Greinar þriðjudaginn 23. apríl 1996

Forsíða

23. apríl 1996 | Forsíða | 147 orð

Hafa tapað 20% kvótans

BRETAR réðust mjög hart gegn svokölluðu "kvótahoppi" í gær en nú er svo komið, að Spánn og önnur ríki í Evrópusambandinu, ESB, hafa náð undir sig 20% af kvóta breskra fiskimanna. Tony Baldry, sjávarútvegsráðherra Bretlands, sem staddur var á fundi sjávarútvegsráðherra ESB í Brussel, sagði, að um 150 erlend útgerðarfyrirtæki, meðal annars spænsk, hollensk og belgísk, Meira
23. apríl 1996 | Forsíða | 415 orð

Heita landsmönnum stöðugleika og sterkri stjórn

ROMANO Prodi, forsætisráðherraefni Olífubandalagsins, samsteypu vinstri- og miðflokka, hét því í gær að mynda styrka stjórn á Ítalíu og binda enda á upplausnina, sem einkennt hefur landsstjórnina á síðustu árum. Olífubandalagið var ótvíræður sigurvegari í þingkosningunum á sunnudag en hefur þó meirihluta í hvorugri deildinni. Það getur hins vegar reitt sig á stuðning óháðra þingmanna og Meira
23. apríl 1996 | Forsíða | 236 orð

Ísraelar segja árásirnar án tímamarka

ÍSREALAR héldu í gær áfram stórskotaliðs- og loftárásum á Líbanon í gær, tólfta daginn í röð, og sögðust ekki hafa sett hernaðaraðgerðunum tímamörk. Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við ráðamenn í Sýrlandi og Ísrael um helgina. Meira
23. apríl 1996 | Forsíða | 75 orð

Leníns minnst í Moskvu

NOKKUR hundruð manna komu saman á Rauða torginu í Moskvu í gær til að minnast þess, að 126 ár eru liðin frá fæðingu Vladímírs Leníns, stofnanda Sovétríkjanna. Í hópnum var meðal annarra Gennadí Zjúganov, leiðtogi rússneskra kommúnista, og sagði hann við fréttamenn, að framlag Leníns til siðmenningarinnar væri ómetanlegt. Meira

Fréttir

23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 258 orð

1,5 milljarða króna vantar á hagnaðinn

VIÐSKIPTARÁÐHERRA segir að afkoma Landsbankans sé samtals tæpum 1,5 milljörðum krónum lakari frá árinu 1993 en áætlanir þá gerðu ráð fyrir. Á sama tíma hefur bankinn endurgreitt um 750 milljónir króna af lánum sem hann fékk árið 1993 þegar gripið var til sérstakra aðgerða til að styrkja eiginfjárstöðu bankans. Meira
23. apríl 1996 | Smáfréttir | 82 orð

500 þúsund króna peningagjöf

FÉLAGIÐ Svölurnar færði Litningarannsóknadeild Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg nýlega peningagjöf að upphæð 500.000 kr. Verður fjárhæðin nýtt til kaupa á smásjá sem verður notuð við leit að örsmáum litningagöllum hjá nýfæddum börnum og hjá fóstrum á meðgöngutíma. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

5 ára afmæli Café Amsterdam

Í TILEFNI af 5 ára afmæli veitingastaðarins Café Amsterdam verður haldinn fimm daga afmælishátíð og hefst dagskráin miðvikudaginn 24. apríl og lýkur sunnudagskvöldið 28. apríl. Hljómsveitin Papar skemmtir gestum staðarins miðvikudags- og fimmtudagskvöld en þá tekur Siggi Björns við og leikur föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 24 orð

Afhenti trúnaðarbréf

Afhenti trúnaðarbréf HÖRÐUR H. Bjarnason sendiherra hefur afhent hr. Lennart Meri, forseta Eistlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Eistlandi með aðsetur í Stokkhólmi. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 192 orð

Auðnutittlingur með unga í hreiðri

AUÐNUTITTLINGUR hefur verpt í Vaglaskógi og annar í skógarreit í Eyjafirði. Í hreiðrinu í Vaglaskógi eru fjórir ungar og virtust þeir vera vel á sig komnir. Í Eyjafirðinum eru einnig nokkurra daga gamlir ungar í hreiðri. Áhugaljósmyndari sem var á ferð í Vaglaskógi ásamt tveimur sonum sínum og vini þeirra tók þessa mynd af hreiðrinu, en drengirnir fundu það. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Á handritahátíð

Menntamálaráðuneytið og Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi að minntust þess með hátíðarsamkomu í Háskólabíó á sunnudag, að þá voru liðin 25 ár frá því að Íslendingar veittu viðtöku fyrstu íslensku handritunum frá Danmörku, Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók. Menntamálaráðherrar Íslands og Danmerkur, Björn Bjarnason og Ole Vig Jensen, fluttu ávörp og Gylfi Þ. Meira
23. apríl 1996 | Miðopna | 1021 orð

Ákvarðanir verði ekki tilviljunum háðar

TILLAGA að svæðisskipulagi Þingvalla-, Grímsnes- og Grafningshreppa fyrir árin 1995 til 2015 hefur verið lögð fram. Er þetta fyrsta svæðisskipulag sem unnið er. Í greinargerð með tilögunni segir að markmið skipulagsins sé að stuðla að sem hagkvæmastri nýtingu landsins og gæðum, til að koma í veg fyrir, eftir því sem unnt sé, Meira
23. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 128 orð

Ánægðir með árangur á leiðtogafundi

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti og Bill Clinton Bandaríkjaforseti sögðust hafa náð árangri á leiðtogafundi sínum á sunnudag í viðræðum um tvenna afvopnunarsamninga, en ágreiningur ríkti enn um stækkun Atlantshafsbandalagsins. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 506 orð

Árangur í kristilegu starfi næst ekki ef óvild ríkir

SÉRA Ragnar Fjalar Lárusson, prófastur, bað þess í predikun í Hallgrímskirkju á sunnudag að allir þeir sem ósáttir hafa verið í kirkjunni rétti fram sáttarhönd og taki höndum saman í kærleika. Hann minnti á að kirkjan væri ekki prestarnir, heldur hver leikmaður í söfnuðinum. Prófastur vék sérstaklega að Langholtskirkjudeilunni og ásökunum á hendur biskupi Íslands. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Árekstur í Önundarfirði

ÖKUMAÐUR sendiferðabíls var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði með höfuðáverka eftir harðan árekstur sem varð í gærkvöldi í Önundarfirði á gatnamótum vegarins yfir Breiðadalsheiði og vegarins út á Flateyri. Sendiferðabíllinn lenti í árekstri við jeppa og sluppu tveir menn sem í honum voru án teljandi meiðsla. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir eftir áreksturinn. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 164 orð

Beitukóngur gýtur

BEITUKÓNGUR gaut eggbúi í sædýrakeri við Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt. Margir kannast við tóm eggbú beitukóngsins sem oft sjást í fjörum. Sjaldgæfara er að sjá eggbú fullt af eggjum. Í eggbúinu eru mörg egg en aðeins eitt þeirra virðist frjóvgast. Nýi einstaklingurinn sem þannig myndast notar hin eggin í búinu til fæðu, að sögn Einars Egilssonar umsjónarmanns sædýrakeranna við höfnina. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 294 orð

Bensínhækkanir til Samkeppnisstofnunar

NEYTENDASAMTÖKIN og Félag íslenskra bifreiðaeigenda hafa farið fram á að Samkeppnisstofnun fjalli um verðhækkun olíufélaganna á bensíni. Í erindi sem Neytendasamtökin hafa sent Samkeppnisstofnun segir: "Á skömmum tíma hafa orðið tvær verðhækkanir á bensíni. Að sögn olíufélaganna eru þessar hækkanir vegna hækkana á heimsmarkaðsverði. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 151 orð

Biskup svarar PÍ síðar í vikunni

BISKUP íslands ætlaði að svara bréfi stjórnar Prestafélags Íslands í gær, en frestaði því þar sem erindið var viðameira en svo að það yrði afgreitt á skömmum tíma. Búist er við svari biskups síðar í vikunni. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 210 orð

Bíða svars útvarpsréttarnefndar

FORSVARSMENN Stöðvar 3 hafa ekki tekið ákvörðun um hvort þeir vísa þeirri ákvörðun útvarpsréttarnefndar að afturkalla leyfi sjónvarpsstöðvarinnar til endurvarps á tveimur örbylgjurásum og færa leyfið til Sýnar hf. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Bleshæna hefur vetursetu

BLESHÆNA hélt til í Fossvoginum í vetur, þar sem hún kafaði gjarnan eftir fæðuúrganginum við Ora eins og sést á þessari mynd. Bleshænur eru árlegir vetrargestir á Íslandi sem gista oft einhvern tíma. Vitað er til þess að þær hafa orpið nokkrum sinnum hér á landi, en þó án þess að hafa komið upp ungum. Bleshænan er auðþekkt á alsvörtum búningi, hvítri blesu og gogg. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð

Blettaskoðun í sjötta sinn

FÉLAG íslenskra húðlækna og Krabbameinsfélags Íslands sameinast um þjónustu við almenning sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl. Fólk sem hefur áhyggjur af blettum á húð getur komið á Göngudeild húð- og kynsjúkdóma í Þverholti 18 eða á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8. Húðsjúkdómalæknir skoða blettina og metur hvort ástæða er til nánari rannsókna. Meira
23. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 196 orð

Brugghús óttast um hag sinn

BRESKIR kráareigendur óttast það í vaxandi mæli, að Evrópusambandsstjórnin (ESB) muni gera miklar athugasemdir við fyrirkomulag eignarhalds á einhverri æruverðugustu stofnun landsins, kránni. Brugghúsin eiga fjölda kráa og leigja verktökum reksturinn. Þeir síðarnefndu hafa kvartað undan því að brugghúsinn í krafti eignarhaldsins reisi skorður við því hvaða tegundir þeir geti selt. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 135 orð

Byrjað að innrita í Kaldársel

HAFIN er innritun í sumarbúðirnar í Kaldárseli sunnan Hafnarfjarðar. Sumarbúðirnar eru í eigu KFUM og KFUK og eru fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 7­12 ára. Hver dvalarflokkur er ein vika eða átta dagar og eru drengjaflokkar frá 5. júní til 4. júlí en stúlkur geta dvalist í Kaldárseli frá 9. júlí til 13. ágúst. Síðasti flokkurinn, frá 14.­19. ágúst, er fyrir stúlkur 12­15 ára. Meira
23. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Dagur bókarinnar

DAGUR bókarinnar verður haldinn hátíðlegur í Deiglunni á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöldið 23. apríl kl. 20.30. Rithöfundarnir Helga Ágústsdóttir, Heiðdís Norðfjörð og Lárus Hinriksson lesa úr verkum sínum sem og Kristján Kristjánsson heimspekingur og Jón Hjaltason sagnfræðingur. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Dalborgin fékk í skrúfuna

DALBORGIN frá Dalvík fékk veiðarfæri í skrúfuna í gærmorgun, en skipið er að veiðum á Flæmska hattinum við Kanada. Klara Sveinsdóttir tók skipið í tog og er á leið með það til Nýfundalands þar sem kafari mun skera veiðarfærin úr skrúfunni. Búist er við að skipin komi til hafnar á morgun. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Djass í Hafnarborg

DJASSKVÖLD verður haldið að frumkvæði hafnfirskra gildisskáta í Hafnarfirði síðasta vetrardag 24. apríl nk. kl. 21. Djasskvöldið er haldið með tilstuðlan menningarmálanefndar Hafnarfjarðar og haldið til að styrkja gerð heimildarmyndar um 70 ára skátastarf í Hafnarfirði. Þema kvöldsins er djass fyrir alla og mun Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Tríó Tómasar R. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 234 orð

Doktor í rafmagnsverkfræði

HÁKON Guðbjartsson lauk doktorsprófi í rafmagnsverkfræði við Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Bandaríkjunum í janúar sl. Heiti doktorsritgerðarinnar er "Magnetic Resonance Imaging of Diffusion in the Presence of Physiological Motion" og fjallar um notkun segulómtækni til myndunar á sveimi (diffusion), Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 1095 orð

