Greinar föstudaginn 6. september 1996

Forsíða

6. september 1996 | Forsíða | 111 orð

Hallar á Bob Dole

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur nú 15 prósentustiga forystu á Bob Dole, forsetaframbjóðanda repúblikana, samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem Reuters-fréttastofan birti í gær. Sagði John Zogby, sem stjórnaði gerð könnunarinnar, að þessi forysta benti til þess að Clinton gæti unnið yfirburðasigur í forsetakosningunum, sem haldnar verða 5. nóvember. Meira
6. september 1996 | Forsíða | 241 orð

Jeltsín fer í hjartaaðgerð

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kvaðst í gær hafa fallist á að fara í hjartauppskurð og færi hann að öllum líkindum fram síðar í þessum mánuði. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali við forsetann. Með þessari yfirlýsingu er endi bundinn á vandræðagang aðstoðarmanna hans, sem hafa reynt að koma sér hjá að svara spurningum um heilsu Jeltsíns. Meira
6. september 1996 | Forsíða | 368 orð

Kúrdaleiðtogi vill aðstoð frá Írönum

YFIRMAÐUR bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sagði í gær að íraskir stjórnarhermenn væru á förum frá Norður-Írak en fréttamaður Reuters segir að þeir hafi búið um sig fyrir sunnan og vestan Arbil, stærstu borgina á verndarsvæði Kúrda. Andstæðar fylkingar Kúrda skiptust á skotum í gær og sagði leiðtogi annarrar, að hann væri reiðubúinn að þiggja hjálp Íransstjórnar í átökunum. Meira
6. september 1996 | Forsíða | 202 orð

Sænska akademían klofin

SÆNSKA akademían, sem veitir Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, er klofin vegna hatrammra deilna og eru þær svo alvarlegar að þær kunna að ógna framtíð verðlaunanna. Fjórir af átján nefndarmönnum sitja ekki vikulega fundi akademíunnar í mótmælaskyni við ritara hennar, Sture Allen, prófessor í málvísindum, sem þeir saka um valdagræðgi. Meira
6. september 1996 | Forsíða | 140 orð

Úrslitin ráðast í Jerúsalem

YASSER Arafat, leiðtogi palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna, sagði í gær að fundur hans með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefði verið gagnlegur en kvað deiluna um stöðu Jerúsalems geta ráðið úrslitum um hvort hægt yrði að tryggja varanlegan frið. Meira

Fréttir

6. september 1996 | Innlendar fréttir | 288 orð

Aðstoðarskólastjóri hleypur í skarðið

GERÐUR G. Óskarsdóttir, yfirmaður Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, segir að aðstoðarskólastjóri Vesturhlíðarskóla gegni verkefnum skólastjóra þar til nýr skólastjóri hafi verið ráðinn. Gerður segir að ekki sé að finna í fundargerðum skólamálaráðs að þar hefði verið samþykkt að aðhafast ekkert í málefnum sérskólanna fyrr en rætt hefði verið við Gunnar Salvarsson, Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Aftur til fortíðar

Alþjóðrallið hefst í dag kl. 15.00 við Perluna og eru 37 ökutæki skráð í keppnina sem lýkur á sunnudag. Tíu erlendar áhafnir keppa í rallinu og meðal þeirra ökumaður á nýsmíðuðum forn ralllbíl, en þrír slíkir eru í keppninni og allir af Ford gerð. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 27 orð

Anna Mjöll á Café Romance

Anna Mjöll á Café Romance ANNA Mjöll skemmtir á Café Romance um helgina og mun hún verða með píanóleikara með sér og flytja róleg og þægileg lög. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 244 orð

Augu 1.100 Reykvíkinga 50 ára og eldri rannsökuð

VIÐAMIKIL rannsókn á áhrifum útfjólublárrar geislunar á augu fer nú fram hér á landi í samvinnu japanskra og íslenskra vísindamanna á sviði augnlækninga. Áætlaður kostnaður við rannsóknina er tæplega 18 milljónir og bera Japanar um 80% kostnaðarins. Meira
6. september 1996 | Erlendar fréttir | 58 orð

Augun komin í budduna

HIN nýju "djöflaaugu" sem Íhaldsflokkurinn beitir í auglýsingaherferð sinni gegn Verkamannaflokknum voru kynnt til sögunnar í gær. Á myndinni stara augun á Brian Mawhinney, formann Íhaldsflokksins, úr peningabuddu undir yfirskriftinni "Nýr Verkamannaflokkur, nýir skattar". Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 220 orð

Á að vera helmingi ódýrara en sambærileg hótel

Í APRÍL á næsta ári verður opnað nýtt 164 herbergja hótel við Borgartún 32 í Reykjavík. Þetta er nýbygging sem reist er á sama stað og skemmtistaðurinn Klúbburinn stóð áður. Ætlunin er að bjóða gistingu á helmingi lægra verði en á öðrum sambærilegum hótelum á Íslandi. Hótel Hekla á það að heita og verður hið fimmta í keðju svokallaðra Lykilhótela. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 154 orð

Á dansskónum í 40 ár

"HAUSTIÐ 1956, fyrir réttum 40 árum, birtust nýstárlegar auglýsingar á símastaurum á Siglufirði þar sem ungur Siglfirðingur, Heiðar Ástvaldsson, bauðst til að kenna sveitungum sínum að dansa. Meira
6. september 1996 | Erlendar fréttir | 369 orð

Áköf frjálshyggja og vilja leyfa vændi

NÝ könnun á viðhorfum ungra íhaldsmanna í Bretlandi bendir til þess að þeir hafi í mörgum efnum allt aðrar skoðanir en síðustu valdakynslóðir í flokknum. Í bókaskápnum er "Leiðin til ánauðar" eftir Hayek, þeir hylla hefðbundnar frjálslyndishugmyndir sem mótaðar voru á 19. öld og hafa ímugust á öflugu ríkisvaldi, vilja helst að það visni og hverfi. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 279 orð

Á lítilli flugvél til Korsíku

JÓN M. Haraldsson, 19 ára einkaflugmaður, leggur í dag af stað í eitt lengsta flug sem einkaflugmaður hefur farið á lítilli eins hreyfils flugvél frá Íslandi. Flogið verður héðan til Korsíku en það eru um 4.000 km. Flogið verður frá Reykjavík um Hornafjörð, Hebridseyjar, Lúxemborg og til Korsíku, sem er skammt undan vesturströnd Ítalíu. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 147 orð

Ályktun Launamálaráðsfundar SFR

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá launamálaráðsfundi Starfsmannafélags ríkisstofnana sem haldinn var 4. september sl.: "Fundur í launamálaráði Starfsmannafélags ríkisstofnana leggur áherslu á að auka þarf kaupmátt launafólks verulega í komandi samningum. Forsætisráðherra Íslands hefur tekið undir þessa kröfu á opinberum vettvangi. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 211 orð

Átök hugsanleg um kosningu í þingnefndir

Á ÞINGFLOKKSFUNDI Alþýðubandalagsins í gær kom fram mikil reiði vegna ráðningar Einars Karls Haraldssonar til starfa fyrir hinn nýja sameinaða þingflokk Alþýðuflokks og Þjóðvaka, og telja alþýðubandalagsmenn að vinnubrögðin við sameininguna muni torvelda samstarf stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi, skv. heimildum blaðsins. Meira
6. september 1996 | Erlendar fréttir | 241 orð

Bildt vill hernaðarlegt samstarf við Eystrasalt

CARL Bildt, leiðtogi sænska Hægriflokksins, telur rétt að efnt verði til formlegs norður-evrópsks friðarsamtarfs. Kynnti Bildt þessar hugmyndir sínar í ræðu hjá Paasikivi-stofnuninni í Helsinki á þriðjudag en þær ganga út á hernaðarlegt samstarf fjögurra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna þriggja. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð

Bjargað úr eldsvoða

KONU um fimmtugt var bjargað eftir að eldur kom upp í íbúð á jarðhæð við Skólavörðustíg 22 í gær. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins í Reykjavík urðu miklar skemmdir á íbúðinni. Tilkynning um að eldur væri í húsinu barst slökkviliðinu um kl. 14 og var talið að fólk væri þar inni. Þegar slökkviliðið kom á staðinn fóru reykkafarar inn í íbúðina baka til en fundu engan. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð

Blóð tekið úr fylfullum hryssum

DÝRALÆKNAR eru þessar vikurnar að taka blóð úr 350­400 fylfullum hryssum fyrir Lyfjaverslun Íslands. Teknir eru fimm lítrar með viku millibili, alls 25 lítrar úr hverri hryssu. Blóðið er tekið úr hálsbláæð og látið renna í brúsa. Hryssurnar eru ótamdar og segir Björn Steinbjörnsson dýralæknir að þær venjist þessu ótrúlega vel, blóðtakan hafi engin áhrif á þær. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 20 orð

Dómhús opið almenningi

Dómhús opið almenningi HIÐ nýja dómhús Hæstaréttar við Arnarhól verður opið almenningi á morgun, laugardaginn 7. september, frá kl. 10­18. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Dýrum búnaði stolið

VERÐMÆTUM ljósmyndabúnaði var stolið úr bifreið í fyrrinótt. Eigandi ökutækisins hafði lagt því á horni Ljósvallagötu og Hringbrautar og einhvern tímann eftir klukkan þrjú í fyrrinótt var brotist inn í bifreiðina. Stolið var stórum þrífót og myndvélatösku með vélum, linsum og fleiri búnaði. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Ekki tímabært að skjóta deilunni til Haag-dómstólsins

EMBÆTTISMENN Íslendinga og Dana héldu áfram í gær viðræðum um afmörkun hafsvæðanna milli Íslands og Grænlands annars vegar og Íslands og Grænlands hins vegar. Viðræðunum verður haldið áfram í Reykjavík á næstunni. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Fangelsismálastjórar Norðurlanda hittast

ÁRLEGUR fundur fangelsismálastjóra Norðurlandanna verður haldinn í Reykjavík 11.­13. september. Á fundinum verður m.a. fjallað um stöðu fangelsismála á Norðurlöndunum, baráttu gegn alnæmi í fangelsum, öfgahópa í fangelsum og breytingar á sænskri refsifullnustu. Meira
6. september 1996 | Landsbyggðin | 142 orð

