Greinar fimmtudaginn 18. júlí 1996

Forsíða

18. júlí 1996 | Forsíða | 266 orð

Árásir múslima á BosníuSerba færast í aukana

TALSMAÐUR Sameinuðu þjóðanna í Bosníu sagði í gær að árásir múslima á Bosníu-Serba í Sarajevo hefðu færst í aukana og að stjórn landsins, sem er að mestu skipuð múslimum, gerði ekkert til þess að veita fólkinu vernd. Meira
18. júlí 1996 | Forsíða | 57 orð

Christopher ræðir Kúbu

WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að ýmsir bandamenn Bandaríkjamanna hefðu sagst fúsir til samvinnu um að beita stjórn Kúbu þrýstingi til að hún virti mannréttindi og tæki upp lýðræði. Christopher kvaðst hafa rætt við sjö utanríkisráðherra, sem allir vildu "taka þátt í þessu...Ég held að í því felist skuldbinding". Meira
18. júlí 1996 | Forsíða | 90 orð

Flóttamenn frá A-Tímor mótmæla

TUTTUGU ár eru liðin frá því að Austur-Tímor var innlimað í Indónesíu og í gær var haldið upp á svokallaðan "samrunadag" í Dili, höfuðborg Austur-Tímor. Engar fregnir bárust af mótmælum þar. Austur-Tímor var portúgölsk nýlenda til 1975. Indónesísk stjórnvöld sendu herlið þangað í desember sama ár og rúmu hálfu ári síðar var landið innlimað í Indónesíu. Meira
18. júlí 1996 | Forsíða | 134 orð

Kjarninn snýst hraðar

VÍSINDAMENN við Columbia- háskóla í New York hafa leitt í ljós með mælingum á jarðskjálftabylgjum, að hinn efnisfasti innri kjarni jarðar, sem er úr járni og á stærð við tunglið, snýst hraðar en jörðin. Meira
18. júlí 1996 | Forsíða | 176 orð

Sagðir ráðast á friðsöm þorp

TALSMENN aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju sökuðu í gær rússneska herinn um að hafa gert árásir á fjölda friðsamra sveitaþorpa með þungavopnum og þyrlum undanfarna daga. Heimildarmenn í héraðinu skýrðu frá vaxandi ókyrrð og andúð á rússneska herliðinu. Meira
18. júlí 1996 | Forsíða | 262 orð

Segja öfgamenn ógna sjálfstæði landsins

RÁÐAMENN í Úkraínu hafa ákveðið að grípa til "neyðaraðgerða" til að tryggja öryggi landsins eftir að reynt var að ráða Pavlo Lazarenko forsætisráðherra af dögum í fyrradag. Kváðu þeir kommúnista og bandamenn þeirra, þjóðernisöfgamenn og glæpasamtök, stefna sjálfstæði landsins í hættu. Meira

Fréttir

18. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 80 orð

13 ára piltur ákærður

LÖGREGLA á Bretlandi tilkynnti í gær að 13 ára piltur hefði verið ákærður fyrir morðið á Jade Matthews, sem var níu ára. Lík hennar fannst á brautarteinum í Liverpool að morgni áttunda júlí. Ekki er heimilt, samkvæmt breskum lögum, að gera nafn piltsins opinbert. Meira
18. júlí 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

30 manns á vöktum allan sólarhringinn

Vaðbrekka, Jökuldal.- Framkvæmdir við nýja veginn frá Jökulsá á Fjöllum í Víðidal ganga vel. Þessi nýi vegarkafli er 13,5 kílómetra langur og liggur nokkru vestar en gamli vegurinn. Nýi vegurinn fer þess vegna ekki um hlaðið á Grímsstöðum eins og sá gamli gerir. Verktaki við verkið er Héraðsverk frá Egilsstöðum. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 258 orð

73,2 milljóna króna hagnaður varð í fyrra

TOGARAÚTGERÐ Ísafjarðar hf. skilaði 73,2 milljóna króna hagnaði á árinu 1995 og var veltufé frá rekstri 103,3 milljónir króna. Þetta er umtalsverður bati miðað við árið á undan, en 1994 nam hagnaðurinn 7,8 millj. kr. og veltufé frá rekstri var 36,5 millj. kr. Magnús Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri, segir að góða afkomu megi þakka góðæri í veiðum og verðlagningu afurða. Meira
18. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Aðalheiður sýnir í Galleríi AllraHanda

SÝNING á verkum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur verður opnuð í Galleríi AllraHanda í Grófargili á morgun, föstudaginn 19. júlí. Sýningin er innsetning og eins konar "landslagsmynd". Aðalheiður er Siglfirðingur, fædd árið 1963. Hún útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 1993. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 571 orð

Aldarafmæli verslunar á Stöðvarfirði

Á STÖÐVARFIRÐI verður haldið upp á hundrað ára verslunarafmæli um helgina. Afmælishátíð verður dagana 19., 20. og 21. júlí eða frá föstudegi til sunnudags. Á sérstakri hátíðardagskrá á laugardaginn verður útnefndur heiðursborgari og afhjúpaður minnisvarði um Carl Guðmundsson og eiginkonu hans, Petru A. Jónsdóttur, en Carl var frumkvöðull verslunar á Stöðvarfirði. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 924 orð

Áhyggjur af viðbrögðum Rússa ef afli glæðist

FYRSTU íslenzku skipin, sem halda í Smuguna á þessu sumri, hafa lítinn sem engan afla fengið. Sumir spá því reyndar að þorskurinn verði tregur í Smugunni í sumar vegna kaldsjávar. Ekki er víst að það veki eintóman fögnuð á Íslandi ef aflabrögðin glæðast, Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Ályktun aðalfundar Félags heyrnarlausra

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem samþykkt var af aðalfundi Félags heyrnarlausra 22. júní síðastliðinn. "Við sem erum heyrnarlaus skorum á yfirvöld að tryggja mannréttindi heyrnarlausra landsmanna með því að viðurkenna með lögum íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra Íslendinga. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð

Á norrænni slóð í Árbæjarsafni

ÁRBÆJARSAFN verður opið helgina 20.­21. júlí frá kl. 10­18. Á laugardeginum geta börn lært að reisa horgemling og fleiri gamla leiki eða brugðið sér á hestbak. Á sunnudeginum verður opnuð ný sýning á Árbæjarsafni en það er norræna farandsýningin Á norrænni slóð. Sýningin er unnin af danska arkitektinum Sören Sass og rithöfundinum Ebbe Kløvedal Reich. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

Árétting

Í FORYSTUGREIN Morgunblaðsins síðastliðinn föstudag sagði að fyrirætlanir garðyrkjubænda um að lengja uppskerutíma grænmetis með raflýsingu kynnu að orka tvímælis fyrir neytendur, "vegna þess að á meðan innlent grænmeti er á markaðnum er tollvernd gagnvart hinu erlenda viðhaldið og verðinu haldið uppi, ekki sízt vegna þess að það er dýrt að rækta grænmeti við rafmagnsljós." Meira
18. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Á valdi örlaganna

Á Túborgdjassi Listasumars og Café Karolínu í kvöld, fimmtudagskvöldið 18. júlí kemur fram hljómsveitin Á valdi örlaganna. Í henni eru þeir Óskar Guðjónsson, Tómas R. Einarsson og Matthías M.D. Hemstok. Hljómsveitin var stofnuð síðasta vor, en þeir félagar hafa áður leikið saman. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og er aðgangur ókeypis. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 44 orð

Boðsmót Taflfélagsins

TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir boðsmóti í skák sem stendur frá miðvikudegi í næstu viku, 24. júlí, til 12. ágúst. Tefldar verða 7 umferðir og er umhugsunarfrestur hálftími á 30 leiki. Öllum er heimil þátttaka og er skráning í síma TR á kvöldin. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 231 orð

Borgin mun reka sérskóla á grunnskólastigi

REYKJAVÍKURBORG, Samband íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hafa gert með sér samkomulag um að Reykjavíkurborg taki að sér rekstur allra sérskóla og -deilda á grunnskólastigi, sem starfandi eru í borginni skólaárið 1996­1997. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Bók um náttúruvernd afhent forseta Íslands

NÝLEGA færðu Háskólaútgáfan og Landvernd Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, bókina "Umhverfisréttur; Verndun náttúru Íslands" að gjöf. Bókin fjallar um náttúruvernd og umhverfismál og er í henni að finna yfirlit um öll lög og reglur sem gilda hér á landi á þessum sviðum. Meira
18. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 339 orð

Bærinn hefur tapað 62 milljónum í fyrirtækinu

MÁLEFNI ullarfyrirtækisins Foldu hf. komu til umræðu á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í vikunni. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagðist líta svo á að fjármunir bæjarins í fyrirtækinu væru tapaðir og það væru vissulega vonbrigði. Undir það tók Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki. Meira
18. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 596 orð

Deilt um hlutverk forsetafrúarinnar

STUÐNINGSMENN Hillary Clinton, forsetafrúar Bandaríkjanna, leggja allt kapp á að hún gegni lykilhlutverki á flokksþingi Demókrataflokksins sem fram fer í Chicago í næsta mánuði. Nokkrir ráðgjafa eiginmanns hennar eru hins vegar ekki sannfærðir um ágæti þessarar hugmyndar. Meira
18. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Dótakassinn opnaður

DÓTAKASSINN, sem er ný leikfangaverslun hefur verið opnaður í Kaupvangsstræti 1, nýju húsi í miðbæ Akureyrar. Það eru hjónin Helga Þórðardóttir og Karl Jónsson sem eiga og reka Dótakassann, en fyrir eiga þau einnig verslunina Dótabúðina í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Í Dótakassanum er áhersla lögð á að bjóða fjölbreytt úrval leikfanga fyrir börn á öllum aldri. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 176 orð

Ellefu ungmenni synda yfir Faxaflóa

Sundhópur frá Sundfélagi Akraness ætlar á laugardag að synda frá Reykjavík til Akraness, svokallað Faxaflóasund. Sundleiðin er um 21 km og skiptast krakkarnir á að synda. Þau eru 11 talsins og yngsti sundmaðurinn er 14 ára. Allt sundfólkið mun synda í blautbúningum til að verjast kuldanum í sjónum. Fyllsta öryggis er gætt í framkvæmd sundsins. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 233 orð

Fimm milljónir í gjafir

KVENFÉLAGIÐ Hringurinn hélt aðalfund sinn 17. apríl sl. í Grand Hótel Reykjavík og kom fram að félaginu bárust rúmar 5 milljónir króna í gjafir á síðasta ári. Í fréttatilkynningu segir: "Eins og áður rennur öll fjáröflun félagsins í Barnaspítalasjóð Hringsins og einnig bárust sjóðnum á síðasta starfsári margar veglegar gjafir. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 114 orð

Flutningabíll festist

GÁMAFLUTNINGABÍLL á leið frá Neskaupstað til Eskifjarðar festist í hliði Oddsskarðsganga Eskifjarðarmegin um þrjúleytið í gærdag þegar gámafesting kræktist í gangahurðina og dró hana niður. Göngin voru lokuð í nokkrar klukkustundir og var umferð beint á gamla Oddsskarðsveginn á meðan. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 197 orð

Fréttastjóri menningarefnis DV

SILJA Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin fréttastjóri menningarefnis hjá síðdegisblaðinu DV frá og með 1. september næstkomandi. Hún er cand.mag. í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands, hefur starfað við kennslu og blaðamennsku og var ritstjóri tímarits Máls og menningar og Þjóðviljans. Eftir hana liggja þýðingar og bækur um ýmis málefni. Meira
18. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 254 orð

Geta brotið í bága við þjóðarétt

LEIÐTOGAR Evrópusambandsins, Kanada og Mexíkó sögðust í gær ætla að standa við þá hótun sína að grípa til gagnaðgerða gegn Bandaríkjunum þrátt fyrir tilraun Bills Clintons Bandaríkjaforseta til að leysa deiluna um lög sem herða refsiaðgerðirnar gegn Kúbu. Japanir sögðu að lögin gætu gengið í berhögg við þjóðarétt. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð

Gömul vinnubrögð og harmonikkuleikur

GÖMLU vinnubrögðin verða kynnt í Sjóminjasafni Íslands í Hafnarfirði frá klukkan 13-17 á sunnudag. Þá leika tveir fyrrverandi sjómenn á harmónikku meðan opið er. Verkleg sjóvinna hefur verið fastur liður í starfsemi safnsins í sumar og verður áfram á dagskrá alla sunnudaga í júlí og ágúst. Sjóminjasafnið er nú opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 287 orð

