Greinar laugardaginn 27. júlí 1996

Forsíða

27. júlí 1996 | Forsíða | 223 orð

Heita efldum skæruhernaði

PIERRE Buyoya, leiðtogi herforingjastjórnarinnar sem tók völdin í Búrúndí í fyrradag, sagðist í gær reiðubúinn að endurreisa lýðræði í landinu, á sama tíma og þúsundir ungra túsía fylgdu kalli yfirvalda hersins og flykktust til að skrá sig til herþjónustu. Meira
27. júlí 1996 | Forsíða | 361 orð

Milljónir manna taldar í hættu

MILLJÓNIR hermanna og sjálfboðaliða voru í gær á verði við flóðgarða Yangtze-fljóts, lengsta fljóts Asíu, vegna hættu á mannskæðum flóðum af völdum mestu vatnavaxta í Kína í rúm 40 ár. 1.500 manns hafa þegar látist af völdum flóða og óttast er að fellibylurinn Gloria, sem spáð er að gangi yfir Kína í dag, valdi enn meira úrhelli og vatnavöxtum. Meira
27. júlí 1996 | Forsíða | 188 orð

Stjórnvöld boða aðgerðir

GREINT var frá því í gær að tveir fangar til viðbótar, af þeim rúmlega 300 er hafa verið í hungurverkfalli í tyrkneskum fangelsum síðastliðna tvo mánuði, hefðu látist. Alls hafa því átta fangar látist. Meira
27. júlí 1996 | Forsíða | 305 orð

Tveir hreyflar TWA þotunnar fundnir

LEITARMENN fundu í gær tvo þotuhreyfla Boeing 747-vélarinnar, sem fórst fyrir rúmri viku með 230 manns um borð. Í gærkvöldi var sagt að hljóðið, sem greindist á upptökum hljóðrita vélarinnar, hefði verið hátt og skyndilegt. Meira
27. júlí 1996 | Forsíða | 72 orð

(fyrirsögn vantar)

FARÞEGAR yfirgefa DC-10 þotu frá spænska flugfélaginu Iberia á flugvellinum í Miami í Bandaríkjunum í gær. Maður frá Líbanon rændi vélinni í áætlunarflugi frá Spáni til Kúbu og sneri henni til Miami þar sem hún lenti um klukkan sjö í gærkvöldi að íslenskum tíma. Um borð voru 232 farþegar og flugliðar. Hálfri klukkustund síðar gafst ræninginn upp og farþegar fengu að fara frá borði. Meira

Fréttir

27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 839 orð

2-3% kjósenda söðluðu um vegna neikvæðra auglýsinga

FLESTIR stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakosningunum 29. júní, eða 69%, segja að hæfni hans í samskiptum við útlendinga hafi verið mjög mikilvæg ástæða fyrir vali þeirra í kosningunum, skv. nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 760 orð

305 millj. vantaði í rekstur spítalans Tillögur stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur gera ráð fyrir 47,8 milljóna króna sparnaði á

ÞÆR forsendur sem lágu að baki tillögum stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur byggjast á því að stefnt hafi í 392 milljóna mun á tekjum og útgjöldum spítalans á þessu ári. Að auki á hann við að etja 97 milljóna króna halla frá síðasta ári. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 718 orð

5,3 milljarðar greiddir einstaklingum 1. ágúst Greiðslur barna- og vaxtabóta úr ríkissjóði nema 8,1 milljarði kr. á þessu ári.

TÖLUR um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga og fyrirtæki liggja nú fyrir. Næstkomandi mánudag verða álagningarseðlar póstlagðir til framteljenda og álagningarskrár verða lagðar fram hjá skattstjórum á þriðjudag, 30. júlí, skv. upplýsingum skattyfirvalda. Meira
27. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 306 orð

Aideed bíður ósigur MOHAMED Farah Aideed, einn af stríðsher

MOHAMED Farah Aideed, einn af stríðsherrunum í Sómalíu, hefur misst yfirráð yfir flugvellinum nálægt höfuðborginni, Mogadishu, og kann að hafa særst í hörðum átökum milli stríðandi fylkinga Sómala. Stuðningsmenn helsta andstæðings Aideeds, Alis Mahdis Mohameds, náðu flugvellinum á sitt vald og er það talið mikið áfall fyrir stríðsherrann. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 114 orð

Athugasemd frá Lögheimtunni

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd: "Okkur hefur borist til eyrna að þess gæti manna á meðal að nafni Lögheimtunnar og Lögþings sé ruglað saman. Þykir af því tilefni rétt að taka fram að engin tengsl eru, eða hafa nokkurn tíma verið, milli Lögheimtunnar og Lögþings. Ruglingur í tali manna virðist stafa af líku heiti félaganna. Meira
27. júlí 1996 | Miðopna | 548 orð

Blaðið fyrr á ferðinni

ÁSKRIFENDUR Morgunblaðsins í utanverðum Eyjafirði hafa orðið varir við hvað mestar breytingar á útburðartímanum, eftir að farið var að keyra blaðið norður í land á nóttunni. Póstbíllinn milli Akureyrar, Dalvíkur og Ólafsfjarðar keyrir blaðið út með firði og leggur bíllinn af stað frá Akureyri kl. 7.30 á morgnana. Blaðið er komið til Dalvíkur upp úr kl. Meira
27. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 139 orð

Brenndist og skarst á höndum

ÞRÍTUGUR rafvirki brenndist og skarst nokkuð á höndum er hann fékk í sig rafstraum er hann var að vinna í rafmagnstöflu í íbúðarhúsi á Akureyri skömmu fyrir hádegi í gær. Maðurinn festist við rafmagnstöfluna en náði að losa sig sjálfur með því að spyrna með fótum í vegginn og láta sig falla í gólfið og losna þannig við strauminn. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Dagskrá á Þingvöllum

NÚ UM helgina verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá á Þingvöllum. Á laugardag kl. 13.30 verður farið frá þjónustumiðstöð í gönguferð í Skógarkot, sem er gamalt býli í Þingvallahrauni. Á laugardag verður jafnframt Þinghelgarganga kl. 16. Gengið verður um hinn forna þingstað og stiklað á stóru í sögu þinghaldsins. Farið verður frá Flosagjá (Peningagjá). Á sunnudag kl. Meira
27. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 429 orð

Dehaene tryggir sér alræðisvald

JEAN-Luc Dehaene, forsætisráðherra Belgíu, tókst á fimmtudag að fá þing landsins til að samþykkja umdeilda lagasetningu, sem tryggir honum tímabundið einræðisvald til skera ríflega niður útgjöld ríkisins. Óvinsældir Dehaenes hafa aukist mjög undanfarna mánuði þar sem Belgum þykir hann sýna einræðistilhneigingar við stjórn landsins og hefur hann m.a. verið sakaður um að setja lýðræðið til hliðar. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Dreifing með Morgunblaðinu

MORGUNBLAÐINU í gær fylgdi nýstárlegt auglýsingablað frá Toyota en þetta var í fyrsta skipti sem Morgunblaðið tók að sér dreifingu auglýsingablaðs sem ekki er prentað af blaðinu sjálfu. Dreifing þessi var tilraunaverkefni Morgunblaðsins í samvinnu við auglýsingastofuna Yddu og Toyota sem nú standa að kynningarherferð fyrir nýjan Land Cruiser jeppa. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Fargjöld gætu hækkað

HERT öryggiseftirlit í Bandaríkjunum myndi snerta rekstur Flugleiða eins og allra annarra flugfélaga þar í landi, að sögn Sigurðarr Stefánssonar, stöðvarstjóra Flugleiða á Kennedy- flugvelli. Sigurður segir að von sé á að loftferðaeftirlit Bandaríkjanna herði öryggisgæslu í flugi í kjölfar þess að breiðþota bandaríska flugfélagsins TWA fórst í síðustu viku. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 339 orð

Fjögur útvegsfyrirtæki undirbúa sameiningu

FORYSTUMENN fjögurra sjávarútvegsfyrirtækja, Haraldar Böðvarssonar hf. og Krossvíkur hf. á Akranesi, Þormóðs ramma hf. á Siglufirði og Miðness hf. í Sandgerði, hafa átt í óformlegum viðræðum um sameiningu. Í upphafi kvótaársins réðu þessi fjögur fyrirtæki yfir 24.500 þorskígildum botnfisks og veltu þau samtals rúmum sex milljörðum í fyrra. Hjá þeim starfa á sjöund hundrað starfsmanna. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Fjörur gengnar í Arnarfirði

GENGNAR voru fjörur Bíldudalsmegin í Arnarfirði í gær og leitað var úr Farsæl, skipi björgunarsveitarinnar á Patreksfirði að mönnunum tveimur sem saknað er úr Æsu ÍS sem fórst í Arnarfirði í fyrradag. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 188 orð

Fógetinn skiptir um eigendur

FORMLEG eigendaskipti urðu í vikunni á veitingahúsinu Fógetanum, Aðalstræti 10 í Reykjavík. Þórður Pálmason veitingamaður seldi Gunnari Þór Ólafssyni húsið, en þeir vildu ekki gefa upp kaupverð. Gunnar Þór segist ekki ætla að gera neinar meiriháttar breytingar á Fógetanum. Nafn og útlit staðarins munu halda sér og sams konar dagskrá verður þar sem fyrr, s.s. Meira
27. júlí 1996 | Landsbyggðin | 124 orð

Franskir unglingar í húsaviðgerðum

Fáskrúðsfirði-Átta ungmenni frá Frakklandi eru nú stödd á Fáskrúðsfirði og með þeim eru blaðamaður og ljósmyndari fransks dagblaðs. Hingað er þetta fólk komið til að huga að gamla franska spítalanum sem stendur úti í Hafnarnesi og hafa þau unnið við að hreinsa húsið og loka því í því augnamiði að hægt verði að varðveita það og endurbyggja. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Frummynd stolið

FRUMMYND bronsafsteypunnar sem hér má sjá er meðal þeirra verka sem stolið var af vinnustofu Braga Ásgeirssonar fyrr í vikunni. Frummyndin er frá árinu 1949 og var unnin í leir, sem síðan var brenndur, og er rauðbrún á lit. Þeir sem kynnu að verða varir við óeðlilegt framboð af verkum Braga, eru vinsamlegast beðnir um að láta rannsóknarlögregluna vita. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Gagnrýnendur lofa Guðrúnarkviðu

Svo mikil var hrifning danskra gagnrýnenda, að góðir dómar um Guðrúnarkviðu hina fjórðu var hádegisfréttaefni í danska útvarpinu í gær um leið og flutt var brot af tónlist Hauks Tómassonar úr verkinu. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 1288 orð

Gestir við embættistöku forseta Íslands 1. ágúst

EMBÆTTISTAKA viðtakandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, fer fram í Alþingishúsinu fimmtudaginn 1. ágúst n.k. Í þinghúsinu rúmast ekki aðrir en boðsgestir. Gefinn hefur verið út listi yfir boðsgesti, og birtist hann hér í heild: Forsetaembættið Forseti Íslands frú, Vigdís Finnbogadóttir. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Meira
27. júlí 1996 | Landsbyggðin | 43 orð

Grillveisla á Grundarfirði

Grundarfirði-Verslun Ragnars Kristjánssonar á Grundarfirði átti 30 ára afmæli um helgina og af því tilefni bauð Ragnar Grundfirðingum til afmælisgrillveislu. Grundfirðingar létu sig ekki vanta þótt sólin léti ekki sjá sig, og gæddu sér á pylsum og ís. Meira
27. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 71 orð

Grönn "gyðja" á sýningu í London

DEE Halligan, sýningargestur á Gabriel Orozco-sýningunni á ICA-safninu í London, rýnir inn um glugga klassískrar Citroen- bifreiðar, sem Orozco hannaði. Bifreiðin var skorin í þrennt eftir endilöngu og miðhlutinn fjarlægður. Að því loknu voru hlutarnir, sem eftir stóðu, settir saman. Bifreið þessi hefur oft verið kölluð "gyðjan". Meira
27. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Harður árekstur

HARÐUR árekstur varð á milli tveggja fólksbifreiða á gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar skömmu fyrir hádegi í gær. Ekki urðu slys á fólki í þessu óhappi en töluvert eignatjón. Báðir bílarnir voru óökufærir á eftir og voru þeir fluttir af vettvangi með kranabíl. Meira
27. júlí 1996 | Landsbyggðin | 111 orð

Heiðursborgari Sauðárkróks

Á HÁTÍÐARFUNDI bæjarstjórnar Sauðárkróks laugardaginn 20. júlí var samþykkt að kjósa Svein Guðmundsson heiðursborgara Sauðárkróks. Í fréttatilkynningu segir að Sveinn Guðmundsson hafi um áratuga skeið unnið að ræktun íslenska hestsins með einstæðum árangri. Meira
27. júlí 1996 | Landsbyggðin | 88 orð

Heitir sólardagar í Atlavík

ÞAÐ var líflegt í Atlavík í sól og 26 stiga hita. Margir gestir á öllum aldri létu sjá sig í víkinni og nutu góða veðursins. Það er ekki oft sem gestir vaða eða synda í Lagarfljóti en það gerðist í þessum hita. Sumir voru í stígvélum, kannski til þess að tryggja það að Lagarfljótsormurinn klipi þá ekki í tærnar, aðrir fóru úr sokkunum og kærðu sig kollótta. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Heyannir í Árbæ

HEYANNIR verða á Árbæjarsafni sunnudaginn 28. júlí. Túnið við Árbæinn verður slegið með orfi og ljá eftir hádegið. Þá verður rifjað, rakað, tekið saman og bundið í bagga. Gömul heyvinnutæki verða til sýnis á túninu og dráttarvél frá miðri öldinni við Reykhóla. Meira
27. júlí 1996 | Óflokkað efni | 215 orð

Hringur Jóhannesson

Fallinn er í valinn einn þekktasti og virtasti myndlistarmaður íslensku þjóðarinnar, Hringur Jóhannesson. Lífsstarf hans á listasviðinu var óvenju farsælt og áhrifanna gætir víða. Verk hans eru Íslendingum afar hugleikin, auk þess sem hann hafði mikil áhrif á annað listafólk með kennslu og leiðbeiningum í áratugi. Hringur fór eigin leiðir í listsköpun sinni. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 801 orð

Hugsjón mín er að efla tengslin við náttúruna

Jónína K. Berg myndlistarmaður tók formlega við goðorði á Vesturlandi í júní síðastliðnum. Hún er því fyrst kvenna til að hljóta goðorð í Ásatrúarfélaginu á Íslandi, en það var stofnað árið 1972. Innsetningin í goðorðið fór fram á blóti Ásatrúarfélagsins á Þingvöllum á fimmtudegi í 10. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 246 orð

Hæfni í erlendum samskiptum mikilvægust

FLESTIR stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakosningunum 29. júní, eða 69%, segja að hæfni hans í samskiptum við útlendinga hafi verið mjög mikilvæg ástæða fyrir fyrir vali þeirra í kosningunum, samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Meira
27. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 145 orð

Ítalskar konur vilja fósturvísa

FLEIRI en 100 ítalskar konur hafa lýst sig reiðubúnar að ganga með hluta þeirra þúsunda djúpfrystu fósturvísa sem til stendur að eyða í Bretlandi í næstu viku. Þetta tilkynnti hópur rómversk-kaþólskra andstæðinga fóstureyðinga í gær. Meira
27. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 229 orð

Kosningar prófsteinn

HANS van den Broek, sem sér um utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), sagði í gær að væntanlegar sveitastjórnakosningar í Albaníu gætu verið prófsteinn á möguleika hins litla lands á Balkanskaga í framtíðarsamskiptum sínum við ESB. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 445 orð

