Greinar sunnudaginn 9. júní 1996

Forsíða

9. júní 1996 | Forsíða | 175 orð

Heittrúarmenn skora á Yilmaz

NECMETTIN Erbakan, leiðtogi Velferðarflokksins, stjórnmálasamtaka tyrkneskra bókstafstrúarmanna, hvatti Mesut Yilmaz, forsætisráðherra stjórnarinnar, sem féll vegna innbyrðis átaka í síðustu viku. "Það er mjög auðvelt að mynda stjórn með Velferðarflokknum," sagði Erbakan á blaðamannafundi í gær. "Yilmaz þarf aðeins að breyta hegðun sinni og hætta að gera sömu mistökin. Meira
9. júní 1996 | Forsíða | 428 orð

Kjarnorkutilraun Kínverja mótmælt um allan heim

KÍNVERJAR gerðu í gær kjarnorkutilraun og sögðust mundu sprengja eina tilraunasprengju til viðbótar áður en þeir lytu tilraunabanni í september. Tilraunin var fordæmd víða um heim og gáfu Norðurlandaþjóðirnar fimm út sameiginlega yfirlýsingu. Meira
9. júní 1996 | Forsíða | 125 orð

Suu Kiy ávarpar þúsundir

AUNG SAN Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Burma, ávarpaði í gær mörg þúsund manns fyrir utan heimili sitt í Rangoon í gær í trássi við ný lög, sem ætlað er að múlbinda andstæðinga stjórnarinnar. Lögin voru sett á föstudag og virtist beint gegn flokki Suu Kyi. Þau banna jafnt orð sem gerðir, er telja megi í andstöðu við fyrirætlanir stjórnarinnar um að setja nýja stjórnaskrá. Meira

Fréttir

9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 383 orð

127 lög á Alþingi

Vikan 2/6-9/6 127 lög á Alþingi ÞINGFUNDUM Alþingis var frestað til hausts á miðvikudagskvöld og var það í síðasta sinn sem frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, gaf út forsetabréf um þingfrestun. 127 lög voru sett á þinginu sem stóð frá október. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

9 milljónir til Hornafjarðar

DREGIÐ var hjá Happdrætti Háskóla Íslands í Heita pottinum 24. maí sl. og kom vinningurinn á miðar nr. 28656. Það var vinningshafi frá Hornafirði sem fékk tæpar 9 milljónir kr. Í fréttatilkynningu frá HHÍ segir: "Í Heita pottinum er aðeins dregið út eitt miðanúmer þ.e. fjórir einfaldir miðar og einn trompmiði og ef vinningur gengur ekki út safnast hann upp í Heita pottinum. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 365 orð

BMW Z3 kostar 3,5-4 millj. kr.

BMW Z3, nýr tveggja sæta sportbíll sem smíðaður er í verksmiðjum BMW í Spartanburg í Suður-Karólínufylki, er kominn hingað til lands. Samkvæmt upplýsingum frá B&L, umboðsaðila BMW á Íslandi, er að öllum líkindum búið að selja bílinn íslenskum kaupanda en verðið er á bilinu 3,5 til 4 milljónir króna. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 553 orð

Fara til Parísar og á hótel Búðir

ÞAÐ voru margir sem að þessu sinni tóku þátt í brúðkaupsleik Morgunblaðsins sem birtist í blaðaukanum Brúðkaup ­ í blíðu og stríðu þann 26. maí síðastliðinn. Júlíus Þór Gunnarsson og Guðrún Júlíusdóttir, sem gifta sig í Langholtskirkju 6. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Ferð norður til móts við Færeyjafara

FÉLAG eldri borgara í Reykjavík efnir til ferðar til Akureyrar í byrjun júlí til að taka á móti félögum sem þá eru að koma frá Færeyjum. Lagt verður af stað 4. júlí klukkan 9 og dvalið verður á Hótel Vin, Hrafnagili við Eyjafjörð, í þrjá daga og munu félagar í Félagi eldri borgara norðan og sunnan heiða halda með sér kynningar- og skemmtifundi þessa daga, og enn eru nokkur sæti laus, Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Framnesfarar í Viðey

FÉLAG Framnesfara tekur þriðjudaginn 11. júní nk. kl. 19.30 á móti Norðurköllubúum í Viðey. Ferja fer frá Sundahöfn. Um er að ræða 12 manns sem verða hér í hálfan mánuð til að læra íslensku og kynnast íslenskri menningu og sögu. Í Naustinu úti í eyjunni verður grillað, sungið og skemmt sér. Boðið verður upp á léttar veitingar. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

Frádráttarbær arður í 7%

Í MEÐFERÐ Alþingis á nýjum lögum um skattlagningu fjármagnstekna var breytt nokkuð skattalegum heimildum fyrirtækja til frádráttar arðgreiðslna frá skatti. Áður var fyrirtækjum heimilaður frádráttur vegna arðs sem nam allt að 10% af nafnvirði hlutafjár, en það hlutfall var lækkað í 7%. Í staðinn verður fyrirtækjum nú heimilað að flytja ónýttar frádráttarheimildir vegna arðs á milli ára. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 231 orð

Fyrirlestur um stúlkur og stærðfræði

DR. ELIZABETH Fennema frá University of Wisconsin heldur fyrirlestur í Odda, húsnæði Háskóla Íslands, á morgun, mánudag kl. 15. Fyrirlesturinn nefnist Sókn stúlkna á stærðfræðitengdar brautir framhaldsskóla og háskóla. Dr. Fennema er einn kunnasti fyrirlesari heims á þessu sviði og hefur staðið þar í fararbroddi í rannsóknum. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 243 orð

Fyrstu laxarnir í Kjósinni

VEIÐI hófst í Laxá í Kjós í gærmorgun og um miðjan morgun voru veiðimenn búnir að landa nokkrum löxum, flestum 10 til 13 punda. Fremur lítið vatn var í ánni og sólskin. Síðustu daga hafa menn séð talsverða fiskför neðst í ánni og var ljóst við opnun veiða að mikið af þeim laxi var genginn upp fyrir Laxfoss og farinn að dreifa sér í ánni fram í dal, þar sem erfitt getur reynst að finna hann. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Grunur um meiðsl vegna bumbubana

NICK Cariglia, læknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, hefur sent landlækni bréf þar sem hann bendir á að svokallaðir bumbubanar gætu verið hættulegir heilsu manna. Um er að ræða líkamsræktartæki, ætlað til að styrkja magavöðva, sem hefur verið til sölu hér á landi í gegnum sjónvarpsmarkað. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 490 orð

Hindrar að fé streymi út úr atvinnulífinu

HIN nýju lög um skattlagningu fjármagnstekna, sem Alþingi samþykkti nú í vikunni, eru í meginatriðum samhljóða tillögum sérstakrar nefndar um samræmda skattlagningu fjármagnstekna. Þær breytingar, sem urðu á frumvarpinu í meðförum þingsins, lúta fyrst og fremst að söluhagnaði hlutabréfa, skattalegri meðferð arðgreiðslna hjá fyrirtækjum, Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 349 orð

Hækkum vexti og verjum sparifjáreigendur

SVERRIR Hermannsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, segir að Landsbankinn muni frá næstu áramótum, þegar lög um fjármagnstekjuskatt taka gildi, hækka innlánsvexti, sem bæti sparifjáreigendum skattlagningu, sem ákveðin hafi verið samkvæmt lögunum. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Kysst á bágtið

Kysst á bágtið HAFI LANDSMENN verið í vafa um að sumarið væri komið fá þeir síðustu staðfestingu sumarkomu nú í byrjun júnímánaðar. Unglingavinnan er hafin og þá er þess ekki langt að bíða að garðar og torg fái kærkomna upplyftingu. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

Menntun ræður vali

UM 50% kjósenda í stærstu starfsstéttunum, verkafólk og fólk sem vinnur við afgreiðslu- og þjónustustörf, ætlar að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson. Pétur Kr. Hafstein fær hins vegar mikinn stuðning frá sérfræðingum, stjórnendum og embættismönnum, en þessar stéttir eru hins vegar mun fámennari en hinar. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 222 orð

Miðskólanum verði bættur kostnaður

R-LISTINN vísaði frá tillögu Sjálfstæðismanna um að Miðskólanum yrði bættur allur kostnaður vegna uppsagnar Reykjavíkurborgar á aðstöðu hans í Miðbæjarskólanum og nýrrar staðsetningar í Skógarhlíð á fundi sínum sl. fimmtudagskvöld. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 376 orð

Mikil eftirspurn eftir málmiðnaðarmönnum

LEITA þarf tíu ár aftur í tímann til þess að finna sambærilega grósku og nú er í málmiðnaði hér á landi. Gerður hefur verið samningur um smíði á 30 tonna rækjuskipi fyrir Sauðkrækinga í Skipasmíðastöðinni hf. á Ísafirði og er þetta fyrsta nýsmíðin í mörg ár á fiskiskipi. Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur sótt um atvinnuleyfi fyrir átta Pólverja og mikil eftirspurn er eftir málmiðnaðarmönnum. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 750 orð

Minnist einkum blessunar séra Bjarna Jónssonar

FERMINGARBÖRN frá Dómkirkjunni árið 1946 ætla að hittast í dag, sunnudag. Hefst samverustund þeirra með messu í Dómkirkjunni kl. 14. Gengið verður til altaris og að athöfn lokinni verður haldið í safnaðarheimilið í gamla Iðnaðarmannahúsinu. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 280 orð

Niðurstöður rannsókna úr fjórum raunvísindagreinum kynntar

FJÓRIR meistaraprófsfyrirlestrar verða í Háskóla Íslands í vikunni og er öllum heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Þorleifur Óskarsson heldur fyrirlestur um rannsóknarverkefni sitt til meistaraprófs í verkfræði mánudaginn 10. júní kl. 16.30 í stofu 157 í húsi verkfræði- og raunvísindadeilda (VR-II), Hjarðarhaga 2-6. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 180 orð

Norðmenn í víking til Íslands næsta sumar

NORÐMENN hafa í hyggju að sigla til Hafnar í Hornafirði, Vestmannaeyja og Hafnarfjarðar, næsta sumar, á u.þ.b. 100 þrjátíu feta seglbátum og mótorbátum, auk farþegaskips, skólaskips og seglskipsins Sörlandet, en öflugur björgunarsveitabátur mun leiða alla lestina. Ennfremur er búist við 300-700 manns með flugvélum og búast forsvarsmenn siglingarinnar við allt að 2. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 333 orð

Nýr tónn um stækkun NATO

JEVGENÍ Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, gaf í skyn á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Berlín að stjórn Rússlands gæti sætt sig við stækkun bandalagsins, en ekki við það að herafli og vopnabúnaður þess yrði fluttur að rússnesku landamærunum. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Ráðinn skrifstofustjóri Dagsbrúnar

ÞRÁINN Hallgrímsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík og munhann hefja störfhjá félaginu í byrjun júní. Þráinn hefurstarfað sem skólastjóri Tómstundaskólans frá 1992.Hann var skrifstofustjóri ASÍ áárunum 1988-1992. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

Sameining jafnaðarmanna skilaboð landsfundarins

LANDSFUNDUR Þjóðvaka fór fram í Viðey í gær. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, lagði í setningarræðu sinni mesta áherslu á sameiningu jafnaðarmanna og félagshyggjufólks í eina stjórnmálahreyfingu. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 122 orð

SÍM leigir Korpúlfsstaði

Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) hefur undirritað leigusamning við Reykjavíkurborg um afnot af húsnæði í Korpúlfsstöðum frá 1. júní til a.m.k. sex ára. Húsnæðinu, sem er á 1. hæð hússins og er 768 fermetrar, hefur verið skipt í 11 vinnustofur. Ljós og hiti er í hverri stofu og skolvaskur, en snyrting og kaffiaðstaða í sameiginlegu rými. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 291 orð

Stærstu stéttirnar styðja Ólaf Ragnar

EIN skýringin á miklu fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakosningunum er að hann fær yfir 50% fylgi frá stærstu starfsstéttunum, verkafólki, skrifstofufólki, og fólki sem vinnur við afgreiðslu- og þjónustustörf. Pétur Kr. Hafstein fær mikinn stuðning frá sérfræðingum, stjórnendum og embættismönnum, en þessar starfsstéttir eru hins vegar miklu fámennari en hinar. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 238 orð

Vill skoða listasöfn

BRESKA rokkstjarnan David Bowie kveðst í samtali við Morgunblaðið vera afar spenntur yfir því að leika á Íslandi, en hann kemur fram ásamt hljómsveit sinni í Laugardalshöll 20. júní næstkomandi. Sjálfur hafi hann aðeins millilent hérlendis á leið milli heimsálfa. Hann kveðst meðal annars hafa hug á að skoða íslensk listasöfn. Meira
9. júní 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Viltu mjólk úr pela?

