Greinar laugardaginn 29. júní 1996

Forsíða

29. júní 1996 | Forsíða | 230 orð

Ciller og Erbakan mynda stjórn í Tyrklandi

SULEYMAN Demirel, forseti Tyrklands, lagði í gær blessun sína yfir nýja samsteypustjórn Velferðarflokks heittrúaðra múslima og Sannleiksstígsins, flokks Tansu Ciller, fyrrum forsætisráðherra. Necmettin Erbakan, formaður Velferðarflokksins, verður forsætisráðherra nýju stjórnarinnar fyrst um sinn. Meira

Fréttir

29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 244 orð

24 milljónum úthlutað úr forvarnasjóði

TÆPLEGA 24 milljónum króna hefur verið úthlutað úr Forvarnasjóði til 27 styrkþega. Íþróttasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands fá 4 milljónir vegna verkefnis til tveggja ára. 93 umsóknir bárust um styrk samtals að upphæð 85,7 milljónir auk 20 umsókna þar sem engin upphæð var nefnd. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 229 orð

4.638 lögbýli voru í byggð árið 1994

HJÁ Hagþjónustu landbúnaðarins er komið út ritið Hagur landbúnaðarins, sem stofnunin tekur saman á tveggja ára fresti. Ritið skiptist í 12 kafla sem hver um sig fjallar um tiltekinn málaflokk í máli og tölum. Megináhersla er lögð á umfjöllun um tímabilið frá 1990­1994. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

77 þúsund velja forseta í fyrsta sinn

Á kjörskrá vegna forsetakosninganna eru 194.784 kjósendur. Kjósendur á kjörskrárstofni nú sem höfðu ekki kosningarétt vegna aldurs 1980 eru 76.781, eða 39% kjósenda, og þeir sem hafa náð kosningaaldri eftir forsetakjörið 1988, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram á móti frú Vigdísi finnbogadóttur, eru 33.456, eða 17% kjósenda. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 735 orð

9,5 í aðaleinkunn í Raunvísindadeild

Erlendur Smári Þorsteinsson er tuttugu og fimm ára gamall og hefur útskrifast bæði úr stærðfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Ísland. Í ágústlok heldur hann til Bandaríkjanna í nám við Carnegie Mellon University í Pittsburgh í Pennsylvaníu, en hann fékk styrk frá þeim skóla fyrir háum skólagjöldum, húsnæði og fæði í þrjú ár. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 787 orð

Afkomendur landnema í Utah heimsækja Ísland í byrjun júlí

STÓR hópur afkomenda íslenskra landnema í Spanish Fork í Utah í Bandaríkjunum er væntanlegur hingað til lands 7. júlí næstkomandi. Þessir Vestur-Íslendingar vonast til að hitta skyldmenni sín meðan þeir dvelja hér á landi og hefur hópurinn sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 248 orð

Ashkenazy kominn

HEIÐURSFORSETI Listahátíðar og stjórnandi þýsku sinfóníuhljómsveitarinnar í Berlín, Vladimir Ashkenazy, lenti á Reykjavíkurflugvelli ásamt hljómsveit sinni og einleikara undir kvöldið í gær. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 510 orð

Athugasemd vegna "samstarfsviðræðna"

Í TILEFNI af frétt, þar sem fjallað er um bréf formanns Alþýðubandalagsins til forystumanna annarra stjórnarandstöðuflokka um samstarfsviðræður, með fyrirsögninni "Útspil Margrétar - ekki Alþýðubandalagsins", Meira
29. júní 1996 | Erlendar fréttir | 231 orð

Ákvörðun frestað

SAMNINGAVIÐRÆÐUM fulltrúa 61 ríkis í Genf um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT) lauk í gær og var sendinefndunum falið að leggja fyrir ríkisstjórnir sínar drög að slíku banni. Áætlað er, að sendinefndirnar hittist aftur að mánuði liðnum og ákveði þá hvort bannið verði samþykkt. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Árekstur við Stekk

ÁREKSTUR varð á Reykjanesbraut á gatnamótunum við Stekk um hádegisbilið í gær. Báðir ökumennirnir fengu að fara heim að lokinni skoðun á Sjúkrahúsi Suðurnesja en farþegi í annarri bifreiðinni var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi til frekari skoðunar. Ekið á 9 ára barn Meira
29. júní 1996 | Erlendar fréttir | 224 orð

Bildt setur BosníuSerbum úrslitakosti

CARL Bildt, sem stýrir alþjóðlegu uppbyggingarstarfi í Bosníu, sagði í gær að þolinmæði ríkjanna sem að því standa væri á þrotum og að gripið yrði til aðgerða gegn Serbum, léti Radovan Karadzic, "forseti" Bosníu-Serba ekki af völdum á næstu dögum. Bildt lét þessi ummæli falla á fundi sjö helstu iðnríkja heims, sem haldinn er í Lyon í Frakklandi. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 222 orð

Byggist á annarri lagatúlkun

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins, Stefán Thors, segir að úrskurður umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum álvers á Grundartanga, byggist á annarri lagatúlkun en úrskurður skipulagsstjóra hafi gert. Meira
29. júní 1996 | Erlendar fréttir | 255 orð

Castro sagður lasinn og veikburða

DAN Rather, fréttamaður bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS, átti nýlega um 30 klukkustunda viðtal við Fidel Castro og sagði á fimmtudag að leiðtogi Kúbu virtist veikburða og heilsuveill. Castro hefði einnig virst vita að eftir 37 ár við stjórnvölinn væri skammt eftir af valdatíð hans. Meira
29. júní 1996 | Smáfréttir | 70 orð

DÚETT hárstúdíó var opnað í byrjun júní sl. að Skipholti 50c

DÚETT hárstúdíó var opnað í byrjun júní sl. að Skipholti 50c (við hliðina á Pítu). Eigendur Dúetts eru þeir Óskar Alfreðsson og Rögnvaldur Hreiðarsson en þeir hafa báðir áralanga reynslu úr faginu og störfuðu saman á hársnyrtistofu. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Ekki látið reyna á umgengnisrétt

EKKI verður hægt að láta reyna á umgengnisrétt Sophiu Hansen og dætra hennar í Tyrklandi strax 1. júlí nk. Undirréttur í Tyrklandi dæmdi Sophiu og dætrum hennar umgengnisrétt í júlí og ágúst í Tyrklandi með úrskurði frá 13. júní sl. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 640 orð

Engar vísbendingar um að banni verði aflétt

EKKERT kom fram á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem lauk í Aberdeen í Skotlandi í gær, sem bendir til þess að horfið verði frá hvalveiðibanni, að sögn Arnórs Halldórssonar, lögfræðings í sjávarútvegsráðuneytinu, sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi fyrir hönd Íslendinga. Meira
29. júní 1996 | Erlendar fréttir | 211 orð

ESB mótmælir hálfleiðaraviðræðum

EVRÓPUSAMBANDIÐ er enn andvígt því að Bandaríkjamenn og Japanir haldi viðræður um viðskiptasamning um hálfleiðara, að því er haft var eftir ónafngreindum talsmanni framkvæmdastjórnar ESB á fundi sjö helstu iðnríkja heims í Lyon í Frakklandi í gær. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 387 orð

Fjölgun um sex manna bændafjölskyldu

RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að tekið verði á móti 31 flóttamanni vegna stríðsátakanna í fyrrverandi Júgóslavíu. Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, segir að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að taka á móti 25 flóttamönnum. Hins vegar hafi í framhaldi af ósk fjögurra manna íslenskrar sendinefndar í Belgrad verið ákveðið að fjölga í hópnum um sex manna fjölskyldu. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 36 orð

Forsetaframbjóðendur í sjónvarpi

FRAMBJÓÐENDUR til forseta Íslands þau Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Agnarsdóttir, Ástþór Magnússin og Ólafur Ragnar Grímsson, komu fram í sameiginlegri útsendingu Stöðvar 2 og Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi og var það síðasti málfundurinn. Meira
29. júní 1996 | Erlendar fréttir | 138 orð

Fulltrúi Netanyahus ræðir við Arafat

RÁÐGJAFI Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, átti í gær leynilegan fund með Yasser Arafat, forseta sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, og að sögn embættismanna var þetta í fyrsta sinn sem slíkur fundur hefur verið haldinn. Meira
29. júní 1996 | Miðopna | 1208 orð

Fylgið við Guðrúnu hefur tvöfaldast

Röð forsetaframbjóðenda hefur ekki breyst í skoðanakönnunum Fylgið við Guðrúnu hefur tvöfaldast Ólafur Ragnar Grímsson hefur mælst með mest fylgi í öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið síðan framboðsfrestur rann út. Forskot hans á Pétur Kr. Hafstein hefur þó minnkað. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

Fyrirlestur um fæðubótarefni

HÉR á landi eru seld fæðubótarefni frá fyrirtækinu Golden Neo Life Dinamite. Þau fást ekki í verslunum heldur ávinna einstaklingar sér rétt til að selja vöruna. Fæðubótarefnin eru kaldpressuð úr matvöru og vítamínin síðan sett í hylki. Um er t.d. að ræða náttúrulegt E-vítamín, hreint laxalýsi, karótín, C-vítamín, Aloe vera drykk, trefjabæti og eggjahvíturíkan drykk. Á morgun, 29. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 495 orð

Góð byrjun í Vopnafirði og Dölum

VEIÐI byrjaði vel í Selá í Vopnafirði eftir hádegi á fimmtudag. Gekk svo mikið á, að þrír laxar voru komnir á land eftir kortér. Alls veiddust 7 laxar á fyrstu vaktinni og í gærmorgun veiddust nokkrir tilviðbótar. Meira
29. júní 1996 | Erlendar fréttir | 303 orð

Greindin erfist frá móðurinni

GÁFNALJÓS eiga greind sína að þakka móður sinni, samkvæmt niðurstöðum rannsókna ástralskra erfðafræðinga, sem birtast í nýjasta hefti læknaritsins Lancet. Greinarhöfundur segir, að karlmanni sem vill eignast vel gefna krakka sé því fyrir bestu að finna sér klára konu. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Gömul vinnubrögð sýnd í Sjóminjasafninu

GAMALL sjómaður sýnir vinnu við lóðir í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði sunnudaginn 30. júní kl. 13­17 en stefnt er að því að kynna verklega sjóvinnu alla sunnudaga í sumar. Sunnudaginn 7. júlí verður sýnd vinna við net. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Hald lagt á yfir tvö þúsund lítra

LÖGREGLAN í Reykjavík lokaði í fyrrinótt bruggaðstöðu í austurborginni og lagði hald á umtalsvert magn af landa í handhægum söluumbúðum. Alls var lagt hald á 514 lítra af landa og 1.590 lítra af gambra, auk tækja sem nothæf eru til umtalsverðrar framleiðslu. Úr þessum gambra hefði væntanlega mátt sjóða um 400 lítra af landa. Meira
29. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Handverkshúsið á Laugalandi

HANDVERKSHÚSIÐ í Laugalandsskóla í Eyjafjarðarsveit verður opnað næstkomandi laugardag 29. júní og verður opið frá kl. 14 til 17. Þar er til húsa safn gamla húsmæðraskólans sem starfræktur var um árabil, gallerí með valið handverk, Gullasmiðjan Stubbur og einnig eru þar vinnustofur. Við opnunina verður leikin tónlist og boðið verður upp á veitingar. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 144 orð

Hátt í 400 manns á jarðskjálftaráðstefnu

HALDIN verður í Reykjavík dagana 9.­14. september ráðstefna samtaka evrópskra jarðskjálftafræðinga (XXV General Assembly of the European Seismological Commission, ESC). Reiknað er með að 350­400 manns muni sækja ráðstefnuna, flestir frá Evrópu. Þó nokkur þátttaka er einnig frá öðrum hlutum heims, einkum frá Bandaríkjunum. Meira
29. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 151 orð

Helmingi starfsmanna sagt upp störfum

UM HELMINGUR starfsmanna Foldu hf., alls 37 manns, var sagt upp störfum í gær. Uppsagnarfrestur starfsmanna er mismunandi en allt að 6 mánuðir. Þá var aðalfundi félagsins frestað í gær og boðað til framhaldsaðalfundar að hálfum mánuði liðnum. Að undanförnfu hefur verið unnið að endurskoðun á rekstri og skipulagi Foldu hf. Meira
29. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Hólmkell ráðinn

BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi í vikunni að ráða Hólmkel Hreinsson bókasafnsfræðing amtsbókavörð við Amtsbókasafnið á Akureyri. Hann tekur við starfinu í haust, en þá lætur Lárus Zóphaniasson af störfum en hann hefur verið amtsbókavörður síðastliðinn aldarfjórðung. Hólmkell hefur starfað á Amtsbókasafninu á Akureyri um nokkurra ára skeið. Meira
29. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 35 orð

Hringtorgið hreinsað

FJÖLDI unglinga vinnur við snyrtingu og fegrun bæjarins og eru þessar ungu stúlkur þeirra á meðal. Þær voru í óðaönn að hirða við hringtorgið á Hörgárbraut í vikunni þegar ljósmyndari átti leið hjá. Meira
29. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Hundasýn-ing í Íþróttahöllinni

ÁRLEG hundasýning Hundaræktarfélags Íslands og svæðafélags þess á Norðurlandi verður í Íþróttahöllinni á Akureyri á morgun, sunnudaginn 30. júní. Að þessu sinni verða sýndir um 200 hundar af 33 tegundum og er þetta langstærsta sýning félagsins á Akureyri til þessa. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 44 orð

Hverfisgötu breytt

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við Hverfisgötu framan við safnahúsið og Þjóðleikhúsið en þar er gert ráð fyrir hellulögðum gangbrautum og miðeyju. Á gatnamótum, þar sem ekki eru umferðarljós, verður komið fyrir trjágróðri. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í ágúst. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 511 orð

Innlent grænmeti lækkar um allt að 50%

MIKLAR verðlækkanir hafa orðið á grænmeti hjá matvöruverslunum seinustu daga, og þannig hafa íslenskir tómatar, gúrkur og paprika lækkað á milli 10-50% Sömuleiðis hafa innfluttir ávextir verið á tilboðsverði í verslunum. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 218 orð

Íhuga málshöfðun

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Örn Johnsen og Magnús Víking Grímsson af ákærum um brot gegn flugreglum og loftferðalögum með því að raska öryggi flugvélar og farþega við snertilendingar á vatni. Mennirnir voru einnig sýknaðir af kröfu ákæruvaldsins um sviptingu flugleyfis. Meira
29. júní 1996 | Óflokkað efni | 421 orð

Íslendingar! "Árið 1994 var ár fjölskyldunnar og því slegið upp með litríkum hætti. Fjölmörg dæmi

Íslendingar! "Árið 1994 var ár fjölskyldunnar og því slegið upp með litríkum hætti. Fjölmörg dæmi mætti nefna varðandi umræður undanfarin ár hjá stjórnmálamönnumum þörf á breytingum til að bæta hag fjölskyldnanna í landinu. En það hafa bara verið orðin tóm. Langar mig að biðja Íslendinga að íhuga þetta mál. Mikið er talað um menningarmál á Íslandi og okkur sem menningarþjóð. Meira
29. júní 1996 | Erlendar fréttir | 175 orð

