Greinar þriðjudaginn 13. ágúst 1996

Forsíða

13. ágúst 1996 | Forsíða | 209 orð

Bjartsýni á flokksþingi repúblikana

FLOKKSÞING bandaríska Repúblikanaflokksins hófst í San Diego í Kaliforníu í gær og eru þingfulltrúar næstum 2.000 talsins. Þar verður Bob Dole útnefndur frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum 5. nóvember en hann hefur valið Jack Kemp sem varaforsetaefni sitt. Meira
13. ágúst 1996 | Forsíða | 137 orð

Fimmfaldur hljóðhraði

VERIÐ er að þróa nýja þotu í Bandaríkjunum sem flýtur á loftflæði á fimmföldum hljóðhraða og gæti flogið yfir Atlantshafið á innan við klukkustund. Þegar hafa verið gerðar tilraunir með líkön af lítilli stærð af flugvélinni, sem gengur undir nafninu LoFlyte, og tekist hefur að sýna fram á, að kenningin um svokallað "bylgjuflot" gengur upp. Meira
13. ágúst 1996 | Forsíða | 269 orð

Lebed telur vopnahlé hugsanlegt í dag

ALEXANDER Lebed, yfirmaður rússneska öryggisráðsins, sagði í gær, að hann og Aslan Maskhadov, yfirmaður herráðs aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju, hefðu orðið sammála um það á fundi sínum í fyrrakvöld að vinna að vopnahléi og binda enda á bardagana í Grosní. Skæruliðar gerðu í gær skyndiárás á Khankala-herstöðina fyrir austan Grosní. Meira
13. ágúst 1996 | Forsíða | 202 orð

NATO-herliðið haft í viðbragðsstöðu

BOSNÍU-Serbar létu í gær undan fyrir óbeinum hótunum NATO um valdbeitingu og heimiluðu eftirlit í herstöð fyrir austan Sarajevo. Áður hafði NATO gripið til víðtækra öryggisráðstafana í þeim hluta Bosníu, sem Serbar ráða, flutt einangraðar sveitir til stöðva sinna og hvatt borgaralega starfsmenn til að koma sér á burt. Meira
13. ágúst 1996 | Forsíða | 38 orð

Sigurhátíðí Króatíu

KRÓATAR minntust þess í gær, að 281 ár er liðið síðan þeir unnu sigur á Tyrkjum árið 1715 en þeir hafa minnst þess árlega alla tíð síðan. Hér er Stipe Simundza í búningi riddara á hátíðinni. Meira
13. ágúst 1996 | Forsíða | 143 orð

SÞ fordæma ofbeldi

KÝPURSTJÓRN lagði í gær formleg mótmæli fyrir Sameinuðu þjóðirnar og öryggisráð þess vegna ofbeldisfullra viðbragða Tyrkja á norðurhluta eyjarinnar á sunnudag, þegar hópur Kýpur-Grikkja fór inn fyrir vopnahléslínuna sem skipt hefur eynni frá innrás Tyrkja þangað árið 1974. Ungur maður úr hópi mótmælenda lét lífið í átökunum og fleiri en 50 særðust, en auk þeirra meiddust 12 úr hópi Tyrkja. Meira

Fréttir

13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

2 menn á kili

TVEIR menn björguðust þegar skútu, sem þeir sigldu fyrir utan Kópavogshöfn, hvolfdi síðdegis í gær. Slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli og Hjálparsveit skáta í Kópavogi sendu báta á staðinn. Þá voru mennirnir á kili og tókst ekki að rétta skútuna við vegna þess að belgsegl hennar var fullt af sjó. Meira
13. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 320 orð

84 lík fundin FJÖLDI látinna, sem leitarmenn á fe

FJÖLDI látinna, sem leitarmenn á ferðamannastað nærri spænska bænum Biescas í Pýreneafjöllum, þar sem mikil aurskriða féll á tjaldsvæði í síðustu viku, hafa fundið hingað til var í gær kominn upp í 84. Síðasta fórnarlambið sem fannst var ung stúlka, en lík hennar hafði borizt tuttugu kílómetra niður með farvegi árinnar, sem rennur um svæðið. Meira
13. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 121 orð

Akureyrarbær fær "Ljóð dagsins"

ÞRÁINN Karlsson leikari, sem hlaut starfslaun bæjarlistamanns Akureyrar á liðnu ári, lauk tímabilinu með því að færa menningarmálanefnd bæjarins skúlptúr er nefndin kom saman til fyrsta fundar síns eftir sumarleyfi. Skúlptúrinn nefnir hann "Ljóð dagsins" en hann er unninn úr steinsteypu, stáli og timbri. Jakob Björnsson, bæjarstjóri, veitti skúlptúrnum viðtöku. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 815 orð

Ástfanginn af Íslandi

HÉR Á landi er nú staddur Þjóðverjinn Raímund Brikenmaier frá Lubeck. Hann starfaði á Íslandi í þrjá mánuði árið 1955. Hann kom svo aftur árið eftir og vann þá í Gunnarsholti og við Þingvallavatn í eitt og hálft ár. Síðari ár hefur hann ferðast mikið um Ísland og er landinu afar kunnugur. Raímund er trésmiður að mennt og kom hingað sem nýútskrifaður sveinn. Meira
13. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Báturinn þrifinn eftir mettúrinn

VALDIMAR Traustason sem rær með handfæri á trillunni Trausta er elsti sjómaðurinn í eynni. Hann fór fyrst í róður með afa sínum, árið 1931, þegar hann var 9 ára. Þá var hann bundinn niður í bátinn svo hann félli ekki útbyrðis. Valdimar hefur stundað sjósókn nær óslitið frá því hann var 12 ára. Meira
13. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 309 orð

Blair sætir gagnrýni flokksbræðra

TONY Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins,sætir nú æ harðarigagnrýni vinstriafla innan flokksins. Tveir fyrrverandi ráðherrarsökuðu hann ásunnudag um aðhafa "afneitaðgrundvallarhugsjónum" flokksins og sögðu að hann gæti ekki haldið "hinum sanna Verkamannaflokki" í fjötrum til frambúðar. Meira
13. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 94 orð

Blómsturvellir stækka við sig

Ólafsvík-Við verslunina Blómsturvelli á Hellissandi, sem hefur verið starfrækt í 25 ár, var á dögunum tekin í notkun ný viðbygging við húsnæði verslunarinnar. Starfar hún nú á 510 fm gólffleti. Meira
13. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 302 orð

Dalvíkingur átti bestu filmuna

LJÓSMYNDAMARAÞON var haldið í fimmta sinn á Akureyri sl. laugardag. Áhugaljósmyndaklúbbur Akureyrar, Á.L.K.A. stóð fyrir keppninni í samvinu við Kodak-umboðið Hans Petersen hf. og Pedrómyndir á Akureyri, auk nokkurra annarra fyrirtækja. Að þessu sinni mættu 65 keppendur til leiks og lék veðrið við þá á meðan keppnin stóð yfir. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

Danir ekki á "gráa svæðinu"

VIÐRÆÐUR danskra og íslenzkra embættismanna um þann ágreining, sem upp er kominn milli ríkjanna um rétt danskra skipa til veiða á umdeildu hafsvæði norður af Kolbeinsey, hefjast í Reykjavík í dag. Ákveðið hefur verið að eingöngu verði um viðræður utanríkisráðuneyta ríkjanna að ræða. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 166 orð

Eðalvagnar um landið

ÞÝSKI auðkýfingurinn Hasso Schutzendorf er væntanlegur til Íslands í lok ágúst, og mun hann taka með sér tvo eðalvagna til að ferðast á um landið. Hasso kemur til Íslands 21. ágúst nk., ásamt eiginkonu sinni og einum lífverði. Að sögn Sigurðar S. Meira
13. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 97 orð

Eigendaskipti á Apótekinu á Hornafirði

Hornafirði-Eigendaskipti urðu á Apótekinu á Hornafirði 1. ágúst sl. þegar þau Jón Rozinkrans Sveinsson og Guðrún Óskarsdóttir seldu fyrirtæki sitt. Eftir rúmlega 19 ára dygga þjónustu við Hornfirðinga flytja þau sig til Kópavogs þar sem þau opna nýtt apótek, Engihjallaapótek. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 456 orð

Ekkert bendir til að aðrir bankar hækki

ÍSLANDSBANKI hf. hækkaði vexti um 0,10%-0,35% í gær í kjölfar vaxtahækkana á fjármagnsmarkaði. Íslandsbanki hefur haft lægri vexti en aðrir bankar síðan í júní en með breytingunni hefur hann fært sig nær þeim. Aðrir bankar hækkuðu ekki vexti í gær og fátt bendir til hækkunar á næstunni. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 991 orð

Er útvörðurinn að hætta á vaktinni? Það er með ólíkindum, að eins lítill klettur og Kolbeinsey er, geti skipt íslenska hagsmuni

TILGANGUR leiðangurs þessa var að sjá með eigin augum og stíga fæti á hina síminnkandi Kolbeinsey, nú í upphafi viðræðna Dana og Íslendinga þar sem leitast verður við að jafna þann ágreining sem upp er kominn um veiðar danskra skipa á umdeildu svæði norður af Kolbeinsey. Meira
13. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 87 orð

ESB styrkir samstarf yfir landamæri

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur veitt 63 milljónum ECU, eða um 5,3 milljörðum króna, til að efla samstarf finnskra landamærahéraða við byggðir handan landamæranna í Noregi, Svíþjóð, Rússlandi og Eistlandi. Styrkjunum er ætlað að bæta lífskjör á svæðunum, sem um ræðir, efla efnahags- og félagslega þróun og hvetja til viðskipta og samstarfs fyrirtækja beggja vegna landamæranna, Meira
13. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 168 orð

Fannst heil á húfi í gangnamannakofa

FÉLAGAR í Hjálparsveit skáta og Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri voru kallaðir út til leitar að þriggja manna fjölskyldu skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Hjón og fullorðin dóttir þeirra ætluðu að ganga úr Eyjafirði yfir í Bleiksmýrardal í S-Þingeyjarsýslu í gegnum Gönguskarð í Garðsárdal en villtust af leið. Meira
13. ágúst 1996 | Smáfréttir | 91 orð

FÍSN telur hátt í hundrað félaga og hefu

FÍSN telur hátt í hundrað félaga og hefur aðsetur í Guðrúnarstofu á Sogn studentby. Starfsemin miðar að því að tengja saman þá fjölmörgu íslensku námsmenn sem eru á svæðinu. Blaðakvöld eru haldin hvern mánudag, þar sem ný Morgunblöð eru lesin og kaffi og með því er á boðstólum. Auk þess eru á dagskránni vídeókvöld, saumaklúbbar, fótbolti og 1. des. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

Fyrirlestur um breytingaskeið kvenna

SÁLFRÆÐISTÖÐIN mun standa fyrir fyrirlestri um breytingaskeið kvenna þriðjudagskvöldið 13. ágúst kl. 20 í Norræna húsinu. Aðeins er um þennan eina fyrirlestur að ræða. Í fréttatilkynningu segir: "Varpað verður ljósi á hvernig þetta lífsskeið markar tímamót í ævi flestra kvenna. Meira
13. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 219 orð

Færir bændum pitsur út á tún

Hvolsvelli-Það eru ekki aðeins hvítu heyrúllurnar, sem nú sjást á flestum túnum landsins, sem vitna um breytta búskaparhætti. Á Hvolsvelli var í vor opnaður nýr veitingastaður, Gallerý- Pitsa, og hafa eigendurnir þeir Þorsteinn Jónsson og Ingólfur Ingvarsson haft í nógu að snúast í sumar. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Gestakennari í Heimsljósi

JÓGAKENNARINN Tom Gillette verður gestakennari hjá Jógastöðinni Heimsljósi í ágúst. Gillette mun halda jóganámskeið í Kripalujóga og Asthangajóga (Power Yoga) á vegum Jógastöðvarinnar Heimsljóss helgarnar 17.-18. og 24.-25. ágúst og einnig kenna jóga í stöðinni þriðjudaginn 20. og fimmtudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar fást í Jógastöðinni Heimsljós, Ármúla 15. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

