Greinar miðvikudaginn 19. júní 1996

Forsíða

19. júní 1996 | Forsíða | 148 orð

Dylgjur um meinsæri

HÖRÐ gagnrýni kemur fram á Bill Clinton Bandaríkjaforseta og eiginkonu hans, Hillary Rodham Clinton, í skýrslu Whitewater-nefndar öldungadeildar þingsins sem kannaði fjármálaumsvif forsetahjónanna í ríkisstjóratíð Clintons í Arkansas. Er m.a. sagt nær fullum fetum að forsetafrúin hafi gerst sek um meinsæri. Meira
19. júní 1996 | Forsíða | 467 orð

Hershöfðingjar hugðust grípa fram fyrir hendur Jeltsíns

ALEXANDER Lebed, sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti skipaði í gærmorgun í embætti yfirmanns hins valdamikla öryggisráðs landsins og sérstakan öryggisráðgjafa sinn, segir að nokkrir nafngreindir yfirmenn í hernum hafi ætlað að koma í veg fyrir að forsetinn viki Pavel Gratsjov varnarmálaráðherra úr embætti. Meira
19. júní 1996 | Forsíða | 52 orð

Reuter Geta hallað sér JAPANSKA

JAPANSKA flugfélagið All Nippon Airways (ANA) tilkynnti í gær að framvegis yrði farþegum á fyrsta farrými í vélum félagsins kleift að halla sætum sínum um níutíu gráður. Þessi þjónusta yrði boðin á nokkrum millilandaleiðum flugfélagsins, fyrst í ferð frá Narita í Japan til New York í Bandaríkjunum í dag. Meira
19. júní 1996 | Forsíða | 88 orð

Riðukjöt bannað

FRÖNSK stjórnvöld bönnuðu í gær alla sölu á öllum afurðum riðusauðfjár í landinu og var sagt að aðgerðirnar væru varúðarráðstafanir í baráttunni fyrir traustari heilbrigðisvörnum í kjölfar kúariðumálsins. Meira
19. júní 1996 | Forsíða | 196 orð

Valdamesti stjórnarleiðtogi í sögu Ísraels

BENJAMIN Netanyahu, verðandi forsætisráðherra Ísraels, kynnti í gær ríkisstjórn sína á fyrsta fundi ísraelska þingsins, Knesset, eftir að Netanyahu sigraði Shimon Peres í kosningum 29. maí. Auk forsætisráðherraembættisins mun Netanyahu hafa á sinni könnu ráðuneyti utanríkis-, húsnæðis- og byggingamála og trúmálaráðuneytið. Meira

Fréttir

19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 537 orð

30-40.000 manns í miðbænum

30-40.000 manns héldu þjóðhátíðardaginn 17. júní hátíðlegan í miðborg Reykjavíkur í eftirmiðdaginn á mánudag. Geir Jón Þórisson, aðalvarðstjóri, segir að hátíðarhöldin hafi gengið ljómandi vel fyrir sig þar til kvölddagskránni lauk uppúr kl. 1 um nóttina. Drukkið ungt fólk veittist að lögreglu á tveimur stöðum í miðbænum um klukkan 2. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 251 orð

Athugasemd frá Aðalskoðun hf.

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Markaðseftirliti Aðalskoðunar hf., Bergi Helgason, leikfangasviði, og Erni Guðmundsson, raffangasviði: "Vegna umfjöllunar í fréttum Ríkissjónvarpsins 13. júní sl. um hættulega göngugrind fyrir smábörn vill Aðalskoðun hf. koma eftirfarandi á framfæri. Aðalskoðun hf. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 391 orð

Atvinnuleysi minnkar hjá körlum en er óbreytt hjá konum

ATVINNULEYSISDÖGUM í maí fækkaði um tæplega átta þúsund frá því í apríl og um tæplega ellefu þúsund frá maímánuði í fyrra. Samkvæmt upplýsingum vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins voru skráðir tæplega 136 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu í maí, tæplega 59 þúsund hjá körlum og rúmlega 77 þúsund hjá konum. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 149 orð

Ársritið 19. júní komið út

ÁRSRITIÐ 19. júní, tímarit Kvenréttindafélgas Íslands, er komið út í nýjum búningi. Meðal efnis eru greinar um þrjár kynslóðir feminista, jafnrétti á vinnustöðum, kynferðislega áreitni, ungu kynslóðina og jafnréttisbaráttuna, jafnrétti á netinu, stöðu innflytjendakvenna í kvennaathvörfum á Norðurlöndunum, Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

Áætlunarflug hafið til Berlínar

FLUGLEIÐIR hófu áætlunarflug til Berlínar í gær, þriðjudag, og verður flogið einu sinni í viku fram til 10. september. Flugleiðir hafa samvinnu við þýska flugfélagið LTU á þessari leið og flogið er á flugnúmerum beggja félaga. Þota, sem Flugleiðir nota til Berlínarflugsins, er af gerðinni Boeing 737-400 og tekur 153 farþega. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 166 orð

Borað eftir gulli við Hafravatn

BORUN eftir gulli á jörðum Þormóðsdals og Búrfells í nágrenni Hafravatns hefst í dag á vegum fyrirtækisins Melmis hf. en Jarðboranir hf. munu annast borunina. Gull hefur fundist í kulnuðum jarðhitaæðum á þessum stöðum og verða á næstunni boraðar 5-10 100-150 metra djúpar holur. Að sögn Guðmundar Ómars Friðleifssonar jarðfræðings ættu niðurstöður borananna að liggja fyrir í lok ársins. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 244 orð

Bowie til Íslands í dag

BRESKA rokkstjarnan David Bowie kemur til landsins í dag ásamt fylgdarliði, alls 25 manns, og heldur hann tónleika í Laugardalshöll annað kvöld. Tónleikarnir eru á Listahátíð í Reykjavík en fyrirtækið Tin stendur að þeim. Bowie kemur hingað til lands frá Rússlandi þar sem hann lék í Moskvu og St. Pétursborg. Meira
19. júní 1996 | Erlendar fréttir | 102 orð

Brynja Jóhönnu af Örk

PIERRE de Souzy, forngripasali í París, heldur því fram að Jóhanna af Örk hafi gengið í brynjunni, sem hann sýnir hér og er í verslun hans. Brynjan er að eins 1,5 metrar á hæp og af laginu mætti ætla að hún hafi verið smíðuð fyrir konu. Aldur brynjunnar var kannaður á rannsóknarstofu og fékkst staðfest að hún er frá 15. öld. Jóhanna af Örk komst í dýrlingatölu og varð þjóðhetja Frakka. Meira
19. júní 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Bæjarhlutakappleikir á Egilsstöðum

Egilsstöðum-Á Egilsstöðum fóru hátíðarhöld fram í góðu og mildu veðri. Gengin var skrúðganga frá íþróttahúsi að íþróttavelli kl 13:30. Þar hófst hátíðardagskrá og flutti Sigurður Ó. Pálsson hátíðarræðu. Ávarp fjallkonu flutti Laufey Herdís Guðjónsdóttir. Dagskráin hófst á tónlistaratriðum, m.a. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Djass á Kringlukránni

EGILL B. Hreinsson, píanóleikari, og Rúnar Georgsson, saxófónleikari, leika á Kringlukránni í kvöld, miðvikudagskvöldið 19. júní. Á dagskrá dúettsins eru hefðbundnar djassperlur ásamt útsetningum Egils á íslenskum lögum. Þeir félagar hefja leik sinn kl. 22 og er aðgangur ókeypis. Meira
19. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

"Eða þannig" í Deiglunni

Í TILEFNI kvennadagsins sem er í dag, 19. júní verður gamanleikurinn "Eða þannig" sýndur í Deiglunni á Akureyri og hefst sýningin kl. 20.30. Leikurinn er saminn og leikinn af Völu Þórsdóttur. Sýningin er gestaleikur frá Kaffileikhúsi Hlaðvarpans og er á vegum Listasumars á Akureyri með stuðningi jafnréttisnefndar Akureyrarbæjar. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 219 orð

EINAR ÖRN BJÖRNSSON

EINAR Örn Björnsson, bóndi í Mýnesi, Fljótsdalshéraði, lést mánudaginn 17. júní í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Einar Örn fæddist 15. apríl 1913 í Stóra-Sandfelli í Skriðdal, sonur hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur og Björns Antoníussonar, sem eignuðust sex börn og var Einar Örn þeirra næstelstur. Meira
19. júní 1996 | Erlendar fréttir | 235 orð

Ekki útflutningur til þriðju ríkja

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins ætlar að leggjast gegn því að útflutningur á bresku nautakjöti til ríkja utan ESB verði leyfður, samkvæmt heimildum í Brussel. "Útflutningur til þriðju ríkja verður leyfður samhliða því sem útflutningur til aðildarríkja verður leyfður í áföngum," sagði embættismaður. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 250 orð

ENGEL LUND

ENGEL LUND söngkona lést í Landspítalanum laugardaginn 15. júní síðastliðinn, á 96. aldursári. Hún var af dönskum ættum en fæddist á Íslandi 14. júlí árið 1900 og ólst hér upp til ellefu ára aldurs. Foreldrar hennar voru Michael Lars Lund, lyfsali í Reykjavíkurapóteki, og kona hans, Emilie Marie Magdalene Hansen. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 1468 orð

Engin skýring fundin á orsökum sjóslyssins

ENGIN skýring hefur fengist á því hvers vegna Sæborg GK frá Grindavík sökk um 165 sjómílur austur af landinu. Hrólfur Gunnarsson skipstjóri segir að sjór hafi komist í framskipið og það sokkið á um 45 mínútum. Allir um borð, ellefu menn, komust í björgunarbáta og þeim var síðan bjargað af skipverjum á Jónu Eðvalds frá Hornafirði, sem var á leið á síldarmiðin. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 276 orð

Fiskiskipaflotinn allt of gamall

PÁLL Hjartarson aðstoðarsiglingamálastjóri segir löngu tímabært að breyta reglum sem gilda um endurnýjun fiskiskipa. Reglurnar taki að mjög litlu leyti tillit til öryggisþáttarins. Fiskiskipaflotinn, sérstaklega þó nótaveiðiflotinn, sé orðinn allt of gamall. Meira
19. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Fjölmenni var við hátíðahöldin 17. júní

NÝLIÐIN helgi var með rólegasta móti, að sögn Sigurðar Sigurðssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, þrátt fyrir að fólk væri mikið á ferli. Töluverð ölvun var í bænum aðfaranótt mánudags og lögreglan hafði því í nógu að snúast. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Forsetakosningar á stuttbylgju

EFTIRTÖLDUM dagskrárliðum á vegum Fréttastofu Útvarps vegna forsetakosninganna verður útvarpað á stuttbylgju sem hér segir: Framboðsfundur í sjónvarpssal. Föstudaginn 28. júní klukkan 20.30 til 22.30 á 3295 og 7740 KHZ. Kosningaútvarp laugardaginn 29. júní frá klukkan 21.40 og fram til klukkan 5 að morgni sunnudags á 3295 og 7740 KHZ. Kosningaúrslit sunnudaginn 30. Meira
19. júní 1996 | Erlendar fréttir | 273 orð

Forseti Letta endurkjörinn

ÞING Lettlands endurkaus Guntis Ulmanis forseta á þriðjudag. Hann hét því að reka áfram öfluga utanríkisstefnu með áherslu á samskiptin við Vesturlönd. Sögðu nei við Nastase Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 179 orð

Fyrirlestur um forsetavald í Ungverjalandi, Slóvakíu og Tékklandi

DR. SPENCER M. Zifcak, dósent í lögfræði við LaTrobe University í Melbourne í Ástralíu, heldur fyrirlestur fimmtudaginn 20. júní í boði félagsvísindadeildar og lagadeildar Háskóla Íslands og Félags stjórnmálafræðinga. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og heitir: "Presidental Power in Hungary, Slovakia and the Czeck Republic: A Comparative Analysis". Meira
19. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 391 orð

Fyrirtæki vilja kosta rannsóknir

ALLS VORU brautskráðir 124 kandidatar frá Háskólanum á Akureyri síðastliðinn laugardag og er þetta stærsti hópur kandidata sem útskrifast hefur frá háskólanum. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði í hátíðarræðu sinni að þjónustuþátturinn væri sívaxandi í starfsemi háskóla og á því sviði hefði athygli manna beinst að þætti þeirra í svæðisbundinni þróun. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Gengið á landamerkjum gamla Laugarness

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni, 19. júní, í gönguferð með ströndinni inn að landamerkjum gamla Laugarneslandsins og Víkurlandsins og fylgir þeim suðurundir Fossvog og síðasta spölinn með landamerkjum gamla Laugarness og Skildinganesslandsins til strandar. Meira
19. júní 1996 | Erlendar fréttir | 316 orð

Gorbatsjov boðar stofnun stjórnmálaflokks

MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrum Sovétforseti, hlaut einungis tæplega eitt prósent atkvæða í forsetakosningunum á sunnudag. Gorbatsjov sagði á sunnudag að hann myndi hvorki greiða Borís Jeltsín né Gennadí Zjúganov atkvæði sitt í síðari umferð kosninganna. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 393 orð

Gott að finna að störf manns eru metin

JÓN ÁSGEIRSSON tónskáld var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur af menningarmálanefnd borgarinnar á mánudag, 17. júní. "Það er gott að finna að störf manns eru metin," sagði Jón þegar Morgunblaðið innti hann eftir því hvaða þýðingu útnefningin hefði fyrir hann. "Hverjum þeim manni sem vinnur verk sín af trúleika þykir gott að finna að þau eru metin af öðrum. Meira
19. júní 1996 | Erlendar fréttir | 750 orð

Gratsjov fórnað á hentugum tíma

PAVEL Gratsjov, sem kallaður var "hinn ósökkvanlegi" í Rússlandi, þurfti loks að lúta í lægra haldi í gær er Borís Jeltsín forseti reyndi að treysta stöðu sína og vék honum úr embætti varnarmálaráðherra. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 853 orð

Guðrún Agnarsdóttir bætir mest við sig Forskot Ólafs Ragnars Grímssonar hefur heldur minnkað samkvæmt nýrri skoðanakönnun

GUÐRÚN Agnarsdóttir bætir mestu fylgi við sig í nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans hefur gert fyrir Morgunblaðið um fylgi forsetaframbjóðenda. Pétur Kr. Hafstein og Ástþór Magnússon bæta einnig við sig, Meira
19. júní 1996 | Landsbyggðin | 150 orð

Hjólreiðahátíð á Hvolsvelli

Hvolsvelli-Undirbúningur fyrir hjólreiðahátíð sem haldin er á Hvolsvelli á hverju sumri er nú kominn á fullt skrið. Að þessu sinni verður hátíðin dagana 29.­30. júní nk. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 206 orð

Hlutu fálkaorðuna

FORSETI Íslands sæmdi á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, tuttugu Íslendinga heiðursmerkjum hinnar íslensku fálkaorðu, samkvæmt tillögu orðunefndar. Þeir eru eftirtaldir: Arinbjörn Sigurðsson, skipstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir skipstjórnarstörf, Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu, Eggert Ólafsson, bóndi, Þorvaldseyri, Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 238 orð

Hollvinasamtök Háskólans stofnuð

HOLLVINASAMTÖK Háskóla Íslands voru stofnuð á Háskólahátíð 17. júní. Félagar í samtökunum eru brautskráðir kandídatar frá HÍ, Íslendingar sem numið hafa við erlenda háskóla, kennarar við HÍ og aðrir velunnarar skólans. Meira
19. júní 1996 | Landsbyggðin | 123 orð