Jeltsín ofreyndi sig

RÚSSNESKA sjónvarpið sýndi í gær myndir sem sagðar voru teknar fyrr um daginn á fundi Borísar Jeltsín Rússlandsforseta með aðstoðarmönnum hans, til að kveða niður orðróm um alvarleg veikindi Jeltsíns, sem fékk tvisvar hjartaáfall í fyrra. Forsetinn mætti ekki á fund með fulltrúum bænda í gærmorgun, sendi Víktor Tsjernomýrdín forsætisráðherra í staðinn. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Jóhann efstur Íslendinganna

Í SJÖTTU umferð opna skákmótsins í Kaupmannahöfn, sem tefld var í gær, gerði Jóhann Hjartarson jafntefli við enska stórmeistarann Speelman en Margeir Pétursson tapaði fyrir danska alþjóðlega meistaranum Sune Berg Hansen. Meira
29. júní 1996 | Erlendar fréttir | 446 orð

Kjörsókn ræður úrslitum

KJÓSENDUR í Rússlandi segjast í könnunum flestir ætla að fara á kjörstað í síðari umferð forsetakosninganna á miðvikudag en sérfræðingar benda á að margir svari meira af kurteisi en sannfæringu, margir Rússar séu haldnir miklum stjórnmálaleiða. Meira
29. júní 1996 | Landsbyggðin | 258 orð

Kláfur til sýnis fyrir ferðamenn

NÚ ER nýlokið við að gera upp kláfinn við bæinn Merki á Jökuldal. Kláfar eiga sér langa sögu á Jökulal og áður en jafn margar brýr og nú eru á Jökulsá á Dal voru kláfarnir aðal samgöngutæki þegar ferðast var yfir ána. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 42 orð

Kompuhelgi í Kolaportinu

KOMPUDAGAR í Kolaportinu verða um helgina en svokallað kompudót er vinsæll varningur hjá gestum markaðstorgsins. Yfir tvö hundruð seljendur hafa bókað sölubása um helgina en auk seljenda kompudóts má nefna amerísk húsgögn, fatnað og gámasölu á keppnisreiðhjólum og ungbarnavörum. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 196 orð

Kosningadagskrá ljósvakamiðla

RÍKISSJÓNVARPIÐ og Stöð 2 standa fyrir sameiginlegri kosningavöku í kvöld. Útsending hefst kl. 21.30 og dagskránni lýkur þegar úrslit liggja fyrir. Aðalþulir verða fréttastjórar sjónvarpsstöðvanna, Bogi Ágústsson og Elín Hirst. Búist er við að fyrstu tölur, a.m.k. frá Reykjavík og Reykjanesi, berist um kl. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

Kosningavaka stjórnmálafræðinga

FÉLAG stjórnmálafræðinga lýkur skipulegri umfjöllun sinni um embætti forseta Íslands með tveimur samkomum þessa helgi. Laugardagskvöldið 29. júní nk. verður kosningavaka félagsins haldin á efri hæð Sólons Íslandusar og stendur frá kl. 22 til 3. Meira
29. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Krakkahátíð Nóa Síríusar

MIKILL fjöldi barna tók þátt í opnunarhátíð Nóa-Síríus á Akureyri í gær, en fyrirtækið hóf nýlega starfsemi í húsnæði við Hvannavelli. Börnunum var boðið að bragða á sælgæti sem fyrirtækið framleiðir og þá voru leiktæki af ýmsu tagi á staðnum. Meðal þess sem framleitt er á Akureyri er hlaup, lakkrís, karamellur, Opal súkkulaði og súkkulaðihjúpaðar vörur. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 139 orð

Kynning á Thailandi og Singapore/Bali

FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir ­ Landsýn hefur um langt árabil haft á boðstólum sérstakar ferðir fyrir ferðamenn til fjarlægra heimshorna. Áfangastaðir þessara ferða hafa verið víða í Asíu, í Kína, Thailandi, Malasíu og Singapore, í Afríku, siglingar á Karíbahafi og sérhannaðar vandaðar hópferðir um helstu menningar- og söguslóðir í Evrópu. Meira
29. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 218 orð

Leigir frystitogarann Akraberg af Framherja

ÞÝSKA útgerðarfyrirtækið Deutsche Fishfang Union, DFFU, dótturfyrirtæki Samherja hf., hefur tekið frystitogarann Akraberg á leigu og heldur togarinn til veiða í dag undir þýskum fána. Akraberg er í eigu útgerðarfyrirtækisins Framherja ltd., en fyrirtækið er í eigum Samherja og færeyskra aðila og hefur togarinn verið skráður í Færeyjum. Meira
29. júní 1996 | Erlendar fréttir | 132 orð

Létta skuldabyrði fátækra þjóða

Reuter Létta skuldabyrði fátækra þjóða LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja heims ákváðu á fundi sínum í Lyon í Frakklandi í gær að koma skuldsettum þróunarríkjum til hjálpar. Hvöttu þeir ríki sem aðild eiga að svonefndum Parísarklúbbi að létta enn frekar á greiðslubyrði lánanna. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Lifandi tónlist á Fógetanum

LIFANDI tónlist er leikin öll kvöld vikunnar á veitingahúsinu Fógetanum. Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Spur og á sunnudags- og mánudagskvöld tekur trúbadorinn Siggi Guðjóns við. Jón Ingólfsson trúbador leikur þriðjudagskvöld og á miðvikudags- og fimmtudagskvöld leikur Tríóið sem samanstendur af Orra Harðar, Jóni Ingólfssyni og Ragga. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 298 orð

Líkist landsmóti

FJÓRÐUNGSMÓT sunnlenskra hestamanna fer fram dagana 3.-7. júlí nk. á Gaddstaðaflötum við Hellu. Að mótinu standa 16 hestamannafélög á Suðurlandi, en starfssvæði þeirra er frá Lómagnúpi í austri að Hvalfjarðarbotni í vestri. Meira
29. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 39 orð

Messur

GLERÁRPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður á morgun, sunnudaginn 30.júní í Lögmannshlíðarkirkju kl. 21. Ath. breyttan tíma. Jón Ármann Gíslason guðfræðingur prédikar. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld, föstudagskvöld. Kveðjusamkoma fyrir Esther og Róbert kl. 20. á sunnudag. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 499 orð

Mikil eftirspurn eftir leigukvóta og verðið hækkar

MIKIL eftirspurn er nú eftir leigukvóta enda kvóti að verða búinn í flestum tegundum nema ýsu og ufsa. Árni Guðnason hjá Kvótamarkaðnum segir mikið um að vera í smásölu núna og verð á þorski mjög hátt. Þá er Kvótamarkaðurinn að fara af stað með uppboð á þorskaflahámarki í krókakerfinu. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 38 orð

Morgunblaðið/Þorkell Og svo þegar kartaflan er sprottin...

NÝJAR íslenskar kartöflur eru komnar á markaðinn. Er það heilum mánuði fyrr en venjulega. Nýju kartöflurnar eru meðal annars seldar í verslunum Nóatúns en þar var þessi mynd einmitt tekin í gærdag. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Nýskipuð rannsóknarnefnd flugslysa

SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ skipaði í gær í rannsóknarnefnd flugslysa, í samræmi við ný lög um rannsókn flugslysa. Formaður nefndarinnar er Skúli Jón Sigurðarson, sem jafnframt hefur fengið lausn frá starfi framkvæmdastjóra flugslysarannsóknadeildar Flugmálastjórnar, og varaformaður er Þorsteinn Þorsteinsson, flugvélaverkfræðingur. Formaður og varaformaður eru skipaðir í stöðurnar ótímabundið. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Nöfnum ruglað saman

Í umræðum um auglýsingar, sem birzt hafa í Morgunblaðinu síðustu tvo daga um forsetaframboð Ólafs Ragnars Grímssonar hefur þess gætt, að nöfnum er ruglað saman. Einn þeirra sem stendur að auglýsingum þessum er Sigurður Helgason, fyrrverandi stjórnarformaður Flugleiða, sem áður var forstjóri Flugleiða. Meira
29. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Ottó í Akureyrarkirkju

OKTETTINN Ottó heldur tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Hann er skipaður þeim Sigurlaugu Eðvaldsdóttur og Margréti Kristjánsdóttur á fiðlu, Herdísi Jónsdóttur, víólu, Lovísu Fjeldsted á selló, Hávarði Tryggvasyni á kontrabassa, Kjartani Óskarssyni á klarinett, Rúnari Vilbergssyni á fagott og Emil Friðfinnssyni á horn. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 255 orð

Óákveðnum fjölgar milli kannana

HLUTFALL óákveðinna eykst í nýjustu skoðanakönnun Félagsvísindastofnunnar um afstöðu kjósenda til forsetaframbjóðenda. 26,9% svöruðu "veit ekki" þegar þeir voru spurðir um afstöðu til frambjóðenda, en þetta hlutfall var 21,3% í könnun sem gerð var um síðustu helgi. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Ólafur með 37,7-40,4%

ÓLAFUR Ragnar Grímsson fær 40,4% fylgi ef miðað er við þá sem afstöðu tóku í skoðanakönnun DV og Stöðvar 2 sem birt var í gær. Næstur kemur Pétur Kr. Hafstein með 29,6% fylgi, þá Guðrún Agnarsdóttir með 27,5% og loks Ástþór Magnússon með 2,5%. Fylgi Ólafs Ragnars er rúmum sex prósentustigum lægra en í síðustu könnun DV 20. júní en Guðrún Agnarsdóttir eykur við sig um átta prósentustig. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 302 orð

Ólafur Ragnar með 39%

FYLGI Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakosningunum í dag er 39% samkvæmt skoðanakönnun Frjálsrar verslunar en fylgi Péturs Hafstein er 30%, Guðrúnar Agnarsdóttur 27% og Ástþórs Magnússonar 4%. Ekki er talinn marktækur munur á milli Péturs og Guðrúnar. Í könnuninni, sem gerð var að kvöldi sl. fimmtudags, náðist til 1.207 manns. 14% neituðu að svara, óvissir voru 15% og 4% vildu engan. Meira
29. júní 1996 | Erlendar fréttir | 150 orð

Ólöglegt ef Belgar banna franskt kjöt

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) sagði í gær að það væri ólöglegt ef Belgar settu bann við innflutningi fransks nautakjöts. Samtök frönskumælandi bænda í Belgíu, Alliance Agricole, skrifuðu Karel Pinxten, landbúnaðarráðherra Belgíu, bréf í gær og kröfðust þess að slíkt bann yrði sett og tæki þegar gildi. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð

Palli sem var einn í heiminum kvikmyndaður

KVIKMYNDAFYRIRTÆKIÐ Litla gula hænan er nú að ljúka tökum á barnakvikmynd sem gerð er eftir sögunni um Palla sem var einn í heiminum. Hún verður sýnd í norska sjónvarpinu, Ríkissjónvarpinu og í kvikmyndahúsum í Þýskalandi og víðar. Litla gula hænan er fyrirtæki Ásthildar Kjartansdóttur og er hún jafnframt leikstjóri myndarinnar. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 195 orð

Rababaravíngerð athuguð

FRAMLEIÐSLA á rababaravíni er í athugun hjá fyrirtækinu Engjaási ehf. í Borgarnesi. Framleiðsla vínsins er á umræðu- og tilraunastigi segir Indriði Albertsson framkvæmdastjóri Engjaáss ehf. Um er að ræða léttvín sem freyðir og á við flestan mat. Auglýst hefur verið eftir rababara sem fer í tilraunina og grauta sem fyrirtækið framleiðir. "Viðbrögð við auglýsingunni eru mjög góð. Meira
29. júní 1996 | Erlendar fréttir | 38 orð

Reuter

FULLTRÚAR á úkraínska þinginu fagna formanni nefndar sem gegndi lykilhlutverki í því að koma saman fyrstu stjórnarskrá Úkraínu eftir að ríkið losnaði undan sovéskum yfirráðum. Þingfulltrúar samþykktu stjórnarskrána með yfirgnæfandi meirihluta í gær, eftir næturfund. Meira
29. júní 1996 | Erlendar fréttir | 62 orð

Reuter Minnast fórnarlamba stríðs KON

KONUR sem sitja kvennaráðstefnu hjálparsamtakanna "Zena 21" og "BOSFAM" í Sarajevo, minnast fórnarlamba stríðsins í Bosníu. Lögðu þær blóm á staðinn þar sem 16 manns voru myrtir er þeir biðu í röð eftir brauði árið 1992. Ráðstefnan sem konurnar sitja, er sú fyrsta sinnar tegundar sem haldin er í Bosníu- Herzegóvínu, og fjallar um stöðu konunnar þar í landi. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

RLR varar við keðjubréfamanni

RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins varar við manni, sem dreift hefur keðjubréfi í póstkassa fjölbýlishúsa í Reykjavík. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögrelguþjóns hjá RLR hefur maðurinn skrifað keðjubréf með nöfnum fólks sem viðtakandinn á að senda 500 krónur til. Meira
29. júní 1996 | Erlendar fréttir | 378 orð

Rússar hefja brottflutning liðs frá Tsjetsjníju

BROTTFLUTNINGUR rússneska herliðsins frá Tsjetsjníju hófst í gær með mikilli viðhöfn, lúðrasveitir léku og yfirmenn viknuðu. Þess var vandlega gætt að fjölmiðlar, sem styðja nær allir Borís Jeltsín forseta í kosningabaráttunni, fjölluðu ítarlega um brottförina. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Síðasti dagur Kringlukasts

Á MIÐVIKUDAG hófst Kringlukast í Kringlunni. Margir hafa gert góð kaup þessa dagana á nýjum vörum með allt að 20-50% afslætti, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Kaupleikurinn "stóri afsláttur" nýtur vinsælda, en í honum er dregið fjórum sinnum á dag um einn þátttakanda, sem gefst kostur á að kaupa veglega vöru með miklum afslætti. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 493 orð

Sr. Geir Waage endur kjörinn formaður PÍ

SÉRA Geir Waage var endurkjörinn formaður stjórnar Prestafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær. Séra Geir hlaut 59 atkvæði en dr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum, sem bauð sig fram gegn sitjandi formanni, hlaut 55 atkvæði, séra Þorbjörn Hlynur Árnason 1 atkvæði og einn seðill var auður. Meira
29. júní 1996 | Miðopna | 861 orð

Stuðningsyfirlýsing við sr. Flóka samþykkt með 26 atkv. gegn 6

Aðalfundur Prestafélags Íslands samþykkti í gær stuðningsyfirlýsingu við séra Flóka Kristinsson, prest í Langholtssókn, með 26 atkvæðum gegn 6. Ómar Friðrikssonfylgdist með miklum og tilfinningaþrungnum umræðum um Langholtskirkjudeiluna á aðalfundinum. Meira
29. júní 1996 | Erlendar fréttir | 323 orð

Suu Kyi við útför AUNG San Suu Kyi, leiðtogi

AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðissinna í Búrma, var í gær viðstödd útför Leo Nichols, konsúls Noregs í Rangoon, en hann lést í fangelsi sl. laugardag. Auk Suu Kyi var að minnsta kosti einn vestrænn sendiráðunautur við útförina, Jørgen Reimers, sendiherra Danmerkur í Tælandi og Búrma. Meira
29. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Sýning Sumarlistaskólans

