Greinar sunnudaginn 18. ágúst 1996

Forsíða

18. ágúst 1996 | Forsíða | 43 orð

Á flótta frá Grosní

ÍBÚAR Grosní í Tsjetsjníju hafa notfært sér hlé á bardögum Rússa og tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna til að flýja borgina. Borgin er nú að mestu á valdi aðskilnaðarsinna eftir bardaga sem kostuðu hundruð manna lífið. Í baksýn sést reykjarmökkur frá borginni. Meira
18. ágúst 1996 | Forsíða | 310 orð

Börn fái eftirnöfn mæðra ÍTÖLSKUM karl

ÍTÖLSKUM karlrembum til mikillar armæðu er nú hugsanlegt að ítölsk börn fái eftirnöfn mæðra sinna en ekki feðranna. Anna Finocchiaro, ráðherra jafnréttismála á Ítalíu, hefur lýst yfir stuðningi við frumvarp sem skylda á foreldra til að gefa börnum sínum eftirnafn móðurinnar fyrir giftingu en ekki föðurins. Meira
18. ágúst 1996 | Forsíða | 236 orð

Hyggst beita hörku til að kveða niður óeirðir

HUSSEIN Jórdaníukonungur kvaðst í gær hafa fyrirskipað öryggissveitum að beita hörku til að kveða niður mótmæli gegn stjórninni eftir að óeirðir blossuðu upp í borgum í suðurhluta landsins vegna 117% hækkunar á brauðverði fyrir tilstuðlan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Meira

Fréttir

18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 674 orð

2,4 milljarðar í jafnréttismál til ársins 2000

SAMKVÆMT 119. grein Rómarsáttmálans frá 1957 er launamismunun á grundvelli kynferðis óheimil. Þegar tilskipun um launajafnrétti innan Evrópusambandsins var samþykkt árið 1975 var fyrst farið að beita greininni. Í kjölfarið var sett á laggirnar framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum innan ESB. Eftir gildistöku EES samningsins á Íslandi, 1. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 206 orð

Almenningur vakinn til umhugsunar

REYKJAVÍKURBORG efnir til "hvíldardags bílsins" næstkomandi fimmtudag. Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, yfirskipulagsfræðingur Borgarskipulagsins, segir að tilgangurinn með deginum sé að vekja fólk til umhugsunar um áhrif bílaumferðar á umhverfið, heilsu fólks og kostnaðinn við bílaeign. Meira
18. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 279 orð

Bréfasafn og gamlar myndir að gjöf

FYRIR nokkru tilkynnti Valgarð Briem hæstaréttarlögmaður, fyrir hönd afkomenda Valgarðs Claessen, sem um síðustu aldamót var umsvifamikill kaupmaður á Sauðárkróki, stjórn Héraðsskjalasafns Skagfirðinga að ákveðið hefði verið að afhenda safninu bréfasafn þessa merka kaupmanns. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 359 orð

Doktor í boðmiðlavísindum

KRISTINN R. Þórisson varði doktorsritgerð við Massachusetts Institute of Technology (M.I.T.) þann 24. júní síðastliðinn. Leiðbeinandi Kristinsvið ritgerðina varDr. Justine Cassell, prófessor. Meira
18. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 947 orð

Dole snýr dæminu við Hafi einhver afskrifað Bob Dole sem forsetaframbjóðanda verður sá hinn sami að meta stöðuna upp á nýtt.

NÆSTU vikur munu leiða í ljós hvernig Bob Dole, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vegnar í baráttunni við Bill Clinton forseta. Tíu vikur eru til kosninga og enn hefur Clinton töluvert forskot í skoðanakönnunum. Á rúmri viku hefur repúblikönum hins vegar tekist að bæta stöðu sína og ímynd flokksins langt umfram það sem nokkur átti von á. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 41 orð

Ekið á gangandi vegfaranda

EKIÐ var á ellefu ára stúlku á Ísafirði um áttaleytið í gærkvöldi. Óhappið varð á mótum Túngötu og Hallabrekku, en að sögn lögreglu er ekki fullljóst hvernig það bar að. Meiðsl stúlkunnar voru talin minni háttar. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

Flugleiðir veita eldra fólki afslátt

FLUGLEIÐIR bjóða eldri borgurum sérstakan aldurstengdan afslátt af fargjöldum á öllum áætlunarleiðum til Evrópu og Ameríku í vetur. Þeir sem eru orðnir 67 ára og eldri fá afslátt af fargjöldum sem svarar til aldurs hvers og eins. 67 ára maður fær þannig 67% afslátt og 90 ára maður 90% afslátt. Fargjöldin gilda fyrir ferðir á tímabilinu 1. október 1996 til 31. maí 1997. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 214 orð

Fær búnað til að takmarka tjón

SAMBAND íslenskra tryggingafélaga afhenti Slökkviliði Reykjavíkur á föstudag sérstaklega útbúinn verðmætaverndargám til notkunar í vatns- og brunatjónum. Afhending búnaðarins er í samræmi við samning um verðmætavernd sem gerður var sl. haust milli Sambands íslenskra tryggingafélaga annarsvegar og Slökkviliðs Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar hins vegar. Meira
18. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 111 orð

Gönguleið til Voga merkt

Tryggvi Gunnar Hansen, sem er Grindvíkingum kunnur fyrir vegghleðslur, hefur nýlokið við að merkja upphaf gönguleiðar frá Grindavík til Voga á Vatnsleysuströnd. Upphafið er á Austurveginum við æfingavöll knattspyrnumanna í Grindavík og fjarlægðin til Voga, 15 km, er höggvin í stein við hleðsluna og þar stendur nafn leiðarinnar, Skógfellsstígur. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 452 orð

Hyggjast flytja inn finnskan svínastofn

FRÁ því í ágúst 1995 hafa 460 grísir af norsku kyni verið fluttir inn til landsins til kynbóta. Úr einangrunarstöð Svínaræktarfélags Íslands í Hrísey hafa þeir verið fluttir um allt land. Að sögn Kristins Gylfa Jónssonar, formanns félagsins, eru þau svínabú sem tekið hafa við grísum af norska kyninu með um 70% af svínum hérlendis. Meira
18. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 29 orð

Kvöldstemmningvið tjaldsvæði

Oft hefur myndast skemmtileg kvöldstemmning við tjaldsvæðið á Blönduósi og þegar fréttaritari var á ferð voru Blönduóskir harmonikkuleikarar að skemmta ferðalöngum og á hlýddu þýskir ferðamenn. Meira
18. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 323 orð

Lebed reynir að tryggja frið HLÉ varð á bardögunum

HLÉ varð á bardögunum í Grosní í Tsjetsjníju á miðvikudag og þúsundir íbúa borgarinnar notuðu tækifærið til að flýja eftir mannskæð átök í áttadaga. Borís Jeltsín,forseti Rússlands,veitti AlexanderLebed, yfirmannirússneska öryggisráðsins, víðtækt umboð til að ná friðarsamkomulagi viðtsjetsjenska aðskilnaðarsinna. Meira
18. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 270 orð

Loftferðabann á Súdan ÖRYGGISRÁÐ Samei

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudagskvöld að setja loftferðabann á Súdan þar sem þarlend stjórnvöld hafa neitað að framselja þrjá menn sem sakaðir eru um að hafa reynt að ráða Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, af dögum í fyrra. Ferðabannið tekur þó ekki gildi fyrr en eftir þrjá mánuði að minnsta kosti. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 473 orð

