Greinar fimmtudaginn 13. júní 1996

Forsíða

13. júní 1996 | Forsíða | 77 orð

Nýrri stjórn fagnað

INDVERSKA þingið samþykkti í gær traustsyfirlýsingu á stjórn H.D. Deve Gowda forsætisráðherra og batt þar með enda á sex vikna stjórnarkreppu í fjölmennasta lýðræðisríki í heimi. Tekur stjórnin við af skammlífri stjórn bókstafstrúaðra hindúa, Janata- flokksins, sem var sigurvegari í þingkosningunum í apríl en tókst þó ekki að afla sér meirihlutastuðnings á þingi. Meira
13. júní 1996 | Forsíða | 200 orð

Samstarf Ciller og heittrúaðra sagt líklegt

TANSU Ciller, fyrrverandi forsætisráðherra Tyrklands, telur mögulegt að flokkur hennar, Sannleiksstígurinn, gangi til stjórnarsamstarfs við flokk islamskra bókstafstrúarmanna. Er þetta haft eftir félögum í flokki hennar. Meira
13. júní 1996 | Forsíða | 118 orð

Utangátta söngkona

BRESKA mezzó-sópransöngkonan Sarah Connolly var eitthvað utan við sig og gleymdi að mæta til frumraunar sinnar á óperuhátíð í Glyndeborne á Englandi á mánudagskvöldið. Þar átti hún að syngja aðalkvenhlutverkið í óperu Tsjajkovskís, Évgení Ónegín. Meira
13. júní 1996 | Forsíða | 103 orð

Vísa Grænfriðungum á brott

KÍNVERSK herskip fylgdu í gær MV Greenpeace, skipi samnefndra umhverfisverndarsamtaka, út úr kínverskri lögsögu. Grænfriðungar höfðu siglt inn í kínverska lögsögu til að mótmæla kjarnorkutilraunum Kínverja um helgina og hrósuðu árangri. Meira
13. júní 1996 | Forsíða | 366 orð

Zjúganov segir umbótasinna banamenn Rússlands

FRAMBJÓÐENDUR í forsetakosningunum í Rússlandi á sunnudag efndu til útifunda með stuðningsmönnum sínum í Moskvu í gær. Sagði Borís Jeltsín forseti í ávarpi að andstæðingum stefnu sinnar myndu ekki takast að trufla framkvæmd kosninganna með hryðjuverkum. "Við höfum kosið frelsi og mannlega reisn en þeir eru margir sem eru andvígir þessu vali," sagði forsetinn. Meira

Fréttir

13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 290 orð

2 árs fangelsi fyrir að stinga, skalla og kýla

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Kristmund Örlygsson, 25 ára, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás 11. febrúar sl. Kristmundur var samferða manninum, sem hann síðar réðst á, í leigubíl í samkvæmi aðfaranótt 11. febrúar. Þeim mun hafa orðið sundurorða í bílnum og voru vitni að því í samkvæminu að stirt var á milli þeirra. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 46 orð

80 afmælisplöntur ASÍ

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur gefið forseta Íslands og íslensku þjóðinni 80 trjáplöntur í tilefni af 80 ára afmæli sambandsins þann 12. mars síðastliðinn. Grétar Þorsteinsson, nýkjörinn forseti ASÍ, frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, og meðlimir miðstjórnar ASÍ gróðursettu plönturnar í gær í Vinaskógi. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Afmælisfagnaður Reykjavíkurlistans

AFMÆLISFAGNAÐUR Reykjavíkurlistans verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudagskvöldið 13. júní, en þann dag fyrir tveimur árum tók Reykjavíkurlistinn við stjórnartaumum í Reykjavík. Húsið verður opnað kl. 20 og verða flutt ávörp, tónlist, ballett og margt fleira. Aðgangur er ókeypis. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 309 orð

Aldrei mælst jafnmörg frjókorn í maí

NIÐURSTÖÐUR frjómælinga í andrúmslofti í maí liggja nú fyrir og eru frjótölur fyrir maí hærri en nokkru sinni áður, samkvæmt upplýsingum frá Margréti Hallsdóttur, jarðfræðingi við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 223 orð

Alvarlegum slysum hefur fækkað

SAMKVÆMT skráningu eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins hefur alvarlegum vinnuslysum fækkað á undanförnum árum. Fram kemur að skráð vinnuslys á árinu 1995 voru 186 talsins og slösuðust í þeim alls 832 einstaklingar. Af þeim slösuðust 44 á leið úr eða í vinnu. Meira
13. júní 1996 | Erlendar fréttir | 423 orð

Atvinnuskapandi aðgerðir kynntar

GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti á þriðjudag nýjar ráðstafanir til að auka atvinnu og draga úr atvinnuleysi, en stjórn hans stefnir að því að það fari úr 8 í 4 prósent árið 2000. Dregið verður úr umsvifumríkiskerfisins semhefur umsjón meðatvinnumiðlun oghenni verður sinntí bæjarfélögunum. Meira
13. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Áfengi fannst um borð

TOLLGÆSLAN á Akureyri fann nokkuð magn af áfengi og bjór við tollskoðun og leit um borð í flutningaskipinu Blackbird, leiguskipi Samskipa. Skipið var að koma frá Hamborg í Þýskalandi til Akureyrar. Alls fundust 29 lítraflöskur af 75% sterku vodka og 315 lítrar af bjór um borð í skipinu. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 173 orð

Ákvörðunar að vænta í ágúst

ÁKVÖRÐUNAR um hvar Columbia Aluminium reisir álver er að vænta í ágúst. Stjórnendur fyrirtækisins eru nú að fara yfir kostnaðartölur og bera saman kosti þess að reisa álverið á Íslandi eða í Venezuela. Sem kunnugt er hafa orðið tafir á undirbúningi málsins vegna ágreining um eignaraðild að Columbia Aluminium. Sá ágreiningur hefur nú verið leystur. Meira
13. júní 1996 | Erlendar fréttir | 252 orð

Álíta Zjúganov ógna sjálfstæði ríkjanna

LEIÐTOGAR nær allra fyrrum Sovétlýðvelda hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við Borís Jeltsín Rússlandsforseta vegna forsetakosninganna á sunnudag. Einungis Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta- Rússlands, hefur verið tregur til að styðja forsetann enda gæti sigur kommúnistans Gennadí Zjúganov orðið til að auðvelda sameininguna við Rússland, sem hann sækist eftir. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

Ársfundur NASCO í Gautaborg

ÁRSFUNDUR Laxaverndunarstofnunar Norður-Atlantshafsríkjanna, NASCO, stendur nú yfir í Gautaborg í Svíþjóð og lýkur honum á morgun, föstudag. Á ársfundinum sem hófst í fyrradag eru helstu umfjöllunarefnin m.a. aðgerðir til verndunar á laxi, rannsóknaveiðar, veiðar þjóða utan NASCO á laxi á alþjóðlegum hafsvæðum, erfðafræðileg áhrif og áhrif sjúkdóma o.fl. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Barnahópur Flateyrarkirkju í skemmtiferð

Á ANNAN í hvítasunnu var farin skemmtiferð á vegum barnastarfs Flateyrarkirkju. Áfangastaður var Skrúður, trjágarður síra Sigtryggs Guðlaugssonar, sem stofnaði unglingaskóla á Núpi árið 1907. Þar var matast og farið í leiki. Sæmundur Þorvaldsson, skógfræðingur frá Læk, fræddi ferðafólkið um garðinn, sögu hans og gróður. Veður var gott og þótti ferðin takast hið besta. Meira
13. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Brunahaninn málaður

ÞESSA dagana er unnið af því hörðum höndum að fegra bæinn og klæða hann sumarbúningi. Starfsmenn Hita- og vatnsveitu Akureyrar láta ekki sitt eftir liggja og hann Hrafnkell Brynjarsson var mála brunahana í hefðbundnum gulum og rauðum lit, er ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á hann í Hafnarstrætinu. Meira
13. júní 1996 | Landsbyggðin | 85 orð

Drangsneskapellu færður nýr altarisdúkur

Drangsnesi-Guðbjörg Einarsdóttir hefur saumað og gefið Drangsneskapellu altarisdúk til minningar um foreldra sína, Helgu Soffíu Bjarnadóttur og Einar Sigvaldason, en þau hefðu bæði orðið 100 ára á þessu ári. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 386 orð

Enginn sjór í vistarverum

NÓTASKIPIÐ Flosi ÍS lagðist að bryggju í Neskaupstað um kl. 16 í gær. Sjópróf verða haldin í Neskaupstað kl. 13.30 í dag. Skipið lagðist skyndilega á hliðina þegar verið var að dæla síld í það úr Berki NK við færeysku lögsöguna síðastliðinn sunnudag. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

Fékk ferð á sumarleikana í Atlanta

VISA International er einn af aðalstyrktaraðilum alþjóða Olympíuleikanna og hefur svo verið mörg undanfarin ár. Visa Ísland er á sama hátt stuðningsaðili þátttöku Íslands í leikunum og styrkir bæði starf Olympíunefndar Íslands svo og einstaka keppendur sem miklar vonir eru bundnar við. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 573 orð

Forseti hlýtur að tala máli mannréttinda

GUÐRÚN Agnarsdóttir forsetaframbjóðandi heimsótti vinnustaði í Borgarnesi á þriðjudaginn og kynnti sig og viðhorf sín til forsetaembættisins. Með í för var eiginmaður hennar Helgi Valdimarsson læknir. Guðrún heimsótti m.a. starfsmenn Vegagerðar ríkisins, starfsmenn og vistfólk á Dvalarheimili aldraðra, starfsmenn og viðskiptavini Kaupfélags Borgfirðinga og starfsfólk Afurðasölunnar. Meira
13. júní 1996 | Erlendar fréttir | 211 orð

Fundir hefjast í næstu viku

FALLIST var á það í gærmorgun, að George Mitchell, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, stýrði viðræðunum um frið á Norður-Írlandi en mótmælendapresturinn Ian Paisley, sem segist andvígur afskiptum útlendinga af málefnum landsins, kvaðst ekki mundu vinna með honum. Hann hótaði þó ekki að sniðganga viðræðurnar alveg. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 329 orð

Furða sig á frestun framkvæmda

VEGFARENDUR sem eiga leið um Ártúnsbrekku á hverjum degi og Morgunblaðið ræddi við í vikunni segjast mjög undrandi á því að fresta þurfi framkvæmdum við Vesturlandsveg. Þeir eru sammála um að framkvæmdirnar séu löngu tímabærar en telja óviðunandi að búa við það bráðabirgðaástand sem myndast þar til framkvæmdum lýkur með brúargerð yfir Sæbraut síðla árs 1998. Meira
13. júní 1996 | Erlendar fréttir | 319 orð