Fékk 11 málverk að gjöf

Gerðaskóli settur Fékk 11 málverk að gjöf Garði-Gerðaskóli var settur sl. þriðjudag í samkomuhúsinu að samankomnu miklu fjölmenni. Um 240 nemendur verða í skólanum í vetur en starfsmenn og kennarar eru 25. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Félagsvísindadeild Háskólans 20 ára

Í DAG er haldið upp á tuttugu ára afmæli félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Dagskrá í tilefni af afmælinu hefst í hátíðarsal Háskólans klukkan fjögur. Þar flytur meðal annars Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarp, en hann er fyrrverandi kennari við deildina. Meira
6. september 1996 | Erlendar fréttir | 321 orð

Forysta Clintons á öllum sviðum

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur nú 15 prósentustiga forskot á Bob Dole, forsetaefni repúblikana, samkvæmt skoðanakönnun, sem Reuters-fréttastofan lét gera og birti í gær. Könnunin var gerð 2. til 4. sepember og voru 1.019 líklegir kjósendur spurðir. Meira
6. september 1996 | Miðopna | 1021 orð

Forystumálin gerð upp fyrir næstu kosningar Sjálfstæðismenn í Hveragerði tókust á um bæjarmálin á opnum fundi

FJÖLMENNI var á opnum félagsfundi um bæjarmál í Hveragerði sem Sjálfstæðisfélagið Ingólfur boðaði til í fyrrakvöld. Upp undir 70 sjálfstæðismenn voru á fundinum. Tilefni fundarins var að ræða stöðuna í bæjarmálum vegna þess klofnings sem nýlega varð í röðum bæjarfulltrúa flokksins. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 207 orð

Fréttamenn mótmæla ófaglegum vinnubrögðum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Félags fréttamanna: "Félag fréttamanna mótmælir harðlega ófaglegum vinnubrögðum við ráðningar fréttamanna á Fréttastofu Sjónvarpsins. Umsögn Útvarpsráðs virðist alfarið stjórna ráðningum, óháð reynslu, menntun, fyrri störfum við stofnunina og eindregnum meðmælum fréttastjóra. Meira
6. september 1996 | Erlendar fréttir | 315 orð

Goldhagen dregur í land

DANIEL J. Goldhagen, félagsfræðingur við Harvard-háskóla, sem hefur stuðað Þjóðverja með því að lýsa þeim sem "viljugum böðlum Hitlers", hefur nú viðurkennt fyrir hinum mörgu gagnrýnendum sínum, að hin umdeilda bók sín sé gölluð. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 372 orð

Góð veiði í Hafralónsá í Þistilfirði

Í HAFRALÓNSÁ í Þistilfirði hefur verið góð veiði í sumar og voru 190 laxar komnir á land nú fyrstu vikuna í september. Að sögn Jónasar Þ. Sigurðssonar, umsjónarmanns árinnar, er mikið af stórfiski í ánni núna. Frakki og Breti hafa ána á leigu meirihluta sumars en landeigendur einnig að hluta. Meira
6. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 471 orð

Hagnaður nam 35 milljónum króna

REKSTUR Kaupfélags Eyfirðinga (KEA) og dótturfélaga skilaði 35 milljóna króna hagnaði á fyrri árshelmingi og jókst hann um 55 milljónir miðað við sama tímabil í fyrra. Veltan jókst um rúmlega 6% og nam 4.539 milljónum króna. Rekstrargjöld námu 4.222 milljónum og jukust um 4% miðað við sama tímabil í fyrra. Helstu lykiltölur úr milliuppgjöri samstæðunnar eru birtar á meðfylgjandi töflu. Meira
6. september 1996 | Erlendar fréttir | 217 orð

Harðorð viðvörun til Bosníu-Serba

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) gaf í gær út harðorða viðvörun til lögreglu Bosníu-Serba í kjölfar þess að breskir hermenn bandalagsins sáu sig til knúna til þess að skjóta viðvörunarskotum út í loftið til að dreifa mannfjölda sem ráðist hafði gegn þeim á yfirráðasvæði Serba í Bosníu. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Helgardagskrá í Viðey

NÚ líður á sumardagskrána í Viðey. Framundan er næstsíðasta helgin með ákveðinni dagskrá. Ljósmyndasýningunni í skólahúsinu lauk um mánaðamótin og hestaleigan sinnir nú aðeins pöntunum. Eftir standa gönguferðir og staðarskoðun. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

Hluti á markað?

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að svo geti farið að einhver hluti nýs fjárfestingarbanka verði settur á einkamarkað strax við stofnun bankans ef af verður. Um er að ræða undirbúning að sameiningu þriggja fjárfestingarlánasjóða í eigu ríkisins, Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs í einn fjárfestingarbanka. Meira
6. september 1996 | Landsbyggðin | 258 orð

Iðnnám þarf að efla samhliða stúdentsmenntun

Húsavík-Framhaldsskólinn á Húsavík var settur við hátíðlega athöfn 30. ágúst og verða nemendur hans í vetur 180, þar af 63 nýnemar, sem er óvenju stór hópur. Skólameistarinn, Guðmundur Birkir Þorkelsson, sagði að á komandi önn yrðu engar sérgreinar í iðnnámi kenndar vegna þess hve fáir velja slíkt nám. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Íslensk hross í danska ljónskjafta

VINSÆLDIR og útbreiðsla íslenska hestsins hefur aukist jafnt og þétt og öðru hvoru vinnast nýir markaðir. Í danska tímaritinu "Tölt" sem Dönsku Íslandshestasamtökin gefa út segir að á síðasta hálfa ári hafi Danir flutt inn 30 tonn af íslensku hrossakjöti. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Japanskar konur kynna sér jafnréttismál hér

VIGDÍS Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, hitti í gærkvöldi sendinefnd tuttugu japanskra kvenna frá Saitama-fylki, sem eru í heimsókn hér á landi til að kynna sér jafnréttismál og stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Meira
6. september 1996 | Erlendar fréttir | 133 orð

Leitað til ferðafólks um aðstoð

NORSKA lögreglan hefur gripið til þess óvenjulega ráðs að hvetja erlenda ferðamenn til að veita henni aðstoð við að upplýsa hrottalegt morð á stúlku sem framið var í ágúst. Stúlkunni, Trude Espaas, var nauðgað og hún myrt skammt frá heimabæ sínum Geirangri, fyrir sunnan Álasund. Frá því að lík hennar fannst hefur staðið yfir umfangsmikil rannsókn á málinu en hún hefur litlum árangri skilað. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 480 orð

Lengi legið í loftinu og kemur ekki á óvart

TALSMENN Framsóknarflokks og Kvennalista segja yfirlýsingar um sameiningu þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka ekki hafa komið á óvart þar sem það hafi lengi legið í loftinu og formaður Sjálfstæðisflokksins segir þær afkáralegan anga af skrípaleik. Meira
6. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Lokahátíð

LOKAHÁTÍÐ Listasumars '96 verður haldin í Ketilhúsinu í Grófargili annað kvöld, laugardagskvöldið 7. september. Dagskráin verður fjölbreytt og taka listamenn bæjarins þátt í henni með myndlistarsýningu, tískusýningu, tónlist og skáldskap. Húsið verður opnað kl. 20 en dagskráin hefst hálftíma síðar. Allir eru velkomnir. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 324 orð

Læknum boðnar sömu kjarabætur og öðrum

FORSÆTISRÁÐHERRA segir að ríkið hafi boðið heilsugæslulæknum að bæta kjör þeirra með sama hætti og annarra launþega og aðferð heilsugæslulækna við kjarabaráttu sé ekki samkvæmt lögum. Nú er komið á annan mánuð síðan heilsugæslulæknar sögðu upp störfum hjá ríkinu og hafa samningaviðræður undir stjórn ríkissáttasemjara engan árangur borið. Meira
6. september 1996 | Erlendar fréttir | 824 orð

Löng saga fjarvista og veikinda

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti greindi í gær frá því að hann myndi á næstunni fara í hjartaaðgerð. Miklar vangaveltur hafa verið í fjölmiðlum um heilsufar hins 65 ára gamla forseta upp á síðkastið og því verið slegið fram að hann ætti við hjartveiki að stríða eða jafnvel fengið heilablóðfall eða taugaáfall. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 247 orð

Maðurinn strax handtekinn

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm undirréttar um að framselja skuli mann frá Sierra Leóne til Finnlands en þar hefur hann verið dæmdur fyrir nauðgun. Að sögn Tómasar Jónssonar, réttargæslumanns mannsins, hefur dómsmálaráðuneytinu verið sent erindi þar sem óskað er eftir að tekið verði tillit til mannréttinda- og mannúðarsjónarmiða og að hann verði ekki framseldur. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 167 orð

Miðskólinn í nýju húsnæði

MIÐSKÓLINN tók til starfa 2. september í nýju húsnæði í Skógarhlíð 10. Þetta er fimmta starfsár skólans. Bragi Jósepsson skólastjóri segir að starfsemin verði í megindráttum með svipuðu sniði og í fyrra en að vísu verður ekki framhaldsdeild í vetur vegna minna húsnæðis. Miðskólinn var áður til húsa í gamla Miðbæjarskólanum. Meira
6. september 1996 | Erlendar fréttir | 278 orð

Miklar ráðstafanir vegna Fran

FELLIBYLURINN Fran nálgaðist í gær Suður-Karólínu á austurströnd Bandaríkjanna og höfðu mörg hundruð þúsund íbúar ríkisins yfirgefið heimili sín og haldið á öruggari slóðir inni í landi, minnugir þeirrar eyðileggingar, sem varð af völdum fellibylsins Hugos fyrir sjö árum. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Minnisvarði afhjúpaður

MINNISVARÐI um Sigurð Jónasson, fyrrverandi skógarvörð á Norðurlandi vestra, hefur verið afhjúpaður í Reykjarhólsskógi við Varmahlíð. Það var Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Skagfirðinga og Héraðsnefnd Skagfirðinga sem beittu sér fyrir að minnisvarðinn var reistur. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Morgunblaðið/Árni Sæberg Farskóli safnamanna FARSKÓLI safnamanna hefur staðið fyrir safnaþingi íReykjavík í þessari viku.Þingið hófst á miðvikudaginnog því lýkur með kvöldverðiog skólaslitum í Dillonshúsi íÁrbæjarsafni í kvöld. Meira
6. september 1996 | Erlendar fréttir | 165 orð

