Greinar þriðjudaginn 7. maí 1996

Forsíða

7. maí 1996 | Forsíða | 238 orð

Bretum vísað úr úr landi

TALSMAÐUR rússnesku öryggisþjónustunnar (FSB), er annast gagnnjósnir, skýrði frá því í gær að sendiherra Breta hefðu verið afhent harðorð mótmæli vegna njósna sem rússneskur þegn hefði stundað fyrir bresk stjórnvöld. Yrðu nokkir breskir sendifulltrúar reknir úr landi vegna málsins. Rússinn á yfir höfði sér dauðadóm fyrir landráð. Meira
7. maí 1996 | Forsíða | 317 orð

Jeltsín segir að frestun komi ekki til greina

GENNADÍ Zjúganov, forsetaframbjóðandi rússneskra kommúnista, fagnaði í gær heitstrengingum Borís Jeltsíns um að fyrirhuguðum forsetakosningum í júní yrði ekki frestað. "Við verðum að tryggja að kosningarnar verði fullkomlega lýðræðislegar og heiðarlegar og jafnframt ættu fulltrúar allra flokka og samtaka að undirrita samkomulag um að niðurstöðu kosninganna verði hlítt," sagði Zjúganov. Meira
7. maí 1996 | Forsíða | 142 orð

Kosningum frestað í KwaZulu

STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku ákváðu í gær að fresta kosningum í KwaZulu-Natal héraðinu, sem fram áttu að fara 29. maí næstkomandi, til loka júnímánaðar. Sögðu talsmenn stjórnarinnar að nýta ætti tímann til að reyna að stilla til friðar í héraðinu en mikil ólga hefur verið þar að undanförnu. Meira
7. maí 1996 | Forsíða | 231 orð

Neita ásökun um vísvitandi dráp

ÍSRAELAR vísuðu í gær á bug fréttum um að myndband, sem fjölmiðlar hafa komist yfir, sýni að þeir hafi gert vísvitandi árás á flóttafólk í búðum Sameinuðu þjóðanna í Qana í Líbanon sem kostaði 102 menn lífið. Á myndbandinu sést fjarstýrð njósnaflugvél nálægt búðunum þegar árásin var gerð 18. apríl. Meira
7. maí 1996 | Forsíða | 71 orð

Reuter Barist þrátt fyrir vopnahlé

BANDARÍSKIR hermenn gripu í gær til vopna til að verja bandaríska sendiráðið í Monróvíu, höfuðborg Líberíu. Hörð átök voru í borginni, þrátt fyrir að Charles Taylor, einn stríðsherranna sem takast á í Líberíu, hefði heitið vopnahléi sem taka átti gildi á hádegi í gær. Þúsundir manna hafa leitað skjóls við bandaríska sendiráðið. Meira
7. maí 1996 | Forsíða | 72 orð

Reuter Davíð Oddsson í Eistlandi

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kom í gær í þriggja daga heimsókn til Eistlands. Átti hann viðræður við Lennart Meri forseta á fyrsta degi heimsóknarinnar og var myndin tekin við upphaf fundar þeirra í Kadriorg- kastala. Auk þess átti Davíð Oddsson fund með eistneska starfsbróður sínum, Tiit Vähi, Toomas Savi þingforseta og Jaak Tamm borgarstjóra í Tallin. Meira

Fréttir

7. maí 1996 | Landsbyggðin | 322 orð

Afmælishátíð á Húsavík á verkalýðsdegi

Húsavík-1. maí hátíðarhöldin á Húsavík voru tileinkuð 85 ára afmæli Verkalýðsfélags Húsavíkur, en forveri þess var Verkamannafélag Húsavíkur, stofnað 11. apríl 1911. Síðan sameinaðist Verkakvennafélagið Von, stofnað 28. apríl 1918, Verkamannafélaginu hinn 5. apríl 1964 og var þá félögunum gefið nafnið Verkalýðsfélag Húsavíkur. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Annir á dekkjaverkstæðum

15. APRÍL síðastliðinn áttu allir bílar að vera komnir af nagladekkjum. Um helgina hóf lögregla að svipast um eftir bílum sem enn aka um göturnar á nöglum. Bergdís Una Bjarnadóttir vinnur á dekkjaverkstæði Krissa í Skeifunni og þar eins og á öðrum dekkjaverkstæðum hafa annir verið miklar undanfarið. Meira
7. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Atvinnulausum fækkar

ATVINNULAUSIR á Akureyri voru 374 þann 1. maí, 174 karlar og 200 konur og hafði fækkað um 40 frá 1. apríl. Á sama tíma í fyrra voru 617 skráðir atvinnulausir. Af þeim sem skráðir eru nú eru 86 með hlutastarf og fá atvinnuleysisbætur til viðbótar. Atvinnuleysisdagar í apríl sl. voru 7.802 talsins en 10.720 í apríl 1995. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Aukið frelsi í nafngiftum

ALÞINGI samþykkti í gær ný mannanafnalög sem veita meira frelsi í nafngiftum en fyrri lög og heimila m.a. svonefnd millinöfn. Lagafrumvarpið, sem hefur verið nokkuð umdeilt, var samþykkt með 33 atkvæðum gegn tveimur. 9 þingmenn sátu hjá. Stefán Guðmundsson, Framsóknarflokki, og Hjörleifur Guttormsson, Alþýðubandalagi, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 203 orð

Bakteríur í spítalasápunni

BAKTERÍUR sem eru skyldar saurgerlum hafa fundist í mjúksápu sem er í notkun á öllum deildum Ríkisspítalalanna. Karl G. Kristinsson, forstöðumaður sýklavarnadeildar Landspítalans, segir að sápan sé keypt fyrir Ríkisspítala á einum stað og þar sem ekki var hægt að útiloka að bakteríurnar fyndust í stórum hluta sápunnar var talið fyrirhafnarminnst að taka sápuna alla úr notkun. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 146 orð

Bankaránið enn óupplýst

RÁNIÐ í útibúi Búnaðarbanka Íslands við Vesturgötu er enn óupplýst. Þrír vopnaðir menn réðust inn í bankann að morgni 18. desember sl. og náðu að taka peninga úr kössum gjaldkera. Bankinn gaf aldrei upp hve miklu var stolið, en líkur voru leiddar að því að upphæðin hefði numið hálfri annarri milljón króna. Meira
7. maí 1996 | Landsbyggðin | 111 orð

Brautskráð eftir fjarnám

Nú á dögunum brautskráðust 16 framhaldsskólakennarar eftir að hafa stundað fjarnám í uppeldis- og kennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands sl. þrjú ár. 25 nemendur hófu þetta nám sem byrjaði upphaflega í tengslum við Farskólann á Austurlandi. Tveir hafa hætt og sjö verða brautskráðir í sumar. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 253 orð

Bretinn vill fjórar milljónir í bætur

BRETI, sem var ákærður um nauðgun um borð í togara í Reykjavíkurhöfn, sakfelldur í héraði og sýknaður í Hæstarétti, m.a. þar sem niðurstöður íslenskrar DNA-rannsóknar stóðust ekki nánari skoðun í Noregi, hefur höfðað mál og krafist rúmlega fjögurra milljóna í skaða- og miskabætur. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira
7. maí 1996 | Erlendar fréttir | 179 orð

Bruni hefur engin áhrif

TALSMENN Credit Lyonnais bankans fullyrtu að eldsvoði í aðalstöðvum hans í París í fyrradag hefði engin áhrif á starfsemi bankans og skaðaði í engu viðskiptavini. Rúman hálfan sólahring tók að ráða niðurlögum eldsins. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 177 orð

Eggjaframleiðendur brotlegir að mati Samkeppnisráðs

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur fellt þann úrskurð í máli Félags eggjaframleiðenda og samkeppnisráðs að Félag eggjaframleiðenda hafi gerst brotlegt við samkeppnisllög. Úrskurður, sem Samkeppnisráð felldi í febrúar sl., var á þá leið að Félag eggjaframleiðenda hafi á árunum 1994 og 1995 gerst brotlegt við samkeppnislög. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

ESB mótmælir "hálf leynilegum" samningi

MIKILLAR óánægju gætir hjá Evrópusambandinu með nýgerðan síldarsamning Norðmanna, Íslendinga, Færeyinga og Rússa og sögðu talsmenn þess að um "hálfleynilegan" fund hefði verið að ræða. Filippo di Robilant, talsmaður Emmu Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál hjá framkvæmdastjórn ESB, kvað sambandið afar ósátt við að því væri kynnt fullburða samkomulag, sem það hefði engin áhrif haft á. Meira
7. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Fimm sóttu um styrki til jafnréttismála

FIMM umsóknir bárust um styrki til jafnréttismála sem jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar auglýsti. Listasumar á Akureyri sótti um 100 þúsund króna styrk til að fá til sýningar leikverkið "Konur skelfa". Meira
7. maí 1996 | Landsbyggðin | 117 orð

Fjallaklifrarar vinna við viðgerðir á Keflavíkurflugvelli

Vogum-Viðamiklar viðgerðir eru að hefjast á þaki stóra flugskýlisins á Keflavíkurflugvelli og nú er verið að leggja öryggisnet undir þakið í um tuttugu metra hæð. Karl Ingólfsson er verktaki við netalagninguna og hefur með sér fjóra starfsmenn vana klifri. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Flugleiðir og Air China í viðræðum

FLUGLEIÐIR og kínverska ríkisflugfélagið Air China hafa ákveðið að taka upp viðræður um samstarf í flugmálum. Ferðaþjónustufyrirtækið China International Travel Service Group hefur milligöngu um viðræðurnar en fulltrúar á þess eru staddir hér á landi. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

Forsætisráðherrar ákváðu úrslitafundinn

DAVÍÐ Oddsson og Gro Harlem Brundtland áttu fyrir skömmu samtal símleiðis að frumkvæði norska forsætisráðherrans, að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, og var á grundvelli þess samtals ákveðið að utanríkis- og sjávarútvegsráðherra Íslands og Noregs hittust í London. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 815 orð

Framfarir síðustu ár í þjálfun og aðgerðum

ÁLAUGARDAG lauk í Reykjavík þriggja daga norrænni ráðstefnu Nýrrar raddar, félags fólks sem gengið hefur undir brottnám barkakýlis og raddbanda. Ráðstefnuna sátu 73 erlendir fulltrúar ásamt formanni Evrópusambands slíkra félaga, sem íslenska félagið er aðili að. Fimmtán Íslendingar sátu ráðstefnuna. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 288 orð

Framleiðslan hefur þrefaldast

ÍSLENZKAR sjávarafurðir hafa þrefaldað heildarframleiðslu sína á fyrsta þriðjungi þessa árs. Heildarframleiðslan í ár er um 77.000 tonn en var 25.400 t á sama tíma í fyrra. Mest er aukningin vegna samstarfssamnings ÍS og útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins UTRF í Petropavlovsk á Kamtsjatka. Heildarvelta fyrirtækisins þetta tímabil varð 8.150 millj. kr. Meira
7. maí 1996 | Landsbyggðin | 340 orð

Framtíðarstefna í vegamálum verður mótuð

ÞINGMÖNNUM Vestfirðinga voru afhentir undirskrifarlistar með óskum 800 íbúa á norðanverðum Vestfjörðum um að lagður verði vegur yfir Þorskafjarðarheiði í framhaldi af byggingu Gilsfjarðarbrúar á Fjórðungsþingi Vestfirðinga fyrir skömmu. Einar K. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 513 orð

Fullorðið fólk til vandræða

Óvenju mikið var um afskipti af fullorðnu fólki um helgina. Lögreglumenn þurftu 54 sinnum að koma fólki, sem ekki kunni fótum sínum forráð, til aðstoðar, heim eða vista það í fangageymslunum. Hana gistu 37 einstaklingar um helgina, sem er besta nýting þar í langan tíma. Í fangageymslum er boðið upp á svefnaðstöðu án þæginda. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Gestir í gamla trénu