Góð þátttaka í skógræktardegi

ÞRJÁTÍU skógræktarfélög efndu til skógræktardags á laugardaginn sl. og er áætlað að yfir 2.000 manns hafi heimsótt skógræktarreiti félaganna víða um land. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Skógræktarfélagi Íslands, segir að skógræktardagurinn hafi heppnast ljómandi vel hjá félögunum og veður hafi verið gott á öllu landinu, þrátt fyrir að grátt væri yfir að líta. Meira
13. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Guðrún Alda sérfræðingur á leikskólabraut

GUÐRÚN Alda Harðardóttir hefur verið ráðin til að gegna störfum sérfræðings við leikskólabraut kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Guðrún Alda er fædd árið 1955 í Reykjavík. Hún lauk leikskólakennaraprófi frá Fósturskóla Íslands 1985 og hefur einnig lokið framhaldsnámi í stjórnun og uppeldisfræði við sama skóla. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Gönguferð á Snæfjallaströnd

DJÚPBÁTURINN hf. býður upp á gönguferð um gamlar byggðir á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp laugardaginn 17. ágúst nk. Siglt verður með m.s. Fagranesi frá Ísafirði kl. 10 að Gullhúsaám á Snæfjallaströnd. Gengið verður síðan með Snorra Grímssyni, leiðsögumanni frá Gullhúsaám, um gamlar byggðir og berjalönd, þar er t.d. Meira
13. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 164 orð

Hitabylgja veldur rafmagnsleysi

STÓRAUKIN orkunotkun vegna mikilla hita olli rafmagnsleysi í níu ríkjum í vesturhluta Bandaríkjanna og svæðum í Mexíkó og Kanada á laugardag. Fjórar milljónir manna voru án rafmagns um tíma, sumir í nokkrar mínútur en aðrir í nokkrar klukkustundir. Öngþveiti varð á götum margra borga þar sem umferðarljós urðu óvirk og neðanjarðarlestir stöðvuðust. Meira
13. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 420 orð

Hvattur til eindrægni

FLOKKSÞING bandaríska Repúblikanaflokksins hófst í San Diego í Kaliforníu í gær og stendur í fjóra daga. Forsetaefni flokksins, Bob Dole, og varaforsetaefninu, Jack Kemp, var fagnað sem hetjum er þeir mættu á þingstað á sunnudag. Á þinginu mun Dole formlega taka við útnefningu sem frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum 5. nóvember næstkomandi. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð

Íslendingar í þriðja sæti

ÍSLAND er í þriðja sæti á Ólympíumótinu í skák fyrir sextán ára og yngri sem hófst í Svartfjallalandi á föstudag. Í fyrstu umferð töpuðu Íslendingarnir fyrir b-sveit Júgóslavíu, 1,5-2,5, en sigruðu Moldavíu, 3-1, í annarri umferð. Á sunnudag unnu þeir b-sveit Rússa með þremur vinningum gegn einum. Íslendingar eiga titil að verja því þeir sigruðu á mótinu í fyrra. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 301 orð

"Íslendingar lyfta grettistaki við Viktoríuvatn"

ÍSLENSKA fjölskyldan sem nú ekur á jeppa sem leið liggur frá syðsta odda Afríku til Evrópu var stödd í Úganda í seinustu viku hjá Íslendingum sem þar eru við störf hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu NAFCO, Nordic African Fisheries Company Ltd, en það er í meirihlutaeigu Íslendinga. Í frásögn sem Friðrik M. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

JÓN Thorleifsson háseti á Gullfaxa ÓF-11 bregður sjónum sínum til hafs af

JÓN Thorleifsson háseti á Gullfaxa ÓF-11 bregður sjónum sínum til hafs af þyrlupallinum í Kolbeinsey, skömmu eftir landtökuna. Víst er að fáir vildu verja nótt í eynni einsamlir og gott til þessað vita að Gullfaxi gamli bíður ekki langt undan. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 38 orð

Kátir krakkar á leikjanámskeiði

ÞRIÐJA leikjanámskeiðinu, sem haldið hefur verið á vegum Neskirkju í Reykjavík í sumar, lauk í gær. Fullbókað hefur verið á öllum námskeiðunum. Á myndinni sést glaðlegur hópur barna á kirkjutröppunum með umsjónarmönnum sínum. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Kjúklingastaðurinn Suðurveri fær viðurkenningu

HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur hefur veitt kjúklingastaðnum Suðurveri viðurkenningu fyrir að hafa komið á GÁMES kerfinu við innra eftirlit með matvælavinnslu og matreiðslu. Kjúklingastaðurinn Suðurveri er einn fyrsti íslenski skyndibitastaðurinn sem öðlast þessa viðurkenningu. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Kvöldganga um Viðey

HEFÐBUNDIN kvöldganga á þriðjudögum í Viðey hefst að þessu sinni á þeim slóðum sem tengjast minningum um Jón Arason Hólabiskup. Einnig verður gengið yfir á Vestureyju og þar skoðað umhverfislistaverkið Áfangar eftir R. Serra en ekki síður steinn með áletrun frá 1821 sem gæti tengst ástarmálum ungs fólks í Viðey á þeirri tíð. Steinninn er við rústir Nautahúsanna sem svo eru kölluð. Meira
13. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 300 orð

Kýpurstjórn leggur mótmæli fyrir öryggisráð SÞ

EINN grískur Kýpurbúi lét lífið og fleiri en fimmtíu særðust í einhverjum verstu átökum síðari ára sem orðið hafa á "grænu línunni" svokölluðu, en hún hefur skilið að þjóðabrotin tvö á Miðjarðarhafseynni allt frá innrás Tyrkja fyrir 22 árum. Kýpurstjórn lagði í gær inn mótmæli vegna málsins hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) og hinum fimm fastameðlimum öryggisráðs SÞ. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

LEIÐRÉTT Hagnaður Skeljungs Í frétt um rek

Í frétt um rekstarafkomu Skeljungs sem birtist á viðskiptasíðu Morgunblaðsins á laugardag var skekkja í töflu þar sem helstu lykiltölur úr milliuppgjöri fyrirtækisins voru birtar. Þar var rekstarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta fyrstu sex mánuði síðasta árs sagður 118 milljónir en hið rétta er 126 milljónir. Þar af leiðandi er breytingin ekki 35% heldur rúmlega 21% á milli ára. Meira
13. ágúst 1996 | Miðopna | 609 orð

Líklegt að gosið hafi undir vestari katli

STERKAR líkur eru á því að eldgos hafi brotist út undir vestari sigkatlinum fyrir vestan Grímsvötn á Vatnajökli á sunnudag. Hlaup varð í Skaftá um helgina en samfara því varð vart mikils óróa við ketilinn. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að ekki sé vitað til þess að eldgos hafi áður verið á þessum stað en talið er að gosið hafi undir eystri sigkatlinum áður. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 164 orð

Milljónatjón í vatna vöxtum

MILLJÓNATJÓN varð á Norðausturlandi þegar jökuláin Kreppa og Jökulsá á Fjöllum rufu skörð í vegi og varnargarða og stór hluti malarnámu Vegagerðarinnar í Kelduhverfi glataðist. Vegagerðin gerði í gær við veginn til bráðabirgða við Jökulsárbrú um 3 km sunnan Ásbyrgis. Þar rofnaði skarð í varnargarð og vegurinn sópaðist burtu á 30-40 metra kafla. Meira
13. ágúst 1996 | Miðopna | 911 orð

Milljónatjón vegna hlaups í Kreppu Tjón vegna vatnavaxta sem urðu um helgina í Kverká, Kreppu og Jökulsá á Fjöllum er talið nema

Tjón vegna vatnavaxta sem urðu um helgina í Kverká, Kreppu og Jökulsá á Fjöllum er talið nema nokkrum milljónum króna. Engar skemmdir urðu hins vegar þegar Skaftá hljóp um helgina en það hlaup var í minna lagi. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 717 orð

Mokað úr Laxá í Dölum

Sveiflur eru í veiði í ám vestanog suðvestanlands, enda hafa komið miklar úrkomugusur og árnar orðið erfiðar til veiða er vatnsmagnið hefur orðið hvað mest. Síðan hefur glæðst er vatn hefur sjatnað. Eigi að síður er landsins gæðum misskipt í ánum og auk þess sem ár á umræddu landssvæði eru misgóðar, þá hefur lítið ræst úr nyrðra. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Morgunblaði

Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Forsetinn á Íslandsmóti ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti Íslands sýndi hestamönnum þann heiður og sóma að mæta á Íslandsmót í hestaíþróttum sem haldið var að Varmárbökkum í Mosfellsbæ um helgina. Meira
13. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 104 orð

Múrsins minnzt ÞESS er minnz

ÞESS er minnzt í Þýzkalandi í dag, að 35 ár eru liðin frá byggingu Berlínarmúrsins. Helmut Kohl kanzlari hvatti landsmenn sína í ræðu af þessu tilefni í gær til að minnast ártíðar múrbyggingarinnar með því að leggja sig meira fram um að vinna að sannri sameiningu þjóðarinnar. Kanzlarinn minnti landsmenn sína í austri sem vestri ennfremur á, að "með því að minnast hins 13. Meira
13. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Myndlistarsýningí skókassa

GALLERÍ Gúlp!, sem er einn minnsti sýningarstaður á landinu, en sýningarnar eru í skókassa, efnir til sýningarinnar "Sýnir og veruleiki" á Café Karólínu í Grófargili miðvikudagskvöldið 14. ágúst kl. 21. Sýningin verður opin eitthvað fram eftir nóttu. Hlynur Hallsson skipuleggur sýninguna og hefur hann fengið 24 hollenska, þýska, bandaríska og íslenska myndlistarmenn til liðs við sig. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 307 orð

Nítján grísir í fyrsta goti

GYLTAN Skotta á svínabúinu í Smárahlíð í Hrunamannahreppi gaut fyrir skömmu nítján grísum í sínu fyrsta goti. Þeir lifðu allir og enginn var undir kílói að þyngd. Slíkur fjöldi grísa í fyrsta goti er mjög óvenjulegur og ekki síður að allir skuli þeir vera stórir og heilbrigðir. Nú hefur grísunum að vísu fækkað um tvo. Meira
13. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 225 orð

Nýr farþegabátur til hvalaskoðunar tekinn í notkun

FYRIRTÆKIÐ Sjóferðir ehf. á Dalvík hefur tekið í notkun nýjan farþegabát og er ætlunin að nýta hann til hvalaskoðunar á Eyjafirði en farið verður í daglegar skoðunarferðir frá Dalvík. Einnig mun báturinn verða notaður í grillferðir til Hríseyjar en Sjóferðir hafa komið sér upp grillaðstöðu í lokaðri vík á vesturhluta eyjarinnar. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Óvenjumargir að flýta sér

LÖGREGLAN í Reykjavík kærði óvenjumarga ökumenn fyrir hraðakstur um síðustu helgi. Frá föstudagsmorgni til mánudagsmorguns voru 127 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt og voru sjö þeirra sviptir ökuréttindum á staðnum. Þá voru 16 ökumenn kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og er það einnig óvenjumargt um eina helgi. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 59 orð

Perú ferðalag kynnt

UNNUR Guðjónsdóttir mun kynna ferð til Perú í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 21 að Reykjahlíð 12 en ferðin verður farin á vegum Kínaklúbbs Unnar 21. nóvember til 15. desember á hausti komandi. Kynningin er opin öllum sem hug hafa á að ferðast um Perú og komast í snertingu við forna menningu inka og njóta stórkostlegrar náttúru landsins. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 253 orð

Ráðstafanir ekki gerðar

STARFSHÓPUR heilbrigðisráðuneytisins, landlæknis og héraðslækna kom saman í gærmorgun og var haft samband við alla héraðslækna á landinu til að ræða hvort nauðsynlegt væri að gera sérstakar ráðstafanir í læknisþjónustunni vegna tveggja daga landsfundar Félags íslenskra heimilislækna sem hófst í gær, þar sem óttast var að læknislaust yrði í mörgum héruðum. Meira
13. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 64 orð

