Greinar sunnudaginn 28. júlí 1996

Forsíða

28. júlí 1996 | Forsíða | 84 orð

Reuter Vesturbakkanum lokað ÍSRAE

ÍSRAELSKUR hermaður meinar palestínskri fjölskyldu um að fara inn í Jerúsalem á föstudag. Ísraelar lokuðu landamærunum að Vesturbakkanum eftir að tveir Ísraelar, maður og kona, voru drepnir í Ísrael. Að því er útvarp í Ísrael greindi frá flúðu morðingjarnir til Vesturbakkans. Meira
28. júlí 1996 | Forsíða | 644 orð

Viðbrögð einkennast af mikilli vantrú og reiði

ALÞJÓÐAÓLYMPÍUNEFNDIN tilkynnti í gær að Ólympíuleikunum yrði haldið áfram, þrátt fyrir sprengjutilræði í Ólympíugarðinum í miðborg Atlanta í fyrrinótt, sem kostaði tvo lífið og særði 110 manns. Var fórnarlambanna minnst með einnar mínútu þögn á öllum íþróttaleikvöngum þar sem keppni fór fram í gær og fánar allra þátttökulanda voru dregnir í hálfa stöng. Meira
28. júlí 1996 | Forsíða | 214 orð

"Þakka mínum sæla"

ENGINN Íslendingur slasaðist þegar sprengjan sprakk í Ólympíugarðinum aðfaranótt laugardagsins en Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður ríkissjónvarpsins, var staddur aðeins fáeina metra frá. Samúel hafði nýlokið vinnu í fréttamannamiðstöðinni og var á leið heim á hótel. Meira

Fréttir

28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 701 orð

Aðgerðirnar eru illframkvæmanlegar

Hjúkrunardeildarstjórar á þeim þremur öldrunardeildum, sem gert er ráð fyrir að fluttar verði til innan Sjýkrahúss Reykjavíkur, eru sammála um að tillögurnar séu óraunhæfar og illframkvæmanlegar. Þeir segja að starfsfólk og sjúklingar séu í mikilli óvissu um framtíð sína og margir kvíði framtíðinni. Meira
28. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 130 orð

Bildt varar við blóðbaði

CARL Bildt, sem stýrir alþjóðlegu uppbyggingarstarfi í Bosníu, varaði í gær við því að yrði aðskilnaður þjóða í Bosníu varanlegur, myndi það leiða til nýs blóðbaðs í landinu. Bildt sagði að leið aðskilnaðar myndi leiða að nýju til þjóðarmorða og átaka þjóðanna, sem yrðu mun alvarlegri en áður. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 310 orð

Borgarstjóri vill hitta ráðherra

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hyggst óska eftir fundi með ráðherrum fjármála og heilbrigðismála vegna þeirrar þjónustuskerðingar sem sparnaðartillögur stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur leiða til. Meira
28. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 337 orð

Ekki samstaða um refsiaðgerðir gegn Búrma

WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir við lok fundar ASEAN, samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu á fimmtudag, að Bandaríkin kynnu hugsanlega að grípa til refsiaðgerða gegn Búrma ef herforingjastjórnin þar tæki ekki upp viðræður við stjórnarandstöðuna, undir forystu Aung San Suu Kyi. Meira
28. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 113 orð

Ellefu fangar látnir

ÞRÍR fangar, sem verið hafa í hungurverkfalli í tyrkneskum fangelsum, létust í gærmorgun og eru nú ellefu fangar látnir. Um 300 fangar hafa verið í hungurverkfalli í 69 daga til að mótmæla aðbúnaði í fangelsum. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 221 orð

Fallist á byggingu snjóflóðavarna

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða efnistöku vegna byggingar snjóflóðavarnarvirkja á Flateyri við Önundarfjörð. Í úrskurði skipulagsstjóra um mat á umhverfisáhrifum segir að framkvæmdirnar hafi ekki í för með sér umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir eða samfélag. Varnargörðum sé á hinn bóginn ætlað að draga úr snjóflóðahættu og hafi þannig jákvæð áhrif á mannlíf. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 275 orð

Fékk skiptinemann í afmælisgjöf

HALLDÓRA Gunnarsdóttir sem fyrir skömmu hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í Þrastaskógi varð heldur en ekki hissa þegar hún leit afmælisgjöfina sem börn hennar gáfu henni í tilefni dagsins en það var skiptineminn Dínó frá Brasilíu sem dvaldi hjá henni og manni hennar, Árna Leóssyni fyrir átta árum. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 194 orð

Fredrik Norén í Leikhúskjallaranum

KVINTETT sænska trommuleikarans Fredriks Norén heldur tónleika í Leikhúskjallaranum næstkomandi þriðjudagskvöld. Tónleikarnir eru á vegum RúRek djasshátíðarinnar og verða þeir nokkurs konar upphitun fyrir RúRek '96 sem hefst 22. september næstkomandi. Fredrik Norén hefur verið kallaður Art Blakey Norðurlanda því hann hefur alltaf ráðið í hljómsveit sína efnilegustu ungu djassleikara Svíþjóðar. Meira
28. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 103 orð

Græddi eigið nýra í sjúkling

ÞÝSKUR skurðlæknir, sem framkvæmdi fyrir skemmstu velheppnaða nýrnaígræðslu, gerði gott betur, því nýrnagjafinn var hann sjálfur. Læknirinn, Jochen Heuer, sem er 53 ára, sagði að hugmyndin hefði kviknað af umræðum á meðal starfsfélaga hans en þeir voru sammála um að læknar ættu ekki að mæla með aðgerðum sem að þeir væru ekki reiðubúnir að gera á sjálfum sér. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 37 orð

Gunnfáninn að húni

VALUR Freyr Eiðsson hafði sig allan við að smíða á meðan Davíð Björgvinsson dró gunnfána að húni á virkisturni sínum. Vonandi er að sæmilegur friður ríki á milli kastalaeigendanna á smíðavellinum í Vogum. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 219 orð

Hefði kosið að forseti greiddi skatta

FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, segir í viðtali við Morgunblaðið að hefði hún ráðið, en ekki Alþingi, hefði hún kosið að forseti greiddi skatta. Forseti Íslands nýtur nú skattfrelsis og hafa tillögur um breytingu á því fyrirkomulagi ekki náð fram að ganga á Alþingi. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 671 orð

Hörð viðbrögð Í umræðunni um flutning Landmælinga Íslands til Akraness hafa talsmenn starfsmanna beitt fyrir sig að reynsla

Á ÁTTUNDA áratugnum voru í Svíþjóð áform uppi um að flytja aðalstöðvar fjölmargra ríkisfyrirtækja frá höfuðborginni. Árið 1971 ákvað þingið að tvær stofnanir, Landmäteriverket og Kartverket, sem unnu svipuð störf og Landmælingar Íslands, ættu að flytjast til Gävle, 90 þúsund manna borgar um 180 kílómetra norður af Stokkhólmi. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 343 orð

Íbúðin nýgerð upp þegar hún var leigð út

"ÉG leigði út tvö herbergi til að byrja með ungu fólki sem sagðist vera í Iðnskólanum," segir Friðrik Stefánsson, stjórnarformaður Hektors ehf. hlutafélagsins, sem leigði út íbúðina í Mjölnisholti 12. Því húsi var lokað af Heilbrigðiseftirlitinu á fimmtudag. Hann segist ekki hafa vitað í upphafi að þarna væru á ferðinni ógæfumenn og eiturlyfjaneytendur. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 40 orð

LEIÐRÉTT

Í kynningu á Guðrúnu Marteinsson í Morgunblaðinu í gær, með kveðju hennar til St. Jósefssystra, var missagt að Guðrún væri formaður Íslandsdeildar Caritas. Rétt er að Guðrún er fyrrverandi formaður en núverandi formaður Íslandsdeildar Caritas er Sigríður Ingvarsdóttir. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 745 orð

Mikilvægar ákvarðanir á næstu árum

KARL-Heinz Hornhues, formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins, kom í heimsókn til Íslands í þessari viku til viðræðna við íslenska ráðamenn. Hann tók við embætti fyrir rúmu ári og segist hafa sett sér það markmið í upphafi að heimsækja öll aðildarríki Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Reki á Langanesi

JÖRÐIN Skoruvík á Langanesi var talin til mestu rekajarða við strendur Íslands, en Skoruvík fór í eyði árið 1978. Ennþá er reki mikill í Skoruvík eins og sjá má af þessari mynd þar sem Eva M. Ásgeirsdóttir virðir fyrir sér rekatrén og aðra muni sem rekið hefur á fjörur Skoruvíkur síðustu misserin. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 262 orð

Saltfiskurinn bjargaði mér

SALTFISKUR getur verið til margra hluta nytsamlegur. Það fékk hún Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, félagi í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, að reyna, er hún varð fyrir því óhappi á landsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum í vikunni að fá golfkúlu í höfuðið. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 407 orð

Tveir fórust þegar Æsa IS-87 sökk

TVEIR menn fórust þegar kúfiskveiðiskipið Æsa ÍS-87 frá Flateyri sökk í Arnarfirði á fimmtudag. Fjórir úr sex manna áhöfn skipsins björguðust en þeir komust um borð í gúmbjörgunarbát. Einn skipbrotsmannanna, Jón Gunnar Kristinsson, drýgði þá hetjudáð að kafa undir Æsu og losa björgunarbátinn frá með handafli. Árangurslaus leit hefur verið gerð að mönnunum tveimur sem fórust. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 520 orð

Tæp 60% verkafólks kusu Ólaf Ragnar

ÓLAFUR Ragnar Grímsson naut mun meira fylgis meðal karla en kvenna í forsetakosningunum, mun meira meðal eldri kjósenda en yngri, meira fylgis á landsbyggðinni, meðal minna menntaðra en meira menntaðra og meðal verkafólks en stjórnenda og skrifstofufólks. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 315 orð

Um 75% kjósenda sætta sig vel við Ólaf Ragnar

STÓR hluti kjósenda í forsetakosningunum sem ekki studdu Ólaf Ragnar Grímsson telja að þeir muni sætta sig vel við hann sem forseta, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um niðurstöður kosninganna, sem gerð var fyrir Morgunblaðið. 11,5% sætta sig illa við Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta Meira
28. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 323 orð