Vopnafirði-Það kemur engum á óvart þessa dagana að sjá þresti í trjánum. Hitt er þó sjaldgæfara að grásleppan setjist á greinar trjánna. Þannig var því þó farið með signu grásleppuna í gamla lerkitrénu á Vopnafirði nú þegar grásleppuvertíðin stendur sem hæst. Það er ekki amalegt að eiga slíka "ávexti" í garðinum í sumarbyrjun. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Gjaldskrá heimaþjónustu hækkar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt 8,5% hækkun á gjaldskrá heimaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Hækkunin tók gildi 1. maí síðastliðinn. Í erindi félagsmálastjóra til borgarráðs kemur fram að gjaldskráin hefur ekki hækkað síðan 1. apríl 1995. Fyrir hækkun var gjaldið 189 krónur fyrir hverja unna vinnustund. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmannastjóra ætti að miða við 70. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 245 orð

Greint á milli raunveruleika og goðsagna

HÓPUR Frakka var nýlega staddur hér á landi við gerð sjónvarpsmyndar um fiskveiðar Frakka við Íslandsstrendur, en franskir fiskimenn leituðu á sínum tíma fanga við Íslandsstrendur í þrjár aldir. Að gerð myndarinnar stendur háskólinn í Rennes og er hún í flokki mynda sem verið er að gera um Bretagne-skaga en þaðan komu flestir fiskimannanna sem stunduðu veiðar hér við land. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

Guðrún Jónsdóttir

GUÐRÚN Jónsdóttir frá Prestbakka lést á sjúkrahúsi í Reykjavík á sunnudag tæplega áttræð að aldri eftir að hafa átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið. Guðrún var fædd á Staðarhóli í Dalasýslu 18. júlí árið 1916, dóttir hjónanna séra Jóns Guðnasonar prests þar og konu hans Guðlaugar Bjartmarsdóttur. Hún lauk prófi frá Hérðasskólanum á Reykjum í Hrútafirði árið 1932. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 252 orð

Halli á rekstri Neytendasamtakanna

FJÁRHAGUR Neytendasamtakanna hefur verið erfiður undanfarin ár og við upphaf þessa ársins var hallinn 4,5 milljónir. Ríkið styrkir samtökin um samtals 5,5 milljónir á árinu 1996 en árið 1995 var styrkurinn rúmar 6 milljónir. Í skýrslu stjórnar fyrir árin 1994­1996 kemur fram að tekjur eru að langmestu leyti af félagsgjöldum. Slæm fjárhagsstaða Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 179 orð

Heilsuball haldið í Langholtsskóla

FORELDRAFÉLAG Langholtsskóla gekkst fyrir Heilsuballi nýlega. Það var einkum ætlað fyrir yngri nemendur skólans og er haldið í húsi KFUM og K við Holtaveg með stuðningi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Meira
7. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Heilsufar frekar slæmt

HEIMILISLÆKNAR á Akureyri hafa haft í nógu að snúast síðustu vikur enda hefur heilsufar bæjarbúa verið frekar slæmt og mikið um víruspestir í gangi. Friðrik Vagn Guðjónsson, yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni á Akureyri, segir að ástandið hafi verið svipað allan aprílmánuð en sé heldur að skána. Meira
7. maí 1996 | Landsbyggðin | 78 orð

Höfn 100 ára

Hornafirði-Á næstkomandi ári eru 100 ár liðin síðan byggð á Höfn hófst. Fyrirhugað er að halda upp á þessi tímamót með ýmiskonar uppákomum allt árið 1997 en hátíðarhöldin munu rísa hæst á Hátíð í Hornafirði sem er í júlíbyrjun. Meira
7. maí 1996 | Miðopna | 1237 orð

Hömlur ekki settar á veiðar Evrópusambandsins

Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að þessi samningur um norsk-íslensku síldina hafi átt sér langan aðdraganda. Íslensk stjórnvöld hafi lagt upp með það að hækka síldarkvóta Íslendinga í ár, frá því í fyrra, í hlutfalli við það sem aðrir hefðu ákveðið og íslenskar sendinefndir hafi fengið þetta vegarnesti á hvern fundinn á fætur öðrum. Meira
7. maí 1996 | Miðopna | 838 orð

Hörð gagnrýni stjórnar andstöðu á samninginn

Rætt um síldarsamninginn á Alþingi Hörð gagnrýni stjórnar andstöðu á samninginn HÖRÐ gagnrýni kom fram á Alþingi í gær af hálfu stjórnarandstöðu á samninginn um veiðar á norsk-íslensku síldinni. Guðmundur Sv. Hermannssonfylgdist með umræðunum. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 556 orð

Íslendingar fá 17,2% af veiðikvóta ársins

SAMNINGUR á milli Íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum var undirritaður í Ósló í gærmorgun, en í samningnum er kveðið á um að heildarafli landanna fjögurra verði 1.107 þúsund lestir í ár. Kvótinn skiptist þannig að hlutur Íslendinga verður 190 þús. lestir, Færeyja 66 þúsund lestir, Noregs 695 þús. lestir og Rússa 156 þús. lestir. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 395 orð

Kaupmáttur verði eins og hjá grönnum okkar í EES

BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands Íslands, sagði að í umræðum um kjaramál á sambandsstjórnarfundi VMSÍ um síðustu helgi hefði komið fram það sjónarmið, að í næstu kjarasamningum ætti að semja um að kaupmáttur verkafólks á Íslandi yrði sá sami og almennt væri á Evrópska efnahagssvæðinu. Hann sagði að þessu markmiði yrði ekki náð nema með umtalsverðri hækkun á kauptöxtum. Meira
7. maí 1996 | Leiðréttingar | 48 orð

Kólumbus til Ameríku 1492 Í grein og frétt um Vínl

Í grein og frétt um Vínlandskortið á sunnudag misritaðist ártalið þegar Kólumbus kom til Ameríku, en það var 1492. Raunar mátti ráða hið rétta ártal af samhenginu því Vínlandskortið var teiknað rúmri hálfri öld fyrr eða um 1440. Beðist er afsökunar á þessari ritvillu. Meira
7. maí 1996 | Miðopna | 1184 orð

Langtímamarkmið höfð að leiðarljósi

SAMNINGUR á milli Íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands um veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum var undirritaður í Ósló í gærmorgun, en í samningnum er kveðið á um að heildarafli landanna fjögurra verði 1.107 þúsund lestir í ár. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 226 orð

Ljósvakamiðlar lúti almennum reglum

STARFSHÓPUR um endurskoðun á útvarpslögum telur ekki brýna nauðsyn til þess að kveða sérstaklega á um í útvarpslögum um takmörkun eignarhalds á ljósvakafjölmiðlum. Að mati starfshópsins hafa lög í nágrannalöndunum oftar en ekki orsakað nokkurn glundroða og skert athafnafrelsið á ósanngjarnan hátt. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Logaði glatt við Austurver

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað að verslunum í Austurveri við Háaleiti í hádeginu í gær, en þar logaði eldur að húsabaki. Í ljós kom að kveikt hafði verið í tunnu á bak við húsið og hafði eldurinn náð að læsa sig í grindverk, svo af varð töluvert bál. Það var hins vegar fljótslökkt og skemmdir litlar. Meira
7. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 277 orð

Mikil ásókn í sumarstörf hjá bænum

ALLS bárust 613 umsóknir um sumarstörf hjá Akureyrarbæ, frá fólki 17 ára og eldri og er það svipaður fjöldi umsókna og árið áður. Karl Jörundsson, starfsmannastjóri bæjarins, segir að um sé að ræða hin almennu sumarstörf, afleysingar og flokkstjórn í unglingavinnu. Hann segir að af þessum 613 sem sóttu um vinnu, verði aðeins hægt að ráða um 360 manns, eða svipaðan fjölda og árið áður. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 242 orð

Mikilvægt skref til að ná stjórn á veiðunum

JAKOB Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að hefði verið tekið til við veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum án samkomulags um stjórnun, hefði það verið viðkomandi ríkjum til ævarandi skammar. "Ég tel þennan samning ákaflega mikilvægt skref í þá veru að ná heildarstjórn á veiðunum en án þess hefði það verið gjörsamlega vonlaust," segir Jakob. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 32 orð

Morgunblaðið/Sverrir

Morgunblaðið/Sverrir Kosningaskrifstofa opnuð GUÐRÚN Agnarsdóttir, sem boðið hefur sig fram til embættis forseta Íslands, opnaði á laugardag kosningaskrifstofu að Ingólfsstræti 5 í Reykjavík. Myndin sýnir Guðrúnu Agnarsdóttur ávarpa stuðningsmenn við það tækifæri. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 303 orð

Mögleikar Íslendinga aukast til rannsóknarstarfa

ÍSLENSKIR vísindamenn og stofnanir hafa mikla möguleika á að tengjast inn í rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni á vegum sameiginlegrar rannsóknarmiðstöðvar Evrópusambandsins (SRM), að sögn Magnúsar Guðmundssonar, landfræðings hjá Landmælingum Íslands. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 180 orð

Námskeið í höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun

SKRÁNING er hafin á námskeið í höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun, "Cranio-Sacral Balancing", og verður fyrsta stig námskeiðsins haldið 22.-28. júní, en áætlað er að námskeiðinu sem er í þremur stigum ljúki í byrjun næsta árs. Höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun nemur og losar um spennu og þau höft í beinakerfi líkamans sem koma í veg fyrir að líkaminn geti starfað eðlilega. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Nýr kafli hjá Hrauni

V. BRYNJÓLFSSON á Skagaströnd átti lægsta tilboð í lagningu Siglufjarðarvegar, frá Hrauni í Hraunadal, 22 millj kr. Er það 82% af um 27 m.kr. kostnaðaráætlun. Vegarkaflinn er liðlega 4 km að lengd og á verkinu að vera lokið 15. september. Níu tilboð bárust, öll töluvert hærri en lægsta tilboðið. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 23 orð

RABBFUNDUR félaga í Foreldrafélagi misþroska barna v

RABBFUNDUR félaga í Foreldrafélagi misþroska barna verður haldinn í Æfingaskóla Kennaraháskóla Íslands miðvikudaginn 8. maí nk. kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Sagður hafa notfært sér ölvun stúlku

TUTTUGU og sex ára varnarliðsmaður hefur verið kærður fyrir misneytingu, en hann kom fram vilja sínum við 15 ára stúlku úr Keflavík aðfaranótt laugardagsins. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar í Keflavík hafði stúlkan þegið far í bíl varnarliðsmannsins. Hann er sakaður um að hafa notfært sér ölvunarástand stúlkunnar og haft við hana kynmök. Meira
7. maí 1996 | Erlendar fréttir | 391 orð

Sakaðir um vísvitandi árás á flóttafólk

SJÓNVARPSSTÖÐVAR sýndu í gær myndir þar sem ísraelsk njósnaflugvél sést fljúga nálægt búðum Sameinuðu þjóðanna í Qana í suðurhluta Líbanons þegar Ísraelar gerðu árás á þær 18. apríl og urðu 102 flóttamönnum að bana. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 374 orð

Saka stjórnvöld um að "falla á kné"

SAMTÖK hagsmunaaðila í sjávarútvegi, Norges Fiskarlag, og Samtök bátaútgerðarmanna, gagnrýndu í gær harðlega nýgerða síldarsamninga Norðmanna, Íslendinga, Rússa og Færeyinga. Sögðu þau norsk stjórnvöld hafa fallið á kné fyrir þjóðum sem umgengjust auðlindir hafsins af algeru ábyrgðarleysi. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Samanburður á norskum og íslenskum börnum

HRAFNHILDUR Ragnarsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskólans miðvikudaginn 8. maí. Fyrirlesturinn nefnist: Að læra þátíð sagna. Samanburður á norskum og íslenskum börnum. Samsvarandi próf var lagt fyrir 90 íslensk og 90 norsk börn, 4, 6 og 8 ára. Í fyrirlestrinum verður greint frá helstu niðurstöðum rannsóknarinnar. Meira
7. maí 1996 | Erlendar fréttir | 458 orð