Hrunamenn í kraftakeppni á Flúðum

Syðra-Langholti-Að venju var þjóðhátíðardagsins minnst á Flúðum og nú í góðu veðri. Sr. Eiríkur Jóhannsson í Hruna annaðist guðsþjónustu í skógarlundi kvenfélagsins en fólk gekk þangað í skrúðgöngu frá félagsheimilinu. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 369 orð

Hætta á að menntað æskufólk fari úr landi

BRAUTSKRÁNING kandídata frá Háskóla Íslands fór fram í Laugardalshöll á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Að þessu sinni brautskráðust 490 kandídatar og auk þeirra luku 67 viðbótarnámi. Sveinbjörn Björnsson háskólarektor sagði m.a. í ræðu sinni við brautskráninguna að mörgum þætti nóg um þennan mikla fjölda og þau orð heyrðust að unga kynslóðin væri að verða ofmenntuð. Meira
19. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Jurtalitun á bökkum Glerár

ALLA miðvikudaga í sumar, frá og með deginum í dag, 19. júní efnir handverks- og tómstundamiðstöðin Punkturinn til jurtalitunardags á bökkum Glerár. Litað verður með jurtum sem vaxa við ána. Þátttakendur eru beðnir að koma með pott og prímus með sér. Garn sem nota þarf er selt á staðnum. Meira
19. júní 1996 | Erlendar fréttir | 420 orð

Karpov með unna biðskák

Höfuðborg sjálfstjórnarlýðveldisins Kalmykíu. 6. júní­14. júlí. Karpov á alla möguleika á að komast þremur vinningum yfir í FIDE- heimsmeistaraeinvíginu við Gata Kamsky. Hann átti peði meira og unnið tafl þegar sjöunda skákin fór í bið í gær. KAMSKY beitti kóngsindverskri vörn með svörtu, sem er fremur djörf. Meira
19. júní 1996 | Erlendar fréttir | 227 orð

Kínverjar vilja leiðtogafund

LJÓST þykir, að kínverskum stjórnvöldum er umhugað um að bæta samskiptin við Bandaríkin og í gær lýstu þau yfir, að þau hefðu áhuga á, að ráðamenn ríkjanna hittust til að tryggja góða sambúð stórveldanna við Kyrrahaf. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

Kjósendum ytra fjölgar um 23%

KJÓSENDUR sem eiga lögheimili erlendis eru 7.766 og eru 4% kjósenda. Hefur þeim fjölgað um 1.435 eða um 23% frá síðustu alþingiskosningum. Þessi mikla fjölgun skýrist af fólksflutningum til útlanda í fyrrasumar og haust. Meira
19. júní 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Kom fyrstur í mark í kvennahlaupi

Flateyri-Kvennahlaup var haldið á Flateyri. Í hlaupið mættu konur á öllum aldri. Í röðum þeirra leyndust þó nokkrir fulltrúar karlþjóðarinnar. Áður en lagt var af stað í skokkið var hitað upp undir dyggri stjórn Sigrúnar Gerðu Gísladóttur hjúkrunarfræðings. Að því loknu var lagt upp af hæfilegum skokkkrafti, hver með sínum hraða. Meira
19. júní 1996 | Landsbyggðin | 153 orð

Kvennahlaupið í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Konur í Stykkishólmi tóku þátt í kvennahlaupinu og létu sitt ekki eftir liggja. Mæting var við íþróttamiðstöðina og þegar hlaupið var ræst af stað hafði 171 kona skráð sig í hlaupið. Meira
19. júní 1996 | Landsbyggðin | 87 orð

Landsmót harmoníkuunnenda

Hellu-Landsmót harmoníkuunnenda verður haldið á Laugalandi í Holta- og Landsveit 20.­23. júní nk. Landsmót eru haldin þriðja hvert ár og skiptast aðildarfélögin á um landsmótshaldið, en Harmonikkufélag Rangæinga sér um framkvæmd hátíðarinnar að þessu sinni. Meira
19. júní 1996 | Landsbyggðin | 449 orð

Lokið við lagfæringu á flóðgátt Flóaáveitunnar

Syðra-Langholti-Nýlega var lokið við mikla lagfæringu á flóðgátt Flóaáveitunnar sem er skammt ofan við Brúnastaði í Hraungerðishreppi. Engar viðgerðir hafa farið fram á þessu mannvirki síðan það var tekið í notkun árið 1927 sem sýnir hve vel þeir sem stóðu að verki hafa vandað til við þessa framkvæmd. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 528 orð

Lýðveldissjóður veitir styrki og viðurkenningar

Á HÁTÍÐARFUNDI Lýðveldissjóðs 17. júní síðastliðinn fór fram úthlutun úr sjóðnum til styrktar rannsóknum á lífríki sjávar og eflingar íslenskar tungu. Við það tækifæri voru Jóni Bogasyni og Gísla Jónssyni veittar sérstakar heiðursviðurkenningar Lýðveldissjóðs. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Lýsing á Reykjanes braut fyrir árslok

VEGAGERÐIN hefur óskað eftir tilboðum í lögn strengja og skurðgröft á Reykjanesbraut milli Kapelluhrauns og Leifsstöðvar. Fyrsta útboðið verður opnað 1. júlí. Áætlað er að verkinu verði að fullu lokið 1. september, en þá tekur við uppsetning ljósastaura. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Lögreglan fær ný mótorhjól

LÖGREGLAN í Reykjavík tók í gær í notkun fjögur ný Kawasaki 1000 Police Special mótorhjól. Hingað til hafa verið notuð hjól af gerðinni Harley-Davidson. Slík hjól ný eru meira en þrisvar sinnum dýrari en Kawasaki-hjólin. Nýju hjólin eru sérstyrkt fyrir lögreglunotkun. Á myndinni skoða Hjálmar Björgvinsson (t.v.) og Eiríkur Beck eitt nýju hjólanna. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 354 orð

Lögreglumenn í hættu staddir

LÖGREGLUMENN voru í mjög erfiðri og alvarlegri stöðu í miðborg Reykjavíkur í fyrrakvöld þegar hópur fólks gerði aðsúg að þeim eftir að ungum manni var bjargað niður af hliði við enda Austurstrætis. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar aðalvarðstjóra var hópurinn sem að lögreglumönnunum sótti það stór og æstur að í raun hafi lögreglumennirnir verið í hættu staddir. Meira
19. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 308 orð

Meðaleinkunn á stúdentsprófi hækkar

BRAUTSKRÁÐIR voru 119 stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni þjóðhátíðardaginn 17.júní. Fram kom í ræðu Tryggva Gíslasonar skólameistara að upphaflega innrituðust í hópinn 187 nemendur, mannfall hafi því orðið allmikið eða nær þriðjungur. Fyrir um 20 árum hafi það verið nær 50% og um árabil 40%. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Metþátttaka í Kvennahlaupi

METÞÁTTTAKA var í sjöunda Kvennahlaupi ÍSÍ sem fram fór á sunnudag á 90 stöðum á landinu. Alls hlupu um 19.000 konur en í fyrra hlupu rúmlega 15.000. Að sögn Helgu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra hlaupsins, var mikil ánægja og gleði ríkjandi meðal hlaupakvenna, sem voru á öllum aldri, þær yngstu nokkurra vikna gamlar telpur í kerru og þær elstu hátt á níræðisaldri. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Mikið slasaðir eftir árekstur

TVEIR ungir piltar slösuðust alvarlega þegar bifhjól sem þeir tvímenntu á ók í veg fyrir fólksbifreið á mótum Valhúsabrautar og Hæðarbrautar um klukkan 19 í gær. Annar piltanna, sem eru bræður, brotnaði illa á fæti en hinn slasaðist m.a. á baki. Báðir gengust undir aðgerð í gærkvöldi á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 329 orð

Mikil eftirspurn er eftir lóðum á hafnarsvæðinu

MIKIL aukning hefur verið á umsóknum um lóðir á hafnarsvæði Reykjavíkurhafnar, einkum við Sundahöfn. Bæði er um að ræða fyrirtæki sem vilja bæta stöðu sína gagnvart flutningum og aðila á svæðinu sem vilja stækka við sig, svo sem olíufélögin, skipafélögin og fyrirtæki sem tengjast rekstri þeirra, að sögn Jóns Þorvaldssonar, forstöðumanns tæknideildar hjá hafnarstjóra. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 347 orð

Munurinn á Ólafi og Pétri 10,7 prósentustig

MUNUR á fylgi forsetaframbjóðenda mælist heldur minni í nýrri skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Morgunblaðið, en í síðustu könnun sem gerð var fyrir um hálfum mánuði. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur fylgis 40,4% kjósenda, Pétur Kr. Hafstein 29,7%, Guðrún Agnarsdóttir 17%, Guðrún Pétursdóttir 8,3% og Ástþór Magnússon 4,6%. Meira
19. júní 1996 | Erlendar fréttir | 373 orð

Naumur sigur Jeltsíns

ÞEGAR búið var að telja rúmlega níutíu og níu prósent atkvæða í forsetakosningunum í Rússlandi í gær, alls um 74,3 milljónir atkvæða, hafði Borís Jeltsín, forseti, fengið 35,06 af hundraði, og helsti keppinautur hans, Gennadí Zjúganov, frambjóðandi kommúnista, hafði hlotið 31,96 prósent. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Rauður aðmíráll

ÞETTA glæsilega fiðrildi fannst á Höfn í Hornafirði nýlega og vakti verðskuldaða athygli. Hér er á ferðinni rauður aðmíráll (vanessa atalanta), sem ættir sínar á að rekja til Suður-Evrópu en er flækingur á norðurslóðum. Hilmar J. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 278 orð

Ráðherra leitar lausnar

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur fengið umboð ríkisstjórnarinnar til að leita leiða að leysa húsnæðisvanda Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúrugripasafnsins. Húsnæðisvandræði þessara stofnana voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Guðmundur kveðst vona að lausn megi finna fyrir aldamót en ekki sé gert ráð fyrir fjárveitingum vegna þessa máls á fjárlögum næsta árs. Meira
19. júní 1996 | Miðopna | 1848 orð

"Röddin hennar mun ylja okkur um ókomna tíma"

Ella Fitzgerald, ein mesta jasssöngkona frá upphafi, látin 78 ára að aldri "Röddin hennar mun ylja okkur um ókomna tíma" Ella Fitzgerald ætlaði að leggja út á listabrautina sem dansari en þegar stóra stundin rann upp var hún svo taugaóstyrk að hún gat ekkert gert - nema sungið. Meira
19. júní 1996 | Erlendar fréttir | 351 orð

Sinn Fein lýsi andstöðu við aðgerðir IRA

ÍRSKA stjórnin ákvað á fundi sínum í gær, að samskiptum við Sinn Fein, stjórnmálaarm Írska lýðveldishersins (IRA), skyldi ekki hætt. Fundurinn var boðaður til þess að endurskoða samskiptin við Sinn Fein í ljósi gruns um að IRA hafi staðið að sprengingu sem særði rúmlega 200 manns í Manchester á Englandi um helgina. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Sólarhátíð í Grindavík

ÞAÐ er orðinn árviss viburður í Grindavík að fagna lífi og yl sólar með hátíð 21. júní, en þá er sól hæst á lofti. Dagskráin hefst kl. 18 í hofinu sem staðsett er í gamla hverfinu í Grindavík skammt frá höfninni. Þar fer fram giftingarathöfn og er það önnur giftingin í hofi Jarðar- og mánagyðjunnar. Eftir giftingarathöfnina er gengið í Sólarvé kl. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Sprengdu kínverja í flösku

TVEIR piltar á 18. ári voru handteknir á Selfossi í fyrrakvöld fyrir að sprengja heimatilbúna sprengju í íbúðarhverfi. Rúða brotnaði í húsi en engum varð meint af. Að sögn lögreglu hefði sprengjan þó hæglega getað valdið skaða á fólki. Meira
19. júní 1996 | Miðopna | 912 orð

Sterki maðurinn í lykilstöðu

HERSHÖFÐINGINN fyrrverandi Alexander Lebed er nú í lykilstöðu í rússneskum stjórnmálum og ætla má að hann setji mark sitt á þau á næstu árum. Margir eru þegar teknir að ræða þann möguleika að hann taki við forsetaembættinu af Borís Jeltsín þegar kjörtímabili þess síðarnefnda lýkur áður 2000. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 132 orð

Sumarhótel að Bifröst í 41. sinn

HÓTEL Bifröst í Borgarfirði hóf 15. júní sl. sumarstarfsemi sína í 41. sinn. Á Hótel Bifröst er aðstaða fyrir smærri ráðstefnur, fundi, ættarmót, brúðkaup og hvers kyns aðrar uppákomur. Á hótelinu eru 26 herbergi svo og svefnpokaplás í skólastofum. Á hótelinu er einnig gufubað og ljósabekkur. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Söngvari Blur á þjóðhátíð

ATHYGLI vakti að Damon Albarn, söngvari í hinni heimsþekktu bresku hljómsveit Blur, tók lagið með hljómsveit Emilíönu Torrini í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi þjóðhátíðardagsins 17. júní. Hann söng lag úr söngleiknum Stone Free eftir Jim Cartwright. Ekki var getið um að Damon myndi syngja með Emilíönu í áðurútgefinni dagskrá. Hins vegar hafði frést af honum hér á landi. Meira
19. júní 1996 | Erlendar fréttir | 146 orð

Tvær kirkjur blökkumanna brenna

TVÆR kirkjur blökkumanna í smábænum Kossuth í Mississippi- ríki í Bandaríkjunum eyðilögðust í eldi á mánudagskvöld, að sögn lögreglu. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Opinber rannsókn er hafin, og beinist hún að því, hvort tengsl séu milli brunanna á mánudag og bruna, sem orðið hafa, í 34 öðrum kirkjum blökkumanna í Suðurríkjunum á undanförnu einu og hálfu ári. Meira
19. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 491 orð

Undarlegt ósamræmi í lögum

TRYGGVI Gíslason skólameistari Menntaskólans á Akureyri gerði áfengis- og landslög að umtalsefni í skólaslitaræðu sinni á þjóðhátíðardaginn. "Öllum er ljóst að áfengisneysla ungs fólks er stöðugt að aukast og eykst enn," sagði Tryggi. Meira
19. júní 1996 | Erlendar fréttir | 167 orð

Uppstokkun boðuð innan FAA

STEFNT er að mikilli uppstokkun innan bandarísku flugmálastofnunarinnar, FAA, í kjölfar flugslyssins í Miami þegar farþegaþota frá flugfélaginu ValuJet fórst með 110 manns. Í skýrslu um úttekt á flugfélaginu segir, að FAA hafi sýnt "andvaraleysi". Starfsemi ValuJet hefur verið bönnuð í óákveðinn tíma. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð

Viðurkenningar á Stórstúkuþingi

STÓRSTÚKUÞING og Unglingaregluþing voru haldin í Templarahöll Reykjavíkur dagana 6.­8. júní sl. Á Unglingaregluþingi var kosin ný stjórn til tveggja ára: Lilja Harðardóttir, formaður og stórgæslumaður, Jóna Karlsdóttir, ritari, Bryndís Þórarinsdóttir og Sólveig Gränz, meðstjórnendur. Varamaður var kosinn Andrés Ingólfsson. Meira
19. júní 1996 | Innlendar fréttir | 777 orð

Vímuvarnir eru helsta markmiðið

LAUFEY Jóhannsdóttir er fyrsta konan sem gegnt hefur embætti umdæmisstjóra hjá Lionshreyfingunni á Íslandi og fyrir skömmu var hún kosin fjölumdæmisstjóri hennar. Hún hefur um árabil verið félagi í Lionsklúbbnum Eik í Garðabæ og hefur einnig gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Lionshreyfinguna, svo sem í landsnefnd Rauðra fjaðra. Meira

