Greinar laugardaginn 31. ágúst 1996

Forsíða

31. ágúst 1996 | Forsíða | 66 orð

Eplaveisla hjá öpunum

UM 100 apar, sem lifa villtir vestur af Tókýó, hafa tekið upp á því að ræna eplum frá bændum í grennd við borgina. Áður létu dýrin sér nægja að hnupla kartöflum og gulrótum. Eplin þykja mikið hnossgæti og seljast fyrir sem svarar 180 kr. stykkið. "Nokkrir apar sáust í júlí hafa á brott með sér epli í plastpokum," sagði embættismaður á svæðinu. Meira
31. ágúst 1996 | Forsíða | 278 orð

FBI stefnir tóbaksfyrirtæki

Að sögn CBS hefur bandaríska alríkislögreglan (FBI) birt framkvæmdastjórum tóbaksfyrirtækisins Philip Morris stefnur þar sem þeim er gert að bera vitni fyrir kviðdómi í Washington til þess að skera megi Meira
31. ágúst 1996 | Forsíða | 112 orð

Kúarekstur í París

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hét því í gær á fundi með bændum í París að styðja þá og styrkja eftir megni en ótti við kúariðu og ódýr innflutningur frá Austur-Evrópu hafa valdið því, að verð á nautakjöti er nú um 20% lægra en fyrir ári. Um 1. Meira
31. ágúst 1996 | Forsíða | 279 orð

Lebed semur við Tsjetsjena um að fresta sjálfstæðinu

ALEXANDER Lebed, yfirmaður öryggisráðs Rússlands, náði í gærkvöldi samningum við helsta stríðsleiðtoga uppreisnarmanna í Tsjetsjníju, Aslan Maskhadov, um að frestað yrði ákvörðun um fullt sjálfstæði Kákasushéraðsins þar til í lok ársins 2000. Meira
31. ágúst 1996 | Forsíða | 60 orð

Reuter Handtak í Jerúsalem

PALESTÍNSKUR drengur í fylgd föður síns grípur í byssuhlaup hjá ísraelskum landamæraverði í gamla borgarhlutanum í Jerúsalem í gær. Yasser Arafat, forseti heimastjórnarinnar, kallaði Palestínumenn til bænahalds í gær til þess að mótmæla stefnu Ísraela varðandi Jerúsalem og landnám gyðinga á Vesturbakkanum. Meira
31. ágúst 1996 | Forsíða | 184 orð

Svarti kassinn fundinn

NORSK og rússnesk yfirvöld eru ekki á einu máli um hvernig eigi að standa að því að finna og bera kennsl á lík þeirra sem fórust með þotu rússneska Vnúkovo-flugfélagsins á Svalbarða á fimmtudag. Norðmenn vilja flytja líkin til Tromsø þar sem úrskurðað verði um dánarorsök en Rússar eru því andvígir, telja að það verði einungis til að gera aðstandendum enn erfiðara fyrir. Meira

Fréttir

31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 260 orð

30 sjúkrahúslæknar segja stöðum sínum lausum

Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá 30 sjúkrahúslæknum: "Í dag höfum við 30 sjúkrahúslæknar ákveðið að segja stöðum okkar lausum. Um er að ræða flesta lækna við minni sjúkrahús og hjúkrunar- og elliheimili á landsbyggðinni. Uppsögnin kemur í kjölfar yfirlýsingar okkar frá 22.8. síðastliðnum. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

60 manns í flugi í rækjuna á Flæmska

ÁHAFNIR SJÖ skipa, alls um 60 manns, sem öll eru við veiðar á Flæmska hattinum, flugu til St. John í Kanada í vikunni og skiptu þar við félaga sína sem komu heim í frí daginn eftir. Skipin eru Dalborg EA, Arnarborg EA, Klara Sveinsdóttir SU, Kan BA, Snæfell EA, Brimir SU og Svalbarði SI. Meira
31. ágúst 1996 | Smáfréttir | 70 orð

AÐALFUNDUR Landssambands Gídeonfélaga á Íslandi fór fram á landsmóti

AÐALFUNDUR Landssambands Gídeonfélaga á Íslandi fór fram á landsmóti félagsins sem haldið var í Skálholti að þessu sinni. Á fundinum lét Kári Geirlaugsson af formennsku eftir að hafa setið samfellt í 10 ár í stjórn félagsins. Meira
31. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 260 orð

Aðflugið að flugvellinum sagt erfitt

RATSJÁ hefði komið í veg fyrir flugslysið á Svalbarða á fimmtudagsmorgun reynist það rétt að Túpolev-þotu Vnúkovo-flugfélagsins hafi borið af leið, miðað við aðflugsstefnuna að flugvellinum í Longyear-bænum. Þetta er mat Kjell-Ivar Leikfoss, deildarstjóra í norska loftferðaeftirlitinu. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 252 orð

Athugasemd frá Landsvirkjun

"Vegna fréttar sjónvarpsins í fyrrakvöld um málefni Landsvirkjunar óskar Landsvirkjun eftir því að eftirfarandi yfirlýsing verði lesin upp í fréttatíma Sjónvarpsins í kvöld: "Landsvirkjun lýsir furðu sinni á fréttaflutningi Sjónvarpsins í fyrrakvöld af arðsemi hugsanlegra samninga við Járnblendifélagið og Columbia Ventures. Meira
31. ágúst 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Álagið jókst aðeins

Flateyri-ÁLAGIÐ hjá Páli Þorsteinssyni, heilsugæslulækni á Flateyri hefur að hans sögn heldur aukist síðustu vikurnar, vegna deilu heilsugæslulækna. Páll Þorsteinsson læknir sagði í samtali við Mbl að álagið hefði aukist aðeins hjá sér síðustu vikurnar, hann hefði t.d. þurft að sinna læknisverkum á Patreksfirði, en svæði hans afmarkast af Flateyri og Þingeyri. Meira
31. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 76 orð

Átök blossa upp í Mexíkó

HREYFING vinstrisinnaðra skæruliða í Mexíkó hvatti í gær almenning til að rísa upp gegn stjórn landsins. Hreyfingin, sem nefnist Byltingarher alþýðunnar (EPR), hóf árásir í sex ríkjum í suður- og miðhluta landsins á miðvikudag og a.m.k. 12 manns hafa beðið bana og tugir manna særst. Meira
31. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 241 orð

Bann við vopnum brotið

SIR Michael Walker, yfirmaður friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Bosníu, sakaði í gær múslima og Serba um að hafa beitt vopnum í alvarlegustu átökunum sem blossað hafa upp í landinu frá því friðarsamkomulagið var undirritað í Dayton í desember. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 144 orð

Borgarholtsskóli afhentur

Morgunblaðið/Ásdís MENNTAMÁLARÁÐHERRA, borgarstjóri og bæjarstjóri Mosfellsbæjar afhentu stjórnendum Borgarholtsskóla húslykla skólans síðdegis í gær. Eygló Eyjólfsdóttir er skólameistari hins nýja skóla. Undirbúningur skólastarfsins hefur staðið frá því í fyrrahaust og munu 400 nemendur hefja nám við skólann í haust. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 316 orð

Daniel D. sniðgekk bannið í Danmörku

FLUTNINGASKIPIÐ Daníel D. er í afgreiðslubanni í L¨ubeck í Þýskalandi vegna gruns ITF (Alþjóða flutningaverkamannasambandsins) um að laun króatískra sjómanna um borð séu ekki samkvæmt samningum. Kjartan Guðmundsson, eftirlitsmaður ITF með aðsetur í Kaupmannahöfn, segir að skipið hafi áður sniðgengið afgreiðslubann í Skagen í Danmörku. Daníel D. er 2.000 tonna íslenskt flutningaskip, skráð á Kýpur. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Ein í sandi og sól

Morgunblaðið/Ásdís LITLA hnátan sem lék sér ein í síðsumarsólinni í sandkassanum á dögunum heitir Hulda. Nú er farið að halla sumri og óvíst að það gefist tækifæri á næstunni að viðra sig í sólaryl. Spáð er suðvestanáttum með vætu næstu daga. Enn eru þó 22 dagar að haustjafndægrum. Meira
31. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 437 orð

Endurbætur á 737-400 ná til fjögurra þátta

BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) hefur lagt til við Boeing-flugvélaverksmiðjurnar, að hönnun og búnaði allra gerða 737-þotunnar verði breytt til þess að auka öryggi þeirra, svo sem fram kom í Morgunblaðinu fyrir helgi. Tillögurnar koma til framkvæmda frá og með október næstkomandi, verði á þær fallist, en þær eru í níu liðum. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 151 orð

Engin upplausn í leikhúsinu

"ÞAÐ ER engin upplausn í Borgarleikhúsinu og engar stórkostlegar breytingar yfirvofandi", segir Þórhildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, um uppsagnir á öllum starfsmönnum í markaðs- og söludeild hússins, "ég er bara að endurskipuleggja þessa svokölluðu markaðs- og söludeild. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 194 orð

Englaspil í Ævintýra- Kringlunni

BRÚÐULEIKHÚSIÐ 10 fingur verður með sýninguna Englaspil í dag, laugardaginn 31. ágúst. Þetta er sýning um púka sem vill verða góður og engil sem kann ekki að fljúga. Krakkarnir taka virkan þátt í sýningunni og fá að aðstoða brúðurnar á ýmsan hátt. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 203 orð

ESA vildi undanskilja Suðurnesin

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) lagði til, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að Suðurnes yrðu ekki á meðal þeirra svæða á Íslandi, sem heimilt er að njóti byggðastyrkja. Að kröfu forsætisráðuneytisins, sem fer með byggðamál, féllst ESA hins vegar á að veita mætti byggðastyrki til fyrirtækja í öllum héruðum landsins, að höfuðborgarsvæðinu einu undanskildu. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fella niður sóknartakmörk á Hattinn

NORSKA sjávarútvegsráðuneytið hefur fellt niður sóknartakmörk norskra skipa á umráðasvæði NAFO, Norður-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, á þessu ári. Breytingar á reglugerð varðandi veiðar Norðmanna á NAFO svæðinu heimila norskum skipum að stunda veiðar á svæðinu í alls 2.206 daga á þessu ári. Reglum er varða takmarkaðan fjölda norskra skipa á þessu svæði er aflétt og frá 1. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 418 orð

Fleiri fólksbílar fara yfir Kjöl

MIKIL umferð hefur verið um Hveravelli í sumar. Umferðin á Kjalvegi hefur aukist ár frá ári og landverðir telja að hún hafi enn aukist í sumar. Halldóra Guðmarsdóttir og Róbert Þór Haraldsson hafa starfað sem land- og skálaverðir Ferðafélags Íslands á Hveravöllum í sumar. Þau komu 8. júní á staðinn eða mun fyrr en þau áttu von á vegna þess hvað Kjalvegur opnaðist snemma í ár. Meira
31. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 392 orð

Flokksþing eykur forskot Clintons

FYRSTU vísbendingar gefa til kynna að afsögn Dicks Morris, pólitísks ráðgjafa Bills Clintons Bandaríkjaforseta, muni ekki hafa áhrif á fylgi Clintons og samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var í gær, daginn eftir að flokksþingi demókrata í Chicago lauk, hefur hann nú 20 prósentustiga forskot á Bob Dole, forsetaefni repúblikana. Meira
31. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 208 orð

Fórnarlamba Dutroux leitað

BELGÍSKA lögreglan, sem leitar að hugsanlegum líkum ungra stúlkna undir húsi barnaníðingsins Marcs Dutroux, kvaðst í gær hafa fundið tvo "heita bletti" þar sem líklegt væri talið að lík hefðu verið grafin. Við leitina er notað breskt ratsjártæki, sem finnur holrúm í jörðinni. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fyrsta opinbera heimsókn forsetans

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kona hans, frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir komu í gær til Vestfjarða í fyrstu opinberu heimsókn sinni. Á ferð sinni í gær færðu þau að gjöf fjölmargar ljósmyndir af fyrri heimsóknum forseta lýðveldisins til Vestfjarða. Ljósmyndirnar eru í eigu Gunnars Vigfússonar, sonar Vigfúsar Geirssonar. Meira
31. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 161 orð

Fær ValuJet rekstrarleyfi?

LOFTFERÐAEFTIRLIT Bandaríkjanna (FAA) afhenti á fimmtudag flugfélaginu ValuJet á ný rekstrarleyfið sem það missti fyrir tveim mánuðum vegna flugslyss er þota félagsins hrapaði í Flórída. Er talið líklegt að samgönguráðuneytið staðfesti ákvörðunina í næstu viku. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Hausttískan í Kringlunni

HAUSTTÍSKAN er komin í verslanir innan Kringlunnar og af því tilefni verða eftirtaldar verslanir með tískusýningu í Kringlunni laugardaginn 31. ágúst, Augað, Cosmo, Gallabuxnabúðin, Hagkaup, Kókó, Islandía, Jack & Jones, Sautján, Smash, Stefanel og Vero Moda. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 331 orð

Hátíð í Hlíðunum vegnaopnun 30 km umferðarhverfis

Í DAG kl. 14 verður tekið formlega í notkun 30 km umferðarhverfi í þeim hluta Hlíðanna sem markast af Lönguhlíð, Skógarhlíð og Miklubraut. Markmið þessara aðgerða er að draga úr slysahættu og að gera hverfið umhverfisvænna. Stefnt er að því að fá yfir 85% ökumanna til að aka hægar en 40 km/klst. Af þessu tilefni verður efnt til hverfahátíðar í dag. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 354 orð

Heilsugæslan á að vera grundvöllur heilbrigðisþjónustunnar

STJÓRNIR norrænu heimilislæknafélaganna, sem setið hafa á samráðsfundi á Hótel Loftleiðum undanfarna daga, hafa sent frá sér ályktun um ástandið í heilbrigðismálum hér á landi vegna uppsagna heimilislækna. Meira
31. ágúst 1996 | Smáfréttir | 114 orð

HREPPSNEFND Skaftárhrepps lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þe

HREPPSNEFND Skaftárhrepps lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þess ófremdarástands sem skapast hefur vegna kjaradeilna heilsugæslulækna og ríkis. Neyðarástand hefur skollið á með lömun heilsugæslulækna, ekki síst í dreifðum byggðum landsins. Margra ára starf við uppbygginu heilsugæslu í landinu er nú í uppnámi og veruleg hætta á óbætanlegu tjóni þar á blasir við. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Hundasýning í Kópavogi

HUNDASÝNING verður haldin í reiðhöll Gusts í Kópavogi sunnudaginn 1. september og hefst hún klukkan 9 f.h. Keppni ungra sýnenda hefst kl. 17. Hundaræktarfélag Íslands stendur að sýningunni. Sýndar verða fjölmargar tegundir hunda. Dómarar eru Marianne Furst-Danielson og Sigríður Pétursdóttir, og er þetta í fyrsta skipti sem íslenzkur dómari dæmir á sýningu hjá Hundaræktarfélaginu. Meira
31. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Hvalaskoðun

SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Húsavíkur gengist fyrir hvalaskoðunarferð frá Húsavík á sunnudaginn 15. september næstkomandi. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig hjá Snædísi Gunnlaugsdóttur eða Guðjóni Ingvarssyni á Húsavík fyrir 12. september næstkomandi. Þeir sem hafa áhuga geta einnig skráð sig í sameiginlegan kvöldverð. Meira
31. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 282 orð

Hvar liggja mörkin í myndbirtingum?

