Greinar laugardaginn 27. apríl 1996

Forsíða

27. apríl 1996 | Forsíða | 170 orð

Nógur fiskur en allt of dýr

ÞÓTT sjórinn úti fyrir Finnmörku kraumi af fiski, þorski, ufsa og öðrum tegundum, blasir við hrun í fiskvinnslunni í þessu nyrsta héraði Noregs. Hafa fiskvinnslufyrirtækin boðað uppsögn allt að 1.200 starfsmanna sinna. Meira
27. apríl 1996 | Forsíða | 173 orð

Reuter Mikill niðurskurður í Þýskalandi

Reuter Mikill niðurskurður í Þýskalandi HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, kynnti í gær á þingi sparnaðaráform ríkisstjórnar sinnar auk aðgerða til að draga úr kostnaði fyrirtækja. Stefnt er að því að ná fram rúmlega 2.000 milljarða króna sparnaði og hafa þessi áform kallað fram hörð viðbrögð hagsmunahópa. Meira
27. apríl 1996 | Forsíða | 411 orð

Samið um að ráðast ekki á borgara

SJÖ daga sleitulausar friðarumleitanir Warrens Christophers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, báru loks árangur í gær þegar hann tilkynnti að náðst hefði samkomulag um að binda enda á átök Ísraela og Hizbollah-hreyfingarinnar í Líbanon. Ráðherrann sagði að báðir aðilarnir hefðu lofað að hlífa óbreyttum borgurum við frekari árásum. Meira
27. apríl 1996 | Forsíða | 170 orð

Vaxandi spenna í Kosovo

FORSETI Albaníu hvetur Albani, sem búsettir eru í Kosovo í Júgóslavíu, til að sýna stillingu og gera ekkert það sem orðið gæti til þess að auka enn frekar á spennuna á þessu eldfima svæði. Þekktur albanskur ritstjóri spáir því að frekari ofbeldisverk séu yfirvofandi í Kosovo. Meira
27. apríl 1996 | Forsíða | 119 orð

Vilja loka Tsjernobyl- verinu

NOKKRIR liðsmenn Greenpeace-samtakanna efndu til mótmæla í Úkraínu í gær og kröfðust þess að Tsjernobyl-kjarnorkuverinu yrði lokað; á myndinni sjást nokkrir þátttakenda. Tíu ár voru í gær liðin frá slysinu í kjarnorkuverinu og var þess minnst víða um heim. Talsmenn stjórnvalda í Úkraínu segja að rekja megi um 4.300 dauðsföll til slyssins. Meira

Fréttir

27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

40% fjölgun í Hólminum

ÍBÚUM Stykkishólms hefur fjölgað um 40% síðan á miðvikudag vegna öldungamóts í blaki sem nú stendur sem hæst í bænum. Mótið er haldið í 21. sinn en í fyrsta sinn í Stykkishólmi í nýlegu íþróttahúsi heimamanna. Keppt er á þremur völlum samtímis í húsinu frá átta að morgni til miðnættis. Mótið hófst á miðvikudagskvöld og því lýkur þegar laugardagur er að kvöldi kominn. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

4.450 miðar seldir

Í GÆR höfðu 4.450 miðar selst á tónleika Davids Bowie í Laugardalshöll 20. júní nk. Eru þá 550 miðar óseldir. Að sögn Ingvars Þórðarsonar, eins aðstandenda tónleikanna, hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum þeirra. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

5 kærðir fyrir sinubruna

LÖGREGLAN á Blönduósi hefur ákært fimm bændur fyrir að brenna sinu, en bannað er að brenna sinu nema með leyfi sýslumanns að fenginni umsögn Landgræðslu ríkisins. Að sögn lögreglu verður þessum reglum fylgt fast eftir í vor. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 199 orð

Auglýsing VÍS verði ekki birt framar

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur skilað umsögn um kvörtun Skeljungs hf. yfir auglýsingu Vátryggingafélags Íslands á barnabílstólum, sem birtist í dagblöðum, og farið þess á leit að auglýsingin verði ekki birt aftur. Í kvörtun Skeljungs er því haldið fram að auglýsing VÍS séu villandi og stangist á við samkeppnislög en þar er vísað í Britax barnabílstóla sem Skeljungur selur. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

Árekstur í Borgarfirði

TVEIR bílar rákust saman rétt sunnan við Borgarfjarðarbrú í gær. Engin meiðsl urðu á fólki, en verulegt eignartjón. Fjarlægja var annan bílinn með kranabíl. Óhappið vildi þannig til að fólksbíll stoppað við vegamótin að Hvanneyri og ók þá annar bíll aftan á hann. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 455 orð

Ástæða til að endurmeta önnur kuml

VIÐ aldursgreiningu á peningi sem fannst í svo kölluðu Þórisárkumli í Skriðdal hefur komið í ljós að það er talsvert yngra en áður var haldið, að sögn Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifafræðings hjá Minjasafni Austurlands. Meira
27. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 95 orð

Bandarísku fjárlögin samþykkt

Reuter Bandarísku fjárlögin samþykkt BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, undirritaði fjárlög þessa árs í gær, daginn eftir að þingið samþykkti þau. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Bruggari tekinn á Stokkseyri

LÖGREGLAN á Selfossi handtók mann á Stokkseyri á sjöunda tímanum í gær við bruggverksmiðju sem lögreglunni hafði borist tilkynning um. Maðurinn, sem er úr Reykjavík, var að koma 35 lítra brúsa fullum af landa fyrir í bíl sínum þegar hann var handtekinn og í húsnæðinu fundust um 15 lítrar til viðbótar auk mikils tækjabúnaðar til bruggunar, m.a. þúsund lítra eimingartankur. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 512 orð

Búist við fleiri erlendum veiðimönnum í sumar

Fremur rólegt hefur verið á sjóbirtingsslóðum að undanförnu. Komið hafa skot og skot í Vatnamótunum svokölluðu. Í Geirlandsá var mjög dauft eftir að páskahretinu slotaði, raunar veiddist lítið eða ekkert allt þar til allra síðustu daga, að það glaðnaði yfir veiðiskapnum aftur. Velta menn fyrir sér hvort fiskur er að stórum hluta genginn til sjávar vegna góðs árferðis. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 202 orð

Dagvist fyrir heilabilaða opnuð

DAGVIST fyrir heilabilaða einstaklinga var opnuð á Lindagötu 59 í gær. Dagvistin verður rekin í tengslum við félags- og þjónustumiðstöð aldraðra sem er eigu Reykjavíkurborgar og mun félagsmálaráð í umboði borgarráðs fara með stjórn starfseminnar og öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar með daglegan rekstur. Dagvistin er rekin að veittu leyfi heilbrigðisyfirvalda. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 188 orð

Dans með hjálpartækjum

LÖGREGLAN í Reykjavík kannaði í gær hvers konar starfsemi byggi að baki smáauglýsingu í DV þar sem auglýst var "erótískt life show". Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, Meira
27. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 963 orð

Dapur dagur í sögu alls mannkynsins

MIKILL mannfjöldi safnaðist saman skammt frá Tsjernobyl-verinu í Úkraínu í fyrrinótt til að minnast þeirra þúsunda manna, sem látið hafa lífið af völdum kjarnorkuslyssins fyrir 10 árum. Tugþúsundir manna eiga enn um sárt að binda vegna slyssins, ýmist vegna veikinda eða ástvinamissis, og það hefur haft alvarleg áhrif á líf milljóna manna í Úkraínu og Hvíta Rússlandi. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Dráttarvélanámskeið fyrir unglinga

DRÁTTARVÉLANÁMSKEIÐ fyrir unglinga á aldrinum 13­15 ára verður haldið í Reykjavík dagana 2.­5. maí nk. Að námskeiðinu standa menntamálaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Slysavarnafélag Íslands, Umferðarráð, Vinnueftirlit ríkisins og Ökukennarafélag Íslands. Bókleg kennsla fer fram í Hlíðaskóla. Meira
27. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 387 orð

Dregið úr ríkisútgjöldum og kostnaði fyrirtækja Stjórn Helmuts Kohls kanslara hyggst leiða hjá sér mótmæli hagsmunasamtaka og

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, kynnti í gær á þingi umbótaáætlun sem miðar að því að draga úr útgjöldum hins opinbera og kostnaði fyrirtækja. Kanslarinn hvatti þjóðina til að fylkja sér að baki ríkisstjórninni í þessum efnum til að unnt yrði að rétta þýskt efnahagslíf við. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 249 orð

Eftirlit með tannlæknum verður hert

NÝRÁÐINN tryggingayfirtannlæknir, Reynir Jónsson, vill auka eftirlit með reikningsfærslum tannlækna, lagfæra gjaldskrá og semja við tannlækna með tilliti til vandvirkni og verðlagningar. Til greina kemur að taka stikkprufur úr sjúklingaskrám til að ganga úr skugga um að verið sé að reiða sömu þjónustu af hendi og greitt er fyrir. Meira
27. apríl 1996 | Miðopna | 1490 orð

Eilífur ófriður um mannanöfn

LAGASETNINGEilífur ófriður um mannanöfn Illa virðist Íslendingum ganga að ákveða hvaða reglur eigi að gilda um mannanöfn hér á landi og sumir telja að ekki eigi að hafa afskipti af nafnavali fólks, enda persónulegra mál vandfundið. Meira
27. apríl 1996 | Miðopna | 1384 orð

Ekki draumórar heldur tiltekt Reynir Jónsson hyggst gjörbreyta starfsemi tannlæknadeildar Tryggingastofnunar, auka aðhald með

NÝRÁÐINN tryggingayfirtannlæknir, Reynir Jónsson, vill auka eftirlit með reikningsfærslum tannlækna, lagfæra gjaldskrá tannlækna og tannsmiða og semja við tannlækna með tilliti til vandvirkni og verðlagningar. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Erindi um vaxtarhraða trjáa

FJÓRÐI fræðslufundur HÍN á þessu ári verður mánudaginn 29. apríl kl. 20.30. Fundurinn verður að venju haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. Á fundinum flytur Gunnar Freysteinsson skógfræðingur erindi sem hann nefnir: Vaxtarhraði nokkurra trjátegunda á Íslandi. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 1002 orð

Fallist á niðurstöðu hæstaréttar í Istanbul

DÓMARI í undirrétti í Istanbúl í Tyrklandi hefur farið fram á að dætur Sophiu Hansen komi fyrir réttinn vegna forræðismáls hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar í Tyrklandi. Sophia hefur ekki trú á því að dætur hennar þori að tjá sig í réttinum, enda óttist þær refsingu föður síns. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Fá lof í dönskum fjölmiðlum

Fá lof í dönskum fjölmiðlum SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands undir stjórn Osmos Vänskä og einleikarinn, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, fá afar lofsamlega dóma í dönskum blöðum fyrir framgöngu sína á tónleikum í Tívolísalnum í Kaupmannahöfn á dögunum. Meira
27. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 234 orð

FIDE-einvígið verður í Elista

KIRSAN Iljúmzhínov, hinn umdeildi forseti Alþjóðaskáksambandsins (FIDE), hefur ákveðið að næsta heimsmeistaraeinvígi sambandsins fari fram í Elista í Rússlandi. Iljúmzhínov hafði áður ákveðið að einvígið færi fram í Bagdad en sú ákvörðun olli miklu uppnámi innan skákhreyfingarinnar. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Fimm kórar við messu í Fríkirkjunni í Hafnarfirði

VIÐ MESSU í Fríkirkjunni í Hafnarfirði nk. sunnudag 28. apríl munu fimm kórar koma fram og syngja. Kórarnir eru Kirkjukór og barnakór Fríkirkjunni, Kirkjukór og barnakór Víðistaðakirkju og Kór eldri borgara í Hafnarfirði. Kórarnir syngja saman Sálma um lífið og ljósið eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Stjórnendur eru þær Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir og Guðrún Ásbjörnsdóttir. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fimm teknir við innbrot

FIMM menn voru handteknir við innbrot í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum í fyrrinótt. Fyrst var maður staðinn að verki við innbrotstilraun í Pizza 67 í Tryggvagötu og skömmu síðar voru fjórir ungir menn handteknir við tilraun til innbrots í aðstöðu Hreyfils í Hafnarstræti. Meira
27. apríl 1996 | Landsbyggðin | 347 orð

Fyrsti timburfarmurinn til Húsavíkur

Húsavík-Vel gengur undirbúningur að starfrækslu Aldins hf. og fyrsti farmurinn af timbri til úrvinnslu og þurrkunar kom til Húsavíkur í þessari viku og jafnframt vélar til verksmiðjunnar. Skipafélagið Portland í Maine í Kanada sér um flutning hráefnisins til landsins fyrir hönd hráefnissala. Áætlað er að starfsemin geti hafist í júní. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Garðskagavegur undir áætlun

VÖLUR hf. átti lægsta tilboð í lagningu Garðskagavegar. Fyrirtækið býðst til að vinna verkið fyrir rúmar 116 milljónir kr., sem er um 80% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar en hún hljóðar upp á 145 milljónir. Svokallað frávikstilboð sama fyrirtækis er tveimur milljónum kr. lægra. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 313 orð

Gjaldtaka fyrir sjónvarpsleyfi

SAMKVÆMT ákvörðun útvarpsréttarnefndar frá árinu 1986 er tekið lágt gjald fyrir úthlutun útvarpsleyfis. Gjald fyrir leyfi til rekstrar sjónvarpsrásar í eitt ár er 30.431 króna og leyfi fyrir útvarpsrás í eitt ár nemur 20.289 krónum. Gjaldið rennur í ríkissjóð. Á seinasta ári nam þessi gjaldtaka rúmlega 1,7 milljónum króna, en árið 1994 tæplega hálfri milljón. Meira
27. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 381 orð

Gull finnst í jörðu í Noregi

GULL er ofarlega í huga íbúa í Romsdal í Noregi þessa dagana en skýrt hefur verið frá því að gull hafi fundist þar í jörðu. Æði hefur þó ekki runnið á íbúa, hvorki í nágrenninu eða annars staðar. Tilraunaboranir gefa til kynna að allt að 3,8 kíló af gulli sé að finna í þúsund tonnum af grjóti. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Harpa gefur Barnaspítala Hringsins tvær milljónir

MÁLNINGARVERKSMIÐJAN Harpa hf. hefur í tilefni af 60 ára afmæli sínu fært Kvenfélaginu Hringnum tvær milljónir króna að gjöf í Byggingarsjóð Barnaspítala Hringsins. Um árabil hafa verið uppi áform um að reisa nýjan Barnaspítala Hringsins á Landspítalalóðinni. Framkvæmdum hefur hins vegar verið frestað aftur og aftur. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 258 orð

Hátækniinnbrot upplýst í Eyjum

TVEIR menn, 16 og 23 ára, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 1. maí að kröfu sýslumannsins í Vestmannaeyjum vegna gruns um að hafa framið á annan tug innbrota í fyrirtæki í Vestmannaeyjum í vetur með því að bora út og breyta hurðalæsingum þannig að ummerki eftir innbrotin voru nær engin. Meira
27. apríl 1996 | Landsbyggðin | 212 orð

