Greinar fimmtudaginn 29. ágúst 1996

Forsíða

29. ágúst 1996 | Forsíða | 165 orð

Boðar alþjóðlegar aðgerðir

UNDIR venjulegum kringumstæðum hefði blaðamannafundur belgísku sendinefndarinnar á alþjóðaráðstefnunni í Stokkhólmi um kynferðislega misnotkun barna í gróðaskyni vart vakið mikla athygli. En eftir uppljóstranir í Belgíu undanfarnar vikur var salurinn troðfullur af áköfum blaða- og fréttamönnum þegar Erik Derycke utanríkisráðherra gekk í salinn. Meira
29. ágúst 1996 | Forsíða | 269 orð

Hugsanlega meginástæða hjartaáfalla

OF mikið kólesteról í blóði veldur æðaþrengslum og hjartaáföllum og lengi hefur verið greint á milli "góðs" kólesteróls, HDL, og "slæms" kólesteróls, LDL. Nú hafa vísindamenn uppgötvað þriðju kólesteróltegundina og bendir flest til, að hún sé meginsökudólgurinn þegar hjartaáföll eru annars vegar. Meira
29. ágúst 1996 | Forsíða | 209 orð

Lebed óttast frekari tafir

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti tekur sem fyrr mikilvægustu ákvarðanir jafnt í innanríkis- sem utanríkismálum, að sögn Sergeis Jastrzhembskís, talsmanns forsetans, í gær. Hann vék sér þó undan því að svara er hann var spurður hvort hann hefði sjálfur hitt Jeltsín eftir að forsetinn fór í leyfi. Meira
29. ágúst 1996 | Forsíða | 50 orð

Nýr sýningargripur

DÝRAGARÐURINN í Kaupmannahöfn hefur stækkað prímatadeildina með tveimur eintökum af "homo sapiens" og hefur þeim verið komið fyrir í glerbúri þar sem gestirnir geta virt þau fyrir sér. Eins og sjá má er reynt að hafa umhverfið sem eðlilegast en í næstu búrum eru apar af ýmsum tegundum. Meira
29. ágúst 1996 | Forsíða | 311 orð

Segir aðgerðir Ísraela stríðsyfirlýsingu

YASSER ARAFAT, forseti heimastjórnar Palestínumanna, hvatti í gær til, að efnt yrði til verkfalls á Vesturbakkanum og Gazaströndinni í dag til að mótmæla aðgerðum Ísraela í Jerúsalem. Sagði hann þá ákvörðun Ísraela að stækka landnám gyðinga á Vesturbakkanum jafnast á við það að lýsa stríði á hendur palestínsku þjóðinni. Meira

Fréttir

29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 240 orð

430 millj. aukafjárveiting í ár

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, fjármálaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík undirrituðu í gær samkomulag um aðgerðir í rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR) og Ríkisspítala og aukna samvinnu og verkaskiptingu milli þeirra. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 386 orð

Allt að 200 milljóna tekjutapi afstýrt

HÖRPUDISKSFRAMLEIÐENDUM utan Evrópusambandsins leyfist nú að nýju að kalla framleiðslu sína, sem þeir selja á Frakklandsmarkaði, Jakobsskel eða Saint Jacques, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO). Með þessu er 150­200 milljóna króna tekjutapi íslenzkra hörpudisksframleiðenda afstýrt, að mati framkvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 306 orð

Alvarlegt heilsutjón kann að hafa hlotist af í 3 tilvikum

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur til rannsóknar þrjú tilvik þar sem alvarlegt heilsutjón kann að hafa hlotist vegna uppsagna heilsugæslulækna. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir að embættið hafi enn ekki fengið beina staðfestingu á því að alvarlegt tjón hafi hlotist en um er að ræða eitt tilvik á höfuðborgarsvæðinu, annað á Suðurlandi og hið þriðja á Vestfjörðum. Meira
29. ágúst 1996 | Miðopna | 1289 orð

Á að verða skilvirkur og hagkvæmur dómstóll

ALÞJÓÐLEGI hafréttardómurinn, sem kjörinn var fyrr í mánuðinum, tekur til starfa í október næstkomandi. Á meðal 21 dómara er Guðmundur Eiríksson, sem verið hefur þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins um árabil, en hann var kjörinn í eitt af fjórum dómarasætum sem komu í hlut Vesturlanda. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Ásókn í afmælistertu

VEGFARENDUR létu ekki bjóða sér tvisvar að bragða á 10.000 manna afmælistertu Íslenska útvarpsfélagsins á Ingólfstorgi í gær. Hér sjást Sigurður Hall, matreiðslumeistari, og Björgvin Halldórsson, söngvari, í óða önn að útdeila tertunni. Björgvini gafst stutt stund milli stríða því hann sté á svið á útitónleikum á torginu skömmu síðar. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 774 orð

Ástfangin í rauðu

REBEKKA A. Ingimundardóttir hefur farið ótroðnar slóðir í námi sínu á erlendri grund og til marks um það lét hún nám sitt lúta þeim hugmyndum, sem hún gerði sér um leikhús. Í lok námsdvalar í Amsterdam setti Rebekka upp sýningu, sem hún kallaði Fylgd, en í þeirri sýningu var hún hvort í senn leikstjóri og leikmynda- og búningahönnuður. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

BÁRÐUR JÓHANNESSON

BÁRÐUR Jóhannesson gullsmíðameistari lést þann 21. ágúst á Landspítalanum sjötugur að aldri. Bárður var fæddur í Reykjavík 24. júní 1926 og bjó þar alla tíð. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Bárðarson og Margrét Jónsdóttir. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 187 orð

Bílvelta á Fjarðarheiði

BÍLVELTA varð á Fjarðarheiði um hánótt aðfaranótt þriðjudagsins. Einn maður var í bílnum og er talið að hann hafi sofnað undir stýri. Maðurinn var á leið til Egilsstaða og ók upp svokallaða Sprengibrekku en efst í henni er beygja sem hann missti af. Meira
29. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Danskt smurbrauð á Café Karólínu

Í tilefni danskra daga á Akureyri, sem nú standa yfir, verður "smörrebrödsjomfruen" Jakob Jakobsson á Café Karólínu í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag, frá morgni til kvölds. Þar mun hann bjóða upp á nokkra ekta danska smurbrauðsrétti af matseðli veitingahúss hans, Jómfrúin. Meira
29. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 281 orð

Deilt um lausn 500 fanga

YFIR 500 fangar hafa verið látnir í lausir í Bretlandi, vegna deilna um túlkun tæplega þrjátíu ára gamalla laga. Innanríkisráðherrann, Michael Howard, hefur lýst því yfir að ekki sé nein von til þess að koma mönnunum að nýju á bak við lás og slá. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 272 orð

Doktor í efnafræði

ODDUR Ingólfsson varði 25. júní sl. doktorsritgerð sína við efnafræðideild Frjálsa Háskólans í Berlín (FU-Berlin). Yfirskrift ritgerðarinnar er: "Bildung negativer Ionen durch resonanten Elektroneneinfang. Einfluss der Umgebung auf Resonanzprofil und Rektivität in freien Aggregaten. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 1251 orð

Eiga að skila 340 milljóna króna sparnaði 1997

Öldrunardeildir í Hátúni og sjúkradeild Hvítabandsins verða fluttar á Landakot, dagspítali Hátúns og Hafnarbúða verða sameinaðir á Landakoti og Hafnarbúðir seldar. Augndeild Landakots verður flutt á Landspítala og Grensásdeild verður opnuð að nýju. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Ekið á kyrrstæðan bíl

BÍL var ekið á töluverðri ferð á kyrrstæðan bíl á Sogavegi í gærkvöldi. Þrennt var í bílnum og sluppu tveir án teljandi meiðsla en sá þriðji var til rannsóknar á slysadeild í gærkvöldi. Ökumaður er grunaður um ölvun. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 371 orð

Ekki talin hætta hérlendis

BÍLAFRAMLEIÐENDURNIR Izuzu og Honda hafa hafnað kröfu bandarískra neytendasamtaka, The Consumers Union, um að árgerðir 1995 og 1996 af jeppabifreiðinni Isuzu Trooper og árgerð 1996 af Honda Acura SLX jeppanum verði innkallaðar, vegna meintrar hættu á að bifreiðir af þessari tegund séu líklegri til að velta en aðrar. Talsmenn viðkomandi bifreiðaumboða hér á landi segja að þetta hafi ekki áhrif hér. Meira
29. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 324 orð

Flóttamenn dragi að greiða atkvæði

UTANKJÖRSTAÐAKOSNING hófst á meðal bosnískra flóttamanna í gær en gengið verður til þing- og forsetakosninga í landinu 14. september nk. Ýmis vandkvæði hafa komið upp við atkvæðagreiðsluna og hvatti stjórnarflokkur múslima, SDA, flóttamenn erlendis til að greiða ekki atkvæði fyrr en leyst hefði verið úr þeim ruglingi sem hefði gætt. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Gengið á stórstraumsfjöruog flóði

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir þremur gönguferðum í dag, fimmtudaginn 29. ágúst. Kl. 12 verður farin gönguferð á stórstraumsfjöru út í Grandahólma, kl. 18 er gönguferð á stórstraumsflóði út í Örfirisey og kl. 20 verður farið með Sundum inn í Laugarnes. Val verður um að ganga til baka eða fara sjóleiðina út með ströndinni að Miðbakka. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 102 orð

Grunaðir um þjófnað

TVEIR menn af víetnömskum uppruna eru grunaðir um meintan þjófnað úr verslun Hagkaups í Kringlunni í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins náðist ekki í mennina út af þessu máli en þeir hafa verið færðir til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins út af öðru óskyldu máli. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Ítalskt herskip hingað

Í DAG kemur til Reykjavíkur ítalska herskipið F. Mibelli, undir stjórn Salvatore Cervone, kapteins, til þess að taka þátt í heræfingum Atlantshafsbandalagsins á Norður- Atlantshafi. Tundurspillirinn Mimbelli er nýlegt skip, tekið í notkun 1993, og er dæmigert fyrir þá endurnýjun er ítalski flotinn hefur gengið í gegn um á undanförnum árum. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 368 orð

Jóhann G. Bergþórsson ákveður að áfrýja

MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Jóhanni G. Bergþórssyni: "Eftir ítarlega skoðun hef ég ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar í heild sinni dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir mér. Ég er sannfærður um að þar var ég dæmdur að ósekju. Meira
29. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 515 orð

Kannanir á aukinni krabbameinstíðni

EIN algengasta gerð lyfja við of háum blóðþrýstingi og fleiri sjúkdómum, svonefndir kalsíum- blokkar, virðast geta aukið líkur á krabbameini hjá öldruðum, að sögn bandarískra sérfræðinga. Ekki er þó mælt með því að fólk hætti að nota þessi lyf en sagt að gera þurfi ítarlegri rannsóknir á áhrifum lyfjanna. Meira
29. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 445 orð

Karl velji milli krúnunnar og Camillu

SKILNAÐI lafði Díönu og Karls Bretaprins var fullnægt að lögum í gær, rúmum 15 árum eftir glæsilega hjónavígslu í Westminster Abbey-kirkjunni sem sýnd var í beinni sjónvarpsútsendingu víða um heim. Er því Karli frjálst að taka saman við ástkonu sína Camillu Parker Bowles en ný könnun sýnir þó, að meirihluti biskupa og vígðra prestarða vill að hann velji milli krúnunnar eða hennar. Meira
29. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 98 orð

Kolaportsstemning í Ólafsvík

Ólafsvík-Nokkrar ungar og hressar konur tóku sig saman til að hressa upp á bæjarbraginn og héldu sölumarkað í fiskverkuninni Valafelli hf. Var margt á boðstólum; fatnaður, grænmeti og að sjálfsögðu fiskur. Boðið var upp á smakk á fiskréttum sem vakti mikla hrifningu gesta. Meira
29. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 178 orð

Kúariða úr sögunni 2001?

