Greinar föstudaginn 14. júní 1996

Forsíða

14. júní 1996 | Forsíða | 130 orð

E-pillan étur upp heilann

FÍKNIEFNIÐ "Ecstasy" eða E-pillan getur valdið neytendum varanlegum skaða að sögn breskra lækna. Segja þeir, að komið hafi í ljós við rannsóknir, að hún eyðileggi hluta heilans. Nagdýr og apar, sem gefið var efnið, urðu fyrir langvarandi skaða og kom hann fram í rottum strax eftir einn skammt. Meira
14. júní 1996 | Forsíða | 183 orð

Frakkar reiðir Bretum

MIKIL reiði ríkir í Frakklandi vegna upplýsinga um, að breska stjórnin hafi leyft mikinn útflutning á dýrafóðri, sem er talið hafa valdið kúariðu, eftir að notkun þess var bönnuð í Bretlandi 1989. Meira
14. júní 1996 | Forsíða | 338 orð

Jeltsín segir komið nóg af byltingum

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær í Pétursborg, þar sem bylting bolsévika hófst 1917, að Rússar þyrftu ekki á fleiri byltingum að halda og skoraði á kjósendur að hafna hinni kommúnísku fortíð. Meira
14. júní 1996 | Forsíða | 107 orð

Kraftaverki næst

TALIÐ er ganga kraftaverki næst að 272 farþegar og flugliðar skyldu komast lífs af þegar indónesískri breiðþotu hlekktist á í flugtaki í Japan í gærmorgun. Eldur kom upp í vélinni og breiddist hratt út. Þrír fórust og rúmlega hundrað slösuðust. Þotan var af gerðinni Douglas DC-10. Meira
14. júní 1996 | Forsíða | 83 orð

Vill auka veg þýskrar tungu

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, hvatti í gær til þess, að nýtt átak yrði gert til þess að auka veg þýskrar tungu í heiminum. Við þingumræður um menningarmálastefnu Þýskalands sagði kanslarinn, að þrátt fyrir aðhald í ríkisfjármálum yrðu Þjóðverjar að greiða fyrir aukinni þýskukunnáttu erlendis. Meira

Fréttir

14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 217 orð

1.202 hafa kosið utan kjörfundar í Reykjavík

ALLS höfðu 1.202 greitt atkvæði í gærkvöldi í utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Reykjavík vegna forsetakosninganna, sem fram fara 29. júní næstkomandi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninganna fer fram hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt, og á vegum sýslumannsembættisins í Reykjavík fer atkvæðagreiðslan fram í Ármúlaskóla. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 493 orð

Afkoma ríkissjóðs 1,3 milljörðum betri en á síðasta ári Skatttekjur aukast umtalsvert vegna meiri veltu

HALLINN á ríkissjóði fyrstu fjóra mánuði ársins var 2.780 milljónir, en á sama tímabili í fyrra var hallinn 4.120 milljónir. Þetta er afkomubati um 1.340 milljónir króna. Betri afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum vegna meiri veltu í þjóðfélaginu. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

Akureyrskt sjónvarp í sumar

AKSJÓN ehf, akureyrskt sjónvarp, stefnir að því að hefja starfsemi seinni part sumars. Forsvarsmenn þess eru þeir Gísli Gunnlaugsson og Páll Sólnes. Félagið hefur þrjár örbylgjurásir til ráðstöfunar. Áhersla verður lögð á menntun, menningar- og fræðsluefni, auk umræðu um málefni byggðarlagsins, dægurmál, íþróttir, viðskipti og tómstundir. Meira
14. júní 1996 | Smáfréttir | 72 orð

Á NÝAFSTÖÐNU Umdæmisstúkuþingi var eftirfarin ályktun samþykkt: "Umdæ

Á NÝAFSTÖÐNU Umdæmisstúkuþingi var eftirfarin ályktun samþykkt: "Umdæmisstúkuþingið þakkar tollvörðum skelegga framkomu við leit á fíkniefnum og væntir þess að stjórnvöld veiti aukið fé til þessara aðgerða, jafnframt verði sektir hækkaðar og viðurlög hert við innflutningi og sölu á eiturefnum. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 172 orð

BHM mótmælir lagasetningu

MIÐSTJÓRN Bandalags háskólamanna harmar að Alþingi skuli hafa sett ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og um stéttarfélög og vinnudeilur í andstöðu við gjörvalla verkalýðshreyfinguna, segir í ályktun BHM. Meira
14. júní 1996 | Landsbyggðin | 294 orð

Bjartar nætur í þriðja sinn

Hvammstanga - Sumarhátíð Vestur-Húnvetninga, Bjartar nætur, verður nú haldin í þriðja sinn. Með þessari framkvæmd er leitast við að bjóða gestum að kynnast héraðinu og íbúum þess og jafnframt er hátíðin tækifæri fyrir heimamenn til að hittast og skemmta sér. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 374 orð

Brautskráning frá Kennaraháskóla Íslands.

BRAUTSKRÁNING kandídata frá Kennaraháskóla Íslands fór fram laugardaginn 8. júní síðastliðinn. Voru þá í fyrsta sinn brautskráðir kandídatar úr framhaldsnámi til meistaragráðu í uppeldis- og kennslufræðum. Meira
14. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Bæjarráð útvegar fé

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að útvega bygginganefnd Menntaskólans á Akureyri rúmlega 30 milljónir króna svo ljúka megi framkvæmdum við nýbyggingu skólans. Bygginganefnd sendi bæjarráði bréf nýlega þar sem greint er frá því að 5-6 milljónir króna vanti umfram fjárveitingar til að unnt verði að ljúka nýbyggingunni á þessu ári. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 254 orð

Dómur vegna kynferðisafbrota mildaður

HÆSTIRÉTTUR hefur hnekkt úrskurði héraðsdóms um sjö ára fangelsi yfir 47 ára karlmanni vegna kynferðisafbrota gagnvart dóttur sinni, sem nú er 17 ára. Kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að 4 árs fangelsi sé hæfileg refsing og til þess tekið að hann hafi játað brot sín "greiðlega og af hreinskilni" og sótt hjálp til geðlæknis af sjálfsdáðum. Meira
14. júní 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Ein á ferð

Ein á ferð Flateyri-HÚN Ingibjörg var ein og alsæl að horfa á sæinn í vagni sínum þegar fréttaritari truflaði hana með beiðni um myndatöku. Meira
14. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Eins árs afmæli Antikbúðarinnar

EIGENDUR Antikbúðarinnar á Hólabraut 13 halda upp á eins árs afmæli verslunarinnar um þessar mundir. Af því tilefni verður boðinn 30% afsláttur af myndum og málverkum í dag og á laugardag verður boðinn 20% afsláttur af húsgögnum. Eftir helgi, 18. júní, verður afsláttur veittur af kertum og reykelsum og á miðvikudag af speglum. Meira
14. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Fé úthlutað til menningarmála

STJÓRN Norræna menningarmálasjóðsins hélt fund á Hótel KEA í gær, en honum lýkur í dag, föstudag. Stjórn sjóðsins úthlutar árlega um 25 milljónum danskra króna og kemur hún saman fjórum sinnum á ári til að úthluta fénu, en gífurlegur fjöldi umsókna berst sjóðnum árlega að sögn Valgerðar Sverrisdóttur fyrrverandi formanns stjórnar sjóðsins. Alls sitja 11 manns í stjórninni. Meira
14. júní 1996 | Landsbyggðin | 431 orð

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra slitið

Sauðárkróki-Fjölmenni var viðstatt hátíðleg skólaslit Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki nú rétt fyrir mánaðamót. Í skólaslitaræðu Jóns Fr. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 632 orð

Fjölmennasta ráðstefnan hér um skógarmál

NORRÆNA skógarsambandið, NSU, heldur ráðstefnu hér á landi í Borgarleikhúsinu 22. júní næstkomandi í tilefni 50 ára afmælis síns, og er gert ráð fyrir að hingað komi um 200 norrænir gestir af þessu tilefni og dvelja þeir hér dagana 19.-22. júní. Verður þetta langfjölmennasta erlenda ráðstefnan sem haldin hefur verið hér á landi um skógræktarmál. Meira
14. júní 1996 | Erlendar fréttir | 94 orð

Frakkar með á ný

JAVIER Solana (t.h.), framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, ræðir við Charles Millon, varnarmálaráðherra Frakklands, á fundi bandalagsins í Brussel í gær. Varnarmálaráðherrar NATO hittust til að ræða friðargæsluna í Bosníu og breytingar á skipulagi bandalagsins þannig að hlutur Evrópuríkjanna í stjórn þess aukist. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 407 orð

Framkvæmdum við Ártúnsbrekku ekki frestað

FRAMKVÆMDUM í Ártúnsbrekku í Reykjavík verður ekki frestað miðað við upphaflega áætlun og þeim lýkur því á næsta ári, að sögn Halldórs Blöndals samgönguráðherra. "Það mun ekki koma til frestunar á framkvæmdum í Ártúnsbrekku og það hafa engar frestanir átt sér stað. Síðasti áfanginn verður boðinn út á næsta ári og lokið við hann samkvæmt áætlun," sagði Halldór. Meira
14. júní 1996 | Erlendar fréttir | 98 orð

Færri sækja um landvist

UMSÆKJENDUM um landvist í ríkjum Evrópusambandsins auk Noregs og Sviss fækkaði um 11% í fyrra niður í um 290.000, segir í skýrslu staðtölustofnunar sambandsins. Fyrst og fremst er um að ræða færri umsækjendur frá Júgóslavíu, þ.e. Serbíu/Svartfjallalandi, Bosníu-Herzegóvínu, Króatíu og Rúmeníu. Meira
14. júní 1996 | Erlendar fréttir | 224 orð

Gætu orðið að íhuga úrsögn

SVO gæti farið að Bretar neyddust til að segja sig úr Evrópusambandinu ef landsmenn yrðu fyrir stöðugum þrýstingi um að hefja þátttöku í mynteiningunni eða samþykkja umfangsmikla, evrópska félagsmálalöggjöf. Þetta kom fram í gær í máli Patricks Minfords hagfræðiprófessors en hann á sæti í sex manna "spekingaráði" ríkisstjórnarinnar. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 650 orð

Handverkssýning á leið til Þýskalands

ÍÐIR 1996 er nafn á handverkssýningu sem Rósa Ingólfsdóttir stendur fyrir 18.-21. júlí næstkomandi. Rósa stóð fyrir svipaðri sýningu síðastliðið sumar í Perlunni, en í ár verður hún haldin í Laugardalshöllinni. ­Hvers vegna er sýningin á nýjum stað í ár? "Í fyrra sprengdum við öll aðsóknarmet Perlunnar, en gestirnir voru á bilinu 15 til 20 þúsund. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Havana á Hótel Íslandi

HLJÓMSVEITIN Havana leikur fyrir dansi á Hótel Íslandi eftir sýningu píanóleikarans Robert Wells föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa: Edda Borg, sem syngur, Sigurður Flosason, slagverksleikari, sem einnig leikur á saxafón, Pétur Grétarsson á trommur, Bjarni Sveinbjörnsson á bassa og Kjartan Valdimarsson á píanó. HLJÓMSVEITIN Havana. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 47 orð

Hollvinasamtök HÍ á Ingólfstorgi

HÁSKÓLASTÚDENTAR verða á Ingólfstorgi laugardaginn 15. júní frá kl. 12 til 14 til að skrá stofnfélaga í Hollvinasamtök Háskóla Íslands. Háskólakórinn syngur. Formleg stofnun Hollvinasamtakanna verður á háskólahátíð í Laugardalshöllinni 17. júní. Hátíðin hefst kl. 13.30 og til hennar er öllum hollvinum boðið. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 345 orð