Neitar að þiggja launin ÍGOR Rodíonov, varnar

ÍGOR Rodíonov, varnarmálaráðherra Rússlands, hefur ákveðið að þiggja ekki laun frá ríkinu fyrr en það standi í skilum við rússneska hermenn. Málgagn hersins, Rauða stjarnan, skýrði frá þessu í gær og sagði að ógreidd laun og "eymdarkjör" hefðu orðið til þess að æ fleiri hermenn sviptu sig lífi. Að sögn Interfax styttu 423 hermenn sér aldur í fyrra. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Réttardagar breytast í Árnessýslu

RÉTTARDAGAR hafa nú verið færðir til í uppsveitum Árnessýslu frá því sem verið hefur frá alda öðli. Var breytingin gerð til að koma til móts við fólk í atvinnulífinu og einnig skólafólk. Skaftafellsrétt og Hrunarétt verða föstudaginn 13. september í stað fimmtudags áður og Reykjaréttir og Tungnaréttir verða laugardag 14. september í stað föstudags og miðvikudags. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð

Rigning tefur uppskerustörf

ÚTLIT er fyrir mjög góða kartöfluuppskeru á Suðurlandi. Uppskerustörf hafa tafist vegna rigninga. Heimir Hafsteinsson, kartöflubóndi í Smáratúni í Þykkvabæ og oddviti Djúpárhrepps, segir að margir bændur hafi byrjað að taka upp af fullum krafti í síðustu viku ágústmánaðar. "Það var orðið fullsprottið og ekki eftir neinu að bíða," segir Heimir. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Sakaðir um hótanir og ofbeldi

ÞRÍR karlmenn af austurlenskum uppruna voru handteknir í gærdag eftir að maður nokkur tilkynnti að hafa orðið fyrir ofbeldi og hótunum af þeirra hálfu. Þessir menn hafa verið í fréttum að undanförnu vegna svipaðra mála. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 462 orð

Samgönguráðherra stöðvi útþenslu Pósts og síma

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: "Stjórn Heimdallar skorar eindregið á samgönguráðherra að stemma stigu við þeirri útþenslu sem nú á sér stað hjá Póst- og símamálastofnuninni, bæði á sviði Internet-þjónustu og flutningastarfsemi. Meira
6. september 1996 | Erlendar fréttir | 176 orð

Samkomulag um ríkisfjármál væntanlegt

YVES Thibault de Silguy, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), sagðist í gær vongóður um að fjármálaráðherrum ESB-ríkjanna takist á fundi sínum síðar í þessum mánuði að ná samkomulagi um sameiginlega áætlun um agaða fjárlagagerð fyrir þau ríki, sem taka þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

Segja forstjórann spilla samstöðu

SIGURBJÖRN Halldórsson, trúnaðarmaður hjá vagnstjórum SVR, segir að forystumenn fyrirtækisins séu að reyna að spilla samstöðu starfsmanna með því að ræða sérstaklega við ákveðna trúnaðarmenn. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, hafnar þeim ásökunum. Tveir trúnaðarmenn af fjórum hafa verið kallaðir á fund til Lilju Ólafsdóttur forstjóra, annar í gær en hinn í fyrradag. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 374 orð

Segja stefnuyfirlýsinguna ónýtt plagg

SÉRFRÆÐINGAR telja stefnuyfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins um aðgerðir til að efla heilsugæslu ónýtt plagg og hafna alfarið tillögum um valfrjálst stýrikerfi. Páll Torfi Önundarson, stjórnarmaður í Sérfræðingafélagi íslenskra lækna, Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Síðdegistónleikar í Hinu húsinu

FYRSTU síðdegistónleikar vetrarins byrja hjá nýbylgjurokksveitinni Panorama í dag 6. september kl. 17. Síðdegistónleikar Hins hússins eru nú komnir á sitt annað starfsár og færast aftur inn í aðalsal Hins hússins eftir að hafa verið á Ingólfstorgi í sumar. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Starfsmenntaverðlaun afhent

AFHENDING starfsmenntaverðlauna Samtarfsnefndar atvinnulífs og skóla og Landsskrifstofu Leonardó fer fram í dag, föstudaginn 6. september, kl. 16.30 í Tæknigarði, Dunhaga 5. "Markmiðið með starfsmenntaverðlaununum er að hvetja til námsgagnagerðar á framhaldsskólastigi, þar sem námsefni er sérsniðið fyrir starfsnám. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 247 orð

Stefnuræða forsætisráðherra á þingsetningardegi

FORSÆTISNEFND Alþingis hefur samþykkt tillögur um breytingar á þingsetningu sem gera meðal annars ráð fyrir því að forsætisráðherra flytji stefnuræðu sína á þingsetningarfundinum. Þingflokkar hafa tillögurnar nú til meðferðar. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 35 orð

Stuðningsyfirlýsing

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi íslenskra læknaritara: "Stjórn Félags íslenskra læknaritara lýsir yfir stuðningi við Félag íslenskra heimilislækna í kjarabaráttu þeirra og skorar á stjórnvöld að ganga nú þegar til samninga. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 617 orð

Styrkja konur sem stjórnendur á nýjan hátt

ÁVEGUM Reykjavíkurborgar er að byrja námskeið fyrir reykvískar athafnakonur sem hafa áhuga á að hrinda eigin viðskiptahugmynd í framkvæmd. Hulda Ólafsdóttir átti hugmyndina að námskeiðinu "Brautargengi ­ frá hugmynd til veruleika". ­Hver varð kveikjan að námskeiðinu? "Þessi hugmynd kviknaði í framhaldi af samstarfi mínu við Hansínu B. Meira
6. september 1996 | Miðopna | 1456 orð

Tákn um traust þjóðarinnar

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra afhenti Hæstarétti Íslands hið nýja dómhús við Arnarhól við formlega athöfn í gær að viðstöddum forseta Íslands, ráðherrum ríkisstjórnarinnar, dómurum, þingmönnum, hæstaréttarlögmönnum og fleirum. Haraldur Henrýsson, forseti Hæstaréttar, veitti húsinu móttöku og færði fram þakkir réttarins. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 499 orð

Tilboðunum var hafnað í samráði við Læknafélag Íslands

RÍKISSÁTTASEMJARI frestaði í gærkvöldi boðuðum samningafundi í kjaradeilu heimilislækna og ríkisins, til dagsins í dag í því skyni að samninganefnd Læknafélags Íslands gæfist tími til að undirbúa fundinn. Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður samninganefndar LÍ, sagði að viðræður í þeirra hópi hafi þróast þannig að ástæða hafi þótt til að fá meiri tíma til undirbúnings. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

Tveimur veitt áminning vegna seinkunar

SIGURBIRNI Halldórssyni, vagnstjóra og trúnaðarmanni hjá SVR, var í gær veitt munnleg áminning fyrir að leggja tveimur og hálfri mínútu of seint af stað í ferð. Samkvæmt reglum SVR er fyrsta áminning munnleg, næsta skrifleg og sú þriðja veldur brottrekstri. Sigurbjörn segir að fyrr um daginn hafi annar starfsmaður fengið áminningu fyrir sömu sök. Meira
6. september 1996 | Erlendar fréttir | 339 orð

Umboð SÞ til árása á Íraka ekki skýrt

KLOFNINGUR var í gær innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um uppkast Breta að ályktun um að fordæma sókn Íraka í norðurhluta Íraks. Til þess hefur verið tekið að í ályktuninni er hvergi minnst á það að Bandaríkjamenn hafi skotið stýriflaugum á Íraka vegna sóknar þeirrar í norðri og leitt að því getum að ástæðan sé sú að ályktanir öryggisráðsins leyfi valdbeitingu í þessu tilfelli ekki berum orðum. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 304 orð

Verður breytt í almenningshlutafélag

EIGENDUR Samsölubakarís hf., dótturfyrirtækis Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, hafa gengið frá samkomulagi við Jóhann Magnússon, rekstrarráðgjafa hjá Stuðli, um kaup hans á allt að 25% hlut í Samsölubakaríi á næstu 7 árum. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Viðar Már skipaður prófessor

VIÐAR Már Matthíasson hefur verið skipaður prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Búist er við að Davíð Þór Björgvinsson, sem hefur verið dósent við lagadeild, verði einnig skipaður prófessor á næstunni samkvæmt framgangsreglu. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 265 orð

Vinalína Rauða krossins

VINALÍNAN er rekin af Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og er starfrækt af 30­40 sjálfboðaliðum sem sitja vaktir og svara í síma á hverju kvöldi frá kl. 20­23. "Þeir eru engir sérfræðingar heldur fólk sem hefur tíma og reynslu til að miðla af. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 658 orð

"Vinnubrögðin stuðla ekki að samvinnu við aðra" Ráðning Einars Karls Haraldssonar til Þingflokks jafnaðarmanna hefur vakið mikla

Alþýðubandalagsmenn ræddu þær breytingar sem verða á Alþingi við sameiningu þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka á þingflokksfundi í gær og um óvænta ráðningu Einars Karls Haraldssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra flokksins, til starfa fyrir hinn nýja þingflokk. Meira
6. september 1996 | Erlendar fréttir | 102 orð

Yfirgefur Thatcher Íhaldsflokkinn?

MARGARET Thatcher, sem um 15 ára skeið var forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins í 17 ár, hyggst samkvæmt heimildum The Guardian segja sig úr Íhaldsflokknum í mótmælaskyni við Evrópustefnu flokksins, og ganga þess í stað til liðs við Þjóðaratkvæðisflokk brezka milljarðamæringsins James Goldsmith, sem fylgir mjög Evrópugagnrýninni stefnu. Meira
6. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

Þórey sýnirí GalleríiAllraHanda

ÞÓREY Eyþórsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí AllraHanda í Grófargili í dag kl. 14. Þórey útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík 1965 og handavinnudeild Kennaraskóla Íslands nokkrum árum síðar. Hún hefur fengist við myndlist og þá einkum myndvefnað ásamt öðrum viðfangsefnum. Þórey sýnir myndvefnað og textílverk sem hún hefur unnið að á þessu ári. Meira
6. september 1996 | Innlendar fréttir | 304 orð

Þyngri refsingar eru nauðsynlegar til að verja fólk fyrir ofbeldi

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra sagði við afhendingu hins nýja dómhúss Hæstaréttar við Arnarhól í gær, að þyngri refsingar væru nauðsynlegar í baráttunni fyrir því að verja einstaklingana fyrir líkamlegu ofbeldi. Meira
6. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 453 orð

Öskjuvegurinn, frá Herðubreiðarlindum í Svartárkot opnaður

BOTNI, nýr skáli Ferðafélags Akureyrar á svonefndum Öskjuvegi var formlega tekinn í notkun sunnudaginn 1. september. Skálinn stendur við tjarnir í Ódáðahrauni, um 650 metrum suðaustan upptaka Suðurár. Meira

Ritstjórnargreinar

6. september 1996 | Staksteinar | 337 orð

Byggðaröskun?