"Heilbrigður lífstíll"

"Heilbrigður lífstíll" Garði­Góð þátttaka unglinga var á unglinganámskeiði, sem stúkan Framför hélt í síðustu viku fyrir nemendur 7.-10. bekkjar Gerðaskóla. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 40 orð

Heillaóskir til konungs Svía

CARL Gustaf Svíakonungur verður fimmtugur þriðjudaginn 30. apríl nk. Af því tilefni mun liggja frammi bók í sendiráði Svíþjóðar, Lágmúla 7. Í hana geta ritað nöfn sín þeir sem vilja færa konungi heillaóskir í tilefni afmælisins. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 252 orð

Herjólfur til sýnis í Reykjavík

FERJAN Herjólfur verður í Reykjavíkurhöfn á laugardaginn til sýnis fyrir borgarbúa. Ferð Herjólfs til Reykjavíkur er í tengslum við ferðakynningu sem haldinn verður í Perlunni um næstu helgi þar sem hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu víðs vegar um land kynna þjónustu sína. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 472 orð

Jafnaðarmenn og verkalýður sameinist um umbætur

JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, segir að tími sé kominn til að jafnaðarmannahreyfingin og verkalýðshreyfingin leggi gömul ágreiningsmál til hliðar og reyni á næstu misserum að ná saman um sameiginlega umbótaáætlun. Þetta kom fram í máli hans á ráðstefnu Alþýðuflokksins um kjaramál, en ráðstefnan hófst á Scandic Hótel Loftleiðum í gær og lýkur henni í dag. Meira
27. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 520 orð

Jeltsín kveðst ekki stefna að kapítalisma

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði á blaðamannafundi í Shanghai í gær að hann stefndi ekki að því að koma á kapítalisma í landi sínu. Skráningu frambjóðenda vegna rússnesku forsetakosninganna 16. júní lauk í gær og alls hafa ellefu frambjóðendur verið skráðir. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 194 orð

Kanna grundvöll til einkaskipta

"ÉG MUN senda þeim, sem hagsmuna eiga að gæta í þessu máli, bréf og kynna þeim niðurstöðu dómsins. Í framhaldi af því mun ég svo kanna hvort grundvöllur er fyrir einkaskiptum á dánarbúinu, eða hvort koma þarf til opinberra skipta," sagði Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn, í samtali við Morgunblaðið. Meira
27. apríl 1996 | Landsbyggðin | 112 orð

Kjósendum 5,29% færri

Á kjörskrá eru 3.066 manns, 1.449 konur og 1.617 karlar. Er það fækkun um 171 frá síðustu sveitarstjórnarkosningum eða 5,29%. Á Ísafirði eru 2.288 á kjörskrá á móti 2.366 árið 1994, á Suðureyri eru 179 manns með kosningarétt á móti 225 árið 1994 og á Flateyri eru 222 á kjörskrá á móti 239 árið 1994. Meira
27. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 275 orð

Kristín G. Gunnlaugsdóttir hlaut starfslaun listamanns

KRISTÍN G. Gunnlaugsdóttir hlýtur starfslaun listamanns á Akureyri fyrir næsta ár en tilkynnt var um það á svonefndri vorkomu menningarmálanefndar Akureyrar á sumardaginn fyrsta. "Að fá stuðning að heiman er eins og að fá næringu í rótina og finna að maður getur teygt sig enn hærra upp og breitt út laufin, kannski jafnvel byrjað að blómstra, Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 41 orð

Kvennaathvarfið fær 9 millj.

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Kvennaathvarfinu styrk að upphæð 9 milljónir fyrir árið 1996. Jafnframt var samþykkt að framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála kannaði hvort gera ætti þjónustusamning við Kvennaathvarfið eins og nokkur sveitarfélög hafa þegar gert. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 31 orð

Lokaball vetrarins í Árseli

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ársel heldur lokadansleik vetrarins laugardaginn 27. apríl frá kl. 20­23 þar sem Stefán Hilmarsson og Milljónamæringarnir leika fyrir dansi. FURÐUFATABALL var haldið í mars sl. í Árseli. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

Meirihluti vill sameiningu

MIKILL meirihluti þeirra félagsmanna Verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar og Verkakvennafélagsins Framsóknar sem tóku þátt í kosningum á vegum þeirra, er hlynntur sameiningu þessara félaga. Sendir voru út 3.600 atkvæðisseðlar til allra félagsmanna í Dagsbrún og 2.190 seðlar til félagskvenna í Framsókn. 1. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Menntaþing haldið í fyrsta sinn næsta haust

NÆSTA haust verður efnt til menntaþings í fyrsta sinn hér á landi á vegum menntamálaráðuneytisins þar sem hægt verður á einum stað að kynnast því helsta sem er að gerast í menntamálum þjóðarinnar, en til þingsins verða allir þeir boðaðir sem starfa að menntamálum í landinu. Meira
27. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli verður á morgun kl. 11. Lokahátíð, leikir og veitingar. Munið kirkjubílana. Messað verður í Akureyrarkirkju á morgun kl. 14. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30. á morgun. Samkoma kl. 20. Níels Jakob Erlingsson talar. Heimilasamband kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag, biblíulestur á fimmtudag. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 32 orð

Morgunblaðið/Árni Sæberg Kosningamiðstöð opnuð

GUÐRÚN Pétursdóttir, sem boðið hefur sig fram í forsetakosningunum í sumar, opnaði kosningamiðstöð á sumardaginn fyrsta í Pósthússtræti 9 og sýnir myndin hana við það tækifæri í hópi stuðningsmanna. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 363 orð

Mælt fyrir frumvarpi um Flugskóla Íslands hf.

ÁFORMAÐ er að stofna hlutafélag í meirihlutaeigu ríkisins um Flugskóla Íslands, og mælti samgönguráðherra fyrir lagafrumvarpi þess efnis á Alþingi. Skólinn á að veita menntun sem gerir nemendur hæfa til að taka að sér störf í þágu atvinnuflugs og veita kennslu til undirbúnings prófa í atvinnuflugi. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

Námskeið í tóbaksvörnum

LEIÐBEINENDANÁMSKEIÐ verður haldið dagana 27. og 28. apríl í Norræna skólasetrinu á Hvalfjarðarströnd í þeim tilgangi að samhæfa betur aðgerðir heilbrigðisþjónustunnar á sviði tóbaksvarna og við að hjálpa fólki að hætta að reykja. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Nýja vélin millilenti

NÝJA leiguvél Íslandsflugs millilenti hér á landi fyrir nokkrum dögum. Flugvélin er af gerðinni ART 42 og er henni fyrst og fremst ætlað að sinna fraktflutningum milli Íslands og Englands auk farþegaflugs milli Íslands og Grænlands. Vélin getur borið um 4 tonn af frakt eða 46 farþega og er flughraðinn um 490 km/klst. Vélin mun koma inn í áætlun Íslandsflugs í næstu viku. Meira
27. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 661 orð

Nýtt skeið hafið í samskiptum ríkjanna Borís Jeltsín, forseti Rússlands, lauk í gær vel heppnaðri heimsókn til Kína þar sem

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og hinn kínverski starfsbróðir hans, Jiang Zemin, skáluðu í kampavíni fyrir þáttaskilum í samskiptum ríkjanna á fimmtudagskvöld. Opinberri heimsókn Jeltsíns til Kína lauk í gær og telja fréttaskýrendur hana sögulega fyrir þær sakir að hún marki "nýtt upphaf" í samskiptum ríkjanna, sem minni á samstarf þeirra allt fram á sjöunda áratuginn. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Opið hús á Bifröst

OPIÐ hús verður í Samvinnuháskólanum á Bifröst laugardaginn 27. apríl kl. 13­16. Í opnu húsi kynna nemendur og kennarar starfsemi Samvinnuháskólans og sýna þá aðstöðu sem skólinn hefur upp á að bjóða. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 194 orð

Reykhólahreppur verði færður á milli kjördæma

ÁSKORUN um að Reykhólahreppur verði færður úr Vestfjarðakjördæmi og látinn tilheyra Vesturlandskjördæmi liggur frammi til undirskriftar á Reykhólum. Í gærmorgun voru um 20 íbúar búnir að skrifa undir. Haus áskorunarinnar er þannig: "Undirritaðir íbúar í Reykhólahreppi, Austur-Barðastrandarsýslu, æskjum þess eindregið að gerð verði breyting á kjördæmaskipan til alþingiskosninga, Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 654 orð

Ræða meirihlutasamstarf á næstu dögum

BÆJARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags reikna með að ræða saman næstu daga um meirihlutasamstarf sitt í bæjarstjórn Egilsstaða. Ekki er annað að heyra á forystumönnum flokkanna en að þeir hafi hug á því að starfa áfram saman. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 195 orð

Röntgenmyndir sendar símleiðis

SAMSKIPTAKERFI fyrir fjargreiningu röntgenmynda var formlega tekið í notkun í gær, en kerfið er notað til þess að senda röntgenmyndir um símalínu milli sjúkrahúsa eins og til dæmis á milli sérgreinasjúkrahúsanna í Reykjavík og sjúkrahúsa víða um landið. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Samningi um flugvirkjanám sagt upp

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir að slitið verði samningi milli íslenskra og sænskra stjórnvalda um flugvirkjanám Íslendinga í V¨asterås í Svíþjóð. Íslenska ríkinu hefur verið stefnt vegna skólagöngu flugvirkjanemanna, sem Svíar telja að Íslendingar eigi að greiða. Upphæðin er 3,5 milljónir sænskra króna, eða um 35 milljónir íslenskra vegna náms Íslendinga við skólann frá 1991. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Sigurvegarar frá Blackpool dansa í Kringlunni

ÁRLEG danshátíð Kringlunnar og Dansskóla Jóns Péturs og Köru laugardaginn 27. apríl nk. Þar munu sigurvegararnir frá Blackpool, Elísabet og Sigursteinn, Berglind og Benedikt og Davíð Gill og Halldóra ásamt fjölda annarra keppnispara frá skólanum dansa milli kl. 10­16. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Sinueldar loga

SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur sinnti sex útköllum vegna sinubruna í gær. Að sögn aðalvarðstjóra slökkviliðs voru flest útköllin úr Árbæjarhverfi og opnum svæðum í grennd við það. Ekki hlaust meiriháttar tjón af sinueldinum í gær, að því er best var vitað. Á sjötta tímanum logaði sinueldur í Grafarvogi og lagði reyk frá honum yfir hinn nýja Borgarholtsskóla. Meira
27. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Síðasta sýningarhelgi

NÚ líður að lokum apríl sýninga Listasafnsins á Akureyri en annars vegar er um að ræða sýningu á módelmyndum Gunnlaugs Blöndal undir yfirskriftinni "Konan og nekt hennar" og sýningar á ljósmyndum Bill Dobbins "Stálkonunni," þar sem líkami vaxtarræktarkvenna er viðfangsefnið. Síðasta sýningar helgi er nú dagana 27. og 28. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Síðasti áfangi Landnámsgöngunnar

Í SÍÐASTA áfanga Landnámsleiðarinnar, Raðgöngu Útivistar 1996, sem farin verður sunnudaginn 29. apríl kl. 10.30 frá Umferðarmiðstöðinni, verður gengin forn leið frá Helguhvammi við Köldukvísl upp Mosfellsbringur og Mosfellsheiði að Heiðabæ. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Slasaðist við klettaklifur

TÆPLEGA 9 ára drengur hlaut höfuðáverka og opið beinbrot við olnboga eftir að hann féll niður af kletti í Elliðaárdal síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar átti slysið sér stað í svokölluðu Indíánagili milli Höfðabakkabrúar og göngubrúar yfir Elliðaár. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Sr. Bolli settur setubiskup

KIRKJUMÁLARÁÐHERRA hefur sett sr. Bolla Gústavsson, vígslubiskup á Hólum, setubiskup í tengslum við niðurstöðu stjórnar PÍ í framhaldi af áliti siðanefndar Prestafélagsins. Siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að biskup hefði brotið alvarlega af sér gagnvart hinu kirkjulega embætti með því að bera út upplýsingar um fund sóknarprests og skjólstæðings vegna persónulegra hagsmuna. Meira
27. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 335 orð

Starfsfólki boðin vinna á Akureyri

REKSTRARSTÖÐVUN frystihúss Útgerðarfélags Akureyringa á Grenivík sem hefjast átti í byrjun næsta mánaðar hefur verið frestað um einn mánuð, til 1. júní næstkomandi, og verður allt gert til að tryggja hráefni til vinnslunnar. Meira
27. apríl 1996 | Smáfréttir | 50 orð

STOFNUN Dante Alighieri á Íslandi heldur árshátíð sína í gömlu

STOFNUN Dante Alighieri á Íslandi heldur árshátíð sína í gömlu Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, á laugardag kl. 19.30. Ítalskir matreiðslumeistarar sjá um hlaðborð, Bergþór Pálsson syngur ítalska söngva við undirleik, Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 216 orð

Sumri fagnað í blíðviðri

SUMARIÐ sumarið heilsaði landanum með björtu og hlýju veðri suðvestan- og vestanlands. Öllu svalara var fyrir norðan og austan. Lögreglan í Reykjavík segir að höfuðborgarbúar hafi verið í miklu sumarskapi og mikil gangandi umferð hafi verið í miðbænum. Skemmtanir í úthverfum borgarinnnar voru mjög vel sóttar og fóru t.d. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Sýningu Steingríms að ljúka

LOKADAGUR 80. málverkasýningar Steingríms St. Th. í Nönnukoti í Hafnarfirði er í dag, laugardaginn 27. apríl. Lýkur sýningunni í kvöld kl. 23. Ásamt Steingrími, sem sýnir 35 nýjar myndir, sýnir Nanna Hálfdánardóttir að vestan nokkrar vegghöggmyndir í sérstökum stíl og með sérstökum blæ. Uppákoma verður í dag kl. 14. Meira
27. apríl 1996 | Smáfréttir | 67 orð

TANJA tatarastelpa skemmtir í Ævintýra-Kringlunni á

TANJA tatarastelpa skemmtir í Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð í Kringlunni kl. 14.30 í dag, laugardag. Tanja tatarastelpa er leikin er Ólöfu Sverrisdóttur, leikkonu. Ævintýra-Kringlan er listamsiðja fyrir börn á aldrinum 2 til 8 ára og geta foreldrar verslað á meðan börnin dveljast þar. Ævintýra- Kringlan er á 3. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð

Tími naglanna liðinn

Lögreglan í Reykjavík fer fljótlega að huga að því að áminna ökumenn, sem enn aka um á nagladekkjum. Þau áttu að vera horfin undan bílunum í síðasta lagi 15. apríl sl. Sumir halda að miðað sé við 1. maí, þar sem sú viðmiðun var um áraraðir, en undanfarin ár hafa naglarnir sem sagt átt að hverfa fyrir 15. apríl. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Trúnaðarbréf til Mandela