Draga úr átökum og minnka launaskrið

Allar tilraunir til að breyta vinnulöggjöfinni án samkomulags við verkalýðshreyfinguna eru dæmdar til að mistakast, að mati Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar stjórnmálafræðings, sem hefur sérhæft sig í vinnumarkaðsmálum. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 495 orð

Efast um hæfi Sverris Hermannssonar bankastjóra

GUNNLAUGUR Sigmundsson þingmaður Framsóknarflokks sagði á Alþingi í gær að ýmis ummæli Sverris Hermannssonar bankastjóra Landsbankans gerðu það að verkum að hann efaðist um að Landsbankinn væri hæfur til að fara með efnahag sem sé yfir hundruð milljarðar króna. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 193 orð

Ekki ástæða talin til rannsóknar

SAMGÖNGUMÁLARÁÐUNEYTIÐ telur ekki ástæðu til að rannsaka frekar atburði þá sem leiddu til að hópur erlendra ferðamanna lenti í hrakningum á Vatnajökli 20. ágúst síðast liðinn, að því er kemur fram í svari til Ísraelsmannsins Emanuel Blass sem óskaði eftir opinberri rannsókn á málsvikum. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Endurbygging vegar að Búlandshöfða

TÓLF verktakar buðu í lagningu Snæfellsnesvegar, frá Mýrum að Búlandshöfða. Lægsta tilboðið var 62% af kostnaðaráætlun. Verkið felst í endurbyggingu 6 km kafla og á verkinu að vera lokið um mitt næsta sumar. Oddur Magnússon í Grundarfirði átti lægsta tilboðið, liðlega 36 milljónir, en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var rúmar 58 milljónir. Hringtorg við Hveragerði Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

Farið verður í eignarnám

BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samþykkt að 34 hektarar lands á Arnarneshálsi verði teknir eignarnámi, þar sem samningar við landeigendur hafi ekki tekist. Benedikt Sveinsson forseti bæjarstjórnar, sagði að bæjarstjórn hafi samþykkt að farið yrði í eignarnám á landi á Arnarneshálsi. "Það hafa staðið yfir samningaumleitanir um kaup á landinu en ekki gengið saman," sagði hann. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð

Fiat Uno stolið

FIAT Uno, ljósgráum að lit, var stolið af bílastæði við Vonarstræti, sunnan Alþingishússins, aðfaranótt laugardagsins. Skráningarnúmer bílsins er RO-321. Þeir sem kynnu að hafa séð bílinn eða vita hvar hann er nú, eru beðnir um að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Fjögurra tíma björgunarflug

BJÖRGUNARÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF-LÍF sótti sl. laugardag færeyskan sjómann í togarann Akraberg frá Færeyjum. Maðurinn hafði slasast við vinnu um borð og var m.a. fótbrotinn. Þegar óhappið varð var skipið statt rétt utan við 200 mílna mörkin á Reykjaneshrygg. Flug þyrlunnar tók um fjóra klukkutíma, sem er með lengri sjúkraflugum sem þyrlan hefur farið í. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð

Fyrirlestur um hugarfar og hagvöxt

STEFÁN Ólafsson, prófessor, heldur fyrirlestur um hugarfar og hagvöxt í boði Félagsfræðingafélags Íslands miðvikudaginn 24. apríl kl. 12.05. Stefán kynnir nýútkomna bók sína Hugarfar og hagvöxtur. Fyrirlesturinn verður haldinn í Odda, stofu 201, húsi Félagsvísinda- og Viðskiptafræðideilda HÍ. Allir eru velkomnir. Meira
23. apríl 1996 | Landsbyggðin | 85 orð

Fyrsta lambið og fé af fjalli

Vogum-Fyrsta ærin hjá Þorkeli Kristmundssyni að Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd bar einu lambi fyrir nokkru. Á myndinni er Daníel Sigvaldason ungur Vogabúi að skoða lambið. Meira
23. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 76 orð

Gistihús hrynur í Nýju Delhí

17 MANNS biðu bana, þeirra á meðal átta útlendingar, þegar fjögurra hæða gistihús hrundi af ókunnum ástæðum í Nýju Delhí á Indlandi á laugardagskvöld. Í fyrstu lék grunur á sprengjutilræði vegna þingkosninganna, sem hefjast á laugardag, en engin merki um sprengju höfðu fundist í rústunum í gær. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Heitt vatn um alla verslun

Inntak fyrir heitt vatn bilaði í leðurversluninni Höfuðleðrinu við Hverfisgötu undir hádegi á sunnudag og flæddi vatnið um alla verslun. Slökkviliðið var nokkra stund að komast fyrir lekann, þar sem rjúfa þurfti vegg til að komast að rörinu. Skemmdir urðu nokkrar vegna vatnsins og gufunnar af því. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Hermann einn umsækjenda

SIGLINGASTOFNUN ríkisins tekur formlega til starfa 1. október næstkomandi. Umsóknarfrestur um starf forstjóra stofnunarinnar rann út 19. apríl síðastliðinn. og var umsækjandi einn, Hermann Guðjónsson vita- og hafnamálastjóri. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 168 orð

Hugvit verðlaunað af Lotus Notes

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Hugvit hf. í Reykjavík hefur hlotið Beacon-verðlaun Lotus Notes, en verðlaun þessi eru veitt fyrir hugbúnað sem skrifaður er í Lotus Notes-kerfinu. Var fyrirtækið valið úr hópi 100 fyrirtækja sem hlotið höfðu tilnefningu, en í upphaflegu úrtaki voru allir samstarfsaðilar Lotus Notes í Evrópu, 3.100 talsins. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Hörpuhátíð í Gjábakka

HALDIN verður Hörpuhátíð í Gjábakka, félags- og tómstundamiðstöð eldri borgara í Kópavogi, miðvikudaginn 24. apríl og hefst hún kl. 14. Meðal efnis á dagskrá syngur Hera Björk Þórhallsdóttir íslensk lög við undirleik Gísla Magnússonar, Heiðrún Hákonardóttir stjórnar kór ungmenna frá Snælandsskóla, Inga Gísladóttir les kvæði um vorið, Sigríður Grendahl sér um tónlistaratriði, Meira
23. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 336 orð

Íhuga bann við nautakjöti frá ESB-ríkjum

STJÓRN Bretlands staðfesti í gær að hún væri að íhuga refsiaðgerðir gegn öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins ef það afléttir ekki algjöru banni við útflutningi á bresku nautakjöti vegna kúariðu, sem talin er geta borist í menn og valdið banvænum heilahrörnunarsjúkdómi. Meira
23. apríl 1996 | Landsbyggðin | 141 orð

Íslandsbanki í rýmri húsakynni

Húsavík-Íslandsbanki opnaði útibú á Húsavík fyrir skömmu í stækkuðum og endurbættum húsakynnum. Þegar Landsbankinn seldi Íslandsbanka Samvinnubankann flutti hann starfsemi sína í hús Samvinnubankans við Stóragarð. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Jafntefli í keppni Ísraels og Íslands

LIÐ Íslands og Ísraels gerðu jafntefli í fyrri umferð landskeppni þjóðanna í skák, sem háð var í gær. Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson unnu Lev Psakhis og Boris Alterman . Margeir Pétursson og Leonid Yudasin gerðu jafntefli, en Karl Þorsteins og Helgi Áss Grétarson töpuð í viðureignum sínum við Yona Kosashvili og Alon Greenfeld. Seinni umferð keppninnar fer fram á morgun. Meira
23. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 280 orð

Jákvæð um 80 millj. króna

AFKOMA Útgerðarfélags Akureyringa á fyrstu þremur mánuðum þessa árs er jákvæð um 80 milljónir króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi er um 41 milljón króna og um 39 milljónir eru söluhagnaður eigna og aðrir liðir. Þetta er nokkuð betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir að því er fram kom í máli Gunnars Ragnars sem lét af starfi framkvæmdastjóra ÚA eftir aðalfund í gær. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 41 orð

Krabbamein í blöðruhálskirtli

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, verða með opið hús í nýjum sal á efstu hæð húss Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, þriðjudaginn 23. apríl kl. 20.30. Eiríkur Jónsson þvagfærasjúklingur talar um krabbamein í blöðruhálskirtli. Allir velkomnir. Meira
23. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 81 orð

Lestarslys í Finnlandi

FJÓRIR biðu bana og rúmlega 40 slösuðust, þar af sjö alvarlega, þegar lest fór út af sporinu í Finnlandi á sunnudagsmorgun. Þetta er mesta lestarslys í Finnlandi á þessum áratug. Lestin var á leið frá Norður- Finnlandi til Helsinki þegar hún fór af teinunum. Um 200 farþegar voru í lestinni, sem var á brú yfir veg þegar slysið varð í mikilli þoku. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 193 orð

Lék föður sinn á Melavellinum

GAMLI Melavöllurinn var endurbyggður vegna hópatriðis í myndinni Djöflaeyjan, sem tekið var upp á sunnudaginn. Aðstandendur myndarinnar, sem leikstýrt er af Friðrik Þór Friðrikssyni og byggir á bókum Einars Kárasonar, höfðu lýst eftir þátttakendum meðal almennings og mættu um 500 manns á svæðið milli Hótels Sögu og Þjóðarbókhlöðunnar. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 27 orð

Ljóð misritaðist

Ljóð misritaðist Í Akureyrarbréfi Leifs Sveinssonar laugardaginn 20. apríl misritaðist tilvitnun í kvæði Davíðs Stefánssonar, Vagnar. "Það er annað að kveðja á Kotum, en komast í Bakkasel. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 202 orð

Marín í hjartaþræðingu

MARÍN Hafsteinsdóttir, 11 mánaða stúlka frá Eskifirði, gekkst undir hjartaþræðingu í gærdag á Landspítalanum, en svo flókin aðgerð á kornabarni hefur ekki verið framkvæmd hér á landi áður. Stanton Perry, sérfræðingur í hjartasjúkdómum við Children Hospital í Boston, framkvæmdi aðgerðina með aðstoð íslenskra sérfræðinga. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 59 orð

Málverk af Jóni Helgasyni

Í Alþingishúsinu hefur verið hengt upp málverk af Jóni Helgasyni fyrrverandi forseta sameinaðs Alþingis. Málverkið, sem Eiríkur Smith málaði, var afhjúpað formlega sl. föstudag að viðstöddum fyrrverandi deildarforsetum Alþingis, núverandi þingforsetum, þingmönnum Framsóknarflokks og fleiri gestum. Á myndinni sjást Jón og Guðrún Þorkelsdóttir kona hans ásamt Ólafi G. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 538 orð

"Mátti ekki tæpara standa"

TVEIR bátsverjar á tíu tonna trefjaplastbát frá Hafnarfirði, Boggu HF-272, höfðu samband við Loftskeytastöðina í Reykjavík á neyðarrás skipa um klukkan tvö í fyrrinótt og greindu frá því að báturinn væri strandaður uppi á skeri, líklega upp á Mýrum, en engin staðsetningartæki voru um borð í bátnum. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Mengunarvarnaæfing

VIÐAMIKIL æfing fór fram í Sundahöfn í gær á vegum Reykjavíkurhafnar þar sem æfð voru viðbrögð við olíumengunarslysi, björgun eiturefnagáms úr höfninni og björgun manns sem fallið hafði í höfnina. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Mikilvægi menntunar

ANNAR fundurinn á vegum Sjálfstæðisflokksins í fundaröðinni Framtíð Íslands á 60 mínútum þriðjudaginn 23. apríl verður á Hótel Borg, hefst kl. 17.15 og mun standa í eina klukkustund. Á fundinum verður fjallað um mikilvægi menntunar og menningar fyrir samkeppnisstöðu Íslands til framtíðar. Meira
23. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 773 orð

Morðingjarnir enn ófundnir

EGYPSKA lögreglan hefur enn ekki haft hendur í hári hryðjuverkamannanna fjögurra sem myrtu 18 gríska ferðamenn, einn Egypta og særðu 14 aðra úti fyrir Hótel Evrópu við Pýramídaveg í Gíza í Kairó í síðustu viku. Það vekur athygli að blöð og aðrir fjölmiðlar hafa verið mjög fáorðir um þennan atburð og augljóst að stjórnvöldum er mjög í mun að sem minnst veður sé gert út af þessu. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