BRESKIR vísindamenn spáðu því í gær að kúariða í nautgripum myndi hverfa á næstu árum og vera úr sögunni árið 2001. Þeir viðurkenndu þó að þeir gætu ekki sagt til um hvort hætta væri á að menn myndu veikjast vegna neyslu á sýktu kjöti. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

LEIÐRÉTT Rangur skólastjóri Í aukablaðin

Í aukablaðinu "Að læra meira", sem fylgdi Morgunblaðinu sunnudaginn 25. ágúst síðastliðinn urðu leiðinleg mistök. Upplýsingar um Bréfaskólann voru unnar upp úr bæklingi sem Morgunblaðið fékk sendan en bæklingurinn reyndist tveggja ára gamall. Guðrún Friðgeirsdóttir var skólstjóri skólans þegar bæklingurinn var gefinn út og því vitnað í hana sem heimildarmann textans. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Loftmynd með örnefnum

Hellissandi-FÉLAGAR í Lionsklúbbi Nesþinga á Hellissandi hafa gengist fyrir söfnun örnefna og merkt þau inn á loftmynd af svæðinu frá Öndverðarnesi að Enni. Tilgangur klúbbfélaganna er að varðveita örnefnin og veita almenningi upplýsingar um þau. Meira
29. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 376 orð

Lögfræðingur Dutroux neitar að verja hann

FJÖLMIÐLAR í Belgíu sögðu í gær að lögreglan kynni að finna lík fimm stúlkna við hús Belgans Marcs Dutroux, sem hefur játað að hafa rænt ungum stúlkum og er grunaður um að hafa myrt þær. Alþjóðalögreglan Interpol sagði að Dutroux væri grunaður um að hafa myrt slóvakíska stúlku og að hafa lagt á ráðin um að ræna að minnsta kosti einni slóvakískri konu. Meira
29. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 589 orð

Mein sem breiðist út í krafti alþjóðavæðingar

AÐ VIÐSTADDRI Silvíu Svíadrottningu var alþjóðaráðstefna um kynferðislega misbeitingu barna í gróðaskyni opnuð í Stokkhólmi á þriðjudag. Áhugi drottningar á efninu er ósvikinn, því hún hefur áður látið þessi mál til sín taka. Hún ávarpaði ráðstefnuna óvænt og utan dagskrár og óskaði gestum alls hins besta í vinnu sinni, sem hún fylgdist með af áhuga. Meira
29. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 19 orð

Messur

Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Svalbarðseyrarkirkju næstkomandi sunnudag, 1. september, kl. 14. Ræðuefni: Hvenær hef ég tíma fyrir G Meira
29. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 347 orð

Metnaður að bjóða sem besta aðstöðu

STARFSDAGAR voru á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit, keppnissvæði hestamannafélaganna Funa þar í sveit og Léttis á Akureyri um helgina. Landsmót verður haldið á Melgerðismelum í júlí árið 1998 en áður en sá tími rennur upp þarf að huga að ýmsu. Félagsmenn, sem hefðu að mati forsvarsmanna félaganna mátt vera fleiri, gróðursettu 2. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Morgunblaðið/Árni SæbergMánuði fyrr en í fyrra BRÆÐURNIR Á Flókastöðum í Fljótshlíð, þeir Karl og Sigmundur Vigfússynir, eru ánægðir með kartöfluuppskeru sína í ár, sem þeir segja mjög góða og mánuði fyrr á ferðinni en í fyrra. Þeir byrjuðu að taka upp kartöflur þann 21. september í fyrra. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

Morgunblaðið/Júlíus

Morgunblaðið/Júlíus Herskip í kurteisisheimsókn DRUNGALEGT yfirbragð herskipa við Reykjavíkurhöfn stakk óneitanlega í stúf við rólyndislegt yfirbragð miðbæjarlífsins í gær. Erindi herskipanna er hins vegar ólíkt gleðilegra. Herskip úr NATO-flotanum eru nefnilega komin í kurteisisheimsókn hingað til lands. Meira
29. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 271 orð

Möguleikar á skiptingu hreppsins skoðaðir

ÍBÚAR við sunnan- og vestanvert Mývatn ætla að efna til fundar fyrir lok september þar sem teknar verða ákvarðanir um aðgerðir í málefnum íbúanna, jafnframt því sem þá á að liggja fyrir uppgjör vegna rekstrar einkaskóla í Skútustaðaskóla veturinn 1995­'96. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps ætlar að reka einn grunnskóla í sveitinni næsta vetur, í Reykjahlíð, og hefst hann í næstu viku. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 205 orð

Náttúruvætti við Dettifoss

UMHVERFISRÁÐHERRA hefur staðfest auglýsingu um friðlýsingu Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss og nágrennis í Öxarfjarðarhreppi. Náttúruverndarráð ákvað að undangengnum samningaviðræðum við landeigendur Hafursstaða og Bjarmalands, svo og sveitarstjórn Öxarfjarðarhrepps, að friðlýsa fossana þrjá og næsta nágrenni þeirra austan Jökulsár á Fjöllum og er svæðið náttúruvætti. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 191 orð

Norrænt þing fatlaðra í Reykjavík

Í DAG hefst á Hótel Sögu í Reykjavík fjórtánda þing Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum og stendur það fram á laugardag. Dagskrá þingsins er tvískipt. Í dag er hún að mestu helguð umræðunni um Evrópumál. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Nýjar lagnir í Álfhólsveg

FRAMKVÆMDUM sem staðið hafa yfir við Álfhólsveg í Kópavogi í vikunni er að ljúka. Að sögn Þórarins Hjaltasonar, bæjarverkfræðings, er verið að endurgera Skólatröð og hefur þurft að skipta þar um lagnir bæði skolps og vatns og tengja þær út í aðalæð í Álfhólsvegi og þurfti að þvera götuna. Auk þess hefur Hitaveita Reykjavíkur verið að endurnýja sínar lagnir. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 161 orð

Nýr sendiherra Bandaríkjanna

SENDIRÁÐ Bandaríkjanna tilkynnti í gær að Day Mount, nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, kæmi til Íslands í gær. Mount er starfsmaður utanríkisþjónustunnar og gegndi síðast (frá 1993) stöðu yfirmanns Umhverfismálaskrifstofu í þeirri deild utanríkisráðuneytisins sem fjallar um umhverfismál á alþjóðahafsvæðum. Tilnefning hans til að verða sendiherra var staðfest af Bandaríkjaþingi þann 11. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Nýr umsjónarmaður Dagsljóss

KOLFINNA Baldvinsdóttir verður einn umsjónarmanna Dagsljóss hjá Sjónvarpinu í vetur. Ritstjóri þáttarins verður Svanhildur Konráðsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson mun einnig vinna áfram að þættinum. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 192 orð

Ráðstefna um sjálfbæra þróun á 21. öld

FYRIRHUGAÐ er að halda fund á Þingvöllum árið 2000 með forystumönnum í umræðunni um framtíð mannkyns, þ.e. völdum þjóðarleiðtogum, andlegum leiðtogum, aðilum úr atvinnulífi og fulltrúum ungs fólks. Til þess að undirbúa þennan fund hefur verið boðað til undirbúningsráðstefnu, sem haldin verður í Reykjavík og á Þingvöllum dagana 13.-14. september næstkomandi. Meira
29. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 303 orð

Sary staðfestir klofning IENG Sary

IENG Sary, einn af leiðtogum Rauðu khmeranna í Kambódíu, staðfesti í gær að hann hefði slitið öllu sambandi við Pol Pot og félaga hans og stofnað nýjan stjórnmálaflokk með það að markmiði að ná sáttum við núverandi stjórnvöld í Phnom Penh. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 195 orð

Sextíu starfsmönnum sagt upp störfum

STJÓRN Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hefur ákveðið að leggja bolfiskvinnslu á vegum fyrirtækisins niður frá og með næstu áramótum um óákveðinn tíma. Ástæður þess að gripið er til þessara aðgerða eru þær að enginn rekstrargrundvöllur er í hefðbundinni bolfiskvinnslu og ekki sjáanlegt að betri tíð sé framundan. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 179 orð

Sjúklingum ekki bjóðandi

INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, segir að ekki sé hægt að bjóða sjúklingum upp á þá aðstöðu sem fyrir hendi sé í elsta hluta Sjúkrahússins á Blönduósi og því hafi verið ákveðið að innrétta efstu hæð viðbyggingarinnar. Ráðherra benti á að ekki væri um nýjan rekstur að ræða heldur væri verið að flytja úr ónýtu húsnæði í nýtt. Meira
29. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 434 orð

Starfsemi verður allt árið

ÚTGERÐAR- og fiskvinnslufyrirtækið Friðþjófur á Eskifirði, sem Samherji á Akureyri keypti í síðustu viku, hefur veitt 20-60 manns að jafnaði atvinnu síðustu ár. Þorsteinn Már Baldvinsson, einn framkvæmdastjóra Samherja, segir engar áætlanir um að fækka starfsfólki. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 375 orð

Stofna 4 þjónustumiðstöðvar

ÁKVEÐIÐ hefur verið að skipta Reykjavík upp í fjögur hverfi í byrjun september og í hverju hverfi verði komið á fót þjónustumiðstöð fyrir grunnskóla. Innan hverrar þjónustumiðstöðvar mun starfa teymi fagfólks, s.s. sálfræðingar, kennsluráðgjafar, sérkennarar og fagstjórar í sérkennslu, að því er fram kom á starfsmannafundi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur í gær í Laugardalshöll. Meira
29. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 416 orð

Styttri hringvegur og betri

Húsavík-Í sumar hefur verið unnið að vegagerð á Hólsfjöllum og nýr vegur lagður á rúmlega 13 km vegarkafla frá Jökulsárbrúnni (efri) á Fjöllum og austur á Biskupsás. Nýja vegarstæðið liggur ekki um hlaðið á Grímsstöðum eins og nú því nýi vegurinn er töluvert sunnar í beinni línu frá Jökulsárbrúnni og að Biskupsási. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 170 orð

Sundbakkadagur í Viðey

SUNDBAKKADAGUR verður haldinn í Viðey á morgun, laugardag. Örlygur Hálfdanarson, sem er allra manna fróðastur um sögu Sundbakkans, þorpsins sem reis í Viðey á fyrstu árum aldarinnar og var í byggð til 1943, ætlar að ganga með Viðeyjargestum um svæðið og jafnframt að útskýra ljósmyndasýninguna í Viðeyjarskóla, segir í fréttatilkynningu. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 228 orð

Templarahöllin til sölu

TEMPLARAHÖLLIN við Eiríksgötu 5, hefur verið auglýst til sölu. Að sögn Árna Norðfjörð, framkvæmdastjóra hússins, er ekki rekstrargrundvöllur fyrir húsinu eins og er. Árni sagði að ein hæð hússins hafi staðið auð frá því í vor þegar Sjúkrahús Reykjavíkur hætti að reka þar göngudeild. "Það er dýrt að eiga svona hús og þarf heilmiklar tekjur til að standa undir því," sagði hann. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Tímasetning aðgerða

Augndeild flutt frá Landakoti til Landspítala fyrir 1. nóvember. Starfsfólki sagt upp 1. september og endurráðið að nýju á Landspítala. Tvær öldrunardeildir opnaðar á Landakoti 1. janúar 1997. Öllu starfsfólki í Hátúni sagt upp 1. október n,k. og það endurráðið eftir þörfum á Landakoti í ársbyrjun 1997. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 174 orð

