Greinar sunnudaginn 12. maí 1996

Forsíða

12. maí 1996 | Forsíða | 356 orð

Finnskir áhrifamenn ræða aðild að NATO

Í ÞESSARI viku hefur aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu, NATO, orðið hitamál meðal æðstu ráðamanna í Helsinki. Martti Ahtisaari Finnlandsforseti sá ástæðu til þess á föstudag að ítreka með formlegum hætti að stefna Finna í öryggismálum verði óbreytt: Þeir myndu halda uppi sjálfstæðum landvörnum og ekki gerast aðilar að neinum varnarsamtökum. Meira
12. maí 1996 | Forsíða | 305 orð

(fyrirsögn vantar)

Minningarað austanVINSÆLASTA spilið í Þýskalandi núna er eins konar austur-þýsk útgáfa af hinu þekkta Monopoly, þátttakendur fá sýn inn í daglegt líf borgaranna í alþýðulýðveldinu gamla. Meira

Fréttir

12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 173 orð

117 atvinnuauglýsingar

ÓVENJULEGA mörg fyrirtæki auglýsa eftir fólki til starfa í Morgunblaðinu í dag. Samtals birtast 117 atvinnuauglýsingar í blaðinu. Í 116 auglýsingum er auglýst eftir fólki í vinnu, en aðeins ein auglýsinga er frá einstaklingi sem óskar eftir vinnu. Auglýsingarnar þekja 10 og hálfa blaðsíðu í Morgunblaðinu. Meira
12. maí 1996 | Erlendar fréttir | 317 orð

Afhroð Kongressflokksins NARASIMHA Ra

NARASIMHA Rao, forsætisráðherra Indlands, ákvað á fimmtudag að segja af sér í kjölfar afhroðs Kongressflokksins í þingkosningum. Er búið var að telja þriðjung atkvæða var því spáð að flokkurinn fengi aðeins 130-140 sæti og tveir flokkar, Bharatiya Janata og bandalag vinstriaflanna, yrðu báðir stærri. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 287 orð

ATR vélin hljóðlát og með gott flugþol

ATR vélin hljóðlát og með gott flugþol ÍSLANDSFLUG hefur tekið í notkun nýja flugvél af gerðinni ATR og af því tilefni hélt félagið teiti nýlega. Meira
12. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Aukin samkeppni á vinnumarkaði

HANSÍNA B. Einarsdóttir framkvæmdastjóri flytur fyrirlestur á vegum jafnréttisnefndar Akureyrar í Deiglunni, Kaupvangsstræti þriðjudagskvöldið 14. maí kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist "Betri störf, möguleikar okkar beggja. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Björgunaræfing

SLYSAVARNAFÉLAG Íslands gekkst fyrir umfangsmikilli björgunaræfingu í gær, sem nefnd var Hvalur 96, en þátt í henni tóku 13 sveitir auk tveggja björgunarsveita af norðanverðu Snæfellsnesi. Um 70 til 80 manns tóku þátt í æfingunni á um 10 slöngubátum, 5 harðbotna björgunarbátum og björgunarbátnum Henry A. Hálfdanarsyni. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 310 orð

Dagbók Háskóla Íslands

Mánudagur 13. maí: Á VEGUM málstofu efnafræðiskorar flytur Steven DeFeyter frá kaþólska háskólanum í Leuven í Belgíu, fyrirlestur sem nefnist "The Use of Scanning Probe Techniques in the Study of Supramolecular Systems". VR II, stofa 158, kl. 16:15. Allir velkomnir. Dr. Meira
12. maí 1996 | Erlendar fréttir | 294 orð

Deilt um hvort afnema eigi refsingu fyrir hassneyslu

SÓSÍALÍSKI þjóðarflokkurinn samþykkti á flokksþingi sínu nýlega að leggja til að ekki yrði lengur refsivert að hafa í fórum sínum hass til persónulegra nota. Einnig leggur flokkurinn til að reynt verði að gefa langt leiddum heróínsjúklingum heróín til að halda þeim frá glæpum. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 339 orð

Ekki brotið gegn samkeppnislögum

SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að þjónustugjaldskrá Neyðarlínunnar hf. brjóti ekki gegn samkeppnislögum. Öryggisþjónustan hf. og Nýherji hf. höfðu kvartað yfir því að gjaldskrá fyrirtækisins lækkaði of hratt í samhengi við fjölda tenginga við stjórnstöðina. Með því móti nytu stærri öryggisfyrirtæki umfangs viðskipta sinna við stjórnstöð Neyðarlínunnar í óeðlilegum mæli. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 205 orð

Ekki rætt um flutning Stýrimannaskólans úr borginni

AÐALAFUNDUR Stýrimannafélags Íslands, sem haldinn var fyrir skömmu, hefur varað við umræðu um flutning Stýrimannaskólans frá Reykjavík og óttast að menntunarmöguleikar íslenskra sjómanna myndu skerðast við það. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Eldur í Rauðanúpi

ELDUR kom upp í togaranum Rauðanúpi í gærmorgun, en hann er í slipp hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík. Eldurinn kviknaði í einangrun í skipinu og náðu starfsmenn Stálsmiðjunnar að slökkva hann áður en umtalsvert tjón varð og áður en slökkvilið kom á staðinn. Talið er víst að eldur hafi komist í einangrun vegna vinnu með logsuðutæki. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Filmur eyðilögðust í framköllun

FILMUR með upptökum í kvikmyndina Djöflaeyjuna sem Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir eyðilögðust í framköllun í London nýlega. Friðrik Þór segir að þetta setji dálítið strik í reikninginn hvað varðar vinnslu á myndinni. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Fræðslukvöld um Mexíkó

FÉLAG íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag Íslands heldur næstkomandi mánudagskvöld, 13. maí, hátíðar- og fræðslukvöld um Mexíkó og mexíkóska menningu. Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku við Háskóla Íslands, og Steinunn Þórhallsdóttir, BA í spænsku, sem báðar hafa dvalið í Mexíkó, flytja fyrirlestra um menningu indíána, konur í Mexíkó og þjóðfélagshætti. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Fundur um skólamál í Hafnarfirði

VEGNA flutnings grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga 1. ágúst nk. efnir bæjarstjórn Hafnarfjarðar til opins fundar um skólamál þriðjudaginn 14. maí nk. kl. 20 í Hafnarborg. Á fundinum verður kynnt skýrsla undirnefndar bæjarstjórnar sem skipuð var til að undirbúa yfirtökuna. Nefndin hefur starfað frá því í mars á síðasta ári og skilar nú tillögum sínum til bæjarstjórnar. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

Gosbrunnurinn kominn í Tjörnina

GOSBRUNNURINN í Tjörninni er kominn niður. Hann verður væntanlega settur í gang fyrir helgi þegar gert hefur verið við bilun í rafkapli sem liggur að brunninum. Það eru starfsmenn Hörku hf. sem hafa umsjón með gosbrunninum en hann þolir illa frost og er tekinn upp á haustin og komið fyrir í geymslu þar til fer að hlýna. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 48 orð

Góðviðrisþoka

Í BLÍÐVIÐRINU við sólarlag í fyrrakvöld lá góðviðrisþoka yfir Faxaflóanum og virtist svo sem hún reyndi að koma inn yfir höfuðborgina. En sólin virtist hafa yfirhöndina á láði eins og sést, því að stúlkan er böðuð í kvöldsólinni á meðan rétt grillir í olíutankana í Örfirisey. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð

Kaupmáttur verði eins og hjá dönskum iðnaðarmönnum

Á FUNDI sambandsstjórnar Samiðnar sem nýlega var haldinn var samþykkt ályktun þar sem lögð er áhersla á að við næstu kjarasamninga verði lagðar fram kröfur um vaxandi kaupmátt, þannig að um aldamót verði kaupmáttur dagvinnulauna Samiðnarmanna svipaður og hjá dönskum iðnaðarmönnum. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Kirkjudagur í Kálfatjarnakirkju

KIRKJUDAGUR safnaðar Kálftjarnarkirkju verður haldinn í dag, sunnudaginn 12. maí, og hefst með guðsþjónustu kl. 14. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur Njarðvíkurprestakalls, prédikar. Félagar úr kórum Njarðvíkursókna syngja ásamt Kór Kálfatjarnarkirkju undir stjórn Franks Herlufsen og Steinars Guðmundssonar. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð

