Greinar miðvikudaginn 24. júlí 1996

Forsíða

24. júlí 1996 | Forsíða | 160 orð

Efnaleifar á flakinu

LEON Panetta, skrifstofustjóri Hvíta hússins, greindi frá því í gær að leifar af efnum hefðu fundist á flaki þotu flugfélagsins TWA er fórst skömmu eftir flugtak frá New York í síðustu viku. Panetta sagði að verið væri að greina þessi efni nánar á rannsóknarstofu alríkislögreglunnar FBI og að niðurstöður myndu liggja fyrir innan skamms. Meira
24. júlí 1996 | Forsíða | 92 orð

ETA-leiðtogi handtekinn

EINN af þremur æðstu mönnum í hryðjuverkasamtökum aðskilnaðarsinnaðra Baska, ETA, gekk í gær í greipar franskra lögreglumanna. Handtakan var árangur sameiginlegs átaks frönsku og spænsku lögreglunnar. Meira
24. júlí 1996 | Forsíða | 331 orð

Herforingjastjórnin kveðst ekki ætla að sitja til eilífðar

UTANRÍKISRÁÐHERRAR frá 20 ríkjum og Evrópusambandinu ræddu Burma og kjarnorkumál á fundi svokallaðs Svæðisvettvangs samtaka ríkja Suðaustur-Asíu (ASEAN) í Djakarta í gær. Fulltrúi Burma kvað herforingjastjórn landsins ekki ætla að sitja til eilífðar, en lét ósagt hvenær hún hygðist fara frá. Meira
24. júlí 1996 | Forsíða | 325 orð

Komist að samkomulagi um nánari samskipti

YASSER ARAFAT, forseti sjálfstjórnar Palestínumanna, og David Levy, utanríkisráðherra Ísraels, greindu frá því í gær að þeir hefðu komist að samkomulagi um frekari samskipti Ísraela og Palestínumanna í því augnamiði að halda áfram friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Meira
24. júlí 1996 | Forsíða | 214 orð

Þúsundir hútúa fluttir nauðugir

HER Búrúndí hélt áfram af auknum ákafa í gær að flytja hútú-menn, flóttafólk frá nágrannaríkinu Rúanda, nauðuga aftur yfir landamærin. Ráðherra í ríkisstjórn Búrúndí lýsti því yfir í gær, að ákveðið hefði verið að flytja á einni viku 85.000 flóttamenn sem dvalið hafa í flóttamannabúðum í Norður-Búrúndí aftur til heimalandsins. Meira

Fréttir

24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 860 orð

12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og 4ja millj. sekt

JÓHANN G. Bergþórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvirkis- Kletts hf., sem var úrskurðað gjaldþrota 6. október 1994, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 4 milljóna króna sektar fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 202 orð

56% heimila með fleiri en eitt símtæki

TVEIR símar eða fleiri eru á 55,9% heimila hér á landi og á 19,2% heimila eru þrír símar eða fleiri. Þetta kemur fram í nýrri neyslukönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem náði til 1200 manns á aldrinum 14-80 ára. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 337 orð

Aðgerðir gegn langtíma atvinnuleysi

NÝ ÚRRÆÐI í atvinnumálum er heitið á tilraunaverkefni sem félagsmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hleypt af stokkunum. Markmiðið er "að hjálpa fólki sem lent hefur í vítahring langtímaatvinnuleysis til þess að komast út á vinnumarkaðinn að nýju," eins og segir í samstarfssamningi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Páll Pétursson félagsmálaráðherra undirrituðu í gær. Meira
24. júlí 1996 | Miðopna | 2139 orð

Að því kemur að allir kristnir menn verða samstiga

Árið 1989, með ferð Jóhannesar Páls II. páfa um Norðurlönd, gerðist það í fyrsta sinn að Rómarbiskup heimsótti löndin nyrst í Evrópu og þar með talið Ísland. Nú aðeins sjö árum síðar fagnar kaþólski söfnuðurinn á Íslandi komu Bernardins Gantins kardínála, eins af æðstu mönnum hinnar kaþólsku kirkju. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Aukafjárveiting vegna sumarvinnu

Borgarráð hefur samþykkt 22,5 milljón króna aukafjárveitingu vegna sumarvinnu skólafólks. Í erindi borgarverkfræðings til borgarráðs kemur fram að í apríl hafi borgarráð samþykkt 117 millj. aukafjárveitingu vegna sumarvinnu skólafólks. Byggðist tillagan á vinnu starfshóps sem lagði til að aukafjárveitingin yrði samtals 137 millj. Meira
24. júlí 1996 | Miðopna | 550 orð

Áhersla á heimagert sjónvarpsefni

NÝ sjónvarpsstöð í eigu Húsvískrar fjölmiðlunar hf. hefur væntanlega útsendingar á örbylgju á Húsavík í byrjun september. Er undirbúningur starfseminnar í fullum gangi og verður til að byrja með boðið upp á fimm sjónvarpsrásir, fjórar erlendar gervihnattarásir og eina dagskrárrás sem sendir út margvíslegt sjónvarpsefni frá Húsavík og úr héraðinu í kring. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Álagningarseðlar í póst um helgina

ÁLAGNINGARSEÐLAR verða settir í póst um næstu helgi og verða því komnir í hendur skattgreiðenda á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Álagningarskrár verða lagðar fram þriðjudaginn 30. júlí og munu vera til sýnis hjá öllum skattstjórum og umboðsmönnum þeirra til og með 13. ágúst, að sögn Guðrúnar Brynleifsdóttur vararíkisskattstjóra. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Binni á traktornum

Vaðbrekku. Jökuldal.- Morgunblaðið/Sigurður AðalsteinssonJörðin Eiði á Langanesi ermikil rekajörð og nota eigendur jarðarinnar þettafurðufarartæki til að bjargareka úr fjörunni og til annarra snúninga heimavið.Brynjar Júlíusson á Seyðisfirði gat ekki stillt sig um aðfá sér smá salíbunu á tækinu. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 187 orð

Breytir í engu samstarfinu

STJÓRN Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar mun koma saman á næstu dögum til að ræða nýfallinn dóm yfir Jóhanni G. Bergþórssyni, en Jóhann stendur að meirihlutasamstarfi í Hafnarfirði með Alþýðuflokknum. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

Breytt fyrir 39 milljónir

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu að breytingum á austurálmu Korpúlfsstaða og súrheysturnum. Áætlaður heildarkostnaður er 39 milljónir króna. Í tillögunni er gert ráð fyrir að súrheysturnar verði látnir standa áfram í fullri hæð og að millibygging við þá verði lagfærð þannig að nota megi þak hennar sem útsýnissvalir frá annarri hæð. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 156 orð

Búið að malbika Vestfjarðagöngin

LOKIÐ var við malbikun jarðganganna undir Breiðadals- og Botnsheiði í gærdag og á þá einungis eftir að ganga frá drenlögnum og merkingum auk annars smávægilegs frágangs svo hægt verði að opna göngin fyrir almennri umferð. Meira
24. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 171 orð

Efasemdir um aðild ESB

AUSTUR-Asíuríki láta í ljós vaxandi efasemdir um réttmæti aðildar Evrópusambandsins að Svæðisvettvangi ASEAN (ASEAN Regional Forum, ARF), sem er helzti vettvangur umræðna og samráðs ríkja um öryggismál Asíu austanverðrar. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Eigið fé hækkar um 197 millj.

BÓKFÆRÐUR hagnaður Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf. nam alls um 47 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins. Þar að auki naut félagið um 170 milljóna króna hækkunar á hlutabréfaeign sinni, en hún færist meðal eiginfjárliða sem óinnleystur geymsluhagnaður. Nam eigið fé félagsins samtals um 1.350 milljónum í lok júní og hafði hækkað um 197 milljónir frá upphafi ársins. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 159 orð

Einn æðsti valdamaður Páfagarðs til landsins

EINN æðsti valdamaður kaþólsku kirkjunnar, Bernardin Gantin kardínáli, kemur til landsins í dag, en hann er yfirmaður Stjórndeildar biskupa, auk þess sem hann veitir kardínálasamkundunni í Páfagarði forstöðu. Gantin varð kardínáli árið 1977 í valdatíð Páls VI. og hefur frami hans verið mikill innan kaþólsku kirkjunnar síðan. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Eistar keppa við ÍBV í Eyjum

EISTNESK þota frá flugfélaginu Enimex lenti á flugvellinum í Vestmannaeyjum í gærmorgun með knattspyrnuliðið Lantana frá Tallin innanborðs. Þotan er sú stærsta sem lent hefur í Eyjum, að sögn Einars Steingrímssonar, flugvallarstjóra, og tókst lendingin vel. Liðið spilaði við ÍBV í Eistlandi í liðinni viku og munu liðin leika annan leik í Eyjum í dag. Meira
24. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 309 orð

Fangar svelta sig í hel TVEIR fangar hafa dáið vegna t

TVEIR fangar hafa dáið vegna tveggja mánaða mótmælasveltis 300 vinstrimanna í 33 fangelsum í Tyrklandi. Fangarnir eru félagar í vinstrihreyfingum, sem hafa verið bannaðar í Tyrklandi, og hófu sveltið í maí til að mótmæla slæmum aðbúnaði og illri meðferð. Algengt er að fangar grípi til slíkra aðgerða í Tyrklandi en dauðsföll vegna mótmælasveltis eru þó sjaldgæf. Meira
24. júlí 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Flutningi Hreindýraráðs af Austurlandi harðlega mótmælt

Vaðbrekku -Hreindýraráð og umhverfisráðuneytið héldu fund með hreindýraeftirlitsmönnum og forsvarsmönnum sveitarfélaga á Austurlandi í Golfskálanum á Ekkjufelli í vikunni. Þar kom fram hörð gagnrýni á flutning Hreindýraráðs af Austurlandi norður í land. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Fyrirlestur um íslensk fræði í Japan

FYRIRLESTUR um íslenskukennsku og íslensk fræði í Japan verður haldinn í Odda, hugvísindahúsi Háskóla Íslands fimmtudaginn 25. júlí kl. 17.15. Nobuyoshi Mori kennari við Tokaiháskóla í Japan flytur fyrirlesturinn í boði Stofnunar Sigurðar Nordals. Mori hefur um nokkurra ára bil kennt norsku og íslensku við Tokaiháskóla og hefur samið kennskubók í norsku og norsk-japanska orðabók. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 36 orð

Gengið inn í Laugardal

Í miðvikudagskvöldgöngu HGH verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 20 og með rútu inn í Gufunes og síðan gengið með ströndinni að Blikastaðakró. Rútuferð til baka. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Grjót hrundi á verkamann í Hvalfjarðargöngum

VERKAMAÐUR í Hvalfjarðargöngunum slasaðist lítilsháttar þegar grjót hrundi á hann í göngunum í gærdag. Maðurinn var að losa laust grjót í lofti ganganna með járnverkfæri eftir sprengingu þegar u.þ.b. 600 kg hnullungur lenti á mjöðm hans og fótum. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 301 orð

Guðbrandur Sigurðsson ráðinn framkvæmdastjóri ÚA

GUÐBRANDUR Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þróunarsviðs Íslenzkra sjávarafurða, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa. Hann mun hefja störf hjá félaginu í september. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 220 orð

Hamrahlíðarkórinn í söngför til Japans

HAMRAHLÍÐARKÓRINN heldur í dag í 12 daga ævintýraferð til Japans. Kórinn mun halda tónleika á þremur stöðum í Japan meðan á dvölinni þar stendur. Kórfélagar eru 54 og stjórnandi er Þorgerður Ingólfsdóttir. Meira
24. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 207 orð

Hart barizt á Sri Lanka

DAGINN sem þess var minnzt, að þrettán ár væru liðin frá upphafi blóðugrar baráttu aðskilnaðarsinnaðra Tamíla á Sri Lanka fyrir sjálfstæði, geysuðu mjög harðir bardagar milli skæruliða Tamílatígranna og stjórnarhermanna. Skæruliðar þjóðernisminnihlutahóps Tamíla berjast fyrir aðskilnaði frá Sinhalesum, sem eru í meirihluta íbúa á eynni undan Indlandsströndum. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 287 orð

Hávaði fari ekki yfir 55 desibel

SKIPULAGSNEFND kemur saman í dag til að afgreiða umsagnir um fyrirhugaðar húsbyggingar Ármannsfells við Kirkjusand og segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ekki hægt að samþykkja nýbyggingar á svæði þar sem kröfur til hljóðvistar séu ekki uppfylltar. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Ísland í 6. sæti

ÍSLAND var í 6. sæti eftir 11 umferðir á Evrópumóti bridsspilara 25 ára og yngri en mótið er nú hálfnað. Íslenska liðið vann Júgóslava 23-7 í fyrsta leik gærdagsins. Í 10. umferð á mánudagskvöld vann Ísland Tékkland 21-9 en tapaði fyrir Þjóðverjum í 9. umferð, 13-17. Norðmenn efstir Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 250 orð