SIGRÍÐUR Snævarr sendiherra afhenti Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, trúnaðarbréf sitt í Höfðaborg á fimmtudag. Sigríður sagði í gær að Mandela hefði í ávarpi fjallað um þann stuðning, sem Ísland og önnur Norðurlönd hefðu veitt í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu fyrri stjórnvalda í Suður-Afríku. Meira
27. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Tvö tilboð bárust

TVÖ tilboð bárust í yfirlögn og breikkun flugbrautar á Akureyrarflugvelli og voru þau bæði rúmlega 10% yfir kostnaðaráætlun. Tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í gær. Arnarfell ehf og Hlaðbær Colas buðust til að vinna verkið fyrir kr. 29.914.800.- en Loftorka bauð kr. 30.010.000.-. Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp á 27.050.350.-. Meira
27. apríl 1996 | Landsbyggðin | 25 orð

Tær og spegilsléttur fjörður

Morgunblaðið/Egill Egilsson Tær og spegilsléttur fjörður Flateyri-Á heimleið gat fréttaritari ekki setið á sér að mynda tæran spegilsléttan fjörðinn sem speglaði fjallgarðinn í yfirborði vatnsflatarins. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 280 orð

Útlit fyrir hækkun á bensíni

ÚTLIT er fyrir að verð á bensíni hækki enn frekar á næstunni, en bensínverð hefur hækkað tvívegis í þessum mánuði. Þórólfur Árnason, framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins hf., segir að ástæðan sé mikil hækkun á heimsmarkaðsverði bensíns. Hann útilokar ekki að bensínverð hækki strax um næstu mánaðamót. Meira
27. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 209 orð

Vanda betur val dómara

EVRÓPURÁÐIÐ hefur ákveðið, að gera strangari kröfur í framtíðinni til væntanlegra dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Verður vali þeirra breytt og ýmsar umbætur aðrar gerðar á dómstólnum sem koma til framkvæmda á næsta ári. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Veislukaffi og hlutavelta

KVENNADEILD Skagfirðingafélagsins í Reykjavík verður með hlutaveltu og veislukaffi í Drangey, Stakkahlíð 17, miðvikudaginn 1. maí nk. kl. 14 til eflingar starfsemi sinni. Kvennadeildin, sem hefur starfað í rúmlega 30 ár, hefur einkum styrkt líknar- og menningarmál heima í héraði. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 174 orð

Vilja reka næturklúbb hið fyrsta

GARÐAR Kjartansson og fjölskylda hafa fest kaup á veitingahúsinu Óðali, en hann var opnaður eftir gagngerar breytingar í júní í fyrra og hefur skipt um eigendur þrívegis síðan þá. Eigendaskipti urðu um seinustu helgi og segir Garðar að hann hafi þegar hafið endurskoðun á starfsemi staðarins í því skyni að höfða til sem flestra gesta. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 338 orð

Vill afnema reglur sem heimila línutvöföldun

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA, Þorsteinn Pálsson, vill afnema svokallaða línutvöföldun og hefur hann sent sjávarútvegsnefnd Alþingis bréf þess efnis. Þetta kom fram í ræðu sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda hf. í gær. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Vídalínshátíð í Garðabæ

JÓN biskup Vídalín fæddist í Görðum 21. mars 1666. Hópur áhugafólks í fæðingarbyggð hans hefur tekið höndum saman um að minnast biskups ár hvert með helgihaldi og hátíðardagskrá á þeim sunnudegi sem næstur er vígsludegi Vídalínskirkju. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 834 orð

Vörn verið snúið í sókn

ÞAÐ VAR 21. ágúst árið 1906 að glímt var um Grettisbeltið í fyrsta sinn í húsi Góðtemplara á Akureyri. Grettisbeltið, sem gefið var af Glímufélaginu Gretti þar í bæ, er veglegur gripur með silfurbúnum sylgjum og skreytt skildi með mynd af Gretti Ásmundarsyni. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 132 orð

Þolmælingar í Garðabæ

ALMENNINGI í Garðabæ stendur til boða að láta þolmæla sig laugardaginn 27. apríl. Íþróttabraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ, í samvinnu við Almeningsíþróttadeild Stjörnunnar og Heilsugæsluna í Garðabæ, standa fyrir þolmælingunum. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 164 orð

Þrír bræður með þrílembinga

Morgunblaðið/Pétur Ísleifsson Þrír bræður með þrílembinga Vopnafirði. Morgunblaðið. ÞAÐ var nóg að gera hjá ungviðinu á Einarsstöðum í Vopnafirði á sumardaginn fyrsta. 6 ær voru bornar á bænum, svona óvart, því enn voru þrjár vikur í sauðburð. Meira
27. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 238 orð

Ættarnöfn fleiri en föðurnöfn

ÆTTARNÖFNUM fjölgar mjög ört hér á landi og nú er svo komið, að ættarnöfn karla eru nokkru fleiri en föðurnöfn þeirra, en ættarnöfn kvenna allmiklu fleiri en föðurnöfn þeirra. Verði ekkert að gert kann svo að fara að ekki líði margir áratugir þar til kenninafnaflóra Íslendinga einkennist af ættarnöfnum, sem flest verða útlend og með mjög framandlegum blæ. Meira

Ritstjórnargreinar

27. apríl 1996 | Leiðarar | 606 orð

LÍFIÐ ER SALTFISKUR

LÍFIÐ ER SALTFISKUR ÝNINGIN Lífið er saltfiskur, sem opnuð var við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands að kvöldi sumardagsins fyrsta, er stjórnendum Listasafns Íslands og Landsbanka Íslands til sóma. Á sýningunni eru m.a. Meira
27. apríl 1996 | Staksteinar | 269 orð

»Norrænt samstarf NORRÆNT samstarf hefur breytzt, segir Tíminn í leiðara. Þr

NORRÆNT samstarf hefur breytzt, segir Tíminn í leiðara. Þrjú Norðurlönd eiga nú aðild að Evrópusamstarfinu og Ísland og Noregur eru aðilar að Evrópska efnhagssvæðinu. "Þetta hefur ekki dregið úr mikilvægi norræns samstarfs, þvert á móti", segir blaðið. NATO í breyttum heimi Meira

Menning

27. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 380 orð

Breska bylgjan

SKOÐANIR hafa löngum verið skiptar um fegurð þegna bresku þjóðarinnar. Vafalaust er hún misjöfn eins og annars staðar í heiminum, en bresku fyrirsæturnar Naomi Campbell og Kate Moss eru sannarlega meðal þeirra hæstlaunuðu í heiminum. Meira
27. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 125 orð

Hafnfirskt grín í aðsigi

KUNNIR grínarar, Siggi Sigurjóns, Laddi, Magnús Ólafsson, Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson, voru við upptökur á grínplötu í Hafnarfirðinum á dögunum. Platan, sem fyrst um sinn verður aðeins seld í fiskbúðum í Hafnarfirði, kemur út í tengslum við Alþjóðlegu hafnfirsku grínhátíðina, sem Ferðamálanefnd Hafnarfjarðar heldur í bænum 1.­8. júní næstkomandi. Meira
27. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Hannah á átta systkin

DARYL Hannah á fjölda systkina, sjö systur og einn bróður. Hún sjálf hefur ekki verið dugleg við að fjölga mannkyninu, en systur hennar hafa verið iðnar við kolann í gegnum tíðina. Ein systirin á fimm börn, önnur fjögur og enn önnur þrjú. Hér er Hannah í fylgd með systur sinni og heldur á dóttur hennar. Meira
27. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 76 orð

Kynjaköttur 96

KATTARÆKTARFÉLAGIÐ hélt tvær keppnir um síðustu helgi í Perlunni. Kattaeigendur og aðrir kattavinir fjölmenntu og börðu fremstu ketti landsins augum. Skemmst er frá því að segja að Nátthaga Gaukur sigraði í báðum keppnum og varð þar með tvöfaldur Kynjaköttur ársins 1996. Nátthaga Gaukur er svartur oriental högni. Ræktandi hans er Ólafur S. Njálsson, en eigandi Vilborg Einarsdóttir. Meira
27. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 91 orð

Lagakeppni Harmóníkufélagsins

HARMÓNÍKUFÉLAG Fljótsdalshéraðs hélt nýverið lagakeppni. 12 lög bárust í keppnina víðs vegar að af landinu. Sigurlagið, Í Svartaskógi, er eftir Sigurð Gylfa Björnsson og texti eftir Hákon Aðalsteinsson. Í öðru sæti varð lagið Þú eftir Jón Arngrímsson og í því þriðja varð lagið Haustminning eftir Aðalstein Ísfjörð við texta Þorgríms Björnssonar. Meira
27. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 70 orð

Paul gengur ekki heill til skógar

Paul gengur ekki heill til skógar PAUL Newman lenti í smávægilegu bílslysi í síðasta mánuði og eins og sést á myndinni hefur hann ekki jafnað sig að fullu. Hann hlaut nokkur meiðsl á vinstra auga og því er hula á vinstra glerauganu. Með honum á myndinni er að sjálfsögðu eiginkonan, Joanne Woodward. Meira
27. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 165 orð

Sambíóin sýna myndina Litlu prinsessuna

SAMBÍÓIN Álfabakka sýna nýjustu ævintýramyndina frá Warner Brothers Litlu prinsessuna eða "A Little Princess". Myndin er byggð á bókinni "Sara Crewe" eftir Frances Hodgson Burnett sem einnig er höfundur "The Secret Garden". Burnett lést í New York árið 1924 þá 75 ára að aldri. Ást Amy Ephron, eins af framleiðandum kvikmyndarinnar, á bókinni varð kveikjan að kvikmyndun hennar. Meira
27. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 70 orð

Sem yður þóknast

LEIKRITIÐ Sem yður þóknast, eftir Shakespeare, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir skömmu. Leikstjóri er Guðjón Pedersen, en Helgi Hálfdanarson þýddi verkið. Frumsýningargestir voru á ýmsum aldri, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Morgunblaðið/Ásdís MARÍA Dís Cilia og Arnar Sigurbjartsson. Meira
27. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 68 orð

Stuttmyndasýning

TVEIR ungir stuttmyndagerðarmenn, þeir Valtýr Bergmann og Eiríkur Ingi Böðvarsson, efndu til boðssýningar á fimm myndum í Menntaskólanum við Sund sl. sunnudag. Þeir sýndu fimm myndir, þar af eina nýja, Úlfaldi úr mýflugu. Þeir Valtýr og Eiríkur hafa unnið saman að gerð stuttmynda sl. fjögur ár. Um 70 gestir sóttu sýninguna. VALTÝR (t.v. Meira

Umræðan

27. apríl 1996 | Aðsent efni | 358 orð

Athuga- semd við grein um Bláa lónið

VEGNA ofangreindrar greinar vill embætti skipulagsstjóra ríkisins koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri, vegna misskilnings og rangfærslna sem fram komu í greininni, með ósk um að þær verði birtar hið fyrsta. Bláa lónið ­ athugasemdir embættis skipulagsstjóra ríkisins Í grein Hilmars J. Meira
27. apríl 1996 | Aðsent efni | 407 orð

Árin sem koma á óvart

Á ÞESSU ári eru liðin 10 ár síðan Vímulaus æska - foreldrasamtök létu þýða foreldrabókina Árin sem koma á óvart, þegar barnið breytist í ungling. Þessi ágæta foreldrabók er ein bóka Lions-Quest kennsluefnisins eða Að ná tökum á tilverunni eins og þetta kennsluefni heitir á íslensku. Meira
27. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 261 orð

Áskorun til foreldra

NÆSTKOMANDI þriðjudag, 30. apríl, ljúka nemendur 10. bekkja grunnskólanna samræmdum prófum og þannig stendur á að frí er í skólunum daginn eftir, 1. maí. Á þessum tímamótum í lífi nemenda hefur skapast sú venja að nemendur þyrpast saman til að fagna þessum prófalokum. Hér í Reykjavík þekkjum við öll að unglingar úr Reykjavík og nágrenni hópast í stórum stíl í miðbæinn. Meira
27. apríl 1996 | Aðsent efni | 1205 orð

Bannað er nafn þitt

ALÞINGI hefur nú til meðferðar frumvarp til nýrra laga um mannanöfn. Nokkrir vinir menningarinnar hafa nýverið lýst áhyggjum sínum vegna þessa í Morgunblaðinu, Helgi Hálfdanarson og Jónas Kristjánsson af kunnri prúðmennsku en Erlendur Jónsson og Páll Sigurðsson með nokkrum þjósti. Meira
27. apríl 1996 | Aðsent efni | 805 orð

Dómgreind félagshyggjufólks

DÓMGREIND er ekki meðfædd eins og almennar gáfur, en góðar gáfur stuðla að því að öðru jöfnu að dómgreind nái þroska. Það gerir hún sennilega helzt í glímu einstaklingsins við náttúruna, en einna sízt með því að sitja langtímum saman óvirkur fyrir framan imbakassa. Það er mikil hætta á því að dómgreind nái almennt æ minni þroska með hverri nýrri kynslóð, ef svo fer sem nú horfir. Meira
27. apríl 1996 | Aðsent efni | 469 orð

Forsetaframbjóðandi óskast

NÚ NÁLGAST forsetakosningar og eru frambjóðendurnir einn af öðrum að birtast. Hinn almenni kjósandi er aftur farinn að fylgjast með eftir að mesta fárinu í kringum kirkjuna er að ljúka. Hann fær að kjósa en finnst sjálfsagt eins og hann sé að velja sér stofustáss frekar en að velja um eitthvað sem getur haft áhrif á ævi hans og örlög. Meira
27. apríl 1996 | Aðsent efni | 242 orð

Forsetinn, flokkspólitíkin og sundrungaröflin

HINAR gömlu vígvélar sundrungaaflanna standa nú gráar fyrir járnum í forsetaslaginum. Á vinstri hönd trónir Ólafur Ragnar fyrrum foringi íslenskra sósíalista og á hægri hönd hinn tvíhöfða þurs Sjálfstæðisflokksins, menn Davíðs undir fána Péturs Hafstein og menn Þorsteins undir gunnfána Guðrúnar Pétursdóttur. Meira
27. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 220 orð

Fyrirspurn til Tryggingastofnunar ríkisins

ÞANN 4. apríl sl. fór ég á Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi, vegna þess að ég hafði klemmt fingur og óttaðist að hann væri brotinn. Læknir skoðaði fingurinn og sendi mig svo í röntgenmyndatöku. Fingurinn reyndist ekki brotinn og með það fór ég. Þegar að greiðslu kom var mér sagt að greiða kr. 1.240, 300 fyrir myndatökuna og 940 fyrir skoðun (gjald lífeyrisþega). Meira
27. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 289 orð

Góð ferð til Grindavíkur

ÞAÐ hefur þekkst um langa tíð að kvenfélög á höfuðborgarsvæðinu og kvenfélög úti á landi hafi skipst á heimsóknum. Kvenfélag Bústaðasóknar fór 15. apríl í eina slíka til Kvenfélags Grindavíkur. Um 90 konur tóku þátt í heimsókninni. Lagt var af stað frá Bústaðakirkju klukkan rúmlega 7 um kvöldið. Ekið var sem leið lá og ekki stoppað fyrr en við Bláa lónið. Meira
27. apríl 1996 | Aðsent efni | 555 orð

Heilablóðfall

ÞEGAR einhver varð fyrir því að missa málið og lamast var sagt að guðirnir hefðu slegið hann. Þaðan er komið orðið "slag". (Fréttabréf um heilbrigðismál 1973) Hvað er heilablóðfall? Meira
27. apríl 1996 | Aðsent efni | 1040 orð

Heimahjúkrunarþjónusta Heilsuverndarstöðvarinnar

UM NOKKURT skeið hef ég að gefnu tilefni kynnst starfsemi heimahjúkrunar Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík. Ég hef á því tímabili sem stuðningurinn frá stöðinni hefur verið veittur mér nákomnum, fengið inná heimili mitt um það bil tuttugu starfsstúlkur sem sinnt hafa þar nauðsynlegum hjúkrunar- og aðhlynningar- störfum. Í þessum hópi hafa verið bæði sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar. Meira
27. apríl 1996 | Aðsent efni | 941 orð

Hugleiðing um "Gettu betur"

NÝVERIÐ lauk í Sjónvarpinu Spurningakeppni framhaldsskólanna og þar sönnuðu MR-ingar enn og aftur að þeir eru fremstir á fróðleikssviðinu. Þeir lögðu í úrslitum lið Flensborgar og maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér hvernig þetta lið komst eins langt og raun ber vitni. Meira
27. apríl 1996 | Aðsent efni | 1294 orð

Hugsjónir og hagsmunir Morgunblaðsins

Í SÍÐUSTU viku varði Morgunblaðið meira rými til að fjalla um úthlutun á fjórum örbylgjurásum til Sýnar en nokkurt annað innlent fréttaefni. Einu heimsviðburðirnir, sem fengu eitthvað sambærilega umfjöllun, voru mannskæð styrjaldarátök í Mið-Austurlöndum. Þó mátti vart á milli sjá hvort málefnið blaðinu þótti meiri tíðindum sæta. Meira
27. apríl 1996 | Aðsent efni | 428 orð

Hvað merkir orðið samráð?