Hægt að byggja ferðaþjónustu á friðarsögu Íslands

ÁSTÞÓR Magnússon, forsetaframbjóðandi, heimsótti starfsfólk Flugleiða í hádeginu í gær á Hótel Loftleiðum og kynnti málefni sín. Hann sagði að Flugleiðir gegndu veigamiklu hlutverki í tengslum Íslands við umheiminn og friðarstefnu hans. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 612 orð

Íbúð fyrir foreldra veikra barna

BARNASPÍTALI Hringsins fékk að dánargjöf tveggja herberja íbúð að Ljósheimum 22 og tók formlega við henni í gær, fimmtudag. Eiríka Anna Friðriksdóttir hagfræðingur, sem lést 6. júní 1995, arfleiddi Barnaspítalann að eigninni. Meira
14. júní 1996 | Landsbyggðin | 106 orð

Jónsmessuhátíð aflýst

Á HOFSÓSI hafa undanfarin ár verið haldnar skemmtanir um Jónsmessuna þar sem ýmsir listamennn hafa komið fram. Jónsmessuhátíð þessi hefur verið vel sótt og verið eins konar opnunarhátíð fyrir ferðamannatímann á Hofsósi hvert ár. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Karlar í biðröð

HÓPUR karla á öllum aldri og í öllum stærðum hafði safnast fyrir framan herrafataverslunina Dressmann við Laugaveg í Reykjavík þegar hún var opnuð kl. 11.30 í gærmorgun. Að sögn Áróru Gústafsdóttur verslunarstjóra var biðröð fyrir framan búðina langt fram eftir degi í gær og þurfti að hleypa viðskiptavinum inn í hópum. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

Kippti með sér tönnunum

LÖGREGLUNNI í Reykjavík var fyrir skömmu tilkynnt að maður nokkur hefði glatað fölsku tönnunum sínum á afar óvenjulegan hátt. Tannlækninn, sem smíðaði góminn, var farið að lengja eftir greiðslu fyrir og heimsótti manninn, kippti út úr honum tönnunum og hafði þær á brott með sér. Mennirnir munu síðar sama dag hafa náð samkomulagi og komust tennurnar aftur á sinn stað. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Kjörstöðum fækkað í Reykjavík

VIÐ forsetakosningar 29. júní nk. verða gerðar breytingar á kjörstöðum í Reykjavík frá því sem verið hefur við kosningar síðustu ár og fækkar þeim úr 16 í 11. Meginástæða breytinganna er að aðgengi fyrir fatlaða var ófullnægjandi í ýmsum skólum þar sem kosið hefur verið til þessa. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Kolbeinsey að hverfa

KOLBEINSEY hefur látið mikið á sjá frá því þyrlupallur var reistur á eynni í júlímánuði 1989. Guðmundur St. Valdimarsson, þá bátsmaður á varðskipinu Óðni, tók myndir þegar unnið var að smíði þyrlupallsins. Þá stóð klettur einn hærra en pallurinn og finna mátti gróður í Kolbeinsey. Meira
14. júní 1996 | Erlendar fréttir | 254 orð

Kosið á ný í 28 kjördæmum

KJÖRSTJÓRN í Bangladesh hefur ákveðið að kosið skuli að nýju í 28 af 300 kjördæmum í landinu, vegna þess, að kjörfundur hafi verið truflaður þegar gengið var til þingkosninga á miðvikudag. Endanleg úrslit verða ekki kunngjörð fyrr en búið er að kjósa á ný. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 303 orð

"Langaði svo að snerta þær"

HALIM Al, fyrrverandi eiginmanni Sophiu Hansen, var dæmt forræði dætra þeirra í undirrétti í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Sophiu var dæmdur umgengnisréttur við stúlkurnar í júlí og ágúst í Tyrklandi. Niðurstöðunni verður áfrýjað. "Niðurstaðan í gærmorgun var svipuð því sem búast mátti við í ljósi fyrri afskipta þessa dómara af málinu. Meira
14. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 398 orð

Langar biðraðir á álagstímum

ÁKVEÐIÐ hefur verið að fjölga kjördeildum á kjörstað Akureyringa í Oddeyrarskóla um eina, úr átta í níu. Fram hafa komið hugmyndir um að hafa tvo kjörstaði á Akureyri í stað eins, en einungis hefur verið kosið í Oddeyrarskóla síðustu árin. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 219 orð

Langeldur frá 9.­11. öld fannst

LANGELDUR frá 9.-11. öld fannst nýlega við uppgröft um tvo metra sunnan við nýja forsetabústaðinn á Bessastöðum. Að sögn Sigurðar Bergsteinssonar fornleifafræðings, sem stjórnar uppgreftrinum, er eldstæðið þokkalega vel varðveitt. Það eru um tvær vikur síðan vart varð við fyllinguna úr langeldinum og segir Sigurður að menn hafi þá grunað að eldstæði væri undir. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 527 orð

Laxveiði glæðist í Borgarfirði

LAXVEIÐI hefur glæðst í Norðurá að undanförnu, hópur sem lauk veiðum á aðalsvæðinu á hádegi miðvikudags veiddi 43 laxa, að sögn Bergs Steingrímssonar, framkvæmdastjóra SVFR, í samtali við Morgunblaðið. Voru þá komnir 120 laxar á land af svæðinu. 17 punda lax veiddist á flugu í Myrkhyl og er stærstur úr ánni í sumar. Meira
14. júní 1996 | Leiðréttingar | 89 orð

LEIÐRÉTT

"Kraftaverk Krísuvíkursamtakanna" er yfirskrift greinar eftir Svein Björnsson, listmálara, sem birtist hér í blaðinu sl. miðvikudag. Þar segir að hús Krísuvíkursamtakanna sé "fallegt hús, enda teiknað af arkitektinum Stefáni Haraldssyni. Þarna átti að standa Jóni Haraldssyni. Þetta leiðréttist hér með. Meira
14. júní 1996 | Erlendar fréttir | 134 orð

Líkur á fjöldaafsögnum

MJÖG var í gær lagt að Tansu Ciller, fyrrum forsætisráðherra Tyrklands, að ganga ekki til stjórnarsamstarfs við flokk heittrúaðra múslima, og tilkynnti einn þingmanna flokks hennar, Sannleiksstígsins, að hann hefði gengið til liðs við borgaraflokk Mesuts Yilmaz, helsta keppinautar Ciller. Er það talið auka líkur á að fjöldi þingmanna Sannleiksstígsins segi sig úr flokknum. Meira
14. júní 1996 | Erlendar fréttir | 420 orð

Lýðræðisreglur brotnar

STJÓRNARFLOKKURINN í Albaníu, Lýðræðisflokkurinn, vísaði í gær á bug skýrslu alþjóðlegra eftirlitsmanna á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á miðvikudag þar sem fram kemur hörð gagnrýni á framkvæmd þingkosninganna nýverið. Sósíalistar, helsta stjórnarandstöðuaflið, fögnuðu á hinn bóginn skýrslunni og sögðu ljóst að þeir hefðu gert rétt er þeir hunsuðu kosningarnar. Meira
14. júní 1996 | Erlendar fréttir | 59 orð

Mannfall í liði Kúrda

TYRKNESK stjórnvöld segja, að 78 kúrdískir uppreisnarmenn og sex stjórnarhermenn hafi fallið síðustu tvo daga í miklum átökum í Suðaustur-Tyrklandi. Uppreisnarmennirnir eru liðsmenn Kúrdíska verkamannaflokksins, sem berst fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í Suðaustur-Tyrklandi, og voru mestu átökin í fjallahéraðinu Hakkari, sem liggur að Írak. Auk þess var barist í Bitlis, Bingol og Sirnak. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Námskeið um notkun jarðfræðikorta

HIÐ íslenska náttúrufræðifélag efnir til námskeiðs í notkun mismunandi jarðfræðikorta laugardaginn 22. júní kl. 13­18 í Orkustofnun, Grensávegi 9. Kynnt verða berggrunns-, jarðgrunns- og vatnafarkort sem unnin hafa verið af höfuðborgarsvæðinu, síðan verður farið út á mörkina í Elliðaárdal, á Álftanes og suður fyrir Hafnarfjörð og leiðbeint þar um notkun kortanna. Tilbúin eru kort nr. Meira
14. júní 1996 | Miðopna | 1448 orð

Olíufélag í hálfa öld

ÍDAG eru liðin 50 ár frá því að fulltrúar Sambands Íslenskra Samvinnufélaga, nokkurra kaupfélaga og ýmissa útgerðarfyrirtækja settust niður í Oddfellowhöllinni í Reykjavík til þess að taka lokaákvörðun um stofnun hlutafélags um innflutning og Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 275 orð

Rósemi Sophiu stóð uppúr

"EFTIR réttarhöldin finnst mér rósemi Sophiu standa uppúr. Hún stóð sig hreint ótrúlega vel. Maður skilur eiginlega ekki hvaðan henni kemur allur þessi styrkur," sagði Hrafn Hallgrímsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu og fulltrúi á Habitat II ráðstefnu SÞ í Istanbúl. Meira
14. júní 1996 | Landsbyggðin | 163 orð

Rætt um sameiningu héraðsnefnda

Húsavík-Héraðsnefndir Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu boðuðu til sameiginlegs fundar sl. föstudag að Hótel Húsavík og var aðalefni þess fundar að taka ákvörðun um sameiningu héraðsnefndanna en þær eru arftakar gömlu sýslunefndanna sem höfðu verið hvor fyrir sinn sýsluhluta. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 328 orð

Saka bæjarfulltrúa um einræðishneigð

STJÓRN og varastjórn Alþýðuflokksfélags Ísafjarðar sagði af sér á miðvikudag sökum óánægju með samstarf við bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins í Ísafjarðarbæ, Sigurð R. Ólafssson. Gróa Stefánsdóttir fráfarandi formaður félagsins segir að kornið sem fyllt hafi mælinn hafi verið fundur á þriðjudag um tilhögun nefndarstarfs í bænum, en þar hafi Sigurður gengið á dyr. Meira
14. júní 1996 | Erlendar fréttir | 77 orð

Sitjandi maður

SARA Mayfield, starfskona uppboðshaldarans Christie's í London virðir fyrir sér málverk eftir Amedeo Modigliani í sýningarsal fyrirtækisins, þar sem nú eru sýnd verk impressjónista og módernista. Verða verkin boðin upp nú í mánuðinum. Þetta olíuverk Modiglianis heitir "Hommes assis (appuye sur une canne)", eða Sitjandi maður (styður sig við göngustaf), og var málað 1918. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Sjö teknir með amfetamín

LÖGREGLAN gerði húsleit við Mjölnisholt í Reykjavík í gærkvöldi og voru þrír handteknir og færðir til yfirheyrslu. Leitin var gerð í tengslum við fíkniefnamisferli og þjófnað og fundust nokkrir skammtar amfetamíns á staðnum að sögn lögreglu. Meira
14. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Skemmtun við Samkomuhúsið

"SPRELLLIFANDI, allur á iði," er yfirskrift skemmtunar sem haldin verður á flötinni við Samkomuhúsið á Akureyri næsta laugardag, 15. júní, en að henni standa Bylgjan, Stöð 2 og Skátafélagið Klakkur. Gefst fólki kostur á að taka þátt í skemmtiskokki Adidas, körfuboltaskotkeppni, og fjallahjólaþrautakeppni Mongoose. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 155 orð

