Greinar þriðjudaginn 9. júlí 1996

Forsíða

9. júlí 1996 | Forsíða | 239 orð

Níu ára stúlka finnst myrt

LÍK níu ára gamallar stúlku, Jade Matthews, fannst á járnbrautarteinum í Liverpool í Bretlandi í gær, og hafði stúlkan verið myrt á hinn hroðalegasta hátt. Fulltrúi lögreglunar sagði að faðir stúlkunnar hefði verið færður til yfirheyrslu vegna morðsins, en ekki væri ljóst hvort hann yrði ákærður. Meira
9. júlí 1996 | Forsíða | 42 orð

Queen Elizabeth II í Reykjavík

SKEMMTIFERÐASKIPIÐ víðfræga Queen Elizabeth II hafði viðdvöl í Reykjavík í gær í blíðskaparveðri. Um borð voru 1.545 farþegar, flestir frá Bretlandi og Bandaríkjunum, og rúmlega þúsund manna áhöfn. Skipið lét aftur úr höfn í eftirmiðdaginn. Meira
9. júlí 1996 | Forsíða | 98 orð

Sharon tekur við embætti

ARIEL Sharon sór í gær embættiseið sem ráðherra í ríkisstjórn Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels. Sharon tekur við nýstofnuðu ráðuneyti innra skipulags ríkisins. Fréttaskýrendur telja líklegt að skipan Sharons í embætti muni valda úlfúð meðal ráðamanna í arabaríkjum og í Bandaríkjunum. Sharon var varnarmálaráðherra 1982 þegar Ísraelsmenn réðust inn í Líbanon. Meira
9. júlí 1996 | Forsíða | 94 orð

Stjórnin hélt velli

HIN nýja ríkisstjórn Tyrklands, undir forystu heittrúarmannsins Necmettins Erbakans, hlaut nauman sigur í atkvæðagreiðslu, sem fram fór í gær í tyrkneska þinginu, um traustsyfirlýsingu við stjórnina. Meira
9. júlí 1996 | Forsíða | 284 orð

ÖSE vill útiloka flokk Karadzic frá kosningum

ALÞJÓÐLEGUR þrýstingur jókst enn í gær á Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, um afsögn, að öðrum kosti verði flokkur hans útilokaður frá þátttöku í kosningunum í Bosníu í september. Þá ítrekuðu saksóknarar við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna þá kröfu að Karadzic og Ratko Mladic, yfirmaður herafla Bosníu-Serba, verði handteknir og færðir fyrir dómstólinn, Meira

Fréttir

9. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 82 orð

15.000 manns funda um alnæmi

STÆRSTA ráðstefna sem haldin hefur verið um alnæmi hófst í Vancouver í Kanada á sunnudag. Þar eru saman komnir 15.000 vísindamenn, starfsmenn heilbrigðisþjónustu, áhugamenn um baráttuna gegn veikinni, stjórnmálamenn, blaðamenn og sjúklingar til þess að skiptast á skoðunum en ráðstefnunni lýkur nk. föstudag. Talið er að 22 milljónir manna, kvenna og barna séu smituð. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 278 orð

300 fornleifar í Reykjavík

HJÁ Árbæjarsafni stendur nú til að merkja athyglisverðustu fornleifastaði í Reykjavík með skiltum með nánari upplýsingum en hingað til hafa verið og mun Nýsköpunarsjóður styrkja verkið. Markmiðið með skiltunum er að koma í veg fyrir skemmdir og að fólk sjái að þar séu minjar og geti leitað nánari upplýsinga. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 349 orð

40-50 togarar ferðbúast í Smuguna

GERA má ráð fyrir að á milli fjörtíu og fimmtíu íslenskir togarar muni stunda veiðar í Smugunni þegar allt er talið, samkvæmt upplýsingum frá Pétri Erni Sverrissyni hjá Aflamiðlun. Nokkur skip eru þegar lögð af stað og mörg hver eru að leggja úr höfn og ferðbúast. Sindri VE, einn af togurum Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, var fyrstur á miðin að þessu sinni. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 197 orð

600 sjómílur lagðar að baki

BJÖRGUNARBÁTUR Slysavarnafélagsins, Hannes Þ. Hafstein, fór 300 sjómílur vest-suð-vestur af Reykjanesi til móts við þýskan togara til að ná í tvo Íslendinga sem þurftu að komast í land og tvo þýska sjómenn sem þurftu á læknisaðstoð að halda. Lagði hann upp frá Sandgerði á föstudaginn og kom aftur á sunnudag eftir 600 sjómílna siglingu. Meira
9. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 140 orð

60% barna búa við fátækt

UM ÞAÐ BIL sextíu prósent barna í Rómönsku Ameríku lifa við fátækt, og hlutfallið eykst dag frá degi, segir í skýrslu frá Alþjóðabankanum. Í skýrslunni segir, að börn yngri en 15 ára séu 35%, eða 58 milljónir, af þeim 165 milljónum manns sem lifa við fátækt í Rómönsku Ameríku og Karíbahafi. Há fæðingatíðni veldur því, að fjöldi fátækra eykst. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 209 orð

65% af heyi baggað

TALIÐ er að 800-1.000 tonn af plasti falli til í landbúnaði hérlendis á hverju ári og þar af eru tæp 900 tonn af heybaggaplasti, að sögn Grétars Einarssonar deildarstjóra hjá bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Hvanneyri. Meira
9. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 295 orð

Aðeins þrjú aðildarríki uppfylla skilyrðin

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR hinna 15 aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) hittust í Brussel í gær, mánudag, til að funda um framfarir þær sem ríkisstjórnirnar hafa náð í átt að niðurskurði á hallarekstri hins opinbera í aðildarríkjunum, sem er liður í undirbúningi þeirra fyrir Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Áætlað er EMU verði að veruleika árið 1999. Meira
9. júlí 1996 | Landsbyggðin | 253 orð

Allar tegundir íslenskra ferskvatnsfiska

SÝNINGIN Líf í fersku vatni á Íslandi var opnuð á Hólum í Hjaltadal síðastliðinn laugardag. Er þetta í fyrsta skipti sem slík sýning er haldin hér á landi. "Eitt af meginverkefnum bændaskólans er á sviði vatnavistfræði, vatnanýtingar og fiskeldis. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 408 orð

Beitiland verður útivistarsvæði fyrir fatlaða

SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, stendur nú í framkvæmdum við nýtt útivistarsvæði fyrir fatlaða á Vatnsendalandi við Elliðavatn. Magnús Hjaltested, eigandi Vatnsendajarðarinnar í Kópavogi, lét Sjálfsbjörgu í té 850 fermetra skika við Elliðavatn, endurgjaldslaust, fyrir sérhannað útivistarsvæði fyrir fatlaða. Áætlað er að nefna skikann Sólbakka. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 321 orð

Björgunarvesti prófuð og fólki leiðbeint

ALMENNINGI gefst á morgun, miðvikudaginn 10. júlí, kostur á að koma með björgunarvesti sín til prófunar í 12 sundlaugum víðs vegar um landið milli kl. 16 og 21, og verður slysavarnafólk þar til staðar og gefur góð ráð og leiðbeiningar um notkun björgunarvesta. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 652 orð

Búnaðarbankinn úthlutar tólf námsstyrkjum

NÝLEGA fór fram afhending námsstyrkja til félaga í Námsmannalínu Búnaðarbankans. Er þetta í sjötta sinn sem slík úthlutun fer fram. Að þessu sinni voru veittir tólf styrkir, hver að upphæð 125.000 kr. Veittir eru útskriftarstyrkir til nema við Háskóla Íslands og íslenskra sérskóla, auk námsstyrkja til námsmanna erlendis. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

Concord í Keflavík

CONCORD-VÉL lenti á Keflavíkurflugvelli á ellefta tímanum í gærmorgun með 98 breska farþega. Þeir fóru um borð í skemmtiferðaskipið Queen Elisabeth, sem kom til Reykjavíkurhafnar snemma í gærmorgun með samtals 1.800 farþega innanborðs og notuðu þeir daginn til þess að fara að Gullfossi og Geysi, í Bláa lónið og skoðunarferð um höfuðborgina. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Dorgveiðikeppni í Hafnarfirði

ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar stendur fyrir dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju þriðjudaginn 9. júlí. Keppnin er ætluð börnum á aldrinum 6­12 ára og er keppni opin öllum á þessum aldri. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

EINAR KRISTJÁNSSON

EINAR Kristjánsson rithöfundur frá Hermundarfelli lést laugardaginn 6. júlí síðastliðinn. Hann var á 85. aldursári. Einar fæddist að Hermundarfelli í Þistilfirði 26. október 1911, sonur hjónanna Kristjáns Einarssonar bónda þar og Guðrúnar Pálsdóttur. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 324 orð

Ekkert líf fannst við rannsóknir

EKKI fannst neitt líf í sýnum sem tekin voru í um 130 gráðu heitu vatni á um kílómetra dýpi í borholum á höfuðborgarsvæðinu, eins og vonir höfðu verið bundnar við. Fyrirtækið Genís hf. vann að rannsóknunum, í samstarfi við Hitaveitu Reykjavíkur, fyrir bandarískt fyrirtæki sem framleiðir lífræna efnahvata úr örverum. Meira
9. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 214 orð

Evrópusinnar reki upp heróp

Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem á áttræðisafmæli í dag, sagði í viðtali við ríkisútvarpið BBC í gær að tími væri kominn til að meirihluti Íhaldsflokksins, sem hlynntur væri veru Bretlands í Evrópusambandinu, léti í sér heyra og kvæði hinn and-Evrópusinnaða minnihluta í kútinn. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 218 orð

Farið að læknalögum

AUÐUR Guðjónsdóttir, móðir Hrafnhildar Thoroddsen, gagnrýnir harðlega framgöngu landlæknis og taugaskurðlækna gagnvart dr. Zhang, kínverskum lækni sem gerði aðgerð á dóttur hennar, í viðtali sem birtist í sunnudagsblaðið Morgunblaðsins. Meira
9. júlí 1996 | Miðopna | 1229 orð

Ferðafélagið fái sömu meðferð og Veðurstofan Í úrskurði umhverfisráðherra um aðalskipulag á Hveravöllum er þeim tilmælum beint

Umhverfisráðherra beinir tilmælum til hreppsnefndar Svínavatnshrepps Ferðafélagið fái sömu meðferð og Veðurstofan Meira
9. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 355 orð

Fleiri gistinætur en í fyrrasumar

GISTINÆTUR hafa verið töluvert fleiri á Tjaldstæðinu á Akureyri það sem af er sumri þegar miðað er við sumarið í fyrra. Síðasta vika, sú fyrsta í júlí var einkar góð og tjaldstæðið þéttskipað. Stefán Gunnarsson tjaldvörður sagði að í júní hefðu verið skráðar 1.700 gistinætur á tjaldsvæðinu og væru þær fleiri en fyrir sama tímabil á liðnu ári. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 123 orð

Gullnáma opnuð

UMMERKI eftir gulleit á fyrri hluta aldarinnar í landi Þormóðsdals í nágrenni Hafravatns hafa komið í ljós undanfarna daga. Þar er nú borað eftir gulli á vegum fyrirtækisins Melmis hf., sem er félag í eigu kanadískra, ástralskra og sænskra aðila ásamt Málmís hf., sem Iðntæknistofnun og Kísiliðjan við Mývatn eiga. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 100 orð

Gönguferð í Viðey

GÖNGUFERÐ verður í kvöld, þriðjudag, í Viðey á vegum staðarhaldara og mun Viðeyjarferjan fara sérstaka ferð út í eyju með þátttakendur í göngunni. Að þessu sinni liggur leiðin út í Vestureyju hjá Eiðishólum og Eiðisbjargi og meðfram Garðstjörn á Eiðinu. Ferðin tekur um eina og hálfa klukkustund. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Hafís óvenju nálægt landi

HAFÍS hefur nú nálgast landið frá Grænlandssundi. Þór Jakobsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að ísjaðarinn sé óvenjunálægt landinu miðað við árstíma vegna langvarandi norðvestlægrar áttar. Búist er við að ísinn hörfi vegna hagstæðrar austanáttar sem á að haldast út vikuna og ekki er útlit fyrir að ísinn reki inn á siglingaleiðir. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Handbók fyrir sumarhúsaeigendur komin út

NÝKOMIN er út Sumarhúsahandbókin sem Landsamband sumarhúsaeiganda gefur út. Bókin er 162 síður og verður dreift endurgjaldslaust til allra sumarhúsaeigenda á landinu. Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að koma hagnýtum upplýsingum á framfæri vð skjólstæðinga Landssambands sumarhúsaeigenda. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Heim að Hólum

BÖRN á leikjanámskeiði Ungmennafélagsins Tindastóls og Sauðárkróksbæjar fengu að fara heim að Hólum á dögunum til að skoða staðinn og bregða sér á hestbak. Þau höfðu með sér nesti og borðuðu það í grasbrekkunni framan við gamla Hólabæinn. Meira
9. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Helgin róleg

HELGIN var með allra rólegasta móti hjá lögreglunni á Akureyri þótt ferðamenn hafi verið fjölmargir í bænum og næsta nágrenni. Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur um helgina og um miðjan dag í gær var svo annar ökumaður stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

Hlutafélag stofnað um Óð frá Brún

TIL STENDUR að stofna hlutafélag um stóðhestinn Óð frá Brún sem verið hefur í sviðsljósinu síðustu daga á fjórðungsmótinu á Gaddstaðaflötum. Er um að ræða tuttugu hluti og er hver þeirra seldur á 500 þúsund krónur, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins og hesturinn því metinn á 10 milljónir króna. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 564 orð

HÓTEL Á HAFI ÚTI

Skemmtiferðaskipið Queen Elizabeth II kom til Reykjavíkur í gærmorgun HÓTEL Á HAFI ÚTI Skemmtiferðaskipið víðfræga Queen Elizabeth II hafði í gær í fyrsta sinn viðdvöl í Reykjavíkurhöfn í blíðskaparveðri. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 382 orð