Gagnrýna Íraka BRETAR og Bandaríkjamenn

BRETAR og Bandaríkjamenn hafa lagt fram drög að ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem Írakar eru fordæmdir fyrir að hindra eftirlitsmenn SÞ í að kanna hernaðarbækistöðvar í samræmi við vopnahléssamninga. Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Íraka, hefur sagt að eftirlitsmennirnir muni ekki fá að kanna staði sem taldir séu skipta sköpum fyrir öryggi og sjálfstæði landsins. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Garðplöntusala í tjaldi hjá Ellingsen

AUÐUR Ottesen, garðyrkjufræðingur, hefur staðið fyrir garðplöntusölu hjá verlsun Ellingsen við Grandagarð í Reykjavík síðustu daga. Auður veitir ráðleggingar um plöntuval, gróðursetningu og umhirðu í garðinum. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Gert við viðgerðina

SKARÐSBÓK Postulasagna, ein þjóðargersema sem varðveittar eru á Árnastofnun, verður send utan til gagngerrar viðgerðar í haust. Talið er að kostnaður við verkið nemi um þremur milljónum króna. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 244 orð

Hafréttarleg staða verður athuguð

Kolbeinsey mældist 36 metrar í þvermál þegar skipverjar á varðskipinu Tý könnuðu eyjuna í síðasta mánuði, en árið 1985 var hún 39 metrar í þvermál. Er búist við að eyjan, sem er einn grunnlínupunkta fiskveiðilögsögunnar, Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

HELGA S. ÞORGILSDÓTTIR

HELGA Soffía Þorgilsdóttir, fyrrum yfirkennari og skólastjóri, lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 11. júní síðastliðinn, á hundraðasta aldursári. Helga fæddist 19. nóvember 1896 í Knarrarhöfn í Dalasýslu. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 136 orð

Hlutverk frjálsra félagasamtaka í samfélaginu

RÁÐSTEFNA Mannréttindaskrifstofu Íslands, Hlutverk frjálsra félagasamtaka í samfélaginu, hefst í dag, fimmtudaginn 13. júní, kl. 17.15 í Norræna húsinu. Frummælendur á ráðstefnunni eru Birgit Lindsnæs, aðstoðarframkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, og Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Íslandsbanka. Ráðstefnan heldur áfram föstudaginn 14. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 644 orð

Innganga í ESB yrði borin undir þjóðina

PÉTUR Kr. Hafstein svaraði margvíslegum spurningum á fundi með starfsmönnum Prentsmiðjunnar Odda hf. í hádeginu í gær. Sumar spurningarnar voru af léttari tagi og vildu starfsmennirnir t.a.m. vita hvort búast mætti við því að sjá íslensk hross í haga við Bessastaði ef Pétur hlyti kosningu. Aðrar voru af alvarlegra taginu. Pétur þyrfti t.d. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Ísbjörn í Ráðhúsinu

ÍSBJÖRNINN sem skipverjar af báti frá Bolungarvík bönuðu úti fyrir Vestfjörðum fyrir þremur árum stendur nú í öllu sínu veldi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Náttúrufræðistofnun fól Manuel Arjona Cejudo hamskera að stoppa ísbjörnin upp. Manuel sagði að sér hafi þótt mjög gaman að fást við þetta verkefni, en þó hafi verið erfitt að stoppa upp svona stórt dýr. Meira
13. júní 1996 | Miðopna | 1071 orð

Ítalir og Þjóðverjar sýna mikinn styrk

Evrópukeppnin í knattspyrnu er komin á fulla ferð Ítalir og Þjóðverjar sýna mikinn styrk Flestir bestu knattspyrnumenn Evrópu eru á hvers manns skjá þessa dagana. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 298 orð

Kannað hvort úrskurðurinn verður kærður

GEIR Magnússon, forstjóri Olíufélagsins hf., segir að það verði metið á næstunni hvort kærður verður sá úrskurður Samkeppnisráðs að þeim Ólafi Ólafssyni, forstjóra Samskipa, og Kristni Hallgrímssyni lögmanni, stjórnarmönnum í Olíuverslun Íslands, Olís, beri að víkja úr stjórninni fyrir 10. ágúst næstkomandi. Frestur til að kæra úrskurðinn er fjórar vikur. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 396 orð

Kanna nýja fiskréttaverksmiðju í Bandaríkjunum

ICELAND SEAFOOD, dótturfyrirtæki Íslenskra sjávarafurða hf. (ÍS) í Bandaríkjunum, er nú að kanna hvort reist verður ný fiskréttaverksmiðja í Bandaríkjunum eða núverandi verksmiðja í Harrisburg endurnýjuð. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 164 orð

Kaupmáttur jókst um 3,1% 1994-1995

GREITT tímakaup landverkafólks innan ASÍ hækkaði um 5,2% frá fjórða ársfjórðungi 1994 til sama tíma 1995 samkvæmt úrtaki Kjararannsóknarnefndar. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 2,1%. Samkvæmt því jókst kaupmáttur greidds tímakaups um 3,1%. Meira
13. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Konur og heilbrigði

RÁÐSTEFNA heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri um ýmislegt sem tengist konum og heilbrigði þeirra frá margvíslegum sjónarhornum verður haldin í Oddfellowhúsinu á Akureyri dagana 18. og 19. júní næstkomandi. Meðal annars verða kynntar nýjar rannsóknir s.s. um upplifun ungra kvenna af því að vera með lystarstol. Meira
13. júní 1996 | Erlendar fréttir | 200 orð

Kosningarnar sagðar friðsamlegar

KJÖRSÓKN var góð í þingkosningum sem fram fóru í Bangladesh í gær, en að minnsta kosti sjö féllu og rúmlega 200 særðust í átökum sem brutust út víða um landið. Búist er við að niðurstöður kosninganna liggi fyrir á morgun. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 426 orð

Lax dreifður í Laxá í Leirársveit

ENN er allt við sama heygarðshornið á laxveiðislóðum. Stórlaxinn gengur í litlum skömmtum og dreifir sér fljótt um árnar. Er það óvenjulegt ástand í júnímánuði, því stórlaxinn er yfirleitt til muna liðfærri heldur en smálaxinn, sem enn er ekki genginn. Þegar hann dreifir sér, verður oft og iðulega erfitt að finna laxinn og það veldur því að veiðin hefur verið minni heldur en margur reiknaði með. Meira
13. júní 1996 | Miðopna | 1003 orð

Leitað til banka um stuðning

SKARÐSBÓK Postulasagna er ein þjóðargersema sem varðveittar eru á Stofnun Árna Magnússonar, en íslensku bankarnir festu kaup á henni árið 1965. Yfir 30 milljónir á núvirði Kostnaður við viðgerð er áætlaður um þrjár milljónir króna og hefur verið farið þess á leit við íslenskar bankastofnanir að þær sameinist um að greiða kostnaðinn við verkið. Meira
13. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Listmunauppboð í Sjallanum

GALLERÍ Borg og Listhúsið Þing halda listmunauppboð í Sjallanum í kvöld, fimmtudagskvöldið 13. júní kl. 21. Boðin verða upp málverk eftir þekkta íslenska listamenn og ekta handunnin persknesk teppi. Verkin verða sýnd í Sjallanum, Mánasal í dag, fimmtudag frá kl. 12 til 18. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Lóð Stjórnarráðsins endurnýjuð

ÞESSA dagana er verið að ljúka endurnýjun á lóð Stjórnarráðshússins við Lækjargötu en hún var orðin óslétt og illa farin. Skipt hefur verið um jarðveg að hluta á lóðinni, hún jöfnuð og settar á hana túnþökur. Þá verða á næstunni gróðursett tré meðfram vegg ofan við Stjórnarráðshúsið. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 196 orð

Lögregludagur og minjasýning á Árbæjarsafni

SÉRSTAKUR lögregludagur verður haldinn 16. júní í Árbæjarsafni þar sem lögreglan í Reykjavík mun kynna sögu sína og starfsemi með ýmsum hætti. Þá munu lögregluþjónar íklæddir gömlum búningum fræða gesti, mótorhjól lögreglunnar verða til sýnis, lögreglukórinn kemur fram og lögreglumenn á hestum verða á svæðinu auk þess sem teymt verður undir börnum. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Maður féll af þriðju hæð

MAÐUR um fimmtugt hrapaði niður af þriðju hæð húss við Eiðismýri á Seltjarnarnesi um kl. 14:30 í gær. Hann var fluttur á Sjúkrahús Reykjvíkur í Fossvogi. Maðurinn rotaðist við fallið, sem var u.þ.b. tveir metrar. Hann viðbeinsbrotnaði og hlaut höfuðáverka og fór í aðgerð vegna þessa. Ekki tókst að afla frekari upplýsinga um líðan mannsins í gær. Meira
13. júní 1996 | Erlendar fréttir | 188 orð

Mega sofa í stjórnklefanum

FLUGMÖNNUM hjá Flugfélagi Nýja Sjálands hefur verið veitt leyfi til þess að leggja sig í stjórnklefanum þegar þeir fljúga millilandaflug, að því er fram kemur í blaðinu New Zealand Herald. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 420 orð

"Megum þakka fyrir að sleppa svona létt"

"ÉG held að við megum bara þakka fyrir að sleppa svona létt; með smávegis kal og nokkur rifin tjöld, segir Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og fjallamaður, sem er væntanlegur heim á laugardag eftir þriggja vikna dvöl í grunnbúðum við rætur fjallsins Sisha Pangma í Tíbet, í aftakaveðri og án þess að komast "lönd né strönd", eins og hann tekur til orða. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 677 orð

Mikil gróska í vísindaiðkun íslenskra lækna

Félag íslenskra lyflækna hélt sitt 12. þing um síðustu helgi í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki, en hefð er að halda þingin á landsbyggðinni. Hundrað læknar sátu þingið auk fjölda fulltrúa frá lyfjafyrirtækjum, maka og gesta, tæplega tvö hundruð manns. Ástráður B. Hreiðarsson er formaður Félags íslenskra lyflækna og í framkvæmdanefnd þingsins. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 356 orð

Rændi eldri kópnum frá móður sinni

HÚSDÝRAGARÐURINN í Laugardal hefur undanfarna daga verið vettvangur sérkennilegrar fjölskydudeilu sem gæti endað með harmleik. Fyrir rúmri viku kæpti önnur urtan af tveimur sem þar eru auk brimils og heilsast móður og afkvæmi vel. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 268 orð

Sá gamli kvaddur

NOKKRIR eldri kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur komu saman í gærmorgun til að kveðja gamla Korpúlfsstaðavöllinn, en níu nýjar brautir voru teknar í gagnið síðdegis. Þessar níu brautir eru hluti af nýja vellinum sem verið er að gera við Korpúlfsstaði. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

Selfosskirkja opin ferðamönnum

SELFOSSKIRKJA er opina alla daga ferðamönnum og öðrum sem leið eiga um Selfoss. Húsið er opið frá kl. 10­18, segir í frétt frá sóknarpresti. "Þetta er annað sumarið í röð sem Selfosskirkja reynir að koma til móts við þann áhuga sem fólk á ferðalögum hefur til að skoða kirkjubyggingar og staldra við í kyrrð helgidómsins á bakka Ölfusár. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Slys við Steingrímsstöð