Klippt af bílum

RÍKISSJÓÐUR á útistandandi 168 milljónir króna í bifreiðagjöldum og þungaskatti vegna álagningar 1995 og fyrri ára. Að viðbættum dráttarvöxtum og kostnaði eru vanskil síðustu ára 251 milljón króna. Vanskil vegna ársins 1996, sem eru öll komin fram yfir eindaga, eru um 350 milljónir króna. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð

Maraþonumræða á Alþingi

UMRÆÐU á Alþingi um frumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna var frestað um kvöldmatarleytið á föstudag og hafði þá staðið í þrjá daga. Þetta er önnur umræða um frumvarpið og hafa nær allir þingmenn sjórnarandstöðunnar ýmist tekið til máls eða eru á mælendaskrá. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Málþing Félags heyrnalausra

Í TENGSLUM við fund Norðurlandaráðs heyrnarlausra (DNR- Dövas nordiska råd) efnir Félag heyrnarlausra til málþings í Norræna húsinu mánudaginn 13. maí nk. kl. 9. Á málþingið hefur verið boðið þeim aðilum sem vinna að málefnum heyrnarlausra hér á landi, s.s. ráðherrum, embættismönnum og starfsfólki stofnanna. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 302 orð

Mest atvinnuleysi í elsta aldurshópnum

MEST langtímaatvinnuleysi er í hópi fólks sem er í elsta aldurshópnum á aldrinum 60-69 ára, samkvæmt upplýsingum vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins. Þó hefur atvinnulausum í þessum hópi fækkað talsvert frá fyrra ári, þrátt fyrir að langtímaatvinnuleysi eða fjöldi þeirra sem hefur verið atvinnulaus lengur en í eitt ár hafi vaxið frá síðasta ári. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 197 orð

Mikið af síld í Síldarsmugunni

NOKKUR íslensku síldveiðiskipanna í Síldarsmugunni höfðu fyllt sig í gær og í fyrrinótt og voru á landleið. Mikið er af síld á svæðinu, en hún liggur mjög djúpt stærstan hluta sólarhringsins, á allt að 170 föðmum. Hún hefur helst gefið sig skömmu fyrir og eftir miðnætti. Síldin er mjög stygg og því er mjög erfitt að eiga við hana þegar hún kemur upp á veiðanlegt dýpi. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 496 orð

Mikil silungsveiði og stórir fiskar

SILUNGSVEIÐI gengur víðast prýðilega og þakka veiðimenn að sjálfsögðu fádæma góðu árferði, en víða er ástand vatnanna líkara því að kominn væri júní heldur en fyrri hluti maí. Nú síðast bárust inn á borð góðar veiðifréttir frá Hlíðarvatni í Selvogi, Elliðavatni, þar sem menn eru að fá upp í 20 fiska á kvöldstund, og Minnivallalæk. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 740 orð

Nemendurnir sjálfir eru alltaf mikilvægastir

Fimmtán ár eru á þessu ári síðan Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna var stofnaður. Nemendur eru nú um 170. Björn Th. Árnason, formaður FÍH og skólastjóri tónlistarskólans, var tekinn tali í tilefni tímamótanna. "Tónlistarskóli FÍH er ólíkur öllum öðrum tónlistarskólum á landinu, til dæmis að því leyti að hann er rekinn af stéttarfélagi. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Ókeypis námskeið í hugleiðsluviku

HUGLEIÐSLUVIKA hefst mánudaginn 13. maí en það er röð ókeypis kynningarnámskeiða í hugleiðslu á vegum Sri Chinmoy-miðstöðvarinnar. Á námskeiðunum verða til sölu bækur tengdar efni námskeiðanna og tónlist til hugleiðsluiðkunar á spólum og diskum. Námskeiðin fara fram í Sri Chinmoy-miðstöðinni, Hverfisgötu 76, Reykjavík. Þau eru haldin á eftirmiðdögum frá kl. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 48 orð

Ók í amfetamínvímu

LÖGREGLAN í Kópavogi stöðvaði ökuför manns um bæinn á fimmtudag, en hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. Lögreglumenn voru í reglulegu eftirliti þegar þeir stöðvuðu för mannsins. Maðurinn var undir annarlegum áhrifum og við leit fannst efni í bílnum, sem talið er vera amfetamín. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 427 orð

Samningar tókust um síldarkvóta

SAMNINGUR á milli Íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum var undirritaður í Ósló á mánudagsmorgun. Heildarafli landanna verður 1.107 þús. lestir í ár, og í hlut Íslendinga koma 190 þús. lestir. Samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins fá öll skip sem sóttu um fyrir 26. apríl leyfi til síldveiða. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 422 orð

Sjúkrahúskostnaður 62 þúsund kr. á mann 1995

KOSTNAÐUR á hvern Íslending vegna útgjalda hins opinbera til almennra sjúkrahúsa var að meðaltali ríflega 62 þúsund kr. á seinasta ári. Kostnaður vegna heilsugæslu var um 18 þús. kr. á hvern mann og vegna lyfja og hjálpartækja 14.500 kr. á mann. Samtals voru útgjöld ríkis og sveitarfélaga til heilbrigðismála 117 þús. kr. á hvern Íslending á árinu 1995. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Tvö skip dregin á land

Í SUNDAHÖFN nýlega blasti sú sjón við vegfarendum að Skipabrot dró á land tvö stálskip, 150 og 250 tonna. Grafin var renna í uppfyllinguna við Skarfaklett og dráttarbátar drógu skipin að landi þar sem kranar tóku við og drógu skipin á þurrt á háflæði klukkan 18. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 206 orð

Vaxandi líkur á að SH verði gert að hlutafélagi

BREYTINGAR hafa orðið á afstöðu eigenda Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna til hugmynda um að breyta félaginu í hlutafélag og eru taldar vaxandi líkur á að samstaða náist um breytinguna á félagsfundi sem haldinn verður um málið í haust. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Veiðiferð til Svíþjóðar

SENDIHERRA Svíþjóðar á Íslandi, P¨ar Kettis, dró vinningshafa í verðlaunaleik ABU GARCIA í versluninni Veiðimanninum í Hafnarstræti sl. miðvikudag. Verðlaunin voru laxveiðiferð fyrir tvo til lendna ABU GARCIA í Svíþjóð. Vinningshafar eru Svanborg Ingvarsdóttir úr Keflavík og Ólafur Svavarsson 10 ára úr Grafarvogi. Á myndinni eru f.v. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 663 orð

Viðbragðsskýlið á Keflavíkurflugvelli lagt niður VARNARLIÐIð á Keflavíkurflugvelli hefur hætt notkun svokallaðs

ÞAÐ var fyrstu dagana í apríl sem bandaríski flugherinn á Keflavíkurflugvelli hætti að nota viðbragðsskýlið ("alert hangar") sem stendur sunnan við vesturenda austur/vestur brautarinnar eða 11-29 eins og hún heitir á flugmannamáli. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð

Víðtæk leit að tvítugri stúlku

VÍÐTÆK leit hófst í gær að tvítugri ungverskri stúlku, Angélu Csehó. Ekkert hefur frést af henni síðan 3. maí, en þá var hún í nágrenni Selfoss. Meginþungi leitarinnar beinist að uppsveitum Árnessýslu og nágrenni Selfoss. Björgunarsveitir um allt Suðurland taka einnig þátt í leitinni. Notast er við þyrlu við leitina. Meira
12. maí 1996 | Innlendar fréttir | 235 orð

VÍS fékk "Umferðarljósið"

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands hlaut viðurkenningu Umferðarráðs árið 1996, farandgripinn Umferðarljósið, en viðurkenningin er veitt fyrir þá auknu áherslu sem félagið hefur á undanförnum árum lagt í forvarnarstarf. Viðurkenningin var veitt á Umferðarþingi í fyrradag, og sagði Óli H. Meira

Ritstjórnargreinar

12. maí 1996 | Leiðarar | 2536 orð

FYRIR SKÖMMU VAR gerð opinber skýrsla starfshóps, sem Björn Bjar

FYRIR SKÖMMU VAR gerð opinber skýrsla starfshóps, sem Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, setti á fót í lok júlímánaðar á síðasta ári til þess að gera tillögur um breytingar á útvarpslögum, "meðal annars með tilliti til breyttra aðstæðna á íslenzka ljósvakanum, fjölgunar ljósvakamiðla, aukinnar samkeppni, tæknibreytinga og annarra atriða, sem komið hafa til sögunnar frá því, Meira
12. maí 1996 | Leiðarar | 638 orð

