Greinar sunnudaginn 16. júní 1996

Forsíða

16. júní 1996 | Forsíða | 313 orð

100 særast í sprengjutilræði í Manchester

STÓR sprengja sprakk í miðborg Manchester í gærmorgun og slösuðust um 100 manns. Fjöldi manns var í miðborginni þegar bílsprengja sprakk. Mátti heyra sprenginguna í allt að þriggja kílómetra fjarlægð og hlið verslunarmiðstöðvar var sögð hafa horfið. Meira
16. júní 1996 | Forsíða | 82 orð

Nýir ráðherrar í Færeyjum

RÁÐHERRASTÓLUM hefur nú verið skipt upp í færeysku landstjórninni eftir að Jafnaðarmannaflokkurinn gekk úr henni. Fólkaflokkurinn, sem kom inn í stjórnina, fékk tvö ráðherraembætti, fjármálaráðuneytið, sem var í höndum jafnaðarmanna, og sjávarútvegsráðuneytið, sem Sambandsflokkurinn hafði. John Petersen verður sjávarútvegsráðherra. Meira
16. júní 1996 | Forsíða | 447 orð

Rússar ganga til tvísýnna kosninga

RÚSSAR ganga í dag að kjörborðinu í kosningum, sem geta skipt sköpum fyrir framtíð Rússlands. Forsetaframbjóðendur eru tíu, en samkvæmt skoðanakönnunum stendur val kjósenda milli Borís Jeltsíns forseta og Gennadís Zjúganovs, leiðtoga kommúnista, milli sársaukafullra umbóta og óvissunnar. Meira

Fréttir

16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 312 orð

200 störf til námsmanna

ATVINNUMIÐLUN námsmanna hefur útvegað u.þ.b. 200 námsmönnum störf það sem af er sumri, en um 1.200 manns eru á skrá. Eyrún María Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri Atvinnumiðlunarinnar, segir að vitað sé um 400 manns sem hafi útvegað sér störf sjálfir og sjálfsagt væru það fleiri. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

500 stelpur í fótbolta

PÆJUMÓTIÐ í fótbolta var sett í Eyjum í vikunni og talið að hátt í 500 stelpur alls staðar að af landinu taki þátt auk tveggja stelpnaliða frá Færeyjum sem komu til landsins af þessu tilefni, en myndin er tekin í Færeyjum. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 272 orð

Afsögn skólanefndarformanns

FORMAÐUR skólanefndar Menntaskólans við Sund, Ingólfur H. Ingólfsson, hefur sagt af sér formennsku eftir að menntamálaráðherra setti Eirík G. Guðmundsson, aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, rektor MS. Skólanefnd gerði tillögu um Pétur Rasmussen, konrektor MS. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 132 orð

Ástþór kærir Stöð 2

ÁSTÞÓR Magnússon forsetaframbjóðandi hefur kært Stöð 2 til útvarpsréttarnefndar. Ástþór kom fram í viðtalsþætti á fimmtudagskvöld á Stöð 2. Í upphafi þáttarins var flutt samantekt stöðvarinnar um feril og fortíð Ástþórs og var hún sýnd í opinni dagskrá. Að lokinni úttektinni hófst viðtal við Ástþór í beinni útsendingu og var það sýnt í læstri dagskrá. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 390 orð

Belgar hafa áhuga á að kaupa 3-500 tonn af kjöti

BELGÍSKIR aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa 3-500 tonn af nýslátruðu íslensku lambakjöti. Viðræður standa yfir en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er rætt um að það verð sem Belgarnir greiða tryggi bændum um 200 króna meðalverð fyrir kílóið. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 34 orð

Bílvelta í Biskupstungum

BÍLVELTA varð við Hjarðarland í Biskupstungum seint í fyrrakvöld. Fjórir útlendingar voru í bílnum. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús á Selfossi til skoðunar en hann reyndist ómeiddur. Farþegarnir sluppu án meiðsla. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 263 orð

Ellefu menn björguðust

MANNBJÖRG varð þegar Sæborg GK 457 fórst um 165 mílur austnorðaustur af Norðfjarðarhorni í gærdag. Samkvæmt upplýsingum Tilkynningaskyldunni barst neyðarkall í gegnum Nesradíó kl. 12.35 og örskömmu seinna tilkynning um að 11 manna áhöfn Sæborgar væri komin í gúmbjörgunarbát. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 155 orð

Faxamjöl stækkar fyrir 300 milljónir króna

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við stækkun verksmiðju Faxamjöls í Örfisey en áætlaður kostnaður við hana nemur um 300 milljónum króna. Afkastageta verksmiðjunnar margfaldast við stækkun, eða úr 120 tonnum á sólarhring í um 470-520 tonn, að sögn Gunnlaugs Sævars Gunnarssonar framkvæmdastjóra Faxamjöls. Verksmiðja fyrir loðnuvinnslu Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 231 orð

Ferðir Ístravel til Amsterdam hafnar

NÝTT áætlunarflug Ístravel til Amsterdam hefur "gengið ágætlega," að sögn Gunnars Braga Kjartanssonar framkvæmdastjóra "þótt alltaf sé erfitt að byrja," að hans sögn. Fyrsta flugferðin var farin 3. júní síðastliðinn og ákveðið fyrir tveimur vikum, að Gunnars sögn, að fella niður ferðir á miðvikudögum, sem upphaflega höfðu verið ráðgerðar. Einnig var flogið 5. og 11. júní. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 102 orð

Flateyrarkirkja fær góðar gjafir

GÓÐIR gestir heimsóttu Flateyrarkirkju annan í hvítasunnu og færðu þeir kirkjunni rausnarlegar gjafir. Voru þar á ferð fulltrúar fermingarbarna í Kjalarnesprófastsdæmi í fylgd tveggja presta, þeirra Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur í Grindavík og Bjarna Þórs Bjarnasonar, héraðsprests. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 202 orð

Fleiri vistunardagar unglinga

AUKNING varð á vistunum á deildum Meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga á árinu 1995, sérstaklega síðustu mánuði ársins. Að því er fram kemur í ársskýrslu MRU má að hluta rekja þessa aukningu til lokunar Tinda í lok ágúst 1995, en að öðru leyti virðist vera um að ræða almenna þróun í þessum málaflokki. Unglingum í vanda fer fjölgandi og meiri eftirspurn er eftir þjónustu MRU en áður. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Forsetaframbjóðendur tala í Kvennakirkjunni

KVENNAKIRKJAN heldur upp á kvenréttindadaginn með messu í Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 19. júní kl. 20.30. Forsetaframbjóðendurnir Guðrún Agnarsdóttir og Guðrún Pétursdóttir tala um lífsgildi, trú og konur. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir flytur stutta predikun. Anna Pálína Árnadóttir syngur við undirleik Gunnar Gunnarssonar. Ásdís Þórðardóttir leikur á trompet. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 277 orð

Fólki gert að rýma vegna vanskila

STÓRAUKIN vanskil vegna leigu kaupleiguíbúða á vegum Húsnæðisnefndar Reykjavíkur (HR) valda því að gripið hefur verið til harðari innheimtuaðgerða af hálfu nefndarinnar. Á næstunni má búast við að allnokkrum aðilum verði gert að rýma íbúðir sínar vegna mikilla skulda og síendurtekinna vanefnda á skuldaskilum vegna leigunnar. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 227 orð

Góð byrjun í Langá

"ÞETTA er besta byrjun í mörg ár, það er mikill lax hérna, aðallega á Breiðunni og í Strengjunum," sagði Runólfur Ágústsson, einn leigutaka Langár á Mýrum, í gærmorgun, en áin var þá opnuð fyrir laxveiði. Um klukkan 11 voru komnir 9 laxar á land og nokkrir til viðbótar höfðu sloppið. Stærsti laxinn var 19 punda grálúsugur hængur sem Ólafur Þ. Harðarson veiddi á svarta Frances túbu á Breiðunni. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Gróðursetningí Heiðmörk

FARIÐ verður í gróðursetningarferð á vegum Kvenréttindafélags Íslands miðvikudaginn 19. júní kl. 16. Þátttakendum er boðið í vorblót á Hallveigarstöðum að lokinni ferð. Áhugasemir félagar eru beðnir um að skrá sig á skrifstofunni og fá upplýsingar um staðsetningu gróðurreits félagsins í Heiðmörk. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Gróðursett í Neskaupstað

INGIBJÖRG Magnúsdóttir var að hjálpa mömmu sinni, Láru Garðarsdóttur, að planta niður sumarblómum við kirkjuna á Neskaupstað 11. júní síðastliðinn. Lára sagði að ekki hefði verið hægt að gróðursetja fyrr vegna veðráttunnar en aðeins nokkrum dögum áður hafði verið slydda í bænum. Fjölskyldan hefur séð um gróður fyrir kirkjuna síðastliðin átta ár. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Hollvinum safnað

HOLLVINASAMTÖK Háskóla Íslands verða formlega stofnuð á Háskólahátíð þann 17. júní. Þeir sem skrá sig í samtökin fyrir þann tíma teljast stofnfélagar. Í gær stóðu stúdentar fyrir skráningu hollvina á Ingólfstorgi í Reykjavík. Háskólakórinn söng og fleira var gert til skemmtunar. Meira
16. júní 1996 | Landsbyggðin | 191 orð

Hús andanna í Pálmalundi

Í NÆSTA nágrenni við Stórólfskirkju á Hvolsvelli hefur nú verið útbúin lítil tjörn og fjöldi trjáa gróðursettur í kring. Á tjörninni synda nú nokkrar endur og hafa þær eignast lítið hús sem kallað hefur verið Hús andanna en ekki er vitað hvort nafngiftin á rætur sínar að rekja til návistarinnar við kirkjuna. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 204 orð

IO/Intranet með beinaútsendingu frá Ríkisútvarpinu á Internetið

IO/INTRANET, Intís og Ríkisútvarpið hafa tekið höndum saman um að gera Íslendingum nær og fjær kleift að hlusta á dagskrá RÚV í gegnum Internetið. Sendingar eru þegar hafnar og mun verða sent út allan sólahringinn fram yfir 17. júní. Þetta er sérstaklega skemmtilegt fyrir þá Íslendinga sem búa erlendis vegna þess að nú geta þeir fylgst með hátíðarhöldunum 17. júní í gegnum tölvur sínar. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Í Skáleyjum

FJÖLDI barna og unglinga er í Skáleyjum á Breiðafirði á vorin enda mikið um áhugaverð og þroskandi störf við eyjabúskapinn sem börn geta tekið fullan þátt í. Börnin eiga einnig sínar frístundir og hér eru nokkur þeirra með gæsarunga á túninu við Norðurskemmuna, f.v.: Katrín Árnadóttir, Þórunn Kjartansdóttir, Játvarður Jökull Atlason, Viggó Snær Arason og Friðþjófur Helgi Gunnlaugsson. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 322 orð

"Ísland" keypt fyrir indversk götubörn

ÍSLENSK hjálparstofnun, ABC hjálparstarf, er að kaupa lítið landsvæði á Indlandi sem hlotið hefur nafnið Ísland. Þar er verið að byggja þriggja hæða hús sem tekið verður í notkun í þessum mánuði og verður framtíðarheimili fyrir 150 munaðarlaus börn. Landið er í Gannvaram, 20 km norðaustur af borginni Vijayawada, sem er ein af stærstu borgum Andra Pradesh fylkis á suðausturströnd Indlands. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Kópurinn heldur fæðu

AFRÆKTI kópurinn í Húsdýragarðinum heldur nú niðri sérstaklega útbúinni blöndu kúamjólkur, lýsis og þrúgusykurs. Að sögn Margrétar Daggar Halldórsdóttur dýrahirðis skoðaði dýralæknir kópinn á föstudag og gaf honum lyf og vítamín. Enn er haldið í vonina um að kópurinn lifi af þótt algjörlega séð útséð um að urtan hleypi honum á spena. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Leikfangagjafir tilSjúkrahúss Reykjavíkur

LIONSKLÚBBURINN Þór hefur undanfarin ár fært Sjúkrahúsi Reykjavíkur leikfangagjafir á síðasta vetrardegi. "Leikfangagjafir sem þessar geta skipt sköpum varðandi vellíðan barna sem þurfa ýmissa hluta vegna að dvelja til lengri eða skemmri tíma á sjúkrahúsum. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Lífleg salaí Ríkinu