NÁMSKEIÐI Sumarlistaskólans á Akureyri lýkur með dagskrá í Gagnfræðaskólanum á Akureyri á sunnudag, 30. júní og hefst hún kl. 15. Um 20 börn hafa verið í Sumarlistaskólanum og sýna þau afrakstur starfsins, m.a. verða sýnd gifs- og leirverk nemenda, þá verða leiklistaratriði og fluttur frumsaminn dans. Meira
29. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Sýninguað ljúka

SÍÐASTA sýningarhelgi sýningarinnar "Erótík" er í Deiglunni, en sýningunni lýkur 3. júlí næstkomandi. Á sýningunni eiga verk þeir Bragi Ásgeirsson, Gunnar Örn Gunnarsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Magnús Kjartansson, Samúel Jóhannsson og Þórður Valdimarsson. Opið er frá kl. 14 til 18 alla daga nema mánudag. Meira
29. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Söngvökurí Minja-safnskirkju

SÖNGVÖKUR í Minjasafnskirkjunni hefjast næstkomandi þriðjudagskvöld, 2. júlí kl. 21. Þetta er þriðja sumarið sem boðið er upp á þessa dagskrá í kirkjunni, en hún er hugsuð fyrir bæjarbúa sem og innlenda og erlenda ferðamenn. Söngvökurnar verða á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum frá 2. júlí til 20. ágúst. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 573 orð

Tilviljun að svo mörg sjóslys verði á svo skömmum tíma

Á SEXTÁN daga tímabili í júnímánuði urðu fimm sjóslys. Eins manns er saknað úr þessum sjóslysum. Gott veður var er öll þessi slys urðu. Sunnudaginn 9. júní lagðist Flosi ÍS á hliðina og komst sjór í lestar hans þegar verið var að dæla síld í skipið. Mannbjörg varð. Sæborg GK 457 frá Grindavík fórst 15. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð

Trúi vitnisburði Sigrúnar Pálínu

SÉRA Halldór Gunnarsson frá Holti sagði á Prestastefnu í fyrradag, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að honum hefði fyrir mörgum árum verið greint frá samskiptum tiltekinnar konu og herra Ólafs Skúlasonar biskups Íslands, sem eru rótin að svonefndu biskupsmáli, allt frá árinu 1980. Séra Halldór kveðst trúa vitnisburði Sigrúnar Pálínu. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 189 orð

Tveir menn sluppu ómeiddir

TVEIR menn sluppu ómeiddir eftir að eins hreyfils tveggja sæta flugvél af gerðinni Cessna 152 í eigu Flugtaks hlekktist á í nauðlendingu í Geldinganesi skömmu fyrir kl. hálfátta í gærkvöldi. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Tvö þúsund kusu í gær

LIÐLEGA 2.000 manns höfðu kosið utan kjörfundar í Ármúlaskólanum í Reykjavík um klukkan 20.30 í gærkvöldi og var enn töluverður straumur fólks í skólann. Mikil örtröð var í gærmorgun og aftur síðdegis og var þá allt að hálftíma bið, en að sögn Adolfs Adolfssonar, fulltrúa sýslumanns, gekk kosningin þó vel. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 327 orð

Tæplega 195 þúsund kjósendur á kjörskrá

KJÖRFUNDUR vegna kosninga til embættis forseta Íslands hefst klukkan 9 í dag og lýkur kjörfundi klukkan 22. Á kjörskrá vegna forsetakosninganna eru 194.784 kjósendur. Kjósendur á kjörskrárstofni nú sem höfðu ekki kosningarétt vegna aldurs 1980 eru 76.781, eða 39% kjósenda. Í fámennum sveitahreppum stendur kjörfundur víða skemur. Meira
29. júní 1996 | Landsbyggðin | 112 orð

Umferðaróhapp á Skorrdalsvegi

Fyrir nokkru varð umferðaróhapp á blindhæð þar sem vegur er ekki skiptur. Mættust vörubíll og fólksbíll og fór vörubifreiðin út í kant sem gaf sig með þeim afleiðingum að bíllinn fór á hliðina út í skurð. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 290 orð

Upplýsingar og aðstoð hjá kosningamiðstöðvunum

KOSNINGASKRIFSTOFUR forsetaframbjóðendanna munu veita kjósendum alla þá þjónustu sem við verður komið í dag, en þar verða m.a. veittar upplýsingar varðandi kosningarnar og þeir sem þess óska geta fengið akstur á kjörstað. Kosningavökur verða á vegum allra framboðanna í kvöld og standa þær eitthvað fram eftir nóttu. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 291 orð

Vestur-Íslendingur stjórnar flokknum

SÖNGFLOKKURINN "Fire on the Mountain" frá Brigham Young- háskólanum í Provo, Utah, Bandaríkjunum, kemur til Íslands í byrjun júlí og heldur hér tvenna tónleika. Hann verður einnig fulltrúi Bandaríkjanna á CIOFF-þjóðlagahátíð sem haldin verður í júlí í Brunssum í Hollandi og kemur þar fram ásamt listafólki frá 63 löndum. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 190 orð

Vinnsla liggur niðri

VINNSLA hefur legið niðri hjá rækjuverksmiðjunni Rit hf. á Ísafirði frá því á miðvikudag. Á milli 30 og 40 heilsdagsstörf eru hjá fyrirtækinu. Ekki liggur fyrir hvenær vinna hefst aftur. Rækjuverksmiðjan Ritur hf. hefur tekið þátt í viðræðum um sameiningu fimm sjávarútvegsfyrirtækja á Ísafirði og Þingeyri. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Vígður til Staðastaðaprestakalls

BISKUP Íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir sunnudaginn 30. júní Guðjón Skarphéðinsson, guðfræðing, til Staðastaðaprestakalls í Snfællsness- og Dalaprófatsdæmi. Athöfnin fer fram í Dómkirkjunni. Vígsluvottar eru Ingiberg J. Hannesson, prófastur, sem lýsir vígslu, sr. Gísli Kolbeins, fyrrum sóknarprestur, sr. Jón Bjarman, sjúkrahúsprestur, sr. Lárus Þ. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Yfirlýsing

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Pétri Hafstein: "NÚ í tvo daga samfellt hafa birst auglýsingar í Morgunblaðinu um feril Ólafs Ragnars Grímssonar. Vegna þessa vil ég árétta að auglýsingar þessar eru framboði mínu alls óviðkomandi og ekki á þess vegum. Ég hef ávallt lagt fyrir stuðningsmenn mína að sýna drengskap og heiðarleika í kosningabaráttunni. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 948 orð

Þjónustuaðilar óttast óvissu með gjöld Internet á Íslandi hf. hefur ákveðið að fresta breytingum á gjaldskrá sinni, þangað til

INTERNET á Íslandi hf.-INTIS rekur eitt fyrirtækja hérlendis alnets-sambandið til útlanda, en síðan kaupa þjónustuaðilar af þeim tengingu, svipað og sambandi heildsala og smásala er háttað. Til þessa hafa þjónustuaðilar greitt fast áskriftargjald miðað við bandbreidd, auk 150 króna fyrir utan virðisaukaskatt á hvern notenda til viðbótar. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 591 orð

Æviráðning innan kirkju en skipaðir tímabundið

FLESTIR sem til máls tóku voru andvígir því að æviráðning presta væri afnumin en virtust sjá þá leið færa að myndað yrði embættisveitingakerfi sem skipaði menn til þjónustu innan kirkjunnar almennt. Prestar yrðu æviráðnir hjá kirkjunni en skipaðir tímabundið af sóknarnefndum. Með þessu móti gæti orðið hreyfing á prestum milli sókna. Meira
29. júní 1996 | Óflokkað efni | 116 orð

(fyrirsögn vantar)

? rá?stefnu sem n?lega var haldin undir ndir yfirskriftinni Ferðaþjónusta í sátt við umhverfiðRoger Crofts, aðalframkvæmdastjóri Skosku umhverfisstofnunarinnar. Minnti hann á að laga ætti ferðamennsku að umhverfinu en ekki öfugt því ella myndi umhverfið bíða óbætanlegt tjón. Þessu markmiði yrði að ná með sjálfbærri þróun þar sem eiginleikar umhverfisins yrðu ávallt hafðir í fyrirrúmi. Meira
29. júní 1996 | Innlendar fréttir | 27 orð

(fyrirsögn vantar)

MYNDAVÍXL urðu í greinum Arnljóts Bjarka Bergssonar og Aðalheiðar Birgisdóttur í forsetakjörsgreinum í blaðinu í gær. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Arnljótur Bjarki Bergsson Aðalheiður Meira
29. júní 1996 | Smáfréttir | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

29. júní 1996 | Leiðarar | 585 orð

Leiðari VELDUR HVER Á HELDUR JÓÐIN gengur til kosninga í d

Leiðari VELDUR HVER Á HELDUR JÓÐIN gengur til kosninga í dag, 29. júní, til að velja fimmta forseta lýðveldisins; sama mánaðardag og fyrir sextán árum, er fráfarandi forseti, frú Vigdís Finnbogadóttir, var fyrst kjörin árið 1980. Forseti gegnir veigamiklu hlutverki í stjórnskipan okkar, þótt völd hans séu takmörkuð. Meira
29. júní 1996 | Staksteinar | 307 orð

»Umburðarlynd kirkja "ÍSLENZKA þjóðkirkjan hefur verið umburðarlynd og verið

"ÍSLENZKA þjóðkirkjan hefur verið umburðarlynd og verið rekin í anda frjálslyndra viðhorfa," segir Tíminn í leiðara í fyrradag. Í forystugrein DV sama dag segir á hinn bóginn að "þjóðkirkjan hneigist að breytingu úr safnaðarkirkju í kennimannakirkju". Athvarf fólks Meira

Menning

29. júní 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Á frum-sýningu

SÖNGVARINN Sting og eiginkona hans, Trudie Styler, voru viðstödd frumsýningu myndarinnar "The Grotesque" nýverið. Eftir að hafa barið myndina augum fóru þau í teiti í West End ásamt öðru frægu fólki, en teitið var haldið til að safna fé í styrktarsjóð Eltons Johns fyrir eyðnismitaða. UPPÁKLÆDD á frumsýningu. Meira
29. júní 1996 | Fólk í fréttum | 96 orð

Enn gerast undur

HIÐ ómögulega hefur gerst. Van Halen hefur hafið samstarf við upphaflega söngvara hljómsveitarinnar, David Lee Roth, en samstarfi þeirra lauk fyrir tíu árum á heldur óskemmtilegum nótum. Talsmaður sveitarinnar segir að Roth sé að vinna með hljómsveitinni að upptökum sem muni fylgja útgáfu "Greatest Hits"- plötupakka sem kemur í verslanir í október. Meira
29. júní 1996 | Fólk í fréttum | 188 orð

Hið ljúfa fjölskyldulíf

ÞEGAR kynbomban úr Strandvörðum, Pamela Anderson, kynntist rokkaranum Tommy Lee úr Mötley Crue, datt engum í hug að sambandið yrði langvinnt. En Pamela segir að fljótlega eftir að þau kynntust hafi þau hugsað um að eignast fjölskyldu. Og nú hafa þau eignast soninn Brandon Lee, sem fæddist 5. júní sl. Meira
29. júní 1996 | Bókmenntir | 646 orð

Hornstrandaferð

eftir Ingibjörgu Möller og Fríðu Sigurðardóttur Vaka-Helgafell, 1996 -128 s. Íslensku barnabókaverðlaunin 1996. ÍSLENSKU barnabókaverðlaunin eru orðinn árviss viðburður, rétt eins og koma kríunnar. Um sumarmál ár hvert er tilkynnt hvaða höfundur eða höfundar hafi hlotið þessi eftirsóttu verðlaun og um leið kemur verðlaunabókin út. Meira
29. júní 1996 | Fólk í fréttum | 144 orð

Í leyniþjónustunni

SAMI leyniþjónustumaðurinn og þjálfaði Clint Eastwood fyrir hlutverk sitt í "In the Line of Fire" þjálfar nú Scott Glenn fyrir myndina "Absolute Power". Þar leikur Glenn leyniþjónustumann sem sér um vernd fyrir forsetann sem leikinn er af Gene Hackman. Clint Eastwood framleiðir og leikstýrir auk þess að koma fram í myndinni. Meira
29. júní 1996 | Fólk í fréttum | 103 orð

Íþróttamaður ársins valinn hjá HHF

Á HÉRAÐSÞINGI Héraðssambandsins Hrafna-Flóka, sem haldið var fyrir skömmu, var m.a. valinn íþróttamaður ársins 1995. Birna Hannesdóttir ÍFB varð fyrir valinu en hún er efnileg frjálsíþróttakona og vann til margra afreka síðastliðið ár. Veittar voru viðurkenningar þeim aðilum sem þóttu standa sig best í þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru innan HHF. Meira
29. júní 1996 | Fólk í fréttum | 123 orð

Miðnæturmessa í tilefni nýrra laga

SAMTÖKIN 78 efndu til miðnæturmessu í Fríkirkjunni í Reykjavík aðfararnótt 27. júní af tilefni nýrra laga um staðfesta samvist. Trúarhópur innan samtakanna skipulagði messuna og hófst athöfnin kl. 22.30 og lauk kl. 1 um nóttina. Félagar í samtökunum fluttu ritningarorð og guðfræðingur í samtökunum talaði. Meira
29. júní 1996 | Fólk í fréttum | 87 orð

Richard Gere með Bondstúlku

HJARTAKNÚSARINN með gráa hárið, Richard Gere, hefur sést undanfarið með fyrrum Bondstúlku, Carey Lowell. Sáust þau fyrst saman á Bob Dylan tónleikum og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Lowell lék í Bondmyndinni Licence to Kill árið 1989. Meira
29. júní 1996 | Fólk í fréttum | 117 orð

Sameinuð fjölskylda - í bili

BRUCE Dern og fyrrverandi kona hans, Diane Ladd, ásamt dótturinni Lauru Dern eru sameinuð fjölskylda á ný - en aðeins á hvíta tjaldinu. Þau munu öll leika í myndinni "Mrs. Munck" sem Diane Ladd skrifaði handritið að. Auk skriftanna leikstýrir Ladd og er það frumraun hennar á því sviði. Meira
29. júní 1996 | Fólk í fréttum | 483 orð

Sérkennilegar poppperlur

Efta! breiðskífa Risaeðlunnar. Á plötunni skipa Risaeðluna þau Margrét Kristín Blöndal söngkona og fiðluleikari, Ívar Ragnarsson bassaleikari, Sigurður Guðmundsson gítarleikari, Þórarinn Kristjánsson trommuleikari, Hreinn Stephensen gítar- og harmonikkuleikari og Halldóra Geirharðsdóttir söngkona og saxófónleikari. Upptöku stýrði Ívar Ragnarsson. Lög eru eftir hljómsveitarmeðlimi. Meira
29. júní 1996 | Fólk í fréttum | 143 orð

Skarphéðingar á skólabekk (aftur)

