Greinar laugardaginn 1. júní 1996

Forsíða

1. júní 1996 | Forsíða | 103 orð

HM í Japan og S-Kóreu árið 2002

FRAMKVÆMDASTJÓRN Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, ákvað í gær að fyrsta heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu á næstu öld yrði haldin í Japan og Suður- Kóreu. Þetta verður í fyrsta sinn sem keppnin fer fram í Asíu og jafnframt í fyrsta sinn sem tvö lönd deila henni með sér. Meira
1. júní 1996 | Forsíða | 144 orð

Klaus spáð sigri

TVEGGJA daga þingkosningar hófust í Tékklandi í gær og er búist við að fjögurra flokka hægristjórn Vaclavs Klaus forsætisráðherra haldi velli, svo fremi sem minnsti stjórnarflokkurinn, Lýðræðislega borgarabandalagið, nær 5% markinu sem nauðsynlegt er til að koma manni inn á þing. Meira
1. júní 1996 | Forsíða | 342 orð

Kveðst stefna að varanlegum friði

BENJAMIN Netanyahu, leiðtogi Likud-flokksins, vann nauman sigur á Shimon Peres í forsætisráðherrakjörinu í Ísrael, samkvæmt lokatölum sem birtar voru í gær. Netanyahu hringdi í Hosni Mubarak, forseta Egyptalands og mikilvægan milligöngumann í friðarviðræðum Ísraela og araba, og kvaðst staðráðinn í að beita sér fyrir varanlegum friði í Miðausturlöndum. Meira
1. júní 1996 | Forsíða | 302 orð

Lofar bættum kjörum og auknum hagvexti

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kynnti í gær stefnuskrá sína fyrir kosningarnar 16. júní, lofaði að halda verðbólgunni í skefjum og stuðla að auknum hagvexti. Stefnuskráin er 127 blaðsíður og Jeltsín lofar þar að koma verðbólgunni niður í 5% á ári fyrir aldamót og að hagvöxturinn verði ekki minni en 4% á ári á næsta kjörtímabili. Meira
1. júní 1996 | Forsíða | 111 orð

Vopnahlé í hættu

VIÐRÆÐUM um framkvæmd vopnahléssamnings Rússa og tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna var frestað um óákveðinn tíma í gær og fregnir hermdu að bardagar hefðu blossað upp í Tsjetsjníju skömmu áður en vopnahléið átti að taka gildi klukkan átta í gærkvöldi. Viðræðurnar áttu að fara fram í Dagestan í dag og frestunin vakti efasemdir um að vopnahléssamningurinn héldi. Meira

Fréttir

1. júní 1996 | Leiðréttingar | 101 orð

$$$$

Í frétt um skólaslit Menntaskólans í Reykjavík mátti misskilja myndatexta við mynd er sýnir þrjá 67 ára stúdenta úr MR, en þeir eru Jón Á Gissurarson skólastjóra, Björn Fr. Björnsson fyrrum sýslumann og Bjarna Jónsson fyrrum yfirlækni. Einnig var ekki nafngreindur Ásgeir Ó. Einarsson fyrrum héraðsdýralæknir á mynd sem sýndi elstu stúdenta úr skólanum. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 238 orð

207 útskrifast frá Verzlunarskólanum

207 STÚDENTAR og verslunarmenntamenn voru brautskráðir frá Verzlunarskóla Íslands í gær við hátíðlega athöfn, þegar skólanum var slitið, þar af 158 stúdentar úr dagskóla V.Í. Bekkjarsystkinin Ragnar Jónasson og Eva Hlín Dereksdóttir, 6-X, voru með hæstu aðaleinkunn úr stúdentsprófum, Ragnar dúx með 9,62 í einkunn og Eva Hlín semidúx með 9,47 í einkunn. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 592 orð

3 milljóna þak á söluhagnað einstaklinga af hlutabréfum

ANNARRI umræðu fjármagnstekjuskatt lauk á Alþingi í gær, en stjórnvöld áforma að lögfesta 10% skatt á vaxtatekjur, arð, söluhagnað og leigutekjur áður en þingi lýkur í vor. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis afgreiddi stjórnarfrumvörp um málið en frumvörp, sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna fluttu og gera ráð fyrir annarri útfærslu fjármagnstekjuskatts en stjórnarfrumvörpin, Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

58. árgangur Sjómannadagsblaðsins kominn út

ÚT ER komið Sjómannadagsblaðið og er það 58. árgangur þess, en blaðið kom fyrst út 1938. Meðal efnis í blaðinu eru viðtal við Sigurð Þ. Árnason skipherra viðtal við Sigurbjörn Metúsalemson, Guðmund Thorlacius, sem var á sjónum í 78 ár og viðtal við Þórð Sigðurðsson skipstjóra, sem minnist æskuáranna vestur við Djúp. Blaðið er 108 síður og það prýða 90 ljósmyndir. Meira
1. júní 1996 | Erlendar fréttir | 55 orð

60 lýðræðissinnum sleppt í Burma

LÝÐRÆÐISSINNAR í Burma sögðu í gær að herforingjastjórnin hefði sleppt 60 af rúmlega 260 andófsmönnum, sem hún hafði fangelsað í vikunni sem leið, og hinir yrðu að öllum líkindum leystir úr haldi bráðlega. Á myndinni ræðir stjórnarandstöðuleiðtoginn San Suu Kyi við nokkra af stuðningsmönnum sínum sem látnir voru lausir. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

61% nema í MR hefur neytt ólöglegra vímuefna

Í KÖNNUN sem jafningjafræðsluhópur Menntaskólans í Reykjavík gerði, og birt er í nýútkomnu skólablaði MR, kemur fram að mikill meirihluti aðspurðra hefur neytt vímuefna af einhverju tagi. Af 930 nemendum skólans tók 821 þátt, eða tæplega 90%. 714 sögðust hafa neytt vímuefna af einhverju tagi en 107 ekki. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

ALÞJÓÐLEGA hafnfirzka

ALÞJÓÐLEGA hafnfirzka grínhátíðin verður sett við íþróttahúsið við Strandgötu í dag klukkan 14 af Ingvari Viktorssyni bæjarstjóra. Að því loknu koma helstu grínarar bæjarins siglandi á nútíma víkingafleyjum, syngja og fara með gamanmál. Það eru Sigurður Sigurjónsson, Magnús Ólafsson, Laddi og Radíusbræður. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 441 orð

ASÍ segir málinu ekki lokið af hálfu launafólks

STJÓRNARFRUMVARP um stéttarfélög og vinnudeilur var afgreitt sem lög frá Alþingi í gær, en frumvarpið var samþykkt með 31 atkvæði gegn 19 að viðhöfðu nafnakalli. Einn stjórnarþingmanna, Guðmundur Hallvarðsson Sjálfstæðisflokki, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 182 orð

Aukin framlög til Vestfjarðaflugvalla

FYRIRSJÁANLEGT er að tekjur ríkisins af flugvallargjaldi verði meiri en áður var áætlað, vegna síaukinnar flugumferðar, og á að verja umframtekjunum á næstu þremur árum til flugvalla á Vestfjörðum. Meira
1. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 300 orð

Árangur aðhalds, sparnaðar og hagræðingar

HALLDÓR Jónsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, sagði á ársfundi FSA í vikunni athyglisvert að sjá hversu lítið rekstrarkostnaður hefði hækkað á síðustu árum þrátt fyrir aukna starfsemi, en það undirstrikaði í reynd það aðhald, sparnað og hagræðingu sem beitt hefði verið með árangri á liðnum árum. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 687 orð

Bakhjarl skólans eru eldri nemendur og velunnarar

Stofnfundur Vinafélags Landakotsskóla verður haldinn í Landakotskirkju kl. 15 í dag að viðstöddum forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, sem verður verndari félagsins. Tilgangur Vinafélagsins er að viðhalda tengslum milli fyrrverandi nemenda og efla þau, að tilkynna viðburði í skólastarfinu, sem kunna að vera opnir almenningi, Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 356 orð

Bíórásin fær leyfi fyrir þremur rásum

HÉR fer á eftir bréf Útvarpsréttarnefndar frá því á fimmtudag til Bíórásarinnar. "Á fundi Útvarpsréttarnefndar 29. maí sl. var fjallað um umsókn yðar um leyfi til endurvarps, dags. 19. apríl sl. og bréf yðar dags 3. maí 1996. Meira
1. júní 1996 | Landsbyggðin | 119 orð

Björgunarvesti fyrir börnin

Stykkishólmi-ÞAÐ er vinsælt hjá krökkum í sjávarplássum að fara niður á bryggju til að veiða og fylgjast með því sem þar er að gerast. Oft hefur vantað á að krakkar væru í björgunarvestum við slík tækifæri. Í Stykkishólmi hefur hafnarvörður sett þær reglur að krakkar verði að vera í björgunarvestum þegar þau eru að veiða á bryggjunum. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 432 orð

Bráðabirgðaleyfi voru, eru og verða afturkallanleg

"PÁLI Magnússyni, eins og öðrum sem hafa átt samskipti við útvarpsréttarnefnd varðandi endurvarpsleyfi á örbylgjurásum, hefur verið það ljóst að svokölluð vilyrði fyrir bráðabirgðaleyfum voru, eru og verða afturkallanleg fyrirvaralaust," sagði Kjartan Gunnarsson, formaður útvarpsréttarnefndar. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 541 orð

Dúxinn þýðir reyfara í frístundum

RAGNAR Jónasson, dúx Verzlunarskóla Íslands í ár, segist ánægður með aðaleinkunn sína, 9,62, en á prófunum var hann með tíu í einkunn í sjö fögum, 9,5 í átta fögum, 9,0 í einu fagi og 7,5 í leikfimi. Ragnar kveðst seint vilja viðurkenna að hann sé kúristi, en hann læri hins vegar eins mikið og þurfi til að hafa hreina samvisku. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 334 orð

Eðlilegra að selja hlutabréf á almennum markaði

STJÓRN Samtaka iðnaðarins hefur sent iðnaðarráðherra bréf þar sem því er beint til ráðherra og einkavæðingarnefndar að hlutabréf í Sementsverksmiðjunni hf. á Akranesi verði, þegar þar að kemur, boðin til sölu á almennum markaði, með það fyrir augum að fyrirtækið verði í framtíðinni almenningshlutafélag. Almennt eigi ekki að selja ríkisfyrirtæki án undangengins útboðs. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 170 orð

Efnt til um hverfisátaks

UNGMENNAFÉLAG Íslands og Umhverfissjóður verslunarinnar hrinda af stað umhverfisátaki í dag 1. júní undir yfirskriftinni "Flöggum hreinu landi 17. júní". Átakið stendur til þjóðhátíðardagsins og er ætlunin að fá sem flesta landsmenn til að hreinsa burt rusl í íslenskri náttúru. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 1104 orð

Erfðaefni gigtsjúkra staðsett og lagað

ALÞJÓÐLEG ráðstefna um gigtarsjúkdóma á vegum Scandinavian Society for Rheumatology er haldin hér á landi um helgina með þáttöku um 630 erlendra gesta. Kynntar verða 25 íslenskar rannsóknir á þessu sviði. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Erindi um guðfræði sjávarútvegsins

HAROLD Holtermann frá bænum Stamsund í Noregi prédikar við sjómannamessu í Landakirkju og flytur svo erindi á opnum kvöldfundi í safnaðarheimilinu sem hann nefnir: "Guðfræði sjávarútvegsins". Harold er sóknarprestur í Stamsund, sem er tæplega 4.000 manna bær á eyju einni við strönd Norður- Noregs. Meira
1. júní 1996 | Erlendar fréttir | 380 orð

ESB gagnrýnir Bandaríkjamenn vegna Kúbulaga

STEFNA Bandaríkjamanna að refsa fyrirtækjum, sem eiga viðskipti við Kúbu, hafa vakið úlfaþyt í Evrópu og sögðu evrópskir stjórnarerindrekar í fyrradag að ýmis Evrópuríki hygðust fylgja fordæmi Mexikana og Spánverja um aðgerðir gegn Bandaríkjamönnum. Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra Breta, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á miðvikudag og kvaðst harma aðgerðir þeirra. Meira
1. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 152 orð

Fimmtán ungir myndlistarmenn sýna

SAMSÝNING fimmtán ungra myndlistarmanna, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa byrjað skólagöngu sína á Akureyri, verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardag, kl. 16. Yfirskrift sýningarinnar er "Ást". Listamennirnir, sem taka þátt í sýningunni, eru: Aðalheiður S. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 390 orð

Fimmtugasta rótarýþingið haldið í Kópavogi

FIMMTUGASTA umdæmisþing Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi fer fram í Kópavogi dagana 7. og 8. júní næstkomandi. Á sama tíma verður haldið umdæmisþing Inner Wheel á Íslandi, en það er félagsskapur eiginkvenna rótarýmanna. Gert er ráð fyrir að þingin sæki allt að 400 manns víðs vegar af landinu auk erlendra gesta. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 1421 orð

