Greinar föstudaginn 28. júní 1996

Forsíða

28. júní 1996 | Forsíða | 53 orð

Burt með eiturlyfin

KÍNVERSKIR lögreglumenn brenna 896 kíló af blönduðum eiturlyfjum í borginni Putian. Lögregla hafði lagt hald á eiturlyfin frá árinu 1994 og var þeim tortímt í tilefni af baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn eiturlyfjum. Að minnsta kosti 110 menn, er gerst höfðu brotlegir við eiturlyfjalöggjöf Kína, voru einnig teknir af lífi. Meira
28. júní 1996 | Forsíða | 222 orð

Falla frá undanþágubeiðni

BANDARÍKIN drógu í gær tilbaka beiðni sína á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins um undanþágu frá banni hvalveiðibanniráðsins fyrir indíana af ættbálkinum Makah. Farið hafði verið fram á undanþágu þannig að indíánarnir gætu fellt fimm dýr samkvæmt reglum ráðsins um frumbyggjaveiðar. Meira
28. júní 1996 | Forsíða | 75 orð

Gagnlegustu málin

ENSKA og rússneska eru þau tungumál sem flestir Evrópubúar tala eða skilja, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Evrópusambandsins í 15 ríkjum. Einn af hverjum þremur aðspurðum sagðist telja sig tala skiljanlega ensku, 15% skilja frönsku og 9% þýsku. Ef A-Evrópu væri bætt við er rússneska hins vegar það tungumál sem flestir skilja eða alls 35%. Meira
28. júní 1996 | Forsíða | 437 orð

Heita hertri baráttu gegn hryðjuverkum

LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja heims samþykktu í gærkvöldi ályktun þar sem hryðjuverk eru fordæmd og því er heitið að baráttan gegn þeim verði hert. Catherine Colonna, talsmaður Frakklandsforseta, sagði að tilgangur ályktunarinnar væri ekki að leggja til sértækar aðgerðir í baráttunni gegn hryðjuverkum, heldur senda skýr skilaboð þar sem hermdarverk í allri sinni mynd eru fordæmd. Meira
28. júní 1996 | Forsíða | 342 orð

Lebed veitist að vestrænni menningu

ALEXANDER Lebed, yfirmaður rússneska Öryggisráðsins, sagði í gær að héðan af yrði ekki snúið af braut umbóta og réðst um leið að vestrænum gildum og menningu. Labed sagði stuðningsmönnum sínum í ræðu, Meira

Fréttir

28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 616 orð

22 punda flugulax úr Vatnsdalsá

VEIÐI gekk með miklum ágætum í Vatnsdalsá er veiðimenn munduðu þar stangir í fyrsta sinn á þessu sumri. Hófst veiðin á miðvikudagsmorgun og á hádegi í gær, eftir einn og hálfan dag voru komnir 17 laxar á land, allt stórlaxar, 10 til 22 pund. Í Vatnsdalsá er nú veitt samkvæmt kerfinu "veiða-sleppa" og verður svo til 17. ágúst. Meira
28. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 295 orð

Afgreiðsla bæjarskrifstofu á jarðhæð

Í HAUST verður ráðist í umfangsmiklar breytingar og endurbætur á jarðhæð ráðhússins á Akureyri, auk þess sem byggð verður um 240 fermetra viðbygging til vesturs með um 170 fermetra kjallara. Heildarkostnaður framkvæmdanna er áætlaður rúmar 77,5 milljónir króna og þar af er hönnunarkostnaður rúmar 8,5 milljónir króna. Í ráðhúsinu á Geislagötu 9 eru m.a. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Afhentu upplýsingar um kynferðisofbeldi

KONUR í samtökunum Stígamótum og aðrar utan samtakanna afhentu fulltrúum á Prestastefnu skilgreiningar sínar á mismunandi formum kynferðisofbeldis á Prestastefnu í gær. Í bréfinu, sem ber yfirskriftina Til upplýsingar fyrir presta á Prestastefnu 1996, Meira
28. júní 1996 | Miðopna | 820 orð

Afkastageta verksmiðja aukin um 2.500-3.000 t

ÍFYRRA hófust loðnuveiðarnar í júlíbyrjun úti af vestanverðu Norðurlandi og norður af Vestfjörðun, Mikið var um smáa loðnu á miðunum og versnaði ástandið eftir því sem á leið. Lítið fannst af loðnu fram eftir hausti og var afli tregur allt til áramóta. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 176 orð

Almenna mótið í Vatnaskógi

KRISTNIBOÐSSAMBANDIÐ gengst fyrir almennu kristilegu móti í Vatnaskógi um næstu helgi, frá föstudegi til sunnudags. Almennu mótin hafa verið haldin í 50 ár og verður þetta hið 51. í röðinni. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð

Ammóníaksleki

AMMÓNÍAK lak frá kjötvinnslu Goða við Kirkjusand í gærkvöldi. Íbúi við Hrísateig varð var við lykt á níunda tímanum og gerði viðvart. Lögregla fór á staðinn og staðfesti að um leka frá Goða var að ræða. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 139 orð

Á ekki erindi til sáttasemjara

FULLTRÚAR VSÍ gera athugasemdir við að ágreiningi um gerð nýs samnings fyrir starfsmenn sem starfa við gerð Hvalfjarðarganga skuli hafa verið vísað til ríkissáttasemjara. Samningamenn vinnuveitenda og verkalýðsfélaganna hittust hjá ríkissáttasemjara í gær. Meira
28. júní 1996 | Erlendar fréttir | 213 orð

Áhersla Íra á EMU

ÍRAR, sem taka við forystunni í ráðherraráði Evrópusambandins um mánaðamótin, sögðu í gær að á sex mánaða formennskutímabili sínu myndu þeir leggja áherslu á að brýna fyrir einstaklingum og fjármálamörkuðum að hinn peningalegi samruni Evrópuríkja myndi eiga sér stað samkvæmt áætlun. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 47 orð

Árekstrar í rigningunni

MIKIÐ var um árekstra í Reykjavík í rigningunni síðdegis í gær. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki en talsvert eignatjón varð. Fjögurra bíla árekstur varð á Hringbraut á móts við BSÍ um þrjúleytið. Einn bílanna slapp óskemmdur en einn þurfti að fjarlægja með kranabíl. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Ásatrúarmenn á Þingvöllum

ÁSATRÚARMENN hittast á Þingvöllum, Þórsdaginn í tíundu viku sumars, þ.e. í kvöld, fimmtudaginn 27. júní. Dagskráin hefst kl. 19 þar sem safnast verður saman við hótelið. Gengið verður til Lögbergs um Hamraskarð kl. 20 þar sem allsherjargoði setur þingið. Lögsögumaður segir upp lögin og Eyvindur Pétur Eiríksson og Jónína Kristín Berg taka formlega við goðorðum og vinna eiða. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Bensíngjald hækkar um 67 aura á lítrann

BENSÍNGJALD mun hækka um mánaðamótin þegar fjármálaráðherra fellir niður tímabundna lækkun gjaldsins. Gjald af blýlausu bensíni mun hækka um 67 aura á lítrann. Fjármálaráðherra ákvað 9. maí að lækka gjald af bensíni tímabundið vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði og til að draga úr verðlagsáhrifum þess hér á landi. Meira
28. júní 1996 | Erlendar fréttir | 273 orð

Bildt gefur lítið fyrir kröfur Karadzics

CARL Bildt, sáttasemjari í Bosníu, gaf í gær lítið fyrir kröfur harðlínusinnaðra Bosníu-Serba um að komið verði til móts við "forseta" þeirra, Radovan Karadzic, sættist hann á að láta af völdum. Talsmaður Bildts sagði við fréttamenn að engir samningar yrðu gerðir, og að Bildt vænti þess að Karadzic hyrfi af vettvangi innan skamms, Meira
28. júní 1996 | Erlendar fréttir | 102 orð

Blaðakona myrt á götu

VERONICA Guerin, þekktasti glæpafréttamaður á Írlandi, var myrt í bíl sínum í Dublin á miðvikudag og er talið að útsendarar glæpaforingja hafi verið að verki. Ráðamenn landsins hörmuðu örlög Guerin sem unnið hefði ötullega að því að svipta hulunni af skipulagðri glæpastarfsemi. Meira
28. júní 1996 | Erlendar fréttir | 414 orð

Breskir íhaldsmenn sækja í sig veðrið

ÍHALDSFLOKKURINN breski virðist vera að sækja í sig veðrið samkvæmt nýjum skoðanakönnunum en þær sýna einnig, að forskot Verkamannaflokksins fer minnkandi. Hefur fylgi íhaldsmanna ekki mælst meira í þrjú ár og þykja líkur aukast á því að ekki verði efnt til þingkosninga áður en kjörtímabilinu lýkur. Meira
28. júní 1996 | Óflokkað efni | 869 orð

Ekki Ólaf Ragnar

Allt virðist nú benda til þess að íslenskir kjósendur sendi Ólaf Ragnar Grímsson á Bessastaði. Það er nokkurt áfall, því Ólafur hefur í gegnum tíðina stundað það öðrum mönnum fremur að höfða til lökustu partanna í Íslendingum, öfundar, dómgirni og mannúðarleysis. Þekktustu dæmin eru árásirnar á á Flugleiðamenn 1980, Hafskipsmenn 1985 og Magnús Thoroddsen 1989. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 1948 orð

Embættið ekki átakavettvangur

-Hvert er að þinni hyggju hlutverk forsetaembættisins? HLUTVERK forsetaembættisins er að mínum dómi þríþætt. Í fyrsta lagi að sinna skyldum samkvæmt stjórnskipan landsins, í samræmi við ákvæði í stjórnarskrá og lögum og þær hefðir, sem myndast hafa, Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Fjölbreytt dagskrá á Þingvöllum

Á ÞINGVÖLLUM verður í boði fjölbreytt dagskrá um næstu helgi. Á laugardag verður farið í gönguferð kl. 13.30. Farið verður frá þjónustumiðstöð og gengið um Fögrubrekku að Öxarárfossi. Þaðan verður síðan gengið í eyðibýlið Skógarkot. Gönguferðinni lýkur við þjónustumiðstöð. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 1934 orð

Forsetinn á að styrkja innviðina Guðrún Agnarsdóttir, frambjóðandi til forseta Íslands, hefur m.a. lagt á það áherslu að

GUÐRÚN Agnarsdóttir var algjörlega fallin frá þeirri hugmynd fyrr á þessu ári að bjóða sig fram í kjör til forseta Íslands. Eftir fjölda áskorana og undirskriftasöfnun endurskoðaði hún hug sinn og komst að þeirri niðurstöðu að hún gæti látið til sín taka í embættinu og haft frumkvæði til að bæta samfélagið, Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 2136 orð

Forseti verði vísitala á velmegun

ÁSTÞÓR kveðst vera fylgjandi því að Ísland sé í NATO, en telur að Íslendingar eigi að beita sér fyrir breytingum á bandalaginu og gera það að alþjóðlegu friðarbandalagi og bæta inn deildum sem hafi á hendi fjölmiðlun og ýmsa mannlega hjálp. Þar á meðal fyrirbyggjandi starf í sambandi við friðarmál. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 428 orð

Fylgi Ólafs Ragnars líklega vanmetið

STEFÁN Ólafsson, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, segir að skipting úrtakshópsins í skoðankönnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu í gær bendi til þess að fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar kunni að vera vanmetið, en fylgi Péturs Kr. Hafsteins og Guðrúnar Agnarsdóttur ofmetið. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 187 orð

Fylgi Ólafs Ragnars minnkar um 5%

FYLGI Ólafs Ragnars Grímssonar minnkar en Pétur Kr. Hafstein og Guðrún Agnarsdóttir bæta við sig, samkvæmt könnun Gallups sem gerð var á þriðjudag og miðvikudag. 39,3% þeirra sem spurðir voru kváðust ætla að kjósa Ólaf Ragnar eða töldu líklegast að hann yrði fyrir valinu. Samsvarandi hlutfall hjá Pétri er 30,7%, 25,7% hjá Guðrúnu og 4,3% hjá Ástþóri Magnússyni. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 268 orð

Fyrstu pörin gefin saman

HJÚSKAPARLÖGGJÖF fyrir samkynhneigða, staðfest samvist, öðlaðist gildi hér á landi í gær ­ á alþjóðlegum frelsisdegi lesbía og homma. Fyrstu pörin voru vígð samdægurs. Að vígslunum loknum buðu Samtökin '78 til móttöku í anddyri Borgarleikhússins. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Geðfatlaðir á Norðurlandamóti

HÓPUR geðfatlaðra fór sl. laugardag á Norðurlandamót í Finnlandi sem er árlegur viðburður á hverju ári. Þetta eru einu samskipti geðfatlaðra á Norðurlöndum og styrkti Geðhjálp hópinn til fararinnar. Þessa vikuna koma geðfatlaðir með sitt framlag sem er söngur, skemmtiatriði o.fl. Fararstjórar í ferðinni með íslenska hópnum eru Karl Valdimarsson og Sigurður Gunnarsson. Meira
28. júní 1996 | Landsbyggðin | 109 orð

Gjafir til Grunnskólans í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Kvenfélagið Hringurinn ákvað í vetur að gefa Grunnskólanum í Stykkishólmi áhöld og tæki í skólaeldhúsið. Gjöfin var að upphæð 100.000 kr. og sá heimilisfræðikennari skólans, Oddfríður Traustadóttir, um að velja og kaupa áhöldin. Meira
28. júní 1996 | Landsbyggðin | 193 orð

Golfskáli tekinn í notkun við Kálftatjörn

Vogum-Golfklúbbur Vatnsleysustrandar tók formlega í notkun golfskála við golfvöll félagsins í landi kirkjujarðarinnar að Kálfatjörn að Vatnsleysuströnd föstudaginn 21. júní sl. með því að einn félagi í klúbbnum, Andrés Guðmundsson, dró fána félagsins að húni á flaggstöng sem klúbbnum var gefin í tilefni dagsins einnig bárust margar gjafir og heillaóskir. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Hálf milljón til Flateyrar

FÉLAGAR í Lionsklúbbnum Nirði í Reykjavík voru á ferð í Önundafirði 19. júní sl. Færðu þeir Lionsklúbbi Önundafjarðar að gjöf 500.000 kr. sem varið skal til uppbyggingar á Flateyri. Gestirnir voru viðstaddir helgistund í Holtskirkju þar sem rifjaðir voru upp þættir úr sögu byggðarlagsins. Á myndinni, sem tekin var undir kirkjuvegg í Holti, eru f.h. Ólafur J. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hjólreiðahátíðin á Hvolsvelli er orðin föst í sessi

Hellu -Um helgina fer fram í fjórða sinn hjólreiðahátíðin Tour de Hvolsvöllur", en dagskrá hátíðarinnar hefst á laugardagmorgun með 14 km götuhjólreiðum frá Hellu til Hvolsvallar. Keppnin er haldin í samvinnu við Hjólreiðafélag Reykjavíkur og er hluti af Bikarmeistaramóti Íslands. Hjólað um Njáluslóðir á Fljótshlíðarvegi Meira
28. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Hætt við sölu hlutabréfa

ÞORLEIFUR Ananíasson, fulltrúi starfsmanna Útgerðarfélags Akureyringa, afhenti áskorun, sem 236 starfsmenn félagsins hafa skrifað undir, við upphaf bæjarráðsfundar í gær þar sem því er beint til meirihluta bæjarstjórnar að hætta við sölu á hlutabréfum í ÚA, sem eru í eigu bæjarins. Meira
28. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Knattspyrnuleikir þeirra yngstu