GÓÐ aðsókn var á sögusýningu MR, sem lauk sl. sunnudag enda margir, sem vildu nýta tækifærið til að draga aftur að sér andrúmsloft skólans. Skarphéðingar voru þar á meðal en þeir urðu stúdentar árið 1964 eftir árlanga setu í Z. Skarphéðingar kenna sig við sinn gamla lærimeistara, Skarphéðin Pálmason menntaskólakennara, sem langa vetrardaga mataði þá á stærðfræði- og eðlisfræðiformúlum. Meira
29. júní 1996 | Fólk í fréttum | 499 orð

Skjögrað á ströndinni

Í berjamó, breiðskífa hljómsveitarinnar Reggae on Ice. Hljómsveitina skipa Matthías Matthíasson söngvari, Stefán Örn Gunnlaugsson hljómborðsleikari, Viktor Steinarsson, gítarleikari, Ingimundur Óskarsson bassaleikari og Hannes Pétursson trommuleikari. Lög eftir ýmsa höfunda, erlenda sem innlenda, en fjögur lög semja liðsmenn sveitarinnar. Hljómsveitin gefur út, Japís dreifir. 42,14 mín., 1.999 kr. Meira
29. júní 1996 | Fólk í fréttum | 108 orð

Skuggalegur að vanda

ÞAÐ MUN víst koma fáum á óvart að leikarinn John Malkovich skuli ætla að taka að sér hlutverk illmennis í næstu mynd sinni, því einhvern veginn er það svo að bíógestir eru farnir að fá hroll þegar þeir sjá ísmeygilegt andlit hans birtast á hvíta tjaldinu. Meira
29. júní 1996 | Fólk í fréttum | 117 orð

Stopp

STOPPLEIKHÓPURINN og Umferðarráð, í samvinnu við Reykjavíkurborg, Íslandsbanka, Toyota-umboðið og Sjóvá/Almennar eru að fara af stað með umferðarþætti í sjónvarpsstöðvunum um þessar mundir. Um þrjú stutt umferðarleikrit er að ræða og verða þau sýnd á ýmsum tímum. Þættirnir, sem heita Stopp, eru leiknir og fjalla um Sindra, Signýju og Grjóna, þrjá 9-10 ára krakka. Meira
29. júní 1996 | Fólk í fréttum | 144 orð

Velgengni hjá Hugh Grant

NÚNA ári eftir kynlífshneyksli breska leikarans Hugh Grants virðist gæfan brosa við honum. Þó er ekki líklegt að hann hafi haldið upp á ársafmæli samskipta sinna við vændiskonuna Divine Brown, en sú hefur heldur betur gert sér mat úr samskiptum sínum við leikarann, t.d. með gerð myndbands sem nefnist "Doc-Hugh-Drama" og þarf ekkert að fara nánar út í hvað sýnt er í téðu myndbandi. Meira
29. júní 1996 | Fólk í fréttum | 440 orð

Þekkilegur drungi

Ekki dugir ófreistað, fyrsti geisladiskur hljómsveitarinnar Þusls úr Keflavík. Hljómsveitina skipa Arnór Brynjar Vilbergsson orgel og hljómborðsleikari, Bjarni Rafn Garðarsson trommuleikari, Guðmundur Freyr Vagnsson bassaleikari, Guðmundur Kristinn Jónsson gítarleikari og Ólafur Freyr Númason söngvari. Meira

Umræðan

29. júní 1996 | Kosningar | 1472 orð

Að gefnu tilefni

Að gefnu tilefni Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Kosningamiðstöð Ólafs Ragnars Grímssonar. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 226 orð

Athyglisverð hugmynd Guðrúnar Katrínar

EFTIR ábendingu frá vinkonu minni, sem sótt hafði hverfisfund með Ólafi Ragnari Grímssyni og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, gerði ég mér ferð á fund þeirra í Árseli fyrir skömmu. Það var einkar ánægjuleg stund og ljóst öllum viðstöddum að þar fara glæsileg hjón sem yrðu landi og þjóð til sóma á Bessastöðum. Framganga Guðrúnar Katrínar vakti ekki síst athygli mína. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 346 orð

Auglýsingar og greinar

MENN rita greinar í ákveðnum tilgangi. Undanfarið hefur birst fjöldi greina um frambjóðendur til embættis forseta Íslands. Tíunduð hafa verið verk þeirra og starfsfortíð. Í þessari umfjöllun hefur einn frambjóðandinn haft sérstöðu, sem er Ólafur Ragnar Grímsson, en starfsfortíð hans og starfsferill er þess eðlis að mörgum þykir orka nokkuð tvímælis, svo vægt sé til orða tekið. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 342 orð

Áfram Guðrún! ­ Áfram Ísland!

ÞAÐ HEFUR vakið hjá mér blendnar tilfinningar að fylgjast með kosningabaráttu forsetaframbjóðendanna undanfarið. Það sem stendur upp úr er annars vegar heillandi málflutningur Guðrúnar Agnarsdóttur og hins vegar sá neikvæði málflutningur sem kemur fram hjá stuðningsmönnum Ólafs Ragnars Grímssonar og Péturs Hafstein, þ.e. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 329 orð

Dæmisaga um drengskap

NÚ STENDUR sem hæst barátta milli þeirra sem hafa slegið eign sinni á landið og sjóinn - og okkar hinna sem fátt eigum nema það sem við öflum dag frá degi. Þessi barátta er um æðsta embætti þjóðarinnar, sem hinir vammlausu vilja að við hin trúum að sé gjörsamlega valdalaust. En valdalaust er það ekki. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 189 orð

Eiga allir kjósendur þess kost að kjósa af sannfæringu?

NÚGILDANDI lög um forsetakjör veita kjósendum aðeins eitt tækifæri til þess að greiða atkvæði sitt. Ekki er boðið upp á að kjósa aftur á milli tveggja efstu frambjóðenda. úrslit kosninga eru endanleg og þess er því miður ekki krafist að forseti fái meirihluta atkvæða. Fyrirkomulag þetta gerir þannig beinlínis ráð fyrir því að valið sé á milli þeirra sem líklegastir eru til að ná kjöri - þ.e.a.s. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 747 orð

Ekki Ólaf Ragnar, takk fyrir!

NÚ GET ég bara ekki orða bundist lengur. Ætlar fólk virkilega að láta Ólaf Ragnar plata sig algjörlega upp úr skónum? Og hvaða fólk er þetta eiginlega sem ætlar að kjósa hann? Það fólk hlýtur að vera óskaplega fljótt að gleyma eða þá veit bara ekki betur. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 324 orð

"Fordæmislaus árás á Ólaf Ragnar"

ÞAÐ hefur væntanlega ekki farið fram hjá landsmönnum sú fordæmislausa ófrægingarherferð sem farin hefur verið gegn framboði Ólafs Ragnars Grímssonar til embættis forseta Íslands. Þó tók steininn úr, þegar þrjár auglýsingar birtust í Morgunblaðinu fimmtudaginn 27. júní. Þessar auglýsingar eru þvílíkur viðbjóður, að engin fordæmi eru í Íslandssögunni sem gætu nálgast annan eins málflutning. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 328 orð

Forsetaembættið, dæmi um ranga forgangsröðun

HVAÐ er að í landi þar sem báðir foreldrar þurfa að vinna úti frá ungum börnum sínum til þess að endar nái saman. Ef barnafjöldinn fer yfir tvö börn þarf annað foreldrið að vinna heima og hitt foreldrið þarf að vinna sleitulaust utan heimilis og ekkert sér á skuldahalanum. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 53 orð

Forsetaframbjóðendur Jóhönnu Jónsdóttur: VERSTA skammaryrði virðist vera að vera tengdur eða tengd Sjálfstæðisflokknum í þessum

VERSTA skammaryrði virðist vera að vera tengdur eða tengd Sjálfstæðisflokknum í þessum kosningum. Vinstri menn geta alltaf staðið seman en hægri menn ekki. Hægri menn hafa enga málsvara hjá fjölmiðlum. Má forseti Íslands taka afstöðu til eins frambjóðandans? Sjálfstæðismenn, kjósum allir sem einn Pétur á Bessastaði. JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, Stóragerði 11, Reykjavík. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 109 orð

Forsetaframboðsvísur Óskari Þórðarsyni: "Megum við fá meira að heyra?" um máttlaust níð sem ekki gagnar. Getið þið ekki fundið

"Megum við fá meira að heyra?" um máttlaust níð sem ekki gagnar. Getið þið ekki fundið fleira fáránlegt um Ólaf Ragnar? Einar Oddur lýsti yfir stuðningi við Pétur Hafstein, einn fárra þingmanna: Flateyrarjarlinn er kominn á kreik og kýs að standa með Pétri. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 291 orð

Fylkjum liði um Pétur

NÚ ER komið að lokum kynningar á forsetaframbjóðendum. Nú er það okkar að velja forsetann. Það er vandamál. Og þó. Mér finnst Ólafur Ragnar Grímsson ekki rétti maðurinn, vegna þess að hann kemur beint úr stjórnmálaþrasinu á Alþingi. Ég var reyndar undrandi á framboði hans. Hann var skörungur á Alþingi. Mér finnst að hann eigi að vera kjur á þeim stað. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 736 orð

Fyrirgefning syndanna eða áhrif hr. Burns

Í VETUR sem leið, á myrkum laugardagskvöldum (og raunar stundum áður), birtist á ríkissjónvarpsskjánum teiknimyndaröð sem sameinaði fjölskylduna mína. Simpson-fjölskyldan frá Vorakri varð skyndilega hluti okkar og fjölskyldan stækkaði mjög. Þetta var alvörufjölskylda með fjölmörgum kostum og nokkrum (lítilvægum?/ofgerðum?) göllum. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 216 orð

Gegn venjulegum karlaátökum í pólitík

ALDREI hef ég heyrt annað eins og það að konur séu búnar að vera á Bessastöðum og þess vegna eigi að koma karl. Þá á að segja þessum þvættingi stríð á hendur. Nú þegar Guðrún Pétursdóttir hefur ákveðið að hætta við framboð sitt og það á sjálfan baráttudag kvenna er ekki nokkur leið að sitja þegjandi undir þessu tali. Vigdís Finnbogadóttir hefur setið á Bessastöðum í 16 ár. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 249 orð

Hatur, hefnd og þroski

ÞETTA er Hugleiðing til "Óháðu" félaganna Sigurðar Helgasonar, Björgólfs Guðmundssonar og Ómars Kristjánssonar annarsvegar og þeirra 50 félaga sem Árni Árnason hefur á bak við sig og kalla sig "Í guðs bænum ekki..." Eitt merkilegasta lögmál lífsins er sú staðreynd að hatur bitnar á engum meira en þeim sem hatar, hefndin bítur engan sárar en þann sem hefnir sín. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 928 orð

Hugleiðingar um forsetaframboð

KJÖR forseta Íslands, æðsta manns lýðveldisins, stendur fyrir dyrum. Almenningur skoðar hug sinn til einstakra framboða. Ekki er það nema sjálfsagður hlutur, hér er um að ræða æðsta embættið og fólk vill geta litið með stolti til þess og forseta síns, þar sem embætti hans fylgja bæði völd og virðing, en umfram allt er hér um heillatákn þjóðarinnar að ræða. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 288 orð

Hver borgaði ferðalögin?

FERÐALÖG Ólafs Ragnars Grímssonar á friðarfundi um allan heim, sem hann þreytist svo seint á að lýsa fyrir alþjóð, hljóta að hafa kostað mikla peninga. Venjulegir launþegar sem eiga þess sjaldan kost að ferðast út um heim eiga erfitt með að skilja hvaðan allur farareyririnn hefur borist Ólafi Ragnari. Hann var lengstum óbreyttur þingmaður. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 248 orð

Hvers konar forseta?

Í LJÓSI þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað undanfarið, um jafnrétti kynjanna með vísun til forsetaembættis, langar okkur til að koma eftirfarandi á framfæri. Við erum þrítug, fjögurra barna foreldrar. Við reynum að spjara okkur sem hjón, foreldrar og úti á vinnumarkaði. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 565 orð

Í forsetakosningum

UM FÁTT er meira talað þessa dagana en væntanlegar forsetakosningar og um það hver verði kjörin og hvers vegna. Mikið er rætt um valdsvið, umgjörð og ábyrgðarhlutverk forsetaembættisins en minna hefur farið fyrir umræðu um þá ábyrgð og þær siðferðisskyldur sem okkur kjósendum eru lagðar á herðar. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 522 orð

Í tilefni forsetakosninganna

ÉG VERÐ að segja að mér brá óneitanlega í brún, eins og e.t.v. fleirum, er ég las Morgunblaðið í fyrradag, 27. þ.m., og sá tvær heilsíðu auglýsingar, en texti þeirra einkenndist af skítkasti í garð eins forsetaframbjóðandans, Ólafs Ragnars Grímssonar. Ég hafði nýlokið lestri úr tuttugu og fjögurra stunda bókinni minni, en þar segir svo. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 723 orð

Kjósum Guðrúnu Agnarsdóttur, málsvara mannréttinda

Kjósum Guðrúnu Agnarsdóttur, málsvara mannréttinda MEÐ HVERJUM nýjum kosningum eykst máttur auglýsinga. Þær eru að vissu marki tákn um markaðsvæðingu þjóðfélags okkar. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 58 orð

Kjósum Guðrúnu Elsu E. Guðjónsson: ÍSLENDINGAR, karlar sem konur. Látum ekki flokkadrætti villa okkur sýn við

Kjósum Guðrúnu Elsu E. Guðjónsson: ÍSLENDINGAR, karlar sem konur. Látum ekki flokkadrætti villa okkur sýn við forsetakosningarnar. Kjósum forseta sem ber hag þjóðarinnar allrar fyrir brjósti, sem vill stuðla að aukinni menntun, heilbrigði og bættum lífskjörum í landinu. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 411 orð

Kjósum Ólaf... í eitthvað annað

Kjósum Ólaf... í eitthvað annað Snorra G. Bergssyni: VERÐUR hægt að sameinast um Ólaf Ragnar Grímsson? Hvaða afstöðu tekur sá helmingur þjóðarinnar sem þolir hvorki manninn né framkomu hans? Mun sá helmingur gleyma blóðugum ferli Ólafs eða sameinast um að brosa gegn eigin sannfæringu? Ólafur R Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 117 orð

Kosningarétturinn er dýrmætur Friðrik Weishappel Jónssyni: BARÁTTAN fyrir forsetakosningarnar virðist vera farin að stjórnast af

BARÁTTAN fyrir forsetakosningarnar virðist vera farin að stjórnast af einhverju allt öðru en því hvern fólk telur vera besta frambjóðandann. Kosningar sem einkennast af slíku eru ekkert annað en skrípaleikur. Sá sem lætur skoðanakannanir eða álit annarra hafa áhrif á það hvað hann kýs er að selja sannfæringu sína. Slíkur maður getur varla haft mikla sjálfsvirðingu. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 290 orð

Kristinn forseta

Kristinn forseta ÉG ER ein af þeim sem höfðu hugsað sér að styðja Ólaf Ragnar í komandi kosningum, þó ég hafi aldrei aðhyllst hans stefnu. Sem betur fer rifjuðust upp fyrir mér orð hans og athæfi sl. ára og hvað ég hef alla tíð átt bágt með að þola hann og var því fljót að skipta um skoðun. Meira
29. júní 1996 | Aðsent efni | 1105 orð

Lagnafélag Íslands 10 ára

VEGNA þessara tímamóta hjá félaginu langar mig fyrst að líta aðeins um farinn veg og íhuga hvernig félaginu hafi tekist til á þessum tíu árum sem það hefur starfað. Starf Lagnafélags Íslands Eins og eðlilegt er fóru fyrstu árin í að móta einhverja fasta stefnu hjá félaginu. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 332 orð

Loforðin á Ingólfstorgi

Loforðin á Ingólfstorgi Sindra Sæmundssyni: UNDIRRITAÐUR er einn fjölmargra í hópi ungs fólks á fundi forsetaframbjóðenda á Ingólfstorgi sl. sunnudag. Við yngra fólkið í landinu erum mjög áhugasöm um þessar kosningar og það sýndi sig best á því hvað margir mættu á þennan fund. Ungt fólk er ekki neinir bjánar. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 226 orð

Lokaspretturinn til þess að kjósa Pétur

Í DAG er kosningadagur til þess að velja forseta Íslands, síðasti dagur til þess að taka þá ákvörðun hver verði næsti þjóðhöfðingi okkar. Forsetakjör er ein af mikilvægustu ákvörðunum þjóðarinnar og það er okkur því mjög mikilvægt að velja rétt. Í mínum huga er enginn vafi á um að Pétur og Inga Ásta verða þjóðinni glæsilegir fulltrúar, bæði innanlands sem utan. Pétur Kr. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 512 orð

Ódrengileg aðför Ólafs Ragnars að Guðmundi J.

