Greinar sunnudaginn 14. júlí 1996

Forsíða

14. júlí 1996 | Forsíða | 108 orð

Dregur úr ofsa Berthu

DRAGA tók úr ofsa fellibylsins Berthu á laugardag, en hann hafði valdið miklu tjóni á ferð sinni frá Karíbahafi norður með Austurströnd Bandaríkjanna, m.a. dauða að minnsta kosti 6 manna. Vindhraðinn sem fylgdi fellibylnum hafði komizt upp í 185 km hraða á klukkustund er Bertha fór yfir N-Karólínu-fylki á föstudag, Meira
14. júlí 1996 | Forsíða | 111 orð

Jordan fær 1,7 milljarð

MICHAEL Jordan, sem almennt er talinn besti körfuknattleiksmaður heimsins, gekk á föstudagskvöld frá eins árs samningi við bandaríska félagið Chicago Bulls og fær skv. fréttum vestanhafs tæpan 1,7 milljarð króna á samningstímanum; 25 milljónir bandaríkjadala sem er andvirði 1.675.000.000 króna. Þetta er hæsta upphæð sem einstaklingur í hópíþrótt fær á einu ári frá upphafi vega. Meira
14. júlí 1996 | Forsíða | 171 orð

Líkamshár til marks um gáfur

LÍKAMSHÁR eru til marks um gáfnafar karla, því hærðari sem þeir eru, þeim mun gáfaðari, að því er fullyrt var á ráðstefnu sálfræðinga í London. Þar kynnti dr. Aikarakudy Alias, frá Chester geðlæknastöðinni í Illinois í Bandaríkjunum, rannsóknir sem hann gerði á félögum í Mensa, sem eru samtök gáfumenna, og bandarískum og indverskum nemum í vélaverkfræði. Meira
14. júlí 1996 | Forsíða | 422 orð

Óeirðaaldan setur friðarumleitanir í hættu

ÓEIRÐIR milli mótmælenda og kaþólikka á Norður-Írlandi héldu áfram af fullum krafti á laugardag. Lögreglan stóð í ströngu í viðleitni sinni til að halda átökum hundruða hópa óeirðaseggja í skefjum. Meira

Fréttir

14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 422 orð

Allt of fá úrræði

KNÚTUR Bruun lögmaður telur að allt of fá úrræði séu til að taka á málum eins og því sem leiddi til þess að geðfatlaður maður réðst inn á heimili aldraðs stjúpföður síns og veitti honum mikla áverka. Knútur hefur pantað viðtal við Þorstein Pálsson dómsmálaráðherra til að ræða þessi mál og íhugar stofnun þrýstihóps til að vinna að réttindum fórnarlamba slíkra atvika. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 165 orð

Ammoníaki eytt úr mykju

KRISTJÁN Oddsson bóndi á Neðri- Hálsi er farinn að gefa kúm sínum nýtt þýskt bætiefni, Penach, sem dregur úr magni ammoníaks í kúamykju og þvagi. Stækjan hverfur, til bóta fyrir umhverfið og heilsufar kúa og manna. Þetta er liður í lífrænni framleiðslu, sem verið er að taka upp á Neðri-Hálsi. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Ágreiningur um launatöflu

EKKI tókst að ljúka viðræðum um gerð kjarasamnings fyrir starfsmenn sem vinna við Hvalfjarðargöng, en fundur stóð hjá ríkissáttasemjara til kl. 5 aðfaranótt föstudags. Snær Karlsson, hjá Verkamannasambandi Íslands, sagði að enn væri nokkur ágreiningur um launatöflu og starfsaldursröðun. Samkomulag væri um flesta aðra þætti málsins. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 198 orð

Á hestbaki um Ísland

ÚT er komið sjötta bindi Hesta í norðri og heitir bókin Á hestbaki um Ísland. Fjallað er um hestaleigur og aðra þá, er sinna ferðaþjónustu í tengslum vi hestamennsku. Í bókinni er fjallað um nálægt 70 aðila. Á bókarkápu kemur fram að rekstur þeirra er ýmist stór eða smár í sniðum. Sumir gangast fyrir mislöngum, skipulögðum hestaferðum, aðrir reka eingöngu hestaleigu. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Álagningarseðlar brátt í póst

ÁLAGNINGARSEÐLAR fara í póst í mánaðarlok og segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri að byrjað verði að ganga frá fyrstu seðlunum laugardaginn 26. júlí. Fyrstu álagningarseðlarnir fara út á land og verða þeir settir í dreifingu mánudaginn 29. júlí ef allt gengur að óskum að Snorra sögn. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Bílvelta við Þyril

ENGIN slys urðu þegar bifreið valt við Þyril í Hvalfirði í gærmorgun, en bifreiðin er mikið skemmd. Mikil bleyta var á veginum. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var ökumaður einn á ferð er hann missti stjórn á bifreið sinni í beygjunni sunnan við líparítnámurnar undir Þyrli. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 151 orð

Breyttar akstursleiðir SVR

VEGNA framkvæmda í Hafnarstræti og við Hverfisgötu er nauðsynlegt að gera breytingar á akstursleið á leiðum 1, 2, 3, 4 og 5. Ráðgert er að framkvæmdir í Hafnarstræti hefjist 15. júlí og þeim ljúki 10. ágúst. Verður Hafnarstræti lokað á meðan á framkvæmdum stendur. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 187 orð

Dvelja í björgunarbát í sólarhring

ELLEFU manns úr unglingadeild Björgunarsveitarinnar Alberts á Seltjarnarnesi ætla að skiptast á um að dvelja um borð í gúmbjörgunarbát til hádegis í dag til þess að safna áheitum. Unglingadeildin hefur staðið fyrir söfnun síðan á miðvikudag vegna kostnaðar við landshlutamót björgunarsveita, sem haldið verður síðustu helgina í júlí, og höfðu safnast 150. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 349 orð

Dæmdir til að greiða tæp 700 þúsund

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi ritstjóra Helgarpóstsins til greiðslu 50 þúsund króna sektar, 200 þús. kr. miskabóta og 200 þús. kr. kostnaðar við birtingu dóms vegna frásagnar sem birtist í blaðinu í apríl í fyrra. Þá var ritstjórinn fyrrverandi og útgáfufyrirtækið Miðill ehf. dæmt til greiðslu málskostnaðar, 249 þúsund króna. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Grunaður um aðild að þjófnaði

MAÐUR hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um aðild að innbroti í skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar við Laugaveg. Að sögn rannsóknarlögreglu er málið á viðkvæmu stigi og verður haldið áfram að yfirheyra þann grunaða. Í innbrotinu var stolið skartgripum sem metnir voru á milljónir króna. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 355 orð

Hefði geysilega þýðingu fyrir samfélag heyrnarlausra

GUNNAR Salvarsson, skólastjóri Vesturhlíðarskóla, segir að viðurkenning á íslensku táknmáli sem móðurmáli heyrnarlausra hefði geysilega þýðingu fyrir allt samfélag heyrnarlausra á Íslandi. Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur ekki enn svarað bréfi frá Þórhildi Líndal, umboðsmanni barna, frá 26. júní sl. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Hún á afmæli í dag

ÞESSI litla stúlka varð á vegi ljósmyndara á lóð leikskólans Sólvalla á Grundarfirði um daginn. Hafdís Lilja Haraldsdóttir kvaðst hún heita og sagðist líka verða sex ára í dag, sunnudaginn 14. júlí. Væntanlega sest hún þá á skólabekk í fyrsta sinn í haust. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 241 orð

Ítalíuferð Heimsklúbbs Ingólfs

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: "Óperan Nabucco eftir Verdi er nú sýnd í Arenunni í Veróna sem er stærsta óperusvið heimsins. Þetta er 74. sumarhátíðin, sem fram fer á staðnum í gamla hringleikahúsinu frá dögum Rómverja. Arenan rúmar um 30 þúsund manns á hverri sýningu, en aðgöngumiða þarf að tryggja með allt að árs fyrirvara. Meira
14. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 352 orð