MIKIL sala var á föstudag og í gær á útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Ottó Hreinsson, verslunarstjóri í Ríkinu í Austurstræti, segir daginn hafa minnt nokkuð á föstudag fyrir verslunarmannahelgi þótt salan hafi ekki orðið alveg eins mikil. Þá sagði hann hlutfall bjórs í sölunni hafa verið óvanalega hátt. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Morgunblaðið í nýtt húsnæði

SKRIFSTOFA Morgunblaðsins á Akureyri hefur flutt starfsemi sína úr Hafnarstræti 85 í Kaupvangsstræti 1. Það er nýtt hús á horni Kaupvangsstrætis, sem stundum er nefnt Grófargil, og Drottingarbrautar. Ritstjórn og afgreiðsla blaðsins verður þar til húsa og eru viðskiptavinir beðnir að snúa sér þangað. Símanúmer blaðsins eru óbreytt. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 191 orð

Ný skiptistöð fyrirhuguð í Kvosinni

ARNAR Kristjánsson ehf. átti lægsta tilboð í gerð skiptistöðvar SVR í Kvosinni sem fyrirhugað er að byggja á lóð Hafnarstrætis 23 þar sem smurstöð Esso var til húsa. Tilboð voru opnuð á fimmtudag og hljóðaði það lægsta upp á 11.926.033 krónur, eða 66,87% af kostnaðaráætlun. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 194 orð

Ráðstefna um samskipti Íslands og Grænlands

RÁÐSTEFNA undir yfirskriftinni Grænland og Ísland, nágrannar fyrr og nú hófst í bænum Qaqortoq á S-Grænlandi á fimmtudaginn. Fjórir íslenskir sagnfræðingar halda erindi á ráðstefnunni auk fræðimanna. Frá S-Grænlandi og Danmörku er 29 manna hópur íslenskra sagnfræðinga staddur í Qaqortoq vegna ráðstefnunnar. Hann hefur ferðast um byggðir norrænna manna á S-Grænlandi á undanförnum dögum. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð

Samið um orlof og mat á starfsaldri

FULLTRÚAR vinnuveitenda hafa samþykkt að taka inn í vinnustaðasamning ákvæði varðandi starfsaldur og orlof starfsmanna við Hvalfjarðargöng, að sögn Snæs Karlssonar fulltrúa Verkamannasambands Íslands. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Setberg veitirviðurkenningar

KIWANISKLÚBBURINN Setberg, Garðabæ, hefur undanfarin ár veitt nemendum í Garðabæ viðurkenningar fyrir góðan árangur í íslensku. Í ár eru veittar viðurkenningar til nemenda sem voru að ljúka prófi úr Hofstaðaskóla, Flataskóla og Garðaskóla. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 459 orð

Sophiu dæmdur tveggja mánaða umgengnisréttur

HALIM Al, fyrrverandi eiginmanni Sophiu Hansen, var dæmt forræði dætra þeirra í undirrétti í Istanbúl í Tyrklandi á fimmtudag. Sophiu var dæmdur umgengnisréttur við stúlkurnar í júlí og ágúst í Tyrklandi. Niðurstöðunni verður áfrýjað. Flosi fór á hliðina TÍU manna áhöfn Flosa ÍS 15 komst um borð í Börk NK 122 þegar Flosi lagðist á stjórnborðshliðina um kl. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 378 orð

Stjórn Framleiðendafélagsins fagnar skýrslu menntamálaráðherra

FRAMLEIÐENDAFÉLAGIÐ, samtök félaga og fyrirtækja sem framleiða kvikmyndir, hefur sent frá sér ályktun vegna skýrslu starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum sem menntamálaráðherra lét gera. Stjórn Framleiðendafélagsins fagnar skýrslu starfshópsins og telur hana að ýmsu leyti rökrétt framhald af kæru félagsins á hendur Ríkisútvarpinu til Samkeppnisstofnunar á sínum tíma. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Styrkja Neyðarmóttöku vegna nauðgunar

SÍÐASTLIÐINN vetur voru afhentar Neyðarmóttöku vegna nauðgunar, Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, tvær grafíkmyndir að gjöf frá Soroptimistasambandi Íslands. Myndirnar eru eftir Ingunni Eydal listakonu sem gaf höfundarrétt á myndunum til framleiðslu á tækifæriskortum til fjáröflunar fyrir Neyðarmóttökuna. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Stöð 3 sýnir fjóra leiki

STÖÐ 3 hefur gert samning við RÚV um sýningarrétt á fjórum leikjum í Evrópumóti landsliða í beinni útsendingu 18. og 19. júní. Fyrri daginn verða sýndir leikir Rúmeníu og Spánar og Skotlands og Sviss og seinni daginn Króatíu go Portúgals og Rússlands og Tékklands. Fyrri leikurinn hefst kl. 15.30 og seinni 18.30 báða dagana. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 201 orð

Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og líkamsmeiðingar

HÆSTIRÉTTUR hefur hnekkt úrskurði héraðsdóms um tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundna, yfir tæplega fimmtugum manni fyrir kynferðisbrot og líkamsmeiðingar. Telur Hæstiréttur hæfilegt að dæma manninn til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og sýknar hann af ákæru um kynferðisbrot. Meira
16. júní 1996 | Erlendar fréttir | 360 orð

Tvísýnar kosningar í Rússlandi

RÚSSAR ganga í dag að kjörborðinu og sé eitthvað að marka skoðanakannanir vinnur Borís Jeltsín forseti nauman sigur á Gennadí Zjúganov, leiðtoga kommúnista, og munu þeir tveir takast á í annarri umferð kosninganna í fyrri hluta júlí. Kosningabaráttan náði hámarki á föstudag og hét Jeltsín þá rækilegri uppstokkun í stjórn sinni, en Zjúganov boðaði hófsemd og sátt. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 374 orð

Umhverfisáhrif af uppgræðslu Hólasands metin

SKIPULAG ríkisins er að hefja athugun á mati á umhverfisáhrifum af uppgræðslu Hólasands í Suður- Þingeyjarsýslu. Fyrirhugað er að stöðva þar jarðvegsrof og græða upp sandinn, aðallega með lúpínu. Hólasandur er um 130 ferkílómetra svæði norðvestur af Mývatni og liggur í 3-400 metra hæð yfir sjó. Hólasandur er að mestu leyti sendinn melur. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Undarleg bílferð

JEPPABIFREIÐ, sem lagt var í bílastæði framan við Borgarkringluna í gærmorgun, tók upp á að fara í undarlegt ferðalag sem endaði einni hæð neðar. Þegar eigandi bílsins kom út úr Borgarkringlunni og sá ekki bílinn taldi hann að honum hefði verið stolið. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hann stóð niðri við götu við hlið innkeyrslunnar inn í bílageymslu Borgarkringlunnar. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

Úthlutun úr Lýðveldissjóði

Á HÁTÍÐARFUNDI Lýðveldissjóðs þann 17. júní verður gerð grein fyrir styrkjum sem sjóðurinn veitir árlega til rannsókna á lífríki sjávar og verkefna sem eru til þess fallin að efla íslenska tungu. Einnig verður tilkynnt hverjir hljóta heiðursviðurkenningu Lýðveldissjóðs 1996 fyrir rannsóknir á lífríki sjávar og fyrir að hafa sýnt íslenskri tungu sérstaka ræktarsemi. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 306 orð

Verðlaun fyrir besta skógarhnífinn

AFHENDING verðlauna fyrir besta skógarhnífinn fór fram í gær, í húsi Landgræðslusjóðs við Suðurhlíð í Reykjavík. Sextíu hnífar bárust í samkeppnina sem haldin var á vegum Skógræktar ríkisins og landbúnaðarráðuneytisins. Keppnin var auglýst í janúar í ár í tilefni að opnun "Íslenskrar viðarmiðlunar", en starfsemi hennar hófst 7. júní. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 387 orð

Verkfallið var löglega boðað

FÉLAGSDÓMUR hefur komist að þeirri niðurstöðu að Siglfirðingur hf., sem gerir út úthafsveiðiskipið Sigli, hafi brotið lög um stéttarfélög og vinnudeilur með því að segja upp fjórum skipverjum á Sigli, félagsmönnum í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði, í kjölfar þess að þeir neituðu að fara á sjó í miðju sjómannaverkfalli í fyrra. Verkfallið stóð frá 24. maí til 15. júní. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 231 orð

Viðskiptavinum vísað til Nýherja

ÍSLENSKA menntanetið hefur sent þeim viðskiptavinum sínum, sem ekki falla undir skilgreiningu menntamálaráðuneytisins um framtíðarhlutverk menntanetsins, tilboð um að flytja netfang sitt og viðskipti til Nýherja hf. Samkvæmt heimildum blaðsins mun gæta nokkurrar óánægju hjá almennum viðskiptavinum Ísmenntar með að þjónustu við þá verður hætt. Meira
16. júní 1996 | Innlendar fréttir | 841 orð

Vonumst eftir 18.000 konum

Ídag, sunnudag, fer fram á 90 stöðum á landinu og víða erlendis sjöunda Kvennahlaup ÍSÍ. Hlaupið hefst klukkan 14.00 og er talið að þátttakendur í ár verði mun fleiri en nokkru sinni fyrr. Framkvæmdastjóri Kvennahlaupsins er Helga Guðmundsdóttir. Meira
16. júní 1996 | Landsbyggðin | 96 orð

Þjóðleg ferming í Einarsstaðakirkju

MARGT var um manninn í Einarsstaðarkirkju í Reykjadal fyrir nokkru en þá voru fermd sjö börn. Messan var sérstök að því leyti að öll fermingarbörnin klæddust þjóðlegum búningum auk þess sem margar konur voru í íslenskum búningum í kirkjunni. Kór Einarsstaðakirkju söng en sr. Sigurður Ægisson flutti ræðu og varaði unga fólkið við ýmsu sem gæti orðið á vegi þess á lífsleiðinni. Meira

Ritstjórnargreinar

16. júní 1996 | Leiðarar | 2338 orð

format f. sdrbref nr. 68,7, 4.6.

format f. sdrbref nr. 68,7, 4.6. Meira
16. júní 1996 | Leiðarar | 394 orð

leiðari ÁRTÖL ÚR SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU ANDNÁM Íslands

leiðari ÁRTÖL ÚR SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU ANDNÁM Íslands er talið hefjast um 870. Landnámsöld stendur til um 930. Helztu orsakir landnáms voru ofríki Haralds konungs hárfagra, er hann sameinaði Noreg undir lok 9. Meira

Menning

16. júní 1996 | Fólk í fréttum | 106 orð

12.000 höfðu séð Fuglabúrið

ALLS höfðu um 12.000 manns séð bandarísku gamanmyndina Fuglabúrið í Háskólabíói og Sambíóunum eftir síðustu helgi. Þá höfðu rúm 15.000 séð 12 apa í Háskólabíói og 3.000 manns höfðu séð myndina Neðanjarðar. Réttardramað "Primal Fear" með Richard Gere var frumsýnt um þessa helgi en næstu myndir Háskólabíós eru m.a. Meira
16. júní 1996 | Tónlist | 440 orð

Að ávaxta sitt pund

Sinfóníuhljómsveit Íslands, fiðlusnillingurinn Corey Cerovsek og hljómsveitarstjórinn Robert Henderson fluttu tónverk eftir Brahms og Stravinskíj. Á LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík voru haldnir stórtónleikar sl. fimmtudagskvöld og það var fiðlusnillingurinn Corey Cerocsek er flutti, ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Roberts Hendesons, fiðlukonsertinn í D-dúr op. Meira
16. júní 1996 | Fólk í fréttum | 206 orð

Bankaráð og bankastjórn á ferð um landið

BANKARÁÐ og bankastjórn Íslandsbanka voru á ferð um landið nýlega og heimsóttu nokkur útibú, m.a. nýtt útibú bankans í Mývatnssveit. Þegar bankaráð og bankastjórn heimsóttu útibúið á Akureyri var fjölmörgum viðskiptaaðilum bankans boðið til móttöku í útibúinu og voru þessar myndir teknar við það tækifæri. Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs, flutti ávarp og sagði m.a. Meira
16. júní 1996 | Leiklist | 393 orð

Brúðubíllinn brunar um bæinn

Handrit og brúðugerð: Helga Steffensen. Leikstjórar: Sigrún Edda Björnsdóttir og Helga Steffensen. Leikarar: Aðalsteinn Bergdal, Edda Heiðrún Bachman, Helga Steffensen, Júlíus Brjánsson, Pálmi Gestsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir. Tónlistarstjóri: Magnús Kjartansson. Leiktjöld: Þórhallur B. Jónsson. Búningar: Ingibjörg Jónsdóttir. Upptaka: Pétur Hjaltested. Meira
16. júní 1996 | Fólk í fréttum | 85 orð

