Greinar miðvikudaginn 8. maí 1996

Forsíða

8. maí 1996 | Forsíða | 117 orð

Forsetakjöri verði frestað

YFIRMAÐUR hervarna á Moskvusvæðinu, Leonty Kúznetsov hershöfðingi, sagði í gær að hann og margir aðrir liðsforingjar vildu að forsetakosningunum í júní yrði frestað vegna þess að þær gætu spillt friði í landinu. Borís Jeltsín Rússlandsforseti ítrekaði í símtali við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í gær þá ákvörðun sína að kosningarnar færu fram á tilsettum tíma. Meira
8. maí 1996 | Forsíða | 255 orð

Íhuga að vísa níu Bretum úr landi

RÚSSNESKA öryggisþjónustan (FSB), sem annast gagnnjósnir, sagði í gær að níu breskum stjórnarerindrekum yrði vísað úr landi fyrir njósnir. Utanríkisráðuneytið í Moskvu neitaði þó að staðfesta að lokaákvörðun hefði verið tekin. Meira
8. maí 1996 | Forsíða | 144 orð

Rao spáð stórtapi

INDVERSKA ríkissjónvarpið spáði því í gærkvöldi, að Kongressflokkur P.V. Narasimha Raos forsætisráðherra myndi gjalda afhroð í þingkosningunum, sem lauk að mestu í gær. Einungis er eftir að kjósa um sex þingsæti af 545. Meira
8. maí 1996 | Forsíða | 104 orð

Ráðherra á stolnum bíl

VASILE Sturza, dómsmálaráðherra Moldovu, komst í hann krappann í einkaheimsókn til Austurríkis því lögreglan lagði hald á bifreið hans þar sem hún reyndist stolin. Bifreið Sturza, sem var af gerðinni Audi, var stolið í Þýskalandi árið 1994. Hélt hann því fram að kunningi sinn ætti bílinn og hefði lánað honum hann til Austurríkisfararinnar. Meira
8. maí 1996 | Forsíða | 130 orð

Stríðsglæpamaður eða blóraböggull

Reuter FYRSTU stríðsglæparéttarhöld heims frá réttarhöldunum í Nürnberg og Tókíó eftir seinna stríð hófust í Haag í gær er réttur var settur yfir Bosníu-Serbanum Dusan "Dusko" Tadic. Hann er sakaður um að hafa drepið, nauðgað og pyntað á hrottalegan hátt Króata og múslima í þjóðernishreinsun Serba í norðanverðri Bosníu árið 1992. Meira
8. maí 1996 | Forsíða | 89 orð

Öflug gæsla

Reuter FIMMTÁN þúsund þýskir lögreglumenn og landamæraverðir tóku sér stöðu meðfram leið flutninga- og bifreiðalestar sem flutti kjarnorkuúrgang og endurunnið eldsneyti til Gorleben í Norður-Þýskalandi frá La Hague endurvinnslustöðinni í Frakklandi í gær. Meira

Fréttir

8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 452 orð

20 mán. fangelsi fyrir að fá fólk til að skrifa upp á lán með svikum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 51 árs gamlan mann í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa með kerfisbundnum hætti fengið 12 einstaklinga, aðallega konur, til að taka á sig samtals 16 milljóna króna skuldbindingar, með því að fá fólkið til að skrifa upp á 29 skuldabréf og víxla á árunum 1991 til 1994. Meira
8. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 412 orð

Akureyringar ætla að sjá leikinn

GÍFURLEGUR áhugi er á landsbyggðinni fyrir úrslitaleik ensku knattspyrnuliðanna Manchester United og Liverpool í bikarkeppninni sem fram fer á Wembley-leikvanginum í Lundúnum á laugardag. Stöð 3 hefur sýningarrétt á leiknum hérlendis en stöðin næst aðeins á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 416 orð

Almennur stuðningur þingmanna

ALÞINGISMENN lýstu í utandagskrárumræðu í gær almennt yfir stuðningi við kaup menntamálaráðuneytisins á hluta af búnaði Íslenska menntanetsins ehf. Nokkur gagnrýni kom fram á að fjárlaganefnd skyldi ekki höfð með í ráðum. Jón Kristjánsson, formaður nefndarinnar, sagðist telja rétt að hafa samráð við fjárlaganefnd um mál af þessu tagi á frumstigi. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð

Anton Ingvason dæmdur í 30 daga fangelsi

HÆSTIRÉTTUR í Noregi hefur staðfest niðurstöðu héraðsdómsins í Tromsö vegna Antons Ingvasonar, stýrimanns á Hágangi II frá því í nóvember árið 1994. Anton er dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa skotið úr haglabyssu að norskum strandgæslumönnum á Svalbarðasvæðinu þann 5. ágúst 1994. Fimm daga gæsluvarðhald í Noregi dregst frá dóminum. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 146 orð

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafin

SÍÐASTLIÐINN mánudag hófst hjá sýslumönnum og hreppstjórum um allt land utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kjörs forseta Íslands, sem fram á að fara laugardaginn 29. júní næstkomandi, en einnig er hægt að greiða atkvæði erlendis í sendiráðum Íslands og hjá ræðismönnum. Meira
8. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 206 orð

Á þriðja tug Grenvíkinga til starfa á Akureyri

Á ÞRIÐJA tug Grenvíkinga, starfsmenn frystihúss Útgerðarfélags Akureyringa, ætla að starfa við sumarafleysingar í frystihúsi ÚA á Akureyri eftir að frystihúsinu á Grenivík verður lokað vegna hráefnisskorts í byrjun júní. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 268 orð

Búa yfir tækniþekkingu í áliðnaði

ÞAÐ RÆÐST á næstu 3-4 vikum í hvaða farveg viðræður íslenskra og kínverskra stjórnvalda fara um byggingu álvers á Íslandi. Sendinefnd frá Íslandi er nýkomin til landsins eftir að hafa skoðað kínversk álver og rætt við forystumenn í áliðnaði í Kína. Meira
8. maí 1996 | Erlendar fréttir | 279 orð

Deila stjórnvalda og launþega magnast

ALÞÝÐUSAMBANDIÐ í Finnlandi (SAK) boðaði á mánudag til verkfalls um óákveðinn tíma í helstu útflutningsfyrirtækjum fallist stjórnvöld ekki á að afturkalla frumvarp um niðurskurð og sparnað í ríkisrekstri. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 316 orð

Dómur um ólöglegar veiðar við Svalbarða staðfestur

HÆSTIRÉTTUR Noregs kvað í gærmorgun upp dóm í máli togaranna Björgólfs og Óttars Birting, sem staðnir voru að meintum ólöglegum veiðum á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða haustið 1994. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms Norður-Tromsfylkis, sem dæmdi skipstjóra skipanna í sekt og útgerðir skipanna til greiðslu sektar og upptöku afla og veiðarfæra. Meira
8. maí 1996 | Óflokkað efni | 115 orð

ÉG undirrituð óska þess við Guðrúnu Helgadóttur að hún gefi kost á sér í embætti forseta Ís

ÉG undirrituð óska þess við Guðrúnu Helgadóttur að hún gefi kost á sér í embætti forseta Íslands. Tel ég hana réttsýna og sanngjarna í almennum málum og hvorki skortir hana líkamlegt né andlegt atgervi. Guðrún er fundvís á hið stóra í hinu smáa. Hún hefur sýnt það á Alþingi sem og í borgarstjórn og öðru því sem hún hefur sinnt. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Féll fram af snjóhengju

ALVARLEGT slys varð á Langjökli í gærkvöldi þegar maður á fertugsaldri féll fram af snjóhengju á vélsleða sínum. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn og lenti hún með hinn slasaða við Borgarspítalann rétt fyrir kl. 23 í gærkvöldi. Meira
8. maí 1996 | Miðopna | 2035 orð

Finnland er ekki lengur hlutlaust

ÞAÐ ER sláandi að heimsækja Finnland með nokkurra ára millibili og fylgjast með þeim breytingum, sem verða á umræðum um öryggis- og varnarmál þar í landi. Hinn hárnákvæmi hlutleysis-línudans kalda stríðsins er úr sögunni og Finnar vilja nú taka virkan þátt í mótun öryggismálastefnu Vestur-Evrópuríkja. Enn einkennist stefna þeirra þó af köldu raunsæi og yfirveguðu mati á aðstæðum. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 189 orð

Firmakeppni Snæfaxa á Þórshöfn

FÉLAGAR í Hestamannafélaginu Snæfaxi sýndu gæðinga sína í firmakeppni hér á Þórshöfn 1. maí og var hún vel sótt - þrátt fyrir kaldan austan næðing. Yngsta kynslóðin mætti vel búin í vetrargöllum og fylgdist með hverju fótmáli hestanna. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fjórði áfangi minjagöngu ferðafélagsins

FJÓRÐI áfangi raðgöngu Ferðafélags Íslands er nefnist minjagangan verður miðvikudagskvöldið 8. maí kl. 20. Að þessu sinni er gengið frá bænum Elliðavatni meðfram Suðurá að Hólmi og áfram að fallega hringhlaðinni fjárborg í Heiðmörk en nefnist Hólmaborg. Á Hólmi hafa fundist leifar kirkjugarðs en þar var kirkjustaður til forna. Í ferðinni verður litið í Þorsteinshelli. Meira
8. maí 1996 | Erlendar fréttir | 167 orð

Fjöldamorðingi fluttur vegna morðhótana

MARTIN Bryant, 28 ára Ástrali sem myrti 35 manns um fyrri helgi í Tasmaníu, hefur verið fluttur af sjúkrahúsi í rammgert öryggisfangelsi, að sögn lögreglu. Gert hafði verið ráð fyrir að Bryant yrði á sjúkrahúsinu í nokkrar vikur meðan hann jafnaði sig af brunasárum en vegna áframhaldandi símahótana til starfsfólks sjúkrahússins var þeirri ákvörðun breytt. Meira
8. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 178 orð

Fjörutíu kúa fjós verður gistiheimili

Eyjafjarðarsveit-Verið er að leggja lokahönd á breytingar á fjörutíu kúa fjósi og hlöðu í gistiheimili á bænum Öngulsstöðum III í Eyjafjarðarsveit. Á gistiheimilinu verða tólf tveggja manna herbergi með baði ásamt veitingaaðstöðu fyrir gesti. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 765 orð

Forseti ASÍ segir breytingar á frumvarpinu engu máli skipta

Meirihluti félagsmálanefndar Alþingis leggur til breytingar á frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur Forseti ASÍ segir breytingar á frumvarpinu engu máli skipta Meira
8. maí 1996 | Erlendar fréttir | 61 orð

Forætisráðherra í Eistlandi

TIIT Vähi, forsætisráðherra Eistlands, og Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands, ræddust við í Tallinn á mánudag og héldu í gær sameiginlegan blaðamannafund. Snerust viðræður þeirra um samskipti ríkjanna og samstarf á Eystrasaltinu. Davíð er nú í þriggja daga heimsókn til Eistlands, sem lýkur í dag. Myndin af Vähi og Davíð var tekin að loknum fundi þeirra í gær. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 371 orð

Frá Hveragerðis til Síberíu

Hveragerði, Morgunblaðið. GARÐAR Árnason, garðyrkjuráðunautur Bændasamtakanna, mun í vikunni halda áleiðis til Síberíu að meta aðstæður til ræktunar matjurta í gróðurhúsum á Chukotsky-kjálkanum sem er á norðaustur horni Síberíu við Beringssund. Á Chukotsky-kjálkanum bjuggu á tímum Sovétríkjanna um 120.000 manns þar af um 100.000 Rússar sem fluttir voru til svæðisins. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Fundur um forsetakosningar

Í TILEFNI forsetakosninganna þann 29. júní nk. efnir Félag stjórnmálafræðinga til fundaraðar þar sem málefni er lúta að forsetaembættinu og forsetakosningunum verða til umfjöllunar. Fimmtudaginn 9. maí nk. kl. 17.15 í Odda stofu 101. Meira
8. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Fundur um konur og íþróttir

JAFNRÉTTISNEFND og Íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar efna til opins fundar um konur og íþróttir í kaffiteríu Íþróttahallarinnar fimmtudaginn 9. maí kl. 17. Gestir fundarins verða Þorlákur Helgason, sem kynnir niðurstöður könnunar um viðhorf almennings til kvennaíþrótta, Unnur Stefánsdóttir nefndarmaður í ÍSÍ, m.a. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 195 orð

Funklistinn stóreykur fylgi sitt

FUNKLISTINN, listi framhaldsskólanema á Ísafirði, fær tvo menn kjörna í bæjarstjórn hins nýja sameinaða sveitarfélags á norðanverðum Vestfjörðum, ef niðurstaða kosninganna, sem fram fara á laugardag, verður í líkingu við skoðanakönnun blaðsins Bæjarins besta á Ísafirði, sem gerð var á föstudag og birtist í blaðinu í dag. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 144 orð