Karadzic og Mladic verði handtekn

STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi gaf á fimmtudag út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Ratko Mladic, yfirmanni hers Bosníu-Serba, og Radovan Karadzic, leiðtoga þeirra. Þeir eru ákærðir fyrir þjóðarmorð og stríðsglæpi, m.a. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 298 orð

Óvíst að Gorbatsjov geti komið

UNDIRBÚNINGUR vegna 10 ára afmælis Leiðtogafundarins er í fullum gangi en minnast á tímamótanna með tveimur samhliða ráðstefnum í byrjun október. Jón Hákon Magnússon, sem unnið hefur að undirbúningnum, segir að ýmsir háttsettir aðilar í Rússlandi og Bandaríkjunum, sem tóku virkan þátt í fundinum árið 1986, Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 256 orð

Rigning og rólegheit á hálendinu

UMFERÐ á hálendi Íslands er ekki sérlega mikil þessa helgina. Skálaverðir á nokkrum helstu ferðamannastöðum á hálendinu segja helgina hafa byrjað fremur rólega sökum mikillar rigningar en undir hádegið í gær var veður heldur farið að skána í Þórsmörk og Landmannalaugum. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 42 orð

Sautján mínútna verk

SNORRI Ásmundsson myndlistarmaður efndi til allsérstæðrar málverkasýningar í Listigarðinum á Akureyri í vikunni. Listamaðurinn sýndi eitt verk og stóð sýningin yfir í 17 mínútur. Snorri sýnir verk sitt Flotakona-Kínakona í Kjarnaskógi í dag, sunnudaginn 14. júlí kl. 18. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 144 orð

Sést í skut Mýrafells

MÝRAFELL ÍS 123 virðist ekki hafa skemmst við björgunartilraunir síðustu daga. Báturinn sökk á Arnarfirði 26. júní og skipverjarnir fjórir björguðust. Mýrafellið var híft af hafsbotni með pramma og dregið undir honum inn í höfnina á Bíldudal þar sem tilraunir hafa verið gerðar til að koma því á flot. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Skóflustunga tekin að nýjum leikskóla

NÝVERIÐ var tekin fyrsta skóflustunga að nýjum leikskóla á Flateyri. Húsnæði það sem leikskólinn hefur verið í hefur verið til bráðabirgða. Það kom fram í stuttri ræðu Grétu Sturludóttur, formanns kvenfélagsins, að árið 1967 kom kvenfélagið leikskólanum á stofn. Í fyrstu var hann starfræktur í Brynjubæ, sem gæsluvöllur fyrstu árin, en endanlega hefði hann verið rekinn sem leikskóli. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 319 orð

Starfaði hjá útgerðinni

VEIÐIEFTIRLITSMAÐUR, sem var á vegum Fiskistofu við eftirlitsstörf um borð í skipi á Flæmska hattinum, varð fyrir skömmu uppvís að því að starfa sem háseti um borð í viðkomandi skipi í um mánaðartíma og þiggja laun fyrir. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 700 orð

Sumarnámskeið í byggingarlist

Arkitektafélag Íslands hefur unnið að stofnun arkitektaskóla hér á landi um nokkurt skeið. Á næstunni verður í þriðja skipti haldið sumarnámskeið Íslenska arkitektaskólans (ÍSARK) fyrir langt komna nemendur í byggingarlist. Jes Einar Þorsteinsson arkitekt er formaður skólanefndar Arkitektafélagsins og í forsvari fyrir námskeiðunum. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 959 orð

Takmarkið að komast til Íslands eftir geimferðina Á næsta ári verður Bjarni Tryggvason verkfræðingur fyrstur Íslendinga til þess

Áþessari stundu hefur ekki verið ákveðið hvenær af geimferðinni verður, líklega mun hún eiga sér stað næsta sumar eða næsta haust," sagði Bjarni Tryggvason, íslenskur verkfræðingur sem starfar hjá kanadísku geimferðastofnuninni, en hann verður fyrstur Íslendinga til að fara út í geiminn. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

Tilraun til íkveikju

TILRAUN til íkveikju var gerð við verslunina Sunnubúðina í Mávahlíð aðfaranótt laugardags. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins í Reykjavík var reynt að kveikja í utandyra við útidyr verslunarinnar. Reykur komst inn í verslunina og var hún reykræst. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 417 orð

Togarar á leið í Smuguna

GERT er ráð fyrir að milli fjörutíu og fimmtíu íslenskir togarar verði við veiðar í Smugunni á næstunni og eru nokkur skip þegar lögð af stað. Sindri VE var fyrstur á miðin og voru aflabrögð dræm að sögn skipstjórans. Skipin eru að veiðum sunnarlega í Smugunni þar sem sjórinn kólnar eftir því sem norðar dregur. Valfrjálst stýrikerfi Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 545 orð

Tortryggni í garð erlendra flugfélaga

DRÆMAR bókanir í flug til Hamborgar og Amsterdam hafa orðið til þess að þurft hefur að fella niður nokkrar ferðir á vegum þýska flugfélagsins LTU og hollenska flugfélagsins Transavia Airlines. Starfsmenn ferðaskrifstofa, sem haft var samband við, segja ákveðna tortryggni ríkjandi í garð erlendra flugfélaga sem fljúga fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 207 orð

Undirbúa Norðurljós í Normandí

YFIRGRIPSMIKIL íslensk bókmenntakynning verður á norrænu listahátíðinni Les Boréales í Normandí í Frakklandi í haust. Hér á landi eru staddir fulltrúar frá Caen til samráðs við menntamálaráðuneytið íslenska, sem hefur veitt þessari kynningu mikinn stuðning. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Unnið fyrir 55 miljónir

MIKLAR framkvæmdir eru þessa dagana við Blönduóshöfn. Annarsvegar er unnið að því að koma fyrir tveimur stálkerum við hafnarminnið og hinsvegar að gerð um það bil 90 metra viðlegukants við norðurhlið bryggjunnar. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er 55 milljónir króna. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Varðskip í Smuguna í ágústbyrjun

EKKI HEFUR verið tekin endanleg ákvörðun um hvort sent verður varðskip í Smuguna en Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segist reikna með að það verði gert. Þorsteinn segir að væntanlega verði varðskip sent í Smuguna í sumar líkt og síðustu sumur en ekki sé búið að fastsetja hvenær skipið fari. Meira
14. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Þyrlan sækir veikan sjómann

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gærdag veikan sjómann um borð í spánskan togara, sem staddur var á um 180 mílur vestur af Reykjanesi. Þyrlan fór í loftið um kl. 10.30 og kom að togaranum um klukkustund síðar en ferðin tók um tvær og hálfa klukkustund. Grunur lék á að sjómaðurinn væri með sprunginn botlanga. Meira

Ritstjórnargreinar

14. júlí 1996 | Leiðarar | 700 orð

leiðariRAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLANS AUNVÍSINDASTOFNUN Hásk

leiðariRAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLANS AUNVÍSINDASTOFNUN Háskóla Íslands er þrjátíu ára um þessar mundir. Með tilkomu hennar var stigið stórt skref til eflingar grunn- eða undirstöðurannsóknum hér á landi. Stofnunin vinnur meðal annars að öflun undirstöðuþekkingar í eðlis- og efnafræði, jarðvísindum og stærð- og reiknifræði. Meira
14. júlí 1996 | Leiðarar | 1902 orð

reykjavikurbrefHRYLLINGURINN OG hatrið sem einkenndi stríðið blóðug

HRYLLINGURINN OG hatrið sem einkenndi stríðið blóðuga í Bosníu hefur birst með nýjum hætti á undanförnum dögum eftir að rannsóknarmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hófu að grafa upp jarðneskar leifar múhameðstrúarmanna, sem Serbar myrtu og grófu í fjöldagröfum eftir fall borgarinnar Srebrenica í júlí í fyrra. Meira