Hugmyndir um endurhæfingarstöð sjóðanna

FJÖLGUN þiggjenda örorkulífeyris og hlutfallslega miklar örorkulífeyrisgreiðslur lífeyrissjóða innan Sambands almennra lífeyrissjóða, samanborið við ellilífeyri á síðustu árum, hafa valdið talsverðum áhyggjum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri SAL, telur þó að hámarkinu hafi verið náð og að hlutfall örorkulífeyris fari nú lækkandi. "Þetta er minna en á sama tíma í fyrra. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 543 orð

Íhugaði að segja af sér vegna EES-málsins

FRÚ VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti Íslands, sagði í viðtalsþætti í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld að hún hefði íhugað að segja af sér vegna staðfestingar samningsins um Evrópskt efnahagssvæði í janúar árið 1993. Forseti sagði jafnframt að hefði verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um málið hefði hún ekki snúizt um samninginn, heldur um það hvort fólk stæði með henni eða ríkisstjórninni. Meira
9. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 287 orð

Kim bíður enn eftir krúnunni

TUGIR þúsunda hermanna og óbreyttra borgara hylltu í gær minningu "Leiðtogans mikla" í Norður- Kóreu, Kim Il-sungs, en tvö ár eru liðin frá því hann lést. Ekkert kom fram við athöfnina, sem benti til hvenær sonur hans, Kim Jong-il, tæki formlega við ríkiserfðum en líklegt er, að það verði þegar formlegum þriggja ára sorgartíma lýkur. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 188 orð

Kosningar kærðar til sýslumanns

SETTUR sýslumaður hefur skipað úrskurðarnefnd vegna kæru frá tveimur kjósendum og kæru frá oddvita Fljótsdalshrepps vegna kosninganna um sameiningu Vallahrepps, Skriðdalshrepps og Fljótsdalshrepps. Jafnframt hefur verið óskað eftir skriflegri umsögn kjörstjórnar um kærurnar og er veittur viku frestur til að skila inn umsögninni. Meira
9. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 128 orð

Kuldar í S-Afríku

FIMM manns létust úr kulda í Suður-Afríku um helgina en þar hefur ekki verið jafn kalt í veðri um áratugaskeið. Þá köfnuðu þrír í kolareyk á heimili sínu vegna ónógrar loftræstingar. Mestur var kuldinn í Kimberley í Norður-Höfðahéraði, sjö gráðu frost á celsíus, og sums staðar í landinu eru mestar snjóar í 60 ár. Í Austur-Höfðahéraði er þetta kaldasti vetur frá 1981. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 401 orð

Má túlka sem jafngildi þess að starf sé lagt niður

EINAR Kjartansson, formaður kjaranefndar Félags íslenskra náttúrufræðinga, segir að búast megi við að ákvörðun umhverfisráðherra um flutning Landmælinga ríkisins til Akraness verði túlkuð þannig að um sé að ræða niðurlagningu á viðkomandi störfum og að mögulega verði látið reyna á þá túlkun fyrir dómi. Meira
9. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 141 orð

Mengun í Kína ógnar Asíu

MIKIL og vaxandi mengun í Kína verður hugsanlega orðin óviðráðanleg eftir tvo áratugi og þá um leið farin að ógna lífríkinu í öllum nálægum löndum. Kemur þetta fram í nýrri bók eftir frammámann hjá verðbréfafyrirtækinu Merrill Lynch International. Meira
9. júlí 1996 | Landsbyggðin | 435 orð

Mikið um dýrðir á afmælishátíð í Hveragerði

Hveragerði-Veðurguðirnir voru Hvergerðingum sannarlega hliðhollir sl. laugardag þegar bæjarbúar héldu hátíðlegt hálfrar aldar afmæli bæjarins. Mikill fjöldi gesta naut þess að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sem skipulögð hafði verið í tilefni dagsins og yndislegt veður jók á hátíðleikann. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 803 orð

Mjög sérstæð sjálfstæðishetja

HALLGRÍMUR Sveinsson á Hrafnseyri við Arnarfjörð gaf út bók um Jón Sigurðsson 17. júní síðastliðinn undir merkjum Vestfirska forlagsins. Bókin kom út bæði á ensku og dönsku og er þetta í fyrsta sinn sem bók um Jón kemur út á erlendu tungumáli. Hallgrímur hefur búið á fæðingarstað Jóns, Hrafnseyri, síðastliðin 32 ár og hefur lengi verið áhugamaður um líf hans og störf. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 269 orð

Mýrafell dregið í kafi að landi

ÞEIR voru þreyttir en ánægðir, félagarnir úr björgunarleiðangrinum sem unnið hafa að björgun Mýrafells ÍS 123 er þeir stigu í land á Bíldudal um hádegi á sunnudag. Þeir höfðu þá unnið sleitulaust að því að koma böndum á bátinn frá því á föstudag og lítið getað sofið. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 169 orð

Nefnd um gæðamál í byggingariðnaði

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur skipað nefnd til þess að gera tillögur um gæðamál í byggingariðnaði. Í fréttatilkynningu segir að nefndin eigi að gera tillögur um samræmingu reglna um ábyrgð aðila er tengjast byggingaframkvæmdum, kröfur opinberra aðila um gæðatryggingu framkvæmdaaðila, hönnuða og framleiðenda í opinberum framkvæmdum, Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 279 orð

Nokkur þúsund sóttu afmælishátíð Landhelgisgæslunnar

LANDHELGISGÆSLAN hélt upp á sjötugsafmæli sitt á sunnudaginn var og sótti fjöldi manns afmælishátíðina sem haldin var við Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Hátíðin hófst klukkan tvö með því að hleypt var af sjö fallbyssupúðurskotum, úr gömlu fallbyssunni á Miðbakkanum, sem notuð hefur verið frá upphafi hjá Landhelgisgæslunni, og mun hún vera yfir hundrað ára gömul. Meira
9. júlí 1996 | Landsbyggðin | 165 orð

Ný og endrbætt loðnuverksmiðja SVN

Neskaupstað-Bræðsla hófst í hinni nýju og endurbættu loðnuverksmiðju Síldarvinnslunnar 4. júlí sl. en framkvæmdir hófust í nóvember sl. og hafa þær gengið samkvæmt áætlun Meira
9. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 563 orð

Óhugnanlegt starf bíður rannsóknarmanna

RANNSÓKNARMENN Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hófu á sunnudag að grafa upp jarðneskar leifar að því er þeir telja þúsunda múslima sem fullyrt er að Bosníu-Serbar hafi tekið af lífi eftir fall Srebrenica í júlí á síðasta ári. Er þetta fyrsti uppgröfturinn af um tuttugu sem SÞ munu standa að á meintum fjöldagröfum í Bosníu og Króatíu á næstu þremur mánuðum. Meira
9. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 399 orð

Reglum fækkað um nær helming

EFTIR áralangt karp hafa nú loks verið afgreiddar nýjar réttritunarreglur fyrir hina þýzku tungu. Fulltrúar frá þeim löndum Evrópu, þar sem þýzka er annaðhvort opinbert mál eða viðurkennt sem minnihlutamál, þ.e. frá Þýzkalandi, Austurríki, Sviss, Liechtenstein, Belgíu, Ungverjalandi, Rúmeníu og Ítalíu, undirrituðu 1. júlí samkomulag sem kveður á um einföldun réttritunarreglna þýzkunnar. Meira
9. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 81 orð

Reuter

ELDGOSIÐ í Ruapehu-fjalli á Norðureyju Nýja-Sjálands, sem frumbyggjar Maoría nefna "Sprengipytt", hófst sem öskugos í síðasta mánuði og náði nýju hámarki í gær, þegar gosefnin stigu upp í allt að 5 km hæð. Hraunslettur þeyttust 900 metra í loft upp. Öskuský frá gosinu ollu því að loka þurfti umferð um alþjóðlega flugvöllin í Auckland, sem er stærsti flugvöllur Nýja-Sjálands. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 48 orð

Réðust inn með kúbein á lofti

BROTIST var inn í hús í vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins og ráðist að húsráðanda þar með kúbeini. Þrátt fyrir að þungt vopn væri reitt til höggs slasaðist húsráðandi ekki alvarlega. Árásarmennirnir, sem voru tveir, flúðu og vettvangi og voru ófundnir í gær. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Skemmdir í austurborg

ÞRÁTT fyrir að óvenju rólegt væri í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík um helgina voru þó ekki allir til friðs. Þannig var nokkuð um skemmdarverk. Einkum voru skemmdarverkin framin í austurhluta borgarinnar. Þar voru til dæmis brotnar rúður og grindverk skemmd. Þrír menn voru handteknir eftir að hafa brotið rúður í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti aðfaranótt laugardagsins. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð

Skrifað undir á Jökli

HLJÓMSVEITIN Unun hyggst undirrita á Snæfellsjökli útgáfusamning við erlenda útgáfu þann 23. júlí. Samningurinn felur í sér útgáfu á sex breiðskífum á næstu 5-10 árum og verulegar fjárupphæðir. Meira
9. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 81 orð

Spenna á N-Írlandi

NORÐUR-írskir mótmælendur, liðsmenn Óraníureglunnar svonefndu, hertu mótmæli sín í gær gegn því að fá ekki að efna til kröfugöngu um hverfi kaþólskra í bænum Portadown um helgina. Reistu þeir vegtálma á götum og vörpuðu bensínsprengjum með þeim afleiðingum að umferð um vegi til og frá Belfast fór úr skorðum. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 100 orð

Stolið úr bænum á Stöng

BROTIST var inn í sögualdarbæinn Stöng í Þjórsárdal aðfaranótt laugardagsins og höfðu þjófarnir um 50 þúsund krónur í reiðufé á brott með sér. Þeir skildu hins vegar eftir greiðslukortanótur og ávísanir, sem gefnar eru út af ferðaskrifstofum til að tryggja ferðamönnum aðgang að bænum. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 196 orð

Tilboði Héraðsverks var tekið

LOKIÐ er frumathugun Skipulags ríkisins á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar lagningar Seyðisfjarðarvegar um Mjósund á Fjarðarheiði. Vegagerðin á Reyðarfirði er framkvæmdaaðili og ákveðið hefur verið að taka tilboði Héraðsverks hf. á Egilsstöðum í verkið. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 200 orð

"Timbraðri" eftir landadrykkju?

NIÐURSTÖÐUR samanburðarrannsóknar á innihaldsefnum í löglegu og ólöglegu áfengi benda til þess að svokallaður landi innihaldi meira magn af "fúsilum" en gengur og gerist með annað áfengi, að undanskildu koníaki. Talið er að svokallaðir "timburmenn" stafi öðru fremur af "fúsilum", sem eru aukaefni í áfengi. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

Tunglið tyllir sér á Perluna

ENGU er líkara en að tunglið hafi tyllt sér á topp Perlunnar á Öskjuhlíð til að safna kröftum fyrir klifur sitt upp á næturhimininn. Flugleiðavélin þurfti hins vegar enga hvíld á fluginu. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 306 orð

Tveir á sjúkrahús

EIN mesta ferðahelgi ársins til þessa gekk nær áfallalaust fyrir sig, ef undan eru skilin tvö óhöpp, sem áttu sér stað í Þórsmörk um helgina. Flytja þurfti mann með höfuðáverka í sjúkrabíl á Sjúkrahús Reykjavíkur, en óljóst er hvernig hann hlaut þá. Annan mann varð síðan að flytja úr Þórsmörk á sjúkrahús í Reykjavík eftir að hann hafði hrasað í gjótu og fótbrotnað. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 656 orð

Um 1.100 farþegar lögðu land undir fót

MIKIÐ var um að vera við Sæbraut og á Miðbakka í gærdag þegar skemmtiferðaskipið Queen Elizabeth lá við akkeri á ytri höfninni í Reykjavík. Skipið kom til landsins snemma í gærmorgun og um klukkan tíu var byrjað að ferja um ellefu hundruð farþega til og frá borði. Koma skipsins vakti mikla athygli vegfarenda, sem lögðu bílum sínum meðfram Sæbrautinni og virtu skipið fyrir sér. Meira
9. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 66 orð

Úrslitakostir settir

VJATSJESLAV Tíkhomírov, yfirmaður rússneska herliðsins í Tsjetsjníju, setti leiðtogum tsjetsjenskra uppreisnarmanna í gær úrslitakosti og gaf þeim sólarhring til að láta lausa alla fanga sína. Spenna hefur farið vaxandi í Tsjetsníju frá því að friðarsamkomulag var gert í júní. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 184 orð

Úthlutun íbúðar í Jónshúsi lokið

ÚTHLUTUNARNEFND fræðimannaíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá 1. september 1996 til 31. ágúst 1997. Í úthlutunarnefndinni eiga sæti Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, Róbert Trausti Árnason, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn og formaður stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar og dr. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 659 orð

Valfrjálst stýrikerfi tekið upp

HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ og Félag íslenskra heimilislækna kynntu í gær samkomulag sem felur meðal annars í sér að gerðar verði talsverðar breytingar á skipulagi heilsugæslu hérlendis. Með því telja heimilislæknar að ráðuneytið hafi komið nægjanlega til móts við kröfur þeirra varðandi faglegar úrbætur í heilsugæslunni. Meira
9. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 331 orð

Þjóðverjar rýmka opnunartíma verslana

EFRI deild þýska þingsins, hið svokallaða Sambandsráð, samþykkti á föstudag að rýmka opnunartíma verslana í Þýskalandi og er þar með síðustu hindruninni rutt úr vegi frumvarps, sem vakið hefur miklar deilur og verið tilefni fjöldamótmæla. Meira
9. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Þrír prestar við Hafnarfjarðarkirkju