Sameiningu Berlínar og Brandenburg hafnað

KJÓSENDUR í Brandenburg í austurhluta Þýskalands höfnuðu með miklum meirihluta sameiningu við Berlín í kosningum sem fram fóru á sunnudag. Meirihluti Berlínarbúa , 53,4%, var hlynntur sameiningu en íbúar Brandenburg áttu síðasta orðið þar sem 62,8% greiddu atkvæði á móti. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 293 orð

Samkeppnislög gilda um sumar tegundir osta

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur staðfest úrskurð samkeppnisráðs um að Osta- og smjörsölunni beri að bjóða viðskiptavinum sínum magnafslátt af þeim tegundum osta sem ekki eru verðlagðir af opinberum verðlagsnefndum. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 433 orð

Samningurinn talinn hagstæður í Færeyjum

VIÐBRÖGÐ við síldarsamningnum sem gerður var í gær hafa verið jákvæð í Færeyjum. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi telja samninginn skynsamlegan og bent er sérstaklega á að Íslendingar hafi þurft að gefa mest eftir af ríkjunum sem að síldardeilunni stóðu. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 166 orð

Samstaða varar við Schengen

STJÓRN Samstöðu um óháð Ísland hefur samþykkt ályktun, þar sem varað er við aðild Íslendinga að Schengen- samkomulaginu. Í ályktuninni segir m.a., að eini ávinningur samningsins sé afnám vegabréfaeftirlits innan samningssvæðisins. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Samstarf um vímuefnavarnir

NÚ Í vetur var komið á samstarfi Seljakirkju, félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels og foreldrafélag Selja- og Ölduselsskóla um málefni unglinga og forvarnarmál. Næsti fundur á vegum þessara samstarfsaðila verður haldinn í hátíðarsal Seljaskóla (sunnan megin við íþróttahúsið) þriðjudagskvöldið 7. maí kl. 20.30. Þá munu Mummi og Bjössi frá Mótorsmiðjunni ræða um unglinginn og vímugjafa. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 546 orð

Sjálfbær nýting stofnsins tryggð

HÉR á eftir birtist í heild bókun um nýtingu norsk-íslenska síldarstofnisins sem samkomulag tókst um í Osló í gær: Aðilar að bókun þessari, sem vilja stuðla að verndun, skynsamlegri nýtingu og stjórnun veiða á norsk- íslenska síldarstofninum og tryggja sjálfbæra nýtingu stofnsins til langs tíma, hafa komið sér saman um eftirfarandi: 1.1. Meira
7. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 126 orð

Sjö ára börn fengu reiðhjólahjálma

UM 250 sjö ára börn á Akureyri fengu um helgina að gjöf reiðhjólahjálma og öryggisveifur á reiðhjól frá félögum í Kiwanisklúbbnum Kaldbak, en þetta er sjötta árið í röð sem klúbburinn gefur sjö ára börnum reiðhjólahjálma. Alls hafa akureyrskum börnum þannig verið gefnir um 1.500 hjálmar, samanlagt að verðmæti rúmlega 4 milljónir króna. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Sótt um lóð fyrir einkarekinn leikskóla

LÖGÐ hefur verið fram í borgarráði umsókn um 1.600­1.800 fermetra lóð undir einkarekinn leikskóla ásamt tveimur íbúðum í Grafarvogshverfi. Borgarráð vísaði erindinu til borgarskipulags og skrifstofustjóra borgarverkfræðings. Meira
7. maí 1996 | Erlendar fréttir | 292 orð

Staðráðnir í að ná sögulegum sáttum

FYRSTU fundum Ísraela og Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) í viðræðunum um lokasamning um varanlegan frið lauk í egpypska bænum Taba við Rauðahaf í gær. Mikill ágreiningur er enn á milli aðilanna í mikilvægum málum en samningamennirnir sögðust staðráðnir í að binda enda á áratuga átök Ísraela og Palestínumanna. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 386 orð

Sterkari lagastoð þarf fyrir umsýslugjaldi Fasteignamats

UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að lagagrundvöllur umsýslugjalds, sem innheimt er af húseigendum og tryggir Fasteignamati ríkisins 35 milljón króna tekjur á ári, sé ekki viðhlítandi. Umsýslugjaldið teljist skattur í skilningi stjórnarskrárinnar og þurfi að koma töku þess á vandaðri lagagrundvöll. Umboðsmaður hefur vakið athygli Alþingis og viðskiptaráðherra á þessu. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Stjórn á veiðarnar mikilvæg ast að mati Rússa

EF VIÐ berum saman hlutskipti Íslendinga og Rússa getum við ekki verið ánægðir," sagði Vladimir Korelski, sjávarútvegsráðherra Rússlands, í samtali við Ríkissjónvarpið í gær. "Mikilvægast af öllu er að stjórn er komin á síldveiðarnar. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 262 orð

Stjórnvöld ráðstafi réttindum með útboði

AÐ MATI Samkeppnisráðs ber stjórnvöldum að gæta ákveðins jafnræðis milli aðila við úthlutun á réttindum og líta sérstaklega til þess að aðgerðir þeirra takmarki ekki samkeppni. Þetta kemur fram í úrskurði ráðsins varðandi leigusamning sem utanríkisráðuneytið gerði við Íslenska aðalverktaka sf. um efnistöku. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 577 orð

Stofnunin verði lögð niður í núverandi mynd

STJÓRN Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur leggur til að stofnunin verði lögð niður í núverandi mynd. Mæðra- og ungbarnaeftirlit flytjist í auknum mæli til heilsugæslustöðva en sameinist að öðru leyti sambærilegum einingum á Landspítalanum. Heimahjúkrun flytjist einnig til heilsugæslustöðva og þær sameinist um miðstöð til að mæta sveiflukenndu álagi heimahjúkrunar. Meira
7. maí 1996 | Erlendar fréttir | 327 orð

Svíar styðja Eystrasaltsríkin

SVÍÞJÓÐ vill koma til móts við þarfir Eystrasaltsríkjanna í öryggismálum með því að styðja það að ríkin þrjú fái aðild að Evrópusambandinu. "Við lítum á það sem skyldu Svíþjóðar og annarra aðildarríkja Evrópusambandsins ... Meira
7. maí 1996 | Landsbyggðin | 291 orð

Sýning á verkum grunnskólanemenda

Sauðárkróki-Viðurkenningar voru afhentar sunnudaginn 21. apríl fyrir bestu verkin sem bárust í samkeppni Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, Þjóðfélag án þröskulda, í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Um leið var opnuð sýning á úrvali myndverka og texta sem nemendur á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og Vesturlandi höfðu unnið. Meira
7. maí 1996 | Landsbyggðin | 287 orð

Tekið á atvinnuleysi áður en til þess kemur

Stykkishólmi-Haldinn var fundur í Stykkishólmi 18. apríl sl. þar sem Jón Erlendsson, verkfræðingur hjá Upplýsingaþjónustu Háskóla Íslands hélt fyrirlestur sem hann nefndi "Nýjar hugmyndir um nýsköpun og atvinnumál". Að fundinum stóðu Efling Stykkishólms, Lionsklúbbur Stykkishólms, Rotaryklúbbur Stykkishólms og Stykkishólmsbær. Meira
7. maí 1996 | Landsbyggðin | 110 orð

Tíu til tólf ára börn í tjáningu

Tíu til tólf ára börn úr barnastarfi þjóðkirkjunnar héldu nýlega mót á Eiðum. Börnin voru frá Egilsstöðum, Seyðisfirði og Neskaupstað og héldu mótið í Kirkjumiðstöð Austurlands og gistu eina nótt. Þetta var lokapunktur yfir TTT-starf vetrarins, sem þau hafa sótt í kirkjuna sína í allan vetur. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 242 orð

Tryggingastofnun gefur út afmælisrit

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur gefið út afmælisrit í tilefni af sextíu ára afmæli stofnunarinnar, sem nefnist Almannatryggingar í 60 ár. Í afmælisritinu eru ávörp Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Bolla Héðinssonar, formanns tryggingaráðs og Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra Tryggingastofnunar. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 688 orð

Upp með budduna ef þú hefur reykt!

Eiga reykingamenn að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu vegna reykingasjúkdóma? Upp með budduna ef þú hefur reykt! Meira
7. maí 1996 | Erlendar fréttir | 270 orð

Útflutningur minnkar um 40%

VERKFALL starfsmanna á norskum olíuborpöllum hafði í gær minnkað útflutning á olíu um 40%. Vangaveltur hafa verið uppi um að ríkisstjórn Noregs hafi afskipti af deilunni en þess sáust engin merki í gær. Meira
7. maí 1996 | Erlendar fréttir | 289 orð

Valdakonur þinga ÁHRIFAKONUR um víða veröld komu

ÁHRIFAKONUR um víða veröld komu saman til þings í Stokkhólmi á sunnudag. Þátttakendur eru um 70 talsins, allt konur sem valist hafa til forsetaembættis og forystu í stjórnmálum eða hjá ýmiss konar valdastofnunum. Meira
7. maí 1996 | Erlendar fréttir | 595 orð

Vangaveltur og samsæriskenningar um frestun

YFIRLÝSING Borís Jeltsíns Rússlandsforseta í gær um að forsetakosningunum 16. júní verði ekki frestað nægir ekki til að kæfa orðróm um að forsetinn muni á síðustu stundu grípa til neyðarúrræða ef hann telji sig ekki geta unnið. Kommúnistar, helstu andstæðingar Jeltsíns, minnast þess er forsetinn nam stjórnarskrána úr gildi haustið 1993. Meira
7. maí 1996 | Innlendar fréttir | 185 orð

Vanvirti leiði manns sem hann banaði

ÁTJÁN ára piltur í Hafnarfirði hefur viðurkennt að hafa vanvirt leiði fyrrum sambýlismanns móður sinnar. Pilturinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi í febrúar sl. fyrir að hafa orðið manninum að bana með því að aka á hann. Hann hefur beðið afplánunar frá því að dómurinn féll, en hóf hana í gær. Meira
7. maí 1996 | Erlendar fréttir | 277 orð

Vara við því að skilja Spán eftir utan EMU

NÝKJÖRIN ríkisstjórn Spánar, undir forystu hægrimannsins José Maria Aznar, lét til sín taka strax á fyrsta starfsdegi og varaði ríki Evrópu við afleiðingum þess, að Spánn yrði skilinn eftir utan fyrirhugaðs efnahags- og myntbandalags (EMU) árið 1999. Meira
7. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Vorhret

KRAKKARNIR í öðrum bekk í Síðuskóla voru ekkert óánægðir með snjóinn sem blasti við þeim í gærmorgun, en þeir voru að leika sér á lóðinni við Glerárkirkju í frímínútunum í gær. Snjóinn var ekki lengi að taka upp og síðar í vikunni er gert ráð fyrir sunnanátt þannig að þetta vorhret stendur væntanlega stutt. Meira

Ritstjórnargreinar

7. maí 1996 | Staksteinar | 319 orð

»Nánast engin verðbólga! HÆKKUN verðlags á fyrsta ársfjórðungi 1996, frá byr

HÆKKUN verðlags á fyrsta ársfjórðungi 1996, frá byrjun janúarmánaðar til aprílmánaðar, nam aðeins 0,51%, segir í Hagtölum mánaðarins, en það samsvarar um 2,1% verðbólgu á heilu ári. Stöðugleiki Meira
7. maí 1996 | Leiðarar | 610 orð

SKYNSAMLEGIR SAMNINGAR

LEIDARI SKYNSAMLEGIR SAMNINGAR AMNINGAR þeir, sem undirritaðir voru í Ósló í gær á milli Íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands um veiðar úr norsk-íslenzka síldarstofninum eru skynsamlegir og tryggja framtíðarhagsmuni okkar Íslendinga. Meira

Menning

7. maí 1996 | Leiklist | 721 orð

Afbragðs fjölskylduskemmtun á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins

Söngleikur eftir Bengt Ahlfors. Íslensk þýðing og staðfærsla: Þórarinn Eldjárn. Leikstjórn: Kolbrún Halldórsdóttir. Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Leikmynd: Axel Hallkell. Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Leikendur: Hilmir Snær Guðnason. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Vigdís Gunnarsdóttir. Örn Árnason. Meira
7. maí 1996 | Fólk í fréttum | 78 orð

Áratugur að baki

MEÐLIMIR í Krísuvíkursamtökunum héldu upp á 10 ára afmæli samtakanna í húsakynnum þeirra um helgina. Í boði voru kaffiveitingar og skoðunarferð um húsakynnin. Fjöldi gesta kom til að samfagna félögum samtakanna á þessum hátíðisdegi. Meira
7. maí 1996 | Fólk í fréttum | 90 orð

Björk og Goldie í hnapphelduna?

