Greinar laugardaginn 13. apríl 1996

Forsíða

13. apríl 1996 | Forsíða | 122 orð

Aznar falin stjórnarmyndun

SPÁNARKONUNGUR fól í gær José María Aznar, leiðtoga Þjóðarflokksins, að mynda nýja ríkisstjórn. Þjóðarflokkurinn vann sigur í þingkosningunum á Spáni í byrjun mars en hlaut ekki meirihluta. Aznar þarf því að tryggja sér stuðning nokkurra smáflokka, þ.ám. þjóðernissinna í Katalóníu sem hafa 16 menn á þinginu í Madrid. Meira
13. apríl 1996 | Forsíða | 88 orð

Kantor viðskiptaráðherra

BILL Clinton Bandaríkjaforseti skipaði í gær Mickey Kantor, viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna, í embætti viðskiptaráðherra. Tekur hann við af Ron Brown er lést í flugslysi í Króatíu í síðustu viku. Þá var Charlene Barshevsky, aðstoðarsamningamaður, skipaður viðskiptafulltrúi. Meira
13. apríl 1996 | Forsíða | 222 orð

Óhollusta af yfivinnunni

ÞAÐ er ekki allt fengið með því að heimta meiri aukavinnu því að of mikið vinnuálag og of langur vinnutími eru hættuleg heilsunni og geta komið mönnum beint í gröfina. Er það niðurstaða rannsókna, sem gerðar hafa verið í ýmsum löndum. Meira
13. apríl 1996 | Forsíða | 289 orð

Vilja að dregið verði úr spennu milli ríkjanna

BANDARÍSK og japönsk stjórnvöld hafa gert samkomulag um að umdeildri herstöð á eyjunni Okinawa verði lokað. Greindu Ryutaro Hashimoto, forsætisráðherra Japans, og Walter Mondale, sendiherra Bandaríkjanna, frá þessu í gær en Bill Clinton Bandaríkjaforseti kemur í opinbera heimsókn til Japans í næstu viku. Meira
13. apríl 1996 | Forsíða | 323 orð

Þúsundir Líbana flýja árásir Ísraela

ÍSRAELSKAR herflugvélar gerðu árásir á skotmörk í Beirút og suðurhluta Líbanons í gær, annan daginn í röð, til að hefna árása skæruliða Hizbollah-samtakanna á norðurhluta Ísraels. Þúsundir óbreyttra borgara í suðurhlutanum flúðu heimili sín þar sem þeir óttuðust frekari loftárásir og mörg þorp urðu alveg mannlaus. Meira

Fréttir

13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

1,5 milljarða frá áramótum

SALA áfengis nam ríflega 1.455 millj. kr. fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Mest var sala í vínbúð ÁTVR í Kringlunni, um 12,80% af heildarsölu. Næst á eftir er vínbúðin í Holtagörðum. Á þessu tímabili nam heildarsala áfengis að meðtöldum bjór tæpum 1,8 milljónum lítra eða 1.792.074 lítrum alls, sem jafngildir 173.721 alkóhóllítrum. Heildarsala nef- og munntóbaks nam 3. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 315 orð

44 stofnanir fóru 5 millj. eða meira fram úr heimildum

"STOFNARNIR eða fjárlagaliðir sem voru yfir fjárheimild á árinu 1995 voru alls 191 (af 492). Stofnanir og fjárlagaliðir sem fóru 5 m.kr. eða meira yfir fjárheimild á árinu voru 44. Af þeim var helmingurinn einnig yfir þessum mörkum á árinu 1994," segir í niðurstöðum Ríkisendurskoðunar í nýútkominni skýrslu um framkvæmd fjárlaga á seinasta ári. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 227 orð

84 milljónir kr. í ólík viðfangsefni

Í FYRRA var, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, veitt fé að upphæð samtals um 84 millj. kr. til mismunandi viðfangsefna. Ráðstöfunarféð er af sérstökum fjárlagalið til að mæta ýmsum útgjöldum sem eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allrar. Auk þess höfðu einstakir ráðherrar samtals 18 millj. til ráðstöfunar vegna óvæntra útgjalda. Framlögin voru um 5 millj. kr. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 296 orð

Alþingi sýnd lítilsvirðing

Í UPPHAFI þingfundar í gærmorgun gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar athugasemdir við mætingu stjórnarþingmanna á fundi Alþingis. Einkum var gerð athugasemd við það að þingmenn í starfsnefndum væru ekki viðstaddir umræður um flókin og og mikilvæg mál sem ættu eftir að koma til kasta nefndanna. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð

Alþjóðleg ráðstefna um asma

ALÞJÓÐLEG ráðstefna um asma í börnum verður haldin í Háskólabíói í dag, laugardaginn 13. apríl, sem 250 vísindamenn og læknar frá Englandi, Skotlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi sækja, þar af 150 erlendis frá. Ráðstefnan er haldin á vegum sænska lyfjafyrirtækisins Astra, en það er leiðandi í heiminum á sviði asmalyfja, og fjallar um meðhöndlun asma meðal barna. Meira
13. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 253 orð

Atvinnuleysi setti svip á starfsemina

ATVINNULEYSI setti mjög svip sinn á starfsemi verkalýðsfélagsins Einingar á síðasta ári að því er fram kom í máli Björns Snæbjörnssonar, formanns félagsins, á aðalfundi þess í vikunni. Heildarniðurstaða af rekstri allra sjóða félagsins er jákvæð um 3,3 milljónir króna, en það er vegna hækkunar á gengi hlutabréfa félagsins í Útgerðarfélagi Akureyringa. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Atvinnumiðlun námsmanna hefur starfsemi

ATVINNUMIÐLUN námsmanna er nú að hefja sitt 19. starfsár. Að atvinnumiðluninni standa Stúdentaráð Háskóla Íslands, Bandalag íslenskra sérskólanema, Samband íslenskra námsmanna erlendis og Félag framhaldsskólanema. Meira
13. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 237 orð

Ákært fyrir manndráp af gáleysi?

FLUGVÖLLURINN í Dusseldorf í Þýskalandi verður lokaður a.m.k. fram á mánudag vegna rannsóknar á eldsvoða í flugstöðvarbyggingunni. Þýskir saksóknarar kanna nú hvort ástæða sé til að leggja fram ákæru fyrir íkveikju og manndráp af gáleysi. Meira
13. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Árásum á launafólk svarað af hörku

AÐALFUNDUR Verkalýðsfélagsins Einingar sem haldinn var í vikunni mótmælir harðlega "þeim ásetningi félagsmálaráðherra og þar með ríkisstjórnar Íslands að skerða vald félagsmanna einstakra stéttarfélaga til afgreiðslu kjarasamninga, boðun verkfalla og ekki síst að kljúfa félögin niður í lítil vinnustaðafélög," eins og segir í ályktun sem samþykkt var á fundinum. Meira
13. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 327 orð

Bardagar blossa upp í Líberíu

BARDAGAR blossuðu upp í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gær íu nágrenni herstöðvar sem verið hefur þungamiðja átakanna sem brutust út í landinu fyrir viku. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði óhjákvæmilegt að flytja brott fleiri erlenda ríkisborgara sem innlyksa væru þar. Þegar hafa bandarískar herþyrlur flutt 900 manns brott. Gera sér grein fyrir hlut NATO Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Björgunartilraunir mistókust

Á ANNAN tug manna á fjórum bátum gerðu árangurslausa tilraun til að ná rækjubátnum Kolbrúnu af strandstað við Hrútey í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi á miðvikudagskvöld. Tilraunir til að ná bátnum af skerinu hófust síðdegis sama dag og hann strandaði en þeim lauk á ellefta tímanum um kvöldið með því að báturinn rann af skerinu og sökk enn dýpra. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Brynjar og Sesselja sigruðu

BRYNJAR Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir sigruðu og Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir urðu í öðru sæti í úrslitakeppni í jive á óopinberri heimsmeistarakeppni barna og unglinga í dansi í Blackpool í gærkvöldi. Davíð Gill Jónsson og Halldóra Halldórsdóttir urðu í 5. sæti í flokki 12 ára og yngri þar sem keppt var í öllum suður-amerísku dönsunum. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 608 orð

Dagvistun barna getur aukið tíðni asmatilfella

MÖGULEIKI er á að nábýli ungra barna á dagvistunarstofnunum geti valdið aukinni tíðni asma hjá þeim vegna tíðra sýkinga, ef marka má rannsóknir sem íslenskir læknar hafa gert undanfarin átta ár á íslenskum börnum allt frá fæðingu þeirra. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON

DANÍEL Ágústínusson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi og varaþingmaður Framsóknarflokksins í Vesturlandskjördæmi, er látinn, 83 ára að aldri. Daníel fæddist þann 18. mars árið 1913 á Eyrarbakka, sonur Ágústínusar Daníelssonar bónda í Steinskoti og Ingileifar Eyjólfsdóttur. Daníel lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni árið 1934 og kennaraprófi 1936. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Drög að Suðurlandsskógaáætlun kynnt

LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA Guðmundur Bjarnason var á ferð um Suðurland fyrir skömmu ásmt fulltrúum frá Félagi skógarbænda á Suðurlandi, alþingismönnunum, Guðna Ágústssyni og Ísólfi Gylfa Pálmasyni, fulltrúum Búnaðarsambandsins og fleiri aðilum. Meira
13. apríl 1996 | Miðopna | 494 orð

Efasemdir um gildi starfsþjálfunar

STJÓRNMÁLAMENN eru almennt sammála um að aukin starfsþjálfun sé heppilegasta leiðin til að draga úr atvinnuleysi. Reynslan gefur til kynna að svo auðveldlega verði þessi vandi ekki leystur." Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 38 orð

Erindi um hjónabandið í Neskirkju

BENEDIKT Jóhannsson, sálfræðingur, flytur erindi sem hann nefnir Farsælt hjónaband - hvað þarf til? á fundi hjá hjónaklúbbi Neskirkju nk. sunnudagskvöld kl. 20.30. Fundurinn er haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar og er öllum opinn. Meira
13. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 165 orð

Farfuglarnir fyrr á ferðinni

FARFUGLARNIR eru mun fyrr á ferðinni norðanlands á þessu vori en vant er. Þorsteinn Ingólfsson bóndi og fuglaáhugamaður í Gröf í Kaupvangssveit hefur skráð komu farfuglanna mörg undanfarin ár og segir hann að í svona góðu árferði eins og nú er láti farfuglarnir sjá sig mun fyrr á Norðurlandi en þegar kalt er í ári. Álftirnar komu fyrst Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Fornleið gengin úr Leiruvogi að Illaklifi

Í SJÖUNDA áfanga landnámsgöngunnar, raðgöngu Útivistar 1996, verður gengin fornleið frá vaði á Úlfarsá með Leiruvogi og upp Mosfellsdal, Bringluleið að Illaklifi. Gefinn verður kostur á að stytta leiðina en hún er um 18 km. Vegna votviðris er rétt að vera vel skóaður. Meira
13. apríl 1996 | Miðopna | 1804 orð

Frjálsræðið í veiðunum virðist dýru verði keypt

Aldrei hefur tekizt að koma böndum á veiðar smábátanna Frjálsræðið í veiðunum virðist dýru verði keypt Innlendur vettvangur Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Fundur haldinn um eitranir

Á VEGUM Eitrunarupplýsingamiðstöðvarinnar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Félags íslenskra barnalækna, fræðslunefndar Lyfjafræðingafélags Íslands og Lyfjafræðafélagsins verður haldinn fundur mánudaginn 15. apríl nk. kl. 11­13 í fundarsal á fyrstu hæð G-álmu Sjúkrahúss Reykjavíkur (suðursal G-1). Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Fyrirgreiðsla í framboði

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að veita frambjóðendum í komandi kosningum fyrirgreiðslu. Samkvæmt upplýsingum forsætisráðuneytisins fá frambjóðendur sömu fyrirgreiðslu og stjórnmálaflokkar fá fyrir þingkosningar, leiti þeir eftir því. Sú fyrirgreiðsla felst í að frambjóðendurnir fá afrit af kjörgögnum og þeir eiga einnig rétt á afslætti af símagjöldum. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 581 orð

Hagsmunaaðilar boðaðir til fundar um aukinn kvóta

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra mun eiga fund með fulltrúum hagsmunaðila í sjávarútvegi um helgina þar sem fjallað verður um hvort tilefni sé til að auka þorskveiðiheimildir á þessu fiskveiðiári. Hann segist í framhaldi af fundinum taka ákvörðun í málinu nk. mánudag. Meira
13. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 172 orð

Handtaka í Dyflinni

ÍRSKA lögreglan hefur handtekið mann í Dyflinni og halda írskir fjölmiðlar því fram, að um sé að ræða tímamót í rannsókn á tilræðum IRA, Írska lýðveldishersins, í Bretlandi. Talsmaður lögreglunnar staðfesti, Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Harpa Rós fegurðardrottning Reykjavíkur