Hávaði mældur í tívolíi

GERÐ verður hljóðmæling á Miðbakka vegna kvartana um hávaða frá tívolíi sem rekið er við höfnina. Borgarráði bárust kvartanir Íbúasamtaka Grjótaþorps vegna hávaða og var afráðið á fundi að vísa málinu til hafnaryfirvalda. Meira
18. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Hettumávur á grillið

ÖKUMENN verða oft fyrir því að aka á fugla ekki síður en sauðfé á ferðum sínum um þjóðvegi landsins og jafnvel í þéttbýli. Þetta getur oft truflað ökumenn, skapað hættu og jafnvel valdið skemmdum á bílunum. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Hlöðuþak brann á Ytri-Ásum

ELDUR kom upp í fjóshlöðu við bæinn Ytri-Ása í Skaftártungum um fjögurleytið í gærdag. Slökkvilið var kallað til frá Vík og Kirkjubæjarklaustri og gekk greiðlega að slökkva eldinn sem farinn var að loga upp úr þakinu. Í hlöðunni var lítilræði af bögguðu heyi og skemmdist það allt. Þá skemmdist þak hlöðunnar en slökkviliðsmenn náðu tökum á eldinum áður en hann barst í fjósið. Meira
18. júlí 1996 | Miðopna | 1121 orð

HÖFUM EKKI LEYFI TIL AÐ VERA Í GAMLA FARINU

UMRÆÐAN hófst síðastliðinn vetur. Stjórnin fór að ræða almennt um stöðu sauðfjárræktarinnar og þá kom upp sú hugmynd hvort ekki væri grundvöllur fyrir því að koma fersku dilkakjöti á markað yfir lengri tíma en nú er. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Íslenskir kálfar á sýningu í Danmörku

TÓLF kálfar fara í dag um borð í skip áleiðis til Danmerkur. Þar verða þeir hafðir til sýnis í járnaldargarði sem brátt verður opnaður við Ribe á Jótlandi. Að sögn Kristjáns Finnssonar, bónda á Grjóteyri í Kjós, var hann með skömmum fyrirvara beðinn að útvega skepnurnar fyrir milligöngu Gunnars Þorkelssonar, dýralæknis á Klaustri. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 281 orð

Íslenskt handverk í Laugardalshöll

HANDVERKSSÝNINGIN Íðir 1996 hefst í Laugardalshöll í dag. Á þriðja hundrað íslenskir handverks- og hugvitsmenn munu sýna framleiðslu sína í 78 sýningarbásum fram á sunnudag. Rósa Ingólfsdóttir hleypti Íðum af stokkunum í fyrrasumar, en þá var sýningin haldin í Perlunni. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 759 orð

Kanna skýmyndun á augasteini með tækjum frá Japan

FRIÐBERT Jónasson, yfirlæknir á augndeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, stýrir yfirgripsmikilli augnrannsókn, sem gerð verður hér á landi á næstunni í samstarfi við Japana og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO). ­ Hver er tilgangur þessarar rannsóknar? "Þessi rannsókn er gerð að beiðni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Kosningin var úrskurðuð ógild

ÚRSKURÐUR kjörnefndar sem sýslumaður Norður-Múlasýslu skipaði til að úrskurða um lögmæti sameiningarkosninga í Fljótsdalshreppi féll á þann veg í gær að kosningin hefði verið ógild. Hinn 29. júní síðastliðinn fór fram kosning um sameiningu þriggja hreppa á Héraði, Fljótsdalshrepps, Vallahrepps og Skriðdalshrepps. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Kveikt í ruslageymslu

LÖGREGLU var á fjórða tímanum í fyrrinótt tilkynnt að eldur væri laus í pípulagningaþjónustunni Vatnsafli við Rangársel í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var eldurinn í ruslageymslu og var talsvert mikill en hann náði ekki að komast í verkstæðið sjálft. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og náðist að afstýra miklu tjóni. Meira
18. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 177 orð

Levy reiðubúinn að hitta Arafat

DAVID LEVY, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist í gær reiðubúinn til að eiga fund með Yasser Arafat, forseta sjálfstjórnarsvæða Palestínu, innan nokkurra daga. Í útvarpsviðtali sagði Levy að undirbúa þyrfti slíkan fund vandlega "til þess að ekkert geti farið úrskeiðis". Báðir aðilar þyrftu tíma til undirbúnings. Meira
18. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 75 orð

Ljóstrað upp um höfund

BANDARÍSKA bókaforlagið Random House greindi frá því í gær að Joe Klein, dálkahöfundur tímaritsins Newsweek, væri höfundur skáldsögunnar "Primary Colors", sem þykir beinlínis lýsa kosningabaráttu Bills Clintons 1992. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Markaðsvirði hækkar

MARKAÐSVIRÐI 31 hlutafélags sem skráð er á Verðbréfaþingi Íslands nemur nú um 75 milljörðum króna og hefur það hækkað um 25 milljarða frá síðustu áramótum vegna mikilla hækkana á verði hlutabréfa. Þegar litið er aftur til ársbyrjunar 1995 nemur hækkunin tæpum 39 milljörðum á markaðsvirði þeirra 29 félaga sem þá voru á markaði. Meira
18. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 104 orð

Matareitrun breiðist út

FLEIRI tilfelli af matareitrun greindust meðal skólabarna í Japan í gær, en á undanförnum dögum hafa þúsundir barna veikst í Sakai, útborg Osaka. Einnig greindust tilfelli í borginni Yokohama í gær. Meira
18. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 40 orð

Mennskir lundar í Lundúnum

GRÆNFRIÐUNGAR stilltu sér upp í lundalíki í gær á Piccadilly Circus, hinu mikla umferðartorgi í miðborg Lundúna, til að mótmæla ofveiði í Norðursjó. Grænfriðungarnir 30 í lundahömunum vöktu ómælda athygli ferðamanna, sem leið áttu um torgið. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 211 orð

Miklar augnrannsóknir að hefjast

UMFANGSMIKLAR augnrannsóknir hefjast hér á landi í næstu viku þegar sendir verða út spurningalistar til fjölda fólks, en stefnt er að því að rannsaka 1500 manns fyrri hluta september. Ætlunin er að kanna skýmyndun á augasteini og verða notuð til þess háþróuð tæki frá Japan. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Morgunblaðið seldist í 53.276 eintökum á dag

MORGUNBLAÐIÐ seldist að meðaltali í 53.276 eintökum á dag fyrstu sex mánuði þessa árs, frá janúarbyrjun til júníloka, samkvæmt nýjum tölum upplagseftirlits Verslunarráðs Íslands. Á sama tíma í fyrra, árið 1995, var meðaltalssalan á dag 51.813 eintök. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Nýjar kartöflur á 99 krónur kílóið

VERÐIÐ á nýjum íslenskum kartöflum fer lækkandi. Neytendur geta keypt kílóið af þeim á 99 krónur í dag, en undanfarið hefur kílóið verið selt á hátt á þriðja hundrað króna. Íslenskir framleiðendur anna hinsvegar ekki eftirspurn þessa dagana en engu að síður eru erlendar kartöflur hátt tollaðar. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Ný sjúkranuddstofa

GUÐBJARTUR Haraldsson og Heather Jacksic hafa opnað sjúkranuddstofu í Heilsubótarrstöð Reykjavíkur á Laugavegi 59 (Kjörgarði). Boðið verður upp á sjúkranuddsmeðferð og almennt nudd. Í sumar verður stofan opin mánudag­fimmtudag kl. 16.30­ 19.30. Í Heilsubótarstöð Reykjavíkur eru einnig starfandi Þórunn Björnsdóttir og Símon Bacon osteopatar/hnykklæknar og Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Orlofsdvöl blindra og krabbameinssjúkra

LÍKNAR- og vinafélagið Bergmál gengst fyrir einnar viku orlofsdvöl fyrir krabbameinssjúka dagana 12. til 19. ágúst og aftur 21. til 28. ágúst nk. að Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Dvölin verður sjúklingum að kostnaðarlausu. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Ólafur og Guðrún úr Alþýðubandalaginu

ÓLAFUR Ragnar Grímsson verðandi forseti Íslands og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir eiginkona hans sögðu sig í gær úr Alþýðubandalaginu og fékk Margrét Frímannsdóttir formaður flokksins afhent bréf þar að lútandi á heimili þeirra hjóna. Margrét kom á heimili þeirra hjóna eftir hádegi í gær til að veita úrsögninni móttöku. Ólafur Ragnar segir formlega af sér þingmennsku í dag. Meira
18. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Prjónaði lopapeysu í blíðunni

EINSTÖK veðurblíða hefur ríkt á norðan- og austanverðu landinu síðustu daga. Hún Elínborg sem býr í Reykjavík lagði leið sína yfir Sprengisand og tjaldaði á tjaldstæðinu á Akureyri þar sem hún naut sólarinnar um leið og hún prjónaði lopapeysu af kappi. Elínborg ætlar að prjóna lopapeysur á fjölskyldu systur sinnar sem er nýflutt til Íslands eftir fimmtán ára dvöl í Kenýa. Meira
18. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 129 orð

Rannsóknarnefnd á laggirnar?

Reuter Rannsóknarnefnd á laggirnar? DR. HARASH Narang, læknir frá Bretlandi, leggur áherzlu á orð sín á fréttamannafundi, sem fram fór með aðstandendum fórnarlamba Creutzfeldt- Jakobs-veikinnar í Evrópuþinginu í Strassborg í gær. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 344 orð

Ráðherra krafinn um rökstuðning

UMHVERFISRÁÐHERRA hefur verið krafinn um rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun sinni að flytja starfsemi Landmælinga Íslands frá Reykjavík til Akraness. Krafan er gerð með vísan í 21. grein stjórnsýslulaga af Ragnari Halldóri Hall hæstaréttarlögmanni fyrir hönd Hrafnhildar Brynjólfsdóttur, sem er starfsmaður Landmælinga Íslands, Meira
18. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 48 orð

Reuter Eldur

SLÖKKVILIÐSMENN í Tókýó í Japan berjast við eld, sem kom upp í olíuflutningabíl eftir að hann lenti í árekstri á einni helstu hraðbraut borginnarinnar í gær. Þrjátíu og sex ára gamall maður, sem talinn er hafa verið bílstjóri olíuflutningabifreiðarinnar, stytti sér aldur eftir áreksturinn. Meira
18. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 304 orð

Reynt að sameina Kýpur MADELEINE Albri

MADELEINE Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hóf í gær nýja tilraun til að sameina Kýpur og bæta samskipti Grikkja og Tyrkja. Albright ræddi í gær við ráðamenn í Aþenu og hyggst síðan fara til Ankara og Nikosíu. Hún sagði að Bill Clinton Bandaríkjaforseti teldi að hægt yrði að leysa Kýpurdeiluna innan árs. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 194 orð

Rússar vildu að skipin færu ekki

EMBÆTTISMENN rússneska sjávarútvegsráðsins í Moskvu fóru í síðasta mánuði óformlega fram á það við íslenzka embættismenn að því yrði komið til leiðar að íslenzkir togarar færu ekki í Smuguna í Barentshafi í sumar nema samkomulag næðist áður í deilunni um veiðar Íslendinga þar. Gefið var í skyn að veiðar Íslendinga í Smugunni án samkomulags gætu haft slæm áhrif á samskipti ríkjanna. Meira
18. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 182 orð

Saddam fordæmir arabaleiðtoga

SADDAM Hussein, forseti Íraks, fordæmdi í gær leiðtoga arabaríkja og sagði þá vera "ómerkilega skósveina" útlendinga, fyrir að hafa útilokað Írak frá þátttöku í ráðstefnu arabaleiðtoga um friðarþróun í Mið- Austurlöndum, í Kaíró í júní. Sagði Saddam þetta m.a. í 90 mínútna ræðu sem hann hélt í gær og sjónvarpað var beint. Meira
18. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 53 orð

Samveldi um portúgölsku

PORTÚGAL og sex fyrrverandi nýlendur landsins hafa stofnað samveldi portúgölskumælandi ríkja til að standa vörð um sameiginleg hagsmunamál á alþjóðavettvangi. Ríkin eru Portúgal, Brasilía, Angóla, Mózambík, Guinea- Bissau, Grænhöfðaeyjar og Sao Tome og er tilgangurinn að standa vörð um portúgölsku, auk þess sem hann er pólitískur og efnahagslegur. Meira
18. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 267 orð

Segir niðurstöðu viðræðna "ófullnægjandi"