Skipt um alla í stjórn SUF

SKIPT var um alla 13 stjórnarmenn Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) á sambandsþingi um helgina. Guðjón Ólafur Jónsson aðstoðarmaður umhverfisráðherra lét þá af störfum sem formaður sambandsins og við tók Árni Gunnarsson aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Guðjón Ólafur sagði við Morgunblaðið að hann hefði hugsað sér að gefa kost á sér áfram næsta kjörtímabil. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 449 orð

Skólastjóri Vesturhlíðarskóla segir upp

GUNNAR Salvarsson, skólastjóri Vesturhlíðarskóla, hefur sagt stöðu sinni lausri vegna ágreinings við menntamálaráðuneytið. Gunnar telur að ráðuneytið hafi hafnað skólastefnu Vesturhlíðarskóla með því að gefa Öskjuhlíðarskóla kost á að nýta fyrrum heimavistarhús á lóð skólans án samráðs við sig. Meira
14. júní 1996 | Erlendar fréttir | 367 orð

Slóðaskap um að kenna

SLAKUR frágangur á gasleiðslum varð valdur að sprengingunni sem varð að minnsta kosti 37 manns að bana í verslanamiðstöð í Sao Paulo í Brasilíu fyrr í vikunni. Er þetta mat þeirra sem rannsakað hafa orsakir sprengingarinnar. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Sló lögreglumann

BÍLEIGANDI var í fyrrakvöld færður á lögreglustöð eftir að honum hafði lent saman við lögreglumann og lamið hann í höfuðið, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Rétt fyrir klukkan níu fór lögregla á Kringlumýrarbraut við Sléttuveg þar sem stóð mannlaus bifreið. Meira
14. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 193 orð

Stórumverkum að ljúka

SS BYGGIR afhendir um helgina 8 nýjar 52 fermetra íbúðir í fjölbýlishúsi í Hafnarstræti 28. Fyrirtækið er að byggja annað 8 íbúða fjölbýlishús í Hafnarstræti 30 og er stefnt að því að afhenda þær íbúðir í september. Gífurlegur áhugi var á þessum íbúðum er þær voru auglýstar til sölu og seldust þær allar á einum mánuði. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð

Strandaveisla í Nauthólsvík

UNGLINGADEILD siglingafélagsins Brokeyjar og Sportkafarafélag Íslands bjóða til strandveislu í Nauthólsvíkinni helgina 15. og 16. júní. Bátar, sjóskíði og fleira verður þar til leigu gegn vægu gjaldi. Að loknu buslinu er svo hægt að fá sér kaffi og hressingu í húsnæði Brokeyjar. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 33 orð

Suðræn tónlist á Ara í Ögri

DÚETTINN Harmslag sem skipaður er þeim Stínu bongó og Böðvari á nikkunni leika suðuræna tónlist á veitingahúsinu Ara í Ögri. Tónlistarmennirnir koma fram föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 267 orð

Sumarhátíð á Akranesi

HIN árlega sumarhátíð Sumar og sandur verður haldin helgina 15. og 16. júní á Akranesi. Átak Akranes stendur fyrir hátíðinni. Frá vinabænum Qaqortoq á Grænlandi kemur hópur félaga sem bjóða upp á kajaksýningu á sjó og í landi, danssýningu og kynningu á grænlenska þjóðbúningnum. Að auki verður grænlensk listasýning í listasetrinu Kirkjuhvoli. Meira
14. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 36 orð

Sumarið með Moniku

EFTIR kulda- og vætutíð norðan heiða geta Norðlendingar nú farið að búast við betri tíð og víst er að það verða fleiri en hún Monika Björk til að fagna sól og sunnanvindum. Morgunblaðið/Margrét Þóra Meira
14. júní 1996 | Erlendar fréttir | 141 orð

Svipti sig lífi í réttarsal

MAÐUR nokkur, sem átti í miklum deilum við konu sína fyrrverandi, svipti sig lífi með sprengju í réttarsal í Eskilstuna í Svíþjóð á miðvikudag. Nærstödd kona slasaðist alvarlega. Að sögn lögreglunnar deildu þau hjónin fyrrverandi um skiptingu einhverra eigna og var verið að fjalla um málið fyrir réttinum. Meira
14. júní 1996 | Erlendar fréttir | 350 orð

Talið geta leitt til stöðvunar hrefnuveiðanna

NORÐMENN eru hrifnir af hvalkjöti, en hvalspik á ekki upp á pallborðið hjá þeim og nú hleðst upp spikfjall vegna þess að þeir mega ekki selja hvalafurðir úr landi. Norðmenn borða hvalkjöt helst brasað í rauðvíni með grænum baunum og finnst ekki tiltökumál að borga 1.500 íslenskar krónur fyrir kílóið af kjöti þegar það er fáanlegt. Meira
14. júní 1996 | Smáfréttir | 77 orð

TALMEINAFRÆÐINGAR áður í Skipholti 50b, hafa flutt starfsemi sína í e

TALMEINAFRÆÐINGAR áður í Skipholti 50b, hafa flutt starfsemi sína í eigið húsnæði í Bolholti 6og starfa nú undir heitinu Talþjálfun Reykjavíkur ehf. Eins og áður er boðið upp á greiningu, ráðgjöf og meðferð allra tal- og málmeina barna og fullorðinna t.d. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 961 orð

Tveggja mánaða umgengnisréttur í sumar Tyrkneskur undirréttur dæmdi Halim Al, fyrrum eiginmanni Sophiu Hansen, forræði yfir

DÓMARI í undirrétti í Istanbúl í Tyrklandi dæmdi Halim Al, fyrrum eiginmanni Sophiu Hansen, forræði dætra þeirra snemma í gærmorgun. Sophiu var dæmdur umgengnisréttur við stúlkurnar í júlí og ágúst í Tyrklandi. Hún segir að ákveðið hafi verið að láta reyna á umgengnisréttinn. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

Umhyggja fyrir kóp

EKKERT lát var á símhringingum fólks hvaðanæva að af landinu til Húsdýragarðsins í gær. Hugulsamir vildu ræða við dýrahirða og veita góð ráð um seli eftir frétt í blaðinu í gær um að urta hefði hafnað kópi sínum og reynt að fóstra annan. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Viðarmiðlun opnuð

VIÐARMIÐLUN Skógræktar ríkisins var opnuð formlega föstudaginn 7. júní sl. í Suðurhlíð 38 í Reykjavík. Í tilefni opnunarinnar afhenti Jón Loftsson skógræktarstjóri Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Ögmundi Einarssyni, forstjóra Sorpu, viðurkenningarfjalir sem þakklætisvott fyrir stuðning við undirbúning að opnun Viðarmiðlunar. Myndin var tekin við það tækifæri. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Viðurkenning fyrir störf í þágu barna

BARNASMIÐJAN ehf. veitti Þórunni Björnsdóttur, kórstjóra og tónmenntakennara við Kársnesskóla í Kópavogi, viðurkenningu fyrirtækisins fyrir vel unnin störf í þágu barna. Barnasmiðjan hefur leitast við að styrkja félög og samtök sem unnið hafa að málefnum barna og styrkir t.d. samtök um kvennaathvarf á hverju ári. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Vitni vantar

VITNI vantar að umferðarslysi á gatnamótum Hafnarstrætis og Pósthússtrætis. Þar var bifhjóli ekið á gangandi mann rétt fyrir kl. 3 aðfaranótt 16. maí. Rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík biður þá sem vitni urðu að slysinu að gefa sig fram auk ökumanns bifreiðar sem stoppaði við gangbrautina á Pósthússtræti þegar óhappið varð. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 168 orð

Vímuvarnir í Reykjavík

Í FRAMHALDI af Vímuvarnaskólanum, sem var farskóli milli allra grunnskólanna í borginni á síðastliðnu vormisseri, munu Kennaraháskólinn og Vímuvarnanefnd Reykjavíkur standa fyrir námskeiði á komandi sumri. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 325 orð

Yfirlýsing til fjölmiðla

Hér á eftir fer yfirlýsing nokkurra íslenskra fulltrúa af Habitat II ráðstefnunni til tyrkneskra fjölmiðla vegna forræðismálsins. "Við undirritaðir Íslendingar sem viðstaddir vorum réttarhöldin í Bakirköy Adliyesi Zuhuratbaba, þar sem fyrir var tekið forræðismál Sophiu Hansen og Halims Al viljum koma eftirfarandi á framfæri við tyrknesku þjóðina. Meira
14. júní 1996 | Miðopna | 1543 orð

Þarf reglur um framlögin?

Fjármál forsetaframbjóðenda Þarf reglur um framlögin? Frambjóðendur til embættis forseta Íslands segja kostnað vegna framboðs á bilinu 10 til 30 milljónir. Meira
14. júní 1996 | Erlendar fréttir | 391 orð

Þingið lýsir yfir sakleysi Sampers

NEÐRI deild þingsins í Kólumbíu samþykkti rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld með miklum meirihluta tillögu um að lýsa Ernesto Samper, forseta landsins, saklausan af ákærum þess efnis að hann hefði vitað um fjárframlög fíkniefnabaróna í kosningasjóði sína árið 1994. Flokkur Sampers, Frjálslyndir, hefur mikinn meirihluta á þingi og sögðu stjórnarandstæðingar að um farsa væri að ræða. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

Þjóðhátíðarhelgin í Viðey

ENDA þótt helgardagskráin í Viðey sé ekki hluti af lýðveldishátíðarhöldum borgarinnar tengist Viðey mjög sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Því er vel viðeigandi að leita þangað á þjóðhátíð. Á laugardag kl. 14.15 verður gönguferð þar sem skoðuð verða örnefni er tengjast minningu Jóns Arasonar. Meira
14. júní 1996 | Erlendar fréttir | 174 orð

Þrír fórust í Japan

ÞRÍR fórust og 110 slösuðust, fæstir alvarlega, þegar DC-10 flugvél indónesíska flugfélagsins Garuda hafnaði utan brautar eftir misheppnað flugtak frá flugvellinum í Fukoka í Suður-Japan í gærmorgun. Eldur kom upp í vélinni, sem brann að mestu. Talsmaður slökkviliðsins í Fukoka sagði að allir þeir 275 sem voru um borð hefðu komist út áður en eldurinn barst í farþegarýmið. Meira
14. júní 1996 | Innlendar fréttir | 235 orð

Öll tyrkneska þjóðin gleðst

"SOPHIA tapaði. Halim vann. Ég er ánægður og öll tyrkneska þjóðin gleðst," sagði Halim Al, fyrrum eiginmaður Sophiu Hansen, eftir réttarhöldin í Istanbúl í gær. Halim sagði að engin leið hefði verið fyrir ljósmyndara að komast að systrunum í réttarhaldinu. "Ég kom með fimmtán stelpur í eins fötum og allar með sólgleraugu í dómshúsið. Enginn vissi hverjar þeirra eru dætur mínar. Meira
14. júní 1996 | Erlendar fréttir | 67 orð

(fyrirsögn vantar)

ATVINNULEYSI í ríkjum Evrópusambandsins (ESB) var óbreytt að meðaltali í apríl, 10,9%, að því er fram kemur í skýrslu staðtölustofnunar ESB, sem birt var í gær. Alls eru því 18,2 milljónir manna án atvinnu í ríkjunum. Mest er atvinnuleysi á Spáni, 22,1%, en minnst í Lúxemborg, 3,1%. Atvinnuleysi í Svíþjóð jókst frá því í mars, úr 9,7% í 10,1. Í Portúgal varð 0,1% aukning milli mánuða. Meira

