Greinar miðvikudaginn 10. júlí 1996

Forsíða

10. júlí 1996 | Forsíða | 109 orð

Almenn orð um frið

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lýsti yfir í gær, eftir fund með Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, að stjórn sín stefndi að því að semja um frið við nágrannaríkin. Þeir Clinton og Netanyahu ræddust við í tvo klukkutíma í gær og svöruðu síðan spurningum fréttamanna. Sagði Netanyahu, að stjórn sín vildi frið og væri hann fús að eiga fund með Sýrlandsforseta. Meira
10. júlí 1996 | Forsíða | 102 orð

Göngumenn stöðvaðir

JOHN Taylor, varaformaður Sambandsflokks Ulsters, eins flokks mótmælenda á Norður- Írlandi, skoraði á John Major forsætisráðherra í gær að afturkalla bann við kröfugöngu svonefndra Oraníumanna sem leitt hefur til mestu óeirða í landinu um árabil. Í gærmorgun hafði þó dregið verulega úr þeim en eftir stóðu brunnin hús og bílar. Meira
10. júlí 1996 | Forsíða | 121 orð

Hert kvikmyndaeftirlit

ÁSTRALIR tilkynntu í gær, að opinbert eftirlit með kvikmyndum og sjónvarpsdagskrá yrði hert, vegna fjöldamorðanna í Port Arthur í apríl. Meðal þess, sem gert verður, er að koma fyrir rafrænum ofbeldissíum í nýjum sjónvarpstækjum. Meira
10. júlí 1996 | Forsíða | 94 orð

Rússar áhyggjufullir

TALSMAÐUR Sameinuðu þjóðanna lýsti í gær yfir stuðningi við þau orð yfirmanns Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) að koma yrði í veg fyrir framboð Serbneska lýðræðissambandsins, flokks Radovans Karadzic, léti hann ekki af formennsku. Rússar kváðust hins vegar áhyggjufullir vegna yfirlýsinga ÖSE. Meira
10. júlí 1996 | Forsíða | 368 orð

Stríðið í Tsjetsjníju blossar upp aftur

MIKIL átök voru í gær milli rússneskra hermanna og skæruliða í Tsjetsjníju, þau mestu í sex vikur, og ljóst, að kosningarnar í Rússlandi og ákvarðanir Borís Jeltsíns forseta hafa engu breytt um ástandið í landinu. Alexander Lebed, yfirmaður rússneska öryggisráðsins, segir í viðtali, sem birt var í gær, að hann sé tilbúinn til að ræða fullan aðskilnað Tsjetsjníju og rússneska sambandslýðveldisins. Meira

Fréttir

10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

9 keppendur og 13 í fylgdarliði

TVÆR eiginkonur formanna sérsambanda, sem eiga keppendur á Ólympíuleikunum í Atlanta, verða í íslenska ólympíuhópnum. Níu íslenskir íþróttamenn hafa náð tilskildum lágmörkum fyrir leikana og fer 13 manna fylgdarliðið með þeim. Þar af eru eiginkona formanns Sundsambandsins og formanns Frjálsíþróttasambandsins. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

Aðstaða fyrir ferðamenn vígð við Hraunfossa

AÐSTAÐA fyrir ferðamenn og náttúruunnendur við Hraunfossa í Borgarfirði verður vígð fimmtudaginn 11. júlí kl. 15, að viðstöddum Halldóri Blöndal samgönguráðherra. Ferðamálaráð Íslands og Vegagerðin í Borgarnesi stóðu sameiginlega fyrir framkvæmdunum, en um er að ræða bílastæði, göngustíga og útsýnispall við fossana. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 754 orð

Akstur hafinn milli 11 listasafna

SAMSTARF hefur hafist milli atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar, Strætisvagna Reykjavíkur og ýmissa menningarstofnana um akstur safnarútu sem ferjar áhugasama milli listasafna innan borgarmarkanna. Vagninn leggur af stað frá Lækjargötu klukkan 13 alla daga vikunnar og eru farnar fjórar ferðir, sú síðasta klukkan 16. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 587 orð

Auglýsingar skulu vera á íslensku

STRÆTISVAGNAR á höfuðborgarsvæðinu aka nú margir hverjir um með auglýsingar á ensku á hliðunum. Birting þessara auglýsinga brýtur gegn 22. grein samkeppnislaga, þar sem stendur að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Auglýsingum á ensku verði breytt

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur farið fram á að auglýsingum á ensku, sem er að finna á hliðum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu, verði breytt. Samkvæmt samkeppnislögum skulu auglýsingar vera á íslensku. Auglýsingar á vögnum SVR eru fyrir ilmvatn frá Calvin Klein og á vögnum Hagvagna er auglýst kvikmynd sem Sambíóin sýna á næstunni. Meira
10. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 268 orð

Árásarmannsins leitað

BRESKA lögreglan leitaði í gær að manni sem særði þrjú lítil börn og fjórar konur með eggvopni er hann réðst inn á leiksvæði St Lúkasar-grunnskóla í borginni Wolverhampton á þriðjudag. Málið hefur vakið á ný umræður um öryggi á skólalóðum í landinu. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 179 orð

ÁTVR styrkir tvo aðila með pokasölu

ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins hóf að selja plastpoka í útsölustöðum sínum 1. júlí og eru viðskiptavinir krafðir um tíu krónur fyrir pokann, að sögn Þórs Oddgeirssonar aðstoðarforstjóra. Þór segir að ÁTVR hafi ákveðið að taka þátt í samstarfi um Umhverfissjóð verslunarinnar, sem samtök kaupmanna stofnuðu eftir að slitnaði upp úr samvinnu þeirra við Landvernd. Meira
10. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Betri stofan í Sunnuhlíð

HJÓNIN Sigurbjörg Steindórsdóttir og Bernharð Steingrímsson hafa stækkað veitingastofu sína, Setrið í Sunnuhlíð, um meira en helming, en þau opnuðu á dögunum Betri stofuna inn af Setrinu. Þrjú ár eru liðin frá því þau hófu rekstur Setursins í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð, boðið er upp á ýmsa létta rétti, m.a. súpu, brauð og salat í hádeginu auk skyndirétta. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 165 orð

Borgin býður ekki betur

HVORKI Hitaveita Reykjavíkur né Reykjavíkurborg hyggjast gera Lögreglufélaginu betra tilboð í Hvammsvík í Kjós, en það sem borist hefur frá einstaklingi, segir í svari borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans við fyrirspurn frá borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokksins Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 340 orð

Brot á höfundarrétti Bowies

SKÍFAN hf. hefur krafið forsvarsmenn veitingahússins Carpe Diem um afrit af útvarpsauglýsingu sem það birti fyrir skömmu um matseðil sem byggðist á vali fyrir bresku rokkstjörnuna David Bowie, en hann snæddi þar í tengslum við tónleika sína hér á landi í lok júní. Meira
10. júlí 1996 | Landsbyggðin | 239 orð

Bryggjuhátíð á Drangsnesi

Drangsnesi-Drangsnesingar ætla að halda Bryggjuhátíð laugardaginn 20. júlí nk. Dagurinn verður undirlagður af ýmiskonar skemmtun og uppákomum fyrir alla fjölskylduna og fjörið stendur langt fram á kvöld. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 456 orð

Dagsektum hótað vegna seinagangs

EINN lífeyrissjóður hefur ekki enn skilað inn ársskýrslu sinni og öðrum upplýsingum til Seðlabanka vegna árlegrar úttektar bankans á lífeyrissjóðum í samræmi við lög um að bankaeftirlitið líti eftir því að sjóðirnir fari eftir ákvæðum laga um ársreikninga og endurskoðun. Þórður Ólafsson forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabanka segir viðunandi skýringar vera á þessum töfum í viðkomandi tilviki. Meira
10. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 257 orð

Dagskráin Á slóðum Jónasar flutt í Bakkakirkju

NORÐLENDINGAR hafa átt þess kost að hlýða á tónleika þar sem flutt eru sönglög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Dagskráin var fyrst flutt í Húsavíkurkirkju á sunnudag, á mánudagskvöld fjölmenntu Öxndælingar í Bakkakirkju sem eitt sinn var sóknarkirkja Jónasar og í gærkvöld voru tónleikar í Grundarkirkju í Eyjafirði. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Dagskrá ætluð ferðamönnum

Í NORRÆNA húsinu á sunnudögum kl. 17.30 er dagskrá einkum ætluð ferðamönnum frá Norðurlöndum. Borgþór Kjærnested fjallar um íslenskt samfélag og það sem er efst á baugi í þjóðfélaginu á sænsku og finnsku. Fólki gefst tækifæri til fyrirspurna. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Á sunnudögum hefur kaffistofan í Norræna húsinu á boðstólum ýmislegt sem fengið er í hafinu. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 449 orð

Deilt um hver á að kosta frjómælingar

HANNES Kolbeins, formaður Samtaka gegn astma og ofnæmi, segir það vera mikið hagsmunamál fyrir ofnæmissjúklinga að fá niðurstöður mælinga á frjókornum í andrúmslofti birtar oftar en nú er, en hægt gangi að fá því framgengt. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Doktorspróf í sagnfræði

ORRI Vésteinsson varði doktorsritgerð í sagnfræði frá University College í London þann 17. maí sl. Ritgerðin heitir Kristnun Íslands: Prestar, völd og þjóðfélagsbreytingar 1000- 1300. Aðalleiðbeinandi við verkið var Wendy Davies prófessor í miðaldasögu en annar leiðbeinandi var Richard Perkins kennari við norrænudeild háskólans. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

Dómari á flugvellinum

INNFLYTJENDUR án skilríkja sem koma til alþjóðaflugvallarins í Miami í Bandaríkjunum munu framvegis koma fyrir dómara strax á flugvellinum, segir í The Boston Globe nýverið. Er markmiðið með þessu, að flýta afgreiðslu umsókna um landvist. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 459 orð

Ekkert alnetssamband í gær vegna bilunar í Skandinavíu

ALNETSNOTENDUR á Íslandi voru sambandslausir við umheiminn í allan gærdag, eða frá því klukkan fimm mínútur yfir átta í gærmorgun, er alnetssambandið við útlönd rofnaði, og fram á kvöld. Að sögn Þorvarðar Jónssonar, framkvæmdastjóra tæknisviðs hjá Pósti og síma, varð sambandsrofið vegna bilunar einhvers staðar á sæsímastrengnum Odin, sem liggur á milli Danmerkur og Noregs, Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 149 orð

Fíkniefni fundust í Eyjum

LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum handtók í fyrradag mann sem var að sækja böggul sem sendur hafði verið flugleiðis frá Reykjavík, vegna gruns um að í honum leyndust fíkniefni. Ábending hafði borist lögreglunni um að fíkniefni gætu verið í pakkanum og við rannsókn komu í ljós fimm grömm af efni sem talið er vera amfetamín og fimm grömm af hassi. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 500 orð

Fjórar norskar flugsveitir senda F-16 flugvélar til Íslands

ÁTTA F-16 þotur úr norska flughernum lentu um helgina á Keflavíkurflugvelli. Þessar flugvélar tilheyra fjórum flugsveitum norska flughersins, 331., 332., 334. og 338. flugsveit. Norskar herflugvélar eru ekki með öllu ókunnar á Íslandi. Í síðari heimstyrjöldinni flugu norskir flugmenn m.a. Northrop N-3PB könnunar og sprengjuflugvélum frá Nauthólsvík, Akureyri og Reyðarfirði. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