MAÐUR á þrítugsaldri lenti í vinnuslysi við Steingrímsstöð í gær. Að sögn lögreglu féll hann um það bil 6 metra og hlaut opið lærbrot og sár á höku. Maðurinn var fluttur með þyrlu á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð við beinbrotinu. Að sögn lækna er líðan hans eftir atvikum góð. Meira
13. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 612 orð

SS Byggir kaupir Skipagötu 9

BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ SS Byggir hefur keypt lóð og húsgrunn við Skipagötu 9 af Íslandsbanka. Lóðinn og grunnurinn voru áður í eigu hlutafélagsins Skipagata 9 hf. en bankinn keypti eignina á nauðungaruppboði af félaginu sl. sumar. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 301 orð

Treg veiði á barna- og unglingaveiðimóti

BARNA- og unglingaveiðimót SVFR við Elliðavatn um síðustu helgi tókst með ágætum, en alls skráðu sig til þáttöku 75 krakkar á aldrinum 3 til 15 ára. Veður lék við þátttakendur, en afli varð fremur rýr, aðeins 13 fiskar komu á land. Það sama gekk yfir alla þennan dag, því að reyndari veiðimenn sem höfðu verið að veiðum í tvo til þrjá tíma áður en börnin komu á vettvang urðu lítið varir. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Tundurduflaslæðari til sýnis

FRANSKI tundurduflaslæðarinn Ceres verður til sýnis í dag, fimmtudaginn 13. júní, frá kl. 14­17. Skipið liggur við Miðbakkann gegnt útivistarsvæðinu. Á Hvalnum, útivistarsvæði Miðbakkans, er þörunga- og botndýralíf til sýnis við eðlilegar aðstæður í sælífskerunum og einnig gamla eimreiðin. Alla daga er úrval leiktækja til afnota á svæðinu. Meira
13. júní 1996 | Landsbyggðin | 348 orð

Útflutningsskólinn settur á Sauðárkróki

Sauðárkróki-Sumarskóli Útflutningsskólans var settur í fyrsta sinn síðastliðinn mánudag í fyrirlestrarsal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Í ræðu sinni gerði Sigurður Ágúst Jensson verkefnisstjóri skólans grein fyrir stofnun og tilurð skólans, og rakti undirbúning að því að þessu verkefni var hrundið í framkvæmd. Meira
13. júní 1996 | Erlendar fréttir | 231 orð

Varað við genagrúski

NÁTTÚRULÖGMÁLAFLOKKURINN svokallaði heldur því fram að milljónir manna muni óafvitandi verða tilraunadýr alþjóðlegrar tilraunastarfsemi í framleiðslu matvæla, sem breytt hefur verið með erfðatækni, nema sala þeirra verði bönnuð eða reglur settar um rækilegar merkingar. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 453 orð

Verð að viðurkenna að ég er full kvíða

"ÉG VERÐ að viðurkenna að ég er full kvíða. Kvíðinn innra með mér snýr að fjölmiðlafárinu og því hvort mannfjöldinn við dómshúsið verður mikill. Hvað eftir annað kemur upp í hugann árásin á okkur við dómshúsið fyrir nokkrum árum. En ég reyni að bægja hugsuninni frá og sannfæra sjálfa mig um að treysta á almættið. Almættið hjálpi, styðji og verndi," sagði Sophia Hansen í Istanbúl í gær. Meira
13. júní 1996 | Erlendar fréttir | 326 orð

"Við okkur blasti skelfileg sjón"

AÐ minnsta kosti 37 manns létu lífið og rúmlega 200 slösuðust þegar mikil sprenging varð í verslunarmiðstöð í Sao Paulo í Brazilíu í fyrradag. Var helst talið, að gasleki hefði valdið henni en hún átti sér stað í hádeginu þegar margt fólk var það samankomið. Meira
13. júní 1996 | Erlendar fréttir | 178 orð

Vilja fella fleiri nautgripi

FASTANEFND dýralækna Evrópusambandsins komst í gær að þeirri niðurstöðu að Bretar yrðu að fella fleiri nautgripi en hingað til hefur verið talið til að útrýma kúariðu. Keith Meldrum, yfirdýralæknir Bretlands, sagði í gær að Bretar hefðu þegar fallist á að rekja nautgripi aftur til ársins 1990 en nú hefði fastanefndin að fara yrði alla leið aftur til ársins 1989. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 427 orð

Þriðja akreinin lokuð í 2 ár í öryggisskyni

VINNA við annan áfanga framkvæmda við Vesturlandsveg, breikkun vegarins í Ártúnsbrekku og brúargerð yfir Elliðaár, gengur samkvæmt verkáætlun að sögn Magnús Gunnarssonar hjá Vegagerð ríkisins. Brúin sem er 65 m löng og 18 m breið verður steypt í kvöld og nótt og af þeim sökum verður hluta Vesturlandsvegar lokað frá kl. 19 í kvöld og fram til kl. 7:30 í fyrramálið. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 259 orð

Þriðjungur sinnti ekki tilkynningaskyldu

ÁBERANDI margir höfðu ekki sinnt tilkynningaskyldu í gærkvöldi, eða 150 af þeim tæplega 460 skipum og bátum sem skráð voru á sjó. Friðrik Friðriksson, vaktstjóri hjá Tilkynningaskyldunni, segir þennan slóðaskap afar alvarlegan og hann telji að beita verði viðurlögum við honum. Meira
13. júní 1996 | Innlendar fréttir | 351 orð

Þriðjungur vetraraffalla vegna skotveiða

ÞRÁTT fyrir vöxt er stærð rjúpustofnsins enn í slöku meðallagi að því er fram hefur komið við talningar á vegum Náttúrufræðistofnunar á árinu. Náttúrufræðistofnun fylgist með ástandi stofnsins m.a. með karratalningum á vorin og ungatalningum síðsumars. Aldurshlutföll eru metin á vorin og á veiðitíma á haustin. Talningarsvæði eru Hrísey á Eyjafirði, sex svæði í Þingeyjarsýslum og Kvísker í Öræfum. Meira

Ritstjórnargreinar

13. júní 1996 | Leiðarar | 602 orð

JAFNRÉTTI Í ATVINNULÍFI

JAFNRÉTTI Í ATVINNULÍFI HÆTT er að fullyrða að með ráðningu Rannveigar Rist sem forstjóra álversins í Straumsvík er stigið eitt stærsta skref í átt til jafnréttis í íslenzku atvinnulífi, ef ekki hið stærsta, sem um getur. Íslenska álfélagið hf. Meira
13. júní 1996 | Staksteinar | 326 orð

»Vald og virðing forseta Alþingis DV SEGIR í forystugrein: "Óla

DV SEGIR í forystugrein: "Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, hefur að ýmsu leyti hafið starf þingforsetans til þeirrar virðingar og þeirra valda sem því starfi ber..." Agi og myndugleiki Meira

Menning

13. júní 1996 | Fólk í fréttum | 76 orð

Arve hálfáttræður

NORSKI leikarinn og söngvarinn Arve Opsahl hélt upp á 75 ára afmæli sitt með mikilli veislu heima hjá sér í Bestum í Ósló. Í tilefni dagsins voru gefnir út tveir geisladiskar með Arve, smádiskur og diskurinn "Mot i brøstet" með gömlum revíuperlum og sjómannsvísum. Meira
13. júní 1996 | Fólk í fréttum | 116 orð

Carrey heldur sínu striki

JIM CARREY er nú einn vinsælasti leikari heims og þar með meðal þeirra hæstlaunuðu. Hann tekur að sögn 20 milljónir dollara, 1,34 milljarða króna, hið minnsta, fyrir að leika í einni mynd. Myndir hans hafa undantekningarlítið náð mikilli aðsókn, allt frá því hann sló í gegn með myndinni "Ace Ventura". Myndir eins og "The Mask" og "Dumb and Dumber" hafa slegið í gegn. Meira
13. júní 1996 | Fólk í fréttum | 116 orð

Cruise fær kvikmyndaréttinn

TOM Cruise hefur tryggt sér kvikmyndarétt væntanlegrar skáldsögu eftir fréttamann Washington Post, David Ignatius. Leikarinn, ásamt félaga sínum í kvikmyndaframleiðslu Paulu Wagner og framleiðandanum Scott Rudin, tryggði sér kvikmyndaréttinn fyrir rúma milljón dollara, en þau voru í m.a. í samkeppni við fyrirtækið Ron Howard's Imagine Entertainment. Meira
13. júní 1996 | Fólk í fréttum | 339 orð

Ekki bara leikari

EKKI ER hægt að segja annað en Peter Berg sé hæfileikaríkur. Hann hefur getið sér gott orð sem leikari og leikur meðal annars lækninn Billy Kronk í sjónvarpsþáttunum "Chicago Hope". Hann hefur einnig leikið í myndunum "The Last Seduction" og "The Great White Hype" og hlotið ágæta dóma fyrir. Hann þykir einnig efnilegur handritshöfundur. Meira
13. júní 1996 | Menningarlíf | 43 orð

Fagurfræði mynda

ANNAR fræðslufundur Loka verður haldinn í kvöld, 13. júní, kl. 20 í húsnæði Myndáss, Ljósmyndamiðstöðvar á Laugarásvegi 1. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari heldur fyrirlestur um fagurfræði mynda. Fyrir Lokameðlimi kostar 300 kr. á fundinn en fyrir aðra er gjaldið 500 kr. Meira
13. júní 1996 | Fólk í fréttum | 101 orð

Flott nöfn

LEIKARINN Sean Penn og kona hans, Robin Wright, eiga tvö börn sem bera nafnið Dylan og Hopper. Gæti margur haldið að börnin væru skírð eftir þeim Bob Dylan og Dennis Hopper, en Penn segir slíkt ekki vera, þrátt fyrir að þeir báðir séu miklir öðlingar og í uppáhaldi á heimilinu. Meira
13. júní 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Hátíð hjá Grjótaþorpsbúum

HIN ÁRLEGA Grjótaþorpshátíð var haldin í góða veðrinu á föstudaginn var. Börnin léku sér og hinir fullorðnu grilluðu pylsur og annað kjötmeti. Ljósmyndari blaðsins var á ferðinni í nágrenninu og rann á lyktina. Morgunblaðið/Ásdís FARARTÆKIN voru af ýmsum toga í Grjótaþorpinu þetta kvöld. Meira
13. júní 1996 | Menningarlíf | 162 orð

Í englakaffi hjá mömmu

ÚT er komin ljóðabókin Í englakaffi hjá mömmu eftir Önnu S. Björnsdóttur. Bókin skiptist í fjóra kafla; Skipt um veröld, Að leiðarlokum, Undir fíkjutré og En hyldest til skoven-Svanhildurs sange, sem inniheldur átta ljóð ort á dönsku. Bókin er tileinkuð móður Önnu. Meira
13. júní 1996 | Fólk í fréttum | 68 orð