SAUÐBURÐI er að ljúka þessa daganna. Þó hann hafi víðast hvar gengið vel er alltaf talsvert um að lömb missi mæður sínar eða að þær vilji ekki sinna afkvæmum sínum. Þetta litla lamb frá Seljalandi undir Eyjafjöllum á móður sem er ekki nægilega dugleg að mjólka handa því og þess vegna var gripið til þess ráðs að gefa því mjólk úr pela. Meira

Ritstjórnargreinar

9. júní 1996 | Leiðarar | 380 orð

AÐGÁT SKAL HÖFÐ

AÐGÁT SKAL HÖFÐ KIPULAGSSTJÓRI RÍKISINS hefur ákveðið að fram skuli fara frekara mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs miðlunarlóns í Köldukvísl við Hágöngur. Landsvirkjun hefur kært þennan úrskurð til umhverfisráðherra. Meira
9. júní 1996 | Leiðarar | 2206 orð

ÍVAR GUÐMUNDSSON DÓ INN í íslenzku sumarnóttina. Það hefði honum sjálfum þótt við hæfi. Ha

ÍVAR GUÐMUNDSSON DÓ INN í íslenzku sumarnóttina. Það hefði honum sjálfum þótt við hæfi. Hann var mikill Íslendingur í sér og bar fæðingarbæ sínum, Reykjavík, fagurt vitni hvar sem hann fór. Hann skrifaði á sínum tíma margt um lífið í Reykjavík og upplifði það ávallt hvern dag sem nýja reynslu. Meira

Menning

9. júní 1996 | Menningarlíf | 124 orð

BarPar á Patreksfirði

LEIKFÉLAG Patreksfjarðar sýnir um þessar mundir leikritið BarPar eftir Jim Cartwright. Leikstjóri er Guðrún Alfreðsdóttir en helstu aðstandendur sýningarinnar eru um tuttugu talsins. Formaður Leikfélagsins er Sigurbjörn S. Grétarsson. Meira
9. júní 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Bubbi fertugur

BUBBI Morthens varð fertugur á fimmtudaginn var og tveimur dögum áður hélt hann afmælistónleika í Borgarleikhúsinu. Aðdáendur Bubba troðfylltu salinn og gerðu að venju góðan róm að leik hans. Hér sjáum við svipmyndir frá tónleikunum. Morgunblaðið/Kristinn LISTAMAÐURINN sjálfur. Meira
9. júní 1996 | Menningarlíf | -1 orð

"Ég hef alltaf farið mína leið..." Jón Rúnar Arason söngvari vann til verðlauna í söngkeppni kenndri við Lauritz Melchior

"ÉG ER úfinn og skeggjaður, svo þú getur þekkt mig á því," sagði söngvarinn, þegar hann var spurður hvernig hægt væri að þekkja hann úr á kaffihúsinu. Það var þó fyrst og fremst yfirveguð ró en um leið krafturinn í augnaráði Strandamannsins, Meira
9. júní 1996 | Fólk í fréttum | 312 orð

Fer ekki troðnar slóðir

EFTIR að Óskarinn er kominn í höfn vill Nicolas Cage fara í hasarinn. Hlutverkið sem aflaði Cage óskarsverðlaunanna var í "Leaving Las Vegas" þar sem hann lék drykkjumann haldinn mikilli sjálfseyðingarhvöt. En nú á sem sagt að snúa við blaðinu. Hins vegar ætlar Cage að nálgast hasarinn á sinn hátt. Í myndinni "The Rock" sem frumsýnd er 7. Meira
9. júní 1996 | Tónlist | 644 orð

Fisið í sparisjóðnum

Greensleeves. Enskir lútusöngvar í flutningi Julianne Baird sópran og Ronn McFarlane, lúta*. Dorian DOR-90126. Upptaka: DDD, Troy, NY, Bandaríkjunum, 1/1989. Lengd: 68:03. Verð: 1.690 kr. Meira
9. júní 1996 | Fólk í fréttum | 119 orð

Fjör í sumarbúðum

BÖRNIN í sumarbúðum kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum fara í sund og leiki á hverjum degi, en í vatnsviðrum kemur íþróttahúsið sér vel. Sumarbúðirnar eru í Hlíðardalsskóla í Ölfusi og eru fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Einnig er farið í kapelluna kvölds og morgna, þar sem er sungið, beðið til guðs og fræðst um Krist. Meira
9. júní 1996 | Menningarlíf | 98 orð

Glerlist og silkiþrykk í Þrastarlundi

Í ÞRASTARLUNDI hefur verið opnuð sýning þeirra Ingibjargar Hjartardóttur glerlistakonu og Alfreds A. Gockel listamanns, sem hefur sérhæft sig í silkiþrykki. Þetta er í annað sinn sem Ingibjörg sýnir í Þrastarlundi en hún hefur kennt glerlist hjá Námsflokkum Reykjavíkur og hjá eldriborgurum auk þess sem hún rekur Gallerí Hnoss. Alfred A. Meira
9. júní 1996 | Menningarlíf | 148 orð

Gradualekórinn söng í Mývatnssveit

GRADUALEKÓR Langholtskirkju skipaður 44 ungmennum á aldrinum 11 til 18 ára hélt söngskemmtun í Skjólbrekku þriðjudaginn 4. júní. Söngstjóri Jón Stefánsson. Undirleikarar á píanó, Lára Bryndís Eggertsdóttir og söngstjórinn. Söngskráin var fjölbreytt og varð kórinn að endurtaka og syngja aukalög. Meira
9. júní 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Heimilisfaðir í frumskóginum

TIM ALLEN er þekktastur fyrir sjónvarpsþætti sína, Handlaginn heimilisföður, sem eru gífurlega vinsælir í Bandaríkjunum. Hann á það þó einnig til að leika í kvikmyndum og hér sjáum við hann einmitt við þá iðju. Myndin heitir "Jungle 2 Jungle" og með honum á ljósmyndinni er mótleikarinn Sam Huntington. Meira
9. júní 1996 | Menningarlíf | 515 orð

Hlaut frábærar viðtökur

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ er nýkomið af alþjóðlegu leiklistrarhátíðinni LIFE-Lithuanian Theatre Festival, þangað sem því var boðið með sýninguna Don Juan eftir Moliére. Það var leikstjórinn Rimas Tuminas frá Litháen sem leikstrýrði sýningunni í Þjóðleikhúsinu í vetur og vakti hún mikla athygli. Sýnt var tvisvar á hátíðinni, 23. og 24. maí, í einu helsta leikhúsinu í Vilnius, Jaunimo Teatras. Meira
9. júní 1996 | Menningarlíf | 335 orð

"Innsetningin er dulbúið högg"

Á INNSETNINGU +2000/-2000, sem er opin í Perlunni til 1. júlí, eru verk listamannsins Oswaldos Romberg til sýnis, en atburður þessi er sérstæður að því leyti að Innsetningin var opnuð á 20 stöðum samtímis víða um heim. Sýningin á að gera fjögur þúsund ára sögu skil og ná til allra menningarsvæða. Meira
9. júní 1996 | Menningarlíf | 466 orð

Japanskt leyndarmál slær í gegn Hljómsveitarstjórinn Takashi Asahina er einn virtasti stjórnandinn í heimalandi sínu en nær

ÁHORFENDUR á tónleikum Chicago-sinfóníunnar í maí voru sem heillaðir af manninum á stjórnendapallinum og ekki eingöngu vegna hæfileika hans með tónsprotann; ekki síður vegna mannsins sjálfs, sem þykir óvanalega blíður á manninn. Hann er enginn nýgræðingur í faginu, orðinn 87 ára gamall, og heitir Takashi Asahina. Meira
9. júní 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð

Jennie fær að smakka

JENNIE Garth, leikkonan sem fræg er fyrir leik sinn í þáttunum "Beverly Hills 90210", fékk að smakka á jarðarberjum hjá leikaranum David Faustino. Faustino þessi leikur í þáttunum "Married... With Children" sem njóta töluverðra vinsælda vestanhafs. Myndin var tekin í hófi sem Fox-sjónvarpsstöðin hélt til að kynna þætti sína. Meira
9. júní 1996 | Fólk í fréttum | 268 orð

Kvennabósi í kröppum dansi Kvennabósi í kröppum dansi

Leikstjóri Martin Lawrence. Handritshöfundur Martin Lawrence. Kvikmyndatökustjóri. Francis Kenny. Tónlist Kevin Campell, R Kelly, ofl. Aðalleikendur Martin Lawrence, Lynn Whitfield, Regina King, Bobby Brown. Bandarísk. 1996. Meira
9. júní 1996 | Menningarlíf | 117 orð

Listahátíð í Reykjavík 1996

Sunnudagur 9. júní Philharmonia Quartett-Berlin. Íslenska óperan: Tónleikar kl. 16. Ljóð & Jass. Loftkastalinn: Dagskrá kl. 21. Féhirsla vors herra. Íslenski dansflokkurinn. Borgarleikhúsið: 3. sýn. kl.20. Páll á Húsafelli Listasafn Sigurjóns: Opnun kl. 15. Klúbbur Listahátíðar. Meira
9. júní 1996 | Fólk í fréttum | 112 orð

Páll Óskar Hjálmtýsson og Perlan

PÁLL Óskar Hjálmtýsson lét sig ekki muna um að æfa og sýna með leikhópnum Perlunni núna á vordögum. Hann hljóp í skarðið fyrir einn perluleikarann, Hrein Hafliðason, sem brá sér til Kanada. Leikatriði það sem Páll Óskar tók þátt í er í leikritinu Gísl og nefnist Ef þú giftist. Meira
9. júní 1996 | Menningarlíf | 182 orð

Rómantískast allra eyðimarka

ÚT ER komin bókin Icelandic Journals eftir William Morris, en hún inniheldur dagbækur þessa breska nytjalistamanns og rithöfundar um ferðir hans um Ísland árin 1871 og 1873. Í bókina ritar Magnús Magnússon kafla um Morris sem hann nefnir William Morris in Iceland og Fiona MacCarthy ritar formálsorð. Meira
9. júní 1996 | Menningarlíf | 148 orð

Sinfónían hljóðriti Sibelius

Á FIMMTUDAG kom í stutta heimsókn til Íslands þýski útgefandinn Klaus Heymann, en hann hefur lýst áhuga sínum á að fá Sinfóníuhljómsveit Íslands til að hljóðrita fyrir Naxos-útgáfu hans. Naxos-útgáfan hefur haslað sér völl með ódýrum útgáfum sínum og hefur náð meirhluta markaðar í mörgum Evrópulöndum. Meira
9. júní 1996 | Fólk í fréttum | 52 orð