Fjölbreytt hátíðarhöld víða um land

DAGSKRÁ í tilefni sjómannadagsins hefst í Reykjavík í dag. Opið Íslandsmót í handflökun fer fram í stóru tjaldi á Miðbakka Reykjavíkurhafnar kl. 11. Knattspyrnu- og reipitogskeppni áhafna reykvískra togara verður á íþróttasvæði Leiknis í Breiðholti kl. 15. Sjómannahóf verður á Hótel Íslandi í kvöld. Sjómannadagurinn hefst með því að fánar verða dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn kl. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð

FJÖLSKYLDUDAGUR

FJÖLSKYLDUDAGUR verður í dag í Sundlaug Kópavogs í samvinnu laugarinnar og Skólahljómsveitar Kópavogs. Margt verður á dagskrá, s.s. hin árlega rennibrautarkeppni. Skólahljómsveit Kópavogs mun leika fyrir sundlaugargesti frá kl. 10. Skólahljómsveitin mun einnig selja kaffi og kökur til styrktar starfseminni. Meira
1. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 155 orð

Fjölskylduhátíð á sjómannadaginn

ÁRLEG róðrarkeppni Sjómannadagsráðs Akureyrar fer fram á morgun, laugardag, og hefst kl. 13.10. Áhorfendur safnast saman við hús Slysavarnafélagsins við Strandgötu en þar verður einnig í boði teygjustökk. Veitingar verða seldar í Slysavarnarhúsinu en á svæðinu verða einnig til sölu merki sjómannadagsins og Öldurót, blað Sjómannadagsráðs Akureyrar. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

FUGLAVERNDARFÉLAG Ísla

FUGLAVERNDARFÉLAG Íslands og Eyrarbakkahreppurhafa í hyggju að koma á fót friðlandi fyrir fugla við austurbakka Ölfusárósa. Farið verður í skoðunarferð á svæðið í dag, á einkabílum frá Hlemmi kl. 16. Hópurinn hittir Eyrbekkinga og þá sem fara uppá eigin spýtur við afleggjarann upp í engjarnar (við Sólvang) kl. 17. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Fyrirlestur Ferenc Somogyi

FYRIRLESTUR dr. Ferenc Somogyi, ráðuneytisstjóra í ungverska utanríkisráðuneytinu á vegum Samtaka um vestæna samvinnu (SVS) og Verðbergs verður í dag kl. 12 í Skála á Hótel Sögu. Somogyi mun í fyrirlestri sínum fjalla um mikilvægi þess að Ungverjar og grannar þeirra fái fulla aðild að Atlantshafsbandalaginu, Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Fyrirlestur um útbreiðslu marflóa

JÓHANNA B.W. Friðriksdóttir heldur fyrirlestur um rannsóknarverkefni sitt til meistaraprófs í líffræði mánudaginn 3. júní 1996 kl. 16.15 í stofu G-6 að Grensásvegi 12. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum meðan húsrúm leyfir. Alls fundust 156 tegundir af marflóm í rannsókninni. Tuttugu og sjö tegundir fundust í fyrsta sinn hér við land og líklega eru 52 tegundir áður óþekktar. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Galdra-Loftur gengur aftur

AÐSTANDENDUR Galdra- Lofts, nýrrar íslenskrar óperu eftir Jón Ásgeirsson, hafa á liðnum dögum lagt nótt við dag til að undirbúa frumsýninguna sem verður í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20.00. Telst það jafnan til tíðinda þegar íslensk óperu er frumflutt en Galdra-Loftur er önnur ópera Jóns; sú fyrsta, Þrymskviða, var frumsýnd árið 1974. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Göngudagur ferðafélagsins um Elliðaárdal

GÖNGUDAGUR Ferðafélags Íslands, sá 18., verður sunnudaginn 2. júní og verður að þessu sinni helgaður útivstarsvæði í Elliðaárdalnum. Mæting er við félagsheimili ferðafélagsins, Mörkinni 6, og farið þaðan kl. 13.30 með rútum að Árbæjarlaug og gengið til baka. Þátttakendur geta einnig komið í gönguna að vild. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 200 orð

Hagavatn stækkað til að stöðva áfok

LANDGRÆÐSLA ríkisins áætlar að ráðast í framkvæmdir til að stækka Hagavatn sem er sunnan við Langjökul, svo að stöðva megi stöðugt áfok sem ógnar gróðri á heiðum uppi af Biskupstungum og Laugardal. Skipulag ríkisins hefur nú auglýst skýrslu um frummat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna. Landgræðslan áætlar að ráðast í stífluframkvæmdirnar í sumar eða haust. Meira
1. júní 1996 | Erlendar fréttir | 272 orð

Hans van den Broek til Íslands

HANS van den Broek, er sæti á í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, kemur hingað til lands í næstu viku í tilefni af ráðherrafundi Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), er haldinn verður á Akureyri á þriðjudag. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Hátíðartónleikar Bubba

BUBBI Morthens verður 40 ára 6. júní nk. Í tilefni dagsins tekur hann forskot á sæluna og heldur afmælistónleika í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 4. júní kl. 21. Flutt verða ný lög af væntanlegri plötu sem kemur út næsta haust, sagðar verða sögur og eldri Bubba-lög setja sína mynd á tónleikana. Bubbi hefur fengið til liðs við sig bassaleikarann Jakob Smára Magnússon. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 240 orð

Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins í dag

KRABBAMEINSFÉLAGIÐ efnir nú í níunda sinn til Heilsuhlaups. Laugardaginn 1. júní verður hlaupið í Reykjavík, í Borgarnesi (frá Íþróttamiðstöðinni kl. 13) og í Keflavík (frá Sundmiðstöðinni kl. 12). Sunnudaginn 2. júní verður hlaupið á Grenivík (frá Kaupfélaginu kl. 14), mánudaginn 3. júní í Grímsey (frá Félagsheimilinu kl. 18) og laugardaginn 8. júní á Akureyri (frá Dynheimum kl. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

Hekla ­ náttúra og saga

ODDASTEFNA verður haldin í Heklusafninu, Brúarlundi, sunnudaginn 2. júní kl. 15­19 og ber yfirskriftina Hekla - náttúra og saga. Á dagskrá verður m.a. að Þór Jakobsson, formaður Oddafélagsins, setur ráðstefnuna, Freysteinn Sigurðsson og Árni Hjartarson, jarðfræðingar fjalla ym Heklu - heimsfrægt eldfjall. Gróður á Hekluhraunum sem Ágúst H. Bjarnason, grasafræðingur, flytur. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Helgi einn efstur

HELGI Ólafsson stórmeistari er nú einn efstur í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands, með 7 vinninga eftir níu umferðir. Næsta umferð verður tefld á sunnudag. Úrslit í 9. umferð í gærkvöldi urðu þessi: Þröstur Þórhallsson vann Benedikt Jónasson, Jón Garðar Viðarsson vann Jón Viktor Gunnarsson og Jóhann Hjartarson vann Sævar Bjarnason. Allar skákirnar unnust á svart. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 295 orð

Hæstiréttur segir bílastyrk skattskyldan

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum manns, sem krafðist réttar til að fá ökutækjastyrk frá vinnuveitanda sínum undanþeginn skatti án þess að þurfa að færa fram skýr gögn um að akstur hefði verið í þágu vinnuveitanda og án þess að leggja fram staðfestingu af hálfu vinnuveitanda síns á þeim skýringum sem hann hafði gefið skattstjóra. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Játuðu sök í árásarmáli

TVEIR karlmenn og ein kona, sem handtekin voru um síðustu helgi, hafa viðurkennt árás á mann á sextugsaldri á heimili hans í austurborginni. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu kom maðurinn heim til sín ásamt konunni aðfaranótt sl. sunnudags. Skömmu síðar komu tveir menn að húsinu, kunningjar konunnar, og hleypti húsráðandi þeim inn. Meira
1. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 301 orð

Jól allt árið í Eyjafjarðarsveit

JÓLAGARÐURINN skammt frá Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit var opnaður í sól og sunnanvindi í gær, en þar munu jólin ráða ríkjum allt árið um kring. Eigendur Jólagarðsins eru hjónin Benedikt Ingi Grétarsson matreiðslumeistari og smiður og Ragnheiður Hreiðarsdóttir húsmóðir en þau búa ásamt þremur börnum sínum að Sléttu í Eyjafjarðarsveit, steinsnar frá garðinum. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Kaffihlaðborð slysavarnakvenna við Sigtún

Undanfarin ár hefur deildin verið með kaffihlaðborð í matsal Hafnarhússins en vegna flutnings félagsmálaráðuneytisins í Hafnarhúsið eru breyttar aðstæður og því verður sjómannadagskaffihlaðborðið í húsnæði deildarinnar í Sigtúni 9. Kvennadeildin keypti og innréttaði húsnæðið vorið 1992. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til björgunarmála. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

Kaffisala í Vindáshlíð

SUMARSTARF KFUK í Vindáshlíð hefst sunnudaginn 2. júní kl. 14.30 með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð og mun sr. Guðmundur Karl Brynjarsson messa. Barnastund verður á sama tíma. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffisala. Vindáshlíð er í kjarri vaxinni fjallshlíð innarlega í Kjósinni um 45 km frá Reykjavík. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 443 orð

Kanna möguleika á stéttarfélagi

STARFSMENN innheimtumanna ríkissjóðs, sem eru félagsmenn í Starfsmannafélagi ríkisstofnana, eru að kanna möguleika á að segja skilið við félagið og stofna eigið stéttarfélag. Að sögn Grétars Guðmundssonar, deildarstjóra hjá Tollstjóranum í Reykjavík, var gerð skoðanakönnun sl. haust sem benti til þess að 75,5% þess um það bil 300 manna hóps sem um er að ræða, vildi segja skilið við SFR. Meira
1. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 348 orð

Kynning á íbúðum við Huldugil

TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI Sveins Heiðars er tíu ára um þessar mundir og af því tilefni efnir fyrirtækið til sýninga á fjórum íbúðum á mismunandi byggingarstigi við Huldugil í Giljahverfi nú um helgina, í dag og á morgun og einnig þá næstu, dagana 8. og 9. júní. Sýningin stendur yfir frá kl. 9 til 17 alla sýningardagana. Meira
1. júní 1996 | Erlendar fréttir | 298 orð

Lestarslys í Síberíu UM fimmtíu manns fórust

UM fimmtíu manns fórust í lestarslysi skammt frá bænum Kemerovo í Síberíu í gær. Slysið varð með þeim hætti að fjórir bílar, sem voru á flutningalest, losnuðu og skullu á farþegalest. Var sagt að fremsti vagn hennar hefði lagst saman við slysið. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Lést af slysförum

Pilturinn, sem lést í hörðum árekstri á Reykjanesbraut á fimmtudag, hét Sigurjón Steingrímsson, til heimilis á Hilmisgötu 7 í Vestmannaeyjum. Sigurjón var fæddur hinn 18. nóvember árið 1978 og var því á 18 ári. Hann var nemi í Fjölbrautaskóla Vestmannaeyja. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

Listahátíð hafin

LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík 1996 var sett við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands í gærkvöldi. Í boði eru um sextíu listviðburðir og munu um eitt þúsund listamenn, þar af um fimm hundruð erlendir, koma við sögu. Hefur fjöldi listamanna ekki í annan tíma verið eins mikill. Meira
1. júní 1996 | Miðopna | 3176 orð

Meistarinn og hljóðfærið EINKAFLYGILL rússnesk-bandaríska píanósnillingsins Vladimirs Horowitz er kominn til Íslands. Haraldur

EINKAFLYGILL rússnesk-bandaríska píanósnillingsins Vladimirs Horowitz er kominn til Íslands. Haraldur G. Blöndal fjallar hér um persónu listamannins, hljóðfæri hans og þann styrr sem stóð um list hans. Vladimir Horowitz fæddist í Berdichev í Rússlandi, 1. október 1903. Meira
1. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

MESSUR

AKUREYRARPRESTAKALL: Messað verður í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 11. GLERÁRKIRKJA: Sjómannaguðsþjónusta á morgun kl. 11. Kristjana Þ. Ólafsdóttir flytur hugleiðingu. Heiðrun fer fram. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bænastund kl. 19.30 á morgun, samkoma kl. 20. Nemendur frá Biblíuskólanum Troens Bevis í Noregi taka þátt. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 191 orð

Metdagur á Verðbréfaþingi

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi í gær urðu hin mestu sem átt hafa sér stað á einum degi á þinginu frá upphafi. Heildarviðskipti dagsins námu 1.788 milljónum króna og eru það 200 milljónum króna meiri viðskipti en áttu sér stað þann 6. október 1994, sem var veltuhæsti dagurinn fram til þessa, að því er segir í frétt frá Verðbréfaþingi Íslands. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 155 orð