Menning

14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 45 orð

Að loknu strembnu kvöldi

BRÓÐIR Sharon Stone heitir Michael og hér sést hann ásamt vinkonu sinni Tamöru Beckwith eftir viðburðaríkt kvöld í næturklúbbi í London. Að sögn hafði farið vel á með þeim fyrr um kvöldið, en á myndinni eru þau frekar fýld á svip. Meira
14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 79 orð

Áhugalaus um hátískuna

Áhugalaus um hátískuna PATSY Kensit og Liam Gallagher voru í Mílanóborg á Ítalíu á dögunum og fóru á nokkrar tískusýningar. Liam virtist hafa meiri áhuga á Patsy en því sem var að gerast á sýningarpallinum, eins og sést kannski á myndinni. Meira
14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 94 orð

Bók í smíðum

Bók í smíðum NÝJASTA stórstirnið til að undirrita samning um bókaútgáfu er leikkonan Whoopi Goldberg. Í samningi hennar við William Morrow-útgáfufyrirtækið er ákveðið að bókin komi út haustið 1977. Meira
14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 245 orð

Bragðsterkt hanastél

Bragðsterkt hanastél Í ÚTVARPI um þessar mundir heyrist iðulega lag með New York- sveitinni Fun Lovin' Criminals þar sem jass, rokki, fönki og rappi er hrært saman í bragðsterkt hanastél. Meira
14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 101 orð

Ekkert grín

LESLIE Nielsen, gamanleikarinn vinsæli, sem menn muna eftir úr ærslafullum grínmyndum eins og "Airplane" og "Naked Gun" ætlar að skipta um gír. Hann hefur hug á að leika á sviði, og þá á alvarlegum nótum. Leikritið sem Nielsen ætlar að ljá krafta sína er "Darrow" og er einleikur. Meira
14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 90 orð

Fjórða framhaldsmyndin?

BRUCE Willis er nú að íhuga að leika í fjórðu "Die Hard"- myndinni. Heyrst hefur að hann hafi sýnt fjölmörgum handritum áhuga, sérstaklega "Tears of the Sun" sem kunnugir segja að líkist handritinu af gömlu myndinni "Deliverance" nema sögusviðið sé Amazon. Allar "Die Hard"-myndirnar hafa verið unnar í tengslum við handrit byggt á skáldsögum. Meira
14. júlí 1996 | Menningarlíf | 437 orð

"Flest einleiksverk vísa til Bachs"

STEFÁN Örn Arnarsson sellóleikari leikur þrjú verk frá þessari öld á tónleikum sínum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næstkomandi þriðjudagskvöld klukkan 20.30. Á efnisskránni er sónata fyrir einleiksselló opus 25, nr. 3 eftir Paul Hindemith, Dal Regno Del Silenzio eftir Atla Heimi Sveinsson og Svíta fyrir selló opus 72 eftir Benjamin Britten. Meira
14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 133 orð

Góður árangur

NORRÆNT íþróttamót starfsfólks sjúkrahúsa var haldið í Kaupmannahöfn í 13. sinn nýverið. Mótið er haldið á tveggja ára fresti og skiptast Norðurlöndin á að halda það. Þátttakendur voru tæplega 1.700 í þetta sinn og keppt var í fjölmörgum íþróttagreinum, bæði hóp- og einstaklingsgreinum. Íþróttafélag Sjúkrahúss Reykjavíkur kom, sá og sigraði í ár og vann til verðlauna í fjórum greinum. Meira
14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 92 orð

Í næstu mynd Woddy Allens

Í næstu mynd Woddy Allens JULIA Louis-Dreyfus hefur ákveðið að starfa með Woody Allen í næstu mynd hans. "Hann hringdi í mig og sagðist vilja að ég tæki að mér hlutverk" segir Julia, sem áður hefur unnið með Allen, en hún lék lítið hlutverk í "Hannah and Her Sisters". Meira
14. júlí 1996 | Menningarlíf | 363 orð

Kvennagullæði

GULLÆÐI eða "Goldrausch" er heiti samsýningar fimmtán ungra listakvenna, sem um þessar mundir skartar sali listasafnsins Martin Gropius Bau í Berlín. Undanfari sýningarinnar var átta mánaða sameiginlegt námskeið sem ætlað er að styrkja háskólamenntaðar myndlistarkonur í starfi. Ein kvennanna er Íslendingurinn og Berlínarbúinn Ósk Vilhjálmsdóttir. Meira
14. júlí 1996 | Menningarlíf | 222 orð

Kvöldvaka í skóginum

Egilsstöðum-Útileikhúsið á Egilsstöðum er með leiksýningar á hverju miðvikudagskvöldi í Selskógi við Egilsstaði, í sumar. Sýndir eru tveir leikþættir. Fyrri þátturinn nefnist "Þegar lífið var síld, grútur og sætir strákar" og er eftir Ágústu Þorkelsdóttur frá Refstað í Vopnafirði. Hann gerist í Selskógi þar sem þrjár vinkonur hafa mælt sér mót og rifja upp fyrri kynni. Meira
14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 57 orð

Marsbúarnir koma!

MIKILL stjörnufans hefur gert samning um að leika í nýrri mars-mynd, "Mars Attacks!", sem Tim Burton hyggst leikstýra. Heyrst hafa nöfnin Jack Nicholson, Pierce Brosnan, Sarah Jessica Parker og Glenn Close. Greinilegt er að nýjasta æðið í Hollywood tengist geimverum. Myndin kemur í kvikmyndahús í desember. Meira
14. júlí 1996 | Menningarlíf | 457 orð

Miskunnarlausir gagnrýnendur dagblaða Danskir gagnrýnendur setja út á bandarískar stórstjörnur á djasshátíðinni í Kaupmannahöfn.

KAUPMANNAHAFNARBÚAR eru töluvert uppteknir af djasshátíð sinni enda er hún með veglegasta hætti. Dagblaðið Politiken heldur úti daglegum pistlum sem skrifaðir eru af miskunnarlausum gagnrýnendum blaðsins, Boris Rabinowitsch og Thorbjörn Sjögren. Rabinowitsch fjallar um tónleika Svend Asmussen í Circus byggingunni 7. Meira
14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 41 orð

Nýr maður í lífi Brinkley

ORÐRÓMUR þess efnis að Billy Joel og fyrrum eiginkona hans Christie Brinkley hafi tekið saman á ný virðist vera ósannur. Hér sést Christie mæta ásamt nýjasta vini sínum, arkitektinum Peter Cook, á frumsýningu í Los Angeles. Meira
14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 42 orð

Sheen í góðum félagsskap

CHARLIE Sheen tilkynnti nýlega að hann hefði fundið guð og frelsast. Af því tilefni skildi hann við eiginkonu sína og breytti um lífstíl. Hér sést hann við opnun nýjasta Planet Hollywood-veitingastaðarins, í Nashville, Tennessee, ásamt fyrirsætunni Cindy Crawford. Meira
14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Snöggklipptur töffari

DANIEL Day-Lewis hefur ávallt þótt mikill töffari og þótt síðir lokkar hans hafi mátt fjúka hefur engin breyting orðið þar á. Daniel fer allra sinna ferða á mótorhjóli og eins og sést á myndinni notar hann alltaf hjálm. Nokkuð hefur liðið á milli kvikmynda hans upp á síðkastið, en hann er kunnastur fyrir hlutverk sitt í myndinni "My Left Foot". Meira
14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð

Stelpurnar skemmta sér

MARGIR kannast við leikkonurnar Miru Sorvino og Lisu Kudrow. Mira lék Marilyn Monroe í nýlegri sjónvarpsmynd um ævi kvikmyndagyðjunnar og Lisa er ein af Vinunum í sjónvarpsþáttunum "Friends". Hér sjáum við Miru, til vinstri, og Lisu við tökur á myndinni "Romy and Michelle" í Los Angeles fyrir skömmu, en þær fara með titilhlutverkin. Meira
14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 107 orð