Taylor í Frakklandi

ELIZABETH Taylor líkaði með eindæmum vel dvölin í Suður-Frakklandi um daginn, þegar hún sótti fjáröflunarathöfn til styrktar eyðnirannsóknum. Reyndar var hún svo hrifin að hún ákvað að framlengja dvöl sína í landinu ásamt hundinum sínum, Sykri, eða Sugar. Hér sést hún fyrir utan veitingastaðinn La Colombe d'Or í Cannes. Meira
9. júní 1996 | Menningarlíf | 70 orð

Textílsýning í Perlunni

HEIDI Kristiansen sýniir 18 myndteppi í Perlunni. Teppin eru öll unnin með quilt-tækni og applíkeringu eða ásaumi og eru gerð á árunum 1995-96. Heidi hefur áður haldið sýningar bæði heima og erlendis; ýmist ein eða með öðrum. Síðast sýndi hún í Perlunni 1994, auk þess sem hún hélt sýningu í Vestmannaeyjum í ágúst 1995. Meira
9. júní 1996 | Fólk í fréttum | 110 orð

Tillitslausir aðdáendur

COURTNEY Love ætlar að láta rífa niður gróðurhúsið á lóð sinni þar sem eiginmaður hennar, Kurt Cobain, framdi sjálfsmorð fyrir tveimur árum. Mikil ásókn aðdáenda Cobains og Nirvana er í lystigarðinn sem umlykur húseignina og finnst Courtney ágangurinn óþolandi. Meira
9. júní 1996 | Fólk í fréttum | 59 orð

Tilþrif

LEIKARINN Bill Murray á það til að laða fram bros og jafnvel hlátur hjá áhorfendum. Það reyndi hann af öllum mætti þegar hann las upp úr Stikkilsberja- Finni eftir Mark Twain, en bókin var nýlega endurútgefin í Bandaríkjunum. Lesturinn fór fram í bókabúð í New York fyrir skemmstu og eins og sjá má fylgdi látbragð lestrinum hjá Bill. Meira
9. júní 1996 | Fólk í fréttum | 131 orð

Vichy-snyrtivörur til Íslands

ÞEIR sem hafa lagt leið sína til Frakklands og brugðið sér þar inn í apótek kannast áreiðanlega við snyrtivörurnar frá Vichy. Vichy vörurnar fást reyndar víðar en í Frakklandi, þar sem þær eru framleiddar í borginni Vichy, því þær eru seldar í rúmlega 60 löndum í öllum álfum heimsins. Meira
9. júní 1996 | Menningarlíf | 332 orð

"Vonast til að hitta Bowie"

TÓNLISTARMAÐURINN David Bowie fékk nýlega sent málverk frá íslenskum aðdáenda sínum, Birgi Snæbirni Birgissyni myndlistarmanni. Málverkið nefnir Birgir Tvo drengi undir tré og segir Birgir í samtali við Morgunblaðið að drengirnir á myndinni séu á óræðum aldri og að hann leitist við að lýsa ákveðinni bælingu. Meira
9. júní 1996 | Myndlist | 553 orð

Þar sem þú hengir hatt þinn ...

Samsýning FORM ÍSLAND. Opið kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 16. júní. Aðgangur ókeypis. HVERGI koma mismunandi væntingar manna, áhugi og smekkur betur fram en í listunum, og almenn hönnun er sennilega einn ríkulegasti farvegur þeirra út til fólksins í daglegu lífi þess. Meira
9. júní 1996 | Menningarlíf | 253 orð

(fyrirsögn vantar)

BANDARÍSK tollyfirvöld gerðu fyrir skemmstu tilraun til að koma í veg fyrir að listaverk eftir hinn umdeilda breska myndlistarmann, Damien Hirst, yrðu flutt til landsins. Töldu tollverðir að verk Hirst bryti í bága við innflutningsbann vegna kúariðu en það samanstendur af tveimur kúm sem bútaðar hafa verið í tólf hluta og fljóta þeir í stórum tanki sem fylltur hefur verið með Meira

Umræðan

9. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 303 orð

Garðurinn hans Skúla

Í VELVAKANDA Morgunblaðsins, þann 30. maí síðastliðinn, vekur Skúli nokkur athygli á þjónustu sem Vinnuskóli Reykjavíkur hefur boðið undanfarin sumur. Þeir eldri borgarar, sem eftir því óska, geta gegn vægu gjaldi fengið hópa unglinga í garðinn sinn til að vinna vorverkin. Þessi þjónusta hefur mælst vel fyrir og fer þeim sífellt fjölgandi sem nýta sér hana. Meira
9. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 197 orð

Gleðjumst með samkynhneigðum 27. júní

ÍSLENDINGAR telja sér gjarnan trú um að þetta land byggi fordómalaus og víðsýn þjóð. Annað kemur þó stundum á daginn í opinberri umræðu. Dæmi um slíkt er bréf Friðriks Schram guðfræðings sem birtist í Morgunblaðinu 7. júní sl. Þar viðrar höfundur skoðanir sínar á samkynhneigð og nýjum lögum um staðfesta samvist kynhneigðra para. Meira
9. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 258 orð

Klassíska leiðin

SAGT er, að líf án listar sé fátæklegt líf, og að menningin sé grundvöllur hinna sönnu lífsgæða. Undir það hljótum við að taka, sem sóttum námskeið Ingólfs Guðbrandssonar um J.S.Bach, er hann hélt í vetur í Hallgrímskirkju í nafni Listvinafélagsins og Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands. Þar heillaði hann hundrað þátttakendur með fræðslu sinni um líf og list meistarans. Meira
9. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 232 orð

Langholtssókn, söfnuðurinn leysi vandann

VEGNA umfjöllunar um Langholtssókn og skiptra skoðana manna á því hver eða hverjir beri ábyrgð á því ástandi sem þar ríkir og getuleysi yfirmanna kirkjunnar til þess að leysa þau vandamál sem þar eru, þá langar mig að viðra hugmynd sem ætti að vera öllum deiluaðilum ásættanleg, miðað við hvernig deiluaðilar meta stöðu sína hver fyrir sig, það er að enginn telur sig bera ábyrgðina. 1. Meira
9. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 429 orð

Um störf Siðanefndar blaðamanna

Í Morgunblaðinu 5. júní birtist bréf til blaðsins frá Rögnvaldi Hallgrímssyni, Hafnarfirði. Þar fjallar hann um úrskurð Siðanefndar blaðamanna um kæru sem hann lagði fram á hendur Stöð tvö vegna frétta af hörmulegu bílslysi á Suðurlandsvegi í haust er leið. Meira

Minningargreinar

9. júní 1996 | Minningargreinar | 182 orð

Bergur Guðnason

Það voru sorglegar fréttir sem mér bárust, þar sem ég er staddur, ásamt fjölskyldu minni, erlendis í fríi. Að hann Beggi væri dáinn var ótrúlegt. Beggi starfaði hjá Halldóri Jónssyni ehf. frá árinu 1970 og síðan Lystadún-Snælandi ehf. frá stofnun þess árið 1991. Hann var einn af þessum mönnum sem ekki fór mikið fyrir, var hlédrægur og bar tilfinningar sínar ekki á torg. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 275 orð

Bergur Guðnason

Vinur okkar, Bergur Guðnason, mágur og svili er dáinn. Sjaldnast erum við viðbúin slíkum tíðindum, og þegar kallið kemur með jafn snöggum hætti og hjá vini okkar, drúpum við höfði við dánarbeð vinarins og finnum til smæðar okkar, en viljum að hann viti, að margt var ósagt og ógert. Það eru liðin rúm 40 ár síðan fundum okkar Bergs bar fyrst saman. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 31 orð

Bergur Guðnason

Bergur Guðnason Það var góður dagur, það var bjartur dagur. Þú varst glaður og þér leið vel. Þú varst á draumastaðnum og betra gat það ekki verið fyrir þig. Berglind Rós Magnúsdóttir. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 192 orð

BERGUR GUÐNASON

BERGUR GUÐNASON Bergur Guðnason var fæddur á Hellissandi 27. september 1931. Hann lést við sumarbústað sinn á Þingvöllum 1. júní sl. Foreldrar hans voru Guðni Gíslason, sjómaður, f. 10.9. 1907, d. 24.3. 1932, og Ásta S. Vigfúsdóttir, f. 10.10. 1903, d. 16.10. 1977. Systkini hans eru Guðrún, f. 30.1. 1930, Ragna, f. 18.11. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 373 orð

Gissur Geirsson

Það er eins og allt í einu sé maður á gráu skýi, tómleikinn heltekur allt. Hann Gissur frændi er dáinn. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að sjá hann aldrei aftur og heyra hann ekki spila á harmonikuna og syngja eins og hann gerði nánast á öllum fjölskyldumótum. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 613 orð

Gissur Geirsson

Ég minnist vinar míns Gissurar er við sáumst fyrst, það var árið 1958 á Selfossi. Þessi ungi maður var þá að æfa með hljómsveit, spilaði á harmonikku. Við urðum fljótlega kunningjar og síðan beztu vinir. Margar urðu ferðirnar á gamla mjólkurbílnum hans. Gissur ók okkur stelpum og strákum á sveitaböllin. Það var alltaf jafn sjálfsagt að fá að vera með og bílstjórinn hress og spaugsamur. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 758 orð

Gissur Ingi Geirsson

Fyrir örfáum vikum sátum við hjá mági okkar og svila Gissuri Geirssyni á St. Jósefsspítala þar sem hann var í rannsókn. Það hvarflaði ekki annað að okkur en að hann myndi hrista þessi veikindi af sér með sama ofurkrafti og hann gerði fyrir sjö árum. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 471 orð

Gissur Ingi Geirsson

Þegar þú ert horfinn á braut yfir móðuna miklu er ekki laust við að hugurinn leiti aftur til bernsku. Mínar fyrstu minningar tengdust óneitanlega mikið þér. Ég, lítil, frek pabbastelpa. Tilveran snerist um að stjórna þér eins mikið og hægt var. Ég fór t.d. ekki á leikskólann nema með þér, þó helst í póstinn sem var mjög oft. Það voru yndislegar stundir, mikið spjallað og hlegið. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 471 orð

Gissur Ingi Geirsson

Það er ilmur í lofti og tónar vorsins hljóma hvað fegurst á þessu fallega vori. Síminn hringir, það er Gísli í Byggðarhorni, hann tilkynnir mér andlát Gissurar bróður síns. Gissur Ingi Geirsson hefur kvatt þetta jarðlíf. Hann hefur nú lotið í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi sem hann áður hafði barist við og sigrað þá. Minningarnar leita fram í hugann. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 231 orð

GISSUR INGI GEIRSSON

GISSUR INGI GEIRSSON Gissur Ingi Geirsson fæddist að Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi 17. júlí 1939. Hann lést á Borgarspítalanum, 27. maí sl. Foreldrar Gissurar voru Jónína Sigurjónsdóttir húsmóðir, f. 1911, d. 1988, og Geir Gissurarson, bóndi Byggðarhorni, f. 1916. Systkini Gissurar eru Úlfhildur, f. 1942, Hjördís Jóna, f. 1944, Gísli, f. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 815 orð

Ingibjörg Sigurðardóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir réðst sem handavinnukennari við Fossvogsskóla 1973. Skólinn hafði þá aðeins starfað í tvö ár og eins og þá háttaði til var handavinna sem sérfag ekki kennd fyrr en í þriðja bekk en þetta var fyrsta árið sem sá aldurshópur var í skólanum. Það kom því í hennar hlut að móta þá vinnu sem framundan var. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 120 orð

