Greinar laugardaginn 20. apríl 1996

Forsíða

20. apríl 1996 | Forsíða | 105 orð

Riða milli tegunda?

SÚ uppgötvun, að heymaurar geti borið riðusmit, sannar, að sjúkdómurinn getur borist á milli tegunda. Kemur þetta fram í grein eftir bandaríska vísindamanninn Henryk Wisniewski í breska læknablaðinu Lancet. Meira
20. apríl 1996 | Forsíða | 185 orð

Varað við forsjánni

SKÍRSKOTANIR til sögunnar, frelsis og kommúnistagrýlunnar voru uppistaðan í ávörpum leiðtoga Frelsisbandalagsins, kosningabandalags hægri flokkanna, á lokaútifundi í Róm í gærkvöldi. Varað var við Ólífubandalaginu, kosningabandalagi vinstri- og miðflokka, og forsjárkerfi þess. Meira
20. apríl 1996 | Forsíða | 319 orð

Vaxandi kurr innan rússneska hersins í Tsjetsjníju

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hét því í gær að refsa þeim forystumönnum hersins sem bæru ábyrgð á því að 53 hermenn féllu í fyrirsát uppreisnarmanna á þriðjudag í Tsjetsjníju. Yfirmaður rússneska hersins í Tsjetsjníju vísaði hins vegar á bug hugmyndum um óbeinar viðræður við skæruliða í landinu og sagði, Meira
20. apríl 1996 | Forsíða | 398 orð

Vopnahlé milli Ísraela og Hizbollah í nánd

ALLT útlit er fyrir að vopnahlé sé í nánd í Líbanon eftir að 101 líbanskur flóttamaður lét lífið í loftárás Ísraelshers á búðir friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Qana á fimmtudag, mesta blóðbaði í átökum araba og Ísraela í 12 ár. Meira

Fréttir

20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

120 kettir í Perlunni

KATTASÝNING verður í Perlunni í dag og á morgun. Sýningin verður opin almenningi frá kl. 10­18 báða daga. Um það bil 120 kettir keppa. Aðgangseyrir er 400 kr. og 200 kr. fyrir börn, aldraða og öryrkja. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

200 verk Barböru Árnason

Sýning á verkum Barböru Árnason var opnuð í Listasafni Kópavogs í gær, 19. apríl, á afmælisdegi listakonunnar. Árið 1983 færði minningarsjóður Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar Kópavogsbæ að gjöf um 300 verk eftir þau hjónin, þar af um 100 verk eftir Barböru. Gjöfinni fylgdu þær óskir að verkin yrðu til sýnis í væntanlegu listasafni og að hún yrði hvati að gerð þess. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Alnafnar styðja sinn hvorn frambjóðandann

ÞAÐ KEMUR stundum fyrir að alnöfnunum Benedikt Sveinssyni, forstjóra Íslenskra sjávarafurða, og Benedikt Sveinssyni, formanni bæjarstjórnar Garðabæjar, er ruglað saman. Listi stuðningsmanna Guðrúnar Agnarsdóttur forsetaframbjóðanda, sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag, gaf enn tilefni til að farið yrði mannavillt. Þar er skráður meðal stuðningsmanna Benedikt Sveinsson, forstjóri í Garðabæ. Meira
20. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 197 orð

Á ekki að veikja Mannréttindadómstólinn

HALLDÓR Ágrímsson utanríkisráðherra segist ekki telja ástæðu til breytinga á Mannréttindadómstóli Evrópu og að ekki megi veikja dómstólinn. Brezka ríkisstjórnin, sem hefur á undanförnum misserum tapað þremur málum fyrir dómstólnum, hefur lagt til að völd hans verði takmörkuð. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 679 orð

Áfram full þörf fyrir fyrirtæki af stærð Landsvirkjunar

HELGA Jónsdóttir, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sagði í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar í gær að það sem vel er gert í rekstri raforkufyrirtækja eins og nú háttar megi ekki glatast við skipulagsbreytingar á fyrirkomulagi orkumála. Meira
20. apríl 1996 | Miðopna | 1326 orð

Áætlað að 1,5% álagðra gjalda séu afskrifuð

RÍKISSJÓÐUR þurfti alls að afskrifa rúma 19 milljarða króna á árunum 1985- 1994, vegna skattaskulda sem var talið að ekki myndu nokkurn tíma innheimtast. Að auki þurfti ríkið að afskrifa tæpa 12 milljarða króna vegna áfallinna dráttarvaxta á þessar skuldir. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

Barn höfuðkúpubrotnaði

SEX ára barn slasaðist mikið þegar það varð fyrir bíl á Bröttukinn í Hafnarfirði síðdegis á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á fimmtudag var barnið á gjörgæsludeild í, en var talið úr lífshættu. Meira
20. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Beinlínutenging við Landsbréf

ÚTIBÚ Landsbankans á Akureyri hefur fengið beinlínutengingu við Landsbréf í Reykjavík og nú getur umboðsmaður útibúsins gengið frá öllum viðskiptum beint. Útibú bankans á Akureyri gegnir stóru hlutverki í verðbréfaviðskiptum og með því að tengja það beint suður, er verið að leitast við að koma til móts við viðskiptavini með bættri þjónustu. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 202 orð

Bensínverð hækkar um 1-2 krónur

Olíufélagið OLÍS ákvað í gær að hækka verð á 95 og 98 oktana bensíni um tvær krónur á hvern líter. Þá hyggst Skeljungur hækka bensínverðið um 1-2 krónur um helgina. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir ástæðu þessarar hækkunar vera þá að eldsneytisverð hafi hækkað á heimsmarkaði frá seinustu mánaðamótum, eða úr 180 dollurum í 230 dollara fatið. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Bjórkrúsir með hvíta kolla

Nemendur framhaldsskólanna hafa lagt nótt við dag undanfarið, til að dimmitering þeirra verði sem glæsilegust. Búningar verðandi stúdenta eru af ýmsum toga og mikil vinna liggur að baki mörgum þeirra. Meira
20. apríl 1996 | Smáfréttir | 112 orð

BÓKÍS, notendafélag bókasafnskerfisins Fengs, heldur ráðstefnu 24. ap

BÓKÍS, notendafélag bókasafnskerfisins Fengs, heldur ráðstefnu 24. apríl í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. Fyrir hádegi verða haldnir fyrirlestrar um málefni Fengs s.s. þróun, samstarf og millisafnalán. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 267 orð

Dæmt um faðerni eftir lát feðgina

HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt í máli, sem kona höfðaði til að fá viðurkennt að athafnamaður á Höfn væri faðir dóttur hennar. Maðurinn og dóttirin létust bæði á síðasta ári, en dómurinn taldi sannað að hann hefði verið faðir hennar. Þar var byggt á niðurstöðum DNA-rannsókna og gagna um samskipti mannsins við dóttur sína. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 736 orð

Engin afturvirk veiðileyfi hafa fundist

ENGIN afturvirk veiðileyfi hafa fundist hjá Landhelgisgæslunni samkvæmt athugun sem gerð var hjá stofnuninni. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær um málefni Landhelgisgæslunnar. Umræðan var mjög hörð, og var Alþýðuflokkurinn meðal annars sakaður um að standa fyrir ódrengilegum árásum á pólitíska andstæðinga og beita þar vísvitandi ósannindum. Meira
20. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 803 orð

Eyðing Ísraelsríkis heilagt lokamarkmið

ÁRATUGUM saman hefur geisað borgarastyrjöld í Líbanon milli múslimskra og kristinna íbúa landsins. Árið 1970 blönduðu Palestínumenn sér í leikinn við hlið múslima og 1976 bættust Sýrlendingar í hópinn. Þjóðarbrot í Líbanon , einkum shítar, drúsar, Palestínumenn og kristnir maronítar hafa síðan þá borist á banaspjót og notað allar fáanlegar gerðir vopna til að drepa hvern annan. Meira
20. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 536 orð

Fagmenn skortir eftir ástand síðustu ára

SLIPPSTÖÐIN hf. sendi í gær erindi til félagsmálaráðuneytisins, þar sem fyrirtækið óskar eftir leyfi til að ráða 10 erlenda járniðnaðarmenn til tímabundinna starfa hjá stöðinni. Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar, segir að vegna góðrar verkefnastöðu fyrirtækisins næstu vikurnar sé nauðsynlegt að fjölga járniðnaðarmönnum. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Farbanni hafnað

HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hafnaði í gær beiðni lögreglunnar á Ísafirði um gæsluvarðhald og farbann yfir útlendingi á fertugsaldri. Maðurinn var í haldi vegna kæru ungrar konu um kynferðislega misbeitingu sem á að hafa átt sér stað í húsi á Ísafirði aðfaranótt sl. laugardags, en neitaði sakargiftum. Hann lýsti sig fúsan til að sæta farbanni, en beiðni lögreglu um það var hafnað. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 707 orð

Fjallað um erindið á næstu vikum

ÚTVARPSRÉTTARNEFND mun að sögn Kjartans Gunnarssonar, formanns nefndarinnar, væntanlega koma saman einhvern tíma á næstu vikum til að fjalla um bréf útvarpsstjóra Stöðvar 3 til nefndarinnar vegna úthlutunar til Sýnar hf. á leyfi til endurvarps á tveimur rásum á örbylgjusviði, sem Íslenska sjónvarpinu hafði verið ráðstafað til bráðabirgða í september síðastliðnum. Í bréfinu er þess m.a. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 385 orð

Flugskýli endurnýjað fyrir 1 til 1,6 milljarða

FORVAL vegna fyrsta fjölþjóðlega útboðsins á framkvæmdum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli verður auglýst í næstu viku. Um er að ræða gagngera endurnýjun á stóru flugskýli bandaríska flotans, nr. 831, á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 15-20 milljónir Bandaríkjadala, eða 1 til 1,6 milljarða króna. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 553 orð

Framkvæmdir aukast verulega í ár

FRAMKVÆMDIR á vegum Landsvirkjunar munu aukast verulega á árinu 1996 frá því sem verið hefur undanfarin ár. Í ræðu Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, á ársfundi fyrirtækisins í gær kom fram að áætlað er að verja 1.712 m. kr. til nýbygginga og endurnýjunar mannvirkja í rekstri í ár. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Fundur í málfræðifélaginu um aðblástur í hljóðfræði

JÖRGEN Pind, DPhil., dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur í stofu 423 í Árnagarði mánudaginn 22. apríl nk. kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefnist: Risaeðlur í hljóðfræði? Skynun aðblásturs í íslensku. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 444 orð

Fyrirhugað húsnæði Fræðslumiðstöðvar of lítið?

SJÁLFSTÆÐISMENN í Borgarstjórn héldu því fram í umræðum þar sl. fimmtudagskvöld að uppsagnir allra starfsmanna Skólaskrifstofu Reykjavíkur hefðu verið ólögmætar. Því hefðu þeir farið fram á það í Borgarráði 2. apríl sl. að borgarlögmaður skilaði umsögn um þær. Á fimmtudag hefðu hins vegar fengist þær upplýsingar frá borgarlögmanni að beiðnin hefði ekki borist inn á borð til hans. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Grafið fyrir gangamunnum

Framkvæmdir við að grafa niður að gangamunna Hvalfjarðarganga beggja vegna fjarðarins eru hafnar fyrir nokkru síðan, en verulegt magn af jarðvegi þarf að fjarlægja áður en þarna verða steyptir upp vegskálar. Áætlað að komið verði niður á lóðréttan hamravegg nálægt mánaðamótunum maí-júní og verður þá byrjað að sprengja fyrir göngunum sjálfum. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Græn ferðamennska

Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson UM fimmtíu manns sóttu ráðstefnu um græna ferðamennsku sem sett var á Flúðum í gærmorgun. Hugi Ólafsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu er hér í ræðustól. Vinstra megin situr Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, og hægra megin Ingiveig Gunnarsdóttir, ráðstefnustjóri og Dr. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 211 orð

Göngubrú gerð yfir Miklubraut

Verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar hefur verið valin úr hópi þriggja annarra verkfræðistofa, til þess að hanna göngubrú yfir Miklubraut. Staðsetning brúarinnar er ekki endanlega ákveðin en þó er ljóst að hún verður einhvers staðar á svæðinu frá húsi Félags íslenskra hljómlistarmanna í Rauðagerði vestur að Borgargerði. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Haft verður samband við rússnesk stjórnvöld

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið muni hafa samband við rússnesk stjórnvöld vegna ásakana íslenzkra skipstjórnarmanna á hendur skipstjóra rússneskra togara á Reykjaneshrygg. Rússarnir eru sagðir hafa brotið siglingareglur og togað yfir veiðarfæri íslenzkra skipa, þannig að þau hafi skemmzt. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 354 orð

Heimsklúbbur Ingólfs kynnir Ferð ársins

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Heimsklúbbi Ingólfs: "Heimsklúbbur Ingólfs hefur sérskipulagt ferðalög í allar álfur heimsins og umhverfis hnöttinn á undanförnum árum og með því gefið fólki kost á að sjá mörg af undrum heimsins, sem flesta ferðamenn dreymir um að sjá. Í áætlun Heimsklúbbsins og Ferðaskrifstofunnar Príma hf. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