Ritstjórnargreinar

14. júní 1996 | Leiðarar | 661 orð

ATVINNULEYSIÐ OG HÖFUÐBORGIN

LEIDARI ATVINNULEYSIÐ OG HÖFUÐBORGIN NGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið sl. sunnudag: Það er rangt að tala um atvinnuleysi á þeim nótum að sveitarfélögin geti leyst það. Það dytti engum heilvita manni í hug í nágrannalöndunum, sem hafa barist við það árum og áratugum saman". Meira

Menning

14. júní 1996 | Menningarlíf | 190 orð

21 nemandi með 23 lokapróf

TUTTUGU og einn nemandi útskrifaðist með 23 lokapróf úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Fimm nemendur luku tónmenntakennaraprófi, fjórir lokaprófi frá tónfræðadeild, tveir blásarakennaraprófi, einn blokkflautukennaraprófi, tveir söngkennaraprófi, þrír píanókennaraprófi, einn burtfararprófi, tveir einsöngsprófi og þrír einleikaraprófi. Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 92 orð

Aukasýning á Le Grand Tango

MIÐNÆTURTÓNLEIKAR verða í Loftkastalanum í kvöld föstudag 14. júní kl. 23.30. Uppselt var á tangókvöld Le Grand Tango í Loftkastalanum 12. júní og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn á miðnæturtónleikum í kvöld. Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 71 orð

Ásta Páls sýnir við Bláa lónið

ÁSTA Pálsdóttir myndlistarmaður opnar málverkasýningu á verkum sínum í Veitingahúsinu við Bláa lónið, laugardaginn 15. júní. Ásta er fædd á Sauðárkróki 1938. Hún fluttist til Keflavíkur 1954 og hefur búið þar síðan. Muyndlistarferill Ástu hófst 1968. Þetta er sjötta einkasýning hennar, en hún hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Meira
14. júní 1996 | Leiklist | 348 orð

Farandriddari ræðst á brúðuleikhús

Ævintýrakvöld með Kammersveit Reykjavíkur og fleirum. Brúðuspil meistara Péturs eftir Manuel de Falla. Tónsetning og sviðsetning á kafla úr "Hinum hugkvæma höfðingja Don Kikóta frá Manacha". Íslensk þýðing: Þorsteinn Gylfason. Brúðuleikhúsgerð og stjórnun: Katrín Þorvaldsdóttir. Búningar: Þórunn Jónsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Aðstoð við brúðustjórnun: Hulda Hlín Magnúsdóttir. Meira
14. júní 1996 | Fólk í fréttum | 61 orð

Feðgar versla

RINGO litli Starr sést hér ásamt syni sínum Jason, en þeir eru að sögn afar nánir. Ringo á þrjú börn, soninn Zak og dótturina Lee, auk Jasons. Lee gekkst undir heilaskurðaðgerð á síðasta ári og var mjög hætt komin, fjölskyldunni til mikillar skelfingar. Á myndinni eru Ringo og Jason nýkomnir úr búð í London, þar sem þeir keyptu myndbandsupptökuvél. Meira
14. júní 1996 | Fólk í fréttum | 44 orð

Fjörugar samræður

DENNIS Quaid og Sean Connery leika saman í myndinni "Dragonheart" sem frumsýnd var vestanhafs fyrir nokkru. Þeir voru ágætisvinir fyrir, en við gerð myndarinnar styrktust þau vinabönd enn frekar. Hér sjást þeir í fjörugum samræðum í hófinu sem haldið var eftir frumsýninguna. Meira
14. júní 1996 | Tónlist | 284 orð

Flutningur án reisnar

Flutt voru verk eftir Gade, Atla Heimi Sveinsson, Hans-Hendrik Nordström og Shostakovitsj. Þriðjudagurinn 11. júní 1996. TÓNLEIKAR Den danske trio er framlag Norræna hússins til Listahátíðar í Reykjavík og hófust tónleikarnir á tríói í F-dúr eftir danska tónskáldið og hljómsveitarstjórann Niels Vilhelm Gade, er lærði hjá Mendelssohn og samdi í hans stíl. Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 275 orð

Fyrsta sýning á alþýðuútskurði

FÉLAG áhugamanna um tréskurð heldur sýningu á útskurði í húsakynnum Íspan í Kópavogi 15.-16. júní kl. 13-18 báða dagana. Í kynningu segir að sýningin sé fyrsta samtímasýningin á íslenskum alþýðuútskurði. Félagið var stofnað í mars síðastliðnum og mættu 90 manns á stofnfundinn, en félagar eru nú um 150 alls staðar að af landinu. Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 114 orð

Grænlenzkir skúlptúrar og bækur

SKÚLPTÚRAR úr tré og steini ásamt pappírsverkum unnum af listamönnum frá Qaqortog á Grænlandi verða meðal annars á sýningu sem opnuð verður í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, á laugardag kl. 14. Einnig grænlenskur hundasleði sem er í eigu Kalak ásamt öðrum grænlenskum hlutum, bókum og kortum. Sýningunni lýkur 30. júní. Bókasýning Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 47 orð

Gullin mín

SÝNINGU Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur, Gullin mín, hjá Jens gullsmið Skólavörðustíg, hefur verið framlengd til 22. júní. Hún sýnir þar í listhorninu ellefu dúkristur sem eru unnar undanfarin tvö ár. Meira
14. júní 1996 | Fólk í fréttum | 177 orð

Heyrir aðeins hálfa heyrn

HLJÓMSVEITIN The Who er nú upptekin við æfingar fyrir tónleika sem haldnir verða í Hyde Park í London 29. júní næstkomandi. Þar mun hún flytja eitt af þekktustu verkum sínum, "Quadrophenia". Pete Townshend er sem kunnugt er gítarleikari og aðaldriffjöður sveitarinnar, en nýlega kom út geislaplatan "The Best of Pete Townshend". Fáir vita að Townshend er töluvert heyrnarskertur. Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 160 orð

Ísafjarðarkver

ÚT ER komin bókin Ísafjarðarkver eftir Þorstein Antonsson. Um er að ræða uppgjörsrit við mannlíf og aðstæður í þeirri byggð sem nafnið vísar til. Bókin er unnin upp úr blaðagreinum og útvarpserindum frá síðustu árum svo að myndar heild sem vísar til nútíðar og fortíðar Ísafjarðarbæjar og nágrannabyggða. Meira
14. júní 1996 | Myndlist | 456 orð

"Lagt í rúst"

Rachel Whiteread. Opið alla daga kl. 13-18 til 23. júní. Aðgangur ókeypis. HVERJUM og einum er fátt heilagra en það umhverfi sem hann hefur skapað sér með persónulegum hætti. Eigið herbergi, heimili, garðhola, sumarhús ­ í allt þetta leggjum við ást og umhyggju, og þó það kunni að virðast lítilfjörlegt í augum annarra, er það okkar keisarahöll og konungdæmi. Meira
14. júní 1996 | Fólk í fréttum | 249 orð

Lágvaxin móðir

CHRISTIAN Johnsen er 8 mánaða gamall og helmingi lægri en mamma, Monica Johnsen. Monica er dvergur og er aðeins 125 sentimetrar á hæð, nákvæmlega hálfum metra lægri en eiginmaðurinn, Bjørge Johnsen. Þrátt fyrir hæðarmuninn blómstraði ástin milli Bjørge og Monicu þegar þau hittust vordag einn fyrir þremur árum. "Við töluðum strax um að eignast börn," segir Bjørge. Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 42 orð

Listahátíð í Reykjavík 1996

Föstudagur 14. júní Zilia-píanókvartettinn. Listasafni Íslands: Tónleikar kl. 20.30. Circus Ronaldo. Hljómskálagarðurinn: 4. sýn. kl. 20. Galdra-Loftur. Íslenska óperan: 6. sýn. kl. 20. Jötuninn eftir Evripídes. Loftkastalinn: 2. sýn. kl. 20.30. Klúbbur Listahátíðar. Meira
14. júní 1996 | Fólk í fréttum | 73 orð

Morgunhressir læknar

LÆKNAR á Norðurlandaþingi meltingarfærasérfræðinga brugðu sér í fimm kílómetra skemmtiskokk kl. 6.50 í gærmorgun. Hefð er að þingið hefjist með þessum hætti og að þessu sinni var hlaupið í umsjá starfsmanna Pharmaco og íþróttafélagsins Stjörnunnar. Í boði var morgunverður í félagsheimili félagsins að hlaupi loknu. Meira
14. júní 1996 | Myndlist | 510 orð

Mynd af mynd af mynd ...

Húbert Nói. Opið kl. 10-18 virka daga og á laugardögum kl. 10-14 til 27. júní. Aðgangur ókeypis. SKYNJUNIN er lykill okkar að umhverfinu; sjón, heyrn, lykt, bragð og snerting skapa okkur mynd af því sem við höfum í kringum okkur, og við erum alla ævina að læra að túlka þau áreiti sem þessi skilningarvit bera okkur. Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 84 orð

Námskeið fyrir söngvara og söngnemendur

HOLLENSKI tónlistarmaðurinn Gerrit Schuil heldur námskeið fyrir söngvara og söngnemendur í Gerðubergi dagana 18.-29. júní. Gerrit Schuil er hollenskur píanóleikari, hljómsveitar- og óperustjóri sem búið hefur hér á landi undanfarin ár. Meira
14. júní 1996 | Fólk í fréttum | 118 orð

Neitar að setja upp hártoppinn

DAVID Letterman, sem stjórnar vinsælum spjallþætti á CBS-sjónvarpsstöðinni bandarísku, samþykkti nýlega að koma fram í sjálfsævisögulegri mynd Howards Stern, "Private Parts". Á sínum tíma kom Howard Stern fram í spjallþætti sem Letterman stjórnaði á NBC- sjónvarpsstöðinni og á að endurgera það atriði í myndinni. Meira
14. júní 1996 | Fólk í fréttum | 52 orð

Ný púttaðstaða

PÚTTAÐSTAÐA fyrir eldri borgara var opnuð fyrir skömmu í Ártúnsbrekku, nálægt rafstöðinni í Elliðaárdal. Íþrótta- og tómstundaráð sér um starfsemina, en þessi tómstundaiðja nýtur mikillar hylli hjá eldri borgurum. Hér sjáum við nokkra hressa púttara "að störfum". Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 105 orð

Ragna sýnir olíu- og vantslitamyndir í Fold

SÝNING á olíumálverkum og vatnslitamyndum Rögnu Sigrúnardóttur í Gallerí Fold við Rauðarárstíg, verður opnuð á laugardag kl. 15. Yfirskrift sýningarinnar er: "Ég hugsa til ömmu í stofunni í Stigahlíðinni ... en hér er ég umkringd trjám". Meira
14. júní 1996 | Fólk í fréttum | 183 orð

Sambíóin forsýnamyndina Í hæpnasta svaði

BÍÓHÖLLIN, Bíóborgin, Sagabíó og Borgarbíó, Akureyri forsýna í kvöld, föstudaginn 14. júní og Nýja Bíó, Keflavík, mánudaginn 17. júní bandarísku gamanmyndina Á hæpnasta svaði eða "Spy Hard" með Leslie Nielsen í aðalhlutverki. Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 132 orð

Skýjabólstrar

ÚT ER komin ljóðabókin Skýjabólstrar eftir Þyrí Höllu Steingrímsdóttur. Skýjabólstrar er fyrsta ljóðabók höfundar, sem er tvítug að aldri og lauk í vor stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þyrí lengi fengist við ljóðagerð og hafa birst ljóð eftir hana á ýmsum vettvangi, einkum þó í skólablöðum. Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 63 orð

Strengjakvartett í Norræna húsinu

STRENGJAKVARTETTINN Arctic Light Quartet spilar í Norræna húsinu á sunnudag kl. 15. Efnisskráin er létt klassísk tónlist, Vínarlög, ungverskir dansar, rómantísk ítölsk lög, tónlist í jazzstíl og íslensk sönglög. Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 68 orð

Sýning Johns Ruds framlengd

SÝNING danska myndhöggvarans Johns Ruds í listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, verður framlengd til sunnudagsins 16. júní. John hefur fært stofnun Árna Magnússonar eitt verka sinna að gjöf. Klaus Otto Kappel, sendiherra Dana á Íslandi, afhenti Stefáni Karlssyni, forstöðumanni stofnunarinnar, verkið við athöfn laugardaginn 8. júní. Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 600 orð

Tango, tetigi, tactum...