Valdarán í Búrúndí STJÓRNARHER Búrúndí tók á fim

STJÓRNARHER Búrúndí tók á fimmtudag völdin í landinu, bannaði alla pólitíska starfsemi og lokaði landamærum. Tútsíar eru í meirihluta í stjórnarhernum sem átt hefur í baráttu við skæruliða af þjóðflokki Hútúa en þeir eru í meirihluta íbúa landsins. Óöld hefur geisað í Búrúndí en um síðustu helgi voru að minnsta kosti 300 tútsíar drepnir í árás hútúa. Meira
28. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 704 orð

Örvænting er gúmbáturinn losnaði ekki

"ÉG HÉLT að þetta væri mitt síðasta, en við þá hugsun reiddist ég heiftarlega. Mér fannst alls ekki tímabært að deyja, ég vildi ekki yfirgefa kærustu mína og fjölskyldu. Ég átti eftir að gera svo margt," segir Jón Gunnar Kristinsson, skipverji á Æsu ÍS, sem sökk í Arnarfirði á fimmtudag. Jón Gunnar kafaði undir sökkvandi bátinn til að losa gúmbjörgunarbát og nokkrum mínútum síðar sökk Æsa. Meira

Ritstjórnargreinar

28. júlí 1996 | Leiðarar | 1695 orð

ISAMTALI VIÐ MORGUN-blaðið í gær, föstudag, um sparnaðartillögu

ISAMTALI VIÐ MORGUN-blaðið í gær, föstudag, um sparnaðartillögur stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur, sagði Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra m.a.: "Við teljum okkur geta náð fram raunverulegum sparnaði með því að auka enn á samvinnu Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
28. júlí 1996 | Leiðarar | 569 orð

SYSTUR SEM LYFTU GRETTISTAKI YRIR hundrað árum, að kvö

SYSTUR SEM LYFTU GRETTISTAKI YRIR hundrað árum, að kvöldi 24. júlí árið 1896, stigu hér á land fjórar nunnur af reglu St. Jósefssystra. Landsmenn höfðu þá ekki barið nunnur augum frá því fyrir siðaskipti. Meira

Menning

28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 96 orð

300 milljónir, nei takk

300 milljónir, nei takk BANDARÍSKA karlatímaritið Playboy er búið að leggja netin fyrir leikkonuna Heather Locklear, sem þekkt er fyrir hlutverk sitt úr sjónvarpsþáttunum Melrose Place, og beðið hana um að fella klæðin fyrir framan ljósmyndavélarnar. Meira
28. júlí 1996 | Menningarlíf | 70 orð

Bandarísk grafík

SÝNING bandarísku grafíklistakonunnar Karenar Kunc í Galleríi Úmbru á Bernhöftstorfu hefur verið framlengd til 7. ágúst. Á sýningunni eru tréristur og ætingar. Verkin eru öll nýleg og unnin eftir dvöl hennar hér á landi á síðasta ári, þegar hún var gestakennari í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, grafíkdeild. Meira
28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 96 orð

Burt með nærbuxurnar segir Ofurmennið

BANDARÍSKI leikarinn Dean Cains sem þekktur er fyrir að leika Ofurmennið í sjónvarpsþáttunum um Louis og Clark, heimsótti næturklúbb í Miami Beach nýlega. Boðið var upp á nektardans þar sem spjarir fuku í hægum dansi föngulegra kvenna, eða það var allavegna það sem Dean hélt. Meira
28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 61 orð

Cypress Hill í bíómynd

BANDARÍSKI rapparinn B Real úr hljómsveitinni vinsælu Cypress Hill mun leika í sinni fyrstu kvikmynd á næstunni auk þess sem hann verður annar framleiðanda hennar. Myndin fjallar um háttsettan íhaldssaman bandarískan stjórnmálamann sem eitrar eiturlyfja- birgðir til að minnka ágóðamöguleika við sölu þeirra á götunni. Meira
28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 71 orð

Dýrlingur í kirkju

Dýrlingur í kirkju BANDARÍSKI leikarinn Val Kilmer er nú staddur í London við tökur á kvikmynd um Dýrlinginn þar sem hann leikur aðalhlutverkið, Simon Templar. Meira
28. júlí 1996 | Menningarlíf | 259 orð

Fiðla og pínaó í Listasafni Sigurjóns

Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUNUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þann 30. júlí klukkan 20.30 koma fram danski fiðluleikarinn Elisabeth Zeuten Schneider og Halldór Haraldsson píanóleikari. Schneider og Halldór héldu einnig tónleika í fyrra á sama stað en að sögn Halldórs verða þessir með allt öðru yfirbragði. Meira
28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 77 orð

Fogerty kærir Revisited

ROKKARINN John Fogerty hefur höfðað mál á hendur fyrrverandi félögum sínum í hljómsveitinni Creedence Clearwater Revival, Stuart Cook og Douglas Clifford sem hafa verið á tónleikaferðalagi undir hljómsveitarnafninu Creedence Clearwater Revisited. Fogerty var söngvari Creedence Clearwater Revival á gullöld þeirra á áttunda áratugnum en með nýju hljómsveitinni syngur söngvari með áþekka rödd. Meira
28. júlí 1996 | Myndlist | 979 orð

Gjöf Unu Dóru Copley

Opið alla daga frá kl. 12-18, lokað mánudaga. Til ? Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 600 kr. LISTAVERKAGJAFIR eru margvíslegar og tilgangurinn sem liggur til grundvallar þeim sömuleiðis fjölþættur, sem er þó ekki til umræðu hér. En til þess er vísað vegna þess að ein hliðin og sýnu mikilvægust er að fylla upp í heildarmynd á lífsverki genginna listamanna. Meira
28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 110 orð

Keaton leiður á sjálfum sér

Í MYNDINNI Fjölföldun leikur Michael Keaton mann sem er afar tímabundinn þannig að um þverbak keyrir. Til að leysa úr þessu ákveður hann að einrækta þrjá nákvæmlega eins menn og sig sjálfan. "Ég var orðinn leiður á sjálfum mér meðan á tökum stóð," sagði Keaton, "einn daginn skipti ég sextán sinnum um búninga. Meira
28. júlí 1996 | Menningarlíf | 545 orð

Kona í spænsku akademíuna Konur eru sjaldséðar í spænsku akademíunni, en á næstunni tekur skáldsagnahöfundurinn Ana María Matute

SPÆNSKA akademían er karlveldi, en þar hafa setið og sitja fáeinar konur. Skáldkonan Carmen Conde fékk inngöngu 1978, en lést 8. janúar sl. Nýlega hlaut önnur kona sæti í akademíunni, skáldsagnahöfundurinn Ana María Matute. Þetta hefur vakið mikla athygli á Spáni þar sem vel er fylgst með gerðum akademíunnar. Meira
28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 99 orð

Leikkona bjargar fuglslífi

BANDARÍSKA leikkonan Jane Seymor sem kunn er fyrir rullu sína í þáttunum um lækninn Finley þar sem hún leikur aðalhlutverkið doktor Finley, er ekki síður umhyggjusöm í daglega lífinu. Meira
28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 69 orð

Lífsreglur Whoopi

BANDARÍSKA leikkonan Whoopi Goldberg hefur samþykkt að skrifa bók sem bókaútgefandinn Rob Weisbach mun gefa út. Bókin verður safn af litlum óskrifuðum reglum um lífið og tilveruna og segir Weisbach að bókin verði ekki beinlínis sjálfsævisaga þó einhverjir geti sjálfsagt litið þannig á hana. "Þetta er Whoopi í bókarformi," segir hann. Meira
28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 174 orð

Madonna ófrísk og fatalaus

Madonna ófrísk og fatalaus POPPSÖNGKONAN Madonna sem er barnshafandi og komin sex mánuði á leið hefur verið minna áberandi á næturklúbbum Manhattan síðan í apríl síðastliðnum þegar tökum Evitu, þar sem hún lék aðalhlutverkið Evitu Peron, lauk. Meira
28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Nýr Spielberg

BANDARÍSKI leikstjórinn Steven Spielberg, sem er orðinn 48 ára gamall, og kona hans Kate Capshaw 42 ára eiga von á barni í nóvember. Fyrir eiga þau sex börn. Tvö börn eiga þau saman, tvö hafa þau ættleitt og auk þess áttu þau eitt barn hvort í fyrri hjónaböndum. Meira
28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 127 orð

Of seinn á ástarfund við þjóðveginn

Of seinn á ástarfund við þjóðveginn HINN 35 ára gamli Christopher Barbour frá Fredericksborg í Virginíu og ónefnd unnusta hans sem nýlega voru að horfa á erótíska mynd um nakinn puttaferðalang, urðu það áhugasöm um brögðin sem beitt var í myndinni að þau langaði að reyna þau sjálf. Meira
28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 43 orð

Próflaus söngvari á Rolls

LIAM Gallagher söngvari bresku popphljómsveitarinnar Oasis hefur fest kaup á silfurlituðum Rolls Royce. Í kjölfarið þarf hann líklega að ráða sér bílstjóra, nema hann drífi sig í ökuskóla hið snarasta, því hann hefur aldrei lært að aka bíl sjálfur. Meira
28. júlí 1996 | Menningarlíf | 48 orð

Ríkey í Perlunni

36. EINKASÝNING Ríkeyjar Ingimundardóttur stendur nú yfir í Perlunni í Öskjuhlíð. Sýningin er mikil að umfangi, yfir eitt hundrað verk. Má þar nefna málverk, brenndar lágmyndir úr leir og postulíni, steyptir skúlptúrar og fleira. Opið er alla daga til 3. ágúst. VERK á sýningu Ríkeyjar. Meira
28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 61 orð

Sérsveitarpartí

Sérsveitarpartí SPENNUMYNDIN Sérsveitin með Tom Cruise í aðalhlutverki var frumsýnd í Sambíóunum og Háskólabíói á fimmtudaginn. Efnt var til samkvæmis á Veitingastaðnum Astro fyrir frumsýningargesti og skeggræddu menn þar ýmis hasaratriði myndarinnar. Morgunblaðið/Halldór ÞORSTEINN M. Meira
28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 65 orð