Reuter Atvik á Vesturbakkanum

ÍSRAELSKUR landamæravörður á Vesturbakkanum víkur sér að hópi Palestínumanna og segir þeim að vera þögulir, þar sem þeir höfðu verið að spjalla við ljósmyndarann. Sögðu Palestínumennirnir að þeir hefðu verið hnepptir í varðhald eftir að ísraelsk yfirvöld komust að því að þeir voru ekki með nauðsynlega pappíra og höfðu komist fram hjá ísraelskum lögreglumönnum og inn í Jerúsalem við Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 1233 orð

Ríkið telur viðræðurnar snúast um 1/3 heildartekna Mikið ber enn í milli í kjaradeilu heilsugæslulækna og ríkisins og sleit

Ríkið telur viðræðurnar snúast um 1/3 heildartekna Mikið ber enn í milli í kjaradeilu heilsugæslulækna og ríkisins og sleit ríkissáttasemjari viðræðum milli samninganefndanna á sunnudagskvöld. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 379 orð

Ríkið vill endurskoða launakerfi heimilislækna

KJARADEILA ríkisins og samninganefndar Læknafélags Íslands er í hnút eftir að upp úr viðræðum slitnaði sl. sunnudagskvöld. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Ríkið vill semja til áramóta og nota næstu fjóra mánuði til að endurskoða launakerfi fastráðinna heilsugæslulækna. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 1354 orð

Samkomulagið rætt í ríkisstjórn 1992

ÓFORMLEGT samkomulag Íslands og Danmerkur frá árinu 1988, um framkvæmd landhelgisgæzlu á umdeildum hafsvæðum á mörkum lögsögu Íslands, Grænlands og Færeyja, var rætt í ríkisstjórninni árin 1992 og 1993, er meint landhelgisbrot færeyskra skipa komu til umræðu, að sögn Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra. Meira
13. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Sjómaður klemmdist á fingrum

UNGUR sjómaður á snurvoðabát í Grímsey klemmdist á fjórum fingrum hægri handar við vinnu sína sl. sunnudag. Maðurinn varð undir vír með fjóra fingur og lenti inn á tromlu er verið var að jafna vírana fyrir snurvoðina. Við óhappið datt maðurinn með öxlina á öryggisgrind og við það losnaði hann af tromlunni. Maðurinn var mikið bólginn og átti auk þess erfitt með að hreyfa einn fingur. Meira
13. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 296 orð

Sjötugur og enn fastur í sessi

FIDEL Castro Ruz verður sjötugur í dag og er enn fastur í sessi eftir að hafa verið við stjórnvölinn á Kúbu í 37 ár, rúman helming ævinnar. Castro helduráfram að bjóðaBandaríkjunumbyrginn og fáttbendir til þess aðBill Clinton,níundi Bandaríkjaforsetinnsem tekst á viðhann, takist aðknýja frambreytingar á Kúbu. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 251 orð

Skólinn verður að sníðasér stakk eftir vexti

BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, telur að ekki hafi verið gengið harðar fram í sparnaðaraðgerðum gagnvart Háskóla Íslands en öðrum ríkisstofnunum. Hann telur að ráðstafanir til að sporna við fyrirsjáanlegum rekstrarhalla geti ekki riðið baggamuninn fyrir gæði kennslunnar. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 42 orð

Sofnaði undir stýri

BÍL var ekið út af Vesturlandsvegi á móts við Tinda á Kjalarnesi snemma á sunnudagsmorgun. Farþegi í bílnum slasaðist og var fluttur á slysadeild. Ökumaðurinn mun hafa sofnað undir stýri og misst bílinn út af veginum af þeim sökum. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 35 orð

Stórikarl

Morgunblaðið/Sigurður AðalsteinssonStórikarl Vaðbrekka, Jökuldal. STÓRIKARL, stór stakur klettadrangur, stendur undir Skoruvíkurbjargi á Langanesi. Á Stórakarli er eitt af fjórum stærstu súluvörpum á Íslandi, en þar hafa líka búsetu aðrir bjargfuglar, svo sem langvía, rita og fýll. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Stúlkan útskrifuð

STÚLKAN, sem ráðist var á í miðborg Reykjavíkur snemma á laugardagsmorgun, er útskrifuð af sjúkrahúsi. Stúlkan, sem er 16 ára gömul, var á gangi ásamt fimm strákum í Hafnarstræti. Að sögn lögreglu bar vitni að þau hefðu verið að þrátta og það hefði endað með því að einn strákanna tók sig til og sparkaði "karatesparki" í höfuð hennar. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Sumarnámskeið Dómkirkjusafnaðar

SEINNA sumarnámskeið Dómkirkjusafnaðar fyrir börn á aldrinum 6­10 ára hefst mánudaginn 19. ágúst. Námskeiðið stendur frá kl. 13­17 þá viku til föstudagsins 23. ágúst og lýkur formlega með messu í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 25. ágúst kl. 11. Meira
13. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 246 orð

Svíþjóð gangi í samtök hergagnaframleiðenda

VARNARMÁLANEFND sænska þingsins leggur til að Svíþjóð sækist eftir aðild að samtökum vestur- evrópska hergagnaframleiðenda, WEAG (Western European Armaments Group), sem eru nátengd Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Vestur-Evrópusambandsinu (VES). Svenska Dagbladet greindi frá þessu í gær. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Sýning á norrænni gullsmíði

SJÖ skartgripahönnuðir/gullsmiðir frá Gullsmíðaskólanum í Kaupmannahöfn sýna lokaverkefni sín í Gullsmiðjunni Pyrit G15, Skólavörðustíg 15 þessa dagana en sýningunni lýkur 25. ágúst. Í fréttatilkynningu segir: "Gullsmiðirnir nýútskrifuðu hafa leitast við að skapa nýjungar í danskri skartgripahönnun með því að vinna á óhefðbundinn hátt með form, efnivið, notkun og annað. Meira
13. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 62 orð

Tannlæknir kominn til starfa í Vogum

Vogum-Tannlæknirinn Karl Guðlaugsson hefur opnað tannlæknastofu í húsnæði Heilsugæslu Suðurnesja í Vogum. Undanfarin þrjú ár hefur Karl rekið tannlæknastofu í Reykjavík og verður tannlæknastofan í Vogum rekin samhliða. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Karl vera bjartsýnn um rekstur stofunnar og vonaðist eftir að eiga gott samstarf við Vogabúa. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Teknir fyrir neyslu, sölu og dreifingu

LÖGREGLAN í Kópavogi handtók í síðustu viku tvo menn um tvítugt með rúm 60 grömm af fíkniefnum. Við yfirheyrslur yfir mönnunum kom í ljós að þeir höfðu stundað sölu og dreifingu á fíkniefnum, auk þess að neyta þeirra sjálfir. Annar mannanna hefur komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefnamála. Málið er enn í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Kópavogi. Meira
13. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Unglingsstúlka slasaðist er hún féll af hestbaki

UNGLINGSSTÚLKA slasaðist er hún féll af hestbaki við bæinn Leyning í Eyjafjarðarsveit um miðjan dag í gær. Stúlkan kvartaði um höfuðverk og hlaut auk þess einhverjar skrámur. Hún var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Vann 10,6 milljónir

EINN var með fimm tölur réttar í lottóinu á laugardaginn og vann hann fjórfaldan pott, 10.583.640 krónur. Vinningsmiðinn var keyptur hjá Skeljungi á Skagabraut á Akranesi. Heildarverðmæti vinninga var 15.535.360 krónur og skiptist á milli 4.367 miðaeigenda. 4.268 fengu þrjá rétta og 120 fengu fjóra rétta. Fjórir fengu bónusvinning og fékk hver í sinn hlut 184.250 krónur. Meira
13. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Viðlegupláss eykst

NÚ ER unnið við að lengja aðra trébryggjuna af tveimur í höfninni í Grímsey. Guðlaugur Einarsson skipasmiður frá Fáskrúðsfirði er verktaki og vinnur Guðmundur sonur hans með honum við þetta verkefni auk þess sem Sigurður Ingi Bjarnason í Grímsey leggur til mannskap og tæki. Þessa dagana er verið að dýpka höfnina og vonast Guðlaugur til að því verði lokið um helgina. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 270 orð

Þröstur níundi stórmeistarinn

ÞRÖSTUR Þórhallsson, skákmaður, náði að uppfylla síðasta skilyrðið til að hljóta stórmeistaratign og verða níundi stórmeistari Íslands á árlegu skákmóti í Gausdal í Noregi. Þröstur varð sjötti með 6vinning af níu og hefur þá náð 2500 skákstigum sem skákmenn verða að hafa til að verða stórmeistarar. Áður hafði hann náð þremur áföngum að stórmeistaratitli. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

Össur hf. selur til Furstadæmanna

ÖSSUR hf., sem sérhæfir sig í framleiðslu stoðtækja, hefur gengið frá samningum við heilbrigðisráðuneytið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, um sölu á stoðtækjum fyrir um 5 milljónir króna. Er búist við fleiri slíkum samningum í kjölfarið því ráðuneytið hefur ákveðið að notast við stoðtæki frá Össuri hf. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Össurar hf. Meira
13. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

13. ágúst 1996 | Staksteinar | 371 orð

»Hrútshorn Íslenzkir blaðamenn mega taka Breta sér til fyrirmyndar og læra að tala með t

Íslenzkir blaðamenn mega taka Breta sér til fyrirmyndar og læra að tala með tveimur hrútshornum, segir Í Vísbendingu. Háði beitt Í þættinum "Aðrir sálmar" í síðustu Vísbendingu segir svo: Nú í vor þegar kúariðudeilan stóð sem hæst birti vikuritið The Economist forsíðumynd af John Major forsætisráðherra Breta með nautshorn og fyrirsögnin var: Óður, Meira
13. ágúst 1996 | Leiðarar | 599 orð

LeiðariBREYTINGAR Á GRUNNSKÓLA IKILVÆGT er að flutningur gr

LeiðariBREYTINGAR Á GRUNNSKÓLA IKILVÆGT er að flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga takist vel. Þótt nú hafi verið gengið formlega frá flutningnum og ýmsum framkvæmdaatriðum er mikil fagleg vinna eftir á vegum sveitarstjórna á hverjum stað, í samvinnu við kennara, skólastjórnendur og annað fagfólk. Meira

Menning

13. ágúst 1996 | Menningarlíf | 68 orð

ÁHUGAFÓLK um óvenjuleg og ódýr listaverk g

ÁHUGAFÓLK um óvenjuleg og ódýr listaverk getur gert góð kaup í borgarlistasafninu í Worchester þar sem selt er ryk í poka fyrir aðeins 100 ísl. krónur. Þetta er ekkert venjulegt ryk, heldur sýnishorn af hundrað ára sögu safnsins, bætt með ögnum úr íbúum safnsins", hverjir svo sem það eru. Meira
13. ágúst 1996 | Menningarlíf | 64 orð

Blómamyndir í Barcelona

ARNÓR G. Bieltvedt, myndlistarmaður, opnaði einkasýningu í listagalleríinu B.A.I. í Barcelona 6. ágúst. Arnór sýnir átta akríl/olíu málverk á striga. Eru þetta blómamyndir, einkum sólblóm. Arnór starfar sem myndlistarkennari við Logos High School í St. Louis í Bandaríkjunum. Í september opnar Arnór sýningu í East Ashland Gallery í Phoenix, Arizona í Bandaríkjunum. Meira
13. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 181 orð

Connery á Edinborgarhátíð

LEIKARINN góðkunni Sean Connery var viðstaddur opnunarathöfn Edinborgarhátíðarinnar um helgina. Hátíðin mun standa í þrjár vikur og dagskráratriði mörg og fjölbreytt. Meðal þess sem verður til skemmtunar eru kvikmyndasýningar, leiksýningar, tónleikar, danssýningar og grínatriði. Meira
13. ágúst 1996 | Myndlist | 956 orð

Dagbók/ Smíði/ Viðbúnaður

Pietjerte van Splunter, Lind Völundardóttir, Katrín Sigurðardóttir, Ana Mendieta. Opið alla daga frá 14­18. Til 18. ágúst. Aðgangur ókeypis. ÞEGAR inn í Nýlistasafnið er komið blasir við röð lítilla málverka, sem eiga að vera eins konar sjónræn dagbók hollenzku listakonunnar Pietjerte van Splunter frá aðskiljanlegustu lifunum hennar á Íslandi. Meira
13. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 411 orð