NOTKUN myndefnis í umfjöllun fjölmiðla um barnavændi hefur töluvert borið á góma á ráðstefnu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og óháðra samtaka um kynferðislega misbeitingu barna í gróðaskyni. Vestrænir fjölmiðlar birta iðulega myndir af vændisbörnum, þar sem þekkja má börnin, meðan vestrænir menn á höttunum eftir þeim eru sýndir með andlitin hulin. Meira
31. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 655 orð

Hægt að finna þá sem dreifa klámi á netinu

"ALNETIÐ er aðeins spegilmynd af þjóðfélaginu. Framboð á barnaklámi eykst alls staðar og þá eins á netinu en ritskoðun er ekki leiðin til að berjast gegn því," segir Trond Waage, umboðsmaður barna í Noregi. Á blaðamannafundi í gær kynnti Waage niðurstöður starfshóps um barnaklám á alnetinu á ráðstefnu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og óháðra samtaka um kynferðislega misnotkun barna í gróðaskyni. Meira
31. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Í návígi við hrefnu á Skjálfandaflóa

HÖRÐUR Sigurbjarnarson, skipstjóri á Knerrinum frá Húsavík, brá sér í sjóinn í hvalaskoðunarferð um Skjálfandaflóa nýlega og heilsaði upp á hrefnu sem svamlaði í kringum bátinn. Hrefnan virtist kunna ágætlega við uppátæki skipstjórans en Hörður sem klæddur var þurrbúningi fékk þó ekki koma alltaf of nærri henni. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Jazztónleikar á Jómfrúartorginu

SÍÐUSTU jazztónleikar smurbrauðsveitingahússins Jómfrúin verða haldnir milli kl. 16 og 18 laugardaginn 31. ágúst. Jómfrúartorgið er á milli Lækjargötu 4 og Hótel Borgar. Þeir sem leika eru Kjartan Valdemarsson á píanó, Þórður Högnason á bassa og Einar Scheving á trommur. Allir jazzáhugamenn eru hvattir til að mæta með hljóðfærin sín og spila með. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 207 orð

Kaffisala í Kaldárseli

EINS og undanfarin ár lýkur sumarstarfi KFUM og KFUK í Hafnarfirði í Kaldárseli með kaffisölu. Að þessu sinni verður hún sunnudaginn 1. september nk. og hefst kl. 15. Á undan kaffisölunni verður samkoma þar sem Friðrik Hilmarsson hefur hugvekju og börn taka lagið. Hefst hún kl. 14. Boðið verður upp á rútuferð frá Flatahrauni í Hafnarfirði kl. 13.30 fyrir þá sem þess óska. Meira
31. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 263 orð

Kennslurými skólans tvöfaldast

FRAMKVÆMDUM við nýbyggingu Menntaskólans á Akureyri lauk nú um mánaðamótin en húsið verður formlega afhent við skólasetningu MA 22. september nk. Tryggvi Gíslason, skólameistari MA, segir að tilkoma nýbyggingarinnar sé hrein bylting í rekstri skólans enda mun kennslurýmið tvöfaldast. Meira
31. ágúst 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Kolskeggur í Klettaborg

Borgarnesi­ Í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi er gjarnan bryddað upp á margs konar tilbreytingu fyrir unga mannfólkið sem þar dvelur. Í sumar kom til dæmis hestamaðurinn Bjarni Guðjónsson í heimsókn með hestinn sinn, Kolskegg og fengu öll börnin að fara á bak. Ánægjan skein úr hverju andliti og enginn var hræddur við hestinn, enda er Kolskeggur svo mikill ljúflingur. Meira
31. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 296 orð

Kornbirgðir aukast

AUKIN uppskera víða um heim og minni eftirspurn, sérstaklega í Kína, bendir til að samdráttur verði í innflutningi á korni, í kjölfar tímabils þegar verð var hið hæsta sem orðið hefur, að því er alþjóða kornráðið greindi frá í gær. Kornbirgðir hafa verið taldar hættulega litlar í heiminum að undanförnu en líklegt að þær aukist nokkuð á næstunni. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 149 orð

LEIÐRÉTTÓgift Þau mistök urðu við vinnslu frétt

Þau mistök urðu við vinnslu fréttar af andláti Ingu Fanneyjar Kristinsdóttur, sem lést af slysförum í Svíþjóð, að hún var sögð hafa verið ókvænt. Að sjálfsögðu átti að segja í fréttinni að Inga Fanney hefði verið ógift. Fréttin birtist á bls. 2 í Morgunblaðinu í gær. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum leiðu mistökum. Rangt föðurnafn Í frétt á bls. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 1013 orð

Litlar breytingar vegna úrskurðar ESA

Íslenzk stjórnvöld halda umtalsverðu svigrúmi til að veita byggðastyrki til fyrirtækja Litlar breytingar vegna úrskurðar ESA Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 192 orð

Manna frjálslegastir

SKAGFIRÐINGAR halda upp á lýsingu Sveins Pálssonar á héraðsbúum en hún birtist í ferðabók hans sem rituð er 1791-1797. Þess má geta að höfundur var sjálfur Skagfirðingur: "Skagfirðingar eru vanari ferðalögum en öll önnur landsins börn. Meira
31. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 118 orð

Melgresið slegið með þýskum hertrukk

Fagradal- Bjarni Jón Finnsson hefur nú í sumar hannað og smíðað sláttuvél framan á Bens Unimak hertrukk. Vélin er örugglega sú eina sinnar tegundar því að honum hefur tekist að nota ótrúlegustu hluti og fá þá til að virka svo sem sláttu greiðuna sem er bandsagarblað og bandsagarblaðið snýst á felgum af Saab 900. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 1439 orð

Menningin er forsenda byggðarinnar

Sauðkrækingar ætla ekki að gleyma sér í hátíðarhöldum í tilefni af 125 ára afmæli byggðar á Króknum en þau munu standa í heilt ár. Um leið og þeir skoða söguna og grundvöll mannlífsins ætla þeir að horfa til framtíðar og reyna að styrkja bæinn í samkeppninni. Helgi Bjarnason ræddi við forystumenn Sauðárkróksbæjar og formann afmælisnefndar. Meira
31. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta í kirkjunni 1. september kl. 11. Guðsþjónusta á Fjórðungssjúkrahúsinu kl. 11. á sunnudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma á morgun kl. 20. Edna og Arne Kallevik frá Noregi syngja og tala. Allir velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá unga fólksins kl. 20.30 í kvöld. Safnaðarsamkoma á morgun, sunnudag kl. 11. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 191 orð

Mikil ásókn í lausar stöður

FIMMTÍU manns hafa sótt um tvær stöður fréttamanna hjá Sjónvarpinu og eina ársstöðu sem þar er til boða, og þrjátíu og níu manns sótt um stöðu dagskrárgerðarmanns hjá Rás 2. Umsóknirnar voru lagðar fyrir á fundi útvarpsráðs á miðvikudag og segir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður ráðsins að um fyrstu umfjöllun hafi verið að ræða. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

Námskeið í árangursstjórnun

REYKJAVÍKURBORG hefur samið við bandaríska fyrirtækið LEAD Consulting um að halda námskeið í árangursstjórnun fyrir yfirmenn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dr. Guðfinna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, annast framkvæmd námskeiðsins. Meira
31. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 426 orð

Nemendur allstaðar að af landinu

Vestmannaeyjum ­ Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum hefur 32. starfsár sitt 2. september nk. er skólinn verður settur. Við skólann hafa verið starfrækt bæði 1. og 2. stig skipstjórnarmenntunar en skólinn er fyrsti stýrimannaskólinn sem tók til starfa utan Reykjavíkur. Meira
31. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Nemendur sýna

SÝNING á verkum nemenda á sumarnámskeiði Arnar Inga Gíslasonar verður haldin í Klettagerði 6 á morgun, sunnudaginn 1. septmber, frá kl. 14 til 18. Fólkið sem sótti námskeiðið kom víða að af landinu, m.a. frá Vestmannaeyjum, Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum og Keflavík svo einhverjir staðir eru nefndir. Nemendur fóru um Eyjafjörð meðan á námskeiðinu stóð. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Norrænir heimilislæknar funda hér

FORYSTUMENN allra heimilislæknafélaganna á Norðurlöndum, bæði fræða- og stéttarfélaga, halda samráðsfund á Scandic Hótel Loftleiðum í Reykjavík dagana 29.­31. ágúst. Á fundinn, sem er lokaður, munu samtals mæta um 50 heimilislæknar og starfsmenn heimilislæknafélaga frá hinum Norðurlöndunum auk 12 félaga úr Félagi íslenskra heimilislækna. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 259 orð

Ný áætlun Heimsklúbbs Ingólfs til Karíbahafsins

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: "Á morgun, sunnudag, kemur út hjá Heimsklúbbi Ingólfs og Ferðaskrifstofunni Príma ný áætlun um ferðir til Karíbahafsins, sem njóta sívaxandi vinsælda. Meira
31. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 68 orð

Ný flotbryggja í Húsavíkurhöfn

Húsavík- Tekin hefur verið í notkun ný flotbryggja í Húsavíkurhöfn en skortur hefur verið á viðleguplássi fyrir smábáta, sérstaklega þá sem ekki eru í daglegri notkun. Við nýju bryggjuna hafa 10 bátar fast viðlegupláss og gefur það aukið rými til athafna við Norðurgarðinn sem er aðal athafna- og viðlegupláss smábátaútgerðarinnar. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

Nýr yfirmaður Varnarliðsins

YFIRMANNASKIPTI fóru fram hjá Varnarliðinu í gær, föstudag. Stanley W. Bryant, flotaforingi lét af störfum sem yfirmaður Varnarliðsins og tók John E. Boyington yngri, sem einnig er flotaforingi í Bandaríkjaflota. Stanley W. Bryant hefur verið yfirmaður varnarliðsins undanfarin tvö ár. Meira
31. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 199 orð

Nýtt hótel í Jökulsárhlíð

Egilsstöðum-Nýtt hótel hefur risið í Hlíðarhreppi við þjóðveg 917 á leið til Vopnafjarðar þegar farið er yfir Hellisheiði. Hótelið heitir Hótel Svartiskógur og er um 30 km frá Egilsstöðum. 17 rúm eru í hótelinu í eins og tveggja manna herbergjum. Öll tveggja manna herbergin eru með baði. Boðið er upp á mat fyrir hótelgesti. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 54 orð

Ógift

ÞAU mistök urðu við vinnslu fréttar af andláti Ingu Fanneyjar Kristinsdóttur, sem lést af slysförum í Svíþjóð, að hún var sögð hafa verið ókvænt. Að sjálfsögðu átti að segja í fréttinni að Inga Fanney hefði verið ógift. Fréttin birtist á bls. 2 í Morgunblaðinu í gær. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum leiðu mistökum. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 239 orð

Pínu rosalega bit

MÁLFAR fólks á Sauðárkróki, eins og víðar, einkennist nokkuð af staðbundnum orðatiltækjum og áhersluorðum. Í Króksbók Rotaryklúbbs Sauðarkróks er safnað saman ýmsum fróðleik um bæinn, meðal annars málfarið: "Þegar manni er vottað að hann hafi staðið sig vel, er sagt á Króknum: Þú ert pínu góður, Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 302 orð

Póstur og sími haldi sig til hlés á alnetsmarkaði

VERSLUNARRÁÐ Íslands telur ráðlegt að stjórnendur Pósts og síma taki þá ákvörðun að halda sig til hlés á alnetsmarkaði en hefji þess í stað viðræður við þá aðila sem hafa byggt upp alnetsþjónustuna um áframhaldandi samstarf og verkaskiptingu. Þetta kemur fram í bréfi sem Verslunarráðið hefur sent Halldóri Blöndal, samgönguráðherra. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Póstverslun Fríhafnar lögð niður

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur lagt póstverslun Fríhafnarinnar í Leifsstöð niður og framtíð komuverslunarinnar er í athugun. Viðskiptavinum Fríhafnarinnar hefur staðið til boða að greiða fyrir vörur með greiðslukortum í gegnum síma. Farþegar sem leið eiga um flugvöllinn hafa síðan getað sótt vöruna fyrir kaupandann. Meira
31. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Ráðstefna um lauslæti

RÁÐSTEFNA um lauslæti verður haldin á vegum kennaradeildar Háskólans á Akureyri um aðra helgi, 7. september. Halda átti ráðstefnuna á degi símenntunar í febrúar síðastliðnum en þá féll hún niður vegna veðurs. Ráðstefnan verður í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg og hefst kl. 14. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 317 orð

Ræða um heildstæðan samning allra lækna

STJÓRN Læknafélags Íslands féllst í gær á að tilnefna þrjá menn til viðræðna við fulltrúa fjármála- og heilbrigðisráðuneytisins um heildstæðan kjarasamning vegna starfa allra lækna í þágu ríkisins. Hyggst stjórnin tilnefna fulltrúa sína í næstu viku. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 440 orð

Ræktunin í góðum höndum

"Ég má haga mér eins og ég vil, mér er sagt að það fylgi þessu engar kvaðir," segir Sveinn Guðmundsson sem bæjarstjórn Sauðárkróks kaus heiðursborgara á hátíðarfundi fyrr í sumar. Sveinn er nafnkunnasti hrossaræktarmaður landsins. Sveinn er þriðji maðurinn sem kosinn er heiðursborgari á Sauðárkróki. Áður hafa orðið þessa heiðurs aðnjótandi Jón Þ. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 571 orð