Í góða veðrinu í London

ÞESSAR fyrirsætur sem brosa svo góðlátlega heita Sandra Kaine og Debbie Flett. Þær sátu fyrir á kynningu sem Wonderbra-fyrirtækið stóð fyrir í London í gær, en fyrir aftan þær má sjá risastóra blöðru með mynd af ofurfyrirsætunni Evu Herzigovu. Þessi kynning var fyrsti liður auglýsingaherferðar fyrirtækisins í sumar. Meira
13. júní 1996 | Menningarlíf | 937 orð

Í klóm kýklópa

Hvunndagsleikhúsið frumsýnir ærslaóperuna Jötuninn eftir Evrípídes og Leif Þórarinsson í Loftkastalanum í kvöld, fimmtudag. Af því tilefni hitti Orri Páll Ormarsson þann síðarnefnda að máli en grunnurinn að verkinu er eini púkaleikurinn sem varðveist hefur. Var slíkum leikjum til forna ætlað að létta lund fólks eftir sýningar á harmleikjum. Meira
13. júní 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð

Jafnaldri ASÍ færði Vigdísi blómvönd

FORSETI Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, var heiðursgestur á hátíðarsamkomu ASÍ er sambandið minntist 80 ára afmælis síns í Háskólabíói að loknu 38. þingi þess fyrir skömmu. Gísli Gíslason, fulltrúi VR á þinginu, afhenti frú Vigdísi blómvönd frá Alþýðusambandinu við það tækifæri. Gísli er fæddur árið 1916, á stofnári Alþýðusambands Íslands. Meira
13. júní 1996 | Menningarlíf | 38 orð

Listahátíð í Reykjavík 1996

Fimmtudagur 13. júní Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Robert Henderson. Háskólabíó: Tónleikar kl. 20. Circus Ronaldo. Hljómskálagarðurinn: 3. sýn. kl. 20. Jötuninn eftir Evripídes. Loftkastalinn: Frumsýn. kl. 20.30. Klúbbur Listahátíðar. Loftkastalinn: Opið frá kl. 17. Meira
13. júní 1996 | Myndlist | -1 orð

Ljós, land og líf

Benedikt Gunnarsson. Opið alla daga frá 14-18. Til 17. júní. Aðgangur ókeypis. SÚ VAR tíð, að bræðurnir Benedikt og Veturliði Gunnarssynir voru meðal atkvæðamestu myndlistarmanna borgarinnar á sýningavettvangi og athafnir þeirra vöktu drjúga athygli. Meira
13. júní 1996 | Menningarlíf | 120 orð

Lokasýning "Íslendinganna" á Scala

LOKASÝNING á Rínargullinu eftir Wagner á Scala í Mílanó, sem Kristinn Sigmundsson baritonsöngvari og Guðjón Óskarsson bassasöngvari taka þátt í, er í kvöld. Sýningin hefur hlotið lofsamlega umfjöllun í fjölmiðlum og Kristni og Guðjóni hefur verið hrósað fyrir sinn þátt. Meira
13. júní 1996 | Fólk í fréttum | 82 orð

Martin til Parísar

ÁKVEÐIÐ hefur verið að gamanleikarinn kunni Steve Martin muni taka hlutverk Johns Travolta í "Double" og hefur heyrst að hann fái a.m.k. tíu milljónir dollara fyrir greiðann. Eins og kunnugt er stormaði Travolta í fússi frá París eftir rifrildi við leikstjóra myndarinnar, Roman Polanski. Tökum myndarinnar verður seinkað um nokkrar vikur meðan Martin undirbýr hlutverk sitt. Meira
13. júní 1996 | Fólk í fréttum | 181 orð

Milljónakæra gegn Jackson

FAÐIR drengsins sem kærði Michael Jackson á sínum tíma fyrir ósiðlegt athæfi, hefur nú kært söngvarann enn á ný og fer hann ekki fram á neinar smáupphæðir, heldur margar milljónir dollara. Meira
13. júní 1996 | Fólk í fréttum | 194 orð

Móðurhlutverkið númer eitt

Á SÍNUM tíma söng bandaríska söngkonan Patti Smith um þrá sína til að vera utan við samfélagið, vera í uppreisn við ríkjandi gildi en nú hefur hún látið af uppreisnarandanum og virðist vera í miðju hins hefðbundna samfélags. Meira
13. júní 1996 | Menningarlíf | 166 orð

Myndlist í Munaðarnesi

MYNDLISTARSÝNING Þórðar Hall og Jóns Reykdal var opnuð á Menningarhátíð í Munaðarnesi laugardaginn 1. júní sl. Sýningin verður opin í allt sumar, en sýningarstaðurinn er þjónustumiðstöð BSRB í orlofshúsabyggð samtakanna í Munaðarnesi. Meira
13. júní 1996 | Menningarlíf | 220 orð

Nýjar snældur

SKÁLDSAGAN Brýrnar í Madisonsýslu eftir Robert James Waller er komin út á snældum. "Hér er um að ræða einhverja vinsælustu bók síðustu ára í Bandaríkjunum og nýleg kvikmynd, sem gerð var eftir henni, hlaut einnig afbragðs viðtökur. Í bókini segir frá ljósmyndaranum Róbert Kincaid og bóndakonunni Fransisku Johnson. Meira
13. júní 1996 | Fólk í fréttum | 1343 orð

Safnfr´ettir, 105,7

THE DUBLINER Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Papar. Á sunnudagskvöld verða leikin vinsælustu írsku kráarlögin og á mánudagskvöld leikur tríóið Butterfly. Meira
13. júní 1996 | Menningarlíf | 48 orð

Síðasta sýning á Galdra-Lofti

SÍÐASTA sýning á óperu Jóns Ásgeirssonar, Galdra-Lofti, í Íslensku óperunni er föstudaginn 14. júní. Söngvarar í sýningunni eru Þorgeir Andrésson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Bergþór Pálsson, Þóra Einarsdóttir, Loftur Erlingsson, Bjarni Thor Kristinsson og Viðar Gunnarsson. Meira
13. júní 1996 | Fólk í fréttum | 85 orð

Skilinn í fjórða sinn

HINUM lágvaxna leikara Dudley Moore helst ekki vel á kvenfólki. Á föstudaginn var lagði hann fram skilnaðarbeiðni við fjórðu eiginkonu sína, hina 34 ára gömlu Nicole Rothschild. Hjónin hafa ekki verið samvistum síðan í maí, en þau hafa aðeins verið gift í rúmt ár. Meira
13. júní 1996 | Menningarlíf | 75 orð

Stytturnar lagstar, manneskjan ofaná

ÞANNIG liggja styttur fyrrum Sovétlýðveldis fyrir fótum manna í Vilnius í Litháen þar sem Þjóðleikhúsið var á ferð fyrir skömmu og sýndi uppfærslu litháíska leikstjórans Rimasar Tuminas á Don Juan sem var á fjölum Þjóðleikhússins í vetur. Meira
13. júní 1996 | Menningarlíf | 184 orð

Tímarit

ÞRÍTUGASTI og fjórði árgangur Sögu, tímarits Sögufélagsins er kominn út, vel á fimmta hundrað síður. Saga flytur að þessu sinni sjö ritgerðir. Sveinbjörn Rafnsson fjallar um Hrafnkels sögu. Hann rekur rannsóknarsögu verksins, en kynnir einnig niðurstöður eigin athugana. Meira
13. júní 1996 | Myndlist | 641 orð

Undirstaðan

Carl Andre. Opið daglega til 16. júní kl. 14-18 og síðan sama tíma alla miðvikudaga (eða eftir samkomulagi) til 30. júní. Aðgangur ókeypis. LÍKT og annað í lífinu byggist listin á hinu mögulega, og þar ráða listamennirnir sjálfir úrslitum; án þeirra væri engin list. Meira
13. júní 1996 | Menningarlíf | 171 orð

Zilia- píanókvartettinn í Listasafni Íslands

ZILIA-píanókvartettinn heldur tónleiak í Listasafni Íslands föstudaginn 14. júní kl. 20.30. Zilia-píanókvartettinn var stofnaðu í september árið 1995. Hann skipa Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari, Auður Hafsteinsdsóttir fiðluleikari, Herdís Jónsdóttir víóluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Meira
13. júní 1996 | Tónlist | 396 orð

Þessir glampandi tenórar

Karlakórinn Heimir undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar flutti íslensk og erlend söngverk. Einsöngvarar voru bræðurnir Pétur, Sigfús og Óskar Péturssynir og Einar Halldórsson. Undirleikarar voru Jón St. Gíslason á harmonikku og á píanó Thomas Higgerson. Mánudagurinn 10. júní, 1996. Meira
13. júní 1996 | Menningarlíf | 34 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÖTNARNIR hafa hnepptgamla skógarpúkann Sílenos(Gísla Rúnar Jónsson) ogföruneyti hans í fjötra á Sikiley. Morgunblaðið/Jón Svavarsson MARGIR kyndugir karakterar koma við sögu í Jötninum. Meira

Umræðan

13. júní 1996 | Aðsent efni | 969 orð

Axlarklemma í fæðingu

FYRIR réttum þremur árum ól sú er þetta skrifar dreng á fæðingardeild Landspítalans. Í fæðingunni stóð á öxlum og var togað í höfuðið til þess að losa um axlir og koma drengnum í heiminn. Afleiðingarnar urðu varanlegur taugaáverki (brachial plexus-skaði) á hægri handlegg þ.e. lamaður handleggur. Fæðingarslys þetta kom strax í ljós þar sem handleggurinn lafði máttlaus meðfram líkama drengsins. Meira
13. júní 1996 | Aðsent efni | 367 orð

Ertu hættur að berja konuna þína? ­ Já eða nei!

NOKKRAR línur í tilefni sjónvarpsþáttar blaðamanna með forsetaframbjóðendum. Þó að svarendur gæfu greinargóð og skýr svör, sem venjulegt og eðlilega greint fólk skildi til fullnustu sem svör við því sem spurt var um, kom með þungum áherzlum: Svara þú já eða nei! Ef menn þekkja ekki spurningaleikinn, sem felst í fyrirsögn þessa greinarkorns, skal það upplýst hér. Meira
13. júní 1996 | Kosningar | 552 orð

Fortíð og upplýsingaskylda fjölmiðla

NÚ getur hver um sig, bæði almenningur og fréttamenn, haft sína skoðun á því hvort Jón Steinar Gunnlaugsson sagði sig úr yfirkjörstjórn á réttum tíma og hvort hann hafi átt að gefa upp ástæður sínar fyrir því. Meira
13. júní 1996 | Kosningar | 575 orð

Fréttastofa eða kosningaskrifstofa?