Námskeið um einkaleyfi hjá Háskóla Íslands

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands mun föstudaginn 26. apríl kl. 9­17 gangast fyrir námskeiði um einkaleyfi. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja koma hugmyndum sínum og uppfinningum á framfæri, svo og öllum þeim sem stunda rannsóknir og nýsköpun, lögfræðingum og öðrum sem koma eitthvað nálægt gerð einkaleyfa og samningum er þeim fylgja. Meira
23. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 327 orð

Njósnamál Oleksys fellt niður

PÓLSKI ríkissaksóknarinn hefur hætt við málshöfðun á hendur Jozef Oleksy, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra njósna hans í þágu sovésku og síðar rússnesku leyniþjónustunnar. Ástæðuna segir hann vera ónógar sannanir. Sagði ríkissaksóknarinn, Slawomir Gorzkiewicz, að "ástæðulaust væri að draga nokkurn mann til ábyrgðar" vegna málsins. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 146 orð

Ólafur og Guðmundur ekki í kjöri

ÓLAFUR Egilsson sendiherra og Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur ætla ekki að sækjast eftir kjöri til forsetaembættis. Í yfirlýsingu, sem Ólafur Egilsson sendi frá sér í gær, segir: "Ég er afar þakklátur þeim sem hafa talið æskilegt að ég yrði í framboði við kjör forseta Íslands í sumar og met traust þeirra allra mikils. Eftir vandlega íhugun er það ætlan mín að verða ekki í kjöri. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 923 orð

Rólegt í miðborg þrátt fyrir mannsöfnuð

­UM helgina var tilkynnt um 25 innbrot, 16 þjófnaði og 2 nytjastuldi. Auk þess var tilkynnt um 13 minniháttar eignarspjöll, 3 líkamsmeiðingar og 27 umferðaróhöpp. Í þremur þeirra urðu meiðsli á fólki. Lögreglumenn þurftu 20 sinnum að fara í heimahús vegna hávaða og ónæðis að næturlagi og 4 sinnum vegna heimilisófriðar. Afskipti þurfti að hafa 22 vegna ölvunarháttsemi á almannafæri. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Ruddust inn og börðu mann vegna skuldar

TVEIR grímuklæddir menn ruddust inn í hús í Reykjavík á sunnudag, réðust að húsráðanda og börðu hann. Maðurinn hlaut talsverð meiðsli og var fluttur á slysadeild. Árásarmennirnir voru farnir af staðnum þegar lögregla kom á vettvang, en lögreglan telur sig hins vegar vita hverjir þar voru á ferð. Einn maður var handtekinn fljótlega eftir atburðinn. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 127 orð

Sautján sóttu um embætti dómara

SAUTJÁN sóttu um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Um embættið sóttu Arnfríður Einarsdóttir, fulltrúi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, Bendikt Bogason, aðstoðarmaður hæstaréttardómara, Bjarni Stefánsson, yfirlögfræðingur hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík, Greta Baldursdóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Halla Bachmann Ólafsdóttir, Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 199 orð

Sendifulltrúar til Súdan og Kenýa

HJÚKRUNARFRÆÐINGARNIR Björg Pálsdóttir og Elísabet Halldórsdóttir fór nýverið utan til starfa sem sendifulltrúar Rauða kross Íslands í Kenýa og S-Súdan. Sendifulltrúar Rauða kross Íslands eru nú tíu talsins og starfa í níu löndum Evrópu, Asíu og Afríku. Meira
23. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 553 orð

Skerðing aflaheimilda í þorski 4 milljarðar

JÓN Þórðarson stjórnarformaður Útgerðarfélags Akureyringa sagði á aðalfundi félagsins í gær afkomu síðasta árs vera stjórn þess áhyggjuefni, en hins vegar horfði til betri vegar á þessu ári. Unnið hefði verið að langtímaáætlun um hvernig bæta á afkomuna og arðinn til lengri tíma litið. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 161 orð

Skráningu að ljúka hjá Vinnumiðlun skólafólks

FRESTUR skólafólks 16 til 25 ára til að sækja um sumarstörf á vegum Reykjavíkurborgar rennur út 30. apríl nk. Líkt og undanfarin ár, er á árinu 1996 rekin sérstök vinnumiðlun fyrir skólafólk á vegum Reykjavíkurborgar. Leitast verður við að finna úrlausn fyrir sem flesta, en búast má við að vinnutilboð verði miðuð við tiltekinn fjölda vinnuvikna. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 321 orð

Spillir að sjálfsögðu öllu samstarfi

"HÉR virðist vera að verki sama fólk og safnaði undirskriftum gegn sóknarprestinum í janúar. Það er þó erfitt að festa hönd á því hverjir standa að dreifibréfinu, því þar eru skuggabaldrar á ferð, sem ekki láta nafns síns getið á ritinu. Svona hegðun spillir að sjálfsögðu fyrir öllu samstarfi," sagði sr. Flóki Kristinsson, sóknarprestur í Langholtskirkju." Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Stefnt að hvalveiðum

Alþjóðaþingmannasambandið hefur samþykkt ályktun um verndun og nýtingu fiskistofna þar sem ríki heims eru hvött til þess að tryggja sjálfbæra og skynsamlega nýtingu sjávarlífvera, þar með talda sjálfbæra nýtingu sjávarspendýra, þ.e. hvala og sela. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 530 orð

Stjórnvöld hvött til að beita sér fyrir friði

ALMENN fordæming kom fram á Alþingi í gær á loftárásir Ísraelsmanna á Líbanon, einkum þó árás þeirra á varðstöð Sameinuðu þjóðanna. Voru íslensk stjórnvöld hvött til að beita sér fyrir því að allt yrði gert til að stuðla að því að friðarferlið í Austurlöndum nær færi ekki út um þúfur. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 166 orð

Stuggað við erlendum togurum

VARÐSKIP Landhelgisgæslunnar hefur undanfarna sólarhringa haft afskipti af nokkrum erlendum togurum við landhelgismörkin á Reykjaneshrygg, en þar eru nú 58 skip að veiðum, flest rússnesk og íslensk, en einnig frá Portúgal, Þýskalandi, Spáni, Eistlandi og fleiri ríkjum. Meira
23. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 1322 orð

Sögulegur sigur vinstriflokkanna Bandalag mið- og vinstriflokka vann sigur í þingkosningunum á Ítalíu sem fram fóru á sunnudag.

Ífyrsta skipti í sögu Ítalíu eftirstríðsáranna stefnir í að vinstrimenn komist í stjórn. Með skýrum sigri Romano Prodis og Ólífuhreyfingarinnar, bandalags vinsbordtri- og miðflokkanna, stefnir í að honum verði falið að mynda stjórn eftir að nýkjörið þing kemur saman 9. maí. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 224 orð

Tannlæknastofu lokað í Austurbæjarskóla

YFIRSKÓLATANNLÆKNIR hefur sent borgaryfirvöldum bréf vegna lokunar tannlæknastofu í Austurbæjarskóla. Verið er að lagfæra skólann að utan og breyta að innan og segir Sigrún Magnúsdóttir, formaður skólamálaráðs, að nýting stofunnar hafi verið lítil, enda séu tannlæknastofur allt í kringum skólann. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 227 orð

Tekjuskerðing hja 16 ára unglingum

HILMAR Guðlaugsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að 16 ára unglingar sem verða í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar verði fyrir verulegri tekjuskerðingu. Vinnustundir á dag verði sjö í stað átta og vinnuvikurnar sjö í stað átta. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 269 orð

Telur borgarstjórn hafa átt að fjalla um lyfsöluleyfi

BORGARRÁÐ hefði átt að vísa umfjöllun um lyfsöluleyfi til borgarstjórnar, að mati Árna Þórs Sigurðssonar, borgarfulltrúa R-listans, í stað þess að afgreiða þau sjálft. "Ég dreg að sjálfsögðu ekki í efa rétt borgarráðs til að taka samhljóða ákvörðun af því tagi, sem gert var og er þar með orðin bindandi fyrir borgina," sagði Árni á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudagskvöld. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 669 orð

Tenging mannfræði og kvótakerfa

Um Hvítasunnuna verður ráðstefna haldin í Rannsóknarsetrinu í Vestmannaeyjum um félagsleg áhrif kvótakerfa. Ráðstefnan er haldin af Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands, en að mestu fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni og undirbúningurinn í höndum Gísla Pálssonar. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 149 orð

Til meðvitundar eftir að vera bjargað frá drukknun

TUTTUGU og fimm ára kona var hætt komin í sundlauginni í Laugardal á sunnudag. Hún var flutt mjög þungt haldin á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var konan komin til meðvitundar í gærmorgun. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð

Tjarnarkvartettinn í söngferð fyrir austan

TJARNARKVARTETTINN er að leggja upp í stutta söngferð austur á land fyrstu helgi í sumri. Hann heldur tónleika í Húsavíkurkirkju að kvöldi sumardagsins fyrsta, 25. apríl kl. 20.30. Síðan verður haldið austur á bóginn og tónleikar haldnir í Egilsstaðakirkju föstudagskvöldið 26. apríl kl. 20.30, í Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 27. apríl kl. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 342 orð

Umræða um verðbreytingar á villigötum

"Skeljungur hf. telur þær fullyrðingar á misskilningi byggðar sem hafa verið hafðar eftir fulltrúum Neytendasamtakanna og Félags íslenskra bifreiðaeigenda síðustu daga, um að ekki hafi verið forsenda til þeirrar verðhækkunar á bensíni sem grípa þurfti til nú um helgina. Þetta skýrist ef litið er til þeirra hækkana sem orðið hafa á alþjóðamörkuðum frá síðustu áramótum. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 412 orð

Undirréttur úrskurðar á sumardaginn fyrsta

ÍSLENSK sendinefnd sem tók þátt í fundum Alþjóðaþingmannasambandsins í Tyrklandi í síðustu viku átti fund með Irfan Köksalan formanni Tyrklandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins um mál Sophíu Hansen og dætra hennar. Sophía er stödd í Istanbúl en undirréttur mun kveða upp úrskurð í máli hennar og Halim Al á sumardaginn fyrsta, 25. apríl nk. Sophía veit ekki hvar dætur sínar eru niðurkomnar. Meira
23. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Viðræður hefjast í vikunni

STEFNT er að því að fyrsti viðræðufundur fulltrúa Akureyrarbæjar, ÚA og Samherja um hugsanlega sameiningu þriggja dótturfyrirtækja Samherja og ÚA og möguleg kaup Samherja á þriðjungshlut hlutabréfa bæjarins í Útgerðarfélaginu verði haldinn í vikunni. Meira
23. apríl 1996 | Landsbyggðin | 138 orð

Vistmenn færa Dvalarheimilinu Ási listaverk

Hveragerði-Hópur vistmanna á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði afhenti nýlega Gísla Páli Pálssyni, framkvæmdastjóra dvalarheimilisins, vatnslitamynd sem hópurinn hafði málað í sameiningu. Myndin er máluð í tilefni af 50 ára afmæli Hveragerðisbæjar og sýnir það sem helst einkennir Hveragerðisbæ að mati listamannanna. Meira
23. apríl 1996 | Landsbyggðin | 100 orð

Yngstu börnunum boðið í brúðuleikhús

Skagaströnd-Yngstu krakkarnir í grunnskólanum fengu góða heimsókn einn skóladaginn fyrir skömmu. Það var Hallveig Thorlacius sem kom með "sögusvuntuna" sína og sýndi krökkunum brúðuleikhúsið Húfa Guðs. Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Þrír piltar brutust inn í 15-20 bíla

TVEIR piltar voru handteknir í austurhluta Kópavogs aðfaranótt laugardagsins. Í fórum þeirra fannst þýfi, aðallega útvarpstæki og geislaspilarar. Í ljós kom að tæki þessi voru úr nokkrum þeirra 15-20 bifreiða, sem þeir höfðu brotist inn í í Breiðholti þá um nóttina, ásamt þriðja piltinum, sem var handtekinn skömmu síðar. Meira
23. apríl 1996 | Miðopna | 1347 orð

Þung prófraun bíður hægláta hagfræðingsins

ÓLÍFUHREYFINGIN, bandalag vinstri- og miðflokka, bar sigur úr býtum í þingkosningunum á Ítalíu á sunnudag og þykir víst að hún mun mynda stjórn undir forystu Romanos Prodis. Hreyfingin getur myndað meirihluta í öldungadeild þingsins með stuðningi tíu þingmanna, sem sitja ævilangt, Meira
23. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 327 orð