Ritstjórnargreinar

19. júní 1996 | Leiðarar | 614 orð

leiðari FRAMLEIÐNI OG VINNUTÍMI AVÍÐ ODDSSON forsætisráðher

leiðari FRAMLEIÐNI OG VINNUTÍMI AVÍÐ ODDSSON forsætisráðherra vék að samanburði Þjóðhagsstofnunar á lífskjörum Dana og Íslendinga í ávarpi sínu til þjóðarinnar 17. júní. Sá samanburður leiðir í ljós að kaupmáttur hér á landi var 15% lakari en í Danmörku árið 1993, auk þess sem Íslendingar vinna mun lengri vinnudag en Danir. Meira
19. júní 1996 | Staksteinar | 311 orð

»Sýndarréttarhöld TYRKNESKU réttarhöldin í máli Sophiu Hansen "v

TYRKNESKU réttarhöldin í máli Sophiu Hansen "voru sýndarréttarhöld og leikaraskapur" segir í forystugrein DV sl. föstudag. Ógnarvald föður ÚR LEIÐARA DV sl. föstudag: "Tyrknesku réttarhöldin í gær voru sýndarréttarhöld og leikaraskapur. Þar voru stúlkurnar fengnar til þess að segja hvort þær vildu heldur vera hjá föður sínum eða móður. Meira

Menning

19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 60 orð

280 ára afmæli

ELLEFU vinir héldu afmælisveislu í Rúgbrauðsgerðinni síðastliðið laugardagskvöld. Samtals urðu þeir 280 ára, 10 þeirra 25 ára og einn þrítugur. Hér sjáum við hópinn samankominn, efri röð f.v.: Einar Skúlason, Einar Viktor Karlsson, Helga Árnadóttir, Hilmar Hilmarsson, Hildur Dungal, Halldór Þorkelsson, Atli Þorbjörnsson. Meira
19. júní 1996 | Myndlist | 512 orð

Af gosefnum

Ragna Róbertsdóttir. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 14-18 til 30. júní. Aðgangur ókeypis ALLT frá því að sýningarhald hófst í Ingólfsstræti 8 hefur það markast af sýningum sem hafa í senn verið einfaldar í aðlögun sinni að stílhreinu rýminu og um leið skapað hljóðláta en oftar en ekki kraftmikla samræðu um tengsl listar og náttúru. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 428 orð

Aginn úr klassíkinni er ómetanlegur

Tónleikar sænska píanóleikarans Roberts Wells ásamt hljómsveit á Hótel Íslandi föstudagskvöld 14. júní. PÍANÓLEIKARINN Robert Wells gerir Beethoven og Billy Joel jafnhátt undir höfði og spilar að auki sínar eigin lagasmíðar. Á tónleikum á Hótel Íslandi um síðustu helgi fóru áheyrendur á tímaflakk um tónlistaheiminn með Wells og meðleikurum hans. Meira
19. júní 1996 | Menningarlíf | 147 orð

Akureyringar í Langholtskirkju

KÓR Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar heldur tónleika í Langholtskirkju miðvikudagskvöldið 19. júní kl. 20.30. Kórinn fer í tónleikaferðalag til Kanada 20. júní nk. og efnisskrá tónleikanna í Langholtskirkju verður sú hin sama og kórinn flytur þar vestra. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð

Áður óbirtar myndir af Garbo

TVÆR áður óbirtar ljósmyndir af sænsku þokkagyðjunni Gretu Garbo voru seldar á uppboði sem haldið var í tilefni af 100 ára afmæli kvikmyndalistarinnar í Svíþjóð á mánudag. Önnur þeirra er árituð og fengust 170.000 krónur fyrir hana. Hin er frá fjórða áratugnum og seldist á 35.000 krónur. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 102 orð

Ást við fyrstu sýn

ANTONIO Banderas og Melanie Griffith tóku rómantíkina með sér heim er þau unnu að myndinni "Two Much", eða Einum of mikið. Þau kynntust við gerð þessarar rómantísku gamanmyndar sem hefur nú verið tekin til sýninga hér á landi. Meira
19. júní 1996 | Tónlist | 602 orð

Á vængjum látúnsins

Utanfarartónleikar lúðrasveitarinnar Svans. Stjórnandi Haraldur Árni Haraldsson. Fella- og Hólakirkja, laugardaginn 8. júní kl. 14. FREMUR fátt var um manninn, þegar lúðrasveitin Svanur efndi til tónleika í kirkju Fella- og Hólverja í Efra-Breiðholti laust fyrir undornsleyti sl. laugardags. Meira
19. júní 1996 | Menningarlíf | 143 orð

Barnaleikritið Gulltáraþöll á Listahátíð

FORSÝNINGAR á leiksýningunni Gulltáraþöll verða á Listahátíð í Reykjavík á Litla sviði Borgarleikhússins laugardaginn 22. júní og sunnudaginn 23. júní nk. "Sýningin er sérstaklega ætluð börnum og byggir á ævintýraheimi íslenskra þjóðsagna. Í þær má sækja margt; gleði og gaman og þrungnar örlagasögur. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 87 orð

Carrey gerir það gott

Í LJÓS kom að aðdráttarafl gamanleikarans Jims Carrey var enn fyrir hendi þegar nýjasta mynd hans, "The Cable Guy", fór beint á topp bandaríska aðsóknarlistans um helgina. Myndin, sem Ben Stiller leikstýrir, var frumsýnd í 2.657 kvikmyndahúsum og er það met hjá kvikmyndafyrirtækinu Columbia Pictures. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Einnar nætur gaman

NASTASSJA Kinski og Wesley Snipes eru um þessar mundir stödd á Manhattan-eyju í New York, þar sem tökur fara fram á myndinni "One Night Stand", eða Einnar nætur gamni. Leikstjóri myndarinnar er Mike Figgis, sem leikstýrði myndinni "Leaving Las Vegas", en Nicolas Cage hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í þeirri mynd. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð

Fjör hjá Bowie

TROMPETLEIKARINN Lester Bowie lék fyrir Íslendinga ásamt hljómsveit sinni Brass Fantasy í Loftkastalanum laugardag og sunnudag. Tónlist hans mæltist afar vel fyrir hjá áheyrendum og myndaðist góð stemmning eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Morgunblaðið/Kristinn BOWIE í góðri sveiflu. Meira
19. júní 1996 | Menningarlíf | 180 orð

Forsetaslagurinn æsilegi

ÚT er komin spébók um forsetakosningarnar á Íslandi sem kallast Forsetaslagurinn, þar sem óspart er gert grín að öllu tilstandinu og veitir þjóðinni ekki af að brosa svolítið í laumi, þegar allir þurfa að vera svo alvarlegir, segir í kynningu. Meira
19. júní 1996 | Myndlist | -1 orð

Fönsun og hágöngur

ÞAÐ er alveg rétt, sem Hrafnhildur Schram listsögufræðingur segir í skrá varðandi sýningu á verkum Svavars Guðnasonar í Ásmundarsal á Listahátíð; "Það er vel við hæfi að fyrsta sýning Listasafns ASÍ í hinum nýju húsakynnum að Freyjugötu 41 skuli vera á verkum Svavars Guðnasonar í eigu safnsins. Meira
19. júní 1996 | Menningarlíf | 122 orð

Gunnar og Selma í Stykkishólmskirkju

GUNNAR Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld kl. 20.30. Gunnar og Selma hafa að undanförnu verið á tónleikaferð um landið og meðal annars leikið á Vík í Mýrdal og Borgarnesi. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 32 orð

Hoffman styður tengdamóður sína

LEIKARINN Dustin Hoffman var ásamt eiginkonu sinni Lisu og móður hennar á fjáröflunarsamkomu sem haldin var til styrktar MS- sjúklingum fyrir skömmu. Móðir Lisu þjáist af þessum lömunarsjúkdómi. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð

Ilmandi kynning

KYNNING á tveimur nýjum ilmum frá Versace, Yellow Jeans og Green Jeans, fór fram á Astró síðastliðið laugardagskvöld. Margt var til skemmtunar og boðið var upp á léttar veitingar. Ljósmyndari Morgunblaðsins fann ilminn úr fjarlægð og náði þessum myndum. Morgunblaðið/Halldór HANNA Sigga, Emilía Húnfjörð og Þórný Jónsdóttir. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 85 orð

Kæran komin

LJÓST er orðið að John Travolta fær kæru fyrir að fara í fússi frá París eftir rifrildi við leikstjórann Roman Polanski við gerð myndarinnar "Double". Kæran var lögð fram síðastliðinn miðvikudag og þar segir að Travolta hafi farið fram á miklar breytingar á handritinu og eins að hann hafi ekki hlýtt leikstjórn Polanskis. Meira
19. júní 1996 | Menningarlíf | 133 orð

Leikrit um Papa ritað á Íslandi

ÍRSKA leikritaskáldið Brian Fitzgibbon, sem búsett er hér á landi, hefur ritað einþáttung um Papana, írsku munkana sem sagðir eru hafa sest að á Íslandi áður en Hrafna-Flóki fann landið. Brian skrifaði leikritið síðastliðinn vetur samhliða því að stunda nám í íslensku við Háskóla Íslands. Meira
19. júní 1996 | Menningarlíf | 112 orð

Listaverkin seljast ekki

Í HÚSAKYNNUM Lánasýslu Ríkisins hanga 29 málverk eftir hina svokölluðu "gömlu meistara" í íslenskri myndlist og núlifandi listamenn. Þau eru öll til sölu og þar á meðal verk eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval, Ásgrím Jónsson, Kristínu Jónsdóttur, Þórarin B. Þorláksson og Mugg. Verkin eru frá gamalli tíð og tilheyra Framkvæmdasjóði Íslands sem verið er að leggja niður. Meira
19. júní 1996 | Menningarlíf | 81 orð

Ljóðmyndir úr náttúru Þingvalla

ÚT ER komin þriðja ljóðabók Steinunnar Ásmundsdóttur, Hús á heiðinni ­ ljóð frá Þingvöllum. Í bókinni eru 33 ljóðmyndir úr náttúru Þingvalla, þar sem höfundur hefur starfað sem landvörður og náttúrufræðari undanfarin ár. Eftir Steinunni hafa áður komið út ljóðabækurnar Einleikur á regnbogann hjá Almenna bókafélaginu árið 1989 og Dísyrði hjá Goðorði árið 1992. Meira
19. júní 1996 | Tónlist | 403 orð

Lúðrajazz

Flytjendur: Lester Bowie trompet, Don Moye, slagverk, Reginald Pittman trompet, E.J. Allen, trompet, Mack Gollehon, trompet, Vinnie Johnson, trommur, Earl McIntyre, túba, Vincent Chancey, franskt horn, Luis Bonilla, básúna, Frank Lacy, básúna. Loftkastalinn, 15. júní 1996. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Mynd um Oscar Wilde

ÍRSKA skáldið Oscar Wilde mun birtast áhorfendum í líki leikarans Stephen Frys í væntanlegri mynd sem tökur hefjast á í haust. Jude Law leikur Lord Alfred Douglas, son markgreifans af Queensberry, ástmann þann sem varð Wilde að falli. Leikstjóri myndarinnar er Brian Gilbert og framleiðendur þeir Peter og Marc Samuelsson. Meira
19. júní 1996 | Menningarlíf | 223 orð

Ný heimildarmynd um sögu Íslands

SAGA Íslands er heitið á nýrri íslenskri heimildarmynd um Ísland og Íslendinga. Hún fjallar um þróun og sögu þjóðarinnar frá landnámi til dagsins í dag. Í kynningu segir að hún veiti innsýn í menningu okkar í aldanna rás og skýri þá þróun sem átt hefur sér stað hér á landi. "Myndin fjallar um hver við erum og hvað hefur gert okkur að þeirri þjóð sem við erum í dag. Meira
19. júní 1996 | Menningarlíf | 472 orð

Nýjar bækur

EFTIR að Fjölvaútgáfan lauk á sl. ári útgáfu þriggja binda verks Hringadróttinssögu, eru áfram lögð drög að útgáfu fleiri verka Tolkiens. Fjölvi undirbýr síðar í sumar útgáfu á listaverkabókum í stóru broti með myndskreytingum við verk hans. Þá er unnið að þýðingu á Silmerlinum. Meira
19. júní 1996 | Menningarlíf | 250 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin Áftaness saga, - Bessastaðahreppur - fortíð og sagnir eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson, sagnfræðing. Um er að ræða söguna frá landnámi til vorra daga og er þetta í fyrsta sinn sem þessi saga er skráð. Segja má að verkið skiptist í þrjá hluta; Frá landnámi til 1800, nítjándu öldina og tuttugustu öldina með upphafi þéttbýlis. Meira
19. júní 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Óskin náði til leikhúsgesta

NORRÆNU leiklistardögunum lauk í Kaupmannahöfn um helgina. Að sögn Helgu Hjörvar framkvæmdastjóra Norræna leiklistar- og danssambandsins gaf hátíðin góða mynd af blómlegu leiklistarlífi á Norðurlöndum og þar kom íslenska framlagið mjög vel út. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 314 orð

Rokkgoð í Reykjavík

ROKKGOÐIÐ David Bowie, sem stígur fæti á íslenska grund í fyrsta skipti í dag, mun án minnsta vafa fá hlýjar móttökur hjá aðdáendum sínum í Laugardalshöll annað kvöld og er þess að vænta að stemmningin verði rafmögnuð. Bowie og hljómsveit hans leika bæði efni af nýjustu plötu sinni, 1. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 34 orð

Rokkmessa á miðnætti

KRISTILEGT félag ungra manna og kvenna stóð fyrir rokkmessu í Dómkirkjunni á miðnætti aðfaranótt þjóðhátíðardagsins. Fjöldi fólks af yngri kynslóðinni mætti til að hlýða á fjöruga tónlist í húsi guðs. Meira
19. júní 1996 | Bókmenntir | 751 orð

Skáldið frá Hæli

Seinna bindi, safn áður óbirtra ljóða eftir Eirík Einarsson frá Hæli. Reykjavík 1995, 245 bls. EIRÍKUR Einarsson alþingismaður frá Hæli hefur verið mörgum kunnur sem snjallt ljóðskáld og hnyttinn vísnasmiður. Sumar vísur hans kunna margir og Árnesingar syngja ljóð hans Vísur gamals Árnesings undir lagi Sigurðar Ágústssonar. Meira
19. júní 1996 | Menningarlíf | 49 orð

Smámyndir Ólafs Más

NÚ stendur yfir sýning Ólafs Más Guðmundssonar í Smíðum & skarti, Skólavörðustíg 16a. Myndirnar eru unnar með akríllitum á pappír og allar gerðar á þessu ári. Ólafur Már hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sýningunni lýkur á laugardag. ÓLAFUR Már. Kona, vasi ogeyja. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 302 orð

Stjörnubíó sýnir myndina Einum of mikið

STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á rómantísku gamanmyndinni Einum of mikið eða "Two Much" með Antonio Banderas í aðalhlutverki. Auk þess leika með honum Melanie Griffith, Daryl Hannah, Danny Aiello, Joan Cusack og Eli Wallach. Leikstjóri er Fernando Trueba. Meira
19. júní 1996 | Myndlist | 621 orð

Sveigð lína og fjarvídd

Hreinn Friðfinnsson. Opið kl. 11-19 alla daga til 30. júní. Aðgangur ókeypis. Í TILEFNI Listahátíðar hefur Gallerí Sólon Íslandus fengið nauðsynlega upplyftingu og tekur nú tær og fallegur á móti gestum sem þangað sækja til að skoða sýningu Hreins Friðfinnssonar. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 59 orð