Feiti og mjói snúa aftur

Leikstjóri: Penelope Spheeris. Handrit: Fred Wolf. Aðalhlutverk: Chris Farley, David Spade, Tim Matheson og Gary Busey. Paramount. 1996. Bandaríska gamanmyndin Svarti sauðurinn er byggð upp eins og gömlu Gög og Gokke myndirnar. Tveir vinir, annar feitur og fyrirferðarmikill en hinn mjór og væskilslegur, lenda í endalausum vandræðum myndina út í gegn. Meira
13. ágúst 1996 | Tónlist | 395 orð

Frábær semballeikari

Glen Wilson, sembal, 10. ágúst kl. 15. DIETRICH Buxtehude og Glen Wilson voru höfundar tónleikanna sem hófust kl. 15 þennan laugardag í Skálholtskirkju. Nótur eru jú aðeins dauð tákn á blaði þar til einhver minni eða stærri töframaður kemur og leysir þær úr álögum. Sömu örlögum lýtur líklega hver önnur listgrein. Meira
13. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 151 orð

Fyrsta Listflugskeppni Íslands

ÁRLEG fjölskylduhátíð Flugmálafélags Íslands var haldin í Múlakoti í Fljótshlíð um Verslunarmannahelgina. Vélflugmenn, svifflugmenn, svifdrekamenn, módelmenn og fallhlífarmenn léku listir sínar og á meðal dagskráratriða var lendingarkeppni. Hápunktur hátíðarinnar var svo fyrsta listflugskeppni Íslands sem fram fór á sunnudeginum. Meira
13. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð

Heimsmetskúla

NÝSJÁLENDINGURINN Alan Mckay, 34 ára, blæs hér 35 metra langa sápukúlu sem er nýtt heimsmet í sápukúlublæstri. Fyrra metið er skráð í heimsmetabók Guinness, en það er 15,2 metra löng kúla blásin í New York. Nýja heimsmetskúlan var blásin í Wellington á Nýja Sjálandi, en borgin er einnig þekkt sem borg vindanna. Meira
13. ágúst 1996 | Menningarlíf | 221 orð

Íslenskir rithöfundar fá alþjóðleg verðlaun

Tveir íslenskir rithöfundar halda senn til Genova á Ítalíu til að taka á móti alþjóðlegum verðlaunum fyrir smásögur. Hrafnhildur Valgarðsdóttir hlaut 1. verðlaun fyrir smásögu sína "Jólagjöf heilagrar Maríu" og Eysteinn Björnsson hlaut 2. verðlaun fyrir smásögu sína "Hvalurinn". Meira
13. ágúst 1996 | Menningarlíf | 186 orð

Íslenskur myndlistarmaður sýnir á Tenerife

SIGURJÓN Hjörtur Sigurðsson heldur myndlistarsýningu á Casino de Tenerife, Plaza de la Candelaria, 11 ­ Santa Cruz de Tenerife 16.­30. september. Sigurjón fæddist 1950 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann lauk prófi frá Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði og síðan lá leið hans utan; til Englands, Svíþjóðar, Danmerkur og fleiri landa. Meira
13. ágúst 1996 | Bókmenntir | 387 orð

Ljóð frá Álandseyjum

eftir Karl-Erik Bergman í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Dimma 1996. Bókin er 63 blaðsíður með eftirmála. KARL-Erik Bergman (1930-) er hamingjusamur sjómaður og skáld frá Álandseyjum sem yrkir í senn hafið og ljóðin sín af trúmennsku, sannfæringu og ástríðu. Lífsbjörg sína sækir hann í hafið en færir um leið reynslu sína í letur til dýpri skilnings á tilverunni. Meira
13. ágúst 1996 | Menningarlíf | 856 orð

Margt "á Seyði" á Seyðisfirði

Margar sýningarnar tengjast einnig húsum og sögu bæjarins með ólíkum hætti þó. Hér fá jafnt leikir sem lærðir að sýna og má sjá þar verk áhugamanna sem og vel þekktra listamanna. Sá kostur er valinn hér að leiða lesandann um sýningarnar "húsavís". Elst húsanna er gamla verslunarhús Gránufélagsins frá 1874. Reyndar stendur aðeins grunnurinn eftir úti á Vestdalseyrinni. Meira
13. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 101 orð

Pamela vill gaddavírinn burt

BANDARÍSKA kvikmyndaleikkonan Pamela Anderson er komin með bakþanka vegna húðflúrs sem hún ber á vinstri hendi. Þegar henni var boðið aðalhlutverkið í myndinni "Barb Wire", sem sýnd hefur verið hér á landi, ákvað hún að láta húðflúra gaddavír á vinstri handlegg sinn til að gefa myndinni, sem hún hélt að myndi slá í gegn, aukið brautargengi. Meira
13. ágúst 1996 | Kvikmyndir | 330 orð

Sannleikurinn um andarungann

Leikstjóri Michael Lehman. Handritshöfundur Audrey Wells. Kvikmyndatökustjóri Robert Brinkman. Tónlist Howard Shore. Aðalleikendur Uma Thurman, Janeane Garofalo, Ben Chaplin, Jamie Foxx, James McCaffrey, Richard Coca. Bandarísk. 20th Century Fox 1996. Meira
13. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 73 orð

Schwarzenegger á nýrri plánetu

GAMLA vöðvatröllið og kvikmyndaleikarinn Arnold Schwarzenegger mætti færandi hendi á kynningu nýrrar Hollywoodplánetu í Prag um helgina. Hollywoodplánetur er keðja veitingahúsa í eigu hasarhetja úr kvikmyndabransanum. Á myndinni sést hann handleika leikmun úr nýjustu mynd sinni "Eraiser". Meira
13. ágúst 1996 | Skólar/Menntun | 1029 orð

Skólamálum misjafnlega háttað -UNDIRFS

EFTIR að sveitarfélögin tóku alfarið yfir rekstur grunnskólanna 1. ágúst síðastliðinn hefur verið mjög mismunandi með hvaða hætti þau hafa tekið á málum. Í sumum byggðarlögum eins og á Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa heilar sýslur eða stærri umdæmi tekið sig saman um rekstur skólanna. Meira
13. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 207 orð

Snoppufríð en röddin ónothæf

NÝJASTA mynd bandarísku leikkonunnar Andie MacDowell heitir "Multiplisity". Hún hefur þegar verið frumsýnd við góðar undirtektir í Bandaríkjunum og kemur í bíó á Íslandi í lok mánaðarins. Meðleikari Andiear í myndinni er Michael Keaton sem leikur mann sem sér lausn á litlum tíma sínum í því að einrækta nokkur eintök af sjálfum sér. Meira
13. ágúst 1996 | Menningarlíf | 67 orð

Tópastríóið á Sólon.

Í KVÖLD, þriðjudagskvöld leikur Tópastríóið á Sólon Íslandus kl. 22. Tríóið skipa Haukur Grøndal, saxófón, Árni Heiðar Jónsson, píanó og Tómas R. Einarsson, kontrabassa. Á efnisskránni eru aðallega þekkt lög frá sjötta og sjöunda áratugnum eftir Miles Davis, Cole Porter og John Coltrane meðal annarra. Sérstakur gestur tríósins í kvöld verður trommuleikarinn Harvey Burns, sem hefur t.d. Meira
13. ágúst 1996 | Tónlist | 435 orð

Tveir velvaldir gestir EINLEIKUR OG TVÍLEIKUR

Marijke Miessen, blokkflauta, Glen Wilson, semball, 10. ágúst kl. 17. MIKLAR þakkir og heiður eiga inni, þær Helga Ingólfsdóttir semballeikari og Manuela Wiesler flautuleikari, fyrir að ýta af stað föstu tónleikahaldi í Skálholti, því forna höfuðsetri kirkju á Íslandi. Meira
13. ágúst 1996 | Menningarlíf | 39 orð

Útlegð rigningar

ÚTLEGÐ - rigningar heitir klukkustundarlöng ljóðadagskrá sem Hjalti Rögnvaldsson, leikari, flytur á Kaffi Óliver við Ingólfsstræti í kvöld kl. 22. Þar verða fluttir tveir fyrstu hlutarnir úr ljóðaflokki eftir Saint- John Perse sem Sigfús Daðason þýddi. Meira
13. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 144 orð

Williams tíu ára á toppnum

GRÍN-spennumyndin Jack, með Robin Williams í hlutverki tíu ára drengs föstum í líkama fullorðins manns, er vinsælasta mynd síðustu helgar í Bandaríkjunum með innkomu upp á 745,8 m.kr þrátt fyrir neikvæða umjöllun í fjölmiðlum. Meira

Umræðan

13. ágúst 1996 | Aðsent efni | 682 orð

Að lokinni ólympíuveislu

Ólympíuveislunni er lokið. Sjálfsagt hefur mörgum sjónvarpsáhorfandanum þótt nóg um íþróttirnar í dagskrá Ríkissjónvarpsins meðan á leikunum í Atlanta stóð. En fyrir okkur íþróttaáhugamennina var þetta sannkölluð gósentíð og ég hygg að miklu fleiri hafi raunar hrifist með og fallið í þá freistingu að fylgjast með glæstum íþróttamönnum og -konum í keppni lengur en þeir vilja vera láta. Meira
13. ágúst 1996 | Aðsent efni | 1158 orð

Breytingar á leiðakerfi SVR

ÞANN 15. ágúst nk. taka gildi breytingar á leiðakerfi SVR. Í fyrri greinum til kynningar á breytingunum var fjallað um almennar áherslubreytingar, breytingar í Breiðholti, í Grafarvogi og Árbæ. Í þessari grein verður fjallað um þær breytingar sem verða í hverfum vestan Reykjanesbrautar og Elliðavogs ásamt Seltjarnarnesi, en SVR veitir þjónustu á sviði almenningssamgangna þar. Meira
13. ágúst 1996 | Aðsent efni | 843 orð

Efnahagsbatinn og ríkisfjármálin

MÖRGUM hefur orðið tíðrætt um efnahagsbatann að undanförnu eins og eðlilegt er. Vitaskuld er afar ánægjulegt að eftir nokkur erfiðleikaár skuli íslenskt efnahagslíf á nýjan leik komið á braut hagvaxtar og aukinnar atvinnu. Á hinn bóginn er hollt að hafa í huga að ekki eru öll vandamál að baki. Þar ber hæst hallarekstur og áframhaldandi skuldasöfnun ríkisins. Meira
13. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 323 orð

Fótaaðgerðafræðingar og Reykjavíkurmaraþon

SUMARIÐ er sá tími, sem göngufólk og skokkarar eru hvað mest á ferðinni, uppi um fjöll og firnindi og á götum borga og bæja. Stórir og smáir hópar taka þátt í gönguferðum og skipulögð eru maraþonhlaup víðsvegar um landið. Það fer ekki hjá því að þessu fylgi mikið álag á fætur iðkenda og koma margir fótsárir heim. Meira
13. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 433 orð

Internet

VEGNA þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað undanfarna daga um aðstöðumun á milli Samkeppnissviðs Pósts og síma annars vegar og annarra aðila sem selja þjónustu á Internetinu hins vegar, vill Fjarskiptasvið Pósts og síma vekja athygli á eftirtöldum atriðum. Meira
13. ágúst 1996 | Aðsent efni | 825 orð

Stórfelld skerðing á fé til sjúkrahúsa

VILLUKENNINGIN um að kostnaður við sjúkrahús landsmanna hafi stóraukist síðustu ár er lífseig. Í leiðara Morgunblaðsins 3. ágúst mátti t.d. lesa eftirfarandi: "Jafnframt hefur það ítrekað komið fram í umræðum um stóraukinn kostnað við heilbrigðiskerfið, að sá kostnaður tengist ekki sízt þeirri hátækni, sem nú ryður sér til rúms í spítalarekstri." Upplýsingar Þjóðhagsstofnunar (26.2. Meira
13. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 649 orð

"Svikin börn"

FYRIRHUGAÐ var að Thomas Carlstedt taugaskurðlæknir frá Karólinska spítalanum í Stokkhólmi gerði skurðaðgerðir á fjórum íslenskum börnum sem eru með varanlegan taugaskaða (lömun) í handlegg vegna axlarklemmu í fæðingu. Gera átti aðgerðirnar dagana 25. og 26. júlí á Landspítalanum. Auk þess ætlaði læknirinn að skoða fleiri börn og ræða við foreldra þeirra. Meira
13. ágúst 1996 | Aðsent efni | -1 orð

Þarf að setja hámark á aldur Íslendinga?