Öldungamót í blaki í Stykkishólmi

ÖLDUNGAMÓT Blaksambands Íslands, það 21., verður haldið í Stykkishólmi dagana 24.­28. apríl nk. Blakið er tiltölulega ung keppnisíþrótt hér á landi. Fyrsta Íslandsmótið í blaki var haldið árið 1970 og fyrsta öldungamótið var haldið árið 1976 með þátttöku 11 liða. Meira

Ritstjórnargreinar

23. apríl 1996 | Leiðarar | 544 orð

HANDRITIN OG ARFUR FEÐRANNA LDARFJÓRÐUNGUR er liðinn frá þv

HANDRITIN OG ARFUR FEÐRANNA LDARFJÓRÐUNGUR er liðinn frá því Íslendingar endurheimtu fyrstu handritin frá Danmörku, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. Barátta Íslendinga og danskra vina fyrir endurheimt handritanna var löng og ströng, en það, sem réð úrslitum um afhendingu þeirra, var stórhugur dönsku ríkisstjórnarinnar, Meira
23. apríl 1996 | Staksteinar | 289 orð

»Skattgreiðendur borga MERGURINN málsins er sá, segir Dagur í forystugrein,

MERGURINN málsins er sá, segir Dagur í forystugrein, að framkvæmdir við forsetasetrið Bessastaði eru ekki yfir gagnrýni hafnar. "Þetta eru líka opinberar framkvæmdir sem skattborgararnir greiða fyrir." Bessastaðaframkvæmdir Meira

Menning

23. apríl 1996 | Fólk í fréttum | -1 orð

3.881 ferð á 24 tímum

FLATEYRSKT ungviði þreytti nýverið maraþonsund mikið í þeim tilgangi að afla fjár vegna utanlandsferðar björgunarsveitarinnar á svæðismót og um leið að kaupa nafnapeysur fyrir hvern og einn. Eftir að hafa safnað áheitum var tekið til óspilltra málanna og sundið hafið. Áætlað var að hvert synti fjórðung í senn. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 99 orð

50. sýning á Bar Pari síðasta vetrardag

SÍÐASTA vetrardag verður 50. sýning á leikritinu Bar Par eftir Jim Cartwright. Þessi sýning hefur gengið fyrir fullu húsi síðan í október á Leynibarnum í Borgarleikhúsinu, en þar situr fólk við borð og getur notið veitinga á meðan á sýningu stendur. Það eru Saga Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson sem leika öll hlutverkin, 14 að tölu. Leikstjóri er Helga E. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 667 orð

Dagar bókarinnar

ÞAÐ er brum á trjánum núna, jafnvel laufsprotar hér og þar. Þessi tré sem hafa staðið með berar kjúkur í allan vetur og notað hentuga vinda til að klappa á rúður okkar, og minntu á að þau hefðu ekkert að bjóða ekkert að bjóða, það geti staðið til bóta. Og nú verða þau senn græn og teygja laufblöðin nýju mót regni og sól og færa ilm í tilveruna. Meira
23. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Dökkar yfirlitum

VINKONURNAR Drew Barrymore og Courtney Love fóru saman út að skemmta sér í Los Angeles nýlega. Þær hafa báðar litað hár sitt dökkt, en hingað til hafa þær verið ljóshærðar. Hárlitur er víst hverfull í Hollywood. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 104 orð

Fjölbreytt dagskrá

DAGUR bókarinnar er í fyrsta skipti haldin hátíðlegur í dag en 23. apríl varð fyrir valinu að undirlagi Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi hefur Bókasamband Íslands staðið að skipulagningu dagsins og verður dagskrá hans sem hér segir: Thor Vilhjálmsson flytur ávarp dagsins í fjölmiðlum. Meira
23. apríl 1996 | Skólar/Menntun | 603 orð

Færni og hæfni fylgjast ekki alltaf að

FÉLAGSLEG færni barna og hæfni þeirra í námi fylgjast ekki alltaf að, að því er fyrstu niðurstöður íslensks hluta norrænnar rannsóknar benda til. Endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir en þó er ljóst að stúlkur eru mun jákvæðari gagnvart námi og skóla en drengir. Þetta kom fram í fyrirlestri sem dr. Meira
23. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 69 orð

Handboltamenn fagna

UPPSKERUHÁTÍÐ Handknattleikssambands Íslands fór fram í Íþróttahúsi Seltjarnarness á laugardagskvöldið. Nærri 500 manns mættu á fögnuðinn, en meðal skemmtiatriða var atriði úr uppfærslu Verzlunarskólans á söngleiknum Cats. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 86 orð

Haraldur Jónsson kynnir eigin verk á Kjarvalsstöðum

NÚ STENDUR meðal annars yfir á Kjarvalsstöðum sýning á verkum eftir Harald Jónsson myndlistarmann. Í tengslum við sýninguna mun listamaðurinn flytja fyrirlestur um eigin verk og sýna litskyggnur af eldri verkum. Fyrirlesturinn fer fram á Kjarvalsstöðum, í dag þriðjudag kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Meira
23. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 39 orð

Hárprúðir söngvarar

BEVERLY Brothers, nýr dúett skipaður Birni Jörundi Friðbjörnssyni og Richard Scobie, skemmti gestum Astró á föstudagskvöldið. Ljósmyndari Morgunblaðsins brá sér í skemmtanagallann og myndaði Björn og Richard, sem voru hárprúðir þetta kvöld, klæddir forláta sönggöllum. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 170 orð

Háskólafyrirlestur

Í TILEFNI þess að 21. apríl eru 25 ár liðin síðan fyrstu handritin komu til Íslands frá Kaupmannahöfn flytur dr. Már Jónsson sagnfræðingur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Íslands þriðjudaginn 23. apríl kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist Fornfræðabylting Árna Magnússonar árið 1686. Meira
23. apríl 1996 | Tónlist | 553 orð

Hátíðarmessa

Nemendur í söngdeild Nýja tónlistarskólans flutti Messe Solennelle, eftir Rossini. Stjórnandi: Ragnar Björnsson Sunnudagurinn 21. apríl, 1996. MIKIL gróska á sviði tónlistarmenntunar, frá stofnun Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 til dagsins í dag, er yfir 50 tónlistarskólar um land allt veita ungu fólki góða undirstöðumenntun í öllum greinum tónlistar, Meira
23. apríl 1996 | Skólar/Menntun | 318 orð

Íslendingar fyrstir til að fá námið viðurkennt

FYRSTA útskrift nýs sjúkraflutningaskóla verður nk. miðvikudag, en að skólanum standa Slökkvilið Reykjavíkur, Rauði kross Íslands og Sjúkrahús Reykjavíkur ásamt Landssambandi sjúkraflutningamanna. Að sögn Guðmundar Jónssonar sem á sæti í framkvæmdanefnd Sjúkraflutningaskólans á skólinn sér nokkuð langan aðdraganda. Meira
23. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Jackie hamingjusöm á ný

Jackie hamingjusöm á ný JACKIE Collins, systir leikkonunnar Joan Collins, er bókaunnendum að góðu kunn fyrir metsölubækur sínar. Hún er trúlofuð milljónamæringnum Frank Calcagnini og hér eru þau á leið á frumsýningu í Hollywood. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 192 orð

Karlakór Keflavíkur í söngferð um Norðurland

KARLAKÓR Keflavíkur heldur á sumardaginn fyrsta í fjögurra daga söngferð um Norðurland. Kórinn mun halda þrenna tónleika í ferðinni. Fyrst verður sungið í Miðgarði á sumardaginn fyrsta kl. 21.00, á föstudeginum 26. apríl kl. 21.00 verður sungið í Dalvíkurkirkju. Lokatónleikarnir verða í Akureyrarkirkju á laugardaginn 27. apríl kl. 17.00. Meira
23. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 64 orð

Komin 5 mánuði á leið

PAULA Yates er sem kunnugt er með Michael Hutchence, söngvara áströlsku rokksveitarinnar INXS. Þau eiga von á fyrsta barni sínu í ágúst og eins og greinilegt er á þessari mynd er Paula komin langt á leið. Paula og Michael voru nýlega í sumarfríi á Jamaíka, en þessi mynd var tekin í London nýlega. Paula er 35 ára, fyrrverandi fyrirsæta. Meira
23. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Kosningaball hjá Flensborg

NEMENDUR Flensborgarskóla í Hafnarfirði gengu til kosninga fyrir skömmu. Þar voru forystumenn félagslífsins valdir og um kvöldið voru úrslitin kynnt á sérstöku kosningaballi. Það var haldið á Astró en gestir voru á að giska 200 talsins. Morgunblaðið/Hilmar Þór SIGURGEIR Gíslason, Kristján O. Meira
23. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 71 orð

Líf og fjör í Vegas

SKEMMTISTAÐURINN Vegas var vígður með mikilli viðhöfn síðastliðið föstudagskvöld. Nektardans hinna kanadísku meyja virðist njóta mikilla vinsælda hjá landanum, en þetta er annar nektardansstaðurinn sem er opnaður í Reykjavík. Mikill fjöldi gesta, aðallega karlmenn, var viðstaddur vígsluna, en einhverra hluta vegna óskuðu þeir eftir að vera ekki myndaðir. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 59 orð

Ljósmyndir í ÁTVR í Kringlunni

SÝNING er hafin í ÁTVR í Kringlunni á ljósmyndum eftir Magnús Blöndal auglýsingaljósmyndara. Sýndar eru tvenns konar myndir, annars vegar myndir af börnum og hins vegar eru sýndar kyrralífsmyndir. Magnús Blöndal nam við Brook's Institute of Photography í Bandaríkjunum þar sem hann lauk námi úr auglýsinga- og myndskreytingadeild með heiðursgráðu. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 231 orð

Maður, fugl, vatn

NÚ STANDA sem hæst tökur á kvikmynd um lífið við Þingvallavatn, sem hefur vinnuheitið Maður, fugl, vatn. Kvikmyndafélagið Lífsmynd framleiðir myndina. Ríkisútvarpið Sjónvarp hefur keypt sýningarrétt á myndinni, en stefnt er að því að ljúka gerð hennar á þessu ári. Nýlega veitti Menningarsjóður útvarpsstöðva Lífsmynd tveggja milljóna króna styrk til myndarinnar. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 164 orð

Mál og menning fékk Fjölmiðlabikar

Á FUNDI Ferðamálaráðs sem haldinn var 19. apríl á Kirkjubæjarklaustri, afhenti Halldór Blöndal samgöngumálaráðherra svokallaðan "Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs". Hann er veittur árlega fyrir umfjöllun um ferðamál í fjölmiðlum og er þetta í 13. sinn því hann var fyrst afhentur árið 1982. Það var að þessu sinni Mál og menning sem bikarinn hlaut, m.a. Meira
23. apríl 1996 | Skólar/Menntun | 161 orð

Málþroskapróf fyrir 9-13 ára í fyrsta sinn

HJÁ Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála (RUM) er nýútkomið málþroskapróf fyrir aldurshópinn 9-13 ára en síðla árs 1995 kom út sams konar próf fyrir 4-8 ára. Unnið hefur verið að útgáfu þessara prófa undanfarin þrjú ár, en þau eru notuð til að greina sérkenni og frávik í málþroska barna. Meira
23. apríl 1996 | Skólar/Menntun | 277 orð

Nám í gegnum síma og fax

SIGRÚN Þórólfsdóttir veðurathugunarmaður á Hveravöllum stundar fjarnám við Fjölbrautaskólann í Ármúla, en ekki í gegnum tölvu eins og búast mætti við heldur notast hún við síma og fax. Sigrún hefur verið veðurathugunarmaður síðan haustið 1994. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 232 orð

Nýjar bækur

FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN hefur nú í samvinnu við Háskólaútgáfuna sent frá ser bókinaHugarfar og hagvöxtur. Menning, þjóðfélag og framfarir á Vesturlöndum, eftir Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands. Í kynningu segir: "Í þessari bók er fjallað um hugarfar nútímamanna. Meira
23. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 75 orð