Flugvallahringurinn genginn

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni, 10. júlí, frá Hafnarhúsinu kl. 20 niður á Miðbakka og litið er á lífríki Hafnarinnar í sælífskerunum, heilsar upp á Gunnar víkingaskipasmið í Suðurbugt og farið upp Grófina, yfir Austurvöll, með Tjörninni, um Hljómskálagarðinn, Vatnsmýrina og Flugvallarsvæðið, Öskjuhlíð niður í Nauthólsvík. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Flutt án rökstuðnings

BORGARRÁÐ lýsir undrun sinni á þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að flytja Landmælingar til Akraness, án sýnilegs rökstuðnings. Í samþykkt borgarráðs segir að flutningurinn hafi ekki aðeins í för með sér röskun á högum tuga starfsmanna og fjölskyldna heldur feli í sér atlögu að atvinnulífi borgarinnar, sem eigi undir högg að sækja. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 175 orð

Fornmálsorðabók Árnanefndar komin út

FYRSTA bindið af fornmálsorðabók Árnanefndar í Kaupmannahöfn er komið út og ber heitið Ordbog over det norrøne prosasprog / A Dictionary of Old Norse Prose 1. a-bam. Alls verða bindin ellefu talsins, en orðabókin hefur að geyma heildarúttekt á orðaforða allra íslenskra og norskra miðaldatexta í lausu máli: frumsömdum og þýddum sögum, trúarritum, alfræði, lögum og skjölum. Meira
10. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 201 orð

Framkvæmdastjórnin hótar sjö ríkjum dómsmáli

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hótaði í gær að draga sjö aðildarríki sambandsins fyrir Evrópudómstólinn fyrir að hafa enn ekki lögleitt reglur um að ESB- borgarar skuli eiga kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum í því landi, þar sem þeir eru búsettir. Meira
10. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 264 orð

Gamalt fólk rekið á vergang og börn yfirgefin

ELDRA fólki í Norður-Kóreu er gert að yfirgefa heimili sín og börn deyja á götum úti, þar sem þau hafa verið yfirgefin vegna hungursneyðar, að sögn konu sem flúði frá landinu. Chung Soon-young er 36 ára og flúði til Suður-Kóreu með 15 ára son sinn og níu ára dóttur. Chung sagði á fréttamannafundi í gær, að hún vissi dæmi þess, að þetta gamla fólk hengdi sig eða drekkti sér. Meira
10. júlí 1996 | Landsbyggðin | 97 orð

Gamla Hólmavað brennt til grunna

Laxamýri-Gamla íbúðarhúsið á Hólmavaði í Aðaldal var brennt í vikunni en ábúendur hafa ákveðið að byggja nýtt hús á sama grunni. Húsið var byggt árið 1921 og var því með eldri húsum í sveitinni en við athugun kom í ljós að ekki myndi svara kostnaði að gera það upp og mun ódýrara væri að byggja nýtt. Meira
10. júlí 1996 | Landsbyggðin | 244 orð

Gróður dafnar í Skaftárhreppi

Hnausum í Meðallandi-Nú er sláttur yfirleitt hafinn hér í Skaftárhreppi. Kom gróður snemma eftir ágætan vetur og gott vor og ef ekki hefði kólnað lítið eitt um miðjan maí hefði mátt slá í byrjun júní. Frekar hefur verið þurrklítið vegna hitalægða sem eru algengar hér á milli jöklanna. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 623 orð

Gæti haft áhrif á samningagerð í haust að mati ASÍ

GUÐMUNDUR Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur ASÍ, segir að verði engar breytingar gerðar á verðmyndun á grænmeti og afurðum svína og alifugla í ár, eins og ríkisstjórnin gaf fyrirheit um í nóvember á síðasta ári, muni það hafa áhrif á gerð nýrra kjarasamninga í vetur. Búast megi við að verkalýðshreyfingin geri harðar kröfur um að tollar á innfluttar landbúnaðarvörur verði lækkaðir. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Harður árekstur í Hvalfirði

TVEIR bílar lentu í hörðum árekstri við þjónustumiðstöðina Þyril í Hvalfirði um áttaleytið í fyrrakvöld og lærbrotnaði níu ára stúlka við áreksturinn. Sjö manns voru í bílunum. Annar bíllinn beygði að versluninni og ók í veg fyrir bíl sem kom á móti. Bílarnir eru ónýtir og beita þurfti klippum til þess að ná fólkinu út. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 201 orð

Heilunarhelgi með Þórhalli miðli

MANNRÆKTARMIÐSTÖÐ Snæfellsáss samfélagsins að Brekkubæ, Hellnum, stendur fyrir heilunarhelgi 19.­21. júlí og er Þórhallur Guðmundsson miðill aðalgestur helgarinnar. Þórhallur leiðir hugleiðslur, heldur fyrirlestra um árulitina og heilun með litum, auk þess sem hann veitir þjálfun í heilun með litum og með tónlist og kynnir aðrar heilunaraðferðir, sem hann hefur notað við vinnu sína. Meira
10. júlí 1996 | Miðopna | 1124 orð

Hærri sjálfræðisaldur og þyngri refsingar

HÆKKA ber sjálfræðisaldur ungmenna í átján ár úr sextán árum, í samræmi við sjálfræðisaldurinn í mörgum nágrannaríkjum okkar, segir í nýrri skýrslu verkefnisstjórnar dómsmálaráðherra, vegna átaks í ávana- og fíkniefnavörnum. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 264 orð

Hæsta tilboði tekið

BORGARRÁÐ hefur samþykkt reglur um götu- og torgsölu í miðborg Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að leyfið verði veitt á tilgreindum stöðum í borginni og það auglýst og hæsta tilboði tekið. Gert er ráð fyrir að reglurnar nái til götusala, söluturna, færanlegra vagna og útimarkaða. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Íslendingar frysta afrískan fisk

FISKVINNSLA í eigu Íslendinga við Viktoríuvatn í Úganda hefur hafið undirbúning fyrir frystingu flaka og er áætlað að flakaframleiðsla í húsinu verði um 2-3 þúsund tonn á ári. Júlíus Sólnes, prófessor, er í forsvari fyrir félagið sem nefnist NAFCO, Nordic African Fisheries Company Ltd. Meira
10. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 311 orð

Karpov skortir hálfan vinning ANAT

ANATOLÍ Karpov, heimsmeistari Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, og áskorandinn Gata Kamsky sömdu í gær um jafntefli í 17. einvígisskákinni sem fór í bið á mánudag. Hefur Karpov, sem er 45 ára gamall, nú 10 vinninga gegn sjö vinningum Kamskys og skortir hinn fyrrnefnda aðeins hálfan vinning til að halda titlinum. Kamsky er 22 ára og frá Bandaríkjunum en rússneskur að uppruna. 18. Meira
10. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 92 orð

Kjörstjórn vikið frá í Níger

IBRAHIM Bare Mainassara, herforingi og leiðtogi herstjórnarinnar í Afríkuríkinu Níger, sagði í gær, að þótt hann hefði kallað til nýja kjörstjórn þegar kosningar stóðu sem hæst hefði það ekki verið tilraun til að halda völdum, og að atkvæðatalning gengi samkvæmt áætlun. Meira
10. júlí 1996 | Landsbyggðin | 70 orð

Kvenfélagið Eining í Hvolhreppi 70 ára

Hvolsvelli-Kvenfélagið Eining í Hvolhreppi varð 70 ára þann 4. júlí sl. Í tilefni dagsins brugðu 30 félagskonur sér inn í Þórsmörk og gerðu sér glaðan dag í blíðskaparveðri. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 284 orð

Lamin með hamri í höfuð í ránstilraun

UNG afgreiðslustúlka var barin með hamri í ránstilraun í söluturni í gærkvöldi. Stúlkan var ein að afgreiða í sjoppu við Háberg 4 í Breiðholti þegar piltur með lambhúshettu á höfði réðst inn og seildist í peningakassa. Var hún barin í höfuðið, að minnsta kosti tvisvar. Pilturinn var undir áhrifum vímuefna, að sögn lögreglu. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

LEIÐRÉTT

ÞAU leiðu mistök urðu í Mbl. í gær að í fréttatilkynningu um nýútkomin ættfræðirit um Þorsteinsætt í Staðarsveit kom orðið Tímarit fyrir í yfirskrift fréttarinnar í staðinn fyrir Nýjar bækur. Ritið er langt frá því að vera í tímaritsformi heldur er það um 650 bls. í tveimur bindum. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
10. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 202 orð

Leyfir auglýsingar í skólum

BRESKA stjórnin varði á mánudag þá ákvörðun sína að leyfa auglýsingar í skólum en lagði um leið áherslu á, að það væru skólastjórnirnar, sem hefðu síðasta orðið um þær. Hefur þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar verið harðlega gagnrýnd í Bretlandi. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 207 orð

Námsstyrkir Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík

ÁRLEGUM námsstyrkjum í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík hefur verið úthlutað. Eftirtaldir námsmenn fengu styrkinn í ár: 100.000 kr. styrk fengu Gestur Pálsson, en hann er að ljúka B.S. námi í tæknifræði frá Oklahoma State University, Þórdís G. Þórðardóttir, sem er að ljúka B.A. námi í sálfræði frá Indiana University og Unnur B. Þórhallsdóttir, sem lýkur B. Ed. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Norrænt samstarf á sjó

SKIPVERJAR á varðskipinu Ægi og danska varðskipinu Triton héldu reykköfunar- og björgunaræfingu í liðinni viku. Skipin hittust um fimmtán sjómílur suður af Þorlákshöfn, en Triton var á leið til Grænlands frá Færeyjum, með viðkomu í Reykjavík. Á myndinni hér til vinstri sést hvar Ægir siglir upp að síðunni á Triton, en að ofan er línu kastað frá Ægi yfir á Triton. Meira
10. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 195 orð

Ný lyfjablanda vekur vonir

SÉRFRÆÐINGAR sem leitað hafa lækningaleiða við alnæmisjúkdómnum kynntu í gær fyrir hinum nærri 15.000 gestum á alnæmisráðstefnu í Vancouver, nýja lyfjameðferð sem mun eiga að geta hamið sjúkdóminn betur en þekkst hefur hingað til. Vöruðu menn þó við of mikilli bjartsýni. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 371 orð

Óhræddur við veltur þrátt fyrir þrjú hryggbrot

TORFÆRA er áhættusöm akstursíþrótt, en Gunnar Guðmundsson Íslandsmeistarinn í flokki götujeppa lætur það ekki aftra sér frá þátttöku. Þrátt fyrir að hann hafi þrívegis hryggbrotnað um ævina, þar af einu sinni í torfærukeppni. Hann fékk slæma byltu í keppni í Jósepsdal á laugardaginn og taldi um tíma að fjórða hryggbrotið hefði litið dagsins ljós. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 146 orð

Ólöglegar netalagnir við Skagaströnd

LÖGREGLAN á Blönduósi gerði í fyrrakvöld upptækar ólöglegar netalagnir í og við höfnina á Skagaströnd, en um þessar mundir eru netalagnir í sjó bannaðar frá föstudagskvöldum til þriðjudagsmorgna. Um var að ræða þrjú silunganet sem gerð voru upptæk og að sögn Kristjáns Þorbergssonar, yfirlögregluþjóns á Blönduósi, er vitað hverjir eigendur þeirra eru. Meira
10. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 256 orð

Pólsk svör á 2.300 síðum

PÓLSK stjórnvöld afhentu framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í gær svör við u.þ.b. 3.000 spurningum, sem ESB hefur lagt fyrir Pólland vegna umsóknar landsins um aðild að sambandinu. Svörin eru alls 2.300 síður. Meira
10. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 153 orð