Íslenski hesturinn vinsæll

íSLENSKI hesturinn tók þátt í öllum "Top" sýningum á Equitana í Bandaríkjunum í síðustu viku en þetta er Í fyrsta sinn sem slík sýning er haldin í Bandaríkjunum. Að sögn Sigurbjörns Bárðarsonar sem sá um skipulagningu á sýningu íslensku hestanna ásamt Baldvin Ara Guðlaugssyni voru þeir alltaf síðasta atriði hverrar kvöldsýningar sem þýðir að íslenski hesturinn hefur verið hvað vinsælastur. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 180 orð

Kassagerðin kaupir 35% hlut

KASSAGERÐ Reykjavíkur hf. hefur keypt 35% hlut í Ísafoldarprentsmiðju af Frjálsri fjölmiðlun hf. Frjáls fjölmiðlun átti 100% hlutafjár í prentsmiðjunni og verður því eftir sem áður meirihlutaeigandi hennar með 65% hlutafjár. Meira
24. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 145 orð

Konur ánetjast frekar eiturlyfjum

Konur ánetjast frekar eiturlyfjum Stokkhólmi. Reuter. KONUR eru líklegri en karlar til að ánetjast eiturlyfjum alvarlega, samkvæmt könnun sænskra vísindamanna sem birt var í gær. Könnunin náði til 20. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Kynning á nálastungulækningum

INDVERSKUR nálastungulæknir, Idresse Yosufi, heldur kynningu og fyrirlestur á akupressur í Yogastudio sf. Hátúni 6A, fimmtudaginn 25. júlí kl. 19-21.30. Í fréttatilkynningu segir að Akupressur sé einskonar nálastunguaðferð án nála. Þrýst sé á nálastungupunktana og orkan í líkamanum örvuð. Orkuflæðið sem hafi lokast eða truflast af einhverjum orsökum opnist við þessa meðferð. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

Landgræðsludagur Olís í Aðaldalshrauni

Margt fólk safnaðist saman í útjaðri Aðaldalshrauns um helgina, á landgræðsludegi Olís, og gróðursetti um þrjú þúsund plöntur. Starfsfólk Olís á Húsavík gaf húfur og barmmerki og allir nutu veglegra veitinga fyrirtækisins. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Leiðrétting

Leiðrétting við Jónsmessubréf úr Svartárdal í Morgunblaðinu 6. júlí 1996, bls. 30: Upphaf IV. kafla verði þannig: IV. Fyrir hálfri öld var vegur slæmur fram Svartárdal, t.d. lýsir Páll Kolka veginum þannig í bók sinni Föðurtúnum, sem kom út 1950: "Fyrir framan Fjós þrengdist dalurinn og liggur vegurinn allhátt í hlíðinni yfir svonefnt Fjósaklif. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 42 orð

LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn

Ranglega var haft eftir Þóri Haraldssyni, aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra, í Morgunblaðinu fyrir helgi, að hann lýsti furðu sinni á ummælum Jóhannesar Pálmasonar, framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þórir átti við ummæli Jóhannesar Gunnarssonar, lækningaforstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur. Morgunblaðið beðst velvirðingar á þessum mistökum. Meira
24. júlí 1996 | Landsbyggðin | 186 orð

Logandi kerti kveikti í húsinu

Ísafirði-Eldur kom upp í gömlu fjárhúsi innarlega við Dalbraut í Hnífsdal á fimmta tímanum á þriðjudagsmorgun. Vel logaði í byggingunni er slökkvilið Ísafjarðarbæjar kom á vettvang og tók um eina og hálfa klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 168 orð

Margir íhuga að flytja brott

SVO virðist sem margir Þingeyringar íhugi alvarlega að flytjast búferlum frá staðnum vegna bágs atvinnuástands. Að minnsta kosti sex fjölskyldur eru alvarlega að hugsa sér til hreyfings og hafa auglýst fasteignir sínar til sölu. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 192 orð

Menningarnótt haldin í Reykjavík

Í erindi ferðamálafulltrúa Reykjavíkurborgar til borgarráðs kemur fram að tilgangurinn með menningarnótt er að bjóða borgarbúum og erlendum ferðamönnum upp á ýmiskonar menningarviðburðu næturlangt eða frá miðnætti fram til klukkan 5­6 að morgni. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Námskeið í gerð torfhúsa

NÁMSKEIÐ í gerð torfkofa verður haldið um næstu helgi í Grindavík. Er leiðbeinandi Tryggvi Gunnar Hansen og tekur hann við skráningu. Í fréttatilkynningu segir að allir séu velkomnir og námskeiðið sé ekki síður fyrir börn en fullorðna og fái börnin að byggja sína eigin kofa ef þau vilja. Meira
24. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 361 orð

Nýtt íþróttahús í notkun í janúar

NÝTT íþróttahús er risið við sundlaugina í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Framkvæmdir við bygginguna hófust sl. vor en stefnt er að því að taka íþróttahúsið formlega í notkun í janúar á næsta ári. Húsið er 736 fermetra stálgrindarhús en salurinn er 19x29 m. Meira
24. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 337 orð

Óttast "riðufár" vegna yfirlýsinga Fischlers

FRANZ Fischler, er fer með landbúnaðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, greindi frá því á fundi landbúnaðarráðherra ESB á mánudag að nýjar rannsóknir bentu til að kúariða gæti hugsanlega borist í sauðfé. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 290 orð

Rannsaka landmótunaráhrif jökla

HJALTI J. Guðmundsson, landfræðingur í doktorsnámi við Edinborgarháskóla, og prófessorarnir David Sugden og Andrew Dugmore við sama háskóla hafa hlotið rannsóknarstyrk upp á tæpar tvær milljónir króna frá National Geographic Society. Rannsóknin er þegar hafin og miðast í fyrsta áfanga við að skrá jökulhreyfingar. Síðar verður smíðað tölvulíkan á grundvelli gagna úr rannsókninni. Meira
24. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 211 orð

Serbar brjóta kosningareglur

ÖRYGGIS- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), sem skipuleggur fyrirhugaðar kosningar í Bosníu í september, lýsti því yfir í gær að auglýsingar frá serbneskum frambjóðendum, sem segðu sig "samstarfsmenn Radovans Karadzics" virtust vera brot á banni við stjórnmálaþátttöku eftirlýstra stríðsglæpamanna. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 248 orð

SÍF stofnar sölufyrirtæki á Spáni

SÖLUSAMBAND íslenzkra fiskframleiðenda hefur slitið samstarfi sínu við Copesco Sefrisa á Spáni, en félögin ráku saman saltfisksölufyrirtækið Copesco SÍF frá því haustið 1994. SÍF hefur ákveðið að stofna eigin sölufyrirtæki á Spáni undir nafninu Union Islandia og mun það hefja starfsemi í eigin húsnæði í september. Íslenzkur framkvæmdastjóri verður ráðinn að fyrirtækinu. Meira
24. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 422 orð

Sjóherinn sendir fullkomið vélmenni til leitar

BANDARÍSKI sjóherinn mun leggja til fullkomið vélmenni og aðstoða við leitina að braki og þeim sem fórust, þegar Boeing 747-vél bandaríska flugfélagsins TWA sprakk skömmu eftir flugtak frá John F. Kennedy flugvelli í New York á fimmtudag. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

SKettlingur á faraldsfæti

FERÐAMENN sem staddir voru við Esso-skálann á Blönduósi á mánudaginn urðu varir við undarleg hljóð sem bárust undan vélarhlíf eins bílsins sem stansaði fyrir utan skálann. Þegar að var gáð kom í ljós hvítur kettlingur sem mjálmaði ámátlega. Kettlingurinn var bæði svangur og þyrstur og í feldi hans voru olíublettir. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 54 orð

Skógargöngur

SKÓGARGANGA um landgræðslusvæðin í Smalaholti og Rjúpnahæð í Garðabæ og Kópavogi, verður farin fimmtudagskvöldið 25. júlí kl. 20. Gangan er á vegum Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélags Garðabæjar. Lagt verður af stað frá bílastæðinu norðaustan við Vífilstaðavatn. Þetta er 10. Meira
24. júlí 1996 | Óflokkað efni | 214 orð

Snerra skal hún heita

SAGAN af afrækta kópnum í Húsdýragarðinum í Laugardal virðist ætla að fá góðan endi. Kópurinn buslar nú sprækur og pattaralegur í selalauginni ásamt hinum selunum og hefur fengið nafnið Snerra. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 287 orð

Sparnaðartillögur kynntar í stjórninni

Á STJÓRNARFUNDI Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem haldinn var í gærmorgun, voru tillögur framkvæmdastjórnar sjúkrahússins lagðar fram og kynntar stjórn sjúkrahússins, en stjórnin fól framkvæmdastjórn það verkefni fyrir rúmri viku að gera tillögur um 200-250 milljóna króna sparnað í rekstri sjúkrahússins. Auk þess er verið að glíma við 85 milljóna kr. hallarekstur sjúkrahússins frá fyrra ári. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Staðinn að meintum ólöglegum togveiðum

LANDHELGISGÆSLAN stóð Sigurfara GK 138 frá Keflavík að meintum ólöglegum togveiðum um 0,4 sjómílur innan þriggja sjómílna togveiðimarkanna út af Dyrhólaey um kl. 10 í gærmorgun. Togarinn var færður til hafnar í Vestmannaeyjum og var mál hans tekið fyrir hjá sýslumannsembættinu þar í gær. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 323 orð

Staurarnir brotna við jörð ef ekið er á þá

FRAMKVÆMDIR munu hefjast á næstunni við lagningu rafstrengja meðfram Reykjanesbrautinni vegna lýsingar á brautinni. Samið var við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um að annast jarðvegsframkvæmdir að undangegnu útboði, en ljósastaurar verða keyptir af Jóhanni Rönning hf. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 1350 orð

Stefnt að 12-13 milljóna sparnaði

TILLÖGUR um breytingar á rekstri Sjúkrahúss Patreksfjarðar og Heilsugæslustöðvar Patreksfjarðar miða að því að lækka reksturskostnað stofnananna um 12-13 milljónir á ári. Lagt er til að þær Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Sumarkvöldvaka í Hafnarfjarðarkirkju

SUMARKVÖLDVAKA verður í safnaðarheimili Hafnarfjaðrarkirkju í kvöld, miðvikudaginn 24. júlí kl. 20. Umræðuefnið verður "Islam, kóraninn og kristin trú". Skoðuð verður saga, trúarkenning og siðaboðskapur islam, eða múhameðstrúar, eins og hún er nefnd í daglegu tali. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 194 orð

Svipuð eitrun greinst hér

GREINST hafa þrjú matareitrunartilfelli hér á landi á síðustu þremur árum, sem líkjast matareitrunarfaraldrinum í Japan. Ólafur Steingrímsson yfirlæknir á sýkladeild Landsspítalans segir að um sé að ræða algenga þarmasýkla sem oft finnast í hráu kjöti. Ákveðin undirgerð þarmabakteríunnar er nefnist E. Coli, getur myndað ákveðið eiturefni sem veldur þessum sjúkdómi. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 498 orð

Tóku eingöngu lítil eða meðalstór verk

"HÉR VAR allt á hvolfi þegar ég kom, skúffur lágu á gólfinu og tæmt hafði verið úr skápum," segir Bragi Ásgeirsson listmálari en hann varð fyrir þeirri ógæfu að brotist var inn í vinnustofu hans í fyrrinótt og allt að tíu málverkum stolið. "Þetta er ómetanlegt tjón fyrir mig. Þeir tóku eingöngu lítil eða meðalstór verk sem hægt var að flytja og pökkuðu þeim inn í teppi. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 740 orð

Tölur og kort í eina sæng

LUK, sem nefnist á ensku Geographic Information Systems (GIS), er hugbúnaðarkerfi sem vistar og notar staðbundnar upplýsingar. Lýsa má kerfinu með nokkurri einföldun sem eins konar teiknikerfi með beintengingu við gagnasöfn. Almennur notandi á í slíku kerfi að geta á einfaldan hátt unnið t.d. í Windows-umhverfi með tölur og kort samtímis. Meira
24. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 414 orð

Upplýsingaskilti um Jónas Hallgrímsson afhjúpað

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra afhjúpaði upplýsingaskilti um Jónas Hallgrímsson skáld, sl. sunnudag að viðstöddu fjölmenni. Skiltið er sett upp til minningar um skáldið vegna 150 ára ártíðar hans, sem reyndar var á síðasta ári. Það er staðsett í Jónasarlundi í Öxnadal, trjálundi sem helgaður er minningu Jónasar. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Útför Guðmundar Steinssonar

ÚTFÖR Guðmundar Steinssonar leikskálds var gerð frá Fossvogskirkju í gær, en hann var jarðsettur í kirkjugarði Innri-Njarðvíkurkirkju. Séra Flóki Kristinsson jarðsöng, Unnur María Ingólfsdóttir lék einleik á fiðlu og Þórður Helgason las ljóð. Félagar úr Fóstbræðrum sungu undir stjórn Árna Harðarsonar, organisti var Douglas Brotchie. Líkmenn voru f.v. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Útlit fyrir gott berjasumar