Kæra synjun á vínveitingaleyfi

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Páli Péturssyni, hefur borist stjórnsýslukæra frá Hrafnkeli Ásgeirssyni hæstaréttarlögmanni fyrir hönd Þorvaldar Ásgeirssonar, Viðars Halldórssonar, Lilju Matthíasdóttur og Strandgötu 30 ehf. vegna samþykktar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 16. apríl sl. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 29 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Rangt símanúmer Í FRÉTT um orlofsviku fyrir krabbameinssjúk börn, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, misritaðist annað símanúmerið, þar sem tekið er á móti umsóknum. Rétta númerið er 557-8897. Meira
27. júlí 1996 | Miðopna | 173 orð

Leikir og veitingar við nýtt húsnæði

MORGUNBLAÐIÐ býður Akureyringum að gera sér glaðan dag við nýja skrifstofu blaðsins að Kaupvangsstræti 1 í dag, laugardag. Margt verður sér til gamans gert og fullorðnir fá ís, kaffisopa og kransakökur. Börnin fá að sjálfsögðu líka ís, Moggablöðrur og Moggamyntur. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Leitað að Subaru

LÖGREGLAN í Reykjavík leitar enn Subaru 1800 bifreiðar, sem var stolið af Borgarbílasölunni við Grensásveg helgina 29.-30. júní. Bíllinn er hvítur skutbíll, árgerð 1988 og er með skráningarnúmerið R-66863. Þeir sem kynnu að vita hvar bíllinn er nú eru beðnir um að hafa samband við slysarannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Löndunarbið á sjóbirtingi

SJÓBIRTINGSVEIÐI hefur verið með eindæmum góð í Mávabótarálum á vatnasvæði Skaftár frá því veiði hófst 19. júlí síðastliðinn. Fyrsta daginn komu 42 fiskar á land og var meðalvigtin 7 pund. Stærsti fiskurinn var 13,5 pund. Aðstæður högðuðu því svo til að fyrsta daginn voru veiðimennirnir allir á einum stað, veitt er á sex stangir. Meira
27. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 135 orð

Maður dæmdur fyrir hús- og kynferðisbrot

Héraðsdómur Norðurlands eystra Maður dæmdur fyrir hús- og kynferðisbrot HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt 36 ára gamlan mann til að sæta fangelsisvist í 4 mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir húsbrot og kynferðisafbrot. Einnig er ákærða gert að greiða allan sakarkostnað. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 2458 orð

MARGT ER Í BOÐI

Hefðbundin Þjóðhátíð í Eyjum Þjóðhátíð var fyrst haldin í Vestmannaeyjum á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874 þegar landsmönnum var færð stjórnarskrá. Frá aldamótum hefur hún verið haldin nokkuð samfleytt þannig að segja má að aldarafmælið sé í nánd. Íþróttafélagið Þór heldur hátíðina í ár. Meira
27. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 410 orð

Málshöfðun vegna bókar um launmorð

JAMES E. Perry keypti sér bók um það hvernig ætti að gerast launmorðingi árið 1992 og gerðist sekur um þrjú morð árið 1993. Nú liggur fyrir dómara í Maryland í Bandaríkjunum að skera úr um hvort sækja eigi útgefanda bókarinnar, "Launmorðingi: Tæknilegur leiðarvísir fyrir sjálfstæða verktaka", til saka fyrir að ýta undir þennan glæp. Yrði prófmál um tjáningarfrelsi Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Menning og gleði á Vopnafirði

DAGANA 28. júlí ­ 5. ágúst halda Vopnfirðingar svokallað Vopnaskak, með tilheyrandi menningar- og skemmtistökki. Aðaldagskráin stendur frá fimmtudegi til sunnudags. Hljómsveitirnar Sixties, Sóldögg og Sálin hans Jóns míns leika fyrir dansi um verslunarmannahelgina, einnig verða ýmsar uppákomur, svo sem Stalla-Hú, Rjúpan, málverka- og ljósmyndasýningar, dorgkeppni, Meira
27. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Taize- messa sunnudaginn 28. júlí kl. 11.00. Kristín Tómasdóttir, guðfræðingur, prédikar og leiðir Taize- sönginn. Félagar úr kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti; Björn Steinar Sólbergsson. Auk þess syngur Kammerkór Langholtskirkju í messunni undir stjórn Jóns Stefánssonar. Guðsþjónusta á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri kl. 14.00. Valgerður Valgarðsdóttir, djákni, prédikar. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Miklabraut breikkuð

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við breikkun Miklubrautar á kaflanum frá Grensásvegi að Reykjanesbraut. Syðri akbraut Miklubrautar verður breikkuð um eina akrein á þessum vegarkafla og verða því framvegis þrjár akgreinar til austurs. Hugsanlega verður einnig bætt við akrein á akbrautinni til vesturs síðar, þegar framkvæmdum lýkur við brúarbyggingu yfir Reykjanesbraut við Ártúnsbrekku. Meira
27. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 237 orð

Miklar breytingar fyrirhugaðar á athafnasvæði skotfélagins

SKOTFÉLAG Akureyrar hefur sótt um leyfi bæjaryfirvalda til skipulagsbreytinga á athafnasvæði félgsins á Glerárdal. Fyrirhugað er að setja upp ólympískan trappvöll og rifflabraut samkvæmt ströngustu kröfum sem gerðar eru til slíkra valla í Evrópu. Hannes Haraldsson, formaður Skotfélagsins, segir að framkvæmdin taki um 3-4 ár og kosti á bilinu 5-8 milljónir króna. Meira
27. júlí 1996 | Miðopna | 453 orð

Morgunblaðið lesið yfir morgunkaffinu

MORGUNBLAÐIÐ berst nú lesendum á Akureyri fyrr en ella, því í maí var tekin upp sú nýbreytni að aka blaðinu norður yfir heiðar, í stað þess að senda það með flugi. Áskrifendur ættu því að fá blaðið með morgunkaffinu. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

Neyslukönnun Félagsvísindastofnunar HÍ

FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN Háskóla Íslands gerði umfangsmikla neyslukönnun meðal landsmanna dagana 30. maí til 2. júlí. Könnunin náði til 1.200 manns á aldrinum 14 til 80 ára og bárust alls 882 svör. Þátttakendur voru spurðir um fjölmörg atriði varðandi neyslu, tómstundaiðkun, viðhorf og einkahagi. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Norðmenn lagðir

ÍSLAND vann Noreg á Evrópumóti bridsspilara 25 ára og yngri í gærkvöldi en Norðmenn hafa samt sem áður örugga forustu á mótinu. Íslenska liðið er í 5. sæti af 26 þjóðum þegar 19 umferðum var lokið. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 149 orð

Nýtt frárennsliskerfi hannað fyrir Landmannalaugar

FERÐAFÉLAG Íslands er að láta hanna nýtt frárennsliskerfi fyrir Landmannalaugar. Kristján M. Baldursson hjá Ferðafélagi Íslands segir að nú þegar hafi verið teknir mælipunktar á svæðinu en hugmyndin sé að nýrri rotþró og seyrulögn verði komið fyrir nokkuð frá núverandi aðstöðu. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Ræningja leitað

MAÐURINN, sem réðist inn í söluturn í Mjóddinni á fimmtudagskvöld með hníf á lofti, var ófundinn í gær. Lögreglan var þó bjartsýn á að hann fyndist, þar sem hún hefur rökstuddan grun um hver var að verki. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Samstarf Íslands og Namibíu á sviði samgöngumála

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun samkomulag sem gert var milli samgönguráðuneyta Íslands og Namibíu þegar samgönguráðherra Namibíu, Oscar Valentin Plichta, var hér á landi í opinberri heimsókn í lok júní sl. Meira
27. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 404 orð

Segist bjartsýnn á auknar friðarlíkur

ÍSRAELAR lokuðu í gær Vesturbakkanum og kröfðust þess að heimastjórn Palestínumanna hefði hemil á herskáum liðsmönnum sínum, eftir að tveir Ísraelar voru myrtir og einn særður alvarlega, í skotárás í Ísrael skömmu eftir miðnætti í gær. Leikur grunur á, að palestínskir byssumenn hafi framið morðin. Meira
27. júlí 1996 | Landsbyggðin | 291 orð

Sjö nýjar íbúðir reistar fyrir aldraða

Stykkishólmi-FYRSTA skóflustunga að þjónustuíbúðum fyrir aldraða var tekin nýlega í Stykkishólmi. Það var Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar sem það gerði. Í ræðu hans við það tilefni kom fram að það ætti að vera metnaður hverrar bæjarstjórnar að búa svo að öldruðum að þeir þyrftu ekki að flytja úr sinni heimabyggð að ævistarfi loknu vegna aðstöðuleysis. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Skátar á lóðréttu klifri

VIÐBURÐARÍKIR dagar eru að baki á landsmóti skáta á Úlfljótsvatni með tilheyrandi uppákomum, leikjum, kvöldvökum og þrautum. Lokadagurinn rann upp í morgun og er dagskráin í dag að mestu helguð alþjóðlegu skátastarfi. Þá fara fram heimabyggðarkynningar, sem til stóð að halda á miðvikudag. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 147 orð

Skógardagur í Haukadalsskógi

HINN árlegi skógardagur í Haukadalsskógi verður haldinn laugardaginn 27. júlí milli kl. 14 og 18. Þar mun margt verða til skemmtunar fyrir almenning en auk þess er þessi dagur hugsaður til þess að fólk geti komið og kynnt sér allt það starf sem fram hefur farið þar á vegum Skógræktar ríkisins síðustu ár. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Skrifstofa forseta tilbúin um mánaðamót

FRAMKVÆMDUM við endurbætur á tilvonandi skrifstofuhúsnæði embættis forseta Íslands að Sóleyjargötu 1 miðar vel, að sögn Ólafs Davíðssonar ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, og er útlit fyrir að húsnæðið verði tilbúið til notkunar um næstu mánaðamót. Áætlaður heildarkostnaður við endurbæturnar er um 10 milljónir króna. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 252 orð

Skuldir umfram eignir 1,7 millj.

EINSTAKLINGUM sem telja fram hærri skuldir en eignir samkvæmt skattframtölum fjölgaði um 1.050 á seinasta ári frá árinu 1994. Um seinustu áramót voru 23.145 einstaklingar með neikvæða eignarstöðu, eða að meðaltali 1,7 millj. kr. í skuldir umfram eignir. Frá árinu 1988 hafa skattskyldar eignir heimila hækkað um 73% á sama tíma og skuldir þeirra hafa nær þrefaldast og hækkað um 193%. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 883 orð

Sparnaður kemur niður annars staðar Yfirlæknar á þeim deildum Sjúkarhúss Reykjavíkur, sem fyrirhugaður niðurskurður bitnar á

ÞETTA kemur auðvitað mjög illa við okkur eins og alla aðra sem þetta snertir og ég held að það séu flestir á því að sá sparnaður, sem af þessu hlýst, komi niður annars staðar sem aukinn kostnaður," segir Ásgeir Karlsson, starfandi yfirlæknir á geðsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
27. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 255 orð

Stórsókn hafin gegn skæruliðum á Sri Lanka

STJÓRNARHERINN á Sri Lanka hóf í gær stórsókn gegn stöðvum Frelsissamtaka tamíltígra (LTTE) í norðurhluta eyjunnar. "Mikil sókn hófst snemma morguns með það að markmiði að tortíma hermdarverkamönnum LTTE og vígjum þeirra í norðurhlutanum," sagði í tilkynningu frá her Sri Lanka. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 455 orð

Stærsta útgerðar- og vinnslufyrirtæki landsins

ÁFORMAÐ er að sameina í eitt stórt útgerðar- og vinnslufyrirtæki Samherja, Oddeyri, Stokksnes, Söltunarfélag Dalvíkur og Strýtu og er stefnt að því að hið nýja félag fari á hlutabréfamarkað og sæki um skráningu á Verðbréfaþingi Íslands. Nýja fyrirtækið verður stærsta útgerðar- og vinnslufyrirtæki landsins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Meira
27. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Sveitahúsgögn frá Indlandi og Indónesíu

INNFLUTNINGSVERSLUNIN Míra húsgagnaverslun hefur opnað í nýju húsnæði að Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Allar vörur sem eru á boðstólum eru keyptar beint frá verksmiðjum á Indlandi, Indónesíu og Mexíco. Húsgögnin eru öll í anda gamla tímans, svokölluð sveitahúsgögn. Mexíkönsku húsgögnin er unnin úr nýrri furu og allt að 200 ára gömlum fjölum sem hafa verið rifnar úr ónýtum húsum. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 290 orð

Tilbúinn að leggja fram fé gegn varanlegum sparnaði

FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, segist fagna framkominni samþykkt stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur um niðurskurð, en ekki geta dæmt um það á þessu stigi hvort hún felur í sér varanlegan sparnað eða hvort verið sé að varpa kostnaðinum yfir á aðra aðila. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 214 orð

Tileinkuð náttúruhamförunum á Vestfjörðum

ÁRBÓK Slysavarnafélagsins árið 1996, sem nú er komin út, er tileinkuð náttúruhamförunum á Vestfjörðum á síðastliðnu ári. SVFÍ hefur frá stofnun, árið 1928, gefið út árbók með skýrslum og upplýsingum um slys og bjarganir hér á landi. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 161 orð

Tónleikar til heiðurs forsetahjónum

HÁTÍÐARTÓNLEIKAR verða haldnir að kvöldi fimmtudagsins 1. ágúst nk. í Háskólabíói í tilefni af embættistöku nýs forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar. Fjölmargir tónlistarmenn efna til tónleikanna til heiðurs forsetahjónunum, Ólafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur. Meira
27. júlí 1996 | Miðopna | 526 orð

Umsvifin á Akureyri hafa aukist jafnt og þétt

MORGUNBLAÐIÐ hefur rekið sérstaka skrifstofu á Akureyri í rúm tíu ár, eða frá 14. desember árið 1985. Nú hefur skrifstofan verið flutt í nýtt húsnæði að Kaupvangsstræti 1 og er aðstaða þar öll eins og best verður á kosið, viðskiptavinum og starfsmönnum til hagsbóta. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Veiðimót barna og unglinga í Elliðaánum

STANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavíkur endurtekur mánudaginn 29. júlí kl. 15­21 veiðimót og kennslu fyrir börn og unglinga í Elliðaánum. Slíkt mót var fyrst haldið 15. ágúst í fyrra. Þátttaka er heimil öllum félagsmönnum SVFR 16 ára og yngri og er án endurgjalds. Vanir leiðsögumenn verða þátttakendum til aðstoðar allan tímann. Mæting er við veiðihús kl. 14. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 358 orð

Veikur punktur ef skipi hvolfir á lygnum sjó

HELSTA hættan á því að björgunarbátar losni ekki frá sökkvandi skipi er í þeim tilfellum þegar skipi hvolfir á lygnum sjó eins og átti sér stað með Æsu ÍS þegar skipið sökk í Arnarfirði í fyrradag, að sögn Páls Guðmundssonar, deildarstjóra hjá Siglingamálastofnun. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Verðlaun í slagorðakeppni

VERÐLAUN í slagorðasamkeppni, sem Landsbankinn efndi til í tilefni af 110 ára afmæli sínu 1. júlí sl., voru afhent í kaffisamsæti í aðalbanka fyrir skömmu. Slagorðið, sem valið var úr á fjórða þúsund tillagna, er Í forustu til framtíðar. Á myndinni eru verðlaunahafarnir ásamt Kjartani Gunnarssyni formanni bankaráðs. Meira
27. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 423 orð

Vísbendinga leitað um allan heim

EKKI er enn ljóst hvers vegna farþegaþota TWA af gerðinni Boeing 747-100 fórst skömmu eftir flugtak frá New York fyrir rúmri viku, en að sögn James Kallstroms, sem stjórnar rannsókn málsins fyrir hönd bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, er verið að safna gögnum um allan heim ef koma skyldi í ljós að hryðjuverkamenn hefðu verið að verki. Meira
27. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 220 orð