Tíuþúsundasti þáttur Útvarps Umferðarráðs

ÚTVARP Umferðarráð sendi út tíu- þúsundasta þátt sinn á þriðjudag. Útvarpið hefur verið starfandi síðan haustið 1992 og sendir út hagnýtar upplýsingar um umferðina á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins. Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs, segir að 10-12 þættir séu sendir út daglega. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Tæpar fimm milljónir á Hvolsvöll

DREGIÐ var í svokölluðum Heitum potti hjá Happdrætti Háskólans á þriðjudag. Aðeins er eitt númer dregið út og að þessu sinni gekk einn einfaldur vinningur út, en alls geta fimm manns átt sama númerið, þ.e. einn trompmiða sem er fimmfaldur og fjórir einfalda miða. Vinningsupphæðirnar sem komu á óseldu miðana bætast við Heita pottinn í næsta mánuði. Vinningur þriðjudagsins, kr. 4. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 200 orð

Umferðarátak í byrjun skólaárs

LÖGREGLA um allt land mun standa fyrir samræmdum aðgerðum og eftirliti dagana 30. ágúst til 6. september í tilefni af skólabyrjun. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að áhersla verði lögð á öryggi skólabarna og umferð í námunda við grunnskóla nú þegar þeir taka til starfa að nýju. Meira
29. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 644 orð

Unnið að lagningu jarðstrengja á ísingarsvæðum

Í LOK síðasta árs var ákveðið að verja 118 milljónum króna til strengvæðingarátaks á ísingarsvæðum í rafdreifikerfi Rarik. Byggt var á gögnum um ísingu á liðnum árum sem safnað hefur verið saman í gagnabanka. Á Norðurlandi eystra verður varið um 41 milljón króna til lagningar um 27 km af jarðstrengjum á erfiðustu ísingarsvæðunum. Meira
29. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Varð undir valtara

UNGUR maður sem var að vinna við malbikun á bílastæði við Kringlumýri á Akureyri varð undir valtara í gærdag. Verktakar voru að vinna við malbikun bílastæðisins, maðurinn var að vinna á þjöppur þegar honum skrikaði fótur og datt. Ökumaður valtarans varð þess ekki var og bakkaði yfir hægri fót hans. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Verslunin Hjá Hrafnhildi flytur um set

KVENFATAVERSLUNIN Hjá Hrafnhildi hefur flutt frá Sævarlandi 18 og opnað í nýju húsnæði að Engjateigi 5. Verslunin býður upp á vandaðan þýskan kvenfatnað í stærðunum 36-52 fyrir konur á öllum aldri. Helstu merkin eru meðal annars HMC Hucke, Hammer, Tuzzi, Come on og nýtt merki Hammerschmidt. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 990 orð

Vetrardvöl í Karíbahafi

KARÍBAHAF er meðal eftirsóttustu svæða í heiminum hjá ferðamönnum og vinsældir aukast stöðugt með bættum aðbúnaði og aukinni þjónustu. Óneitanlega koma siglingar á glæsilegum skemmtiferðaskipum fyrst upp í hugann í þessu sambandi, en dvöl á eyjum Karíbahafs nýtur einnig sívaxandi vinsælda, einkum að vetrarlagi meðal fólks sem býr í köldum löndum. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Vilja auka jafnréttisfræðslu í skólum

UM 40 fulltrúar alls staðar af landinu sóttu landsfund jafnréttisnefnda sem haldinn var á Flughótelinu í Reykjanesbæ dagana 23. og 24. ágúst sl. Aðalefni fundarins var hvernig jafnréttisnefndir geti aukið fræðslu um jafnréttismál í grunnskólum. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Vilja reyna innfluttar kýr hér

Á AÐALFUNDI Landssambands kúabænda, sem haldinn var að Hallormsstað 25.-26. ágúst, var í ályktun hvatt til þess að áfram yrði unnið að því að skapa möguleika á að reyna kýr af innfluttu kyni við íslenskar aðstæður tækist að fjármagna slíkan innflutning á viðunandi hátt. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 164 orð

Vinnuhópur um umferðaröryggi

SKIPAÐUR hefur verið vinnuhópur til að vinna að framvindu umferðaröryggisáætlunar. Í vinnuhópnum eiga sæti Þórhallur Ólafsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, formaður, Georg Lárusson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, og Rögnvaldur Jónsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vegagerðarinnar. Skipunartími vinnuhópsins er til ársloka 2000. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð

Ættfræðiþjónustan 10 ára

TÍU ár eru liðin um þessar mundir frá stofnun Ættfræðiþjónustunnar í Reykjavík. Frá upphafi hefur námskeiðahald verðið burðarásinn í starfsemi fyrirtækisins. Auk námskeiðanna er fyrirtækið með ættarannsóknir og bóksöluþjónustu. Meira
29. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 164 orð

Öll dagblöðin aðgengileg blindum tölvunotendum

FRÁ og með 29. ágúst verða öll dagblöð landsins aðgengileg blindum og sjónskertum tölvunotendum, segir í fréttatilkynningu frá Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Í fréttatilkynningunni segir: "Fyrir tæpum tveimur árum hófst útgáfa á Morgunblaðinu með þessum hætti, en Blindrafélagið og Morgunblaðið hófu undirbúning að stafrænni útgáfu fyrir 6 árum. Meira
29. ágúst 1996 | Miðopna | 1130 orð

Örlar á gagnrýni en endurkjör Clintons sett á oddinn

HILLARY Rodham Clinton, eiginkona Bandaríkjaforseta, var í sviðljósinu á flokksþingi demókrata í Chicago á þriðjudagskvöld, en blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson og Mario Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York, voru fyrstir til að vekja máls á óánægju vinstri vængs demókrataflokksins með að Bill Clinton forseti skyldi undirrita lög um að skera niður framlög til félagsmála, Meira

Ritstjórnargreinar

29. ágúst 1996 | Leiðarar | 699 orð

LEIDARI TÆKIFÆRI Í SJÁVARÚTVEGI NGINN VAFI leikur á þv

LEIDARI TÆKIFÆRI Í SJÁVARÚTVEGI NGINN VAFI leikur á því, að unnt er að stórauka verðmæti íslenzkra sjávarafurða með fullvinnslu, þ.e. með útflutningi afurða í neytendapakkningum. Þar eru hin miklu tækifæri sjávarútvegsins og fiskiðnaðarins og þau eru nú aðeins nýtt að hluta. Meira
29. ágúst 1996 | Staksteinar | 305 orð

»Síðustu forystugreinarnar SÍÐASTI Tíminn kom út á miðvikudag og birtist þá fo

SÍÐASTI Tíminn kom út á miðvikudag og birtist þá forystugrein blaðsins, hin síðasta, sem bar fyrirsögnina "Tímamót". Eins kom síðsti Dagur út og var forystugreinin með fyrirsögninni "Að leiðarlokum". Meira

Menning

29. ágúst 1996 | Tónlist | 260 orð

Að yfirvinna þungleikann

Nina Flyer og Anna Guðný Guðmundsdóttir fluttu verk eftir Martinú, Joan Tower, Barber og Lukas Foss. Þriðjudagurinn 27. ágúst, 1996 TÓNLEIKARNIR hófust á Tilbrigði um stef frá Slóvakíu, eftir Bohuslav Martinú, skemmtilegu verki sem var þó á köflum nokkuð stirðlegt. Það vantaði að samspilið væri nægilega leikandi þó verkið í heild væri ágætlega flutt. Meira
29. ágúst 1996 | Kvikmyndir | 312 orð

Arnold í tiltektinni

Leikstjóri Charles Russell. Handritshöfundur Tony Puryear, Walon Green. Kvikmyndatökustjóri Adam Greenberg. Tónlist Alan Silvestri. Aðalleikendur Arnold Schwarzenegger, James Caan, Vanessa Williams, James Coburn, Robert Pastorelli, Joe Viterelli. Bandarísk. Warner Bros 1996. Meira
29. ágúst 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Áhrif andartaksins

Opið alla daga frá kl. 13­18. Lokað mánudaga. Aðgangur 200 krónur. Sýningarskrá 1200 krónur. Veggspjald og eftir- prentanir 400 kr. Til 8. september. ÞAÐ telst ávallt mikilsháttar viðburður þegar settar eru upp sýningar á japönskum tréristum og málverkum fyrri alda hvar sem er í heiminum því þær hafa haft drjúg áhrif á framþróun myndlistar á seinni tímum. Meira
29. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 47 orð

Blundað fyrir matinn

EINN 27 simpansapa í Taronga dýragarðinum í Sydney í Ástralíu fær sér blund á félaga sínum áður en matartími þeirra hefst. Fáir dýragarðar í heiminum halda annan eins fjölda af simpönsum. Elsti simpansinn í garðinum er 49 ára gamall en sá yngsti sex mánaða. Meira
29. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 41 orð

Cocker dæmir fegurð

ÍSLANDSVINURINN Jarvis Cocker, söngvari popphljómsveitarinnar Pulp, tekur sér ýmislegt fyrir hendur og er, að sögn kunnugra, meðal annars næmur á kvenlega fegurð. Hér sést hann með ofurfyrirsætunni Karen Mulder við dómgæslu í úrslitum Elite fyrirsætukeppninnar í Bretlandi. Meira
29. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Enginn skilaði Oasis miðum

NOEL Gallagher, aðalsprauta hljómsveitarinnar Oasis og söngvari síðan bróðir hans Liam hætti við að koma með hljómsveitinni í tónleikaferð þeirra til Bandaríkjanna, sést hér á sviðinu í Rosemont í Illinois á fyrstu tónleikunum í tónleikaferðinni. Tónleikahaldarar buðu fólki upp á endurgreiðslu miða vegna forfalla Liams en enginn tók því boði. Meira
29. ágúst 1996 | Menningarlíf | 28 orð

Fundin ljóð

Fundin ljóð SÍÐUSTU 66 mínútur úr Fundnum ljóðum Páls Ólafssonr heitir ljóðadagskrá sem leikararnir Hjalti Rögnvaldsson og Halldóra Björnsdóttir flytja á Kaffi Austurstræti, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 22. Meira
29. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Grínisti á Sólon

DANSKI píanóleikarinn og grínistinn Sigurd Barrett skemmti gestum á Sólon Íslandus um helgina. Hann brá sér í líki ýmissa frægra manna, fór með gamanmál, söng og spilaði. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGRÍÐUR Brynjarsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Katrín Reynisdóttir, Meira
29. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 39 orð

Gæsin vaktar hjólið

ÍBÚI í Manila, höfuðborg Filipseyja, hjólar hér með gæludýrið sitt, gæs, á útimarkaðinn í borginni. Hann sagðist aðspurður ætíð taka gæsina með á markaðinn til að varna því að glæpagengi steli hjólinu á meðan hann verslar. Meira
29. ágúst 1996 | Menningarlíf | 497 orð

Harmsaga með gamansömum hætti

ÞETTA ER gamanleikrit með öllum þeim alvarlegu undirtónum sem maður getur hugsað sér," segir Þórhallur Sigurðsson leikstjóri Hinna kúnna sem verður frumsýnt í Kaffileikhúsinu annað kvöld, föstudagskvöld. Höfundur verksins er Ingibjörg Hjartardóttir en frummynd þess var unnin í Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur í fyrravetur. Meira
29. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

Hetfield óglatt, Hammet brosti

HLJÓMSVEITIN Metallica mætti með mökum á frumsýningu myndarinnar Trainspotting í New York. James Hetfield söngvari lét hafa eftir sér að honum hefði orðið óglatt á myndinni og hann hefði sannfærst enn frekar um að hann ætti að halda sig fjarri eiturlyfjum. Kirk Hammet og unnusta hans, fyrirsætan Julie Skinner, létu sér nægja að brosa til ljósmyndara. Meira
29. ágúst 1996 | Menningarlíf | 215 orð