UM FÁTT er meira talað í bresku popppressunni um þessar mundir en væntanlegt brúðkaup Bjarkar Guðmundsdóttur og breska tónlistarmannsins Goldie. Samkvæmt öruggum heimildum Fólks í fréttum mun það fara fram í septembermánuði næstkomandi. Goldie, sem er "jungle"- tónlistarmaður, hefur bæði starfað sem sólólistamaður og með hljómsveitinni Metalheadz. Meira
7. maí 1996 | Tónlist | 424 orð

Ein rós í blómasafn

Ingibjörg Marteinsdóttir og Jónas Ingimundarson fluttu íslenskan og erlendan Lieder. Sunnudagurinn 5. maí, 1996. LJÓÐATÓNLEIKAR þeir sem menningarmiðstöðin í Gerðubergi hefur staðið fyrir í átta vetur eru merkilegt framlag, sem þakka ber þó Jónasi Ingimundarsyni sérstaklega fyrir, því ekki einasta hefur hann verið samleikari flestra söngvaranna, Meira
7. maí 1996 | Tónlist | 757 orð

Fagurhljómandi lofsöngur

Flytjendur: Söngsveitin Filhamonía, stjórnandi Úlrik Ólason, kammersveit,konsertmeistari Szymon Kuran og einsöngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Þorgeir Andrésson. Laugardagurinn 4. maí, 1996. Meira
7. maí 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Ferðamálakynning

FERÐAMÁLAKYNNING var haldin í Perlunni fyrir skemmstu. Hún byrjaði sumardaginn fyrsta, en henni lauk á sunnudaginn. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Perluna til að kynna sér ferðamöguleika innanlands. Ljósmyndari Morgunblaðsins lagði land undir fót og skoðaði sýninguna í gegnum linsuna. Meira
7. maí 1996 | Myndlist | -1 orð

Fiðrildi

Tómas Ponzi. Opið á tíma veitingastofunnar til 9. maí. Aðgangur ókeypis. FIÐRILDI sem ber við himin og grómögn jarðar eru marvísleg í lögun og lit, svo sem allir vita sem auga hafa fyrir gangi náttúrunnar að sumarlagi. Meira
7. maí 1996 | Menningarlíf | 222 orð

Galdra- Loftur

GALDRA-Loftur, ópera í þremur þáttum eftir Jón Ásgeirsson byggð á samnefndu leikriti Jóhanns Sigurjónssonar, verður frumsýndur í Íslensku óperunni 1. júní næstkomandi. Hátíðarsýning verður 4. júní og aðrar sýningar 7., 8., 11. og 14. júní. Meira
7. maí 1996 | Fólk í fréttum | 114 orð

Hákon skemmtir á Héraði

KVEÐIÐ í kútinn nefnist skemmtidagskrá sem byggð er á vísum, sögum og textum við ýmis sönglög eftir hagyrðinginn landsþekkta Hákon Aðalsteinsson. Eru það 6 tónlistarmenn af Héraði sem syngja texta Hákons og spila undir. Þeir eru Friðjón Jóhannsson, Guðlaugur Sæbjörnsson, Árni Óðinsson, Stefán Bragason, Jón Kr. Arnarson og Daníel Friðjónsson. Meira
7. maí 1996 | Skólar/Menntun | 224 orð

Hámarksfjöldi 22 og 28 nemendur í bekk

SKÓLAMÁLARÁÐ Reykjavíkur hefur ákveðið að hámarksfjöldi nemenda í bekkjardeild haustið 1996 verði 22 nemendur í 1. og 2. bekk en 28 nemendur í 3.-10. bekk. Segir Sigrún Magnúsdóttir formaður Skólamálaráðs þetta vera óbreytt frá síðasta ári. Meira
7. maí 1996 | Fólk í fréttum | 70 orð

Hárgreiðslukennsla

NÁMSKEIÐ í hárgreiðslu var haldið á Hótel Íslandi síðastliðinn sunnudag á vegum A. B. Steinþórssonar. Meðal gestakennara var Frank Bianchi, en ýmsir hárgreiðslumeistarar lögðu sitt af mörkum. Ljósmyndari Morgunblaðsins leit þar inn, nýklipptur að sjálfsögðu. Meira
7. maí 1996 | Fólk í fréttum | 82 orð

Hermirinn vígður

FJÖLSKYLDUSKEMMTUN var haldin fyrir framan sundlaugarnar í Laugardal síðastliðinn laugardag. Fjöldi fólks mætti á svæðið til að skemmta sér, en við þetta tækifæri var hermirinn, dýrasta leiktæki landsins, vígður. Sniglabandið lék fyrir gesti, auk þess sem Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson fluttu gamanmál við undirleik Jónasar Þóris. Kynnir dagsins var Gunnlaugur Helgason. Meira
7. maí 1996 | Menningarlíf | 99 orð

Laugaþrestir heimsækja Reyðarfjörð

SÍÐUSTU helgina í apríl kom Tónlistarskólinn að Laugum í Reykjadal og Laugaþrestir, sem er skólakór Litlu-Laugaskóla, í heimsókn til Reyðarfjarðar. Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og skólakór Grunnskóla Reyðarfjarðar tóku á móti hópnum Markmið ferðarinnar var að gefa nemendum skólanna tækifæri á að hittast, spila, syngja og skemmta sér saman. Meira
7. maí 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

List

GLATT var á hjalla í galleríinu Sólon Íslandus fyrir skömmu, þegar Kristján Jónsson opnaði myndlistarsýningu sína. Fjölmargir listamenn komu fram, meðal annarra tangódansarar og leikarar. Gestir, sem voru fjölmargir, skemmtu sér vel eins og sést á meðfylgjandi myndum. Meira
7. maí 1996 | Myndlist | -1 orð

Listiðnaður

Listakot er opið á almennum verzlunartíma. Gallerí Hnoss frá 13­18 virka daga og 13­16 laugardaga. LÍTIL listiðnaðar- og handverkshús hafa verið að skjóta rótum í höfuðborginni á undanförnum árum og er rétt að við sem fjöllum um myndlist fylgjumst grannt með þróuninni hér, þótt ekki sé alltaf tilefni til að geta sýninga í þeim. Meira
7. maí 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Ljóð skulu hljóma" Ein uppákoma menningarársins í Kaupmannahöfn var ljóðahátíð, þar sem Einar Már Guðmundsson og Sjón lásu úr

NORRÆNA ljóðahátíðin í Hróarskeldu var enn ein staðfesting á því sem hefur komið í ljós hvað eftir annað undanfarin ár: Fólk vill gjarnan heyra ljóð, þótt ljóðabækur seljist kannski ekki mjög vel. Þannig streymdi að fólk í þrjá daga til að hlusta á norræna höfunda af yngri kynslóðinni lesa upp úr verkum sínum eða flytja á annan hátt. Meira
7. maí 1996 | Fólk í fréttum | 64 orð

Maraþonlestur á Grettlu

NEMENDUR 10. bekkjar Sólvallaskóla á Selfossi, rúmlega 30 talsins, settust niður við maraþonlestur til samræmds prófs á Grettissögu fyrir skömmu. Samhliða lestrinum gerðu nemendur ýmis verkefni tengd sögunni. Tilgangurinn með maraþoninu var að safna fé með áheitum til Danmerkurfarar. Meira
7. maí 1996 | Fólk í fréttum | 68 orð

Móðir jörð lætur í sér heyra

SÖNGHÓPURINN Móðir jörð, ásamt einsöngvurum og hljómsveit, hélt ferna tónleika í kirkjum og safnaðarheimilum á Suðurlandi fyrir skemmstu. Á efnisskránni er afrísk-amerísk gospeltónlist, sem fékk góðar viðtökur hjá gestum. Ljósmyndari blaðsins brá sér í Breiðholtskirkju og fylgdist með þegar hópurinn hélt þar tónleika. Meira
7. maí 1996 | Menningarlíf | 317 orð

Nýjar bækur

ÍSLENSKI kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar nýjar bækur: Tímaþjófurinn er skáldsaga eftir Steinunni Sigurðardóttur. Sagan fjallar um Öldu, menntaskólakennara af góðum ættum sem býr einhleyp við ágætan efnahag. Líf hennar virðist í traustum skorðum þar til ástir takast með henni og einum samkennara hennar. Meira
7. maí 1996 | Skólar/Menntun | 151 orð

Nýjar námsbækur

Listin að spyrja eftir Ingvar Sigurgeirsson dósent við Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) er nýkomin út. Um er að ræða handbók fyrir kennara, þar sem leiðbeint er um hvernig beita megi umræðum í kennslu til að vekja nemendur til umhugsunar, þjálfa þá í að tjá sig, færa rök fyrir máli sínu, Meira
7. maí 1996 | Fólk í fréttum | 199 orð

Pamela komst ekki á topp tíu

ÞÓTT HÚN státi ekki af frægum leikurum, eins og svo margar myndir sem verið er að sýna vestan hafs um þessar mundir, skaust táningamyndin "The Craft" beint á toppinn þegar hún var frumsýnd um þessa helgi. Athygli vekur að nýjasta mynd Sharon Stone, Síðasti dansinn, eða "Last Dance", sem einnig var frumsýnd á Íslandi um helgina, nær 6. Meira
7. maí 1996 | Kvikmyndir | 355 orð

Prinsessan í borginni

Leikstjóri: Alfonso Cuaron. Handrit: Richard LaGravenese og Elizabeth Chandler eftir sögu Frances Hodgson Burnett. Aðalhlutverk: Elianor Bron, Liam Cunningham, Liesel Matthews. Warner Bros. 1995. Meira
7. maí 1996 | Skólar/Menntun | 564 orð

Ráðuneytið íhugar matsaðferðir

INNAN menntamálaráðuneytis er verið að vinna að því hvernig ráðuneytið mun annast eftirlit á sjálfsmatsaðferðum skóla til að uppfylla ákvæði, sem nefnd eru í grunnskólalögunum. Sömuleiðis er verið að leita leiða til að meta hvort skólahald sé í samræmi við ákvæði laga og aðalnámskrá, Meira
7. maí 1996 | Fólk í fréttum | 122 orð

Rokkarinn leikur

ÞUNGAROKKARINN Jon Bon Jovi leynir á sér. Hann hafði verið í leiklistartímum í tvö ár áður en hann sagði nokkrum manni frá því að hann hefði áhuga á ferli í kvikmyndum. Fyrsta hlutverk hans var í myndinni "Moonlight and Valentino" á síðasta ári og núna er hann staddur í Bretlandi við tökur á myndinni "The Leading Man". Meira
7. maí 1996 | Skólar/Menntun | 1012 orð

Samræmt próf ­ fyrir hverja?