Skógurinn í Hrafnagjárhallinum aðgengilegri

SUMARIÐ 1958 voru gróðursettar hundrað þúsund trjáplöntur með eins metra millibili á um fjórtán hektara svæði í Hrafnagjárhallinum norðaustan Þingvallavatns. Nú, 38 árum seinna, eru hæstu trén orðin um átta metrar á hæð og skógurinn svo þéttur að erfitt er að komast þar leiðar sinnar. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Skólarnir lifna við

EFTIR einmuna sumarblíðu verður haustinu ekki lengur slegið á frest. Eins og farfuglarnir huga ungmenni að vetursetu á ný. Líf vaknar í hverjum skólanum á fætur öðrum og brátt verður kominn tími til að bretta upp ermarnar við skólalærdóminn. Eins og sjá má var Menntaskólinn í Reykjavík að venju settur með viðhöfn. Setningin fór fram í gær. Meira
31. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 199 orð

Skýr krafa um launahækkanir

VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Eining hélt fund í vikunni með fiskvinnslufólki á félagssvæði Einingar í Eyjafirði þar sem rætt var um kröfugerð í komandi kjarasamningaviðræðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar, sagði að á fundinum hefði komið fram skýr krafa um umtalsverðar launahækkanir í komandi viðræðum við atvinnurekendur. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Sóttur út í trilluna

MAÐUR sem strandaði trillunni Grímu-Sól KÓ 10 í fyrrinótt á norðanverðu Snæfellsnesi var færður til yfirheyrslu hjá lögreglu. Maðurinn er grunaður um að hafa verið ölvaður við stjórn bátsins. Hann þráaðist við að fara í land með björgunarsveitarmönnum. Farið var út í bátinn á gúmmíbjörgunarbát og maðurinn sóttur. Hann fékk að fara frjáls ferða sinna seinnipartinn í gær. Meira
31. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 290 orð

Sprenging við eldsneytistank

MEÐ hjálp flókinna tölvulíkana hefur tekist að finna þann stað sem sprenging virðist hafa orðið í Boeing-747 breiðþotu bandaríska flugfélagsins TWA, sem splundraðist á flugi skömmu eftir flugtak frá Kennedy-flugvellinum í New York með þeim afleiðingum að allir sem um borð voru, 230 manns, fórust. Fleiri vísbendingar um að sprengja hafi grandað þotunni hafa fundist síðustu daga. Meira
31. ágúst 1996 | Miðopna | 1476 orð

Staða fatlaðra milli efnahagsþrenginga og Evrópusamruna Bandalag fatlaðra á Norðurlöndumfagnar á þessu ári hálfrar aldar afmæli

FJÓRTÁNDA þing Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum, N.H.F., hófst á Hótel Sögu í Reykjavík í fyrradag og lýkur í dag. Bandalagið, sem er samband norrænna landssamtaka hreyfihamlaðra, fagnar á þessu ári 50 ára stofnunarafmæli sínu. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 276 orð

Stefnt að meiri vellíðan nema

INGIBJÖRG Pálmadóttir opnaði formlega í gær fyrsta svo kallaða heilsuleikskólann, Heilsuleikskólann Skólatröð Kópavogi, en um er að ræða hluta af verkefni um heilsueflingu sem heilbrigðisráðuneytið og embætti landlæknis hafa staðið að í um tveggja og hálfs árs skeið. Stærsti hluti þessa starfs hefur verið í samvinnu við fjóra bæi, Húsavík, Höfn, Hafnarfjörð og Hveragerði. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Stefnt að sameiningu um áramót

HARALDUR Böðvarsson hf. á Akranesi og Miðnes hf. í Sandgerði hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu fyrirtækjanna tveggja undir nafni Haraldar Böðvarssonar hf. og er gert ráð fyrir því að sameiningin taki gildi um næstu áramót. Samstarf aukið strax Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 433 orð

Strandaði bát grunaður um ölvun

TRILLAN Gríma-Sól KÓ 10 strandaði utanvert á norðanverðu Snæfellsnesi í fyrrinótt. Einn maður var um borð. Hann þráaðist við að koma með björgunarsveitarmönnum í land og var lögregla kvödd til. Farið var út í bátinn á gúmmíbjörgunarbát og maðurinn færður til yfirheyrslu hjá lögreglu. Hann fékk að fara frjáls ferða sinna seinnipartinn í gær, en hann er grunaður um ölvun. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 317 orð

Styrkja öryggisþjónustuna við sjúklinga

HEILBRIGÐISYFIRVÖLD hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að styrkja enn frekar lágmarkslæknisþjónustu um land allt í samvinnu við Læknafélag Íslands. Kristján Erlendsson, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að samvinnan við LÍ um neyðarþjónustu á landinu fari vaxandi. Neyðarþjónusta lækna á Vopnafirði og Djúpavogi Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

Til íslensku ríkisstjórnarinnar

RÍKISSTJÓRN Íslands hefur borist eftirfarandi samþykkt: "Formenn samtaka norrænna háskólamanna, Akademikernes Centralorganisation (Danmörku), Akademikernes Fellesorganisasjon (Noregi), AKAVA (Finnlandi) og SACO (Svíþjóð), sem eru fulltrúar samtals milljón háskólamanna á Norðurlöndunum, hafa fylgst fullir undrunar með þróun vinnulöggjafar á Íslandi. Meira
31. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 264 orð

Tillaga um fleiri stöðugildi Skólaþjónustu felld

AÐALFUNDUR Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu sem haldinn var í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit felldi tillögu Skólaráðs Eyþings um að fjölga stöðuheimildum á skrifstofu Skólaþjónustu Eyþings um eina, úr 10,5 í 11,5. Meira
31. ágúst 1996 | Miðopna | 89 orð

TRILLUKARLAR á Suðureyri voru að koma með steinbít að landi

TRILLUKARLAR á Suðureyri voru að koma með steinbít að landi þegar forsetahjónin bar að. Forsetinn sagði það kenningu sína að steinbítsátið væri skýringin á því að svo margir Vestfirðingar hefðu náð frama í þjóðmálum. Þá sagði einn áheyrenda að sennilega væri það rétt,því það þjálfaði kjálkavöðvana. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 832 orð

Tölur segja afar lítið um ástandið

Allt er nú með kyrrum kjörum í Kákasuslýðveldinu Georgíu en því fer þó víðsfjarri að ástandið þar sé gott, að sögn David Lynch, sendifulltrúa Rauða kross Íslands í Georgíu, en hann hefur aðsetur í höfuðborginni Tblisi. Lynch er í stuttu fríi hér á landi en hann hefur starfað í Georgíu í hálft annað ár. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 176 orð

Tölvu- og rekstrartæknar útskrifaðir úr starfsnámi

VIÐSKIPTASKÓLINN og Rafiðnaðarskólinn hafa undanfarin ár boðið upp á sérstakt tölvu- og rekstrarnám sem er 260 kennslustunda skipulagt starfsnám. Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun í fyrirtækjum, bókhaldi og rekstri og kynna nýjustu tækni þar að lútandi. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 211 orð

Tölvu og skanna stolið

TÖLVU og skanna var stolið úr húsnæði Áfengisvarnaráðs við Eiríksgötu uppúr klukkan átta í gærmorgun. Innbrotsþjófarnir söguðu í sundur peningaskáp en höfðu ekkert uppúr krafsinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar hafa innbrotsþjófarnir væntanlega orðið fyrir talsverðum vonbrigðum, a.m.k. voru unnar talsverðar skemmdir á húsnæðinu. Meira
31. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 265 orð

Umferð hleypt á Ártúnsbrekku

UMFERÐ verður hleypt á nýja veginn og brúna í Ártúnsbrekku í dag kl. 8 og mun verktakinn sjá um þá framkvæmd í samráði við lögregluna. Samkvæmt vegáætlun 1995­98, sem samþykkt var í febrúar 1995, átti að ljúka vega- og brúargerð frá Höfðabakka vestur fyrir Sæbraut á árunum 1995­97. Var miðað við að verkinu væri skipt í þrjá áfanga eftir áætlun. Meira
31. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Vetrarstarfið að hefjast

VETRARSTARF Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis hefst með opnu húsi á skrifstofu félagsins næstkomandi mánudag, 2. september, frá kl. 20 til 22. Opið hús verður að venju fyrsta mánudag í hverjum mánuði. Meira
31. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 285 orð

Vilja takmarka valdsvið ESB

BREZKA ríkisstjórnin hefur nú hleypt af stokkunum nýjustu árás sinni á Evrópusambandið (ESB), með áætlun um meiri takmarkanir á pólitískt vald þess. Utanríkisráðuneyti Bretlands birti í fyrradag uppkast að áætlun, Meira
31. ágúst 1996 | Miðopna | 557 orð

Vill tengja sögu byggða og forsetaembættisins

HEIMSÓKN forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og konu hans Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, til norðurhluta Vestfjarða hófst í gær. Þau héldu fyrst til Hrafnseyrar, fæðingarstaðar Jóns Sigurðssonar. Með því að velja Hrafnseyri sem fyrsta áfangastað sinn vildi forsetinn leggja áherslu á tengsl forsetaembættisins við land og byggð. Meira
31. ágúst 1996 | Smáfréttir | 160 orð

ÞINGFLOKKUR Kvennalistans lýsir þungum áhyggjum yfir því ástandi sem

ÞINGFLOKKUR Kvennalistans lýsir þungum áhyggjum yfir því ástandi sem skapast hefur vegna kjaradeilu heilsugæslulækna og ríkisins. Víða um landið býr fólk nú við algjört öryggisleysi og á engan kost á læknisþjónustu nema ferðast um langan veg. Meira

Ritstjórnargreinar

31. ágúst 1996 | Leiðarar | 575 orð

LEIDARI SKREF Í RÉTTA ÁTT EILBRIGÐISRÁÐHERRA, fjármálaráðh

LEIDARI SKREF Í RÉTTA ÁTT EILBRIGÐISRÁÐHERRA, fjármálaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík hafa komizt að samkomulagi um aðgerðir til að tryggja rekstur hátæknisjúkrahúsanna, Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Tveir eru höfuðkostir þessa samkomulags. Í fyrsta lagi leysir það að stærstum hluta fjárhagsvanda þessara sjúkrahúsa á líðandi ári. Meira
31. ágúst 1996 | Staksteinar | 295 orð

»Samkeppni um bílatryggingar ALÞÝÐUBLAÐIÐ gerir bílatryggingar að umtalsefni í

ALÞÝÐUBLAÐIÐ gerir bílatryggingar að umtalsefni í kjölfar útboðs Félags íslenzkra bifreiðaeigenda og tilkomu Lloyds-tryggingafélagsins á bílatryggingamarkaðinum hérlendis. ALÞÝÐUBLAÐIÐ segir: "Forstjóri tryggingafyrirtækis kom nýverið fram í sjónvarpsfréttum og skýrði frá því að bílatryggingar fyrirtækisins myndu lækka á næstunni. Meira

Menning

31. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 145 orð

Alicia gengur fjöll

ALICIA Silverstone 19 ára varð heimsfræg eftir velgengni síðustu myndar sinnar "Clueless", nútímaútgáfu skáldsögunnar "Emmu" eftir Jane Austin. Alicia er í Vancouver í Kanada að leika í myndinni "Excess Baggage", sem hún framleiðir einnig, og er í stífri þjálfun fyrir næstu Batman-mynd sem byrja á að taka á næstunni. Meira
31. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 78 orð

Emma verslar með nýjum manni

BRESKA leikkonan Emma Thompson fór í verslunarferð, í leit að húsgögnum og öðrum nauðsynjum, með unnusta sínum Greg Wise nýlega en þau fluttu inn í nýja íbúð í London fyrir skömmu. Þau, turtildúfurnar, kynntust þegar þau léku saman í verðlaunamyndinni "Sense And Sensibility" á síðasta ári. Meira
31. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 155 orð

Feneyjarhátíð hefst með "Sleepers"

FIMMTUGASTA og þriðja kvikmyndahátíðin í Feneyjum hófst í vikunni með heimsfrumsýningu myndarinnar "Sleepers" með leikurunum Robert de Niro og Dustin Hoffman í aðalhlutverkum. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir leika saman í kvikmynd. Myndin fjallar um fjóra vini sem alast upp í slæmu umhverfi, uppvöxt þeirra og hvernig leiðir skilur. Meira
31. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð

Fonda dáð af syni

EINN helsti aðdáandi leikkonunnar Jane Fonda er sonur hennar Troy. Hér smellir hann kossi á kinn móður sinnar eftir að hún hafði tekið við heiðursverðlaunum fyrir starf sitt að heilsuræktarmálum. Jane átti Troy með stjórnmálamanninum Tom Hayden en einnig á hún dótturina Vanessu með fyrsta eiginmanni sínum Roger Vadim. Meira
31. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 208 orð

Fugees fyrir flóttamenn

RAPPHLJÓMSVEITIN Fugees hefur átt miklum vinsældum að fagna og lög þeirra "Killing Me Softly With His Song", "Fu - Ge - La" og "Ready Or Not" af hljómplötunni Score, sem selst hefur í yfir fimm milljónum eintaka, hljóma daglega í útvarpi og á dansstöðum. Meira
31. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 59 orð

Gyllta kúrekastígvélið

KVIKMYNDALEIKARAR fóru í kúrekagallann þegar þeir mættu á afhendingu Gyllta kúrekastígvélsins nýlega. Stígvélið er heiðursverðlaun sem veitt eru leikurum í kúrekamyndum. LOYD Bridges fékk eitt verðlaunastígvél. Hér er hannásamt syni sínum, JeffBridges. Meira
31. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 100 orð

Seagal austurlenskur í Moskvu

OFURHETJAN Steven Seagal á orðið stórt safn af austurlenskum fötum þó deildar meiningar séu um klæðileik þeirra fyrir kappann. Hér er hann í skrautlegum japönskum jakka og kínaskyrtu í Moskvu að kynna Hollywood- plánetu, sem verður opnuð þar á næsta ári, en kona hans, Arissa Wolf, sat heima í Bandaríkjunum. Meira
31. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 110 orð

Smekklausar stjörnur

ÞAÐ ER vinsælt tómstundagaman að agnúast út í klæðaburð þeirra frægu og fallegu í Hollywood og menn þreytast seint á að hneykslast á smekkleysinu sem þar viðgengst. Hér eru nokkur dæmi. TORI Spelling, leikkona íBeverly Hills 90210, finnstflott að láta sjást í neðri helming brjóst ljos'folk sinna. Meira
31. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 266 orð