Sposkur ástmögur

GAMLI melurinn Mel Gibson, ástmögur áströlsku þjóðarinnar, sést hér yfirgefa veitingastað í London sposkur á svip. Athygli vakti klæðnaður hans; snjáðir kúrekaskór, gallabuxur, vesti, fráhneppt skyrta og bolur, en væntanlega hefur Gibson ekki búist við að verða myndaður við þetta tækifæri. Meira
28. júlí 1996 | Menningarlíf | 413 orð

Sækir innblástur til Íslands

JASSTROMMULEIKARINN Jim Black heldur tónleika ásamt gítarleikaranum Hilmari Jenssyni í Norræna húsinu miðvikudaginn 31. júlí næstkomandi og í Deiglunni á Akureyri 1. ágúst. Jim er íslenskum jassunnendum að góðu kunnur því hann hefur komið oft hingað til tónleikahalds, síðast á síðasta ári, Meira
28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 40 orð

Vel þegið hlé

NAOMI Campbell og breski hönnuðurinn John Galliano slöppuðu af í hófi sem Elite-umboðsskrifstofan hélt í Les Bains-næturklúbbnum í París nýlega. Þau áttu sannarlega skilið að fá smá frí, enda höfðu þau verið afar dugleg við tískusýningarstörf dagana áður. Meira
28. júlí 1996 | Kvikmyndir | 256 orð

"Það er allt á floti..."

Leikstjóri David S. Ward. Handritshöfundar Andrew Kurtzman, Elliot Wald. Kvikmyndatökustjóri Victor Hammer. Leikendur Kelsey Grammer, Lauren Holly, Rob Schneider, Harry Dean Stanton, Bruce Dern, William H. Macy, Rip Torn. Bandarísk, 20th Century Fox 1996. Meira
28. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 38 orð

Það er gaman að versla

JERRY Hall fyrirsæta, eiginkona Micks Jaggers, hefur gaman af innkaupum. Hér sést hún ásamt systur sinni yfirgefa Thierry Mugler-búðina í París og greinilegt er að þær hafa fundið sitthvað við sitt hæfi innandyra. Meira

Umræðan

28. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 683 orð

Kvennasiðfræðin: Ég er: Ég

Í ÞÆTTI Stefáns J. Hafstein á Stöð 2, 24.4. 1995 var gestur hans fr. Sigríður Lillý Baldursdóttir starfskona í utanríkisráðuneytinu og umræðuefnið var væntanleg kvennaráðstefna í Kína, en S. Lillý var í forsvari fyrir alla umræðuhópa sem störfuðu að undirbúningi kvennaráðstefnunnar. Í þessum þætti útskýrði S. Meira
28. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 660 orð

Óskabörn þjóðarinnar

ÓSKABÖRN þjóðarinnar eru ábyggilega pólitíkurnar, sem hlaupa lafmóðar eftir atkvæðum íbúanna, á nokkurra ára fresti. Einkunnarorð sólkonungsins í Frakklandi: "Ríkið! það er ég" gætu einnig talist vörumerki borgarstjórans okkar, hennar Ingibjargar Sólrúnar. Meira

Minningargreinar

28. júlí 1996 | Minningargreinar | 279 orð

Ásta Frímannsdóttir

Elsku Ásta amma er dáin - minningin um ömmu verður ætíð samofin minningu um afa. Þeim var alltaf svo umhugað um líðan okkar og velferð. Hjá þeim áttum við athvarf jafnt á nóttu sem á degi. Bernskuminningarnar hrannast upp í huga okkar - amma og afi voru svo samhent. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 211 orð

ÁSTA FRÍMANNSDÓTTIR

ÁSTA FRÍMANNSDÓTTIR Ásta Frímannsdóttir var fædd á Efstalandi í Öxnadal 25. mars 1921. Hún lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Egedía Jónsdóttir, f. 1. september 1876, d. 2. maí 1956, og Frímann Guðmundsson, bóndi á Efstalandi, f. 12. október 1878, d. 20. mars 1926. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 367 orð

BJÖRN BLÖNDAL KRISTJÁNSSON

BJÖRN BLÖNDAL KRISTJÁNSSON Björn Blöndal Kristjánsson fæddist á Brúsastöðum í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu, 10. nóvember 1916. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi fimmtudaginn 18. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Margrétar Björnsdóttur, Benediktssonar Blöndal. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 146 orð

Elín Jónsdóttir

Nú þegar kveðjustundin er runnin upp og kominn tími til að þakka fyrir sig vefst okkur ósjálfrátt tunga um tönn. Ekki er lengur hægt að hlaupa upp um hálsinn á þér og kyssa: "Takk og bless, sjáumst aftur fljótlega." Öll viljum við þakka það lán að leiðir okkar lágu saman og þér viljum við þakka áhrifin á þroska okkar og mótun og síðast en ekki síst allar gleðistundirnar sem við áttum saman. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 282 orð

Elín Jónsdóttir

Ég ætla að kveðja, elsku Ella mín, og þakka þér samfylgdina með fáeinum orðum. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að þú værir mér til halds og trausts við flest af því sem ég þurfti að læra og hvettir mig til dáða með hlýju og væntumþykju. Þú kenndir mér að lesa, skrifa og reikna fyrirhafnarlaust. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 91 orð

ELÍN JÓNSDÓTTIR Elín Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1902. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 24. júlí síðastliðinn.

ELÍN JÓNSDÓTTIR Elín Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1902. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar Elínar voru hjónin Jón Guðmundsson og Guðrún Jakobsdóttir, þau bjuggu á Ósi í Skilmannahreppi og á Narfeyri við Skógarströnd. Elín var næstelst sjö barna þeirra hjóna. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 667 orð

Guðmundur Steinsson

Þeir komu austan úr Skaftafellssveitum, á flótta undan eldi og ösku, örbirgð og hungri. Guðmundur Steinsson, Steinn Guðmundsson, Guðmundur Steinsson og þannig koll af kolli. Guðmundur var stoltur af móður sinni sem bar hann inn í þessa ætt og hann var stoltur af konu sinni, leikkonunni Kristbjörgu Kjeld og dóttur sinni Þórunni sem bar nafn móður hans. Þessar þrjár konur voru þrístirnið hans. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 34 orð

GUÐMUNDUR STEINSSON Guðmundur J. Gíslason, leikskáldið Guðmundur Steinsson, fæddist í Steinsbæ á Eyrarbakka 19. apríl 1925. Hann

GUÐMUNDUR STEINSSON Guðmundur J. Gíslason, leikskáldið Guðmundur Steinsson, fæddist í Steinsbæ á Eyrarbakka 19. apríl 1925. Hann lést í Landspítalanum í Reykjavík 15. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 23. júlí. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 135 orð

Ísleifur Heiðar Karlsson

Það er okkur styrkur í sorginni að leita í þær mörgu og góðu minningar sem við eigum um samveru okkar og Ísleifs. Þessa góða drengs sem ávallt tók á móti okkur með opnum örmum og brosi á vör. Fréttin af láti Ísleifs kom sem reiðarslag, stórt skarð hefur myndast í vinahópinn. Þessi kurteisi og elskulegi vinur var einn af hópnum og hafði fylgt okkur sumum allt frá barnæsku. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 572 orð

Ísleifur Heiðar Karlsson

Sem heild gengum við undir nafninu R-ið. Við vorum frískur og samheldinn hópur ungmenna í 5. og 6. bekk R í Verzlunarskóla Íslands veturna 1990-1992. Þrátt fyrir hamagang á stundum vorum við að mati margra kennara okkar rólegri og yfirvegaðri bekkur en margur annar innan skólans. Má það að miklu leyti rekja til þeirrar samkenndar sem einkenndi hópinn. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 210 orð

Ísleifur Heiðar Karlsson

Hann Ísleifur er dáinn. Það var erfitt að trúa þessum orðum. Hver hefði trúað því að kveðjustundin kæmi svo fljótt og óvænt? Það eru margar spurningar sem leita á hugann og aldrei munu fást svör við. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 246 orð

Ísleifur Heiðar Karlsson

Elskulegur frændi okkar er horfinn burt úr þessum heimi. Það er erfitt að sætta sig við það, en ljósið í myrkrinu er minningin um hann. Við minnumst þess þegar við komum við í Víðigrundinni í Kópavoginum og Ísleifur var iðulega nýkominn af íþróttaæfingu, hraustur og orkuríkur. Við minnumst heimsóknanna hans til okkar, þar sem við áttum notalegt spjall og frá honum stafaði hlýju og innileika. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 377 orð

Ísleifur Heiðar Karlsson

Lífið er óútreiknanlegt. Ísleifur er dáinn. Ég varð skelfingu lostin þegar Heiða sagði mér frá því. Hann sem var alltaf svo hress. Heiða og Ísleifur voru nýflutt í Kópavoginn. Og fyrsta barn þeirra var fætt; lítill sætur strákur. Ekki var Ísleifur lítið stoltur af honum, hann var svo ánægður að hann sagði við Heiðu að hann vildi annað barn, helst strax. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 189 orð

Ísleifur Heiðar Karlsson

Ísleifur er dáinn. Þessi ungi maður sem átti allt lífið framundan. Ég man það svo greinilega þegar ég hitti Ísleif fyrst, næstum því jafnvel og þegar ég sá hann síðast. En við hittumst fyrst þegar hann kom norður til Akureyrar til að hitta fjölskyldu systur minnar. Í fyrstu var hann svolítið feiminn en það breyttist þó fljótlega. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 160 orð

Ísleifur Heiðar Karlsson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Við vorum búin að eiga tæp þrjú yndisleg ár saman. Fyrst í Reykjavík og svo á Akureyri þar til nú í lok maí er við fluttum í Kópavoginn. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 141 orð

