ATVINNULEYSI í ríkjum Evrópusambandsins (ESB) var óbreytt að meðaltali í apríl, 10,9%, að því er fram kemur í skýrslu staðtölustofnunar ESB, sem birt var í gær. Alls eru því 18,2 milljónir manna án atvinnu í ríkjunum. Mest er atvinnuleysi á Spáni, 22,1%, en minnst í Lúxemborg, 3,1%. Atvinnuleysi í Svíþjóð jókst frá því í mars, úr 9,7% í 10,1. Í Portúgal varð 0,1% aukning milli mánuða.
Meira