Stjörnubíó sýnir myndina Margfaldur

STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á gamanmyndinni Margfaldur eða "Multiplicity" með þeim Michael Keaton og Andie MacDowell í aðalhlutverkum. Leikstjóri myndarinnar er Harold Ramis. Tæknubrellumeistari er Richard Edlund sem m.a. sá um brellur í myndunum "Star Wars", Indiana Jones o.fl. Meira
31. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 140 orð

Uffe réðst á innbrotsþjóf með veiðistöng

UFFE Elleman Jensen, formaður Venstre flokksins í Danmörku, lenti í hörðum slag nýlega. Þjófur braust inn í íbúð hans og Uffe rak hann út með veiðistöng. "Ég var að vinna við tölvuna mína snemma morguns þegar ég sá skyndilega, mér til mikillar undrunar, innbrotsþjóf tölta út úr svefnherberginu mínu," sagði Uffe sem var á nærklæðunum einum fata. "Hvern fj.. Meira

Umræðan

31. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 446 orð

Bensínleysi á Þingvöllum er bagalegt

HVER skyldi vera meining þeirra sem stjórna ferðamálum landsins með því að hafa ekkert bensín til sölu á Þingvöllum? Sjaldan hef ég orðið sárgramari en þegar ég beið þess í bíl að komast sem fyrst á slysadeild eftir vélsleðaslys á Langjökli. Við höfðum ekið stystu leið frá jöklinum, þ.e. Meira
31. ágúst 1996 | Aðsent efni | -1 orð

Breytingar á lífeyrisgreiðslum í september

NOKKRAR breytingar verða á greiðslum Tryggingastofnunar ríkisins til lífeyrisþega 1. september nk. Frítekjumörk hækka og fjármagnstekjur skerða nú lífeyristryggingabætur. Einnig eru greiðslur Tryggingastofnunar til lífeyrisþega endurskoðaðar í september ár hvert í samræmi við skattframtöl þeirra. Meira
31. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 342 orð

Ekkifrétt úr listasögunni

LAUGARDAGINN 24. ágúst skrifar Grímur Marinó Steindórsson bréf til blaðsins til að segja alþjóð og forstöðumanni Listasafns Íslands að ég hafi ekki tekið þátt í smíði verksins "Sigling" á Hellissandi. Það er hvorki frétt né listsöguleg uppgötvun en að Grímur þessi sjái ástæðu til að nefna það krefst nokkurra orða frá minni hendi. Meira
31. ágúst 1996 | Aðsent efni | 656 orð

Flutningur ríkisstofnana - styrk byggðastefna!

Á FYRSTA kjörtímabili Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra í samstjórn með Alþýðuflokknum skipaði hann nefnd til að skoða hvaða ríkisstofnanir væru eðlilega settar utan Reykjavíkur og nágrennis. Jafnframt átti að skoða hvernig þær gætu sinnt sínu hlutverki jafn vel eða betur á landsbyggðinni og jafnframt treysta stjórnsýslu í sessi á þeim stöðum sem stofnunum yrði valinn staður. Meira
31. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 326 orð

Fréttir eða fordómar

AÐ UNDANFÖRNU hafa íslenskir fjölmiðlar sagt ótt og títt frá ungum manni sem lenti í þeirri ógæfu að stinga annan mann með hnífi í Reykjavík. Ítarlega hefur verið tíundað í hvert eitt sinn að þessi ungi maður sé frá Tælandi en sá sem fyrir stungunni varð hafi verið Íslendingur. Meira
31. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 268 orð

Hauskúpa haugbúans í Skriðdal

SÖKUM þess að missagnir hafa slæðst inn í fregnir fjölmiðla um að hauskúpa haugbúans í Skriðdal hafi skemmst við forvörslu á Þjóðminjasafni Íslands eða við flutning þaðan á Minjasafn Austurlands síðastliðið vor vill undirrituð greina í fáum orðum frá meðferð og flutningi beinanna frá fundartíma til þessa dags. Meira
31. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 453 orð

Horbóndi lætur í sér heyra

Í MORGUNBLAÐINU 17. ágúst sl. birtist klaufaleg níðgrein, sem virðist stefnt gegn undirrituðum, að minnsta kosti að hluta til. Það er sorglegt að greinarhöfundur, Ríkharður Pálsson á Háaleitisbraut, virðist engan tilgang hafa með þessu greinarkorni annan en þann að reyna að koma klámhöggi á bara einhvern, Meira
31. ágúst 1996 | Aðsent efni | 1106 orð

Kvótakerfið er orðið að harmleik

FYRSTA dæmið er hvernig heilbrigðiskerfið er hrunið vegna fjárskorts. Hér væri heilbrigðiskerfi sem ekki þyrfti að búa við skort ef aðeins leigutekjur af óveiddum fiski rynnu til þess en ekki í vasa sægreifanna. Kvótakerfið í íslenskum sjávarútvegi er glæpur sem vinnur gegn almennri velferð. Lágkúran í stjórnsýslunni eykst hratt. Meira
31. ágúst 1996 | Aðsent efni | -1 orð

Opið bréf til sjálfstæðiskvenna

FRAMUNDAN er landsfundur Sjálfstæðisflokksins 10.­13. október nk. og beinum við þeim eindregnu tilmælum til ykkar kvenna að þið gefið kost á ykkur til setu á næsta landsfundi. Mikilvægt er fyrir framtíð flokksins, að sem flestar konur sitji næsta landsfund. Til að auka hlut kvenna í starfi Sjálfstæðisflokksins, verða sjálfstæðiskonur að ganga til leiks af fullri alvöru á öllum sviðum. Meira
31. ágúst 1996 | Aðsent efni | 572 orð

Samfélagsrekinni þjónustu fylgir lægri kostnaður

ÁHRIFAMESTA ráðið til þess að lækka heildarkostnað við heilbrigðisþjónustu er að beina sjúklingastraumnum sem mest til heilsugæslunnar. Í sumum löndum tíðkast að gera verktakasamning við stofnanir eða lækna. Þessum samningum fylgir oftast að greitt er fyrir læknisþjónustu eftir afköstum (fee for service). Meira
31. ágúst 1996 | Aðsent efni | 648 orð

Siðanefndir stéttarfélaga

NÚ ER það svo að í hverju stéttarfélagi starfar siðanefnd. Hlutverk slíkrar nefndar er að úrskurða hvort félagi hafi gerst brotlegur við siðareglur síns félags. Þær veita einnig áminningu. Leggja mat sitt á hvort frekari refsingar sé þörf. Hinn almenni borgari hefur heyrt mikið um siðanefnd presta. Það er svo álitamál hvort hún starfi af sanngirni. Meira
31. ágúst 1996 | Aðsent efni | 988 orð

Staða barna með krabbamein

STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra barna (SKB) verður 5 ára þann 2. september í ár. Á þeim tímamótum fer vel á því að staldrað sé við og staða krabbameinssjúkra barna og fjölskyldna þeirra skoðuð hér á landi. Um leið er kastljósinu beint að langveikum börnum almennt. Meira
31. ágúst 1996 | Aðsent efni | 494 orð

Sumir aldraðir eru of neikvæðir

TVEIR ritsnillingar fóru mikinn í Morgunblaðinu og Dagblaðinu fyrir nokkrum dögum í lýsingum sínum á vonsku verkalýðsforustunnar gagnvart öldruðu fólki sem komið er út af vinnumarkaði. Þessir snillingar eru Árni Brynjólfsson framkvæmdastjóri og Þorsteinn Berent Sigurðsson, fv. flugumferðarstjóri. Mér fannst vera tvennt sameiginlegt með ritsmíðum þeirra. Meira
31. ágúst 1996 | Aðsent efni | 630 orð

Til hamingju með vel unnin störf

ÞANN 2. september 1991 stofnuðu foreldrar barna með krabbamein, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Markmiðið með stofnun félagsins var að veita krabbameinssjúkum börnum og aðstandendum þeirra styrk, bæði félagslegan og fjárhagslegan. Meira
31. ágúst 1996 | Aðsent efni | 983 orð

Um "valdpresta"

NJÖRÐUR P. Njarðvík, prófessor í íslenskum bókmenntum við HÍ, fjallaði um kirkjuna í hinum vikulega pistli sínum, "Meðal annarra orða", í Morgunblaðinu miðvikudag 14.8. sl. Þar spyr hann sig og aðra hver eigi kirkjuna og fjallar m.a. um mál sem ég er aðili að. Ég hef oft lesið skrif Njarðar með áhuga og til gagns í mínu starfi sem prestur. Meira

Minningargreinar

31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 148 orð

Guðfríður Guðbrandsdóttir

Hún elsku langamma er dáin og komin til guðs. Okkur langar að þakka þér, elsku langamma, fyrir hvað þú varst góð við okkur. Fyrir alla hlýju vettlingana og sokkana sem þú prjónaðir á okkur, kökurnar, kókið, og maltið sem þú áttir alltaf til þegar við litum inn hjá þér, og fallegu jólasveina-klukkustrengina sem þú heklaðir. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 658 orð

Guðfríður Guðbrandsdóttir

Það fækkar enn í stóra systkinahópnum frá Skálmholti. Nú þegar Guðfríður föðursystir mín hefur kvatt eru aðeins tveir bræður, þeir Friðbjörn og Þorbjörn, á lífi ásamt fósturdótturinni Lilju. Af öllum ættingjum og vinum var Guðfríður alltaf kölluð Fía, Fía í Kílhrauni. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 328 orð

GUÐFRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR

GUÐFRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR Guðfríður Guðbrandsdóttir fæddist 26. október 1909 í Skálmholti í Villingaholtshreppi. Hún lést á heimili sínu 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Hjartardóttir og Guðbrandur Tómasson, sem þar bjuggu. Skálmholtssystkinin voru 13. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 595 orð

Helga Jónsdóttir

"Ég sef þangað til þið komið aftur," sagði tengdamóðir mín þegar ég kvaddi hana með kossi á sjúkrahúsinu á Akureyri að lokinni rúmlega hálfs mánaðar dvöl okkar Þórunnar þar 14. ágúst síðastliðinn. Fjórum dögum síðar var hún öll, þrotin að líkamlegum kröftum en með óskertan andlegan styrk. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 715 orð

Helga Jónsdóttir

Langri annasamri ævi er lokið, dagur að kveldi kominn, tími til að hvílast. Helga Jónsdóttir, tengdamóðir mín, var barn sinnar kynslóðar. Henni var í blóð borin skyldurækni og umhyggja fyrir sínu fólki. Hún taldi það aðal hvers manns að rækta skyldurnar við fjölskylduna. Slíkt veganesti fékk hún á æskuheimili sínu sem hún talaði um af mikilli hlýju. Um foreldra hennar Jón J. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 635 orð

Helga Jónsdóttir

Fjölskyldan í Bjarkarstíg 7 hafði nokkra sérstöðu í því samfélagi ættingja, sem við krakkarnir á Laugabæjunum í Reykjadal ólumst upp við. Hún hafði yfir sér ögn framandlegan og spennandi blæ, enda búsett í bænum, þar sem þá var enn talað um middag og fortó, bolsíur og bílæti á íslenskaðri dönsku. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 415 orð

HELGA JÓNSDÓTTIR

HELGA JÓNSDÓTTIR Helga Jónsdóttir fæddist á Akureyri 28. janúar 1909. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. ágúst sl. Foreldrar hennar voru hjónin Jón J. Jónatansson járnsmiður, f. 26. júlí 1874, d. 26. desember 1938, Hjálmarssonar bónda í Kvígindisdal í Suður-Þingeyjarsýslu og Guðrúnar Jónatansdóttur, og Þórunn Friðjónsdóttir, f. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 275 orð

Hulda Tryggvadóttir

Ég kynntist Huldu frænku best þegar ég komst á unglingsár og þurfti að fara til Reykjavíkur til að kaupa mér föt fyrir skólann. Það þótti nefnilega svo flott að "fara suður" á þeim árum. Alltaf gisti ég í Kópavoginum hjá Huldu, Kristjáni og Björgu. Það skipti engu máli hvenær ég kom eða hvað ég ætlaði að vera lengi, ég var alltaf velkomin og mér leið eins og ég ætti þar heima. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 115 orð

HULDA TRYGGVADÓTTIR

HULDA TRYGGVADÓTTIR Hulda Tryggvadóttir var fædd á Akureyri 2. ágúst 1931. Hún lést á Landspítalanum 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Tryggvi Bogason og Stefanía Brynjólfsdóttir. Systkini Huldu eru Stefán, f. 1942, Brynjólfur, f. 1945, og Soffía, f. 1948, öll búsett á Akureyri. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 676 orð

Kristinn Jónasson

Kallið er komið og sól er sest, að því kemur að kvöldar og menn og konur færast um set. Mér varð hugsað til þessa ferils í lífskeðjunni þegar mér var tjáð andlát Kristins Jónassonar, gamals sveitunga og vinar, þá fannst mér við hæfi að festa á blað fáeinar línur og rifja upp nokkur minningarbrot frá samveru okkar sem við deildum með okkur heima í Tungu. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 126 orð

KRISTINN JÓNASSON

KRISTINN JÓNASSON Kristinn Jónasson fæddist 17. ágúst 1914 í Tungu í Stíflu. Hann lést 24. ágúst síðastliðinn á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Jónas Jósafatsson og síðari kona hans Lilja Kristín Stefánsdóttir, síðast búendur á Knappstöðum í Stíflu, börn þeirra voru níu. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 327 orð

Leif Johan Karlson

Þegar ég vissi að þú værir búinn að kveðja þennan heim á vit ævintýra í öðrum og betri heimi þá grét ég sáran. Guð hafði gefið mér átta mánuði til þess að kynnast þér sem ég hefði viljað getað nýtt betur ef ég hefði vitað að þú myndir kveðja okkur eftir svo stutt kynni. En ég þakka Guði fyrir hverja sekúndu. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 32 orð

LEIF JOHAN KARLSON Leif Johan Karlson fæddist í Svíþjóð 19. maí 1970. Hann fluttist til Íslands fyrir rúmu ári en lést af

LEIF JOHAN KARLSON Leif Johan Karlson fæddist í Svíþjóð 19. maí 1970. Hann fluttist til Íslands fyrir rúmu ári en lést af slysförum er hann tók út af Gylli 7. ágúst síðastliðinn. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 217 orð