Pryor gefst ekki upp

MARGT VAR um stjörnur á 27. árlegu verðlaunahátíð þeldökkra listamanna sem haldin var í Pasadena fyrir skömmu, en þeirra skærust, að flestra mati, var Richard Pryor. Hann þjáist sem kunnugt er af MS- sjúkdóminum, en lætur það ekkert á sig fá og er staðráðinn í að sigrast á veikindum sínum. Honum voru veitt sérstök heiðursverðlaun á hátíðinni. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 160 orð

Rúnir djúpsins

RÚNIR djúpsins heitir nýútgefin ljóðabók. Höfundur er Þórarinn Guðmundsson. Þetta er þriðja ljóðabók hans. Bækurnar Ljós og skuggar og Dagar komu út 1995. Í kynningu segir: "Bókin skiptist í fjóra kafla. Sá fyrsti nefnist Lífrúnir. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 241 orð

Rússneskur brúðuleikhúshópur

RÚSSNESKUR brúðuleikhúshópur Nikolay Zykov Puppet Theatre er nú staddur hér á landi. Þessi hópur hefur ferðast með sýningu sína vítt og breitt um Rússland, og þar að auki heimsótt margar borgir bæði í Evrópu og Asíu. Hann hefur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum brúðuleikhúshátíðum og hlotið mörg verðlaun. Nikolai Zykov er fæddur 1965 í Moskvu. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 57 orð

Silki- og vatnslitamyndir í Eden

INGUNN Jensdóttir sýnir silki- og vatnslitamyndir í Eden í Hveragerði frá 23. apríl til 5. maí. Þetta er sjötta sýning Ingunnar í Eden. Ingunn hefur sýnt víðsvegar um landið, undanfarin tíu ár, síðast á Höfn í Hornafirði, sumarið 1995. Mótívin eru margvísleg, svo sem landslag, blómauppstillingar og ballerínur. Meira
23. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 134 orð

Skelfing heldur toppsætinu

KVIKMYNDIN "Primal Fear", eða Skelfing, hélt toppsæti bandaríska aðsóknarlistans um síðustu helgi. Á hæla hennar, í öðru sæti, kom nýjasta mynd Toms Berenger, "The Substitute", eða Staðgengillinn. Staðgengillinn fjallar um málaliða, leikinn af Tom, sem tekur að sér kennslu í miðskóla. Tvær aðrar myndir meðal tíu aðsóknarmestu myndanna voru frumsýndar um helgina. Meira
23. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 76 orð

Strákar, stelpur og stálkonur

MIKIÐ VAR um að vera í Borgarkjallaranum síðastliðið föstudagskvöld. Ég og þú héldu undirfatasýningu, bandarísku stálkonurnar Melissa Coates og Ericca Kern komu fram og haldin var sýning á íþróttafatnaði. Ljósmyndari Morgunblaðsins brá sér í yfirfötin og náði nokkrum myndum af viðstöddum. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 602 orð

Tengibraut skynjana

Haraldur Jónsson. Opið kl. 10-18 alla daga til 12. maí. Aðgangur kr. 300 (gildir á allar sýningar). Sýningarskrá kr. 900. SKYNJUNIN er lykill mannsins að heiminum, og samvinna skynfæranna til að skapa eina heildarmynd af því sem athyglinni er beint að hlýtur að vera eitt af undrum mannskepnunnar. Meira
23. apríl 1996 | Myndlist | 348 orð

Tifandi fiskar

Dröfn Guðmundsdóttir. Listhús 39: Opið kl. 14-18 alla daga til 21. apríl. Aðgangur ókeypis. ÞETTA litla rými í bakherbergi við Strandgötuna í Hafnarfirði hefur reynst drjúgt til sýningarhalds allt frá því það var opnað, og oftar en ekki hefur mátt finna þar skemmtilega hugsaðar sýningar, sem hafa tekið sig vel út í plássinu, enda miðaðar við þann stað sem hér um ræðir. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 31 orð

Verkefni

SÓPAÐU gólfið í einhverju herbergi. Dreifðu sópinu á gólfið í öðru herbergi þannig að enginn taki eftir. Endurtakist daglega. Fyrirmæli dagsins í samvinnu við Kjarvalsstaði og Meira
23. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 70 orð

Vinir í raun

HLJÓMSVEITIN Vinir vors og blóma hélt vel sótta tónleika á veitingastaðnum Gauki á Stöng síðastliðið föstudagskvöld. Þar skapaðist gífurleg stemmning, enda eru Vinirnir þekktir fyrir mjög líflega sviðsframkomu og tónlist. Þeir notuðu tækifærið til að taka upp nokkur lög, sem væntanlega koma út á plötu í sumar. Morgunblaðið/Halldór Meira
23. apríl 1996 | Leiklist | 396 orð

Vinur í hundslíki

eftir Edward Albee. Leikstjóri: Svanur Gísli Þorkelsson Sviðs- og tæknimaður: Sigtryggur B. Kristinsson Leikendur: Davíð Kristjánsson, Kristinn Pálmason Leikfélagi Selfoss, frumsýning, 19. apríl. Meira
23. apríl 1996 | Menningarlíf | 98 orð

Vortónleikar Tónlistarskóla Rangæinga

SENN líður að lokum skólaársins hjá Tónlistarskóla Rangæinga en skólanum verður slitið í maí nk. Um 210 nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur og munu flestir þeirra ljúka námi sínu með prófi. Kennt hefur verið á hin ýmsu hljóðfæri og hafa kennarar í vetur verið 10 en kennt hefur verið á sjö stöðum í sýslunni. Meira
23. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 146 orð

Þjáist Dion af lystarstoli?

ÆTTINGJAR söngkonunnar Celine Dion hafa vaxandi áhyggjur af henni og óttast að hún þjáist af lystarstoli. Greinilegt er á meðfylgjandi mynd að hún er talsvert horuð og læknir hennar hefur skipað henni að bæta á sig 8 kílóum. Systir hennar, Claudette, hefur þó takmarkaðar áhyggjur. Meira

Umræðan

23. apríl 1996 | Aðsent efni | 731 orð

Á degi bókarinnar

Í MÍNU ungdæmi var bókavörður einfaldlega maður sem stóð vörð um bækur. Og veitti ekki af. Í holtinu stóð þessi hvíta höll troðstoppuð af bókum og mátti bara fá þrjár. Ein tvær þrjár... Maður var varla kominn inn úr dyrunum þegar kvótinn var fylltur og freistandi að halda áfram upp í fjórar, fimm, sex ­ ef ekki hefði verið fyrir vörðinn. Meira
23. apríl 1996 | Aðsent efni | 613 orð

Dagur bókarinnar og bók dagsins

FYRIR nokkrum dögum var hér í heimsókn Federico Mayor, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Af því tilefni rifjaðist upp margt sem Ísland snertir í fimmtíu ára sögu stofnunarinnar. Sumir standa reyndar í þeirri trú að slík stofnun sé lítið annað en skriffinnska. Meira
23. apríl 1996 | Aðsent efni | 735 orð

Er fólk yfir fimmtugt ekki gjaldgengt á vinnumarkaðnum?

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur eins og lög gera ráð fyrir auglýst eftir fólki til starfa. Fyrir nokkrum árum leitaði embættið til ráðningarstofnana en hætti fljótlega að leita aðstoðar þeirra. Ástæðan var sú, að nokkrum sinnum leituðu umsækjendur sem komnir voru yfir fimmtugt til undirritaðs og sögðu farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við ráðningarstofnanir. Meira
23. apríl 1996 | Aðsent efni | 651 orð

Foreldrastarf mikilvægt í unglingaflokkum

ÞAÐ ER ekki svo mikill munur á fjölda pilta og stúlkna sem aldrei hafa verið í íþróttafélagi, því eins og fram kom í fyrri grein þá "láta" foreldrar stúlkur jafnt og pilta í íþróttafélög þegar þau eru ung. Þegar þau eru komin í 8. Meira
23. apríl 1996 | Aðsent efni | 848 orð

Hreyfingarleysi nemenda, dugleysi stjórnvalda

EIN er sú list sem synir jarðar og dætur hafa iðkað frá ómunatíð, að rækta líkama sinn og stæla. Í Grikklandi hinu forna voru leikar haldnir á Ólympíusléttunni, Seifi til heiðurs. Þar áttust við ungir íþróttagarpar og þreyttu með sér hinar margvíslegu þrautir. Þessir ungu menn voru tákn hreinleikans og heilbrigðra lifnaðarhátta og tóku þátt með það að leiðarljósi að vera með og gera sitt besta. Meira
23. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 546 orð

Hvað dvelur heilsuvernd starfsmanna?

Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, skrifar grein í Morgunblaðið 28. mars sl. sem hann kallar Til hvers eru lög í landinu? Þar fjallar hann um heilsuvernd starfsfólks og deilir á heilbrigðisyfirvöld fyrir að hafa ekki gegnt þeirri skyldu sinni að skipuleggja og sjá um heilsuvernd á vinnustöðum samkvæmt gildandi lögum. Meira
23. apríl 1996 | Aðsent efni | 551 orð

Hver græðir á bílastæðavandanum?

ÞAÐ VERÐUR að segjast að borgaryfirvöld eru einstaklega heppin með atorkusemi stöðumælavarða borgarinnar. Þar fer einvalalið sem lætur aldrei deigan síga í að afla tekna fyrir borgarsjóð og hefur nánast sjálfdæmi um allt sem þeir taka sér fyrir hendur við tekjuöflunina. Þeirra framkvæmdasvið er afmarkað af reglugerð sem er ein sú fjandsamlegasta gagnvart bíleigendum í gervallri Evrópu. Meira
23. apríl 1996 | Aðsent efni | 588 orð

Merkilegt landgræðsluátak

Á DÖGUNUM varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að sitja aðalfund Landgræðslufélags Skaftárhrepps á Kirkjubæjarklaustri, en bændur og íbúar Skaftárhrepps hafa í ákveðnum áföngum unnið að uppgræðslustarfi í hreppnum sem rekja má allt til ársins 1955. Meira
23. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 199 orð

Nýbúaátak í Árborg

SONUR minn, 4ra ára, er í leikskólanum Árborg í Árbæjarhverfi og hefur líkað prýðilega. Starfsfólk er áhugasamt og sinnir börnunum mjög vel. Í þessum leikskóla eru börn ættuð frá sex löndum: Frakklandi, Bretlandi, Tælandi, Filippseyjum, Suður-Kóreu og Íslandi. Undanfarið hefur staðið yfir átak þar sem öll þessi lönd eru kynnt. Átakið hófst með franskri viku. Meira
23. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 965 orð

Opið bréf til presta

UNDIRRITUÐ hefur fylgst með prestum vinna mörg göfug og erfið verk, meðal annars við erfiðar aðstæður þar sem náttúruöfl landsins hafa herjað. Það var við slíkar aðstæður ekki alls fyrir löngu sem trú mín styrktist. En á síðustu vikum hefur minni trú verið misboðið innan þjóðkirkjunnar og því tók ég þá ákvörðun að segja mig úr henni. Meira
23. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 141 orð

Þakkir til Rauða kross Íslands

Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja á sjúkradeild Rauða kross Íslands á Rauðarárstíg 18 um hálfs mánaðar skeið. Það var góður tími. Ég kom þarna hölt og skökk eftir aðgerð á mjöðm. Annarri eins umhyggju í einu og öllu hef ég aldrei kynnst. Hef þó farið á eftirmeðferðarstaði og alloft legið á sjúkrahúsum. Meira

Minningargreinar

23. apríl 1996 | Minningargreinar | 632 orð

Ásgrímur Halldórsson

Fáein kveðjuorð langar mig að setja á blað um sómamanninn Ásgrím Halldórsson, heiðursborgara og athafnamann á Höfn í Hornafirði, er kvaddi jarðlífið snöggt og óvænt þann 28. mars sl. Aðdragandi andláts hans varð aðeins fáeinar klukkustundir. Hann veiktist snögglega ­ stóra stundin, hinsta kallið var að koma. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 1018 orð

Haraldur Einarsson

Harald Einarsson sé ég fyrir mér undir stýri á glæsilegasta ökutæki landsins, á sinni tíð. Sjálfur er hann glæsilega til fara, heimsborgaralegur, virðulegur. Ég sé hann líka fyrir mér á gangi, dökkklæddan og snyrtilegan með hatt á höfði, skórnir gljáfægðir. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 150 orð