UM 120 ungar knattspyrnuhetjur í Þór og KA á aldrinum 5-8 ára voru saman komnar á félagssvæði Þórs við Hamar í gærmorgun. Þar fóru fram árlegir æfingaleikir félaganna í 7. flokki og gekk mikið á. Áhuginn skein úr hverju andliti enda ekki á hverjum degi sem þau yngstu fá spila "alvöru" leiki. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Kosið um áfengisútsölu

KOSIÐ verður um hvort áfengisútsölur skuli opnaðar á Dalvík og Þórshöfn, um leið og menn velja einn frambjóðenda til embættis forseta á laugardag. Einnig verður kannað í Suður- Þingeyjarsýslu hvort vilji sé hjá kjósendum fyrir því að ræða hugsanlega sameiningu sveitarfélaga á svæðinu, segir Ólafur Birgir Árnason formaður yfirkjörstjórnar Norðurlands eystra. Meira
28. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Kynning í Gallerí AllraHanda

KYNNING á verkum Elínar Ásvaldsdóttur verður í Gallerí AllraHanda í Kaupvangsstræti á Akureyri. Hún verður opnuð í dag, 28. júní og stendur til 15. júlí næstkomandi. Á sýningunni eru verk af ýmsu tagi, hekl, keramik, gler, eyrnalokkar og olíumálun. Elín er fædd í Reykjavík árið 1972. Hún hefur dvalið í Bandaríkjunum síðastliðin þrjú ár bæði við módelstörf og háskólanám, m.a. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

Leitað að "herra Íslandi"

FEGURÐARSAMKEPPNI Íslands stendur nú fyrir því að velja Herra Ísland 1996 og munu undankeppnir fara fram í öllum landshlutum í júlí og ágúst í sumar. Úrslitakeppnin verður síðan haldin á Hótel Íslandi 13. september nk. og mun Stöð 3 sýna beint frá henni. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 354 orð

Meirihluti íbúa á öruggu svæði í vetur

MIKLAR framkvæmdir standa nú yfir við nýja byggð í Súðavík, þar á meðal þriðja áfanga gatnagerðar, auk þess sem allar götur verða malbikaðar og gengið frá gangstéttum, jafnframt því sem einbýlishús hafa risið þar að undanförnu. Heildargreiðslur Ofanflóðasjóðs vegna þessara framkvæmda nema um hálfum milljarði króna. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Morgunblaðið/Golli Biðröð út á bílastæði

MIKIL örtröð var í Ármúlaskólanum í gær, þar sem fram fer utankjörstaðaatkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna. Í gær kusu 1.716 manns og höfðu þá 8.964 manns kosið þar frá því utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst. Þær upplýsingar fengust að kjörsókn hefði tekið kipp í gær. Um níuleytið í gærkvöldi var biðröð út á bílastæði. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 313 orð

Nálægt 20% aukning á afkastagetu loðnuverksmiðja

LOÐNUVEIÐAR eru heimilar frá og með næstkomandi mánudegi, 1. júlí, og er meirihluti loðnuveiðiskipa að halda á miðin í dag og næstu daga að leita loðnu, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. "Útlitið núna er gott og kvótinn mikill og menn eru bjartsýnir," segir Sveinn Jónsson, hjá Félagi íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Námskeið í plöntugreiningu

HIÐ íslenska náttúrufræðifélag efnir til námskeiðs í plöntugreiningu laugardaginn 6. júlí kl. 13­18. Þátttakendur mæti við Náttúrufræðistofnun Íslands á Hlemmi 3 v/Hlemmtorg. Ekið verður um Mosfellsheiði til Þingvalla og staðnæmst í mismunandi gróðursamfélögum til að æfa sig að þekkja plöntur. Æskilegt er að fólk hafi plöntugreiningahandbók með sér. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 821 orð

Nefnd verði skipuð um áherslur í sálgæslu

ÞRIGGJA daga prestastefnu var slitið í Digraneskirkju í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Undir liðnum önnur mál samþykkti prestastefnan tillögu um að brýnt væri að kirkjan mótaði skýra stefnu til staðfestrar samvistar samkynhneigðra. Samþykkt var að beina því til biskups Íslands að skipuð yrði nefnd til að standa fyrir fræðslu og umræðu um áherslur í sálgæslu kirkjunnar. Sr. Gunnar Björnsson o. Meira
28. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Nótaskipið Oddeyrin EA til heimahafnar

NÓTASKIPIÐ Oddeyrin EA, sem Oddeyri hf., dótturfyrirtæki Samherja keypti fyrir skömmu úr Grindavík kom til heimahafnar á Akureyri í gærmorgun. Skipið sem áður hét Albert GK hefir verið málað í litum Samherja og er hið glæsilegasta á að líta. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 215 orð

Nýjar verslanir í fornfrægu húsi

ENDURBÓTUM á húsinu við Strandgötu 49 í Hafnarfirði er nú að mestu lokið og hafa verslanir í húsinu verið opnaðar. Að utan hefur húsið verið fært í upprunalegt horf, og í öðru verslunarplássinu á jarðhæð eru innréttingar frá því húsið var byggt árið 1907. Þær eru einhverjar elstu upprunalegu verslunarinnréttingar hérlendis. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 38 orð

Ný rakara- og hársnyrtistofa

JÓHANNES Elíasson, hárskurðarmeistari, hefur opnað nýja rakara- og hársnyrtistofu að Starmýri 2 (áður Hársnyrtistofa Úlfar). Boðið er upp á vandaða alhliða hársnyrtingu. Opið er alla virka daga frá kl. 9­18. JÓHANNES Elíasson eigandi rakarastofunnar. Meira
28. júní 1996 | Landsbyggðin | 104 orð

Nýr geisladiskur með harmóníkutónlist

Egilsstöðum-Harmóníkufélag Héraðsbúa á Fljótsdalshéraði hefur gefið út geisladiskinn "Á tauginni". Inniheldur hann 16 lög eftir níu höfunda. Flytjandi tónlistarinnar er finnski harmóníkusnillingurinn Tatu Kantomaa en hann er aðeins 22 ára. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 393 orð

Nýr raforkusamningur gerður við Landsvirkjun

DRÖG að nýjum samningi milli Íslenska járnblendifélagsins og Landsvirkjunar um sölu á rafmagni liggja fyrir og stefna fyrirtækin að því að ganga frá honum í haust. Jón Sveinsson, formaður stjórnar Íslenska járnblendifélagsins, segir að stjórn félagsins muni í lok þessa árs taka ákvörðun um hvort verksmiðjan verði stækkuð og þriðja ofninum bætt við. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 432 orð

Orkugreinar fámennar í Háskólanum

BORGARSTJÓRANUM í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, var í gær afhent fyrsta eintakið af sögu Rafmagnsveitu Reykjavíkur í tilefni 75 ára afmælis fyrirtækisins Einnig var á afmælisdaginn tilkynnt um fjárframlag frá RR til Háskóla Íslands til þess að stofna embætti prófessors í rafmagnsverkfræði við skólann. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 453 orð

Óánægja vegna auglýsinga

Töluverðrar óánægju gætti meðal margra lesenda Morgunblaðsins í gær vegna birtingar á auglýsingum í blaðinu frá samtökum, sem nefna sig: "Óháðir áhugamenn um forsetakjör 1996" og "Í guðs bænum ekki...". Lesendur höfðu samband við blaðið og spurðu hvers vegna slíkar auglýsingar væru birtar og töldu að ekki ætti að vera hægt í krafti fjármuna að kaupa rúm fyrir slíkt efni í fjölmiðli. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 168 orð

Ódýrara hérlendis

NOKKUÐ mun vera um það að erlendir unglingar taki ökupróf á Íslandi vegna þess að kostnaður við ökunám er minni hér en í nágrannalöndunum. Holger Torp hjá Umferðarráði vill ekki fullyrða að erlendir unglingar komi gagngert hingað til lands til að taka ökupróf. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 398 orð

Ólafur 39,5%, Pétur 31,2% og Guðrún 26%

ÓLAFUR Ragnar Grímsson nýtur fylgis 39,5% kjósenda sem afstöðu taka, Pétur Kr. Hafstein 31,2%, Guðrún Agnarsdóttir 26% og Ástþór Magnússon 3,3%, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sem gerð var í gær og fyrradag. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 566 orð

Óneitanlega skelfileg lífsreynsla

GUÐRÚN Gísladóttir leikkona og Viðar Eggertsson fyrrverandi leikhússtjóri eru nú komin heilu og höldnu aftur til Dresden eftir að hafa lent í vopnuðu ráni í Tékklandi á þriðjudagskvöld. Guðrún og Viðar voru stödd á leiklistarhátíð í Dresden þegar þau ákváðu að bregða sér í dagsferð til Theresienstadt í Tékklandi sl. þriðjudag. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Ónýtir eftir árekstur

HARÐUR árekstur varð á mótum Kringlumýrar- og Miklubrauta í gærdag klukkan tvö. Tveir fólksbílar skullu saman og þurfti að draga þá af slysstað. Ökumennirnir voru einir í hvorum bíl um sig og var annar þeirra fluttur á slysadeild með sjúkrabíl vegna eymsla í fæti. Hinn var fluttur á slysadeild með lögreglubíl. Slökkviliðið var einnig kallað til og hreinsaði upp olíu af götunni. Meira
28. júní 1996 | Landsbyggðin | 278 orð

S120 ára verslunarog byggðar afmæli á Blönduósi Blönduósi

Blönduósi-Eitthundrað og tuttugu ár eru liðin frá því að verslun og þar með byggð hófst á Blönduósi. Af þessu tilefni verða hátíðarhöld á Blönduósi dagana 3.-7. júlí næstkomandi og er dagskráin afar fjölbreytt. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Sameiginleg útsending

RÍKISSJÓNVARPIÐ og Stöð 2 munu sameiginlega standa fyrir sjónvarpsfundi forsetaframbjóðenda í kvöld og kosningavöku að kvöldi kjördags. Sjónvarpsstöðvarnar verða með beina útsendingu frá fundi frambjóðendanna fjögurra milli kl. 21.20 og 22.50 í kvöld. Að kvöldi kjördags hefst sameiginleg kosningavaka kl. 21.30, þar sem fylgst verður með talningu atkvæða. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 897 orð

Samfélag þjóðanna er óðum að læra

STEINAR Berg Björnsson skapp heim til Íslands í stutt frí frá fyrrum Júgóslavíu þar sem hann hefur haft á hendi framkvæmdastjórnina á friðargæsluliði SÞ að undanförnu. Honum segist svo frá: "Þegar við lokuðum endanlega starfseminni í Sómalíu á síðasta ári fór ég frá Nairobi til Zagrep og tók við daglegri framkvæmdastjórn fyrir óbreytta hlutann af rekstri Friðargæsluliðsins Meira
28. júní 1996 | Erlendar fréttir | 294 orð

Simitis hótar afsögn

COSTAS Simitis forsætisráðherra Grikklands sagðist í gær myndu segja af sér næði hann ekki kjöri sem flokksleiðtogi sósíalistaflokksins (PASOK) nk. sunnudag. Sagðist hann þurfa á leiðtogavaldi að halda til að koma í kring nauðsynlegum umbótum í flokknum. Stefnir í uppgjör milli Simitis og Akis Tsohatzopoulos innanríkisráðherra. Vildu refsa Andreotti Meira
28. júní 1996 | Erlendar fréttir | 225 orð

Skipverjar á Ordzhoníkídze skutu Crabb

TALIÐ er að dularfullt hvarf breska froskmannsins Lionels Crabbs í höfninni í Portsmouth fyrir um 40 árum sé nú upplýst, segir í Berlingske Tidendenýverið. Crabb var sendur til að njósna um sovéska herskipið Ordzhoníkídze og er nú fullyrt að skipverjar hafi skotið hann. Meira
28. júní 1996 | Landsbyggðin | 279 orð

Skrúðgarður til minningar um þá sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri

Flateyri-Stofnað var til styrktarsjóðs á Flateyri um sl. mánaðamót til minningar um þá sem fórust í snjóflóðinu í fyrrahaust. Styrktarsjóðnum var gefið heitið Minningarsjóður Flateyrar og er hlutverk hans að byggja upp og varðveita minningarskrúðgarð sem ætlað er að vera á svæðinu sem fór undir flóðið. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 236 orð

Skúlaskeið, fjölskylduhlaup í Viðey

EFNT verður til fjölskylduhlaups í Viðey laugardaginn 29. júní. Það hefst kl. 14 en bátsferðir verða á 20 mínútna fresti frá kl. 12. Þátttökugjald er ekki annað en ferjutollurinn sem er 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Skúlaskeiðið er hugsað sem allt í senn, ganga, skokk eða hlaup. Vegalengdin er 3 km. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 174 orð

Spariskírteini í pappírstætara

BÚNAÐARBANKI Íslands hefur höfðað mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem þess er krafist að átta spariskírteini ríkissjóðs verði ógilduð með dómi. Forsaga málsins er sú að eigandi spariskírteinanna hafði óskað þess að bréfin yrðu geymd í útibúi Búnaðarbankans í Borgarnesi. Átti að taka ljósrit af skírteinunum Meira
28. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Sumarhátíð framsóknar

ÁRLEG sumarhátíð kjördæmissambands framsóknarmanna á Norðurlandi eystra verður haldin í Stórarjóðri í Vaglaskógi um helgina. Á laugardag kl. 11 verður farin skoðunarferð um skóginn undir leiðsögn skógarvarðar. Gróðursett verður að Illugastöðum kl. 14 og að því loknu farið í sund á staðnum. Leikir fyrir börn á öllum aldri verða í skóginum síðdegis, en kl. 19 hefst grillveisla. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Svíar sterkastir á endasprettinum

ÍSLENDINGAR enduðu í 2. sæti í opna flokknum á Norðurlandamótinu í brids, sem lauk í gær í Danmörku. Íslenska kvennaliðið endaði í 5. sæti í kvennaflokki. Opni flokkurinn var æsispennandi allt til loka. Í næstsíðustu umferð unnu Íslendingar Dani 25-0 og fyrir síðustu umferðina höfðu Svíar hálft stig yfir Íslendinga en aðeins þessar þjóðir gátu unnið mótið. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 385 orð

Tveir í framboði til formennsku

SÉRA Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllum í Kjós, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Prestafélagi Íslands gegn séra Geir Waage sitjandi formanni og sóknarpresti í Reykholti. Gunnar segir að framboð hans sé vegna styrs, sem staðið hafi um sitjandi formann. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Tvennir tónleikar á Austurlandi

LÚÐRASVEIT Akureyrar heldur tónleika í Egilsbúð á Neskaupsstað næstkomandi laugardag, 29. júní kl. 15. Auk lúðrasveitarinnar leikur Dixilandhljómsveit skipuð hljóðfæraleikurum úr lúðrasveitinni sem og einnig Léttsveit Lúðrasveitar Akureyrar. Á efnisskránni er lúðrasveitartónlist af ýmsu tagi, dixiland og djass, m.a. eftir Ellington og Hoagy Carmiachel og fleiri. Meira
28. júní 1996 | Erlendar fréttir | 125 orð

Tyrkir fella Kúrda í Írak

ÞÚSUNDIR tyrkneskra hermanna nutu stuðnings flughers þegar þeir réðust inn í norðurhluta Íraks í gær og felldu þar fimm kúrdíska uppreisnarmenn, að sögn embættismanna í tyrkneska hernum. Var þetta umfangsmesta hernaðaraðgerð Tyrkja á landamærum ríkjanna á undanförnum fjórum mánuðum. Að sögn embættismanna kann að verða fjölgað í röðum hermanna. Meira
28. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Umhverfistónleikar