Fyrirlestur til meistaraprófs í verkfræði

SIGRÚN Ragna Helgadóttir heldur fyrirlestur um rannsóknarverkefni sitt til meistaraprófs í verkfræði í dag, miðvikudaginn 8. maí, kl. 16:00 í stofu 158 í VR II, Hjarðarhaga 2-6. Verkefnið heitir: Tölvugreind meðhöndlun boða í raforkukerfi Landsvirkjunar. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 387 orð

Fyrirvaralaus uppsögn án launa var heimil

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Áburðarverksmiðju ríkisins af kröfum fyrrverandi sölustjóra fyrirtækisins, sem jafnframt var umsjónarmaður Lífeyrissjóðs starfsmanna verksmiðjunnar. Maðurinn taldi sig eiga rétt á 887 þúsund króna bótum eftir að hann var tekinn af launaskrá áður en uppsagnarfrestur var liðinn. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 507 orð

Gjald á auglýsingatekjur RÚV renni til dagskrárgerðar einkastöðva

Í SKÝRSLU starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum gerir Tómas I. Olrich, alþingismaður og einn nefndarmanna, fyrirvara við tillögu nefndarinnar um að Ríkisútvarpið dragi sig út af auglýsingamarkaðinum. Meira
8. maí 1996 | Miðopna | 625 orð

Glæpaverk í "dauðabúðum"

ALÞJÓÐLEG stríðsglæparéttarhöld hófust í Haag í Hollandi í gær, þau fyrstu frá því að ráðamenn í Þýskalandi og Japan voru leiddir fyrir dómstóla við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Vitnaleiðslur hófust í gær í máli Bosníu-Serbans Dusko Tadic en alls er gert ráð fyrir að um 100 manns muni bera vitni í málinu. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 409 orð

Gróska í nýsköpun og uppfinningum unga fólksins

VERÐLAUNAAFHENDING í fimmtu Nýsköpunarkeppni grunnskólanema fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar sl. laugardag. Fyrstu verðlaun fyrir uppfinningu hlaut Halldór R. Halldórsson úr Melaskóla fyrir barnalæsingu á krana og fyrstu verðlaun fyrir hönnun hlaut Sunna Jónatansdóttir úr Foldaskóla fyrir trjástand. Meira
8. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 141 orð

Gunnar Jónsson ráðinn sveitarstjóri í Hrísey

GUNNAR Jónsson, skrifstofustjóri hjá Endurskoðun Akureyri, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Hríseyjarhrepps. "Mér líst vel á að starfa í Hrísey og hlakka til að takast á við þetta verkefni sem ég tel vera mjög spennandi. Það er gott að breyta um starfsvettvang öðru hverju," sagði Gunnar. Gunnar tekur formlega við starfinu 1. Meira
8. maí 1996 | Erlendar fréttir | 165 orð

Gæti skorist í odda vegna innflytjenda

EMBÆTTISMENN frá Bandaríkjunum og Mexíkó komu saman í Mexíkóborg í gær og fyrradag til að ræða málefni innflytjenda og samvinnu ríkjanna á ýmsum sviðum, svo sem í baráttuna gegn eiturlyfjasmygli og peningaþvætti. José Angel Gurria, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði að samstarfið hefði reynst árangursríkt en bætti við að ríkin yrðu að leysa ýmis ágreiningsmál sem gætu stefnt samvinnunni í hættu. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Gönguferð í Engey

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í gönguferð í Engey miðvikudagskvöldið 8. maí ef sjóveður leyfir. Mæting er við Hafnarhúsið kl. 20, þaðan gengið niður í Suðurbugt og siglt út í eyju. Ef landlega verður verða gamlir veitinga- og dansstaði rifjaðir upp í gönguferð um miðbæinn og austurbæinn. Allir velkomnir. Meira
8. maí 1996 | Smáfréttir | 94 orð

HALDIN verður vorhátið dagana 9., 10. og 11. maí í Félags- og

HALDIN verður vorhátið dagana 9., 10. og 11. maí í Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra á Aflagranda 40. Hátíðin hefst með bocciamóti fimmtudaginn 9. maí. Föstudaginn 10. og laugardaginn 11. verða kynnt þau námskeið sem í boði eru í miðstöðinni. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Hestur sparkaði í höfuð barns

HESTUR sparkaði í höfuð fimm ára gamals barns í Árbæjarhverfi í gærkvöldi. Hesturinn gekk laus í íbúðahverfinu. Barnið var með sár á augabrún og enni og var flutt á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var ekki vitað hvort barnið hefði höfuðkúpubrotnað. Hesturinn hafði líklega sloppið úr girðingu í Víðidal. Nokkrir krakkar voru að leik þar sem hesturinn gekk laus. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 210 orð

Héraðsnefnd lögð niður

HÉRAÐSNEFND Ísafjarðarsýslu verður lögð niður í lok maí næstkomandi í framhaldi sameiningar sveitarfélaga í Vestur-Ísafjarðarsýslu og Ísafjarðarkaupstaðar. Verður öllum sjóðum nefndarinnar lokað 12. maí næstkomandi. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Hildur ráðin

BORGARRÁÐ hefur samþykkt með þremur atkvæðum að ráða Hildi Jónsdóttur, jafnréttisráðgjafa Reykjavíkurborgar Í umsögn jafnréttisnefndar, sem samþykkt var með þremur atkvæðum, kemur fram að Hildur hafi víðtæka þekkingu og reynslu af jafnréttismálum. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Hollvinasamtök Háskólans stofnuð

Morgunblaðið/Guðlaugur Tryggvi Karlsson Hollvinasamtök Háskólans stofnuð UM HELGINA var ákveðið í Odda, húsi félagsvísindadeildar og viðskiptadeildar Háskóla Íslands, að stofna Hollvinasamtök Háskólans. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hringurinn færir Vökudeild Hringsins gjafir

VÖKUDEILD Barnaspítala Hringsins varð tuttugu ára fyrir skömmu. Í tilefni af afmælinu færði Kvenfélagið Hringurinn í Reykjavík deildinni að gjöf tvo fullkomna hitakassa af gerðinni Droger frá Þýskalandi. Einnig tæki til að gefa nýburum köfnunarefnisildi. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 332 orð

Hugmyndir afrakstur ábendinga tannlækna

FÉLAGSFUNDUR verður hjá Tannlæknafélagi Íslands annað kvöld en málefni tannlækna hafa verið til umfjöllunar að undanförnu vegna fyrirhugaðra breytinga yfirtryggingatannlæknis, Reynis Jónssonar, á rekstri tannlæknadeildar Tryggingastofnunar ríkisins. Meira
8. maí 1996 | Erlendar fréttir | 430 orð

Hugtakið nýsköpun skilgreint að nýju

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hélt á mánudag ráðstefnu um nýsköpun á Hótel Loftleiðum. Tilgangur ráðstefnunnar var að ræða nýútkomna "grænbók" eða umræðuskýrslu um stöðu nýsköpunar. Eru ráðstefnur af þessu tagi haldnar í öllum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og verða niðurstöður þeirra sendar framkvæmdastjórninni og kynntar í heild aðildarríkjunum á fundi í Róm í lok mánaðarins. Meira
8. maí 1996 | Landsbyggðin | 194 orð

Hvolsvellingar byggja íþróttahús

Hvolsvelli-Ungir Hvolsvellingar höfðu ástæðu til að gleðjast 2. maí sl. þegar fyrsta skóflustunga að nýju íþróttahúsi á Hvolsvelli var tekin. Það var oddviti Hvolhrepps, Helga Þorsteinsdóttir, sem það gerði að viðstöddum nemendum Hvolsskóla, hreppsnefnd Hvolshrepps og fleiri aðila. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

Högg á hjálmlaust höfuðið

TÍU ára drengur meiddist á höfði þegar hann varð fyrir rútu á Arnarbakka upp úr hádegi í gær. Að sögn lögreglu var drengurinn á reiðhjóli og var að fara yfir götuna á gangbraut þegar rútan kom aðvífandi og ók á hann. Rútubílstjórinn gætti ekki að sér sem skyldi, því gangbrautin var kirfilega merkt. Meira
8. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Innritun hafin

INNRITUN í sumarbúðir KFUM og KFUK við Hólavatn í Eyjafirði stendur nú yfir en í sumar verða 6 dvalarflokkar í sumarbúðunum. Tveir flokkanna verða fyrir drengi og þrír fyrir stúlkur. Einnig verður unglingaflokkur fyrir drengi og stúlkur í júlí. Starfsemin hefst 7. júní næstkomandi. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 147 orð

Kringluhátíð Flugleiða styrkir barnageðdeild

Á ÁRLEGRI Kringluhátíð Flugleiða hefur undanfarin ár verið safnað til stuðnings málefnum barna, meðal annars með sölu happdrættismiða. Í ár var ákveðið að safna til styrktar barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Safnað var 1,7 milljónum króna sem Símon Pálsson, yfirmaður markaðssviðs Flugleiða, ahenti forsvarsmönnum barna- og unglingageðdeildar á mánudag. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Langar umræður og harðar deilur

ÖNNUR umræða um frumvarpið um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins hófst um miðjan dag á Alþingi í gær. Stjórnarandstæðingar fluttu langar ræður og gagnrýndu frumvarpið og einstök ákvæði þess harðlega. Seint í gærkvöldi voru enn á annan tug þingmanna á mælendaskrá og var ekki búist við að tækist að ljúka umræðunni í nótt. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

Leikur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson

Á EFNISSKRÁ tónleika Berlínarsinfóníunnar á Listahátíð 29. júní í sumar verður meðal annars verk fyrir einleiksflautu og strengi eftir Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld, sem nefnist, Columbina. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð

Líkanið sigldi á móti fyrirmyndinni

ÞAÐ vakti athygli á dögunum að þegar nýtt skip, Jón Sigurðsson GK 62, kom til Grindavíkur mátti sjá líkan af skipi sigla í höfninni í þann mund sem Jón sigldi inn. Þegar betur var að gáð var þetta líkan af Jóni með vél og var stjórnað með fjarstýringu af Helga Sæmundssyni en smiðurinn sjálfur, Hlynur Helgason, Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 1003 orð

Líkur á kosningu milli forseta og varaforseta ASÍ

Ný forysta ASÍ verður kjörin á þingi sambandsins síðar í maí Líkur á kosningu milli forseta og varaforseta ASÍ Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hervar Gunnarsson, 2. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

Logaði út um risglugga

ELDUR kom upp í risi Bárugötu 19 um kl. 2.30 í fyrrinótt. Þegar slökkvilið kom að húsinu, sem er kjallari, tvær hæðir og ris, logaði út um glugga á risinu. Í fyrstu var talið að maður væri lokaður þar inni og brutust reykkafarar inn til leitar. Herbergi í risinu reyndust hins vegar mannlaus. Eldurinn var fljótslökktur, en allnokkrar reyk- og vatnsskemmdir urðu á húsinu. Meira
8. maí 1996 | Landsbyggðin | 118 orð

Mikil þátttaka í hópreið Mána

Geysimikil þátttaka var í hópreið hestamanna í hestamannafélaginu Mána á Suðurnesjum í Voga, sem er farin árlega um mánaðamótin apríl og maí. Í viðræðum við hestamennina var talið að tæplega 150 hestamenn hefðu mætt í hádegisverð í Glaðheimum, og eigi færri en 300 hestar verið með í ferðinni. Töldu menn þetta fjölmennustu ferðina frá upphafi. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Nítján skip á leið í síldina

SAMRÁÐSFUNDUR um skiptingu síldarkvótans var haldinn í sjávarútvegsráðuneytinu í gær. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að vænta megi reglugerðar um síldveiðarnar í dag sem og veiðileyfa. Þorsteinn sagði að ekki yrði settur kvóti á íslensku skipin heldur fengju þau úthlutað hámarksaflaheimild. Síldveiðiheimildir óframseljanlegar Meira
8. maí 1996 | Erlendar fréttir | 455 orð

Njósnaði Wallenberg fyrir Bandaríkjamenn?