Búnir að Eika það

EIRÍKUR Hauksson kynnti afurð sína og hljómsveitarinnar Endurvinnslunnar, geislaplötuna Búnir að Eika það, á Gauki á Stöng síðastliðið fimmtudagskvöld. Húsfyllir var og var mál manna að Eiki hefði engu gleymt, en hann er kunnur af rokksöng sínum með hljómsveitunum Módel, Drýsill, Start og Icy-söngflokknum. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 341 orð

Eftirmáli regndropanna í London

GARGOYLE-leikhópurinn, sem er alþjóðlegur leikhópur sem starfræktur er í London, setti upp á dögunum í litlu leikhúsi fyrir ofan skemmtilegan pöbb í Norður-London eigið leikrit byggt á áhrifum frá skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, Eftirmála regndropanna. Gunnþórunn Guðmundsdóttir ræddi við leikhópinn meðan á sýningum stóð. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 162 orð

Fjallað um Jón Leifs í Gramophone

Í JÚLÍHEFTI breska tónlistartímarits Gramophone er fjallað um nýútkominn disk Sinfóníuhljómsveitar Íslands "Íslands Kantata", þar sem hún leikur verk eftir Jón Leifs undir stjórn Petri Sakari. Talað er um diskinn ásamt níu öðrum sem vert er að kynna sér hafi maður gaman af píanókonsert Griegs frá 1868. Meira
16. júní 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Fjölgun í vændum

HINN nýi James Bond, Pierce Brosnan, og kærasta hans, Keely Shaye Smith eiga von á barni. Verður erfinginn fyrsta barn Smiths, en Brosnan á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Þrátt fyrir að ekki sé farið að tala um giftingu í sambandi þeirra Brosnans og Smiths eru þau himinlifandi yfir fréttunum. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 54 orð

Fjörviti að ljúka

SÝNINGUNNI Fjörviti í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík, lýkur í dag sunnudag. Fjörvit er heiti á fjórum sýningum sem eru sameiginlegt framlag Listahátíðar í Reykjavík og Nýlistasafnsins. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 77 orð

Frumsýning á Húsavík

RÓMANTÍSKI gamanleikurinn Á sama tíma að ári verður frumsýndur á Húsavík næstkomandi miðvikudag kl. 20.30. Höfundur þess er Bernard Slade, en þýðing er eftir núverandi Þjóðleikhússtjóra, Stefán Baldursson. Leikarar sýningarinnar eru Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir, en leikstjóri er Hallur Helgason. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 40 orð

Galdra-Loftur áfram í haust

ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda sýningum á óperu Jóns Ásgeirssonar, Galdra-Lofti, áfram í haust í Íslensku óperunni og er fyrsta sýning fyrirhuguð um miðjan september. Sjötta og síðasta sýning á óperunni á Listahátíð var á föstudagskvöld. Meira
16. júní 1996 | Fólk í fréttum | 143 orð

Gere heldur sínu striki

RICHARD Gere hefur verið vinsælt umfjöllunarefni slúðurblaðanna allt síðan hann sleit sambandi sínu við fyrirsætuna Cindy Crawford. Hann lét það þó ekki á sig fá og lék í myndinni "Primal Fear", sem vermdi meðal annars topp bandaríska aðsóknarlistans fyrir skömmu. Þar er hann í hlutverki verjanda ungs manns sem leikinn er af Edward Norton. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 164 orð

Grafíklistamenn til Gotlands

TVEIM Íslenskum listamönnum, Grétu Ósk Sigurðardóttur og Ragnheiði Jónsdóttur, hefur verið boðið að taka þátt í grafíksmiðju Nordgrafia í Gotlandi í Svíþjóð ásamt 23 öðrum listamönnum frá löndunum sem liggja að Eystrasalti ásamt Íslandi og Noregi. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 179 orð

Klarínettleikari í Svíþjóð

HERMANN Stefánsson var nýlega ráðinn sólóklarínettleikari Konunglegu sænsku fílharmóníuhljómsveitarinnar í Stokkhólmi. Hljómsveitin er stærsta sinfóníuhljómsveit Svíþjóðar og sótti Ísland heim og lék á listahátíð 1972. Aðalstjórnendur hennar nú eru Englendingurinn Andrew Davis og Eistlendingurinn Paavo Järvi. Meira
16. júní 1996 | Fólk í fréttum | 102 orð

Leikur Selenu

JENNIFER Lopez hefur hreppt hlutverk söngkonunnar dáðu, Selenu, sem myrt var eins og alkunna er. Lopes, sem lék í myndinni "Money Train" mun fá milljón dollara fyrir leikinn og er talið að hún sé fyrsta leikkonan af spænskum ættum til að fá svo háar launagreiðslur í kvikmynd. Leikstjóri myndarinnar er Gregory Nava, en hann samdi einnig handritið. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 63 orð

Leikverk um ævi Brahms

ALÞJÓÐLEGA kammertónlistarhátíðin er hafin í Umeå í Svíþjóð. Hátíðin er haldin í samvinnu við tónlistarhátíðina Korsholm í Finnlandi og hefst dagskráin þar þann 23. júní. Listrænn stjórnandi hátíðanna er sellóleikarinn Frans Helmerson. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 51 orð

Listahátíð í Reykjavík 1996

Sunnudagur 16. júní Lester Bowie's Brass Fantasy. Loftkastalinn: Djasstónleikar kl. 21. Sýning yngri nemenda sirkusskóla Circus Ronaldo. Hljómskálagarðurinn kl. 15. Sýning eldri nemenda sirkusskóla Circus Ronaldo. Hljómskálagarðurinn kl. 17. Circus Ronaldo. Hljómskálagarðurinn 6. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 110 orð

Listaverkasýning í Grunnskóla Ólafsvíkur

LTSTAVERKASÝNING hefur verið opnuð í Grunnskóla Ólafsvíkur. Þar sýna listakonurnar María Vilborg Ragnarsdóttir frá Ólafsvík og Sigríður Gísladóttir frá Staðarsveit. Sigríður stundaði listnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1989-1993 og var gestanemi við Statens Kustacademy í Osló 1994. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar, auk þess að hafa tekið þátt í samsýningum. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 42 orð

List í Humarhúsinu

LISTAMENN júnímánaðar í Humarhúsinu eru þeir Marta María Hálfdánardóttir glerlistakona og Sigrún Gunnarsdóttir leirlistakona úr Art- Hún. Marta María sýnir glerverk og samleik járns og glers. Sigrún Gunnarsdóttir sýnir leirverk og veggklukkur úr steinleir, máluðu plexigleri og bræddu gleri. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 27 orð

Ljós, land og líf síðasta sýningarhelgi

Ljós, land og líf síðasta sýningarhelgi SÝNINGU Benedikts Gunnarssonar í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg, Ljós, land og líf, lýkur 17. júní. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. Meira
16. júní 1996 | Fólk í fréttum | 50 orð

Martin aðlaður

GEORGE Martin, upptökustjóri Bítlanna á sínum tíma, heitir nú Sir George Martin. Tilkynnt var í dag að drottning hygðist aðla hann. Hér sjáum við hann við útgáfu smáskífunnar "Free as a Bird" í nóvembermánuði síðastliðnum. Með honum á myndinni eru upptökustjórinn Jeff Lynne og forstjóri Apple-fyrirtækisins Neil Aspinall. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 65 orð

Myndlistarsýning í Skaftárskála á Klaustri

KRAKKARNIR í Kirkjubæjarskóla á Klaustri opnuðu nýlega myndlistarsýningu í veitingasalnum í Skaftárskála á Kirkjubæjarklaustri. Á sýningunni eru myndir sem þau hafa unnið undir leiðsögn myndlistarkennara síns. Við opnun sýningarinnar léku ungir flautuleikarar úr tónlistarskólanum á Klaustri og boðið var upp á veitingar í skálanum. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Norrænu leikhúsdagarnir í Kaupmannahöfn

NORRÆNU leikhúsdagarnir standa nú yfir í Kaupmannahöfn og var opnunarsýningin Óskin eftir Jóhann Sigurjónsson í flutningi leikara frá Leikfélagi Reykjavíkur undir leikstjórn Páls Baldvinssonar. Samtök leikhúsa á Norðurlöndum standa að hátíðinni og þar eru ýmsar norrænar sýningar fluttar af hópum frá löndunum, auk þess sem afhent voru verðlaun fyrir besta norræna leikritið. Meira
16. júní 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

Ný plata frá In Bloom

HLJÓMSVEITIN In Bloom kynnti nýja geislaplötu sína með tónleikum í Tunglinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Mannmargt var og fóru gestir ánægðir út í sumarnóttina. Ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn og létt flass sitt skína á gesti. Meira
16. júní 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Paul gamli Newman

PAUL Newman er kunnur fyrir góðgerðastörf og lætur ekki deigan síga í þeim efnum. Hann mætir hér til listanámskeiðs fyrir börn sem hófst í Washington á fimmtudag. Heinz- fyrirtækið styrkir námskeiðið til að fagna 100 ára afmæli þess. Fyrirtækið hefur lagt mikla fjármuni í listakennslumál í Bandaríkjunum. Meira
16. júní 1996 | Myndlist | -1 orð

Raunveruleiki tómsins

Jón Axel Björnsson. Virka daga frá 12-18. 14-18 um helgar. Til 23 júní. Aðgangur ókeypis. TILVISTARSTEFNAN og stefið um einsemd mannsins ætlar að verða merkilega lífsseigt í dúkum Jóns Axels Björnssonar. Maðurinn andspænis tóminu, sem umlykur hann og er raunveruleiki alls, eða eins og Samuel Beckett orðaði það: "Ekkert er raunverulegra en tómið. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 65 orð

Silfur í Þjóðminjasafni

SÝNINGAR í Þjóðminjasafni Íslands verða opnar á þjóðhátíðardaginn frá kl. 11-17. Ber þar hæst sýninguna Silfur í Þjóðminjasafni sem opnuð var á fyrsta degi Listahátíðar. Er hún í Bogasal og þar getur að líta úrval silfurgripa sem varðveittir eru í Þjóðminjasafni. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 49 orð

Síðasta sýning leikársins

SÍÐASTA sýning leikárs Þjóðleikhússins verður á sunnudag á söngleiknum Hamingjuráninu. Höfundur verksins er Bengt Ahlfors. Leikendur í Hamingjuráninu eru Hilmir Snær Guðnason, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Örn Árnason, Bergur Þór Ingólfsson og Flosi Ólafsson. Einnig tekur þriggja manna hljómsveit þátt í sýningunni. Meira
16. júní 1996 | Tónlist | 401 orð

Sögulegur dómsdagur

Þórólfur Stefánsson gítarleikari. Miðvikudagur 12. júní 1996. TÓNLEIKARNIR í Norræna húsinu á miðvikudagskvöld voru, eins og flestir tónleikar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana, háðir undir merkjum Listahátíðar í Reykjavík. Það voru fleiri tónleikagestir en sú sem þetta skrifar sem mættu til leiks þegar nokkuð var liðið á flutninginn. Meira
16. júní 1996 | Fólk í fréttum | 97 orð

Til aðstoðar bændum

SVEITASÖNGVARINN Willie Nelson höfðar nú til félaga sinna í tónlistarheiminum að koma til hjálpar bændum í suðurríkjunum. Þar hafa verið miklir þurrkar sem koma illa niður á framleiðslu bændanna. Nelson biður nú félaga sína um að gefa vinnu sína einn dag til styrktar bændunum. Eins segist Nelson ætla að gefa ágóðann af tónleikum sem haldnir verða í Texas 4. júlí nk. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 79 orð

Tuttugu smásögur valdar

TUTTUGU smásögur hafa verið valdar úr þeim 225, sem bárust þegar auglýst var eftir sögum til flutnings í sumardagskrá Rásar eitt. Þriggja manna dómnefnd skipuð Jóni Halli Stefánssyni á Rás eitt, Kristínu Ómarsdóttur rithöfundi og Guðrúnu Nordal bókmenntafræðingi, sá um að velja sögurnar. Sögurnar eru frumfluttar á sunnudögum kl. 18 og endurteknar næsta föstudag á eftir kl. 10.15. Meira
16. júní 1996 | Fólk í fréttum | 74 orð