Söngfugl blíður

MARIAH Carey er söngfugl blíður sem yljað hefur heimsbyggðinni um hjartarætur með sætlegum söng og stimamjúkri framkomu. Hér sést hún á sviði í Rotterdam, þar sem hún hélt tónleika á þjóðhátíðardegi vorra Íslendinga, 17. júní. Tónleikarnir voru liður í tónleikaför Mariuh um Evrópu og þess má geta að hún hafði aldrei áður sungið á hollenskri grund. Meira
19. júní 1996 | Menningarlíf | 195 orð

Tónlistarútibú í grunnskólunum

TÓNLISTARSKÓLI Kópavogs hefur sett upp útibú fyrir forskólakennslu í tveimur grunnskólum. Þetta samstarf er enn í mótun en gert er ráð fyrir að það aukist næsta haust. Lokið er 33ja starfsári Tónlistarskólans. Þrír nemendur luku prófi á 8. stigi í vor en það voru þau Bjarney Halldórsdóttir í píanóleik, Tyrfingur Þórarinsson í gítarleik og Takako Inaba Jónsson í einsöng. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 78 orð

Tvífarar

TÖLVUSÉRFRÆÐINGAR mótuðu andlit drekans í myndinni "Dragonheart" þannig að það líktist sem mest leikaranum Sean Connery, sem reyndar leikur drekann í myndinni. Blaðamenn tímaritsins Entertainment Weekly komu einnig auga á sameiginleg einkenni ýmissa frægra fyrirmenna og leikbrúða. CONNERY og drekinn í"Dragonheart". Meira
19. júní 1996 | Myndlist | 534 orð

Tví - sýn

Thomas Kocheisen og Ulrike Hullman. Opið í samráði við húsráðendur til 29. júní. Aðgangur ókeypis. SÝNINGARSTAÐURINN Gangur að heimili Helga Þorgils Friðjónssonar listmálara og fjölskyldu heldur sínu striki með stöðugu sýningarhaldi, þó hljótt fari. Meira
19. júní 1996 | Tónlist | 793 orð

Undir innblæstri

Schumann: Píanókvintett í Es-dúr Op. 44; Schubert: Píanókvintett í A-dúr (Silungakvintettinn) D 667. Zilia píanókvartettinn (Steinunn B. Ragnarsdóttir, píanó; Auður Hafsteinsdóttir, fiðla; Herdís Jónsdóttir, víóla & Bryndís H. Gylfadóttir, selló) auk Hildigunnar Halldórsdóttur, fiðla (Op. 44) og Hávarðar Tryggvasonar, kontrabassa (D 667). Listasafni Íslands, föstudaginn 14. júní kl. 20:30. Meira
19. júní 1996 | Fólk í fréttum | 52 orð

Vel dulbúin mæðgin

MEG RYAN, leikkonan kunna, kann greinilega að dulbúast, enda er sjálfsagt ekki vanþörf á þar sem stjörnurnar verða oft og tíðum fyrir áreitni á götum úti vestra. Á þessari mynd sést að meira að segja sonur Meg, Jack, er farinn að ganga með sólgleraugu til að þekkjast síður. Meira
19. júní 1996 | Tónlist | 538 orð

Það ótrúlega

Píanósnillingurinn Evgeny Kissin flutti d-moll Sjakonnuna eftir J.S. Bach, Tunglskinssónötuna eftir Beethoven, f-moll fantasíuna, op.49, eftir Chopin og Paganíni-tilbrigðin, eftir Brahms. Laugardagurinn 15. júní 1996. Meira

Umræðan

19. júní 1996 | Kosningar | 445 orð

Að gera sér mat úr að nudda sér utan í Krist

"EF ALLT þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist sem gerir sér mat úr að nudda sér utan í Krist, þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst ef maður að síðustu lendir í annarri vist". ­ Jón Helgason. Hinir ólíklegustu einstaklingar eiga það til að vilja sýnast aðhyllast kristin trúarbrögð og trúa á Guð, "nudda sér utan í Krist". Meira
19. júní 1996 | Kosningar | 55 orð

Athugasemd vegna greinar Jóns Steinars Gunnlaugssonar

Í Morgunblaðinu 15. júní sl. fjallar Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., um það þegar Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti framburð sinn fyrir dómi 20. maí 1989. Af gefnu tilefni er rétt að fram komi að vegna forfalla var ég ekki viðstaddur þinghald þetta, og er þess getið í þingbókinni. Meira
19. júní 1996 | Aðsent efni | 807 orð

Áfram skal hengja verktaka fyrir rannsóknastofnun

TILEFNI þessara greinaskrifa er viðtal í fréttum Sjónvarps, þriðjudaginn 11. júní sl., við Rögnvald S. Gíslason efnaverkfræðing á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins um viðgerðir húsa. Þar ræðst hann með furðulegum hætti að þeim aðferðum sem notaðar hafa verið við viðgerðir á sprungum í steinsteypu og fullyrðir að hundruðum milljóna hafi verið kastað á glæ á undanförnum árum í Meira
19. júní 1996 | Aðsent efni | 724 orð

Árangur eða upphróp?

FRÓÐLEGT er að rifja upp stöðu efnahags- og atvinnumál þjóðarinnar eins og þau blöstu við fyrir rúmu einu ári. Útlitið var sannarlega dökkt og lítil bjartsýni ríkjandi. Umskiptin eru ótrúleg. Allar efnahagstölur segja að við séum á réttri leið. Meira
19. júní 1996 | Kosningar | 182 orð

Forseti minnihlutans?

ER EKKI einkennilegt að lýðræðisþjóð sætti sig við að sumir kjósendur hafi fimmfaldan atkvæðisrétt í kosningum til Alþingis og samþykki að sameiningartákn hennar, forseti Íslands, þurfi ekki meirihlutafylgi til að hljóta kosningu? Nú þegar kjósa á fimmta forseta lýðveldisins er löngu augljóst að kosningareglur eru ólýðræðislegar. Meira
19. júní 1996 | Kosningar | 1007 orð

Geldum Bessastaði?

ÞESSA dagana er rekinn mikill áróður undir slagorðinu "virkjum Bessastaði". Á sama tíma er í gangi annars konar áróður, sem sameina má undir slagorðinu "geldum Bessastaði". Hvoru tveggja tengist væntanlegum forsetakosningunum. Hafa þær hleypt nýju lífi í umræðuna um völd og hlutverk forseta Íslands. Meira
19. júní 1996 | Kosningar | -1 orð

Guðrún Pétursdóttir ­ ein af okkur

EINKUNNARORÐIN "ein af okkur" finnast mér hæfa Guðrúnu Pétursdóttur mjög vel því hún á ákaflega gott með að umgangast hvern sem er og hefur lifandi áhuga á því sem viðkemur landi og þjóð hvort sem er á innlendum eða erlendum vettvangi. Ég hef þekkt Guðrúnu lengi og umgengist hana töluvert á undanförnum árum. Meira
19. júní 1996 | Aðsent efni | 1101 orð

Hrapað að löggjöf um náttúruvernd

ÞAÐ HLÝTUR að vekja undrun og áhyggjur margra að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi skuli sýna náttúruverndarmálum þá lítilsvirðingu sem varð á síðustu vikum þingsins. Í marsbyrjun kom fram stjórnarfrumvarp til laga um náttúruvernd. Vinna við það hófst 16. apríl en málið var rifið út úr nefnd af meirihluta umhverfisnefndar hálfunnið 7. maí. Meira
19. júní 1996 | Aðsent efni | 274 orð

Íslenskur þjóðbúningur...

Í GREINARKORNI, sem ég bað Morgunblaðið að birta sl. sunnudag urðu nokkrar meinlegar villur, sem ég bið blaðið að leiðrétta. Ég nefndi danska popphljómsveit, sem ég kvað heita: SHUBIDUA. Þessu var breytt í Sjúbídúa. Það var rangfærsla. Þá lauk ég greininni með ábendingu til ríkisútvarpsins um að snúa sér að íslenskum söngvum, hljómlist og dagskrárgerð. Meira
19. júní 1996 | Aðsent efni | 770 orð

Í þágu almennings, eða sérhagsmuna

MORGUNBLAÐIÐ hefur í Reykjavíkurbréfi 2. júní birt pistil um úthlutun viðbótarþorskkvótans, sem nú er ráðgerður. Þar er lögð þung og réttmæt áhersla á, að af þessum viðbótarkvóta eigi að taka gjald, sem væri upphaf að almennri auðlindarleigu til eigenda auðlindarinnar frá þeim, sem nýta hana. Meira
19. júní 1996 | Aðsent efni | 1150 orð

MEIRI AFKÖST ­ STYTTRI VINNUTÍMI

GÓÐIR Íslendingar, nær og fjær. Nýlega var hér á ferð erlendur gestur, sem spurði mig hvort Íslendingar hefðu aldrei efasemdir um sjálfstæði sitt og grundvöll þess. "Þið eruð ekki nema 270 þúsund manneskjur og þurfið að halda uppi flóknu þjóðfélagi og uppfylla þarfir og þjónustu sem þvælist fyrir margfalt stærri þjóðum," bætti hann við, orðum sínum til áréttingar. Meira
19. júní 1996 | Kosningar | 452 orð

Ólafur Ragnar segir ósatt

Ólafur Ragnar segir ósatt Ólafur Ragnar Grímsson hefur að undanförnu alloft verið krafinn svara um trúarsannfæringu sína og skyldi engan undra. Meira
19. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 229 orð

Skandall í Laugarnesinu

MIG langar til að vekja athygli Laugarnesbúa, sem annarra, á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru í byggingaframkvæmdum hér í borg. Það sem við okkur blasir hér í Laugarneshverfi er að mikið rask er nú hafið við Kirkjusand. Það sem hneykslar okkur mest er að þetta svæði er ekki skipulagt sem íbúðarbyggð og ekkert leyfi er fengið enn til að byggja þarna en samt er hafist handa. Meira
19. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 188 orð

Tjarnarskóli við hestaheilsu

OKKUR þykir rétt að minna á að skólastarfið í Tjarnarskóla verður í fullum gangi næsta vetur eins og síðastliðin 11 ár. Í umræðunni um gamla Miðbæjarskólahúsið, nýja Fræðslumiðstöð, húsnæði Miðskólans og Tjarnarskóla, hefur talsvert borið á þeim misskilningi að Tjarnarskóla hafi verið úthýst úr Miðbæjarskólanum. Meira
19. júní 1996 | Aðsent efni | 888 orð

Um ferjubryggju og Djúpveg

ÞAÐ hlýtur því að vera sjálfsögð krafa, að nú verði, án tafar, stigið það skref, sem dregist hefir úr hömlu óhæfilega lengi; að verkið verði boðið út. Það mun ekki standa á tilboðum. Fjárhæðin sem er fyrir hendi, 43 milljónir, munu, samkvæmt mínum heimildum, rúmlega nægja fyrir kostnaði, og ég hef fyrir satt, að endurskoðuð útboðslýsing liggi á borðinu, Meira
19. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 548 orð

Um vísindi, Darwin og villukenningar

Í MORGUNBLAÐINU 30. maí sl. birtist bréf frá Sóleyju Jónsdóttur. Nú er það ekki vani minn að standa í ritdeilum, en þar sem enginn annar hefur orðið til að leiðrétta það sem kom fram í fyrrnefndu bréfi, finnst mér nauðsynlegt að einhver taki upp hanskann fyrir hönd vísindanna. Sóley segir: "Sönn vísindi sanna, að Guðs Orð segir sannleikann, en Darwin fór villur vegar. Meira
19. júní 1996 | Aðsent efni | 861 orð

Virðisaukaskattur og rekstrarafkoma bókaútgáfu

AÐ UNDANFÖRNU hafa orðið nokkrar umræður um skýrslu sem unnin var í fjármálaráðuneytinu og ég lagði fram á Alþingi að beiðni nokkurra alþingismanna um áhrif álagningar 14% virðisaukaskatts á íslenskar bækur, blöð og tímarit. Þessi umræða hefur því miður nokkuð einkennst af lítt rökstuddum fullyrðingum um efni og niðurstöður þessarar skýrslu. Meira
19. júní 1996 | Kosningar | 615 orð

Þegar sálartetrið fer á kreik.

Í YFIRSTANDANDI kosningabaráttu til forsetakjörs hefur það komið fram ­ því miður ­ að þegar kosningar eru jafnpersónubundnar og forsetakosningar í eðli sínu eru, fer sálarslíf margra úr jafnvægi. Þetta fyrirbæri þekkja þeir sem verið hafa þátttakendur í öllum forsetakosningum frá 1952. Yfirvegun og málefnaleg gagnrýni vill gleymast og við taka öfgar og ofstæki. Meira
19. júní 1996 | Kosningar | -1 orð

Þjóðarsálin rangtúlkuð

"ÞJÓÐARSÁLIN og hlutleysið" er yfirskrift greinar Hildigunnar Högnadóttur í Morgunblaðinu 12. júní. Hildigunni er auðsjáanlega heitt í hamsi, eins og hún segir sjálf, svo heitt að meira að segja seinkaði kvöldskattinum það kvöldið. Meira
19. júní 1996 | Aðsent efni | 666 orð

Þjóðhagslega hagkvæmt

TÓBAKSVARNAFRUMVARPIÐ hefur verið að þumlungast gegnum alþingi undanfarnar vikur og gengið hægt. Það er kannski þess vegna sem Morgunblaðið hefur látið gera úttekt á málflutningi tóbaksfyrirtækjanna í Bandaríkjunum varðandi kostnað og hagnað þjóðfélagsins af reykingum sbr. grein Ásgeirs Sverrissonar l9. maí sl. Meira
19. júní 1996 | Aðsent efni | 831 orð

Öll rök standa til að afnema skattfrelsi forsetans, maka hans og handhafa forsetavalds

ALLIR forsetaframbjóðendur hafa nú lýst yfir að þeir telji að forseti Íslands og maki hans eigi að greiða skatta af sínum launum eins og aðrir í þjóðfélaginu. Óeðlileg meðferð málsins á Alþingi Meirihluti allsherjarnefndar skipaður fulltrúum ríkisstjórnarinnar, kom í veg fyrir að Alþingi tæki afstöðu til slíkra lagabreytinga á kjörum forsetans. Meira

Minningargreinar

19. júní 1996 | Minningargreinar | 796 orð

Filippía Kristjánsdóttir

Hún Filippía frænka mín er farin. Lífsvilji hennar var mikill þrátt fyrir árin níutíu. En kallið varð ekki umflúið. Hún óskaði sér þess sjálf að fá að kveðja jarðlífið að sumarlagi þegar að því kæmi. Og sú ósk rættist. Ég var tæpra fimm ára þegar ég kynntist henni frænku minni. Meira
19. júní 1996 | Minningargreinar | 727 orð

Filippía Kristjánsdóttir

Amma kenndi mér margföldunartöfluna, hún kenndi mér að yrkja, hún sagði mér sögur og hún kenndi mér um Guð. Ömmu tókst alla tíð að varðveita barnið í sér. Hún átti hreina barnatrú og hún átti mjög auðvelt með að ná góðu sambandi við börn. Um þetta vitna margar sögur hennar og bækur, sérstaklega ætlaðar börnum. Meira
19. júní 1996 | Minningargreinar | 202 orð

FILIPPÍA KRISTJÁNSDÓTTIR

FILIPPÍA KRISTJÁNSDÓTTIR Filippía Sigurlaug Kristjánsdóttir ­ Hugrún skáldkona ­ var fædd á Skriðu í Svarfaðardal 3. okt. 1905. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. júní síðastliðinn. Meira
19. júní 1996 | Minningargreinar | 305 orð

Kristmundur Gíslason

Andlát míns kæra tengdaföður kom ekki á óvart. Í nokkra daga vissi ég að hverju stefndi, en samt er maður aldrei viðbúinn. Öllu lokið, ekkert meira hægt að segja eða gera. Ég kynntist Kristmundi mjög ung. Meira
19. júní 1996 | Minningargreinar | 361 orð