ÍSLEIFUR HEIÐAR KARLSSON

ÍSLEIFUR HEIÐAR KARLSSON Ísleifur Heiðar Karlsson fæddist 26. júlí 1972 í Reykajvík. Hann lést 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Karl Stefánsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Osta- og smjörsölunnar, f. 22. júní 1944, og Valborg Ísleifsdóttir starfsstúlka í Seljahlíð, f. 28. febrúar 1945. Systkini Ísleifs eru: 1) Guðrún, f. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 97 orð

Ísleifur Heiðar Karlsson Því er efitt að trúa, að þú Ísleifur, sért dáinn. En okkur langar að þakka þér, elsku Ísleifur, fyrir

Því er efitt að trúa, að þú Ísleifur, sért dáinn. En okkur langar að þakka þér, elsku Ísleifur, fyrir góð kynni og notalegar samverustundir sem við áttum saman. Sárt er að hugsa til þess að þú sért ekki lengur á meðal okkar, en minningarnar um þig eru margar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 216 orð

Jón Ferdinandsson

Kæri vinur og frændi, nokkrar línur í kveðjuskyni. Sumt af því fyrsta, sem ég man frá bernsku minni, snýst um krakkana á Grettisgötunni. Í þeim ógnvekjandi fans var þó traustur kjarni, sem ég gat reitt mig á. Það varst þú og systkinahópur þinn á númer 1. Þú varst næstyngstur í þeim 7 systkina hópi - en verður nú fyrstur til að kveðja. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 644 orð

Jón Ferdinandsson

Skjótt hefur sól brugðið sumri, hugsaði ég þegar Ferdinand, sonur Jóns Ferdinandssonar, hringdi um hádegisbil sl. laugardag og sagði okkur Ragnheiði lát föður síns. Ekki svo að skilja að þessi harmafregn kæmi á óvart því að Jón hafði síðan um jól glímt við illvígan sjúkdóm. En einhvern veginn var sú hugsun fjarri ­ þegar allt kemur til alls ­ að þessi ágæti maður félli svo fljótt í valinn. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 30 orð

JÓN JÚLÍUS FERDINANDSSON Jón Júlíus Ferdinandsson var fæddur 1. mars 1929. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 20. júlí

JÓN JÚLÍUS FERDINANDSSON Jón Júlíus Ferdinandsson var fæddur 1. mars 1929. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 20. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 26. júlí. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 440 orð

Lilja Bjarnadóttir

Elsku Lilja mín. Loksins er þessari baráttu lokið. Þú barðist fyrir öllu góðu um daga þína, þá ekki síst elsku litla drengnum þínum, Gunnari Hafberg, sem þú fékkst því miður alltof lítils að njóta. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 66 orð

LILJA BJARNADÓTTIR

LILJA BJARNADÓTTIR Lilja Bjarnadóttir var fædd á Hornstöðum í Laxárdal þann 24. október 1921. Hún andaðist á öldrunardeild Landspítalans 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Magnússon og Sólveig Ólafsdóttir. Hún var tvígift. 1) Bjarni Guðjónsson, hljóðfæraleikari, látinn 1950. Sonur þeirra, Einar Hreinn. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 851 orð

Sigurbjörg Ingimundardóttir

Fyrstu minningar mínar um hana Sissu frænku tengjast heimsóknum okkar á Hótel Borg í síðdegiskaffi á sunnudögum fyrir margt löngu. Ekki er ég viss um að ég raunverulega muni þessar stundir en eitt er víst að þær eru ljóslifandi í huga mér því oft sagði hún frænka frá þessum ferðum og kenjum stúlkubarnsins sem hún leiddi sér við hönd. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 557 orð

Sigurbjörg Ingimundardóttir

Móðursystir okkar, Sigurbjörg Ingimundardóttir, er látin eftir hetjulega baráttu við sjúkdóm sem engu eirir. Hún heyrðist þó aldrei kvarta, það var fjarri hennar lunderni að bera áhyggjur sínar á torg og höfum við e.t.v. þess vegna ekki gert okkur grein fyrir hve skammt undan kveðjustundin var. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 621 orð

Sigurbjörg Ingimundardóttir

Amma Sissa er dáin. Þessar fréttir biðu mín er ég hringdi heim, þar sem ég var á ferðalagi um Austurland. Hvílíkt reiðarslag það var að fá slíkar fréttir. Hún sem hafði hvatt mig til að fara í ferðina og við myndum svo hittast aftur að henni lokinni. En ferðin varð styttri en ákveðið hafði verið og engin varð heimsóknin að henni lokinni. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 273 orð

Sigurbjörg Ingimundardóttir

Þegar ég kveð mína kæru vinkonu og frænku, Sigurbjörgu Ingimundardóttur, sem lést í Landspítalanum 20. júlí sl. eftir margra ára erfið veikindi, fyllist ég trega og söknuði. Allt frá fyrstu tíð reyndist hún mér sannur og góður vinur, jafnt í leik sem í starfi, og fyrir það vil ég nú af alhug þakka. Við fráfall hennar finnst mér tilveran nú svo miklu snauðari. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 114 orð

Sigurbjörg Ingimundardóttir

Stundum fá orð ekki lýst hugsunum manns. Þannig líður okkur núna. Við stöndum eftir orðlaus, minnug þess hve stutt er síðan við sáumst síðast í útskriftarveislum frænknanna og hve þú samgladdist unga fólkinu í kringum þig. Þú lékst á als oddi í hrókasamræðum við okkur hin þó að langt væri frá að þú gengir heil til skógar. Aldrei heyrðist þú kvarta og alltaf var stutt í brosið. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 341 orð

Sigurbjörg Ingimundardóttir

Það tekur mig sárt að þurfa að hugsa til þess að nú er hún amma Sissa farin frá okkur. Þá sorglegu staðreynd að amma mín væri látin fékk ég að heyra er ég kom heim úr vinnu laugardaginn 20. júlí. Þær eru margar hugsanirnar sem sækja á mann þegar litið er til baka og minnst er allra okkar góðu stunda saman. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 150 orð

SIGURBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR

SIGURBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR Sigurbjörg Ingimundardóttir var fædd á Stokkseyri 19. mars 1927. Hún lést á Landspítalanum 20. júlí síðastliðinn. Sigurbjörg var yngst sex barna hjónanna Ingibjargar Þorsteinsdóttur, húsfreyju, og Ingimundar Jónssonar, skipstjóra og útvegsbónda, frá Strönd á Stokkseyri. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 227 orð

Þóra Helgadóttir

Glæsileg og glöð var hún Þóra. Áköf að njóta þess sem lífið bauð uppá. Þeir sem þekktu hana smituðust af lífsgleði hennar, atorku og ákafa. Hún var í eðli sínu heimskona, mikill fagurkeri og náttúruunnandi. Heimili hennar bar vott um listræna elsku hennar, innréttað af smekkvísi og "elegance". Alltaf var gott að koma til Þóru. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 567 orð

Þóra Helgadóttir

Þóra Helgadóttir var fríð og glæsileg kona sem hélt reisn sinni til dauðadags. Sá sem þetta ritar hefur þekkt Þóru í rúmlega hálfa öld, allt frá því að hún dvaldist á stríðsárunum um nokkurra ára skeið í háskólabænum Madison í Wisconsin, Bandaríkjunum, þá nýgift skólabróður mínum, sem stundaði nám við Wisconsinháskóla ásamt mér og fleiri Íslendingum. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 445 orð

Þóra Helgadóttir

Mig langar að minnast með nokkrum orðum Þóru Helgadóttur, sem andaðist á heimili sínu 19. júlí sl. Þóra varð mín besta vinkona, er hún kom níu ára gömul heim frá Spáni, þar sem hún hafði dvalist þrjú ár með foreldrum sínum. Upp frá því fylgdumst við að alla okkar skólagöngu, og hafa vináttubönd okkar aldrei rofnað. Þóra var sérlega létt í skapi og jafnan hrókur alls fagnaðar. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 454 orð

Þóra Helgadóttir

Þóra Helgadóttir var aldrei langt undan í lífi mínu og minna nánustu. Hún var ekki einungis móðursystir mín, heldur náinn félagi og vinur foreldra minna og okkar systkinanna, sem deilt hefur með okkur sorg jafnt sem gleði svo lengi sem ég man. Þóra var sterkur persónuleiki, sem hafði mikil áhrif á þá sem í návist hennar voru. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 240 orð

ÞÓRA HELGADÓTTIR

ÞÓRA HELGADÓTTIR Þóra Helgadóttir fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1922. Hún lést á heimili sínu í Kópavogi 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson, f. 29.9. 1890, d. 21.3. 1972, og Karítas Ólafsdóttir, f. 21.11. 1894, d. 27.12. 1951. Þóra var elst fjögurra systkina, hin eru Ólafur Helgason, fv. Meira
28. júlí 1996 | Minningargreinar | 135 orð

Þóra Helgadóttir "Blóm eru ódauðleg, sagði hann og hló. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."