Van Damme í útlendingaherdeildina

KRAFTAJÖTUNNINN og leikarinn Claude Van Damme er að búa sig undir hlutverk í kvikmynd um frönsku útlendingahersveitina. Handrit myndarinnar skrifaði Sheldon Lettich ("The Quest" og "Double Impact") en hann segist hafa unnið handritið upp úr hugmynd sem hann fékk í félagi við Van Damme. Meira
16. júní 1996 | Menningarlíf | 176 orð

Ævisaga Jóns Sigurðssonar á ensku og dönsku

Á LÝÐVELDISDAGINN 17. júní næstkomandi, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, kemur út ævisaga hans í hnotskurn á ensku og dönsku, 128 blaðsíður að lengd í mjög handhægu broti, sem Hallgrímur Sveinsson á Hrafnseyri tók saman, en útgefandi er Vestfirska forlagið. Hersteinn Pálsson þýddi á ensku en Auðunn Bragi Sveinsson á dönsku. Meira

Umræðan

16. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 279 orð

20 milljarðar ljósára

"Vísindamenn hafa fundið vetrarbraut sem er eldri en alheimurinn ­ samkvæmt hefðbundnum kenningum" ­ eitthvað á þessa leið heyrði ég frá sagt í tíufréttum 12. júní, og kom ekki á óvart, enda hafa undanfarin 3-5 ár verið að koma, æ ofan í æ, vísindafréttir líks efnis og þessi. Meira
16. júní 1996 | Kosningar | 129 orð

Meira um drengskaparheit

JÓN Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður skrifar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann staðfestir lýsingu mína á því með hvaða hætti Ólafur Ragnar Grímsson vann drengskaparheit að framburði sínum í máli Magnúsar Thoroddsen. Meira
16. júní 1996 | Aðsent efni | 1039 orð

Merkurnes

Þessi vísa er upphafið að kvæði eftir Pálma Eyjólfsson sem birtist í Goðasteini, héraðsriti Rangæinga fyrir nokkrum árum. Það heitir Við Markarfljót. Sögusviðið er eitthvert hið tignarlegasta og stórbrotnasta á Íslandi. Fljótshlíð og Tindfjallagjöll á aðra hönd og Eyjafjallajökull á hina. Meira
16. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 248 orð

Ótrúleg kjarabót

NÚNA í kvöld, þann 7. júní, sagði Gunnar Schram í sjónvarpsviðtali að til athugunar væri að veita forsetaframbjóðendum ríkisstyrk, vegna kostnaðar þeirra við framboð. Hann taldi hóflegt að hver frambjóðandi fengi 15 milljónir. Þetta eru góð tíðindi fyrir þá sem búa við bág kjör, láglaunafólk, atvinnulausa, eftirlaunafólk og öryrkja. Meira
16. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 218 orð

Þjóðhátíðarkveðja til borgarstjórans í Reykjavík

ÞAÐ var á vetrarmánuðum er ég sat þing Iðnnemasambands Íslands að ég gerði það að tillögu minni, að undangengnum samræðum við Kristínu Árnadóttur aðstoðarmann borgarastjórans í Reykjavík að iðnnemar fengju hlutdeild í hátíðarhöldunum 17. júní. Meira

Minningargreinar

16. júní 1996 | Minningargreinar | 390 orð

Áslaug Guðmundsdóttir

Þegar ég kveð í hinsta sinn tengdamóður mína Áslaugu, þá langar mig með örfáum orðum að þakka henni samfylgdina í rúm 40 ár. Okkar kynni hófust þegar ég ungur maður gekk að eiga dóttur þeirra hjóna, Erlu. Mér er það í fersku minni þegar ég kom fyrst að Valshamri, hversu vel á móti mér var tekið, sem og öllum öðrum sem þangað komu og nutu gestrisni og veitinga Áslaugar. Meira
16. júní 1996 | Minningargreinar | 112 orð

ÁSLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR Áslaug Guðmundsdóttir var fædd í Innri-Fagradal Saurbæ, Dalasýslu, 21. maí 1901. Hún lést á

ÁSLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR Áslaug Guðmundsdóttir var fædd í Innri-Fagradal Saurbæ, Dalasýslu, 21. maí 1901. Hún lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 6. júní síðastliðinn. Foreldrar henanr voru hjónin Guðmundur Hannesson póstur og Þórdís Ívarsdóttir, bæði ættuð úr Dalasýslu og bjuggu þar lengst af að Barmi á Skarðsströnd. Meira
16. júní 1996 | Minningargreinar | 142 orð

Áslaug Valdimarsdóttir

Um árabil vann Áslaug Valdimarsdóttir á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Hún réðst þar til starfa árið 1985 og vann lengst af sem gjaldkeri. Sem starfsmaður einkenndist hún af vinnusemi, vandvirkni og trúmennsku. Fyrir nokkrum árum fór Áslaug í fyrsta uppskurðinn vegna krabbameinssjúkdómsins sem hún greindist þá með. Meira
16. júní 1996 | Minningargreinar | 242 orð

Áslaug Valdimarsdóttir

Amma okkar Guðrún Áslaug Valdemarsdóttir, ó hve sárt er að sjá af styrk þínum. Í gegnum hugsun og gjörðir ertu fyrirmynd okkar um stolt og atorkusemi. Barátta þín við þennan hræðilega sjúkdóm sem dró þig niður svo unga að aldri, veikindi þín settu mark á líf þitt og því meira sem nálgaðist endalokin. Okkur sveið að sjá þig veikjast. Meira
16. júní 1996 | Minningargreinar | 229 orð

ÁSLAUG VALDIMARSDÓTTIR

ÁSLAUG VALDIMARSDÓTTIR Guðrún Áslaug Valdemarsdóttir fæddist í Reykjavík 29. september 1943. Hún lést á heimili sínu 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Valdemar Guðbjartsson, trésmiður, f. 29. ágúst 1895, d. 2. september 1972, og Sigurbjörg Sigurðardóttir, saumakona, f. 20. ágúst 1918, d. 26. maí 1993. Meira

Daglegt líf

16. júní 1996 | Bílar | 261 orð

Fyrsti Premium afhentur á Íslandi

ÍSLAND er fyrsta landið í Evrópu þar sem nýr Renault Premium vörubíll er afhentur til kaupanda. Það var Egill Skallagrímsson hf. sem fékk fyrsta bílinn, Premium Distribution. Í tengslum við kynninguna á Premium hérlendis kom svæðisstjóri Renault V.I. í Evrópu, Mogens Nielsen hingað til lands. Meira
16. júní 1996 | Bílar | 293 orð

Nýr Volvo í hönnun

FRUMGERÐ nýs Volvo bíls sem sést hefur í Svíþjóð þykir benda til þess að Volvo sé farið að huga að arftaka 940/960 línunni sem hefur verið á markaði síðan snemma á níunda áratugnum. Bíllinn sem sést hefur í Svíþjóð hefur verið mikið dulbúinn en líklegt þykir að endanlegt útlit verði eitthvað í líkingu við myndina hér að neðan. Ný Scania Meira
16. júní 1996 | Bílar | 510 orð

Skemmtilegur og fjölhæfur ferðabíll

Í KJÖLFAR breytinga á vörugjaldi af ökutækjum er það orðið raunhæfari kostur en áður fyrir marga að eignast stóran fjórhjóladrifsbíl. Verðlækkanir til bílkaupenda eru mismiklar en dæmi um hátt í 500 þúsund kr. lækkun finnast. Nissan Patrol GR með sex strokka, 2,8 lítra dísilvél með forþjöppu er einn þeirra fjórhjóladrifsbíla sem ekki hefur verið á færi allra að eignast. Meira
16. júní 1996 | Bílar | 206 orð

Snorka á jeppana

AKSTUR yfir óbrúaðar ár getur reynst hin mesta hættugildra ef árnar eru djúpar og vatnsmiklar. Komist vatn inn á vélina getur hún brotnað. Kostnaður við viðgerð er í öllum tilfellum mikill því þá þarf að rífa allt í sundur stykki fyrir stykki til að skipta um blokkina. Aukahlutaverslun Toyota hefur nú hafið innflutning á sérstökum búnaði sem á að koma í veg fyrir slíka skaða, svokallaða snorku. Meira
16. júní 1996 | Bílar | 205 orð

SsangYong Stampede til sölu á næsta ári

SSANGYONG Stampede heitir þessi litli jeppi sem verður frumsýndur á bílasýningunni í Birmingham í október næstkomandi. Jeppinn verður til sölu í Evrópu á næsta ári. Útlitslega er Stampede töluverður blendingur. Sjá má í honum drætti frá Jeep Wrangler, sérstaklega Stampede er byggður á styttri grind af Musso jeppanum en hönnuður beggja bílanna, þ.e. Meira
16. júní 1996 | Bílar | 75 orð

Teinafelgur úr áli

TEINAFELGUR voru aðalsmerki á fallegum sportbílum hér áður fyrr en þykir flestum betra að hafa bílana á álfelgum. Ítalski felguframleiðandinn Momo, sem m.a. framleiðir felgur fyrir Ferrari, hefur komið til móts við sportbílaeigendur og smíðað teinafelgur úr áli. Felgurnar fást í stærðunum 15, 16 og 17 tommum og kosta nálægt 25 þúsund ÍSK hver felga. Meira
16. júní 1996 | Bílar | 125 orð

Um 200 Skoda Felica seldir

NÝI Skoda bíllinn, Skoda Felicia, hefur nú verið í rúmt eitt ár á íslenska bílamarkaðnum og hefur honum verið vel tekið. Tæplega tvö hundruð bílar hafa selst. Reynslan af þessum bílum hefur verið góð. Bílaleigur eru nú farnar að sýna Skoda Felicia áhuga. Meira
16. júní 1996 | Bílar | 311 orð

Vel til hafður Audi A4

AUDI A4, rauður, niðurlækkaður með vindskeiðum og augnlokum á framlugtum og á Momo álfelgum frá Ítalíu. Þetta er einn glæsilegasti Audi A4 bíllinn á landinu en eigandinn er Bárður Ágústsson. Þetta er fyrsti Audi bíllinn sem Bárður á. Meira

Fastir þættir

16. júní 1996 | Dagbók | 2701 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 14.-20. júní verða Laugavegs Apótek, Laugavegi 16 og Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74 opin til kl. 22. Frá þeim tíma er Laugavegs Apótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
16. júní 1996 | Fastir þættir | 61 orð

BRIDS Félag eldri borgara Fimmtudaginn 6.

Fimmtudaginn 6. júní sl. spiluðu 13 pör. Úrslit urðu þessi: Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson191 Þorleifur Þórarinsson - Oliver Kristófersson175 Ásta Erlendsdóttir - Helga Helgadóttir175 Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson165 Meðalskor156 Sunnudaginn 9. júní sl. spiluðu 10 pör. Meira
16. júní 1996 | Fastir þættir | 158 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Metþátttaka í Sumar

Á miðvikudaginn 12. júní var nýtt aðsóknarmet sett í sumarbrids 1996. Þá spiluðu 36 pör tölvureiknaður Mitchell-tvímenningur með forgefnum spilum. Meðalskor var 420 og efstu pör urðu: NS-riðill: Guðlaugur Sveinsson - Pétur Sigurðsson496 Jón Stefánsson - Jens Jensson491 Þröstur Ingimarsson - Þórður Björnss. Meira
16. júní 1996 | Dagbók | 742 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
16. júní 1996 | Í dag | 176 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, sunnudaginn 16. júní, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Valgerður Guðlaugsdóttir og Hallgrímur Hallgrímsson, Smáraflöt 16, Garðabæ. ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 16. Meira
16. júní 1996 | Í dag | 46 orð

LEIÐRÉTT

Ranglega var farið með staðreyndir í frétt í blaðinu á fimmtudag um vinnuslys í Eiðismýri. Maðurinn, sem í fréttinni var sagður vera fimmtugur, er tvítugur og hann féll ekki tvo metra heldur tæpa 6. Maðurinn var að háþrýstiþvo svalagólf á þriðju hæð þegar slysið varð. Meira
16. júní 1996 | Í dag | 483 orð

ORSETAKOSNINGAR eru framundan. Embætti forseta Ís

ORSETAKOSNINGAR eru framundan. Embætti forseta Íslands var stofnsett með stjórnarskrá lýðveldisins (samþykktri á Alþingi 8. marz 1994, tók gildi á stofndegi lýðveldisins 17. júní sama ár). Árið 1944 er ekki eina stóra ártalið í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þar koma fleiri til, ekki sízt ártölin 1904 og 1918. Meira
16. júní 1996 | Í dag | 195 orð