Vítisengill skotinn í fangelsi

ÆÐSTI maður mótorhjólagengisins Vítisenglanna í Danmörku liggur nú á sjúkrahúsi, eftir að hópur vopnaðra manna réðist inn í fangelsi þar sem hann afplánar dóm, og skaut á hann. Stríðsástand hefur geisað á milli mótorhjólagengja í Skandinavíu, fyrst og fremst Vítisenglanna og Bandidos, sem hafa verið að hasla sér völl á Norðurlöndum. Meira
27. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 237 orð

Vonast eftir aðild fyrir aldamót

RÍKISSTJÓRNIR Póllands og Ungverjalands skiluðu í gær svörum við löngum spurningalista, sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) lagði fyrir alla aðildarumsækjendur í A-Evrópu fyrir þremur mánuðum, en frestur til að skila svörunum rann út í gær. Spurningalistarnir eru hluti af undirbúningi undir aðild að sambandinu. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 313 orð

Yfirmannaskipti hjá flotastöðinni

YFIRMANNASKIPTI fóru fram við hátíðlega athöfn á Keflavíkurflugvelli sl. föstudag. Þá lét W. Robert Blake yngri, kafteinn í Bandaríkjaflota, af störfum sem yfirmaður flotastöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli sem hann hefur gegnt undanfarin 2 ár og við tók Allan A. Efraimson sem mun gegna starfinu næstu 3 ár. Meira
27. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Þeir fórust með Æsu

MENNIRNIR sem fórust með Æsu ÍS 87 frá Flateyri hétu Hörður Sævar Bjarnason skipstjóri, 48 ára, Hnífsdalsvegi 8, Ísafirði, og Sverrir Halldór Sigurðsson, stýrimaður, 59 ára. Sverrir Halldór hefur verið búsettur á Ólafsvík undanfarin ár en var að flytja til Flateyrar. Sverrir var tengdafaðir Harðar. Meira

Ritstjórnargreinar

27. júlí 1996 | Leiðarar | 727 orð

leiðariHEILBRIGÐISKERFIÐ OG SPARNAÐARLEIÐIR TJÓRN Sjúkrahú

leiðariHEILBRIGÐISKERFIÐ OG SPARNAÐARLEIÐIR TJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur viðrað róttækar sparnaðarhugmyndir. Þær fela m.a. í sér að 104 stöðugildi verði lögð niður, að 83 sjúkrarúm verða lögð af - og tilheyrandi samdrátt í þjónustu. Að sögn Kristínar Á. Meira
27. júlí 1996 | Staksteinar | 301 orð

Veiðigetan vex umfram veiðiþolið

SKIPUM fjölgar, þau verða stærri og stærri og veiðigeta og veiðitæknin vex með ólíkindum. Viðgangur og veiðiþol fiskistofnanna, hvort heldur er á heima- eða úthafsmiðum, er í engu samræmi við þessa örtvaxandi veiðigetu. Þetta er meginstefið í forystugrein Tímans sl. fimmtudag. Meira

Menning

27. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 59 orð

Blossi búinn

TÖKUM á Blossa, mynd Júlíusar Kemp, er lokið og af því tilefni var efnt til samkvæmis. Allir voru hamingjusamir yfir þessum áfanga enda gekk allt eftir áætlun. Ljósmyndari Morgunblaðsins var á staðnum. Morgunblaðið/HalldórELVAR Ingimarsson, Þóra Dungal aðalleikkona í Blossaog Kristín Þóra Jónsdóttir förðunarmeistari. Meira
27. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 79 orð

Brjóstagjöf í búð

LEIKKONAN, kynbomban, eiginkonan og nú móðirin Kim Basinger er ekki ein af þeim sem gefur barni sínu brjóst hvar og hvenær sem er. Þegar hún og maður hennar, leikarinn Alec Baldwin, voru í verslunarleiðangri með barn þeirra Ireland Eliesse nýlega varð Ireland skyndilega svöng og Alec lagði til að Kim gæfi barninu brjóst þar sem þau stóðu í miðri búðinni. Meira
27. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 82 orð

Brugðið á leik

DONALD Sutherland er einn af þessum leikurum sem allir kannast við en fáir þekkja náið. Írska leikkonan Brenda Fricker er þó góð vinkona hans, en þau leika saman í myndinni "A Time to Kill". Brenda er þekktust fyrir hlutverk sitt í myndinni "My Left Foot" sem hún hlaut Óskarinn fyrir. Hér sjást þau bregða á leik á frumsýningu myndarinnar "A Time to Kill". Meira
27. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 45 orð

Í faðmi foreldranna

Í faðmi foreldranna FORELDRAR hollensku fyrirsætunnar Karen Mulder eru afar stoltir af dóttur sinni. Faðirinn heitir Ben og móðirin Mareka og hér sjást þau ásamt Karen fyrir utan Ritz- hótelið í París. Ben og Mareka voru stödd þar til að fylgjast með dóttur sinni sýna vetrartískuna. Meira
27. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 57 orð

Landkynning í bresku tímariti

Í NÝLEGU tölublaði tímaritsins Hello! birtist tveggja síðna kynning á Íslandi. Þar er Gullfoss sagður vera eitt af undrum veraldar, auk þess sem fjallað er til að mynda um Reykjavík, Bláa lónið, Geysi og Hveragerði. Hello! er með víðlesnustu tímaritum Evrópu, en í því er gjarnan umfjöllun um konungsfjölskyldur og annað frægt fólk. Meira
27. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 124 orð

Ofurhugar í ævintýraferð

TVEIR starfsmannahópar, starfsfólk Kaffibarsins og starfsmannafélag heildverslunar Halldór Jónssonar, fóru nýlega samferða niður ána hvítfyssandi, Hvítá, í gúmmíbátum. Starfsfólk Kaffibarsins, sem hélt árshátíð sína á Þingvöllum seinna um kvöldið, var fullt tilhlökkunar þó ekki hafi verið laust við spennu hjá ofurhugunum í upphafi ferðar. Meira
27. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Pamela skýlir frumburðinum

PAMELA Anderson eignaðist sem kunnugt er soninn Brandon í júní. Hún hefur lítt komið fram opinberlega síðan, en lét sjá sig á samkomu sem haldin var til kynningar á mynd hennar, Gaddavír, eða "Barb Wire" í Los Angeles nýlega. Að sjálfsögðu var Brandon með í för, vel falinn undir hlýju teppi. Meira
27. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 166 orð

Pilsin fuku á Hálandaleikum

FYRSTA mótið af sex í skoskum Hálandaleikum fór fram á Akranesi fyrir skömmu og næsta mót verður í Hafnarfirði á laugardaginn. Í mótinu keppa þekktir íþróttamenn og allir mættu þeir í skoskum pilsum á Akranesi. Auðunn Jónsson vann fyrsta mótið eftir ævintýraleg köst með steinum, lóðum, sleggjum og stauraburð. Meira
27. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 226 orð

Roman Polanski vildi nektarsenu

JOHN Travolta, sem flýði tökustað myndarinnar "The Double" í París nýverið, sakar leikstjórann Roman Polanski um að hafa frekar viljað gera teiknimynd en kvikmynd. Auk þess hafi Polanski reynt að fá hann til að koma nakinn fram í einu atriði myndarinnar. Travolta yfirgaf tökustað myndarinnar í síðasta mánuði, aðeins fimm dögum áður en tökur áttu að hefjast. Meira
27. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 81 orð

Slappa af

BANDARÍSKI leikarinn Danny Glover sem þekktur er fyrir leik sinn í myndunum Tveir á toppnum 1, 2 og 3 og eiginkona hans Asake Bomani, fóru úr sokkum og skóm þegar þau brugðu sér á ströndina í Saint Tropez í Frakklandi þar sem þau voru í sumarfríi nýlega. Meira
27. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 96 orð

Sögufrægur fáni blaktir á ný

TALIÐ er að Jörundur hundadagakonungur hafi búið þar sem írska kráin Dubliner er nú, að Hafnarstræti 4. Jörundi fannst vanta íslenskan fána og lét því útbúa fána með þremur saltfiskflökum, en talið er að þann 12. júlí klukkan 12 árið 1809 hafi hann dregið fánann að húni. Eigandi Dubliner, Bjarni Ómar Guðmundsson, ákvað að gera slíkt hið sama þann 12. júlí sl., einnig klukkan 12. Meira
27. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 85 orð

Vilja eignast húsnæði

ALLT ER fyrir löngu fallið í ljúfa löð á milli bresku leikaranna og elskendanna Hugh Grant og Elizabeth Hurley. Þau eru nú í húsnæðisleit í Los Angeles og þá aðallega í hinu stjörnum prýdda hverfi Beverly Hills. Húsið má ekki kosta meira en 120 milljónir króna. Meira
27. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 45 orð

Þokkafull leikkona

ÍTALSKA sírenan Gina Lollobrigida hefur í engu tapað þokka sínum, enda er hún ung, 69 ára að aldri. Þessi mynd náðist af henni í hófi sem haldið var til heiðurs rússneska hönnuðinum Valentin Yudashkin, en fyrr um daginn hafði tískusýning hans farið fram. Meira

Umræðan

27. júlí 1996 | Aðsent efni | 1358 orð

Frá Skálavík til Svalbarðseyrar

I ÞAÐ ER fimmtudagskvöldið 4. júlí 1996 er við hjónin rennum í hlaðið á Edduhótelinu í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Daginn eftir höldum við inn Ísafjarðarbotn og þaðan sem leið liggur út Langanesströnd, sem nær frá Ísafjarðará að Kaldalóni. Meira
27. júlí 1996 | Aðsent efni | 376 orð

Guðfræðiganga í Skaftafelli

DAGANA 28. júlí - 2. ágúst gengst Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum fyrir guðfræðigöngu í Skaftafelli. Verkefnið er unnið í samstarfi við Samkirkjuráð ungs fólks í Evrópu (Ecumenical Youth Council in Europe) og Ungt fólk í Evrópu (Youth for Europe) og er styrkt af Evrópusambandinu. Meira
27. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 808 orð

Hver á þjóðkirkjuauðinn?

ÞAÐ ER mjög líklega þjóðin. Ég vil vekja athygli á að þetta er há- júritískt (lögfræðilegt) spursmál. Almannafé hefur verið notað í rekstur og fjárfestingar. Einnig ber að athuga: Jarðir sem voru í eigu heiðinna forfeðra okkar árið 930 lentu hjá kirkjunni á vafasaman hátt. Hofum fyrri lögmætra eigenda var breytt í kirkjur. Munir úr hofunum voru brenndir, en aðrir munir settir þar í staðinn. Meira
27. júlí 1996 | Aðsent efni | -1 orð

Í tjöldum undir steikjandi Afríkusól

"VIÐ sváfum í tjöldum, en byggðum lítið skýli með flugnaneti. Þar var aðstaða til að elda mat og við gátum setið þar á kvöldin. Þarna voru margir sporðdrekar, stórar, eitraðar köngulær og nokkuð um slöngur. Hitinn um 40, og tíðir sand- eða leirstormar voru mjög þreytandi. Meira
27. júlí 1996 | Aðsent efni | -1 orð

Kveðja til St. Jósefssystra í tilefni 100 ára afmælisins

KÆRU systur. Mig langar til að byrja á því að þakka ykkur systrunum fyrir öll þau ár sem ég hef notið ykkar kynna í lífi og starfi. Fyrstu kynni mín af Landakotsspítala hófst 1935 þegar ég, 10 ára gömul, kom til Íslands með íslenskum foreldrum mínum, Guðmundi og Ólafíu Marteinsson. Við sigldum með skipi frá New York til Kaupmannahafnar og síðan með skipi frá Osló til Íslands. Meira
27. júlí 1996 | Aðsent efni | 890 orð

Ný úrræði í atvinnumálum

Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytið hafa á undanförnum vikum skoðað ýmsar leiðir sem árangri gætu skilað í baráttunni við atvinnuleysi ungs fólks. Niðurstaðan er sú að ákveðið hefur verið að koma á fót í tilraunaskyni svokölluðum vinnuklúbbi. Þetta fyrirkomulag er notað víða erlendis og hefur skilað ótvíræðum árangri. Meira
27. júlí 1996 | Aðsent efni | 1084 orð

St. Jósepssystur á Íslandi í 100 ár

FIMMTUDAGINN 25. júlí sl. voru rétt eitt hundrað ár liðin frá því að fjórar systur frá reglu heilags Jóseps í Danmörku lögðu að landi í Reykjavík í þeim tilgangi að starfa að hjúkrunar- og mannúðarmálum á Íslandi. Systurnar fögnuðu þessum áfanga á sjálfan afmælisdaginn, en í dag hefur verið boðið til messugjörðar í Landakotskirkju og fagnaðar til að minnast þessara tímamóta. Meira
27. júlí 1996 | Aðsent efni | 819 orð

Um greinargerð Kosningamiðstöðvar Ólafs Ragnars Grímssonar

Í kosningabaráttunni var bent á að í skrá yfir æviferil sinn þar sem Ólafur Ragnar gat jafnvel um störf hjá málfundafélagi í menntaskóla hafi hann látið þess ógetið að hann hafi verið ritstjóri Þjóðviljans um tveggja ára skeið. Í greinargerð kosningamiðstöðvar Ólafs Ragnars er fullyrt að Ólafur hafi aldrei verið skráður ritstjóri Þjóðviljans eða borið ritstjórnarlega ábyrgð á blaðinu. Meira

Minningargreinar

27. júlí 1996 | Minningargreinar | 436 orð

Auður Jónasdóttir

Þá hefur elskuleg frænka mín kvatt þessa jarðvist og fer senn að takast á við ný verkefni á nýjum stað. Auður Jónasdóttir eða Auður frænka, eins og hún var ávallt kölluð, var systrabarn við móður mína. Hún var fíngerð kona, hæg og róleg og einstaklega elskuleg. Hún var Svarfdælingur og var dalurinn henni afar kær. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 105 orð

AUÐUR JÓNASDÓTTIR Auður Jónasdóttir var fædd í Svarfaðardal 31. júlí 1908. Hún lést á vistheimilinu á Arnarholti 16. júlí

AUÐUR JÓNASDÓTTIR Auður Jónasdóttir var fædd í Svarfaðardal 31. júlí 1908. Hún lést á vistheimilinu á Arnarholti 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Jóhannsson, f. 29. nóv 1874 á Hillum, d. 25. des. 1910 í Brekkukoti í Svarfaðardal, og Ingigerður Soffía Jóhannsdóttir, f. 24. okt. 1876 í Brekkukoti, d. 18. júlí 1959 á Akureyri. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 677 orð

Bjarni Einars Björnsson

Síminn hringdi og það var Erna að láta okkur vita að Bjarni hefði veikist mikið og verið fluttur suður um nóttina. Honum var ekki hugað líf út daginn. Þegar ég sá þennan vin minn, sem aldrei lét í ljós að hann væri lasinn, liggja þarna svona hjálparvana og hvítan, vitandi að ef hann vaknaði aftur yrði hann aldrei sá Bjarni sem ég þekkti, bað ég þess að hann fengi að fara sem fyrst, Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 129 orð

BJARNI EINARS BJÖRNSSON

BJARNI EINARS BJÖRNSSON Bjarni Einars Björnsson fæddist í Melgerði, Glerárþorpi, 3. des. 1940. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefanía Jónsdóttir, fædd 8. nóv. 1917, og Björn Ólsen Sigurðsson, fæddur 24. febr. 1916, dáinn 10. apr. 1982. Systkini Bjarna voru: Gylfi, Katrín, d. 26. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 565 orð