Kristmundur Gíslason

Mig langar til að senda nokkur kveðjuorð til þín, Kristmundur minn, nú þegar leiðir hafa skilið að sinni. Segja má að maður sé aldrei undir slíkar kveðjustundir búinn. Mér verður minnisstætt þegar þið Fríða bjugguð á Ísafirði og hversu vel þið tókuð alltaf á móti okkur Gunnu. Það fór alltaf vel um okkur hjá ykkur. Meira
19. júní 1996 | Minningargreinar | 139 orð

KRISTMUNDUR GÍSLASON

KRISTMUNDUR GÍSLASON Kristmundur Gíslason fæddist á Ísafirði 31. maí 1922. Hann lést á Grensásdeild 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Lovísa Þórunn Kristmundsdóttir frá Kirkjubóli í Tungusveit í Strandasýslu, f. 27. sept. 1900, d. 16. ágúst 1973, og Guðbjartur Gísli Hólmbergsson verkstjóri frá Flateyri við Önundarfjörð, f. Meira
19. júní 1996 | Minningargreinar | 112 orð

Kristmundur Gíslason Elsku afi. Við systkinin viljum þakka þér fyrir allar samverustundirnar. Alltaf varstu svo góður og tókst

Elsku afi. Við systkinin viljum þakka þér fyrir allar samverustundirnar. Alltaf varstu svo góður og tókst fagnandi á móti okkur og vildir allt fyrir okkur gera. Minningarnar um þig, elsku afi Kristmundur, geymum við í huganum. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta og biðjum góðan guð að geyma þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Meira
19. júní 1996 | Minningargreinar | 362 orð

Kristrún Jóhannsdóttir

Vorið 1945 markaði tímamót í veraldarsögunni. Síðari heimsstyrjöldinni lauk og hörmungar stríðsins voru á enda. Við vorum 60 skólasystkini, sem laukum prófi úr 4. bekk Verslunarskólans þetta vor. Löngu og þreytandi prófstriti var lokið, hugurinn léttur og framundan skólaferðalag. Síðan tæki við alvara lífsins, lífsstarfið sjálft. Meira
19. júní 1996 | Minningargreinar | 915 orð

Kristrún Jóhannsdóttir

Vinirnir hverfa, en vináttan deyr ekki, hún lifir áfram í perlum minninganna sem við eigum um vinkonu okkar Kristrúnu Jóhannsdóttur, sem við kveðjum í dag með söknuði. Langt er síðan við kynntumst þeim hjónum Halldóri og Dúnu, er þeir unnu saman Bergur og Halldór og þau nýflutt aftur til Reykjavíkur frá Akranesi, þar sem þau höfðu búið fyrstu hjúskaparár sín. Meira
19. júní 1996 | Minningargreinar | 180 orð

KRISTRÚN JÓHANNSDÓTTIR

KRISTRÚN JÓHANNSDÓTTIR Kristrún Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1927. Hún lést á Landspítalanum 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steindóra Camilla Guðmundsdóttir frá Sólheimum í Hrunamannahreppi og Jóhann Guðmundsson frá Dalbæ í sömu sveit. Meira
19. júní 1996 | Minningargreinar | 269 orð

Magnús Þórarinsson

Margs er að minnast margt er að þakka. Þessar línur úr sálmi Valdimars Briem eiga vel við þegar minnst er Magnúsar Þórarinssonar. Minningar mínar um Magnús ná aftur til þess tíma er hann og móðursystir mín Guðbjörg Jónsdóttir hófu búskap. Meira
19. júní 1996 | Minningargreinar | 418 orð

Magnús Þórarinsson

Engan okkar vinnufélaganna, samstarfsmanna Magnúsar Þórarinssonar í Þjóðleikhúsinu, gat órað fyrir svo snöggum viðskilnaði hans, því að vart minntust menn þess að honum yrði misdægurt á löngum starfsferli eða að hann væri frá vinnu vegna veikinda. Meira
19. júní 1996 | Minningargreinar | 155 orð

Magnús Þórarinsson

Sennilega líður langur tími þar til ég get sætt mig við að Magnús mágur minn var svo skyndilega brott kallaður frá okkur. Magnús var sérstaklega hlýr og elskulegur maður og það sást best á því hvað hann átti gott með að laða að sér börn. Meira
19. júní 1996 | Minningargreinar | 157 orð

MAGNÚS ÞÓRARINSSON

MAGNÚS ÞÓRARINSSON Magnús Þórarinsson fæddist í Reykjavík 4. janúar 1926. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 11. júní síðastliðinn. Foreldrar Magnúsar voru Þórarinn Magnússon skósmiður og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Magnús var annar í röðinni af fimm systkinum. Systkini hans eru Guðmundur, Helga, Guðbjörg og Þuríður. Meira

Viðskipti

19. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 60 orð

Finnair svartsýnt

FINNAIR er svartsýnt á horfur í nánustu framtíð, en segir að flutningar félagsins hafi slegið met 1995/96 og hagnaður aukizt um 27%. Hagnaður fyrir skatta nam 533 milljónum finnskra marka (113.4 milljónum dollara) á reikningsárinu til 31. marz miðað við 419 milljónir á fyrra reikningsári. Greiddur verður einnar marka arður á hlutabréf, meiri en dæmi eru um. Meira
19. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Hugmyndasamkeppni Landsbanka

Í TILEFNI af 110 ára starfsafmæli Landsbankans 1. júlí nk. hefur bankinn ákveðið að efna til slagorða- og hugmyndasamkeppni. Leitað er eftir slagorði sem er í takt við sögu bankans og viðleitni til að veita góða og framsækna þjónustu. Þá óskar bankinn eftir hugmyndum um hvernig bæta megi þjónustuna frekar, segir í frétt. Meira
19. júní 1996 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Íslendingar opna Subway veitingastað í Danmörku

SUBWAY-samlokukeðjan opnar á morgun fyrsta skyndibitastað sinn í Danmörku. Staðurinn er á aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn, og er rekinn af tveimur íslenskum fjölskyldum, þeim Helga Rúnari Óskarssyni, Ásdísi Erlingsdóttur, Sigurði Jakobssyni og Björgu Óskarsdóttur, en þau Helgi Rúnar og Björg eru systkin. Meira
19. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Mikil ásókn hluthafa í bréf

HLUTHAFAR í tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækinu Tæknivali hf. höfðu skrifað sig fyrir hlutabréfum að nafnvirði 60 milljónir króna í hlutafjárútboði félagsins þegar forkaupsréttartímabili lauk á föstudag. Meira
19. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 167 orð

Mikil viðskipti með óverðtryggð bréf

MIKIL ásókn var í óverðtryggð bréf í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í gær og voru viðskipti með ríkisvíxla nær allsráðandi en einnig áttu sér stað talsverð viðskipti með ríkisbréf. Virðist sem tölur um verðhjöðnun í maí og væntingar um lága verðbólgu út þetta ár hafi hleypt lífi í markaðinn. Meira
19. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 644 orð

Rannsókn á máli Sumitomo verður æ víðtækari

RANNSÓKN á hneykslinu á koparmarkaði heims hefur verið víkkuð út og nær til Bretlands og Bandaríkjanna. Fjársvikadeild brezku lögreglunnar hefur unnið að rannsókn málsins síðan fyrir helgi og samkvæmt blaðafréttum frá New York hefur skrifstofa saksóknara á Manhattan kallað saman alríkisdómstól til að kanna koparviðskipti japanska fyrirtækisins Sumitomo. Meira
19. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 247 orð

Rúmum 1.000 fm. enn óráðstafað

TÖLUVERT framboð er af skrifstofuhúsnæði á Kringlusvæðinu eftir að tvö fyrirtæki, Íslandsbanki og Kaupþing, fluttu starfsemi sína þaðan. Alls er um að ræða rösklega 1.000 fermetra sem standa nú auðir. Meira
19. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 195 orð

Vextir verða 8 punktum yfir húsbréfaávöxtun

BORGARRÁÐ samþykkti í gær að ganga til samninga við Landsbréf hf. um umsjón með 1.600 milljóna skuldabréfaútgáfu Reykjavíkurborgar á innlendum markaði. Tilboð Landsbréfa hljóðaði upp á útgáfu verðtryggðra bréfa til 25 ára og miðast vaxtakjör þeirra við ávöxtunarkröfu húsbréfa á söludegi að viðbættum 8 punktum. Kaupávöxtunarkrafa húsbréfa var í gær 5,38%. Meira

Fastir þættir

19. júní 1996 | Fastir þættir | 471 orð

Alcatel 1996

ALCATEL 1996-mótið var spilað hjá Bridgesambandi Íslands dagana 7. og 8. júní. Sitt hvort spilasettið var notað hvorn daginn þannig að spilarar gátu freistað gæfunnar á alheimsvísu tvisvar sinnum. Skorið í Reykjavík var ekki nógu gott til að blanda sér í baráttuna um efstu sætin á heimsvísu en úrslitin urðu eftirfarandi: Föstudagurinn 7. Meira
19. júní 1996 | Dagbók | 2701 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 14.-20. júní verða Laugavegs Apótek, Laugavegi 16 og Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74 opin til kl. 22. Frá þeim tíma er Laugavegs Apótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
19. júní 1996 | Í dag | 437 orð

Ábending til Elínar Ólafsdóttur "GOTT ER til þess að vita a

"GOTT ER til þess að vita að fólk drífur sig í leikhús til þess að sjá verk Nönnu Ólafsdóttur og Sigurjóns Jóhannssonar eftir lestur á umfjöllun minni um sýninguna Féhirsla vors herra. En að Elín Ólafsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum af því hún bjóst við að sjá ballett (væntanlega hefðbundinn) er ekki skrifum mínum um að kenna. Ég bið Elínu því um að lesa umfjöllunina aftur og betur. Meira
19. júní 1996 | Dagbók | 934 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
19. júní 1996 | Í dag | 41 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í gær, þriðjudaginn 18. júní, áttu fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Sigrún Ásbjarnardóttir og Ásgeir Björnsson, verslunarmaður. Þau voru gefin saman í Siglufirði 18. júní 1946 af sr. Guðmundi Hannessyni, þáverandi sýslumanni. Þau eiga fjögur börn, sex barnabörn og fimm barnabarnabörn. Meira
19. júní 1996 | Í dag | 23 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur þær Elfa Sonja Ford og Aldís Gu

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur þær Elfa Sonja Ford og Aldís Guðmundsdóttir héldu hlutaveltu nýlega og færðu hjálparsjóð Rauða kross Íslands ágóðann sem varð 1.268 krónur. Meira
19. júní 1996 | Í dag | 29 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til sty

ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Barnaspítala Hringsins og varð ágóðinn 2.161 króna. Þau heita Arnar Davíð Arngrímsson, Eyrún Þóra Sigurjónsdóttir, Jóhann Finnur Sigurjónsson og Fannar Þór Arnarson. Meira
19. júní 1996 | Í dag | 170 orð

LEIÐRÉTT Hvernig forseta? Föstudaginn 14. júní sl. va

Föstudaginn 14. júní sl. var birt hér í blaðinu grein eftir Ágústu Stefánsdóttur, leikskólakennara, með yfirskriftinni: Hvernig forseta? Því miður slæddist prentvilla inn í textann í meðferð blaðsins. Höfundur og lesendur eru beðnir velvirðingar á þeim mistökum. Rétt er málsgreinin sem hér segir: "Ég get ekki látið vera að fara nánar út í þessa tíma sem við lifum á. Það eru e.t.v. Meira
19. júní 1996 | Í dag | 170 orð

LEIÐRÉTT Hvernig forseta? Föstudaginn 14. júní sl. va

Föstudaginn 14. júní sl. var birt hér í blaðinu grein eftir Ágústu Stefánsdóttur, leikskólakennara, með yfirskriftinni: Hvernig forseta? Því miður slæddist prentvilla inn í textann í meðferð blaðsins. Höfundur og lesendur eru beðnir velvirðingar á þeim mistökum. Rétt er málsgreinin sem hér segir: "Ég get ekki látið vera að fara nánar út í þessa tíma sem við lifum á. Það eru e.t.v. Meira
19. júní 1996 | Fastir þættir | -1 orð

Sundur eða saman?

Sameingarnefnd LH og HÍS hefur lokið störfum og mun tillaga nefndarinnar koma fyrir almenningssjónir innan tíðar. Bíða sjálfsagt margir eftir að sjá afraksturinn. TÍMI breytinga á sér stað í hestamennskunni um þessar mundir. Meira
19. júní 1996 | Í dag | 353 orð

TUNDUM getur Víkverji ekki annað en hlegið, þegar hann

TUNDUM getur Víkverji ekki annað en hlegið, þegar hann les raðauglýsingar í Morgunblaðinu, því meira að segja þar getur leynst eitthvað spaugilegt. Þannig var t.d. með raðauglýsingu sem fyrir skömmu birtist undir fyrirsögninni "Au pair - USA". Auglýsingin var þannig orðuð: "Vantar "au pair" strax til að sjá um tvö lítil börn. Meira

Íþróttir

19. júní 1996 | Íþróttir | 518 orð

Alþjóðamót Ægis

Mótið var haldið í Laugardalslauginni helgina 14. til 16. júní 1996. 400m fjórsund kvenna: 1. Katja Kröll, Þýskalandi 5.15,60 2. Imke Bartenwerfer, Þýskalandi 5.15,98 3. Nadine Gorny, Þýskalandi 5.26,09 400m fjórsund karla: 1. Tim Thiesen, Þýskalandi 4.45,14 2. Kai Kuhlmann, Þýskalandi 4. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 425 orð

Amor bjargaði Spánverjum

VARAMAÐURINN Guillermo Amor kom félögum sínum í spænska liðinu til hjálpar með því að skora sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok í 2:1 sigri á Rúmenum í B-riðli í Leeds. Hann tryggði um leið áframhaldandi veru liðsins í Englandi og sendi Búlgara, sem töpðu fyrir Frökkum, heim. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 107 orð

Á 43. mínútu tók Haraldur Ingólfsson aukaspyrnu frá hægri

Á 43. mínútu tók Haraldur Ingólfsson aukaspyrnu frá hægri kanti um 30 metrum frá marki eftir brot á Ólafi Þórðarsyni. Haraldur spyrnti rakleitt inn á fjærstöng þar sem Bjarni Sigurðsson markvörður Stjörnunnar varði knöttinn en missti hann svo slysalega frá sér og fyrir fætur Mihaljo Bibercic sem stóð óvaldaður á markteig og skaut u Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 498 orð

Besta lið allra tíma?