UMHVERFISTÓNLEIKAR verða haldnir á Ráðhústorgi á morgun, laugardaginn 29. júní kl. 16. Þeir eru haldnir í tengslum við átakið "Flöggum hreinu landi 17. júní" sem Umhverfissjóður verslunarinnar og Ungmennafélag Íslands stóðu að. Hljómsveitin Endurvinnslan verður í fararbroddi á tónleikunum, en hún vekur athygli á mikilvægi umhverfisverndar á ferð sinni um landið. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 170 orð

Ungmenni á friðarráðstefnu

FJÖGUR ungmenni halda á ráðstefnu í Bonn, Þýskalandi, í dag, 28. júní. Þessi ráðstefna ber heitið Eurocamp og er í boði þýska fjölskyldu- og ungmennaráðuneytisins, borgarstjórnar Bonn-borgar og Reykjavíkurborgar. Ráðstefnan stendur yfir í átta daga eða til 16. júlí nk. Á ráðstefnuna mæta fulltrúar frá ellefu Evrópulöndum auk þess frá Mexíkó og Mongólíu. Meira
28. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Útgáfu Íslensks máls seinkar

AF óviðráðanlegum ástæðum hefur útkomu bókar sem inniheldur þætti Gísla Jónssonar um íslenskt mál seinkað. Gert er ráð fyrir að bókin komi út um miðjan júlí og verður hún þá send áskrifendum jafnskjótt. Bókin er gefin út í tilefni af 50 ára stúdentsafmæli Gísla 17. júní síðastliðinn og 70 ára afmæli hans á liðnu hausti. Meira
28. júní 1996 | Erlendar fréttir | 245 orð

Vaclav Klaus áfram við völd

STJÓRNARFLOKKARNIR í Tékklandi undirrituðu í gær nýjan stjórnarsáttmála en þeir misstu meirihlutann naumlega í þingkosningum nýverið. Mun hægrimaðurinn Vaclav Klaus forsætisráðherra nú mynda minnihlutastjórn og er búist við að hún njóti stuðnings jafnaðarmannaflokks Milos Zemans sem vann mjög á í kosningunum. Meira
28. júní 1996 | Miðopna | 1164 orð

Vel kynntir brautryðjendur í El Salvador

ÍSLENSKIR jarðvísindamenn frá Orkustofnun ruddu að nokkru leyti brautina í upphafi jarðhitarannsókna í El Salvador á árunum 1965-75, en þar er nú búið að virkja tvö háhitasvæði til rafmagnsframleiðslu. Meira
28. júní 1996 | Erlendar fréttir | 515 orð

Vilja úthýsa vestrænum áhrifum í Saudi-Arabíu

ÞAÐ er stefna tilræðismannanna, sem urðu að minnsta kosti 19 manns að bana með bílsprengju í Saudi-Arabíu á þriðjudagskvöld, að reka alla vestræna hermenn á brott frá konungdæminu, segja fréttaskýrendur. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 2037 orð

Vill rækta sambandið við fólkið í landinu

Undir lok kosningabaráttunnar hitti Elín Pálmadóttirforsetaefnið Pétur Kr. Hafstein og Ingu Ástu afslöppuð og yfirveguð heima hjá sér eftir langan dag á Akureyri og í beinu framhaldi heimsóknir á spítala og stofnanir í Reykjavík og viðtöl við fjölmiðla. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Ölvaður, réttindalaus á stolnum bíl

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók 17 ára pilt í gærmorgun á stolnum bíl, réttindalausan og grunaðan um ölvun við akstur. Félagi piltsins komst undan á hlaupum. Tveir lögreglumenn á ómerktum bíl veittu bílnum og tveimur piltum athygli og töldu að þeir gætu tengst máli sem er í rannsókn. Meira
28. júní 1996 | Innlendar fréttir | 47 orð

(fyrirsögn vantar)

Í GREIN Ingiríðar Lúðvíksdóttur, "Íbúar í Laugarneshverfi, opnið augun" sem birtist í blaðinu í gær, vantaði síðustu setninguna. Hún átti að vera eftirfarandi: "Vanti ykkur undirskriftalista hafið þá samband við undirritaða, Sigurð Þorbergsson, Laugarnesvegi 104 eða Karl Lúðvíksson, Otrateigi 52." Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Meira

Ritstjórnargreinar

28. júní 1996 | Staksteinar | 301 orð

»Íslenzk kvikmyndagerð í brennidepli TVÖ dagblöð, DV og Tíminn, taka íslenzk

TVÖ dagblöð, DV og Tíminn, taka íslenzka kvikmyndagerð til umfjöllunar í ritstjórnargreinum sínum síðastliðinn miðvikudag og fjalla þar um fjárhagsvanda kvikmyndaiðnaðarins. Tíminn telur tillögur Bandalags íslenzkra listamanna athygliverðar, en DV segir, að tengja þurfi fjárhagslegan stuðning við íslenzka kvikmyndagerð aðsókn að íslenzkum kvikmyndum. Meira
28. júní 1996 | Leiðarar | 735 orð

KOSNINGABARÁTTAN OG AUGLÝSINGAR

leiðari KOSNINGABARÁTTAN OG AUGLÝSINGAR OTKUN auglýsinga hefur aukizt jafnt og þétt í kosningum hér á landi en sennilega hefur þeim aldrei verið beitt í jafnríkum mæli og í forsetakosningunum nú. Gera má ráð fyrir, að auglýsingar verði framvegis mikill þáttur í stjórnmálabaráttunni. Meira

Menning

28. júní 1996 | Menningarlíf | 107 orð

Augnablik (!)

MARGRET Schopka frá Köln í Þýskalandi opnar sýningu á verkum sínum í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, á laugardag kl. 14. "Viðfangsefni hennar er manneskjan, varnarlaus, einmana, særð. Á sýningunni Augnablik (!) eru 16 myndir, akrýl á dúk, þar sem listakonan hefur skafið og krafsað af hvert lagið af öðru. Meira
28. júní 1996 | Fólk í fréttum | 102 orð

Brauðtertur og síld

ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Washington DC bauð til mannfagnaðar í tilefni þjóðhátíðardagsins, 17. júní. Hófið var haldið í Lionssal í Arlington, þar sem félagið heldur flestar samkomur sínar. Róbert Holt, formaður félagsins, bauð gesti velkomna, einkum sendiherra Íslands, Einar Benediktsson, sem hélt aðalræðu kvöldsins. Meira
28. júní 1996 | Fólk í fréttum | 116 orð

Downey Jr. í slæmum málum

LEIKARINN sem gerði garðinn frægan í hlutverki Chaplins í samnefndri mynd er í slæmum málum. Hann var handtekinn sl. sunnudag fyrir að aka allt of hratt við Malibu-ströndina. Við nánari athugun kom í ljós að Downey var drukkinn og við leit í bílnum fundust eiturlyf, bæði kókaín og heróín. Ekki er þar með öll sagan sögð því í bílnum fannst einnig byssa, .357 Magnum, sem Downey Jr. Meira
28. júní 1996 | Fólk í fréttum | 253 orð

Drakúla dauður og í góðum gír

LESLIE Nielsen sökkvir hér tönnunum í meðleikara sína í þessari nýjustu grínmynd stórgrínarans Mel Brooks, sem Háskólabíó hefur hafið sýningar á. Nielsen fer með hlutverk Drakúla greifa, glæsilegs aðalsmanns með mikla löngun í blóð en þumalputta á öllum fingrum, segir í fréttatilkynningu. Meira
28. júní 1996 | Fólk í fréttum | 90 orð

Flýr úr meðferð

HANDTÖKUHEIMILD hefur verið gefin út á söngvara Stone Temple Pilots, Scott Weiland, eftir að hann flúði frá meðferðarstofnun fyrir fíkniefnaneytendur nýlega. Weiland var handtekinn á síðasta ári fyrir að hafa undir höndum heróín og kókaín og var dæmdur til að fara í meðferð á Pasadena-meðferðarstofnuninni í Kaliforníu í fjóra til sex mánuði. Meira
28. júní 1996 | Menningarlíf | 169 orð

Glatt á hjalla í Árbæjarsafni

UM HELGINA verður Árbæjarsafn opið frá kl. 10-18. Á laugardeginum verður teymt undir börnum frá kl. 14-15. Leiðsögn verður um leikfangasýninguna fyrir yngstu safngestina og farið verður í gamla leiki fyrir framan Læknisbústaðinn frá Kleppi kl. 15. Hægt verður að spreyta sig á léttum spurningaleik en dregið verður úr réttum svörum 1. júlí og fá vinningshafar sendan glaðning frá safninu. Meira
28. júní 1996 | Menningarlíf | 473 orð

Glæstur ferill

SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN "Das Deutsche Synphonie-Orchester Berlin" mun á næsta leikári, 1996/97, fagna 50 ára starfsafmæli sínu. Það er ekki ofsögum sagt að hljómsveitin geti verið stolt af glæstum ferli sínum. 15. Meira
28. júní 1996 | Menningarlíf | 120 orð

Grafísk mállýska New York borgar

GRAFÍSK mállýska New York borgar, nefnist fyrsta einkasýning Guðbjargar Gissurardóttur grafísks hönnuðar, sem opnuð verður í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82 (Vitastígs megin), laugardaginn 29. júní. Meira
28. júní 1996 | Fólk í fréttum | 35 orð

Hárið sveiflast

SVIÐSFRAMKOMA Anthony Kiedis, söngvara bandarísku sveitarinnar Red Hot Chilli Peppers, er með líflegra móti eins og sést á þessari mynd. Hún var tekin á tónleikum fönksveitarinnar í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, á þriðjudaginn. Meira
28. júní 1996 | Fólk í fréttum | 177 orð

Háskólabíó sýnir myndina Gangverksmýs

HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Gangverksmýs eða "Clockwork Mice". Með aðalhlutverk fara Ian Hart og Art Malik. Steve, (Ian Hart) kennari, hefur störf í sérskóla fyrir vandræðaunglinga. Hann fær eldskírn í því að takast á við vandræðagemlinga sem eru eins og eimreiðar á á fullri ferð á leið til glötunar. Meira
28. júní 1996 | Menningarlíf | 354 orð

Íslenskir menningardagar í Noregi

LISTAHÁTÍÐIN Festpillerne i Nord-Norge í Harstad í Norður- Noregi, er vettvangur margskonar íslenskra lista þessa dagana, því íslenskir menningardagar hófust á hátíðinni á miðvikudag og lýkur þeim á morgun. Það er Norræna húsið sem hefur í samstarfi við listahátíðina staðið að menningardögunum. Meira
28. júní 1996 | Fólk í fréttum | 258 orð

Íþróttamaður Rangæinga valinn

Íþróttamaður Rangæinga valinn NÝLEGA var íþróttamaður ársins 1995 í Rangárvallasýslu valinn. Útnefningin var kynnt á Héraðsvöku Rangæinga sem haldin var í byrjun júní á Laugalandi í Holta- og Landsveit að viðstöddu fjölmenni. Meira
28. júní 1996 | Menningarlíf | 209 orð

Largo desolato eftir Havel sýnt í haust

EINS og flestir vita er Vaclav Havel ekki einungis andófsmaður sem sat í fjölda ára í fangelsi og varð svo forseti Tékklands, heldur einnig leikritaskáld. Hann var ungur maður er fyrstu leikrit hans voru frumsýnd í Prag og æ síðan hefur hann verið tengdur leikhúsjöfrinum Samuel Beckett og leikritum hans. Meira
28. júní 1996 | Menningarlíf | 100 orð

Mannlífsmyndir

Í SMÍÐAR & Skart á Skólavörðustíg 16a stendur nú yfir til 12. júlí sýning á eldri verkum Ívu Sigrúnar Björnsdóttur. Íva Sigrún er fædd árið 1970. Hún lauk námi úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1995 og í kennslu- og uppeldisfræði frá Háskóla Íslands 1996. Grafíkverkin á sýningunni eru þáttur af vinnu á lokaverkefni hennar í MHÍ, en hafa ekki komið fram áður. Meira
28. júní 1996 | Fólk í fréttum | 78 orð

Nýjasta mynd Brad Pitts of dýr

NÝJASTA mynd Brad Pitts, "The Devil's Own", gengur ekkert of vel. Nýjustu fregnir herma að farið hafi verið langt fram úr upprunalegri fjárhagsáætlun þannig að framleiðendur myndarinnar hafa miklar áhyggjur. Einnig hefur Pitt verið eitthvað til vandræða. Hann neitaði t.d. Meira
28. júní 1996 | Fólk í fréttum | 303 orð

Regnboginn sýnir myndmyndina Nú er það svart

REGNBOGINN hefur hafið sýningar á grínmyndinni "Don't Be a Menace to South Central While Drinking Your Juice in the Hood" eða Nú er það svart eins og hún er nefnd á íslensku. Leikstjóri er Paris Barclay. Meira
28. júní 1996 | Menningarlíf | 125 orð

Síðasta tækifæri að sjá dauðann

FÁAR sýningar á Listahátíð í Reykjavík að þessu sinni hafa vakið meiri eftirtekt en þær tvær sem standa yfir í Mokka og Sjónarhóli Hverfisgötu 12 undir yfirskriftinni "Eitt sinn skal hver deyja", en þeim lýkur báðum um helgina. Sú á Mokka, Dauðinn í íslenskum veruleika, hefur verið sérstaklega fjölsótt. Meira
28. júní 1996 | Menningarlíf | 68 orð

Sjónþingi Birgis Andréssonar að ljúka

SJÓNÞINGI Birgis Andréssonar lýkur um helgina í Gerðubergi. Í framhaldi af Sjónþinginu sjálfu sem fram fór 12. maí voru opnaðar tvær sýningar Birgis; á Sjónarhóli á Hverfisgötu 12, þar sem hann sýnir nýleg verk frá síðastliðnum fjórum árum, og í Gerðubergi, þar sem fólki gefst tækifæri til að rekja túlkun Birgis á túlkun fortíðarinnar í endurtúlkun okkar sjálfra, Meira
28. júní 1996 | Fólk í fréttum | 34 orð

Stuð hjá SSSól

HLJÓMSVEITIN SSSól spilaði á sveitaballi í Miðgarði fyrir skömmu og myndaðist að sjálfsögðu mögnuð stemmning þar sem á öðrum tónleikum sveitarinnar. Hér sjáum við Helga Björns og félaga fyrir framan áhorfendur. Meira
28. júní 1996 | Menningarlíf | 139 orð

Suður-amerísk gítartónlist í Ísafjarðarkirkju

GÍTARDÚETTINN Dou-de-mano heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Ísafjarðar í Ísafjarðarkirkju á laugardag kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna verða eingöngu verk frá Suður- Ameríku. Verk sem öll byggja á þjóðlegri dans- og söngvahefð. Meðal höfunda má nefna Kúberjann Leo Brouwer, argentíska tónskáldið Astor Piazzolla og Brasilíumanninn Celso Machado. Meira
28. júní 1996 | Menningarlíf | 72 orð

Sýningu frá Grænlandi að ljúka

SÝNINGU á verkum grænlenskra listamanna í listasetrinu Kirkjuhvoli Akranesi, lýkur sunnudaginn 30. júní. Á sýningunni eru meðal annars klippiverk eftir grænlensku listakonuna Helene Petersen frá Qaqortoq ásamt munum unnum úr tré, beini, tálgusteini og selskinni. Þá er einnig fjölda ljósmynda frá Grænlandi, grænlenskur hundasleði, landakort og bækur. Meira
28. júní 1996 | Menningarlíf | 129 orð