HARPA Rós Gísladóttir, 18 ára Garðbæingur, var kjörin fegurðardrottning Reykjavíkur í fegurðarsamkeppni Reykjavíkur 1996 á Hótel Íslandi í gærkvöldi. Harpa Rós var jafnframt kjörin ljósmyndafyrirsæta keppninnar. Í öðru sæti varð Bergljót Þorsteinsdóttir, 22 ára stúdent frá Reykjavík. Bergljót var einnig kjörin vinsælasta stúlkan. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 796 orð

Ísland áfram mitt heimaland

ESBJÖRN Rosenblad flytur um næstu mánaðamót aftur til Svíþjóðar eftir 19 ára búsetu á Íslandi. Í tilefni af því hélt hann vinum sínum kveðjuhóf í Norræna húsinu í gærkvöldi en hann hefur eignast marga vini á þessum árum. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 235 orð

Íslendingar í andliti Jóns forseta

MJÓLKURSAMSALAN í Reykjavík hefur gefið út veggspjald sem um þessar mundir er verið að senda til allra grunnskóla landsins. Á því eru ljósmyndir af 625 Íslendingum sem í sameiningu mynda andlit Jóns Sigurðssonar og er með því lögð áhersla á þátt tungumálsins í sjálfstæði þjóðarinnar. Flestar myndanna eru af þjóðkunnum Íslendingum; rithöfundum, leikurum, söngvurum, stjórnmálamönnum o.fl. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 1322 orð

Íslensk verðmæti tilnefnd á heimsminjaskrána Samningur UNESCO um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heims var þema málþings

FIMM svæði á Íslandi hafa verið tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO, tvö náttúruminjasvæði og tvö menningarminjasvæði auk Þingvalla, sem flokkast bæði sem náttúru- og menningararfleifð. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 472 orð

Laxá í Kjós opnuð fyrr

SÍÐUSTU sumur hafa verið ýmsar breytingar á opnunardögum í íslenskum laxveiðiám. Elliðaárnar verið færðar frá 10. til 15. júní, Laxá í Dölum fram undir mánaðamót júní/júlí og Kjarrá hefur verið með breytilegan opnunardag, allt eftir árferði hverju sinni. Nú hefur það frést, að opnun í Laxá í Kjós hafi verið færð fram um nokkra daga. Meira
13. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 481 orð

Leiðtogi Katalóna herðir tökin á Aznar

KONUNGUR Spánar fól í gær José María Aznar, leiðtoga hægri manna, að mynda næstu ríkisstjórn landsins. Jordi Pujol, leiðtogi þjóðernissinna í Katalóníu, hefur hins vegar látið að því liggja að hugsanlega þurfi að boða aftur til þingkosninga á Spáni innan fárra mánaða. Pujol og félagar hans hafa það á hendi sér hvort Aznar, leiðtoga Þjóðarflokksins, tekst að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Meira
13. apríl 1996 | Smáfréttir | 71 orð

LEIKRITIÐ Tanja Tatarastelpa verður sýnt í dag í Ævintýra-Kri

LEIKRITIÐ Tanja Tatarastelpa verður sýnt í dag í Ævintýra-Kringlunni, 3. hæð í Kringlunni. Leikritið hefst kl. 14.30 og kostar 300 kr. á sýninguna. Ólöf Sverrisdóttir leikkona leikur Tönju en hún samdi þáttinn fyrir nokkrum árum og flutti á leikskólum borgarinnar. Framvegis verða leiksýningar á laugardögum en á fimmtudögum kl. Meira
13. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 268 orð

Líklega sama stjórn með stuðningi óháðra

HELSTI stjórnarandstöðuflokkurinn í Suður-Kóreu sakaði í gær Kim Young-sam, forseta landsins, um að hafa notað ögranir Norður-Kóreumanna á landamærunum sjálfum sér og stjórnarflokknum til framdráttar í kosningunum í fyrradag. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 44 orð

Lokapredikanir guðfræðinema

FIMM guðfræðinemar flytja lokapredikanir laugardaginn 13. apríl í Háskólakapellunni. Athafnirnar verða tvær. Sú fyrri hefst kl. 13.30. Þá predika Einar Sigurbergur Arason, Guðmunda Inga Gunnarsdóttir og Hans Markús Hafsteinsson. Síðari athöfnin hefst kl. 15. Þá predika Íris Kristjánsdóttir og Þorgils Hlynur Þorbergsson. Meira
13. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 273 orð

Marga farið að klæja í fingurna

KARTÖFLUBÆNDUR eru farnir að huga að útsæðinu enda styttist í að hægt verði að setja niður. Jóhann Ingólfsson, kartöflu- og refabóndi á Lómatjörn, segist vonast til að geta farið að setja niður fljótlega upp úr næstu mánaðamótum. Meira
13. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 410 orð

Meirihluti Majors aðeins eitt atkvæði

BRESKI Íhaldsflokkurinn beið mikið afhroð í aukakosningum í Englandi í fyrradag og hangir meirihluti hans á þingi nú aðeins á einu atkvæði. Hreppti Verkamannaflokkurinn þingsætið og jók fylgi sitt um 22 prósentustig. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð

Menningardagar í Hafnarfirði

MENNINGARDAGAR standa nú yfir í félagsmiðstöðvunum Vitanum og Verinu í Hafnarfirði, en þeir hófust á ljósmyndamaraþoni á fimmtudag. Einnig verður stuttmyndamaraþon sem hefst mánudaginn 15. apríl. Nokkrar smiðjur eru í gangi í dagsstarfinu, m.a. listförðunarsmiðja, teyjó-snú, snúsmiðja, teknósmiðja, stuttmyndasmiðja, baksturssmiðja, slagorðasmiðja og plakatagerð svo eitthvað sé nefnt. Meira
13. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14 sunnudag. Biblíulestur í safnaðarheimilinu á mánudagskvöld kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 11. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. Messa kl. 14 á morgun, fermdur verður Guðlaugur Bragi Magnússon. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 167 orð

Minjagangan ­ ný raðganga Ferðafélagsins

NÝ raðganga Ferðafélagsins í 8 ferðum hefst sunnuaginn 14. apríl. Markmiðið í göngunni er að kynna áhugaverða sögu- og minjastaði innan borgarmarka Reykjavíkur og í næsta nágrenni borgarinnar. Í fyrstu ferðina er mæting við félagsheimili Ferðafélagsins að Mörkinni 6 og rútuferð þaðan kl. 13 út í Laugarnes þar sem gangan hefst. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Neyðarkall á Meðallandsfjöru

NEYÐARKALL barst SVFÍ frá Meðallandsfjöru, skammt vestan við Eldvatnsós í gær. Björgunarsveitir frá Vík og Meðallandi voru komnar í fjöruna í gærkveldi með miðunartæki og bárust merkin frá sendi sem var í miklu brimi í ósnum. Samkvæmt upplýsingum Tilkynningaskyldu SVFÍ lék grunur á að um væri að ræða neyðarsendi úr gúmbát, sem erlent skip missti útbyrðis 11. marz. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 241 orð

Opinberar stofnanir geti tekið þátt í útboðum

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur óskað eftir því við viðskiptaráðuneytið að settur verði á laggirnar starfshópur til að kanna hvaða breytingar þurfi að gera á reglum um opinberar stofnanir til að þær geti tekið þátt í opinberum útboðum. Meira
13. apríl 1996 | Landsbyggðin | 369 orð

Opnir dagar í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki

Sauðárkróki-Nýlega er lokið hefðbundnum Opnum dögum í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, en um nokkurra ára skeið hefur það verið hluti skólastarfsins síðla vetrar að brjóta upp hefðbundna kennslu og hafa kennarar og nemendur snúið sér að allt öðrum hlutum, en þeim sem við er að glíma hversdagslega. Meira
13. apríl 1996 | Erlendar fréttir | -1 orð

Raunsæisþjóðin í norður-ESB Þó Finnar fái meira frá ESB, en þeir borga þangað, meta þeir öryggisþátt aðildar mest. Þeir taka ESB

TÍU til tólf prósenta lækkun matvöruverðs, einkum landbúnaðarvara, í Finnlandi í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu dregur ekki úr vinsældum þess, né heldur að Finnar hreppa meira fé frá ESB en þeir láta þangað. En þetta skýrir ekki að um 56 prósent landsmanna eru hallir undir aðildina og þeim fer fjölgandi. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Sakfellt og sýknað í kvótamáli

HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða sakfelldi í gær þrjá menn fyrir hluta sakargifta en sýknaði tvo menn að öllu leyti af ákærum í máli sem höfðað var vegna kvótaviðskipta íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja við þýska fisksölufyrirtækið L¨ubberts í Bremerhaven. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 436 orð

Samkomulag um veiðar þessa árs úr sögunni

NORSK stjórnvöld gáfu í fyrsta sinn eftir í deilunni um norsk- íslenzka síldarstofninn og buðust til að lækka eigin kvóta lítillega á samningafundi Íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja, sem lauk í Moskvu í gær. Ísland taldi tillögu Noregs óaðgengilega og lauk því viðræðunum án samkomulags. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 253 orð

Samþykkt að leggja niður 13 norrænar stofnanir

SAMSTARFSRÁÐHERRAR Norðurlanda hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjóra norrænu ráðherranefndarinnar um breytingar á norrænum samstarfsstofnunum. Samþykkt ráðherranna mun hafa í för með sér breytingar á flestum sameiginlegum stofnunum Norðurlandanna, en þær eru nú 47 talsins. Að breytingum loknum verða þær 37. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Séra Flóki áminntur

SÉRA Ragnar Fjalar Lárusson prófastur hefur áminnt séra Flóka Kristinsson fyrir ósæmileg ummæli sem hann hafði um Jón Stefánsson organista í útvarpsþættinum Þriðja manninum. Séra Flóki líkti í þættinum starfsleyfi sem Jón fékk um síðustu jól við hryðjuverk. Jón kærði þessi ummæli til séra Ragnars Fjalars. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Skólar í Horsens kynna starf sitt

Á UPPLÝSINGAFUNDI á Hótel Sögu í Reykjavík þriðjudaginn 16. apríl nk. kl. 19 munu Eli Ellendersen og Peder Larsen frá Horsens Polytechnic ásamt Anders Möller frá Horsens Handelsskole kynna nám þessara tveggja skóla. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 176 orð

Stjórn PÍ styrkir Flóka

STJÓRN Prestafélags Íslands samþykkti fyrir skömmu að ábyrgjast 200 þúsund króna greiðslu vegna lögfræðikostnaðar séra Flóka Kristinssonar, sóknarprests í Langholtskirkju. Greiðslan er vegna greinargerðar sem lögfræðingur séra Flóka lagði fram áður en úrskurðað var í Langholtskirkjudeilunni. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Strandveisla í Nauthólsvík

EFNT var til mikillar strandveislu í Nauthólsvík í gær í tilefni af því að tökur stóðu þá yfir á síðasta þætti unglingaþáttarins Ó á vegum Ríkissjónvarpsins. Til veislunnar var nemendum í efstu bekkjum grunnskólans boðið í samstarfi við Æskulýðs- og tómstundaráð Reykjavíkur. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Sunnudagaskóli í Perlunni

SUNNUDAGASKÓLINN í Grensáskirkju bregður út af venjunni og fer í gönguferð í Öskjuhlíðina nk. sunnudag. Ætlunin er að hittast við Grensáskirkju kl. 10.50 og fara þaðan á einkabílum í Öskjuhlíðina við Perluna. Þá er ætlunin að fara í göngutúr og í kaffiteríu Perlunnar með nokkurs konar sunnudagaskóla. Þar verður lagið tekið, sögur sagðar og sitthvað fleira. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Suzuki sýning

SUZUKI bílar hf. í Skeifunni verða með bílasýningu um helgina. Þar verður meðal annars frumkynntur nýr tveggja sæta jeppi, X-90, sem þykir um margt sérstæður bíll. Einnig verða aðrir bílar Suzuki kynntir, boðið verður upp á mengunarmælingu og hemlamælingu á bílum gestum að kostnaðarlausu. Sýningin verður opin frá 12-17 í dag og á morgun. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 270 orð

Talið að hækkunin hafi numið 20 milljörðum kr. í fyrra

MARGT bendir til að áfallnar skuldbindingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafi aukist um a.m.k 20 milljarða króna á seinasta ári en þær námu um 100 milljörðum kr. í ársbyrjun 1995. Eignir sjóðsins hafi hins vegar aukist um hálfan annan milljarð kr. eða í um 22 milljarða, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð

Tónleikamiðar í hraðbanka

BRESKA poppstjarnan David Bowie heldur tónleika í Laugardalshöllinni þann 20. júní og flytur þar nýtt efni, en einnig nokkur eldri lög, s.s. Heroes og Under Pressure. Miðasala fyrir tónleikana hefst á mánudag og verður með nýstárlegum hætti, því kaupendur fá miðana í hraðbönkum Íslandsbanka um allt land. Meira
13. apríl 1996 | Landsbyggðin | 72 orð

Urtönd í Herjólfsdal

URTANDARSTEGGUR kom við á Heimaey um daginn. Hann hélt sig á tjörninni í Herjólfsdal og nágrenni. Steggurinn hafði ágætis haga í Herjólfsdal enda farið að grænka á tjarnarbakkanum. Urtönd er sjaldséð í Eyjum og raunar lætur hún lítið fara fyrir sér víðast hvar. Hún er minnst íslenskra anda og minnsta önd í Evrópu. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Úrvinnsla úr álagningarskrám bönnuð