Le Grand Tango. Verk eftir m.a. Piazzolla, Manoury og Stravinsky. Auður Hafsteinsdóttir, Gréta Guðnadóttir, fiðlur; Helga Þórarinsdóttir, víóla; Bryndís Halla Gylfadóttir, selló; Richard Korn, kontrabassi; Edda Erlendsdóttir, píanó; Olivier Manoury, bandoneon. Dansarar: Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya. Loftkastalanum í Héðinshúsinu, miðvikudaginn 12. júní kl. 20:30. Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 114 orð

Tangóleikar til minningar um Guðmund Thoroddsen

TANGÓLEIKAR til minningar um Guðmundur Thoroddsen myndlistarmann verða haldnir í sal frímúrara á Ísafirði laugardaginn 15. júní nk. kl. 17. Þar munu Olivier Manoury og Edda Erlendsdóttir ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur, Auði Hafsteinsdóttur, Grétu Guðnadóttur, Helgu Þórarinsdóttur og Richard Korn leika tangóa úr ýmsum áttum. Meira
14. júní 1996 | Leiklist | 425 orð

Trúðaleikir í Hljómskálagarðinum

Circus Ronaldo í Hljómskálagarðinum 11. júní 1996. BELGÍSKI leikhússirkusinn, Circus Ronaldo, varð 25 ára gamall síðastliðinn maí. Þó rekja núverandi meðlimir hans upphaf sirkusins allt aftur til 1827 þegar forfaðir núverandi sirkusstjóra,. Johnny Ronaldo, var á flakki um Evrópu með ýmsum sirkusum, hitti þekkta leikkonu og varð ástfanginn. Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 43 orð

Vatnslitamyndir Karólínu í Slunkaríki

SÝNING á vatnslitamyndum eftir Karólínu Lárusdóttur verður opnuð í SLunkaríki á Ísafirði á laugardag. Á sýningunni verða 23 nýjar vatnslitamyndir. Sýningin stendur til 5. júlí og verður opin á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 16 til 18. Meira
14. júní 1996 | Menningarlíf | 139 orð

"Velþóknun glímumannanna besta einkunnin"

NÝ HEIMILDAMYND um glímu verður frumsýnd 17. júní í ríkissjónvarpinu. Höfundur Glímu, Böðvar Bjarki Pétursson, segir efnistökin vera allsérstæð þar sem eingöngu er beitt aðferðum leikinna mynda. "Helsta markmiðið er að áhorfendur geti upplifað þessa fallegu íþrótt sem hefur verið samofin Íslandssögunni í gegnum aldirnar," segir Bjarki. Meira
14. júní 1996 | Leiklist | 243 orð

Ævintýri LISTDANS Næturgali

Næturgalinn eftir John Speight. Dansahöfundur: Lára Stefánsdóttir. Ballett við ævintýri H.C. Andersen. ÞAÐ má með sanni segja að nú hafi áhorfendum verið "sagt" ævintýri í tónum og dansi, á mest sprelllifandi hátt sem hægt er. Það væri hægt að "segja" þetta ævintýri svona hvar sem væri í heiminum, því engin tungumálahöft eru á flutningi sem þessum. Meira
14. júní 1996 | Tónlist | 416 orð

Ævintýri um riddarann hugumstóra og Næturgalann

Óperu- og ballettsýning við tónlist eftir Manuel de Falla og John Speight. Flytjendur Kammersveit Reykjavíkur og einsöngvararnir Þóra Einarsdóttir, Jón Þorsteinsson og Bergþór Pálsson. Stjórnandi Stefan Asbury. Miðvikudagurinn 12. júní, 1996. Meira

Umræðan

14. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 521 orð

Af því læra börnin ylhýra málið

FLEST tölum við íslensku vegna þess að við erum fædd á Íslandi og erum afkomendur Íslendinga. Ég heyrði unga móður kveðja barnið sitt sem var á leið í skólann með orðskrýpinu "bæjó" þegar hún gat valið stutta kveðju eins og bless eða vertu sæl, kveðju sem í var fólgin blessun barninu til handa. Meira
14. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 476 orð

Einelti í Hólabrekkuskóla

VEGNA skrifa um einelti í Hólabrekkuskóla í Velvakanda 7. og 11. júní sl. förum við fram á að eftirfarandi verði birt við fyrsta tækifæri. Í bréfi frá "aðstandenda úr fjarlægð" eins og bréfritari kýs að kalla sig eru stór og þung orð látin falla í garð skólastjórnenda og kennara Hólabrekkuskóla, því bréfritari fullyrðir að kúgun, Meira
14. júní 1996 | Kosningar | 492 orð

Farandsendiherrann Vigdís Finnbogadóttir?

ALLSÉRSTÆÐ umræða um forsetaembættið á sér nú stað og virðist af einhverjum ástæðum beint fyrst og fremst gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. Ólafur Ragnar hefur verið ófeiminn við að benda á erlend tengsl sín og ýmsa aðstoð sem hann hefur veitt íslenskum fyrirtækjum á erlendri grund. Meira
14. júní 1996 | Kosningar | 167 orð

Fjölmenni í kjörklefanum

NÚ fyrir nokkru birtist lesandabréf í Morgunblaðinu þar sem farið var fjölmörgum orðum um hversu mikill dragbítur það væri á forseta Íslands að vera af fínum ættum og fæddur með silfurskeið í munni. Þarna átti bréfritari við Guðrúnu Pétursdóttur og Engeyjarættina. Ég á óskaplega erfitt með að skilja málflutning af þessu tagi. Meira
14. júní 1996 | Kosningar | 724 orð

Forsetakosningar frá sjónarhóli landnema

LOKSINS eftir öll þessi ár fæ ég að upplifa þá skemmtun að fylgjast með alvörubaráttu fyrir forsetakosningar hér á landi. Þótt ég sé ekki orðinn íslenskur ríkisborgari þykist ég fylgjast vel með, enda er mér, fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar, alls ekki sama hvernig fer. Meira
14. júní 1996 | Aðsent efni | 228 orð

Fyrirspurn til Alþingisforseta

GÓÐI vinur Ólafur. Ég leita til þín í stökustu vandræðum. Þannig er mál með vexti að í Ríkisútvarpinu á mánudaginn var, þann 10., upplýsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Pétur Blöndal, sem á búmerkið D, að Alþingi hefði afgreitt 1 milljarð ­ eitt þúsund milljónir króna ­ í styrk til Landsbanka Íslands. Meira
14. júní 1996 | Kosningar | 754 orð

Hvernig forseta?

ÞEGAR maður stendur frammi fyrir því að velja forseta landsins, þá fer maður að hugsa um ýmislegt sem liggur annars í salti í heilabúinu eða er geymt einhversstaðar í undirvitundinni dagsdaglega. Ég fer að hugsa um sjálfa mig sem Íslending og allt sem ég vil að felist í því orði. Ég hugsa um Íslendinga sem eina heild. Meira
14. júní 1996 | Kosningar | 327 orð

Landi og þjóð til sóma

ÞEGAR við göngum að kjörborðinu þann 29. júní skulum við hafa það í huga að sá sem fyrir valinu verður valdi því fullkomlega að vera forseti Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson og kona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, eru hjón sem prýða munu forsetasetrið að Bessastöðum, verði þau kjörin til að gegna því hlutverki að vera húsbændur á þeim ágæta stað. Meira
14. júní 1996 | Kosningar | 918 orð

Nú skilst kjarninn frá hisminu

UNDANFARIÐ hafa streymt til mín stuðningsyfirlýsingar úr öllum áttum. Fólk hefur skrifað til mín, mætt á kosningaskrifstofu mína í Tryggvagötu 26 eða á skrifstofu Friðar 2000 að Austurstræti 17 og síminn hefur verið rauðglóandi. Meira
14. júní 1996 | Kosningar | 193 orð

Ólafur Ragnar og drengskaparheitið

Í baráttunni vegna forsetakosninganna hefur verið rifjað upp að Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti vitnisburð þann sem hann gaf í máli ríkisins gegn Magnúsi Thoroddsen í maí 1989 með drengskaparheiti. Lög gerðu ráð fyrir að vitni staðfestu framburði sína með eiði og sá einn fengi að staðfesta framburð með drengskaparheiti sem áður hefði svarað neitandi spurningunni: trúir þú á guð? Ég var Meira
14. júní 1996 | Kosningar | 238 orð

Spörum stóru orðin

Í ÞEIRRI kosningabaráttu, sem nú stendur sem hæst, hefur nokkuð borið á ómálefnalegum málflutningi og árásum á einn frambjóðandann, Ólaf Ragnar Grímsson. Nú er það auðvitað alltaf svo, að í hita leiksins hættir mönnum til að láta hnúturnar fljúga, en mér finnst við ættum að vara okkur á persónulegum árásum. Annað sæmir okkur ekki. Meira
14. júní 1996 | Aðsent efni | 824 orð

Sterkt fjarskiptafyrirtæki er styrkur fyrir alla

Í MORGUNBLAÐINU í gær gerði ég grein fyrir nauðsyn þess að Pósti og síma yrði breytt í hlutafélag. Það hefur komið mér nokkuð á óvart að sú rödd hefur af og til heyrst að Póstur og sími hf. yrði of stórt fyrirtæki fyrir okkur Íslendinga. Þeir sem þannig tala sjá það fyrir sér að hið nýja hlutafélag muni sérstaklega beita sér gegn öðrum smærri sem hafa verið að hasla sér völl á markaðnum. Meira
14. júní 1996 | Aðsent efni | 1270 orð

Þar ríkir fegurðin ein

VIÐ, tuttugu og þriggja manna gönguhópur frá Ferðafélagi Íslands, stöndum á hæsta tindi Öræfajökuls, Hvannadalshnjúk, rjóð í vöngum. Það er hvítasunnudagur og að baki tíu tíma ganga. Við leggjum frá okkur ísaxirnar, tökum af okkur bakpokana og leysum okkur úr línunni. Setjumst niður og fáum okkur nestisbita, svölum þorstanum. Meira
14. júní 1996 | Kosningar | 228 orð

Þjóðin mun velja

Lastaranum líkar ei neitt, lætur hann ganga róginn. Finni hann laufblað fölnað eitt fordæmir hann skóginn. Þessi þjóðkunna vísa kom upp í hugann þegar ég sá bréf frá Nínu Björk Árnadóttur skáldkonu í Morgunblaðinu fimmtudaginn 6. júní. Meira
14. júní 1996 | Aðsent efni | 627 orð