Hið óvænta í Ævintýra- Kringlunni

ÞÝSKI brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik kemur í dag, laugardag, kl. 14.30 í Ævintýra-Kringluna og sýnir Brúður, tónlist og hið óvænta. Þetta er í annað sinn sem Bernd kemur í heimsókn, en hann starfar núna í New York og hefur vakið mikla athygli fyrir brúðuleikhús sitt. Meira
20. apríl 1996 | Smáfréttir | 45 orð

KARLHEINZ Schumacher heldur guðsþjónustu nk. sunnudag kl. 10.30 í

KARLHEINZ Schumacher heldur guðsþjónustu nk. sunnudag kl. 10.30 í kirkjusal Nýju postulakirkjunnar á Íslandi, Ármúla 23. Hann var vígður sem postuli af höfuðpostula Nýju postulakirkjunnar í nóvember 1992 en fyrir þann tíma hafði hann komið nokkrum sinnum hingað sem biskup í kirkjunni. Guðsþjónustan verður þýdd jafnóðum. Meira
20. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 305 orð

Kosið í Íran eftir harða baráttu

ÍRANIR gengu að kjörborði að nýju í gær eftir harðvítuga kosningabaráttu milli miðjumanna, sem beita sér fyrir efnahagsumbótum, og frambjóðenda sem vilja að hvergi verði hvikað frá þeirri stefnu sem mörkuð var í íslömsku byltingunni fyrir sautján árum. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 629 orð

Kostnaður stofnunarinnar umtalsverður

SAMNINGUR Læknisfræðilegrar myndgreiningar ehf. og Tryggingastofnunar ríkisins tekur til segulómrannsókna með segulómsjá, samkvæmt úrskurði gerðardóms sem féll í gær, en talsverður ágreiningur hefur verið á milli þessara aðila um nokkurra mánuða skeið. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 245 orð

Kostnaður við uppsögn óljós

LEIKFÉLAG Reykjavíkur telur ekki að gengið hafi verið á hlut borgarinnar við uppsögn Viðars Eggertssonar, þó að fulltrúi borgarstjóra hafi ekki verið henni sammála, að því er kemur fram í athugasemdum sem félagið hefur sent frá sér við greinargerð Hjörleifs B. Kvaran borgarlögmanns og Örnólfs Thorssonar, fulltrúa borgarstjóra í leikhúsráði. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 32 orð

Kór MLí Eyjum

KÓR Menntaskólans að Laugarvatni efnir til tónleika í safnaðarheimilinu í Vestmannaeyjum í dag, laugardag, klukkan 18. Flutt verða lög eftir innlenda og erlenda höfunda, blanda af sígildri og léttri tónlist. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Kræklingaferð í Hvalfjörð

Í ÁR er Útivist með ferðaröð með nýju sniði, náttúrunytjaferðir. Ferðir þessar snúast um nýtingu á auðlindum náttúrunnar jafnhliða Útivist. Farið verður mánaðarlega fram í september og ýmsar nytjar teknar fyrir. Fyrsta ferðin verður farin sunnudaginn 21. apríl. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30. Meira
20. apríl 1996 | Miðopna | 1545 orð

Lýðræðisríkin verða stöðugt að bæta sig Federico Mayor, framkvæmdastjóri UNESCO, segir að lýðræðisríkin þurfi ekki síður að hafa

FEDERICO Mayor, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), heimsótti Ísland í síðustu viku. Mayor er doktor í lyfjafræði og hefur starfað sem prófessor, háskólarektor, þingmaður og menntamálaráðherra á Spáni, en hann er fæddur í Katalóníu. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Lýst eftir kvikmyndaleikurum

ÍSLENSKA kvikmyndasamsteypan er um þessar mundir að kvikmynda Djöflaeyjuna í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, eftir bókum Einars Kárasonar. Í fréttatilkynningu frá Íslensku kvikmyndasamsteypunni segir m.a.: "Á sunnudaginn kemur, 21. apríl, verður tekið upp stórt hópatriði sem á að gerast á gamla Melavellinum. Meira
20. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 238 orð

Lögreglan handtekur herskáa múslima

EGYPSKA lögreglan handtók í gær herskáa múslima í fátækrahverfum í Kaíró í von um að finna tilræðismennina sem myrtu 18 gríska ferðamenn fyrir utan hótel í borginni í fyrradag. Lögreglan réðst inn í hús, sem talin eru fylgsni herskárra múslima, í þremur hverfum nálægt hótelinu, að sögn egypska dagblaðsins al- Ahram. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 243 orð

Mega nota Bónustölvur

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur felldi í gær úr gildi lögbann við því að Tæknival hf. notaði heitið Bónus í samsetningu á verslunarnafninu Bónustölvur. Lögbannið var sett á í maí í fyrra að kröfu Bónuss sf. Bónus ætlar að áfrýja til hæstaréttar. Meira
20. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 126 orð

MESSUR

AKURERYARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11 á morgun, sunnudag. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14. Biblíulestur í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund í kirkjunni kl. 13 í dag, laugardag. Barnasamkoma verður á morgun kl. 11. Messa verður kl. 14. Kirkjukaffi kvenfélagsins Baldursbrár í safnaðarsal eftir messu. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 114 orð

Minjaganga í Elliðaárdal

GENGINN verður annar hluti af átta sunnudaginn 21. apríl kl. 13 í nýrri raðgöngu Ferðafélags Íslands, minjagöngunni, er hófst í Laugarnesi fyrir viku. Mæting er við félagsheimili og skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 (austast við Suðurlandsbrautina), og gengið um Sogamýri í Elliðaárdal í fylgd Bjarna Einarssonar fornleifafræðings sem sérstaklega hefur rannsakað minjar í borgarlandinu. Meira
20. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 43 orð

Möttull Krists vekur athygli

Reuter MÖTTULLINN af Trier, sem talið er að Jesú hafi klæðst þegar hann gekk upp á Golgata til krossfestingar, vakti mikla athygli gesta dómkirkjunnar í Trier í Þýskalandi í gær. Klæðin hafa aðeins verið sýnd þrisvar á þessari öld. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

Norðurlandalið ákveðin

LIÐSSKIPAN bridslandsliða á Norðurlandamóti í Danmörku í sumar liggur nú fyrir. Í opnum flokki munu Jón Baldursson, Sævar Þorbjörnsson, Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson freista þess að vinna Norðurlandameistaratitilinn í þriðja skipti í röð. Björn Eysteinsson landsliðsþjálfari valdi þessa spilara til keppninnar úr 7 manna landsliðshópi sem myndaður var um síðustu áramót. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 224 orð

Ný stöð sækir um sex rásir

NÝTT fyrirtæki, Bíórásin hf., sem mikið til er í eigu sömu aðila og Íslenska sjónvarpið hf., sem rekur Stöð 3, var stofnað í gær og sótti samdægurs um útvarpsleyfi til útvarpsréttarnefndar. Sótt er um sex örbylgjurásir til að endurvarpa erlendu sjónvarpsefni, fjórar til lengri tíma og tvær til bráðabirgða. Ráðgert er að hin nýja sjónvarpsstöð hefji útsendingar ekki síðar en 1. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Opel Vectra sýndur

BÍLHEIMAR hf. kynna nýjan Opel Vectra á bílasýningu á laugardag og sunnudag frá 14-17. Opel Vectra 2.0 er búinn ABS hemlalæsivörn, tveimur líknarbelgjum, spyrnustýringu, spólvörn og þeirri nýjung að þegar bíllinn er í kyrrstöðu fer sjálfskiptingin sjálfkrafa í hlutlausan gír. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

Rafstöðvarvegur opinn fyrir minni bíla

ÁKVEÐIÐ hefur verið að lokun Rafstöðvarvegar vegna brúargerðar á Vesturlandsvegi yfir Elliðaár nái ekki til fólksbifreiða. Í frétt frá Vegagerðinni segir að vegna óska þjónustuaðila við Sævarhöfða og Bíldshöfða hafi áður auglýstri lokun verið breytt. Lokað verði fyrir umferð allra stærri bifreiða undir brúna mánudaginn 22. apríl. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ráðherra undrandi á ummælum Retsjetovs

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segist undrandi á ummælum Júríj Retsjetovs, sendiherra Rússlands hér á landi í Morgunblaðinu í gær, um að aðrar reglur gildi um Smuguna í Barentshafi en úthafið, þar sem hún sé "umlukt eða hálfumlukt haf" í skilningi hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Ráðstefna um starf kirkjunnar með unglingum

ÆSKULÝÐSSAMBAND kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum (ÆSKR) dagana 20.­21. apríl gangast fyrir ráðstefnu um unglingastarf kirkjunnar. Einkum verður litið á innri þætti starfsins, markmið og leiðir, starf ÆSKR, hæfniskröfur starfsmanna, ábyrgð og skyldur safnaðanna gagnvart ungu fólki o.fl. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 357 orð

Samningsaðilar ósammála um gildissvið eldri samnings

ÓFORMLEGAR viðræður um endurnýjun kjarasamnings við virkjanagerð milli landssambanda Alþýðusambands Íslands annars vegar og Vinnuveitendasambands Íslands hins vegar hafa legið niðri um nokkurt skeið og óvíst er hvert framhald málsins verður. Deilt er um gildissvið samningsins og samningsréttarlega stöðu hans. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 278 orð

Samþykki frumvarps "stórkostlegt skemmdarverk"

FÉLAGSMÁLANEFND Alþingis hefur veitt frest til þess að skila umsögnum um frumvarp til laga um stéttarfélög og vinnudeilur að sögn Kristínar Ástgeirsdóttur, formanns nefndarinnar. Í álitsgerð miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um breytingar á vinnulöggjöfinni segir að með samþykki frumvarpsins "væru unnin stórkostleg skemmdarverk á íslenskum vinnumarkaði". Meira
20. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 152 orð

Sjávarútvegsstefnu ESB mótmælt

RÚMLEGA þúsund breskir sjómenn komu saman í Lundúnum í gær til að mótmæla sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (ESB). Þess var krafist að breska stjórnin hafnaði henni. Breskir sjómenn eru andvígir þeirri stefnu að skip annarra aðildarríkja eigi jafnan rétt á veiðum í breskri landhelgi og saka Spánverja um rányrkju. Í bæklingi er dreift var á fundinum sagði m.a. Meira
20. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 522 orð

Skipulega unnið að því að hindra hjálparstarf?

FRIÐARGÆSLUSVEITIR Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Líbanon greindu frá því í gær að Ísraelar ynnu skipulega að því að koma í veg fyrir að þær gætu unnið hjálparstarf. Miklar umræður eru nú um árás Ísraelshers á bækistöðvar SÞ í Qana skammt frá Týrus þar sem 101 líbanskur borgari lét lífið. Meira
20. apríl 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Skipum og húsum fjölgar á Flateyri

Flateyri-Upp á síðkastið hafa þrjú skip landað afla sínum í Flateyrarhöfn. Fyrir eru fjögur skip sem hafa fastapláss sitt í höfninni. Þessi þrjú aðkomuskip landa afla á Flateyri til að spara sér lengri siglingu á Ísafjarðarhöfn. Meira
20. apríl 1996 | Landsbyggðin | 279 orð

Skjalasafn í nýtt húsnæði

Egilsstöðum - Héraðsskjalasafn Austfirðinga hefur flutt í nýtt húsnæði á Egilsstöðum. Það er þriðja safnið sem flytur í Safnahúsið á Egilsstöðum en nýflutt í húsið eru Bókasafn Héraðsbúa og Minjasafn Austurlands. Einnig hefur Safnastofnun Austurlands aðsetur í húsinu. Í eigið húsnæðieftir 20 ár Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 590 orð

Sótt um sex örbylgjurásir til útvarpsréttarnefndar

NÝTT fyrirtæki, Bíórásin hf., sem mikið til er í eigu sömu aðila og Íslenska sjónvarpið hf., sem rekur Stöð 3, var stofnað í gær og sótti samdægurs um útvarpsleyfi til útvarpsréttarnefndar. Sótt er um sex örbylgjurásir til að endurvarpa erlendu sjónvarpsefni, fjórar til lengri tíma og tvær til bráðabirgða. Ráðgert er að hin nýja sjónvarpsstöð hefji útsendingar ekki síðar en 1. júlí næstkomandi. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Stakk af í Mosfellsbæ

LÖGREGLAN í Mosfellsbæ leitaði í gær konu sem stakk af á litlum brúnleitum fólksbíl frá hörðum árekstri sem varð á mótum Reykjavegar og Vesturlandsvegar klukkan tæplega fjögur síðdegis í gær. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Stangast hugsanlega á við samkeppnislög

ÚTHLUTUN útvarpsréttarnefndar til Sýnar hf. á tveimur sjónvarpsrásum á örbylgjusviði, sem Íslenska sjónvarpinu hf. hafði verið úthlutað til bráðabirgða vegna Stöðvar 3, gæti hugsanlega stangast á við samkeppnislög, að sögn Guðmundar Sigurðssonar, forstöðumanns samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 770 orð