GEGN REYKINGUM

GEGN REYKINGUM EILBRIGÐISNEFND Alþingis hefur afgreitt frá sér frumvarp um tóbaksvarnir og leggur til að bannað verði að selja tóbak yngra fólki en 18 ára. Nú eru þessi mörk hins vegar 16 ár. Meira

Menning

12. maí 1996 | Fólk í fréttum | 68 orð

Ánægður með lífið

PAVAROTTI var nýlega staddur í New York, þar sem hann söng í uppfærslu Metropolitan-óperunnar á óperunni Andrea Chenier. Að sjálfsögðu var hann þar ásamt sinni heittelskuðu, ritaranum Nicolettu Mantovani, en mikla athygli vakti fyrir skömmu þegar Pavarotti skildi við eiginkonu sína að borði og sæng og tók saman við Nicolettu. Meira
12. maí 1996 | Menningarlíf | 225 orð

"Bíbí og blakan"

DAGSKRÁ Listaklúbbsins á mánudagskvöldið kl. 20.30 verður helguð Höfundasmiðjunni sem starfrækt hefur verið í Borgarleikhúsinu í vetur. Fluttur verður söngleikurinn "Bíbí og Blakan" eftir þríeykið Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason en þeir hafa vakið óskipta athygli fyrir þau gamanleikrit sem þeir hafa samið fyrir Hugleik, Leikfélag Akureyrar, Meira
12. maí 1996 | Fólk í fréttum | 86 orð

Blóðugur ástmögur

GAMLI melurinn Mel Gibson, ástmögur áströlsku þjóðarinnar, er ekki slasaður eins og þessi mynd gæti gefið til kynna. Myndin er tekin í New York, þar sem hann var við tökur á spennumyndinni Lausnargjald, eða "Ransom", nýlega. Á andliti hans er gerviblóð, enda er það fylgifiskur flestra hasarmynda. Meira
12. maí 1996 | Menningarlíf | 287 orð

Brúarsmíð

2. MAÍ SL. var opnuð listsýning í Washington DC til að minna á 10 ára afmæli leiðtogafundarins í Reykjavík 1986, milli Reagans og Gorbachevs. Yfirskrift sýningarinnar er Brúarsmíð: Reykjavíkurfundurinn ­ Tíu árum síðar "Building Bridges: The Reykjavík Summit, Ten Years Later". "Leiðtogarfundurinn var merkur áfangi í samskiptum stórveldanna og markaði upphafið að lokum kalda stríðsins. Meira
12. maí 1996 | Fólk í fréttum | 41 orð

Enn vinir

SHARON Stone og fyrrverandi eiginmaður hennar, Michael Greenberg, eru miklir vinir, þrátt fyrir skilnaðinn fyrir nokkrum árum. Þau mættu saman til frumsýningar nýjustu myndar hennar, "Last Dance" í Los Angeles í síðustu viku. Núverandi kærasti Sharon heitir Brad Johnson. Meira
12. maí 1996 | Menningarlíf | 265 orð

Fékk Beethoven byltingarstef að láni?

ÞEKKTUR breskur stjórnandi heldur því fram að Ludwig van Beethoven hafi "fengið að láni" allnokkur stef úr frönskum byltingarsöngvum og að hann hafi ef til vill ætlað sér að sýna þeim stuðning með því að nota stefin í verkum sínum. Þetta kemur fram í breska listaþættinum "The Southbank Show" sem sýndur verður í Bretlandi í dag, sunnudag. Meira
12. maí 1996 | Menningarlíf | 147 orð

Gospel og tónheilun

ÚLFUR Ragnarsson, læknir, Sönghópur Móður jarðar og Esther Helga Guðmundsdóttirt, skólastjóri og stjórnandi, verða með óvenjulegt mánudagskvöld í félagsheimilinu Hlégarði, Mosfellsbæ, 13. maí nk. Meira
12. maí 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Guðrún Gjúkadóttir tvíeggjuð fram úr sortanum Eftir tæpa tvo mánuði stígur Guðrún Gjúkadóttir endursköpuð upp úr höfninni í

TVEGGJA ára ákafur undirbúningur Louise Beck og samstarfsfólks hennar skilar nú í sumar Guðrúnu Gjúkadóttur og um tvö hundruð leikurum, söngvurum og tónlistarfólki upp á svið í þurrkví í Kaupmannahöfn og það er Haukur Tómasson tónskáld, sem gæðir verkið tónlist. Sverrir Guðjónsson söngvari syngur eitt hlutverkanna og Guðni Franzson klarinettuleikari mun aðstoða við uppsetninguna. Meira
12. maí 1996 | Fólk í fréttum | 92 orð

Hárið á Clinton

Á HINUM víðfeðma veraldarvef er ein heimasíðan tileinkuð hinum ýmsu hárgreiðslum Hillary Clinton í gegnum tíðina. Veffangið er http: //www.hillaryshair.com og þar er fjallað um bestu og verstu stundir hennar á vígvelli hárgreiðslunnar. Mikið hefur semsagt verið fjallað um hárgreiðslu Hillary. Meira
12. maí 1996 | Menningarlíf | 271 orð

Heimilis hreingerning

Handa þeim sem þurfa að gera hreint heima hjá sér snögglega út af vondu og rykmettu lofti, óæskilegum gestum, vegna þess að þeir eru af og til óheppnir eða hreinlega heillum horfnir. Efniviður: *lítill leirdiskur, *hvítlaukur, *vatn, *vindill, *tréspænir, *eldspýtur, *neglurnar á þér, Meira
12. maí 1996 | Fólk í fréttum | 50 orð

Hjónasvipur

MEÐ SANNI má segja að hjónasvipur sé með Brad Pitt og kærustunni hans, Gwyneth Paltrow. Þau hittust við tökur á spennumyndinni "Seven" og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Á þessari mynd, sem tekin var á veitingastað í Los Angeles fyrir stuttu, eru þau meira að segja með mjög svipuð sólgleraugu. Meira
12. maí 1996 | Fólk í fréttum | 68 orð

Í hlutverki fúlmenna

TIM Roth, sem stal senunni í "Rob Roy" í hlutverki illmennis er að fara að endurtaka leikinn í myndinni "Hoodlums". Leikarinn er í lokaviðræðum um að taka að sér hlutverk fólans "Dutch Schultz", sem gerði garðinn frægan í Harlem á þriðja áratugnum. Mótleikari Roths er Laurence Fishburne og leikstjóri myndarinner er Bill Duke. Tökur hefjast í næsta mánuði í Chicago. Meira
12. maí 1996 | Menningarlíf | 167 orð

"Konur skelfa"

ALHEIMSLEIKHÚSIÐ, í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur, hefur nú sýnt leikritið Konur skelfa ­ Toilet drama, eftir Hlín Agnarsdóttur á Litla sviði Borgarleikhússins fyrir fullu húsi frá frumsýningu sem var þann 27. janúar sl. Meira
12. maí 1996 | Fólk í fréttum | 316 orð

Kvikmyndir eru listform nútímans

VINSÆLASTA umræðuefni í viðtölum við Nicolas Cage síðustu ár hefur verið þegar hann lagði sér til munns lifandi kakkalakka í myndinni Koss vampírunnar eða "Vampire's Kiss". Cage var þar í hlutverki Peters Loew, umboðsmann sem varð geðveikur og fór að halda að hann væri vampíra. Leikstjóri myndarinnar var Robert Bierman. Meira
12. maí 1996 | Kvikmyndir | 330 orð

Melódrama á dauðadeild

Leikstjóri Bruce Beresford. Handritshöfundur Ron Koslow. Kvikmyndatökustjóri Peter James. Tónlist Mark Isham. Aðalleikendur Sharon Stone, Rob Morrow, Randy Quaid, Peter Gallagher, Jack Thompson, Jayne Brooke. Bandarísk. Touchstone 1995. Meira
12. maí 1996 | Menningarlíf | 186 orð

Níutíu manna samsöngur í Valaskjálf

TÓNLEIKAR fjögurra kóra og sönghóps voru haldnir í Valaskjálf nú nýverið. Kórarnir er fram komu voru Kór Egilsstaðakirkju, Norður- Héraðskórinn, Sameiginlegur kirkjukór Skriðdæla og Vallamanna, Lærisveinakór Egilsstaðakirkju (barnakór) og sönghópurinn "Hjá Geira". Meira
12. maí 1996 | Menningarlíf | 314 orð