RICHARD Holbrooke, sérlegur sendimaður Bandaríkjastjórnar, lýsti í gær viðræðum sínum við Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, sem "ófullnægjandi" og sagðist myndu hitta hann aftur að máli síðar í vikunni. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Siglufjarðarskarð opnað umferð

Siglufjarðarskarð opnað umferð Siglufirði. Morgunblaðið. VEGURINN um Siglufjarðarskarð var opnaður um síðustu helgi og er nú fær jeppum. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 32 orð

Síðdegistónleikar á Ingólfstorgi

TÓNLEIKAR verða haldnir á Ingólfstorgi á föstudag og hefjast þeir klukkan 17. Fram koma hljómsveitirnar Kolrassa krókríðandi og Bag of Joys. Hamli veður verða tónleikarnir fluttir í Hitt húsið. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 363 orð

Skammtímavistun verður lögð niður til áramótanna

SKAMMTÍMAVISTUN fyrir fatlaða á Vesturlandi verður lögð niður frá 1. september til áramóta segir Þorvarður Magnússon gjaldkeri Þroskahjálpar á Vesturlandi. Þroskahjálp barst bréf fyrir skömmu þar sem framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra tilkynnti að skammtímavistun í Holti, á Akranesi og Gufuskálum yrði lokað um sinn. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 224 orð

Sumarhátíð Sólstöðuhópsins að Laugalandi

SUMARHÁTÍÐIN "Í hjartans einlægni" verður haldin helgina 19. til 21. júlí næstkomandi, að Laugalandi í Holtum, að frumkvæði lítils hóps er kallað hefur sig Sólstöðuhópinn. Markmið Sólstöðuhópsins hefur verið að vekja fólk til umhugsunar um lífsgildi eins og ást, vináttu, frið, sameiningu, fjölskyldutengsl, börnin okkar, tengsl manna í millum, virðingu og trú, svo eitthvað sé nefnt. Meira
18. júlí 1996 | Landsbyggðin | 128 orð

Sumarhátíð UÍA á Eiðum

Egilsstöðum-Sumarhátíð UÍA var haldin á Eiðum og var margt um manninn þrátt fyrir kalsaveður. Það voru galvaskir íþróttagarpar af öllu Austurlandi sem kepptu í öllum frjálsíþróttagreinum. Hátíðin hófst á föstudegi og henni lauk á sunnudegi. Sumarhátíð UÍA er stærsti íþróttaviðburður Austfirðinga og um leið viðburður fyrir alla fjölskylduna. Meira
18. júlí 1996 | Miðopna | 1821 orð

SÞað eru engin rök fyrir nýju stríði

KATRÍN Fjeldsted, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir að því fari fjarri að heimilislæknar séu að semja um kjör sérfræðinga með því að styðja stefnu heilbrigðisráðuneytisins sem felist í því að tekið verði upp valfrjálst Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Tafir á Kringlumýrarbraut

NOKKRAR tafir urðu á umferð á leið norður Kringlumýrarbraut í gærdag vegna malbikunarframkvæmda. Ökumenn, sem alla jafna hafa þrjár akreinar til umráða, urðu að láta sér nægja eina og myndaðist röð bíla sem náði suður fyrir brýrnar á Kópavogsgjánni. Umferðin gekk hægt en óhappalaust. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Tekinn með fíkniefni

LÖGREGLAN á Húsavík handtók mann sem var með fíkniefni í fórum sínum. Tekin voru af honum 20,5 grömm af hassi og 3 grömm af amfetamíni. Lögreglan hefur ekki náð jafnmiklu magn af hassi í einu áður. Maðurinn hefur áður komið við sögu fíkniefnamála. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Meira
18. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Tónlistar- og leikhópur í heimsókn

TÓNLISTAR- og leikhópur verður í heimsókn í Hvítasunnukirkjunni á Akureyri á fimmtudag og föstudag, 18. og 19. júlí. í hópnum eru 17 ungmenni frá Kansas. Samkoma verður í Hvítasunnukirkjunni í kvöld, fimmtudagskvöld og annað kvöld verða þar kröftugir tónleikar. Dagskráin hefst kl. 20.30 bæði kvöldin, en húsið verður opnað kl. 20. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Meira
18. júlí 1996 | Landsbyggðin | 134 orð

Tvö skemmtiferðaskip til Húsavíkur

Húsavík-Rússneska skemmtiferðaskipið Ala-Tarasova kom hingað um síðustu helgi með farþega frá Kanada. Á meðan skipið lá hér fóru farþegar að Goðafossi og skoðuðu gamla bæinn að Laufási. Meira
18. júlí 1996 | Landsbyggðin | 372 orð

Umhverfi Hraunfossa gert aðgengilegt

Borgarfirði­Ferðamálaráð hefur um árabil veitt styrki til úrbóta á ferðamannastöðum um allt land og beitt sér í auknu mæli í umhverfismálum enda eru þau líftaug ferðaþjónustunnar í landi. Á síðastliðnu ári veitti Alþingi aukafjárveitingu til fjölsóttra ferðamannastaða og síðan aftur á þessu ári. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 261 orð

Útskrift hjá Endurmenntunarstofnun HÍ

NEMENDUR í þriggja missera námi Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands í rekstrar- og viðskiptagreinum voru brautskráðir í 11. sinn 15. júní sl. Að þessu sinni luku 19 nemendur náminu. Meira
18. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 566 orð

Varar við upplausn ríkjasambandsins

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti skipaði í gær Ígor Rodíonov undirhershöfðingja í embætti varnarmálaráðherra. Forseti herráðsins hafði gegnt stöðunni til bráðabirgða frá því að Jeltsín vék hinum óvinsæla Pavel Gratsjov, fyrrverandi varnarmálaráðherra, úr embætti að kröfu Alexanders Lebeds, yfirmanns öryggisráðs landsins. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 357 orð

VSÍ vill halda áfram viðræðum við verkamenn

VINNUVEITENDASAMBANDIÐ hefur samþykkt að halda áfram viðræðum við sjö stéttarfélög innan Verkamannasambandsins um gerð nýs samnings fyrir starfsmenn sem vinna við Hvalfjarðargöng. Fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara í dag. Talsmenn beggja samningsaðila telja góðar líkur á að samningar takist í dag. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Yfirlýsing FF

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi framhaldsskólanema: "Að gefnu tilefni vill Félag framhaldskólanema koma á framfæri smá-leiðréttingu við fréttir sem birst hafa í Morgunblaðinu varðandi Þórsmerkurferð framhaldsskólanema fyrstu helgina í júlí. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 963 orð

Þjóðhagsstofnun telur forsendurnar gamlar

LÍFSKJÖR á Íslandi eru þau áttundu bestu í heiminum ef marka má niðurstöður skýrslu Þróunarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, (United Nations Development Programme), um lífskjör og velferð í 174 ríkjum, sem birt var í gær. Ísland hefur fallið um tvö sæti frá síðasta ári en var í 14. sæti árið 1994. Meira
18. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 149 orð

Þjóðverjar vilja borga minna

THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, lét svo um mælt í gær að Þýzkaland bæri of mikið af hinum fjárhagslegu byrðum Evrópusambandsins (ESB). Hann sagðist vilja hvetja aðildarlönd sambandsins til að takmarka útgjöld ESB á næsta ári. Meira
18. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Þriðja gönguferð sumarsins

ÞRIÐJA ferð skipulegra gönguferða Skíðadeildar Leifturs og Ferðamálaráðs Ólafsfjarðar verður farin næstkomandi laugardag, 20. júlí. Verður að þessu sinni gengin leiðin Sandskarð - Ólafsfjarðarskarð - Sandskarð. Sandskarð er skarð í Skeggjabrekkudal, sem gengið er um þegar farið er til Fljóta, eða gengin Botnaleið til Héðinsfjarðar og Siglufjarðar. Meira
18. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 227 orð

Þrír slösuðust í bílveltu við Eiða

FÓLKSBÍLL valt á Eiðavegi rétt fyrir innan Eiðar um tvöleytið í gær. Tveir farþegar voru í bílnum, 17 og 14 ára, auk bílstjórans og voru allir þrír fluttir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Farþegarnir voru síðan fluttir með sjúkraflugi á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi og sá þriðji, ökumaðurinn, var fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupsstað. Meira

Ritstjórnargreinar

18. júlí 1996 | Leiðarar | 551 orð

LEIDARI FRIÐARSAMSTARF Í ÞÁGU ÍSLANDS YRIRHUGUÐ almannavarn

LEIDARI FRIÐARSAMSTARF Í ÞÁGU ÍSLANDS YRIRHUGUÐ almannavarnaæfing á vegum Atlantshafsbandalagsins og samstarfsríkja þess í Friðarsamstarfi NATO, sem mun fara fram hér á landi næsta sumar, er að mörgu leyti tímanna tákn. Meira
18. júlí 1996 | Staksteinar | 292 orð

»Skatthlutföll hækka! Árið 1988 var skatthlutfall launatekna ákveðið 35

Árið 1988 var skatthlutfall launatekna ákveðið 35%. Síðan hefur það hækkað níu sinnum! Allt upp í 47%, þegar tekið er tillit til hátekjuskattþrepsins. Skattlagning vaxtatekna Gunnar Helgi Hálfdanarson segir í leiðara Landsbréfsins, sem Landsbréf hf. gefa út: "Nú nýverið setti Alþingi Íslendinga lög sem heimila skattlagningu vaxtatekna frá og með 1. janúar nk. Meira

Menning

18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 70 orð

Alanis lofar Oliviu

OLIVIA Newton-John var stödd á tónleikum Alanis Morissette í Los Angeles nýlega og heilsaði upp á söngkonuna baksviðs eftir tónleikana. Morissette kom Oliviu á óvart með því að hlaða lofi á hana. Hún sagði að söngur Oliviu hefði verið sér mikil hvatning og það sé Oliviu að þakka að hún byrjaði að þenja raddböndin þegar hún var 8 ára. Meira
18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 94 orð

Broccoli látinn

ALBERT R. Broccoli, framleiðandi 17 James Bond-mynda, lést á heimili sínu í Beverly Hills á dögunum, 87 ára að aldri. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp, en hann gekkst undir mikla hjartaaðgerð í fyrra. Broccoli var, eins og nafnið gefur kannski til kynna, afkomandi mannsins sem þróaði grænmetistegundina broccoli á sínum tíma. Meira
18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 81 orð

Burt með Julianne Moore

BURT "gamli" Reynolds hefur, ásamt Don Cheadle og Ricky Jay, tekið að sér hlutverk í myndinni "Boogie Nights". Í myndinni er skyggnst bak við tjöldin í klámmyndaheiminum og fylgst með hópi klámmyndaframleiðenda, -leikara og -leikstjóra. Myndin gerist á níunda áratugnum. Meira
18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 119 orð

Dolores fær uppreisn æru

DOLORES O'Riordan, söngkonu hljómsveitarinnar Cranberries, voru dæmdar miskabætur upp á 15.550 dollara á þriðjudag vegna dagblaðsfréttar þess efnis að hún hefði komið fram á tónleikum nærbuxnalaus. The Daily Star hefur beðið hana afsökunar opinberlega á fréttinni. Meira
18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 157 orð

Douglas dæmdur til fangelsisvistar

ERIC Douglas, yngsti sonur leikarans Kirk Douglas, var á þriðjudag dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir ósæmilega hegðun í flugi frá Kaliforníu til New Jersey fyrr á þessu ári. Douglas, sem er 37 ára, var einnig dæmdur til að greiða 5.000 dollara sekt og leyfa lögin ekki harðari refsingu fyrir það brot er um ræðir. Douglas hefur áður komist í kast við lögin vegna svipaðra brota. Meira
18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 146 orð

Downey ákærður

GEFIN var út ákæra á hendur leikaranum Robert Downey Jr. á þriðjudag. Hann var stöðvaður fyrir hraðakstur í Malibu fyrir skömmu og við leit í bíl hans fannst "crack"-kókaín, kókaín og heróín, auk óhlaðinnar .357 Magnum byssu. Saksóknari Los Angeles, Ellen Aragon, sagði þegar ákæran var gefin út að réttarhöld yfir Downey færu fram þann 26. júlí næstkomandi. Meira
18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 79 orð

Enn fær Carrey liðsstyrk

JIM Carrey hefur enn fengið liðsstyrk við gerð myndarinnar "Liar, Liar", en í gær var sagt frá því í blaðinu að leikkonan Jennifer Tilly hefði fengið hlutverk í myndinni. Jim, sem fer með aðalhlutverk myndarinnar, bað sjálfur um að Amanda Donohoe fengi hlutverk í myndinni og fékk hann ósk sína uppfyllta á þriðjudag. Meira
18. júlí 1996 | Menningarlíf | 975 orð