Lúcinda Árnadóttir

Í dag er borin til grafar frá Þingeyrarkirkju Lúcinda Árnadóttir frá Skinnastöðum. Hún hafði átt við erfiðan sjúkdóm að stríða í langan tíma sem hún bar með miklu æðruleysi. Lúcinda var glæsileg kona og mikil húsmóðir á fjölmennu heimili, þar sem gestrisni réð ríkjum hjá þeim Lúcindu og Vigfúsi manni hennar sem látinn er fyrir nokkrum árum. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 419 orð

Lúcinda Árnadóttir

Það er alltaf sárt að kveðja gamla vini frá unglingsárum. Ekki síst þegar vináttan hefur varað yfir hálfa öld, verið traust frá því fyrsta til hins síðasta. Lúcinda Árnadóttir húsfreyja á Skinnastöðum, A-Hún. verður kvödd frá Þingeyrarkirkju 31. ágúst. Lúcinda gekk undir nafninu Dadda, meðal fjölskyldu og vina sinna. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 159 orð

Lúcinda Árnadóttir

Það er sárt til þess að hugsa að geta ekki hitt þig aftur, elsku amma. Þú varst mér alltaf ákaflega góð og ég á margar dýrmætar minningar um samverustundir okkar og ég mun alltaf minnast tilhlökkunar minnar sem var alltaf mikil þegar halda átti norður til ömmu að Skinnastöðum þar sem öll dýrin voru og maður fékk alltaf mjólk og kökur áður en farið var að sofa. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 265 orð

LÚCINDA ÁRNADÓTTIR

LÚCINDA ÁRNADÓTTIR Lúcinda Árnadóttir fæddist á Saurbæ í Vatnsdal 14. apríl 1914. Hún lést í Landspítalanum 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Ólafsson, bóndi og rithöfundur, og Þórunn Hjálmarsdóttir, húsfrú og saumakona. Lúcinda átti einn bróður, Sigtrygg Árnason, yfirlögregluþjónn í Keflavík, f. 29. júní 1915, d. 29. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 258 orð

Magnús Ö. Lárusson

Aðfaranótt sunnudagsins 18. ágúst bárust okkur þau miklu sorgartíðindi að frændi okkar, Magnús Örlygur, hefði látist af slysförum að kvöldi laugardagsins 17. ágúst. Skyndilega dró fyrir sólu og allt virtist svo óraunverulegt. Spurningar eins og "hvers vegna?", "hver er tilgangurinn?" gerast áleitnar. Við slíkum spurningum fást að sjálfsögðu engin svör. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 232 orð

Magnús Örlygur Lárusson

Það var sunnudagsmorgunn, Lárus, faðir Magga, hringdi í mig og sagði mér frá þessum hörmulega slysi, að hann Maggi okkar væri dáinn. Ég átti erfitt með að átta mig á því að svona ungur drengur væri tekinn frá okkur á jafnskjótan hátt, ég starði út í loftið til að reyna að meðtaka þessi sorglegu tíðindi, það var ekki fyrr en ég hitti foreldra hans, Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 275 orð

Magnús Örlygur Lárusson

Ungur maður á sautjánda ári er hrifinn burt í bílslysi. Hann hefur vart hafið ferð lífsins. Ferðin endar svo skjótt og að því er virðist svo tilgangslaust eitt sumarkvöld við Þingvallavatn. Enn erum við minnt á að vegir lífsins eru órannsakanlegir og stöndum agndofa frammi fyrir staðreyndinni að Maggi er frá okkur tekinn. Maggi var tíður gestur á heimili okkar. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 197 orð

Magnús Örlygur Lárusson

Okkur setur hljóð, verðum harmi slegin þegar við fáum fregnir af því að einn úr okkar hópi, vinnufélagi okkar, hefur snögglega verið svipt barni sínu í hörmulegu slysi. Við þekktum þig, elsku Maggi, í gegnum mömmu sem var alltaf svo afar stolt af þér og fylgdumst við með þér í leik og starfi gegnum árin. Þú á leið í þínar keppnisferðir fullur af áhuga hverju sinni. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 204 orð

Magnús Örlygur Lárusson

Ég skrifa þessi fátæklegu orð til minningar um vin minn og bekkjarbróður, Magnús Örlyg Lárusson. Ég var staddur hjá frænda mínum í Dallas, Texas, laugardaginn 24. ágúst þegar Gísli vinur minn hringdi í mig og sagði mér þessar hræðilegu fréttir. Áfallið var gríðarlegt, drengur sem ég er búinn að þekkja stóran hluta ævi minnar farinn svona snögglega. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 199 orð

Magnús Örlygur Lárusson

Elsku Maggi. Hverjum hefði dottið í hug að þú ættir eftir að fara svona fljótt frá okkur. Þú sem varst okkur svo góður vinur og félagi. Flest kynntumst við þér þegar þú byrjaðir í Laugarnesskólanum í ellefu ára bekk. Þú féllst strax inn í hópinn og allar stelpurnar urðu skotnar í þér, þú varst svo feiminn og sætur. Ef einhver fæddist brosandi þá varst það þú. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 293 orð

Magnús Örlygur Lárusson Kveðja frá Laugalækjarskóla

Það var dapurleg frétt sem fjölmiðlar fluttu okkur í síðustu viku, enn eitt ungmennið hafði látið lífið af slysförum. Fórnarlambið að þessu sinni var Magnús Örlygur Lárusson sem lauk grunnskólanámi sínu frá Laugalækjarskóla síðast liðið vor. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 29 orð

Magnús Örlygur Lárusson Kæri Maggi. Nú kveð ég þig með brostið hjarta. Ég mun ætíð minnast þín. Elsku Lalli, Ragga, Jónína og

Magnús Örlygur Lárusson Kæri Maggi. Nú kveð ég þig með brostið hjarta. Ég mun ætíð minnast þín. Elsku Lalli, Ragga, Jónína og Matta. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Petra. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 32 orð

MAGNÚS ÖRLYGUR LÁRUSSON Magnús Örlygur Lárusson fæddist í Reykjavík 21. apríl 1980. Hann lést af slysförum 17. ágúst

MAGNÚS ÖRLYGUR LÁRUSSON Magnús Örlygur Lárusson fæddist í Reykjavík 21. apríl 1980. Hann lést af slysförum 17. ágúst síðastliðinn í Grafningshreppi við Þingvallavatn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 27. ágúst. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 630 orð

Margrét Björnsdóttir

Elskuleg vinkona okkar, Margrét Björnsdóttir, hefur kvatt okkur að sinni. Á kveðjustund hrannast upp allar góðu minningarnar um 30 ára skeið. Við kynntumst Margréti, er maður hennar, Pétur Aðalsteinsson, kenndi við barna- og unglingaskóla Eyrarsveitar, Grundarfirði, veturinn 1966­67. Strax tókst góð vinátta með þeim ágætishjónum og fjölskyldu okkar. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 59 orð

MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR Margrét Björnsdóttir fæddist á Litlu Borg í Þverárhreppi í Vestur-Húnavatnssýslu 22. mars 1919. Hún lést á

MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR Margrét Björnsdóttir fæddist á Litlu Borg í Þverárhreppi í Vestur-Húnavatnssýslu 22. mars 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Margrétar voru Andrea Bjarnadóttir og Björn Þórðarson. Andrea var ein ellefu systkina. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 298 orð

Oddný Friðrikka Helgadóttir

Um níuleytið á föstudagsmorguninn síðasta var hringt til mín og í símanum var Guðný frænka mín að segja mér lát systur sinnar Oddnýjar, þá um nóttina. Mig setti hljóðan. Oddný var í mínum augum gagnmerk manneskja og elskuð og dáð af öllum sem hana þekktu. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 417 orð

Ragnar Þorvaldsson

Vinur minn og félagi í áratugi, Ragnar Þorvaldsson, lést 11. ágúst síðastliðinn, langt fyrir aldur fram. Við Ragnar höfum verið samherjar frá því á unglingsárum en báðir kepptum við og störfuðum fyrir Íþróttafélagið Þór í áratugi. Á árum áður lékum við saman í liði bæði handbolta og fótbolta, með ÍBA og Þór. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 24 orð

RAGNAR ÞORVALDSSON Ragnar Þorvaldsson fæddist á Akureyri 25. febrúar 1947. Hann lést 11. ágúst síðastliðinn og fór útför hans

RAGNAR ÞORVALDSSON Ragnar Þorvaldsson fæddist á Akureyri 25. febrúar 1947. Hann lést 11. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 23. ágúst. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 453 orð

Skúli Friðriksson

Kæri vinur. Nú ert þú horfinn úr þessari tilveru og verður erfitt að hugsa til þess að fá aldrei að hitta þig aftur eftir 10 ára vináttu, eiga með þér góða kvöldstund yfir kaffisopa og ræða um heima og geima eins og við vorum vanir að gera, njóta þinna góðu ráða sem sannir vinir einir geta veitt. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 28 orð

SKÚLI FRIÐRIKSSON Skúli Friðriksson fæddist í Kópavogi 18. september 1968. Hann lést í Reykjavík 16. ágúst síðastliðinn og fór

SKÚLI FRIÐRIKSSON Skúli Friðriksson fæddist í Kópavogi 18. september 1968. Hann lést í Reykjavík 16. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 27. ágúst. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 644 orð

Sólveig Snorradóttir

Elsku Solla, nú ert þú komin til ástvina þinna, til foreldra þinna, systra þinna, Stínu og mömmu Bíbíar, og til frænda þínna, Ómars og Magnúsar Þórs. Ég veit að þau hafa öll tekið vel á móti þér og þér líður vel núna eftir þau erfiðu veikindi sem þú hefur mátt þola. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 507 orð

Sólveig Snorradóttir

Okkur langar með örfáum orðum að minnast starfsfélaga og vinkonu okkar, Sollu, sem nú er horfin frá okkur eftir erfiða baráttu við þann sjúkdóm sem hún að lokum laut í lægra haldi fyrir. Tómlegt er á deildinni okkar núna og þegar við göngum fram hjá stofu 13 og lítum ósjálfrátt þangað inn en engin Solla liggur þar lengur og við finnum fyrir miklum söknuði. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 539 orð

Sólveig Snorradóttir

Það er eins og eitthvað bresti innra með manni þegar kær ástvinur deyr. Það er erfitt að kveðja unga konu í blóma lífsins frá tveimur ungum sonum og ástríkum eiginmanni. Henni var afar kær dóttir Jóns, hún Lína. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 522 orð

Sólveig Snorradóttir

Við fengum fréttirnar að morgni laugardagsins 24. ágúst. Solla var dáin. Hún sem hafði þurft að horfa á eftir svo mörgum nánum ættingjum, þurfti sjálf að heyja stríðið við þennan illvíga óvin sem krabbameinið er okkur öllum. Við vildum ekki trúa því þegar við fréttum að það hefði fundist krabbamein hjá Sollu. Ekki hún líka, er ekki komið nóg hjá einni fjölskyldu. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 260 orð

SÓLVEIG SNORRADÓTTIR

SÓLVEIG SNORRADÓTTIR Sólveig Snorradóttir var fædd í Keflavík 16. júlí 1956. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Snorri Hólm Vilhjálmsson, múrarameistari, fæddur 25. júní 1906, að Skeggjastöðum í Mosfellssveit, Kjósas., d. 25. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 636 orð

Sveinína Halldóra Magnúsdóttir

"Varðveittu hjarta þitt framar öllu öðru, því þar eru uppsprettur lífsins" segir í Orðskviðum Salómons. Elskuleg frænka mín, Sveinína Magnúsdóttir, er látin. Þegar ég frétti lát hennar tók þakklæti og söknuður huga minn. Ég tel að það hafi verið ríkt í eðli hennar að varðveita hjarta sitt ­ hjartalag hennar gaf henni og öllum sem hún unni og umgekkst sérstakt gildi. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 34 orð

SVEINÍNA HALLDÓRA MAGNÚSDÓTTIR Sveinína Halldóra Magnúsdóttir var fædd í Vatnshorni við Steingrímsfjörð 23. júlí 1905. Hún lést

SVEINÍNA HALLDÓRA MAGNÚSDÓTTIR Sveinína Halldóra Magnúsdóttir var fædd í Vatnshorni við Steingrímsfjörð 23. júlí 1905. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 2. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 8. júlí. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 129 orð

Þorgeir Jónsson

Elsku pabbi okkar. Við sendum þér okkar hinstu kveðjur, og okkar dýpsta þakklæti fyrir allt. Ungum þér áður ægði' ei vetrarhríðin, búinn við öllu þó brysti' á él. Stakur að stórum steinatökum varstu, liðmikill og virkur vel. Misskift er milli manns og verka frægðum. Lítið oft miklu lofi nær. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 433 orð

Þorgeir Jónsson

Guð blessi ætíð þín ófarin spor, aftur hann gefi þér sólskin og vor. Engu gæska Hans gleymir. Í hjarta þitt les hann sem letur á bók og lætur þig finna að það sem hann tók Hann hjá sér í himninum geymir. (Guðrún V. Gísladóttir. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 1025 orð

Þorgeir Jónsson

Elsku afi minn, þá er víst komið að kveðjustund sem ekki er auðvelt að standa frammi fyrir. Ég hitti þig síðast um jólin þegar ég kom í heimsókn til Íslands, þú varst svo ljúfur og indæll og alltaf var jafn þægilegt að koma til ykkar ömmu á Grund, setjast hjá ykkur og spjalla. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 231 orð

Þorgeir Jónsson

Hinn 24. ágúst lést elskulegur afi minn. Í fyrstu vildi ég ekki trúa þessu, sætti mig ekki við það. Óskaði þess svo innilega að ég hefði getað kvatt hann, séð hann einu sinni enn, haldið í höndina á honum og sagt honum hvað mér þætti vænt um hann. Seinna áttaði ég mig á því að líklega hefði hans vitjunartími verið kominn. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 304 orð

Þorgeir Jónsson

Þær sorgarfréttir bárust okkur að morgni laugardags 24. ágúst að elsku afi okkar væri látinn, en um hann afa okkar eigum við góðar minningar sem við geymum í hjörtum okkar. Það var mikið áfall fyrir einu og hálfu ári þegar þau fluttu úr sveitinni á elliheimilið Grund hér í Reykjavík og hættu með búskap. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 506 orð

