Greinar föstudaginn 19. júlí 1996

Forsíða

19. júlí 1996 | Forsíða | 499 orð

Ekkert komið fram sem bendir til hermdarverks

ENGAR vísbendingar höfðu fundist í gærkvöldi sem bentu til annars en að um slys hefði verið að ræða er Boeing 747-100 breiðþota bandaríska flugfélagsins Trans World Airways (TWA) sprakk á flugi í fyrrinótt, skömmu eftir flugtak í New York, að sögn Roberts Francis, eins af yfirmönnum Öryggisstofnunar samgöngumála (NTSB). Meira
19. júlí 1996 | Forsíða | 356 orð

Herstjórar hóta hryðjuverkum

HELSTU leiðtogar tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna undir forystu Zelímkhans Jandarbíevs lýstu í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna undangenginna árása Rússa í Tsjetsjníu, en sögðust hafa ákveðið að láta reyna á friðarumleitanir. Myndu þeir ekki um sinn blása til harðra stríðsátaka til að svara sókn Rússa. Meira
19. júlí 1996 | Forsíða | 282 orð

Vonir glæðast um friðarviðræður

HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, sagði í gær að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefði glætt vonir um að friðarviðræður hæfust að nýju milli Ísraela og araba. Mubarak sagði eftir fund þeirra í Kaíró að Netanyahu hefði lofað að virða gerða samninga við araba. Meira

Fréttir

19. júlí 1996 | Miðopna | 929 orð

Aðhald með rekstrinum aukið á öllum sviðum

TALSVERT þykir hafa skort á eðlilegt aðhald í rekstri Sjúkrahúss Patreksfjarðar á undanförnum árum. Heilbrigðisráðuneytið gerir nú kröfu um að tekið verði á rekstrarvanda stofnunarinnar og aðhald í útgjöldum verði aukið. Meira
19. júlí 1996 | Miðopna | 164 orð

Aðstandendur í París

AÐSTANDENDUR farþega, sem voru með þotunni sem fórst í fyrrinótt, komu á Charles de Gaulle- flugvöll í París, til þess að leita fregna af slysinu. Voru margir grátandi, og voru fluttir afsíðis þar sem læknar komu þeim til aðstoðar. Meira
19. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 59 orð

Allir nema einn lifðu af brotlendingu

MEXÍKÓSKUR hermaður og björgunarmenn bera ferðamann sem slasaðist er Twin Otter sjóflugvél brotlenti 40 metra frá flugbrautarenda í Playa del Carmen í Mexíkó í gær. Einn farþeganna, Þjóðverji, fórst en 18 aðrir, sem um borð voru, komust lífs af. Slösuðust 13 þeirra, þ.ám. flugmennirnir tveir. Slysstaðurinn er 75 km suður af ferðamannabænum Cancun. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Aukafjárveiting til Námsflokka

BORGARRÁÐ hefur samþykkt 21,5 milljóna króna aukafjárveitingu vegna frágangs á nýju húsnæði fyrir Námsflokka Reykjavíkur í Suðurmjódd. Í erindi byggingadeildar til borgarráðs segir að tilboð hafi verið opnuð í lok júní í heildarfrágang á húsnæðinu. Eitt tilboð hafi borist sem var um 22,5% yfir kostnaðaráætlun og var því hafnað. Þess í stað fór fram verðkönnun á einstökum verkþáttum. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 422 orð

Áhersla á aukið vöruúrval til heimilisins

OLÍUFÉLAGIÐ hf. kynnti í gær opnun hraðbúða, sem reknar verða í tengslum við og innan nokkurra af stærstu bensínstöðvum Esso. Hraðbúðir Esso bera undirtitilinn "Allt til alls" og eru hugsaðar fyrir fólk, sem vill gera hagkvæm innkaup til heimilisins á sem skemmstum tíma. Áhersla verður lögð á sérstök tilboð í hverri viku. Meira
19. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 205 orð

Ákall um baráttu gegn gróðurhúsaáhrifum

ÁKALL margra helztu iðnríkja heims um baráttu gegn upphitun lofthjúps jarðar með því að draga úr brennslu olíu og gass hlaut í gær víðtækan stuðning á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um veðurfarsbreytingar. Ráðstefnunni lauk í Genf í gær. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 35 orð

Á leið til mjalta

ÞÆR voru ákafar, kusurnar í Biskupstungum, að komast heim til mjalta. Á leiðinni úr haga þurftu þær að fara í gegnum ræsi undir þjóðveginum til að komast heim í fjós. Morgunblaðið/RAX Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Árekstur á Vesturlandsvegi

TVEIR bílar lentu í árekstri á Vesturlandsvegi á móti Bifreiðaskoðun Íslands rétt fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Annar bíllinn fór út af veginum og hafnaði á brunnloki. Samkvæmt upplýsingum lögreglu slasaðist enginn í óhappinu, en talsverðar skemmdir urðu á bílunum. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Banaslys á Akureyri

MAÐUR lést á Akureyri í gær þegar hann varð undir bílalyftu á bílaverkstæði í bænum. Að sögn lögreglu er ekki vitað hver tildrög slyssins voru. Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann var úrskurðaður látinn. Málið er í rannsókn hjá Vinnueftirliti og rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 433 orð

Bann nær ekki til línuveiða

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur sýknað mann af ákæru um línuveiðar á svæðinu á milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru. Í ákæru var tilgreint, að samkvæmt lögum væru veiðar á svæðinu, þar sem vatnsleiðsla og rafstrengur liggja milli Eyja og meginlandsins, bannaðar allt árið. Dómarinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að bannið næði til veiða með botnvörpu, flotvörpu og dragnót, en ekki línuveiða. Meira
19. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 108 orð

Barði mann sinn fyrir rétti

ALBANI, sem krafist hafði skilnaðar frá konu sinni, varð fyrir því að umrædd kona barði hann svo hann missti rænuna frammi fyrir dómara, að því er albanska blaðið Republika greindi frá í fyrradag. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 221 orð

Beðið eftir rigningu á Vesturlandi

VEIÐI hefur verið góð í Langá á Mýrum og óvenju margir stórlaxar. Laxá í Dölum er aftur á móti orðin heldur vatnslítil og þar er takan treg. Stærsti laxinn sem veiðst hefur í Langá á Mýrum það sem af er sumri var 21,5 pund og að sögn Runólfs Ágústssonar, eins þriggja leigutaka árinnar, er mikið af stórlaxi í ánni og jöfn og góð veiði. Meira
19. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 278 orð

CIA vill geta notað blaðamenn

JOHN Deutch, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sagði fyrir Bandaríkjaþingi á miðvikudag að hann gæti ekki útilokað að notast yrði við blaðamenn eða starfsmenn kirkjunnar við njósnir væru líf Bandaríkjamanna í húfi. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð

Deilur íbúa í Efstaleiti til Hæstaréttar

HÚSFÉLAGIÐ í Efstaleiti 10, 12 og 14 hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli húsfélagsins gegn Bent Scheving Thorsteinssyni. Niðurstaða Héraðsdóms var á þá leið, Meira
19. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 176 orð

Dæmd fyrir að misþyrma ófæddu barni sínu

HÆSTIRÉTTUR í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að sækja megi konu, sem neytti eiturlyfja á meðgöngutíma, til saka fyrir að misþyrma ófæddu barninu. Staðfesti rétturinn átta ára fangelsisdóm yfir konu, sem eignaðist son, er reyndist vera með kókaín í blóðinu þegar hann fæddist. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 207 orð

Einkennisklæddir iðnaðarmenn

ÝMSIR reka upp stór augu er þeir sjá á förnum vegi á Íslandi menn með barðastóra hatta, íklædda útvíðum buxum og silfurtölum skrýdda svarta jakka. Þessi sjón er þó öllum þeim sem dvalið hafa í Þýzkalandi kunnugleg. Þar eru nefnilega svonefndir Wander- burschen, eða "flökkusveinar" á ferð. Meira
19. júlí 1996 | Miðopna | 165 orð

Ekki verði flanað að niðurstöðum

BILL CLINTON, forseti Bandaríkjanna, sagði á fréttamannafundi í gær að orsakir þess, að Boeing 747-100 þota Trans World Airways fórst skömmu eftir flugtak í New York í fyrrinótt, væru ókunnar og varaði forsetinn við því að ályktanir yrðu dregnar af ófullnægjandi forsendum. Meira
19. júlí 1996 | Landsbyggðin | 487 orð

Endurbygging á merku mannvirki á Sauðanesi

Þórshöfn - Mikil breyting hefur orðið á gamla prestsbústaðnum á Sauðanesi á Langanesi, en endurbygging hans er nú langt komin. Þetta merka hús var byggt árið 1879 og lét sr. Vigfús Sigurðsson byggja það. Steinsmiðurinn sem byggði húsið hét Sveinn Brynjólfsson. Núna er húsið á vegum húsfriðunarnefndar Þjóðminjasafnsins og núverandi arkitekt hússins er Guðmundur L. Hafsteinsson. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 494 orð

Engar ákvarðanir fyrr en öll gögn liggja fyrir

ENGAR ákvarðanir hafa verið teknar af borgaryfirvöldum um það að veita byggingarleyfi fyrir tiltekinni gerð íbúðarhúsa á lóðinni nr. 1-5 við Kirkjusand og engar ákvarðanir verða teknar um málið fyrr en öll gögn málsins liggja fyrir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér síðdegis í gær. Þar kemur fram að á fundi skipulagsnefndar 25. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fékk hjartastopp í leiktæki

FJÓRTÁN ára stúlka fékk hjartastopp í einu leiktækja tívolísins á hafnarbakkanum í Reykjavík í fyrrakvöld. Stúlkan var í leiktæki sem kallast Top Gun, en það er eins konar róla sem snýst í hringi. Hringt var á sjúkrabíl þegar stúlkan leið út af en þegar á sjúkrahús var komið var hún látin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er vitað um hjartagalla í fjölskyldu stúlkunnar. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 441 orð

Félagsmálaráðuneytið hefur ekki samþykkt það

ÁRNI Gunnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, segir að ráðuneytið sé ekki búið að leggja blessun sína yfir endurskoðaða rekstraráætlun Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vesturlandi, en þar er gert ráð fyrir að leggja skammtímavistun niður frá 1. september til áramóta til að afstýra rekstrarhalla. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 768 orð

Golf æ vinsælla hjá almenningi

GOLFKLÚBBUR Kópavogs og Garðabæjar var stofnaður þann 24. mars 1994 er Golfklúbbur Kópavogs og Golfklúbbur Garðabæjar sameinuðust um níu hola völl við Vífilsstaði, en þar hafði Golfklúbbur Garðabæjar rekið völl um nokkurra ára skeið. Formaður klúbbsins er Gunnlaugur Sigurðsson. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Gospelmessa í Seljakirkju

Gospelmessa í Seljakirkju GUÐSÞJÓNUSTUR í Seljakirkju hafa í júlí verið á sunnudagskvöldum kl. 20. Þessi tími er valinn til þess að þeir sem vilja sækja kirkju geti átt nokkuð heila helgi til ferðalaga en átt stund í kirkjunni sinni áður en ný vinnuvika hefst, segir í fréttatilkynningu. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 261 orð