Stórviðrinu slotar

LENGI hefur legið í loftinu að samband Kate Moss og Johnny Depp væri á síðasta snúningi og nú loksins eru þau opinberlega hætt saman. Á ýmsu gekk í sambandi þeirra og áttu þau til að rífast heiftarlega. Til að mynda var það eftir eitt rifrildið fyrir tveimur árum sem Johnny rústaði hótelherbergi. Meira
14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 287 orð

Tveggja manna hljómsveit

ÞAU Heiðrún og Einar segja að fríið eftir að Cigarette lagði upp laupana hafi gert sér gott; við hvíldum hugann og söfnuðum kröftum, fengum áhugann aftur eftir streðið fyrir jól. Þá fórum við líka að semja af krafti og svo að taka upp í kjölfarið." Þau segja að fyrsta lagið sé komið í útvarpsspilun, en lítið hefur verið um tónleikahald. Meira
14. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 26 orð

Útförin á þriðjudag

ÚTFÖR Margaux Hemingway, barnabarns rithöfundarins Ernests Hemingway, verður haldin næstkomandi þriðjudag í Agape Center of Religious Science í Santa Monica í Kaliforníu. Margaux Meira

Umræðan

14. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 257 orð

Er fólksflótti úr þjóðkirkjunni

ÞAÐ KOM frm í frétum nýverið að yfir 1400 manns hefðu skráð sig úr þjóðkirkjunni á hálfu ári. Samkvæmt fregnum frá Hagstofunni er þetta hið mesta frá því að hún fór að skrá tölur um trúfélög fyrir 10 árum. Meira
14. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 248 orð

Hneyksli

Í ÚTVARPSFRÉTT 10. júlí var sagt frá að byggja ætti brú yfir Botnsá í Hvalfirði aðeins utan en núverandi brú. Tekið var fram að þetta væri í fullri sátt við Spöl hf. þess efnis, að engar vegabætur yrðu gerðar sem gætu dregið úr notkun á væntanlegum Hvalfjarðargöngum. Ljótt er ef satt er. Hjá því verður ekki komist að gera einhverja bragarbót varðandi brúna yfir Botnsá. Meira
14. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 310 orð

Íslenskir læknar

MIKIÐ áfall var að lesa viðtal við Auði Guðjónsdóttur í Morgunblaðinu 7. júlí síðastliðinn, þar sem hún lýsir sjö ára baráttu fyrir hagsmunum dóttur sinnar, sem lenti í bílslysi og slasaðist alvarlega. Það þyrmir yfir lesandann eftir lesturinn og á hugann leita spurningar varðandi íslenska lækna, Meira
14. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 125 orð

Um siðferði stjórnenda fjármálastofnana

Í NÝAFSTÖÐNUM forsetakosningum var sú skemmtilega nýbreytni viðhöfð að forsetaframbjóðendurnir voru leiddir fram hver á fætur öðrum og látnir lýsa yfir trú sinni. Ýmislegt bendir til að framhald geti orðið á þessu. Guð láti gott á vita. Í ágætri grein í Morgunblaðinu þann 9. júlí sl. lýsti Ásmundur Stefánsson framkvæmdastjóri Íslandsbanka, því yfir að hann væri kristinn. Meira

Minningargreinar

14. júlí 1996 | Minningargreinar | 390 orð

Ásta

Hún Ásta frænka er farin í ferðalagið yfir móðuna miklu og ég vil kveðja hana með fáeinum orðum. Hún var farin að bíða eftir ferðinni en þó ekki eins lengi og hún amma á Brimnesi, sem var búin að bíða síðan hann afi dó. Meira
14. júlí 1996 | Minningargreinar | 163 orð

ÁSTA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR

ÁSTA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR Ásta Jóhanna Jónsdóttir var fædd á Hofi í Hjaltadal í Skagafirði 28. apríl 1911. Hún lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði 5. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voruSigríður Jónsdóttir, fædd að Bakka í Svarfaðardal 12. maí 1884, og Jón Pálsson, fæddur á Syðstahóli í Sléttuhlíð í Skagafirði 10. nóvember 1881. Meira
14. júlí 1996 | Minningargreinar | 243 orð

Einar Kristjánsson

Okkur langar til að kveðja afa okkar með örfáum orðum. Fyrstu minningarnar tengjast Barnaskólanum þar sem hann var húsvörður. Inni á skrifstofunni hans þar, voru allir veggir þaktir bókum og ritvélin stóð tilbúin á skrifborðinu. Bókaryk og pípulykt sat lengi í nösunum þegar maður kom út úr þessum helgidómi. Oftast lét hann okkur krakkana í friði, nema ef við ýttum bókunum innar í hillunum. Meira
14. júlí 1996 | Minningargreinar | 446 orð

Einar Kristjánsson

Fáeinum orðum vil ég minnast látins félaga og sveitunga. Einar frá Hermundarfelli er allur. Einar Kristjánsson varð landsþekktur fyrir ritstörf sín er verk hans fóru að koma fyrir almenningssjónir. Ríkuleg frásagnargáfa og hnitmiðaður og hnyttinn texti gæddu sögur hans lífi. Ekki síst urðu smásögurnar, mismunandi stef úr mannlífinu, honum yrkisefni og íþrótt. Meira
14. júlí 1996 | Minningargreinar | 1268 orð

Einar Kristjánsson

Það var á þeim árum, þegar ég hafði fengið aðstöðu norður á Akureyri til að skrifa þar á sumrin um fundna og týnda snillinga - mörg vötn hafa runnið til sjávar síðan, - en þá var það einn dag, að ég var staddur inni í skúr þeim sem í þá daga var afgreiðslustaður Morgunblaðsins í Hafnarstræti á Akureyri. Á framhlið skúrsins var stór rúða, ef hún er ekki þar enn, svo sá inn um hann allan. Meira
14. júlí 1996 | Minningargreinar | 1609 orð

Einar Kristjánsson

Tvennt kemur mér fyrst í hug þegar kvaddur er Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli; glaðværðin og gestrisnin sem ég naut í ranni hans og Guðrúnar á Akureyri á unglingsárum og spruttu af skaplyndi og lífsviðhorfi húsráðenda. Meira
14. júlí 1996 | Minningargreinar | 413 orð

Einar Kristjánsson

Einar Kristjánsson Einar Kristjánsson var fæddur á Hermundarfelli í Þistilfirði þann 26. október 1911. Hann lést 6. júlí síðastliðinn á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Pálsdóttir frá Hermundarfelli, f. 1. september 1880, d. 13. maí 1923, og Kristján Einarsson frá Garði, f. 6. febrúar 1875, d. 10. Meira
14. júlí 1996 | Minningargreinar | 1802 orð

Engel Lund

Framan af öldinni var það ein listakona sem kannski bar nafn og menningu okkar Íslendinga víðar en nokkur annar. Þetta var danska söngkonan Engel Lund eða Gagga Lund eins og hún sjálf vildi alltaf láta nefna sig meðal vina. Meira
14. júlí 1996 | Minningargreinar | 222 orð

Halldóra Ingiríður Ólafsdóttir

Nú kveð ég hana Ingu mína, síðasta ábúandann á Ytrafelli. Frá unga aldri átti ég því láni að fagna að eiga mitt annað heimili á Ytrafelli hjá Ingu, Munda og Steina. Ég tók snemma ástfóstri við þau á Ytrafelli, sérstaklega Ingu. Inga reyndist mér og mínum systkinum góð amma er rækti hlutverk sitt með alúð og kærleika. Inga mín var vel trúuð og uppfræddi mig vel í þeim fræðum. Meira
14. júlí 1996 | Minningargreinar | 894 orð

Halldóra Ingiríður Ólafsdóttir

Þegar lesnar eru þessar þurru staðreyndir um foreldra og systkini hinnar nýlátnu konu, blasir við okkur íhugunarverð saga, en ekki mjög gleðileg. Helmingur systkinanna deyr í bernsku og voru sum farin að vitkast vel, svo að dauði þeirra skildi eftir sára og djúpa und hjá þeim sem eftir lifðu. Móðirin deyr af barnsförum, þegar öll börn sem lifandi voru enn, eru í ómegð nema eitt. Meira
14. júlí 1996 | Minningargreinar | 259 orð

