Greinar þriðjudaginn 3. september 1996

Forsíða

3. september 1996 | Forsíða | 184 orð

Arafat tekur aukna áhættu

YASSER Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, jók í gær þrýsting á Ísraela að taka að nýju upp þráðinn í friðarferlinu á herteknu svæðunum með því að segjast myndu leitast eftir því að deilur þeirra yrðu settar í alþjóðlegan gerðardóm, ef tilraunir til að koma friðarviðræðum af stað á ný mistækjust. Meira
3. september 1996 | Forsíða | 143 orð

Carnaby Street í London til sölu

CARNABY Street, Mekka tískunnar á sjöunda áratugnum, er til sölu og hefur hollenska fasteignasamsteypan Wereldhave boðið rúmlega sjö milljarða ísl. kr. fyrir götuna eða húseignir við hana. Talið er, að meira en 10 milljónir ferðamanna komi í Carnaby Street á hverju ári en á sjöunda áratugnum höfðu verslanir við götuna mikil áhrif á fatatískuna meðal ungs fólks víða um heim. Meira
3. september 1996 | Forsíða | 89 orð

Óveður á óveður ofan

EIGENDUR skútu, sem rak á land undan fellibylnum Eðvarð við Catham í Massachusetts í gær, kanna skemmdir. Þær urðu ekki miklar, enda farið að sljákka í veðrinu er það skall á norðausturríkjum Bandaríkjanna. Lognið á eftir storminum verður skammt, því mun öflugri bylur, Fran, sótti mjög í sig veðrið á Atlantshafinu í gær um eittþúsund kílómetra frá Bahamaeyjum. Meira
3. september 1996 | Forsíða | 16 orð

Reuter SKÆRUL

Reuter SKÆRULIÐAR kúrdísku samtakanna KDP, sem njóta fulltingisstjórnar Saddams Husseins Íraksforseta, sigurreifir í Arbil í gær. Meira
3. september 1996 | Forsíða | 341 orð

Sagðir hafa öflugt herlið nálægt Arbil

BANDARÍSKIR embættismenn sögðu í gær að fréttir um að íraskar hersveitir hefðu verið kallaðar frá Arbil, höfuðstað Kúrda í norðurhluta Íraks, hefðu ekki mikla þýðingu, þar sem Írakar hefðu enn öflugt herlið utan við borgina. Meira
3. september 1996 | Forsíða | 322 orð

Tsjernomýrdin efins um sáttmála Lebeds

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og Víktor Tsjernomýrdín forsætisráðherra héldu í gær fund um friðarsáttmálann, sem Alexander Lebed, sérlegur friðarerindreki Jeltsíns, gerði við tsjetsjenska aðskilnaðarsinna, að því er fréttastofan Ítar-Tass greindi frá. Sagt var að Tsjernomýrdín hefði ákveðnar efasemdir um sáttmálann. Meira

Fréttir

3. september 1996 | Innlendar fréttir | 188 orð

Ágúst Guðmundsson skipaður forstjóri Landmælinga

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra skipaði í gær Ágúst Guðmundsson til að vera forstjóri Landmælinga Íslands til næstu fimm ára. Ágúst hefur starfað hjá stofnuninni um árabil, þar af hefur hann gegnt stöðu forstjóra síðan árið 1985. Meira
3. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Ársskýrsla Akureyrarbæjar komin út

Ársskýrsla Akureyrarbæjar komin út ÁRSSKÝRSLA Akureyrarbæjar fyrir árið 1995 er komin út, hún er prentuð í 5.800 eintökum og verður henni dreift á hvert heimili í bænum næstu daga. Skýrslan hefur að geyma yfirlit yfir starfsemi allra stofnana og deilda bæjarins á liðnu ári sem og ársreikninga sveitarfélagsins. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 251 orð

BALDVIN JÓNSSON

BALDVIN Jónsson hæstaréttarlögmaður er látinn, 85 ára að aldri. Baldvin fæddist í Reykjavík 10. janúar árið 1911. Foreldrar hans voru Jón Baldvinsson prentari, forseti ASÍ, bankastjóri og alþingismaður og Júlíana Guðmundsdóttir húsfreyja. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 346 orð

Bankinn verði í eigu ríkissjóðs fyrstu árin

BÚIST er við að ríkisstjórnin muni á næstu vikum taka endanlega ákvörðun um að sameina Iðnlánasjóð, Iðnþróunarsjóð og Fiskveiðasjóð í einn fjárfestingarbanka. Í tengslum við sameininguna er gert ráð fyrir að setja á stofn Nýsköpunarsjóð sem fengi um 40% af eigin fé sjóðanna þriggja til ráðstöfunar. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 313 orð

Barin niður við útitaflið

LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af tólf líkamsmeiðingarmálum um helgina, þar á meðal var ráðist á konu við útitaflið í Lækjargötu aðfaranótt sunnudags og hún skilin þar eftir. Konan var flutt á slysadeild til aðhlynningar. Meira
3. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Biðlistar styttast

BIÐLISTAR eftir leikskólaplássi er styttri nú en nokkru sinni fyrr að því er fram kemur í bókun frá fundi leikskólanefndar á dögunum. Fyrirséð er að um næstu áramót verða um það bil 100 börnum færra á umræddum biðlista en um síðustu áramót. Ástæður þess að biðlistar hafa styst svo umtalsvert er m.a. Meira
3. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 202 orð

Brimborg tekur við rekstri bílaverkstæða Þórshamars

BRIMBORG hf. hefur frá og með 1. september tekið við rekstri bílaverkstæða Þórshamars hf. á Akureyri og mun nafni fyrirtækisins verða breytt í Brimborg - Þórshamar hf. Þetta er í fyrsta skipti sem bílaumboð opnar utan Reykjavíkur fullbúið útibú sem er að fullu í eigu þess. Meira
3. september 1996 | Erlendar fréttir | 147 orð

Brottför Bandaríkjaherliðs verði rædd

NORÐUR-Kóreumenn sögðu að ræða ætti brottför bandaríska herliðsins í Suður-Kóreu á fundi sem lagt hefur verið til að yrði með fulltrúum Kóreuríkjanna beggja, Bandaríkjanna og Kína til að semja um frið á svæðinu. Meira
3. september 1996 | Miðopna | 1906 orð

Börnin eru berskjölduð Ferill Ray Wyre hófst í breska sjóhernum en lá síðan inn í réttarkerfið. Wyre býr yfir yfirgripsmikilli

ÓLÍKT fyrri ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna sátu ekki aðeins virðulegir stjórnmálamenn og ríkisskriffinnar í salnum í Húsi fólksins í Stokkhólmi, heldur einnig fólk sem vinnur meðal barna er stunda vændi eða á öðrum vettvangi er tengist efni ráðstefnunnar um kynferðislega misbeitingu barna í gróðaskyni. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 234 orð

Enginn máti að kynna breytingar

"OKKUR þykir þetta vægast mjög léleg kynning. Það átti að tilkynna um breytinguna 14. ágúst en það misfórst. Þetta er alveg ófært og enginn máti að kynna viðskiptavinum breytingar sem gerðar eru," segir Guðmundur Björnsson, aðstoðar póst- og símamálastjóri. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Fimm ár í þágu barna

STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra barna bauð í gær félagsmönnum, velunnurum og áhugafólki um velferð langveikra barna að þiggja veitingar í tilefni af fimm ára afmæli félagsins. Magnús Benjamínsson, eins og hálfs árs snáði, þurfti aðstoð við að skera afmæliskökuna en af svipnum að dæma getur hann vart beðið eftir því að fá eina kökusneið. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fimm bíla árekstur

FIMM bílar skullu saman á mótum Fjarðarhrauns og Reykjanesbrautar um klukkan 17.30 í gær. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði slasaðist einn þeirra sem lenti í árekstrinum og var hann fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ekki er vitað hvað varð til þess að bílarnir skullu saman. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 262 orð

Forstjórar Landsvirkjunar í viðræðum við Columbia

HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, og Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri, eru nú staddir í Bandaríkjunum þar sem þeir munu eiga viðræður í þessari viku við stjórnendur Columbia Ventures um raforkuverð í tengslum við hugsanlega starfsemi álvers fyrirtækisins á Grundartanga. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Fyrirlestur um Kristínu Lavransdóttur

OLAV Solberg, prófessor frá Háskólanum á Þelamörk í Noregi, flytur opinberan fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla Íslands fimmtudaginn 5. september kl. 17.15 í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist "Kristin Lavransdatter som historisk roman". Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 253 orð

Grunur um afbrigðilega hegðun

ÍBÚI í Rimahverfi í Grafarvogi tilkynnti lögreglunni í Reykjavík á laugardagskvöld um að hann hefði fylgt heim drengjum sem voru óttaslegnir vegna manns sem var á ferð á bifreið um hverfið. Maðurinn var sagður hafa áreitt drengina og stúlku. Meira
3. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Götuleikhúsið með afmælisboð

GÖTULEIKHÚSIÐ á Akureyri bauð bæjarbúum í afmæli á fimmtudagskvöld, á 134 ára afmæli Akureyrarbæjar. Þetta var jafnframt lokasýning leikhússins í sumar, en meðlimir þess hafa verið duglegir að skemmta gestum og gangandi í miðbænum í sumar. Á myndinni má sjá félaga í götuleikhúsinu blása sápukúlur á torginu. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 632 orð

Heimsókn forsetans til Vestfjarða

HEIMSÓKN forseta Íslands, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar og konu hans Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, til norðurhluta Vestfjarða lauk í gærmorgun með heimsókn til þriggja atvinnufyrirtækja á Ísafirði. Meira
3. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Heldur fleiri atvinnulausir

UM mánaðamótin ágúst/september var 341 á atvinnuleysisskrá á Akureyri og hafði fjölgað um 77 frá mánaðamótunum á undan, samkvæmt yfirliti frá Vinnumálaskrifstofunni. Alls voru 237 konur og 104 karlar á atvinnuleysisskrá um mánaðamótin. Megin ástæða fjölgunarinnar er vegna tímabundinnar vinnslustöðvunar hjá Strýtu hf. og Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 582 orð

Hliði lokað endanlega

FJÖGURRA ára gamalli stúlku hefur tekist að strjúka tvívegis af leikskólanum Lindarborg við Lindargötu á þessu ári vegna misbrests á að hlið við skólann sé óaðgengilegt börnunum. Í fyrra skiptið, sem var í maí síðastliðnum, hafði barnið verið í burtu í klukkutíma áður en það fannst, en um styttri tíma var að ræða í seinna skiptið, sem var seinasta föstudag. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 135 orð

Húsaleigubætur greiddar út 5. hvers mánaðar

GREIÐSLU húsaleigubóta í Reykjavík hefur verið breytt á þann veg að bæturnar verða greiddar út 5. hvers mánaðar í stað fyrsta virka dag hvers mánaðar eins og verið hefur. Ef 5. ber upp á laugardag eða sunnudag verða bæturnar greiddar út á föstudegi, samkvæmt upplýsingum Guðmunds Sigmarssonar, deildarstjóra húsaleigubótadeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 290 orð

Hætta að sinna neyðarvakt

FRAMHALDSLANDSFUNDUR Félags íslenskra heimilislækna sem haldinn var á Akureyri og um 70 læknar sóttu telur að ekki sé lengur hægt að mæla með því að læknar manni neyðarvakt þá sem heilbrigðisráðuneytið hefur komið á fót í ýmsum landshlutum. Komið hafi í ljós að neyðarvaktin skapi einungis falskt öryggi og muni draga yfirstandandi neyðarástand á langinn. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 451 orð

Hætta á bið á álagstímum

KONA sem hugðist notfæra sér þjónustu Neyðarlínunnar á laugardagskvöld til að tilkynna ofbeldisverk, fékk að sögn ekki samband við starfsmann fyrr en eftir nokkra bið og hlýddi á segulbandsupptöku á meðan. Meira
3. september 1996 | Erlendar fréttir | 696 orð

Íraksher sagður taka hundruð Kúrda af lífi

EMBÆTTISMENN Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að írösku hersveitirnar í Arbil, höfuðstað Kúrda í norðurhluta Íraks, hefðu verið fluttar úr borginni. Tveimur dögum áður höfðu hersveitirnar ráðist á borgina til að koma bandamönnum Íraksstjórnar úr röðum Kúrda til valda. Meira
3. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Kaupland opnar aðra verslun