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, þingmaður Alþýðubandalagsins og forsetaframbjóðandi, hefur á sínum pólitíska ferli beitt þeirri aðferð að ráðast á þá sem honum hefur þótt liggja vel við höggi til að skapa sér vinsældir og koma sér áfram. Þetta á bæði við um fyrirtæki og einstaklinga. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 594 orð

Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín ­ Já takk!

DAGURINN í dag er stór dagur fyrir alla Íslendinga. Í dag munu vonandi sem allra flestir kosningabærir menn ganga inn í kjörklefa og greiða þeim frambjóðanda atkvæði sem þeir treysta best. Hvert atkvæði skiptir máli. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 92 orð

Pétur á Bessastaði Jóni Bergsteinssyni: ÍSLENDINGAR eru að fara að kjósa sér forseta. Þá er öllum ljóst, að við þurfum á góðum

Pétur á Bessastaði Jóni Bergsteinssyni: ÍSLENDINGAR eru að fara að kjósa sér forseta. Þá er öllum ljóst, að við þurfum á góðum manni að halda, vökumanni til að líta til með okkur einstaklingunum í önn daganna. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 90 orð

Réttlætið ráði Jennýju Á. Magnúsdóttur: Í LJÓSI þróunar þessarar kosningabaráttu, hversu pólitísk hún er orðin, er það ekki

Réttlætið ráði Jennýju Á. Magnúsdóttur: Í LJÓSI þróunar þessarar kosningabaráttu, hversu pólitísk hún er orðin, er það ekki réttlætismál að kosið verði tvisvar? Fólk virðist skiptast í tvær andstæðar fylkingar og hætt er við að a.m.k. helmingur þjóðarinnar verði mjög óánægður með úrslit kosninganna. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 496 orð

Sátt um forseta Íslands

VIÐ ÍSLENDINGAR höfum borið til þess gæfu, að velja einstaklinga til forseta sem þjóðin öll, einnig þeir sem kusu aðra frambjóðendur, hefur átt auðvelt með að sætta sig við. Jafnvel í því tilviki þegar kosinn var stjórnmálamaður var það ekki einstaklingur sem stórum hluta þjóðarinnar fannst óbærilegt að hafa sem forseta. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 532 orð

Segðu mér hvern þú umgengst og ég skal segja þér hver þú ert

Í OKTÓBER 1987 þingaði indverski kommúnistinn Romesh Chandra, forseti Heimsfriðarráðsins hérlendis, um almenningsálitið í heiminum og afvopnunarmál ásamt þeim Ólafi Ragnari Grímssyni, séra Gunnari Kristjánssyni og Steingrími Hermannssyni. Fundinn sátu einnig erlendir menn frá 17 löndum í Evrópu, Norður og Suður- Ameríku, Asíu og Afríku og íslenskt friðarhreyfingafólk. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 258 orð

Sérhver þekkist af sínum verkum

Sérhver þekkist af sínum verkum VIÐ sitjum og horfum á umræðuþátt í sjónvarpinu þar sem forsetaframbjóðendurnir svara spurningum og miðla sínum boðskap til áhorfenda. Við sitjum róleg. Allt í einu hríslast hrollur niður eftir baki okkar beggja. Þetta gerðist þegar Ólafur Grímsson byrjaði að tala. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 395 orð

Skiptir máli hvort Ólafur Ragnar er skúrkur eða ekki?

SÍÐASTLIÐNA daga hefur nokkuð borið á ávirðingum í garð Ólafs Ragnars Grímssonar. Víst er um það, að af nógu er að taka þegar Ólafur Ragnar er annars vegar, enda er hann maður með fortíð og hana misfallega, svo vægt sé til orða tekið. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 581 orð

Sparkað í framsóknarmenn

Sparkað í framsóknarmenn Gísla Baldurssyni: ÓLAFUR Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi og þingmaður Alþýðubandalagsins og óháðra hefur sagt frá því hve hann sé undrandi og glaður yfir stuðningi margra framsóknarmanna við sig í þessum kosningum. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 45 orð

Stuðningsyfirlýsing Ásgeiri Vali Eggertssyni: LANDSMENN góðir. Liðsmönnum Birtu er annt um börnin sín, þeir óska þeim friðar og

Stuðningsyfirlýsing Ásgeiri Vali Eggertssyni: LANDSMENN góðir. Liðsmönnum Birtu er annt um börnin sín, þeir óska þeim friðar og birturíkrar framtíðar í kærleika og lýsa hér með stuðningi við Ástþór Magnússon forsetaframbjóðanda, og að öðrum forsetaframbjóðendum ólöstuðum. Meira
29. júní 1996 | Aðsent efni | 1056 orð

Stuðningur Norðurlandanna færir ungmennum í Brasilíu framtíð

SAMSTARFSAÐILAR okkar í Brasilíu sýndu okkur að verkefnin sem lagt var upp með hafa öll gengið samkvæmt áætlun. Þau miða flest að stuðningi við menntun barna og unglinga, að forða þeim frá því að verða götubörn og gefa þeim tækifæri til að fá störf og brjótast út úr fátækt. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 405 orð

Styðjum Guðrúnu til sigurs

Styðjum Guðrúnu til sigurs Berghildi Erlu Bernharðsdóttur: NÚ ER komið að því að við Íslendingar kjósum okkur forseta, sem er eini þjóðkjörni fulltrúi okkar. Kosningabaráttan hefur verið hörð og á tíðum óvægin, enda takast hér á andstæð öfl í þjóðfélaginu. Meira
29. júní 1996 | Aðsent efni | 1109 orð

Stöndum saman gegn skattsvikunum

GREIN þessi er framhald af fyrri grein um fjármagnsflutningana miklu með okurvöxtum og sjálfdæmdum innheimtugjöldum frá þeim skuldugu til hinna ríkari sem greiða engan skatt af þessum tekjum sínum en draga gjarnan frá tekjunum vaxta- og fjármagnskostnað, nokkuð sem hinir fátækari fá ekki að gera. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 470 orð

Svart á hvítu

FYRRVERANDI formaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, er stjórnmálamaður sem hefur einskis svifist til að koma sér áfram og koma höggi á andstæðinga sína. Hann hefur jafnframt hyglað vinum sínum mjög á kostnað almennings. Ágætt dæmi um þetta er meðferð hans á máli útgáfufyrirtækisins Svarts á hvítu annars vegar og Þýzk-íslenzka hins vegar þegar hann var fjármálaráðherra. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 597 orð

Sýnið samstöðu í verki

UNDARLEGUR er andskotinn! Þannig tók oft til orða, frænka mín ein gömul, þegar henni blöskraði stundum athafnir samferðamanna sinna. Þessi upphrópun hennar finnst mér vel við eiga, þegar haft er í huga framboð Ólafs Ragnars til forsetaembættisins. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 495 orð

Til stuðnings Ólafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu

FYRSTA lýsingin sem ég heyrði á Ólafi Ragnari Grímssyni var frá sameiginlegum vini okkar Ólafs Ragnars. Þeir höfðu tengst vináttuböndum sem aldrei rofnuðu þótt margt bæri síðar á milli í stjórnmálum. Ólafur Ragnar Grímsson var þá í námi í stjórnmálavísindum í Bretlandi, og var að vissu leyti eins og óskrifað blað. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 53 orð

Vammlausan forseta Ástu Hávarðardóttur: KÆRU kjósendur. Íhugum vandlega val okkar á næsta forseta landsins. Pétur Hafstein er

KÆRU kjósendur. Íhugum vandlega val okkar á næsta forseta landsins. Pétur Hafstein er maður með vammlausa fortíið. Hann er okkar besti kostur, heiðarlegur, traustur, hreinn og beinn í framkomu. Atkvæði þitt, kjósandi góður, skiptir miklu máli. Sameinumst um Pétur Hafstein og Ingu Ástu á Bessastaði. ÁSTA HÁVARÐARDÓTTIR, Blikanesi 19, Garðabæ. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 550 orð

Vinnum sigur með Guðrúnu

Í DAG göngum við Íslendingar til forsetakosninga. Hvert atkvæði skiptir máli, því það skiptir miklu máli hver gegnir embætti forseta Íslands. Góður forseti sameinar þjóðina, er henni fyrirmynd og er málsvari íslenskra hagsmuna heima og heiman. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 354 orð

Virkjun Bessastaða stórkostleg hugmynd

HR. ÁSTÞÓR Magnússon! Ég undirritaður vil hér með lýsa yfir stuðningi mínum við þig sem forsetaframbjóðanda í komandi forsetakosningum. Ástæðum þess að ég vil gera það á þennan máta verður hér á eftir lýst. Svo ég byrji nú á byrjuninni þá var það eins og hálfs árs sonur minn, Kolbeinn, sem fyrst veitti þér athygli á heimili mínu. Af hverju er mér að fullu dulið. Meira
29. júní 1996 | Aðsent efni | 342 orð

Yfirlýsing frá óháðum áhugamönnum um forsetakjör 1996

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: Svo sem fram hefur komið í Morgunblaðinu erum við undirritaðir í fyrirsvari fyrir hóp manna sem hafa kosið að kalla sig óháða áhugamenn um forsetakjör 1996. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 899 orð

Það er nauðsynlegt að bregðast við illmælgi

KJÓSENDUR eiga um góða kosti að velja í forsetakosningunum í dag. Guðrún Agnarsdóttir hefur hvarvetna getið sér gott orð, jafnt á þingi sem annars staðar. Pétur Kr. Hafstein er vammlaust prúðmenni, sem ég ber persónulega hlýjar tilfinningar til. Ólafur Ragnar Grímsson er annálaður skörungur með glæsilegan feril að baki jafnt heima sem erlendis. Meira
29. júní 1996 | Kosningar | 273 orð

Örlítið innlegg í forsetaumræðuna

Örlítið innlegg í forsetaumræðuna Önnu Laufeyju Sigurðardóttur: MIG langar til að benda á nokkur atriði sem aftur og aftur koma upp í huga minn þegar talað er um forsetakjörið sem framundan er. Það vill svo til að ég þekki til Péturs, Ingu Ástu og drengjanna þeirra. Meira

Minningargreinar

29. júní 1996 | Minningargreinar | 388 orð

Árni Arngrímsson

Þó ljóst væri að mágur okkar Árni Arngrímsson ætti ekki langt líf fyrir hönd vegna þrálátra undangenginna veikinda kom andlát hans okkur samt á óvart. Á kveðjustund er margs að minnast ekki síst þar sem kynnin hafa verið löng og farsæl eins og var milli Árna og fjölskyldna okkar alla tíð. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 174 orð

ÁRNI ARNGRÍMSSON

ÁRNI ARNGRÍMSSON Árni Arngrímsson var fæddur á Dalvík 29. febrúar 1920. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Arngrímur Jóhannesson frá Ytra-Holti í Svarfaðardal, smiður á Dalvík, f. 11.3. 1886, d. 20.3. 1982, og Jórunn Antonsdóttir frá Hamri í Svarfaðardal, f. 26.12. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 250 orð

Björn Guðmundsson

Sagt hefur verið að þeim mun dýpra sem sorgin ristir hjartað, þeim mun meiri gleði hafi það geymt. Þegar setja á fáein orð á blað við svo skyndilegt og ótímabært fráfall Björns Guðmundssonar verður hugurinn sem lamaður og svo mjög tregt tungu að hræra. Fyrst verður okkur þó hugsað til ástvina allra og stóra vinahópsins sem nú hefur séð sól sortna á þessu bjarta og gróðurríka vori. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 215 orð

Björn Guðmundsson

Björn var 58 ára gamall er hann gekk sín síðustu spor. Hans er saknað af öllum þeim sem honum kynntust. Hann lifði fögru lífi og lét margt gott af sér leiða. Faðir Guðmundar, föður Björns, var séra Gísli Kjartansson, prestur í Sandfelli í Öræfum. Faðir Ástu, móður Björns, var Þórhallur Daníelsson, kaupmaður og útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði. Móðir hennar var Ingibjörg Friðgeirsdóttir. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 237 orð

Björn Guðmundsson

Björn Guðmundsson, forstjóri er látinn. Björn var þannig maður að hann eignaðist vini hvarvetna þar sem hann fór. Við áttum því láni að fagna að flytja skrifstofur okkar í Borgartún 33 um miðjan síðasta áratug þar sem Ásbjörn Ólafsson hf. hafði þá bækistöðvar sínar. Allt frá fyrstu stundu fann maður að maður var velkominn í þetta hús. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 409 orð

Björn Guðmundsson

Nú þegar sólin er hæst á lofti og veður óvenju blíðlynd ber óvæntan skugga á við fráfall Björns Guðmundssonar. Í einu vetfangi erum við óþyrmilega minnt á hverfulleika lífsins og að ekkert varir að eilífu. Samhliða sorginni sækja þó á hugann ótal minningar um einstakan vin, minningar sem eru okkur hjónunum afar dýrmætar og aldrei munu gleymast. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 230 orð

Björn Guðmundsson

Góður vinur, Björn Guðmundsson, er fallinn frá, það er sárt að sjá á eftir honum langt fyrir aldur fram. Mig langar að minnast hans fáum orðum. Fyrir 25 árum hófum við Erla kona mín verslunarrekstur og eitt fyrsta fyrirtækið sem við áttum viðskipti við var heildverslun Ásbjörns Ólafssonar. Þar hófust kynni okkar við Björn. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 270 orð

Björn Guðmundsson

Mikill heiðursmaður er fallinn frá. Björn Guðmundsson er dáinn. Hann féll á bezta aldri, aðeins 58 ára gamall. Eftir sitja ástvinir, velunnarar og venzlamenn hnýpnir og harmi slegnir yfir ótímabæru brotthvarfi sómamanns úr heimi hér. En minningarnar lifa, ylja, og deyfa sársaukann. Björn og Ólafía voru nágrannar okkar síðustu tíu árin. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 214 orð