Vísbending víkur að gagnrýni sumra talsmanna strjálbýlis, þess efnis, að stóriðjuframkvæmdir á suðvesturhorni landsins, með og ásamt aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum, kunni að leiða til nýrrar öldu fólksflutninga af landsbyggðinni. Hvað veldur? Meira
6. september 1996 | Leiðarar | 529 orð

DÓMHÚS HÆSTARÉTTAR

leiðari DÓMHÚS HÆSTARÉTTAR ÝTT og glæsilegt Dómhús Hæstaréttar var tekið í notkun í gær. Dómhúsið gerbreytir allri aðstöðu réttarins. Dómarar fá stórbætta og nýtízkulega starfsaðstöðu. Dómsalir verða nú tveir og þingsalur einn, auk þess sem lögmenn, sem flytja mál fyrir dómnum, fá starfsaðstöðu í húsinu. Meira

Menning

6. september 1996 | Menningarlíf | 111 orð

"Að spinna lífsins þráð"

HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN er með fyrirlestur í Norræna húsinu laugardaginn 7. september kl. 14. Fyrirlesari er Kerstin Gustafsson frá Svíþjóð. Kerstin er vefnaðarkennari og hefur kennt vefnað og spuna á ólíkum skólastigum og auk þess skrifað fjórar bækur um ull og meðferð hennar, vaðmál og vefnað. Meira
6. september 1996 | Menningarlíf | 129 orð

André Orlowitz með söngnámskeið á Íslandi

ANDRÉ Orlowitz barítonsöngvari verður með námskeið fyrir söngvara í húsakynnum Íslensku óperunnar í mánuðinum. Orlowitz hefur meðal annars um nokkurt skeið kennt Jóni Rúnari Arasyni tenórsöngvara, sem vann til verðlauna í Malchior keppninni í Kaupmannahöfn í maí sl., og komust tveir aðrir nemendur hans í úrslitin. Meira
6. september 1996 | Menningarlíf | 90 orð

Bjarni Sigurbjörnsson opnar málverkasýningu

BJARNI Sigurbjörnsson myndlistarmaður opnar sýninguna Biðstofuna við hamarinn í sýningaralnum Við Hamarinn, Strandgötu 50, laugardaginn 7. september kl. 17. Sýningin stendur frá 7. til 22. september nk. og er opin virka daga kl. 14-18, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 14-22 og um helgar frá kl. 13-18. Meira
6. september 1996 | Fólk í fréttum | 229 orð

Bleeth úr bleium í Strandverði

BANDARÍSKA Strandvarðaleikkonan Yasmine Bleeth hefur vanist því frá unga aldri að sitja fyrir á myndum. Þegar hún var sex mánaða var hún fyrirsæta fyrir bleiur og aðrar barnavörur Johnson & Johnson-fyrirtækisins og hefur allar götur síðan setið fyrir við ýmis tækifæri og leikið í sjónvarpsþáttum. Meira
6. september 1996 | Menningarlíf | 391 orð

Breskur háskólakór í Íslandsferð

BRESKI háskólakórinn Clare College Chapel Choir frá Cambridge í Englandi verður í heimsókn hér á Íslandi um helgina. Kórinn hefur í þau 25 ár sem hann hefur starfað, hlotið fjölda viðurkenninga og er í dag talinn einn fremsti háskólakapellukór Breta. Stjórnandi kórsins er Timothy Brown. Hér á landi kemur kórinn fram á þrennum tónleikum. Laugardaginn 7. september syngur hann í Skálholtskirkju kl. Meira
6. september 1996 | Fólk í fréttum | 66 orð

Bundnir busar á Húsavík

FRAMHALDSSKÓLINN að Laugum var settur um síðustu helgi og í kjölfarið var haldin busavígsla þar sem nýnemar voru vígðir í samfélag eldri nema. Busarnir voru fluttir til Húsavíkur og látnir gera þar ýmsar kúnstir og nokkrir þeirra voru síðan bundnir við ljósastaura, við aðalgötu bæjarins, og látnir dúsa þar dágóða stund. Hér sést einn busanna, Dagbjört frá Ólafsvík, í erfiðri aðstöðu. Meira
6. september 1996 | Menningarlíf | 81 orð

Dröfn listamaður mánaðarins umarhúsinu

DRÖFN Guðmundsdóttir er listamaður septembermánaðar í Humarhúsinu. Hún sýnir skúlptúra og lágmyndir úr gleri. Dröfn er einn stofnandi Gallerís Listakots, Laugavegi 70. Þar selur hún verk sín ásamt 12 öðrum listakonum. Hún hefur haldið nokkrar sýningar á undanförnum árum. Verk eftir Dröfn hafa selst til ýmissa landa t.d. Meira
6. september 1996 | Menningarlíf | 129 orð

Einsöngstónleikar í Norræna húsinu

SIGURBJÖRG Hv. Magnúsdóttir, mezzósópran, heldur einsöngstónleika í Norræna húsinu laugardaginn 7. september kl. 17. Undirleikari á píanó er Ólafur Vignir Albertsson. Á efnisskránni verða sönglög eftir Haydn, söngvar úr Ljóðaljóðum eftir Pál Ísólfsson, sönglög eftir Sibelius, auk sönglaga eftir tvö bandarísk tónskáld, þá Elliott Carter og Samuel Barber. Meira
6. september 1996 | Menningarlíf | 128 orð

Erla sýnir í Ráðhúskaffi

ERLA Sigurðardóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum í Ráðhúskaffi í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 7. september. Á sýningunni eru vatnslitamyndir sem allar eru náttúrustemmningar. Sýningin stendur til 30. september. Meira
6. september 1996 | Menningarlíf | 72 orð

"Eyja hugans"

ÁRNI Rúnar myndlistarmaður opnar málverkasýningu laugardaginn 7. september kl. 15 í Listhúsi 39, Strandgötu 39 í Hafnarfirði. Á sýningunni verða nýjar olíumyndir á striga. Þetta er fimmta einkasýning Árna. Árni Rúnar var með sýninguna "Eyja hugans" í Gallery Horninu í júlí sl. Sýningin stendur til miðvikudagsins 25. september og er opin alla virka daga frá kl. Meira
6. september 1996 | Fólk í fréttum | 255 orð

Frá sólarströnd á norðurhjara

MARGIR Íslendingar, sem dvalið hafa á sólarströndinni Benidorm á Spáni, kannast eflaust við breska söngvarann Paul Somers, sem skemmt hefur þar undanfarin þrjú ár. Somers er nú kominn til Íslands og mun skemmta gestum Danshússins í Glæsibæ næstu helgar. Meira
6. september 1996 | Fólk í fréttum | 80 orð

Grínari í för með tökuliði frá BBC

UPPISTANDSGRÍNARINN, Eddie Izzard, sem heldur seinni sýningu af tveimur í Loftkastalanum í kvöld, kom til landsins í fyrradag. Með honum í för var fimm manna tökulið frá sjónvarpsstöðinni BBC sem er að vinna að gerð þáttar um hann. Izzard er af mörgum talinn fyndnasti maður Bretlands og er á fjögurra mánaða ferð um heiminn. Hingað kemur hann frá París. Meira
6. september 1996 | Fólk í fréttum | 41 orð

Grýluvinir

GRÝLUVINAFÉLAGIÐ, aðdáendaklúbbur hljómsveitarinnar Grýlurnar, kom saman á veitingastaðnum Dubliners nýlega. Félagsmenn tóku lagið fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins sem líkaði söngurinn vel. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGÞRÚÐUR Þöll Þrándardóttir, Svava Karlsdóttir, Sibbý DöggKayze, Bjarní Zig, Stella Löve, Helga Halldórsdóttir, Meira
6. september 1996 | Menningarlíf | 189 orð

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

Í TENGSLUM við tónleikaröðina "Sumarkvöld við orgelið" verður leikið á orgelið í Hallgrímskirkju í hádeginu laugardaginn 7. september kl. 12­12.30. Kanadíski organistinn Jonathan Brown mun leika á orgelið tónlist eftir Bach og síðan þrjú tónskáld 20. aldar. Eftir Aaron Copland leikur hann Preamble for a solemn occasion, sem var samið 1953. Meira
6. september 1996 | Fólk í fréttum | 231 orð

Háskólabíó heimsfrumsýnir myndina Jerúsalem

HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir föstudaginn 6. september kvikmyndina Jerúsalem í leikstjórn Óskarsverðlaunahafans Billy August. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Selmu Lagerlöf og mætast því tveir virtustu listamenn Norðurlanda við gerð klassískrar og grípandi ástarsögu. Billy August verður hér á landi til að fylgja myndinni úr hlaði og verður viðstaddur frumsýninguna. Meira
6. september 1996 | Menningarlíf | 135 orð

Karólína sýnir nýjar vatnslitamyndir

SÝNING á nokkrum vatnslitamyndum eftir Karólínu Lárusdóttur verður opnuð í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis við Álfabakka 14 í Mjódd, sunnudaginn 8. september kl. 14. Hún sýnir þar fimm stórar myndir, allar málaðar á þessu ári. Meira
6. september 1996 | Menningarlíf | 103 orð

Kynning á rússneskri tónlist

DAGSKRÁ um rússneska tónlist og tónskáld verður í fundarsal Norræna hússins á sunnudag kl. 17. Hjónin Anna Mois Levy og Gregory Arthur Myers ætla að kynna rússneska píanótónlist eftir Medtner, Myaskovsky og Skrjabin. Gretory Myers heldur fyrirlestur sem hann nefnir: Russia's Silver Age: The PIano Music of Nikolai Medtner, Nikolai Myaskovsky and Alesanxander Skrjabin. Meira
6. september 1996 | Menningarlíf | 141 orð