Hafnardagur í Reykjavík

HINN árlegi Hafnardagur Reykjavíkurhafnar verður haldinn við Gömlu höfnina laugardaginn 20. júlí. Dagskrá hefst kl. 10 að morgni og lýkur með bryggjuballi og flugeldasýningu um miðnættið. Til þess að auðvelda umferð um miðbæinn verður Geirsgötu lokað við Pósthússtræti og við Tryggvagötu að vestanverðu. Bílastæðin í Kolaportinu (Seðlabankahúsinu) og Vesturgötu 7 verða opin og gjaldfrí. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Hafnargönguhópurinn Óttu- og miðmorguns

Í NÓTT, laugardaginn 20. júlí, Hafnardaginn, stendur Hafnargönguhópurinn fyrir gönguferð og siglingu umhverfis gamla Seltjarnarnesið. Mæting við Hafnarhúsið við sólris kl. 4 árdegis. Þaðan verður gengið með ströndinni inn í Sundahöfn að Sundakaffi. Þar gefst kostur á að fá sér kaffisopa. Frá Sundakaffi verður farið kl. 5.20 inn í Elliðaárvog og verið við Hitaveitustokkinn um kl. 7. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Hefur sagt af sér þingmennsku

SKRIFSTOFU forseta Alþingis barst í vikunni bréf frá Ólafi Ragnari Grímssyni, verðandi forseta Íslands, þar sem hann óskar eftir lausn frá þingstörfum og er bréfið dagsett 10. júlí síðastliðinn. Sæti Ólafs Ragnars á Alþingi tekur Sigríður Jóhannesdóttir kennari í Keflavík. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 268 orð

Hreppstjóri íhugar meiðyrðamál gegn oddvita

HÁKON Aðalsteinsson formaður kjörstjórnar og hreppsstjóri í Fljótsdalshreppi, segir að líkur séu á að farið verði í meiðyrðamál vegna ummæla Hjartar E. Kjerúlf oddvita um að kjörstjórnin hafi breytt kjörseðlum í kosningu um sameiningu þriggja hreppa í Norður-Múlasýslu. Hákon telur að þessi ummæli séu ásakanir um að kjörstjórn Fljótsdalshrepps hafi gert aðför að lýðræðinu. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 303 orð

HRINGUR JÓHANNESSON

EINN þekktasti myndlistarmaður landsins, Hringur Jóhannesson, lést á miðvikudag á Landspítalanum, 63 ára að aldri. Hringur vakti öðru fremur athygli fyrir að beina sjónum sínum að hversdagslegum hlutum frá óvenjulegu sjónarhorni. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Húsavíkurdagar um helgina

HÚSVÍKINGAR gera sér dagamun um helgina og verður ýmislegt þar á dagskrá fyrir bæjarbúa og gesti. Meðal annars verður söguganga um bæinn, bíla- og tækjasýning á vegum björgunarsveitarinnar og slökkviliðsins og aflraunakeppni. Á sunnudag verður helgistund upp við Botnsvatn en þar var messað á hverju sumri fyrr á öldinni. Messað er hjá stórum steini sem nefndur var "kirkjan". Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 228 orð

Íslenskt grænmeti gegn sjúkdómum og svefnleysi?

ÞAÐ er ástæða til þess að ætla að grænmeti sem ræktað er á Íslandi, sé ríkara af melatóníni en annað grænmeti, að mati þýska líffræðingsins Dr. Rolf Dubbels. Hann uppgötvaði fyrstur manna að efnið finnst í grænmeti og ávöxtum, en melatónín hefur verið mikið til umræðu undanfarið og mikil eftirspurn eftir því, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem framleiðendur melatóníntaflna anna ekki eftirspurn. Meira
19. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Jass á KEA

HIN landsþekkta leikkona, skemmtikraftur og söngkona, Ólafía Hrönn Jónsdóttir verður ásamt tríói Tómasar R. Einarssonar með tónleika á Hótel KEA í kvöld, föstudagskvöld og hefjast þeir kl. 21.30. Tríóið skipa auk Tómsarar þeir Þórir Baldursson á píanó og Einar Valur Scheving á trommur. Meira
19. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Kántrýdans á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit

JÓHANN Örn Ólafsson danskennari verður með námskeið í kántrýdönsum (línudönsum) í dag, föstudaginn 19. júlí og á morgun, laugardaginn 20. júlí. Námskeiðið fer fram í Púslinum í KA-heimilinu og í hlöðunni á bænum Hrísum í Eyjafjarðarsveit. Í kvöld verða tveir tímar í Púlsinum, sá fyrri kl. 19.30 fyrir þá sem hafa dansað slíka dansa áður og kl. 20.30 fyrir byrjendur. Meira
19. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 409 orð

Kosningarnar í Bosníu hugsanlega í hættu

HÆTTA er á því, að fyrstu frjálsu kosningarnar sem fram fara í Bosníu eftir lok stríðsins, verði lítils virði vegna víðtækra hótana um að þær verði sniðgengnar, óháð því hvort takist að koma leiðtogum Bosníu-Serba, sem ákærðir hafa verið fyrir stríðsglæpi, frá völdum. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 435 orð

Kostnaður við flutning 15 milljónir

ÓVISSA ríkir um afdrif gömlu kirkjunnar í Reykholti eftir að ný kirkja verður vígð þar 28. júlí næst komandi. Kirkjan var reist árið 1886-87 og er orðin illa farin að sögn Geirs Waage sóknarprests í Reykholti, enda hefur henni lítt verið haldið við seinustu sjötíu ár. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 287 orð

Krefjast útfærslu norsku lögsögunnar

HAGSMUNAAÐILAR í norskum sjávarútvegi hafa áhyggjur af áframhaldandi veiðum íslenzkra togara í Smugunni í Barentshafi. Norges Fiskarlag, heildarsamtök norska sjávarútvegsins, fer fram á að fiskveiðilögsaga Noregs og Rússlands verði útvíkkuð til þess að loka Smugunni. Sautján togarar eru nú á svæðinu, þar af ellefu íslenzkir. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 394 orð

Laun starfsmanna hækka um 3-6%

VINNUVEITENDASAMBAND Íslands og þrjú verkalýðsfélög innan Verkamannsambands Íslands undirrituðu kjarasamning fyrir starfsmenn sem starfa við gerð Hvalfjarðarganga í gær. Snær Karlsson, sem sæti á í samninganefnd Dagsbrúnar, segir að samningurinn feli í sér 3-6% launahækkun hjá starfsmönnum sem starfa við göngin. Þetta er fyrsti kjarasamningur sem gerður er um jarðgangagerð á Íslandi. Meira
19. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 145 orð

Leiksýning í Deiglunni

Í SUMAR verða í Deiglunni nokkrar leiksýningar á vegum Listasumars með styrk frá Jafnréttisnefnd Akureyraræbæjar, í samvinnu við Kaffileikhús Hlaðvarpans og höfundarsmiðju Borgarleikhússins. Þriðja sýningin þennan mánuðinn er úr Kaffileikhúsi Hlaðvarpans. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 164 orð

Lína féll niður EIN LÍNA féll niður við vinnslu á grein H

EIN LÍNA féll niður við vinnslu á grein Huldu Jensdóttur í Bréfi til blaðsins í gær. Rétt væri setningin svona: "...get ég ekki sætt mig við að virðing fyrir barninu í móðurlífi sé líkt við eðlur, apqa eða ketti, eins og gert var í lesendabréfi nýverið. Það skelfilega í slíkri umræðu er virðingarleysir og þau villandi skilaboð sem hún flytur. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 241 orð

Margvísleg verkefni tengd kristnitökuafmæli

Á FUNDI hátíðarnefndar vegna 1000 ára kristnitökuafmælis sem haldinn var á Bessastöðum 11. júlí sl. var samþykkt að ráða Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúa í Reykjavík, framkvæmdastjóra nefndarinnar. Starf hans verður m.a. fólgið í að undirbúa hátíðarhöldin vegna þessara merku tímamóta í sögu þjóðarinnar. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Meintir hjólaþjófar handteknir

LÖGREGLAN í Reykjavík flutti þrjá menn á lögreglustöð um fimmleytið í fyrrinótt eftir að hafa stöðvað þá á bíl við Bifreiðastöð Íslands. Ökumaður bílsins var grunaður um ölvun við akstur. Þá voru mennirnir grunaðir um að hafa tekið reiðhjól, sem þeir höfðu meðferðis, ófrjálsri hendi við Eggertsgötu. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 329 orð

Meirihlutinn sakaður um valdníðslu

BÆJARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, þau Valgerður Sigurðardóttir og Magnús Gunnarsson, sem sitja í minnihluta bæjarstjórnar, hafa kært til félagsmálaráðuneytis ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um að samþykkja að setja á fót starfsnefnd, er fjalli um framkvæmdamál Hafnarfjarðarhafnar. Meira
19. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 16 orð

MESSUR

MESSUR LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónustan sem fyrirhuguð var í Grenivíkurkirkju nk. sunnudagskvöld fellur niður vegna viðgerða á kirkjunni. Meira
19. júlí 1996 | Miðopna | 394 orð

Mikil sprenging og þotan steyptist í hafið

BOEING 747 þota bandaríska flugfélagsins Trans World Airlines (TWA) fórst skömmu eftir flugtak frá Kennedy-flugvelli í New York í Bandaríkjunum rétt fyrir klukkan eitt í fyrrinótt að íslenskum tíma. Vélin var á leið til Parísar. Um borð í vélinni voru 229 manns og síðdegis í gær hafði enginn þeirra fundist á lífi. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 294 orð

Mjólkurlömb á markað í dag LAMBAKJÖT af nýslátruðu er nú á boðstólum í verslun Nóatúns, Nóatúni 17 í Reykjavík, en einungis er

LAMBAKJÖT af nýslátruðu er nú á boðstólum í verslun Nóatúns, Nóatúni 17 í Reykjavík, en einungis er um takmarkað magn af svokölluðum mjólkurlömbum að ræða eða samtals um 30 dilka. Kjötið sem um ræðir er af lömbum frá Hvanneyri í Borgarfirði, en þar er um þessar mundir verið að gera tilraun með að mjólka ær og rannsaka innihald mjólkurinnar og magn, m.a. með hugsanlega ostavinnslu í huga. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 183 orð

Naglar í trjábol ollu skemmdum

STARFSEMI trjávinnslufyrirtækisins Aldins hf. á Húsavík varð fyrir nokkrum skakkaföllum sl. miðvikudag þegar verið var að saga niður stóran innfluttan trjábol í verksmiðjunni. Lenti vélsögin í tveimur nöglum sem reknir höfðu verið djúpt inn í tréð. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Ofurlaxar í Reynisvatni

SEGLAGERÐIN Ægir gengst fyrir veiðidegi fjölskyldunnar í Reynisvatni laugardaginn 20. júlí. Af því tilefni mun Seglagerðin Ægir, í samvinnu við Laxinn, Laxalóni, og kynbótastöðina Stofnfisk í Höfnum, sleppa 5-10 löxum í Reynisvatn. Laxarnir eru 15-30 kg að þyngd, 30-60 pund. Þetta munu vera stærstu laxar sem sleppt hefur verið í íslenskri náttúru fram á þennan dag. Meira
19. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 57 orð