Hljóðleiðarvísir Byrnes

TÓNLISTARMANNINUM David Byrne hefur nú tekist að sameina ólíka þætti listsköpunar sinnar á listsýningu í North Adams í Massachusetts, sem hann kallar Acoustiguide, sem mætti útleggja sem Hljóðleiðarvísi". Með hann í eyrunum virða gestir Samtímalistasafns Massachusetts fyrir sér verk á fyrstu einkasýningu Byrnes, sem nefnist Þrá". Meira
29. ágúst 1996 | Menningarlíf | 61 orð

Innritun í drengjakórinn

EINI drengjakórinn í landinu, Drengjakór Laugarneskirkju er nú að hefja sjöunda starfsárið. Á síðasta vetri voru kórfélagar 34 á aldrinum 8-15 ára. Stjórnandi kórsins verður eins og sl. tvo vetur Friðrik S. Kristinsson. Kórinn hefur æfingar miðvikudaginn 4. september kl. 17.15. Innritun og prófun nýrra kórfélaga fer fram sunnudaginn 1. september í Laugarneskirkju milli kl. 18 og 20. Meira
29. ágúst 1996 | Menningarlíf | 41 orð

Í annarlegri birtu

LISTAMAÐURINN Alan Parkinson hreiðrar um sig inni í verki sínu, "Luminarium III" sem er til sýnis á þaki Queen Elizabeth Hall í London. Verkið er gríðarstórt og ganga áhorfendur inn í það til að njóta annarlegrar birtunnar í því. Meira
29. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 413 orð

Ímynd ástríðufullrar jómfrúr

"ÞEGAR ég kom í anddyri hótelsins og hitti hann leit ég út eins ég væri nýstigin úr rúminu eftir næturlangt kynlíf," sagði leikkonan Liv Tyler 18 ára um fyrsta fund hennar og hins þekkta ítalska leikstjóra Bernardos Bertoluccis en Tyler leikur aðalhlutverkið í nýjustu mynd hans, "Stealing Beauty". Meira
29. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 108 orð

Kvikmynd um Ólympíuleikana í Atlanta

Í DAG eru gerðar kvikmyndir um alla mögulega og ómögulega hluti. Ef gerð væri bíómynd um nýafstaðna Ólympíuleika í Atlanta er uppástunga kvikmyndaspekúlanta um röðun í hlutverk eftirfarandi. ROBIN Williams myndi passavel í hlutverk fimleikaþjálfarans harðskeytta Bela Karolyi. Meira
29. ágúst 1996 | Menningarlíf | 78 orð

Ljósmyndir Lárusar

LÁRUS S. Aðalsteinsson opnar ljósmyndasýningu í gallerí Myndás, Laugarásvegi 1, laugardaginn 31. ágúst kl. 14. Myndefnið sem er sótt víða af landinu er landslag, borgarstemmning, eyðibýli og margt fleira. Myndirnar eru allar svart/hvítar og eru afrakstur síðustu tveggja ára. Meira
29. ágúst 1996 | Menningarlíf | 135 orð

Norðmenn tónelskastir

NORÐMENN eru tónelskasta þjóð heims, ef marka má kaup þeirra á geisladiskum, að því er segir í The Economist. Þar kemur fram að á síðasta ári keyptu Norðmenn að jafnaði geisladiska, plötur og hljóðsnældur fyrir sem svarar til 4.490 ísl. kr. Hefur salan aukist um 147% á síðustu fimm árum þar í landi. Meira
29. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð

Nýr Casablanca

SKEMMTISTAÐURINN Casablanca var opnaður á nýjum stað, Lækjargötu 2, um síðustu helgi. Gamlir fastagestir létu sig ekki vanta og ný andlit bættust í hópinn. KIDDI Bigfoot eigandi staðarins, Ágústa Valsdóttir og Gunnlaugur Helgason útvarpsmaður, unnusti Ágústu, fögnuðu endurreisn Casablanca. Meira
29. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Ný Stallone

LEIKARANUM knáa Sylvester Stallone og unnustu hans Jennifer Flavin fæddist lítil stúlka á spítalanum í Suður-Miami í vikunni. Þetta er fysta barn þeirra saman. Stúlkan, sem þegar hefur fengið nafnið Sophia Rose, vóg 13 merkur við fæðingu. Móður og barni heilsast vel. Stallone var viðstaddur fæðinguna og tók sér frí frá tökum myndar sinnar Copland á meðan. Meira
29. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð

Ono tónleikar

MYNDLISTAR - og tónlistarmaðurinn Yoko Ono, eiginkona John Lennons heitins, hélt tónleika í Central Park í New York nýlega. Með henni á tónleikunum léku meðal annars Adam Yauch bassaleikari Beastie Boys, John Spencer og John Zorn. Hér sést Yoko ásamt syni sínum og Lennons, Sean Ono Lennon, og Adam Yauch. Meira
29. ágúst 1996 | Myndlist | -1 orð

"Planta í potti"

Kristín Ísleifsdóttir, Páll Kristjánsson. Opið alla daga frá 13-18. Lokað mánudaga. Til 8. september. Aðgangur 200 krónur. Sýningarskrá 100 krónur. ÁN NOKKURS vafa er það sérstök listgrein að rækta bonsaitré svo vel fari og sýningar á þeim sem ég hef séð erlendis hafa ekki síður vakið viðbrögð hjá mér en mótaðir skúlptúrar. Meira
29. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 609 orð

Safnfréttir, 105,7

ARI Í ÖGRI Á föstudagskvöld leikur dúettinn Harmslag með þeim Stínu bongó og Böðvari á nikkunni. Leikin verða gömul íslensk lög í suðrænni sveiflu. Meira
29. ágúst 1996 | Menningarlíf | 113 orð

Síðustu sýningar

SÍÐUSTU þrjár sýningar verða í kvöld, fimmtudagskvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld. Sýningarnar hefjast kl. 21 í Tjarnarbíói (hjá Ráðhúsi Reykjavíkur). "Efnisskrá er mjög fjölbreytileg, má þar nefna leikþætti sem byggðir eru á íslenskum þjóðsögum svo sem Móðir mín í kví, kví, Djáknin á Myrká, Sæmundur fróði og Ragnarök úr Völuspá. Meira
29. ágúst 1996 | Menningarlíf | 153 orð

"Um skaðsemi áfengisins" eftir Anton Tsékov

NÚ Í sumar hefur verið rekið kaffileikhús hvert fimmtudagskvöld á hinum nýja veitingastað Café Ris á Hólmavík. Fjögur verkefni hafa verið þar á fjölunum í sumar. "Sigurður Atlason, forsprakki kaffileikhússins, hefur nú skipulagt leikför um Vestfirði með einleikinn skoplega "Um skaðsemi áfengisins" eftir Tsékov, en hann hefur för í dag, fimmtudag, Meira

Umræðan

29. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 143 orð

Bréfkorn til Árna Johnsen

EINS og fleiri ágætismenn, sem slitu barnsskóm sínum í Vestmannaeyjum hefi ég mikið dálæti á öllu fiskmeti og góð fiskisúpa eitthvað það besta, sem ég fæ. Betri helmingur minn hefir hinsvegar í áratugi verið að reyna að telja mér trú um að matur úr jurtaríkinu væri allra mata hollastur. Meira
29. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 425 orð

Dómadagsvaðall doktorsins

PRÓFESSOR, doktor juris Páll Sigurðsson hefur á undanförnum vikum látið dæluna ganga á síðum Morgunblaðsins, allt vegna þeirrar ósvinnu umhverfisráðherra og embættismanna hans, að gera ekki nákvæmlega það sem hugnast prófessor, doktor Páli og pótintátum hans hjá Ferðafélagi Íslands. Meira
29. ágúst 1996 | Aðsent efni | 665 orð

Flaggað út

Í MORGUNBLAÐINU fyrir nokkru birtist blaðagrein eftir Sigurgeir Sigurðsson skiparekstrarfræðing og forstöðumann skiparekstrardeildar hjá bresku skiparekstrarfélagi í Lundúnum. Það er ánægjulegt að sjá greinar eftir ungt fólk sem hugleiðir ástand verslunarflotans, bæði hér á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Meira
29. ágúst 1996 | Aðsent efni | 912 orð

Heilsugæslan í veði ­ hlutverk Háskólans

ÞEGAR þetta er skrifað eru tæpar fjórar vikur síðan almenn heilsugæsluþjónusta lagðist að mestu niður hér á landi vegna uppsagna um 90% allra heilsugæslulækna á landinu. Margir telja að hér sé um tilfallandi launabaráttu heilsugæslulækna að ræða, en full ástæða er fyrir almenning og yfirvöld að gera sér grein fyrir því að svo er alls ekki. Meira
29. ágúst 1996 | Aðsent efni | 715 orð

Mengun eða ekki mengun?

UMHVERFISMÁL á Siglufirði eru í miklum ólestri og reyndar má fullyrða um þann málaflokk að hann sé í meiri ólestri hér á Siglufirði en víðast hvar annarstaðar. Mengun - Mengun Mengun á Siglufirði hefur til þessa verið í huga hins almenna íbúa Siglufjarðar fyrst og fremst tengd síldar- og loðnubræðslu. Meira
29. ágúst 1996 | Aðsent efni | 540 orð

Ráðherra spriklar í alneti Vinnubrögð ráðherrans, segir Svavar

SAGT er að biskupar hafi áður sent frá sér umburðarbréf sem hétu þannig nafni á latínu að landslýðurinn kallaði bréfin bullur upp á íslensku. Þá var talað um bullur biskupsins og nutu þau víst lítillar virðingar. Síðan hafa valdsmenn ekki sent frá sér bullur þannig að talið sé tiltökumál; varla veit nokkur maður lengur hvað er umburðarbréf. Meira
29. ágúst 1996 | Aðsent efni | 576 orð

Ríkið hækkar vörugjald

EINS OG fram hefur komið í fjölmiðlum er búið að kæra vörugjaldsálagningu ríkisins til eftirlitsstofnunar EFTA, (ESA). Talið er að vörugjöld séu brot á EES-samningnum sem Íslendingar eru aðilar að og séu í raun dulbúnir tollar. Þrátt fyrir þessa kæru sem enn er óafgreidd, var vörugjald á snyrtivörur hækkað þann 1. júlí sl. úr 13,75% í 15%. Meira
29. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 274 orð

Skerðing á lífsgæðum

ÉG TEK heilshugar undir orð Húns Snædal í bréfi til blaðsins fyrir skömmu um megna lykt frá Krossanesverksmiðjunni sem iðulega leggur yfir Akureyrarbæ. Ekki vil ég þó taka svo djúpt í árinni að óska þess að verksmiðjan brenni til kaldra kola! En mér finnst spurning hvort eigi að bræða hér loðnu um mitt sumar, þegar mesta átan er í hráefninu og ýldufýluna leggur yfir bæinn. Meira
29. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 625 orð

Steinkudys

FORNA þjóðbrautin frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og áfram suður með sjó lá sjóhending frá vaðinu á Læknum þar sem hann breiddi úr sér á sandfjörunni þar sem nú er Kalkofnsvegur/Geirsgata svo sem enn sér glögg merki um skáhallt utan í Arnarhólnum uppeftir Skólavörðuholtinu og áfram niður af því sunnanverðu niður á malarás þann sem tengdi Skólavörðuholtið Öskjuhlíðinni. Meira