Reuter Mandela fagnað í

ÞÚSUNDIR manna fögnuðu Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, og Elísabetu Bretlandsdrottningu, þegar þau óku í opnum hestvagni til hádegisverðar í Buckinghamhöll í London í gær. Þá hófst opinber heimsókn Mandela til Bretlands. "Þetta er söguleg stund fyrir mig, sem blökkukonu. Ég lít á hann sem hetju. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Royal Greenland færir út kvíarnar

ROYAL Greenland, sjávarútvegsfyrirtæki grænlensku heimastjórnarinnar, hefur fest kaup á fiskvinnslufyrirtækinu Jadewkost í Wilhelmshaven í Þýskalandi. Hyggst fyrirtækið með kaupunum tryggja sér nægilega framleiðslugetu til að fylgja eftir áætlunum sínum um framleiðslu tilbúinna rétta. Íslenskar sjávarafurðir höfðu áður kannað kaup á verksmiðjunni, en af þeim varð ekki. Meira
10. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 351 orð

Samstaða á alþjóðavettvangi er mikilvæg

Landbúnaðarráðherrar Norðurlandanna, sem setið hafa fundi á Húsavík síðustu daga, samþykktu sameiginlega ályktun á sviði skógræktar. Þar er tekið á ýmsum mikilvægum þáttum, meðal annars verndun náttúrulegra skóga og þýðingu þess að dregið verði úr eyðingu skóga. Meira
10. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 369 orð

Sex fjallgöngumenn urðu úti í Ölpunum

KALT hefur verið í veðri í Vestur- Evrópu að undanförnu og á mánudag gerði sannkallað vetrarveður í Ölpunum, blindhríð og hávaðarok. Hafa að minnsta kosti sex manns látið lífið vegna veðursins og stytta varð níunda áfanga hjólreiðakeppninnar Tour de France verulega eða úr 189,5 km í 46 km. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 184 orð

Sex fyrirtæki fá tollkvóta

SEX fyrirtækjum var í gær úthlutað tollkvóta vegna innflutnings á samtals 29,4 tonnum af unnum kjötvörum á tímabilinu frá júlí til desember næstkomandi, en upphaflega bárust landbúnaðarráðuneytinu umsóknir frá tíu fyrirtækjum um innflutning á samtals 293,5 tonnum. Af þeim sendu níu fyrirtæki tilboð í tollkvótann, en tilboð frá einu þeirra barst of seint og tvö tilboðanna reyndust vera of lág. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 114 orð

Síðustu hlutabréf ríkisins seld

TILBOÐ voru opnuð í síðustu hlutabréf ríkisins í Jarðborunum hf. í gær. Um var að ræða bréf fyrir 10,4 milljónir að nafnvirði eða 4,41% af hlutafé fyrirtækisins. Alls bárust 54 tilboð í bréfin frá 32 aðilum fyrir um 40 milljónir króna að nafnvirði. Ellefu hæstu tilboðunum var tekið og reyndust þau vera frá fjórum aðilum. Gengi tekinna tilboða var frá 3,02 ­ 3,31. Meira
10. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 352 orð

Skemmdarverk í stað uppbyggingar

SAMEINUÐU þjóðirnar lýstu því í gær yfir að áætlanir um að múslimar og Króatar geti snúið aftur til síns heima í bæjum í Bosníu-Herzegóvínu, væru í hættu vegna illinda og árása af beggja hálfu. Um 75 múslimar hafa tilkynnt Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna í Mostar að þeir treysti sér ekki lengur til þess að fara til bæjarins Stolac, sem er undir stjórn Króata. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 606 orð

Skiptar skoðanir lækna á valfrjálsu stýrikerfi

SKIPTAR skoðanir eru meðal lækna á valfrjálsa stýrikerfinu sem heilbrigðisráðherra kynnti í fyrradag. Sigurður Björnsson formaður Sérfræðingafélags íslenskra lækna tekur fram að hann hafi hvorki séð samkomulagið né hafi verið haft samráð við félagið við mótun þess. "Ég get ekki mikið um þetta sagt þar sem ég hef ekki komist til þess að kynna mér þetta. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

Stóðust ekki frýjunarorðin

Ágæt silungsveiði hefur verið í sumar hjá bændum sem leggja net í sjóinn út af Hegranesi í Skagafirði. Það er að segja þegar hægt hefur verið að leggja, því tíðarfarið hefur ekki verið hagstætt. Gunnar Pétursson og Jóhann Björnsson fengu ágætan afla þegar þeir skruppu norður á dögunum og lögðu net á Garðssandi og í Garðskrók, fyrir landi Keflavíkur í Hegranesi. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 426 orð

Stórtapi snúið í viðunandi hagnað

AFKOMA Sölufélags garðyrkjumanna hefur aldrei verið betri en síðustu misseri í 60 ára sögu þess, en fyrir fimm árum blasti gjaldþrot við fyrirtækinu og tapaði það þá tugum milljóna. Að sögn Georgs Ottóssonar, stjórnarformanns Sölufélagsins, var viðunandi hagnaður á rekstri fyrirtækisins á síðasta ári og er allt útlit fyrir að reksturinn verði ekki síðri á þessu ári. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Stöðlakot áfram kot

AÐ GEFNU tilefni er rétt að taka fram að frétt, sem birtist í Morgunblaðinu í gær um breytingar á Stöðlakoti við Bókhlöðustíg og að það verði í framtíðinni Stöðlahöll, er ekki rétt. Fréttin var byggð á fréttatilkynningu frá Illuga Eysteinssyni, sem skilja mátti á þann veg að útliti Stöðlakots yrði breytt til frambúðar og byggingin klædd í ál að utan án nokkurra glugga. Meira
10. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 144 orð

Sumartónleikar í 10. sinn

FYRSTA tónleikaröð Sumartónleika á Norðurlandi verður verður í vikunni, en Sumartónleikarnir eru nú haldnir í tíunda sinn. Það eru hjónin Inga Rós Ingólfsdóttir, sellóleikari og Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju í Reykjavík sem flytja verk fyrir selló og orgel, m.a. eftir J.S. Bach, A. Vivaldi, Jón Leifs, Pál Ísólfsson og Áskel Jónsson. Einnig leikur Hörður orgelverk m.a. Meira
10. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 313 orð

Tugir æðarunga hafa drepist

"UNGARNIR hafa drepist í stórum stíl, það er alveg ljóst, maður sér kollurnar synda hér um ungalausar," sagði Árni Bjarnason sveitarstjóri í Svalbarðsstrandarhreppi, en á strandlengjunni frá Svalbarðseyri og norður af svonefndum Hamri á um tveggja kílómetra löngu svæði hefur grútarmengun orðið fuglum að fjörtjóni. Dauðir fuglar, einkum æðarungar, lágu á víð og dreif í fjöruborðinu í gær. Meira
10. júlí 1996 | Landsbyggðin | 102 orð

Töldu 2000 bíla frá Reykjavík til Hellu

Hellu-Gríðarleg umferð var um Suðurland seinni part sunnudags. Ferðalangar á leið austur fyrir fjall á milli kl. 19 og 20 á sunnudagskvöldið tóku sig til og töldu alla bíla sem þeir mættu á leiðinni frá Reykjavík til Hellu. Meira
10. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 277 orð

Um 260 manns frá norrænum vinabæjum sækja mótið

NORRÆNT vinabæjamót verður haldið í annað sinn í Ólafsfirði dagana 11.-14. júlí nk. Um 260 manns frá norrænu vinabæjunum sækja mótið, en þeir eru frá Hillerød í Danmörku, Horten/Borre í Noregi, Karlskrona í Svíþjóð og Lovisa í Finnlandi. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Umhyggjusamur kanslari

HELMUT Kohl, hinn digri kanslari Þýskalands, þótti í senn sýna manngæsku og pólitíska slægð á dögunum er honum var boðið á hestsbak. Kanslarinn hafði verið gerður að heiðursfélaga í skotklúbbi einum þýskum og var honum við það tækifæri boðið að taka gæðing einn til kostanna líkt og plagsiður mun vera í samtökum þessum. Meira
10. júlí 1996 | Miðopna | 1913 orð

Valfrjálst stýrikerfi í heilsugæslunni Heilbrigðisráðuneytið stefnir að því að efla heilsugæsluna hér á landi meðal annars með

LEITA á leiða til enn frekari verðstýringar en nú er til að hafa áhrif á verkaskiptingu innan heilbrigðisþjónustunnar þannig að það borgi sig að leita til heilsugæslulækna en ekki sérfræðinga. Meira
10. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 76 orð

Varnitzky segir NATO ekki ganga

FRANZ Vranitzky, kanslari Austurríkis, sagði í gær að það væri ekki forgangsatriði stjórnar sinnar að ganga í Atlantshafsbandalagið (NATO). Sagði Vranitzky að Austurríkismenn mundu taka aðild að NATO til athugunar eftir að öryggismál í Evrópu hefðu verið endurskoðuð og ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins (ESB) væri lokið. Meira
10. júlí 1996 | Landsbyggðin | 347 orð

Vel heppnuð hátíð og bæjarbúar í sólskinsskapi

Blönduósi-Eitthundrað og tuttugu ár eru liðin frá því að verslun og þar með byggð hófst á Blönduósi. Af þessu tilefni var efnt til hátíðarhalda á Blönduósi dagana 3.­7. júlí og kenndi þar ýmissa grasa. Í tilefni þessara hátíðarhalda var gefin út hljóðsnælda með tíu lögum eftir listamenn frá Blönduósi Hátíðin hófst miðvikudaginn 3. Meira
10. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 245 orð

Vindstyrkur Bertu eykst

FELLIBYLURINN Berta fór hratt yfir í gær og stefndi á Bahamaeyjar þar sem búist var við að veðrið myndi valda usla. Þá var líklegt talið í gær að veðurkerfið myndi sveigja af leið og fara upp með Flórída á morgun, fimmtudag. Meira
10. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 315 orð

Vænta lyfs við minnisleysi

BANDARÍSKIR vísindamenn telja ekki útilokað að hægt verði að finna lyf við minnisleysi, að því er fram kemur í vísindaritinu New Scientist. Þrír hópar vísindamanna hafa rannsakað sæsnigla, flær og mýs og komist að þeirri niðurstöðu, að langtímaminni þeirra er stjórnað af próteinum sem kallast CREB. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 709 orð

Yfirlit yfir sögu lyfjafræði og innsýn í framleiðslu

Lyfjafræðisafn var opnað almenningi við Nesstofu á Seltjarnarnesi í upphafi sumars. Félagið er eign lyfjafræðinga á landinu og er því í raun einkastofnun. Axel Sigurðsson lyfjafræðingur situr í framkvæmdastjórn safnsins, en formaður hennar er Kristín Einarsdóttir. ­Hvers vegna var ákveðið að hafa safnið á Seltjarnarnesi? "Þar vegur sagan þyngst. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Yfirlýsing

MORGUNBLAÐIÐNU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ólafi Ólafssyni, landlækni: "Vegna greinar Auðar Guðjónsdóttur er birtist í blaði yðar þann 7. júlí 1996 skal eftirfarandi tekið fram. Aðgerðir Landlæknisembættisins í framangreindu máli byggist á áliti allra taugaskurðlækna landsins og taugalækna. Meira
10. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 656 orð

Það er bara einn Jónas

Í ÁVARPI sínu í Bakkakirkju á mánudagskvöld lagði Halldór Blöndal samgönguráðherra út frá ljóði Jónasar Hallgrímssonar, Alsnjóa. "Ég fór að hugsa um það fyrir alvöru snjóaveturinn síðasta. Í maí í fyrra flaug ég til Þórshafnar og snjóbreiðan teygði sig frá ströndinni upp til hæstu tinda; hvergi var dökkan díl að sjá. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Þyrla sækir hestamann

TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti veikan hestamann rétt fyrir miðnætti á mánudagskvöld neðarlega við Þrengslin. Samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar var þyrlan notuð vegna þess að ekki var hægt að koma öðrum farartækjum að. Meira
10. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð

Öskureiðir svindlarar

ÓEIRÐIR brutust út í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, og víðar í landinu eftir að upp hafði komist um skipulagt svindl nema sem voru að ljúka lokaprófi í framhaldsskólum. Námsmennirnir réðust á sveitir lögreglu, lumbruðu á fulltrúum menntamálaráðuneytisins og unnu skemmdir á samkomusölum þar sem prófin fóru fram. Átökin hófust þegar um 5. Meira

Ritstjórnargreinar

10. júlí 1996 | Leiðarar | 624 orð

ÁBYRG UMGENGNI Í SMUGUNNI JÖRUTÍU til fimmtíu íslenzkir tog

ÁBYRG UMGENGNI Í SMUGUNNI JÖRUTÍU til fimmtíu íslenzkir togarar munu stunda veiðar í Smugunni í Barentshafi í sumar og eru þeir fyrstu nú að tínast á miðin. Þessar veiðar verða stundaðar í ósamkomulagi við Noreg og Rússland, en tilraunir til að semja við þessi ríki um veiðarnar hafa farið út um þúfur hingað til. Meira
10. júlí 1996 | Staksteinar | 360 orð

»Verðfall á grísakjöti "ÞAÐ er athyglisvert að heyra hve mjög lögmál markaða

"ÞAÐ er athyglisvert að heyra hve mjög lögmál markaðarins um framboð og eftirspurn hafa áhrif á þá hluta landbúnaðarins sem ekki eru lengur undir samningum um verðlagseftirlit. Egg, nauta- og svínakjöt geta hækkað og lækkað í verði eftir því hvernig framleiðslu- og birgðastaða er hverju sinni", segir í Vísbendingu. Búvörusamningar Meira

Menning

10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 131 orð

Breytir um stíl

Breytir um stíl MEG Ryan er þekkt fyrir hlutverk sín sem hin ljúfa, góða stúlka sem allir elska, en í "Courage Under Fire" túlkar hún öðruvísi persónu en venjulega. Ryan vill hins vegar fara lengra frá sínu "týpíska" hlutverki með því að leika bandarísku skáldkonuna Sylviu Plath, sem framdi sjálfsmorð. Meira
10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 181 orð

Díana leitar ráða hjá Fergie

DÍANA prinsessa hefur leitað ráða hjá Söru Ferguson, hertogaynju af York, varðandi ákvæði skilnaðarsáttmála hennar og Karls Bretaprins. Sættir eru komnar undir því hvaða titil hún fær í framtíðinni og ákvæði um bann við því að hún tali opinberlega um hjónabandsár sín. Meira
10. júlí 1996 | Menningarlíf | 418 orð

Drungaleg augnablik

Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-14 til 13. júlí. Aðgangur ókeypis Í KJÖLFAR Listahátíðar hægist oft um hvað varðar sýningarhald á myndlistarsviðinu, þó langt sé frá því að þar verði hlé á. Nokkuð ber á erlendu listafólki sem hingað kemur með sýningar fáeinar vikur á sumri, og bætir þannig þegar best lætur sínum svip við þá listaflóru, sem hér dafnar árið um kring. Meira
10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 74 orð

Engar áhyggjur

Engar áhyggjur ROBERT Duvall hefur ekki miklar áhyggjur af gengi nýjustu myndar sinnar "Phenonmenon". "Með stórleikarann John Travolta innanborðs, getur myndin ekki orðið annað en vinsæl", segir Duvall. Meira
10. júlí 1996 | Menningarlíf | 519 orð

Finn lítinn stúf sem rýkur af stað

Finn lítinn stúf sem rýkur af stað Stefán S. Stefánsson gaf nýverið út í samstarfi við Jazzís fyrsta geisladiskinn undir eigin nafni, Í skjóli nætur. Guðjón Guðmundssonræddi við hann Í SKJÓLI nætur er með nýrri og eldri tónlist eftir Stefán en uppistaðan er tónlist sem hann samdi við ljóðabálk Sveinbjörns I. Meira
10. júlí 1996 | Menningarlíf | 116 orð

Finnskur kór syngur í Norræna húsinu

LOVISAKÓRINN frá Pernås í Finnlandi heldur tónleika í Norræna húsinu í dag, miðvikudaginn 10. júlí, kl. 20. Stjórnandi kórsins og stofnandi er Jan-Erik Slätis, en auk hans stjórnar Johan Forsström. Einsöngvarar eru Christina Slätis og Johan Forsström. Undirleikari á píanó er Arno Kantola. Meira
10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Fótbrotin hasarhetja

KEANU Reeves var með fótinn í gipsi þegar hann mætti til frumsýningar myndarinnar "Stealing Beauty" í Los Angeles fyrir skömmu. Ástæðan var fótbrot sem hann hlaut við tökur á nýjustu mynd sinni. "Stealing Beauty" er nýjasta mynd leikstjórans Bernardo Bertolucci og í aðalhlutverki er Liv Tyler, dóttir rokkarans Stevens Tyler. Meira
10. júlí 1996 | Menningarlíf | 447 orð

Frelsið liggur í aganum

NÝI geisladiskur fiðluleikarans Nigel Kennedy kallast Kafka enda er inntak hans nokkurs konar hamskipti tónlistarmannsins, rétt eins og í samnefndri bók Kafka. Útgáfan bindur endi á þriggja ára þögn frá hinum skrautlega Kennedy. Meira
10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 81 orð

Gleymdi miðanum heima

Gleymdi miðanum heima Á SÍÐUSTU tískusýningu Gianni Versace í París var margt um manninn. Elton John mætti skrautlegur að vanda og einnig sást til Lisu Marie Presley. Hins vegar mátti Mickey Rourke bíta í það súra epli að vera vísað frá vegna þess að hann hafði gleymt aðgöngumiða sínum heima. Meira
10. júlí 1996 | Menningarlíf | 179 orð

Gunnlaugssaga leikin

NÚ eru hafnar æfingar á nýju íslensku verki sem er unnið uppúr Gunnlaugssögu Ormstungu og er fyrirhuguð frumsýning 1. ágúst næstkomandi. Um er að ræða gleðileik með tragískum endi, byggðan á nýfundnu handriti Gunnlaugssögu sem fannst seint á síðasta ári í Kaupmannahöfn. Leikarar eru tveir, Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir, sem einnig sér um allan tónlistarflutning. Meira
10. júlí 1996 | Menningarlíf | 421 orð

Hamingjusamur maður í svörtu

PÁLL Heimir og maðurinn í svörtu sýna verk sín í Listhúsi 39 við Strandgötu í Hafnarfirði. Þeir félagar eru reyndar einn og sami maðurinn og sagði Páll Heimir í samtali við Morgunblaðið að maðurinn í svörtu væri sá sem hann væri að verða þó ekki væri það vegna þunglyndis og svartsýni heldur hins gagnstæða. Meira
10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 79 orð

Hjónadjöfull

JOHN Travolta hefur ákveðið að leika í myndinni "She's De Lovely" með hjónakornunum Sean Penn og Robin Wright. Travolta er nú búinn að vera undanfarnar tvær vikur við æfingar fyrir hlutverkið. Í myndinni leikur hann mann sem reynir að komast upp á milli drykkjuglaðra hjóna sem leikin eru af Penn og Wright. Meira
10. júlí 1996 | Menningarlíf | 568 orð

Hugsæi Nínu

Opið alla daga á opnunartíma Norræna hússins til 14 júlí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ ER lítil og undarleg sýning, sem opnuð hefur verið á verkum hinnar merku listakonu Nínu Tryggvadóttur í anddyri Norræna hússins. Lítil, eins og vera ber í takmörkuðu rými, en undarleg vegna þess að hér er um sérstætt og blandað samsafn málverka að ræða úr eigu dóttur hennar, Unu Dóru Copley. Meira
10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 92 orð

Landhelgisgæslan 70 ára

MARGT var gert til skemmtunar í tilefni af 70 ára afmæli Landhelgisgæslunnar á Miðbakkanum á laugardag. Þar var hleypt af sjö skotum úr fallbyssu sem smíðuð var 1892 og þar lentu tvær björgunarþyrlur Gæslunnar skömmu síðar. Varðskipið Týr var til sýnis og fjölmargir gestir nýttu sér tækifærið til að skoða það, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Meira
10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 78 orð

Munúð í fyrirrúmi

GJÖRNINGAKLÚBBURINN starfrækti rannsóknarstofuna Á.S.T. í Mokka í síðustu viku og lauk sýningunni með gleðskap á kaffihúsinu síðastliðið föstudagskvöld. Í klúbbnum eru Eirún Sigurðardóttir, Sigrún Hrólfsdóttir, Halldóra Ísleifsdóttir og Ólöf Jónína Jónsdóttir. Hófið einkennist af munúð eins og sést á myndunum. Meira
10. júlí 1996 | Menningarlíf | 201 orð

"Mýri" geymir söguna um ókomin ár

LISTAVERKIÐ "Mýri" eftir Steinunni Þórarinsdóttur var afhjúpað í Hveragerði sl. föstudag. Listakonan gaf Hveragerðisbæ verkið á hátíðarfundi bæjarstjórnar í apríl sl. í tilefni af 50 ára afmæli bæjarfélagsins. Því hefur nú verið fundinn staður við aðalgötu bæjarsins rétt við Hótel Örk. Meira
10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 74 orð

Náttúrulegur leir

EDDA Jónsdóttir og Kogga opnuðu keramiksýningu í Norræna húsinu á laugardaginn var. Að sögn listakvennanna eru þar til sýnis "munúðar- og kynþokkafullir" leirmunir, "mjög tengdir náttúrunni, hvort sem það er náttúran í okkur eða náttúran sem efnið er sprottið úr." Hér sjáum við svipmyndir frá þessari munúðarfullu leirverksýningu. Meira
10. júlí 1996 | Menningarlíf | 84 orð

Opið hús í Norræna húsinu

HRAFNHILDUR Schram, listfræðingur og forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar í Reykjavík, verður fyrirlesari kvöldsins í Opnu húsi í Norræna húsinu fimmtudagskvöldið 11. júlí kl. 20. Hrafnhildur ætlar að sýna litskyggnur og fjalla um frumkvöðla í íslenska landslagsmálverkinu frá ca. 1900­1945. Hún flytur mál sitt á sænsku. Meira
10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 86 orð

Svolítið skrýtinn

ÞAÐ orðspor hefur farið af Woody Harrelson að hann sé sérkennilegur maður, eiginlega hálfskrýtinn. Vinur hans og mótleikari í "Kingpin", Randy Quaid segir að lýsingin sé heldur orðum aukin. "Hann er ekki bilaður", segir Quaid. "Ég held að hann vinni bara alltof mikið. Hann er undir það miklu álagi að stundum bregst hann of ákaft við litlum hlutum þessa dagana. Meira
10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 109 orð

Taylor gagnrýnir bandarísk stjórnvöld

Taylor gagnrýnir bandarísk stjórnvöld ELÍSABET Taylor var harðorð í garð bandarískra og kanadískra stjórnvalda í ræðu sem hún hélt í Vancouver í Kanada á mánudag. Hún sakaði meðal annars bandarísk stjórnvöld um "morð að yfirlögðu ráði" með því að fjármagna ekki meðferð eyðnisjúklinga. Meira
10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 106 orð