BANDARÍSKA tímaritið US News & World Report heldur því fram í nýjasta hefti sínu að Svíinn Raoul Wallenberg, sem bjargaði þúsundum ungverskra gyðinga frá útrýmingarbúðum nasista í heimsstyrjöldinni síðari, hafi njósnað fyrir bandarísku leyniþjónustuna. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Opinn fundur stjórnar Dagvistar barna

174. FUNDUR stjórnar Dagvistar barna er opinn fyrir alla borgarbúa og verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 9. maí kl. 17. Dagskrá: Árni Þór Sigurðsson, formaður, ræðir um störf og stefnu stjórnar Dagvistar barna,, Bergur Felixson, framkvæmdastjóri: Hlutverk og skipulag Dagvistar barna, Anna Hermannsdóttir, fræðslustjóri og Steinunn Hjartardóttir, Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 484 orð

Opni markaðurinn teygir sig í Þistilfjörðinn

FLESTIR stangaveiðimenn þekkja Þistilfjarðarárnar svokölluðu aðeins af afspurn. Bæði er, að flestir eru þeir búsettir á suðvesturhorninu og þar af leiðandi langt í Þistilfjörð og eins hitt, að þessar ár hafa áratugum saman verið meira og minna lokaðar öðrum en útlendingum utan fámenns hóps innlendra veiðimanna sem leigt hafa Sandána um langt árabil, Stangaveiðifélagið Þistlar. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 211 orð

Ók út af til að forðast hnullungaregn

ÖKUMAÐUR fólksbíls neyddist til að aka út af Suðurlandsvegi, til að forðast grjóthrun af palli malarflutningabíls. Engin yfirbreiðsla var á pallinum, eins og reglur gera þó ráð fyrir, en slík yfirsjón er algeng við malarflutninga, að sögn lögreglunnar. Meira
8. maí 1996 | Erlendar fréttir | 261 orð

Peres segir Likud ógna friðarferlinu

SHIMON Peres, forsætisráðherra Ísrael, sagði í gær að friðarferlið í Mið-Austurlöndum væri í hættu ef Likud-bandalagið ynni sigur í kosningum í lok mánaðarins. Munurinn á flokkunum væri sá að Verkamannaflokkurinn liti á sjálfstjórn Palestínumanna sem lið í ferli en Likud sem endalega lausn. Meira
8. maí 1996 | Erlendar fréttir | 233 orð

Priebke fyrir rétt ERICH Priebke, fyrrverandi

ERICH Priebke, fyrrverandi SS-foringi, kemur í dag fyrir rétt í Róm, sakaður um stríðsglæpi í heimsstyrjöldinni síðari. Priebke, sem er 82 ára, er ákærður fyrir aðild að morðum á yfir 300 ítölskum körlum og drengjum í hellum fyrir utan Róm árið 1944. Hann flýði til Suður-Ameríku í stríðslok en var framseldur til Ítalíu í nóvember sl. Meira
8. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Ráðstefna um matvælaiðnað

RÁÐSTEFNA um matvælaiðnað í Eyjafirði var haldin á Hótel KEA í gær. Þar voru flutt fjórtán erindi um stöðu matvælaiðnaðar, Eyjafjörð sem matvælasvæði, erlenda fjárfestingu í matvælaiðnaði og markaðinn og um framleiðsluumhverfi. Matvælaiðnaður er mjög mikilvæg atvinnugrein í Eyjafirði en allt að 2.700 ársverk eru í greininni og heildarveltan nemur um 20 milljörðum króna á ári. Meira
8. maí 1996 | Erlendar fréttir | 120 orð

Reyndi að smygla efni í kjarnavopn

RÚSSNESKA öryggislögreglan (FSB) hefur tekið fastan vísindamann í borginni Krasnojarsk fyrir að framleiða efni, sem hægt er að nota til smíði kjarnorkusprengju, að sögn fréttastofunnar Itar-Tass. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Röng mynd

ÞAU leiðu mistök urðu í auglýsingu frá Samskipum í Morgunblaðinu í gær að þar birtist mynd af Kristjáni Pálssyni Alþingismanni í stað myndar af nafna hans, sölustjóra fyrirtækisins. Morgunblaðið biðst afsökunar á að þessar myndir víxluðust og vonar að hlutaðeigandur hafi ekki beðið óþægindi af. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Samkeppni í Alliance Francaise

ALLIANCE Francaise skipuleggur ár hvert frönskusamkeppni í meira en 20 Evrópulöndum. Markmið hennar er að umbuna bestu nemendunum í frönsku svo og að hvetja fleiri nemendur í evrópskum menntaskólum til að leggja stund á tungumálið. Í ár tóku 10.000 nemendur þátt í keppninni og 80 unnu til verðlauna. Meira
8. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Sjálfstyrkinganámskeið karla

SKYNJAÐU styrk þinn er yfirskrift sjálfsstyrkinganámskeiðs fyrir karla sem haldið verður á Akureyri dagana 12. til 16. maí. Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Ásþór Ragnarsson og Kristján Magnússon. Helstu efnisþættir eru: karlmannsímynd, hlutverk, fyrirmynd, kröfur umhverfisins til karla, samskipti og samstaða karla og samskipti kynja og jákvæðar og neikvæðar hliðar karlmennsku. Meira
8. maí 1996 | Landsbyggðin | 199 orð

Sjónvarpsádeila á Hallormsstað

Egilsstöðum-Nemendur í Hallormsstaðaskóla settu nýverið upp leikrit um sjónvarpsáhorf og áhrif þess og hvernig fólk ánetjast því. Verkið er frumsamið og samstarfsverkefni kennara og nemenda, en drög að handriti gerði Jón Guðmundsson kennari. Meira
8. maí 1996 | Landsbyggðin | 96 orð

Skátastarfið á Húsavík

Húsavík-Á sumardaginn fyrsta settu skátar svip sinn á bæinn með skrúðgöngu til kirkju þar sem sóknarpresturinn, sr. Sighvatur Karlsson, messaði. Stólræðu flutti bæjarstjórinn, Einar Njálsson. Meira
8. maí 1996 | Landsbyggðin | 261 orð

Skólaslit Tónlistarskóla Rangæinga

SKÓLASLIT Tónlistarskóla Rangæinga fóru fram 1. maí sl. í Félagsheimililnu Hvoli á Hvolsvelli að viðstöddu miklu fjölmenni. Hófst dagskráin með því að fríður hópur forskólanema söng Öxar við ána við undirleik lúðrasveitar skólans. Meira
8. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Skúli Gautason með nýja hljómsveit

LEIKARINN Skúli Gautason, hefur einnig verið nokkuð fyrirferðamikill á tónlistarsviðinu á Akureyri og nú hefur hann stofnað nýja hljómsveit, sem fengið hefur nafnið Rjúpan. Skúli spilar á gítar og syngur en með honum eru þeir Friðþjófur Sigurðsson, sem leikur á bassa og Karl Olgeirsson sem þenur harmonikkuna. Meira
8. maí 1996 | Óflokkað efni | 31 orð

Skylt er að lögskrá alla skipverja á íslenskum skipum

Skylt er að lögskrá alla skipverja á íslenskum skipum SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Sjómannasamband Íslands taldi skylt að lögskrá alla skipverja, sem ráðnir eru til starfa á íslenskum skipum, sem eru yfir tólf tonnum. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Stefánsstyrkur til námsmanns

Árelía Eydís Guðmundsdóttir hlaut Stefánsstyrkinn, sem afhentur var 1. maí og tók við honum úr hendi Guðmundar Gunnarssonar, formanns Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Styrkurinn er veittur í minningu Stefáns Ögmundssonar prentara, sem lét mikið til sín taka á vettvangi Hins íslenska prentarafélags, auk þess sem hann var fyrsti formaður MFA. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Sturla lenti í þriðja sæti

ÍSLANDSMEISTARINN í matreiðslu, Sturla Birgisson, matreiðslumeistari í Perlunni, lenti í 3. sæti í fyrsta Norðurlandameistaramóti einstaklinga í matreiðslu sem fram fór í Álasundi í Noregi dagana 2.­4. maí. Fulltrúi Norðmanna, Trond Moi, lenti í 2. sæti en fulltrúi Svía, Rikard Nilson, er Norðurlandameistari í matreiðslu 1996. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Sveinpróf í matreiðslu- og framreiðslu

SVEINSPRÓF í matreiðslu og framreiðslu eru haldin 7. og 8. maí í Hótel- og veitingaskóla Íslands á Suðurlandsbraut 2. Próftakar sýna veisluborð af ýmsu tilefni og sýna rétti úr ýmsum hráefnistegundum, listræna og fagurskreytta. Sýningin á sveinsprófsverkefnum er opin almenningi í dag, miðvikudag, frá kl. 14­15. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

Syngur Otello í Vínaróperunni

STAÐFEST hefur verið að Kristján Jóhannsson tenórsöngvari muni syngja titilhlutverkið í óperu Giuseppe Verdis, Otello, í Vínaróperunni starfsárið 1998-99. Við stjórnvölinn verður Claudio Abbado. "Þetta er mikill heiður enda er langt síðan aðrir söngvarar en Placido Domingo hafa sungið Otello þarna, nema í forföllum. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Tveir 11 ára stálu áfengi

TVEIR ellefu ára drengir voru staðnir að því að stela áfengisflösku í Perlunni á sunnudag. Drengirnir voru færðir á lögreglustöð og sóttir þangað af foreldrum sínum. Lögreglan hefur nú tekið upp þau vinnubrögð, Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 295 orð

Umskipti í rekstri Neytendasamtakanna

SAMKVÆMT rekstrarreikningum Neytendasamtakanna varð hagnaður af rekstri þeirra á 16 mánaða tímabili fram til ársloka 1995 3,3 milljónir króna og hafði þá tekizt að snúa við tapi á rekstri samtakanna undanfarin ár, sem var 58 þúsund krónur árið áður og rúmar 3 milljónir króna á árinu 1992 til 1993. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 363 orð

Veita magnafslátt

ÓSKAR H. Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar sf., segir að fyrirtækið muni undirbúa aðgerðir til að fara eftir niðurstöðu úrskurðar áfrýjunarnefndar Samkeppnisráðs um að fyrirtækinu beri að veita viðskiptavinum sínum magnafslátt af ostum sem ekki eru verðlagðir af opinberum verðlagsnefndum. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 406 orð

Vilja aukafund í NEAFC og fund með Bonino

FULLTRÚAR síldveiðilandanna, sem standa að nýjum samningi um veiðar á norsk-íslenzku síldinni, áttu í gær fund í Reykjavík með fulltrúa Evrópusambandsins. Íslenzkir embættismenn úr sjávarútvegs- og utanríkisráðuneyti, ásamt sendiherrum Noregs og Rússlands og norskum embættismönnum áttu fund með Ole Tougaard, aðalsamningamanni Evrópusambandsins í fiskveiðimálum, Meira
8. maí 1996 | Erlendar fréttir | 185 orð

Vilja hálfrar aldar hvalveiðibann

UMHVERFISVERNDARSINNAR hvöttu í gær til þess að hvalveiðar yrðu bannaðar næstu 50 árin á meðan rannsóknir yrðu gerðar á þeim hættum, sem steðja að hvalastofnum vegna mengunar og loftslagsbreytinga. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 563 orð

Vilja laga fjárhag hreppsins

HREPPSNEFND Reykhólahrepps hefur nú formlega samþykkt að auglýsa til sölu Stagley og eignarhluta sinn í Flatey á Breiðafirði. Er þetta liður í aðgerðum til að rétta við fjárhag sveitarfélagsins. Ríkið er aðaleigandi Flateyjar en Reykhólahreppur á þar einnig talsvert land. Þórður Jónsson oddviti Reykhólahrepps og Guðmundur H. Meira
8. maí 1996 | Landsbyggðin | 326 orð

Vorvaka hjá Emblum í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Það er orðin hefð hér í Hólminum að Emblur standi fyrir vorvöku. Emblur er menningar- og skemmtiklúbbur kvenna í Stykkishólmi. Þær halda fund tvisvar í mánuði yfir vetrartímann og fara í menningarferðir innanlands á hverju ári. Á vorvöku er flutt dagskrá þar sem koma fram lista- og fræðimenn sem tengjast Stykkishólmi og nágrannabyggðum. Meira
8. maí 1996 | Erlendar fréttir | 307 orð

Walcott sakaður um áreitni

NÓBELSSKÁLDIÐ Derek Walcott hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni við nemanda í Boston-háskóla og er krafist alls um hálfrar milljónar dollara, um 33 milljóna króna, í bætur, að sögn breska blaðsins Independent on Sunday. Walcott er frá eynni St Lucia á Karíbahafi, hann hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1992 og er talinn helsta skáld þjóðanna í Vestur-Indíum. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 427 orð

Þjóðminjaráði og fv. starfsmanni safns stefnt fyrir ærumeiðingar

HJÓNIN á Miðhúsum í Egilsstaðahreppi, Hlynur Halldórsson og Edda Kr. Björnsdóttir, hafa stefnt Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni, fornleifafræðingi, og þjóðminjaráði, fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands. Tilefnið er ómerking ærumeiðandi ummæla um fund silfursjóðs í landi hjónanna 30. ágúst 1980. Einnig er farið fram á greiðslu skaðabóta, vaxta og málskostnaðar. Meira
8. maí 1996 | Erlendar fréttir | 216 orð

Þriðja lota kosninganna á Indlandi

SÍÐASTA meginlota kosninganna á Indlandi var haldin í gær og létu að minnsta kosti fimm manns lífið. Kosið var í 183 kjördæmum í 12 ríkjum með 200 milljónum manna á kjörskrá. Kjörsókn virtist hins vegar ætla að verða dræm eða milli 45% og 50%. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar í Bombay, þar sem kosið var í sex kjördæmum. Meira
8. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Þriðjungur bæjarbúa á Listasafnið

AÐSÓKN að sýningum Listasafnsins á Akureyri í apríl, Konan og nekt hennar, módelmyndir eftir Gunnlaug Blöndal og Stálkonan, ljósmyndir af vaxtarræktarkonum eftir bandaríska ljósmyndarann Bill Dobbins sló öll aðsóknarmet en um 5.000 manns sóttu sýninguna. Þar af sóttu um 1000 manns sýninguna utan almenns sýningartíma, hópar skólafólks, ferðamanna og áhugafólks. Meira
8. maí 1996 | Erlendar fréttir | 102 orð