Þorgeir Jónsson

Ég vil minnast góðs vinar míns og frænda, Þorgeirs Jónssonar á Möðruvöllum í Kjós, sem kvaddur er í dag. Ég kynntist Geira og Ingibjörgu, konu hans fyrst þegar ég kom að Möðruvöllum 9 ára gamall og ætlaði að vera snúningastrákur hjá þeim bændum um sumarið, vináttan hefur haldist alla tíð síðan. Ég var í sveit á Möðruvöllum fjögur sumur. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 326 orð

Þorgeir Jónsson

Til elskulegs afa míns. Ég var ekki há í loftinu þegar ég var komin út til að hjálpa þér, enda eitt það skemmtilegasta sem ég gerði að koma í sveitina til þín, ömmu og Jonna. Ég man eftir einum páskum þegar við vorum hjá þér og þá eins og siður er voru páskaeggin falin og í þetta skiptið voru þau falin í stofuglugganum, Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 286 orð

ÞORGEIR JÓNSSON

ÞORGEIR JÓNSSON Þorgeir Jónsson var fæddur 12. ágúst 1921. Hann lést 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Bergþór Guðmundsson, fæddur 18. júlí 1888, dáinn 28. maí 1939, og kona hans Ólöf Jónsdóttir, fædd 8. júní 1883, dáin 28. apríl 1922. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 352 orð

Þórdís Sigurðardóttir

Hún er konan, sem kyrrlátust fer og kemur þá minnst þig varir, og les úr andvaka augum þér hvert angur, sem til þín starir. Hún kemur og hlustar, er harmasár hjörtun í einveru kalla. Hún leitar uppi hvert tregatár. Hún telur blöðin sem falla. (T.G.) Sorgin gleymir engum. Hún Dísa frænka mín er dáin. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 491 orð

Þórdís Sigurðardóttir

Það er komið að kveðjustund, hún Dísa mín er dáin, og minningarnar hrannast upp. Ég var ein af krökkunum sem voru svo lánsamir að fá að dvelja hjá Dísu og Gústa i sveitinni lengri eða skemmri tíma. Ég á þeim svo margt að þakka og dvöl mín hjá þeim var fjársjóður í barnssál, sem ég mun njóta alla tíð. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 209 orð

ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR

ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR Þórdís Sigurðardóttir var fædd á Eyrarbakka 10. apríl 1914. Hún lést 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðmundsdóttir, Guttormssonar frá Kálfhaga í Flóa, og konu hans Guðrúnar Erlensdóttir. Meira
31. ágúst 1996 | Minningargreinar | 601 orð

Þórdís Sigurðardótttir

Hún Þórdís móðursystir mín hefur nú kvatt þennan heim. Dísa frænka eins og við kölluðum hana var mér annað og meira en móðursystir og frænka því Sveinsstaðir voru mitt annað heimili í 10 ár á uppvaxtarárum mínum. Ég var 8 ára er ég kom til þeirra Gústa og Dísu til sumardvalar, en sumardvölin mín varði í 10 sumur og reyndar tvo vetur að auki. Meira

Viðskipti

31. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 227 orð

Afkoma mun betri en áætlað var

TÖLVU- og hugbúnaðarfyrirtækið Tæknival hf. skilaði alls um 31 milljónar króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 23 milljónir. Þetta er mun betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir og má fyrst og fremst rekja hana til um 41% veltuaukningar á tímabilinu frá því í fyrra. Á meðfylgjandi töflu má sjá helstu stærðir úr milliuppgjöri fyrirtækisins. Meira
31. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 352 orð

Flugvélasmiðir bjartsýnir

FLUGVÉLASMIÐIR og viðskiptavinir þeirra munu fagna betri tíð á flugsýningunni í Farnborough sem hefst í næstu viku, en nú hefur sala á nýjum flugvélum tekið kipp, flugsamgöngur aldrei verið meiri og nýjar flugvélategundir koma á markaðinn. Skipuleggjendur sýningarinnar segja þessa sýningu verða 10 af hundraði stærri en sú síðasta, sem fram fór árið 1994. Vænzt er um 250. Meira
31. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 87 orð

Handtökuskipun dregin til baka

DÓMSTÓLLINN í Berlín, sem rannsakar ákærur í fjársvikamáli, sem forstjóri Thyssen- samsteypunnar í Þýzkalandi er bendlaður við, tilkynnti í gær, að handtökuskipunin, sem gefin hafði verið út á hendur forstjóranum verði dregin til baka. Meira
31. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 180 orð

Nýja kerfið ekki búið fjölrásaafruglun

NÝIR afruglarar Stöðvar 3 eru ekki búnir fjölrásaafruglun, líkt og þeir afruglarar sem upphaflega átti að nota. Hins vegar bjóða þeir, að sögn Heimis Karlssonar, sjónvarpsstjóra Stöðvar 3, upp á fjölmarga áður óþekkta möguleika sem kynntir verða síðar. Meira
31. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 347 orð

Stefnt að samruna um áramót undir nafni HB

HARALDUR Böðvarsson hf. á Akranesi og Miðnes hf. í Sandgerði hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu fyrirtækjanna tveggja undir nafni Haraldar Böðvarssonar. Gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi 1. janúar 1997, en fram að þeim tíma verður samvinna fyrirtækjanna tveggja aukin. Að sögn Sturlaugs Sturlaugssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Haraldar Böðvarssonar hf. Meira
31. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Strengur selur hlut sinn í Skyggni

STRENGUR hf. hefur selt allan hlut sinn í hugbúnaðarfyrirtækinu Skyggni hf., en fyrirtækið átti 50% hlutafjár á móti Burðarási hf. Kaupandi bréfanna var Skyggnir, en Tölvumyndir hf. hafa þegar keypt umræddan hlut. Stefnt að því að fyrirtækin tvö verði sameinuð í kjölfarið, að því er fram kemur í frétt frá Streng. Meira
31. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Stærsti innkaupapoki í heimi í Kringlunni

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra vígði í gær stærsta plastpoka í heimi að viðstöddu fjölmenni í Kringlunni. Pokanum er ætlað að vekja athygli á átakinu "Íslensk verslun - allra hagur," sem Kaupmannasamtökin, Félag íslenskra stórkaupmanna, Hagkaup og Samtök samvinnuverslana standa fyrir. Meira
31. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Uppsveiflan hæg

NÝJUSTU tölur úr þjóðarbúskað Japana staðfesta að efnahagsþróunin er á réttri leið með að rétta úr kútnum, en sá hagvöxtur sem lesa má úr tölunum er þó ekki nægilega mikill til að ýta undir vonir um að uppsveifla væri komin af stað. Meira
31. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 302 orð

Útgáfa B-deilarbréfa í athugun

STJÓRNENDUR Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki hafa til athugunar að setja B-deildarbréf í félaginu á markað. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri telur að félagið eigi þar fullt erindi. Kaupfélag Skagfirðinga er lang öflugasta fyrirtækið á Sauðárkróki. Auk hefðbundins verslunarreksturs og þjónustu við héraðsfólk á félagið tvo þriðju hlutafjár í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. Meira

Daglegt líf

31. ágúst 1996 | Neytendur | 49 orð

Fitulítið majónes

HELLMAN'S Low fat majónes fæst nú í verslunum hérlendis. Majónesið er mjög fitulítið en í 100 g eru einungis 5,9 g af fitu og 147 hitaeiningar. Auk þess inniheldur það enga mettaða fitu og er kólesterólfrítt. Í Bandaríkjunum er Hellman's fitusnauða majónesið mikið notað sem viðbit á samlokur. Meira
31. ágúst 1996 | Neytendur | 31 orð

Hnetubikar

Hnetubikar HJÁ Dairy Queen ísbúðinni við Hjarðarhaga er nú hægt að kaupa hnetubikar en það er nýjung hjá ísbúðinni. Um er að ræða mjólkurís, heita súkkulaðisósu, og saltaðar og ristaðar spænskar hnetur. Meira
31. ágúst 1996 | Neytendur | 717 orð

Mengun og matarsýkingar

Matareitrun hefur færst í vöxt á síðustu árum, meðal annars hérlendis. Margrét Þorvaldsdóttirkynnti sér helstu mengunarvalda í matvælum. Meira
31. ágúst 1996 | Neytendur | 60 orð

Minnislykill Eurocard

Í AUKNUM mæli þurfa korthafar nú að muna leyninúmer bæði á kreditkortum og debetkortum og á bankabókum. Eurocard kreditkortafyrirtækið hefur nú sent viðskiptavinum sínum minnislykil. Um er að ræða miða í sígildri kortastærð með mismunandi lituðum reitum og þar geta korthafar eftir vissum reglum skráð hjá sér númerin. Óheimilt er að geyma leyninúmerin á sama stað og kortin. Meira
31. ágúst 1996 | Neytendur | 36 orð

Sjálffestur útihitamælir

NÝJUNG í útihitamælum fæst nú hér á landi. En það er mælir úr plasti sem þarfnast engra festinga því hann festir sig sjálfur með sogskál á rúðurnar. Útihitamælirinn fæst meðal annars hjá Húsasmiðjunni Skútuvogi. Meira
31. ágúst 1996 | Neytendur | 58 orð

Tæknisprey á tilboði

NÝR andlitsfarði frá No7 er kominn á markað. Farðinn er með ljósbrjótandi efnum sem eiga að gefa óaðfinnanlega áferð og fela fínar línur og hrukkur. Innihald farðans er aðallega silíkon og vatn auk annarra næringar- og bætiefna. Andlitsfarðinn fæst í sjö litasamsetningum og er í úðaformi. Í verslunum fæst farðinn á sérstöku tilboðsverði, 790 krónur. Meira

Fastir þættir

31. ágúst 1996 | Fastir þættir | 778 orð

Af hverju stafar andremma?

SPURNING: Eykst andremma með aldrinum? Getur andremma stafað af vandamáli í meltingunni, eða er hún vegna tanna? Svar: Það er nokkuð útbreiddur misskilningur að andremma stafi af meltingartruflunum eða sjúkdómum í meltingarfærum, hún gerir það næstum aldrei. Meira
31. ágúst 1996 | Dagbók | 2659 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 30. ágúst til 5. september eru Borgar Apótek, Álftamýri 1-5 og Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-5, opin til kl. 22. Auk þess er Borgar Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
31. ágúst 1996 | Í dag | 163 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 31. ágús

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 31. ágúst, er sjötíu og fimm ára Ingólfur Arnarson, Blikahólum 10, Reykjavík, fyrrverandi fulltrúi hjá Fiskifélagi Íslands. Eiginkona hans er Bera Þorsteinsdóttir, frá Laufási í Vestmannaeyjum. Þau verða að heiman. ÁRA afmæli. Meira
31. ágúst 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí í Garðakirkju af sr. Frank M. Halldórssyni Herborg Hauksdóttirog Sveinn Óli Pálmason. Þau eru búsett í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Meira
31. ágúst 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósmyndastofa Myndsmiðjan Akr. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. maí í Akraneskirkju af sr. Birni Jónssyni Anna Einarsdóttir og Magnús Sigurðsson. Heimili þeirra er á Höfðabraut 4, Akranesi. Meira
31. ágúst 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júní í Hallgrímskirkju af sr. Sigríði Guðmundsdóttur Guðfinna Indriðadóttir og Stefán Ármannsson. Heimili þeirra er í Skipanesi, Leirár- og Melahreppi. Meira
31. ágúst 1996 | Dagbók | 465 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
31. ágúst 1996 | Fastir þættir | 567 orð

Dalmatíublágresi

SVO yrkir Jón Thoroddsen um hlíðina sína fögru, Barmahlíð. Blágresið blíða, sem hann nefnir í kvæðinu, er algengt um allt land, en þó minnist ég þess ekki úr sveitinni minni. Mér þótti það einstaklega fallegt í skógarkjarrinu í Norðurárdal þegar ég sá það fyrst og enn fylltist ég aðdáun í sumar þegar ég gekk stíginn milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss en brekkan fyrir ofan var vafin blágresi, Meira
31. ágúst 1996 | Fastir þættir | 627 orð

ER GULL Á ÖÐRUM HNÖTTUM? Gull hefur lengi komið við sögu mannanna. Bæði sem tákn hins góða og hins illa. Ingu Rún

Gull hefur lengi komið við sögu mannanna. Bæði sem tákn hins góða og hins illa. Ingu Rún Sigurðardóttur langar í skínandi íkon. Hvað gerir gull svona eftirsóknarvert ef það getur kostað blóðsúthellingar. Hvað er gull? Meira
31. ágúst 1996 | Fastir þættir | 43 orð

Ferming í Dómkirkjunni á sunnudag

BÖRN sem búsett eru í Þýskalandi og Lúxemborg verða fermd á sunnudag kl. 11. Prestur verður sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Fermd verða: Bergljót Inga Kvaran, Austurströnd 10. Gunnar Atli Selow, Harpa Rún Þórðardóttir, Ljósheimum 6. Styrmir Snorrason, Frostaskjóli 79. Meira
31. ágúst 1996 | Fastir þættir | 105 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
31. ágúst 1996 | Fastir þættir | 619 orð

Guðspjall dagsins: MiskunnsamiSamverjinn. (Lúk. 10.