KAUPLAND hefur opnað aðra verslun að Hjalteyrargötu 4 á Akureyri en fyrir er Kaupland með verslun í Kaupangi. Í nýju versluninni er verslað með gradínuefni, gólfefni, búsáhöld, heimilistæki, málningu og málningaráhöld og kamínur, auk þess sem boðið er upp á gardínuþjónustu. Afgreiðslutími verslunarinnar er frá kl. 9-18 virka daga og frá kl. 10-16 laugardaga. Meira
3. september 1996 | Landsbyggðin | 237 orð

Kirkjuorgel vígt í Siglufjarðarkirkju

Siglufirði-Nýtt kirkjuorgel var vígt í Siglufjarðarkirkju fyrir skömmu. Orgelið, sem er ungverskt, af gerðinni Aquincum, er 24 radda með tvö hljómborð auk fótspils og er þetta næststærsta orgel á landsbyggðinni en á Akureyri er það stærsta. Kaupverð orgelsins er um 14 milljónir en heildarkostnaður við framkvæmdina er kominn í tæpar 20 milljónir. Meira
3. september 1996 | Erlendar fréttir | 440 orð

Klofin þjóð með sameiginlegt markmið

LEIÐTOGAR Lýðræðisflokks Kúrdistans (KDP) og Þjóðernisbandalags Kúrdistans (PUK) berjast báðir fyrir sjálfstjórn Kúrda en þá greinir á um hvernig ná eigi því markmiði fram. Massoud Barzani, 50 ára, leiðtogi Lýðræðisflokks Kúrdistans, er sonarsonur Molla Ahmads Barzanis, sem stjórnaði uppreisn þjóðernissinnaðra Kúrda í Írak fyrir rúmum 60 árum. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Kynningarfundur um Framtíðarstofnunina

HALDINN verður opinn fundur miðvikudaginn 4. september kl. 17.15 í Norræna húsinu til að kynna Framtíðarstofnunina. Hlutverk hennar er að vera vettvangur umræðna um málefni framtíðar, vistvæna þróun og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Að stofnuninni stendur hópur einstaklinga sem vill efla málefnalega umræðu um brýn hagsmunamál sem tengjast framtíðinni. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

Landlæknisembættið rannsakar dauðsfall

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur hafið rannsókn á því hvort rekja megi dauðsfall manns í heimahúsi til þess ástands sem skapast hefur eftir uppsagnir heilsugæslulækna. Ólafur Ólafsson landlæknir staðfestir að 6-7 önnur alvarleg mál hafi komið upp. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 273 orð

Legsteinar geymdir við hlið ruslahauga

LEGSTEINAR sem teknir voru úr kirkjugarði við Ísafjarðarkirkju þegar ný kirkja var byggð eru nú geymdir í nágrenni sorpbrennslustöðvarinnar í Engidal, nokkra tugi metra frá haugum af járnarusli. Timbur úr gömlu kirkjunni á Ísafirði, sem var rifin árið 1992, er geymt í skúr, en legsteinarnir eru úti við. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 189 orð

LEIÐRÉTT

Þórey Magnúsdóttir, sem sagt var frá í Lesbók á laugardag að hefði fengið boð um að sýna í höfuðstöðvum EFTA í Brussel, er ekki fyrst íslenzkra listamanna til þess. Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir sýndi þar leirmuni um páska. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
3. september 1996 | Erlendar fréttir | 317 orð

Leiðtogi í fótspor Thatcher

TONY Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi, svaraði fyrir helgina af mikilli hörku gagnrýni sem fram hefur komið innan flokksins á stjórnstíl hans sem mörgum þykir einræðiskenndur. Í gær sagðist Blair myndu upplýsa hvaða fyrirtæki hefðu styrkt flokkssjóðina og skoraði á íhaldsmenn að gera slíkt hið sama. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 380 orð

Litlu munaði að rútan legðist á hliðina

ÞRÍR voru fluttir á sjúkrahús eftir að hópferðarútu hlekktist á og lenti hálf út af vegi í Suðurárdal norðan Bröttubrekku í Dölum rétt um kvöldmatarleytið á sunnudag. Óhappið varð á mjög þröngum vegarkafla í beygju, en rútan, sem var á suðurleið, mætti þar jeppa með hestakerru. Meira
3. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Líf og fjör við höfnina

FJÖLMARGIR bæjarbúar lögðu leið sína niður að höfn sl. laugardag en þá stóð Akureyrarhöfn fyrir hafnardegi, sem hlaut nafnið Halló höfn. Frá morgni og langt fram á kvöld var boðið upp á dagskrá við hafnargarðinn við Strandgötu og í flotkvínni hjá Slippstöðinni hf. Veðrið var nú ekki eins og best verður á kosið og rigndi nokkuð þennan dag. Við hafnargarðinn við Strandgötu var m.a. Meira
3. september 1996 | Erlendar fréttir | 295 orð

Lík fórnarlamba slyssins flutt til Tromsø

NORSKUM og rússneskum björgunarmönnum hafði í gærmorgun tekist að finna lík 91 manns af þeim 141, sem fórst með rússnesku flugvélinni á Svalbarða. Er farið með líkin fyrst til Longyearbyen á Spitzbergen en síðan til Tromsø í Noregi þar sem borin verða kennsl á þau. Meira
3. september 1996 | Erlendar fréttir | 236 orð

Mandela með nýja upp á arminn

EFTIR orðróm í marga mánuði hefur skrifstofa Nelsons Mandela, forseta Suður-Afríku, staðfest, að forsetinn og Graca Machel, ekkja Samora Machel, fyrrverandi forseta Mósambík, séu í "nánu og stöðugu sambandi". Samkvæmt blaðafréttum ætla þau ekki að ganga í hjónaband að svo stöddu en búa saman á heimili Mandela í tvær vikur í hverjum mánuði. Meira
3. september 1996 | Erlendar fréttir | 238 orð

Mannskæð átök í Búrúndí

STJÓRNARHER Búrúndí, sem að mestu er skipaður Tútsum, sagði í gær að uppreisnarmenn úr röðum Hútúa hefðu myrt fjölda óbreyttra borgara í hörðum bardögum í Kayanza-héraði í norðvesturhluta landsins. Þá hefði fjöldi opinberra bygginga verið eyðilagður. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 719 orð

Markmiðið að skilja eðli jarðskorpuhreyfinga og eldvirkni

HÓPUR jarðskjálftafræðinga hóf í sumar að vinna að viðamiklu og fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni til að kanna og kortleggja heita möttulstrókinn (heita reitinn) undir Íslandi. Verkefnið er unnið í samvinnu Veðurstofu Íslands, Durham- háskóla í Englandi, Princeton- háskóla í Bandaríkjunum og Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna (U.S. Geological Survey). Meira
3. september 1996 | Landsbyggðin | 620 orð

Meðalkvótinn aukist um 10 þúsund lítra án fjárfestingar

FRAMLEIÐSLA mjólkur hefur aukist verulega í Skagafirði tvö undanfarin ár en búum hefur á sama tíma fækkað. Framleiðsluréttur kúabúa í Skagafirði hefur því aukist um 10 þúsund lítra á ári og er nú áætlaður 90­100 þúsund lítrar. Kaupfélag Skagfirðinga hefur stuðlað að þessari þróun í samvinnu við bændur. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 135 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 4. september. Kennt verður 3 kvöld og eru kennsludagar 4., 5. og 9. septeber. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og er þátttaka heimil öllum 15 ára og eldri og er haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

Námskeið um samskipti foreldra og barna

Í SEPTEMBER hefst tólfta árið í röð námskeiðið Samskipti foreldra og barna. Námskeið þessi hafa verið haldin við góðar undirtektir foreldra enda er fjallað um mikilvæga þætti í uppeldi barna á námskeiðinu. Meira
3. september 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Nýfluttir kynnast bænum

Egilsstöðum-Það voru nokkrar nýfluttar fjölskyldur sem þáðu boð Egilsstaðabæjar um kynningu á bæjarfélaginu. Björn Vigfússon, kennari og söguritari bæjarins, var leiðsögumaður og fór hann með hópinn á helstu staði bæjarins. Stiklað var á stóru og var staldrað við sjúkrahús, kirkju, Kaupfélag Héraðsbúa og Hótel Valaskjálf. Meira
3. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Of hratt með hestakerruna

SEX ökumenn voru teknir á sunnudagskvöld fyrir að aka of hratt. Þar af var einn á bifreið sem dró hestakerru og ók á 107 kílómetra hraða. Var hann að auki réttindalaus. Tíu ökumenn voru stöðvaðir í gærdag en þeir höfðu ekki sinnt því að festa á sig öryggisbelti. Meira
3. september 1996 | Erlendar fréttir | 164 orð

Olíusölu Íraka frestað

BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á sunnudag að hann myndi fresta framkvæmd samnings um að heimila takmarkaðan olíuútflutning Íraka af mannúðarástæðum. Samkomulag hafði náðst við Íraka um að þeir mættu selja olíu fyrir tvo milljarða dala, sem svarar 130 milljörðum króna, Meira
3. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Opið hús fyrir foreldra og börn

FYRIRHUGAÐ er að endurvekja opið hús fyrir foreldra með ung börn sem í eina tíð voru í Glerárkirkju og verður hið fyrsta í dag, þriðjudaginn 3. september frá kl. 14 til 16. Ætlunin er að spjalla og gefa börnunum kost á að leika sér saman, en síðar meir þegar starfseminni hefur vaxið fiskur um hrygg verða fyrirlesarar fengnir til að koma og fjalla um tiltekin málefni. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 195 orð

Óeðlilegt og býður heim misnotkun

SAMKEPPNISAÐILAR Pósts og síma í fraktflutningum eru ekki sáttir við innkomu stofnunarinnar á þennan markað og telja það ekki vera tryggt að þessi starfsemi verði aðgreind fjárhagslega frá hefðbundnum póstflutningum stofnunarinnar. Meira
3. september 1996 | Erlendar fréttir | 217 orð

Páfi ræðst gegn pólska þinginu

JÓHANNES Páll II páfi sagðist um helgina finna til mikils sársauka og vonbrigða vegna þeirrar ákvörðunar pólska þingsins að leyfa fóstureyðingar. Var það samþykkt í atkvæðagreiðslu á þinginu í síðustu viku en páfi lét hörð orð falla í garð þingsins er hann ávarpaði um 100.000 manns á helgasta stað Pólland, Czestochowa. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

Reykur gaus upp í prentsmiðju Morgunblaðsins

REYKUR gaus upp í prentsmiðju Morgunblaðsins aðfaranótt mánudags rétt um það leyti sem prentun mánudagsblaðs DV var að hefjast. Að sögn Ragnars Magnússonar, prentsmiðjustjóra, tók að rjúka frá einum mótor prentvélarinnar en við það fór loftræsti- og viðvörunarkerfi af stað. Meira
3. september 1996 | Erlendar fréttir | 209 orð

Saka Hariri um kosningasvindl

UMFANGSMIKIÐ kosningasvindl einkenndi þriðju umferð þingkosninganna í Líbanon sem fram fór í Beirut á sunnudag, að sögn óháðra samtaka um lýðræði (LADE) í gær. Rafik al-Hariri forsætisráðherra og stuðningsmen hans unnu 14 af 19 sætum sem keppt var um. Meira
3. september 1996 | Landsbyggðin | 185 orð

Sambýlinu við Lindargötu gefin bifreið

Siglufirði-Sambýlið við Lindargötu á Siglufirði eignaðist á dögunum nýja bifreið af gerðinni Volkswagen Caravella og tekur hún 10 manns. Það var Kiwanisklúbburinn Skjöldur á Siglufirði sem gaf bifreiðina ásamt Lionsklúbbi Siglufjarðar, Siglufjarðarkaupstað, Þroskahjálp á Siglufirði, Verkalýðsfélaginu Vöku, Íslandsbanka Siglufirði, Þormóði ramma, SR-mjöli, Heklu hf. Meira
3. september 1996 | Erlendar fréttir | 165 orð

Sjö drukkna á morðstaðnum

SJÖ manns drukknuðu á laugardag á sama stað og Susan Smith drekkti börnum sínum, Michael og Alex, í Suður- Karolínu í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Fólkið hafði farið að John D. Long-vatni til að skoða staðinn, þar sem Smith drekkti börnum sínum. Meira
3. september 1996 | Miðopna | 697 orð

Skemmtilegast að hitta aftur skólafélagana

ANDRÚMSLOFTIÐ á göngum grunnskólanna í Reykjavík var spennt í gær. Prúðbúin börn höfðu flykkst í skólann til að taka við stundaskrám og öðrum fyrirmælum frá kennurunum um skólastarfið í vetur. Samt virtist mestur spenningurinn felast í því að hitta bekkjarfélagana á nýjan leik eftir sumarið. Sex ára börnin skáru sig úr því að fyrir þeim voru að opnast dyr að nýjum og áður óþekktum heimi. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 329 orð