Í REGLUGERÐ sem fjármálaráðuneytið setti í seinasta mánuði er lagt bann við úrvinnslu upplýsinga úr álagningar-, virðisauka- og skattskrám. Eingöngu er heimilað að birta upplýsingarnar eins og þær koma fyrir í skránum og óheimilt er skv. reglugerðinni að umreikna álögð gjöld yfir í tekjur eða framreikna þau til núvirðis með vísitölureikningi. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 308 orð

Útlit fyrir 170 þúsund tonna þorskveiði í ár

AÐ MATI Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, og Stefán Friðrikssonar, hjá Fiskistofu, er útlit fyrir að þorskveiði á þessu fiskveiðiári verði 165-170 þúsund tonn. Heildarkvóti á þessu ári er hins vegar 155 þúsund tonn. Þeir segja að ástæðan fyrir þessu muni vera meiri veiði smábáta og flutning veiðiheimilda milli fiskveiðiára. Meira
13. apríl 1996 | Landsbyggðin | 100 orð

Verkalýðsfélag Húsavíkur 85 ára

Húsavík-Verkalýðsfélag Húsavíkur varð 85 ára 10. þessa mánaðar og ætlar það að minnast þess með sérstakri afmælis- og hátíðardagskrá 1. maí nk. Fyrsti formaður þess var kjörinn Benedikt Björnsson, síðar skólastjóri og oddviti. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Viðhorf borgarbúa kannað

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka tilboði Könnunarstofunnar Rýni ehf. um að fyrirtækið kanni viðhorf borgarbúa til ímyndar og þjónustu Reykjavíkurborgar og þeirra verkefna sem þeir telji brýn á næstu árum í borginni. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 358 orð

Vilja kjarasamning sem gildi til aldamóta

ÖRN Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna, segir að járniðnarmenn séu fylgjandi því að gera nýjan kjarasamning sem gildi til aldamóta gegn því að með samningnum verði laun íslenskra járniðnaðarmanna hækkuð til samræmis því sem gerist meðal járniðnaðarmanna á hinum Norðurlöndunum. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 396 orð

Vísindaleg rök fyrir aukningunni

"MÍN SKOÐUN er sú að án þess að setja þorskstofninn í neina hættu og með því að byggja á vísindalegum rökum og niðurstöðum eigi að vera hægt að auka þorskkvótann á þessu ári um 20 þúsund tonn," segir Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. "Ég byggi það á niðurstöðum togararallsins að stofninn sé á verulegri uppleið. Meira
13. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 132 orð

Walesa á eftirlaun

ÞING Póllands samþykkti í gær eftirlaunagreiðslur til handa Lech Walesa, fyrrum forseta landsins. 268 þingmenn greiddu atkvæði með tillöguninni en 63 sátu hjá. 32 töldu hins vegar enga ástæðu til að greiða fyrrum forseta landsins eftirlaun. Eftirlaunin eru rétt rúmar 100.000 krónur á mámnuði og eru þau miðuð við grunnlaun starfandi forseta. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

Yfirlýsing

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Nirði P. Njarðvík: "Að undanförnu hafa mér borist fjölmargar áskoranir um að gefa kost á mér í framboð til embættis forseta Íslands. Ég er mjög þakklátur öllu þessu fólki sem hefur talið mig hæfan til að gegna æðsta embætti þjóðarinnar og fæ aldrei fullþakkað því þann heiður sem það sýnir mér. Meira
13. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 812 orð

Þrír sakfelldir að hluta en tveir sýknaðir að fullu

HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða sýknaði í gær Björgvin Bjarnason, fyrrum framkvæmdastjóra Ósvarar í Bolungarvík, og Ingimar Halldórsson, framkvæmdastjóra Frosta í Súðavík, en sakfelldi fyrrum útgerðarstjóra Ósvarar, starfsmann L¨ubberts í Bremerhaven í Þýskalandi og fiskútflytjanda í Reykjavík í máli því sem höfðað var vegna meintra lögbrota í tengslum við kvótaviðskipti. Meira

Ritstjórnargreinar

13. apríl 1996 | Staksteinar | 358 orð

»Helft af þjóðarauðnum MANNAUÐUR ­ helzta eign þjóðarinnar? Þessi er yfirskr

MANNAUÐUR ­ helzta eign þjóðarinnar? Þessi er yfirskrift greinar í Vísbendingu. Af greininni má ráða að heildarframlag hins opinbera til skólamála árið 1994 hafi verið rúmir 17 milljarðar króna. Sem og "að heildarverðmæti menntunar Íslendinga sé um 750 milljarðar króna ­ eða um helmingur af reiknuðum þjóðarauði í fastafé". Námskostnaður Meira
13. apríl 1996 | Leiðarar | 568 orð

leiðariTENGSLIN VIÐ KÍNA AMSKIPTI Íslands og Kína hafa ver

leiðariTENGSLIN VIÐ KÍNA AMSKIPTI Íslands og Kína hafa verið að aukast jafnt og þétt á undanförnum árum. Á síðustu tveimur árum hafa meðal annarra forseti Íslands, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fulltrúar Alþingis farið í opinberar heimsóknir til Kína. Meira

Menning

13. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 150 orð

Bautinn-Smiðjan 25 ára

TUTTUGU og fimm ár voru liðin frá því veitingahúsið Bautinn-Smiðjan hóf starfsemi 6. apríl síðastliðinn og af því tilefni gerðu eigendur og starfsfólk sér dagamun um páskana. Því starfsfólki sem lengst hefur starfað hjá fyrirtækinu voru afhentar viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þess þágu. Tímamótanna verður minnst með ýmsum hætti síðar á árinu. Meira
13. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 92 orð

Divine handtekin enn á ný

VÆNDISKONAN Divine Brown sem komst í heimsfréttirnar fyrir viðskipti sín við leikarann vandræðalega Hugh Grant er enn á ný komin í klandur. Divine Brown, sem í raun heitir Estella Maria Thompson, var handtekin sl. fimmtudag fyrir þær sakir að hafa látið hjá líða að mæta fyrir rétti deginum áður í Los Angeles. Meira
13. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 123 orð

Dróttskátagangan 96

"HREYSTI, dáð og lúnir fætur" var þema fjallamaraþons skáta sem haldið var nýlega á Hellisheiði. Að þessu sinni mættu til leiks um 50 ungmenni víðs vegar af landinu og kepptu ýmist á gönguskíðum eða fótgangandi. Um er að ræða svokallaða Dróttskátagöngu sem nú var haldin í fjórða sinn frá 1990, en öðru sinni að vetrarlagi. Meira
13. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 165 orð

Heldur með Chelsea og Liverpool

LOUISE Nurding var áður í bresku hljómsveitinni Eternal, en nú hefur hún hafið sólóferil. Eternal var fjögurra stúlkna unglingasveit og starfaði frá því að Louise var 16 ára til tvítugs, en nú er hún 21 árs. Hún á marga vini úr ensku knattspyrnunni og flesta úr Liverpool-liðinu; Jamie Redknapp, Phil Babb og Jason McAteer. Meira
13. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 121 orð

Hvað er verið að auglýsa?

Í ÞÝSKALANDI hefur komið fram fyrsta kvörtun þess efnis að karlmaður sé í auglýsingu sýndur einvörðungu sem kyntákn. Verið er að auglýsa náttföt og er kona sýnd líta niður um buxnastreng mannsins sem í náttfötunum er. Meira
13. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 52 orð

Í fimmta sinn hefst það

LEIKARINN Dennis Hopper hyggst reyna á hjónabandsgæfu sína í fimmta sinn í Boston næstkomandi föstudag. Hin lukkulega heitmey er leikkonan og söngkonan Victoria Duffy. Verður brúðkaupið haldið í Old South Church en gestum er haldin veisla heima hjá listamanninum Julian Schnabel. Síðan verður brúðkaupsferðin farin til Ítalíu. Meira
13. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 69 orð

Komin í sjónvarpið

LEIKKONAN knáa Laura San Giacomo hefur verið ráðin til að leika á móti George Segal í nýrri gamanþáttaröð fyrir NBC sjónvarpsstöðina. Laura San Giacomo er þekkt úr myndunum "Sex, Lies and Videotape", "Pretty Woman" og "Wuigley Down Under" en þetta mun í fyrsta skipti sem hún leikur í sjónvarpi. Meira
13. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 89 orð

Kveðjutónleikar Take That?

EINS OG aðdáendum hljómsveitarinnar Take That er kunnugt, er sveitin sú hætt. Hún var geysivinsæl meðal evrópskra unglingsstúlkna og olli fréttin um andlát sveitarinnar mikilli sorg víða í álfunni. Robbie Williams, einn fyrrverandi meðlima, hefur nú snúið sér að öðrum málum og hefur meðal annars komið fram í nokkrum auglýsingum. Meira
13. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð

Ljósmyndir Jónasar

JÓNAS Hallgrímsson ljósmyndari opnaði ljósmyndasýningu í Galleríi Úmbru í gjólunni á skírdag. Að sjálfsögðu mætti margt góðra gesta og meðal þeirra var ljósmyndari Morgunblaðsins, sem brá sér í vetrarjakkann og tók meðfylgjandi myndir. Meira
13. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 133 orð

Marlon Brando lægir öldurnar

EINS og fram hefur komið vakti tal Marlons Brandos um gyðinga í Hollywood í þætti Larrys Kings á CNN-sjónvarpsstöðinni mikla reiði gyðinga. Brando ætlaði að koma fram á fréttafundi í Simon Wiesenthal-stofnuninni sl. föstudag og draga ummæli sín til baka. Meira
13. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 56 orð

Ragnheiður sigraði

ELITE-keppnin fór fram fyrir skömmu. Að venju var verk dómnefndar erfitt, enda margt fagurra keppenda. Sigur úr býtum bar Ragnheiður Guðnadóttir, í öðru sæti varð Sigrún Þórarinsdóttir og í því þriðja Elísabet Jean. Hér sjást þær ásamt Frakkanum Zachary, sem kom hingað til lands á vegum Elite til að dæma í keppninni. Meira
13. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 69 orð

Stórtenórar sameinast

HEYRST hefur að stórtenórarnir Luciano Pavarotti, Placido Domingo og Jose Carreras muni endurtaka velheppnaða hljómleikaför sína sem farin var 1994. Þykir líklegt að þeir muni leiða saman hesta sína strax á þessu ári og hafa staðir eins og New York, Toronto, Yokohama og Sydney verið nefndir sem hugsanlegir tónleikastaðir. Meira

Umræðan

13. apríl 1996 | Aðsent efni | 925 orð

Að missa þvag á ekki að vera feimnismál en er vandi þriðjungs kvenna e

ÞVAGLEKI er ósjálfráður leki á þvagi og veldur bæði félagslegu og hreinlætislegu vandamáli. Þvagleki er mjög algengur en að mestu falinn og lítið sem ekkert ræddur. Veldur þar bæði feimni og skömm sjúklingsins og þau almennu viðhorf, að þvagleki tilheyri aðeins því að eiga börn og eldast. Meira
13. apríl 1996 | Aðsent efni | 1023 orð

"En þagað gat ég þá með sann..."

UNDANFARNAR vikur hafa komið fram alvarlegar ásakanir á biskup Íslands. Öll eru málin gömul og fyrnd samkvæmt réttarreglum. Þessari grein er ætlað að skýra ólík viðhorf til málsins og réttmæti hvers um sig. Embætti biskups Íslands felur í sér tvennt. Annars vegar er hann æðsti yfirmaður kirkjunnar sem opinberrar stofnunar. Hins vegar er hann opinber trúarlegur leiðtogi þjóðarinnar. Meira
13. apríl 1996 | Aðsent efni | 431 orð

Eru afmælisgreinar tímaskekkja?

