Greinar miðvikudaginn 21. ágúst 1996

Forsíða

21. ágúst 1996 | Forsíða | 168 orð

Clinton hækkar lágmarkslaun

BILL Clinton Bandaríkjaforseti undirritaði í gær lög um hækkun lágmarkslauna. Er þetta í fyrsta skipti í fimm ár, sem lágmarkslaun í Bandaríkjunum eru hækkuð. Hækkunin nemur 90 sentum (um 60 krónum) á lægsta tímakaup og hækkar það í 5,15 dollara (340 krónur) í tveimur áföngum. Tekur síðari áfangi hækkunarinnar gildi 1. september á næsta ári. Meira
21. ágúst 1996 | Forsíða | 102 orð

Eiturlyfjaneysla unglinga eykst um 78%

EITURLYFJANEYSLA á meðal unglinga hefur aukist um 78% á síðustu þremur árum, samkvæmt könnun sem gerð var á vegum bandaríska heilbrigðisráðuneytisins og USA Today sagði frá í gær. Á sama tíma hefur neyslan nær ekkert aukist hjá fullorðnum. Meira
21. ágúst 1996 | Forsíða | 189 orð

Ísraelar áforma nýbyggingar á Vesturbakkanum

ÍSRAELSKA húsnæðismálaráðuneytið er að leggja drög að áætlun um byggingu fimm þúsund nýrra íbúða á Vesturbakkanum. "Við áformum að byggja tuttugu þúsund nýjar íbúðir og fimm þúsund þeirra verða austan grænu línunnar," sagði Amir Dobkin, talsmaður ráðuneytisins. Meira
21. ágúst 1996 | Forsíða | 450 orð

Óvissa um hvort Borís Jeltsín sé í raun við völd

HARKA færðist í valdabaráttuna í Kreml í gær þegar rússneska öryggisráðið, undir forystu Alexanders Lebeds, lét í ljósi efasemdir um að Borís Jeltsín hefði sjálfur gefið út forsetatilskipun um að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að Rússar næðu Grosní á sitt vald að nýju. Meira
21. ágúst 1996 | Forsíða | 105 orð

Reuter Grosní yfirgefin

Reuter Grosní yfirgefin ÓTTASLEGNIR íbúar Grosní í Tsjetsjníju yfirgáfu borgina í gær hundruðum saman eftir að yfirmenn rússneska hersins hótuðu að hefja umfangsmikla árás á morgun til þess að hrekja þaðan liðsmenn uppreisnarhersins. Var íbúum borgarinnar gefinn tveggja daga frestur til að verða á brott. Meira
21. ágúst 1996 | Forsíða | 159 orð

Þjófur brenndist

BRESKUR þjófur, sem ákvað að verða sér úti um dálítið dekkri húðlit með því að bregða sér í ljósabekk á sjúkrahúsi sem hann hafði brotist inn í, var rétt að segja brunninn til bana, að því er fram kom við réttarhald í gær. Meira

Fréttir

21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 234 orð

26. umdæmisþing Kiwanis haldið í Kópavogi

26. UMDÆMISÞING Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar fer fram dagana 23.­25. ágúst nk. í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi. Á sama tíma fer fram þing Landssambands Sinawik sem er félag eiginkvenna Kiwanismanna. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 182 orð

450 meðferðir á næsta ári

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra opnaði í gær nýtt húsnæði fyrir glasafrjóvgunardeild Landspítala á gangi 21A á kvennadeild Landspítala. Áformað er að meðferðir verði 450 talsins á næsta ári. Einnig eru uppi áform um að taka upp smásjárfrjóvganir en með þeim er hægt að aðstoða hluta þeirra para sem ekki geta nýtt sér glasafrjóvganir. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 167 orð

Aðeins ungmenni hafa beðið bana

SEX Íslendingar hafa beðið bana í jafn mörgum umferðarslysum í ár. Eingöngu ungmenni hafa látist í þessum slysum samkvæmt upplýsingum frá Umferðarráði, þar af fimm sautján ára og yngri en einn var 27 ára. Fimm karlar og ein kona eru í þessum hópi. Meira
21. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Auga fyrir auga sýnt í Bæjarbíói

LEIKFÉLAG Húsavíkur fer í leikför til vinaleikfélagsins Scene 2 í Nexö á Borgundarhólmi dagana 23. til 30. ágúst. Sýnt verður leikritið "Auga fyrir auga" eftir William Mastrosimone. Jón Sævar Baldvinsson þýddi leikritið sérstaklega fyrir Leikfélag Húsavíkur og er þetta í fyrsta sinn sem þetta verk er sýnt á Íslandi. Leikstjóri er Skúli Gautason. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 151 orð

Álag fer vaxandi

ÁLAGIÐ hjá sjálfstætt starfandi heimilislæknum í Reykjavík fer smám saman vaxandi. Auk þeirra eigin sjúklinga er það bæði utanbæjarfólk og skjólstæðingar heilsugæslustöðvanna sem leitar til þeirra, að sögn Ólafs F. Magnússonar, formanns Félags sjálfstætt starfandi heimilislækna. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 411 orð

Bíða niðurstöðu EFTA-dómstólsins

INNFLYTJENDUR hafa rætt um að höfða skaðabótamál á hendur íslenzka ríkinu vegna framkvæmdar á innheimtu og álagningu vörugjalds hér á landi 1. janúar 1994 til 1. júlí síðastliðins, en Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur að á þessu tímabili hafi löggjöf um vörugjald brotið samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Menn hyggjast þó bíða niðurstöðu málsins fyrir EFTA-dómstólnum. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 401 orð

Bjargað í þyrlu

MAÐUR um fimmtugt fannst á lífi seint í gærkvöldi eftir að hafa verið leitað á aðra klukkustund, þegar báti sem hann var á hvolfdi á vatni, nærri Kvíslaveitum sunnan við Hofsjökul. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, var kölluð út um klukkan 21.15 í gær eftir að tilkynning barst um að báti með tvo menn innanborðs hefði hvolft á vatninu. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 175 orð

Borgarskákmótið 1996

BORGARSKÁKMÓTIÐ 1996 var haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur, á 210 ára afmæli borgarinnar. Fyrsta Borgarskákmótið var haldið á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar árið 1986 og hefur verið haldið á hverju ári síðan og var þetta því í 11. skipti sem mótið fór fram. Eins og undanfarin ár héldu Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir mótið í sameiningu. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Breytt staða jafnréttisráðgjafa

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um breytingu á stjórnskipulegri stöðu jafnréttisráðgjafa borgarinnar og að hann heyri undir borgarritara Í tillögu borgarstjóra kemur fram að meginverkefni ráðgjafans tengist annars vegar framkvæmd og undirbúningi ákvarðana jafnréttisnefndar, Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 174 orð

Byggingin 4 vikum á undan áætlun

UPPSTEYPA nýrrar álversbyggingar ÍSAL í Straumsvík gengur samkvæmt áætlun og gott betur, að sögn Gunnlaugs Kristjánssonar, framkvæmdastjóra tæknisviðs hjá verktakafyrirtækinu Álftárós hf. Gunnlaugur segir að framkvæmdir við uppsteypu byggingarinnar hafi hafist í febrúar en séu nú langt komnar. Meira
21. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 397 orð

Danskir dagar í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Fjölskylduhátíðin Danskir dagar var haldin sl. helgi í Stykkishólmi. Hátíðin stóð frá kl. 17 á föstudag og fram á sunnudagskvöld. Veðrið lék við hátíðargesti allan tímann þótt föstudagurinn væri bæði vindasamur og hráslagalegur framan af. Síðdegis birti þó til og þegar hátíðin var sett var komið besta veður. Meira
21. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 222 orð

De Klerk fyrir Sannleiksnefnd Aðskilnaðar-stefnan frá sjónarhóli Þjóðarflokksins

SÍÐASTI forseti stjórnar hvíta minnihlutans í Suður-Afríku, F. W. de Klerk, hyggst í dag ávarpa svonefnda "Sannleiksnefnd" er sett var á laggirnar til að upplýsa glæpi er framdir voru af jafnt svörtum sem hvítum í tengslum við aðskilnaðarstefnuna, apartheid. Meira
21. ágúst 1996 | Miðopna | 829 orð

Ekki meiri aukning verið frá 1991

SKRÁÐUM atvinnuleysisdögum fjölgaði um tæplega 10 þúsund í júlí frá mánuðinum á undan, eða um 8,9%. Atvinnuleysi í mánuðinum er 3,8% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuleysi hefur ekki aukist jafnmikið milli júní og júlí síðan 1991. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Ekki verið að opna heimilislæknaþjónustu

TVEIMUR læknum hefur verið bætt við á vakt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna aukins álags. Jón Baldursson, yfirlæknir slysadeildar, segist þó vilja taka skýrt fram að slysadeildin sé ekki að opna heimilislæknaþjónustu, á deildinni sé fyrst og fremst slysa- og bráðamótttaka og svo muni verða áfram. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 159 orð

Elsta húsið í Vogum brotið niður

Mýrarhús, sem byggt var árið 1885, og var eitt elsta húsið í upprunalegri mynd í Vogum, hefur verið brotið niður. Vatnsleysustrandarhreppur var eigandi hússins. Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár hafi verið ákveðið að rífa húsið sem hefði verið gamalt hesthús og talið til lýta. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Féll hátt úr tré

RÚMLEGA fertugur maður féll um 7-8 metra úr tré sem hann var að snyrta í Hvassaleiti í Reykjavík í fyrrakvöld. Maðurinn hlaut nokkur meiðsl, m.a. opið beinbrot á handlegg og höfuðmeiðsl. Í fyrrinótt varð vinnuslys um borð í Mælifelli þegar vaktmaður féll 2 metra í stiga. Vaktmaðurinn fór úr báðum axlarliðum. Meira
21. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 526 orð

Fjórfalt meiri kostnaður en með fastráðningu

JÓN Baldvin Hannesson forstöðumaður Skólaskrifstofu Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, segir að formleg afstaða hafi ekki verið tekin til tilboðs frá sjálfstætt starfandi sálfræðingum um sálfræðiþjónustu við skrifstofuna. Þrjár stöður sálfræðinga eru við Skólaskrifstofuna en ekki hefur tekist að ráða í þær og ekki fyrirsjáanlegt að það takist. Meira
21. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 152 orð

Fleiri ferðamenn til Grímseyjar

FERÐAMANNASTRAUMUR til Grímseyjar í sumar hefur verið allmikill og er aukning greinileg. Hlutfall Íslendinga virðist heldur vera að aukast. Mikið er um að ferðamenn noti sér ferju aðra leiðina og flug hina, en einnig er aukning í gistingu. Sigrún Óladóttir rekur gistiheimili að Básum og er þetta sjötta sumarið hennar þar. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