FYRIR þá sem eru áhorfendur að kosningabaráttu vegna væntanlegra forsetakosninga, hefur sitthvað rekið á fjörurnar sem eftirtekt hefur vakið. Eitt af því sem virkar einna forvitnilegast er afstaða fjölmiðla til þessara kosninga. Eftir upphafleg þyngsli og síðbúna kynningu eru þeir komnir á fulla ferð með viðtöl og frásagnir af fundum. Meira
13. júní 1996 | Kosningar | 171 orð

Líflegan forseta

AF ÞEIM frambjóðendum sem nú eru í framboði teljum við að Guðrún Pétursdóttir hafi helst erindi til Bessastaða. Ástæður þess eru m..a að eins og fram hefur komið í málflutningi hennar er hún með ótvíræðar skoðanir og lætur sig varða menn og málefni. Í því sambandi finnst okkur það stór kostur við Guðrúnu að hún hefur ekki tekið þátt í flokkspólitísku starfi. Meira
13. júní 1996 | Aðsent efni | 630 orð

Píslarganga Sophíu Hansen

MAMMA mín, sem tilheyrði aldamótakynslóðinni, sagði mér oft frá lífsbaráttu fólks á fyrri hluta aldarinnar en hún ólst upp í Kapteinshúsinu á Vesturgötu 32 í Reykjavík. Þá herjuðu berklar og spænska veikin á landsmenn og t.d. við lungnabólgu var ekkert lyf til. Dauðsföll voru tíð á mörgum heimilum, híbýli oft léleg, fátækt almenn og litlir peningar til kolakaupa. Meira
13. júní 1996 | Aðsent efni | 803 orð

Póstur og sími hf. er í takt við tímann

HINN 4. júní sl. samþykkti Alþingi að Póst- og símamálastofnun yrði breytt í hlutfélagið Póst og síma. Við fyrstu sýn lætur þessi breyting lítið yfir sér, enda hefur nær ekkert verið fjallað um málið í fjölmiðlum eftir að lögin voru samþykkt. Þetta eru þó stórtíðindi. Póstur og sími hf. Meira
13. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 383 orð

Reykjavíkurlistinn tveggja ára

NÚ ERU rúmlega 2 ár síðan Reykvíkingar fengu Reykjavíkurlistanum það verkefni að stjórna borginni okkar. Síðan Reykjavíkurlistinn tók við stjórnartaumum í borgarstjórn hefur mikið starf verið unnið til að koma reglu á stofnanir borgarinnar, fjárreiður þeirra, stjórnun og daglegan rekstur. Reykjavíkurlistinn hefur veitt mörgum mikilvægum málum brautargengi á því kjörtímabili sem nú er hálfnað. Meira
13. júní 1996 | Aðsent efni | 1389 orð

Sérkennslan í höndum sveitarfélaga

VIÐ flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga eru mörg mál sem þarf að skoða gaumgæfilega. Eitt þeirra er sérkennslan og hvernig tryggja má fjárhagslegan grundvöll hennar hjá nýjum húsbændum og sjá þar með öllum grunnskólanemendum hvar sem þeir búa á landinu fyrir jafnri þjónustu. Meira
13. júní 1996 | Aðsent efni | 885 orð

Sögðu starfsmenn Samkeppnisstofnunar ósatt?

VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í dag, 6. júní, er mér nauðsynlegt að koma á framfæri smá athugasemdum við hegðan starfsmanna Samkeppnisstofnunar. Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð eiga sér yfirdómara, sem er Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála og meðan sú nefnd hefir ekki skilað úrskurði í umræddu máli, Meira
13. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 373 orð

Tryggingastofnun ríkisins er ekki hætt að greiða fyrir flogalyf

AÐ UNDANFÖRNU hefur nokkur umræða verið í fjölmiðlum, einkum í Þjóðarsál rásar 2, um breytingar sem gerðar hafa verið á reglugerð um greiðsluþátttöku almannatrygginga í lyfjakostnaði 1. apríl sl. Í þeirri umræðu hefur m.a. verið fullyrt að Tryggingastofnun ríkisins sé nú hætt að greiða fyrir flogaveikilyf. Meira
13. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 316 orð

Velvilji ­ ekki fordómar

FYRIR nokkrum dögum skrifaði ég stutt bréf til Morgunblaðsins og lýsti sorg minni yfir því að frumvarpið um skráða samvist (hjónabönd samkynhneigðra) hefði verið samþykkt sem lög frá Alþingi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, varaþingkona Kvennalistans, andmælti skoðunum mínum í bréfi til Morgunblaðsins 9. júní sl. og taldi fordóma einkenna bréf mitt. Meira
13. júní 1996 | Kosningar | 884 orð

Vinur vina sinna

7. JÚNÍ birtist einkar hlýleg grein eða bréf í Morgunblaðinu eftir mann "sem telur sig" gæfumann að hafa fengið að þekkja Ólaf Ragnar Grímsson..." og telur að nefndur Ólafur sé gæddur "áberandi yfirburðum yfir aðra í þessum forsetakosningum". Höfundurinn telur að Ólafur Ragnar "hafi sterka siðferðiskennd... Meira
13. júní 1996 | Aðsent efni | 741 orð

Þess vegna styð ég Pétur Kr. Hafstein

FORSETAEMBÆTTIÐ á Íslandi á sér ekki langa sögu. Það er aðeins liðlega hálfrar aldar gamalt ­ jafngamalt íslenzka lýðveldinu ­ og tók við af konungdæminu. Íslenzka þjóðin leit jafnan upp til konungs síns og sýndi honum virðingu og hollustu, þótt í hlut ætti danskur konungur úti í Kaupmannahöfn. En Íslendingar voru andvígir dönsku valdi, er birtist oft í yfirgangi embættismanna og kaupmanna. Meira
13. júní 1996 | Kosningar | 376 orð

Þjóðareining um forseta

SENN líður að þeirri stóru ákvörðun að þjóðin velji sér nýjan forseta. Vert er að leiða hugann að því að frammi fyrir vali forseta hefur þjóðin einungis staðið þrisvar sinnum frá lýðveldisstofnun. Þjóðin hefur hingað til borið gæfu til að velja til þessa æðsta embættis persónur, sem góð þjóðareining hefur náðst um að kjöri loknu. Meira

Minningargreinar

13. júní 1996 | Minningargreinar | 587 orð

AÐALSTEINN SIGURÐSSON

Í dag verður Aðalsteinn Sigurðsson, mag. scient., fiskifræðingur, góðkunningi og samstarfsmaður til margra ára, áttræður. Fæddur 1916 kemst hann til manns á kreppuárunum og sest á skólabekk með sér mun yngri nemendum og hóf langskólanám sem hann lauk við Kaupmannahafnarháskóla 1954. Það var ekki svo sjálfsagður hlutur að fara í langt háskólanám fyrir hálfri öld. Meira
13. júní 1996 | Minningargreinar | 446 orð

Guðmundur Jóhannesson

Í dag kveð ég elskulegan afa minn, sem hefur nú lokið sinni löngu lífsgöngu hér á meðal okkar. Honum man ég fyrst eftir í Ljósheimunum ásamt ömmu minni, Guðrúnu Sæmundsdóttur, en hún lést fyrir níu árum. Lengst af bjuggu þau afi og amma í Króki í Grafningi miklum myndarbúskap og ólu átta börn. Meira
13. júní 1996 | Minningargreinar | 607 orð

Guðmundur Jóhannesson

Ég kynntist tengdaföður mínum, Guðmundi Jóhannessyni, fyrir rúmum 17 árum er við Sæunn dóttir hans rugluðum saman reytum okkar. Við andlát hans kallar hugurinn á margar minningar og langar mig til að segja frá fáeinum sundurlausum brotum. Mér er minnisstæður 20. ágúst 1994 þegar Berglind dóttir Sæunnar og Ólafur gengu í hjónaband. Meira
13. júní 1996 | Minningargreinar | 1171 orð

Guðmundur Jóhannesson

Guðmundi Jóhannessyni bónda frá Króki í Grafningi mun hafa liðið vel í föðurgarði sínum, Eyvík. Hann lýsti föður sínum svo, að hann hefði verið greindur maður og frjálslyndur í hugsun. Aldrei varð honum sundurorða við móður sína og enga óvildarmenn mun hún hafa átt. Gætu þessar lýsingar átt við Guðmund sjálfan, þegar litið er yfir æviveg hans. Meira
13. júní 1996 | Minningargreinar | 204 orð

GUÐMUNDUR JÓHANNESSON

GUÐMUNDUR JÓHANNESSON Guðmundur Jóhannesson, bóndi frá Króki í Grafningi, fæddist í Eyvík í Grímsnesi 12. október 1897. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 6. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Einarsson, Einarssonar Einarssonar, allir bændur að Eyvík og Guðrún Geirsdóttir frá Bjarnastöðum í Grímsnesi. Meira
13. júní 1996 | Minningargreinar | 185 orð

Helga Kristín Jónsdóttir

Í dag minnist ég systur minnar, Helgu Kristínar Jónsdóttur, sem varð að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi. Við svona atvik eru svo margar minningar, sem koma upp í hugann og myndir sem verða ljóslifandi í minningunni. Brosið hennar blíða og milda með glettnisglampa í augum, styrkurinn og skapfestan, sem streymdu út frá Helgu og ástin ótakmörkuð. Meira
13. júní 1996 | Minningargreinar | 28 orð

HELGA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR

HELGA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Helga Kristín Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 18. desember 1955. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. maí síðastliðinn og fór útförin fram frá Hallgrímskirkju 6. júní. Meira
13. júní 1996 | Minningargreinar | 302 orð

Ingvar Agnarsson

"Góður vinur gulli betri." Þetta sígilda spakmæli geri ég nú að yfirskrift fátæklegra minningarorða er ég kveð hinstu kveðju heiðursmanninn Ingvar Agnarsson er lést 23. maí sl. Fyrir tæpum þremur áratugum urðu eiginmaður minn og ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þeim sæmdarhjónum Ingvari og konu hans, Aðalheiði Tómasdóttur, og öðlast vináttu þeirra. Meira
13. júní 1996 | Minningargreinar | 31 orð

INGVAR AGNARSSON Ingvar Agnarsson fæddist í Stóru-Ávík í Árneshreppi á Ströndum 8. júní 1914. Hann lést á Landakotsspítala í

INGVAR AGNARSSON Ingvar Agnarsson fæddist í Stóru-Ávík í Árneshreppi á Ströndum 8. júní 1914. Hann lést á Landakotsspítala í Reykjavík 23. maí síðastliðinn og fór útförin fram frá Fossvogskirkju 5. júní. Meira
13. júní 1996 | Minningargreinar | 78 orð

Ingvar Agnarsson Vöktu fyrrum hjá vöggu þinni himins heilladísir, lögðu þér í lófa ljúfar gjafir og skópu örlög ævi. Lögðu þér

Vöktu fyrrum hjá vöggu þinni himins heilladísir, lögðu þér í lófa ljúfar gjafir og skópu örlög ævi. Lögðu þér í lófa ljúfar gjafir dísir hulins heima: Ljóðstafi á varir, líknstafi á tungu, fljóta hönd til hjálpar, ástúð í augu, eld í hjarta, styrk og mildi í muna, Meira
13. júní 1996 | Minningargreinar | 163 orð