Björn Guðmundsson

Ég kynntist Birni fyrst fyrir um það bil tíu árum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvers konar öðlingsmaður Björn var og minnist ég þess að í eitt af fyrstu skiptunum sem ég talaði við Björn var hann strax farinn að bjóða fram aðstoð sína eða eins og hann orðaði það: Ef það er eitthvað, Biddi minn, sem ég get einhvern tíma, Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 28 orð

BJÖRN GUÐMUNDSSON

BJÖRN GUÐMUNDSSON Björn Guðmundsson fæddist í Reykjavík 24. september 1937. Hann lést á Gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 20. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 28. júní. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 161 orð

Björn Sigurður Ívarsson

Hann Bassi er dáinn, hann sem var mér alltaf svo góður og tók mig alltaf upp þegar ég var lítil þegar hann kom á Krókinn og vildi eiga litlu tána. Hann fékk nú að eiga hana að lokum, þegar ég gerði mér grein fyrir því að hann tæki hana ekki af. Hann Bassi var alltaf svo hress. Ég man þegar hann kom til ömmu og afa, og sat við eldhúsborðið og sagði eitthvað skemmtilegt. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 31 orð

BJÖRN SIGURÐUR ÍVARSSON

BJÖRN SIGURÐUR ÍVARSSON Björn Sigurður Ívarsson fæddist á Hofsósi 9. janúar 1942. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 26. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hofsóskirkju 1. júní. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 336 orð

Gunnlaugur Sigurbjörnsson

Elsku Gulli minn. Með fáeinum orðum vil ég kveðja þig í hinsta sinn og þakka þér vináttu og hlýleik í minn garð. Við fráfall þitt er höggvið djúpt skarð í vinahópinn sem seint verður fyllt. En það er huggun í harmi, að þú ert laus úr viðjum veikinda og getur óhindrað haldið för þinni áfram, hvert sem er og hvenær sem er. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 30 orð

GUNNLAUGUR SIGURBJöRNSSON

GUNNLAUGUR SIGURBJöRNSSON Gunnlaugur Sigurbjörnsson fæddist í Reykjavík 26. desember 1963. Hann lést á heimili foreldra sinna í Kópavogi 9. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 20. júní. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 907 orð

Jónas Þórarinn Ásgeirsson

Fátt kemur manni jafn mikið á óvart og dauðinn þótt ekkert sé jafn víst og þau endalok. Það var vitað að hverju dró en samt hélt maður í vonina um sigur lífsins. Því fáa menn hefi ég þekkt, sem voru jafn lifandi allt sitt líf. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 779 orð

Jónas Þórarinn Ásgeirsson

Og þar eru fjöllin svo hátignar há, svo hljómfagurt lækirnir niða. Og þar eru útmiðin blikandi blá með bjargráð ­ og öldurnar kliða. Þar hef ég lifað og leikið mér dátt með lífsglöðum vinum á kveldin. Við trúðum á sjálfra okkar megin og mátt. Ég man það var leikið með eldinn. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 31 orð

JÓNAS ÞÓRARINN ÁSGEIRSSON Jónas Þórarinn Ásgeirsson fæddist á Húsavík 25. ágúst 1920. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 14.

JÓNAS ÞÓRARINN ÁSGEIRSSON Jónas Þórarinn Ásgeirsson fæddist á Húsavík 25. ágúst 1920. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 14. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 24. júní. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 596 orð

Óli Ísfeld

Óli Ísfeld veitingamaður og forstjóri Samkomuhúss Vestmannaeyja um áratugaskeið er látinn. Gifturíkri ævi einstæðs öðlings er lokið og hvíldin kærkomin eftir langa starfsævi. Síðustu árin dvaldi Óli á sjúkrahúsinu og naut þar aðhlynningar kærleiksríkra handa, sem ber að þakka. Alsystkini Óla, Kjartan, Ragnar og Oddný, eru löngu látin. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 72 orð

ÓLI ÍSFELD

ÓLI ÍSFELD Óli Ísfeld fæddist á Eskifirði 27. janúar 1905. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 19. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Jónsdóttir og Jón Kjartansson í Eskifjarðarseli. Anna dó frá fjórum börnum sínum ungum, en þau eru nú öll látin. Jón kvæntist öðru sinni og eignaðist sjö börn með seinni konunni, Guðrúnu Þorkelsdóttur. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 331 orð

Sigtryggur Snorri Ástvaldsson

Í dag kveðjum við góðan vin. Fréttin af sviplegu fráfalli Sigtryggs barst okkur um miðjan dag á fimmtudegi en þá vorum við á ferðalagi í Borgarfirði. Hún var okkur slíkt reiðarslag að hvorugt okkar vildi trúa að hún væri sönn. Við ókum rakleiðs til Reykjavíkur og á leiðinni hrönnuðust upp minningarnar. Sigtryggur var hógvær maður og að eðlisfari lítillátur. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 475 orð

Sigtryggur Snorri Ástvaldsson

Í dag er til moldar borinn Sigtryggur Snorri Ástvaldsson. Mig langar að minnast kærs vinar og samstarfsmanns með nokkrum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst saman norður á Laugarbakka í Miðfirði. Það var smalað saman mönnum í steypuvinnu því til stóð að steypa veggi á einbýlishúsi. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 252 orð

Sigtryggur Snorri Ástvaldsson

Atburðir gerast hratt. Heimili sem var fullt af gleði og væntingum til framtíðarinnar, hefur misst eiginmann, föður og vin. Sem nágrannar höfum við fylgst með þessari fjölskyldu dafna og vaxa síðustu sjö árin, þessi ár verða okkur ógleymanleg. Sigtryggur var dagfarsprúður maður og lét ekki mikið á sér bera. En alltaf var hann að og það sem hann gerði var vel gert. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 503 orð

Sigtryggur Snorri Ástvaldsson

Þegar hún mamma sagði mér að Sigtryggur væri dáinn þyrluðust hugsanirnar upp í huga mér. Það er svo margs að minnast en það er einhvern veginn þannig að á svona stundum hrökkva orðin svo skammt. Sigtryggur verkaði eins og segull á börn og þar sem ég var aðeins barn að aldri þegar hann og Sirrý systir mín byrjuðu að vera saman, urðum við strax góðir vinir. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 824 orð

Sigtryggur Snorri Ástvaldsson

"Af ávöxtunum skuluð þér því þekkja þá," segir Jesús í Matteusarguðsjalli. Þessi orð koma upp í hugann nú er ég kveð elskulegan mág minn, hann Digga. Digga hef ég verið að kynnast smám saman síðustu þrettán árin eða svo. En Diggi var þannig maður að það tók tíma að kynnast honum en því betur sem maður kynntist honum því betur líkaði manni við hann. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 30 orð

SIGTRYGGUR SNORRI ÁSTVALDSSON

SIGTRYGGUR SNORRI ÁSTVALDSSON Sigtryggur Snorri Ástvaldsson fæddist í Valgarði í Garðahreppi 20. ágúst 1945. Hann lést af slysförum 20. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fíladelfíukirkjunni 28. júní. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 545 orð

Örn Eiríksson

Það var fyrir um það bil einu ári, að Sigurður Arnarson sótti um að gerast prestur í Grafarvogssókn. Nokkrir guðfræðingar sóttu um að gegna prestþjónustu í sókninni sem er yngsta kirkjusókn í landinu. Þegar ljóst var hver yrði fyrir valinu fagnaði fjölskylda Sigurðar Arnarsonar af heilum hug. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 341 orð

Örn Eiríksson

Það syrtir ætíð að við andlátsfregn góðs vinar, þrátt fyrir að vitað sé að hverju stefnir. Enn er einn fjölskylduvinurinn kvaddur á brott. Örn Eiríksson er látin eftir erfiða baráttu við krabbamein. Örn eða Bassi Eiríks, eins og hann var ávallt kallaður, fór ungur að árum til náms í Bandaríkjunum. Að námi loknu átti hann heimili í Reykjavík þar sem starfsvettvangur hans var. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 292 orð

Örn Eiríksson

Bassi var sannur Íslendingur. Hann fékk snemma útþrá og nam ungur flug og loftsiglingar í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Á ferðum um framandi lönd svalaði loftvíkingurinn fróðleiksþorsta sínum. Hvert flug Arnar hófst þó og endaði heima á Fróni. Hann unni öllu sem íslenskt var. Bassi var mikill hestaunnandi og áhugamaður um garðrækt. Ísland og Íslendingar stóðu þó næst hjarta hans. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 303 orð

Örn Eiríksson

Örn Eiríksson loftsiglingafræðingur er látinn. Hann var einn af þeim fjölmörgu piltum norðan af Akureyri sem heilluðust af flugi og gerðu það að ævistarfi sínu. Örn nam fræði sín við Spartan-flugskólann í Tulsa í Oklahoma. Að námi loknu hóf hann störf hjá Flugfélagi Íslands hf. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 368 orð

Örn Eiríksson

Við dauðans dyr verða öll orð léttvæg og smá. Við vissum að vinur okkar Örn, eða Bassi eins og hann var gjarnan kallaður í vinahópi, háði harða baráttu við illvígan sjúkdóm, en þó var okkur illa brugðið er fréttin barst af andláti hans. Hugrekki hans og kjarkur var mikill, en góðlátleg kímni hans var aldrei langt undan. Meira
29. júní 1996 | Minningargreinar | 57 orð

ÖRN EIRÍKSSON Örn Eiríksson fæddist á Akureyri 28. janúar 1926. Hann lést í Reykjavík 15. júní síðastliðinn og fór útför hans

ÖRN EIRÍKSSON Örn Eiríksson fæddist á Akureyri 28. janúar 1926. Hann lést í Reykjavík 15. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 24. júní.Í formála minningagreina um Örn Eiríksson á bls. 32 í Morgunblaðinu á sunndag féll niður nafn Ernu Kristjánsdóttur, systur Arnar, í upptalningu systkinanna. Meira

Viðskipti

29. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 224 orð

Eurotunnel til skiptameðferðar?

ENSK-franska fyrirtækið Eurotunnel, sem rekur Ermarsundsgöngin, hefur gefið í skyn að það kunni að verða tekið til skiptameðferðar, ef enginn árangur náist í viðræðum við banka um skuldasamning fyrir júlílok. Meira
29. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 258 orð

Hagnaður af reglulegri starfsemi um 86 m.kr.

VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum skilaði alls tæplega 86 milljóna króna hagnaði af reglulegri starfsemi fyrstu átta mánuði reikningsskilaárs félagsins sem hófst þann 1. september 1995. Á sama tímabili árið áður nam hagnaðurinn 23 milljónum. Heildarhagnaður að teknu tilliti til hlutdeildar í hagnaði sölusamtaka og söluhagnaði nam ríflega 329 milljónum á móti tæplega 63 milljónum árið áður. Meira
29. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 108 orð

Hagvöxtur í Bretlandi 1,9% á fyrsta ársfjórðungi

HAGVÖXTUR í Bretlandi jókst um 1,9% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma 1995 samkvæmt opinberum tölum. Miðað við þrjá síðustu mánuði 1995 jókst verg landsframleiðsla um 0,4% og neyzla um 0,9, sem er mesta aukning síðan síðla árs 1993. Viðskiptajöfnuður á árinu 1995 í heild var óhagstæður um 2.9 milljarða punda, en ekki 6.7 milljarða punda eins og áður hafði verið áætlað. Meira
29. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Hæsta gengi dollars gegn jeni í 28 mánuði

GENGI dollars gegn jeni hafði ekki verið hærra í 28 mánuði í gær, enda hefur dregið úr ugg um japanska vaxtahækkun og farið var lofsamlegum orðum um bata dollars á leiðtogafundi 7 helztu iðnríkja heims (G7). Meira
29. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Ráðinn staðgengill bankastjóra Búnaðarbankans

Sveinn Jónsson hefur verið ráðinn staðgengill bankastjóra Búnaðarbankans frá 1. júlí næstkomandi. Sveinn er viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi að mennt og hefur auk þess meistaragráðu í hönnun tölvukerfa frá City University í Lundúnum. Meira
29. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 460 orð

Útlit fyrir hagnað og stóraukna veltu í ár

LIÐLEGA 4 milljóna króna tap varð hjá Kjötumboðinu hf. á síðasta ári samanborið við tæplega 4 milljóna hagnað árið áður. Rekstur fyrri hluta ársins var fremur erfiður en á síðari hluta þess skilaði fyrirtækið hagnaði, að því er fram kom á aðalfundi þess í gær. Betur horfir í rekstrinum í ár og útlit er fyrir hagnað og stóraukna veltu. Meira
29. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Vextir voru 30 punktum yfir húsbréfaávöxtun

SKANDIA hf. hefur lokið við að selja skuldabréf Kópavogsbæjar til 25 ára að fjárhæð 350 milljónir króna. Að sögn Árna Odds Þórðarsonar, forstöðumanns hjá Skandia hf., sem hafði umsjón með útboði bréfanna, hlutu þau mjög góðar viðtökur meðal stofnanafjárfesta og seldust upp á um einum mánuði. Meira

Daglegt líf

29. júní 1996 | Neytendur | 80 orð

Hagkaup leigir húsdýragarðinn

BÆNDADÖGUNUM í Hagkaup er að ljúka þessa dagana og af því tilefni hafa forsvarsmenn hjá Hagkaup leigt húsdýragarðinn á laugardag og sunnudag. Þar verður mikið um að vera, aðgangur er ókeypis og börnin verða máluð, götuleikhús verður á staðnum, leiktæki og ýmislegt fleira sem kætir ungu kynslóðina. Meira
29. júní 1996 | Neytendur | -1 orð

Hagkvæm innkaup með sem minnstri fyrirhöfn

Sá tími er liðinn, ef hann hefur þá einhvern tímann verið til, að allt sé ódýrt eða ódýrara í útlöndum. En með aukinni fjölbreytni í verslunarháttum er hægt að ganga að ódýrum vörum, ef maður veit hvar á að leita. Fyrsta reglan er að þar sem útlendingar versla fyrst og fremst þar er verðið örugglega ekki sérlega hagstætt, nema í undantekningartilfellum. Meira
29. júní 1996 | Neytendur | 293 orð

Heitt í kolunum

Undanfarnar vikur hafa birst á laugardögum uppskriftir að grillréttum sem þeir Óskar Finnsson, Ingvar Sigurðsson og Árni Þór Arnórsson matreiðslumenn á Argentínu steikhúsi hafa verið að gefa hlustendum Bylgjunnar á laugardögum. Þetta er í síðasta skipti í bili sem þeir félagar gefa uppskriftir á grillið. Meira
29. júní 1996 | Neytendur | 126 orð

Ný 10-11 verslun í Austurstræti

Í GÆR var opnuð í Austurstræti ný 10-11 verslun. Verslunin er á 450 fermetra gólffleti og síðan verða ávextir og grænmeti á sérstökum útimarkaði þ.e.a.s. þegar veður leyfir. Ýmis opnunartilboð verða í versluninni í tilefni opnunarinnar, jarðarberjabakkinn með 200 grömmum kostar 89 krónur en tæplega 400 grömm af bláberjum kosta 198 krónur. Meira
29. júní 1996 | Neytendur | 105 orð