MORGUNBLAÐIÐ hóf göngu sína 2. nóvember 1913. Þá var ekki mikið um fréttnæma atburði og varð að tína til hvað sem var til að fylla síður blaðsins. Þannig er lýst fyrstu blöðunum í afmælisblaði Mbl. 2. nóv. 1953: "Í fyrstu blöðunum voru birt afmæli allra, sem ritstjórnin fékk fregnir af. Hér er smá sýnishorn: 5. nóv. Arreboe Clausen verslunarmaður er 22 ára í dag. 11. nóv. Meira
13. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 262 orð

Hókus pókus í peningakassann

TIL ER máltæki sem segir: "Tölur ljúga ekki, en það er hægt að ljúga með tölum." Þetta á einkar vel við í allri umræðunni um fjármál Reykjavíkurborgar undir stjórn R-listans. Samkvæmt síðustu fréttum úr borgarstjórn er áætlað að skuldir borgarinnar aukist ekki "nema" um 500 milljónir króna á þessu ári. Meira
13. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 651 orð

Löggubandið heimsækir félagsmiðstöðvar

Í FEBRÚAR og fram í mars heimsótti Hljómsveit lögreglunnar í Reykjavík, Löggubandið, félagsmiðstöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Tilgangurinn með því var að nálgast unglingana, kynna lögregluna og lögreglumanninn og brjóta niður vegginn sem hefur verið á milli unglinga og lögreglu. Meira
13. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 539 orð

Opið bréf til stjórnanda Dagsljóss

ÞAÐ VAR fyrst fyrir u.þ.b. mánuði sem ég undirritaður Michael Jón Clarke reyndi að ná sambandi við þig, þar sem mér var tjáð að þú takir ákvörðun um hvaða efni fær að líta dagsins ljós í Dagsljósi, sem er eini þátturinn í Ríkissjónvarpinu sem tekur að sér að kynna listaviðburði á "Íslandi". Ég ásamt píanóleikaranum mínum Richard Simm vorum svo djarfir að ætla að leggja í tónleikaferð með m.a. Meira
13. apríl 1996 | Aðsent efni | 1895 orð

Sálumessa mennskunnar

Sálumessan er áhrifamikið trúarverk og á djúpar rætur í texta Biblíunnar sem er afdráttarlaus í túlkun sinni á mannlegri tilvist og því hverjum manni ærleg áskorun. Það er von mín að með því að fjalla um guðfræði í tónverki verði sýnt fram á tengsl trúar og tónlistar - nokkuð sem þvælist fyrir sumum. Meira
13. apríl 1996 | Aðsent efni | 734 orð

Þjóðkirkja í stórsjó

AÐ UNDANFÖRNU hafa nokkrir prestar hinnar íslensku þjóðkirkju fundið hjá sér hvöt til þess að ráðast að biskupi Íslands og meðal annars krafist þess að hann víki úr embætti ­ eða jafnvel að honum verði vikið úr embætti! Þetta minnir á leikrit eftir Henrik Ibsen, þar sem aðalatburðarás leikritsins gerist, áður en sjálft leikritið hefst. Meira

Minningargreinar

13. apríl 1996 | Minningargreinar | 351 orð

Baldur Oddgeirsson

Með nokkrum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns, Baldurs Oddgeirssonar sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að kvöldi páskadags eftir langa og erfiða sjúkralegu. Kynni okkar hófust fyrir um tíu árum þegar ég kynntist Alla og fór að venja komur mínar að Tjörn. Strax frá upphafi tók Baldur mér afskaplega vel og var alltaf tilbúinn að bjóða fram aðstoð sína á alla mögulega vegu. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 243 orð

Baldur Oddgeirsson

"Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Ók. höf). Löngu stríði er lokið, lausn er fengin. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 627 orð

Baldur Oddgeirsson

Enn er vetur senn á enda, einn vetur í safn minninganna, konungur árstíðanna. Vetrarkvíði gerði oft vart við sig í hugum fólks á meðan húsakynni voru lágreist, klæðnaður fábrotinn og efnin af skornum skammti, ekki var hægt að eignast allt sem hugurinn girntist, fjölskyldur voru stærri en gerist í dag. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 317 orð

BALDUR ODDGEIRSSON

BALDUR ODDGEIRSSON Baldur Oddgeirsson fæddist á Sandfelli á Stokkseyri 9. desember 1925. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 1889, frá Gamla- Hrauni á Eyrarbakka, d. 1976, og Oddgeir Magnússon, f. 1884, frá Þórðarkoti í Sandvíkurhreppi, d. 1948. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 553 orð

Dagný Daníelsdóttir

Í dag kveðjum við Dagnýju Daníelsdóttur sem lést aðfaranótt 3. apríl aðeins tvítug að aldri. Þótt hún hafi legið undanfarið á Landspítalanum þá kom andlát hennar sem reiðarslag. Hún hafði átt að fá að fara heim um páskana til að vera við fermingu bróður síns, en veiktist hastarlega og var látin tveim dögum síðar. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 496 orð

Dagný Daníelsdóttir

Okkur langar í örfáum orðum að minnast bernskuvinkonu okkar hennar Dagnýjar á Merkigili eins og við kölluðum hana alltaf okkar á milli, nú þegar hún hefur kvatt þetta líf. Það er ekki langt á milli bæjanna Hranastaða, þar sem við systur erum fæddar og uppaldar, og Merkigils þar sem Dagný og Anna Dóra systir hennar áttu heima ásamt foreldrum sínum og systkinum. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 126 orð

DAGNÝ DANÍELSDÓTTIR

DAGNÝ DANÍELSDÓTTIR Dagný Daníelsdóttir fæddist að Merkigili í Eyjafirði þann 23. nóvember 1975. Hún lést í Reykjavík 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðný Guðlaugsdóttir starfsmaður í Garðaskóla og Daníel Björnsson leigubifreiðastjóri. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 770 orð

Eiríkur Hamall Þorsteinsson

Fyrstu minningar mínar um Eirík bróður minn eru bundnar leik og starfi á Úlfsstöðum í Borgarfirði, þar sem við báðir dvöldum að sumarlagi um margra ára skeið. Við sóttum kýrnar, rákum kindur úr túninu og komum heyjum í hlöðu ásamt frændfólki okkar. Á kvöldin var farið í boltaleik eða setið á tali við Þorstein afa um uppruna og eðli lífsins og allrar tilveru. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 266 orð

Eiríkur Hamall Þorsteinsson

Kæri félagi. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þér svo ungum og bjartsýnum á það sem framtíðin bar í skauti sér. Sjá á bak þér svo snemma á vit skapanorna þinna, í átt til þess sem þú veltir stundum fyrir þér ­ hvað tæki við að jarðvist lokinni. Þú, sem varst að búa þig undir að takast á við ný verkefni, njóta sumarsins í faðmi dásemda þeirra sem landið býður okkur upp á hér á Laugum. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 95 orð

EIRÍKUR HAMALL ÞORSTEINSSON

EIRÍKUR HAMALL ÞORSTEINSSON Eiríkur Hamall Þorsteinsson fæddist í Ósló 16. september 1964. Hann lést 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Steingerður Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Guðjónsson. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum í Reykjavík og Kópavogi, ásamt bræðrum sínum tveim, Gaut og Þorsteini. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 731 orð

Guðbjörg Finnbogadóttir

Guðbjörg, eins og börn þess tíma, fór fljótt að hjálpa til við dagleg störf á heimili foreldra sinna. Fljótt kom í ljós að hún var bæði félagslynd og glaðvær og sem unglingur tók hún þátt í þeim félagsskap sem sveitin bauð upp á. Ung hafði hún mikinn áhuga á að ríða til afréttar í smölun. Þó þekktist varla þá, að stúlkur gerðu það. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 589 orð

Guðbjörg Finnbogadóttir

Á páskadagsmorgun kvaddi elskuleg ömmusystir okkar. Bagga frænka, eins og við höfum alltaf kallað hana, skipar sérstakan sess í huga okkar systkinanna og vafalaust í huga margra sem henni kynntust. Það er óhætt að segja að hún var sérstök kona og hafði marga mannkosti til að bera. Hún var sterk og ákveðin. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 192 orð

GUÐBJöRG FINNBOGADÓTTIR

GUÐBJöRG FINNBOGADÓTTIR Guðbjörg Finnbogadóttir fæddist í Minni-Mástungu í Gnúpverjahreppi 19. ágúst 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingunn Vigfúsdóttir, f. 17. júlí 1874, d. 24. desember 1946, og Finnbogi Guðmundsson, f. 24. desember 1874, d. 29. september 1947. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 707 orð

Guðlaugur Guttormsson

Orsök þess að Guðlaugur kom til Vestmannaeyja var sú að þeir Magnús Bergsson bakarameistari og Einar Guttormsson læknir, bróðir Guðlaugs, voru nýbúnir að kaupa Lyngfellsbúið í Vestmannaeyjum og nú vantaði þá ráðsmann eða bústjóra. Einar hringir í bróður sinn, sem þá var austur á Fljótsdalshéraði, og það er ákveðið að hann komi til Eyja og gerist jafnframt meðeigandi þeirra í búinu. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 36 orð

GUÐLAUGUR GUTTORMSSON Guðlaugur Guttormsson fæddist á Hafrafelli í Fellnahreppi í Norður-Múlasýslu 7. nóvember 1908. Hann lést í

GUÐLAUGUR GUTTORMSSON Guðlaugur Guttormsson fæddist á Hafrafelli í Fellnahreppi í Norður-Múlasýslu 7. nóvember 1908. Hann lést í Vestmannaeyjum 6. apríl síðastliðinn. Útför Guðlaugs verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 398 orð

Jóhannes Guðmundsson

Víðidalur í Vestur-Húnavatnssýslu heldur reisn sinni og fegurð en íbúar dalsins hafa orðið fyrir miklum áföllum nú á vormánuðum þegar tveir bústólpar og systkinasynir hafa horfið yfir móðuna miklu. Í mars var það Teitur Eggertsson í Víðidalstungu II og nú á páskum sveitarhöfðinginn Jóhannes Guðmundsson á Auðunarstöðum. Það kom snemma í ljós að Jóhannes var vel til foringja fallinn. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 335 orð

Jóhannes Guðmundsson

Andlátsfregnin kom á óvart. Hann virtist heilsugóður og sýndist furðu lítið hafa elst, þótt orðinn væri áttræður. Þegar ég hitti hann síðast var yfirbragðið að mestu óbreytt, hlýjan og glampinn í augum hans hinn sami og áður. En skyndilega var gesturinn kominn sem að lokum sækir okkur öll heim. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 708 orð

Jóhannes Guðmundsson

Á annan í páskum barst sú sorgarfregn að Jóhannes Guðmundsson bóndi á Auðunarstöðum í Víðidal væri látinn. Þó svo að Jóhannes væri orðinn vel fullorðinn maður, en hann varð áttræður í febrúar sl., og hefði ekki gengið alheill til skógar nú síðustu árin þá kom þessi andlátsfregn á óvart, því Jóhannes hafði verið við góða heilsu og engan bilbug á honum að finna. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 519 orð

Jóhannes Guðmundsson

Föðurbróðir minn, Jóhannes Guðmundsson á Auðunarstöðum í Víðidal, verður til moldar borinn í dag. Jóhannes fæddist á Auðunarstöðum og bjó þar til dauðadags. Þar höfðu áður búið foreldrar hans og á undan þeim amma hans og afi, Ingibjörg Eysteinsdóttir og Jóhannes Guðmundsson. Að Jóhannesi standa sterkir húnvetnskir stofnar í báðar ættir. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 600 orð

Jóhannes Guðmundsson

Föðurbróðir minn Jóhannes á Auðunarstöðum er fallinn frá. Hann tók við hálfu búi foreldra sinna á Auðunarstöðum þegar þau fluttu til Hvammstanga og ásamt Lillu konu sinni bjuggu þau sér og 4 börnum sínum mikið og gott heimili. Á hinum helming jarðarinnar bjó Erla, systir Jóa, ásamt Birni manni sínum, þar var ég svo lánsamur að komast í sveit á sumrin á mínum unglingsárum. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 160 orð

Jóhannes Guðmundsson

Mig langar í örfáum orðum að minnast föðurbróður míns, Jóhannesar Guðmundssonar. Æskuminningar mínar eru ekki hvað síst bundnar við þann tíma sem ég dvaldist í sveit hjá Jóa og Lillu á Auðunarstöðum. Ég kom til þeirra fyrst átta ára gömul, borgarbarn, fákunnandi með öllu um skepnuhald, náttúru landsins og búskaparhætti. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 97 orð

Jóhannes Guðmundsson

Elsku Jói frændi. Þegar kveðjustund er runnin upp er gott að minnast allra þeirra góðu stunda sem ég átti hjá þér og Lillu á Auðunarstöðum. Ég man hvað ég var stolt þegar ég fékk að fara ein á hestbak og "hjálpa" þér við dagsverkin. Alltaf varstu líka þolinmóður þegar ég elti þig á röndum þar sem þú varst að sinna bústörfunum. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 377 orð

JÓHANNES GUÐMUNDSSON

JÓHANNES GUÐMUNDSSON Jóhannes Guðmundsson fæddist á Auðunarstöðum í Víðidal, V-Hún. 13. febrúar 1916. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar Jóhannesar voru Guðmundur Jóhannesson, bóndi á Auðunarstöðum, og kona hans Kristín Gunnarsdóttir. Systkini Jóhannesar voru sex: 1) Ingibjörg, f. 16. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 494 orð

Kristín Hannesdóttir

Látin er Kristín Hannesdóttir skátasystir okkar og félagsforingi til margra ára. Í tilefni sextíu ára afmælis félagsins árið 1989 hittust margar eldri valkyrjur hér í Reykjavík og var eins og þær hefðu aldrei skilið. Samt höfðu þessar konur ekki sést í tugi ára. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 99 orð

KRISTÍN HANNESDÓTTIR

KRISTÍN HANNESDÓTTIR Kristín Hannesdóttir fæddist á Siglufirði 23. desember 1910. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Björg Þorsteinsdóttir, húsfreyja, fædd 18. desember 1881 á Stóru-Hámundarstöðum, Árskógshreppi í Eyjafirði, og Hannes Jónasson bóksali, fæddur 10. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 221 orð