Ólga í Búrundí

ÞÚSUNDIR ungmenna af ættbálki tútsía í Búrundí efndu í gær til mótmæla í höfuðborginni Bujumbura gegn veru erlendra hersveita í landinu en þeim er ætlað að koma í veg fyrir þjóðarmorð á hútúum í landinu. Afrískir og bandarískir stjórnarerindrekar freistuðu þess á fundi í Tanzaníu í gær að koma friðaráætlun fyrir Búrúndí í framkvæmd. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

Óttu- og miðmorgunganga á Hafnardaginn

Í NÓTT, laugardaginn 20. júlí, Hafnardaginn, stendur Hafnargönguhópurinn fyrir gönguferð og siglingu umhverfis gamla Seltjarnarnesið. Mæting er við Hafnarhúsið við sólris kl. 4.00 síðla nætur. Þaðan verður gengið með ströndinni inn í Sundahöfn að Sundakaffi. Þar gefst kostur á að fá sér kaffisopa. Frá Sundakaffi verður farið kl. 6.30 inn í Elliðaárvog og verið við Hitaveitustokkinn kl. 7.00. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 177 orð

Rabarbari í tonnavís

Fyrirtækið Engjaás ehf. í Borgarnesi hyggst hefja framleiðslutilraunir í haust á rabarbaravíni. Hefur fyrirtækið verið að afla hráefnis að undanförnu og alls hefur verið tekið á móti rúmlega 20 tonnum af rabarbara til þessa. Að sögn Indriða Albertssonar framkvæmdastjóra Engjaáss ehf. Meira
19. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 63 orð

Reuter Kínverjar vilja ekki úrganginn

GRÆNFRIÐUNGAR festu borða á flutningaskip í höfninni í Hong Kong í gær þar sem þeir hvetja Bandaríkjamenn til að losa sig ekki við úrgang til Asíu. Um borð í skipinu eru 200 gámar af úrgangi sem fara átti til endurvinnslu í Kína en var hafnað vegna aðskotaefna. Úrgangurinn kemur frá Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem Ólympíuleikarnir hefjast í dag. Meira
19. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 134 orð

Rætt við Slóvena á næsta ári?

STJÓRN Slóveníu tilkynnti í gær að hún gerði ráð fyrir að viðræður um aðild Slóveníu að Evrópusambandinu (ESB) hæfust fyrir lok næsta árs. "Við stöndum í þeirri trú, að Slóvenía sé efst á listanum yfir umsækjendur um fulla aðild," sagði Zoran Thaler utanríkisráðherra fréttamönnum í Ljublana í gær. Hann sagði að Slóvenar myndu skila svörum á 3. Meira
19. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 172 orð

Samningur um framsal forkaupsréttar staðfestur

BÆJARRÁÐ staðfesti á fundi sínum í gær samning milli Akureyrarbæjar og Útgerðarfélags Akureyringa hf. um framsal til stjórnar ÚA á forkaupsrétti bæjarins í hlutfjárútboði félagsins, að nafnvirði rúmar 80 milljónir króna. Í samningnum kemur fram að gengi hlutabréfa í ÚA í yfirstandandi hlutafjárútboði er 4,5. Kaupverð ÚA er því um 360 milljónir króna. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 726 orð

Segir járniðnaðarmenn ýta undir ólgu

HANNES G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ, segir að yfirlýsingar Arnar Friðrikssonar, formanns Félags járniðnaðarmanna, um laun málmiðnaðarmanna hér á landi hafi spillt fyrir árangri viðræðna um gerð samnings fyrir starfsmenn sem vinna við Hvalfjarðargöng. Iðnaðarmenn hefðu gengið til viðræðna á grunni rangra upplýsinga um laun sín. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 176 orð

Sex börn með keisaraskurði

SÓLRÚN Ósk Gestsdóttir átti sitt sjötta barn í gærmorgun og var það tekið með keisaraskurði en öll börn hennar hafa komið í heiminn með þeim hætti. Fyrir á hún eina stúlku og fjóra drengi og er elsta barnið 19 ára. Nýjasta barnið er 15 marka drengur og innan tíu daga fer hann heim með móður sinni og föður, Ingvari Samúelssyni, til Reykhóla á Barðaströnd. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 708 orð

Siglir einn upp undir Norðurpól

ARGENTÍNUMAÐURINN Geronimo B. Saint Martin hefur nú viðdvöl á skútu sinni í Reykjavíkurhöfn og bíður þess að viðgerð hennar ljúki, áður en hann heldur áfram ferð sinni norður á bóginn. Geronimo ætlar að verða fyrsti maðurinn sem siglir einn á sex metra langri skútu eins nærri Norðurpólnum og hægt er að komast og er þess vegna á ferð um norðlægar slóðir. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 172 orð

Skálholtshátíð um helgina

SKÁLHOLTSHÁTÍÐ er að vanda haldin um Þorláksmessu á sumri. Hefst hún laugardaginn 20. júlí kl. 16 með tónleikum Skálholtshátíðarkórsins og erindi Stefáns Karlssonar um Skálholtsbækur frá miðöldum. Á þessum tónleikum verða fluttir kaflar úr hátíðarkantötum sem samdar voru fyrir Skálholtshátíð 1956. Kaflar úr kantötum Karls Ó. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 308 orð

Skátar í víking

"Á VÍKINGASLÓÐ" eru kjörorð landsmóts skáta sem haldið verður á Úlfljótsvatni vikuna 21.-28. júlí. Skátar um land allt eru nú að leggja síðustu hönd á undirbúning mótsins, sem sett verður á sunnudag. Gert er ráð fyrir að 4-5.000 manns á öllum aldri sæki landsmótið. Meira
19. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 104 orð

Sorphirðuskattur kynntur

ÞEIR sem vilja reyna að klífa hæsta fjall heims, Everest, munu framvegis verða að greiða sérstakan umhverfisskatt sem notaður verður til að fjarlægja sorp af fjallinu. Xinhua-fréttastofan kínverska sagði í gær að fjallgöngumenn, landkönnuðir, ferðamenn og vísindamenn sem fara inn í kjarna þjóðgarðsins umhverfis fjallið yrðu allir látnir greiða skattinn. Meira
19. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 416 orð

Sparar bíleigendum rúmar 36 millj. á ári

ÞINGMENN Norðurlandskjördæmis eystra hafa lýst yfir vilja til að vinna að því að Borgarbraut á Akureyri verði tekin inn sem þjóðvegur við endurskoðun vegaáætlunar upp úr næstu áramótum. Þetta kom fram í máli Jakobs Björnssonar, bæjarstjóra, á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Sparnaður bíleigenda rúmar 36 milljónir á ári Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Starfssviði verði breytt

MEÐAL þeirra tillagna sem lagðar hafa verið fram til lausnar fjárhagsvanda Sjúkrahúss Patreksfjarðar er að störfum ljósmóður og meinatæknis verði breytt þannig að þau taki að sér fleiri verk en heyra undir þeirra þrönga sérsvið. Um 20 börn fæðast á sjúkrahúsinu árlega og 40-50 börn eru í ungbarnaeftirliti. Meira
19. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 154 orð

Suu Kyi hvetur til refsiaðgerða

AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðissinna í Búrma, hvatti til alþjóðlegra refsiaðgerða gegn landinu í því skyni að knýja herstjórnina til efnahagslegra og pólitískra umbóta. Áskorun Suu Kyi kemur fram á myndbandi sem smyglað var úr landi og sýnt fulltrúum á Evrópuþinginu í gær. Meira
19. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 314 orð

Tamílar fella 150 hermenn SKÆ

SKÆRULIÐAR Tamíl-tígra réðust með miklum mannafla á bækistöð stjórnarhers Sri Lanka í Mullaitivu á norðurhluta eyjunnar í gær og sögðust hafa fellt meira en 150 stjórnarhermenn í árásinni. Sjálfir sögðust tígrarnir hafa misst 34 liðsmenn í aðgerðinni. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins vildi ekki staðfesta tölur um mannfall og sagði að árásinni hefði verið hrunið af miklum þunga. Meira
19. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 76 orð

Umskipti í fátækrahjálp

FULLTRÚADEILD bandaríska þingsins samþykkti í gær mestu breytingar á fátækrahjálp í landinu síðan á fjórða áratugnum. Atkvæði féllu 256-170 en repúblikanar hafa meirihluta í deildinni. Öldungadeildin hóf í gær að ræða lagasetningu um breytingar á velferðarlöggjöfinni. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Ungir bridsspilarar á Evrópumót

LANDSLIÐ bridsspilarara 25 ára og yngri tekur þátt í Evrópumóti sem hefst í dag í Cardiff í Wales. Keppt er um Evrópumeistaratitil en fjórar efstu þjóðirnar fá einnig rétt til að taka þátt í heimsmeistaramóti spilara 25 ára og yngri sem haldið verður á næsta ári. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 301 orð

Vatnsbúskapur landsins er rýr eftir mildan vetur

MÆLINGAR Orkustofnunar á vatnsbúskap hafa leitt í ljós að vatnsforði landsins hefur rýrnað stöðugt frá miðju ári 1994 og grunnvatnsstaða vatna og áa lækkað umtalsvert. Árni Snorrason, forstöðumaður vatnamælinga Orkustofnunar, segir að meginorsök lækkunar grunnvatnsstöðu sé sú að síðastliðinn vetur var afar mildur með tilheyrandi snjóleysi. Meira
19. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 372 orð

Veitti upplýsingar um laumukomma

NÝBIRTAR upplýsingar um rithöfundinn George Orwell, hafa komið mörgum á óvart. Komið hefur í ljós að Orwell, ein af hetjum sósíalismans á þessari öld, átti á laun samstarf við breska utanríkisráðuneytið í áróðursstríðinu gegn kommúnisma. Meira
19. júlí 1996 | Miðopna | 272 orð

Vélin skoðuð skömmu áður en hún fórst

BOEING 747-100 þota Trans World Airlines, sem fórst skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt, var skoðuð í Aþenu í Grikklandi áður en hún kom til Kennedy-flugvallar, en þar lenti hún þrem tímum áður en hún hóf ferðina sem fara átti til Parísar. Ný áhöfn tók við vélinni í New York. Meira
19. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 309 orð

Vilja stækkun ESB til austurs hið fyrsta

HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, og Hans Vranitzky, kanzlari Austurríkis, leggja áherzlu á að það sé forgangsverkefni ríkisstjórna þeirra og Evrópusambandsins að veita ríkjum Austur- Evrópu aðild að ESB sem fyrst. Kohl er nú í opinberri heimsókn í Austurríki. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 186 orð

Villandi umræða um flutning stofnana

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti ályktun á fundi sínum í gær, í framhaldi af umræðum um flutning ríkisstofnana út á land. Ráðið telur að sú umræða hafi að ýmsu leyti verið villandi og of mikið hafi verið gert úr þeim tímabundnu erfiðleikum sem slíkir flutningar hafa í för með sér fyrir viðkomandi stofnanir og starfsfólk þeirra. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 27 orð