Minningargreinar

29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 230 orð

Anna Sigurðardóttir

Elskuleg vinkona okkar, Anna Sigurðardóttir, hefur kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Fyrir 48 árum hittumst við 8 íslenskar stúlkur í Sorø húsmæðraskóla í Danmörku, allar í útlöndum í fyrsta skipti. Við bundumst traustum vináttuböndum, sem aldrei hafa rofnað síðan. Anna er önnur af okkur skólasystrum sem kveður. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 239 orð

Anna Sigurðardóttir

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þegar horft er yfir farinn veg man ég ávallt þær gleðistundir er ég átti með ömmu minni og afa í Hrauntungu. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 301 orð

Anna Sigurðardóttir

Reglusystkin í Sam-Frímúrarareglunni Le Droit Humain sjá nú á eftir öflugri systur úr forystusveit sinni og hafa þar með misst sterka stoð úr musteri sínu. Anna Sigurðardóttir gekk í regluna 1958 og hefur því starfað þar í 38 ár samfleytt, þótt úr því hafi dregið nú að síðustu er hún átti við erfið veikindi að stríða. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 28 orð

ANNA SIGURÐARDÓTTIR Anna Sigurðardóttir fæddist í Syðsta-Hvammi, Vestur-Húnavatnssýslu 12. janúar 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi

ANNA SIGURÐARDÓTTIR Anna Sigurðardóttir fæddist í Syðsta-Hvammi, Vestur-Húnavatnssýslu 12. janúar 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Digraneskirkju 28. ágúst. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 26 orð

DANÍEL GUÐMUNDSSON Daníel Guðmundsson fæddist í Hafnarfirði 14. nóvember 1925. Hann lést á Borgarspítalanum 19. júlí

DANÍEL GUÐMUNDSSON Daníel Guðmundsson fæddist í Hafnarfirði 14. nóvember 1925. Hann lést á Borgarspítalanum 19. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Aðventkirkjunni 26. júlí. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 103 orð

Daníel Guðmundsson Húmið á sígur komin hinsta nótt, hallar nú degi, allt svo undur hljótt. Dapurt í heimi dauðinn tekur völd

Daníel Guðmundsson Húmið á sígur komin hinsta nótt, hallar nú degi, allt svo undur hljótt. Dapurt í heimi dauðinn tekur völd dugmikill varst þú gegnum árafjöld. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 173 orð

Emil Gíslason

Það er jóladagur. Mamma hringir: "Pabbi þinn datt og er kominnn á sjúkrahús." Þannig hófst þrautaganga pabba míns og okkar. Þarna var búið að svipta hann þátttöku sinni í lífinu, hann var orðinn áhorfandi. Það komu nokkur svona símtöl í viðbót það sem eftir var af þessum vetri. Við pabbi áttum hins vegar góðar stundir saman. Nærri daglega hittumst við þetta árið. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 285 orð

Emil Gíslason

Látinn er hér í borg Emil Gíslason húsasmíðameistari. Hann var fæddur í Reykjavík 9. ágúst 1940 og var því aðeins liðlega 56 ára er hann lést 22. ágúst sl. eftir erfið veikindi. Emil var maður athafna fremur en orða og kom því víða við og skildi eftir sig spor sem seint munu mást. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 464 orð

Emil Gíslason

Nú er hann tengdapabbi dáinn. Þessi stóri, sterki maður, þessi klettur og kjölfesta fjölskyldu sinnar, er horfinn. Skarðið sem hann skilur eftir sig verður aldrei fyllt. Emil var okkur sem annar faðir, en auk þess náinn vinur og skemmtilegur félagi. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 489 orð

Emil Gíslason

Með fáum orðum langar mig til að kveðja móðurbróður minn Emil Gíslason og þakka honum samfylgdina. Hann andaðist á Grensásdeild Landspítalans langt um aldur fram aðeins 56 ára gamall. Emil var um fermingaraldurinn þegar ég fæddist, hann er því tengdur mínum fyrstu bernskuminningum á ýmsan veg allt frá því að vera barnapía eða við leiki og síðar sem góður vinur, Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 169 orð

Emil Gíslason

Nú er hann Emil dáinn eftir hetjulega baráttu. Emil hóf störf hjá Trésmiðju Reykjavíkurborgar í byrjun árs 1990 og starfaði þar sem yfirverkstjóri. Fjórum árum síðar varð hann eftirlitsmaður á byggingadeild borgarverkfræðings og starfaði þar til dauðadags. Í starfi reyndist Emil vera traustur maður. Í krafti reynslu sinnar átti hann auðvelt með að leysa hin margvíslegustu vandamál. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 188 orð

Emil Gíslason

Það er sárt til þess að hugsa, elsku pabbi minn, að þú sért búinn að kveðja þennan heim og söknuðurinn nístir hjarta mitt dag hvern en það er mér þó huggun að þú sért kominn til lands ljóss og friðar þar sem foreldrar þínir og systir hafa tekið vel á móti þér. Þar veit ég að þér mun líða vel og ert laus við allar þær þjáningar sem þú þurftir að þola í veikindum þínum. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 389 orð

Emil Gíslason

Farinn er góður vinur og félagi eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er sárt að sjá á eftir svo góðum dreng í blóma lífsins teknum burt frá yndislegri fjölskyldu og björtum framtíðarvonum. Ég hafði fyrst kynni af Emil Gíslasyni 1982 þegar ég hóf störf hjá Samverk á Hellu. Emil rak þá af miklum myndarskap byggingafélagið Einingu og keypti gler af Páli í Samverk. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 466 orð

Emil Gíslason

Mig langar með fáum orðum að minnast góðs vinar sem jarðsunginn verður í dag. Kynni okkar hófust er hann gerðist starfsmaður minn sem húsasmiður vorið 1970. Strax þá mynduðust vináttubönd sem ekki hafa rofnað síðan. Breytti þar engu þó hann nokkrum árum síðar hætti störfum hjá mér og hæfi sjálfstæða starfsemi sem byggingameistari. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 134 orð

EMIL GÍSLASON

EMIL GÍSLASON Emil Gíslason fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1940. Hann lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Ingimundar og Helga Bjarnadóttir. Gísli og Helga eignuðust fjögur börn. Bjarna, Maríu, sem lést 2. janúar 1994, Trausta og Emil. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 615 orð

Kristín Guðmundsdóttir

Bernskuheimili Stínu frænku var að Hruna í Ólafsvík. Þar áttu foreldrar hennar kú og nokkrar kindur og Guðmundur faðir hennar var sá fyrsti sem gerði út vélbát frá Ólafsvík. Stína var sú þriðja í röðinni af átta systkinum. Hún missti ung föður sinn. Strax frá barnæsku vandist hún því að vinna hörðum höndum og taldi það ekki eftir sér. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 161 orð

Kristín Guðmundsdóttir

Þær eru margar bernskuminningarnar úr Miðtúninu hjá Stínu og Magnúsi. Öll höfum við dvalið þar löngum systkinin, stundum í pössun hjá þeim hjónum, og þrátt fyrir að kröfur okkar væru miklar og að stöðugt þyrfti barnshugurinn að hafa eitthvað fyrir stafni leiddist okkur aldrei. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 241 orð

Kristín Guðmundsdóttir

Hún Stína frænka hefur kvatt þennan heim - og það getur hún gert með góðri samvisku, því alltaf hefur Stína skilað sínu hundrað prósent og stundum rúmlega það. Þeir eru ekki margir eftir í heiminum í dag sem eru jafnhógværir og ósérhlífnir og hún Stína. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 335 orð

Kristín Guðmundsdóttir

Elsku Stína mín, nú ertu farin yfir móðuna miklu, þangað sem leiðin okkar allra liggur að lokum, og ég get ekki látið hjá líða að þakka þér samfylgdina hér. Þú reyndist mér sem besta móðir, eftir að ég kom inn í fjölskylduna, og stóðst með mér og börnunum mínum í gegnum þykkt og þunnt og þið hjónin bæði. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 287 orð

KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Kristín Guðmundsdóttir fæddist í Ólafsvík 23. ágúst 1919. Hún lést á dvalarheimilinu Hrafnistu 21. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Ólafíu Katrínar Sveinsdóttur verkakonu frá Staðarfelli, Fellsströnd, og Guðmundar Þórðarsonar útgerðarmanns. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 147 orð

Óskar Eyjólfsson

Óskar Eyjólfsson var einstakur heiðursmaður. Samviskusamur, nákvæmur, hlýr og skyldurækinn. Hann var vel lesinn og fróður, átti "bókaherbergið sitt", sem hann var reyndar gerður brottrækur úr þegar unglinginn mig vantaði húsaskjól fyrir tæpum þrjátíu árum. Hann tók því mjög vel og ég fékk dásamlegar móttökur á heimili hans og Stebbu konunnar hans. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 61 orð

ÓSKAR EYJÓLFSSON Óskar Eyjólfsson fæddist á Stokkseyri 25. maí 1911. Hann lést í Reykjavík 23. ágúst síðastliðinn. Óskar giftist

ÓSKAR EYJÓLFSSON Óskar Eyjólfsson fæddist á Stokkseyri 25. maí 1911. Hann lést í Reykjavík 23. ágúst síðastliðinn. Óskar giftist 18. nóvember 1944 Stefaníu Ársælsdóttur, f. 9. mars 1918, látin. Þau áttu einn fósturson, Sæmund Bjarkan Árelíusson, f. 20.2. 1946, hann á fimm börn. Óskar var húsasmíðameistari að mennt. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 306 orð

Stefán Haraldsson

Kæri nafni, vinur og frændi. Mig langar til að kveðja þig og þakka þér fyrir samverustundirnar þótt ekki hafi þær verið margar í seinni tíð. En þessar æskuminningar eru mér ljóslifandi. Ég var skírður í höfuðið á þér og þú tókst strax miklu ástfóstri við mig. Við fórum alltaf saman í sund á sunnudögum og heimsóttum ömmu Júlíönu á Hrafnistu á eftir og fengum límonaði. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 279 orð

Stefán Haraldsson

Á sjötta áratugnum, þegar ég var við nám í náttúrufræðum í Lundi á Skáni, kynntist ég ýmsum íslenskum læknum, sem þar voru við sérnmám, og fjölskyldum þeirra. Nánust og lengst urðu kynni mín við Stefán Haraldsson og konu hans Sveinrúnu Árnadóttur. Framan af hokraði ég einn og var þá tíður gestur á heimili þeirra hjóna. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 888 orð

Stefán Haraldsson

Hann Stefán vinur minn Haraldsson, hann var heimsmeistari. Hann var ósjálfrátt heimsmeistari í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, þannig var hann fæddur og þannig var hann lífið í gegn. Sem dæmi má nefna að hann var orðin fluglæs aðeins fimm ára gamall. Ég á Stefáni Haraldssyni ýmislegt að þakka. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 428 orð

Stefán Haraldsson

Mig langar að minnast tengdaföður míns Stefáns Haraldssonar í nokkrum orðum en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 18. ágúst sl. Ég kynntist Stefáni fyrst fyrir 16 árum þegar ég tók að venja komur mínar á heimili hans til þess að heimsækja Sigrúnu dóttur hans, en hún var einkabarn þeirra hjóna og því augasteinninn hans pabba síns. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 282 orð

STEFÁN HARALDSSON

STEFÁN HARALDSSON Stefán Haraldsson fæddist á Akureyri 9. mars 1922. Hann andaðist á heimili sínu 18. ágúst síðastliðinn. Stefán var sonur hjónanna Haraldar Björnssonar leikara, f. 1891, d. 1968, og Júlíönu Friðriksdóttur hjúkrunarkonu, f. 1891, d. 1983. Systkini Stefáns voru: Dóra, f. 11.9. 1924, og Jón, arkitekt, f. 17.10. 1930, d. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 480 orð