Starf í anda vináttu og einingar

SALOME Þorkelsdóttir var fyrir skömmu kosin forseti Soroptimistasambands Íslands. Hún tekur við embættinu í haust. Fráfarandi forseti er Kristín Einarsdóttir lyfjafræðingur úr Hafnarfirði. Soroptimistahreyfingin á 75 ára afmæli í haust, enn er í undirbúningi hvernig afmælisins verður minnst. Meira
20. apríl 1996 | Landsbyggðin | 131 orð

Stofnun skólaskrifstofu rædd

Á þinginu flytur Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ísafirði, framsöguerindi um störf grunnskólanefndar sambandsins, Helgi Jónasson, fræðslustjóri og formaður nefndar um fagleg málefni við flutnings grunnskólans, fjallar um mál því tengd og Garðar Jónsson, Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 47 orð

Styttist í sumarkomu

Það er ekki að furða þótt leikir ungviðisins verði ærslafullir í þeirri vorblíðu, sem ríkt hefur í höfuðborginni undanfarið. Sumardagurinn fyrsti er líka skammt undan, svo ástæða er til að æfa sig aðeins fyrir langa sumardaga, þegar leikið er úti fram á kvöld. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 450 orð

Sveitarfélög verða af 208 milljónum

VERÐI stjórnarfrumvarp um fjármagnstekjuskatt óbreytt að lögum munu sveitarfélögin verða af 208 milljón króna tekjum á ári. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögin geti ekki fallist á að verða fyrir þessu tekjutapi. Þarna hljóti að vera um mistök að ræða. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 289 orð

Tilboðum fyrir rúman milljarð tekið

STJÓRN Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum í gær að taka tilboðum í framkvæmdir fyrir um 1.092 milljónir króna. Tekið var tilboði Suðurverks og BV-tækja að fjárhæð 742,7 milljónir króna í byggingu 5. áfanga Kvíslaveitu. Jafnframt var tekið 113,8 milljóna króna tilboði Valar hf. í hækkun Blöndustíflu. Þá var ákveðið að taka tilboði Á.H.Á. ehf. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Tollfrjáls kvóti á kryddsíld fullnýttur

TOLLFRJÁLS kvóti fyrir krydd- og edikverkaða síld til Evrópusambandsins þetta ár er þegar fullnýttur, og ljóst að útflutningur á slíkri síld síðar á árinu verður tollaður um 10%. Aðeins er heimilt að flytja 2.400 tonn af þessari síld til ESB-landanna án tolla. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 185 orð

Tómas Ingi andvígur fjármagnstekjuskatti

TÓMAS Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði á Alþingi á fimmtudag að hann myndi ekki greiða óbreyttu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fjármagnstekjuskatt atkvæði. Tómas Ingi er þriðji sjálfstæðisþingmaðurinn sem talar gegn frumvarpinu. Meira
20. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 247 orð

Verinu í Tsjernobyl lokað árið 2000

LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja heims hófu í gær tveggja daga fund sinn í Moskvu um kjarnorkuöryggi, en átökin í Líbanon settu þó mark sitt á störf leiðtoganna á fyrri fundardegi. Leiðtogafundurinn er haldinn áratug frá því sprenging og eldsvoði varð í Tsjernobyl- verinu, sem er mesta kjarnorkuslys sögunnar. Meira
20. apríl 1996 | Landsbyggðin | 245 orð

Verkalýðsfélagið Baldur 80 ára

VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Baldur á Ísafirði var stofnað 1. apríl 1916 af 40 verkamönnum, sem þar með tóku upp þráðinn frá stofnun verkalýðsfélags á Ísafirði 7. maí 1906. Er því um þessar mundir bæði um 80 ára og 90 ára sögu réttindabaráttu verkafólks á Ísafirði að ræða. Á afmælisdaginn 1. apríl var opnuð myndlistarsýning í húsakynnum félagsins í Pólgötu og á baráttudegi verkafólks 1. maí nk. Meira
20. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 236 orð

Vinnsla gæti stöðvast vegna hráefnisskorts

HÁTT í 300 manns hafa óskað eftir sumarvinnu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. en Gunnar Aspar, framleiðslustjóri, gerir ráð fyrir að um 80 manns verði ráðnir í sumarafleysingar. Í bréfi sem umsækjendur fengu sent er jafnframt tekið fram að í sumar verði hugsanlega takmörkuð vinna vegna hráefnisskorts og að ef til vill verði lokað þrjár síðustu vikurnar í ágúst. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 477 orð

Vistrænar hliðar ferðamennskunnar

HANSRUEDI Muller, prófessor við háskólann í Bern í Sviss, er meðal ræðumanna á ráðstefnu um græna ferðamennsku sem haldin er á Flúðum um helgina. Að ráðstefnunni standa ferðaráðgjafafyrirtækið Landnáma í samvinnu við Goethe Institut og Flugleiðir. Meira
20. apríl 1996 | Landsbyggðin | 220 orð

Vísnafélag Þingeyinga stofnað

Húsavík-Nokkrir þingeyskir hagyrðingar og vísnavinir komu saman í Árnesi í Aðaldal fyrir nokkru og ákváðu að kanna stofnun félags þingeyskra hagyrðinga og vísnavina. Boðað var til stofnfundar á Húsavík 12. þessa mánaðar og hófst fundurinn með ávarpi Jóhönnu A. Steingrímsdóttur, Árnesi, sem sagði að lengi hefði sú hugmynd verið meðal manna í sýslunni að stofna slíkt félag. Meira
20. apríl 1996 | Smáfréttir | 41 orð

VORATSKÁK Taflfélagsins Hellis verður 22. og 29. apríl kl. 20 í

VORATSKÁK Taflfélagsins Hellis verður 22. og 29. apríl kl. 20 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Tefldar verða 6 umferðir eftir Monrad-kerfi með 25 mínútna umhugsunartíma. Þátttökugjald er 400 kr. fyrir félagsmenn og 600 kr. fyrir aðra. Unglingar 15 ára og yngri frá 50% afslátt. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 42 orð

Þingeyrarprestakall laust

BISKUP Íslands hefur auglýst Þingeyrarprestakall í Ísafjarðarprófastsdæmi laust til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út 10. maí nk. Fimm sóknir eru í prestakallinu: Hrafnseyrar-, Þingeyrar-, Mýra-, Núps- og Sæbólssóknir. Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson sóknarprestur hefur fengið veitingu fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Meira
20. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 769 orð

Þjóðfélagslegur ávinningur af hjartaaðgerðum á börnum hér

Í EINU af fimmtíu fræðsluerindum á skurðlæknaþingi á Hótel Loftleiðum kom fram að umtalsverður þjóðfélaglegur ávinningur er af hjartaaðgerðum á börnum hér á landi. Sigurgeir Kjartansson, formaður Skurðlæknafélags Íslands, sagði að sjaldan eða aldrei hefði mæting verið jafn góð á þing skurðlæknafélagsins en um 90% félagsmanna komu á þingið í gær. Þinginu lýkur í dag. Meira

Ritstjórnargreinar

20. apríl 1996 | Staksteinar | 298 orð

»Kjötmarkaður í jafnvægi BÆNDABLAÐIÐ segir kjötmarkað í landinu í jafnvægi,

BÆNDABLAÐIÐ segir kjötmarkað í landinu í jafnvægi, að því er varðar framboð og eftirspurn, en 22,2% söluaukning varð í febrúarmánuði sl. Útflutningur á 12 mánuðum nam 1.350 tonnum, sem er álíka og árið áður. Kjötsala á uppleið Meira
20. apríl 1996 | Leiðarar | 649 orð

MANNDRÁP ÍSKJÓLI HUGSJÓNA

Leiðari MANNDRÁP ÍSKJÓLI HUGSJÓNA ÚMLEGA hundrað manns, flestir óbreyttir borgarar, konur og börn í meirihluta, féllu er stórskotalið Ísraela gerði sprengjuárás á bækistöð friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Líbanon á fimmtudag. Meira

Menning

20. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð

Ánægt afmælisbarn

DÍANA Ross er ungleg sem alltaf, en þessi mynd er tekin í afmælisveislu hennar, sem haldin var á veitingastaðnum Spago í Los Angeles þann 26. mars. Díana varð þá 52 ára og hlaut, í tilefni þess, Óskarsverðlaun úr súkkulaði. Eins og sjá má varð hún yfir sig hrifin, líkt og við mátti búast. Meira
20. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 147 orð

Dansar einn síns liðs

LEIKARINN Robert Duvall er undantekningin á þeirri umdeildu reglu að harðjaxlar stígi ekki dansspor. Hann skildi nýlega við eiginkonu sína, danskennarann Sharon Brophy, en hefur þrátt fyrir það ekki slegið slöku við á dansgólfinu. "Ég hef engan til að dansa við," segir hann. "Oftast dansa ég einn míns liðs. Meira
20. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 74 orð

Kveðjuhóf eyðnisjúklings

KVIKMYNDIR um samkynhneigða karlmenn virðast njóta vaxandi hylli í Bandaríkjunum um þessar mundir. Sem kunnugt er hefur myndin Fuglabúrið, þar sem Robin Williams og Nathan Lane leika kærastapar, verið ein vinsælasta mynd þessa árs. Meira
20. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 47 orð

Leikstjórinn Hopkins

ANTHONY Hopkins, sem síðast lék í myndinni "Nixon" eftir Oliver Stone, hefur sest í leikstjórastólinn í fyrsta skipti. Hann leikstýrir og leikur í myndinni "August", eða Ágúst. Hér sést hann í einu atriða myndarinnar, ásamt leikaranum Gawn Grainger. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í gær. Meira
20. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 65 orð

Lífið er bati

RICHARD Gere er algjörlega búinn að jafna sig á skilnaðinum við ofurfyrirsætuna Cindy Crawford. Hér sést hann ásamt nýju kærustunni, Carey Lowell, mæta til frumsýningar nýjustu myndar sinnar, "Primal Fear", sem er nú á toppi bandaríska aðsóknarlistans. Um samband sitt við Crawford segir Gere: "Ég sé ekki eftir neinu. Allt sem gerist á sér ástæðu og er hluti batans. Meira
20. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 176 orð

Nathan Lane fær nýtt hlutverk

Nathan Lane fær nýtt hlutverk NATHAN Lane sem gert hefur garðinn frægan í myndinni "Birdcage" mun verða kynnir á Tony-verðlaunahátíðinni í ár en hún verður haldin 2. júní nk. í Majestic leikhúsinu. Athöfnin mun eflaust verða glæsileg þar sem þetta er 50. árið sem verðlaunin eru veitt. Meira
20. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 69 orð

Nemendur Kvennó skemmta sér

KVENNASKÓLINN í Reykjavík hélt árlegt kosningaball sitt í Ingólfscafé á fimmtudaginn. Nemendur slettu úr klaufunum eftir erfiða kosningabaráttu, en þetta var síðasta ball vetrarins. Um það bil 4-500 manns mættu á svæðið og dönsuðu við undirleik hljómsveitarinnar Reggea on Ice. Meira
20. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 108 orð

Norskir gestir

ÁTTA NORSKIR nemendur hafa verið í heimsókn hjá jafnöldrum sínum í Barnaskólanum á Eyrarbakka undanfarna daga. Þessir nemendur koma frá Skåbu, þorpi sem er á stærð við Eyrarbakka og er ofarlega í Guðbrandsdal. Sveitarfélagið heitir því kunnulega nafni Fron. Reyndar eru þarna tvö Frón, Suður- og Norður-Frón og krakkarnir eru frá Norður- Fróni. Meira
20. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Ný mynd frá Bertolucci

LEIKKONAN unga Liv Tyler leikur í nýjustu mynd ítalska leikstjórans Bernardos Bertolucci, "Stealing Beauty". Myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem fer fram í næsta mánuði. "Stealing Beauty" fjallar um ævintýri ungrar bandarískrar stúlku í sumarleyfi hennar í Tuscany. Meira
20. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 190 orð

Sambíóin forsýna "Powder"

SAMBÍÓIN forsýna laugardaginn 20. apríl kl. 11.15 og sunnudaginn 21. apríl kl. 9 kvikmyndina "Powder". EFTIR að hafa búið í kjallara bóndabýlis fjölskyldu sinnar frá fæðingu á afskekktu svæði landsvæði í Texas, kemst hinn undarlegi og dularfulli ungi maður í snertingu við þröngsýna íbúa nærliggjandi bæjar þegar hann er fundinn af lögreglustjóranum og aðstoðarmanni hans. Meira
20. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Shirley ung í anda

SHIRLEY MacLaine leikur í rómantísku gamanmyndinni "Mrs. Winterbourne" sem frumsýnd var í Kaliforníu fyrir skemmstu. Hér sjáum við hana ásamt meðleikurum sínum við það tækifæri og eins og sjá má er Shirley glaðvær sem ávallt. Til vinstri á myndinni er leikkonan Ricki Lake og í miðjunni er leikarinn Brendan Fraser. Meira
20. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 172 orð

Styrktartónleikar á Hafnarbarnum

ÞÓRSHAFNARBÚAR og nærsveitarmenn fjölmenntu á Hafnarbarinn skömmu fyrir páska en þar hélt Grímur Þóroddsson, trúbador Þórshafnarbúa, vel heppnaða tónleika. Auk Gríms komu fram Súrheyssystur en þær eru landsbyggðarútgáfan af Borgardætrum. Ennfremur komu fram tvíburarnir Hersteinn og Hafsteinn Óskarssyn ásamt trommuleikaranum Sigurði J. Jónssyni og Steinari Harðarsyni, saxófónleikara. Meira

Umræðan

20. apríl 1996 | Aðsent efni | 1214 orð

Akureyrarbréf

ÞAÐ er 10. apríl að morgni, er ég geng upp Bankastræti. Ætla að flytja fé milli banka. Aldrei geng ég svo fram hjá karlaklósetinu í Bankastræti, að ekki komi upp í huga minn uppáhaldssaga föður míns frá menntasskólaárum hans, en þar stundaði hann nám árin 1906­1908. Jónas rola lögregluþjónn gengur í átt að gráum hesti, sem beitt var fyrir vagn norðan megin Bankastrætis. Meira
20. apríl 1996 | Aðsent efni | 593 orð

Bjarnargreiði í atvinnumálum

Bjarnargreiði í atvinnumálum Af þessu má því draga þá ályktun, segir Orri Hauksson, að lágmarkslaun myndu valda mun meiri mannlegum harmleik í samfélaginu en þau kæmu í veg fyrir. Á DÖGUNUM lagði Gísli S. Meira
20. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 514 orð

Hvað varð um kærleika Krists?