Vinnuslys í Engjaskóla

Vinnuslys í Engjaskóla FLEKI féll úr lofti á fót manns sem var að vinna í nýbyggingu Engjaskóla í Grafarvogi í gærmorgun. Maðurinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 386 orð

Vonar að ekki komi til uppsagna

JÓHANNES Pálmason, forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að mæta þurfi rekstrarvanda spítalans, sem nemi 200-250 milljónum króna, með aukinni hagræðingu og markvissari starfsemi á þeim deildum sem séu í rekstri þannig að til sem minnstrar skerðingar komi. Hann segir stöðugt leitað leiða til að leysa vandann en sagði ótímabært að tjá sig um ákveðnar tillögur. Meira
19. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Þrír sóttu um

ÞRJÁR umsóknir bárust um stöðu skólastjóra við Síðuskóla, en frestur til að sækja um stöðuna er nú útrunninn. Þeir sem sóttu um stöðuna eru Ragnhildur Skjaldardóttir, Akureyri, Sveinbjörn Markús Njálsson, Dalvík, og Sturla Kristjánsson, Akureyri. Skólanefnd Akureyrarbæjar mun væntanlega fara yfir umsóknir á fundi í næstu viku. Meira
19. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Ætlaði að bjarga fjárhagnum

UNGUR maður hefur viðurkennt að hafa stolið myndbandstæki úr Valsheimilinu í vikunni Hann hugðist koma því í verð til að bæta fjárhagsstöðuna. Maðurinn kom í Valsheimilið við annan mann og gerði stuttan stans. Talið er að hann hafi stungið tækinu í íþróttatösku sem hann hafði meðferðis. Meira

Ritstjórnargreinar

19. júlí 1996 | Staksteinar | 289 orð

»Deyja þorp og miðborgir? "Hvað drap ensku þorpin? Vörumarkað

"Hvað drap ensku þorpin? Vörumarkaðarnir. Hvað er að drepa enskar miðborgir? Hinar stóru verzlunarmiðstöðvar utan miðborganna. Byron Rogers, hinn þekkti dálkahöfundur Sunday Telegraph, kemst svo að orði í grein um breytingar á brezku þjóðlífi". Hraðbreyting verzlunarhátta Meira
19. júlí 1996 | Leiðarar | 625 orð

leiðariFRAMTAK OG FRUMKVÆÐI RAMTAK húnvetnskra sauðfjárbæn

leiðariFRAMTAK OG FRUMKVÆÐI RAMTAK húnvetnskra sauðfjárbænda, sem hafa byrjað samstarf við Hagkaup hf. um að bjóða ferskt dilkakjöt mun lengri tíma ársins en tíðkazt hefur, er enn eitt dæmið um að bændur víða um land og í ýmsum búgreinum eru að reyna að brjótast úr viðjum miðstýrðs og úrelts fyrirkomulags í landbúnaði. Meira

Menning

19. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 184 orð

Alvarleg líkamsárás við setur Stallones

"ILLKYNJA" öryggisvörður, sem starfaði á setri leikarans Sylvester Stallone í Miami, barði, stakk með hnífi og skaut annan öryggisvörð í ránstilraun á landareign leikarans á miðvikudag, að sögn lögreglu. Stallone var ekki heima þegar atvikið átti sér stað. Lögregla var kölluð á staðinn snemma miðvikudagsmorguns. Meira
19. júlí 1996 | Menningarlíf | 258 orð

Annað sætið í Hastings

LAG eftir Ingva Þór Kormáksson og John Soul, sem eru liðsmenn í hljómsveitinni J.J. Soul Band, hlaut önnur verðlaun í alþjóðlegri samkeppni lagasmiða sem haldin var í Hastings á Englandi um miðjan mánuðinn. Alls bárust um 200 lög í keppnina. Meira
19. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 211 orð

"Á bóla kaf" í Regnboganum

GAMANMYNDIN "Down Periscope" eða Á bóla kaf hefur verið tekin til sýninga í Regnboganum. Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum Kelsey Grammer, sem er Íslendingum að góðu kunnur fyrir túlkun sína á sálfræðingnum Frasier úr samnefndum sjónvarpsþáttum og úr sjónvarpsþáttunum "Cheers" sem sýndir voru í sjónvarpinu fyrir ekki margt löngu. Leikstjóri er David S. Ward. Meira
19. júlí 1996 | Menningarlíf | 142 orð

Ásdís og Jón í Grindavíkurkirkju

ÁSDÍS Arnardóttir sellóleikari og Jón Sigurðsson píanóleikari koma fram á Sumartónleikum í Grindavíkurkirkju á sunnudag, 21. júlí, kl. 17. Á efnisskrá verða verk eftir Bach, Beethoven, Jón Nordal, Ravel og Piazzolla. Meira
19. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 59 orð

Baðaðar marglitum ljósum

TÍSKUSÝNINGIN Kona undir stjörnunum, eða "Woman Under the Stars" er árlegur viðburður hjá tískuhönnuðum í Róm. Hún fór fram á miðvikudaginn og þá var mikið um dýrðir að venju. Fyrirsæturnar eru lýstar marglitu ljósi um leið og þær ganga niður Spænsku tröppurnar í Róm. Á meðfylgjandi myndum er Claudia Schiffer í flíkum tískuhönnuðarins Valentinos. Meira
19. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 115 orð

Ches Chandler látinn

CHES Chandler, sem uppgötvaði Jimi heitinn Hendrix og spilaði á bassa í hljómsveitinni Animals á sjöunda áratugnum, lést á miðvikudaginn 57 ára að aldri. Chandler var einn af stofnendum Animals, sem meðal annars gerði þjóðlagið "House of the Rising Sun" gífurlega vinsælt. Meira
19. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 159 orð

Downey handtekinn á ný

ROBERT Downey Jr. var handtekinn á ný vegna gruns um ofneyslu eiturlyfja á þriðjudag, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að gefin var út ákæra á hendur honum vegna eiturlyfjaeignar og ölvunaraksturs. Húseigendur í Malibu komu að Downey þegar þeir komu heim á þriðjudagskvöld. Þeir hringdu á lögregluna, en Downey á heima örstutt frá umræddu húsi. Meira
19. júlí 1996 | Myndlist | 792 orð

Gestir og byrjendur

Hafnarborg: Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjud. til 29. júlí; aðgangur 200 kr. Listhús 39: Opið kl. 13-18 mánud.- laugard. og kl. 14-18 sunnud. til 22. júlí; aðgangur ókeypis. Við Hamarinn: Opið kl. 14-18 um helgar til 28. júlí; aðgangur ókeypis. Meira
19. júlí 1996 | Menningarlíf | 37 orð

Gjörningur í porti

ÓLAFUR Árni Ólafsson myndlistarnemi verður með gjörning í porti Nýlistasafnsins við Vatnsstíg 3b í kvöld kl. 22. Ásamt Ólafi munu Freyr Eyjólfsson, Hlín Gylfadóttir, Sigurður Ingvarsson og Anna Júlía Friðbjörnsdóttir taka þátt í gjörningnum. Meira
19. júlí 1996 | Menningarlíf | 105 orð

Glerlist í Hornstofu

Í DAG verður opnuð sýning á glerlist í Hornstofunni, Laufásvegi 2. Þar sýnir verk sín Sigríður Óskarsdóttir glerlistakona. Sigríður starfar sem handmenntakennari en hefur unnið við glerlist undanfarin ár. Hún hefur tekið þátt í sýningum hér heima og á Norðurlöndunum. Hornstofan hefur verið nýtt undanfarið til kynninga á handverki og handverksfólki víðsvegar af landinu vikutíma í senn. Meira
19. júlí 1996 | Menningarlíf | 105 orð

Gluggasýning í Listhúsi 39

GLUGGASÝNING í Listhúsi 39 Hafnafirði, kynning á verkum eftir Margréti Guðmundsdóttur, grafík- listamann, stendur yfir í Listhúsi 39 Margrét lauk námi frá Grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1993 og hefur hún unnið við myndlist og videolist síðan. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar. Meira
19. júlí 1996 | Menningarlíf | 74 orð

Handverkssýning Koltru-hópsins

HIN árlega handverkssýning Koltru-hópsins fer fram næstkomandi sunnudag, 21. júlí, á Núpi í Dýrafirði og til sýnis verður margt handverksmuna. Nú í vikunni var opnuð málverkasýning, með myndum eftir Jón Hermannsson. Þetta eru vatnslitamyndir af þekktum stöðum á Vestfjörðum og eru allar myndirnar til sölu. Meira
19. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 193 orð

Háskólabíó frumsýnir Fargo

HÁSKÓLABÍÓ sýnir kvikmyndina Fargo eftir bræðurna Joel og Ethan Coen. Með aðalhlutverk fara Frances McDormand (Mississippi Burning), Steve Buscemi (Reservoir Dogs) og William H. Macy. Þessi sjötta mynd Coen bræðra þykir bera keim af hinni klassísku mynd þeirra Blood Simple en aðrar myndir þeirra eru Raizing Arizona, Miller's Crossing, Barton Fink og The Hudsucker Proxy. Meira
19. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 946 orð

HELGARMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNAGlæpir og refsingar

RÓMANSKAR myndir, prýddar suður-amerísku töfraraunsæi og sumar býsna rómantískar, hafa verið vinsælar meðal kvikmyndaunnenda undanfarin ár og Stöð 2 hefur verið að sýna nokkur ágæt sýnishorn á föstudagskvöldum nú í júlímánuði. Meira
19. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Hlaupið í land

ÍRSKI kærleiksbjörninn Liam Neeson sést hér hlaupa úr sjónum upp á strönd ásamt eiginkonu sinni, Natöshu Richardson, sem er komin sjö mánuði á leið eins og kannski má greina á myndinni. Myndin er tekin á ströndinni í St. Tropez, þar sem hjónakornin slöppuðu af í sumarfríi fyrir skömmu. Þau gengu í hjónaband í New York fyrir tveimur árum og eiga eins árs son, Michael. Meira
19. júlí 1996 | Menningarlíf | 321 orð

Hringrásin dularfulla

FURÐUR í augnaráði kvenna, barna, karla og samruni fólksins við náttúruna og öfl sem stjórna henni. Andlit úr skorðum, mjúklega trygð, svo þau minna á hnetti og plánetur, ávexti á trjám og rætur í mold. Einkennileg birta. Allt er þetta í myndum Cheo Cruz eða Sindra Þórs Sigríðarsonar. Hann er fæddur og uppalinn í Kólumbíu en hefur líka íslenskt ríkisfang. Meira
19. júlí 1996 | Menningarlíf | 107 orð

Inga Sólveig í Galleríi Horninu

INGA Sólveig Friðjónsdóttir opnar sýningu á handmáluðum ljósmyndum í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, laugardaginn 20. júlí kl. 17. Sýningin ber yfirskriftina "Steinar í sterkum litum", og vísar heitið til viðfangsefnisins, steina í náttúru Íslands. Inga Sólveig stundaði nám við San Francisco Art Institute og útskrifaðist þaðan 1987. Meira
19. júlí 1996 | Menningarlíf | 24 orð

Jass á Jómfrúartorgi

Jass á Jómfrúartorgi JASSTÓNLEIKAR smurbrauðsveitingahússins Jómfrúarinnar verða á Jómfrúartorginu, bakvið Lækjargötu 4, kl. 16 á laugardag. Verði veður válynd verða tónleikarnir haldnir innandyra. Meira
19. júlí 1996 | Menningarlíf | 159 orð

Kusturica hættir við að hætta

BOSNÍSKI kvikmyndaleikstjórinn Emir Kusturica hefur ákveðið að hætta ekki að gera kvikmyndir eins og hann hafði áður lýst yfir. Kusturica hlaut Gullpálmann í Cannes í fyrra fyrir mynd sína "Underground" (Neðanjarðar) en það var vegna harðrar gagnrýni á hana sem Kusturica hugðist snúa baki við kvikmyndagerð. Meira
19. júlí 1996 | Menningarlíf | 181 orð

"La Traviata" hlaðin lofi

NÝ uppfærsla Konunglegu óperunnar í Covent Garden í London á "La Traviata" eftir Giuseppe Verdi, hefur fengið frábæra dóma í breskum blöðum. Aðalhlutverkin, Violetta og Alfredo, eru í höndum hjónanna Angelu Gheorghiu og Roberto Alagna, en fáir óperusöngvarar hafa verið eins áberandi að undanförnu og þau. Á sunnudag verður flutt hljóðritun af þessum tónleikum á rás 1, kl. 12.55. Meira
19. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 106 orð

Nýr og betri Burt?