GÖNGUFÓLK á leið um Leggjabrjót og Botnsdal fann þroskuð krækiber um síðustu helgi. Berin voru orðin svört og gómsæt, en ekki mjög stór. Sveinn Rúnar Hauksson læknir, sem er mikill áhugamaður um berjatínslu, var í Galtalæk um síðustu helgi og fann þar einnig svört krækiber en smá. Sveinn hafði heyrt í berjaáhugamönnum af Suðurnesjum og víðar sem og höfðu fundið þroskuð ber. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 531 orð

Vatnsleysi háir veiðiskap

ENN fer vatn þverrandi í laxveiðiám Suðvestur- og Vesturlands og sárlega vantar vatn og smálaxagöngur í ár fyrir norðan. Smálaxinn er mættur á sunnan- og vestanverðu landinu og þar hefur veiði víða verið ágæt, en ytri skilyrði oftar en ekki erfið. Aldrei fisklaust Meira
24. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 490 orð

Vilja gegna stærra hlutverki í Miðausturlöndum

ÞÝSKA stjórnin hyggst notfæra sér góð tengsl sín í Miðausturlöndum til að gegna auknu pólitísku hlutverki í þessum heimshluta í þágu friðar, að sögn Bernds Schmidbauers, sem hafði milligöngu um fanga- og líkaskipti Hizbollah og Ísraela um helgina. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Vinnuklúbbar stofnaðir

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ og Reykjavíkurborg hafa hafið samstarf um aðgerðir gegn langtíma atvinnuleysi. Markmiðið er að hjálpa fólki sem hefur verið án atvinnu lengi að komast á vinnumarkaðinn að nýju. Meira
24. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 312 orð

Virtur súmókappi sekur um skattsvik

TAKANOHANA, annar af virtustu súmóglímuköppum Japans, hefur verið staðinn að skattsvikum og málið er enn eitt reiðarslagið fyrir japönsku fangbragðaíþróttina, sem hafði áður orðið fyrir miklum álitshnekki vegna ásakana um spillingu og eiturlyfjaneyslu glímumanna. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 490 orð

Yrði þegar í stað lokað á Íslandi

JÚLÍUS Hafstein, formaður Ólympíunefndar Íslands, skoðaði í fyrrakvöld vistarverur þær sem sjálfboðaliðum í hópi lögreglumanna víða að úr heiminum eru boðnar hér í Atlanta og leist ekki vel á. Fjallað var um húsnæðið í íslenskum fjölmiðlum á dögunum, eftir að nokkrir íslenskir lögreglumenn höfðu kvartað undan því og nú eru hátt í 300 lögreglumenn farnir til síns heima. Meira
24. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð

Þingmönnum kynnt skýrslan

Stjórn Sjúkrahúss Patreksfjarðar kynnti í gær skýrslu Sigfúsar Jónssonar fyrir þingmönnum Vestfjarða. Gunnlaugur M. Sigmundsson alþingismaður sagði að fram hefði komið á fundinum óánægja með margt í skýrslunni. Sérstaklega hefðu heimamenn verið ósáttir við tillögur um að ljósmóður yrði sagt upp og að hætt yrði að taka á móti börnum á sjúkrahúsinu. Meira
24. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 302 orð

Öryggi sagt áfátt á JFK-flugvelli

ÝMSAR vísbendingar hafa komið fram, eftir að breiðþota TWA fórst skömmu eftir flugtak í New York á fimmtudag, um það að flugvellir í Bandaríkjunum séu ekki jafn öruggir og talið hefur verið. Á laugardag tóku tveir franskir fréttamenn útvarpsstöðvarinnar Radio France Internationale sig til og gengu fram hjá fjölda öryggisvarða í byggingu fyrir alþjóðaflug á John F. Meira
24. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 52 orð

(fyrirsögn vantar)

KONUR í þorpi nálægt Dhaka, höfuðborg Bangladesh, sækja drykkjarvatn í dælubrunn sem er að mestu á kafi í vatni, og fleyta vatnskönnunum heim til sín. Sextíu manns hafa á undanförnum hálfum mánuði farist í miklum flóðum í landinu af völdum Monsúnrigninga og þúsundir hafa orðið að yfirgefa heimili sín. Meira

Ritstjórnargreinar

24. júlí 1996 | Leiðarar | 570 orð

LeiðariNORÐMENN OG SVALBARÐI EÐ ÚTGÁFU nýrrar reglugerðar,

LeiðariNORÐMENN OG SVALBARÐI EÐ ÚTGÁFU nýrrar reglugerðar, sem takmarkar rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu, eru stjórnvöld í Noregi í raun að viðurkenna að slíkar veiðar hafi fram til þessa verið frjálsar öllum aðildarríkjum Svalbarðasáttmálans samkvæmt norskum reglum. Meira
24. júlí 1996 | Staksteinar | 345 orð

Svíar og EMU

FJALLAÐ er um hinn áformaða peningalega samruna Evrópuríkja (EMU) í forystugrein í Svenska Dagbladet. Leiðarahöfundur blaðsins telur margt gagnrýnivert í þeim efnum. Skilyrðin ekki ákveðin Í LEIÐARA blaðsins eru rakin ummæli belgíska hagfræðingsins Pauls de Grauwes, eins helsta sérfræðingsins í málefnum EMU, Meira

Menning

24. júlí 1996 | Menningarlíf | 159 orð

Af skáldkonum Íslands

Í OPNU húsi í Norræna húsinu fimmtudaginn 25. júlí kl. 20 verður dagskrá í umsjá Þóreyjar Sigþórsdóttur leikkonu, þar sem kynntur verður skáldskapur eftir nokkrar efnilegustu ungu skáldkonur Íslands. Þetta er önnur uppfærsla Þóreyjar á þessari dagskrá í Norræna húsinu þetta sumarið, en alls verða þær fjórar. Meira
24. júlí 1996 | Menningarlíf | 87 orð

Á "Jómfrúartorgi" í Reykjavík

VIÐ Lækjargötu 4 er starfrækt smurbrauðsstofan Jómfrúin og í viðleitni sinni til að auka viðskiptin hefur Jakob Jakobsson smurbrauðsjómfrú, staðið fyrir tónleikum á torginu á bak við smurbrauðsstofuna. Honum þótti við hæfi að kalla torgið "Jómfrúartorgið" og sérhvern laugardag er leikinn djass milli klukkan 4 og 6. Meira
24. júlí 1996 | Menningarlíf | 51 orð

"Blámaður" mótmælir afskiptaleysi

ÁSTRALSKI listamaðurinn Tim Maisen, þakinn blárri málningu frá toppi til táar, veltir sér á striga fyrir utan Whitechapel- galleríið í London. Var þetta framlag Maisens til listamannadags sem galleríið hélt og var ætlunin með listaverkunum að beina athyglinni að því hversu áberandi afskiptaleysi og framandleiki væru í nútímaþjóðfélagi. Meira
24. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 159 orð

Cage í Englaborg

VIÐRÆÐUR við Nicolas Cage um að leika á móti Meg Ryan í myndinni "City of Angels", eða Englaborg, eru á lokastigi. Fyrir leik sinn hlýtur hann 12 milljónir dollara og stóran hluta væntanlegs hagnaðar. Leikstjóri Englaborgar er Brad Silberling, sem meðal annars leikstýrði myndinni "Casper" sem var sýnd í fyrra. Meira
24. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð

Fjör undir berum himni

KOLRASSA krókríðandi og Bag of Joys léku á síðdegistónleikum sem Hitt húsið hélt á Ingólfstorgi síðastliðinn föstudag. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru gestir fjölmargir og úr flestum aldurshópum. Morgunblaðið/Golli GESTIR voru í góðu skapi. SUMIR komu með dúkkurnar sínar. OG ÞAÐ var fjör. Meira
24. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 119 orð

Forsýning á Nornaklíkunni

FORSÝNING á kvikmyndinni Nornaklíkunni (The Craft) verður í Stjörnubíói í kvöld, miðvikudaginn 24. júlí kl. 21, í samvinnu við verslunina Flauel og Ingólfscafé. Hér er á ferðinni nýjasta kvikmynd leikstjórans Andrews Fleming sem gerði kvikmyndina Threesome. Nornaklíkan var fyrsti sumarsmellurinn í Bandaríkjunum í ár og þykir myndin frumleg og fersk. Meira
24. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð

Gjörningur í pokum

ÓLAFUR Árni Ólafsson stóð fyrir gjörningi í porti Nýlistasafnsins við Vatnsstíg síðastliðinn föstudag. Gjörningurinn fólst í því að fimm manneskjur voru lokaðar ofan í poka sem var fylltur af vatni. Um 50 manns mættu til að fylgjast með og þar á meðal var ljósmyndari Morgunblaðsins. Morgunblaðið/HalldórÞÓRÐUR Reynisson og Linda Kristjánsdóttir. Meira
24. júlí 1996 | Menningarlíf | 244 orð

Guerre snýr enn einu sinni aftur

ÞRÁTT fyrir misjafna dóma gagnrýnenda, bendir allt til þess að söngleikurinn Martin Guerre", sem frumsýndur var í byrjun mánaðarins á West End í London, muni slá í gegn og verða til þess að hrista af þann doða sem verið hefur yfir West End undanfarin ár, að því er segir í The Sunday Times og Time. Meira
24. júlí 1996 | Myndlist | 628 orð

Hátimbraðar hallir Reykjavíkur

Opið kl. 12-18 alla daga til 27. júlí. Aðgangur ókeypis ÞAÐ er hætt við að ýmsum hafi brugðið illilega nýlega þegar fréttatilkynning birtist hér í blaðinu þess efnis að nú skyldi steinbærinn Stöðlakot við Bókhlöðustíg hverfa. Í hans stað ætti að rísa hátimbruð höll og skyldi hún hýsa alþjóðlega nútímalist, sem vantaði verðugan vettvang í höfuðborginni. Meira
24. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 74 orð

Íhugar hárígræðslu

ANTHONY Edwards, leikarinn góðkunni úr Bráðavaktinni, er kominn með það há kollvik að nálgast skalla og það er hann ekki nógu ánægður með. Fréttir herma að hann hafi íhugað hárígræðslu og leitað sér ráðgjafar um það efni. Meira
24. júlí 1996 | Menningarlíf | 1172 orð

Íslenskur tónlistararfur fram í dagsljósið

VERKEFNIÐ nefnist Íslenski tónlistararfurinn frá 1100-1950, en eitt helsta vandamálið sem blasir við sérfræðingunum í upphafi rannsóknarinnar er sú takmarkaða vitneskja sem liggur fyrir um nótnaskrift og lagboða í íslenskum kvæðahandritum. Meira
24. júlí 1996 | Myndlist | 990 orð

Íslenzk húsagerðarlist

Arkitektaskólinn í Árósum. Opið virka daga frá 10-19, um helgar 12-18. Til 28 júlí. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá á ensku 1.000 kr. ÞAÐ er mikilsverð sýning, sem sett hefur verið upp í sýningarþró Ráðhússins og hefur með íslenzka byggingarlist að gera, og spannar tímabilið frá miðri 18. öld til nútímans. Meira
24. júlí 1996 | Menningarlíf | 65 orð

Kvöldskemmtun á Sóloni Íslandusi

FIMMTUDAGINN 25. júlí næstkomandi mun hópur listamanna standa fyrir kvöldskemmtun á efri hæð Sólons Íslanduss. Þetta verður fjölbreytt dagskrá með blönduðum atriðum. Boðið verður upp á forboðna ávexti og annað snakk. Aðgangur ókeypis. Gleðin hefst klukkan níu. Meira
24. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 203 orð

Leikkona í móðurhlutverki

ELLEN Barkin er fjörutíu og eins árs og á glæstan feril að baki. Hún hefur leikið á móti flestum færustu leikurum Hollywood og nægir þar að nefna Robert Duvall ("Tender Mercies"), Jack Nicholson ("Man Trouble"), Al Pacino ("Sea of Love") og Robert De Niro ("This Boy's Life"). Hún leikur á móti De Niro á ný í myndinni "The Fan" sem frumsýnd verður vestra á næstunni. Meira
24. júlí 1996 | Menningarlíf | 27 orð

Ljóðaupplestur á Svarta kaffinu

Ljóðaupplestur á Svarta kaffinu LJÓÐALESTUR verður á Svarta kaffinu, Laugavegi 54, kl. 22 í kvöld. Hjalti Rögnvaldsson les verkið Ástin Ljóðlistin eftir Paul Eluaerd í þýðingu Sigurðar Pálssonar. Meira
24. júlí 1996 | Bókmenntir | 1156 orð

Lögmálið og fagnaðarerindið

Sigurjón Árni Eyjólfsson: Hver er Jesús? Fimm greinar um nútíma hugmyndir um Jesús frá Nazaret. Skálholtsútgáfan 1996. Sami höfundur: Tveir lestrar um Lúther. Reiði Guðs í guðfræði Marteins Lúthers og Werners Elerts; Lúther, bænin og við. Rannsóknarritgerðir Guðfræðistofnunar. Háskóli Íslands, 1996. Meira
24. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 69 orð