Tapað/fundið Barnabakpoki tapaðist BLÁR barnabak

BLÁR barnabakpoki með mynd af Tomma og Jenna tapaðist fyrir u.þ.b. mánuði, annaðhvort í Hlíðunum eða miðbænum. Í pokanum var barnafatnaður. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 552-7175 og er fundarlaunum heitið. Gæludýr Kisa týnd í Norðurmýri TÁTA, ólarlaus 8 ára gömul læða, hvarf frá Bollagötu sl. sunnudag. Meira

Íþróttir

16. júní 1996 | Íþróttir | 1436 orð

Athugasemdir JSÍ

STJÓRN Júdósambands Íslands (JSÍ) íhugar nú að hætta við að senda Vernharð Þorleifsson á Ólympíuleikana, eins og greint var frá í blaðinu á fimmtudag, vegna ummæla Vernharðs og félaga hans í KA, Jóns Óðins Óðinssonar og Freys Gauta Sigmundsson, í fjölmiðlum undanfarnar vikur en þeir hafa harðlega gagnrýnt JSÍ og Michael Vachun landsliðsþjálfara. Meira
16. júní 1996 | Íþróttir | 610 orð

Frábær vörn hjá Seattle

CHICAGO Bulls og Seattle SuperSonics verða að mætast að minnsta kosti einu sinni enn til að úr því fáist skorið hvort liðið verður "heimsmeistari" í körfuknattleik, eins og Bandaríkjamenn kalla sigurvegarann í NBA-deildinni í körfuknattleik, því í fyrrinótt sigruðu leikmenn Seattle lið Chicago, 89:78, á heimavelli sínum í Seattle. Meira
16. júní 1996 | Íþróttir | 459 orð

Norman er til alls líklegur

Payne Stewart hefur forystu á Opna bandaríska golfmótinu sem fram fer á Oakland Hills þessa dagana. Keppnin var hálfnuð í gær og þá hafði Stewart leikið holurnar 36 á 138 höggum, eða tveimur höggum undir pari, sem þykir ekki mikið hjá bestu kylfingum heims, en allir eru ánægðir með á þessum velli, "Skrímslinu" eins og Ben Hogan kallaði hann. Meira
16. júní 1996 | Íþróttir | 119 orð

Opna bandaríska

Staðan eftir tvo hringi: 138 - Payne Stewart 67 71 139 - Greg Norman 73 66, Ernie Els 72 67, Woody Austin 67 72 140 - Davis Love 71 69, Frank Nobilo 69 71, Ken Green 73 67, Sam Torrance 71 69, Steve Jones 74 66 141 - Billy Andrade 72 69, John Daly 72 69, Jumbo Ozaki 69 72, Meira

Sunnudagsblað

16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 145 orð

Fitubollan Eddie Murphy

NÝJASTA gamanmynd Eddie Murphy heitir "The Nutty Professor" og er einskonar endurgerð samnefndrar myndar gamanleikarans Jerry Lewis frá 1963. Í henni bjó prófessor Lewis til töfraformúlu sem gjörbreytti persónuleika hans og gerði hann mun sjálfsöruggari og áræðnari en í endurgerðinni býr prófessor Murphy til töfraformúlu sem gerir hann akfeitan. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1679 orð

FJÖLSKYLDUVÆNT skrímsli

Loch Ness skrímslið hefur þvælst fyrir fótunum á skrímslafræðingum í tugi ára, margir vitnisburðir um blessað skrímslið hafa litið dagsins ljós og eins hefur það verið bæði ljós- og kvikmyndað, Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 162 orð

Fólk

FÁIR leikarar eru vinsælli en Robin Williamsog sannaðist það nú síðast á gengi myndanna Fuglabúrið og "Jumanji" í Bandaríkjunum. Þær voru fyrstu myndirnar í sögunni með sama aðalleikaranum, sem fóru yfir 100 milljón dollara markið í tekjum um sömu helgina. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 984 orð

HÁHRAÐAFJARSKIPTI ­ RANNSÓKNASAMVINNA INNAN EES

MEÐ SAMNINGNUM um Evrópska efnahagssvæðið fengu Íslendingar aðgang að rannsóknasjóðum Evrópusambandsins innan fjórðu rammaáætlunarinnar. Þar á meðal er sjóður sem styrkir rannsóknir á sviði háhraðafjarskipta. Það svið nefnist ACTS (Advanced Communications Technologies and Services). Þessi rammaáætlun nær yfir árin 1995­1998. Heildarfjárveitingar til 4. rammaáætlunarinnar eru 11. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1088 orð

HEF AF tilviljun verið að lesa bókaflokkinn Mysteries of th

HEF AF tilviljun verið að lesa bókaflokkinn Mysteries of the Unknown sem Time-Life gefur út, hinar athyglisverðustu bækur. Af þessum lestri sé ég að Runólfur Runólfsson, eða Runki, sem tróð sér allt í einu gegnum Hafstein vin minn Björnsson á miðilsfundi á sínum tíma, er orðinn heimsfrægur, svo mjög sem hann kemur við sögu í einni þessara bóka, Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1483 orð

Heimurinn gæti misst af einstöku tækifæri Donald Abelson er aðalsamningamaður Bandaríkjastjórnar í viðræðum um samning um aukið

VIÐRÆÐUM um víðtækan alþjóðlegan fjarskiptasamning átti að ljúka fyrir maí á þessu ári. Á síðustu stundu kom hins vegar í ljós að Bandaríkin töldu sig ekki geta gengið frá samkomulagi miðað við þær forsendur sem þá voru til staðar. Viðræðurnar voru framlengdar til 15. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 663 orð

Hinn eldrauði Janus

HONUM hefur verið líkt við guðinn Janus sem hafði tvö andlit og sneri annað fram en hitt aftur. Gennadíj Tsjúganov, frambjóðandi rússneskra kommúnista, hefur verið vændur um að leika tveimur skjöldum og boða aðra stefnu á heimavelli en þegar hann ræðir við erlenda gesti í Moskvu. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 3206 orð

HORFST Í AUGU VIÐ DAUÐANN HORFST Í AUGU VIÐ DAUÐANN Í síðasta hefti Hjúkrunar, tímariti Hjúkrunarfélagsins, er grein eftir

HORFST Í AUGU VIÐ DAUÐANN HORFST Í AUGU VIÐ DAUÐANN Í síðasta hefti Hjúkrunar, tímariti Hjúkrunarfélagsins, er grein eftir hjúkrunarfræðinginn Sigrúnu Ástu Pétursdóttur, þar sem hún gagnrýnir sitthvað sem lýtur að störfum hjúkrunarfræðinga nútímans, Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 878 orð

Hugsað um heppni

Aristóteles nefndi heppnina sem þátt í lífshamingjunni. Þrátt fyrir dyggðugt líferni, þekkingu, volduga vini og blómlega ást yrði heppnin að fylgja með. Happ virðist vera tilviljunarkennt enda er talað um einskæra og algera heppni. Heppni getur líka virst óþörf skýring, en er hún það? Er hún ef til vill ekki til? Gunnar Hersvein Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 116 orð

Í BÍÓ

ÚRVALIÐ í kvikmyndahúsum borgarinnar er ágætt. Sérstaka athygli hefur vakið breska myndin Trufluð tilvera eða "Trainspotting", einstaklega mögnuð lýsing á lífi heróínfíkla í Edinborg eftir Danny Boyle þann sama og gerði "Shallow Grave"; er ljóst að þarna er komið efni í stórfínan kvikmyndagerðarmann sem gefur Mike Leigh og Ken Loach ekkert eftir. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1038 orð

Íslenskur þjóðbúningur og afrískur sebrahestur Hvar kemur afrískur zebrahestur við sögu íslenskrar listar? spyr Pétur Pétursson

ÞAÐ VEKUR furðu margra hve sumt af því tilstandi, sem fram fer í tengslum við Listahátíð og þátttöku Íslendinga á alþjóðavettvangi er afkáralegt og fjarri því að vekja fögnuð og glæða þjóðarmetnað. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 691 orð

Keisarinn í atkvæðaleit

HAFI einhver forsetaframbjóðendanna í Rússlandi farið hringferð með hinu pólitíska gæfuhjóli er það Borís Jeltsín forseti. Á Vesturlöndum hefur honum verið hampað sem málsvara frelsis og lýðræðis í Rússlandi en á heimavelli hefur gengi hans verið æði misjafnt. Í janúarmánuði virtist hann enga von eiga um sigur og fylgi hans mældist aðeins átta prósent. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 154 orð

Kletturinn með Cage

EINHVERJIR mestu hasarframleiðendur Hollywoodkvikmyndanna voru Don Simpson og Jerry Bruckheimer en þeirra samstarf gat af sér m.a. bestu spennumynd síðasta árs, Ógnir í undirdjúpunum eða "Crimson Tide". Sumarsmellurinn þeirra þetta árið heitir Kletturinn eða "The Rock" og segir, ótrúlegt en satt, af mönnum sem brjótast inn í Alcatrazfangelsið eða Klettinn. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1896 orð

Kraftakonur í kjarnaskóla

Með viðbyggingu þeirri sem hýsir hótel- og matvælaskólann stækkar kennsluhúsnæði Menntaskólans í Kópavogi úr 5.000 í 10.000 fermetra. Fullbyggður verður matvælaskólinn sá fullkomnasti hér á landi og jafnvel þótt víða væri leitað. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 410 orð

Lögin, reglan og föðurlandið

UPPLAUSNIN spillingin og glæpaaldan sem riðið hefur yfir rússneskt samfélag á síðustu árum eru helstu forsendur framboðs Alexanders Lebeds, fyrrum hershöfðingja. Líkt og gildir um Grígoríj Javlínskíj virðast möguleikar Lebeds til frama í rússneskum stjórnmálum þó einkum felast í hugsanlegu samstarfi við Borís Jeltsín forseta. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 2257 orð

MENNINGARÚTTEKT Á LANDI UMBROTA OG ÓVISSU Sveinn Einarsson, leikstjóri og rithöfundur, hefur undanfarið ár varið miklum tíma í

HRUN Sovétríkjanna var afdrifaríkt á öllum sviðum þjóðlífsins og ekki hvað síst í menningarmálum. Skyndilega var tauminum sleppt af listamönnum, sem höfðu verið undir járnhæl alræðisins. En um leið og þeir fengu frelsið hætti boðskapur þeirra að vera jafnmikilvægur og á tímum andófs. Þá breyttist einnig staða hljómsveita, listasafna og dansflokka. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 3823 orð

Miðill ímyndunaraflsins

Miðill ímyndunaraflsins Síðastliðin fjögur ár hefur María Kristjánsdóttir verið leiklistarstjóri Útvarpsleikhússins í Efstaleiti. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 460 orð

Mikil vinna framundan

MARGRÉT Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi og formaður Skólameistarafélagsins undanfarið ár, segir að eitt af stærstu baráttumálum félagsins hafi náðst fram fyrir skömmu þegar fjármálaráðherra gaf samþykki fyrir því að kjör félagsmanna verði framvegis úrskurðuð af kjaranefnd. Áður fór Hið íslenska kennarafélag með samningsmál fyrir hönd skólameistara. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1429 orð

MYND OG HLJÓÐ Jungle-tónlistarmaðurinn Goldie hitar upp fyrir Björk Guðmundsdóttur á tónleikum hennar á Listahátíð í vikunni.

VARLA HEFUR það farið fram hjá mörgum að Björk Guðmundsdóttir heldur tónleika í Laugardalshöll á föstudag á vegum Listahátíðar og Smekkleysu. Ekki er aftur á móti gott að átta sig á hve margir gera sér grein fyrir því að með í för sem upphitun er merkasti jungle-tónlistarmaður Bretlands um þessar mundir, Goldie. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 2097 orð

Namibía Samgönguráðherra Namibíu, Oskar Valentin Plichta, verður hér á landi í opinberri heimsókn dagana 23.-28. júní nk. í boði

Áhorninu á Bismarck Strasse og Kaiser Wilhelm Strasse rekur Frau Schröder gardínuverslun og hugsar vel um viðskiptavini sína. Þegar hún svo sá strákling að betla fyrir utan verslunina, stormaði hún út og öskraði á drenginn á kjarnyrtri þýsku "Verschwinde du Drecksack" og strákurinn forðaði sér eins og fætur toguðu. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 881 orð

NÝTT BLÓÐ" Í SKÍÐASKÓLANN

NÝTT BLÓÐ" Í SKÍÐASKÓLANN Valdimar Örnólfsson hefur í félagi við sjö aðra menn rekið Skíðaskólann í Kerlingarfjöllum frá því árið 1961. Skólinn er því 35 ára um þessar mundir. Valdemar er fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1932 en fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum árið 1945. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 523 orð

»Risaeðlur í útrýmingarhættu RISAEÐLAN var í þremenn

RISAEÐLAN var í þremenningaklíkunni sem stefndi í heimsfrægð á vegum Smekkleysu þegar vegur hennar var hvað mestur. Klíkan, sem var auk Eðlunnar skipuð Ham og Bless, fór meðal annars í tónleikaferð til Bandaríkjanna og til Evrópu, en Eðlan hitaði meðal annars upp fyrir Sykurmolana í mikilli tónleikaferð um Bretlandseyjar. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 301 orð

Sigurvegari í fyrstu lotu?