Tómatar á útsölu

FRAMBOÐ af íslenskum tómötum er að ná hámarki og verðið breytist jafnvel nokkrum sinnum á dag. Kolbeinn Ágústsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna segist ekki vita hversu lengi þessi verðlækkun standi en bendir á að bæði agúrkur og paprikur hafi líka lækkað að undanförnu. Kílóið af tómötum var á 125 krónur í Bónus í gær. Meira
29. júní 1996 | Neytendur | 55 orð

(fyrirsögn vantar)

HAFI lesendur rekist á skemmtilega markaði, lagersölur, fornverslanir eða sérstakar verslanir í útlöndum væri vel þegið ef þeir hefðu samband við okkur hér á neytendasíðunni. Þessum upplýsingum væri síðan hægt að miðla áfram til lesenda sem margir hverjir eru á faraldsfæti í sumar og kunna eflaust að meta slíka vitneskju. Síminn hjá neytendasíðunni er 5691225. Meira

Fastir þættir

29. júní 1996 | Dagbók | 2710 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 28. júní-4. júlí verða Ingólfsapótek, Kringlunni og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4. Frá þeim tíma er Ingólfsapótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
29. júní 1996 | Í dag | 184 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Sextíu og fimm

Árnað heillaÁRA afmæli. Sextíu og fimm ára er í dag Hjörleifur Jónsson, Miðtúni 84, Reykjavík. Eiginkona hans Ósk Bjarnadóttir varð 65 ára 17. mars sl. Þau taka á móti gestum á heimili sínu í dag eftir kl. 17. ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 29. Meira
29. júní 1996 | Í dag | 27 orð

Árnað heillaLjósm. Mynd Hafnarfirði.BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júní sl. í Háteigskirkju af sr. Hjalta Guðmundssyni Kristrún Daníelsdóttir og Sigurvin Sigurðsson. Heimili þeirra er í Drápuhlíð 4, Reykjavík. Meira
29. júní 1996 | Í dag | 29 orð

Árnað heillaLjósm. Mynd Hafnarfirði.BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní sl. í Garðakirkju af séra Bjarna Þór Bjarnasyni Aldís Baldvinsdóttir og Víðir Már Atlason. Heimili þeirra er á Þrúðvangi 22, Hafnarfirði. Meira
29. júní 1996 | Í dag | 29 orð

Árnað heillaLjósm. Mynd Hafnarfirði.BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní sl. í Víðistaðakirkju af séra Sigurði Helga Guðmundssyni Hulda Sigurveig Helgadóttir og Þröstur Ásgeirsson. Heimili þeirra er á Háholti 5, Hafnarfirði. Meira
29. júní 1996 | Fastir þættir | 115 orð

BRIDS Bridsdeild Félags eldri borgara Kópavogi

Spilaður var Mitchell tvímenningur þriðjudaginn 18.6. '96. 20 pör mættu, úrslit urðu: N/S-riðill Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson279 Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson269 Sæmundur Björnsson - Böðvar Guðmundsson260 Helgi Vilhjálmsson - Árni Halldórsson239 A/V-riðill Sigurður Gunnlaugss. Meira
29. júní 1996 | Fastir þættir | 94 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Brids á Húsavík

Einn liður í Jónsmessuhátíðinni á Húsavík var bridskeppni ­ tvímenningur ­ og sest að spilum á miðnætti þá fjöldinn hóf göngu á Húsavíkurfjall. Keppnin var öllum opin. Lokastaðan: Magnús Magnússon og Skúli Skúlason, Akureyri með 85 stig. Þórir Aðalsteinsson og Gunnlaugur Stefánsson með 79 stig. Friðrik Jónasson og Torfi Aðalsteinsson, Húsavík með 76 stig. Kristín E. Meira
29. júní 1996 | Fastir þættir | 111 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids á Suðurnesjum

Í SUMAR hefir verið spilaður sumarbrids í félagsheimilinu á Mánagrund. Félögin standa sameiginlega að spilamennskunni og hefir þátttaka verið misjöfn einkum vegna fótboltavertíðarinnar. Úrslit 12. júní: 1-2. Karl Karlsson - Svala Pálsdóttir 1-2. Eyþór Jónsson - Björn Dúason 3. Randver Ragnarss. - Guðjón Svavar Jensen Úrslit 19. Meira
29. júní 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní sl. í Hallgrímskirkju af séra Gunnari Kristjánssyni Jórunn Sigurðardóttir og Sigurður Kristjánsson. Heimili þeirra er að Mosarima 15, Reykjavík. Meira
29. júní 1996 | Fastir þættir | 640 orð

Guðspjall dagsins: Verið miskunnsamir. (Lúk. 6.)

Guðspjall dagsins: Verið miskunnsamir. (Lúk. 6.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermdar verða systurnar Aníta og Anja Pedersen frá Kolding í Danmörku, p.t. Nönnugötu 6, Rvk. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA:Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
29. júní 1996 | Fastir þættir | 1514 orð

Gæðingakeppni Fjórðungsmótsins á Gaddstaðaflötum

MIKIL spenna ríkir í kringum gæðingakeppni Fjórðungsmótsins, sem haldið verður á Gaddstaðaflötum í næstu viku. Fjöldi keppenda er mættur til leiks og miklu máli þykir skipta hvenær keppendur koma fram í forvali. Almennt er talið að einkunnir hækki eftir því sem álíður keppnina. Hér birtist skrá yfir keppendur á mótsinu: A-flokkur: Meira
29. júní 1996 | Fastir þættir | 756 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 855. þáttur

855. þáttur Örnólfur Thorlacius skrifar mér enn á sinn markvísa og skemmtilega hátt. Hann tekur af mér ómakið í ýmsu sem ég hafði ætlað mér að minnast á. Um aðeins eitt atriði ("mexíkanskur") gæti ég reynt að deila við hann, en nenni því hreint ekki. Svo kemur þetta góða bréf: "Kæri Gísli. Meira
29. júní 1996 | Dagbók | -1 orð

SPURT ER...

»Biskup Íslands sagði í vikunni að hann hygðist segja af sér og láta af störfum í lok næsta árs. Hvað heitir biskupinn? »Þýska sinfóníuhljómsveitin í Berlín leikur á tónleikum í Laugardalshöll í dag. Hvað heitir stjórnandi hennar? »Söngvari þekktrar breskrar popphljómsveitar hefur hafst við á Íslandi undanfarið, spilað knattspyrnu og sést á kaffihúsum og veitingastöðum. Meira
29. júní 1996 | Fastir þættir | 685 orð

Veisla áBessastöðum

MIKIÐ vatn hefur runnið til sjávar síðan Levatzow stiftamtmaður hélt veislu á Bessastöðum fyrir breska leiðangursmanninn Stanley og félaga hans hinn 5. júli, 1789, en þeir voru nýkomnir til Íslands í könnunarferð með viðkomu í Meira
29. júní 1996 | Í dag | 422 orð

VO SKEMMTILEGA vill til að forsetakjör sem þjóðaratkvæð

VO SKEMMTILEGA vill til að forsetakjör sem þjóðaratkvæðagreiðsla hefur aldrei farið fram frá stofnun lýðveldisins án þess að kosningarnar hafi borið upp á annaðhvort 29. júní eða 30. júní. Að vísu hafa einar kosningar til forseta, árið 1988, borið upp á annan dag, 25. Meira
29. júní 1996 | Í dag | 273 orð

Vökvun stofublóma BETA hringdi til Velvakanda með leiðbeini

BETA hringdi til Velvakanda með leiðbeiningar varðandi vökvun stofublóma, en hún sá fyrirspurn um það efni fyrir stuttu. Í mörgum blómaverslunum fæst blómaáburður sem heitir Waterpro. Virkar hann þannig að plönturnar eru vökvaðar með áburðinum áður en það fer í frí og dugar vökvunin allt upp í þrjár vikur því vökvinn binst í kristöllum í efninu. Allar leiðbeiningar eru á íslensku. Meira

Íþróttir

29. júní 1996 | Íþróttir | 90 orð

Bebeto í ÓL- liði Brasilíu

KNATTSPYRNUKAPPINN Bebeto, sem er kominn til liðs við Flamengo eftir að hafa leikið með La Coruna á Spáni, hefur verið valinn í Ólympíulið Brasilíumanna fyrir ÓL í Atlanta, aftur á móti hefur félagi hans Romario verið settur út. ÓL-liðin eru skipuð leikmönnum undir 23ja ára aldri, en þrír eldri leikmenn leika með þeim. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | 39 orð

Brasilíumenn efstir á blaði

HEIMSMEISTARARNIR frá Brasilíu eru efstir á blaði hjá veðbönkum í London, á listanum yfir líklegustu sigurvegara í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi 1998. Líkur þeirra eru taldar 5-1, næstir á blaði eru Þjóðverjar 6-1, Argentínumenn og Ítalir 7-1. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | 252 orð

"Ég er tilbúinn í slaginn"

Í FLESTRA augum er hin geysierfiða Tour de France- hjólreiðakeppni aðeins skemmtun hin mesta en í augum ókrýnds konungs hjólreiðanna, Miguel Indurains, er hún hins vegar erfiðisvinna og ætlar hann svo sannarlega að leysa starf sitt vel af hendi. "Keppnin á eftir að verða mjög erfið en reyndar er hún það nú alltaf. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | 795 orð

Frá Hollandi til Parísar

Tour de France-hjólreiðakeppnin er haldin í 83. sinn í ár. Keppt er í áföngum alla daga að einum undanskildum, þar sem hvílt verður í Gap í Ölpunum eftir 10. áfanga, þann 10. júlí. Heildarvegalengd er 3.835 km og keppt verður í 21 áfanga, þar sem 2 eru tímatökur (ekki milli liða í ár), 4 verða í háfjöllum, 4 á meðalerfiðum fjallvegum og 11 á sléttlendi. Stysta leiðin verður í 12. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | 64 orð

Glæsilegt hlaup hjá Surin í París

KANADAMAÐURINN Bruny Surin náði mjög góðum tíma í 100 m hlaupi á alþjóðlegu stigamóti í frjálsíþróttum í parís í gærkvöldi ­ kom í mark á 10,03 sek. Hlaupið var auglýst þannig, að atlaga ætti að gera að heimsmeti Bandaríkjamannsins Leroy Burrell, 9,85 sek. Kanadamaðurinn Donovan Bailey varð annar á 10,04 sek. og Bretinn Linford Christie þriðji á 10,05 sek. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | 474 orð

Glæsilegur áratugur Miguel Indurain

Spánverjinn Miguel Indurain hefur möguleika á því að verða fyrsti keppandinn til að sigra 6 sinnum í Tour de France-hjólreiðakeppninni, og það í þokkbót í röð. Frakkanum Anquetil og Belganum Merckx tókst að vinna fimm sinnum, fjórum sinnum í röð á sjöunda og áttunda áratugnum, þannig að Indurain setur í raun a.m.k. tvö met ef honum tekst að sigra í ár. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | 80 orð

Góður sigur á Kýpur

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í körfuknattleik lagði lið Kýpur að velli 71:41 á alþjóðlegu móti á Möltu í gærkvöldi og er komið í undanúrslit ­ leikur gegn Lúxemborg í dag. Ef sá leikur vinnst mun íslenska liðið leika til úrslita að öllum líkindum gegn Albaníu. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | -1 orð

"Jón Arnar er mjög öflugur"

"BELGAR og Hollendingar eru með sterkustu sveitirnar í riðlinum og síðan koma Kýpurbúar og á góðum degi getum við verið í baráttu við þá. Síðan koma Ísraelsmenn sem á pappírunum eru með áþekkt lið og okkar," sagði Egill Eiðsson, einn þjálfari íslenska karlaliðsins í frjálsíþróttum sem í dag og á morgun tekur þátt í 2. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | 76 orð

Martha rétt við ÓL-lágmarkið

MARTHA Ernsdóttir, hlaupakona úr ÍR, var ekki langt frá ÓL-lágmarki Íslands í 5.000 m hlaupi í Bergen í gærkvöldi, hljóp vegalengdina á 16.00,78 mín., lágmarkið eru sextán mín. sléttar. "Það munaði ekki miklu hjá Mörthu," sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hennar. Gunnar sagði að nú væri reynt að koma Mörthu inn á Bislett-leikana í næstu viku, helmingslíkur eru á því. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | 174 orð

Meiðsli stöðvuðu Boris Becker

Boris Becker er úr leik á Wimbledon-tennismótinu, meiddist á úlnlið á hægri hendi í byrjun leiks gegn Neville Godwin frá S-Afríku í þriðju umferð í gær, er staðan var 6-6. "Ég reyndi að slá boltann, hitti hann of seint, heyrði hvell og gat ekki leikið áfram. Ég vissi strax að þetta var alvarlegt. Ég hef oft meiðst í keppni og ég veit vel hvenær meiðslin eru alvarleg ­ er líklega brotinn. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | 110 orð

Shearer áfram hjá Blackburn

FORSETI enska knattspyrnufélagsins Blackburn Rovers, Robert Coar, neitaði í gær öllum fréttum þess efnis að markahrókurinn mikli, Alan Shearer, væri á förum til Manchester United fyrir litla tvo milljarða króna. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | -1 orð

Sigurður Einarsson keppir í Brussel og Englandi

Sigurður Einarsson spjótkastari keppir í 2. deild Evrópubikarkeppninnar í Brussel í dag og annað kvöld tekur hann þátt í móti í Englandi. Hann hefur ekki tekið þátt í keppni í mánuð. Sigurður segir að hann fari síðan aftur yfir til Bandaríkjanna, þar sem við tekur lokaundirbúningur fyrir Ólympíuleikana. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | 32 orð

Stórt tap í Mannheim ÍSLENSKA kvennalandsliðið í

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði stórt fyrir Þjóðverjum í vináttulandsleik í Mannheim í gærkvöldi, 0:8, eftir að staðan var 0:5 í leikhléi. Liðin leika aftur í Pforzheim á morgun. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | 57 orð

Stúlkurnar settu Íslandsmet í Bergen

ÍSLENSKA kvennasveitin í 4X100 m boðhlaupi setti Íslandsmet í Evrópubikarkeppninni í Bergen í gærkvöldi, hljóp vegalengdina á 45,71 sek. og bætti metið um sjö sekúndubrot. Guðrún Arnardóttir, Ármanni, hljóp geysilega vel lokasprettinn, aðrar í sveitinni voru Helga Halldórsdóttir, FH, Sunna Gestsdóttir, USAH, Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, Ármanni. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | 1023 orð

viTOURDEFRANCE

viTOURDEFRANCE Sama ár og Wright-bræður fóru í fyrsta flugið árið 1903 var fyrstu Tour de France-hjólreiðakeppninni fylgt úr hlaði. Stefán Friðgeirsson rifjar upp sögu keppninnar, árangur hjólreiðakappans Miguel Indurain, sem hefur fagnað sigri sl. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | 216 orð

WELSKI

WELSKI landsliðsmaðurinn Dean Saunders er á leiðinni frá tyrkneska liðinu Galatasary til Nott. Forest á 1,5 millj. pund. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | 381 orð