KENNARAR 10. bekkja grunnskólans telja langflestir að markmið með samræmdum prófum séu og ættu fyrst og fremst að vera þau að taka ákvörðun um framhaldsnám nemenda og flokka þá eftir námskunnáttu. Meira
7. maí 1996 | Skólar/Menntun | 389 orð

Svíar áhugasamir um fjölbrautakerfi

ÍSLENDINGAR hafa selt þremur framhaldsskólum í Svíþjóð hugbúnað til reynslu til töflugerðar í fjölbrautaskólakerfum, en Svíar hafa á undanförnum fimm árum sýnt íslenska fjölbrautakerfinu mikinn áhuga. Hafa um 3. Meira
7. maí 1996 | Menningarlíf | 501 orð

Tímarit

ÚT er komið 9. bindi af tímaritinu Griplu sem gefið er út af Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Gripla flytur margvíslegt efni á fræðasviði stofnunarinnar, sérstaklega rannsóknir á handritum, útgáfur á áður óprentuðum heimildum, ritgerðir um bókmenntir fyrri alda, málsögu og sagnfræði. Meira
7. maí 1996 | Bókmenntir | 471 orð

Unglingurinn og umheimurinn

Fyrir foreldra og unglinga eftir Elizabeth Fenwick og dr. Tony Smith. Þýdd af Kolbrúnu Baldursdóttur, Kristlaugu Sigurðardóttur, Mími Völundarsyni og Sigríði Björnsdóttur. Ljósmyndir: Barnabas Kindersley og Lárus Karl Ingason. Útgefandi Forlagið 1996. Meira
7. maí 1996 | Menningarlíf | 111 orð

Verk níu myndlistarmanna

OPNUÐ hefur verið sýning á verkum níu myndlistarmanna. Sýningin er haldin í Kosningamiðstöð Ólafs Ragnars Grímssonar að Hverfisgötu 33 Reykjavík. Í kynningu segir: "Sýningin er nýstárleg að því leyti að hún mun standa þar til úrslit kosninganna verða kunn og munu sífellt fleiri listamenn bætast í hóp sýnenda allan þann tíma. Meira
7. maí 1996 | Fólk í fréttum | 113 orð

Viðtal við sendiherrafrúna í rússnesku tímariti

Í TÍMARITINU Diplomatic Life In Moscow birtist nýlega 7 blaðsíðna viðtal við Unni Úlfarsdóttur, sendiherrafrú í Moskvu. Þar er sagt frá því að nýverið settist hún í forsetastól Alþjóðlega kvennasambandsins í Moskvu. Í sambandinu eru eiginkonur diplómata, stjórnenda fyrirtækja og blaðamanna sem búsettir eru í Moskvu, alls 1.500 talsins, frá 180 löndum. Meira
7. maí 1996 | Menningarlíf | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

JAMES Levine hefur nú stjórnað Metropolitan-óperunni í New York í aldarfjórðung og telst hljómsveitin með þeim fremstu í heimi. Þessum áfanga stjórnandans var fagnað með mikilli óperuveislu, sem hófst klukkan sex síðdegis og lauk ekki fyrr en átta klukkustundum síðar. Meira
7. maí 1996 | Menningarlíf | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

TVÆR nýjar óperur, sem byggðar eru á sígildum bandarískum bókmenntaverkum, eru nú í burðarliðnum. Metropolitan-óperan í New York hefur fengið John Harbison til að semja óperu byggða á skáldsögunni "Hinum mikla Gatsby" eftir F. Scott Fitzgerald. André Previn er nú á samningi hjá San Francisco- óperunni við að semja "Sporvagninn Girnd" eftir samnefndu leikriti Tennessee Williams. Meira
7. maí 1996 | Menningarlíf | 39 orð

(fyrirsögn vantar)

Sestu á stól eða gólfið eða bara einhversstaðar. Kveiktu þér í sígarettu eða gerðu það ekki. Horfðu út um gluggann eða á veginn og bíddu eftir að eitthvað gerist. Fyrirmælasýning í samvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsljós Meira

Umræðan

7. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 569 orð

18-30 ára skiptinemar

ÞAÐ virðist nokkuð útbreiddur misskilningur á Íslandi að ekki sé hægt að gerast skiptinemi ef maður er orðinn eldri en 18 ára. Mig langar að reyna, í eitt skipti fyrir öll, að leiðrétta það. 35 ára reynsla AUS ­ Alþjóðleg ungmennaskipti hafa verið starfandi á Íslandi í 35 ár og á þeim tíma sent til útlanda og tekið á móti hundruðum ungmenna. Meira
7. maí 1996 | Aðsent efni | 1256 orð

Einkarekstur og fjarskipti

Í REYKJAVÍKURBRÉFI hinn 28. apríl vekur Morgunblaðið aftur upp umræðuna um fjarskipti og fyrirkomulag á þjónustunni hérlendis í framtíðinni. Vegna spurninga sem blaðið setur fram í lok greinarinnar ætla ég enn að taka þátt í þeirri umræðu enda fellst ég á þá skoðun blaðsins að nauðsynlegt sé að fá svör við þeim og ekki síst að skoðanir stjórnarþingmanna og annarra ráðamanna komi fram. Meira
7. maí 1996 | Aðsent efni | 666 orð

Ekki þennan mann á Bessastaði

DAGINN fyrir skírdag árið 1979 kom Walter Mondale, varaforseti Carters Bandaríkjaforseta, til landsins í stutta, opinbera heimsókn. Á skírdagsmorgun, kl. 10, sat hann fund með ráðamönnum og var að honum loknum boðið til hádegisverðar í forsætisráðherrabústaðinn í Tjarnargötu 32. Kl. 12. Meira
7. maí 1996 | Aðsent efni | 1553 orð

Er heimild til útgáfu bráðabirgðalaga tímaskekkja?

RÍKISSTJÓRNIR hér á landi hafa á undanförnum áratugum mjög oft gripið til útgáfu bráðabirgðalaga. Vafasamt verður að telja að útgáfa bráðabirgðalaga hafi í öllum tilvikum verið innan þess ramma sem settur er í stjórnarskránni en eftir stendur að Alþingi hefur með því að staðfesta bráðabirgðalög, jafnvel þótt verulegur vafi hafi leikið á því hvort lögin hafi verið sett með stjórnskipulegum hætti, Meira
7. maí 1996 | Aðsent efni | 1185 orð

Erlend eignaraðild í sjávarútvegi

FJÁRFESTING erlendra aðila á Íslandi hefur ávallt verið viðkvæmt mál og tortryggni ríkt í garð útlendinga hvað það varðar. Varkárni við að rýmka reglur um erlenda fjárfestingu hér á landi er því að mínu áliti eðlileg og sjálfsagt að taka þau skref að vel athuguðu máli. Meira
7. maí 1996 | Aðsent efni | 638 orð

Frumvarpið og félagafrelsið

FRUMVARP fjármálaráðherra um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins varðar grundvöll samningsréttar starfsmanna og félagafrelsi. Ákvæði stjórnarskrár um félagafrelsi var endurskoðað nýlega og niðurstaðan varð 74. gr. sem orðast þannig: "Rétt eiga menn að stofna félög, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög án þess að sækja um leyfi til þess. Meira
7. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 430 orð

Halldór Ásgrímsson með fólkið í fyrirrúmi?

MARGRÉT Frímannsdóttir alþingismaður greinir frá því í fjölmiðli að fulltrúar allra flokka hafi sent, síðastliðið vor, bréf til utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, og beðið um fund til að ræða mál Sophíu Hansen og dætra hennar; mál sem þjóðin gjörþekkir og hefur sýnt móður og dætrum mikla samúð og stórhug, þeim til hjálpar. Meira
7. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 784 orð

Ráðhússraunir

VIÐ mæðgur lögðum leið okkar þriðjudaginn 23. apríl um hálftvöleytið í Ráðhús Reykjavíkur. Tilgangur ferðarinnar var að eiga skemmtilega stund saman og líta á mannlífið. Við skoðuðum fyrst sérlega vel upp setta og fallega listsýningu leikskólabarna, sem kom okkur í mjög gott skap og gefum við sýningunni hiklaust fjórar stjörnur. Meira
7. maí 1996 | Aðsent efni | 935 orð

Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands

ÞAÐ er sjaldgæft að undirrituðum svelgist jafn innilega á morgunkorninu og gerðist þriðjudaginn 26. mars síðastliðinn, en þann dag birtist í Morgunblaðinu grein Ásdísar Erlingsdóttur undir yfirskriftinni "Hættið leikaraskapnum með forsetaembættið". Ýmissa grasa kennir í grein Ásdísar og fjallar hún meðal annars um valdaleysi forseta Íslands jafnt sem skipan Alþingis. Meira
7. maí 1996 | Aðsent efni | 709 orð

Stríðsyfirlýsing á hendur ríkisstarfsmönnum

ÉG TEL brýnt að benda á örfá atriði af þeim mörgu sem stinga í augun við lestur frumvarpsins um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem nýlega kom fram á Alþingi. Í frumvarpinu eru boðaðar svo miklar skerðingar á kjörum og réttindum ríkisstarfsmanna að ekki verður við unað. Þar að auki gengur það bersýnilega þvert gegn yfirlýstum markmiðum frumvarpshöfunda, þ.e. Meira
7. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 438 orð

Til vísnavinanna GG

FYLGISMENN bundins kveðskaðar þurfa ekki að skammast sín; slíkur skáldskapur hefur verið ríkjandi í borgum og meðal bændamenninga á útjöðrum þeirra í þúsundir ára. Það er því ekki undarlegt þótt mörgum þyki að sú uppfynding Vesturlanda sem hefur verið útbreidd í minna en hálfa öld, og kallast óbundin ljóð, sé með einhverjum óásættanlegustu afsprengjum evrópskrar menningar. Meira

Minningargreinar

7. maí 1996 | Minningargreinar | 166 orð

Eiríkur Ólafsson

Með þessum ljóðlínum viljum við minnast vinar okkar, Eiríks Ólafssonar. Góður vinur er hverjum manni ómetanlegur og þótt Eiríkur sé ekki hér lengur verða minningarnar frá þeim 18 árum sem við áttum með honum ekki frá okkur teknar. Þakklæti er okkur efst í huga - þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að eiga vináttu hans. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 662 orð

Eiríkur Ólafsson

Það er þriðjudagskvöld. Síminn hringir. Vinkona okkar, Silla, í símanum. "Þetta er að verða búið." Það þyrmir yfir okkur. Hvernig getur svona lagað gerst? Eiríkur allur. Búinn að berjast eins og hetja síðan í júní sl. er hann gekkst undir hjartaaðgerð. Síðan þá síendurteknar æðaaðgerðir. Aldrei kvartað. "Hvernig líður þér?" "Bara vel. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 442 orð

Eiríkur Ólafsson

Laugardaginn 27. apríl sl. var sumarið komið í Mýrdalinn. Sól skein í heiði, túnin farin að grænka, kindurnar hans Óla á Giljum komnar út, fegnar frelsinu eftir langa innistöðu, og náttúran öll að lifna við. Inni í Deildarárgili var þennan dag einstök veðurblíða og komst hitinn upp í 15 stig yfir hádaginn. Aldrei er fegurð dalsins og Deildarárgils meiri en á slíkum góðviðrisdögum. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 253 orð

Eiríkur Ólafsson

Í dag kveðjum við kæran vin með söknuði. Kynni okkar Eiríks hófust þegar hann giftist Sillu Gunnu frænku minni. Þau komu oft til Siglufjarðar í fríum og alltaf gistum við hjá þeim þegar ferðir lágu til Reykjavíkur. Eiki, Silla og Unna móðursystir mín héldu heimili saman um langt skeið og var það okkar annað heimili er ég settist á skólabekk í Tækniskóla Íslands haustið 1966. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 131 orð

EIRÍKUR ÓLAFSSON

EIRÍKUR ÓLAFSSON Eiríkur Ólafsson fæddist á Siglufirði 4. janúar 1936. Hann lést í Reykjavík 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrikka Björnsdóttir, f. 14. sept. 1900, d. 3. febr. 1990, og Ólafur Eiríksson, f. 23. júní 1897, d. 16. des. 1985. Systkin: Kristín, f. 1925, d. 1992, Birna, f. 1929, Sigríður, f. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 342 orð