Björn Blöndal Kristjánsson

Björn Blöndal var fullt nafn hans, sótt til móðurafans sem var sonarsonur Björns sýslumanns í Hvammi í Vatnsdal, þess er frægur er af Natansmálum Ketilssonar og banamanna hans. Björn var fæddur Vatnsdælingur. Móðir hans Margrét Sigríður var þriðji liður frá yfirvaldinu í Hvammi í föðurætt, en móðurmóðirin Gróa Bjarnadóttir var afkomandi séra Sigvalda prests Snæbjörnssonar í Grímstungu í Vatnsdal. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 279 orð

Björn Blöndal Kristjánsson

Þegar Björn fluttist hingað í sveitina árið 1943 tókust strax með okkur góð kynni. Frá fornu fari ríkti vinátta milli okkar á Torfalæk og fólksins á Húnsstöðum enda áttum við alltaf mikil samskipti og héldust þau áfram eftir að Björn kom þangað. Björn og Dadda stunduðu hefðbundinn búskap á Húnsstöðum en auk þess sinnti Björn barnakennslu árum saman. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 76 orð

Björn Blöndal Kristjánsson

Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þjóti, Guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 513 orð

Björn Blöndal Kristjánsson

Fyrir næstum sex áratugum kom nýútskrifaður kennari að Akri og hóf kennslu við farskólann sem þá stundina var þar. Þetta var Björn Kristjánsson frá Brúsastöðum í Vatnsdal og ég bar fyrir honum óttablandna virðingu. Kennarinn, sem sjálfur var hlédrægur, var þó ekki lengi að vinna bug á ótta mínum með þeirri nærfærni og hlýju, sem þá þegar einkenndu hann. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 339 orð

BJÖRN BLÖNDAL KRISTJÁNSSON

BJÖRN BLÖNDAL KRISTJÁNSSON Björn Blöndal Kristjánsson fæddist á Brúsastöðum í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu, 10. nóvember 1916. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi fimmtudaginn 18. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Margrétar Björnsdóttur, Benediktssonar Blöndal. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 607 orð

Björn Eiríksson

Tengdafaðir minn og vinur, Björn Eiríksson, er látinn. Hann fæddist á Krossanesi við mynni Reyðarfjarðar 20. janúar 1903. Þar sér til Seleyjar og úthafsaldan fellur óbrotin að ströndinni. Stutt er til fengsælla fiskimiða. Strax í bernsku var Birni ljóst að nærtækast væri að sækja lífsbjörgina í sjóinn. Jarðirnir við utanverðan Reyðarfjörð voru útvegsjarðir og þar bjuggu ættmenni hans. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 295 orð

Björn Eiríksson

Í dag kveðjum við elskulegan afa okkar, Björn Eiríksson, með söknuð og þakklæti í huga. Við vitum að þetta er gangur lífsins, afi á langa og góða ævi að baki og nú hefur Guð veitt honum hvíld. Við systkinin áttum því láni að fagna að fá að alast upp með afa. Hann flutti inn á heimilið árið 1979 eftir að amma dó. Hátt á annan áratug bjuggum við því undir sama þaki. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 226 orð

BJÖRN EIRÍKSSON

BJÖRN EIRÍKSSON Björn Eiríksson fæddist að Krossanesi í Helgustaðahreppi, Suður-Múlasýslu, 20. janúar 1903. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eiríkur Þorleifsson, útvegsbóndi á Krossanesi, síðar í Dagsbrún í Neskaupstað, f. 15.9. 1869, d. 27.3. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 402 orð

Björn Kristjánsson

Elsku pabbi! Þá er komið að kveðjustundinni sem við öll vissum að yrði ekki umflúin, en er þó svo sár þegar að henni kemur. Það er svo erfitt að sætta sig við að við fáum ekki að njóta samvista við þig lengur. Þó þökkum við Guði fyrir að þú þurftir ekki að þjást lengi í veikindum þínum. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 260 orð

BJÖRN KRISTJÁNSSON

BJÖRN KRISTJÁNSSON Björn Kristjánsson fæddist á Núpi á Berufjarðarströnd, S-Múlasýslu, 4. desember 1911. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sunnudaginn 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Eiríksson frá Holti á Mýrum í A-Skaftafellssýslu og Guðný Eyjólfsdóttir frá Volaseli í Lóni, A-Skaftafellssýslu. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 480 orð

Elínborg Dröfn Garðarsdóttir

Hún er skær og blíð minningin um frænku mína Elínborgu Garðarsdóttur, eða Boddu eins og hún var ávallt kölluð. Hún lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks eftir baráttu við krabbamein um rúmlega eins árs skeið. Veikindum sínum mætti hún með æðruleysi, þroska og ró sem einkenndu hana alla tíð. Hún gat alltaf hlegið, og skærasta minningin um hana er hlátur. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 206 orð

ELÍNBORG DRÖFN GARÐARSDÓTTIR

ELÍNBORG DRÖFN GARÐARSDÓTTIR Elínborg Dröfn Garðarsdóttir fæddist 31. maí 1933 á Sauðá við Sauðárkrók. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Ingibjörg Ámundadóttir, fædd í Dalkoti á Vatnsnesi 20. september 1907, dáin 26. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 598 orð

Elín Sigurást Bjarnadóttir

Elín Sigurást Bjarnadóttir, Ásta eins og við sveitungar kölluðum hana, kom hingað í sveitina fyrst aðeins tvítug að aldri. Hún var fædd í Hafnarfirði, vann þar fyrst öll almenn störf en starfaði mest á unglingsárum sínum á Sankti Jósefsspítala. En óskin um tilbreytingu togaði hana í kaupavinnu að Dísarstöðum sumarið 1958 og þar fann hún ástina sína. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 294 orð

Elín Sigurást Bjarnadóttir

Okkur hjónin langar í fáum orðum að minnast kærrar vinkonu síðustu tíu árin, Ástu á Dísarstöðum sem kvaddi snögglega sl. laugardag. Við náin kynni af Jónu dóttur hennar fylgdi, ef svo má segja, Ásta með í kynningunni, svo samrýmdar voru þær mæðgur á Dísarstöðum. Ljúfari og gestrisnari konu en Ástu, í okkar garð, höfum við sjaldan kynnst og greiðvikni var einstök. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 247 orð

Elín Sigurást Bjarnadóttir

Elsku amma, það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin og komir ekki aftur. Svona er lífið og tilveran óútreiknanleg. Amma mín var glöð og kát og hugsaði umfram allt um að fjölskyldunni liði vel og allir væru ánægðir. Þegar ég sest hér niður með penna í hönd koma margar góðar minningar upp í hugann. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 298 orð

Elín Sigurást Bjarnadóttir

Ég var staddur í Þýskalandi þegar mér var sagt að hún Ásta amma mín hefði orðið bráðkvödd. Á þeirri stundu flaug í gegnum hugann fjöldi minninga. Síðast þegar ég hringdi heim þá bað amma mig endilega að hringja næsta föstudag því alltaf vildi hún amma vita hvar ég væri og hvernig ég hefði það. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 468 orð

Elín Sigurást Bjarnadóttir

Í dag kveðjum við Ástu á Dísarstöðum, eins og hún hét í huga okkar allra. Hannes, móðurbróðir okkar, Guðjónsson og Ásta á Dísarstöðum voru aðrir foreldrar okkar. Þau tóku okkur ávallt opnum örmum og hjá þeim dvöldum við systkinin sumarlangt, öll uppvaxtarár okkar, frá því skólanum lauk á vorin og langt fram á haust. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 294 orð

ELÍN SIGURÁST BJARNADÓTTIR

ELÍN SIGURÁST BJARNADÓTTIR Elín Margrét Sigurást Bjarnadóttir, eða Ásta eins og hún var jafnan kölluð, var fædd í Hafnarfirði 27. febrúar 1918. Hún lést á heimili sínu að Dísarstöðum, Sandvíkurhreppi, laugardaginn 20. júlí síðastliðinn. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 108 orð

Elín Sigurást Bjarnadóttir Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allar þær stundir sem

Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért dáin. Ég var nýkominn úr Reykjavík í sveitina til þín, við vorum svo glöð að spjalla saman, og stuttu seinna varstu farin yfir í annan heim þar sem ástvinirnir eru örugglega búnir að taka á móti þér. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 87 orð

Elín Sigurást Bjarnadóttir Elsku amma mín. Mig langar að minnast þín og þakka þér fyrir samverustundirnar á mínu fyrsta

Elsku amma mín. Mig langar að minnast þín og þakka þér fyrir samverustundirnar á mínu fyrsta æviskeiði. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess er ég þáði ávallt þinni hendi frá; þú varst mínu unga hjarta, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 157 orð

Hringur Jóhannesson

Það var árið 1977 sem við Hringur kynntumst, ég sem nemandi og hann sem kennari. Þau kynni urðu að vináttu sem erfitt er að lýsa, en ég er þakklátur fyrir að hafa notið. Í heimi myndlistarinnar er að sjálfsögðu sama barátta og annarstaðar en á milli okkar Hrings myndaðist einhvern veginn sterkt band sem einkenndist af gagnkvæmri vináttu og virðingu. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 312 orð

Hringur Jóhannesson

Í huga myndlistarmanna var Hringur Jóhannesson ekki aðeins einn fremsti listamaður þjóðarinanr heldur einnig góður liðsmaður og félagi. Hann tengdist öllum aldurshópum núlifandi listamanna, lærði hjá elstu kynslóðinni, var í skóla með þeirri næstu og kenndi fjölmörgum úr hópi hinna yngri. Hringur ákvað ungur að gera myndlistina að ævistarfi. Hæfileikar hans komu snemma í ljós. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 192 orð

Hringur Jóhannesson

Ég kynntist Hringi fyrst þegar ég eins og svo margir fór að læra módelteikningu í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hringur var góður kennari, nákvæmur og gerði kröfur um árangur en var líka jákvæður og hvetjandi. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 365 orð

Hringur Jóhannesson

Enn kemur dauðinn á óvart. Þótt árunum fjölgi lærist seint að taka við þeim sannleika að vinir og félagar tínist burt hver af öðrum. Mokkakaffi við Skólavörðustíg var miðja alheimsins hjá listspírum sem þá töldust af yngri árgerð og er víst enn, og oft sáust þeir eldri líka eins og Kristinn Pétursson úr Hveragerði og Jón Engilberts ef hann var í stuði, Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 169 orð

Hringur Jóhannesson

Það er erfitt að kveðja góðan vin sinn, sem hverfur af þessari jörð, einmitt þegar sumarið er blíðast, himinninn alveg skýlaus og þota skilur eftir sig hvítt strik. Ég kynntist Hring fyrir nær tveimur áratugum, þessum manni sem var svo fullur af lífsorku, síungur og hafði ávallt ferskt sjónarhorn á tilveruna. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 402 orð

Hringur Jóhannesson

Það eru ekki liðnir nema u.þ.b. tveir mánuðir síðan ég hitti Hring, vin minn og nágranna, við Óðinstorgið. Við höfðum ekki hitzt í tvö ár vegna fjarveru minnar úr borginni. Ég er honum þakklátur fyrir að hann gladdist við þá frétt að ég væri að flytja í hverfið aftur og við hlökkuðum sameiginlega til að geta þá hitzt og rabbað í garðinum, eins og iðulega var á góðum dögum áður fyrr, Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 206 orð

Hringur Jóhannesson

Hann var einn af farfuglunum. Jafnan með fyrstu vorboðunum í Aðaldal og fór ekki fyrr en í síðustu lög. Í kringum hann fullt af lífi, smitandi lífsgleði. Alltaf sami strákurinn frá því ég man fyrst, smástelpan sitjandi á afkistu í ömmueldhúsi, hann nýkominn að sunnan að heilsa up á fólið í Nesi - þar til ég sá hann síðast á Laugaveginum með glampa í augum, vorglampa, á leið norður. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 40 orð

HRINGUR JÓHANNESSON Hringur Jóhannesson fæddist í Haga í Aðaldal 21. desember 1932. Hann lést í Landspítalanum 17. júlí

HRINGUR JÓHANNESSON Hringur Jóhannesson fæddist í Haga í Aðaldal 21. desember 1932. Hann lést í Landspítalanum 17. júlí síðastliðinn. Hringur var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 25. júlí, en jarðsett verður í Nesi í Aðaldal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 76 orð

Hringur Jóhannesson Kveðja frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna Hringur Jóhannesson myndlistarmaður er látinn langt fyrir

Kveðja frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna Hringur Jóhannesson myndlistarmaður er látinn langt fyrir aldur fram. Hann var einn af okkar fremstu myndlistarmönnum og vann alla tíð mikið að félagsmálum myndlistarmanna. Meðal annars sat hann í safnráði Listasafns Íslands á árunum 1981­1988 og í stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna og fulltrúaráði 1984­1988. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 246 orð

Ísleifur Heiðar Karlsson

Elskulegur frændi okkar er horfinn burt úr þessum heimi. Það er erfitt að sætta sig við það, en ljósið í myrkrinu er minningin um hann. Við minnumst þess þegar við komum við í Víðigrundinni í Kópavoginum og Ísleifur var iðulega nýkominn af íþróttaæfingu, hraustur og orkuríkur. Við minnumst heimsóknanna hans til okkar, þar sem við áttum notalegt spjall og frá honum stafaði hlýju og innileika. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 666 orð

Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir

Það er svo margt sem mig langar til að segja um hana ömmu Massý. Ég trúi því varla enn að hún sé farin, hún var svo stór hluti af lífi okkar allra. Ég man þegar ég var lítil stelpa, þá var mér stundum hugsað til þess að sú stund rynni upp að amma yrði ekki lengur hjá okkur og fannst mér það óhugsandi. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 303 orð

Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir

Mig langar til að minnast hennar ömmu minnar, hennar Massýar, eins og hún var kölluð. Það sem mér er efst í huga nú eftir að hún er horfin yfir móðuna miklu er söknuður. Hún hafði alltaf verið mín hægri hönd frá blautu barnsbeini og leiðbeint mér í lífinu frá því að ég var lítil stúlka hjá henni í Guðmundarhúsinu, eins og það hús er kallað. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 30 orð

JÓSEFÍNA MARSIBIL JÓHANNSDÓTTIR

JÓSEFÍNA MARSIBIL JÓHANNSDÓTTIR Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir fæddist í Siglufirði 12. júní 1914. Hún lést á Hornbrekku í Ólafsfirði 28. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ólafsfjarðarkirkju 6. júlí. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 523 orð

Ketty Roesen Elíasson

Kær vinkona okkar er nú farin yfir móðuna miklu og langar okkur að rifja upp nokkur minningarbrot af kynnum okkar. Við systkinin eigum margar ljúfar minningar um Ketty. Við eldri systurnar munum vel eftir er fyrsta fundi okkar bar saman, en það var í Grunnavík sumarið 1952, Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 1157 orð

Ketty Roesen Elíasson

Ketty Roesen, eða "Rósen" eins og hún var kölluð uppá ísfirsku, var fædd i Bregninge á Sjálandi og var dóttir þeirra hjóna Jens Roesen og Tora K.V. Jørgensen. Móðir hennar lést af spönsku veikinni í ágúst 1918 og Ketty var látin í fóstur til móðurömmu sinnar strax að jarðarförinni lokinni. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 60 orð

KETTY ROESEN ELÍASSON

KETTY ROESEN ELÍASSON Ketty Roesen Elíasson fæddist í Bregninge í Danmörku 30. apríl 1918. Hún lést á sjúkrahúsi í Holstebro 3. júní síðastliðinn, eftir stutta sjúkdómslegu. Eiginmaður hennar var Jóhannes Elíasson frá Nesi í Grunnavík, en hann lést 1978. Bálför hennar fór fram í Holstebro 7. júní sl. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 157 orð