Munnfegurð

MENN eru misfríðir til munnsins. Í Hollywood eru margir fríðir munnar og ef þeir eru það ekki frá náttúrunnar hendi nýta menn sér töfra læknavísindanna og láta snyrta þá og snurfusa. Við látum lesendum eftir að meta það hverjir Hollywood- leikaranna á meðfylgjandi myndum brosa best og breiðast. Meira
24. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 115 orð

Nýr kaffi- og veitingastaður opnaður í Hafnarfirði

MIRA MAR, nýr kaffi- og veitingastaður var opnaður á föstudaginn í miðbæ Hafnarfjarðar, þar sem veitingahúsið Boginn var áður. Efnt var til veisluhalda í tilefni opnunarinnar, þar sem börnum og unglingum var boðið í ýmis leiktæki m.a. geimsneril og teygjubraut. Trúðar, sönghópur og hljómsveit skemmtu. Meira
24. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 126 orð

REM-arar rokka

HLJÓMSVEITIN REM hefur lokið við að hljóðrita nýja plötu sem ber nafnið "New Adventures in Hi-Fi" og kemur út þann 10. september. Platan er í lengri kantinum, 65 mínútur og á henni eru 14 lög. Fjögur þeirra, "Departure", "Undertow", "Binky the Doormat" og "The Wake-Up Bomb" voru samin og hljóðrituð baksviðs á Monster- tónleikaferðalagi sveitarinnar á síðasta ári. Meira
24. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Segist saklaus

LEIKARINN Robert Downey jr., sem hefur verið handtekinn þrisvar að undanförnu í tengslum við meinta eiturlyfjanotkun, sagðist saklaus af ákæru um að hafa haft eiturlyf og skotvopn undir höndum þann 23. júní síðastliðinn, fyrir rétti á mánudag. Downey, með nýrakað höfuðið kom til réttarsalarins í fangelsisrútu klæddur gulum fangelsisgalla og var handjárnaður. Meira
24. júlí 1996 | Bókmenntir | 372 orð

Skilnaðarljóð

eftir Þorgerði Sigurðardóttur. Prentuð í Prentsmiðjunni Grafík hf. 40. bls. Útgefandi er höfundur. 1996. Í FJÖRUTÍU daga er lítil ljóðabók sem segir frá reynslu höfundar af skilnaði eftir 28 ára hjónaband. Ljóðin eru öll samin vorið og sumarið 1994 utan hið síðasta sem var ort í febrúar 1995. Þau lýsa skilnaðarferli. Meira
24. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 42 orð

Sting fettir sig og brettir

STING er ekki að dansa nútímadans á þessari mynd. Hann er, ásamt eiginkonu sinni Trudie Styler, að stunda hina ævafornu list jóga. Myndin var tekin í Marbella á Spáni, þar sem söngvarinn dvaldi í sumarfríi fyrir skömmu. Meira
24. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 125 orð

Stjörnubíó forsýnir Frú Winterbourne

FORSÝNING á rómantísku gamanmyndinni Frú Winterbourne verður í Stjörnubíói fimmtudagskvöldið 25. júlí kl. 21. Er sýningin í samvinnu við blómabúðina Alexöndru og Gull og Silfur. Aðalhlutverk í myndinni leika Shirley MacLaine, Ricki Lake og Brendan Fraser en leikstjóri er Richard Benjamin. Myndin greinir frá stúlkunni Connie Doyle sem ætlar að gera það gott í stórborginni New York. Meira
24. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð

Taheara O'Neal komin í heiminn

SHAQUILLE O'Neal, körfuknattleiksmaðurinn hávaxni, missti næstum af opnunarhátíð Ólympíuleikanna á föstudag, þar sem unnusta hans Arnetta ól dóttur sama dag. Shaq flaug þegar í stað til Orlandó og var viðstaddur barnsburðinn og náði svo að snúa aftur til Atlanta fyrir hátíðina um kvöldið. Stúlkan hefur hlotið nafnið Taheara. Meira
24. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 112 orð

Til náms í Bretlandi

BRESKA utanríkisráðuneytið veitir árlega nokkrum Íslendingum styrki til háskólanáms í Bretlandi. Venjulega eru styrkþegarnir 8 talsins, en í ár voru þeir 12, þar sem fyrirtækin Ístak og Glaxo Wellcome tóku þátt í styrkveitingunni. Styrkþegum og fjölskyldum þeirra var boðið til hófs hjá breska sendiherranum fyrir skömmu og þar voru þessar myndir teknar. Meira
24. júlí 1996 | Menningarlíf | 118 orð

Tímarit

SMÁPRENT Örlagsins, 7. hefti, er nú komið út. Útgáfudagur þess var 7. júlí en þann dag voru 10 ár frá því Örlagið var formlega stofnað. Á þessum tíu árum eru útgáfur Örlagsins orðnar sextán talsins, sögur, leikrit og ljóð eftir höfundana Jóhann Hjálmarsosn, Berglindi Gunnarsdóttur, Kjartan Árnason og Magnus Dahlström, Meira
24. júlí 1996 | Menningarlíf | 64 orð

Tónleikar í Borgarneskirkju

EYDÍS Franzdóttir, óbóleikari og Brynhildur Ásgeirsdóttir, píanóleikari, halda tónleika í Borgarneskirkju, fimmtudaginn 25. júlí, kl. 20.30. Tónleikarnir, sem eru um klukkustund að lengd, eru hugsaðir sem ferðalag með hlustendur víðs vegar um Evrópu. Menn munu kynnast ólíkum stíl og einkennum í tónlist mismunandi þjóða m.a. blóðhita Ungverja, þýskri rómantík og franskri sveitasælu. Meira
24. júlí 1996 | Tónlist | 470 orð

"Vinsælar melódíur" TÓNLIST

Janette Fishell og Colin Andrews fluttu einleiks- og samleiksverk á orgel. Sunnudagurinn 21. júlí, 1996. SAMLEIKUR á orgel er trúlega ekki algengur viðburður, enda fátt til af tvíleiks tónverkum fyrir orgel. Janette Fishell hefur bætt úr þessu með því að umrita fræg verk og var fyrsta viðfangsefni tónleikanna fyrsti þátturinn úr þriðja Brandenburgar konsertinum eftir J.S. Bach. Meira

Umræðan

24. júlí 1996 | Aðsent efni | 970 orð

Eiga réttlæti og hagkvæmni enn að bíða?

ÞRJÁR staðreyndir varðandi sjávarútveg eru nú orðið öllum ljósar. Hagnýting fiskistofna skilar arði. Óheft sókn á fiskimið rýrir þennan arð og getur skert fiskistofna, jafnvel eytt þeim. Þess vegna er stjórn á fiskveiðum nauðsynleg. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að sjósókn var frjáls á Íslandsmið frá landnámi og fram á þessa öld. Meira
24. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 465 orð

Hvað skyldi þeim eiginlega vera kennt í þessum skólum?

DÓTTIR mín var að læra mannkynssögu í skólanum. Í kennsluefninu virtist vera lögð mikil áhersla á þróunarkenningu Darwins sem útskýringu á uppruna mannkynsins. Hún spurði: "Pabbi, hvers vegna er okkur kennt í kristinfræði að Guð hafi skapað okkur, en nú er okkur sagt að við séum komin af öpum?" Góð spurning. Meira
24. júlí 1996 | Aðsent efni | 772 orð

Niðurstöður hreinsunarátaks

UNGMENNAFÉLAG Íslands og Umhverfissjóður verslunarinnar stóðu fyrir umhverfisátaki dagana 1.­17. júní sem nefnt var "Flöggum hreinu landi 17. júní". Markmiðin með átakinu "Flöggum hreinu landi 17. júní" voru að: 1.Efla vitund almennings og sérhvers einstaklings á bættri umgengni við landið. 2. Meira
24. júlí 1996 | Aðsent efni | 988 orð

Ný lög um framhaldsskóla

Á NÝLIÐNU þingi voru samþykkt á Alþingi ný lög um framhaldsskóla. Frumvarp þetta hafði verið til meðferðar á síðustu tveim þingum þar á undan en ekki náð fram að ganga en var nú lagt fram lítið breytt af ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Ekki náðist að breyta þeim atriðum sem mestum deilum hafa valdið þessi þrjú ár sem frumvarpið hefur verið til meðferðar. Meira
24. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 323 orð

Sæðisgjafar og fyrirvinnur

NÝLEGA birtust í sjónvarpinu auglýsingar er sýndu viðbrögð föður gagnvart nýfæddu barni sínu. Sú sýn sem þarna birtist, vakti í huga mér hrifningu og vonarneista um að hugarfarsbreyting í jafnréttismálum sé hafin, konum, körlum og ekki síst börnum þessa lands til hagsbóta. Fagna ber þessu framtaki sjálfstæðra kvenna sem að þessari birtingu stóðu (samkvæmt grein í Mbl. 6. Meira
24. júlí 1996 | Aðsent efni | 554 orð

Um Útvarpshúsið og íslenska dagskrárgerð

BANDALAG íslenskra listamanna sendi nýverið frá sér yfirlýsingu um framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar og íslensks myndmáls. Í þessari yfirlýsingu er að finna kafla undir heitinu "Ríkisútvarpið ­ Sjónvarp". Í þessum kafla er komið inn á hugsanlegan flutning Sjónvarpsins yfir í Efstaleitið. Meira

Minningargreinar

24. júlí 1996 | Minningargreinar | 682 orð

Guðmundur Jóhannesson

Á hjartað sinn eigin áfellisrétt, er andinn bær að rengja sig sjálfan? Nei! Lífið á vé þar skal leita að frétt. Ljósmynd vors hugar þarf skuggann hálfan. Með efa og grun er stofnað vort stríð. Í stundlegri trú er þess sigur og friður. Sjálfdæmi á engin ævi né tíð. Í eilífð sín leikslok á maður og siður. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 38 orð

GUÐMUNDUR JÓHANNESSON Guðmundur Jóhannesson bóndi frá Króki í Grafningi fæddist í Eyvík í Grímsnesi 12. október 1897. Hann lést

GUÐMUNDUR JÓHANNESSON Guðmundur Jóhannesson bóndi frá Króki í Grafningi fæddist í Eyvík í Grímsnesi 12. október 1897. Hann lést á Landspítalanum 6. júní sl. og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 13. júní sl. Jarðsett var í Úlfljótskirkjugarði. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 340 orð

Guðmundur Steinsson

Þegar ég hugsa um Guðmund er mér góðmennska efst í huga. Jafngóðum og einlægum manni og Guðmundur var hef ég sjaldan kynnst og var ég svo gæfusöm að fá að kynnast honum og þessari yndislegu fjölskyldu í gegnum vináttu mína við Þórunni. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 610 orð

Guðmundur Steinsson

Margt má heyra og margt má sjá menn ef skynja kynni, ég hef eyru og hlýði á hljóminn í veröldinni. Inn á landi og út við sjó allar raddir þegja. Þó er eins og þessi ró þurfi margt að segja. (F.H.) Leikskáld. Maður vissi nú ekki mikið hvernig sú skepna leit út, þegar út úr leiklistarskóla kom. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 349 orð

Guðmundur Steinsson

Og því varð allt svo hljótt við helför þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 788 orð

Guðmundur Steinsson

Þú komst brosandi á móti mér og heilsaðir með því að breiða út faðminn, fullan hlýju og með orðum, blönduðum gamni og alvöru. "Mikið líturðu vel út," sagði ég undrandi, "hvernig líður þér?" "Vel," svaraðir þú. Ég sagði að það myndirðu altlaf segja, sama hvernig þér liði. Það fannst mér slæmt, Karen rétt ókomin heim og vildi gjarnan hitta þig. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 352 orð

Guðmundur Steinsson

Kær vinur hefur kvatt þetta líf. Allt of snemma. Guðmundur Steinsson var ekki aðeins merkur leikritahöfundur, hann var einstakur maður, ljúfur og einarður, glettinn og alvörugefinn, rótfastur í fortíðinni og skrefi á undan samtímanum. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 682 orð

Guðmundur Steinsson

Guðmund Steinsson sá ég fyrst á mynd í blaði. Ég veitti myndinni athygli vegna þess hve maðurinn var fríður. Ég vissi að hann var leikritaskáld, giftur Kristbjörgu Kjeld. Síðar hittumst við hjá sameiginlegum vinum í Vesturbænum, Helgu og Örnólfi. Guðmundur var fallega sólbrúnn. Þau voru öll sólbrún nýkomin af Spánarströndum sem ég hef enn ekki orðið svo forfrömuð að sjá, hvað þá sóla mig á. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 34 orð

GUÐMUNDUR STEINSSON Guðmundur J. Gíslason, leikskáldið Guðmundur Steinsson, fæddist í Steinsbæ á Eyrarbakka 19. apríl 1925. Hann

