FRÁ því að ég skrifaði grein mína í júní, sem birtist í blaðinu 2. júlí, hefur enn ein reglan séð dagsins ljós. Þeir lífeyrisþegar, sem eru með 75 þúsund krónur í mánaðartekjur að meðtöldum almannatryggingabótum eða eiga 2,5 milljónir í peningum og verðbréfum, fá ekki uppbót lengur, sem þeir fengu vegna lyfjakostnaðar, hárrar húsaleigu eða umönnunar.
Meira