Málfríður Larsdóttir

Okkur langar með örfáum orðum að minnast elsku Möllu ömmu. Það var alltaf notalegt að koma í heimsókn til ömmu og afa í Keflavík, þar var alltaf tekið á móti okkur opnum örmum. Þegar við komum í heimsókn á sunnudögum voru alltaf nýbakaðar pönnukökur og döðlukaka og svo fylgdu heimabakaðar kleinur með. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 29 orð

MÁLFRÍÐUR LARSDÓTTIR Málfríður Larsdóttir fæddist í Helgustaðahreppi í Suður-Múlasýslu 13. mars 1912. Hún lést á sjúkrahúsi

MÁLFRÍÐUR LARSDÓTTIR Málfríður Larsdóttir fæddist í Helgustaðahreppi í Suður-Múlasýslu 13. mars 1912. Hún lést á sjúkrahúsi Suðurnesja 7. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 12. júlí. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | -1 orð

NIKULÁS HALLDÓRSON

Nikulás Halldórsson fæddist á Akureyri þann 22. júní 1979. Hann lést 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar Nikulásar eru Ástríður H. Hermannsdóttir frá Þórshöfn og Halldór Halldórsson frá Kópaskeri. Systkini hans eru Tinna Kristbjörg, f. 15.11 1975 og Henný Lind, fædd 21.2. 1988.Fjölskyldan er búsett á Þórshöfn. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 262 orð

Nikulás Halldórsson

Það er margt í þessari veröld sem er forgengilegt. Eiginlega eru allir hlutir heimsins forgengilegir. Það tekur bara mislangan tíma. Þó liggur það fyrir flestum hlutum að ganga sama ferilinn. Blómið í garðinum vaknar til lífsins, dafnar, þroskast, nár hámarki, hnignar og loks deyr það. Þetta á einnig eftir að liggja fyrir okkur mönnunum. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 171 orð

Nikulás Halldórsson

Ég átti erfitt með að trúa því að bekkjar- og skólabróðir minn væri dáinn, að ég ætti aldrei eftir að sjá hann aftur. En því miður er lífið bara ekki alltaf sanngjarnt. En við eigum okkar góðu minningar um hann. Og ef að við bara höldum í þær, þá lærum við að lifa með sorginni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 216 orð

Nikulás Halldórsson

Elsku vinur og frændi, nú ertu farinn á undan okkur yfir í landið græna. Við áttum ekki von á því að þú færir þangað svona ungur. Svona langt á undan okkur hinum. En nú ertu kominn þangað innan um aðra farna ástvini og við vitum að þeir hafa tekið vel á móti þér og munu hlúa að þér. Söknuður og tóm fylltu okkur þegar við áttuðum okkur á því að við ættum ekki lengur kost á því að vera með þér. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 203 orð

Nikulás Halldórsson

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 101 orð

Nikulás Halldórsson Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en

Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 420 orð

Steinar Eiríkur Sigurðsson

Í dag verður til moldar borinn á Þingeyri, langt um aldur fram, Steinar E. Sigurðsson í Ásgarðsnesi. Söknuðurinn er mikill. Langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Ég kynntist Steinari, Siggu og börnum þeirra fljótlega eftir að ég flutti til Þingeyrar og tel mig ríkari af þeim kynnum. Kynnin hófust þegar Sléttanesið kom 1983 og Steinar var þar í áhöfn. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 388 orð

Steinar Eiríkur Sigurðsson

Það er fallegt í Dýrafirði. Þegar horft er úr norðurgluggunum á Dyrhól blasir hlaðið á Nesi við. Þar var kúabú hér áður fyrr og oft mikið um að vera. Steinar kom til Þingeyrar á vetrarvertíð og fór að slá sér upp með Siggu, annarri heimasætunni á Nesi. Hann var þá nítján ára og kom úr Hafnarfirði. Hann var dökkur yfirlitum, grannur, skarpleitur og kvikur í hreyfingum. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 238 orð

STEINAR EIRÍKUR SIGURÐSSON

STEINAR EIRÍKUR SIGURÐSSON Steinar Eiríkur Sigurðsson var fæddur á Seyðisfirði 26. nóvember 1949. Hann lést í Borgarspítalanum 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Katrín Sigurðardóttir, fædd 24. júlí 1926, dáin 5. mars 1962, og Sigurður Dagnýsson, fæddur 25. júlí 1925. Systkini Steinars voru: Anna Sigríður, f. 31. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 183 orð

Þórdís Jóelsdóttir

Með söknuði kveðjum við elskulega ömmu okkar, Þórdísi Jóelsdóttur. Alltaf var gott að koma til Dísu ömmu, hún fylgdist alltaf svo vel með öllu sem var að gerast og hafði mikinn áhuga á því sem hennar fólk hafði fyrir stafni. Dísa amma var mjög barngóð og þökkum við fyrir að hafa átt hana að. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 174 orð

Þórdís Jóelsdóttir

Mig langar að segja nokkur orð, minnast þín elsku Dísa amma. Þeirra stunda þegar við vorum saman eins og tvær fullorðnar manneskjur. Sváfum undir sömu sæng, drukkum saman morgunkaffi, spiluðum Olsen og sögðum hvor annarri brandara. Þessi síðasta hvítasunnuhelgi sem við áttum saman í sumarbústaðnum er ógleymanleg. Þú varst ekki bara besta amma mín heldur líka besta vinkona mín. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 426 orð

Þórdís Jóelsdóttir

Sólblikið á hafinu við Vestmannaeyjar er eitt af því sérstæða sem þar býr þegar það leikur við fjöllin í síbreytileik sínum. Eins og sólblikið var hún Dísa frá Sælundi sem kvödd er frá Landakirkju í dag, kona sem hvarvetna setti svip á umhverfi sitt og andrúm með geislandi lífsgleði og hlýju sem frá henni stafaði. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 824 orð

Þórdís Jóelsdóttir

Elsku Dísa amma okkar er dáin, komin til hans afa. Það er sárt að hugsa til þess að hún sé farin. Þó að fyrir 5 mánuðum hafi hún amma ásamt fjölskyldu sinni, vinum og ættingjum haldið upp á áttræðisafmælið sitt fannst okkur hún aldrei gömul. Hún var alltaf svo hress, einstaklega glaðlynd og átti auðvelt með að koma öðrum í gott skap. Dísa amma hafði mjög smitandi hlátur, hló mikið og af innlifun. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 317 orð

ÞÓRDÍS JÓELSDÓTTIR

ÞÓRDÍS JÓELSDÓTTIR Þórdís Jóelsdóttir húsfreyja fæddist 15. febrúar 1916 á Sælundi í Vestmannaeyjum. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Októvía Einarsdóttir húsfreyja, f. 22.10. 1880 að Steinum undir Eyjafjöllum, d. 31.12. 1929, og Jóel Eyjólfsson útgerðarmaður, f. 3.11. Meira
27. júlí 1996 | Minningargreinar | 118 orð

Þórdís Jóelsdóttir Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af

Elsku Dísa amma. Nú ertu komin til afa og við vitum að þar líður þér vel. Við viljum þakka þér fyrir allar samverustundirnar sem við höfum átt, bæði í Eyjum og í bústaðnum. Minningarnar eru margar og góðar og við þökkum fyrir að hafa fengið að vera með þér. Það er með sárum söknuði sem við kveðjum þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði elsku besta amma okkar. Meira

Viðskipti

27. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 296 orð

Allt efni sent um símalínur

ÁKVEÐIÐ hefur verið að prenta hið sameinaða blað Dags og Tímans samtímis í Dagsprenti á Akureyri og Ísafoldarprentsmiðju í Reykjavík. Verður það gert til að auðvelda dreifingu blaðsins og tryggja að það berist í hendur kaupenda snemma morguns. Meira
27. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 190 orð

Bankalán jukust um 5 milljarða

SKULDIR heimilanna við banka, sparisjóði og innlánsdeildir kaupfélaga jukust um tæplega 4,9 milljarða á fyrri helmingi ársins eða um 8,1%. Námu skuldirnar alls um 65 milljörðum í lok júní, en þar af voru tæpir 15 milljarðar íbúðalán en 50 milljarðar annað. Meira
27. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 241 orð

Góð afkoma IBM styrkir stöðu verðbréfa

BETRI afkoma IBM en sérfræðingar höfðu búizt við varð til þess að hlutabréf hækkuðu í verði í New York á fimmtudag og hefur dregið úr áhyggjum manna í Wall Street af afkomu stórfyrirtækja. Dow Jones vísitalan hækkaði um 67.32 punkta, eða 1,6%, í 5422.01 punkta. Nasdaq vísitalan hækkaði um 20.02 punkta, eða 1,92%, í 1062.39. Verð skuldabréfa hækkaði og gengi dollars lækkaði. Meira
27. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 114 orð

Hagnaður Porsche tífaldast

HAGNAÐUR sportbílaframleiðandans Porsche hefur tífaldazt þar sem tekizt hefur að draga úr kostnaði. Að sögn Porsche var hagnaður á seinni helmingi reikningsársins 1995/96 meiri en á fyrri helmingi þegar hann nam 10.3 milljónum marka þannig að hagnaðurinn á reikningsárinu í heild nemur ríflega 20 milljónum marka. Hagnaður fyrirtækisins árið á undan var aðeins 2.1 milljón marka. Meira
27. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Koparverð hækkar á ný

VERÐ á kopar komst í yfir erfiðan þröskuld á fimmtudag og hafði ekki verið hærra í fimm vikur. Ástæðurnar voru minna framboð og erfiðleikar í viðræðum við koparnámumenn í Nýju Mexíkó. Á málmmarkaðnum í London komst verð á kopar í yfir 1970 dollara tonnið í framvirkum samningum og seldist hæst á 1995 dollara. Verðið fór síðan í yfir 2000 dollara í viðskiptum eftir lokun. Meira
27. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 229 orð

Kostnaður við breytingar 235 milljónir

GENGIÐ hefur verið frá samningum við verktakafyrirtækið Ármannsfell hf. um að það sjái um framkvæmdir vegna fyrirhugaðra breytinga í Borgarkringlunni auk byggingar göngubrúar á milli Húss verslunarinnar og Kringlunnar. Verksamningurinn hljóðar upp á 235 milljónir króna, að því er fram kemur í frétt frá verkefnisstjórn Borgarkringlu. Meira
27. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Kúariða dregur úr vexti í Bretlandi

HAGVÖXTUR í Bretlandi var óvenjulítill á öðrum ársfjórðungi 1996 vegna ótta við kúariðu, en ráðamenn telja þó að vöxturinn muni aukast síðar á árinu. Verg landsframleiðsla (GDP) jókst um 0,4% á fjórðungnum þannig að hagvöxtur miðað við eitt ár minnkaði í 1,8% úr 1,9% á tímabilinu. Spáð hafði verið 0,6% hagvexti á fjórðungnum og 2,1% miðað við eitt ár. Meira
27. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Metsala tryggir hagstæða afkomu Alumax

Hagnaður bandaríska álfyrirtækisins Alumax á öðrum ársfjórðungi 1996 nam 83,1 milljón dollara, eða 1,77 dollurum á hlutabréf, samanborið við 39,2 milljónir dollara, eða 0,82 dollara á hlutabréf, á sama tíma 1995. Meira
27. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Risar semja um stafrænt sjónvarp

ÞÝZKI útgáfurisinn Bertelsmann og fjölmiðlajöfurinn Leo Kirch hafa leyst ágreining sinn um stafrænt sjónvarp og náð samkomulagi um samræmdan afruglara. Kirch sagði í yfirlýsingu að hann og Bertelsmann væru sannfærðir um að það sé í þágu viðskiptavina okkar og þróunar markaðar fyrir stafrænt áskriftarsjónvarp að bjóða upp á samræmdan afruglara og eins tæknikerfi. Meira
27. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 452 orð

Stefnt að því að afla 5 milljarða innanlands

LÁNASÝSLA ríkisins hefur nú selt ríkisverðbréf fyrir um 12,3 milljarða króna í kjölfar innlausnar á spariskírteinum frá 1986 að fjárhæð 17,3 milljarðar í byrjun júlí. Það sem upp á vantaði eða 5 milljarðar var greitt með erlendum skammtímalánum, en stefnt er að því að fjármagna innlausnina sem mest á innlendum markaði til þess að koma í veg fyrir þenslu innanlands af hennar völdum. Meira

Daglegt líf

27. júlí 1996 | Neytendur | 344 orð

30-50% afsláttur algengastur

ÞAÐ var ekki mikið um að vera í verslunum síðastliðinn miðvikudagsmorgun þegar rölt var á útsölur víða um bæ. Í Kringlunni eru verslunareigendur þegar farnir að lækka verðið enn frekar á útsöluvarningi. Að sögn forsvarsmanna hjá Kringlunni lýkur útsölunum þar formlega með götumarkaði 15.-17. ágúst næstkomandi en ýmsar verslanir taka þó fyrr upp haustvörurnar. Meira
27. júlí 1996 | Neytendur | 351 orð

60 tegundir á salatbarnum hjá Eika

"21 fet og 7 tommur af hollustu", segir Eiríkur Friðriksson matreiðslumeistari og bendir á stóran salatbar þar sem eru ótal grænmetistegundir, kartöflusalöt, heitur hrísgrjónaréttur, tvær súputegundir, fimm tegundir af grófu og fínu brauði, ávextir og sósur. Meira
27. júlí 1996 | Ferðalög | 159 orð

BORG OG STRÖND Í HAUST bjóða Sa

Í HAUST bjóða Samvinnuferðir/Landsýn ferðir þar sem hægt er að njóta bæði strandlífs og borgarlífs. Farið verður til Benidorm og Barcelona 2. og 9. september. Dvalið verður á Benidorm í 9 daga, síðan er flogið til Barcelona og gist í tvær nætur. Ferðin kostar 50.850 kr. á mann, ef tveir eru í íbúð með einu svefnherbergi á Benidorm, og er þá gisting í Barcelona o.fl.innifalið. Meira
27. júlí 1996 | Neytendur | 140 orð

Greitt með einkakorti Esso

PÓSTGÍRÓ hefur gert samning við Olíufélagið Esso um að gíróreikningshafar geta tekið út vörur og þjónustu með einkakorti Esso á bensínstöðvum og í hraðbúðum Esso um land allt. Úttektir verða skuldfærðar af póstgíróreikningi. Engin færslugjöld þarf að greiða af úttektum né stofngjald vegna kortsins. Meira
27. júlí 1996 | Neytendur | 83 orð

Indónesísk húsgögn í Hagkaup

Í gær, föstudag, hófst sala á indónesískum húsgögnum hjá Hagkaup í Kringlunni. Um er að ræða nokkuð magn af borðstofuborðum, stólum, sófaborðum, speglum, kistlum, bekkjum, glerskápum, skápum, kommóðum og lampaborðum. Húsgögnin eru úr mahóní eða tekki. Til að gefa lesendum hugmynd um verð þá kosta sófaborð með skúffum 19.900 krónur, bókaskápar eru á 28. Meira
27. júlí 1996 | Neytendur | 200 orð

Íslenskar kartöflur á 79 eða 235 kr. kílóið!

