Greinar þriðjudaginn 16. júlí 1996

Forsíða

16. júlí 1996 | Forsíða | 107 orð

32 fórust í Hollandi

AÐ MINNSTA kosti 32 létust þegar belgísk Hercules-herflutningaflugvél fórst í lendingu á flugvellinum við Eindhoven í Hollandi síðdegis í gær, að því er hollenska fréttastofan ANP greindi frá. Meira
16. júlí 1996 | Forsíða | 115 orð

Bandaríkjunum verði refsað

TALSMAÐUR Bandaríkjastjórnar sagði í gær Bandaríkin hvetja Evrópuríki til þess að koma til liðs við Bandaríkjamenn í viðleitni þeirra að koma kommúnisma á Kúbu fyrir kattarnef. Brugðust Bandaríkjamenn þar með við þeirri samþykkt utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna að gripið verði til refsiaðgerða gegn Bandaríkjunum ef Bill Clinton, forseti, Meira
16. júlí 1996 | Forsíða | 164 orð

Hóta her IFOR og SÞ ofbeldi

LÖGREGLUSTJÓRINN í Pale, höfuðstað Bosníu-Serba, hótar því að ráðast gegn hermönnum fjölþjóðaliðs IFOR og lögreglumönnum á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ), verði gerð tilraun til þess að taka leiðtoga Bosníu-Serba, þá Radovan Karadzic og herstjórann Ratko Mladic, höndum. Meira
16. júlí 1996 | Forsíða | 134 orð

Mandela í Sorbonne

NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, var í gær sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Sorbonne- háskóla í París og hann líkti baráttu blökkumanna í Suður-Afríku gegn kynþáttaaðskilnaði við frönsku byltinguna árið 1789. Mandela er í fjögurra daga heimsókn í Frakklandi og hvatti Frakka til að fjárfesta í Suður- Afríku og styðja þannig málstað blökkumanna. Meira
16. júlí 1996 | Forsíða | 245 orð

"Mesta bakslagið í mörg ár"

SIR Patrick Mayhew, Norður- Írlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, lýsti í gær átökunum á Norður-Írlandi síðustu daga sem "versta bakslagi friðarferlisins í mörg ár". Mayhew kvaðst staðráðinn í að hrekja "óréttmæta gagnrýni" á bresku stjórnina og lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi vegna óeirðanna. Meira
16. júlí 1996 | Forsíða | 250 orð

Staða umbótasinna styrkist verulega

SÍÐASTA verk Borisar Jeltsíns Rússlandsforseta, áður en hann hélt í skyndilegt heilsubótarfrí í gær, var að reka yfirmann nánasta starfsliðs síns í Kreml, harðlínumanninn Nikolaj Jegorov, og ráða umbótasinnann Anatolí Tsjúbajs í hans stað. Þessi mannaskipti vekja athygli, því Jeltsín rak Tsjúbajs úr embætti einkavæðingarráðherra og varaforsætisráðherra í janúar síðastliðnum. Meira

Fréttir

16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 175 orð

34 útköll vegna hávaða í heimahúsum

NOKKURT annríki var hjá lögreglunni í Reykjavík þessa helgi og voru 404 mál færð til bókar. Óvenjumargir ökumenn, 18 talsins, voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Lögreglan hefur ítrekað bent á það hversu áfengisneysla skerðir aksturshæfni manna og kom það berlega í ljós um helgina þegar einn ökumaður ók aftan á lögreglubifreið í miðborginni. Meira
16. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 147 orð

Aflétta refsitollum

RÍKISSTJÓRN Bandaríkjanna tilkynnti í gær óvænt að hún hefði ákveðið að aflétta refsitollum á mat- og drykkjarvöru frá Evrópu, sem lagðir voru á fyrir níu árum til að svara banni Evrópusambandsins á innflutning nautakjöts með hormónum. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Almenn skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 18. júlí kl. 20. Kennsludagar verða 18., 22., 23. og 29. júlí. Námskeiðið er m.a. ætlað þeim sem hafa í hyggju að fara í ferðalag um Verslunarmannahelgina. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 149 orð

Átta manns slösuðust í árekstri

HARÐUR árekstur tveggja fólksbíla varð á mótum Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar við Rauðavatn á miðnætti á laugardagskvöld. Í bílunum voru átta manns og voru allir fluttir á slysadeild. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 173 orð

Beinar útsendingar næsta vetur

HEIMASÍÐA Liverpool-klúbbsins er komin með nýtt heimilisfang og er það eftirfarandi: http: //www.est.is/Liverpool. Flutningur heimasíðunnar var nauðsynlegur þar sem Ísmennt, þar sem síðan var áður, hefur hætt allri þjónustu við einkanotendur. Jón Geir Sigurbjörnsson hefur haldið síðunum við í samvinnu við Liverpool-klúbbinn á Íslandi og hafa þær verið geymdar á Akureyri. Meira
16. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 40 orð

Bílvelta í Öxnadal

ÞRÍR voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir að bíll sem þeir voru í valt tvær til þrjár veltur við bæinn Hóla í Öxnadal á laugardag. Allir sluppu án teljandi meiðsla, en bifreiðin er mikið skemmd. Meira
16. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 217 orð

Daníel Jakobsson setti nýtt met

DANÍEL Jakobsson, Ólafsfirði setti nýtt met í karlaflokki í Tröllaskagatvíþraut sem haldin var um helgina. Þrautin fólst í því að hlaupa frá ráðhúsinu á Dalvík, inn Böggvisstaðadalinn, yfir Reykjaheiði og niður að Reykjum, sem er sumarbústaðahverfi innst í Ólafsfirði við rætur Lágheiðar. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Datt af hestbaki og slasaðist

UNG stúlka datt af hestbaki á móts við bæinn Kross í Lundarreykjardal síðdegis í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn og var stúlkan flutt með henni á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi. Stúlkan var enn í rannsókn þegar leitað var upplýsinga á Slysadeild. Að sögn sérfræðings var stúlkan ekki í lífshættu en hann taldi að meiðsl hennar gætu verið alvarleg. Meira
16. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Dráttarvél í ljósum logum

SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað að bænum Syðra-Dalsgerði í Eyjafjarðarsveit upp úr klukkan 8 í gærmorgun, en þar hafði kviknað í dráttarvél. Menn úr Slökkviliði Eyjafjarðarsveitar höfðu að mestu slökkt eldinn þegar Akureyringar komu á staðinn. Meira
16. júlí 1996 | Miðopna | 1412 orð

Eldhjarta Íslands krufið Síðustu þrjú ár hefur dr. Ingi Þ. Bjarnason jarðeðlisfræðingur stýrt fjölþjóðlegum rannsóknum sem miða

Brautryðjendarannsóknir í jarðvísindum Eldhjarta Íslands krufið Síðustu þrjú ár hefur dr. Ingi Þ. Bjarnason jarðeðlisfræðingur stýrt fjölþjóðlegum rannsóknum sem miða að því að kortleggja jarðfræðilega uppsprettu heita reitsins Íslands. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 211 orð

Ennþá ber ekki á kýlaveiki

ENN er ekki farið að bera á kýlaveiki í göngufiski í Elliðaánum í sumar, að sögn Sigurðar Helgasonar, fisksjúkdómafræðings á Keldum. Síðastliðið sumar greindist kýlaveiki í laxi í Elliðaám og síðan hefur verið fylgst grannt með fiski þar. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 264 orð

Eyjargarður við Örfirisey lengdur um 255 metra

LOKIÐ er frumathugun Skipulags ríkisins á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar lengingar Eyjargarðs við Örfirisey sem Reykjavíkurhöfn áformar að framkvæma. Núverandi garður er um 190 metra langur, en fyrirhugað er að lengja hann um 255 metra til austurs. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 330 orð

Finnst ég yngjast upp

HJÓNIN Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttur keppa í torfæru á ári hverju og um næstu helgi situr Gunnar undir stýri í keppni á Akranesi. Hugur þeirra verður þó líklega hjá dótturinni, Margréti Ósk, sem var að eignast son, 17 ára gömul. Sæunn er aðeins 34 ára gömul og Gunnar 38 og þau því ung, af ömmu og afa að vera. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 159 orð

Fjölgun beiðna 22,6% milli ára

MÁL sem komu til meðferðar og umfjöllunar hjá fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar árið 1995 voru alls 4.110, á móti 3.511 málum árið áður. Þetta er aukning um rúm 17% milli ára. Beiðnum um fjárhagsaðstoð fjölgaði um 22,6% á sama tíma. Árið 1994 voru beiðnirnar 2.621 en 1995 fóru þær í 3.212, að sögn Ellýjar A. Þorsteinsdóttur, yfirmanns fjölskyldudeildar. Meira
16. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 249 orð

Fjölmenni á starfsdegi í Laufási

FJÖLMARGIR gestir lögðu leið sína í Laufás í Grýtubakkahreppi en þar var svokallaður starfsdagur í og við gamla bæinn sl. laugardag. Hópur fólks tók þátt í dagskránni en sýnd voru gömul vinnubrögð sem nú heyra sögunni til. Sérstaka athygli vakti danshópur frá Dalvík, sem sýndi þjóðdansa við harmóníkuundirleik framan við gamla bæinn. Meira
16. júlí 1996 | Landsbyggðin | 131 orð

Fjölmenn útför Þorbjargar Gísladóttur

ÚTFÖR Þorbjargar Gísladóttur, Víkurnesi var gerð frá Reykjahlíðarkirkju 12. júlí. Að viðstöddum 4-500 manns. Í kirkjunni töluðu séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Örn Friðriksson, sóknarprestur. Kór kirkjunnar söng. Organisti var Jón Stefánson. Einsöngvari var Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Að lokinni athöfninni var erfidrykkja í Hótel Reynihlíð. Þorbjörg var fædd á Helluvaði 27.11. Meira
16. júlí 1996 | Landsbyggðin | 116 orð

Fræðsluskrifstofa Austurlands lögð niður

Reyðarfirði-Síðasta starfsári Fræðsluskrifstofu Austurlands á Reyðarfirði lýkur 30. júlí nk. Þá lætur af störfum Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri, eftir langt og farsælt starf að skólamálum. Meira
16. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Færðu Akureyrarkirkju kaleik að gjöf

FERMINGARSYSTKIN frá árinu 1946 hafa fært Akureyrarkirkju kaleik að gjöf til notkunar við kirkjulegar athafnir. Gjöfin er til minningar um séra Friðrik Rafnar vígslubiskup og Ásdísi Rafnar konu hans. Séra Friðrik undirbjó fermingarbörnin fyrir ferminguna og fermdi þau fyrir 50 árum, vorið 1946. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð

Færeyingar dýpka höfnina

FÆREYSKT verktakafyrirtæki vinnur nú að dýpkun Grindavíkurhafnar. Alls bárust þrjú tilboð í verkið, tvö íslensk og eitt færeyskt og áttu Færeyingarnir lægsta tilboðið, sem hljóðaði upp á rúmar 90 milljónir króna. Meira
16. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 311 orð

Gat ekki hitt Al Gore

BORIS Jeltsín, Rússlandsforseti, frestaði á síðustu stundu fundi sem hann átti að eiga með Al Gore, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Hin skyndilega frestun fundarins er olía á eld vangaveltna um slæmt heilsufar forsetans. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 559 orð