Tomei skrópar

FÓLKTomei skrópar AÐSTANDENDUR Second Stage Theater í New York eru heldur óhressir með Marisu Tomei þessa dagana. Meira
10. júlí 1996 | Menningarlíf | 781 orð

Uxinn og næturgalinn

Britten: Svíta f. einleiksselló nr. 1 Op. 72; J. S. Bach: Sellósvíta nr. 5 í c-moll BWV 1011. Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Skálholtskirkju, laugardaginn 6. júlí kl. 17. SEINNI tónleikar Sumartónleikanna í Skálholti á fyrstu tónleikahelgi starfssumarsins 1996 voru helgaðir einleikssellóinu. Svíta nr. 1 Op. Meira
10. júlí 1996 | Menningarlíf | 293 orð

Útskrifast með láði

Framúrskarandi námsárangur Útskrifast með láði RÚNAR Óskarson, 26 ára gamall klarínettuleikari, hefur undanfarin þrjú ár verið við nám í Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og útskrifaðist þaðan með láði fyrir skömmu. Meira
10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 60 orð

Viktoria orðin stúdent

KRÓNPRINSESSAN af Svíþjóð, Viktoria, er sæl og glöð þessa dagana, því hún setti upp stúdentshúfuna í vor. Hún hélt upp á stúdentsáfangann með bekkjarfélögum sínum úr Enskilda skólanum í Stokkhólmi, og tóku þau hátíðarhöld nokkra daga. Eftir þennan áfanga mun prinsessan fara í framhaldsnám í Frakklandi, eins og Karl Gústaf faðir hennar. Meira
10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 173 orð

Vilja enga stjörnugjöf

JANICE Dickinson segir að fyrrverandi kærastar hennar standi í vegi fyrir að hún fái útgáfusamning fyrir ævisögu sína. Janice var ofurfyrirsæta og var þekkt fyrir þátttöku sína í hinu ljúfa lífi og fyrrverandi kærastar hennar eru engir óþekktir jónar úti í bæ, heldur m.a. stórstirnin Schwarzenegger, Sylvester Stallone, Bruce Willis og Mick Jagger. Meira
10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 61 orð

Þjóðhátíð á suðurhveli jarðar

HALDIÐ var upp á þjóðhátíðardag Íslendinga víða um heim og meðal annars í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Íslendingar úr nágrenninu komu saman og borðuðu þjóðlegan íslenskan mat, svo sem hangikjöt, saltfisk, svið og harðfisk. Mikið fjör einkenndi samkomuna, eins og ávallt þar sem landinn kemur saman. Á meðfylgjandi mynd má sjá kátan hópinn í heild sinni. Meira
10. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 133 orð

Þjóðhátíð í Br¨ussel

ÍSLENDINGAR í Belgíu tóku örlítið forskot á sæluna og héldu þjóðhátíð laugardaginn 15. júní í skemmtigarði rétt við Antwerpen. Veður var eins og það gerist best og að lokinni hátíðarræðu varaformanns Íslendingafélagsins, Kristjáns Bernburg, flutti Helga Óttarsdóttir fjallkona ljóðið Þingvellir eftir Jakob Jóhannesson Smára. Meira

Umræðan

10. júlí 1996 | Aðsent efni | 702 orð

Eru Íslendingar aflögufærir?

RAUÐI kross Íslands kynnti nýlega skýrslu Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans um hamfarir í heiminum árið 1995. Af því tilefni var boðið til fundarins fulltrúum íslenskra félagasamtaka og stofnana er veita þróunaraðstoð og erlenda neyðarhjálp auk blaða- og fréttamanna. Meira
10. júlí 1996 | Aðsent efni | 702 orð

Um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins - af gefnu tilefni -

EINS og fram kom í fréttum sjónvarpsins þann 1. júlí sl. hafa þroskaþjálfar á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins verið að krefjast leiðréttingar á kjaramálum sínum. Hefur þessi vinna staðið yfir í 14 mánuði eða allt frá því að síðustu kjarasamningar voru gerðir í apríl 1995. Meira
10. júlí 1996 | Aðsent efni | 851 orð

Umhverfisslys á Hveravöllum

ÓVITURLEGAR ákvarðanir skipulagsyfirvalda um stórbyggingar Svínvetninga á Hveravöllum ásamt óhjákvæmilegum landspjöllum ­ komist núverandi hugmyndir þar að lútandi til framkvæmda ­ verða að vísu ekki fyrsta skipulagsslysið í sögu okkar en á hinn bóginn hefur þetta slys sérstöðu. Meira
10. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 408 orð

Um samkynhneigð og kynskipti

ÉG LAS um daginn í Morgunblaðinu að það ætti að fara að framkvæma hér kynskipti á fólki og landlæknir væri því samþykkur. Í 3. Mósesbók Biblíunnar, 18. kafla, stendur svo, talað til karlmanna: "Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð." Í 1. kafla Rómverjabréfs stendur: "Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Meira
10. júlí 1996 | Aðsent efni | 789 orð

Um tjáningarfrelsi og auglýsingar

FYRIR forsetakosningarnar á dögunum fékk hópur manna sem kallaði sig óháða áhugamenn um forsetakjör 1996 birtar auglýsingar, sem höfðu það markmið að rifja upp staðreyndir um Ólaf Ragnar Grímsson og hvetja kjósendur til að taka afstöðu til þeirra, er þeir greiddu atkvæði. Meira

Minningargreinar

10. júlí 1996 | Minningargreinar | 323 orð

Brynjólfur Brynjólfsson

Mig langar að minnast afa og ömmu með örfáum orðum. Ég var mikið hjá þeim á Álfaskeiðinu, þegar ég var yngri því ég var hjá þeim í klukkutíma eftir að leikskólanum var lokið á daginn eða þangað til að mamma sótti mig til þeirra þegar hún var búin að vinna, en seinna þegar ég eltist fór ég oft í heimsókn til þeirra. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 187 orð

BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON

BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON Brynjólfur Brynjólfsson vélstjóri fæddist á Brekku á Ingjaldssandi 22. febrúar 1909. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Brynjólfur Einarsson og Sigríður Bryjólfsdóttir og var Brynjólfur þriðji elstur af ellefu börnum þeirra, og eru sex systkinanna á lífi. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 399 orð

Dagbjört Jónsdóttir

Dagbjört amma mín, var í augum Nínu dóttur minnar Dagbjört langa, sem var stytting úr langamma. Þó var hún ekki hávaxin, reyndar þvert á móti og það svo að þegar hún kom heim frá Danmörku eftir langa dvöl, horfði dóttir hennar á hana og sagði: "Er hún þá ekki stærri en þetta?" En amma var stór kona, mikil manneskja. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 323 orð

Dagbjört Jónsdóttir

Mánudaginn 1. júlí kvaddi hún amma okkar þennan heim. Veður var bjart og fagurt þennan dag og það var sannarlega við hæfi að hún, jafn elskuleg og hjartahlý sem hún var kveddi á slíkum degi. Hún amma okkar var svo lánsöm að búa við góða heilsu allt fram undir það síðasta og öllum þótti hún bera aldur sinn óvenjulega vel. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 896 orð

Dagbjört Jónsdóttir

Mér er bæði ljúft og skylt að setja nokkur orð á blað til minningar um frænku mína Dagbjörtu Jónsdóttur sem nú í dag er kvödd hinstu kveðju. Það snerti sáran streng í brjósti mínu þegar ég frétti um lát hennar þótt ég vissi fullvel að til tíðinda drægi í þeim efnum innan tíðar. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 352 orð

Dagbjört Jónsdóttir

Þeir sem lifa langan dag verða að sætta sig við að sjá á bak vinum sínum og samferðamönnum. Þá er það mikils virði að eiga góðar minningar til að ylja sér við. Í dag verður gerð frá Fossvogskirkju útför Dagbjartar Jónsdóttur hússtjórnarkennara, sem lést 1. júlí á 90. aldursári. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 830 orð

Dagbjört Jónsdóttir

Hún Dagbjört er dáin! Þessi fregn kom mér óvænt þegar ég heyri hana lesna í útvarpinu í bílnum á ferð norður í landi og ég bíð eftir að hún verði endurtekin. Óvænt segi ég þrátt fyrir að hún Dagbjört væri á nítugasta aldursári og hafi legið þungt haldin á sjúkrahúsi þegar ég kvaddi hana síðast. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 573 orð

Dagbjört Jónsdóttir

Í dag er til moldar borin stjúpmóðir mín Dagbjört Jónsdóttir. Hún lést 1. júlí sl. tæplega níræð að aldri. Hún bar nafn sitt með reisn. Líf hennar og lunderni var hreint og flekklaust og hún lifði langan og bjartan ævidag. Hún var Fljótakona og átti sína bernsku og uppvaxtarár í Stíflunni, sem af mörgum var talin fegurst sveita áður en hún var lögð undir virkjunarlón. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 317 orð

DAGBJÖRT JÓNSDÓTTIR

DAGBJÖRT JÓNSDÓTTIR Dagbjört Jónsdóttir fæddist að Gili í Fljótum í Skagafirði 20. september 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. júlí sl. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Arngrímsdóttir, f. 5. ágúst 1887, d. 12. júní 1977, og Jón G. Jónsson, bóndi að Tungu í Fljótum, f. 28. maí 1880, d. 14. febrúar 1971. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 870 orð

Einar Jóhannesson

Einar Jóhannesson læknir er látinn. Hann var af sterkum skagfirskum ættum, móðir hans Kristrún var dóttir Jósefs Björnssonar, skólastjóra Bændaskólans á Hólum. Faðir hans, Jóhannes, var sonur Björns Péturssonar, stórbónda og héraðshöfðingja að Hofstöðum í Viðvíkursveit, afa Hermanns Jónassonar, forsætisráðherra, frá Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 154 orð

EINAR JÓHANNESSON

EINAR JÓHANNESSON Einar Jóhannesson fæddist á Hofsstöðum í Skagafirði 26. ágúst 1927. Hann lést á heimili sínu í Väbylund í Svíþjóð 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Björnsson, frá Hofsstöðum, f. 21.9. 1887, d. 31.8. 1967, og kona hans Kristrún Jósefsdóttir, f. 14.10. 1887, d. 23.8. 1978. Systkini hans eru: Lína, f. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 424 orð

Katrín Oddsdóttir

Fullorðið fólk hefur misjöfn áhrif á ung börn. Þessu kynntust bekkjarfélagar í Kópavoginum þegar litið var í heimsókn hver til annars. Þannig stóð okkur hálfgildings stuggur af sumum mæðrum bekkjarfélaganna fyrir strangleika þeirra og ákveðni, eflaust fyrir ýmsar uppátektir, svo sem ungum mönnum hættir til. Katrín móðir Odds var tvímælalaust í hópi þeirra mæðra sem þægilegt var að hitta. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 447 orð

Katrín Oddsdóttir

Amma leikskólans. Hún var að hlúa að blómunum í garðinum hjá sér, tala við þau og undirbúa fyrir veturinn. Seinna áttaði ég mig á því að þetta var Katrín vinkona mín sem bauð mér forðum á fyrsta jólafundinn hér í bæ. Lóð hennar og leikskólans, sem var opnaður sl. haust, lágu saman. Í vetur hittumst við í Nóatúni og þá spratt fram sú hugmynd að fá Katrínu til þess að vera "amma leikskólans". Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 378 orð

Katrín Oddsdóttir

Nú eru þau bæði gengin á vit æðri máttarvalda og hlotnast eilíf hvíld hjá Guði, sæmdarhjónin Grímur og Katrín er áttu heimili sitt að Álfhólsvegi 8a í Kópavogi. Ég varð þess aðnjótandi að kynnast manngöfgi og hjartahlýju þeirra í garð náungans. Þar fóru sannarlega "heilar" manneskjur og greini ég ekki mun þar á meðal þeirra hjóna. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 306 orð