Margrét Sigurðardóttir

Við fráfall Möggu, móðursystur minnar, er margs að minnast og margt að þakka. Hún, sem alltaf var svo lífsglöð og ungleg í hreyfingum, er skyndilega horfin yfir móðuna miklu. Á dimmum vetrardegi í nóvember sá ég hana hressa að vanda. Ekki grunaði mig þá að ég væri að kveðja hana í síðasta sinn. Það var hennar gæfa að þurfa ekki að bíða um lengri tíma eftir sínu lokadægri. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 227 orð

Margrét Sigurðardóttir

Magga frænka, eins og við systurnar kölluðum hana gjarnan, giftist aldrei og á því enga afkomendur. Má því segja að hún hafi alla tíð litið á okkur sem dætur sínar, enda var samband hennar og móður okkar mjög gott alla tíð. Við minnumst þess frá æskuárum okkar í sveitinni að alltaf á hverju sumri kom Magga í sumarleyfi sínu og dvaldi þá jafnan í nokkurn tíma. Var þá alltaf mjög skemmtilegt. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 224 orð

MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR

MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR Margrét Sigurðardóttir fæddist á Eiðsstöðum í Blöndudal 3. janúar 1904. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson, síðar bóndi á Vöglum í Vatnsdal, og Þorbjörg Jósafatsdóttir, ættuð frá Litlu- Ásgeirsá. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 613 orð

Sigrún Sigurðardóttir

Móðir mín er látin. Sjúkdóminn bar brátt að og skyndilega var öllu lokið. En minningarnar lifa. Við systkinin ólumst upp á Siglufirði á Lindargötu 20 í góðu yfirlæti. Þar var reglusemi í hávegum höfð. Allt var hreint og strokið. Svo var mömmu fyrir að þakka, en hún starfaði utan heimilis alltaf við fiskvinnslu og síld. Vinnudagurinn hófst kl. 7 að morgni og lauk um kl. 7 að kvöldi. Meira
13. apríl 1996 | Minningargreinar | 26 orð

SIGRÚN SIGURÐARDÓTTTIR Sigrún Sigurðardóttir fæddist á Dalvík 10. október 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 10. mars

SIGRÚN SIGURÐARDÓTTTIR Sigrún Sigurðardóttir fæddist á Dalvík 10. október 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 10. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Seyðisfjarðarkirkju 16. mars. Meira

Viðskipti

13. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 1066 orð

Enn eitt metár að baki í rekstri SPRON Hagnaður Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis nam alls um 116 milljónum króna á síðasta

SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði alls um 116 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 60 milljónir árið áður. Þessi bætta afkoma skýrist bæði af því að þjónustutekjur og ýmsar rekstrartekjur jukust talsvert á sama tíma og framlög í afskriftarreikning lækkuðu til muna. Meira
13. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 103 orð

ESSEMM hlutskarpast í norrænni samkeppni

AUGLÝSINGASTOFAN ESSEMM vann nýlega til verðlauna í samkeppni um nýtt merki Norrænu Atlantshafsnefndarinnar, sem tók til starfa um síðustu áramót. Hönnuðir merkisins eru þeir Tómas Hjálmarsson og Sveinn Magnússon. Merkið þykir lýsa á einfaldan hátt löndunum fjórum sem aðild eiga að nefndinni. Meira
13. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Evrópsk bréf lækka á ný

EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu í verði í gær af því að bandarískar hagtölur drógu úr ugg um að verðbólga kunni að aukast í Bandaríkjunum. Bandaríska neytendavísitalan (CPI) hækkaði um 0,4% í síðasta mánuði eftir 0,2% hækkun í febrúar samkvæmt tölum verkamálaráðuneytisins í Washington. Smásala jókst um aðeins 0,1% miðað við 1,9% hækkun í febrúar. Meira
13. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Hagnaður treystir stöðu Mercedes

MERCEDES-BENZ AG bifreiðaverksmiðjurnar, stolt Daimler-Benz AG, jók hagnað sinn um 23% 1995 og mun auka sölu sína á þessu ári að sögn Daimlers. Hreinn hagnaður jókst í 2,28 milljarða marka úr 1,85 milljörðum 1994. Aukin sala vörubíla og niðurskurður útgjalda vó á móti styrkleika marksins. Árið 1996 hefur einnig byrjað vel og hafa tekjur Mercedes aukizt um 6,8% í 18. Meira
13. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 456 orð

Hagnaður tvöfaldaðist á sl. ári

SLÁTURFÉLAG Suðurlands skilaði alls um 71 milljónar króna hagnaði á sl. ári sem er töluvert betri afkoma en árið á undan þegar hagnaður nam 35 milljónum. Rekstur félagsins gekk vel á árinu og tókst að auka veltu og markaðshlutdeild allra megindeilda, að því er fram kemur í ársskýrslu sem lögð var fram á aðalfundi í gær. Meira
13. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Ráðstefna um framtíð iðnaðar á Íslandi

RÁÐSTEFNA um framtíð iðnaðar á Íslandi verður haldin á vegum Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands, í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Iðnaðarráðuneytið nk. fimmtudag. Á ráðstefnunni munu margir af frumkvöðlum íslensks iðnaðar fjalla um þær aðgerðir sem þeir telja nauðsynlegar til að tryggja samkeppnishæfni íslensks iðnaðar, Meira
13. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 144 orð

Stund milli stríða í vaxtalækkunum

VEXTIR stóðu að mestu í stað á verðbréfamarkaði í gær, eftir vaxtalækkanahrinu á miðvikudag. Að sögn verðbréfamiðlara er nú stund á milli stríða þar, en almennt er þess vænst að vextir haldi áfram að lækka. Í Gjaldeyrismálum, fréttabréfi Ráðgjafar og efnahagsspáa, segir að margt bendi til frekari vaxtalækkana og svigrúm sé til um 0,6-0,7% lækkunar skammtímavaxta. Meira
13. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Stærsta skip Eimskips sjósett

NÝTT gámaskip Eimskips var sjósett í Stettin í Póllandi fyrr í þessum mánuði. Skipið er hið stærsta sem félagið hefur eignast til þessa og er því ætlað að sigla á nýrri siglingaleið félagsins, Norðurleið, frá Reykjavík til Hamborgar og Norðurlandahafna með viðkomu í Þórshöfn í Færeyjum. Meira

Daglegt líf

13. apríl 1996 | Neytendur | 56 orð

Franskt garn á íslenskan markað

NÝLEGA fékk Garnbúðin Tinna einkaleyfi á dreyfingu á prjónagarni frá franska garnfyrirtækinu Phildar. Phildar hóf framleiðslu á prjónagarni árið 1932 en auk garnsins eru flíkur úr ull, svo sem dragtir, peysur og sokkar, framleiddar hjá fyrirtækinu. Hér á Íslandi mun fyrst í stað verða boðið upp prjónagarn og uppskriftir frá Phildar. Meira
13. apríl 1996 | Neytendur | 558 orð

Hjálmanotkun er lífsnauðsyn

"ÞAÐ ættu allir að nota hjálm, hvort sem um er að ræða ungbörn sem verið er að reiða, unglinga eða fullorðn", segir Herdís Storgaard hjá Slysavarnafélagi Íslands. Hún segir að í Ástralíu og ýmsum fylkjum Bandaríkjanna sé hjálmanotkun lögbundin og á Íslandi liggur fyrir frumvarp til laga þar sem kveðið er á um að börn 14 ára og yngri skuli nota hjálma. Meira
13. apríl 1996 | Neytendur | 415 orð

Hrísgrjón, grænmeti og krydd uppistaðan í tælenskri matargerð

HANN kom við á markaði í Bangkok fyrir rúmlega viku og keypti bæði krydd og grænmeti til að taka með sér til Íslands. Eina kvöldstund leyfði hann síðan gestum veitingastaðarins Á næstu grösum að njóta matreiðslu sinnar úr þessu hráefni. Hann var gestakokkur mánaðarins og matreiddi tælenska bauna-, og grænmetisrétti fyrir gesti. Meira
13. apríl 1996 | Neytendur | 175 orð

Kaffivélin sparar rafmagn

Með því að laga kaffi í kaffivél í stað þess að sjóða vatnið í potti og hella uppá með gamla laginu minnkar rafmagnsnotkunin um helming. Þetta kemur fram í bæklingi sem Rafmagnsveita Reykjavíkur gaf út og fjallar um orkunotkun heimilistækja. Upphitun á hellu og potti sparast. Meira
13. apríl 1996 | Neytendur | 252 orð

Ódýrara að líftryggja konur en karla

"ÍSLENSKAR KONUR lifa að meðaltali lengur en íslenskir karlmenn og þess vegna er ódýrara að líftryggja þær en karlana með venjulegri líftryggingu", segja þeir Baldur Erlingsson deildarstjóri hjá Líftryggingafélagi Íslands hf. og Ólafur Sigurðsson forstjóri Alþjóða líftryggingafélagsins. Þá er einnig tekið tillit til aldurs fólksins, þ.e.a.s. Meira

Fastir þættir

13. apríl 1996 | Dagbók | 2730 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 12.-18. apríl, að báðum dögum meðtöldum er í Háaleitis Apóteki, Háaleitisbraut 68. Auk þess er Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22 opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
13. apríl 1996 | Dagbók | 2730 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 12.-18. apríl, að báðum dögum meðtöldum er í Háaleitis Apóteki, Háaleitisbraut 68. Auk þess er Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22 opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
13. apríl 1996 | Dagbók | 148 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 14.

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 14. apríl, verður níutíu og fimm ára Ólöf Ketilbjarnar, Baldursgötu 16, Reykjavík. Ólöf og fjölskylda hennar taka á móti gestum í sal Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, 2. hæð, á afmælisdaginn milli kl. 15 og 18. Á morgun, sunnudaginn 14. Meira
13. apríl 1996 | Fastir þættir | 87 orð

Ástarvísa hestamannsins

Í greininni Kóngur um stund, sem birtist í Vikulokum laugardaginn 23. mars síðastliðinn, var rangt farið með Ástarvísu hestamannsins, en rétt er hún svona: Stíg fákur létt á foldarvang er fögur sólin skín. Í bænum undir brekkunni þar býr hún, stúlkan mín. Stíg hraðar svo að heyrist þangað hófaslögin þín. :. Meira
13. apríl 1996 | Í dag | 313 orð

Brids 57,7

Brids 57,73 z 1 2 Â â À à Norður Meira
13. apríl 1996 | Fastir þættir | 1750 orð

Dýrgripir Jackie

JACQUELINE Kennedy Onassis var ein umtalaðasta kona þessarar aldar. Það var fylgst með hverju fótmáli hennar. Hún virtist setja á allt umhverfi sitt svip fegurðarþokka og fyrirmennsku. Samt var eitthvað óáþreifanlegt í fari hennar og dulúðug feimni. Meira
13. apríl 1996 | Fastir þættir | 798 orð

Eru dagdraumar skaðlegir fyrir sálarlífið?

Spurning:Í framhaldi af umfjöllun sálfræðingsins um varnarhætti langar mig að spyrja hvort dagdraumar séu ein tegund af varnarháttum. Eru þeir af hinu góða fyrir sálarlífið eða geta dagdraumar virkað sem óæskilegur flótti frá raunveruleikanum eða flótti frá því að takast á við vandamál? Svar: Gefið var stutt svar við spurningu í þessa veru hér í Meira
13. apríl 1996 | Fastir þættir | 884 orð

Ég er eins og harmoníka

Emilíana Torrini er að springa úr hamingju. Hún ræddi við Ívar Pál Jónsson um lífið, tilveruna og flatbökur með banönum yfir kvöldverði á Hótel Borg. "NÆSTA PLATA verður þjóðlagaplata," segir Emilíana áður en við höfum pantað nokkurn skapaðan hlut. "Hefurðu heyrt lagið Harold? Platan verður svolítið í þeim stíl og yfirbragðið verður með rólegara móti. Meira
13. apríl 1996 | Fastir þættir | 2981 orð

FERMINGAR Á SUNNUDAG

FERMING í Áskirkju kl. 14. Prestur sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Fermd verða: Jóhann Geir Jónsson, Skipasundi 78. Vignir Guðjónsson, Álfheimum 30. Ásta Eyþórsdóttir, Kleppsvegi 86. Díana Árnadóttir, Laufrima 24. Erla Dögg Ólafsdóttir, Kambsvegi 14. María Sólveig Magnúsdóttir, Kleppsvegi 68. Meira
13. apríl 1996 | Fastir þættir | 650 orð

Guðspjall dagsins: Jesús kom að luktum dyrum. (Jóh. 20.