Læknadeilanenn í hnút

DEILA heilsugæslulækna og ríkisins er enn óleyst. Sáttasemjari ræddi við samninganefndirnar hvora í sínu lagi í þrjár klukkustundir á föstudag. Bréfasendingar gengu á milli fundarherbergja samninganefndanna. Læknarnir telja sig hafa dregist verulega aftur úr viðmiðunarhópum innan BHM frá árinu 1992. Föst laun hjúkrunarfræðinga, presta, dómara og verkfræðinga séu orðin a.m.k. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 533 orð

Mokveiði einn daginn, en ördeyða þann næsta

MIKLAR SVIPTINGAR hafa verið í aflabrögðum í Smugunni síðustu ár. Veiðin getur tekið algerum stakkaskiptum á fáeinum klukkustundum og einn daginn fæst ekki bein úr sjó en hinn fæst mikið meira en við verður ráðið. Þessar sviptingar má skýra að hluta til með breytingum á hitastigi sjávarins en samkvæmt norskum rannsóknum eru sveiflur á sjávarhita í Barentshafi nokkuð reglulegar. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Morgunblaðið/ÁsdísEldsmíði

AÐ UNDANFÖRNU hefur staðið yfir námskeið í eldsmíði hjá vélaverkstæði Jósafats Hinrikssonar, en iðngreinin hefur átt undir högg að sækja í nútímanum. Um miðja öldina voru eldsmiðir á hverju einasta vélaverkstæði, en nú er svo komið að aðeins eitt verkstæði í Reykjavík ræður yfir afli, þar sem eldurinn er kyntur og blásinn. Meira
18. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 410 orð

Myndir af tunglum Júpíters

GALILEO, ómannaða þýzk- bandaríska geimfarið sem er um þessar mundir á ferð nærri Júpíter, stærstu reikistjörnunni í sólkerfinu, skilaði til jarðar fyrir skömmu um tuttugu sinnum skýrari myndum en fram að því hafði verið mögulegt að ná af Ganymedesi, öðrum af tveimur stærstu fylgihnöttum Júpíters, en þessara fylgihnatta eru stærri en 1000 km í þvermál. Nú er Galileo nærri Íó, sem er 3. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 326 orð

Orkumál ráða ákvörðun

SAMNINGAR við Columbia Ventures um álver á Grundartanga standa og falla með orkumálum, bæði hvað varðar orkuverð og afhendingartíma á orku. Columbia Ventures leggur ríka áherslu á að geta hafið rekstur álvers sem fyrst á árinu 1998. Viðræður Landsvirkjunar í vikunni við stjórnendur Columbia Ventures eru að öðru leyti langt komnar, að mati Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 214 orð

Skuldir heimila hækka um 1.800 millj.

HÆKKUN vísitölu neysluverðs um 0,6% milli mánaðanna júlí og ágúst leiðir til þess að höfuðstóll samanlagðra skulda heimilanna í landinu hækkar um 1.800 milljónir kr., að því gefnu að lánin séu um 300 milljarðar kr. Meira
18. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 703 orð

Staða Saddams þykir veikari en nokkru sinni

FREGNIR af blóðugum hreinsunum, pyntingum og aftökum pólitískra andstæðinga Saddams Husseins í Írak þykja benda til að hann eigi undir högg að sækja í dulinni valdabaráttu í landinu. Saddam hefur áður gripið til þess ráðs að taka andstæðinga sína af lífi. Allt frá því að hann tók við völdum árið 1979 hefur engum liðist að starfa gegn honum. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 842 orð

Stríðshætta réði fremur en fjárhagslegur þrýstingur

VINSTRI stjórnin, sem var við völd 1956-58, samdi við Bandaríkjamenn um áframhaldandi veru bandarísks herliðs hér á landi og óbreytt ástand í varnarmálum, þrátt fyrir yfirlýsta stefnu sína um endurskoðun varnarsamningsins og brottför varnarliðsins. Meira
18. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 178 orð

Tilraunir með sement sem undirlag í vegi

Á ÞJÓÐVEGINUM í Langadal, skammt frá Blönduósi, er nú verið að prófa nýja aðferð við vegalagningu. Venja er hér á landi að nota bik sem bindiefni til að styrkja undirlög vega þar sem er mikil umferð. Sementsverksmiðjan á Akranesi og Íslenskir aðalverktakar vilja nú kanna hvernig sement reynist í stað biksins. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 543 orð

Ungt fólk oft auðveld bráð í Kaupmannahöfn

TVÍTUG íslensk stúlka, sem var handtekin í febrúar á Kastrupflugvelli með 2 kíló af kókaíni situr enn í gæsluvarðhaldi, þar sem rannsókn á máli hennar er ekki lokið. Að sögn Eriks Bjørns yfirmanns hjá eiturlyfjalögreglunni í Kaupmannahöfn er málið umfangsmikið og rannsókn seinleg sökum þess hve margir koma þar við sögu. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 177 orð

Verður tilbúinn fyrir jól

BYGGING leikskólans á Flateyri gengur samkvæmt áætlun en framkvæmdir hófust um miðjan júlímánuð. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir að bygging leikskólans hafi tafist um tvo mánuði vegna þess að samþykki aðalskipulags dróst á langinn. Segist hann vona að starfsemin hefjist í nýja leikskólanum fyrir jól. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Þrír sóttu um stöðu yfirlögregluþjóns

ÞRÍR hafa sótt um lausa stöðu yfirlögregluþjóns við sýslumannsembættið á Húsavík. Þeir eru Jónas M. Wilhelmsson, lögreglufulltrúi á Eskifirði, Sigurður Brynjólfsson, varðstjóri á Húsavík, og Ragnar Þór Árnason, aðstoðarvarðstjóri í Reykjavík. Umsóknarfrestur rann út 14. ágúst. Dómsmálaráðuneytið skipar í stöðuna. Meira
18. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 190 orð

Þýskt rannsóknarskip í Reykjavíkurhöfn

ÞÝSKA rannsóknarskipið Meteor kemur til hafnar í Reykjavík í gær og verður í höfn fram á mánudag. Í fréttatilkynningu frá sendiráði Sambandslýðveldisins Þýskalands kemur fram að á skipinu séu gerðar rannsóknir á lofttegundum sem losni neðansjávar á landgrunnsbrúnum og tengist gróðurhúsaáhrifum í andrúmsloftinu. Í fréttatilkynningunni segir m. Meira

Ritstjórnargreinar

18. ágúst 1996 | Leiðarar | 1561 orð

RÍKISSTJÓRNIN MUN Á fundi sínum á þriðjudag fjalla um fjárlagaramma

RÍKISSTJÓRNIN MUN Á fundi sínum á þriðjudag fjalla um fjárlagarammann fyrir næsta ár, en endurskoðaðar tillögur ráðuneytanna liggja nú fyrir. Ríkisstjórnin hefur einsett sér, að ríkissjóður verði rekinn hallalaus árið 1997. Takist það, verða ákveðin þáttaskil í ríkisfjármálum, því ríkissjóður hefur ekki verið rekinn án halla frá árinu 1984. Meira
18. ágúst 1996 | Leiðarar | 599 orð

SKATTALÆKKANIR

SKATTALÆKKANIR MORGUNBLAÐINU í gær var frá því skýrt, að finnska ríkisstjórnin hefði ákveðið að lækka almenna tekjuskatta á landsmönnum og skera niður ríkisútgjöld að auki um 2%. Jafnframt verða orkuskattar hækkaðir. Gert er ráð fyrir að lækka tekjuskatta úr 36% í 34%. Meira