GUÐMUNDUR STEINSSON Guðmundur J. Gíslason, leikskáldið Guðmundur Steinsson, fæddist í Steinsbæ á Eyrarbakka 19. apríl 1925. Hann lést í Landspítalanum í Reykjavík 15. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 23. júlí. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 600 orð

Guðrún Þorkelsdóttir

Móðir okkar og amma hafði okkur öll hjá sér daginn fyrir andlát sitt, hún var með meðvitund til hinstu stundar, um morguninn andaðist hún á heimili sínu. Orð ná svo skammt þegar heiðra á minningu móður sinnar. Hún var okkur besta móðir. Henni eigum við lífið að þakka, umhyggju og ást, sem nær út yfir gröf og dauða. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 155 orð

GUÐRÚN ÞORKELSDÓTTIR

GUÐRÚN ÞORKELSDÓTTIR Guðrún Þorkelsdóttir fæddist 30. júní 1930 í Útkoti á Kjalarnesi. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík 14. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorkell Bergsson bóndi, síðast á Ingólfshvoli, og Guðrún Erlendsdóttir húsmóðir. Hún átti tvo bræður. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 201 orð

Hulda Jónsdóttir

Hugurinn reikar í friðhelgi kveðjustundar í húsi Drottins og liðin atvik vakna. Þannig var Hulda Jónsdóttir umvafin hlýjum og þakklátum minningum er hún var kvödd í Bústaðakirkju. Enda þótt kynni okkar hafi ekki verið náin voru þau öll á einn veg. Fjölskyldubönd okkar voru þau, að Hulda var amma tengdasonar míns, Jóhannesar Jenssonar. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 37 orð

HULDA JÓNSDÓTTIR

HULDA JÓNSDÓTTIR Hulda Jónsdóttir fæddist 4. febrúar 1923. Hún andaðist í Reykjavík 3. júlí síðastliðinn. Eftirlifandi eiginmaður Huldu er Kristján A. Kristjánsson, f. 25. ágúst 1912. Áttu þau 23 afkomendur. Hulda var jarðsungin frá Bústaðakirkju 12. júlí. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 231 orð

Jón Tómasson

Jón Tómasson fyrrverandi símstöðvarstjóri í Keflavík er látinn. Hann hvarf okkur fullur af orku og heilbrigði, rúmlega áttatíu og eins árs. Þegar ég kom að Héraðsbókasafninu í Keflavík 1958 þá var Jón Tómasson þar í stjórn og sá maður, sem mér fannst auðveldast að skýra hugmyndir mínar fyrir. Og þegar ég gekk í stúkuna á svipuðum tíma, þá var þar einnig Jón Tómasson meðal stjórnenda. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 357 orð

Jón Tómasson

Elskulegur föðurbróðir minn, Jón Tómasson, kvaddi þessa jarðvist að morgni laugardagsins 13. júlí, á áttugasta og öðru aldursári. Enda þótt aldurinn væri orðinn nokkuð hár í árum talið kom andlát hans mér verulega á óvart. Ég hafði einfaldlega aldrei hugsað um Jón Tomm frænda minn og dauðann í sömu andrá. Það var bara eins og dauðinn ætti ekkert erindi við hann. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 362 orð

Jón Tómasson

"Skjótt skipast veður í lofti" datt mér í hug, þegar ég frétti andlát míns góða vinar Jóns Tómassonar. Við Jón kynntumst í gegnum skátastarfið. Hann var einn af 96 skátum, sem flugu á vit ævintýranna á Jamboree við París 1947, fyrsta alheimsmót skáta eftir langt hlé vegna stríðsins. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 357 orð

Jón Tómasson

Jón Tómasson, okkar góði samstarfsmaður og vinur féll frá þann 13. júlí síðastliðinn. Þótt hann hafi átt áttræðisafmæli fyrir tæpum tveimur árum og teljist því hafa verið nokkuð aldraður, kom andlátsfregn hans á óvart. Stutt er síðan hann hafði samband til að ræða um efni í haustblað Faxa. Áhuginn og eldmóðurinn var sá sami og ávallt, þegar blaðið var annars vegar. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 28 orð

JÓN TÓMASSON Jón Tómasson fæddist að Járngerðarstöðum í Grindavík 26. ágúst 1914. Hann lést á Borgarspítalanum 13. júlí

JÓN TÓMASSON Jón Tómasson fæddist að Járngerðarstöðum í Grindavík 26. ágúst 1914. Hann lést á Borgarspítalanum 13. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 22. júlí. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 323 orð

Ragnheiður Haraldsdóttir

Skjótt skipast veður í lofti. Hún Ragnheiður móðursystir mín hafði verið að ná sér á strik eftir nokkurn heilsubrest. Mjöðmin var orðin góð og önnur mein að hverfa, en þá kom reiðarslagið. Ragnheiður kynntist snemma miskunnarleysi tilverunnar, því hún var aðeins fjögurra ára þegar hún missti móður sína. Margrét, amma hennar, annaðist Ragnheiði og systur hennar fyrst um sinn. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 33 orð

RAGNHEIÐUR HARALDSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR HARALDSDÓTTIR Ragnheiður Haraldsdóttir fæddist í Haga í Gnúpverjahreppi 13. janúar 1939. Hún lést á heimili sínu í Melhaga í Gnúpverjahreppi 14. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stóranúpskirkju 20. júlí. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 162 orð

Steinþór Jakobsson

Snemma kom í ljós, að Steinþór Jakobsson var góður skíðamaður. Ungur að árum fór hann að keppa og með ísfirskum skíðaköppum kom Steinþór víða við á Íslandi en seinna var farið í keppnisferðir til útlanda. Steinþór gekk til liðs við Íþróttafélag Reykjavíkur eftir að hann fluttist suður og með keppnissveit félagsins vann hann marga frækilega sigra. Meira
24. júlí 1996 | Minningargreinar | 32 orð

STEINÞÓR JAKOBSSON

STEINÞÓR JAKOBSSON Steinþór Jakobsson fæddist á Ísafirði 7. nóvember 1931. Hann lést af slysförum um borð í skútu sinni á Mexíkóflóa 19. mars síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Ísafjarðarkirkju 22. júní. Meira

Viðskipti

24. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 300 orð

Hagnaður Ísal 1.300 milljónir á síðasta ári

HAGNAÐUR af rekstri Íslenska álfélagsins hf. á síðasta ári nam 1.290 milljónum króna fyrir skatta, samkvæmt niðurstöðum ársuppgjörs, sem lagt var fram á aðalfundi félagsins 19. júlí. Er þetta 33% hærri hagnaður en árið 1994 en þá var hagnaður fyrir skatta 966 milljónir króna. Hagnaður eftir skatta lækkaði þó, og nam 338 milljónum króna í fyrra en 721 milljón árið áður. Meira
24. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 146 orð

Lífsmark í iðnaði

BREZK iðnaðarframleiðsla sýndi fyrstu batamerkin á síðustu fjórum mánuðum að því er segir í skýrslu Samtaka brezkra iðnrekenda (CBI) og hafa bæði afköst og pantanir aukizt á þeim tíma. Í skýrslu CBI segiur að nýjum pöntunum hafi ekki fjölgað eins mikið í eitt ár og á síðustu fjórum mánuðum, aðallega vegna hóflega aukinnar eftirspurnar erlendis frá. Meira
24. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 1418 orð

Nýtt blað á að líta dagsins ljós um miðjan ágúst

TÍMINN var málgagn Framsóknarflokksins, en flokkurinn varð fyrir búsifjum vegna kostnaðar við útgáfuna og gekk á ýmsu. Þannig var um tíma reynt að gefa Tímann út undir nafninu Nútíminn, eða NT, en sú saga var stutt. Meira

Fastir þættir

24. júlí 1996 | Dagbók | 2696 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 19.-25. júlí er Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68, opið alla nóttina, en Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22, er opið til 22. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
24. júlí 1996 | Í dag | 20 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, miðv

Árnað heilla ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, miðvikudaginn 24. júlí, Bragi Vignir Jónsson, Litlubæjarvör 5, Álftanesi. Hann verður að heiman. Meira
24. júlí 1996 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband af sr. Sighvati Karlssyni í Húsavíkurkirkju þann 15. júní sl. Ester Höskuldsdóttir. og Sigurður Gunnarsson. Heimili þeirra er Stekkjarholt 16, Húsavík. Meira
24. júlí 1996 | Í dag | 450 orð

INUR þagnarinnar og Morgunblaðsins úr Garðabæ hafði samba

INUR þagnarinnar og Morgunblaðsins úr Garðabæ hafði samband við Víkverja fyrir skömmu og sagði sínar farir ekki sléttar. Hann kvaðst, eins og aðrir landsmenn, vera einkar þakklátur fyrir góða tíð og þann vísi að sumri sem við íbúar suðvesturhornsins hefðum fengið að njóta með hléum það sem af er sumri. Meira
24. júlí 1996 | Dagbók | 123 orð

Krossgáta 2LÁRÉTT: 1 fjölkunnugar, 8

Krossgáta 2LÁRÉTT: 1 fjölkunnugar, 8 furða, 9 svæfill, 10 tvennd, 11 batni, 13 ójafnan, 15 rófa, 18 faðir, 21 keyri, 22 sjáum, 23 sérstakt spil, 24 illmennis. Meira
24. júlí 1996 | Í dag | 135 orð

Myndavél tapaðist MYNDAVÉL af gerðinni Yashica tapaðist á bí

MYNDAVÉL af gerðinni Yashica tapaðist á bílaplaninu Ingólfsstrætismegin við Iðnaðarmannahúsinu sl. sunnudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 551-6802. Koddar töpuðust FIMM koddar í svörtum plastpoka duttu af bílkerru á leiðinni frá Kópavogi og norður í Miðfjörð 3. júlí sl. Hafi einhver fundið koddana er hann beðinn að hringja í síma 554-0054. Meira
24. júlí 1996 | Dagbók | 547 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
24. júlí 1996 | Í dag | 178 orð

SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á kvikmyndum o.fl.: Miho Tanaka, 33-17 Ky

SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á kvikmyndum o.fl.: Miho Tanaka, 33-17 Kyo-machi, Kanazawa, Ishikawa, 920 Japan. NÍTJÁN ára skoskur tískuhönnunarnemi vill kynnast jafnaldra: Bjöhn Stewart, "Vardi", Carrick Place, Glenboig, Coatbridge, Scotland ML52Q4, Britain. Meira
24. júlí 1996 | Fastir þættir | 665 orð

Silungur grillaður úti og inni

NÚ ER silungsveiðitíminn í hámarki. Sjógenginn silungur er yfirleitt bæði betri og fallegri á litinn en vatnasilungur, en þó fékk ég mjög góðan silung úr Apavatni. Vatnasilungurinn er oft smár enda mörg vötn ofsetin og voru þeir tveir silungar sem ég keypti um 1 pund hvor. Í Morgunblaðinu 20.7. birtist frétt með mynd: "Stórfellt dráp kríuunga. Meira
24. júlí 1996 | Í dag | 208 orð

ÞRETTÁN spil rúma mest 37 punkta, þrjá efstu í þremur litum og fjóra hæstu í einum. Ek

ÞRETTÁN spil rúma mest 37 punkta, þrjá efstu í þremur litum og fjóra hæstu í einum. Ekki fara miklar sögur af því að menn hafi fengið slíka hönd við borðið, enda eru líkurnar örlitlar, eða um það bil einn á móti 160 milljörðum. En ekki munaði miklu í keppni í Bandaríkjunum sl. vetur. Raunar aðeins einum gosa. Suður gefur; allir á hættu. Meira

Íþróttir

24. júlí 1996 | Íþróttir | 336 orð

100 M SKRIÐSUNDRússinn Popov hefur sigrað á öllum stórmótum sem hann hefur tekið þátt í síðan 1991 Í fótspor Tarzans

JOHNNY Weissm¨uller sigraði í 100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum 1924 og 1928 og varð síðan þekktur sen Tarzan í kvikmyndaheiminum. Engum hefur tekist að verja titilinn fyrr en Rússinn Alexander Popov lék afrekið eftir. Hann hefur sigrað í greininni á öllum stórmótum sem hann hefur tekið þátt í síðan 1991 og varði ólympíutitilinn í fyrrinótt. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 175 orð

15 ára á efsta þrepi

Beth Botsford, sem er aðeins 15 ára, sigraði í 100 metra baksundi á 1.1,19 en Whitney Hedgepeth var önnur á 1.01,47. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjakonur eru í tveimur fyrstu sætunum á Ólympíuleikum síðan í Los Angeles 1984 og vinkonurnar föðmuðust að sundi loknu. Marianne Kriel synti á 1.02,12 og tryggði Suður-Afríku þar með sundverðlaun í annað skipti á þessum leikum. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 549 orð

400 M SKRIÐSUNDMótmæltu þátttöku Smith, sem var ekki skráð til leiks á réttum tíma Michelle Smith endurtók leikinn

ÍRSKA stúlkan Michelle Smith bætti öðru gulli í safnið þegar hún sigraði í 400 metra skriðsundi í fyrrinótt en áður hafði hún komið fyrst í mark í 400 metra fjórsundi. Þetta eru fyrstu gull Írlands í sundi á Ólympíuleikum en ekki gekk átakalaust fyrir dömuna að fá að vera með í seinni greininni. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Allir geta unnið