Góð veiði víða um land

LAXVEIÐIMENN hafa verið að fá'ann bæði fyrir sunnan, vestan og austan. Mönnum ber saman um að afli hafi verið góður og búast við góðri veiði áfram. Afli glæðist í Rangám Að sögn Þrastar Elliðasonar fékk útlendingaholl, sem byrjaði í Ytri- Rangá á fimmtudag, 10 laxa á sex stangir fyrsta morguninn. Breskur veiðimaður, Chris Shepard, fékk einn 20 punda (lbs. Meira
16. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 280 orð

Greiddu fyrir "vernd" FJÖGUR norsk fyrirtæki h

FJÖGUR norsk fyrirtæki hafa viðurkennt að þau hafi greitt rússneskum glæpasamtökum fé fyrir svokallaða vernd, að sögn norsku utanríkismálastofnunarinnar, NUPI. Þrjú fyrirtæki að auki segjast hafa fengið tilboð um slíka vernd. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 253 orð

GUÐMUNDUR STEINSSON

EITT helsta leikritaskáld landsins, Guðmundur Steinsson, lést aðfaranótt mánudags sl., 71 árs að aldri. Mörg leikrit Guðmundar vöktu mikla athygli hér og erlendis og voru sýnd við fádæma aðsókn. Þjóðleikhúsið sýndi Lúkas, Sólarferð og Stundarfrið, sem leikhúsið fór með til Júgóslavíu, Norðurlanda og Þýskalands. Meira
16. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Heilsuhlaup á Dalvík

HEILSUHLAUP Krabbameinsfélagsins verður haldið á Dalvík á morgun, miðvikudaginn 17. júlí. Skráning hefst kl. 17.30 við sundlaugina og þar verður upphitun sem hefst kl. 17.50. Hlaupið hefst kl. 18 við sundlaugina. Vegalengdir eru 2 og 4 kílómetrar og að venju er allur ferðamáti leyfilegur, hlaup, hjól, ganga, eða það sem ímyndunaraflið býður fólki. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 730 orð

Hvíta húsið telur bannið byggt á húmorsleysi

FORSVARSMENN auglýsingastofunnar Hvíta hússins eru ósáttir við bann forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur á auglýsingu frá Osta- og smjörsölunni, sem líma átti á strætisvagna sl. föstudag. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, gerði grein fyrir afstöðu sinni í Morgunblaðinu sl. laugardag en hún telur óviðeigandi að gera farþega SVR þátttakendur í auglýsingu án samþykkis þeirra. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 241 orð

JÓN TÓMASSON

JÓN Tómasson fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma í Keflavík lést síðastliðinn sunnudag, á áttugasta og öðru aldursári. Jón fæddist 26. ágúst árið 1904 á Járngerðisstöðum í Grindavík, sonur Tómasar Snorrasonar skólastjóra og útgerðarmanns og Jórunnar Tómasardóttur, húsmóður. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 190 orð

JÓN ÞORVARÐSSON

JÓN Þorvarðsson fyrrverandi sóknarprestur í Háteigsprestakalli lést síðastliðinn sunnudag. Hann var á 90. aldursári. Jón fæddist á Víðihóli á Hólsfjöllum 10. nóvember 1906. Foreldrar hans voru hjónin Þorvarður Þorvarðsson prófastur í Vík í Mýrdal og Andrea Elísabet Þorvarðsdóttir. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1932. Meira
16. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 469 orð

Karl gæti gifst aftur en samt orðið kóngur

LÍKLEGT þykir að hindrunum, sem að óbreyttu kæmu í veg fyrir að Karl Bretaprins yrði vígður í hjónaband í ensku kirkjunni, verði senn rutt úr vegi. Biskupanefnd kirkjunnar hefur skipað nefnd sem fengið hefur það hlutverk að endurskoða stefnu kirkjunnar til hjónavígslu fráskilinna. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 41 orð

Kristján með klósettsetu

EINHVERJIR hrekkjalómar gerðu sér að leik aðfaranótt sunnudags að smeygja klósettsetu upp á handlegginn á styttunni af Kristjáni konungi IX. sem stendur fyrir framan Stjórnarráðshúsið. Lögreglan brá skjótt við, kleif styttuna og fjarlægði ósómann af kónginum. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 173 orð

Kröfu Halims Al hafnað

SOPHÍA Hansen fékk ekki að hitta dætur sínar á föstudag eins og ráð var fyrir gert samkvæmt úrskurði undirréttar í Tyrklandi. Á föstudag var einnig hafnað í Istanbul kröfu Halims Al um að umgegnisréttur Sophíu verði felldur niður, eins og lögamaður hans hafði krafist á fimmtudag. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

LEIÐRÉTT

Í LEIKLISTARDÓMI um uppfærslu Leikfélags Íslands á Stone Free eftir Jim Cartwright sem birtist í blaðinu síðastliðinn laugardag láðist að geta framlags Sifjar Guðmundsdóttur til sýningarinnar, en hún hefur yfirumsjón með hári og förðun. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Fjórir á alnæmiráðstefnu Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 147 orð

Líf og fjör við gömlu höfnina

BRESKT ferðatívoli var sett upp á miðbakka Reykjavíkurhafnar á fimmtudag og er það fimmta árið í röð sem það kemur hingað til lands, að sögn Jörundar Guðmundssonar framkvæmdastjóra tívolísins hérlendis. Um 300 tonn af búnaði voru flutt hingað og eru tækin um níu talsins fyrir utan skotbakka og annað slíkt. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 54 orð

Lögreglan í árekstri

LÖGREGLUBÍLL frá Eskifirði lenti fyrir skömmu í árekstri. Að sögn Inger L. Jónsdóttur, sýslumanns á Eskifirði, var um minniháttar óhapp að ræða. Enginn hefði slasast og eignatjón ekki mikið. Hún sagði ekki ljóst hvor bílanna hefði verið í rétti og þess vegna lægi ekki ljóst fyrir hverning skipting á tjóni yrði. Meira
16. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 196 orð

Mannskæð flóð í monsúnrigningum

ÓTTAST var í gær að 135 manns hefðu látist og um 1,9 milljónir manna misst heimili sín vegna mikilla skriðufalla og flóða í austurhluta Indlands og Bangladesh í kjölfar stanslausra monsúnrigninga í fjóra sólarhringa. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 186 orð

Markmiðið að segja megi eldgos fyrir

FJÖLÞJÓÐLEGAR rannsóknir á jarðskorpu Íslands og heita reitnum undir landinu gefa fyrirheit um að í framtíðinni verði unnt að spá meiriháttar eldsumbrotum með allt að áratuga fyrirvara. Dr. Ingi Þ. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Meistaramót í dorgveiði

ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar stendur fyrir dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju í dag kl. 13.30. Keppnin er ætluð börnum á aldrinum 6 til 12 ára og er keppnin opin öllum á þessum aldri. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Mýrafell upp á yfirborðið

BJÖRGUNARAÐGERÐIR við Mýrafell ÍS 123 báru árangur á fimmta tímanum sl. laugardag, en þá hafði tekist að dæla nægu lofti í lestar bátsins, til þess að hann flyti upp. Kom hann rólega upp á yfirborðið, og náðist að rétta hann við með aðstoð annars krana. Það tók svo allan laugardaginn að dæla úr bátnum, og rétta hann við, og á laugardagskvöldið var því verki lokið. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 1110 orð

Nákvæmt mat lagt á hvar úrbóta er brýnust þörf

STEFÁN Hermannsson borgarverkfræðingur hefur mælst til þess við borgaryfirvöld að fá aukafjárveitingu að upphæð 1 milljón, svo ljúka megi gerð tillagna um úrbætur vegna hljóð- og loftmengunar í ýmsum hverfum borgarinnar. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 210 orð

Náttúruperlum verði bjargað

HVATNINGARÁTAKIÐ Yrkjum Ísland (Y.Í) var stofnað 17. júní 1994, í tilefni 50 ára afmælis Lýðveldisins og Landgræðslusjóðs. Hugmyndin að baki átakinu er að stuðla að sameiningu landsmanna um uppgræðslu landsins með áherslu á að fyrir aldamótin 2000 verði lokið við að bjarga helstu náttúruperlum þjóðarinnar sem eru í hættu sökum gróðureyðingar. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 441 orð

Náttúruverndarráð greiðir hluta kostnaðar við rannsóknir

NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ og Orkustofnun greiða ásamt Svínavatnshreppi kostnað við rannsóknir á hverasvæðinu á Hveravöllum. Skipulagsstjóri hafnaði í vetur því að samþykkja deiliskipulag fyrir Hveravelli, á þeim forsendum að rannsóknir á svæðinu skorti. Meira
16. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 198 orð

Netanyahu kveðst hvergi hafa hvikað

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sneri heim á sunnudagskvöld eftir vikulanga heimsókn til Bandaríkjanna og lét svo um mælt að Bandaríkjastjórn hefði valdið arabískum leiðtogum vonbrigðum með því að reyna ekki að knýja hann til að breyta stefnu sinni í friðarmálum. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 761 orð

Normandíbúar líta til norðurs

Mikill áhugi er á Norðurlöndum í Caen, sem er höfuðborg Normandíhéraðs. Þar eru sérstakar stofnanir til að efla tengslin milli Normandí og Norðurlanda. Háskólinn hefur þar stórt hlutverk. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Ólafur skrifar úrsagnarbréf

ÓLAFUR Ragnar Grímsson verðandi forseti íslenska lýðveldisins hefur ekki enn sagt sig formlega úr Alþýðubandalaginu að sögn Árna Björns Ómarssonar sem annast tölvumál flokksins. Árni segir að ekki hafi borist formleg tilkynning um úrsögn Ólafs Ragnars, en samkvæmt þeim upplýsingum sem honum hafi borist hefur Ólafur Ragnar skrifað úrsagnarbréf sem dagsett er 10. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 205 orð

Óperukynning í kvöld

BLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá heimsklúbbi Ingólfs: NABUCCO er ein vinsælasta ópera Verdis og sú sem gerði hann fyrst frægan. Hún er nú sýnd við miklar vinsældir á 74. óperuhátíðinni í Veróna. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 229 orð

Óskað eftir aukafjárveitingu

EMBÆTTI borgarverkfræðings hefur mælst til þess við borgaryfirvöld að fá aukafjárveitingu upp á 1 milljón, svo ljúka megi gerð tillagna um úrbætur vegna hljóð- og loftmengunar í ýmsum hverfum borgarinnar. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 279 orð

Óskar eftir að kaupa Áburðarverksmiðjuna

VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir milli Áburðarverksmiðjunnar hf. í Gufunesi og bandaríska fyrirtækisins Allied Resource Corporation um kaup á verksmiðjunni, en fyrirtækið áformar að hætta áburðarframleiðslu í Gufunesi og endurvinna þar smurolíu. Fyrir liggur óformlegt tilboð í Áburðarverksmiðjuna sem er til skoðunar í framkvæmdarnefnd um einkavæðingu. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Ráðuneytið áfrýjar

HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur að tillögu ríkislögmanns ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli lyfsalans á Siglufirði. Lyfsalinn höfðaði málið til að fá staðfestingu á því að ríkissjóði væri skylt að leysa til sín eignir hans eftir að hann lagði inn lyfsöluleyfi sitt og enginn annar sótti um leyfið. Meira
16. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 132 orð

Reuter Milljónasti Porsche 911 bíllinn

FORSÆTISRÁÐHERRA þýska sambandsríkisins Baden-W¨urttemberg, Erwin Teufel (t.v.), heilsar Ferry Porsche (fyrir miðju) þegar milljónasti Porsche- bíllinn af gerðinni 911 var afhentur kaupanda við hátíðlega athöfn í verksmiðjum Porsche í Stuttgart. Kaupandinn var þýska lögreglan, dyggur viðskiptavinur fyrirtækisins til margra ára. Meira
16. júlí 1996 | Miðopna | 223 orð