Menning

18. ágúst 1996 | Menningarlíf | 51 orð

Bessi sýnir á Akranesi

NÚ stendur yfir myndlistasýning Bessa Bjarnasonar í Listahorni Upplýsingamiðstöðvarinnar á Akranesi. Bessi er fæddur á Selfossi 1963. "Viðfangsefni hans eru að mestu leyti náttúran í sinni einföldu en samt stórbrotnu mynd, þar sem verk mannsins og náttúrunnar takast í hendur," segir í kynningu. Sýningunni lýkur 14. september. Meira
18. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 114 orð

Bítlaæði Reeves í Amsterdam

ÞÓTT margir efist sjálfsagt um tónlistarhæfileika kvikmyndaleikarans Keanu Reeves þá segja viðtökur aðdáenda hans aðra sögu. Í Amsterdam, þar sem þessi mynd er tekin, vakti hljómsveit bassaleikarans Keanus, "Dogstar", þvílík viðbrögð að mörgum varð á að líkja þeim við bítlaæði sjöunda áratugarins. Hljómsveitin er nú á tónleikaferðalagi um heiminn. Meira
18. ágúst 1996 | Menningarlíf | 265 orð

Bonsai-tré sýnd í Gerðarsafni

BONSAI-TRJÁM líður ekki eins og krypplingum heldur eru þetta tré með fulla reisn," segir Páll Kristjánsson sem sýnir Bonsai- tré á neðri hæð í Listasafni Kópavogs og úti vestanvert við húsið. Ræktun Bonsai-trjáa er ævaforn listgrein í Japan. Á íslensku nefnast þessi tré dvergtré vegna þess að þeim er haldið dvergsmáum með sérstökum ræktunaraðferðum. Meira
18. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 109 orð

Fjölmennt á Varmárbökkum

FJÖLMENNT var á nýafstöðnu Íslandsmóti í hestaíþróttum sem haldið var að Varmárbökkum í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Menn komu víða að og höfðu um margt að skrafa. Meðal þeirra sem sóttu mótið má nefna forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson og frú, Ellert Schram forseta Í.S.Í. Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóra Mosfellsbæjar og marga fleiri. Meira
18. ágúst 1996 | Menningarlíf | 86 orð

Fransk- íslenskur kvartett leikur Jobim

KVARTETT franska bandeonleikarans Oliviers Manoury mun leika í tónleikasal Félags íslenskra hljómlistarmanna Rauðagerði 27, miðvikudagskvöldið 21. ágúst kl. 21. Með honum spila Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Kjartan Valdemarsson á píanó og Matthías Hemstock á trommur. Olivier Manoury mun auk bandeon harmóníkunnar leika á sk. Meira
18. ágúst 1996 | Menningarlíf | 243 orð

"Gott að vera listamaður á Íslandi"

Í DAG, sunnudag, býður finnski málarinn Arthur A'Avramenko listunnendum að heimsækja sig á vinnustofu listamiðstöðvarinnar í Hafnarborg í Hafnarfirði. Arthur mun sýna ný málverk, sem hann hefur málað hér á landi auk dagatals fyrir næsta ár. Meira
18. ágúst 1996 | Menningarlíf | 100 orð

Ísland í dag og Skýjahöllin

NORRÆNA húsið hefur undanfarin fimm sumur staðið að fyrirlestrum um íslenskst samfélag einkum fyrir norræna ferðamenn. Borgþór Kjærnested fjallar um íslenskt samfélag og það sem er efst á baugi í þjóðfélaginu, sunnudaginn 18. ágúst kl. 17.30. Hann mun flytja þetta erindi á sænsku og finnsku og gefst fólki tækifæri til fyrirspurna. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Meira
18. ágúst 1996 | Menningarlíf | 741 orð

Með tónlistina út til fólksins Sænski organleikarinn Gunnar Idenstam vill að listin nái til fólksins og snerti strengi í

Gunnar Idenstam er sænskur organleikari sem leikur í Hallgrímskirkju á sunnudaginn kl. 20.30. Á efnisskrá eru þrjár fúgur úr Fúgulist Bachs, orgelsvíta eftir franska tónskáldið Marcel Dupré og síðari hluti tónleikanna er helgaður tónlist sem hann hefur sjálfur samið. Meira
18. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 107 orð

Minnstu póstburðarmenn heims

BRÆÐURNIR David og Michael Daughters vinna sem póstburðarmenn í smábænum Dedham í Englandi þar sem þeir eru fæddir og uppaldir. Þeir eru báðir í hálfum stöðum enda eru þeir smávöxnustu póstburðarmenn heims, 1,34 cm og 1,35 cm á hæð. Sérsauma verður einkennisbúningana þeirra og sérútbúa pósthjólin þeirra. "Stærð okkar háir okkur ekkert. Meira
18. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 115 orð

Nýr skemmtistaður opnaður

TETRIZ er heitið á nýjum skemmtistað sem var opnaður með viðhöfn um síðustu helgi. Margeir Ingólfsson plötusnúður og kynningarfulltrúi staðarins sagði í samtali við Morgunblaðið að aldurstakmark á Tetriz yrði 22 ár og að staðurinn skiptist í tvennt. "Uppi er flott barstemmning en niðri verður leikin ný danstónlist. Meira
18. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Reeve á Ólympíuleikum fatlaðra

BANDARÍSKI kvikmyndaleikarinn Christopher Reeve, sem þekktastur er fyrir leik sinn í myndunum um ofurmennið og lamaðist eftir að hann datt af hestbaki í fyrra, lét sig ekki vanta á opnunarhátíð Ólympíuleika fatlaðra sem hófust í Atlanta í vikunni. Metþátttaka er á leikunum og koma keppendur frá 117 löndum. Þetta er í tíunda sinn sem leikarnir fara fram. Meira
18. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 35 orð

Rokkstjarna og túristi

JAFNVEL rokkstjörnur láta sjá sig á fjölsóttum ferðamannastöðum. Rokksöngkonan Alanis Morrisette, sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu, tók sér stutt frí frá hljómsveitinni nýlega til að láta mynda sig við Eiffelturninn í París. Meira
18. ágúst 1996 | Menningarlíf | 42 orð

Sex í list

SÍÐASTA sýningin af þremur í sumar, stendur yfir í sýningarsalnum Við Hamarinn. Ásdís Pétursdóttir sýnir myndir og Ingibjörg María Þorvaldsdótttir sýnir kórónur. Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-20, helgarnar 17. og 18. og 24. og 25. Meira
18. ágúst 1996 | Menningarlíf | 26 orð

Sýningunni Formskúlptúr að ljúka

Sýningunni Formskúlptúr að ljúka SÝNINGU Kristínar Guðjónsdóttur í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg lýkur í dag, sunnudaginn 18. ágúst. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. Aðgangur ókeypis. Meira
18. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 522 orð

Upp og ofan

Súper 5, safnplata fimm sveita, SSSólar, sem á fjögur lög, Spoon, Botnleðju og Funkstrasse, sem eiga þrjú lög hver sveit, og Astralsextettsins, sem á eitt lag, en Botnleðja flytur eitt lag með útvarpsmönnunum kunnu Simma san og Þossa san. Súper 5 flokkurinn gefur út, Skífan dreifir. 51,37 mín., 1.999 kr. Meira
18. ágúst 1996 | Tónlist | 474 orð

Vandgengin fyrstu sporin

Frumraun (Debut) Erlu Þórólfsdóttur. Viðfangsefnin íslensk og erlend söngverk. Samleikari á píanó Ólafur Vignir Albertsson. Fimmtudagurinn 15. águst, 1996. ÞAÐ ERU vandgengin fystu sporin og oft ætla menn sér um of, en um síðir verður allt að list þeim er leikur. Meira

Umræðan

18. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 327 orð

Gjöld fyrir rannsóknir hækka ekki

SL. FÖSTUDAG birtist í Morgunblaðinu grein eftir Ástu B. Þorsteinsdóttur þar sem hún fjallaði um hækkun á greiðslum fyrir rannsóknir. Í vinnslu þessarar greinar hefur Ástu orðið eitthvað á í messunni því þau dæmi sem tekin eru um hækkanir á gjöldum fyrir rannsóknir eru röng, engin breyting hefur orðið á þeim gjöldum sem Ásta tiltekur frá árinu 1993. Meira
18. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 511 orð

Hver brást hverjum?