Sýningu Karls Kvaran að ljúka

TVÆR sýningar hafa staðið yfir í Norræna húsinu í júnímánuði í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Félag íslenskra myndlistarmanna og Norræna húsið stóðu sameiginlega að sýningu á málverkum eftir Karl Kvaran og eru þau frá 1985- 1989, sem var síðasta tímabilið í lífi og á listferli málarans. Sýningunni lýkur á sunnudag og er hún opin frá kl. 13-19. Meira
28. júní 1996 | Menningarlíf | 62 orð

Sýningu Rögnu lýkur í Gallerí Fold

SÝNINGU á vatnslitamyndum Rögnu Sigrúnardóttur í Gallerí Fold við Rauðarárstíg lýkur á sunnudag. Ragna hefur um nokkurt skeið verið búsett í Bandaríkjunum og er yfirskrift sýningarinnar: "Ég hugsa til ömmu í stofunni í Stigahlíðinni...en hér er ég umkringd trjám". Galleríið er opið daglega frá kl. 10-18 nema laugardaga frá kl. Meira
28. júní 1996 | Menningarlíf | 106 orð

Teikningar og olíumálverk í sýningarsölum MÍR

SÝNING á teikningum og olíumálverkum rússneska listamannsins Mansúr Sattarovs verður opnuð í sýningarsölum MÍR, Vatnsstíg 10 í Reykjavík á laugardag kl. 15. Mansúr Mannúrovits Sattarov er fæddur 1948 í borginni Kazan við Volgu. Hann stundaði nám við myndlistarskóla í borginni Úfa í Úralhéraði og lauk þaðan burtfararprófi, en síðustu tvo áratugina hefur hann verið búsettur í Moskvu. Meira
28. júní 1996 | Menningarlíf | 129 orð

Textílsýningu Heidiar að ljúka

TEXTÍLSÝNINGU Heidiar Kristiansen á fjórðu hæð í Perlunni lýkur á sunnudag. Sýningin er opin til kl. 23 á kvöldin, opin á sama tíma og veitingabúðin á fjórðu hæð. Heidi sýnir 18 myndteppi unnin með applíkasjóns- og quilttækninni en það eru ævafornar og mikið notaðar aðferðir bæði til listsköpunar og í nytjahluti. Meira
28. júní 1996 | Fólk í fréttum | 73 orð

Tónleikar í Ráðhúsinu

BERNARDEL strengjakvartettinn hélt tónleika í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík nýverið. Hann skipa: Guðmundur Kristmundsson á víólu, Zbigniew Dubik á fiðlu, Guðrún Th. Sigurðardóttir á selló og Gréta Guðnadóttir á fiðlu. Á efnisskránni voru verk eftir Haydn og Smetana. Gestir voru á ýmsum aldri og gerðu góðan róm að spilamennsku kvartettsins. Meira
28. júní 1996 | Fólk í fréttum | 249 orð

Tveggja ára kaffihlé

ROSIE Perez hefur ekki leikið í kvikmynd í nærri tvö ár. "Ég tók mér frí vegna þess að atburðarásin var orðin svo hröð," segir leikkonan, sem á að baki hlutverk í myndunum "White Men Can't Jump", "Untamed Heart" og "Fearless". "Ég varð bara að segja: "Bíðið aðeins hæg," fara aftur heim og drekka kaffi með systur minni á hverjum morgni á ný. Meira
28. júní 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Tökum seinkað

ENDALAUS vandræðagangur við gerð myndarinnar "The Double" hefur gert það að verkum að ákveðið hefur verið að fresta tökum fram í október. Eins og fram hefur komið hafa miklar erjur verið milli leikara og leikstjóra, og sér ekki fyrir endann á því. Meira
28. júní 1996 | Menningarlíf | 371 orð

Vættir í verkum tveggja manna

FYRIR utan Listasafn Sigurjóns í Laugarnesi má sjá margskonar verur og vættir gægjast úr marglitum steinum sem sumir liggja þar sem síst mætti við þeim búast en aðrir í öndvegi á grasflötum framan við safnið. Meira

Umræðan

28. júní 1996 | Kosningar | 111 orð

194.784 eru á kjörskrá

FORSETAKJÖR fer fram á morgun. Þá hafa 194.784 Íslendingar rétt til að ganga í kjörklefa og kjósa sér forseta til næstu fjögurra ára. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru á kjörskrá 129.310 manns þar af rúmlega 73 þúsund í borginni sjálfri. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 191 orð

Aðför Ólafs Ragnars að sannleikanum

Í HÁDEGISFRÉTTUM Bylgjunnar 27. júní kallaði Ólafur Ragnar Grímsson auglýsingar, sem birtust í Morgunblaðinu þann dag og fólu í sér upplýsingar um stjórnmálaferil hans, aðför að lýðræðinu.Hins vegar mótmælir hann ekki efnislega þeim upplýsingum er koma fram í auglýsingunum enda eru þær allar grjótharðar staðreyndir. Meira
28. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 151 orð

Að gefnu tilefni

LAUGARDAGINN 22. júní sl. skrifar Óskar Jóhannsson formaður Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík grein undir fyrirsögninni "Styðjum íþróttastarf fatlaðra". Þar segir, að á kosningadaginn þann 29. júní eigi að fara fram fjársöfnun til styrktar starfseminni. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 157 orð

Alþýðubandalagsmenn styðja Pétur Hafstein

VEGNA misskilnings í umræðum um forsetaframboð Péturs Hafstein, viljum við koma því á framfæri, að það eru ekki aðeins sjálfstæðismenn sem styðja Pétur. Við vitum að meirihluti þess fólks sem hvatti hann í upphafi til forsetaframboðs voru stuðningsmenn annarra flokka. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 661 orð

Baráttusveitin semur keðjubréf

EFLDUR hefur verið harðsvíraður og þaulskipulagður flokkur til höfuðs Ólafi Ragnari Grímssyni í þessari kosningabaráttu einsog lesendum Morgunblaðsins ætti að vera orðið nokkuð ljóst, altént þeim sem nenna að lesa keðjubréfin sem birtast dag hvern í lesendadálkum blaðsins: Kjósirðu Ólaf Ragnar þá dynur einhver ómæld ógæfa yfir Íslendinga og þjóðin deilist í tvær fylkingar sem aldrei munu tosast Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 358 orð

Dónaskapur við kjósendur

SÍMINN á náttborðinu mínu hringdi látlaust. Ég nuddaði stírurnar úr augunum og teygði mig í símtólið um leið og ég leit á klukkuna. Hún var 24:30 á föstudagskvöldi. Ég lét mér helst detta í hug slys eða dauðsfall í fjölskyldunni, því ekki gat mig grunað, að nokkur raskaði ró venjulegs vinnandi manns svo seint að kvöldi. Röddin í símanum sagði. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 385 orð

Ekki spurning um samræmi ­ heldur líf og dauða

Á FUNDI á Ingólfstorgi höfðu forsetaefni uppi fagrar yfirlýsingar um ungt fólk og baráttu gegn fíkniefnum. Þó létu þau sér úr greipum ganga tækifæri til að sýna áhrifamiklar forvarnir í verki með því að skýra fyrir æskulýðnum hvers vegna vafasamt er að færa lögaldur til kaupa á því vímuefni, sem mestu tjóni veldur meðal vestrænna þjóða, neðar en hann er nú. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 619 orð

Enn ein ósannindi Ólafs Ragnars

ÝMSIR tóku eftir því, og nokkrum var ekki alveg sama, er Ólafur Ragnar Grímsson forsetafambjóðandi var staðinn að ósannindum í sjónvarpi þegar hann var spurður um trú sína og trúleysi á dögunum. Það var þó alls ekki í fyrsta sinn sem Ólafur Ragnar Grímsson hallar réttu máli. Tökum dæmi. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 566 orð

Er friðarboðskapur Ástþórs pólitík?

Er friðarboðskapur Ástþórs pólitík? ÞAÐ ER alveg með eindæmum hvað hægt er að afbaka og snúa öllum hlutum upp í andstæður sínar, það hef ég orðið var við. Fréttamenn, blaðamenn, ritstjórar, mótframbjóðendur Ástþórs og fleiri hafa verið einstaklega iðnir við að snúa út úr og finna framboði Ástþórs Magnússonar allt til foráttu. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 663 orð

Forseta sem sameinar

UNDANFARNA daga hefur umræðan um forsetakosningarnar færst æ meir í það horf að talað er um að annaðhvort verði fólk að kjósa Ólaf Ragnar, til að koma í veg fyrir að Pétur Hafstein verði forseti, eða Pétur til að koma í veg fyrir að Ólafur Ragnar verði forseti. Skiptir þá minna máli hvernig forseti þessir ágætu menn kæmu til með að verða. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 301 orð

Gefum nauðhyggjunni frí 29. júní

Gefum nauðhyggjunni frí 29. júní NAUÐHYGGJAN tekur á sig undarlegustu myndir, en grundvöllur hennar er ætíð að telja alla möguleika fyrirfram gefna. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 216 orð

Gegn venjulegum karlaátökum í pólitík

ALDREI hef ég heyrt annað eins og það að konur séu búnar að vera á Bessastöðum og þess vegna eigi að koma karl. Þá á að segja þessum þvættingi stríð á hendur. Nú þegar Guðrún Pétursdóttir hefur ákveðið að hætta við framboð sitt og það á sjálfan baráttudag kvenna er ekki nokkur leið að sitja þegjandi undir þessu tali. Vigdís Finnbogadóttir hefur setið á Bessastöðum í 16 ár. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 285 orð

Glæsileg framkoma Guðrúnar Katrínar

ÉG ÁTTI þess kost að sækja einn þeirra kynningarfunda sem Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir hafa efnt til. Framkoma þeirra og framganga á þessum fundi, sem haldinn var í Réttarholtsskóla, var ákaflega glæsileg og um leið blátt áfram og hlýleg. Það skapaðist mikil stemmning og fólk spurði um allt milli himins og jarðar. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 325 orð

Guðrún Agnarsdóttir ­ Málsvari okkar

VIÐ undirrituð göngum nú til forsetakosninga í fyrsta sinn ásamt fjölmörgum öðrum. Í fyrsta sinn fáum við að nýta okkur þann rétt sem lýðræðið tryggir okkur, að velja forseta. Slíku vali fylgir ábyrgð og það skiptir máli hver gegnir þessu æðsta embætti þjóðarinnar. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 597 orð

Guðrúnu Agnarsdóttur á forsetastól

LÝÐRÆÐI og kosningaréttur eru samofnir þættir. Fjölmörg ríki búa við stjórnskipulag þar sem lýðræði er ekki til staðar. Í slíkum ríkjum hefur kosningaréttur annaðhvort verið afnuminn eða þegnarnir geta aðeins greitt valdhöfunum atkvæði sitt. Kosningarétturinn verður þá hjóm eitt. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 282 orð

Hugarfarsbreyting til hins betra

HVAÐA spekingar geta ruglað fólk svo í ríminu að það haldi því fram að enginn frambjóðenda sé verður þess að vera forseti Íslands, þegar slíkur ágætismaður eins og Pétur Hafstein er í boði með úrvalskonu sér við hlið þar sem Inga Ásta er. Þetta er vanvirðing á því manngildi, sem hefur verið í öndvegi haft gegnum aldirnar. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 323 orð

Hvað á forsetinn ekki að gera?

Hvað á forsetinn ekki að gera? AF SVÖRUM og framsöguerindum frambjóðenda til embættisins að dæma, síðustu daga, á forseti íslenska lýðveldisins að vera sendiboði friðar og íslenskra stórfyrirtækja í heiminum, passa upp á það, að allir þegnar hans hafi í sig og á, trúa á Guð, Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 432 orð

Hver er líklegastur til að fella hvern?

Hver er líklegastur til að fella hvern? ÞÁ ER ljóst að aðeins ein kona er í framboði til forseta Íslands. Það þótti fréttnæmt á sínum tíma að þær voru tvær, þótt aldrei væri rætt um að tveir eða þrír karlar byðu sig fram. Það kannski sýnir best hversu langt við höfum náð í jafnréttisbaráttunni. Meira
28. júní 1996 | Aðsent efni | 704 orð

Indriðatorg ­ Indriðaeyja

ÞAÐ er eins og ýmsir virðist halda að umhverfi og umhverfismál séu einhver nútíma uppfinning, að fyrri tíma mönnum hafi verið rétt sama, hvernig umhorfs var í kringum þá. Það er slík fjarstæða, að með ólíkindum er. Ekki þurfa menn annað en skoða fáeinar síður í sögu byggingarlistarinnar til að sannfærast um að slíkt er merkileg firra. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 209 orð

Í kjörklefanum...

Í kjörklefanum... Á KJÖRDAG stendur þú frammi fyrir mikilli ákvörðun sem getur haft áhrif á alla framtíð lands og þjóðar. Með atkvæði þínu leggur þú á þær vogarskálar sem snerta framtíð barna þinna og fjölskyldu og því er mikilvægt að hlusta á innri mann þegar í kjörklefa er komið. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 289 orð

Í tilefni forsetakjörs

Bref, format 30,7 Meira
28. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 551 orð

Jesú myndi gráta

FYRIR hluta íslensku þjóðarinnar er þúsund ára kristniafmælið mikill sorgarviðburður. Réttsýnir menn gráta allt það sem gert hefur verið í nafni kirkjunnar í aldir: menn voru teknir af lífi fyrir skoðanir sínar, innankirkjumenn hálshjuggu hver annan, Þingvellir voru vanvirtir og vanhelgaðir með aftökum, menn og konur voru brennd lifandi. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 187 orð

Kjósum eftir sannfæringu

FYRIR fjórum árum, þegar nokkuð ljóst var að okkar prýðisgóði forseti frú Vigdís Finnbogadóttir væri að hefja sitt síðasta kjörtímabil, fór ég að velta því fyrir mér hvern ég vildi sjá sem næsta forseta lýðveldisins. Upp í hugann komu nokkrir einstaklingar, en fljótlega var einn sem lýsti skærast og gerir enn, það er Guðrún Agnarsdóttir. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 649 orð

Kjósum höfðingja á Bessastaði

Kjósum höfðingja á Bessastaði ÉG STYÐ Ólaf Ragnar Grímsson heils hugar sem næsta forseta Íslands og fagna því að geta veitt honum og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, konu hans, brautargengi með atkvæði mínu. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 226 orð

Látum hug oghjarta ráða

ÖLL höfum við metnað og áhuga fyrir embætti forseta Íslands. Eins og vera ber getum við nú enn valið úr hæfum frambjóðendum. Ég hef haft af því áhyggjur að skoðanakannanir geti með ósanngjörnum hætti verið skoðanamyndandi í sumum tilvikum. Finnst mér sú staðreynd að einn frambjóðandi hefur nú dregið sitt framboð til baka benda til þeirrar áttar. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 1155 orð

Leitið ­ lesið og þér munuð finna

Kæru Íslendingar. MIG langar til þess að koma skoðunum mínum á framfæri til ykkar. Nú um nokkurt skeið hef ég verið að fylgjast með forsetaframbjóðendunum. Og finnst mér þar skara einna helst fram úr Ástþór Magnússon. Af hverju? Vegna þess að ég hef lesið bókina Virkjum Bessastaði. Hann kemur þar fram með mjög merkilegt rit, sem er mjög heillandi lesning. Meira
28. júní 1996 | Aðsent efni | 683 orð

Misskilin frelsisást?