Í FRAMHALDI af umræðunni um það hvílíkur vandi steðji að íslensku efnahagslífi útaf óhóflegri fjölgun aldraðra, svo og hugmyndinni um hámarksaldur, sem eignuð hefur verið Margréti Indriðadóttir blaðamanni, þykir höfundi rétt að benda stjórn lýðveldisins og löggjafarþingi á hugsanlega lausn vandans. Því eru þessi frumvarpsdrög lögð fram. Mottó. Meira

Minningargreinar

13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 216 orð

Elísabet Karlsdóttir

Okkur langar með fáum orðum að minnast ömmu og langömmu okkar. Heima hjá ömmu og afa var alltaf tekið á móti okkur af gestrisni og mikilli ást. Við eigum einnig ljúfar minningar frá heimsóknum okkar í bústað þeirra, norður í Aðaldal, það var svo gaman að fara út í hraun að tína grös og bara ganga með þeim og njóta náttúrunnar. Meira
13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 209 orð

Elísabet Karlsdóttir

Komið er að kveðjustund og minningarnar líða gegnum hugann. Fyrstu kynnin voru á Skóladagheimilinu Langholti (áður Skipasundi 80). Síðar var ég stúlkan á loftinu, þegar ég leigði hjá Betu og Sigtryggi og kynntist ég þá þeim hjónum mjög vel. Ætíð síðan hefur verið gott að sækja þau heim, hvort sem var í Skipasundið eða í sveitasæluna þeirra í Aðaldal, sem er sannkölluð paradís. Meira
13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 32 orð

ELÍSABET KARLSDÓTTIR Elísabet Karlsdóttir fæddist á Knútsstöðum í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu 1. júní 1918. Hún lést á

ELÍSABET KARLSDÓTTIR Elísabet Karlsdóttir fæddist á Knútsstöðum í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu 1. júní 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 9. ágúst. Meira
13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 141 orð

Friðrikka Pálsdóttir

Frissa, elskulegasta amma okkar, er farin úr þessum heimi. Það huggar mig að vita af henni hjá ástvinum sínum sem á undan fóru. Alltaf var hún amma Frissa svo blíð og góð og svo mikill vinur, þvílík manneskja, það eru ekki til orð yfir persónutöfra hennar. Það var svo fínt hjá ömmu og afa, svo hlýlegt, þar fann ég frið, og alltaf get ég dáðst að handavinnunni hennar. Meira
13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 274 orð

Friðrikka Pálsdóttir

Okkur langar til að minnast í nokkrum orðum Frissu eða ömmu Frissu eins og hún hefur alltaf verið kölluð á okkar heimili. Hún kom inn í líf okkar þegar hún giftist stjúpa mínum fyrir um það bil 30 árum, og síðan hefur hún átt stóran hlut í hjarta okkar allra. Meira
13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 28 orð

FRIÐRIKKA PÁLSDÓTTIR Friðrikka Pálsdóttir fæddist í Sandgerði 8. mars 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. júní

FRIÐRIKKA PÁLSDÓTTIR Friðrikka Pálsdóttir fæddist í Sandgerði 8. mars 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvalsneskirkju 28. júní. Meira
13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 204 orð

Halldóra Ó. Zo¨ega

Mig langar til að skrifa nokkur orð um hana ömmu mína sem var mér alltaf svo góð. Það koma margar hlýjar og notalegar minningar upp í hugann þegar ég hugsa til bernskuáranna á Öldugötu 14 þar sem amma Dódó og afi Geir bjuggu. Meira
13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 366 orð

Halldóra Zo¨ega

Með þessum orðum vil ég minnast þín, amma mín, um leið og ég þakka fyrir allar þær yndislegu stundir sem ég var svo lánsöm að eiga með þér í gegnum tíðina. Þú varst ekki einungis amma mín heldur leit ég á þig sem einn af mínum bestu vinum og félögum. Meira
13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 175 orð

Halldóra Zo¨ega

Tengdamóðir mín er látin. Hún var mjög sérstæð kona. Hún var mikil húsmóðir og hugsaði hún mjög vel um heimilið. Henni var mjög annt um mann sinn, börn og barnabörn og sérstakur myndarbragur var yfir heimboðum og veislum á heimili þeirra hjóna, og fjölskyldur barna hennar voru henni mikils virði. Þau hjón bjuggu fyrst í Hafnarfirði, en eftir stríð fluttu þau að Öldugötu 14 í Reykjavík. Meira
13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 604 orð

Halldóra Zo¨ega

Frú Halldóra Zoega lést 2. ágúst sl. Ég hygg að dauðinn hafi verið henni langþráður gestur og velkominn líknari eins og hennar hetjulund og högum hæfði. Nærri níræður, sjónlítill og fótafúinn líkami er eldsálinni oft lítt að skapi sem ferðafélagi. Halldóra var sem sé atorkumanneskja að hverju sem hún gekk. Athafnasemi var henni líka í blóð borin. Meira
13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 325 orð

Halldóra Zo¨ega

Amma Dódó kveður þennan heim á 100 ára ártíð Geirs Zo¨ega eiginmanns síns. Alla tíð symbólsk kona eins og hún sagði sjálf. Hún var hefðardama sem bragð var að, samt með báða fætur á jörðinni. Hún bar það með sér að hafa hlotið gott atlæti og uppeldi hjá foreldrum sínum í Keflavík. Hún var örlát kona jafnt í andlegum sem veraldlegum skilningi. Henni var margt til lista lagt. Meira
13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 323 orð

Jón Sigurvin og Hulda María

Við bræðurnir viljum hér kveðja með nokkrum orðum móðurafa okkar og móðurömmu, þau Jón og Huldu. Hulda amma lést fyrr í sumar, og Jón afi féll frá nú í ágústbyrjun. Afi og amma bjuggu lengst af sínum búskap í íbúð á Grandavegi, en afi var verkstjóri hjá Lýsi hf. og því stutt að fara í vinnuna. Meira
13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 296 orð

Jón Sigurvin og Hulda María

Mig langar til að kveðja hér með örfáum orðum þau Jón og Huldu, afa og ömmu unnusta míns. Það rifjast upp fyrir mér þegar ég kom fyrst á heimili þeirra, fyrir tæpum níu árum. Við Jón Örn höfðum þá verið saman nokkurn tíma og þótti kominn tími til að kynna mig fyrir afa og ömmu. Meira
13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 246 orð

JÓN SIGURVIN ÞORLEIFSSON HULDA MARÍA SÆMUNDSDÓTTIR

JÓN SIGURVIN ÞORLEIFSSON HULDA MARÍA SÆMUNDSDÓTTIR Jón Sigurvin Þorleifsson fæddist í Bolungarvík 12. janúar 1911. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. ágúst síðastliðinn. Hulda María Sæmundsdóttir fæddist í Reykjavík 4. júní 1914. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. Meira
13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 626 orð

Sveinn Ólafsson

Með nokkrum orðum vil ég minnast góðs vinar, Sveins Ólafssonar. Þótt hann væri farinn að reskjast var ekki annað vitað en hann væri við góða heilsu. Því kom andlát hans öllum á óvart, einnig hans nánustu. Vel man ég þegar ég sá Svein í fyrsta sinn. Hann var þá forstjóri Sveins Egilssonar hf. en ég í sumarvinnu hjá Guðjóni Sigurðssyni múrarameistara. Þetta var 1954. Meira
13. ágúst 1996 | Minningargreinar | 26 orð

SVEINN ÓLAFSSON Sveinn Ólafsson fæddist í Reykjavík 5. desember 1917. Hann lést 3. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá

SVEINN ÓLAFSSON Sveinn Ólafsson fæddist í Reykjavík 5. desember 1917. Hann lést 3. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 12. ágúst. Meira

Viðskipti

13. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 108 orð

Fundur um góðæri

VERÐUR góðærið okkur að gagni eða fer allt úr böndunum? Þetta er efni morgunverðarfundar, sem Verslunarráð Íslands heldur í fyrramálið. Framsögumenn verða Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands, og Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis. Meira
13. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 415 orð

Hagnaður 34 milljónir

HAGNAÐUR Marels hf. á fyrri helmingi þessa árs nam 34 milljónum króna og jókst um 36% miðað við sama tímabil í fyrra er hagnaður fyrirtækisins var 25 milljónir. Velta fyrirtækisins nam 853 milljónum króna fyrstu sex mánuðina og jókst um 70% miðað við sama tímabil í fyrra. Geir A. Meira
13. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 335 orð

Hagnaður eykst um 48%

HAGNAÐUR Heklu nam 58 milljónum á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hefur hagnaðurinn aukist um 48% miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður alls síðasta árs var rúmar 60 milljónir þannig að einungis munar tveimur milljónum að þeim hagnaði væri náð á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Samkvæmt milliuppgjöri var velta fyrirtækisins 2.656 milljónir króna og er um að ræða 39% hækkun. Meira
13. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 153 orð

SP-Fjármögnun með skuldabréfaútboð

SP-FJÁRMÖGNUN hefur hafið útgáfu skuldabréfa að nafnvirði 600 milljónir króna. Skuldabréfin eru boðin út með 5,90% föstum vöxtum. Þau eru til fimm ára og gjalddagar vaxta og afborgana eru tvisvar á ári, 17. febrúar og 17. ágúst, í fyrsta skipti 17. febrúar 1997. Ávöxtunarkrafan á útgáfudegi, 9. ágúst, var 6,15%. Kaupþing hf. annast sölu bréfanna fyrir SP-Fjármögnun. Meira
13. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 196 orð

Sumitomo- maðurinn úr felum

YASUO HAMANAKA, koparkaupmaður Sumitomo-fyrirtækisins og höfuðpaur mesta fjármálahneysklis sögunnar, er kominn úr felum og hefur rofið átta vikna þögn , en segir aðeins að hann sé við góða heilsu og hafi lifað rólegu lífi í Tókýó. Meira
13. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 299 orð

Tóbaksbréf lækka eftir dómsúrskurð í Bretlandi

VERÐ hlutabréfa í tóbaks- og tryggingafyrirtækinu B.A.T Industries Plc í Bretlandi hefur ekki verið lægra í eitt ár, þrátt fyrir yfirlýsingu um að fyrirtækið hyggist berjast gegn 750.000 skaðabótaúrskurði dómstóls á Flórída. Meira

Fastir þættir

13. ágúst 1996 | Í dag | 420 orð

AÐ skiptir töluverðu máli fyrir einstakar stéttir og sta

AÐ skiptir töluverðu máli fyrir einstakar stéttir og starfshópa, sem standa í kjarabaráttu að koma sjónarmiðum sínum og rökum á framfæri við almenning á þann veg, að fólk skilji um hvað er deilt. Þetta hefur talsmönnum heimilislækna ekki tekizt í þeirri kjaradeilu, sem þeir eiga nú í. Meira
13. ágúst 1996 | Dagbók | 2702 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 9.-15. ágúst eru Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1 og Breiðholts Apótek, Álfabakka 12, Mjódd opin til kl. 22. Auk þess er Apótek Austurbæjar opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
13. ágúst 1996 | Í dag | 162 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 14.