VIÐ Íslendingar lifum ósköp venjulegu lífi: vinnum og hvílumst, hlæjum og grátum, sigrum og töpum ­ og í velflestum málum finnst okkur eitthvað. Ef við vorum svo heppin að alast upp á trúræknu heimili, þá hefur Jesús verið besti vinurinn fram eftir öllu og að aflokinni fermingu var gott að vita af athvarfi kirkjunnar, ef í harðbakkann slægi. Meira
18. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 184 orð

Maður er orðinn feimnismál

ÝMSIR forðast orðið maður í ræðu og riti. Í Útvarpinu var sagt um daginn: "Það er mjög margt sem gerist í líkamanum, þegar einstaklingurinn hlær", þ.e.a.s. þegar maður hlær. Þjóðinni var lesinn lesturinn, mjög maklega, einnig í Útvarpinu, um umferðarsiði og sagt: "Með ökuskírteini skuldbindur maður sig... Meira
18. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 592 orð

Sveiattan hvað eða hver?

EINN af geðugri fulltrúum læknastéttarinnar, Stefán J. Hreiðarsson fyrrverandi Akureyringur, er eins og margir aðrir góðhjartaðir Íslendingar bæði áttalaus og ráðlaus yfir Halló-Akureyri-hópfylliríinu aftur núna um síðustu verslunarmannahelgi. Meira

Minningargreinar

18. ágúst 1996 | Minningargreinar | 305 orð

Anna Þórðardóttir

Móðursystir mín, Anna Þórðardóttir eða Anna í Hlíð eins og hún var kölluð í fjölskyldunni, lést í hárri elli eftir langvarandi veikindi og var hvíldin henni kærkomin. Þegar ég sest niður og skrifa nokkrar línur á blað til minningar um Önnu frænku, sem var mér afar kær kemur margt upp í hugann. Við bjuggum undir sama þaki fyrstu ár ævi minnar, fyrst í Garði í Skerjafirði og síðan í Barmahlíð 23. Meira
18. ágúst 1996 | Minningargreinar | 399 orð

Anna Þórðardóttir

Ég þekkti Önnu Þórðardóttur og fjölskyldu hennar á Þorkelshóli frá barnæsku. Þar var gott að vera, stórt og glaðvært heimili, gestagangur og músík. Ég dvaldi þar löngum og leit á þetta fólk, sem mína aðra fjölskyldu, enda mæður okkar Önnu uppeldissystur og Þórður faðir hennar frændi minn í föðurætt. Bróðir minn fæddist þarna og höfðum við mikil samskipti við þetta ágæta fólk alla tíð. Meira
18. ágúst 1996 | Minningargreinar | 125 orð

ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR

ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Anna Þórðardóttir var fædd á Þorkelshóli í Víðidal, V-Hún. 17. mars 1909. Hún lést 12. júlí síðastliðinn. Anna var dóttir Guðrúnar Benediktsdóttur, f. 25. júlí 1878, d. 24. júní 1938, og Þórðar Guðmundssonar, f. 7. ágúst 1871, d. 27. júlí 1938, bónda á Þorkelshóli. Meira
18. ágúst 1996 | Minningargreinar | 366 orð

Ásta Jónsdóttir

Ég efaðist aldrei um að Ásta frænka mín myndi ná að halda upp á aldarafmæli sitt. Auðvitað er það mikil bjartsýni en það var einmitt einn af þeim kostum Ástu frænku sem hún miðlaði svo gjarnan öðrum. Hún var kjarnakona sem lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Frá því að ég man eftir mér rak Ásta gistiheimili á Ránargötu 21 í Reykjavík. Þeim rekstri lauk 1986 en þá var Ásta 88 ára gömul. Meira
18. ágúst 1996 | Minningargreinar | 27 orð

ÁSTA JÓNSDÓTTIR Ásta Jónsdóttir fæddist á Akranesi 23. ágúst 1898. Hún lést á Elliheimilinu Grund 21. júlí síðastliðinn og fór

ÁSTA JÓNSDÓTTIR Ásta Jónsdóttir fæddist á Akranesi 23. ágúst 1898. Hún lést á Elliheimilinu Grund 21. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 12. ágúst. Meira
18. ágúst 1996 | Minningargreinar | 137 orð

Ástríður Torfadóttir

Í dag, 18. ágúst, hefði Ástríður Torfadóttir, Ásta amma eins og við kölluðum hana alltaf, orðið 91 árs, en hún lést 6. júlí síðastliðinn. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þetta eru yndislegar minningar í lífi okkar allra. Okkur langar að kveðja þig með bæninni sem þú kenndir okkur. Meira
18. ágúst 1996 | Minningargreinar | 308 orð

Ástríður Torfadóttir

Í dag hefði amma orðið 91 árs, en hún andaðist þann 6. júlí síðastliðinn. Ekki er langt síðan mjúk hönd hennar strauk mér um vangann og kvaddi mig, þótt ég vissi ekki þá að þetta væri okkar síðasta samverustund. Ég minnist þess þegar ég sem barn kom í heimsókn á Suðurgötuna á hlaupum úr Akraborginni, að amma stóð í gættinni og beið eftir því að ég kæmi og þá voru fagnaðarfundir. Meira
18. ágúst 1996 | Minningargreinar | 27 orð

ÁSTRÍÐUR TORFADÓTTIR Ástríður Torfadóttir fæddist 18. ágúst 1905. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 6. júlí

ÁSTRÍÐUR TORFADÓTTIR Ástríður Torfadóttir fæddist 18. ágúst 1905. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 6. júlí síðastliðinn og fór bálför hennar fram frá Akraneskirkju 12. júlí. Meira
18. ágúst 1996 | Minningargreinar | 1215 orð

Helgi Pálsson

Andlitssnyrting ei skal fresta augu skoða, brjóst og háls. Tak þér spegil, vel þann besta, talaðu fyrst við Helga Páls. Svo orti Kristján frá Djúpalæk, líklega að beiðni Helga Pálssonar, frænda síns, en Helgi átti aldarafmæli 14. ágúst 1996. Vona ég að rétt sé farið með vísuna en svona hefur hún geymst í minni mínu. Meira
18. ágúst 1996 | Minningargreinar | 150 orð

HELGI PÁLSSON

HELGI PÁLSSON Helgi Pálsson fæddist á Akureyri 14. ágúst 1896 og lést þar 19. ágúst 1964. Foreldrar hans voru Páll Jónasson, f. 23.12. 1861 á Sauðanesi í Þistilfirði, d. 7. ágúst 1941 á Akureyri, og kona hans Kristín Þórdís Jakobsdóttir, f. 17.12. 1860 í Garði í Ólafsfirði, d. 2.2. 1938 á Akureyri. Systir Helga var Vilborg Pálsdóttir, f. 15.5. Meira
18. ágúst 1996 | Minningargreinar | 904 orð