Í ÍSLENSKRI orðabók, sem gefin var út af Máli og menningu undir ritstjórn Árna Böðvarssonar, stendur orðrétt: "Samráð = sameiginleg ráðagerð." Orðið merkir því að aðilar vinni að sameiginlegri ráðagerð og nái sameiginlegri niðurstöðu. Meira
27. apríl 1996 | Aðsent efni | 843 orð

Hvenær verður byggð að borg?

ÞEGAR litið er til síðustu aldar undrast menn hve ytri umgjörð mannlífsins í Reykjavík var smá í sniðum. Höfuðborg framtíðarinnar var þá lítið meira en kofaþyrping, sem kúrði í kvosinni milli tjarnarinnar og sjávar. Meira
27. apríl 1996 | Aðsent efni | 1872 orð

Menningarborg Danir hafa enga orku á landi aðra en hugvitið, en það hefur dugað þeim til mikilla afreka. Bragi Ásgeirsson vekur

KAUPMANNAHÖFN tók kuldalega á móti ferðalanginum fimmtudaginn fyrir dymbilviku og voru það óvænt viðbrigði eftir blíðviðriskafla á heimaslóðum. Ekki var þó beinlínis kalt fyrir þá sem aldir eru upp við allar tegundir norðangarra og óblíðu kaldhamraða landsins, en rýnirinn er þó öllu vanari öfugu viðmóti veðurguðanna er hann heldur suður í álfu. Meira
27. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 383 orð

Opið bréf til aðila vinnumarkaðarins

Við launþegar erum lítillátir og auðsveipir þjónar þeirrar heilögu þrenningar er ráðskast með okkar lifibrauð. Það skal engan undra, annað væri ókurteisi hin mesta. Hvar værum við stödd ef þessi blessuð þrenning bæri ekki hag okkar fyrir brjósti og leiddi okkur í sannleikan um hvað okkur er fyrir bestu? Ríkisvaldið, Meira
27. apríl 1996 | Aðsent efni | 1018 orð

Orkuútflutningurinn

Orkuútflutningurinn Hvaða skammsýni fær menn til að hugleiða, spyr Friðrik Daníelsson, raforkuútflutning um sæstreng? ENN ER kominn á kreik gamall draugur: hugmyndin um sæstrenginn til að fara með auðlind landsins, raforkuna, ónýtta til Evrópu. Meira
27. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 750 orð

Reiðhjól og hjólreiðar

Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. apríl sl. vakti Hrönn Gunnarsdóttir athygli á nauðsyn þess að hjólreiðafólki og öðrum væru kynntar þær reglur sem gilda um reiðhjól og hjólreiðar. lÍ viðleytni til að bregðast við beiðni Hrannar fara hér á eftir nokkur atriði umferðarlaga sem hjólreiðafólki er hollt að hafa í huga í sumarbyrjun. Meira
27. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 471 orð

Sjálfskipaði "listamaðurinn" kveður sér aftur hljóðs

SKAMMUR tími er síðan Tryggvi V. Líndal sendi mér tóninn í lesendabréfi Morgunblaðsins til andsvars við greinarkorni mínu er varð til vegna lítilsvirðingarskrifa hans um þjóðmenningu okkar Íslendinga og þó einkum hið hefðbundna ljóðform. Meira
27. apríl 1996 | Aðsent efni | 547 orð

Skapvonar kýr

ÖÐRU hverju kvikna deilumál innan stofnana milli einstaklinga, og oftar en ekki er kennt um "samstarfsörðugleikum". Stundum magnast þessir örðugleikar, svo að krafist er brottvísunar starfsmanna eða starfsmanna úr viðkomandi stofnun. "Samstarfsörðugleikar" eru fremur óljóst hugtak og getur þýtt eitt og annað og oft smávægilegar uppákomur. Meira
27. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 76 orð

Skálholt og Reykholt fyrr og nú Baldri Hafstað: EGILL Skallagrímsson birtist mér í draumi nýlega, mikilúðlegur á svip, og fór

EGILL Skallagrímsson birtist mér í draumi nýlega, mikilúðlegur á svip, og fór með eftirfarandi vísu sem hann sagði að tengdist Skálholti og Reykholti fyrr og nú: Þar andans menn áður bjuggu. Nú flækja þeir mál í fjarlægri sókn. Þeir skála í Reykholti og reykja í Skálholti: andlausir menn á "ego-trippi". Meira
27. apríl 1996 | Aðsent efni | 551 orð

Smekkvísi í nafngiftum

NOKKRIR ágætismenn hafa á undanförnum vikum varað sterklega við óðagoti í afgreiðslu hins nýja lagafrumvarps um mannanöfn sem nú liggur fyrir Alþingi. Seinast voru þessi varnaðarorð ítrekuð í forystugrein Morgunblaðsins á sumardaginn fyrsta. Ekki er ástæða til að endurtaka þessar röksemdir. Meira

Minningargreinar

27. apríl 1996 | Minningargreinar | 376 orð

Björn Pálsson

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Við brottför samferðamanna eða ástvina héðan af heimi getur þakklæti fyrir liðin kynni eða einungis það að hafa fengið að vera samtíðarmaður hins horfna vegið þyngra en harmur og eftirsjá. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 32 orð

BJÖRN PÁLSSON Björn Pálsson var fæddur á Snæringsstöðum í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu 25. febrúar 1905. Hann lést á

BJÖRN PÁLSSON Björn Pálsson var fæddur á Snæringsstöðum í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu 25. febrúar 1905. Hann lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi 11. apríl síðastliðinn og fór útförin fram frá Blönduóskirkju 20. apríl. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 481 orð

Daníel Ágústínusson

Ég kynntist Daníel Águstínussyni skömmu eftir að ég fluttist til Akraness árið 1967. Mér var þá boðin þátttaka í blakhóp fullorðinna (old boys). Daníel var þar helsti foringinn eins og annars staðar þar sem hann var þátttakandi. Sá ég strax að þarna var mikill garpur á ferð sem tók öll sín viðfangsefni af fyllstu einurð, hvort sem var í leik eða starfi. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 315 orð

Daníel Ágústínusson

Í hugum okkar er það oft svo, að sumir samferðamenn okkar virðast geta orðið eilífir. Síungir og hressir á líkama og sál. Þeim mun meiri verða þá viðbrigðin, er svo hressandi og leiftrandi persónur hverfa frá í einu vetfangi. Þannig var það með Daníel okkar, hress og glaður á fallegri strönd og augnablikum síðar, hafði hann kvatt lífið. Góðri og farsælli ævi var lokið. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 344 orð

Daníel Ágústínusson

Þegar sú fregn barst hingað til Akraness að Daníel Ágústínusson hefði úti á Kanaríeyjum orðið fyrir áfalli, sem nokkrum dögum síðar leiddi hann til dauða, þyrmdi yfir bæjarbúa. Okkur setti hljóð. Við vorum alvarlega minnt á að enginn ræður sínum næturstað. Nokkrum dögum áður vorum við Daníel ásamt fleira fólki að skemmta okkur á 40 ára afmæli Norræna félagsins hér á Akranesi. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 26 orð

DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON

DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON Daníel Ágústínusson fæddist á Eyrarbakka 18. mars 1913. Hann lést á Kanaríeyjum 11. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 24. apríl. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 785 orð

Daníel Ágústsson

Við Daníel Ágústínusson kynntumst um þrítugt, er áhugi hans á lausn vandamála ungmennafélaganna færði hann til starfa fyrir þau í íþróttanefnd ríkisins. Hafði ég þá nýlega verið ráðinn til nefndarinnar. Stjórn UMFÍ tilnefndi hann sem fulltrúa sinn í nefndina 1943. Nefndin var endurnýjuð á þriggja ára fresti. Tíu sinnum var Daníel skipaður í nefndina og lauk því ólaunaða starfi í ársbyrjun 1975. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 168 orð

Ester María Sigfúsdóttir

Mig langar til að minnast með nokkrum orðum frænku minnar, ekki síst vegna þess hversu einstök manneskja hún var. Kynni mín af henni hófust fyrir alvöru eftir 1990 þegar ég fluttist í Efstasund. Þaðan er stutt í Álfheimana og þótt þær yrðu ekki margar ferðirnar til hennar í kaffi, urðu þær nógu margar til að sjá það að hún var gull af manni og bráðskemmtileg. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 429 orð

Ester Sigfúsdóttir

Þegar ég hitti í fyrsta sinn tengdaföður minn Björn Halldórsson, gullsmið, fyrir tæpum 24 árum, á jólunum 1972, var hann maður ókvæntur. Á fallegu heimili sínu í Álfheimum 52 bjó hann með móður sinni Hólmfríði Björnsdóttur sem gekk til allra húsverka og hélt heimili fyrir son sinn þrátt fyrir að hún væri orðin 88 ára gömul. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 28 orð

ESTER SIGFÚSDÓTTIR

ESTER SIGFÚSDÓTTIR Ester Sigfúsdóttir fæddist á Leiti í Suðursveit 23. nóvember 1919. Hún lést á Landspítalanum 16. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 26. apríl. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 135 orð

Guðrún Einarsdóttir

Guðrún Einarsdóttir, fædd 5. janúar 1917, dó 16. apríl sl. Elsku Gunna. Mig langar með fáeinum orðum að kveðja þig og þakka þér þann stuðning og þann styrk sem þú áttir alltaf til að gefa á erfiðum stundum, og það ljós sem þú gast gefið þegar allt virtist dimmt. Ég kveð þig með orðum Gísla Halldórssonar, sem gætu verið þín. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 789 orð

Guðrún Einarsdóttir

Fegurð vorsins birtist er lífgrös og blóm jarðar vakna úr vetrardvala og blómstra á ný af krafti hlýju og skini sólar. Hluti blómanna er þó háður því lífsins lögmáli að hafa lokið hlutverki sínu og hverfa aftur í þann jarðveg, sem hann óx úr. Söknuður þeirra sem eftir standa er því dýpri sem fegurð þeirra sem hverfa er meiri og hafa prýtt lífsins akur meira en aðrir einstaklingar. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 193 orð

Guðrún Einarsdóttir

Þetta land geymir allt sem ég ann, býr í árniði grunntónn þíns lags. Hjá þess urt veit ég blómálfs míns brags, milli bjarkanna yndi ég fann. Ber mér útrænan ilminn frá sjó, blærinn angan frá lyngi í mó. Djúpa hugró á fjöllum ég finn. Meðal fólksins er vettvangur minn. Þetta land skamma stund bjó mér stað. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 720 orð

Guðrún Einarsdóttir

Á björtum og fögrum sumardegi man ég fyrst eftir Guðrúnu frænku minni. Ég mun þá hafa verið tæplega sex ára gamall, en hún tíu eða ellefu ára. Það var boltaleikur í sandfjörunni niður af bænum - og Guðrún hljóp hraðara en nokkur annar viðstaddur og ég undraðist hvað hún gat hlaupið hratt. Engum þýddi að etja kappi við hana. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 449 orð

GUÐRÚN EINARSDÓTTIR

GUÐRÚN EINARSDÓTTIR Guðrún Guðbjörg Einarsdóttir fæddist á Sellátrum í Tálknafirði 5. janúar 1917. Hún lést á sjúrahúsi Patreksfjarðar 16. apríl síðastliðinn. Móðir hennar var Ingibjörg Kristjánsdóttir f. 9.6. 1886 á Brjánslæk á Barðaströnd, d. 12.12. 1963 í Reykjavík. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 197 orð

Guðrún Vilmundardóttir

Í dag er við kveðjum þig, elskulega amma, langar okkur að minnast þín, og reyna með örfáum orðum að þakka þér allt. Í hugum okkar allra eru margar ljúfar minningar frá uppvaxtarárum okkar, er þú komst ófáar ferðirnar á Heiðarbrúnina, til að hjálpa, kenna og fylgjast með. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 527 orð

Guðrún Vilmundardóttir

Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 387 orð

Guðrún Vilmundardóttir

Lítil stúlka læðir hönd í lófa ömmu sinnar, nú skal haldið til berja. Þær halda af stað gangandi inn dalinn, litla stúlkan harla léttstíg með nýja berjafötu með myndum sem afi hafði gefið henni skömmu áður. Í dalnum er gnótt berjaþúfna og amman tínir berin í gríð og erg en stúlkan gleymir sér yfir öllum undrum náttúrunnar. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 157 orð

GUÐRÚN VILMUNDARDÓTTIR

GUÐRÚN VILMUNDARDÓTTIR Guðrún Vilmundardóttir var fædd á Geirmundarhóli í Hrolllaugsdal, Skagafirði, 3. ágúst 1898. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilmundur Pétursson, sjómaður, Hofsósi, og kona hans Baldvina Jónsdóttir úr Málmey, Skagafirði. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 425 orð