Skilar ríki hverfandi tekjum

ÁFENGI hækkar að meðaltali um 0,02% frá og með nýrri verðskrá ÁTVR, sem gefin var út í gær, og er þá miðað við sölu seinustu tólf mánuði. Verð á tóbaki helst hins vegar óbreytt. Sumar tegundir lækka en aðrar hækka lítils háttar eða um 10­20 krónur. Mesta hækkun er um 28% eða úr 1.070 í 1. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Skólagangan undirbúin

MIKIL örtröð var í Griffli sem og í öðrum bóka- og ritfangaverslunum en þær voru opnar fram á kvöld í gær þegar nemendur grunn- og framhaldsskólanna viðuðu að sér skólabókum og öðrum hjálpargögnum fyrir veturinn. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

Söng- og skemmtifélagið Samstilling

SÖNGFÉLAGIÐ Samstilling hefur vetrarstarfsemi sína mánudagskvöldið 9. september næstkomandi. Markmið Samstillingar er að fólk komi saman vikulega til að syngja, en engar kröfur eru gerðar til félagsmanna aðrar en að þeir njóti þess að syngja í góðra vina hópi. Sungið er í Hljómskálanum á mánudagskvöldum frá klukkan 20.30.- 23. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 399 orð

Talning sýnir hátt í fjórfalt umferðarálag

Í AÐALSKIPULAGI Reykjavíkur fyrir árin 1984­2004 kemur fram að nýting á svæði, sem liggur að gatnamótum Egilsgötu og Snorrabrautar, er komin upp í 1,7 sem er með því mesta sem þekkist í Reykjavík. Samkvæmt umferðartalningu frá árinu 1994 var sólarhringsumferð í báðar áttir um Egilsgötu 3.795 ökutæki en það er hátt í fjórfalt umferðarálag á við það sem yfirleitt er talið eðlilegt. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

Tilraunasendingar í Þýskalandi

ÚTVARPSSTÖÐIN Ómega hefur sett upp útvarpsstöð í Þýskalandi og hefur sent út tilraunasendingar í eina klukkustund á sunnudögum frá því í apríl sl. Sendir stöðvarinnar er milljón vött og hafa viðbrögð borist víða að en aðallega frá Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Spáni og jafnvel frá Japan og Ástralíu, að sögn Eiríks Sigurbjörnssonar útvarpssjóra. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 424 orð

Togstreita höfuðborgar og landsbyggðar dagar uppi

MÖGULEIKAR Vestfjarða í framtíðinni felast í milliliðalausum tengslum við fyrirtæki og einstaklinga um allan heim. Togstreita höfuðborgar og landsbyggðar mun daga uppi vegna nýrrar tækni í samgöngum, fjarskiptum og hugbúnaði. Meira
3. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Tónleikar á Breiðumýri

ELMA Atladóttir, sópransöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari halda tónleika á Breiðumýri á fimmtudagskvöld, 5. september kl. 21. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Jón Ásgeirsson, Sigfús Einarsson, Þórarin Guðmundsson, Grieg, Sibelius, Schubert, Strauss og Puccini. Elma lauk 8. Meira
3. september 1996 | Erlendar fréttir | 150 orð

Undirboðsrannsókn hafin

FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB tilkynnti í gær, að hún hygðist rannsaka kvartanir skozkra laxeldisbænda þess efnis, að lax sem fluttur væri inn frá Noregi til Evrópusambandsins væri greiddur niður og boðinn á undirboðskjörum, sem skaðaði framleiðendur innan ESB. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 2503 orð

Úr dagbók lögreglunnar

Fimmtíu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og 9 ökumenn, sem afskipti þurfti að hafa af, eru grunaðir um ölvunarakstur. Tilkynnt var um 44 umferðaróhöpp. Af þeim voru meiðsli á fólki í 5 tilvikum. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 306 orð

Útgerðin fellst á að greiða rúmar 3,9 milljónir

ÚTGERÐ flutningaskipsins Daníels D. hefur að sögn Kjartans Guðmundssonar, eftirlitsmanns ITF (Alþjóða flutningaverkamannasambandsins), fallist á að greiða mismun launa þriggja Króata í áhöfninni og launa samkvæmt íslenskum kjarasamningum ásamt kostnaði ITF vegna afskipta af skipinu í Skagen og L¨ubeck. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 846 orð

Vill íslenska vegi á alþjóðamarkað

TRYGGVI hefur unnið í mörg ár sem keppnisstjóri á þessu stærsta rallmóti hérlendis. Hann vill auka kynningu á keppninni á alþjóðlegum vettvangi og fá til þess opinbera hjálp og telur að kynningin og tekjurnar sem kæmu til baka í þjóðarbúið yrðu margfalt meiri. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 209 orð

Yfirlýsing vegna ásakana um líkamsárás

"Stjórn Björgunarsveitar Ingólfs vill að gefnu tilefni taka eftirfarandi fram: Við hörmum þá meðferð sem mál þetta hefur fengið hjá ákveðnum fjölmiðlum landsins. Sú umræða hefur verið mjög einhliða og ótímabær. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

Þriðjudagsganga í Viðey

GENGIN verður þriðjudagsganga í Viðey um þær slóðir sem tengjast minningum um Jón Arason Hólabiskup en svo verður farið yfir á Vestureyju. Þar verður m.a. skoðað umhverfislistaverkið Áfangar eftir R. Serra og steinn með áletrunum frá 1821. Hann er við rústir Nautahúsanna. Þaðan verður farið heim að Stofu aftur. Þessi ganga tekur um einn og hálfan tíma. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Þrír fréttamenn ráðnir

LOGI Bergmann Eiðsson hlaut sjö atkvæði allra útvarpsráðsmanna í kosningu um stöðu fréttamanns á innlendri féttadeild Sjónvarpsins á fundi útvarpsráðs í gær. Margrét Arna Hlöðversdóttir hlaut fimm atkvæði og Sólveig Ólafsdóttir tvö atkvæði í kosningu um stöðu fréttamanns á erlendri fréttadeild. Meira
3. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 154 orð

Þungar áhyggjur af ástandinu

"STARFSMANNARÁÐ Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri hefur þungar áhyggjur af ástandinu í heilbrigðismálum í landinu og lýsir furðu sinni á skilningsskorti stjórnvalda á mikilvægi heilsugæslunnar," segir í ályktun Starfsmannaráðs Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri vegna kjaradeilu heilsugæslulækna og ríkisins. Meira
3. september 1996 | Innlendar fréttir | 177 orð

Önnur ferð í undirbúningi

SÆTI í sex daga ferð Samvinnuferða-Landsýnar til Kúbu seldust upp fyrrihluta gærdagsins, en ferðin var auglýst í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Sæti í ferð til Bahamaeyja seldust einnig mjög vel, að sögn Auðar Björnsdóttur, sölustjóra hjá Samvinnuferðum-Landsýn. Flogið er með Boeing 747 breiðþotu Atlanta og voru tæplega 500 sæti í boði til Kúbu. Meira

Ritstjórnargreinar

3. september 1996 | Staksteinar | 367 orð

Blaðamarkaðurinn

ALÞÝÐUBLAÐIÐ gerði hræringar á blaðamarkaði að umtalsefni í leiðara á föstudag. Tvö upphaflegra blaða eftir Alþýðublaðið segir: "Fyrir hálfum öðrum áratug voru gefin út sex dagblöð á Íslandi: Alþýðublaðið, Dagblaðið, Morgunblaðið, Tíminn, Vísir og Þjóðviljinn. Óneitanlega er nú öðru vísi um að litast. Meira
3. september 1996 | Leiðarar | 570 orð

leiðariBREYTT STEFNA ­ NÝJAR LEIÐIR ORSETI lýðveldisins, he

leiðariBREYTT STEFNA ­ NÝJAR LEIÐIR ORSETI lýðveldisins, herra Ólafur Ragnar Grímsson, vék í ræðu sem hann flutti í opinberri heimsókn á Vestfjörðum á dögunum að togstreitunni milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Meira

Menning

3. september 1996 | Fólk í fréttum | 73 orð

60 kepptu í upphafshöggum

UPPHAFSHÖGGAKEPPNI Keilis og Sambíóanna fór fram um helgina á Hvaleyrarvelli. Keppnin var haldin í tilefni af frumsýningu myndarinnar "Happy Gilmore". Öllum var heimil þátttaka og mættu um 60 manns til leiks. Sigurvegari varð Albert Elíasson sem sló kúluna 245 metra inn á fyrstu braut. Meira
3. september 1996 | Skólar/Menntun | 198 orð

Aðeins 20 nýnemar teknir inn

MUN fleiri nemendur óska eftir að hefja nám í þroskaþjálfun en hægt er að anna vegna húsnæðismála, að sögn Bryndísar Víglundsdóttur skólastjóra Þroskaþjálfaskóla Íslands. Eingöngu var hægt að veita 21 nemanda skólavist nú í haust en um 50 nemendur voru umsóknarhæfir. Nemendur á öðru og þriðja ári eru samtals 55. Meira
3. september 1996 | Fólk í fréttum | 66 orð

Árshátíð Hússins á sjó

FASTEIGNASALAN Húsið hélt árshátíð sína um síðustu helgi úti á sjó. Skemmtiferðaskipið Elding var leigð undir hátíðina og því síðan siglt út að Kjalarnesi þar sem akkerum var kastað í klettavík. Árshátíðargestir gæddu sér því næst á grilluðu lambi og sjávarfangi. Meira
3. september 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Basquiat keppir um Ljónið

BANDARÍSKI leikstjórinn og myndlistarmaðurinn Julian Schnabel í miðið, bregður á leik með tveimur aðalleikurum myndar sinnar "Basquiat" í Feneyjum um helgina. Myndin fjallar um bandaríska myndlistarmannin Jean­Michel Basquiat sem lést fyrir aldur fram á síðasta áratug. Til vinstri er Dennis Hopper en til hægri Jeffrey Wright sem leikur titilhlutverkið Basquiat. Meira
3. september 1996 | Fólk í fréttum | 251 orð

Björk breytir heiminum á Tíbettónleikum

"Þessir tónleikar létu mér líða eins og ég gæti breytt heiminum ein og óstudd. Ég tek ekki þátt í öllu góðgerðarstarfi sem ég er beðin um að vera með í. Ég held að 90% af öllum góðgerðarmálum séu framkvæmd á röngum forsendum. Meira
3. september 1996 | Fólk í fréttum | 35 orð

Broke styður bóndann

BANDARÍSKA leikkonan Broke Shields gægist hér undir sólgleraugun til að geta fylgst betur með bónda sínum, tennisleikaranum Andre Agassi, í leik á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York um helgina. Meira
3. september 1996 | Fólk í fréttum | 134 orð

Diskótekið Rocky tekur til starfa

FERÐADISKÓTEKIÐ Rocky tekur til starfa 3. september næstkomandi. Eigandi diskóteksins og diskótekari, Grétar Laufdal, sagðist ætla að reyna að ná eyrum félagasamtaka, skóla og fyrirtækja meðal annars og sagðist fær í flestan sjó enda nýbúinn að fjárfesta í nýjum hljómflutningstækjum sem gefa besta mögulegan hljóm hverju sinni, hvort sem spilað er í litlum sölum eða stórum. Meira
3. september 1996 | Fólk í fréttum | 50 orð

Eddie víðförli

-textiBANDARÍSKI gamanleikarinn Eddie Murphy fer víða til að kynna nýjustu mynd sína "The Nutty Professor". Hér fer hann frá hóteli sínu í Deauville í norð-vestur Frakklandi. Þar er hann staddur vegna yfirstandandi bandarískrar kvikmyndahátíðar. Hann er sigrihrósandi á meðfylgjandi mynd með hið fræga vafflaga sigurtákn hátt á lofti. Meira
3. september 1996 | Menningarlíf | 416 orð

Ekki hættur

ÞVÍ fer fjarri að rússneski ballettdansarinn Mikaíl Baríjsníkov sé sestur í helgan stein, þó orðinn sé 48 ára. Hann dansar enn, þótt hann fari sér hægar en áður og vinnur af krafti með White Oak-danshópnum sem hann stofnaði fyrir sex árum með dansahöfundinum Mark Morris. Hópurinn, sem komið hefur fram m.a. Meira
3. september 1996 | Fólk í fréttum | 122 orð

Ég er kynóður

"ÉG HEF ekki lengur neina stjórn á kynlífsfíkn minni og hún er að eyðileggja líf mitt. Ég er bókstaflega kynóður," sagði bandaríski leikarinn David Duchovny úr sjónvarpsmyndaflokknum Ráðgátur. Meira
3. september 1996 | Skólar/Menntun | 147 orð