Ný forníslensk orðabók

Á HÁTÍÐARSAMKOMUNNI í Háskólabíói 21. apríl sl., þar sem þess var minnst að 25 ár voru liðin frá heimkomu fyrstu handritanna frá Danmörku, færði menntamálaráðherra Dana, Ole Vig Jensen, Birni Bjarnasyni nýja bók að gjöf. Meira
12. maí 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Orð sem sigra heiminn

ÚT ER komin ljóðabókin "Orð sem sigra heiminn" eftir Davíð Stefánsson. Davíð er þriðja stórskáldið sem Bókaútgáfan Nykur kynnir til sögunnar á stuttum tíma. Bókin, sem samanstendur af 21 ljóði, galvaníseruðu járni, pappír, plasti og alúð, er 38 bls. að stærð og fæst gegn endurgjaldi í bókabúðum Máls og Menningar og Eymundsson. Hún inniheldur m.a. Meira
12. maí 1996 | Menningarlíf | 205 orð

Robert Wells á Hótel Íslandi

DAGANA 15. og 16. júní næstkomandi mun sænski píanóleikarinn, söngvarinn og lagahöfundurinn Robert Wells halda tvenna tónleika á Hótel Íslandi og er þegar farið að taka á móti pöntunum vegna þeirra. Meira
12. maí 1996 | Fólk í fréttum | 180 orð

Skrautskrúðganga

EIN STÆRSTA árlega skrautskrúðgangan í Bandaríkjunum er lokaþáttur Azaleuhátíðarinnar í Norfolk. Þetta er stærsta hátíð sem bæði her og óbreyttir borgarar standa að. Í Norfolk eru aðalstöðvar Atlantshafsbandalagsins og eiga aðildarríkin sextán hlutdeild í hátíðinni. Íslendingafélagið í Norfolk og nágrenni hefur haldið nafni Íslands á lofti á þessari hátíð um árabil. Meira
12. maí 1996 | Menningarlíf | 164 orð

Sumarnámskeið Myndlistarskóla Kópavogs

MYNDLISTARSKÓLI Kópavogs efnir til námskeiða í sumar, en fyrst var bryddað upp á þessari nýjung í fyrra, með góðum árangri. Þá tóku yfir þrjátíu þátt í þessum myndlistarnámskeiðum. Eins og áður verður áhersla lögð á útiveru, þar sem nemendur viða að sér efni og hugmyndum. Meira
12. maí 1996 | Kvikmyndir | 590 orð

Sölumaður deyr

Leikstjóri Spike Lee. Handritshöfundur Spike Lee og Richard Price, byggt á sög þess síðarnefnda. Kvikmyndatökustjóri Malik Hassan Sayeed. Tónlist Terence Blanchard. Aðalleikendur. Harvey Keitel, John Turturro, Delroy Lindo, Mekhi Plifer, Isaiah Washington IV., Pee Wee Love. Bandarísk. Universal 1995. Meira
12. maí 1996 | Menningarlíf | 117 orð

Tónlistarvor í Fríkirkjunni

STJÓRN Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur áfram tónleikahaldi undir heitinu Tónlistavor í Fríkirkjunni í maímánuði þriðjudagana 14. og 28. maí næstkomandi kl. 20.30. Á tónleikunum 14. maí sem verða afmælistónleikar vegna 70 ára afmælis kirkjuorgelsins mun Níels Henrik Nielsen dómorganisti við Frúarkirkjuna í Kaupmannahöfn leika verk eftir J.S. Bach, C. Franck, Leif Kayser, J. Meira
12. maí 1996 | Fólk í fréttum | 103 orð

Uppgötvuð þrettán ára

SÆNSKA toppfyrirsætan Vendela segir í nýlegu viðtali að hún hafi verið þrettán ára og setið að snæðingi með fjölskyldu sinni á pizzastað þegar hún var uppgötvuð af Eileen Ford. "Hún gaf sig á tal við móður mína og sagði henni að ef hún sendi dóttur sína til New York gæti hún þénað tugi milljóna," segir Vendela. Meira
12. maí 1996 | Menningarlíf | 59 orð

Verk Þorkels flutt í Gerðarsafni

TÓNLEIKAR verða haldnir í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni mánudaginn 13. maí næstkomandi, þar sem flutt verða verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld. Flytjendur fyrirutan tónskáldiðverða Þórunn Guðmundsdóttir sópransöngkona, ÞóraFríða Sæmundsdóttir píanóleikari,allir einsöngvararnir sem sungu átónleikum SigfúsarHalldórssonar síðastliðið haust, Meira
12. maí 1996 | Fólk í fréttum | 161 orð

Vinsæl meðal fanga

LELA Rochon leikur Robin Stokes, konu í leit að eiginmanni, í myndinni "Waiting to Exhale", sem var á toppnum í Bandaríkjunum fyrir nokkrum vikum. Leon, sem leikur á móti henni í myndinni, segir að Lela sé ótrúlega fögur. "Konan býr bara yfir fegurð af guðs náð. Frábær munnur, fullkomnar varir, jafnvel betri tennur - það er ekki margt sem hægt er að mislíka í fari hennar. Meira

Umræðan

12. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 222 orð

Hvar var presturinn?

SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 5. maí hélt Kór Langholtskirkju styrktartónleika til sprunguviðgerða á kirkjunni. Enn einu sinni sýndi söfnuðurinn samheldni sína og fyllti kirkjuna. Tónleikarnir voru í einu orði sagt stórkostlegir. Hvílík stemmning í kirkjunni okkar þetta kvöld. Meira
12. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 275 orð

Lífræn ræktun ­ hvað er nú það?

ÍSLENDINGAR hafa lifað í landi sínu rúmar 11 aldir og allan þann tíma var landbúnaðurinn jafnlífrænn og í dag, nema hvað áburður til ræktunar kom frá dýrum, mönnum, áveitum og í minna mæli frá jurtaleifum, þara og fiskslógi. Fólksfjöldinn stóð í stað um aldir, því ekki tókst að brauðfæða fleiri en ræktun grass og afréttir gáfu af sér handa skepnum landsmanna. Meira
12. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 538 orð

Nokkur orð vegna greinar dr. Þuríðar J. Jónsdóttur

SUNNUDAGINN 5. maí birtist í blaðinu grein dr. Þuríðar J. Jónsdóttur taugasálfræðings þar sem fjallað var um heilaskaða af völdum vægra lokaðra höfuðáverka og alvarlegra hálshnykksáverka. Vil ég þakka Þuríði vandaða umfjöllun hennar um þetta viðfangsefni sem virðist hafa notið allt of lítillar athygli þeirra sem starfa að meðferð ofangreindra áverka. Þann 16. Meira
12. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 298 orð

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

HVERS vegna bera sjúklingar glasafrjóvgunardeildar Kvennadeildar Landsspítalans hærri hlutdeild af meðferðarkostnaði en aðrir sjúklingahópar? Í fyrirspurn á Alþingi fyrr á árinu lýsti háttvirtur heilbrigðisráðherra því yfir að hún bæri hag sjúklinga glasafrjóvgunardeildar kvennadeildar Landsspítalans fyrir brjósti og myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að ekki kæmi til Meira

Minningargreinar

12. maí 1996 | Minningargreinar | 531 orð

Eiríkur Ólafsson

Tímans elfur hrífur án afláts brott með sér einn af öðrum af samferðafólki okkar á ævibrautinni. Með söknuði hljótum við skiljast við ástvini, félaga og vini og horfa á bak þeim út yfir móðuna miklu og torræðu. Kær vinur er horfinn. Að morgni 1. maí hringir síminn og okkur er sagt að hann Eiki sé dáinn. Meira
12. maí 1996 | Minningargreinar | 25 orð

EIRÍKUR ÓLAFSSON

EIRÍKUR ÓLAFSSON Eiríkur Ólafsson fæddist á Siglufirði 4. janúar 1936. Hann lést í Reykjavík 30. apríl síðastliðinn og fór útförin fram frá Fossvogskirkju 7. maí. Meira
12. maí 1996 | Minningargreinar | 423 orð

Guðrún Jónsdóttir

Guðrún Jónsdóttir kennslukona er látin, en undir því nafni gekk hún ávallt hjá okkur nágrönnum hennar á Kópavogsbrautinni. Guðrún var frænka mín, en hún sagði mér eftir Jóni Guðnasyni ættfræðingi föður sínum, að hann ásamt móður minni, Sigurást Kristjánsdóttur, Steini Steinar, Jóni frá Ljárskógum og Stefáni frá Hvítadal væru fimmmenningar. Meira
12. maí 1996 | Minningargreinar | 543 orð