Skjálftamælingar aukabúgrein bænda

NOKKRUM skjálftamælum var komið fyrir á haganlegum stöðum á bóndabæjum eða í grennd við þá. Ingi segir að hann hafi farið um allt land til að leita að hagstæðum stöðum til að staðsetja mælana, sem þurftu helst að vera í góðri "jarðtengingu". Samstarfið við bændur æxlaðist síðan þannig að nokkrir þeirra fóru að taka virkan þátt í skjálftamælingunum. Meira
16. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 158 orð

Skotbardagi eftir knattspyrnuleik

AÐ minnsta kosti 20 manns biðu bana í óeirðum sem blossuðu upp á knattspyrnuleik í Tripoli, höfuðborg Líbýu, í vikunni sem leið, að sögn líbýskra stjórnarandstæðinga og stjórnarerindreka á sunnudag. Meira
16. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 325 orð

Sprengjuárás afstýrt á síðustu stundu

BRESKA lögreglan fann sprengjusmiðju í London í fyrrinótt og handtók sjö manns sem taldir eru tengjast Írska lýðveldishernum (IRA). Lögreglan taldi að hún hefði þannig afstýrt nokkrum sprengjutilræðum í London og nágrenni á síðustu stundu. Meira
16. júlí 1996 | Landsbyggðin | 466 orð

Starfsemi Þorbjarnar flyst undir eitt þak

Grindavík-TÓMAS Þorvaldsson, einn stofnenda slysavarnadeildarinnar Þorbjörns, tók fyrstu skóflustunguna að nýju húsi sveitarinnar sem verður við Seljabót. Þangað mun öll starfsemi sveitarinnar flytjast þegar húsið verður tilbúið, en hún er nú á tveimur stöðum í bænum. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Stálu myntfötum með um 600 þús.

TVEIR menn voru handteknir í Reykjavík á laugardag vegna innbrota í Vík í Mýrdal. Mennirnir brutust inn aðfaranótt laugardags í trésmiðju, bílaþjónustu, vörugeymslu Kaupfélags Árnesinga og vörugeymslu Flutningamiðstöðvar Suðurlands. Þar stálu mennirnir myntfötum með rúmum 600 þús. krónum. Á hinum stöðunum höfðu þeir tóbak og ýmislegt fleira upp úr krafsinu. Meira
16. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 990 orð

Stefnt að samkomulagi innan skamms

Tvíhliða samningar Sviss og Evrópusambandsins Stefnt að samkomulagi innan skamms UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópusambandsins fólu samningamönnum framkvæmdastjórnarinnar í gær að ljúka viðræðum við Sviss um gerð tvíhliða viðskiptasamnings, sem nú hafa staðið á þriðja ár, "eins fljótt og auðið er". Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Svangir þjófar

BROTIST var inn í Hamragrill í Hamraborg í Kópavogi aðfaranótt laugardags. Innbrotsþjófarnir spenntu upp hurð bakatil á staðnum og ollu nokkrum skemmdum á dyraumbúnaði. Þeir fóru síðan inn og stálu 20 hamborgurum og hamborgarabrauði. Þá höfðu þeir á brott með sér á milli 1.500 og 2.000 krónur í skiptimynt. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Sæluvika á Laugarvatni

FÉLAG áhugafólks um íþróttir aldraðra efnir til viku dvalar á Laugarvatni, 28. júlí til 4. ágúst. Gestirnir munu hafa aðsetur í húsakynnum íþróttamiðstöðvarinnar og samkvæmt fréttatilkynningu Félags aldraðra, verður kostnaði stillt í hóf. Boðið verður upp á íþróttir og þeiki, innanhúss og utan, svo sem leikfimi, sund, gönguferðir, kvöldvökur og dans. Meira
16. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Tóku bílana úr gír og ýttu niður brekku

TVEIR ungir og ölvaðir piltar gerðu sér að leik að fara inn í ólæstar bifreiðar, taka þær úr gír og ýta þeim af stað niður brekku sem þær stóðu í. Til piltanna sást þar sem þeir stunduðu þessa miður skemmtilegu iðju sína aðfaranótt laugardags, en greinargóð lýsing leiddi til handtöku þeirra. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 127 orð

Tæknileg iðnhönnun

JÓHANNES B. Sigurjónsson Ph.D. heldur fyrirlestur um tæknilega iðnhönnun í verkfræðideild Háskóla Íslands þriðjudaginn 16. júlí kl. 13 í stofu 157 VR II. Í fyrirlestrinum mun Jóhannes kynna nýja deild, Institutt for produktedesign", sem hann tók þátt í að koma á legg við Tækniháskólann í Þrándheimi. Meira
16. júlí 1996 | Miðopna | 512 orð

Tölvustýrð skurðarvél notuð við smíðina

Skipasmíðastöðin hf. er að smíða fjórtán og hálfs metra langan rækjubát, Sandvík, fyrir Tind ehf. á Sauðárkróki. Smíðin er komin nokkuð áleiðis og verður báturinn afhentur í haust. Það þykja nokkur tíðindi þegar ráðist er í nýsmíði fiskiskips hér innanlands, því það hefur ekki gerst árum saman. Úreldingarreglurnar hamla endurnýjun Meira
16. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Um 40 ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot

LÖGREGLAN á Akureyri kærði tæplega 40 ökumenn síðustu þrjá sólarhringa vegna ýmissa umferðarlagabrota, en sérstakt umferðarátak stendur nú yfir í umdæmi hennar. Átta voru kærðir fyrir að aka of hratt, bæði innan og utan bæjarins. Einn var kærður fyrir að aka móti rauðu ljósi, einn fyrir að aka réttindalaus og þá ók einn ökumaður um á bifreið án skráningarnúmera. Meira
16. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 94 orð

Velferð mest í Kanada

VELFERÐ er mest í Kanada, samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Næst koma Bandaríkin, Japan, Holland og Noregur. Rússland er í 57. sæti, Kína í 108. og Indland í 135. Afríkuríki sunnan Sahara verma botnsæti listans. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð

Viðeyjarskoðun

EINS og undanfarnar vikur býður staðarhaldari í Viðey Reykvíkingum og bæjargestum í gönguferð um Viðey í kvöld. Nú er hafin önnur umferð í raðgöngu sumarsins og verður að þessu sinni gengið um Austureyna norðanverða. Lagður hefur verið ágætur göngustígur meðfram gamla túngarðinum fyrir austan Viðeyjarstofu og út á norðurströndina. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Vígsla nýrrar hringsjár

FERÐAFÉLAG Íslands efnir í kvöld til ferðar inn á Uxahryggjaleið til vígslu nýrrar hringsjár. Hringsjáin er staðsett við leiðina á sjálfum Uxahryggjum vestan við Uxavatn, en Uxahryggjaleið er á milli Kaldadalsvegar og Lundarreykjadals. Frá hringjsánni sér vítt yfir til vesturs, norðurs og austurs. Meira
16. júlí 1996 | Landsbyggðin | 60 orð

Vörubíll dreginn í fjáröflunarskyni

FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD Austra á Eskifirði var í sumar með fjáröflun til þess að taka þátt í sumarhátíð U.F.A. 9 tonna vörubíll var af því tilefni dreginn í gegnum bæinn og var áheitum safnað fyrir hvern kílómetra sem farinn var. Bíllinn var dreginn 4 km og vill Frjálsíþróttadeildin koma þakklæti til allra sem studdu hana í þessu. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Yfir 360 milljóna króna velta áætluð

FYRIRTÆKIÐ Borgarplast er 25 ára á þessu ári. Af því tilefni var haldinn afmælisfagnaður með forsvarsmönnum, starfsfólki og samskiptaaðilum fyrirtækisins að Mótel Venusi í Hafnarskógi. Í ávarpi Margeirs Daníelssonar formanns stjórnar Borgarplasts kom m.a. Meira
16. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 189 orð

Öngþveiti í miðbænum

TALSVERT umferðaröngþveiti skapaðist í gær í miðbæ Reykjavíkur eftir að Hafnarstræti var lokað austan Pósthússtrætis. Þá áttu ökumenn, sem höfðu lagt bílum sínum á gamla Bakkastæði, og þurftu að komast út í Pósthússtræti til norðurs eða áfram vestur Tryggvagötu, í nokkrum vandræðum vegna örtraðarinnar. Engin óhöpp urðu. Meira

Ritstjórnargreinar

16. júlí 1996 | Staksteinar | 378 orð

»Hveravellir og ráðherrann Í LEIÐARA DV er fjallað um skipulag Hveravalla og afstöðu umhv

Í LEIÐARA DV er fjallað um skipulag Hveravalla og afstöðu umhverfisráðherra í þeim deilum, sem um það standa. Svínvetningar hafa misþyrmt Hveravöllum "MEÐ stuðningi landbúnaðar- og umhverfisráðherra hyggjast gróðafíknir Svínvetningar ryðja Ferðafélagi Íslands burt af Hveravöllum og koma þar sjálfir upp umsvifamiklum hótel- og veitingarekstri, Meira
16. júlí 1996 | Leiðarar | 541 orð

LEIDARI METNAÐARFULLT STÓRVIRKI RÆNDUR okkar Danir, sýnd

LEIDARI METNAÐARFULLT STÓRVIRKI RÆNDUR okkar Danir, sýndu mikinn stórhug, þegar þeir ákváðu fyrir fjórum árum að standa straum af kostnaði við gerð fornmálsorðabókarinnar "Ordbog over det norröne prosasprog". Hér er um afar metnaðarfullt verk að ræða, enda mun taka um þrjátíu ár að ljúka því. Meira

Menning

16. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 65 orð

Bítlalögin kyrjuð

FYRSTI Bítlabar landsins var opnaður fyrir skemmstu. Þar eru lög Bítlanna sungin af krafti um hverja helgi undir stjórn Eiríks Einarssonar formanns Bítlaklúbbsins. Ljósmyndari Morgunblaðsins, sem heldur mjög upp á þessa víðfrægu sveit, kom við á barnum um helgina. Meira
16. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 43 orð

Bowie í Austurríki

BRESKI rokkarinn David Bowie er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu og sem kunnugt er spilaði hann í Laugardalshöll fyrir skemmstu. Á sunnudag var hann staddur í St. Poelten í Austurríki þar sem þessi mynd var tekin. Áhorfendur voru 3.000 talsins. Meira
16. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

Dansað í London

LEIKKONAN Sandra Bullock hætti nýlega með leikaranum Tate Donovan eftir stormasamt samband og var að sögn miður sín í kjölfarið. Hún sýndi hins vegar batamerki í afmælisboði leikarans Chris O'Donnell í næturklúbbi í London nýlega. O'Donnell og Bullock stigu trylltan dans í tilefni 25 ára afmælis hans, en þau voru stödd í London við tökur á myndinni "Wrestling Ernest Hemingway". Meira
16. júlí 1996 | Myndlist | 333 orð

Endurgerð glerhús

Sigurlaug Jóhannesdóttir Opið alla daga til 26. júlí. Aðgangur ókeypis Listakonan Sigurlaug Jóhannesdóttir, Silla, vann framan af sínum ferli einkum í veflist, og hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra sýninga á þeim vettvangi síðustu tvo áratugi. Meira
16. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 190 orð

Erfið reynsla

FAÐIR Söndru Bullock, John, var verktaki að atvinnu en lenti í alvarlegu slysi fyrir nokkrum árum. Hann var að ryðja veginn á landareign sinni, skammt frá fjölskyldusetrinu í Arlington, Virginiu, þegar hann missti stjórn á jarðýtunni og féll út úr henni. Jarðýtan steyptist stjórnlaust niður af veginum og yfir John. Meira
16. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 84 orð