Nýjar bækur ÚT eru k

ÚT eru komnar bækurnar Líffæraheiti (Nomina Anatomica), Vefjafræðiheiti (Nomina Histologica) og Fósturfræðiheiti (Nomina Embryologica). Bækurnar geyma nýjar íslenskar þýðingar á alþjóðlega orðaforðanum í líffærafræði, vefjafræði og fósturfræði, en einnig fylgja tvær orðaskrár í stafrófsröð, Meira
6. september 1996 | Menningarlíf | 132 orð

Sjónþing Brynhildar Þorgeirsdóttur

SJÓNÞING Menningamiðstöðvarinnar Gerðubergs hefjast aftur að loknu sumarhléi á sunnudaginn, 8. september kl. 14. Þá mun skúlptúristinn og glerlistakonan Brynhildur Þorgeirsdóttir ræða um myndlist sína og sitja fyrir svörum. Meira
6. september 1996 | Menningarlíf | 395 orð

Starfsemin lítil sem engin

"ÞAÐ LÍTUR út fyrir að Leikfélag Kópavogs geti ekki starfað eðlilega nema í tvo og hálfan mánuð í vetur ef svo heldur fram sem horfir", sagði Bjarni Guðmarsson forsvarsmaður félagsins í samtali við Morgunblaðið en félagsmenn hafa mótmælt ráðstöfun bæjarstjórnar Kópavogs á félagsheimili bæjarins þar sem starfsemi þeirra hefur farið fram undanfarna áratugi. Meira
6. september 1996 | Menningarlíf | 22 orð

Sýningu Hrefnu að ljúka

Sýningu Hrefnu að ljúka SÝNINGU Hrefnu Lárusdóttir í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6 lýkur sunnudaginn 8. september. Sýningin er opin kl. 14-18. Ókeypis aðgangur. Meira
6. september 1996 | Menningarlíf | 1155 orð

Við sem lifðum af stríðið lifum við af friðinn

Fyrsta Gautaborgarhátíðin var haldin 1994, að frumkvæði menningarráðs borgarinnar, og voru þá sænskar sýningar til jafns við erlendar. Sú hátíð gat sér gott orð og stóð auk þess undir kostnaði að sögn framkvæmdastjórans Birgittu Winnberg Rydh, en veltan er upp á 5,2 milljónir sænskra króna, jafnvirði 52 milljóna íslenskra. Meira

Umræðan

6. september 1996 | Bréf til blaðsins | 284 orð

Athyglisverður knattspyrnuleikur framundan

YFIRLÝSING fyrirliða ÍBV í Morgunblaðinu þriðjudaginn 27.8. hefur vakið mikla athygli í röðum knattspyrnuáhugamanna. Þar segir Hlynur Stefánsson orðrétt á síðu 4B: "Nú verða Eyjamenn að halda með Skagamönnum það sem eftir er af Íslandsmótinu, því ef ÍA verður Íslandsmeistari kemst ÍBV í Evrópukeppni bikarhafa". Meira
6. september 1996 | Bréf til blaðsins | 263 orð

Hvað er dans?

NÚ ERU danskennarar að dusta rykið af dansskónum og dansskólarnir að hefja starfsemi sína. Það sem fram fer í dansskólum borgarinnar er mikið og gott starf sem er þroskandi kennsla fyrir alla, þar sem áhersla er lögð á markvissa kennslu í hagnýtum dönsum. Frá alda öðli hefur maðurinn dansað. Meira
6. september 1996 | Aðsent efni | 442 orð

Neyðarþjónusta í kjaradeilu

HEIMILISLÆKNAR ákváðu á fundi sínum á Akureyri 2. september að veita ekki neyðarþjónustu í þeim tilgangi að þrýsta á að gerður verði kjarasamningur við þá. Að mati Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga brýtur sú ákvörðun í bága við skyldur heilbrigðisstarfsmanna gagnvart skjólstæðingum sínum, bæði siðferðislega og lagalega. Meira
6. september 1996 | Bréf til blaðsins | 84 orð

Rangar ávirðingar leiðréttar Morgunblaðinu hafa borizt gögn frá forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, Ellerti Borgari

Morgunblaðinu hafa borizt gögn frá forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, Ellerti Borgari Þorvaldssyni, þar sem fjallað er um meintar ávirðingar á hendur honum í Bréfi til blaðsins sem birtist hér í blaðinu undir yfirskriftinni: "Hafnfirðingar krefjast meirihluta jafnaðarmanna". Meira
6. september 1996 | Bréf til blaðsins | 694 orð

Sigurði Helgasyni svarað

SIGURÐUR Helgason fyrrverandi sýslumaður ritar grein í blaðið 30. ágúst sl. Hann kynnir sig sem formann Landssamtaka hjartasjúklinga og verður því að telja skoðanir þær, sem hann setur fram, skoðanir samtakanna. Nauðsynlegt er að draga fram nokkrar staðreyndir í tilefni þessara skrifa almenningi til upplýsingar. 1. Meira
6. september 1996 | Aðsent efni | 999 orð

Um vegagerð á Kili

Í MORGUNBLAÐINU 23. ágúst ber Jón Baldur Þorbjörnsson (JBÞ) fram nokkrar spurningar um vegagerð á Kili og óskar eftir svörum við þeim á opinberum vettvangi. Mér er bæði ljúft og skylt að leitast við að svara spurningum JBÞ og bið Morgunblaðið að birta svörin. Áður en spurningunum er svarað beint, er rétt að fara nokkrum orðum um vegakerfi landsins. Meira

Minningargreinar

6. september 1996 | Minningargreinar | 232 orð

Albert Stefánsson

Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga! Engið, fjöllin, áin þín ­ yndislega sveitin mín! heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 155 orð

ALBERT STEFÁNSSON

ALBERT STEFÁNSSON Albert fæddist í Skálavík í Fáskrúðsfirði 14. mars 1910. Hann lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 28. ágúst síðastliðinn. Albert var elsta barn hjónanna Ingigerðar Guðmundsdóttur frá Eyrarútkoti í KJós (f. 1888, d. 1946) og Stefáns Péturssonar frá Víkurgerði í Fáskrúðsfirði (f. 1885, d. 1921). Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 488 orð

Gyðríður Steinsdóttir

Nú eru rúmlega 30 ár síðan ég kynntist Gyðríði Steinsdóttur, eða henni Gígju eins og hún var jafnan kölluð. Það urðu heillarík kynni og hófust með því að hún kom í kór Grensáskirkju, sem þá var nýstofnaður. Þar stóðum við hlið við hlið flesta helga daga upp frá því, og reyndar oftar, í þrjá áratugi. Sú þátttaka var okkur mikilvæg og til ómældrar ánægju. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 676 orð

Gyðríður Steinsdóttir

Mig langar til að minnast mágkonu minnar, Gyðríðar Steinsdóttur, eða Gígju eins og hún var venjulega kölluð, sem látin er eftir erfið veikindi. Saga Gígju er eflaust lík sögum margra annarra af hennar kynslóð. Hún ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum og systkinum við þann kost sem tíðkaðist hjá almúgafólki á fjórða tug aldarinnar. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 238 orð

Gyðríður Steinsdóttir

Elsku amma! Eftir hetjulega baráttu við erfiðan og óskiljanlegan sjúkdóm hefur þú nú kvatt okkur og þennan heim okkar í hinsta sinn. Nú er kominn tími til að hvílast og það skalt þú svo sannarlega gera því þú átt það skilið. Eftir slíka baráttu, sem enginn lifandi maður ætti að þurfa að ganga í gegnum, ert þú hvíldinni áreiðanlega fegin. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 151 orð

Gyðríður Steinsdóttir

Ég ætla með örfáum orðum að kveðja hana "Gígju systur" sem lést 30. ágúst eftir erfiðan sjúkdóm. Í mínum huga var Gígja alltaf stóra systir mín og alla tíð mikill vinur minn svo aldrei bar skugga á. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 183 orð

GYÐRÍÐUR STEINSDÓTTIR

GYÐRÍÐUR STEINSDÓTTIR Gyðríður Steinsdóttir fæddist í Reykjavík 17. desember 1931. Hún lést á Landspítalanum 30. ágúst síðastliðinn. Gyðríður var dóttir hjónanna Steindóru Kristínar Albertsdóttur, f. 31. júlí 1903, d. 6. febrúar 1980, og Steins Jónssonar vélstjóra, f. 24. júlí 1902, d. 20. júlí 1973. Systkini Gyðríðar eru: Sigurður, f. 5. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 335 orð

Hallgrímur Dalberg

Með Hallgrími Dalberg er fallinn frá einn af mikilhæfustu embættismönnum í stjórnsýslu hér á landi í áratugi. Skipulagshæfileikar hans, sérstök vandvirkni í störfum og prúðmannleg framkoma hans, vakti eftirtekt og hafði jákvæð áhrif á samferðamenn hans í margvíslegum störfum hans í ráðum, nefndum og verkefnum og sem ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 322 orð

Hallgrímur Dalberg

Varnarsamstarfið við Bandaríkin leiddi af sér umfangsmikla atvinnustarfsemi varnarliðsins hér á landi og þar sem varnarliðið nýtur úrlendisréttar samkvæmt varnarsamningnum frá 1951 var þess ekki kostur að gera beina kjarasamninga milli varnarliðsins og stéttarfélaga íslenskra starfsmanna þess. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 300 orð

Hallgrímur Dalberg

Það voru hlýjar móttökur sem nýr starfsmaður í félagsmálaráðuneyti fékk hjá Hallgrími Dalberg á sínum tíma. Starfið kynnti hann á einkar glaðlegan og uppörvandi hátt sem átti eftir að reynast haldgott veganesti óreyndum starfsmanni. Hallgrímur átti létt með að umgangast fólk og var mikill mannþekkjari. Honum lét vel að sýna traust og hvatningu í starfi. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 462 orð

Hallgrímur Dalberg

Fyrir nokkrum dögum ræddum við hér á innanhússfundi í félagsmálaráðuneytinu með hvaða hætti skyldi minnast 50 ára afmælis ráðuneytisins nú í september. Hefur verið talið eðlilegt að miða stofnun ráðuneytisins við septembermánuð 1946, en þá tók það til starfa sem sjálfstæð stjórnardeild með skrifstofustjóra og fleira starfsliði. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 346 orð