Guðspjall dagsins: Jesús kom að luktum dyrum. (Jóh. 20.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Ferming og altarisganga kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta í Bústöðum kl. 11. Fermingarmessa kl. 10.30. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
13. apríl 1996 | Fastir þættir | 791 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 844. þáttur

844. þáttur FYRST lýkur próf. Baldur Jónsson á Íslenskri málstöð greinargerð sinni, sbr. síðasta þátt: "Okkur er gjarnt í nútímanum að binda umræðu um stærðir og hlutföll við tölur. Við berum saman "helmingi fleiri" og "100% fleiri". En forfeður okkar á liðnum öldum lifðu ekki í sama talnaheimi og við. Meira
13. apríl 1996 | Í dag | 394 orð

KKI fer á milli mála að þeim fjölgar stöðugt sem hjóla í

KKI fer á milli mála að þeim fjölgar stöðugt sem hjóla í og úr vinnu eða í og úr skóla. Fyrir nokkrum árum heyrði það til undantekninga að fólk sæist hjólandi en nú má stöðugt sjá fjölda fjölks hjólandi um götur borgarinnar. Tvennt veldur líklega þessari byltingu öðru fremur. Meira
13. apríl 1996 | Fastir þættir | 1040 orð

LAMB

ÍSLENSKA lambakjötið er undarleg afurð. Flestir virðast sammála um að íslenska lambakjötið sé eitt hið "besta í heimi" og að gífurlegir möguleikar séu á sölu þess utan landsteinanna. Svo kann vel að vera. Ég skal fús viðurkenna það að sjaldan rekst maður á betra lambakjöt en hið íslenska þó að ég vilji ekki skrifa upp á að hið nýsjálenska sé beinlínis verra. Meira
13. apríl 1996 | Fastir þættir | 620 orð

Matur og matgerð Format fyrir uppskriftir

HVER hefði trúað því fyrir nokkrum árum að á Þorra svignuðu búðarhillur af ferskum ávöxtum og berjum, ekki bara þeim hefðbundnu sem allir þekkja heldur líka svokölluðum framandi aldinum sem koma langt að og fáir vissu að væru til, enda eru nöfnin framandi. Ég hefi gaman af að reyna að íslenska þau. Meira
13. apríl 1996 | Dagbók | 398 orð

Reykjavíkurhöfn. Í gær kom breska kapalskipið Sovereign

Reykjavíkurhöfn. Í gær kom breska kapalskipið Sovereign og fór samdægurs. Þá fóruMælifellið, Goðafossog Greenland Saga. Frithjof kom og fer út fyrir hádegi í dag. Þá fer einnig portúgalski togarinn Cidade Armante. Danska flutningaskipið Nuka Arctica kemur í dag og fer samdægurs. Meira
13. apríl 1996 | Fastir þættir | 570 orð

Rokkarar nota ekki bursta

GUÐMUNDUR Steingrímsson, "Papa jazz", er goðsögn meðal tónlistarmanna þessa lands. Hann hefur trommað í yfir fimmtíu ár, með ýmsum hljómsveitum, svo sem Kvintett Gunnars Ormslev og KK- sextettnum. Hann er því kjörinn viðmælandi og mikil fróðleiksnáma þegar kemur að umræðum um trommusett. Meira
13. apríl 1996 | Dagbók | -1 orð

Spurt er . . .

»Enginn málari var sagður spánskari og þó hafa verk hans skírskotun um allan heim. Spánverjar fagna nú 250 ára afmæli hans. Hver var listamaðurinn? »Hver orti? Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima. Meira
13. apríl 1996 | Í dag | 421 orð

Söngklúbbur í Reykjanesbæ Í VETUR hefur verið starfræktur s

Í VETUR hefur verið starfræktur söngklúbbur í Reykjanesbæ. Við hittumst annað hvert föstudagskvöld í tjaldmiðstöðinni Stekk rétt við stórmarkaðinn Samkaup og syngjum saman, spjöllum saman og kennum hvert öðru lög og texta. Leikið er undir á gítara, ásláttarhljóðfæri og stundum einnig bassa. Þegar best lætur eru 3 gítarar og bassi, bongótromma og tambúrína. U.þ.b. Meira

Íþróttir

13. apríl 1996 | Íþróttir | 132 orð

Austurbakki gerir samning við Völu Flosadóttur

Austurbakki hf., umboðsaðili Nike á Íslandi, og ÍR-ingurinn Vala Flosadóttir, Evrópumeistari í stangarstökki kvenna, undirrituðu í gær samstarfssamning til eins árs. Hann kveður á um að Vala noti aðeins fatnað og skó frá fyrirtækinu við æfingar og keppni næsta árið. Samningurinn er metin á rúmlega 200.000 krónur. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 113 orð

Átta tonn af salti í brekkuna VEGNA þes

VEGNA þess hve snjórinn er blautur í Hlíðarfjalli var ákveðið að strá salti í keppnisbrautirnar til að frysta snjóinn. Frystingin heppnaðist vel í gær og voru allir keppendur mjög ánægðir með skíðafærið. Friðrik Adolfsson, sem á sæti í mótstjórn, sagði að tvö tonn af salti hefðu farið í brekkuna í gær. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 495 orð

Chicago er þremur leikjum frá metinu

Chicago sigraði í 67. leik sínum í NBA-deildinni í körfuknattleik á tímabilinu þegar liðið vann New Jersey 113:100 á útivelli í fyrrinótt og jafnaði félagsmetið frá 1991 til 1992. Liðið á eftir sex leiki og sigri það í þremur þeirra verður Chicago fyrst til að sigra í 70 leikjum á tímabili. Chicago náði þegar undirtökunum og hélt forystunni allan tímann. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 669 orð

Daníel Íslandsmeistari í 15 km göngu

ÍSLANDSMÓTIÐ í skíðagöngu hófst í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri í ágætu veðri í gær. Sem kunnugt er var Skíðamóti Íslands, sem átti að fara fram í Bláfjöllum um páskana, aflýst og því var ákveðið að keppa um Íslandsmeistara á Akureyri um þessa helgi. Ólafsfirðingar voru sigursælir í göngu kvenna, unnu þrefalt og einnig gull- og bronsverðlaun í göngu karla. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 64 orð

FÉLAGSLÍFÍR-ingar fagna Völu Flosadóttur Í

Í DAG kl. 15.30 koma ÍR-ingar saman til að fagna félaga sínum Völu Flosadóttur, sem varð Evrópumeistari í stangarstökki innanhúss fyrir mánuði. Vala er í stuttri heimsókn hér á landi og verður hófið henni til heiðurs haldið í ÍR-heimilinu við Skógarsel. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 109 orð

Formannskjör í HSÍ Rætt við Ás

ÓLAFUR B. Schram hefur ákveðið að hætta sem formaður Handknattleikssambands Íslands á ársþingi þess í vor og hefur uppstillinganefnd þegar rætt við tvo forystumenn sem þykja koma til greina sem eftirmenn Ólafs. Það eru Ásgerður Halldórsdóttir og Guðmundur Ingvarsson. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 117 orð

FRÍ vill vinna með KSÍ að bættri aðstöðu innanhúss

HELGI Haraldsson, formaður frjálsíþróttasambandsins, hefur sent stjórn knattspyrnusambandsins erindi þess efnis að samböndin standi saman í baráttu fyrir bættri innanhússaðstöðu fyrir báðar íþróttagreinar. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 254 orð

Golf

Bandaríska meistaramótið. (US Masters) Augusta, Georgíu: Efstu menn eftir annan keppnisdag. Bandarískir nema annað sé tekið fram: 132Greg Norman (Ástralíu) 63 69 136Nick Faldo (Bretlandi) 69 67 138David Frost (Suður Afríku) 70 68 Phil Mickelson 65 73 139Lee Janzen 68 71, Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 211 orð

HANDKNATTLEIKURÞorbjörn pantaði

HM í handknattleik verður í Japan að ári og er keppnin sem nú stendur yfir í Kumamoto undirbúningsmót fyrir viðburðinn 1997 en Íslendingar mæta Suður- Kóreumönnum í undanúrslitum í dag. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, sagði við Morgunblaðið að skipulagið væri eins og best væri á kosið, séð væri fyrir öllu og ekki annað hægt en dást að vinnubrögðunum. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 52 orð

Haukur meiddur HAUKUR Arnórs

HAUKUR Arnórsson, skíðamaður úr Ármanni, féll illa í fyrri umferð stórsvigsins í gær og meiddist á ökkla. Hann fór í rannsókn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem teknar voru röntgen- myndir af fætinum. Þar kom í ljós að hann er óbrotinn en ólíklegt er talið að hann geti keppt í dag. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 115 orð

Hilmar í Stjörnuna HILMAR Þórlind

HILMAR Þórlindsson, stórskytta KR-inga í handknattleik, hefur gengið til liðs við Stjörnuna í Garðabæ. "Við bindum miklar vonir við Hilmar og vitum að það býr mun meira í honum en hann hefur þegar sýnt," sagði Októ Einarsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar. Stjörnumenn hafa einnig rætt við Sigurpál Árna Aðalsteinsson, hornamann úr KR. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 299 orð

Hugur í Haukum og spennandi verkefni

Sigurður Gunnarsson verður næsti þjálfari 1. deildar liðs Hauka í handknattleik en hann var með Bodö í Noregi í vetur. "Við gerðum samning til tveggja ára en hann verður endurskoðaður að ári," sagði Sigurður við Morgunblaðið. Sigurður hóf þjálfaraferilinn hjá ÍBV 1988 en fór þaðan til Bodö 1993. Hann tók síðan á ný við liði ÍBV 1994 en fjarstýrði Bodö um veturinn. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 42 orð

Íshokkí

NHL-deildin Föstudagur: Boston - Hartford3:2Ottawa - Pittsburgh3:5Philadelphia - Montreal3:2Washington - New Jersey2:3Chicago - Toronto5:2St. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 394 orð

Knattspyrna

Deildarbikarkeppni KSÍ Laugardagur: Ásvellir: KA - ÍBV11Gróttuvöllur: Sindri - Grótta13Ásvellir: Reynir S. - Þór A.13Laugardalur: BÍ - Selfoss13Ásvellir: Valur - Völsungur15Kaplakriki: Dalvík - FH16Kópavogur: Höttur - Þróttur16Stjörnuvöllur: Stjarnan - Skallagrímur16Ásvellir: Þróttur N. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 73 orð

Knattspyrna Deildarbikarkeppni KSÍ ÍR - Haukar1:1Arnar Valsson - Brynjar Gestsson. Ægir - BÍ2:1Kjartan Helgason, Emil Þ.

Deildarbikarkeppni KSÍ ÍR - Haukar1:1Arnar Valsson - Brynjar Gestsson. Ægir - BÍ2:1Kjartan Helgason, Emil Þ. Ásgeirsson - Óskar Alfreðsson. Höttur - Leiftur0:6- Gunnar Már Másson 3, Pétur Björn Jónsson, Izudin Daði Dervic, sjálfsm. Þýskaland Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 19 orð

Körfuknattleikur

Körfuknattleikur NBA-deildin Miami - Milwaukee115:105New Jersey - Chicago100:113New York - Cleveland97:101 Houston - Denver113:109Portland - Dallas114:99LA Clippers - Golden S Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 274 orð

Landsliðsmenn í æfingabúðir í Athens í Bandaríkjunum

FJÓRIR frjálsíþróttamenn, þ.ám. Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi og íþróttamaður ársins í fyrra, eru á förum til Bandaríkjanna í æfingabúðir. Þeir verða tæpar sex vikur ytra og Gísli Sigurðsson þjálfari verður með í för. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 270 orð

Nýr Sidneyhópur FRÍ valinn

Frjálsíþróttasambandið hefur valið sjö unga og efnilega frjálsíþróttamenn í Sidney-hópinn fyrir þetta ár. Hópinn skipa Björn Margeirsson, millivegahlaupara úr UMSS, Halldóra Jónasdóttir, spjótkastari úr UMSB, og stalla hennar úr UMSB, Hanna Lind Ólafsdóttir, kringlukastari, Stefán Ragnar Jónsson, kringlukastari úr Breiðabliki, Sunna Gestsdóttir spretthlaupari frá USAH, Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 126 orð

Ólympíufarar FRÍ æfa saman ytra í júlí

ÓLYMPÍUFARAR Frjálsíþróttasambandsins verða saman í æfingabúðum í Athens í Georgíuríki frá 1. júlí og fram að þeim tíma að leikarnir hefjast tæpum þremur vikum síðar. Jafnvel gæti svo farið að einhverjir keppendur fari ekki inn í Ólympíuþorpið fyrr en degi áður en keppni í þeirra grein hefst. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 55 orð

Pétur skoraði PÉTUR Marteinsso

PÉTUR Marteinsson opnaði markareikning sinn hjá Hammarby í fyrrakvöld en hann gerði annað mark liðsins í 3:0 sigri gegn Sylvia í átta liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar. Pétur skoraði sjö mínútum fyrir leikslok, skaut úr þvögu eftir hornspyrnu. Hammarby mætir AIK í undanúrslitum en AIK vann Örgryte 2:1 og lagði Rúnar Kristinsson upp mark Örgryte. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 554 orð

Sigríður og Arnór stálu senunni

ÍSFIRÐINGARNIR Sigríður Þorláksdóttir og Arnór Gunnarsson sigruðu með nokkrum yfirburðum í stórsvigi á alþjóðamótinu í Hlíðarfjalli í gær. Systkynin Brynja og Vilhelm Þorsteinsbörn frá Akureyri urðu í öðru sæti. Theodóra Matthisen úr KR varð þriðja í kvennaflokki og Dalvíkingurinn ungi, Sveinn Brynólfsson, þriðji í karlaflokki. Aðstæður til keppni í Hlíðarfjalli voru með besta móti. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 176 orð

Skíði

Íslandsmót í göngu 5 km ganga kvennamín. 1. Lísebet Hauksdóttir, Ólafsf.19,44 2. Svava Jónsdóttir, Ólafsf.20,34 3. Hanna Dögg Maronsdóttir, Ólafsf.21,25 4. Þórhildur Kristjánsdóttir, Akureyri23,32 10 km ganga karla 1. Jón Garðar Steingrímsson, Sigluf.30,53 2. Ingólfur Magnússon, Sigluf.31,58 3. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 202 orð

Verður Íslandsmótið haldið á Langjökli?