ÞORVALDUR ÞORKELSSON

ÞORVALDUR ÞORKELSSON Þorvaldur Þorkelsson var fæddur á Rauðanesi á Mýrum 10. janúar 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorkell Þorvaldsson frá Litlabæ á Mýrum og Ingveldur Guðmundsdóttir frá Ferjubakka. Systkin Þorvalds voru sex talsins og tvö hálfsystkin. Meira

Daglegt líf

13. júní 1996 | Neytendur | 772 orð

Baunir eru tilbreyting frá kjöti og fiski

Í SÍÐUSTU viku fjölluðum við hér á neytendasíðu um baunir og ræddum við Valgerði Hildibrandsdóttur forstöðumann eldhúsa Ríkisspítalanna í því sambandi. Hún á töluvert af uppskriftum þar sem baunir koma ríkulega við sögu og féllst fúslega á að gefa lesendum nokkrar þeirra. Meira
13. júní 1996 | Neytendur | 206 orð

Kanna verðmerkingar um land allt

SAMKEPPNISSTOFNUN og neytendafélög um land allt hafa tekið höndum saman og athuga þessa dagana verðmerkingar í verslunum. "Fyrri kannanir hafa sýnt að ástandið er engan veginn nógu gott og að það er mun verra víða úti á landi en í Reykjavík," segir Kristín Færseth deildarstjóri hjá Samkeppnisstofnun. Meira
13. júní 1996 | Neytendur | 123 orð

Ný herrafataverslun

NÝ herrafataverslun, Dressmann, verður opnuð í dag, fimmtudaginn 13. júní, á Laugavegi 18b. Þetta er ein stærsta herrafataverslun á Norðurlöndum og í Noregi eru um 100 slíkar verslanir starfræktar. Þá eru tvær Dressmann-búðir í Riga í Litháen og með haustinu verður útibú opnað í Póllandi. Í tilefni opnunarinnar verður ýmiss fatnaður á tilboðsverði, til dæmis kosta ullarjakkaföt 9. Meira
13. júní 1996 | Neytendur | 56 orð

Ný súkkulaðimjólk

UM þessar mundir er að koma á markað ný súkkulaðimjólk sem Mjólkursamsalan markaðssetur. Um er að ræða fituskerta mjólk með súkkulaðibragði í eins lítra umbúðum. Súkkulaðimjólkin er kælivara með um 10 daga geymsluþoli. Hún er frábrugðin kókómjólkinni að því leyti að hún er ekki G-vara. Súkkulaðimjólkin er framleidd af Mjólkurbúi Flóamanna, Selfossi. Meira
13. júní 1996 | Neytendur | 79 orð

Ostaþristur

OSTAHÚSIÐ í Hafnarfirði hefur sett á markað svokallaðan ostaþrist, en pakkað er saman tveimur ostarúllum með pikant og blönduðum pipar og brieosti með hvítlauksrönd. Pakkningarnar eru með texta á þýsku og ensku og því ættu bæði íslenskir og erlendir ferðamenn að geta kippt með sér þrennu þegar land er lagt undir fót í sumar. Meira
13. júní 1996 | Bílar | 977 orð

SHonda Shuttle er fjölhæfur fjölnota bíll FJÖLNOTABÍLL frá Hon

FJÖLNOTABÍLL frá Honda-verksmiðjunum japönsku er nú kominn á blað á ný hérlendis en Honda Shuttle kom fram í nýrri gerð á síðasta ári. Þetta er öllu stærri bíll en gamli Shuttle bíllinn sem byggður var á Civic málunum en þessi nýi er byggður upp af Accord. Meira
13. júní 1996 | Neytendur | 700 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
13. júní 1996 | Neytendur | 112 orð

(fyrirsögn vantar)

Yfirfarið baunir og fjarlægiðskemmdar baunir eða steina. Skolið baunir áður en þæreru lagðar í bleyti. Fyrir einn hluta af baunum þarf 3-4 hluta af vatni. Rúmmál bauna tvöfaldast a.m.k. við matreiðslu. Baunir þarf að sjóða í um þrefalt meira magni af vatni en magn þeirra er. Meira

Fastir þættir

13. júní 1996 | Dagbók | 2705 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 7.-13. júní verða Garðs Apótek, Sogavegi 108 og Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16 opin til kl. 22. Frá þeim tíma er Garðs Apótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
13. júní 1996 | Í dag | 56 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 13. júní

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 13. júní, er sjötíu og fimm ára Andrés Guðjónsson, fyrrverandi skólameistari Vélskóla Íslands. Eiginkona hans er Ellen Margrethe Guðjónsson, hjúkrunarfræðingur. Þau hjónin eru að heiman. ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 13. Meira
13. júní 1996 | Dagbók | 754 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
13. júní 1996 | Í dag | 467 orð

ÍKVERJI gerði á dögunum að umtalsefni viðurgjörning í Flugleiðav

ÍKVERJI gerði á dögunum að umtalsefni viðurgjörning í Flugleiðavél. Kunningi Víkverja hafði samband við hann af því tilefni og hafði eftirfarandi sögu að segja: "Ég er sammála Víkverja að maturinn um borð hefur lagast mikið og þjónustan er aðdáunarlega góð miðað við það sem blessaðar flugfreyjurnar þurfa að komast yfir á þessum stutta tíma. Meira
13. júní 1996 | Í dag | 351 orð

Í tilefni Listahátíðar Vísa þessi var ort eftir lestur grei

Vísa þessi var ort eftir lestur greinar í Morgunblaðinu um Listahátíð, að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þar. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þó enginn hafi gaman af því sem fram er borið Ég held að svona hátíð dómgreind manna slævi hugsa mér því frekar að ganga út í vorið. Guðmundur Hermannsson Meira
13. júní 1996 | Fastir þættir | 363 orð

Karpov vann á svart

höfuðborg sjálfstjórnarlýðveldisins Kalmykíu. 6. júní ­ 14. júlí. Fjórðu einvígisskákinni lauk í gær með sigri Karpovs. Staðan Karpov 2 v. Kamsky 1 v. GATA Kamsky, áskorandi, tefldi fremur linkulega á hvítt í fjórðu skákinni. Karpov endurbætti taflmennsku sína frá því í annarri skákinni sem hann tapaði illa. Meira
13. júní 1996 | Í dag | 156 orð

LEIÐRÉTT

Þau mistök urðu í blaðinu þann 31. maí í Daglegu lífi og með myndlistardómi Eiríks Þorlákssonar 9. júní s.l. að nöfn hönnuða snaga sem nú eru á sýningu í Galleríi Greip, rugluðust. Það var Gréta Guðmundsdóttir sem hannaði snagann 9. júní og Guðni Pálsson þann í Daglegu lífi. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira

Íþróttir

13. júní 1996 | Íþróttir | 45 orð

2. deild karla: Völsungur - Víkingur1:0 Arngrímur Arnarson (55.).

3. deild karla: Þróttur - Ægir1:1 Óli Stefán Flóventsson - Jóhann Þórarinsson Fjölnir - Grótta2:0 Selfoss - Víðir1:0 Sigurður Þorvarðarson HK - Höttur5:1 Rögnvaldur Rögnvaldsson 2, Stefán Guðmundsson, Ólafur Már Sævarsson, Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 427 orð

Að duga eða drepast fyrir Svisslendinga og Hollendinga

Ámeðan augu flestra á Englandi beinast þessa dagana að stórleik Englendinga og Skota sem fram fer á Wembley-leikvanginum næstkomandi laugardag, undirbúa hin liðin í A-riðli, Holland og Sviss, sig af krafti fyrir annan mikilvægan leik, sem ráðið gæti úrslitum um, hvort þessara liða kemst upp úr riðlinum, en liðin mætast á Villa Park í Birmingham í dag. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 122 orð

ARNÓR Guðjohnsen

ARNÓR Guðjohnsen og Hlynur Birgisson léku með Örebro er liðið sigraði Oddevold 2:0 í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Sigurður Jónsson var ekki með vegna þess að hann tók út leikbann vegna tveggja gulra spjalda. Örebro er nú í þriðja neðsta sæti. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 151 orð

Á 14. mínútu átti Sigursteinn Gíslason misheppnaða sending

Á 14. mínútu átti Sigursteinn Gíslason misheppnaða sendingu frá hægri kanti inn á miðju þar sem Arnljótur Davíðsson tók við knettinum. Hann sendi rakleitt fram völlinn á hægri kantinn þar sem Salih Heimir Porcakom á siglingu og tók við knettinum, rakti hann upp að vítateigshorni, lék á Sigurstein, sem þar var kominn, Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 563 orð

Bestu leikmennirnir staðna í Evrópu

Króatinn Toni Kukoc, leikmaður með Chicago Bulls og einn fremsti og sigursælasti evrópski körfuknattleiksmaður sinnar samtíðar, skorar á körfuknattleiksmenn sem leika utan Bandaríkjanna að reyna sig í NBA-deildinni. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 308 orð

Bjarki fluttur heim í hasti frá Mallorka

"ÉG hafði verið úti í viku þegar hnéð tók að bólgna og litlu síðar gat ég ekki stigið í fótinn og hafði verki," sagði Bjarki Sigurðsson landsliðsmaður úr UMFA. Hann var fluttur heim í snatri síðastliðinn föstudag frá Mallorka, þar sem hann var í sumarleyfi ásamt fjölskyldu sinni, vegna sýkingar sem kviknaði í hægra hné. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 527 orð

Bætt aðstaða og aukinn áhugi á tennis

AÐSTAÐA til tennisiðkunar á Íslandi var ekki upp á marga fiska fyrir örfáum árum. Aðeins var hægt að leika tennis að sumarlagi og á veturna voru hefðbundin íþróttahús notuð við æfingar en þau eru ekki óskaæfingastaðir tennisiðkandans. Með tilkomu Tennishallarinnar í Kópavogi hafa forsendur breyst og nú er tennis heilsársíþrótt á Íslandi. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 129 orð

Eftir að hafa sent knöttinn á Rastislav Lazorik og fengið

Eftir að hafa sent knöttinn á Rastislav Lazorik og fengið hann aftur út á hægri kantinn sendi Gunnar Oddsson inn á vítateiginn, Pétur Björn Jónsson skallaði knöttinn aftur fyrir sig lengra til vinstri, inn á markteig þar sem Daði Dervic skaust fram fyrir varnarmann og skoraði auðveldlega með vinstra fæti. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 386 orð

Enginn meistarabragur á Akranesi

LÍTILL meistarabragur var á leik ÍA er það tók á móti Valsmönnum á heimavelli í gærkvöldi. Leikur meistaranna var bitlítill og Valsmenn áttu oft í fullu tré við þá. En eins og svo oft áður þá tókst meisturunum að gera það sem þurfti til að sigra og halda sér í efri hluta deildarinnar, lokatölur 2:1. Það var helst fyrstu tíu mínúturnar sem Skagamenn sýndu hvers þeir eru megnugir. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 544 orð