Þrígreining valds í íslensku þjóðfélagi í hættu

FYRSTA starfsár ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar sýnir okkur að það eru skýrari skil í stjórnmálum en oft áður. Við höfum séð hvernig þeir hafa í skjóli yfirburðameirihluta á Alþingi nýtt sér veikleika löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu, ­ sem er orðið alvarlegt umhugsunarefni gagnvart lýðræðinu. Meira

Minningargreinar

14. júní 1996 | Minningargreinar | 290 orð

Hulda Jónsdóttir

Hún Hulda okkar er látin, eftir stutta en snarpa sjúkralegu. Hún hafði alltaf verið heilsuhraust og sterk kona og því kom andlát hennar eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir alla sem hana þekktu. Ég kynnist Huldu í gegnum son hennar, Sigga, um það bil sem þau flytja til Keflavíkur. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 26 orð

HULDA JÓNSDÓTTIR Hulda Jónsdóttir fæddist á Hólmavík 16. júní 1930. Hún lést í Reykjavík 4. júní síðastliðinn og fór útför

HULDA JÓNSDÓTTIR Hulda Jónsdóttir fæddist á Hólmavík 16. júní 1930. Hún lést í Reykjavík 4. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju 11. júní. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 142 orð

Ingimar Jón Þorkelsson

Ingimar Jón Þorkelsson Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 178 orð

INGIMAR JÓN ÞORKELSSON

INGIMAR JÓN ÞORKELSSON Ingimar Jón Þorkelsson fæddist í Litla-Dal í Blönduhlíð hinn 7. febrúar 1930. Hann lenti í slysi á vinnustað sínum hinn 15. maí síðastliðinn og lést á Landspítalanum 4. júní. Foreldrar hans voru Una Gunnlaugsdóttir og Þorkell Jónsson. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 81 orð

Ingimar Jón Þorkelsson Ingimar, pabbi Unu vinkonu, er dáinn. Sorgleg tíðindi, en minningin um notalegan mann mun lifa. Elsku

Ingimar, pabbi Unu vinkonu, er dáinn. Sorgleg tíðindi, en minningin um notalegan mann mun lifa. Elsku Ósk, Óskar Vignir, Una Þóra, Þorkell Ingi og Hafdís Elva, missir ykkar er mikill og söknuðurinn sár, megi almættið veita ykkur styrk á erfiðum stundum. Ég fer yfir heiði gegnum svartamyrkur og vængjaðir minkar svífa kringum mig. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 191 orð

Kristján Sigurðsson

Elsku langafi minn. Nú ert þú farinn frá langömmu og okkur öllum og kominn upp til guðs og allra fallegu englanna hans. Nú veit ég að þér líður vel, því guð er svo góður. Mikið á ég eftir að sakna þess að geta ekki stokkið í útbreiddan, hlýjan faðm þinn, sem beið mín alltaf opinn þegar ég kom í heimsókn til ykkar langömmu á Austurgötu 8. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 191 orð

Kristján Sigurðsson

Elsku afi minn. Nú ert þú farinn frá okkur, þú ert á góðum stað þar sem drottinn geymir þig og elskar og þér líður vel. Þó að við vissum að lífskraftur þinn væri bráðum á þrotum vildum við hafa þig lengur hjá okkur. Það má víst kallast eigingirni en við söknum þín sárt. Þú kenndir mér svo margt og ófáar voru þær stundirnar sem við spiluðum saman í stofunni hjá ykkur ömmu á Austurgötunni. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 129 orð

KRISTJÁN SIGURÐSSON

KRISTJÁN SIGURÐSSON Kristján Sigurðsson var fæddur í Háakoti í Fljótum 23. apríl 1910. Hann lést á sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 30. maí síðastliðinn. Foreldrar Kristjáns voru þau Sigurður Kristjánsson, f. 1. sept. 1878, d. 21. des. 1919, og María Guðmundsdóttir, f. 11. des. 1879, d. 24. mars 1964. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 181 orð

Pétur Pétursson

Við skrifum þessi orð í kveðjuskyni við afa okkar og langafa, Pétur Pétursson stórkaupmann. Afi var merkur maður, hagsýnn, iðinn og áreiðanlegur. Afi var ekki mikið fyrir að láta í ljós tilfinningar sínar og aldrei heyrði maður hann kvarta undan veikindum sínum, sem hann átti við að stríða síðustu misserin. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 27 orð

PÉTUR PÉTURSSON

PÉTUR PÉTURSSON Pétur Pétursson stórkaupmaður fæddist í Reykjavík 1. október 1918. Hann lést í Landspítalanum 17. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 28. maí. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 509 orð

Ragnheiður Magnúsdóttir

Þá er komið að kveðjustundinni Ragna mín. Kynni okkar hófust árið 1987, þegar við byrjuðum að vinna saman á Sambýlinu, og var okkur vel til vina allar götur síðan og ekki bara okkur tveimur heldur öllum þeim stúlkum sem þar unnu. Þú áttir svo auðvelt með að samlagast öðrum, aldursmunur skipti þig engu, kynslóðabil var hugtak sem ekki var til í þinni orðabók. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 292 orð

Ragnheiður Magnúsdóttir

Kær vinkona mín, Ragnheiður Magnúsdóttir, er látin. Ég minnist þess þegar ég kom til vinnu á Sambýlið, þá 18 ára gömul. Hún tók mér strax opnum örmum og við urðum um leið hinar bestu vinkonur. Það var ýmislegt brallað og alltaf stutt í hláturinn enda var viðkvæðið oft ef eitthvað sniðugt hafði verið gert: "Þetta eru örugglega Ragna og Helga." Hún var ekki síðri ef eitthvað amaði að. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 201 orð

Ragnheiður Magnúsdóttir

Elsku amma okkar á Þingó er dáin. Erfitt er að sætta sig við að sjá hana ömmu okkar ekki aftur í bráð. Við vorum alltaf svo stolt af okkar fallegu unglegu ömmu með sitt svarta hár, dökka hörund og pæjulega útlit. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 875 orð

Ragnheiður Magnúsdóttir

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Þessar hendingar úr 23. sálmi Davíðs komu aftur og aftur upp í hugann daginn sem fyrrverandi tengdamóðir mín Ragnheiður Magnúsdóttir lést eftir erfiða sjúkdómslegu. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 182 orð

RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR Ragnheiður var fædd í Skógsnesi í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu 24. ágúst 1924. Hún lést á heimili sínu í Kópavogi 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Þórarinsson Öfjörð, f. 21. júlí 1888, d. 25. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 35 orð

Ragnheiður Magnúsdóttir Ég lifi hjá mömmu og mamma hjá mér í minningu heilagri hvar sem ég er. Ég veit að hún gætir mín vökul og

Ég lifi hjá mömmu og mamma hjá mér í minningu heilagri hvar sem ég er. Ég veit að hún gætir mín vökul og hlý, vonirnar rætast, við sjáumst á ný. (Geir G. Gunnlaugsson) Hjördís. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 349 orð

Sigríður Sigurðardóttir

Elsku nafna mín. Nokkur kveðjuorð langar mig að setja á blað til þín þegar leiðir hafa skilið í bili. Þótt kynni okkar hafi orðið alltof stutt, bara nokkrir mánuðir, þá fannst okkur báðum að við hefðum þekkst í mörg ár, kannski aldir, þegar við sáumst fyrst. Þegar þú komst hingað fyrst síðastliðið haust með Valdimar, þá vannst þú strax hugi og hjörtu fjölskyldunnar. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 30 orð

SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR

SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Sigríður Sigurðardóttir fæddist í Steinmóðarbæ undir V-Eyjafjöllum 14. febrúar 1945. Hún lést á Landspítalanum 18. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stóradalskirkju undir Eyjafjöllum 31. maí. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 207 orð

Sigurður Helgason

Það varð stutt milli kveðjustunda afa og ömmu. Amma lést réttum þremur vikum á undan þér, elsku afi minn. Að missa ömmu var okkur hinum erfitt, en afa mínum ofviða. Nú eru þau aftur orðin ein heild, heil og órjúfanleg. Ég man aðeins eftir einu tilviki þar sem afi og amma voru aðskilin lengur en einn eða tvo daga. Það var þegar amma heimsótti mig til Gautaborgar og davldi hjá mér í tvær vikur. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 128 orð

SIGURÐUR HELGASON

SIGURÐUR HELGASON Sigurður Helgason húsgagnasmíðameistari fæddist á Hlíðarfæti í Svínadal 6. mars 1907. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Einarsson og Sigríður Guðnadóttir bændur. Systkin Sigurðar voru Einar, Kristinn, Vilborg og Beinteinn. Vilborg er ein eftirlifandi þeirra systkina. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 244 orð

Þórir Guðmundur Ólafsson

Hann Tóti er dáinn. Þegar ég heyrði þessi orð, að tengdapabbi væri dáinn, þá hljómuðu þau eins og þruma. Hann sem var að passa börnin okkar nokkrum klukkustundum áður en kallið kom. Foreldrar eiga að vera ódauðlegir finnst okkur. Meira
14. júní 1996 | Minningargreinar | 113 orð

ÞÓRIR GUÐMUNDUR ÓLAFSSON

ÞÓRIR GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Þórir Guðmundur Ólafsson bifreiðastjóri fæddist í Reykjavík hinn 22. júní 1939. Hann lést í Hafnarfirði 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Stefanía Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. á Neskaupstað 8.10. 1917, og Ólafur Guðjónsson, f. í Sandvík á Eyrarbakka 11.6. 1911, d. 22.10. 1987. Meira

Viðskipti

14. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 178 orð

Fjármagnar arðgreiðsluna

OLÍUFÉLAGIÐ hf. hefur boðið út hlutabréf að nafnvirði tæpar 12 milljónir króna til að mæta arðgreiðslu vegna ársins 1995. Sölugengi bréfanna til forkaupsréttarhafa verður 5,8 þannig að andvirði þeirra nemur um tæplega 70 milljónum. Meira
14. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 381 orð

Hraður vöxtur engin trygging fyrir velgengni

HRAÐUR vöxtur fyrirtækis er engin trygging fyrir velgengni, heldur getur þvert á móti reynst vera banabiti þess, að því er fram kemur í skýrslu Félagsvísindastofnunar um nýgengi og gjaldþrot fyrirtækja. Meira
14. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 287 orð

Löng barátta BA og American Airlines framundan

BANALAG British Airways og American Airlines mun líklega sæta deilum innan Evrópusambandsins, valda ágreiningi um loftferðasamning við Bandaríkin og koma keppinautum félaganna úr jafnvægi. Með samningnum verður komið á fót stærsta flugfélagi heims, sem fær yfirburðastöðu á leiðum milli Bretlands og Bandaríkjanna, Meira
14. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 135 orð

Matsushita Electric með með tap vegna sölu MCA

JAPANSKA fyrirtækjasamsteypan Matsushita hermir að tap á síðasta fjárhagsári hafi numið 56.87 milljörðum jena eða 531 milljón dollara vegna sölu á meirihluta í bandaríska kvikmyndafyrirtækinu MCA Inc. Meira
14. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Stóraukin sala á landbúnaðartækjum

FLESTIR innflytjendur landbúnaðartækja segja söluna hafa stóraukist það sem er af árinu sé miðað við sama tíma í fyrra. Um sé að ræða allt að helmingsaukningu frá fyrra ári. Þetta er rakið til óvenjugóðs árferðis sem hefur í för með sér að sláttur hefst mun fyrr í ár en í venjulegu ári. Gunnar V. Meira
14. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Vátryggingamiðlarar útskrifaðir