Fékk ekki hlutverkið

JOEL Schumacher er í skýjunum yfir samstarfi sínu við leikarann Samuel L. Jackson í myndinni "A Time to Kill". Nú segist leikstjórinn vilja hafa leikarann, sem margir muna eftir úr "Pulp Fiction", í öllum myndum sínum. Þegar hrósið var borið undir Jackson sagði hann: "Nei, þetta er ekki satt. Meira
16. júlí 1996 | Menningarlíf | 837 orð

Gæti verið innrás frá Mars

SIGURÐUR Örlygsson listmálari sýnir verk sín á yfirlitssýningu í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, til 12. ágúst. Sýningin er að sögn Sigurðar búin að vera í undirbúningi í tvö ár, en hann fagnar 50 ára afmæli sínu í ár auk þess sem 25 ár eru frá fyrstu einkasýningu hans. Sigurður er þekktur fyrir að mála stór málverk og í mörgum þeirra standa höggmyndir út úr þeim. Meira
16. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 61 orð

Hamlin-feðgarnir skemmta sér

DIMITRI Hamlin er ávöxtur ástarsambands leikarans Harry Hamlin og leikkonunnar Ursulu Andress. Ursula eignaðist hann þegar hún var 42 ára og þremur árum seinna endaði ástarsamband Harrys og hennar. Dimitri er nú orðinn táningur og fór með pabba gamla á frumsýningu myndarinnar "Independence Day" fyrir skömmu. Þeir feðgar eru afar nánir og brosmildir, eins og sést á myndinni. Meira
16. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 121 orð

Heimsfrumsýningarhlé

LEIKFÉLAG Íslands heimsfrumsýndi leikritið Stone Free eftir Jim Cartwright í Borgarleikhúsinu á föstudaginn. Að sjálfsögðu var löngu uppselt á sýninguna og ekki var annað að sjá á áhorfendum en þeim líkaði sýningin. Hér sjáum við nokkra þeirra slaka á og spjalla saman í hléi. Meira
16. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 122 orð

ID4 enn á toppnum

EKKERT lát er á vinsældum kvikmyndarinnar "Independence Day" sem tröllriðið hefur kvikmyndahúsum Bandaríkjanna að undanförnu. Aðsókn myndarinnar dalaði aðeins um 28% á milli vikna og tekjurnar minnkuðu niður í 36 milljónir dollara. Þrjár myndir komu sterkar á eftir "Independence Day"; "Phenomenon", "Courage Under Fire" og "The Nutty Professor". Meira
16. júlí 1996 | Tónlist | 571 orð

Í leit að nýju fagurmati

Sönghópurinn Hljómeyki, Douglas A. Brotckie á orgel, undir stjórn Bernharðs Wilkinson, fluttu kórverk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. TÓNLEIKARNIR hófust á tíu ára messu, frá 1986, er nefnist Missa Brevis, sem er réttnefni, því það vantar í verkið trúarjátninguna (Credo in unum Deo). Messan er sérlega fallegt verk og sérstaklega er athyglisvert hversu Kyrie kaflinn er útfærður. Meira
16. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 98 orð

Kelsey Grammer leikur í kvikmynd

KELSEY Grammer sem þekktur er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Staupasteini og Frasier hefur haslað sér völl í kvikmyndum og heitir hans fyrsta mynd Á bólakafi, en á frummálinu heitir hún Down Periscope. Meira
16. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 66 orð

LA Café 6 ára

VEITINGA- og skemmtistaðurinn LA Café hélt upp á sex ára afmæli sitt með hófi á föstudaginn. Velunnurum staðarins var boðið upp á veitingar og nýjungar í rekstrinum voru kynntar. Ljósmyndari blaðsins var meðal gesta og skemmti sér vel. Morgunblaðið/Halldór ÁGÚST Magnússon, Davíð Rúnarsson og Viðar Þorvaldsson. Meira
16. júlí 1996 | Myndlist | -1 orð

Minningar um hús

Gunnilla Möller. Opið á tíma veitingastofunnar. Til 10 ágúst. Aðgangur ókeypis. EFTIR einhverja athyglisverðustu sýningu, sem haldin hefur verið í Mokka, er fjallaði um dauðann í anda "memento mori", var ástin ræktuð eins og vera ber og var það sérstæður gjörningur sem stóð yfir í 6 daga. Meira
16. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 78 orð

"Nýjar" upptökur af Dean

NÝVERIÐ gerðust þau tíðindi að sjónvarpsupptökur með goðinu James Dean fundust. Upptökurnar fundust í safninu "Museum of Television and Radio". Sjónvarpsupptökurnar eru frá árinu 1953 og sýna Dean í myndunum "Something for an Empty Briefcase", "Rex Newman" og "Death is My Neighbour", en allar myndirnar eru tengdar þáttaröðum sem sýndar voru í sjónvarpi á þessum tíma. Meira
16. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 91 orð

Peck skorinn upp

LEIKARINN Gregory Peck gekkst undir botnlangauppskurð á sunnudag, stuttu eftir að hann tók við heiðursverðlaunum á kvikmyndahátíð í tékklensku borginni Karlovy Vary (Karlsbad). Líðan Pecks, sem er áttræður, er að sögn eftir atvikum, en hann mun þurfa að dvelja á sjúkrahúsi í eina viku. Meira
16. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 87 orð

Réttarhöldum frestað

RAPPARINN Snoop Doggy Dogg mætti fyrir rétt á fimmtudaginn var vegna kæru um ólöglega vopnaeign, en ekki var mikið gert þá því réttarhöldunum var frestað fram að 22. ágúst. Snoop Doggy Dogg, sem í raun heitir Calvin Broadus, og lífvörður hans, McKinley Lee, voru sýknaðir af morðákæru árið 1993, en þá var meðlimur götugengis skotinn til bana. Meira
16. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 60 orð

Rósenberg eins árs

RÓSENBERGKJALLARINN varð eins árs á laugardaginn og haldið var hóf af því tilefni. Eiríkur Hauksson kom fram ásamt hljómsveitunum Endurvinnslan og Drýsill, og sýndi gamla rokktakta. Ljósmyndari Morgunblaðsins mætti á staðinn og rokkaði stíft. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGRÍÐUR Ragnarsdóttir, Marion Scobie og Marta Ellis. Meira
16. júlí 1996 | Myndlist | -1 orð

Sjónmennt norðan heiða Á dögunum brá Bragi Ásgeirsson sér norður fyrir heiðar til að líta á framkvæmdir er skara myndlist og

SJÓNMENNTAVETTVANGUR Sjónmennt norðan heiða Á dögunum brá Bragi Ásgeirsson sér norður fyrir heiðar til að líta á framkvæmdir er skara myndlist og sjónmenntir á Listasumri. Meira
16. júlí 1996 | Bókmenntir | 973 orð

Tímabundin uppstilling

eftir Kristin G. Harðarson. Höfundur gefur út, 1996, 221 síða. AÐ undanförnu hafa íslenskir höfundar í nokkrum mæli og með prýðilegum árangri spreytt sig á formi örsögunnar; stuttum prósum sem ýmist geyma frásagnir, huglægar stemmningar ellegar smáatriði úr ríki veruleikans eða furðunnar sem, ef vel tekst til, virðast ljúka veröldinni upp um stund. Meira
16. júlí 1996 | Menningarlíf | 81 orð

Veronique Legros i Gallerí Greip

SÝNING á verkum Veronique Legros stendur nú yfir í Gallerí Greip, við Hverfisgötu 82. Verkin eru unnin í tölvu eftir umformuðum kontöktum. Þau eru gerð eftir ljósmyndum af tilbúnu landslagi í iðnaðarumhverfi í Norður-Frakklandi. Veronique er fædd árið 1969 í Belgíu og hefur stundað nám við myndlistarháskólann í Cergy í Frakklandi (I'école Nationale d'Arts de Cergy). Meira
16. júlí 1996 | Menningarlíf | 510 orð

Þjáðst fyrir listina

MANNRÉTTINDADÓMSTÓLLINN í Strassborg á fyrir höndum að fella dóm um það hvort menn megi fara með eigin líkama að vild. Dómurinn hefur til meðferðar mál sextán manna sem pyntuðu hver annan til að öðlast kynferðislega fullnægingu og voru dæmdir fyrir tiltækið af breskum dómstól. Meira
16. júlí 1996 | Menningarlíf | 110 orð

Þýskur kvennakór til Íslands

KÓR frá söngstofnuninni Sing und Spielkreis Frankfurt mun dveljast hér á landi dagana 16.-22. júlí. Í kórnum eru 46 dömur á aldrinum 14-26 ára og stjórnandi hans er Heinz Marx. Er þetta fyrsta heimsókn kórsins til Íslands en hann hefur ferðast víða og unnið til fjölda verðlauna. Fjórir íslenskir dömukórar munu aðstoða kórinn á ferð hans um landið. Meira

Umræðan

16. júlí 1996 | Aðsent efni | 276 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Enn góð mæting í su

Miðvikudaginn 10. júlí spiluðu 34 pör Mitchelltvímenning með forgefnum spilum. Spilaðar voru 15 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 420 og efstu pör urðu: NS Pétur Sigurðsson ­ Ólafur Jóhannsson507 Guðmundur Baldursson ­ Sævin Bjarnason504 Brynjar Valdimarsson ­ Friðrik Egilsson485 Sigurleifur Guðjónsson ­ Tómas Meira
16. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 165 orð

Fyrirspurn til forsvarsmanna Sjúkrahúss og heilsugæslu Suðurnesja

VIÐ HVERJU megum við, íbúar á Suðurnesjum, búast í framtíðinni varðandi aðgang að sjúkraskrám þeirra er leita til sjúkrahúss og heilsugæslu hér? Réttur einstaklinga, sem vilja fá að sjá skýrslur sínar, virðist ekki vera mikill þegar á reynir. Vonandi stendur það þó til bóta, enda verður svo að vera ef við viljum kallast siðmenntuð þjóð. Meira
16. júlí 1996 | Aðsent efni | 1177 orð

"Gleymdu hinu hversdagslega og hvimleiða, - að reka útgerð"

RAGNAR Kjartansson (Hafskip hf.) virðist hafa einhverja furðulega unun af því að ata mig auri sýknt og heilagt vegna 10 ára gamalla fréttaskrifa um rosalegasta viðskipta- og bankaklúður Íslandssögunnar. Ragnar var í aðalhlutverki. Nú síðast veitist hann að mér í "opnu bréfi" til Ólafs Ragnars Grímssonar í Morgunblaðinu fyrir þremur vikum (25. júní). Meira
16. júlí 1996 | Aðsent efni | 974 orð

Hvað er að gerast í umferðarmálum í Reykjavík?

REYKJAVÍKURBORG ákvað í upphafi þessa kjörtímabils að gerð skyldi umferðaröryggisáætlun fyrir Reykjavík til aldamóta, fjárhags- og framkvæmdaáætlun. Þessi áætlun er nú tilbúin og er hjá borgarráði til umfjöllunar. Reykjavíkurborg er fyrsta sveitarfélagið sem ræðst í slíkt verkefni, enda er það við hæfi að höfuðborg landsins sé frumkvöðull í þessum málum. Meira
16. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 374 orð

Hverjir eiga hálendi Íslands?