Halldóra Ingiríður Ólafsdóttir

Nú er hún Inga mín komin heim í sveitina sína og hvílir hjá þeim sem hún unni mest, þeim Munda og Steina. Þegar ég sest niður til að kveðja hana í hinsta sinn þjóta svo ótalmargar góðar minningar í gegnum huga minn. Ég var í sveit á Ytra-Felli í mörg sumur og reyndist Inga mér sem besta amma. Meira
14. júlí 1996 | Minningargreinar | 198 orð

HALLDÓRA INGIRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR

HALLDÓRA INGIRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Halldóra Ingiríður Ólafsdóttir, vanalega nefnd Inga, fædd 2. apríl 1905 í Stóru- Tungu á Fellsströnd í Dalasýslu, lést 26. júní síðastliðinn á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir f. 9. júní 1868, d. 2. janúar 1907, og Ólafur Pétursson, f. 13. nóvember 1863, d. 5. Meira
14. júlí 1996 | Minningargreinar | 108 orð

Halldóra Ingiríður Ólafsdóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
14. júlí 1996 | Minningargreinar | 409 orð

Helgi J. Jónsson

Mig langar með þessum línum að minnast hans afa míns, Helga Jónssonar, sem lést fyrir viku, þá tæplega 97 ára að aldri. Þetta langlífi í fjölskyldunni okkar er ekkert einsdæmi því systir hans varð 93 ára og móðir þeirra tæplega 101 árs. Meira
14. júlí 1996 | Minningargreinar | 196 orð

HELGI J. JÓNSSON

HELGI J. JÓNSSON Helgi Júlíus Jónsson var fæddur í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði 17. júlí 1899. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. júlí síðastliðinn nærri 97 ára að aldri. Foreldrar hans voru Elín Jóhannesdóttir og Jón Björnsson. Fyrri eiginkona Helga var Þorbjörg Kristjánsdóttir frá Suðureyri við Súgandafjörð. Meira
14. júlí 1996 | Minningargreinar | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

Daglegt líf

14. júlí 1996 | Ferðalög | 405 orð

Áhersla á fjölbreytni í gistingu

BÆNDURNIR á Dæli í Víðidal í Húnavatnssýslu hafa byggt sex smáhýsi á landareign sinni og munu leigja þau út sem svefnpokapláss. Þeir hafa boðið gistingu í nokkur ár og aðsóknin aukist ár frá ári. Á Dæli eru nú fjölbreyttir gistimöguleikar og hafa þau hjón gistirými fyrir fjörutíu manns. Meira
14. júlí 1996 | Ferðalög | 1016 orð

Á slóðum krókódíla, vísunda og Seans Connery

Skammt norður af Fort Myers á Flórída er stór dýragarður, Babcock Wilderness Adventures, þar sem fjöldi villtra dýra og fugla lifir í sínu náttúrulega umhverfi. Garðurinn er nefndur í höfuðið á Edward Babcock nokkrum sem keypti landið snemma á öldinni Meira
14. júlí 1996 | Ferðalög | 77 orð

Á slóðum villtra dýra og Seans Connery

Þrátt fyrir að villt náttúra og dýralíf séu ekki helstu aðalsmerki Bandaríkjanna í augum ferðamanna, eru þar margir merkir þjóðgarðar og náttúruperlur. Skammt norður af Fort Myers á Flórída er stór dýragarður þar sem fjöldi villtra dýra lifir í sínu náttúrulega umhverfi. Þar er líka sérstakur fuglagarður, J.N. Meira
14. júlí 1996 | Ferðalög | 163 orð

ELDRI BORGARAR

HEIMSFERÐIR verða með sérferð til Benidorm 24. september nk., með íslenskum fararstjórum og íslenskum hjúkrunarfræðing. Um er að ræða 25 daga ferð þar sem gist er á bestu íbúðarhótelum Heimsferða, El Faro og Century Vistamar. Þar eru allar íbúðir með einu svefnherbergi, stofu, fullbúnu eldhúsi og svölum. Meira
14. júlí 1996 | Ferðalög | 355 orð

Fuglaskoðun á Flórída

J.N. "DING" Darling- garðurinn er ekki síðri en Babcock-dýragarðurinn, sérstaklega fyrir þá sem hafa yndi af fuglaskoðun. Þar fá fuglar af öllum mögulegum tegundum að lifa í friði fyrir byssuglöðum skotveiðimönnum en "skotglaðir" ljósmyndarar eru þess duglegri við myndatökur. Meira
14. júlí 1996 | Bílar | 687 orð

FX-21 - bíll sem heyrir og sér

DAIHATSU afhjúpaði frumgerð að framtíðarbíl, bíl 21. aldar, á bílasýningunni í Frankfurt í september sl. Bílinn kallast FX-21 og er stallbakur í smábílaflokki. FX-21 er knúinn af einni minnstu og léttustu tvígengisdísilvél sem smíðuð hefur verið til nota í bíla. Meira
14. júlí 1996 | Ferðalög | 142 orð

Handbók fyrir farþega

STARFSFÓLK ferðaskrifstofunnar Samvinnuferðir-Landsýn hefur tekið saman í bók ítarlegar upplýsingar og minnisatriði fyrir ferðamenn. Bókina fá farþegar ferðaskrifstofunnar afhenta þegar þeir sækja miða. Í bókinni er að finna upplýsingar um reglur um bókanir á ferðaskrifstofum, um breytingagjald og forfallagjald og fleiri atriði sem ber að hafa í huga við bókun. Meira
14. júlí 1996 | Ferðalög | 51 orð

Hvalaskoðun á Skjálfanda

"Hvalirnir hafa ótrúlegt aðdráttarafl," segir Heimir Harðarson hjá Norðursiglingu hf. á Húsavík, en fyrirtækið rekur trébátinn Knörrinn hf. sem gerður er út í hvalaskoðun á sumrin. Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem sigla með bátnum til þess að skoða hvalina, en Íslendingunum er þó að fjölga. Meira
14. júlí 1996 | Ferðalög | 823 orð

Í hópferð áheimahögum

Það er alltaf áhugavert að fylgjast með viðbrögðum erlendra ferðamanna þegar þeir koma til Íslands. Anna Bjarnadóttir, sem er búsett í Sviss, kom hingað með 70 ferðavönum Svisslendingum. Meira
14. júlí 1996 | Bílar | 56 orð

Jaguar á móti BMW

TÖLVUTEIKNING þessi af Jaguar sýnir hvaða hugmyndir fyrirtækið hefur um nýjan, afturhjóladrifinn bíl sem ætlað er að keppa við BMW 3- og 5-línuna. Bíllinn, sem kallast nú X200, er einnig ætlað að fara inn á þann markað sem Mercedes-Benz C- og E-línan keppir á. Áformað er að setja X200 á markað 1998. Meira
14. júlí 1996 | Bílar | 208 orð

Nýtt rafeindahemlakerfi Scania

SCANIA hefur hannað nýja gerð rafeindahemlakerfis fyrir vöruflutningabíla sem talsmenn fyrirtæksisins segja að muni auka verulega umferðaröryggi. Kerfið byggist á rafeindastýrðum diskahemlum á öllum hjólum dráttarbílsins sem stýrir nákvæmlega hemlunarátakinu á hvert hjól og eykur viðbragðsflýtinn og tilfinningu bílstjórans fyrir hemlafetlinum. Meira
14. júlí 1996 | Ferðalög | 73 orð

Nýtt útibú hjá gjaldeyrisþjónustu

GJALDEYRISÞJÓNUSTAN The Change Group Iceland ehf. sem hóf rekstur fyrstu gjaldeyrisskiptistöðvarinnar í Upplýsingamiðstöð ferðamála, Bankastræti 2, sl. sumar, hefur nú opnað nýtt útibú. Gjaldeyrisþjónustan í Bankastræti er opin sjö daga vikunnar frá kl. 8.30-20, en nýja útibúið, sem er í húsnæði McDonald's, Austurstræti 20, er opið sjö daga vikunnar kl. 9-23. Meira
14. júlí 1996 | Ferðalög | 26 orð