Í DJÚPRI örvæntingu minni græt ég vegna þess hvernig komið er fyrir kirkjustofnun Krists. Dögum og vikum saman hafið þið forystumenn kirkjunnar verið í fjölmiðlum með varnir, dóma og hroka, en engan ykkar hef ég enn heyrt tjá sig í kærleika. Ályktanir og yfirlýsingar hafa steymt af munni ykkar, en alltaf fullar af fordómum og hroka. Meira
20. apríl 1996 | Aðsent efni | 938 orð

Höfundarréttur og almannahagsmunir

Víða um lönd er nú fjallað opinberlega um stöðu rithöfunda og þróun höfundarréttar. Ástæðan er sú að Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, samþykkti á fundi í október sl. að lýsa 23. apríl dag bóka og höfundaréttar. Mér þykir vel til fallið að hér á landi verði dagurinn m.a. Meira
20. apríl 1996 | Aðsent efni | -1 orð

Íslenskt er nafn þitt

Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir. Íslensk er tunga þín skír eins og gull. (Margrét Jónsdóttir) ÁRIÐ 1991 setti Alþingi ný lög um íslensk mannanöfn er leystu af hólmi lög sem gilt höfðu óbreytt frá 1925. Meira
20. apríl 1996 | Aðsent efni | 527 orð

Líkamsþjálfun er eins og góð fjárfesting: Þú eyðir orku og færð að lau

PARKINSONSVEIKI er einn þeirra langvinnu sjúkdóma sem við tengjum ellinni. Eftir 65 ára aldur fær einn af hverjum 100 mönnum sjúkdóminn og með hækkandi aldri eykst tíðnin. Það kemur þó fyrir að ungt fólk fær veikina. Meira
20. apríl 1996 | Aðsent efni | 996 orð

Rannsóknir og stjórn fiskveiða

Í umræðum á Alþingi 15. apríl sl. um þorskkvótann vakti ég athygli á hættunni sem fylgir nánum tengslum á milli rannsókna og pólitísks valds. Hér skulu leidd frekari rök að því að tímabært sé að endurskoða ríkjandi skipan rannsókna, ráðgjafar og ákvarðana við stjórn fiskveiða. Fyrirkomulag rannsókna Meira
20. apríl 1996 | Aðsent efni | 709 orð

Sanngjarnara húsbréfakerfi

HÚSBRÉFAKERFI Húsnæðisstofnunar ríkisins hefur marga góða kosti. Það hefur stuðlað að því að fjöldi fólks hefur getað eignast sína fyrstu íbúð og öðlast um leið það sjálfstæði sem því fylgir. Hins vegar er einn sá galli á kerfinu að fólk sem hefur lítil fjárráð á erfitt með að fá greiðslumat sem gerir því kleift að eignast íbúð. Meira
20. apríl 1996 | Aðsent efni | 1202 orð

Stofnanir með "norrænt notagildi"

Stofnanir með "norrænt notagildi" Engu norrænu samstarfi mun ljúka alveg, segir P¨ar Stenb¨ack, í kjölfar stofnanaúttektar sem nú hefur verið samþykkt. STJÓRNMÁLAMENN hafa nú sagt sitt í framhaldssögunni um endurskipulagningu norrænu stofnananna. Meira
20. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 365 orð

Tvö bréf

ÉG HEF nokkrum sinnum í bréfum til Morgunblaðsins bent á ofnotkun persónufornafnsins það. Væntanlega hafa einhverjir lesið þessa pistla, en allt of margir ofnota þetta ágæta fornafn, bæði í ræðu og riti. Heyrum við ekki oft tekið til orða í útvarpinu eitthvað á þessa leið: Hann sagði, að það væri ekki hægt að gera þetta. Meira
20. apríl 1996 | Aðsent efni | 992 orð

Um útköll og hjálparbeiðnir til björgunarsveita

Á SÍÐUSTU dögum hafa spunnist nokkrar umræður í fjölmiðlum um að of mikill viðbúnaður hafi verið af hálfu björgunarsveita í V-Skaftafellssýslu vegna neyðarkalls sem barst um gervihnött og virtist koma frá Skaftártunguafrétti. Meira
20. apríl 1996 | Aðsent efni | 419 orð

Vinnuskólinn í Reykjavík

FYRIR einu ári gjörbreytti R-listinn vinnutilhögun 14 og 15 ára unglinga er sóttu um vinnu í Vinnuskólanum. Þetta þýddi verulega kauplækkun hjá þessum unglingum. Við sjálfstæðismenn í borgarstjórn mótmæltum þessum áformum R-listans en án árangurs. Nú á að halda áfram á þessari braut og taka fyrir skólafólkið 16-17 og 18 ára. Meira
20. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 1034 orð

"Þau eru súr!" sagði refurinn

Í SÍÐASTA sunnudagsblaði Morgunblaðsins var þriggja blaðsíðna viðtal við hæstvirtan forsætisráðherra, þar sem hann upplýsti þjóðina um hvers vegna hann sjálfur, hinn svo gott sem sjálfkjörni framtíðarforseti, ætlaði ekki, þrátt fyrir alla sína ótvíræðu hæfileika, að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum. Meira

Minningargreinar

20. apríl 1996 | Minningargreinar | 515 orð

Ásgrímur Halldórsson

Vorið er komið. Nýir árssprotar grenitrjánna norðan við íbúðarhúsið á Karlsfelli í Lóni teygja sig upp í birtuna og ylinn meðan þrestirnir, nýkomnir að hafi, syngja dýrðaróð til ljóss og lífs. Bráðum fer músarrindillinn, sem dvelur hér árið um kring, að huga að hreiðurgerð og þess er ekki langt að bíða að maríuerlan tylli sér á veröndina og kinki kolli til vina sinna. Já, það er komið vor. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 932 orð

Björn Pálsson

Björn Pálsson á Löngumýri er allur. Svipmikill og sérstæður samferðamaður er kvaddur með virðingu og þökk. Björn ólst upp í stórum systkinahópi á Guðlaugsstöðum á fjölmennu menningar- og efnaheimili. Guðlaugsstaðir eru mjög góð sauðfjárjörð með góðan og nærtækan afrétt. Þar hefur oftast verið rekið stórt sauðfjárbú og var um skeið eitt af fjárflestu búum landsins. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 1344 orð

Björn Pálsson

Þegar ég heyri góðs manns getið, minnist ég ætíð Björns á Löngumýri. Það finnst ef til vill einhverjum skrítið sem minna þekktu til Björns, en hann virtist í fljótu bragði fara sínar ótroðnu slóðir. Ég kom til Björns níu ára gamall og var hjá honum í sex ár. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 340 orð

Björn Pálsson

Nú er tengdafaðir minn Björn Pálsson farinn yfir landamærin miklu og mig langar til að minnast hans með örfáum orðum. Ég man vel er fundum okkar bar saman í fyrsta sinn. Ég varð þá strax vör við eiginleika hans, sem hann lýsir svo vel í ævisögu sinni, þar sem hann segir: "Ég varð snemma uppvöðslusamur og stríðinn, stundum hrekkjóttur, en alltaf glaðlyndur. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 427 orð

Björn Pálsson

Það var einkennileg tilfinning sem helltist yfir mig þegar mér bárust þær fregnir að afi á Löngumýri væri dáinn. Hann hafði átt við veikindi að stríða og sífellt dró af honum. Ég átti samt sem áður erfitt með að trúa því að hann hefði látið í minni pokann fyrir hinu illræmda krabbameini. Á sinni löngu og afdrifaríku ævi atorkaði hann miklu og lét sjaldan undan. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 634 orð

BJöRN PÁLSSON

BJöRN PÁLSSON Björn Pálsson var fæddur á Snæringsstöðum í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu 25. febrúar 1905. Hann lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Hannesson, f. 2. janúar 1870, d. 2. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 492 orð

Guðríður Kristín Jónsdóttir

Guðríður Kristín Jónsdóttir flýtti sér hægar í lífinu en mörg okkar hinna og hafði fyrir vikið meira að gefa öðrum en venja er til. Umhyggja fyrir öðrum einkenndi allt hennar lífshlaup, gestrisni hennar var ómæld og frá unga aldri var ekkert henni óviðkomandi þegar foreldrar hennar og systkini voru annars vegar. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 334 orð

Guðríður Kristín Jónsdóttir

Það er komið að því að kveðja hana Guðríði frænku mína. Raunveruleikinn er svo sár, þótt við höfum í nokkurn tíma vitað hvert stefndi. Það sem er efst í huga mínum á þessari stundu eru allar þær ljúfu minningar sem ég á um hana Guddu. Á meðan ég bjó í Vík sem barn og svo seinna þegar ég var í styttri eða lengri heimsóknum var svo gott að geta skroppið til Guddu í heimsókn. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 833 orð

Guðríður Kristín Jónsdóttir

Elsku Gudda mín. Nú hefur það gerst sem ég hef alltaf óttast. Þú ert farin frá mér og við munum aldrei sjást aftur, a.m.k. ekki í þessu lífi. Hver veit hins vegar hvort við munum sameinast að nýju síðar meir? Ég kýs að trúa því. Ég kýs einnig að trúa því að þú sért ennþá hjá mér þó ég sjái þig ekki. Ég minnist þess oft á tíðum hve yndislegt það var að koma til þín og Palla. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 425 orð

Guðríður Kristín Jónsdóttir

Þegar ég kom fyrst til Víkur í Mýrdal fyrir 11 árum með manninum mínum og ungri dóttur, kynnti hann mig fyrir Guddu og Palla, sem voru mjög gott vinafólk foreldra hans. Ég hafði heyrt mikið talað um gestrisni þeirra en öðru eins hafði ég aldrei kynnst. Þó á okkur Guddu væri nærri 50 ára aldursmunur þá náðum við strax vel saman og urðum góðar vinkonur. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 563 orð

Guðríður Kristín Jónsdóttir

Í dag fer fram frá Víkurkirkju útför móðursystur minnar Guðríðar Kristínar Jónsdóttur frá Skagnesi í Mýrdal. Lát hennar kom ekki á óvart, en óneitanlega setti mig hljóða. Með örfáum orðum langar okkur að minnast hennar Guddu, eins og hún var ætíð kölluð. Hún var smágerð og fínleg kona, hjartahlý og mátti aldrei aumt sjá. Hún var alltaf boðin og búin að rétta fram hjálparhönd. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 113 orð

GUÐRÍÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR

GUÐRÍÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Guðrún Kristín Jónsdóttir fæddist á Herjólfsstöðum í Álftaveri 1. mars 1914. Hún lést á dvalarheimili aldraðra í Vík 14. apríl sl. Foreldrar hennar voru Sigríður Heiðimannsdóttir frá Eystra-Skaganesi í Mýrdal og Jón Hjartarson frá Herjólfsstöðum í Álftaveri. Systkini Guðríðar eru Svafmundur Sigurjón, f. 19.6. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 614 orð

Helgi Steinarr Kjartansson

Sennilega vorum við Helgi Steinarr á fjórða ári er við kynntumst. Hann varð vinur minn, bekkjar- bróðir og skátafélagi. Foreldrar okkar unnu náið saman í skátafélögunum Einherjum og Valkyrjunni á Ísafirði og vegna samgangs fjölskyldnanna, vorum við orðnir bestu mátar áður en við settumst á skólabekk. Við sátum hlið við hlið í bekknum til sextán ára aldurs, en þá skildi leiðir. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 214 orð

Helgi Steinarr Kjartansson

Nú ert þú, elsku frændi, búinn að fá þína hinstu hvíld eftir erfið veikindi. Það er erfitt að sætta sig við það að þú ert ekki lengur hérna hjá okkur. Það var sama hvar þú varst, þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar. Við minnumst þín sem stóra frænda sem alltaf var svo jákvæður og hress og kunnir svör við flestum okkar vandamálum. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 214 orð