Haraldur Einarsson

Hinn 10. þessar mánaðar lést Haraldur Einarsson úr sjúkdómi sem margur hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir. Síðastliðin 17 ár höfum við fjölskyldan gist á heimili Helgu og Haraldar í flestum Reykjavíkurferðum okkar. Sama var hvenær við komum, hvort sem var á nóttu eða degi, alltaf var okkur jafnvel tekið og við fundum alltaf jafnvel fyrir því hvað velkomin við vorum hvernig sem á stóð. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 28 orð

HARALDUR EINARSSON

HARALDUR EINARSSON Haraldur Einarsson fæddist á Brúsastöðum í Þingvallasveit 26. apríl 1913. Hann lést í Reykjavík 10. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 23. apríl. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 319 orð

Jón Guðmundur Jónsson

Látinn er Jón Guðmundur Jónsson frá Vestra-Íragerði á Stokkseyri 81 árs að aldri. Ég hitti Jón í fyrsta skipti er ég kom til starfa um borð í olíuskipinu Litlafelli haustið 1954. Þá var ég ókunnugur störfum, sem vinna þarf um borð í olíuskipi, en Jón þaulreyndur í þeim efnum. Hann tók mér eins og syni sínum og tókust með okkur og síðan fjölskyldu minni einlæg vinátta, sem staðið hefur síðan. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 105 orð

JÓN GUÐMUNDUR JÓNSSON

JÓN GUÐMUNDUR JÓNSSON Jón Guðmundur Jónsson fæddist í Vestra-Íragerði á Stokkseyri 16. janúar árið 1913. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. mars síðastliðinn. Jón var næstyngstur sjö barna hjónanna Guðnýjar Benediktsdóttur og Jóns Jónssonar, formanns. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 277 orð

Margrét Eyjólfsdóttir

Amma okkar hefði orðið 88 ára í dag hefði hún lifað, en hún var orðin svo þreytt og þjáð og því hvíldinni fegin, eins og hún hafði sagt okkur undir það síðasta. Varla hefði hún getað hugsað sér betri dag til að yfirgefa jarðvistina, en föstudaginn langa, því alla tíð var hún trúuð kona. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 140 orð

MARGRÉT EYJÓLFSDÓTTIR

MARGRÉT EYJÓLFSDÓTTIR Margrét Eyjólfsdóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 27. apríl 1908. Hún lést á Landspítalanum 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Eyjólfur Eyjólfsson og Guðrún Ingunn Hansdóttir. Margrét var yngst fimm systkina og fjögurra hálfsystkina frá fyrra hjónabandi föður hennar. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 219 orð

Valgarð Ásgeirsson

Elsku pabbi minn, það er erfitt að finna réttu orðin þegar þakka skal nærri hálfrar aldar samleið. Þegar ég var barn fannst mér þú fallegasti, skemmtilegasti og besti maðurinn í heiminum. Það hefur ekkert breyst. Ég geymi þig í minningunni eins og þú varst meðan þú varst heill heilsu og við systkinin öll þessa heims. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 1001 orð

Valgarð Ásgeirsson

Ég kynntist Valla stuttu eftir að við hjónakornin byrjuðum að vera saman. Þá var Valli kátur og hress. Hann hafði lunkinn húmor enda var hann víðlesinn og nánast alæta á bækur og það kom fyrir að maður fékk á sig skot sem erfitt var að verjast. Á þeim tíma var hann sífellt að og áhuginn á því sem hann var að gera smitaði gjarnan út frá sér. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 396 orð

VALGARÐ ÁSGEIRSSON

VALGARÐ ÁSGEIRSSON Valgarð Ásgeirsson var fæddur á Blönduósi 25. október 1927. Hann lést á heimili sínu, Brekkubyggð 6 á Blönudósi, 22. apríl sl. Foreldrar hans voru Hólmfríður Zóphoníasdóttir húsmóðir, f. 9.6. 1889, d. 5.4. 1957, og Ásgeir Þorvaldsson, múrarameistari, f. 4.8. 1882, d. 25.1. 1962. Þau bjuggu á Blönduósi. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 217 orð

Þórunn Þórðardóttir

Við höfum þekkt Þórunni frá því í sex ára bekk. Alla tíð síðan hefur hópurinn verið mjög samheldinn og því sárt að hugsa til þess að ein úr hópnum sé farin. Það er erfitt að koma orðum að því hvernig Þórunn var, en hún var vissulega góð manneskja sem var vinur vina sinna. Þrátt fyrir mikil og erfið veikindi var Þórunn alltaf ákaflega sterk og lét aldrei bugast. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 107 orð

Þórunn Þórðardóttir Elsku Þórunn, okkur finnst erfitt að hugsa til þess að nú sért þú farin. Okkur finnst einnig erfitt að

Elsku Þórunn, okkur finnst erfitt að hugsa til þess að nú sért þú farin. Okkur finnst einnig erfitt að hugsa til þess að við getum aldrei hitt þig aftur, heimsótt þig eða talað við þig. Það eina sem við getum gert er að hugsa til baka, til allra góðu stundanna sem við áttum saman. Til dæmis til allra áranna í Brekkubæjarskóla, skólaferðalaganna og matarboðanna sem við héldum. Meira
27. apríl 1996 | Minningargreinar | 29 orð

ÞÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR Þórunn Þórðardóttir var fædd 9. mars 1976 á Akranesi. Hún dó 31. mars sl. á heimili sínu á Akranesi og fór

ÞÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR Þórunn Þórðardóttir var fædd 9. mars 1976 á Akranesi. Hún dó 31. mars sl. á heimili sínu á Akranesi og fór útförin fram frá Akraneskirkju 10. apríl. Meira

Viðskipti

27. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 311 orð

Átti aðild að um þriðjungi viðskipta

HLUTABRÉFASJÓÐURINN hf. hefur verið í hlutverki kaupanda eða seljanda í stórum hluta þeirra viðskipta sem áttu sér stað á hlutabréfamarkaði á síðasta ári og það sem af er þessu ári. Þannig átti sjóðurinn aðild að hlutabréfaviðskiptum sem svara til um 26% af heildarveltu á Verðbréfaþingi Íslands og Opna tilboðsmarkaðnum á síðasta ári og 34,5% á þessu ári. Meira
27. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 469 orð

Kröfu um ógildingu hlutafjáraukningar vísað aftur í hérað

HÆSTIRÉTTUR hefur úrskurðað að Héraðsdómi Reykjavíkur beri að taka kröfu Gísla Arnar Lárussonar um ógildingu á hlutafjáraukningu í Vátryggingafélaginu Skandia til efnislegrar meðferðar, en Héraðsdómur hafði áður vísað málinu frá. Þá hefur Gísli Örn, skv. heimildum Morgunblaðsins, krafist þess að vera boðaður á aðalfund Vátryggingafélagsins Skandia í ljósi þess að hann sé þar hluthafi. Meira
27. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 692 orð

Mörg ár í að hagnaður sjávarútvegs verði vandamál þjóðarinnar

SIGHVATUR Bjarnason, stjórnarformaður Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda hf., sagði á aðalfundi félagsins í gær að hugmyndir Samtaka iðnaðarins um veiðileyfagjald á sjávarútveginn væru út í hött. Sagði hann greinina enn vera of viðkvæma til að bera slíkt gjald og mörg ár væru í að hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja yrði vandamál íslensku þjóðarinnar. Meira
27. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Samskip flytja aðföng í Hvalfjarðargöng

SAMSKIP hf. og Fossvirki hf., dótturfyrirtæki Ístaks og sænska verktakafyrirtækisins Skanska, hafa gengið frá samningum um að Samskip muni annast flutninga á efni og búnaði til framkvæmda við Hvalfjarðargöng. Að sögn Óskars Más Ásmundssonar hjá Samskipum er hér um að ræða á þriðja þúsund tonn af aðföngum sem flutt verða til landsins á byggingartíma ganganna. Meira
27. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 295 orð

Snjallræði '96 að hefjast

HUGMYNDASAMKEPPNIN Snjallræði er nú að fara af stað í þriðja sinn. Um er að ræða hugmyndasamkeppni fyrir einstaklinga með snjallar hugmyndir, einstaklinga sem vilja hrinda þeim í framkvæmd, segir í frétt. Snjallræði '96 er hluti af Átaki til atvinnusköpunar, sem Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður, iðnaðarráðuneytið og Iðntæknistofnun standa sameiginlega að. Meira
27. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 327 orð

Umfang heildarviðskipta var um 94 milljarðar

KAUPÞING hf. skilaði alls um 39 milljóna króna hagnaði af reglulegri starfsemi á síðasta ári en hagnaður eftir skatta var 22 milljónir. Er þetta heldur lakari afkoma en árið 1994 þegar hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 44 milljónum og hagnaður eftir skatta 26 milljónum. Meira

Daglegt líf

27. apríl 1996 | Neytendur | 497 orð

65-70% fyrirspurna vegna barna undir sex ára aldri

FYRIR rúmu ári tók til starfa Eitrunarupplýsingastöð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hún þjónar öllum landsmönnum, jafnt almenningi sem heilbrigðisstarfsmönnum og þar er símaþjónusta og sérfræðingar eru á bakvakt allan sólarhringinn. Meira
27. apríl 1996 | Neytendur | 249 orð

Grillnaggar og Kóki kaldi

GESTUM sýningarinnar Matur 96 sem haldin var um síðustu helgi í Smáranum í Kópavogi gafst kostur á að smakka á ýmsum matvörum sem væntanlegar eru á markað og kynnast nýjungum í matvælaiðnaði. Meira
27. apríl 1996 | Neytendur | 534 orð

Hlaut titilinn annað árið í röð

STURLA Birgisson, matreiðslumeistari og yfirkokkur í Perlunni, hlaut titilinn Matreiðslumaður ársins annað árið í röð. Hann keppti ásamt fjórum öðrum um titilinn í lokakeppni sem haldin var í íþróttahúsinu í Smáranum í Kópavogi um síðustu helgi. Keppendurnir fimm fengu í hendur svokallaða leyndardómskörfu og þar var það hráefni sem nota átti í matseldina. Meira

Fastir þættir

27. apríl 1996 | Í dag | 78 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 28.

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 28. apríl, er fimmtugur Bjarni Pétursson, þjónustufulltrúi hjá Viðskiptanetinu h/f. Bjarni og eiginkona hans Sólveig Valdimarsdóttir, taka á móti gestum í tilefni afmælisins í dag, laugardaginn 27. apríl í Dúndursalnum, Dugguvogi 12 kl. 17-20. Meira
27. apríl 1996 | Í dag | 300 orð

Brids 57,7

Brids 57,73 z 1 2 Â â À à Norður Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 171 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Ba

22. apríl sl. var spilaður einskvölds Mitchell-tvímenningur. 29 pör mættu. Besta skor í N/S: Páll Þór Bergsson - Sveinn Sigurgeirsson502Sigurður Ámundason - Jón Þór Karlsson479Þórður Sigfússon - Eggert Bergsson463Alfreð Kristjánsson - Stígur Herlúfsson458 Besta skor í A/V: Sveinn R. Þorvaldss. Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 119 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild el

Laugardaginn 24. apríl spiluðu 20 pör Mitchell tvímenning. N/S Ásthildur Sigurgíslad. ­ Lárus Arnórsson262 Sigurleifur Guðjónsson ­ Guðlaugur Nielsen255 Þorleifur Þórarinsson ­ Oliver Kristófersson253 Helga Helgadóttir ­ Ásta Erlingsd. Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 91 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

Meistaramót félagsins í tvímenningi hófst sl. mánudagsskvöld með þátttöku 25 para. Spilað er í fjögur kvöld og eru 4 spil milli para eða 100 spil. Miklar svpitingar voru fyrsta kvöldið en staðan er nú þessi: Karl Hermannsson ­ Arnór Ragnarsson62Svala Pálsdóttir ­ Vignir Sigursveinsson59Jóhannes Sigurðsson ­ Gísli Torfason 49Gestur Rósinkarss. Meira
27. apríl 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. apríl í Háteigskirkju af séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur Ingibjörg Gunnarsdóttir og Sigurður Hjartarson. Þau eru búsett í Fredriksstad í Noregi. Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 981 orð

Draumar eiga til að rætast

BALTASAR Kormákur er hálfur Spánverji og hálfur Íslendingur. Því var við hæfi að fara með honum út að borða á ítalskan veitingastað. Þegar við höfum heilsast vísar þjónninn okkur fagmannlega til borðs. Sólin skín inn um gluggann. "Þessi staður er mjög bjartur, " verður honum að orði. Þegar þjónninn hefur hellt vatni í glösin og leyft okkur að skoða matseðilinn er Baltasar reiðubúinn að panta. Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 604 orð

FERMINGAR Á SUNNUDAG

FERMING í Grafarvogskirkju kl. 13.30. Prestar sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Sigurður Arnarson. Fermd verða: Ari Freyr Hermannsson, Leiðhömrum 1. Atli Már Sveinsson, Hlaðhömrum 32. Bjarni Jóhannesson, Hlaðhömrum 24. Einar Sævar Eggertsson, Leiðhömrum 30. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Leiðhömrum 10. Jóhannes Þorkelsson, Hesthömrum 11. Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 698 orð

Format fyrir uppskriftir

SUMAR trillurnar eru í grásleppunni hér við skerin eða á skaki eða útstími. Til uppfyllingar í þá dásamlegu mynd sem blasir við mér er lóan, stelkurinn, hrossagaukurinn og tjaldurinn með sitt tónaflóð. Í fjarska heyrast rámar raddir mávanna, sem mér finnst bara notalegt að hafa með, Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 719 orð

Guðspjall dagsins: Ég mun sjá yður aftur. (Jóh. 16.)

Guðspjall dagsins: Ég mun sjá yður aftur. (Jóh. 16.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Fjölskylduguðsþjónusta kl. Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 898 orð

Horfið þrjá áratugi aftur í tímann

HÓTEL Loftleiðir var opnað þann 1. maí 1966 og var þá einungis rúmt ár liðið frá því að fyrsta skóflustungan var tekin. Fyrsti hótelstjóri Loftleiða var Þorvaldur Guðmundsson, kenndur við Síld og fisk, móttökustjóri var Emil Guðmundsson og Friðrik Gíslason gegndi starfi veitingastjóra. Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 850 orð

Hver er ég?

