistofninum á hverju ári, gefur það ekki tilefni til þess að auka veiði í ár, þar sem miðað er við meðaltal stofnstærðar í upphafi og við lok hvers árs. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

12. apríl 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 847 orð

Bíóprógrömm frá Bíræfna bílstjóranum til James Bonds og allt þar á milli

"ÁRIÐ 1885. Pósturinn er að leggja af stað frá Tonto til Lodsburg. Í honum eru fimm farþegar. Lucy Mallory, á leið til manns síns, sem er liðsforingi í setuliðsstöð í Vesturauðninni. Peacock, prestlegur maður, sem er sölumaður fyrir whiskyfirma, Boone, drykkfelldur læknir, Hatfield fjárhættuspilari. Dallas, ung stúlka, sem Siðsemdarfélagið í Tonto flæmir burt úr bænum. Meira
12. apríl 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 227 orð

Handunnin og útskorin húsgögn frá Austurlöndum fjær

HEIMURINN skreppur æ meir saman, með bættum samgöngum og tölvutækni svo það er varla að undra þótt sjóndeildarhringur okkar víkki dag frá degi. Áhrifa fjarlægra menningarheima gætir víða, svo sem í matargerð, en einnig í þeim húsbúnaði sem margir hafa kosið að prýða heimili sín með. Meira
12. apríl 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 705 orð

Hinn frjálsilífsstíll

SNJÓBRETTAÍÞRÓTTIN er ekki eyland, hún er stak í mengi menningar kenndrar við Free styleeða frjálsa aðferð. Henni tilheyrir einnig iðkun á hjólabrettum, brimbrettum, free style-reiðhjólum, og breik. Frjáls aðferð umvefur bæði hugsun og hátterni. Einkenni hennar er að leggja meira upp úr stemmningunni en samkeppninni. Meira
12. apríl 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 604 orð

Kínversk börn læra móðurmálið á Íslandi fjarri gömlu heimahögunum

ÍSLENSKA er ekki eina móðurmálið sem börn á Íslandi tala heldur eru þau hvorki fleiri né færri en 52 og börnin sem hlut eiga að máli og eru á skólaaldri eru rúmlega þrjúhundruð. Víða erlendis eiga þessi börn af erlendu bergi brotnu rétt á kennslu í móðurmáli sínu enda sýna rannsóknir að því færari sem börn eru í málinu því betur gengur þeim að ná tökum annarri tungu. Meira
12. apríl 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1126 orð

Ný gluggatjöld og tandurhrein íbúð skemmta ekki gestum

VIÐ sendum blómin á undan okkur í boðið, ekki með skilaboðum um að okkur seinki heldur að við hlökkum til að koma á eftir. Við sem gestgjafar erum aldrei fínni en gestirnir, útbúum kannski litla miða með vísum undir hvern disk, syngjum saman, höfum málshátt fyrir hvern og einn, spilum bingó í fermingarveislunni eða finnum sjálf upp á einhverju sem léttir andann í veislunni, Meira
12. apríl 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 601 orð

Sjónvarp á Íslandi og í Moskvu

María Elínborg Ingvadóttir hefur búið í Moskvu sl. ár þar sem hún gegnir starfi viðskiptafulltrúa Útflutningsráðs Íslands við íslenska sendiráðið. Meira
12. apríl 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 594 orð

SNJÓBRETTAIÐKUN

Bak við snjóbrettaiðkun liggja þræðir inn í menninguna og lífsviðhorf kynslóðar. Gunnar Hersveinn fór í Bláfjöll, greindi free style hugmyndina og ræddi við iðkendur um gleðina. Meira
12. apríl 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 115 orð

SNJÓBRETTI

Snjóbrettaiðkun er sprottin af hinum frjálsa lífsstíl sem felst í því að njóta lífsins áhyggjulaust. Að fljúga á snjóbretti vekur ánægju og frelsið af værum blundi. Dans, klæði, reiðhjól, hjólabretti og fleira tilheyra menningu hins frjálsa lífsstíls. Hér á landi hefur snjóbrettamönnum vaxið ásmegin og þeir skera sig úr. Meira
12. apríl 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 184 orð

Stólarnir gleðja augað en hafa ekki hagnýtt gildi

NÚ ER hægt að láta drauminn um sérhannaða klassíska stóla á heimilið rætast fyrir mun minni pening en áður. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að stólarnir eru svo litlir að það fer líklega betur um þá uppi í hillu en á stofugólfinu. Meira
12. apríl 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 276 orð

Svefnvenjur unglinga ekki bara afleiðing uppreisnar

HVERNIG stendur á því að sama barnið og sofnaði undantekningalaust klukkan níu á kvöldin fyrir nokkrum árum, getur núna vakað fram yfir miðnætti á hverju kvöldi? Samkvæmt niðurstöðum rannsókna í Kaliforníuháskóla eru líkur á að svarið megi fremur rekja til líffræðilegra þátta, en þess að "barnið" sé hreinlega orðið uppreisnargjarn unglingur. Meira
12. apríl 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 225 orð

Tíminn flýgur

TÍMINN flýgur áfram. Með "réttu" vekjaraklukkunni getur hann líka ferðast um með glæsibrag með lestum, bílum eða skipum. Þeir sem heillast af fallega hönnuðum hlutum ganga svo langt að segja að það sé alltaf ánægjulegt að rísa úr rekkju eftir að hafa vaknað við hljómfagra hringingu úr þessum fallegu vekjaraklukkum. Það eru væntanlega ekki allir sammála því, en klukkurnar eru fallegar. Meira
12. apríl 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 738 orð

Val milli gleði og leiðinda

RÚNAR Ómarsson, Aðalheiður Birgisdóttir og Jón Teitur Sigmundsson eru miklir snjóbrettaiðkendur og stunda jafnframt verslun og viðskipti í búðinni Týnda hlekknum með allskyns snjóbrettavörur. Týndi hlekkurinn er í Hafnarstræti 16 og segist Rúnar hafa beitt hinni frjálsu aðferð við hönnun búðarinnar og smíðað innréttingar úr allrahanda drasli. Meira
12. apríl 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 287 orð

Vorið á Laugavegi kallar

BÍÓPRÓGRÖMM FYRR OG SÍÐAR/2HINN FRJÁLSI LÍFSSTÍLL SNJÓBRETTAIÐKUNAR/4ÖÐRUVÍSI VEISLUHÖLD/6SJÓNVARP Á ÍSLANDI OG Í MOSKVU/7AUSTRÆN HÚSGÖGN/8 Vorið á Meira
12. apríl 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 763 orð

Þekkingarleitin gefur von um betra líf

SJÚKDÓMAR Þekkingarleitin gefur von um betra líf Gífurlegum tíma og peningum er á hverjum tíma varið í að finna orsakir sjúkdóma og í leitina að nýjum aðferðum og lyfjum til að lækna þá, meðhöndla einkenni þeirra eða koma í veg fyrir þá. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.