TRYGGVI Gíslason skólameistari á Akureyri sá í skólaslitaræðu sinni í vor ástæðu til þess að vekja athygli á ósamræmi í lögum og reglum um ýmis réttindi og skyldur í þjóðfélaginu. Þykir skólameistaranum undarlegt að fólk megi kjósa og stofna til hjónabands 18 ára gamalt en á sama tíma megi það ekki kaupa og neyta áfengis án þess að brjóta lög. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 394 orð

Nicolae en ekki nóbelsverðlaunahafinn

NÚ FYRIR skömmu tók ný ríkisstjórn við völdum í Ísrael. Það hefur valdið áhyggjum um víða veröld, að nýja ríkisstjórnin muni stefna í hættu friðarsamningunum, sem unnið hefur verið að á undanförnum árum. Einn helsti forvígismaður friðarsamninganna var Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 769 orð

Ólafur ragnar

Ólafur ragnar AÐ UNDANFÖRNU hafa stuðningsmenn forsetaframbjóðandans Ólafs Ragnars Grímssonar látið í veðri vaka að öll andstaða gegn honum í kosningabaráttunni sé af pólitískum toga eða öðrum annarlegum hvötum. E.t.v. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 1054 orð

Pétur Kr. Hafstein er til forystu fallinn

KOSNINGABARÁTTA Péturs Kr. Hafstein hefur verið háð á hans eigin forsendum. Má þar til nefna drengskap, heiðarleika og skapfestu. Hann hefur allt þetta og meira til að bera. Kjósendur eru að vakna til vitundar um það mál eftir Skoðanamyndanir, kynntar sem Skoðanakannanir í ýmsum fjölmiðlum á undanförnum vikum. Asnalegt að vera í lagi Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 662 orð

Pétur Kr. Hafstein er traustsins verður

Pétur Kr. Hafstein er traustsins verður FJÓRÐU almennu kosningabaráttunni um embætti forseta Íslands er senn að ljúka. Aldrei hefur hún verið háð undir jafnmiklum þunga fjölmiðlunar og að þessu sinni. Meira
28. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 368 orð

SENDIBOÐI HVERS?

Í ÍÞRÓTTABLAÐI Morgunblaðsins 26. júní sl. svarar Samúel Örn Erlingsson bréfi Þorsteins Þorvaldssonar formanns knattspyrnudeildar Leifturs á Ólafsfirði, frá því deginum áður varðandi leikbann Slobodans Milisic. Umræddur leikmaður var dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ eftir myndbandi frá Íþróttadeild RÚV frá leik Leifturs og ÍA. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 451 orð

Skítkast frá skrifstofu Ólafs Ragnars

ÞAÐ HEFUR ekki farið fram hjá nokkrum manni að Ólafi Ragnari Grímssyni og stuðningsmönnum hans er illa við að ræða pólitíska fortíð hans. Þeir hafa ákaft reynt að þagga niður í þeim sem telja að dæma eigi menn af verkum þeirra og í hvert sinn sem minnst hefur verið á fyrri verk Ólafs Ragnars hafa stuðningsmennirnir kallað slíkt skítkast. Meira
28. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 840 orð

Sköpun heimsins, tilvist Guðs og kristin trú

ÞEGAR ÉG las grein í Morgunblaðinu 20. júní undir yfirskriftinni: Er guð dauður?, blöskraði mér allsvakalega. Í þessari grein er sagt að þróunarkenningin sé sannleikur og það að Guð hafi skapað heiminn sé úrelt kenning sem aðeins sé að finna í fámennum sértrúarsöfnuðum! Þróunarkenningin segir að allar lífverur, þ.m.t. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 344 orð

"Svo mælti Gunnar Dal" ­ Um Ólaf Ragnar

BÓKIN Að lifa er að elska er frásögn unnin úr viðtölum Hans Kristjáns Árnasonar við einn af ástsælustu hugsuðum þjóðarinnar, Gunnar Dal. Það vakti eftirtekt undirritaðs að þar sem heimspekingurinn vitnar sífellt til margra merkustu manna mannkynssögunnar máli sínu til stuðnings bregður hann í tvígang upp frásögn sem tengist Ólafi Ragnari Grímssyni forsetaframbjóðanda. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 389 orð

Tek ekki þátt í lágkúrunni

ÉG HEF yfirleitt lesið þau skrif sem birst hafa í Morgunblaðinu og fjalla um komandi forsetakosningar og þau forsetaefni sem í framboði eru. Þar hefur aðallega tvennt vakið athygli mína. Margt hefur þar birst um eiðstafi Ólafs Ragnars Grímssonar í tilteknu dómsmáli og hann talinn trúlaus maður vegna þess að hann vildi ekki vinna eið við nafn Guðs. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 224 orð

Traustsins verður

AF málflutningi stuðningsmanna Guðrúnar Agnarsdóttur nú á síðustu dögum kosningabaráttu vegna forsetakosninganna mætti ætla að Pétur Kr. Hafstein væri stjórnmálamaður en Guðrún Agnarsdóttir með öllu ópólitísk. Hamrað er á því að í kosningunum takist á tveir pólar andstæðra pólitískra fylkinga, þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar og Péturs Kr. Meira
28. júní 1996 | Aðsent efni | 1350 orð

Túlkaþjónusta fyrir nýbúa

TUTTUGASTA öldin hefur breytt ásýnd íslensks þjóðfélags meira en nokkurt annað tímabil. Einkum hafa síðustu áratugir reynst vera tími örra breytinga og samfélagsgerðin hefur stöðugt færst nær því sem einkennir mannlífið í öðrum vestrænum ríkjum. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 197 orð

Utanríkisviðskipti og Ólafur Ragnar

ÓLAFUR Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi hefur á undanförnum vikum lýst því yfir í tíma og ótíma að hann sé manna best til þess fallinn að vinna að auknum útflutningi og utanríkisviðskiptum nái hann kjöri. Þetta er sérkennilegt í ljósi þess að Ólafur hefur beitt sér manna harðast gegn mikilvægustu viðskiptasamningum Íslendinga við útlönd, sem gerðir hafa verið á undanförnum árum. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 602 orð

Valinn maður í hverju rúmi

FORSETAKOSNINGAR eru efst á baugi. Fjórir málsmetandi einstaklingar eru í kjöri. Einn hefur dregið sig í hlé í miðri baráttu. Það vekur upp spurningar um reglur við forsetakosningar, m.a. varðandi skoðanakannanir. Hvati þessa bréfs eða greinarkorns er þó ekki síður varðandi skyldur þeirra sem gefa kost á sér tímanlega, þ.e.a.s. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 25 orð

Veðja á Pétur

Veðja á Pétur Frá Hjálmari Júlíussyni: Með virðingu fyrir öðrum frambjóðendum er Pétur Kr. Hafstein minn óska forseti. Ég veðja á hann. Meira
28. júní 1996 | Aðsent efni | 692 orð

Veiðileyfagjald og mikilvægi sjávarfangs

UNDANFARIN misseri hefur umræðan um nýtingu á fiskistofnum sjávar, einnar af aðal auðlindum okkar Íslendinga, verið ofarlega á baugi. Hefur þar borið einna hæst hvernig sókn okkar Íslendinga í þessa auðlind skuli vera háttað, hvort beita skuli aflamarkskerfi, banndögum eða öðrum leiðum til að hamla sókn í hana. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 548 orð

Vel fallin til forystu

HVERT sem farið er um lönd, Bandaríkin, Evrópu eða Norðurlönd, er sagt: "Og svo er forsetinn kona! Hvílík fyrirmynd." Konur segja: "Það hlýtur að vera mikils virði, þótt það sé fyrst og fremst táknrænt, að kona sitji slíka virðingarstöðu, en mestu skiptir að hún er vel menntuð og hæfur einstaklingur. Slíkur fulltrúi getur haft áhrif í samfélagi þjóðanna með framgöngu sinni og viðhorfum. Meira
28. júní 1996 | Aðsent efni | 241 orð

Veljum hæfasta einstaklinginn til forseta

HEFUR þjóðin gleymt því að frú Vigdís Finnbogadóttir er fyrsta og eina konan sem gegnt hefur embætti Forseta Íslands. Flestir landsmenn hafa verið ánægðir með störf Vigdísar síðastliðin 16 ár. Þrátt fyrir þetta heyrast raddir um að nú sé kominn tími til að karlmaður setjist í forsetastól. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 618 orð

Yfirlýstan sósíalista á Bessastaði ­ nei takk!

Yfirlýstan sósíalista á Bessastaði ­ nei takk! FYRIR aðeins fáum árum hefðu það þótt tíðindi til næsta bæjar, að Íslendingar gætu hugsað sér að velja sér forseta úr röðum sósíalista. Og ekki aðeins einhvern lítt þekktan mann, heldur formann stjórnmálaflokks þeirra til margra ára, þingmann og fyrrum ráðherra. Meira
28. júní 1996 | Kosningar | 584 orð

Þarf kjark til friðarvilja?

VAFALAUST hafa margir hugleitt framkomu sína einhvern tíma á ævi sinni og þá út frá einhverjum einstökum atvikum í lífi þeirra sem ekki féllu að þeirri framkomu sem löggjafinn telur eðlilega, eða einhverjum leikreglum sem settar hafa verið af fámennum ráðandi valdaklíkum. Meira

Minningargreinar

28. júní 1996 | Minningargreinar | 587 orð

Björn Guðmundsson

Dáinn, horfinn, harmafregn. Þessi orð komu í huga minn er við hjónin fréttum lát vinar okkar Björns Guðmundssonar, eða Bjössa eins og flestir kölluðu hann. Okkar kynni hafa staðið í 40 ár og aldrei borið skugga á og alltaf var það Bjössi sem var veitandinn, alltaf að gera öðrum greiða eða finna upp á einhverju skemmtilegu til að gleðja aðra. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 284 orð

Björn Guðmundsson

Ég átti því láni að fagna að kynnast Birni Guðmundssyni fyrir mörgum árum. Viðmót hans var strax einstaklega hlýtt og alúðlegt. Mér fannst að Lollý frænka mín hefði höndlað hamingjuna þegar hún kynntist honum. Það geislaði þá af þeim og hélt áfram eftir að þau ákváðu að ganga saman lífsveginn. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 479 orð

Björn Guðmundsson

Elsku Bjössi, í dag kveðjum við þig í hinsta sinn. Þú varst í augum okkar allra hinn stóri og trausti klettur sem stóð upp úr í þessari samhenntu fjölskyldu. Þú varst sá sem allir leituðu til þegar mikið gekk á og þú hafðir alltaf svör á reiðum höndum. Þú tókst að þér verkefnin sem okkur þótti erfitt að leysa, hvort sem þau voru stór eða smá. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 495 orð

Björn Guðmundsson

Það er með sárum söknuði og trega að við kveðjum nú forstjóra okkar, félaga og vin, Björn Guðmundsson, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn tuttugasta þessa mánaðar, 58 ára að aldri. Það þurfti ekki að hafa löng kynni af Birni til að vita að þar fór réttsýnn og góður maður sem af fremsta megni reyndi að greiða götu þeirra sem til hans leituðu. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 377 orð

Björn Guðmundsson

Það er skarð fyrir skildi hjá Lionsklúbbnum Þór þegar Björns Guðmundssonar nýtur ekki lengur við. Frá upphafi veru sinnar í klúbbnum helgaði hann líknarmálunum krafta sína og þar komst enginn annar í hálfkvisti. Björn gekk í klúbbinn árið 1964 og byrjaði þá strax að fara, ásamt þeim Haraldi Á. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 501 orð

Björn Guðmundsson

Oft á lífsleiðinni erum við mannfólkið minnt á það, hvað lífið er fallvalt. Okkur verður orða vant og við stöndum eftir sár og hrygg þegar góður samferðamaður deyr. Þannig var það með okkur hjónin þegar við heyrðum um ótímabært andlát Björns Guðmundssonar hinn 20. júní sl. Björn var kvæntur Ólafíu Ásbjarnardóttur og áttu þau fimm börn, en þau hefðu átt 40 ára brúðkaupsafmæli á þessu ári. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 242 orð

BJÖRN GUÐMUNDSSON

BJÖRN GUÐMUNDSSON Björn Guðmundsson fæddist í Reykjavík 24. september 1937. Hann lést á Gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ásta Þórhallsdóttir húsmóðir og Guðmundur Gíslason umboðssali. Björn var einkabarn þeirra hjóna. Hinn 29. sept. 1956 giftist Björn Ólafíu Ásbjarnardóttur, f. 28. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 75 orð

Björn Guðmundsson "Dáinn, horfinn!" ­ Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi

Þessar ljóðlínur koma upp í hugann þegar ég kveð elskulegan afa minn. Ég minnist margra ánægjulegra og dýrmætra samverustunda sem við áttum saman. Ég mun ávallt geyma þær í hjarta mínu. Elsku amma mín, megi góður Guð styrkja þig á þessum erfiðu tímum. Guð geymi þig og varðveiti, elsku afi minn. Ólafía. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 77 orð

Björn Guðmundsson Elsku afi okkar. Nú ert þú farinn frá okkur og farinn upp til Guðs. Við erum öll svo sorgmædd. Þú sem fórst

Elsku afi okkar. Nú ert þú farinn frá okkur og farinn upp til Guðs. Við erum öll svo sorgmædd. Þú sem fórst alltaf með okkur ömmu í sumarbústaðinn. Við eigum óteljandi margar fallegar minningar um þig í bústaðnum og hér heima. Við hefðum ekki getað átt betri afa. Okkur þykir svo rosalega vænt um þig og við munum aldrei gleyma þér. Þú varst okkur bræðrunum alltaf svo góður. Guð geymi þig. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 352 orð

Bragi Jakobsson

Góður vinur og traustur félagi er fallinn frá. Bragi Jakobsson var einhver sá áreiðanlegasti maður sem ég hef kynnst um dagana sama hvað hobnum var falið hann leysti öll störf sín af hendi með miklum sóma. Kynni okkar hófust um 1956 þegar ég hóf störf hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, þá var hann þar fyrir sem yfirmaður launadeildar og hafði verið það í nokkur ár. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 169 orð

Bragi Jakobsson

Fyrstu kynni okkar Braga Jakobssonar voru árið 1964 þegar Badmintondeild KR var stofnuð, en hann var einn af stofnendum. Fljótlega fór Bragi að taka þátt í félagsstörfum og stuttu eftir stofnun deildarinnar tók hann að sér gjalkdkerastarfið og gegndi því í fjölda ára. Það gerði hann með með slíkum sóma, snyrtimennsku og nákvæmni að athygli vakti. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 139 orð

BRAGI JAKOBSSON

BRAGI JAKOBSSON Bragi Jakobsson fæddist í Reykjavík 7. maí 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðveig Magnúsdóttir, húsfreyja, f. 6. janúar 1897, d. 10. des. 1990, og Jakob Magnússon, húsgagnasmíðameistari, f. 31. október 1899, d. 4. sept. 1982. Systur Braga eru Magnea Hulda, f. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 643 orð

Eyþór Fannberg Árnason

Upphaf kynna okkar Eyþórs Árnasonar voru þegar við hófum nám í Verslunarskóla Íslands árið 1945. Eyþór var sem ungur maður liðtækur í íþróttum, keppnismaður í handbolta og sundi. Ég bjó ekki yfir neinum slíkum eiginleikum. Það var margt annað sem varð þess valdandi að kynni okkar þróuðust með tímanum í vináttu, sem aldrei bar neinn skugga á það sem eftir lifði. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 591 orð

Eyþór Fannberg Árnason

Hann Eyþór bróðir minn er látinn. Fyrr í þessum júnímánuði bauð ég til veislu í tilefni afmælis míns. Frá þinni fjölskyldu, bróðir minn, mættu eiginkona þín, Anna, og börnin ykkar öll utan Siggu, sem býr erlendis. Ég spurði eftir þér og fékk þau svör að þú hefðir verið lagður inn á sjúkrahús til rannsóknar. Meira fékk ég ekki að vita þetta kvöld. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 138 orð

EYÞÓR FANNBERG ÁRNASON

EYÞÓR FANNBERG ÁRNASON Eyþór Fannberg Árnason var fæddur í Reykjavík 16. febrúar 1930. Hann lést á Landspítalanum 16. júní 1996. Foreldrar hans voru Árni Þórðarson frá Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, f. 4. október 1897, d. 2. nóvember 1968, og Sigríður Magnúsdóttir, f. í Reykjavík 29. ágúst 1896, d. 21. apríl 1983. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 214 orð

Jónas Ásgeirsson

Genginn er góður vinur, Jónas Ásgeirsson. Minnist ég þess er við hittumst fyrst, tíu ára gamlir, á Norðurgötunni á Siglufirði. Vinskapur okkar hefur haldist æ síðan. Við höfðum í nógu að snúast á þessum árum, bæði við skíðaiðkun, íþróttir og veiðiskap. Í fyrstu vann Jónas við hin ýmsu störf í síldinni og fleiru. Síðar var hann póstafgreiðslumaður og vann við verslunarstörf. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 295 orð

Jónas Þórarinn Ásgeirsson

Jónas Ásgeirsson var einn úr hópi vaskra skíðamanna frá Siglufirði, sem settu mest mark sitt á skíðaíþróttina í upphafi. Árið 1938 fer nafn Jónasar að birtast í afreksskrá skíðamanna, en það ár vinnur hann til verðlauna bæði í svigi og skíðastökki, en Jónas var afar fjölhæfur íþróttamaður. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 112 orð

Jónas Þórarinn Ásgeirsson

Hinsta kveðja frá Skíðafélagi Reykjavíkur Skíðakappinn Jónas Þ. Ásgeirsson er látinn. Margs er að minnast frá langri og viðburðaríkri ævi. Jónas var mjög fjölhæfur skíðamaður og keppti hann um árabil bæði hér heima og á erlendri grundu, með góðum árangri. Sunnlendingar höfðu séð og heyrt um þennan mikla norðlenska skíðakappa yfir heiðar. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 31 orð

JÓNAS ÞÓRARINN ÁSGEIRSSON Jónas Þórarinn Ásgeirsson fæddist á Húsavík 25. ágúst 1920. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 14.