Leikmenn Chicago Bulls skráðu nafn sitt á spjöld sögunnar á sunnudag eftir sigur á Seattle SuperSonics í sjötta leik lokaúrslita NBA- deildarinnar og þar með fjórða meistaratitilinn á sex árum. Margir segja að þetta sé besta lið í sögu deildarinnar, meðan aðrir segja að tvö töp í röð gegn Seattle hafi sett blett á þann orðstír. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 469 orð

Bibercic kom- inn á bragðið

Meistarar ÍA í eru komnir á kunnuglegar slóðir á stigatöflunni eftir að hafa lagt leikmenn Stjörnunnar að velli 2:0 í Garðabæ á sunnudagskvöldið í leik sem flýtt var úr 10. umferð. Þeir eru nú í efsta sæti en hafa reyndar leikið einum leik fleira en KR. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 559 orð

Birgir Leifur og Ólöf María holumeistarar

BIRGIR Leifur Hafþórsson úr Leyni á Akranesi og Ólöf María Jónsdóttir úr Keili í Hafnarfirði urðu um helgina Íslandsmeistarar í holukeppni, en keppt var í Leirunni. Birgir Leifur sigraði Sigurpál Geir Sveinsson á 36. holu í úrslitaleiknum og var að vonum kátur með sigurinn. "Þetta var barátta allan tímann. Ég tapaði fyrstu þremur holunum í fyrri hringnum. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 140 orð

Campos setti heimsmet

JORGE Campos, hinn skrautlegi markvörður Mexíkó, var heldur betur í sviðsljósinu á sunnudaginn, er hann lék tvo leiki á stuttum tíma ­ fyrst landsleik með Mexíkó og klukkustund síðar með félagsliðinu Los Angeles Galaxy á Rose Bowl, þar sem 92 þús. áhorfendur voru samankomnir. Þetta er heimsmet. Campos þurfti að horfa tvisvar á eftir knettinum í netið í landsleik gegn Bandaríkjunum, 2:2. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 424 orð

CHRIS Ford

CHRIS Ford, var um helgina ráðinn þjálfari hjá Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfuknattleik. Ford tekur við af Mike Dunleavy sem hætti sem þjálfari í apríl, en verður áfram starfsmaður félagsins. Ford þjálfaði Boston Celtics á árunum 1990 til 1994. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 465 orð

DANIR

DANIR gengu niðurlútir af velli eftir tapið gegn Króötum á sunnudag en möguleikar Evrópumeistaranna á að ná að verja titil sinn eru nú afskaplega litlir. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 253 orð

Danir í vondum málum

Danir riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Króata á sunnudag, en þeir síðarnefndu gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Evrópumeistarana 3:0 og tryggðu sér þar með fyrsta farseðilinn í áttaliða úrslitin á Englandi. Markaskorarinn mikli, Davor Suker, kom Króötunum yfir með marki úr vítaspyrnu, sem dæmd var á Peter Schmeichel fyrir að brjóta á Mario Stanic innan vítateigs. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 441 orð

Englendingar rúlluðu yfir Hollendinga

ENGLENDINGAR burstuðu Hollendinga 4:1 í A-riðli Evrópukeppninnar á Wembley-leikvanginum í London í gærkvöldi og tryggðu sér þar með efsta sætið í riðlinum. Alan Shearer og Teddy Sheringham gerðu tvö mörk hvor fyrir England. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 1137 orð

Evrópukeppnin

A-RIÐILL: England - Skotland2:0 Wembley-leikvangurinn í London: Mörk Englands: Alan Shearer (53.), Paul Gascoigne (80.). Gult spjald: Englendingarnir Paul Ince (68.), Alan Shearer (75.) og Skotarnir John Collins (29.), John Spencer (38.), Colin Hendry (70.). Rautt spjald: Enginn. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 234 orð

Eydís og Magnús með mótsmet í Laugardal

ÁTTUNDA alþjóðlega sundmót Ægis fór fram í Laugardalslauginni um helgina og voru fá met sett, enda stóðu vonir ekki til þess. Þó féllu tvö heimsmet í flokki fatlaðra og fjögur mótsmet. Hópur gesta frá Þýskalandi setti aftur á móti skemmtilegan svip á mótið og veitti íslenska sundfólkinu góða keppni. Um hundrað keppendur frá 14 félögum stungu sér til sunds á mótinu. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 99 orð

Fengu verðlaunin strax

DAVID Stern, forseti NBA- deildarinnar, hefur ákveðið að láta verðlaunaafhendingar fara fram á leikvellinum sjálfum, ólíkt því sem hefur gerst hjá öðrum liðsíþróttum hér í landi til þessa. Venjulega hlaupa leikmenn beint til búningsklefa, þar sem sjónvarpsfólk bíður eftir þeim, á meðan áhorfendur á leikjunum sjálfum missa af öllu saman. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 223 orð

Frábær byrjun dugði Frökkum ekki gegn Spáni

Frakkar yfirspiluðu Spánverja í fyrri hálfleik í leik liðanna í B-riðli Evrópukeppninnar á laugardaginn og komust yfir í upphafi þess síðari með marki Djorkaeffs. Spánverjar gerðu þá breytingar á liði sínu sem gjörbreyttu leiknum og fimm mínútum fyrir leikslok jafnaði Jose Luis Caminero fyrir Spánverja og við það sat. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 305 orð

Frjálsíþróttir

Bandaríska úrtökumótið Kúluvarp karla: 1. Randy Barnes 21,37 2. John Godina 21,19 3. C.J. Hunter 21,07 4. Kevin Toth 19,98 Þrístökk karla: 1. Kenny Harrison 18,01 2. Mike Conley 17,57 3. Robert Howard 17,19 4. LaMark Carter 17,06 100 metra hlaup kvenna: 1. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 61 orð

Gassi og Ince til Arsenal?

BRUCE Rioch, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur hug á að næla sér í liðsstyrk fyrir næsta keppnistímabil. Hann hefur augastað á Paul Ince, miðvallarspilara hjá Inter Mílanó og Paul Gascoigne, sóknarleikmanni hjá Glasgow Rangers, sem hefur einnig verið orðaður við Chelsea. Ruud Gullit skrifaði um helgina undir samning við Chelsea til ársins 2000. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 663 orð

Glæsimark Gascoigne

ENGLENDINGAR sigruðu Skota 2:0 í A-riðlinum á laugardaginn er landslið þjóðanna mættust á Wembley og var þetta fyrsti landsleikur þjóðanna síðan 1989. Paul Gascoigne tryggði sigurinn með glæsilegu marki á 80. mínútu en skömmu áður hafði David Seaman varið vítaspyrnu frá fyrirliða Skota, Gary McAllister. Sannarlega dramatík á Wembley. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 170 orð

Heimamenn að verða líklegri

STARX og stórsigur Englendinga á Hollendingum 4:1 á Wembley var í höfn í gærkvöldi jukust líkur heimanna á sigri keppninni samkvæmt veðbönkum þar í landi. Fyrir leikinn voru líkurnar 5-1 en hafa nú hækkað í 3-1. Það er aðeins Þjóðverjar sem þykja líklegri til sigurs í mótinu en líkurnar 2-1, en Þjóðverjar mæta Ítölum í dag á Old Trafford í Manchester. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 187 orð

Hlynur Stefánsson lék á tvo Leiftursmenn og upp að endamör

Hlynur Stefánsson lék á tvo Leiftursmenn og upp að endamörkum hægra megin strax á 3. mín., gaf á Kristin Hafliðason sem sendi út á markteiginn þar sem Tryggvi Guðmundsson var á undan varnarmanni í knöttinn og þrumaði í netið. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 273 orð

»Hvað sögðu þeir?

»Hvað sögðu þeir? "Núna er tími til að fagna" "Þetta hefur verið frábært ár hjá okkur og þessi meistaratitill er mér sérstaklega eftirminnilegur. Á feðradegi er mér sérstaklega hugsað til föður míns og ég veit að hann er hreykinn af syni sínum í dag," sagði Jordan, en hann tók knöttinn að loknum leik, Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 647 orð

Hverjum er að þakka árangurBIRGIS LEIFS HAFÞÓRSSONARÍslandsmeistara?Fjölskyldunni að þakka

BIRGIR Leifur Hafþórsson golfkappi frá Akranesi sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni um helgina þegar hann bar sigurorð af Sigurpáli Geir Sveinssyni á síðasta snúningi. Birgir Leifur komst í meistaraflokk fimmtán ára, varð tvítugur 16. maí og hyggur á frekari landvinninga. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 17 orð

Í kvöld

Í kvöld Bikarkeppni karla kl. 20 Keflavík:Keflavík U-23 - Keflavík 4. deild A kl. 20 Vestm'eyjar:Framherjar - U Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 500 orð

Íslenska sveitin í aðra deild

Íslenska tugþrautarlandsliðið féll úr 1. deild Evrópbikarkeppni karla í fljölþraut er keppt var í Tallinn í Eistlandi um helgina. Sveitin varð í áttunda og síðasta sæti með 20.892 en sigurvegarar voru heimamenn með 24.178 stig. Jón Arnar Magnússon, UMSS, varð stigahæstur íslensku keppendanna með 8.035 stig og varð fjórði í heildarkeppninni. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 149 orð

Ívar með enn eitt vallarmetið

ÍVAR Hauksson varð sigurvegari í opna Mustad-mótinu, sem fór fram á Bakkakotsvelli. Ívar setti glæsilegt vallarmet, lék 36 holur á átta höggum undir pari, 132. Hann lék fyrri hringinn, par 70, á 65 höggum, og seinni hringinn á 67 höggum. Ívar hefur sett fjögur vallarmet á sl. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 659 orð

Jordan hágrét í leikslok

LEIKMENN Chicago Bulls náðu á sunnudagskvöld að tryggja sér NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik þegar þeir lögðu lið Seattle SuperSonics 87:75 í æsispennandi leik í United Centre-höllinni í Chicago. Titillinn var sá fjórði á sex árum hjá Chicago og líkt og fyrri ár var það ókrýndur konungur körfuboltans, Michael Jordan, sem var maðurinn á bakvið gott gengi liðsins. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 185 orð

Kirjakov rekinn heim

EFTIR slakt gengi Rússa í Evrópukeppninni á Englandi urðu þeir fyrir enn frekara áfalli þegar hinn sókndjarfi framherji þeirra Sergej Kirjakov var rekinn heim með skömm fyrir að skapa leiðinlegt andrúmsloft í rússneska hópnum. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 66 orð

Kristján Halldórsson Val. Hermann Hreið

Kristján Halldórsson Val. Hermann Hreiðarsson, ÍBV. Lárus Sigurðsson, Salih Heimir Porca, Jón Grétar Jónsson, Arnljótur Davíðsson, Sigþór Júlíusson Val. Ólafur Gottskálksson, Karl Finnbogason, Georg Birgisson Keflavík. Páll Guðmundsson, Leiftri. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 555 orð

KRÖFUR »Íþróttamenn verða að búa yfir sjálfsaga, til að geta gert kröfur

Ólympíuleikarnir í Atlanta eru á næstu grösum ­ hátíðarhöldin hefjast 19. júlí. Eins og alltaf eru gerðar kröfur til þeirra íþróttamanna sem taka þátt í ÓL, að þeir standi sig. Á undanförnum árum hefur það oft komið upp, að íslenskir íþróttamenn hafa farið illa undirbúnir og jafnvel meiddir á stórmót ­ og komið heim með skottið á milli fótanna. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 78 orð

Man. Utd. byrjar gegn Wimbledon

MANCHESTER United byrjar vörn sína á Englandsmeistaratitlinum á Selhurst Park 17. ágúst, þar sem liðið mætir Wimbledon. United hefur oftast gengið illa gegn Wimbledon, en sl. keppnistímabil hrósaði liðið sigri á Selhurst Park með tveimur mörkum Eric Cantona, 2:4. United leikur síðan heima gegn Everton og þá úti gegn Blackburn. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 30 orð

Markahæstir

7 - Guðmundur Benediktsson, KR 5 - Bjarni Guðjónsson, ÍA 4 - Mihajlo Bibercic, ÍA, Ratislav Lazorik, Leiftri, Tryggvi Guðmundsson, ÍBV. 3 - Sverrir Sverrisson, Leiftri, Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylki. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 117 orð

MARKAHÆSTIR Þeir sem hafa skorað í Evrópukeppninni ef

Þeir sem hafa skorað í Evrópukeppninni eftir leikina í gærkvöldi: 4 - Alan Shearer (Englandi) 3 - Hristo Stoichkov (Búlgaríu) 2 - Pierluigi Casiraghi (Ítalíu), J¨urgen Klinsmann (Þýskalandi), Davor Suker (Króatíu), Teddy Sheringham (Englandi) 1 - Kubilay Turkyilmaz (Sviss), Andy Möller (Þýskalandi), Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 168 orð

Oliveira óhress með dómarana ANTONIO O

ANTONIO Oliveira, þjálfari Portúgals, er mjög óhress með dómgæsluna í leikjum liðsins. "Við höfum tekið alla leikina í keppninni upp á myndband og ég er búinn að skoða þá alla. Það er mjög mikill munur á því hvernig dómararnir meðhöndla mína leikmenn og aðra leikmenn. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 794 orð

Ólympíuvon Carls Lewis er veik

BANDARÍSKU spretthlaupararnir Dennis Mitchell og Gwen Torrence náðu bestu tímum ársins í 100 metra hlaupi karla og kvenna og tryggðu sér um leið sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna á úrtökumóti þar í landi um helgina. Mithell hljóp á 9,92 sekúndum og stakk félaga sína af í greininni en næstur komu Michael Marsh á 10,00 og John Drummond á 10,01. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 539 orð

Ótrúlega auðvelt hjá Eyjamönnum

EYJAMÖNNUM tókst það ætlunarverk sitt að sækja þrjú stig til Ólafsfjarðar er þeir sóttu liðsmenn Leifturs heim á sunnudaginn í 1. deildinni. Þeir komu með réttu hugarfari til leiks og sigruðu 4:1; voru grimmir og greinilegt til hvers þeir voru mættir á staðinn. Sigur Eyjamanna var sannfærandi og sanngjarn. Þessi viðureign er úr 10. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 162 orð

Óvæntur sigur Jones

STEVE Jones frá Bandaríkjunum bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk á sunnudag. Hann lék á 69 höggum síðasta daginn, sem er einu höggi undir pari vallarins og kom því samtals í hús á 278 höggum. Það þýddi að hann var einu höggi á undan Tom Lehman sem varð annar. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 359 orð

Rúnar "aukaspyrnusérfræðingur"

Bæði Íslendingaliðin, Örebro og Örgryte töpuðu leikjum sínum í Allsvenskan um helgina. Örgryta lék úti gegn Trelleborg og varð að sætta sig við tap 3:2. Eftir að Örgryta jafnaði leikinn 1:1 á 36. mínútu með marki Allbäck, gerði Trelleborg 2 mörk á fyrstu 10 mínútum síðari hálfleiks. Örgryte tókst ekki að minnka muninn fyrr en á 84. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 146 orð

Shearer kátur ALAN Shearer hefur sýnt og

ALAN Shearer hefur sýnt og sannað að hann var þess verðugur að vera í byrjunarliði enska landsliðsins þrátt fyrir hafa ekki skorað fyrir landsliðið í tæp tvö ár fyrir keppnina. Hann hefur nú gert fjögur mörk í þremur leikjum og þar af tvö á móti Hollendingum í gær og nú er enginn í vafa um hæfileika hans. "Ég er í sjöunda himni. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 494 orð

Skotar enn í viðjum vanans

SKOTUM tókst ekki að brjótast úr viðjum vanans á stórmóti þrátt fyrir 1:0-sigur á Svisslendingum á Villa Park í Birmingham í gær. Skotar luku riðlakeppninni með fjögur stig eins og Hollendingar sem lentu í öðru sæti á eftir Englendingum. Hollendingar komust áfram á hagstæðari markatölu en Skotar sátu eftir með sárt ennið. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 126 orð

Sprengjutilræðið hefur engin áhrif á EM

Yfirvöld í Manchester hafa ákveðið að halda fast við fyrirhugaða dagskrá Evrópukeppninnar þrátt fyrir sprengjutilræðið í borginni á laugardag, en þrír leikir eiga eftir að fara fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United, og sá fyrsti í dag. Lögregla í Manchester hefur mikinn viðbúnað í borginni en tilræðið síðustu helgi er talið verk írska lýðveldishersins, IRA. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 140 orð

Suker ekki með?