Kristján Sigurðsson

Ef við gætum horfið svosem 75-80 ár aftur í tímann og litið snemma morguns inn í baðstofukytru á sveitabæ norður í Stíflu í Fljótum birtist okkur e.t.v. svipmynd af litlum dreng, sem er ekki búinn að klæða sig, en situr á rúmstokk sínum og skrifar með fingrunum ósýnilega stafi út í loftið. Meira
18. ágúst 1996 | Minningargreinar | 223 orð

KRISTJÁN SIGURÐSSON

KRISTJÁN SIGURÐSSON Kristján var fæddur 23. apríl 1910 í Háakoti í Stíflu í Fljótum. Dáinn 30. maí 1996 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru: Sigurður Kristjánsson bóndi í Háakoti og síðar Lundi í Stíflu, f. 1.9. 1878 í Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal, d. 21.12. Meira
18. ágúst 1996 | Minningargreinar | 324 orð

Sigríður Guðmundsdóttir

Hún Sigga okkar er dáin. Horfin til annarra heima. Þessi frétt kom til mín vestur á Firði, þar sem ég var stödd í sumarfríi. En þannig er dauðinn, kemur oftast óvænt. Ég hefði viljað vera nærri á þessari stund, sem við höfðum svo oft rætt um. En vænt þótti mér um að þú fékkst hægt andlát. Og nú skiljast leiðir okkar og margs er að minnast. Meira
18. ágúst 1996 | Minningargreinar | 27 orð

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Sigríður Guðmundsdóttir, Akranesi, fæddist í Efstadal í Ögurhreppi 24. janúar 1904. Hún lést 2. ágúst

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Sigríður Guðmundsdóttir, Akranesi, fæddist í Efstadal í Ögurhreppi 24. janúar 1904. Hún lést 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 8. ágúst. Meira

Daglegt líf

18. ágúst 1996 | Bílar | 155 orð

16 S40 ókomnir en þegar seldir

TAFIR í framleiðslu á Volvo S40, sem smíðaður er í NedCar verksmiðjunum í Hollandi, valda því að frumkynning bílsins hér á landi verður ekki fyrr en í endaðan september eða byrjun október. Engu að síður hefur Brimborg þegar selt 16 bíla af þessari gerð. Meira
18. ágúst 1996 | Bílar | 199 orð

B&L tekur við Rover-umboðinu

"Um leið og þýsku bílaframleiðendurnir BMW eignuðust Rover verksmiðjurnar í Englandi breyttu þeir umboðsmannakerfi sínu þannig að framvegis verður umboð fyrir framleiðslu Rover verksmiðjanna alfarið í höndum umboðsmanna BMW. Í samræmi við það tekur fyrirtækið Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf. við umboði hérlendis fyrir Rover verksmiðjurnar. Meira
18. ágúst 1996 | Bílar | 216 orð

Daihatsu dvergurinn

DAIHATSU hefur sett á markað lítinn sérkennilegan bíl, Midget II, sem er einkum ætlaður til flutninga. Aðeins ökumaðurinn kemst fyrir í húsi bílsins en á palli er hægt að flytja t.d. dagblöð eða mjólk. Dreifingaraðilar á þessari vöru hafa einmitt keypt töluvert af Midget II. Framleiðendurnir bjuggist altént ekki við því að taka á móti 2.000 pöntunum fyrstu tíu dagana sem bíllinn var til sölu. Meira
18. ágúst 1996 | Bílar | 470 orð

Expedition þegar Explorer dugar ekki

FORD hefur sett á markað nýjan og stærri jeppa en Explorer, svonefndan Expedition. Markaðssérfræðingar Ford heimtuðu ekki þennan stóra bíl einvörðungu vegna þess að framleiðslu á hinum gamalreynda Bronco var hætt og fyrirtækið farið að missa sölu vegna Suburban, Tahoe og Yukon frá General Motors. Meira
18. ágúst 1996 | Ferðalög | 287 orð

Ferðaglaðir unglingar

FLAKK ferðaklúbbur Jafningafræðslu framhaldsskólanema nýtur mikilla vinsælda. Síðustu helgi fóru til dæmis 80 unglingar í bátsferðir á Hvítá og voru margir á biðlista eftir að komast að. Ferðaklúbburinn er starfræktur í samstarfi við Samvinnuferðir- Landsýn og er markmiðið að kynnast landinu í vímulausum helgarferðum á góðu verði. Meira
18. ágúst 1996 | Ferðalög | 345 orð

Ferðir innanlands og utan

PETER Salmon hefur starfað hjá Úrval- Útsýn síðan 1993 sem fararstjóri í golfferðum og starfsmaður golfdeildar ferðaskrifstofunnar. Hann hefur viðað að sér gögnum um golfvelli alls staðar í heiminum og tekur að sér að skipuleggja golfferðir fyrir einn mann, eitt hundrað eða allt þar á milli. Þá veitir hann fólki upplýsingar og ráð varðandi golf. Meira
18. ágúst 1996 | Bílar | 145 orð

Fleiri í félagi bifreiðasala

FÉLAG löggiltra bifreiðasala hefur komið á fót siðanefnd sem starfar eftir siðareglum félagsins. Samkvæmt 14. grein getur hver sá sem trelur að bifreiðasali hafi brotið á sér kært ætlað brot til siðanefndar Félags löggiltra bifreiðasala innan tveggja mánaða frá meintu broti enda sé málið ekki rekið fyrir almennum dómstólum á sama tíma. Meira
18. ágúst 1996 | Bílar | 150 orð

Fyrir kappaksturinn

Fyrir kappaksturinn TORFÆRUJEPPA Gunnars Pálma Péturssonar torfærukappa var stillt upp á óvenjulegan hátt á hafnarbakkanum á Höfn í Hornafirði áður en bíllinn fór í skip sem flutti hann til Hollands í vor. Þar tók Gunnar Pálmi m.a. þátt í ferð hollenskra jeppamanna um frönsku Alpana. Meira
18. ágúst 1996 | Ferðalög | 44 orð

Golf í Halifax

Í Nova Scotia eru 55 golfvellir og margir hverjir ótrúlega fallegir og spennandi fyrir kylfinga. Halifax tilheyrir Nova Scotia fylkinu og eru Flugleiðir með beint áætlunarflug þanngað. Úrval-Útsýn býður nú kylfingum upp á golf- og verslunarferð til Halifax í Kanada. Meira
18. ágúst 1996 | Ferðalög | 846 orð

Golf og búðaráp í sömu ferð

ÞEIM íslensku kylfingum fjölgar stöðugt sem hafa lengt hina stuttu golfvertíð hér heima með því að fara í skipulagðar golfferðir til útlanda. Vinsælastar hafa verið ferðir til Miðjarðarhafslanda og Flórída en ferðaskrifstofurnar hafa bryddað upp á ýmsum nýjungum til að auka fjölbreytnina. Meira
18. ágúst 1996 | Bílar | 885 orð

Góðar endurbætur á NISSAN TERRANO II með nýrri dísilvél

NISSAN Terrano II frá Japan var kynntur hjá Nissan umboðinu, Ingvari Helgasyni í Reykjavík, um síðustu helgi en Terrano II státar nú af nokkrum nýjungum með nýrri árgerð. Í útliti eru aðal breytingarnar að framan, boðin er ný og aflmeiri dísilvél með forþjöppu og millikæli og innrétting er einnig með nýju yfirbragði. Meira
18. ágúst 1996 | Bílar | 206 orð