ÍSLENSKAR kartöflur eru á mismunandi verði þessa dagana og augljóslega nokkur titringur á markaðnum. Kílóið af Premier kartöflum var á mismunandi verði í gær eða allt frá 79 krónum og upp í 235 krónur. Það var því hægt að kaupa þrjú kíló á einum staðnum fyrir 237 krónur en kíló á þeim næsta á 235 krónur. Meira
27. júlí 1996 | Neytendur | 53 orð

Púlsmælar

NÝLEGA var hafinn innflutningur á svokölluðum Vanguard púlsmælum. Púlsmælarnir eru meðal annars með næturljósi, þráðlausri púlsmælingu, klukku, vekjara-, og skeiðklukku, flautu sem lætur vita ef farið er út fyrir þjálfunarpúls, þeir eru vatnsþéttir og hægt að festa þá á hjól. Mælarnir fást í íþróttavöruverslunum og hjá úrsmiðum og kosta um 9.000 krónur. Meira

Fastir þættir

27. júlí 1996 | Í dag | 28 orð

2. a) Hvenær sendirðu mér blóm síðast? b) Tónlistarmenn senda ekk

2. a) Hvenær sendirðu mér blóm síðast? b) Tónlistarmenn senda ekki blóm, og við dönsum ekki heldur... Þú gætir gert það. c) Að dansa? ­ Nei, að senda blóm. Meira
27. júlí 1996 | Dagbók | 2698 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 26. júlí til 1. ágúst er Garðs Apótek, Sogavegi 108, opið alla nóttina, en Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, er opið til22. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
27. júlí 1996 | Í dag | 42 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sjötugur verður á morgun

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sjötugur verður á morgun, sunnudaginn 28. júlí, Ingvar Einarsson, yfirdeildarstjóri, Hraunbraut 27, Kópavogi. Eiginkona hans er Anna Gissurardóttir. Þau taka á móti gestum í safnaðarheimilinu Borgum við Kópavogskirkju í dag, laugardaginn 27. júlí, á milli kl. 16 og 19. Meira
27. júlí 1996 | Í dag | 32 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí sl. í Hjallakirkju í Kópavogi af sr. Bryndísi Möllu Aðalheiður Una Narfadóttir og Bjarni Þór Hjartarson. Heimili þeirra er í Efstahjalla 25, Kópavogi. Meira
27. júlí 1996 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Ólafía Hreiðarsdóttir og Magnús Pálsson. Heimili þeirra er á Hjallabraut 9, Hafnarfirði. Meira
27. júlí 1996 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni María Krista Hreiðarsdóttir og Börkur Jónsson.Heimili þeirra er í Bröttukinn 29, Hafnarfirði. Meira
27. júlí 1996 | Dagbók | 476 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
27. júlí 1996 | Fastir þættir | 813 orð

Hið fágaða hand- bragð Boulle Skreytilistamaðurinn André Charles Boulle var uppi á árunum 1642-1732. Sigríður Ingvarsdóttir

ÁRIÐ 1685 neyddust margir listiðnaðarmenn sem voru mótmælendur til að flýja Frakkland og misstu Frakkar álitlegan hluta þeirra faglærðu handverksmanna, sem hafði kostað þá mikla baráttu að koma upp, en keppinautarnir tóku hinum landflótta mönnum opnum örmum. Það voru einkum England, Þýskaland og Niðurlönd sem nutu góðs af trúarofstæki Lúðvíks XIV að þessu leyti. Meira
27. júlí 1996 | Fastir þættir | 930 orð

Hús skáldkonunnar Ferðamenn sem komið hafa til olympíuborgarinnar Atlanta hafa oft furðað sig á því að þar er ekkert sem minnir

ÞEGAR gert hafði verið heyrinkunnugt hverjir voru tilnefndir til Óskarsverðlauna í ár kom í ljós að enginn þeldökkur leikari var þar á meðal. Margir urðu til að gagnrýna það. Fór þar fremstur í flokki prédikarinn Jesse Jackson, Meira
27. júlí 1996 | Fastir þættir | 822 orð

Hvers vegna er fólk svona forvitið?

Forvitni Spurning: Tengdamóðir mín er ákaflega forvitin kona. Ég á bágt með að þola hnýsni hennar um allt sem gerist í fjölskyldu okkar. Hvað veldur þessari áráttu? Svar: Oft er talað um forvitni í neikvæðri merkingu, eins og hér er gert, og vísar þá venjulega til þess hvernig fólk ber sig að við að svala forvitni sinni. Meira
27. júlí 1996 | Fastir þættir | 819 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 859. þáttur

859. þáttur Í merku og mjög vinsamlegu bréfi frá Sigursteini Hersveinssyni koma enn fram upplýsingar um orðið sjálfbær, sjá þætti 853 og 857. Það er sem sagt fram komið að til eru sjálfbærar kýr. Orðlengjum þetta ekki, en gefum með þökkum Sigursteini orðið: "Ég þakka fróðlegt svar við spurningu minni um orðið "sjálfbær". Meira
27. júlí 1996 | Í dag | 211 orð

JEFF Meckstroth stóð sig betur en Zia Mahmood í spili dagsins, sem er frá lan

JEFF Meckstroth stóð sig betur en Zia Mahmood í spili dagsins, sem er frá landsliðskeppni tveggja sterkustu sveita Bandaríkjanna í vor. Báðir voru í vestur, í vörn gegn fjórum spöðum. Vestur gefur; allir á hættu. D6 G105 D952 9542 73 K98763 K876 K 985 ÁD4 103 DG1076 ÁKG1042 2 ÁG4 Á83 Meira
27. júlí 1996 | Í dag | 533 orð

LDREI hefur leikið neinn vafi á að varahlutir í bíla eru

LDREI hefur leikið neinn vafi á að varahlutir í bíla eru dýrari hjá bílaumboðunum en annars staðar. Víkverji er hins vegar, eftir síðustu viðskipti sín við Heklu hf., steinhættur að botna í verðmyndun á varahlutum. Þannig var að Víkverja vantaði fyrir stuttu hjólkopp á Volkswagen-bílinn sinn. Meira
27. júlí 1996 | Í dag | 397 orð

Sammála Mumma í Mótorsmiðjunni ÉG VAR að hlusta á Mótorsmið

ÉG VAR að hlusta á Mótorsmiðjuna, eins og ég geri oft. Ég er svo innilega sammála Mumma varðandi félagsmálakerfið, því þeir í Mótorsmiðjunni eru búnir að vinna mjög gott starf með unglingum. Hvernig stendur á því að ríkissjóður og félagsmálakerfið styðja þá ekki? Tinda er búið að afmá (greinilega eru allir unglingar orðnir frelsaðir). Hvenær ætla þessar opinberu stofnanir, s.s. Meira
27. júlí 1996 | Dagbók | 320 orð

SPURT ER...

»Fyrsti Íslendingurinn verður brátt sendur í geiminn. Hann er verkfræðingur og flutti áttunda aldursári til Kanada. Það var árið 1953 og hann hefur ekki komið aftur til Íslands síðan. Hvað heitir maðurinn? »Hann er argentínskur rithöfundur og var uppi milli 1899 og 1986. Meira
27. júlí 1996 | Í dag | 281 orð

Stjörnuspá 27.7. Afmælisbarn dagsins: Þú færð mestu áorkað þegar þ

Stjörnuspá 27.7. Afmælisbarn dagsins: Þú færð mestu áorkað þegar þú getur sjálf/sjálfur ráðið ferðinni. Þér gengur vel í viðskiptum, en þú ættir ekki að ætlast til of mikils. Sættu þig við þann árangur, sem þegar hefur náðst. Þú nýtur mikilla vinsælda og vinahópurinn fer stækkandi. Meira
27. júlí 1996 | Í dag | 83 orð

STÖÐUMYND E Hvítur leikur og vin

STÖÐUMYND E Hvítur leikur og vinnurSTAÐAN kom upp á finnska meistaramótinu í sumar. Kari Pulkkinen (2.355) var með hvítt og átti leik, en Markus Yrjö Jouhki (2.250) hafði svart. 18. Rf5+! - gxf5 (Eftir 18. - Kf8 19. Rh6 fellur svarta peðið á f7) 19. Meira
27. júlí 1996 | Í dag | 53 orð

SYSTKINABRÚÐKAUP.

SYSTKINABRÚÐKAUP.Gefin voru saman 13. júlí sl. í Svalbarðskirkju af sr. Pétri Þórarinssyni Helga G. Eymundsdóttir og Helgi Snæbjarnarson til heimilis í Laugartúni 9, Svalbarðseyri, ogMarsibil Fjóla Snæbjarnardóttir ogNjáll Harðarson, til heimilis í Hrafnagilsstræti 10, Akureyri. Meira

Íþróttir

27. júlí 1996 | Íþróttir | 357 orð

200 M BAKSUNDKomin á spjöld sögunnar með Dawn Fraser frá Ástralíu Egerszegi sigurvegari í sömu grein á þrennum ÓL og fyrst

Ungverska stúlkan Krisztina Egerszegi náði ótrúlegri þrennu þegar hún sigraði í 200 metra baksundi í fyrrinótt. Hún var þrefaldur meistari á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 ­ sigraði í 100 og 200 metra baksundi og 400 metra fjórsundi ­ og hefur sigrað í 200 metra baksundinu á þrennum Ólympíuleikum í röð. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 168 orð

20 km ganga karla Klst. 1. Jefferson

Klst. 1. Jefferson Perez (Ekvador)1.20,07 2. Ilya Markov (Rússl.)1.20,16 3. Bernardo Segura (Mexíkó)1.20,23 4. Nick A'hern (Ástralíu)1.20,31 5. Rishat Shafikov (Rússl.)1.20,41 6. Aigars Fadejevs (Lettlandi)1.20,47 7. Mikhail Shchennikov (Rússl.)1. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 1204 orð

400 m hlaup kvenna UNDANRÁSIR 1. RIÐILL: 1. P

400 m hlaup kvenna UNDANRÁSIR 1. RIÐILL: 1. Pauline Davis (Bahamaeyjum)51.00 2. Svetlana Goncharenko (Rússl.)51.07 3. Phylis Smith (Bretl.)51.29 4. Renee Poetschka (Ástralíu)51.55 5. Dora Kyriakou (Kýpur)52.09 6. Grace Birungi (Úganda)53.12 7. A. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 447 orð

5.000 M HLAUP Hætti eftir keppni fyrir tólf árum með tilheyrandi táraflóði Slaney snýr til baka

Hún er 38 ára gömul og er á meðal keppenda í fjórða sinn á Ólympíuleikum, en eigi að síður eru tólf ár liðin frá því hún var með síðast. Þá meiddist hún í 3.000 metra hlaupi eftir að hafa lent í árekstri við hina afrísku Zola Budd og varð að hætta keppni með tilheyrandi táraflóði. Nú er hætt að keppa í þeirri grein og Slaney hefur lagað sig að því og unnið sér keppnisrétt í 5. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 437 orð

50 M SKRIÐSUNDIRússinn Alexander Popov einstakur á sínu sviði Frægur, frá- bær og jafn- vel goðsögn

Rússinn Alexander Popov varði ólympíutitilinn í 100 metra skriðsundi fyrr í vikunni og sama var uppi á teningnum í 50 metra skriðsundi í fyrrinótt en engum hefur tekist að verja þessa titla nema "rússnesku rakettunni" sem er heimsmeistari í báðum greinum. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 353 orð

800 M SKRIÐSUND"Janet verður alltaf drottning langsundanna," sagði Bennett Prinsessan í sæti drottningarinnar

Brooke Bennett, sem er 16 ára, hélt merki Bandaríkjanna á lofti í 800 metra skriðsundi og fylgdi í fótspor Janet Evans, sem á heimsmetið og sigraði í greininni á Ólympíuleikunum 1988 og 1992. Prinsessan tók við gullinu en drottningin, sem á heimsmetið, lenti í sjötta sæti í síðustu keppni sinni. "Janet verður alltaf drottning langsundanna," sagði Bennett. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 757 orð

800 m skriðsund kvenna: ÚRSLIT

800 m skriðsund kvenna: ÚRSLIT 1. Brooke Bennett (Bandar.)8.27,89 2. Dagmar Hase (Þýskal.)8.29,91 3. Kirsten Vlieghuis (Hollandi)8.30,84 4. Kerstin Kielgass (Þýskal.)8.31,06 5. Irene Dalby (Noregi)8.38,34 6. Janet Evans (Bandar.)8.38,91 7. Carla Louise Geurts (Hollandi)8.40,43 8. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 139 orð

Ber er hver að baki nema...

ÞEIR bræður Michael og Marcus Gier frá Sviss þykja einhverjir sterkustu ræðarar heims og um þessar mundir taka þeir þátt í róðrarkeppni Ólympíuleikanna í Atlanta. Gier-bræðurnir þykja mjög sigurstranglegir í sinni grein á leikunum en sambúðin gengur þó ekki áfallalaust fyrir sig því eftir að hafa búið saman, æft saman, Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

BIRGIR Leifur Hafþórsson

BIRGIR Leifur Hafþórsson, verðandi Íslandsmeistari, lenti í fyrsta sinn í sandglompu á 15. brautinni í gær, en hann sagði í fyrradag að hann óttaðist jafnvel að eitthvað hræðilegt gerðist þegar hann færi loks í glompu. En áhyggjur hans voru óþarfar því glompuhögg hans var frábært, boltinn stoppaði fet frá. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Davíð lék best

DAVÍÐ Viðarsson, sautján ára piltur úr GS sigraði með fimm höggum í 2. flokki karla, lék mjög vel í gær og kom inn á 77 höggum. Davíð lék á 317 höggum alls en Andri Geir Viðarsson frá Dalvík varð í öðru sæti á 322 höggum, lék á 81 höggi í gær. Þriðji varð Björn Halldórsson úr GKG á 326 höggum, en hann lék á 82 höggum í gær. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 309 orð

Einliðaleikur í tennis Karlar: 2. umfer

Einliðaleikur í tennis Karlar: 2. umferð: Leander Paes (Indlandi) vann Nicolas Pereira (Venezuela) 6-2 6-3 1-Andre Agassi (Bandar.) vann Karol Kucera (Slóvakíu) 6-4 6-4 Todd Woodbridge (Ástralíu) vann Tim Henman (Bretl. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 377 orð

Engar dylgjur og ásakanir

Alþjóða ólympíunefndin, IOC, beindi þeim tilmælum til fjölmiðla og annarra að hætta ásökunum og dylgjum um meinta lyfjamisnotkun og áréttaði að mannréttindi giltu um íþróttafólk eins og annað fólk. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 96 orð

Fellur met Beamons?

"ÞEIR reyna eflaust sitt besta til að slá met mitt," segir Bob Beamon sem á elsta Ólympíumetið í frjálsíþróttum, en það er fyrrum heimsmet hans í langstökki, 8,90 metrar. Það setti hann í Mexíkó haustið 1968 og er ennþá næst lengsta löglega stökk sögunnar, enda sagt á sínum tíma að Beamon hefði stökkið inn í næstu öld. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 450 orð

FIMLEIKARVonbriðgi hjá bandarísku fimleikastúlkunum í fjölþraut Heimsmeistarinn Stóð undir nafni

LILIA Podkopayeva, Úkraínu, stóð undir nafni sem heimsmeistari í fimleikum þegar kom að æsispennandi fjölþrautarkeppni í fyrrkvöld þar sem saman voru komnar 36 fimustu konur heimsins. Eins og í karlaflokknum var keppni mjög jöfn og fyrir lokagreinina voru fimm stúlkur svo til jafnar. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 2562 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIRÞað var ekki

FRJÁLSÍÞRÓTTIRÞað var ekki erfitt að finna Íslendingana ­ íslenski fáninn hékk í einum glugganum 400 M GRINDAHLAUPGuðrún hefur verið við nám í háskólanum í Athens TUGÞRAUT Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 117 orð

Fyrsta gull Úkraínu

LILIA Podkopayeva 17 ára gömul stúlka frá Úkraínu bar sigur úr býtum í fjölþraut kvenna í fyrrakvöld, fékk 39,255 stig fyrir þrautirnar fjórar. Þar með vann Úkraína sín fyrstu gullverðlaun í fimleikum á Ólympíuleikum og Podkopayeva hefur möguleika á að bæta í safnið er keppni fer fram á einstökum áhöldum á sunnudaginn. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 62 orð

Fyrstu verðlaun Ekvador frá upphafi

Fyrstu verðlaun Ekvador frá upphafi GÖNGUGARPURINN Jefferson Perez tryggði þjóð sinni Ekvador fyrstu verðlaun á ÓL frá upphafi þegar hann sigraði í 20 kílómetra göngu karla í Atlanta í gær. Perez kom í mark við gríðarlegan fögnuð viðstaddra á tímanum 1.20,07, Rússinn Ilya Markov varð annar á 1. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

GOLFKeppnin í meistaraflokkunum er um annað sætið Karen og Birgir Leifur með 11 högga forskot

ÖLL spenna, hafi hún í rauninni einhvern tímann verið til staðar, er nú farin úr keppninni um Íslandsmeistaratitil karla og kvenna. Birgir Leifur Hafþórsson úr Leyni og Karen Sævarsdóttir úr GS eiga hvor um sig ellefu högg á næstu kylfinga og ekkert virðist komu í veg fyrir að þau tapi þessu mikla forskoti. Ég er mjög sáttur við þennan hring. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 272 orð

Golf Landsmótið Haldið í Vestmannaeyjum.