Guðspjall dagsins: MiskunnsamiSamverjinn. (Lúk. 10.) »ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er minnt á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Ferming. Prestur sr. Jakob Á. Meira
31. ágúst 1996 | Í dag | 200 orð

Íslenski fáninn afskræmdur ELÍS Adolfsson hringdi vegna auglýsingar

ELÍS Adolfsson hringdi vegna auglýsingar í Morgunblaðinu varðandi Sjávarútvegssýnungina, þar sem hann segir íslenska fánann vera afskræmdan með slíkum hætti að óþolandi sé. Fáninn er teiknaður eins og fiskur, nokkurskonar hákarl og er merki sýningarinnar sem haldin verður í Laugardalshöll síðar í mánuðinum. Meira
31. ágúst 1996 | Fastir þættir | 606 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 864. þáttur

864. þáttur FORNIR bragarhættir eru gæddir miklum þokka. Á elstu kvæðum eru þeir oft óreglulegir, í mótun, prýddir óskýranlegum töfrum upprunans. Ymr varð á bekkjum, afkárr söngr virða, gnýr und goðvefjum, grétu börn Húna nema ein Goðrún, es hón æva grét bræðr sína berharða ok buri svása, unga, ófróða, Meira
31. ágúst 1996 | Fastir þættir | 480 orð

Jóhann langefstur í Sviss

Jóhann Hjartarson, stórmeistari, hefur örugga forystu á alþjóðlegu skákmóti í Winterthur í Sviss. Þegar tvær umferðir eru ótefldar hefur Jóhann vinningsforskot á eina keppinaut sinn, enska stórmeistarann Daniel King. Meira
31. ágúst 1996 | Fastir þættir | 692 orð

SKÓLATÍSKA

"FORELDRAR ræða það gjarnan sín á milli hve dýrt það er að fata börnin upp fyrir skólann á haustin. Sumum er líka farið að blöskra hve krakkarnir eru kröfuharðir. Það dugar oft ekkert minna en dýr merkjavara til að fullnægja þörfum þeirra en fatnaður saumaður heima eða keyptur í stórmarkaði þykir ekki nógu fínn." Þetta segir Anna F. Meira
31. ágúst 1996 | Fastir þættir | 998 orð

SKYGGNST INN Í EILÍFÐINA Ekki þarf að fara lengra en út á Faxaflóa til að komast inn í nýjan heim. Bræðurnir Þórhallur og Rolf

"NÚ FÖRUM við að fiska," segir Rolf Johansen og leggur af stað í fyrsta veiðitúr sinn á bátnum Mími um langa hríð. Undanfarið eitt og hálft ár hefur báturinn nefnilega legið við bryggju í Danmörku þar sem Rolf hefur sinnt viðskiptaerindum. Þórhallur bróðir hans er með í för. Þeir eru aldir upp á Reyðarfirði og sjómennskan er þeim í blóð borin. Meira
31. ágúst 1996 | Dagbók | 388 orð

SPURT ER...»Demókrat

»Demókratar tilnefndu í vikunni Bill Clinton Bandaríkjaforseta forsetaframbjóðanda flokksins og skammt er síðan Bob Dole hlaut sama heiður hjá repúblikönum. En þeir verða ekki tveir um hituna og þriðja frambjóðandanum, auðkýfingi frá Texas, sem hér sést á mynd, er spáð nokkru fylgi. Meira
31. ágúst 1996 | Í dag | 309 orð

YRR í vikunni birtist frétt í DV um að tré og plöntur, s

YRR í vikunni birtist frétt í DV um að tré og plöntur, sem unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur gróðursettu í sumar á grænu svæði við Efstaleiti, hafi verið rifin upp að nýju vegna framkvæmda við aðkeyrslu að fyrirhuguðum nýbyggingum. Meira
31. ágúst 1996 | Fastir þættir | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Íþróttir

31. ágúst 1996 | Íþróttir | 20 orð

Aðalfundur handknattleiksdeildar Vals

Aðalfundur handknattleiksdeildar Vals Aðalfundur handknattleiksdeildar Vals verður haldinn þriðjudaginn 3. september kl. 20.00 að Hlíðarenda. Félgsmenn eru hvattir til að mæta. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 350 orð

Átta úr silfurliði Tékka leika gegn Íslendingum

Tékkar, sem léku til úrslita um Evrópumeistaratitlinn í Englandi í sumar, taka á móti Íslendingum í vináttulandsleik í Jablonec í Tékklandi á miðvikudag. Dusan Uhrin, þjálfari Tékka, valdi liðið sitt í gær. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 540 orð

Blikaliðið er ekki árennilegt

"ÞAÐ er skýrt að leikurinn mun velta á því hvernig Valsstúlkum tekst til við að undirbúa sig líkamlega og ekki hvað síst andlega fyrir leikinn. Takist þeim að stilla sína strengi og hafa trú á því að þær geti haft í fullu tré við Blikastúlkur, þá verður þetta skemmtilegur og jafn leikur, annars ekki," sagði Kristinn Björnsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 276 orð

Bruno verður að hætta

Fyrrum heimsmeistari í þungavigt hnefaleika, Bretinn Frank Bruno, hefur hætt æfingum og keppni í hnefaleikum að læknisráði. Kappinn, sem er 34 ára, tapaði heimsmeistaratigninni til Mike Tysons í mars á á hættu að verða blindur haldi hann áfram keppni. "Þessi tilkynning læknis míns er mér mikið áfall og vera má að ég hafi ekki áttað mig fyllilega á henni ennþá," sagði Bruno í gær. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 174 orð

Christie tilbúinn að keppa á næsta ári

BRETINN Linford Christie hefur lýst því yfir að hann ætli að leggja hlaupaskóna á hilluna í haust enda ljóst að hann má muna sinn fífil fegri eins og árangur hans á þessu ári gefur til kynna. Í síðustu viku tók hann þátt í kapphlaupi í síðasta sinn í heimalandinu á móti í Gateshead. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 118 orð

"Draumasveitin" fyrst

"DRAUMASVEIT" fjögurra fljótustu manna heims rétt marði sigur með sjónarmun í einvígi þriggja sveita í minningu um Jesse Owens á Berlínarmótinu í gær. Donovan Bailey hljóp fyrsta sprett, Michael Johnson tók þá við og skilaði keflinu til Frankie Fredericks en fyrirliðinn Linford Christie hljóp lokasprettinn og urðu þeir sjónarmun á undan sveit Afríku en báðar sveitir voru skráðar á 38, Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 342 orð

Ennþá allt eftir bókinni

Engin óvænt úrslit urðu á fyrsta keppnisdegi í 2. umferð á Opna bandaríska mótinu í tennis. Ólíkt því sem tennisáhugamenn hafa átt að venjast úr stórmótum ársins, Opna franska og Wimbledon, þá virðast stjörnurnar ekki ætla láta minni spámenn íþróttarinnar slá sig út af laginu. Þó skall hurð nærri hælum hjá löndunum Andre Agassi, ólympíumeistara, og MaliVai Washington. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 357 orð

Fimm skiptu með sér gullinu

Líkt og í fyrra eru það fimm íþróttamenn sem skipta gullpottinum á milli sín en síðasta gullmótið fór fram í Berlín í gærkvöldi. Þeir eru 800 m hlauparinn Wilson Kipketer, Frankie Fredericks fyrir 200 m hlaup, Lars Riedel í kringlukasti, þrístökkvarinn vinalegi Jonathan Edwards og Stefka Kostadinova heimsmethafi í hástökki. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 28 orð

Framarar á aðalvellinum

Framarar leika gegn Skallagrími á aðaleikvanginum í Laugardal á þriðjudagskvöld. Þetta er frestaður leikur úr 12. umferð og jafnframt toppslagur 2. deildar. Leikurinn hefst kl. 19.00. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 477 orð

Frjálsíþróttir

Stigamót Í gær var haldið fjórða og síðasta "gullmótið" sem er hluti stigamóta Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Að þessu sinni var keppt á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Úrslit voru sem hér segir: 100 m grindahlaup kvenna: 1. Michelle Freeman (Jamæka) 12.71 2. Ludmila Engquist (Svíþjóð) 12.74 3. Aliuska Lopez (Kúbu) 12.92 4. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 115 orð

Gianluigi Lentini til Atalanta

GIANLUIGI Lentini fyrrum landsliðsmaður Ítalíu var í gær seldur frá meistaraliði AC Milan til Atalanta fyrir 390 milljónir króna. Lentini hafði verið í herbúðum Mílanliðsins síðan 1992 er hann var keyptur frá Torino fyrir tvöfalda þá upphæð sem hann er nú seldur fyrir. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 62 orð

Handknattleikur

Ragnarsmótið á Selfossi HK - ÍR29:24 Selfoss - Stjarnan24:23 HK sigraði í mótinu, hlaut 6 stig. Selfoss var í öðru sæti með 4 stig, ÍR hlaut 2 stig og Stjarnan rak lestina án stiga. Besti markvörður mótsins var Hlynur Jóhannesson, HK. Besti varnarmaðurinn: Finnur Jóhannsson, Selfossi. Besti sóknarmaðurinn: Sigurður Valur Sveinsson, HK. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 388 orð

Haraldur fékk uppreisn æru

KÆRA Haraldar Péturssonar vegna dómgæslu og úrslita í heimsbikarmótinu í torfæru fyrir tveimur vikum var tekin til greina af áfrýjunardómstóli Landsambands íslenskra akstursíþróttafélaga í gær. Haraldur taldi að hann hefði verið dæmdur út úr braut á röngum forsendum og það kostað hann verðlaunasæti. Dómnefnd vísaði kærunni frá, en afrýjunardómstóll tók hana til greina. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 95 orð

Hjólreiðar

Íslandsmótið í götuhjólreiðum Mótið var haldið á Þingvöllum sunnudaginn 25. ágúst sl. Varla var hægt að ímynda sér betri aðstæður til keppni, veður gott og umhverfið fagurt. Á annan tug hjólreiðamanna hófu keppni í þremur flokkum og luku allir keppni nema þrír. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 232 orð

ÍR fikrar sig upp

Breiðholtsliðin ÍR og Leiknir öttu saman kappi í fjörugum leik á ÍR-vellinum í gærkvöldi og sigruðu heimamenn 3:2, eins og fyrri leik liðanna. Þar með hafa ÍR-ingar nælt sér í 16 stig og fjarlægjast botninn en grannar þeirra úr Leikni sitja eftir með sárt ennið. ÍR-ingar sóttu af kappi í byrjun en tókst varla að skapa sér færi gegn góðum varnarmönnum gestanna. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 243 orð

ÍSÍ skoraði á FSÍ að halda ársþingið

ÍÞRÓTTASAMBAND Íslands þurfti að hafa afskipti af því að Fimleikasambandið héldi ársþing sitt um helgina. Samkvæmt lögum á þingið að fara fram á tímabilinu frá 10. maí til 10. júní ár hvert. Því var frestað í vor með samþykki Íþróttasambandsins og það kom ekki til greina af hálfu ÍSÍ að fresta því aftur eins og stjórn FSÍ hafði ákveðið. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 92 orð

Knattspyrna 2. deild karla: Fram - Völsungur6:0 Ásgeir Halldórsson (2.), Þorbjörn Atli Sveinsson (11.), Ágúst Ólafsson 2 (52.,

2. deild karla: Fram - Völsungur6:0 Ásgeir Halldórsson (2.), Þorbjörn Atli Sveinsson (11.), Ágúst Ólafsson 2 (52., 81.), Hólmsteinn Jónasson (67.), Sævar Guðjónsson (84.). KA - Þróttur0:2 Árni S. Pálsson (26.) og Heiðar Sigurjónsson (90.) ÍR - Leiknir3:2 Will Davies (44.), Ian Ashbee (72. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 59 orð

Körfuknattleikur

Norður-Evrópukeppni Keppnin fór fram í Uusikaupunki í Finnlandi og tók úrvalsdeildarlið Hauka þátt í mótinu. Haukar léku þar í fyrsta sinn með nýjan bandarískan leikmann sem heitir Shawn Smith. Hann er 23 ára gamall og lék áður með Virgina Tech í heimalandi sínu. Úrslit leikjanna var eftirfarandi: haukar - Uusikaupunki (Finnl. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 336 orð

LÚÐVÍK Jónasson

LÚÐVÍK Jónasson, Stjörnumaður sem leikið hefur með ÍBV í sumar, er ekki hættur með ÍBVeins og orðrómur hefur verið um. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 170 orð

Skallagrímur með góðan byr

Þetta var erfiður leikur, en úrslitin sanngjörn. Nú er bara að halda áfram að hafa gaman af þessu," sagði Sveinbjörn Ásgeirsson, leikmaður Skallagríms eftir 2:1 sigur á FH í Borgarnesi í gær. Þetta var sjötti heimasigur liðsins í sumar. Heimamenn tóku forystuna strax í upphafi þegar Hilmar Hákonarson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Björns Axelssonar. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 92 orð

Skíðastökk í sumarblíðunni

ÞÓ svo að vetur sé enn ekki genginn í garð eru skíðamenn að undirbúa sig af kappi fyrir komandi keppnistímabil. Rússar hafa ekki verið sigursælir í skíðastökki síðustu ár en nú ætla þeir að gera bragarbót á því. Þeir hafa komið sér upp æfingaaðstöðu í úthverfi Moskvuborgar ­ stökkpalli með gerviefni sem líkist snjó og er hægt að nota yfir sumarmánuðina. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 149 orð

UM HELGINAKnattspyrna Laugardagur:

Knattspyrna Laugardagur: Bikarúrslit kvenna: Laugardalsv.:Breiðablik - Valur16.30 2. deild karla: Víkingsvöllur:Víkingur - Þór14 3. deild karla: Nesk.staður:Þróttur - Dalvík14 Fjölnisvöllur:Fjölnir - Höttur14 Úrslitakeppni 4. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 66 orð

Valur meistari í eldri flokki

VALUR tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn í eldri flokki karla (Old Boys) með því að sigra Hauka 3:1. Valur gerði jafntefli við KR, 1:1 og KR vann Hauka 2:1. Valur og KR voru því jöfn að stigum en Valur vann á betra markahlutfalli. Það mátti þó ekki tæpara standa því Ingi Björn Albertsson skoraði þriðja markið gegn Haukum á síðustu mínútu leiksins. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 315 orð

Völsungur stóð ekki upp í hárinu á Fram

Valbjarnarvöllur var háll sem áll er Völsungar komu til höfuðborgarinnar og mættu frísku liði Framara, en leiknum lauk með sigri heimamanna, 6:0. Heimamenn fengu óskabyrjun og skoruðu strax á 2. mínútu, en það gerði Ásgeir Halldórsson af stuttu færi eftir hornspyrnu. Framarar létu það ekki nægja og héldu áfram að sækja að marki Völsunga. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 252 orð

Þróttur áfram í toppsætinu

ÞRÓTTARAR sóttu þrjú dýrmæt stig norður til Akureyrar í gær kveldi, er þeir lögðu KA að velli 2-0. Toppsæti deildarinnar er því áfram Þróttara, þeir eru með 32 stig en Fram og Skallagrímur fylgja þeim eftir sem skugginn. Það er ljóst að það verður mikil barátta á milli þessara liða um sætin tvö sem gefa munu rétt til að leika í fyrstu deild að ári. Meira
31. ágúst 1996 | Íþróttir | 251 orð

Þróttur áfram í toppsætinu

Þróttarar sóttu þrjú dýrmæt stig norður til Akureyrar í gærkveldi, er þeir lögðu KA að velli 2-0. Toppsæti deildarinnar er því áfram Þróttara, þeir eru með 32 stig en Fram og Skallagrímur fylgja þeim eftir sem skugginn. Það er ljóst að það verður mikil barátta á milli þessara liða um sætin tvö sem gefa munu rétt til að leika í fyrstu deild að ári. Meira