Fjarnám með skólasókn að hluta

ÖRLYGUR Antonsson skólastjóri Fullorðinsfræðslunnar í Reykjavík segir námsframboðið vera með svipuðum hætti og undanfarin ár, en að auki verði einnig boðið upp á fjarnám þar sem nemendur þurfi þó að sækja skólann að hluta. Miðast það fyrst og fremst við þá sem hafa aðgang að alnetinu en vegna hinna er stuðst við diskettur fyrir tölvur, snældur, myndsenda, síma og bréfapóst. Meira
3. september 1996 | Myndlist | 534 orð

Flúrað fólk

Fjölnir Geir Bragason og Jón Páll Vilhelmsson. Opið alla daga til 10. september. SKRAUTGIRNIN, þessi formóðir listanna, hefur fylgt manninum frá fyrstu tíð. Í fyrndinni tengdist hún töfrum og annarri trú og þróast þaðan í takt við þau þjóðfélög sem hún þjónaði hverju sinni. Meira
3. september 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Forynjur úr flæðarmáli

Vestnorræn leiksmiðja var haldin í Borgarnesi í sumar fyrir áhugaleikara eldri en 18 ára. Þátttakendur og leiðbeinendur voru frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Í lok námskeiðsins var haldin leiksýning undir berum himni í blíðskaparveðri úti á Vesturnesi sem er gróið klapparnes vestast í Borgarnesi. Meira
3. september 1996 | Tónlist | 377 orð

Frábær rödd og vandaður flutningur

Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari fluttu söngverk eftir Beethoven, Brahms, Schubert, Vaughan-Williams og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Sunnudagurinn 1. september, 1996 Meira
3. september 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð

Geimveruinnrás í Feneyjum

GEIMVERUINNRÁSARMYNDIN "Independence Day" er sýnd á kvikmyndhátíðinni í Feneyjum sem nú stendur yfir. Aðstandendur hennar komu saman af því tilefni og stilltu sér upp til myndatöku. Efst til vinstri er leikstjórinn Roland Emmerich og til hægri Dean Devlin framleiðandi. Sitjandi frá vinstri eru leikararnir Robert Loggia, Bill Pulman og Will Smith. Meira
3. september 1996 | Fólk í fréttum | 199 orð

Giftist flúraðasta manninum í Noregi

"NÚ ERUM við bundin fyrir lífstíð og eigum bara eftir að flúra hringa á fingur okkar," sagði Marit Rugnes sem nýlega giftist flúraðasta manni Noregs, Eskild Gjessvåg frá Asker. Eskild er skreyttur 170 myndum og Marit elskar hvern einasta millimetra af húð hans. Meira
3. september 1996 | Fólk í fréttum | 259 orð

Glímulok

EINN hæfileikamesti tónlistarmaður síðustu áratuga vestur í Bandaríkjunum er tónlistarmaðurinn sem allir þekkja sem Prince. Hann hefur sent frá sér grúa laga sem náð hafa hylli og fjölda breiðskífna sem selst hafa í milljónatali, en kemur þrátt fyrir það aðdáendum sínum sífellt á óvart. Meira
3. september 1996 | Tónlist | 675 orð

Ilmur og eldfimi

Verk eftir Schubert, Ravel, Martinu og Dohnanyi. Guðný Guðmundsdóttir, fiðla; Unnur Sveinbjarnardóttir, víóla; Nina G, Flyerm selló. Menningarmiðstöðinni Hafnarborg, Hafnarfirði, sunnudaginn 1. september kl. 20. Meira
3. september 1996 | Menningarlíf | 33 orð

Í svörtum kufli

Í SVÖRTUM kufli heitir ljóðadagskrá sem Hjalti Rögnvaldsson leikari flytur á Kaffi Oliver við Ingólfsstræti í kvöld, þriðjudag, kl. 22. Þar mun Hjalti lesa þrjár fyrstu ljóðabækur Þorsteins frá Hamri. Meira
3. september 1996 | Menningarlíf | 125 orð

Japönsk glerlist

Í KVÖLD þriðjudag kl. 20 verður fyrirlestur um japanska glerlist fluttur í fundarsal Norræna hússins. Fyrirlesturinn er unninn af glerlistamönnunum Sören S. Larsen og Sigrúnu Ó. Einarsdóttur, og flytur Sigrún fyrirlesturinn á íslensku og sýnir litskyggnur. Á eftir stuttu inngripi í sögu og þróun glergerðar í Japan verða kynnt verk eftir rúmlega 30 nútíma glerlistamenn. Meira
3. september 1996 | Skólar/Menntun | 300 orð

Jöfn fjölgun nemenda

TÆPLEGA 300 nemendur víðs vegar af að landinu, auk nokkurra Íslendinga erlendis, hafa nýtt sér fjarkennslu Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) þær fimm annir sem þjónustan hefur verið í boði. Haukur Ágústsson, umsjónarmaður fjarkennslu VMA, segir að nemendum hafi farið stöðugt fjölgandi og um leið hefur framboð á greinum og kennsluáföngum aukist jafnt og þétt. Meira
3. september 1996 | Fólk í fréttum | 97 orð

Liam söng með Oasis í Detroit

LIAM Gallagher, söngvari bresku hljómsveitarinnar Oasis sem neitaði að fara með hljómsveitinni í tónleikaferð til Bandaríkjanna vegna húsnæðisleitar og eymsla í hálsi, söng með henni á tónleikum í Detroit um helgina. Hann lék á als oddi á sviðinu og minntist ekkert á fjarveru sína og tónleikarnir, sem stóðu í rúmlega eina og hálfa klukkustund, voru vel heppnaðir. Meira
3. september 1996 | Menningarlíf | 83 orð

Ljóðskáld og gagnrýnandi

MIÐVIKUDAGINN 4. september kl. 20 mun finnska ljóðskáldið og listgagnrýnandinn Maija Paavilainen halda fyrirlestur í Norræna húsinu. Hún mun fjalla um samspil myndmáls og orða í verkum sínum. Maija Paavilainen er fædd 1945. Hún hefur skrifað um 20 bækur á finnsku og skrifar reglulega um listir, dans, leikhús og arkitektúr í ýmis tímarit í Finnlandi. Meira
3. september 1996 | Menningarlíf | 1319 orð

Metsölukiljur renna út

SALA erlendra bóka er að stórum hluta miðuð við metsölubækur og þá fyrst og fremst í kiljuformi. Nokkrar bókaverslanir í Reykjavík hafa komið upp sérstökum hillum, stöndum eða rekkum með metsölukiljum og er þá oftast stuðst við metsölulista New York Times. Dæmi eru um að metsölulistar hangi uppi svo að viðskiptavinir geti stuðst við þá í kaupum sínum á kiljum. Meira
3. september 1996 | Skólar/Menntun | 327 orð

Nám í málmiðnaði með nýju sniði

NÝLEGA lauk stýrihópur málmiðnargreina, sem skipaður var af menntamálaráðuneytinu, við ítarlegar tillögur um nýskipan náms í málmiðnaðargreinum ásamt með drögum að þróunaráætlun um framkvæmd. Hópurinn var skipaður fimm mönnum frá Samtökum iðnaðarins, Samiðn, Fræðsluráði málmiðnaðarins og tveimur frá menntamálaráðuneyti. Meira
3. september 1996 | Menningarlíf | 215 orð

Njósnað um njósnarana

MARCUS Wolfe, fyrrverandi yfirmaður austur-þýzku leyniþjónustunnar, Stasi, sagði í samtali við The European magazine, að enn væri hann að velta fyrir sér ákveðnum hlutum í bókinni Njósnarinn, sem kom inn úr kuldanum eftir John Le Carré. Meira
3. september 1996 | Fólk í fréttum | 170 orð

Sekkjapípugaulið ærir nágrannana

SKOSKI sekkjapípuleikarinn Gary Stronach er orðinn langþreyttur á virðingarleysinu sem hann þarf að þola í heimalandi sínu og hefur ákveðið að flytja til Bandaríkjanna. Nágrannar hans kalla pípuleik hans hávaðamengun og yfirvöld í heimabæ hans, Perth, segja hljóðin minna á garg úr hljómflutningsgræjum. Í kjölfarið hefur honum verið bannað að æfa sig á pípuna heima. Meira
3. september 1996 | Skólar/Menntun | 134 orð

Símenntun á alnetinu

EAPS, samtök ritara í Evrópu, hefur hlotið um 1,3 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu (ESB) vegna verkefnis sem kallað er Símenntun á alnetinu fyrir ritara. Hefur verið stofnaður vinnuhópur með félögum frá Hollandi, Bretlandi, Grikklandi og Íslandi. Meira
3. september 1996 | Myndlist | 827 orð

Stefnumót í heimsþorpi listanna

Samsýning íslenskra og japanskra listamanna. Norræna húsið: Opið alla daga til 8. september; aðgangur og sýningarskrá kr. 200. ÞAÐ ER gott dæmi um áhrif alþjóðavæðingar okkar tíma að þrátt fyrir gjörólíka sögu getur japönsk og íslensk myndlist nálgast á jafnræðisgrunni. Meira
3. september 1996 | Menningarlíf | 622 orð

Tvö þúsund höfundar á hafnarbakka

Á HAFNARBAKKANUM í Toronto í Kanada standa gömul vöruhús sem búið er að breyta í listhús og kallast Harbourfront eða Hafnarbakkinn. Á þessum stað stjórnar rithöfundurinn Greg Gatenby vikulegum bókmenntadagskrám og að auki árlegri alþjóðlegri bókmenntahátíð í október. Meira
3. september 1996 | Menningarlíf | 632 orð

Þjóð á fornum grunni eða týnd í nútímanum

SJÁLFSMYND íslensku þjóðarinnar er reist á mýtum úr þjóðernisstefnu hennar; mýtunni um tungumálið, mýtunni um þjóðarandann, þjóðareininguna, þjóðararfinn, þjóðina. Og allar miða þessar mýtur að því að staðfesta sameiginlegan uppruna fólksins sem byggir landið; þær eru eins og lím í sprungurnar sem annars blasa við í þjóðarsálinni, í samkennd þessa hóps. Meira
3. september 1996 | Skólar/Menntun | 497 orð

Þol íslenskra barna er með ágætum

FYRSTU meðaltalsniðurstöður langtímakönnunar, sem íþróttakennarar hófu síðastliðinn vetur í samvinnu við menntamálaráðuneytið, gefa til kynna að líkamshreysti íslenskra barna og unglinga sé með ágætum, að sögn Elísabetar Ólafsdóttur, íþróttakennara við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. "Ég held að um of miklar alhæfingar í hina áttina hafi verið að ræða á undanförnum árum. Meira

Umræðan

3. september 1996 | Aðsent efni | 643 orð

Af högum íslenskra heimilislækna 1995

Í UMFJÖLLUN fjölmiðla um kjaradeilu heimilislækna og fjármálaráðuneytisins á undanförnum vikum hafa laun heimilislækna verið nefnd og er þar ávallt verið að fjalla um tekjur þeirra. Haft er eftir fjármálaráðherra í útvarpsviðtali 28. ágúst að "heilsugæslulæknar séu ekki vanhaldnir af kjörum sínum... en þeir beri sig saman við aðra lækna og það geri málið erfiðara. Meira
3. september 1996 | Bréf til blaðsins | 442 orð

Áhugafólk um sjónvarp

ÉG VAR að velta því fyrir mér hvernig haga ætti sjónvarpsmálum fjölskyldunnar í vetur og hvaða kostur væri fýsilegastur af þeim sem í boði eru. Fyrir skemmstu auglýsti sjónvarpsstöðin Sýn fjöldann allan af beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum og frumsýningar á kvikmyndum. Meira
3. september 1996 | Aðsent efni | 1008 orð

Börnin eiga skilið það besta

ÉG er alveg undrandi á að lesa í DV að sveitarstjórinn í Garðinum telji sveitarfélagið sitt ekki hafa efni á að einsetja grunnskólann. Hvað eru þeir að gera annað við peningana? Samkvæmt lögum ber sveitarfélögum að sjá fyrir húsnæði svo halda megi uppi lögboðnu skólastarfi. Þetta er skylduverkefni, alveg eins og það er skylda foreldra að sjá til þess að börnin mæti í skólann. Meira
3. september 1996 | Bréf til blaðsins | 236 orð

Endurkjör Bandaríkjaforseta

NÝLEGA var frétt í útvarpi eða sjónvarpi þess efnis að Bill Clinton verði að berjast við að verða fyrsti forseti demókrata í Bandaríkjunum í 50 ár til þess að ná endurkjöri. Sams konar frétt birtist í Morgunblaðinu í gær. Í Morgunblaðinu í dag er þetta svo endurtekið og tíminn lengdur í 52 ár og er haft eftir Reutersfréttastofunni. Meira
3. september 1996 | Aðsent efni | 522 orð

Hagavatn

HAGAVATN er austan undir Hagafelli í Langjökli. Framan við vatnið er hnúkóttur móbergshryggur, sem heitir Brekknafjöll og fram af þeim er Fagradalsfjall. Jarlhetturnar setja sterkan svip á svæðið, en þær eru röð móbergshnúka meðfram rönd Langjökuls innan við Hagavatn. Meira
3. september 1996 | Aðsent efni | 1047 orð

Hver ræður í heilbrigðismálum?