EINN mikilvægasti þátturinn í andlegri heilbrigði hvers einstaklings er fólginn í því hvernig hann skilgreinir sjálfan sig sem persónu, hver hann er, hvað hann er og hvernig hann greinir sig frá öðrum og upplifir sig sem sjálfstæðan einstakling. Sjálfsmyndin er í mótun frá barnsaldri. Barnið sér sjálft sig fyrst og fremst með augum annarra, einkum foreldra sinna og nánustu fjölskyldu. Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 872 orð

Ísland sigraði Ísrael 5-4

Íslenska landsliðið í skák sigraði 3-2 í seinni umferð landskeppninnar við Ísrael á miðvikudagskvöldið og heildarúrslitin urðu því nokkuð óvæntur sigur Íslands 5-4. Í hraðskákkeppni á sex borðum sigraði Ísland einnig, 39-33. Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 770 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 846. þáttur

846. þáttur Ég þakka gott bréf frá Bergþóru Sigurðardóttur í Mosfellsbæ. Henni er mjög annt um móðurmálið, einkum fjölbreytileik þess og orðauðgi. Væri betur, ef fleiri hefðu sömu sinnu. Gefum henni orðið: "Mig hefur lengi langað að senda þér línu. Í þættinum þínum í dag [17. febr.] er einmitt minnst á nokkuð sem ég hef verið að velta fyrir mér um fornöfnin. Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 359 orð

Jón Kristinn hreppti Morgunblaðsskeifuna

Nemar bændadeildar kepptu um Morgunblaðsskeifuna en auk þess fór að venju fram gæðingakeppni hestamannafélagsins Grana. VEÐURGUÐIRNIR skörtuðu sínu fegursta á sumardaginn fyrsta þegar Hvanneyringar héldu skeifudaginn hátíðlegan. Skeifuna hlaut að þessu sinni Jón Kristinn Garðarsson frá Reykjavík er hann hlaut 78,5 stig. Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 75 orð

Keppnisbann Hinriks ómerkt

HÉRAÐSDÓMSTÓLL Íþróttabandalags Reykjavíkur kvað upp fyrir skömmu dóm í máli Hinriks Bragasonar gegn Hestaíþróttasambandi Íslands vegna keppnisbanns sem hann hafði verið settur í af aganefnd samtakanna. Ógilti dómurinn úrskurð aganefndar HÍS sem hljóðaði upp á árs keppnisbann Hinriks. Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 137 orð

Kynning í reiðhöll Gusts

ÍSLENSKI hesturinn hefur þótt öðrum hestum betri í endurhæfingarþjálfun fatlaðra og notaður í slíkt víða um heim. Hestaíþróttasamband Íslands, Hestamannafélagið Gustur og Íþróttasamband fatlaðra munu gangast fyrir kynningu á þessu hlutverki hestsins. Kynningin fer fram í reiðhöll Gusts í Kópavogi miðvikudaginn 1. maí nk. klukkan 16 til 18. Meira
27. apríl 1996 | Í dag | 283 orð

Langholtskirkjudeilan ENN EIN skringilegheitin eru komin up

ENN EIN skringilegheitin eru komin upp í sambandi við Langholtssöfnuðinn í Reykjavík. Sr. Flóki Kristjánsson tók sér frí og annar prestur gegndi stöðu hans á meðan. Þá var hlaupið til og menn hvattir til að mæta í kirkju, bersýnilega fyrir þá ástæðu að Flóki messaði ekki þennan sunnudag. Það sem söfnuðurinn er að segja með þessu er, "Við viljum ekki heyra guðs orð flutt af vörum sr. Meira
27. apríl 1996 | Í dag | 25 orð

LEIÐRÉTT Vinnuskólinn Í FRÉTT um Vinnuskóla Reykjavík

LEIÐRÉTT Vinnuskólinn Í FRÉTT um Vinnuskóla Reykjavíkurborgar misrituðust laun 15 ára unglinga. Rétt er að launin verða 218,64 krónur fyrir hverja klukkustund en ekki 281,64 krónur. Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 151 orð

Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Spat

UNDANFARIÐ hafa íslenskir og sænskir dýralæknar myndað og beygjuprófað hesta vegna spattrannsóknaverkefnis sem Bændaskólinn á Hólum, Tilraunastöð Háskólans að Keldum og Dýralæknaháskólinn í Uppsölum standa að. Meira
27. apríl 1996 | Í dag | 572 orð

M ÞESSAR mundir standa samræmdu prófin yfir hjá 10. bek

M ÞESSAR mundir standa samræmdu prófin yfir hjá 10. bekkjum grunnskóla. Þegar þessum áfanga er lokið þykir nemendum sem stórt skref sé stigið og er orðin hefð að halda upp á próflokin, þó svo að megnið af prófunum sé eftir. Starfsmenn félagsmiðstöðva sem þekkja vel þennan aldurshóp hafa bent á að dagurinn sé áhættudagur varðandi áfengisneyslu. Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 710 orð

Rosalega skrýtið

SARA GUÐMUNDSDÓTTIR syngur með hljómsveitinni Lhooq, sem auk hennar er skipuð Jóhanni Jóhannssyni og Pétri Hallgrímssyni. Hljómsveitin hefur gefið út eitt lag á erlendri safnplötu en hyggst gefa út breiðskífu síðar á árinu. Jóhann og Pétur stofnuðu hljómsveitina snemma á síðasta ári en Sara kom til liðs við þá í lok ársins. Meira
27. apríl 1996 | Dagbók | -1 orð

SPURT ER . . .

»Hverjum var lýst svo? Hann "var vel auðigur að fé og vænn maður yfirlits en sá hlutur var á ráði hans að honum óx eigi skegg. Hann var lögmaður svo mikil að engi var hans jafningi, vitur og forspár, heilráður og góðgjarn og varð allt að ráði það er hann réð mönnum . . . Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 543 orð

Treystu engum!

ÞEGAR kalda stríðinu lauk með falli Berlínarmúrsins vörpuðu margir öndinni léttar og sáu fram á betri tíð friðar og samvinnu og vinnumiðlanir myndu fyllast af atvinnulausum njósnurum. Annað hefur komið á daginn og þeir sem gerst þekktu til spáðu því reyndar að viðsjár yrðu meiri en nokkru sinni áður, ef eitthvað yrði, Meira
27. apríl 1996 | Fastir þættir | 667 orð

Þar með var það ákveðið

Ertu skapmikill? Já, ég held ég verði nú að viðurkenna það. Stundum lætur maður skapið hlaupa með sig í gönur í handboltanum. Ertu rólegur utan vallar? Ja, kannski ekkert voðalega rólegur svona. En ég er enginn æsingamaður fyrir utan völlinn. Bjóstu við að vera kjörinn handboltamaður ársins? Nei, ég get nú ekki sagt það. Meira

Íþróttir

27. apríl 1996 | Íþróttir | 133 orð

Bein útsending frá leik Teka og Lemgo í dag

SÍÐARI úrslitaleikur spænska félagsins Teka Santander og Lemgo frá Þýskalandi í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik verður í beinni útsendingu Stöðvar 3 í dag og hefst kl. 16. Þetta mun í fyrsta skipti sem íslensk sjónvarpsstöð sýnir beint frá úrslitaleik í Evrópukeppninni í handknattleik. Lemgo sigraði með fimm marka mun í fyrri leiknum en í dag er leikið á Spáni. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 24 orð

Blikakvöld

Blikaklúbburinn, stuðningsmannafélag knattspyrnudeildar Breiðabliks, heldur opinn fund í kvöld, Blikakvöld, og hefst dagskrá kl. 20 í Smáranum. Sigurður Halldórsson, þjálfari meistaraflokks karla, ræðir baráttuna framundan. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 467 orð

Borgfirðingurinn Sigmar sigraði fjórða árið í röð

BORGFIRÐINGURINN Sigmar Gunnarsson sigraði auðveldlega fjórða árið í röð í Víðavangshlaupi ÍR en það var haldið í 81. sinn á sumardaginn fyrsta. Í öðru sæti varð Gunnlaugur Skúlason UMSS annað árið í röð og í þriðja sæti hafnaði annar Borgfirðingur, Guðmundur Valgeir Þorsteinsson. Laufey Stefánsdóttir kom fyrst í mark í kvennaflokki, tveimur sekúndum á undan Gerði Rún Guðlaugsdóttur úr ÍR. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 312 orð

Einkennileg tilfinning

Teitur Þórðarson, landsliðsþjálfari Eistlands, var í óvenjulegu hlutverki sl. miðvikudag. Á árum áður lék hann með íslenska landsliðinu en að þessu sinni var hann mótherji þess. Ólafur Þórðarson, bróðir hans, var í liði andstæðinganna og foreldrar þeirra horfðu á. "Þetta var svolítið sérstakt allt saman," sagði Teitur við Morgunblaðið. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 102 orð

Einstakur samningur Skagamanna og Lotto

Knattspyrnufélag ÍA og E.G. heildverslun, sem er með umboð fyrir Lotto-íþróttavörur, hafa gert samning til fjögurra ára. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, formanns Knattspyrnufélags ÍA, er um einstakan samning að ræða hér á landi en flokkar félagsins leika í búnaði frá Lotto. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 142 orð

Glíma Íslandsglíman Íslandsglíman verður haldin í íþróttahúsi Kennaraháskólans í dag og hefst keppni kl. 14. Sjö bestu

Íslandsglíman Íslandsglíman verður haldin í íþróttahúsi Kennaraháskólans í dag og hefst keppni kl. 14. Sjö bestu glímukappar landsins keppa um Grettisbeltið sem fyrst var keppt um fyrir 90 árum. Knattspyrna Reykjavíkurmótið Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 268 orð

Gull á gull ofan

Vilhelm Vilhelmsson á Polaris tryggði sér Íslandsmeistaratitil í fjallaralli á Íslandsmótinu í vélsleðaakstri á Ísafirði, en Sigurður Gylfason á Ski-Doo varð meistari í brautarkeppni. Um helgina verður keppt í spyrnu og snjókrossi, en tvær umferðir fara fram í hvorri grein og er keppnin lokaslagurinn um meistaratitlana. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 55 orð

Gylfi dæmir ekki í bráð GYLFI Orraso

GYLFI Orrason, alþjóða og 1. deildar dómari og A-dómari í knattspyrnu, meiddist í þrekprófi dómara í gær, sleit vöðva í læri, og getur sennilega ekki dæmt fyrr en um miðjan júní. Gylfi var í spretthalupi þegar atvikið átti sér stað en hann tekur skriflega prófið á dómararáðstefnu að Laugarvatni um helgina. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 630 orð

Hefur aldrei leikið á Íslandi

Margir íslenskir knattspyrnumenn leika með sænskum félagsliðum. Einar Brekkan er einn þeirra, en í samtali við Steinþór Guðbjartsson kom fram að Íslendingurinn, sem var kjörinn Íþróttamaður Sirius á liðnu ári, hefur aldrei leikið á Íslandi. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 63 orð

Íshokkí NHL-deildin Úrslitakeppni Austurdeildar: Florida - Boston4:2Boston - Florida6:2Florida er 3:1 yfir. Washington -

NHL-deildin Úrslitakeppni Austurdeildar: Florida - Boston4:2Boston - Florida6:2Florida er 3:1 yfir. Washington - Pittsburgh2:3Eftir fjórar framlengingar. Staðan er jöfn, 2:2. Philadelphia - Tampa Bay4:1Philadelphia er 3:2 yfir. Úrslitakeppni Vesturdeildar: Toronto - St. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 306 orð

Jason fertil Leuters-hausen

JASON Ólafsson hefur ákveðið að taka tilboði frá þýska félaginu Leutershausen og gerir ráð fyrir að skrifa undir samning þess efnis um helgina. Hann gerði samning við ítalska félagið Brixen í fyrra til tveggja ára með þeim fyrirvara að uppsögn væri möguleg eftir ár og nýtti Jason sér það ákvæði. "Þótt Leutershausen sé í 2. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 189 orð

Knattspyrna

Deildarbikarkeppni KSÍ FH - Valur2:2Lúðvík Arnarson, Hörður Magnússon - Ómar Friðriksson, Salih Heimir Porca. Þróttur R. - Leiftur1:3Einar Örn Birgisson - Sigurbjörn Jakobsson, Gunnar Oddsson, Matthías Sigvaldason. Reynir - Keflavík0:2- Eysteinn Hauksson, Georg Birgisson. Þór A. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 16 orð

Körfuknattleikur

Úrslitakeppni Austurdeildar: Cleveland - New York83:106Indiana - Atlanta80:92Úrslitakeppni Vesturdeildar Utah - Portland110:102LA Lakers - Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 199 orð

Líklegt að Róbert fari til Þýskalands

"ÞAÐ eina sem hægt er að segja er að líkurnar eru meiri en minni að ég leiki í Þýskalandi næsta vetur," sagði Róbert Sighvatsson, leikmaður UMFA, en hann er að velta fyrir sér tilboðum frá þýsku félögunum Fredenbeck og Shuttenwald. Róbert vildi ekkert frekar tjá sig en sagðist telja líklegt að botn fengist um helgina í það hvað hann gerði næsta vetur. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 23 orð

Rangt föðurnafn

LEIÐRÉTTINGRangt föðurnafn Emil Hallfreðsson, leikmaður Íslandsmeistara Hauka í 6. flokki A í handknattleik, var rangfeðraður í myndatexta í fimmtudagsblaðinu. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 372 orð

Skíði

Andrésar andar-leikarnir Stórsvig 9 ára stúlkna Aldís Axelsdóttir, Víkingi53,93 Eyrún E. Marinósdóttir, Dalvík54,29 Íris Daníelsdóttir, Dalvík54,87 Berglind Jónasardóttir, Akureyri55,75 Ásta Björg Ingadóttir, Akureyri56,33 Sigrún Viðarsdóttir, KR57,24 Bergrún Stefánsdóttir, Ármanni57, Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 364 orð

Strákur hæfur í hlutverkið

Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári, sonur hans, skráðu nöfn sín á spjöld knattspyrnusögunnar þegar þeir léku í landsliði Íslands gegn Eistlandi í Tallinn sl. miðvikudag. Feðgar höfðu ekki áður verið í 16 manna landsliðshópi, ekki spilað í sama landsleik og sonur hafði ekki komið inn á fyrir föður sinn í landsleik. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 232 orð

Sundið verður í Laugardalslauginni

STJÓRN Smáþjóðaleika Evrópu samþykkti á fundi sínum í Reykjavík í gær að sundkeppni Smáþjóðaleikanna hér á landi á næsta ári fari fram í Laugardalslaug. "Við lögðum til á fundinum að keppt yrði í Laugardalslaug, sem er fullkomlega lögleg fimmtíu metra keppnislaug með átta brautum," sagði Ari Bergmann Einarsson, ritari Ólympíunefndar Íslands, á fundi með fréttamönnum í gær. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 107 orð

Söguleg stundí TallinnÆFINGALANDSLEIKU

ÆFINGALANDSLEIKUR Eistlands og Íslands í Tallinn í knattspyrnu síðasta vetrardag vakti athygli fjölmiðla víða í Evrópu. Sjónvarpsmenn frá Belgíu og Hollandi fylgdust vel með gangi mála á vellinum, Samtök staðreyndafræðinga í knattspyrnu voru í viðbragðsstöðu og fleiri biðu spenntir eftir hvort feðgar spiluðu í landsliði í sama leiknum en það hefur ekki gerst í sögu knattspyrnunnar. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 414 orð

Víðavangshlaup ÍR

Hlaupið fór fram í Reykjavík í fyrradag, sumardaginn fyrsta. Heildarúrslit: Sigmar Gunnarsson, UMSB15,06 Gunnlaugur Skúlason, UMSS15,32 Guðmundur V. Þorsteinss. Meira
27. apríl 1996 | Íþróttir | 389 orð