Flotaforingi fær fálkaorðu

HERRA Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Stanley W. Bryant flotaforingja, yfirmanni varnarliðsins í Keflavík, stórriddarakross með stjörnu hinnar íslenzku fálkaorðu síðastliðinn föstudag. Þetta er fyrsta orðan, sem nýkjörinn forseti afhendir. Meira
21. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 475 orð

Frumbyggjar brenna ástralska fánann

HÖRÐ átök brutust út í Canberra, höfuðborg Ástralíu, og víðar í landinu í gær og fyrradag í tilefni af væntanlegum fjárlagatillögum ríkisstjórnar hægrimanna þar sem kveðið er á um mikinn niðurskurð opinberra útgjalda. Verkalýðsfélög stóðu fyrir skyndiverkföllum í verksmiðjum, námum og höfnum. Ætlunin er m.a. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fundur með ráðherrum Framsóknarflokksins

ÞINGFLOKKUR og landsstjórn Framsóknarflokksins ferðast um Suðurland 22. og 23. ágúst nk. Af því tilefni verður efnt til fundar með fjölmiðlum, forystumönnum atvinnulífsins, oddvitum eða sveitarstjórum og forráðamönnum fyrirtækja á Suðurlandi. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 705 orð

Fyrstur pantar - fyrstur fær

SVERRIR Einar Eiríksson er um þessar mundir að safna auglýsingum í símaskrá Félags framhaldsskólanema. Símaskrá þessari verður dreift í 19 þúsund eintökum og inniheldur símanúmer hjá öllum framhaldsskólanemum á Íslandi. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Gengið á milli hafnarsvæða

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu með ströndinni milli Ártúnshöfða og Gufuness. Mæting er við Hafnarhúsið kl. 20. Við upphaf ferðar verður litið við á Ingólfstorgi og fylgst með hjólabrettastrákum um stund. Meira
21. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 157 orð

Gífuleg þátttaka í fjölskylduhátíð í Vogum

Vogum-Mikil þátttaka var í fjölskylduhátíð í Vogum um helgina. Dagskrá hófst fyrir hádegi með dorgveiðikeppni og lauk rétt fyrir miðnætti með flugeldasýningu. Umsjónarmaður hátíðarinnar, Finnbogi Kristinsson, sagði góða þátttöku í dorgveiðikeppninni en veiði dræma. Sigurvegari í keppninni var Karl Þórsson, sem veiddi stærsta fiskinn. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 512 orð

Gróin gata og gömul hús til bæjarprýði

REYKJAVÍKURBORG veitir árlega viðurkenningar til íbúa, stofnana og fyrirtækja sem leggja sig sérstaklega fram um að fegra umhverfi sitt. Í ár var Heiðnaberg í Breiðholti valin fegursta gata borgarinnar, og veittar voru viðurkenningar fyrir vel heppnaðar endurbætur á húsunum að Hverfisgötu 18 og Vesturgötu 39. Heiðnaberg Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Helgarskákmót TR

TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmóti dagana 23.-25. ágúst nk. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrstu þrjár umferðirnar verða með 30 mín. umhugsunartíma en fjórar síðustu með 1 klst. á 30 leiki og síðan 30 mín. til viðbótar til að ljúka skákinni. Öllum er heimil þátttaka í helgarskákmótinu og fer mótið fram í félagsheimilinu í Faxafeni 12. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 202 orð

Hjálparbeiðni frá Lesotho vegna snjókomu

UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU hefur borist hjálparbeiðni frá ríkisstjórn konungdæmisins Lesotho í Afríku vegna mikillar snjókomu í Maluti og Drakensburgfjöllum í Lesotho í júlímánuði. Hjálparbeiðnina póstsendi sendiráð Lesotho í Kaupmannahöfn til utanríkisráðuneytisins um miðjan ágúst. Meira
21. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 225 orð

Hjólað til Noregs

Bakkafirði-FERMINGARBÖRN á Bakkafirði sem fermast í ár hjóluðu frá Bakkafirði til Húsavíkur og söfnuðu áheitum vegna fyrirhugaðrar ferðar til Bergen í Noregi. Að sögn sr. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Hlaupabrautirnar málaðar

Hlaupabrautirnar málaðar FRAMKVÆMDIR við Skallagrímsvöll í Borgarnesi eru langt komnar. Vegna Landsmóts ungmennafélaganna á næsta ári er byggður upp fullkominn frjálsíþróttavöllur, meðal annars eru sex hlaupabrautir lagðar gerviefni. Þýskir verktakar eru þessa dagana að merkja völlinn og vinna við lokafrágang. Meira
21. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 113 orð

Hrekja Hútúa frá Búrúndí

UNGRI Rúanda-stúlku af þjóðerni Hútúa er hjálpað um borð í vörubíl á leið með flóttamenn frá Búrúndí til Rúanda á mánudag. Tugþúsundir Rúandamanna hafa flúið flóttamannabúðir í Búrúndí vegna árása hermanna úr her Búrúndí en í honum hafa Tútsar töglin og hagldirnar; þeir ráða einnig ríkjum í Rúanda. Meira
21. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 44 orð

Hvidt ístað Garde

CHRISTIAN Hvidt hershöfðingi var í gær útnefndur yfirmaður danska heraflans. Hvidt kemur í stað Hans Jørgens Garde sem fórst með þotu danska flughersins í Færeyjum í byrjun mánaðarins. Hvidt er 54 ára og hafði gengið Garde næstur að tign í yfirstjórn heraflans. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Hætti að aka til vinnu

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um að borgarskipulag kanni meðal starfsmanna borgarinnar hvernig þeir koma til vinnu og hvað þurfi til að þeir skipti frá bíl yfir í almenningssamgöngur, hjól eða að ganga. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 206 orð

Íslensk hönnun

SAMTÖK iðnaðarins telja það ekki brjóta í bága við samkeppnislög að Max ehf. merki kuldagalla, sem saumaðir eru í Belgíu en að öllu leyti hannaðir á Íslandi, með merkinu "Icelandic quality". Að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, er það aftur á móti alveg á mörkunum að merkja þessa sömu vöru með "Íslenskt, já takk". Meira
21. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 242 orð

Klima vill minnka greiðslur

VIKTOR Klima, fjármálaráðherra Austurríkis, sagði í blaðaviðtali á mánudag, að Austurríki stefndi að niðurskurði á greiðslum sínum til Evrópusambandsins (ESB), og ekki kæmi til greina undir neinum kringumstæðum að greiðslurnar yrðu hækkaðar. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 175 orð

Komu herskipaflota mótmælt

SAMTÖK herstöðvarandstæðinga mótmæla harðlega komu herskipaflota Nató. Fimm þúsund hermönnum er stefnt í miðbæ Reykjavíkur og það kallað vináttuheimsókn, segir í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð

Laugin þvegin hátt og lágt

SÍFELLT fleiri ferðamenn fara yfir Kjöl enda er nú hægt að fara þessa gömlu þjóðleið á fólksbílum. Það er því oft margt um manninn á Hveravöllum og eflaust þykir rykugum ferðalöngum ekki ónýtt að skella sér í baðlaugina sem stendur við gamla sæluhús Ferðafélags Íslands. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

LEIÐRÉTT

ÞESSA mynd vantaði með dómi Braga Ásgeirssonar í blaðinu í gær um sýningu á ullarpeysum í Hornstofunni á mótum Laufásvegar og Bókhlöðustígs. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Már Grétar Pálsson var rangt feðraður sem samhöfundur að myndinni Á sundi í ljósmyndamaraþoni sem birt var í blaðinu í gær. Meira
21. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 529 orð

Leitað að unglingsstúlkum í Tékklandi

BELGÍSKA lögreglan hefur leitað aðstoðar lögregluyfirvalda í Bretlandi, Tékklandi og víðar í Evrópu, vegna rána, nauðgana og morða á stúlkubörnum í Belgíu. Þrír karlar og ein kona hafa nú verið ákærð í málinu og umfangsmikil leit stendur yfir að tveimur unglingsstúlkum sem einn mannanna hefur játað að hafa rænt. Meira
21. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 92 orð

Leit að sjóræningjum

LÖGREGLAN á Ítalíu leitar nú sjóræningja sem réðust til uppgöngu í lystisnekkju sem lá við akkeri undan strönd Ítalíu og neyddu sex franskar konur til að afhenda þeim skartgripi og peninga. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Líkið var af sænska sjómanninum

BÚIÐ er að bera kennsl á lík sem dragnótabáturinn Haförn KE fékk í nótina sl. fimmtudag 1,8 sjómílur norður af Garðskaga. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Ísafirði, er líkið af Leif Johan Karlsson, 26 ára gömlum manni, sem féll útbyrðis af Gylli frá Flateyri fyrir tveimur vikum. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

Lokið við að malbika Ártúnsbrekkuna

Morgunblaðið/Árni SæbergLokið við að malbika Ártúnsbrekkuna Í GÆR lauk þriggja daga malbikunarframkvæmdum á um sjö hundruð metra löngum kafla í Ártúnsbrekku. Magnús Einarsson, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni og eftirlitsmaður með framkvæmdum, segir gert ráð fyrir að umferð verði hleypt á spottann 1. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 191 orð

Nefndum fækkað um tvær

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um að sameina skipulags- og umhverfisnefnd í eina nefnd og að atvinnu- og ferðamálanefnd verði sameinaðar í eina nefnd. Sameiningin tekur gildi 1. október næstkomandi. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Nýr framkvæmdastjóri FV

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mun á morgun, fimmtudag, ganga frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra sambandsins, en núverandi framkvæmdastjóri sambandsins, Eiríkur Finnur Greipsson, hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Önundarfjarðar á Flateyri. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 235 orð

Nýr fundur á föstudag

SAMNINGAFUNDI heimilislækna og samninganefndar ríkisins lauk í gærkvöldi án þess að þokast hefði í samkomulagsátt. Hefur annar fundur verið boðaður á föstudag. Gunnar Björnsson, varaformaður samninganefndar ríkisins, segir línur hafa skýrst um margt, einkum hvar mörkin liggi á milli deiluaðila, þótt lítt hafi miðað. Meira
21. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 56 orð