Öryggissáttmáli undirritaður

FRAMKVÆMDASTJÓRAR Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Vestur-Evrópusambandsins (VES), þeir Javier Solana (t.v.) og Jose Cutileiro, undirrituðu á mánudag í Brussel "öryggissáttmála" bandalaganna tveggja. Sáttmálinn miðar að því að auðvelda Evrópuríkjunum, sem mynda VES, að sýna sjálfstæði og frumkvæði í eigin vörnum. VES mun fá aðgang að trúnaðarskjölum og dulmálslyklum NATO. Meira
8. maí 1996 | Innlendar fréttir | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

8. maí 1996 | Leiðarar | 614 orð

SKATTAR EÐA ÞJÓNUSTUGJÖLD? MBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komizt

SKATTAR EÐA ÞJÓNUSTUGJÖLD? MBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komizt að þeirri niðurstöðu að svokallað umsýslugjald, sem Fasteignamat ríkisins byrjaði að innheimta haustið 1994 af fasteignaeigendum, sé skattur en ekki þjónustugjald og eigi sér því ótrausta lagastoð. Meira
8. maí 1996 | Staksteinar | 380 orð

Svíar vilja í öryggisráðið

SÆNSKA ríkisstjórnin stefnir nú að því að Svíar fái sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hart er barist um sæti þar og verða ríki því að leggja mikið á sig eigi þau að hafa betur í þeirri baráttu. Í forystugrein í Svenska Dagbladet veltir leiðarahöfundur af þessu tilefni fyrir sér Svíþjóð og öryggisráðinu fyrr og nú. Ekki sæti í tuttugu ár Meira

Menning

8. maí 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Ameríkumaður í París

LEIKARINN góðkunni John Travolta hyggst leika undir stjórn Romans Polanskis í París í myndinni "The Double". Tökur hefjast 10. júní og er leikarinn þegar farinn til Parísar. Polanski segir að áhorfendur verði að dæma hvort persónan sem Travolta leikur sé í raun ein eða tvær manneskjur. Aðrir leikendur verða Isabel Adjani, John Goodman og Jean Reno. TRAVOLTA í París. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 49 orð

Aukasýningar á BarPari

VEGNA mikillar aðsóknar hafa tvær aukasýningar verið ákveðnar á BarPari eftir Jim Cartwright. Sýningin er á Leynibarnum í Borgarleikhúsinu. Uppselt er á næstu sýningu föstudaginn 10. maí og verða aukasýningar sunnudagin 12. og laugardaginn 18. maí kl. 20.30. Saga Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson leika hlutverkin fjórtán. Meira
8. maí 1996 | Fólk í fréttum | -1 orð

Á milli steins og sleggju

Leikstjóri: Brian Gibson. Framleiðandi: Irwin Winkler. Handrit: Ted Tally. Aðalhlutverk: Demi Moore, Alec Baldwin, Joseph Gordon-Levitt, Anne Heche, Lindsay Crouse og James Gandolfini. Columbia. 1996. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 206 orð

Bergman snýst hugur á síðustu stundu

SÆNSKI leikstjórinn Ingimar Bergman hætti á mánudag við að sýna gamanleikinn "Le Misanthrope" eftir Moliére upp í New York í sumar, aðeins nokkrum vikum áður en til stóð að frumsýna það í borginni. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 256 orð

Berlínarsinfónían leikur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson

Á EFNISSKRÁ tónleika Berlínarsinfóníunnar á Listahátíð 29. júní í sumar verður meðal annars verk fyrir einleiksflautu og strengi eftir Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld, sem nefnist, Columbina. Í samtali við Morgunblaðið sagði Þorkell að þetta væri mikill og óvæntur heiður að þessi þekkta hljómsveit tæki verk eftir sig á efnisskrá sína. Meira
8. maí 1996 | Fólk í fréttum | 288 orð

Blómálfur og uppi

Leikstjóri og handritshöfundur Michael Goldenberg. Kvikmyndatökustjóri Adam Kimmel. Tónlist Michael Convertino. Aðalleikendur Christian Slater, Mary Stuart Masterson, Pamela Segall, Josh Brolin. Bandarísk. New Line Cinema 1995. Meira
8. maí 1996 | Fólk í fréttum | 455 orð

Brostnar vonir

Leikstjórar Albert og Allen Hughes. Handritshöfundur Michael Henry Brown og Hughesbræður. Kvikmyndatökustjóri Lisa Rinzler. Tónlist Danny Elfman. Aðalleikendur Larenz Tate, Keith David, Chris Tucker, Freddy Rodriguez, Rose Jackson, Seymour Cassel. Bandarísk. Hollywood Pictures 1995. Meira
8. maí 1996 | Kvikmyndir | 324 orð

Fantabrögð í framlengingu

Leikstjórn og kvikmyndataka: Peter Hyams. Handrit: Gene Quintano. Aðalhlutverk: Jean Claude van Damme, Powers Boothe, Raymond J. Barry, Dorian Harewood og Whitney Wright. Universal. 1995. Meira
8. maí 1996 | Fólk í fréttum | 118 orð

Glæsileg miðað við aldur

HÚN er sköllótt, með kryppu á baki, hálftannlaus og með stór, blakandi eyru en Sigourney Weaver segir hana samt talsvert aðlaðandi miðað við aldurinn, 125 ár. Weaver er að lýsa nýjasta hlutverki sínu, Claudiu, hinni illu stjúpmóður Mjallhvítar, úr ævintýri þeirra Grimm-bræðra. Weaver lýsir Claudiu sem flókinni og áhugaverðri persónu. Meira
8. maí 1996 | Fólk í fréttum | 327 orð

Glötuð gamanmál

Leikstjóri Nick Castle. Handritshöfundar Berry Ehrin, Chris Matheson, Craig Munson. Kvikmyndatökustjóri John Schwrzman. Tónlist Craig Safan. Aðalleikendur. Ellen DeGeneres, Bill Pullman, Dean Stockwell, Robert Goulet, John Livingstone, Joan Plowright. Bandarísk. Touchstone 1996. Meira
8. maí 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Hafnfirðingar rokka

HLJÓMDISKURINN Drepnir var kynntur á tónleikum í Rósenbergkjallaranum fyrir skömmu. Diskurinn er gefinn út af Flensborgurum í tengslum við skólablað þeirra, Draupni, en á honum eru lög hafnfirskra hljómsveita, þekktra og óþekktra. Þar má nefna Botnleðju, Stolíu, Dallas, PPPönk, Skoffín og nýja hljómsveit Gunnars Bjarna Ragnarssonar, Jet Black. Meira
8. maí 1996 | Fólk í fréttum | 95 orð

Hamingjuránið framið

SÖNG- og gamanleikurinn Hamingjuránið var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöldið. Höfundur verksins, Bengt Ahlfors, var viðstaddur sýninguna og að henni lokinni var hann hylltur af áhorfendum. Einnig var hann eiðraður af Stefáni Baldurssyni þjóðleikhússtjóra og leikurum sýningarinnar. Matarveisla var haldin í forsal leikhússins eftir sýninguna. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 146 orð

Handritasýning í Árnagarði

VEGNA mikillar aðsóknar verður hátíðarsýning handrita í sýningarsal Árnastofnunar í Árnagarði framlengd til laugardagsins 11. maí. Sýningin var sett upp 21. apríl sl. í tilefni af því að þá voru 25 ár liðin frá heimkomu fyrstu handritanna frá Danmörku, Konungsbókar Eddukvæða og Flateyjarbókar. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 84 orð

Helgarnámskeið í meðferð olíulita

RÍKEY Ingimundardóttir áformar að halda nokkur tveggja daga helgarnámskeið á næstu vikum í meðferð olíulita, ef næg þátttaka fæst. Í kynningu segir: "Fyrri daginn, laugardag, er meiningin að fara eitthvert út i náttúruna með hópinn, t.d. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 1408 orð

Hin endanlega áskorun

Kristján Jóhannsson tenórsöngvari spreytir sig í fyrsta sinn á hlutverki söguhetjunnar í meistaraverki Giuseppe Verdis, Otello, á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á morgun og laugardag. Í samtali við Orra Pál Ormarsson kveðst kappinn finna sig vel í hlutverkinu, sem ku skilja sauðina frá höfrunum, og vonar að hann verði framtíðar Otello veraldar. Meira
8. maí 1996 | Fólk í fréttum | 91 orð

Ísafoldarskemmtun

ÞORRABLÓT Íslendingafélagsins Ísafoldar í Jacksonville, Flórída, fór fram nýverið. Fjölmenni var á blótinu og kom fólk víða að, m.a. frá Daytona, Gainsville, Pensacola og St. Augustine. Örn Baldvinsson, nemi í Daytona, lék og söng fyrir gesti sem skemmtu sér vel. Hinn hefðbundni íslenski þorramatur var að sjálfsögðu til staðar og rann hann ljúflega niður í viðstadda. Meira
8. maí 1996 | Fólk í fréttum | 101 orð

Íslandsglíma í 90 ár

ÍSLANDSGLÍMAN var háð í 88. skipti fyrir skömmu, en 90 ár eru frá því að hún var háð í fyrsta sinn. Í tilefni af því bauð Íþróttasamband Íslands til kaffidrykkju í húsakynnum sínum í Laugardal. Þar voru glímukóngar síðustu fjörutíu ára heiðraðir, en þeir hlutu áritaða skildi. Meira
8. maí 1996 | Fólk í fréttum | 95 orð

Íslensk stúlka heiðruð

Í DAGBLAÐINU Neighbours, sem gefið er út í Flórída, var nýlega sagt frá því að Helga Grétarsdóttir, 13 ára íslensk stúlka, hefði hlotið Hetjuverðlaunin, sem veitt eru framúrskarandi nemendum. Hún stundar nám við Brownsville Arts and Science Academy-skólann. Í blaðinu er sagt frá því að Helga hafi flust til Flórída í fyrrasumar. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 90 orð

Jónas Ingimundarson leikur í Stykkishólmi

Flateyri, Morgunblaðið- JÓNAS Ingimundarson píanóleikari heldur tónleika í Stykkishólmi þann 9. maí nk. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Beethoven, og Chopin. Jónas Ingimundarson píanóleikari hélt 30. apríl styrktartónleika vegna snjóflóðanna á Flateyri. Tónleikarnir voru haldnir í Mötuneyti Kambs á Flateyri. Mikil og góð aðsókn var að tónleikunum. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 316 orð

Karlakór Reykjavíkur á Hvammstanga

KARLAKÓR Reykjavíkur hélt tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga 3. maí sl. á vegum Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga. Fjölmenni var á tónleikunum og viðtökur gesta góðar. Karlakór Reykjavíkur varð 70 ára í janúar sl. og var söngskráin valin með tilliti til þessa tímamóta kórsins. Einsöngvarar með kórnum voru Friðbjörn G. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 112 orð

Kvennakór Reykjavíkur í Hafnarborg

KVENNAKÓR Reykjavíkur heldur hina árlegu vortónleika sína í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag, miðvikudag, og í Langholtskirkju 10., 11. og 12. maí. Tónleikarnir bera yfirskriftina "Ísland er land þitt" og verður þar flutt fjölbreytt dagskrá sem samanstendur af íslenskum og erlendum lögum. Meira
8. maí 1996 | Fólk í fréttum | 71 orð

Leikglaðir öldungar

ÍSLANDSMÓT öldunga í blaki var haldið í Stykkishólmi dagana 25.-27. apríl sl. Þátttakendur voru 500 talsins, alls staðar að af landinu og að sögn Árna Helgasonar, fréttaritara Morgunblaðsins í Stykkishólmi, ríkti mikil leikgleði meðal þeirra. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 1074 orð

Litið til beggja átta

FÁTT er skemmtilega en heyra nýja tónlist og þá helst tónlist sem krefst heilabrota og hugsunar. Það má þó ekki vanmeta aðgengilega tónlist, sem getur verið fullt eins innihaldsrík og margt steypuverkið. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 71 orð

Rafgítarleikur í sal FÍH

GUNNAR Þór Jónsson rafgítarleikari heldur burtfarartónleika frá Tónlistarskóla FÍH á morgun, fimmtudag 9. maí, í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna,Rauðagerði27. Með honum leika átónleikunumTómas Jóhannesson átrommur,Róbert Þórhallsson ábassa, ÓskarGuðjónsson á Tenór Sax og Ríkharður Arnar á píanó. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 37 orð

Reuter Fórnarlamba minnst

Reuter Fórnarlamba minnst VERKAMENN eru þessa dagana að leggja síðustu hönd á listaverk sem afhjúpað verður 9. maí á Poklonnaja-hæð í Moskvu. Höggmyndin er eftir georgíska listamanninn Zurab Tsereteli og sýnir fórnarlömb helfarar nasista í heimsstyrjöldinni síðari. Meira
8. maí 1996 | Fólk í fréttum | 87 orð