Helga Steinunn Lúthersdóttir

Helga systir mín er látin. Síminn hringir, í símanum er Steinunn, dóttir Helgu, og tjáir okkur að mamma hennar hafi dáið kl. 16.15. Þetta var laugardaginn 27. apríl. Mig var farið að gruna að stundin nálgaðist eftir langvarandi veikindi hennar, hún lagðist inn á öldrunarlækningadeild Landspítalans 12. mars 1993 með alzheimer-sjúkdóm, Hákon gat ekki lengur hugsað um hana, helsjúkur af krabbameini. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 314 orð

Helga Steinunn Lúthersdóttir

Ég heyri mig gráta, ég get þurrkað tár mín, en ég get ekki lýst tilfinningum mínum. Ég trúi að þú vitir hvernig mér líður, mamma mín, það er sárt að kveðjast. Ég veit að þér var tekið fagnandi þar sem þú ert nú. Ég veit að pabbi beið þín, hann sem var alla tíð þinn besti vinur. Við sem eftir erum fögnum endurfundum ykkar, þrátt fyrir sáran söknuð okkar. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 98 orð

Helga Steinunn Lúthersdóttir

Nú er amma mín farin til afa en það þráði hún ábyggilega mest af öllu. Þó að ég hafi búist við þessu var þetta samt áfall og í leiðinni ákveðinn léttir, hún var loksins komin á öruggan stað þar sem henni liði betur. Elsku amma mín, ég vil með þessum orðum þakka þér fyrir allar þær stundir er við áttum saman: Vertu sæl, vor litla hvíta lilja. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 511 orð

HELGA STEINUNN LÚTHERSDÓTTIR

HELGA STEINUNN LÚTHERSDÓTTIR Helga Steinunn Lúthersdóttir var fædd í Fischersundi 3, Reykjavík, 3. júlí 1919. Hún lést í öldrunarlækningadeild Landspítalans 27. apríl síðastliðinn. Helga var dóttir Lúthers Hróbjartssonar, umsjónarmanns Austurbæjarskólans, f. á Velli í Hvolhreppi 24. maí 1888, d. 14. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 320 orð

Margrét Jónsdóttir

Í Spámanninum eftir Kahlil Gibran, sem var líbanskt kristið skáld, segir: "Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér. Því að hvað eru eigur þínar annað en hlutir, sem þú geymir og gætir af ótta við að þarfnast þeirra á morgun? Til eru þeir, sem eiga lítið og gefa það allt. Þetta eru þeir, sem trúa á lífið og nægtir lífsins, og þeirra sjóður verður aldrei tómur. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 349 orð

Margrét Jónsdóttir

Magga Jóns er dáin. Það var boðskapurinn, sem okkur barst sólfagran sunnudag á nýbyrjuðu sumri. Hún hafið barizt við illvígan sjúkdóm um nokkurt skeið. Krabbamein leggur margan að velli langt um aldur fram. Þrátt fyrir framfarir í læknavísindum og góðan stuðning margra dugar það ekki alltaf. Engu að síður kom kallið fyrr en okkur grunaði. Meðan enn er von heldur fólk í hana. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 456 orð

Margrét Jónsdóttir

Það er mikil sorg í hjarta mínu þegar ég fæ mér fyrsta kaffibolla morgunsins. Ég horfi út um eldhúsgluggann minn, náttúran á fullu í vorverkunum. Svo horfi ég á símann og hugsa til þín, en núna get ég ekki lyft upp tólinu, hringt og heyrt í þér hinum megin á línunni, því þú ert farin elsku, Magga mín. Ég sest niður og hugsa til baka yfir þau ár sem ég naut þess að eiga þig að í lífinu. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 457 orð

Margrét Jónsdóttir

Þegar við fréttum af veikindum Möggu í lok síðasta árs óraði okkur ekki fyrir því að hún ætti aðeins fáeina mánuði eftir ólifaða, hún sem geislaði af lífi. Hún ætlaði að berjast og hún barðist þar til allt þrek var búið og dauðinn sigraði lífið. Það koma ótal minningar upp í huga okkar skólasystkina frá Ísafirði er eitt okkar er kallað burt úr þessum heimi. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 308 orð

Margrét Jónsdóttir

Ágætur vinur og samstarfsmaður, Margrét Jónsdóttir, er látin eftir erfið veikindi. Magga, eins og hún var ávallt kölluð af vinum sínum, háði hetjulega baráttu til hinstu stundar, umvafin fjölskyldu sinni og vinum. Ég þekkti Möggu frá barnsaldri. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 470 orð

Margrét Jónsdóttir

Myndin sem kemur í huga minn á þessum tímamótum er af því hvernig sandur rennur á milli fingra barns og handfylli verður á augabragði að engu. Það eru fimmtán ár frá því að ég kynntist Margréti. Hún var sú fyrsta sem ég kynntist er ég flutti til Ísafjarðar fyrir utan fjölskyldu Jóhanns, eiginmanns míns. Þó árin séu orðin fimmtán þá er það ekki langur tími. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 127 orð

MARGRÉT JÓNSDÓTTIR

MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Margrét Jónsdóttir fæddist á Ísafirði 4. júlí 1945. Hún lést í Landspítalanum 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Oktavía Margrét Gísladóttir, f. 10.10. 1904, d. 31.7. 1987, og Jón Ásbjörn Jóhannsson, f. 16.8. 1906, d. 7.9. 1992. Margrét átti tvær systur: Katrínu Bjarneyju, f. 23.4. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 132 orð

Margrét Jónsdóttir Kveðja og þökk "Litfríð og ljóshærð og létt undir brún." Þannig var hún Magga systir okkar. Hún hafði

"Litfríð og ljóshærð og létt undir brún." Þannig var hún Magga systir okkar. Hún hafði einstaka frásagnargáfu og var ávallt létt í lund og átti auðvelt með að sjá björtu hliðarnar á lífinu. Alltaf laðaði hún fólk að sér með sínu góða geði og gaf af sér eins og sagt er. Segja má að hún hafi lifað lífinu horfandi í sólina til að sjá ekki skuggana. Það fóru allir ríkari af hennar fundi. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 388 orð

Sigríður Eggertsdóttir

Hún Sigga er dáin. Svo snöggt, svo óvænt. Við sitjum hér eftir fjórar vinkonur sem haldið höfum saman síðan árið 1955 er við vorum saman á skóla í Danmörku, nánar tiltekið í Vordingborg. Í upphafi vorum við sex. Sú fyrsta sem kvaddi, langt fyrir aldur fram, var Sísí og nú stöndum við frammi fyrir þeim óraunveruleika, að okkur finnst, tæpum þremur árum síðar, að Sigga er líka farin. Fyrirvaralaust. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 475 orð

Sigríður Eggertsdóttir

Kær og góð vinkona er fallin frá langt um aldur fram. Við snöggt og ótímabært andlát eins og hér átti sér stað verðum við, sem eftir stöndum, flemtri slegin. Okkur setur hljóð og minningarnar streyma fram í hugann. Vinskapur okkar hófst fyrir rúmum 20 árum er við bjuggum í sama raðhúsinu í Fossvogi. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 292 orð

Sigríður Eggertsdóttir

Í ást til Íslands búum við, konan mín, sem er fædd á Íslandi, og ég, Dani frá Bornhólm, í Virum norður af Kaupmannahöfn. Einn þáttur í að rækta samskiptin við vini og ættingja á Íslandi eru tíðar heimsóknir þeirra sem okkur þykir vænt um á Íslandi á heimili okkar hjóna. Að öllum öðrum ólöstuðum var Sigga vinkona sú sem við ávallt hlökkuðum mest til að fá í heimsókn og nú kemur hún ekki framar. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 349 orð

Sigríður Eggertsdóttir

Lífi Sigríðar Eggersdóttur er skyndilega lokið. Vinir og vandamenn standa harmi slegnir yfir fráfalli hennar og fá aldrei svör við spurningunni af hverju hennar tími var kominn. Bundinn er endir á tuttugu ára ánægjuleg kynni, sem hófust í Bandaríkjunum á tímum mikilla en jákvæðra atburða í lífi okkar beggja. Sigríður var ekki allra og var frekar dul og jafnvel hlédræg. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 469 orð

Sigríður Eggertsdóttir

Að kveldi laugardagsins 27. apríl hringdi síminn og okkur tilkynnt að hún Sigga, eins og hún var ævinlega kölluð, væri dáin. Ég varð harmi slegin, gat það verið, Sigga sem var svo hress aðeins nokkrum dögum áður þegar ég kom til þeirra hjóna, Siggu og Þorsteins. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 226 orð

SIGRÍÐUR EGGERTSDÓTTIR

SIGRÍÐUR EGGERTSDÓTTIR Sigríður Eggertsdóttir var fædd á Akureyri 13. desember 1933. Hún lést 27. apríl sl. Foreldrar hennar voru hjónin Katrín B. Eiríksdóttir frá Hafnarfirði, f. 18. október 1904, d. 21. febrúar 1996, og Eggert Kristjánsson, skipstjóri frá Akureyri, f. 20. apríl 1896, d. 1. júní 1967. Sigríður átti einn bróður. 28. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 97 orð

Sigríður Eggertsdóttir Kveðja frá Heilsuhringnum Horfin er mæt kona og góður félagi, sem við minnumst með virðingu og þökk.

Horfin er mæt kona og góður félagi, sem við minnumst með virðingu og þökk. Eiginleikum Sigríðar er erfitt að lýsa í fáum orðum, en hún var sú manngerð er alltaf gaf sér tíma til að leggja góðum málum lið og var ósérhlífin í öllu samstarfi. Hún dreif hlutina af og var vel vinnandi, að hverju sem hún gekk. Við minnumst gleðinnar er fylgdi henni og gáskans sem bjó undir alvarlegu yfirbragðinu. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 699 orð

Sigtryggur Pálsson

Ég kynntist Sigtryggi fyrst árið 1984, er ég kom inn í fjölskyldu hans sem tengdadóttir hans. Okkar kynni voru frá fyrstu stundu mjög ánægjuleg. Hann var einstaklega hógvær og nægjusamur maður og vildi allt fyrir alla gera, en fannst það hreinn óþarfi ef gera átti eitthvað fyrir hann. Sem ungur maður fór Sigtryggur í búnaðarskólann á Hólum og lauk þaðan búfræðiprófi. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 111 orð

SIGTRYGGUR PÁLSSON

SIGTRYGGUR PÁLSSON Sigtryggur Pálsson var fæddur á Sauðárkróki 18. apríl 1919. Hann lést á Landspítalanum 30. apríl. Foreldrar hans voru Ásta Magnúsdóttir og Páll Pálsson. Sigtryggur ólst upp á Ytri-Hofdölum í Skagafirði hjá móðurömmu sinni, Guðrúnu Bergsdóttur og seinni manni hennar Sigtryggi J. Guðjónssyni. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 500 orð

Svanhildur Guðmundsdóttir

Kveðja til ömmu Elsku amma mín. Nú þegar þú ert farin skilur þú eftir stórt skarð í huga mér. Ég held að ég hafi verið ein af þeim sem þekktu þig best þar sem við deildum saman herbergi í níu ár á Sunnuveginum. Það voru ófáar stundirnar sem við lágum hvor í sínu rúminu á kvöldin og kjöftuðum frá okkur allt vit. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 841 orð

Svanhildur Guðmundsdóttir

Að leiðarlokum er mér bæði ljúft og skylt að minnast móður minnar, Svanhildar Guðmundsdóttur frá Múla við Suðurlandsbraut. Öllum sem kynntust Svanhildi má vera ljóst, að ekki verður æviskeiði hennar lýst í stuttri minningargrein heldur einungis brugðið upp fáum leifturmyndum. Skaphöfn móður minnar var slík, að hún gat staðið sem klettur í hafinu, ef sannfæring bauð henni. Meira
7. maí 1996 | Minningargreinar | 272 orð

SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR

SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Svanhildur Guðmundsdóttir var fædd í Reykjavík 4. apríl 1912. Hún lést í Reykjavík 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kjartan Jónsson frá Kotlaugum í Hreppum, síðar bóndi og verkstjóri og kenndur við Múla, og Guðríður Jónsdóttir frá Breiðholti. Systkini þrjú átti Svanhildur og lifa þau öll. Meira