Í ÁGÆTU bréfi til Morgunblaðsins 13. júlí sl. fjallar Finnur P. Fróðason um hálendið. Hann bendir réttilega á, að umræðan undanfarna daga hefur vakið upp spurninguna: "Hver á hálendið?" Finnur segir: "Ég vona svo sannarlega að það sé þjóðin öll. Meira
16. júlí 1996 | Aðsent efni | 988 orð

Skipulag miðhálendisins

FLESTUM mun vera kunnugt um það, að hin síðari misseri hefur staðið yfir merkilegt skipulagsstarf, sem ekki á sér hliðstæðu meðal fyrri skipulagsverkefna: Allt miðhálendi Íslands hefur nú verið tekið til skipulagsmeðferðar á faglegum grundvelli, þar sem yfirlýst er að leitast verði við að hafa hliðsjón af raunhæfum þörfum, er tengjast ferðamennsku, samgöngum og virkjanaframkvæmdum, Meira
16. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 584 orð

Um tilvist guðs

Í UPPHAFI viljum við undirritaðir beina orðum okkar að þeim er hafa svarað bréfi okkar til blaðsins, sem bar yfirskriftina "Er guð dauður?" Með skrifum sínum teljum við að þeir hafi snúið þessum deilum upp í rökræður um það hvort guð sé til eður ei. En skoðun okkar er sú að guð sé ekki til, allavega ekki í þeirri mynd sem trúaðir hugsa sér hann, þ.e. sem algóðan og alvitran guð. Meira
16. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 225 orð

Upplýsingar um Alnetstengingu við Morgunblaðið

Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Meira

Minningargreinar

16. júlí 1996 | Minningargreinar | 431 orð

Helga Soffía Þorgilsdóttir

Hinn 11. júní sl. lauk frú Helga Soffía Þorgilsdóttir lífsgöngu sinni. Þær merku Hvítabandskonur, sem fæddar voru um aldamótin síðustu, eru nú allar látnar, og er Helga sú síðasta sem kveður. Þessar konur voru sannkallaðir máttarstólpar Hvítabandsins. Til þess að starfa að málum líknarfélaga þurfti til að bera dugnað, kjark og fórnfýsi, að ógleymdum mannkærleika, svo eitthvað sé nefnt. Meira
16. júlí 1996 | Minningargreinar | 34 orð

HELGA SOFFÍA ÞORGILSDÓTTIR Helga Soffía Þorgilsdóttir fæddist í Knarrarhöfn í Hvammssveit í Dalasýslu 19. nóvember 1896. Hún

HELGA SOFFÍA ÞORGILSDÓTTIR Helga Soffía Þorgilsdóttir fæddist í Knarrarhöfn í Hvammssveit í Dalasýslu 19. nóvember 1896. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 11. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 24. júní. Meira
16. júlí 1996 | Minningargreinar | 427 orð

Hörður Grímkell Guðleifsson

Mánudagsmorguninn 8. júlí sl. vöknuðum við borgarbúar til fegursta og sólríkasta dags þessa sumars. En ekki allir. Hörður bróðir minn lést á þessum fallega morgni. Það var geysilegt áfall að frétta lát hans, þar sem hann hafði ekki, svo vitað væri, kennt sér meins. Meira
16. júlí 1996 | Minningargreinar | 144 orð

Hörður Grímkell Guðleifsson

Hörður Grímkell Guðleifsson andaðist á heimili sínu mánudaginn 8. júlí. Ég kynntist Herði árið 1974 þegar ég hóf iðnnám hjá Einari Ólafssyni múrarameistara, en þar starfaði Hörður sem byggingaverkamaður. Fljótt kom í ljós hvern mann Hörður hafði að geyma, hann var góður drengur, ljúfur og hjálplegur. Meira
16. júlí 1996 | Minningargreinar | 76 orð

HÖRÐUR GRÍMKELL GUÐLEIFSSON Hörður Grímkell Guðleifsson fæddist í Reykjavík 13. apríl 1948. Hann lést 8. júlí síðastliðinn.

HÖRÐUR GRÍMKELL GUÐLEIFSSON Hörður Grímkell Guðleifsson fæddist í Reykjavík 13. apríl 1948. Hann lést 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar Harðar eru Guðleifur Guðmundsson trésmiður, f. 16. maí 1909, d. 13. maí 1981 og Ingibjörg Hallgrímsdóttir sjúkraliði, f. 21. apríl 1918. Bróðir Harðar sammæðra er Helgi John búsettur í Reykjavík. Meira
16. júlí 1996 | Minningargreinar | 231 orð

Jónheiður Guðbrandsdóttir

Í nokkrum orðum langar okkur að minnast langalangömmu okkar sem er látin á 104 aldursári. Við höfum ekki mikið umgengist hana, því hún var komin á Hrafnistu þegar við fæddumst. Meðan við vorum litlir höfðum við ekki mikla þolinmæði til að staldra við þegar við fórum með pabba og mömmu í heimsóknir til hennar. Meira
16. júlí 1996 | Minningargreinar | 204 orð

Jónheiður Guðbrandsdóttir

Það er mér ljúft að minnast tengdamóður minnar nokkrum orðum. Þar fór heilsteyptur persónuleiki er hún var, er ekki mátti vamm sitt vita. Jónheiður hélt vel utan um heimili sitt og vék góðu að hverjum þeim er á vegi hennar varð. Ég man eftir Jónheiði allt frá því er ég var barn og unglingur og fékk þá þegar tilfinningu fyrir mannkostum hennar. Meira
16. júlí 1996 | Minningargreinar | 118 orð

JÓNHEIÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR

JÓNHEIÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR Jónheiður Guðbrandsdóttir fæddist á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal í Borgarfirði 13. febrúar 1893. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík á 104. aldursári 8. júlí síðastliðinn. Meira
16. júlí 1996 | Minningargreinar | 197 orð

Jónheiður Guðbrandsóttir

Jónheiður Guðbrandsdóttir, amma okkar var 103 ára þegar hún lést. Hún bjó á Hrafnistu síðustu 13 ár ævi sinnar. Þegar við hjónin kynntumst þá þekkti kona mín ömmu, síðan hún var átta ára gömul og átti heima í sömu götu og hún. Börnin í götunni kölluðu hana litlu, góðu konuna, en amma var mjög smá kona og þetta lýsir öllu viðmóti hennar. Meira
16. júlí 1996 | Minningargreinar | 1241 orð

Steinþór Jakobsson

Eins og allir krakkar í "Hlíðinni" byrjaði hann snemma á skíðum. Foreldrarnir gáfu systkinunum skíði í jólagöf þegar Steinþór var sjö ára. Skíðin voru með táólum eins og barnaskíði voru. Ekki voru liðnir margir dagar þegar hann var búinn að brjóta tvenn skíði með því að stökkva á þeim. Þegar hann stálpaðist fór hann að æfa á skíðum. Meira
16. júlí 1996 | Minningargreinar | 143 orð

STEINÞÓR JAKOBSSON

STEINÞÓR JAKOBSSON Steinþór Jakobsson var fæddur á Ísafirði 7. nóvember 1931. Hann lést af slysförum um borð í skútu sinni á Mexíkóflóa 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jakob Gíslason skipstjóri fæddur í Gerði, Barðastrandarhreppi og Guðbjörg Hansdóttir kona hans, fædd í Efstadal í Ögurhreppi, d. 1971. Meira
16. júlí 1996 | Minningargreinar | 156 orð

Sæunn Árnadóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
16. júlí 1996 | Minningargreinar | 27 orð

SÆUNN ÁRNADÓTTIR

SÆUNN ÁRNADÓTTIR Sæunn Árnadóttir fæddist á Akranesi 10. júní 1940. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 25. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 2. júlí. Meira
16. júlí 1996 | Minningargreinar | 244 orð

Þórður Kristinn Andrésson

Elskulegur bróðir okkar, hann Kiddi eins og við kölluðum hann alltaf, er farinn frá okkur alltof fljótt, aðeins 29 ára að aldri. Þetta kom sem reiðarslag yfir okkur eins og alla aðra sem hann þekktu. Kiddi ólst ekki upp með okkur systkinunum, heldur fluttist hann á Ísafjörð fimm ára gamall til Gígju og Reynis fósturforeldra sinna. Meira
16. júlí 1996 | Minningargreinar | 183 orð

ÞÓRÐUR KRISTINN ANDRÉSSON

ÞÓRÐUR KRISTINN ANDRÉSSON Þórður Kristinn Andrésson fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1967. Hann lést á Ísafirði 9. júlí 1996. Foreldrar hans eru Sigríður Jóna Hallgrímsdóttir, f. 2. febrúar 1940, og Andrés Þorðarson, f. 12. ágúst 1937. Þau slitu samvistum. Fósturforeldrar Þórðar Kristins voru Gígja Tómasdóttir, f. 29. Meira

Viðskipti

16. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 270 orð

5,2 milljarða afgangur fyrstu 5 mánuðina

VÖRUSKIPTIN við útlönd voru óhagstæð um 400 milljónir króna í maímánuði síðastliðnum. Fluttar voru út vörur fyrir 10,5 milljarða króna og inn fyrir 10,9 milljarða fob. Í maí í fyrra voru vöruskipti hins vegar hagstæð um 2,4 milljarða króna á föstu gengi. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru vöruskiptin hagstæð um 5,2 milljarða. Meira
16. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 259 orð

Aukinn útflutningur á ullarbandi

VERULEG aukning varð á sölu á erlenda ullarbandsmarkaði fyrstu 6 mánuði ársins hjá Ístexi - Íslenskum textíliðnaði. Tekjur fyrirtækisins jukust um 19% á fyrri hluta ársins miðað við sama tíma í fyrra þrátt fyrir að sala innanlands hafi dregist saman líkt og árið 1995. Meira
16. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 172 orð

Gagnsókn hótað í pastastríði

PASTASTRÍÐ milli Ítala og Bandaríkjamanna virðist hafið. Þekkt dagblað hefur skorað á Ítala að hundsa bandaríska matvöru og þingmaður hefur hvatt til hefndarráðstafana gegn bandaríska kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. Meira
16. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 141 orð

Iðnlánasjóður með 1.500 milljóna skuldabréfaútboð

IÐNLÁNASJÓÐUR hefur hafið útboð á nýjum skuldabréfum á innlendum markaði að fjárhæð 1.500 milljónir króna. Útboðið skiptist á fimm skuldabréfaflokka, þar sem gert er ráð fyrir því að sala bréfanna standi yfir fram á næsta ár. Stefnt er að því að selja bréf að fjárhæð 200 milljónir í þessum mánuði. Meira
16. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 163 orð

Lufthansa stefnir að hagnaði

LUFTHANSA kveðst stefna að því að skila eins miklum hagnaði á yfirstandandi reikningsári og á því síðasta þrátt fyrir 47% minni hagnað á fyrra helmingi reikningsársins nú og færri farþega en vonað var. Meira
16. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Nýr framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings

JÓN Eðvald Friðriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á Sauðárkróki frá 1. ágúst. Jón Eðvald er fæddur á Sauðárkróki árið 1954. Hann hefur starfað sem rekstrarstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga undanfarin ár, en starfaði þar áður að eigin atvinnurekstri á Sauðárkróki. Meira
16. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 329 orð

Stór pöntun treystir stöðu Airbus gegn Boeing

Airbus flugiðnaðarsamsteypa fjögurra Evrópuríkja hefur tryggt sér stóra pöntun frá dótturfyrirtæki General Electric og treyst stöðu sína gegn bandarísku Boeing flugvélaverksmiðjunum. Dótturfyrirtækið, General Electric Capital Aviation Services (GECAS), pantaði 45 þotur og tryggði sér kauprétt á 45 í viðbót. Að sögn GECAS er kostnaðurinn yfir 2. Meira
16. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Tæknival á Verðbréfaþing