JÓNAS ÞÓRARINN ÁSGEIRSSON Jónas Þórarinn Ásgeirsson fæddist á Húsavík 25. ágúst 1920. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 14. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 24. júní. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 234 orð

Lilja Ingólfsdóttir

Nú er hún Lilja amma mín farin. Það er skrítið að hugsa til þess að ég sjái hana ekki aftur, en ég veit að henni líður vel þar sem hún er núna. Ekki gat ég ímyndað mér að amma færi svona fljótt, hún sem var svo hress og kát er hún dreif sig með afa og Leifu til Vestmannaeyja 4. júní í fyrsta skipti á sinni ævi. Þau keyrðu um alla eyjuna og skemmtu sér svo vel. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 489 orð

Lilja Ingólfsdóttir

Lilja Ingólfsdóttir er látin. Það kemur manni alltaf á óvart þegar dauðinn kveður dyra. Ég hafði verið í afmælisboði ásamt Lillu (en það var hún kölluð) í byrjun júní og var hún hress eins og venjulega enda ekki heyrt um að hún kenndi sér nokkurs meins. Hún og Hafsteinn voru að undirbúa ferð til Vestmannaeyja sem þau fóru í vikunni á eftir. Þetta var í fyrsta skipti sem Lilla hafði komið til Eyja. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 635 orð

Lilja Ingólfsdóttir

Þegar endar æviskeið er sem vinir finni. Það var margt á lífsins leið sem lifir í minningunni. Þessi staka kemur fram í hugann þegar ég sest niður til að festa á blað minnispunkta um vinkonu okkar hjóna Lilju Ingólfsdóttur. (Vísan er sótt í minningargrein sem sonur okkar skrifaði um ömmu sína. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 207 orð

Lilja Ingólfsdóttir

Dauðinn er lokaáfangi okkar allra hér á jörð sem enginn fær umflúið. Oftast þykir okkur hann ótímabær og fjarlægur. Þannig er það einnig nú. Áreiðanlegt er að ekki hvarflaði að neinni af okkur, eiginkonum kórfélaga SVR (Strætisvagnar Reykjavíkur), er við áttum saman skemmtilega kvöldstund fyrir örfáum vikum að þetta væri okkar síðasta samverustund með Lillu. Elsku Lilla mín. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 200 orð

Lilja Ingólfsdóttir

Kær vinkona er látin eftir stutta en erfiða legu. Lilla mín, fyrir stuttu vorum við hjónin á kvöldgöngu í hverfinu okkar, þegar við komum að garðinum þínum stoppuðum við, þar sáum við alla þá alúð, natni og smekkvísi sem þú varst svo rík af. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 392 orð

Lilja Ingólfsdóttir

Það eru margar minningar sem koma upp í hugann er ég minnist þín, elsku amma. Allt frá því ég var barn hjá ykkur í Luxemborg og nú fram á þína síðustu daga. Í bernsku minni voruð þið afi alltaf amma og afi í Lux. Ég minnist þess svo vel þegar mamma og ég fluttum til Íslands. Þá var svo erfitt að fara frá þér þar sem þú, amma, grést svo sárt yfir för okkar. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 485 orð

Lilja Ingólfsdóttir

Hún elsku amma mín er dáin, og ég spyr af hverju hún? Hún sem alltaf var svo hress og kát og var á leið til útlanda nú í júlí í frí með honum afa, af hverju núna? En ég veit þó að henni líður vel og vel var tekið á móti henni þar sem hún er núna. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 276 orð

Lilja Ingólfsdóttir

Með þessum fáu orðum langar mig að minnast elskulegrar ömmu minnar. Hverjum datt nú í hug að hún færi svona snögglega? Hún átti svo margt eftir að gera og sjá. Stundum spyr maður sjálfan sig hvort réttlætið sé til. Af hverju fékk hún ekki að fara í ferðina sem þau afi voru búin að hlakka svo til að fara í, nú í sumar og því sá hún ekki garðblómin sín springa út. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 185 orð

LILJA INGÓLFSDÓTTIR

LILJA INGÓLFSDÓTTIR Lilja Ingólfsdóttir fæddist á Uppsölum í Eyjafirði 20. október 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna S. Sigurðardóttir frá Árdal í Borgarfirði, f. 13.11. 1898. d. 6.5. 1927. og Ingólfur Pálsson frá Uppsölum, f. 13.4. 1902. d. 26.9. 1993. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 317 orð

Sigtryggur Snorri Ástvaldsson

Oft er vegurinn milli gleði og sorgar alltof stuttur. Lífið getur leikið við mann og framtíðin verið björt, jafnvel bjartari en nokkru sinni þegar hörmungar knýja dyra án nokkurs fyrirvara og ekkert er hægt að gera til að afstýra eða koma í veg fyrir þær. Fimmtudaginn 20. júní sl. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 212 orð

Sigtryggur Snorri Ástvaldsson

Í dag er til moldar borinn vinur minn og vinnufélagi Sigtryggur Snorri Ástvaldsson er lést af slysförum þann 20. júní síðastliðinn. Það var mikil harmafregn þegar mér var sagt að hann Sigtryggur væri dáinn. Þessi orð hafa hljómað í huga mér síðan. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 208 orð

Sigtryggur Snorri Ástvaldsson

Að kveðja í hinsta sinn ástkæran bróður er erfið raun. Raun sem maður reiknar ekki með að mæti manni nokkurn tímann, og allra síst svona snögglega. Elsku Diggi minn, ég kveð þig nú í síðasta sinn, með harmþrungnum huga. Þakka þér fyrir allar þær ómetanlegu stundir sem við áttum saman í gegnum tíðina. Ég þakka þér líka alla þá aðstoð, sem þú hefur veitt mér og fjölskyldu minni í gegnum árin. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 452 orð

Sigtryggur Snorri Ástvaldsson

Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. Ósjálfrátt kemur þessi vísa Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum, upp í hugann þegar við manni blasir eitthvað óskiljanlegt, sárt og erfitt. Hversu smár er ekki maðurinn, þegar dauðinn kallar góðan vin og félaga á brott. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 211 orð

Sigtryggur Snorri Ástvaldsson

Elsku pabbi, við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur kennt okkur og gefið okkur, en mest af öllu fyrir að vera þú sjálfur. Við eigum svo margar góðar minningar um þig eins og ferðirnar með þér í sveitina, fjallgöngurnar, berjamóinn og fjöruferðirnar. Það hvernig þú kenndir okkur að elska alla náttúruna og bera virðingu fyrir lífinu. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 926 orð

Sigtryggur Snorri Ástvaldsson

Ég sest hérna niður og ætla að skrifa nokkrar línur um hann pabba minn, sem var svo snögglega tekinn frá okkur. Það var fimmtudagurinn 20. júní að ég var í vinnu minni þegar maðurinn minn Bjarki kom og bað mig að koma með sér heim. Ég sá á honum að eitthvað hafði komið fyrir og bað hann um að segja mér hvað væri að. Þá tilkynnti hann mér að hann pabbi væri dáinn. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 391 orð

Sigtryggur Snorri Ástvaldsson

Elsku pabbi minn. Af hverju? var það fyrsta sem mér datt í hug þegar mér bárust fréttirnar um andlát þitt. En svarið er erfitt að fá. Hún Kolbrún Ýr sagði að sumir þyrftu að deyja því að Guð þyrfti svo marga engla til sín og kannski er það svarið. Að hann þyrfti einn þúsund þjala smið eins og þú varst. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 223 orð

SIGTRYGGUR SNORRI ÁSTVALDSSON

SIGTRYGGUR SNORRI ÁSTVALDSSON Sigtryggur Snorri Ástvaldsson fæddist að Valgarði í Garðahreppi 20. ágúst 1945. Hann lést af slysförum 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristbjörg Lúthersdóttir, f. 31.3. 1918 á Ingunnarstöðum í Kjós, og Ástvaldur Þorkelsson, f. 11.2. 1902 á Þorbjarnarstöðum í Garðahreppi, d. 20.4. 1966. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 151 orð

Úlfhildur Guðmundsdóttir

Ég kvaddi 'ana í síðasta sinni, er sólin skein fegurst á vori. Þá blasti við sumar og sæla, en samt var mér þungt í spori. Í rekkjunni hóglát hún hvíldi og horfði út í fjarskann með ró. Ég vissi 'ún var þreytt og þjáðist - en þó var hún glöð og hló. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 116 orð

Úlfhildur Guðmundsdóttir

Við þökkum þér gefandi samfylgd og samgleðjumst þér að fá að hvílast eftir langa ævi. Við sjáum þig fyrir okkur hamingjusama við fagnaðarfundi ykkar afa og pabba, þegar litla fjölskyldan sameinaðist á ný. Blessuð sé minning þín. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 348 orð

Úlfhildur Guðmundsdóttir

Nú er hún amma mín sofnuð svefninum langa. Hún var farin að óska sér hvíldarinnar fyrir löngu þó hún kæmi okkur og jafnvel sjálfri sér oft á óvart með að rísa upp úr veikindum og elli aftur og aftur. Þannig var það þegar hún reis upp úr flensu og lungnabólgu 91 árs gömul til að koma til mín á aðfangadagskvöldið síðasta og gaf mér þar með þá bestu jólagjöf sem ég hef fengið. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 48 orð

Úlfhildur Guðmundsdóttir

Úlfhildur Guðmundsdóttir Hver minning dýrmæt perla á liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 180 orð

ÚLFHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR

ÚLFHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Úlfhildur Guðmundsdóttir var fædd á Þyrli á Hvalfjarðarströnd 13. nóvember 1904. Hún lést á heimili sínu á Hlaðhömrum 2 í Mosfellsbæ 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon frá Þyrli á Hvalfjarðarströnd og Kristín Einarsdóttir frá Flekkudal í Kjós. Úlfhildur var næstyngst í röð sjö systkina. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 533 orð

Valdimar Friðbjörnsson

Það var í janúar 1972 sem ég hitti Valdimar í fyrsta sinn. Fjölskyldan var þá nýlega flutt í Selbrekku 1 í Kópavogi. Húsið var enn á byggingarstigi með "rússneskum" loftklæðningum og ljósum auk þess sem hurðir og innréttingar vantaði, utanhúss var allt ófrágengið, en heimilið var löngu fullmótað með þeim kærleika og hamingju sem þar ríkti. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 513 orð

Valdimar Friðbjörnsson

Þegar Valdimar Friðbjörnsson réðst til Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í ársbyrjun 1974, þá 48 ára gamall, hafði hann með sér veganesti sem kom að góðu haldi við störf þau sem biðu hans, víðtæka reynslu við veiðar og vinnslu meðal annars sem fiskiskipstjóri og verkstjóri í frystihúsum. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 286 orð

Valdimar Friðbjörnsson

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 244 orð

Valdimar Friðbjörnsson

Það er ótrúlegt og óraunverulegt til þess að hugsa að afi Daddi sé horfinn á braut. Það er svo stutt síðan við sátum saman og hlógum að lífinu og tilverunni. Á svona stundu er erfitt að koma tilfinningum sínum í orð. Tómið er algert innanbrjósts og mér líður eins og það vanti einhvern part á líkama minn. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 167 orð

VALDIMAR FRIÐBJöRNSSON

VALDIMAR FRIÐBJöRNSSON Valdimar Friðbjörnsson fæddist í Hrísey 6. janúar 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðbjörn Björnsson, f. 1886, d. 1934, verslunarstjóri og útgerðarmaður í Hrísey og kona hans Björg Valdimarsdóttir, f. 1900, sem lifir son sinn. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 406 orð

Örn Eiríksson

Góður vinur minn, Örn Eiríksson, er fallinn frá. Bassa Eiríks, eins og vinir hans kölluðu hann, þekkti ég og umgekkst frá barnæsku. Þegar slík hetja fellur frá rifjast upp í tregafullum söknuði minningar, skemmtilegar og ljóslifandi í tímans iðu. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 58 orð

Örn Eiríksson Afi Bassi. Við viljum þakka þér fyrir allar þær góðu og skemmtilegu samverustundir sem við áttum saman með kvæði

Örn Eiríksson Afi Bassi. Við viljum þakka þér fyrir allar þær góðu og skemmtilegu samverustundir sem við áttum saman með kvæði sem þér þótti svo fallegt. Snert hörpu mína himinborna dís svo hlusti englar guðs í paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. (Davíð Stef. frá Fagraskógi. Meira
28. júní 1996 | Minningargreinar | 57 orð

ÖRN EIRÍKSSON Örn Eiríksson fæddist á Akureyri 28. janúar 1926. Hann lést í Reykjavík 15. júní síðastliðinn og fór útför hans

ÖRN EIRÍKSSON Örn Eiríksson fæddist á Akureyri 28. janúar 1926. Hann lést í Reykjavík 15. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 24. júní.Í formála minningagreina um Örn Eiríksson á bls. 32 í Morgunblaðinu á sunndag féll niður nafn Ernu Kristjánsdóttur, systur Arnar, í upptalningu systkinanna. Meira

Viðskipti

28. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 471 orð

Flugleiðir stefna að 10% veltuaukningu á ári

SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða hf., kynnti á fundi á Reykjavíkurflugvelli í gær með um 800 starfsmönnum nýja stefnumörkun og framtíðarsýn félagsins. Þar kom fram að stefnt er að því að auka arðsemi jafnt og þétt og að árið 2000 verði hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta 5,5% af veltu. Gengur vinna við endurskipulagningu starfseminnar undir nafninu 5 þessu til áréttingar. Meira
28. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Græðir á sölu bréfa