Ingibjörg Sigurðardóttir

Elsku amma. Nú hefur þú fengið hvíldina löngu. Sársaukinn er horfinn og eilífðin hefur tekið við. Erfitt er að lýsa því með orðum af hverju við söknum þín. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, leiðbeindir og gættir. Nú þarf að venjast lífinu án þín. Nú legg ég augun aftur ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 189 orð

Ingibjörg Sigurðardóttir

Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem veitir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 330 orð

Ingibjörg Sigurðardóttir

Síðustu dagar maímánaðar eru sérstakur tími í skólanum, eins konar tímamót þar sem hið liðna er kvatt og því nýja heilsað og tilfinningar blandaðar feginleika, létti og trega eru ofar í sinni en aðra daga. Þegar við, starfsfólk Fossvogsskóla, göngum út í sumarið við lok þessa skólaárs er treginn ríkjandi í hugum okkar vegna fráfalls Ingibjargar Sigurðardóttur kennara. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 128 orð

INGIBJöRG SIGURÐARDÓTTIR

INGIBJöRG SIGURÐARDÓTTIR Ingibjörg Sigurðardóttir var fædd í Hafnarfirði 15. mars 1931. Hún lést í Borgarspítalanum 1. júní síðastliðinn. Ingibjörg var uppalin í Hafnarfirði en foreldrar hennar voru Sigurður vélstjóri Kristjánsson frá Arnarbæli í Grímsnesi og kona hans Valgerður Jóna Ívarsdóttir sjómanns í Hafnarfirði. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 102 orð

Ingibjörg Sigurðardóttir Hún Bagga okkar er látin. Auðvitað vissum við að hún var mikið veik, en hún var svo dugleg og sterk í

Hún Bagga okkar er látin. Auðvitað vissum við að hún var mikið veik, en hún var svo dugleg og sterk í sínum veikindum að okkur datt ekki í hug að svo stutt væri í andlát hennar. Við vorum allar saman komnar í saumaklúbb fyrir þremur vikum og var hún ótrúlega hress, en hefur komið meira af vilja en mætti, enda flíkaði hún ekki sínum veikindum. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 129 orð

Ingibjörg Sigurðardóttir Ingibjörg Sigurðardóttir er látin. Hún háði harða baráttu við illvígan sjúkdóm, sýndi mikið þrek og

Ingibjörg Sigurðardóttir er látin. Hún háði harða baráttu við illvígan sjúkdóm, sýndi mikið þrek og neitaði að gefast upp, en nú er þessari baráttu lokið. Ég kynntist Ingibjörgu fyrir um fimmtán árum og áttum við Guðbjörg margar gleði- og ánægjustundir saman í gegn um tíðina, ásamt eiginmanni hennar, Jóhanni Gunnarssyni, en hann lést fyrir um átta árum. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 172 orð

Jóhann Gunnar Halldórsson

Vorið kom óvenju snemma í ár. En nú er ekki lengur vor í hjarta, kveðjustundin kom svo allt of fljótt og svo margt eftir ógert. Við hlökkuðum til haustsins, fá þig suður og kynnast þér betur því samverustundirnar höfðu verið svo allt of fáar. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 492 orð

Jóhann Gunnar Halldórsson

Að hryggjast og gleðjast, hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Í þessum ljóðlínum felst mikill sannleikur. Fyrir tæpum 60 árum heilsuðust tveir drengir í fyrsta sinn, annar níu ára, hinn tólf ára. Sá yngri var Jóhann Gunnar Halldórsson, en sá eldri sem þessar línur skrifar. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 171 orð

JÓHANN GUNNAR HALLDÓRSSON

JÓHANN GUNNAR HALLDÓRSSON Jóhann Gunnar Halldórsson fæddist í Reykjavík 28. júní 1928. Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Eyþórsson, fyrrverandi kaupmaður og síðar starfsmaður í Nýja Bíói, og Ingibjörg Ólafsdóttir, húsmóðir. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 225 orð

Kristján Sylveríusson

Hann Kristján, maðurinn hennar ömmu Boggu, er nú dáinn eftir erfið veikindi. Hann var okkur langömmubörnunum hennar alltaf svo góður og okkur þótti reglulega vænt um hann. Mig langar að kveðja Kristján með þessum fáu orðum. Það er nú alltaf þannig að líf verður að dauða og dagur verður að nótt. Nóttin og dauðinn eiga það sameiginlegt að þau eru endir á einhverju sem er yfirleitt dásamlegt. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 157 orð

KRISTJÁN SYLVERÍUSSON

KRISTJÁN SYLVERÍUSSON Kristján Sylveríusson fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sylveríus Hallgrímsson, f. 20.6. 1888, d. 13.4. 1977, og Helga Kristjánsdóttir, f. 6.2. 1887, d. 6.8. 1979. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 73 orð

Kristján Sylveríusson Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og

Kristján Sylveríusson Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 101 orð

Kristján Sylveríusson Hve fagurt ljómar ljósa her á loftsins bláa geim. Hve milt og blítt þau benda mér í bústað Drottins heim.

Nú er Kristján okkar dáinn. Okkur líður vel að veikindum hans sé lokið, en söknuður og tómleiki verður ávallt þegar við komum í heimsókn til ömmu Boggu. Eftir stendur minningin um góðan mann sem tók okkur alltaf svo vel. Við þökkum góðar samverustundir sem við áttum með Kristjáni og ömmu Boggu. Við biðjum góðan Guð að varðveita Kristján. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 115 orð

Kristján Sylveríusson Í dag kveð ég mætan mann og vin. Það voru margar stundirnar er við Kristján heitinn sátum saman og ræddum

Í dag kveð ég mætan mann og vin. Það voru margar stundirnar er við Kristján heitinn sátum saman og ræddum þjóðfélagsmálin í fortíð og nútíð. Kristján leyndi á sér því hann var fróður um menn og málefni. Hann kunni margar skemmtilegar frásagnir af samtíðarmönnum sínum og málefnum er gaman var að upplifa með honum í frásagnargáfu hans. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 354 orð

Sigurjón Steingrímsson

"Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur." Þessu orðtaki fylgir mikill sannleikur. Hann sannaðist fyrir mér þegar ég frétti frá bestu vinkonu minni að bróðir hennar væri dáinn. Það var eins og deplað væri auga og hann Sigurjón var horfinn. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 293 orð

Sigurjón Steingrímsson

Sigurjón var tíður gestur á heimili okkar og náinn vinur drengjanna okkar. Nú ríkir söknuður um þennan ljúfa og trausta dreng, sem átti framtíðina fyrir sér að manna dómi, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Þegar minningar um Sigurjón koma í hugann, er erfitt að velja úr hvað sagt skal eða sleppt. Hann bar mikið traust með sér, væri hann beðinn um eitthvað var engin þörf á endurtekningu. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 28 orð

SIGURJÓN STEINGRÍMSSON

SIGURJÓN STEINGRÍMSSON Sigurjón Steingrímsson fæddist í Vestmannaeyjum 18. nóvember 1978. Hann lést af slysförum 30. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum 8. júní. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 141 orð

Sigurjón Steingrímsson Það er erfitt að trúa því að vinur minn Sigurjón skuli vera dáinn. Ég man eftir honum sem traustum og

Það er erfitt að trúa því að vinur minn Sigurjón skuli vera dáinn. Ég man eftir honum sem traustum og góðum vini sem ávallt var í góðu skapi. Hann var alveg einstakur að því leiti að hann var ætíð brosandi sama hvað gekk á, og man ég ekki eftir neinum manni sem hafði þvílíkt gott skap. Sigurjón var mjög náinn vinur og mun ég ætíð sakna hans. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 329 orð

Þórarinn Guðmundsson

Þórarinn var mjög lifandi persónuleiki. Þar sem hann kom fór ekki á milli mála hver var á ferð. Þeir voru líkir um margt hann og tvíburabróðir hans Klemenz Ragnar sem í dag heldur upp á sextugsafmæli sitt hjá Herði bróður sínum. Meira
9. júní 1996 | Minningargreinar | 196 orð

ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON

ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON Þórarinn Guðmundsson fæddist í Reykjavík 9. júní 1936. Hann lést á sjúkrahúsi í Edenvale í Suður-Afríku 12. október sl. Foreldrar hans voru Guðmundur Albert Þórarinsson, sonur Elínborgar B. Meira

Daglegt líf

9. júní 1996 | Bílar | 138 orð

ALP fær Micra

TÍU Nissan Micra bílar hafa bæst við bílaflota ALP bílaleigunnar fyrir sumarið. ALP bílaleigan verður með yfir 100 bíla til útleigu í sumar og er meira en helmingur þeirra Nissan bílar frá Ingvari Helgasyni. Nissan bílarnir hjá ALP eru af mörgum stærðum, allt frá litlum en rúmgóðum Nissan Micra upp í leðurklæddan Nissan Maxima. Nissan Micra er nú betur búinn en áður. Meira
9. júní 1996 | Ferðalög | 189 orð

AMSTERDAM

Kaupglaðir ferðalangar í Amsterdam hafa ástæðu til þess að kætast yfir nýjum lögum sem heimila verslunareigendum að hafa opið á sunnudögum milli kl. 12 og 17. Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn og söfn eru almennt opin á sunnudögum líka. Meira
9. júní 1996 | Bílar | 230 orð

Bílabúð Benna fær SsangYong

BÍLABÚÐ Benna hefur samið við suður- kóreska bílaframleiðandann SsangYong Motor Company um að bjóða bíla fyrirtækisins og þjónustu á Íslandi. Fyrst í stað verða boðnir til sölu Musso jepparnir, sem eru í svipuðum stærðarflokki og Mitsubishi Pajero og Nissan Terrano II. Meira
9. júní 1996 | Ferðalög | -1 orð

Fallegt land og freistandi

FYRSTI áfangastaður var Illulissat uppá grænlensku, öðru nafni Jakobshavn, en ég mæli með grænlenska heitinu því það er eitt fárra bæjarnafna sem óvanir geta borið fram skammlaust. Nafnið þýðir ísjaki og það er auðvelt að skilja þá nafngift. Meira
9. júní 1996 | Ferðalög | 25 orð

GRÆNLAND

GRÆNLAND FERÐAÞJÓNUSTA er ört vaxandi atvinnugrein við Diskóflóa á vesturströnd Grænlands. Uummannaq er fallegur bær á lítilli eyju innarlega í Uummannaq firði í flóanum. Meira
9. júní 1996 | Ferðalög | 266 orð

Hús jólasveinsins ÞAÐ er ómögule

ÞAÐ er ómögulegt að hverfa frá Uummannaq án þess að heimsækja jólasveininn í kofa sinn og skrifa jólaóskir í bókina hans ef hann er ekki heima. Við misstum af honum, en kvittuðum í bókina og bárum upp óskir. Svo er bara að bíða. Tvö ár eru síðan kofinn var byggður í tilefni þess að danska ríkissjónvarpið tók upp þætti um jólasveininn á eyjunni. Meira
9. júní 1996 | Bílar | 107 orð

Hvað er í Musso?