Ég er að breytast í alvöru töframann

"FYRIR tveimur árum fannst mér töfrabragðasýning það hallærislegasta sem til var. Ég var beðinn um að skemmta á árshátíð og lagði höfuðið í bleyti og vissi að ég yrði að finna eitthvað nógu hallærislegt til að einhver myndi hlæja. Ég sýndi nokkur brögð við góðar undirtektir og síðan hefur eftirspurnin aukist jafnt og þétt. Meira
18. júlí 1996 | Menningarlíf | 124 orð

"GRIM" hjá Sævari Karli"

HALLGRÍMUR Helgason opnar sýningu á myndverkum í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, næstkomandi föstudag, 19. júlí. Sýningin samanstendur af teiknimyndafígúra sem hlotið hefur nafnið "GRIM" uppá ensku og er einskonar sjálfsmynd listamannsins með allan útbúnað. Textar myndanna eru allir á ensku og/eða frönsku, enda sýningin unnin af alþjóðlegum húmor. Meira
18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 32 orð

Gæfur hrafn

DAGUR Þór Bjarnason fór í veiðitúr við Reynisvatn fyrir skömmu og rakst þar á óvenju gæfan hrafn, svo gæfan að hann borðaði franskar kartöflur úr lófa Dags. Ljósmynd/Jón Ingi Sigvaldsson Meira
18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 91 orð

Harmoníkuspil í Köben

HARMONÍKUFÉLAG Reykjavíkur tók þátt í fjölþjóðamóti harmoníkuleikara í Danmörku nýverið. 26 þjóðir tóku þátt í mótinu, um 6.000 harmoníkuleikarar alls. Harmoníkufélag Reykjavíkur hlaut þann heiður að leika í Glass-salnum í Tívolíinu, en 40 hljóðfæraleikarar skipa stórsveit félagsins. Á dagskránni var m.a. Meira
18. júlí 1996 | Menningarlíf | 86 orð

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

Í DAG klukkan 12 leikur Douglas A. Brotchie á hádegistónleikum Hallgrímskirkju, en hann er annar organisti Kristskirkju. Hann hefur verið búsettur hérlendis síðustu fimmtán árin, en hann lauk einleikaraprófi frá tónskóla þjóðkirkjunnar s.l. vor þar sem Hörður Áskelsson var kennari hans. Meira
18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 159 orð

Hver er Ricki Lake?

ÞAÐ GETUR verið að sumir áhorfendur kannist ekki strax við Ricki Lake þegar þeir sjá hana í rómantísku gamanmyndinni Frú Winterbourne, vegna þess að þar er hún hreint tágrönn. Þeir sem fylgjast vel með kvikmyndaheiminum muna hins vegar eftir henni úr John Waters-myndunum "Hairspray" og "Cry Baby", en þar var hún í góðum holdum. Meira
18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 181 orð

Jackson spilar fyrir ríkasta mann heims

MICHAEL Jackson, fyrrum tengdasonur rokksins, hélt tónleika fyrir ríkasta mann í heimi, soldáninn af Brunei og þegna hans síðastliðinn þriðjudag. Tilefnið var 50 ára afmæli sóldánsins sem heitir Sir Hassanal Bolkiah, en alls voru áhorfendur 60.000 talsins. Meira
18. júlí 1996 | Menningarlíf | 34 orð

Jazz á Café Romance

HILMAR Jensson gítarleikari, Þórður Högnason bassaleikari og Einar Scheving trommuleikari leika jazz á Café Romance, Lækjargötu 2, í kvöld frá kl. 22. Munu þeir leika síung jazzlög úr ýmsum áttum. Meira
18. júlí 1996 | Menningarlíf | 216 orð

Kraftmikil og blátt áfram ljóð

EINAR Már Guðmundsson fær góða dóma í dönskum blöðum fyrir nýútkomið ljóðasafn sitt sem kallast upp á dönsku "Orkanens øje" (Í auga óreiðunnar) og Erik Skyum-Nielsen hefur þýtt. Gagnrýnandi Politiken segir verkin í heild vera hreina og stórfenglega ljóðlist og "mikla í vitneskju sinni um náttúru sem er máttugri en mennirnir". Meira
18. júlí 1996 | Menningarlíf | 39 orð

Ljósmyndasýning Guðlaugs

DAGANA 15. júlí til 14. ágúst heldur Guðlaugur Jón Bjarnason ljósmyndasýninguna "Trésmiður og sjómaður" í listahorni Upplýsingamiðstöðvarinnar á Akranesi. Ljósmyndirnar eru teknar á Íslandi á árunum 1987­1991 og sýna ýmislegt sem viðkemur lífi og starfi trésmiða og sjómanna. Meira
18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 120 orð

Mangóminningar

LEIKKONAN Elizabeth Pena, sem leikur mexíkósk-bandaríska kennslukonu í "Lone Star", nýjustu mynd Johns Sayles, er af kúbverskum ættum. Þrátt fyrir að hún sé fædd í bænum Elizabeth í New Jersey eyddi hún fyrstu átta árum ævi sinnar á Kúbu og á margar minningar þaðan. "Þegar það rignir á Kúbu fyllist loftið einstökum ilmi," segir Pena, sem er 36 ára. Meira
18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 131 orð

Marbendill í Tjörninni

ÞAÐ VILDI svo til einn góðviðrisdaginn í vikunni, þegar Nikulás Thor Einarsson deildarviðskiptafræðingur hjá Reykjavíkurborg brá sér út í hádeginu, að á tjarnarbakkanum hitti hann fyrir nokkuð undarlega mannveru sem líktist fremur fiski en manni. Meira
18. júlí 1996 | Menningarlíf | 192 orð

Næst verður það ástarsaga

NÆSTA bók Salmans Rushdie verður ástarsaga, nokkurs konar ævintýri um indverskan Orfeus sem reikar um undirheima rokksins. Rushdie þvertekur þó fyrir það að hún sé á nokkurn hátt sjálfsævisöguleg, í samtali við The Independent. "The Ground Beneath her Feet" (Jörðin undir fótum hennar) á að koma út árið 1999 og verður "saga um ást, dauða og tónlist". Meira
18. júlí 1996 | Tónlist | 416 orð

Rismikill Finale

Karel Paukert flutti gömul orgeltónverk. TÉKKNESKI orgelleikarinn Karel Paukert starfaði hér um árabil sem óbóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands en hefur hin síðari árin lagt fyrir sig orgelleik og starfar nú í Bandaríkunum sem organisti og kórstjóri við Pálskirkjuna í Cleveland. Meira
18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 153 orð

Rodman fer á Nýlenduna

DENNIS Rodman, körfuknattleiksmaðurinn með litaða hárið, hefur samið um að leika í kvikmyndinni "The Colony", eða Nýlendan. Dennis fær 2 milljónir dollara fyrir hlutverk sitt, en á móti honum leikur sjálfur bardagakappinn Jean-Claude Van Damme. Tökur hefjast 18. ágúst og leikur Dennis aðstoðarmann Van Dammes. Meira
18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 456 orð

Safnfréttir, 105,7

GAUKUR Á STÖNG Hljómsveitin Dead Sea Apple leikur föstudags- og laugardagskvöld. HÓTEL SAGA, Súlnasalur. Danleikur með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar föstudags- og laugardagskvöld. Meira
18. júlí 1996 | Menningarlíf | 78 orð

Sextánda einkasýning Birgis

BIRGIR Schiöth myndlistarkennari opnar sýningu á verkum sínum í Ráðhúsinu á Siglufirði næstkomandi föstudag. Birgir hefur sýnt verk sín víða um landið og er þetta 16. einkasýning hans. Birgir nam myndlist í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlista ­ og handíðaskóla Íslands. Auk þess hefur hann sótt einkatíma til Gunnlaugs St. Gíslasonar myndlistarmanns. Meira
18. júlí 1996 | Menningarlíf | 500 orð

Skáld stríðandi fylkingar vingast undir merkjum bókmenntanna

THOR Vilhjálmsson rithöfundur er nýlega kominn heim frá Molde í Noregi, þar sem haldin var árleg hátíð í nafni norska skáldsins Björnstjerne Björnsons. Er þetta í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og voru rithöfundum hvaðanæva að úr heiminum boðið að flytja erindi, taka þátt í umræðum, lesa úr verkum sínum og ekki síst að kynnast innbyrðis og skiptast á skoðunum. Meira
18. júlí 1996 | Menningarlíf | 100 orð

Skálholtskantötur frumfluttar

SKÁLHOLTSHÁTÍÐARKÓRINN, ásamt söngvurunum Lofti Erlingssyni og Þórunni Guðmundsdóttur og blásarasveit, frumflytur brot úr tveim Skálholtskantötum eftir Karl Ó. Runólfsson og Sigurð Þórðarson á Skálholtshátíð á laugardaginn kl. 16 í Skálholtskirkju. Meira
18. júlí 1996 | Menningarlíf | 192 orð

Sumardagskrá Norræna hússins Opið hús fimmtudaginn 18. júlí kl. 20.00

Bókmenntafræðingurinn Kristján Jóhann Jónsson verður fyrirlesari kvöldsins í Opnu húsi í Norræna húsinu í kvöld, fimmtudagskvöldið 18. júlí kl. 20.00. Kristján ætlar að tala um það hvernig íslenskar bókmenntir frá fyrri tíð tengjast nútímabókmenntum. Hann flytur mál sitt á sænsku. Meira
18. júlí 1996 | Menningarlíf | 193 orð

Sýning á verkum Snorra í Reykholti

OPNUÐ var á sunnudaginn sýning á verkum Snorra Sturlusonar í Reykholtskirkju ­ Snorrastofu í Reykholti. Stofnað hefur verið þjónustufyrirtæki sem veitir hvers konar upplýsingar um sögu Reykholts, menningu og náttúrufar Borgarfjarðar- og Mýrasýslu og þjónustu við ferðafólk. Stofnendur eru Reykholtsdalshreppur, Hálsahreppur og Búnaðarfélag Reykdæla. Meira
18. júlí 1996 | Myndlist | 977 orð

Virkt hvunndagsins

Anna Líndal. Opið alla daga nema mánudaga. Til 21. júlí. Aðgangur ókeypis. "KORTLAGNING hversdagsleikans" er nafn á gjörningi myndlistarkonunnar Önnu Líndal í Sjónarhóli á Hverfisgötu 12. Samanstendur eins og nafnið ber með sér af vísunum til hvunndagsins, og þá helst hins hefðbundna sviðs eins og þeir muna hann sem komnir eru vel yfir miðjan aldur. Meira
18. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 119 orð

Washington fær launahækkun

DENZEL Washington, leikarinn dagfarsprúði, hefur tekið að sér að leika í myndinni "Fallen" fyrir 12 milljónir dollara, eða 804 milljónir króna. Hann leikur lögreglumann sem uppgötvar að djöfull hefur tekið sér bólfestu í líkama morðingjans sem hann leitar. Meira
18. júlí 1996 | Menningarlíf | 215 orð

(fyrirsögn vantar)

RHODYMENIA Palmata, ópera Hjálmars H. Ragnarssonar, var sýnd í hátíðarsal Charlottenburg fyrr í mánuðinum. Í Berlingske Tidende segir að óperan, sem kallast "Blomsterbørn" hafi verið dæmi um stílbrot og að sýningin hafi verið samhengislaus. Tónlist og líkamstjáning hafi ekki náð að fanga þá stemmningu sem legið hafi í ljóðunum. Meira

Umræðan

18. júlí 1996 | Aðsent efni | 930 orð

Betri grunnskólar hjá sveitarfélögum

Með því að flytja grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga 1. ágúst næstkomandi er sveitarfélögum sýnt mikið traust. Fátt er þjóðinni dýrmætara en að vel sé hlúð að menntun og skólastarfi. Aldrei fyrr hefur svipað skref verið stigið við flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Lítum á nokkrar tölur til stuðnings þessari staðhæfingu. Meira
18. júlí 1996 | Aðsent efni | 964 orð

...finnst hann oft á heiðum

AFAR margt er skylt með kommúnistum og nasistum og freistandi að spyrða þá saman. Báðir eru alræðissinnar, en þeir síðarnefndu hins vegar ekki nógu miklir hræsnarar til að geta talist vinstri menn. Báðir áttu erlenda liðsmenn, grimmdin og kúgunin var svipuð, sömuleiðis sjálft stjórnskipulagið, áróðurstæknin og margt fleira, en of langt mál er að rekja það hér. Meira
18. júlí 1996 | Aðsent efni | 825 orð

Flutningur stofnana er nauðsyn

ÞEGAR stjórnsýsla ríkisins var að mótast þótti eðlilegt á tímum misjafnra samgangna og takmarkaðrar samskiptatækni að hafa stofnanir ríkisins á einum stað ­ í Reykjavík. Nú er öldin önnur. Samgöngur orðnar góðar og auðvelt er að koma gögnum og upplýsingum um allan heim ­ þ.m.t. út á land ­ um tölvur og myndsenda. Meira
18. júlí 1996 | Aðsent efni | 310 orð

Golf

GOLF er holl íþrótt, sem sér iðkendum sínum fyrir skynsamlegri hreyfingu úti í náttúrunni án hættu á ofreynslu. Hún fer fram á grónu landi án þess að því sé spillt, og hún er kjörinn vettvangur fyrir heilbrigða og vinsamlega keppni. Meira
18. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 888 orð

Guð/Darwin ­ lifandi eða dauðir?