Mikil þátttaka í gönguferðum um nýja Reykjaveginn

FERÐAFÉLAG Íslands og Útivist standa fyrir gönguferð í þriðja áfanga raðgöngu eftir Reykjaveginum nýja laugardaginn 1. júní. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni að sunnanverðu og Mörkinni 6 kl. 10.30, frá Kópavogshálsi, Kirkjugarðinum í Hafnarfirði og Sjóminjasafninu í Hafnarfirði. Í Grindavík verður farið frá Grunnskólanum kl. 11.30. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 268 orð

Mjög skynsamleg og sjálfsögð ákvörðun

JÓN Kjartansson, bóndi á Stóra- Kroppi í Reykholtsdalshreppi, segist fagna þeirri ákvörðun Halldórs Blöndal samgönguráðherra að fela vegamálastjóra að endurmeta vegstæði Borgarfjarðarbrautar milli Kleppjárnsreykja og Varmalækjar og gera sérstaka athugun á svokallaðri efri leið nálægt núverandi vegstæði. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 864 orð

Mótmælum vísað á bug

ÚTVARPSRÉTTARNEFND fjallaði á fundi sínum á fimmtudag um kröfu Íslenska sjónvarpsins að nefndin endurupptæki þá ákvörðun að afturkalla vilyrði fyrir veitingu bráðabirgðaleyfa og mótmæli gegn styttingu á gildistíma bráðabirgðaleyfa. Bréf nefndarinnar til Íslenska sjónvarpsins, dagsett í gær, 30. maí, fer hér á eftir: Meira
1. júní 1996 | Erlendar fréttir | 1077 orð

Netanyahu að mörgu leyti óskrifað blað

MEÐ KJÖRI Benjamins Netanyahus til forsætisráðherra hafa ísraelskir kjósendur sleppt úr heilli kynslóð pólitískra forystumanna og valið sér ungan leiðtoga, 46 ára gamlan, sem að mati margra er enn óskrifað blað. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 334 orð

Nær hundrað manns sagt upp á Dýrafirði

STJÓRNIR Kaupfélags Dýrfirðinga og Fáfnis hf. á Þingeyri ákváðu á fundi sínum í gær að segja upp öllu starfsfólki fyrirtækjanna frá og með deginum í gær. Um er að ræða 72 starfsmenn hjá Fáfni hf. og 21 hjá Kaupfélaginu, alls 93 starfsmenn auk sumarfólks. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 248 orð

Olís opnar sjálfsafgreiðslustöðvar

OLÍS opnar á næstunni nýjar sjálfvirkar bensínstöðvar undir nafninu ódýrt bensín, ÓB, þar sem selt verður ódýrt eldsneyti. Fyrsta stöðin verður opnuð á lóð Fjarðarkaupa í Hafnarfirði í ágúst nk. Stöðvarnar verða opnar allan sólarhringinn, þær verða mannlausar, með skyggni yfir, og með sjálfsala sem hægt verður að nota bæði seðla og kort í. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 47 orð

Opið hús á Hrafnistu

Á SJÓMANNADAGINN, 2. júní, verður opið hús á Hrafnistuheimilunum í Reykjavík og Hafnarfirði. Heimilisfólk sýnir og selur handavinnu sína kl. 13. Kaffihlaðborð verður á boðstólum kl. 14.30 og hægt verður að fá sér snúning við dynjandi harmonikkuleik. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Opið hús í Verzlunarskóla Íslands

OPIÐ hús verður í Verzlunarskóla Íslands mánudaginn 3. júní kl. 16­19. Nýútskrifuðum grunnskólanemum og aðstandendum þeirra gefst þá kostur á að skoða húsakynni skólans og ræða við kennara og nemendur um skólalífið. Meira
1. júní 1996 | Erlendar fréttir | 45 orð

Reuter Króati játar stríðsglæpi UNGUR Króat

UNGUR Króati brotnaði saman og grét í dómssal stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag í gær, er hann játaði að haf tekið þátt í fjöldamorðum á óvopnuðum múslimum. Erdemovic er 24 ára og fyrsti maðurinn sem játar sig sekan fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 353 orð

Rússar bjóða fram auknar veiðiheimildir

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að næstu daga verði gerð úrslitatilraun til að ná samningum um veiðar íslenskra skipa í Smugunni í Barentshafi. Hann segir að Vladímír Korelskí, sjávarútvegsráðherra Rússlands, hafi á fundi þeirra í gær lýst áhuga á að leysa deiluna og boðið Íslendingum meiri veiðiheimildir en áður. Meira
1. júní 1996 | Erlendar fréttir | 127 orð

Segir hættuástand í Norður-Kóreu

WALTER Mondale, sendiherra Bandaríkjanna í Japan, lýsti því yfir að ástandið í Norður-Kóreu væri óljóst, en efnahagsvandi landsins gæti leitt stjórnina í Pyongyang til að grípa til örþrifaráða með ófyrirsjánlegum afleiðingum. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

SENDIHERRA Nor

SENDIHERRA Noregs á Íslandi, Nils O. Dietz, opnar sýningu, "Norsk Olympisk Design", í Ráðhúsi Reykjavíkur, í dag kl. 15. Sýningin fjallar um hina yfirgripsmiklu hönnunarvinnu, sem fram fór vegna XVII. Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer. Meira
1. júní 1996 | Miðopna | -1 orð

,Sérstök tilfinning að leika á hljóðfærið RÖGNVALDUR Sigurjónsson píanóleikari

RÖGNVALDUR Sigurjónsson píanóleikari lék á flygil Horowitz í gær í hljóðfæraverslun Leifs H. Magnússonar og líkaði vel. "Munurinn á þyngd nótnanna á þessum og venjulegum flygli er minni en ég bjóst við þó að þær séu mun léttari en á öðrum flyglum. Ég lék aðeins á hann á fimmtudaginn og fór heim eftir það og horfði á myndband af Horowitz að leika á sama hljóðfærið. Meira
1. júní 1996 | Landsbyggðin | 184 orð

Síkátur sjóari í Grindavík

"Sjóarinn síkáti" fagnar gestum Grindavíkur fram yfir helgina, því íbúar sjávarþorpsins láta sér ekki nægja að halda sjómannadaginn hátíðlegan á sunnudag, heldur hafa blásið til margra daga sjómannahátíðar og saltfisksævintýris. Merki hátíðarinnar er kátur karl í sjóstakki. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Sjómannamessa í Bústaðakirkju

Á SJÓMANNADAGINN verður sjómannamessa í Bústaðakirkju kl. 11 árdegis. Ræðumaður verður Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans. Í messunni verður flutt tónverk Sigfúsar Halldórssonar sem hann nefnir Þakkargjörð. Þetta tónverk samdi Sigfús og tileinkaði íslenskri sjómannastétt. Organist kirkjunnar, Guðni Þ. Guðmundsson, hefur útsett tónverkið fyrir orgel og kór. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 146 orð

Skarðsbók postulasagna send utan til viðgerðar

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að heimila flutning Skarðsbókar postulasagna úr Árnastofnun til viðgerðar í Bretlandi. Sigurgeir Steingrímsson aðstoðarforstöðumaður Árnastofnunar segir að viðgerðin muni kosta rúmar þrjár milljónir króna og verður bókin send utan í haust. Meira
1. júní 1996 | Erlendar fréttir | 530 orð

Stuðningur á Vesturlöndum en áhyggjutónn í arabaríkjum

VIÐBRÖGÐ við úrslitum kosninganna í Ísrael hafa verið með ýmsu móti, allt frá varkárni á Vesturlöndum til áhyggjutóns í arabaríkjum. Issa Darwich, sendiherra Sýrlendinga í Egyptalandi, gekk svo langt að segja að efndi Benjamin Netanyahu, sigurvegari kosninganna, Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 284 orð

Sýnir að gagnrýni var réttmæt

ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður segir að ákvörðun útvarpsréttarnefndar á fundi í fyrradag um að veita Bíórásinni hf., vilyrði fyrir þremur leyfum til endurvarps á dagskrá og afturkalla eitt leyfi frá hverri hinna sjónvarpsstöðvanna, þar á meðal mánaðargamalt leyfi Sýnar, Meira
1. júní 1996 | Smáfréttir | 61 orð

TALMEINAFRÆÐINGAR, áður í Skipholti 50b, hafa flutt

TALMEINAFRÆÐINGAR, áður í Skipholti 50b, hafa flutt starfsemi sína í Bolholt 6pog starfa nú undir heitinu Talþjálfun Reykjavíkur ehf. Eins og áður er boðið upp á greiningu, ráðgjöf og meðferð allra tal- og málmeina barna og fullorðinna. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Tækniskólin brautskráir 75

LAUGARDAGINN 25. maí voru 75 nemendur brautskráðir frá Tækniskóla Íslands. Þar af luku liðlega 30 raungreinadeildarprófi sem veitir rétt til náms í tæknifræði eða annars náms á háskólastigi. Tæknifræðingar með BS-próf voru 14, átta iðnaðartæknifræðingar og sex byggingatæknifræðingar. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

Verðmæt fiskimið í kringum Kolbeinsey

EF Kolbeinsey hverfur í hafið tapa Íslendingar 9.400 ferkílómetra lögsögu eða nokkuð stærra svæði en Vestfjörðum. Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, segir að í kringum Kolbeinsey séu verðmæt fiskimið. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 304 orð

Vilyrði um bráðabirgðaleyfi Stöðvar 3 afturkallað

HÉR fer á eftir bréf Útvarpsréttarnefndar til Íslenska sjónvarpsins hf. dagsett 30. maí. "Í bréfi Útvarpsréttarnefndar til yðar dags. 29. ágúst 1995 var yður tilkynnt að á fundi nefndarinnar 28. ágúst 1995 hefði verið samþykkt að veita Íslensku sjónvarpi hf. leyfi til þriggja ára til dreifingar fimm sjónvarpsdagskráa á 2,5 GHz tíðnisviðinu. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 1054 orð

Vinnubrögð RLR stórlega ámælisverð að mati héraðsdóms

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Magnús Hreggviðsson, stjórnarformann og stjórnanda Frjáls Framtaks hf., af ákærum um rangfærslur í bókhaldi og ársreikningum og fyrir rangar tilkynningar til hlutafélagaskrár um innborgun 41,9 m.kr. hlutafjár í félaginu. Dómurinn telur Magnús þó hafa gerst sekan um flest þau atriða sem hann var ákærður fyrir en sýknan byggist á því að sök sé fyrnd. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 174 orð

Víðtæk sögusýning í MR

SÖGUSÝNING í tilefni af 150 ára afmæli Menntaskólans í Reykjavík hefst í þremur byggingum skólans á sunnudag. Leitast er við að bregða upp svipmyndum af ýmsum þáttum skólalífsins í hálfa aðra öld og af sögu Menntaskólahússins. Meðal merkra atburða má nefna að þar var Alþingi endurreist og þjóðfundurinn, stjórnlagaþing Íslendinga, haldið. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 440 orð

"Vonum að gjöfin skapi fordæmi"

DAVÍÐ S. Jónsson forstjóri og börn hans afhentu Menntaskólanum í Reykjavík húseignina og lóðina að Þingholtsstræti 18 að gjöf við 150. skólaslit MR á fimmtudag, til minningar um eiginkonu Davíðs, Elísabetu Sveinsdóttur sem lést fyrir skömmu. Að sögn Ragnheiðar Torfadóttur rektors er þetta höfðinglegasta gjöf sem skólanum hefur nokkru sinni borist. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Vörukynningar á Löngum laugardegi

LANGUR laugardagur er í dag, laugardaginn 1. júní, við Laugaveg og nágrenni. Í samvinnu við ÍTR verða sett upp margs konar leiktæki á víð og dreif um Laugaveg, Bankastræti og Skólavörðustíg. Einnig verður í boði andlitsmálun fyrir börnin. Vörukynningar verða á svæðinu, m.a. hjá versluninni Mitt í náttúrunni á Laugavegi 53. Meira
1. júní 1996 | Smáfréttir | 36 orð

ÞEIR sem útskrifuðust vorið 1990 úr Garðas

ÞEIR sem útskrifuðust vorið 1990 úr Garðaskóla í Garðabæætla að hittast og rifja upp gömul kynni. Þessi endurfundur mun eiga sér stað laugardaginn 1. júní kl. 20.30 á veitingastaðnum Óðali, í Austurstræti. Ýmsar uppákomur verða á staðnum. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Þjófnaðir fyrir hundruð þúsunda

TVÖ innbrot, þar sem miklum verðmætum var stolið, voru kærð til lögreglu á fimmtudag og vinnur Rannsóknarlögregla ríkisins að rannsókn málanna. Brotist var inn á réttingaverkstæði við Bíldshöfða aðfaranótt fimmtudags og þaðan stolið handverkfærum, sem eigandi verkstæðisins metur á mörg hundruð þúsund krónur. Þá var einnig brotist inn í Hlíðaskóla við Hamrahlíð. Meira
1. júní 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Þórisárkumlið skipar stóran sess