UM LANGA hríð hefur ríkisvaldið markvisst stundað þá iðju að ganga ekki til samninga við þær stéttir, sem vinna í þess þágu, þótt þeir hafi verið lausir mánuðum eða misserum saman. Með þessu ofbeldi hefur því hver stéttarhópurinn á fætur öðrum verið neyddur út í sársaukafullar og erfiðar aðgerðir til að ná fram sjálfsögðum rétti sínum að ræða um lífskjör sín. Meira
3. september 1996 | Aðsent efni | 528 orð

Menntamál langsjúkra barna og unglinga

SEGJA má að sjúkrakennsla hér á landi hafi verið afar laus í reipunum. Ekkert skipulag frá stjórnvöldum hefur t.d. fram að þessu tryggt að eðlileg samskipti haldist á milli sjúks nemanda á spítala eða heima og skólans. Þau hljóta þó að teljast forsenda þess að viðkomandi geti haldið í við bekkjarfélagana í námi svo ekki sé minnst á félagslegu hliðina. Meira
3. september 1996 | Aðsent efni | 881 orð

Samfélagsrekinni þjónustu fylgir lægri kostnaður

MIKLAR umræður hafa orðið um hvort tilvísunarkerfið "eigi að vera eða ekki að vera". Kostir og lestir þessa kerfis verða ræddir hér. Eftirfarandi þjóðir búa við tilvísunarkerfi í dag: Austurríki, Kanada, Danmörk, Finnland, Grikkland, Ítalía, Nýja Sjáland, Noregur, Portúgal, Svíþjóð og Tyrkland. 1)Má draga úr ef læknir hefur mikinn fjölda sjúklinga. Meira
3. september 1996 | Aðsent efni | 1389 orð

Svona gera menn ekki, Björn!

"SÚ SAGA er sögð af föður mínur, þegar hann var dómsmálaráðherra fyrir rúmlega 40 árum, að til hans hafi komið sýslumaður. Hann hafi borið sig illa, líklega undan einhverju, sem ráðherrann hafði ákveðið, og sagt, að færi svo fram sæi hann sér ekki annan kost en segja af sér. Þá hafi ráðherrann ýtt á hnapp við skrifborð sitt og inn gengið ritari. Meira
3. september 1996 | Bréf til blaðsins | 600 orð

Tveggja flokka kerfi

ÁHYGGJUFULLUR eldri maður skrifaði grein og bendir ungu fólki á að láta til sín taka í pólitíkinni. Vissulega þarf það eitthað að fara að gera í sínum málum, það á að erfa landið og skuldirnar. Fari sem horfir, að nokkrar fjölskyldur eignist stærstu auðlindir okkar, verður ekkert til að greiða með. Meira

Minningargreinar

3. september 1996 | Minningargreinar | 229 orð

Brynja Sigurðardóttir

Elsku amma. Ekki hvarflaði það að mér, þegar ég flutti til þín um sl. mánaðamót, að sambúð okkar yrði svona stutt. Ég hélt að þú yrðir aðeins nokkra daga á spítalanum en eftir fyrsta áfallið sem þú fékkst gerði ég mér grein fyrir að ekkert yrði eins og áður, en vonaði samt að þú myndir komast heim og við ættum eftir að eiga góðan vetur fram undan eins og við höfðum spjallað svo mikið um. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 464 orð

Brynja Sigurðardóttir

Síðastliðna mánuði hafa skin og skúrir skipst á í stórfjölskyldunni, heldur meira en venjulega. Fyrir aðeins fimm mánuðum lést afi minn eftir stutta sjúkdómslegu. Það var okkur mikið áfall því þrátt fyrir háan aldur var hann sannkallaður ættarhöfðingi sem vakti yfir velferð barna sinna og ekki síst barnabarna sinna og barna þeirra. Amma og afi fylgdust ætíð vel með þjóðmálunum. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 157 orð

Brynja Sigurðardóttir

Elsku amma mín. Mér finnst erfitt, aðeins þriggja ára, að skilja það að þú sért farin til Guðs, aðeins tæpum fimm mánuðum á eftir afa. Það er skrýtið að koma með mömmu á Eyrarveginn og þú situr ekki á stólnum þínum. Það var alltaf svo gott að koma til þín og fá kex eða nammi úr skápnum. Og ég sem yngsta barnabarnið fékk kannski ýmislegt að gera sem hin höfðu ekki fengið, t.d. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 222 orð

Brynja Sigurðardóttir

Elsku amma, að þú sért dáin er erfitt fyrir okkur að skilja því þú varst svo fastur punktur í tilveru okkar. Það var svo gott að koma í eldhúsið til þín á Eyrarveginum og fá hjá þér mjólk og snúða. Þú hafðir líka alltaf tíma til að tala við okkur og alltaf gátum við fengið að vera, hvort heldur var að gista að gamni eina og eina nótt eða að vera í passi meðan mamma og pabbi voru að vinna. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 331 orð

Brynja Sigurðardóttir

Mig langar að minnast Brynju Sigurðardóttur, eða Innu eins og hún var kölluð á mínu heimili, sem nú er látin, tæplega 77 ára gömul. Fyrir tæpum fimm mánuðum fylgdum við manni hennar til grafar, honum Stebba frænda. Það er táknrænt að þau, sem búin voru að ganga saman lífsbrautina í nærri 50 ár, skulu hverfa á braut svo til samtímis. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 269 orð

Brynja Sigurðardóttir

Drag nú hið blástirnda, blysum leiftranda salartjald saman yfir sæng þinni, brosi boðandi, að af beði munir bráðlega hresstur í himin snúa. Í kveðjuorðum okkar til Stefáns Halldórssonar, eiginmanns Brynju, í apríl sl. völdum við erindi úr Sólsetursljóði Jónasar Hallgrímssonar. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 552 orð

BRYNJA SIGURÐARDÓTTIR

BRYNJA SIGURÐARDÓTTIR Brynja Sigurðardóttir fæddist í Möðrudal á Fjöllum 28. september 1919. Hún lést á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Haraldsson, bóndi og síðar skrifstofumaður á Akureyri, f. 26. október 1893, d. 23. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 332 orð

Guðbjartur Gíslason

Í dag er til moldar borinn Guðbjartur Gísli Guðmundsson frá Króki. Skammt varð á milli þeirra hjóna, en eiginkona hans, Anna Sveinsdóttir frá Viðfirði, andaðist fyrir rétt rúmu ári síðan. Ein fyrsta minning okkar bræðra af Bjarti eins og hann kallaður, var þegar hann kom ásamt Önnu konu sinni í heimsókn að Laugardælum. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 910 orð

Guðbjartur Gíslason

Margs er að minnast þegar vinur minn, Guðbjartur, er allur. Okkar sameiginlega áhugamál var hestamennskan. Það munu nú nálægt fimmtíu ár síðan við hittumst fyrst á hestbaki og áttum í fyrstu strjál samskipti en fórum að hittast oftar þegar hann bjó í Keilisnesi við Elliðavog og hafði þar hestana við íbúðarhúsið en ég hafði aðstöðu þar sem nú er Húsasmiðjan. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 331 orð

Guðbjartur Gísli Guðmundsson

Nú er hann Bjartur farinn og skilur eftir sig stórt skarð. En samt held ég að allir sem þekktu hann viti að hann þráði örugglega mest að komast til Önnu. Hann hefur saknað hennar mikið síðan hún dó fyrir rúmu ári. Minningarnar um Bjart ná til þess tíma að ég var lítil stelpa og var ásamt systur minni Soffíu að byrja að ríða út með föður okkar. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 140 orð

Guðbjartur Gísli Guðmundsson

Hvað get ég skrifað? Allt í einu er ég búin að missa ömmu og afa. Íbúðin þeirra seld, tómur kofi fyrir austan. Á einu ári hefur allt verið hrifsað burt nema minningar. Elsku amma, ég er alltaf að hugsa til þín, ég vona að þér líði vel. Afi, ég trúi því ekki enn að þú sért farinn líka, ég hélt að þú yrðir hjá okkur í hundrað ár. Ég vona að ykkur líði vel saman á ný. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 264 orð

Guðbjartur Gísli Guðmundsson

Horfinn, hetjan mín og fyrirmynd. Ég lítil skotta sem líki eftir göngulagi hans á leið okkar í hesthúsið, mamma brosir. Hestarnir taka sprett að eldhúsglugganum þar sem bíða þeirra brauðmolar úr hendi hennar. Menn og málleysingjar líta við í litla húsinu okkar niðri á tanga. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 318 orð

GUÐBJARTUR GÍSLI GUÐMUNDSSON

GUÐBJARTUR GÍSLI GUÐMUNDSSON Guðbjartur Gísli Guðmundsson fæddist í Króki í Ásahreppi 18. júní 1918. Hann lést að morgni 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson, bóndi í Króki, f. 21. desember 1888, d. 2. maí 1989, og kona hans Guðrún Gísladóttir frá Árbæjarhelli í Holtum, f. 13. desember 1889, d. 1935. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 546 orð

Jón Símon Magnússon

Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. Elsku Jónsi minn, mér fannst að það væri langt í það að sumarið þitt væri á enda. Það var laugardaginn 17. ágúst sem ég hitti ykkur Nönnu í bænum. Mér fannst þú líta svo vel út og vera svo glaður. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 662 orð

Jón Símon Magnússon

"Dáinn, horfinn! Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir!" Mér var hugsað til þessara orða skáldsins og jafnframt setti mig hljóðan þegar Nanna tilkynnti mér að kvöldi mánudagsins 26. ágúst sl. að vinur minn Jón S. Magnússon, Fellsmúla 2, Reykjavík, hefði látist síðdegis sama dag við veiðar á bökkum Þjórsár. "En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 293 orð

Jón Símon Magnússon

Kallið er komið, og eins og svo oft áður kemur það manni jafn mikið á óvart. Kæri vinur, þegar við kvöddumst á sunnudagskvöldið 25. ágúst sl. átti ég svo sannarlega ekki von á því að við værum að kveðjast í síðasta sinn, þú varst búinn að vera í vafa hvort þú ættir að fara austur í Ölfusá að veiða á mánudaginn og þegar þú hafðir heyrt veðurspána var ákveðið að fara. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 115 orð

JÓN SÍMON MAGNÚSSON Jón Símon Magnússon var fæddur á Siglufirði 15. ágúst 1931. Hann andaðist 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar

JÓN SÍMON MAGNÚSSON Jón Símon Magnússon var fæddur á Siglufirði 15. ágúst 1931. Hann andaðist 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson, fæddur 23.12. 1884, dáinn 13.2. 1969, og María Sumarrós Erlendsdóttir, f. 23.4. 1891, d. 29.9. 1970. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 523 orð

Lúcinda Árnadóttir

Mig langar að minnast hennar Döddu, Lúcindu Árnadóttur, með nokkrum orðum. Hjá henni og manni hennar, Vigfúsi Magnússyni, frænda mínum var ég í sveit í 6 sumur. Að fara til sama fólksins í 6 sumur, 3 mánuði í senn segir sína sögu. Þarna var gott að vera og gaman. Ég var nefnilega ekki eina barnið sem fékk að vera sumarlangt á Skinnastöðum. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 28 orð

LÚCINDA ÁRNADÓTTIR Lúcinda Árnadóttir fæddist á Saurbæ í Vatnsdal 14. apríl 1914. Hún lést á Landspítalanum 17. ágúst

LÚCINDA ÁRNADÓTTIR Lúcinda Árnadóttir fæddist á Saurbæ í Vatnsdal 14. apríl 1914. Hún lést á Landspítalanum 17. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Þingeyrarkirkju 31. ágúst. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 31 orð