Her og borgarar í eina sæng

BANDARÍKJAHER, bílaframleiðendur og birgjar starfa að fleiri rannsóknarverkefnum sem gætu skilað sér sem tækninýjungar í bíla. Hér á eftir er sagt frá nokkrum þeirra. Vökubúnaður fyrir ökumenn. Meira
18. ágúst 1996 | Bílar | 318 orð

Jaguar með nætursýn

BÍLAFRAMLEIÐENDUR hafa í auknum mæli notað tækninýjungar í bíla sína sem þróaðar hafa verið af hermálayfirvöldum. Tom Meitzler stjórnar rannsóknum á "hinum mannlega þætti" ýmissa tækninýjunga fyrir Bandaríkjaher. Fyrir fáeinum árum aðstoðaði hann við að gera skriðdreka Bandaríkjahers minna sýnilegri en núna vinnur hann að því að auka nætursýn eigenda Jaguar bíla í framtíðinni. Meira
18. ágúst 1996 | Ferðalög | 214 orð

Krásir á köldu svelli

FERÐASKRIFSTOFA Vesturlands hefur í sumar, í samstarfi við Langjökul hf., boðið fólki sleðaferðir á Langjökul. Ferðirnar eru mismunandi langar á snjósleðum og snjóbílum, allt eftir því hvað hópurinn er stór og hvað fólk vill og treystir sér til. Farnar hafa verið nokkrar hópferðir þar sem boðið hefur verið upp á heitt og kalt sjávarréttaborð uppi á jöklinum. Meira
18. ágúst 1996 | Ferðalög | 22 orð

MÜNCHEN

MÜNCHEN ÞRIÐJA stærsta borg Þýskalands, München í Bæjaralandi, laðar árlega að sér milljónir ferðamanna og skákar þar þeim stærri Berlín og Hamborg. Meira
18. ágúst 1996 | Ferðalög | 1724 orð

MÜNCHEN Á Marienplatz eriðandi mannlíf frámorgni til kvöldsGræn svæði og garðar eru meðal þess sem gera München einkar aðlaðandi

ÞRIÐJA stærsta borg Þýskalands, München í Bæjaralandi við rætur Alpafjalla, laðar árlega að sér milljónir ferðamanna og skákar þar þeim stærri, Berlín og Hamborg. Borgin státar af undurfögrum minnisvörðum og byggingum, sem spanna sögu byggingarlistarinnar í nokkrar aldir og fjölbreytilegum söfnum, Meira
18. ágúst 1996 | Ferðalög | 139 orð

OFTAR TIL FLÓRÍDA

VERÐ á pakkaferðum til Flórída hefur lækkað, til dæmis kostar 8 daga ferð í sólina í bænum Sarasota 49.000 krónur í haust, og hefur lækkað um 10.000 krónur frá því á síðasta ári. Fimmtán daga ferð fyrir 2 fullorðna með 2 börn til Sarasota kostar nú 34.500 en 41.715 áður. Flugleiðir hafa bætt við sjö aukaferðum til Flórída vegna mikillar eftirspurnar. Meira
18. ágúst 1996 | Bílar | 717 orð

Torfærumeistari í jeppakappakstri

GUNNAR Pálmi Pétursson, torfæruökumaður, hefur verið að gera garðinn frægan í Hollandi á þessu ári. Hann hefur ásamt félaga sínum Snorra Ingimarssyni verkfræðingi verið með keppnisbílinn sinn þar ytra og vann meðal annars fyrstu verðlaun í kappakstri á jeppum í sínum flokki. Meira
18. ágúst 1996 | Ferðalög | 522 orð

Víkingahátíð í augum Spánverja

GLÆSIBRAGUR miðalda hefur varðveist á Íslandi þótt þjóðin sé nútímaleg og lifi eins og stórþjóðir," segir Mariano Campo, Spánverji nokkur sem var hér á landi í fyrra. Hann gerði Íslandi nýlega góð skil í máli og myndum á sex blaðsíðum í spænska tímaritinu Proximo Milenio. Meira
18. ágúst 1996 | Ferðalög | 250 orð

VÍSIR AÐ DÝRAGARÐI

HJÓNIN Aðalsteinn I. Jónsson og Ólavía Sigmarsdóttir í Klausturseli á Jökuldal hafa komið sér upp vísi að dýragarði heima hjá sér í Klausturseli. Þar hafa þau til sýnis fyrir ferðafólk hreindýr og hreindýrskálfa, tófur í greni, minka, heiðagæsir og álftarunga. Meira

Fastir þættir

18. ágúst 1996 | Dagbók | 2672 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 16.-22. ágúst eru Ingólfs Apótek, Kringlunni og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, opin til kl. 22. Auk þess er Ingólfs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
18. ágúst 1996 | Í dag | 362 orð

ARTÖFLUR hafa lengi verið undirstaða í fæðu Íslendinga

ARTÖFLUR hafa lengi verið undirstaða í fæðu Íslendinga og er svo enn. Kartöflur eru hollar, en hins vegar eru þær tiltölulega dýrar, sem hefur dregið nokkuð úr neyzlunni. Nú er uppskerutíminn víða hafinn og á næstu vikum mun berast mikið magn á markaðinn, enda búizt við metuppskeru vegna góðs vors og sumars, einkum sunnan heiða. Meira
18. ágúst 1996 | Í dag | 68 orð

Árnað heilla

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 18. ágúst, er fimmtugurGunnlaugur Claessen, Hálsaseli 46, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Sveinbjörnsdóttir. ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, sunnudaginn 18. Meira
18. ágúst 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Anna Metta Norðdahlog Guðmundur F. Guðmundsson.Heimili þeirra verður í Fögruhlíð 3, Hafnarfirði. Meira
18. ágúst 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Rut BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí í Digraneskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Ragnheiður Dagsdóttir og Halldór Reykdal Baldursson.Heimili þeirra er í Stelkshólum 4, Reykjavík. Meira
18. ágúst 1996 | Í dag | 41 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Ingunn Hulda Guðmundsdóttir og Pétur Pétursson. Með þeim á myndinni eru börnin þeirra Bylgja Lind, Sunna Rún og Magni Þór.Heimili þeirra er í Lindarbyggð 5, Mosfellsbæ. Meira
18. ágúst 1996 | Dagbók | 753 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
18. ágúst 1996 | Í dag | 22 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til sty

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 1.046 krónur. Þau heita Valgeir Erlendsson og Hrafnhildur Jónsdóttir. Meira
18. ágúst 1996 | Í dag | 254 orð

Krossgátan "KAUPANDI Morgunblaðsins" gerir athugasemd í Velvakanda 1

"KAUPANDI Morgunblaðsins" gerir athugasemd í Velvakanda 15. ágúst við skýringu á orðunum kólga og agií krossgátum hér í blaðinu. Umsjónarmaður krossgátunnar vekur athygli á skýringu umræddra orða í Orðabók Menningarsjóðs: Kólga: 1 alda, 2. kuldablær; skýjaþykkni. Agi: 1 ótti; lotning, 2. tamning við reglusemi, 3 ófriður; órói. Meira

Íþróttir

18. ágúst 1996 | Íþróttir | 2269 orð

Æfði í hálft ár með bestu hlaupurum heims í Kenýa

UNGUR piltur frá Sheffield í Englandi vakti athygli hér á landi fyrir sex árum vegna góðs árangurs í hlaupum. Hann vann marga sigra á þeim vettvangi með glæsibrag, oft við erfiðar aðstæður, og ekki lét hann íslenska veðráttu aftra sér þegar hann hljóp léttklæddur um miðjan vetur. Sá sem nefndur er til sögunnar er Toby Tanser, fæddur 21. Meira