NOKKRAR líkur eru á því að Miroslav Blazovic, þjálfari Króata, láti markahrókinn mikla, Davor Suker, hvíla sig í leiknum gegn Portúgölum í dag. Króatar hafa þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum og Blazovic hyggst hvíla nokkra lykilmenn vegna hættu á meiðslum. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 59 orð

Svíþjóð

Degerfors - Örebro 1:0 Trelleborg - Örgryte 3:2 Umea - Malmö FF 0:1 Öster - Djurgården 2:0 Gautaborg - Halmstad 4:0 AIK - Norrköping 1:0 Oddevold - Helsingborg 0:1 Staðan: Gautaborg 1173121:424 Helsingborg Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 523 orð

Sæt hefnd Frakka

FRAKKAR sýndu það og sönnuðu þegar þeir sigruðu Búlgari 3:1 á St. James' Park í Newcastle í gær að þeir eiga fullt erindi í áttaliða úrslit Evrópukeppninnar, en samspil Frakkanna var oft á tíðum stórskemmtilegt og ekki er ólíklegt að áframhald verði á góðu gengi franska liðsins. Með sigrinum í gær léku Frakkar 26. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 78 orð

Tvö heimsmet fatlaðra

FATLAÐ sundfólk tók þátt í móti Ægis um helgina og féllu tvö heimsmet þegar Sigrún Huld Hrafnsdóttir sló eigið met í 200 metra bringusundi á 3.10,74 og í 800 metra skriðsundi sló Bára Bergmann Erlingsdóttir heimsmet Sigrúnar Huldar á 11.47,39. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 130 orð

U.S. open

Opna bandaríska meistaramótið fór fram í Bloomfield Hills í Michigan um helgina. Oakland Hills Country-völlurinn er par 70, 6.974 stikur. Þátttakendur eru Bandaríkjamenn, nema annaðs sé getið. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 418 orð

Valsmenn lyftu sér af hættusvæðinu

Það voru Valsmenn, sem fögnuðu þremur dýrmætum stigum í baráttunni í neðri hluta 1. deildar karla þegar þeir sigruðu Keflvíkinga 2:1 á Hlíðarenda á sunnudagskvöld. Heimamenn komu ákveðnir til leiks og greinilegt var að þeir ætluðu sér ekkert annað en sigur í leiknum, en ósigur hefði þýtt fallsæti í deildinni Valsmönnum til handa. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 473 orð

Valur - Keflavík2:1 Hlíðarendi, 5. umferð 1. deildar karla

Hlíðarendi, 5. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu, sunnudaginn 16. júní 1996. Aðstæður: Sól, fínt knattspyrnuveður og góður völlur. Mörk Vals: Jón Grétar Jónsson (12.), Salih Heimir Porca (21.). Mörk Keflavíkur: Eysteinn Hauksson (10.) - vítasp. Gult spjald: Salih Heimir Porca, Val (39. - fyrir brot). Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 118 orð

Vernharð biðst velvirðingar

VERNHARÐ Þorleifsson, júdómaður úr KA, sendi í gær frá sér yfirlýsingu til Júdósambandsins. Þar vísar hann m.a. til bréfs JSÍ, dagsett 13. júní, þar sem honum er kynnt ákvörðun stjórnar JSÍ frá stjórnarfundi JSÍ 11. júní 1996, þess efnis að Vernharð fái ekki að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar, nema að biðjast velvirðingar á ummælum sínum í DV frá 10. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 333 orð

(fyrirsögn vantar)

»Sacchi ekki lengur hetja ARRIGO Sacchi, þjálfari Ítalíu, var lofaður mikið eftir sigur Ítala á Rússum í fyrstu umferðinni, en eftir tapið gegn Tékklandi á föstudaginn var komið annað hljóð í strokkinn. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 45 orð

(fyrirsögn vantar)

»Fækkar í herbúðum Þjóðverja ÞÝSKI miðjumaðurinn Mario Basler hélt heimleiðis á laugardaginn og verður ekki meira með í EM. Hann lenti í samstuði við Christian Ziega á æfingu og meiddist á ökla, en hann gekkst undir aðgerð á sama ökla fyrir réttum tveimur vikum. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

Bikarkeppnin Karlar: Stjarnan U23 - Fram0:4 - Ágúst Ólafsson 2 (23.,36.), Þorbjörn A. Sveinsson (10.), Þórhallur Víkingsson (47.). Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 179 orð

(fyrirsögn vantar)

3. deild: Víðir - Þróttur N.4:1 Davis Haule 3, Þorvaldur Logason - Vilberg Jónasson. Dalvík - HK6:0 Heiðmar Felixson 3, Jakob Atlason, Sverrir Björgvinsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson. Höttur - Selfoss3:0 Bjarni Broddason, Árni Ólason, Sigurður Árnason. Grótta - Reynir S. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 98 orð

(fyrirsögn vantar)

TÉKKNESKI þjálfarinn Dusan Uhrin telur að það verði andlegur styrkur, sem ráði úrslitum þegar Tékkar mæta Rússum á Anfield Road í Liverpool í dag. Meira
19. júní 1996 | Íþróttir | 69 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuter Englendingar gleðjastENGLENDINGAR höfðu ástæðu til að gleðjast yfir sannfærandi sigri yfir Hollendingum, 4:1, í A-riðli Evrópukeppninnar á Wembley-leikvanginum í London í gær. Þar með tryggðu heimamenn sér efsta sætið í riðlinum og mæta Spánverjum í 8-liða úrslitumá laugardag. Meira

Fasteignablað

19. júní 1996 | Fasteignablað | 30 orð

Blómin prýða

Blómin prýða Blóm eru hvarvetna til prýði og stundum eru þau heppileg til að skipta herbergjum. Hér eru þau notuð til þess að gera eldhúsið örlítið meira sér inni í íbúðinni. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 321 orð

Endurskoðun lagna- reglugerða Borgarinnar

Á vegum Reykjavíkurborgar er hafin vinna við endurskoðun á lagnareglugerðum, það er reglugerð um Vatnsveitu Reykjavíkur frá 1957, reglugerð Hitaveitu Reykjavíkur frá 1989, sérákvæði frá 1961 og reglugerð um holræsi í Reykjavík frá 1960. Kemur þetta fram í grein eftir Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúa í Reykjavík, í nýútkomnu fréttabréfi Lagnafélags Íslands. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 161 orð

Framkvæmdir við Framhaldsskólann á Laugum

Laxamýri-Miklar endurbætur hafa staðið yfir í gamla skólahúsinu á Laugum í Reykjadal í vetur. Um er að ræða breytingar á efstu hæð hússins og stendur til að flytja þangað bókasafnið auk þess sem mjög góð aðstaða verður fyrir nemendur til heimanáms og annarra verkefna. Þarna verður einnig gert ráð fyrir tölvuveri í þágu námsins svo og setustofu o.fl. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 52 orð

Fyrir þá sem safna

Þeir sem safna alls kyns hlutum eru oft í vandræðum með hvað gera á við allt saman. Sá sem hér hefur um vélað hefur sett allt sitt góss til sýnis í herbergi sínu. Meira að segja kúrekastígvélin sín hefur hann fyllt af blómum og stillt upp á leðurklæddri kistu. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 294 orð

Gamli bærinn alltaf vinsæll

HJÁ fasteignasölunni Kjöreign eru nú til sölu tvær íbúðir að Óðinsgötu 21 í Reykjavík. Að sögn Ólafs Guðmundssonar hjá Kjöreign er þetta þriggja íbúða hús en til sölu eru miðhæð hússins og kjallaraíbúð. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 173 orð

Gott hús í Garðabæ

HJÁ fasteignasölunni Hátúni er nú til sölu einbýlishús að Bæjargili 126 í Garðabæ. Að sögn Lárusar Hávarssonar hjá Hátúni er þetta steinsteypt hús, byggt 1986 og er það um 160 ferm. en bílskúr í tengibyggingu er 28 ferm. að stærð. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 601 orð

Hagsæld og húsnæðismál

Í NÝLEGRI skýrslu Þjóðhagsstofnunar um samanburð á lífskjörum hér á landi og í Danmörku koma fram ýmsar athyglisverðar upplýsingar. Fæst kemur þar þó á óvart. Það hefur t.d. verið vitað að íbúðarhúsnæði er að jafnaði stærra hér á landi en í Danmörku og að hér eru fleiri sjónvarpstæki og bifreiðar og annað þess háttar á íbúa en þar. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 865 orð

Hraðakstur

MIKIÐ fagnaðarefni væri það ef hægt væri að fækka árekstrum og slysum í umferðinni. Eigum við ekki öll að taka höndun saman og stuðla að fækkun slysa? Margvíslegar aðstæður hafa áhrif í sambandi við slysahættu og getur það skipt í tvö horn eftir því hvort við erum að hugsa um umferð utan þéttbýlla svæða eða inni í bæjum og kaupstöðum. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 1744 orð

Hús byggð með ein- angrunarmótum hafa sannað gildi sitt

VEÐRABRIGÐI eru tíð og ör hér á landi. Um hávetur getur skollið á rok og rigning og útveggir húsanna rennblotna. Daginn eftir er kannski komið hörkufrost. Svo snögg veðrabrigði þolir steinsteypan illa og sennilega má rekja hinar tíðu steypuskemmdir til þeirra. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 186 orð

Hús í byggingu við Elliðavatn

LÍTIÐ er um, að ný íbúðarhús við Elliðavatn komi í sölu. Hjá fasteignasölunni Hóli er nú til sölu 170 ferm. einbýlishús í byggingu við Elliðavatn í landi Fagraness. Að sögn Frans Jezorski hjá Hóli er þetta hús steinsteypt, byggt úr Argisol-byggingakerfi, en það þýðir að húsið er einangrað að utan sem innan. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 1677 orð

Húsnæðismálin og félagslegar íbúðir

HVERT stefnir umræðan um félagslegar íbúðir? Hver er tilgangur þeirra, sem fjalla um málefni tugþúsunda íbúa þessa húsnæðislánakerfis með gífuryrðum og rangfærslum? Ekkert er tekið tillit til þess, að stærsti hluti íbúanna, þögli meirihlutinn, er ánægður. En hann fær ekki að vera það lengi í einu því alltaf koma nýir "húsnæðissérfræðingar" og fullyrða að "vatnið sé gruggugt". Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 256 orð

Margir húseigendur vanrækja glugga- viðgerðir

GLUGGASKEMMDIR eru algengar í húsum hér á landi. Um 18% allra glugga í húsum byggðum eftir 1960 eru mikið skemmdir eða jafnvel ónýtir, en í húsum byggðum fyrir 1930 er helmingur glugga talinn mjög lélegur eða ónýtur, þrátt fyrir það að einhver endurnýjun hafi átt sér stað. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 720 orð

Nýr byggðarkjarni á öruggu svæði

EITT síðasta verk hreppsnefndar Mosvallahrepps, áður en hreppurinn sameinaðist fimm öðrum sveitarfélögum í Ísafjarðarbæ nú um mánaðamótin, var að auglýsa deiliskipulag fyrir byggðarkjarna í Holti. Björn Björnsson á Þórustöðum, sem var oddviti Mosvallahrepps, neitar því að hreppsnefndin hafi verið að keppast við að auglýsa skipulagið áður en hún færi frá. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 205 orð

Nýtt fjölbýlishús við Korpúlfsstaði

MIKIL uppbygging á sér stað í Víkurhverfi. Nú er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni nýtt fjölbýlishús að Breiðuvík 11-13 í grennd við Korpúlfsstaði. Að sögn Magnúsar Leópoldssonar hjá Fasteignamiðstöðinni er þetta hús á sérlega skemmilegum útsýnisstað. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 754 orð

Reglugerðir endurskoðaðar en hvernig?

Sum ákvæði í reglugerðum veitukerfa borgarinnar eru ekki aðeins úr takti við tímann, segir Sigurður Grétar Guðmundsson, heldur svo úr sér gengin, að þau eru í meira lagi brosleg. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 246 orð

Rúmgott tveggja íbúða hús

HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu húseignin Jórusel 6 í efra Breiðholti. Að sögn Ævars Dungals hjá Fold eru tvær íbúðir í þessu húsi. Önnur er á tveimur hæðum, með risi og kjallara og samtals 327 ferm. auk innbyggðs bílskúrs með geymslu. Hin íbúðin er 77 ferm. og þriggja herbergja. Alls er því húsið um 440 ferm. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 394 orð

Samræma þarf staðla um öryggiskerfi

ÓFREMDARÁSTAND ríkti á markaði fyrir öryggiskerfi í Danmörku þar til tryggingafélögin dönsku settu í sameiningu staðla um öryggiskerfi, sem nefnast SKAFOR. Þannig náðist fram verulegur sparnaður hvað varðar innbrota- og brunatjón, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Securitas. Þar segir að bæði hafi innbrotum og brunum fækkað, um leið og meðalupphæð hvers tjóns lækkaði. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 42 orð

Sjaldséð baðkar

Þetta gamla baðkar er komið til ára sinna. Einhver hugmyndaríkur húseigandi komst yfir það og koma því haganlega fyrir á baðherbergi sínu. Svona baðkör eru varla til hér á landi en það væri ástæða til að halda upp á þau elstu. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 1235 orð

Skipting sameiginlegs kostnaðar

MEÐ lögum um fjöleignarhús sem tóku gildi 1. janúar 1995 voru gerðar veigamiklar breytingar frá eldri löggjöf um fjölbýlishús um skiptingu sameiginlegs kostnaðar. Þessar breytingar leiða til þess í grófum dráttum að eigendur stærri eigna greiða minna í sameiginlegan kostnað en áður, en að sama skapi leiðir breytingin til hækkunar á greiðslum hjá eigendum minni íbúða. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 154 orð

Skólaloftræsting

LAGNAFÉLAG Íslands hefur ákveðið að gangast fyrir ráðstefnu á komandi hausti, sem fjalla mun um loftræstingu í skólum og öðrum opinberum stofnunum. Er frá þessu skýrt í síðasta fréttabréfi Lagnafélagsins. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 333 orð

Uppsveiflu spáð á næsta ári

LANGVINN niðursveifla í byggingariðnaði í Austurríki nær botni í ár og sjá má fram á uppsveiflu 1997 að mati sérfræðinga. Niðursveiflan hófst á síðasta ársfjórðungi 1994 og alda gjaldþrota reið yfir í fyrra, er sérfræðingar sögðu að greinin væri á umsátursástandi. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 596 orð

Vatnstjónaráð stofnað gegn vatnssköðum

ASVONEFNT Vatnstjónaráð var stofnað á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins fyrir nokkru. Hugmyndin að stofnun ráðsins varð til í starfshópi sem vann að átaksverkefni undir nafninu "Átak um forvarnir vatnstjóna" þar sem sátu fulltrúar frá Hitaveitu Reykjavíkur, Vatnsveitu Reykjavíkur, Félagi pípulagningameistara, lagnaefnissölum, Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 334 orð

Vextir af húsnæðis- lánum lækka í ESB

VEXTIR af veðlánum í Evrópu kunna að lækka enn í ár eftir metlækkanir í fyrra, en aukning húsnæðislána er ólíkleg að sögn Evrópusamtaka veðlánastofnana, EMF. Hægari vexti í Evrópu, auknu atvinnuleysi og niðurskurði húsnæðisstyrkja er kennt um deyfð í húsnæðisgeiranum. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 78 orð

Vextir af lánum lækka í Bretlandi

HELZTI veðlánaveitandi Bretlands, Halifax byggingarfélagið, hefur fylgt eftir lækkun opinberra vaxta með því að lækka helstu vexti félagsins. Veðlánavextir Halifax verða lækkaðir í 6,99% úr 7,25. Áður hafði breska stjórnin óvænt lækkað vexti um 0,25% í 5,75%. Flestir viðskiptabankar lækkuðu helstu vexti af lánum í 5,75% í samræmi við ákvörðun stjórnarinnar. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 33 orð