Úr verinu

31. ágúst 1996 | Úr verinu | 33 orð

Á skaki í blíðunni

Á skaki í blíðunni ÓLAFUR Helgi Ólafsson var á skaki í blíðunni á Breiðafirði um daginn. Hann er hér að blóðga þann gula og virðist taka lífinu með ró í lok kvótaársins. Meira
31. ágúst 1996 | Úr verinu | 315 orð

Breyttar áherzlur í nýjum samningi

FORSVARSMENN Íslenskra sjávarafurða eru nýkomnir til landsins úr viku heimsókn til Kamtsjatka í Rússlandi þar sem fram fóru samningaviðræður um áframhaldandi samstarf þeirra við rússneska útgerðarfyrirtækið UTRF. ÍS hefur á síðasta ári séð um rekstur, framleiðslu og sölu á því sem lýtur að fiskveiðum og bolfiskverkun UTRF. Meira
31. ágúst 1996 | Úr verinu | 161 orð

Ráðstefna um fjölstofnarannsóknir

HAFRANNSÓKNASTOFNUN gengst fyrir ráðstefnu um fjölstofnarannsóknir við Ísland í upphafi næstu viku. Ráðstefnan verður haldin í ráðstefnusal Scandic Hótel Loftleiðir og stendur frá klukkan 9.00 til 17.00 dagana þriðja og fjórða september. Meira

Lesbók

31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 153 orð

Á GÁLGAKLETTI

Ég sit á klettinum hjá beinagjótu og þjófalág við leirur og vík og horfi til Staðarins firrta. Í kring vex geldingahnappur fölur af næringarskorti eins og hnefar fornrar þrjósku. Á gnípunni þar sem hanginn var er horaður spói kominn af hafi. Holdgervingur viskunnar. Einu sinni var glæstur riddari. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 114 orð

Á SÓLARDEGI Í REYKJAVÍK

Hvað segja menn á sólskinsbjörtum degi? Það sést hvað þú ert afslappaður, vinur! En undir niðri sálin særða stynur... Svona er lífsins gangurinn undarlegi. En gættu að því gæzkur! hvað ég segi: Gleymdu því eina stund, hvað þinn er linur hugur, Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 236 orð

"BASSINN KLÆÐIR BEETHOVEN ÁGÆTLEGA"

BASSASÖNGVARINN Bjarni Thor Kristinsson og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tónleika í Digraneskirkju á sunnudagskvöldið 1. september klukkan 20.30. Þetta eru fyrstu einsöngstónleikar Bjarna, en hann söng hlutverk í óperunni Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson sem frumflutt var á Listahátíð í sumar. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 124 orð

BÓN

Ekki biðja mig að tala ef ég kem engu í orð um það sem ég vil segja ekki biðja mig um þögn ef ég vil loksins tala búin að finna orðin ekki biðja mig um forystu ef ég er hrædd um að týnast get ekki fundið réttu leiðina ekki biðja mig um að elta ef ég vil vera eftir get ekki haldið í við þig ekki biðja mig að vera hughrökk ef Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 145 orð

DRAUMASMIÐJAN ÆFIR "VENUS/MARS"

DRAUMASMIÐJAN hefur hafið æfingar á vinnustaða-leikþættinum "Venus/Mars" sem byggður er á metsölubókinni "Karlar eru frá Mars, Konur eru frá Venus". "Í sýningunni er leitast við að draga fram skoplegu hliðarnar á samskiptum kynjanna svo allir ættu að geta skemmt sér vel en komið heim með gagnlegan fróðleiksmola í farteskinu", segir í kynningu. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1313 orð

EINAR OG HELGA

EINAR er fornnorrænt hermannsheiti, eitt hið allra tíðasta með Norðmönnum og Íslendingum fyrr á öldum. Við skulum hugsa okkur að nafnið hafi á eldra stigi verið Einharr og merki þá einstakur, Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

EKKERT LÁT Á MENNINGARVEISLUNNI Menningarárið í Kaupmannahöfn er farið að síga á seinni hlutann. Haustið verður viðburðaríkt

MENNINGARÁRIÐ í Kaupmannahöfn er nú farið að síga á síðari hlutann. Fyrri hluta ársins höfðu fjórar milljónir manna sótt það sem í boði var. Söngleikir hafa nýlega orðið áberandi í dönsku leikhúslífi. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 263 orð

FERÐALAG UM SÖGU ORGELTÓNLISTAR

SÍÐUSTU reglulegu tónleikar sumarsins verða í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september kl. 20.30. Að þessu sinni er það þýski organistinn Clemens Ganz sem auk þess að vera prófessor í orgelleik og spuna við Tónlistarháskólann í Köln, er aðalorganisti dómkirkju Kölnarbúa. Efnisskrá Ganz spannar um fjórar aldir, allt frá barokktímanum, yfir klassíkina, rómantíkina og yfir í franska orgelhefð. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

FIÐLA PAGANINIS

FIÐLULEIKARINN Dina Schneidermann heldur á "Il Cannone", Guarneri- fiðlu tónskáldsins og fiðlusnillingsins Paganinis. Fiðlan er nú til sýnis í Stokkhólmi en ekki hefur verið leikið á hana frá láti Paganinis. Við hlið Schneidermanns stendur Emil Kamilarov en hann heldur á fiðlu lærisveins Paganinis, Sivoris. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

FJALLASKJÓL Á VINSÆLUSTU GÖNGULEIÐ LANDSINS Eftir Sigurð Guðjónsson

ÞAÐ ýlfraði sérkennilega þar sem vindurinn þaut um rifið plastið í glugga gamla skála Fjallamanna á Fimmvörðuhálsi laugardaginn 2. september 1989. Skálinn leit hræðilega illa út. Stór hluti af þakinu norðanmegin var farinn út í veður og vind svo sjá mátti upp í regnþrungin skýin. Gaflarnir voru þó báðir uppistandandi og suðurhliðin var nokkuð heilleg. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1586 orð

FÓLK ÞARF EKKI AÐ ÓTTAST NÚTÍMADANS Katrín Hall tekur við stöðu listdansstjóra íslenska dansflokksins nú um mánaðamótin. ÞRÖSTUR

VIÐ HÖFUM sofið á verðinum," segir Katrín Hall, nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins, "við höfum ekki fylgst nægilega vel með því sem hefur verið að gerast í dansinum út í heimi. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1420 orð

FYRSTA DRERAAÐGERÐIN Á ÍSLANDI

Hve mikils má krefjast af almennum læknum í augnlækningum? Svarið liggur beint fyrir, 1. að þeir þekki og geti gjört við algenga auðveldari augnasjúkd. og 2. að þeir þekki þá, sem vandasamari eru, svo þeir geti vísað sjúkl. í tæka tíð til augnlæknis 3. að þeir geti, ef ekki er um annað að tala, opererað suma vandasamari kvilla, sjeu t.d. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 100 orð

FYRSTUR Á LISTASAFN

SPÆNSKI kvikmyndaleikstjórinn og súrrealistinn Luis Bunuel verður fyrsti kvikmyndagerðarmaðurinn sem eiga mun verk á evrópsku listasafni. Sýning stendur nú yfir á verkum hans í Reina Sofia-safninu í Madrid og þegar henni lýkur í október, mun einn salur safnsins verða tekinn undir sýningar á myndum Bunuels, handritum, bréfum, ljósmyndum og listaverkum tengdum myndunum. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 91 orð

GOÐFINNA

Andlit í haustnætur húmi hárlokka myrkri sveipað morgunn af mjúkum barmi mildur og bjartur ljómar. Skýjalaus dagur frá skauti skuggum varlega þokar kvöldrökkrið fjörugum fótum fislétt um hug minn svífur. Bjartur miðnæturmáni mönnum og álfum lýsir stjörnur vonar og vilja vísa leið yfir fjallið. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 102 orð

HEIMUR GUÐRÍÐAR TIL AUSTFJARÐA

LEIKFÖR með Heim Guðríðar, leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur, hefst laugardaginn 31. ágúst austur um land, til Hafnar í Hornafirði, Djúpavogs og Egilsstaða. Fyrsta sýningin verður í Hafnarkirkju 31. ágúst og hefst kl. 21. Sýnt verður í Djúpavogskirkju sunnudaginn 1. september kl. 20.30 og í Egilsstaðakirkju mánudaginn 2. september kl. 20.30. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 123 orð

Í AÐALDAL Í BYRJUN HEYANNA

Það veiðist ei í vestan átt. Þó kasta þeir enn veiðimennirnir. Við veiðihús í faðmi dalsins er ég ein hugsi í friði og fegurð. Eins og hendi sé veifað er hann kominn háfættur með bogið nef Hver ­ nema spóinn. Spígsporandi nálgast hann, spekingslegur. Ber mér kveðju frá lyngmó og flóa. Hefur sig til flug hverfur vellandi. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1127 orð

ÍMYNDARSMÍÐ OG TÍMASPRENGJUR

ÍSLENDINGAR hafa verið uppteknir af því undanfarin ár að búa til þá ímynd af Íslandi erlendis að það sé eitt hreinasta og ósnortnasta land í heimi. Ímyndin á að afla þjóðinni tekna; bæði laða ferðamenn hingað til lands og selja íslenzk matvæli. Þegar litið er til þess, að sjávarútvegur, þ.e. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 5705 orð

JÓN KALDAL

ÞETTA er mjög dularfullt hús," sagði Jón Kaldal, og vísaði mér inn. Ég skimaðist um í vinnustofunni að Laugavegi 11. "Hér hefur margt einkennilegt gerzt," hélt Kaldal áfram. "Þú skalt ekki láta þér bregða, þótt þú upplifir eitthvað sem þú skilur ekki!" Í vinnuherberginu voru staflar af ljósmyndaplötum í rauðum kössum, Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 83 orð

LISTAMENN "Í FANGELSI"

FIMMTÁN myndlistarmenn munu sýna innsetningar í jafnmörgum fangaklefum í Síðumúlafangelsinu í nóvember næstkomandi. Listamennirnir funduðu í fangelsinu á miðvikudagskvöld og skoðuðu húsakynni undir leiðsögn Sólmundar Más Jónssonar fjármálastjóra fangelsismálastofnunar. Morgunblaðið/Árni SæbergNOKKRIR listamannanna. f.v. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 231 orð

LISTASAFNIÐ eins og við þekkjum það í dag varð til

LISTASAFNIÐ eins og við þekkjum það í dag varð til á átjándu öld í kjölfar mikilla hugsunarsögulegra og samfélagslegra breytinga. Listasöfn hafa gegnt margvíslegum hlutverkum. Safnið hefur átt að vera eins konar þjónustustofnun, en hefur orðið mun fyrirferðarmeira en svo; það hefur orðið möndull listheimsins. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1011 orð

LOFTBÓLA Í HALLAMÁLIÐ

HALLAMÁLIÐ (The Spirit Level, útg. Faber 1996) er nýjasta ljóðabók Seamus Heaneys Nóbelsskálds og sú fyrsta sem kemur út eftir verðlaunaveitinguna í fyrra. Fimm ár eru á milli nýju bókarinnar og Seeing Things sem ásamt The Haw Lantern frá 1987 átti eflaust sinn þátt í því að hann fékk Nóbelsverðlaunin. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 271 orð

"MIKILL HEIÐUR"

MYNDLISTARSÝNING Þóreyjar Magnúsdóttur, Æju verður opnuð í boði íslenska sendiráðsins í Brussel og EFTA þann 19. september. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem Íslendingur kemur gagngert frá Íslandi til að setja upp sýningu í höfuðstöðvum EFTA. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 360 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin

Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í íslenskri myndlist til 31. ágúst. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til septemberloka. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á úrvali verka Ásgríms til 31. ágúst. Hafnarborg Arngunnur Ýr sýnir til 16. september. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

SUMARÁST

Margar sumarnætur leit ég í augu þín og kyssti silkimjúkar varir þínar á vörum þínum var lífsins þróttur og ást okkar blómstraði líkt og rós á sumardegi. Hendur þínar voru hlýjar augu þín stjörnur sem ég mun aldrei gleyma. Við gengum meðfram ströndinni tveir ungir elskendur í leit að ævintýrum og hjörtu okkar frjáls. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2251 orð

TILURÐ LISTASAFNSINS, HLUTVERK OG VALD

VAFALAUST hefur maðurinn verið haldinn söfnunaráráttu frá upphafi vega en fróðir menn eru sammála um að hún hafi orðið ríkari þáttur í hegðun hans á átjándu og nítjándu öld. Segja má að þrjár meginástæður liggi að baki þessari breytingu. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 654 orð

"TRÍÓIÐ TJÁIR ÁSTINA"

FYRSTU tónleikar starfsárs Tríós Reykjavíkur verða í Hafnarborg næstkomandi sunnudagskvöld klukkan 20. Hljóðfæraskipan Tríósins er óvenjuleg að þessu sinni en bandaríski sellóleikarinn Nina Flyer og Unnur Sveinbjarnardóttir víóluleikari leika með Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 677 orð

Varið ykkur á hljómsveitargæjum!

Handrit og leikstjórn: Valgeir Skagfjörð. Tónlist: Stuðmenn. Leikmynd og búningar: Rebekka A. Ingimundardóttir. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Hljóð: Ívar Ragnarsson. Danshöfundar: Kolbrún Ýr Jónsdóttir og Guðný Svandís Guðjónsdóttir. Förðun: Elísabet Valsdóttir. Hár: Hrafnhildur Harðardóttir og Olga Steingrímsdóttir. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 215 orð

VERK EFTIR ÁSKEL Á TÓNLISTAHÁTÍÐ Í KAUPMANNAHÖFN

ALÞJÓÐASAMTÖKIN um samtímatónlist, ISCM, halda sína árlegu tónlistarhátíð í Kaupmannahöfn 7. september nk. Meðal tónsmíða sem leikin verða er tónverk eftir Áskel Másson. Nefnir Áskell verk sitt Elju, en það var frumflutt af Caput-hópnum í fyrra. Elja er leikin í þremur samtengdum köflum og gerir, að sögn Áskels, miklar kröfur til flytjenda. Meira
31. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 198 orð

ÞRJÚ LJÓÐ EFTIR SEAMUS HEANEY

"Hlauptu nú, sonur, eins og út úr báli og biddu mömmu, í skyndi að finna mér nýja loftbólu' í hallamálið og nýjan hnút á þetta bindi." Samt held ég hann hafi glaðzt að ég gaf mig ekki en stóð á mínu keikur með brosi sem trompaði bros hans og vika-hrekki og beið eftir næsta leik. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.