ODDNÝ FRIÐRIKKA HELGADÓTTIR Oddný Friðrikka Helgadóttir fæddist á Þórshöfn á Langanesi 22. ágúst 1947. Hún lést á Landspítalanum

ODDNÝ FRIÐRIKKA HELGADÓTTIR Oddný Friðrikka Helgadóttir fæddist á Þórshöfn á Langanesi 22. ágúst 1947. Hún lést á Landspítalanum föstudaginn 23. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 30. ágúst. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 528 orð

Oddný Helgadóttir

Oddný Helgadóttir vinkona okkar hafði ekki lagt mörg ár að baki. En í skilningi listaskáldsins Jónasar Hallgrímssonar hafði hún þó öðlast meiri reynslu en margur sá sem eldri er. Hún kunni að takast á við lífið með þeirri frjóu lífsnautn, ræktun góðra hæfileika og eljusemi sem allir þeir er kynntust henni litu upp til hennar fyrir. Stórt skarð er nú höggvið í hóp okkar vinkvenna hennar. Meira
3. september 1996 | Minningargreinar | 96 orð

Oddný Helgadóttir Kveðja frá nemendum 7. OH veturinn 1995/96 Við nutum flest þeirra forréttinda að vera nemendur Oddnýjar í

Kveðja frá nemendum 7. OH veturinn 1995/96 Við nutum flest þeirra forréttinda að vera nemendur Oddnýjar í fimm ár og stigum því okkar fyrstu spor á námsbrautinni undir hennar handleiðslu. Meira

Viðskipti

3. september 1996 | Viðskiptafréttir | 248 orð

Bretar taka þátt í smíði Eurofighter

BRESKA stjórnin samþykkti í gær að taka þátt í smíði Eurofighter, fullkominnar evrópskrar orrustuþotu, sem ætlað er að keppa við þotur frá bandarískum framleiðendum. Yfirlýsingin þykir mikill sigur fyrir samstarf evrópskra flugvélaframleiðendur en ekki er langt síðan ýmsir töldu að hætt yrði við smíði þotunnar. Meira
3. september 1996 | Viðskiptafréttir | 177 orð

IATA gagnrýnir hertar hávaðareglur í Bretlandi

ALÞJÓÐASAMBAND flugfélaga (IATA) gagnrýndi í gær þá ákvörðun breskra stjórnvalda að herða reglur um hávaðatakmörk við flugvelli þar í landi. Telur IATA að þessi ákvörðun stjórnvalda geti ógnað stöðu Lundúnaborgar og þeirra þriggja flugvalla sem þar eru staðsettir, Heathrow, Gatwick og Stansted, sem miðdepils alþjóðaflugumferðar. Meira
3. september 1996 | Viðskiptafréttir | 307 orð

SAS í verðstríði á heimavelli

SAS-flugfélagið hefur brugðist við aukinni samkeppni frá Virgin Express, flugfélagi enska milljarðamæringsins Richard Bransons, og lækkað verð á svokölluðum jackpot- farmiðum á leiðinni Kaupmannahöfn-Brussel um meira en helming. Kostaði ferðin fram og til baka 29.500 ísl. kr. en er nú komin í 13.900 að því er fram kemur í Politiken. Meira

Fastir þættir

3. september 1996 | Dagbók | 2668 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 30. ágúst til 5. september eru Borgar Apótek, Álftamýri 1-5 og Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-5, opin til kl. 22. Auk þess er Borgar Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
3. september 1996 | Í dag | 20 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag þriðjudaginn 3. septem

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag þriðjudaginn 3. september, er áttræðurDavíð Stefánsson, bóndi, Fossum, Landbroti, V.-Skaft. Hann er að heiman á afmælisdaginn. Meira
3. september 1996 | Fastir þættir | 327 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids

Mánudaginn 26. ágúst var spilaður tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með þátttöku 28 para. Spilaðar voru 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 270. Efstu pör í N/S: Árnína Guðlaugsd. - Bragi Erlendsson328 Steinberg Ríkarðsson - Haukur Árnason306 Þröstur Ingimarsson - Þórður Björnsson291 AV-riðill Auðunn R. Meira
3. september 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júní í Hveragerðiskirkju af sr. Jóni Ragnarssyni Ásta Sóley Sölvadóttirog Sigurður Þórðarson. Heimili þeirra verður í Breiðuvík 20, Grafarvogi. Meira
3. september 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí í Breiðholtskirkju af sr. Halldóri S. Gröndal Aðalheiður Ólafsdóttirog Ágúst S. Sigurðsson. Heimili þeirra er í Safamýri 40, Reykjavík. Meira
3. september 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júlí í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Bryndís Malla Elídóttirog Baldur Gautur Baldursson.Heimili þeirra er í Goðalandi 14, Reykjavík. Meira
3. september 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22.-23. júní norðan heimskautsbaugs af sr. Sigurði Arnarssyni Ragna Björk Emilsdóttir og Ásgeir Guðmundsson. Heimili þeirra er á Ægisíðu 117 Reykjavík. Meira
3. september 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. júní í Dómkirkjunni af sr. Hjalta Guðmundssyni Hlíf Arnlaugsdóttir ogHilmar Thors. Heimili þeirra er á Birkimel 6B, Reykjavík. Meira
3. september 1996 | Fastir þættir | 616 orð

Fljótandi ræsing á fljótandi velli

Lokasprettur Harðar var nú haldinn í þriðja sinn í Varmadal á Kjalarnesi af fjölskyldunni sem þar býr. Keppt var í tölti, barna-, unglinga- og opnum flokki, gæðingaskeiði og 150 metra og 250 metra skeiði. ÞRÁTT fyrir afleitt veður tókst mótið svo vel sem hægt var miðað við aðstæður, rok og rigningu. Meira
3. september 1996 | Í dag | 26 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar þau Herdís Magnúsdóttir og Bald

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar þau Herdís Magnúsdóttir og Baldur Árnason sem búa í Seljahverfi, héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og varð ágóðinn 2.250 krónur. Meira
3. september 1996 | Fastir þættir | 118 orð

Hvað skal segja? Glöggur lesa

Glöggur lesandi hefur bent á það að þáttaheitið Mál manna var notað á málfarsþætti í ríkisútvarpinu sl. vetur. Af þeim sökum verður heiti þessara þátta breytt. 2 Væri rétt að segja: Þeir litu á hvorn annan? Rétt væri: Þeir litu hvor á annan. Tveir menn litu hvor á annan. Meira
3. september 1996 | Fastir þættir | 265 orð

Misjafnar undirtektir

Fljótandi ræsing var nú reynd í fyrsta sinn á opinberu móti og sýnist sitt hverjum um útkomuna á þessari tilraun. Fljótandi ræsing fer þannig fram að hestarnir koma á milliferð, tölti, brokki, stökki eða skeiði að ráslínu og þegar nef fyrsta hestsins eða nef hestanna fer samtímis yfir ráslínu lætur ræsir flaggið falla og tímataka hefst. Meira
3. september 1996 | Í dag | 276 orð

RAMTAK þeirra Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra, og Erli

RAMTAK þeirra Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra, og Erlings Gíslasonar, leikara, að byggja leikhús í garðinum heima hjá sér við Laufásveg, sem þau nefna Skemmtihúsið er mjög sérstakt. Þarna er einstaklingsframtakið á ferð í sinni frumlegustu og skemmtilegustu mynd. Meira
3. september 1996 | Dagbók | 717 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
3. september 1996 | Í dag | 184 orð

Tapað/fundiðHjól í óskilum SVART gírahjól fannst í h

SVART gírahjól fannst í húsagarði í Gnoðarvogi fyrir rúmri viku síðan og má eigandinn vitja þess í síma 568-1327 eða 568-5842. Regnjakki tapaðist SKÆRGRÆNN nýr Kilmanock regn/vindjakki nr. 14 tapaðist sennilega nálægt Vogaskóla. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 581-3924 eða koma jakkanum til Ásgeirs í Ferjuvogi 19. Meira
3. september 1996 | Fastir þættir | 202 orð

Tvö mót um næstu helgi

AF NAFNINU Lokasprettur mætti ætla að þar væri um að ræða síðasta mót ársins, en svo var þegar mót með þessu nafni voru sett á laggirnar hjá Herði fyrir einum sjö árum. Síðan hafa kröfur um lengingu keppnistímabilsins náð fram að ganga. Meira

Íþróttir

3. september 1996 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA

2. DEILD KARLA ÞRÓTTUR 15 9 5 1 33 17 32FRAM 14 9 4 1 47 14 31SKALLAGR. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD

3. DEILD VÍÐIR 16 10 2 4 40 24 32REYNIR S. 16 9 4 3 41 24 31DALVÍK 16 9 4 3 42 30 31ÞRÓTTUR N. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 58 orð

3. deild Þróttur - Dalvík2:2 Marteinn Hilmarsson 2 - Jón Þórir Jónsson, Grétar Steindórsson. Fjölnir - Höttur1:1 Ólafur

3. deild Þróttur - Dalvík2:2 Marteinn Hilmarsson 2 - Jón Þórir Jónsson, Grétar Steindórsson. Fjölnir - Höttur1:1 Ólafur Sigurjónsson - Sigurður Valur Árnason. Úrslitakeppni 4. deildar Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 251 orð

Ball vildi fá Lárus Orra

Forráðamenn Manchester City hugðust á dögunum bjóða í Lárus Orra Sigurðsson, sem leikið hefur mjög vel í vörninni hjá Stoke í vetur en af því varð ekki fyrst Alan Ball var rekinn úr knattspyrnustjórastöðunni hjá City. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 110 orð

Betra lið- ið sigraði

Þetta var ekki nógu gott en mínar stelpur lögðu sig vel fram í leiknum. Það var góður andi í liðinu fyrir leikinn og góður vilji en því fór sem fór. Blikar eru með sterkt lið sem spilar vel og betra liðið vann í dag," sagði Helgi Þórðarson þjálfari Valsstúlkna eftir leikinn. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 600 orð

"Breiðablik í stuði, sigrar allt í dag"

"BREIÐABLIK í stuði, sigrar allt í dag," segir m.a. í texta við lag sem knattspyrnustúlkurnar úr Breiðabliki hafa nýlega gefið út og er það vel við hæfi. Yfirburðir Blika í sumar hafa verið með eindæmum, enda hafa þær ekki tapað leik allt tímabilið, unnið alla þá titla sem í boði eru og fengu ekki á sig mark í bikarkeppninni. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 131 orð

Breiðablik - Valur3:0

Laugardalsvöllur, úrslitaleikur í bikarkeppni kvenna, laugardaginn 31. ágúst 1996. Aðstæður: Sunnan hvassviðri, gekk á með skúrum og hiti um 10 gráður. Mörk Breiðabliks: Erla Hendriksdóttir 3 (20., 60., 76.). Gult spjald: Helga Rut Sigurðardóttir, Val (35.) - fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 307 orð

Daniel Komen náði takmarkinu

UNGA hlaupastjarnan frá Kenýja, Daniel Komen, tókst á sunnudaginn að ná markmiði sínu fyrir þetta ár, þ.e.a.s. setja heimsmet er hann bætti heimsmet Alsírmannsins, Noureddine Morceli, í 3.000 m hlaupi á móti í Rieti á Ítalíu. Komen hljóp á 7.20,67 mínútum en fyrra metið var 7.25,11 mínútur, sett í Monte Carlo árið 1994. David Kisang hljóp fyrstu þúsund metrana mjög vel á 2.25,89 mín. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 180 orð

Eftir fyrirgjöf að marki Breiðabliks á 43. mínútu skallaði

Eftir fyrirgjöf að marki Breiðabliks á 43. mínútu skallaði Leifur Geir Hafsteinsson fyrir fætur Tryggva Guðmundssonar sem nýtti færið með því að skjóta föstu skoti í markið. Hlynur Stefánsson sendi á Kristin Hafliðason á 47. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 350 orð

Eitt stig réð úrslitum í Jósepdal

AÐEINS eitt stig skildi að Harald Pétursson og Gísla G. Jónsson í flokki sérútbúinna jeppa þegar árangur heimsbikarmótanna tveggja hafði verið reiknaður saman en síðara mótið af tveimur fór fram í Jósepsdal á laugardaginn. Haraldur sigraði og tryggði sér þar með titilinn naumlega. Í flokki götujeppa vann Gunnar Pálmi Pétursson og bikarinn sömuleiðis, en Gunnar Guðmundsson kærði úrslitin. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 449 orð

Ekki okkar besti leikur - en dugði

Þetta var erfitt og baráttuleikur enda mikið stress í byrjun. Veðrið spilaði inní en við létum það ekki á okkur fá. Við vorum alls ekki að spila okkar besta leik, það er á hreinu, en þetta var nóg því í bikarleik er stemmning öðruvísi. Um leið og fyrsta markið kom fann maður að þetta yrði allt í lagi. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 582 orð