HLUTABRÉF Tæknivals hf. hafa verið skráð á Verðbréfaþingi Íslands. Félagið er fyrsta tölvufyrirtækið sem hlýtur skráningu hlutabréfa sinna á Verðbréfaþingi Íslands, en fjölgun hluthafa í nýafstöðnu hlutafjárútboði var lokaskrefið að þessu takmarki. Meira
16. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 254 orð

Tæp 14% aukning í innlánum og verðbréfum

UMSVIF Íslandsbanka hf. og dótturfyrirtækja hafa vaxið ört á þessu ári. Innlán bankans jukust um 8,4% fyrstu sex mánuði ársins eða sem svarar til um 3 milljarða króna. Um síðustu áramót námu innlánin 34,9 milljörðum en höfðu aukist í 37,9 milljarða í lok júní. Meira

Fastir þættir

16. júlí 1996 | Dagbók | 2715 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 12.-18. júlí verða Borgar Apótek, Álftamýri 1 og Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-3. Frá þeim tíma er Borgar Apótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
16. júlí 1996 | Í dag | 74 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræð verður á morgun,

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræð verður á morgun, miðvikudaginn 17. júlí, Jensína Óskarsdóttir frá Hellissandi, Dúfnahólum 4, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn milli kl. 17 og 20 í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. ÁRA afmæli. Sjötugur verður á morgun, miðvikudaginn 17. Meira
16. júlí 1996 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband 22. júní í Háteigskirkju af séra Helgu Soffíu Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Már Hermannsson. Heimili þeirira er í Mávahlíð 44 í Reykjavík. Meira
16. júlí 1996 | Í dag | 34 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband 15. júní sl. í Áskirkju af séra Árna Bergi Sigurbjörnssyni Vilborg Jónsdóttir og Arnar Þór Ragnarsson. Heimili þeirra er á Rekagranda 3 í Reykjavík. Meira
16. júlí 1996 | Dagbók | 633 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
16. júlí 1996 | Fastir þættir | 421 orð

Framhaldsdeildin orðin fullburða Fyrsta útskriftin á laugardag

Bændaskólinn á Hólum útskrifaði á laugardag í samvinnu við Félag tamningamanna þrjá félagsmenn með þjálfara- og reiðkennararéttindi. Fjórir nemendur stunduðu nám við framhaldsdeildina, en hestur heltist hjá einum þeirra og þreytir hann fjórgangsverkefnið síðar. Meira
16. júlí 1996 | Fastir þættir | 177 orð

Hnitmiðað kynningar myndband um íslenska hestinn

FÉLAG hrossabænda hefur gefið út kynningarmyndband um íslenska hestinn í samvinnu við KAM film þar sem Konráð Gylfason kvikmyndagerðarmaður ræður ríkjum. Myndbandið ber heitið "Equus Islandicus" eða íslenski hesturinn. Í myndinni, sem er 13 mínútur að lengd, er komið víða við og komið inn á nánast öll hlutverk hestsins í dag, töfra hans og fegurð. Meira
16. júlí 1996 | Í dag | 454 orð

LNETIÐ er sífellt meira til umræðu manna á meðal og í f

LNETIÐ er sífellt meira til umræðu manna á meðal og í fjölmiðlum. Eins og kunnugt er heitir Alnetið "Internet" á ensku. Morgunblaðið hefur tekið upp íslenzka orðið Alnet yfir þetta fyrirbæri. Aðrir fjölmiðlar hafa hins vegar haldið áfram að nota enska orðið "internet", þ.ám. Ríkisútvarpið. Meira
16. júlí 1996 | Fastir þættir | 153 orð

Nýr völlur á Hólum

BYGGÐUR hefur verið nýr sýninga- og keppnisvöllur á Bændaskólanum á Hólum til að mæta auknum kröfum vegna kennslu í hestamennsku. Er hér um að ræða svipaðan völl og er á Vindheimamelum, það er um er að ræða stórt plan þar sem hægt er að vera með hefðbundinn afmarkaðan hringvöll eða opið svæði sem gefur aukna möguleika í frjálsum sýningum. Meira
16. júlí 1996 | Fastir þættir | 282 orð

Sanngjarnar kröfur í skemmtilegu námi

GUÐRÚN Ásdís Eysteinsdóttir varð fyrst til að dúxa í hinni nýju framhaldsdeild á Hólum á laugardag. Náði hún hæstu einkunn nemenda og hlaut að launum verðlaunagrip frá Morgunblaðinu. Meira
16. júlí 1996 | Í dag | 226 orð

Yndislegt að vera í Nesbúð HANNA Jónsdóttir hringdi og bað

HANNA Jónsdóttir hringdi og bað fyrir kærar þakkir fyrir yndislega veru í Nesbúð 5.-7. júlí ásamt ættarmótsfélögum. Bjarni og stelpurnar fallegu, kærar þakkir. Þarna er gott að vera, allt gert sem hægt er fyrir dvalargesti. Ill meðferð á dýrum ÉG ER alin upp í sveit þar sem var mikil hrossarækt. Meira

Íþróttir

16. júlí 1996 | Íþróttir | 127 orð

1. deild kvenna

ÍBA - KR0:7 - Guðrún Jóna Kristjánsdóttir 2, Olga Færseth 2, Ólöf Helga Helgadóttir, Sara Smart, Olga Stefánsdóttir. Stjarnan - Breiðablik0:4 Katrín Jónsdóttir 2, Ásthildur Helgadóttir, Helga Ósk Hannesdóttir. Valur - ÍBV3:0 Bergþóra Laxdal, Íris Andrésdóttir, Íris Eysteinsdóttir. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 95 orð

252 á landsmót í Eyjum

SKRÁNINGU á landsmótið í golfi, sem hefst í Vestmannaeyjum á sunnudaginn, lauk í gærkvöldi. Þegar búið var að fara yfir allar skráningar kom í ljós að það verða 252 kylfingar sem keppa á mótinu, og þar af eru aðeins 23 konur. Fimm stúlkur verða í meistaraflokki kvenna, einni fleira í 1. flokki og í 2. flokki kvenna verða 12 konur. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 138 orð

Anthony Karl aftur til Vals

FJÖLMARGAR beiðnir um félagaskipti leikmanna bárust til KSÍ í gær, enda lokadagur til að skipta um félag á þessu keppnistímabili. Helstu félagaskipti sem KSÍ samþykkti í gær eru sem hér segir: Anthony Karl Gregory úr Breiðabliki í Val, Björn Bjartmarz úr Víkingi í Aftureldingu, Finnur Thorlacius úr Skallagrími í Fram, Nedjo Vukovic úr júgósl. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 455 orð

BAKDYR »Allra leiða leitað til aðfjölga í ólympíuhópiÍslands í Atlanta

Ólympíuleikar eru hugsaðir sem keppni hinna bestu með þeirri undantekningu að nái enginn íþróttamaður þjóðar lágmarki eða vinni sér þátttökurétt á annan viðurkenndan hátt má hún senda karl og konu í keppni í sundi og frjálsíþróttum. Ákveðnar reglur gilda einnig um fjölda fylgdarmanna. Þetta eru ekki ný tíðindi og á ekki að vefjast fyrir mönnum. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 280 orð

Bensínlausar á leið í rásmark

ÞÁTTTAKA einu kvenkyns ökumanna rallsins um helgina byrjaði ekki gæfulega. Þær urðu bensínlausar á leið í rásmarkið, rúmum hálftíma fyrir tilskilda mætingu. En hraðar hendur voru hafðar og þær Guðný Úlfarsdóttir og Lára Blöndal á Peugeot 205 komust í rásmark rallsins og einnig í endamark eftir tveggja daga keppni. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 71 orð

Bjarnólfur Lárusson tók aukaspyrnu frá hægri kanti af 35 m

Bjarnólfur Lárusson tók aukaspyrnu frá hægri kanti af 35 m færi á 104. mín., sendi knöttinn vel fyrir mark Keflvíkinga. Þar var Leifur Geir Hafsteinsson á réttum stað og skallaði knöttinn glæsilega í netið, óverjandi fyrir Ólaf Gottskálksson, markvörð. Keflvíkingar fengu hornspyrnu á 119. mín. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 205 orð

Einar tryggði sér farseðilinn til Hawai

ÞRÍÞRAUTARKAPPINN Einar Jóhannsson gerði það gott um helgina í undankeppni fyrir hina svokölluðu Iron-man þríþrautarkeppni, sem haldin verður á Hawai síðar á þessu ári. Keppnin fór fram í Roth í Þýskalandi og gerði Einar sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í aðalkeppninni á Hawai, lenti í 13. sæti í sínum aldursflokki og 115. sæti í heildina. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 329 orð

Eyjamenn endurtóku leikinn frá 1968

EYJAMENN tryggðu sér rétt til að leika í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ með því að fagna sigri í Keflavík, eftir vítaspyrnukeppni, 5:3. Þeir endurtóku leik sinn frá 1968, þegar þeir fögnuðu einnig sigri í vítaspyrnukeppni, 5:4, þá eins og á sunnudaginn var staðan jöfn, 1:1, eftir framlengdan leik. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 467 orð

Frakklandskeppnin 13. áfangi, 177 km, frá Le-Puyen-Vela

13. áfangi, 177 km, frá Le-Puyen-Velay til Sancy á laugardag: 1. Rolf Sörensen (Danm.) Rabobank4.03,56 2. Orlando Rodrigues (Portúgal) Banesto4.03,56 3. Richard Virenque (Frakkl.) Festina4.03,56 4. Luc Leblanc (Frakkl.) Polti2 sek. á eftir 5. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 400 orð

Framarar einir á toppnum

Framarar tryggðu sér á sunnudagskvöld þriggja stiga forskot á toppi 2. deildar þegar þeir lögðu að velli botnlið deildarinnar, Leikni, með fjórum mörkum gegn engu í Breiðholtinu, því fyrr um daginn höfðu KA-menn sigrað Skallagrím frá Borgarnesi á Akureyri 1:0. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Fyrsta tap Skallagríms

Topplið Skallagríms tapaði sínum fyrsta leik í 2. deildinni er liðið mætti KA á Akureyrarvelli sl. sunnudag. Heimamenn voru mun ágengari í leiknum og uppskáru sigur, sem reyndar var í naumara lagi; 1:0. KA-menn byrjuðu með látum og Friðrik Þorsteinsson í marki Skallagríms varði ein fjögur skot á fyrstu 12 mínútunum og á 21. mín. fékk KA dauðafæri. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 56 orð

Guðmundur fékk silfur í Prag

GUÐMUNDUR E. Stephensen og Daninn Michael Maze hlutu silfurverðlaun í tvíliðaleik á Evrópumeistaramóti unglinga í Prag í Tékklandi. Þeir léku til úrslita í flokki 15 ára og yngri gegn Rússunum Vaske og Liventsov og töpuðu, 1:2 ­ 21-18, 17-21, 21:9. Maze lék einnig til úrslita í einliðaleik og vann Rússann Kuzmin. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 726 orð

"Gullæðið" í NBA

Síðastliðna helgi átti sér heldur betur stað uppstokkun í herbúðum bandaríska körfuknattleiksliðsins New York Knicks þegar félagið gekk frá samningum við þrjá geysiöfluga leikmenn, sem leika munu í Madison Square Garden á næsta keppnistímabili. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 43 orð