TALIÐ ER nokkuð víst að Burt Reynolds hafi farið í andlitslyftingu nýlega, enda er hann unglegur miðað við aldur, sextugur maðurinn. Kannski hefur skeggleysið eitthvað að segja, en hann var nær óþekkjanlegur á frumsýningu myndarinnar "Striptease" á dögunum. Meira
19. júlí 1996 | Menningarlíf | 516 orð

Ný stefna í myndlist

GUNNAR Dal hefur hingað til verið þekktur fyrir annað en afrek sín á myndlistarsviðinu en nú kemur hann öllum á óvart og hefur opnað sýningu á myndverkum í Eden, Hveragerði. Á sýningunni eru 14 verk máluð með olíu á striga og eru þau öll til sölu. Yfirskrift sýningarinnar er "Borgarlist; ný stefna í myndlist". Meira
19. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 190 orð

Ófrísk þokkagyðja

EMANUELLE Béart, ein ástsælasta leikkona Frakka, er ólétt. Hún hefur ekki gefið upp með hverjum hún á von á barni. Fyrir á hún þriggja ára barn með leikaranum Daniel Auteuil, sem ekki síður er virtur leikari í Frakklandi. Leikkonan íðilfagra sló rækilega í gegn í mynd Brian de Palma "Mission Impossible", sem sýnd hefur verið við góða aðsókn í Bandaríkjunum í sumar. Meira
19. júlí 1996 | Menningarlíf | 578 orð

Samband við Toronto

MAJA Árdal leikstjóri og leikhússtjóri Young People Theatre í Toronto hefur nýlokið heimsókn sinni hingað til lands ásamt syni sínum Paul Braunstein. Leiðsögumaður þeirra var vinur þeirra Hreinn Skagfjörð, leikari hjá Leikfélagi Akureyrar, sem síðastliðið ár hefur dvalið í Kanada til að kynnast leikhúslífi þar. Meira

Umræðan

19. júlí 1996 | Aðsent efni | 900 orð

"Afrek" R-listans

"Afrek" R-listans Skuldaaukning borgarinnar í fyrra nam 1500 m.kr., segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þrátt fyrir hækkaðar álögur og auknar tekjur. Meira
19. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 287 orð

Höfuðlaus her

HEFUR Ingibjörg Sólrún, borgarstjóri, enga stjórn á sínu liði? Eða fer borgarstjórinn einfaldlega í felur, þegar klúðursmál borgaryfirvalda koma upp á yfirborðið? Það liggur alla vega í augum uppi að vandlætingarliðið á fjölmiðlunum telur ekki ástæðu til að leiða núverandi borgarstjóra fram til ábyrgðar nema þegar hún þarf að tilkynna um það sem á að falla í kramið hjá borgarbúum. Meira
19. júlí 1996 | Aðsent efni | 692 orð

Landmælingar Íslands til Akraness

GUÐMUNDUR Bjarnason hefur tekið ákvörðun um að flytja Landmælingar Íslands til Akraness. Þeirri ákvörðun ber að fagna. Flestir, ef ekki allir stjórnmálaflokkar hafa verið með það í orði kveðnu á sinni stefnuskrá að flytja ríkisstofnanir út á land. Mér virðist að aðeins þrír ráðherrar hafi haft dirfsku til þess að fylgja þessari stefnu allra flokka eftir í verki. Það eru Steingrímur J. Meira
19. júlí 1996 | Aðsent efni | 908 orð

Nú gekk enginn af fundi

FYRIR átta árum gengu flestallir fulltrúar minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur út af borgarstjórnarfundi í mótmælaskyni við, að meirihlutinn lagði blessun sína yfir að verktaki fengi að grafa fyrir ráðhúsi í Tjörninni, þótt byggingaleyfi hefði ekki verið gefið út og teikningar ekki samþykktar. Minnihlutafulltrúarnir töluðu þá um valdníðslu meirihlutans, sérstaklega þáverandi borgarstjóra. Meira
19. júlí 1996 | Aðsent efni | 959 orð

Rangfærslum um hljóðvist Kirkjusands svarað

REYNT hefur verið að gera mikið mál út af hljóðvist fyrirhugaðra fjölbýlishúsa við Kirkjusand og afgreiðslu Reykjavíkurborgar á því máli. Sökum mjög villandi upplýsinga einkum frá Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt, sem greinilega vílar ekki fyrir sér að fara viljandi með rangt mál, tel ég nauðsynlegt að geta um nokkrar staðreyndir í máli þessu. Meira
19. júlí 1996 | Aðsent efni | 681 orð

Svart á hvítu

VEGNA þeirra umræðna sem orðið hafa vegna falls bókaútgáfunnar Svart á hvítu, og vegna þess að mér var málið skylt, þar sem ég var forstjóri útgáfunnar, langar mig til að leiðrétta misskilning sem hefur orðið ansi þrálátur. Fyrst er nauðsynlegt að taka fram að bókaútgáfan Svart á hvítu gaf út fjölda bóka, bæði innlendra sem þýddra. Meira
19. júlí 1996 | Aðsent efni | 925 orð

... ærnar renna eina slóð

ÞAÐ liggur í sjálfu eðli allra mannréttindasamtaka, eins og t.d. Amnesty, að þau hljóti að draga að sér hræsnara, enda gera þau það. Vafalaust er erfitt að halda þeim frá. Þessi samtök voru þau fyrstu sem í alvöru tóku að gagnrýna ástand mannréttindamála í kommúnistaríkjunum og voru því sjálfkrafa stimpluð "hægri sinnuð" af vinstra fólki í upphafi. Meira

Minningargreinar

19. júlí 1996 | Minningargreinar | 426 orð

Guðjóna Benediktsdóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 400 orð

GUÐJÓNA BENEDIKTSDÓTTIR

GUÐJÓNA BENEDIKTSDÓTTIR Guðjóna Benediktsdóttir fæddist í Bensahúsi að Gerðalandi í Garði 25. nóvember 1909. Hún lést í Arnarholti á Kjalarnesi 2. júlí síðastliðinn. Foreldrar Guðjónu voru Benedikt Sæmundsson formaður og skipstjóri á Haffrúnni, f. 6. febrúar 1870, d. 16. júní 1914, og Hansína Marie Sentsius Karlsdóttir, f. 17. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 368 orð

Halldóra Steinunn Bjarnadóttir

Hún Halldóra amma mín og vinkona, sem mér þótti svo ofurvænt um, er nú komin til Guðs síns. Hún var búin að liggja á sjúkrahúsi, síðan hún varð níræð s.l. haust. Hún ætlaði sér að ná þeim aldri, og henni tókst það. Ömmu tókst yfirleitt allt sem hún ætlaði sér. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 417 orð

Halldóra Steinunn Bjarnadóttir

Minningin um það jákvæða í fari ömmu er dýrmætt vegarnesti fyrir okkur sem hana lifum. Það er einkum lífsvilji, félagslyndi, og gestrisni sem ég vil minnast nú. Við fengum að kynnast lífsviljanum hin síðari ár þegar hún þurfti að fara í erfiðar aðgerðir á mjöðmum. Hvernig hún, hvað eftir annað, reis upp þegar við héldum að dagar hennar væru brátt taldir. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 164 orð

Halldóra Steinunn Bjarnadóttir

Löng ævi er á enda. Stórbrotin mannkostakona er horfin af sjónarsviðinu. Öllum þeim, sem kynntust henni Halldóru mun verða minnisstæður hennar sterki persónuleiki. Ég er ein sem varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga vinskap hennar frá því ég var barn að aldri. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 399 orð

Halldóra Steinunn Bjarnadóttir

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Elsku amma og langamma er nú lögð til hinstu hvílu í dag, en góðar minningar um hana munu ætíð lifa. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 429 orð

HALLDÓRA STEINUNN BJARNADÓTTIR

HALLDÓRA STEINUNN BJARNADÓTTIR Halldóra Steinunn Bjarnadóttir var fædd að Rófu í Miðfirði 8. október 1905. Hún lést 11. júlí á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurborg Sigrún Einarsdóttir frá Fossi í Hrútafirði, f. 27. ágúst 1872, d. 22. janúar 1947 og Bjarni Danival Kristmundsson frá Gafli í Víðidal, f. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 92 orð

Halldóra Steinunn Bjarnadóttir Hún elsku langamma er dáin og ég veit að eftir erfiða baráttu er hún loksins laus við kvalirnar.