Katrín Oddsdóttir

Katrín mín, nú ertu lögð af stað í ferðalagið til eilífðarlandsins, sem okkar allra bíður, aðeins spurning um tíma. Það var þér líkt að velja gott veður. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér, þannig varst þú búin að sá að uppskeran hlýtur að verða góð. Þegar ég lít yfir farinn veg þá eru það minningarnar sem lifa og það sem þú skildir eftir fyrir okkur sem lifa áfram. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 256 orð

Katrín Oddsdóttir

Í dag er kvödd með söknuði elskuleg frænka mín. Það er svo margs að minnast og það fyrsta sem kemur upp í huga minn er þegar ég var lítil stelpa og fór með Katrínu og Grími í bíltúr einn kosningadaginn. Stóð ég fyrir aftan þau í bílnum og sagðist ætla að verða framsóknarkona eins og Katrín. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 129 orð

Katrín Oddsdóttir

Í dag er til grafar borin vinkona okkar til margra ára, Katrín Oddsdóttir. Hún andaðist á Borgarsjúkrahúsinu þann 28. júní sl. eftir langa og stranga sjúkdómsbaráttu. Flestar í hópi undirritaðra kynntust Katrínu fyrst fyrir u.þ.b. 30 árum þegar stofnuð var sveit kvenna "Urturnar" til að efla og styrkja skátastarf í Kópavogi. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 334 orð

Katrín Oddsdóttir

Um nær þrjátíu ára skeið hafa kvenfélög í Kópavogi haft með sér samband til þess að sinna sameiginlegum hagsmunamálum og hugðarefnum sínum. Margar konur hafa komið þar að og bætt félagsstörfum á daglegar annir um lengri eða skemmri tíma. Allt frá upphafi þessa starfs var Katrín Oddsdóttir meðal hinna áhugasömustu í hópnum. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 594 orð

Katrín Oddsdóttir K

Kær vinkona er lögð af stað í hinstu ferð. Andlát Katrínar Oddsdóttur kom engum á óvart sem til þekkti, því maðurinn með ljáinn hafði lengi leitað lags, en meðfædd hreysti hennar og lífsgleði hjálpuðu henni lengi að verjast honum. Við hjónin kynntumst Katrínu og Grími þegar við fluttumst í Kópavoginn fyrir hartnær þrjátíu árum. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 35 orð

KATRÍN ÓLAFÍA ODDSDÓTTIR Katrín Ólafía Oddsdóttir, Álfhólsvegi 8a, Kópavogi, fæddist í Hvarfsdal á Skarðsströnd í Dalasýslu 22.

KATRÍN ÓLAFÍA ODDSDÓTTIR Katrín Ólafía Oddsdóttir, Álfhólsvegi 8a, Kópavogi, fæddist í Hvarfsdal á Skarðsströnd í Dalasýslu 22. nóvember 1928. Hún lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. júní síðastliðinn og fór útförin fram frá Kópavogskirkju 9. júlí. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 839 orð

Noel Kristinn Matthews

Ég hef sorgarfréttir að segja þér, sagði mamma við mig í símanum, hann Noel litli er dáinn. Kvöldið áður hafði ég talað við Jill og Dorothy eða Dísu frænku, eins og við köllum hana, við höfum flissað og samglaðst yfir ótrúlegu kraftaverki, Noel hafði vaknað úr meðvitundarleysi eftir hræðilegt bílslys og lífið virtist brosa við honum og þeim öllum. Meira
10. júlí 1996 | Minningargreinar | 207 orð

NOEL KRISTINN MATTHEWS

NOEL KRISTINN MATTHEWS Noel Kristinn fæddist í Jeffersonville, Indiana, 14. desember 1968. Hann lést af völdum umferðarslyss í Frankfurt, Þýskalandi, 18. maí síðastliðinn. Móðir Noels er Herdís Dorothy Matthews, fædd Mc Cubbins. Faðir er Ronnie Matthews. Meira

Viðskipti

10. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Alpan rekið með tapi

ALPAN á Eyrarbakka var rekið með 6,5 milljóna króna tapi á síðasta ári. Síðustu tvö árin á undan hafði fyrirtækið verið rekið með hagnaði eftir rekstrarerfiðleika 1991 og '92. Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir "minnkandi hagvöxt í Sviss og Þýskalandi vera megin skýringuna á taprekstrinum. Meira
10. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Bretar flytja inn umdeilt eldsneyti

BRETAR og Ítalir munu væntanlega semja um innflutning á umdeildu eldsneyti frá Venezúela, svokölluðu Orimulsion, sem er aðallega samsett af hráolíu og vatni, að sögn embættismanns frá Venezúela. Daniel Ramirez-Isava, forstjóri ríkisfyrirtækisins Bitor Europe Ltd, Meira
10. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Evrópsk bréf hækka og lækka á víxl

VERÐ á hlutabréfum hækkaði og lækkaði á víxl á mörkuðum í Evrópu í gær vegna óvissu í Wall Street. Við lokun hafði orðið nokkur lækkun eftir hækkanir fyrr um daginn, þótt dagurinn byrjaði vel í New York. Dollarinn lækkaði eftir hæsta gengi gegn jeni í 30 mánuði - úr 111,20 jenum á mánudag í 110 jen í gær. Meira
10. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 125 orð

IBM í mál við banka í Argentínu

DEILD IBM í Argentínu hefur höfðað mál gegn Banco Nacion fyrir brot á samningi um tölvuþjónustu og krefur bankann um rúmlega 86 milljóna dollara. Argentínskur dómari, sem rannsakar hvort IBM í Argentínu hefur greitt mútur til að tryggja sér samning um endurnýjun á tölvukerfi Banco Nacion, hefur ákært 30 argentínska embættismenn og fyrrverandi starfsmenn IBM í Argentínu. Meira
10. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 146 orð

Japanar bjóða í skozkan viskíaðila

SKOZKI áfengisframleiðandinn Highland Distilleries og viskífyrirtækið Suntory í Japan hafa boðið í öll þau hlutabréf sem þau eiga ekki í skozka viskíframleiðandanum Macallan-Glenlivet. Highland og Suntory, helzti viskíframleiðandi Japans, eiga fyrir 51% í Macallan og hyggjast koma á fót sameignarfyrirtæki, HS Distillers, Meira
10. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 264 orð

Lífeyrissjóður FÍH sameinast ALVÍB

ÁKVEÐIÐ hefur verið að Lífeyrissjóður Félags íslenskra hljómlistarmanna sameinist ALVÍB, Almennum lífeyrissjóði VÍB, frá og með 1. júlí 1996. Eftir sameininguna verður ALVÍB lífeyrissjóður tónlistarmanna sem eiga fulltrúa í stjórn og hafa þannig áhrif á rekstur sjóðsins. Meira
10. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 444 orð

Markaðsvirði sölunnar 32 milljónir króna

RÍKIÐ lauk í gær við að selja hlutabréf sín í Jarðborunum hf. þegar tilboð voru opnuð í bréf fyrir 10,4 milljónir króna að nafnvirði eða 4,41% af heildarhlutafé fyrirtækisins. Gengi tekinna tilboða var frá 3,02 - 3,31. Meðaltal tekinna tilboða var 3,07 samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi hf. Markaðsvirði sölunnar nam tæplega 32 milljónum króna. Meira
10. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Nýjungar í fjarskiptatækni

NÝJUNGAR í fjarskiptatækni verða kynntar á ráðstefnu fjarskiptarannsóknaráætlunar ESB, hófst í gær, 9. júlí og stendur til 12. júlí. Ráðstefnugestir geta fylgst með fyrirlestrunum á a.m.k. 16 stöðum í Evrópu og Kanada með hjálp ljósleiðara. Meira
10. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Sölutími rýmkaður í Austurríki

AUSTURRÍKI kann bráðlega að fara að dómi Þjóðverja og rýmka sölutíma verzlana fyrir árslok að sögn ráðherra. Hannes Farnleitner efnahagsráðherra sagði Reuter að viðræður yrðu hafnar við verkalýðsfélög um málið í ágúst. Framtak Þjóðverja neyðir okkur til viðbragða," sagði Farnleitner um lög, sem þýzka þingið hefur samþykkt um rýmri sölutíma verzlana. Meira
10. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 270 orð

United News fær 12% hlut í ITN

BREZKA fjölmiðlafyrirtækið United News & Media Plc hefur samþykkt að greiða 12.3 milljónir punda fyrir 12% hlut í sjónvarpsfréttamiðlinum Independent Television News (ITN). United News keypti 6% af sjónvarpsfyrirtækinu Granada og jafnmikið af Carlton sjónvarpsfyrirtækinu. Meira

Fastir þættir

10. júlí 1996 | Dagbók | 2709 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 5.-11. júlí verða Laugarnesapótek, Kirkjuteigi 21 og Árbæjarapótek, Hraunbæ 102 B. Frá þeim tíma er Laugarnesapótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
10. júlí 1996 | Í dag | 107 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 10. jú

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 10. júlí, er níutíu ára Árnbjörg Árnadóttir (Día), Kirkjuteigi 25. Hún tekur á móti gestum í safnaðarheimili Laugarneskirkju í dag, á milli kl. 17 og 19. ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, 10. Meira
10. júlí 1996 | Dagbók | 665 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
10. júlí 1996 | Í dag | 379 orð

EGJA má að þjóðfélagið leggist í dvala, ár hvert, þegar

EGJA má að þjóðfélagið leggist í dvala, ár hvert, þegar komið er fram á mitt sumar. Blaðamenn sem þurfa að leita til opinberra stofnana, fyrirtækja, embættismanna og stjórnmálamanna á þessum árstíma, lenda einatt í kröggum, því ýmist er lokað á viðkomandi stöðum, viðhafður sérstakur sumartími, eða að þeir sem leita skal til eru ekki við, Meira
10. júlí 1996 | Í dag | 519 orð

Garðabær NÝJASTA frétt úr Silkihúfubæ er að íbúar við neðra Goðatún

NÝJASTA frétt úr Silkihúfubæ er að íbúar við neðra Goðatún vilja komast í heimsmetabók Guinness, vegna þess að gatan er með mjóstu gangstétt sem vitað er til, þ.e. 40 sm á breidd, 70 m á lengd. Búið er að mæla og ljósmynda stolt bæjarverkfræðingsins og eru sönnunargöngin nú á leið til Bretlands. Baldur Ársælsson, Hörgatúni 1, Garðabæ. Meira
10. júlí 1996 | Fastir þættir | 637 orð

Jarðarber

Format fyrir uppskriftir Matur og matgerð Jarðarber Fersk jarðarber eru nú engin nýlunda hér, Meira

Íþróttir

10. júlí 1996 | Íþróttir | 143 orð

Arnar Ólafsson fékk aldrei styrkinn

HRAFNHILDUR Guðmundsdóttir, móðir Arnars Freys Ólafssonar, sundmanns, sendi Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd: "Vegna tilvitnunar Eydísar Konráðsdóttur úr Keflavík í blaðinu í gær sem ætluð var Arnari Frey, því hann er sá eini sem ekki tók þátt í mótinu en reyndi við lágmörkin til Atlanta. Arnar er mjög illa í stakk búinn að eyða sumrinu við sundæfingar. Meira
10. júlí 1996 | Íþróttir | 184 orð