Opið hús hjá Þykkbæingum

Hellu-Nýlega héldu íbúar í Djúpárhreppi upp á 60 ára afmæli hreppsins. Íbúum og gestum gafst kostur á að skoða ratsjárstöðina og Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar, gamlar og nýjar búvélar voru til sýnis og farið var með þá sem vildu í fjöruferð. Þá var hátíðarguðsþjónusta í Hábæjarkirkju og afmæliskaffi í boði hreppsins á eftir. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Óhóflegt álag

Á FUNDI stjórnar Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Bolungarvíkur sem haldinn var föstudaginn 16. ágúst sl. var eftirfarandi bókun samþykkt: "Stjórn Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Bolungarvíkur lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu heilsugæslumála. Mikið og óhóflegt álag er á hjúkrunar- og heilsugæslufólki. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 464 orð

Ónæmi gegn sýklalyfjum vaxandi vandamál hérlendis

ÓNÆMI gegn sýklalyfjum er vaxandi vandamál á Íslandi. Grein eftir íslenska vísindamenn og lækna um þetta efni birtist fyrir skömmu í hinu virta læknatímariti British Medical Journal. Hún segir frá rannsókn á sambandi sýklalyfjanotkunar á Íslandi og útbreiðslu baktería sem eru ónæmar gegn þeim. Meira
21. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Óperusöngtónleikarí Deiglunni

HÓLMFRÍÐUR Sigrún Benediktsdóttir sópransöngkona mun ásamt Gerrit Schuil píanóleikara halda tónleika í Deiglunni í kvöld, miðvikudagskvöldið 21. ágúst kl. 20.30. Efnisskráin samanstendur af óperuaríum, m.a. eftir tónskáldin Caldara, Händel, Mozart, Wagner, Donizetti og Verdi. Meira
21. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 111 orð

Reka til skiptis úr landi

BANDARÍSK stjórnvöld hafa ákveðið að vísa kúbönskum stjórnarerindreka, Jose Luis Ponce, úr landi vegna ákvörðunar Kúbustjórnar sl. föstudag að reka bandarískan sendifulltrúa, Robin Meyer, frá Kúbu. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Samið verði strax

STJÓRN Heilsugæslustöðvarinnar í Ólafsvíkurlæknishéraði skorar á samninganefndir í deilu heilsugæslulækna og ríkisins að semja nú þegar um lausn deilunnar, segir í ályktun sem Mbl. hefur borist. Ennfremur segir: "Ef deilan leysist ekki fljótlega verður neyðarástand í heilbrigðismálum í landinu. Meira
21. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 327 orð

Skagfirska 8-n ný hjólreiðakeppni

Sauðárkróki-Frjálsíþróttadeild ungmennafélagsins Tindastóls á Sauðárkróki stóð fyrir lengstu og líklega erfiðustu hjólreiðakeppni um helgina hérlendis 10. og 11. ágúst sl. Leiðin sem þátttakendur lögðu að baki var tæplega 200 km á tveim dögum. Meira
21. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Skólatöskurnar skoðaðar

STARFSEMI grunnskólanna á Akureyri hefst eftir tæpan hálfan mánuð, eða 2. september næstkomandi. Alls verða rúmlega 2.400 börn í grunnskólunum í bænum næsta vetur sem er svipaður fjöldi og verið hefur síðustu ár. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Sótt um áframhaldandi greiðslustöðvun

FORSVARSMENN Vestfirsks skelfisks hf. funduðu með lánardrottnum í gær þar sem þeim var gerð grein fyrir stöðu félagsins. Fyrirtækinu var veitt 3 vikna greiðslustöðvun fyrir skemmstu og eftir rúma viku sækir fyrirtækið um áframhaldandi greiðslustöðvun til þriggja mánaða. Skuldir fyrirtækisins nema 253 milljónum króna. Meira
21. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 221 orð

Stjórnin klofin í máli innflytjenda

MÓTMÆLASVELTI afrískra innflytjenda í París hefur valdið klofningi innan frönsku stjórnarinnar. Nokkrir atkvæðamiklir menn í stjórnarflokkunum hafa hvatt hana til að gefa eftir og hefja samningaviðræður við Afríkumennina, sem krefjast dvalarleyfis í Frakklandi. Meira
21. ágúst 1996 | Smáfréttir | 47 orð

STOFNFUNDUR Norðurlandsdeildar Samtaka aðskilnaðar ríkis og ki

STOFNFUNDUR Norðurlandsdeildar Samtaka aðskilnaðar ríkis og kirkju (SARK) var haldinn á Akureyri 17. ágúst sl. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórn og Alþingi "að veita íslensku þjóðinni þá afmælisgjöf á 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi að ákveða dagsetningu aðskilnaðar ríkis og kirkju". Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð

Svínakjöt lækkað í verði

FORMAÐUR Svínaræktarfélags Íslands segir að stórfelld verðlækkun hafi orðið á svínakjöti á þessu ári. Segir að það sýni að óþarfi hafi verið hjá aðilum vinnumarkaðarins að óttast að verð þessara afurða raskaði verðlagsforsendum á þessu ári, eins og m.a. kom fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar við endurnýjun kjarasamninga. Meira
21. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 269 orð

Talsmenn vísa sjúkdómsfregnum á bug

TALSMENN Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta, sem vísa á bug öllum orðrómi og vangaveltum um versnandi heilsufar forsetans, sögðu í gær að hann myndi eyða þriðjudegi og miðvikudegi á víðfrægu vatnasvæði í Valdai í norðvesturhluta landsins, um 350 km frá Moskvu. Til greina kæmi að hann yrði þar lengur. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Tónleikar í Djúpinu

TRÍÓ Gunnlaugs Guðmundssonar heldur tónleika í kvöld, miðvikudagskvöld. Að þessu sinni er tríóið skipað Jóeli Pálssyni, saxófónleikara, Einari Scheving, trommuleikara, auk Gunnlaugs sem spilar á kontrabassa. Meira
21. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 200 orð

Um 1.700 stúdentar teknir höndum

SVEITIR óeirðalögreglu, sem höfðu setið um háskólabyggingar í Seoul í tæpa viku, réðust í gærmorgun til nýrrar atlögu gegn hinum u.þ.b. 2.000 námsmönnum sem ennþá þraukuðu og bundu enda á mótmæli þeirra. Þeir höfðu krafizt sameiningar kóresku ríkjanna tveggja, en suður-kóresk stjórnvöld töldu þá sýna málstað kommúnista í N- Kóreu stuðning. Meira
21. ágúst 1996 | Miðopna | 1022 orð

Undirbúa Landsmót á nýjum grunni

Forráðamenn Landsmóts ungmennafélaganna í Borgarnesi '97 vonast til að geta hafið landsmótin til vegs og virðingar á ný með nýju fjárhagsgrunni og fleiri áhorfendum. Helgi Bjarnason ræddi við þá og kynnti sér þær miklu framkvæmdir sem nú eru í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð

Unglingar mála undirgöng

UNGLINGAR úr Grafarvogi unnu í sumar við að mála undirgöng við Foldaskóla og Félagsmiðstöðina Fjörgyn, þar sem þemað var forvarnir gegn vímuefnum. Vinnuskóli Reykjavíkur og félagsmiðstöðin Fjörgyn í Grafarvogi, sem rekin er af ÍTR, stóðu fyrir verkefninu, sem sameinaði forvarnafræðslu og sumarvinnu. Meira
21. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 34 orð

Við Pollinn

Morgunblaðið/Margrét Þóra Við PollinnFÉLAGARNIR Andrés, Bragi og Hjörtur voru að leika sér að því að kasta steinum sem lengst út á Pollinn, en þó þeir séu sterkir, strákarnir drógu þeir ekki alveg út að Torfunesbryggju. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 197 orð

Vinnsla í landi verður styrkt

Friðþjófur hf. var í eigu átta aðila og rekur fyrirtækið fiskverkun og útgerð á Eskifirði. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, sagði að fyrirtækið hefði að undanförnu verið að færa sig meira inn á veiðar á uppsjávarfiskum, "og eru að loka hringnum núna með því að vera komnir í veiðar og vinnslu á uppsjávarfiskum", sagði hann. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 229 orð

Vistvænar afurðir auðkenndar

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Norðurlanda hafa ákveðið að taka frumkvæðið í kynningu og markaðssetningu á fiski og fiskafurðum frá Norðurlöndunum. Ráðherrarnir samþykktu á fundi sínum í Bergen í Noregi í gær að auðkenna sjávarafurðir frá Norðurlöndunum með þeim hætti, að það kæmi fram að um væri að ræða afurðir úr fiskistofnum, sem ekki væru í útrýmingarhættu, og veiðistjórnun væri ábyrg. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Vitni óskast

Vitni óskast VITNI óskast að árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Nýbýlavegar og Skemmuvegar við bensínstöðina við Engihjalla. Atvikið varð í hádeginu 31. júlí síðastliðinn en tildrög þess voru að bifreið var ekið í veg fyrir aðra á ljósum á gatnamótunum. Meira
21. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 188 orð

Þríþraut fyrir almenning í Garðabæ

HALDIN verður þríþraut fyrir almenning í og við Íþróttamiðstöðina Ásgarð í Garðabæ laugardaginn 24. ágúst frá kl. 8­17.30. Skráning fer fram 24. ágúst um leið og þátttaka hefst. Veitt verða gull-, silfur- eða bronsverðlaun fyrir þátttöku í þremur greinum þ.e.a.s sundi, hjólreiðum og skokki eða göngu. Meira

Ritstjórnargreinar

21. ágúst 1996 | Staksteinar | 379 orð

»Læknar fyrir alþjóðamarkað Í NÝJASTA hefti Læknablaðsins e

Í NÝJASTA hefti Læknablaðsins er grein undir fyrirsögninni "Umræða og fréttir", þar sem spurt er í kjölfar spár um atvinnumarkað íslenzkra lækna: "Jafnvægi til 2015, en eftir það...?!" Íslenzkir læknar erlendis Meira
21. ágúst 1996 | Leiðarar | 572 orð

SKULDIR SVEITARFÉLAGA

leiðari SKULDIR SVEITARFÉLAGA KULDASTAÐA sveitarfélaganna er mjög alvarleg samkvæmt upplýsingum í ágústhefti af Hagtölum mánaðarins. Þar kemur fram, að skuldir þrettán af fjórtán stærstu sveitarfélaganna nema 8-9% af landsframleiðslu og um 130-150% af skatttekjum þeirra. Meira

Menning

21. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 85 orð

410 kílóa maður í öndunarerfiðleikum

410 kílóa maður í öndunarerfiðleikum ÞAÐ TÓK hóp slökkviliðsmanna, lögreglu og neyðarlækna sex klukkustundir að færa 410 kílóa þungan mann úr íbúð hans í New York í vikunni, eftir að hann hafði lent í öndunarerfiðleikum. Brjóta þurfti niður veggi til að breikka stigaganginn í íbúðinni. Meira
21. ágúst 1996 | Menningarlíf | 45 orð

Akvarellsýningu að ljúka

Sýningunni Akvarell Ísland í Hafnarborg lýkur 22. ágúst. Aðsókn hefur verið mjög góð. Á þriðja þúsund manns hafa séð sýninguna. Þetta er fyrsta sameiginlega sýning vatnslitamálara. Á fimmtudaginn verður sýningin opin til kl. 21. Morgunblaðið/Ásdís Verk eftir Pétur Friðrik áAkvarell Ísland. Meira
21. ágúst 1996 | Tónlist | 914 orð

Er spuni blekking?