Þjóðverjar geta kallað á tvo nýja leikmenn

MIKIÐ er um meiðsli í herbúðum Þjóðverja, sem mæta Tékkum í úrslitaleik Evrópukeppni landsliða á Wembley á morgun kl. 18. Aðeins þrettán af þeim nítján leikmönnum sem eru enn í Englandi ­ þrír eru farnir heim vegna meiðsla, eru klárir í slaginn. Meira
29. júní 1996 | Íþróttir | 264 orð

(fyrirsögn vantar)

Knattspyrna Laugardagur: Intertoto-keppnin: Keflavíkurv.: Keflavík - Maribor Branik 20 4. deild: Gervigr. Laugardal: KSÁÁ - GG14 Njarðvík: Njarðvík - Framherjar14 Helgafellsvöllur: Smástund - Bruni14 Hólmavík: Geislinn - Ernir Í.14 Gervigr. Meira

Úr verinu

29. júní 1996 | Úr verinu | 370 orð

Afnám línutvöföldunar minnkar atvinnu

SMÁBÁTAEIGENDUR þurfa fyrir nk. mánudag að ákveða í hvaða veiðistjórnunarkerfi þeir veiða á næsta fiskveiðiári. Þótt smábátaeigendur virðist almennt sáttir við nýju lögin hafa víða komið fram gagnrýnisraddir á þau. Meira
29. júní 1996 | Úr verinu | 105 orð

Björgunin æfð

SJÓMENN frá Grundarfirði og Snæfellsbæ fjölmenntu á námskeið Slysavarnarskóla sjómanna í Grundarfirði nýlega. Um 50 manns sóttu svokallað dagnámskeið og 15 námu á kvöldin. Sjómenn lærðu þar allt það helzta um öryggismál á sjó, rétt viðbrögð við hættu, björgun úr sjó og margt fleira. Að loknu námskeiði var boðið upp á kaffi og kökur, sem konur sjómanna sáu um. Meira
29. júní 1996 | Úr verinu | 252 orð

Veiðidögum fækkað og kvótinn skorinn niður

MJÖG strangar veiðitakmarkanir eru nú að taka gildi við Nýja England í Bandaríkjunum. Þær fela í sér lokanir veiðisvæða, niðurskurð á heildarafla og verulega fækkun róðrardaga. Lokað verður fiskimiðum á Georgsbanka, við Nantucket og á Maineflóa. Róðrardögum um 1.700 báta verður fækkað um 35% á þessu ári og 50% á því næsta og möskvinn verður stækkaður. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

29. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 863 orð

Bangsar seljast dýrum dómum á uppboðum

Bangsar seljast dýrum dómum á uppboðum Í RAUNVERULEIKANUM gætu flestir hugsað sér að knúsa og faðma ýmis önnur dýr en ísbirni eða skógarbirni. Samt hafa smækkaðar eftirlíkingar slíkra dýra verið framleiddar um langa hríð og hvílt í friði og spekt í vöggum ungbarna. Meira

Lesbók

29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 963 orð

AFHJÚPUNIN

Ég kveikti á sjónvarpinu og fleygði mér í sófann. Teygaði ískaldan bjór, lygndi aftur augum og beið eftir fréttum. Þreyta dagsins liðaðist úr aumum skrokknum. Bakið fór alltaf í hnút þegar ég var á helvítis loftbornum. Maður var að verða of gamall fyrir þetta. Ég var í þann mund að festa svefn, þegar skothvellir úr sjónvarpstækinu vöktu mig. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1102 orð

BÓKMENNTAKYNNING ERLENDIS Nýlega hafa orðið miklar umræður um kynningu á íslenskum bókmenntum erlendis, enda hefur ríkt óánægja

ÁSÍÐUSTU misserum hafa margar bækur íslenskra samtímahöfunda komið út í þýðingum erlendis, einkum þó á Norðurlöndum, í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Þá munu allar Íslendingasögurnar koma út á ensku í haust á vegum Bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar. Fornsögurnar hafa verið þýddar á stöðugt fleiri tungumál. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 387 orð

ERRÓ GERIR VEGGMYND Í NÝJA BRAUTARSTÖÐ Í LISSABON

MYNDLISTARMAÐURINN Erró er að vinna 4×20 metra stórt málverk á keramikvegg nýrrar neðanjarðarlestarstöðvar sem verið er að reisa í Lissabon í Portúgal fyrir heimssýninguna árið 1998. Erró sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væri verið að gera brennsluprufur með mismunandi efnum og litum. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 150 orð

Eurimages styrkir tvær myndir unnar með Íslendingum

STJÓRNARFUNDI kvikmyndasjóðs Evrópuráðsins lauk á miðvikudag og fengu sextán leiknar myndir styrk, þar af tvær unnar í samvinnu við Íslendinga. Önnur þeirra heitir Maria, eftir Einar Heimisson, en myndin er unnin í samvinnu við Þjóðverja og Dani. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

Frönsk vísnatónlist á Snæfellsnesi og Vestfjörðum

FRANSKA vísnasöngkonan Zita og Didier Laloux flytja franska vísna- og revíutónlist tileinkaða hafinu og höfninni, á Hótel Búðum um helgina 29. og 30. júní, í Tjöruhúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 3. júlí kl. 21 og föstudaginn 5. júlí hótelgestum í Bjarkarlundi á Barðaströnd. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1361 orð

FÆREYSKIR LISTAMENN Í HLUTVERKUM POSTULANNA

Bærinn Halldarsvík, norðarlega á Straumey í Færeyjum, kúrir undir lágri hlíð við sundið sem skilur eyjuna frá Austurey. Þetta er ugglaust ekki bær sem margir hafa heyrt um áður. Þaðan er lítilla tíðinda að vænta og fáir sáust þar á ferli þennan morgun seint í apríl, enda fánadagur Færeyinga og almennur frídagur. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2106 orð

HEIMSFRÆGIR Í NOREGI

HEIMSFRÆGIR Í NOREGI Ole Bull (1810-1880), Edvard Grieg (1843-1907) og Harald Sæverud (1897-1992) heita þrjú tónskáld sem öll eru fædd í Björgvin og norska þjóðin er afskaplega stolt af. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 356 orð

Hið innra ljós

SÝNING á málverkum eftir Nínu Tryggvadóttur verður opnuð 3. júlí í Norræna húsinu. Verkin hafa aldrei verið sýnd áður. Þau eru í eigu Unu Dóru Copley, dóttur listakonunnar, og eru öll til sölu. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 923 orð

HVAR GERAST MENNINGARVIÐBURÐIRNIR?

ÍÁHUGAVERÐU samtali í Politiken nýlega milli blaðamanns annarsvegar og Súsönnu Brögger og Pers Olofs Enquists hinsvegar spyr sá síðastnefndi á einum stað í framhaldi af spurningu Súsönnu "Eigum við endilega að hafa miðstöðvar (menningarinnar)? Eigum við ekki bara að hafa stað, þar sem við getum átt heima?" Enquist: "Jú, það er sjálfsagt allt í lagi, Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 189 orð

HVER? ­ 19. SEPT.'92

Ein lá ég í dvalameð lokuð augun.Einmanaleikinn fyllti mig- svo ég sá ekki skýrt.Tómleikinn mergsaug mig- svo þróttur minn þvarr.Vonleysið hræddi mig- svo ég leitaði skjóls,faldi mig,djúpt í iðrum sálarinnar. Og með hverri stundu sekk ég- dýpra og dýpra. En mér er sama. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1496 orð

Í BRÚÐKAUPSFERÐ MEÐ ARTUR LUNDKVIST

ÞÝÐENDAHÚSIÐ í Tarazona á Spáni hefur verið starfrækt í átta ár og er meðal þekktustu stofnana af þessu tagi í Evrópu. Stjórnandi þess frá upphafi hefur verið Francisco J. Uriz, skáld og þýðandi. Þýðendahús eru í mörgum Evrópulöndum og fer fjölgandi. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3224 orð

Í ELDRITINU ER SVE INN Á HEIMAVELLI

Sveinn Pálsson var fæddur árið 1762 að Steinsstöðum í Tungusveit í Skagafirði. Hann var sonur Páls Sveinssonar prests í Goðdölum og Guðrúnar Jónsdóttur konu hans. Haustið 1777 var hann settur í latínuskólann á Hólum og tók burtfararpróf þaðan 1782, tvítugur að aldri. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 283 orð

Í KYRRÞEY

Nafnorðið kyrrþeyr er að því leyti sérstakt að það er aðeins notað í föstum samböndum, eins og reyndar mörg önnur orð. Það er oftast notað í samböndum eins og gera eitthvað í kyrrþeyfn og láta e--ð liggja í kyrrþeysem vísa til þess sem ekki á að fara hátt eða bera mikið á. Elsta dæmi um sambandið er frá upphafi 18. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 114 orð

ÍSLENSKI SJÓMAÐURINN

Þú sem steigst upp úr blautum barnskónum á sterklega skipsfjöl hugrakkur unglingur lífsglaður þú sem rérir með föður, bróður, frænda eða vini sóttir auðinn í heljargreipar til að auðga land þitt. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 229 orð

Jón forseti á ensku og dönsku

Á FIMMTUDAG afhenti Þórhallur Ásgeirsson, fyrrverandi formaður Hrafnseyrarnefndar, Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, fyrstu eintökin af ævisögu Jóns Sigurðssonar í hnotskurn á ensku og dönsku eftir Hallgrím Sveinsson á Hrafnseyri, en Vigdís skrifar formála að báðum verkunum, Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 150 orð

Kvöldvaka í skóginum

NÚ ER hafið fjórða sýningarsumar Útileikhússins "Hér fyrir austan" á Egilsstöðum. Markmið þess hefur frá upphafi verið að örva og kynna austfirska menningu. Efniviðurinn í ár er austfirska skáldið Páll Ólafsson ásamt upprifjun nútímakvenna á lífinu í verbúðum síldaráranna. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1740 orð

LEIKHÚSLÍF Í LONDON Leikhúslífið í London er í miklum blóma í sumar sem fyrr. Enn sækja söngleikirnir á og taka upp meira

ÍADELPHI Theatre er verið að sýna Sunset Boulevard, tónlistin eftir þann fræga Andrew Lloyd Webber, söguþráður og texti eftir Don Black og Christopher Hampton, höfund margra vinsælla leikrita og kvikmyndahandrita. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 17 orð

Listahátíð í Reykjavík 1996

Listahátíð í Reykjavík 1996 Laugardagur 29. júní Deutsches Symphonie-Orchester Berlin. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Laugardalshöll: Tónleikar kl. 16. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 66 orð

LÍFIÐ

Lífið er einfalt og hvítt ég bý í stóru hvítu húsi í litlu hvítu herbergi með mjúkum hvítum veggjum ég ligg í hvítu rúmi í hvítri treyju með löngum ermum bundnum fyrir aftan bak margir hvítir karlar tala við mig í stórum hvítum sloppum og gefa mér hvítar töflur sem passa að blómin taki ekki af mér eyrun. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 140 orð

MIGNON Steingrímur Thorsteinsson þýddi

Þekkirðu land, þar gul sítrónan grær, Þar gulleplið í dökku laufi hlær? Frá bláum himni blærinn andar dátt, Þar blómgast myrtus vær og lauftréð hátt; Þekkirðu það? Æ, þangað mér Eg óska vil, minn elskaði, með þér. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 460 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin í lis

Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í ísl. myndlist til 31. ágúst. Listasafn Íslands Veggmyndir Kjarvals í Landsbankanum til 30. júní. Sýn. á verkum Egon Schiele og Arnulf Rainer til 14. júlí. Gallerí Fold Ragna Sigrúnardóttir sýnir til 30. júní. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 199 orð

NAFNLAUST EITTHVAÐ

tvístígur - í vinstri fótinn fyrst síðan þann hægri oft er farsælla að vera agnarögn lægri allt vex og vex í augum þó allra mest og ímyndun - það kemur enginn en hann getur ekki sést um síðir tínast inn búkar af báðustum kynjum við byrjum á að spotta óskir sem síðan synjum nú er hann öruggur inní skóginum þétta það er enginn vandi bara að hlusta og heyra hvað Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 327 orð

Nýtt íslenskt verk á tónleikum Tríós Nordica

TRIO Nordica heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næstkomandi þriðjudag kl. 20.30. Tríóið skipa þær Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Mona Sandström píanóleikari. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 165 orð

Styrkir fjóra íslenska aðila

NORRÆNI menningarsjóðurinn hefur varið samtals 61 milljón króna til 72 verkefna, en þar af deilist hálf önnur milljón milli fjögurra íslenskra verkefna. Bjarni Pétursson fær 342 þúsund krónur til uppsetningar á "Ísland í 1200 ár" í Byggðasafni Hafnarfjarðar, en sýningin stendur frá október nk. til janúar á næsta ári. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 683 orð

TÓTI Í BERJANESI

ÞÓRARINN Einarsson hét hann og hann átti heima á Sandfelli ­ næsta húsi sunnan við prestsetrið í Vík ­ en allir kölluðu hann bara Tóta eða Tóta í Berjanesi. Hann hafði verið mikið veikur í barnæsku ­ mig minnir, að hann hafi fengið barnaveikina ­ og náði aldrei fullri heilsu. Tóti var séður í fjármálum, auk þess sem hann var mikill matmaður. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1001 orð

UMHVERFIS ÁHRIF JARÐHITANÝTINGAR

Vatnsorka og jarðhiti eru meðal helstu auðlinda Íslendinga. Mun meiri aðgæslu þarf við virkjun háhita (150 C) en lághita. Töluvert tillit hefur verið tekið til umhverfissjónarmiða við virkjun háhita hérlendis en með tilkomu laga um mat á umhverfisáhrifum verður það væntanlega gert á mun markvissari hátt. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 54 orð

Vínartónleikarnir gamalgrónir

Í viðtali við Helgu Hauksdóttur fulltrúa hjá SÍ. hér í Morgunblaðinu á miðvikudaginn kom fram að Vínartónleikarnir, sem njóta mikilla vinsælda í grænu tónleikaröðinni, hafa verið þrisvar sinnum áður. Reyndar eiga þeir sér lengri sögu því þeir hafa verið fastur liður í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðan 1981 og leiðréttist það hér með. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

"VÆTTATAL"

Páll Guðmundsson, Sigurjón Ólafsson. Opið alla daga frá kl. 14-17. Til 1. september. Aðgangur 200 kr. Sýningarskrá 500 kr. Veggspjald 300 kr. VARLA hefur farið of mikið fyrir því á Íslandi, að lærðir listamenn legðu fyrir sig, að miðla landsmönnum skilaboðum frá ófreskum öflum í gegnum myndmiðla sína. Meira
29. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 154 orð

ÞUNGLYNDI

Þegar húmar að í huga mínum huggar mig svarblá nóttin horfin á vald hinnar sáru gleði og sjálf mitt syndir vansvefta í óráðshjali. Hún óttast, þrá mín til þunglyndis þungbúinn daginn, villtan af vöku og hélaðir skuggar í kjöltu minni særa fram svefninn með háðsglotti í hel munt þú hólpin ein við lækjarbakkann, sokkin í undurmjúkt sefið... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.