Vörnin hófst með sigri

Houston var meistari í NBA- deildinni 1994 og 1995 og liðið hóf titilvörnina að þessu sinni með sigri í Los Angeles. New York og Atlanta sigruðu einnig á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og Utah hafði betur á heimavelli. Houston vann 87:83. Hakeem Olajuwon skoraði 33 stig fyrir Houston og Clyde Drexler 21 stig en þetta var áttundi sigur liðsins í röð á útivelli. Meira

Úr verinu

27. apríl 1996 | Úr verinu | 439 orð

Loðnan sett á innlendan markað í sumar

STÖPLAFISKUR hf. hefur hafið framleiðslu og útflutning á loðnuhrygnum sem hafa verið meðhöndlaðar eftir hefðbundnum japönskum leiðum. "Ég get nú sagt þér ýmislegt skemmtilegt um þetta, - fyrir utan að þetta er bráðhollt og gott," sagði Aðalsteinn Árnason, framkvæmdastjóri Stöplafisks hf., þegar náðist tal af honum sl. fimmtudag. Meira
27. apríl 1996 | Úr verinu | 166 orð

Nýtt skip í flota Húsvíkinga

NÝTT skip Húsvíkinga, Björg Jónsdóttir ÞH 321, kom til heimahafnar sl. laugardag. Togarinn er um 500 brl. að stærð og var smíðaður á Akureyri árið 1978. Hann hét áður Höfðavík AK-300 og var í eigu Krossvíkur hf. á Akranesi. Skipinu var breytt hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. fyrir um 80 milljónir króna. Meira
27. apríl 1996 | Úr verinu | 218 orð

Þrír grásleppubátar sviptir leyfum

BÁTARNIR Hafdís HF 121, Marín KE 149 og Valdís HF 169, sem eru gerðir út frá Sandgerði, hafa verið sviptir öllum leyfum til að stunda fiskveiðar í fiskveiðilandhelginni frá 29. apríl til 8. maí. Meira

Lesbók

27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1145 orð

100 íslenzkar fjölskyldur í Lúxemborg

Vorið kom í Lúxemborg eins og hendi væri veifað þennan dag, síðla marzmánaðar. Rabbskrifarinn var kominn utan þeirra erinda að hitta að máli einhverja þeirra fjölmörgu landa okkar sem þar búa. Þeir önduðu léttar þennan dag; sögðu eins og menn á hörðu vori hér heima, að það væri langþráð að fá dálitla hlýju eftir annan eins vetur. Elztu menn mundu ekki annað eins. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 96 orð

13 listamenn sýna í "gamla kvennó"

Í DAG, laugardag, kl. 14­17 verður opnuð sýning á verkum 13 listamanna í nýju menningarmiðstöðinni ("gamla kvennó") Víkurbraut 23 í Grindavík. Eftirtaldir listamenn taka þátt í sýningunni: Áslaug Thorlacius, Bjarni Sigurbjörnsson, Eygló Harðardóttir, Finnur Arnar Arnarsson, Guðrún Hjartardóttir, Hannes Lárusson, en hann fremur gerning við opnunina, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Abbado og Barenboim eigast við

DANIEL Barenboim og samstarfsmenn hans í ríkisóperunni í Berlín nýttu sér fjarveru Berlínarfílharmóníunnar um páskana. Á meðan Claudio Abbado hélt með fílharmóníuna í árlega för til Salzborgar og setti á svið Otello eftir Giuseppi Verdi með Placido Domingo í aðalhlutverki, Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð

Akureyrarmynd frá 1892 á uppboði í Sjallanum

GALLERÍ Borg og Listhúsið Þing halda listmunauppboð á Akureyri. Uppboðið fer fram í Sjallanum sunnudaginn 28. apríl og hefst kl. 20.30. Boðin verða boðin upp ekta handunnin persneskt teppi og myndverk eftir þekkta íslenska listamenn. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 499 orð

Allrahanda akstur með Íslendinga um Evrópu

Það vekur athygli aðkomumanns frá Íslandi að sjá á bílastæði við gistihúsið Studio þrjá stóra rútubíla, merkta Allrahanda hópferðum og prýdda íslenzka fánanum. Reyndar kemur nafnið ekki á óvart, því Allrahanda er vel þekkt fyrirtæki í rútubílabransanum á Íslandi. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 139 orð

Allsnægtaskálar og sjálfsskoðunarspeglar

Í DAG laugardag 27. apríl kl. 16 opnar Ása Hauksdóttir fjórðu einkasýningu sína í matstofunni "Á næstu grösum" Laugavegi 20b. Sýningin ber nafnið "Allsnægtaskálar og sjálfsskoðunarspeglar" og eru munirnir unnir úr pappamassa. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 94 orð

Bið

SÝNINGU Einars Más Guðvarðarsonar í Gallerí Sævars Karls lýkur 30. apríl. "Tilvistarbiðin er viðfangsefni Einars Más í þessum höggmyndum sem unnar eru í svartan marquinia-marmara frá San Sebastian í Baskalandi. Þetta eru gólfverk og eru fimm myndanna tæpur metri á hæð en það sjötta er skál með vatni í og er hún einn metri á lengd," segir í kynningu. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 133 orð

efni 27. apríl

Íslendingar í Lúxemborg er efni þessa blaðs. Í Lúxemborg búa nú um 100 íslenzkar fjölskyldur og þar er ein stærsta Íslendinganýlenda utan landsteinanna. Til þess að kynnast lífi, störfum og viðfangsefnum landanna í Lúxemborg, hefur blaðamaður Lesbókar dvalið þar í nokkra daga og ekki sízt hitt að máli þá sem hafa haslað sér völl í einhverskonar viðskiptum, Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 117 orð

(enginn texti - bara myndatexti)

Á COCKPIT INN: Þrír landar kneifuðu ölið á Kockpit Inn þegar Lesbók barþar að garði. Aldursforsetinn lengst til hægri er Guðjón Guðjónsson, semverið hefur flugstjóri hjá Cargolux, en er nú kominn yfir aldursmörkin, semnú eru dregin við sextugsafmælið. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Er eitthvað athugavert við klassískar safnplötur?

ÞAÐ VAKTI athygli þegar Claudio Abbado, stjórnandi fílharmóníuhljómsveitar Berlínar, mótmælti fyrirætlan fyrirtækisins Deutsche Grammophon um að gefa út kafla úr upptökum hans á verkum Gustavs Mahlers og sagði að það græfi undan listrænum metnaði og heilindum sínum. Útgáfufyrirtækið dró geisladiskinn til baka. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 371 orð

Erum eins og sjómannskonur

ÍGonderange hitti blaðamaður Lesbókar Matthildi Skúladóttur, sem er heimavinnandi og rekur fyrirtækið Spexco ásamt eiginmanni sínum, Bjarna Þór Guðmundssyni, flugvélstjóra hjá Cargolux. Þau hafa nýlega stækkað einbýlishús sitt svo húsrýmið er tiltölulega gott fyrir þær vörur sem Spexco flytur inn og selur. Þar voru m.a. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð

Ferðaminning

Að Langavatni, á ljúfu skeiði, léttust brúnir, næturstund, við gáskafullan gleðifund, gerði Árni höll úr heiði, hlátrasköllin gullu um grund. Eggerts snjallt, í sömu mund, spaugið féll þar vel í veiði, er veitti kallið hugarlund. Frá Söðulsholti höfðum haldið, heiðagambur riðið þver, áfanginn var langur hver. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 884 orð

Gaf íslenskri list nýja vídd

BARBARA Árnason kom í fyrsta skipti til Íslands sumarið 1936 til að mála. Hún ferðaðist um landið og dvaldi meðal annars í hálfan mánuð í Þjórsárdal og á Þingvöllum. Á síðarnefnda staðnum hitti hún íslenskan myndlistarmann sem var að mála í tjaldi, þar var kominn Magnús Á. Árnason sem Barbara var heitbundin viku síðar. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Gallen-Kallela: Málari þjóðkvæða og Parísarlífs

AKSELI Gallen-Kallela, 1865-1931, kom víða við í listinni. Hann málaði myndir eftir þjóðkvæðum og sögnum, úr finnsku þjóðlífi, úr skemmtanalífi Parísarborgar, auk mannamynda af ýmsum helstu andans mönnum álfunnar á hans tímum. Hann var afkastamikill grafíklistamaður og hannaði húsgögn. Hann var þekktur og dáður heima og heiman. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 363 orð

Gott fólk í Lúxemborg

Ásöluskrifstofu Flugleiða inni í borginni ræður Emil Guðmundsson ríkjum. Þar er eins og vænta má afar íslandslegt um að litast; fallegar myndir af þekktum stöðum á Íslandi prýða veggi. Þar tók á móti mér Valdemar Serrenho, portúgalskur Lúxemborgari og ágætlega mæltur á íslenzku. Hann var búinn að starfa þarna í 18 ár og sölustjórinn, Anne Cerf, í 26 ár. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 440 orð

Hagstæður vetur fyrir prjónles

Heima hjá þeim hjónum Bjargeyju Eyjólfsdóttur og Pétri Valbergssyni flugstjóra hjá Cargolux eru hverskyns íslenzkar lopapeysur og prjónles í rúmgóðum herbergjum á neðri hæð íbúðarhúss þeirra. Þar er sýningaraðstaða og lager fyrir Saga Iceland wool, fyrirtæki sem Bjargey og Sigrún dóttir þeirra hjóna hafa rekið síðan 1988. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 346 orð

Hannar, sníður og saumar föt

ÍÚTHVERFABÆNUM Gonderange býr Jónína Hjörleifsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Ásmundi Garðarssyni, tæknifræðingi og yfirmanni verkfræði- og skoðanadeildar Cargolux. Jónína Rebekka eins og hún heitir fullu nafni, er fædd á Djúpavogi, en átti svo síðar heima í Vestmannaeyjum og í Reykjavík. Þau Jónína og Ásmundur bjuggu um tíma í Danmörku, en hafa búið í Lúxemborg síðan 1975. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 605 orð

Heima hjá Friðrik og Íris

Friðrik Guðjónsson er einn af þeim sem flýgur um loftin blá, færandi einhverjum varninginn heim á flugvélarbákni sem er á hæð við þriggja hæða hús. Hann er búinn að starfa í Lúxemborg síðan 1974, fyrst sem siglingafræðingur og hleðslustjóri og nú er hann flugstjóri í þessum eilífu langferðum, oft í kringum hnöttinn. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 966 orð

Hin guðdómlega

La Divina complete. María Callas syngur óperuaríur eftir Puccini, Verdi, Bizet, Rossini, Bellini, Mascagni, o.m.fl. Ýmsar hljómsveitir og stjórnendur, þ.ám. Serafin, Pr^etre, Rescigno, Galliera, Ghione Votto og Karajan. EMI Classics (0777) 7 54702 2 (2), (7243) 5 55016 2 (2), (7243) 5 55216 2 (0) og (7243) 5 65822 2 (4). Útgáfuár: 1995. Upptökur: ADD, Evrópu/Bandaríkjunum 1954-72. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 89 orð

Hönnun & handverk

SÝNING á hönnun og handverki verður opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar, Borgarbraut 4-6 í Borgarnesi, sunnudaginn 28. apríl kl. 16. Á sýningunni verður sýnd samvinna hönnuða og tveggja handverkshópa á Vesturlandi. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 482 orð

Í Arctic Express snýst lífið um fisk

Suðurnesjamenn og fleiri sem tengjast veiðum og fiskvinnslu, þekkja Pál Axelson, sem búið hefur í Keflavík og rekið þar útgerð og fiskverkun um árabil. Fyrir sex árum steig Páll það stóra skref að flytja búferlum til Lúxemborgar og þar setti hann á laggirnar fyrirtæki, sem heitir Arctic Express. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 916 orð

ÍSLENDINGAR Í LÚXEMBORG Með 36 þúsund flugtíma að baki

Þorsteinn Jónsson er án efa þekktastur meðal Íslendinga af öllum löndum okkar, sem búið hafa í Lúxemborg á umliðnum áratugum. Sú frægð byggist m.a. á því að Þorsteinn komst í brezka flugherinn í síðari heimsstyrjöld, líklega vegna þess að hann átti enska móður. Faðir hans var Snæbjörn G. Jónsson, bóksali og við hann var kennd Bókabúð Snæbjarnar í Hafnarstræti. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 629 orð

ÍSLENDINGAR Í LÚXEMBORG Studio - hús með skrautlega fortíð

Þegar ekið er af flugvellinum inn í bæinn liggur leiðin framhjá söku steinhúsi, sem heitir Studio og ber fljótt á litið ekki með sér hverskonar starfsemi fer þar fram. Þegar betur er að gáð kemur í ljós, að þar hafa þrjár íslenzkar konur, búsettar í Lúxemborg, heldur betur tekið til hendinni. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 525 orð

Jóhannes og Ingibjörg eiga heimili í þremur löndum

Jóhannes Einarsson og Ingibjörgu Ólafsdóttur konu hans hitti ég á heimili þeirra í Schressig, húsaþyrpingu í fallegum hvammi, austanvert við borgina. Það er eiginlega hvorki bær né sveit, en einmitt þannig er byggðin víða í Lúxemborg. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 149 orð

Krítarkortasímar um alla Evrópu

Þegar komið er inn úr dyrunum hjá fyrirtækinu Newday International Trading, blasa við allskonar fjarskiptatól af allra nýjustu gerð, enda er fjarskiptabúnaður það sem fyrirtækið höndlar með. Framkvæmdastjóri og eigandi er ungur maður, Ómar Birkisson. Ómar var ekki viðlátinn, en hinsvegar hitti voru þar tveir ungir Íslendingar sem eru starfsmenn fyrirtækisins. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

Landsbankakórinn í söngferð

LANDSBANKAKÓRINN fer í söngferð til Austfjarða 27.­29. apríl og heldur tónleika í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 28. apríl kl. 16. Í kórnum eru 30 söngfélagar. Söngstjóri kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Undirleik á píanó annast Óskar Einarsson, Árni Scheving leikur á bassa og Einar Valur Scheving á trommur. Á efnisskrá eru m.a. nokkur lög eftir Inga T. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 43 orð

Lúðrasveit Reykjavíkur í Ráðhúsinu

LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardag, kl. 15. Stjórnandi á tónleikunum er Jóhann T. Ingólfson. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Karl O. Runólfsson, Emil Thoroddsen, Ísólf Pálsson, Oddgeir Kristjánsson, Eric Coates og Modeste Moussorgsky. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 5134 orð

Lúxemborg í aldanna rás

VORDAGAR á því herrans ári 963 í dalverpinu sem í dag deilir höfuðstað Stórhertogadæmisins Lúxemborg í tvo hluta. Klaki er úr jörðu; trén bruma. Gróa laukar, gala gaukar. Aprílsól á heiðum himni. Andblær þrunginn höfugum skógarilmi og svartþrastasöngur í lofti. Húsaraðir beggja vegna árinnar í dalbotninum, og eftirvæntingarfull mannmergð á stjákli á Rómverjagötu. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 94 orð