HAGFRÆÐINGNUM Grígoríj Javlínskíj hefur tekist að treysta stöðu sína sem miðjumaðurinn í rússneskum stjórnmálum. Lognmolla ríkir þó ekki í kringum Javlínskíj, hann hefur alltaf haft unun af því að taka hinn pólitíska slag með sama hætti og hann naut þess áður að berja á andstæðingum sínum er hann var unglingameistari Úkraínu í hnefaleikum. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 827 orð

Skaðinn skal vera heill

ÉG LEIGÐI mér garðklippur um daginn til þess að klippa nokkur gömul tré og úr sér sprottna runna. Þeir voru orðnir svo fyrirferðarmiklir í garðinum að þeir voru beinlínis fjandsamlegir þeim plöntum sem uxu í námunda við þá. Þeir einokuðu augljóslega bæði ljós og næringu í krafti ofvaxtar síns. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 5341 orð

SKILNINGSHAMLANDI SKRIF ÞÓRS WHITEHEAD UM UPPHAF SEINNA STRÍÐS

ÞÓR Whitehead er langt kominn með að verða opinber sögutúlkandi íslenskrar utanríkisstefnu. Þar að auki er hann eitt helsta átórítet í akademískri umræðu um sögu íslenskrar kommúnistahreyfingar. Bæði þessi málefni eru mjög á dagskrá í síðustu bók hans, Milli vonar og ótta, Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

Stormasamt flug

Árla morguns þann 16. september 1944 hefur sig til flugs frá Keflavíkurflugvelli B-17G sprengjuflugvél nr. 43-38471 úr áttunda flugher Bandaríkjanna. Hliðarvindur á brautinni er svo mikill að næstu vélum sem á eftir koma er beint inn á aðra braut. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 250 orð

Súper 5"-flokkurinn

AUKIN SAMKEPPNI á tónlistarsviðinu kallar á aukið samstarf ef vel á að vera og ekki skemmir ef samstarfið er ólíkra sveita. Á morgun kemur út breiðskífa Súper fimm" sem er afrakstur fjögurra ólíkra sveita og sérstakrar gestasveitar. Helgi Björnsson söngvari SSSólar átti hugmyndina að Súper fimm"-skífunni og samstarfinu sem skífan getur af sér. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 788 orð

Svikavefur

MARTIN Vail (Richard Gere) er hrokafullur og snjall verjandi sakamanna og nýtur hann mikillar velgengni. Hans helsta yndi er að heyja harðvítuga baráttu í réttarsalnum og baða sig í ljósi fjölmiðlanna, og það er einmitt það sem hann ætlar sér að gera þegar hann af eigin hvötum tekur að sér að verja fátækan og ráðvilltan ungan mann, Aaron Stampler (Edward Norton), Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 576 orð

Sækir á toppinn á ný

PRIMAL Fear er enn ein tilraunin hjá Richard Gere til að ná á ný þeim vinsældum sem hann átti að fagna fyrir nokkrum árum og rétta við á nýjan leik feril sinn sem heldur hefur legið niður á við síðan hann lék á móti Juliu Roberts í smellinum Pretty Woman árið 1990. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 836 orð

Tilbúin skekkja

Skoðanakannanir birtast nú títt um meint fylgi forsetaframbjóðenda og eru þrautnýttar þótt stórt hlutfall svari ekki. Í þessu er önnur skekkja. Eldri kjósendur en 75 ára eru óhreinu börnin, útilokaðir í úrtakinu. Þó kýs þetta fólk engu síður en aðrir. Er jafnvel duglegra við að nýta þessi mannréttindi sín. Fyrir utan dónaskapinn við fólk með kosningarétt, þá er þetta tilbúin skekkja. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 424 orð

Trúðurinn bíður síns tíma

ÞJÓÐERNISSINNINN Vladímír Zhírínovskíj er trúðurinn í rússneskum stjórnmálum. Yfirgengilegar yfirlýsingar hans og hamslaus framkoma hefur á stundum valdið miklum áhyggjum á Vesturlöndum og mikið fylgi flokks hans í kosningunum 1993 fyllti margra skelfingu. Zhírínovskíj hefur sýnt að hann er slyngur stjórnmálamaður og hann er tilbúninn að beita öllum brögðum. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 591 orð

Um efni og bylgjur

EFNISFYRIRBRIGÐI eru ekki öll þar sem þau eru séð. Segja má að deila um innsta eðli þeirra hefjist á milli eðlisfræðinganna Isac Newtons og hins hollenska Cristians Huygens á átjándu öld. Hinn fyrrnefndi leit á ljósið sem agnir, hinn síðarnefndi sem bylgjur. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 537 orð

Undan straumi sögunnar

EINAR Heimisson, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður, mun hefja tökur á sinni fyrstu bíómynd í fullri lengd um mánaðamótin ágúst-september næstkomandi. Myndin heitir María og verður tekin bæði á Íslandi og í Þýskalandi með þýskum og íslenskum leikurum og býst Einar við að hún verði frumsýnd snemma á næsta ári. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 418 orð

Útlaginn vonast eftir kraftaverki

HANN var skilinn eftir á pólitískri eyðieyju er veldið sem hann stýrði leið undir lok. Mikhaíl Gorbatsjov, síðasti sovétleiðtoginn, og átrúnaðargoð margra á Vesturlöndum vonast til þess að stjórnmálalegri útlegð hans ljúki í forsetakosningunum í Rússlandi í dag. Baráttuþrek hans er að sönnu aðdáunarvert en bjartsýnin jaðrar við brjálsemi. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 2814 orð

VEX EKKERT Í AUGUM

RANNVEIG Rist var að koma úr steypuskálanum í Álverinu í Straumsvík í bláum vinnugalla og með hjálm á höfði þegar blaðamann bar að garði klukkan hálf níu. En þar mætir hún sem yfirmaður fyrir klukkan átta til að ná tali af næturvaktinni. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 2298 orð

ÞAÐ TEKUR SINN TÍMA

BÆNDUR og samtök þeirra hafa snúist við langvarandi samdrætti í kindakjötsframleiðslu með því að huga að markaðssetningu afurðanna erlendis með áherslu á hreinleika landsins og náttúrulegar framleiðsluaðstæður. Nokkrir aðilar vinna að markaðssókn erlendis á þessum forsendum, bæði félög sem einstakir bændur hafa stofnað og einnig átaksverkefnið Áform, sem er rekið úr Bændahöllinni. Meira
16. júní 1996 | Sunnudagsblað | 173 orð

(fyrirsögn vantar)

PLÖTUÚTGÁFA er með líflegasta móti, alls kemur út á fjórða tug breiðskífnaum þessar mundir, og eins gott að menn hafi sig alla við í kynningarstarfi og tónleikahaldi. Í vikunni kom úr fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Reggae on Ice, sem var endurstofnuð fyrir skemmstu með mjög breyttum mannskap. Meira

Ýmis aukablöð

16. júní 1996 | Blaðaukar | 422 orð

Allt frá einu herbergi að heilum húsum

Allt frá einu herbergi að heilum húsum FERÐAÞJÓNUSTU bænda vex sífellt fiskur um hrygg. Fyrir nokkrum árum byrjuðu bændur að selja ferðalöngum gistingu heima á bæjum og voru þá oftast tekin frá herbergi inni í íbúðarhúsi ábúenda jarðanna. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | -1 orð

Andapollur á Reyðarfirði

ANDAPOLLURINN á Reyðarfirði er í alfaraleið fyrir ferðafólk til að staldra við og veiða lax. Ferðamaðurinn kaupir sér veiðileyfi og greiðir fyrir hvert kíló af fiski sem hann veiðir. Hægt er að fá leigðar stangir, en fólk verður að koma sjálft með beitu. Andapollurinn á Reyðarfirði opnar 17. júní og verður opinn alla daga í sumar. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 283 orð

Á hestbaki til Loðmundarfjarðar

LOMMAHESTAR, sem undanfarin tvö ár hafa skipulagt hestaferðir fyrir erlenda ferðamenn frá Eiðum, út Hérað að Héraðsflóa, yfir Gönguskörð um Njarðvík til Borgarfjarðar-eystri og þaðan yfir Húsavíkurheiði um Nesháls til Loðmundarfjarðar. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | -1 orð

Á slóðum Lagarfljótsormsins

Á HALLORMSSTAÐ verður boðið upp á nýjung fyrir ferðafólk í sumar, bátsferðir á Lagarfljótið. Siglt er frá Atlavík og geta gestir valið að sigla á kanóum, árabátum og hjólabátum. Það er fyrirtækið Fljótsbátar á Hallormsstað sem rekur útgerðina og sér um að öllum öryggisatriðum sé fullnægt. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 726 orð

Bílarnir með gluggatjöldunum

FERÐALANGAR, sem hafa verið að furða sig á því af hverju sumir sendibílstjórar eru með fín, rósótt gluggatjöld fyrir gluggum bílanna sinna og ljósakrónur dinglandi neðan úr loftinu, geta hætt að velta þessu fyrir sér. Sendibílstjórar nota bílana sína eftir sem áður gluggatjalda- og ljósalausa, en þessi fíni sendibíll er áreiðanlega einn af mörg hundruð húsbílum landsmanna. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 106 orð

Dagskrá sumarkvölda SUMARKVÖ

SUMARKVÖLD 1996 eru öll fimmtudagskvöld frá 27. júní til 15. ágúst í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði. Þau eru öllum opin og hefst dagskráin öll kvöldin kl. 20.30. Dagskráin í sumar er með þeim hætti, að fyrsta kvöldið, 27. júní, verður fjallað um kynlega kvisti á Vestfjörðum. Þann 4. júlí er fjallað um stríðsárin, 11. júlí er tileinkaður hreppaflutningum og sá 18. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | -1 orð

Egilsstaðamaraþon

EGILSSTAÐAMARAÞON verður haldið 30. júní nk. Hlaupnir eru 10 km, hálft maraþon og heilt maraþon ásamt 4 km skemmtiskokki þannig að hlaupið er tilvalið fyrir fjölskyldur. Þetta er í 10. sinn sem maraþonið er hlaupið á Egilsstöðum og hafa fjölmargir haft ánægju af því í gegnum árin, bæði heimamenn og ferðamenn. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 460 orð

Ekki bara síld á Siglufirði

SÍLDARÆVINTÝRIÐ á Siglufirði og síldarminjasafnið þar er löngu orðið landsfrægt, en gestir skipta orðið þúsundum. En fjörðurinn hefur ýmislegt fleira að bjóða. Meðal þess sem hægt er að nefna sem afþreyingarefni er golfvöllur, sundlaug, billiardstofa og leirdúfusvæði auk þess sem söltunarsýningar verða í allt sumar á föstudögum og laugardögum. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 465 orð

Ferðafélag Akureyrar

FERÐAFÉLAG Akureyrar skipuleggur fjölda ferða í sumar. Nú í júní verður til dæmis fariðí Jónsmessuferð út í buskann 22. mánaðardaginn. Þann 29. er gengið á Þorgerðarfjall, 6. júlí verður fjölskylduganga að Hraunsvatni, 13. júlí er skipulögð öku- og gönguferð að Þeistareykjum og 13.-16 júlí verður gönguferð milli skálanna í Herðubreiðarlindum og Bræðrafelli. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 66 orð

Ferðafélag austur- skaftfellinga

FERÐAFÉLAG Austur-Skaftfellinga ætlar í Jónsmessuferð eitthvert út í bláinn. Í júlí eru skipulagðar tvær ferðir, sú fyrri er gönguferð um fjalllendi austan Hoffellsár, en sú síðari um Hvannagil og Bæjardal í Lóni. Í ágúst ætlar félagið að ganga umhverfis Kvísker og í Múlagljúfur og í sama mánuði verður helgarferð í Geithellnadal og Kollumúla. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 96 orð