Hún elsku langamma er dáin og ég veit að eftir erfiða baráttu er hún loksins laus við kvalirnar. Mér finnst sárt að kveðja þig, en ég veit að þér líður vel. Þakka þér fyrir samveruna. Minning þín lifir í hjarta mínu. Ég hugar kveðju sendi þig man ég alla stund og guð ég bið um að gæta þín uns geng ég á þinn fund. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 346 orð

Jóhanna Ólafsdóttir

Með nokkrum orðum vil ég fá að minnast Hönnu eins og hún var ávallt kölluð, en andlát hennar bar mjög skyndilega að. Hana hef ég þekkt frá því að ég fyrst man eftir mér, en hún bjó ásamt systur sinni Línu í sama húsi og amma mín Lára heitin. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 40 orð

JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR

JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR Jóhanna Ólafsdóttir fæddist í Geirakoti í Fróðárhreppi, 15. maí 1923. Hún lést 8. júlí síðastliðinn í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ólafur Gíslason og Ólöf Einarsdóttir. Fóstursonur hennar er Reynir Björgvinsson. Útför Jóhönnu fór fram frá Áskirkju 15. júlí. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 369 orð

Ólafur Bjarnason

Mig langar til að minnast vinar míns, Ólafs Bjarnasonar frá Húsavík. Ég kynntist honum fyrir u.þ.b. 12 árum þegar kynni hófust með Sigurði syni hans og Örnu dóttur minni, sem síðar leiddu til hjónabands þeirra. Ólafur byrjaði ungur að vinna fyrir sér þar sem móðir hans varð snemma ekkja og hafði fyrir mörgum börnum að sjá. Anna, móðir Ólafs, lifir son sinn. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 614 orð

Ólafur Bjarnason

Það er ekki auðvelt að skilja ráðstafanir Guðs með lífið og dauðann. "Hvers vegna?" er spurning sem kemur óhjákvæmilega upp í huga minn þegar margir einstaklingar úr sömu fjölskyldu hverfa á brott með svo stuttu millibili. Það eru sjö ár síðan Óli missti ungan dótturson. Það var annað barnabarnið sem þau misstu, hjónin Ólafur Bjarnason og Guðný Sigurðardóttir. Fimm árum síðar, eða þann 25. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 172 orð

Ólafur Bjarnason

Ólafur Bjarnason Ólafur Sigurjón Bjarnason fæddist í Reykjavík 10. september 1932. Hann lést á Akureyri 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Bæringsson (f. 12. september 1906 ­ d. 1949) og Anna Ólafsdóttir (f. 23. apríl 1909). Þau bjuggu á Drangsnesi á Ströndum þar sem Bjarni var sjómaður. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 275 orð

Ólafur Bjarnason

Okkur systkinin langar til að minnast ömmu okkar og afa sem eru nú dáin langt fyrir aldur fram. Amma var aðeins sextíu ára þegar hún dó 25.7. 1994 og afi aðeins sextíu og þriggja ára þegar hann dó 11. júlí síðastliðinn. Það var alltaf jafngaman að koma til ömmu og afa á Húsavík. Amma tók á móti okkur standandi í dyrunum skælbrosandi með útbreiddan faðminn. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 438 orð

Ólafur Bjarnason

Það eru góðar minningar sem ég á um elskulegan tengdaföður minn, Ólaf Bjarnason. Ólafur lést eftir stutta sjúkdómslegu á heimili dóttur sinnar, Önnu, sem hjúkraði og studdi hann dyggilega í veikindum hans. Ólafur sat aldrei auðum höndum. Alltaf varð hann að hafa eitthvað að gera. Ég minnist þess þegar hann kom eitt sumarið og hjálpaði okkur að helluleggja gangstéttina upp að húsinu. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 113 orð

Ólafur Bjarnason Nú er elsku afi dáinn. Ekki óraði mig fyrir því að þetta væri síðasta samveran mín með þér þegar við fórum öll

Nú er elsku afi dáinn. Ekki óraði mig fyrir því að þetta væri síðasta samveran mín með þér þegar við fórum öll í sumarbústaðinn fyrir tæpum mánuði. Þetta gekk allt svo hratt fyrir sig, ég vissi að þú varst mikið veikur, en þú lést lítið á því bera. Gott er til þess að vita að amma tekur á móti þér með opnum örmum. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 213 orð

Sigríður Thoroddsen

Andlátsfregnir berast títt um byggðir þessa lands, daglegt fyrirbæri, því "eitt sinn skal hver deyja", en fréttin snertir okkur misilla. Hinn 11. júlí sl. lést str. okkar, stofnandi og heiðursfélagi Rb.st. nr. 4 Sigríðar IOOF, Sigríður Thoroddsen. Ég átti því láni að fagna að kynnast og starfa með heiðurskonunni Sigríði Thoroddsen í meira en 30 ár innan Oddfellowreglunnar. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 529 orð

Sigríður Thoroddsen

Sigríði Thoroddsen hitti ég fyrst árið 1989 þegar ég kynntist Tómasi dóttursyni hennar. Ég man ég hafði ekki staldrað lengi við á Tómasarhaganum þegar við fórum að spjalla saman um gamla tíma, hún spurði mig út í fjölskyldu mína og ég reyndi að svara eftir bestu getu. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 26 orð

SIGRÍÐUR THORODDSEN

SIGRÍÐUR THORODDSEN Sigríður Thoroddsen fæddist í Reykjavík 7. júní 1903. Hún lést á Landspítalanum 11. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 18. júlí. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 356 orð

Sigurður Hjartarson

Sigurður, eða Siggi eins og hann var kallaður, lést eftir erfiða sjúkralegu síðustu ár. Það var ótrúlega erfitt fyrir okkur sem næst stóðum að sjá þennan stóra og sterka mann fara eins og hann fór, síðustu ár smám saman verða meir og meir ósjálfbjarga. Það var aðdáunarvert hvað Siggi sinnti konu sinni vel í hennar veikindum. Meira
19. júlí 1996 | Minningargreinar | 322 orð

SIGURÐUR HJARTARSON

SIGURÐUR HJARTARSON Sigurður Hjartarson, múrari í Reykjavík, var fæddur í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi 12. apríl 1926. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 9. júlí síðastliðinn. Sigurður var sonur hjónanna Hjartar Sigurðssonar bónda í Auðsholtshjáleigu, f. 4. janúar 1898 í Holti í Ölfusi, d. 19. Meira

Viðskipti

19. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 89 orð

Athugasemd vegna bjórtalna

Í TÖFLU í viðskiptablaði í gær yfir bjórmarkaðinn kom fram að hlutdeild Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. hefði verið 32,9% fyrstu sex mánuði þessa árs. Í þessa tölu vantaði sölu á tveimur tegundum sem fyrirtækið flytur inn. Hið rétta er að markaðshlutdeild fyrirtækisins var 33,4% á tímabilinu. Meira
19. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 366 orð

Fimm milljóna tap af rekstri

RÖSKLEGA 5 milljóna króna tap varð hjá Jöklaferðum hf. á Höfn í Hornafirði á síðasta ári samanborið við um 12 milljóna tap á árinu 1994. Varð afkoma félagsins um 5 milljónum lakari en áætlað var, þrátt fyrir 15% fjölgun gesta milli ára. Þetta kom fram á aðalfundi Jöklaferða, sem haldinn var nýlega í skála félagsins, Jöklaseli við Þormóðshnútu á Sultartungujökli (Skálafellsjökli). Meira
19. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 221 orð

Franska ríkið lætur af hlutverki sínu í Hollywood

MEÐ því að selja kvikmyndaverið Metro-Goldwyn-Mayer samtökum, sem njóta stuðnings bandaríska milljarðamæringsins Kirk Kerkorian, fyrir 1.3 milljarða Bandaríkjadala hefur franska ríkið látið af einkennilegu hlutverki sínu sem eigandi eins frægasta kvikmyndavers heims. Meira
19. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 247 orð

Hlutabréf í Marel lækka

HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI voru lífleg í gær og námu heildarviðskipti dagsins tæpum 62 milljónum króna. Engu að síður lækkaði hlutabréfavísitala lítillega, eða um 0,1%. Mest viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í Vinnslustöðinni, samtals að söluvirði rúmlega 15,5 milljónir króna. Lokagengi bréfanna var 1,85 sem er nánast óbreytt frá því á miðvikudag. Meira
19. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 297 orð

MGM-verið selt fyrir milljarð dollara

METRO-Goldwyn-Mayer kvikmyndaverið í Hollywood hefur verið selt áströlsku sjónvarpsneti og bandarískum auðmanni fyrir 1.3 milljarða dollara. Seven Network í Ástralíu mun eiga helming hlutabréfa í kvikmyndaverinu og fær jafnmarga fulltrúa í stjórn þess og milljarðamæringurinn Kirk Kerkorian, sem leggur til helminginn af fjármagninu að sögn stjórnarformanns Seven, Kerry Stokes. Meira
19. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 391 orð

SÍF býður út 122 milljóna hlutafé

SÖLUSAMBAND íslenskra fiskframleiðenda hf. (SÍF) býður í dag út nýtt hlutafé að nafnvirði 122 milljónir króna. Hluthafar hafa forkaupsrétt að bréfunum eða geta framselt sinn rétt fram til 9. ágúst, en þá verða óseld bréf boðin á almennum markaði. Gengi bréfanna verður 3,1 á forkaupsréttartímabilinu, en 3,3 að því loknu. Söluandvirði útboðsins verður því a.m.k. 378 milljónir. Meira

Daglegt líf

19. júlí 1996 | Ferðalög | 337 orð

Flækjufótur á faraldsfæti

TUTTUGU og tveir fatlaðir, þar af þrettán í hjólastólum, ásamt fjórum aðstoðarmönnum, eru nýkomnir úr vikuferðalagi á vegum Ferðaklúbbsins flækjufótar. Víða var komið við, en lagt var upp 9. júlí og lá leiðin norður Sprengisand, hringinn í kring um Mývatn og inn í Dimmuborgir, í Öskju og Herðubreiðarlindir, Hofsós, Siglufjörð, Drangey og út á Þórðarhöfða. Meira
19. júlí 1996 | Ferðalög | 94 orð

Gengið með skíðadeild Leifturs

SKÍÐADEILD Leifturs á Ólafsfirði, efnir í sumar til skipulegra gönguferða á hinum ýmsu gönguleiðum í Ólafsfirði í samvinnu við Ferðamálaráð Ólafsfjarðar. Laugardaginn 20. júlí er áformað að fara frá Sandskarði í Skeggjabrekkudal og um Ólafsfjarðarskarð sem er í Kvíabekkjardal. Laugardaginn 10. ágúst verður farið upp á Hreppsendasúlur sem eru innst í Ólafsfirði, vestan Fjarðaár. Meira
19. júlí 1996 | Ferðalög | 208 orð

Gönguferðir með landvörðum

FIMMTUDAGINN 18. júlí kl. 11 verður gengið út að varnargörðum Skeiðarár. Rætt verður um vatn sem landmótandi afl og áhrif þess á búsetu í Skaftafelli. Gangan tekur um 2 klst. Föstudaginn 19. júlí kl. 17 verður gengið upp Gömlu tún, í Selið og endað í Lambhaga. Fjallað verður um sögu land og lýðs í Skaftafelli. Gangar tekur um 2,5 klst. Laugardaginn 20. júlí kl. Meira
19. júlí 1996 | Ferðalög | 356 orð

Lautarferð og bryggjuball

SÍÐUSTU helgi júlímánaðar fer fram árleg Ísafjarðarhátíð en fyrsta helgi ágústmánaðar, sem tengist frídegi verslunarmanna, mun bera yfirskriftina "Friður og ró í Ísafjarðarbæ". Ferðamenn og heimamenn geta notið beggja helganna með þeim hætti sem þeir svo kjósa. Sú fyrri verður fjörugri og viðburðarríkari, því stefnt er að ýmsu til skemmtunar og afþreyingar. Meira

Fastir þættir

19. júlí 1996 | Í dag | 39 orð

4. a) Hæ, Kalli! Við erum komnar úr sumarbúðunum. Við flúðum. b)