Guðrún Jónsdóttir

Fráfall Guðrúnar Jónsdóttur frá Prestbakka hefði ekki átt að koma á óvart, svo veik sem hún var orðin. Samt var það svo, að ég trúði því varla að hún gæfi sér tíma til þess að deyja, svo full var hún af fjörugu innra lífi, forvitni og visku. Það er erfitt að hugsa sér að ekki skuli lengur vera hægt að spjalla við hana um hvaðeina sem margbreytileiki tilverunnar hefur upp á að bjóða. Meira
12. maí 1996 | Minningargreinar | 354 orð

Guðrún Jónsdóttir

Á fyrri hluta sjötta áratugarins keyptu hjónin Guðrún Jónsdóttir frá Prestbakka og Guðmundur Steinn Einarsson fokhelt hús í vesturbæ Kópavogs og komu sér þar upp heimili. Guðmundur var að vísu fatlaður, en lét það hreint ekki aftra sér frá að klára húsið, heldur smíðaði sér sérstakan vinnupall, venjulega kallaður "prédikunarstóllinn", þá var hægt að tylla sér á brúnina á honum og vinna þannig. Meira
12. maí 1996 | Minningargreinar | 295 orð

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Guðrún Jónsdóttir frá Prestbakka var fædd á Staðarhóli í Saurbæ í Dalasýslu 18. júlí árið 1916. Hún lést á Landakotsspítala í Reykjavík 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin séra Jón Guðnason og Guðlaug Bjartmarsdóttir. Guðrún var elst sjö systkina og eru þrjú þeirra enn á lífi. Hinn 25. Meira

Daglegt líf

12. maí 1996 | Bílar | 284 orð

Aldrifinn Volvo 850 á 3,3 milljónir

SALA á Volvo 850 með aldrifi hefst á Íslandi í byrjun júní. Fyrst um sinn verður þó aðeins hægt að sérpanta hann þar sem Brimborg hf., umboðsaðili Volvo, hyggst ekki flytja bílinn inn fyrr en hann verður fáanlegur með sjálfskiptingu og það verður ekki fyrr en eftir eitt ár sem hann kemur með þeim búnaði. Meira
12. maí 1996 | Ferðalög | 90 orð

Áning á alnetið

ÁNING, gististaðir á Íslandi, hefur opnað nýja heimasíðu á alnetinu. Þar er finna upplýsingar um alla gististaði sem skráðir eru í Áningu 1996; nafn, heimilisfang, síma og fax auk upplýsinga um staðsetningu gististaðanna á landshlutakortum. Í tengslum við útgáfu Áningar 1997, sem verður gefin út í september nk. Meira
12. maí 1996 | Ferðalög | 180 orð

Á slóðum Jane Austin og Virginiu Woolf

ÞEKKTIR enskir rithöfundar og skáld fyrri tíma hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem heimsækja landið. Skoðunarferðir eru skipulagðar af ferðamálayfirvöldum viðkomandi staða, gjarnan með bókmenntalegu ívafi þar sem ferðamenn geta hlýtt á fyrirlestra um æviferil skáldsins og upplestur úr verkum þess. Meira
12. maí 1996 | Ferðalög | 820 orð

Betri Berlín í byggingu

FÆRA má fyrir því gild rök að Berlín sé aðeins sjö ára gömul. Múrinn sem var martröð Austur- Berlínarbúa féll í nóvember 1989 og íbúar austurborgarinnar flykktust yfir í vesturhlutann til að skoða allt sem þeir höfðu aldrei séð með eigin augum. Fjölskyldur og vinir sem höfðu verið sundraðir í þrjá áratugi sameinuðust í faðmlögum og grétu af gleði. Meira
12. maí 1996 | Bílar | 182 orð

Citroën og Peugeot

CITROËN og Peugeot hleypa sameiginlega af stokkunum nýrri gerð smásendibíla í júlí næstkomandi. Báðir bílarnir eru smíðaðir af Citroën sem hefur reynslu af smíði smásendibíla, þ.e. C15. Yfir 100 þúsund bílar verða smíðaðir á ári í verksmiðjum Citroën í Vigo á Spáni. Meira
12. maí 1996 | Ferðalög | 160 orð

Farfuglar í Fræðasetrinu

FRÆÐASETRIÐ í Sandgerði er vinsæll staður fyrir fuglaskoðara. Í sumar verður ætlunin að bjóða vikulega upp á sérstakar fuglaskoðunarferðir þar sem leiðsögumenn miðla upplýsingum til gesta. Ferðirnar verða á sunnudögum. Sú fyrsta verður farin í dag, sunnudaginn 12. maí, og er dagurinn helgaður sanderlunni. Meira
12. maí 1996 | Ferðalög | 312 orð

Fleiri fyrirspurnir ená sama tíma í fyrra

ELLEFTA Vestnorden ferðakaupstefnan verður haldin í Íþróttahöll Akureyrar 4.-6. september nk. á 1500 fermetra sýningarsvæði. Á kaupstefnunni kynna íslensk, færeysk og grænlensk fyrirtæki í ferðaþjónustu ferðamöguleika og þjónustu, sem í boði eru í hverju landi. Vestnorden ferðakaupstefnan er haldin annaðhvert ár á Íslandi en þess á milli til skiptis í Færeyjum og á Grænlandi. Meira
12. maí 1996 | Ferðalög | 206 orð

Fyrirhyggja á ferðalögum

EFTIRFARANDI upplýsingar um réttindi, sem Íslendingar hafa fengið, varðandi vinnu og sjúkratryggingar í löndum Evrópusambandsins í kjölfar samningana um Evrópska efnahagssvæðið, birtust nýlega í fréttablaði Útflutningsráðs. Ef menn lenda í slysi og þurfa á læknisþjónustu að halda er nauðsynlegt að hafa pappíra frá Tryggingastofnun ríkisins á sér til að sanna þennan rétt. Meira
12. maí 1996 | Ferðalög | 45 orð

Górillur í fjöllum Fjallagórillum hefur fækkað mjö

Fjallagórillum hefur fækkað mjög síðustu áratugina en þær má enn lifa enn í Virunga- fjalllendinu á landamærum Uganda, Rwanda og Zaire. 3 Betri Berlín í byggingu Alls staðar má sjá byggingarkrana, alls staðar er verið að byggja upp nýja borg, nýjar vonir. Meira
12. maí 1996 | Ferðalög | 1188 orð

Górillur í fjöllum Fjallagórillum hefur fækkað mjög síðustu áratugina en svo virðist sem ferðaþjónustan ætli að verða þeim til

EFTIR því sem maður nálgast meir skýjum hulin eldfjöllin á landamærum Zaire, Rwanda og Uganda, þeim mun verri verður vegurinn. Við ókum í gegnum Uganda í átt til landamæranna og þar sem malbikinu sleppti tók við malarvegur, sem varð eftir því sem nær dró smátt og smátt að lélegum slóða. Meira
12. maí 1996 | Bílar | 176 orð

Hekla afhendir fyrsta 4-bílinn

HEKLA hf. afhenti nýlega fyrstu vöruflutningabifreiðina af nýju 4-línunni frá Scania sem var kosin vörubifreið ársins 1996 í Evrópu. Kaupandi bílsins er fyrirtækið Svavar og Kolbrún á Egilsstöðum. Bíllinn verður í ferðum milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Meira
12. maí 1996 | Bílar | 381 orð

Iveco EuroTech með hálfsjálfskiptingu

ÍSTRAKTOR hf., umboðsaðili Iveco, hefur hafið sölu á ný á stórum vörubílum. EuroCargo, EuroTrakker, EuroStar og EuroTech heitir vörubílalínan. Þessir vörubílar hafa þrisvar hlotið titilinn vörubíll ársins frá 1992. Iveco EuroTech er þeirra stærstur og var nýlega gengið frá sölu á einum slíkum bíl, 260E42. Meira
12. maí 1996 | Bílar | 210 orð

Íslendingar vilja sjálfskipta bíla

ÆTLA má að meiri eftirspurn sé eftir sjálfskiptum bílum hér á landi en hjá nágrannaþjóðunum. Hjá Brimborg er 75-80% allra seldra Volvo 440/460 sjálfskiptir og 20-30% allra Daihatsu Charade bíla. Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri Brimborgar segir að þessu alveg öfugt farið víða annars staðar í Evrópu þar sem hátt í 95% allra bíla séu beinskiptir. Meira
12. maí 1996 | Ferðalög | 174 orð