Þórhildur Ingibjörg Jakobsdóttir

Hjartkær tengdamóðir okkar, Þórhildur Ingibjörg Jakobsdóttir, er látin. Við tengdadætur hennar viljum minnast Þórhildar í nokkrum orðum. Fyrir rúmlega 30 árum bjuggu hún og maður hennar Guðmundur Torfason á Njálsgötu 36 í Reykjavík. Á þessum tíma kynntumst við sonum þeirra Torfa og Jakob. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 646 orð

Þórhildur Ingibjörg Jakobsdóttir

Þórhildur Ingbjörg Jakobsdóttir fæddist að Skúfi, Norðurárdal, Austur-Húnavatnssýslu, dóttir hjónanna Jakobs Frímannssonar, bónda þar og barnakennara, og konu hans, Hallfríðar Sigurðardóttur. Jakob dó á Vífilsstöðum 1912 og fór Þórhildur þá í fóstur að Árbakka á Skagaströnd, til hjónanna Ólafs Björnssonar og Sigurlaugar Sigurðardóttur konu hans og ólst þar upp. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 293 orð

Þórhildur Ingibjörg Jakobsdóttir

Mig langar til að minnast vinkonu minnar Þórhildar Jakobsdóttur. Kynni okkar hófust þegar Þormóður bróðir hennar bað mig um að færa henni Morgunblað, sem í var minningargrein um frænda þeirra. Þá drakk ég fyrsta kaffibollann við eldhúsborðið hennar á Njálsgötu 36. Og kaffibollarnir urðu fleiri, því seinna varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í nábýli við þau hjónin, Guðmund og Þórhildi. Meira
29. ágúst 1996 | Minningargreinar | 311 orð

ÞÓRHILDUR INGIBJÖRG JAKOBSDÓTTIR

ÞÓRHILDUR INGIBJÖRG JAKOBSDÓTTIR Þórhildur Ingibjörg Jakobsdóttir fæddist á Skúf í Norðurárdal, A.-Hún., 29. febrúar 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 19. ágúst síðastliðinn. Þórhildur var sex mánaða gömul er faðir hennar féll fyrir Hvítadauðanum. Meira

Daglegt líf

29. ágúst 1996 | Neytendur | 54 orð

Grenningarkrem

KOMIÐ er á markað sérstakt grenningarkrem. Það er S. Gunnbjörnsson & co sem flytur kremið inn en það er ætlað snyrti-, og nuddstofum. Kremið er unnið úr náttúrulegum efnum og á að vinna á fitufrumum, losa vatn og hafa áhrif á appelsínuhúð. Hver meðferð tekur 30-40 mínútur og kremið kemur frá belgísku fyrirtæki. Meira
29. ágúst 1996 | Neytendur | 247 orð

Heilkjarna rúgbrauð til varnar krabbameini

NORRÆN rannsókn hefur leitt í ljós að neysla á heilkorna rúgi myndi mótstöðu í líkamanum gegn krabbameini, í blöðruhálskirtli, ristli og brjósti. Mælt er með því að snæða 150 til 200 gr af rúgkornabrauði á dag og þannig minnka líkur á að krabbamein myndist í líkamanum. Þetta kom fram á matvælaráðstefnunni Nordfood, sem Norræni iðnaðarsjóðurinn stóð fyrir hér á landi fyrir skömmu. Meira
29. ágúst 1996 | Neytendur | -1 orð

Lífrænt og vistrænt í mörgum útgáfum

FYRSTA heimssýningin á vistrænum vörum var nýlega haldin í Kaupmannahöfn, samhliða ráðstefnu IFOAM, Alþjóða hreyfingarinnar um lífrænan landbúnað. Það leynir sér ekki að þróunin er hröð á þessu sviði, því mikið fæst orðið af slíkum afurðum. Og ekki vantar áhugann, því þúsundir Kaupmannahafnarbúa og annarra gesta streymdu út í Hólmann, þar sem sýningin var haldin. Meira
29. ágúst 1996 | Ferðalög | 232 orð

Samkeppni um slagorð fyrir Ísland

NOKKUR undanfarin ár hafa ýmsir í ferðaþjónustunni rætt um nauðsyn þess að ferðaþjónustan á Íslandi kæmi sér saman um opinbert eða sameiginlegt slagorð. Á ferðamálaráðstefnu sem haldin var í Vestmannaeyjum síðastliðið haust vakti samgönguráðherra Halldór Blöndal athygli á þessu og tók undir þessa skoðun. Meira
29. ágúst 1996 | Ferðalög | 574 orð

Þýskar ferðaskrifstofur sýna áhuga

NÝLEGA gekkst þýska markaðsskrifstofan Nordis, sem sérhæfir sig í Norðurlöndum, fyrir könnun á áhuga þýskra ferðaskrifstofa á vetrarferðum til Íslands. "Við fórum að velta því fyrir okkur af hverju eftirspurn eftir vetrarferðunum væri ekki meiri en raun ber vitni," sagði Peter Marx, framkvæmdastjóri markaðsskrifstofunnar, þegar hann kom til Íslands um miðjan ágúst. Meira

Fastir þættir

29. ágúst 1996 | Dagbók | 2651 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 23.-29. ágúst eru Laugarnesapótek, Kirkjuteigi 21 og Árbæjarapótek, Hraunbæ 102B, opin til kl. 22. Auk þess er Laugarnesapótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
29. ágúst 1996 | Fastir þættir | 217 orð

AV

Föstudaginn 23. ágúst var spilaður tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með forgefnum spilum. 26 pör spiluðu 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 270 og bestum árangri náðu: NS Eyþór Hauksson ­ Helgi Samúelsson352 Jón Andrésson ­ Sæmundur Björnsson304 Gylfi Baldursson ­ Sverrir Ármannsson289 AV Meira
29. ágúst 1996 | Fastir þættir | 74 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

MÁNUDAGINN 19. ágúst spiluðu 16 pör í fimm daga keppni. Annar dagur: Eysteinn Einarsson - Sigurl. Guðjónsson297 Þórarinn Árnason - Bergur Þorvaldsson244 Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lútersson238 Guðbjörg Þórðard. - Jón. J. Sigurjónsson234 Meðalskor 210. Í Fimmtudagskeppninni spiluðu 13 pör: Meira
29. ágúst 1996 | Fastir þættir | 193 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Veitingas

Stjórn Bridssambands Íslands hefur ákveðið að leita eftir tilboðum í umsjón og rekstur veitingasölu í Þönglabakka 1 keppnisárið 1996­ 1997, frá því að sumarbridsi lýkur sunnudaginn 15. september 1996 til 16. maí 1997 þegar vetrarstarfi lýkur. Nánari upplýsingar gefur Sólveig á skrifstofu Bridssambands Íslands. Tilboð þurfa að berast fyrir 8. september nk. Meira
29. ágúst 1996 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júní í Háteigskirkju af sr. Karli Sigurbjörnssyni Dóra Thorsteinsson ogSigurður Ólafsson. Heimili þeirra er í Eskihlíð 14, Reykjavík. Meira
29. ágúst 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. maí í Háteigskirkju af sr. Karli Sigurbjörnssyni Sigurborg Vilhjálmsdóttir og Gunnar Þór Jóhannesson.Heimili þeirra er í Vesturbergi 2, Reykjavík. Meira
29. ágúst 1996 | Dagbók | 814 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
29. ágúst 1996 | Í dag | 580 orð

Ekki ánægð með leiðakerfi SVR GUÐRÚN Magnúsdóttir skrifar: "Ég

GUÐRÚN Magnúsdóttir skrifar: "Ég er sammála Jónínu Theódórsdóttur sem skrifar í Tímann 27. ágúst sl. um hið nýja leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur. Alþýða fólks var ekki höfð í ráðum þegar þessar nýju leiðir voru ákveðnar. Sannleikurinn er sá að stór hópur fólks er óánægt með breytingarnar. Meira
29. ágúst 1996 | Í dag | 498 orð

FYRRI viku birtist minningargrein í Morgunblaðinu frá dótt

FYRRI viku birtist minningargrein í Morgunblaðinu frá dóttur til föður og valdi greinarhöfundur hið fallega kvæði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, sem fyrst kom út í ljóðabókinni "Kvæði" frá 1922 undir heitinu "Kveðja", sem kveðju til föður síns. Meira
29. ágúst 1996 | Fastir þættir | 679 orð

Garðaholt og villisveppir Kristín Gestsdóttir segir að á Garðaholti og nágrenni hafi byggð lítið breyst á þessari öld og að enn

GARÐAHOLT stendur á milli tveggja hraunstrauma en um það hefur hraunið klofnað. Annar straumurinn féll í Hafnarfjörð en hinn í Skerjafjörð. Áður en Garðabær fékk kaupstaðarréttindi var bærinn og allt hverfið kallað Garðahverfi, Meira
29. ágúst 1996 | Fastir þættir | 648 orð

"Heimurinn" gafst uppfyrir Karpov

Anatólí Karpov, FIDE heimsmeistari, keppti við ótakmarkaðan fjölda skákáhugamanna víðs vegar um heim á mánudaginn. Það var alnetið sem gerði þessa keppni mögulega. EINS og vænta mátti vann Karpov auðveldlega. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem stóðu fyrir keppninni þá komu 250 þúsund manns inn á heimasíðu hennar á meðan hún stóð yfir, u.þ.b. Meira
29. ágúst 1996 | Fastir þættir | 63 orð

Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson SVEIT Landsbréfa hefir gengið

Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson SVEIT Landsbréfa hefir gengið mjög vel í bikarkeppninni ísumar. Í fyrrakvöld fór hún á Suðurnesin og spilaði gegnsveit Garðars Garðarssonar. Sveit Garðars átti einn impa tilgóða þegar leikurinn var hálfnaður en þá hrundi Róm ogLandsbréf vann leikinn, 162­51. Meira

Íþróttir

29. ágúst 1996 | Íþróttir | 67 orð

Ajax kaupir IWAN Cesar Gabrich, lan

IWAN Cesar Gabrich, landsliðsframherji Argentínu, skrifaði í gær undir fimm ára samning við hollensku meistarana í Ajax frá Amsterdam. Gabrich, sem er 24 ára, kemur frá félaginu Newell Old Boys í Argentínu og er ætlað að leika við hlið Patricks Kluiverts í framlínunni. Hann er sjötti leikmaður sem Ajax kaupir á skömmum tíma. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 165 orð

-Allt jafnt FARI svo að Akurnesi

FARI svo að Akurnesingar og KR-ingar verði jafnir að stigum eftir að liðin hafa ást við í síðustu umferðinni þarf að grípa til reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót. Þar segir í grein 3.7 um stigakeppni að verði tvö lið jöfn að stigum skal markamismunur ráða röð þeirra. Síðan er skilgreint hvernig markamismunur ákvaðast: 1. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 318 orð

Bayern á toppinn

Snotur mörk frá Thomas Helmer og J¨urgen Klinsmann innsigluðu sigur Bayern M¨unchen á Bayer Leverkusen í gærkvöldi og leið efsta sætið í þýsku 1. deildinni. M¨unchenliðið hefur nú tíu stig að loknum fjórum leikjum, einu stigi fleira en Stuttgart sem á leik inni. Það var skammt stórra högga á milli í leik Bayern og Leverkusen því á 25. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 54 orð

Blikar fá erlendan leikmann

BREIÐABLIK hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í körfuknattleiknum, alhliða bandarískan leikmann að nafni Nimto Hammons. Hann er 195 sentimetrar, lék með George Washington háskólaliðinu í fyrra og gerði þá um 15 stig að meðaltali og tók fimm fráköst auk þess sem hann var með 3,5 stoðsenidngar að meðaltali í leik. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 143 orð