Staðalbúnaður Tauáklæði. Viðarlitað mælaborð. Leðurstýri og leðurhnúður á gírskiptingu. Veltistýri. Rafdrifnar rúður. Samlæsing með fjarstýrðum hurðaopnurum. Þjófavarnakerfi. Geislaspilari og útvarp. Fjölstillanleg framsæti. Armpúðar í aftursætum. Stillanlegt bak á aftursætum. Álfelgur. BFGoodrich 31x10,5-15 dekk. Meira
9. júní 1996 | Ferðalög | 363 orð

Í stuttu máli

ERLENDIR ferðamenn í Grænlandi voru um fjórtán þúsund á síðasta ári. Þar af komu um 5.000 þúsund til Diskóflóans á vesturströndinni. Stærstur hópur ferðamannanna er fólk á efri árum, en nú leggja grænlensk ferðamálayfirvöld áherslu á að laða yngra fólk líka að landinu með því að bjóða ýmsar ævintýraferðir. Í norðurhluta Grænlands eru tvö ferðamannatímabil. Meira
9. júní 1996 | Bílar | 333 orð

Kraftur í Ford

FORD hefur því sem næst lokið við smíði á SVT (Special Vehicle Team) Mondeo sem er svipaður að gerð og Profile hugmyndabíllinn frá 1994. Ford er einnig að smíða aflmiklar útfærslur af Thunderbirtd og F-150 pallbílnum. Bílarnir verða með kraftmikilli 4,6 lítra V6 vél Ford með tveimur yfirliggjandi knastásum. Meira
9. júní 1996 | Ferðalög | 428 orð

Lundaskoðun og sjóstangaveiði eða bara sigling inn í sólarlagið

SKEMMTISIGLING um Faxaflóa nýtur vaxandi vinsælda. Margir útlendingar nýta sér þennan möguleika og Íslendingar eru líka að komast á bragðið með sjóstangaveiði á flóanum eða lundaskoðun í Lundey. Sigling inn í sólarlagið á fallegu sumarkvöldi heillar líka. Andrea frá Hafnarfirði er 50 manna bátur sem gerir út frá Ægisgarði í Reykjavík. Meira
9. júní 1996 | Ferðalög | 345 orð

Máltíðin varævintýri líkust

Ólöf Magnúsdóttir, útibústjóri Búnaðarbankans í Kringlunni var á vordögum í Barcelona og heillaðist gersamlega af borginni sem hún segir vera nánast ótæmandi af söfnum, fallegum byggingum og veitingastöðum. Ólöf er mikil áhugamanneskja um mat og var því beðin um að lýsa uppáhaldsveitingastaðnum sínum í Barcelona. Meira
9. júní 1996 | Ferðalög | 224 orð

Minnast landnáms Íslands frá V-Noregi

ALLT að tvö þúsund Norðmenn eru væntanlegir til Íslands næsta sumar í tengslum við Víkingahátíð í Hafnarfirði 9.-13. júlí á næsta ári. Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar er að minnast landnáms Íslands frá Vestur-Noregi fyrir rúmlega 1100 árum og að styrkja vináttubönd og menningartengsl þessara bræðraþjóða, Meira
9. júní 1996 | Bílar | 402 orð

Musso - Nashyrningurinn

SSANGYONG hefur verið á markaði í Þýskalandi og Noregi um nokkurn tíma. Í Þýskalandi hefur hann verið mjög hátt verðlagður. Hann hefur fengið afar lofsamlega dóma í fagritum víðast hvar. Musso hlaut m.a. fyrstu verðlaun í sínum verðflokki á alþjóðlegu bílasýningunni í Birmingham 1994. Meira
9. júní 1996 | Bílar | 150 orð

SsangYong og Daimler-Benz

SSANGYONG er ein af sex stærstu fyrirtækjasamsteypum í Kóreu. Fyrirtækið rekur yfir 30 dótturfyrirtæki í ýmsum greinum. Fyrir u.þ.b. tíu árum ákváðu stjórnendur fyrirtækisins að kaupa verksmiðju sem hafði framleitt þungavinnuvélar og herbíla í yfir 50 ár. Meira
9. júní 1996 | Bílar | 1047 orð

SSuzuki X-90 - óvenjulegur og vekur athygli VILJI bíleigendur vekja

VILJI bíleigendur vekja athygli í umferðinni þá er ein leiðin sú að fjárfesta í ökutæki sem heitir Suzuki X-90 frá samnefnda japanska framleiðandanum, sem umboðið hérlendis, Suzuki bílar hf., hefur kynnt að undanförnu. Meira
9. júní 1996 | Bílar | 130 orð

Tilraun um rafbíl

DAIHATSU er einn þátttakenda nokkurra fyrirtækja í Japan um smíði á vistvænum rafbíl. Nýjungar í þessu verkefni eru m.a. tilraunir til þess að smíða minni yfirbyggingu, léttari og straumlínulagaðri en áður hefur þekkst í bílum. Gólf bílsins, sem kallast Eco Vehicle, og burðarstoðir eru úr áli en yfirbyggingin er úr trefjaplasti. Meira
9. júní 1996 | Bílar | 158 orð

Toyota Ipsum minni en Shuttle

TOYOTA Ipsum, nýr fjölnotabíll Toyota, sem settur var á markað í Japan um miðjan mánuðinn og kemur á markað í Evrópu í haust, er minni en búist hafði verið við. Ipsum er bæði styttri og mjórri en helsti keppinauturinn í Japan, Honda Shuttle. Meira
9. júní 1996 | Ferðalög | 145 orð

Útskrift frá Ferðamálaskóla Íslands

48 nemendur luku prófum frá Ferðamálaskóla Íslands í maí. Um er að ræða kvöldskóla þar sem boðið er upp á 19 áfanga sem allir tengjast ferðaþjónustu. Nemendur geta sjálfir ráðið námshraða sínum, tekið einstaka áfanga, eða tveggja anna heildstætt nám sem lýkur með afhendingu prófskírteinis í ferðafræðum. Meira
9. júní 1996 | Ferðalög | 154 orð

Vísa kynnir London

LONDON er vinsæll og fjölsóttur áfangastaður Íslendinga enda mikið framboð þar af afþreyingu við allra hæf. Vísa hefur í samvinnu við bresk ferðamálayfirvöld, hleypt af stokkunu sérstöku átaki þar sem korthöfum njóta sérkjara og/eða sérþjónustu hjá yfir 200 þjónustuaðilum í borginni. Átakið stendur til marsloka á næsta ári. Meira
9. júní 1996 | Ferðalög | 1086 orð

Þróunar er þörf til aukinnar arðsemi og atvinnu

ÞAÐ verður eitthvað að koma í staðinn til þess að byggðin haldist við," sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra í setningarræðu sinni á ráðstefnu í liðinni viku þar sem fjallað var um stefnumótun í ferðamálum. Meira

Fastir þættir

9. júní 1996 | Dagbók | 2709 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 7.-13. júní verða Garðs Apótek, Sogavegi 108 og Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16 opin til kl. 22. Frá þeim tíma er Garðs Apótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
9. júní 1996 | Í dag | 89 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 10. jún

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 10. júní, verður sjötugSteina Margrét Finnsdóttir, Vogatungu 37, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Friðrik Haraldsson, bakarameistari. Þau hafa verið búsett í Kópavogi undanfarin 44 ár en eru bæði borin og barnfædd í Vestmannaeyjum, þar sem þau gengu í hjónaband 8. Meira
9. júní 1996 | Dagbók | 711 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
9. júní 1996 | Dagbók | 410 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun komu Kyndill

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun komu Kyndill og olíuskipiðBlue Sea sem fara aftur á morgun. Þá fór Stapafell, Goðafoss fór til Ameríku og danska eftirlitsskipið Vædderentil Grænlands. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrradag fór Sléttbakurá veiðar. Meira
9. júní 1996 | Í dag | 294 orð

Tapað/fundið Seðlaveski tapaðist TÓLF ára drengu

TÓLF ára drengur tapaði seðlaveskinu sínu með aleigunni í. Veskið er svart gallonveski og tapaðist líka í Ármúla eða við ísbúðina í Álfheimum sl. þriðjudag á milli kl. 16.30 og 18. Peningarnir í veskinu áttu að renna upp í utanlandsferð. Hafi einhver heiðarlegur fundið veskið er hann vinsamlega beðinn að hringja í Ómar í síma 565-1658. Meira
9. júní 1996 | Í dag | 517 orð

TÖÐUGT færri viðkomuhafnir skipa í strandsiglingum hafa

TÖÐUGT færri viðkomuhafnir skipa í strandsiglingum hafa stóraukið þungaflutninga á þjóðvegum landsins. Mikil og vaxandi þungaumferð hefur síðan flýtt fyrir sliti á vegakerfinu, enda er slitlag víða veikburða, þunn "klæðning", sem þolir illa þetta mikla álag. Talið er að viðhaldsþörfin muni af þessum sökum aukast hratt á næstu árum. Meira

Íþróttir

9. júní 1996 | Íþróttir | 415 orð

Annað ævintýri?

NÆR landslið Portúgals að endurtaka ævinýrið fyrir þrjátíu árum ­ frá HM í Englandi 1966, þegar "Svarta perlan" Eusebio og félagar náðu að slá í gegn, en urðu að játa sig sigraða í undanúrslitum fyrir Englendingum, sem urðu heimsmeistarar. Portúgalar töpuðu einnig í undanúrslitum í EM í Frakklandi 1984. Þjálfari liðsins Antonio Oliveira vonar að betri árangur náist nú. Meira
9. júní 1996 | Íþróttir | 350 orð

Danir fá mikinn stuðning Evrópumeistararnir frá Da

Evrópumeistararnir frá Danmörku hefja titilvörn sína í Englandi með aðeins þrjá leikmenn sem voru í meistaraliðinu 1992 í Svíþjóð, markvörðinn Peter Schmeichel, Manchester United, Kim Vilfort, Bröndby og Brian Laudrup, Glasgow Rangers. Meira
9. júní 1996 | Íþróttir | 79 orð

Danmörk

Markverðir: 1Peter Schmeichel (Man. United) 16Lars Högh (Óðinsvé) 22Mogens Krogh (Bröndby) Varnarmenn: 2Thomas Helveg (Udinese) 3Marc Rieper (West Ham) 5Jes Högh Meira
9. júní 1996 | Íþróttir | 56 orð

Keppt í Kópavogi

FRJÁLSÍÞRÓTTA- og sunddeild Breiðabliks standa fyrir fjölskyldu- og almenningsþríþraut 13. júní. Þrautin stendur saman af 400 m sundi, 8 km hjólreiðum og 2,5 km hlaupi. Keppni skiptist í fjölskyldu- og einstaklingskeppni. Í fjölskyldukeppninni skipta þrír úr fjölskyldu með sér þrautinni. Keppt verður í karla-, kvenna-, pilta- og stúlknaflokkum. Skráning fer fram í Sundlaug Kópavogs. Meira
9. júní 1996 | Íþróttir | 80 orð

Króatía

Markverðir: 1Drazen Ladic (Croatia) 22Tonci Gabric (Hajduk) 12Marijan Mrmic (Varteks) Varnarleikmenn: 3Robert Jarni (Real Betis) 5Nikola Jerkan (Real Oviedo) 4Ogor Meira
9. júní 1996 | Íþróttir | 76 orð

Portúgal

Markverðir 1Vitor Baia (Porto) 22Rui Correia (Braga) 12Alfredo Castro (Boavista) Varnarmenn: 2Carlos Secretario (Porto) 16Helder Cristovao Meira
9. júní 1996 | Íþróttir | 424 orð

Rodman tryggði annan vinning

Sigur Chicago Bulls hékk á bláþræði er örfáar sekúndur lifðu af annarri viðureign þess gegn Seattle Super Sonic í úrslitakeppni NBA í fyrrinótt. Eftir að Scottie Pippen hafði átt tvö misheppnuð skot þegar níu sekúndur voru eftir var það hinn baldni og litskrúðugi framherji Bulls sem sá til þess að leikmenn Seattle fara heim með tvo tapleiki á bakinu. Meira
9. júní 1996 | Íþróttir | 445 orð

Standast Króatar álagið?