Viðskipti

7. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 643 orð

Gert ráð fyrir 17 millj. króna hagnaði í ár

GERT er ráð fyrir því að KÁ muni skila rúmlega 17 milljóna króna hagnaði af reglulegri starfsemi á þessu ári í kjölfar þeirrar endurskipulagningar sem fram hefur farið á rekstri fyrirtækisins, en það hefur verið rekið með tapi undanfarin ár. Tap síðasta árs nam sem kunnugt er 29 milljónum króna. Meira
7. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 419 orð

Iðgjöld jukust um nær helming á árinu

VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ Skandia hf. skilaði alls um 6 milljóna króna hagnaði á síðasta ári borið saman við um 3 milljóna kr. hagnað árið áður, samkvæmt ársreikningi sem staðfestur hefur verið af móðurfélaginu í Svíþjóð. Meira
7. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Nýtt til að efla viðskiptatengsl

ÁKVEÐIÐ hefur verið að nýta fyrsta flug Flugleiða til Halifax þann 14. maí til kynningar á viðskiptum íslenskra og kanadískra fyrirtækja. Hátt í tuttugu íslensk fyrirtæki, einkum í útflutningi eða alþjóðaviðskiptum, munu senda fulltrúa utan, fyrir milligöngu Verslunarráðs Íslands og Amerísk-íslenska verslunarráðsins. 2­4 sæti eru enn laus, segir í frétt frá Verslunarráði. Meira
7. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 58 orð

Umhverfisverðlaun veitt

VERND, umhverfisviðurkenning Iðnlánasjóðs, verður veitt í 5. sinn á ársfundi sjóðsins á morgun. Nefnd skipuð fulltrúum Iðnlánasjóðs, umhverfisráðuneytis og Vinnueftirlits ríkisins velur fyrirtækið. Til þessa hafa hlotið þessa viðurkenningu Delta hf. 1992, Hekla hf. 1993, Sæplast hf. 1994 og Sláturfélag Suðurlands 1995. Meira
7. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 134 orð

Uppsagnir vofa yfir

BANKAKERFIÐ í Sviss stendur frammi fyrir óhjákvæmilegri og kvalafullri endurskipulagningu, sem mun leiða til þess að þúsundir munu missa vinnuna. Talið var að slík hagræðing næðist með samruna UBS-bankans og CS-Holding, en UBS hafnaði samrunanum sem kunnugt er. Meira

Fastir þættir

7. maí 1996 | Fastir þættir | 1227 orð

500 keppendur á vel heppnuðu Íslandsmóti

Um 500 keppendur tóku þátt í Íslandsmeistarakeppni í dansi, með grunnaðferð, í Hafnarfirði um síðustu helgi. Fjölmargir áhorfendur fylgdust með og ríkti mikil og góð "stemmning" í húsinu. Laugardagur Meira
7. maí 1996 | Í dag | 518 orð

AÐ ER ánægjulegt að fylgjast með því hvað flugsamgöngur

AÐ ER ánægjulegt að fylgjast með því hvað flugsamgöngur á milli Íslands og Þýzkalands eru að batna mikið. Flugleiðir eru að hefja áætlunarflug til Berlínar í fyrsta sinn nú í sumar og fljúga auk þess til Hamborgar og Frankfurt. Meira
7. maí 1996 | Dagbók | 2685 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 3.-9. maí, að báðum dögum meðtöldum, er í Apóteki Austurbæjar, Háteigsvegi 1. Auk þess er Breiðholts Apótek, Mjódd, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
7. maí 1996 | Í dag | 71 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 7. maí,

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 7. maí, er níræður Ólafur Daðason, húsgagnabólstrari, Rauðalæk 4, Reykjavík. Hann tekur á móti vinum og vandamönnum í dag, afmælisdaginn í sal Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, Flatahrauni 29, Hafnarfirði eftir kl. 18. ÁRA afmæli. Meira
7. maí 1996 | Í dag | 116 orð

Dýrir plastpokar í Bónus MIG langar að vekja athygli á því

MIG langar að vekja athygli á því hve dýrir plastburðarpokarnir eru í Bónusverslunum, eða 9 krónur pokinn. Þar að auki er þetta útlend framleiðsla og handónýt í ofanálag. Þeir rifna um leið og maður setur eitthvað ofan í þá. Mér finnst einnig að þeir geti sýnt sóma sinn í því að selja íslenska poka. Bónusveldið ætti að geta það eins og aðrar verslanir, sem þar að auki selja þá ekki eins dýrt. Meira
7. maí 1996 | Í dag | 74 orð

FIMMTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á matargerð, tónlist,

FIMMTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á matargerð, tónlist, bréfaskriftum o.fl.: Yuriko Kuroda, 2914-1 Aziki sakae- machi, Inba-gun, Chiba 270-15, Japan. Meira
7. maí 1996 | Fastir þættir | 1244 orð

Galsi og Hjörvar á háu nótunum

Stóðhestar voru metnir af kynbótadómnefnd á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku. Yfirlitssýning var haldin á fimmtudag og hæst metnu hestarnir voru sýndir gestum stóðhestastöðvarinnar á laugardag þar sem mættu þúsundir. Meira
7. maí 1996 | Í dag | 39 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar í 2A, 3A og 3B í Melaskóla héld

ÞESSIR duglegu krakkar í 2A, 3A og 3B í Melaskóla héldu basar nýlega og færðu Rauða krossi Íslands ágóðann sem varð 8.273 krónur. Þau heita Hlynur Davíð, Steinar Atli, Steindór Dan, Davíð Már, Kristófer, Guðrún, Inga, Soffía og Sonja Huld. Meira
7. maí 1996 | Fastir þættir | 504 orð

Jón Viktor og Sigurður Páll Íslandsmeistarar í skólaskák

Jón Viktor Gunnarsson sigraði í eldri flokki og Sigurður Páll Steindórsson í yngri flokki. Þeir eru báðir úr Reykjavík. ÞRÍR efstu keppendurnir í eldri flokki, Jón Viktor, Bragi Þorfinnsson og Bergsteinn Einarsson, voru allir í sigursveit Íslands á Ólympíumóti 16 ára og yngri á Kanaríeyjum fyrir ári. Það var því ekki nema von að yfirburðir þeirra væru miklir. Meira
7. maí 1996 | Dagbók | 564 orð

Reykjavíkurhöfn. Írafoss kom í gær ogKyndill

Reykjavíkurhöfn. Írafoss kom í gær ogKyndill fór á strönd.Múlafoss var væntanlegur í nótt og Goðafossí dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur verður með flóamarkað á morgun miðvikudag kl. 15-18 að Sólvallagötu 48, Reykjavík. Meira

Íþróttir

7. maí 1996 | Íþróttir | 138 orð

Arnar eini nýliðinn

Arnar Pétursson úr ÍBV er eini nýliði íslenska landsliðsins í handknattleik sem fer til Færeyja á föstudag og leikur tvo landsleiki við heimamenn um helgina. Ferðin er HSÍ að kostnaðarlausu en um ámóta boðsferð er að ræða og liðið fór í til Grænlands í desember sem leið. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 236 orð

Atletico Madrid nálgast meistaratitilinn á Spáni

Atletico Madrid færðist næst sínum fyrsta meistaratitli á Spáni í nítján ár, þegar leikmenn liðsins gerðu góða ferð til Compostela, 1:3. Liðið er nú með fimm stiga forskot á Barcelona, sem varð að sætta sig við jafntefli heima gegn Sevilla, 1:1, og fjögurra á Valencia, sem er komið í annað sætið. Þrjár umferðir eru eftir á Spáni. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 151 orð

Auxerre fagnaði í París

Leikmenn Auxerre átti í miklu basli með 3. deildarliðið Nimes í bikarúrslitaleiknum í Frakklandi, sem fór fram á Parc des Princes í París á laugardagskvöld. Omar Belbey kom Nimes yfir með glæsilegu marki á 26. mín., eina skot liðsins að marki Auxerre í fyrri hálfleik. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 309 orð

"Árangurinn í vetur stórkostlegur"

ALEX Ferguson hefur byggt upp stórveldi á ný á Old Trafford. Árin áður en hann kom til félagsins voru tiltölulega mögur en hann hefur nú stýrt liðinu til fimm meistaratitla á sex árum. Sá sjötti gæti bæst í safnið um næstu helgi - þegar United mætir Liverpool í bikarúrslitaleiknum á Wembley. Ferguson var alsæll að leikslokum í Middlesbrough. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 165 orð

Berjumst við þá aftur næsta vetur

"VIÐ erum enn að reyna að byggja upp jafn gott lið og þeir hafa á að skipa. Við óskum Manchester United og stuðningsmönnum liðsins til hamingju," sagði Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, eftir að úrslitin lágu ljós fyrir á sunnudag. "Við munum berjast við þá aftur næsta keppnistímabil. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 241 orð

Björgvin og Ólöf best

Kylfingar, þeir sem leika í meistaraflokki, héldu uppskeruhátíð sína fyrir skömmu, en þar kjósa þeir meðal annars bestu kylfinga ársins, þá vinsælustu og tilkynnt er um björtustu vonina auk þess sem verðlaun eru veitt fyrir bestan árangur á hinum ýmsu sviðum golfsins. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 192 orð

Bochum þarf aðeins eitt stig

LIÐ Þórðar Guðjónssonar, Bochum, sigraði Wattenseid 3:1 í þýsku 1. deildinni í gærkvöldi og þarf nú aðeins eitt stig úr sex síðustu umferðunum til að gulltryggja sæti sitt í úrvalsdeildinni næsta vetur. Þórður kom inn á sem varamaður í gærkvöldi þegar 25 mínútur voru eftir og lék á vinstri kantinum. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 292 orð

Bryndís sterkust

BRYNDÍS Ólafsdóttir vann titilinn Sterkasta kona Íslands í Laugardalshöll á sunnudaginn. Bryndís, sem er betur þekkt sem sundmeistari, fór að stunda kraftlytingar og keppti í aflraunamóti í fyrsta skipti í fyrra. Hún vann í tveimur greinum af sex á mótinu um helgina, en Sigrún Hreiðarsdóttir varð í öðru sæti í keppninni og Unnur Sigurðardóttir þriðja. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 362 orð

Chiesa verður stjarna í EM

ENRICO Chiesa, miðherji Sampdoria, skoraði tvö mörk gegn AC Milan, sem varð að sætta sig við þriðja ósigurinn á Ítalíu í vetur, 0:3. Chiesa, sem fer líklega til Parma eftir keppnistímabilið fyrir rúman milljarð ísl. krónu, skoraði eftir aðeins 60 sek. og bætti öðru marki við á 35. mín. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 458 orð

Damon Hill er aftur kominn á sigurbraut

BRETINN Damon Hill, sem ekur fyrir Williams, sigraði í San Marino-kappakstrinum á sunnudaginn og var það kærkominn sigur eftir að hann hafði lent í fjórða sæti í þýska kappakstrinum helgina áður. Hill kom í mark 16 sekúndum á undan helsta keppinauti sínum, þýska heimsmeistaranum Michael Schumacher, sem nú ekur fyrir Ferrari. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 152 orð

Deildarbikarkeppni karla A-RIÐILL: ÍA - ÍBV1:1

A-RIÐILL: ÍA - ÍBV1:1 Mihajlo Bibercic (26.) - Hlynur Stefánsson (78.). Grindavík - Fylkir3:2 Ólafur Ingólfsson, Milan Jankovic, Grétar Einarsson - Þórhallur Dan Jóhannsson 2. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 246 orð