Helgi Steinarr Kjartansson

Okkur langar með fáeinum orðum að kveðja fjölskylduvin okkar, Helga Steinarr. Sjúkdómur, sem greinst hefur í nokkrum ættum á Íslandi, hefur nú lagt að velli ungan og tápmikinn mann, tuttugu og tveggja ára gamlan. Faðir hans lést úr sama sjúkdómi fyrir tólf árum á besta aldri. Læknavísindi og tækni nútímans eru ráðþrota gagnvart sjúkdóminum en rannsóknum miðar áfram. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 181 orð

Helgi Steinarr Kjartansson

Nú þegar við kveðjum Helga Steinarr reikar hugurinn til Danmerkur. Helgi Steinarr kom 6 mánaða með Gunnhildi til Árósa þar sem Kjartan var við nám í Tækniskólanum á árunum 1973 til 1975. Á þessum árum tengdumst við vináttuböndum sem haldist hafa æ síðan. Margar ljúfar minningar eigum við frá þeim tíma. Aðeins 10 ára gamall missti Helgi Steinarr pabba sinn. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 230 orð

Helgi Steinarr Kjartansson

Það var fallegur vordagur, 11. maí 1991. Þá útskrifuðust 29 búfræðingar frá bændadeild Bændaskólans á Hvanneyri eftir skemmtilega námsdvöl, sem við munum alltaf geyma í huga okkar. Helgi Steinarr var einn af búfræðingunum og er einn þeirra nemenda sem standa upp úr í minningunni frá árunum á Hvanneyri. Hann var hress, traustur, góður námsmaður og hafði húmorinn í lagi. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 596 orð

Helgi Steinarr Kjartansson

Ég vil með orðum þessum minnast kærs æskuvinar míns, Helga Steinarrs, sem lést eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við kynntumst fyrst sem smástrákar á Ísafirði. Ég bjó í Pólgötunni er Helgi flutti ásamt fjölskyldu sinni í Mjallargötuna, næstu götu við mig og tókst með okkur strax mjög góður vinskapur. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 146 orð

Helgi Steinarr Kjartansson

Að morgni 12. apríl barst okkur sú harmafregn að félagi okkar Helgi Steinarr væri látinn. Að lokum varð hann að láta undan síga eftir mikla baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það er sárt til þess að hugsa að eiga ekki eftir að hitta þennan glaðværa dreng í húsi okkar á Hjallaveginum framar, því þær voru svo margar góðu stundirnar sem við áttum þar saman. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 313 orð

Helgi Steinarr Kjartansson

Nú er horfinn okkur sjónum góður vinur og félagi, Helgi Steinarr. Á svona stundu velkjast margar spurningar um í huga okkar. Ýmsar skemmtilegar minningar um góðar stundir rifjuðust upp er við komum saman til að skrifa minningargreinina. Við kynntumst Helga í skátunum og mynduðust sterk vináttubönd milli okkar. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 258 orð

Helgi Steinarr Kjartansson

"Það er aðeins hægt að höndla hamingjuna á einn veg og það er með því að gera aðra hamingjusama. Reyndu að yfirgefa þennan heim ofurlítið betri en þegar þú komst í hann. Þá veistu, að þú hefur ekki eytt ævi þinni til einskis." (B.P.) Þessi orð úr síðasta bréfi Badens Powells koma í huga okkar nú þegar við kveðjum góðan félaga okkar og vin, Helga Steinarr Kjartansson, sem lést þann 12. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 88 orð

HELGI STEINARR KJARTANSSON Helgi Steinarr Kjartansson fæddist á Akureyri 25. júlí 1973. Hann lést á Ísafirði 12. apríl

HELGI STEINARR KJARTANSSON Helgi Steinarr Kjartansson fæddist á Akureyri 25. júlí 1973. Hann lést á Ísafirði 12. apríl síðastliðinn. Helgi var sonur Kjartans Júlíussonar, f. 6.7. 1950, d. 12.1. 1984, og Gunnhildar Elíasdóttur, f. 5.6. 1948. Hann átti eina systur, Katrínu, f. 11.3. 1977. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 460 orð

Helgi Steinarr Kjartansson Tendraðu lítið skátaljós láttu það lýsa þér, láttu það efla andans eld og allt sem göfugt er. Þá

Skátaljósið hans Helga Steinarrs mun lýsa við minninguna um hann og við hlið þess ljómar annað skátaljós og varðveitir minninguna um föður hans, Kjartan Júlíusson, sem kvaddi okkur fyrir 12 árum. Hann skartaði sínu fegursta fjörðurinn okkar föstudaginn 12. apríl síðastliðinn. Heiðskír himinn, glampandi sól og Pollurinn spegilsléttur. Ljúfur fuglasöngur boðaði okkur vorkomu. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 1072 orð

Karl Oluf Bang

Sjálfsævisöguritarinn K.O. Bang, sem nefndi sögu sína "Ég var felubarn", hefur nú lokið langri ævi. Hann hefði orðið níræður hinn 23. maí á þessu ári. Við kynntumst seint á ævi, eftir að ég las áhugaverða grein í Mbl. Greininni fylgdi mynd af svipmiklum og fallegum fimm ára dreng. Karl sendi mér ævisögu sína í köflum. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 28 orð

KARL OLUF BANG

KARL OLUF BANG Karl Oluf Bang fæddist í Danmörku 23. maí 1906. Hann lést á Landspítalanum 9. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 18. apríl. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 638 orð

Kristján Þórðar Kristjánsson

Vinur minn Kristján Þ., eins og hann var gjarnan kallaður, er látinn. Kristján ólst upp í Bolungarvík og Skálavík ytri. Meðan hann var í Skálavík var hann smali hjá foreldrum sínum auk þess sem hann var látinn hjálpa til við önnur sveitastörf eins og börn og unglingar þess tíma gerðu. Kristján gekk í barnaskóla Bolungarvíkur veturinn fyrir fermingu. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 171 orð

KRISTJÁN ÞÓRÐAR KRISTJÁNSSON

KRISTJÁN ÞÓRÐAR KRISTJÁNSSON Kristján Þórðar Kristjánsson var fæddur í Bolungarvík 4. nóvember 1908. Hann lést á sjúkrahúsinu í Bolungarvík 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar Kristjáns voru Guðrún Ingibjörg Ólafsdóttir, fædd í Fremri-Arnardal 10. júlí 1875, dáin 4. október 1963, og Kristján Erlendsson, fæddur í Vigur 9. febrúar 1884, dáinn 27. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 473 orð

Salóme Gísladóttir

Salóme Gísladóttir frá Arnarhóli í Vestmannaeyjum átti afar bjartar og fagrar æskuminningar. Hún deildi þeim oft með okkur hinum yngri og við frásagnir hennar var ekki erfitt að sjá hana fyrir sér, fjörlega stelpuhnátu með hnausþykkar síðar fléttur, ólgandi af kappi og dugnaði. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 551 orð

Salóme Gísladóttir

Það mun hafa verið haustið 1954 sem faðir minn bað mig að drepa á dyr á Heiðarvegi 41 í Vestmannaeyjum. Kona opnaði dyrnar og sagði með glettnisfullri rödd: "Ertu kominn, Mangi minn, með drenginn þinn?" Þarna kynntist ég fyrst Salóme föðursystur minni eða Saló eins og hún var alltaf kölluð. Frá þessari stund urðum við vinir. Afrakstur sannrar vináttu svipar til uppskeru og sáningar. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 159 orð

SALÓME GÍSLADÓTTIR

SALÓME GÍSLADÓTTIR Salóme Gísladóttir fæddist í Vestmannaeyjum 13. apríl 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson, útvegsbóndi í Vestmannaeyjum, og Guðný Einarsdóttir, ættuð frá Arnarhóli í Landeyjum. Systkini Salóme sem upp komust voru fjögur: Svava, f. 11.1. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 91 orð

Salóme Gísladóttir Minningin um Saló frænku er góð. Hún var vönduð bæði til orðs og æðis. Mér finnst eitt atvik lýsa henni vel.

Minningin um Saló frænku er góð. Hún var vönduð bæði til orðs og æðis. Mér finnst eitt atvik lýsa henni vel. Salóme giftist Vigfúsi og eignuðust þau einkason. Meðgangan var erfið og óttaðist læknirinn um líf hennar. Læknirinn sagði henni frá áhyggjum sínum og taldi ráðlegt að eyða fóstrinu. Þá sagði Salóme: "Eitt skal yfir okkur bæði ganga" og átti við sjálfa sig og ófædda barnið. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 28 orð

SIGRÍÐUR HULD KJARTANSDÓTTIR

SIGRÍÐUR HULD KJARTANSDÓTTIR Sigríður Huld Kjartansdóttir fæddist í Siglufirði 10. júní 1977. Hún lést á Landspítalanum 11. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 19. apríl. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 83 orð

Sigríður Huld Kjartansdóttir Elsku besta Sirrý okkar. Nú ertu farin í annan heim, svo ung og svo fljótt. Það er svo skrýtið að

Elsku besta Sirrý okkar. Nú ertu farin í annan heim, svo ung og svo fljótt. Það er svo skrýtið að þú sért ekki með okkur hér lengur eftir allar samverustundirnar sem við áttum saman í skólanum og í kirkjugörðunum síðasta sumar. Við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna og þú munt lifa í minningum okkar að eilífu. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 339 orð

Sigurlína Guðbrandsdóttir

Ótalmargar minningar koma upp í hugann, frá því að við vorum lítil, nú þegar ömmusystir okkar hún Lína er dáin. Ekki er þó hægt að kveðja Línu án þess að minnast á Villu systur hennar líka, en hún dó fyrir nokkrum árum. Þær Villa og Lína bjuggu saman í Stigahlíðinni og var alltaf gott að koma þangað. Hlýlegt heimili með útsaumuðum stólum og púðum um allt og bökunarilm í loftinu. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 568 orð

Sigurlína Guðbrandsdóttir

Sigurlín, eða Lína frænka eins og hún var jafnan kölluð í hópi okkar systkinanna á Ketilsstöðum, var tekin á heimili afa okkar og ömmu, Guðríðar Þorsteinsdóttur og Gunnars Bjarnasonar í Steig, á fyrsta aldursári til að létta undir með hjónunum á Loftsölum sem þá bjuggu við mikla og vaxandi ómegð en Guðríður amma okkar og Guðbrandur á Loftsölum voru systkini. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 319 orð

SIGURLÍNA GUÐBRANDSDÓTTIR

SIGURLÍNA GUÐBRANDSDÓTTIR Sigurlín Guðbrandsdóttir fæddist á Loftsölum í Mýrdal 13. desember 1907. Hún lést í Reykjavík 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Björnsdóttir og Guðbrandur Þorsteinsson bóndi þar og vitavörður á Dyrhólaeyjarvita. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 312 orð

Stefán Ásgeir Guðmundsson

Einn jafnaldri minn og samferðamaður um árabil, Ásgeir bóndi í Hlíðarhaga í Eyjafjarðarsveit, lést fyrir skömmu um aldur fram. Hugur minn leitar til unglingsáranna, þau geymast hvað lengst í minni allra æviskeiða. Kynni okkar Ásgeirs hófust er við vorum um það bil sextán ára á æskuheimili mínu Munkaþverá. Meira
20. apríl 1996 | Minningargreinar | 237 orð

STEFÁN ÁSGEIR GUÐMUNDSSON

STEFÁN ÁSGEIR GUÐMUNDSSON Stefán Ásgeir Guðmundsson fæddist í Efra-Ási í Hjaltadal í Skagafirði 2. ágúst 1931. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. janúar sl. Foreldrar hans voru Stefanía Helga Sigurðardóttir, f. 24. okt. 1908, og Guðmundur Jóhannsson, f. 4. nóv. 1905, d. 22. sept. 1985. Meira

Viðskipti

20. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 273 orð

Allt að 0,75% lækkun

LANDSBANKINN, Búnaðarbankinn og Sparisjóðirnir tilkynntu í gær um vaxtalækkanir, sem taka gildi frá og með mánudegi. Lækkanirnar koma í kjölfar vaxtalækkana á íslenskum fjármagnsmarkaði að undanförnu sem skýrast af lægri verðbólgu en spár gerðu ráð fyrir og lækkandi vöxtum erlendis. Mesta einstaka lækkunin er 0,75% lækkun á yfirdráttarlánum fyrirtækja hjá Búnaðarbankanum. Meira
20. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 367 orð

Hagvöxtur byggir á mannauði

RANNSÓKNARRÁÐ kynnti á ársfundi sínum í gær nýja stefnumótun sem unnin hefur verið á vegum ráðsins. Stefna ráðsins tekur mið af framtíðarsýn sem felst m.a. í því að á Íslandi verði þjóðfélag sem byggi á traustum efnahag, nægri atvinnu og sé í nánum tengslum við umheiminn, að því er fram kom í ræðu prófessors Sigmundar Guðbjarnasonar, formanns Rannís. Meira
20. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 290 orð

Hvataverðlaun Rannís veitt öðru sinni

HVATAVERÐLAUN Rannsóknarráðs Íslands voru veitt öðru sinni á ársfundi þess í gær. Eru verðlaunin veitt til tveggja vísindamanna, annars vegar fyrir framlag á sviði grunnvísinda og hins vegar fyrir framlag á sviði hagnýtra rannsókna og tækniþróunar í þágu atvinnulífsins. Að þessu sinni hlutu þeir dr. Ástráður Eysteinsson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, og dr. Meira
20. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 248 orð