Egilsstöðum-Minjasafn Austurlands hefur verið opnað formlega í eigin húsnæði á Egilsstöðum. Það er í Safnahúsi Austurlands þar sem bæði Héraðsskjalasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa hafa einnig aðsetur. Minjasafnið var stofnað 1943 og einkennist saga þess af húsnæðishraki og flutningum. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Þrjár ferðir eldri borgara

Á VEGUM Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, verða farnar þrjár lengri ferðir í sumar. Þann 10. júní nk. fimm daga ferð um Snæfellsnes og Vesturbyggð, Látrabjarg og Keflavíkurbjarg. Fararstjóri verður Pétur H. Ólafsson. 7. ágúst verður farin þriggja daga ferð í Húnaþing, fararstjóri í þeirri ferð verður Baldur Sveinsson. Að síðustu verður farið 30. Meira
1. júní 1996 | Innlendar fréttir | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

1. júní 1996 | Leiðarar | 555 orð

LEIDARI 20 ÁR FRÁ FULLNAÐARSIGRI Í ÞORSKASTRÍÐI DAG ERU

LEIDARI 20 ÁR FRÁ FULLNAÐARSIGRI Í ÞORSKASTRÍÐI DAG ERU 20 ár liðin frá því er fullnaðarsigur vannst í landhelgismálinu og Bretar viðurkenndu 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslands. 1. Meira
1. júní 1996 | Staksteinar | 273 orð

Mikilvirkasta sparnaðarleiðin

LÍFEYRISSJÓÐIR hafa á síðustu áratugum verið nánast eina marktæka peningalega sparnaðarleið Íslendinga, þótt fleiri leiðir hafi komið til síðustu árin. SAL-FRÉTTIR, fréttabréf Sambands almennra lífeyrissjóða, víkur í forystugrein að fyrirkomulagi þessara mála hér á landi. Þrjú þrep lífeyris Meira

Menning

1. júní 1996 | Fólk í fréttum | 280 orð

Ástin sigrar hæðarmuninn

SÆNSKU hjónin Ulla og Bernt Edlund vekja oftast töluverða eftirtekt þegar þau ganga um stræti heimabæjar síns, Halmstad. Bernt er nefnilega 180 sentimetrar á hæð, en Ulla 82 sentimetrum lágvaxnari, 98 sentimetrar á hæð. Ulla er minnsta kona Svíþjóðar og álíka há í loftinu og þriggja ára barnabarn systur hennar. Meira
1. júní 1996 | Fólk í fréttum | 211 orð

Fermingarbörn gefa gjafir

Á NÝLIÐNUM vetri söfnuðust á þriðja hundrað þúsund krónur meðal fermingarbarna Kjalarnessprófastsdæmis. Fyrir þetta söfnunarfé voru keypt húsgögn í skólastofur á Indlandi og nytjahlutir fyrir æskufólk í Súðavík og á Flateyri. Mánudaginn 26. maí sl., annan í hvítasunnu, fór fram afhending þessara gjafa. Meira
1. júní 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Fyndinn förunautur

KATE Moss, fyrirsætan hugumprúða, hefur átt misdularfulla elskhuga síðustu misseri eða allt frá því hún sagði skilið við Johnny Depp. Hún mætti til hátíðarkvöldverðar New York-ballettsins ásamt ónefndum hjartaknúsara fyrir skömmu. Meira
1. júní 1996 | Fólk í fréttum | 65 orð

Gengið í Kaliforníu

LEIKKONAN Frances Fisher,sem eitt sinn átti í ástarsambandi við Clint Eastwood, var meðal þátttakenda í góðgerðargöngu sem farin var í Kaliforníu á dögunum. Með henni var dóttir þeirra, Francesca, en þær komu alla leið frá Kanada til að taka þátt í göngunni. Frances skildi við Clint snemma á síðasta ári, eftir sex og hálfs árs samband. Meira
1. júní 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Götuspjall

SEAN Lennon, sonur hins víðfræga tónlistarmanns Johns Lennons, virðist ekki hafa áttað sig á þeirri vísindalegu sönnuðu staðreynd að reykingar eru hættulegar. Hann tók sér reykingapásu fyrir utan reyklausa byggingu í New York nýlega og notaði tækifærið til að fara með gamanmál. Með honum á myndinni er vinkona hans, Sarah. Meira
1. júní 1996 | Fólk í fréttum | 48 orð

Kveður með látum

HELEN Mirren yfirgefur "Prime Suspect"-sjónvarpsþættina bresku með miklum látum. Leikkonan enska, sem er 49 ára, kemur allsnakin fram í ástaratriði með yfirmanni sínum. Með þessu atriði lýkur fimmtu röð þessara vinsælu þátta, en hún fjallar um fíkniefnaheiminn í London. Ekki verða gerðar fleiri "Prime Suspect"-þáttaraðir. Meira
1. júní 1996 | Fólk í fréttum | 85 orð

Sir Anthony heiðraður enn og aftur

SVO VIRÐIST sem Sir Anthony Hopkins hafi hlotið öll verðlaun sem leikarar eiga kost á að hljóta. Hann varð um daginn fyrsti leikarinn utan Bandaríkjanna til að hljóta hin svokölluðu Spencer Tracy-verðlaun. Meira
1. júní 1996 | Fólk í fréttum | 108 orð

Trufluð tilvera í Sambíóunum

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga bresku kvikmyndina Trufluð tilvera, "Trainspotting", einhverja umtöluðust kvikmynd Breta á síðustu árum. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók Irvine Welsh sem síðar færði verkið upp á sviði og fjallar um ungt fólk í Skotlandi nútímans, fólk sem lært hefur að bjarga sér á götunni í harðri lífsbaráttu á tímum glæpa og atvinnuleysis. Meira
1. júní 1996 | Fólk í fréttum | 79 orð

Vill ekki verða kóngur

PRINSINN ungi, Vilhjálmur, sonur þeirra Karls og Díönu, hefur hneykslað fjölskyldu sína með þeim ummælum að hann hafi engan hug á því að verða kóngur í Bretlandi, en Vilhjálmur er arftaki krúnunnar á eftir föður sínum. Bresk blöð segja þó að Karl hafi tekið ummælum sonarins með hæglæti en Díana væri að reyna að hafa áhrif á afstöðu Vilhjálms. Meira

Umræðan

1. júní 1996 | Kosningar | 215 orð

18 sjónvarpsþættir með forsetaframbjóðendum

KRISTJÁN Torfason lögfræðingur heldur því fram í bréfi um forsetakjör, sem birtist í Morgunblaðinu 30. maí, að Ólafur Ragnar Grímsson hafi einn forsetaframbjóðenda ekki lýst áhuga á meiri umfjöllun Ríkissjónvarps um forsetakosningar. Meira
1. júní 1996 | Kosningar | 355 orð

"Að verma sitt hræ við annarra eld..."

Í tímaritinu Séð og heyrt, nr. 1 1996, sem nú nýlega kom fyrir augu mín, er frásögn Ólafs Ragnars Grímssonar af brúðkaupi á vegum aðalræðismanns Íslands í New Delhi í Indlandi, Nand Khema. Ólafur var boðinn í brúðkaup þetta ásamt konu sinni. Þar segir svo: "Að frumkvæði Ólafs Ragnars og Sigurðar Helgasonar, fyrrum forstjóra Flugleiða, var Khemka gerður að aðalræðismanni Íslands á Indlandi. Meira
1. júní 1996 | Aðsent efni | 427 orð

Ein mikilvægasta spurning stjórnenda er: Hvað má það kosta?

EIN mikilvægasta spurning flestra stjórnenda varðar hvað framleiðsluvörur eða þjónusta fyrirtækja þeirra eða stofnana megi kosta. Dr. Thomas T. Nagle hjá Strategic Pricing Group í Boston hefur ritað athyglisverða bók um þetta efni sem prófessor Philip Kotler hefur sagt að sé það besta sem gefið hafi verið út á sviði verðlagningar. Bókin nefnist The Strategy and Tactics of Pricing. Dr. Meira
1. júní 1996 | Aðsent efni | 337 orð

Endurgreiðsla virðisauka af flotgöllum

ÞAÐ HEFUR verið mikið baráttumál undanfarin ár að fá sjómenn til þess að nota frekar en gert er flotvinnugalla við störf úti á sjó. Þetta er einn af mörgum þáttum sem brýna þarf í öryggismálum sjómanna. Meira
1. júní 1996 | Kosningar | 359 orð

Er forseti til sölu?

ÞAÐ er umhugsunarefni, nú þegar forsetakosningar fara í hönd, að markaðssetning og auglýsingamennska skuli skipa slíkt öndvegi í kosningabaráttunni og raun ber vitni. Máttur auglýsinganna er mikill, svo mikill að auglýsingastofunum tekst jafnvel að framkvæma þvílík hamskipti á persónuleika og fasi sumra frambjóðendanna að þeir þekkjast varla sem sama fólkið. Meira
1. júní 1996 | Aðsent efni | 685 orð

Hafnaraðstaða er nauðsyn

MIKIL uppbygging er og hefur átt sér stað í Kópavogi undanfarin ár. Verið er að brjóta nýtt land undir atvinnustarfsemi sem og ný íbúðarhverfi. Kópavogur er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og að honum liggja góðar umferðaræðar til allra átta. Þessi nýju atvinnusvæði bjóða því upp á mikla möguleika. Meira
1. júní 1996 | Aðsent efni | 665 orð

Hvað er að löggæslunni í Reykjavík?

NÚ Á síðari árum hefur það færst svo mjög í vöxt, að bílar séu númerslausir á götum Reykjavíkur, að nú get ég ei orða bundist. Þeir skipta hundruðum, en eru þó með númer ýmist að aftan eða framan. Meira
1. júní 1996 | Aðsent efni | 396 orð

Réttindi starfsfólks Pósts og síma enn í lausu lofti

VEGNA yfirlýsinga samgönguráðherra og formanns samgöngunefndar um meint samráð við starfsfólk Pósts og síma og stöðu réttindamála þeirra í umræðum á Alþingi um hlutafélagsvæðingu stofnunarinnar teljum við nauðsynlegt að upplýsa almenning um nokkrar staðreyndir málsins. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, lýsti því yfir í umræðum á Alþingi miðvikudaginn 29. Meira
1. júní 1996 | Kosningar | 357 orð

Skilaðu kveðju til Vigdísar forseta

Í ÞAU RÚM fjögur ár sem ég hef búið meðal frænda okkar Svía hef ég merkt svo ekki verður um villst að hér eru menn afar hrifnir af frú Vigdísi Finnbogadóttur. Svíum er algerlega fyrirmunað að skilja hvers vegna þessi "glæsilega, virðulega og greinda kona" ákveður nú að draga sig í hlé. Meira
1. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 475 orð

SVR ­ öruggur ferðamáti

ÁHERSLA á öryggismál er ríkur þáttur í starfi SVR bæði hvað snertir farþegana og akstur í umferðinni. Á virkum dögum fara um 25 þúsund farþegar með vögnum SVR og á ári er fjöldi farþega 7­8 milljónir. Farþegum hefur fjölgað um 2­3% á ári síðastliðin 3 ár. Sama þróun hefur verið á Norðurlöndum undanfarið og mun víðar í Evrópu. Á annatímum eru 63 vagnar í akstri hjá SVR. Meira
1. júní 1996 | Kosningar | 317 orð

Um hlutverk forseta

Í UMRÆÐUM um forsetakjörið hafa a.m.k. tveir stjórnmálamenn látið í ljós þá skoðun að forsetaembættið sé valdalaus tignarstaða sem gjarnan mætti leggja niður. Þarna eru greinilega stjórnlyndismenn á ferð sem álíta að fólk eigi ekki að hafa önnur afskipti af störfum valdamanna en þau að kjósa þá á fjögurra ára fresti. Þeir munu einnig lítt hrifnir af þjóðaratkvæðagreiðslum. Meira

Minningargreinar

1. júní 1996 | Minningargreinar | 972 orð

Benedikt Þórarinsson

Benedikt Þórarinsson, bóndi í Stóra-Skógi, er látinn tæplega 93 ára að aldri. Frá þriggja ára aldri og fram til sautján ára aldurs dvaldist ég á hverju sumri í Stóra-Skógi hjá Benedikt og Guðnýju, konu hans, sem var móðursystir mín. Þau reyndust mér alla tíð sem bestu fósturforeldrar. Á hverju vori taldi ég dagana þangað til ég mætti fara í sveitina. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 630 orð

Benedikt Þórarinsson

Þeim fækkar nú óðum sem fæddust á morgni aldarinnar. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni, þegar öldungar fá hvíld að afloknu löngu og farsælu dagsverki. En óneitanlega verður ávallt skarð fyrir skildi, þegar gamlir vinir kveðja. Benedikt í Skógi var kominn um fimmtugt, þegar kynni okkar hófust nokkuð að marki. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 245 orð