Kynningartilboð og nýtt hótel á Aruba

ÚRVAL-Útsýn hefur samið við hótel á Aruba; Wyndham Aruba Beach Resort & Casino. Í fréttatilkynningu frá ferðaskrifstofunni segir að um sé að ræða glæsilegt hótel á Palm Beach ströndinni, um 5 mínútna akstur frá höfuðstaðnum Oranjestad. Á hótelinu er m.a. Meira
12. maí 1996 | Bílar | 155 orð

Lada 2110

FRAMLEIÐSLA er hafin á nýrri gerð Lödu 2110 stallbaks í verksmiðjum Lada í Togliatti. Lada nýtur aðstoðar við hönnun bílsins frá þýska sportbílaframleiðandanum Porsche. 2110 er framhjóladrifinn bíll og vélin verður annað hvort 1,5 lítra vél með fjölinnsprautun sem hefur verið í boði í Samara, eða ný 1,5 lítra, 16 ventla vél með tveimur yfirliggjandi knastásum. Meira
12. maí 1996 | Ferðalög | 142 orð

List hjáSotheby's

Á UPPBOÐI hjá Sotheby's í Amsterdam 4. júní næstkomandi verða þrjú olíumálverk í töfraraunsæisstíl eftir Carel Willink. Þekktast þeirra er hið áhrifaríka verk Trafalgar Square sem sýnir tvö börn í rústum borgar að rannsaka holutré. Myndin er 108x155 sm, undirrituð, dagsett '74 og metin á að minnsta koasti 720 þúsund krónur. Meira
12. maí 1996 | Bílar | 346 orð

Nýr Land Cruiser til sölu í sumar

NÝ GERÐ af Toyota Land Cruiser verður kynnt á Evrópumarkaði í sumar og kemur hann í stað Toyota 4Runner og Land Cruiser 70. Þessi nýja gerð af Land Cruiser kemur sem viðbót við Land Cruiser 80 línuna og mun keppa, bæði í verði og búnaði, við bíla í flokki millistórra jeppa svo sem Mitsubishi Pajero, Ford Explorer og Jeep Cherokee. Meira
12. maí 1996 | Bílar | 123 orð

Rover bílar kynntir í ágúst Tveir nýir Rover bílar verða kynntir í ágúst

BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar hf. hafa skrifað undir samning við Rover verksmiðjurnar um sölu á bílum þeirra á Íslandi. Fyrstu bílarnir verða kynntir um miðjan ágúst næstkomandi. Gísli Guðmundsson forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla verður nýr Range Rover og Discovery til sölu hérlendis. Meira
12. maí 1996 | Bílar | 1141 orð

SBMW 523i - enn aukast þægindi og búnaður FJÓRÐA kynslóð 5

FJÓRÐA kynslóð 5 línunnar frá BMW var kynnt hjá umboðinu, Bifreiðum og landbúnaðarvélum í Reykjavík um síðustu helgi og er óhætt að segja að þar hafi gestir ekki orðið fyrir vonbrigðum er þeir litu vandaða bíla með fögrum línum og eru nokkrir bílar þegar seldir og komnir á götuna. Fimman er talsvert breytt í útliti en hefur einnig verið endurbætt hér og þar tæknilega, hefur m.a. Meira
12. maí 1996 | Ferðalög | 133 orð

Sérferð til Austurríkis fyrir Visa korthafa

ÚRVAL-ÚTSÝN stendur fyrir sérstakri ferð til Austurríkis fyrir korthafa Visa Íslands, dagana 24. júní til 2. júlí í sumar. Eftir flug frá Keflavík hefst ferðin í Klagenfurt í suðurhluta Austurríkis í langferðabifreið og haldið til Zell am See, sem er bær í faðmi Alpanna. Þar verður gist, haldið Týrólakvöld, siglt á vatni við bæinn og farið með kláf upp á tindinn Schmittenhöhne. Meira
12. maí 1996 | Ferðalög | 293 orð

Vill auka ferðaframboð á Hornstrandir

FERÐAMÁLAFULLTRÚI Ísafjarðar hefur áhuga á að auka fjölbreytnina í ferðaframboði á Hornstrandir svo fleiri geti komist þangað. Hann er einnig með hugmyndir um að skipuleggja vinnu- og fræðsluferðir unglinga. Meira

Fastir þættir

12. maí 1996 | Dagbók | 2704 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 10.-16. maí, að báðum dögum meðtöldum verða Ingólfs Apótek, Kringlunni s. 568-9970 og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4 s. 557-4970 opin til kl. 22. Sömu daga frá kl. 22 til morguns annast Ingólfs Apótek næturvörslu. Meira
12. maí 1996 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndarinn í Mjóddinni Lára LongBRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. janúar sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Kristín Sigurðardóttir og Sæmundur Bjarnason. Heimili þeirra er í Háholti 11, Hafnarfirði. Meira
12. maí 1996 | Í dag | 22 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur þær Gyða Rut Guðjónsdóttir og K

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur þær Gyða Rut Guðjónsdóttir og Katrín Björgvinsdóttir héldu nýlega hlutaveltu og færðu Rauða krossi Íslands ágóðann sem varð 1.464 krónur. Meira
12. maí 1996 | Í dag | 38 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu strákar seld eigin listaverk til styrkt

ÞESSIR duglegu strákar seld eigin listaverk til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 1.185 krónur. Þeir heita frá vinstri talið Axel Ingi Magnússon, Egill Össur Sverrisson, Fannar Baldvinsson og Jakob Fannar Magnússon stendur fyrir framan Magnús bróður sinn. Meira
12. maí 1996 | Í dag | 369 orð

Hvar var sóknarpesturinn í Langholtssókn? MIKIÐ var yndisle

MIKIÐ var yndisleg kvöldstund sem við hjónin eyddum í Langholtskirkju sunnudagskvöldið 5. maí. Þar var Langholtskórinn með tónleika til styrktar viðhaldi kirkjunnar okkar. En sóknarprestsins okkar var sárt saknað og það vakti athygli sumra, minnugra þess, að hann vildi taka orgelsjóð "kirkjueigenda" til að greiða fyrir viðhald á kirkjunni, en nóg um það. Meira
12. maí 1996 | Dagbók | 586 orð

Reykjavíkurhöfn: Í dag fer Vædderen

Reykjavíkurhöfn: Í dag fer Vædderen ogtil hafnar koma Brúarfoss og Reykjafoss. Hafnarfjarðarhöfn: Á miðnætti kemur Lagarfoss. Málmey, Mánaberg, Snæfell og Haraldur Kristjánssonfóru út um helgina. Á morgun kemur timburskipið Jevgieny Omufriev til losunar. Meira
12. maí 1996 | Í dag | 534 orð

ÆSTLIÐIN ár hafa um 96 af hverjum 100 nemendum í tíund

ÆSTLIÐIN ár hafa um 96 af hverjum 100 nemendum í tíunda bekk gengið undir samræmd lokapróf. Hvernig sækizt þeim síðan lærdómsróðurinn? Hversu mörg heltast úr námslestinni? Menntamálaráðherra svaraði fyrir skemmstu fyrirspurn á Alþingi um þetta efni. Í svari hans segir m.a. Meira

Íþróttir

12. maí 1996 | Íþróttir | 1822 orð

Fullt starf sex daga vikunnar

DRAUMUR flestra góðra kylfinga er að gera það gott í atvinnumennskunni á PGA- mótaröðinni þar sem hægt er að þéna tugi milljóna fyrir að sigra á fjögurra daga móti. Leiðin þangað er hins vegar brött og það er langt frá því að vera sældarlíf að fá útborgað eftir skorkortinu á atvinnumannamótum eins og greinarhöfundur komst að í heimsókn til Sigurjóns Arnarssonar, Meira
12. maí 1996 | Íþróttir | 257 orð

Houston í vanda statt

Meistarar Houston í NBA- deildinni í körfuknattleik eiga erfitt uppdráttar í úrslitakeppninni að þessu sinni. Í nótt tapaði liðið 115:112 fyrir Seattle í undanúrslitum Vesturdeildar og er staðan 3:0 fyrir Seattle. "Okkur líður vel eftir þrjá sigra en þetta er ekki búið. Meira

Sunnudagsblað

12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 126 orð

10.000 á Dauðamann

ALLS höfðu tæplega 10.000 manns séð Dauðamann nálgast með Susan Sarandon og Sean Penn í Háskólabíói eftir síðustu sýningarhelgi. Þá höfðu 5.000 manns séð Skrýtna daga, 2.000 Neðanjarðar, 3.500 Vampíru í Brooklyn og 2.500 stuttmyndina Gas. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 665 orð