Fjörugt á köflum og sanngjarnt jafntefli

LEIFTURSMENN, sem sigruðu Íslandsmeistara Akurnesinga í þriðju umferð 1. deildar um helgina, komu fljótt niður á jörðina aftur. Þeir fóru til Keflavíkur í gærkvöldi og gerðu jafntefli, 1:1, við heimamenn, sem voru í neðsta, og eru nú í næst neðsta sæti deildarinnar. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 184 orð

Golf

Stigamót hjá Golfklúbbnum Leyni Annað unglingastigamót sumarsins fór fram á Garðavelli á Akranesi um síðustu helgi. Keppt var í flokki pilta og stúlkna 18 ára og yngri. PILTAR Þorkell Snorri Sigurðarson, GR72-72 144 Friðbjörn Oddsson, GK73-74 147 Birgir Haraldsson, GA74-75 149 Pétur Óskar Sigurðsson, GR75-77 152 Kári Emilsson, Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 255 orð

HELGARGOLFIÐLandsmót íholukeppni

Íslandsmótið í holukeppni verður haldið á golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja, Leirunni, um helgina. Keppnin hefst á morgun, föstudag, og lýkur á sunnudaginn. Allir bestu kylfingar landsins mæta til leiks, 32 í karlaflokki og sex í kvennaflokki. Örn Arnarson frá Akureyri, nú í Leyni, sigraði í fyrra í karlaflokki og Ólöf María Jónsdóttir úr Keili í kvennaflokki. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 183 orð

Hættir Jackson? PHIL Jack

PHIL Jackson þjálfari Chicago Bulls gaf það sterklega til kynna fyrir fjórða úrslitaleikinn í nótt að hann gæti vel hugsað sér að taka sér árshvíld frá þjálfun ef hann fengi ekki viðunandi samning þegar samningur hans við Bulls rennur út í sumar. Hann hefði lengi gengið með þá hugmynd að taka sér frí og hlaða rafhlöðurnar. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 231 orð

INNA Lasovskaya

INNA Lasovskaya frá Rússlandi náði besta árangri ársins í þrístökki á móti í Madrid í gærkvöldi er hún stökk 15,08 metra í fjórðu umferð. Lasovskaya varð þar með fimmta konan sem nær að fara yfir 15 metra í greininni. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 23 orð

Í kvöld

Knattspyrna 1. deild karla: Stjörnuv.:Stjarnan - Grindavík20 2. deild karla: Kaplakriki:FH - Þróttur20 Leiknisvöllur:Leiknir - KA20 4. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 469 orð

JOAQUIM Teixeira

JOAQUIM Teixeira aðstoðarþjálfari Portúgal sagði að harla ólíklegt væri að gerðar yrðu einhverjar breytingar á liðinu fyrir leikinn gegn Tyrkjum á föstudag frá því sem það var skipað gegn Dönum á sunnudaginn. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 51 orð

KNATTSPYRNAMorgunblaðið/Golli

KNATTSPYRNAMorgunblaðið/Golli Guðmundur markahæsturGUÐMUNDUR Benediktsson skoraði tvö mörk í stórsigri KR-inga, 5:2, á Breiðabliki á KR-velli. Hann er númarkahæstur í deildinni, með 7 mörk. Alls voru 17 mörk skoruð í fjórum leikjum 1. deildar karla. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 706 orð

KR - Breiðablik5:2

KR-völlur, 4. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu, miðvikudaginn 12. júní 1996. Aðstæður: Andvari, góður völlur og fínt veður. Mörk KR: Guðmundur Benediktsson (10., 33.), Einar Þór Daníelsson (49., 75.), Ríkharður Daðason (76.). Mörk Breiðabliks: Arnar Grétarsson (17. vsp.), Kjartan Einarsson (80.). Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 244 orð

KR - BREIÐABLIK Ásmundur

KR - BREIÐABLIK Ásmundur Haraldsson vann boltann á vinstri vængnum á 10. mínútu, lék upp að endamörkum og með þeim inn í vítateiginn, renndi síðan knettinum út á markteiginn þar sem Guðmundur Benediktsson skaut viðstöðulaust innanfótar með hægri fæti í hornið nær. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 88 orð

Kristófer "mátti" ekki vera með

KRISTÓFER Sigurgeirsson sat á varamannabekk Breiðabliks í gær í Frostakjólinu. Hann gekk nýverið í Breiðablik úr KR og lék með Blikum gegn ÍBV en var hins vegar titlaður liðsstjóri í gærkvöldi. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 113 orð

Longley í uppskurð

LUC Longley, hinn hávaxni Ástrali og leikmaður Chicago Bulls, þarf að fara í uppskurð í ökkla um leið og hann fær frí að lokinni úrslitakeppninni. "Ætli ég leggist ekki inn á spítala á fimmtudag eða föstudag í næstu viku, allt fer eftir því hvenær við náum meistaratitlinum. Sumarleyfið fer svo í jafna sig," sagði þessi léttlyndi Ástralíumaður áður en fjórði úrslitaleikurinn hófst í nótt. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 61 orð

Maraþon í TBR-húsinu

ELLEFU krakkar á aldrinum 13 til 16 ára í Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur munu standa fyrir badmintonmaraþoni um næstu helgi. Ætlunin er að leika í 32 klukkustundir í húsi TBR við Gnoðarvog. Maraþonið hefst kl. 10 á laugardagsmorgun og lýkur kl. 18 á sunnudag. Þetta maraþon er liður í fjáröflun þeirra vegna ferðar unglinganna til æfingabúða í Hørning á Jótlandi. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 20 orð

Markahæstir

7- Guðmundur Benediktsson, KR. 5- Bjarni Guðjónsson, ÍA 4- Rastislav Lazorik, Leiftri 3- Sverrir Sverrisson, Leiftri, Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylki. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 41 orð

Næstu leikir Sunnudagur 16. júní Val

Næstu leikir Sunnudagur 16. júní Valur - Keflavík20 Stjarnan - ÍA20 Leiftur - ÍBV20 Leikur Vals og Keflavíkur er sá fyrsti í 5. umferð. Tveir hinir síðarnefndu tilheyra 10. umferð en voru færðir vegna þátttöku ÍA og ÍBV í Evrópukeppninni síðla sumars. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 529 orð

Staðhæfulaust bull

"ÞESSI grein er staðhæfulaust bull frá upphafi til enda," sagði Kolbein Gíslason, formaður Júdósambandsins, um grein Freys Gauta Sigmundssonar, júdómanns úr KA, sem birtist í Morgunblaðið í gær. Freyr Gauti gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Júdósambandsins að senda Michal Vachun landsliðsþjálfara með Vernharði á Ólympíuleikana í Atlanta. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 967 orð

Sundmót hjá ÍA

Mótið fór fram 31. maí til 2. júní í Jaðarsbakkalauginni á Akranesi. 200 m skriðsund meyja: Jóhanna Betty Durhuus, Ægi2.31,16 Kristjana Pálsdóttir, Óðni2.34,50 Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, Ægi2.38,76 200 m skriðsund sveina: Jóhann Ragnarsson, ÍA2.28,15 Unnar Þórunnarson, SH2. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 169 orð

Tryggvi Guðmundsson fékk boltann á vallarhelmingi Fylkis. Hann

Tryggvi Guðmundsson fékk boltann á vallarhelmingi Fylkis. Hann sendi áfram á Steingrím Jóhannesson sem nikkaði boltanum með kollinum framhjá varnarmanni Fylkis og komst á auðan sjó, lék í átt að marki og renndi boltanum framhjá Kjartani í marki Fylkis á 30. mín. Fylkismenn brutu á bak aftur sókn Eyjamanna á 36. mín. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 370 orð

Vináttan ekki með á völlinn

Þegar landslið Búlgaríu og Rúmeníu munu ganga inn á völlinn á St. James' Park í Newcastle í dag verður áralangur vinskapur margra lykilmanna liðanna að öllum líkindum skilinn eftir inni í búningsklefa. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 236 orð

Völsungur í toppbaráttuna

Völsungur nældi sér í þrjú dýrmæt stig í baráttunni um 1. deildar sæti að ári þegar liðið mætti Víkingi á Húsavík í gærkvöldi. Fyrri hálfleikur í leiknum einkenndist af mikilli baráttu á miðjunni og fáum marktækifærum framan af, en bestu færi hálfleiksins áttu líklega Völsungarnir Guðni Rúnar Helgason, sem átti ágætan skalla rétt yfir mark Víkings snemma leiks, Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 102 orð

Þorkell Snorri og Kolbrún sigruðu

ANNAÐ unglingastigamót sumarsins fór fram um helgina. Að þessu sinni var leikið á Garðavelli á Akranesi og alls tóku 55 unglingar þátt í mótinu ­ 39 piltar og 16 stúlkur. Þorkell Snorri Sigurðarson úr GR sigraði í piltaflokki. Hann lék 36 holur á 144 höggum, þremur höggum betur en Keilismaðurinn Friðbjörn Oddson. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 557 orð

Þriðja tvenna Guðmundar

KR-INGAR eru á mikilli siglingu í upphafi Íslandsmótsins og eru í efsta sæti 1. deildarinnar, sem vesturbæingar fagna innilega enda ekki á hverjum degi sem þeir geta fagnað slíkum áfanga. Í gær sigruðu KR-ingar Breiðablik, 5:2, í fjörugum leik sem heimamenn hefðu allt eins getað unnið miklu stærra. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 356 orð

Þriðji sigur ÍBV í röð

Eyjamenn höfðu sigur gegn Fylki í Eyjum 3:2 í gærkvöldi og unnu þar með sinn þriðja leik í röð, en Fylkismenn, sem höfðu yfir í leikhléi, töpuðu jafnframt þarna sínum þriðja leik í röð. "Við þurftum svo sannarlega að hafa fyrir þessu. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 203 orð

Þýskir sundmenn með á alþjóðamóti Ægis

ÁTTUNDA alþjóðamót sundfélagsins Ægis (Reykjavík Open) verður haldið í Laugardalslaug dagana 14., 15. og 16. júní nk. Mótið hefst kl. 19 á morgun og verður þá keppt í 400 m fjórsundi karla og kvenna, 800 m kvenna og 1.500 m skriðsundi karla. Laugardaginn 15. júní kl. 12 verður mótið formlega sett og hefst keppni kl. 12.15 og lýkur um kl. 14. Þann dag verður keppt í 100 m og 200 m sundi. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 877 orð

Ævintýri líkast

NÚ ERU staddir í Eyjum 130 ungir og hressir kylfingar á aldrinum 9-15 ára. Þessir krakkar eru að taka þátt í Golfævintýri í Vestmannaeyjum. Stefnt er að því að gera þetta að árlegum viðburði í Eyjum og eru þátttakendur þegar farnir að skrá sig fyrir næsta ár. Hópurinn kom til Eyja á mánudag og var haldið rakleiðis á golfvöllinn og byrjað að slá. Meira
13. júní 1996 | Íþróttir | 2 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKINGALOTTÓ:2812212946+63745 » Meira

Úr verinu

13. júní 1996 | Úr verinu | 185 orð

Heinaste áfram á úthafskarfa

HEINASTE verður áfram á úthafskarfaveiðum en nú eru aðeins um 3000 tonn eftir af heildarkvóta íslensku skipanna. Því má reikna með að íslensku skipin hætti úthafskarfaveiðum á næstu dögum. Heinaste er ekki skráð á Íslandi en Sjólaskip hf. í Hafnarfirði er með skipið á leigu. Meira
13. júní 1996 | Úr verinu | 42 orð

Í heimsókn hjá Jósafat

FRAMKVÆMDASTJÓRI matvæla- og landbúnaðarstofnunnar Sameinuðu þjóðanna, Jaques Diouf, heimsótti á dögunum Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar og skoðaði þar smiðjumuni og ýmislegt tengt sjávarútvegi. Á myndinni er Diouf að rita nafn sitt í gestabók safnsins, ásamt Jósafat Hinrikssyni. Meira
13. júní 1996 | Úr verinu | 232 orð

Verulegt verðhrun á eldislaxinum í Noregi

VERÐ á norskum laxi hefur nánast hrunið að undanförnu. Í byrjun mánaðarins féll verðið á einstökum stærðarflokkum um 80 til 100 íslenzkar krónur hvert kíló. Eldisstöðvarnar slátra nú í miklum mæli og selja heilan smálax á 50 til 60 krónur kílóið. Meira

Viðskiptablað

13. júní 1996 | Viðskiptablað | 1065 orð

Búnaðarbankinn í verðbréfin Bankinn hefur að undanförnu byggt upp sérstaka deild sem ætlað er að annast verðbréfaviðskipti.