Sunnudagsblað

18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 114 orð

10.000 höfðu séð Skítseiðin"

ALLS höfðu tæplega 10.000 manns séð Skítseiði jarðar í Regnboganum eftir síðustu helgi. Þá höfðu tæp 10.000 manns séð Apaspil, 4.500 Nú er það svart, 4.000 Á bólakaf og 3.300 Sannleikann um hunda og ketti. Næstu myndir Regnbogans verða m.a. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 1459 orð

Aftur í austurátt? Tyrkland er byggt múslimum en á aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, og þar ríkir lýðræði þótt brokkgengt

Erbakan vill nýtt bræðralag múslimaþjóða Aftur í austurátt? Tyrkland er byggt múslimum en á aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, og þar ríkir lýðræði þótt brokkgengt sé. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 566 orð

Aftur til framtíðar

EINHVER mesta og besta draslmynd síðustu áratuga er framtíðartryllirinn Flóttinn frá New York eftir John Carpenter. Hún er frá árinu 1981 og núna, um síðustu helgi, fimmtán árum seinna, var framhaldsmyndin frumsýnd í Bandaríkjunum og heitir Flóttinn frá Los Angeles. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 170 orð

Austfirðingar níðskældastir

"ÞAÐ ER úr vöndu að ráða," segir Stefán Þ. Þorláksson, sem er gestur á Vísnatorgi að þessu sinni. "Ég tók nú samt eina vísu fyrir hennar sérstöðu. Hún er austfirsk, en ég álít að Austfirðingar hafi jafnan verið einna níðskældastir Íslendinga. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 1262 orð

Árás úr geimnum

KVIKMYNDIR/Regnboginn, Háskólabíó, Laugarásbíó, Stjörnubíó og Borgarbíó á Akureyri sýna bandaríska geimveruhryllinn Independence Day, eða ID4, sem slegið hefur öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum í sumar. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 794 orð

Bleikröndóttu silkináttfötin

UM DAGINN hjálpaði ég konu í fjölskyldu minni að flytja. Eins og gengur þurfti að taka ákvörðun um hvað ætti að gera við fjölmarga hluti sem geymdir höfðu verið um árabil. Sumir þessara hluta voru geymdir vegna þess að þeir höfðu enn verulegt notagildi en aðrir höfðu verið geymdir á öðrum forsendum. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 129 orð

DANSKA hljómsveitin Vildensky er

DANSKA hljómsveitin Vildensky er væntanleg hingað til lands til tónleikahalds; leikur í kvöld á Porthátíð Útideildar og í Rósenbergkjallaranum á fimmtudagskvöld. Sveitin er hingað komin á vegum Texas Jesú, sem lék meðal annars með henni í Danmerkurför fyrr á árinu. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 1085 orð

EINFALDLEIKINN heillar

KLASSÍSKIR tónlistarmenn líta jafnan niður á poppara og popparar leggja að sama skapi iðulega fæð á þá sem leggja stund á sígilda tónlist. Þeir eru þó til sem virðast jafnvígir á hvort tveggja; geta eins sökkt sér í flókið samspil tóna og hljóma og tileinkað sér einfaldleika poppsins, Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 69 orð

Enginn bensínhákur

SMILE, ný bifreið, sem grænfriðungar kynntu í vikunni áSamgönguminjasafninu í Luzern í Sviss, hefur vakið miklaathygli en tilgangurinn með smíðinni var að sýna fram á,að auðvelt væri að minnka eldsneytiseyðslu bíla um helming. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 1347 orð

Flóttafólki aldrei verið betur tekið

Flóttafólki aldrei verið betur tekið Nokkrir nýju Íslendinganna frá Júgóslavíu eru komnir í fasta vinnu og allir eru þeir farnir að glíma við íslenskunám. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 144 orð

Gamanleikur með Serrault og Aznavour

TVEIR af fremstu kvikmyndaleikurum Frakka af eldri kynslóðinni, Michel Serrault og Charles Aznavour, leika saman í nýrri franskri mynd sem heitir Le comédien" eða Gamanleikarinn. Leikstjóri er Christian de Chalonge. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 50 orð

Getur valdið krabbameini

KRABBAMEINSVALDANDI efni í burknagróðri getur borist í mjólk kúa sem éta hann og getur þannig valdið krabbameini í fólki, að því er vísindamenn frá Venezúela og Nýja Sjálandi greindu frá í gær. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 802 orð

Hjartað og blóðþrýstingurinn

Á SAMA hátt og Ohms-lögmál segir okkur að rafspenna sé margfeldið af rafstraumi og viðnámi, er blóðþrýstingurinn margfeldið af því blóðmagni sem hjartað dælir á tímaeiningu og viðnámi æðakerfisins. Hjartað þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að dæla blóðinu um æðakerfið en auk þess myndast í hjartanu hormón sem hafa áhrif á útskilnað salta í nýrum. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 120 orð

Höfrungar til bjargar

HÖFRUNGAR reyndu fyrir skömmu að verja Breta sem hafði fengið sér sundsprett í Rauðahafi, fyrir ágangi hákarls. Hinn 29 ára gamli Martin Richardson hugðist synda innan um höfrungana við Mersha ströndina, skammt frá Sharm el-Sheikh ferðamannastaðnum í Egyptalandi. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 130 orð

Í BÍÓ

Í BÍÓ ÞEIR Coenbræður Joel og Ethan gera frumlegustu bíómyndir í Bandaríkjunum. Þær liggja einhvers staðar á mörkum listrænna mynda og hefðbundinna sölumynda en hefur ekki vegnað sérlega vel í miðasölunni á Íslandi fremur en annars staðar. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 3325 orð

Í FÓTSPOR FORNRA SYNDASELA

Hinn 31. maí síðastliðinn fór frá Íslandi hópur fólks nokkuð sérkennilegra erinda. Fjörutíu og sex Íslendingar "gengu" til Rómar eða fóru í "suðurgöngu" eins og það hét til forna. Þetta voru Pálnatókavinir og var Magnús Jónsson í forsvari félaga sinna í þessari pílagrímsferð. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 215 orð

LENGI VON Á EINNI

MEÐAL helstu söngkvenna breskrar þjóðlagatónlistar er Norma Waterson, en meðal annars útnefndi breska blaðið Mojo hana bestu núlifandi ensku söngkonu fyrir skemmstu. Það hefur þó tekið hana tímana tvo að koma frá sér sólóskífu. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 73 orð

Lifnar yfir lífslíkum

VEÐMANGARAR í Bretlandi telja nú meiri líkur en áður á því, að vitsmunaverur finnist annars staðar en á jörðinni. Er ástæðan sú tilkynning frá NASA, bandarísku geimferðastofnuninni, að hún hafi hugsanlega fundið vísbendingar um, að frumstæðir einfrumungar hafi einu sinni lifað á Mars. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 2668 orð

Ljós ÚR BÆJARLÆKNUM

Ljós ÚR BÆJARLÆKNUM EIRÍKUR rafvirki Björnsson í Svínadal í Skaftárhreppi fór víða um land og virkjaði læki og ár, smíðaði túrbínur og setti upp virkjanir. Svínadalur hefur aldrei verið í sambandi við dreifinet rafveitna. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 834 orð

Lýsing Berlioz á því hvernig kona hans er grafin upp úr g

Lýsing Berlioz á því hvernig kona hans er grafin upp úr gömlum kirkjugarði Parísar og flutt annað minnir einna helzt á stríðssögu Stephens Crane, The red Badge of Courage, Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 261 orð