"Blóm eru ódauðleg, sagði hann og hló. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar." (Atómstöðin.) Gegnum steint glerið í kapellunni sá ég sóleyjar bærast á túninu. Þær teygðu sig mót ljósinu, smáar en sterkar. Brothættur ljórinn - og lífið fyrir utan, litbrigði jarðar eftir því hvort horft var gegnum bláa rúðu eða hvíta. Blóm eru ódauðleg. Meira

Daglegt líf

28. júlí 1996 | Ferðalög | 316 orð

Ferðamönnum hefur fækkaðá tjaldstæðum

VINSÆLDIR gistiheimila sem bjóða ódýrt svefnpláss hafa aukist á kostnað gistingar í tjaldi á skipulögðum tjaldstæðum. Slíkum gistiheimilum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár og verð á gistingu lækkað. Samdráttur hefur hins vegar orðið í sölu á skipulögð tjaldstæði auk þess sem verð er ekki eins hagstætt og áður. Meira
28. júlí 1996 | Ferðalög | 771 orð

Ferðaskrifstofa fyrir Íslendinga

FERÐASKRIFSTOFAN Bonaventure Travel er ekki áberandi við Stafford-stræti í Winnipeg í Kanada, aðeins lítið skilti við útidyrnar gefur til kynna hvaða starfsemi fer fram á fyrstu hæð hússins. En eins og á flestum öðrum ferðaskrifstofum er ys og þys innandyra og svo undarlega sem það hljómar eru margir viðskiptavinirnir Íslendingar. Meira
28. júlí 1996 | Ferðalög | 325 orð

Fjórtán ný herbergi á Narfastöðum

MIKLAR framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarna mánuði að Narfastöðum í Reykjadal en þar hafa nú verið tekin í notkun fjórtán ný herbergi með sér baði. Framkvæmdirnar stóðu yfir í rúma 5 mánuði en að þessu sinni var steypt milligólf í hlöðuna og efri hæðinni breytt í herbergisálmu. Meira
28. júlí 1996 | Bílar | 534 orð

Ford Mustang GT keyptur á bílauppboði í Virginíu

JÓN Árni Guðmundsson, sem rekur Bílasprautun Selfoss, er einn þeirra mörgu sem hafa flutt inn notaða bíla frá Bandaríkjunum að undanförnu. Síðastliðinn vetur flutti hann til landsins glæsilegan Ford Mustang árgerð 1995, sem hann keypti á uppboði í Virginíu fylki í Bandaríkjunum. Meira
28. júlí 1996 | Bílar | 457 orð

Grand Prix fyrir barnafjölskyldur

HÖNNUÐIR Pontiac leituðu ekki langt yfir skammt þegar þeir teiknuðu 1997 árgerð af Pontiac Grand Prix. Bíllinn ber að sjálfsögðu keim af fyrri gerðum sama bíls og hönnuðirnir staðhæfa að mikið hjólhaf sé það sem kaupendur vilji. Þeir segja að nýr Grand Prix státi af góðum aksturseiginleikum og djarflegu útliti. Meira
28. júlí 1996 | Ferðalög | -1 orð

Heimagistinghjá íslenskri konu

ÍSLENDINGABYGGÐIRNAR í Manitoba í Kanada eru mörgum kunnar. Fólk af íslenskum ættum er þar áberandi og íslensk staðarnöfn má víða sjá. Í Winnipegborg ber hins vegar minna á íslensku umhverfi en engu að síður eru margir Íslendingar og Kanadamenn af íslenskum ættum í borginni. Edda Ólafsdóttir Kristjánsson er einn þeirra. Meira
28. júlí 1996 | Bílar | 232 orð

Hópbílar kaupa Renault rútu

HÓPBÍLAR hf. keyptu nýlega fyrstu Renault rútuna sem Bifreiðar og landbúnaðarvélar afhenda. Hópbílar eru í eigu Hagnvagna og Hrafns Antonssonar en fyrirtækið hét áður Hópferðabílar Pálma Larsen. Bílafloti Hópbíla er fimm bilar og sætafjöldi þeirra er frá 17 upp í 52 sæti. Af þessum fimm bílum eru tveir nýir keyptir á þessu ári. Meira
28. júlí 1996 | Ferðalög | 560 orð

Kína í London

Ódýr matur og austræn stemmning Kína í LondonÞAÐ JAFNAST næstum á við ferð til Austurlanda að heimsækja Kínahverfið í London. Ljón prýða hliðið inn í götuna og veitingastaðir með framandi nöfnum eru á hvora hlið. Það eru ekki síður viðbrigði að koma inn á staðina sjálfa. Meira
28. júlí 1996 | Bílar | 51 orð

Með hjól á toppnum

MARGIR skemmtilegir bílar koma til landsins með Norræna og búnaðurinn oft með nýstárlegum hætti. Þennan Land Rover bíl rakst ljósmyndari á við færeyska sjómannaheimilið í Reykjavík á dögunum. Ferðamennirnir sem honum aka eru greinilega undir langdvöl búnir því á toppgrind bílsins hvíla kistur og varahjólbarðar. Meira
28. júlí 1996 | Bílar | 210 orð

Mitsubishi innkallar

MITSUBISHI Motors, þriðji stærsti bílaframleiðandi Japans, hefur þurft að innkalla næstum 300 þúsund bíla í Japan og 335 þúsund bíla annars staðar í heiminum til þess að gera við galla sem gæti leitt til hemlabilunar. Bílarnir eru allir framleiddir á tímabilinu 2. apríl 1990 til 31. maí 1995 og eru af gerðunum Sigma, Pajero, Diamante, Debonair og GTO. Meira
28. júlí 1996 | Bílar | 426 orð

Nissan Almera "góð" í árekstri

Í NÝRRI og strangari árekstrarprófun en Evrópusambandið gerir kröfur um sem Motor, málgagn samtaka danskra bifreiðaeigenda, og systursamtök þeirra í Þýskalandi, ADAC, gengust fyrir stóð Nissan Almera sig best. Könnunin náði til fjögurra bíla í millistærðarflokki. Motor hefur gagnrýnt þær lágmarkskröfur sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að standast á sviði árekstrarvarna. Meira
28. júlí 1996 | Bílar | 242 orð

PSA dísilvélar í Micra

PSA, samsteypa Peugeot og Citroën, mun framleiða 1,5 lítra dísilvélar fyrir Nissan í Micra smábílinn sem framleiddur verður í Englandi í haust. Þetta er í fyrsta sinn sem Nissan kaupir dísilvélar frá öðrum framleiðanda til þess að setja í bíla sína. Nissan hefur ekki smíðað dísilvélar af þeirri stærð sem henta smábíl eins og Micra. Meira
28. júlí 1996 | Ferðalög | 718 orð

Síðdegiskaffi í Vigurog víðar á Vestfjörðum

Á NÍU mílna hraða stýrir Konráð hrefnuveiðimaður Eggertsson (hann gegnir ekki öðru nafni) rækjubát sínum Halldóri Sigurðssyni inn Ísafjarðardjúpið með stefnu á Vigur. Fyrst ekki má veiða hvalinn verður Konráð að taka sér eitthvað annað fyrir hendur með bátinn og rækjan bíður haustsins. Með í för eru ferðamenn, íslenskir og erlendir, sem Guðmundur sonur Konráðs ætlar að lóðsa um eyna. Meira
28. júlí 1996 | Ferðalög | 861 orð

Sjálfbær ferða-mennska erskref í rétta átt

NÝLEGA kynnti samgönguráðherra tillögur um stefnu ráðuneytisins í ferðamálum. Í tillögunum er lögð áhersla á aukna sókn íslenskra ferðaþjónustuaðila á erlenda ferðamarkaði, en á sama tíma er lögð áhersla á að ná verði jafnvægi milli markaðssóknar og verndunar þeirra náttúrulegu auðlinda sem nýttar eru í þágu ferðaþjónustu. Meira
28. júlí 1996 | Ferðalög | 211 orð

STUNDUM KOMA 9OO MANNS

Upplýsingamiðstöð ferðamála STUNDUM KOMA 9OO MANNS RAFRÆNN teljari í anddyri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Bankastræti sýnir að allt að 900 ferðamenn hafi suma dagana nýtt sér þjónustuna, sem þar stendur til boða. Meira
28. júlí 1996 | Bílar | 163 orð

SÚtbúa sjúkrabíl fyrir Færeyinga FORD-umboðið Brimborg, Bílasmiðja G og Ó

FORD-umboðið Brimborg, Bílasmiðja G og Ó og Donna hf. í Hafnarfirði hafa tekið að sér að útvega og útbúa Ford Econoline sjúkrabíl fyrir Landsjúkrahúsið í Þórshöfn í Færeyjum. Ford-umboðið gerði sjúkrahúsinu tilboð ásamt samstarfsaðilunum og segir Ríkharður Úlfarsson hjá Brimborg að hér sé um að ræða fullkominn sjúkrabíl með margs konar neyðarbúnaði. Meira
28. júlí 1996 | Bílar | 613 orð

SVito - nýr fjölnotabíll frá Mercedes Benz VITO er nafnið á

VITO er nafnið á nýjasta atvinnutækinu frá Mercedes Benz, þ.e. hér er um að ræða fjölnotabíl, sendibíl, bíl stórfjölskyldunnar eða lítinn hópferðabíl. Vito er kannski helst hentugur sem sendibíll þar sem klæðningar eru ekki á hliðum og bíllinn með lágmarksbúnaði en í haust er hins vegar væntanleg önnur gerð, Viano, Meira
28. júlí 1996 | Ferðalög | 63 orð

WINNIPEG "ÁÆTLUNARFLUG Flugleiða til Hali

"ÁÆTLUNARFLUG Flugleiða til Halifax í Kanada breytir stöðunni og opnar nýja möguleika," segir Ruth Wiebe, sem rekið hefur ferðaskrifstofuna Bonaventure Travel í Winnipeg í tuttugu ár og átt góð samskipti við Íslendinga. Í sama streng tekur Edda Ólafsdóttir Kristjánsson, sem opnað hefur heimili sitt fyrir ferðamönnum og er einkar ljúft að bjóða Íslendingum gistingu. Meira
28. júlí 1996 | Bílar | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

VITO - NÝR FJÖLNOTABÍLL FRÁ MERCEDES BENZ - HÓPBÍLAR KAUPA RENAULT RÚTU - NISSAN ALMERA "GÓÐ" Í ÁREKSTRI - GRAND PRIX FYRIR BARNAFJÖLSKYLDUR Meira

Fastir þættir

28. júlí 1996 | Dagbók | 2698 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 26. júlí til 1. ágúst er Garðs Apótek, Sogavegi 108, opið alla nóttina, en Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, er opið til22. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
28. júlí 1996 | Í dag | 120 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræð er í dag, sunnudag

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræð er í dag, sunnudaginn 28. júlí, Guðbjörg Runólfsdóttir, Auðsholti, Ölfusi. Hún tekur á móti gestum á útihátíðarsvæði Auðsholts í dag kl. 15. ÁRA afmæli. Þriðjudaginn 30. júlí nk. Meira
28. júlí 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí sl. í Víðistaðakirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Soffía Jóhannesdóttirog Hafþór Hallgrímsson. Heimili þeirra er í Blöndubakka 11, Reykjavík. Meira
28. júlí 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní sl. í Dómkirkjunni af sr. Jakobi Hjálmarssyni Íris Kristjánsdóttir ogÁsgeir Þór Ásgeirsson. Heimili þeirra er á Kaplaskjólsvegi 89, Reykjavík. Meira
28. júlí 1996 | Í dag | 332 orð

Fjármagnstekjuskattur ellilífeyrisþega

2. júlí sl. skrifaði Margrét H. Sigurðardóttir, varaformaður Félags eldri borgara, ágæta grein um fjármagnstekjuskatt ellilífeyrisþega. Þar spyr hún "ER hægt að skerða bótageiðslur með vaxtatekjum 1995 þegar vextir verða ekki skattskyldir fyrr en 1. Meira
28. júlí 1996 | Fastir þættir | 646 orð

Guðspjall dagsins: Um falsspámenn. (Matt. 7.)