Heiðursmannasamkomulag BJARKI Pétursso

BJARKI Pétursson lék ekki með Fylki gegn Akranesi í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Ástæðan var sú að forsvarsmenn félaganna gerðu með sér heiðursmannasamkomulag, þegar gengið var frá félagskiptum Bjarka úr ÍA í Fylki, þess efnis að hann léki ekki gegn Skagamönnum í ár. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 211 orð

Intertoto-keppnin 1. riðill: Stu

1. riðill: Stuttgart - Standard Liege 0:2 Álaborg - Cliftonville (N-Írl.)4:0 2. riðill: Tofta (Færeyjum) - Werder Bremen 0:2 ASK Linz (Austurr.) - Apollon (Kýpur)2:0 3. riðill: FC Kaupmannah. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 112 orð

Íslandsmet hjá Guðbjörgu

GUÐBJÖRG Viðarsdóttir, HSK, setti Íslandsmet í sleggjukasti kvenna á íþróttahátíð HSK á Laugarvatni um síðustu helgi. Kastaði hún 40,38 metra og bætti eldra metið sitt um hálfan metra. Á sama móti náði Ólafur Guðmundsson tugþrautarmaður úr sama félagi góðum árangri í 110 metra grindahlaupi og 100 metra hlaupi. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 307 orð

Landsbréfamótið

Mótið, sem var stigamót, var haldið á Grafarholtsvelli um helgina. Án forgjafar: Kristinn G. Bjarnason, GL7272 144 Hjalti Pálmason, GR7272 145 Tryggvi Pétursson, GR7373 146 Örn Arnarson, GL7571 146 Tryggvi Traustason, GK7478 152 Helgi Þórisson, Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 222 orð

Magnús hættur þjálfun hjá Fylki

Mangús Pálsson sem þjálfað hefur 1. deildar lið Fylkis er hættur störfum. Það varð að samkomulagi milli hans og stjórnar félagsins í gær að þessi yrðu málalok hans hjá félaginu. Ástæðan er að sögn Kolbeins Finnssonar formanns knattspyrnudeildar slakt gengi liðsins í sumar. Fylkir hefur aðeins sigrað í einum leik í deildinni ­ gegn Breiðabliki 6:1 í fyrstu umferð. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 125 orð

Matthäus og Klinsmann semja frið ÞÝSKU

ÞÝSKU knattspyrnumennirnir Lothar Matthäus og Jürgen Klinsmann hafa nú loksins samið frið sín á milli eftir að hafa átt í stöðugu rifrildi og illdeilum í nokkurn tíma. Lætin byrjuðu þegar Matthäus hóf að ásaka Klinsmann fyrir að reyna að halda sér fyrir utan landsliðshópinn eftir að sá fyrrnefndi hafði náð sér af nokkuð slæmum meiðslum, Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 338 orð

Ná Valsmenn að slá bikarmeistara KR út af laginu?

Íkvöld fer fram þriðji leikurinn í átta liða úrslitum bikarkeppni KSÍ er Valsmenn mæta KR-ingum að Hlíðarenda klukkan átta. Þar fæst úr því skorið hvort bikarmeistarar síðustu tveggja ára, KR, Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 365 orð

Ólafur Þórðarson gaf fyrir mark Fylkis frá endamörkum

Ólafur Þórðarson gaf fyrir mark Fylkis frá endamörkum hægra megin, Kári Steinn Reynisson var hindraður fyrir opnu marki og dæmd vítaspyrna. Haraldur Ingólfsson tók spyrnuna og skoraði af öryggi, skaut með vinstri í hornið niðri, vinstra megin við markvörðinn, á 4. mínútu. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 107 orð

Ólöf tapaði naumlega

ÓLÖF María Jónsdóttir tapaði á fyrstu holu í bráðabana í 2. umferð A-riðils á meistaramóti Lúxemborgar. Í B-riðli sigraði Herborg Arnarsdóttir fyrst 2-1 og síðan 4-3, og komst í úrslit. Þar sigraði hún einnig, að þessu sinni 3-2. Þórður Emil Ólafsson tapaði 4-3 í B-riðli en Björgvin Sigurbergsson vann 2-1 og 6-5 en tapaði á 20. holu í úrslitum. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 81 orð

Siggi skoraði gegn Maribor SIGURÐUR Jónsson, sem leikur með "Íslendingafélaginu" Örebro í sænsku knattspyrnunni, skoraði eitt af

SIGURÐUR Jónsson, sem leikur með "Íslendingafélaginu" Örebro í sænsku knattspyrnunni, skoraði eitt af fjórum mörkum liðsins í leik gegn slóvenska liðinu Maribor Branik í Intertoto-keppninni um helgina. Örebro sigraði með fjórum mörkum gegn einu og skoraði Sigurður annað mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 25 orð

Siglingar Faxaflóamótið: 1. Skeg

Faxaflóamótið: 1. Skegla (Þyt) Skipstjóri Guðjón Guðjónsson 2. Sigurborg (Ými) - Páll Hreinsson 3. Svala (Brokey) - Kristján Richter 4. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 330 orð

SIGURGEIR Guðjónsson

SIGURGEIR Guðjónsson hafði talsverðar áhyggjur af því eftir keppni að Ingibjörg Grétarsdóttirkona hans heimtaði að hann keypti rallbíl. Hún fór fyrstu sérleið rallsins með Sigurði Óla Gunnarssynisem Sigurgeir er aðstoðarökumaður hjá. Hún heillaðist af rallinu við fyrstu kynni. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 478 orð

Skagamenn hafa sjaldan leikið betur

Undanfarin ár hafa Skagamenn sýnt að þeir eru vandanum vaxnir þegar mikið liggur við og álagið er sem mest. Vissulega hafa orðið mannabreytingar og lykilmenn horfið á braut en engu að síður hafa menn náð að þjappa sér saman þegar það hefur skipt öllu. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 75 orð

Stórmót Víkings

Haldið á tennisvöllum Víkings í Fossvogi 8. til 14. júlí: Einliðaleikur karla: 1.Raj Bonifacius 2.Gunnar Einarsson. 3.-4.Rúrik Vatnarsson. Snæbjörn Gunnsteinsson. Rai vann fyrsta sett nokkuð auðveldlega 6:2. Gunnar snéri leiknum sér í hag í öðru setti og sigraði 6:4. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 168 orð

Stöð 2 með einkarétt á landsmótinu

Stöð 2 samdi fyrir helgi við Golfsamband Íslands um einkarétt til að sýna frá landsmótinu í golfi sem hefst í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Hannes Guðmundsson, forseti GSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að samningurinn væri skref í rétta átt, hluti af því ferli sem verið hefur undanfarin ár. "Við erum mjög sáttir við samninginn," sagði Hannes. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 41 orð

Tröllaskagatvíþrautin: Karlar: 1

Karlar: 1. Daníel Jakobsson1.47,41 2. Árni Gunnar Gunnarsson2.09,17 3. Gísli Einar Árnason2.11,03 4. Þóroddur Ingvarsson2.11,49 5. Ólafur Björnsson2.14,13 6. Sturla Birkisson2.15,28 7. Gísli Harðarson2.15,59 8. Ingólfur Magnússon2. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 114 orð

Tveir leikmenn frá Derby til ÍR

ÍR-INGAR, sem leika í 2. deild, hafa fengið til liðs við sig tvo enska leikmenn frá Derby County í Englandi. Annar þeirra er varnar- og miðvallarleikmaður og heitir Ian Ashbee og er 19 ára og hinn heitir William Davis, 21 árs sóknarmaður. Ashbee hefur leikið í aðalliði Derby. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 132 orð

Tvö ný handboltalið skráð til leiks

TVÖ ný lið taka þátt í 2. deildarkeppninni í handknattleik næsta keppnistímabil. Það er Hörður frá Ísafirði og HM 96 úr Mosfellsbæ. Um helgina var dregið í töfluröð í deildarkeppninni. Íslandsmeistarar Vals í 1. deild karla mæta FH í fyrsta leik, í Valshúsinu 18. september. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 271 orð

Villeneuve ýtir við Hill

Kanadabúinn Jaques Villeneuve vann breska kappaksturinn á Silverstone á sunnudaginn á Williams Renault. Varð 19 sekúndum á undan Austurríkismanninum Gerhard Berger á Benetton og Finninn Mika Hakkinen á McLaren varð þriðji. Villeneuve náði um 204 km meðalhraða í keppninni, sem var 309 km löng. Hvorki Damon Hill né heimsmeistarinn Micael Schumacher luku keppni. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 21 orð

Vítakeppnin ÍBV - Keflavík

ÍBV - KeflavíkBjarnólfur Lárusson1:0 Eysteinn Hauksson1:1 Hlynur Stefánsson2:1 Jóhann Steinarssonyfir Hermann Hreiðarsson3:1 Ragnar Steinarsson3:2 Tryggvi Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 357 orð

Þriðji sigurinn í röð hjá feðgunum

RÚNAR Jónsson og Jón Ragnarsson á Mazda 323 unnu þriðja sigurinn í röð á þessu ári, þegar þeir luku rallmóti helgarinnar í fyrsta sæti. Náðu þeir besta aksturstíma á öllum sérleiðum, sem voru átta talsins. Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason á Talbot Lotus urði í öðru sæti, en félagarnir Hjörtur P. Jónsson og Ísak Guðjónsson á Toyota Corolla nældu í bronsið. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 362 orð

Þróttur slapp fyrir horn

Þróttarar tóku á móti ÍR-ingum á Valbjarnarvelli í gærkvöldi og höfðu nauman sigur eftir spennandi lokamínútur. ÍR-ingar voru fyrri til við sköpun marktækifæra í leiknum. Á 2. mínútu komst Kristján Brooks inn fyrir vörn Þróttar. Markvörður Þróttara, Axel Gomez, kom út á móti honum og varði með fótunum. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 592 orð

Ætlar knattspyrnumaðurinnÓLAFUR ÞÓRÐARSONað bæta sig enn frekar? Ekki annað á dagskrá

ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði Íslandsmeistara Akraness í knattspyrnu undanfarin fjögur ár, sýndi í fyrradag hvers hann er megnugur. Hann var hreinlega óstöðvandi og allt í öllu þegar ÍA vann Fylki 9:2 í átta liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 356 orð

(fyrirsögn vantar)

Oft hafa áhorfendur í Kaplakrika skemmt sér betur á knattspyrnuleik en í gærkvöldi þegar FH tók á móti Víkingum. Liðin skildu jöfn eftir daufan leik, hvort um sig gerði eitt mark. Heimamenn sóttu heldur meira í upphafi leiks en sóknir þeirra voru svo til hættulausar og þurfti Stefán Arnarson, fyrrum FH-ingur, ekki oft að hafa áhyggjur. Litlu munaði þó á 11. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 39 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólympíufararnir máta fötinELÍN Sigurðardóttir sundkona og Elsa Nielsen badmintonkona mátuðu fötin sem íslenska ólympíuliðið klæðist við opnunarhátíðina í Atlanta næsta laugardag. Elín og Elsa, sem héldu utan í gær, eru greinilega ánægðar með nýju fötin. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Akranessvöllur, átta liða úrslit bikarkeppni KSÍ, sunnudaginn 14. júlí 1996. Aðstæður: Norðangola, sól og góður völlur. Mörk ÍA: Haraldur Ingólfsson (4. vsp.), Steinar Adolfsson (9.), Mihajlo Bibercic (10., 64.), Kári Steinn Reynisson (22.), Bjarni Guðjónsson (45., 58.), Stefán Þór Þórðarson (75., 84.). Mark Fylkis: Kristinn Tómasson (39, 76. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 181 orð