ÞRÍR prestar eru nú komnir til starfa við Hafnarfjarðarkirkju, sr. Gunnþór Ingason sóknarprestur, sr. Þórhildur Ólafs, safnaðarprestur og sr. Þórhallur Heimisson, aðstoðarprestur. Þau eru með viðtalstíma í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, sr. Þórhallur á þriðjudögum kl. 11.30­13 og föstudögum kl. 17­18.30, sr. Þórhildur á miðvikudögum kl. 17­18.30 og föstudögum kl. Meira
9. júlí 1996 | Miðopna | 255 orð

Þurfti að frumvinna allar heimildir

"MESTA verkið var að safna heimildum. Þetta er nánast óplægður akur og því þurfti að frumvinna allar heimildir," segir Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðina. Byggðasafnið stendur að sýningunni Annað land ­ annað líf, í Vesturfarasafninu á Hofsósi þar sem fjallað er um Vesturheimsferðir Íslendinga 1870-1914. Meira
9. júlí 1996 | Miðopna | 765 orð

Þörfin fyrir að sjá góða hluti gerast

FERÐAÞJÓNUSTA bænda er þátttakandi í samstarfsverkefni ellefu Evrópuþjóða sem ber heitir "Routes to the Roots", eða Ættirnar raktar. Verkefnið snýst um markaðssetningu safna og ferðaþjónustufyrirtækja og miðar að því að fá afkomendur Vesturfara til að heimsækja land forfeðranna og kynnast menningu og sögu ættlands síns. Meira

Ritstjórnargreinar

9. júlí 1996 | Leiðarar | 667 orð

PÓLITÍSK ÁKVÖRÐUN ­ GEÐÞÓTTAÁKVÖRÐUN?

leiðari PÓLITÍSK ÁKVÖRÐUN ­ GEÐÞÓTTAÁKVÖRÐUN? INNUBRÖGÐ og tilsvör Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra, um þá "pólitísku ákvörðun" að flytja starfsemi Landmælinga ríkisins til Akraness eru fjarri því að geta talist boðleg eða ráðherra sæmandi. Umhverfisráðherra verður að færa fram einhver efnisleg rök fyrir þessari ákvörðun. Meira
9. júlí 1996 | Staksteinar | 380 orð

Valkostur gagnvart Sjálfstæðisflokki ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður Þjóðvaka, segir í nýju tölublaði

ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður Þjóðvaka, segir í nýju tölublaði Þjóðvakablaðsins, að það sé skylda þeirra, sem fylgi hugmyndum jafnaðar- og félagshyggju að mynda raunverulegan valkost gagnvart Sjálfstæðisflokki. Sá valkostur sé stór og sterkur jafnaðarmannaflokkur með breiða skírskotun. Ærin verkefni Meira

Menning

9. júlí 1996 | Menningarlíf | 427 orð

Að yrkja Guði til

Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju lék verk eftir Couperin, J.S. Bach, C. Franck, C. Saint-Saëns og Jónas Tómasson. SUNNUDAGURINN 7. júlí, 1996. Sumarkvöld við orgelið nefnast tónleikar, sem haldnir hafa verið í Hallgrímskirkju um nokkurra ára bil á sunnudagskvöldum og til fróðleiks fyrir þá, sem halda að fólk vilji ekki hlusta á annað en popptónlist, Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 343 orð

Aftur á seyði

Í ANNAÐ sinn hafa Seyðfirðingar sett upp fjölbreyttar sýningar undir samheitinu Á seyði, þar sem saman blandast listsýningar, handverkssýningar, minja- og safnsýningar af erlendum, innlendum og staðbundnum toga. Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 249 orð

Art-Hún opnað gestalistamönnum

LISTAGALLERÍIÐ Art-Hún, sem jafnframt er opnar vinnustofur listamannanna Erlu Axelsdóttur, Helgu Ármanns, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Margrétar Gunnarsdóttur, hefur verið til húsa á jarðhæð Stangarhyls 7 í Reykjavík um átta ára skeið. Nú hafa þær stöllur fært sig um set, en þó ekki langt því þær fluttu vinnustofur sínar á efri hæð sama húss sem er hentugra húsnæði en hið fyrra og einnig stærra. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 79 orð

Ágreiningur um áherslur

ULI Edel leikstjóri næstu myndar Stevens Seagal "Fire Down Below" hefur ákveðið að hætta við verkefnið og ber við ágreiningi um áherslur hjá sér og Seagal. Talsmaður Seagal segir þó að uppsögn Edels hafi verið á vinsamlegum nótum. Seagal hefur hug á að fá Felix Alcala sem arftaka Edels, en Alcala er þekktur fyrir að leikstýra NYPD Blue-sjónvarpsþáttunum. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Belushi á barnum

UM LEIÐ og frí frá kvikmyndaleik gefst hyggst leikarinn James Belushi leika í sjónvarsþáttaröðinni "It's Good to be Kings", sem sýnd verður á ABC sjónvarpsstöðinni. Belushi mun leika eiganda blúsbars í Chicago sem lifir sig inn í hlutverkið með því að reykja vindla og keyra um á Harley-mótorhjóli. Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 113 orð

Breytingar á Stöðlakoti

STÖÐLAKOT, Bókhlöðustíg 6 í Reykjavík, hefur verið starfrækt sem sýningarsalur og listiðnaðargallerí frá opnun þess 1988. Breytingar eru nú fyrirhugaðar bæði á starfseminni og útliti hússins. Starfsemi hins nýja listasafns, sem heita muna Stöðlahöll í framtíðinni, mun breytast að því leyti að framvegis verða eingöngu sýningar á verkum erlendra listamanna. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 74 orð

Bræður munu gantast

BALDWIN-bræðurnir eru fjórir og hafa flestir fengist við kvikmyndaleik í einhverjum mæli. Elsti bróðirinn Alec, sem var reyndar fjarri góðu gamni þegar þessi mynd var tekin, var nýlega sýknaður af ákæru um líkamsárás á slúðurljósmyndara. Ljósmyndarinn hafði setið fyrir Baldwin og eiginkonu hans, Kim Basinger, þegar þau komu heim með nýfædda dóttur sína, Ireland, af sjúkrahúsinu. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 44 orð

Fjörug Debbie

DEBBIE Harry, sem gerði það gott með hljómsveitinni Blondie á áttunda og níunda áratugnum, verður fimmtug í þessum mánuði. Hún hefur að undanförnu snúið sér í auknum mæli að kvikmyndaleik, en hér sést hún í frumsýningarhófi myndarinnar "Heavy" sem Don Hill leikstýrir. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 149 orð

Frumsýnt í Toronto

MIKIÐ verður um dýrðir á kvikmyndahátíðinni sem haldin verður í Toronto í september. "American Buffalo" eftir David Mamet verður frumsýnd á hátíðinni en hún skartar ekki óþekktari leikurum en Dustin Hoffman og Dennis Franz, sem þekktur er fyrir leik sinn í NYPD Blue- sjónvarpsþáttunum. Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 216 orð

Handrit Guðmundar bóksala

ÚT er komin bókin Æfiágrip og ferðadagbók Guðmundar Guðmundssonar bóksala á Eyrarbakka. Í henni eru prentuð tvö handrit Guðmundar sem hafa ekki áður birst á prenti. Hið fyrra er ferðadagbók sem hann hélt í ferð sinni til Kaupmannahafnar 1904 og hið síðara æviágrip sem hann hóf að rita 1910. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 140 orð

Hetja í raun

VIÐ frumsýningu "Mission Impossible" í London á fimmtudaginn var sýndi aðalleikari myndarinnar, Tom Cruise, að hann er ekki aðeins hetja á hvíta tjaldinu heldur einnig í raunveruleikanum. Hann var þarna staddur ásamt eiginkonu sinni, Nicole Kidman, og sá útundan sér að drengur nokkur var að kremjast upp við járngrindverk við kvikmyndahúsið. Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Hönnun/handverk

Védís Jónsdóttir, Ásdís Birgisdóttir. Opið alla daga frá 13-18. Til 10 júlí. Aðgangur Ókeypis. EITT sem rétt og skylt er að vekja athygli á er döngun hönnunar og handverks, ekki síst í ullariðnaðinum, því hér er mikið í húfi. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Laura fjarri góðu gamni

JÚRAGARÐURINN í leikstjórn Stevens Spielbergs er sem kunnugt er ein vinsælasta kvikmynd allra tíma. Fyrir skemmstu var opnaður skemmtigarður með sama nafni og viðstaddir opnunina voru aðalleikarar myndarinnar. F.v. á meðfylgjandi mynd: Joseph Mazello, Ariana Richards og Jeff Goldblum. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Laura og Jeff saman á ný?

ÞRÁTT fyrir þrálátan orðróm þess efnis að upp úr sambandi leikaranna Jeff Goldblum og Lauru Dern hefði slitnað, sáust þau saman á veitingastað í New York nýlega. Þau kynntust við tökur myndarinnar Júragarðurinn, eða "Jurassic Park" og tókust þá með þeim ástir. Hér sjást þau á fyrrnefndum veitingastað. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 61 orð

Le Bon á listsýningu

SIMON Le Bon var dýrkaður og dáður af unglingsstúlkum um heim allan á níunda áratugnum, þegar hljómsveit hans, Duran Duran, var hvað vinsælust. Nú hefur frægðarsól hans aðeins lækkað á lofti, þótt hún sé alls ekki hnigin til viðar. Hér sést hann ásamt eiginkonu sinni, fyrirsætunni Yasmin Le Bon, við opnun á listsýningu Alexanders de Cadenet í Chelsea. Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 108 orð

Leiklistarnámskeið

Leiklistarnámskeið LEIKLISTARNÁMSKEIÐ verður haldið í húsakynnum Leiklistarskóla Íslands dagana 13.-21. júlí næstkomandi. Er það opið öllum sem hafa áhuga á leiklist, Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 782 orð

Listhátíð á Normandí helguð íslenskum verkum Norðurljós á Normandí heitir menningar- og einkum bókmenntahátíð sem í haust verður

ÍSLENSKAR bækur verða efst á stafla í borginni Caen í Frakklandi í nóvember. Þar verður í fimmta sinn menningarhátíðin Borealis eða Norðurljós á Normandí. Þetta er fyrst og fremst bókmenntahátíð og Ísland nýtur þess að hún hefur dafnað síðan 1992. Þá voru Norðurljós aðeins tveggja daga bókafundur, helgaður Danmörku, en nú verða íslenskar bækur með meiru gaumgæfðar í tvær vikur. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 134 orð

Með Depp upp á arminn

SHIRLEY Brahinsky datt heldur betur í lukkupottinn nýlega. Hún var stödd á veitingahúsi og var að reyna að koma augu á stjörnuna Al Pacino sem var í nágrenninu við tökur á nýjustu mynd sinni, "Donnie Brasco" þar sem hann leikur á móti hjartaknúsaranum Johnny Depp. Shirley ákvað eftir dágóða stund að yfirgefa veitingahúsið, þar sem ekki sá út úr augum fyrir rigningu. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 137 orð

Minningin lifir

MIKIL pílagrímsför var farin á miðvikudaginn var að gröf Jims Morrison í Pere Lachaise kirkjugarðinum í París. Á miðvikudaginn voru 25 ár liðin síðan þessi vinsæli söngvari lést af ofneyslu eiturlyfja. Aðdáendur Morrisons og The Doors komu berandi blóm að gröfinni og mátti sjá bæði táninga og gráhærða hippa samankomna í kirkjugarðinum. Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 226 orð

Mjúklist

ÓLÍKT flestum öðrum listamönnum hefur hinn sænsk- bandaríska popplistamaður Claes Oldenburg dálæti á öllu því sem lint er og mjúkt og bera verk á borð við Mjúkt klósett" og Risastórt og mjúkt trommusett" vitni um það. Stór sýning á verkum Oldenburgs hefur verið sett upp á nokkrum stöðum í Evrópu á þessu ári og er nú í Hayward-galleríinu fram í miðjan ágúst. Þar áður var hún m.a. Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 387 orð

Norrænar bókmenntir á frönsku frá 1720 til 1995

Í BORGINNI Nantes á vesturströnd Frakklands hefur Denis Ballu rekið lítið og nokkuð sérstakt eins manns útgáfufyrirtæki, L'Élan. Hann hefur í aldarfjórðung haft gífurlegan áhuga á norrænum bókmenntum og eytt í það öllum sínum frístundum, en hann er franskur embættismaður. Ballu gefur út norrænar bókmenntir í franskri þýðingu. Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 132 orð

Nútíma La Boheme

VINSÆLASTI söngleikurinn á Broadway þetta árið virðist ætla að verða Rent", nútímauppfærsla á einu þekktasta verki tónbókmenntanna, La Boheme". Rokksöngleikurinn Rent" er eftir Jonathan Larson og hefur hann nú þegar hlotið Pulitzer- og Tony- verðlaunin. Rent" er sagður ólgandi blanda rokks, salsa, bíbopps og tangós og hefur verið líkt við Hárið". Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 263 orð

Nýjar bækur DÝRALÍFSSAGA um lítinn lun

DÝRALÍFSSAGA um lítinn lunda á Vigur á Ísafjarðardjúpi er nýkomin út. Bókin er öll litprentuð með fjölda teikninga og þó nokkrum ljósmyndum. Bókin er gefin út samtímis á þrem tungumálum, en þau eru auk íslenskunnar enska og þýska. Höfundur bókarinnar er svissnesk stúlka Kristín Marti og kom hún hingað fyrir fimm árum sem skiptinemi, fyrst á Dalvík og síðan í höfuðborginni. Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 210 orð

Nýjar bækur ÚT ER komin bókin Þjóð

ÚT ER komin bókin Þjóðsögur og sagnir úr Kópavogi í samantekt Önnu Hedvig Þorsteinsdóttur og Ingu Þóru Þórisdóttur. "Bókin hefur að geyma fjölda þjóðsagna og munnmæla af ýmsum toga úr Kópavogi jafnt gamalla sem nýrra. Í bókinni birtast fjölmargar sögur af álfum, draugum og öðrum kynjaverum sem verið hafa á kreiki í Kópavogi. Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 187 orð