Gunnar Idenstam lék verk eftir J.S. Bach, Marcel Dupré, eigin útsetningar og frumsamin verk. Sunnudagurinn 18. ágúst, 1996. Í raun er nútíminn ótrúlega fátækur af stórum verkum, sem eru bæði krefjandi fyrir flytjendur og áhugaverð fyrir almenna hlustendur. Meira
21. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 118 orð

Ferris allur í hnút

Ferris allur í hnút RADDIR um gerð framhalds myndarinnar "Ferris Buellers Day off" verða sífellt háværari en að sögn aðalleikara fyrri myndarinnar, Matthews Brodericks, eiga þeir, hann og leikstjórinn John Hughes, erfitt með að ákveða sig. Meira
21. ágúst 1996 | Kvikmyndir | 255 orð

Flipper finnur Flippu sína

Leikstjóri og handritshöfundur Alan Saphiro. Kvikmyndatökustjóri Bill Butler. Tónlist .Jed McNeely. Aðalleikendur Elijah Wood, Paul Hogan, Jonathan Banks, Chelsea Fields. Bandarísk. Universal 1996. Meira
21. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 43 orð

Geispandi górilluungi

Geispandi górilluungi GÓRILLUUNGI fæddist í síðustu viku í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi. Móðirin er átta ára og líður henni og unganum vel. Unganum, sem er kvenkyns, hefur ekki verið gefið nafn. Á myndinni sést hann, fimm daga gamall, geispandi við brjóst móður sinnar. Meira
21. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 248 orð

Golfmynd Costners skaut "The Fan" ref fyrir rass

GOLFGAMANMYNDIN "Tin Cup" með Kevin Costner og Rene Russo í aðalhlutverkum skaust beint á topp listans yfir tíu aðsóknarmestu myndir í Bandaríkjunum um síðustu helgi og tók inn 666,6 milljónir króna fyrstu sýningarhelgi sína. Fjórar aðrar nýjar myndir koma inn á listann. "The Fan" var ein þeirra og olli vonbrigðum í miðasölu og tók inn aðeins 415,8 m.kr. Meira
21. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 88 orð

ID4 slær aðsóknarmet á Íslandi

Geimveruinnrásarmyndin "Independence Day", sem farið hefur sigurför um heiminn að undanförnu og er orðin sjöunda aðsóknarmesta mynd allra tíma í Bandaríkjunum, sló aðsóknarmet á Íslandi þegar hún var frumsýnd um síðustu helgi. Myndin er sýnd í Regnboganum, Háskólabíói, Laugarásbíói, Stjörnubíói og Borgarbíói Akureyri. 15. Meira
21. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 77 orð

Kynntust og trúlofuðust á alneti

ÞESSI mynd er tekin á Heathrow flugvelli í London þegar tölvuáhugamaðurinn Adrian Philpott frá Aberdeen í Skotlandi hittir sína heittelskuðu, Cindy Irish frá East Hartford í Connecticut í Bandaríkjunum, í fyrsta skipti. Parið var búið að eiga samskipti í gegnum alnetið um nokkurn tíma sem endaði með því að ást kviknaði á milli þeirra. Meira
21. ágúst 1996 | Myndlist | -1 orð

Landslag og klipp

Ingimar Ólafson Waage. Opið frá 14-18 alla daga. Lokað mánudaga. Til 25. ágúst. Aðgangur ókeypis. ÍSLENZKT landslag er ofarlega í huga Ingimars Ólafssonar Waage, sem að sögn hefur lengi gengið um landið og langt farið. Og þegar hann málar kveðst hann vera í fjallgöngu; hver pensilstroka sé sem skref í gönguferð. Meira
21. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 313 orð

Ný plata ABBA-söngkonunnar Anni-Frid Lyngstad

Ný plata ABBA-söngkonunnar Anni-Frid Lyngstad ANNI-Frid Lyngstad, fyrrum meðlimur sænsku hljómsveitarinnar ABBA, sem skaust upp á stjörnuhimininn með sigri í Evrópusöngvakeppninni árið 1974 og náði miklum vinsældum í kjölfarið um allan heim, Meira
21. ágúst 1996 | Menningarlíf | 143 orð

Nýtt útilistaverk á Sauðárkróki

LISTAVERK eftir Finnu B. Steinsson hefur verið afhjúpað utan við bóknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands sem tekið var í notkun á síðastliðnu hausti. Verkið stendur í brekkunni vestan við skólahúsið, ekki langt frá aðalinngangi í bygginguna. Verkið, sem er úr kortenstáli, samanstendur af þremur rúnum og má lesa út úr þeim orðið nám sem er heiti verksins. Meira
21. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Oasis söngvari trúlofast

LIAM Gallagher, söngvari bresku popphljómsveitarinnar Oasis, og leikkonan Patsy Kensit eru búin að trúlofa sig og ætla að ganga í hjónaband innan skamms. Þetta verður fyrsta hjónaband Gallaghers. Kensit á tvö hjónabönd að baki og áður en gifting númer þrjú getur farið fram þarf hún að ganga frá skilnaði við annan eiginmann sinn Jim Kerr, söngvara hljómsveitarinnar Simple Minds. Meira
21. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 368 orð

Óheppnasti maður Noregs

JON Fredriksen er heppinn að vera á lífi því þrisvar hefur hann lent í slysum sem auðveldlega hefðu getað deytt hann. Fyrst fékk hann trébolla í höfuðið og var úrskurðaður látinn. Þá datt hann úr bíl á 140 km hraða og lá í dái í þrjár vikur. Loks missti hann hægra eyrað þegar dráttarvél sem hann ók valt niður bratta fjallshlíð. "Það er kraftaverk að sonur minn er á lífi. Meira
21. ágúst 1996 | Menningarlíf | 125 orð

Söngvarasjóður FÍL úthlutar styrkjum

SÖNGVARASJÓÐUR Félags íslenskra leikara úthlutaði á dögunum styrkjum til þriggja söngnema sem halda senn utan til framhaldsnáms. Alls bárust 11 umsóknir en styrkþegar að þessu sinni eru þær Björg Þórhallsdóttir, Guðrún Ingimarsdóttir og Magnea Tómasdóttir. Hlaut hver þeirra styrk sem nam 100.000 krónum. Meira
21. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 204 orð

Tálkvendið Macarena dregur menn í dans

MACARENA er heitið á nýjum dansi sem fer eins og eldur í sinu um heiminn. Hann dregur heiti sitt af lagi spænska dúettsins Los del Rio sem þeir Antonio Romero Monge og Rafael Ruiz skipa. Meira
21. ágúst 1996 | Menningarlíf | 420 orð

"Tónlist lata mannsins"

BOSSA-NOVA tónlist verður í algleymingi í kvöld þegar kvartett franska bandeoneonleikarans Olivers Manoury hefur leik sinn í tónleikasal FÍH. Með honum leika Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Matthías Hemstock á trommur og Kjartan Valdimarsson á píanó. Meira
21. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | -1 orð

Vigdís hitti Vigdísi

VIGDÍS Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands var á Töðugjaldahátíð á Hellu um síðustu helgi og tók meðal annars við svokölluðu Heimshorni úr hendi Bjarkar Guðmundsdóttur, söngkonu. Á hátíðinni var einnig alnafna Vigdísar, Vigdís Finnbogadóttir frá Hellu, og hittust þær og tóku tal saman. Vel fór á með þeim nöfnum, en sú yngri er fædd 17. Meira
21. ágúst 1996 | Tónlist | 340 orð

Þú ert yndið mitt...

Bjarne E. Hansen (1. fiðla), Carl Sjöberg (2. fiðla), Sören Friis (selló), Robert Farver-Sonne (kontrabassi), Inke Kessler (píanó). Upptaka í Riddarasalnum í Egeskov Slot (1994). Classico Classcd 133. Meira

Umræðan

21. ágúst 1996 | Aðsent efni | 362 orð

Fyrirspurn til JAJ

Í MORGUNBLAÐINU sunnudaginn 11. ágúst sl. fjallaðir þú í Orðabókinni um orðin bragð, verð og vín og fleirtölu af þeim. Þar felldir þú þann dóm að fleirtölumyndir þessara orða ættu "að sjálfsögðu" ... "ekki að heyrast í vönduðu máli". Þetta þykir mér undarlegur dómur og vil biðja þig að skýra nánar af hverju þú fellir hann. Meira
21. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | -1 orð

Hafnfirðingar krefjast meirihluta jafnaðarmanna

ÞEGAR Jóhann G. Bergþórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson, enduðu lífdaga Magnúsa stjórnarinnar, var núverandi skipan meirihluta bæjarstjórnar í Hafnarfirði varla efst á óskalistanum hjá bæjarbúum. Það var afdráttarlaus vilji bæjarbúa í síðustu kosningum, að Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalag yrðu við völd í Hafnarfirði, enda lyftu þessir flokkar, með Guðmund Árna Stefánsson í broddi fylkingar, Meira
21. ágúst 1996 | Aðsent efni | 252 orð

Í þakkar skyni

LESENDUM Morgunblaðsins má vera ljóst, hvílíkt nytjastarf í þágu íslenzkrar tungu Gísli Jónsson menntaskólakennari hefur unnið með vikulegum þáttum sínum þar í blaðinu um áratuga skeið. Þættir hans hafa verið ótal Íslendingum kærkomin leiðbeining í þeim elskulega vanda að tala og rita móðurmál sitt svo vel fari. Meira
21. ágúst 1996 | Aðsent efni | -1 orð

Samtökin Borgir án bíla Mikilvæg tengsl, segir Ingibjörg Guðlaugsdóttir, hafa myndast við margar brýr.