Iðnaðarráðherra hissa á afstöðu Elkem

FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að viðbrögð norska fyrirtækisins Elkem við stjórnarformannsskiptum í Íslenska járnblendifélaginu, komi sér á óvart. Hann hafi tilkynnt þeim um þessi áform sín, til þess að viðhalda góðu samstarfi við erlendu aðilanna, en það sama verði ekki sagt um þær breytingar sem fyrirtækið hafi gert á sínum fulltrúum í stjórninni. Meira
20. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Líflegt á hlutabréfamarkaði

ÓVENJU lífleg viðskipti áttu sér stað á hlutabréfamarkaðnum í gær eftir nokkra deyfð að undanförnu. Mest var keypt af hlutabréfum í Íslandsbanka hf. og Flugleiðum hf. Heildarviðskipti dagsins námu 80,6 milljónum króna miðað við söluverð. Meira
20. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 101 orð

Olíufélagið með skuldabréfaútboð

STJÓRN Olíufélagsins hefur heimilað útgáfu skuldabréfa að nafnvirði 300 milljónir króna, sem boðin verða út með 6,0% föstum verðtryggðum vöxtum. Skuldabréfaútboðið er í umsjá Landsbréfa og verður það kynnt fjárfestum í dag. Útgáfudagur bréfanna er 15. apríl og hefur þegar verið óskað eftir skráningu þeirra á Verðbréfaþingi Íslands. Meira
20. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 174 orð

Tveir lyfjainnflytjendur í eina sæng

FYRIRTÆKIN Lyf ehf. og Stefán Thorarensen hafa verið sameinuð. Sameinaða fyrirtækið verður rekið undir nafninu Thorarensen-Lyf ehf. Mun hið nýja fyrirtæki einbeita sér að innflutningi og markaðssetningu á ýmsum vörum sem snerta heilbrigðismál, svo sem lyfjum, hjúkrunarvörum og fleiru. Meira

Daglegt líf

20. apríl 1996 | Neytendur | 308 orð

Nýtt kaffi, ýsusnakk, sósur, kjöt og umbúðir

Á sjötta tug fyrirtækja eru með sýningarbása á sýningunni Matur'96 og mikið um að vera. Í dag, laugardag, ætla bakarar að skreyta risastóra brúðkaupstertu, fimm matreiðslumeistarar spreyta sig á að reyna við titilinn Matreiðslumaður ársins 1996, kjötiðnaðarmenn sýna verðlaunastykki sín og nemar keppa bæði í framreiðslu og matreiðslu og leyfa gestum að fylgjast með. Meira
20. apríl 1996 | Neytendur | 767 orð

Skiptir máli að kaupa útsæði frá viðurkenndum ræktendum

"KARTÖFLURÆKTENDUR þurfa að gæta sín á því hvað keypt er sem útsæði. Við erum með reglur hér þar sem segir að einungis megi taka til dreifingar útsæði frá ræktendum sem eru með svokölluð útsæðisleyfi," segir Sigurgeir Ólafsson hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Meira
20. apríl 1996 | Ferðalög | 63 orð

Stefnumót 2002

ÁRLEG ráðstefna ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar verður haldin á Kjarvalsstöðum, miðvikudaginn 24. apríl nk. kl. 15. Yfirskriftin verður Ímynd Reykjavíkur - hver er hún? Hver á hún að vera? Að frumkvæmi borgaryfirvalda er nú hafin vinna við mótun stefnu ferðaþjónustu í Reykjavík og hefur verkefnið hlotið nafnið Stefnumót 2002. Meira
20. apríl 1996 | Neytendur | 126 orð

Verðið svipað á íslenska útsæðinu

ÞEGAR gerð var könnun á verði útsæðis kom í ljós að seljendur voru með sama verð á öllum útsæðistegundunum sem þeir bjóða, að minnsta kosti þeim íslensku. Síðan var oft töluverður verðmunur milli seljenda á einstökum tegundum. Verðið í töflunni á við um 5 kílóa poka af útsæði og skal tekið fram að ekkert tillit er tekið til gæða vörunnar. Meira
20. apríl 1996 | Bílar | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

OPEL MAXX UPPFULLUR AF TÆKNINÝJUNGUM - NÝR OG FJÖLHÆFUR OPEL VECTRA - DAGUR ÁN BÍLS Í REYKJAVÍK - JAFNVÍGUR Á LÁÐ OG LEGI - "SKYNRÆNIR" LÍKNARBELGIR Meira

Fastir þættir

20. apríl 1996 | Fastir þættir | 120 orð

Allir á Lista Schindlers

ÞEGAR Listi Schindlers var tekin til sýninga í Þýskalandi kom einna best í ljóst hvað þýski herinn leggur mikla áherslu á að sagan endurtaki sig ekki. Þá kom skipun frá æðstu stöðum um að allur skólinn ætti að sjá sýninguna. Aðspurður um stemmninguna í salnum segir Garðar: "Hún var eins og við mátti búast, ­ þögn. Meira
20. apríl 1996 | Í dag | 2699 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 19.-25. apríl, að báðum dögum meðtöldum er í Garðs Apóteki, Sogavegi 108. Auk þess er Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16 opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
20. apríl 1996 | Í dag | 23 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 20. aprí

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 20. apríl, er sjötugur Elíeser Jónsson, flugmaður, Hörpugötu 1, Reykjavík. Eiginkona hans erMatthildur Sigurjónsdóttir. Þau verða að heiman. Meira
20. apríl 1996 | Fastir þættir | 937 orð

Á snældu skaltu stinga þig

Grímur Jónsson járnsmiður er þrautreyndur stangaveiðimaður og snjall fluguhnýtari. Í gegnum árin hefur hann ekki síst haft gaman af því að hnýta frumsamdar flugur og oftar en ekki sleppt troðnum slóðum. Árangurinn hefur oft orðið sá að flugur hans hafa slegið í gegn. Guðmundur Guðjónsson fékk að kíkja í fluguboxin hjá Grími og varð margs vísari um skýringarnar. Meira
20. apríl 1996 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Álasundi 29. desember sl. Ingunn Edda Þórarinsdóttir og Harald Woldstad. Heimili þeirra er: Smelarsgården, 6037 Eidsnes, Noregi. Meira
20. apríl 1996 | Í dag | 172 orð

ENSKUR 23 ára háskólanemi með mikinn Íslandsáhuga:

ENSKUR 23 ára háskólanemi með mikinn Íslandsáhuga: Richard MacDonald, 4 York Buildings, London, WC2N 6JN, England. SAUTJÁN ára finnsk stúlka vill skrifast á við 16-20 ára pilta og stúlkur: Hanna Rinne, Auringonkatu 6A3, 02210 Espoo, Finland. Meira
20. apríl 1996 | Fastir þættir | 163 orð

Ferill Garðars Forbergs

1971 Fæddur 6. ágúst í Reykjavík. 1975 Flyst til Lúxemborgar. 1976­1983 Stundar nám í Ecole Primaire Junglinster. 1983­1986 Stundar nám í Lycee Classique d'Echternach. 1986 Flyst til Íslands og hefur nám í Verzlunarskóla Íslands. 1988 Lýkur verslunarprófi. 1988 Byrjar í Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur. Meira
20. apríl 1996 | Fastir þættir | 307 orð

Fermingar á landsbyggðinni

FERMING í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 14. Prestur sr. Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum. Fermd verða: Birna Dröfn Birgisdóttir, Hlíðarbæ 11, Hvalfj.str.hreppi. Eyrún Einarsdóttir, Þórisstöðum, Hvalfj.str.hreppi. Fannar Þór Eyþórsson, Hlíðarbæ 14, Hvalfj.str.hreppi. Samúel Þorsteinsson, Tungu, Hvalfj.str. Meira
20. apríl 1996 | Fastir þættir | 1517 orð

FERMINGAR Á SUNNUDAG

FERMING í Áskirkju kl. 14. Prestur sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Fermd verður: Katrín Hrefna Jóhannsdóttir, Skipasundi 52. FERMING í Bústaðakirkju kl. 14. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Fermdur verður: Sigurður Eggert Haraldsson, Bústaðavegi 49. FERMING í Dómkirkjunni kl. 14. Prestar sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Meira
20. apríl 1996 | Í dag | 298 orð

FLEIÐINGARNAR af afrekum ríkisstjórnarinnar í GATT-málinu

FLEIÐINGARNAR af afrekum ríkisstjórnarinnar í GATT-málinu sjást vel þessa dagana. Verð á grænmeti hefur verið svo svimandi hátt undanfarnar vikur, eftir að tollar á innflutningi hækkuðu til að vernda innlenda framleiðslu, að það er enginn tilbúningur að undrunaróp neytenda heyrist við grænmetisborð stórverzlana á degi hverjum. Meira
20. apríl 1996 | Fastir þættir | 794 orð

Frímerki ­ umslög

Í hvívetna skal hafa aðgæzlu. EINHVERN tíma mun hafa verið vikið að því í frímerkjaþætti, að menn skyldu gæta þess, ef þeir rækjust á gömul umslög með frímerkjum á, að halda þeim til haga og láta fróða menn líta á þau. Og alls ekki má fjarlægja frímerki af gömlum umslögum. Meira
20. apríl 1996 | Fastir þættir | 828 orð

Guðspjall dagsins: Ég er góði hirðirinn. (Jóh. 10.)

Guðspjall dagsins: Ég er góði hirðirinn. (Jóh. 10.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Ferming og altarisganga kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ferming. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
20. apríl 1996 | Í dag | 31 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega og færð

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega og færðu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ágóðann sem varð 2.693 krónur. Þær heita frá vinstri: Guðrún María Þorbjörnsdóttir, Matthildur Ýr Marteinsdóttir, Anna Lilja Björnsdóttir og Elfa Steinarsdóttir. Meira
20. apríl 1996 | Fastir þættir | 296 orð

Hlutir

Nýstárlegir hátalarar AÐ SÖGN sérfræðinga ermesti misskilningur að hátalarar þurfi að vera kassalagatil að hljóma vel. B&WMinipod-hátalararnir sannahið gagnstæða, en þeir erustraumlínulaga og án horna. Meira
20. apríl 1996 | Fastir þættir | 651 orð

Hvað veldur náladofa?

Spurning: Ég vakna iðulega síðla nætur með sáran verk í framhandlegg og dofa í hendi, jafnvel náladofa. Verð ég þá að nudda mig rækilega og hreyfa til að losna við sársaukann. Oftast velti ég mér síðan á hina hliðina og sofna ­ en vakna stundum aftur með sams konar óþægindi í hinum arminum. Meira
20. apríl 1996 | Fastir þættir | 751 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 845. þáttur

845. þáttur Því það sambýður magni mest manninn hvarvitna að þekkja gran(n)t. Svo segir í frægri þýðingu eftir sr. Jón Þorláksson á Bægisá, og er þá nokkuð undir hælinn lagt hvort menn höfðu síðasta orðið með einu eða tveimur n-um. Meira
20. apríl 1996 | Fastir þættir | 166 orð

Löngu búinn að skjóta sig

MIKIÐ er lagt upp úr liðsheildinni í þýska hernum. Til marks um það er lögð rík áhersla á að bjarga þeim sem særast. "Þannig hefur þetta lengi verið í þýska hernum," segir Garðar. "Það eru til dæmi um það úr síðari heimsstyrjöldinni að allt að tíu hermenn hafi misst lífið við að bjarga einum. Á móti kemur að það heldur góðum anda í hernum. Hermennirnir vita að þeir eru ekki einir á báti. Meira
20. apríl 1996 | Fastir þættir | 706 orð

Misstilltir menn

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, var í 4. bekk T í MR árin 1964-1965. Hann sér núna að bekkurinn var skipaður fremur stilltum mönnum, en misjafnlega þó. "ÞAÐ VAR talsvert mikið af ofvitum í þessum bekk. Þetta voru fremur stilltir menn, en svo voru ekki eins stilltir menn inni á milli," segir Þórarinn. Bekkurinn var, eins og sjá má, aðeins skipaður drengjum. Meira
20. apríl 1996 | Dagbók | 391 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom Yevgeniy Nikonov

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom Yevgeniy Nikonov og fór samdægurs. Þá fór einnig áburðarskipið Jambo. Í dag fara út Hringur, Ottó N. Þorláksson og áburðarskipið Trinket. Hafnarfjarðarhöfn: Í gærmorgun kom Ránaf veiðum. Meira
20. apríl 1996 | Dagbók | -1 orð

SPURT ER...