Mannaskipti hjá Englinum og hórunni

"SÝNINGAR á bandaríska leikritinu Engillinn og hóran hafa nú gengið lengur en búist var við í upphafi. Ragnhildur Rúriksdóttir þurfti að halda til Bandaríkjanna til að sinna verkefnum sínum þar og því hefur ný leikkona tekið við hlutverki hennar, Sigrún Sól Ólafsdóttir. Með önnur hlutverk í sýningunni fara sem áður; Bryndís Petra Bragadóttir, Bergljót Arnalds og Lára Stefánsdóttir dansari. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 510 orð

MENNING/LISTIRNÆSTU VIKUMYND

Kjarvalsstaðir Steina Vasulka og Haraldur Jónsson sýna. ­ Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Portrettsýning til 19. maí. Hafnarborg Pétur Halldórss. og Karen Kunc sýna til 29. apr. Listasafn Íslands Veggmyndir Kjarvals í Landsbankanum til 30. júní. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 71 orð

Miki 1 og 2

DANSKA teiknimyndin Miki 1 og 2 verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudag kl. 14. Í myndinni kynnumst við stráknum Mika sem er 3 ára og leiðist sjaldan, því hann finnur alltaf upp á einhverju skemmtilegu að gera. Seinni myndin fjallar um hvað hægt er að gera skemmtilegt þegar rignir úti. Þetta eru teiknimyndir fyrir yngstu börnin Myndin er með dönsku tali. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 725 orð

Mikið fjör hjá Íslendingafélaginu

Hermann Bragi Reynisson hefur nokkur járn í eldinum. Hann er flugstjóri hja Cargolux, formaður Íslendingafélagsins í Lúxemborg og í þriðja lagi reka hann og kona hans, Matthildur Kristjánsdóttir, fyrirtækið Atlandic Trading. Þau eru með hluta starfseminnar á Íslandi: kaupa þaðan dún og seldu 5% af þeim dún sem út var fluttur í fyrra. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 133 orð

Móðir jörð

SÖNGHÓPURINN Móðir jörð ásamt einsöngvurum og hljómsveit flytja afrísk-ameríska gospel tónlist í Ytri-Njarðvíkurkirkju á morgun sunnudag kl. 20.30, í Breiðholtskirkju mánudaginn 29. apríl kl. 20.30, í Safnaðarheimili Akraneskirkju miðvikudaginn 1. maí kl. 16 og í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 5. maí kl. 16. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 80 orð

Ómar Stefánsson í Gallerí Horninu

Í DAG opnar Ómar Stefánsson sýningu á málverkum í Gallerí Horninu í Hafnarstræti 15. Þetta er sjötta einkasýning hans en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga og gerninga. Við opnun sýningarinnar verður flutt myndljóð eftir listamanninn, samið fyrir skyggnulýsingavélar. Sýning Ómars stendur til 15. maí og verður opin alla daga kl. 11 til 23.30. Milli kl. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1064 orð

ÓMETANLEG GJÖF

FLATEYJARBÓK og Konungsbók eddukvæða höfðu verið í varðveislu Dana í rúm þrjúhundruð ár þegar Íslendingar fengu þau í hendur á ný á hafnarbakkanum í Reykjavík 21. apríl árið 1971. Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup sendi, Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 45 orð

Samsýning í Listakoti

NÚ stendur yfir samsýning í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70. Þar sýna saman 12 myndlistarkonur í nýjum sýningarsal sem tekinn var í notkun 13. apríl þessa mánaðar. Sýningin er opin daglega frá kl. 12­18, laugardaga frá kl. 12­18 og sunnudaga frá kl. 14­18. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1054 orð

Sérvitur einfari

SAÐ ER viðtekinn skilningur á tónlistarsögunni að þau tónskáld sem gleymist eigi það skilið; sé eitthvað spunnið í tónskáld á annað borð muni verk þess lifa. Þá gleymist að verk Johanns Sebastians Bachs voru mönnum týnd á sínum tíma og síðustu ár hafa menn enduruppgötvað hvert tónskáldið af öðru, allt frá miðöldum fram til vorra daga. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 293 orð

Sigurður teiknaði húsið sjálfur

ÍSLENDINGARNIR í Lúxemborg búa flestir eitthvað utan við borgina, sumir nánast úti í sveit. Í úthverfabænum Godbrange hafa hjónin Dúfa Ólafsdóttir og Sigurður Lárusson byggt glæsilega yfir fjölskylduna. Sigurður er deildarstjóri Tækjadeildar Cargolux, Skagamaður að uppruna og þau hjón hafa búið í Lúxemborg síðan 1975. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Sinfóníuhljómsveitin og Sigrún Eðvaldsdóttir hlaðin lofi

DANSKIR tónlistargagnrýnendur grípa til hástemmdra lofsyrða í umsögnum sínum um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og einleik Sigrúnar Eðvaldsdóttur fiðluleikara í Tívolísalnum í Kaupmannahöfn á laugardaginn var. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 36 orð

Síðasta sýningarhelgi Péturs og Karenar

SÝNINGUM Péturs Halldórssonar og Karenar Kunc í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, lýkur mánudaginn 29. apríl. Pétur sýnir ný málverk sem hann vinur með olíulitum og blandaðri tækni. Karen sýnir tréristur. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 503 orð

Skáldið í Íslendinganýlendunni

Ísamfélagi þar sem búa um 400 Íslendingar fer varla hjá því að eitt eða fleiri skáld kveði sér hljóðs. Í Íslendinganýlendunni í Lúxemborg er Ragnar G. Kvaran fyrrverandi flugstjóri fremstur meðal jafningja að þessu leyti og hefur nýlega gefið út ljóðabókina Kvæði úr Quarantínu. Þar er m.a. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1863 orð

Skáldskapur og blaðamennska eru tvö mismunandi hljóðfæri

JAN Guillou hefur allan sinn starfsferil starfað sem blaðamaður, einkum við Aftonbladet í Stokkhólmi og síðar einnig sem sjónvarpsmaður. Síðari árin hefur hann verið stjórnmálalegur dálkahöfundur hjá Aftonbladet. "Ég skrifa ekki um stjórnmál samkvæmt neinum flokkslínum. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 56 orð

Sóla sýnir á 22

SÓLA opnar ljósmyndasýningu á veitingahúsinu 22, í dag laugardaginn 27. apríl og stendur sýningin í mánuð. Myndir sýningarinnar eru af klæðskiptingum og voru teknar í San Fransisco. Hún hefur áður haldið ljósmyndasýningar bæði hér heima og erlendis. Sýningin opnar kl. 18 og á sama tíma munu söngvar Árna Johnsens hljóma af hljóðsnældum. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Spánverjar halda upp á Goya

250 ÁR eru liðin frá fæðingu spænska málarans Franciscos de Goyas. Hann hefur verið fjölda listamanna innblástur, allt frá Baudelaire til Picasso, og nú hefur Prado-safnið set upp viðamikla sýningu á verkum málarans í tilefni af "ári Goyas". Ákveðið var að setja sýninguna upp með litlum fyrirvara og þykir gæta nokkurs áræðis, en einnig skorts á virðingu fyrir smáatriðum. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 763 orð

Stafir og stund dauðans

Leena Saarto/Mikael Lundberg/Rey Tanaka. Nýlistasafnið: Opið alla daga kl. 14-18 til 28. apríl. Aðgangur ókeypis. Á NÝ eru uppi sýningar frá hendi norrænna listamanna í Nýlistasafninu, og japanskur gestur fylgir með í setustofu. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 138 orð

Stefnir í Digraneskirkju

VORTÓNLEIKAR Karlakórsins Stefnis verða haldnir í Digraneskirkju í dag laugardag kl. 15 og á morgun sunnudag kl. 17. Einsöngvarar á þessum tónleikum eru þeir Þorgeir J. Andrésson og Ágúst Ólafsson. Þorgeir þarf ekki að kynna en Ágúst er liðlega tvítugur og hefur lítið sungið opinberlega áður. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 91 orð

Steint gler í Hnossi

INGIBJÖRG Hjartardóttir er einn sex listamanna sem sýna verk sín í handverkshúsinu Hnossi, sem er til húsa í kjallara Hlaðvarpans. Eru verk hennar úr steindu gleri sem fengið er erlendis frá. Kveðst Ingibjörg byrja á því að teikna verkin upp áður en hún sker glerið niður, leggur það í kopar og lóðar það loks saman. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Stjórnaði með andlitinu

JAKOV Kreizberg, stjórnandi sinfóníuhljómsveitar Bournemouth, neyddist til að stjórna með augabrúnum og andlitshreyfingum þegar hann missti mátt í vinstri handlegg um síðustu helgi. Hljómsveitin var að flytja Symphonie Fantastique eftir Hector Berlioz í Cambridge á Englandi og hlaut lof fyrir, en á tímabili var hinn rússneski stjórnandi í slæmum málum. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 98 orð

Strengjasveitartónleikar TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík heldur tónleika sunnudaginn 28. apríl nk. í Áskirkju og hefjast þeir kl.

TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík heldur tónleika sunnudaginn 28. apríl nk. í Áskirkju og hefjast þeir kl. 17. Á efnisskrá eru Konsert í G-dúr fyrir víólu og strengjasveit eftir G.Ph. Telemann, Tveir þættir úr konsert í d-moll fyrir 2 fiðlur og strengjasveit og Brandenburgarkonsert nr. 3 í G-dúr eftir J.S. Bach, Fíllinn úr Karnivali dýranna, eftir C. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 98 orð

Stúlknakór Húsavíkur syngur

Á VEGUM Tónlistarskóla Húsavíkur hélt Stúlknakór Húsavíkur tónleika um síðustu helgi í sal skólans og var hvert sæti skipað og kórnum vel tekið. Hann er skipaður 25 stúlkum á aldrinum 14 til 20 ára. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 26 orð

Svalbarði

Svalbarði SÝNINGUNNI Svalbarða, sýningu frá Norsk Polarinstitutt sem stendur yfir í Norræna húsinu, lýkur á morgun sunnudag. Sýningarsalurinn er opinn frá kl. 14­19. Aðgangur er ókeypis. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 28 orð

Sýningum í Nýlistasafninu að ljúka

Sýningum í Nýlistasafninu að ljúka SÝNINGUM á verkum Leena Saarto, Mikael Lundberg og Rey Tanaka í Nýlistasafninu lýkur á morgun sunnudag. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14­18. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð

Sönghátíð í Skálholti

SÖNGHÁTÍÐ verður í Skálholti nú um helgina. Í dag kl. 16 halda nokkrir barnakórar tónleika í Skálholtskirkju. Þeir eru Barnakór Fella- og Hólasóknar, Barnakór tónlistarskóla Bessastaðahrepps og Barnakórar úr Hrunamannahreppi og Biskupstungum. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 608 orð

Varaforstjóri og yfirflugstjóri hjá Cargolux

Það ætlaði að verða þrautin þyngri að ná tali af Eyjólfi Haukssyni; hann var annaðhvort að fljúga eða á fundum. Fundarsetur virðast verða í æ ríkari mæli hlutskipti þeirra sem stjórna fyrirtækjum og Eyjólfur er einn þeirra. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Vatnslitamyndir eftir Ragnar Jónsson á dönsku uppboði

ÞRJÁR vatnslitamyndir eftir Ragnar Jónsson, málara og organleikara, voru nýlega boðnar upp hjá Kunsthallen í Kaupmannahöfn. Þetta var í fyrsta skipti sem myndir eftir Ragnar lenda á dönsku uppboði og seldust allar myndirnar yfir matsverði. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 31 orð

Victor G. Cilia í Greip

Victor G. Cilia í Greip VICTOR Guðmundur Cilia opnar málverkasýningu í Gallerí Greip í dag, laugardag. Á sýningunni verða olíumálverk sem unnin eru á þessu ári. Sýningin stendur til 12. maí. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 91 orð

Vortónleikar Árnesingakórsins

ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika í Langholtskirkju sunnudaginn 28. apríl nk. kl. 16. Á efnisskrá tónleikanna verða m.a. íslensk þjóðlög og kirkjuleg tónlist, íslensk og erlend. Meðal einsöngvara verða Jóhann Már Jóhannsson, tenór, og Signý Sæmundsdóttir, sópran. Stjórnandi Árnesingakórsins í Reykjavík er Sigurður Bragason og undirleikari Bjarni Jónatansson. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 82 orð

Vortónleikar í Hafnarfirði

KAMMERSVEIT Tónlistarskólans í Hafnarfirði heldur tónleika sunnudaginn 28. apríl í Víðistaðakirkju kl. 17. Á efnisskránni er "Egmont" forleikurinn eftir Beethoven, Konsertverk fyrir tvö klarinett og hljómsveit, þar sem einleikarar eru Helga Björg Arnardóttir og Arnbjörg Jóna Jóhannsdóttir, "Ljóðræn svíta" eftir Pál Ísólfsson og "Carmen" svítur 1 og 2 eftir Bizet. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 126 orð

Vortónleikar Kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands

LAUGARDAGINN 27. apríl heldur kórinn vortónleika í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands klukkan 14. Starfsemin hefur verið óvenju öflug í vetur og hefur kórinn sungið við ýmis tækifæri sunnanlands og í Reykjavík. Kórfélagar eru nú fimmtíu og sjö talsins og hafa aldrei verið fleiri. Kórstjóri er Jón Ingi Sigurmundsson. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 509 orð

Þráðlaus sími er allt sem þarf

Eitt fyrirtækjanna sem Íslendingar í Lúxemborg eru skráðir fyrir heitir Air ABC. Annar eigendanna, Þórður Sæmundsson, flugvirki, var heima hjá sér, þaðan sem hann stundar þennan rekstur. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 109 orð

Æðruleysislækning og listin að lifa

SÓLSTÖÐUHÓPURINN gengst fyrir fyrirlestri í Norræna húsinu í dag laugardaginn 27. apríl kl. 14.00. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangseyrir 500 kr. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Æðruleysisbænin og listin að lifa". Fyrirlesarar eru þau Vilhjálmur Árnason, heimspekingur, og Ragnheiður Óladóttir, ráðgjafi. Eftir fyrirlesturinn verða umræður. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 341 orð

Örlög Albana

Leikstjórn, handrit, klipping, framleiðandi: Margrét Rún. Myndataka: Clemenz Messow. Tónlist: Rainer Fabich. Aðalhlutverk: Magdalena Wimmer, Katharina Muller-Ellmau, Stefan Hunstein, Julian Wiesemes og Christian Anderson. 1994. Meira
27. apríl 1996 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð

(fyrirsögn vantar)

MORGUNBLAÐIÐ ER ómissandi og hluti af hinu daglega lífi hjá mörgumÍslendingum í Lúxemborg. Það fæst á flugvellinum og tveimur bensínstöðvum, þar á meðal Essóstöðinni sem hér sést. Þar er blaðastandur þar semheimsblöðin fást, Le Soir þar á meðal, svo og Morgunblaðið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.