Hallgrímur Dalberg

Á haustdögum 1937, er móðir mín Oddný og við systkin komum til Íslands frá Kína var ég full eftirvæntingar og tilhlökkunar að hitta móðurfrændfólkið mitt í fyrsta sinn og kynnast því. Dvöldumst við þá nokkra hríð hjá Stefaníu, móðursystur minni, þar sem hún bjó að Njarðargötu 39 hér í borg ásamt dætrum sínum þremur, þeim Maríu, Ólöfu og Þórdísi. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 468 orð

Hallgrímur Dalberg

Hann var kvaddur umsvifalaust úr heimi og mér virðist það í fögru samræmi við hina hógværu og æðrulausu gerð hans. Glaður og reifur gekk hann til hinstu stundar. Mér er í fersku minni þegar ég kom fyrst á heimili Hallgríms og Maríu sú mikla hlýja sem stafaði frá þeim hjónum og hve frjálslegt og alúðlegt andrúmsloft ríkti á heimilinu. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 348 orð

Hallgrímur Dalberg

Vinur minn og bekkjarbróðir Hallgrímur Dalberg er látinn. Lát hans kom okkur sannarlega á óvart því við Einar höfðum hitt hann glaðan og reifan hálfum mánuði áður. Við Hallgrímur vorum í sama bekk í MR í sex ár og þó hafi oft liðið langur tími á milli samfunda hafa aldrei rofnað vináttutengslin og þegar við hittumst var eins og við hefðum setið saman á skólabekk í gær. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 273 orð

HALLGRÍMUR DALBERG

HALLGRÍMUR DALBERG Hallgrímur Dalberg fæddist í Reykjavík 7. janúar 1918. Hann lést í Reykjavík 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Guðmundsson, f. 11. júlí 1894, og kona hans, Guðrún Sigurðardóttir, f. 25. október 1890. Eldri bróðir Hallgríms var Eyþór, f. 4. mars 1914, læknir, sem starfaði lengst af erlendis. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 107 orð

Hallgrímur Dalberg Elsku afi minn. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman, sérstaklega þegar leið að vorprófum í MR. Við

Elsku afi minn. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman, sérstaklega þegar leið að vorprófum í MR. Við sátum saman við eldhúsborðið á Hofsvallagötunni eftir lestrartörn þar sem við ræddum um lífið, tilveruna og hvernig var á þeim tíma er þú varst í MR. Eftir hverja heimsókn til þín fannst mér ég vera margfalt fróðari og betri manneskja. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | -1 orð

Hallgrímur Dalberg: Minning

Við fráfall Hallgríms Dalberg vil ég minnast langrar og traustrar vináttu okkar á liðinni tíð. Eyþór Dalberg bróðir Hallgríms var einn bekkjarbræðra minna, en við tókum stúdentspróf vorið 1935. Síðan lágu leiðir okkar saman í læknadeild Háskóla Íslands. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 235 orð

Jóna Axfjörð

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Komið er að kveðjustund. Kær vinkona okkar, Jóna Axfjörð, hefur nú horfið á brott. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 429 orð

Jóna Axfjörð

Elsku Jóna. Margs er að minnast, nú þegar þú hefur kvatt þetta líf, aðeins 62 ára. Okkar fyrstu kynni hófust fyrir 18 árum þegar sonur þinn Zoponías og dóttir mín Ester tóku saman. Þó sambúð þeirra yrði ekki löng eignuðust þau eina dóttur, Sólveigu Helgu, sem tengdi okkur saman. Hún kveður nú ömmu sína með þökk fyrir allt. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 236 orð

Jóna Axfjörð

Elsku Jóna. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Við mæðgurnar vorum í fríi þegar við fengum þær fréttir að þú værir dáin. Þú lést á afmælisdaginn hennar Helgu Sifjar, elsta barnabarnsins þíns og nánast á sömu mínútu og hún hafði fæðst 21 ári áður. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 353 orð

Jóna Axfjörð

Elsku amma. Mig langar til að kveðja þig og minnast þín með nokkrum orðum. Þegar pabbi hringdi að morgni 27. ágúst og sagði okkur mæðgunum að þú hefðir látist daginn áður ruddust tárin fram á hvarma mér. Ég vissi að þér hafði hrakað mikið og búast mætti við þessari frétt á hverri stundu en samt var ég ekki tilbúin þegar hún kom. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 373 orð

Jóna Axfjörð

Þótt burtför þín hafi ekki verið alveg fyrirvaralaus kemur hún manni samt einhvern veginn í opna skjöldu. Með þér hverfur svo margt sem við hefðum viljað hafa áfram. Maður fer að hugsa um tilgang lífsins og þá er óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvers vegna þú varst hrifin brott svona snemma. Þú með þína hæfileika hefðir getað gert svo margt fleira sem hefði auðgað líf okkar hinna. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 89 orð

JÓNA AXFJÖRÐ

JÓNA AXFJÖRÐ Jóna Axfjörð fæddist á Akureyri 8. janúar 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Friðjón Axfjörð múrarameistari og Rannveig Jónatansdóttir. Einn bróður átti hún, Friðgeir Axfjörð, sem er látinn. Einnig ólst upp á heimilinu dóttir hans, Rannveig, sem býr á Ólafsfirði. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 428 orð

Sigríður Ingibjörg Finnbogadóttir

Það er undarleg tilfinning að setjast niður til þess að skrifa fáein fátækleg kveðjuorð á blað þegar séð er á bak manneskju sem hefur verið jafn mikilvæg í mínu lífi og minnar fjölskyldu og Sigríður Finnbogadóttir var. Þá verður manni ljóst að frammi fyrir þeim örlögum okkar allra, að deyja, mega orð sín lítils og megna ekki einu sinni að tjá það sem ætti að segja þegar dauðann ber að höndum. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 292 orð

Sigríður Ingibjörg Finnbogadóttir

Í dag verður til moldar borin Sigríður Finnbogadóttir, Móaflöt 23, Garðabæ. Í þessari stuttu minningargrein verður ætt Sirrýjar, eins og hún var ætíð kölluð, ekki rakin enda verða eflaust aðrir til þess. Hins vegar langar okkur að minnast í fáum orðum einskærrar sómakonu og frábærs nágranna í 30 ár. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 252 orð

Sigríður Ingibjörg Finnbogadóttir

Elsku amma Sirrý. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Okkur systkinin langar til þess að kveðja þig með nokkrum orðum. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | -1 orð

Sigríður Ingibjörg Finnbogadóttir

Vinir og samferðamenn eru heimur hverrar kynslóðar ekki síður en umhverfið sem við lifum og hrærumst í. Þegar vinir okkar hverfa frá okkur, eftir langa samleið, smækkar heimur okkar. Þetta finnum við vel þegar við kveðjum Sigríði Finnbogadóttur eftir meira en fjörutíu ára samfylgd. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 263 orð

SIGRÍÐUR INGIBJÖRG FINNBOGADÓTTIR

SIGRÍÐUR INGIBJÖRG FINNBOGADÓTTIR Sigríður Ingibjörg Finnbogadóttir fæddist á Hóli í Bakkadal í Selárdalssókn í Barðastrandarprófastsdæmi 5. apríl 1931. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Finnbogi Jónsson, bóndi á Hóli, f. 3. janúar 1891, d. 20. júlí 1975, og Sigríður Gísladóttir, f. 25. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 61 orð

Sigríður Ingibjörg Finnbogadóttir Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig. Það var alltaf gaman að heimsækja þig á Móaflöt

Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig. Það var alltaf gaman að heimsækja þig á Móaflöt 23. Kökurnar þínar voru alltaf mjög góðar. Garðurinn var alltaf mjög fallegur og ég mun sakna þín mjög, mjög, mikið. Mér þótti mjög vænt um þig. Þú varst mjög góð kona. Ég vona að þér líði vel uppi hjá guði. Anna Reynisdóttir. Meira
6. september 1996 | Minningargreinar | 251 orð

Sigríður Ingibjörg Finnbogdóttir

Sigríður Ingibjörg Finnbogdóttir Síðast er ég sá þig sastu meðal rósa er þú eigin höndum annast mjúklátt hafðir. Frostnótt hefur fölva fegurð þeirra slegið eins og aldurtili ásýnd þína bjarta. Vaknar jurt á vori vetrar upp af dái. Sálin sefur ekki, sofni ég, mig dreymir. Meira

Viðskipti

6. september 1996 | Viðskiptafréttir | 173 orð

150 millj. hlutafjárútboð hjá Granda

STJÓRN Granda hf. hefur ákveðið að bjóða út nýtt hlutafé í félaginu að nafnverði 150 milljónir króna og hófst sala bréfanna til forkaupsréttarhafa í gær. Gengi bréfanna til núverandi hluthafa verður 3,65 og er söluvirði hlutabréfanna í forkaupsrétti því tæpar 550 milljónir króna. Klárist útboðið ekki í forkaupsrétti verða bréfin boðin í almennri sölu á genginu 3,90. Meira
6. september 1996 | Viðskiptafréttir | 349 orð

Afkoman batnaði um 50 milljónir

HAGNAÐUR Skagstrendings hf. á Skagaströnd nam 32 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þetta er talsvert betri afkoma en á sama tímabili í fyrra er rösklega 20 milljóna króna tap varð af rekstri fyrirtækisins. Engu að síður drógust rekstrartekjur fyrirtækisins nokkuð saman frá sama tíma í fyrra. Helstu lykiltölur úr milliuppgjöri má sjá í meðfylgjandi töflu. Meira
6. september 1996 | Viðskiptafréttir | 165 orð

Fækkun norrænna og þýskra ferðamanna

ERLENDUM ferðamönnum frá hinum Norðurlöndunum og Þýskalandi hefur fækkað en Hollendingum og Frökkum fjölgaði fyrstu átta mánuði ársins. Ferðamönnum sem komu til landsins í ágúst fjölgaði um 11% frá sama tímabili í fyrra. Fyrstu átta mánuði ársins hefur ferðamönnum fjölgað um 7,2% frá fyrra ári. Meira
6. september 1996 | Viðskiptafréttir | 419 orð