SAS og menningin

SAS og menningin SAS er einn helsti styrktaraðili Kaupmannahafnar, Menningarborgar Evrópu 1996. Af því tilefni hefur flugfélagið prýtt eina MD-87 vél sína með merki þessa viðburðar. Meira
14. júlí 1996 | Bílar | 984 orð

SÁlitlegur og röskur Laguna langbakur LAGUNA frá Renault verksmi

LAGUNA frá Renault verksmiðjunum frönsku sem kom fyrst fram fyrir tæpum tveimur árum er nú fáanlegur sem langbakur og hafa nokkrir slíkir þegar verið skráðir hérlendis. Umboðið, Bifreiðar og landbúnaðarvélar, kynnti bílinn fyrir fáum vikum en Laguna er framdrifinn og fimm manna bíll, búinn tveggja lítra 115 hestafla vél og í boði bæði með sjálfskiptingu og fimm gíra handskiptingu. Meira
14. júlí 1996 | Bílar | 111 orð

SCummins í Kína CUMMINS vélaframleiðandinn og fyrirtækið China Heavy Duty Truck

CUMMINS vélaframleiðandinn og fyrirtækið China Heavy Duty Truck Corporation í Kína eiga hvort sinn helming í fyrirtæki sem ætlað er að framleiða 10 þúsund dísilvélar árlega í Kína. Eiga þær að fara í fólksbíla, vöru- og hópferðabíla. Komið verður á fót þremur framleiðslueiningum sem framleiða vélar allt á milli 250 til 2.000 hestafla. Meira
14. júlí 1996 | Bílar | 166 orð

SEconoline til Bílaleigu Akureyrar FORD-umboðið, Brimborg í Reykjav

FORD-umboðið, Brimborg í Reykjavík, afhenti nýlega Bílaleigu Akureyrar fjóra Ford Econoline Club Wagon bíla. Hér er um að ræða 12 manna bíla með átta strokka og 210 hestafla dísilvél og með drifi að aftan. Bílarnir eru þegar farnir í útleigu og voru leigutakar nánast mættir í umboðið með farangur sinn til að geta brunað strax af stað og skoðað landið. Meira
14. júlí 1996 | Bílar | 457 orð

Smávaxið tryllitæki

KARTBÍLL. Lítill en eitt öflugasta ökutækið á fjórum hjólum hérlendis og nær 100 km hraða á aðeins fjórum sekúndum. Sjö slíkir bílar eru til hérlendis og er keppt á þeim til Íslandsmeistara í fyrsta skipti. Akureyringurinn Auðunn Svafar Guðmundsson er efstur í keppninni og á nýjasta keppnistækið. Meira
14. júlí 1996 | Bílar | 201 orð

SMégane stallbakur ENN eitt tilbrigðið við Mégane frá frönsku Renault bílaver

ENN eitt tilbrigðið við Mégane frá frönsku Renault bílaverksmiðjunum verður kynnt á alþjóðlegu bílasýningunni í haust í París. Er það Mégane Classic, stallbakur, bíll sem er lengri en núverandi gerðir og með 510 l farangursrými sem er talsverð stækkun. Meira
14. júlí 1996 | Bílar | 211 orð

SNýr LT sendibíll frá VW í haust NÝR sendi- og farþegabíll frá

NÝR sendi- og farþegabíll frá Volkswagen, LT, verður fáanlegur hjá umboðinu, Heklu hf., með haustinu en LT er sambærilegur við Sprinter frá Mercedes Benz enda er búkur bílsins samvinnuverkefni þessara þýsku bílaframleiðenda. Marinó Björnsson sölustjóri hjá Heklu segir að LT bíllinn sé ívið stærri og burðarmeiri en Transporter og því sé hann góð viðbót við sendibílalínu Volkswagen. Meira
14. júlí 1996 | Bílar | 150 orð

SScania fyrir þrjá milljarða SALA á Scania vörubílum eyk

SALA á Scania vörubílum eykst að líkindum um 50% í Suður-Kóreu á þessu ári en þar seldust á síðasta ári 420 bílar. Sölufyrirtæki Scania í landinu, Asia Motors, pantaði 650 bíla á aðeins fárra vikna tímabili á þessu ári og er verðmæti þeirra kringum þrír milljarðar íslenskra króna. Er þetta stærsta einstaka pöntun sem Scania hefur fengið. Meira
14. júlí 1996 | Bílar | 356 orð

SStrætó framtíðar með kvenlegum línum TVÆR konur hjá Vol

TVÆR konur hjá Volvo fyrirtækinu sænska hafa komið mikið við sögu við hönnun á hinum nýja ECB hópferðabíl, umhverfis-frumgerðinni, sem greint hefur verið ofurlítið frá hér á síðunum. Þetta eru þær Karin Reikeraas sem starfar í fólksbíladeild Volvo og Marianne Arkevall sem er í þeirri deild fyrirtækisins sem smíðar hópferðabílana. Meira
14. júlí 1996 | Ferðalög | 455 orð

Strandblakvöllur og bátatjörn meðal nýjunga

FERÐAMENN sem eiga leið um Akureyri og eru með lítil börn heimsækja flestir garðinn við Sundlaug Akureyrar. Þar er margt að finna sem gleður ungviðið; trambólín, hoppkastali, bátur, lítið dúkkuhús, mínígolf og steypt borðtennisborð. Líklega er þó vinsælast að fara rúnt í rafmagnsbíl. Þá setjast börnin undir stýri og aka sem leið liggur um svokallaða Litlu Akureyri. Meira
14. júlí 1996 | Ferðalög | 664 orð

Þessi dýr hafa ótrúlegt aðdráttarafl

ÞAÐ var um þrjátíu manna hópur sem mætti niður á Húsavíkurbryggju rétt fyrir klukkan eitt, til þess að fara í þriggja tíma hvalaskoðunarferð með Knerrinum. Flestir voru útlendingar, reyndar allir nema skipstjórinn, leiðsögumaðurinn og tveir forvitnir blaðamenn frá Morgunblaðinu. Meira

Fastir þættir

14. júlí 1996 | Fastir þættir | 575 orð

ALPAFÍFILL ­ EDELWEISS (Leontopodium alpinum)

EKKI MUNU fyrirfinnast margar jurtirsem sveipaðar eru öðrum eins ævintýraljómaog Alpafífillinn frægi,hið eðla hvíta blómsem ber latneska heitið Leontopodium alpinum. Aðalheimkynnihans eru Alpafjöllin ogsvo ákaflega var sósteftir því að ná þessarijurt úr snarbröttumskriðum og nær ókleifum klettum, að hennivar nánast útrýmt. Meira
14. júlí 1996 | Dagbók | 2715 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 12.-18. júlí verða Borgar Apótek, Álftamýri 1 og Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-3. Frá þeim tíma er Borgar Apótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
14. júlí 1996 | Í dag | 85 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 14. júlí

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 14. júlí, er áttræður Guðmundur Ólafsson, Kópavogsbraut 59, Kópavogi. Eiginkona hans er Sigríður Pálsdóttir. Þau taka á móti gestum í safnaðarheimilinu Borgum við Kópavogskirkju í dag á milli klukkan 15 og 18. ÁRA afmæli. Meira
14. júlí 1996 | Í dag | 36 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Karli Sigurbjörnssyni Tinna Stefánsdóttir og Jóhannes Magnússon. Með þeim á myndinni er sonur þeirra Stefán og brúðarmærin Júlía. Heimili þeirra er að Hringbraut 77, Reykjavík. Meira
14. júlí 1996 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband í Akureyrarkirkju 8. júní af séra Birgi Snæbjörnssyni Kristjana Sigurgeirsdóttir og Vésteinn Aðalgeirsson. Heimili þeirra er á Borgarsíðu 6 á Akureyri. Meira
14. júlí 1996 | Dagbók | 746 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
14. júlí 1996 | Í dag | 531 orð