»Hann var Bandaríkjamaður, en átti veg og vanda af því að prentað var tímaritið "Í uppnámi", frumburður íslenskra skáktímarita. Við hann er kennt stærsta safn íslenskra bóka í Vesturheimi en það er í Cornell-háskóla í Íþöku í Bandaríkjunum. Um hvern er rætt? »Komin er fram tilgáta um það hvernig riða í sauðfé breiðist út og er hún talin geta varpað ljósi á útbreiðslu kúariðu. Meira
20. apríl 1996 | Í dag | 218 orð

Stjórnvöld mótmæli RÖGNVALDUR Finnbogason bað Velvakanda fy

RÖGNVALDUR Finnbogason bað Velvakanda fyrir eftirfarandi: "Mér hefur liðið illa vegna árása Ísraelsmanna á Líbana, því þarna er á ferðinni stórt herveldi gegn lítilli þjóð. Ég lít á þessa araba eins og Ítala. Ítalir hafa aldrei verið neinir stríðsmenn og ég hef ekki trú á að arabarnir séu miklir stríðsmenn heldur annars væru þeir búnir að koma sér upp mikið sterkari vörn. Meira
20. apríl 1996 | Fastir þættir | 795 orð

Uppreisn á fyrsta degi

"Við fórum í þýska herinn á þeim forsendum að við værum sendir frá Íslandi," segir Garðar. "Við fengum einkennisbúningana með þeim skilaboðum að taka af þeim þýsku fánana og sauma íslenska á í staðinn. Félagar okkar í herdeildinni komu okkur til hjálpar enda var þetta ærið verk því búningarnir voru margir. Í sömu mund kom liðsforinginn inn í salinn og leist ekki á blikuna. Meira
20. apríl 1996 | Fastir þættir | 99 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Ásdís MYND sem birtist í þýskublaði af Herði, sem er annarfrá vinstri, og Garðari, semer fjórði frá vinstri, á skotþjálfunarsvæði herdeildarinnar. GARÐAR sýnir þunga vélbyssu MG-3 á opnum degi hjáhernum. Meira

Íþróttir

20. apríl 1996 | Íþróttir | 110 orð

22 áhorfendur mættu BRASILÍUMENN kalla ekki allt

BRASILÍUMENN kalla ekki allt ömmu sína þegar um knattspyrnu er að ræða. Það var ekki boðið upp á sambandans í Rio de Janeiro í vikunni, þegar meistaraliðið Fluminense tók á móti Volta Redonda í Ríó-deildinni, 1:0. Aðeins 22 áhorfendur mættu á leikinn, greiddu samtals 14.520 ísl. kr. í aðgangseyri. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 68 orð

Brasilíumaður til KA BRASILÍSKUR k

BRASILÍSKUR knattspyrnumaður mun í byrjun maí koma til landsins og æfa með KA. Ef mönnum fyrir norðan líst á kappann mun hann líklega leika með liði KA í 2. deildinni í sumar. Þá eru mjög miklar líkur á að Dean Martin, sem lék með liðinu í fyrra, komi aftur til Akureyrar í sumar og leiki með KA. Hann hefur leikið með Brentford í Englandi í vetur. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 111 orð

Duranona var bestur

JULIAN Duranona, kúbverka stórskyttan í liði KA á Akureyri, var besti leikmaður Íslandsmótsins í handknattleik í vetur að mati íþróttafréttamanna Morgunblaðsins. Duranona setti mikinn svip á keppni vetrarins og lék lykilhlutverk í liði KA sem varð deildar- og bikarmeistari og lék síðan til úrslita við Val, Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 405 orð

Ellefu þriggja stiga körfur

Dennis Scott, leikmaður Orlando Magic, setti glæsilegt NBA- met í leik gegn Atlanta Hawks ­ skoraði ellefu þriggja stiga körfur og lauk leiknum með 35 stig, þannig að hann skoraði "aðeins" eina körfu af stuttu færi. Metið setti hann þegar 5,15 mín. voru til leiksloka í leiknum, sem Orlando vann 119:104. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 115 orð

Fagnar Capello með Milan? FABIO Capello, þjálfari

Fagnar Capello með Milan? FABIO Capello, þjálfari AC Milan, sem tekur við þjálfun liðs Real Madrid næsta keppnistímabil, getur fagnað sínum fjórða meistaratitli með Mílanóliðinu á fimm árum, þegar liðið leikur á útivelli gegn Tórínó á sunnudaginn. AC Milan er níu stigum á undan Juventus þegar fjórar umferðir eru eftir. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 63 orð

FATLAÐIRHjólastólatennis

Hjólastólatennis verður kynntur í tennishöllinni í Kópavogi um helgina á vegum Íþróttasambands fatlaðra og Tennissambandsins. Jóhan Haglund, sem er atvinnumaður og sænskur meistari í íþróttinni, og Stig Ericson komu til landsins í þeim tilgangi og verða í tennishöllinni í dag kl. 14.30 til 17.30 og formleg kynning verður á morgun kl. 15 til 17. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 132 orð

Finni fremstur FINNINN Tommi Maki

FINNINN Tommi Makinen á Mitsubishi Lancer vann hið erfiða Safarirall í Afríku í byrjun apríl. Hann hefur nú 40 stig í keppni ökumanna, Kenneth Erikson á Mitsubishi Lancer 23 og Colin McRae á Subaru Impreza 22. Mitsubishi hefur 97 stig, Subaru 93 og Ford 53. Safarirallið í Afríku var 3.000 km langt, þar af 1.912 km á sérleiðum. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 384 orð

Fjárhagsstaða félaga í efstu deild neikvæð um 200 milljónir

Fulltrúar á sambandsstjórnarfundi Íþróttasambands Íslands, sem haldinn var í gær, lýstu yfir miklum áhyggjum vegna fjárhagsstöðu íþróttahreyfingarinnar. Í skýrslu nefndar um málið kom fram að mörg félög eða deildir í efstu deild karla í knattspyrnu, Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 798 orð

Gjaldþrot félaga blasir við

Á sambandsstjórnarfundi Íþróttasambands Íslands í gær var meðal annars lögð fram skýrsla nefndar um fjármál íþróttahreyfingarinnar en peningaleg staða liða í efstu deild karla í knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik í árslok 1994 var skoðuð. Steinþór Guðbjartsson var á fundinum og fékk staðfest að mörg félög og margar deildir eru í raun gjaldþrota. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 362 orð

Heimsmeistari einn þeirra sem vilja keppa á Íslandi

MIKLAR líkur eru á því að fjöldi erlendra keppenda verði í alþjóðarallinu hérlendis í haust. Meðal þeirra sem sýnt hafa rallinu áhuga er fyrrverandi heimsmeistari, Ítalinn Miki Biasion sem ekið hefur fyrir Ford og Lancia bílaverksmiðjurnar. Heimsmeistaralið Mitsubishi í Þýskalandi, sem m.a. hefur unnið tvö mót í heimsmeistaramótinu á þessu ári vinnur að því að koma til landsins. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 33 orð

Knattspyrna Deildarbikar kvenna KR - UMFA5:1 Olga Færseth 3, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir 1, sjálfsmark - Brynja Kristjánsdóttir.

Deildarbikar kvenna KR - UMFA5:1 Olga Færseth 3, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir 1, sjálfsmark - Brynja Kristjánsdóttir. Þýskaland Uerdingen - Freiburg3:1 (Meijer 4., Steffen 77., Laessig 84.) - (Todt 79.) 6. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 138 orð

KNATTSPYRNAJordi Cruyff valinn í

JORDI Cruyff, 22 ára, framvörður hjá Barcelona, var í gær valinn í hollenska landsliðið sem leikur vináttuleik gegn Þjóðverjum í Rotterdam. Þetta gerist 30 árum eftir að faðir hans, Johan, klæddist fyrst landsliðspeysu Hollands, einnig í Rotterdam - gegn Ungverjum í september 1966. Alls lék hann 48 landsleiki og skoraði 33 mörk í þeim. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 67 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Cleveland - New York 92:77 Orlando - Atlanta 119:104 Chicago - Detroit 110:79 Dallas - Denver

NHL-deildin 1. umferð Austurdeild: NY Rangers - Montreal3:5 Montreal leiðir 2:0. Philadelphia - Tampa Bay1:2 Jafnt 1:1. Vesturdeildin: Toranto - St Louis5:4 Jafnt 1:1. Colorado - Vancouver4:5 Jafnt 1:1. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 106 orð

Papin virðist vera ráðvilltur FRÉTTIR u

FRÉTTIR um franska knattspyrnukappann Jean-Pierre Papin hjá Bayern M¨unchen taka á sig nýja mynd á hverjum degi. Fyrir stuttu vildi hann fara frá Bayern, var á leið til Newcastle, síðan Manchester United og þá komu fréttir að hann myndi verða áfram hjá Bæjurum - á rúmri viku var hann búinn að fara fram og aftur yfir Ermarsundið, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 590 orð

Scott setti nýtt þriggja stiga met

DENNIS Scott, leikmaður Orlando Magic, setti glæsilegt NBA- met í leik gegn Atlanta Hawks ­ skoraði ellefu þriggja stiga körfur og lauk leiknum með 35 stig, þannig að hann skoraði "aðeins eina" körfu af stuttu færi. Metið setti hann þegar 5,15 mín. voru til leiksloka í leiknum, sem Orlando vann 119:104. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 127 orð

Stuðningur við ÓSÍ EGGERT M

EGGERT Magnússon, formaður viðræðunefndar ÍSÍ og ÓÍ, gerði grein fyrir tillögum að lögum fyrir nýtt samband, Ólympíu- og íþróttasamband Íslands, ÓSÍ, á sambandsstjórnarfundi ÍSÍ í gærkvöldi. Hann sagði að reynt hefði verið að samræma hugmyndir ÍSÍ og ÓÍ og nefndinni bæri að skila fullmótuðum tillögum fyrir íþróttaþing ÍSÍ í haust og næsta aðalfund ÓÍ. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 130 orð

Svaf yfir sig og setti vallarmet BRETI

BRETINN David Carter setti glæsilegt vallarmet á Royal Mougins golfvellinum í Cannes í Frakklandi í gær. Carter lék völlinn á níu höggum undir pari, kom inn á 62 höggum. Það merkilega við þetta glæsilega met er að hann svaf yfir sig og mætti ekki á völlinn fyrr en hálfri klukkustund áður en hann átti að mæta á teig. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 377 orð

Tekst Haukastúlkum að láta kné fylgja kviði?

ÚR ÞVÍ fæst skorið í dag hvort lið Stjörnunnar eða Hauka verður Íslandsmeistari í handknattleik kvenna. Hvort lið hefur sigrað tvívegis í úrslitarimmunni, þannig að oddaleik þarf til ­ og hann hefst í Garðabænum kl. 15.30. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 241 orð

UEFA afléttir banninu á Dynamo Kiev

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, aflétti í gær þriggja ára banni sem það setti úkraínska knattspyrnuliðið Dynamo Kiev í í september. Kiev sigraði Panathinaikos en spænskur dómari leiksins sagði að forráðamenn félagsins hefðu reynt að múta sér með loðfeldum og húfum. Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 159 orð

UM HELGINAJúdó Íslandsmeistaramótið í júdó

Júdó Íslandsmeistaramótið í júdó, karla og kvenna, fer fram í dag kl. 13.30 í Íþróttahúsi FB við Austurberg. Handknattleikur Laugardagur: Úrslit kvenna, fimmti leikur: Ásgarður:Stjarnan - Haukar15.30 Fimleikar Meira
20. apríl 1996 | Íþróttir | 272 orð

(fyrirsögn vantar)

Rehhagel kominn í snöruna BAYERN M¨unchen hefur verið í sviðsljósinu á undanförnum árum - þar er lenska að fyrrverandi leikmenn liðsins láti ljós sitt skína. Franz "Keisari" Beckenbauer, formaður félagsins, hefur verið mjög áberandi á því sviði og Paul Breitner einnig, en hann hefur að undanförnu verið orðaður við Bayern. Meira

Úr verinu

20. apríl 1996 | Úr verinu | 698 orð

Tollfrjáls kvóti fyrir árið þegar fullnýttur

TOLLFRJÁLS kvóti fyrir krydd- og edikverkaða síld til Evrópusambandsins þetta ár, er þegar fullnýttur, og ljóst að útflutningur á slíkri síld síðar á árinu verður tollaður um 10%. Gunnar Jóakimsson, framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, segir að samningurinn um tollaívilnanir vegna sölu saltsíldar til aðildarlanda ESB, sé ófullnægjandi. Meira

Lesbók

20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 149 orð

25 ár frá heimkomu handrita

Á MORGUN, sunnudaginn 21. apríl, verða liðin 25 ár frá því að Íslendingar veittu viðtöku fyrstu íslensku handritunum frá Danmörku, Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók. Þessa merka atburðar í íslenskri menningarsögu ætla menntamálaráðuneytið og Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi að minnast með hátíðarsamkomu í Háskólabíó, sal 2, kl. 14. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2401 orð

Arfleifð Snorra

Ásatrú er samheiti yfir trúarbrögð, skoðanir, viðmið, gildi og siði sem mótuðu heimssýn og menningu norrænna manna við upphaf landnáms á Íslandi. Menn trúðu á mátt sinn og megin en blótuðu sér til fulltingis ýmsa guði og vætti sem þeir höfðu velþóknun á eða fundu til samkenndar með. Um aldur ásatrúar verður ekkert vitað með vissu. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 778 orð

Bakhjarl ­ bakjarl

Eitt af því sem vakið getur með oss ólærðum nokkra forvitni er orðið bakhjarl. Hvernig er það til komið? Hver er upprunaleg merking þess? Hvernig er það hugsað? Í orðabók Sigfúsar Blöndals standa orðmyndirnar bakhjall, bakhjallur, Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 475 orð

Dagur á bensínstöð

Leikstjórn og klipping: Sævar Guðmundsson. Handrit: Kristján Kristjánsson og Sævar. Kvikmyndataka: Gunnar Árnason. Tónlist: Trausti Heiðar Haraldsson og Jón Andri Sigurðsson (Fantasía). Aðalhlutverk: Kristján Kristjánsson, Oddur Bjarni Þorkelsson, Kiddi Bigfoot, Þráinn Karlsson, Gunnar Gunnsteins og margir fleiri. Filmumenn. 1996. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 797 orð

Dagur bókarinnar Dagur bókarinnar Alþjóðlegur dagur bóka og höfundarréttar verður haldinn í fyrsta skipti á þriðjudaginn, 23.