Hagnaður samsteypunnar 54 milljónir

HAGNAÐUR Útgerðarfélags Akureyringa og dótturfélaga þess Mecklenburger Hochseefischerei GmbH, MHF í Þýskalandi, Laugafisks í Reykjadal og SÚA á Seyðisfirði nam 53,8 milljónum króna fyrstu 6 mánuði ársins. Á sama tíma í fyrra var tap á rekstrinum upp á 93 milljónir króna. Afkoma MHF var ekki inni í milliuppgjöri í fyrra þannig að afkomutölur eru ekki fyllilega sambærilegar. Meira
6. september 1996 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Hagvöxtur eykst í Þýzkalandi

HAGVÖXTUR í Þýzkalandi tók meiri kipp til hins betra á öðrum ársfjórðungi í ár en gert hafði verið ráð fyrir, samkvæmt hagtölum sem birtar voru í gær. Nokkrum skugga á þessa jákvæðu þróun vörpuðu þó nýjustu atvinnuleysistölur. Meira
6. september 1996 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Myndir víxluðust

ÞAU mistök urðu við vinnslu viðskiptablaðs í gær að tvær myndir af nýjum útibússtjórum Landsbankans víxluðust, þeim Ægi Einarssyni Hafberg og Friðgeiri Magna Baldurssyni. Myndirnar af þeim tveimur birtast því hér að nýju ásamt viðeigandi texta um leið og beðist er velvirðingar á þessu. Meira
6. september 1996 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Skattalækkanir framundan

ALAIN Juppé, forsætisráðherra Frakklands, vonast til að geta leitt land sitt út úr efnahagsstöðnun og bágu atvinnuástandi með áætlunum um að lækka tekjuskatt á næstu fimm árum. Samstarfsmenn ráðherrans upplýstu þetta í gær. Frá því stjórn Juppés tók við embætti í maí á síðasta ári, hafa skatttekjur ríkissjóðs hækkað um sem nemur 120 milljörðum franka, um 1560 milljörðum króna. Meira

Fastir þættir

6. september 1996 | Dagbók | 2646 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 6.-12. september eru Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68 og Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22, opin til kl. 22. Auk þess er Háaleitis Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. Meira
6. september 1996 | Í dag | 76 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 6. septem

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 6. september, er sjötugurGuðmundur Þ. Þorvaldsson, Lyngholti 17, Keflavík. Eiginkona hans er Björg Ingvarsdóttir. Þau hjón taka á móti ættingjum og vinum í K.K.-salnum, Vesturbraut 17, Keflavík kl. 17-20 í dag, afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Meira
6. september 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. apríl í Seltjarnarneskirkju af sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur Ingibjörg Pálsdóttir og Gunnar Hermannsson. Heimili þeirra er í Eikjuvogi 22, Reykjavík. Meira
6. september 1996 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Lágafellskirkju af sr. Jakobi Ágústi Hjálmarssyni Sigurbjörg Stefanía Sverrisdóttir og Gylfi Þór Þórisson. Heimili þeirra er í Mávahlíð 5, Reykjavík. Meira
6. september 1996 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júní í Dómkirkjunni af sr. Pálma Matthíassyni Anna Helga Jónsdóttir ogRögnvaldur Rögnvaldsson. Þau eru búsett í Bandaríkjunum. Meira
6. september 1996 | Dagbók | 701 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
6. september 1996 | Í dag | 23 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega í Kópavogi til

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega í Kópavogi til styrktar Barnaspítala Hringsins og varð ágóðinn 620 krónur. Þær heita Brynja Magnúsdóttir og Sif Hauksdóttir. Meira
6. september 1996 | Í dag | 71 orð

HlutaveltaÞESSIR krakkar sem voru í 4. bekk C í Rimaskóla skólaárið 199

ÞESSIR krakkar sem voru í 4. bekk C í Rimaskóla skólaárið 1995-1996 tóku sig til og bjuggu sjálf til sparibauk en þau koma reglulega með sparifé sitt í skólann og setja í baukinn. Ætlunin er að styrkja hin ýmsu líknarfélög og að þessu sinni létu þau spariféð kr. 2.164 renna til Rauða kross Íslands. Nú eru þessir duglegu krakkar komin upp í 5. bekk C og eru ásamt kennara sínum á myndinni. Meira
6. september 1996 | Fastir þættir | 79 orð

Hvað skal segja? 5 Væri rétt að seg

5 Væri rétt að segja: Þeim líst vel á hvort annað? Rétt væri: Þeim líst vel hvoru á annað. Tveim(ur) mönnum líst vel hvorum á annan. Þrem(ur) mönnum líst vel hverjum á annan. Tveim(ur) konum líst vel hvorri á aðra. Meira
6. september 1996 | Í dag | 134 orð

Óupplýst strætisvagnaskýli KÓPAVOGSBÚI hringdi til Velvakanda til að

KÓPAVOGSBÚI hringdi til Velvakanda til að vekja athygli forráðamanna bæjarfélagsins á því að hin nýtískulegu strætisvagnaskýli við Hlíðarhjalla hafa verið óupplýst frá upphafi. Í skýlunum er gert ráð fyrir ljósum en þau hafa alltaf verið ótengd. Sagði Kópavogsbúinn að alltaf væri verið að mölva rúður í þessum skýlum og það hlyti að draga úr skemmdarverkum væru þau upplýst. Meira
6. september 1996 | Í dag | 376 orð

RANGUR Austfjarðaliðanna í knattspyrnu er athyglisverð

RANGUR Austfjarðaliðanna í knattspyrnu er athyglisverður á þessu sumri. Bæði KVA frá Eskifirði og Reyðarfirði og Sindri frá Höfn í Hornafirði hafa með glæsibrag tryggt sér sæti í 3. deild á næsta keppnistímabili. Þar eru fyrir lið Þróttar frá Neskaupstað og Hattar frá Egilsstöðum. Meira

Íþróttir

6. september 1996 | Íþróttir | 305 orð

Andre Agassi kominn í undanúrslit í sjötta sinn

Bandaríkjamaðurinn Andre Agassi vann Austurríkismanninn Thomas Muster 6­2, 7­5, 4­6 og 6­2 í átta manna úrslitum Opna bandaríska mótsins í tennis og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum keppninnar í sjötta sinn. Meira
6. september 1996 | Íþróttir | 170 orð

Arnar stefnir á að vera með í landsleikjum h

ARNAR Gunnlaugsson gerir ráð fyrir að byrja að æfa með samherjum sínum í Sochaux í næstu viku en eins og fram hefur komið hefur landsliðsmaðurinn í knattspyrnu verið frá í sumar vegna meiðsla. Uppskurður og rannsókn í Þýskalandi síðsumars leiddu í ljós "að vinstri hásinin var í fínu lagi," eins og hann orðaði það við Morgunblaðið. Sochaux er efst í 2. Meira
6. september 1996 | Íþróttir | 137 orð

Áhyggjuefni að kvennaliðin hætti ÓLAF

ÓLAFUR Rafnsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), segir það vissulega áhyggjuefni að liðum skuli fækka eins mikið og raun ber vitni í efstu deild, en ljóst er að a.m.k. þrjú lið eru hætt við þátttöku í 1. deild kvenna, Tindastóll, ÍA og Valur og Breiðablik er að íhuga að draga lið sitt út úr keppni. "Það leggst ekki vel í okkur ef svona mörg lið hætta í efstu deild. Meira
6. september 1996 | Íþróttir | 65 orð

Báðir Evrópuleikir KA heima SAMNI

SAMNINGAR hafa tekist um að báðir leikir KA og svissneska liðsins Amiticia Z¨urich frá Sviss í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik fari fram á Akureyri. Samkvæmt drættinum átti fyrri leikurinn að fara fram á Akureyri 12. eða 13. október og seinni leikurinn í Sviss 19. eða 20. október en samið var um að leika á Akureyri 11. og 13. október. Meira
6. september 1996 | Íþróttir | 297 orð

Damon Hill út í kuldann

Breski kappakstursökumaðurinn Damon Hill ekur ekki fyrir Williams-liðið á næsta ári. Frank Williams keppnisstjóri liðsins, sem nýverið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formula 1 kappakstri, hefur ákveðið að fá Þjóðverjann Heinz Harald Frentzen í sæti Hill. Kanadabúinn Jaques Villenuve verður áfram hjá Williams. Meira
6. september 1996 | Íþróttir | 100 orð

Djurgården fékk sekt og bann SÆNSKA f

SÆNSKA fyrstu deildar félagið Djurgården var í gær sektað um sem nemur einni milljón króna vegna óláta stuðningsmanna sinna þegar liðið lék við Gautaborg 26. ágúst. Liðinu var einnig gert að leika næsta heimaleik sinn fyrir luktum dyrum og verður það þegar Halmstad kemur í heimsókn 16. september. Meira
6. september 1996 | Íþróttir | 413 orð

Dýrlingurinn frá Flórens

KNATTSPYRNUÁHUGINN er geysilegur í Flórens á Ítalíu, þar sem Argentínumaðurinn Gabriel Batistuta er orðinn dýrlingur hjá borgarbúum, sem hafa nefnt líkneski í borginni í höfuð hans. Þessi síðhærði leikmaður, sem kom til Flórens fyrir fimm árum, er fyrirliði Fiorentína. Hann átti stóran þátt í að liðið varð bikarmeistari sl. Meira
6. september 1996 | Íþróttir | 204 orð

Guðni og félagar til Bristol

GUÐNI Bergsson og félagar hans hjá Bolton mæta Bristol City fyrst á útivelli í annarri umferð ensku deildarbikarkeppninnar. Lárus Orri Sigurðsson leikur með Stoke gegn Northampton og Þorvaldur Örlygsson með Oldham gegn Tranmere. Fyrri leikirnir fara fram 16. september, síðari 23. september. Meira
6. september 1996 | Íþróttir | 182 orð

HANDKNATTLEIKURVíkingar lögðu

HANDKNATTLEIKSTÍMABILIÐ er að hefjast af fullum krafti þessa dagana og í gærkvöldi hófst Opna Reykjavíkurmótið með sjö leikjum. Talsverðar breytingar hafa orðið á flestum liðunum síðan á síðustu leiktíð enda eru margir af fremstu handknattleiksmönnum landsins farnir í víking til útlanda og leika með erlendum félagsliðum. Meira
6. september 1996 | Íþróttir | 486 orð