Meistaraflokkarnir á landsmótinu í golfi hefja leik í dag og bíða margir eftir að sjá hvernig menn byrja því sjaldan eða aldrei hafa menn verið eins varkárir við að spá um sigurvegara, enda virðist sem um tíu karlar komi til greina sem næsti Íslandsmeistari og hjá stúlkunum virðast allar fimm geta hampað bikarnum á laugardaginn. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 144 orð

A-RIÐILL Bandaríkin - Angóla87:54

A-RIÐILL Bandaríkin - Angóla87:54 Charles Barkley 7, Grant Hill 7, Anfernee Hardaway 2, David Robinson 4, Scottie Pippen 11, Mitch Richmond 10, Reggie Miller 10, Karl Malone 12, John Stockton 7, Shaquille O'Neal 7, Gary Payton 8, Hakeem Olajuwon 2 - Edmar Victoriano 4, Anibal Moreira 2, Angelo Victoriano 8, Benjamin Ucuahamba 2, Antonio Carvalho 16, Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 1155 orð

Beðið eftir Godot

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil, sagði Steinn Steinarr. Þeir sem halda Ólympíuleika hverju sinni ætla sér í raun að sigra heiminn, og allir eru sammála um að það hafi Spánverjum tekist í Barcelona fyrir fjórum árum. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 138 orð

Bikarbann Þórsara gegn ÍA

STÓRT skarð verður höggvið í raðir Þórsara frá Akureyri þegar þeir mæta Íslandsmeisturum Skagamanna í undanúrslitum Bikarkeppni KSÍ á sunnudag því þeir Birgir Þór Karlsson, Þorsteinn Sveinsson, Zoran Zikic og Davíð Garðarsson munu allir verða í leikbanni, þrír þeir fyrstnefndu vegna fjögurra gulra spja en Davíð í kjölfar brottvísunar gegn Leikni í gærkvöldi. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 116 orð

Boðflenna á opnunarhátíðinni

VOPNAÐUR maður var handtekinn á opnunarhátíðinni, en honum hafði tekist að tala nokkra öryggisverði til og fengið að fara á áhorfendastæðin, skammt frá þeim stað sem forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, og fjölskylda hans sat. Lögregluþjóni frá Atlanta fannst maðurinn hegða sér eitthvað undarlega og stöðvaði hann. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 83 orð

Daugherty hættur með Cleveland

MIÐHERJINN sterki hjá Cleveland Cavaliers, Brad Daugherty, tilkynnti á mánudag að hann væri hættur að leika körfubolta. Daugherty, sem fimm sinnum hefur verið valinn til þess að leika í stjörnuleik NBA-deildarinnar, hefur lengi verið meiddur í baki og ekkert getað leikið síðastliðin tvö keppnistímabil og hyggst hann nú snúa sér að öðrum hlutum en körfuknattleik. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 97 orð

Dularfullt hvarf Mongólanna

SVO virðist sem nokkrir íþróttamenn frá Mongólíu laumist út fyrir ólympíuþorpið að næturlagi til að blanda geði við bandaríska nátthrafna. Pat Young, fylgdarmaður Mongólanna í Atlanta, sagði að íþróttamennirnir færu út að næturlagi á golfbílum, en þeir eru notaðir til samgangna innan hins gríðarstóra ólympíuþorps, sem er staðsett á skólalóð Tækniskóla Georgíuríkis. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 199 orð

Eini Afganinn varð of seinn

AFGANSKI hnefaleikarinn, Mohammed Jawid Aman, hefur æft síðastliðin ár við mjög frumstæð skilyrði í heimaborg sinni Kabul, með það sem takmark að verða fulltrúi þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Atlanta. Takmarkið var innan seilingar og ljóst að hann yrði eini keppandi Afganistans á leikunum. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 290 orð

Einliðaleikur karla: 1. umferð: 8-Marc

Einliðaleikur karla: 1. umferð: 8-Marc Rosset (Sviss) vann Hicham Arazi (Marokkó) 6-2 6-3 Tim Henman (Bretl.) vann Shuzo Matsuoka (Japan) 7-6 (7-4) 6-3 Andrea Gaudenzi (Ítalíu) vann 15-Carlos Costa (Spánn) 6-3 6-2 1-Andre Agassi (Bandar. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 399 orð

Eins manns kænur (Finn) Staðan eftir 1. umferð:stig

Staðan eftir 1. umferð:stig1. J.M. van der Ploeg (Spánn)1,002. Yuriy Tokovyy (Úkraína)2,003. Michael Maier (Tékkland)3,004. Hans Spitzauer (Austurr.)4,005. Marek Valasek (Slóvakía)5,006. Philippe Presti (Ítalía)6,007. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 235 orð

Elín, Eydís og Clinton

Elín, Eydís og Clinton ELÍN Sigurðardóttir og Eydís Konráðsdóttir, sundstúlkur, urðu þess heiðurs aðnjótandi að sitja hjá Bill Clinton, Bandaríkjaforseta og ræða við hann í nokkrar mínútur síðastliðinn föstudag, skömmu eftir að hann kom til borgarinnar til að vera viðstaddur opnunarhátíð Ólympíuleikanna. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 203 orð

Elsa Nielsen mætir stúlku frá Tæland

KEPPNI í einliðaleik kvenna í badminton hefst í dag og Elsa Nielsen mætir thaílensku stúlkunni Somharuthai Jaroensiri í fyrstu umferðinni. Búist má að við ramman reip verði að draga fyrir Elsu því ef allt er með felldu á mótherjinn að vera talsvert betri. Elsa og Jaroensiri hefja leik kl. 9 fyrir hádegi, kl. 13 að íslenskum tíma. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 132 orð

Elvis ósáttur

FRAKKINN Philippe Omnes, sem er núverandi ólympíumeistari í skylmingum, og Kúbumaðurinn Elvis Gregory háðu harðan bardaga á mánudag. Elvis tapaði að lokum gegn Frakkanum, 15:14. Kúbumaðurinn var mjög ósáttur við ósigurinn og henti sverði sínu á gólfið, sparkaði í vegg og neitaði að taka í hönd andstæðingsins að bardaganum loknum. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 164 orð

Evans komst ekki í úrslit

JANET Evans, fjórfaldur ólympíumeistari frá Bandaríkjunum, komast ekki í A- úrslit í 400 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í gær. Hún náði aðeins níunda sæti í undanrásum og var því einu sæti frá því að ná inn. Evans vann gullverðlaun í 400 metra skriðsundi í Seoul 1988 og silfur á leikunum í Barcelona fyrir fjórum árum. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 143 orð

Fámennasta þjóðin NAURU, sem er eyja í

NAURU, sem er eyja í Suður- Kyrrahafi, er fámennasta þátttökuþjóðin á Ólympíuleikunum í Atlanta. Þó svo að íbúar Nauru séu aðeins átta þúsund gera þeir sér vonir um verðlaun á leikunum. Keppendur á leikunum í Atlanta eru 10 þúsund og því fleiri en íbúar Nauru. Sex keppendur eru frá þessu litla ríki, eða 0,075% íbúa. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 342 orð

"Fer ekki að gráta"

"ÞETTA er allt í lagi. Ég fer að minnsta kosti ekki að að gráta," sagði Klaus J¨urgen Ohk, hinn þýski landsliðsþjálfari Íslands í sundi, eftir að Eydís og Logi Jes höfðu keppt í gær. Ohk sagðist hafa átt von á að þau syntu nær bestu tímum sínum, mögulegt hefði verið að bæta þá en þó ekki sjálfgefið. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 440 orð

FIMLEIKARMissti allan áhuga þegar kona hans lenti í bílslysi Eiginkonan rak Scherbo á æfingu

FYRIR sex mánuðum leit úr fyrir að stjarna fimleikakeppninnar í Barcelona fyrir fjórum árum og fjórtán faldur heimsmeistari, Hvít-Rússinn Vitaly Scherbo, myndi ekki keppa á Ólympíuleikunum í Atlanta og verja sex ólympíutitla sem hann vann þá hörðum höndum fyrir. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 354 orð

Fjörkippur ÍR dugði til sigurs

Hið vaxandi lið ÍR-inga tók á móti norðanmönnum KA á ÍR-velli í gærkvöldi. Heimamenn skoruðu tvö mörk á stuttum tíma sem dugði til að knésetja Akureyringana, 2:0. Tveir breskir leikmenn frá Derby County léku sinn fyrsta leik með ÍR í sumar og lofa góðu, ef marka má frammistöðu þeirra í gærkvöldi. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

FRAM 9

FRAM 9 5 3 1 26 12 18SKALLAGR. 9 5 3 1 17 6 18ÞÓR 9 4 3 2 11 17 15ÞRÓTTUR 8 3 4 1 20 15 13FH 9 3 3 3 14 11 12KA 9 3 3 3 16 16 12VÍKINGUR 8 2 Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 419 orð

Framarar steinlágu

ÞAÐ tók FH-inga ekki nema rúmlega eina mínútu að taka forystuna gegn Framörum, sem fyrir daginn í gær voru eina liðið í 2. deild sem ekki hafði enn beðið ósigur, þegar liðin mættust í miklum markaleik á Valbjarnarvellinum í Laugardal. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 268 orð

FYRIRLIÐI

FYRIRLIÐI skoska landsliðsins í knattspyrnu, Gary McAllister, er nú að öllum líkindum á leið til Coventry eftir því sem fregnir frá Englandi herma. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 143 orð

Golf

Landsmótið 1. flokkur karla Jóhann Kristinsson, GR71 Ottó Sigurðsson, GKG74 Sigþór Óskarsson, GV74 Sváfnir Hreiðarsson, GK74 Albert Brynjar Elísson, GK76 Davíð Már Vilhjálmsson, GKj76 Kári Emilsson, GKj76 Nökkvi Gunnarsso, NK76 Ólafur Már Sigurðsson, GK76 Pétur Þór Grétarsson, Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 364 orð

Gott að vera nálægt mínu besta

EYDÍS Konráðsdóttir úr Keflavík náði ekki að bæta Íslandsmet sitt í 100 metra flugsundi í gærmorgun í ólympíulauginni í Atlanta. Met hennar frá því í vor er 1.02,96 mín. en Eydís synti á 1.03,41 sek. í 3. riðli í gær og varð í 29. sæti af 44 keppendum í undanrásunum. Hún var hins vegar ánægð með sundið. Sundkonan sagðist hafa verið ótrúlega afslöppuð fyrir sundið. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 491 orð

HANDKNATTLEIKURSvíar þykja ekki eins sterkir og mörg undanfarin ár Fagna Frakkar sigri?

ÁÓlympíuleikunum í Atlanta, sem settir voru síðastliðna nótt, er handknattleikslandslið okkar Íslendinga fjarri góðu gamni og munar um minna því ekki hafa íslensku keppendurnir á Ólympíuleikum verið svo fáir síðan árið 1980 í Moskvu. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 232 orð

Heyns bætti ólympíumeti í safnið

Penelope Heyns gerir það ekki endasleppt. Um helgina setti hún heimsmet í 100 metra bringusundi og fylgdi því eftir með sigri í greininni. Í gær krækti stúlkan frá Suður-Afríku sér í ólympíumet í riðlakeppni 200 metra bringusundsins en úrslitakeppnin fór fram eftir að blaðið fór í prentun. Heyns synti á 2.26,63 en gat greinilega gert betur. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 425 orð

Hjalti hefur leikið vel HJALTI Pálm

HJALTI Pálmason úr GR hefur lægsta meðalskor eftir þrjú stigamót í golfinu, hann hefur leikið hringinn á 72,67 höggum að meðaltali. Íslandsmeistarinn, Björgvin Sigurbergsson úr Keili, kemur næstur með 73,33 högg, Kristinn G. Bjarnason úr Leyni er með 73,50 högg, Þórður Emil Ólafsson úr Leyni með 73,83 og Friðbjörn Oddsson úr Keili er með 74,00 högg. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 239 orð

"Hraðskreiðari" búningur

Liðin er sú tíð þegar einu gilti um útbúnað keppenda í sundi. Eitt sinn var talið nóg að skella sér í sundfötin, stinga sér í laugina og gera sitt besta með það fyrir augum að sá hraðskreiðasti sigraði. Nú hefur ný tegund sundfatnaðar rutt sér til rúms, en það er svokallaður Aquablade sundbúningur. Hann hylur allan búkinn og skálmar hans teygja sig niður á hné. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 51 orð

Í kvöld

Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða: Vestm.:ÍBV - FC Lantana20 1. deild karla: Fylkisv.:Fylkir - Breiðabl.20 2. deild karla: Víkin.:Víkingur - Þróttur20 1. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 119 orð

Júdó -66 kg flokkur kvenna: Um gullið:

-66 kg flokkur kvenna: Um gullið: Cho Min-sun (S-Kóreu) vann Anetu Szczepandku (Póllandi). Bronsverðlaun hlutu: Claudia Zwiers (Hollandi) og Wang Xianbo (Kína). Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 45 orð

Karlar A-RIÐILL: Bandaríkin - Túnis2:0

Karlar A-RIÐILL: Bandaríkin - Túnis2:0 Jovan Kirovski (38.), Brian Maisonnueve (90.) Argentína - Portúgal1:1 Ariel Ortega (45.) - Nuno Gomez (70.) B-RIÐILL: Frakkland - Spánn1:1 Sylvain Legwinski (39.) - Oscar (85. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 124 orð

Knattspyrna

2. deild: Fram - FH1:5 Ágúst Ólafsson (71.) - Hörður Magnússon (2. - vsp.), Ólafur Björn Stephensen (25.), Guðmundur Valur Sigurðsson 2 (41., 56.), Halldór Hilmirsson (47.) ÍR - KA2:0 Guðjón Þorvarðarson (53.), Ian Askbee (54.) Þór - Leiknir2:1 Hreinn Hringsson 2 (3., 57.). - Heiðar Ómarsson (64.). Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 487 orð

KNATTSPYRNABoðið upp á kvöld hinna glötuðu vítaspyrna Lukkan í lið með Spánverjum

Núverandi ólympíumeistarar í knattspyrnu, Spánverjar, máttu þakka fyrir að ná 1:1 jafntefli gegn sterku liði Frakka þegar liðin mættust í bráðfjörugum og spennandi leik á Ólympíuleikunum í Atlanta á mánudagskvöld. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 387 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR"Draumaliðið" hrökk í gang gegn Angóla Óvæntur hjá Argentínu

Ólympíulið Argentínumanna í körfuknattleik kom heldur betur á óvart á Ólympíuleikunum í Atlanta í fyrrinótt þegar það gerði sér lítið fyrir og sigraði hið geysisterka lið Litháa 65:61. Argentínumennirnir, sem oft og tíðum sýndu mjög skemmtileg tilþrif gegn bandaríska "Draumaliðinu" um helgina, börðust af miklum krafti í leiknum, Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 26 orð

Liðakeppni karla LOKASTAÐANstig 1. Rú

LOKASTAÐANstig 1. Rússland576,778 2. Kína575,539 3. Úkraína571,541 4. Hvíta-Rússland571,381 5. Bandaríkin570,618 6. Búlgaría567,567 7. Þýskaland567,405 8. S-Kórea567,054 9. Rúmenía566,257 10. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 346 orð

LYFTINGARSuleymanoglu á spjöld sögunnar Heimsmetið féll þrisvar

Tyrkinn Naim Suleymanoglu skráði á mánudagskvöld nafn sitt á spjöld sögunnar þegar hann varð fyrsti lyftingamaðurinn á Ólympíuleikum til þess að geta státað sig af þrennum gullverðlaunum. Suleymanoglu er mjög smávaxinn, aðeins 153 sm, og keppir hann í 60 kílógramma flokki. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 274 orð

Mark Tryggva gæti reynst dýrmætt

Eyjamenn munu í kvöld taka á móti eistneska liðinu FC Lantana í annarri viðureign liðanna í forkeppni að Evrópukeppni félagsliða en eins og flestum er eflaust enn í fersku minni sigruðu Eistlendingarnir í fyrri leiknum í Tallinn með tveimur mörkum gegn einu. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 432 orð

"Málið er afgreitt"

Síðustu daga hefur mjög verið þrýst á forystu Ólympíunefndar Íslands að leyfa þeim Pétri Guðmundssyni kúluvarpara og Sigurði Einarssyni spjótkastara að keppa á Ólympíuleikunum. Forysta FRÍ og aðrir í frjálsíþróttahreyfingunni hafa lagt að Ólympíunefnd að breyta afstöðu sinni en Júlíus Hafstein, formaður ÓÍ, sagði við Morgunblaðið í Atlanta í gær að það yrði ekki gert. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 81 orð

Methafinn fékk enga keppni

DENIS Pankratov, sem á heimsmet í 100 og 200 metra flugsundi, fékk enga keppni í 200 m flugsundi í fyrrinótt. Rússinn fór fyrir keppinautunum allan tímann og kom í mark á 1.56,51 en heimsmet hans er 1.55,22. Bandaríkjamaðurinn Ton Malchow synti á 1.57,55 og varð í öðru sæti, fjórum hundruðustu úr sekúndu á undan Ástralanum Scott Goodman. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 175 orð

Reiður hnefaleikakappi og mistækur

JOHN Kelman, hnefaleikamaður í fjaðurvigt frá Barbados, var rekinn heim á mánudag. Kelman tapaði viðureign gegn Ungverjanum Janos Nagy og henti hanska sínum af sér innan hringsins í bræðiskasti. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 633 orð

Rússar rísa úr öskustónni

FRÁ því Rússar hófu að keppa undir eigin fána á fimleikamótum, að loknum Ólympíuleikunum árið 1992, hafa þeir ekki riðið feitum hesti frá stórmótum. Margir af betri fimleikamönnum fyrrum Sovétríkjanna eru hættir keppni eða eru liðsmenn annarra þjóða, s.s. Hvít- Rússinn Vitaly Scherbo. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 149 orð

Sigurður Einarsson Si

SIGURÐUR Einarsson, spjótkastari, er óánægður með að hann og Pétur Guðmundsson fái ekki að keppa á Ólympíuleikunum og segir að þeir sitji ekki við sama borð og aðrir keppendur sem hafi fengið sérstök þátttökuréttindi án þess að ná lágmörkum. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 371 orð

SJÓNVARPMikil óánægja með samgöngur og aðstöðuleysi fréttamanna EBU fer fram á endurgreiðslu

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, kvartaði yfir aðstöðuleysi í bréfi til Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC, og skipuleggjenda í Atlanta, ACOG, og fór fram á endurgreiðslu að einhverju leyti en það greiddi um 16,7 milljarða kr. fyrir sjónvarpsréttinn frá Ólympíuleikunum. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 112 orð

Skagamenn í Makedóníu

AKURNESINGAR eru um þessar mundir staddir í Makedóníu þar sem þeir í kvöld munu etja kappi við makedónska liðið FC Sileks í forkeppni að Evrópukeppni félagsliða, en Skagamenn höfðu eins og kunnugt er með sér gott veganesti til fararinnar því þeir sigruðu Makedóníumennina á Akranesi í fyrri viðureign liðanna með tveimur mörkum gegn engu. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 115 orð

Skallagrímur fær tvo útlendinga

KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Skallagríms hefur gert samning við tvo erlenda leikmenn um að leika með félaginu á komandi keppnistímabili. Þeir eru báðir 24 ára gamlir og er annar þeirra miðherji, Curtis Raymond frá Bandaríkjunum, en hinn er framherji, Wayne Mulgrave frá Englandi. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 193 orð

Skammbyssukeppni

Karlar, af 50 metra færi Átta efstu komast í úrslit:stig 1. Boris Kokorev (Rússl.)570.0 2. Roberto Di Donna (Ítalíu)569.0 3. Vigilio Fait (Ítalíu)569.0 4. Igor Basinski (H-Rússl.)565.0 5. Konstantin Loukachik (H-Rússl.)564.0 6. Martin Tenk (Tékkl.)564. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 48 orð

Stungusverð Karlar, undanúrslit: Lionel Plumenail (

Karlar, undanúrslit: Lionel Plumenail (Frakk.) vann Wolfang Wienand (Þýskal.) 15-9 Alessandro Puccini (Ítalíu) vann Franck Boidin (Frakkl.) 15-13 Lagsverð Liðakeppni, 16-liða úrslit: Spánn vann Kanada 45-42 Rússland vann Rúmeníu 45-35 Bandaríkin unnu S-Kóreu 45-41. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 1107 orð

Sund

ÚRSLIT: 400 metra skriðsund kvenna:mín.1. Michelle Smith (Írland)4:07,252. Dagmar Hase (Þýskal.)4:08,303. Kirsten Vlieghuis (Holland)4:08,704. Kerstin Kielgass (Þýskal.)4:09,835. Claudia Poll (Costa Rica)4:10,006. Carla Louise Geurts (Holland)4:10,067. Eri Yamanoi (Japan)4:11,688. Cristina Teuscher (Bandar. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 330 orð

TANG Lingsheng

TANG Lingsheng lyftingamaður frá Kína krækti á sunnudaginn í fyrstu gullverðlaun Kína í lyftingum á Ólympíuleikum síðan í Los Angeles fyrir tólf árum. Lingsheng keppir í fluguvigtarflokki, 54 kg, og setti um leið heimsmet í samanlögðu, lyfti 307,5 kg og bætti eldra met um 2,5 kg. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 91 orð

Tveir fóru holu í höggi

TVEIR kylfingar fóru holu í höggi á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum í gær. Báðir náðu áfanganum á 12. braut. Jónas Heiðar Baldursson, GR, notaði þrjú járn, sá boltann fara ofan í en fagnaði ekki fyrr en félagarnir fögnuðu. Hann fór holu í höggi í fyrsta sinn en Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur, afrekaði það í fimmta sinn. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 109 orð

Verðlauna skiptingin

Rússland7 2 2 Bandaríki4 9 2 Pólland4 1 0 Kína3 4 3 Frakkland3 3 5 Suður Kórea3 1 0 Tyrkland3 0 0 Ítalía2 2 2 Belgía2 0 1 Írland2 0 0 Ástralía1 0 3 Suður Afríka1 0 1 Kosta Ríka1 0 0 Kasakstan1 0 0 Nýja Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 77 orð

Þjóðverjar töpuðu á hlutkesti

ÞÝSKA skylmingaliðið, sem á titil að verja, mátti þola tap gegn Ítölum í undanúrslitum með lagsverðum. Bardaginn var æsispennandi, en Ítalir sigruðu á hlutkesti sem varpað var fyrir viðureignina. Staðan var jöfn, 42:42, þegar hefðbundnum einvígum lauk og fór því fram bráðabani, en hann stóð yfir í eina mínútu. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 347 orð

Þórssigur á Leikni

Þórsarar unnu sanngjarnan sigur, 2:1, á Leikni er liðin mættust á Akureyri. Leikurinn var ekki rishár og verður ekki í minnum hafður nema fyrir það að Þórsarar fengu nokkur góð færi til að skora fleiri mörk sem þeim tókst ekki að nýta. Ekki voru liðnar nema rúmar tvær mínútur þegar boltinn lá í marki gestanna. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 32 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuter Hart í bak!SIGLINGAKEPPNI Ólympíuleikanna í Atlanta fer fram úti fyrir ströndum borgarinnar Savannahí Georgíuríki. Á myndinni má sjá finnska og kanadíska siglingamenn í forgrunni en Bretar ogSvíar veita þeim harða keppni. Meira
24. júlí 1996 | Íþróttir | 35 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuter Æfingar á svifráFRANSKI fimleikamaðurinn Frederick Nicolas gerir hér æfingar á svifrá í liðakeppninni á Ólympíuleikunum. Mike Blake,ljósmyndari Reuters, tekur hér fjórar myndir ofan í samarammann og má því auðveldlega sjá ferli fimleikamannsinsí þessari æfingu. Meira

Úr verinu

24. júlí 1996 | Úr verinu | 720 orð

Bátasmiðja Guðmundar með nýjan og stærri Sóma

NÚ ER í fullum gangi smíði á nýjum Sómabát hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði og er áætlað að smíðinni ljúki næsta sumar. Báturinn, Sómi 1500, verður stærsti plastbátur sem smíðaður hefur verið hérlendis og segist Óskar Guðmundsson, framkvæmdastjóri, binda miklar vonir við útgerð slíkra báta þar sem hún sé mun hagkvæmari en útgerð hefðbundinna báta af þessari stærð. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 689 orð

Beitarfiskur talinn fiskur næstu aldar í fiskeldinu

Á FISKELDISSÝNINGU í Bangkok fyrr á árinu var tilapia eða beitarfiskur eins og hann hefur verið nefndur á íslensku kallaður "Fiskur 21. aldarinnar" en um er að ræða harðgerðan ferskvatnsfisk, sem virðist lausari við sjúkdóma og óþrif en flestar aðrar tegundir. Hefur beitarfiskseldi vaxið hröðum skrefum á síðustu árum enda er það auðveldara en á öðrum fiski og fóðurkostnaður minni. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 35 orð

EFNI Viðtal 3 Lárus Ægir Guðmundsson formaður Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning

EFNI Viðtal 3 Lárus Ægir Guðmundsson formaður Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Bátasmíði 5 Bátasmiðja Guðmundar með nýjan og stærri S Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 766 orð

Flæmski hatturinn ekki sú gullkista sem vænst var

UM ÞRJÁTÍU íslensk skip hafa verið á rækjuveiðum á Flæmingjagrunni undanfarna mánuði. Verið hafði á dögunum samband um borð í Andvara frá Vestmannaeyjum og fyrir svörum varð Jóhann Berg Þorbergsson stýrimaður. Hann segir Flæmska hattinn ekki þá gullkistu sem margir útgerðarmenn hafi reiknað með í upphafi. Verulega hafi dregið úr veiði enda mjög ofveitt á svæðinu. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 166 orð