Fullt hús hjá Stoke City

"ÞAÐ er alltaf gaman að vinna leiki í blálokin," sagði glaðbeittur Lárus Orri Sigurðsson í gærkvöldi eftir að hann og félagar í Stoke höfðu lagt Bradford að velli, 1:0 á heimavelli. Sigurmarkið gerði Mike Sheron úr vítapsyrnu nokkrum andartökum áður en leikurinn var úti. Við sigurinn færðist Stoke upp í efsta sæti 1. deildar ensku knattspyrnunnar ásamt Barnsley með 9 stig eftir 3 leiki. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 135 orð

Fyrsti titillinn í höfn hjá Robson B

BARCELONA varð í gær meistari meistaranna á Spáni með því að sigra Atletico Madrid samanlagt í tveimur leikjum, 6:5. Barcelona vann fyrri leikinn 5:2 en í síðari leiknum í gærkvöldi sótti Madridarliðið án afláts og sigraði 3:1. Það má því segja að Bobby Robson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, hafi byrjað vel hjá Börsungum. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 1078 orð

"Gömlu" risarnir taldir bestir aftur

Stórlið Barcelona og Real Madrid hafa eytt miklum peningum í sumar í þeim tilgangi að velta Atletico Madrid úr sessi. Atletico varð spænskur meistari í vor en ellefu ár þar á undan voru það aðeins stórliðin tvö sem nefnd voru í upphafi sem fögnuðu meistaratitlinum, og hvorugt sættir sig við það ­ að minnsta kosti ekki lengi ­ að vera ekki best. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 744 orð

Handknattleikshreyfingin verður að halda vöku sinni

Handknattleiksdeild Hauka í Hafnarfirði rekur nú handboltaskóla fyrir börn og unglinga ásamt Sigurði Gunnarssyni, sem lék með landsliði Íslands á síðasta áratug eins og margir muna. Skólinn er bæði fyrir stúlkur og drengi ­ byrjendur jafnt sem lengra komna. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 239 orð

HELGARGOLFIÐ Stigamót á Akureyri

Stigamót á Akureyri Opna Mitsubishimótið verður haldið á Akureyri á laugardag og sunnudag og er þetta jafnframt næstsíðasta stigamót sumarsins. Leiknar verða 36 holur og utan við stigakeppnina er keppt með og án forgjafar. Vestmannaeyjar Opna Stöðvamótið verður haldið í Eyjum á laugardag og sunnudag. 36 holur með og án forgjafar. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 258 orð

Hlýjar móttökur í Leifsstöð

ÍSLENSKA íþróttafólkið sem stóð sig svo frábærlega vel á nýafstöðnu Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta í Bandaríkjunum fékk hlýjar móttökur við komuna til landsins í bítið í gærmorgun. Meðal þeirra sem gerðu sér ferð suður í flugstöð af þessu tilefni voru herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sem við þetta tækifæri mælti nokkur hlý orð og bauð hópnum að sækja Bessastaði heim og Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 296 orð

Ivanisevic komst áfram

Þrír þekktir tennismenn heltust úr lestinni á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis strax í fyrstu umferð. Það voru þeir Alberto Costa frá Spáni, fyrrum ólympíumeistarinn frá Sviss, Marc Rosset, Wimbledon-meistarinn í ár Richard Krajicek. Það sem kom mest á óvart var að Króatinn Goran Ivanisevic komst áfram en hann hefur verið afar lánlítill í mótinu. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 30 orð

Í kvöld

Knattspyrna 1. deild karla kl. 18.30: Akranesvöllur:ÍA - Breiðablik Vestm'eyjar:ÍBV - Grindavík Keflavíkurvöllur:Keflavík - Valur KR-völlur:KR - Fylkir Garðabær:Stjarnan - Leiftur 3. deild karla kl. 18. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 421 orð

Johnson í "drauma" sveitina?

Aannað kvöld fer fram fjórða og síðasta "Gullmót" Alþjóða frjálsíþróttasambandsins á þessu sumri í Berlín, á sama velli og Bandaríkjamaðurinn Jesse Owens vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikunum árið 1936. Af þessu tilefni hafa skipuleggjendur mótsins unnið hörðum höndum að því að fá flestar stjörnur frjálsíþrótta dagsins í dag til að láta ljós sinn skína í keppni mótsins. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 373 orð

Keilir og Kjölur hlutskarpastir á Strandarvelli

Sveitakeppni unglinga í golfi fór fram á Hellu og Selfossi um síðustu helgi. Keppnin stóð yfir í fjóra daga, frá fimmtudeginum 22. ágúst til sunnudagsins 25. ágúst. Leikinn var höggleikur til uppröðunar fyrsta daginn, en í Sveitakeppni fullorðinna er sveitunum raðað saman eftir úrslitum síðasta árs. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 311 orð

Knattspyrna

1. deild: Barnsley - Reading3:0 Stoke - Bradford1:0 Swindon - Oldham1:0 Wolves - Q.P.R.1:1 Staðan Barnsley33008:29 Stoke33005:29 Tranmere32106:37 Bolton Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 301 orð

Knattspyrna

Minningarmót um Önnu Jónsdóttur Mótið fór fram laugardaginn 24. ágúst á KR-vellinum í Frostaskjóli. Mótið er til minningar um Önnu Jónsdóttur, sem lék með KR í meistaraflokki kvenna. Helstu úrslit. 4. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 103 orð

Kópavogsbúar vígja gerviefnið

NÆSTKOMANDI laugardag mun frjálsíþróttadeild Breiðabliks halda mót fyrir börn 14 ára og yngri, en mótið hefst kl. 10:00. Þrír fyrstu í hverri grein fá verðlaunapening og veittur verður farandbikar ásamt bikari til eignar fyrir besta afrekið í hverjum flokki samkvæmt stigatöflu. Keppt verður í fjórum flokkum drengja og stúlkna. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 67 orð

Kristján gerði tvö

KRISTJÁN Jónsson, virðist vera kominn á fullt á nýjan leik í sænsku knattspyrnunni, en hann var meiddur í upphafi tímabilsins. Kristján átti stóran þátt í 5:1 sigri Elfsborg á H¨acken um helgina, gerði tvö mörk sjálfur og lék að sögn sænskra blaða mjög vel. Kristján kom liði sínu í 1:0 á 25. mínútu með skallamarki og síðan í 3:0 með öðru skallamarki á 62. mínútu. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 328 orð

Maurice og Pires í franska hópinn FRANSKI landslið

FRANSKI landsliðsþjálfarinn Aime Jacquet, sem var gagnrýndur fyrir að leggja of mikla áherslu á varnarleik á Evrópumótinu í sumar, valdi tvo af efnilegustu sóknarmönnum Frakklands í landsliðshópinn fyrir vináttuleik gegn Mexíkó á laugardag. Það eru Florian Maurice og Robert Pires, sem hvorugur var í hópnum á EM en léku báðir með landsliðinu á Ólympíuleikunum. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 130 orð

McManaman og Fowlerúr leik gegn Moldóvum

STEVE McManaman og Robbie Fowler, leikmenn Liverpool, missa af fyrsta leik Englendinga í undankeppni HM gegn Moldavíu á sunnudag vegna meiðsla. Þetta tilkynnti Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englendinga, í gær. Þeir hafa báðir verið meiddir en reyndu að vera með á æfingu í gær en varð fljótlega ljóst að það var ekki til nokkurs. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 237 orð

Meiðsli hrjá Rúmena

RÚMENAR, sem eru með Íslendingum í riðli í undankeppni heimsmeistaramótsins, mæta Litháum í keppninni á laugardag, og verða þá án framherjanna tveggja sem leika með West Ham í Englandi, Valeriu Raducioiu og Ilie Dumitrescu "Landsliðið þarfnaðist Raducioiu og Dumitrescu en þeir eru að ná sér af meiðslum og ekki nógu heilsuhraustir í mikilvægan leik, Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 59 orð

Morgunblaðið/Golli Ungur nemur, gama

VETRARSTARFIÐ er nú að hefjast hjá handknattleiksdeildum hinna ýmsu íþróttafélaga. Undanfarnar vikur hafa nokkur félög staðið fyrir handboltaskólum fyrir börn og unglinga og er einn slíkur starfræktur hjá Haukum. Hér má sjá Sigurð Frey Birgisson stökkva inn úr horninu, en Hulda Bjarnadóttir, landsliðskona og leiðbeinandi í skólanum, sér til þess að ekkert fari úrskeiðis. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 333 orð

ROY Keane

ROY Keane hefur framlengt samning sinn við ensku meistarana Manchester United til fjögurra ára. "Roy samþykkti nýjan samning fyrir leikinn gegn Everton og við erum í sjöunda himni," sagði knattspyrnustjóri United, Alex Ferguson. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 628 orð

Sögufrægir bílar keppa hérlendis

BRETINN Dave Sutton stýrði rallbíl Ford bílaverksmiðjanna til heimsmeistaratitilsins í rallakstri á síðasta áratug og rallökumenn undir hans stjórn hafa unnið fjölda breskra meistaratitla. Sutton ætlar að koma með þrjá sögufræga rallbíla í alþjóðarallið um næstu helgi. Hann skoðaði margar keppnisleiðanna hérlendis í sumar og tók þá ákvörðun að liðsmenn hans kepptu hérlendis til prufu. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 227 orð

Til minningar um Önnu Jónsdóttur

Á laugardag fór fram knattspyrnumót fyrir 4. og 5. flokki kvenna á KR-velli í Frostaskjóli. Mótið bar heitið Minningarmót um Önnu Jónsdóttur, en hún lék knattspyrnu með meistaraflokki KR áður en hún lést í umferðarslysi í fyrra. Anna þjálfaði jafnframt fjórða og fimmta flokk kvenna í KR. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 431 orð

Tíunda Króksmótið haldið í blíðviðri

Helgina 17. - 18. ágúst fór fram Króksmótið í knattspyrnu á Sauðárkróki. Mótið er jafnframt stærsti íþróttaviðburðurinn á Norðurlandi vestra á hverju ári. Þar koma saman krakkar úr 5., 6. og 7. flokki og leika knattspyrnu af hjartans list frá morgni til kvölds í tvo daga. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 1160 orð

Verða Skagamenn Íslandsmeistarar fimmta árið í röð?