TVEIR ungir menn skrifa grein í Morgunblaðið nýverið. Þeir vitna í Fredrich Nietzche, að hann hafi sagt: "Guð er dauður". Við þessa ungu menn langar mig til að segja. Fullyrðingar F. Nietzche sýna aðeins takmörkun hans sjálfs og hroka, ekkert annað, því eitt er að vita og annað að draga ályktanir. Ungu mennirnir halda áfram og segja. Meira
18. júlí 1996 | Aðsent efni | 765 orð

Reglugerðir eiga að vernda fólk en ekki verktaka

UNDIRRITUÐ sem er íbúi við Laugarnesveg vill að gefnu tilefni setja nokkur orð á blað um hávaðamengun í og við íbúðarhús í Reykjavík. Hávaði mælist í desibelum (skammstafað dB) og er sá skali logaritmískur þannig að við hver 3 dB tvöfaldast hávaðinn. Meira
18. júlí 1996 | Aðsent efni | 1068 orð

Skilningshamlandi sannleikshömlur

ÞÓRARINN Hjartarson ritaði grein í Morgunblaðið þann 16. júní 1996 og nefndi hana Skilningshamlandi skrif Þórs Whitehead um upphaf seinna stríðs. Þar segir: "Það er naumast rétt hjá Þór Whitehead að »dulinn tilgangur Meira
18. júlí 1996 | Aðsent efni | 489 orð

Stjórnarskrár- og mannréttindabrot gagnvart heyrnarlausum börnum

UMBOÐSMAÐUR barna hefur nýverið komist að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hafi bæði brotið ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar og ákvæði alþjóðlegra mannréttindasáttmála með því að hafa ekki viðurkennt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra barna. Þetta er þungur dómur yfir menntamálaráðuneyti. Meira
18. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 485 orð

Vigdís og milljónin

RÍKISSTJÓRN Íslands tók ekki alls fyrir löngu ákvörðun um það að frú Vigdís Finnbogadóttir, sem í 16 ár hefur á glæsilegan hátt þjónað lýðveldinu sem forseti þess, skyldi í framtíðinni eiga þess kost að leggja fram reikninga vegna ferðakostnaðar, að upphæð einni milljón krónur á ári. Einnig að starfrækt verði skrifstofa, með ritara í kringum frú Vigdísi, þegar hún lætur af embætti. Meira

Minningargreinar

18. júlí 1996 | Minningargreinar | 332 orð

Ása Gunnhild Söberg

Nú er komið að því að kveðja kæran ástvin okkar, hana mömmu. Það tekur alltaf á og er sárt þegar einhver nákominn manni fellur frá. Mamma hafði lengi átt við veikindi að stríða og má segja að Vífilstaðaspítali hafi verið hennar annað heimili. En aldrei var maður var við að hún léti veikindi sín nokkuð á sig fá og hélt hún alltaf húmornum á lofti. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 171 orð

ÁSA GUNNHILD SÖBERG

ÁSA GUNNHILD SÖBERG Ása Gunnhild Söberg fæddist í Kaupmannahöfn 30. nóvember 1930. Hún lést á Vífilstaðaspítalanum 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Svanhvít Gísladóttir frá Syðri-Haga v/Árskógsströnd og Sigurður Söberg frá Noregi. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 386 orð

Guðrún Stefánsdóttir

Þegar árin færast yfir má búast við að æsku- og ungdómsvinunum fækki. Það er þó alltaf mikið áfall þegar einhver þeirra fellur í valinn, ekki síst þegar atburðirnir gerast óvænt og með stuttum fyrirvara. Nú er Guðrún Stefánsdóttir dáin, hún sem virtist þó vera sæmilega hraust fyrir aðeins hálfum mánuði. Það eru líklega um það bil níu ár síðan Þórdís, tvíburasystir hennar, lést. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 478 orð

Guðrún Stefánsdóttir

"Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá." "Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða." "Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa." (Matt. 5:8,9,5). Hinn 11. þ.m. lést á gjörgæsludeild Landspítalans mágkona mín Guðrún Stefánsdóttir, Bólstaðarhlíð 44, Reykjavík. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 154 orð

GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR

GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR Guðrún Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 31. október 1925. Hún andaðist á gjörgæslu Landspítalans 11. þ.m., sjötug að aldri. Foreldrar hennar voru: Stefán Guðmundsson, trésmiður í Reykjavík, ættaður úr Rangárvallasýslu, og kona hans Guðrún Jóhannsdóttir, húnvetnskrar ættar. Systkini: 1) Brynhildur Stefánsdóttir, f. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 671 orð

Haraldur Jónatansson

Haraldur Jónatansson var yngstur fimm systkina, sem öll eru látin nema Tryggvi. Hann ólst upp á heimili foreldra sinna á Litla- Hamri, en missti móður sína ungur að aldri. Hann dvaldi í föðurhúsum, uns hann fór í nám að Bændaskólanum á Hvanneyri frá 1929­1930. Árið 1930 réð hann sig sem fjósamann að stórbúinu Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit, þar sem hann vann í rúm sjö ár. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 71 orð

HARALDUR JÓNATANSSON

HARALDUR JÓNATANSSON Haraldur Jónatansson fæddist á Litla-Hamri í Eyjafjarðarsveit 27. október 1909. Hann lést á Dvalarheimilinu Felli í Reykjavík 26. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónatan Guðmundsson og Rósa Júlíana Jónsdóttir. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 204 orð

JÓNA MARGRÉT SVEINSDÓTTIR

JÓNA MARGRÉT SVEINSDÓTTIR Jóna Margrét Sveinsdóttir fæddist á Giljalandi í Miðfirði 18. júlí 1926. Hún lést á heimili sínu í Kópavogi 16. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Guðmundsson bóndi og Sesselja Björnsdóttir húsmóðir. Jóna fluttist tveggja ára gömul með foreldrum sínum til Hvammstanga. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 759 orð

Jón Margrét Sveinsdóttir

Í minningu þess að í dag eru sjötíu ár frá fæðingu Jónu Margrétar Sveinsdóttur vil ég minnast kynna minna við hana með þakklátum huga. Í friði og kærleika gekk hún á meðal okkar látlaus og blíð, en samt svo virðuleg og traust. Ég sakna hennar Jónu, þessarar góðu grannkonu, sem bjó hér hinum megin við garðinn minn í Hrauntungunni. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 847 orð

Lilja Vigdís Bjarnadóttir

Amma mín er látin. Lífsvilji hennar var mikill og oft hafði hún veikst mikið en náð sér aftur upp úr veikindum sínum en í sumar óskaði amma sér þess sjálf að fá að kveðja jarðlífið og sú ósk hennar rættist. Við fráfall hennar er margs að minnast og margt að þakka. Frá því ég man fyrst eftir mér er amma alltaf hluti af minningum mínum. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 32 orð

LILJA VIGDÍS BJARNADÓTTIR

LILJA VIGDÍS BJARNADÓTTIR Lilja Vigdís Bjarnadóttir fæddist í Akureyjum á Breiðafirði 26. maí 1906. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 23. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 2. júlí. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 249 orð

Sigríður Thoroddsen

Sigríður Thoroddsen var einn af stofnendum Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands og var fyrsti formaður hennar. Skömmu eftir stofnun deildarinnar fór hún og kynnti sér sjálfboðastörf á vegum Rauða krossins á Norðurlöndunum. Henni var mikið í mun að starfsemin færi vel af stað og undir hennar stjórn óx og dafnaði deildin. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 428 orð

Sigríður Thoroddsen

Það fór um mig kaldur straumur þegar Kristín frænka kom og sagði okkur að amma hefði verið að kveðja. Auðvitað var það best fyrir hana að hún fékk að sofna og hvíla lúin bein. Við vorum stödd á Akureyri í sumarfríi þegar hún kvaddi og einhvern veginn fyllist maður svo miklu tómarúmi og söknuði. Elsku amma Lóló, minningarnar um þig streyma fram í huga mér. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 753 orð

Sigríður Thoroddsen

Hún Lóló tengdamóðir mín er látin á 94. aldursári. Samskipti okkar í fjölskyldu hófust fyrir tæpum 40 árum er við Sigurður sonur hennar ákváðum að byggja framtíð saman. Ég vissi þá að móðir mín hafði gengið með henni í Menntaskólann í Reykjavík þar sem þær luku gagnfræðaprófi saman. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 411 orð

Sigríður Thoroddsen

Margs er að minnast þegar litið er yfir langa og viðburðaríka ævi líkt og ævi ömmu Lólóar varð. Merk kona hefur kvatt þennan heim og haldið af stað í annan, sátt og södd lífdaga. Ég naut samfylgdar ömmu hluta af hennar lífsgöngu og sú fylgd var traust og góð. Amma var sterkur persónuleiki, hafði skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær í ljós. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 213 orð

Sigríður Thoroddsen

Andlátsfregnir berast títt um byggðir þessa lands, daglegt fyrirbæri, því "eitt sinn skal hver deyja", en fréttin snertir okkur misilla. Hinn 11. júlí sl. lést str. okkar, stofnandi og heiðursfélagi Rb.st. nr. 4 Sigríðar IOOF, Sigríður Thoroddsen. Ég átti því láni að fagna að kynnast og starfa með heiðurskonunni Sigríði Thoroddsen í meira en 30 ár innan Oddfellowreglunnar. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 99 orð

Sigríður Thoroddsen

Með þessu broti úr sálmi eftir frænda þinn á Stóra-Núpi, þar sem þú dvaldir á sumrin þegar þú varst unglingur, vil ég kveðja þig, elsku amma Lóló, og þakka fyrir allar þær samverustundir sem við áttum. Guð geymi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 785 orð

Sigríður Thoroddsen

Þau voru þrjú móður- og föðursystkini mín, sem settu mikinn svip á daglegt líf bernsku minnar. Sigríður Thoroddsen eða Lóló er sú síðasta þeirra til að kveðja þetta líf. Hún var orðin 93 ára og hvíldinni fegin, því líkaminn var undir lokin farinn að gefa sig þótt andinn væri síkvikur og ungur. En það er með sárum söknuði sem hún er kvödd. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 465 orð

Sigríður Thoroddsen

Hlíðin mín fríða, hjalla meður græna og blágresið blíða og berjalautu væna, á þér ástaraugu, ungur réð ég festa, blómmóðir bezta. (J. Th.) Þessi grösuga hlíð, sem afi Sigríðar, Jón Thoroddsen, orti svo fallega um, hefur alið af sér marga góða syni og mikilhæfar dætur, þeirra á meðal er sú, er við nú kveðjum. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 563 orð

Sigríður Thoroddsen

Hún tengdamóðir okkar Sigríður Thoroddsen er dáin. Hún var eins og sumarið hlýtt og bjart ­ árstími sem elur og nærir lífið. Stundum getur blásið á sumrin og það getur rignt en sólin og heiðríkjan eru alltaf á bak við skýin og hlýjan og birtan eru það sem vakir í minningu um þennan árstíma. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 344 orð

Sigríður Thoroddsen

Sigríði Thoroddsen kynntist ég árið 1971, er ég kom til starfa á Sjúklingabókasafni Landspítalans, en Sigríður hafði þá umsjón með safninu. Með okkur tókust fljótt góð kynni og þegar ég svo síðar tók við umsjón safnsins urðu kynni okkar nánari og þróuðust upp í einlæga vináttu. Þó árin væru mörg á milli okkar, fann ég aldrei fyrir þeim aldursmun. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 1040 orð