Er rétt að BlikastúlkanERLA HENDRIKSDÓTTIRhafi aldrei gert þrennu áður? Fékk hroll við þriðja markið

ERLA Hendriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki valdi vandlega leikinn til að gera fyrstu þrennu sína í sumar þegar hún skoraði öll mörk bikarúrslitaleiksins gegn Val á laugardaginn. Erla er nítján ára og hefur alið allan sinn aldur í Kópavoginum og Breiðabliki, klárar að líkindum stúdentspróf frá verslunarmenntabraut Verzlunarskólans næst vor og á kærasta, Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 25 orð

Esjuhlaupið

Karlar: Daníel Jakobsson31,21 Gísli Einar Árnason34,39 Daði Garðarsson37,09 Sveinn Hákon Halldórsson38,06 Marinó Sigurjónsson39,19 Konur: Gerður Rún Guðlaugsdóttir49,17 Ursúla J¨unemann51,03 Elísabet Böðvarsdóttir51,32 Anna Viðarsdóttir54,37 Gunnhildur Stefánsdóttir55, Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 21 orð

Espanyol - Sporting Gijon2:3 (Miguel Angel Benitez

Espanyol - Sporting Gijon2:3 (Miguel Angel Benitez 16., Nicolas Ouedec 40., vítasp.) Francisco Villaroya 67., Jesus Velasco 80., Ricardo Bango 90.). 15.000. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 485 orð

FAUSTINO Asprilla

FAUSTINO Asprilla gerði þrennu fyrir Kólombíu gegn Chile, 4:1, í undankeppnin HM. ENGLENDINGAR byrja vel í keppninni undir stjórn nýs þjálfara, Glenn Hoddle, lögðu Moldavíu 3:0. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 291 orð

Feyenord lagði Víking

Borðtennisvíkingar spreyttu sig gegn hollenska liðinu Feyenord í Evrópukeppni meistaraliða á laugardaginn og fóru leikirnir fram í TBR húsinu. Hollendingarnir unnu fjóra leiki gegn einum en það voru Guðmundur Stephensen og Ingólfur Ingólfsson, Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 86 orð

Grill og gleði hjá Blikakrökkum

UNDIRBÚNINGUR stuðningsmanna Breiðabliks fyrir bikarúrslitaleikinn var til mikillar fyrirmyndar. Um tvöleytið var krökkum úr félaginu boðið í grillveislu við íþróttahúsið Smárann í Kópavoginum þar sem þeir gæddu sér á pylsum og á staðnum var fólk til að mála krakkana í framan. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 161 orð

GUÐRÚN Ágústsdóttir

GUÐRÚN Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, var heiðursgestur á úrslitaleik bikarkeppni kvenna á laugardaginn. GUÐMUNDUR Þ. Jónsson var varadómari á bikarúrslitaleiknum. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 32 orð

Heimsbikarmótið Ameríkuriðill Bandaríkin - Kanada5:3

Ameríkuriðill Bandaríkin - Kanada5:3 Evrópuriðill Svíþjóð - Finnland5:2 Niklas Sundstrom (32,28), Niklas Lidstrom (33,09), Mats Sundin (43,48/59,32) Peter Forsberg (55,44) - Teemu Selanne (11,04), Mika Niemenen (22, Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 47 orð

Hetja Blika á flugi ERLA Hendriks

ERLA Hendriksdóttir var hetja Breiðabliksstúlkna í bikarúrslitaleiknum gegn Val á laugardaginn. Hún gerði öll mörkin í 3:0 sigri og var það í fyrsta skipti sem hún gerir þrennu í leik. Hún var svo "tolleruð" að leikslokum eins og gjarnan er gert. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 518 orð

HVÍLD »Fullfrískum knatt-spyrnumönnum hlýturað leiðast þessi hvíld

Tíu lið leika í 1. deild karla í knattspyrnu og sé gert ráð fyrir að um 20 leikmenn æfi hjá hverju þeirra eru leikmennirnir alls í kringum 200. Þessi hópur æfir allan veturinn til að búa sig undir erfitt keppnistímabil, er örugglega mjög vel á sig kominn líkamlega eftir erfiðar æfingar og hlakkar til þess að fá að keppa. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | -1 orð

ÍA

ÍA 14 10 1 3 32 12 31KR 14 9 3 2 33 11 30LEIFTUR 14 6 5 3 26 23 23ÍBV 14 7 1 6 25 26 22STJARNAN 14 5 3 6 17 23 18VALUR 14 5 2 7 13 18 17FYLKIR Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 185 orð

ÍBV - Breiðablik4:2

Vestmannaeyjar, Íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla sunnudaginn 1. september 1996, frestaður leikur úr 12. umferð. Aðstæður: Völlurinn harður en nokkuð blautur, vestan 4-5 vindstig og það gekk á með skúrum. Mörk ÍBV: Steingrímur Jóhannesson 2 (47., 76.), Tryggvi Guðmundsson (43.), Hreiðar Bjarnason, sjálfsmark (55.). Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 300 orð

ÍBV siglir lygnan sjó

Þetta voru dýrmæt stig fyrir okkur, sagði Ingi Sigurðsson leikmaður ÍBV að loknum 4:2 sigri á Breiðabliki í 1. deild karla í knattspyrnu Eyjum á sunnudagskvöldið. Við sigurinn treysti ÍBV stöðu sína í fjórða sæti með 22 stig en Breiðablik sem fram að þessum leik hafði náð sex stigum gegn ÍA og KR situr enn í neðsta sæti með 13 stig ásamt Grindavík. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 19 orð

Í kvöld

Knattspyrna 2. deild karla: Laugardalsv.:Fram - Skallagr.19 Úrslitakeppni 4. deildar: Síðari leikir: Sindravöllur:Sindri - Léttir18 Reyðarfjörður:KVA - Bol. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 157 orð

KNATTSPYRNAGuðni sauma

GUÐNI Bergsson, fyrirliði landsliðsins, meiddist í leik með varaliði Bolton gegn varaliði Sheffield Wednesday á miðvikudaginn var og gat því ekki leikið með aðalliði Bolton í 1. deild við QPR á sunnudaginn eins og til stóð. "Ég fékk olnbogaskot með þeim afleiðingum að það opnaðist skurður á kinninni og það þurfti að sauma sjö spor," sagði Guðni. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 123 orð

Körfuknattleikur

Mótið fór fram í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Leiktíminn var 2×12 mín. í riðlakeppninni en 2×15 mín. í undanúrslitum. Haukar - Valur45:43 Stjarnan - ÍR35:60 ÍA - Skallagrímur32:44 Keflavík - Njarðvík70:49 Grindavík - Valur53:43 KFÍ - ÍR40:43 Haukar - ÍA50:40 Keflavík - Stjarnan52:46 Skallagrímur - Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 190 orð

Nói rekur Davíð

Davíð Garðarsson, knattspyrnumaður sem leikið hefur með 2. deildarliði Þórs á Akureyri í sumar, er farinn úr herbúðum félagsins. Nói Björnsson, þjálfari Þórs, ákvað eftir leik liðsins við Víking á laugardaginn að Davíð myndi ekki leika meira með Þór. Davíð gerði sig þá sekan um ósæmilega hegðun gagnvart einum samherja sínum og við það gat Nói ekki sætt sig. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 247 orð

Opna bandaríska mótið Einliðaleikur kvenna, 3. umferð:

Opna bandaríska mótið Einliðaleikur kvenna, 3. umferð: 1-Steffi Graf (Þýskal.) vann Natasha Zvereva (Hv-Rússl.) 6-4 6-2 16-Martina Hingis (Sviss) vann Naoko Kijimuta (Japan) 6-2 6-2 Judith Wiesner (Austurr.) vann Petra Langrova (Tékkl. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 315 orð

ÓL-meistarinn úr leik

MARTINA Hingis, 15 ára gömul svissnesk stúlka, kom öllum á óvart í gær er hún sigraði Arantaxa Sanches Vicario frá Spáni í þremur settum í 4. umferð Opna bandaríska mótinu 6-1, 3-6, 6-4. Sanches var skráð þriðja sterkasta tenniskona mótsins áður en það hófst. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 323 orð

Rúmenía ekki í vand- ræðum með Litháen

Tveir leikir fóru fram í 8. riðli í undankeppni HM um helgina. Rúmenía vann Litháen 3:0 og Írland vann Lichtenstein 5:0. Íslendingar eru í sama riðli og leika á móti Rúmenum og Litháen í haust. "Rúmenar eru með mjög öflugt lið og höfðu mikla yfirburði í þessum leik. Þrjú núll sigur þeirra var síst of stór. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 126 orð

Sending kom frá hægri kanti yfir að vítateignum á 20. m

Sending kom frá hægri kanti yfir að vítateignum á 20. mínútu. Kristrún Daðadóttir tók við boltanum á vítateigslínu, sendi til baka á Margréti Ólafsdóttur sem renndi inn í vítateiginn vinstra megin og þar kom Erla Hendriksdóttir á ferðinni og skoraði með vinstri fæti í hægra markhornið. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 691 orð

Spánn

1. deild Dportivo - Real Madrid1:1 (Corentine Martins, 22.) - (Roberto Carlos 79.). 35.000 Betis - Athletic Bilbao3:0 (Finidi George 14., Roberto Rios 45., Juan Sabas 85.). 41.000. Atletico Madrid - Celta Vigo2:0 (Juan Eduardo Esnaider 46., Kiko Narvaez 49.). 36.000. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 186 orð

Stoichkov á skotskónum

BÚLGARINN Hristo Stoichkov hefur tekið upp merkið á ný hjá Barcelona, skoraði tvö mörk í síðari hálfleik gegn Oviedo 4:2 í spænsku 1. deildinni sem hófst um helgina. Romario, fyrrverandi leikmaður Barcelona, skoraði annað mark Valencia og kom liðinu í 2:0 á móti Racing Santander. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 230 orð

Torrey John hyggst leika með Njarðvík

Allt bendir til þess að Torrey John, sem leikið hefur með Tindastóli í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, leiki með Njarðvíkingum í vetur. Eftir hraðmót Vals um helgina ákváðu Njarðvíkingar að láta Jones, þann sem taka átti stöðu Rondeys Robinson, fara og þar sem Torrey John hefur lýst áhuga á að leika með Njarðvíkingum var ákveðið að ræða málin. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 90 orð

Úlfar fékk þúsund dollara

Mót fyrir atvinnumenn var samhliða stigamótinu á Jaðarsvelli. Veitt voru vegleg peningaverðlaun og PGA- meistari Íslands krýndur. Sigurvegari varð Úlfar Jónsson, GK, á 142 höggum og fékk 1.000 dollara í sigurlaun. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 320 orð

Vanda hættir mjög sátt hjá Breiðabliki

AÐ sönnu var Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari og leikmaður Breiðabliks hetjan á laugardaginn og raunar knattspyrnuvertíðar kvenna einnig. Hún spilar með og þjálfar lið sem vann alla titla sem í boði eru og tapaði ekki leik allt árið. En nú er komið að kveðjustund. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 302 orð

Víkingur var Þrándur í götu Þórsara

Víkingar nældu sér í lífsnauðsynleg stig í botnbaráttu 2. deildar karla á laugardag er þeir sigruðu Þórsara, 3:2, á heimavelli sínum í Stjörnugróf í roki og rigningu. Þrándur Sigurðsson, fyrirliði Víkinga, var hetja heimamanna í leiknum og skoraði öll þrjú mörk þeirra. Gestirnir að norðan sóttu undan hvassri austanáttinni í fyrri hálfleik og áttu fyrsta hættulega færi leiksins á 8. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 191 orð

Þjálfari Brann hótar Birki

ÞJÁLFARI Brann, Ken Telfjord, var ekki á því að sleppa Birki Kristinssyni landsliðsmarkverði, í vináttulandsleikinn gegn Tékkum sem fram fer í Jablonec á morgun. Birkir lenti í tölverðu orðaskaki við þjálfarann, sem sagði að ef hann tæki landsleikinn fram yfir deildarleik, yrði hann að taka afleiðingunum. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 438 orð

Þórður Emil fagnaði sigri

Þórður Emil Ólafsson, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, vann sigur á næstsíðasta stigamóti til landsliðs, sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri um helgina, svokölluðu Mitsubishi-móti. Þórður og "gamla kempan" Björgvin Þorsteinsson, Golfklúbbi Akureyrar, háðu harða keppni um sigurinn en Þórður hafði betur, lék 36 holur á 146 höggum en Björgvin lék á 147 höggum. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 401 orð