Guðspjall dagsins: Um falsspámenn. (Matt. 7.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. síðasta guðsþjónusta fyrir sumarleyfi starfsfólks Áskirkju. Að henni lokinni er kirkjugestum boðið uppá léttan hádegisverð í safnaðarheimili kirkjunnar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Meira
28. júlí 1996 | Í dag | 234 orð

HVENÆR er óhætt að leggja upp? Kunnáttumenn í þvingunarfræðum eru ekki í nokk

Útspil: Lauffimma. Austur drepur laufdrottningu blinds með ás og spilar laufníunni um hæl. Suður trompar, spilar spaðaás og trompar spaða, tekur svo ás og kóng í hjarta, hendir tígli niður í spaðakóng og trompar annan spaða. Í ljós kemur að trompin liggja 2-2 og spaðinn 5-2 með fimmlitnum í austur. Nú er að meta stöðuna. Meira
28. júlí 1996 | Í dag | 486 orð

ISSKIPTING lífsins gæða, bæði milli þjóða og einstakli

ISSKIPTING lífsins gæða, bæði milli þjóða og einstaklinga af sömu þjóð, er tungutamt umræðuefni. Lífskjör Íslendinga voru þau áttundu beztu í heiminum í hitteðfyrra, ef marka má skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hagfræðingar telja þó sumir hverjir raunhæfara að miða við skýrslu Alþjóðabankans í fyrra, en þar eru Íslendingar settir í sjöunda efsta sætið. Meira
28. júlí 1996 | Dagbók | 126 orð

Krossgáta 2LÁRÉTT:

Krossgáta 2LÁRÉTT: - 1 letiblóð, 8 tónverkið, 9 húsgögn, 10 verkfæris, 11 hraðann, 13 þrekvirki, 15 laufs, 18 báran, 21 skán, 22 þurfaling, 23 ganga, 24 sníkjudýr. Meira
28. júlí 1996 | Dagbók | 672 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
28. júlí 1996 | Í dag | 300 orð

Stjörnuspá 28.7. Afmælisbarn dagsins: Þú ert stórhuga og leggur ha

Stjörnuspá 28.7. Afmælisbarn dagsins: Þú ert stórhuga og leggur hart að þér til að ná settu marki. Þér leiðist tilbreytingarleysi, og þú hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir. Í kvöld ættir þú að bjóða heim góðum gestum. Þróun mála í vinnunni á bak við tjöldin hefur verið þér hagstæð og framtíðin lofar góðu. Meira
28. júlí 1996 | Í dag | 69 orð

STÖÐUMYND F Svartur leikur og vin

STÖÐUMYND F Svartur leikur og vinnurSTAÐAN kom upp á alþjóðlegu móti í Makarska í Króatíu í sumar. Farouk Bistric(2.415), Bosníu var með hvítt, en stórmeistarinn Krunoslav Hulak (2.545), Króatíu, hafði svart og átti leik. Hvítur var að enda við að leika afar óheppilegum leik, 27. Meira
28. júlí 1996 | Í dag | 28 orð

(fyrirsögn vantar)

1. a) Rabbi, einhvern tímann munt þú standa hérna eins og við hin og bíða eftir skólabílnum... Ef ég fel mig undir rúminu mínu þá finna þau mig a Meira

Íþróttir

28. júlí 1996 | Íþróttir | 790 orð

200 m baksund karla: 1. Brad Bridgewater

200 m baksund karla: 1. Brad Bridgewater (Bandaríkin) 1.58,54 2. Tripp Schwenk (Bandaríkin) 1.58,99 3. Emanuele Merisi (Ítalíu) 1.59,18 4. Bartosz Sikora (Póllandi) 2.00,05 5. Hajime Itoi (Japan) 2.00,10 6. Martin Lopez-Zubero (Spáni) 2.00,74 7. Mirko Mazzari (Ítalíu) 2.01,27 8. Rodolfo Falcon Cabera (Kúbu) 2. Meira
28. júlí 1996 | Íþróttir | 359 orð

200 M FLUGSUNDSmith kom þó loks að því að hún mætti ofjörlum sínum Tvöfalt hjá Áströlum

Eftir glæsilegan árangur og þrenn gullverðlaun írsku sunddrottningarinnar Michelle Smith kom þó loks að því að hún mætti ofjörlum sínum þegar fram fóru í fyrrinótt á ÓL í Atlanta úrslit í 200 metra flugsundi kvenna. Meira
28. júlí 1996 | Íþróttir | 247 orð

Bjóst ekki við sigri

Bandaríska stúlkan Amy Van Dyken sigraði í 50 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Atlanta á föstudagskvöldið. Hún synti á 24,87 sekúndum ­ þremur hundruðustu úr sekúndu á undan kínversku stúlkunni Le Jingyi, sem er heimsmethafi. Sundið var æsispennandi og byrjaði heimsmethafinn betur, en Amy var mjög sterk á síðustu 10 til 15 metrunum. Meira
28. júlí 1996 | Íþróttir | 620 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIRTekst Michael Johnson að skrá nafn sitt á spjöld Ólympíusögunnar með sigri í 200 og 400 m hlaupi? Texasbúinn klár

MICHAEL Johnson spretthlaupari frá Bandaríkjunum segist aldrei hafa verið í betra formi en nú á ævi sinni, en hún spannar 28 ár. Enda ekki vanþörf á því hann ætlar sér að fá nafn sitt skráð á spjöld ólympíusögunnar sem fyrsti karlmaðurinn sem ber sigur úr býtum í 200 og 400 metra hlaupi á sömu Ólympíuleikum. Meira
28. júlí 1996 | Íþróttir | 103 orð

Heimsmet á lokasprettinum

BANDARÍKJAMENN settu heimsmet í 4X100 metra fjórsundi karla á lokaspretti sundkeppninnar. Þá synti sveit þeirra á 3.34,84 mínútum og bætti fyrra metið um rúmlega tvær sekúndur. Það var 3.36,93 mínútur, sett af bandarískri sveit á Ólympíuleikunum í Seoul fyrir átta árum, en var jafnað í Barcelona fyrir fjórum árum. Meira
28. júlí 1996 | Íþróttir | 408 orð

KÚLUVARP"Slappaðu nú af, slappaðu bara af," sagði Barnes margoft við sjálfan sig Martröð Barnes lauk í síðasta kasti

Átta löngum árum eftir að hafa látið hrifsa frá sér ólympíugull í síðasta kasti vann Randy Barnes kúluvarpið með risakasti í lokaumferðinni. Í Seoul varð hann að sætta sig við silfrið eftir að Ulf Timmermann A-Þýskalandi varpaði 22,47 í síðustu umferð. Nú var röðin komin að Barnes. Löngunarfullur var hann í sjötta sæti þegar sjötta og síðasta umferðin hófst. Meira
28. júlí 1996 | Íþróttir | 214 orð

MARY Slaney

MARY Slaney þeirri þekktu hlaupakonu frá Bandaríkjunum sem var að keppa á sínum fjórðu leikum tókst ekki að komast upp í úrslit í 5.000 metrum eins og hún gerði sér vonir um. Hún var talsvert frá úrslitum fjórar stúlkur voru nær úrslitasæti. GABRIELA Szabo sem á annan besta tíma ársins í 5. Meira
28. júlí 1996 | Íþróttir | 162 orð

Perkins varði titilinn KI

Perkins varði titilinn KIEREN Perkins, heimsmeistari og heimsmethafi frá Ástralíu, náði að verja ólympíutitilinn í 1.500 metra skriðsundi karla í Atlanda í gær þó svo að hann hafi verið síðastur inn í A-úrslitin. Hann synti á 14.56,40 mín. Meira

Sunnudagsblað

28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 112 orð

»30.000 höfðu séð klettinn ALLS höfðu um 30.000 manns séð spenn

ALLS höfðu um 30.000 manns séð spennumyndina Klettinn í Sambíóunum eftir síðustu sýningarhelgi. Þá höfðu 18.500 séð Algjöra plágu, sem súnd er í Stjörnubíói, 14.000 Truflaða tilveru, 19.000 Spy Hard", 29.000 Leikfangasögu, 15.000 Hættulega ákvörðun og 23.500 Vaska grísinn Badda. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 4564 orð

Alltaf með annan fótinn í framtíðinni

KJÖR Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands árið 1980 vakti heimsathygli. Hún var fyrsta konan, sem kjörin var þjóðkjöri í embætti forseta lýðræðisríkis. Hún hefur því vakið athygli sem fulltrúi lands og þjóðar á alþjóðavettvangi og ekki síður öðlast vinsældir hjá landsmönnum. Sextán ára forsetatíð er nú senn á enda og frú Vigdís lítur yfir farinn veg. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 155 orð

Allt er þetta Reykjahlíð

Allt er þetta Reykjahlíð SUMAR bújarðir á Íslandi eru taldar eiga gríðarleg landflæmi og telja til fullkomins eignarréttar yfir öræfum og jafnvel jöklum. Þekktast er sennilega dæmið af Reykjahlíð í Mývatnssveit, sem sagt er að geri tilkall til allt að 8. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 203 orð

Austanspeki

VESTUR í Bandaríkjunum heldur þrefið áfram að milli vesturbófa og austurspekinga. Síðast sló þríeykið Fugees í gegn með poppskotið rapp og grípandi og nú er röðin komin að Nasir Jones, sem kallar sig einfaldlega Nas. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 2086 orð