Sextugsafmæli fagnað

HARPA hf. hélt upp á sextíu ára afmæli sitt með mikilli viðhöfn fyrir skemmstu í félagsheimili Seltjarnarness. Boðið var upp á léttar veitingar og margar ræður haldnar. Egil Ólafsson söng nokkur lög við undirleik Jónasar Þóris og einnig komu Borgardætur fram. Afmælisbarninu bárust fjölmargar kveðjur hvaðanæva að. Meira
8. maí 1996 | Bókmenntir | 383 orð

Skop og veiðimennska

Eftir Inga Steinar Gunnlaugsson Hörpuútgáfan, 1996 ­ 95 bls. ÞAÐ er fremur bjart yfir fyrstu ljóðabók Inga Steinars Gunnlaugssonar, enda nefnir hann hana Sólskin. Stíll hans er oft glaðhlakkalegur og á stundum kumpánlegur og yrkisefnin jarðbundin. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 112 orð

Stálkonan í Kringlunni

SÝNINGIN Stálkonan stendur nú yfir í Kringlunni og mun hún standa til 28. maí. Sýningin hefur að undanförnu staðið yfir í Listasafni Akureyrar. Á sýningunni eru myndir af vaxtarræktarkonum eftir ljósmyndarann Bill Dobbins. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 147 orð

Sumri fagnað með söng

Hellu, Morgunblaðið ­Undanfarin ár hafa verið haldnir tónleikar í Oddakirkju í tilefni sumarkomu en í ár var brugðið á það ráð að halda þessa tónleika í Hellubíói, þar sem kirkjan er allt of lítil til að taka á móti miklum fjölda tónleikagesta. Nokkrir kórar og dúettar komu fram, en húsfyllir var á tónleikunum. Meira
8. maí 1996 | Fólk í fréttum | 156 orð

Til höfuðs glæpamönnum

JOHN WALSH sér um sjónvarpsþættina "America's Most Wanted". Síðan útsendingar hófust árið 1988 hefur hann átt stóran þátt í handtöku 408 glæpamanna með því að sviðsetja afbrot þeirra og sýna andlit þeirra í þáttunum. "Hann varð stjarna á mjög óhefðbundinn hátt," segir Lance Heflin, framleiðandi þáttanna. "John kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 71 orð

Tónleikar Samkórs Vopnafjarðar

SAMKÓR Vopnafjarðar hélt tónleika í Félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði 30. apríl síðastliðinn. Kórinn hafði áður farið í tónleikaferð um Austfirði og sungið á Breiðdalsvík, Neskaupstað og í Brúarási. Stjórnandi kórsins er Marcus Glanville og undirleikari Indra James. Einleikarar á tónleikunum voru Alfreð P. Meira
8. maí 1996 | Fólk í fréttum | 114 orð

Útlendingahljómsveit HÍ

STOFNUÐ hefur verið Útlendingahljómsveit Háskóla Íslands. Hljómsveitarstjóri er Lothar Smirnov, nemi í íslensku og vélaverkfræði við háskólann. Markmið hljómsveitarinnar er tvíþætt. Annars vegar að hafa gaman af spilamennskunni og hins vegar að spila góða tónlist. Meira
8. maí 1996 | Menningarlíf | 108 orð

Vortónleikar Tónlistarskóla Garðabæjar

NEMENDATÓNLEIKAR Tónlistarskóla Garðabæjar verða í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 19. Tónleikarnir verða haldnir í Kirkjuhvoli. Strengjasveit yngri nemenda leikur undir stjórn Eyjólfs Bjarna Alfreðssonar. Auk þess koma fram ungir einleikarar á ýmis hljóðfæri. Meira

Umræðan

8. maí 1996 | Aðsent efni | 708 orð

Breiðfirðingur

FYRIR skömmu fékk ég í hendur 53. árgang af Breiðfirðingi, tímariti Breiðfirðingafélagsins, sem gefið var út 1995. Ritstjórar eru Dalamennirnir dr. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur, sem fæddur er á Þorbergsstöðum í Laxárdal, og Einar G. Pétursson cand. mag. frá Stóru-Tungu á Fellsströnd. Meira
8. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 187 orð

Dagur verkamannsins

FYRSTI maí - dagur hins vinnandi manns rann upp fagur á fögrum stað, sem er Hafnarfjörður. Það var gaman að vera til þennan dag. Ofan á góða veðrið var sólskin í andliti og viðmóti fólksins, sem þrammaði eftir Strandgötunni undir brassmúsik - fjörugum tónum. Það var stemmning og sýndi, að allt það bezta í lífinu er ókeypis. Meira
8. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 548 orð

Eru sjómenn annars flokks þjóðfélagsþegnar?

GETUR VERIÐ að sjómenn við Ísland séu annars flokks þjóðfélagsþegnar og er Ríkisútvarpið útvarp allra landsmanna? Ég verð að játa það að mér finnst stundum að við sjómenn séum annars flokks fólk þegar ég ætla að njóta þess að hlusta á útvarp allra landsmanna úti á sjó. Meira
8. maí 1996 | Aðsent efni | 682 orð

Frestun framkvæmda við Elliðaár

BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur lýst áhyggjum sínum vegna áætlana Vegagerðar ríkisins um frestun framkvæmda við breikkun Vesturlandsvegar. Í sérstakri yfirlýsingu, sem samþykkt var samhljóða í borgarráði 30. apríl sl., er varað við hættuástandi sem skapast vegna þessarar frestunar. Þegar framkvæmdum lýkur í haust nær breikkunin vestur fyrir Elliðaár en ekki að gatnamótum við Sæbraut. Meira
8. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 565 orð

Fyrirspurn til Brimborgar

FYRIR rösku ári tók Brimborg hf. við umboði fyrir Citroën-bifreiðar og gladdi það unnendur þeirra bifreiða því augljóst var, að þreyta hafði mjög sótt á Glóbus hf., sem um árabil hafði flutt þessa bifreiðategund inn. Höfðu þá t.a.m. nýjar tegundir eins og ZX og Xantia ekki verið fluttar inn. Auk Citroën tók Brimborg hf. við Fordumboðinu af Glóbusi hf. Meira
8. maí 1996 | Aðsent efni | 333 orð

Guðrún Agnarsdóttir vinnur fyrir okkur

Guðrún Agnarsdóttir vinnur fyrir okkur Axeli Björnssyni: HVERS vegna kýs ég að Guðrún Agnarsdóttir verði næsti forseti Íslands frekar en aðrir frambjóðendur, sem er völ á? Valið er einfalt en svarið við spurningunni er margþætt. Guðrún er læknir, sem unnið hefur að vísindalegum rannsóknum. Meira
8. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 266 orð

Jú, samkynhneigð er víst eðlileg

ÞAÐ er föstudagur og ég sit og blaða í Mogga síðastliðins miðvikudags. Það er þá sem ég rek augun í grein eftir Davíð Þorsteinsson, þar sem hann segir að samkynhneigð sé ekki eðileg. Hver segir það? Hvernig í ósköpunum er hægt að fullyrða svona hluti? Og hvernig er hægt að líka sifjaspellum og samkynhneigð saman? Ég bara spyr! Ef fólk hefur tilfinningu til sama kyns, Meira
8. maí 1996 | Kosningar | 726 orð

Leiðir til þroska

Leiðir til þroska Rafni Geirdal: Í ÖÐRUM lið stefnuskrár minnar fjalla ég um að ég vilji "stuðla að umræðum meðal landsmanna um leiðir til aukins þroska". Meira
8. maí 1996 | Aðsent efni | 613 orð

Mannúð í verki

ALÞJÓÐAHREYFING Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur að undanförnu staðið fyrir víðtækri kynningu um allan heim á því hve mikil ógn mannkyninu stafar af jarðsprengjum og hvílík nauðsyn er á að banna notkun þeirra með öllu. Meira
8. maí 1996 | Aðsent efni | 838 orð

Miðbæjarskólinn

FYRIR nokkru síðan var tekin sú ákvörðun, án þess að hátt færi, að starfsemi Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og Skólaskrifstofu skyldi eftirleiðis hýst í Miðbæjarskólanum er ný stofnun, svonefnd Fræðslumiðstöð, tæki við hlutverki þeirra. Meira
8. maí 1996 | Aðsent efni | 821 orð

Óbærilegur léttleiki hræsninnar

ÁRIÐ 1992 játaði séra James Porter tugi atvika kynferðislegrar misnotkunar á börnum í Massachusetts, Nýju Mexíkó og Minnesota. Rúmlega eitt hundrað konur og karlar gáfu sig fram og ákærðu séra Porter um misnotkun er átt hafði sér stað á árunum 1960 til 1974. Flest fórnarlambanna voru tíu, ellefu og tólf ára þegar misnotkunin átti sér stað. Meira
8. maí 1996 | Aðsent efni | 624 orð

Vanskil við aldraða vegna tvísköttunar

Í FRUMVARPI til laga um breytingu á lögum nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt, sem lagt var fyrir Alþingi 1994, segir að endurgreiða skuli þeim sem voru orðnir 70 ára og eldri tvísköttun 4% greiðslu í lífeyrissjóð, sem var skattlögð frá og með 1988. Meira

Minningargreinar

8. maí 1996 | Minningargreinar | 457 orð

Egill Ragnar Ásmundsson

Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Elsku afi, nú ertu farinn frá mér og ég sit hérna með sáran verk í hjartanu og tárin renna niður kinnarnar þegar ég hugsa til þess að nú er ekki lengur hægt að fara í Ánahlíðina og spjalla við afa um allt milli himins og jarðar. Meira
8. maí 1996 | Minningargreinar | 201 orð

EGILL RAGNAR ÁSMUNDSSON

EGILL RAGNAR ÁSMUNDSSON Egill Ragnar Ásmundsson var fæddur í Flekkuvík 24. júní 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 29. apríl síðastliðinn. Ragnar var sonur Ásmundar Jónssonar og Ragnhildar Helgu Egilsdóttur. Hann átti níu systkini samfeðra, 11 systkini sammæðra og þrjú uppeldissystkini.23. Meira
8. maí 1996 | Minningargreinar | 517 orð

Ingólfur Bjargmundsson

Með Ingólfi Bjargmundssyni raffræðingi er genginn einn helsti frumkvöðullinn í uppbyggingu flugöryggisbúnaðar landsins á fimmta og sjötta áratugnum. Það kom okkur fyrrum samstarfsmönnum hans hjá Flugmálastjórn algerlega á óvart að hinn tryggi og ljúfi vinur okkar var skyndilega kallaður úr vist sinni meðal okkar á jörðu þann 20. apríl síðastliðinn eftir stutt veikindi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Meira
8. maí 1996 | Minningargreinar | 87 orð

Ingólfur Bjargmundsson

Elsku afi og langafi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
8. maí 1996 | Minningargreinar | 278 orð

INGÓLFUR BJARGMUNDSSON

INGÓLFUR BJARGMUNDSSON Ingólfur Bjargmundsson raffræðingur fæddist í Reykjavík 1. janúar 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjargmundur Guðmundsson rafstöðvarstjóri í Hafnarfirði, f. í Urriðakoti við Hafnarfjörð 16. apríl 1890, d. 19. Meira
8. maí 1996 | Minningargreinar | 452 orð

Sigtryggur Pálsson

Sigtryggur stundaði byggingarvinnu og hóf nám í múriðn. Vann hann við ýmsar stórbyggingar, sem bera honum gott vitni, eins og Kópavogskirkju og Breiðholtsblokkir. Hann var dugnaðarforkur til vinnu og sló sjaldan af, það var keppikefli hans að ljúka sínu verki helst fyrstur og óaðfinnanlega og heyrði ég oftar en einu sinni að það dygðu ekki tveir, Meira
8. maí 1996 | Minningargreinar | 380 orð

Sigtryggur Pálsson

Elsku afi og langafi. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig núna, en með það í huga að þú munt alltaf vera hjá okkur í anda er ég glöð og þakklát fyrir. Nú veit ég að þér líður vel. Amma er núna búin að taka á móti þér og sál þín hefur lyft sér upp til ljóssins, þar sem Guð og allir englarnir hafa tekið á móti þér. Meira
8. maí 1996 | Minningargreinar | 26 orð

SIGTRYGGUR PÁLSSON

SIGTRYGGUR PÁLSSON Sigtryggur Pálsson fæddist á Sauðárkróki 18. apríl 1919. Hann lést í Landspítalanum 30. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 7. maí. Meira
8. maí 1996 | Minningargreinar | 64 orð

Sigtryggur Pálsson Ástkær faðir minn, með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka þér fyrir þá hvatningu sem þú veittir mér í

Ástkær faðir minn, með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka þér fyrir þá hvatningu sem þú veittir mér í uppeldi mínu, þá atorku og vinnusemi sem ég hef erft. Þakka þér ást þína og umhyggju alla fyrir okkur börnum þínum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Megi góður guð vor opna hlið sitt fyrir þér og leiða þig á fund móður minnar. Sigtryggur Páll Sigtryggsson. Meira
8. maí 1996 | Minningargreinar | 546 orð