Nýjar hljómplötur ÚT er komin ný geisl

ÚT er komin ný geislaplata og hljóðsnælda sem ber heitið "Minningamál". Höfundur laga og ljóða er Kristján Stefánsson frá Gilhaga í Skagafirði, en hann er einnig útgefandi. Á síðastliðnu sumri kom á markað geislaplata og snælda með sönglagasafninu "Mitt hjartans mál", ásamt nótnabók eftir þennan sama höfund. Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 45 orð

Orgeltónleikar í Dómkirkjunni

ALLA miðvikudaga í sumar verða einleikstónleikar í Dómkirkjunni og hefjast þeir kl. 11.30. Kl. 12.10 hefst svo bænaguðusþjónusta í kirkjunni. Næstkomandi miðvikudag verður Kjartan Sigurjónsson, organisti Seljakirkju, við orgelið og leikur verk eftir Sweelinck, Buxtehude og Bach. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð

Ólíkindaleg samsetning

HIN umtalaða Oprah Winfrey mun ásamt leikaranum smáa, en geðþekka, Michael Fox koma fram á Emmy-verðlaunahátíðinni sem haldin verður 8. september nk. Þar munu þau í félagi við stjórnandann Paul Reiser kynna þau atriði sem til gamans verða. Tilkynnt verður 18. júlí hverjir hafa verið tilnefndir til Emmy- verðlaunanna. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Pamela heiðruð

KVIKMYNDIN Gaddavír, eða "Barb Wire" með Pamelu Anderson Lee í aðalhlutverki, var forsýnd í Háskólabíói á fimmtudaginn. Í tilefni sýningarinnar fóru nokkrir Erindrekar Sniglanna í hópreið með fána skreyttan mynd af Pamelu að kvikmyndahúsinu. Hér sjáum við tvær myndir frá þessari helgu athöfn. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 50 orð

Pönkað í sólinni

RÍFANDI pönkstemmning var á Ingólfstorgi á föstudaginn, þegar hljómsveitirnar Q4U, Kuml, Rass og Pop Dogs spiluðu fyrir gesti og gangandi. Veðurblíða var þónokkur og yljaði sólin, ekki síður en grimmt pönkið, fólki um hjartarætur. Morgunblaðið/Ásdís PÖNKARAR eru á öllum aldri. ÁHORFENDUR nutu veðurblíðunnar. Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 395 orð

Samkeppnisfærar við aðra afþreyingu

Sumarútgáfa á sérstöku tilboðsverði Samkeppnisfærar við aðra afþreyingu FIMMTÁN nýjar bækur eru komnar út hjá bókaforlaginu Vöku ­ Helgafelli í tilefni af 15 ára afmæli fyrirtækisins á þessu ári. Bækurnar eru 80 síður að lengd og eru innbundnar. Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 580 orð

Semball & fiðla

J. S. Bach: Sónötur í E, c og A (BWV 116, 117 & 115). Helga Ingólfsdóttir, semball; Svava Bernharðsdóttir, barokkfiðla. Skálholtskirkju, laugardaginn 6. júlí kl. 15. SUMARTÓNLEIKARNIR í Skálholti hófu 19. vertíð sína í brakandi sólskini. Áður fyrr, meðan starfsemin var enn að slíta barnsskónum, hefði svona veður líklega þýtt tóma kirkju. Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 149 orð

SUMUM sýningum virðist ekki ætlað að koma fyrir augu almenning

SUMUM sýningum virðist ekki ætlað að koma fyrir augu almennings. Ein þeirra er nýleg uppfærsla á La Traviata" í Holland Park-leikhúsinu í London. Frumsýningin hófst á því að sópransöngkonan í aðalhlutverkinu festi hárið í beltissylgju á frakka tenórsins. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 90 orð

Sungið í regninu

SÖNGVARINN ástsæli Cliff Richard upplifði sína óvanalegustu tónleika sl. miðvikudag þegar hann söng á Wembley-leikvellinum í grenjandi rigningu. Stöðva varð tenniskeppni vegna rigningarinnar og notaði söngvarinn tækifærið og hóf að syngja sín vinsælustu lög uppi á sviðinu. Meira
9. júlí 1996 | Menningarlíf | 133 orð

Tímarit ÚT ERU komin tvö ný ættfræðirit, Þorste

ÚT ERU komin tvö ný ættfræðirit, Þorsteinsætt í Staðarsveit, eftir Sigurð Hermundsson og Þorstein Jónsson, og Húsafellsætt, eftir Gylfa Ásmundsson. Þorsteinsætt er rakin frá Þorsteini Jónssyni bónda á Slitvindastöðum í Staðarsveit og konu hans Sigríði Jónsdóttur. Bókin er í tveimur bindum og 650 bls. að stærð með framættum og nafnaskrá. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 134 orð

Tónlistarhátíð í Bandaríkjunum

MEIRA en 150 mismunandi tónlistarmenn munu troða upp í "The Discover Grammy Festival", mikilli tónleikahátíð, sem verður haldin í tíu stórborgum Bandaríkjanna. Ekki verður um að ræða einlitan hóp listamanna heldur eru stærstu nöfnin jafnólíkir listamenn og Sting, Liza Minelli og BB. King. Tónleikaferðin hefst í Chicago næstkomandi föstudag, 12. júlí. Meira
9. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 80 orð

Vilja endurtaka leikinn

SAMVINNA Eddie Murphys og framleiðandans Brian Grazer í "The Nutty Professor" var með slíkum ágætum að þeir vilja ólmir vinna saman á ný. Og ekki á að sitja við orðin tóm heldur er þegar komin ný mynd í sjónmál, "Life" sem Grazer lýsir sem mynd um vinskap fanga í fangelsi. Ekki er þó ákveðið hversu marga af föngunum og vörðunum Eddie mun leika í þeirri mynd. Meira

Umræðan

9. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 318 orð

Er "fjármagnið á vitlausum stað"?

Í FEITLETRAÐRI fyrirsögn á baksíðu DV hinn 4. júlí sl. var haft eftir Steingrími Hermannssyni bankastjóra að "fjármagnið" hafi verið "sett á vitlausan stað". Burtséð frá því máli sem þarna var fjallað um vegna mötuneytis Seðlabankans er vel hægt að ímynda sér að það megi grafa upp einhver fleiri dæmi í opinberum rekstri á Íslandi, sem styðja svipaða niðurstöðu, Meira
9. júlí 1996 | Aðsent efni | 559 orð

Farísear og tollheimtumenn

SAGAN um faríseann og tollheimtumanninn í helgidóminum er ein þekktasta dæmisagan í Nýja testamenntinu. Jesús segir þannig frá, Lúkas 18:11-12: "Faríseinn stóð og baðst þannig fyrir með sjálfum sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn: ræningjar, ranglætismenn, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Meira
9. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 175 orð

Fána og flóra

ÉG get ekki stillt mig um að gera athugasemd við eitt atriði í annars ágætri grein "Af flækingum og furðufuglum" í Morgunblaðinu í gær, 29. júní. Svo virðist sem blaðamaðurinn álíti að fuglar teljist til plönturíkisins, en trúlegra er þó að hann kunni ekki skil á merkingu orðanna flóra og fána. Meira
9. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 161 orð

Heimskuleg ákvörðun

ÞAÐ ER stundum sagt að heimskan ríði ekki við einteyming. Mér datt það í hug þegar fréttist af fyrirhuguðum flutningi Landmælinga Íslands til Akraness. Einmitt núna þegar atvinnumál eru í brennidepli þá dettur umhverfisráðherra í hug að eyðileggja störf tuga manna (konur eru líka menn) og raska þannig lífsafkomu og lífsaðstæðum á annað hundrað manna, - ekki af neinni rökrænni skynsemi, Meira
9. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 206 orð

Hvar fór jarðarförin fram?

ÞORVALDUR Kr. Gunnarsson Grettisgötu 58B sendir mér örfáar línur í Morgunblaðinu (Bréfi til blaðsins) 6. júlí. Hann segir; "Kommúnisminn er dauður og hefur verið það lengi. Það vita allir sem hafa fylgst með þróun mála í heiminum, nema Þórður Halldórsson. Þórður er greinilega haldinn einhverjum sjúklegum ótta við kommúnista, sem hann ætti að leita sér lækninga við. Meira
9. júlí 1996 | Aðsent efni | 594 orð

Opið bréf til forsætisráðherra um aðgengi að opinberum byggingum

KÆRI forsætisráðherra, nú get ég bara ekki lengur orða bundist. Það er eins og núverandi ríkisstjórn kappkosti að þrengja sem mest að okkur sem ekki uppfyllum þau skilyrði að vera "venjulegt fólk", hreyf- hamlaðir eða fatlaðir á einhvern hátt. Meira
9. júlí 1996 | Aðsent efni | 1018 orð

Opið bréf til Magnúsar K. Jónssonar

ÁGÆTI Magnús! Skömmu fyrir nýafstaðnar forsetakosningar skrifaðir þú grein í Morgunblaðið og sendir mér þar tóninn vegna framgöngu minnar við skipti á þrotabúum Vöruhússins Magasíns sf. og ykkar feðga. Mig langar af þessu tilefni, og einnig vegna ummæla Ástþórs sonar þíns í sjónvarpsþætti á Stöð 2 að rifja upp örfá atriði þessa máls: 1. Meira
9. júlí 1996 | Aðsent efni | 813 orð

Umhverfisslys á Hveravöllum

Í TILEFNI af nýgengnum úrskurði umhverfisráðherra vegna stjórnsýslukæru Ferðafélags Íslands varðandi aðalskipulag Hveravallasvæðisins, þar sem hafnað var kröfu Ferðafélagsins um að skipulagið yrði dæmt ógilt, Meira

Minningargreinar

9. júlí 1996 | Minningargreinar | 260 orð

Daníel G. Einarsson

Þekktur Íslendingur, og vinmargur í Noregi, Daníel G. Einarsson, Sundlaugavegi 18, er 75 ára í dag. Daníel fæddist á Norðurlandi en hefur verið búsettur í Reykjavík og unnið þar lengst af. Hann var ungur að árum þegar áhugi hans á Noregi vaknaði. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 88 orð

Guðný B. Jóakimsdóttir Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Elsku amma á Skúló. Nú ert þú komin til Guðs og ekki veik lengur. Við skiljum ekki dauðann alveg en vitum að við deyjum öll einhvern tímann. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 62 orð

Guðný Jóakimsdóttir

Elskulega mamma mín, þú varst alltaf yndisleg og vanginn þinn mjúkur. Það var gott að vera í fanginu á þér og þú tókst mér alltaf opinum örmum þegar ég var leið, huggaðir mig þegar létta þurfti á hjarta, mikið má ég þakka þér fyrir ævi mína, elsku góða mamma mín, ég mun sakna þín sárt. Þín dóttir, Anna. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 432 orð

Guðný Jóakimsdóttir

Faðir vor, þú, sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himnum. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 62 orð

Guðný Jóakimsdóttir

Núna ertu farin til himna elsku amma mín og ert hjá afa, Jónu og Sollu. Hjá Guði hlýtur þér að líða vel því Guð er svo góður. Núna getum við ekki heimsótt þig lengur á Skúló en við getum heimsótt þig í kirkjugarðinn hjá afa. Við biðjum góðan Guð að passa þig vel elsku amma. Þórdís og Bjarni. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 289 orð

Guðný Jóakimsdóttir

Hin látna heiðurskona Guðný Jóakimsdóttir var ein af þeim ágætis konum sem við fengum tækifæri til að kynnast og starfa með hjá Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík. Eins og svo oft áður var þar góður kjarni af tápmiklum konum sem störfuðu fyrir deildina að fjáröflun og félagsstörfum. Þar lét Guðný ekki sitt eftir liggja. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 363 orð

Guðný Jóakimsdóttir

Hér áttu blómsveig bundinn af elsku, blíðri þökk og blikandi tárum. Hann fölnar ei en fagur geymist í hjörtum allra ástvina þinna. (H.L.) Enn einn sterkur hlekkur í keðju okkar slysavarnakvenna í Reykjavík er brostinn, Guðný Jóakimsdóttir er fallin frá. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 209 orð

Guðný Jóakimsdóttir

Hetjan hún amma mín er dáin. Amma mín á Skúló, hún var besti vinur minn. Ég og amma vorum oft að tala saman um gamla daga þegar amma var ung og sagði hún mér margar sögur og oft sagði hún mér frá mörgu skemmtilegu þegar börnin hennar voru lítil. Það var svo gott að vera hjá ömmu minni. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 187 orð

Guðný Jóakimsdóttir

Söknuðurinn er mikill og sársaukinn í hjarta mínu er mikill því hún amma á Skúló er dáin. Það er svo ótrúlegt og óraunverulegt að geta ekki skroppið í heimsókn til þín niður á Skúló, þú varst svo góð amma og gott var að heimsækja þig og spjalla við þig, amma mín. Alltaf var svo hlýtt hjá þér og fallegt, heimilið þitt alltaf svo tandurhreint. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 156 orð

Guðný Jóakimsdóttir

Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Það er svo ótrúlegt að þú sért dáin, amma mín, en ég er þess fullviss að þér líður núna vel. Margar minningar koma upp í hugann, minningar um góða ömmu sem var svo dugleg og sterkur persónuleiki að af bar. Og allar sögurnar sem þú sagðir mér frá því þegar ég var lítil og þú varst að baða mig og hugsa um mig fyrstu árin mín. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 270 orð

GUÐNÝ JÓAKIMSDÓTTIR

GUÐNÝ JÓAKIMSDÓTTIR Guðný Brynhildur Jóakimsdóttir fæddist á Flatnesstöðum, Vestur-Húnavatnssýslu, 8. maí 1914 en fluttist ung að árum með foreldrum sínum til Ísafjarðar og ólst þar upp. Hún lést á Landspítalanum 29. júní síðastliðinn. Foreldrar Guðnýjar voru Rósa Jóhannesdóttir, f. 27. október 1886, og Jóakim Þorsteinsson, f. 18. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 185 orð