FORSTJÓRI enska knattspyrnufélagsins Manchester United hagnýtti sér velgengni félagsins í kauphöllum á föstudag með því að selja 2.2 milljónir hlutabréfa sinna fyrir 10 milljónir punda. Martin Edwards forstjóri seldi hlutabréf sín á 450 pens hvert. Verð hlutabréfa í Manchester United hefur tvöfaldazt á þessu ári og nemur verðmæti þeirra um 300 milljónum punda. Meira
28. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 107 orð

Innflutningur eykst langt umfram útflutning

ÞJÓÐHAGSSTOFNUN áætlar að vöruskiptajöfnuður landsmanna verði hagstæður um 3,6 milljarða á þessu ári samanborið við 13,4 milljarða í fyrra. Innflutningur hefur vaxið verulega að undanförnu og var um 21% meiri fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Almennur innflutningur jókst heldur minna, eða um 19%. Meira
28. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Nettölva til sölu í haust

TÆKI, sem hannað er í Bretlandi og á að veita ódýran og einfaldan aðgang að alnetinu (internetinu) um venjulegt sjónvarpstæki, verður sett á markað í haust. Tækið nefnist Acorn NetStation og er kallað fyrsta nettölva (NC) heims, sem verði seld almenningi. Tækið á að kosta 399 pund eða um 4000 krónur og verður markaðssett í Bretlandi 11. október. Meira

Fastir þættir

28. júní 1996 | Í dag | 461 orð

ALSVERÐAR umræður urðu á dögunum um áfengiskaupaaldur u

ALSVERÐAR umræður urðu á dögunum um áfengiskaupaaldur ungs fólks og hvort ekki væri eðlilegt að skyldur og réttindi fylgdust að. Þá heyrðist m.a. það sjónarmið, hvort eðlilegt væri að menn mættu kjósa, væru ennfremur kjörgengir, mættu stofna til hjúskapar, fjölkyldu, skulda og annars sem fylgir réttindum fullorðins fólks, en ekki kaupa áfengi. Meira
28. júní 1996 | Dagbók | 2710 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 28. júní-4. júlí verða Ingólfsapótek, Kringlunni og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4. Frá þeim tíma er Ingólfsapótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
28. júní 1996 | Í dag | 114 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudagi

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 28. júní, er sjötug Ingiríður Jónsdóttir, Hraunbæ 78, Reykjavík. Í tilefni af afmælinu tekur hún og eiginmaður hennar, Óðinn Björn Jakobsson, á móti gestum að Dugguvogi 12 frá kl. 17 til kl. 19 í dag. ÁRA afmæli. Meira
28. júní 1996 | Fastir þættir | 491 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson B-landsliðið

B-landsliðið, sem skipað er Páli Valdimarssyni, Ragnari Magússyni, Þresti Ingimarssyni og Þórði Björnssyni náði góðum árangri í sveitakeppni í Hollandi um síðustu helgi. Sveitin hlaut 227 stig og varð í 9.-10. sæti af 120 sveitum. Sigursveitin var bresk og hlaut samtals 251 stig. Skammt var í 5. sætið því sveitirnar sem urðu í 5.-8. sæti voru allar með 229 stig. Meira
28. júní 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní í Lágafellskirkju af séra Jóni Þorsteinssyni Kristín Ásta Hafstein og Ingólfur Tómas Jörgensson. Heimili þeirra er að Barrholti 29, Mosfellsbæ. Meira
28. júní 1996 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. apríl sl. í Virginia Beach í Bandaríkjunum Kolbrún Jóhannsdóttir og Sigmar Björgvin Árnason. Þau eru til heimilis í Bandaríkjunum. Meira
28. júní 1996 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. apríl í Neskirkju af séra Halldóri Reynissyni Dóra Magnúsdóttir og Guðmundur Jón Guðjónsson. Heimili þeirra er að Tómasarhaga 9 í Reykjavík. Meira
28. júní 1996 | Í dag | 36 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní í Víðistaðakirkju af séra Sigurði Helga Guðmundssyni Rósa Margrét Grétarsdóttir og Jón Arnarson. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra Svala. Heimili þeirra er á Hjallabraut 5, Hafnarfirði. Meira
28. júní 1996 | Í dag | 244 orð

Léleg þjónusta FYRIR nokkru fór ég á bensínstöð Shell í Skó

FYRIR nokkru fór ég á bensínstöð Shell í Skógarhlíð, Loftleiðamegin. Klukkan var á slaginu 23.30, ekki mínútu seinna, og mig vantaði olíu á bílinn minn. Pilturinn sem var á vakt kom gangandi að dyrunum í versluninni í sömu andrá og ég opnaði hana. Ég ætlaði að biðja hann að setja olíu á bílinn minn, en hann sagði það væri búið að loka og ýtti mér út úr versluninni og læsti á eftir mér. Meira
28. júní 1996 | Fastir þættir | -1 orð

Mikil spenna í lokaumferðunum

Norðurlandamótið í brids er haldið í Faaborg á Fjóni dagana 22.-27. júní, bæði í opnum flokki og kvennaflokki. ÞAÐ ríkti mikil spenna fyrir lokaumferðirnar á Norðurlandamótinu í brids, því í opnum flokki voru þrjár þjóðir nánast jafnar eftir 8 umferðir af 10. Svíar höfðu 152,5 stig, Íslendingar 146 og Norðmenn 144. Aðrar þjóðir gátu ekki ógnað þeim því Danir komu í 4. Meira
28. júní 1996 | Í dag | 87 orð

ÆttarmótHelgina 28.-30. júní nk. verður haldið niðjamót afkomenda Borga

Helgina 28.-30. júní nk. verður haldið niðjamót afkomenda Borgars Bjarnasonar f. 19. janúar 1865, d. 22. maí 1910 og Guðnýjar Pálsdóttur f. 21. maí 1858, d. 10. janúar 1925. Þau giftust 7. nóvember 1886 og bjuggu fyrst á Skarði á Snæfjallaströnd og síðar í Borgarshúsi við Berjadalsá. Þau eignuðust átta börn og eru afkomendur þeirra komnir á þriðja hundraðið. Meira
28. júní 1996 | Í dag | 30 orð

(fyrirsögn vantar)

BANDARÍSK táningsstúlka sem getur ekki nánar um aldur eða áhugamál kveðst hafa mikinn áhuga á Íslandi og langar að eignast pennavini hér: Jenny Persson, 801 Hennessy, Yakima, WA 98908, USA. Meira

Íþróttir

28. júní 1996 | Íþróttir | 60 orð

Anna María með 35 stig gegn Möltu

ANNA María Sveinsdóttir skoraði 35 stig þegar íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik lagði Möltu 92:50 á alþjóðlegu móti á Möltu í gærkvöldi. Linda Stefánsdóttir skoraði 14 stig, Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 12, Hanna Kjartansdóttir 12, Guðbjörg Norðfjörð 6, Kristín Blöndal 4, Erla Reynisdóttir 4, Helga Þorvalsdóttir 3, Birna Valgardsdóttir 2. Stúlkurnar leika gegn Kýpur í dag. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 76 orð

Á 37. mínútu splundraðist vörn Grindavíkur er Hilmar Björns

Á 37. mínútu splundraðist vörn Grindavíkur er Hilmar Björnsson og Guðmundur Benediktsson léku snyrtilega í gegnum hana, sem endaði með því að Hilmar skaut að marki, en Albert Sævarsson varði. Knötturinn barst síðan til Ríkharðar Daðasonar sem skaut frá hægri í hornið fjær. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 85 orð

Á 56. mínútu náðu KR- ingar góðri sókn, Heimir Guðjón

Á 56. mínútu náðu KR- ingar góðri sókn, Heimir Guðjónsson sendi á Ólaf Kristjánsson sem staddur var á miðjunni vinstra meginn, sendi hann síðan boltann glæsilega á Ríkharð Daðason sem gaf sér tíma til að finna smugu og sendi knöttinn síðan af mikilli nákvæmni frá vítateignum framhjá markverðinum og í markið. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 60 orð

Á 58. mínútu varði Bjarni Sigurðsson, markvörður Stjörnunna

Á 58. mínútu varði Bjarni Sigurðsson, markvörður Stjörnunnar, aukaspyrnu frá Eyjamanninum Bjarnólfi Lárussyni. Bjarni tók sér góðan tíma með knöttinn í fanginu, sparkaði svo langt fram á völlinn og þar var mættur Goran Kristófer Micic, sem skallaði áfram inn á Kristinn Lárusson. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 44 orð

Besti tími ársins í 1.500 m hlaupi

VENUSTE Niyongabo frá Burundi náði besta tíma ársins í 1.500 m hlaupi á frjálsíþróttamóti í Malmö í gærkvöldi, hljóp á 3.32,79 mín. ­ 1,86 sek. betri tími en Noureddine Morceli frá Alsír náði í Róm í byrjun júní. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 75 orð

Bibercic bauð upp á kræsingar

MIHAJLO Bibercic, miðherji Skagamanna, er búinn að ráðstafa hundrað þús. krónunum, sem hann vann sér inn fyrir að skora þrennu gegn Breiðablik á mánudaginn. Bibercic hafði sagt við félaga sína, að ef hann næði að skora þrennu og vinn sér inn hundrað þúsund kr. frá Getraunum myndi hann bjóða þeim út að borða. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 81 orð

Birkir kominn "út í kuldanum"

BIRKIR Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur leikið með Brann í Noregi síðan 9. maí, er hann fékk höfuðhögg í leik gegn Moss, 1:1. Birkir fékk spark á höfuð á 40. mín. og var borinn af leikvelli. Eini leikurinn sem Birkir hefur leikið síðan er Evrópuleikur gegn Makedóníu 1. júní á Laugardalsvellinum. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 285 orð

Bragðdauft

Stjörnumenn nældu sér í þrjú dýrmæt stig í baráttunni í 1. deild þegar þeir fengu Vestmannaeyinga í heimsókn í Garðabæinn í gærkvöldi. Leikurinn var lengst af lítið fyrir augað og einkenndist í fyrri hálfleik af hnoði á miðjunni og misheppnuðum sendingum manna á milli. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 118 orð

Duranona fær eldskírnina í Sviss

Róbert Julian Duranona, handknattleiksmaður hjá KA, fær eldskírn sína með landsliðinu í handknattleik í tveimur landsleikjum gegn Sviss um helgina ­ í Aarau og Wettingen. Duranona er eini nýliðinn í landsliðinu, sem leikur einnig gegn þýska liðinu Shutterwald, sem Róbert Sighvatsson leikur með næsta keppnistímabil, í ferð sinni. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 223 orð

Fjör á Akranesi

LEIKMENN Akraness og Fylkis skemmtu sér og áhorfendum á Akranesi, þar sem heimamenn fögnuðu sigri 3:2 í fjörugum leik. Meistarar Skagamanna halda forskoti sínu í 1. deild, KR-ingar fylgja fast á eftir og eiga leik til góða til að skjótast upp fyrir Skagamenn. Skagamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og munaði ekki miklu að þeir næðu að skora mark eftir aðeins 30 sek. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 226 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIRGuðrún á fer

GUÐRÚN Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni sem dvalið hefur í Bandaríkjunum í vetur við æfingar, kom í gærkvöldi til liðs við íslenksa landsliðið í Bergen eftir langt og strangt ferðalag. En sem kunnugt er þá er kvennalandsliðið að taka þátt í 1. deild Evrópubikarkeppninnar í frjálsíþróttum. Og hún leggur mikið á sig til að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 448 orð

Grindvíkingar réðu ekkert við spræka KR-inga

"Þetta var erfitt í byrjun, við náðum ekki takti fyrr en síðasta stundarfjórðunginn í fyrri hálfleik, en þá kom þetta" sagði Luca Kostic þjálfari KR eftir öruggan sigur KR á Grindavík; 4:0, í Frostaskjólinu í gærkvöldi. KR- ingar voru heldur seinir í gang, en þegar þeir voru komnir á skrið léku þeir oft á tíðum af stakri snilld. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 95 orð

Haraldur Ingólfsson, ÍA. Þormóður Egils

Haraldur Ingólfsson, ÍA. Þormóður Egilsson, Heimir Guðjónsson, Ríkharður Daðason.KR. Bjarni Guðjónsson, Steinar Adolfsson, Sigursteinn Gíslason, Ólafur Þórðarson, ÍA. Þórhallur Dan Jóhannsson, Knútur Sturluson, Kristinn Tómason, Finnur Kolbeinsson, Fylki. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | -1 orð

ÍA

ÍA 7 6 0 1 22 8 18KR 6 5 1 0 18 5 16ÍBV 6 4 0 2 12 9 12LEIFTUR 7 3 2 2 15 14 11STJARNAN 7 3 1 3 9 12 10VALUR 6 2 1 3 5 7 7GRINDAVÍK 5 1 Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 679 orð

ÍA - Fylkir3:2

Akranes, 1. deildarkeppnin í knattspyrnu ­ fimmtudagur 27. júní 1996. Aðstæður: Logn, aðstæður góðar. Mörk ÍA: Bjarni Guðjónsson (12.), Haraldur Ingólfsson (45.), Alexander Högnason (51.). Mörk Fylkis: Þórhallur Dan Jóhannsson (26.), Andri Marteinsson (71.). Gul spjöld: Zoran Miljkoviv, ÍA (10. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 38 orð

Í kvöld Knattspyrna 3. d

Knattspyrna 3. deild: Höttur - Fjölnir, Víðir -Grótta, HK - Selfoss, Ægir - Reynir. 4. deild: ÍH - Afturelding, Ármann- TBR, Skautafélag R. - Haukar,Kormákur - SM, Tindastóll - Magni,KS - Neisti H. Leikirnir hefjast kl. 20. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 163 orð

Jóhannes Harðarson tók aukaspyrnu frá hægri á 12. mín.