ÞÓR Símon Ragnarsson

ÞÓR Símon Ragnarsson var kosinn formaður Knattspyrnufélagsins Víkings á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Hann tekur við af Halli Hallssyni, sem hefur gegnt formennsku um árabil. FRIÐRIK Friðriksson markvörður ÍBV varð að fara af leikvelli á 13. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 52 orð

Þróun heims-metsins í3.0

Þróun heimsmetsins í 3.000 m hlaupihefur verið eftirfarandi frá árinu 1956. 7.55,6Gordon Pirie (Bretl.) 1956 7.52,8Pirie1956 7.49,2Michel Jazy (Frakkl.)1962 7.49,0Jazy1965 7.46,0S. Herrmann (V-Þýskal.)1965 7. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 332 orð

(fyrirsögn vantar)

Opna Mitsubishi mótið Um helgina fór fram næst síðasta stigamótið á þessu sumri og voru úrslit sem hér segir. Par vallar af meistaraflokksteigum er 72, 71 af gulum teigum og 68 af kvennateigum: Meistaraflokkur karla: Þórður Emil Ólafsson, GL146 Björgvin Þorsteinss, GA147 Birgir Leifur Hafþórsson, GL148 Örn Arnarson, Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 296 orð

(fyrirsögn vantar)

Alþjóðlegt mót Á sunnudaginn fór fram alþjóðlegt mót í Rieti á Ítalíu og voru helstu úrslit sem hér segir: 3.000 m hlaup karla: 1. Daniel Komen (Kenýa)7.20,67 heimsmet 2. Shem Kororia (Kenýa) 7.43,17 3. Gennaro di Napoli (Ítalíu) 7.46,39 1.500 m hlaup karla: 1. Noureddine Morceli (Alsír) 3. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 53 orð

(fyrirsögn vantar)

Ameríski fótboltinn Baltimore - Oakland19:14 Carolina - Atlanta29:6 Houston - Kansas City19:20 Indianapolis - Arizona20:13 Jacksonville - Pittsburgh24:9 Minnesota - Detroit17:13 St. Meira
3. september 1996 | Íþróttir | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Fasteignablað

3. september 1996 | Fasteignablað | 1352 orð

Allt að þúsund íbúa fjölgun til ársins 2014 Talsverð eftirspurn hefur verið eftir húsnæði á Sauðárkróki og gerir nýtt

NÆSTA nýja íbúðasvæði á Sauðárkróki verður á svonefndum Móum sem eru ofan við Nafirnar fyrir ofan gamla bæjarkjarnann og utan við þau íbúðahverfi sem byggð hafa verið síðast, þ.e. Hlíðahverfi sem er að verða fullbyggt og Túnahverfi sem duga á fyrir nýjar íbúðir næstu 5 til 10 árin. Meira
3. september 1996 | Fasteignablað | 153 orð

Efri sérhæð við Flókagötu til sölu

HJÁ fasteignasölunni Húsakaupum er til sölu sérhæð að Flókagötu 63 í Reykjavík. Hæðin er 166 fermetrar að stærð og einfaldur bílskúr, 27 fermetrar að stærð. Um er að ræða efri hæð hússins, sem byggt var 1959. Bílskúrinn er nýlegur. Meira
3. september 1996 | Fasteignablað | 193 orð

Einbýlishús í Mosfellsbæ

HJÁ fasteignasölunni Skeifunni er til sölu húseignin Dvergholt 23 í Mosfellsbæ. Þetta er einbýlishús, 270 fermetrar alls að flatarmáli með innbyggðum bílskúr, reist árið 1974. Byggt var við húsið árið 1982. Þetta er steinsteypt hús, einlyft en viðbyggingin er á tveimur hæðum," sagði Haukur Guðjónsson hjá Skeifunni. Meira
3. september 1996 | Fasteignablað | 176 orð

Einbýlishús í Stigahlíð

TIL sölu er hjá fasteignasölunni Stakfelli einbýlishúsið Stigahlíð 78. Það er byggt árið 1990 og er 288,2 fm samtals að flatarmáli, auk þess er aukarými í kjallara. Þetta er steinhús, fullbúið og sem nýtt. Lóðin er einnig fullfrágengin," sagði Gísli Sigurbjörnsson hjá Stakfelli. Myndin sýnir módel af húsinu sem er á tveimur hæðum. Meira
3. september 1996 | Fasteignablað | 149 orð

Fallegir garðar í Stykkishólmi fá viðurkenningu

LIONSKLÚBBUR Stykkishólms og Rotarýklúbbur Stykkishólms hafa á undanförnum árum sýnt umhverfismálum áhuga. Í vor skipuðu þessir klúbbar samstarfsnefnd og er henni ætlað að stuðla að betri umgengni í bænum. Meira
3. september 1996 | Fasteignablað | 61 orð

Fallegur tebolli er augnayndi

TE er þjóðardrykkur Breta og það kom fyrst inn í húshald þeirra í kringum 1660. Það varð algengt í Þýskalandi 140 árum síðar. Hér á landi er talsvert mikið te drukkið og það gleður augað ef tebollarnir eru úr fögru postulíni eins og hér og mætti gjarnan ætla slíkum gripum stað í eldhúsinu þar sem þeir sjást vel. Meira
3. september 1996 | Fasteignablað | 26 orð

Góð eldhúsáhaldaskúffa

Góð eldhúsáhaldaskúffa ÞESSI traustlega skúffa með tveimur góðum hólfum er ágæt til að geyma í hnífa og önnur eldhúsáhöld. Svona skúffu er ágætt að hafa í eldhúsinnréttingunni. Meira
3. september 1996 | Fasteignablað | 454 orð

Húseigendur og hönnuðir í Kópavogi fá viðurkenningar

VALIN hefur verið fegursta gatan í Kópavogi sem er Birkigrund en bæjarstjórn Kópavogs og umhverfisráð veittu nýverið viðurkenningar sínar fyrir framlag til umhverfis- og ræktunarmála. Þá veitti ráðið einnig viðurkenningu fyrir hönnun einbýlishússins við Hólahjalla 12 en arkitekt þess er Hildigunnur Haraldsdóttir. Meira
3. september 1996 | Fasteignablað | 36 orð

Hvíti kötturinn

Hvíti kötturinn Málverk eru eitt af því sem setja svip á íbúðir. Ef fólk getur ekki keypti sér frumgerð af málverkum geta góðar eftirprentanir glatt augað. Hér er Hvíti kötturinn eftir Théodore Géricault sem málaði myndina 1 Meira
3. september 1996 | Fasteignablað | 211 orð

Jörð í Grímsnesi

Fasteignamiðstöðin er með til sölu um þessar mundir jörðina Reykjanes í Grímsnesi. Um er að ræða jörð á mjög skemmtilegum stað sem á land að Brúará," sagði Magnús Leópoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni. Landstærð er milli 250 og 300 hektarar. Meira
3. september 1996 | Fasteignablað | 598 orð

Lagnafréttir Sýnilegar lagnir ekki svo skelfilegar

SÚ HEFUR verið trú manna á undanförnum áratugum að hérlendis mættu ekki sjást lagnir í híbýlum eða vinnustöðum. Eftir þessari trú hafa hönnuðir farið þegar þeir ákveða lagnaleiðir og eftir þeirra teikningum og hönnun hafa pípulagningamenn unnið, allar lagnir huldar í veggjum og einangrun. Meira
3. september 1996 | Fasteignablað | 144 orð

Starfsmenn Ratsjárstofnunar fá ný hús

FJÖGUR ný hús fyrir starfsmenn Ratsjárstofnunar voru formlega afhent stofnunini um miðjan mánuðinn. Hvert hús er 109 fermetrar að stærð, þrjú svefnherbergi, stofa, eldhús og baðherbergi og stóðust bæði framkvæmda- og kostnaðaráætlanir fyrir framkvæmdirnar. Meira
3. september 1996 | Fasteignablað | 83 orð

Umhverfisverðlaun veitt á Hvolsvelli

Hvolsvelli-Viðurkenningar fyrir fagurt og snyrtilegt umhverfi voru nýlega veittar tvennum hjónum á Hvolsvelli. Að þessu sinni voru viðurkenningar veittar fyrir heimilisgarða á Hvolsvelli. Meira
3. september 1996 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

3. september 1996 | Úr verinu | 208 orð

Fiskvinnsluskólinn og Tæknival hf. hefja samvinnu

Samningurinn felur það í sér að Fiskvinnsluskólinn mun taka upplýsingakerfið Hafdísi í notkun við kennslu og gert er ráð fyrir að skólinn og Tæknival standi sameiginlega að námskeiðum á sviði upplýsingatækni fyrir starfsfólk í sjávarútvegi. Jafnframt verður tölvubúnaður skólans endurnýjaður. Settar verða nýjar og fullkomnar Hyundai Pentium 166 Mhz tölvur í kennslustofur skólans. Meira
3. september 1996 | Úr verinu | 258 orð

Minni hagnaður hjá Kjell I. Røkke

RGI, Resource Group International, stórfyrirtæki Norðmannsins Kjell Inge Røkkes, hefur birt reikninga fyrir fyrra misseri þessa árs og kemur þar fram, að hagnaður fyrirtækisins hefur minnkað verulega. Er samdrátturinn mestur í útgerðarhlutanum. Endurskoðendur hafa auk þess gert athugasemd við uppgjörið eftir fyrsta ársfjórðung og telja, að hagnaðurinn sé ofmetinn. Meira

Viðskiptablað

3. september 1996 | Viðskiptablað | 476 orð

Aðgreining póstburðar og fraktflutninga ekki tryggð

SAMKEPPNISAÐILAR Pósts og síma í fraktflutningum eru ekki ánægðir með innkomu stofnunarinnar á þennan markað. Telja þeir hættu á því að ekki verði greint á milli póstdreifingar og fraktdreifingar stofnunarinnar, og samkeppnin verði því ekki á jafnréttisgrundvelli. Meira
3. september 1996 | Viðskiptablað | 243 orð

Áhersla á samkeppnishæft verð

ALÞJÓÐLEGA flutningsmiðlunarfyrirtækið Dan Transport, sem samið hefur við Póst og síma um dreifingu á frakt fyrir sig hér á landi sem og sendingar á frakt héðan, hyggst bjóða upp á flug- og skipafrakt hingað til lands og segir Søren Jensen, framkvæmdastjóri hjá Dan Transport, að áhersla verði lögð á að fyrirtækið verði samkeppnishæft í verði. Meira
3. september 1996 | Viðskiptablað | 123 orð

Hlutabréfavísitalan lækkar um 0,3%

LÆKKANIR virtust ríkjandi á hlutabréfamarkaði í gær eftir nokkra uppsveiflu undir lok síðustu viku. Þingvísitala hlutabréfa lækkaði um 0,3% en á föstudag hækkaði hún hins vegar um tæplega 1%. Gengi hlutabréfa í Flugleiðum, Eimskip, Jarðborunum, Síldarvinnslunni, Þróunarfélaginu, Sláturfélagi Suðurlands og Vinnslustöðinni lækkuðu í gær en lítið var hins vegar um hækkanir. Meira
3. september 1996 | Viðskiptablað | 133 orð

KÍ og SSV í samstarf

SAMTÖK Samvinnuverslana og Kaupmannasamtök Íslands hafa gert með sér samstarfssamning sem gildir í eitt ár. Samningurinn tekur til faglegrar samvinnu en ekki kjaramála. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Íslands, segir að með samkomulaginu sé smávöruverslunin í landinu sameinuð á faglegum grundvelli. Meira
3. september 1996 | Viðskiptablað | 67 orð

Ríkisvíxlar upp

ÁVÖXTUNARKRAFA á svokölluðum vsk-víxlum til 95 daga hækkaði lítillega í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Alls var tekið tilboðum fyrir 3.100 milljónir króna að nafnverði, en þar af tók Seðlabanki Íslands um þriðjung á meðalverði samþykktra tilboða. Meðalávöxtun útboðsins var 6,64%, sem er um 0,1% hækkun frá síðasta útboði á þessum víxlum fyrir tveimur mánuðum. Meira
3. september 1996 | Viðskiptablað | 340 orð

Stefnt að stóraukinni sölu

ÍSTRAKTOR hf. í Garðabæ hefur tekið við umboði fyrir Fiat bifreiðar á Íslandi af Ítölskum bílum hf. Fyrirtækið stefnir að því að stórauka markaðshlutdeild Fiat og er von á fyrstu bílasendingunni til landsins í þessum mánuði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.