ÍÐAST liðinn sunnudag vék Víkverji að ummælum eftirla

ÍÐAST liðinn sunnudag vék Víkverji að ummælum eftirlaunamanns um Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna og mismunandi greiðslumáta ríkissjóðs og vinnuveitenda á frjálsum markaði á iðgjöldum til eftirlaunasjóða. Árni Brynjólfsson, Rauðalæk 16, sendir af því tilefni svohljóðandi pistil: "Kæri Víkverji. Meira
14. júlí 1996 | Fastir þættir | 923 orð

Karpov heldur FIDE titlinum

Heimsmeistaraeinvígi FIDE haldið í Elista, Rússlandi höfuðborg sjálfstjórnarlýðveldisins Kalmykíu, 6. júní - 11. júlí. ANATÓLÍ Karpov, FIDE heimsmeistari, sigraði áskorandann Gata Kamsky, með 10 vinningi gegn 7 v. og heldur titlinum. Karpov, sem er 45 ára, var heimsmeistari á árunum 1975-85 og aftur frá 1993. Meira
14. júlí 1996 | Í dag | 25 orð

PÓLSKUR piltur vill skrifast á við 15-16 ára pilta eða stúlkur. Hefur á

PÓLSKUR piltur vill skrifast á við 15-16 ára pilta eða stúlkur. Hefur áhuga á sögu og landafræði: Jakub Jarco, Wroclaw, ul. Drzewieckigo 44/8, Kod. 54-129, Poland. Meira
14. júlí 1996 | Í dag | 230 orð

Til umhugsunar við forsetaskipti NÚ ÞEGAR frú Vigdís Finnbo

NÚ ÞEGAR frú Vigdís Finnbogadóttir kveður eftir sextán ár í embætti forseta Íslands vil ég þakka henni vel unnin störf. Ég kaus Vigdísi ekki í upphafi en hef alla tíð verið ánægð með hana sem forseta. En nú vildi ég óska að hún legðist undir feld (eins og hún gerði við annað tækifæri) og kæmist að þeirri niðurstöðu að hún léti ekki nota sig fyrir eina milljón á ári. Meira

Íþróttir

14. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD

3. DEILD DALV´IK -GR´OTTA 5: 1 HÖTTUR -ÆGIR 2: 1 V´IÐIR -REYNIR S. Meira
14. júlí 1996 | Íþróttir | 288 orð

Jordan samdi til eins árs

MICHAEL Jordan, sem talinn er besti körfuknattleiksmaður allra tíma, samdi í fyrrakvöld við Chicago Bulls til eins árs og talið er að hann fá um 1,7 milljarð króna fyrir samninginn. Jordan var að ljúka átta ára samning við félagið og fyrir þau átta ár hafði hann fengið alls 1,6 milljarð í laun. Meira
14. júlí 1996 | Íþróttir | 37 orð

Knattspyrna

Föstudagur: Dalvík - Grótta5:1 Höttur - Ægir2:1 Víðir - Reynir S.1:1 HK - Fjölnir1:1 Selfoss og Þróttur N. mættust í gær í síðasta leik umferðarinnar en leiknum var ekki lokið er Morgunblaðið fór í Meira
14. júlí 1996 | Íþróttir | 179 orð

Stoichkov aftur til Barcelona BÚLGARSK

BÚLGARSKI knattspyrnumaðurinn snjalli Hristo Stoichkov er aftur á leiðinni til Barcelona á Spáni eftir einn vetur hjá Parma á Ítalíu. Búlgarinn lék með Barcelona í fimm ár, stóð sig frábærlega og varð m.a. Evrópumeistari með félaginu 1992. Meira

Sunnudagsblað

14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 94 orð

7.000 höfðu séð Algjöra plágu

ALLS höfðu rúm 7.000 manns séð gamanmyndina Algjöra plágu í Stjörnubíói, Sambíóunum og Borgarbíói á Akureyri eftir síðustu helgi. Þá höfðu um 12.500 séð Vonir og væntingar og um 3.000 gamanmyndina Einum of mikið í Stjörnubíói. Næstu myndir Stjörnubíós eru m.a. nornamyndin "Craft", unglingamyndin "Sunset Park", "Mrs. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 2331 orð

AÐ SLEPPA LAXI EÐA DREPA? Íslenskir stangaveiðimenn fylgjast af athygli með þróun mála á bökkum Vatnsdalsár í Húnaþingi þessa

Íslenskir stangaveiðimenn fylgjast af athygli með þróun mála á bökkum Vatnsdalsár í Húnaþingi þessa daganna og er sumum ekki rótt. Nýtt fyrirkomulag sem á rætur að rekja til Rússlands, Quebec, Main og Nýfundnalands hefur rutt sér til rúms í Húnaþingi. Fyrirkomulagið felur í sér að einungis er leyft að veiða laxinn á flugu og sleppa beri fengnum að glímu lokinni. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 1241 orð

Ástarsaga í nærmynd

TALLY Atwater (Michelle Pfeiffer) þykir einhver trúverðugasta persónan í bandarísku þjóðlífi, en hún er fréttaþulur á sjónvarpsstöð og andlit hennar því þekkt á heimilum milljóna sjónvarpsáhorfenda þar sem hún er daglegur og velkominn gestur á sjónvarpsskjánum. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 140 orð

Bates í enskri morðsögu

ATHYGLISVERT leikaralið kemur saman í nýrri breskri sakamálamynd sem heitir "The Grotesque". Með aðalhlutverkin fara Alan Bates, Theresa Russell og poppsöngvarinn Sting en leikstjóri er John-Paul Davidson. Myndin er byggð á sakamálasögu eftir Patrick McGrath og gerist á ensku sveitasetri árið 1949. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 164 orð

Burt með drungann

ÍBÚAR finnsku borgarinnar Pieksam¨aki voru lítt ánægðir með það í fyrra að hún skyldi vera kjörin drungalegasti staður landsins. Ákveðið var að efna til herferðar og hátíðarhalda til að breyta ímyndinni. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 728 orð

ENDURTEKNING er augljósust í leiklist. Sömu andlitin, sömu per

ENDURTEKNING er augljósust í leiklist. Sömu andlitin, sömu persónurnar í margvíslegu gervi sem er þó oftast þeirra eigin gervi. Þessi hvimleiða endurtekning er áleitnust í kvikmyndum og þá ekki sízt á myndböndum. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 2779 orð

EYÐIR AMMONÍAKSMENGUN FRÁ KÚNUM Kristján Oddsson bóndi á Neðra- Hálsi er með nýstárlega tilraun á kúm sínum. Til að losna við

FLESTIR kannast við stækjuna í fjósum þar sem kýr standa inni allan veturinn ef ekki er vel loftað út. Kýr gefa m.a. frá sér mikið af ammoníaki, sem er loftegund sem ekki er heilsusamleg kúm eða fólki. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 3491 orð

Fjör á Flæðareyri FLÆÐAREYRI við Leirufjörð er fastur punktur í tilveru Grunnvíkinga. Sveitin fór í eyði fyrir aldarþriðjungi en

Fjör á Flæðareyri FLÆÐAREYRI við Leirufjörð er fastur punktur í tilveru Grunnvíkinga. Sveitin fór í eyði fyrir aldarþriðjungi en fjórða hvert ár safnast hinir brottfluttu og afkomendur þeirra til átthagamóts á Flæðareyri. Um síðustu helgi hittust þar um 400 Grunnvíkingar úr öllum landsfjórðungum og fjarlægum heimshornum. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 160 orð

Fólk

EFTIR margra mánaða jaml, japl og fuður hefur leikstjórnin á fjórðu Alienmyndinni, "Alien Resurrection", fallið í skaut franska kvikmyndagerðarmannsins Jean- Pierre Jeunet. Hann er þekktur fyrir að vera annar maðurinn á bak við myndirnar "Delicatessen" og Borg hinna týndu barna. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 682 orð