4. a) Hæ, Kalli! Við erum komnar úr sumarbúðunum. Við flúðum. b) Við skriðum í aurnum og undir girðinguna. Okkur leiddist í búðunum. c) Okkur var illa við að sofa í þessum hundatjöldum. d) Hundatjöldum... Skiptir engu máli, sjáumst, Kalli. Meira
19. júlí 1996 | Dagbók | 2713 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 19.-25. júlí er Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68, opið alla nóttina, en Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22, er opið til 22. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
19. júlí 1996 | Í dag | 114 orð

Armband fannst KVENARMBAND fannst í Garðabæ um miðja

KVENARMBAND fannst í Garðabæ um miðjan júní. Upplýsingar í síma 565-7935. Myndavél tapaðist MYNDAVÉL í svörtu hulstri tapaðist í Þórsmörk fyrstu helgina í júlí. Finnandi vinsamlega hringi í síma 554-2384. Fundarlaun. Peysur töpuðust TVÆR peysur töpuðust úr garði á Fálkagötu 5. Þetta voru tvær dökkbláar joggingpeysur, önnur með hettu. Meira
19. júlí 1996 | Í dag | 67 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Níræður er í dag, föstud

Árnað heilla ÁRA afmæli. Níræður er í dag, föstudaginn 19. júlí, Kristófer Helgi Jónsson, Hólabrekku, Miðneshreppi. Hann tekur á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur á Urðarbraut 13 í Garði á morgun, laugardag, eftir kl. 17. ÁRA afmæli . Áttræð er í dag, föstudaginn 19. Meira
19. júlí 1996 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband 22. júní sl af séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur í Bessastaðakirkju Svandís Tryggvadóttir og Sigurjón Manfreds. Heimili þeirra er í Stangarholti 5, Reykjavík. Meira
19. júlí 1996 | Dagbók | 642 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
19. júlí 1996 | Í dag | 469 orð

LYMPÍULEIKARNIR hefjast í Atlanta í Bandaríkju

LYMPÍULEIKARNIR hefjast í Atlanta í Bandaríkjunum í kvöld með tilheyrandi skrautsýningu, sem eflaust á eftir að verða eftirminnileg miðað við það sem áður hefur sést á vettvangi sem þessum. Meira

Íþróttir

19. júlí 1996 | Íþróttir | 39 orð

Akureyrarmaraþon

Á laugardaginn verður Akureyrarmaraþonið sem er jafnframt Íslandsmót í hálfmaraþoni. Keppt verður í tveimur öðrum flokkum, skemmtiskokki og 10 km hlaupi. Skráningu lýkur á Akureyrarvelli kl. 11.00 á morgun. Keppni hefst kl. 12.00 og verða hlauparar ræstir frá Akureyrarvelli. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 420 orð

Broadhurs í miklum ham

Paul Broadhurs hefur tveggja högga forystu eftir fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi sem hófst í gær á Lytham golfvellinum. Broadhurs lék völlinn á 65 höggum, sex undir pari og var í miklu stuði, sérstaklega lék hann vel við flatirnar og þurfti til dæmis aðeins að pútta ellefu sinnum á síðustu tíu holunum. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 50 orð

DEAN Martin kemst hér framhjá Páli Pálssyni, varnarmanni Þórs, og fékk gullið

DEAN Martin kemst hér framhjá Páli Pálssyni, varnarmanni Þórs, og fékk gullið tækifæri til að minnka muninn 20 mínútumfyrir leikslok eftir stungusendingu frá Stefáni Þórðarsyni sem var á eigin vallarhelmingi en Atli Már Rúnarsson varði glæsilega. Þórsarar sneru vörn í sókn og skömmu síðar lá boltinn í neti KA-manna öðru sinni. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 148 orð

Frakklandskeppnin 18. áfangi, 154 km, frá Pamplona til

18. áfangi, 154 km, frá Pamplona til Hendaye á fimmtudag: 1. Bart Voskamp (Holl.) TVM4.11,02 2. Christian Henn (Þýskal.) Telekom2 sek. á eftir 3. Alberto Elli (Ítalíu) Technogym27 4. Bruno Thibout (Frakkl.) Motorola27 5. Bruno Boscardin (Ítalíu) Festina32 6. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 461 orð

Fulltrúi Skagamanna í í fýluferð til Keflavíkur

FORRÁÐAMENN Sileks, sem léku gegn Skagamönnum í Evrópukeppninni í fyrrakvöld, buðu Skagamönnum að senda fulltrúa út með liðinu til að skoða aðstæður í Makedóníu fyrir síðari leikinn í næstu viku. Þegar til kom gengu þeir á bak orða sinna og sendu fulltrúa Skagamanna, Magnús H. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 213 orð

Golf

Efstu menn eftir fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á Lytham St Annes vellinum. Kylfingar eru breskir nema annað sé tekið fram: 65 - Paul Broadhurst 67 - Mark O'Meara (Bandar.), Tom Lehman (Bandar.), Loren Roberts (Bandar.), Fred Couples (Bandar.), Mark McCumber (Bandar. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 145 orð

Guðrúnu gekk illa á Bahama

GUÐRÚN Arnardóttir keppti á móti á Bahamaeyjum á mánudaginn og hljóp þá 400 m grindahlaup á rúmum 58 sekúndum. Nákvæmari tími fékkst ekki staðfestur í gær en þetta er langt frá hennar besta. Íslandsmet Guðrúnar frá því í vor er 54,93 sek. Guðrún kom ekki fyrr en í fyrrakvöld frá Bahama og Morgunblaðið náði ekki í hana í gær, áður en blaðið fór í prentun. Skv. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 43 orð

Í kvöld

Knattspyrna 1. deild kvenna: Akranes:ÍA - ÍBV20 Akureyri:ÍBA - UMFA20 Garðabær:Stjarnan - KR20 Hlíðarendi:Valur - Breiðablik20 3. deild karla: Dalvík:Dalvík - Ægir20 4. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 173 orð

Íslendingar í þriðja sæti

ÍSLENSKA piltalandsliðið í golfi er í þriðja sæti fyrir síðasta hringinn á Norðurlandameistaramótinu í golfi sem fram fer í Leirunni. Piltarnir léku á 789 höggum í gær, en þá voru leiknir tveir hringir. Sex eru í hverri sveit og telja fimm bestu. Stúlkurnar eru hins vegar í fimmta og síðasta sæti og eiga varla möguleika á að komast hærra. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 177 orð

Jón Arnar æfði fyrir setninguna

JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarkappi, verður fánaberi Íslendinga við setningarathöfnina í kvöld. Hún hefst kl. 20.30 að staðartíma, kl. hálf eitt aðfararnótt laugardags að íslenskum tíma og lýkur 17 mínútum yfir miðnætti þegar klukkan verður 17 mín. yfir fjögur á Íslandi. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

KNATTSPYRNA/POLLAMÓT ÞÓRSTvöfalt

KNATTSPYRNA/POLLAMÓT ÞÓRSTvöfalt hjá KR KR-ingar höfðu ærna ástæðu til að fagna á Pollamóti Þórs sem haldið var á Akureyri um helgina, en lið þeirra sigruðu í Pollamótinu (30 ára og eldri) og einnig í Lávarðamótinu (40 ára og eldri). Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 268 orð

Knattspyrna Þór - KA2:1

Akureyrarvöllur, átta liða úrslit í bikarkeppni KSÍ, fimmtudaginn 18. júlí 1996. Aðstæður: Sunnan andvari, gott knattspyrnuveður og góður völlur. Mörk Þórs: Hreinn Hringsson (34.), Bjarni Sveinbjörnsson (72.). Mark KA: Höskuldur Þórhallsson (76.). Gult spjald: Þórsararnir Birgir Þór Karlsson (10. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 151 orð

Nýr golfvöllur hjá GKG

Mikið starf hefur verið unnið undanfarin ár hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og um síðustu helgi var vígður þar nýr golfvöllur og um leið undirritaður samningur við bæjarfélögin tvö um samvinnu um næsta áfanga. Nýju brautirnar níu sem vígaðar voru um helgina eru sérlega skemmtilegar og fallegar enda er sérræktað gras á þeim svo og á flötunum. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 133 orð

Páll Gíslason fékk boltann út við hliðarlínu vinstra megin

Páll Gíslason fékk boltann út við hliðarlínu vinstra megin nálægt miðju vallarins. Hann gaf fram og inn á miðjuna þar sem Hreinn Hringsson náði boltanum rétt utan vítateigs og miðherjinn skoraði með góðu skoti á 34. mínútu. Davíð Garðarsson gaf frá hægri inn í vítateiginn vinstra megin. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 385 orð

Portúgalir missa bestu leikmennina

Breyttar reglur varðandi hlutgengi erlendra leikmanna og slæm fjárhagsstaða portúgalskra félaga hafa gert það að verkum að portúgölskum félögum reynist æ erfiðara að halda bestu leikmönnunum. Helmingur leikmannahópsins sem var í úrslitakeppni Evrópumótsins í Englandi í liðnum mánuði var þegar á samningi utan Portúgals og margir hinna eru farnir eða á leiðinni til erlendra félaga. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 89 orð

Shaq O'Neal til LA Lakers

SHAQUILLE O'Neal einn af miðherjum "Draumaliðs 3" og leikmaður Orlando Magic undanfarin fjögur ár undirritaði í gær sjö ára samning við Los Angles Lakers. Fær hann tæplega 8 milljarða króna í laun fyrir þetta sjö ára tímabil. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 768 orð

Sigurður fær annað tækifæri

Sigurður Einarsson spjótkastari tekur þátt í móti í Marriette, útborg Atlanta, á sunnudaginn og freistar þess að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana. Sigurður ætlaði að keppa á sama stað í fyrrakvöld, þegar Pétur Guðmundsson kúluvarpari, keppti en vegna veðurs var keppni hætt í miðju móti. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 530 orð

Þór með tak á KA

Stuðningsmenn Þórs önduðu léttar þegar Sæmundur Víglundsson flautaði leikinn á móti KA af í átta liða úrslitum bikarkeppni KSÍ á Akureyrarvelli í gærkvöldi en Þór vann 2:1 í grannaslagnum. Meira
19. júlí 1996 | Íþróttir | 355 orð

"Þægilegt að vera í skotapilsi"

Sex sterkir aflraunamenn munu takast á í aflraunum, svokölluðum hálandaleikum á Akranesi á laugardag kl. 13.00 og verður mótið það fyrsta af sex, sem gilda í Íslandsmótinu í hálandaleikum. Síðasta mótið verður í september á Selfossi og gefur tvöfalt vægi stiga. Meira

Úr verinu

19. júlí 1996 | Úr verinu | 363 orð

Allt endurnýjað hjá Hólanesi í ár

ÁKVEÐIÐ hefur verið að endurnýja rækjuverksmiðju Hólaness hf. á Skagaströnd. Framkvæmdir eru hafnar og verður verksmiðjunni lokað þær 5-6 vikur sem þær standa yfir. Endurnýjunin er svo mikil að talað er um nýja verksmiðju í gamla húsinu. Skagstrendingur hf. eignaðist nýlega meirihluta hlutafjár í Hólanesi hf. og á nú 85% hlutafjár. Meira
19. júlí 1996 | Úr verinu | 113 orð