Sigríður Thoroddsen

Það er langlífi í þinni ætt, sagði vinkona mín við mig fyrir nokkrum árum þar sem hún lá á banabeði. Móðursystir mín sem í dag er til grafar borin náði að lifa tvöfalda hennar ævi. Samt vissi hún hvað það er að deyja ótímabærum dauða, því sjálf hafði hún misst vinkonu sína á sama aldri og ég mína. Við töluðum eitt sinn um það. Meira
18. júlí 1996 | Minningargreinar | 224 orð

SIGRÍÐUR THORODDSEN

SIGRÍÐUR THORODDSEN Sigríður Thoroddsen fæddist í Reykjavík 7. júní 1903. Hún lést í Landspítalanum 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Thoroddsen landsverkfræðingur og yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík, f. 16.7. 1863, d. 29.9. 1955 og kona hans María Kristín Thoroddsen, f. Claessen, húsfreyja, f. 25.4. Meira

Daglegt líf

18. júlí 1996 | Neytendur | 58 orð

Andabringur í appelsínusósu

HAFIN er sala á andabringum í appelsínusósu og Peking önd að kínverskum hætti hjá Nóatúni. Um er að ræða tilbúna rétti sem koma frá Bretlandi. Einungis þarf að hita réttina. Andabringur í appelsínusósu koma í skömmtum fyrir tvo og kostar pakkinn 748 krónur en Peking öndin er með pönnukökum og sósu og kostar 648 krónur. Meira
18. júlí 1996 | Neytendur | 31 orð

Bandarísk kalkúnaskinka

Í Nóatúni er nú hægt að fá niðursneidda kalkúnaskinku frá Bandaríkjunum og kosta 240 grömm um 340 krónur. Kalkúnaskinkan er fitulítil eða með 2% fitu og vatninnihald nemur 10%. Morgunblaðið/Ásdís Meira
18. júlí 1996 | Neytendur | 529 orð

Háir tollar á erlendum en íslenskar lækka í verði

KÍLÓIÐ af nýjum íslenskum kartöflum hefur að undanförnu verið selt á hátt á þriðja hundrað krónur. Það virðist hinsvegar vera á niðurleið. Í dag, fimmtudag, eru til dæmis nýjar íslenskar kartöflur á tilboði hjá Þinni verslun á 99 krónur kílóið í tveggja kílóa pokum. Um talsverða lækkun er að ræða, en áður kostaði kílóið þar 300 krónur. Meira
18. júlí 1996 | Neytendur | 47 orð

MS grillsósa með hvítlauk

ÞESSA dagana er Mjólkursamsalan að kynna nýja grillsósu sem framleidd er hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal. Sósan ber nafnið, Grillsósa sumarsins 1996 og er með hvítlauksbragði. Hún er búin til úr sýrðum rjóma að mestu leyti en ekki olíu eða majónesi eins og oft tíðkast. Meira
18. júlí 1996 | Neytendur | -1 orð

Ný kryddlína

G. Pálsson ehf er að setja á markaðinn nýja kryddlínu sem heitir AROMA. Um er að ræða 5 tegundir til að byrja með, fyrir svína-, lamba,- nauta, og kjúklingakjöt og síðan fiskikrydd. Fyrir næstu áramót verða tegundirnar orðnar 20 talsins. Allt krydd frá G. Pálssyni kemur frá Austurríki. Meira
18. júlí 1996 | Neytendur | 1008 orð

Skipulagning er lykilorðið að sparnaði

HÚN bakaði tvö brauð, 40 stóra kanilsnúða og hnoðaði í tvö brauð til viðbótar. Allt að því er virtist án nokkurrar fyrirhafnar á meðan Guðbjörg R. Guðmundsdóttirstaldraði við og spjallaði við hana um bókina sem hún var að gefa út og heitir Viltu spara? Sannfærandi? Það er óhætt að segja það. Meira
18. júlí 1996 | Neytendur | 614 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira

Fastir þættir

18. júlí 1996 | Í dag | 406 orð

AÐ er vart hægt annað en taka undir orð Péturs Jónssonar

AÐ er vart hægt annað en taka undir orð Péturs Jónssonar formanns atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar, þegar hann segir yfirlýsingar Sigrúnar Magnúsdóttur oddvita R-listans um að ekkert sé athugavert við flutninga Landmælinga ótímabærar. Meira
18. júlí 1996 | Dagbók | 2715 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 12.-18. júlí verða Borgar Apótek, Álftamýri 1 og Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-3. Frá þeim tíma er Borgar Apótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
18. júlí 1996 | Í dag | 99 orð

ÁRA afmæli. Níræð er í dag, fimmtudaginn 18. júlí,

ÁRA afmæli. Níræð er í dag, fimmtudaginn 18. júlí, Magndís Guðmundsdóttir frá Sveinseyri, Tálknafirði, nú búsett á Skjóli, Kleppsvegi 64, Reykjavík. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum í safnaðarheimilinu Borgum, Kastalagerði 7, á milli kl. 16 og 19. ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 18. Meira
18. júlí 1996 | Fastir þættir | 52 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni B.S.Í.

Við höfum haft fregnir af fjórum úrslitum í viðbót og er þá sjö leikjum lokið en síðasti dagur annarrar umferðar er nk. sunnudagur 21. júlí. Stefanía Skarphéðinsd. ­ Rúnar Einarsson106-97 Sérsveitin ­ Garðar Garðarsson47-146 Gísli Þórarinson ­ Aðalsteinn Jónsson102-125 Ingvar Jónsson ­ Jón Ág. Meira
18. júlí 1996 | Fastir þættir | 293 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids

Föstudaginn 12. júlí spiluðu 28 pör tölvureiknaðan Mitchell-tvímenning með forgefnum spilum. Spilaðar voru 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 270 og efstu pör voru: N/S-riðill Sverrir Ármannss. - Guðmundur Baldurss. Meira
18. júlí 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband 8. júní í Lágafellskirkju af séra Jóni Þorsteinssyni Guðrún Pétursdóttir og Haraldur Haraldsson. Heimili þeirra er í Skálatúni, Mosfellsbæ. Meira
18. júlí 1996 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband 11. maí í Kópavogskirkju af séra Gunnlaugi Stefánssyni Kristjana Þórdís Jónsdóttir Og Jóhannes Karl Sveinsson. Heimili þeirra er í Leirubakka 20, Reykjavík. Meira
18. júlí 1996 | Dagbók | 611 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
18. júlí 1996 | Í dag | 317 orð

Stórhátíð heilags Þorláks biskups SUÐURGÖNGUFARI hringdi og

SUÐURGÖNGUFARI hringdi og vildi vekja athygli annarra Suðurgöngumanna frá því í sumar á því að biskupsmessa verður haldin laugardaginn 21. júlí kl. 8 í Kristskirkju, Landakoti, heilögum Þorláki, verndardýrlingi Íslendinga, til heiðurs. Meira

Íþróttir

18. júlí 1996 | Íþróttir | 72 orð

2. deild kvenna A-riðill Síðustu leikir: FH

2. deild kvenna A-riðill Síðustu leikir: FH - Grindavík2:3 Fjölnir - Grindavík1:1 FH - Selfoss6:1 Reynir S. - Haukar2:4 Staðan: Haukar 651024:316 Reynir S. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Akranes - FK Sileks2:0 Akranessvöllur, forkeppni að undank

Akranessvöllur, forkeppni að undankeppni Evrópukeppni félagsliða, miðvikudaginn 17. júlí 1996. Aðstæður: Slagveður. Suðaustan 6-7 vindstig horn í horn á vellinum og rigning. Völlurinn ágætur. Mörk ÍA: Bjarni Guðjónsson (43.), Mihajlo Bibercic (72.). Gult spjald: Sturlaugur Haraldsson (42. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 365 orð

Akstursíþróttir eru hættulegar

"VISSULEGA eru akstursíþróttir hættulegar og allir keppendur sem taka þátt í þeim gera sér grein fyrir hættunni. Atvikið um síðustu helgi er víti til varnaðar en við hljótum að treysta á almenna skynsemi áhorfenda og vegfarenda þar sem rallkeppni og aðrar akstursíþróttir fara fram," sagði Bragi Bragason, framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra akstursíþróttafélaga, Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 104 orð

Anna Lára í ellefta sæti í Brussel

ANNA Lára Steingrímsdóttir varð í ellefta sæti í kappróðri á alþjóðlegu móti í Brussel í Belgíu um sl. helgi. Anna Lára, sem er nýorðin átján ára, keppti í flokki 18-23 ára og komst í B-úrslit, þar sem hún keppti við stúlkur frá Ítalíu, Finnlandi, Litháen, Slóveníu og Grikklandi. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 638 orð

Áhugi á skylmingum vex hjá þeim yngri

SKYLMINGAR eru ung keppnisgrein hér á landi og ekki nema um áratugur síðan skipulagðar æfingar hófust. Erlendis er greinin mjög vinsæl víða og má nefna að á fyrstu Ólympíuleikunum fyrir 100 árum voru skylmingar meðal keppnisgreina. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 157 orð

BANDARÍSKA

BANDARÍSKA körfuknattleiksliðið Detroit Pistons fékk á mánudag til sín þá Stacey Augmonog Grant Long frá Atlanta Hawksí skiptum fyrir fjóra valrétti í NBA- valinu síðar meir. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 204 orð

Bjartsmótið haldið í þriðja sinn eystra

BJARTSMÓTIÐ, sem er mót 4. flokks karla í Knattspyrnu, var haldið á Neskaupstað helgina 6.­7. júlí. Knattspyrnudeild Þróttar Neskaupstað stóð fyrir mótinu, sem nú var haldið í þriðja sinn og var ágætlega sótt að þessu sinni. Þátttakendur voru á annað hundrað frá sex félögum. Þar af voru um 35 þátttakendur frá KA á Akureyri. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 72 orð

Blackburn á eftirCantona

ENSKA úrvalsdeildarliðið í knattspyrnu Blackburn Rovers bauð í gær tæpar 420 milljónir króna í Frakkann Eric Cantona hjá Manchester United. Tilboðið barst til forráðamanna United á faxi um miðjan dag í gær og höfnuðu meistararnir því samstundis, en eigandi Blackburn, Jack Walker, Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 67 orð

Bláskógarskokk Sunnudagur 14. júlí, hlaupið 16,1 km. Karlar 17­39 ára: Ívar Jósafatsson58,30 Már Hermannssons59,37 Marínó

Sunnudagur 14. júlí, hlaupið 16,1 km. Karlar 17­39 ára: Ívar Jósafatsson58,30 Már Hermannssons59,37 Marínó Sigurjónsson60,39 Konur 17­39 ára: Valgerður D. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 414 orð

Bræður munu berjast í bikarslag nyrðra

Það verður sannkallaður bræðraslagur fyrir norðan í kvöld þegar mætast í síðasta leik 8-liða úrslita Bikarkeppni KSÍ Akureyrarliðin KA og Þór. Von er á bráðfjörugum og hörkuspennandi leik og þótt Þórsarar eigi samkvæmt pappírunum heimaleik er nokkuð víst að stuðningsmenn beggja liða munu fjölmenna á völlinn og hvetja sína menn óspart til dáða. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 116 orð

Casartelli vottuð virðing

Í DAG, 18. júlí, er nákvæmlega eitt ár liðið síðan fyrrum Ólympíumeistarinn í hjólreiðum, Fabio Casartelli frá Ítalíu, lét lífið í hinni geysierfiðu Tour de France-hjólreiðakeppni. Casartelli, sem lést í kjölfar höfuðáverka sem hann hlaut eftir að hafa fallið af hjóli sínu í Portet d'Aspet- fjöllunum, var einungis 25 ára gamall og talinn ein bjartasta von þjóðar sinnar í greininni. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 383 orð

ENSKA

ENSKA 1. deildarfélagið Birmingham City nældi sér á þriðjudag í framherjann Paul Furlong frá Chelsea, en samningur Furlongsvið Birmingham mun vera til fjögurra ára og hljóða upp á 150 milljónir íslenskra króna. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 933 orð

Er tími ungu kylfinganna kunninn upp?