Alnæmisveiran (HIV) og alnæmi

EFASEMDIR um að alnæmisveiran (HIV eða Human Immunodeficiency Virus) sé orsök alnæmis komu fyrst fram á rannsóknastofnun í Kaliforníu og hafa skotið upp kollinum af og til síðan. Þessar efasemdir hafa aldrei byggst á neinum gildum rökum, þær hafa valdið miklu tjóni og það sorglega er að þær hafa víða fallið í góðan jarðveg meðal alnæmissjúklinga. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 321 orð

Andstaða við skiptingu dótturfélaga

EFTIR að aðalfundur SH samþykkti enn eina endurskoðun á félagsforminu ákvað Sigurður Einarsson að draga til baka tillögu sína um að skipta hlutabréfum SH í dótturfyrirtækjunum í Bandaríkjunum og Bretlandi á milli eigenda SH. Sú tillaga kemur væntanlega til skoðunar í stjórn SH samhliða umræðum um breytingu á félagsformi en ekki er að heyra að hún njóti almenns fylgis. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 885 orð

Atlaga að Ciller gæti splundrað stjórninni

Tansu Ciller, leiðtogi Flokks hins sanna vegar (DYP), á undir högg að sækja vegna ásakana um að hún hafi skarað eld að sinni köku þegar hún var forsætisráðherra Tyrklands á árunum 1993-96. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 1627 orð

ÁSTRÍÐUR OG ÁSKORANIR Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Spike Lee hefur á þessum áratug hefur hann sent frá sér níu myndir, sú

OFBELDIÐ er aldrei langt undan í myndum Spike Lee, en það er ekki upphafið sem eitthvað eftirsóknarvert, heldur er það fordæmt og því beitt til að gefa mjög raunverulega sýn á umheiminn. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 1924 orð

Á vit himinsins Fjallamennska er ævilangur dagdraumur sem stundum getur ræst að hluta. En fjallamennskan er líka vafalítið með

FORVITNI er dyggð, kynni margur að segja. Útþrá og ævintýramennska eru skyldar forvitni og hlýtur þar með að nálgast einhverja þá dyggð sem mönnum þykir bragð að. Ekki svo að skilja að dyggðin hafi ekki sínar dökku hliðar. Könnun þér ókunnra svæða kostar ekki aðeins fé og fyrirhöfn heldur líka fjarveru frá því daglega amstri og þeim skyldum sem þú hefur gengist undir. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 506 orð

BANDARÍSKA sjónvarpsstjarnan Joan Rivers sagði í samtali á Sky

BANDARÍSKA sjónvarpsstjarnan Joan Rivers sagði í samtali á Sky að hláturinn væri ein dýrmætasta eign mannsins, engin skepna önnur gæti hlegið. En í Nafni rósarinnar lætur Eco einn munkanna lýsa því yfir að Kristur hafi með alvarlegum dæmisögum kennt okkur að leita paradísar en ekki með gamansögum. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 108 orð

B J Ö R K BJÖRK Guðmundsdóttir ver

BJÖRK Guðmundsdóttir verður meðal gesta Listahátíðar eins og flestir vita. Tónleikar hennar verða 21. júní og vekur athygli að til upphitunar verður jungle- foringinn Goldie með hljómsveit sinni Metalheadz, en plata hans, Timeless, var með bestu skífum síðasta árs. Auk hans treður upp dúettinn Plaid, sem skipaður er forðum meðlimum Black Dog sem dansóðir þekkja vel til. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 628 orð

Draugagangur í Króatíu Draugagangur í Króatíu

FRANJO Tudjman, hinum þjóðernissinnaða forseta Króatíu, hefur tekist að blása nýju lífi í gamalt og sérlega andstyggilegt deilumál sem eitrað hefur öll samskipti þjóðanna er byggja fyrrum Júgóslavíu. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 186 orð

Dregur áhorfendur að

BRAD Pitt fæddist í bænum Shawnee í Oklahoma 18. desember 1964 en ólst upp í Springfield í Missouri. Hann lærði blaðamennsku í Missouri-háskóla í Columbia, en fluttist til Los Angeles og sneri sér að leiklistinni. Þrátt fyrir smáhlutverk í sjónvarpsþáttum og nokkrum kvikmyndum segir fátt af Brad Pitt fyrr en hann lék elskhuga Geenu Davis í Thelma and Louise árið 1991. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 737 orð

Efnisstrengur herm þú mér

EF VIÐ horfum út í geiminn sjáum við reikistjörnur sólkerfisins, aðrar sólir, vetrarbrautir og jafnvel heil kerfi og þyrpingar vetrarbrauta. Það er eitt af óleystum vandamálum nútíma stjarnfræði að skýra tilkomu og innbirðis afstöðu þeirra efnisstrúktúra sem tengja arma sína um víðáttur alheimsins. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 340 orð

»Ef sverð þitt er stutt ... FÁAR hljómsveitir eru í meiri metum ungmenna

FÁAR hljómsveitir eru í meiri metum ungmenna um þessar mundir en írski poppflokkurinn Cranberries. Allt frá því stofnendur þeirrar sveitar gripu til þess ráðs að reka söngvara hennar og umboðsmann til að geta ráðið til sín stúlkuna Dolores O'Riordan hefur frægðarsól sveitarinnar runnið og komst í hádegi með síðustu breiðskífu flokksins, No Need to Argue, Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 516 orð

Eftirsóttasti maðurinn Arnald Indriðason

ÞÝSKAR bíómyndir hafa ekki verið áberandi í kvikmyndaúrvalinu hér á landi frekar en annarstaðar í heiminum í mörg herrans ár en ýmislegt bendir til þess að það geti breyst á næstunni. Ný kynslóð þýskra kvikmyndagerðarmanna hefur gert þýskar bíómyndir eftirsóttar í heimalandi sínu og það smitar út frá sér. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 424 orð

Eignaraðild þrengist

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa er langstærsti eigandi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, á tæplega 14,5% hlut sem félagið fengi liðlega 200 milljónir fyrir við útgöngu úr félaginu. Verðmæti á frjálsum markaði er þó talið mun meira. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 804 orð

Er dottið af þér allt hárið?

Fyrir margt löngu fór ég einu sinni með vinkonu minni til þess að passa ömmu hennar, sem þá farið heldur að förlast. Mér er í minni hvað amman var fjarskalega falleg gömul kona, með blíðan andlitssvip og hvítt liðað hár. Við sátum nú saman þrjár og tíminn leið við það að amman söng fyrir okkur gamla slagara sem höfðu verið í tísku þegar hún var ung stúlka vestur á fjörðum. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 646 orð

Flóttamennirnir gleymdu frá Kákasus

STARFSMENN hjálparstofnana segja flóttamannavandann í suðurhluta Rússlands engu minni að umfangi en þann sem mest hefur verið fjallað um á alþjóðavettvangi að undanförnu í Bosníu og Rúanda. En af einhverjum sökum hafa alþjóðlegir fjölmiðlar sýnt lítinn áhuga á örlögum þeirrar einnar og hálfrar milljónar flóttamanna sem neyðst hafa til yfirgefa heimkynni sín vegna átaka í Nagorno-Karabakh, Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 188 orð

Fólk

FjölskyldumyndinLitla prinsessan hefur verið sýnd í Sambíóunum. Leikstjóri hennar er Alfonso Cuaron en næsta mynd hans er ný útgáfa af sögu Dickens, "Great Expectations". Hér er um Hollywoodmynd að ræða og með aðalhlutverkin fara Robert De Niro og Ethan Hawke. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 144 orð

Gibson í Lausnargjaldinu

MEL Gibson var sigurvegari síðustu Óskarsverðlaunahátíðar og tók sér hlé frá tökum á nýjum spennutrylli til að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Tryllirinn heitir Lausnargjald eða "Ransom" en leikstjóri hennar er Ron Howard, sem síðast gerði Apolló 13. Spennutryllirinn segir af eiganda flugfélags. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 676 orð

Horft til austurs

BRESKA leyniþjónustan beinir enn sjónum sínum austur fyrir járntjaldið sem var, þrátt fyrir að Sovétríkin séu liðin undir lok. Rússland er og hefur um aldir verið talið ein helsta ógnunin við öryggi Bretlands og þrátt fyrir að ekki sé lengur talið að um beina hernaðarlega ógn sé að ræða, hefur upplausn Sovétríkjanna sálugu skapað nýjar hættur. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