Gátan um þyngdaraflið

Í HUNDRAÐ ára einsemd lætur Gabríel Garcia Marquez síðasta ættlið Búendíaættarinnar farast um leið og hann les spádóm Melkíaðesar og honum verður ljós allur sannleikur um ætt sína. Það freistar að alhæfa út frá því og velta fyrir sér hvort mannkynið uppgötvi einhvern altækan meginsannleik um heiminn sem það býr í, en saman fari að hin fullkomna þekking tortími því. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 452 orð

HEIMSENDAÓTTINN

eftir Arnald Indriðason EKKERT lát er á sumarsmellum vestur í Bandaríkjunum og nú er metsölumynd ársins komin fram. Geimvísindatryllirinn Þjóðhátíðardagur eða "Independence Day" hefur notið ótrúlegra vinsælda frá því hún var frumsýnd skömmu fyrir þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí, og hún hefur slegið hvert miðasölumetið á fætur öðru. Er því spáð að tekjur af henni nemi a. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 818 orð

Hinn djarfi alþýðumaður

Rússneski herforinginn Alexander Lebed gerir ekkert til að draga dul á alþýðlegan uppruna sinn. Segja stjórnmálaskýrendur að vinsældir hans byggist að hluta til á samviskubiti menntamanna gagnvart alþýðunni og að hann notfæri sér það út í ystu æsar. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 1327 orð

Hlutur Carters stórlega vanmetinn?

HLUTUR Jimmy Carters Bandaríkjaforseta á árunum 1977-1981 í að leiða kalda stríðið til lykta með sigri Vesturlanda hefur verið gróflega vanmetinn. Þessi er skoðun Robert M. Gates, fyrrum yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) og kemur fram í bók, sem hann hefur nú ritað. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 121 orð

Í BÍÓ

METSÖLUMYNDIR í Bandaríkjunum verða gjarnan metsölumyndir hér heima líka og víða um heimsbyggðina þótt undantekningar séu þar á. Með það í huga má búast við að heimsendamyndin Þjóðhátíðardagurinn eða "Independence Day", sem reyndar inniheldur vænan skammt af amerískri þjóðerniskennd, verði ofarlega á metsölulista ársins á Íslandi og mjög líklega í efsta sæti. Ef mið er tekið af t.d. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 2624 orð

Krafturinn til breytinga Fyrir sex áru

Danski sjónvarpsheimurinn hefur um árabil líkst þeim íslenska, að því leyti að þar sat ríkið í öndvegi og var eitt um sjónvarpsreksturinn. Svo hreinlyndir voru Danir í sjónvarpsmálum sínum að stöðin var rekin auglýsingalaus, en þegar annarri stöð var bætt við voru reyndar leyfðar auglýsingar þar. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 1487 orð

Lúta glæpir lögmálum farsótta? Kenningar um að tíðni glæpa fari eftir sömu lögmálum og farsóttir njóta mikillar hylli um þessar

NEW YORK er í hugum flestra háborg glæpa. Á örskömmum tíma hefur glæpum hins vegar snarfækkað þar og hefur það verið rakið til markvissra aðgerða. Í framhaldi af þessu eru fræðimenn nú farnir að velta því fyrir sér hvort tíðni glæpa lúti sömu lögmálum og smitsjúkdómar og beita megi aðferðum faraldursfræðinnar við skoðun þeirra. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 2271 orð

Ríkir en nægjusamir Norðmenn

OLÍAN hefur gert Norðmenn ríka, en þótt auðurinn hellist yfir þá rjúka þeir ekki til útlanda eða kaupa sér rándýra bíla. Þeir fara bara eins og þeir eru vanir, upp til fjalla eða í bústaðinn sinn í fríunum og aka á gamla bílnum meðan hann dugar. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 2519 orð

SKÓLATÍMI Á ÍSLANDI SAMANBURÐUR VIÐ LÖND EVRÓPUSAMBANDSINS OG NOREG

UNDANFARNAR vikur hefur verið nokkur umræða í þjóðfélaginu um skólatíma á Íslandi samanborið við það sem gerist í löndum Evrópusambandsins og í Noregi. Í þetta sinn virðist þessi umræða tilkomin vegna skýrslu EURYDICE um skólatíma í ríkjum Evrópusambandsins í Noregi og á Íslandi. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 212 orð

Stórt afbrigði

VINSÆLASTA lag síðasta árs var Gangsta's Paradise með Coolio, en vinsældir þess má að miklu leyti skrifa á viðlagið sem annar rappari söng. Sá kallast L.V. og átti hugmyndina að laginu á undan Coolio, þó hann hafi ekki notið þess í eins ríkum mæli. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 127 orð

Störfin eru stórhættuleg

STARF leigubílstjóra er hið hættulegasta sem völ er á í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í nýrri könnun. Rúmlega 1.000 manns eru myrtir á ári hverju við störf sín og sýnir könnun Vinnu- og öryggismálastofnunar Bandaríkjanna að leigubílstjórar eru líklegastir allra starfsstétta til að ljúka jarðvist sinni í vinnunni. Önnur störf eru einnig stórhættuleg í þessu samhengi. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 216 orð

Sumarnætur Stjórnarinnar

STJÓRNIN er ein helsta öðlingssveit íslenskrar balltónlistar og á að baki átta ára starf með hléum. Grétar Örvarsson stofnaði sveitina á sínum tíma, skömmu síðar gekk Sigríður Beinteinsdóttir til liðs við hana og þau hafa verið fastastjörnurnar og ýmsir komið við sögu. Stjórnin er enn komin af stað og sendi frá sér breiðskífuna Sumarnætur fyrir skemmstu. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 399 orð

»Tiki-tónar ÞAÐ er margsannað að ef eitthvað er nógu sérkennilegt á það e

ÞAÐ er margsannað að ef eitthvað er nógu sérkennilegt á það eftir að lifa, kannski ekki samfellt en alltaf verða einhverjir til að uppgötva það aftur og aftur. Þannig er því farið í ónlist; miðjumoðið gleymist og heyrist ekki aftur nema það hafi verið hæfilega geggjað. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 884 orð

VITLAUST GEFIÐ

FREISTINGARNAR eru víst til að falla fyrir þeim. Því fellur Gáruhöfundur nú fyrir einni, sem hann ætlaði aldrei að láta henda sig, að segja: Sagði ég ekki! Maður verður svo hundleiðinlegur. Í síðustu skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar reyndist sú þeirra réttust sem ekki útilokaði elstu kjósendurna, einsog hér var spáð. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 135 orð

Willis í Síðasta manninum

KVIKMYNDAGERÐARMENN hafa orðið til að endurgera á sína vísu meistaraverk Kurosawa, Yojimbo frá 1961. Sergio Leone notaði hana sem grunn að fyrstu dollaramynd sinni, "A Fistful of Dollars", árið 1964 og nú hefur hasarmyndaleikstjórinn Walter Hill endurgert hana í formi nútímavestra er hann kallar "Last Man Standing" Bruce Willis fer með aðalhlutverkið í henni en mótleikarar hans Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 1444 orð

Þrefaldur heiðursdoktor

Sigurður Helgason er í fremstu röð meðal stærðfræðinga. Hann hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í 44 ár og frá 1965 hefur hann verið prófessor í stærðfræði við einn virtasta háskóla Bandaríkjanna, Tækniháskóla Massachusettes, MIT í Boston. Rannsóknir Sigurðar hafa borið hróður hans víða og sumar þeirra hafa átt þátt í að móta læknisfræðilega tölvusneiðmyndatækni. Meira
14. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 1979 orð

ÆVINTÝRI Á FLÚÐUM

Ragnar Kristinn Kristjánsson er 36 ára, fæddur í Reykjavík. Hann stundaði nám í bændaskólanum á Hvanneyri og við lýðháskóla í Noregi, þar sem hann vann einnig sem fjósamaður. Hann vann við löndun hjá Ísbirninum í tvö ár áður en hann réðist í svepparækt á Flúðum árið 1982. Auk þess að reka Flúðasveppi situr Ragnar Kristinn í stjórn Bananasölunnar hf. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.