MARGIR bíða spenntir eftir framgöngu Króatíu í Evrópukeppninni í Englandi og liðinu er spáð velgengni. Þegar Miroslav Blazevic tók við þjálfun liðsins 1994 að ósk vinar síns, Franjo Tudjman forseta Króatíu, sagði hann að Króatía ætti marga af bestu knattspyrnumönnum heims og liðið yrði Evrópumeistari í Englandi. Meira
9. júní 1996 | Íþróttir | 248 orð

Sukur sterkasta vopn Tyrkja

TYRKLAND hefur ekki verið með í hópi þeirra stóru síðan 1954 í HM í Sviss. Undir stjórn Fatih Terim, sem tók við landsliðinu 1993 af Sepp Piontek, fyrrum landsliðsþjálfara Danmerkur, rættist draumur Tyrkja. Terim gerði tólf breytingar á landsliðshópnum, valdi unga og metnaðarfulla leikmenn, sem snéru blaðinu við. "Ég hef alltaf sagt við mína leikmenn, að það er baráttan sem skilar árangri. Meira
9. júní 1996 | Íþróttir | 73 orð

Tyrkland

Markverðir: 22Rustu Recber (Fenerbahce) 21Sanver Goymen (Altay) 1Adnan Erkmen (Ankaragucu) Varnarmenn: 3Alpay Ozalan (Besiktas) 2Recep Cetin Meira
9. júní 1996 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Keflavíkurvöllur, 1. deild karla ­ Íslandsmótið, 3. umferð, föstudaginn 7. júní 1996. Aðstæður: Sunnan gola, bjart og hiti um 10 gráður. Völlurinn þokkalegur, kalblettur við annan vítateiginn. Mark Stjörnunnar: Valdimar Kristófersson (10.). Gult spjald: Baldur Bjarnason, Stjörnunni (42.) - fyrir mótmæli. Georg Birgisson, Keflavík (45. Meira

Sunnudagsblað

9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 122 orð

12.000 höfðu séð Vonir og væntingar

Alls höfðu um 12.000 manns séð Vonir og væntingar eftir síðustu sýningarhelgi í Stjörnubíói. Þá höfðu 4.500 mann séð "The Juror" og ríflega 2.000 Spillingu. Sjóræningjamyndin Dauðsmannseyja var frumsýnd í Stjörnubíói um þessa helgi en næstu myndir eru m.a. Einum of mikið með Antonio Banderas, frumsýnd 21. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1754 orð

Á að setja hámarksaldur á Íslendinga?

LÍFIÐ er dásamlegt kraftaverk. Það sjáum við þeim mun betur sem sandurinn rennur hraðar niður stundaglasið. Það er margt jákvætt við að eldast. Hvert augnablik verður dýrmætt. Margir aldraðir hafa öðlast meiri ró og yfirsýn en áður og hirða ekki lengur svo mjög um dægurmálin. Þeirra vangaveltur spanna breiðara svið og dýpra, grundvallarspurningar um hinstu rök tilverunnar. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

Áherslan á persónuleg tengsl

ÓLAFÍA B. Rafnsdóttir er skrifstofustjóri á kosningaskrifstofu Ólafs Ragnars Grímssonar, en enginn sérstakur kosningastjóri er vegna framboðs hans heldur stendur félag með fimm manna stjórn á bakvið kosningabaráttuna og fjölmargir samráðshópar leggja línurnar í kosningastarfinu. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 630 orð

Baráttan getur breyst mikið

VALGERÐUR Bjarnadóttir kosningastjóri Péturs Kr. Hafstein segist eiga von á því að kosningabaráttan geti breyst mikið á þeim þrem vikum sem eru fram að kosningum. Þá segist hún finna að meiri þungi sé að færast í kosningabaráttuna nú þegar frambjóðendurnir eru farnir að sjást meira í sjónvarpi og fólk væri að mynda sér skoðun í kjölfar þess að geta borið þá frekar saman. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 149 orð

Bresk svartsýni

BRETAR líta framtíðina döprum augum og eru aukinheldur sannfærðir um að þjóðinnni fari aftur. Þetta kemur fram í könnun sem breska dagblaðið The Daily Telegraph lét gera á meðal 933 fullorðinna Breta. Niðurstaðan er sú að Bretar telja almennt litla ástæðu til að horfa björtum augum til framtíðarinnar. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 685 orð

BRÆÐUR Í BLÓÐBAÐI

TVEIR illræmdustu glæpamenn Bandaríkjanna, Gecko-bræðurnir Seth (George Clooney) og Richard (Quentin Tarantino) eru með lögregluna á hælunum eftir að hafa látið greipar sópa um suðvesturhluta landsins. Þeir virðast ekki eiga bjarta framtíð í heimalandinu og ákveða að reyna að komast suður yfir landamærin. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 146 orð

Dauðasök Grishams

Eins og þeir vita sem lesið hafa fyrstu spennusögu bandaríska metsöluhöfundarins Johns Grishams, Dauðasök, fjallar hún um svertinga í Suðurríkjunum sem sakaður er um morðið á tveimur hvítum mönnum er nauðguðu níu ára dóttur hans. Sagan hefur nú verið kvikmynduð undir stjórn Joels Schumachers, sem einnig filmaði Skjólstæðinginn uppúr spennusögu Grishams. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 187 orð

Fólk

HasarmyndaleikstjórinnWalter Hill hefur horfið í skuggann af öðrum og yngri spennuleikstjórum hin síðari ár. Nýjasta mynd hans gæti þó dregið hann fram í sviðsljósið aftur því hún lofar góðu. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

Franskar kartöflur með öllu og yfirlýsingaglaður utanríkisráðherra Dagbók frá VougliagmeniFranskar kartöflur með grísku salati

ÞAÐ var notalegt að detta aftur inn í grískt loft um stund og koma á gamla og þekkilega staði og skoða nýja. En eins og Grikkir eru nú yfirleitt ljúfir er skrítið hvað flugfreyjur Olympic flugfélagsins eru hornóttar. Ekki beinlínis að þær rífist og skammist við farþegana en viðmótsþýðar eru þær ekki. Sem betur fer er flugið ekki langt milli Kairó og Aþenu. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 591 orð

Friðarvökur um allt landið

ÖNUNDUR Björnsson fjölmiðlafulltrúi framboðs Ástþórs Magnússonar Wium segir að friðarboðskapur Ástþórs verði rauður þráður í kosningabaráttu hans. Í því skyni að kynna málflutning hans verði haldnar friðarvökur um allt land. "Ástþór hefur þá trú," segir Önundur, "að hann geti unnið betur að baráttu fyrir friði sem forseti." Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 120 orð

Í bíó

Norræna stutt- og heimildarmyndahátíðin, Nordisk Panorama, sem Íslendingar héldu með glæsibrag fyrir þremur sumrum, verður haldin í Kaupmannahöfn, menningarborg Evrópu, í haust eða dagana 25. til 29. sept. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1258 orð

Í Jerúsalem er lykillinn að friði

Borg friðarins eða sláturhús trúarbragðanna? Í Jerúsalem er lykillinn að friði Í Jerúsalem koma saman pílagrímar úr röðum kristinna manna, gyðinga og múslima. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 429 orð

Íslenska talið í Hringjaranum

Nýjasta Disney-teiknimyndin er Hringjarinn í Notre Dame. Hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum í sumar en Sambíóin taka hana til sýningar um næstu jól og verður hún sýnd bæði með íslensku og ensku tali eins og tíðkast hefur með aðrar nýlegar Disney-myndir. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 4448 orð

Í ÞJÓNUSTUHLUTVERKI NÚ ERU liðlega tvö ár frá því að Reykvíkingar felldu borgarstjórnarmeirihluta sjálfstæðismanna og veittu

ÞEGAR BÚIÐ er að dást að útsýninu úr skrifstofu borgarstjóra suðuryfir Tjörnina vaknar spurningin um hvernig Ingibjörg Sólrún kunni við Ráðhúsið sem vinnustað. Hún var ekki hrifin af byggingu hússins á sínum tíma? "Eins og allir vita var ég ekki hrifin af byggingu Ráðhússins. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1313 orð

Konan á bak við tjöldin

CLAUDE, dóttir Jacques Chirac Frakklandsforseta, er sögð eini ráðgjafinn sem faðir hennar treystir fyllilega. Hún hefur hresst upp á ímynd hans, stýrði kosingabaráttu hans fyrir ári, Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1231 orð

Ljósi varpað á upphaf hins skapandi manns

HOMO sapiens, hinn viti borni maður, er talinn hafa komið fram á sjónarsviðið í núverandi mynd fyrir um 100.000 til 130.000 árum. Þessum mannverum svipaði mjög til okkar sem nú lifum. Samkvæmt flestum skólabókum komu þó ekki fram merki um sanna mannlega hegðun ­ ástundun andlegs lífs, listiðkun, Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 623 orð

MEÐ BÆÐI AUGUN OPIN

PANÓRAMA er heiti nýrrar bókar með ljósmyndum Páls Stefánssonar. Titillinn er sóttur til myndaformsins; víðra mynda og lágra, en í rúmlega sjötíu ljósmyndum bókarinnar er þetta form notað til að sýna sífjölbreytileg svipbrigði landsins. Páll hefur nú starfað hjá Iceland Review útgáfunni í fjórtán ár og er einn kunnasti landslagsljósmyndari þjóðarinnar. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 5191 orð

MEISTARI BOWIE

DAVID Bowie er göldróttur. Hann er búinn einhverri gáfu, einhverjum töfrum, einhverri dulúð sem maður skynjar sterkt og nýtur til fullnustu, en fær ekki höndlað ­ eins og þegar reynt er að rýna í sjónhverfingar. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 466 orð

»Metallica snýr aftur FYRIR FIMMTÁN árum var fátt um fína drætti í þ

FYRIR FIMMTÁN árum var fátt um fína drætti í þungarokkinu; allt var upp fullt með ömurlegum glysrokksveitum og hallærislegum og helsta leiðin á toppinn virtist vera að drepa sig á sukki og svínaríi, helst á dýrum eiturlyfjum. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 806 orð

Mótandi áhrifafólk

Okkur vantar ekki fólk, okkur vantar menn," hafði faðir minn stundum eftir Jónasi frá Hriflu. Þessari setningu skaut nýverið upp í hugann. Líklega af því að í þrígang réð tilviljun því að ég kynntist og þurfti að fara almennilega ofan í framlag og áhrif til breytinga, sem reyndist ofan við hina almennu meðalmennsku, þ.e. "fólkið". Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 352 orð

Nýjungagjarn

HARVEY Keitel virðist ekki sækjast ekki sérstaklega eftir peningum og starfsöryggi. Hann leggur meira upp úr því að vinna með skapandi fólki. Ungir leikstjórar sem eru að reyna að skapa sér nafn eiga hauk í horni þar sem Harvey Keitel er rétt eins og þeir kvikmyndagerðarmenn sem leggja meira upp úr innihaldi mynda sinna en frægð og frama í Hollywood. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 3978 orð

ORKA OG UMHVERFI ­ STEFNUMÓTUN TIL FRAMTÍÐAR

ÁSTÆÐA er til að ætla að flestir Íslendingar geri sér grein fyrir að við lifum á miklum tímamótum á vegferð þjóðar og raunar mannkyns alls. Þeir sem nú eru orðnir ellimóðir fæddust inn í samfélag sem notaði í flestu verkkunnáttu járnaldar á Norðurlöndum í sínu daglega amstri. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1823 orð

Pílagrímsferð enskunema

ÞÓTT heimurinn fari síminnkandi með bættum samgöngum og nútímatækni er Ísland samt svolítið afskekkt hér útí miðju Atlantshafi. Þrátt fyrir að maður geti á augabragði fengið upplýsingar og myndir í gegnum alnetið, jafnast ekkert á við að upplifa hlutina af eigin raun, í návígi við þá. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 149 orð