Menningarleg skemmdarverk

SÉ SPURT hver sé fremsta rokksveit áttunda áratugarins er eins víst að Sex Pistols beri á góma, þó æviferillinn sé um margt sérstakur og umdeildur. Fáar sveitir hafa vakið eins blendnar tilfinningar með Bretum og lítið hefur kulnað í þeim glæðum, eins og sannaðist þegar sveitin sneri aftur í sviðsljósið snemmsumars. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 145 orð

Móðurömmur á toppnum

MÓÐURÖMMUR njóta meiri vinsælda en föðurömmur og afar, samkvæmt rannsókn sem gerð var á meðal 2.000 Þjóðverja á aldrinum 16 ára og áttræðs. Þáttakendur voru beðnir að gefa ömmum og öfum einkunn eftir því hversu náin tengslin við þau voru, mælt á skalanum 1 (mjög lítil tengsl) til sjö (mjög sterk tengsl). Móðurömmur fengu einkunina 5,16 en föðurafar 3,70. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 2539 orð

NÁGRANNAR Í NORÐRI Ýmislegt fróðlegt kom í ljós þegar fjallað var um nágrannanna Ísland og Grænland fyrr og nú á ráðstefnu í

RÁÐSTEFNA íslenskra sagnfæðinga með grænlenskum og dönskum fræðimönnum var haldin í bænum Qaqortoq eða Julianehab í Eystri-byggð á S-Grænlandi í júnímánuði. Hrefna Róbertsdóttir formaður Sagnfræðingafélags Íslands setti ráðstefnuna. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 1553 orð

OSTAMAÐURINN Á HORNINU eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur

Þórarinn Þórhallsson er eigandi Ostahússins í Hafnarfirði og rekur það ásamt konu sinni Maríu Ólafsdóttur. Auk verslunarinnar framleiðir fyrirtækið osta sem Osta- og smjörsalan sér um að dreifa. Fyrirtækið sitt stofnaði Þórarinn árið 1992. Hann er fæddur árið 1956 í Skriðdal en ólst upp í Neskaupstað. Hann lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri árið 1974. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

Reyni að semja tónlist eins og ég vil heyra hana Tónlist Hauks Tómassonar við leikverkið "Fjórða söng Guðrúnar" hefur vakið

HVERS KONAR tónlist ætti að nota til að túlka Guðrúnu Gjúkadóttur, kvenhetju Eddukvæða?" Fæstir þurfa nokkurn tímann að glíma við þá spurningu, hvað þá að leitast við að semja viðeigandi tónlist. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 1095 orð

Sáu líkama sprengda í tætlur

HRKALOVIC-fjölskyldan, sem er ein þeirra sex fjölskyldna sem nýkomnar eru til Íslands frá Serbíu, hafði búið í Kraínuhéraði í miðri Króatíu um langt skeið þegar hún varð að flýja heimili sitt. Héraðið hafði meira og minna verið umlukt Króötum, sem íbúarnir höfðu átt í stríði við undanfarin fimm ár. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 135 orð

Sigurjón gerir mynd með David Bowie

SIGURJÓN Sighvatsson er einn af þremur framleiðendum nýrrar bandarískrar bíómyndar sem frumsýnd er vestra um þessa helgi og heitir Basquait". Með aðalhlutverkin í henni fara David Bowie, Gary Oldman, Dennis Hopper og Jeffrey Wright, sem fer með titilhlutverkið. Basquait" er ævisöguleg mynd um listmálarann Jean Michel Basquait og listalífið í New York á níunda áratugnum. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 435 orð

»Slóðarokk LÍKLEGA hefur fáum komið eins á óvart að verða frægur og furðuf

LÍKLEGA hefur fáum komið eins á óvart að verða frægur og furðufuglinum Beck Hansen sem sló í gegn með laginu Loser fyrir þremur árum og hrinti um leið úr vör nýrri tónlistastefnu vestan hafs, slóðarokki. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 929 orð

Sparnaðarleiðir og þjóðarhagsmunir

FYRIR skömmu komst nefnd á vegum fjármálaráðherra að þeirri niðurstöðu að aflétta þyrfti ýmsum einokunarleiðum tengdum fortíðarvanda þjóðfélagsins. Þar á meðal var þess getið að gefa orkusöluna í landinu frjálsa. Ennfremur hefur komið fram nýlega að Reykjavíkurborg hyggst lækka orkukostnað sinn verulega með því að virkja á eigin vegum hitasvæðið á Nesjavöllum. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 839 orð

Svo sem við viljum ! Gárur eftir Elínu Pálmadóttur

ÁÞESSUM árstíma, þegar nálgast gerð fjárlaga með tilheyrandi átökum um fjárveitingar, kemur eðlilega upp mikil ólga og átök í opinberri umræðu. Í þetta sinn kemur hún vegna forsetakosninga í kjölfar umræðu um forsetaembættið. Allt af hinu góða í lýðræðisþjóðfélagi. Forseti Íslands er toppurinn á ísjakanum, sem upp úr stendur og til sýnis. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 199 orð

Tilgangsleysi

BESTA sönnun þess að rokkið haldi mönnum ungum hlýtur að vera kanadíski rokkarinn Neil Young. Henn hefur haldið velli í þrjátíu ár, gefið út að minnsta kosti þrjátíu breiðskífur og vex ásmegin með hverju árinu. Þessi áratugur hefur verið Young-vinum sérlega gjöfulur, því hann hefur sent frá sér hvert meistaraverkið af öðru, nú síðast Broken Arrow. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 2738 orð

Tónlistarmaður í hálfa öld Jónas Þórir Dagbjartsson, tónlistarmaður, á að baki langt og farsælt starf í tónlistinni allt frá því

ÞAÐ HAFÐI rignt fyrr um morguninn í lok júlímánaðar en stytt upp þegar ég heimsótti Jónas Þóri Dagbjartsson, tónlistarmann. Hann verður sjötugur síðar í ágústmánuði og á slíkum tímamótum er viðeigandi að rifja upp starfsferil hans í tónlistinni í um það bil hálfa öld. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 1483 orð

TÆR ALÚÐ

UPPHAF 136. sálms Davíðs er Þakkið Drottni, því að hann er góður og miskunn hans varir að eilífu. Í öllum 36 versum sálmsins endurtekur hann: Og miskunn hans varir að eilífu: - Davíð leggur svona ríkt á við okkur að minnast miskunnar Drottins. Gilgamesh epíkin er elsta saga frá upphafi vega sem við þekkjum. Hún mun hafa verið samin um þrjú þúsund árum fyrir Krist. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 133 orð

Vatnsmengun er mannskæð

AÐ minnsta kosti 50.000 manns deyja á degi hverjum af völdum sjúkdóma sem rekja má til vatnsmengunar, að sögn vísindamanna sem taka þátt í 30. alþjóðlegu jarðfræðiráðstefnunni, sem haldin er í Peking. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 641 orð

Yrkja níð og þenja kjaft

VísnatorgFjallað er um væntanlegt hagyrðingamót að Núpi í Dýrafirði, farið yfir vísur sem borist hafa þættinum og fylgst með vopnaskaki hagyrðinga á Austfjörðum. Pétur Blöndal er umsjónarmaður torgsins. Meira
18. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 141 orð

(fyrirsögn vantar)

Breska kvikmyndafyrirtækið Polygram hefur hug á að kvikmynda nokkrar myndir á næstunni sem þótt geta athyglisverðar. Ein er um gullaldarlið Manchester United frá því á sjötta áratugnum en hún kemur til með að heita The Busby Babes". Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.