HVAÐ SEGJA ÞEIR FLJÓTUSTU?Tárast við h

Tárast við hvern regndropa "ÉG TÁRAST við hvern regndropa sem fellur úr lofti. Það gerir eins drifs bílum erfiðara fyrir þegar færið er blautt. Ég hef ekki keppt í sumar og verð því einhverja stund að ná upp hraða og þessu allra fínasta mun ég ekki ná nema á einstökum leiðum," sagði Steingrímur Ingason. Meira
6. september 1996 | Íþróttir | 34 orð

Í kvöld Handknattleikur

Handknattleikur Opna Reykjavíkurmótið: Seljaskóli:FH - Stjarnan17.30 Austurberg:KA- KR17.30 Framhúsið:Fram - Víkingur17. Meira
6. september 1996 | Íþróttir | 29 orð

KÖRFUBOLTIKeflavík vann U

Keflvíkingar unnu Njarðvíkinga 110:104 í Njarðvík í gærkvöldi í framlengdum leik. Torrey John gerði 39 stig fyrir UMFN en Falur Harðarson var stigahæstur Keflvíkinga með 27 stig. Meira
6. september 1996 | Íþróttir | 81 orð

Leiðarlýsing Í upplýsing

Í upplýsingunum hér á eftir er nafn leiðarinnar tíundað fyrst, þá klukkan hvað vegi verður lokað fyrir almennri umferð, síðan hvenær fyrsti bíll er ræstur og loks lengd sérleiðarinnar. Föstudagur 6. september 1. Kleifarvatn14.4515.277.20 2. Ísólfsskáli14.4515.4219. Meira
6. september 1996 | Íþróttir | 363 orð

Rúnar líklegastur AÐEINS fjórir íslenskir ö

AÐEINS fjórir íslenskir ökumenn hafa unnið alþjóðarallið í þau sautján ár sem það hefur farið fram. Ásgeir Sigurðsson hefur unnið það oftast, síðustu fjögur ár, en keppir ekki núna. Morgunblaðið fékk hann og Ómar Ragnarsson sem vann keppnina í tvígang til að spá í möguleika ökumanna í rallinu. "Sá sem undirbýr sig best vinnur. Það þarf að þekkja og skoða leiðirnar vel fyrir keppni. Meira
6. september 1996 | Íþróttir | 674 orð

Seigla og skynsemi gætu skipt sköpum

ALÞJÓÐARALLIÐ hefst kl. 15.00 við Perluna í dag og aka keppendur sérleiðir um Reykjanes, en keppnin stendur í þrjá daga og lýkur á Austurvelli kl. 15.00 á sunnudag eftir 839 km akstur. Í rallinu eru 37 ökutæki skráð til keppni, þar af þrír sögufrægir bílar sem aka aðeins hluta rallsins. Tíu erlendar áhafnir eru meðal keppenda og allar akandi á fjórhjóladrifnum ökutækjum. Meira
6. september 1996 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

6. september 1996 | Íþróttir | 211 orð

(fyrirsögn vantar)

TRYGGVI Þórðarssonkeppnisstjóri rallsins vildi benda fólki sérstaklega á það að hlýða gæslumönnum á sérleið við Öskjuhlíð sem ekin verður í kvöld kl. 19.00. Í fyrra mættu rúmlega 2.000 manns til að sjá rallbílanna þeysa um. Bílastæði verða við Perlunaog Hótel Loftleiðir. Meira

Úr verinu

6. september 1996 | Úr verinu | 384 orð

Loðna helmingur af fæðu þorsksins

EITT AF stærstu verkefnum fjölstofnaáætlunar Hafrannsóknastofnunar lýtur að rannsóknum á fæðu botnfiska, þar á meðal þorsks. Þetta kom fram á Fjölstofnaráðstefnu Stofnunarinnar sem haldin var 3. og 4. september s.l. Í erindi Ólafs Karvels Pálssonar, fiskifræðings, sem rannsakað hefur fæðunám þorsks, kom fram að vægi loðnu í fæðu þorsks er ótvírætt. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

6. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 705 orð

Betra líf án sætindanna

Betra líf án sætindanna SÓLVEIG Eiríksdóttir hefur haldið námskeið fyrir fólk með Candida sveppaóþol og nú rekur hún ásamt fleirum heilsubitastaðinn Grænan kost sem byggist á sykur- og gerlausu fæði auk þess sem hvítt hveiti er ekki á boðstólum. Meira
6. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1006 orð

CANDIDA SVEPPAÓÞOL pGersveppurinn candida er í öllum mönnumpEn hvað gerist þegar ofvöxtur hleypur í hann? pEr ráðið gegn

CANDIDA SVEPPAÓÞOL pGersveppurinn candida er í öllum mönnumpEn hvað gerist þegar ofvöxtur hleypur í hann? pEr ráðið gegn sýkingunni að hætta að borða sykur og germikinn mat? Meira
6. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 74 orð

Candida sveppur

GERSVEPPURINN candida hefur valdið miklum heilabrotum. Hann er eðlilegur mönnum en getur valdið miklu heilsutjóni hlaupi ofvöxtur í hann. Sumir telja að candida nærist á sykri og geri og fúkalyf geti valdið ofvexti. Hinsvegar megi ef til vill vinna bug á sýkingunni með réttu mataræði. Meira
6. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 549 orð

Dansleikir, skrúðganga, skemmtanir á vegum dansátaks um helgina

"DANSRÁÐ Íslands og Samband íslenskra áhugadansara hafa tekið höndum saman um að vera með dansátak í haust og ber það yfirskriftina "Dönsum til framtíðar." Af því tilefni munu krakkar sem stundað hafa dansnám halda danssýningar á ýmsum sjúkrastofnunum Reykjavíkur og nágrennis á næstu dögum, en einnig verða haldnir dansleikir í Perlunni um helgina. Meira
6. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 353 orð

Ert þú efni í góðan víking?

Svaraðu eftirfarandi spurningum til að komast að því hversu góður víkingur þú getur orðið. 1. Þú kemur heim í mat. Hvað viltu helst? a) Snakkpoka. b) Brauð með osti. c) Hrátt ísbjarnarkjöt. 2. Einhver uppnefnir systur þína "hreindýrssmetti". Hvernig bregstu við? a) Ert sammála. Meira
6. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 424 orð

Handlagnir heimilisfeður

FÁIR HAFA orðið eins illa fyrir barðinu á spéfuglum í Hollywood og handlagnir heimilisfeður. Í ófáum kvikmyndum ákveða þeir að sýna hvernig hægt er að gera hlutina upp á eigin spýtur. Ef til vill springur á dekki sonarins og þeir ákveða að gera við það með því að taka allt reiðhjólið í sundur. Meira
6. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 927 orð

Heróín Neyslan eykst hjá tónlistarmönnum í Ameríku

"ÞAÐ VAR ekkert ljós, engin falleg tónlist, bara alls ekki neitt," sagði söngvarinn Phil Anselmo í þungarokkshljómsveitinni Pantera, eftir að hafa tekið inn of mikið magn af heróíni og af læknum sagður látinn í fimm mínútur. Þetta atvik átti sér stað 13. júlí, síðastliðinn í Dallas, Texas. Meira
6. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 642 orð

Hugmyndaflugið í góðu lagi í garði í Óslandshlíð

"ÞAÐ ægir öllu saman hjá okkur enda um að gera að hafa þetta sem fjölbreytilegast til að hafa gaman af því," sagði Jörgína Þórey Jóhannsdóttir þegar hún sýndi blaðamanni og ljósmyndara garðinn við sumarbústað sinn, Birkigerði í Óslandshlíð í Skagafirði. Garð þennan hafa Þórey og Þórður Eyjólfsson maður hennar verið að útbúa í sjö ár. Meira
6. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 449 orð

Lesið úr leyniletri á nýju vefriti handa ungu fólki

Í GÖMLU ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins við Aðalstræti í Reykjavík hefur hópur af ungu fólki komið sér upp aðstöðu til að gefa út tímarit eða vefrit eins og þau kjósa að kalla það. Vefritið, sem ber nafnið deCode, hefur komið út á alnetinu einu sinni í mánuði í sumar, en til stendur að gefa það út hálfsmánaðarlega. Meira
6. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 17 orð

LIST OG FATNAÐUR/4 HERÓÍN ÓGNAR Á VESTURLÖNDUM/6

LIST OG FATNAÐUR/4 HERÓÍN ÓGNAR Á VESTURLÖNDUM/6GARÐURINN Í ÓSHLÍÐARLANDI/6 VEFRIT HANA UNGU FÓLKI/7SKEFLILEG SAGNFRÆÐI UM VÍKINGA/8 DANS Á Meira
6. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 269 orð

Lítil heróínneysla

ÓLAFUR Guðmundsson, hjá forvarnadeild fíkniefnalögreglunnar, segist aðspurður ekki hafa orðið var við aukna heróínneyslu hér á landi að undanförnu. "En þó megi búast við að svo verði hvenær sem er, vegna stóraukinnar heróínneyslu alls staðar í kringum okkur," segir hann. Meira
6. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 165 orð

Sínk gott gegn kvefi

LENGI hefur verið viðurkennt að engin lækning er til við kvefi. Þess má geta að fyrir þrjátíu árum gáfust Bretar upp við að finna lækningu við þessum hvimleiða kvilla og lögðu niður kvefrannsóknastöð sem þeir höfðu stofnað nokkrum áratugum áður. Niðurstöður áralangra athugana voru þær að kvef læknaðist aðeins af sjálfu sér. Meira
6. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 195 orð

Skelfileg sagnfræði um íslenska víkinga en samt ekki væmin

ÞRÁTT FYRIR að langt sé um liðið síðan víkingar fóru í ránsferðir til Bretlandseyja eru þeir ennþá ofarlega í hugum Breta. Að minnsta kosti rithöfundanna Rosemary Border og Terry Deary, sem gáfu út bækurnar Vikingsog The Vicious Vikings. Sú síðarnefnda tilheyrir bókaflokknum Horrible Histories. Meira
6. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 513 orð

Var algjör sykurfíkill

"ÉG VAR mjög slæmt tilfelli af candida sjúklingi þar til fyrir þremur árum," segir Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona. Hún var sjúkdómsgreind með slæma liðverki og psoriasis húðsjúkdóm en líðan hennar fór sífellt versnandi. "Sjúkdómssaga mín er nánast óendanleg. Ég þjáðist af miklum bjúg, miklum sjóntruflunum og frá 10 ára aldri hef ég verið með slæma ristilbólgu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.