Landsmótið Haldið í Vestmannaeyjum. Meistaraflokkur: Birgir Leifur Hafþórsson, GL 696473206 Björgvin Þorsteinsson, GA 717076217 Þorsteinn Hallgrímsson, GV 707474218 Hjalti Pálmason, Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 187 orð

Gull fyrir dauð- vona föður

Khalid Skah, Ólympíumeistari í 10.000 metra hlaupi fyrir fjórum árum, segist vera staðráðinn í að sigra á ný í Atlanta og gefa föður sínum verðlaunapeninginn. "Faðir minn er með krabbamein og er dauðvona. Þess vegna ætla ég að leggja mig allan fram og sigra í Atlanta og svo vonast ég til að geta hitt hann áður en hann kveður til gefa honum gullverðlaunapeninginn," sagði Skah. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 74 orð

Helgi Sigurðsson til Tennis Borussia Berlín

HELGI Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem hefur verið í herbúðum Stuttgart undanfarin ár, hefur fært sig um set í Þýskalandi. Helgi hefur gert tveggja ára samning við 2. deildarliðið Tennis Borussia Berlín, sem varð í efsta sæti í norðausturdeild 3. deildar sl. keppnistímabil. Sigurður Grétarsson, þjálfari Vals, hefur leikið með liðinu. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 113 orð

Knattspyrna

Laugardagur: 3. deild karla: Fjölnisv.:Fjölnir - Þróttur N.kl. 14 4. deild: Ásvellir:Haukar - Víkingur Ó.14 Vestm'eyjar:Smástund - Skotfél. Rvk.14 Ísafjörður:BÍ - Geislinn14 Fáskrúðsfj.:Leiknir - Einherji14 2. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 72 orð

Knattspyrna 3. deild: Höttur - Reynir S.3:1 Sigurður Valur Árnason 2, Sigurður Magnússon - Marteinn Guðjónsson. Víðir -

3. deild: Höttur - Reynir S.3:1 Sigurður Valur Árnason 2, Sigurður Magnússon - Marteinn Guðjónsson. Víðir - Dalvík0:1 - Örvar Eiríksson. Grótta - Selfoss3:4 Kristinn Kærnested 2, Börkur Eðvaldsson - Valgeir Reynisson 2, Jóhann Snorrason, Sævar Þór Gíslason. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 553 orð

KNATTSPYRNABrasilía, Mexíkó, Nígeríua og Ghana í 8-liða úrslit Rafmögnuð spenna

Riðlakeppninni í knattspyrnu á Ólympíuleikunum í Atlanta lauk í fyrrinótt og voru það heimsmeistararnir frá Brasilíu, Mexíkóbúar, Nígeríumenn og Ghanabúar, sem tryggðu sér sætin fjögur í 8-liða úrslitunum úr C og D-riðlum en áður höfðu komist áfram í keppninni Argentínumenn, Portúgalir, Spánverjar og Frakkar. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 569 orð

KNATTSPYRNAUndanúrslit Bikarkeppni KSÍ fara fram á morgun Fjórir í banni hjá Þór

Skemmst er að minnast stórleiks 1. deildar karla í knattspyrnu á dögunum þegar mættust í Vesturbænum bikarmeistarar KR-inga og Íslandsmeistarar Skagamanna þar sem þeir fyrrnefndu höfðu sigur 1:0. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 623 orð

LANGHLAUP1980 var Gebreselassie sjö ára piltur hugfanginn í moldarkofa í Eþíópíu Ætlar að leika afrek Yifters eftir

EÞÍÓPÍUMAÐURINN Haile Gebreselassie fæddist í moldarkofa á lítilli landareign fátækra foreldra sinna fyrir 23 árum. Nú er þessi lágvaxni hlaupagarpur hins vegar í hópi ríkustu manna landsins en það getur hann þakkað undraverðum árangri á hlaupabrautinni. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 150 orð

LILIA Podkopayeva

LILIA Podkopayeva er fyrsti heimsmeistarinn í fjölþraut kvenna sem nær því að verða ólympíumeistari í fjölþraut á sama tíma, síðan landi hennar Ludmilla Turischeva tókst það í M¨unchen. RÚMENSKA fimleikalið kvenna kvartaði yfir hávaða í áhorfendum meðan á liðakeppninni stóð. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 182 orð

Margir reyna við tvennu

NOKKRIR afburðagóðir íþróttamenn munu freista þess að vinna gulltvennu í Atlanta. Fleiri eru tilkvaddir en útvaldir. Bandaríkjamaðurinn Michael Johnson reynir við tvennu í 200 og 400 metra hlaupum, Merlene Ottey Jamæku í 100 og 200 metrum, Frankie Fredericks Namibíu, Mike Marsh Bandaríkjunum og Ato Boldon Trinidad í 100 og 200 metrum. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 75 orð

Miðasalan fram úr áætlunum

MIÐASALA á keppni ÓL í Atlanta er orðin meiri en áætlað var. Búið að selja um 95% miða, sem fóru í umferð. Kostnaðaráætlun leikanna hljóðar upp á 1,7 milljarða dollara og var gert ráð fyrir að selja miða fyrir 458 milljónir dollara. Því takmarki hefur verið náð, meira en 8,4 milljónir miða hafa verið seldir fyrir sem samsvarar um 27% kostnaðaráætlunar. 274. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 443 orð

MIKA Halvari

MIKA Halvari silfurverðlaunahafi í kúluvarpi á HM í fyrra var einn þeirra sem ekki komst í úrslit í kúluvarpi. Hann kastaði 19,37 metra, varð þrettándi en það þurfti að varpa 19,39 metra til að komast í úrslit. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 217 orð

Rokk og ról á lokahátíðinni

HINN heimsfrægi rokkari, Little Richard, mun troða upp á lokaathöfn Ólympíuleikanna í Atlanta. Richard er nú orðinn 63ja ára gamall en er enn í fullu fjöri. Þessi afi rokksins mun spila fyrir þrjá og hálfan milljarð manna, en það hefur hann aldrei gert áður. Vafalaust fá áheyrendur að heyra gamla slagara eins og "Good Golly Miss Molly" og "Tutti Frutti. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 151 orð

Síðasti biti Jacksons

SIGUR á Ólympíuleikum er síðasti bitinn í púsluspili mínu," sagði heimsmethafinn í 110 metra grindahlaupi, Bretinn Colin Jackson, við komuna til Atlanta í vikunni. "Þegar hann er í höfn get ég hætt. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 125 orð

Skagamenn til Moskvu

"ÞETTA var í rauninni hræðilegt áfall og mér líst mjög illa á dráttinn," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, eftir að Íslandsmeistararnir drógust gegn rússneska liðinu CSKA Moskva í Evrópukeppni félagsliða. "Ég veit sama og ekkert um þetta lið annað en að það hefur innan sinna raða eitthvað af landsliðmönnum og því hefur gengið nokkuð vel á alþjóðlegum vettvangi síðustu ár. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 616 orð

SUNDMikill og góður efniviður á Íslandi, segir J¨urgen Ohk Elín bætti sig ekki, náði EM-lágmarki

ELÍN Sigurðardóttir varð í 37. sæti af 55 keppendum í 50 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í gærmorgun. Synti á 26,90 sek. en Íslandsmet hennar frá því í vor er 26,79 sek. Hún náði sem sagt ekki að bæta sig, eins og hún ætlaði, en náði hins vegar lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið á næsta ári en það var 27,01. Elín synti á 6. braut í 3. riðli. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 170 orð

UEFA-drátturinn Dregið var í undanke

Dregið var í undankeppni UEFA í gær: Kosice (Slóvakíu) - Celtic (Skotlandi) Legia Warsaw (Póllandi) - Haka RY (Finnlandi) Rapid Búkarest (Rúmeníu) - Sofía (Búlgaríu) Sliema Wanderers (Malta) - Óðinsvé (Danmörku) Heraklis Thessaloniki (Grikklandi) - Apoel Nicosia (Kýpur) Zagreb (Króatíu) - Spartak Moskva (Rússlandi) Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 173 orð

Ungverjinn kom á óvart

Attila Czene frá Ungverjalandi kom á óvart þegar hann sigraði í 200 metra fjórsundi en finnski heimsmeistarinn Jani Sievinen þótti sigurstranglegastur. Czene rétt náði inn í úrslitin, var í sjöunda sæti í riðlakeppninni og synti því á fyrstu braut. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 115 orð

Van Almsick fer í frí

Van Almsick fer í frí ÞÝSKA sundkonan Franziska van Almsick ætlar að hvíla sig á sundinu í sex mánuði. "Ég fer ekki í laugina fyrr en í desember en ætla að snúa mér að öðrum íþróttum þangað til. Sundmaður verður að leggja mikið á sig og æfa daglega en getur ekki verið í neinu öðru vegna hættu á að meiðast. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 71 orð

Wrencher til KR

Wrencher til KR BANDARÍSKI körfuknattleiksmaðurinn Champ Wrencher, sem lék með Þór frá Þorlákshöfn í 1. deildinni síðasta keppnistímabil, skrifaði á miðvikudag undir eins árs samning við úrvalsdeildarfélag KR. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 623 orð

ÞRÍSTÖKKPrestsonurinn treystir á að guð aðstoði sig er á hólminn kemur EDWARDS

"AÐ SJÁLFSÖGÐU yrði það mér vonbrigði að sigra ekki í þrístökkskeppni Ólympíuleikana. En ég geng til keppni sann- færður um að Guð muni veita mér styrk til að verða í fremstu röð," segir heimsmethafinn í þrístökki karla, Bretinn Jonathan Edwards. Hann er maðurinn sem heimsbyggðin horfði til í fyrra er hann stökk í tvígang yfir 18 metra á HM í Gautaborg og bætti heimsmetið um 32 sentimetra. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

GUÐMUNDUR Bragason, fyrirliði Íslandsmeistaranna frá Grindavík og fyrirliði íslenska landsliðsins í körfuknattleik, leikur væntanlega á Englandi næsta vetur ­ með London Tower frá London. Auk hans eru 3 bandarískir leikmenn með liðinu en lið í Englandi mega leika með 5 erlenda leikmenn. Guðmundur Bragason staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 139 orð

(fyrirsögn vantar)

Körfuknattleikur kvenna A-RIÐILL Brasilía - Japan100:80 Maria Paula Silva 25, Janeth Arcain 17, Marta De Sooza Sobral 21, Alessandra Oliveira 20 - Aki Ichijo 16, Hagiwara 12 Kína - Kanada61:49 Haixia Zheng 19, Jun Liu 12, Dongmei Li 6 - Beverly Smith 8, Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 122 orð

(fyrirsögn vantar)

KARLAR Riffilskotfimi karla Skotið af 25 metra færi: ÚRSLIT 1. Raif Schumann (Þýskal.) 698,02. Emil Milev (Bulgaria) 692,13. Vladimir Yokhmyanin (Kaz.) 691,54. Krzysztof Kucharczyk (Pólland) 690,55. Meng Gang (Kína) 687,16. Ghenadie Lisoconi (Moldóva) 687,07. Lajos Palinkas (Ungverjal.) 685,98. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 229 orð

(fyrirsögn vantar)

KARLAR 470-bátar Staðan eftir tvær umferðir: 1. Úkraína4,00 (Yevhen Braslavets, Ihor Matviyenko) 2. Ítalía13,00(Matteo Ivaldi, Michele Ivaldi) 3. Svíþjóð13,00(Marcus Westerland, Henrik Wallin) 4. Portúgal15,00(Vitor Rocha, Nuno Barreto) 5. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuter Allt á hvolfiTYRKINN Bktas Demirel heldur hér Suður-KóreumanninumLee Song-Hoon í nokkuð vonlítilli stöðu. Það dugði þó ekkitil því Kóreumaðurinn vann Tyrkjann í viðureigninni. Meira
27. júlí 1996 | Íþróttir | 274 orð

(fyrirsögn vantar)

Borðtennis karla: Einliðaleikur karla 1. umferð: Tao Wang (Kína) vann Paul Mutambuze (Úganda) 21-11 21-14 Dany Tsiokas (Grikkl.) vann Danny Heister (Hollandi) 21-16 21-15 Jean-Michel Saive (Belgíu) vann Dukhail Alhabashi (Kúvæt) 21-12 21-12 Vasile Florea (Rúmeníu) vann Peter Franz (Þýskal. Meira

Úr verinu

27. júlí 1996 | Úr verinu | 121 orð

Rækjan rannsökuð

NÚ STENDUR yfir árlegur rækjuleiðangur Hafrannsóknastofnunar, en megin markmið hans eru stofnmælingar á rækju. Leiðangurinn er farinn á tveimur skipum, Árna Friðrikssyni og Dröfn. Leiðangursstjóri er Unnur Skúladóttir og er hún um borð í Dröfn, en ferðinni um borð í Árna stjórnar Stefán Brynjólfsson. Meira
27. júlí 1996 | Úr verinu | 313 orð

Úthafskarfastofninn um 1,6 milljónir tonna

NIÐURSTÖÐUR úr úthafskarfaleiðangri Hafrannsóknastofnunnar, Þjóðverja og Rússa sýna að úthafskarfastofninn sé nú um 1,6 milljónir tonna. Það er mun minna en mældist í síðasta leiðangri en vegna sérstakara aðstæðna í hafinu er talið að um vanmat sé að ræða. Meira

Lesbók

27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2557 orð

AÐ VERA KARL, EÐA KONA ­ÞARNA ER EFINN...