KEPPNI til Íslandsmeistara í vélsleðaakstri, sem átti að vera á Ólafsfirði um helgina, hefur verið frestað vegna snjóleysis. Snjónum hefur rignt burt að mestu og sá sem eftir er þykir of krapakenndur fyrir vélsleðakeppni. Hugsanlegt er að keppni sem halda átti á Ísafirði síðar í mánuðinum verði einnig frestað af sömu ástæðu. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 134 orð

Viggó með Rússum VIGGÓ Sigur

VIGGÓ Sigurðsson, nýráðinn þjálfari þýska 2. deildarliðsins Wuppertal, fylgist með rússneska landsliðinu í handknattleik í tíu daga æfingabúðum liðsins í Moseldalnum í Þýskalandi í næstu viku. Liðið er að undirbúa sig fyrir EM og Ólympíuleikana í Atlanta. Viggó heldur utan á mánudag og verður með rússneska liðinu til 22. apríl. Meira
13. apríl 1996 | Íþróttir | 38 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Kristján Tvöfalt hjá ÍsfirðingumÍSFIRÐINGAR fögnuðu sigri í stórsvigi karla og kvenna á Alþjóðlegu skíðamóti í Hlíðarfjalli við Akureyri í gær. Arnór Gunnarsson sigraði í karlaflokkiog Sigríður Þorláksdóttir í kvennaflokki en þau eru hér að lokinni keppni. Meira

Úr verinu

13. apríl 1996 | Úr verinu | 204 orð

Áfangi Samskipa næst miðum á Flæmingjagrunni

SAMSKIP hafa nú hafið áætlunarsiglingar til Harbour Grace á Nýfundnalandi á þriggja vikna fresti. Skip félagsins lestar þar á morgun í annað sinn. Viðskiptavinir fá alla umboðsþjónustu fyrir fiskiskip sem óskað er eftir: Löndun úr fiskiskipum, vöruhús, frystigeymslur, aðstoð við að fylla út nauðsynleg eyðublöð og skjöl, svo eitthvað sé nefnt. Meira
13. apríl 1996 | Úr verinu | 485 orð

Mjög mikils að vænta af rafeindamerkingum fiska

RAFEINDAMERKIN sem hafnar voru tilraunir með árið 1995 hafa nú þegar skilað góðum árangri, að sögn Vilhjálms Þorsteinssonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnuninni. Hann segir að 22 merki af tæpum hundrað hafi skilað sér til þessa. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Reykjanesbæ í fyrrakvöld um ástand þorskstofnsins. Meira

Lesbók

13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Að hremma Broadway úr höndum innantómra stórsýninga

FYRIRMYNDIN er "La Boh`eme" eftir Puccini, en sögusviðið Manhattan. Söngleikurinn "Leiga" (Rent) virðist ætla að hleypa af stað fári í Bandaríkjunum. Hann var settur upp í litlu leikfélagi í New York, langt handan Broadway, í febrúar. Viðtökurnar voru slíkar að söngleikurinn verður frumsýndur á Broadway 29. apríl, tæpum mánuði eftir að höfundurinn, Jonathan Larson, lést aðeins 35 ára gamall. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 759 orð

Að standaundir nafni

Meðal þess sem mér hefur oft fundist vanta upp á er að menn meini það sem þeir segja og segi það sem þeir meina. Hálfkæringur í meðhöndlun laga og reglna er í mínum huga skaðvænlegra en flest annað. Þegar verið er að tala um agalaus ungmenni sem drekka og dópa þá ættu menn að hugsa um hvaðan fyrirmyndirnar koma. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1473 orð

Arfleifð Barböru

Barbara Árnason, fædd Moray Williams, var listakona svo fjölhæf að þegar Félag íslenskra myndlistarmanna dró saman yfirlitssýningu til heiðurs henni fimmtugri árið 1961, þurfti að skipta sýningunni niður í hvorki fleiri né færri en ellefu deildir, þar sem voru meðal annars tréskurðarþrykk, málmþrykk, vatnslitamyndir, veggskreytingar, bókaskreytingar, teikningar, veggtjöld, Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð

Áfram Latibær

LEIKFÉLAG Vestmannaeyja frumsýnir í dag leikritið Áfram Latibær sem er gert eftir sögu Magnúsar Scheving, Áfram Latibær. Bókin kom út fyrir síðustu jól og fékk Sigurgeir Scheving strax áhuga á að setja upp leikrit byggt á bókinni. Fékk hann leyfi Magnúsar til að gera leikgerð eftir sögunni. Sigurgeir leikstýrir jafnframt verkinu, en um 30 leikarar taka þátt í sýningunni. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 136 orð

Ástin

Hve ljúft var að sofna við sönginn þinn svífa í draumaheiminn inn á mosakoddanum mjúka enn ég lófann þinn funheita finn sem fór svo blítt um líkama minn í myrkrinu frostlaufin fjúka. Við eignuðumst draum í dálitla stund í djúpri laut okkar ástarfund með gljúfrabúann á gægjum. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 767 orð

Baksvið drykkjusýkinnar Tomas Holst stendur framarlega í hópi sænskra myndlistarmanna. Fyrir 17 mánuðum hætti hann að drekka

TOMAS HOLST er stórvaxinn maður og sterkbyggður. Hann segist þó ekki vera mikill nú miðað við það sem hann var þegar hann var fullur. "Þá leit ég út eins og tröll; var 125 kíló, úfinn um hausinn og haltur eftir bifhjólaslys sem ég lenti í tvítugur. Ég var hrikalegur á að líta." Tomas segir að slysið sem hann lenti í hafi vakið áhuga hans á listum. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 506 orð

Beint inn í sálina

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands efnir til tónleika í Hallgrímskirkju í dag klukkan 17 ásamt Kór Langholtskirkju og einsöngvurunum Sólrúnu Bragadóttur sópran og Lofti Erlingssyni baríton. Tónsprotinn verður í höndum Japanans Takuo Yuasa. Á efnisskrá verður Þýsk sálumessa eftir Johannes Brahms, "algjör perla," eins og Sólrún Bragadóttir kemst að orði. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 130 orð

Bergur Thorberg sýnir á Ara í Ögri

BERGUR Thorberg opnar í dag kl. 17 málverkasýningu á Ara í Ögri, Ingólfsstræti 3. Um er að ræða 9 verk, öll unninn með olíu og akríllitum á striga. "Verkin byggjast á mörgum litalögum sem listamaðurinn flysjar síðan og flettir og skoðandinn á greiðari leið inn í verkin. Titlar verkanna ákvarðast síðan af þyngd þeirra og þeim tíma er þau eru unnin á," segir í kynningu. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1191 orð

Blesugróf og Fjárborg

ÞEIR gerast æ færri borgarbúarnir sem vita hvar Blesugrófin er, eða var. Enn færri munu þeir vera sem vita hvar Fjárborgin stóð. Þó eru þessi svæði innan borgar- og bæjarmarka Reykjavíkur og Kópavogs. Kannski er það ofsagt að fáir viti hvar Blesugrófina er að finna. Blesugrófin er á milli Breiðholtsbrautar, Smiðjuvegar og Fossvogsdalsins. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 485 orð

Draumur rætist

GUÐRÍÐUR St. Sigurðardóttir píanóleikari og finnski fiðluleikarinn Tapani Yrjölä koma fram á tónleikum í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, klukkan 16. Á efnisskrá eru Sónata op. 24, Vorsónatan, eftir Ludwig van Beethoven, Sónatína í E-dúr, op. 80 eftir Jean Sibelius, Sónata eftir Jón Nordal og Sónata nr. 3 í c- moll eftir Edward Grieg. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 150 orð

efni 13. apríl VarnirÍ

Íslands voru á dagskrá á 17. öld og ekki að ástæðulausu, því Tyrkir rændu í Vestmannaeyjum og komu víðar við. Allur viðbúnaður þar varð til einskis og enn þá hraksmánarlegri varð frammistaða Bessastaðamanna, þegar sjóræningjaskip strandaði á Skerjafirði og menn horfðu bara á það af Skansinum þegar Tyrkir fluttu fólk og farangur óáreittir í annað skip. Greinin er eftir Sigurgeir Guðjónsson. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 985 orð

Ekki fæddur snillingur, þó ég sé það nú Hafsteinn Austmann hefur verið trúr afstrakt málverki allan sinn feril. Á sjónþingi í

HAFSTEINN Austmann hefur raðað myndum í bakka og byrjar að sýna þær á tjaldi. Spyrlar ásamt Hannesi Sigurðssyni listfræðingi velta fyrir sér áhrifavöldum í list hans og koma þar margir við sögu og eingöngu erlendir listamenn þó einstaka íslenskir listamenn séu á svipuðum slóðum í myndgerð og hugsun. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 867 orð

Ekki hlátur í hug

Höfundur: Jónas Árnason. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurðsson. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikhljóð: Baldur Már Arngrímsson. Aðstoðarleikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Hvíslari: Jónína H. Jónsdóttir. Leikendur: Guðrún Ásmundsdóttir, Jóhanna Jónas, Margrét Ólafsdóttir, Rúrik Haraldsson, Sigurður Karlsson, Soffía Jakobsdóttir o.fl. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 822 orð

Engisprettan syngur því hún getur ekki annað

Skáldinu Sigitas Geda má með nokkrum rétti lýsa sem eins konar "primus inter pares" í hópi þeirra skálda, litháískra, sem nú eru nær miðbiki starfsævi sinnar. Á liðnu sumri átti greinarhöfundur þess kost að hitta Geda í heimaborg hans, Vilnius; skemmtilegan mann, margfróðan og einlægan. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1246 orð

Feður og fjölskyldukonur

KARLMENN, sem eiga börn og eru giftir eða í sambúð, eru kallaðir fjölskyldumenn eða fjölskyldufeður. Orðið gefur ýmislegt í skyn; fjölskyldumenn eru gjarnan álitnir traustir starfskraftar, þar sem fjölskyldan veitir þeim stöðugleika í lífinu. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 169 orð

Ferð í ferð í ferð Úlfur Hjörvar þýddi

Í hverri ferð minni felst önnur í henni sú þriðja í henni ogsvoframvegis Ég fór til Vestur-Indía í nóvember og fer aftur til Danmerkur í apríl en áður skrepp ég heim í Hjortekær mars og til baka í mánaðarlokin en þaðan bregð ég mér til Jótlands og frá Jótlandi fer ég til Reykjavíkur þaðan sem ég fer í stuttar ferðir til Akureyrar og Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 31 orð

Fyrirmæli dagsinsEFTIR FELIX GONZALES-TORREZ

Fyrirmæli dagsinsEFTIR FELIX GONZALES-TORREZ SETTU tvo stóla hlið við hlið eða annan fyrir framan hinn þannig að á milli þeirra séu tólf tommur (30,48 cm). Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 54 orð

Grænlandssýningu lýkur

UM þessa helgi eru síðustu dagar sýningarinnar "Lesið í ísinn" sem verið hefur í Perlunni undanfarið. Er hún opin í dag og sunnudag kl. 11 til 18. Sýningin fjallar um hinar heimsfrægu íslensk-dönsku boranir þrjá kílómetra niður í Grænlandsjökul í upphafi þessa áratugar. Sýningin verður síðan opnuð á Akureyri laugardaginn 20. apríl. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 916 orð

Heillandi furðumyndir náttúrunnar Nú stendur yfir í Stamford í Bretlandi athyglisverð sýning á verkum annars vegar Georgs Guðna

Heillandi furðumyndir náttúrunnar Nú stendur yfir í Stamford í Bretlandi athyglisverð sýning á verkum annars vegar Georgs Guðna listmálara og hins vegar þriggja breskra listamanna, listmálaranna Jane Morrice og Sara Winfrey og ljósmyndarans Nisha Keshav. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 145 orð

Heimsókn

Þú situr við borðið. Í bakgrunni er hvítur veggur. Birta að utan. Úr katlinum tekur að rjúka. Og þú talar um vin þinn og hugsi við hlustir leggur er hrósa ég bók sem í gærkvöldi ég var að ljúka. Þú ert glaðlynd og öðru hverju fæ ég að heyra hlátur þinn. Gegnum ljósbrúnt hárið þú strýkur. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Í heimsókn hjá söngvara, sem líkar ekki útlegðin Okkar eigin Garðar Cortes söngvari er einn fárra söngvara sem hefur tök á