FLESTIR bestu kylfingar heims verða í sviðsljósinu í Englandi, opna breska meistaramótið í golfi hefst í dag á Lytham golfvellinum. Spennan fyrir mótinu er mikil, enda er þetta eitt af fjórum stærstu golfmótum ársins. Eins og venjulega fyrir stórmót velta menn því fyrir sér hver teljist líklegastur sigurvegari. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 77 orð

FC Lantana - ÍBV2:1

Tallin, Eistlandi, forkeppni að Evrópukeppni félagsliða, fyrri leikur miðvikudaginn 17. júlí 1996. Aðstæður: Sólskin og 20 gráðu hiti, völlurinn fyrsta flokks. Mark ÍBV: Tryggvi Guðmundsson (60.). Mörk Lantana komu á 65. og 78. mínútu. Gult spjald: Enginn. Rautt spjald: Enginn. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 78 orð

Forsala á leik KR og ÍA KR-ingar

KR-ingar taka á móti Skagamönnum í 1. deild á sunnudag og hefst viðureign efstu liða deildarinnar kl. 17.30 á KR-vellinum. Mikill áhugi er fyrir leiknum og hefst forsala miða í hraðbönkum Íslandsbanka um allt land í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem miðar á knattspyrnuleik eru seldir með þessum hætti hér á landi. 3.500 miðar verða settir í umferð og stendur forsalan til kl. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 381 orð

Góðir möguleikar á að komast áfram

Strákarnir eru mjög þreyttir eftir leikinn og það má segja að leikmenn Lantana hafi verið sterkari en við höfðum reiknað með," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari ÍBV, eftir að lið hans hafði tapað 2:1 í fyrri leiknum gegn FC Lantana í Tallinn, höfuðborg Eistlands, í gær. Staðan í hálfleik var 0:0. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 270 orð

Góður leikur dugði skammt í Austurríki

Íslenska piltalandsliðið í golfi tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga í Austurríki dagana 11.­14. júlí. Nítján þjóðir sendu lið til keppni að þessu sinni en leikið var á Güt Mürstätten vellinum í nágrenni við austurrísku borgina Graz. Fyrst var leikinn höggleikur, en hann skar úr um niðurröðun liðanna í riðla en eftir það tók holukeppni við. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 518 orð

Guðjón Þórðarson He

Guðjón Þórðarson Hefði viljað eitt mark í viðbót "ÉG er sáttur við sigurinn en hefði viljað fá eitt mark í viðbót. Þriðja markið hefði getað gefið manni meiri ró fyrir síðari leikinn," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, eftir sigurinn á Sileks á Skipaskaga í gærkvöldi. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 106 orð

Gull og silfur í kvöld HIÐ árlega Gull og silfurmó

HIÐ árlega Gull og silfurmót Breiðabliks verður sett í dag stendur það yfir fram á sunnudag. Á mótinu keppa yngri flokkar kvenna og hafa aldrei jafnmargir þátttakendur skráð sig í mótið, en 1.030 leikmenn munu taka þátt. Þessir leikmenn koma frá 31 félagi og eru það alls 101 lið. Ýmislegt fleira verður á dagskránni en knattspyrna. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 103 orð

Hátíð að Laugarvatni ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ Héraðssamband

ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ Héraðssambandsins Skarphéðins var haldin að Laugarvatni um síðustu helgi í góðuu veðri og náðist góður árangur í mörgum greinum. Í unglingaflokki vann Elías Á. Högnason besta afrekið, hljóp 100 m á 11,50 sek. og hlaut 1.010 stig fyrir. Fimm tókst að sigra í fjórum greinum og urðu stigahæstu einstaklingar í unglingaflokki. Það eru þau Marínó F. Garðarson frá Gnúpverjum, Inga B. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 66 orð

Í bann fyrir að semja við þrjú félög A

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, dæmdi í gær króatíska landsliðsmanninn Goran Vlaovic í keppnisbann um óákveðinn tíma eftir að kappinn hafði skrifað undir samninga við þrjú félagslið í Evrópu. Þau lið sem um ræðir eru Napólí á Ítalíu og spánsku liðin Espanol og Valencina en FIFA hefur gefið Vlaovic frest til 26. þessa mánaðar til að gera grein fyrir athæfi sínu. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 36 orð

Í kvöld

Knattspyrna Bikarkeppni KSÍ 8-liða úrslit karla: Akureyrarv.:Þór Ak. - KA20 3. deild: Selfoss:Selfoss - Fjölnir20 4. deild B: Laugardalur:SR - Ármann20 4. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 24 orð

Íslandsmótið 3. deild: Grótta - HK3:1

Íslandsmótið 3. deild: Grótta - HK3:1 Óttar Eðvarðsson, Ragnar Egilsson, sjálfsmark - Steindór Elíson. 4. deild: ÍH - Léttir2:1 Magnús Scheving 2 - Engilbert Friðfinns. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 809 orð

Íþróttahátíð HSK

Mótið var liður í Íþróttahátíð HSK sem var haldin síðastliðna helgi á Laugarvatni. Helstu úrslit: 100 m hlaup sveina: Elías Ágúst Högnason, Þórsmörk11,50 Víðir Þór Þrastarson, Umf. Þór12,2 Davíð Helgason, Íþf. Hamar12,3 400 m hlaup sveina: Auðunn Jóhannsson, Umf. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 821 orð

Knattspyrna

Yngri flokkar Föstudagur 5. júlí: Karlar. 4.fl. 7 A: ÍR - Stokkseyri2:6 2. fl. A: Fram - Stjarnan3:0 4. fl. A-lið E Völsungur - KA2-2 2. fl. B FH - Þróttur R.1-1 4. fl. 7 E Völsungur - KA2-7 3. fl. 7 B ÍR - KR6-2 Laugardagur 6. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 82 orð

KNATTSPYRNAÍA með góða

"ÉG er sáttur við sigurinn en hefði viljað fá eitt mark í viðbót. Þriðja markið hefði getað gefið manni meiri ró fyrir síðari leikinn," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, eftir sigurinn á Sileks á Skipaskaga í gærkvöldi. Skagamenn unnu 2:0 og myndin sýnir þegar Bjarni Guðjónsson kom Íslandsmeisturunum á bragðið skömmu fyrir hlé. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 497 orð

"Meiri hætta í umferðinni"

Rallakstur hefur verið stundaður hérlendis í 20 ár og er ein vinsælasta akstursíþróttin erlendis. Í rallkeppni um sl. helgi mætti einn keppandi tveimur fjölskyldubílum á miðri keppnisleið, þar sem akstursleiðin á að vera lokuð almenningi. Blaðamaður Morgunblaðsins kannaði hvernig öryggisgæslu í rallmótum er háttað og hvort ökumenn telji þátttöku í rallakstri hættulega eigin öryggi. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 123 orð

Mutombo til Hawks EKKERT lá

EKKERT lát virðist ætla að verða á hinum miklu félagaskiptum leikmanna í NBA- deildinni í körfuknattleik og á mánudagskvöld gekk hinn geysiöflugi miðherji Denver Nuggets, Dikembe Mutombo, frá fimm ára samningi við Atlanta Hawks. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 144 orð

Norman gerir 325 milljóna boltas

GOLFLEIKARINN Greg Norman ætti ekki að verða í fjárhagsvandræðum á næstunni þótt honum takist ekki að verða í efsta sæti á komandi mótum. Ástæðan er sú að í gær gerði hann samning við framleiðanda Maxfli golfbolta og tryggir samningurinn honum 325 milljóna króna tekjur fyrir það eitt að leika með nýrri tegund bolta sem fyrirtækið er að setja á markað. Þessi bolti heitir Maxfli XS. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 154 orð

Norrænir kylfingar í Leirunni

NORÐURLANDAMÓT unglinga í golfi hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru og verður vafalaust gaman að fylgjast með gengi íslenska liðsins, en piltalandsliðið sýndi góðan leik á Evrópumeistaramóti unglinga í Austurríki um síðustu helgi. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

ÓLAFUR Þórðarson

ÓLAFUR Þórðarson lék í gær 21. Evrópuleik sinn með Skagamönnum og þarf nú einn leik til viðbótar til að jafna leikjamet Árna Sveinssonar. Guðjón Þórðarson lék á sínum tíma 21 Evrópuleik og hefur Ólafur því jafnað það. SKAGAMENN léku í gær 45. Evrópuleik sinn. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Ólafur Þórðarson fékk boltann rétt utan teigs á 43. mínútu,

Ólafur Þórðarson fékk boltann rétt utan teigs á 43. mínútu, aðeins vinstra megin og náði skoti þrátt fyrir að vera aðþrengdur. Skotið fór í varnarmann og Bjarni Guðjónsson var réttur maður á réttum stað, rétt utan við hægra markteigshornið, og skoraði framhjá Trajcev markverði sem kom út á móti. Á 72. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 462 orð

Pétur verður ekki með

PÉTUR Guðmundsson, kúluvarpari, kastaði 19,17 metra á móti í Marrietta, útborg Atlanta, í gærkvöldi og missti þar með af tækifæri til að komast á Ólympíuleikana. Pétur náði a-lágmarki í fyrra ­ lágmarkið er 19,50 metrar ­ en Ólympíunefnd Íslands fór fram á að hann næði því aftur í ár. Pétur er vonsvikinn og segist vilja fá fleiri tækifæri til að ná lágmarkinu aftur. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 187 orð

Rögnvald og Stefán íhuga að hætta við að hætta

Eftir kjör Kjartans Steinbachs í fyrradag sem formanns dómaranefndar Alþjóða handknattleikssambandsins er ekki loku fyrir það skotið að Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson alþjóðadómarar séu hættir við að draga sig í hlé frá dómgæslu á alþjóðlegum vettvangi. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 111 orð

Tennis

Stórmót Víkings Mótið var haldið á tennisvöllum Víkings í Fossvogi dagana 8.-14. júlí. Helstu úrslit: Byrjendaflokkur barna: 1. sæti:Hjalti Hreinsson 2. sæti:Gunnar Jakobsson 3. sæti:Davíð Örn Jónsson Snáðar, einliðaleikur: 1. sæti:Margeir Ásgeirsson 2. sæti:Kári Pálsson 3. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 241 orð

Verðum vonandi í Sydney

Ég kynntist Íslendingum fyrst þegar ég var að æfa fyrir Ólympíuleikana árið 1988. Þá var ég ásamt félögum mínum í búlgarska landsliðinu í æfingabúðum í Varna í Búlgaría, en það var vinsæll sumardvalarstaður Íslendinga," sagði Nokolay Mateev, skylmingaþjálfari. "Síðan kom ég hér til lands árið 1991 og hef verið þjálfari hjá Skylmingafélaginu og með landsliðið síðan," bætti hann við. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Þokkalegt vegarnesti úr slagviðrinu heima

SKAGAMENN fá þokkalegt vegarnesti úr slagviðrinu á Akranesi í hitann í Makedóníu, en þangað halda þeir í næstu viku. Skaginn vann FK Sileks 2:0 í forkeppni undankeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í gær og á því ágæta möguleika á að komast áfram. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 304 orð

Þórður hafnaði boði frá meisturum Ferencvaros

Þórður Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk girnilegt tilboð frá ungversku meisturunum Ferencvaros, sem buðu honum samning til eins árs, en að vel athuguðu máli hafnaði hann boðinu. Hann sagði einnig nei við forráðamenn svissnesks félags og annars frá Þýskalandi. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 245 orð

Þórir Sigfússon tekur við þjálfun Fylkismanna

FYLKISMENN gengu í gærmorgun frá samningum við Þóri Sigfússon, fyrrum leikmann og þjálfara Keflavíkur, þess efnis að Þórir taki við þjálfun Árbæjarliðsins en eins og kunnugt er var Magnúsi Pálssyni, fyrrum þjálfara, sagt upp störfum hjá félaginu á mánudag eftir slakt gengi Fylkis það sem af er sumri. Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 3 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKINGALOTTÓ: 91318364548+73239 » Meira
18. júlí 1996 | Íþróttir | 391 orð

(fyrirsögn vantar)

Evrópukeppni félagsliða Tirana, Albaníu: FC Teuta (Albaníu) - Kosice (Slóvakíu)1:4 Gentian Begeja (3.) - Miroslav Sovic (45., 66.), Martin Obsitnik (85.), Jozef Kozlej (87.) - 3.000. Sofía, Búlgaríu: Slavia Sofia (Búlgaríu) - Inkaras-Grifas (Litháen)4:3 Roumen Panayotov (31., 72.), Dimitar Totev (42. Meira

Úr verinu

18. júlí 1996 | Úr verinu | 146 orð

Góðar heimtur í Hraunsfirði

GÓÐAR laxaheimtur hafa verið í hafbeitarstöðinni í Hraunsfirði á snæfellsnesi það, sem af er sumri. Heimtur eru mun betri en í fyrra, göngurnar hafa verið jafnari og vinnan stöðugri. Hefur því verið mikið að gera við slátrun og vinnslu og er bjart yfir fólki. Um miðja þessa viku var búið að slátra 43.500 löxum það, sem af er sumri og um 8.000 laxar bíða slátrunar í kvíum. Meira
18. júlí 1996 | Úr verinu | 510 orð

Veiðin orðin lítil á loðnumiðunum

LÍTIL VEIÐI hefur verið á loðnumiðunum í gær og fyrradag og hefur loðnan dreift sér, að sögn Marons Björnssonar, skipstjóra á Guðmundi Ólafi ÓF. Hann segir þó enga ástæðu til örvæntingar, en hinsvegar sé hætt við að veiðar hafi byrjað of seint í sumar. Meira
18. júlí 1996 | Úr verinu | 100 orð

Öflugri Þórir

Hornafirði - Þinganes ehf. bætti við sig þó nokkurri veiðigetu þegar það keyptu á dögunum öflugt togskip. Skipið hét áður Helga II. og var gerð út á rækju síðustu árin og aflaði vel eða 1200­1400 tonna á ári. Meira

Viðskiptablað

18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 1308 orð

Atvinnumál Reykjavíkurborgar í athugun

Atvinnumál Reykjavíkurborgar í athugun Hlutfall langtímaatvinnulausra á atvinnuleysisskrá í Reykjavík hefur hækkað á undanförnum árum og er orðið mun hærra þar en á landsbyggðinni Atvinnuleysi í Reykjavík hefur á undanförnum árum margfaldast. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 148 orð

Bréfum í Harrods komið í sölu?