BENEDIKT ÞÓRARINSSON

BENEDIKT ÞÓRARINSSON Benedikt Þórarinsson bóndi og hreppstjóri í Stóra-Skógi í Miðdölum var fæddur á Svarfhóli í sömu sveit 7. júlí árið 1903. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 17. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórarinn Baldvinsson bóndi þar og Signý Guðmundsdóttir, kona hans. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 416 orð

Björn Ívarsson

Hann Bassi vinur okkar er horfinn af þessu jarðneska lífi langt um aldur fram. Það voru mikil sorgartíðindi þegar okkur voru sagðar þessar fréttir enda stutt á milli högga. Það er ekki nema rúm vika síðan við stóðum við gröf dóttur hans sem var okkur svo kær. Eitt er víst að þú ferð beint í ljósið því verkin þín bera ekki vitni um annað. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 406 orð

Björn Sigurður Ívarsson

Þegar maðurinn með ljáinn geysist af stað og heggur djúp skörð með svo stuttu millibili á sama stað, stöndum við sem eftir erum hérna megin strandarinnar magnvana og orðlaus yfir því hversu mikið er lagt á eina fjölskyldu. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 173 orð

Björn Sigurður Ívarsson

Fegurð okkar byggðarlags er mikil á þessum árstíma þegar sólargangurinn er hvað lengstur og kvöldfegurðin er óviðjafnanleg er sól gengur til viðar og gylltir logar hennar leika um spegilsléttan hafflötinn, eyjarnar á Skagafirði og fjallahringinn. Þrátt fyrir alla þessa fegurð vitum við tvennt: Að við munum syrgja, jafnframt því að við verðum fyrir vonbrigðum, og að dauðinn bíður okkar. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 289 orð

BJöRN SIGURÐUR ÍVARSSON

BJöRN SIGURÐUR ÍVARSSON Björn Sigurður Ívarsson var fæddur á Hofsósi 9. janúar 1942. Hann lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki aðfaranótt sunnudagsins 26. maí síðastliðinn. Foreldrar Björns voru Ívar Skarphéðinn Björnsson frá Hofsósi, f. 6.9. 1918, d. 7.12. 1991, og Aðalbjörg Rósa Kjartansdóttir frá Hvammi í Þistilfirði, f. 10.9. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 121 orð

Björn Sigurður Ívarsson Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó

Elsku afi minn, takk fyrir allar stundirnar okkar saman og allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig. Núna ert þú kominn til guðs og Söndru okkar. Ég ætla að passa hana ömmu mína vel og vera góður drengur. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 264 orð

Guðrún Stefánsdóttir

Guðrún Stefánsdóttir frænka okkar ólst upp í stórum systkinahópi á Miðbæ. Þegar elsti bróðirinn, Arnljótur, lést árið 1924 gekk Guðrún til allra verka með föður sínum. Vinnudagurinn varð því snemma langur. Heimilið á Miðbæ var stórt og í mörg horn að líta. Guðrún sinnti alltaf útiverkum ekki síður en inniverkum og sló aldrei slöku við. Á veturna fór Guðrún í vinnu til Reykjavíkur. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 99 orð

GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR

GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR Guðrún Stefánsdóttir fæddist á Hnappavöllum í Öræfum 15. október 1912. Hún lést á dvalarheimilinu Skjólgarði á Höfn 24. maí síðastliðinn eftir langvarandi veikindi. Foreldrar hennar voru Stefán Þorláksson, f. 14.10. 1878, d. 17.1. 1969, og Ljótunn Pálsdóttir, f. 2.5. 1882, d. 21.12. 1955. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 652 orð

Ólöf Kristinsdóttir

Okkur er öllum úthlutaður tími í þessu jarðlífi, mislangur þó. Sumir fá aðeins að lifa morgun lífsins, en aðrir lifa að sjá kvöldsólina og jafnvel fram í myrkur. Þannig var það með þessa kæru frænku mína, sem nú hverfur úr þessari jarðvist. Hún náði öllum deginum, alveg fram í myrkur - já, hún náði næstum í heila öld. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 132 orð

ÓLöF KRISTINSDÓTTIR

ÓLöF KRISTINSDÓTTIR Ólöf Anna Kristinsdóttir var fædd á Siglufirði 24. september 1902. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 24. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Marsibil Ólafsdóttir og Kristinn Þorláksson. Hálfbróðir hennar, sammæðra, var Jóhann Þorfinnsson, hann er látinn. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 371 orð

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir

Elsku mamma mín, ég vil óska þér góðrar ferðar og yndislegrar heimkomu til nýja heimalandsins, þar sem hann elsku pabbi bíður með opinn faðminn. Mig langar að þakka þér allt sem við áttum saman og fyrir öll elskulegheitin við mig. Eyfa og krakkana. Í fyrsta sæti komum við alltaf, stelpurnar þínar og fjölskyldur. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 255 orð

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir

Í dag kveðjum við hana ömmu okkar, Veigu, hinstu kveðju. "Margs er að minnast og margt er hér að þakka" eins og segir í sálminum, og svo sannarlega eigum við ýmsar minningar tengdar ömmu. Það var ekki svo sjaldan sem fjölskyldan safnaðist saman við hin ýmsu tækifæri, hvort sem var farið í ferðalög eða hist á heimili ömmu og afa eða dætra þeirra. T.d. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 318 orð

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir

Amma okkar hún Veiga er dáin. Okkur bræðurna langar að kveðja hana með nokkrum orðum og þakka henni fyrir allt gott sem hún gerði fyrir okkur, en á okkar yngri árum vorum við í umsjá hennar og afa, ef pabbi og mamma þurftu að fara í burtu. Okkur er báðum í fersku minni stundirnar á Klapparstígnum í Njarðvík. Hún tók ávallt á móti okkur með fullt hús af bakkelsi og mat. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 173 orð

RANNVEIG JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR

RANNVEIG JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR Rannveig Jónína Guðmundsdóttir var fædd á Orrustustöðum, Vestur-Skaftafellssýslu, 2. apríl 1922. Hún lést á dvalarheimilinu Víðihlíð í Grindavík á hvítasunnudag, 26. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Bjarnason bóndi, f. 21. mars 1891, d. 7. júní 1964, og Emilía Pálsdóttir, f. 1. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 72 orð

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir Elsku amma okkar, þú varst alltaf svo blíð og góð og okkur fannst alltaf svo gott að heimsækja

Elsku amma okkar, þú varst alltaf svo blíð og góð og okkur fannst alltaf svo gott að heimsækja þig. Þú vildir alltaf vera að gefa okkur eitthvað, þú sagðir alltaf: "Fáið ykkur namm, greyin mín." Nú ertu komin til afa Jóns og nú líður þér vel. Þú ortir í sandinn og aldan tók það burt. Við elskum þig af öllu hjarta og minnumst þín ætíð, elsku amma. Rannveig og Gígja. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 38 orð

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir Elsku langamma, Guð geymi þig. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji

Elsku langamma, Guð geymi þig. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þínir vinir, Svavar Skúli og Magni Þór. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 124 orð

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir Þegar við setjumst niður til að minnast ömmu okkar koma margar góðar minningar upp í hugann.

Þegar við setjumst niður til að minnast ömmu okkar koma margar góðar minningar upp í hugann. Flestar minningarnar tengjast Klapparstígnum. Þar var alltaf tekið svo vel á móti okkur. Amma gladdist mjög þegar dætur hennar og fjölskyldur þeirra komu saman. Efst í huga eru mörg gamlárskvöld þar sem fjölskyldan sameinaðist. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 380 orð

Sandra Dröfn Björnsdóttir

Þegar ég frétti að Sandra væri dáin var eins og allt yrði tómt í kringum mig. Þennan mánudag var ég í besta skapi því ég hafði verið að klára síðasta prófið mitt líkt og Sandra fyrr um daginn, en hún var þá þegar á leiðinni heim. Þessi dagur breyttist svo skyndilega í ömurlegasta dag lífs míns. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 230 orð

Sandra Dröfn Björnsdóttir

Það er alveg víst að ég mun aldrei gleyma mánudeginum 13. maí, deginum þegar hringt var til mín til Reykjavíkur og mér sagt að Sandra vinkona mín hefði látist í bílslysi fyrr um daginn. Ég trúði þessu ekki og enn í dag finnst mér þetta jafn ótrúlegt. Það gat ekki verið að það væri búið að taka þig frá okkur, þú varst of ung og áttir eftir að gera svo margt, hlutverki þínu hér gat ekki verið lokið. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 30 orð

SANDRA DRöFN BJÖRNSDÓTTIR

SANDRA DRöFN BJÖRNSDÓTTIR Sandra Dröfn Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 15. mars 1979. Hún lést af slysförum á Sauðárkróki 13. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hofsóskirkju 18. maí. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 798 orð

Þóra Kristín Sveinsdóttir

Hvernig á bróðir að skrifa eftir systur sína? Verður það ekki um of hlaðið tilfinningum og þar með firrt veruleika? Slíkar og þvílíkar spurningar koma fram í hugann, þegar leiðir skilur. Við ólumst upp saman og vorum samrýnd, þótt lundarfarið væri nokkuð ólíkt. Hún var að skapferli líkari föður sínum en móður og duldi það ekki. Hún var opinská og hreinlynd og krafðist þess sama af öðrum. Meira
1. júní 1996 | Minningargreinar | 342 orð

ÞÓRA KRISTÍN SVEINSDÓTTIR

ÞÓRA KRISTÍN SVEINSDÓTTIR Þóra Kristín var fædd á bænum Sneis í Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 24. febrúar 1926. Hún andaðist í borginni Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum kl. 8 að kveldi 27. maí síðastliðinn að staðartíma, en kl. 1 aðfaranótt 28. maí að íslenskum tíma. Meira

Viðskipti

1. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 132 orð

Alitalia sekkur enn dýpra

ÍTALSKA ríkisflugfélagið Alitalia var rekið með auknu tapi á fyrsta ársfjórðungi 1996, en verið er að leggja síðustu hönd á fimm ára áætlun, sem á að bjarga félaginu. Tapið á fyrsta ársfjórðungi nam 272.3 milljörðum líra eða 176 milljónum dollara, sem er 48 milljarða líra aukning síðan á fyrsta ársfjórðungi 1995. Meira
1. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Annað verðstríð á Ermarsundi

NÝTT verðstríð er hafið milli fyrirtækisins Eurotunnel, sem rekur Ermarsundsgöngin, og fyrirtækja, sem halda uppi ferjusiglingum um Ermarsund, og hafa báðir aðilar boðið farmiða með afslætti og ódýran tollfrjálsan varning. Meira
1. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 45 orð

Cargolux bezta fraktflugfélagið"

CARGOLUX hefur verið kosið bezta fraktflugfélag ársins" af lesendum blaðsins Air Cargo News í Bretlandi samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Verðlaun af þessu tilefni hafa verið afhent við athöfn í London. Félagið hefur tvisvar sinnum áður hlotið þessi verðlaun: 1991-1992 og 1994-1995. Meira
1. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 376 orð

Endurskoðun hafin á upplýsingakerfum ríkisins

RÍKISENDURSKOÐUN er að hefja úttekt á upplýsingakerfum hins opinbera og hagkvæmni þeirra. Er gert ráð fyrir því að um 3-4 starfsmenn stofnunarinnar muni sinna þessu verkefni og að það muni standa yfir næstu þrjú ár. Þá er stofnunin einnig að fikra sig áfram á sviði umhverfisendurskoðunar en það verkefni er skemmra á veg komið. Meira
1. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 276 orð

Enn svigrúm til lækkana á húsbréfakröfu

NOKKUÐ hægði á vaxtalækkunum í gær og virtist sem vaxtastigið væri óðum að ná jafnvægi eftir hinar miklu lækkanir undanfarna daga. Lítilsháttar viðskipti áttu sér stað með 20 ára spariskírteini á ávöxtunarkröfunni 5,18%, en að sögn Davíðs Björnssonar, deildarstjóra verðbréfamiðlunar Landsbréfa, virtist ávöxtunarkrafa bréfanna hafa náð jafnvægi í kringum 5,2%, Meira
1. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 210 orð

Flugfélög í V-Evrópu með fyrsta hagnað frá 1989

FLUGFÉLÖG í Vestur-Evrópu skiluðu til samans hagnaði í fyrsta skipti síðan 1989 í fyrra, en afkoman var mjög misjöfn eftir félögum. Evrópusamband flugfélaga (AEA) segir í tilkynningu að uppsafnað tap á þessu tímabili hafi numið 7,5 milljörðum dollara, eða sem samsvarar um 500 milljörðum króna, og nettóhagnaður upp á einn miljjarð dollara bendi varla til hestaheilsu. Meira
1. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 81 orð