SAMTöKIN Borgir án bíla (Car Free Cities) voru stofnuð í Amsterdam í mars 1994 af fulltrúum frá 34 borgum víðsvegar í Evrópu. Reykjavík var ein af þeim. Samtökin voru stofnuð á lokadegi ráðstefnu sem bar heitið Borgir án bíla? Þar komu saman fulltrúar 113 borga í Evrópu til að ræða neikvæð áhrif umferðar á umhverfið og hvað væri til ráða við þeim. Meira
21. ágúst 1996 | Aðsent efni | 1020 orð

Sjúkrahúsin í Reykjavík og framtíð þeirra

TALSVERÐ umræða hefur farið fram á síðum Mbl. um sjúkrahúsin í Reykjavík og framtíð þeirra. Í því sambandi hefur oft borið á góma hvort rétt sé að stefna að sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landsspítala í einn risaspítala. Sumir hafa tjáð sig fylgjandi því og eru mér þar efst í huga skrif Sigurðar Guðmundssonar, sérfræðilæknis á Landsspítalanum, og umfjöllun ritstjóra Mbl. Meira

Minningargreinar

21. ágúst 1996 | Minningargreinar | 262 orð

Bryndís Stefanía Jacobsen

Föstudaginn 16. ágúst var jarðsungin í kyrrþey vinkona mín Bryndís S. Jacobsen. Andlát hennar bar að þann 1. ágúst, eftir stutt en erfitt sjúkdómsstríð. Binna, eins og hún var alltaf kölluð af vinum sínum, flutti hér í húsið fyrir sautján árum með seinni manni sínum Júlíusi Jóhannssyni frá Siglufirði, hann lést árið 1986. Meira
21. ágúst 1996 | Minningargreinar | 28 orð

BRYNDÍS STEFANÍA JACOBSEN Bryndís Stefanía Jacobsen fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1919. Hún lést í Reykjavík 11. ágúst

BRYNDÍS STEFANÍA JACOBSEN Bryndís Stefanía Jacobsen fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1919. Hún lést í Reykjavík 11. ágúst síðastliðinn. Útför Bryndísar Stefaníu fór fram í kyrrþey 16. ágúst. Meira
21. ágúst 1996 | Minningargreinar | 447 orð

Guðlaug Guðlaugsdóttir

Amma mín og afi voru fastur punktur í tilveru minni í barnæsku enda eru minningar um þau og tengdar þeim afskaplega margar. Það var þannig að hjá þeim var allt í föstum skorðum og maður gekk að hlutunum vísum. Þannig kom afi alltaf á hverjum morgni að ná í mjólk á "Dinka Dink" en það var gamla dráttavélin hans kölluð, og það var mjög vinsælt að hlaupa á móti honum til að fá far síðasta spölinn. Meira
21. ágúst 1996 | Minningargreinar | 513 orð

Guðlaug Guðlaugsdóttir

Minningarnar streyma fram þar sem ég sit við eldhúsborðið þitt í bláa húsinu sem þið Lói byggðuð þegar þið hættuð búskapnum. Já, vissulega er margs að minnast þó okkar kynni hæfust ekki fyrr en þú varst komin fast að sextugu og hafðir þá um veturinn orðið fyrir miklum áföllum, fékkst heilablóðfall og blóðtappa við heilann, varst send utan í höfuðuppskurð sem að vísu tókst vonum framar, Meira
21. ágúst 1996 | Minningargreinar | 723 orð

Guðlaug Guðlaugsdóttir

Það er nú einu sinni þannig í þessari tilveru að annað hvort er maður lifandi eða ekki. Fólk sem verður lítilfjörlegt með árunum, t.d. vegna ellihrörnunar eða sjúkdóma, er engu að síður lifandi. Bjargarlaust, rúmfast eða jafnvel meðvitundarlaust fólk tengt öndunarvél hefur enn yfir að ráða lífsanda. Þetta átti við um ömmu. Meira
21. ágúst 1996 | Minningargreinar | 152 orð

GUÐLAUG GUÐLAUGSDÓTTIR

GUÐLAUG GUÐLAUGSDÓTTIR Guðlaug Guðlaugsdóttir fæddist 28. maí 1905 í Akureyjum á Breiðafirði og ólst upp í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Hún lést á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Guðlaugar voru hjónin Solveig Sturlaugsdóttir og Guðlaugur Guðmundsson. Hún var fjórða í hópi sjö systra. Meira
21. ágúst 1996 | Minningargreinar | 242 orð

Magnús Þorbjörnsson

Í júní 1957, tveimur árum eftir að ég gekk að eiga Vigdísi Þorbjarnardóttur í Bandaríkjunum, komum við hjónin í heimsókn til Íslands. Þar hitti ég fjölskyldu hennar í fyrsta sinn og þar á meðal bróður hennar Magnús Þorbjörnsson. Við Magnús vorum báðir prentarar. Þrátt fyrir að ég kæmi frá Noregi sem er þó "það næst besta á eftir því að verða Íslendingur" kom okkur mjög vel saman. Meira
21. ágúst 1996 | Minningargreinar | 456 orð

Magnús Þorbjörnsson

Dýrðlegt er að sjá, eftir dag liðinn, haustsól brosandi í hafið renna. Hnígur hún hóglega og hauður kveður friðar kossi og á fjöllum sezt. (J. Hallgr. Meira
21. ágúst 1996 | Minningargreinar | 209 orð

Magnús Þorbjörnsson

Menn setti hljóða þegar fréttist að Magnús Þorbjörnsson væri allur. Við höfðum vitað um veikindi hans um langan tíma, en engu að síður kom fréttin óvænt. Það mun hafa verið haustið 1992 að Maggi réðst til starfa hjá Plastprenti hf. Það fór ekki fram hjá neinum að þar fór heilsteyptur maður, vandaður til orðs og æðis. Hann var glettinn í tilsvörum og hafði gaman af smágríni. Meira
21. ágúst 1996 | Minningargreinar | 294 orð

Magnús Þorbjörnsson

Það sem auðgar líf manns mest er að eiga vináttu og kærleika góðrar manneskju. Það sem er efst í huga mínum núna er að trúa því að Magnús Þorbjörnsson prentari sé látinn, á svo stuttum tíma. En krabbameinið svæfir flesta. Magnús var kvæntur Halldóru Aðalsteinsdóttur, áttu þau tvö börn, sem eru nú uppkomin, og búin að eignast sína fjölskyldu. Meira
21. ágúst 1996 | Minningargreinar | 275 orð

Magnús Þorbjörnsson

Það var á fallegum síðsumarsdegi sem afi okkar kvaddi þennan heim eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Sú barátta stóð yfir í rúm sex ár. Þrátt fyrir að hann væri oft veikur lét hann aldrei bugast og tók með æðruleysi þeim veikindum sem hrjáðu hann. Þegar hann svo snemma í nóvember síðastliðnum fór í uppskurð vorum við vongóð um að hann hefði komist yfir sjúkdóminn. Meira
21. ágúst 1996 | Minningargreinar | 339 orð

Magnús Þorbjörnsson

Maggi minn. Mig langar til þess að kveðja þig með nokkrum orðum. Þegar litið er yfir farinn veg kemur margt upp í hugann. Þegar ég var 5 ára gömul komst þú austur að Vorsabæ með mömmu og pabba á jeppanum þínum til þess að sækja mig. Mamma mín var orðin veik og mamma þín og pabbi ætluðu að taka mig til sín meðan hún var veik. Meira
21. ágúst 1996 | Minningargreinar | 692 orð

Magnús Þorbjörnsson

Að leiðarlokum langar mig að minnast mágs míns Magnúsar Þorbjörnssonar. Kynni okkar spönnuðu hátt í hálfa öld. Ég var aðeins 7 ára gamall er hann kvæntist systur minni í nóvember 1949. Þá hafði Magnús ásamt Þorbirni föður sínum byggt hæð ofan á gamla húsið á Fálkagötu 22 sem foreldrar hans reistu árið fyrir fæðingu hans. Meira
21. ágúst 1996 | Minningargreinar | 275 orð

Magnús Þorbjörnsson

Í dag er móðurbróðir minn Magnús Þorbjörnsson kvaddur í hinsta sinn. Maggi frændi bjó lengst af ævi sinnar að Fálkagötu 22 í Reykjavík, þar sem hann var fæddur og uppalinn. En síðar kom að því að hann sjálfur stofnaði fjölskyldu. Í þá daga var ekki leitað langt yfir skammt, þeir feðgar Magnús og Þorbjörn byggðu þá aðra hæð ofaná Fálkagötu 22. Meira
21. ágúst 1996 | Minningargreinar | 301 orð

MAGNÚS ÞORBJÖRNSSON

MAGNÚS ÞORBJÖRNSSON Magnús Þorbjörnsson var fæddur á Grímsstaðarholtinu í Reykjavík 17. febrúar 1924. Hann lést á heimili sínu á Kleppsvegi 62 í Reykjavík 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Magnúsar voru Þorbjörn, verkamaður í Reykjavík, f. 20. maí 1900, d. 20. Meira

Viðskipti

21. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 207 orð

British Airways vongott um loftferðasamninga

TALSMENN British Airways sögðust í gær enn vongóðir um að Bretum og Bandaríkjamönnum tækist að ná samkomulagi um frjálsa loftferðaflutninga og að þeir óttuðust ekki sögusagnir um að brezka stjórnin hefði tekið harða afstöðu í samningaviðræðunum. Meira
21. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 71 orð

Byggingavísitala hækkar áfram

VÍSITALA byggingarkostnaðar hækkaði um 0,2% í ágúst samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,3% en hækkun hennar undanfarna þrjá mánuði nemur 3,6%, sem samsvarar um 15,3% verðbólgu á ári. Launavísitala, miðað við meðallaun í júlí, er hins vegar óbreytt frá fyrri mánuði. Meira
21. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 231 orð

FTSE­ vístalan í hæstu hæðir

HLUTABRÉFAVÍSITALA Financial Times (FTSE) náði methæð í gær. Ástæður þessa voru meðal annars þær, að horfur eru á aukinni verðbólgu og hækkuðum vöxtum, en þetta hefur eflt bjartsýni manna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum að hagvöxtur fari batnandi. Við lokun evrópsku kauphallanna var þó farið að gæta aukinnar varfærni, m.a. vegna vaxtastefnu bandarískra og þýskra stjórnvalda. Meira
21. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 242 orð

Matvælaframleiðsla skapar fjórðung starfa

Í setningarræðunni sagði hann ennfremur að gæði framleiðslunnar væri það sem skipti mestu máli. "Norður-Atlandshafsþorskurinn er þekktur fyrir gæði og á Íslandi er útflutningur á matvælum helsta útflutningsvara þjóðarinnar. Meira
21. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Rangt gengi í korti