BOB Kennedy

BOB Kennedy langhlaupari frá Bandaríkjunum varð fyrsti maðurinn sem ekki er ættaður frá Afríku sem hleypur 5.000 metrana undir 13 mínútum er hann kom annar í mark á alþjóðamótinu í Stokkhólmi í fyrradag á 12.58,75 mínútum. Kennedy varð annar í hlaupinu. Meira
10. júlí 1996 | Íþróttir | 371 orð

Golf Meistaramót Golfklúbbur Patreksfjarðar Karlaflokkur Hermann Þorvaldsson328 Magnús Gunnlaugsson334 Felix Haraldsson337

Meistaramót Golfklúbbur Patreksfjarðar Karlaflokkur Hermann Þorvaldsson328 Magnús Gunnlaugsson334 Felix Haraldsson337 Kvennaflokkur Margrét Þ. Jónsdóttir372 Ingibjörg Reynisdóttir435 Thelma B. Meira
10. júlí 1996 | Íþróttir | 462 orð

Hjólreiðar

Frakklandskeppnin 7. áfangi, 200 km, frá Chambery til Les Arcs á laugardag: klst. 1. Luc Leblanc (Frakkl.) Polti5.47,22 2. Tony Rominger (Sviss) Mapei47 sek á eftir 3. P. Luttenberger (Aust.) Carrera52 4. Richard Virenque (Fra.) Festina52 5. Meira
10. júlí 1996 | Íþróttir | 31 orð

Í kvöld

Knattspyrna 1. deild karla: Keflav.:Keflavík - UMFG 20 Bikarkeppni kvenna: Valsvöllur:Valur - KR20 Kópav.:Br.blik - Reynir S. 20 Garðab.:Stjarnan - Leiknir20 Akranes:ÍA - ÍBA20 2. Meira
10. júlí 1996 | Íþróttir | 335 orð

ÍR-ingar komnir af botninum

ÍR-ingar lyftu sér úr neðsta sæti 2. deildar karla í knattspyrnu þegar þeir unnu verðskuldaðan 2:1 sigur á FH-ingum í ágætum leik á heimavelli sínum í Breiðholtinu í gærkvöldi. Fyrsta mark leiksins í rigningunni á ÍR-vellinum leit dagsins ljós eftir aðeins tólf mínútna leik og var það Ólafur Brynjólfsson, Meira
10. júlí 1996 | Íþróttir | 727 orð

Johnson er klár í slaginn

SÍÐASTA opinbera hlaup Bandaríkjamannsins Michael Johnsons fyrir Ólympíuleikana í Atlanta var í Stokkhólmi í fyrradag er hann kom fyrstur í mark í 200 metra spretti á sjötta besta tíma sögunnar, 19,77 sekúndum. Næst þegar þessi 28 ára gamli Texasbúi kemur fram í sviðsljósið og tekur til fótanna hefur alvaran tekið við af fullum þunga með undanrásum í 400 metra hlaupi Ólympíuleikanna í Atlanta. Meira
10. júlí 1996 | Íþróttir | 92 orð

Knattspyrna 2. deild karla ÍR - FH2:1 Ólafur Brynjólfsson (12.), Ásbjörn Jónsson (67.) ­ Guðmundur Sigurðsson (18.).

ÍR - FH2:1 Ólafur Brynjólfsson (12.), Ásbjörn Jónsson (67.) ­ Guðmundur Sigurðsson (18.). Hvíta Rússland Dinamo Minsk - MPKC Mozyr1:0Naftan-Devon Novopolotsk - Torpedo1:1Dinamo Brest - Neman Grodno1:2Mogilyov - Lokomotiv-96 Vitebsk0:2Obuvshchik Lida - Dnepr Mogilyov0:2Shakhtyor Soligorsk - Meira
10. júlí 1996 | Íþróttir | 174 orð

Ólánið eltir Fal

FALUR Harðarson, körfuknattleiksmaður úr Keflavík, lenti í því óhappi á dögunum að snúa sig mjög illa á ökkla á svokallaðri "sumaræfingu" Keflavíkurliðsins og er óvíst að hann geti tekið þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir Norðurlandamótið, sem fram fer í ágúst. Meira
10. júlí 1996 | Íþróttir | 187 orð

Penev ekki endurráðinn DIMITAR P

DIMITAR Penev missti starf sitt í gær sem landsliðsþjálfari Búlgaríu í knattspyrnu og jafnframt var Lyuboslav Penev, frænda hans, vikið úr landsliðinu. Landslið Búlgaríu, undir stjórn Penevs, komst í undanúrslit Heimsmeistarakeppninnar í Bandaríkjunum 1994 og hafði aldrei náð svo langt, hafði reyndar ekki unnið leik í HM áður, en komst ekki upp úr riðlakeppni nýafstaðins Evrópumóts. Meira
10. júlí 1996 | Íþróttir | 101 orð

Rúnar skipti úr Víkingi í Hauka

RÚNAR Sigtryggsson gekk í gær frá félagaskiptum úr Víkingi í Hauka. Hann sagðist hafa áður rætt við Val og Stjörnuna en Haukar hefðu orðið fyrir valinu. "Ég vil spila í 1. deild því 2. deildin er ekki burðug," sagði hann við Morgunblaðið. "Haukar eru með gott lið og góða stjórn og ég var kominn á síðasta snúning með að skipta því æfingar hefjast 22. júlí. Meira
10. júlí 1996 | Íþróttir | 232 orð

Samið um hönnun og verkfræðiþáttinn vegna nýrrar stúku

Knattspyrnusamband Íslands skrifaði undir samning við Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., VST, og Teiknistofuna hf., Ármúla 6, í gær vegna verkfræðiþáttar og allrar hönnunar við nýja stúku við Laugardalsvöll og breytingar á núverandi stúku. Fyrirtækin eiga að skila teikningum til bygginganefndar 29. ágúst nk. og er ráðgert að bjóða út 1. áfanga verksins 9. Meira
10. júlí 1996 | Íþróttir | 1004 orð

Tvær eiginkonur formanna í íslenska ólympíuhópnum

ÓÁNÆGJU hefur gætt innan sund- og frjálsíþróttahreyfingarinnar vegna vals á fylgdarliði ólympíuliðs Íslands til Atlanta. Gagnrýnin beinist að Sundsambandinu og Frjálsíþróttasambandinu, þar sem eiginkonur formannanna eru í ólympíuliðinu. Alls fara 13 fylgdarmenn með níu keppendum til Atlanta. Ef Pétur Guðmundsson og Sigurður Einarsson ná lágmörkum fyrir 16. Meira
10. júlí 1996 | Íþróttir | 453 orð

"Verð að drífa í þessu"

Sögðuð þið frá því að ég hefði stokkið 4,15 metra? Ég verð þá að drífa mig í að gera það á næsta móti," sagði Vala Flosadóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. Fram kom í blaðinu í gær að Vala hefði stokkið 4,15 metra á alþjóðlegu móti í Stokkhólmi í fyrrakvöld og sett um leið heimsmet unglinga og jafnframt Norðurlanda- og Íslandsmet. Meira
10. júlí 1996 | Íþróttir | 137 orð

Þá hresstist Eyjólfur

EYJÓLFUR Vilbergsson, golfari úr Grindavík, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á öðrum degi Meistaramóts Golfklúbbs Grindavíkur, sem fram fór nú fyrir skömmu. Afrekið vann Eyjólfur á 9. holu, sem er par 3, og notaði hann til þess sandjárn. Meira
10. júlí 1996 | Íþróttir | 149 orð

Þjálfari Grindavíkur í leikbann

SAUTJÁN meistaraflokksmenn voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ í gær. Þar af voru þrír leikmenn í 1. deild ­ Guðmundur Torfason, þjálfari Grindavíkurliðsins, Rútur Snorrason, ÍBV, og Rúnar P. Sigmundsson, Stjörnunni, eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Meira

Úr verinu

10. júlí 1996 | Úr verinu | 171 orð

Baldur hættir í Gúanóinu

BALDUR Kristinsson, eða Baldur í Gúanóinu, eins og hann hefur lengi verið kallaður, er hættur hjá bræðslu Vinnslustöðvarinnar eftir nálega hálfrar aldar starf, en hann byrjaði hjá fyrirtækinu 1948. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 867 orð

"Detti veiðin niður er ævintýrið úti í bili"

SR-MJÖL á Seyðisfirði hefur nú tekið á móti um 10.000 tonnum af loðnu frá mánaðamótum. Unnið er úr um 1.000 tonnum á sólarhring, en verðmæti þeirrar framleiðslu getur legið nálægt 10 milljónum dag hvern. Þessi mikla loðnuveiði nú skiptir bæði SR-Mjöl og Seyðisfjörð miklu máli, enda eru margfeldisáhrifin af þessari verðmætasköpun mikil. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 170 orð

ESB með 150.000 tonn af síldinni

SKIP frá Evrópusambandinu hafa nú hætt veiðum í Síldarsmugunni. ESB- skipin veiddu samtals um 150.000 tonn eins og sjálfdæmi sambandsins nam og tóku Danir um 40% aflans. Íslenzku skipin eru einnig hætt veiðum á norsk- íslenzku síldinni, að sinni að minnsta kosti, og eru um 25.000 tonn eftir af kvóta þeirra, sem er alls 190.000 tonn. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 402 orð

"Gefur öruggari keyrslu og mun betri nýtingu"

STÁLVINNSLAN hf. hefur sett á markað nýjan beltaflokkara fyrir karfa. Þráinn Sigtryggsson hjá Stálvinnslunni hefur þróað flokkarann sem hann segir vera afsprengi síldarflokkara sem fyrirtækið hefur selt um áraraðir og er einkum ætlaður til fiskflokkunar um borð í skipum. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 191 orð

GRINDADRÁP Í FÆREYJUM

UM 200 grindhvalir voru drepnir í Miðvogi í Færeyjum um síðustu mánaðamót og rúmlega 400 hvalir í Vestmanna rétt áður. Nú er sá tími að grindin gengur norður Atlantshafið og upp að Færeyjum í ætisleit. Smokkfiskurinn er í sérstöku uppáhaldi hjá hvalnum, sem eltir hann upp að eyjunum. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 239 orð

Grænlendingar í fiskvinnslu í Þýzkalandi

ROYAL Greenland, sjávarútvegsfyrirtæki grænlensku heimastjórnarinnar, hefur fest kaup á fiskvinnslufyrirtækinu Jadekost í Wilhelmshaven í Norðaustur-Þýskalandi. Vinnsla tilbúinna rétta og flakafrysting hjá RG hefur verið í Glyngöre í Danmörk, en verður nú flutt í verksmiðjuna í Wilhelmshaven. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 153 orð

Hafnfirðingur HF enn óklár á veiðar

ENN ER unnið að lagfæringum á Hafnfirðingi HF og skýrist líklega ekki fyrr en í næstu viku hvenær skipið verður tilbúið til veiða. Sjófrost ehf. keypti skipið frá Kanada nú í vor og hefur skipið legið í Hafnarfjarðahöfn síðan þá. Bjarni Einarsson, stjórnarmaður Sjófrosts ehf., segir að tafir hafi orðið meiri en áætlað var en nú sé unnið á fullu að því að gera skipið klárt. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 421 orð

Hærra afurðaverð gerir gæfumuninn

ÍSLENDINGAR ná mun betri árangri í útflutningi fiskafurða en Norðmenn. Fyrst og fremst vegna þess að á Íslandi eru þrír stórir útflytjendur, sem flytja mest af freðfiski og saltfiski utan, en útflytjendur í Noregi eru smáir og skipa hundruðum. Þetta fullyrðir Torbjörn Trondsen, kennari við sjávarútvegsskólann í Tromsö, í samtali við Norska blaðið Fiskaren. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 132 orð