(fyrirsögn vantar)

3. deild: Dalvík - Grótta5:1 Garðar Níelsson 2, Örvar Eiríksson, Stefán Gunnarsson, sjálfsmark - Kristján Haraldsson. Höttur - Ægir2:1 Sigurður Árnason 2 - Kjartan Helgason. Víðir - Reynir S.1:1 Björgvin Björgvinsson - Grétar Hjartarson. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 183 orð

(fyrirsögn vantar)

Völsungur og Þór frá Akureyri skildu jöfn, 1:1, í 2. deild karla á Húsavík í gærkvöldi. Leikurinn var nokkuð harður enda fengu tíu leikmenn áminningu í leiknum, fjórir úr Völsungi og sex úr Þór. Heimamenn komust yfir með marki Hjartar Hjartarsonar eftir 20 mínútna leik. Meira
16. júlí 1996 | Íþróttir | 359 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞREFALDUR Ólympíumeistari í langstökki, Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis, stökk einungis 8,00 metra á móti í heimalandi sínu um helgina þar sem margir af sterkustu frjálsíþróttamönnum Bandaríkjanna tóku þátt í sínu síðasta móti fyrir Ólympíuleikana í Atlanta. Meira

Fasteignablað

16. júlí 1996 | Fasteignablað | 521 orð

Aðeins 6% fullgerðra íbúða í Kópavogsdal óseldar

UM 65% þeirra íbúða, sem í smíðum eru í Kópavogsdal, eru þegar seldar og einungs 6% þeirra íbúða, sem eru fullgerðar, eru óseldar. Þetta er niðurstaða könnunar, sem Markaðsskrifstofa Kópavogs hefur látið gera meðal þrjátíu byggingaraðila, sem eru að byggja íbúðarhúsnæði í Kópavogsdal til sölu á almennum markaði. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 253 orð

Atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði

HJÁ fasteignasölunni Ási í Hafnarfirði er nú til sölu stórt atvinnuhúsnæði við Melabraut 19, skammt fyrir ofan höfnina þar í bæ. Um er að ræða tvær hæðir, sem eru alls 1.635 ferm. Neðri hæð er um 1.050 ferm. og efri hæðin um 585 ferm. Háar innkeyrsludyr eru á báðum hæðunum. Ásett verð er 44 millj. kr. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 44 orð

Bilaðar skólplagnir

BILAÐAR skólpleiðslur í grunni eiga eftir að angra húseigendur meira og meira a næstu árum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Í skólplögnum, sem eru orðnar yfir 40 ára gamlar, má búast við, að margt sé farið að gefa sig. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 1622 orð

Eldhúsið ­ fyrr og nú

ELDHÚSINNRÉTTINGAR í húsum fóru ekki að tíðkast að ráði á Íslandi fyrr en undir síðustu aldamót, þegar fólk fór að reisa timburhús og flutti þar með úr baðstofunum sem skýldu forfeðrunum áður. Auðvitað voru til eldhús í gömlu húsunum, en þar voru engir skápar, matur og áhöld voru geymd í kistlum og ámum. Skápar þekktust tæpast sem innréttingar fyrr en með tilkomu timburhúsanna. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 212 orð

Eldhúsinnréttingar

ELDHÚSIÐ hefur verið í stöðugri þróun, einkum á síðari árum. Nú er lögð meiri áherzla á en áður, að innréttingin sé þægileg í notkun. Kemur þetta fram í viðtali Guðrúnar Guðlaugsdóttur við Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhúsarkitekt. - Eldhús er að mínu viti vinnustofa en ekki stássstofa, segir Guðbjörg. - Í sumum tilvikum eru viðkvæmir viðir notaðir í borðplötur í eldhúsum. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 232 orð

Fjárfestar hafa auga- stað á Kína

KÍNA laðar að sér fjórum sinnum meiri erlendar fjárfestingar en gömlu kommúnistalöndin í Mið- og Austur-Evrópu. Þannig hafa erlendir aðilar fjárfest nær 122 milljarða dollara í Kína á tímabilinu 1989-1995, en aðeins 31 milljarða dollara í síðarnefndu löndunum og af þeirri fjárhæð hefur meira en þriðjungur farið til Ungverjalands. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 236 orð

Glæsilegt einbýlis- hús á Seltjarnarnesi

SELTJARNARNES hefur nokkra sérstöðu á fasteignamarkaðnum. Eftirspurn eftir eignum þar er yfirleitt meiri en framboð og verð á fasteignum þar gjarnan aðeins hærra en á mörgum öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Seltjarnarnes er líka efnað bæjarfélag og bærinn sér afar vel fyrir öllu, sem að honum lýtur. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 300 orð

Hús á stórri lóð við Hagaland

SÉRBÝLIÐ er einkennandi fyrir Mosfellsbæ. Bærinn er fyrir utan mesta þéttbýlið og þangað sækir fólk með áhuga á útivist, eins og garðrækt, hestamennsku og golfi. Fasteignasalan Berg hefur nú til sölu gott einbýlishús við Hagaland, sem er 140 ferm. og með 40 ferm. bílskúr. Húsið stendur á 1200 ferm. eignarlóð. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 688 orð

Hvað leynist undir gólfinu?

Fjölmörg hús hérlendis eru komin á þann aldur að talsvert viðhald er orðið nauðsyn og það fyrir alllöngu síðan. Mikill meirihluti byggðar innan hinna gömlu Hringbrautar í Reykjavík er undir þessa sök seldur og raunar heilu hverfin annarsstaðar í borginni. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 180 orð

Hækkandi verð í Osló

VERÐ á einbýlishúsum í Osló hefur hækkað um 22% á síðasta ári, en langtum færri hús eru nú til sölu en þá. Skýrði blaðið Aftenpostenfrá þessu fyrir skömmu. - Minna framboð helzt í hendur við væntingar um hækkandi verð, er haft eftir Hans Jakob Hansen, framkvæmdastjóra OPAK, samtaka í norskum byggingariðnaði. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 304 orð

Nýbyggingar mun meiri en áður

HELZTA framkvæmdaverkefnið á vegum Grindavíkurbæjar nú er nýbygging við grunnskólann um 2150 fm. að stærð. Að sögn Jóns Sigurðssonar, tæknifræðings Grindavíkurbæjar, er nú unnið að hönnun viðbyggingarinnar en ráðgert er að hefja byggingaframkvæmdir að henni lokinni. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 393 orð

Nýr byggingar- áfangi hjá Mótási

BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ Mótás hefur nú byrjað á nýjum byggingaráfanga með smíði fjölbýlishúss með 23 íbúðum við Laufrima 10-14 í Rimahverfi og verða þær afhentar í marz á næsta ári. Íbúðirnar verða ýmist 3ja eða 4ra herbergja og 90 ferm. og 100 ferm. að stærð. Verð á 3ja herb. íbúðunum er 7.050.000 kr. en á 4ra herb. íbúðunum 7.900.000 kr. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 222 orð

Seljendur hafa ráðið ferðinni á Jótlandi

FASTEIGNAMARKAÐURINN á Jótlandi hefur verið seljendamarkaður undanfarin tvö til þrjú ár að sögn danskra blaða og meðalverð á einbýlishúsum og íbúðum hefur verið hátt eins og tölur sýna. Árið 1993 kostaði einbýlishús á Árósarsvæðinu 745.000 d. kr. að meðaltali. Árið eftir hækkaði verðið í 823.000 d. kr. og í fyrra komst það í 887.000 d. kr. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 1235 orð

Skipting sameiginlegs kostnaðar

MEÐ lögum um fjöleignarhús sem tóku gildi 1. janúar 1995 voru gerðar veigamiklar breytingar frá eldri löggjöf um fjölbýlishús um skiptingu sameiginlegs kostnaðar. Þessar breytingar leiða til þess í grófum dráttum að eigendur stærri eigna greiða minna í sameiginlegan kostnað en áður, en að sama skapi leiðir breytingin til hækkunar á greiðslum hjá eigendum minni íbúða. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 728 orð

Skipting sameiginlegs kostnaðar

Með lögum um fjöleignarhús voru gerðar veigamiklar breytingar frá eldri löggjöf um fjölbýlishús um skiptingu sameiginlegs kostnaðar. Þessar breytingar leiða til þess í grófum dráttum að eigendur stærri eigna greiða minna í sameiginlegan kostnað en áður, en að sama skapi leiðir breytingin til hækkunar á greiðslum hjá eigendum minni íbúða. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 40 orð

Skjólveggir og sólpallar

SÓLPALLAR með skjólveggjum geta verið unaðsreitir og gróður dafnar betur í görðum, þar sem skjólveggir eru settir upp, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan. Þar fjallar hann um smíði sólpalla og skjólveggja í máli og myndum. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 844 orð

Sólpallar

VÍÐA hafa verið byggðir sólpallar á seinni árum, bæði við íbúðarhús og sumarhús, í almenningsgörðum og við sundstaði, svo að nokkuð sé nefnt. Venjulega er síðan reist skjólgirðing á einni eða fleiri hliðum pallsins. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 284 orð

Stórt einbýlishús við Dynskóga

HJÁ fasteignasölunni Fold er nú til sölu stórt einbýlishús við Dynskóga 5. Húsið er á tveimur hæðum og með innbyggðum bílskúr. Því fylgir fallegur, ræktaður garður. Ásett verð er 18,9 millj. kr. Gengið er inn í andyri á fyrstu hæð og þaðan inn í parketlagt hol. Meira
16. júlí 1996 | Fasteignablað | 331 orð

Sveiflur í ávöxtunar- kröfu húsbréfa

TALSVERÐAR sveiflur hafa verið í ávöxtunarkröfu húsbréfa á undanförnum misserum. Síðastliðið haust fór hún ört lækkandi, en í desember tók hún að hækka á ný og komst í 5,90% um miðjan janúar. Í febrúar lækkaði hún nokkuð, en hækkaði síðan að nýju. Í byrjun apríl fór hún svo aftur ört lækkandi og komst niður í 5,54% í apríllok. Meira

Úr verinu

16. júlí 1996 | Úr verinu | 162 orð

Bilanir og gallar í Hafnfirðingi HF

SJÓFROST ehf, sem keypti frystitogarann Hafnfirðing HF frá Kanada nú vor, reynir nú að fá kaupunum rift vegna galla í skipinu og vanefnda seljanda. Guðbjartur Gissurarson, stjórnarformaður Sjófrosts ehf, segir komið hafi í ljós gallar í olíutönkum skipsins, Meira
16. júlí 1996 | Úr verinu | 175 orð

Lítið er vitað um veiðar á Hryggnum

LÍTIÐ sem ekkert eftirlit er haft með skipum sem nú eru að veiðum á Reykjaneshrygg. Íslensk skip hættu veiðum þar snemma í júní en aðrar þjóðir hafa haldið veiðunum áfram. Samkvæmt samningum Fiskveiðinefndar norðaustur Atlantshafsins, NEAFC, ber löndum að fylgjast með afla skipa sinna og tilkynna hann til nefndarinnar mánaðarlega. Meira
16. júlí 1996 | Úr verinu | 219 orð

Um 150.000 tonn af loðnu á land

LOÐNUVEIÐIN eru nú orðinn nálægt 150.000 tonnum frá því veiðar hófust þann fyrsta júlí, eða nálægt 10.000 tonnum á dag að jafnaði. Veiðar hafa gengið vel allt þar til síðustu nótt, er kaldi byrjaði að gera skipunum erfitt fyrir og einnig stóð loðnan djúpt. Enn er þörf á því að halda aftur af skipunum við veiðarnar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.