Í KORTI um hækkanir á gengi hlutabréfa á Verðbréfaþingi frá áramótum, sem birtist í Morgunblaðinu, var ekki búið að leiðrétta gengi í nokkrum hlutabréfasjóðum vegna arðgreiðslna. Þá var heldur ekki búið að leiðrétta gengi hlutabréfa í Þróunarfélagi Íslands fyrir útgáfu jöfnunarhlutabréfa né arðgreiðslur. Fyrir vikið var hækkun bréfanna nokkuð vanmetin. Meira
21. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 509 orð

Viðskipti með hlutabréf í SÍF

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sigurði B. Stefánssyni, framkvæmdastjóra Verðbréfamarkaðar Íslandsbanka: Í fyrri hluta ágústmánaðar voru til umræðu á síðum Morgunblaðsins viðskipti með hlutabréf í SÍF og hugsanlegur þáttur tveggja verðbréfafyrirtækja, Skandia og VÍB, í þeim viðskiptum. Meira

Fastir þættir

21. ágúst 1996 | Dagbók | 2672 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 16.-22. ágúst eru Ingólfs Apótek, Kringlunni og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, opin til kl. 22. Auk þess er Ingólfs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
21. ágúst 1996 | Í dag | -1 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí í Selfosskirkju af sr. Þóri Jökli Þorsteinssyni Ingveldur Guðjónsdóttir og Þór Sigurðsson. Heimili þeirra er í Lóurima 3, Selfossi. Meira
21. ágúst 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí í Áskirkju af sr. Hirti Magna Jóhannssyni Jóna Arndís Einarsdóttir og Bessi A. Sveinsson. Heimili þeirra er í Klukkurima 57, Reykjavík. Meira
21. ágúst 1996 | Dagbók | 685 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
21. ágúst 1996 | Í dag | 406 orð

ÍKVERJI verður greinilega var við það í umhverfi sínu a

ÍKVERJI verður greinilega var við það í umhverfi sínu að áhugi á göngum og hjólreiðum fer stöðugt vaxandi. Þeim fjölgar stöðugt sem skilja bílinn eftir heima þegar fara á styttri vegalengdir og njóta hreyfingar og útivistar. Það er ekki síst ánægjulegt að sjá hversu margir nýta sér reiðhjólin til að fara í og úr vinnu. Meira
21. ágúst 1996 | Í dag | 199 orð

SILFURBRÚÐKAUP.

SILFURBRÚÐKAUP. Í dag, miðvikudaginn 21. ágúst, eiga tuttugu og fimm ára hjúskaparafmæli hjóninÞórdís Vala Bragadóttir, ritari ogKristján Þráinn Benediktsson, flugstjóri. Þau voru gefin saman í Langholtskirkju af séra Sigurði Hauk Guðjónssyni og eiga tvö börn. Þau verða að heiman á silfurbrúðkaupsdaginn. ÁRA afmæli. Meira
21. ágúst 1996 | Í dag | 428 orð

Víkverja svarað ERLA Bjarnadóttir hringdi í Velvakanda með eftirfara

ERLA Bjarnadóttir hringdi í Velvakanda með eftirfarandi athugasemd: "Ég var að lesa Víkverja á laugardaginn og trúði ekki mínum eigin augum þegar ég las að Víkverja datt sauðir í hug þegar hann á hjóli mætti gangandi fólki á gangstéttinni. Meira

Íþróttir

21. ágúst 1996 | Íþróttir | 46 orð

Aðalsteinn hættur AÐALSTEINN Aðalstein

AÐALSTEINN Aðalsteinsson, sem þjálfað hefur Víking í 2. deildinni í knattspyrnu í sumar, er hættur störfum hjá félaginu og er Gunnar Örn Gunnarsson tekinn við þjálfarastöðunni. Að sögn Ásgríms Guðmundssonar, formanns knattspyrnudeildar Víkings, var ákvörðun þessi tekin í gær, sameiginlega af Aðalsteini og stjórn knattspyrnudeildar. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 501 orð

Blikar Íslandsmeistarar

BREIÐABLIK tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi með góðum sigri á KR, 5:0, í Frostaskjóli. Heilar þrjár umferðir eru eftir í deildinni, en Blikastúlkur hafa nú 10 stiga forskot og á því ekkert lið möguleika á að ná þeim. Kópavogsliðið var miklu betri aðilinn allt frá upphafi til enda. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 81 orð

CSKA Moskva - ÍA4:1

Moskva í Rússlandi, undankeppni að Evrópukeppni félagsliða, síðari leikur, þriðjudaginn 20. ágúst: Mörk CSKA: Andrei Movsesyan 2 (35.,40.), Ferrera Leonidas (53.), Edgaras Yankauskas (62.). Mark ÍA: Alexander Högnason (80.). Gult spjald: Sigursteinn Gíslason og Ólafur Adolfsson. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 211 orð

England Úrvalsdeildin Leeds - Sheff. Wed.0:2 Richie Humphries (14.), Andy Booth (90.). 1. deild Bolton - Man. City1:0

Úrvalsdeildin Leeds - Sheff. Wed.0:2 Richie Humphries (14.), Andy Booth (90.). 1. deild Bolton - Man. City1:0 Deildarbikarkeppnin Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 28 orð

FÉLAGSLÍFKR-ingar hittast Vegna Evrópuleiks K

FÉLAGSLÍFKR-ingar hittast Vegna Evrópuleiks KR og Mozyr í kvöld ætla KR-ingar að hittast á Aski við Suðurlandsbraut klukkan 18. Þar verður boðið upp á léttar veitingar á vægu verði. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 221 orð

Fimmta sæti á NM

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri hafnaði í fimmta sæti á Norðurlandameistaramótinu sem lauk í Falköping í Svíþjóð um helgina. Liðið tapaði tveimur leikjum en hafði betur í tveimur. Fyrsti leikurinn var gegn Norðmönnum og tapaðist hann 3:1, 15:12, 15:12, 7:15 og 15:6. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 381 orð

Fyrsta jafntefli ÍBV

EYJAMENN fengu Keflvíkinga í heimsókn í gærkvöldi í 1. deild karla í knattspyrnu og þrátt fyrir að ÍBV hefði stjórnað leiknum nánast allan tímann tókst leikmönnum liðsins ekki að nýta sér það sem skildi og urðu að gera sér jafntefli, 1:1, að góðu. Leikurinn var úr 9. umferð en var frestað á sínum tíma. Leikmenn ÍBV höfðu undirtökin strax frá byrjun. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 43 orð

Haukar til Finnlands KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ

KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Hauka heldur um helgina til Finnlands þar sem piltarnir munu taka þátt í móti, svokallaðri Norður­Evrópukeppni. Mótið fer fram í Uusikaupunki, hefst mánudaginn 26. ágúst og þar keppa auk heimaliðsins lið Via Riga frá Lettlandi, Haukar og Stevengade frá Danmörku. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 264 orð

Heimsmet hjá Pálmari

Pálmar Guðmundsson sigraði í gær á glæsilegu heimsmeti í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta, kom í mark á 4.10,17, og gerði hann sér lítið fyrir og bætti gamla metið um heilar tólf sekúndur. Sigurinn stóð reyndar tæpt þótt glæsilegur hafi verið því annað sætið hlaut sænskur sundmaður, sem kom í mark einungis tæpri sekúndu á eftir Pálmari. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 95 orð

Ingi Sigurðsson sendi knöttinn frá miðju vallarins

Ingi Sigurðsson sendi knöttinn frá miðju vallarins fram á Leif Geir Hafsteinsson, sem var staddur rétt utan vítateigs Keflvíkinga. Leifur Geir lagði boltann fyrir sig með einni snertingu og þrumaði síðan boltanum í bláhornið; óverjandi skot og laglegt mark. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 235 orð

ÍBV - Keflavík1:1 Hásteinsvöllur, Íslandsmótið í knattspyrn

Hásteinsvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla ­ frestaður leikur úr 9. umferð ­ þriðjudaginn 21. ágúst 1996. Aðstæður: Nánast logn, sól framan af leik, frekar kalt en völlurinn góður. Mark ÍBV: Leifur Geir Hafsteinsson (56.) Mark Keflavíkur: Jóhann B. Guðmundsson (68. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 42 orð

Í dag Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa:kl. Laugardalsv.:KR - MPCC Mozyr20

Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa:kl. Laugardalsv.:KR - MPCC Mozyr20 Siglingar Í dag hefst Íslandsmótið í siglingumkjölbáta og verður það að þessu sinnihaldið fyrir utan Hafnarfjörð, nánartiltekið á Hraunavík og þar fyrir utan. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 321 orð

KR-ingar ætla sér áfram

KR-INGAR leika síðari leikinn í undankeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í kvöld, en þá mæta vesturbæingar liði Mozyr frá Hvíta­Rússlandi á Laugardalsvelli. Leikurinn í kvöld hefst kl. 20, en KR náði 2:2 jafntefli í fyrri leiknum og verður því að teljast eiga góða möguleika á að komast áfram. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 140 orð

Margt hrellir Norðmenn NORSKU skí

NORSKU skíðagöngugarparnir Björn Dæhlie og Vegard Ulvang komust heldur betur í hann krappan þegar þeir sóttu Kasakstan heim ásamt félaga sínum og keppinauti, Vladimir Smirnoff. Hvarvetna var tekið á móti köppunum með mikilli viðhöfn því Smirnoff er þjóðhetja í Kasakstan og samkvæmt fornum siðum heimamanna var að sjálfsögðu á borðum ískalt vodka. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 78 orð

Neita að keppa í Alsír S-AFRÍSKA knatt

S-AFRÍSKA knattspyrnufélagið Pretoria City hefur neitað að taka þátt í meistarakeppni Afríku, sem fram fer í Alsír í september, og mun ástæðan vera sú að forráðamenn félagsins telja öryggi í Alsír ábótavant. Pretoria, sem leika átti gegn CR Belouizdad í fyrstu umferð keppninnar þann 6. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 1068 orð

Óviðunandi fordæmi gagnvart íþróttamönnum framtíðarinnar

ÓFAGLEG vinnubrögð framkvæmdastjórnar Ólympíunefndar Íslands og svik Júlíusar Hafstein formanns hafa leitt til óviðunandi fordæmis gagnvart íþróttamönnum framtíðarinnar. Við Pétur Guðmundsson höfum helgað okkur íþrótt okkar af lífi og sál um margra ára skeið og stefndum ótrauðir að því að komast í úrslit fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Atlanta. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 261 orð