Í átt til áheyrenda

HLJÓMSVEITIN geðþekka Soundgarden kom verulega á óvart með síðustu breiðskífu sinni sem seldist eins og heitar lummur þrátt fyrir almennt ógeð á þungu rokki um þær mundir. Í kjölfarið lögðust liðsmenn í ferðalög og tóku sér góða hvíld að þeir kom saman á líðnu ári og tíoku upp breiðskífu sem kom út í liðinni viku. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 124 orð

Í BÍÓ

KVIKMYNDAHÚSIN í Reykjavík hafa verið iðin við að frumsýna myndir upp á síðkastið. Hvorki fleiri né færri en sex myndir voru frumsýndar um síðustu helgi og þar af var ein heimsfrumsýning en sýningar á Síðasta dansinum með Sharon Stone hófust á sama tíma á Íslandi og í Bandaríkjunum. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 2172 orð

KRÍAN flýgur heimskauta á milli

KRÍAN flýgur heimskauta á milli KRÍAN flýgur heimskauta á milli Árlegt ferðalag kríunnar samsvarar flugi kringum hnöttinn. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 1727 orð

LEÐURVÖRUR FYRIR LANDSMENN Í 60 ÁR Berglind Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1965. Hún lauk stúdentsprófi frá

LEÐURIÐJAN Atson á sextíu ára afmæli um þessar mundir. Það var stofnað af Atla Ólafssyni árið1936.Þá voru þeir tímar á Íslandi að allt þótti betra sem kom frá útlöndum. Þess vegna gaf Atli vörum sínum nafn sem hljómaði mátulega útlendingslega í eyrum," segir Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Leðuriðjunnar, Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 1624 orð

Líf í saltfiski og listum Ljósmynd eftir Ingimund Sveinsson Kjarvalsbróður af útifundi verkafólks á Austurstræti verður Pétri

LJÓSMYND Ingimundar Sveinssonar fiðluleikara, farandsöngvara og ljósmyndara, huldudrengsins, sem gefin var innsýn í dularheima og færði með sér fuglasöng, lækjarnið og straum stórfljóta, morgunsöng á sænum, suð í flautukatli, Sandgerðisgloríu, vorleysingu og vetrarkvíða. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 406 orð

Meira en hasarhetja

ÞÓTT Bruce Willis hafi sýnt með leik sínum í myndunum Nobody's Fool og Pulp Fiction að hann kunni eitt og annað fyrir sér í leiklistinni og standi þar þeim Schwarzenegger og Stallone, meðeigendum Willis að Planet Hollywood-veitingahúsakeðjunni, nokkrum fetum framar loðir enn við hann það orðspor hasarhetjunnar úr Die Hard myndunum þremur. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 334 orð

Ný tegund náms á Íslandi

MEÐ tilkomu starfsmenntabrauta býðst nemendum, sem vilja læra verknám með hagnýtu bóknámi, nú nýr valkostur í íslensku skólakerfi. Starfsmenntabrautir eru þrennskonar og búa nemendur undir störf á viðkomandi sviði, sem eru tækni eða framleiðsla, verslun og félagsþjónusta. Sú síðastnefnda er fyrir aðstoðarfólk hjá fötluðum, öldruðum eða uppeldisstéttum. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 2464 orð

PLASTKORT = VERÐBRÉF

FYRIR mörgum árum heyrði ég frásögn af því hvernig hugmyndin að greiðslukortum (kredit) fæddist. Hún var einhvern veginn á þá leið að kaupsýslumaður í Ameríku fór á veitingastað að loknum vinnudegi til að snæða þar góða máltíð. Að máltíð lokinni, þegar hann greip eftir veskinu þar sem peningarnir áttu að vera, uppgötvaði hann að veskið hafði gleymst heima eða á skrifstofunni. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 398 orð

Samstarfsverkefni atvinnulífs og skóla

FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ bílgreina er tilraunaverkefni, sem snýst um að tengja saman atvinnulíf og skóla og byggja upp einn öflugan bílgreinaskóla á landinu. "Fræðslumiðstöðin er ekki einungis skóli heldur í raun þjónustuvettvangur að öllu leyti fyrir bílgreinar. Með tímanum verður boðið upp á nám sem með einum eða öðrum hætti er þörf fyrir í bílgreinum. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 155 orð

Schwarzenegger fram úr áætlun

EIN af stóru sumarmyndunum í ár er með sjálfum sumarmyndakónginum Arnold Schwarzenegger. Hún heitir "Erazer" og leikstjóri hennar er Chuck Russell, sem síðast stýrði Jim Carrey til ævarandi frægðar og ríkidæmis í Grímunni. Í "Eraser" leikur austurríska tröllið lögreglustjóra sem flækist inn í vitnavernd FBI með tilheyrandi sumarmyndabombum. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 3030 orð

SH hf. Vaxandi líkur eru taldar á því að samstaða náist um að breyta Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í hlutafélag á sérstökum

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna er sameignarfélag með takmarkaðri ábyrgð eigenda. Líklegast er þetta eina félagið með þessu formi og hefur það áunnið sé ákveðna hefð. Hin stóru sölusamtökin, Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 993 orð

SKUGGAHEIMUR KOONTZ

Erfið æska hefur veitt bandaríska metsöluhöfundinum Dean Koontz innblástur í um 60 spennu- og hryllingssögur. Hann er orðinn einn vinsælasti glæpasagnahöfundur í heiminum en alls hafa selst 160 milljón eintök af bókum hans um heim allan að sögn Arnalds Indriðasonar. Sú nýjasta heitir "Intensity" Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 831 orð

Skuldafrí

SKULDIR heimilanna á Íslandi jukust um 26 milljarða króna á síðasta ári og enn er mikil gróska í skuldaræktun þeirra, meðan fyrirtækin á Íslandi og heimilin í öðrum Evrópulöndum eru farin að greiða niður skuldir. Og nú er einmitt blómatími skuldasöfnunar, aðfaratími sumarleyfanna. Á þessum árstíma streymir fólk í bankana til að slá lán fyrir sumarleyfinu. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 160 orð

SPOON snýr aftur

HLJÓMSVEITIN Spoon vakti mikla athygli á þarsíðasta ári, sendi frá sér vinsæl lög og breiðskífu sem seldist fjarska vel, og hætti við svo búið. Fyrir skemmstu ákvaðu svo liðsmenn sveitarinnar að taka upp þráðinn og Spoon er aftur komin á kreik, upprunaleg að öllu leyti nema einu, því ný söngkona er gengin í Spoon. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 780 orð

Tímaflakk og ragnarök

»APAR er saga um mann sem ferðast fram og til baka í tíma til að reyna að forða samtíð sinni, árið 2035, frá afleiðingum ragnarakanna sem urðu 1997 þegar banvæn veira drap 99% mannkynsins en hrakti hina undir yfirborð jarðarinnar. James Cole (Bruce Willis) er fangi sem hópur vísindamanna velur til að takast tímaflakkið á hendur. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 171 orð

Tyggur, reykir ekki

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur unun af því að tyggja vindla en hann kveikir ekki í þeim. Þetta kom fram í máli talsmanns forsetans, en Clinton fer nú sem eldibrandur um Bandaríkin og fræðir ungmenni um skaðsemi reykinga. "Ég hef ekki séð hann reykja vindil og hef ekki heyrt að hann hafi reykt vindil í þó nokkurn tíma," sagði talsmaðurinn Mike McCurry. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 194 orð

Var í Monty Python og hjá Mad

LEIKSTJÓRI 12 apa, Terry Gilliam, öðlaðist frægð sem meðlimur Monty Python hópsins breska en hefur undanfarin ár vakið athygli sem frumlegur og sérstæður leikstjóri mynda á borð við Brazil (1985), Time Bandits (1980), Ævintýri Munchausens (1989) og Fisher King (1991). Gilliam er Bandaríkjamaður, fæddur í Minneapolis. Meira
12. maí 1996 | Sunnudagsblað | 2653 orð

Við hvern varstu að tala? Póstur og s

Íþjóðfélagi nútímans eru upplýsingar um einkahagi einstaklinga víða skráðar, bæði hjá hinu opinbera og einkafyrirtækjum. Umfangsmikil og margþætt skráning persónuupplýsinga er óhjákvæmileg nú til dags en getið dregið dilk á eftir sér ekki síst vegna tölvubyltingarinnar sem hefur opnað nýja möguleika við vinnslu upplýsinga. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.