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 14. ágúst, verður níutíu og fimm ára Ragnheiður Magnúsdóttir, Gullsmára 11, Kópavogi. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn milli kl. 17 og 19, í Gullsmára 11, 10. hæð. ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 13. Meira
13. ágúst 1996 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Christian Hansen-Foto BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júlí í Kaupmannahöfn Jórunn María Magnúsdóttir og Haukur Þór Bragason. Þau eru búsett í Óðinsvéum. Meira
13. ágúst 1996 | Dagbók | 746 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
13. ágúst 1996 | Fastir þættir | -1 orð

Hörkukeppni á frábæru móti

Einu glæsilegasta Íslandsmóti sögunnar í hestaíþróttum lauk undir kvöld á sunnudag. Keppnin á mótinu bauð upp á mikla spennu í öllum flokkum, hestakostur með því besta sem sést hefur og öll umgjörð mótsins og framkvæmd eins og best verður á kosið. Ný stjarna í töltinu Meira
13. ágúst 1996 | Fastir þættir | 1223 orð

Íslandsmót Gefnar eru upp einkunnir í forkeppni og úrslitum. Þar sem eru

Gefnar eru upp einkunnir í forkeppni og úrslitum. Þar sem eru þrjár einkunnir er um að ræða keppendur sem hafa unnið sig upp úr B-úrslitum og er þá miðjueinkunnin úr þeirri keppni. Opinn flokkur: Tölt 1. Þórður Þorgeirsson Geysi, á Laufa frá Kolluleiru, 8,27/8,84. 2. Hafliði Halldórsson Fáki, á Nælu frá Bakkakoti, 8,30/8,78. 3. Meira
13. ágúst 1996 | Fastir þættir | 404 orð

Ragnar og Viðar í stjörnuflokk

HESTAKOSTUR Íslandsmótsins var með miklum ágætum og á það ekki síður við um yngri flokkana þar sem keppnin var æsispennandi. Knapar í fyrsta sæti eftir forkeppni voru að falla jafnvel í fimmta eða sjötta sæti. Í flestum hringvallargreinum yngri flokkana voru B- úrslit og kom þá glöggt í ljós hversu mikil breiddin er orðin bæði hvað varðar knapa og hestakost unga fólksins. Meira
13. ágúst 1996 | Í dag | 119 orð

Tapað/fundiðNintendo tölvu saknað NINTENDO Game Boy

NINTENDO Game Boy leikjatölva í glæru hulstri með leikjum hvarf úr bíl sem stóð ólæstur á bílastæði Hótel Eddu á Akureyri um verslunarmannahelgina. Eigandinn er sjö ára drengur og saknar þessara hluta sárt og biður skilvísan finnanda að hafa samband í síma 565-6939. Meira

Íþróttir

13. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA KR 12 9 2 1 32 9 29ÍA 12 9 1 2 29 10 28LEIFTUR 12 5 5 2 22 19 20VALUR 12 5 2 5 11 13 17STJARNAN 12 4 3 5 12 20 15FYLKIR 12 4 1 7 18 17 1 Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA

1. DEILD KVENNA BREIÐABLIK 10 10 0 0 43 3 30KR 10 7 2 1 35 10 23ÍA 10 6 2 2 23 9 20VALUR 10 5 2 3 23 14 17STJARNAN 10 4 0 6 17 24 12ÍBA 10 2 1 7 11 2 Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA

2. DEILD KARLA ÞRÓTTUR 12 6 5 1 28 17 23FRAM 11 6 4 1 31 14 22SKALLAGR. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 175 orð

2. deild karla: Völsungur - FH0:4 Lúðv

2. deild karla: Völsungur - FH0:4 Lúðvík Arnarson 3 (10.,15.,75.), Hörður Magnússon (30.). Leiknir - Þróttur1:5 Birgir Ólafsson (23.) - Gunnar Gunnarsson (34.), Óskar Óskarsson (40.), Árni S. Pálsson (42. vsp.), Páll Einarsson (69.), Sigurður Hallvarðsson (88.). Þór Ak. - KA1:2 Árni Þór Árnason (18. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD

3. DEILD DALVÍK 13 8 3 2 36 22 27REYNIR S. 13 7 4 2 36 21 25ÞRÓTTUR N. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD A-RIÐILL ÍH -GG 4

4. DEILD A-RIÐILL ÍH -GG 4: 1LÉTTIR -UMFA 4: 2FRAMHERJAR -HB 3: 2GG -KSÁÁ 2: 4FRAMHERJAR -NJARÐVÍK 1: 1HB -LÉTTIR 2: 7UMFA -ÍH 7: 3KSÁÁ -UMFA 2: 1 LÉTTIR 13 9 Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD B-RIÐILL

4. DEILD B-RIÐILL VÍKINGUR Ó. 11 8 2 1 65 12 26ÁRMANN 11 7 3 1 52 24 24HAUKAR 11 7 2 2 54 15 23SMÁSTUND 11 5 3 3 69 26 18BRUNI 12 3 2 7 24 42 11TBR 11 2 1 8 Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD C-RIÐILL HVÖT -SM

4. DEILD C-RIÐILL HVÖT -SM 0: 1KS -MAGNI 5: 0MAGNI -TINDASTÓLL 1: 2NEISTI -KS 0: 5SM -KORMÁKUR 4: 2KORMÁKUR -HVÖT 3: 3 KS 11 8 2 1 42 7 26TINDASTÓLL 11 8 2 1 Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD D-RIÐILL

4. DEILD D-RIÐILL KVA 11 10 1 0 41 8 31SINDRI 10 6 2 2 33 21 20EINHERJI 11 3 1 7 21 28 10LEIKNIR F. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD V-RIÐILL

4. DEILD V-RIÐILL BOL.VÍK 8 7 1 0 44 7 22BÍ 7 5 1 1 27 5 16REYNIR H. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 545 orð

Amman æfði fyrir torfærukeppni

Fyrsta amman til að keppa í torfæru verður Sæunn Lúðvíksdóttir frá Selfossi og það mun gerast í heimsbikarmóti í torfæru í Jósepsdal á næsta laugardag. Hún er aðeins 34 ára gömul en engu að síður orðin amma. Dóttir hennar Margrét Ósk eignaðist son fyrir skömmu, en hún er sautján ára gömul. Á sama aldri og þegar móðir hennar ól hana. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 122 orð

Á 19. mínútu átti Einar Þór Daníelsson laglega sendi

Á 19. mínútu átti Einar Þór Daníelsson laglega sendingu frá vinstri kanti inn á vítateig Valsmanna þar sem knötturinn fór yfir Jón Grétar Jónsson og barst þaðan til Ríkharðs Daðasonar, sem skoraði laglega framhjá Lárusi í markinu. Á 77. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 99 orð

Á 74. mínútu náðu Stjörnumenn snöggri sókn, Rúnar Sigmunds

Á 74. mínútu náðu Stjörnumenn snöggri sókn, Rúnar Sigmundsson sendi knöttinn á Ingólf Ingólfssonsem staddur var rétt fyrir utan miðjan vítateiginn, og skaut glæsilega óverjandi í hægra hornið uppi. Eftir aukaspyrnu fyrir utan vítateig Stjörnumanna á 78. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 64 orð

Bestur í lokin BROKS geymdi það besta þar

BROKS geymdi það besta þar til síðast á sunnudaginn og var bara nokkuð rogginn eftir sigurinn. "Ég held að upphafshöggin mín, á átjándu brautinni í dag, bæði í síðasta hringnum og líka í bráðabananum, séu bestu upphafshögg sem ég hef slegið lengi, alla vega í þessari viku, Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 1538 orð

Bikarkeppni FRÍ

1. deild KARLAR100 metra hlaup Jón Arnar Magnússon, UMSS10,69 Jóhannes Már Marteinsson, ÍR 11,00 Bjarni Þór Traustason, FH11,06 Ólafur Guðmundsson, HSK11,31 Geir Sverrisson, Á11,47 Kristján Friðjónsson,UMSK11,75 Kjartan Ásþórsson, UMSB12,41 200 metra hlaup Bjarni Þór Traustason, Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 63 orð

Dortmund og Kaiserslautern úr leik

ÞAU óvæntu úrslit urðu í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu um helgina að bæði deildarmeistararnir Borussia Dortmund og bikarmeistararnir Kaiserslautern féllu úr keppni eftir að hafa beðið ósigur fyrir heldur minni spámönnum. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 443 orð

EINAR Þór Daníelsson

EINAR Þór Daníelsson fékk að líta gula spjaldið í leik KR og Vals á sunnudaginn og er þess vegna kominn í eins leiks bann því þetta var hans fjórða gula spjald í sumar. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 69 orð

Ekki dans á rósum MARK Brooks er 35 ára gamall og h

MARK Brooks er 35 ára gamall og hefur tekið þátt í bandarísku mótaröðinni í þrettán ár. Hann hlaut rúmar 23 milljónir króna fyrir sigurinn á sunnudaginn, en lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum því hann komst ekki að á mótaröðnni fyrr en í fjórðu tilraun. "Ég veit nákvæmlega hvernig lífið er, stundum gengur illa, stundum gengur vel, alveg eins og í golfinu," segir Brooks. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 340 orð

Engin handtímataka

Í bikarkeppninni um helgina var í fyrsta skipti hér á landi einungis notast við rafmagnstímatöku í öllum hlaupum, en síðustu ár hefur rafmagnstímataka verið notuð jafnhliða handtímatökum. Nú voru þrjár klukkur við marklínuna sem tóku tímann og að sögn eins forráðamans mótsins gafst þessi tilhögun vel og jók um leið á nákvæmni við tímatökur. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 435 orð

Evintýri líkast

MARK Brooks frá Texas sigraði á sunnudaginn á PGA mótinu í golfi, en það er eitt af fjórum stærstu og virtustu golfmótum hvers árs. Brooks, sem er 35 ára gamall, sigraði jafnaldra sinn, Kenny Perry, á fyrstu holu í bráðabana. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 128 orð

FH meistari þriðja árið í röðSVEIT FH si

SVEIT FH sigraði þriðja árið í röð í bikarkeppni FRÍ 1. deild sem fram fór um helgina. Félagið hlaut 230 stig en Ármenningar hlutu annað sætið með 214 stig. Í þriðja sæti varð ÍR með 204 stig. Þar á eftir komu sveitir HSK, UMSS og UMSK en það varð hlutskipti Borgfirðinga og Þingeyinga að falla í aðra deild. Í þeirra stað koma sameiginlegt lið UMSE og UFA og Húnvetningar í 1. deild að ári. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

Fylkismenn klifra upp stigatöfluna

FYLKISMENN hafa halað inn sex stig úr tveimur leikjum gegn Suðurnesjaliðunum og komið sér úr fallsæti í það sjötta á stuttum tíma. Fyrri sigurinn var gegn Keflvíkingum og síðari gegn heimamönnum í Grindavík á sunnudaginn í 6 marka leik. Leikurinn endaði með sigri Fylkis 4:2. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 485 orð

Góðgerðarskjöldurinn

Man. Utd. ­ Newcastle4:0 Mörk Manchester: Eric Cantona (24.), Nicky Butt (29.), David Beckham (85.), Roy Keane (88.). Manchester: 1-Peter Schmeichel, 3-Denis Irwin (2-Gary Neville 45.), 4-David May, 12-Philip Neville, 6-Gary Pallister, 10- David Beckham, 8-Nicky Butt (15-Karel Poborsky 41. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 339 orð

Guðbergur varð meistari þriðja árið í röð

GUÐBERGUR Guðbergsson á Porsche vann sinn þriðja meistaratitil í bílkrossi á sunnudaginn, þegar hann skildi alla andstæðinga sína eftir í úrslitariðlinum í flokki rallykrossbíla. Guðbergur hefur unnið öll mót ársins. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 254 orð

Guðrún og Jón Arnar sýndu styrk sinn

GUÐRÚN Arnardóttir úr Ármanni og Jón Arnar Magnússon, UMSS, sýndu í bikarkeppni FRÍ um helgina svo ekki verður um villst að þau bera höfuð og herðar yfir aðra frjálsíþróttamenn hér á landi. Guðrún tók þátt í fimm einstaklingsgreinum, sigraði í þremur og varð í öðru sæti í tveimur. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 533 orð

Heimamaður í stuði undir stýri

Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson unnu fjórða rallið í röð á þessu ári á Mazda 323, en heimamennirnir Vilhjálmur Viðarsson og Ingólfur Arnarsson á Nissan nældu í silfur á heimaslóðum. Þriðju urðu Þorsteinn P. Sverrisson og Ingvar Guðmundsson á Toyota Corolla og sigruðu þar með í flokki Norðdekk bíla fyrir lítt breytta keppnisbíla. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 505 orð

HUGARFAR »Aðdáunarvert hvernigein fremsta íþrótta-kona landsins talar

Öllu máli skiptir í íþróttum, eins og annars staðar, að hugur fylgi máli. Þegar ákveðið er að halda af stað út í lífið, í því skyni að ná árangri, verður að trúa á sjálfan sig. Og fólk verður að nenna. Margir stunda íþróttir; sumir sér til heilsubótar og hressingar en aðrir með keppni í huga. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð

ÍA - Leiftur0:0

Akranesvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu, 12. umferð í 1. deild karla, sunnudaginn 11. ágúst 1996. Aðstæður: Slæmt knattspyrnuveður, suðaustan kaldi. Gult spjald: Skagamennirnir Steinar Adolfsson (13.), Kári Steinn Reynisson (53.) og Alexander Högnason (70.) fyrir brot. Leiftursmennirnir Baldur Bragason (17.) fyrir að handleika knöttinn, Ragnar Gíslason (53. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 392 orð

ÍA tapaði stigum heima

Skagamenn hafa ekki tapað mörgum stigum á heimavelli undanfarin ár. Í fyrra sigruðu þeir í átta heimaleikjum og gerðu eitt jafntefli, gegn Leiftri. Fyrir 12. umferð Íslandsmótsins höfðu Íslandsmeistararnir sigrað í öllum heimaleikjunum en eins og á liðnu tímabili var það Leiftur sem breytti gangi mála. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 19 orð

Í kvöld Knattspyrna

Knattspyrna Landsleikur liða skipuðumleikmönnum 21 árs og yngri. Sauðárkr.:Ísland - Malta 19 2. deild karla: Víkin:Víkingur - Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 55 orð

KNATTSPYRNALandsleikur á Króknum í kvöld

LANDSLIÐ Íslands og Möltu skipuð leikmönnum 21 árs og yngri eigast við í landsleik í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli í kvöld klukkan nítján. Er þarna um að ræða vináttulandsleik en A-landslið þjóðanna mætast á Laugardalsvelli á morgun klukkan 20. Þetta er í fyrsta skipti sem landsleikur í knattspyrnu er háður á Sauðárkróki. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 231 orð

KNATTSPYRNASögulegur sigur KA

KNATTSPYRNASögulegur sigur KA 17 ára bið á enda Sigur KA á Þór í gærkvöld var sögulegur, ef ekki forsögulegur. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 239 orð

Kominn nærri heimsmetinu

Hlaupagarpurinn Daniel Komen frá Kenýa hljóp á öðrum besta tíma sögunnar í 3.000 metra hlaupi karla, sjö mínútum og 25,16 sekúndum, á alþjóðlegu móti í Mónakó um helgina og var hann þar með einungis fimm hundraðshlutum frá því að jafna tveggja ára gamalt heimsmet Alsírbúans Noureddine Morcelis. Komen, sem aðeins er 20 ára gamall, er fyrrum heimsmeistari unglinga bæði í 5. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 194 orð

KÖRFUBOLTIÍsland í neðsta sæti

Íslenska landsliðið í körfuknattleik beið um helgina 87:100 ósigur fyrir Svíum á Opna Norðurlandamótinu í Finnlandi og hafnaði þar með í neðsta sæti mótsins. "Við hófum leikinn á svæðisvörn því hugmyndin var sú að hægja á Svíunum og loka vítateignum. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 329 orð

Man. Utd. tók Newcastle í kennslustund

Þau mjög svo óvæntu úrslit litu dagsins ljós í leik Manchester United og Newcastle um góðgerðarskjöldinn á sunnudag að ensku meistararnir báru sigurorð af stjörnum prýddu liði Newcastle, 4:0. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 841 orð

Opna GR Punktakeppni, 7/8 Stableford: Ingibergur Jóhannsson, G

Coca Cola á Nesinu Án forgjafar: Styrmir Guðmundsson, NK151 Vilhjálmur Ingibergsson, NK155 Nökkvi Gunnarsson, NK158 Án forgjafar: Jón H. Guðmundsson, GR137 Hilmar Herbertsson, GR141 Bjarni Eyvind, NK142 Kays hjá Keili Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 37 orð

Ófært var til Eyja

LEIK Vestmannaeyinga og Breiðabliksmanna, sem fara átti fram á sunnudagskvöldið í Eyjum, var frestað þar sem ekki var flugveður. Leikurinn hefur verið settur á mánudagskvöldið 2. september kl. 18, milli 14. og 15. umferðar. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 78 orð

Perry sá mikið eftir sjónvarpsviðtalinu í lokin KENN

KENNY Perry var dreginn í sjónvarpsviðtal um leið og hann hafði lokið leik á sunnudaginn. Eftir að úrslit lágu fyrir sagðist hann sjá eftir því að hafa ekki frekar farið á æfingasvæðið. "Ég hefði aldrei átt að fara í myndverið hjá sjónvarpinu. Ég var allt of lengi þar og hefði betur farið út á æfingasvæði til að æfa mig og halda mér heitum. Ég læt mér þetta að kenningu verða," sagði Perry. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 242 orð

Reynir mjög á þolrifin

Það voru 48 af fimmtíu bestu kylfingum heimsins mættir á Valhalla-vellinum þegar PGA mótið hófst á fimmtudaginn og 82 af hundrað efstu á heimslistanum og hafa bestu kylfingar heimsins aldrei verið eins margir samankomnir á einu móti. Sigurvegarinn, Mark Brooks, og Kenny Perry léku báðir á 11 undir pari vallarins en það fundu sig ekki allir jafnvel á þessum nýja velli. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 396 orð

Rioch rekinn

Stjórn enska knattspyrnufélagsins Arsenal ákvað í gær að segja knattspyrnustjóra sínum, Bruce Rioch, upp störfum. "Það er mat stjórnar að það þjóni best langtíma hagsmunum félagsins að herra Rioch láti af störfum hjá Arsenal," sagði í tilkynningu félagsins í gær. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 179 orð

Sérfræðingur í bráðabana MARK Brooks er

MARK Brooks er sérfræðingur í bráðabana og umspili. Þó svo hann hafi ekki verið meðal þeirra fremstu á stórmótum í þau þrettán ár sem hann hefur verið atvinnumaður hefur hann engu að síður verið á smærri mótum og sex sinnum hefur hann lent í bráðabana ­ og sigrað fjórum sinnum. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 311 orð

Sigurinn léttir af okkur pressu

GÆFAN var hliðholl Stjörnumönnum þegar þeir mættu Keflvíkingum á heimavelli sínum í 12. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu á sunnudagskvöldið, og sigruðu 2:1. Heimamenn voru betri aðilinn í leiknum, en náðu þó ekki að knýja fram sigur fyrr en á lokamínútu leiksins. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 482 orð

Stigamót IAAF Mónakó á laugardagskvöld. Stigamót alþjóða frjáls

Mónakó á laugardagskvöld. Stigamót alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Kringlukast kvenna. 1. Elya Zvereva (Hv-Rússl.) 64,96 2. Ilke Wyludda (Þýskal.) 64,32 3. Nicoleta Grasu (Rúmeníu) 63,98 4. Franka Dietzsch (Þýskal.) 62,84 400 m grindahlaup kvenna. 1. Kim Batten (Bandar.) 53,34 2. Tonja Buford-Bailey (Bandar. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 113 orð

Sturlaugur Haraldsson, ÍA. Gunnar Oddss

Sturlaugur Haraldsson, ÍA. Gunnar Oddsson, Leiftri. Einar Þór Daníelsson, KR. Gunnar Einarsson, Ívar Ingimarsson, Val. Ólafur Gottskálksson, Keflavík. Baldur Bjarnason, Stjörnunni. Kristinn Tómasson Fylki. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 375 orð

Tvö Ís-landsmet í kvartmílu

ÞRIÐJA kvartmílumótið sem gefur stig til Íslandsmeistara fór fram á föstudagskvöld. Tvö Íslandsmet voru slegin í flokki mótorhjóla. Sigurður Gylfason á Suzuki ók brautina á 10,227 sekúndum í flokki sporthjóla og Gunnar Rúnarsson á sérsmíðuðu Suzukimótorhjóli ók á 9,694 sekúndum. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 193 orð

Tæpt hjá Blikastúlkum

Breiðabliksstúlkur hafa ekki í annan tíma í sumar verið nær því að tapa stigi og á Akranesi í gærkvöldi er þær sóttu Skagastúlkur heim. Eftir að hafa átt meira í leiknum í fyrri hálfleik var það ekki fyrr en á 70. mínútu sem þeim tókst að skora sigurmark sitt í leiknum. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 70 orð

Vallarmet einn daginn, fimm yfir pari þann næsta RU

RUSS Cochran, kylfingur frá Kentucky, setti vallarmet á Valhalla vellinum á laugardaginn er hann lék á 65 höggum, sjö undir pari. Hann bætti fyrra met, sem sett var daginn áður og jafnað fyrr þennan sama dag, um eitt högg. Lánið er fallvalt og Cochran var ekki lengi í paradís því daginn eftir lék hann á 77 höggum, 12 höggum meira en daginn áður. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 320 orð

Var bara meðaljón

"MÉR fannst nokkuð kalt en það venst fljótt," sagði Guðrún Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni, en hún lét sitt ekki eftir liggja um helgina við að safna stigum fyrir félag sitt. "Það tilheyrir að koma heim á sumrin og taka þátt í bikarkeppninni. Það er öðruvísi keppni en flestar aðrar. Mikil stemmning er í liðunum og samstaða um að gera vel. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 265 orð

VILHJÁLMUR Viðarson,

VILHJÁLMUR Viðarson, silfurverðlaunahafi í ralli helgarinnar vinnur á veitingastað á Sauðárkróki og elur nýstárlega fiska hérlendis í 13 kerjum nálægt heimabæ sínum. Bassi kallast fiskurinn og er alinn til útflutnings. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 460 orð

Viljum fara að sjá athafnir í stað orða hjá yfirvöldum

Við erum sú deild í íþróttum í Hafnarfirði sem stendur best að vígi á landsmælikvarða, höfum unnið bikarkeppnina þrisvar í röð og sex sinnum á síðustu níu árum og auk þess oft orðið Íslandsmeistarar félagsliða. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 377 orð

Villeneuve sigraði í ungverska kappakstrinum

KANADAMAÐURINN Jacques Villeneuve kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum á sunnudaginn, en Bretinn Damon Hill varð annar. Báðir óku Williams Renault keppnisbílum og tryggðu með þessum árangri Williams-liðinu heimsmeistaratitil bílahönnuða. Villeneuve saxaði hinsvegar á forskot Hill í keppni ökumanna um heimsmeistaratitilinn. Frakkinn Jean Alesi hirti bronsið. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 1420 orð

Það kom ekkert annað en sigur til greina

"VIÐ stefndum að sjálfsögðu á sigur og vissum að Ármenningar og ÍR-ingar myndu veita okkur harða keppni. En FH-liðið er skipað reynslumiklu fólki í bland við unga og efnilega einstaklinga sem eru að koma meira og meira við sögu. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 314 orð

ÞÓRDÍS Lilja Gísladóttir

ÞÓRDÍS Lilja Gísladóttir hástökkvari úr ÍR keppti á ný í bikarkeppni FRÍ fyrir sitt gamla félag eftir nokkurra ára veru í HSK, en þetta var í 21. skipti sem hún er meðal þátttakenda í bikarkeppninni. Hún sigraði að vanda í hástökki en tók auk þess þátt í boðhlaupi og 100 m grindahlaupi. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 193 orð

Þórhallur Dan Jóhannesson fékk boltann á vítateigshor

Þórhallur Dan Jóhannesson fékk boltann á vítateigshorni vinstra megin við mark Grindvíkinga á 22. mínútu. Hann renndi boltanum til Kristins Tómassonar sem skaut föstu skoti að marki og Albert í markinu náði ekki að festa hendur á hálum knettinum sem fór í markið Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 219 orð

Þróttarar á toppnum

Þróttarar skutust í efsta sæti 2. deildar karla í gærkvöldi ­ a.m.k. um stundarsakir ­ er liðið sigraði Leikni 5:1 í opnum og nokkuð fjörugum leik. Ekki er víst að Þróttur verði í efsta sæti lengi því leik efstu liðanna, Fram og Skallagríms, var frestað. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 630 orð

Ætlar FylkismaðurinnKRISTINN TÓMASSONað hrella markverði 1. deildar áfram? Ég mun gera mitt besta