Gjöfult fiskveiðiár

YFIRSTANDANDI fiskveiðiár stefnir í að verða hið gjöfulasta í sögunni. Þegar tveir mánuðir voru eftir af því, var heildaraflinn orðinn rúmlega 1,4 milljónir tonna. Það er um 80.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra og 50.000 tonnum meira en fiskveiðiárið þar á undan. Síld og loðna eru uppistaða aflans, eða um 920.000 tonn. Botnfiskafli er nú um 408. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 386 orð

Halda í "víking" til Suður-Kóreu

Í TENGSLUM við opinbera heim sókn utanríkisráðherra til Suður- Kóreu 27. ágúst til 1. september hefur verið skipuð viðskiptasendinefnd íslenskra fyrirtækja sem munu kynna sér viðskiptalíf þar í landi, kynna íslensk fyrirtæki og fjárfestingartækifæri á Íslandi. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, segir ótal tækifæri fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki til að hasla sér völl í Kóreu. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 279 orð

Í fótbolta og skotveiði

HÉÐINN Smiðja vinnur mikið fyrir sjávarútveginn, til dæmis fiskiðmjölsiðnaðinn. Í nýjasta fréttabréfi fyrirtækisins er tveir starfsmenn fyrirtækisins kynntir. Það eru Friðjón B. Friðjónsson og Davíð Sigurbjartsson. Frá því að Friðjón hóf störf í Héðni fyrir 42 árum hefur hann séð um innheimtuna og fjármálin. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 131 orð

Kínverjar stærstir allra í fiskeldinu

FISKELDI í heiminum nam alls 18,5 milljónum tonna árið 1994 að verðmæti 2.200 milljarðar króna. Sé eldi á sjávargróðri talið með, nam það alls 24,5 milljónum tonna að verðmæti um 2.40 milljarðar króna. Fiskeldið er langmest í Asíu, eða um 23 milljónir tonna. Eldið í Evrópu nam aðeins 1,3 milljónum tonna, Norður-Ameríka var með 573.000 tonn, Suður-Ameríka 355. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 268 orð

Lélegt í Smugunni

AFLABRÖGÐ eru enn mjög léleg hjá íslensku skipunum í Smugunni og hafa lítið batnað frá því veiðarnar hófust fyrr í mánuðinum. Að sögn Þórs Þórarinssonar, stýrimanns á Örfirisey RE, hefur enginn afli að marki fengist ennþá og veiði lítið sem ekkert glæðst frá því að skipið kom á miðin. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 377 orð

Mjölkerfi Héðins Smiðju reynast vel

HÉÐINN Smiðja hf. hefur frá áramótum hannað og byggt þrjú mjölblöndunar- og lagergeymakerfi hér á landi, en þessi kerfi þykja bylting í meðferð og framleiðslu mjöls. Þegar hafa verið sett upp mjölblöndunar- og lagergeymakerfi við verksmiðjur Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði og Hraðfrystihús Eskifjarðar, en einnig eru í smíðum lagergeymar við verksmiðju Haralds Böðvarssonar hf. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 542 orð

Rafmagn í staðinn fyrir vatn eða loft

FISKUR rýrnar ávallt nokkuð að gæðum þegar hann er frystur og affrystur og ekki er langt síðan tvífrystur fiskur var talinn miklu lakari en annar. Á því hefur þó orðið veruleg breyting á síðustu árum vegna bættrar frystitækni og þá ekki síður vegna nýrra aðferða við að þíða eða affrysta fiskinn. Getur það skipt sköpum hvernig til tekst með það. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 38 orð

RÓIÐ UM HÖFNINA

ÞÓTT Guðmundur Már Karlsson, sé ekki gamall, er hann greinilega vanur áratökunum. Þann bregður sér því oft í "róður" í höfninni á Djúpavogi og sýnir listir sínar innan um stærri skipin á nokkurrar minnimáttarkenndar. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 202 orð

Rússarnir veiða mikið við Færeyjar

RÚSSAR hafa veitt langmest allra erlendra þjóða í lögsögu Færeyja á þessu ári, eða alls um 21.270 tonn. Gagnkvæmir samningar um veiðiheimildir eru á milli Færeyja og Rússlands og skýrir það mikla veiði Rússa. Færeyingar hafa einnig gert samninga við nokkur önnur ríki svo sem Noreg, en athygli vekur, að sú þjóð, sem næst kemur á eftir Norðmönnum, eru Eistar. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 171 orð

Rækjusúpa með karrý

Á SMURBRAUÐSTOFUNNI Jómfrúnni við Lækjargötu í Reykjavík má fá smurbrauð af ýmsum gerðum. Sigurður Rafn Hilmarsson, matreiðslumaður á Jómfrúnni, segist mikið nota rækjur í smurbrauðin. Hann segist handpilla alla rækju, það sé þess virði og þar að auki ágætis fjölskylduskemmtun. Skeljarnar séu svo ágætis kraftur og tilvalið að nota í súpu. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 408 orð

SÍF tekur saltfisksölu á Spáni í eigin hendur

SÍF hefur slitið samstarfi sínu við Copesco Sefrisa á Spáni, en félögin ráku saman saltfisksölufyrirtækið Copesco SÍF frá því haustið 1994. SÍF hefur ákveðið að stofna eigin sölufyrirtæki á Spáni undir nafninu Union Islandia og mun það hefja starfsemi í eigin húsnæði í september. Íslenzkur framkvæmdastjóri verður ráðinn að fyrirtækinu. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 239 orð

Slöngubátar geta verið hættulegir

Á SEINNI árum hafa slöngubátar rutt sér til rúms um borð í íslenskum skipum og bátum, enda eru þeir notadrjúgir í ýmiskonar verkefni. Svo sem við björgunaræfingar, björgunarstörf, til að flytja búnað milli skipa, mannskap og vistir út á rúmsjó, eða til afþreyingar og skemmtunar fyrir áhöfnina, og er ekkert nema gott um það að segja. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 479 orð

Sóknardögum smábáta getur fækkað um 74% næstu árin

Sóknardögum krókabáta fækkar verulega á fiskveiðiárinu 1997-8 samkvæmt spá sjávarútvegsráðuneytisins en spáin er miðuð við þorskveiði sóknardagabáta á þessu fiskveiðiári fram að 9. júlí. Sóknardagabátar hafa veitt mun meira á þessu fiskveiðiári en væntanlegar heimildir þeirra verða á því næsta. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 220 orð

Spá fækkun sóknardaga

Sóknardögum krókabáta fækkar verulega á fiskveiðiárinu 1997-8 samkvæmt spá sjávarútvegsráðuneytisins en spáin er miðuð við þorskveiði sóknardagabáta á þessu fiskveiðiári fram að 9. júlí. Sóknardagabátar hafa veitt mun meira á þessu fiskveiðiári en væntanlegar heimildir þeirra verða á því næsta. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 267 orð

Stunda útivist stangveiði

TVEIR starfsmanna Granda hf. eru kynntir í nýjasta fréttabréfi fyrirtækisins. Finnbogi Finnbogason tók við starfi aðalbókara hjá Granda í apríl sl. Hann gegndi þessu starfi hjá Granda áður fyrr í sex ár. "Það er gott að vera kominn aftur. Ég á marga góða kunningja hér og starfsandinn er góður. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 676 orð

Verðmæti loðnunnar um 2 milljaðar króna

MIÐAÐ VIÐ um 200 þúsund tonna loðnuveiði á yfirstandandi sumarvertíð má ætla að heildarverðmæti loðnunar sé um 2 milljarðar króna sé tekið mið af afurðaverði hráefnistonnsins. Þegar hefur verið framleitt mjöl fyrir rúmlega einn milljarð króna og verðmæti lýsisframleiðslunnar eru orðin um 713 milljónir króna. Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 747 orð

Vonast eftirverðhækkun í haust

ÁRIN 1994 og 1995 voru mjög góð fyrir rækjuiðnaðinn, þá breyttist ástandið til batnaðar eftir nokkur afar slæm ár þar á undan. Lárus Ægir Guðmundsson á Skagaströnd, nýkjörinn formaður stjórnar Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, Meira
24. júlí 1996 | Úr verinu | 178 orð

Þorskurinn unninn í landi

NÆR öllum þorski, sem aflast á Íslandsmiðum, var landað til vinnslu hér á landi á síðasta fiskveiðiári. Alls veiddust um 137.500 tonn fyrstu 10 mánuði fiskveiðiársins, en af því var tæplega 115.000 tonnum landað til vinnslu hér heima. Um 20.600 tonn voru unnin um borð í vinnsluskipum og tæplega 2.300 tonn fóru beint á markaði erlendis. Mestu af karfanum var landað hér heima, 33. Meira

Barnablað

24. júlí 1996 | Barnablað | 84 orð

Á spítala

EINU sinni voru tveir læknar, annar stór en hinn lítill. Þeir voru að lækna sjúkling þegar sjúklingur kom með sjúkrabílnum og þeir urðu að fara. Þá báðu þeir bara hjúkrunarfræðingana um að sinna honum. - - - Lovísa Þórunn Harðardóttir, 3 ára, samdi þessa rosalegu spítalasögu. Meira
24. júlí 1996 | Barnablað | 87 orð

Gjafir frá Rebbu

KÆRU Myndasögur, hér er ég með ljóð og ef þið birtið það, hef ég dulnefnið Rebba! Rebba mín, það er alveg ástæðulaust fyrir þig að skýla þér á bak við dulnefni, ljóðið þitt er falleg hugleiðing og öllum holl lesning um gjafir og gildi þeirra. En að sjálfsögðu virðum við ósk þína. Meira
24. júlí 1996 | Barnablað | 663 orð

Góður dagur í lífi ungmeyjar

ÞESSI saga er nafnlaus því ég fann ekki nafn á hana. Veljið nafn á hana fyrir mig. Skrifa aftur seinna. Agla Friðjónsdóttir, Einibergi 19, 220 Hafnarfjörður. Hér kemur sagan: Ellý mín? Já, mamma. Viltu hlaupa út í búð fyrir mig og kaupa mjólk, þú ferð bara með flöskurnar í leiðinni. Ellý hleypur af stað. Meira
24. júlí 1996 | Barnablað | 67 orð

Lausnir hvar voru þær?

BEIÐ nokkurt ykkar tjón á heilsu sinni vegna vanefnda á birtingu hinna velkynntu og notalegu Lausna í þarsíðasta blaði? Það eru margar hendur sem koma nærri vinnslu Myndasagna gamla, góða, síunga Moggans og seint á vinnsluferlinu hafa orðið þau afglöp, að Lausnirnar hreint út sagt gleymdust og of seint var að gera nokkuð þegar það uppgötvaðist. Meira
24. júlí 1996 | Barnablað | 152 orð

Ólympíuleikar

FJÓRÐA hvert ár eru Ólympíuleikarnir haldnir. Eins og þið vitið vafalítið eru þeir haldnir í borginni Atlanta í Bandaríkjunum að þessu sinni. Saga leikanna hefst árið 776 f.Kr. (= fyrir Kristsburð= fyrir fæðingu Jesú Krists) í Ólympíu borg í Grikklandi. Þeir voru haldnir þar til ársins 393 e.Kr. (= eftir Krist) þegar Rómverjar réðu ríkjum í Grikklandi og víðar. Meira
24. júlí 1996 | Barnablað | 127 orð

Pennavinir

KÆRI Moggi! Halló, ég heiti Ingibjörg og mig langar til að eignast fleiri pennavini um allt land. Ég er fædd '83 og óska eftir pennavinum á svipuðum aldri. Og strákar, ekki vera feimnir.Áhugamál: Körfubolti, góð tónlist, strákar, ferðalög og fleira. P.S. Helst senda mynd með fyrsta bréfi. G. Meira
24. júlí 1996 | Barnablað | 119 orð

Steinhöggvarar

ÞAÐ eru ekki allir steinhöggvarar í heiminum, sem nota hamar og meitil (= fleygmyndað málmverkfæri með odd á endanum, notað til að grópa í eða taka sundur harða hluti, sjá mynd). Sums staðar á Indlandi eru starfandi graníthöggvarar sem tendra eld við klettaveggi. Þegar kletturinn er orðinn vel heitur, hella þeir vatni á hann. Meira
24. júlí 1996 | Barnablað | 126 orð

ÝR STRÝKUR

HÆ, HÆ, Myndasögur Moggans. Ég er 11 ára stelpa, sem heiti Hafdís. Ég var að semja sögu og sendi ykkur. Ég vildi gjarnan að hún yrði birt. Með kveðju, Hafdís Ársælsdóttir, Álfaskeiði 94, 220 Hafnarfjörður. Einu sinni var stelpa sem hét Ýr. Hún átti lítinn bróður, hann hét Kári. Hann var mjög dekraður, en hún fékk ekki neitt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.