HARRODS-verzlun hinna þekktu egypzku al-Fayed bræðra í London kann að koma hlutabréfum í sölu að sögn Sunday Times. Mohamed al-Fayed, forstjóri Harrods, á nú í viðræðum við ráðgjafa og fjárfesta um þessa fyrirætlun, sem kann að afla þeim tveggja milljarða punda. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 106 orð

EMI vill láta samræma hagtölur fljótt

Evrópuríki verða að gera tafarlausar ráðstafanir til að tryggja að væntanlegur seðlabanki Evrópu fái upplýsingar, sem hann nauðsynlega þarf til að móta heilbrigða peningamálastefnu, samkvæmt skýrslu EMI, peningastofnunar Evrópu. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 106 orð

Escom gjaldþrota

ESCOM AG, þýzkt tölvusmásölufyrirtæki sem hefur orðið hart úti í harðnandi verðsamkeppni á einmenningstölvumarkaði Evrópu, hyggst biðja um gjaldþrotaskipti því að ekki hefur tekizt að afla nýrra lána. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 126 orð

Ferill sendinga rakinn

Í frétt frá flutningsmiðluninni Jónum hf., umboðsaðila Fedex, kemur fram að viðskiptavinur hér heima, sem afhendir hraðsendingu til útflutnings að morgni dags, geti fengið strax viðkomandi Fedex-sendingarnúmer og síðan kannað sjálfur feril sendingarinnar á alnetinu næsta dag þar sem nákvæmlega kemur fram hvar og hvenær sendingin var móttekin, klukkan hvað og af hverjum, að því er segir í frétt. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 817 orð

Hvert stefna hlutabréfin?

HLUTABRÉFAMARKAÐUR tók óvæntan kipp í síðustu viku og hækkaði gengi í fjölmörgum hlutafélögum umtalsvert enn á ný. Þessar hækkunum fylgdu nokkuð lífleg viðskipti sem verður að teljast óvenjulegt yfir hásumarið en undanfarin ár hefur hlutabréfamarkaður verið með daufara móti á þessum tíma. Heildarveltan á hlutabréfamarkaði frá júníbyrjun nemur nú rúmlega 1. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 93 orð

Íslux með Telematvogir

Innflutningsfyrirtækið Íslux hefur fengið umboð fyrir Telemat-vogir sem gefa bæði upp þyngd og rúmmál vörunnar. Í frétt frá fyrirtækinu kemur fram að vogirnar eru fyrstar sinnar gerðar hér á landi. Flutningafyrirtæki, sem verðleggja þjónustuna eftir þyngd vörunnar, eru oft að flytja hluti sem taka mikið rými þrátt fyrir að vera léttir. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 78 orð

Keramik stúdíó opnað

LILJA Þorbjörnsdóttir hefur opnað verslunina og vinnustofuna Keramik Studio að Arnarbakka 2-4 í Reykjavík. Í frétt frá fyrirtækinu segir að þar verði í boði keramik-vörur og gips og þeir sem þess óska geti fengið aðstoð og leiðsögn hjá starfsfólki á staðnum. Sérstök tilboð verða fyrir hópa og saumaklúbba. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 216 orð

Kynna fartölvu með innbyggðum farsíma

VERSLUNIN Upplýsingatækni ehf. hefur hafið sölu á nýjum búnaði sem fengið hefur heitið "Þráðlausa skrifstofan". Hér er um að ræða fyrirferðarlitla HP OmniGo700LX fartölvu með innbyggðum Nokia 2110 GSM farsíma. Tölvan er með dagskímu (Time Manager), faxi, tölvupósti, töflureikni, gagnagrunni og ritvinnslu. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 308 orð

Kynnir íslensk fyrirtæki í Suður-Kóreu

FJÖLMENN sendinefnd fulltrúa íslenskra fyrirtækja verður í för með Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, í opinberri heimsókn hans til Suður-Kóreu í næsta mánuði. Hópurinn mun m.a. kynna starfsemi íslenskra fyrirtækja fyrir kóreskum athafnamönnum en einnig gefst mönnum kostur á að skoða kóresk fyrirtæki. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 62 orð

Lloyd's með methagnað

Lloyds tryggingafyrirtækið í London hefur skýrt frá 1.1 milljarðar punda methagnaði -- mjög jákvæðri afkomu eftir mikið tap í fimm ár. David Rowland stjórnarformaður sagði að 1.084 milljarða punda hreinn hagnaður 1993 væri ein bezta afkoma Lloyd's í 308 ára sögu fyrirtækisins. Lloyd's birtir ársreikninga þriggja ára gamla svo að tími gefist til að vinna úr kröfum. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 435 orð

Markaðsvirði hefur hækkað um 25 milljarða

MARKAÐSVIRÐI 31 hlutafélags sem skráð er á Verðbréfaþingi Íslands nemur nú um 75 milljörðum króna og hefur það hækkað um 25 milljarða frá síðustu áramótum vegna mikilla hækkana á verði hlutabréfa. Þegar litið er aftur til ársbyrjunar 1995 nemur hækkunin tæpum 39 milljörðum á markaðsvirði þeirra 29 félaga sem þá voru á markaðnum, eins og sjá má af töflunni hér til hliðar. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 964 orð

Microsoft sækir að Netscape TölvurMörgum hló hugur í brjósti þegar Microsoft virtist hafa misst af lestinni í slagnum um yfirráð

ÞAÐ ÞÓTTI í meira lagi sögulegt þegar Bill Gates, helsti eigandi Microsoft-risans, viðurkenndi það á síðasta ári að Microsoft hefði nánast misst af helstu byltingu í tölvuheiminum á þessum áratug, alnetinu/veraldarvefnum. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 441 orð

Ný gerð tekur við af 911

ÞÝZKI sportbílaframleiðandinn Porsche AG, sem upphaflega bjóst ekki við að geta framleitt fleiri en 50 bíla, hefur nú starfað í tæp 50 ár. Í vikunni sendi hann frá sér milljónasta sportbílinn eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 172 orð

Nýr peningamarkaðssjóður hjá VÍB

VERÐBRÉFAMARKAÐUR Íslandsbanka, VÍB, hefur sett á fót nýjan peningamarkaðssjóð, Sjóð 9. Fjárfestar geta ávaxtað fé sitt í sjóðunum í mjög skamman tíma því alls enginn kostnaður fylgir kaupum eða innlausn í sjóðnum og engar kvaðir eru um lágmarksbinditíma. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 352 orð

Raunávöxtun varð hæst 5,6-5,7%

BUNDNIR sparireikningar til fimm ára og húsnæðissparnaðarreikningar skiluðu mestri ávöxtun af innstæðum í íslenskum krónum í bankakerfinu fyrstu sex mánuði ársins. Raunávöxtun þeirra var á bilinu 5,6-5,7% á tímabilinu og bar þar lítið á milli einstakra stofnana. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 7 orð

REYKJAVÍKAtvinnumál í athugun/4STJÓR

REYKJAVÍKAtvinnumál í athugun/4STJÓRNUNMannlegi þátturinn mikilvægur/5TÖLVUPISTILLMicrosoft sækir að N Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 118 orð

Réttur EBU á íþróttum ógiltur

EVRÓPUdómstóllinn hefur ógilt ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um að leyfa sambandi evrópskra sjónvarps- og útvarpsstöðva, EBU, að kaupa einkarétt á sjónvarpssendingum frá íþróttaleikjum innan ramma Eurovision.Áfall fyrir ríkisrásir Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 115 orð

RíkisbréfLÁNASÝSLA ríkisins hefur selt ríkisverðbréf fyrir um 11,6 milljarða króna eftir að spariskírteini að fjárhæð 17,3

LÁNASÝSLA ríkisins hefur selt ríkisverðbréf fyrir um 11,6 milljarða króna eftir að spariskírteini að fjárhæð 17,3 milljarðar frá árinu 1986 komu til innlausnar nú í byrjun júlí. Tilboð ríkissjóðs til eigenda spariskírteinanna um sérstök skiptikjör á nýjum ríkisverðbréfum rennur út 19. júlí. GSM-símkerfi Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 365 orð

Sala á Case dráttarvélum hefur tvöfaldast

MIKILL söluaukning hefur orðið hjá innflutningsfyrirtækinu Vélum og þjónustu hf. að undanförnu og er fyrirtækið orðið einn stærsti innflytjandi landsins á landbúnaðarvörum. Fyrirtækið flytur inn vinnuvélar, lyftara, búvélar o.fl. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 188 orð

Samvinnusjóður í nýtt húsnæði

SAMVINNUSJÓÐUR Íslands hf., sem undanfarin ár hefur verið til húsa í Ingólfsstræti 3, hefur flutt í nýtt húsnæði í Sigtúni 42. Eru þeir flutningar vegna aukinnar starfsemi sjóðsins síðastliðin 3 ár. Nú starfar hann sem fjárfestingarbanki samkvæmt lögum frá 1993, að því er segir í frétt. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 217 orð

Sólarfilma tekur að sér sölu á Glaðnisvörum

FRAMLEIÐSLA á minja- og skarpgripum og barmmerkjum er nú aftur hafin af fullum krafti á Siglufirði í verksmiðju Glaðnis eftir u.þ.b. árs hlé. Verksmiðjan er nú orðin eign Glaðnis-listsmiðju ehf. Áhersla verður lögð á það fyrst um sinn að framleiða þá minjagripi og aðrar vörur, sem best seldust af fyrri framleiðsluvörum verksmiðjunnar. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 1506 orð

Stjórnun breytinga er öflugt samkeppnistæki

STJÓRNUN breytinga er fimmta bók Þorkels Sigurlaugssonar en hann er 43 ára viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskips. Áður hafði hann skrifað bækurnar Framtíðarsýn (1990), Frá handafli til hugvits (1993), Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 290 orð

Stöðugri markaður í Wall Street

EVRÓPSK verðbréf hækkuðu í gær eftir góða byrjun í Wall Street þrátt fyrir miklar sveiflur daginn áður. Verðbréf í London, Frankfurt og Paris hækkuðu um meira en 1% um leið og staðan batnaði í New York batnaði eftir sveiflurnar á þriðjudag þegar viðskipti með hlutabréf voru meiri en nokkru sinni fyrr. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 354 orð

Tilfærslur og mannabreytingar hjá Eimskip

STEINGRÍMUR Sigurðssonhefur verið ráðinn sölustjóri á markaðsskrifstofu Eimskips í Tromsö. Hann hóf störf þar ytra 1. júní sl. Steingrímur stundaði nám í iðnrekstrarfræði við Tækniskóla Íslands á árunum 1988 til 1990. Meira
18. júlí 1996 | Viðskiptablað | 147 orð

Þýzkur risi verður til við samruna

EINHVER mesti samruni í sögu smásöluverzlunar í Þýzkalandi verður að veruleika, þar sem Asko Deutsche Kaufhaus, Deutsche SB-Kauf og Kaufhof Holding hafa tilkynnt að ekkert standi í vegi fyrir sameiningu við Metro AG, sem er í eigu Svisslendinga. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.