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs

FERÐAFÉLAG Fljótsdalshéraðs fer í sólstöðuferð á Héraðssand þann 22. júní. Þann 29 verður svo það sem Ferðafélagsmenn kalla "upphitun" í Fjallasyrpu ársins, sem er ganga á Múlakoll, 642 metra hátt fjall. Þann 6. júlí verður farið í sérstaka ferð á söguslóðir Vopnfirðingasögu. Fjallasyrpan heldur svo áfram þann 20. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 69 orð

Ferðafélag Húsavíkur

FERÐAFÉLAG Húsavíkur fer í kvöldgöngu 18. júní á Hallbjarnarstaðakamb og að Skeifárfossi. Þann 21. júní verður vinnuferð í Sigurðarskála. Helgina 13.-14. júlí skipuleggur félagið ferð í Hrísey, Barkárdal, Öxnadal, að Hraunsvatni. Gist verður í Baugaseli. Þann 27. júlí verður skoðunarferð í Þingey. Í ágúst verður göngu- og grillferð þann 10., í Aðaldalshraun og Hellnasel. Þann 17. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 40 orð

Ferðafélag Skagfirðinga

FERÐAFÉLAG Skagfirðinga fer í Glerhallavík þann 21. júní og gengur á Tindastól þann 30. Í júlí eru gönguferðir á Glóðafeyki, Trölla og Mælifellshnjúk, ganga um Austurdal frá Grána í Ábæ og fjölskylduferð Ábæ-Hildarsel-Fögruhlíð. Fleiri ferðir eru skipulagðar í ágúst. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 786 orð

Fjallvegir og fjórhjóladrif

JEPPAFERÐIR upp á hálendið verða æ vinsælli, enda eykst jeppaeign landsmanna með hverju árinu. Hálendið telst það land sem liggur í meira en 300 metra hæð yfir sjó. Flestar ár eru þar óbrúaðar og vegir margir langt frá því að vera rennisléttir, svo þörf er á bifreið með drifi á öllum hjólum. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 698 orð

Fjölhæfir fjallagarpar í Skaftafelli

ÍSLENSKIR fjallaleiðsögumenn er félag nokkurra leiðsögumanna sem hafa áralanga reynslu í göngu, fjalla- og skíðaferðum. Yfir sumarið slá þeir upp búðum í þjóðgarðinum í Skaftafelli og bjóða þaðan upp á lengri og skemmri göngu- og fjallaferðir. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 230 orð

Fljótandi óskasteinar á Jónsmessunótt

ENGINN frýr Snæfellsnesi fegurðar. Margir ferðalangar leggja leið sína yst á nesið og fara jafnvel alla leið upp á efstu brún Snæfellsjökuls. En víðar á nesinu er fallegt og um ótal leiðir að velja. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 305 orð

Flóran í fríinu

Í MIÐRI höfuðborginni er lystigarður, Grasagarður Reykjavíkur, þar sem gestir geta skoðað 3500 jurtir á 2,5 hektara svæði. Þrátt fyrir að margir viti af garðinum og komi þangað oft, þá eru ýmsir sem ekki gera sér grein fyrir hvað leynist á bak við myndarleg trén í Laugardalnum. Gestir í Reykjavík og höfuðbúarborgar sjálfir ættu að gefa sér tíma til að líta þar við. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | -1 orð

Færa út kvíarnar í þjónustu

FERÐAÞJÓNUSTUAÐILAR í A-Skaftafellssýslu eru að færa út kvíarnar í þjónustu við ferðamenn og hafa gefið út gönguleiðakort. Nýtt farfuglaheimili er að opna að Vagnstöðum í Suðursveit. Í Árnanesi í Hornafirði eru að fara í gang skipulagðar hestaferðir auk hefðbundinnar hestaleigu. Miðað er við að ferðirnar séu við flestra hæfi. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 173 orð

Gengið eftir Vesturgötu FERÐ

FERÐAMENN til Vestfjarða geta nú farið í þriggja daga skipulagða gönguferð frá Dýrafirði yfir í Lokinhamradal og Svalvoga. Þessa leið kalla Vestfirðingar "Vesturgötuna" og verður hún farið í fyrsta sinn í sumar. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | -1 orð

Golf við Ekkjufell

GOLFVÖLLURINN við Ekkjufell á Fljótsdalshéraði er eitt af mest notuðu útivistarsvæðum á Héraði. Völlurinn er vinsæll hjá ferðamönnum enda sífellt algengara að ferðamenn stingi settinu niður með farangrinum áður er lagt er upp í ferðalag um landið. Fjölmörg golfmót eru haldin yfir sumartímann. Við golfvöllinn er golfskáli þar sem hægt er að kaupa veitingar. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 323 orð

Góður matur á grillið

ÞAÐ tilheyrir sumarleyfinu að grilla og þær verða sífellt fleiri og fjölbreytilegri uppskriftirnar sem standa til boða. Oft lætur fólk nægja að prófa sig áfram sjálft, en flestir þiggja góð ráð annarra og girnilegar uppskriftir. Vaka-Helgafell gaf á síðasta ári út bókina Grillréttir þar sem er að finna ýmsar skemmtilegar uppskriftir. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 260 orð

Hamraverk smíðar heilsárs sumarhús af ýmsum stærðum

FYRIRTÆKIÐ Hamraverk hf. í Hafnarfirði smíðar heilsárs sumarhús og býður hús af ýmsum stærðum. Hvert hús er hægt að fá afhent á mismunandi byggingarstigi og er verðið þá að sjálfsögðu einnig misjafnt. Minnsta húsið frá Hamraverki er 30 fermetrar með tveimur svefnherbergjum, en það stærsta er 60 fermetrar með þremur svefnherbergjum og útigeymslu. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 209 orð

Heimili farfuglanna

VÍÐA um land er að finna gististaði, sem kallast því skemmtilega nafni Farfuglaheimili. Ekki eru þessi heimili þó ætluð fyrir fiðraða ferðalanga, heldur þá sem vilja ódýra gistingu með möguleikum til sjálfsþjónustu á sem flestum sviðum. Gisting er í rúmi með sæng og kodda, þannig að ferðalöngum nægir að koma með eigin sængurföt eða fá þau leigð á staðnum. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | -1 orð

Hekla í aðalhlutverkinu

NÝLEGA opnaði Hekluminjasafnið á Brúarlundi í Holta- og Landsveit eftir vetrarlokun, en þetta er annað starfsár þess. Ýmsar nýjungar eru á döfinni hjá forráðamönnum safnsins, en um leið og safnið opnar að þessu sinni er hægt að sjá málverkasýningu ungs listamanns úr sveitinni. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 587 orð

Hjólað á vit móður náttúru

"STÍGÐU á sveif með lífinu," er kjörorð Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Markmið klúbbsins er að fá sem flesta til að fara ferða sinna á hjóli og komast í náið samband við móður náttúru, takast á við hana, skilja hana og virða, eins og segir í upplýsingabæklingi klúbbsins. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 606 orð

Hrikalegt landslag og fjölbreyttur gróður

FJÖRÐUNGUR, Ferðafélag Grýtubakkahrepps mun í sumar bjóða uppá fjögurra daga gönguferðir um Fjörður og Látraströnd með leiðsögn. Upphaflega átti að fara í þrjár slíkar ferðir í ágúst, en vegna mikils áhuga er útlit fyrir að ferðirnar verði fleiri. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 57 orð

Hugarleikfimi

NÚ er spurningin hvort þið getið fyllt út reiti yfir átta tölum í töflunni þannig að það verði bara einn útfylltur reitur í hverri línu, hvort sem um er að ræða lárétta línu, lóðrétta línu eða línu sem nær á ská horn í horn. Lausn: Það á að fylla út reitina yfir tölunum 3-15-18-32-37-41-52 og 62. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 426 orð

"Hún mamma er búin að veiða fjóra fiska"

ÞAÐ glymur við skellihlátur í sólinni í Hvammsvík þar sem fjöldi fólks er samankominn við veiðar. Veðrið hefur verið hið undarlegasta þennan sunnudag, skipst á skin og skúrir svo um munar, en nú hefur sólin endanlega náð yfirhöndinni. Hláturinn kemur frá litlum sex ára snáða við bakkann. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 39 orð

Hvað er minnið gott?

Hvað er minnið gott? HORFIÐ á þessa mynd í eina mínútu og reynið að leggja á minnið alla hlutina sem eru á henni. Leggið svo blað yfir myndina og reynið að skrifa niður þá hluti sem þið munið eftir. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 1126 orð

Hvernig gamalli rútu er breytt í bollu

BJÖRGVIN Björgvinsson, húsasmíðameistari í Hafnarfirði, var einna fyrstur húsbílaeigenda hér á landi til að innrétta heila rútu. Þegar hann smíðaði innréttingar í 22 manna Benz-rútu fyrir 11 árum hafði hann engar fyrirmynd að smíðinni og sérvörur fyrir húsbíla fengust ekki. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 1268 orð

Höfðaströndin kallar á sumrin

ÞAÐ ER töluvert fyrirtæki fyrir barnmarga fjölskyldu úr Breiðholti að taka sig upp á hverju sumri og flytja alla leið vestur á firði, nánar tiltekið á Höfðaströnd sunnan Jökulfjarða. Vegalengdin er töluverð og samgöngur ekki til að bæta úr, þó þær hafi nú skánað á síðari árum. Þetta hefur þó ekki hindrað Ásthildi Gunnarsdóttur í að dvelja þar sumarlangt undanfarna áratugi. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 619 orð

Í gönguskóm á Laugarvatni

LAUGARVATN í Laugardalshreppi er vinsæll ferðamannastaður. Þar er nokkur byggðakjarni, en til skamms tíma voru starfræktir fimm skólar við Laugarvatn. Þungamiðja skólastaðarins er Héraðsskólinn sem var byggður í burstabæjarstíl árið 1928 en aðrir skólar voru stofnaðir síðar í tengslum við Héraðsskólann. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 583 orð

Kaffistofa, hestaleiga og silungsveiði á Brávöllum

HJÓNIN á Brávöllum í Glæsibæjarhreppi norðan Akureyrar, þau Reynir Hjartarson og Margrét Hallsdóttir, ásamt Sveini syni sínum og tengdadóttur, Lenu Haraldsdóttur, hafa opnað kaffistofu, Kaffi krús og almenna ferðaþjónustu, m.a. hestaleigu og silungsveiði. Viðtökur hafa verið einkar góðar. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 783 orð

"Kauptu leirtau, ég keypti húsbíl!"

"ÞAÐ ÞÝDDI ekkert að reyna að fá eiginmanninn í tjaldútilegu, hann mátti bara ekki heyra á það minnst. Við höfðum lítillega velt því fyrir okkur að kaupa húsbíl og þegar ég var stödd í útlöndum fyrir sex árum ásamt dóttur okkar, Guðrúnu Andreu, þá hringi eiginmaðurinn í mig og sagði mér að nú hefðu þeir feðgarnir skoðað húsbíl og hann hefði ákveðið að kaupa hann. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 354 orð

Látið bilaðan bíl ekki eyðileggja fríið

FÁTT er leiðinlegra en að búa fjölskylduna vel til ferðalags, smyrja nesti, pakka veiðistöngunum í skottið og uppgötva svo þegar leggja á af stað að bíllinn kemst varla út úr götunni, af því að trassað var að aðgæta ástand hans. Þar sem litlar líkur á að bifvélavirki leynist í aftursætinu er ráðlegra að huga að ástandi bílsins í tíma. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 622 orð

Leiðsögn um slóðir Laxdælu

GUÐRÚN Ósvífursdóttir var sterk kona, sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Tæpast hefur hana þó órað fyrir að líf hennar yrði til þess að bóndakona í Dölunum settist á skólabekk og yrði sér út um leiðsögumannsréttindi, svo hún gæti fylgt ferðamannahópum um slóðir Guðrúnar. Birna Lárusdóttir á Efri-Brunná í Saurbæ ólst upp við Njálu í Rangárþinginu. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 1122 orð

Leist betur á ferðamenn en refi og kjúklinga

Á ÁRVÖLLUM á Kjalarnesi geta 20-22 gist í einu í glæsilegu húsi og 6-8 manns að auki geta leigt sumarhúsið hinum megin við hlaðið. Gestirnir geta keypt morgunverð og pantað aðrar máltíðir. Útlendingar þiggja gjarnan fisk og skyr, en Íslendingar eru oft að gera sér glaðan dag, til dæmis með starfsfélögunum og þá dugar ekkert minna en þríréttuð veislumáltíð með lambafillet í öndvegi. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 432 orð

Með kajak í farangrinum

KAJAKRÓÐUR er nokkuð sem sífellt fleiri stunda hér á landi yfir sumarið. ÚtI á landsbyggðinni er víða að finna aðila sem bjóða ferðafólki upp á kajakróður þar sem kennsla í grundvallar atriðum íþróttarinnar er innifalin. Meðal þeirra sem kynnst hafa kajakróðri erlendis og hafa í kjölfarið farið að kynna íþróttina fyrir Íslendingum er Björn Guðmundur ...... Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 250 orð

Mikið bókað hjá Hótel Selfossi

"ÞAÐ ERU meiri bókanir hjá okkur núna og það bendir allt til að þetta verði besta árið hingað til," sagði Heiðar Ragnarsson, hótelstjóri á Hótel Selfossi. Hótelið er í miðbæ Selfoss við Tryggvatorg og þangað koma mest erlendir ferðamenn yfir sumartímann til gistingar. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 595 orð

Nesti, grillmatur eða sjoppufæði?