France Telecom breytt í hlutafélag

FRANSKA ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp um að breyta ríkisfjarskiptafyrirtækinu France Telecom í hlutafélag og sala 49% hlutabréfa í eigu ríkisins fer fram á fyrri árshelmingi 1997. France Telecom verður hlutafélag frá 1. janúar 1997, en ríkið heldur 51% eignarhlut og 10% verða lögð til hliðar handa starfsfólki. Meira
1. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 65 orð

Hagnaður í skugga misræmis"

DEUTSCHE Bank AG, stærsti banki Þýzkalands, hermir að nettóhagnaður hans hafi aukizt um 32% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, en bætt afkoma bankans hverfur í skugga fjárhagserfiðleika eins þeirra fyrirtækja sem bankinn á hlut í, Klöckner- Humboldt-Deutz AG. Meira
1. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 167 orð

Skuldabréfaútboð Nýherja fer vel af stað

ÚTBOÐ er hafið á skuldabréfum Nýherja hf. að upphæð 200 milljónir króna. Í boði eru 3 flokkar skuldabréfa til 3, 5 og 7 ára og bera þeir allir fasta vexti 6,25%. Tilgangur þessa skuldabréfaútboðs er fyrst og fremst að lækka skammtímaskuldir fyrirtækisins og draga úr vaxtakostnaði. Meira
1. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 668 orð

Tvöfalda þarf raforkuframleiðslu verði af framkvæmdum

LANDSVIRKJUN þyrfti að tvöfalda núverandi raforkuframleiðslugetu sína ef af byggingu álvers á Keilisnesi verður. Bygging álversins hefur fengið byr undir báða vængi að nýju, en þessum áformum var ýtt til hliðar árið 1991 eftir að ál féll í verði. Fyrirtækin þrjú sem mynda Atlantálhópinn, þ.e. Meira

Daglegt líf

1. júní 1996 | Neytendur | 160 orð

140 gerðir af kaffivélum fáanlegar hérlendis

ÞAÐ vefst líklega fyrir mörgum hvaða kaffivél á að kaupa því samkvæmt markaðskönnun sem gerð var á vegum Neytendablaðsins nýlega eru um 140 mismunandi gerðir af sjálfvirkum kaffikönnum til sölu hér á landi. Um er að ræða 112 hefðbundnar kaffivélar og 26 vélar til að búa til expressó og cappuccino. Meira
1. júní 1996 | Neytendur | 63 orð

Frumbyggjavörur í Hagkaup

Frumbyggjavörur í Hagkaup Í Hagkaup eru nú til sölu handgerðar vörur sem í fréttatilkynningu frá Hagkaup eru sagðar unnar af frumbyggjum í Víetnam sem lifa einangruðu lífi við frumstæð skilyrði í fjallahéruðum landsins. Er um að ræða handgerða dúka, snyrtitöskur, blómavasa, smágerð skip og handunnin húsgögn. Meira
1. júní 1996 | Neytendur | 262 orð

Heitt í kolunum

"Til eru margar tegundir af marineringum og eru ýmsir sem eiga eigin uppskrift", segir Árni. -En til hvers er marinerað? "Fyrst og fremst til að gefa hráefninu bragð. Flestar marineringar innihalda einhverja sýru sem hjálpar til við að gera kjötið meyrt. Meira
1. júní 1996 | Neytendur | 216 orð

Nokkur ráð fyrir þvottinn

Nokkur ráð fyrir þvottinn ÞAÐ er með ýmsum ráðum hægt að láta tauið líta betur út eftir þvott en ella og hér koma nokkrar ábendingar sem við rákumst á í tímaritinu First. 1. Edik mýkir bómull, afrafmagnar fötin og gerir að verkum að flíkurnar láta síður lit. Blandið í mesta lagi einum fjórða úr bolla í vatnið þegar vélin er að skola þvottinn. Meira
1. júní 1996 | Neytendur | 789 orð

Opið eftir kröfum neytenda

KAUPMANNASAMTÖK Íslands stóðu nýlega fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni "Langur afreiðslutími í verslunum, til hvers- fyrir hverja". Mörg framsöguerindi voru flutt á fundinum og voru langflestir á þeirri skoðun að krafa um lengri afgreiðslutíma verslana væri sett fram af neytendum sem vilja hafa verslanir opnar þegar þeir þurfa á því að halda. Meira
1. júní 1996 | Neytendur | 81 orð

Rétt litaval á snyrtivörum auðveldað með litaviftum

NÝTT hjálpartæki til að velja sér varalit og aðrar snyrtivörur er nú komið á markað hérlendis. Hjálpartækið kallast á ensku Cosmetic Color Guide og samanstendur það af fjórum fjörutíu lita viftum þar sem ein vifta er fyrir hverja árstíð. Vifturnar eru fyrst og fremst ætlaðar til að hjálpa afgreiðslufólki í snyrtivöruverslunum við að leiðbeina viðskiptavinum sínum um litaval. Meira
1. júní 1996 | Neytendur | 120 orð

Stutt þvottakerfi og lægra hitastig

Sparnaður á rafmagni Stutt þvottakerfi og lægra hitastig VENJULEGAR uppþvottavélar nota um 2 kwh í hvern uppþvott. Sé þvegið einu sinni á dag allan ársins hring er ársnotkunin 730 kWh og kostnaðurinn því á sjötta þúsund krónur á ári. Meira

Fastir þættir

1. júní 1996 | Í dag | 409 orð

AÐ fer ekki á milli mála að sjónvarpsverslun hefur náð

AÐ fer ekki á milli mála að sjónvarpsverslun hefur náð fótfestu hér á landi og Sjónvarpsmarkaðurinn og Sjónvarpskringlan orðnir fastir liðir í íslensku ljósvakaflórunni. Meira
1. júní 1996 | Fastir þættir | 558 orð

Af hverju myndast sveppir?

Spurning:Af hverju myndast sveppir á fólki, t.d. í leggöngum eins og í mínu tilfelli? Svar: Sýklar eru örsmáar lífverur (einfrumungar) sem valda sýkingum eða sjúkdómum. Algengustu sýklar eru bakteríur, veirur og sveppir. Algengt er að slíkar lífverur lifi í og á líkama okkar, í því sem kallað er samlífi, sem er bæði okkur og þeim til hagsbóta. Meira
1. júní 1996 | Dagbók | 2743 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 31. maí til 6. júní verða Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68 og Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22 opin til kl. 22. Frá þeim tíma er Háaleitis Apótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. Meira
1. júní 1996 | Í dag | 63 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 1. júní,

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 1. júní, er níræð Sigríður Jónsdóttir, Garði, Mývatnssveit. Eiginmaður hennar var Halldór Árnason, bóndi í Garði. Hann lést 1979. Í dag, afmælisdaginn, verður heitt á könnunni í Safnaðarheimili Áskirkju, Reykjavík, frá kl. 15-17. ÁRA afmæli. Meira
1. júní 1996 | Fastir þættir | 388 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Epson breytistí Al

HEIMSTVÍMENNINGURINN fer að venju fram í júní, nú dagana 7. og 8. júní. Þetta mót, sem lengi hefur verið kennt við Epson, er nú kennt við franska stórfyrirtækið Alcatel, sem hefur m.a. komið við sögu íslenskra sæstrengsmála. Meira
1. júní 1996 | Fastir þættir | 58 orð

FERMING í Hjálpræðishernum. Fermd verða:

FERMING í Hjálpræðishernum. Fermd verða: Alex Ramos, Mánagötu 23. Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Bræðraborgarstíg 13. Margrét Magnúsdóttir, Njálsgötu 55. FERMING í Álftaneskirkju, Borgarprestakalli. Prestur sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. Fermd verða: Ólafur Lárus Gylfason, Miðhúsum. Svanhvít Pétursdóttir, Sveinsstöðum. Meira
1. júní 1996 | Í dag | 20 orð

FJÓRTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á dýrum, tón

FJÓRTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á dýrum, tónlist og söng, safnar límmiðum: Risa Takarako, 4-1-1-134 Tamagawa, Takatsuki-shi, Osaka, 569 Japan. Meira
1. júní 1996 | Fastir þættir | 717 orð

Guðspjall dagsins: Kristur og Nikódemus. (Jóh. 3.)

Guðspjall dagsins: Kristur og Nikódemus. (Jóh. 3.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Hrafnista Guðsþjónusta kl. 13. Arna Grétarsdóttir syngur einsöng. Árni Bergur Sigurbjörnsson BÚSTAÐAKIRKJA: Sjómannamessa kl. 11. Ræðumaður Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans. Meira
1. júní 1996 | Fastir þættir | 508 orð

Helgi með vinningsforystu þegar þremur umferðum er ólokið

Frá 22. maí til 3. júní. Taflið hefst kl. 17 að undanskildum tveimur frídögum 26. maí og 1. júní. HELGI Ólafsson er með vinningsforystu í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands, "Eimskipsmótinu", þegar þremur umferðum er ólokið. Hann sigraði Benedikt Jónasson í áttundu umferð á sama tíma og helstu andstæðingar hans um Íslandsmeistaratitilinn, misstu niður vinninga. Hannes H. Meira
1. júní 1996 | Fastir þættir | 848 orð

Í gegnum glerið

ÞEGAR sumarið gengur í garð og sólin skýst heit og björt upp á himinhvolfið fara margir að huga að sólgleraugunum sínum. Duga þau gömlu eitt sumarið enn eða skyldi fjárfest í nýjum? Komist menn að síðari niðurstöðunni þarf að hafa ýmislegt í huga og væri rangt að ana út í sólgleraugnakaup að vanhugsuðu máli. Meira
1. júní 1996 | Fastir þættir | 1025 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 851. þáttur

851. þáttur Fyrst er að þakka skilmerkilegt og vinsamlegt bréf frá próf. Þorbirni Karlssyni: "Kæri Gísli. Þakka þér fyrir 837. þátt þinn í Morgunblaðinu laugardaginn 24. febrúar 1996 sem fjallaði um bréf mitt til þín nokkrum vikum áður. Meira
1. júní 1996 | Fastir þættir | 1053 orð

Markahrókur á strigaskóm

Guðmundur Benediktsson hefur byrjað Íslandsmótið af krafti með KR-ingum, skorað þrjú mörk, hvert öðru glæsilegra, í tveimur leikjum. Hann er í landsliðshópnum sem spilar við Makedóníumenn í dag, en engu að síður sigraði Ívar Páll Jónsson hann í vítaspyrnu- og skothörkukeppni. Meira
1. júní 1996 | Fastir þættir | 511 orð

NÝ SUMARBLÓM

Í GRÓÐRARSTÖÐVUM eru núna komnar ýmsar nýjar tegundir af sumarblómum. Þó að stjúpur séu alltaf jafn fallegar og harðgerðar er gaman að prófa eitthvað nýtt. Sú tegund sem mest ber á núna er surfinia sem er hengitóbakshorn. Hún hefur fengist hér síðustu tvö til þrjú árin, en er óvenju áberandi í sumar. Meira
1. júní 1996 | Í dag | 253 orð

Óskilakettir í Kattholti ÞESSIR fimm kettir, ásamt mörgum öðrum eru

ÞESSIR fimm kettir, ásamt mörgum öðrum eru í óskilum í Kattholti. Eigendur þeirra eru beðnir að vitja þeirra hið fyrsta. Í dag og á morgun verður haldinn basar og flóamarkaður í Kattholti. Hann hefst kl. 14 og stendur eitthvað fram eftir degi. Ágóði af sölunni rennur til Kattholts. Meira
1. júní 1996 | Dagbók | 434 orð

Reykjavíkurhöfn:Í gærmorgun kom Viðey

Reykjavíkurhöfn:Í gærmorgun kom Viðey í höfn. Ásbjörn kom af veiðum í gær. Örfirisey var væntanleg af veiðum í gærkvöldi. Rússneska skipið Kapitan Zamyatin fór í gær. Pólaris fór í gær. Akureyrin er væntanleg í dag. Meira
1. júní 1996 | Dagbók | -1 orð

SPURT er...

»Maðurinn á myndinni er leiðtogi Likud-bandalagsins og verður næsti forsætisráðherra Ísraels eftir nauman sigur í kosningunum á miðvikudag. Hvað heitir maðurinn? »Hvað eru Sameinuðu arabísku furstadæmin mörg? »Hann er sonur þjálfarans, aðeins 17 ára og hefur skorað fimm mörk í Íslandsmeistaramótinu í knattspyrnu eftir aðeins tvær umferðir. Meira
1. júní 1996 | Fastir þættir | 498 orð

TOGNUN Á HEILA

TÖLVULEIKIR eru yfirleitt strákaleikir, þ.e. markaðssetning þeirra og framleiðsla er yfirleitt miðuð við pilta á gelgjuskeiðinu sem hafa helst yndi af hugsunarlitlum hamagangi; að skjóta og drepa er þeirra aðal. Meira

Íþróttir

1. júní 1996 | Íþróttir | 117 orð

60 ára afmæli UMF Selfoss

SEXTÍU ár eru liðin í dag frá stofnun Ungmennafélags Selfoss og af því tilefni verður sérstök afmælisdagskrá í bænum. Skrúðganga verður frá íþróttavellinum kl. 14 undir forystu Lúðrasveitar Selfoss, gengið upp Engjaveg, niður Rauðholt og Austurveg að hótel Selfossi þar sem sunginn verður afmælissöngur. Meira
1. júní 1996 | Íþróttir | 37 orð

Birgir Örn í Keflavík?