Innbökuð lúða í álpappír

Lúðan(Hippoglossus hippoglossus) er af mörgum talin besti matfiskurinn og er verðmætur fiskur. Á Sjómannastofunni Vör í Grindavík er heilagfiskið sívinsælt enda eru þeir félagar Sigurgeir Sigurgeirsson og Reynir Karlsson, matreiðslumenn, snillingar í að matreiða flyðruna. Hér bjóða þeir okkur óvenjulega innbakaða lúðu með gráðosti. 500 gr. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 426 orð

Íslendingar frysta flök af nílarkarfa í Úganda

NAFCO, Nordic African Fisheries Company Ltd, er fiskvinnsla við Viktoríuvatn í Úganda í eigu nokkurra Íslendinga. Júlíus Sólnes prófessor, sem er í forsvari fyrir félagið, segir að undirbúningsvinnu fyrir flakafrystingu fari senn að ljúka og áætlað sé að flakaframleiðslan í húsinu verði um 2-3 þúsund tonn á ári. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 391 orð

Loðnan er bæði feit og falleg

"ÞETTA gengur einstaklega vel núna. Við fyllum okkur nánast um leið og við komum á miðin. Hins vegar vitum við ekkert hve lengi þessi góða veiði endist og verðum því að láta hverjum degi nægja sína þjáningu, ef þannig má komast að orði," segir Magnús Þorvaldsson, skipstjóri á Sunnubergi frá Vopnafirði í samtali við Verið. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 191 orð

Mikið utan af mjöli og lýsi

HEILDAR útflutningsverðmæti bæði loðnumjöls og lýsis var í fyrra um 6.346 milljarðar króna samanborið við um 6.105 milljarða króna árið 1994 samkvæmt hagstofutölum og á verðlagi viðkomandi tímabila. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nam útflutningsverðmæti þessara afurða um 2.975 milljörðum króna. Útflutningur á mjöli var mestur til Danmerkur í fyrra, alls um 64 þúsund tonn. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 211 orð

Milljónir króna í yfirvigtina árlega

TALIÐ er, að fiskvinnslan í Noregi gefi frá sér tugi milljóna króna árlega með því að hafa nokkra yfirvigt á ísuðum fiski til að mæta hugsanlegri rýrnun. Nú hefur það hins vegar komið í ljós við rannsóknir í Tromsö, að þetta er óþarfi. Ísaður fiskur tapar engri vigt í heila 11 daga. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 426 orð

Royal Greenland hefur vinnslu á fiski í Þýzkalandi

ROYAL Greenland, sjávarútvegsfyrirtæki grænlensku heimastjórnarinnar, hefur fest kaup á fiskvinnslufyrirtækinu Jadekost í Wilhelmshaven í Norðaustur-Þýskalandi. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu og þar segir, að með kaupunum hafi það tryggt sér nægilega framleiðslugetu til að fylgja eftir áætlunum sínum um framleiðslu tilbúinna rétta. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 150 orð

Rússa flytja mun minna inn

INNFLUTNINGUR Rússa á frystum og ferskum fiski hefur nánast hrunið á nokkrum árum. Á síðasta ári nam þessi innflutningur aðeins um 20% af því, sem flutt var inn 1991. Þannig féll innflutningurinn úr 226.500 tonnum niður í 45.000 tonn á fjórum árum. Það ár var frystur og ferskur fiskur um 99,4% alls innflutnings á sjávrafurðum, en í fyrra aðeins 56,3%. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 394 orð

Rækjumok við Eldey

ENNÞÁ ER mokveiði á Eldeyjarrækjunni og segir Sigurður Friðriksson, skipstjóri á Guðfinni GK, veiðina vera mun betri en í fyrra sem hafi þó þótt góð. Frá 5.júní til 5.júlí s.l. landaði Guðfinnur GK um 135 tonnum af rækju og segir Sigurður að ekkert lát sé á veiðinni. "Það er að vísu svolítill bræluskítur núna eftir helgina en veiðin er góð. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 2045 orð

Samstarfið við Rússa hefur verið mjög gott

Ferskur og frystur fiskur frá Rússum tryggir fiskverkafólki á Vopnafirði næga atvinnu Samstarfið við Rússa hefur verið mjög gott Útgerðarfélag Akureyringa er um þessar mundir að kaupa hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Tanga hf. á Vopnafirði. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 116 orð

SKÖTUSELNUM PAKKAÐ

VINNSLUSTÖÐIN Í Vestmannaeyjum er nú að setja á markað ýmis konar fisk, sem hentar á grillið. Þorbergur Aðalsteinsson, markaðsfulltrúi Vinnslustöðvarinnar, segir að fiskinum sé pakkað í þar til gerða álbakka sem síðan eru settir í lofttæmdar umbúðir. Nákvæmar leiðbeiningar eru á umbúðunum þannig að eldamennskan er lítið mál. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 120 orð

Verð á lýsingi hrynur

VERÐ á lýsingi hefur nú nánast hrunið í Bandaríkjunum. Miklar birgðir eru til þar frá síðasta ári og kvóti á þessu ári hefur verið tvöfaldaður. Verð á heilfrystum lýsingi, hausuðum og slægðum er nú aðeins um 40 krónur kílóið á heildsölumörkuðum í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Meira
10. júlí 1996 | Úr verinu | 747 orð

Verðlækkun á lýsi gæti haft áhrif á verð á loðnu upp úr sjó

ÚTLIT er fyrir að verð á loðnulýsi fari lækkandi í nánustu framtíð. Aðilar í mjöl- og lýsissölu telja að ef lýsisverð lækki mikið hafi það áhrif á hráefnisverð. Markaðshorfur fyrir loðnumjöl eru hins vegar góðar. Lýsisverð hefur verið nokkuð sveiflukennt síðasta ár og var lýsistonnið á um 400 dollara, 26.800 krónur í júní í fyrra en er nú um 390 dollarar, rúmlega 26.000. Meira

Barnablað

10. júlí 1996 | Barnablað | 44 orð

ÉG BERST Á FÁKI FRÁUM

Íris Stefánsdóttir sem er tíu ára er búin að vera á reiðnámskeiði. Hún teiknaði flotta mynd af sér þar sem hún situr hnarreist á Stjörnurauð, en það er hesturinn sem hún reið á námskeiðinu. Kærar þakkir fyrir myndina, Íris. Meira
10. júlí 1996 | Barnablað | 63 orð

HNAPPAR og engin hnappagöt Það hljómar nærri því eins og brandari að hnappagöt voru fundin upp talsvert löngu seinna en

Það hljómar nærri því eins og brandari að hnappagöt voru fundin upp talsvert löngu seinna en hnapparnir sjálfir. En þannig var það nú samt því hnappar höfðu ekkert notagildi annað en að vera upp á punt. Á mörgum myndum frá fjórtándu öld má sjá hvernig hnappar eru notaðir sem skraut, en það þekkjum við nú reyndar á okkar tímum líka. Meira
10. júlí 1996 | Barnablað | 40 orð

HREKKIR Í VILLTA VESTRINU Lífið er stundum erfitt í Villta vestrinu, sérstaklega þegar íbúarnir finna upp á að hrekkja hver

Lífið er stundum erfitt í Villta vestrinu, sérstaklega þegar íbúarnir finna upp á að hrekkja hver annan. Hér er það Jói greyið sem verður fórnarlamb hrekkjalómanna. Hvað er það sem kætir kúrekana tvo á myndinni með Meira
10. júlí 1996 | Barnablað | 49 orð

HVAÐ HEITIR STELPAN? Stelpan á myndinni hennar Rósu Bjarkar Þórólfsdóttur, 8 ára, hefur fengið nafn. Stafirnir í nafninu eru

Stelpan á myndinni hennar Rósu Bjarkar Þórólfsdóttur, 8 ára, hefur fengið nafn. Stafirnir í nafninu eru bara ekki í réttri röð svo það er næstum ómögulegt að lesa það. Þið gætuð samt, krakkar, raðað stöfunum rétt saman og fundið út hvað stelpuhnokkinn heitir. Svarið er í Lausnum. Meira
10. júlí 1996 | Barnablað | 36 orð

Hversu gamall er karlinn? Karlinn á myndinni hefur gleymt hversu gamall hann er. Getur þú hjálpað honum? Ef þú leggur saman

Hversu gamall er karlinn? Karlinn á myndinni hefur gleymt hversu gamall hann er. Getur þú hjálpað honum? Ef þú leggur saman tölurnar sem karlinn er búinn til úr kemstu að hinu sanna. Annars er svarið í Lausnum. Meira
10. júlí 1996 | Barnablað | 40 orð

Í HVERJU HANGIR RÓLAN?

Binni bangsi skemmtir sér konunglega í rólunni, en varla hangir hún í lausu lofti - eða hvað? Ef þið dragið línu frá punkti 1 í réttri röð að punkti 49 sjáið þið í hverju rólan hangir. Meira
10. júlí 1996 | Barnablað | 110 orð

Íslensk/frönsk sumarkveðja Frændsystkinin Álfheiður, sem býr á Íslandi, og Kristján Óli, sem býr í París, sendu okkur myndir og

Frændsystkinin Álfheiður, sem býr á Íslandi, og Kristján Óli, sem býr í París, sendu okkur myndir og bréf. Myndin hennar Álfheiðar er af fjalli sem við höldum jafnvel að sé ævintýrafjall því það er svo skrautlegt og fallegt á litinn. Kannski þar sé bústaður álfa og huldufólks. Meira
10. júlí 1996 | Barnablað | 41 orð

Krakkar í sumarskapi

Á myndinni sem Hulda Magnúsdóttir, Tómasarhaga 43, teiknaði og sendi okkur má sjá stelpur í snú snú. Þær eru trúlega snú snú-drottningar því þær eru með kórónur, og svo eru þær svo glaðar á svipinn. Myndina nefnir Hulda Vor. Meira
10. júlí 1996 | Barnablað | 22 orð

LEIÐIN AÐ HNETUNUM Íkorninn litli er svangur en finnur ekki leiðina að hnetunum sem gætu satt sárasta hungrið. Getið þið,

LEIÐIN AÐ HNETUNUM Íkorninn litli er svangur en finnur ekki leiðina að hnetunum sem gætu satt sárasta hungrið. Getið þið, krakkar, hjálpað h Meira
10. júlí 1996 | Barnablað | 45 orð

MOKVEIÐI Þeir eru brosmildir sjómennirnir á myndinni hennar Ragnheiðar sem er ekkert skrýtið, það er greinilega mokveiði.

Þeir eru brosmildir sjómennirnir á myndinni hennar Ragnheiðar sem er ekkert skrýtið, það er greinilega mokveiði. Kokkurinn stendur í glugganum og veifar sleifinni, líklega er hann tilbúinn með matinn. Við þökkum listamanninum Ragnheiði, sem er sex ára og býr á Frostaskjóli 43, kærlega fyrir myndina. Meira
10. júlí 1996 | Barnablað | 103 orð

Pennavinir Kæru Myndasögur. Mig langar að eignast pennavinkonu á aldrinum 8-10 ára, ég er sjálf 9 ára. Áhugamál mín eru sund,

Kæru Myndasögur. Mig langar að eignast pennavinkonu á aldrinum 8-10 ára, ég er sjálf 9 ára. Áhugamál mín eru sund, ferðalög, dýr, skautar og ýmislegt annað. Mynd á að fylgja fyrsta bréfi. Andrea Sif Jónsdóttir Stuðlabergi 112 220 Hafnarfirði Kæru Myndasögur moggans. Ég er 11 ára stelpa og langar að eignast pennavini og vinkonur frá 11 ára til 14 ára. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.