KNATTSPYRNAVerða Skagamenn Íslandsmeistarar fimmta árið í röð? Hugsanlega verður hreinn úrslitaleikur ÍA og KR á Akranesi í síðustu umferðinni Fimm umferðir eru eftir af 1. deild karla í knattspyrnu og virðist mikil spenna í vændum, bæði á toppi og á botni deildarinnar. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 48 orð

Víkingur leikur við Feyenoord

ÍSLANDSMEISTARAR Víkings í borðtennis leika á móti hollensku meisturunum, Feyenoord/Visser, í Evrópukeppni meistaraliða í TBR- húsinu á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 16. Lið Víkings skipa: Guðmundur E. Stephensen, Ingólfur Ingólfsson, Markús Árnason, Bjarni Bjarnason og Kristján Jónasson. Þjálfari liðsins er Kínverjinn Hu Dao Ben. Meira
29. ágúst 1996 | Íþróttir | 474 orð

Þórður lék með Bochum

ÞÓRÐUR Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var í leikmannahópi Bochum á móti Schalke í þýsku deildinni í fyrrakvöld og kom inn á miðjuna þegar 20 mínútur voru eftir og staðan 1:0 fyrir Schalke. Þetta var í fyrsta skipti í vetur sem Þórður er í hópnum og hann var ánægður með að fá tækifæri til að spreyta sig strax. Meira

Úr verinu

29. ágúst 1996 | Úr verinu | 169 orð

Dræmt á loðnunni

LOÐNUVEIÐIN hefur verið slitrótt lengst af þessum mánuði. Skipin hafa ýmist verið lengi að fylla sig, allt upp í viku, eða verið að koma í land með slatta. Frá því á laugardag og til miðvikudags var til dæmis aðeins landað rúmlega 4.800 tonnum af íslenzkum skipum og 1.100 tonnum ef erlendum. Meira
29. ágúst 1996 | Úr verinu | 171 orð

Nærri 700 fyrirtæki taka þátt

ÍSLENSKA sjávarútvegsýningin verður haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 18.-21. september nk. Sýningin er haldin á þriggja ára fresti og er þessi sú fimmta í röðinni. Sýningunni hefur vaxið fiskur um hrygg með hverri sýningu og hefur aldrei verið jafn viðamikil og nú. Tæplega 700 fyrirtæki taka þátt í sýningunni frá 28 löndum. Meira
29. ágúst 1996 | Úr verinu | 103 orð

Rússar auka fiskaflann

RÚSSAR veiddu alls 2,5 milljónir tonna af fiski á fyrri helmingi þessa árs. Það er um 46.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Framleiðsla á fiski til manneldis jókst um 6.000 tonn var nú 1,4 milljónir tonna. Framleiðsla á fiskimjöli dróst hins vegar saman og var nú aðeins 109.200 tonn, sem 14.000 tonnum minni en í fyrra. Meira
29. ágúst 1996 | Úr verinu | 82 orð

Rússarnir fiska í soðið

Skipverjar á rússnesku flutningaskipi sem var að lesta loðnumjöl í Neskaupstað fyrir skömmu röðuðu sér upp á bryggjukant í höfninni og stunduðu þorskveiðar af miklum áhuga. Aflinn var þokkalegur af um 1 kg fiskum. Kannski hafa Rússarnir þarna fundið leið til að ná til baka fiski í staðinn fyrir það sem við veiðum í Smugunni og þeir þykjast eiga. Meira

Viðskiptablað

29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 201 orð

Aukin hlutdeild smáfyrirtækja

NORRÆNI iðnaðarsjóðurinn, Evrópusambandið og norrænu rannsóknarráðin hafa tekið höndum saman um að auka hlutdeild smáfyrirtækja í þróunarsjóðum ESB. Ætlunin er að aðstoða fyrirtækin við að taka þátt í samstarfsverkefnum innan iðnaðar- og efnistækniáætlana ESB. Átakið beinist fyrst um sinn að iðnfyrirtækjum á sviði framleiðslutækni, efnistækni, plastiðnaðar og tréiðnaðar. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 101 orð

BA kaupir TAT

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins gaf í gær grænt ljós á yfirtöku British Airways á flugfélaginu TAT European Airlines. TAT flýgur aðallega á leiðum innanlands í Frakklandi og keypti BA 49,9% hlut í félaginu árið 1993. Lýsti breska félagið áhuga á því í júlí að kaupa allt hlutafé í félaginu. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 925 orð

Burt með bæklinga og blaður

HEILDVERSLUNIN Slípivörur og verkfæri hf. hefur fengið til landsins sérútbúinn sölu- og sýningarbíl og má segja að hann sé veggfóðraður að innan með verkfærum og áhöldum. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að bíllinn sé bylting fyrir sölumenn þess, sem þurfi nú ekki lengur að treysta á bæklinga og eigin mælsku en geti leyft viðskiptavinunum að handleika verkfærin. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 730 orð

Byrjaði með ríflegri leigu fyrir kjallaraíbúð

Annað spillingarmálið hjá norska ríkisolíufélaginu Statoil á fáum árum Byrjaði með ríflegri leigu fyrir kjallaraíbúð MÚTUHNEYKSLIÐ, sem komist hefur upp um hjá norska ríkisolíufélaginu Statoil, er mikið áfall fyrir fyrirtækið en þetta er í annað sinn á fáum árum, sem flett er ofan af spillingu þar á bæ. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 105 orð

Bæklingur um gæðastjórnun

BÆKLINGUR um gæðastjórnun hefur verið gefinn út af Gæðastjórnunarfélagi Íslands. Meginmarkmiðið með útgáfunni er að auðvelda íslenskum fyrirtækjum og stofnunum kynningu á aðferðum gæðastjórnunar meðal starfsmanna sinna og hvetja starfsfólk til þátttöku í gæðastarfi. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 144 orð

Danir kynna fjárlagadrög

DANSKA ríkisstjórnin kynnti í gær drög að fjárlögum næsta árs. Í þeim er gert ráð fyrir auknum hagvexti á næsta ári, minna atvinnuleysi og að skuldir hins opinbera muni dragast saman. Fjárlagahalli mun samkvæm drögunum nema 22,6 milljörðum danskra króna eða um 2,2% af vergri þjóðarframleiðslu. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 1768 orð

FJÁRFEST Í FRAMTÍÐINNI

MARKAÐSHLUTDEILD lífrænna og vistrænna afurða fer stöðugt vaxandi í Evrópu og Bandaríkjunum. Talið er að hlutur lífrænna afurða í nokkrum löndum Evrópu sé um 4-6% af heildarneyslunni og spáð er að um næstu aldamót verði hann orðinn 10% og 25% árið 2005 í Þýskalandi. Sífellt fleiri þjóðir vinna að stefnumótun fyrir vistrænan og lífrænan landbúnað. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 702 orð

Flan er síst til fagnaðar

ÁTÖK Microsoft og Netscape eru óræk sönnun þess sem samkeppni skilar neytendum; hatrömm keppni þeirra í milli hefur skilað hraðari þróun í hugbúnaði en dæmi eru um, aukið áhuga manna á að tengjast alnetinu og hleypt miklu lífi í aðra þá er framleiða alnetshugbúnað. Í því öllu skipti ekki minnstu máli að smáfyrirtæki er að takast á við risa, Davíð við Golíat. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 211 orð

Góð afkoma BP

OLÍURISINN British Petroleum (BP) hefur skýrt frá auknum hagnaði á öðrum ársfjórðungi og kveðst búast við að hátt olíuverð haldi áfram að bæta afkomuna á yfirstandandi ársfjórðungi. Nettóhagnaður jókst um 23% í 648 milljónir punda úr 519 milljónum á sama tíma í fyrra, aða álíka mikið og hinir bjartsýnustu höfðu vonað. Barclays í gróða Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 1877 orð

HAGRÆTT Í HÁLOFTUNUM

UMRÆÐUR um aukið samstarf þriggja flugfélaga í innanlandsflugi, og að hluta til í millilandaflugi, hafa staðið yfir nú í sumar og hafa þær þegar leitt af sér samstarf á nokkrum flugleiðum. Flugfélögin sem hér um ræðir eru Flugleiðir-innanlands, Íslandsflug og Flugfélag Norðurlands. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 61 orð

Hugbúnaðarkynning og námskeið

ARCÍS félagið og Samsýn verða með hugbúnaðarkynningu 13. september frá kl. 14-17 að Háaleitisbraut 58-60. Kynnt verða ArcView 3.0, ARC/INFO útgáfa 7.1 fyrir Windows NT, Map Objects og SDE. Fimm daga grunnnámskeið í ARC/INFO verður haldið á sama stað 16.-20. september. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 83 orð

Íslenska ríkið fær 2,5 milljarða króna lán

STJÓRN Norræna fjárfestingarbankasn (NIB) samþykkti í gær lánveitingu til íslenska ríkisins vegna fjármögnunar samgönguframkvæmda og annarra innviðaframkvæmda. Lánið nemur um 2,5 milljörðum króna. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 87 orð

Íslensk auglýsing hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

AUGLÝSING sem Einar Gylfason, grafískur hönnuður, gerði fyrir Domino's Pizza, var nýlega valin til birtingar í bókinni Graphis Advertising 97. Bók þessi hefur að geyma alþjóðlegt yfirlit yfir bestu auglýsingar síðustu tveggja ára, en útgefandi bókarinnar er svissneska forlagið Graphis Press, sem gefur einnig út tímaritið Graphis og aðrar bækur tengdar grafískri hönnun. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 569 orð

Koma þarf á samkeppni í orkusölu

NIÐURGREIÐSLA orkuverðs til stóriðju hér á landi á kostnað almennra notenda skerðir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja til langs tíma litið og rýrir lífskjör almennings hér á landi. Því er það álitamál hversu langt eigi að ganga í því að kaupa hingað störf í stóriðju með samningum um orkuverð, að því er fram kemur í grein í nýjasta fréttabréfi verðbréfafyrirtækisins Handsals. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 428 orð

Kynnir íslensk fyrirtæki og fjárfestingarkosti

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra er nú staddur í opinberri heimsókn í Suður-Kóreu ásamt fríðu föruneyti íslenskra athafnamanna. Hópurinn hefur nú þegar kynnt sér starfsemi fjölmargra kóreskra fyrirtækja og kynnt íslensk fyrirtæki þar eystra. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 157 orð

Prentmessa '96 í október

TÖLVU- og prentsýningin Prentmessa '96 verður haldin 4.-6. október nk. í Laugardalshöll. Á sýningunni verður margs konar búnaður sem tengist prentiðnaði og margmiðlun. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 733 orð

Refskák um ríkisbanka

FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra mun á næstu dögum tilkynna í ríkisstjórn hvaða leið hann telji hyggilegast að fara við að breyta ríkisbönkunum, Landsbanka og Búnaðarbanka, í hlutafélög. Stjórnin stefnir síðan að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi við setningu þess í haust. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 268 orð

Samnýta flug á Sauðárkrók

FLUGLEIÐIR innanlands og Íslandsflug eiga nú í viðræðum um hugsanlegt samstarf félaganna í flugi frá Reykjavík til Sauðárkróks. Eru þessar viðræður liður í viðræðum sem átt hafa sér stað á milli Flugleiða, Flugfélags Norðurlands og Íslandsflugs um aukið samstarf á nokkrum flugleiðum hér innanlands sem og í Grænlandsflugi. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 120 orð

Stóráhætta

Í dag heldur dr. Jón Daníelsson, dósent í hagfræði, erindi um stóráhættu í verðbréfaviðskiptum á þriðju hæð Odda, húsi Félagsvísindastofnunar. Erindið hefst kl. 16:15, en ekki 13:15, eins og misritaðist í Dagbók Morgunblaðsins í gær. Lánasýsla Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 168 orð

Stöð 2 endurnýjar samninga

STÖÐ 2 hefur endurnýjað samninga við sex stórfyrirtæki í kvikmyndaheiminum um einkarétt á sýningum í áskriftarsjónvarpi á Íslandi. Hinrik Bjarnason, yfirmaður erlendrar dagskrár hjá Ríkissjónvarpinu, segir að samningarnir komi ekki til með að breyta neinu fyrir Ríkissjónvarpið. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 150 orð

Úttekt gerð á ríkis verksmiðjum

VERÐBRÉFAFYRIRTÆKJUNUM Handsali og Skandia hefur verið falið að gera úttekt á Áburðarverksmiðjunni hf. annars vegar og Sementsverksmiðju ríkisins hf. hins vegar. Munu fyrirtækin enn fremur sjá um sölu fyrirtækjanna ef af henni verður, en sem kunnugt er hefur borist tilboð frá erlendum aðilum í bæði fyrirtækin. Úttektinni skal lokið fyrir 1. október 1996. Meira
29. ágúst 1996 | Viðskiptablað | 172 orð

Virgin meinað að fljúga ódýrt

BRESKA flugfélagið Virgin Airlines hefur ákveðið að hætta við flug milli Brussel og Genf, sem átti að hefjast 2. september, þar sem að svissnesk yfirvöld hafa andmælt lágum fargjöldum félagsins. "Okkur hefur verið meinað að bjóða þau lágu fargjöld, sem hafa verið aðalsmerki þessa félags," sagði Jonathan Ornstein, framkvæmdastjóri Virgin. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.