HARALDUR EINARSSON

HARALDUR EINARSSON Haraldur Einarsson fæddist á Brúsastöðum í Þingvallasveit 26. apríl 1913. Hann lést í Reykjavík 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar Haraldar voru Þóranna Kristensa Jónsdóttir og Einar Ólafsson en fósturforeldrar hans voru Sigríður Guðnadóttir og Jón Guðmundsson bóndi og gestgjafi í Valhöll, Þingvallasveit. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 989 orð

Helga Finnsdóttir

Helga vinkona mín er dáin. Hún andaðist 13. apríl sl. á sjúkrahúsinu á Húsavík. Það var óvænt og tilfinningar mínar eru blendnar. Ég veit að við eigum að vera þakklát fyrir að hún var aldrei í biðsal dauðans, en það er sjónarsviptir að Helgu Finnsdóttur. Ég var um fermingaraldur þegar Helga kom í Reykjahlíð. Þar bjuggu fjórar fjölskyldur í stórum bæ. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 28 orð

HELGA FINNSDÓTTIR

HELGA FINNSDÓTTIR Helga Finnsdóttir fæddist á Jarðlangsstöðum í Borgarfirði 16. júlí 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 13. apríl síðastliðinn og fór útförin fram frá Reykjahlíðarkirkju 19. apríl. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 282 orð

Ingunn Thorlacius

MIG LANGAR að minnast móðursystur minnar Ingunnar Thorlacius með nokkrum orðum. Það er misjafnt hvernig aldurinn fer með fólk, oft finnst manni að fólk sem komið er yfir áttræðisaldur sé aldrað fólk. Aldrei kom það í huga manns að Inga væri gömul kona. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 154 orð

Ingunn Thorlacius

Elsku amma okkar. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Þú varst svo sterk í baráttu þinni við veikindin. Þú kvaddir okkur á þinn ljúfa og rólega hátt. Þegar hugur leitar til baka minnumst við hversu gott var að koma í heimsókn á Kvisthga til þín og afa. Amma tók alltaf á móti okkur opnum örumum, glöð í bragði. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 414 orð

Ingunn Thorlacius

Í dag verður til moldar borin Ingunn Thorlacius tengdamóðir min. Ingunn lést á Landspítalanum 16. apríl sl., banamein hennar var krabbamein í hálsi, sem því miður uppgvötvaðist allt of seint. En æðrulaust og með reisn tók hún þeirri frétt að um krabbamein var að ræða og að hún þyrfti að gangast undir mikla skurðaðgerð, þá 81 árs að aldri. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 380 orð

Ingunn Thorlacius

Elsku amma Inga, okkur langar að kveðja þig með örfáum orðum. Það er ávallt sárt að þurfa að kveðja, en við huggum okkur við það að nú hefur þú fengið hvíldina þína og án efa átt þú allt það besta skilið. Við munum minnast þín sem brosmildrar, hraustrar og alltaf svo duglegrar konu sem sýndi sig best í því hve þú barðist gegn veikindunum þínum þar til yfir lauk. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 273 orð

INGUNN THORLACIUS

INGUNN THORLACIUS Ingunn Thorlacius fæddist á Akureyri 30. ágúst 1913. Hún lést á Landspítalanum 16. apríl sl. Foreldrar hennar voru hjónin Anna María Ísleifsdóttir f. 12. júlí 1883, d. 26. desember 1953 og Frímann Frímannsson, kaupmaður, f. 3. október 1871, d. 8. mars 1920. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 147 orð

Jóhann Örn Bogason Elsku afi Laggi er dáinn eftir hetjulega baráttu vi

Elsku afi Laggi er dáinn eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það var alveg einstaklega gott að koma til ömmu og afa á Akranesi. Afi var einstaklega góður og blíður maður og við fundum vel að hann vildi allt fyrir aðra gera. Hann var líka mjög handlaginn og hugmyndaríkur og bar hús þeirra því glöggt vitni. Þegar við vorum yngri höfðum við mjög gaman af því að fara með þeim í útilegur. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 28 orð

JÓHANN ÖRN BOGASON Jóhann Örn Bogason fæddist í Reykjavík 17. maí 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 28. mars síðastliðinn og

JÓHANN ÖRN BOGASON Jóhann Örn Bogason fæddist í Reykjavík 17. maí 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 28. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Akraneskirkju 2. apríl. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 440 orð

Ólafur E. Ólafsson

Nú þegar staðið er yfir moldum Ólafs E. Ólafssonar, kaupfélagsstjóra frá Króksfjarðarnesi, koma upp í hugann margar góðar minningar um þann mæta mann. Með fáeinum orðum langar mig að minnast þessa góða vinar míns. Ekki ætla ég mér þá dul að rekja uppruna né æviferil Ólafs, það munu aðrir gera, sem til þess eru hæfari. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 489 orð

Ólafur E. Ólafsson

Látinn er í Reykjavík Ólafur E. Ólafsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri Kaupfélags Króksfjarðar. Ólafur var mikill vinur og velgjörðarmaður fjölskyldu minnar. Í sambandi við starf mitt hjá Flugfélagi Íslands, í innanlandsflugi, fyrr á árum man ég hve snortinn ég varð af landinu og þá sérstaklega af Breiðafjarðarsvæðinu. Ég fór að hugsa um hve gaman væri að eignast jarðarskika við Breiðafjörð. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 328 orð

Ólafur E. Ólafsson

Þegar ég var barn heyrði ég föður minn stundum minnast á góðvin sinn Ólaf kaupfélagsstjóra í Króksfjarðarnesi. Á þeim árum voru samgöngur milli héraða erfiðari en nú er og ég minnist þess ekki að Ólafur hafi komið í heimsókn á æskuheimili mitt. Leiðir okkar lágu ekki saman fyrr en mörgum árum seinna. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 554 orð

Ólafur E. Ólafsson

Ólafur E. Ólafsson átti ætt að rekja til Króksfjarðarness og þeim stað og hinum fögru sveitum umhverfis hann helgaði hann starfskrafta sína, frá unga aldri og langt fram yfir miðjan starfsaldur. Hann settist ungur í Samvinnuskólann og eftir tilskilið nám þar, 1934 til 1936, gerðist hann starfsmaður Sambandsins í Reykjavík, þar sem hann starfaði í tvö ár. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 257 orð

Ólafur E. Ólafsson

Það að eiga góða vini eru forréttindi. Ólafur E. Ólafsson var vinur vina sinna. Við sem hér kveðjum góðan samferðarmann teljum okkur hafa verið lánsöm að njóta vináttu hans. Heimilið Múlabær sem stofnað var árið 1983, naut starfskrafta hans allt frá því að hugmyndin fæddist að stofnun þess, og til haustsins 1991, er hann lét formlega af störfum sem skrifstofustjóri. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 75 orð

Ólafur E. Ólafsson Fáein kveðjuorð. Elsku Ólafur. Mér er svo minnisstætt þegar ég kvaddi þig á spítalanum og þú hélst í

Fáein kveðjuorð. Elsku Ólafur. Mér er svo minnisstætt þegar ég kvaddi þig á spítalanum og þú hélst í höndina á mér og fórst með þessa bæn eftir Hallgrím Pétursson. Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig, þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. (Hallgrímur Pétursson. Meira
23. apríl 1996 | Minningargreinar | 35 orð

ÓLAFUR E. ÓLAFSSON Ólafur Eggert Ólafsson, fv. kaupfélagsstjóri frá Króksfjarðarnesi, var fæddur á Valshamri í Geiradalshreppi

ÓLAFUR E. ÓLAFSSON Ólafur Eggert Ólafsson, fv. kaupfélagsstjóri frá Króksfjarðarnesi, var fæddur á Valshamri í Geiradalshreppi 30. janúar 1918. Hann lést í Borgarspítalanum 11. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 19. apríl. Meira

Viðskipti

23. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 110 orð

99 milljóna kr. rekstrarafgangur

FJÁRHAGSSTAÐA Hornafjarðar batnaði um 70 milljónir króna á sl. ári, eða um 50%. Rekstrarafgangur varð 99 milljónir og jókst um 30 milljónir frá fyrra ári, skv. frétt. Rekstraráætlun stóðst í öllum megindráttum og var afkoman heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þannig fóru tekjur tæpum 10 milljónum fram úr áætlun og námu rúmum 250 milljónum. Meira
23. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 242 orð

Flugleiðir byggja upp markaði í SA-Asíu

FLUGLEIÐIR hafa gengið frá samstarfssamningi við TMTC group í Singapore. Samningur þessi felur í sér að TMTC group mun hafa söluumboð Flugleiða með höndum jafnframt því sem fyrirtækið mun sjá um uppbyggingu markaðs- og kynningarmála fyrir félagið og Ísland í Singapore. Fyrirtækið mun einnig sjá um öll fjölmiðlatengsl í landinu. Meira
23. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Hagnaður Peugeot minnkar

HAGNAÐUR PSA Peugeot Citroen minnkaði um 45% í 1.7 milljarða franka (332 milljónir dollara) í fyrra vegna gengiserfiðleika og sölutregðu að sögn fyrirtækisins. Sala fyrirtækisins minnkaði um 1,2% í 164.25 milljarða franka og skuldir þess jukust um tæplega 30%. Meira
23. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 495 orð

Hlutafé aukið um 50 milljónir

AÐALFUNDUR Skagstrendings hf. á Skagaströnd á föstudag samþykkti að heimila stjórn félagsins að auka hlutafé félagsins um allt að 50 milljónir króna að nafnvirði. Þá var jafnframt samþykkt að auka hlutafé um 20% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa og greiða 5% arð. Meira
23. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 446 orð

Samdráttur hjá kaupfélaginu

AÐALFUNDIR Kaupfélags Dýrfirðinga og dótturfyrirtækis þess, Fáfnis hf. á Þingeyri, voru haldnir 9. apríl sl. Á aðalfundi Kaupfélags Dýrfirðinga kom fram að hagnaður hafði orðið af rekstri félagsins sem nemur rúmum 5 milljónum króna og þar af var hagnaður af reglulegri starfsemi um 1,5 milljónir. Heildartekjur fyrirtækisins voru 106,4 milljónir, sem er nokkur samdráttur frá fyrra ári. Meira
23. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 208 orð

Stjórnvöld lækki gjöld á bílum

AÐALFUNDUR Bílgreinasambandsins á laugardag samþykkti að skora á stjórnvöld að lækka gjöld sem lögð eru á bíla og bílgreinina en innheimta þau gjöld, sem lögð eru á, með líkum hætti allsstaðar á landinu og gagnvart öllum. Meira
23. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 109 orð

Tillaga um 60 milljóna hlutafjáraukningu

TILLAGA verður lögð fyrir aðalfund bílaumboðsins Jöfurs hf. á morgun, miðvikudag, um að heimila stjórn félagsins að auka hlutafé um 60 milljónir króna. Um leið er lagt til að núverandi hlutafé verði fært niður, en ekki lá fyrir endanlega í gær að hve miklu marki. Meira
23. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 2,5 milljarða

VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR við útlönd var hagstæður um rúma 2,5 milljarða fyrstu tvo mánuði þessa árs, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Þetta er nokkuð lakari vöruskiptajöfnuður en var á sama tíma í fyrra, er vöruskiptajöfnuður var hagstæður um 3,4 milljarðar. Þá var hins vegar sala á einni þotu Flugleiða meðtalin og ef ekki er tekið tillit til hennar batnar vöruskiptajöfnuður talsvert á milli ára. Meira

Daglegt líf

23. apríl 1996 | Bílar | 33 orð

B I F R E I Ð A K O S T N A Ð U R 1 9 9 6 Félag íslenzkra bifreiðaeigenda

B I F R E I Ð A K O S T N A Ð U R 1 9 9 6 Félag íslenzkra bifreiðaeigenda Apríl 1996 3 Félag íslenzkra bifreiðaeigenda Apríl 1996 1 Meira

Fastir þættir

23. apríl 1996 | Í dag | 25 orð

6. a) Líf þitt er óvenjulegt, er það ekki? b) Ég hef oft undrast

6. a) Líf þitt er óvenjulegt, er það ekki? b) Ég hef oft undrast það hvernig þú spjarar þig...ég á við hvernig lifirðu af? c) Hundavit... Meira
23. apríl 1996 | Dagbók | 2699 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 19.-25. apríl, að báðum dögum meðtöldum er í Garðs Apóteki, Sogavegi 108. Auk þess er Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16 opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
23. apríl 1996 | Í dag | 53 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Níræð er í dag, 23. aprí