Reeves og Freeman í Keðjuverkun

Einn af spennutryllum sumarsins í Bandaríkjunum er Keðjuverkun eða "Chain Reaction" sem Andrew Davis leikstýrir, en hún er fyrsta myndin sem hann gerir á eftir Flóttamanninum, sællar minningar. Með aðalhlutverkin fara Keanu Reeves og Morgan Freeman auk Rachel Weisz. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 2122 orð

"SAGÐI FYRST NEI ­ SÍÐAN ÓKEI"

Fyrir aldarfjórðungi, nánast upp á dag, tóku nokkrir aðilar sig til og stofnuðu byggingaverktakafyrirtæki sem fékk nafnið Ístak. Í dag er fyrirtækið styrkara en nokkru sinni fyrr og leiðandi á sínu sviði hér á landi. Stórverkefni á borð við Vestfjarðagöngin eru að baki og önnur í líkum dúr, s.s. Hvalfjarðargöngin eru í deiglunni. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 550 orð

Sjálfboðaliðum stöðugt fjölgað

VIÐ LEGGJUM höfuðáherslu á að kynna Guðrúnu Agnarsdóttur eins og hún kemur fyrir auk þess sem við bregðum ljósi á reynslu hennar og allt það sem hún hefur áorkað," segir Sæmundur Norðfjörð kosningastjóri Guðrúnar Agnarsdóttur um kosningabaráttu hennar. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 526 orð

Sterkt bakland stuðningsfólks

HJÁ OKKUR er fjöldi fólks um land allt að vinna að kjöri Guðrúnar Pétursdóttur og ljóst er að í svona umfangsmiklu kosningastarfi er ákaflega mikilvægt að eiga sterkt bakland af stuðningsmönnum," segir Bjarni Þórður Bjarnason annar tveggja kosningastjóra Guðrúnar Pétursdóttur. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 302 orð

Tímabær útgáfa

HLJÓMSVEITIN In Bloom stefnir óbangin á sumarvertíð; á fimmtudag kemur út fyrsta breiðskífa sveitarinnar og verður kynnt með hamagangi í Tunglinu sama kvöld. Á þeim tónleikum verða líka trymbilsskipti í sveitinni og síðan leggjast liðsmenn í ferðalög. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 97 orð

Vaxandi þungi í baráttunni

Segja má að ákveðin tímamót hafi orðið í kosningabaráttu frambjóðendanna fimm til embættis forseta Íslands með því að þeir eru í vaxandi mæli gestir í umræðuþáttum og framboðskynningum í útvarpi og sjónvarpi. Kosningastjórar og aðrir talsmenn frambjóðendanna eru sammála um að vaxandi þungi verði í kosningabaráttunni á þeim þremur vikum sem eru fram að kosningunum. Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 942 orð

VIÐ SÁUM ekki alls fyrir löngu hina miklu strindbergsku kvi

VIÐ SÁUM ekki alls fyrir löngu hina miklu strindbergsku kvikmynd um Knut Hamsun sem Svíar hafa gert í samvinnu við Norðmenn og Dani því öll tungumálin heyrast í þessari mynd, Max von Sydow í hlutverki Hamsuns hefur aldrei leikið betur en hann talar sænsku, Meira
9. júní 1996 | Sunnudagsblað | 199 orð

Ættarlaukurinn

GEORGE Clooney, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja úr sjónvarpsþáttunum um Bráðavaktina, þreytir frumraun sína á hvíta tjaldinu í Myrkranna á milli. Clooney er hálffertugur og fæddur í Kentucky inn í fjölskyldu sem lifði og hrærðist í skemmtanaiðnaðinum. Meira

Lesbók

9. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 45 orð

REYKJAVÍK, Ó REYKJAVÍK

Með angan blóma í hendinni og ljóðkríli í vasanum legg ég til atlögu við beljandi stórfljótið. SAGAN ENDALAUSA Á vængjum einstefnunnar langt frá almannarómi. Sagan endalausa aftur og aftur. Spegilmynd þín í speglinum þínum. Höfundurinn býr á Kollaleiru í Reyðarfirði. Meira

Ýmis aukablöð

9. júní 1996 | Blaðaukar | 234 orð

Að bera á jarðveginn

Á HVERJU vori á að gefa öllum gróðri áburð og miðað við að 6-10 kíló þurfi á hverja hundrað fermetra lands. Áburðinum skal stráð jafnt yfir allan garðinn. Með því að láta greina jarðvegssýnishorn á Rannsóknastofnun landbúnaðarins má fá örugga vísbendingu um áburðarþörfina. Þumalputtareglan er sú að láta greina jarðveginn í nýjum garði og síðan fjórða til fimmta hvert ár. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 786 orð

"Bergmál við helgimáli hjartans"

SKIPULAG leiksvæðis barna á að miðast við það að barnið eigi frjálst val, geti verið í byggingarleik, sandkassaleik eða margskonar hreyfileikjum og átt þess kost að vera eitt eða leika sér við önnur börn. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 666 orð

Blómaker ogpallarækt sækja í sig veðrið

STJÚPUR eru langvinsælustu sumarblómin og hafa verið það til margra ára, að sögn Péturs N. Ólasonar í gróðrarstöðinni Mörk. Ástæðan er sú að þær henta best fyrir okkar veðurfar. "Hér er svalt og rakt en tiltölulega góð birta. Í Evrópu er stjúpum plantað á haustin og þær blómstra fram að jólum. Síðan blómstra þær aftur á vorin," segir hann. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 125 orð

Efnisyfirlit

Ævintýragarður í Kópavogi 4 Kryddjurta og kálrækt 8 Nýjungar í sumarblómum 10 Eiturefni í garðinn 12 Viðhald húsa 14 Umskipti í akureyrskum garði 18 Umhirða trjáa 20 Fánadagar 21 Ræktun er fyrir alla 22 Pottarækt og kryddlist 28 Dagstund með grjótflutningamanni 24 Saga Alþingisgarðsins 26 Skipulag leiksvæða 30 Höfundar efnis í Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 158 orð

Ekki bara fyrir fagmenn

MÚRSTEINAKLÆÐNINGAR US-Brick hafa fengist hér á landi í á annað ár en við hönnun þeirra er miðað við að handlagnir geti sjálfir unnið að uppsetningunni. Var klæðningin frostprófuð hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins áður en innflutningur hófst, að sögn Gylfa K. Sigurðssonar hjá GKS. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | -1 orð

Ekki þrælar garðsins

Við Hlíðarbraut númer 2 á Blönduósi búa hjónin Kolbrún Zophoníasdóttir og Guðjón Ragnarsson ásamt hundinum Sámi. Guðjón og Kolbrún eða Kolla eins og hún er kölluð eru frumbyggjar í Hlíðarbrautinni. Þegar þau hófu ræktun lóðarinnar fyrir rúmum tuttugu árum byrjuðu þau með brekkuvíðinn til að fá skjól og enn þann dag í dag er brekkuvíðirinn grunnurinn í skjólbeltinu. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 109 orð

Fánadagar og fánatímar

EITT af því sem prýðir sérhvern garð er fánastöng. Í forsetaúrskurði um fánadaga og fánatíma segir að draga skuli þjóðfánann á stöng á húsum opinberra stofnana í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins 11 daga á ári. Föstudaginn langa á að draga fána í hálfa stöng, annars að húni. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 122 orð

Frágangur lóða

HÚSEIGANDA er skylt að ganga snyrtilega frá lóð sinni með gróðri eða í samræmi við samþykktar teikningar, segir í Byggingarreglugerð. Ef gróður á lóð veldur óþægindum eða hættu fyrir umferð getur byggingarnefnd krafist þess að hann sé fjarlægður eftir því sem með þarf. Sama gildir ef gróður veldur óþægindum með því að skerða verulega birtu í íbúð eða á lóð. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 97 orð

Garðurinn og umhverfið

BM-VALLÁ hefur gefið út Handbók garðeigandans 1996-97, Garðinn og umhverfið, 48 síðna hugmyndabækling, þar sem gerð er grein fyrir vörum, þjónustu og nýjungum sem fyrirtækið býður viðskiptavinum. Fjallað er meðal annars um 17 tegundir af steinflísum og hellum í einkagarða eða á lóðir fyrirtækja og stofnana. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 320 orð

Gróðursetning

BEST er að gróðursetja plöntur sem fyrst eftir að þær hafa verið keyptar til að koma í veg fyrir þornun. Ef einhver tími líður á milli, nokkrir klukkutímar eða heill dagur, eru plönturnar best geymdar með því að moka mold yfir ræturnar og vökva. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 67 orð

Handhægar framlengingar

GARÐYRKJAN sameinar vísindin listinni og náttúrulögmálunum. Garðurinn er sagður óskamynd tilverunnar og verkfærin því birtingarform hugmyndarinnar um að maðurinn sé húsbóndinn og náttúran hjúið. Réttlæting þeirra sem framlenging af höndum mannsins felst í þeim tilgangi sem þeim er beitt og því ógerlegt að gera garðverkfærum endanleg skil. Sum eru hins vegar meira ómissandi en önnur. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 106 orð

Haust- og vetrarhirða

Á HAUSTIN þarf að huga að mörgu. Viðkvæmar fjölærar plöntur þarf að þekja með laufi, hrísi eða grenigreinum. Sígrænar plöntur þarf að vernda fyrir sól og vindi með skjólgrindum, striga eða grenigreinum. Gott er að bera húsdýraáburð á beðin á haustin, sérstaklega í ný gróðursett trjábeð, en það dregur úr frostlyftingu. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 1042 orð

Hús eru eins og tennur og bíll

HÚS lúta sömu lögmálum og tennurnar og bíllinn og þurfa reglulegt viðhald ef þau eiga að endast og ef látið er reka á reiðanum með viðhaldið lækkar það. Þá verður húsið erfitt í endursölu og loks þegar farið er út í viðgerðir eru þær óhemju dýrar. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 188 orð

Hvenær á að gróðursetja?

VORIÐ er tíminn til þess að gróðursetja og limgerðisplöntur og trjáplöntur með berum rótum á að setja niður sem fyrst á vorin. Rótarkerfi plantnanna hefur verið skert við upptöku fyrir sölu og þarf því lengri tíma til að endurnýjast og að plantan fari að vaxa eðlilega. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 329 orð

Íslandssaga innan girðingar

ÞAÐ er ekki mikið um frásagnir af görðum eða garðyrkju í Íslandssögunni, segir Auður, þó segir frá laukagarði Guðrúnar Ósvífursdóttur í Laxdæla sögu. "Þangað gekk hún með sonum sínum eftir víg Bolla, þriðja eiginmanns síns. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 123 orð

Lágmark vegna láns fært niður

NÝLEGA var breytt reglugerð um húsbréfalán vegna meiriháttar endurbóta og endurnýjunar á notuðu íbúðarhúsnæði. Lágmarkskostnaður sem telst lánshæfur var lækkaður úr 1.120.000 krónur í 770.000. Þar með lækkaði lágmarkslán úr 727.000 krónum í 500.000. Lánstími húsbréfa vegna endurbóta og endurnýjunar getur verið 25 ár að hámarki en lán undir 727.000 krónum eru mest til 15 ára. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 431 orð

Leggið í moldarsjóð

SVEITARFÉLÖG höfuðborgarsvæðisins hafa tekið höndum saman gegn jarðvegsskorti í nágrenninu. Bent er á í kynningu Sorpu á verkefninu að þúsundum tonna af garðúrgangi sé hent í stað þess að nýta hann í jarðveg framtíðarinnar. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 204 orð

Leikur að efni

ÖRN Ómar Guðjónsson bifreiðarstjóri býr við Gerðhamra ásamt föður sínum og hefur dundað við að fegra umhverfi sitt síðastliðin tvö ár. Hugmyndirnar koma úr eigin kolli og segist hann hafa gaman af því að leika sér með efniviðinn; rauðamöl frá Svínavatni, fjörusand, hraunhellur, birki og ýmsa stærri hluti, til dæmis dráttarvélar. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 2560 orð

Margir komnir með stofuna út í garð

AUÐUR Sveinsdóttir landslagsarkitekt byrjaði að skipuleggja garða fyrir um aldarfjórðungi og segir að stundum fari um hana þegar hún sér byrjendaverk sín á bólakafi í gróðri. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 149 orð

Munstursteypa varanlegri frágangur

MYNSTRUÐ steypa er himnasending fyrir þá sem ekki þola uppskeru í raufunum milli hefðbundinna hellna. Einnig er hún varanlegri frágangur en hellurnar því hún er þykkari, járnbent og fíberbætt. Munstursteypan sígur ekki undan þunga í innkeyrslum og er alltaf eins og ný, að sögn Halldórs Bárðarsonar hjá Hellu- og varmalögnum. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 593 orð

NESTI, GRILLMATUR EÐA SJOPPUFÆÐI?