Jóhannes Harðarson tók aukaspyrnu frá hægri á 12. mín. og sendi knöttinn fyrir mark Fylkis, þar sem Bjarni Guðjónsson kom á fullri ferð og hamraði knöttinn í netið, út við stöng. Fylkismenn áttu laglega stungusendingu inn fyrir vörn Skagamanna á 26. mín. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 56 orð

Kjartan Einarsson skoraði fyrir Blika efti

Kjartan Einarsson skoraði fyrir Blika eftir fyrirgjöf frá vinstri, 50. mín.. Ólafur Gottskálksson markvörður Keflvíkinga misreiknaði sig í úthlaupi, boltinn barst til Kjartans sem skoraði örugglega af stuttu færi. Haukur Guðnason jafnaði fyrir Keflvíkinga 88. mín.. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 73 orð

KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Golli

KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Golli LÚKAS Kostic tók ásamt lærisveinum sínum í KR á mótifyrrum lærisveinum sínum úr Grindavík í gærkvöldi. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 75 orð

Major hughreystiSouthgate

SJÁLFUR forsætisráðherra Bretlands, John Major, var einn þeirra manna, sem reyndu að hughreysta enska landsliðsmanninn Gareth Southgate eftir að sá síðarnefndi hafði misnotað vítaspyrnu gegn Þjóðverjum í undanúrslitaleik Evrópukeppninnar á Wembley á miðvikudag. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | -1 orð

Markasúpa Leifturs misheppnaðist

Leiftursmenn hafa til þessa boðið áhorfendum að bergja á kröftugri markasúpu en svo virðist sem matreiðslan hafi mistekist í leiknum gegn Val í gærkvöld. Hinn opni átta marka leikur á mánudagskvöldið var gleymdur og þess í stað var boðið upp á miðjumoð í anda EM og úrslitin 0:0. Leikurinn var tíðindalítill fyrsta stundarfjórðunginn en á 16. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 90 orð

Martha reynir við ÓL-lágmark í Ósló Martha Ernst

Martha Ernstsdóttir, hlaupakona úr ÍR, ætlar í dag að reyna að ná lágmarki fyrir þátttöku í 5000 metra hlaupi Ólympíuleikunum í Atlanta. Tilraunina gerir hún í keppni með íslenska landsliðinu í 1. deildarkeppni Evrópumótsins í Bergen. Lágmarkið er 16.40,00 mínútur og verður fróðlegt að fylgjast með tilraun hennar. Martha hefur æft vel síðustu mánuði með þáttöku í Atlanta sem markmið. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 36 orð

Merkjasala fatlaðra

ÍÞRÓTTAFÉLAG fatlaðra í Reykjavík mun standa fyrir merkjasölu til styrktar starfsemi sinni á kjörstöðum forsetakosninganna í Reykjavík á laugardag. Einnig munu íþróttafélög fatlaðra á landsbyggðinni selja merki í sínum heimabyggðum og kostar merkið 300 krónur. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 341 orð

RÚMLEGA

RÚMLEGA hundrað verkamenn í samsetningarverksmiðju á Englandi í eigu þýska bílaframleiðandans BMW gengu út á miðvikudag til þess að geta fylgst með leik Englendinga og Þjóðverja í sjónvarpinu, en mönnunum hafði verið bannað að koma með sjónvarp inn í verksmiðjuna. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 105 orð

Rúnar í markakóngs- baráttu í Svíþjóð

RÚNAR Kristinsson skoraði mark úr vítaspyrnu þegar Örgryte vann Öster 3:0 í gærkvöldi. Rúnar er næst markahæsti leikmaðurinn í Svíþjóð, með sex mörk, Andres Andersson hjá IFK Gautaborg hefur skorað sjö mörk. Örebro vann Trelleborg 3:0 og lyfti sér af botninum ­ úr fjórtánda sæti í það tólfta. Arnór Guðjohnsen og Hlynur Birgirsson léku með Örebro, náðu ekki að skora. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 89 orð

»Sigurður T. keppir ekki í Brussel

»Sigurður T. keppir ekki í Brussel Ívar Benediktsson, Brussel. EIN breyting hefur verið gerð á íslenska karlaliðinu í frjálsíþróttum, sem er statt hér í Brussel til að taka þátt í 2. deild Evrópubikarkeppninnar. Sigurður T. Sigurðsson, stangarstökkvari, meiddist á æfingu í vikunni. Hann tongaði í lærisvöðva og getur ekki keppt um tíma. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 177 orð

Stefan Edberg féll fyrir táningi

Sænski tenniskappinn Stefan Edberg náði ekki að fagna fimmtugasta sigri sínum á grasvellinum í Wimbledon, sem hann elskar að leika á ­ hann varð að játa sig sigraðan í leik gegn landa sínum, 19 ára táningi ­ Michael Tillström, sem er að leika í sinni fyrstu Wimbledon-keppni, 4-6 6-4 7-6 (7-5) 6-4. "Þetta er ekki heimsendir. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | -1 orð

Vésteinn og Sigurður á leiðinni VÉSTEIN

VÉSTEINN Hafsteinsson, kringlukastari, og Sigurður Einarsson, spjótkastari, komu ekki með karlaliðinu til Brussel gær. Ástæðan var sú að báðir dveljast erlendis um þessar mundir við æfingar og keppni. Þess vegna gátu þeir ekki verið samferða hópnum og koma þeir til liðs við hann í dag. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 76 orð

Vésteinn þriðji í Malmö

VÉSTEINN Hafsteinsson tók í gærkvöldi þátt í alþjóðlegu stórmóti í kringlukasti í Malmö í Svíþjóð og þeytti hann kringlunni 60,42 metra. Með kastinu nældi Vésteinn sér í þriðja sætið á mótinu en sigurvegari varð Nick Sweeney, sem kastaði 64,28 metra. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 84 orð

Zamorano til Inter Mílanó

KNATTSPYRNUMAÐURINN Ivan Zamorano frá Chile skrifaði á fimmtudag undir fjögurra ára samning við ítalska stórliðið Inter Milan. Zamorano, sem er 29 ára gamall, hefur verið í herbúðum Real Madrid síðan 1992 en Roy Hodgson, þjálfari Inter, hefur nú krækt í kappann. Meira
28. júní 1996 | Íþróttir | 31 orð

(fyrirsögn vantar)

4. deild Huginn - Leiftur F.4:3 Hafsteinn Hafsteinsson 2, Guðmundur Magnússon 1 (vítasp.), Sigurgeir Gunnarsson Kári Jónsson 2, Þorgeir Sigurðsson. BÍ - Bolungarvík1:1 Dragan Stojanovic (úr víti) - Jón Steinar Guðmundsson. Meira

Úr verinu

28. júní 1996 | Úr verinu | 215 orð

Fjögur skip komin með meira en 5.000 tonn af síld

FJÖGUR skip eru nú komin yfir 5.000 tonn af síld úr norsk-íslenzka síldarstofninum. Veiðarnar hafa gengið illa að undanförnu og vantar um 25.000 tonn upp á að heildarkvóta sé náð. Því hefur nokkru magni verið endurúthlutað og samkvæmt því eru kvótahæstu skipin með rúmlega 5.800 tonna kvóta. Meira

Viðskiptablað

28. júní 1996 | Viðskiptablað | 136 orð

Microsoft og Nintendo til samvinnu á alnetinu

MICROSOFT hugbúnaðarfyrirtækið og Nintendo, hið kunna vídeóleikjafyrirtæki í Japan, hafa ákveðið að vinna saman í því skyni að veita beinlínuupplýsingar um gervihnött, sem mun draga úr miklum kostnaði við að nota alnetið (internetið) vegna hárra símareikninga í Japan. Meira
28. júní 1996 | Viðskiptablað | 147 orð

Toyota og Mazda auka útflutning

ÚTFLUTNINGUR Toyota og Mazda jókst verulega í maí, en aðrir japanskir bílaframleiðendur áttu við sölukreppu að stríða samkvæmt nýbirtum tölum. Toyota segir að útflutningur á sportlegum og fjölnota bílum hafi aukizt um 14% í 105.114 í maí miðað við sama tíma í fyrra vegna vinsælda gerðanna Camry og RAV4 í Norður-Ameríku. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

28. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 278 orð

Áheyrendur eru svo alla vega

"NAUÐSYNLEGT er að vera hugmyndaríkur og fljótur að hugsa ef maður ætlar að vera einn í hljómsveit. Hljómsveitin stendur og fellur með mér og ég má því alls ekki klikka. Ég er ekki diskótekari sem útsetur lög í tölvunni og spilar síðan eftir pöntunum. Sá möguleiki er fyrir hendi en það er miklu skemmtilegra að gera þetta sjálfur með þeim óvæntu uppákomum sem því fylgja. Meira
28. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 487 orð

Dreymdi lækna að handan og upplifði dauðann

KONA sagði Daglegu lífi reynslu sína af lækningamiðli og tímabundnum dauða á skurðstofu. Hún bað um nafnleynd. Hún veiktist skyndilega og var lögð inn á spítala, blóð var á eggjastokkum og var um innvortisblæðingu að ræða. Hún var send heim, en daginn eftir sprakk annar eggjastokkurinn. Hún fór aftur á spítalann og hafði lífhimnubólga myndast. Meira
28. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 331 orð

Eins manns hljómsveit

ÖLL heimsins hljóðfæri samankomin í einu hljómborði. Að þessari stórmerkilegu uppgötvun komst blaðamaður á næturrölti milli skemmtistaða Reykjavíkurborgar eina helgina. Í myrkri, reyk og móðu inni á veitingastað virtist sem fimm manna hljómsveit væri að spila. Heyra mátti trommutakt, alls kyns strengja- og blásturshljóð, gítarsóló, saxófón, karlraddir og kvenraddir. Meira
28. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 20 orð

EINS MANNS HLJÓMSVEIT/2 HNÍFURINN SIGGI/2

EINS MANNS HLJÓMSVEIT/2 HNÍFURINN SIGGI/2 VARIR ÞYKKAR OG ÞUNNAR/3 BANGSAR SELJAST DÝRT/3 SKILABOÐ AÐ HANDAN - FRAMHALDSLÍFIÐ/6 SKAPAÐ, Meira
28. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 224 orð

Fer ótroðnar slóðir í tónlistinni

JÓN ER betur þekktur undir nafninu Johnny King. Jón segir Johnny hins vegar tilheyra fortíðinni. "Það er þó verið að hvetja mig til að taka upp þráðinn aftur en ég hef engan áhuga fyrir því. Í tónlistinni vil ég fara ótroðnar slóðir og á hljómborðið get ég spilað þekkt lög ýmist í jass-, vals- eða kántrí-útsetningu, allt eftir stemningunni í salnum. Meira
28. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 911 orð

Leikskólar og jákvæð sjálfsmynd

Rúna Guðmundsdóttir hefur undanfarið ár búið með fjölskyldu sinni í Hull á austurströnd Englands þar sem hún stundar fyrirtækjarekstur ásamt eiginmanni sínum, Heimi Karlssyni. Meira
28. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 749 orð

Skapað, saumað og smíðað í Listsmiðju Hins Hússins

Einn þáttur í starfsemi Hins Hússins er Listsmiðjan þar sem ungt fólk hefur aðstöðu til margs konar handverka. Blaðamaður Morgunblaðsins ákvað að líta inn í stóran sal í Hafnarhúsinu þar sem Listsmiðjan er til húsa og kynnast nánar því sem þar fer fram. Meira
28. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1261 orð

Skilaboð að handan sönnun fyrir framhaldslífi sálar?

"FÓLK leitar frétta hjá miðlum af framliðnum ættingjum, og leiðbeininga um hvernig best sé að haga málum sínum í lífinu," segir Davíð Bjarnason, nýútskrifaður mannfræðingur. "Á meðan vísindum tekst ekki að svara spurningunni um dauðann, leitar fólk svara annars staðar. Meira
28. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 226 orð

Spilar gömlu íslensku lögin

"Geirmundarsveiflan og gömlu Brimklóarlögin er til að mynda mjög vinsæl hjá mér núna. Annars spila ég yfirleitt danstónlist, lög sem fólk þekkir og getur sungið með. Öll þessi gömlu, góðu íslensku," segir Grétar sem er einnig þekktur sem listmálarinn Tarnús, en hann hefur málað myndir í mörg ár. "Ég byrjaði að syngja með hljómsveitum í Ingólfskaffi árið 1964, m.a. Meira
28. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 145 orð

Starfsnám Hins Hússins

Hitt Húsið er upplýsinga- og menningarmiðstöð fólks á aldrinum 16-25 ára. Einn þáttur í fjölbreyttri starfsemi þess er svokallað starfsnám fyrir ungt fólk í atvinnuleit á aldrinum 18-25 ára. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar eru 646 manns í þeim aldurshópi skráðir atvinnulausir um þessar mundir. Meira
28. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 244 orð

Starfsnámið eykur sjálfstraustið

Harpa María Hreinsdóttir byrjaði í starfsnámi Hins Hússins nú í vor. Fyrstu vikurnar var hún á ýmsum námskeiðum en síðan hóf hún störf hjá Listsmiðjunni. "Ég var búin að vera atvinnulaus í eitt ár áður en ég byrjaði í starfsnáminu og finnst stórkostlegt að hafa fengið þetta tækifæri," segir hún. Meira
28. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 595 orð

Tré öðlast nýtt líf í höndum góðra handverksmanna

Hlynur tók þátt í samkeppni Skógræktar ríkisins og Landbúnaðarráðuneytisins um gerð íslensks skógarhnífs. Tilgangur keppninnar var að skapa hefðir og hnífnum ætlað að vera notaður, en ekki var sóst eftir skrautgripum. Meira
28. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 92 orð

Uppáklædd á sína vísu

BÖRN og unglingar vilja oft klæða sig á allt annan hátt en foreldrum þeirra hugnast best. Sum eru vart farin að staulast um á tveimur óstöðugum þegar þau byrja að malda í móinn; vilja ekki hitt og ekki þetta og eru til hinna mestu vandræða hvað klæðaburð varðar. Meira
28. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 273 orð

Vinsælir hárlitir táninga eru rauðir, bláir og grænir

SÍFELLT fleiri ungmenni sjást spóka sig um í bænum með skærgult, eldrautt eða jafnvel blátt, grænt eða fjólublátt hár. Yfirleitt er klæðnaður þessara sömu unglinga ósköp hefðbundinn eða í samræmi við nýjustu tísku, þótt háraliturinn sé heldur óvenjulegur. Meira

Ýmis aukablöð

28. júní 1996 | Dagskrárblað | 142 orð

17.00Taumlaus tónlist 19.3

17.00Taumlaus tónlist 19.30Þjálfarinn (Coach) Bandarískur gamanmyndaflokkur. 20.00Hunter Spennumyndaflokkur um lögreglumanninn Rick Hunter. 21. Meira
28. júní 1996 | Dagskrárblað | 189 orð

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er

10.50Hlé 16.45Ólympíuhreyfingin í 100 ár Í þessum þáttum er fjallað um sögu Ólympíuhreyfingarinnar síðustu 100 árin og litið. Þulur: Ingólfur Hannesson. (1:3) (e) 17.40Mótorsport (e) 18.20Táknmálsfréttir 18. Meira
28. júní 1996 | Dagskrárblað | 574 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Einar Eyjólfsson flytur. Snemma á laugardagsmorgni Þulur velur og kynnir tónlist. 7.31Fréttir á ensku 8.07 Snemma á laugardagsmorgni heldur áfram. 8. Meira
28. júní 1996 | Dagskrárblað | 81 orð

Kosningavaka

SJÓNVARPIÐ og STÖÐ 221.30Beðið eftir úrslitum Sjónvarpið og Stöð 2 verða með sameiginlega kosningavöku sem hefst klukkan 21.30 að kvöldi kjördags, 29. júní. Þar verður að sjálfsögðu fylgst með talningu atkvæða og tölur birtar um leið og þær berast. Meira
28. júní 1996 | Dagskrárblað | 792 orð

Laugardagur 29.6. SBBC PRIME 4.00 The L

Laugardagur 29.6. SBBC PRIME 4.00 The Learning Zone 5.00 BBC World News 5.20 Building Sights Uk 5.30 Button Moon 5.40 Monster Cafe 5.55 Gordon the Gopher 6.05 Avenger Penguins 6.30 Wild and Crazy Kids 6. Meira
28. júní 1996 | Dagskrárblað | 146 orð

ö9.00Barnatími ­ Gátuland ­ Kossakríli ­ Sagan endalausa ­ Ægir köttur ­

11.05Bjallan hringir(Saved by the Bell) 11.30Suður-ameríska knattspyrnan 12.20Á brimbrettum(Surf) 13.10Hlé 17.30Brimrót (High Tide) 18.15Lífshættir ríka og fræga fólksins 19.00Benny Hill 19. Meira
28. júní 1996 | Dagskrárblað | 142 orð

ö9.00Kata og Orgill 9.25Smásögur

9.25Smásögur 9.30Bangsi litli 9.40Eðlukrílin 9.55Náttúran sér um sína Teiknimyndaflokkur. 10.20Baldur búálfur 10.45Villti Villi Talsettur teiknimyndaflokkur. 11.10Heljarslóð Teiknimyndaflokkur. 11. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.