Árnað heilla ÁRA afmæli. Níræð er í dag, 23. apríl, Bryndís Nikulásdóttir, fyrrum húsfreyja að Miðhúsum, Hvolhreppi, nú til heimilis að Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Eiginmaður hennar var Lárus Ágúst Gíslason, bóndi og hreppstjóri, sem andaðist 2. nóvember 1990. Meira
23. apríl 1996 | Í dag | 472 orð

ÍFEYRISSJÓÐIR vinna nú skipulegar að því en áður að up

ÍFEYRISSJÓÐIR vinna nú skipulegar að því en áður að upplýsa sjóðfélaga um réttindi sín og stöðu. Til marks um það er auglýsing, sem birtist hér í blaðinu í fyrradag frá nokkrum lífeyrissjóðum, þar sem þeir vekja athygli sjóðfélaga á ákveðnum mikilsverðum þáttum, sem varða lífeyrisréttindi þeirra. Meira
23. apríl 1996 | Í dag | 148 orð

NÍTJÁN ára sænsk stúlka með margvísleg á

NÍTJÁN ára sænsk stúlka með margvísleg áhugamál: Ann-Sofie Martinsson, Akasiavägen 11, S-290 10 Tollarp, Sweden. TUTTUGU og fimm ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Naomi Ishiguro, A-203, 109, Midorigaoka 3 chome, Tottori-shi, 680 Japan. Meira
23. apríl 1996 | Dagbók | 657 orð

Reykjavíkurhöfn:

Reykjavíkurhöfn: Stapafellið og Vædderen fóru í gær, Skógarfoss kom og Friðþjófur kom og fór. Í dag koma Múlafoss og Kyndill. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs er flutt í Auðbrekku 2, 2. hæð til hægri. Gengið inn frá Skeljabrekku. Opið í dag á milli kl. 17 og 18. Meira
23. apríl 1996 | Fastir þættir | 1107 orð

Sérstæð bók um íslenzka póstsögu

Don Brandt: Walking into Iceland´s Postal History Á LIÐNU ári kom út bók, sem varðar íslenzka póstsögu og er þess eðlis, að ekki er víst, að mörgum hefði dottið í hug að rita þess konar bók nema höfundi hennar ­ og þó. Hann hafði einmitt áður komið íslenzkum frímerkjasöfnurum á óvart með ritun bókar um svipað efni fyrir nokkrum árum. Er þessi bók með nokkrum hætti framhald hennar. Meira
23. apríl 1996 | Fastir þættir | 2152 orð

Velheppnuð ferð Íslendinga til Blackpool!

Rúmlega 150 Íslendingar héldu í danskeppnisferð til Englands á dögunum. LAUGARDAGINN 6. apríl hélt stór hópur íslenzkra dansara og aðstandenda þeirra í keppnisferð til Blackpool á Englandi, til að taka þátt í einni stærstu barna- og unglingadanskeppni sem haldin er í heiminum í dag. Meira
23. apríl 1996 | Í dag | 126 orð

Velvakandi, format 31,7

Velvakandi, format 31,7 Meira

Íþróttir

23. apríl 1996 | Íþróttir | 74 orð

Annaðhvort eða "Í DAG var annaðhvort eða

Annaðhvort eða "Í DAG var annaðhvort eða og stelpurnar voru mjög ákveðnar í að sigra," sagði Petr Baumruk þjálfari Hauka. "Þær spiluðu mjög vel. Þær voru ekki í góðri æfingu til að byrja með en æfðu vel og komu til. Í fyrstu leikjunum voru taugarnar heldur ekki í góðu lagi en eftir sigur í þriðja og fjórða leik, komu þær tvíefldar en Stjarnan átti þá erfitt uppdráttar. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 216 orð

Bjarni mjög sterkur

Keppnin í -78 kílóa flokki var jöfn og spennandi. Þar glímdu til úrslita Freyr Gauti Sigmundsson úr KA og Selfyssingurinn Bjarni Skúlason, sem þykir gríðarlega mikið efni. Freyr Gauti sigraði í úrslitaviðureigninni, skoraði snemma Yugo og síðan Yppon þegar þeir félagar höfðu ást við í rúmar tvær mínútur. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 863 orð

Caminero eins og stormsveipur

ATLETICO Madrid færðist nær fyrsta meistaratitli liðsins í nítján ár, er leikmenn liðsins gerðu góða ferð til til Barcelona, þar sem þeir fóru á kostum fyrir framan 110 þús. áhorfendur á Nou Camp, heimavelli Barcelona, 1:3. Þeir eru nú með sex stiga forskot á Barcelona þegar sex umferðir eru eftir á Spáni. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 151 orð

Cantona bestur í Englandi

FRAKKINN Eric Cantona, leikmaður Manchester United, var valinn besti knattspyrnumaður Englands af íþróttafréttamönnum á laugardaginn, fékk 36% atkvæða. Hollendingurinn Ruud Gullit, Chelsea, var í öðru sæti og Robbie Fowler, Liverpool, þriðji. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 83 orð

Deildarbikarkeppni karla: ÍA - Skallagr.1:0 Stefán Þórðarson. Deildarbikarkeppni kvenna: UMFA - ÍBA1:0 Harpa Sigbjörnsdóttir.

Deildarbikarkeppni karla: ÍA - Skallagr.1:0 Stefán Þórðarson. Deildarbikarkeppni kvenna: UMFA - ÍBA1:0 Harpa Sigbjörnsdóttir. Valur - Haukar8:1 Ásgerður H. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 1361 orð

England

1. deild: Derby - Birmingham 1:1 Grimsby - Sheffield United 0:2 Leicester - Huddersfield 2:1 Luton - Watford 0:0 Millwall - Oldham 0:1 Norwich - WBA 2:2 Port Vale - Tranmere 1:1 Portsmouth - Barnsley 0:0 Reading - Charlton 0:0 Southend - Ipswich 2:1 Wolves - Crystal Palace 0:2 Sunderland - Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 414 orð

EYJÓLFUR Sverrisson

EYJÓLFUR Sverrisson átti mjög góðan leik með Herthu Berlín, þegar liðið lagði Hannover að velli 4:1. Hann fékk bestu einkunn leikmanna liðsins, eða 2,5 hjá knattspyrnublaðinu Kicker. ÞÓRÐUR Guðjónsson kom inn á sem varamaður hjá Bochum á 80. mín. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 332 orð

Fanney og Dagur best

Dagur Sigurðsson fyrirliði Íslandsmeistara Vals í handknattleik karla og Fanney Rúnarsdóttir, markvörður deildar- og bikarmeistara Stjörnunnar, voru útnefnd bestu leikmenn 1. deildar karla og kvenna á lokahófi handknattleiksmanna sem fram fór í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi á laugardagskvöldið. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 420 orð

FJÁRMÁL »Staða íþróttafélagaendurspeglar stöðunaí þjóðfélaginu

Undanfarin misseri hafa raddir forystumanna íþróttasambanda, -félaga og -deilda, sem eiga það sameiginlegt að standa illa fjárhagslega, gerst æ háværari. Eftir að siglt hefur verið í strand fórna menn höndum og segja að hætta verði dansinum. Í óefni sé komið og stokka verði spilin upp á nýtt, snúa blaðinu við. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 639 orð

Glæsilegur endir

CHICAGO sigraði í 72. leiknum í vetur er liðið sótti Washington Bullets heim í síðustu umferð NBA-deildarinnar á sunnudag. Daginn áður hafði liðið tapað heima gegn Indiana, 99:100, en met þess er engu að síður glæsilegt enda eru Michael Jordan og félagar þeir sem fyrstu sem ná 70 sigrum á keppnistímabili. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 70 orð

Gústaf til Makedóníu

GÚSTAF Björnsson, starfsmaður KSÍ og einn af aðstoðarmönnum Loga Ólafssonar, landsliðsþjálfara, er farinn til Makedóníu, þar sem hann mun fylgjast með leik heimamanna gegn Liechtenstein á morgun í Skopje. Leikurinn er fyrsti leikurinn í undankeppni HM, sem fer fram í Evrópu. Ísland leikur í sama riðli og Makedónía og Liechtenstein, ásamt liðum Írlands og Litháen. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 96 orð

Heimsmeistarakeppnin

Einstaklingskeppni KARLARStökk: 1.Alexei Nemov (Rússlandi)9,756 2.Hong-Chul Yeo (S-Kóreu)9,743 2.Andrea Massucchi (Ítalíu)9,743 4.Sergei Fedorchenko (Kasakstan)9,643 4.Vitaly Scherbo (Hv-Rússlandi)9,643 6. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 23 orð

Hlaup í Mosfellsbæ

Hlaupnir voru 8 km: Karlar: Jóhann Ingibergsson30,11 Jakob B. Hannesson31,16 Róbert Ö. Arnarson31,47 Konur: Eygerður I. Hafþórsdóttir37,36 Anna Kaspersen39,08 Sóley Björgvinsdóttir42, Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 593 orð

Hvað leynivopni beittiVIGDÍS SIGURÐARDÓTTIRgegn Stjörnunni? Beinið undir peysunni

VIGDÍS Sigurðardóttir, síbrosandi og lífsglaður tuttugu og tveggja ára Vestmannaeyingur og nú markvörður Íslandsmeistara Hauka í handknattleik, sló í gegn þegar þess þurfti í úrslitakeppni 1. deildar kvenna, sem lauk með sigri Hafnfirðinga á laugardaginn. Það var að vísu ekki seinna vænna því Stjörnustúlkur voru búnar að setja aðra höndina á bikarinn og um það bil að ná taki með hinni. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 133 orð

Íslandsmeistaramótið

Konur: 1. Gígja Gunnarsdóttir, Ármanni 2. Kristrún Friðriksdóttir, Ármanni Karlar: Opinn flokkur: 1. Vernharð Þorleifsson, KA 2. Bjarni Friðriksson, Ármanni 3. Gísli J. Magnússon, KA 3. Sigurður Bergmann, UMFG +95 kg flokkur: 1. Vernharð Þorleifsson, KA 2. Sigurður Bergmann, UMFG 3. Gísli J. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 229 orð

Jordan og Rodman samir við sig MICHAEL

MICHAEL Jordan varð í vetur stigahæsti leikmaður NBA- deildarinnar í áttunda skipti. Hann gerði að meðaltali 30,4 stig í leik. Félagi hans hjá Chicago, Dennis Rodman tók 11 fráköst í síðasta leiknum og þar með 14,9 að meðaltali í þeim 64 leikjum sem hann tók þátt í. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 200 orð

Komust á bragðið og gátu ekki hætt "V

Komust á bragðið og gátu ekki hætt "VIÐ höfum alltaf lagt áherslu á kvennaboltann og lögðum af stað með að gera konunum og körlunum jafnt undir höfði en höfum einnig fengið frábært fólk til starfa í deildinni, sem sinnir kvenfólkinu eingöngu," sagði Þorgeir Haraldsson formaður handknattleiksdeildar Hauka. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 234 orð

NBA-deildin

Leikið aðfaranótt laugardags: Toronto - Washington107:103 New Jersey - Boston106:112 Philadelphia - Orlando92:112 New York - Charlotte108:115 Milwaukee - Miami100:106 Denver - Vancouver78:92 Phoenix - Dallas123:103 Seattle - Minnesota94:86 Golden State - Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 51 orð

NHL-deildin AUSTURDEILDINPittsburgh - Washington

AUSTURDEILDINPittsburgh - Washington3:5 Washington 2:0 yfir. Montreal- NY Rangers1:2 Montreal 2:1 yfir. Tampa Bay - Philadelphia5:4 Eftir framlengingu. Tampa 2:1 yfir. VESTURDEILDINDetroit - Winnipeg4:0 Detroit 2:0 yfir. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 89 orð

Róbert með tilboð "É

"ÉG er með tilboð frá Fredenbeck og mun gefa mér næstu daga til þess að skoða það," sagði Róbert Sighvatsson, línumaður úr UMFA en hann kom í gærkvöldi frá Þýskalandi þar sem hann skoðaði aðstæður hjá Fredenbeck. Róbert vildi ekkert um það segja hvort líkurnar væru meiri eða minni að hann léki með félaginu. Héðinn Gilsson er einnig með tilboð frá sama félagi. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 193 orð