Baráttan við upprunann

Fjölskyldan býr í einu reisulegasta húsinu við Winnipegvatn og skammt frá er vegleg snekkja þeirra bundin við bryggju. Þau taka á móti mér eins og þjóðhöfðingja, bera allt sitt besta á borð. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 1016 orð

Belgíska bjórflóran

BRETAR eru þeir sem mest drekka af belgískum bjór utan Belgíu og hefur Stella Artois verið með mjög sterka stöðu allt frá að hann kom fyrst á Bretlandsmarkað árið 1932. Hann hefur nú um árabil verið mest seldi innflutti bjórinn í Bretlandi. Umsvifamesta fyrirtækið í belgískum bjóriðnaði heitir Interbrew, sem er meðal fimm stærstu bjórfyrirtækja í heimi. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 2211 orð

BJÖRNINN Í BÚKAREST

Björn Kristjánsson, markaðsstjóri hjá Coca Cola í Rúmeníu, er fæddur í Reykjavík árið 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1987 og prófi í viðskiptafræði frá Babson College í Boston árið 1991 með markaðssetningu og frumkvöðlafræði sem sérgrein. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 563 orð

Blaðamenn ráðast gegn Klein

BANDARÍSKI blaðamaðurinn Joe Klein hefur mátt þola stöðugar árásir frá starfsfélögum sínum frá því að upplýst var í síðustu viku að hann væri höfundur bókarinnar "Primary Colors", sem þykir beinlínis lýsa kosningabaráttu Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Klein neitaði því lengi vel að hann hefði skrifað bókina og nú gæti sú neitun hans kostað hann vinnuna. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 1265 orð

Brúðkaup í Philadelphia

ÞÆR ERU nú orðnar allmargar giftingarnar og brúðkaupin, sem við höfum sótt í gegnum árin. Í langflestum tilfellum hafa það verið ungar manneskjur, sem strengt hafa þar heit sín og dembt sér út í hjónabandið. En á þessum árum auðveldra skilnaða fer ekki hjá því, að maður lendi í brúðkaupi, þar sem annar aðilinn eða jafnvel báðir, eru að ganga í það allra heilagasta í annað sinn. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 136 orð

»Claude Berri gerir kvikmynd úr stríðinu FRANSKI kvikmyndager

FRANSKI kvikmyndagerðarmaðurinn Claude Berri er líklega þekktastur fyrir myndir sínar Jean de Florette" og Manon des sources". Hann vinnur nú við gerð nýrrar myndar sem gerist í frönsku andspyrnuhreyfingunni í seinni heimstyrjöldinni og heitir eftir aðalpersónunni, Lucie Aubrac". Berri leikstýrir, framleiðir og skrifar handritið sem hann byggir á bók Aubrac. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 930 orð

Dáleiðsluúttekt á fortíð og framtíð

SÁLFRÆÐINGURINN þekkti, Helen Wambach, vann við söfunun merkilegrar tölfræði áður en hún lést árið 1983. Margar bækur hennar um árangur þess starfs eru velþekktar. Þær snúast allar um könnun á fortíð og framtíð mannkynsins í gegnum huga nokkurra þúsunda fulltrúa þess. Könnun hennar fór fram með aðstoð hópdáleiðslu fólks. Fólkið, sem hún vann með var sent í því ástandi aftur eða fram í tímann. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 462 orð

»Eitthvað nýtt TÓNLISTARUNNENDUR hafa sjálfsagt margir tekið eftur þv

TÓNLISTARUNNENDUR hafa sjálfsagt margir tekið eftur því á veturna að reglulega steðjar mikil mannþröng að plötuversluninni Þrumunni ofarlega á Laugarvegi. Þá daga sem nýjar sendingar af danstónlist og rappi berast í búðina er iðulega harður atgangur við búðarborðið og erfiðleikum bundið að komast inn. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 1398 orð

Erfiðleikar aðstandenda fórnarlamba Flugslys, hvort sem þau verða af völdum bilana eða hryðjuverka, eru ólýsanlegir harmleikir

ÁTILKYNNINGATÖFLU yfir komur flugvéla á Roissy-Charles de Gaulle-flugvelli við París, þar sem Boeing 747 vél TWA- flugfélagsins með flugnúmerinu 800 átti að lenda klukkan 8:15 að morgni 18. júlí, birtist einfaldlega tilkynning um að fluginu hefði verið aflýst. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 322 orð

Fjallmyndarleg ráðgáta

LEIKARINN Tom Cruise hefur lagt sig allan fram um það undanfarin ár að ávinna sér virðingu. Hann lék í skugga Paul Newmans í Colour of Money og Dustin Hoffmans í Rain Man en hefur undanfarin fimm ár lagt hart að sér í hlutverkum í myndum á borð við Born on the Fourth of July, sem baráttumaður, og reiður lögfræðingur í A Few Good Men. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 251 orð

Format 92,7 fyrir efnisyfirlit

Format 92,7 fyrir efnisyfirlit Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 1057 orð

FORN-aldarsögurnar voru merkilegt tæki til skemmtana á

FORN-aldarsögurnar voru merkilegt tæki til skemmtana á heldur afþreyingarlausum miðöldum. Þær komu hugmyndafluginu á hreyfingu jafnframt því sem þær fylla upp í tómarúmið sem sígildum bókmenntum var ekki ætlað að sinna, ekki frekar en klassísk tónlist getur nú fullnægt poppþörf skemmtiiðnaðarins. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 188 orð

»Fólk EINHVER bestamynd sem komið hefur frá Þ

EINHVER bestamynd sem komið hefur frá Þýskalandi í áratugi er Himinninn yfir Berlín eða "Wings of Desire" eins og hún er kölluð á engilsaxnesku. Hún er eftir Wim Wenders og kom hingað á Kvikmyndahátíð Listahátíðar fyrir nokkrum árum og sagði frá englum sem fylgdust með mannlífinu í Berlín. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 236 orð

FRÍSKASTA SVEITIN

VINSÆALSTA hljómsveit síðasta árs, að minnsta kosti á ballmrkaðnum, var án efa Sixties, sem sendi frá sér safn bítlalaga og seldi í þúsundaupplagi, aukinheldur sem sveitin var á kafi í verkefnum út árið. Í kjölfarið sendi sveitin frá sér jólaskífu, sem seldist illa, og margur taldi að þar með væri sagan öll. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 110 orð

GEISLAR OG VÍNYLL

ÞEGAR Ómar er beðinn að tína til nokkrar plötur sem dæmi um það sem Þruman flytur inn nefnir hann fyrstan Club Alien- diskinn sem inniheldur breskt techno, meðal annars geysivinsælt lag Underworld, Born Slippy, en hann segist einmitt hafa flutt það lag inn á smáskífu fyrir tæpu ári. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 999 orð

HÁSKALEG SENDIFÖR

ÍMISSION: Impossible leikur Tom Cruise Ethan Hunt, útsendara háleynilegrar deildar í CIA, sem fær til meðferðar þau verkefni sem aðrir telja að enginn geti leyst. Stjórnandi sveitarinnar sem Ethan tilheyrir er Jim Phelps (Jon Voight). Þeir fá það verkefni að fara til Prag og koma í veg fyrir að lista yfir njósnara í Evrópu verði stolið en þeim mistekst hrapallega. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 480 orð

Hollywood á heimavelli

EINHVER albesta kvikmyndin sem kom hingað í bíóin á síðasta ári var frá Nýja-Sjálandi og hét Himneskar verur eða "Heavenly Creatures". Í henni var beitt nokkuð óvenjulegum aðferðum við að segja sanna glæpasögu af tveimur stelpum sem myrtu móður annarrar þeirra og höfundur myndarinnar, Peter Jackson, var þegar hafinn til vegs og virðingar og fengin stórmynd í Hollywood að leikstýra. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 121 orð

»Í BÍÓ EINS og margoft hefur verið bent á eru bíómyndir teknar að ber

EINS og margoft hefur verið bent á eru bíómyndir teknar að berast hingað með ógnarhraða miðað við það sem áður var. Fyrir ekki svo löngu síðan máttu Íslendingar bíða árum saman eftir amerískum stórmyndum en nú er öldin önnur og við fáum oft myndir á undan öðrum Evrópuþjóðum. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 389 orð

Margvíslegir hagsmunir og breytilegt verðmætamat

Margvíslegir hagsmunir tengjast spurningunni um eignarhald á hálendinu. Fyrstu 1000 ár Íslandsbyggðar var gildi hálendisins bundið við afnot af því sem beitarlands fyrir sauðfé, auk þess sem sækja mætti fisk í vötn á heiðum. Í einlitu bændasamfélagi var það eitt meginverkefni hreppanna í landinu að sjá til þess að fé væri smalað af fjalli. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 1571 orð

Með STRAN· DIRNAR Í BLÓÐINU V Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að síðasti ábúandi á Ófeigsfirði á Ströndum pakkaði

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að síðasti ábúandi á Ófeigsfirði á Ströndum pakkaði saman. Afkomendur hafa þó ekki skorið alveg á taugina og í þrjá mánuði á ári er líf í Ófeigsfirði. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 157 orð

Móðgaður sjávarlíffræðingur 800 km í leigubíl

BRESKUM sjávarlíffræðingi var stórlega misboðið þegar lest breska lestarfélagsins British Rail bilaði og líffræðingurinn missti þar af leiðandi af rútu til Skotlands. Úr varð, að líffræðingurinn fór í leigubíl, alla 800 kílómetrana, og kostaði ferðin sem svarar tæplega 85 þúsund krónum. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 80 orð

Óhöpp í kjarnorkuveri

EINN starfsmaður lést og tvö geymslusvæði mældust hættulega geislavirk eftir tvö óhöpp í úkraínsku kjarnorkuveri, að sögn kjarnorkumálayfirvalda þar í landi. Starfsmaðurinn lést af brunasárum sem hann hlaut þegar leiðsla með sjóðheitu vatni brast í Khmelnitskíj-verinu á miðvikudagskvöld. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 886 orð