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands útskrifaði 22. maí sl. 9 vátryggingamiðlara. Í frétt frá Endurmenntunarstofnun HÍ segir að vátryggingamiðlun sé ný starfsgrein hér á landi. Vátryggingamiðlari veiti einstaklingum og öðrum upplýsingar, faglega aðstoð og ráðgjöf við að koma á vátryggingasamningum milli vátryggingataka og vátryggingafélaga. Meira
14. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 348 orð

Viðdvöl ferðamanna lengdist

HEILDARFJÖLDI gistinátta erlendra og innlendra gesta á hótelum, gistiheimilum og tjaldsvæðum var alls 1.267 þúsund á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þetta er um 13% aukning frá árinu 1994, en þar af fjölgaði gistinóttum erlendra gesta um 14,2% og gistinóttum innlendra gesta um 11,6%. Meira
14. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 204 orð

Vöruskiptin hagstæð um 5,6 milljarða

FLUTTAR voru út vörur fyrir 42,1 milljarð króna en inn fyrir 36,5 milljarða fob. fyrstu fjóra mánuði ársins. Afgangur var því á vöruviðskiptunum við útlönd sem nam 5,6 milljörðum, en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 7,9 milljarða á föstu gengi. Meira

Fastir þættir

14. júní 1996 | Dagbók | 2706 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 14.-20. júní verða Laugavegs Apótek, Laugavegi 16 og Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74 opin til kl. 22. Frá þeim tíma er Laugavegs Apótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
14. júní 1996 | Í dag | 47 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 14. júní,

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 14. júní, er níræð Elínborg Ólafsdóttir, Sólheimum 38, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Sveinbjörn Jónsson. Þau hjónin eru að heiman. ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 14. Meira
14. júní 1996 | Í dag | 294 orð

Ballett sem ekki var ballett ÉG FÓR a ballett sýningu, eða

ÉG FÓR a ballett sýningu, eða svo hélt ég, til að sjá stórkostlega sigra í danslistinni í verki um Guðmund góða eftir Nönnu Ólafs, samkvæmt ummælum Ásdísar Magnúsdóttur í Morgunblaðinu. En ég varð fyrir vonbrigðum. Fyrst hélt ég nú bara að ég hefði álpast inn á ranga sýningu, en sessunautur minn staðhæfði að við værum á réttri sýningu svo ég sat kyrr. Meira
14. júní 1996 | Dagbók | 715 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
14. júní 1996 | Fastir þættir | 122 orð

Fermingar á sunnudag

FERMING í Akrakirkju, Borgarprestakalli. Prestur sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. Fermd verður: Guðný Ólöf Helgadóttir, Hólmakoti. FERMING í Búðakirkju á Snæfellsnesi. Prestur sr. Friðrik J. Hjartar. Fermdur verður: Jónas Ingólfur Gunnarsson, Bláfeldi. FERMING í Hagakirkju kl. 14. Prestur sr. Sveinn Valgeirsson. Meira
14. júní 1996 | Í dag | 50 orð

HlutaveltaMorgunblaðið/Egill Egilsson Tombóla til styrkta

ÞAÐ ERU ekki bara fullorðnir menn sem hugsa til Minningarsjóðsins og leggja sitt af mörkum. Börnin leggja einnig sinn hluta til sjóðsins með því að halda tombólu. Þeir Garðar, Jón Örn, Helgi og Þorsteinn voru hinir bröttustu þegar fréttaritari kíkti á tombóluna hjá þeim. Meira
14. júní 1996 | Í dag | 24 orð

HlutaveltaMorgunblaðið/Þorkell ÞESSAR duglegu stelpur h

HlutaveltaMorgunblaðið/Þorkell ÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega og færðu hjálparsjóði RKÍ ágóðann sem varð 2.299 krónur. Þær heita Anna Kristín Cartesegna og Aðalheiður Dögg Ágústsdóttir. Meira
14. júní 1996 | Í dag | 24 orð

HlutaveltaMorgunblaðið/Þorkell ÞESSIR duglegu krakkar h

HlutaveltaMorgunblaðið/Þorkell ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega og færðu Rauða krossi Íslands ágóðann sem varð 2.350 krónur. Þau heita Lárus Þór Jóhannsson og Sara Snorradóttir. Meira
14. júní 1996 | Í dag | 356 orð

KRIFARI heyrði í vikunni auglýsingu þar sem talað var um

KRIFARI heyrði í vikunni auglýsingu þar sem talað var um nágrannavænar sláttuvélar. Ekki var í þessari orðsendingu greint frá því hvað gerði þær svo vænar fyrir grannana, en ekki er ólíklegt að ætla að þær vinni sín verk hávaðalítið. Meira

Íþróttir

14. júní 1996 | Íþróttir | 547 orð

Brotlending hjá Chicago

Leikmenn Seattle SuperSonics sýndu heldur betur og sönnuðu að þeir eru hvergi nærri búnir að gefa vonina um NBA-meistaratitilinn upp á bátinn þegar liðið burstaði Chicago Bulls, 107:86, í fjórða leik liðanna, sem fram fór í Seattle í fyrrinótt. Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 364 orð

Evrópukeppnin Tölurnar í sviga fyrir aftan nöfn leikmanna eru einkunnir sem fréttamenn Reuters gefa eftir leikina. 10 er hæsta

A-riðill Holland - Sviss2:0 Villa Park í Birmingham: Mörk Hollands: -Jordi Cruyff (66.), Dennis Bergkamp (79.) Gult spjald: Clarence Seedorf (14.) Hollandi, Sebastien Jeanneret (32.), Stephane Chapuisat (40.) og Kubilay Turkyilmaz (62.) Sviss. Rautt spjald: Enginn. Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 361 orð

FH á siglingu

Leikmenn FH sýndu stuðningsmönnum sínum í Kaplakrika í gærkvöldi að þeir hafa fullan hug á að endurheimta 1. deildarsæti sitt, en Hafnfirðingar sigruðu Þrótt frá Reykjavík 3:2 í ágætum leik. Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 434 orð

Frábært mark Stoichkovs réði úrslitum

HRISTO Stoichkov, búlgarski snillingurinn skapmikli, tryggði landsliði sínu sigur, 1:0, strax á þriðju mínútu gegn Rúmeníu í gær. Mark Stoichkovs var stórglæsilegt en féll engu að síður í skuggann af því atviki er Rúmeninn Dorinel Munteaunu þrumaði boltanum inn fyrir marklínu Búlgara ­ en ekki var dæmt mark þar sem hvorki dómarinn né línuvörðurinn sáu það. Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 353 orð

Glæsimark Guðmundar tryggði stig

STJARNAN og Grindavík urðu að sættast á skiptan hlut er liðin mættust í síðasta leik 4. umferðar 1. deildar karla í knattspyrnu í Garðabænum í gærkvöldi. Hvoru liði tókst að skora tvö mörk og eru þau því á sama stað í stigatöflunni, í 5. og 6. sæti. Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 213 orð

Golf

Opna bandaríska mótið Mótið (US Open) er nú haldið á Oakland Hills vellinum í Michigan. Fyrstu menn eftir fyrsta dag, en keppni lauk um miðnætti í nótt að íslenskum tíma. Keppendur bandarískir nema annað sé tekið fram. 67Payne Stewart, Woody Austin. 68Lee Janzen, John Morse. Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 492 orð

GOLF"Skrímslið" verður kylfingum

OPNA bandaríska meistaramótið í golfi hófst á Oakland Hills vellinum í Bloomfield í gær. Völlurinn hefur löngum verið kallaður "Skrímslið" þar sem brautirnar eru bæði langar og þröngar og mikið er af glompum á þeim. Bandaríkjamaðurinn Corey Pavin sigraði á mótinu í fyrra og hann er tilbúinn að verja titil sinn. Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 397 orð

Góður sigur KA í Breiðholtinu

Leiknismönnum gekk ekki sem skildi í vígsluleik nýs vallar þeirra við Austurberg í Breiðholti í gær. KA menn komu í heimsókn í 2. deildinni í knattspyrnu, mættu grimmari til leiks og gerðu Leiknismönnum, sem fundu sig ekki á nýjum grasvelli, lífið leitt. KA menn sigruðu örugglega með 5 mörkum gegn 2. Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 208 orð

Hiddink hefur trú á Cruyff JORDI Cruyff hefur oft v

JORDI Cruyff hefur oft verið borinn saman við föður sinn Johan, einn besta leikmann knattspyrnusögunnar, en stóð fyllilega undir nafni í gær er hann gerði fyrsta mark sitt fyrir Holland í fimmta landsleiknum. Guus Hiddink, þjálfari Hollendinga, hrósaði stráknum í hástert eftir sigurinn á Sviss. Hiddink þjálfaði lið Valencia á Spáni um tíma og fylgdist á þeim tíma vel með Jordi sem unglingi. Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 55 orð

Í kvöld

Knattspyrna 1. deild kvenna: Akranesvöllur:ÍA - Stjarnan20 Eyjar:ÍBV - UMFA20 Kópavogur:Breiðablik - KR20 Valsvöllur:Valur - ÍBA20 2. deild karla: Akureyri:Þór - Skallagr. Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 331 orð

Jordi fetar í fótspor föðurins

HOLLENDINGAR eru komnir í þægilega stöðu í A-riðli Evrópukeppninnar eftir 2:0 sigur á Svisslendingum í gær. Jordi Cruyff kom Hollandi á bragðið með fyrsta landsliðsmarki sínu og Dennis Bergkamp gerði seinna markið í fjörugum leik. Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 133 orð

KNATTSPYRNAJafntefli í Garðabæ

STJARNAN og Grindavík gerðu jafntefli, 2:2, í 1. deild karla í knattspyrnu karla í Garðabænum í gærkvöldi. Þetta var síðasti leikur fjórðu umferðar. Stjarnan er nú í fimmta sæti með 7 stig, eins og Leiftur, en Grindvíkingar eru í sjötta sæti með fimm stig. Guðmundur Torfason, þjálfari Grindavíkur, gerði bæði mörk liðsins. Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 132 orð

Laudrup tilBarcelona?ENGLENDINGURIN

ENGLENDINGURINN Bobby Robson, nýráðinn þjálfari spænska stórliðsins Barcelona, hefur mikinn áhuga á að kaupa danska framherjann snjalla Brian Laudrup frá Glasgow Rangers. Robson á að hafa, skv. fréttum í Englandi, gert forráðamönnum skoska liðsins það tilboð að þeir geti sett upp hvaða verð sem er fyrir leikmanninn ­ hann vilji bara fá hann. Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 130 orð

Leikurinn hafði aðeins staðið í rúmar fimm mínútur þegar gest

Leikurinn hafði aðeins staðið í rúmar fimm mínútur þegar gestirnir fengu aukaspyrnu við vinstra vítateigshornið. Zoran Ljubicic spyrnti að stönginni nær og þar kom Guðmundur Torfason, beygði sig fram og skallaði í netið. Jöfnunarmark Stjörnunnar kom á 25. mínútu, einnig eftir aukaspyrnu. Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 84 orð

Pæjur komu saman í Eyjum í gær

PÆJUMÓT Þórs hófst um hádegisbilið í gær og stendur yfir um helgina. Setningarathöfn fór fram í gærkvöldi og eru þátttakendur u.þ.b. 900. Tuttugu félög senda lið á mótið og eru þau 86 talsins. Keppt verður í 3.- 6. flokki kvenna og í A- og B-liðum í öllum flokkum nema þeim sjötta. Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 173 orð