Svanhildur Guðmundsdóttir

Það koma svo margar minningar fram í hugann á kveðjustund. Mér finnst ég knúin til að setja á blað fáein þakkarorð til þessarar einstöku konu sem Svanhildur var, Svanhildur í Múla. Já, svo var hún oftast kölluð er við fórum að vinna saman í Langholtsskóla fyrir um fjórum áratugum síðan. Hún var trúnaðarmaður fyrir okkar vinnuhóp og oft verkstjóri. Mér fannst hún vera ströng á svipinn. Meira
8. maí 1996 | Minningargreinar | 27 orð

SVANHILDURGUÐMUNDSDÓTTIR

SVANHILDURGUÐMUNDSDÓTTIR Svanhildur Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 4. apríl 1912. Hún lést í Reykjavík 28. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 7. maí. Meira

Viðskipti

8. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 190 orð

Aðalskoðun með eftirlit með leikföngum

LÖGGILDINGARSTOFAN og Rafmagnseftirlit ríkisins hafa gengið frá samningum við Aðalskoðun hf. um eftirlit með öryggi leikfanga og raffanga. Samningur þessi er gerður á grundvelli laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og stefnir Aðalskoðun að því að þetta eftirlit verði faggild starfsemi um mitt þetta ár, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Meira
8. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 232 orð

BA og SunAir ógna SAS

BRITISH AIRWAYS hefur gert samning við flugfélagið Sun-Air of Scandinavia A/S í Danmörku í von um að auka miðasölu og draga úr yfirburðum SAS. British Airways segir að um sé að ræða fyrsta sérleyfissamning félagsins við fyrirtæki utan Bretlands. Meira
8. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 146 orð

Gjaldeyrisstaða Seðlabankans styrkist

GJALDEYRISSTAÐA Seðlabankans styrktist um 6,6 milljarða króna nettó í apríl. Gjaldeyrisforði bankans jókst um rúma 5,2 milljarða króna en erlendar skuldir hans lækkuðu um liðlega 1,3 milljarða. Þessi mikla aukning á gjaldeyrisforðanum skýrist að stórum hluta af erlendri lántöku ríkissjóðs í apríl, að því er fram kemur í frétt frá bankanum. Meira
8. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Íslendingar með heimsmet í alnetsnotkun

ÍSLENDINGAR eru mestu netfíklar heims, en samkvæmt tölum frá OECD sem birtust í þýska dagblaðinu Die Weltnota tæp 2% þjóðarinnar alnetið eða átján af hverjum eitt þúsund íbúum. Finnar eru í öðru sæti með fjórtán notendur á hverja eitt þúsund íbúa. Í fæðingarlandi alnetsins, Bandaríkjunum, eru tólf notendur á hverja þúsund íbúa eða sama hlutfall og í Noregi. Meira
8. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 366 orð

Misræmi í nafnvirði hlutafjár í reikningum

MÁLAFERLI Gísla Arnar Lárussonar og Skandia hafa nú tekið nýja stefnu og hefur Gísli Örn boðað komu sína á aðalfund Skandia í Svíþjóð nk. mánudag til að leggja nokkrar fyrirspurnir fyrir stjórn félagsins. Gísli, sem er hluthafi í Skandia í Svíþjóð, hyggst m.a. Meira
8. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 162 orð

Nýtt fræðslumyndband um starfsmannamál

MYNDBÆR hf. hefur gefið út nýtt fræðslumyndband með heitinu "Starfsmaðurinn ­ að standa sig vel". Myndin er ætluð stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja og fjallar um þau atriði sem starfsmenn verða að hafa í huga, bæði í leik og starfi. Hana má nota til að skoða hvað betur megi fara, hvernig auka megi starfsánægju starfsmanna og ná fram aukinni framlegð, að því er segir í frétt frá Myndbæ. Meira
8. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 163 orð

Peningamarkaðssjóður með þriggja daga binditíma

LANDSBRÉF hf. stofnuðu í nóvember sl. peningamarkaðssjóð undir heitinu Peningabréf. Sjóðurinn hefur hlotið mjög góðar viðtökur stærri fjárfesta, s.s. fyrirtækja, sveitarfélaga, tryggingarfélaga og annarra sem þurfa oft að festa fé til mjög skamms tíma, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Meira
8. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 296 orð

Rúmir 6 milljarðar í hlutafjárútboðum

HORFUR eru á því að hlutafjárútboð verði ríflega tvöfalt hærri að söluvirði í ár heldur en á síðasta ári. Árið 1995 námu hlutafjárútboð fyrirtækja og hlutabréfasjóða um 2,9 milljörðum að söluvirði, en samkvæmt úttekt Landsbréfa eru horfur á því að hlutafjárútboð í ár verði tæplega 6,4 milljarðar að söluvirði. Meira
8. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 384 orð

Svar Eftirlitsstofnunar EFTA óljóst

VILHJÁLMUR Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir ekki liggja ljóst fyrir hvort að núverandi frumvarp um breytingar á vörugjaldi fullnægi þeim kröfum sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hafi gert á sínum tíma. Hins vegar sé ljóst að afgreiða verði þetta mál á Alþingi í vor, enda liggi kæra fyrir EFTA- dómstólnum vegna málsins. Meira

Fastir þættir

8. maí 1996 | Dagbók | 2685 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 3.-9. maí, að báðum dögum meðtöldum, er í Apóteki Austurbæjar, Háteigsvegi 1. Auk þess er Breiðholts Apótek, Mjódd, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
8. maí 1996 | Í dag | 123 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 8. maí,

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 8. maí, er áttræðurSigtryggur Kjartansson, Suðurgötu 26, Keflavík. Hann og eiginkona hansKlara Ásgeirsdóttir dvelja í Bandaríkjunum á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 8. Meira
8. maí 1996 | Fastir þættir | 106 orð

Bridsfélag Suðurnesja Hörkukeppni er í aðaltvímenningi vetrarins, e

Hörkukeppni er í aðaltvímenningi vetrarins, en nú er lokið 19 umferðum af 25. Staðan er nú þessi: Karl Hermannsson - Arnór Ragnarsson135Jóhannes Sigurðsson - Gísli Torfason - Heiðar Agnarsson130Einar Jónsson - Hjálmtýr Baldursson87Karl G. Karlsson - Karl Einarsson85Garðar Garðarsson - Óli Þór Kjartanss.79Randver Ragnarsson - Guðjón S. Meira
8. maí 1996 | Fastir þættir | 201 orð

BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Bre

Nú er lokið 19 umferðum af 25 í La-Primavera tvímenningnum og á toppnum tróna nú Magnús Oddsson og Guðlaugur Karlsson. Keppninni um fyrsta sætið er þó hvergi nærri lokið, en síðasta spilakvöldið í þessari keppni verður fimmtudaginn 9. maí. Meira
8. maí 1996 | Fastir þættir | 1139 orð

Dansarar á heimsmælikvarða segir Marcel de Rijk dómari

UM 500 keppendur tóku þátt í Íslandsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum, með grunnaðferð, í Hafnarfirði um síðustu helgi. Fjölmargir áhorfendur fylgdust með og studdu þeir sitt fólk mjög dyggilega Sunnudagur 5. maí Meira
8. maí 1996 | Fastir þættir | 538 orð

Dr. Kristján Guðmundsson öðlingameistari

Dr. Kristján Guðmundsson sigraði á öðlingamótinu sem lauk 1. maí með 5 vinning af 7 mögulegum. 13. mars-1. maí ÓLAFUR Ásgrímsson, alþjóðlegur skákdómari, hefur staðið fyrir þessum mótum fyrir 40 ára og eldri allt frá upphafi þeirra. Mótin eru mun rólegri en venjuleg kappmót og sérstaklega sniðin fyrir þá sem tefla sér eingöngu til ánægju. Meira
8. maí 1996 | Dagbók | 616 orð

Félag eldri borgara í Rvík. og nágrenni.

Félag eldri borgara í Rvík. og nágrenni.Fyrsta ferð sumarsins verður farin laugardaginn 11. maí með rútu kl. 12 frá Risinu í Akraborgina til Akraness. Skoðunarferðir, kvöldmatur, skemmtun og dans. Fararstjórar verða Páll Gíslason og Jón Tómasson. Miðaafhending á skrifstofu til kl. 17 í dag. Norðurbrún 1. Spilað í dag kl. 14. Meira
8. maí 1996 | Í dag | 310 orð

íkverji gerir sér það stundum til dundurs að glugga í la

íkverji gerir sér það stundum til dundurs að glugga í landsmálablöðin þegar þau berast honum. Það sem skrifari hefur einna mest gaman að við þá iðju er að lesa ritstjórnargreinar pólitísku landsmálablaðanna, sem eru iðulega mun harðskeyttari og hvassari en ritstjórnargreinar dagblaðanna. Meira
8. maí 1996 | Fastir þættir | 161 orð

Íslandsmót í skólaskák

ÍSLANDSMÓTIÐ í skólaskák var haldið 2-5 maí 1996 í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka. Á þessu móti kepptu þeir einstaklingar sem sigrað höfðu í hverju kjördæmi landsins og flestar höfðu því einnig sigrað á sýslumótum í sínu héraði. Hér voru því samankomnir 24 af bestu Íslendingunum í skák á aldrinum 7­16 ára. Meira
8. maí 1996 | Í dag | 230 orð

Líkamsrækt fyrir fólk á ferð og flugi? GAMAN væri ef líkams

GAMAN væri ef líkamsræktarstöðvar í Reykjavík gætu boðið annað en samfelld námskeið. Þannig er mál með vexti að ég bý á landsbyggðinni og fer nokkuð oft til Reykjavíkur. Oft myndast tómarúm, þannig að það er tími til að skella sér í líkamsrækt, skreppa í nudd, ræða við íþróttaráðgjafa eða næringarráðgjafa. Meira
8. maí 1996 | Fastir þættir | 95 orð

Rúnar Sigurpálsson frá Akureyri vann báða titlana í karlaflokki

Keppni í skákþingi Norðlendinga var haldin dagana 26.­28. apríl á Siglufirði. Skákmeistari Norðlendinga varð Rúnar Sigurpálsson, Akureyri, í öðru sæti varð Þór Valtýsson einnig frá Akureyri og í þriðja sæti Smári Sigurðsson, Siglufirði. Meira
8. maí 1996 | Í dag | 149 orð

SAUTJÁN ára finnsk stúlka með áhuga á hvers kyns tónlist:

SAUTJÁN ára finnsk stúlka með áhuga á hvers kyns tónlist: Johanna Mattila, Herranankatu 23C 38, 60320 Seinäjoki, Finland. ÞRÍTUGUR Ítali með áhuga á skáldsögum og ljóðum, skák, tungumálum o.fl.: Andrea Rimondi, Via Valle d'Aosta 17, 40139 Bologna, Italy. Meira
8. maí 1996 | Fastir þættir | 152 orð

Síungir Sigurbjörn og Hæringur

Sunnlendingar og Norðlendingar stóðu fyrir sýningu í Reiðhöllinni um helgina þar sem fram kom mikill fjöldi hrossa og mörg þeirra í háum gæðaflokki. Hrafn frá Holtsmúla, sá aldni höfðingi, sem nú er 28 vetra gamall og enn að gefa af sér gæðinga, kom fram á föstudag og rétt kíkti í salinn á laugardag. Niðjar hans sáu hinsvegar um að sýna kostina sem sá gamli hefur gefið af sér. Meira
8. maí 1996 | Fastir þættir | 93 orð

(fyrirsögn vantar)

Spilaður var Mitchell tvímenningur þriðjud. 30.4. 24 pör mættu, úrslit urðu: N-S: Jón Andrésson ­ Valdimar Þórðarson263Sæmundur Björnsson ­ Böðvar Guðmundsson243Helgi Vilhjálmsson ­ Árni Halldórsson242Sigríður Pálsd. Meira

Íþróttir

8. maí 1996 | Íþróttir | 71 orð

Aðgerð í Hollandi strax í dag

EGGERT Magnússon, formaður KSÍ, setti sig strax í samband við forráðamenn PSV Eindhoven í gærkvöldi, þegar fyrir lá að Eiður Smári þyrfti að fara í aðgerð. Hann var í stöðugu símasambandi við þá frá sjúkrahúsinu í Dublin og var ákveðið að læknar hollenska liðsins framkvæmdu nauðsynlega aðgerð á Eiði Smára í Eindhoven í dag, en Geir Þorsteinsson, skrifstofustjóri KSÍ, Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 200 orð

Björn og Elísabet sigruðu

Björn Baldursson varð Íslandsmeistari í klifri annað árið í röð, en úrslitakeppnin fór fram í húsnæði Fiskakletts í Hafnarfirði í síðustu viku. Elísabet Kristjánsdóttir sigraði í kvennaflokki og Anna Lára Steingrímsdóttir varð önnur, en hún er betur þekkt sem róðrarkona. Tvær undankeppnir fóru fram fyrr í vetur og tóku 20 keppendur þátt í þeim. Níu efstu komust í úrslitakeppnina. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 89 orð