BIRGIR Örn Birgisson, landsliðsmaður í körfuknattleik úr Þór á Akureyri, sem stóð sig geysilega í fyrstu landsleikjum sínum í Evrópukeppninni á dögunum, er að öllum líkindum á leiðinni í raðir Keflvíkinga skv. heimildum Morgunblaðsins. Meira
1. júní 1996 | Íþróttir | 311 orð

DANNY Ainge,

MICHAEL Payne, bandaríski leikmaðurinn hjá Fram, er orðinn löglegur og verður með í fyrsta skipti er ungmennalið félagsins ­ lið 23 ára og yngri ­ mætir Ökkla í bikarkeppninni á mánudagskvöld. Meira
1. júní 1996 | Íþróttir | 110 orð

Fimm nýliðar með í Kaplakrika

ATLI Eðvaldsson, þjálfari landsliðs Íslands skipað leikmönnum undir 21 árs aldri, hefur valið fimm nýliða í byrjunarlið sitt, sem mætir Makedóníumönnum í Evrópukeppninni á Kaplakrikavellinum í dag kl. 14. Þá eru í liðinu þrír leikmenn sem hafa aðeins leikið einn leik. Meira
1. júní 1996 | Íþróttir | 246 orð

Guðrún undir meti í 100 m grindahlaupi

Guðrún Arnardóttir hljóp undir nýlegu Íslandsmeti sínu í 100 m grindahlaupi í undanrásum bandaríska háskólameistaramótsins í frjálsíþróttum í fyrrinótt ­ fór vegalengdinga á 13,10 sekúndum ­ en meðvindur var of mikill til að tíminn teljist gildur. Var 2,6 metrar á sekúndu en má mest vera 2,0 metrar á sek. Íslandsmet Guðrúnar frá því fyrir tæpum hálfum mánuði er 13,18 sek. Meira
1. júní 1996 | Íþróttir | 676 orð

Íslendingar hafa oft farið langt á stoltinu

Sigurður Jónsson hefur verið lykilmaður í landsliði Íslands um árabil. Hann söðlaði um fyrir yfirstandandi keppnistímabil og hélt til Svíþjóðar þar sem hann leikur með Örebro, eftir fjögur glæsileg sumur með ÍA. Hann segist vera að komast í mjög góða æfingu eftir svolitla byrjunarörðugleika ytra. Meira
1. júní 1996 | Íþróttir | 76 orð

Ítalir Evrópmeistarar

ÍTALIR urðu í gær Evrópumeistarar í flokki ungmennalandsliða 21 árs og yngri í knattspyrnu er þeir lögði Spánverja að velli 4:2 í framlengdum leik og vítapsyrnukeppni. Var þetta í þriðja sinn í röð sem Ítalir sigra í EM í þessum flokki. Staðan að lokinni framlengingu var 1:1 og áður en yfir lauk voru Ítalir aðeins með níu leikmenn á vellinum því tveir höfðu verið reknir útaf. Meira
1. júní 1996 | Íþróttir | 802 orð

Körfuknattleikur Úrslitakeppni NBA Vesturdeild: Utah - Seattle118:83 Þar með staðan jöfn í einvígi þeirra, hvort lið með þrjá

Úrslitakeppni NBA Vesturdeild: Utah - Seattle118:83 Þar með staðan jöfn í einvígi þeirra, hvort lið með þrjá vinninga. Knattspyrna Vináttulandsleikur Miami, Florida: Kolumbía - Skotland1:0 Faustino Asprilla (82.).5.000. Íshokkí NHL-deildin Meira
1. júní 1996 | Íþróttir | 280 orð

Pierce fylgdi í kjölfar Agassi

MARY Pierce var í gær annar þekkti tennisleikarinn til að falla úr leik á Opna franska meistaramótinu í tennis er hún tapaði fyrir lítt þekktri þýskri stúlku, Barböru Rittner, í tveimur settum, 6-4, 6-2, í þriðju umferð mótsins, en þetta er annað árið í röð sem hún verður að hætta leik að lokinni þriðju umferð eftir að hafa tapað fyrir minni spámanni í íþróttinni. Meira
1. júní 1996 | Íþróttir | 115 orð

Rússar og Spánverjar í úrslitum EM

Rússar og Spánverjar í úrslitum EM ÞAÐ verða Rússar og Spánverjar sem leika til úrslita í Evrópumeistaramótinu í handknattleik á Spáni á sunnudaginn. Júgóslavar og Svíar munu bítast um þriðja sætið. Í undanúrslitum í gær lögðu Spánverjar liðsmenn Júgóslavíu 27:23 og Rússar lögðu Svía að velli 24:21. Meira
1. júní 1996 | Íþróttir | 510 orð

Seattle sá aldrei til sólar

LEIKMENN Seattle Super Sonics sáu aldrei til sólar í sjöttu viðureigninni gegn Utah Jazz í Salt Lake City í fyrrinótt. Heimamenn komu sem grenjandi ljón til leiks og skoruðu tólf fyrstu stigin og létu forystuna aldrei af hendi eftir það og sigruðu með 35 stiga mun, 118:83. Gestirnir náðu aldrei að koma forskoti Utah neðar en í tíu stig. Meira
1. júní 1996 | Íþróttir | 90 orð

Stefka Kostadinova stökk aftur yfi

STEFKA Kostadinova, heimsmeistari í hástökki kvenna, stökk tvo metra og sigraði í keppni í Wörrstadt í Þýskalandi. Kostadinova, sem er frá Búlgaríu, hafði áður farið yfir sömu hæð á árinu en engri annarri stúlku hefur tekist það. Inga Babakova frá Úkraínu stökk 1,96 og Þjóðverjinn Alina Astafei frá Rúmeníu var í þriðja sæti, stökk 1,94. Meira
1. júní 1996 | Íþróttir | 60 orð

Vala stökk fjóra m í Ostrava

VALA Flosadóttir stökk 4 metra slétta í stangarstökki á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Ostrava í Tékklandi í gærkvöldi. Vala sigraði á mótinu en rúmensk stúlka, sem varð í öðru sæti, stökk 3,90 m. Vala stökk 4,06 metra í Bratislava fyrr í vikunni, eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu og varð þá í öðru sæti. Meira
1. júní 1996 | Íþróttir | 1777 orð

Verðum að horfa á hlutina í réttu ljósi

Verðum að horfa á hlutina í réttu ljósi "Við getum verið ágætlega bjartsýnir á framtíðina. Á undanförnum árum hefur verið jákvæð þróun í knattspyrnunni á Íslandi," segir Guðni Bergsson, fyrirliði landsliðsins í viðtali við Sigmund Ó. Steinarsson. Meira
1. júní 1996 | Íþróttir | 262 orð

Verðum að leika til sigurs á heimavelli

Birkir Kristinsson mun verja mark Íslands í kvöld í HM- leiknum gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum kl. 19. Birkir sagði að það væri alltaf skemmtilegt að leika fyrir hönd Íslands og þá sérstaklega á Laugardalsvellinum, þar sem áhorfendur stæðu við bakið á landsliðinu. "Það er mikilvægt fyrir okkur að ná góðum úrslitum í fyrsta leik. Meira
1. júní 1996 | Íþróttir | 251 orð

(fyrirsögn vantar)

Knattspyrna Laugardagur: EM 21 árs liða: Kaplakríki:Ísland - Mekedónía14 Undankeppni HM: Laugardalsv.:Ísland - Makedónía20 4. deild: Hólmavík:Geislinn - Bolungarvík14 Patreksf.:Hörður - BÍ14 Sindravellir:Sindri - Leiknir F.20 Meira

Úr verinu

1. júní 1996 | Úr verinu | 254 orð

90 þúsund tonn í bræðslu á þessu ári

REIKNAÐ er með að 90 þúsund tonn af hráefni fari í bræðslu hjá Vinnslustöðinni hf. á þessu rekstrarári. Það samanstandi af 73 þúsund tonnum af loðnu og 17 þúsund tonnum af síld. Í fyrra var landað 55 þúsund tonnum af loðnu og 12 þúsund tonnum af síld hjá Vinnslustöðinni hf. Meira
1. júní 1996 | Úr verinu | 212 orð

Síldveiðar svipaðar og í fyrra

"ÞAÐ GENGUR ekki mikið núna eftir því sem ég hef frétt," segir Kristinn Sigurðsson, hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað. "Það er heldur dauft yfir veiðunum. Ég held að það séu líka fáir bátar eftir á miðunum. Flestir eru komnir inn fyrir sjómannadaginn." Börkur er á leiðinni til hafnar í Neskaupstað með fullfermi eða 1250 tonn. Meira
1. júní 1996 | Úr verinu | 133 orð

Sjómannadagsblað Austurlands kemur út

SJÓMANNADAGSBLAÐ Austurlands kemur út á morgun laugardag. Blaðið er um 100 blaðsíður að stærð og inniheldur á annað hundrað ljósmyndir. Efni er að vanda fjölbreytt og kemur frá nær öllum þéttbýliskjörnum á Austurlandi og reyndar víða að. Meira

Lesbók

1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 176 orð

Áður ósýnd verk Karls Kvaran

Norræna húsið Áður ósýnd verk Karls Kvaran SÝNING á olíuverkum eftir Karl Kvaran verður opnuð sunnudaginn 2. júní í sýningarsölum Norræna hússins. Sýningin er á Listahátíð og það er Félag íslenskra myndlistarmanna og Norræna húsið sem standa sameiginlega að henni. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 112 orð

Bíbí og blakan í Þjóðleikhúskjallaranum

BÍBÍ og blakan verður flutt í Listaklúbbi Þjóðleikhúskjallarans á mánudagskvöld. Bíbí og blakan er eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason og var frumflutt í Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur í vetur. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 152 orð

Brúðubíllinn í gang

BRÚÐUBÍLLINN, útileikhús Reykjavíkurborgar, verður með frumsýningu í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg þriðjudaginn 4. júní klukkan kl. 14. Brúðubíllinn kemur svo til barnanna í þeirra hverfi, gæsluvöll eða útvistarsvæði. Sýningar eru 2 á dag alla daga vikunnar og hver sýning tekur 30 mínútur. Leikritið í júní heitir "Bibi-di- baddi-di-bú". Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 668 orð

Efni leikritsins kaus sér dramatískan búning

NÝTT leikverk eftir Karl Ágúst Úlfsson, "Í hvítu myrkri", er framlag Þjóðleikhússins til Listahátíðar í ár. Tvær forsýningar verða á leikritinu sem frumsýnt verður í haust á Litla sviði Þjóðleikhússins. Sagan gerist á litlu hóteli í íslensku sjávarplássi þar sem roskin hótelstýra, leikin af Kristbjörgu Kjeld, og ráðskona hennar, leikin af Ragnheiði Steindórsdóttur, ráða ríkjum. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 27 orð

Eftir veisluna

GÍSLI HELGASON Eftir veisluna Þreytuleg er dögunin nýstaðin upp frá hvílubrögðum næturinnar. Föl og tekin, horfir hún í augu dagsins og tárast. Höfundurinn er bankamaður í Garðabæ. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 850 orð

Eldsál þegar að trúnni kom

Eldsál þegar að trúnni kom Danssýning um biskupstíð Guðmundar góða er meðal atriða á Listahátíð. Þóroddur Bjarnason leit inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum í Borgarleikhúsinu ÞAÐ STANDA öll spjót á okkur núna síðustu dagana fyrir frumsýningu og það er margt sem þarf að gera, Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 777 orð

Fjörvit

Listahátíð í Nýlistasafninu Fjörvit FJÖRVIT er nafn á sýningu sem verður opnuð í Nýlistasafninu í dag. Þar verða verk fjögurra listamanna, Dan Volgers, Carsten Höller, Christine Hohenbüchler og Irene Hohenbüchler. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 224 orð

Fyrsta sýningin á íslenskum portrettum

ÁTTATÍU íslenskar portrettmyndir verða á sýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sem opnuð verður 8. júní og er Þetta í fyrsta sinn sem yfirlitsssýning er höfð á þesu sviði íslenskrar myndlistar á tuttugustu öld. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð

GaldraLoftur frumsýndur

GALDRA-LOFTUR, ný íslensk ópera eftir Jón Ásgeirsson, verður frumsýnd í íslensku óperunni í kvöld kl. 20.00 í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Byggir hún á samnefndu leikriti Jóhanns Sigurjónssonar sem notið hefur fádæma vinsælda í íslensku leikhúsi lengst af þessari öld. Stærstu hlutverkin í sýningunni, Loftur og Steinunn, eru í höndum Þorgeirs J. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 239 orð

Gildi fiðlunnar er að vera eftir kennara Stradivari

FULLTRÚI frá Sotheby's uppboðsfyrirtækinu afhenti Guðnýju Guðmundsdóttur fiðlu eftir fiðlusmiðinn Nicolo Amati, kennara þekktasta fiðlusmiðs heims, Antonio Stradivari, í gærmorgun, en hún lék á hana við setningu Listahátíðar í Reykjavík í gærkvöldi. Sotheby's fyrirtækið lánar fiðluna hingað til lands og verður hún til sýnis á Listasafni Íslands að tónleikunum loknum. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 104 orð

Glerlistaverk í Norræna húsinu

SÝNING á glerlistaverkum eftir Piu Rakel verður opnuð á sunnudag klukkan 17 í anddyri og kaffistofu Norræna hússins. Sýningin ber yfirskriftina "Jöklar og hraun". Á sýningunni verða glermyndir samsettar úr fjölda glerplatna sem ýmist eru sandblásnar þannig að áferðin minnir á ís eða mótaðar í keramikofni þannig að hún minnir á hraun. Einnig eru á sýninguni glerinnsetningar. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2468 orð

HandritadeildLandsbókasafns 150 ára

FORN menningararfur okkar Íslendinga er að mestum hluta fólginn í efni sem er handrita- eða bókakyns. Öllum er kunnugt um hina víðtæku handritasöfnun, er fram fór hér á landi, einkum á síðari hluta 17. aldar og framan af 18. öld, og hefur fyrst og fremst verið tengd nafni Árna Magnússonar, prófessors í Kaupmannahöfn. Þótt stundum mætti e.t.v. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 58 orð

Heaney opnar sýningu

SEAMUS Heaney, sem hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum á síðasta ári, mun opna alþjóðlegu bókasýninguna sem haldin verður í Frankfurt í október nk. Verður Heaney einn af þrjátíu írskum rithöfundum sem sækja sýninguna, sem er hin stærsta sinnar tegundar í heiminum. Á síðasta ári sóttu 9.000 útgefendur frá 97 löndum sýninguna en hún stendur í eina viku. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

Heimur Guðríðar í Keflavíkurkirkju

ÍBÚUM Reykjanesbæjar gefst tækifæri til að sjá leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur, Heim Guðríðar - síðustu heimsókn Guðríðar Símonardóttir í kirkju Hallgríms - í Keflavíkurkirkju á sjómannadag 2. júní kl. 20.30. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 90 orð

Hólmfastur

Hólmfastur hjáleigumaður, höggin sextán þoldi, rifinn og rauðlitaður, rákaður mjög á holdi, stóð hann við staurinn - bundinn, stórlega sekur fundinn. Selt hafði hann sér úr hendi sundmaga bandapar, ennfremur ýsur tíu, item þrjár löngurnar. Þvílíkur herjans þrjótur, þvílíkur lagabrjótur. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 100 orð

Jessye Norman á Ólympíuleika

SÓPRANSÖNGKONAN Jessye Norman mun syngja við setningarathöfnina í Atlanta í Goergíu í Bandaríkjunum, 19. júlí, þegar Ólympíuleikarnir hefjast, en þá verður öld frá því fyrstu nútíma leikarnir fóru fram í Grikklandi. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 144 orð

Kvennakór Reykjavíkur í Langholtskirkju

KVENNAKÓR Reykjavíkur heldur tónleika í Langholtskirkju sunnudaginn 2. júní kl. 16. Tónleikarnir bera yfirskriftina "Addio" þar sem kórinn er á leið í söngferð til Ítalíu þann 7. júní. Söngferðin hefst í Róm þar sem kórinn heldur tónleika í St. Ignazio kirkju og þá mun hann syngja hámessu í Péturskirkjunni. Frá Róm heldur kórinn til Flórens og kemur þar meðal annars fram á alþjóðlegri listahátíð. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1105 orð

Kötturinn hefur níu líf

Ég fór út í garð fagurt vorkvöld fyrir skömmu til að hlúa að trjám og runnum og anda að mér vorinu. Smávaxinn svartur fressköttur gerði sig heimakominn í garðinum mínum. Hann hélt sig í hæfilegri fjarlægð, hallaði undir flatt og fylgdist íbygginn með hverri hreyfingu minni líkt og hann vildi segja mér eitthvað. Þetta var Bossi, köttur nágrannans. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2224 orð

Laglínan er mitt fag Ný íslensk ópera, Galdra-Loftur eftir Jón Ásgeirsson, verður frumsýnd í Íslensku óperunni í kvöld í

Laglínan er mitt fag Ný íslensk ópera, Galdra-Loftur eftir Jón Ásgeirsson, verður frumsýnd í Íslensku óperunni í kvöld í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Það eru jafnan stórtíðindi þegar íslensk ópera er frumflutt og Orri Páll Ormarssonkom því að máli við tónskáldið sem samdi sína fyrstu óperu tíu ára gamalt. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 751 orð

Latínan lifir Áhugi hefur að nýju glæðst á klassískum bókmenntum, nemendum í latínu fjölgar og þýðingar úr latínu og grísku

Latínan lifir Áhugi hefur að nýju glæðst á klassískum bókmenntum, nemendum í latínu fjölgar og þýðingar úr latínu og grísku seljast eins og heitar lummur KYNNINGIN á bókarkápunni gæti hljómað eitthvað á þessa leið: Grípandi saga um hetjudáðir, átök og svik. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 132 orð

Listahátíð í Reykjavík

"Galdra-Loftur" Ópera eftir Jón Ásgeirsson. Íslenska Óperan: Frumsýning kl. 20. Tolli Gallerí Regnboginn: Opnun kl. 13.00. Silfur í Þjóðminjasafni Íslands. Þjóðminjasafn Íslands: Opnun kl. 14.00. Irene og Christine Hohenb¨uchler, Carsten Höller, Dan Wolgers. Nýlistasafnið: Opnun kl. 15.00. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2225 orð

Menntaskólinn í Reykjavík 150 ára

ÍSLANDS einasti skóli Í Reykjavíkurpóstinum segir svo í október 1846: "Íslands einasti skóli, sem seinast var á Bessastöðum var nú algjörlega fluttur til Reykjavíkur í haust, þar sem skólahúsið nýja nú var albúið. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 362 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarár

Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í ísl. myndlist til 31. ágúst. Listasafn Íslands Veggmyndir Kjarvals í Landsbankanum til 30. júní. Sýn. á verkum Egon Schiele og Arnulf Rainer til 14. júlí. Gallerí Sævars Karls Húbert Nói sýnir til 27. júní. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 83 orð

Nýtt gallerí

Í DAG, laugardag, kl. 16 verður opnað nýtt gallerí á Laugavegi 20b, Klapparstígsmegin, með sýningu á verkum Guðrúnar Einarsdóttur. Guðrún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. "Ætlunin er að reka galleríið með sýningum á verkum viðurkenndra listamanna og einnig með sýningum á verkum yngra listafólks sem er að hasla sér völl", segir í kynningu. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 64 orð

Reykjavíkurborg fær veggteppi

REYKJAVÍKURBORG hafa verið færð þrjú veggteppi að gjöf og er myndefnið úr forníslenskum handritum. Teppin eru hönnuð eftir ljósritum frá Árnastofnun af Ásu Ólafsdóttur, myndlistarmanni, og saumuð með krossspori í stramma. Var þetta samstarfsvinna hjá konum á Sléttuvegi 11-13, unnin í félagsmiðstöðinni á staðnum. Leiðbeinandi var Ragnheiður Thorarensen og tók vinnan átján mánuði. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 218 orð

Skrifaði undir samning við Ball ett í Texas

JÓHANN Freyr Björgvinsson ballettdansari hjá Íslenska dansflokknum hefur skrifað undir samning við listdansflokkinn Ballet Austin í Texas. Samningurinn er til eins árs og fer Jóhann utan í september ef atvinnuleyfi fæst. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð

Skrín & vasar

Í SMÍÐAR & skart að Skólavörðustíg stendur yfir kynning á listmunum Stefaníu Ástu Gísladóttur. Kynningin stendur út allan júnímánuð. Á kynningunni eru skrín og vasar, en Stefanía hefur lagt áherslu á hönnun og vinnslu nytjalistmuna. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 499 orð

Strompar

Opin alla daga frá kl. 11­23.30 til 5. júní. Aðgangur ókeypis. UMHVERFISLISTAVERK eru mjög algeng í list samtímans, á stundum í varanlegu formi en mun oftar eru þau sett upp í tilefni viðamikilla sýninga og listahátíða. Þannig séð kemur umhverfislistaverk Snorra Freys Þórissonar vegna Listhátíðar í Reykjavík ekki á óvart. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 613 orð

Svo sannarlega sprelllifandi

MARGIR af fremstu leikurum þjóðarinnar hafa í gegnum tíðina spreytt sig á hlutverki Galdra-Lofts. Þorgeir J. Andrésson verður fyrsti söngvarinn. Segir hann hlutverkið afskaplega erfitt - eitt það erfiðasta sem hann hafi glímt við en þess má geta að Þorgeir stígur ekki af sviðinu nema í fáeinar sekúndur í öðrum þætti meðan á sýningunni stendur. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

Sýning í nýjum sal

SIGURBORG Stefánsdóttir sýnir í nýjum sýningarsal við Laugaveginn, Gallerí Listakoti, Laugavegi 70, 2. hæð. Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18 nema sunnudaga frá kl. 14-18 og stendur til 16. júní. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1521 orð

Sýn til annarra átta Listahátíð í Reykjavík var sett í fjórtánda sinn í gær. Sem endranær kennir þar margra grasa eins og Orri

LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík er orðin að föstum lið í menningarlífi þjóðarinnar. Er henni ætlað að opna Íslendingum sýn til annarra átta og gefa þeim tækifæri til að njóta listar frá ólíkum menningarsvæðum, meðal annars "margs af því besta sem völ er á í heimi listanna hverju sinni," eins og Sigurður Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, hefur orðað það. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 66 orð

Útvalin

Fegurst allra! hrópaði dómarinn og klæðnaður hennar kom ekki að sök Þokkadísirnar sem báru trú og von í báðum brjóstum klöppuðu hinni útvöldu lof í lægri kantinum og spöruðu brosið Eftir kossafossa dómarans mátaði hún kórónuna á nýju hraðameti hágrátandi og tautandi: Ég á þetta ekki skilið eins og ég var óánægð með Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 189 orð

Verk frumkvöðuls í nýjum húsakynnum

SÝNING á verkum eftir Svavar Guðnason úr eigu Listasafns ASÍ verður opnuð í nýjum húsakynnum safnsins í Ásmundarsal 7. júní. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar og á henni eru verk frá mörgum tímabilum í list Svavars. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 217 orð

Vortónleikar Drengjakórs Laugarneskirkju

DRENGJAKÓR Laugarneskirkju er nú að ljúka sínu sjötta starfsári, en hann hefur fram til þessa haft sérstöðu sem eini drengjakór landsins. Fjöldi kórdrengja er nú 34 og í undirbúningsdeild eru 9 drengir. Alls hafa um 100 drengir tekið þátt í starfsemi hans frá upphafi. Kórstjóri er Friðrik S. Kristinsson. Kórinn hefur komið fram við margvísleg tækifæri, m.a. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 147 orð

XLIII sonnetta

Í fimm ár útfall sjávar séð ég hef og sendna fjöru án afláts breyta sér, frá því þín fegurð óf mig í sinn vef, mitt auga, er dróstu hanzka af fingrum þér. Og enn, ef himna lít ég næturljós, er ljómi þinna augna sefi minn; mig gleður ei hin unga villirós, Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 175 orð

Þreföld íslensk ánægja á sviðinu í Scala óperunni

Þreföld íslensk ánægja á sviðinu í Scala óperunni GUÐJÓN Óskarsson bassasöngvari og Kristinn Sigmundsson baritonsöngvari stigu á svið Scala óperunnar í Mílanó síðastliðið fimmtudagskvöld í fyrsta sinn þegar tónleikauppfærsla á Rínargullinu, fyrsta hluta Niflungahrings Wagners, var frumsýnd við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Meira
1. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1289 orð

Öld steinsteypunnar

Fyrsta steinsteypta húsið á Íslandi var byggt fyrir 100 árum eða nánar tiltekið árið 1895. Hér er um að ræða Sveinatunguhúsið í Norðurárdal. Þetta voru mikil tímamót og raunar mun meiri en nokkurn gat órað fyrir því í þessu húsi var fyrst notað það byggingarefni og sú tækni, sem átti eftir að verða grundvöllur velmegunar á Íslandi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.