Guðríður Bergsdóttir

Hún Gauja frænka er dáin. Ég var ekki há í loftinu þegar ég kom fyrst til Skagastrandar. Sennilega ekki nema þriggja ára eða svo. Þau voru mörg sporin sem Gauja þurfti að hlaupa á eftir mér, ég var aldrei þar sem ég átti að vera. Oft sauð á Dodda þegar ég var búin að gera eitthvað af mér. Sennilega gekk ég fram af þeim báðum þegar ég datt niður í síldarþró og var ekki í húsum hæf í marga daga. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 33 orð

GUÐRÍÐUR BERGSDÓTTIR

GUÐRÍÐUR BERGSDÓTTIR Guðríður Bergsdóttir fæddist í Reykjavík 31. desember 1921. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 10. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey frá kapellu Fossvogskirkju 20. júní. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 253 orð

Katrín Oddsdóttir

Heita eining huga og máls hjarta gulls og vilji stáls ljósið trúar, ljósið vona lífs þíns minning yfir brenni. Þú sem unnir ei til hálfs auðnu landsins dætra og sona, blómsveig kærleiks bjart um enni berðu hátt. Nú ertu frjáls. Dyggð og tryggð þitt dæmi kenni. Dána! Þú varst íslensk kona. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 848 orð

Katrín Oddsdóttir

Nú er hún Katrín mín farin, farin yfir móðuna miklu, þangað sem Grímur var farinn þremur árum á undan henni. Við eigum aldrei oftar eftir að sitja við eldhúsborðið hennar í hádeginu og borða kjötsúpuna góðu, en engin eldaði jafn góða kjötsúpu og hún. Við eigum heldur ekki eftir að drekka kaffi hvor hjá annarri, eða ég að leita ráða og álits hjá henni. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 361 orð

Katrín Oddsdóttir

Í dag verður kvödd hinstu kveðju Katrín Oddsdóttir, sem lést hinn 28. júni sl. Katrín var hugsjóna- og baráttukona sem tók virkan þátt í störfum Framsóknarflokksins. Kynntist ég henni á þeim vettvangi fyrir allnokkrum árum í starfi Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, í starfi Landssambands framsóknarkvenna, í sveitarstjórnarmálum og í almennu flokksstarfi í Reykjaneskjördæmi. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 665 orð

Katrín Oddsdóttir

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. Þessar ljóðlínur Ingibjargar Sigurðardóttur komu upp í hugann þegar mér var tilkynnt lát athafnakonunnar Katrínar Oddsdóttur. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 335 orð

Katrín Oddsdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín er látin aðeins 67 ára að aldri. Síðustu vikurnar dvaldi hún á spítala, og þó hún væri orðin mjög veik, var hún alltaf jafn glæsileg. Tengdafaðir minn lést fyrir brátt þremur árum, þannig að missir okkar hjóna og barnanna er mikill, en þau voru okkur og barnabörnum sínum einstaklega góð. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 464 orð

Katrín Oddsdóttir

Katrín Oddsdóttir, Álfhólsvegi 8a í Kópavogi, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 28. júní síðastliðinn, eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hennar er sárt saknað af öllum sem hana þekktu. Ég ætla ekki í þessum fáu orðum að fjalla um æviferil Katrínar, ættir og uppruna þar sem aðrir munu gera því skil á þessum vettvangi. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 265 orð

KATRÍN ÓLAFÍA ODDSDÓTTIR

KATRÍN ÓLAFÍA ODDSDÓTTIR Katrín Ólafía Oddsdóttir, Álfhólsvegi 8a, Kópavogi, fæddist í Hvarfsdal á Skarðsströnd í Dalasýlsu 22. nóvember 1928. Hún lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. júní síðastliðinn. Katrín ólst upp hjá foreldrum sínum Oddi Bergsveini Jenssyni bónda, f. 9. apríl 1880, d. 29. júlí 1962, og Valfríði Ólafsdóttur húsmóður, f. 30. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 256 orð

Pétur Guðmundsson

Ég var 15 ára þegar Pétur giftist systur minni Sigurdísi og með okkur tókst vinátta sem aldrei bar skugga á. Hann reyndist alla tíð góður félagi og var samband okkar mikið og náið. Við Pétur stóðum saman að stofnun Kiwanisklúbbsins Nes, þar sem við ásamt eiginkonum okkar höfum átt fjölmargar skemmtilegar samverustundir. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 622 orð

Pétur Guðmundsson

Látinn er vinur minn, Pétur Guðmundsson sjómaður frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, hann Pétur hennar Dísu, Sigurdísar móðursystur minnar. Ég sat við rúm Péturs nú nýverið og strauk andlit hans með rökum klút er hann leit á mig með dökku, djúpu, fallegu augunum sínum og sagði: "Ert þú komin, Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 227 orð

PÉTUR GUÐMUNDSSON

PÉTUR GUÐMUNDSSON Pétur Guðmundsson fæddist í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi 9. október 1916. Hann lést á Landspítalanum 2. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elísabet Stefánsdóttir og Guðmundur Pétursson, sjómaður og bóndi í Hrólfsskála. Pétur átti tvo bræður, Stefán, f. 3. október 1918, skipstjóra hjá Eimskip, og Gunnar, f. 9. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 206 orð

Sigríður Guðný Eyþórsdóttir

Í dag verður lögð til hinstu hvíldar amma mín Sigríður Eyþórsdóttir. Hvernig minnist maður viðskilnaðarstundar ömmu sinnar? Enginn fær flúið dauðann, samt kemur hann alltaf jafnóþægilega við okkur. Það er erfitt að sætta sig við að fólk deyr, þess vegna verður sorgin svo stór. Eina leiðin til að milda sorgina virðist vera sú að minnast fegurðar í lífi hins látna. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 315 orð

Sigríður Guðný Eyþórsdóttir

Komið er að kveðjustund. Það var fyrir 27 árum að ég kynntist henni Dúfu. Hún bjó þá á Öldugötunni í Hafnarfirði og ég fór að venja komur mína þangað í fylgd yngri dóttur hennar. Tókust strax með okkur góð kynni sem aldrei bar skugga á. Þar sat virðingin og tryggðin í fyrirrúmi. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 356 orð

Sigríður Guðný Eyþórsdóttir

Amma okkar kvaddi þennan heim að morgni föstudagsins 28. júní. Það voru stutt en snörp veikindi sem drógu hana til dauða. Að kvöldi sunnudags var hún hress og kát en aðfaranótt mánudags veiktist hún svo heiftarlega að hún náði aldrei sambandi við okkur aftur. Við bræður eigum einungis ljúfar og góðar minningar um Dúfu ömmu. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 157 orð

SIGRÍÐUR GUÐNÝ EYÞÓRSDÓTTIR

SIGRÍÐUR GUÐNÝ EYÞÓRSDÓTTIR Sigríður Guðný Eyþórsdóttir var fædd í Hafnarfirði 20. september 1914. Hún lést í St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eyþór Þórðarson sjómaður og Guðrún Sigurðardóttir. Hún ólst upp í Hafnarfirði ásamt fimm systkinum og eru tvö þeirra á lífi, Bjartmar og Ásta. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 502 orð

Tómas Steingrímsson

Tómas Steingrímsson, móðurbróðir minn, var næstelstur og eini strákurinn í hópi sex systkina. Móðir mín sagði mér að hann hefði verið stríðinn og erfiður í sambúð á uppvaxtarárunum. Leyndi sér hvorki aðdáun hennar á bróður sínum, né heldur hitt að hún taldi sig hafa haft í fullu tré við hann. Ég hygg að þau hafi verið lík að skapferli og áhugamálum. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 467 orð

Tómas Steingrímsson

Í dag er til moldar borinn kunnur athafnamaður hér á Akureyri, Tómas Steingrímsson stórkaupmaður. Með honum er fallinn í valinn einn af forystumönnum verslunarmanna sem markaði spor í sögu verslunar og viðskipta hér um hálfrar aldrar skeið. Tómas var Fnjóskdælingur að ætt og flutti með foreldrum sínum Tómasínu Tómasdóttur og Steingrími Þorsteinssyni til Akureyrar árið 1921. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 156 orð

Tómas Steingrímsson

Tómas Steingrímsson kaupmaður á Akureyri er til moldar borinn í dag, hátt á níræðisaldri. Hann hafði lengi búið við heilsuleysi, en bar sig vel framundir andlátið. Tómas var Hnjóskdælingur að ætt, en fluttist með foreldrum sínum til Akureyrar rétt um fermingu, þar sem hans beið mikið og gott ævistarf. Meira
9. júlí 1996 | Minningargreinar | 231 orð

TÓMAS STEINGRÍMSSON

TÓMAS STEINGRÍMSSON Tómas Steingrímsson var fæddur á Víðivöllum í Fnjóskadal 6. nóvember 1909. Hann lést 1. júlí síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hans voru hjónin Tómasína Tómasdóttir frá Hróarsstöðum, 27. apríl 1884, d. 25. janúar 1971, og Steingrímur Þorsteinsson frá Lundi í Fnjóskadal, f. 30. Meira

Viðskipti

9. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Athugasemd frá Cha Cha

VEGNA fréttar á viðskiptasíðu á laugardag um dóm í útburðarmáli Kringlunnar 4-6 hf. gegn versluninni Cha Cha, vill Bárður Guðfinnsson, eigandi hennar, taka eftirfarandi fram. "Áréttað skal að fyrirtæki mín, Próf ehf. og Cha Cha skulda Kringlunni 4-6 hf. hvorki húsaleigu né annað en skilja mátti á umræddri frétt að þau skulduðu Borgarkringlunni stórfé. Meira
9. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 169 orð

Brautarkóngur í varðhald

YFIRMAÐUR frönsku ríkisjárnbrautanna, SNCF, hefur verið úrskurðaður í gæzluvarðhald vegna ásakana um misferli þegar hann var yfirmaður olíurisans Elf-Aquitaine í byrjun þessa áratugar. Loik Le Floch-Prigent stjórnarformaður var handtekinn vegna rannsóknar á ásökunum um að hann hafi dregið sér fé úr sjóðum fyrirtækisins, Meira
9. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 298 orð

Hlutabréfin boðin á genginu átta

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Softis hf. hefur ákveðið að auka hlutafé félagsins um þrjár milljónir króna að nafnverði. Nemur aukningin um 5,7% af hlutafé félagsins og eru hlutabréfin boðin á genginu 8. Söluverð hlutabréfanna er því samtals 24 milljónir króna. Bréfin eru ekki til sölu á almennum markaði en völdum hópi stofnanafjárfesta hefur verið boðin þau til kaups. Hlutafjárútboðið stendur til 19. júlí. Meira
9. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 237 orð

Kaupverðið nemur 20 millj. króna

IÐNLÁNASJÓÐUR hefur selt um 28% hlut sinn í Skipasmíðastöðinni Þorgeiri og Ellert hf. á Akranesi. Kaupendur bréfanna voru Hörður Pálsson, Bifreiðastöð ÞÞÞ, Sveinn Arnar Knútsson og Þorgeir Jósepsson, en þeir stóðu upphaflega að stofnun fyrirtækisins með Akranesbæ árið 1994. Bréfin eru að nafnvirði um ellefu milljónir króna og voru seld á genginu 1,8 eða fyrir um tuttugu milljónir króna. Meira
9. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 184 orð

Metviðskipti á fyrri hluta árs

METVIÐSKIPTI urðu á Verðbréfaþingi Íslands á fyrri hluta ársins 1995. Námu heildarviðskipti um 54,4 milljörðum og jukust um 16% frá síðari hluta fyrra árs, en um 126% frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í nýju fréttabréfi Verðbréfaþingsins. Meira
9. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 339 orð

Ný stjarna í svissnesku fjármálalífi

STJARNA Lukas Mühlemanns er runnin upp í svissnesku fjármálalífi og er því spáð að hún muni skína jafnvel enn skærar þegar hann hverfur af vettvangi endurtrygginga og snýr sér að bankamálum með því að taka við starfi aðalforstjóra nýrrar Crédit Suisse Holding fyrirtækjasamsteypu. Meira
9. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Philip Morris í skattamáli á Ítalíu

ÍTALSKA skattalögreglan hefur lagt hald á vegabréf starfsmanns Philip Morris og annarra ítalskra kaupsýslumanna vegna rannsóknar á undanskoti frá skatti. Kannaðar eru ásakanir um að tóbaksfyrirtækið hafi komizt hjá að greiða 10 billjónir líra eða 4.2 milljarða dollara í ítalska skatta síðan 1987 með því að láta gervifyrirtæki, Intertaba, gæta hagsmuna sinna á Ítalíu. Meira
9. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 86 orð

Réttarhöld gegn Alan Bond hafin

ÁSTRALSKI kaupsýslumaðurinn Alan Bond hefur neitað ákærum um fjársvik við upphaf réttarhalda í máli hans í Perth í Vestur-Ástralíu. Bond er ákærður fyrir að hafa borið ábyrgð á því sem stjórnarformaður Bond Corporation á tímabilinu maí 1988 til október 1989 að fyrirtækið hafi misst af möguleika á að kaupa málverk Edouard Manets, Meira
9. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 289 orð

Sveiflur í Wall Street vekja ugg í Evrópu

ÓVISSU gætti á evrópskum hlutabréfamarkaði í gær af því að uggur um vaxtahækkanir í Bandaríkjunum hefur aftur gert vart við sig. Óvissa ríkir einnig í Wall Street og kemur fram í verðsveiflum. Óvissan stafar af því að bandaríska Dow Jones vísitalan lækkaði um tæplega 115 punkta á föstudag vegna upplýsinga um að dregið hefði út atvinnuleysi vestanhafs, Meira