"ÞAÐ ER ódýrast og best að taka með sér nesti. Flestum finnst gaman að stoppa bílinn og setjast upp í brekku einhvers staðar með nestið sitt," segir Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur, þegar hún er innt eftir því hvaða ráð hún geti gefið fjölskyldum á ferðalagi um mataræði. Þegar Laufey talar um nesti, þá á hún ekki bara við smurðar samlokur og kaffi á brúsa. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 411 orð

Nítján Edduhótel um land allt

EDDUHÓTELIN eru nú orðin nítján talsins, en nýjasta viðbótin er 24 herbergja heilsárshótel á Flúðum. Tvö önnur Edduhótel eru rekin allt árið, á Kirkjubæjarklaustri og Hvolsvelli, en hin eru opin frá júníbyrjun til ágústloka. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 527 orð

Ráð frá reyndum fjallamönnum

HJÁ ferðafélögum og verslunum sem selja ýmsan útilífsfatnað hafa menn á orði á Íslendingar hafi "fundið fæturna" um 1990. Með þessu er átt við, að Íslendingar áttuðu sig allt í einu á að allir þessir útlendingar, sem voru á sífelldu vappi um fjöllin á Íslandi, hefðu eitthvað til síns máls; það væri ef til vill ekki svo galið að reyna þetta líka. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 52 orð

Réttar tölur í rammann

STEBBI og Stjáni þurfa hjálp við að fylla töfluna af tölum á milli 1 og 15, þannig að útkoman verði 34 þegar tölurnar eru lagðar saman í hverri röð fyrir sig. Það skiptir engu hvort lagt er saman lárétt, lóðrétt eða hornrétt, útkoman á alltaf að verða 34. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 154 orð

Selur tæki og búnað í húsbíla

HÚSBÍLAR verða æ fyrirferðarmeiri á þjóðvegum landsins með hverju árinu sem líður. Fjölmargir Íslendingar hafa gaman af því að ferðast í slíkum farartækjum, enda mörg hin glæslegustu og ríkulega búin þægindum. Fyrirtækið Afl ehf. Húsbílar selur tæki og búnað í húsbíla og hjólhýsi og er þetta eina verslun sinnar tegundar hérlendis. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 94 orð

Sérferðir frá hvirfli til ilja

FERÐAÞJÓNUSTAN Frá hvirfli til ilja er nýstofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í stuttum sérferðum. Þar eru skipulagðar ferðir fyrir starfsmannafélög og alls kyns hópa fólks sem hefur áhuga á stuttum skemmtiferðum hvert á land sem er. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 210 orð

Siglt milli lands og Eyja.

ÞAÐ tekur tvær og hálfa klukkustund að sigla með Herjólfi á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Ferjan sem var tekin í notkun árið 1992, er rúmgóð með tveggja og fjögurra manna klefum, stórri kaffiteríu með matseðli, krá og sjónvarpssal með bíóstólum. Fimm hundruð farþegar komast í ferjuna í hverri ferð og bílageymslan tekur um 70 fólksbíla. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | -1 orð

Siglt út í Papey

FRÁ Djúpavogi eru daglegar ferðir til Papeyjar sem er söguleg eyja og dregur nafn sitt af búsetu írskra einsetumanna í eynni. Til Papeyjar er um 10-11 km sjóleið frá Djúpavogi og tekur ferðin í það heila um fjórar klukkustundir. Búið er að bæta lendingarskilyrði í eynni og setja upp vatnssalerni og aðvörunarskilti á viðsjárverðum stöðum. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 701 orð

Sjálfshjálp fiskifælunnar

ÞAÐ ÞÝÐIR ekkert að ætlast til að fólk trúi því að það sé gaman að vappa um árbakka eða við stöðuvatn allan daginn, bauka við að prófa alls konar agn, sveifla stönginni og bíða. Og bíða. En ef fólk fæst til að reyna þetta og er svo heppið að fá fisk, þá trúir það, því biðin hefur borgað sig. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 410 orð

Sjóminjasafn Íslands er í Hafnarfirði

TÍU ÁR eru nú liðin frá því að Sjóminjasafn Íslands tók til starfa. Það er til húsa í Brydepakkhúsisem byggt var í hjarta Hafnarfjarðar um 1865. Húsið var sérstaklega endurbyggt fyrir safnið og er nú viðeigandi umgjörð um muni og minjar frá sjósókn fyrri tíma. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 246 orð

Sjóstöng og hvalir við Arnarstapa

BOÐIÐ er upp á skemmtisiglingu frá Arnarstapa á Snæfellsnesi á vegum fyrirtækisins Nökkva. Hægt er að skipuleggja ferðir að vild, en Nökkvi hefur líka ágætar uppástungur. Ferðalöngum gefst kostur á að fara "Arnarstapahringinn". Þá hefst ferðin í Arnarstapahöfn og er farið þétt upp við land, inn í gjár og víkur. Haldið er sem leið liggur út fyrir Hellnanes. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | -1 orð

Skipulagðar ferðir að Heklu

KRISTJÁN ÁRNASON í Stóra-Klofa í Holta- og Landsveit og sonur hans Árni bjóða í sumar ferðir á Hekluslóðir. Kristján áætlar að vera með ferðir frá Hellu á morgnana, en ekið verður sem leið liggur upp Landsveit með stoppi á Hekluminjasafninu á Brúarlundi. Ekið er inn á Dómadalsleið af Landvegi í Skjólkvíar þar sem sjá má úfið hraun sem myndaðist í gosinu 1970. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 505 orð

Skíðaiðkun í sól og sumaryl

ÞAÐ eru liðin 35 ár frá því að Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum var stofnaður og þeir eru ófáir Íslendingarnir sem fá sérstakt blik í auga þegar minningar frá Kerlingarfjöllum eru rifjaðar upp. Frá upphafi hefur verið starfræktur sumarskíðaskóli í Kerlingarfjöllum og enn eru skipuleg skíðanámskeið uppistaða sumarstarfsins þar ásamt því sem snjóbrettanámskeið eru nú hluti starfsins. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 1291 orð

Stórbrotin náttúra, gott mannlíf og að auki næg afþreying

ÍSLENDINGAR virðast margir fara vítt og breitt um landið, sérstaklega eftir hringveginum, áður en þeir koma til Vestfjarða, en það verður enginn svikinn af heimsókn hingað. Sú skoðun virðist ríkjandi, að langt og erfitt sé að ferðast til Vestfjarða, Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | -1 orð

Stuð í flámæltri stöð

HALDIÐ verður upp á 100 ára verslunarafmæli Stöðvarfjarðar 19.-21. júlí nk. Á döfinni verða menningar- og listviðburðir af ýmsum toga, íþróttir, dansleikir og fjör. Heiti hátíðarinnar Stuð í Stöð, (borið fram Stöð í Stöð) vísar til stöðfirskrar kímnigáfu fyrir þá sem ekki þekkja, en höfðað er til austfirskrar flámæli, Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 202 orð

Sumarfríá ÍslandiKAJ

Sumarfríá ÍslandiKAJAK SÍFELLT fleiri stunda kajakróður hér á landi. Víða er að finna aðila sem bjóða ferðafólki upp á kajakróður þar sem kennsla í grundvallaratriðum íþróttarinnar er innifalin. Einn þessara aðila er með aðstöðu við Ægisgarð í Reykjavík. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 154 orð

Tilboð fyrir gestinaí Gesthúsum

Í GESTHÚSUM hf. við Engjaveg á Selfossi hefur verið lögð veruleg vinna í endurnýjun á staðnum. Þar er gistipláss fyrir 66 manns í litlum sumarhúsum sem hvert um sig er tvær einingar. Rúmgott tjaldstæði og húsbílasvæði er í umsjá fyrirtækisins og þar er veitingastaður sem sérhæfir sig í ostatilboðum. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 133 orð

Tugir golfvalla

GOLFVELLIR á Íslandi skipta tugum og það er ekki að undra, því æ fleiri stunda þessa íþrótt. Það er nánast sama hvert golfarar fara, alltaf komast þeir í golf. Lengi vel töluðu golfarar mjög framandi tungu, þeir fengu birdie eða bogey, misstu golfboltann í bunker þegar þeir fóru dogleg og skömmuðu þá caddie- inn, Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 927 orð

Um fjöll og firnindi með Ferðafélagi Íslands

FERÐAFÉLAG Íslands býður upp á dags- og kvöldferðir, helgarferðir og sumarleyfisferðir, sem Íslendingar nýta sér í æ ríkari mæli. Þátttakendur í Ferðafélagsferðum hafa að meðaltali verið um sjö þúsund á hverju ári. Hver sem er getur slegist í för með Ferðafélagi Íslands, en félagsmenn fá þó betri kjör en aðrir og er félagsgjaldið fljótt að borga sig. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 322 orð

Umhverfisvænir diskar sem hægt er að borða

FERÐAMENN sem hafa áhuga á verndun umhverfisins, hafa nú ástæðu til þess að kætast. Þessa dagana eru að koma á markað diskar sem framleiddir eru úr kartöflumjöli með náttúrulegu bindiefni og eyðast úr ruslahaugum á 3-4 vikum, samkvæmt því sem framleiðandinn heldur fram. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 349 orð

Undir svörtum beltum Hrafnabjarga

JÖRÐIN Höfðaströnd liggur sunnan Jökulfjarða. Áður var byggðin sunnan Jökulfjarða kölluð Sveitin, en þar eru jarðirnar Kollsá, Höfði og Dynjandi auk Höfðastrandar. Í Árbók Ferðafélags Íslands 1994 segir um Sveitina: "Vetrarríki er á Sveitinni, snöggir hagar og reytingsslægjur, en fjörubeit og sjávargagn til búbóta þá heppnaðist. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | -1 orð

Útileikhús í skóginum

ÚTILEIKHÚS verður í gangi á hverju miðvikudagskvöldi frá júnílokum og fram undir miðjan ágúst. Leikhúsið er staðsett í Selskógi, sem er útivistarsvæði Egilsstaða. Á dagskrá verður austfirskt efni á þjóðlegu nótunum og eru það heimamenn sem setja upp. Þjóðdansafélagið Fiðrildin á Fljótsdalshéraði sjá um að halda hita á gestum, bæði með sýningu og með því að fá gesti í dansinn í hléi. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 625 orð

Út um allt með Útivist

ÚTIVIST býður upp á ferðir um Ísland og leggur félagið áherslu á uppbyggingu gönguleiða, byggingu fjallaskála, kynningarstarf um ferðir á Íslandi og uppgræðslu landsins. Ferðirnar eru fjölbreyttar og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, jafn rólegasta fjölskyldufólk sem vönustu fjallagarpar. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | 212 orð

Þjónustumerki og leikur

Þjónustumerki og leikur MEÐ auknum ferðalögum og þar með síaukinni þjónustu fyrir ferðamenn fer ýmsum umferðarmerkjum einnig fjölgandi. Meira
16. júní 1996 | Blaðaukar | -1 orð

Ævintýri með fjarðaferðum

FJARÐAFERÐIR á Neskaupstað sigla daglega með ferðamenn um Norðfjarðarflóa að Norðfjarðarnípu, Rauðubjörgum, meðfram Barðsnesi, fyrir Viðfjörð og tekið er land í Hellisfirði. Veitt er leiðsögn og saga og þjóðsögur rifjaðar upp. Siglingin tekur tvo tíma. Hópar geta fengið siglingu sem sniðin er eftir tilefni hverju sinni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.