"ÞAÐ ER ódýrast og best að taka með sér nesti. Flestum finnst gaman að stoppa bílinn og setjast upp í brekku einhvers staðar með nestið sitt," segir Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur, þegar hún er innt eftir því hvaða ráð hún geti gefið fjölskyldum á ferðalagi um mataræði. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 423 orð

Nýi lífgjafinn molta

SORPA hefur sett á markað jarðvegsbætinn moltu sem gerður er úr garðaúrgangi af höfuðborgarsvæðinu. Fram til ársins 1994 var slíkur úrgangur urðaður en íslensk stjórnvöld hafa að markmiði að minnka úrgang til urðunar og brennslu um 50% fyrir næstu aldamót. Áætlað er að 6-8. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 1376 orð

Óbein afleiðing kvennabaráttu

ÉG var alinn upp við að fara út í garð og ná í grænt, eins og við kölluðum það heima. Við við ræktuðum í raun illgresi. Þarna var kerfill, hvönn, skessurót og graslaukur; eitt það fyrsta sem kemur upp á vorin," segir Hákon Már Oddsson kvikmyndagerðarmaður, eða Manni eins og hann er betur þekktur, og skýtur því inn í að hvönn sé prýðisgóð í salat, með mat, eða sem krydd, Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 685 orð

Pottarækt og kryddlist í heimahúsi

ÍVERSLUNUM með vörur fyrir ræktendur fást ýmsar gerðir af pottum og kerjum úr plasti, timbri, leir og steinsteypu. Einnig getur fólk gefið hugarfluginu lausan taum og ræktað í bölum, fötum eða öðrum ílátum sem til falla, og málað í líflegum litum. Ef rými leyfir er hægt að skapa trjálund á svölum eða við útidyr og pottar og ker fara líka vel á útipalli. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 425 orð

Ræddi viðskipti, reitti og vökvaði

ALÞINGISGARÐURINN er elsti og glæstasti garður, hannaður eftir fastmótuðu skipulagi, sem varðveist hefur á Íslandi segir Einar Sæmundsen landslagsarkitekt. Einar hefur kynnt sér sögu garðsins til hlítar og skrifað frásögn byggða meðal annars á Alþingistíðindum, sem bíður birtingar. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 1029 orð

Ræktun eru engin takmörk sett

FÓLK sem ekki hefur garð til afnota getur ræktað blóm og grænmeti, engu að síður en aðrir. Til dæmis á svölunum, eða, ef þær eru ekki fyrir hendi, úti í gluggakistu. Kolbrún Finnsdóttir garðyrkjufræðingur hjá Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar vill hvetja alla til þess að leggja stund á hvers kyns ræktun, bæði fyrir auga og maga, því henni séu engin takmörk sett. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 523 orð

Sex manneskjur, þrír kettir, einn ævintýragarður

HÉR fær maður útrás fyrir sveitamanninn í sér," segir Þórunn Jónasdóttir kennari, sem býr ásamt manni sínum, Ísleifi Erlingssyni trésmiði, Sigrúnu, Þóri, Hauki, Högna og Trínu, í nýlegri viðbyggingu við Birkigrund í Kópavogi. Um miðja öld var garðyrkjustöðin Birkihlíð rekin í eldri hluta hússins og þekkt fyrir snyrtimennsku, grósku, grænmeti og fjölærar plöntur. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 553 orð

Slegist við náttúrulögmál

ÞAÐ VAR fyrst og fremst eftirspurnin sem réð því að Ólafur Þ. Erlingsson vörubifreiðarstjóri fór út í steinaflutninga. Ólafur fer 4-5 ferðir í viku yfir sumartímann, hefur séð um 30 garða í vor og fær oft býsna skrýtnar óskir til að uppfylla. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 154 orð

Solignum viðarvörn

SOLIGNUM Architectural viðarvörn er búin að vera á íslenskum markaði í 31 ár og búið að selja á þeim tíma rúmlega eina og hálfa milljón lítra, segir Aðalsteinn Richter, sölumaður hjá K. Richter, sem fékk umboðið fyrir Solignum fyrir rúmum sex vikum síðan. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 523 orð

Sterkir jarðlitir hæfa best

STERKIR jarðlitir hæfa byggingum á norðlægum slóðum, eins og til dæmis hér á Íslandi, þar sem loftslagið er mjög tært," segir Sigurður Einarsson arkitekt. "Því til staðfestingar má taka góð og gild íslensk dæmi eins og burstabæinn sem oft var tjargaður svartur, með hvítmáluðum gluggum, einkum í seinni tíð. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 127 orð

Stráþak yfir höfuðið

MARGIR kjósa að skreyta garðinn með dvergum, álfum og alls kyns styttum í viðbót við gróðurinn. Einnig má koma fyrir húsum úr tré handa smáfuglunum svo þeir geti leitað skjóls og næringar, eða bara til að gleðja augað. Í versluninni Pipari og salti fást bresk fuglahús í ýmsum útgáfum og af margvíslegum stærðum. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 487 orð

Sælureitur á 2.839 kr.

Á SUMARÞINGI árið 1893 kom fram á Alþingi tillaga um hvernig verja skyldi fjármunum sem safnast höfðu í Alþingishússbyggingarsjóðinn frá 1867. Áður hafði komið fram hugmynd um að nota sjóðinn til að skreyta húsið að innan en nú kom fram tillaga um að veita úr honum til skipulags lóðar og garðyrkju við húsið. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 643 orð

Tiltektinleiddi til umbyltingar

HJÓNIN Guðný Jónsdóttir og Ragnar Sverrisson hafa á síðustu níu árum lagt gríðarlega vinnu í að byggja upp garðinn við húsið sitt að Áshlíð 11 á Akureyri. Þau fluttu í Áshlíðina fyrir sautján árum en á þeim tíma var mikil og brött brekka bak við húsið sem heldur betur hefur tekið stakkaskiptum, Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | -1 orð

Tjarnir og gosbrunnar fegra og bæta rakastig

Við brúarsporðinn á Hellu á Rangárvöllum er að finna verslunina Vörufell sem sl. vetur flutti sig um set, en hún var um árabil starfrækt í bílskúr eigandans, Sigurvinu Samúelsdóttur sem flestir kalla bara Vinsý. Vörufell hefur einkaumboð á Íslandi fyrir hinar amerísku Henri Studio garðvörur, en það eru gosbrunnar, dælur, styttur, og margs konar skraut í garðinn. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 753 orð

Umhirða trjáa

EF KLIPPA á tré eða runna verður að vera tilgangur með því. Limgerði eru klippt til að halda ákveðnu formi og til að þau verði þétt og stinn. Tré eru klippt til að stýra vexti og til að þynna eða til að hreinsa kalgreinar. Skrautrunnar eru klipptir til að örva blómgun, þynningar til að ná ákveðnu formi eða til að plönturnar geti endurnýjað sig. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 305 orð

Undirbúningur jarðvegs

NAUÐSYNLEGT er að undirbúa vel jarðveginn sem ætlunin er að gróðursetja í. Loft og vatn þarf að geta leikið um moldina eigi plönturnar að ná öruggri festu og því þarf að stinga beðin vel upp. Einnig þarf að blanda á jarðveginn áburði og bætiefnum. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 647 orð

Vaktið gróðurinn með brúsann að vopni!

EKKI eru allir gestir jafn velkomnir í garðinn, sérstaklega þeir smæstu. Til þess að stemma stigu við þeim má nýta sér ýmis úðunarefni, annað hvort árstíðabundið eða jafnóðum. Í leiðbeiningum frá Gróðrarstöðinni Mörk er mælt með úðun gegn blaðlús og trjámaðki frá febrúar fram í apríl og gegn öðrum skordýrum frá maí fram í ágúst, í þurru og hlýju veðri, svo dæmi séu tekin. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 291 orð

Val á limgerðisplöntum

VIÐ VAL á plöntum í limgerðið er að mörgu að hyggja, svo sem lögun vaxtarhraða, hversu harðger plantan er og hvernig jarðvegurinn er sem hún er gróðursett í. Birki og víðir eru algengustu og harðgerustu tegundirnar og eru mest notaðar í stærri skjólbelti, eða á lóðamörkum umhverfis garðinn. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 798 orð

Viðhaldsþörf fer eftir efniviði og staðsetningu

Viðhaldi þarf auðvitað að sinna að einhverju leyti á hverju ári með því að dytta að því sem fólk sér að er að byrja að bila. Það er miklu ódýrara að laga hluti áður en þeir skemmast. Ef viðhaldið stendur ekki undir nafni, koma viðgerðir til sögunnar, sem eru dýrar. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 153 orð

Visthollar málningarvörur

FRAMLEIÐSLA kemísks efnaiðnaðar skapar ekki lífvænlegt umhverfi og hennar í stað má nota náttúruleg jurta- og steinefni í málningarvörur segir í kynningu frá Hrímgulli, sem selur vörur frá Livos. Nafnið merkir litur, skin, ljós eða líf á keltnesku, og vörur fyrirtækisins eru úr hör-, og tré-, og saflblómaolíu, býflugnavaxi og náttúrulegum stein- og litarefnum, svo eitthvað sé nefnt. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 496 orð

Vistvænt hlúplast fyrir trjárækt

RÆKTUNARDÚKURINN hlúplast varð til í verkefninu Vöruþróun '95 sem Iðntæknistofnun hleypti af stokkunum. Forsvarsmenn Plastprents hf. höfðu hug á að nýta betur plastafskurð, alls um 200 tonn, sem fellur til á hverju ári við framleiðslu á endurunnu polyethylene plasti, sem er 3.500 tonn, og settu sig í samband við Iðnhönnunarstofu Guðmundar Einarssonar. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 176 orð

Vökvun

ÞEGAR vökvað er fer best á því að svo rækilega sé að verki staðið að efstu 20 sentímetrar jarðvegsins vökni. Ef gróðursett er í þurru veðri er nauðsynlegt að að vökva strax og ef margar plöntur eru gróðursettar getur þurft að vökva allt aftur að lokinni gróðursetningu. Þá er auðveldast að vökva með úðara sem getur gegnbleytt jarðveginn á 2-3 tímum. Meira
9. júní 1996 | Blaðaukar | 274 orð

Þingvíðir settur á sinn stað

ÞEGAR Alþingisgarðurinn var tekinn til endurnýjunar á sínum tíma var skipulag garðsins undirstrikað og skipt um trjágróður. Þórólfur Jónsson landslagsarkitekt á skrifstofu garðyrkjustjóra segir að heilmikið af gróðrinum hafi verið úr sér vaxið og tré farin að láta á sjá. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.