Fastir þættir

9. júlí 1996 | Í dag | 2709 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 5.-11. júlí verða Laugarnesapótek, Kirkjuteigi 21 og Árbæjarapótek, Hraunbæ 102 B. Frá þeim tíma er Laugarnesapótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
9. júlí 1996 | Í dag | 146 orð

ÁRIÐ 1945 birtist í New York Times spil eftir Howard Sc

Útspil: Tígulsexa. Shenken drap gosa austurs með drottningu og hugsaði málið. Spilið lá raunar nokkuð ljóst fyrir, því það var vitað að austur átti fjórlit í spaða og myndi dúkka þrisvar og halda sagnhafa þar með í þremur spaðaslögum. Og þá vantaði einn slag. En Schenken fann snjalla lausn á þessum vanda. Meira
9. júlí 1996 | Í dag | 66 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Níræður er í dag, þriðjud

Árnað heillaÁRA afmæli. Níræður er í dag, þriðjudaginn 9. júlí, Finnbogi Ingólfsson, vistmaður á Hrafnistu, DAS, Hafnarfirði. Hann tekur á móti gestum í samkomusal á 5. hæð á Hrafnistu DAS, Hafnarfirði milli kl. 19 og 21 í dag. ÁRA afmæli. Meira
9. júlí 1996 | Fastir þættir | 394 orð

BRIDS UmsjónArnór G. Ragnarsson Sumarbrids 1996

Mánudaginn 1. júlí spiluðu 24 pör tölvureiknaðan Mitchell tvímenning. Spilaðar voru 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 270 og efstu pör voru: NS: Guðbjörn Þórðarson ­ Guðmundur Baldursson328Björn Theódórsson ­ Ragnar S. Meira
9. júlí 1996 | Dagbók | 661 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
9. júlí 1996 | Fastir þættir | 384 orð

Frábært mót í fögru veðri

NÚ Í ÞRIÐJA sinn halda Sunnlendingar stórmót þar sem veðurguðirnir leggja blessun sína yfir samkomuna með eftirminnilegum hætti. Þykir alveg með ólíkindum hvað lánið hefur leikið við þennan stað í þessi þrjú skipti. En það þarf fleira en gott veður til að vel takist til. Aðstaðan á Hellu undir mót sem þetta er sú besta sem völ er á á landinu. Meira
9. júlí 1996 | Fastir þættir | 999 orð

Hjörvar sigraði er Óður var úr leik

Fjórðungsmóti sunnlenskra hestamanna lauk á sunnudagssíðdegi með úrslitakeppni A-flokksgæðinga. Á fimmta þúsund manns komu á mótið sem stóð yfir í fimm daga. Framkvæmd tókst að mestu með ágætum en aðstaðan á Gaddstaðaflötum er mjög góð til stórmótahalds. DRAMATÍKIN gerir það ekki endasleppt í mótslok á Gaddstaðaflötum. Meira
9. júlí 1996 | Í dag | 26 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu á dögunum og s

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu 2.226 krónum sem þær gáfu í söfnunina "Börnin heim". Stúlkurnar heita Auður Hreiðarsdóttir, Hjördís Hreiðarsdóttir og Margrét Iversen. Meira
9. júlí 1996 | Fastir þættir | 471 orð

Hörkukeppni í unglingaflokki

NÁNAST allir knapar í yngri flokkunum sem komust í úrslit voru afbragðsvel ríðandi, betur heldur en sést hefur áður. Er með ólíkindum hvað til dæmis yngstu krakkarnir sem í fremstu röð eru hafa orðið mikið vald á hestum og ljóst að hinar stórstígu framfarir síðustu ára í reiðlistinni hafa náð í ríkum mæli til krakkanna. Meira
9. júlí 1996 | Fastir þættir | 715 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 856. þáttur

856. þáttur Brynjólfur Brynjólfsson á Akureyri sættir sig ekki við að illa sé farið með móðurmálið. Honum er annt um að fjölbreytileiki þess fái notið sín og að menn temji sér vöndun og þrifnað í meðferð þess. Hann sendir mér svofellt bréf sem ég hef þegið með þökkum: "Notkun orða án umhugsunar. Meira
9. júlí 1996 | Fastir þættir | 991 orð

Kamsky heldur í veika von

Heimsmeistaraeinvígi FIDE haldið í Elista Rússlandi, höfuðborg sjálfstjórnarlýðveldisins Kalmykíu 6. júní ­ 14. júlí. Eftir að Kamsky vann sextándu skákina á laugardaginn getur hann enn lifað í veikri von um að jafna metin. Staðan eftir þá skák: Karpov 9 v. Kamsky 6 v. Meira
9. júlí 1996 | Í dag | 175 orð

LEIÐRÉTT

Í grein í sunnudagsblaði "Flugvöllur með fortíð" misritaðist í inngangi að það hafi verið Garðar Gíslason sem leitt hafi unga flugáhugamenn við fyrstu flugvallargerðina í Vatnsmýrinni. Eins og raunar kom fram í myndatexta var það Bergur Gíslason, sonur Garðars, sem þar var í forsvari. Meira
9. júlí 1996 | Í dag | 441 orð

RKIBISKUPINN af Kantaraborg gagnrýndi Breta í ræðu sl. fös

RKIBISKUPINN af Kantaraborg gagnrýndi Breta í ræðu sl. föstudag fyrir þá siðferðishnignun, sem hann taldi að hefði orðið í landinu og sagði að fólk þekkti ekki lengur mun á réttu og röngu. Orðrétt sagði erkibiskupinn m.a. Meira
9. júlí 1996 | Fastir þættir | 1840 orð

Úrslit fjórðungsmótsins

A-flokkur (einkunnir úr forkeppni og fullnaðardóm) 1. Hjörvar frá Ketilsstöðum, Andvara,eigendur Kristján J. Agnarsson og Bergur Jónsson, knapi Atli Guðmundsson, 8,77/8,73. 2. Seimur frá Víðivöllum fremri, Geysi, eigendur Inga J. Kristinsdóttir og Þorvaldur Jósepsson, knapi Þórður Þorgeirsson, 8,90/8,58. 3. Meira
9. júlí 1996 | Í dag | 417 orð

Þakkir til Heimsferða ÉG FÓR til Costa del Sol 11.-26. júní

ÉG FÓR til Costa del Sol 11.-26. júní sl. með Heimsferðum. Ferðin var mjög góð í alla staði. Við höfðum frábærlega góðan fararstjóra sem heitir Hulda Jósefsdóttir. Það voru allir jafnir í hennar augum, sama hvort um var að ræða sjómann, forstöðumann eða verkamann. Ég er virkilega ánægður með þjónustu Heimsferða og vil þakka það. Hafliði Helgason. Meira

Íþróttir

9. júlí 1996 | Íþróttir | 63 orð

2. deild

Fram - Þór Ak8:0 Ágúst Ólafsson 3 (4., 38., 71.), Ásgeir Halldórsson (10.), Michael Payne (15.), Þorbjörn Atli Sveinsson 2 (26. - vítasp., 54.), Anton Björn Markússon (57.) Skallagrímur - Þróttur R.0:0 Víkingur - Leiknir3:0 Atli Einarsson (27.), Ingvar Borgþórsson (87.), Arnar Hrafn Jóhannsson (90.). Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 17 orð

3. deild

3. deild Grótta - Höttur1:1 Gísli Jónasson - Haraldur Klausen Fjölnir - Dalvík1:2 - Sverrir Björgvinsson, Örvar Eiríksson. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD

3. DEILD VÍÐIR 8 6 0 2 25 14 18REYNIR S. 8 5 2 1 25 13 17ÞRÓTTUR N. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD A-RIÐILL GG -NJARÐVÍK

4. DEILD A-RIÐILL GG -NJARÐVÍK 1: 6FRAMHERJAR -LÉTTIR 0: 1HB -ÍH 2: 5 LÉTTIR 7 5 1 1 17 7 16UMFA 7 5 0 2 21 16 15NJARÐVÍK 7 4 1 2 24 14 13ÍH 7 4 1 2 21 1 Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD B-RIÐILL HAUKAR -SMÁS

4. DEILD B-RIÐILL HAUKAR -SMÁSTUND 5: 0VÍKINGUR Ó. -ÁRMANN 8: 3SKAUTAF. R. -SMÁSTUND 1: 12 HAUKAR 6 4 2 0 30 6 14VÍKINGUR Ó. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD C-RIÐILL HVÖT -KORMÁK

4. DEILD C-RIÐILL HVÖT -KORMÁKUR 0: 2SM -KS 2: 2NEISTI -TINDASTÓLL 0: 3 KS 6 4 1 1 17 5 13TINDASTÓLL 6 4 1 1 15 8 13MAGNI 6 4 1 1 14 9 13SM 6 2 1 3 12 1 Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD D-RIÐILL LEIKNIR F. -

4. DEILD D-RIÐILL LEIKNIR F. -KVA 2: 6KVA -LEIKNIR F. 3: 1EINHERJI -HUGINN 3: 3 KVA 6 6 0 0 26 5 18SINDRI 4 3 0 1 15 9 9EINHERJI 6 2 1 3 15 16 7HUGINN 6 1 1 4 Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD V-RIÐILL ERNIR -BÍ

4. DEILD V-RIÐILL ERNIR -BÍ 2: 4REYNIR H. -GEISLINN 3: 1 BOLUNGARV. 4 3 1 0 16 4 10BÍ 4 3 1 0 13 3 10REYNIR H. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 362 orð

Alþjóðlegt tigamót

Alþjóðlegt stigamót Alþjóða frjálsíþróttasambandsins fór fram í Stokkhólmi í gær. Helstu úrslit voru sem hér segir. Stangarstökk kvenna: 1. VALA FLOSADÓTTIR 4,10 2. Stacy Dragila (Bandar.) 4,10 3. Andrea M¨uller (Þýskal.) 4,00 3. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 96 orð

Átti von á betri tímum "ÉG er s

"ÉG er sátt við sunnudaginn en ekki hina dagana því mér leið þá ekki of vel," sagði Eydís Konráðsdóttir úr Keflavík eftir mótið en hún synti í 7 greinum og sigraði í fimm þeirra. "Ég hef ekki verið í þungum æfingum en átti von á betri tímum hér. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 162 orð

Bitlausir Borgnesingar

Bitlausir Borgnesingar Skallagrímur frá Borgarnesi missti toppsæti 2. deildar í hendur Fram þegar liðið gerði markalaust jafntefli við spræka Þróttara í Borgarnesi. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Boltinn barst frá hægri fyrir mark Grindvíkinga á 42

Boltinn barst frá hægri fyrir mark Grindvíkinga á 42. mínútu. Albert markmaður sló boltann frá en beint til Haralds Ingólfssonar sem stóð á vítateigshorni vinstra megin og skaut bylmingsskoti í fjærstöng og í mark. Jóhannes Harðarson fékk boltann úr aukaspyrnu frá Ólafi Þórðarsyni á 45. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 694 orð

Breiðablik - Leiftur1:1

Kópavogsvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla, 7. umferð sunnudaginn 7. júlí 1996. Aðstæður: SA gola , skýjað og 10 gráðu hiti. Völlurin fremur þungur. Mark Breiðabliks: Kjartan Einarsson (64.). Mark Leifturs: Daði Dervic (76.). Gult spjald: Brreiðbliksmennirnir Theodór Hervarsson (43. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 455 orð

Bróðurlega skipt að Hlíðarenda

VALUR og Stjarnan skiptu með sér stigum í markalausu jafntefli á Hlíðarenda á sunnudaginn. Reyndar skiptu liðin einnig með sér leiknum því Garðbæingar voru mun betri fyrir hlé en Hlíðarendapiltarnir í síðari hálfleik. Liðin eru því enn um miðja deild, Stjarnan í fimmta sæti með ellefu stig en Valur í því sjötta með átta. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 42 orð

Bætti sig um 25% á milli ára

JÚLÍUS Hallgrímsson bætti sig um 25% á 49. holu frá síðustu meistarakeppni. Í fyrra fór hann holuna á 12 höggum en níu höggum í ár. Í bæði skiptin snerist leikurinn honum í óhag á þessari holu. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 106 orð

Eftir þunga sókn Breiðabliks á 64. mínútu sendi Guðmundur

Eftir þunga sókn Breiðabliks á 64. mínútu sendi Guðmundur Þ. Guðmundsson bolta frá hægri kanti rétt utan vítateigshorns inn á fjarstöngina móts við marteigshornið þar sem Kjartan Einarsson skaut knettinum viðstöðulaust með vinstri fæti úr þröngu færi á mitt markið upp við slá, glæsilega gert. Á 76. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 445 orð

EINVÍGI »Mikil spenna í þrí-skiptri 1. deild karlaí knattspyrnu

Ágætur íþróttafréttamaður sagði nokkrum sinnum í útvarpslýsingu í fyrrakvöld að engin spenna væri í 1. deild karla í knattspyrnu vegna þess að ÍA og KR væru að stinga hin liðin af. Ámóta orð hafa heyrst víða að undanförnu en á þessari stundu er ógerningur að taka undir með málflytjendum. Í raun væri nær að tala um þrískipta háspennu í deildinni. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Er ennþá í framför

HELGA Halldórsdóttir spretthlaupari úr FH bar sigur úr býtum í tveimur greinum, 100 metra grindahlaupi og 400 metra hlaupi á Íslandmeistaramótinu í frjálsíþróttum um helgina. Þar með hefur hún 29 sinnum orðið Íslandsmeistari sprett- og grindahlaupum, langstökki og sjöþraut, oftar en nokkur önnur kona. Þá eru ótaldir þeir Íslandsmeistaratitlar sem hún hefur unnið ásamt öðrum í boðhlaupum. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 102 orð