Skagamenn steinlágu

Skagamenn biðu í gær 1:4 ósigur fyrir rússneska liðinu CSKA Moskva í síðari leik liðanna í undankeppni að Evrópukeppni félagsliða og eru Íslandsmeistararnir þar með úr leik því Rússarnir sigruðu einnig í fyrri leiknum á Akranesi. "Við vissum allan tímann að þetta ætti eftir að verða mjög erfitt og við reyndum að spila samkvæmt því en dæmið gekk því miður ekki upp að þessu sinni. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 123 orð

Sögulegur sigur Stoke

LÁRUS Orri Sigurðsson og félagar í Stoke sigruðu Oldham, sem Þorvaldur frændi hans Örlygsson leikur með, 2:1 í 1. umferð ensku 1. deildarinnar á laugardag. Lárus Orri sagði sigurinn hafa verið sætan en varla telst hann hafa verið sanngjarn. "Þeir byrjuðu mun betur, áttu meira fyrstu 20 mínúturnar en svo skoraði Mike Sheron fyrir okkur eftir skyndiupphlaup. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 768 orð

Teitur í byrjunarliði Larissa í Grikklandi

KEPPNISTÍMABILIÐ í gríska körfuknattleiknum hefst eftir tæpan mánuð, eða 14. september. Meðal þeirra sem þá hefja leik er Teitur Örlygsson, sem mun leika með Larissa í vetur. Gríska deildin er talin ein sú besta í Evrópu og það verður því athyglisvert að fylgjast með hvernig Teiti gengur þar. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 134 orð

VW Polo Fox 1000 965.000 kr.

VW Polo var mesta nýjungin hjá VW á síðasta ári. Polo kom fyrst á markað 1975 og hafa verið smíðaðir um fjórar milljónir bíla af þeirri gerð. Bíllinn er mun straumlínulagaðari en áður og vindstuðullinn hefur lækkað úr 0,36 í 0,32. Bíllinn er rúmbetri en fyrirrennarinn þótt hann sé 5 sm styttri. Polo varð nr. 2 í kjöri um Bíl ársins í Evrópu í fyrra. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 221 orð

Wenger vill til Arsenal ARSENE Wen

ARSENE Wenger lýsti því yfir í gær að hann væri reiðubúinn til að verða næsti knattspyrnustjóri Arsenal og koma í stað Bruce Riochs sem rekinn var frá félaginu á dögunum. Beðið hefur verið eftir yfirlýsingu Wengers en nafn hans kom fljótlega upp í umræðunni um næsta knattspyrnustjóra félagsins en hann er samningsbundinn japanska félaginu Grampus Eight út október. Meira
21. ágúst 1996 | Íþróttir | 458 orð

(fyrirsögn vantar)

Undankeppni að Evrópukeppni félagsliða, síðari leikir: N. Búkarest (Rúm.) - Belgrad (Júgó.)1:0 Remur Ganea (6.). Búkarest vann samanlagt 1:0. Mura (Slóveníu) - Lyngby (Danm.)0:2 Tody Jonsson 2 (24.,69.). Lyngby vann samanlagt 2:0. Odessa (Úkraínu) - Helsinki (Finnl. Meira

Úr verinu

21. ágúst 1996 | Úr verinu | 351 orð

155.146 tonna aflamarki úthlutað til 878 skipa

FISKISTOFA sendi í gær útgerðum fiskiskipa, sem hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, veiðileyfi og tilkynningar um aflaheimildir á fiskveiðiárinu sem hefst þann 1. september nk. Að þessu sinni eru gefin út 1.011 aflamarksveiðileyfi. Af þeim 1.011 aflamarksskipum, sem veiðileyfi fengu, var úthlutað aflamarki til 878 skipa. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 665 orð

50 bátar eiga á hættu að missa veiðileyfi sín

FISKISTOFA hefur nú sent viðvaranir til eigenda um 50 báta og skipa, sem eiga á hættu að missa veiðileyfi og aflahlutdeild, þar sem viðkomandi hafa veitt minna en helming úthlutaðra aflaheimilda þetta og síðasta fiskveiðiár. Fyrirsjáanlegt er að einhverjir missa þannig leyfi til veiða, en aðrir geta bjargað sér. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 181 orð

Barbecue- steiktur steinbítur

STEINBÍT hefur ef til vill ekki verið gefinn nógu mikill gaumur sem matfiskur á hversdagsborðið enda ekki frýnilegur á að líta. Óhætt er þó að fullyrða að fiskur þessi kemur á óvart eftir að hafa fengið matreiðslu eftir kúnstarinnar reglum. Hann Brynjólfur Sigurðsson, kokkur á Kringlukránni, er einn þeirra sem kann að meðhöndla steinbít lystavel. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 50 orð

Dyttað að í kvótaleysi

ÚTGERÐARMENN á stærri bátum, sem búnir eru með kvótann, hafa sumir hverjir brugðið á það ráð að láta menn sína mála skipin í stað þess að segja þeim upp tryggingu. Eitt þeirra skipa er Hamar SH 224 frá Rifi sem hér fær allsherjar andlitslyftingu. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 29 orð

EFNI

Fiskveiðar 3 Með Dalborgu EA á Flæmingjagrunni Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipa Markaðsmál 6 Kvótakerfið er bjargvættur nýsjálensks sjávarútvegs Greinar Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 299 orð

Fréttir

Veiðileyfasvipting gæti átt við 50 báta FISKISTOFA hefur nú sent viðvaranir til eigenda um 50 báta og skipa, sem eiga á hættu að missa veiðileyfi og aflahlutdeild, þar sem að viðkomandi hafa veitt minna en helming úthlutaðra aflaheimilda þetta og síðasta fiskveiðiár./2 Allt að þriðjungs skerðing á kaupi! Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 132 orð

Frystigeymslur Rússa eru gamlar og úreltar

KÆLI- og frystigeymslur í Rússlandi eru bæði orðnar úr sér gegnar og illa nýttar. Flestar þeirra ná ekki að halda hitastigi lægra en 12 til 15ì, en það er ekki nægjanlegt geymslu sjávarafurða til langs tíma. Þá er meðal nýting þeirra aðeins um 70%. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 160 orð

Gjöfulasta fiskveiðiárið

FISKAFLINN þetta fiskveiðiár er meiri en nokkru sinni áður, eða um 1,7 milljónir tonna auk um 180.000 tonn af ýmsum tegundum utan landhelgi. Síðustu fiskveiðiárin hefur aflinn á þessum tíma verið töluvert eða mun minni. Í fyrra var hann 1,3 milljónir tonna og 1,5 1994. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 377 orð

Hafa áhyggjur af þróun úthafsveiða

FULLTRÚAR Félags úthafsútgerða hafa ekki fengið leyfi ríkisstjórnarinnar til að sitja alþjóðlega fundi þar sem veiðiréttindi á úthafinu eru rædd. Leiðir félagið líkum að því að á þessum fundum séu rædd mál sem ekki þoli að koma fram í dagsljósið. Þetta kemur fram í ályktun aukaaðalfundar í Félagi úthafsútgerða sem haldinn var 14. ágúst sl. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 124 orð

Humarvertíðin framlengd

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að framlengja yfirstandandi humarvertíð til loka ágústmánaðar. Ákvörðun þessi er tekin að beiðni útgerða í Þorlákshöfn og Grindavík að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar, sem samþykkti framlengingu vertíðarinnar. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 155 orð

Kjöt af hval og sel slær í gegn

HVALKJÖT og selkjöt hafa slegið í gegn í Noregi og er eftirspurnin í selnum miklu meiri en framboðið. Verðið er þó svipað og á öðru kjöti. Kílóið af hvalkjötsbuffinu kostar um 1.000 kr. ísl. og um 800 kr. í selnum. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 420 orð

"Kropp" í Smugunni

ÞOKKALEGT "kropp" hefur verið í Smugunni síðustu daga. Svo virðist sem að veiðin sé best á ákveðnum tímum sólarhringsins og veiði mjög misjöfn á milli skipa. Kristján Elíasson, stýrimaður á Sigli frá Siglufirði, sagði í samtali við Verið í gær að íslensku skipin væru nú flest að veiðum í suðvesturhorni Smugunnar, alveg við Svalbarðalínuna. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 683 orð

Kvótakerfið er bjargvættur nýsjálensks sjávarútvegs

SÍÐUSTU þrjú árin hafa verið fremur erfið sjávarútveginum í Nýja Sjálandi og ekki síst vegna þess, að vandamálin hafa verið utanaðkoamdi og þess vegna ekki auðvelt að bregðast við þeim með ráðstöfunum í sjálfri greininni. Annars vegar er um að ræða offramboð á sumum mörkuðum Nýsjálendinga í Asíu og hins vegar óheppilega gengisþróun heimafyrir. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 92 orð

Kvótasalan fær liðsauka

ÁRNIGuðmundsson, fyrrverandi sölustjóri Kvótamarkaðarins hf., hefur söðlað um og tekið til starfa á Kvótasölunni ehf. í Hafnarfirði. Að sögn Svavars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Kvótasölunnar, hefur Árni víðtæka þekkingu og reynslu í kvótasölumálum og því um öflugan liðsauka að ræða. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 354 orð

LS vill mál til meðferðar Alþingis

STJÓRNARFUNDUR Landssambands smábátaeigenda var haldinn að Flúðum þann 10. og 11. ágúst síðastliðinn. Stjórnin lýsti á fundinum ánægju sinni með þann vilja stjórnvalda að koma til móts við vandamál og ágreiningsefni er uppi hafa verið um málefni smábátaútgerðarinnar. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 36 orð

LÚÐUNNI LANDAÐ

TRILLUKARLINN Guðmundur Jónsson fékk þessa vænu lúðu á handfæri á dögunum ásamt öðrum góðum afla í Norðurfirði á Ströndum. Það þurfti því nokkuð haldgott reipi til að hífa gripinn upp úr bátnum. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 185 orð

Meira af þorski unnið í landi

VAXANDI hlutfalli þorskaflans kemur til almennrar löndunar hér á landi, en hlutdeild annarra leiða til ráðstöfunar aflans fer minnkandi. Það, sem af er fiskveiðiárinu hafa rúmlega 138.000 tonn komið til almennrar löndunar og rúmlega 20.000 tonn verið unnin um borð í vinnsluskipum. Skipin hafa siglt með 338 tonn og landað beint í gáma samtals um 1.260 tonnum. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 97 orð