Stjarnan - UMFG2:2

Stjörnuvöllur, 4. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu, fimmtudaginn 13. júní 1996. Aðstæður: Góðar. Fallegur völlur, aðeins andvari og rigning. Mörk Stjörnunnar: Goran Kristófer Micic (25.), Helgi Björgvinsson (73. Vítasp.). Mörk UMFG: Guðmundur Torfason (6., 76.). Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 570 orð

Stjórn JSÍ íhugar að sendaVernharð ekki til Atlanta

STJÓRN Júdósambands Íslands íhugar nú að hætta við að senda KA-manninn Vernharð Þorleifsson til keppni á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Morgunblaðinu barst frá JSÍ seint í gærkvöldi. Ástæða þess að stjórn JSÍ íhugar þetta eru ummæli Vernharðs sjálfs og félaga hans í KA á Akureyri, Jóns Óðins Óðinsson og Freys Gauta Sigmundssonar í fjölmiðlum undanfarnar Meira
14. júní 1996 | Íþróttir | 615 orð

Tékkar segjast hafa fundið veikleika Ítala

Landsliðsþjálfari Ítalíu, Arrigo Sacchi, hefur tilkynnt fimm breytingar á ítalska liðinu, sem mætir Tékkum á Anfield Road í dag, frá því í sigurleiknum gegn Rússum á þriðjudag. Markaskorari Ítalanna, Pierluigi Cashiraghi, verður ekki í byrjunarliðinu í dag og heldur ekki hinn knái Gianfranco Zola. Meira

Úr verinu

14. júní 1996 | Úr verinu | 296 orð

Blængur NK 117 vinnur rækju í neyendaumbúðir

SKIPVERJAR á frystitogaranum Blæng frá Neskaupstað eru að gera það gott í rækjuvinnslunni. Þeir frysta rækjuna meðal annars í neytendapakkningar, sem fara beint á borð sænzkra kaupenda. Frá þessu er greint í nýju fréttabréfi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sem gerir Blæng út. Meira
14. júní 1996 | Úr verinu | 498 orð

Fiskistofa stöðvar veiðar á karfa á Reykjaneshrygg

FISKISTOFA hefur ákveðið að íslenzk skip skuli hætta veiðum á úthafskarfa á Reykjaneshrygg eigi síðar en klukkan 24 á næstkomandi laugardagskvöld. Þá er talið ljóst að leyfilegur heildarafli íslenzkra skipa hafi náðst, en hann er 45.000 tonn. Ekki liggur fyrir hver afli annarra þjóða á hryggnum er og halda þau skip væntanlega veiðunum áfram. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 900 orð

Arkitektar framtíðarinnar unnu samkeppni um hús framtíðarinnar

Á ARKIBÚLLUNNI eru þrír ungir arkitektar og einn hundur. Hann heitir Mikki, en arkitektarnir Heba, Hólmfríður og Hrefna. Þær stofnuðu Arkibúlluna eftir nám erlendis í arkitektúr. Nýlega komu þær töluvert á óvart þegar þær unnu hugmyndasamkeppni Húsnæðisstofnunar ríkisins um félagslegar íbúðir framtíðarinnar. Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 158 orð

Bæta stöðu kvenna

HILDUR Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, segist tvímælalaust vera "feministi". "Fræðimenn hafa stundum verið að leika sér að því að greina "feminisma" í róttækan "feminisma", félagshyggju "feminisma", borgaralegan "feminisma", menningar "feminisma" og svo framvegis. Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 448 orð

Flugkistur fyrir viðkvæm tól og tæki

"VIÐ hönnum og smíðum flugkistur og töskur af öllum stærðum og gerðum fyrir verðmæta og viðkvæma hluti sem þola illa hnjask. Sem dæmi má nefna hljóðfæri, tölvur, skotvopn, ljóskastara og listaverk." Það er Björgvin Ploder, trymbill í Sniglabandinu, sem segir frá en hann hóf feril sinn sem flugtöskusmiður fyrir fjórum árum með smíði tösku undir trommusettið sitt. Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 579 orð

Fyrir tilviljun stofnuðu fimm íslenskar systur heimili í Bandaríkjunum

ÞAÐ vakti óneitanlega athygli blaðamanns að fá spurnir af fimm íslenskum systrum sem allar hafa búið vestur í Bandaríkjunum um áratuga skeið. Kristín, Vigdís, Halldóra, Guðrún og Rut eiga þar allar eiginmenn, börn og barnabörn fjarri foreldrum sínum, Halldóri Sölva Björnssyni og Þóreyju Kristjánsdóttur, og bróðurnum Kristjáni Agli og fjölskyldu hans. Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 190 orð

Gróðrastía fyrir fordóma

LINDA H. Blöndal stjórnmálafræðinemi segist ekki vilja kalla sig "feminista", þótt hún sé jafnréttissinni. "Ætli það sé ekki vegna þess að ég er með stimplahræðslu," segir hún. "Þegar svona "stimplar" koma upp er það vegna þess að hlutirnir eru flóknir og fólk hefur þörf fyrir að einfalda þá. Auk þess eru svona "stimplar" gróðrarstía fyrir fordóma. Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 445 orð

Hæsta einkunn fyrir lokaritgerð um Ísland á hernámsárunum

KRISTÍN Capio útskrifaðist nú í vor frá kennaraháskóla á Long Island og fékk hæstu einkunn fyrir B.A. ritgerð sína. Ritgerðin fjallar um samskipti Íslands við Breta og Bandaríkjamenn á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Fyrir vikið hlaut hún sérstök verðlaun frá sagnfræðideild háskólans og var mynd af henni hengd upp á vegg í skólanum við hliðina á öðrum afburðarnemendum. Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 720 orð

Í Eldgömlu Ísafold er listakaffi sem er á þjóðlegum nótum

GLAÐLEGAR prjónahúfur, gamaldags leikföng og listaverk blasa við þegar gengið er inn í gömlu Ísafoldarprentsmiðjuna í Þingholtsstræti 5 sem nú heitir Eldgamla Ísafold og er allt í senn, kaffihús, sýningarsalur og vinnustofur 25 handverks- og listamanna. "Hingað kemur fólk til að fá sér kaffitár og um leið spá og spekúlera í sýningargripunum. Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 264 orð

Jackie Kennedy kvenleg tískusveifla með ferköntuðum sólgleraugum

MÖRGUM er enn í fersku minni bleika dragtin sem Jacqueline Kennedy klæddist 22. nóvember 1963, daginn sem eiginmaður hennar, John f. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var myrtur. Svo virðist sem helstu tískuhönnuðir heims hafi nú endurskapað stílinn hennar. Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 783 orð

KVENFRELSI Snýst "feminismi" um það?

Í umræðunni um jafnrétti kynjanna kemur sífellt upp orðið "feministi" eða kvenfrelsissinni eins og það er nefnt á íslensku. Oft er það í mismunandi merkingu; ýmist í jákvæðri eða neikvæðri. Blaðamaður Morgunblaðsins ákvað að spyrja nokkrar konur um afstöðu þeirra til þessa hugtaks og segja jafnframt frá uppruna þess í stuttu máli. Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 200 orð

Ljómi yfir orðinu

"Í MÍNUM huga er einhver ljómi yfir orðinu "feministi"," segir Margrét Sverrisdóttir verkefnisstjóri. "Feministi" er að mínu áliti kona á framabraut; hún er sjálfstæð og örugg og heimur hennar hrynur ekki þótt hún skilji við eiginmann sinn," segir hún ennfremur. Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1215 orð

Messuferð sem þátttakandi MOSKVA María Elínborg Ingvadóttir hefur búið í Moskvu sl. ár þar sem hún gegnir starfi

Í MORGUN eins og svo marga sunnudagsmorgna áður, rölti ég sem leið liggur niður að Húsi listamannanna, sem svo er nefnt og stendur rétt við ána Moskvu, þar sem listamennirnir raða upp verkum sínum, þar standa þeir í öllum veðrum og stundum fer verðið eftir því, hversu tærnar eru orðnar stífar af kulda og hve mikið er eftir í kaffibrúsanum, sem oftast er með út í, Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 192 orð

Mismunandi skilgreint

INGA Dóra Sigfúsdóttir stjórnmálafræðingur segir afstöðu sína til orðsins "feministi" fara eftir því hvernig það sé skilgreint. "Sé "feministi" skilgreindur sem einstaklingur, sem álíti að karlar og konur skuli hafa jafnan rétt, er vilji að fólk sé metið á grundvelli hæfni, reynslu og skoðana sem einstaklingar en ekki á grundvelli kynferðis, Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1307 orð

Nakið sjálf í ljósi zeniðkunar gegn græðgi, reiði og fáfræði

ÍSLENSK hugsun er reist á gyðingdómi, norrænni heiðni og forngrískri heimspeki. Asísk áhrif virðast á hinn bóginn vart mælanleg, en austurlensk hugsunaraðferð á þrátt fyrir það nokkra aðdáendur. Hér verður rætt við fólk úr tíu manna hópi Íslendinga sem leggur stund á zen, en sumir þeirra hafa gert það í tíu ár, einnig verður reynt að veita innsýn í þessa japönsk ættuðu hugsun. Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 207 orð

Nýjar leiðir við gerð híbýla og skipulag íbúðahverfa

HUGMYNDASAMKEPPNI um grunnhönnun á félagslegum íbúðum framtíðarinnar var haldin í tilefni 40 ára afmælis Húsnæðisstofnunar ríkisins. Tilgangur samkeppninnar var að sýna fram á nýjar leiðir við gerð híbýla og skipulag íbúðahverfis. Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 155 orð

Nýjar línur í hárgreiðslu og hárklippingu

INTERCAUFFURE á Íslandi hefur gefið út blað með nýjum hugmyndum um tískuna í hárklippingu og hárgreiðslu. Meðlimir Intercauffure á Íslandi eru 16, en alls eru í Intercauffure um tvö þúsund stofur í 35 löndum. Á meðfylgjandi myndum má sjá sýnishorn af nýjum verkum félaga í Intercauffure á Íslandi. Hár: Elsa, Salon Veh. Hár: Gunnur, Kompanínu. Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 192 orð

Oft álitnar skessur

MARGRÉT K. Sigurðardóttir, formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar, segist aldrei almennilega hafa skilið orðið "feministi". "Mér finnst þó oft talað um "feminista" á neikvæðan hátt; að það séu konur sem séu ógurlegar skessur og ætli að valta yfir karlana. Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 564 orð

Rýmið formað eftir þörfum einstaklinganna

ALLS bárust átta tillögur í samkeppni Húsnæðisstofnunar um félagslegar íbúðir framtíðarinnar. Í umsögn dómnefndar um tillögu Arkibúllunnar segir að tillagan sé fersk og spennandi og búi yfir ótvíræðri framtíðarsýn, sem sé gerð vel skil í hnitmiðuðum texta og áhugaverðum uppdráttum. Meira
14. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 101 orð

Zen á Íslandi

VESTRÆNN hugsunarháttur leggur áherslu á rökrétta og mótsagnalausa hugmyndafræði. Skynsemin er í öndvegi sett og niðurstöðum hennar ber að fylgja. Asísk hugmyndafræði leggur á hinn bóginn stundum áherslu á andstæðu skynseminnar. Heimspeki sem byggir á Zen-Búddhisma hefur það ekki sem höfuðmarkmið að afla þekkingar heldur að nema staðar og vera. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.