Erfitt að finna leikdaga fyrir Meistaradeildina

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu hafði ákveðið að Meistaradeild Evrópu yrði 24 liða deild frá og með tímabilinu 1997 til 1998 í stað 16 eins og verið hefur en vegna erfiðleika við að finna leikdaga getur farið svo að breytingunni verði frestað í þrjú ár. Nú er leikið í fjórum fjögurra liða riðlum en hugmyndin er að hafa sex lið í hverjum riðli. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 172 orð

Erum að spila best

"VIÐ spiluðum vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður og ég er mjög ánægður með strákana," sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR. "Sigurinn hefði jafnvel getað orðið enn stærri. Liðið er í mjög góðri æfingu og spilar að mínu mati skemmtilegustu og bestu knattspyrnuna í deildinni. Ég get því ekki verið annað en bjartsýnn og bíð nú spenntur eftir leiknum á móti Skagamönnum. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 575 orð

Falleg mörk en bragðlítið

EFLAUST eru leikmenn Breiðabliks og Leifturs óánægðir með niðurstöðuna úr viðeign félaganna á Kópavogsvelli á sunnudagskvöldið. Jafntefli 1:1 þýðir að Blikar eru enn í botnsætinu og Leiftursmenn misstu af toppbaráttunni í bili að minnsta kosti. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 575 orð

FH-ingar sigruðu með yfirburðum

ÞAÐ hefur oft verið hærra risið á Meistarmóti Íslands í frjálsíþróttum en því sjötugasta í röðinni sem fram fór á Laugardalsvelli á laugardaginn og sunnudaginn. Flestir af sterkustu frjálsíþróttamönnum landsins eru erlendis og fámennt var í nokkrum greinum, t.d. aðeins einn keppandi í 3.000 metra hindrunahlaupi. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 430 orð

FORRÁÐAMENN

FORRÁÐAMENN enska úrvalsdeildarliðsins Nottingham Forest skýrðu frá því í gær að varnarmaðurinn sterki frá Króatíu, Nikola Jerken, hefði skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

FRAM 7

FRAM 7 4 3 0 21 7 15SKALLAGR. 7 4 3 0 14 3 15ÞÓR 7 3 2 2 8 15 11ÞRÓTTUR 7 2 4 1 16 12 10KA 7 2 3 2 15 14 9VÍKINGUR 7 2 2 3 11 9 8FH 6 2 2 Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 172 orð

Golfklúbburinn Flúðir Meistaramót Öldungar: Karl Gunnlaugsson336 1. flokkur karla: Reynir Guðmundsson312 1. flokkur kvenna:

Meistaramót Öldungar: Karl Gunnlaugsson336 1. flokkur karla: Reynir Guðmundsson312 1. flokkur kvenna: Halldóra Halldórsdóttir343 2. flokkur karla: Jón Þorsteinn Hjartarson355 2. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 638 orð

Golfklúbbur Reykjavíkur

Þátttakendur 286. Öldungar 65 ára og eldri: Með forgjöf, 36 holur: 1. Jón G. Tómasson129 2. Svan Friðgeirsson132 3. Zophonías Áskelsson134 Án forgjafar, 36 holur: 1. Vilhjálmur Ólafsson161 2. Hannes Ingibergsson166 3. Jón G. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 186 orð

Guðmundur Benediktsson fékk sendingu upp hægri kantinn

Guðmundur Benediktsson fékk sendingu upp hægri kantinn frá Kristjáni Finnbogasyni, markverði, á 2. mínútu. Guðmundur lék upp að vítateig og sendi fyrir markið. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 318 orð

Guðrún bætti Íslandsmetið í 200 m hlaupi

Guðrún Arnardóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, bætti eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti í La Grange í Georgíufylki á sunnudag. Hún hljóp á 24,01 sek. og bætti metið um 0,17 sekúndur. Að sögn Gísla Sigurðssonar, þjálfara íslenska ólympíuhópsins, er Guðrún í mjög góðri æfingu um þessar mundir og því ætti tími hennar í 200 metra hlaupinu ekki að koma á óvart. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 166 orð

Intertoto Leikir, laugardaginn 6. júlí: 1-riðill:

Leikir, laugardaginn 6. júlí: 1-riðill: Standard Liege (Belgíu) - Hapoel Haifa (Ísrael)2:2 Cliftonville (N-Írl.) - VfB Stuttgart1:4 2. riðill: Werder Bremen (Þýskalandi) - Djurgården (Svíþjóð)3:2 Apollon (Kýpur) - Toftir (Færeyjum)4:1 3. riðill: Maribor (Slóv. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

ÍA

ÍA 8 7 0 1 24 8 21KR 7 6 1 0 22 5 19LEIFTUR 8 3 3 2 16 15 12ÍBV 8 4 0 4 14 16 12STJARNAN 8 3 2 3 9 12 11VALUR 7 2 2 3 5 7 8GRINDAVÍK 7 2 Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

ÍA heldur sínu striki

Skagamenn náðu sér í þrjú stig í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í Grindavík með 2:0 sigri á heimamönnum. Baraáttan virðist vera að snúast upp í baráttu gömlu keppinautanna ofan af Akranesi og KR. Sigurinn var öruggur og nánast tryggður í fyrri hálfleik, þegar Skagamenn höfðu gert mörkin sín tvö. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 17 orð

Í kvöld

2. deild karla: ÍR-völlur:ÍR - FH20 2. deild kvenna: Fjölnisv.:Fjölnir - UMFG20 Kaplakriki:FH - Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 167 orð

Ívar með vallarmet og tvöfaldur meistari

ÍVAR Hauksson sigraði örugglega í meistaraflokki karla á meistaramóti GKG, varð einnig klúbbmeistari og setti tvö vallarmet. Hann fór fyrsta daginn á 69 höggum, sem er vallarmet, og svo á 76, 73 og 77 höggum eða samtals 295 sem er vallarmet. Þetta er í fimmta sinn á síðustu tveimur árum sem Ívar setur vallarmet. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 138 orð

Karen enn í sérflokki

KAREN Sævarsdóttir var í sérflokki í meistaraflokki kvenna á Meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja. Hún var með forystu alla dagana, fór á 75, 85, 78 og 79 höggum eða samtals 317 höggum. Magdalena Sirrý Þórisdóttir kom næst á 342 höggum og Rut Þorsteinsdóttir varð í þriðja sæti á 362 höggum. Þetta er áttunda árið í röð sem Karen verður meistari í keppninni. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 207 orð

Keflvíkingar steinlágu

Keflvíkingar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við austurríska liðið Austria Vín í Intertoto-keppninni í knattspyrnu í Vínarborg á laugardag. Heimamenn höfðu undirtökin nær allan leikinn og sigruðu örugglega 6:0. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 569 orð

Krajicek braut blað í sögu Wimbledon

Richard Krajicek var ekki raðað á styrkleikalista Wimbledonmótsins en engu að síður fagnaði hann sigri í einliðaleik karla, vann Bandaríkjamanninn MalaVai Washington 6-3, 6-4, 6-3 í úrslitum á sunnudag. Aðeins einu sinni áður hefur spilari sem var ekki raðað á styrkleikalista orðið meistari, Boris Becker 1985, og Krajicek er fyrsti Hollendingurinn sem verður meistari á Wimbledon. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 127 orð

KR taplaust 23 leiki

FRÁ því að Lúkas Kostic tók við þjálfun hjá KR hefur liðið aðeins tapað einum æfingaleik, gegn Störnunni, í febrúar. Liðið hefur ekki tapað í síðustu 23 leikjum sínum - unnið 18 og gert 5 jafntefli og markatalan er 53:11. KR hefur ekki fengið á sig mark í síðustu fimm leikjum, tveimur í bikarkeppninni og þremur í deildinni. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 113 orð

Landsliðið keppir í Þýskalandi

Hópur sundfólks heldur á morgun til Darmstadt í Þýskalandi þar sem fram fer alþjóðlegt sundmót og var valið í ferðina miðað við árangur á meistaramótinu um helgina. Mót þetta hefur verið notað sem undirbúningur fyrir smáþjóðaleikana og voru hvorki valdir unglingar né Ólympíufarar. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 152 orð

Magnús fékk tvo bikara

Magnús Konráðsson frá Keflavík varð stigahæstur á mótinu um helgina þegar hann hlaut 805 stig fyrir 100 metra bringusund og tvo bikara að launum. Það er Pálsbikarinn, sem gefinn var af forseta Íslands og skal veittur þeim keppanda sem hlýtur flest stig á sundmeistaramótinu, og Guðmundarbikarinn, Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 203 orð

Mannlegt mat mælikvarðinn

Mannlegt mat dómara er sá mælikvarði sem notaður er til að gefa stig og refsingar í torfærunni, rétt eins og í knattspyrnu. Við höfum ekki getað fundið upp aðra aðferð, en hinsvegar getur dómnefnd notað myndbandsupptöku til að styðjast við, komi upp kæra á einstaka dóma. Kæran á dómara um helgina átt alveg rétt á sér eins og aðrar kærur, finnist mönnum brotið á sér. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 39 orð

Markahæstir

9 - Guðmundur Benediktsson, KR 7 - Mihajlo Bibercic og Bjarni Guðjónsson, ÍA 6 - Ríkharður Daðason, KR 5 - Rastislav Lazorik, Leiftri 4 - Haraldur Ingólfsson, ÍA, Einar Þór Daníelsson, KR, Tryggvi Guðmundsson, ÍBV, Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylki. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 174 orð

Martina Navratilova náði ekki að jafna metið

MARTINA Navratilova, sem ætlaði sér að næla sér í 20. titilinn á Wimbledonmótinu í tennis, náði því ekki. Hún og félagi hennar, Jonathan Stark, töpuðu í undanúrslitum í tvenndarleik fyrir Grant Connell og Lindsay Davenport, 7-6, 7-6, á sunnudaginn. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 54 orð

Meistaraflokkur karla

Meistaraflokkur karla Örn Ævar Hjartarson293 Helgi Birkir Þórisson297 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson300 1. flokkur karla Högni R. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 334 orð

Meistaramót Íslands

Haldið í Laugardalslaug um helgina 200 m fjórsund kvenna Lára Hrund Bjargard., Þór2.31,66Sigurlín Garðarsd., UMF-Self.2.33,84Kolbrún Ýr Kristjánsd., ÍA2.38,42200 m fjórsund karla Magnús Konráðsson, Keflav.2. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 404 orð

Meistaramót Íslands

100 metra hlaup: Jóhannes Már Marteinsson, ÍR10,62 Bjarni Þór Traustason, FH10,70 Ólafur Guðmundsson, HSK10,77 400 metra hlaup: Friðrik Arnarson, Á49,43 Ingi Þór Hauksson, UMFA49,97 Björn Traustason, FH50,00 1.500 metra hlaup: Stefán Guðjónsson, ÍR4:05,67 Sigurbjörn Á. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 99 orð

Meistaramót klúbbanna Golfklúbbur Akureyrar

Meistaraflokkur karla: Sigurpáll Geir Sveinsson287 Björgvin Þorsteinson301 Birgir Haraldsson303 Björn Axelsson307 Ómar Halldórsson310 1. flokkur Guðbjörn Garðarsson323 Sævar Þ. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 495 orð

Meistarataktar hjá KR í Eyjum

KR-INGAR hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við ÍBV í Eyjum síðustu tvö árin, töpuðu 1:0 í bæði skiptin. Á sunnudaginn varð breyting á því Vesturbæjarliðið tók ÍBV nánast í kennslustund og vann sannfærandi 4:0. KR-ingar sýndu meistaratakta þrátt fyrir leiðindaveður. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 57 orð

Níu kylfingar í Evrópumótaröðina

NÍU íslenskir kylfingar fóru til Lúxemborgar í fyrradag til að taka þátt í móti í Evrópumótaröðinni sem hefst á morgun. Kylfingarnir eru Karen Sævarsdóttir, Golfklúbbi Suðurnesja, Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, Herborg Arnarsdóttir, GR, Ólöf María Jónsdóttir, Keili, Þórdís Geirsdóttir, Keili, Birgir Leifur Hafþórssson, Leyni, Þórður Emil Ólafsson, Leyni, Björgvin Sigurbergsson, Keili, Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 23 orð

NM U-16 ára stúlkna

NM U-16 ára stúlkna Mótið var haldið í Finnlandi: Danmörk - Ísland2:1 Svíþjóð - Ísland2:1 Finnland - Ísland1:0 Noregur - Ísland5:0 Holland - Í Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 217 orð

ÓL út úr myndinni hjáMörthu

"ÞETTA lítur út fyrir að vera búið hjá mér að þessu sinni," sagði Martha Ernstdóttir hlaupakona úr ÍR er Morgunblaðið innti hana eftir hvað væri framundan hjá henni nú þegar henni hefði mistekist í tvígang að ná ólympíulágmarki í 5000 metra hlaupi, síðast á Bislett á föstudaginn þar sem hún var rúmum 11 sekúndum frá lágmarkinu. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 46 orð

Pútterinn brotnaði KRISTJAN

KRISTJANA Ingólfsdóttir, unnusta Júlíusar Hallgrímssonar, dró fyrir hann á lokadegi meistaramótsins í Eyjum. Á einni af síðustu brautunum tók hún pútterinn full harkalega upp úr pokanum, rak hann í með þeim afleiðingum að hann brotnaði og varð Júlíus að pútta með kylfu á síðustu flötunum. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 226 orð

Sérkennileg tímasetning

Mér gekk vonum framar því í mínum huga var möguleikinn á Ólympíuleikum úr sögunni," sagði Magnús Konráðsson úr Keflavík, sem synti í fimm greinum og sigraði í fjórum þeirra. Hann einn sundfólksins átti raunhæfan möguleika á farseðli til Atlanta eins og Eydís Konráðsdóttirr, Elín Sigurðardóttir og Logi Jes Kristjánsson höfðu áður tryggt sér, Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 342 orð