Rúnar byrjar vel

RÚNAR Kristinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, byrjaði tímabilið í sænsku úrvalsdeildinni eins og hann gerði í fyrra ­ með því að skora sigurmarkið fyrir Örgryte. Rúnar gerði eina mark leiksins í Íslendingaslagnum gegn Örebro á útivelli um helgina. Rúnar skoraði markið á 73. mínútu með skoti úr utanverðum vítateignum vinstra megin. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 96 orð

Sjálfstraustið í lagi

"LEIKURINN var meiriháttar góður, vel spilaður, jafn og spennandi og svoleiðis eiga úrslitaleikir að vera," sagði Ragnheiður Guðmundsdóttir fyrirliði Hauka. "Við ætluðum ekkert að gefa eftir og það var ekkert stress hjá okkur fyrir leikinn, sjálfstraustið var í lagi, en það var ekki til staðar í fyrstu tveimur leikjunum. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 173 orð

Stjarnan - Haukar18:19

Íþróttahúsið í Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild - síðasti úrslitaleikur, laugardaginn 20. apríl 1996. Gangur leiksins: 0:2, 1:3, 4:5, 4:7, 6:9, 8:9, 8:11, 9:13, 12:13, 12:15, 14:17, 15:18, 17:18, 17:19, 18:19. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 5/3, Guðný Gunnsteinsdóttir 3, Nína K. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 84 orð

Teitur ekki fyrstur

TEITUR Þórðarson verður ekki fyrsti Íslendingurinn sem stjórnar knattspyrnulandsliði í leik gegn Íslendingum, þegar hann stjórnar landsliði Eistlands gegn Íslandi í Tallinn á morgun. Eggert Jóhannesson, fyrrum þjálfari Víkings og Ármanns, var landsliðsþjálfari Færeyinga og stjórnaði liðinu í leik gegn Íslandi í Þórshöfn 1974, 2:3. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 302 orð

Vachun hættir eftir átta ár TÉKKINN Michael Vac

TÉKKINN Michael Vachun, sem verið hefur landsliðsþjálfari hér á landi undanfarin átta ár, hefur ákveðið að hætta. Hann hefur náð góðum árangri sem þjálfari júdómanna hér á landi en áður en hann kom hingað var hann landsliðsþjálfari Tékka. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 596 orð

Vegleg afmælisgjöf

HAUKASTÚLKUR færðu félagi sínu veglega gjöf á 65 ára afmæli þess, þegar þær urðu Íslandsmeistarar í handknattleik eftir mjög dramatíska úrslitakeppni. Úrslitaorustan fór fram í Garðabæ á laugardaginn í fimmta leik liðanna og höfðu Hafnfirðingar 18:19 sigur á deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 42 orð

Weah hjá Milan til 1999 GEORGE Weah, besti knatt

GEORGE Weah, besti knattspyrnumaður heims 1995, hefur skrifað undir nýjan samning við AC Milan, sem gildir til 30. júní 1999. AC Milan þarf aðeins eitt til að tryggja sér meistaratitilinn á Ítalíu í fjórða sinn á fimm árum. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 77 orð

Þau mætast í úrslitum Úrslitakeppnin hefst á fimmtudag. Fyrir framan lið er getið í hvaða sæti deildarinnar það varð og í sviga

AUSTURDEILD1-Chicago Bulls (72-10) ­ 8-Miami Heat (42-40)2-Orlando Magic (60-22) ­ 7-Detroit Pistons (45-36)3-Indiana Pacers (52-30) ­ 6-Atlanta Hawks (46-36)4-Cleveland Cavaliers (47-35) ­ 5-New York Knicks (47-35)VESTURDEILD Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 480 orð

Þriðji titill Vernharðs

VERNHARÐ Þorleifsson úr KA varð á laugardaginn Íslandsmeistari í opnum flokki í júdó, þriðja árið í röð. Hann sigraði Bjarna Friðriksson úr Ármanni á dómaraúrskurði í úrslitaglímunni. Ármenningar og KA-menn skiptu bróðurlega á milli sín gullverðlaununum, hvort félag hlaut fern en þegar allir verðlaunapeningarnir eru taldir hlaut KA 11 en Ármann níu. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 269 orð

Þrír með sigurmörk

ÍSLENSKIR landsliðsmenn voru í sviðsljósinu um helgina í Hollandi, Englandi, Svíþjóð og Þýskalandi ­ þrír skoruðu sigurmörkin fyrir lið sín; Eiður Smári Guðjohnsen, Þórður Guðjónsson og Rúnar Kristinsson. Lárus Orri Sigurðsson átti stórleik með Stoke á Roker Park í Sunderland, þar sem Stoke náði jöfnu, 0:0, og kom í veg fyrir að heimamenn fögnuðu 1. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 101 orð

Þær áttu betri endasprett "ÞETTA var bará

Þær áttu betri endasprett "ÞETTA var baráttuleikur en þegar svona er komið, fimmti leikur, vinnur betra liðið og þær áttu betri endasprett en við," sagði Guðný Gunnsteinsdóttir fyrirliði Stjörnunnar. "Ég veit satt að segja ekki hvað gerðist hjá okkur. Það var mikil pressa á okkur og við urðum óöruggar. Það var ekki fyrr en í lokin, að við rönkuðum við okkur. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 142 orð

Örlögin gripu inní "ÉG vil byrja á að ósk

"ÉG vil byrja á að óska Haukum til hamingju með sigurinn en ég fer ekki ofan af því sem ég sagði eftir tvo fyrstu leikina að Stjarnan er með besta liðið á landinu, það er ósköp einfalt mál," sagði Ólafur Lárusson þjálfari Stjörnustúlkna, "en því miður gripu örlögin inní þegar við misstum lykilmanneskju hjá okkur í meiðsli og við höfðum engann tíma til að finna aðra í staðinn. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 141 orð

Öruggt hjá Gígju GÍGJA Gunnarsdóttir sigraði öru

GÍGJA Gunnarsdóttir sigraði örugglega í kvennaflokki, en þar voru keppendur aðeins tveir, hún og Kristrún Friðriksdóttir, en þær eru báðar úr Ármanni. Þær stöllur áttust aðeins við í tæpa mínútu. Kristrún reyndi bragð á Gígju, féll við það í gólfið og á bakið þannig að Gígja sigraði á Yppon. "Hún reyndi að komast inn í bragð, en réð ekki alveg við það og féll á bakið. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 61 orð

(fyrirsögn vantar)

»Meiðsli hjá Skotum FJÓRIR leikmenn Skotlands eru meiddir og geta ekki leikið vináttulandsleik gegn Danmörku í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn. Duncan Ferguson hjá Everton, Colin Calderwood varnarleikmaður hjá Tottenham og Alan McLaren hjá Glasgow Rangers, sem eru meiddir á hné og Paul McStay hjá Celtic, m er meiddur á ökkla. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 36 orð

(fyrirsögn vantar)

»Benfica tapaði heima BENFICA mátti þola sitt fyrsta tap á heimavellin á keppnistímabilinu, þegar Farense fagnaði sigri með marki á síðustu mín. leiksins, 0:1. Soares, sem mun leika fyrir Benfica næsta keppnistímabil, skoraði markið með skalla. Meira
23. apríl 1996 | Íþróttir | 140 orð

(fyrirsögn vantar)

»Frestuðu veisluhöldum á Roker Park LÁRUS Orri Sigurðsson, sem átti enn einn stórleikinn, og félagar hans hjá Stoke sáu til þess að stuðningsmenn Sunderland urðu að fresta veisluhöldum - halda hátið eftir sigur í 1. deildarkeppninni. Stoke náði jöfnu, 0:0, og verða stuðningsmennirnir að bíða eftir heimaleik gegn WBA á laugardaginn kemur. Meira

Úr verinu

23. apríl 1996 | Úr verinu | 325 orð

Ríkisstyrkir í sjávarútvegi afnumdir

ÞING Alþjóðaþingmannasambandsins samþykkti ályktun um vernd og nýtingu fiskistofna sem byggð er á drögum sem Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins lagði fram á þinginu sem haldið var í Istanbul dagana 15.-19. apríl. Meðal efnis í ályktuninni er hvatning til ríkja heims um að tryggja sjálfbæra og skynsamlega nýtingu sjávarlífvera, þar með talda sjálfbæra nýtingu sjávarspendýra, þ.e. Meira
23. apríl 1996 | Úr verinu | 91 orð

Urrandi fiskur

FISKUR með sérstætt útlit kom inn á gólf frystihúss Borgeyjar hf. á Höfn á dögunum og vakti hann athygli Svanhvítar Kristjánsdóttur. Fiskurinn kom með síld. Vinnufélagi hennar, Sverrir Aðalsteinsson, sagðist hafa séð svona fisk áður en var ekki viss um heitið. Fann hann síðan í Fiskabók Gunnars Jónssonar. Meira
23. apríl 1996 | Úr verinu | 189 orð

Vill að línutvöföldun verði hætt

FÉLAGSFUNDUR í Útvegsmannafélagi Norðurlands samþykkti í vikunni tillögu þess efnis að línutvöföldun, sem auki á ójöfnuð, verði hætt og að jöfnunarsjóðir verði aflagðir. Jafnframt að 50% af þeim afla sem tekinn hefur verið frá til línutvöföldunar, eða um 6.800 tonn, verði skilað aftur inn í aflamarkskerfið og önnur 50% fari til þeirra báta sem stundað hafa línuveiðar. Meira

Ýmis aukablöð

23. apríl 1996 | Dagskrárblað | 163 orð

13.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi.

13.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi. 17.00Fréttir 17.02Leiðarljós (381) 17.45Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 17.57Táknmálsfréttir 18.05BarnagullLitli spæjarinn (The Little Detective) (2:4) Meira
23. apríl 1996 | Dagskrárblað | 127 orð

17.00Beavis og Butthead Fé

17.00Beavis og Butthead Félagarnir eru aftur komnar á skjáinn. 17.30Taumlaus tónlist 20.00Walker (Walker, Texas Ranger) 21.00Á valdi ástarinnar (Addicted To Love) Sérkennileg og dramatísk ástarsaga sem gerist árið 1999, þegar sýndarveruleiki blómstrar. Meira
23. apríl 1996 | Dagskrárblað | 705 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Yrsa Þórðardóttir flytur. 7.00 Morgunþáttur Rásar 1. 8.00 "Á níunda tímanum". 9.03Laufskálinn. Umsjón: Guðrún Jónsdóttir. 9. Meira
23. apríl 1996 | Dagskrárblað | 88 orð

S17.00Læknamiðstöðin 17.45Martin

17.45Martin 18.15BarnastundOrri og Ólafía Mörgæsirnar 19.00Þýska knattspyrnan -mörk vikunnar og bestu tilþrifin - 19.30Simpsonfjölskyldan 19.55Ned og Stacey 20.20Fyrirsætur (Models Inc. Meira
23. apríl 1996 | Dagskrárblað | 109 orð

Taggart

SJÓNVARPIÐ22.00Spennuþáttur Tvö lík finnast í sundlaug við glæsilegt sveitasetur. Annað er af húseigandanum sem hafði verið gítarleikari í vinsælli hljómsveit á sjöunda áratugnum en hún hún hætti störfum eftir að söngkonan féll fram af svölum á hóteli í Blackpool. Hitt líkið í lauginni er af ungri stúlku. Meira
23. apríl 1996 | Dagskrárblað | 782 orð

ÞRIÐJUDAGUR 23.4. BBC PRIME 4.00

ÞRIÐJUDAGUR 23.4. BBC PRIME 4.00 Pathways to Care 4.30 Rcn Nursing Update 5.00 BBC Newsday 5.30Monster Cafe 5.45 The Really Wild Show 6.05 Blue Peter 6.30 Going for Gold 7.00 Dr Who: the Time Monster 7. Meira
23. apríl 1996 | Dagskrárblað | 121 orð

ö12.00Hádegisfréttir 12.10S

12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Glady-fjölskyldan 13.05Busi 13.10Ferðalangar 13.35Súper Maríó bræður 14.00Leyndarmál (Those Secrets) Sjónvarpsmynd um konu sem gerist vændiskona þegar hún kemst að því að maðurinn hennar hefur verið ótrúr. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.