Vinsæl litasamsetning á síðustu öld

Vinsæl litasamsetning á síðustu öld Þetta hús er byggt árið 1826 í Tyholmen í Arendal. Það er málað í upprunalegri litasamsetningu og þykir dæmigert fyrir litaval á slíkum húsum á þessu tímabili í Danmörku. Meira
19. júní 1996 | Fasteignablað | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

19. júní 1996 | Fasteignablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

19. júní 1996 | Úr verinu | 425 orð

34 tonn af humri hjá Skinney Gengið hefur á ýmsu

Gengið hefur á ýmsu á humarvertíðinni hjá Skinney hf. á Hornafirði að sögn Ingva Sigurðssonar, yfirverkstjóra hjá fyrirtækinu. Skinney hf. var með fjóra báta á humri á vertíðinni, Skinney SF, Steinunni SF og Hafnarey SF en Þinganes SF er hætt veiðum og var afli þess á vertíðinni um 12 tonn af slitnum humri. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 337 orð

Brýnast að koma í veg fyrir rányrkju

FISKVINNSLAN í Bretlandi hefur hvatt stjórnvöld til að leggja fram samræmda áætlun fyrir sjávarútveginn í landinu í því skyni að tryggja hráefni og gæði. Kemur þessi áskorun fram í kjölfar mikillar úttektar á fiskvinnslunni. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 153 orð

ESB-skip til hafnar

STJÓRNVÖLD í Kanada tilkynntu skömmu eftir mánaðamót, að kanadískar hafnir væru aftur opnar fiskiskipum frá Evrópusambandsríkjum en þær hafa verið lokaðar þeim í níu ár. Var gripið til þess 1987 þegar ESB-ríkin ákváðu að veiða meira en Norðvestur- Atlantshafsfiskveiðinefndin, NAFO, lagði til. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 405 orð

Fiskafli orðinn 200.000 tonnum meiri en í fyrra

FISKAFLINN þetta fiskveiðiár er meira en 200.000 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra, sé miðað við tímabilið frá upphafi fiskveiðiársins til maíloka. Nú hafa veiðzt 1.359.089 tonn samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu, en á sama tíma í fyrra var aflinn 1.117.659 tonn. Athygli vekur að botnfiskafli er nú 3.000 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra, eða um 367. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 236 orð

Flotkvíin fullbókuð

FLOTKVÍIN í Hafnafjarðarhöfn hefur ugglaust vakið athygli margra sem leið hafa átt í gegnum Hafnarfjörð á síðustu mánuðum. Kvíin er í eigu Vélsmiðju Orms og Víglundar hf. í Hafnarfirði og segir Guðmundur Víglundsson framkvæmdastjóri að unnið hafi verið í kvínni nær sleitulaust allan sólarhringinn frá því að hún var tekin í rekstur í janúar síðstliðnum. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 490 orð

Flotkvíin í Hafnarfirði fullbókuð allt sumarið

FLOTKVÍIN í Hafnafjarðarhöfn hefur ugglaust vakið athygli margra sem leið hafa átt í gegnum Hafnarfjörð á síðustu mánuðum. Kvíin er í eigu Vélsmiðju Orms og Víglundar hf. í Hafnarfirði og segir Guðmundur Víglundsson framkvæmdastjóri að unnið hafi verið í kvínni nær sleitulaust allan sólarhringinn frá því að hún var tekin í rekstur í janúar síðstliðnum. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 405 orð

Grásleppuvertíðin mun lélegri en á síðasta ári

GRÁSLEPPUVERTÍÐINNI er að ljúka víðast hvar og hefur veiði verið með lélegra móti. Aflinn nú er um 4.000 tunnum minni miðað við sama tíma í fyrra. Grásleppukarlar á norður- og austurlandi og á Reykjanesi mega vera með net sín í sjó til 20. júní en flestir hafa þegar tekið netin í land enda veiði verið með afbrigðum léleg í þessum landshlutum. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 1644 orð

Krókabátunum mun fækka nokkuð

Eigendur krókabáta verða nú að velja milli þriggja veiðikerfa Krókabátunum mun fækka nokkuð Dögunum í sóknarkerfi krókabáta mun fækka nokkuð á fiskveiðiárinu 1997-8 og það fælir greinilega marga frá því. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 723 orð

Laxinn er kominn í harða samkeppni við annan fisk

LAX og silungur hafa lengi verið mikill lúxus á matborðinu en á því hefur þó orðið mikil breyting á allra síðustu árum. Bragðgæðin eru vissulega þau sömu og áður en samdrátturinn í efnahagslífinu hefur haft sín áhrif á kaupgetu almennings auk þess sem eldisframleiðslan hefur vaxið hröðum skrefum og veiði á villtum laxi gengið vel í Bandaríkjunum og Kanada. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 176 orð

Meira ferskt til Bretlands

INNFLUTNINGUR Breta á ferskum fiski í janúar síðastliðnum var með minnsta móti. Alls fluttu þeir inn rúmlega 4.400 tonn á móti 5.360 tonnum í janúar í fyrra. Um helmingur innflutningsins nú kemur frá tveimur löndum, Færeyjum og Íslandi. Færeyingar eru nú með um 1.340 tonn, sem er 300 tonna aukning frá árinu áður. Við Íslendingar komun næst með 1. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 498 orð

Meiri niðurskurður til bjargar fiskinum

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins, ESB, hefur hvatt til, að flotinn verði skorinn niður um 40% á sex árum hvað varðar veiðar á sumum tegundum. Kom það fram hjá Emmu Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórninni, að viðvarandi rányrkja á sumum fiskstofnum væri ekki aðeins að eyðileggja þá, heldur einnig afkomu þeirra, sem veiðarnar stunduðu. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 195 orð

Mikið brætt á Eskifirði

TEKIÐ hefur verið á móti um 100.000 tonnum af síld og loðnu á þessu ári hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. Af því hafa verið brædd rúm 30.000 tonn af síld, en síldveiðum fer senn að ljúka hjá íslenskum skipum. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 626 orð

Mikil söluaukning hjá SH í Þýzkalandi unfarin ár

SALA IFPG, dótturfyrirtækis SH í Hamborg í Þýzkalandi, hefur nærri því fimmfaldazt á þeim 15 árum, sem söluskrifstofan hefur starfað. Hún var opnuð formlega 19. júní 1981 með 2 starfsmenn. Gylfi Þór Magnússon var í upphafi framkvæmdastjóri skrifstofunnar. Sala fyrsta árið var 4.600 tonn að verðmæti um DM 13 m. Árið 1995 voru starfandi 9 starfsmenn og nam salan 21. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 127 orð

Norðmenn hafa farið langt framúr kolmunnakvótanum

NORÐMENN hafa farið um 50.000 tonn fram úr kolmunnakvóta sínum og voru veiðar stöðvaðar í byrjun maí en þá höfðu veiðst um 332.000 tonn af kolmunna. Norski kolmunnakvótinn hefur aldrei klárast jafn snemma og hefur hann veiðst í Færeysku lögsögunni sem og á hafsvæðum ESB. Norðmenn hafa á þessu ári haft 249.000 tonna kolmunnakvóta hjá ESB og 27.00 tonna kvóta í Færeysku lögsögunni. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 40 orð

Rangt nefndur

ÞAU LEIÐU mistök áttu sér stað í síðasta blaði Úr verinu að Einar Grétar Björnsson, sem heiðraður var á sjómannadaginn, var, í umfjöllun um ævistörf hans, í tvígang nefndur Bolli. Úr verinu biðst innilegrar afsökunar á þessum mistökum. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 61 orð

SÍLDIN MÆLD

SIGURÐUR Einarsson mælir síldina og tekur magasýni í rannsóknarleiðangri um borð í Árna Friðrikssyni, eins af skipum Hafrannsóknarstofnunarinnar. Hafrannsóknastofnun hefur að undanförnu verið við rannsóknir á norsk- íslenzku síldinni í Síldarsmugunni og víðar. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 89 orð

SÍLDIN RANNSÖKUÐ

RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson er nýkominn úr síldarleiðangri og er verið að vinna úr gögnum sem í honum var aflað. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar, leiðangursstjóra, varð vart við stóra síld um 90 mílur suðaustur af Jan Mayen en hún hafi legið djúpt og verið stygg þegar hún kom upp á næturnar og því erfitt fyrir skip að ná henni. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 622 orð

Stærsti kompás landsins setur upp við skólann

STÝRIMANNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 105. sinn frá stofnun skólans árið 1891 hinn 24. maí síðastliðinn. Á liðnu skólaári luku 94 lögboðnum skipstjórnarprófum til atvinnuréttinda. Skipstjórnarprófi til 30 rúmlesta réttinda luku 33. Fyrsta stigi, er veitir 200 rúmlesta réttindi, luku 27. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 327 orð

SVN Fréttir af stokkunum

SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hefur nú hafið útgáfu fréttabréfsins SVN Fréttir. Stefnt er að því að fréttabréfið komi út fjórum sinnum á ári og verði 4 til 8 síður að stærð. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 209 orð

Togarinn Arnar HU til heimahafnar

ARNAR HU 1 kom í heimahöfn á Skagaströnd í fyrsta sinn skömmu fyrir sjómannadag. Eftir móttökuathöfn var skipið sýnt almenningi og boðið upp á veitingar. Séra Egill Hallgrímsson blessaði skipið og bað fyrir áhöfn þess. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 186 orð

Útflutningur eða dauði

DR. ARNAR Bjarnason hefur gefið út bókina Útflutningur eða dauði; Íslenskur sjávarútvegur, eðli og hegðun útflutningsgeirans. Bókin er byggð á doktorsritgerð Arnars sem hann varði við háskólann í Edinborg í maí 1994. Bókin er á ensku og Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands gefur bókina út ásamt Arnari. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 64 orð

ÚTHAFSKARFI FLOKKAÐUR

BIRGIR Erlendsson, starfsmaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, fór með í túr Engeyjar á úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg. Hann sést hér flokka karfa, en karfinn hefur verið sérlega góður þetta vorið. Fyrir vikið hefur mun hærra meðalverð fengizt fyrir henn en í fyrra, þrátt fyrir mun meiri framleiðslu. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 129 orð

Ýsa í tómatpúrre

MARGIR sjómenn hafa litið við á Sjómannastofunni Vör í Grindavík og fengið sér í gogginn. Þeir Sigurgeir Sigurgeirsson og Reynir Karlsson, matreiðslumenn á sjómannastofunni, eru úrvals kokkar enda í nánum tengslum við allt sem viðkemur sjávarfangi í Grindavík. Þeir senda okkur hér ljúfengan og fljótlegan ýsurétt. ca. 200 gr. Meira
19. júní 1996 | Úr verinu | 186 orð

Þjóðverjar borða meiri fisk

FISKNEYZLA í Þýzkalandi jókst nokkuð á síðasta ári. Samkvæmt því, sem næst verður komizt fór hún úr 14,7 kílóum á mann í 15 kíló miðað við afla upp úr sjó. Hefur fiskneyzlan aldrei verið meiri. Niðursuðuafurðir eru mjög vinsælar með um 33% heildarneyzlunnar á fiski. Meira var borðað af frystum afurðum, en hlutur þeirra í heildinni er um 27%. Meira

Barnablað

19. júní 1996 | Barnablað | 34 orð

1 x 2

1 x 2 HLUTURINN til hægri á meðfylgjandi mynd á við einn þriggja hluta í sömu röð, merktir 1 x 2. Raðirnar eru 8 talsins. Prófið ykkur áfram og kíkið í Lausnir að því loknu. Meira
19. júní 1996 | Barnablað | 97 orð

Af tungli og fótbolta

GLÆTAN! Jú, jú, hann Vésteinn er svo sem búinn að horfa á alla leikina í Evrópukeppninni í knattspyrnu undanfarna daga og vikur - EN hann er ekki orðinn svona ruglaður í augunum, að hann sjái margfalt þegar hann lítur í sjónaukann sinn og virðir fyrir sér minnkandi tungl að kvöldi einn fagran júnídag. Meira
19. júní 1996 | Barnablað | 53 orð

Borgir og byggingar

HVAÐA frægar byggingar, sem nefndar eruhér að neðan, eru í hvaða borg? A Tívolí B Big Ben C Akropolis D Notre Dame E Frelsisstyttan F Colosseum 1 Róm 2 París 3 New York 4 Kaupmannahöfn 5 London 6 Aþena Svarið er í Lausnum ÞEGAR þið eruðbúin að reyna til hins ýtrasta. Meira
19. júní 1996 | Barnablað | 29 orð

Fiskifræði

Fiskifræði FLJÓTT á litið eru fiskarnir á myndinni eins, en þegar betur er að gáð reynist svo ekki vera. Spurt er: Hverjir fiskanna eru alveg eins? Lausnir geyma svarið. Meira
19. júní 1996 | Barnablað | 171 orð

FRÆGA FÓLKIÐ OG HEIMILISFÖNGIN

KÆRU Myndasögur Moggans! Ég er 12 ára stelpa, sem er mikill leikaraaðdáandi. Mig langaði til þess að biðja ykkur um að gefa mér upp heimilisföng leikaranna, sem ég nefni hér á eftir: David Duchany, George Clooney, Sylvester Stallone, Arnold Schwarzenegger, Noah Wile, Luke Perry, Jason Priestley, Tori Spelling, Gillan Anderson, Pamela Anderson, David Hasselhoff, Meira
19. júní 1996 | Barnablað | 125 orð

Lausnir

Tunglið er í hvorki meira né minna en tuttugu og fjórum eintökum á myndinni af Vésteini og því. oOo Byggingum og borgum er rétt raðað saman svona: Einn og eff, tveir og dé, þrír og e, fjórir og a, fimm og bé, sex og sé. oOo Rétt tippað er eftirfarandi: einn eks einn - tveir eks einn - tveir eks oOo Bje, sje, a og dje eru rétta röðin. Meira
19. júní 1996 | Barnablað | 33 orð

Pennavinir

HALLÓ, halló! Ég heiti Lára Björk og er 8 ára. Mig langar að eignast pennavinkonu. Áhugamálin mín eru: Handbolti, sund og að fara í bíó. Lára B. Bragadóttir Bollagörðum 121 170 Seltjarnarnes Meira
19. júní 1996 | Barnablað | 118 orð

Spurt er...

KÆRU Myndasögur Moggans! Mig langar mjög mikið að vita hvort dregið er úr myndunum eða hvort þær eru valdar. Rut Hendriksdóttir Unnarbraut 13a 170 Seltjarnarnes - - - Myndasögurnar svara: Þegar litaleikir eru í samvinnu við aðra aðila er oftast dregið úr innsendum myndum, Meira
19. júní 1996 | Barnablað | 34 orð

STÆRÐFRÆÐI

HVAÐA tala á að standa í auðu sneið tölustafakökunnar? Skoðið allar tölurnar vandlega, þær eru settar á kökusneiðarnar eftir ákveðnu kerfi. Flettið upp á Lausnum þegar þið eruð búin að reyna til þrautar. Meira
19. júní 1996 | Barnablað | 164 orð

Við göngum svo léttir...

HREYFING er hverjum og einum holl. Okkur er flestum eðlilegt að ganga, hlaupa o.s.frv. (= og svo framvegis). Það er til fatlað fólk Of oft gleymast þau okkar sem eiga við einhvers konar fötlun að stríða. Meira
19. júní 1996 | Barnablað | 400 orð

(fyrirsögn vantar)

Quinhamel 6. júní 1996Kæri Moggi! Við erum þrír bræður, sem heita Gunnlaugur, 10 ára, Einar, 8 ára, og Ólafur Páll, 5 ára. Við búum í þorpi sem heitir Quinhamel í Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku. Við höfum átt heima hér í þrjú ár. Við fáum Morgunblaðið í hverri viku og lesum alltaf Myndasögur Moggans. Húsið okkar er múrhúðað leirsteinshús með bárujárnsþaki. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.