BÚNAÐARBANKINN tók ákvörðun um það fyrr á þessu ári að selja sparisjóðunum helmings hlut sinn í Kaupþingi hf. og efla í staðinn verðbréfaviðskipti í sérstakri deild innan bankans. Af hálfu bankans var litið svo á að endurskoða þyrfti samstarf við sparisjóðina og Kaupþing. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 152 orð

Enjo fundar á Íslandi

FYRIRTÆKIÐ Enjo frá Austurríki hélt nýlega sína fyrstu erlendu ráðstefnu á Hótel Örk í Hveragerði, þar sem saman var komnir umboðsmenn þeirra frá ýmsum löndum. Varð Ísland fyrir valinu vegna ímyndar landsins um hreinleika og umhverfisvernd og einnig vegna þess hve vörunar hafa notið mikilla vinsælda hérlendis, að því er segir í frétt. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 842 orð

Er líf eftir vottun? Virkt gæðakerfi og sú rekstrarhagræðing sem af því leiðir er meðal mikilvægustu atriða í að tryggja stöðu

UMRÆÐA um gæðastjórnun er áberandi í þjóðfélaginu í dag og hefur aukist mikið á undanförnum árum. Stjórnendur fyrirtækja hafa í auknum mæli skynjað þá möguleika, sem gæðastjórnun gefur til að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri. Virkt gæðakerfi og sú rekstrarhagræðing sem af því leiðir er meðal mikilvægustu atriða í að tryggja stöðu fyrirtækja í harðnandi samkeppni. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 573 orð

Ferjur úr áli frá Alusuisse Verksmiðja Alusuisse í Sierre í Sviss sérhæfir sig í mótuðu áli fyrir samgöngutæki. Nýjasti

ALUSUISSE er einn af helstu álframleiðendum heims fyrir samgönguiðnaðinn. Fyrirtækið er fremst í flokki í lestaframleiðslu. 80% allra neðanjarðarlesta í heimi eru úr Alusuisse-áli og álið í hraðlestum Evrópu er að mestu frá svissneska álfyrirtækinu. Verksmiðja þess í Sierre í Sviss sérhæfir sig í mótuðu áli fyrir samgöngutæki. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 150 orð

Flokkur Kohls vill hafa lengur opið

FLOKKUR kristilegra demókrata í Þýzkalandi hefur samþykkt að verzlunum verði leyft að hafa lengur opið sex daga vikunnar. Á fundi þingmanna CDU/CSU var samþykkt með miklum meirihluta að leyfa verzlunum að hafa opið til kl. 8 e.h. frá mánudögum til föstudags í stað kl. 6 nú og samþykkt var með hreinum meirihluta að lengja afgreiðslutíma á laugardögum til kl. 4 e.h. frá 2 e.h. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 12 orð

FYRIRTÆKITVG og Zimsen í eina sæng/4

FYRIRTÆKITVG og Zimsen í eina sæng/4FJÁRMÁLBúnaðarbankinn í verðbréfin /5ÚTGÁFAÍsland er töfrandi land / Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 783 orð

Gjörbreytt umhverfi og slök áætlanagerð taldar helstu ástæður

UM 3.000 fyrirtæki urðu gjaldþrota hér á landi á árunum 1985-1995 og var tíðni gjaldþrota fimmföld árið 1994 miðað við það sem var árið 1985. Allt að 100 milljarðar króna töpuðust eða fluttust til vegna þessara gjaldþrota. Á sama tíma voru hins vegar stofnuð um 7. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 179 orð

Golfmót FVH

FÖSTUDAGINN 21. júní nk. verður hið árlega golfmót FVH haldið í 10. sinn á Strandavelli, Hellu. Keppt verður í A og B-flokki karla og í kvennaflokki. Í A-flokki spila kylfingar sem hafa forgjöf 24 og undir en þeir sem hafa hærri forgjöf leika í B-flokki. Leiknar verða 18 holur með forgjöf. Keppt verður um Morgunblaðsbikarinn í A-flokki og Hard Rock Café bikarinn í B-flokki. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 505 orð

Ísland er "Töfrandi land"

BRÆÐURNIR Jón Karl og Snorri Snorrasynir hafa gefið út almanök með íslenskum myndum í 15 ár. Fyrirtæki þeirra, Snerruútgáfan, hefur vaxið jafnt og þétt á þessum 15 árum. Þegar Snerruútgáfan hóf starfsemi var hún viðbót við bókaverslunina Snerru, sem þeir bræður ráku í Mosfellsbæ í tíu ár. Þeir hættu rekstri verslunarinnar árið 1986 og sneru sér alfarið að útgáfustarfseminni. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 80 orð

KLM telur tengsl BA-American rökrétt

KLM flugfélagið hefur kallað fréttina um bandalag British Airways og American Airlines rökrétt skref í sameiningu flugfélaga í heiminum." Vangaveltur hafa verið uppi um hugsanlega tengingu KLM og British Airways í tvö ár af því að vitað er að hollenzka félagið leitar að öflugum, evrópskum samstarfsaðila. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 425 orð

Langtímavextir nálgast 5%-múrinn

ÁVÖXTUN verðtryggðra spariskírteina hafa lækkað hægt og bítandi frá áramótum og nálgast bréf til 20 ára nú óðfluga 5%-markið. Ávöxtunarkrafa 20 ára spariskírteina í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í gær var 5,18% samanborið við 5,56% fyrir um tveimur vikum og 5,8% í útboði í janúar. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 316 orð

Margir frídagar trufla mjög reksturinn

ÞEIR fjölmörgu frídagar sem launþegar fá almennt í apríl og maí trufla mjög rekstur sjávarútvegsfyrirtækja, að sögn Péturs Reimarssonar, framkvæmdastjóra Árness hf. Á fundi Félags íslenskra stórkaupmanna á þriðjudag, þar sem Pétur lýsti sig fylgjandi beinni erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi og auðlindagjaldi, Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 336 orð

Níu sæta fall hjá Íslandi

ÍSLAND hefur hrapað úr 7. sæti árið 1979 í það 16. árið 1994 samkvæmt töflu sem breska tímaritið The Economist birtir í síðasta tölublaði um þróun landsframleiðslu nokkurra helstu iðnríkja innan og utan OECD á þessu tímabili. Luxemborg er komið í efsta sætið úr því þriðja 1979 en Bandaríkin hafa vikið úr því efsta í annað sætið nú 1994. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 661 orð

Q-hlutfallið og hlutbréfamarkaðurinn

BENDIR Q-hlutfallið til að endalokin séu í nánd hvað varðar uppganginn á bandarískum hlutafjármarkaði? er nýverið spurt í The International Herald Tribune. Áætlað er að Q-hlutfallið fyrir árið 1995 sé 1,7 þar í landi en hefur að jafnaði verið um 0,7. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 175 orð

Ráðinn framkvæmdastjóri í Búnaðarbankanum

ÞORSTEINN Þorsteinsson, fjármálastjóri hjá Norræna fjárfestingarbankanum (NIB) í Helsinki í Finnlandi, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri verðbréfaviðskipta og fjárstýringar Búnaðarbankans, eins og fram kemur hér að ofan. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 144 orð

Samið við Kaupþing um sölu húsnæðisbréfa

HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur gengið til samninga við Kaupþing hf. og Kaupþing Norðurlands hf. um sölu á 1. og 2. flokki húsnæðisbréfa á þriðja fjórðungi þessa árs. Bréfin eru til 24 og 42 ára. Sameiginlegt tilboð Kaupþings hf. og Kaupþings Norðurlands hf. þótti hagstæðast í útboði sem efnt var til. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 701 orð

Siðvendni lánastofnana

»Í EFNAHAGSKREPPU undanfarinna ára og þeim tíðu gjaldþrotum sem henni fylgdu hafa lánastofnanir oft þurft að grípa til yfirtöku á rekstri fyrirtækja sem voru í viðskiptum við þær, til þess að forðast frekari útlánatöp. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 128 orð

Skattfrjálst

European Tax-free shopping á Íslandi hefur gengið frá samningum við Miðbæ Hafnarfjarðar um að þær 25 verslanir sem þar eru til húsa tengist ETS-endurgreiðslukerfinu. Jafnframt standa nú yfir viðræður við forráðamenn Kringlunnar og verslana við Laugaveg um tengingu við kerfið. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 233 orð

Stálsmiðjan hf. valdi Fjölni

STÁLSMIÐJAN hf. hefur ákveðið að velja upplýsingakerfið Fjölni frá Streng hf. fyrir alla starfsemi fyrirtækisins. Samstarfssamningur þess efnis var undirritaður nú um síðustu mánaðamót og verður kerfið tekið í notkun strax. Fjölnir mun leysa af hólmi eldri upplýsingakerfi sem keyrt var á S/36 vél frá IBM, samkvæmt upplýsingum Strengs hf. sem leggur kerfið til. Stálsmiðjan hf. Meira
13. júní 1996 | Viðskiptablað | 360 orð

Vaxandi útflutningsgrein

BÍLAÚTFLUTNINGUR er ný atvinnugrein á Íslandi. Íslensk farartæki ehf., Ísfar, hafa um tæplega þriggja ára skeið markaðssett sérútbúna bíla í Vestur-Evrópu, m.a. í samstarfi við Bílabúð Benna og P. Samúelsson. Jón Baldur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra farartækja, segir að markaðurinn hafi stækkað jafnt og þétt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.