Rólegt hjá togurum á heimaslóðinni

MJÖG rólegt er nú hjá flestum togurum á heimaslóðinni. Engin veiði er enn í Smugunni en 11 togarar eru farnir þangað. Útgerðir annarra, allt að 40 skipa til viðbótar, bíða átekta og kroppa í takmörkuðum kvóta hér heima. Meira
19. júlí 1996 | Úr verinu | 100 orð

Öflugri Þórir

Hornafirði - Þinganes ehf. bætti við sig þó nokkurri veiðigetu þegar það keypti á dögunum öflugt togskip. Skipið hét áður Helga II. og var gerð út á rækju síðustu árin og aflaði vel eða 1200­1400 tonna á ári. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 459 orð

Átti pappír og litakassa

ÉG FÆST við myndskreytingar í víðasta skilningi þess orðs," segir Ólafur Pétursson, auglýsingateiknari. "Ég hef teiknað í bækur, t.d. Merg málsins sem fékk bókmenntaverðlaun í fyrra. Annars geri ég lítið af því að teikna fyrir bækur og tímarit vegna þess að það gefur svo lítið af sér. Einnig vinn ég fyrir auglýsingastofur, þótt lítið sé um það. Meira
19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 353 orð

Bílnum lagt og gengið eða hjólað í staðinn

"ÁRVEKNI neytenda er eitthvert besta vopnið í baráttunni fyrir betri jörð," stendur í nýju fræðsluriti Kvenfélagasambands Íslands, Umhverfið og við, og bent er á að neytendur í mörgum löndum hafi lagt sitt af mörkum til að draga úr notkun ósoneyðandi efna með því að kaupa "ósonvæna" úðabrúsa. Meira
19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 474 orð

Brúðarbikarinn tengist gamalli þjóðsögu

"VIÐ vonum náttúrulega að hjón höndli hamingjuna með því að drekka úr þessum bikar á brúðkaupsdegi sínum," segir Jón Sigurjónsson gullsmiður um bikar þann sem nú fæst í verslun hans, Jóni & Óskari á Laugavegi 61. Meira
19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1051 orð

Búið í öðruvísi borg

Steinar Þór Sveinsson hefur verið við nám í Leipzig sl. ár á Erasmus-styrk. Það er hluti af BA-námi hans í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Meira
19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 426 orð

Byrjaði í blankheitum

"ÉG VAR að rifja það upp í gær að ég hef ekki teiknað mynd af mér síðan ég var unglingur," segir Gunnar Karlsson, myndlistarmaður. "Ég vann við myndskreytingar níu tíma á dag, ­ þá aðallega auglýsingar og bækur. Fyrir tveimur árum byrjaði ég svo að gera teiknimyndir og í því felst aðalvinnan núna. Ég geri þó eina og eina myndskreytingu. Meira
19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 843 orð

Danskur safnari með sterkar taugar til Íslands

DANSKUR maður að nafni Otto Sigurd Christensen hefur haft það að áhugamáli síðustu þrjá áratugi að safna íslenskum einkennismerkjum ýmissa fyrirtækja og stofnana. Með tímanum hefur hann komið sér upp myndarlegu safni slíkra merkja og á undanförnum árum hefur hann síðan gefið íslenskum fyrirtækjum og stofnunum einkennismerki sem tilheyra þeim. Meira
19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 85 orð

DRÁTTHAGIR MENN

Hvernig gengur mönnum að hafa atvinnu af því að teikna? Er þetta sífellt hark eða er vöntun á drátthögu fólki? Pétur Blöndal leitaði svara við þessum spurningum hjá fimm mönnum sem fengist hafa við að myndskreyta bækur, tímarit, auglýsingar og teiknimyndir, - svo fátt eitt sé nefnt. Þá fékk hann fimmmenningana til þess að teikna mynd af sjálfum sér að störfum. Meira
19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 133 orð

Drykkja í Austur Evrópu

ALKAHÓLISMI hefur aukist verulega í austur Evrópu síðan Sovétríkin splundruðust. Fylgikvillar hans hafa alvarlegri áhrif þar en í vestur Evrópu af því að lífsgæðin eru almennt minni. Það er mest drukkið í Lettlandi, Slóveníu, Eistlandi og Rússlandi samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) yfir 40 ríki í Evrópu. Lettar drekka mest, eða 24 lítra á ári á mann. Meira
19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1251 orð

Fólkið í bænum

YS og læti, fólk á hlaupum, í innkaupum, fólk að tala, fólk í dvala og fólk sem ríkið þarf að ala. Þetta er brot úr texta eftir Ladda, sem hann söng inn á plötu fyrir nokkrum árum. Þótt textinn sé lýsing á mannlífinu í Austurstræti gæti hann allt eins átt við Laugaveginn, aðalverslunargötu miðborgarinnar, eða bara einhverja götu eða torg hvar sem er í heiminum, Meira
19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 434 orð

Hleypur enginn í skarðið

"ÆTLI það sé ekki óhætt að segja að það sé þrennt sem ég sérhæfi mig í," segir Halldór Baldursson, teiknari. Hann telur upp blaðamyndskreytingar, myndir í barna- og kennslubækur og loks auglýsingateikningar." Hvað finnst þér skemmtilegast? "Þetta er hættuleg spurning. Ef ég nefni eitt getur verið að mér finnist annað á morgun. Ég vil helst ekki gera upp á milli. Meira
19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 349 orð

Kafað ísálardjúpin

"ÉG FÆST við myndir af öllu tagi, ­ alvarlegar, á léttu nótunum og allt þar á milli," segir Böðvar Leós, myndlistarmaður. "Ég var til dæmis að ljúka við að myndskreyta kennslubók fyrir Námsgagnastofnun þar sem bregður fyrir gamni og alvöru. Auk kennslubóka geri ég svo myndir fyrir auglýsingastofur, fyrirtæki og tímarit. Meira
19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 313 orð

Krásirfótanuddog góntá skjáinn

ÓLYMPÍULEIKARNIR hefjast í dag með tilheyrandi beinum útsendingum og sjónvarpsglápi. Það á eflaust eftir að fara í taugarnar á þeim sem vilja fá fréttirnar á réttum tíma. En íþróttaunnendur, sem margir hverjir eru farnir að fá fráhvarfseinkenni vegna þess að heilar þrjár vikur eru liðnar síðan Evrópukeppninni í knattspyrnu lauk, geta tekið gleði sína á ný. Meira
19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 533 orð

Lifandi myndavél

"ÉG FÆST við verkefni af öllu tagi," segir Sigurður Valur Sigurðsson, myndskreytir. "Ég get nefnt Story board eða teiknað handrit fyrir kvikmyndagerð, aðallega auglýsingar. Einnig einfaldar teikningar eins og á mjólkurfernunum. Þær eru líklega þekktastar, enda á hvers manns borði á hverjum einasta degi. Myndskreytingar í bækur. Meira
19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 272 orð

Með stæl á ströndinni

LITRÍKIR klútar geta sett punktinn yfir i-ið og verið hin mesta prýði, séu þeir notaðir á réttan hátt. Hönnuðir hjá tískuhúsi Hermés í París voru nýlega viðmælendur ítalska tískublaðsins Moda og gáfu þeim, sem hyggjast stunda strandlíf í sumar, leiðbeiningar um hvernig nota má klúta og slæður á fjölbreyttan hátt. Meira
19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1255 orð

Neysla ávaxta og grænmetis kann að hindra svefnleysi og sjúkdóma

ÞÝSKI líffræðingurinn Dr. Rolf Dubbels uppgötvaði fyrstur vísindamanna að efnið melatónín er að finna í ýmiss konar grænmeti og ávöxtum. Dr. Dubbels vonar að niðurstöður sínar geti haft í för með sér gerbreytingar á lifnaðarháttum fólks en rannsóknir hans eru enn sem komið er mjög skammt á veg komnar. Meira
19. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 231 orð

Orsök geðklofa er rakin til fyrstu fósturskeiða

MIKLAR framfarir hafa orðið í heimi læknavísinda á orsökum geðklofa, en sá geðræni sjúkdómur er talinn hrjá um 1% íbúa á Vesturlöndum. Geðklofi eða kleyfhugasýki er alvarleg geðveiki sem einkennist af samhengislausum hugsanagangi, tilfinningasljóleika og stundum óeðlilegum hreyfingum. Meira

Ýmis aukablöð

19. júlí 1996 | Dagskrárblað | 82 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH) 17.30Taumlaus tónlist 20.00Framandi þjóð (Alien Nation) 21.00Tunglmyrkvi (Full Eclipse) Spennuhrollvekja um löggæslusveit sem tekur inn lyf sem breytir meðlimunum í varúlfa. Stranglega bönnuð börnum. 22. Meira
19. júlí 1996 | Dagskrárblað | 133 orð

17.50Táknmálsfréttir 1

17.50Táknmálsfréttir 18.00Fréttir 18.02Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Hafsteinn Þór Hilmarsson. (436) 18.45Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 19.00Fjör á fjölbraut (Heartbreak High) Ástralskur myndaflokkur sem gerist meðal unglinga í framhaldsskóla. Meira
19. júlí 1996 | Dagskrárblað | 515 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Axel Árnason flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.31 Fréttir á ensku. 8. Meira
19. júlí 1996 | Dagskrárblað | 796 orð

Föstudagur 19.7. BBC PRIME 4.30

Föstudagur 19.7. BBC PRIME 4.30 Tba 5.00 Newsday 5.30 Look Sharp 5.45 Why Don't You 6.15 Grange Hill 6.40 Sea Trek 7.10 Crown Prosecutor 7.40 Eastenders 8.10 Castles 8.35 Esther 9. Meira
19. júlí 1996 | Dagskrárblað | 108 orð

Setningarhátíð Ólympíuleikanna

SJÓNVARPIÐ 00.00 Íþróttir Næstu vikurnar reyna fremstu íþróttamenn heims með sér á mestu íþróttahátíð veraldar, Ólympíuleikunum, sem að þessu sinni eru haldnir í borginni Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Sjónvarpið verður með yfirgripsmikla dagskrá frá leikunum of verður sýnt frá þeim á hverjum degi meðan þeir standa yfir. Meira
19. júlí 1996 | Dagskrárblað | 138 orð

ö12.00Hádegisfréttir 12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Ævin

12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Ævintýri Mumma 13.10Skot og mark 13.35Heilbrigð sál í hraustum líkama 14.00Saga Queen (Queen)(1:3) Nú verður sýndur fyrsti hluti þessarar framhaldsmyndar sem gerð er eftir sögu Alex Haley en hann skrifaði einnig söguna Rætur. Meira
19. júlí 1996 | Dagskrárblað | 215 orð

ö18.15Forystufress, Sagan endalausa. 19.00Ofurhugaíþróttir

19.00Ofurhugaíþróttir 19.30Alf 19.55Hátt uppi (The Crew)Bandarískur gamanmyndaflokkur. 20.20Spæjarinn (Land's End) Haldin er hæfileikakeppni til að finna píanóleikara í næturklúbbi í Cabo San Lucas en einn keppenda finnst meðvitundarlaus á floti í sjónum - reyrður við flygil. 21. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.