HINN 23. APRÍL verður dagur bókarinnar haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti. Það var Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) sem átti hugmyndina að því að gera þennan dag að alþjóðadegi bóka og höfundarréttar en hann er fæðingar- og dánardagur margra helstu rithöfunda fyrr og nú; Cervantes og Shakespeare létust þennan dag árið 1616 og 23. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 181 orð

Dansað við dauðann

Hefur nokkur séð Janis Joplin nýlega? Hvert skyldi hún hafa farið? Það fóru sælustraumar um menn, þegar þeir sáu hana syngja á sviði. Hefur nokkur séð Jim Morrison nýlega. Hvar ætli hann haldi sig? Hann lét fólk titra af æsingi, sem sá hann syngja á sviði. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 693 orð

Deilt um Trójugull

TRÓJUGULLIÐ, sem "hinn mikli" Heinrich Schliemann fann á sínum tíma, er nú orðið að bitbeini milli Rússa og Þjóðverja. Verðmætir munir, sem Rússar höfðu með sér frá Þýskalandi undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari, verða til sýnis í Púskin- safninu í Moskvu næsta árið. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 155 orð

efni 20. apríl

Indriði G. Þorsteinsson varð sjötugur fyrir tveimur dögum og af því tilefni skrifar Gunnar Stefánsson bókmenntafræðingur um skáldið sem hann las ungur heima á Dalvík og segir síðan af kynnum sínum af verkum Indriða, Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 809 orð

Frakkar þekkja ekki þessar íslensku hugsanir Catherine Eyjólfsson hefur lokið við að þýða Svaninn eftir Guðberg Bergsson á

CATHERINE Eyjólfsson er frönsk að uppruna en hefur búið á Íslandi í 24 ár. Lengst af starfaði hún sem frönskukennari en nú hefur hún alfarið snúið sér að þýðingum, meðal annars á íslenskum bókmenntum á franska tungu. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð

Fyrsta einkasýning Arnaldar

FYRSTA einkasýning Arnaldar Halldórssonar í Gallerí Geysi, Hinu Húsinu, Aðalstræti 2, verður opnuð á laugardag kl. 16. Á þessari fyrstu einkasýninu Arnaldar sýnir hann ljósmyndir af götulífi í París sem teknar voru á árunum 1993-94. Auk þess hefur hann tekið þátt í skólasýningum í Bournemoth College og Parsons School of Design, þar sem hann nam ljósmyndun. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1208 orð

GANGAN SKAPAR LISTINA HAMISH Fulton er breskur myndlistarmaður sem fer í gönguferðir, gerir um þær myndverk og sýnir víða um

HAMISH Fulton er breskur myndlistarmaður sem fer í gönguferðir, gerir um þær myndverk og sýnir víða um lönd. Öll hans verk eru á einn eða annan hátt um þessar mislöngu göngur og upplifanir þeim tengdar. Fulton hefur farið í sjö gönguferðir um Ísland og nýlega dvaldist hann í viku á Mýrdalssandi og opnaði skömmu síðar sýningu í sýningarsalnum Annarri hæð við Laugaveg. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 358 orð

Góð hljómsveit

Flutt voru verk eftir Mozart og Rakhmaninov. Einleikari: Alexei Lubimov. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Fimmtudagurinn 18. apríl, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á C-dúr píanókonsertinum, K. 467, eftir Mozart en þessi konsert er meðalfrægustu verka meistarans, sérstaklega hægi þátturinn, enda er hann sérlega fagur. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 779 orð

Hið forboðna landslag

Í DAG verður opnuð myndlistarsýning fimm kunnra norrænna listamanna í Henie-Onstad kunstsenter í Ósló undir heitinu, Hið forboðna landslag, en listamennirnir fimm líta allir svo á að landslagsmálverkið hafi farið halloka fyrir nýjum straumum í málaralist síðustu áratuga. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 745 orð

Hirðskáld Orkneyinga látið

LAUGARDAGINN 13. apríl lést rithöfundurinn og skáldið George Mackay Brown í sjúkrahúsinu í Kirkwall á Orkneyjum. Hann var sjötíu og fjögurra ára gamall. George Mackay Brown er eitt þekktasta skáld Skotlands eftir stríð og hafa bækur hans verið þýddar á mörg tungumál. George Mackay Brown fæddist í smábænum Stromnes á Orkneyjum árið 1921. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 172 orð

Hnattasund

Vér köllum ferju á hnatta hyl, en hrópið deyr milli blálofts-veggja. Oss dreymir. Vér urðum aldrei til. Vor öfugsýn er Ginnunga spil, en yfir höfðum oss hvinir eggja. Dularlög semur stjarnastjórnin, með stranga dóma í eigin sök. Skammvinna ævi, þú verst í vök, þitt verðmæti gegnum lífið er fórnin. En til þess veit eilífðin alein rök. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1339 orð

Hugsanagang Japana vil ég kalla nægjusemi Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður hefur undanfarið hálft ár starfað í Tókýó,

TENGSL Íslands og Japans hafa sífellt verið að aukast undanfarin ár. Mest hefur það auðvitað verið tengt útflutningi okkar á fiski og innflutningi á japönskum bílum og öðrum iðnvarningi en menningarleg tengsl hafa einnig verið að batna. Undanfarið hálft ár hefur Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður starfað í Tókýó. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 951 orð

Í minningu snillings Fritz Kreisler var einn helsti fiðlusnillingur sögunnar. Árni Matthíassonkynnti sér upptökur margra helstu

FRITZ Kreisler er einn af höfuðsnillingum fiðlunnar og ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur að hljóðrita verk eftir hann sem flest eða öll eru til í upptökum Kreislers sjálfs. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 245 orð

Kona í hlekkjum

JÓNAS Hallgrímsson sýnir ljósmyndir í Galleríi Úmbru við Amtmannsstíg. Jónas er við nám í ljósmyndun í Bournemouth í Englandi. Þessi sýning , sem ber titilinn "Útbrot", er búin að vera í undirbúningi í átta mánuði en hugmyndin að henni kviknaði út frá texta við lagið "Woman in chains" eða "Kona í hlekkjum" með bresku hljómsveitinni Tears for Fears. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 555 orð

MENNING/LISTIRNÆSTU VIKUMYND

Kjarvalsstaðir Steina Vasulka og Haraldur Jónsson sýna. Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Portrettsýning til 19. maí. Hafnarborg Pétur Halldórss. og Karen Kunc sýna til 29. apr. Gerðarsafn Yfirlitssýn. á verkum Barböru Árnason til 9. júní. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 140 orð

Myndlist gegn alzheimer?

CARLOS Hugo Espinel, læknir við læknadeild Georgetown-háskóla í Washington-borg, lagði á fimmtudag fram þá tilgátu að beita bæri myndlist í meðferð á alzheimersjúklingum og vísaði máli sínu til stuðnings til listamannsins Willems de Koonings, sem fékk alzheimer- einkenni á sjöunda áratuganum, en hefur náð undraverðum bata. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 293 orð

Njósnasögur um pólitík og samfélagssögu

Í TILEFNI af sænskum dögum er hingað kominn sænski rithöfundurinn og blaðamaðurinn, Jan Guillou, sem einkum er kunnur fyrir njósnasögur sínar. Guillou heldur fyrirlestur í Norræna húsinu í dag kl. 16 um ritstörf sín; fyrirlesturinn nefnist Spionroman om politik och samh¨allshistoria. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 288 orð

Ný sýningaraðstaða í Listakoti

AÐSTANDENDUR listmunahússins Listakots á Laugavegi 70 opnuðu um síðustu helgi nýjan sýningarsal á efri hæð hússins. Salurinn er stór og bjartur og skiptist í tvö rými. Stefnt er að því að leigja minna rýmið undir sýningarhald en í hinu munu aðstandendur Listakots, alls tíu talsins og allt konur, skiptast á að setja verk sín upp. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 283 orð

Sigur meðalmennskunnar

ÞÆTTIRNIR um Stefan Derrick yfirrannsóknarlögregluþjón eru vinsælasta efnið í þýsku sjónvarpi og nú hafa verið gerðir 250 þættir um hann og hjálparhelluna Harry Klein. Nýverið velti ítalski rithöfundurinn Umberto Eco því fyrir sér í rómverska tímaritinu Espresso hvernig stæði á vinsældum hinnar "fölu söguhetju, Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð

Sinfónían til Hafnar

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands kemur fram á tónleikum í Tivolisalnum í Kaupmannahöfn í kvöld. Hljómsveitarstjóri er Osmo Vänskä og einleikari Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari en á efnisskrá eru forleikur að Galdra-Lofti eftir Jón Leifs, fiðlukonsert Jean Sibeliusar og Sinfónía nr. 2 eftir Sergej Rachmaninoff. Kaupmannahöfn er menningarborg Evrópu 1996. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð

Sonnetta

Kvöl og sæla kallast löngum á er kvikur stormur blæs um glugga og dyr. Er heimurinn á flótta? Þú spyrð ég spyr og spurningin er óðar flogin hjá. Þú lifir hér við leiki eða störf og lætur sem þú vitir hvert þú ferð. Við mannabörn við erum svona gerð því veldur einhver sérkennileg þörf. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 89 orð

Stefán Hörður á dönsku og frönsku

Í DANMÖRKU kom nýlega út bók með úrvali ljóða eftir Stefán Hörð Grímsson sem Erik Skyum-Nielsen valdi og þýddi á dönsku. Bókin heitir Når det bliver morgen og er 84 bls. Í bókinni eru ljóð úr öllum bókum Stefáns Harðar nema hinni fyrstu. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Stefán Hörður vera ánægður með bókina. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 42 orð

Svava í Slunkaríki

SVAVA Björnsdóttir opnar sýningu í Slunkaríki laugardaginn 20. apríl kl. 16. Sýningin mun standa til 12. maí. Svava er borgarlistamaður Reykjavíkurborgar árið 1990 og hefur hún um árabil haldið sýningar víða um heim. Hún mun sýna skúlptúrverk í Slunkaríki. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 147 orð

Tónleikar fyrir tvö píanó

STEINUNN Birna Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikarar leika saman á tónleikum fyrir tvö píanó á sunnudag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Tónleikarnir eru endurtekning píanóleikaranna frá síðastliðnum þriðjudegi í óperunni þar sem þau komu fram á vegum Styrktarfélags óperunnar fyrir fullu húsi. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1005 orð

Um for-gangsröðun

Þetta ljóta orð "forgangsröðun" er nú skyndilega á allra vörum. Ekki þarf að fjölyrða um ástæður þessa, þær þekkja allir. Framfarirnar í heilbrigðisþjónustu virðast hafa ýtt heilbrigðiskerfinu fjárhagslega út á yztu nöf. Lausnarorðið er forgangsröðun. Í orðinu felst að leysa megi vanda heilbrigðiskerfisins með því að raða verkefnum þess í skipulega forgangsröð. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 45 orð

Útlendingurinn

Fólk brosir ekki það snjóar í miðjum marz þau beygja föllin ég skil ekki hvað klukkan slær nú í lífi mínu. Bragarhátturinn er japanskur og heitir tanka. Höfundurinn er ítölsk stúlka í íslenzkunámi við Háskóla Íslands og ljóðið orti hún á íslenzku. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 4350 orð

Vörðubrot í blindhríð

LANGT er síðan ég stóð fyrir utan glugga bókabúðarinnar heima á Dalvík og sá þar bókarkápu með nafni sem ég botnaði ekkert í: 79 af stöðinni. Hvern skollann átti þetta að þýða? Leigubílastöð var fyrirbæri sem ég hafði alls engin kynni af; slíkur staður var ekki til í mínu umhverfi, og númer á standi, eins og kápumyndin sýndi, framandlegt í mínum augum. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 769 orð

Þróun á sviði hönnunar er stöðug á Íslandi Staðreyndin er sú að húsgagnaarkitektar fylgjast mjög vel með, sækja kappsamlega

Staðreyndin er sú að húsgagnaarkitektar fylgjast mjög vel með, sækja kappsamlega sýningar og fara og skoða það sem efst er á baugi úti um allan heim, segir Eyjólfur Pálsson sem hér svarar ummælum Leós Jóhannssonar húsgagnahönnuðar í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Meira
20. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 159 orð

(fyrirsögn vantar)

SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU BÓKA FYRIR TÍMABILIÐ 1. JANÚAR ­ 29. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.