Ekki rishátt hjá ÍA og ÍBV á Akranesi

Ekki var knattspyrnan rishá sem Íslandsmeistarar ÍA og Eyjamenn sýndu í deildarbikarkeppni KSÍ á Akranesi um helgina, en þeim hefur verið spáð velgengni á keppnistímabilinu. Leikur þeirra einkenndist af langspyrnum og kýlingum fram og til baka. Liðin ollu vonbrigðum, enda eiga þau að geta gert miklu betur. Skagamenn voru heppnir að tapa ekki. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 116 orð

"Ekki þörf fyrir mig lengur"

"ÉG SÉ ekki annað en framtíðin sé björt hjá Liverpool, með þá Robbie Fowler og Stan Collymore í fremstu víglínu. Ef annar skorar ekki í leik, þá gerir hinn það. Robbie er markaskorari af guðs náð, Stan er stórkostlegur inn í vítateignum. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 371 orð

Enginn hefði trúað þessu í haust

LÁRUS Orri Sigurðsson og félagar í Stoke sigruðu Southend 1:0 á heimavelli um helgina, urðu í fjórða sæti 1. deildar og leika því í aukakeppni um sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Stoke mætir Leicester, sem varð í fimmta sæti, heima og að heiman og sigurvegari þeirrar rimmu mætir annað hvort Crystal Palace eða Charlton á Wembley í leik um sæti meðal þeirra bestu. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 1109 orð

England Arsenal - Bolton2:1 Platt (82

Arsenal - Bolton2:1 Platt (82.), Bergkamp (84.) - Todd (76.). 38.104 Chelsea - Blackburn2:3 Wise (34.), Spencer (88.) - Sherwood (36.), McKinlay (47.), Fenton (59.). 28.436. Coventry - Leeds0:0 22.769. Everton - Astoin Villa1:0 Parkinson (78.). 40.127. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 251 orð

Er 749 stigum frá lágmarki fyrir Atlanta

Ólafur Guðmundsson frá Selfossi sigraði í tugþraut á móti í Fairfax í Virginíuríki í Bandaríkjunum um helgina. Hann setti persónulegt met, fékk 7.201 stig en átti best 7.173 stig 1994, og er aðeins 749 stigum frá lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Atlanta í sumar. Ólafur hljóp 100 metra á 10,83 sek sem er persónulegt met en meðvindur var +1,8 m/sek. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 33 orð

FÉLAGSLÍFMálþing HSK Málþing HSK um fr

Málþing HSK um frjálsíþróttir verður haldið í Selinu fimmtudaginn 9. maí og hefst kl. 20.30. Fulltrúar allra ungmennafélaga eru hvattir til að mæta svo og aðrir sem áhuga hafa á uppbyggingu frjálsíþrótta. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 75 orð

FORMULA 1 Staðan eftir fimm mót:

Staðan eftir fimm mót: 1. Damon Hill (Bretlandi)43 2. Jacques Villeneuve (Kanada)22 3. Michael Schumacher (Þýskalandi)16 4. Jean Alesi (Frakklandi)11 5. Eddie Irvine (Bretlandi)9 6. Rubens Barrichello (Brasilíu)7 6. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 393 orð

Franz-heppnin með Bayern

"VIÐ vitum hvað Kostadinov getur þegar hann kemst á rétt ról. Hann sýndi okkur það svo sannarlega," sagði Franz Beckenbauer, stjórnarformaður Bayern M¨unchen, sem gegnir einnig starfi þjálfara eftir að Otto Rehhagel var látinn taka poka sinn, ánægður eftir sigurleik gegn Köln 3:2. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 1032 orð

Gáfumst aldrei upp þó baráttan virtist vonlaus

MANCHESTER United varð enskur meistari í knattspyrnu í þriðja skipti á fjórum árum og tíunda sinn alls á sunnudag, eftir einhverja eftirminnilegustu og mest spennandi baráttu í sögu ensku knattspyrnunnar. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 605 orð

Hvernig fórBIRKIR KRISTINSSONað því að fá á sig 10 mörk gegn Rosenborg? Ótrúleg lífsreynsla

BIRKIR Kristinsson, landsliðsmarkvörður sem leikur með Brann í Noregi, þurfti að taka knöttinn tíu sinnum úr netinu er liðið lék gegn Rosenborg í norsku 1. deildinni á sunnudaginn. Birkir hefur aldrei áður fengið eins mörg mörk á sig í einum leik - fékk á sig níu mörk með ÍA gegn Sporting Lissabon í Evrópukeppninni 1986. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 11 orð

Í kvöld

Knattspyrna Deildarbikar karla A-riðill: Eyjar:ÍBV - Fram19 B-riðill: Kópavogur:Fylkir Breiðablik19. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 470 orð

KYLFINGAR

KYLFINGAR í meistaraflokki kusu á dögunum bestu kylfinga síðasta árs og við það tækifæri var bjartasta vonin útnefnd. Björgvin Þorsteinsson, hinn gamalreyndi kylfingur frá Akureyri hafði orð á því að hann hefði átt að vera valinn því sama dag reyndist hann sprækastur allra þegar landsliðshópurinn hélt "Master" mót sitt. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 23 orð

Landsleikir

Landsleikir Kvennalandsliðið í handknattleik er í Bandaríkjunum, þar sem liðið lék tvo vináttuleiki gegn Bandaríkjamönnum um helgina ­ tapaði þeim báðum, 20:29 og 17:22. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 432 orð

LIST »Knattspyrnan gleðureins og harmónía ífögrum tónverkum

Listamönnum utan íþróttanna hefur oft verið legið á hálsi fyrir að hafa horn í síðu þeirra og finna þeim allt til foráttu. Ekki má þó alhæfa í þessu efni frekar en öðru og tilfellið er að íþróttirnar eiga marga góða stuðningsmenn innan annarra listgreina. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 769 orð

Meistararnir burstaðir

SEATTLE SuperSonics rótburstaði meistara Houston Rockets í fyrsta leiknum í átta liða úrslitum NBA körfuknattleiksins í Bandaríkjunum. Seattle hefur löngum verið talið með gott lið og verið spáð góðu gengi, en dottið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þar til í ár. Nú virðist fátt geta stöðvað liðið í vesturdeildinni, leiki það eins og það hefur gert í úrslitakeppninni. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 67 orð

NBA-deildin

Úrslitakeppnin: AUSTURDEILDINIndiana - Atlanta87:89 Atlanta vann 3:2 og mætir Orlando í átta liða úrslitum. Chicago - New York91:84 Chicago 1:0 yfir í átta liða úrslitunum. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 307 orð

Norðanliðin voru sterkust

ÞAÐ var mikið fjör í Stykkishólmi á dögunum þegar Öldungamótið í blaki fór þar fram, en til leiks mættu um 500 blakarar á aldrinum 30 til 80 ára. Hólmarar tóku vel á móti gestum sínum og jókst íbúatala byggðarlagsins um 40% keppnisdagana. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 54 orð

Opið mót á Hellu Án forgjafar: Sigurpáll G. Sveinsson, GA70 Hannes Eyvindsson, GR71 Guðlaugur Georgsson, GSE71 Með forgjöf:

Opið mót á Hellu Án forgjafar: Sigurpáll G. Sveinsson, GA70 Hannes Eyvindsson, GR71 Guðlaugur Georgsson, GSE71 Með forgjöf: Þorsteinn Ö. Gestsson62 Bergþór Jónsson, GR63 Guðjón Daníelsson, GK64 Úrval-Útsýn í Portúgal Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 363 orð

Rodman einstakur DENNIS Rodman, sem nú

DENNIS Rodman, sem nú leikur með Chicago Bulls, varð fyrstur manna í sögu NBA körfuknattleiksins til að vera frákastakóngur með þremur liðum, Detroit, San Antonio Spurs og í ár með Chicago. Barkley óhress CHARLES Barkley er ekki ánægður hjá Phoenix Suns. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 183 orð

Sigfús samdi við Selfoss

Sigfús Sigurðsson, línumaður í Val, hefur ákveðið að leika með Selfyssingum næstu tvö árin. "Ég gerði samning til tveggja ára," sagði Sigfús við Morgunblaðið í gærkvöldi en línumaðurinn, sem er ættaður frá Selfossi, verður tuttugu og eins árs í dag. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 320 orð

Stigamót í Ríó Fyrsta stigamót alþjóða frjálsíþróttasambandsins

Fyrsta stigamót alþjóða frjálsíþróttasambandsins á árinu, haldið í Ríó de Janeiro í Brasilíu á laugardag. Greinar merktar með punkti ()teljast ekki til stigakeppninnar. 110 m grindahlaup karla:sek.1. Erik Herrera (Kúbu)13,53 2. Pedro Chiamulera (Brasilíu)13,66 3. Anie Garcia Ortiez (Kúbu)13,73 800 m hlaup kvenna:mín. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 363 orð

Tékkar meistarar

Tékkar urðu á sunnudaginn heimsmeistarar í íshokkí í fyrsta sinn, en þeir unnu Kanadamenn 4:2 í úrslitaleik. Kanada komst í 1:0 eftir fimm mínútna leik en Robert Lang jafnaði skömmu síðar og bætti síðan öðru marki sínu við, og því sjötta sem hann gerði í mótinu. Lang leikur með LA Lakers í NHL deildinni í Bandaríkjunum og gerði sex mörk í vetur fyrir liðið. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 85 orð

Tvö töp hjá kvennaliðinu

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði tvívegis fyrir bandaríska landsliðinu í vináttuleikjum sem fram fóru í Oklahoma í Bandaríkjunum á laugardag og sunnudag. Fyrri leikurinn tapaðist 29:20 og sá síðari 22:17. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 63 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Árni Sæberg Blikar fagnaBREIÐABLIK sigraði ÍA 6:1 í undanúrslitum í deildarbikarkeppni KSÍ á Ásvöllum í gærkvöldi. Erla Hendriksdóttir gerðitvö mörk fyrir Blikastúlkur og hér fagnar Ásthildur Helgadóttir (nr. 6) henni eftir að hún hafði gert fyrsta mark leiksins. Meira
7. maí 1996 | Íþróttir | 54 orð

(fyrirsögn vantar)

NHL-deildin AUSTURDEILDINPhiladelphia - Florida3:2 Staðan er 1:1 og það lið kemst í úrslit austurdeildar sem fyrr sigrar í fjórum leikjum. Pittsburgh - NY Rangers3:6 Staðan er 1:1. Meira

Úr verinu

7. maí 1996 | Úr verinu | 159 orð

Hólmarar fá nýjan togara

NÝR SKUTTOGARI, Hamra- Svanur SH-201, kom til heimahafnar í Stykkishólmi laugardaginn 27. apríl sl. Eigandi þessa nýja skips er Sigurður Ágústsson ehf. Skipið er keypt frá Akureyri og hét áður Oddeyrin EA-210. Skipið var smíðað á Akureyri árið 1986 og er eitt af svokölluðum raðsmíðaskipum er voru smíðuð í Slippstöðinni á þessum árum. Meira
7. maí 1996 | Úr verinu | 328 orð

Stuðningur við hvalveiðar

UTANDAGSKRÁRUMRÆÐUR verða um hvalveiðar á Alþingi, líklega á fimmtudag, að beiðni Guðjóns Guðmundssonar, þingmanns sjálfstæðisflokksins, en tíu ár eru nú liðin frá því að Íslendingar hættu hvalveiðum formlega. Vísindaveiðar voru hins vegar stundaðar fram á sumar 1989. Norðmenn hafa nú ákveðið að nærri tvöfalda hrefnuveiðikvóta sinn í ár, en þeir hófu hvalveiðar að nýju í hittiðfyrra. Meira
7. maí 1996 | Úr verinu | 73 orð

Tollsvik í Noregi

NORSKA tollgæslan hefur fundið 140 fölsuð upprunavottorð frá fiskútflytjendum í Álasundi en þau taka til 26.000 tonna af blautverkuðum saltfiski og 1.800 tonna af þurrfiski. Er um að ræða útflutning fyrir rúmlega 10 milljarða ísl. kr. Það þýðir aftur, að útflytjendurnir verða að greiða allt að 1,3 milljarða kr. aftur til kaupendanna, ríkja innan Evrópusambandsins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.