Bygging íþróttahúss á Ásvöllum undirbúin

Á 65 ára afmælishátíð Knattspyrnufélagsins Hauka á dögunum var undirritaður samningur mili félagsins og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um fjárframlag til hönnunarvinnu á nýju íþróttahúsi á Ásvöllum. Samkvæmt samningnum á allri hönnunarvinnu að vera lokið á þessu ári og stefnt er að gerð sérstaks framkvæmdasamnings vegna byggingar íþróttahúss á Ásvöllum fyrir árslok 1996. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 91 orð

Daum rekinn

CHRISTOPH Daum, þýski þjálfarinn hjá Besiktas frá Istanbul, var á mánudag rekinn frá félaginu. Besiktas var tyrkneskur meistari á síðasta ári og þegar ljóst var að Daum tækist ekki að endurtaka leikinn nú var honum vikið úr starfi. Liðið er í þriðja sæti, níu stigum á eftir Fenerbahce þegar tvær umferðir eru eftir. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 19 orð

Deildarbikarkeppni karla

6-liða úrslit: ÍBV - Fram2:0 Steingrímur Jóhannesson (21.), Rútur Snorrason (49.). Breiðablik - Fylkir0:1 - Aðalsteinn Víglundsson (59.). Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 209 orð

Dortmund skrefi nær titlinum

Dortmund færðist nær þýska meistaratitlinum í gærkvöldi með því að sigra Bayer Leverkusen 2:0. Á sama tíma tapaði Bayern M¨unchen fyrir Werder Bremen 3:2. Dortmund, sem varð síðast meistari fyrir 32 árum, hefur nú þriggja stiga forskot á Bayern og mun hagstæðara markahlutfall þegar tvær umferðir eru eftir. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 161 orð

Durie í landsliðshóp Skota

GORDON Durie, sóknarleikmaður Glasgow Rangers, hefur verið kallaður í landsliðshóp Skota fyrir ferð skoska landsliðsins til Bandaríkjanna. Skotar leika þar tvo síðustu leiki sína fyrir EM í Englandi, gegn Bandaríkjunum og Kólumbíu. Durie og Scott Booth, Aberdeen, voru valdir í landsliðshópinn þar sem nokkuð hefur verið um meiðsli hjá leikmönnum hópsins. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 341 orð

Eiður Smári leikur ekki í átta til 10 vikur

Eiður Smári Guðjohnsen leikur ekki knattspyrnu næstu átta til 10 vikurnar. Hann var sparkaður niður í lok fyrri hálfleiks í viðureign Írlands og Íslands í Evrópukeppni piltalandsliða í Dublin í gærkvöldi og kom í ljós að hægri sköflungur hafði brákast eða brotnað og liðbönd slitnað. "Fáránlegt brot" Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 135 orð

Graeme Souness látinn fara frá Galatasaray

SAMNINGUR tyrkneska knattspyrnuliðsins Galatasaray við Graeme Souness rann út um liðin mánaðamót og að sögn framkvæmdastjóra félagsins verður hann ekki endurnýjaður. Souness lenti í útistöðum við Knattspyrnusamband Tyrklands eftir að hafa stungið fána Galatasaray niður á miðju vallarins í kjölfar sigurs gegn Fenerbache í úrslitaleik bikarkeppninnar í apríl. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 120 orð

Hendry jafnaði met Davis SKOTINN

SKOTINN Stephen Hendry varð í fyrrakvöld heimsmeistari í snóker í sjötta sinn og jafnaði þar með met Ray Reardon og Steve Davis, sem báðir höfðu náð því marki. Hendry lék til úrslita við Peter Ebdon í Sheffield á Englandi og sigraði 18-12. Þetta var jafnframt fimmti heimsmeistaratitill Hendrys í röð. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 235 orð

ÍBV og Fylkir unnu

Eyjamenn sigruðu Fram 2:0 í 6 liða úrslitum í deildarbikarkeppni KSÍ í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Leikurinn var ekki tilþrifamikill enda nokkur vindur og kalt. Það var Steingrímur Jóhannesson sem gerði fyrsta markið á 21. mínútu. Leifur Geir Hafsteinsson vann boltann á vallarhelmingi Framara og sendi inn fyrir vörnina á Steingrím sem skaut í stöng og inn. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 189 orð

ÍFR vann Hængsmótsbikarinn til eignar

Um 230 íþróttamenn frá 13 félögum alls staðar af landinu mættu til leiks á Hængsmótið, opið íþróttamót fatlaðra sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri um síðustu helgi. Þetta var 14. Hængsmótið og jafnframt það stærsta og fjölmennasta til þessa. Keppt var í fjórum greinum, boccía bæði einstaklings- og sveitakeppni, lyftingum, borðtennis og bogfimi. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 285 orð

Írarnir sterkir og grófir en þetta er ekki búið

Írar höfðu betur í fyrri leik Írlands og Íslands í 16 liða úrslitum Evrópukeppni piltalandsliða í knattspyrnu. Írar unnu 2:1 í Dublin í gærkvöldi, en seinni leikurinn verður á aðalleikvanginum í Laugardal 14. maí og fer sigurvegarinn áfram í átta liða úrslitakeppnina, sem verður í Frakklandi í júlí. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 93 orð

Írland - Ísland2:1

Dublin, fyrri leikur í 16 liða úrslitum Evrópukeppni piltaliða (leikmenn 18 ára og yngri) í knattspyrnu, þriðjudaginn 7. maí 1996. Ian Harte (vsp. 25.), Simon Webb (35.) - Njörður Steinarsson (57.). Gult spjald: Ívar Ingimundarson (36.). Ísland: Ólafur Þór Gunnarsson - Ívar Ingimundarson, Rúnar Ásgeirsson, Arnar Viðarsson - Jóhann B. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 343 orð

Ísland með í heimsmeistarakeppni í fyrsta sinn

Ísland verður í ár með í fyrsta sinn í heimsmeistarakeppni karla í tennis, Davis Cup, og mun landsliðið leika í þriðju deild. Ísland er í riðli með tveimur Evrópuþjóðum; Aserbaidsjan og San Marinó og þremur þjóðum frá Afríku; Eþíópíu, Senegal og Súdan. Riðillinn verður leikinn í Tyrklandi og hefst keppnin 20. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 203 orð

Íþróttir fatlaðara

Hængsmótið Mótið fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Helstu úrslit: Boccía Einstaklingskeppni: Þroskaheftir Kristófer Ástvaldsson, Viljanum, Seyðisfirði Helga Helgadóttir, Eik, Akureyri Hörður Ívarsson, Völsungi. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 104 orð

Jackson þjálfari ársins í NBA PHIL

PHIL Jackson, þjálfari Chicago, var í gær kjörinn þjálfari ársins í NBA-deildinni í körfuknattleik. 113 íþróttafréttamenn tóku þátt í kjörinu og fékk Jackson 82 atkvæði. Mike Fratello, þjálfari Cleveland, var í öðru sæti með 22 atkvæði. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 157 orð

Kristján Íslandsmeistari

Kristján Helgason varð um helgina Íslandsmeistari í snóker. Hann sigraði Jóhannes B. Jóhannesson í úrslitum 9:6. Kristján, sem náði 105 stigum í einum ramma, vann Arnar Richardsson í undanúrslitum 7:0 og Jóhannes B. vann Jóhannes R. Jóhannesson 7:5 í hinum undanúrslitaleiknum. Kristján og Jóhannes B. héldu utan til Belgíu í gær til að taka þátt í Evrópumóti einstaklinga. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 161 orð

Modahl byrjaði með sigri BRESKA hlaupak

BRESKA hlaupakonan Diane Modahl, sem sýknuð var af ásökunum um ólöglega lyfjaneyslu í mars, eftir 18 mánaða baráttu við alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF), keppti um helgina í fyrsta skipti í 21 mánuð - og sigraði. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 102 orð

Real Madrid og Betis deila um Alfonso

REAL Madrid og Real Betis deila um hvort félagið eigi rétt á spænska landsliðsmiðherjanum Alfonso Perez sem fór frá Real Madrid til Betis fyrir líðandi tímabil. Formaður Betis segir að Real Madrid hafi misst forgangsréttinn á leikmanninum þar sem félagið hafi ekki greitt sem samsvarar um 134 millj. kr. fyrir 1. maí. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 374 orð

Seattle setti met

Leikmenn Seattle SuperSonics settu met í fyrrinótt er þeir gerði 20 þriggja stiga körfur í öðrum leik liðsins við Houston Rockets í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Seattle vann 105:101 og er 2:0 yfir í einvíginu en það lið kemst áfram sem fyrr sigrar í fjórum leikjum. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 186 orð

Skíði

Fossavatnsgangan Gangan, sem er liður í Íslandsgöngunni, fór fram um síðustu helgi á Breiðadals- og Botnsheiði við Ísafjörð. Boðið var upp á þrjár vegalengdir, 20 km, 13 km og 6 km. Helstu úrslit: 20 km konur 16­34 ára: NafnTímiHelga Margrét Malmquist, A74,30Sigríður Pálína Arnard. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 139 orð

Skotfimi

Fimm Íslandsmeistaramót Skotsambands Íslands fóru fram í Digranesi 4. til 6. maí. Helstu úrslit: Stöðluð skammbyssastig Hannes Haraldsson, SFK,527Hans Christensen, SR,526Hannes Tómasson, SFK,525Hlynur Hendriksson, SR,525Keppendur voru 19 í einstaklings- og flokkakeppni. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 409 orð

"Sumarið er rétt að byrja"

Vorverkin eru í þessum dúr, stundum fer maður í gegnum mótin og stundum ekki. Svona hefur þetta verið á fyrstu mótunum öll þessi ár og í raun ekkert við því að segja," sagði Einar Vilhjálmsson spjótkastari eftir að hann hafði kastað tvisvar sinnum á frjálsíþróttamóti sem Breiðablik hélt í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 35 orð

Víðir Suðurnesjameistari

VÍÐIR Garði gerði markalaust jafntefli við Grindavík í síðasta leik sínum í Suðurnesjamótinu í knattspyrnu á mánudagskvöld. Þessi úrslit nægðu Víði til sigurs í keppninni og er liðið því Suðurnesjameistari í meistaraflokki karla 1996. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 81 orð

Wang með besta tíma ársins

KÍNVERSKI heimsmethafinn Wang Junxia hljóp á besta tíma ársins í 10.000 metra hlaupi kvenna á þriðjudaginn er hún náði Ólympíulágmarki á kínverska úrtökumótinu, skv. frétt Xinhua fréttastofunnar. Wang stakk hina keppendurna snemma af og hljóp á 31 mínútu, 1,76 sekúndu. Portúgalska stúlkan Fernanda Ribeiro hafði náð bestum tíma í ár, 31.04,99 mín. Meira
8. maí 1996 | Íþróttir | 60 orð

Þýskaland

Dortmund - Leverkusen2:0(Zorc 8., Cesar 73.). 48.800. 1860 M¨unchen - Kaiserslautern1:1(Bodden 33.) - (Marschall 45.). 33.000. Werder Bremen - Bayern M¨unchen3:2(Hobsch 42., Bode 49., 65.) - (Kostadinov 14., 23.). 29.800. Hansa Rostock - Schalke1:2(Schneider 7.) - (Bueskens 76. Meira

Úr verinu

8. maí 1996 | Úr verinu | 314 orð

Aldan mótmælir samkomulagi við smábátaeigendur

AÐALFUNDUR Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar mótmælir harðlega vinnubrögðum sjávarútvegsráðherra við gerð samkomulags við Landssamband smábátaeigenda, þar sem þeim eru ætlaðar auknar veiðiheimildir á kostnað annarra sjómanna og útgerða. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 397 orð

Deilt um verð á rækju

Í MORGUNBLAÐINU 30. apríl sl. er fjallað um verðlagningu á rækju upp úr sjó sem fyrirtæki vestur á Snæfellsnesi kaupa til vinnslu. Um er að ræða deilur annars vegar milli fyrirtækjanna Soffaníasar Cecilssonar hf. í Grundarfirði og Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi og hinsvegar áhafna á fiskiskipum í útgerð nefndra aðila. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 394 orð

Ekki svartsýnn á humarvertíðina

Hornafirði-Vertíðarflotinn á Hornafirði var snemma búinn með kvótann á vertíðinni eða um miðjan apríl, rúmum mánuði fyrir humarvertíð. Þessa dagana er flotinn að fríkka dag frá degi enda tími og tíðarfar til að mála og dytta að. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 152 orð

Engin ákvörðun um niðurskurð í Noregi

EKKI hefur verið tekin ákvörðun um hvernig síldarkvóti norska skipa verður skorinn niður en það verður að gera samkvæmt síldarsamningum Norðmanna við Íslendinga, Færeyinga og Rússa. Að sögn Bjarne Myrstad, talsmanns sjávarútvegsráðherra, liggur ekki fyrir hvort að niðurskurður mun bitna á öllum síldveiðibátum eða aðeins hluta flotans. Niðurskurðurinn nemur 30. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 228 orð