RÉTTUR ER SETTUR

VELGENGNI rithöfundarins Johns Grishams hefur verið með ólíkindum. Á aðeins sex árum hefur þessi fyrrum lögfræðingur orðið einn víðlesnasti spennusöguhöfundur samtímans og sendi nýlega frá sér sína sjöundu bók, "The Runaway Jury" eða Kviðdóminn, sem þegar renndi sér upp metsölulistana. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 930 orð

RÍKISEIGN OG GJALDTAKA FYRIR NÝTINGU

FORSÆTISRÁÐHERRA fær væntanlega í haust fullbúið frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, afrétta og þjóðlendna. Nefnd sem ríkisstjórn Íslands skipaði árið 1984 hefur unnið að samningu frumvarpsins. Í frumvarpsdrögum sem nefndin skilaði 1993 er gert ráð fyrir að landinu verði skipt í tvö svæði; eignarlönd og þjóðlendur. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 545 orð

Sérpöntunarlistinn

FYRIR nokkrum mánuðum opnaðist nýr möguleiki fyrir íslenska neytendur til að nálgast athyglisnverð vín er sérstakur sérpöntunarlisti var tekinn í gagnið í öllum verslunum ÁTVR. Vissulega voru ekki mörg vín á listanum í upphafi og menn verða að vera reiðubúnir að leggja á sig ákveðið erfiði til að nálgast þau. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 795 orð

Skammtímamið

Væri ég ungur maður að huga að framtíðarbísness, þá mundi ég koma upp heyrnartækjaiðnaði", sagði vinur minn sem lifir í námunda við hávaðann frá poppbransanum og hljómgræjunum. "Sá á gríðarstóran markhóp af heyrnardaufu fólki vísan". Þessi framtíðarsýn gáraði sinnið í yfirstandandi viðnámi við umferðarhávaða. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 532 orð

Upplýsingastríðið

ÞAÐ er staðreynd sem hernaðaryfirvöldum Vesturlanda líkar ekki að vekja almennt athygli á, að jafnframt tæknilegri fullkomnun er nútímasamfélagið orðið óhemju viðkvæmt. Ástæðan er að mestu sú að hægt er að trufla og stöðva með ýmsu móti "heilastarfsemi" samfélagsins. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 649 orð

Vélin háskalega

FYRIR skömmu sá ég í blöðum að í undirbúningi væri að láta sjúklinga skrifa undir þar til gert eyðublað sem sönnun þess m.a. að þeim hafi verið gerð grein fyrir áhættu og hugsanlegum hliðarverkunum af þeirri aðgerð sem gengið er undir hverju sinni. Þetta finnst mér hin þarfasta ráðstöfun. En það mætti viðhafa álíka varkárni á mörgum fleiri sviðum. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 2226 orð

Við tölum ekki um aldur, heldur ástand

VERA harður, standa sig, láta engan sjá hvernig manni líður, brosa framan í heiminn, standa sig, gefa aldrei höggstað á sér, vera duglegur og skyldurækinn, standa sig, vinnusamur, ósérhlífinn, tillitssamur, kvarta ekki, standa sig. Ósköp fátæklegt sýnishorn af þeim lífsgildum sem innræting okkar byggir á ­ og þarmeð gervöll þjóðarsálin. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 3034 orð

ÞAÐ Á ENGINN HÁLENDIÐ Hæstiréttur hefur ávallt hafnað kröfum þeirra sem gert hafa tilkall til að fá viðurkenningu á að þeir væru

ÞESSI niðurstaða þýðir ekki að dómstólar vefengi rétt bænda, sveitahreppa og upprekstrarfélaga til þess að beita fé á afrétti að sumarlagi eða þann veiðirétt sem lög um lax og silungsveiði veita þeim sem eiga beitarrétt á afrétti. Hæstiréttur lítur hins vegar svo á að þarna sé aðeins um afnotarétt að ræða. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 96 orð

Það svæði sem kallað er miðhálendi Íslands tekur yfir um þriðj

Það svæði sem kallað er miðhálendi Íslands tekur yfir um þriðjunginn af flatarmáli landsins. Þetta er sannkallað einskismannsland þar sem óvissa ríkir um mörk sveitarfélaga, skipulag landsvæða og nýtingu auðlinda og einnig um sjálfan eignarréttinn. Meira
28. júlí 1996 | Sunnudagsblað | 155 orð

(fyrirsögn vantar)

EIN VINSÆLASTA hljómsveit seinni tíma er hljómsveitin Upplyfting. Hún fagnaði 20 ára afmæli fyrir skemmstu og gaf af því tilefni út safn helstu laga, aukinheldur sem tvö lög voru endurupptekin. Meira

Ýmis aukablöð

28. júlí 1996 | Dagskrárblað | 120 orð

12.20Ólympíuleikarni

13.20Ólympíuleikarnir í Atlanta Bein útsending frá frjálsum íþróttum. 15.25Ólympíuleikarnir í Atlanta Bein útsending frá keppni í dýfingum karla. 16.55Hlé 17.50Táknmálsfréttir 18.00Fréttir 18.02Leiðarljós (Guiding Light) (442) 18. Meira
28. júlí 1996 | Dagskrárblað | 92 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH) 17.30Taumlaus tónlist 20.00Kafbáturinn (Seaquest) Ævintýramyndaflokkur með Roy Scheider í aðalhlutverki. 21. Meira
28. júlí 1996 | Dagskrárblað | 111 orð

17.00Taumlaus tónlist

17.00Taumlaus tónlist 17.30Mjólkurbikarkeppnin -undanúrslit Bein útsendinf frá leik ÍBV og KR í Vestmannaeyjum. 19.30Veiðar og útilífStjórnandi er sjónvarpsmaðurinn Steve Bartkowski. 20.00Fluguveiði Frægir leikarar og íþróttamenn sýna okkur fluguveiði í þessum þætti. 20. Meira
28. júlí 1996 | Dagskrárblað | 163 orð

9.00Morgunsjónvarp b

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kátir félagar(3:13) Herra Jón (3:13) Svona er ég (14:20) Babar(18:26) Einu sinni var... - Saga frumkvöðla (25:26) Dýrin tala (8:26) 10.40Hlé 11. Meira
28. júlí 1996 | Dagskrárblað | 681 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.50Bæn: Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.31 Fréttir á ensku. 8.00"Á níunda tímanum", Rás 1, Rás 2 og Fréttastofa Útvarps. 8.10 Hér og nú. 8.30 Fréttayfirlit. Meira
28. júlí 1996 | Dagskrárblað | 637 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

8.00Fréttir 8.07Morgunandakt: Séra Ragnar Fjalar Lárusson prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra flytur. 8.15Tónlist á sunnudagsmorgni. -Inngangur og passacaglia í f-moll eftir Pál Ísólfsson. Höfundur leikur á orgel. Meira
28. júlí 1996 | Dagskrárblað | 127 orð

Íranskeisari og byltingin

STÖÐ 221.45Heimildarþáttur Stöð 2 sýnir athyglisverða breska heimildarmynd um Mohammed Reza Pahlavi, síðasta keisarann í Íran sem var steypt af stóli árið 1979 eftir að Khomeini erkiklerkur og fylgismenn hans gerðu byltingu í landinu. Meira
28. júlí 1996 | Dagskrárblað | 760 orð

MÁNUDAGUR 29.7 SBBC PRIME 3.30 The Learning Zone

MÁNUDAGUR 29.7 SBBC PRIME 3.30 The Learning Zone 6.00 Olympics Breakfast 8.00 Olympics Highlights 12.00 Are You Being Served? 12.30Streets of London 13.00 Olympics Live 16.30 Island Race 17.00 The World Today 17. Meira
28. júlí 1996 | Dagskrárblað | 83 orð

Skrúður

SJÓNVARPIÐ20.40Heimildarmynd Sjónvarpið sýnir í kvöld heimildarmynd Magnúsar Magnússonar um eyjuna Skrúð undan Fáskrúðsfirði í syrpu sex mynda um náttúruminjar og friðlýst svæði. Menn rekur e.t.v. Meira
28. júlí 1996 | Dagskrárblað | 664 orð

Sunnudagur 28.7. SBBC PRIME 3.30 The Le

Sunnudagur 28.7. SBBC PRIME 3.30 The Learning Zone 5.20 Tv Heroes 5.30 Good Morning 7.00 Olympics Highlights 9.50 Streets of London Omnibus 11.25 Grandstand 15.10Olympics Live 18. Meira
28. júlí 1996 | Dagskrárblað | 112 orð

ö12.00Hádegisfréttir 12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.0

12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Sesam opnist þú (1:65) 13.30Skot og mark 14.00Flodder- fjölskyldan á Manhattan (Flodder Does Manhattan) Fooder-liðið býr nú í tjaldi í rústum síns fyrra heimilis í Sunny Dale. Meira
28. júlí 1996 | Dagskrárblað | 197 orð

ö18.15Barnastund Gátuland. Mótorhjólamýs

19.00Ofurhugaíþróttir (High 5 Series I) (e) 19.30Alf 19.55Á tímamótum (Hollyoaks) Breskur framhaldsmyndaflokkur. 20.20Verndarengill (Touched by an Angel) Þær Monica og Tess fá nýtt verkefni til að takast á við. 21. Meira
28. júlí 1996 | Dagskrárblað | 135 orð

ö9.00Barnatími Begga á bókasafninu,

10.15Körfukrakkar (Hang Time) Það er ekki auðvelt að vera eina stelpan í körfuboltaliðinu. (7:12) (e) 10.40Eyjan leyndardómsfulla (Mysterious Island)Ævintýralegur myndaflokkur fyrir börn og unglinga, gerður eftir samnefndri sögu Jules Verne. 11.05Hlé 16. Meira
28. júlí 1996 | Dagskrárblað | 125 orð

ö9.00Dynkur 9.10Bangsar og bananar

9.10Bangsar og bananar 9.15Kolli káti 9.40Spékoppar 10.05Ævintýri Vífils 10.25Snar og Snöggur 10.50Ungir eldhugar 11.05Addams fjölskyldan 11.30Listaspegill 12.00Fótbolti á fimmtudegi (e) 12. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.