ÍMIÐBORG Helsinki hefur finnska óperan litla tveggja herbergja íbúð til umráða fyrir gesti sína. Sólin flæðir inn um gluggann yfir Aalto-húsgögnin þennan sunnudagsmorgun sem Garðar Cortes er heimsóttur. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 936 orð

Ítalski hamskiptingurinn

Verk fyrir fiðlu án undirleiks eftir Biber, Tartini, Benda, Bruni, Fiorillo, Rode og Prokofiev. Fabio Biondi, fiðla. Opus 111 OPS 30-95. Upptaka: DDD, París 12/1993. Lengd: 49:26. Verð: 1.899 kr. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 51 orð

Kammertónleikar

KAMMERTÓNLEIKAR Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, mánudaginn 15. apríl og hefjast kl. 20.30. Á efnisskrá eru Sónata nr. 3 eftir G. Rossini, Strengjakvartett í G-dúr K. 387, Píanótríó í G-dúr K. 561 og Horn-kvintett í Es-dúr K. 407 eftir W.A. Mozart. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 93 orð

Kartöflubresturinn var á Írlandi

Stundum getur það breytt talsverðu ef s skrifast sem r og Írland verður Ísland. Það gerðist því miður í grein í Lesbók 30. marz sl, þegar fjallað var um bók Franks Ponzi, Ísland fyrir aldamót. Í orðréttri tilvitnun er talað um kartöflubrestinn mikla á Íslandi á ofanverðum fimmta tug 19. aldar, sem hafi orðið til þess að fjöldi fólks flutti úr landi. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 35 orð

"Kálgarður tilverunnar"

Í ÁSMUNDARSAFNI við Sigrún verður formlega opnuð í dag, laugardag 13. apríl, kl. 16, samsýning á verkum eftir Finnu Birnu Steinsson og Ásmund Sveinsson. Sýningin ber yfirskriftina "Kálgarður tilverunnar". Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Keisarans hallir skína

SÝNING á listmunum, sem spanna sögu kínverska heimsveldisins og var opnuð í Metropolitan-listasafninu í New York 19. mars, hefur valdið ámóta írafári á Tævan undanfarið og heræfingar Kínverja og forsetakosningarnar. Efnt var til víðtækra mótmæla á Tævan til að koma í veg fyrir að leyft yrði að senda verkin úr landi. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 72 orð

Listahátíð Seltjarnarneskirkju

TÓNLEIKAR verða haldnir í dag, laugardag, í Seltjarnarneskirkju kl. 17. Þar koma fram kennarar Tónlistarskóla Seltjarnarness. Á efnisskránni eru verk eftir ýmsa höfunda, íslenska og erlenda, meðal annars verður frumflutt einleiksverk fyrir óbó eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 107 orð

Maraþonæfing lúðrasveitar

MARAÞONÆFING lúðrasveitar Laugarnesskóla verður haldin í dag. Æfingin hefst kl. 9 í sal Laugarnesskólans í Reykjavík og stefnt er að því að hún standi samfellt til kl. 15. Maraþonæfingin er haldin til þess að afla fjár til ferðar sveitarinnar til Skotlands í lok maí. Þar mun sveitin leika m.a. í Glasgow og í kastalagarðinum í Edinborg. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 482 orð

MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Kjarvalsstaðir Steina Vasulka og Haraldur Jónsson sýna. ­ Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Portrettsýning til 19. maí. Önnur hæð Hamish Fulton sýnir út maí. Mokka Ósk Vilhjálmsdóttir og Hjálmar Sveinsson sýna til 16. apríl. Ásmundarsafn Samsýn. á verkum Finnu B. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 140 orð

Munnlegur sagnaflutningur um Möggu í flutningi Ella sprella frá Stóralæk

Ljóð um hana yrði að vera eins og ópera sem brestur á með látum + djöfulgangi en á þó sína mjúku kafla "týpískt" ljóð sem líkti henni við nýútsprungna rós passaði ekki því rós fölnar en aldrei hún og lýsingin að vindurinn blási í gegnum sítt ljóst hár hennar væri út í hött því hún er stutthærð Ég og Umbi Roy Við sitjum fyrir Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 222 orð

Nóbelsskáld hafna alnetinu

ÁSÓKN í alnetið eykst jafnt og þétt og er það notað jafnt í viðskiptum, til samskipta og til skemmtunar. Nóbelsskáld á bókastefnunni, sem nú er haldin í Miami í Flórída, eru hins vegar þeirrar hyggju að ljóðlistin eigi ekki erindi inn á alnetið. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 26 orð

Rangæingakórinn í Reykjavík

Rangæingakórinn í Reykjavík ÁRLEGIR vortónleikar Rangæingakórsins í Reykjavík verða haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefjast þeir kl. 17. Stjórnandi kórsins er Elín Ósk Óskarsdóttir. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1887 orð

STÁLKONAN

ÍLISTASAFNINU á Akureyri stendur nú yfir allsérstæð sýning á ljósmyndum af vaxtarræktarkonum eftir Bandaríkjamanninn Bill Dobbins, sem hingað kemur til lands á vegum Gym 80 í fylgd tveggja stálmeyja er þykja mjög framarlega á sínu sviði. "Vaxtarrækt snýst um að búa til mannlegan skúlptúr, um listræna tjáningu, en hvorki stærð, þyngd né krafta", segir Dobbins. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 465 orð

Straumarnir berast seint til Íslands

Leó Jóhannsson kynnir húsgögn í Öndvegi Straumarnir berast seint til Íslands LEÓ Jóhannsson heitir íslenskur húsgagnahönnuður sem búsettur er í Svíþjóð og starfar sem yfirkennari við kunnasta hönnunarskóla Svíþjóðar, Carl Malmstens-skólann í Stokkhólmi. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Sýning á verkum Emils Noldes

13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 119 orð

Sýning Gunnars Á. Hjaltasonar

OPNUÐ verður málverkasýning í dag, laugardag, kl. 14, í Sparisjóðnum í Garðabæ, Garðatorgi 1, á verkum Gunnars Á. Hjaltasonar gullsmiðs og myndlistarmanns. Sýningin verður síðan opin á afgreiðslutíma Sparisjóðsins til 9. maí. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 158 orð

Sýning um Svalbarða

SÝNING um Svalbarða verður opnuð í dag kl. 15 í sýningarsal Norræna hússins. Forstjóri Norræna hússins, K. Torben Rasmussen, býður gesti velkomna. Sendiherra Noregs á Íslandi, Nils O. Dietz, flytur ávarp og opnar sýninguna. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 71 orð

Tanja tatarastelpa

LEIKRITIÐ Tanja tatarastelpa verður sýnt í Ævintýra-Kringlunni 3. hæð í Kringlunni í dag laugardag kl. 14.30. Ólöf Sverrisdóttir leikkona leikur Tönju en hún samdi þáttinn fyrir nokkrum árum og flutti á leikskólum borgarinnar. Framvegis verða leiksýningar á laugardögum en á fimmtudögum kl. 17 verða leiklistarnámskeið eða eitthvað annað í boði í Ævintýra- Kringlunni. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 262 orð

Teikning eftir Van Gogh

UMFANGSMIKIL sýning á teikningum og rissum Vincents Van Goghs var opnuð í Amsterdam á miðvikudag og var þar meðal annars afhjúpuð ómerkt teikning, sem eignuð hefur verið hollenska málaranum. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð

Tilbrigði við húsagerð

FYRIRLESTUR Eduardo Souto Moura sem halda átti í Norræna húsinu þann 15. apríl hefur verið felldur niður af óviðráðanlegum orsökum. Þetta átti að vera síðasti fyrirlesturinn í röð 8 fyrirlestra sem Arkitektafélag Íslands, Norræna húsið og Kjarvalsstaðir hafa staðið fyrir. Til stendur að svipað form verði haft næsta vetur á fyrirlestrum um arkitektúr og hönnun á vegum sömu aðila. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 49 orð

Tregatár

Mig þyrsti eftir tárum þínum, ég þráði að þú fyndir til. Svo ég, svo ég, stakk þig á hol, með hvössum orðum mínum. Ég sá þig sveið, angistin málaði andlit þitt fölt. Aftur stakk ég og þá með háði, steinrunnin tárin þín sölt. Höfundurinn býr í Reykjavík. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2541 orð

Varnir Íslands á 17. öld

Árið 1627 gekk hópur manna hér á land og rændi og ruplaði. Urðu Grindavík, Vestmannaeyjar og sunnanverðir Austfirðir fyrir barðinu á ránskap þeirra og ofbeldi. Það hefur verið venjan að kalla þá Tyrki þótt þeir hafi ekki í raun verið frá því landi er við í dag nefnum Tyrkland. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 871 orð

"Verk aldarinnar" á sýningu falsarans

GESTIR á sýningunni, sem nú stendur yfir á verkum hollenska málarans Jans Vermeers í Mauritshuis í Haag, hefðu fengið meira fyrir peningana fyrir 50 árum. Þá hefðu sennilega verið 28 verk á slíkri sýningu, en ekki 22 eins og í Haag, og hefðu verkin "Kristur í Emmaus" og "Síðasta kvöldmáltíðin" skipað sérstakan sess þar. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1469 orð

Víða brenna eldar á ökrum og í skóglendi

Árla morguns hóf vélin sig upp af saltleirunni. Við vorum í þetta sinn á leið til borgarinnar Morondava. Farangur okkar var of þungur fyrir flugtakið, svo hann hafði áður verið sendur með vagni. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 970 orð

Yfirlitskönnun á lífríki stöðuvatna Umsjón: Sigurður H. Richter

Ásíðastliðnum fjórum árum hefur staðið yfir umfangsmikil gagnasöfnun í íslenskum stöðuvötnum, svokölluð "Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna: samræmdur gagnagrunnur." Þetta er samstarfsverkefni Hólaskóla í Hjaltadal, Líffræðistofnunar Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Veiðimálastofnunar. Meira
13. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 101 orð

Þrjár sýningar í Nýlistasafni

ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu í dag. Finnski listamaðurinn Leena Saarto og sænski listamaðurinn Mikael Lundberg sýna í aðalsölum safnsins. Í setustofu sýnir japanski listamaðurinn Rey Tanaka. Leena Saarto sýnir þrívíð verk í neðri sölum safnsins. Mikael Lundberg, sem býr og starfar í Stokkhólmi, sýnir tví- og þrívíð verk í efri sölum safnsins. Meira

Ýmis aukablöð

13. apríl 1996 | Dagskrárblað | 107 orð

17.00Taumlaus tónlist 19.3

17.00Taumlaus tónlist 19.30Þjálfarinn (Coach) Gamanmyndaflokkur um íþróttaþjálfara í stórum menntaskóla. 20.00Hunter 21.00Í hita leiksins (Taking the Heat) Gamansöm spennumynd með þekktum leikurum. Michael er ungur maður á uppleið. Meira
13. apríl 1996 | Dagskrárblað | 144 orð

9.00Morgunsjónvarp barnan

10.50Hlé 12.45Syrpan (e) 13.10Einn-x-tveir (e) 13.50Enska knattspyrnan Bein útsending frá leik Manchester United og Southampton. Lýsing: Arnar Björnsson. 16. Meira
13. apríl 1996 | Dagskrárblað | 80 orð

Bein ógnun

STÖÐ 221.00Kvikmynd Harrison Ford leikur aðalhlutverkið í spennumyndinni Beinni ógnun, eða Clear And Present Danger, sem Stöð 2 sýnir í kvöld. Jack Ryan hefur verið hækkaður í tign innan leyniþjónustunnar. Meira
13. apríl 1996 | Dagskrárblað | 678 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn. Snemma á laugardagsmorgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07Snemma á laugardagsmorgni heldur áfram. 8.50Ljóð dagsins. 9.03Út um græna grundu. Meira
13. apríl 1996 | Dagskrárblað | 799 orð

Sunnudagur 14.4. SBBC PRIME 5.00 BBC Wo

Sunnudagur 14.4. SBBC PRIME 5.00 BBC World News 5.30 Watt on Earth 5.45 Jackanory 6.00 Julia Jekyll & Harriet Hyde 6.15 Count Duckula 6.35 The Tomorrow People 7.00 Incredible Games 7.25 Blue Peter 7. Meira
13. apríl 1996 | Dagskrárblað | 162 orð

ö9.00Gátuland, Mörgæsirnar, Sagan endalausa, Ægir köttur, Gríman

11.05Bjallan hringir (Saved by the Bell) 11.30Fótbolti um víða veröld (Futbol Mundial) 12.00Suður-ameríska knattspyrnan (Futbol Americas) 12.55Íþróttaflétta 13.25Þýska knattspyrnanBein útsending 15.20Háskólakarfan 17. Meira
13. apríl 1996 | Dagskrárblað | 147 orð

ö9.00Með Afa 10.00Eðlukrílin 10.10Baldur búálfu

10.00Eðlukrílin 10.10Baldur búálfur (1:26) 10.35Trillurnar þrjár Teiknimynd. (1:13) 11.00Sögur úr Andabæ 11.20Borgin mín 11.35Ævintýrabækur Enid Blyton 12.00NBA-molar 12.30Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Gerð myndarinnar Sense and Sensibility 13. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.