NÚ þegar leiklistarlífið á Íslandi er svo að segja á milli vita, síðasta leikári stóru leikhúsanna lokið og nýtt óhafið, er við hæfi að líta aðeins um öxl og reyna að meta hvaða heildaráhrif sitja eftir í huga áhorfandans. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 117 orð

ANNÁLL

1976. Tvö sæluhús byggð. Annað reist á Emstrum. 1977. September. Hús reist í Hrafntinnuskeri. 1978. Gönguleiðin frá Landmannalaugum að Hrafntinnuskeri stikuð. Göngubrú I (18 m löng) byggð á Fremri-Emstruá. Fór í flóði 25. ágúst 1988. 1979. Gönguhúsin reist við Álftavatn. Gönguleiðin Hrafntinnusker- Þórsmörk stikuð. 1981. Göngubrú I sett á Ljósá. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 398 orð

AUSTURSTRÆTI

Þar sem að Skálinn forðum var þingstaður fjöldans "makka" nú hvítklæddir krakkar brasaðan Dónald í brauði. Á móti velkir Valdi í sínum lúkum pylsum með öllu og selur á kostakjörum. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 870 orð

Á BARMI VITFIRRINGAR

Dmitri Sjostakovitsj: Lækurinn tæri (The Limpid Stream). Kgl. fílharmóníuhljómsveitin í Stokkhólmi undir stj. Gennady Rozhdestvensky. Chandos CHAN 9423. Upptaka: DDD, Stokkhólmi 6/1995. Lengd: 68:31. Verð: 1.399 kr. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1262 orð

BJARNI OG MARÍA EFTIR GÍSLA JÓNSSON Bjarni vísar til þeirrar óskar að hreysti bjarnarins fylgi nafninu. María er hinsvegar

Bjarni er fornt norrænt nafn, afar algengt í Noregi og á Íslandi, einkum fyrr meir hér á landi, sem síðar sést. Dýrsheitið björn er talið merkja hinn brúni. Björninn var sterkur, og þegar maður er nefndur eftir þessu dýri, má ætla að í nafngiftinni felist óskin um að sá, sem nafnið þiggur, megi búa yfir styrk bjarnarins. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 42 orð

Breytt dagskrá

AF óviðráðanlegum ástæðum falla niður fyrirlestrar og ljósmyndasýningar bandaríska ljósmyndarans Jeffrey Hunters, sem vera áttu 28. júlí, 11., 18. og 25. ágúst. Þess í stað verður sýnd kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar "Á köldum klaka" kl. 20 nk. sunnudag 28. júlí. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 74 orð

Brindisi allur

ÍTALSKI listmálarinn og listaverkasafnarinn Remo Brindisi lést í svefni aðfaranótt miðvikudags á heimili sínu skammt frá Ferrara á Norður-Ítalíu. Brindisi var 78 ára og einn af þekktustu listamönnum Ítalíu. Á yngri árum aðhylltist hann expressjónisma í verkum sínum en færðist nær súrrealisma er árin liðu. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 253 orð

Efni

Í Skálholti eru nú haldnir sumartónleikar í tuttugasta og fyrsta skipti."Sá mjói vísir, sem hinir fyrstu sumartónleikar voru, hefur vaxið svo að nú eru Sumartónleikar í Skálholtskirkju orðnir að virtri menningarstofnun á meðal okkar," segir Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í inngangsorðum að riti, Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 127 orð

FANNHVÍTUR AKUR

Í fannhvítri fífubreiðu leiðast systkin í lopaleistum og svörtum gúmmískóm. Hann snoðklipptur ­ hún með lokka í mittisstað. Handan við mýrina vaggar Sæborgin með karla í köflóttum skyrtum. Þeir taka í nefið og tala um "andskotans bræluna". Líka pabbi sem bíður í brúnni með rúsínur í dós og karamellur í glæru bréfi. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 127 orð

Flugeldar við orgelið

FJÓRÐU orgeltónleikarnir í tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið verða annað kvöld klukkan 20:30 í Hallgrímskirkju. Á sunnudaginn var léku þau Fishell og Andrews og er nú röðin komin að breska orgelleikaranum Christopher Herrick. Hann mun í næstu viku hljóðrita 7. geisladiskinn í röðinni "Flugeldar, stórkostleg orgel heimsins. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 159 orð

Fólk líti sér nær

ÞRÍR nýútskrifaðir myndlistarmenn frá fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands opna sýningu í Listhúsi 39, Strandgötu 39 í Hafnarfirði, í dag kl. 16. Listamennirnir þrír eru Aðalsteinn Stefánsson, sem sýnir verk með ljósi, Hjörtur Hjartarson, sem sýnir verk unnin úr gúmmíi, og Þóroddur Bjarnason, sem vinnur verk sín með pokaspartli. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 170 orð

FUNDIÐ ER ÁÐUR ÓÞEKKT KVÆÐI BÓLU-HJÁLMARS

ÁÐUR ÓÞEKKT kvæði eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu kom nýlega í leitirnar en það fjallar um dvöl Grettis Ásmundarsonar í Drangey. Nefnist kvæðið Um hreystiverk Grettis sterka og er í 24 erindum sem öll ríma saman. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 976 orð

FÝSNIN TIL FRÓÐLEIKS OG SKRIFTA

FLESTIR þekkja dæmi um ungt fólk, sem margt er vel gefið á einhvern hátt, en ætti fremur að fara í verklegt nám en bóklegt og mundi njóta sín betur þar. En það er oft fyrir misskilinn metnað foreldranna að reynt er að ýta unglingunum út á bóknámsleiðina. Þegar verst lætur verður útkoman aðeins tímaeyðsla og vonbrigði. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 54 orð

Herian sýnir

"STILL-LIFE drawings - an exhibition for one day" er yfirskrift sýningar á verkum breska listamannsins Katrine Herian sem unnin er í Reykjavík. Verður hún opnuð í listamannaíbúðinni á Dyngjuvegi 8, Reykjavík, mánudaginn 29. júlí kl. 17 en verður jafnframt opin þriðjudaginn 30. júlí frá kl. 14 til 17. VERK eftir Katrine Herian. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1105 orð

Í HÚSI FIÐLARANS

ITZHAK Perlman þarf varla að kynna fyrir unnendum sígildrar tónlistar enda hefur hann verið í fremstu röð fiðluleikara frá unga aldri. Hann er fæddur og alinn upp í Ísrael og þar vandist hann við tónlistarhefð sem átti síðar eftir að hverfa að mestu leyti, svonefnda klezmer-tónlist, tónlist jiddískumælandi gyðinga frá Austur- og Mið-Evrópu, Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 739 orð

KRASSANDI HLJÓMAR HJÁ BACH

UM HELGINA flytur Bachsveitin í Skálholti, ásamt einsöngvurunum Margréti Bóasdóttur og Ólafi Kjartani Sigurðssyni, tvær kantötur eftir Bach undir stjórn Jaap Schröders fiðluleikara, en hann mun að auki leika einleik á fiðlu. Kantötuformið má rekja til fyrstu áratuga 17. aldar á Ítalíu, en á barokktímanum var kantatan meðal algengustu tónlistarforma sem notuð voru. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 207 orð

MANNTAL Á HÆLI

Hin fornlega Guðrún af fólkinu á bænum er elst; skárri er það seigja, að hún skuli ekki deyja; við prjónana og bænirnar kulvísu kellunni dvelst. Í fyrndinni þótti hún falleg og léttstíg og glöð; en rauðeygð og lotin að lífsgleði þrotin, nú getur hún tæplega staulast um stéttar og hlöð. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 120 orð

Myndir úr garði safnsins

ÚTGÁFU- og hönnunarfyrirtækið Nýjar víddir hefur í samstarfi við Listasafn Einars Jónssonar gefið út kort, sem prýdd eru ljósmyndum sem Hörður Daníelsson hefur tekið í garði safnsins. Myndirnar eru teknar á mismunandi árstímum og skila mjög vel stemmningunni sem er í garðinum, að því er fram kemur í kynningu. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 552 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin

Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í íslenskri myndlist til 31. ágúst. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til septemberloka. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á úrvali verka Ásgríms til 31. ágúst. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 631 orð

PÉTUR SONUR "HANS"

HANN var lágvaxinn og grannholda, dökkur á brún og brá og líkastur fransmanni. Faðernið var alls ekki öruggt. Oft var erfitt að henda reiður á, hver átti stefnumót við hvern í rökkrinu í lágreistum bæ í afskekktri sveit, þar sem skipbrotsmenn voru miklum mun fjölmennari en heimamenn. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 800 orð

RÓÐUR FRÁ HELLISSANDI

Minninganna stólpar standa staðsettir á brattri kleif, þar sem beittu orku og anda útvegsmenn á áraskeið. Boðaföll til beggja handa brögnum varnar sjóferð greið. Þeir leystu þennan voðavanda og vörnuðu frá hungursneyð. Skorður undan skikum tóku, skutum lyftu, fram svo óku fleyjum þungum flóðs að bungum. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

SAGAN SEM FYLLIR TÓMIÐ Sagan um Guðrúnu Gjúkadóttur er rifjuð upp í danskri þurrkví þessa dagana. Haukur Tómasson tónskáld samdi

FRUMSÝNINGARGESTUNUM 450 á leikverkinu um Guðrúnu Gjúkadóttur í fyrrakvöld gat ótvírætt borið saman um eitt: Þeir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt. Í tvo tíma höfðu þeir reikað um í þurrkví, sem getur rúmað stórt hafskip, séð holdgervinga persóna Eddukvæða vaða eld, brugga ráð, launráð og blóðráð og að lokum séð kvína fyllast af Eyrarsundssjónum, Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 63 orð

Sigurður og Hjálmur í Grindavíkurkirkju

SIGURÐUR Bragason barítonsöngvari og Hjálmur Sighvatsson píanóleikari koma fram á sumartónleikum í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 28. júlí kl. 17. Á efnisskránni verða íslensk og erlend sönglög. Sigurður og Hjálmur hafa haldið tónleika hér heima og víða í Evrópu og Ameríku, meðal annars í Wigmore Hall í London, Beethoven Hause í Bonn og Corcoran-listasafninu í Washington. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 280 orð

SKÁLDSKAPUR Í SKÓGI

SÝNING á skáldverkum eftir sex íslensk skáld hefur verið' opnuð í Trjásafninu í Mörkinni á Hallormsstað og hefur hún hlotið heiti "Skáldverkasýningu Rjóður". Sýningin stendur til 1. október. Skógrækt ríkisins á Hallormsstað efndi til sýningarinnar sem naut fjárstuðnings nokkurra fyrirtækja og stofnana. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 150 orð

Sumartónleikar í Stykkishólmi

Á SUMARTÓNLEIKUM í Stykkishólmskirkju nk. mánudagskvöld koma fram Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Jón Sigurðsson píanóleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Þau hefja tónleikana á gömbusónötu í fjórum þáttum eftir J.S. Bach, en hún er ein þriggja sem hann samdi fyrir prins Leopold von Anhalt í Cöthen meðan hann var tónlistarstjóri við hirð hans á árunum 1717­1723. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 89 orð

Sýningar Hrafnkels, Daníels og Þórodds

Á SUNNUDAGINN lýkur sýningum Hrafnkels Sigurðssonar, Daníels Magnússonar og Þórodds Bjarnasonar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, Reykjavík. Hrafnkell sýnir í þremur sölum safnsins nælonhúðað basalt, fimm stórar ljósmyndir af spegluðu landslagi og verkið 2119. Þetta er önnur einkasýning Hrafnkels í Reykjavík á þessu ári en hann tekur einnig þátt í samsýningu sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 492 orð

TEKIST Á UM KAFKA

Í NÝRRI bók sinni, Erfðaskráin svikin", ræðst tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera harkalega að nánasta vini og samstarfsmanni Franz Kafka, Max Brod, fyrir að hafa gefið út verk Kafka að honum látnum. Á sama tíma gætir mjög aukins áhuga á verkum Kafka í heimalandinu, en þau þóttu óæskileg lesning í Tékkóslóvakíu um áratuga skeið. Nú stendur t.d. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 94 orð

Tvísýni

BIRNA Kristjánsdóttir opnar myndlistarsýninguna Tvísýni í dag, laugardaginn 27. júlí, í sýningarsalnum Sjónarhóli, Hverfisgötu 12, kl. 17. Sýningin stendur til 11. ágúst og er opin frá 14 til 18 (lokað á mánudögum). "Tvísýni eru verk úr tveimur flokkum myndbrota frá síðustu árum. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 131 orð

VIÐ BRUNNINN

Um eyðimerkur leiðirnar lágu, langt var í næsta skjól, af sólbruna þjáður, af þorsta kvalinn þráði ég vatnsins ból. Kverkarnar þurrar, varirnar voru sem vítis brennandi sár, klæðin rifin, skorpin og skítug, af skelfingu felldi ég tár. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 50 orð

Þátttaka í ferðum 1978-1995

(Átt er við auglýstar gönguferðir. Öll leiðin eða hluti hennar gengin.) ár fjöldi ár fjöldi ár fjöldi1978 121 1984 127 1990 1811979 127 1985 192 1991 3071980 181 1986 167 1992 2801981 149 1987 181 1993 Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 372 orð

ÞEGAR SALLY VARÐ TALLY

Leikstjóri Jon Avnet. Handritshöfundar Joan Didion, John Gregory Dunne. Kvikmyndatökustjóri Karl Walter Linderlaub. Tónlist Thomas Newman. Aðalleikendur Robert Redford, Michelle Pfeiffer, Stockard Channing, Joe Mantegna, Kate Nelligan, James Rebhorn. Bandarísk. Touchstone 1996. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2049 orð

þessu ári á ein vinsæla

þessu ári á ein vinsælasta gönguleið hér á landi á öræfaslóðum 20 ára afmæli. Er hér átt við "Laugaveginn", en svo nefnist leiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur um Hrafntinnusker og Emstrur í daglegu tali. Meira
27. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2973 orð

ÞJÓÐSAGAN OG BARNIÐ

ÞJÓÐSAGAN hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda ­ hún er jafngömul menningunni, hluti af tjáningu okkar og viðleitni til þess að skilja og skilgreina heiminn. Í þjóðsögum takast á hið góða og illa, ljós og skuggar tilverunnar kallast á og velferð einstaklingsins er undir ráðsnilld hans og mannkostum komin. Meira

Ýmis aukablöð

27. júlí 1996 | Dagskrárblað | 96 orð

17.00Taumlaus tónlist

17.00Taumlaus tónlist 19.30Þjálfarinn (Coach)Bandarískur gamanmyndaflokkur. 20.00Hunter Spennumyndaflokkur um lögreglumanninn Rick Hunter. 21.00Til fjandans með heiminn (F.T.W) Frank T. Welsh er harðsnúinn kúreki og fyrrverandi fangi. Meira
27. júlí 1996 | Dagskrárblað | 133 orð

9.00Morgunsjónvar

10.50Hlé 13.05Ólympíuleikarnir í Atlanta Bein útsending frá undanrásum í frjálsum íþróttum. 17.20Ólympíuleikarnir í Atlanta Samantekt af viðburðum gærkvöldsins. 18.20Táknmálsfréttir 18.30Öskubuska (Cinderella) Teiknimyndaflokkur. (16:26) 19. Meira
27. júlí 1996 | Dagskrárblað | 628 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Axel Árnason flytur. Snemma á laugardagsmorgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 7.31Fréttir á ensku. 8.07Snemma á laugardagsmorgni heldur áfram. 8.50Ljóð dagsins. Meira
27. júlí 1996 | Dagskrárblað | 94 orð

Frankenstein

STÖÐ 2 23.05Kvikmynd Kvikmyndin Frankenstein (Mary Shelley's Frankenstein) er á dagskrá Stöðvar 2. Fáar sögur hafa verið kvikmyndaðar oftar en þessi sígilda hrollvekja um vísindamanninn Frankenstein sem vekur liðið lík til lífsins. Meira
27. júlí 1996 | Dagskrárblað | 691 orð

Laugardagur 27.7. SBBC PRIME 3.30 The L

Laugardagur 27.7. SBBC PRIME 3.30 The Learning Zone 5.00 World News 5.20 Building Sights Uk 5.30Good Morning 7.00 Olympics Highlights 9.45 Grandstand 16.15 Hot Chefs 16.30 Bellamy's New World 17.00World News 17. Meira
27. júlí 1996 | Dagskrárblað | 154 orð

ö9.00Barnatími Gátuland, Kossakríli

11.05Bjallan hringir 11.30Suður-ameríska knattspyrnan 12.20Á brimbrettum (Surf) 13.10Hlé 17.30Þruman í Paradís 18.15Lífshættir ríka og fræga fólksins 19.00Benny Hill 19.30Vísitölufjölskyldan 19. Meira
27. júlí 1996 | Dagskrárblað | 148 orð

ö9.00Kata og Orgill 9.25Smásögur

9.30Bangsi litli 9.40Herramenn og heiðurskonur Teiknimynd. 9.45Brúmmi 9.50Baldur búálfur 0.15Villti Villi 10.40Ævintýri Villa og Tedda (1:21) 11.00Heljarslóð 11.30Listaspegill 12.00NBA-molar 12. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.