SIGURÐUR Jónsson

SIGURÐUR Jónsson varð þrítugur á keppnisdag, en náði ekki hinni fullkomnu afmælisgjöf, þ.e. að sigra. Hinsvegar heldur hann forystu til Íslandsmeistara á Lukkutröllinu, en hefur verið lánlaus vegna sífelldra bilana. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 396 orð

Stórsigur Framara

Framarar tóku á móti Þórsurum á Valbjarnarvelli í gærkvöldi og yfirspiluðu norðanmennina frá upphafi til enda. Í leikslok höfðu þeir skorað átta mörk en Þórsarar ekkert. Framarar voru ekki lengi að finna leiðina að markinu. Á fjórðu mínútu skoraði Ágúst Ólafsson með góðum skalla í vinstra markhornið. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 179 orð

UEFA vill að FIFA endurskoði sjónvarpssamninginn

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, sendi frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem ákvörðun Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, um að selja sjónvarpsrétt frá HM 2002 og 2006 fyrir 2,2 milljarða dollara var gagnrýnd þar sem nægar tryggingar væru ekki fyrir hendi. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 81 orð

Undankeppni HM

Santiago: Chile - Ecuador4:1Ivan Zamorano (21., 85.), Marcelo Salas (75.), Fabian Estay (83.) - Alex Aguinaga (74.). 75.000. La Paz: Bólivía - Venezuela6:1Marco Sandy (2.), Marco Etcheverry (41. vsp.), Julio Baldivieso (61.), Milton Coimbra (67.), Berthy Suarez (76.), Roly Paniagua (80.) - Edson Tortolero (65. vsp. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 301 orð

Vala setti heimsmet unglinga í Stokkhólmi

VALA Flosadóttir, ÍR, setti glæsilegt Íslands- og Norðurlandamet fullorðinna og heimsmet unglinga í stangarstökki á alþjóðlegu stigamóti í Stokkhólmi í gærkvöldi. Vala stökk 4,15 m í bráðabana en bandaríska stúlkan Stascy Dragila felldi. Þær þurftu að há bráðabana, þar sem í keppninni sjálfri felldu þær 4,15 eftir að hafa báðar stokkið yfir 4,10 m í annarri umferð. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 127 orð

Var stutt frá mínu besta "M

"MÉR hefur gengið ágætlega á mótinu og þó ég hafi verið í þungum æfingum hef ég synt stutt frá mínu besta og er sátt við mótið. Nú fer ég að hvíla mig fyrir Ólympíuleikana, þá taka við meiri sprettir en hvíldir á milli og færri æfingar," sagði Elín Sigurðardóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Það voru ekki margir sem höfðu trú á að henni tækist að ná lágmörkunum fyrir leikana í Atlanta. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 845 orð

Veltuveisla í varasömum þrautum

ÍSLANDSMEISTARINN Haraldur Pétursson úr Ölfusi ver titil sinn af krafti. Á laugardaginn vann hann þriðju umferð Íslandsmótsins í torfæru í flokki sérútbúinna jeppa. Keppnin var í Jósepsdal. Reykvíkingurinn Sigurður Axelsson varð annar og Þorlákshafnarbúinn Gísli G. Jónsson þriðji. Í flokki sérútbúinna götujeppa vann Rafn A. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 118 orð

Wimbledon Einliðaleikur karla, undanúrslit: MaliVai Washingt

Einliðaleikur karla, undanúrslit: MaliVai Washington (Bandar.) vann 13- Todd Martin (Bandar.) 5-7 6-4 6-7 (6-8) 6-3 10-8 Einliðaleikur karla, úrslit: Richard Krajicek (Holl.) vann MalaVai Washington (Bandar.) 6-3, 6-4, 6-3 Einliðaleikur kvenna, úrslit: 1-Steffi Graf (Þýskal. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 302 orð

Þetta er ótrúlegt

Steffi Graf átti ekki í erfiðleikum á móti Arantxa Sanchez Vicario í úrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledonmótinu í tennis um helgina. Þýska stúlkan, sem var efst á styrkleikalista mótsins og átti titil að verja, vann stöllu sína frá Spáni 6-3, 7-5 og fagnaði meistaratitlinum í sjöunda sinn á níu árum en auk þess var þetta í 100. sinn sem hún verður meistari á móti og í 20. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 333 orð

Þorsteinn meistari fjórða árið í röð

Bræðurnir Þorsteinn og Júlíus Hallgrímssynir voru einu keppendurnir í meistaraflokki í Eyjum. Svo fór að Þorsteinn sigraði litla bróður og er þetta í fjórða sinn sem hann verður meistari í Eyjum þrátt fyrir að hafa verið meiddur í baki undanfarin þrjú ár. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 314 orð

Þrjú Íslandsmet féllu á Meistaramóti Íslands

Sundmeistaramót Íslands fór fram í Laugardalnum um helgina, þegar rúmlega 150 keppendur úr 14 félögum stungu sér til sunds og freistuðu gæfunnar. Fyrirfram var ekki búist við miklum afrekum þar sem Ólympíufarar voru þegar búnir að tryggja sér farseðil til Atlanta. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 204 orð

Æfingarnar skiluðu sínu

Tryggvi Pétursson sigraði í fyrsta sinn í meistaraflokki í meistarakeppni GR, fór á 305 höggum en Hjalti Pálmason var á 312 höggum. Ragnhildur Sigurðardóttir varð meistari kvenna í sjötta sinn en hún fagnaði sigri 1987, 1991, 1992, 1994 og 1995. "Ég átti alveg eins von á þessum sigri," sagði Tryggvi. "Ég var í skóla í Atlanta í Bandaríkjunum í vetur og gat æft og spilað að vild. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 392 orð

(fyrirsögn vantar)

JACKSON Richardson, franski handknattleiksmaðurinn sem kjörinn var besti leikmaður HM á Íslandi, hefur gengið til liðs við Grosswallstadt í Þýskalandi. RÚTUR Snorrason tók út leikbann hjá ÍBV í leiknum gegn KR á sunnudaginn. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Bráðskemmtilegurnágrannaslagur Skemmtilegasti knattspyrnuleikurinn sem Akureyrarvöllur hefur fóstrað á þessu sumri fór fram í gærkvöldi er KA- menn tóku á móti nágrönnum sínum í Völsungi. Leikurinn var galopinn og fjörugur og færin óteljandi. Hátt í 40 marktækifæri eða skot komust á blað og áttu heimamenn u.þ.b. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 173 orð

(fyrirsögn vantar)

Víkingar höfðu betur Víkingar hrósuðu happi eftir 3:0 sigur á Leikni á Víkingsvellinum, enda dýrmæt stig í húfi þar sem liðin berjast í neðsta hluta deildarinnar. Bæði lið mættu greinilega hungruð í stig og gestirnir fengu fyrsta alvarlega færið á 20. mínútu en Róbert Arnþórsson renndi boltanum framhjá. Meira
9. júlí 1996 | Íþróttir | 346 orð

(fyrirsögn vantar)

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Meistaraflokkur karla Ívar Hauksson295 Ottó Sigurðsson308 Svanþór Ólason Laxdal309 1. Meira

Sunnudagsblað

9. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 422 orð

ÉG HEF minnzt á fegurstu ástarsögu íslenzkrar tungu. Hún er

ÉG HEF minnzt á fegurstu ástarsögu íslenzkrar tungu. Hún er ein setning í Íslendinga sögu. Yfir henni er einhver jarðneskur svali sem minnir á morgungeisla í sporrækri dögg. Það er annarskonar tilfinning í ástum Beru og Ljósvíkingsins. Meira

Fasteignablað

9. júlí 1996 | Fasteignablað | 1695 orð

Breytingar í baðherberginu Ýmislegt hefur breyst í hönnun og framleiðslu tækja og innréttinga í baðherbergi. Fjórir aðilar segja

HREINLÆTISAÐSTAÐA og salernismál voru mikil vandræðamál á Íslandi fram á þessa öld. Nú eru aðrir tímar, í öllum íbúðum eru baðherbergi og stundum mörg. Á mörgum heimilum eru baðherbergi búin hinum bestu tækjum. Framboð á slíkum tækjum er alltaf að verða meira og fjölbreytni þeirra að aukast. Meira
9. júlí 1996 | Fasteignablað | 476 orð

Búseti

ALLT fram á miðjan síðasta áratug var húsnæðiskerfið hér á landi frekar einhæft. Séreignastefnan var nánast allsráðandi, félagslega húsnæðiskerfið var lítill hluti af heildinni og almennur leigumarkaður var ótryggur. Margt hefur breyst á síðustu árum og valkostir eru fleiri en áður. Aukin áhersla á félagslegar íbúðir Félagslega húsnæðiskerfið hefur verið stóreflt. Meira
9. júlí 1996 | Fasteignablað | 223 orð

Eigendaskipti að húsi Brunabótafélagsins

FYRIRTÆKIÐ Dyrhólmi hf. hefur keypt hús Brunabótafélagsins gamla við Laugaveg 103, en húsið er verzlunarhæð, fjórar skrifstofuhæðir og kjallari. Nú eru verzlanir á fyrstu hæð, fjölskylduráðgjöf Reykjavíkur og Mosfellsbæjar á annari hæð og fyrirtækið Stofnfiskur á þeirri þriðju. Fjórða og fimmta hæð hússins eru lausar. Undir húsinu er kjallari og er hann í leigu að hluta. Meira
9. júlí 1996 | Fasteignablað | 248 orð

Hús á gróinni lóð við Sogaveg

HÚS á grónum lóðum eru eftirsóknarverð fyrir marga. Hjá fasteignasölunni Lyngvík er nú til sölu 153 ferm. timburhús við Sogaveg 129 og stendur húsið á rúml. 700 ferm. ræktaðri lóð. Að sögn Ármanns H. Benediktssonar hjá Lyngvík er þetta fallegt einbýlishús á tveimur hæðum auk kjallara. Ásett verð er 12,6 millj. kr. Meira
9. júlí 1996 | Fasteignablað | 186 orð

Írskar fasteignir eftirsóttar

KYNNING á írskum sveitabústöðum fór nýlega fram í London vegna mikils áhuga á írskum fasteignum þrátt fyrir óvissu þá sem ríkt hefur á Írlandi á þessu ári. Efnahagsástand er gott á Írlandi og ef kosningar fara bráðlega fram í Bretlandi eins og ýmsir telja er því spáð að gengi írska pundsins muni hækka verulega gagnvart breska sterlingspundinu. Meira
9. júlí 1996 | Fasteignablað | 145 orð

Mikil verkefni bíða í Bosníu

ENDURUPPBYGGING hinna stríðshrjáðu héraða í Bosníu- Hercegovinu er nú að komast í gang og danskir framleiðendur telja þar vera mikinn markað fyrir vörur sínar svo sem fyrir vatnsveitur, fjarveitur, íbúðarbyggingar og fjarskipti. Skýrði danska viðskiptablaðið Børsen frá þessu fyrir skömmu. Meira
9. júlí 1996 | Fasteignablað | 438 orð

Nýjar íbúðir við Funalind

EKKERT lát er á uppbyggingunni í Lindahverfi austan Reykjanesbrautar í Kópavogi. Bygging hf., sem er í hópi þeirra byggingafyrirtækja, er haslað hafa sér völl á þessu svæði, hefur nú hafið smíði á sautján íbúða fjölbýlishúsi við Funalind 13 og eru íbúðirnar til sölu hjá Fasteignamiðlun Sverris Kristjánssonar. Meira
9. júlí 1996 | Fasteignablað | 789 orð

Ný útihurð SmiðjanÞað er eins og sum hús bjóði gesti sérstaklega velkomna, segir Bjarni Ólafsson. Garður, gluggar og útidyr eru

Það er skemmtilegt og virðulegt að koma að útidyrum þar sem hurðin er falleg. Það er næstum eins og húsráðendur þar bjóði gesti velkomna með hlýlegu handtaki. Það hefur líka verið skemmtilegt að fylgjast með því hvernig vorblíðan hefur laðað fólk út til starfa. Trén laufguðust snemma og blóm og runnar blómstruðu og grasið óx svo að tekið var til við að slá. Meira
9. júlí 1996 | Fasteignablað | 243 orð

Talsverð hreyfing á sumarbústöðum

TALSVERÐ hreyfing er nú á sumarbústöðum. Eins og áður er ásóknin mest í sumarbústaði í Grímsnesi og uppsveitum Árnessýslu auk Borgarfjarðar. Kom þetta fram í viðtali við Kári Fanndal hjá fasteignasölunni Garði. Meira
9. júlí 1996 | Fasteignablað | 316 orð

Þörf á húsnæði fyrir aldraða

ÁRIÐ 2011 er talið að Bretar eldri en 65 ára verði 9.3 milljónir samanborið við 8.8 milljónir 1991. Árið 2031 er því spáð að 13.3 milljónir Breta verði eldri en 65 ára -- næstum því 21% þjóðarinnar. Meira

Úr verinu

9. júlí 1996 | Úr verinu | 336 orð

Allar verksmiðjurnar nú yfirfullar af loðnu

LOÐNUVEIÐI gengur ennþá vel og hafa verksmiðjur varla við að vinna loðnuna en hún er sem fyrr full af átu og geymist því mjög illa og varla meira en tvo til þrjá sólarhringa eftir að hún hefur verið veidd að sögn kunnugra. Alls hafa um 70.000 tonn af loðnu borizt á land nú frá mánaðamátum. Lauslega má áætla verðmæti afurða úr þeim afla að upphæð um 700 milljónir króna. Meira
9. júlí 1996 | Úr verinu | 178 orð

Rækjan í Barentshafi að braggast

RÆKJUSTOFNINN í Barentshafi er nú að braggast verulega. Eftir mörg léleg ár varð vöxturinn um 30% í fyrra. Frá árinu 1990 hefur rækjuafli í Barentshafi minnkað jafnt og þétt. Aflinn í fyrra var minni en nokkru sinni frá því rækjuveiðarnar hófust fyrir alvöru í lok sjöunda áratugarins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.