Fiskibollur með myntusósu

SAGAN segir að árið 1492 hafi sá mikli sægarpur og landkönnuður Kristófer Kólumbus verið á ferð á fleyi sínu í Karíba-hafi og uppgötvað þá margar þær dýrðareyjur sem þar er að finna. Karíba-haf hefur ekki síður heillað margan Íslendinginn á síðari árum sem fylgt hafa í kjölfar Kólumbusar. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 164 orð

Fréttir

Norðmenn óráðnir í niðurskurði EKKI hefur verið tekin ákvörðun um hvernig síldarkvóti norskra skipa verður skorinn niður en það verður að gera skv. síldarsamningum Norðmanna við Íslendinga, Færeyinga og Rússa./2 Ber að lögskrá á Íslandi Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 94 orð

GÆÐIN VIÐURKENND

FISKVERKUN Soffaníasar Cecilssonar hf. í Grundarfirði hefur verið veitt viðurkenning fyrir gæði þeirrar framleiðslu fyrirtækisins, sem seld er til Bandaríkjanna. Það er Coldwater Seafood Corp., dótturfyrirtæki SH í Bandaríkjunum, sem veitir viðurkenninguna. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 245 orð

Hafsteinn maður mánaðarins í Ægi

MAÐUR mánaðarins í nýjasta tölublaði Ægis er Hafsteinn Aðalsteinsson, skipstjóri á Kristrúnu RE. Hann var á tilraunaveiðum á Reykjaneshrygg með norska línuveiðaranum Förde junior í marsmánuði og landaði 150 tonnum af karfa, keilu og lúðu. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 98 orð

Hrygningarþorskur í rækjutrollið

Skagaströnd­Töluverð þorskgengd er í Húnaflóa um þessar mundir. Þorskurinn virðist vera að elta rækjuna því hann veiðist inn við Heggstaðanes, en það er nesið á milli Hrútafjarðar og Miðfjarðar. Þar fékk Gunnar Sveinsson, skipstjóri á Auðbjörginni HU, rúm sjö tonn af rígaþorski í rækjutrollið um daginn og fjögur tonn af rækju. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 504 orð

Karfaflokkun um borð og skráning í "Lóðsinn"

EINS og kunnugt er veiðast einkum tvær tegundir af karfa hér við land, þ.e. djúpkarfi og gullkarfi. Til þessa hefur ekki verið sett aflahámark á hvora tegund sérstaklega og hefur því úthlutað aflamark til fiskiskipa tekið til veiða á báðum tegundum. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 835 orð

Kaupendur gera vaxandi kröfur um þjónustu

FRAMLEIÐENDUR innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna framleiddu 45.300 tonn af fiski fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Er það meiri framleiðsla en áður hefur verið hjá SH á þessum tíma. Árin 1994 og 1995 var framleiðslan liðlega 38 þúsund tonn fyrstu fjóra mánuðina en minni árin þar á undan. Kom þetta fram hjá Gylfa Þór Magnússyni, framkvæmdastjóra sölumála, á aðalfundi SH á Akureyri á dögunum. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 195 orð

Landar rækju í Kanada

Siglufirði - Siglfirðingur SI landaði í gær 100 tonnum af rækju í Harbour Grace í Kanada eftir 24 daga á veiðum á Flæmingjagrunni. Togarinn er í eigu Siglfirðings hf. sem gerir einnig út Sigli SI og stundar hann nú karfaveiðar á Reykjaneshrygg. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 305 orð

Lögskráning á Heinaste fari fram á Íslandi

Í SVARI samgönguráðuneytisins til Sjómannasambands Íslands kemur fram að erlendum útgerðaraðila fiskiskipsins Heinaste, sem er Kenora Shipping Company Ltd. á Kýpur, hafi borið að láta lögskrá á skipið hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði. Lögskráningarstjóra hafi borið m.a. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 94 orð

Miðnes kaupir nótaskip

ELLIÐI GK 445, nýtt nótaskip Miðness hf., kom til hafnar í Sandgerði á dögunum. Skipið var keypt frá Peterhead í Skotlandi og hefur um 950 tonna burðargetu, þar af 840 tonn í sjókælitönkum. Elliði GK kemur í stað Keflvíkings KE 100 og er skipstjóri Guðlaugur Jónsson. Hann segir skipið afar vel tækjum búið og hafa reynst vel á heimsiglingunni. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 193 orð

Mikill áhugi erlendis

STEFNT er að því að koma nasli úr djúpsteiktu saltfiskroði á markað í sumar, að sögn Úlfars Eysteinssonar matreiðslumanns. Naslið er hugsað sem viðbit með öli og til að maula á góðum stundum. Úlfar segist geta framleitt 300 til 400 þúsund poka á ári, sem eigi að vera nóg fyrir innanlandsmarkað. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 201 orð

Minnsta framleiðsla SH í áratug

FYRIRTÆKI innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna framleiddu 19.500 tonn af þorskafurðum á síðasta ári og er það minnsta framleiðsla SH í áratug. Framleiðslan er 8% minni en árið 1994 og fjórðungi minni en árið 1993. Framleiðslan skiptist þannig að 14 þúsund tonn voru fryst í landi, 5 þúsund á sjó og um 1 þúsund tonn voru flutt út fersk eða seld fyrir erlenda framleiðendur. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 209 orð

Niðurlagning gaffalbita hefst á ný

Á VEGUM Borgeyjar hf. í Hornafirði er að hefjast niðurlagning síldar fyrir Rússlandsmarkað. Framleiðsla á gaffalbitum hefur legið niðri hjá Borgey í nokkur ár en Strýta á Akureyri hefur verið í þessari vinnslu. Á síðustu vertíð var síld söltuð í 39 þúsund tunnur hjá Borgey. Nú er verið að eftirflaka síld fyrir Skandinavíumarkað. Borgey heldur eftir 3. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 571 orð

Norðmenn úthluta síldarkvóta eftir stærð og lengd skipa

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segist vonast til að engum manni komi til hugar að fara að dæmi Norðmanna í skiptingu síldarkvótans á skip. Þeirra kerfi væri arfavitlaust, en hann hefði m.a. kynnt sér það hjá "vinum" okkar í Norges Fiskarlag í Ósló á dögunum í tengslum við samningafund um skiptingu síldarinnar. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 426 orð

Óljóst með síldina

"VIÐ ERUM ekki lagðir af stað í Síldarsmuguna," sagði Ingvi Einarsson, skipstjóri á Faxa RE-241, í samtali við Verið í gærmorgun. "Við erum á leið til Eyja að ná í nót þar, þannig að við erum ekki komnir á beinu stefnuna. Við förum samt í kvöld þaðan." Hann segir að það taki tvo sólarhringa að sigla á miðin. Það liggi því beint við að leggja snemma af stað upp á að geta hafið veiðar 10. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | -1 orð

Spánverjar gera miklar gæðakröfur

Í BARCELONA á Spáni er nýlokið mikilli matvælasýningu sem kallast ALIMENTARIA og er ein sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Að þessu sinni tóku um þrjú þúsund fyrirtæki frá fimmtíu löndum þátt í sýningunni á 75 þúsund fermetra sýningasvæði. 15% þess var úthlutað til fyrirtækja, sem voru að sýna í fyrsta skipti. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 137 orð

SRúm 3% fyrir kvótakerfi Smábátar veiddu rúm 3% af heildarafla þorsks á

Smábátar veiddu rúm 3% af heildarafla þorsks á viðmiðunarárum fyrir daga kvótakerfisins. Hlutur þeirra í þorskaflanum 1990 hafði ríflega fjórfaldast frá því fyrir 1984 og var orðin tæp 14%. Við endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun árið 1990 voru 6-10 tonna bátar teknir inn í aflamarkskerfið, en eigendum annarra smábáta gefinn kostur á að velja milli aflamarks og krókaleyfis. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 211 orð

SVísindi sem trúarbrögð

ÓSKAR Þórarinsson, skipstjóri á Frá VE, segist í nýjasta tölublaði Fiskifrétta vera gáttaður á því hvernig fiskifræðingar og starfsmenn sjávarútvegsráðuneytisins hafi komið fram í ýsumálinu. Stórýsa væri nú orðin að smáýsu í hugum þeirra. 120 mm möskvi hafi verið notaður við ýsuveiðar í 100 ár og bara dugað nokkuð vel. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 343 orð

Úthafskarfakvótinn metinn á um fjóra milljarða

SAMKVÆMT nýgerðu samkomulagi í Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni um skiptingu úthafskarfans á Reykjaneshrygg koma 45 þúsund tonn í hlut Íslendinga. Úthafskarfaveiðarnar breytast í kvótabundnar veiðar með samkomulaginu og verða þar með til verðmæti sem hægt er að skilgreina á annan hátt en áður. Meira
8. maí 1996 | Úr verinu | 160 orð

Varar við ríkisstyrkjum Norðmanna

FRIÐRIK Pálsson, forstjóri SH, telur ástæðu til að fylgjast vel með því hvernig Norðmenn bregðast við vanda fiskvinnslunnar þar í landi. Ef gripið verður til ríkisstyrkja, eins og stundum áður, geti það skapað Íslendingum erfiðleika á mörkuðunum. Meira

Barnablað

8. maí 1996 | Barnablað | 41 orð

Af víkingum

KÆRA barnasíða! Þetta er mynd af landnámsmanni, skipinu hans og nokkrum dýranna, sem hann kom með, hesti, hænu, kind og nauti. Amma mín skrifaði fyrir mig þetta bréf. Kær kveðja, Hafdís Jóhanna Einisdóttir, 6 ára, Tjarnarbraut 11, 220 Hafnarfjörður. Meira
8. maí 1996 | Barnablað | 114 orð

LAUSNIR

Þið eruð búin að strika yfir alla bókstafina sem skrifaðir eru oftar en einu sinni á töfluna og eftir eru sex bókstafir, ekki satt, sem eru r, t, i, v, o og k. Það er alveg rétt, þetta er hann Viktor! oOoAlgjör sveppur - glugginn sem aldrei er dregið fyrir - löggan yrði ekki ánægð, Meira
8. maí 1996 | Barnablað | 123 orð

Pennavinir

Kæru Myndasögur. Ég óska eftir pennavini á aldrinum 9-11 ára. Ég heiti Agnar Björn. Áhugamál mín eru: Karate, dýr, bækur o.fl. Mynd má fylgja fyrsta bréfi. Stelpa má senda. Ég er 9 ára. Besti litur blár, síðasta áhugamál mitt byssumyndir og James Bond 007 og ég er í Melaskóla í 4.A. Bless. Agnar B. Meira
8. maí 1996 | Barnablað | 28 orð

Prinsessur og kastalar

Prinsessur og kastalar HEIMILI mitt er kastali minn. Katrín Þóra Guðmundsdóttir, 5 ára, Grandavegi 1, 107 Reykjavík, er flink að teikna og lita. Myndasögur Moggans þakka henni innilega fyrir. Meira
8. maí 1996 | Barnablað | 178 orð

Sending frá Ítalíu

ELSKU Moggi. Hæ, ég heiti Katrín. Ég er tíu ára og á heima á Ítalíu. Ég er búin að eiga heima hérna í fimm ár! Og veistu hvað gerðist? Mamma mín eignaðist barn! Hér er mynd af litlu systur minni, Elínu Eddu. Hún Katrín er Sigurðardóttir og býr nánar tiltekið í borg, sem heitir Mílanó og er á norðanverðri Ítalíu. Meira
8. maí 1996 | Barnablað | 42 orð

Strákurinn heitir...

STRIKIÐ yfir þá bókstafi sem koma fyrir oftar en einu sinni á skólatöflunni - og þá eiga að vera eftir þeir bókstafir sem saman mynda nafnið hans ... æi, hvað heitir hann nú aftur?!!! Haldið þið að Lausnir hafi Meira
8. maí 1996 | Barnablað | 1286 orð

TOY STORY - Leikfangasaga

JA, HÉRNA HÉR! Þátttakan í Toy Story litaleiknum slær allt annað út. Sambíóin og Myndasögur Moggans þakka ykkur öllum fyrir þátttökuna. - Fleiri, fleiri hundruð - já, miklu, miklu fleiri en þúsund myndir bárust til okkar. Frábært! Þið eruð dugnaðarforkar, krakkar. Við óskum þeim heppnu til hamingju og enn og aftur þökkum við ykkur öllum fyrir þátttökuna. Meira
8. maí 1996 | Barnablað | 33 orð

Trúður í fjölleikahúsi

ÞESSI trúður heitir Siggi. Hann var að klappa dýrunum í fjölleikahúsinu. Þá beit ljónið hann og hann var fluttur á sjúkrahús. Höfundur: Guðrún Sigurðardóttir, 5 ára, Vaðbrekku, Jökuldal, 701 Egilsstaðir. Meira
8. maí 1996 | Barnablað | 115 orð

Þrjú hjól undir bílnum

ÞETTA er ekki neitt flott eða fyndið. Það sést líka á svipnum á bílstjóranum. Við vitum hver ástæðan er - annað afturhjólið losnaði undan bílnum og stór hætta á ferðinni. Sem betur fer rættist úr öllu, bílstjórinn var varkár og stillti hraðanum í hóf - hann var á löglegum hraða - enginn slasaðist og þá eru allir ánægðir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.