Ný bryggja við Netagerðina

Viðlegukanturinn á hinni nýju bryggju er 30 metra langur, og að lokinni smíði hennar verður mikið auðveldra bæði fyrir sjómenn og netagerðarmenn að koma veiðarfærunum í viðgerð því hægt verður að taka síldar- og loðnunætur og önnur veiðarfæri beint úr skipunum inn í hús Netagerðarinnar, í stað þess að þurfa að aka þeim á bílum í gegnum bæinn. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 101 orð

Ný myndbönd um sjávarútveg

MYNDBÆR hf. hefur gefið út tvö ný myndbönd: Íslenskur sjávarútvegur, Iceland New Horizones in Fishing. Myndirnar eru unnar í samstarfi við Fiskifélag Íslands og byggðar á upplýsingum úr Útvegi. Þar eru ítarlegustu upplýsingarnar um íslenskan sjávarútveg sem til eru á einum stað. Efnisþættir myndanna eru: 1. Fiskveiðistjórnun. 2. Skipastóll og hafnir. 3. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 1018 orð

Rangfærslur um menntun vélstjóra leiðréttar

MIÐVIKUDAGINN 14. ágúst birtist viðtal við Sigurð R. Stefánsson, útgerðarstjóra Þormóðs ramma, í fylgiblaði Morgunblaðsins "Úr verinu" undir fyrirsögninni "Of miklar kröfur gerðar til vélstjóra fiskiskipa". Í greininni eru rangfærslur sem ég tel nauðsynlegt að leiðrétta. 1. Fullyrt er að verkleg kennsla í Vélskólanum sé nánast engin. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 229 orð

Ráðinn útgerðarstjóri á Húsavík

KRISTJÁN Björn Garðarsson, deildarverkfræðingur hjá Iðntæknistofnun á Akureyri, hefur verið ráðinn sem útgerðarstjóri hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur frá og með 1. september nk. Stefnt er að sameiningu FH og útgerðarfélagsins Höfða hf. á Húsavík, sem gerir út frystitogarana Kolbeinsey og Júlíus Havsteen og rækjubátinn Kristey. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 252 orð

"Rökstuddur grunur um hýrudrátt"

KÆRA HEFUR borist Alþýðusambandi Vestfjarða á hendur útgerð togarans Kans BA frá Bíldudal vegna brota á kjarasamningi sjómanna. Farið hefur verið fram á leiðréttingu á uppgjöri útgerðarinnar. Verði það ekki gert, verður leitað til dómstóla með málið. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 108 orð

Stjórn Union Islandia skipuð

SÍF, Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda, hefur skipað fimm manna stjórn í dótturfyrirtæki sínu Union Islandia í Barcelonaá Spáni, eftir að samstarfinu við Copesco þar í borg var slitið. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 110 orð

Stærsti makríllinn

STÆRSTI makríll sem veiðst hefur við Ísland fékkst suður af Surtsey nú í júlíbyrjun. Það var handfærabáturinn Reginn HF sem fékk makrílinn á u.þ.b. 15 metra dýpi. Var hann þá lifandi en dó þegar verið var að flytja hann í land og er hann nú í vörslu Náttúrugripasafns Vestmannaeyja. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 586 orð

Telur krókabátalögin marklaus "Það er meginregla að lögum verði ekki beitt fyrr en eftir gildistöku þeirra, þau eru ekki

VIÐBÓTARLÖG um stjórn fiskveiða, krókabátalögin svonefndu sem samþykkt voru á Alþingi 5. júní, taka gildi 1. september nk. Þegar lögin voru samþykkt var ákveðið að smábátasjómenn skyldu hafa tilkynnt Fiskistofu um val sitt á veiðikerfi fyrir 1. júlí sl. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 345 orð

Tilraunir með að beita net að hefjast í Noregi

NET eru ólík öðrum veiðarfærum að því leyti, að með möskvastærðinni má ráða miklu um það hve stóran fisk þau taka. Þau eru hins vegar dýr og netamissir algengur og því skiptir það verulegu máli hve mikið fæst í hverja trossu. Í Noregi eru nú að hefjast tilraunir með beitu í neti og er vonast til, að það geti orðið til að auka aflann, fækka trossunum og stytta þann tíma, sem þær eru í sjó. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 110 orð

Tóku af skarið á Bárunni

SVEITARFÉLÖG sameinuðust á Vestfjörðum fyrir skömmu. Menn hafa orðið þess lítið varir að þeir búi í sameinuðu sveitarfélagi, því fátt virðist benda til þess. En til eru menn sem sýna frumkvæði og það hafa skipverjar og skipstjóri á Bárunni gert með því að merkja bátinn því sveitarfélagi sem hann tilheyrir í dag. Meira
21. ágúst 1996 | Úr verinu | 400 orð

Tæp 14 þúsund tonn á Flæmska

FREMUR rólegt er nú yfir rækjuveiðum á Flæmska hattinum en menn binda vonir við að veiði glæðist þar þegar líða fer á haustið. Rækjuveiðar á Flæmingjagrunni hafa aukist með hverju árinu frá því að Íslendingar hófu þar veiðar og nú er svo komið að veiðarnar í ár eru nær helmingi meiri en þær voru á sama tíma í fyrra. Meira

Barnablað

21. ágúst 1996 | Barnablað | 24 orð

Bláminn

Bláminn 0mÁ ÞESSARI mynd eru: Prinsessa, fuglar, blóm, gras, sól og fjöll. Þessa mynd gerði Hrefna Lind Einarsdóttir, 5 ára, Valshólum 6, 111 Reykjavík. Meira
21. ágúst 1996 | Barnablað | 86 orð

Drekinn ógurlegi

ÞRÖSTUR Ólason, 7 ára, Álagranda 12, 107 Reykjavík, er höfundur myndarinnar af drekanum ógurlega. Þröstur hyllir drekann með jibbíum, húrrahrópum og tralala, við gerum það líka í þeirri von að hann spúi ekki á okkur eldi og eimyrju. Sem betur fer eru drekar ekki til nema í hugarflugi okkar, ævintýrum og teiknimyndum, annars værum við í vondum málum. Meira
21. ágúst 1996 | Barnablað | 66 orð

Hættuleg forvitni

VISSUÐ þið, að þegar eskimóar veiða seli í gegnum ísvakir, leggjast þeir á ísinn og blása lofti á vatnsyfirborð vakanna svo að það gárast? Þetta gera þeir til þess að vekja áhuga selanna. Þegar selirnir, sem eru mjög forvitnir, sjá yfirborðið á hreyfingu í vökunum, synda þeir upp á yfirborðið til þess að svala forvitninni ... og eskimóarnir hafa snör handtök og veiða þá. Meira
21. ágúst 1996 | Barnablað | 73 orð

Lærið að synda

ÞAÐ er nauðsynlegt að kunna að synda, krakkar, stundum meira að segja lífsnauðsynlegt. Maren Freyja Haraldsdóttir, 10 ára, Hraunbæ 84, 110 Reykjavík, minnir okkur á nauðsyn þessa að kunna sundtökin. Í sundlaugunum þurfum við ekki að óttast hákarla! - Í mesta lagi aðra laugargesti sem gleyma að taka tillit til annarra og synda á hvað sem fyrir verður. Meira
21. ágúst 1996 | Barnablað | 233 orð

Pennavinir

Kæri Moggi. Ég heiti Saga og mig langar að skrifast á við 8-12 ára stelpur, sjálf er ég að verða 10. Áhugamál margvísleg. Saga Sigurðardóttir Þingvöllum 801 Selfoss Hæ, hæ. Ég er 12 ára stelpa (fædd 1984) og óska eftir pennavinum, STRÁKUM, á aldrinum 12-15 ára. Áhugamál mín eru m.a. Meira
21. ágúst 1996 | Barnablað | 50 orð

PENNAVINIR

Kæri Moggi. Ég óska eftir pennavini á aldrinum 9-11 ára, ég er sjálfur 10 ára. Áhugamál mín eru rokk, hestar, garðyrkja, náttúran og góðir vinir. Ég vil helst fá mynd með fyrsta bréfi, bæði strákar og stelpur eru allt í lagi. Sjáumst! Sigurður Sv. Meira
21. ágúst 1996 | Barnablað | 51 orð

Ríkharður konungur ljónshjarta

FYRIR mörgum, mörgum mánuðum barst þessi flotta mynd til Myndasagna Moggans. Því miður hafa allar upplýsingar með myndinni farið forgörðum (= glatast, týnst), en myndin stendur fyrir sínu þó ómerkt sé. Skemmtilegra væri ef höfundurinn gæfi sig fram og sendi jafnvel aðra mynd í leiðinni. Með fyrirfram þökk. Meira
21. ágúst 1996 | Barnablað | 86 orð

Umferðarreglur - til þess að fara eftir

RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir, 11 ára, Löngumýri 5, 210 Garðabær, er flinkur teiknari og litari. Þessi borgarmynd er ljómandi skemmtileg og það er gott að sjá, að bíllinn er réttu megin við strikalínuna á götunni. Þá eru þeir sem á móti koma ekki í neinni hættu að rekast á umferðina úr gagnstæðri átt, þ.e.a.s. Meira
21. ágúst 1996 | Barnablað | 106 orð

Úrslit

ÞAÐ er komið að því að birta nöfn þeirra fimm, sem fá viðurkenningu fyrir litaða mynd af Twister-ísnum. Þið munið vafalaust eftir því að California Classic línuskautar eru verðlaunin að þessu sinni. Margar, margar myndir - fleiri hundruð - bárust. En hér eru nöfnin og við óskum hinum heppnu til hamingju og þökkum ykkur sem þátt tókuð fyrir. Meira
21. ágúst 1996 | Barnablað | 67 orð

Vissuð þið...

- að flest fjöll í Ástralíu vantar tindinn? Þau eru svo gott sem flöt að ofan. - að jarðskorpan er ekki neitt sérlega þykk? Hún er aðeins 6-70 kílómetrar á þykkt og næst undir yfirborðinu er hitinn um 1.000 gráður á Celcius. Þykkust er skorpan undir fjallgörðunum en þynnst undir úthöfunum. Mikill hiti er í iðrum jarðar og í miðju kjarnans er hann um 4.500 gráður. Meira
21. ágúst 1996 | Barnablað | 40 orð

(fyrirsögn vantar)

KÁRI Inguson, 6 ára, Sólvöllum 3, 800 Selfoss, er flinkur að teikna eins og sést á myndinni hans - og litirnir, jahá, þeir gera myndina skrautlega. Það er gaman að sjá þegar vandað er til verka. Kærar þakkir fyrir, vinur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.