KRISTINN Tómasson, knattspyrnumaður úr Fylki, sem skoraði þrjú glæsileg mörk í 4:2 sigri gegn Grindvíkingum á sunnudag, er 24 ára gamall, fæddur 1. janúar 1972 í Reykjavík. Hann er Fylkismaður í húð og hár því tæp tuttugu ár eru nú liðin frá því að hann mætti á sína fyrstu æfingu í Árbænum. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 458 orð

Ætlum okkur að fagna meistaratitlinum í ár

KR aftur í efsta sæti eftir sigur á Val og jafntefli ÍA gegn Leiftri. Lúkas Kostic segir KR-inga hafa beðið alltof lengi Ætlum okkur að fagna meistaratitlinum í ár KR-INGAR skutust á ný á topp 1. Meira
13. ágúst 1996 | Íþróttir | 141 orð

(fyrirsögn vantar)

FH-ingar í ham Völsungur reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við FH- inga á Húsavík á sunnudagskvöld og þegar upp var staðið höfðu gestirnir skorað fjögur falleg mörk án þess að heimamenn næðu að svara fyrir sig. Meira

Fasteignablað

13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 562 orð

Atlanta vonast eftir nýjum fjárfestum

Í mörg ár hafa forystumenn Ólympíusamtakanna í Atlanta í Bandaríkjunum auk stjórnmálamanna og byggingaraðila þar í borg haldið því fram, að Ólympíuleikarnir yrðu ekki bara vettvangur beztu íþróttamanna heims, heldur yrðu þeir einnig til þess að blása lífi í endurnýjun borgarinnar. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 28 orð

Blóm og hlébarðaskinn

Blóm og hlébarðaskinn Ekki veðrur betur séð en stólarnir séu hér klæddir með hlébarðaskinn, en kannski er þetta aðeins eftirlíking. Blómið líkist frumskógarplöntu en er líklega ættað úr gróðurhúsi. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 38 orð

Eitthvað til að horfa á

Þegar menn draga sig afsíðis til þess að sinna nauðþurftum sínum er ekki verra að hafa eitthvað til þess að horfa á. Í þessu salernisherbergi hefur sannarlega verið séð fyrir nægilegu myndefni og bókakosti. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 38 orð

Fimmtán fallegar lóðir

FIMMTÁN garðar og lóðir í Hafnarfirði fengu í liðinni viku viðurkenningar fyrir snyrtimennsku. Var eigendum þakkaður þáttur þeirra í fegrun bæjarins en viðurkenningar voru meðal annars veittar fyrir gróskumikla garða, fjölbreyttan trjágróður og litskrúðug sumarblóm. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 364 orð

Fimmtán garðar og lóðir fá viðurkenningu

ÁRLEG viðurkenning Fegrunarnefndar Hafnarfjarðar fyrir fallega garða, snyrtimennsku og fegrun á vegum bæjarins var veitt í síðustu viku og fengu allmargir einstaklingar og nokkur fyrirtæki slíka viðurkenningu. Að þessu sinni var ekki valinn fegursti garður bæjarins heldur valdir úr nokkrir garðar mismunandi að gerð og uppbyggingu, gamlir og nýir og víðsvegar í bænum. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 23 orð

Glæsilegir skrautmunir

Glæsilegir skrautmunir Glerlistamaðurinn Émile Gallé var frægur fyrir glæsileg listaverk sín í Jugendstíl. Hér er vasi sem hann gerði. Gallé var einnig fægur húsgagnahönnuður. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 247 orð

Góð sala á íbúðum í miðbænum

HJÁ Eignahöllinni er nú til sölu tveggja herbergja íbúð í Pósthússtræti 13 í Reykjavík. Íbúðin er á þriðju hæð og er 74,9 fermetrar að stærð. Hús þetta er steinsteypt, reist árið 1984. Í því er lyfta og bílageymsla. Þessari íbúð fylgir ekki stæði en hægt er að leigja það eða kaupa stæði hjá Reykjavíkurborg. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 33 orð

Hlýleg súðarinnrétting

Hlýleg súðarinnrétting Það getur verið mjög hlýlegt í húsnæði undir súð en það er ekki sama hvernig það er innréttað. Hér er er innrétting sem hefur yfir sér vissaglæsileik en er líka mjög hlýleg. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 242 orð

Hneykslis- hótelið Cliveden fjármagnað

Cliveden er orðið glæsihótel, en var áður herrasetur og þar hittust breski hermálaráðherrann John Profumo og símavændiskonan Christine Keeler fyrst í helgarboði snemma á sjöunda áratugnum Profumo neyddist til að láta af þingmennsku þegar hann laug á þingi um samband sitt við Keeler, sem svaf líka hjá sovéska flotamálafulltrúanum í London. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 227 orð

Hótelíbúðir opnaðar í Reykjavík

ÞITT annað heimili - við Tjörnina í Reykjavík er nafn á vísi að íbúðahóteli sem opnað hefur verið í Reykjavík. Skýlir ehf. rekur hótelíbúðirnar og segir Ingibergur Þorkelsson framkvæmdastjóri húsið við Skálholtsstíg 2a hafa verið í eigu fjölskyldunnar í áratugi og leigt út lengi vel. Ákveðið hafi verið fyrir nokkru að endurnýja húsnæðið og koma upp þessum vísi að íbúðahóteli. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 53 orð

Hvað um tól og tæki?

Hvað um okkar tól og tæki? spyr Sigurður Grétar Guðmundsson og á við um tæki iðnaðarmanna, er ekki hirt um þau eða er þeim haldið til haga eins og öðrum sögulegum verðmætum. Segir hann að saga, tæknin og tækin séu daglega að glatast og það sé til skammar. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 846 orð

Jákvæð hugsun

Það léttir störf okkar hvern dag ef við getum gengið til starfa með vonglöðum huga. Nú þegar ég skrifa þessar línur er óvenjulegur mánudagur!! Það er að vísu ekki mánudagur, heldur þriðjudagurinn 6. ágúst. Morguninn eftir frídag verslunarmanna. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | -1 orð

Lagnafréttir

NÁTTÚRUFEGURÐIN undir Eyjafjöllum er stórkostleg og ætíð jafnfróðlegt og skemmtilegt að fara fram með fjallshlíðinni. Perlan Skógafoss er enn á sínum stað og þar er kjörinn staður til að áningar, ágætis tjaldstæði og þjónusta Fossbúans góð. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 263 orð

Lokið 692 íbúðm að meðaltali árlega

LOKIÐ var við smíði 450 íbúða í Reykjavík á síðasta ári og er það mun minna en lokið var við árið 1994 en þá voru þær 690. Þarf að fara allt aftur ti áranna 1981 og 1982 til að finna álíka lágar tölur en árið 1981 var lokið við 484 íbúðir og 497 árið eftir. Á árunum 1972 til 1995 var lokið við flestar íbúðir árið 1986 eða 1.026. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 200 orð

Lækjarsmári fullbúinn

SENN er lokið við allar íbúðir í afmörkuðum byggingareit í Lækjasmára í Kópavogi en þar fengu tveir byggingameistarar úthlutað sameiginlega 56 íbúðum í þremur húsum. Höfðu þeir með sér ákveðna samvinnu um undirbúning, jarðvinnu og byggingu bílskýlis en sáu síðan hvor um sig um uppsteypu og fullnaðarfrágang íbúðanna. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 639 orð

Miklar framkvæmdir í undirbúningi við Svartsengi

STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja samþykkti í maí í fyrra, þegar umræður um álversframkvæmdir stóðu sem hæst, að hefja skyldi undirbúning að aukinni rafmagnsframleiðslu. Í framhaldi af þessari samþykkt fóru af stað athuganir á því hvort hægt væri að framleiða að minnsta kosti 15-20 MW meira rafmagn í Svartsengi í viðbót við þau 16 MW sem nú eru framleidd. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 208 orð

Raðhús í Fossvogi

Hjá fasteignasölunni Gimli er til sölu raðhús við Búland 34 í Fossvogi. Þetta er 215 fermetra raðhús, byggt á pöllum. Það er byggt árið 1970. Þetta er steinsteypt hús og fylgir því bílskúr um 24 fermetrar að stærð. Húsið er að mestu endurnýjað að utan, það hefur bæði verið viðgert og málað nýlega. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 30 orð

Sjávardýralampi

Sjávardýralampi ÞESSI lampi hefur að fyrirmynd neðansjávardýr en hann lýsir væntanlega betur en slík fyrirbæri sem lifa í hafdjúpunum. Fleiri gerðir af slíkum lömpum voru kynntar í aprílhefti La Mia Casa. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 311 orð

Spilavíti ráðgerð á Kýpur

RÁÐGERT er að hefja rekstur spilavíta á Kýpur til að laða auðuga ferðamenn til eyjunnar að sögn Dinos Michaelides innanríkisráðherra. Fyrirtækið Andersen & Co efnir til ráðstefnu um fjárhættuspil og spilabanka í hafnarbænum Limassol þegar sumarleyfi þingmanna hefjast. Fjárhættuspil er ólöglegt á Kýpur og vitað er að tölverð andstaða er gegn spilavítum. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 1261 orð

Stórar fulbúnar íbúðir með bílageymslu á 8-11 milljónir Tveir byggingameistarar fengu úthlutað 56 íbúðum í U-laga reit við

SLækjasmári í Kópavogi brátt fullsetinn Stórar fulbúnar íbúðir með bílageymslu á 8-11 milljónir Tveir byggingameistarar fengu úthlutað 56 íbúðum í U-laga reit við Lækjasmára í Kópavogi. Þeir unnu í sameiningu alla jarðvegsvinnu og bílskýli en hvor fyrir sig aðra verkþætti. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 170 orð

Timburhús við Ásvallagötu

HJÁ Eignamiðluninni er til sölu húseignin Ásvallagata 58. Þetta er timburhús á steyptum kjallara, byggt árið 1934. Það er 198 fermetrar að flatarmáli auk 19 fermetra bílskúrs sem byggður var árið 1955. Álklæðning er á húsinu. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 273 orð

Úthlutað í Lindum III í næstu viku

ÚTHLUTUN á lóðum í Lindum III í Kópavogi sem vera átti í síðustu viku hefur verið frestað til 22. ágúst en fjöldi umsókna hefur borist bæði frá einstaklingum og byggingameisturum. Segir Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri að mikil vinna sé að fara yfir umsóknir og því hafi úthlutun verið frestað um nokkra daga. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 247 orð

Virðingar til brunatrygginga

VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út auglýsingu um virðingar til brunatryggingar á húseignum og um gerðardóm, verði ágreiningur um brunabótamat eða bótafjárhæð. Þar segir að markmið virðingar sé að finna hið sanna vátryggingarverðmæti (brunabótamat) húseignar á þeim tíma, sem virðing fer fram. Skal virðing gerð samkvæmt matseiningakerfi Fasteignamats ríkisins. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 37 orð

Þrjár kojur

Það vetir ekki af traustlegum stiga þegar kogjurnar eru orðnar þrjár og ekki verra að stiginn gegni því hlutverki að varna þess að fólk detti fram úr. En þrjár kojur er óneitanlega góð nýting á plássi. Meira
13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

13. ágúst 1996 | Fasteignablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

13. ágúst 1996 | Úr verinu | 453 orð

Tvö skip á landleið með fullfermi úr Smugunni

VEIÐI DATT alveg niður í Smugunni um hádegisbilið á sunnudag eftir mjög góða veiði þar í tæpa viku. Hitastig sjávar lækkaði nokkuð og er það talin ástæða þess að fiskurinn hvarf. Skip hafa þó orðið vör við fisk rétt innan landhelgislínu Noregs og því eru menn bjartsýnir á áframhaldandi veiði. Tvö skip hafa þegar fengið fullfermi og eru á landleið. Meira
13. ágúst 1996 | Úr verinu | 57 orð

Viðhaldinu sinnt

NÚ ER góða veðrið og stillurnar ekki notaðar til sjóferða. Kvótinn er búinn. Bærðurnir Pálmi og Benedikt Héðinssynir á Húsavík nota því blíðuna til að dytta að bátnum sínum. Þeir, sem stunda grásleppuveiðar á vorin telja sig margir nauðbeygða til að vera á aflamarki, en ekki sóknardögum, þar sem alltaf kemur einhver þorskur í grásleppunetin. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.